Fréttabréf Háskóla Íslands 2. tölublað 27. árgangur desember 2005

Size: px
Start display at page:

Download "Fréttabréf Háskóla Íslands 2. tölublað 27. árgangur desember 2005"

Transcription

1 HÁSKÓLAFRÉTTIR Fréttabréf Háskóla Íslands 2. tölublað 27. árgangur desember 2005 Doktorspróf í hraðri sókn Framhaldsnám við lyfjadeild, læknadeild og tannlæknadeild Ný doktorsnámsbraut við lagadeild Uppeldishlutverk leiðbeinanda doktorsnema Doktorsnám félagsráðgjöf Doktorsvarnir Brautskráningarræða Ört vaxandi háskólavefur Stefna gegn mismunun Háskólatorg H.Í. hágæðaháskóli sem skortir fjármagn

2 Svipmyndir frá rektorsskiptum Kristín Ingólfsdóttir tók við embætti rektors 30. júní sl. í Hátíðasal að viðstöddu fjölmenni. Kristín er 28. rektor Háskóla Íslands og jafnframt fyrsti kvenrektor í sögu skólans. Meðal gesta voru forseti Íslands, forsætisráðherra, menntamálaráðherra, viðskiptaráðherra, frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi rektorar Háskóla Íslands, rektorar annarra háskóla, alþingismenn, starfsfólk Háskólans og margir fleiri. Við athöfnina afhenti Páll Skúlason Kristínu Ingólfsdóttur tákn rektorsembættisins, rektorsfestina, og fluttu þau bæði ávörp. Þar kynnti nýr rektor helstu áherslur sínar í komandi starfi. Kristín hóf ávarp sitt á því að þakka Páli Skúlasyni fyrir hans mikilvæga framlag til Háskóla Íslands, þar næst vék hún orðum sínum að hlutverki Háskólans í samfélaginu, mikilvægi þekkingar og framtíðarsýn sinni fyrir Háskóla Íslands. Lokaorð hennar lutu að markmiðum Háskólans: Markmið Háskóla Íslands eru skýr. Áherslan sem við leggjum á gæði grunnnáms, rannsóknatengt framhaldsnám og vísindi er í takt við stefnu stjórnvalda um eflingu vísinda, tækniþróunar og nýsköpunar í landinu og í raun í! takt við skoðanir allra stjórnmálaflokka. Íslendingar eru almennt sammála um gildi menntunar og vísindastarfs. Á undanförnum árum hafa fjárframlög til háskólastigsins og samkeppnissjóða í vísindarannsóknum verið stóraukin. Með! stofnun Vísinda- og tækniráðs árið 2003 með aðkomu stjórnmálamanna, vísindamanna og fulltrúa atvinnulífs var áhersla lögð á aukið samstarf háskóla, rannsóknastofnana og atvinnulífs.! Stefna íslenskra stjórnvalda er að þessu leyti í takt við stefnu annarra landa OECD. Minna má á, að! ákvörðun Finna um stóraukin fjárframlög til menntunar hefur skilað sér í öflugum þekkingariðnaði og stórbættu efnahagslífi. En hvernig stendur þá á því, að enn vantar fé til háskólastarfsins? Það liggur einfaldlega í því að þróun samfélagsins í átt til þekkingarsamfélags er svo hröð að við höfum ekki haft undan að byggja upp eins og til þarf. Ég held að við þurfum að temja okkur það að líta ekki á þetta sem vandamál heldur sem stórkostlegt viðfangsefni. Þekkingarsmiðjur á borð við Háskóla Íslands eru ekki vandamál. Það er ekki samdráttur í þeim markaði sem skólinn þjónar. Það er gríðarleg eftirspurn eftir þjónustunni og hún er lífsnauðsynleg næring fyrir framtíðarvöxt í samfélaginu. Eins og ég sagði hér að framan ríkir almenn sátt í samfélaginu um grundvallaratriði. Við viljum öll! efla vísindi og eiga háskóla í fremstu röð. Við verðum að finna það fjármagn sem til þarf. Það er ekki fjármagn til að leysa vandamál. Það er ávísun á betri framtíð fyrir íslenskt samfélag. Ég hef djúpa og einlæga sannfæringu um að Háskóli Íslands gegni lykilhlutverki í mótun framtíðarsamfélags á Íslandi, í framtíðarhagvexti og í mótun og varðveislu menningar. Um leið og ég tek við embætti rektors Háskóla Íslands vil ég færa þakkir fyrir það traust sem mér hefur verið sýnt.! Ég mun leggja mig að veði fyrir þeirri framtíðarsýn sem ég hef lýst. Ég heiti því að vinna að þessu verki af fullum heilindum og vera vakin og sofin yfir velferð Háskóla Íslands. Megi Háskóla Íslands farnast vel og samfélaginu sem hann þjónar. 2

3 HÁSKÓLAFRÉTTIR EFNISYFIRLIT Magnús Guðmundsson: 4 Doktorspróf í hraðri sókn Fréttabréf Háskóla Íslands, 2. tbl. 27. árgangur, desember 2005 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Friðrik Rafnsson, fr@hi.is Ritnefnd: Guðrún Bachmann, Magnús Diðrik Baldursson, Magnús Guðmundsson og Rögnvaldur Möller Útgefandi og dreifing: Markaðs- og samskiptadeild Háskóla Íslands Hönnun og umbrot: Hnotskógur Prentun: Gutenberg Upplag: 2500 eintök ISSN: Mynd á forsíðu: Kristinn Ingvarsson Gunnsteinn Haraldsson og Helga M. Ögmundsdóttir: 6 Framhaldsnám við lyfjadeild, læknadeild og tannlæknadeild María Thejll: 8 Ný doktorsnámsbraut við lagadeild Lárus Thorlacius: 9 Uppeldishlutverk leiðbeinanda doktorsnema Sigrún Júlíusdóttir: 10 Breytt skipan náms í félagsráðgjöf - doktorsnám 11 Doktorsvarnir við H.Í. frá maí til desember 2005 Kristín Ingólfsdóttir: 16 Brautskráningarræða 22. október Viðurkenningar Háskóla Íslands til starfsmanna fyrir lofsverðan árangur í starfi 19 Háskólaráð fagnar ráðstöfun Símapeninganna Friðrik Rafnsson: 20 Ört vaxandi háskólavefur Pétur Valsson: 21 Bréfasafn Sigurðar Þórarinssonar varðveitt í H.Í. Guðni Th. Jóhanesson: 22 Yfirlit um sögu þorskastríðanna Sigrún Valgarðsdóttir: 23 Stefna H.Í. gegn mismunun Hannes H. Gissunarson: 24 Ráðstefna Mont Pelerin samtakanna um frelsi og eignarétt á nýrri öld Lilja Þorgeirsdóttir: 25 Sambandið ræktað við fyrrverandi starfsfólk Ásta Hrönn Maack: 26 Háskólatorg fyrir alla Björk Håkansson: 28 H.Í. eflir unga vísindamenn Kolbrún Friðriksdóttir: 29 Icelandic Online 2 Frá starfsmannasviði: 30 Ný og breytt störf Niðurstaða alþjóðlegrar úttektar á H.Í.: Hágæðaháskóli sem skortir fjármagn 3

4 Magnús Guðmundsson Doktorspróf í hraðri sókn Páll Eggert Ólason varð fyrstur til að verja doktorsritgerð við Háskóla Íslands árið Til loka árs 2005 hafa 138 einstaklingar varið doktorsritgerðir, 28 konur og 110 karlar. Selma Jónsdóttir var árið 1960 fyrst kvenna til að leggja fram doktorsrit til varnar. Hafrún Friðriksdóttir var næst í röðinni og varði ritgerð sína í lyfjafræði 1997 en samtals fjórar konur voru doktorar frá skólanum það ár. Hin síðari ár hefur konum fjölgað stórlega sem varið hafa doktorsritgerðir við Háskólann. Síðastliðin 10 ár hefur 61 lokið doktorsprófi frá Háskóla Íslands, 27 konur (44%) og 34 karlar. Enn frekari breytingar eru í vændum því af 179 doktorsnemum sem skráðir voru í doktorsnám 2005 eru 102 konur og 77 karlar. Jafnréttisverðlaun Háskóla Íslands árið 2005 hafa því skírskotun á ýmsum sviðum. Tvenns konar skipulag Doktorspróf má taka með tvennu móti. Annað hvort að leggja fram fullbúna ritgerð eða fara í gegnum formlegt doktorsnám við skólann. Námsdoktorar eru þeir doktorar kallaðir sem stundað hafa það nám við Háskóla Íslands. Farið var að bjóða upp á þessa leið fyrir um árum og er námið að festa sig í sessi í flestum deildum skólans. Þegar lokið er prófi í doktorsnámi eru doktorarnir jafnan að hefja sinn vísindaferil. Ekki á að vera munur á gæðum þeirra doktorsritgerða sem unnar eru með þessu tvískipta móti. Dómnefnd sérfræðinga fer yfir væntanlega doktorsritgerð í hvert skipti og metur gæði hennar áður en hún er lögð fram til varnar. Doktorsvörn Þegar samþykki deildar hefur fengist fyrir því að leggja fram rit til varnar eru skipaðir tveir andmælendur, annar þeirra gjarnan frá erlendum háskóla, stundum báðir. Doktorsvörnin er formföst og hátíðleg athöfn skipulögð af skrifstofu rektors og með hans þátttöku. Að lokinni kynningu doktorsefnis á rannsókn sinni brjóta andmælendur ritgerðina til mergjar og segja á henni kost og löst. Doktorsefnið er til andsvara og skýrir rannsóknina, en deildarforseti stjórnar athöfninni. Almenningur getur lagt fram spurningar við doktorsvörn enda hafi þær borist deildarforseta sólarhring fyrir vörn, en sjálft doktorsritið skal liggja frammi á Þjóðarbókhlöðu í einn mánuð fyrir doktorsvörn. Samkvæmt eldri reglum var heimilt að vörn stæði í allt að sex klukkustundir en nú standa doktorsvarnir í liðlega tvo tíma. Ekki eru dæmi um það að doktorsefni hafi fallið á prófinu þegar komið var til varnar í hátíðasal. Heimildir eru hins vegar til um það frá erlendum skólum og er dæmið um Þorleif Guðmundsson Repp eitt hið þekktasta. Hann lét æsa sig svo upp við doktorsvörn við Kaupmannahafnarháskóla 1826 að athöfninni var slitið með orðunum Absint nugæ, absit scurrilitas, absit ipse denique scurra eða Burt með skrípalæti, burt með fíflaskap, farðu síðan sjálfur burt, fífl. Sjaldan hafnað Eitthvað er um það að mönnum sé neitað um að verja ritgerðir vegna þess að þær hafa ekki náð staðli. Hafa spunnist af því blaðadeilur, þó jafnan fari það ekki hátt. Sagan hermir að Vilmundur Jónsson landlæknir hafi lagt fram ritgerð til doktorsvarnar en þegar hann hafði fengið samþykki deildar upp á vasann þá lét hann 4

5 Doktorsnemar eftir deildum og kyni kk kvk Alls Hugvísindadeild Læknadeild Lagadeild Guðfræðideild Tannlæknadeild Verkfræðideild Raunvísindadeild Lyfjafræðideild Félagsvísindadeild Viðskipta- og hagfr.d Hjúkrunarfræðideild Samtals Skipting eftir kynjum 43% 57% Doktorspróf frá Háskóla Íslands eftir deildum, kyni og árum Samtals kk kvk kk kk kk kvk Alls kk kvk Alls kk kvk Alls kk kvk Alls kk kvk Alls kk kvk Alls kk kvk Alls Hugvísindadeild Læknadeild Lagadeild Guðfræðideild Tannlæknadeild Verk- og raun Verkfræðideild Raunvísindadeild Lyfjafræðideild Félagsvísindadeild Viðskipta- og hagfr.d Samtals þá viðurkenningu nægja og kaus að verja hana ekki. Í tilefni sjötugsafmælis Vilmundar 1959 var hann gerður að heiðursdoktor frá Háskóla Íslands. Virðuleg athöfn Doktorsvarnir fara oft fram í hátíðasal Háskólans og eru í alla staði mjög virðulegar. Eftir að einn andmælandi mætti til varnarinnar í gömlum jogginggalla kom upp hugmynd um að klæða menn í skikkjur og voru útbúnar háskólakápur að hætti erlendra háskóla. Háskólaráð klæðist slíkum yfirhöfnum við brautskráningar kandídata. Hempurnar hafa komið sér vel því komið hefur fyrir að farangurstöskur andmælenda hafa orðið viðskila við eigendur á leið til Íslands og þá hefur verið gott að grípa til hinnar bláu háskólaskikkju. Titlar Háskóladeildir ákvarða doktorstitla. Philosophiae doctor, skammstafað Ph.D., er titill sem stöðugt fleiri eru á höttunum eftir. Hann þýðir á íslensku doktor í heimspeki. Sjálft orðið doktor þýðir á latínu kennari. Þeir sem ljúka doktorsprófi mætti því kalla kennara í heimspeki. Við Ph.D. titilinn bætist síðan heiti námsgreinar. Þannig getur þetta hljóðað upp á latínu: Philosophiae doctorem in Biologia, og á íslensku Ph.D. í líffræði. Fleiri afbrigði af doktorstitlum eru til eftir greinum s.s. dr. juris í lögfræði, dr. medicinae í læknisfræði, dr. theologiae í guðfræði og svo framvegis. Fyrir áhrif frá Bretlandi og Bandaríkjunum er titillinn Ph.D. í vaxandi mæli notaður. Allir vilja verða kennarar í heimspeki. Doktorsnafnbót Háskólanum er einnig heimilt að veita doktorsnafnbót í heiðurs skyni. Þá er bætt aftan við titilinn latnesku orðunum honoris causa, skammstafað hon. c. sem þýðir í heiðurs skyni. Þeir sem hljóta heiðursdoktorsnafnbót eru jafnan einstaklingar sem njóta almennrar viðurkenningar og eiga að baki farsælan feril á sviði vísinda eða menningar. Alls hafa 164 hlotið heiðursdoktorsnafnbót frá Háskóla Íslands í 94 ára sögu hans. Ekki eru áætlanir um að heiðursdoktorum fjölgi á sama hátt og doktorsprófum frá Háskóla Íslands á næstu árum. Höfundur er skjalavörður HÍ 5

6 Framhaldsnám við læknadeild, tannlæknadeild og lyfjafræðideild Spjallað við Gunnstein Haraldsson kennslustjóra og Helgu M. Ögmundsdóttur, formann rannsóknarnámsnefndar Hvert er hlutverk rannsóknarnámsnefndar og hvaða deildum þjónar hún? Hlutverk nefndarinnar er að halda utan um framhaldsnám við deildirnar þrjár sem hún þjónar, læknadeild, lyfjafræðideild og tannlæknadeild. Til að mynda metur RNN fagleg gæði rannsóknarverkefna, fjallar um umsóknir, samþykkir breytingar á námsáætlun og þvílíkt. Einnig sér RNN um að skipa menn í umsjónarnefndir fyrir framhaldsnemana, skipa prófdómara fyrir meistaranemana og gera tillögu til deildarráðs um andmælendur doktorsvarnar. Svo má ekki gleyma mikilvægu hlutverki nefndarinnar við stefnumótun og þróun námsins í heild sinni. Hvað eru margir framhaldsnemar við þessar deildir? Nú eru uþb. 55 meistaranemar og 45 doktorsnemar í námi við þessar deildir. Hvað útskrifast margir framhaldsnemar á hverju ári? Ef við teljum alla þá sem koma til með að klára á þessu ári munu útskrifast níu nýir meistarar og sjö nýir doktorar. Í hverju er námið fólgið? Nám til meistaragráðu (MS) í líf- og læknavísindum er 60 eininga nám að loknu BS prófi eða fjórða ári í læknisfræði. Algengast er að námið byggist á 45 eininga rannsóknaverkefni og 15 einingum úr námskeiðum fyrir framhaldsnema. Nám til doktorsgráðu (PhD) í líf- og læknavísindum er 150 eininga nám að loknu BS prófi eða fjórða ári í læknisfræði, eða 90 eininga námi að loknu MS námi. Hjá þeim sem lokið hafa MS námi er algengast að námið byggist á 90 eininga rannsóknaverkefni, en hjá þeim sem hefja doktorsnám strax eftir BS nám eða fjórða ár í læknisfræði er algengast að námið byggist á 135 eininga rannsóknarverkefni og 15 einingar eru úr námskeiðum fyrir framhaldsnema. Eru einhver skyldunámskeið í framhaldsnámi? Já, MS nemar þurfa að taka námskeið í Hagnýtri líftölfræði (2 einingar) og Vísindalegri aðferðafræði (1 eining). Að auki þurfa MS nemar að sitja í málstofu í 4 misseri og flytja þar erindi einu sinni. Hvar fer námið fram? Rannsóknir nemenda fara fram á fjölmörgum stofnunum, bæði innan og utan HÍ, og má m.a. nefna rannsóknastofnanir LSH, deildir og rannsóknastofnanir Háskóla Íslands, Blóðbankann, Íslenska erfðagreiningu, Medcare Flögu, Hjartavernd, Krabbameinsfélagið ofl. ofl. Hvenær er frestur til að sækja um framhaldsnám? Fyrir meistaranám eru umsóknafrestir til 15. mars fyrir innritun á haustmisseri en til 15. september fyrir innritun á vormisseri en enginn fastur umsóknarfrestur er fyrir umsóknir um doktorsnám. Hvernig bera menn sig að við að sækja um? Fyrst þarf nemandi að finna sér leiðbeinanda og rannsóknarverkefni. Nemandi sækir svo um inngöngu í meistaranám á sérstökum eyðublöðum sem fást á vefsíðu læknadeildar Hákóla Íslands. Umsóknum er skilað á skrifstofu læknadeildar ásamt tilgreindum fylgiskjölum. Hvernig er utanumhaldi um nemana háttað? Rannsóknarnámsnefnd var að taka í notkun námsferilsyfirlit og ferilskrár sem eiga að fylgja meistaranemum í gegnum námið. Þannig er veitt aðhald og fylgst með framgangi námsins. Hvernig námskeið eru í boði? Við bjóðum upp á sérhæfð námskeið sem henta framhaldsnemum á hinum ýmsu stigum framhaldsnámsins. Þessi námskeið geta einnig hentað framhaldsnemum úr öðrum deildum. Sem dæmi má nefna að núna á haustmisseri bjóðum við uppá sex námskeið. Auk skyldunámskeiðanna tveggja eru í boði námskeið um aðferðir í ónæmisfræði, innkirtlafræði, meinalíffræði og tölfræðivinnslu í tölvum. Þessi námskeið eru auglýst á heimasíðu Rannsóknanámsnefndar. Námskeiðin eru takmörkuð við 5-10 nemendur og mikil áhersla er lögð á þátttöku nemenda í fræðilegri umræðu. Hvenær er málstofan og hverjir mega mæta? Málstofan er haldin á hverjum fimmtudegi kl. 16:00 í kennslustofu Læknadeildar og er að sjálfsögðu öllum opin. Þar kynna meistara og doktorsnemar rannsóknarverkefni sín og ræða um þau. Boðið er uppá kaffi og bakkelsi áður en umræður hefjast. Dagskrá málstofunnar er auglýst á heimasíðu rannsóknarnámsnefndar. En víkjum nú að doktorsnáminu sérstaklega, hvernig er sótt um doktorsnám? Umsóknir um doktorsnám eru á sama formi og umsóknir um meistaranám, en að sjálfsögðu viðameiri. Umsóknin þarf að innihalda ítarlega lýsingu á verkefninu ásamt rannsóknaráætlun. 6

7 Er ekki erfitt að koma með ítarlega lýsingu á þessu stigi doktorsverkefni geta átt það til að þróast og breytast. Mikið rétt. En við leggjum engu að síður áherslu á að verkefnið sé vel lagt upp í byrjun. Vitaskuld er ekki óalgengt að verkefnin taki breytingum þegar frá líður og þá er látið vita af því. Eru allar umsóknir um doktorsnám samþykktar? Við höfum aldrei hafnað umsókn um doktorsnám en umsóknarferlið getur tekið nokkurn tíma. Eftir fyrstu yfirferð er umsækjandi ásamt væntanlegum leiðbeinanda kallaður í viðtal sem tekur u.þ.b. eina klst. Þá gefst einmitt tækifæri til að ræða ýmislegt. Með því að vanda til alls á þessu stigi og biðja um endurbætur á umsókn eða frekari upplýsingar ef svo ber undir reynum við að tryggja eins og kostur er að allt gangi upp þegar farið er af stað. Hvað er helst að umsóknum? Algengasta athugasemdin er að rannóknaráætlun sé ekki nægilega ljós. Við bendum oft á að gagnlegt er að skoða verkefnið í heild út frá þeim greinum sem umsækjandi sér fyrir að komi út úr því. Hverjir eru í doktorsnámi við læknadeild? Ákaflega fjölskrúðugur hópur. Allt frá fólki sem hefur farið beina leið gegnum BS og MS og beint áfram upp í fólk sem kemur til okkar eftir margra ára starf úti í þjóðfélaginu með brennandi áhuga á tilteknu viðfangsefni. Til dæmis er hjá okkur einn doktorsnemi sem fæst við rannsóknir á stami. Hér á landi er enginn sem hefur þekkingu til að leiðbeina viðkomandi í rannsóknunum sjálfum enda er leiðbeinandinn í Bandaríkjunum. Það sem við getum gert er að veita alla aðstoð við að taka verkefnið fræðilegum tökum. Vert er að minnast sérstaklega á unga lækna sem hafa lokið sérfræðinámi í Bandaríkjunum og hafið þar rannsóknir en ekki haft tækifæri til að reka endahnútinn á þær þar í formi doktorsprófs. Þeir eru orðnir allnokkrir sem hafa komið til okkar og lokið við að setja saman slíkar rannsóknir í doktorsritgerð og hafa varið þær hér. Hvernig fer doktorsvörn fram? Íslenskar doktorsvarnir eru eins og þær tíðkast víðast á Norðurlöndunum, þ.e. hátíðlegar athafnir að viðstöddum áheyrendum, yfirleitt með tveimur andmælendum. Vörnin hefst á því að doktorsefni kynnir verkefni sitt í hálftíma fyrirlestri. Síðan fer hin eiginlega vörn fram með spurningum andmælenda og svörum doktorsefnis. Doktorsvörnin tekur yfirleitt 2-3 klst. en á samkvæmt reglum að vera lokið innan 6 klst. Það hefur að vísu engin vörn tekið svo langan tíma á síðari árum, kannski gerðist það fyrr á árum þegar doktorsvarnir voru mun sjaldgæfari og fólk hafði meiri tíma. Einar Stefánsson Háskólaþorp Skipulag Vatnsmýrar og lóðar Háskóla Íslands hefur verið til umræðu á síðustu misserum meðal annars í tengslum við uppbyggingu þekkingarþorps. Endanlegt skipulag háskólalóðarinnar setur Háskólanum skorður til langrar framtíðar og á stóran þátt í að móta eðli skólans og þess samfélags sem í honum þrífst. Því er nauðsynlegt að margra sjónarmiða sé gætt og fyrirmynda leitað víða. Margir háskólar, sérstaklega vestanhafs, eru vel afmarkaðir á háskólalóð ( campus ) þar sem mest öll starfsemi háskólans fer fram og stærstur hluti nemenda og í sumum tilvika kennara býr. Eitt dæmi um þetta er Virginíuháskóli í Charlottesville, sem var skipulagður á sínum tíma af Thomasi Jefferson. Jefferson sem notaði hugtakið háskólaþorp ( academic village ) og staðsetti fyrirlestrasali, stúdentagarða og íbúðarhús háskólakennara í kringum stóra, ferhyrnda grasflöt á miðju háskólasvæðinu. Tilgangur þessa er augljóslega að skapa samfélag þar sem nemendur, kennarar og aðrir starfsmenn háskólans umgangast hver annan daglega, lifa og hrærast í einu samfélagi. Það má segja að hugmyndin um háskólaþorp hafi átt nokkru fylgi að fagna á upphafsdögum Háskóla Íslands. Á háskólalóðinni við Suðurgötu risu skólabyggingar ásamt stúdentagörðum og íbúðarhúsum háskólakennara á tiltölulega litlu svæði. Þannig var ætíð stutt á milli kennara og nemenda og samgangur vafalaust töluverður bæði innan og utan hins hefðbundna vinnutíma. Þetta skipulag riðlaðist þegar skólinn stækkaði og bæði nemendur og kennarar áttu ekki annarra kosta völ en að búa utan háskólasvæðisins og nú er svo komið að tiltölulega fáir nemendur og nær engir kennarar búa á háskólasvæðinu. Háskólasamfélagið er þannig takmarkað við skrifstofutíma og verður ekki fundinn staður þess utan. Nú, þegar til stendur að byggja á lóð háskólans í Vatnsmýrinni og hugsanlega skipuleggja Vatnsmýrarsvæðið allt, opnast tækifæri til að skapa á ný staðbundið háskólasamfélag og háskólaþorp. Þetta mætti gera með því að reisa á háskólalóðinni íbúðarhús (fjölbýlishús) sem væru ætluð kennurum til kaups eða leigu auk þess sem þarna væru reistar skólabyggingar, rannsóknarstofur og stúdentagarðar. Þannig mætti skapa staðbundinn kjarna í háskólasamfélaginu enda þótt hluti nemenda og kennara mundu væntanlega eftir sem áður búa utan svæðisins. Færa má rök að því að bygging háskólaþorps í þessum dúr myndi efla háskólasvæðið og háskólasamfélagið á ýmsan hátt og að auki gera HÍ betur samkeppnishæfan um gott starfsfólk. Tiltölulega auðvelt er að fjármagna slíka uppbyggingu með beinum kaupum háskólakennara á íbúðarhúsnæði. Slík uppbygging kallar á þjónustu, verslanir, veitingahús og fleira á svæðinu og myndi flýta og styrkja skipulag svæðisins í heild. Kennurum og nemendum væru vissulega greiði gerður með því að eiga aðgang að íbúðarhúsnæði í göngufæri frá vinnustað og íbúðabyggð í miðhluta Reykjavíkur myndi styrkjast. Höfundur er prófessor við læknadeild HÍ 7

8 María Thejll Ný doktorsnámsbraut við lagadeild H.Í. Haustið 2004 voru í lagadeild samþykktar reglur um doktorsnám. Markaði sú ákvörðun ákveðin tímamót í starfsemi deildarinnar en lagadeild HÍ er eina lagadeild landsins sem býður upp á öll stig laganáms, þ.e. B.A.nám, meistaranám, sérhæft meistaranám og nú doktorsnám. Markmið doktorsnámsins er að veita doktorsnemum vísindalega þjálfun og búa þá undir vísindastöf, meðal annars háskólakennslu eða sérfræðingsstörf við rannsóknastofnanir. Reglur deildarinnar um námið taka mið af reglum um sambærilegt nám í Evrópu og þeim gæðastöðlum sem þar eru í gildi. Deildin gerir ráð fyrir að taka ekki meira en 1-2 nemendur í doktorsnámið á ári hverju a.m.k. til að byrja með, en umsóknarfrestur er opinn. Skilyrði er að nemendur hafi lokið meistaranámi í lögfræði með fyrstu einkunn. Deildin hefur yfir að ráða mjög góðri aðstöðu fyrir doktorsnema í Lögbergi enda lagt kapp á að búa vel að þeim sem teknir verða inn í námið. Fyrirkomulag Doktorsnemar ljúka rannsóknum sínum með viðamikilli ritgerð sem metin er til 90 eininga. Samhliða ritgerðarvinnu skulu doktorsnemar stunda nám eftir því sem náms- og rannsóknaáætlun þeirra gerir ráð fyrir í aðferðafræði í lögfræði, réttarheimildum, lögskýringum og réttarheimspeki. Gerð er krafa um að doktorsnemi sem hefur lokið meistaranámi við íslenskan háskóla skuli taka hluta af doktorsnámi sínu við erlendan háskóla. Sérhver doktorsnemi skal frá upphafi náms hafa umsjónarkennara sem skal vera fastur kennari við lagadeild. Hlutverk umsjónarkennara er að fylgjast með vinnu doktorsnema og veita leiðsögn við doktorsverkefni auk þess sem neminn ráðfærir sig við umsjónarkennara um gerð rannsóknaáætlunar, skipulag námsins, val námskeiða og annað sem tengist náminu. Hlutverk umsjónarkennara er því viðamikið, en auk hans er gert ráð fyrir að doktorsnemi geti notið leiðsagnar annarra leiðbeinenda, að höfðu samráði við umsjónarkennara. Doktorsnámið er þriggja ára fullt nám, en sé námið stundað að hluta má það taka allt að fimm ár. Doktorspróf við lagadeild, að undangengnu framangreindu námi, veitir lærdómstitilinn Philosphiae Doctor eða Ph.D. Nýir möguleikar Með doktorsnáminu opnast alveg nýir möguleikar fyrir fræðimenn til að stunda umfangsmiklar rannsóknir hérlendis með styrk frá rannsóknanámssjóði Rannís. Íslenskir lögfræðingar sem útskrifast með meistarapróf hafa nú þann valkost sem ekki var áður fyrir hendi, að leggja stund á ítarlegt rannsóknanám hér heima að loknu hefðbundnu lögfræðinámi. Nú eru þegar starfandi við deildina tveir prófessorar með doktorspróf auk þess sem starfandi dósent er langt kominn í doktorsnámi sínu. Er það mikill styrkur fyrir lagadeildina að þar skuli starfa kennarar sem hafa lokið doktorsnámi eða stunda það auk þess að hafa nú tekið upp doktorsnám. Eflir það mjög allar rannsóknir og fræðastörf og eru vissulega hluti af þeim þáttum sem gera lagadeild Háskóla Íslands að framúrskarandi valkosti fyrir þá sem hyggjast leggja stund á laganám. Fyrsti doktorinn Færeyingurinn Kári á Rógvi er fyrsti og enn sem komið er eini doktorsneminn við deildina en hann hóf nám í ársbyrjun Kári er 31 árs að aldri og lauk lagaprófi frá Kaupmannahafnarháskóla og meistaraprófi frá Háskólanum í Aberdeen í Skotlandi. Doktorsverkefni hans felst í stuttu máli í því að rannsaka og bera saman endurskoðunarvald norrænna dómstóla! gagnvart lagasetningu, þ.e. hvernig er háttað heimildum dómstóla í Noregi, Danmörku, Færeyjum og Íslandi til að endurskoða hvort lög samrýmist stjórnarskrá. Í rannsókn sinni fjallar Kári um!hugtakið endurskoðunarvald!í víðu samhengi og lýsir því einnig hvernig ýmsar stofnanir!í þjóðfélaginu!meti hvort æðri reglur í lagakerfinu gangi framar öðrum lögum og reglum. Samkvæmt norrænni lagahefð var slíkt endurskoðunarvald veikt framan af en birtist þó með ólíkum hætti á Norðurlöndunum og hefur t.d. vaxið hér á landi að mati margra. Á seinni hluta 20. aldar, samfara aukinni áherslu á mannréttindareglur og önnur æðri lagagildi skapaðist grundvöllur fyrir endurskoðunarvaldinu. Hafa þessi áhrif verið mjög merkjanleg hjá dómstólum á Norðurlöndum og stafa einkum frá Evrópusambandinu, mannréttindareglum og alþjóðlegum dómstólum. Eiríkur Tómasson prófessor er umsjónarkennari Kára auk þess sem Björg Thorarensen prófessor og Róbert R. Spanó dósent, sitja í doktorsnefnd þeirri sem skipuð er með náminu í samræmi við reglur um námið. Kári stefnir að því að klára doktorsprófið árið 2008 og mun þá verða fyrsti lögfræðingurinn sem útskrifast af hinni nýju doktorsnámsbraut. Höfundur er forstöðumaður Lagastofnunar H.Í. 8

9 Uppeldishlutverk leiðbeinanda doktorsnema Lárus Thorlacius, prófessor í kennilegri eðlisfræði við raunvísindadeild H.Í., hefur nokkra reynslu af því að leiðbeina doktorsnemum. Hann hefur verið aðalleiðbeinandi þriggja PhD nema, þar af unnu tveir rann-sóknir sínar við Raunvísindastofnun en einn við Princeton háskóla. Síðan var hann meðleiðbeinandi þriggja annarra PhD stúdenta við Stanford háskóla. Hér segir hann frá því hvernig hann lítur á þetta hutverk. Markmið doktorsnáms er að koma háskólanema til vísindamanns. Þessi ummyndun getur ekki átt sér stað nema til komi áhugi og elja nemandans en leiðbeinandinn leikur líka stórt hlutverk. Hann miðlar af sérþekkingu sinni en leiðbeiningarstarfið er ekki bara fólgið í kennslu. Leiðbeinandinn er í raun í hlutverki akademísks foreldris. Það er hans að styðja fyrstu spor nemandans á braut rannsókna og gera hann sjálfbjarga í vísindunum. Hlutverk foreldris Líkt og foreldri hefur leiðbeinandinn ekki síst áhrif á nemandann í krafti eigin framgöngu. Hann er fyrirmynd nemandans í starfi, bæði hvað varðar vinnuaðferðir og sýn á viðkomandi fræðasvið, og einnig varðandi siðferði í vísindum: heiðarleika, framkomu í samstarfi, umgengni um verk annarra fræðimanna, og fleira. Nemendur eiga sér vitaskuld fleiri fyrirmyndir erlent máltæki segir að allt þorpið ali upp barnið -- en í litlu þorpi eins og okkar eru fáir um verkið og mikilvægi hvers um sig eftir því. Líkt og foreldrar takast flestir leiðbeinendur hlutverk sitt á hendur án þess að hafa hlotið til þess sérstaka fræðslu og eru misvel í stakk búnir. Umbreyting nemanda í fullburða fræðimann er skapandi ferli, sem hefur margvísleg jákvæð áhrif á annað háskólastarf, en menntun hins unga vísindamanns verður ávallt að vera í fyrirrúmi. Háskólakennari sem lítur fyrst og fremst á doktorsnema sem ódýrt vinnuafl til kennslu eða rannsókna er ekki góður leiðbeinandi. Fjárhagsleg og fagleg umgjörð Yfirleitt kemur í hlut leiðbeinandans að búa doktorsnáminu ramma hvað varðar fjármögnun og rannsóknaraðstöðu. Þetta á sérstaklega við hér á landi þar sem lítil hefð er fyrir slíku námi og ekki gert ráð fyrir því í fjárveitingum til háskóla, þó að hugsanlega standi það til bóta. Sem betur fer hefur á undanförnum árum gefist aukið svigrúm til að afla fjár í rannsóknarverkefni, bæði úr innlendum og erlendum sjóðum, og hefur það skilað sér í auknu umfangi doktorsnáms. Sú þróun heldur vonandi áfram þannig að leiðbeining doktorsnema verði sjálfsagður hluti af kennslustarfi við háskólann. Leiðbeinandinn á líka að búa doktorsnáminu faglega umgjörð. Hann þarf að bjóða upp á virkt rannsóknarumhverfi fyrir nemandann að þroskast í en slíkt getur verið vandkvæðum bundið við lítinn háskóla þar sem fáir starfa á hverju sviði. Í þessu samhengi er mikilvægt að doktorsnám við Háskóla Íslands hafi sterk tengsl út fyrir skólann og í flestum tilfellum út fyrir landsteinana. Nemandinn þarf að sjá leiðbeinandann taka virkan þátt í alþjóðlegu rannsóknarstarfi og læra að skynja sjálfan sig sem hluta af hinu alþjóðlega vísindasamfélagi. Þó að námið fari að mestu fram hér heima er æskilegt að nemandinn dvelji að hluta við erlenda háskóla eða rannsóknarstofnanir meðan á náminu stendur og eitt af hlutverkum leiðbeinandans er að hvetja til slíkra heimsókna og koma þeim á eftir bestu getu. Frá leiðsögn til samstarfs Leiðbeinandinn á oftar en ekki frumkvæði að því rannsóknarefni sem nemandinn tekst á við í doktorsnáminu. Þegar vel tekst til þróast samskipti leiðbeinanda og doktorsefnis með tímanum frá fræðslu og leiðsögn yfir í samstarf eða alveg sjálfstæða vinnu nemandans. Á þessari leið getur gengið á ýmsu og líkt og hjá foreldrum reynir ekki síst á hæfni leiðbeinandans þegar á bjátar hjá nemandanum. Nemandinn þarf að læra að takast á við erfiðleika í rannsóknum og bregðast við þeim á uppbyggilegan hátt. Þar getur reynsla leiðbeinandans og uppörvun skipt sköpum. Eitt mikilvægasta hlutverk leiðbeinanda, líkt og foreldra, er síðan að hrósa því sem vel er gert. Námskeið við H.Í. gat af sér heilan tónlistarskóla Tónlistarskólinn Tónsalir, Bæjarlind 2, var opnaður formlega þann 2. september síðastliðinn en viðskiptahugmynd og viðskiptaáætlun um skólann var útfærð og þróuð í námskeiðinu Viðskiptahugmyndir sem kennt er í viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Námskeiðið Viðskiptahugmyndir hefur verið kennt frá árinu 2001 við deildina. Markmið námskeiðsins er að þjálfa nemendur í að!skapa og vinna með viðskiptahugmyndir og gera viðskiptaáætlanir um þá hugmynd sem þeir vinna með. Í lok námskeiðsins eru gerðar kröfur til þess að nemendur viti hvernig standa skuli að stofnun fyrirtækja og gerð viðskiptaáætlana. Gylfi Magnússon dósent hefur umsjón með námskeiðinu en Ásta Dís Óladóttir aðjúnkt er kennari námskeiðsins. Að sögn Ólafs Þórs Kristjánssonar, annars eiganda skólans og fyrrverandi nemanda námskeiðsins, hafa allar viðskiptaáætlanir námsins staðist vel og aðsóknin er strax orðin meiri en skólinn getur annað. 9

10 Sigrún Júlíusdóttir Breytt skipan náms í félagsráðgjöf doktorsnám Í!félagsráðgjafarskor við félagsvísindadeild fer nú fram undirbúningur að umbreytingu námsins í samræmi við svonefnt Bologna-ferli. Fjögurra ára samfelld námsleið til löggildra starfsréttinda! sem hefur verið kennd í félagsvísindadeild!í! tæpan aldarfjórðung mun frá næsta kennsluári! verða lögð niður í þeirri mynd. Með nýju námsskipaninni mun nám!til!!löggildra starfsréttinda! taka!fimm ár. Fyrri hlutinn er 3ja ára grunnnám til BA-prófs í félagsráðgjöf opið öllum í félagsvísindadeild. Það er fyrst og fremst forkrafa og undirbúningur til meistaranáms. Jafnframt veitir það þekkingu sem að gagni kemur fyrir þá sem vilja vinna almenn störf, einkum í félags- og heilbrigðisþjónustu sem ekki krefjast fagþekkingar. Einnig mun það nýtast þeim sem vilja vinna aðstoðarstörf á breiðari vettvangi velferðarþjónustu. Fjöldi þeirra sem hljóta inngöngu í meistaranám takmarkast af möguleikum til starfsþjálfunar á vettvangi hjá samningsbundnum samstarfsstofnunum og viðurkenndum starfsþjálfunarkennurum.! Á meistarastiginu verða kennd námskeið á sérsviðum greinarinnar. Þau veita um leið undirstöðu fyrir! áframhaldandi nám til sérfræðiréttinda (sbr. lög um félagsráðgjöf, 1992) á heilbrigðissviði, í félagsþjónustu, skóla- og réttarfélagsráðgjöf. Í fræðasamfélagi jafnt sem á starfsvettvangi félagsráðgjafar er vaxandi þörf fyrir fræðimenn með rannsóknaþjálfun. Fámennur hópur félagsráðgjafa sem starfar að kennslu og rannsóknum í félagsráðgjöf á Íslandi hafa lokið doktorsnámi, allir erlendis. Í félagsráðgjafarskor hafa fjórir kennarar af sex lokið doktorsnámi en vaxandi áhugi er á möguleika til að stunda rannsóknanám í heimalandinu. Með doktorsnámi við Háskóla Íslands er komið til móts við þarfir greinarinnar hvað varðar vísindalega þróun, kennslu og leiðsögn nemenda. Þjónustustofnanir á vettvangi sem veita félagsráðgjöf eru í örum vexti og þörf fyrir þróunar-, mats- og rannsóknastörf knýr á rannsóknaþjálfun og nýja þekkingu í greininni. Ákall um þekkingarsköpun í þágu vettvangsþjónustu varðar aðferðir, úrræðaþróun og stefnumörkun. Samhliða breytingunum á grunn- og meistaranámi er því nú einnig unnið að undirbúningi rannsóknarnáms, þ.e.!!til doktorsprófs. Þótt skipulegt doktorsnám hafi ekki verið í boði hafa kennarar með doktorspóf um skeið veitt doktorsnemum aðstoðarleiðsögn á íslensk rannsóknarverkefni í námi erlendis. Lögð hafa verið drög að samvinnu við erlenda háskóla um skipulagningu doktorsnáms við Háskóla Íslands,!m.a. í Svíþjóð. Gert er ráð fyrir gestakennurum og að námshlutar séu teknir erlendis. Almennum fyrirspurnum fjölgar um möguleika á doktorsnámi í greininni hér á landi!og er stefnt að því að kynna rannsóknanám í kjölfar næsta kennsluárs. Þetta er í samræmi við Bolognaáætlunina, metnað og langtímamarkmið félagsráðgjafarskorar. Í því felst að félagsráðgjafarnám við Háskóla Íslands uppfylli kröfur um samræmd og sambærileg viðmið hvað snertir formgerð og innihald, gæði og möguleika doktorsnáms. Höfundur er prófessor í félagsráðgjöf 10

11 Doktorsvarnir frá Háskóla Íslands frá maí 2005 til desember 2005 Tómas Guðbjartsson Nýrnafrumukrabbamein á Íslandi: Nýgengi, horfur, ættgengi og meðferð Föstudaginn 6. maí fór fram doktorsvörn við læknadeild Háskóla Íslands. Þá varði Tómas Guðbjartsson læknir doktorsritgerð sína Nýrnafrumukrabbamein á Íslandi. Andmælendur voru prófessor Börje Ljungberg frá háskólanum í Umeå og dósent Jón Gunnlaugur Jónasson frá Landspítala Háskólasjúkrahúsi. Stefán B. Sigurðsson deildarforseti læknadeildar H.Í. stýrði athöfninni. Doktorsritgerðin fjallar um nýrnafrumukrabbamein á Íslandi en það er langalgengasta krabbameinið í nýrum. Ritgerðin byggir á 6 sjálfstæðum vísindagreinum þar sem komið er inn á nýgengi sjúkdómsins hér á landi, einkenni, greiningu, lífshorfur og árangur meðferðar. Einnig var litið sérstaklega á ættlægni sjúkdómsins hér á landi en við þá vinnu var stuðst við Íslendingabók Íslenskrar erfðagreiningar. Í ljós kom að nýgengi sjúkdómsins á Íslandi er með því hæsta sem þekkist í heiminum. Sjúklingar með nýrnafrumukrabbamein eru marktækt skyldari hvor öðrum en einstaklingar í viðmiðunarhópi. Einkenni eru lúmsk og allt að þriðjungur sjúklinga greinist með nýrnafrumukrabbamein á háu stigi, þar sem lífshorfur eru mun lakari en þegar meinið er bundið við nýrað eingöngu. Á síðasta áratug hefur tilfellum fjölgað en að sama skapi hafa lífshorfur þessara sjúklinga vænkast. Þetta er að verulegu leyti vegna aukningar á tilviljanagreindum nýrnafrumukrabbameinum, en það eru æxli sem greinast fyrir tilviljun vegna myndrannsókna (ómskoðunar, tölvusneiðmynda) á kviðarholi sem framkvæmdar eru vegna annarra óskyldra sjúkdóma. Þessi æxli eru minni og síður illkynja en æxli sem greinast vegna einkenna nýrnafrumukrabbameins og því auðveldara að komast fyrir meinið. Kristbjörn Orri Guðmundsson Genatjáning í þroska blóðmyndandi stofnfruma! Föstudaginn 3. júní fór fram doktorsvörn við læknadeild Háskóla Íslands. Þá varði Kristbjörn Orri Guðmundsson doktorsritgerð sína: Gene expression in hematopoietic stem cell development. Analysis of gene expression in different subpopulations of hematopoietic stem cells with relevance to self-renewal, commitment and differentiation. Genatjáning í þroska blóðmyndandi stofnfruma. Rannsóknir á genatjáningu í mismunandi hópum blóðmyndandi stofnfruma með tilliti til endurnýjunar, skuldbindingar og sérhæfingar. Andmælendur voru dr. Unnur Þorsteinsdóttir, sameindalíffræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu og dr. Dimtry Kuprach, Engelhardt Institute of Molecular Biology í Moskvu. Kristján Erlendsson, varaforseti læknadeildar, stjórnaði athöfninni. Helstu einkenni blóðmyndandi stofnfruma er hæfileikinn til að endurnýja sig og að sérhæfast í allar gerðir blóðfruma. Aukin þekking á erfðaþáttum sem stýra vexti og viðhaldi blóðmyndandi stofnfruma er afar mikilvæg, ekki síst í ljósi mikilvægis stofnfrumuígræðslna í lækningaskyni. Meginmarkmið verkefnisins var að einangra ný gen sem stýra endurnýjun og sérhæfingu blóðmyndandi stofnfruma. Tjáning þúsunda gena var skoðuð í stofnfrumum og frumum sérhæfðum frá þeim. Af þessum genum voru umritunarþátturinn POGZ1 og æxlisbæligenið DLG7 valin til frekari rannsókna. Í ljós kom að þau eru tjáð í blóðmyndandi stofnfrumum en að tjáningin hættir snemma í ferli sérhæfingar. POGZ1 tjáning kom hins vegar upp aftur síðar og var til staðar í fullþroska blóðfrumum. Starfrænar rannsóknir sýndu að yfirtjáning á DLG7 í músafósturstofnfrumum minnkaði hæfileika þeirra til sérhæfingar sem bendir til þess að genið hafi hlutverki að gegna í að viðhalda stofnfrumusvipgerðinni. Yfirtjáning á POGZ1 í HeLa og MDA-MB-231 frumulínum örvaði tjáningu HLA-DR sameinda sem bendir til þess að það hafi hlutverki að gegna í stjórnun á HLA-DR tjáningu. Til að kanna hlutverk þess enn nánar var búin til skilyrt genaferja til að slá út POGZ1 genið í mús. Umsjónarkennari Kristbjarnar var Dr. Eiríkur Steingrímsson prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. Aðalleiðbeinendur Kristbjarnar voru Dr. Þórunn Rafnar hjá UVS og Dr.Torstein Egeland yfirlæknir við Rikshospitalet í Osló. Aðrir í doktorsnefndinni voru Dr. Sveinn Guðmundsson yfirlæknir Blóðbankans,Vilhelmína Haraldsdóttir yfirlæknir blóðfræðideildar LSH og Dr. Jonathan R. Keller við Bandarísku krabbameinsstofnunina (National Cancer Institute). Kristján Rúnar Kristjánsson Lotubundið hraðeindasvið og rafhlaðin svarthol Föstudaginn 12. ágúst fór fram doktorsvörn við raunvísindadeild Háskóla Íslands. Þá varði Kristján Rúnar Kristjánsson eðlisfræðingur doktorsritgerð sína Periodic Tachyons and Charged Black Holes: Two Problems in Two Dimensions. Andmælendur voru dr. Paolo Di Vecchia, prófessor við Nordita, norrænu stofnunina í kennilegri eðlisfræði, og dr. David Lowe, prófessor við eðlisfræðideild Brown University í Bandaríkjunum. Dr. Hörður Filippusson, forseti raunvísindadeildar, stjórnar athöfninni. Ritgerðin er á sviði kennilegrar öreindafræði og fjallar meðal annars um samspil þyngdarfræði og skammtafræði. Í almennu afstæðiskenningunni eru þekktar lausnir á jöfnum Einsteins sem lýsa svartholi gæddu massa og rafhleðslu en að öðru leyti í tómarúmi. Þessar lausnir eru mjög sérstakar því ef þær eru framlengdar inn í svartholið koma í ljós göng sem leiða inn í annan heim í ákveðnum skilningi. Tilvist þessara ganga er hins vegar óviss, þar sem áhrifum skammtafræði hefur verið sleppt við útleiðslu lausnanna. Samkvæmt skammtafræðinni myndast aragrúi rafhlaðinna agna í sterku rafsviði svartholsins og slíkar agnir breyta hugsanlega innviðum svartholsins. Til að lýsa skammtafræði rafhlaðins svarthols þarf að nota þyngdarskammtafræði en sú kenning á enn langt í land og því veit enginn nákvæmlega hvernig skammtaáhrif breyta innri gerð sígildra svarthola. Í ritgerðinni er sett fram tvívítt líkan sem gerir okkur kleift að rannsaka slík skammtaáhrif kerfisbundið í einfölduðum heimi. Líkanið er leyst með tölulegum aðferðum, bæði fyrir sístæð svarthol og svarthol sem verða til við þyngdarhrun rafhlaðins efnis. Sístæðu svartholin þarf að fóðra með straumi af rafhlöðnum ögnum til að vega á móti afhleðslu vegna skammtaáhrifa, en tímaháðu svartholin sem verða til við þyngdarhrun afhlaðast með 11

12 Doktorsvarnir frá Háskóla Íslands frá maí 2005 til desember 2005 tímanum. Í ljós kemur að ormagöngin sem er að finna í sígildu fræðunum falla saman þegar skammtaáhrif eru tekin með í reikninginn, svo að tímarúm sem inniheldur slíkt svarthol minnir fremur á hefðbundinn alheim með óhlöðnu svartholi. Verkefnið var unnið í samstarfi við dr. Lárus Thorlacius, prófessor við eðlisfræðiskor Háskóla Íslands, sem jafnframt er leiðbeinandi, og dr. Andrei Frolov við Stanford University í Bandaríkjunum. Í doktorsnefndinni sitja, auk Lárusar, dr. Þórður Jónsson og dr. Ragnar Sigurðsson, en þeir eru báðir vísindamenn við Raunvísindastofnun Háskólans. Guðrún Ólafsdóttir Rokgjörn efni sem gæðavísar í kældum fiski Föstudaginn 26. ágúst fór fram doktorsvörn við raunvísindadeild Háskóla Íslands. Þá varði Guðrún Ólafsdóttir matvælafræðingur doktorsritgerð sína Volatile compounds as quality indicators in chilled fish: Evaluation of microbial metabolites by an electronic nose. Rokgjörn efni sem gæðavísar í kældum fiski: Mat á niðurbrotsefnum örvera með rafnefi. Andmælendur voru dr. Saverio Mannino, prófessor við Università degli Studi di Milano á Ítalíu og dr. Ragnar L. Olsen, prófessor við Norwegian College of Fishery Science í Tromsö, Noregi. Dr. Hörður Filippusson forseti raunvísindadeildar, stjórnaði athöfninni. Ritgerðin fjallar um gæðavísa í kældum fiski og byggir á rannsóknum á rokgjörnum efnum með gasgreini og þróun rafnefs, sem fljótvirkrar mælitækni til að greina gæðavísa. Ákvörðun gæða á kældum fiski tengjast lyktarbreytingum vegna myndunar á rokgjörnum niðurbrotsefnum eins og alkóhólum, aldehýðum, ketónum, esterum, brennisteinsefnum og amínum samhliða vexti sértækra skemmdarörvera (SSÖ). Rafnef, sem þróað hefur verið hérlendis, var útbúið með raflausnarskynjurum sem greina helstu efnaflokka sem myndast við skemmd í fiski. Einkennandi svörun skynjara rafnefsins gat þannig útskýrt skemmdareiginleika örvera og rafnefið nýtist í raun sem fjölskynjari til að greina mismunandi gæðavísa. Gerðar voru rannsóknir á gæðabreytingum í ýmsum tegundum af fiski og fiskafurðum (loðnu, þorski, ýsu, karfa og reyktum laxi) við geymslu í kæli. Áhrif mismunandi hitastigs ( C) og geymsluaðferða á vöxt SSÖ voru könnuð og skemmdarvirkni þeirra metin með rafnefi, efnamælingum (TVB- N) og skynmati. Líkön byggð á gögnum um rafnefsmælingar voru notuð til að spá fyrir um geymsluþol fisks sem geymdur var við mismunandi aðstæður. Nauðsynlegt reyndist að nota fjölgæðavísa samsetta af örverutalningum, TVB-N, og rafnefsmælingum til að flokka eða spá fyrir um þær margvíslegu gæðabreytingar sem verða í fiski við geymslu við mismunandi hitastig. Hinsvegar reyndust líkön, sem byggð voru eingöngu á rafnefi, hæf til að flokka afurðir eftir gæðum, ef líkanið var aðlagað að hverri afurð og geymsluhitastigi. Niðurstöður verkefnisins nýtast sem grunnur til að skilja betur skemmdarferli í fiski þannig að hægt sé að stýra betur geymsluskilyrðum til að varðveita neyslugæði fisks. Einnig nýtast niðurstöðurnar við frekari þróun á fljótvirkum mæliaðferðum byggðum á skynjaratækni til að greina gæðavísa í fiski. Rannsóknirnar voru styrktar af Rannís og Evrópusambandinu og verkefnið var unnið á Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins. Leiðbeinandi var dr. Kristberg Kristbergsson, dósent við HÍ og í doktorsnefnd voru dr. Jörg Oehlenschläger, prófessor við Federal Research Centre for Fisheries í Þýskalandi, dr Joop B. Luten, sérfræðingur við RIVO í Hollandi / Fiskeriforskning í Noregi, dr. Rögnvaldur Ólafsson dósent við HÍ og dr. Ágústa Guðmundsdóttir, prófessor við HÍ. Sóley Sesselja Bender Þunganir unglingsstúlkna Föstudaginn 26. ágúst fór fram doktorsvörn við læknadeild Háskóla Íslands. Þá varði Sóley Sesselja Bender dósent doktorsritgerð sína Adolescent pregnancy. Andmælendur voru Dr. Gunta Lazdane, prófessor við læknadeild háskólans í Riga, Lettlandi og ráðgjafi á sviði frjósemisheilbrigðis og rannsókna við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina í Kaupmannahöfn og dr. Þórólfur Þórlindsson, prófessor við félagsvísindadeild Háskóla Íslands. dr. Stefán B. Sigurðsson, deildarforseti læknadeildar, stjórnaði athöfninni. Meginmarkmið doktorsverkefnisins var að skoða tíðni þungana unglingsstúlkna hér á landi miðað við önnur Norðurlönd, kanna sjónarmið ungs fólks gagnvart kynheilbrigðisþjónustu og notkun getnaðarvarna ásamt upplifun unglingsstúlkna af því að taka ákvörðun um barneign. Jafnframt voru metin áhrif ráðgjafar um getnaðarvarnir meðal kvenna sem fóru í fóstureyðingu. Niðurstöðurnar sýndu m.a. að tíðni þungana meðal unglingsstúlkna var á tímabilinu hæst hér á landi, miðað við Danmörku, Finnland, Noreg og Svíþjóð, þrátt fyrir að hún hafi farið lækkandi á rannsóknartímabilinu. Fram kom að flest ungt fólk hefur ekki ætlað sér að standa frammi fyrir þungun á þessum tíma lífsins og kýs fremur forvarnir. Ungt fólk vildi í flestum tilvikum geta notið sérhæfðrar, víðtækrar og hágæða kynheilbrigðisþjónustu. Ólík viðhorf ungs fólks til kynheilbrigðisþjónustu tengdust búsetu þess, kyni og fyrri notkun þess á þjónustunni. Notkun getnaðarvarna var líklegri meðal stúlkna og pilta sem litu þungun alvarlegum augum og fannst það lítið mál að gera ráðstafanir varðandi notkun getnaðarvarna. Ótímabær þungun unglingsstúlkna og ákvörðun í kjölfar hennar skapaði töluverða togstreitu. Þegar kom að lokaákvörðun gátu þær ekki hugsað sér að fara í fóstureyðingu, voru samt ekki reiðubúnar að eignast barn, en sættu sig við ákvörðunina sem tekin var. Meirihluti kvenna sem fengu sérhæfða ráðgjöf um getnaðarvarnir fyrir fóstureyðingu byrjuðu að nota getnaðarvarnir eftir aðgerðina en það sama átti einnig við um samanburðarhóp kvenna sem ekki fengu slíka ráðgjöf. Þær sem voru líklegri að nota getnaðarvarnir eftir fóstureyðing voru yngri konur og þær sem voru í sambúð/giftar. Niðurstöður benda til þess að mikilvægt sé að stuðla að kynheilbrigði ungs fólks og þróa kynheilbrigðisþjónustu sem tekur mið af sérþörfum þess. Aðalleiðbeinendur voru dr. Reynir Tómas Geirsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands og dr. Elise Kosunen, prófessor við háskólann í Tampere, Finnlandi. Auk þeirra sátu í doktorsnefndinni dr. Auðna Ágústsdóttir, verkefnastjóri á Landspítala háskólasjúkrahúsi, dr. Sigrún Aðalbjarnardóttir, prófessor við félagsvísindadeild Háskóla Íslands og dr. Vilhjálmur Rafnsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. 12

13 Sædís Sævarsdóttir Mannan bindilektín í bólgusjúkdómum Föstudaginn 7. október fór fram doktorsvörn við læknadeild Háskóla Íslands. Þá varði Sædís Sævarsdóttir læknir doktorsritgerð sína Mannan binding lectin (MBL) in inflammatory diseases Mannan bindilektín í bólgusjúkdómum. Andmælendur voru dr. Steffen Thiel, frá Háskólanum í Árósum og dr. Björn Guðbjörnsson, dósent við læknadeild HÍ. Kristján Erlendsson, varaforseti læknadeildar, stjórnaði athöfninni. Ritgerðin fjallar um próteinið MBL í bólgusjúkdómum. Niðurstöður hennar benda til að einstaklingar sem hafa mikið af MBL í blóði geti síður átt á hættu að fá kransæðastíflu (MI), rauða úlfa (SLE) og sjálfsofnæmi í skjaldkirtli (Graves, Hashimoto s). MBL ræsir komplímentferli ónæmiskerfisins og hjálpar hvítfrumum við að eyða örverum og frumuleifum úr líkamanum. Arfgengur skortur á MBL er algengur. Þeir sem eru með lágt MBL reyndust hafa aukna áhættu á að fá kransæðastíflu, en þessi áhætta virtist fyrst og fremst vera til staðar í einstaklingum með sykursýki, hækkað kólesteról eða þrálátar bólgur. Auk þess var sýnt var fram á að MBL getur bundið vonda kólesterólið (LDL), sem stuðlar að kransæðastíflu. Innan ætta með tilhneigingu til rauðra úlfa tengdist lágt MBL birtingu sjúkdómsins, og benda niðurstöður til að MBL stuðli að hreinsun mótefnafléttna (CIC), sem taldar eru gegna lykilhlutverki í meinmyndun rauðra úlfa. Jafnframt tengdist lágt MBL sjálfsofnæmi í skjaldkirtli, en einungis í einstaklingum sem einnig hafa gigtsjúkdóma eða ættarsögu um gigt. Lágt MBL tengdist hins vegar ekki áhættu á iktsýki eða liðagigt (RA), en virtist tengjast verri horfum. Talið er að þessir sjúkdómar orsakist að einhverju leyti af sameiginlegum meingenum sem hafa áhrif á áhættu og alvarleika þeirra, og líklegt er að MBL genið sé eitt þeirra. Hátt MBL magn gæti því verndað útsetta einstaklinga, hugsanlega með því að stuðla að hreinsun bólguvaldandi agna. Verkefnið var unnið á ónæmisfræðideild Landspítala háskólasjúkrahúss (LSH). Nýttur var efniviður úr hóprannsókn Hjartaverndar, fjölskylduefniviður með ættlæga gigtsjúkdóma á vegum Rannsóknastofu í gigtsjúkdómum og auk þess efniviður úr framvirkri þversniðsrannsókn á byrjandi iktsýki. Sjúklinga með sjálfsofnæmi í skjaldkirtli og sykursýki var aflað á göngudeildum LSH. Leiðbeinandi verkefnisins var próf. Helgi Valdimarsson. Auk hans sátu í doktorsnefnd próf. Kristján Steinsson, dr. Vilmundur Guðnason dósent, dr. Bergljót Magnadóttir og Þóra Víkingsdóttir. Margrét Eggertsdóttir Barokkmeistarinn. List og lærdómur í verkum Hallgríms Péturssonar Föstudaginn 14. október fór fram doktorsvörn við hugvísindadeild Háskóla Íslands. Þá varði Margrét Eggertsdóttir fræðimaður við Stofnun Árna Magnússonar doktorsritgerð sína Barokkmeistarinn. List og lærdómur í verkum Hallgríms Péturssonar. Andmælendur voru dr. Jürg Glauser, prófessor í norrænum fræðum við háskólana í Zürich og Basel og dr. Einar Sigurbjörnsson prófessor í guðfræði við Háskóla Íslands. Dr. Oddný G. Sverrisdóttir, forseti hugvísindadeildar, stjórnaði athöfninni. Barokk og barokktexti eru lykilhugtök í þessari rannsókn á kveðskap Hallgríms Péturssonar ( ). Reynt er að veita lesendum nokkra innsýn í barokkrannsóknir í Þýskalandi og á Norðurlöndum og loks á Íslandi og leitast við að skilgreina hvað einkenni hinn svokallaða barokktexta. Aðrir inngangskaflar lýsa íslensku samfélagi á sautjándu öld og menntun í orðsins list á sama tíma. Fjallað er um kveðskap Magnúsar Ólafssonar í Laufási, endurreisnarmanns í íslenskri bókmenntasögu, og um kveðskap Stefáns Ólafssonar samtímamanns Hallgríms, sem var í senn hliðstæða hans og andstæða. Meginhluti bókarinnar snýst um Hallgrím Pétursson og verk hans: Raktar eru heimildir um hann og helstu æviatriði og reynt að varpa ljósi á stöðu hans í íslensku samfélagi; gefið er yfirlit yfir ritverk skáldsins en að því búnu fjallað um þessar kveðskapargreinar: hverfulleikakvæði, ádeilukvæði, tækifæriskvæði, andlegan kveðskap, passíusálma, iðrunar- og huggunarljóð. Í þriðja og síðasta hluta er gerð grein fyrir ritum Hallgríms í lausu máli, en þau eru kristileg íhugun og bera þekkingu höfundar á mælskufræðum glöggt vitni. Loks er fjallað um lofkvæði sem ort voru um Hallgrím Pétursson og þá mynd sem þau draga upp af honum. Aftast er samantekt á ensku, heimildaskrá, handritaskrá, nafna- og myndaskrá. Í dómnefndinni var auk andmælenda dr. Guðrún Nordal, dósent í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands, og var hún formaður nefndarinnar. Inga B. Árnadóttir Tannheilsa og lífsstíll íslenskra unglinga Laugardaginn 15. október fór fram doktorsvörn við tannlæknadeild Háskóla Íslands. Þá varði Inga Bergmann Árnadóttir dósent við tannlæknadeild doktorsritgerð sína Dental health and related lifestyle factors in Iceland teenagers. Andmælendur voru dr. Hafsteinn Eggertsson, aðstoðarprófessor við Indiana University School of Dentistry Oral Health Research Institute Indianapolis USA og dr. Laufey Steingrímsdóttir sviðsstjóri rannsókna-og þróunarsviðs við Lýðheilsustöð Íslands. Prófessor Sigfús Þór Elíasson, deildarforseti tannlæknadeildar, stjórnaði athöfninni. Meginmarkmið doktorsverkefnisins var að safna saman gögnum til þess að meta tíðni tannátu og glerungseyðingar hjá íslenskum unglingum á aldrinum fjórtán til tvítugs á þrettán ára tímabili, frá árunum 1987 til Enn fremur að kanna lífsstíl unglinga, tengja hann við tannheilsu þeirra og tengja tannheilsuna við forvarnir íslenskra tannlækna og við forvarnir norrænna tannlækna. Á þessum árum hefur mikil breyting orðið á tannheilsu unglinga. Í byrjun var tannátutíðni íslenskra unglinga mun hærri en á Norðurlöndunum en lækkaði hratt á fyrri hluta þess tíma sem um er fjallað í þessari ritgerð, þannig að seinni hluta tímabilsins var hún litlu hærri en hjá nágrannalöndunum. Þar að auki hafa greiningaraðferðir þróast, þannig að í byrjun tímabilsins var tannáta yfirleitt greind á lokastigi sem opin tannskemmd sem þurfti fyllinga við. Þetta breyttist þannig að algengara varð að greina skemmdir meðan þær voru enn byrjandi úrkalkanir sem mögulegt var að stöðva með fyrirbyggjandi aðferðum. Þrátt fyrir lækkandi tannátutíðni var meðalaukning á árunum 1994 til 2000 á skemmdum tannflötum unglinga, meiri en einn flötur á ári á aldrinum fjórtán ára til tvítugs. Tíðni glerungseyðingar hefur aftur á móti aukist meðal unglinga. Glerungseyðing greindist 13

14 Doktorsvarnir frá Háskóla Íslands frá maí 2005 til desember 2005 ekki árið 1987, en árið 1995 greindist fimmti hver fimmtán ára unglingur í Reykjavík með byrjandi glerungseyðingu. Þetta tengdist einna helst vaxandi gosdrykkjaneyslu, einkum meðal pilta. Lífsstíll unglinga, sér í lagi mataræði þeirra og tannhirða, reyndist áhættusamur hvað varðar tannheilsu þeirra. Lífsstíl unglingsáranna, þegar fjöldi heilbrigðra tanna er mestur, fylgir áhætta og unglingar huga lítið að því að tryggja tannheilsu til framtíðar. Á því viðkvæma aldurskeiði er brýnt að leggja áherslu á forvarnir og að styðja unglinga í að rækta og bera ábyrgð á tannheilsu sinni. Leiðbeinendi var dr.peter Holbrook, prófessor við tannlæknadeild Háskóla Íslands og í doktorsnefnd voru dr. Helga Ágústsdóttir yfirtannlæknir í Heilbrigðisráðuneytinu og dr. Sigurður Rúnar Sæmundsson barnatannlæknir og lektor við tannlæknadeild Háskóla Íslands. Sigrún Lange Magnakerfið í þroskunarferli þorsks og lúðu Föstudaginn 21. október fór fram doktorsvörn við læknadeild Háskóla Íslands. Þá varði Sigrún Lange, líffræðingur M.S., doktorsritgerð sína The complement systems of two teleost fish with emphasis on ontogeny Magnakerfið í þroskunarferli þorsks og lúðu. Andmælendur voru Prof. Kenneth Reid, MRC Immunochemistry Unit, Department of Biochemistry, University of Oxford, og Sigurbjörg Þorsteinsdóttir, Dr.med.sci., ónæmisfræðingur á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði, Keldum. Stefán B. Sigurðsson, forseti læknadeildar, stjórnaði athöfninni. Magnakerfið er mikilvægur þáttur í ónæmiskerfinu og tekur bæði þátt í rofi og áti utanaðkomandi sýkla og í frumuáti eigin fruma sem fara í gegnum stýrðan frumudauða. Magnaþáttur C3 er lykilprótínið í öllum þremur ferlum magnakerfisins. Apolipoprotein A-I (ApoLP A-I), sem er aðalfituflutningsprótín líkamans, hefur hindrandi áhrif á rofferli magnakerfisins og getur þannig átt þátt í að vernda frumur líkamans fyrir óæskilegu rofi. Meginmarkmið verkefnisins er að skoða umritun og tjáningu C3 og ApoLP A-I ásamt frumum í stýrðum frumudauða í þroskunarferli þorsks, og umritun og tjáningu magnaþáttar C3 í þroskunarferli lúðu frá eggi til fullvaxta lirfu. Niðurstöður verkefnisins sýna að C3 og ApoLP A-I eru tjáð víða í mörgum líffærum, auk lifur, frá yngstu stigum fósturþroskunar þorsks og finnast á sömu svæðum og frumur sem eru að gangast undir stýrðan frumudauða. Í lúðulirfum fannst svipuð dreifing á umritun og tjáningu C3 prótíns og í þroskunarferli þorsks. Niðurstöður verkefnisins styðja hugmyndir um að auk þess að vera mikilvægur þáttur ónæmisvarna, þá gegni magnakerfið einnig hlutverki í myndun og viðhaldi líffæra í fósturþroskun. Þessar niðurstöður auka þekkingu á virkni magnaþátta í fósturþroskun og gætu nýst í forvörnum í þorsk- og lúðueldi. Björn Sigurður Gunnarsson Járnbúskapur íslenskra barna og tengsl við mataræði, vöxt og þroska Föstudaginn 4. nóvember 2005 fór fram doktorsvörn við raunvísindadeild Háskóla Íslands. Þá varði Björn Sigurður Gunnarsson doktorsritgerð sína Járnbúskapur íslenskra barna og tengsl við mataræði, vöxt og þroska. Andmælendur voru dr. Olle Hernell, prófessor við Háskólann í Umeå í Svíþjóð og dr. Ibrahim Elmadfa, prófessor við Vínarháskóla í Austurríki. Dr. Hörður Filippusson stjórnaði athöfninni. Ritgerðin fjallar að mestu um rannsóknir á járnbúskap barna frá 1 árs til 6 ára aldurs og tengsl hans við vöxt barnanna, næringu og þroska. Rannsóknarhópar voru tveir. Sá fyrri voru börn á fyrsta ári sem voru rannsökuð með tilliti til mataræðis og vaxtar þar sem járnbúskapur var mældur við 1 árs aldur. Í seinni rannsóknarhópnum var rannsakaður járnbúskapur, mataræði og vöxtur hjá 2 ára börnum. Báðir hóparnir voru svo rannsakaðir aftur við 6 ára aldur, með tilliti til járnbúskapar, mataræðis, vaxtar og þroska. Tengsl járnbúskapar við aðra þætti við mismunandi aldur voru rannsökuð, meðal annars með fjölbreytuaðhvarfsgreiningum. Að lokum voru áhrif félagslegra þátta, sem safnað var í ungbarnarannsókninni, á brjóstagjöf og aðra næringu ungbarna rannsökuð. Meðal helstu niðurstaðna í rannsóknunum voru að 20% 1 árs barna voru skilgreind með járnskort og 41% höfðu tómar járnbirgðir en sambærileg gildi fyrir 2 ára börn voru 9% (járnskert) og 28% (með tómar járnbirgðir). Við 6 ára aldur var tíðni járnskorts hins vegar hverfandi, en 16% höfðu tómar járnbirgðir. Við 1 og 2 ára aldur voru járnskortur og tómar járnbirgðir einkum tengdar við hraðan vöxt frá fæðingu og mikla neyslu venjulegrar ójárnbættrar kúamjólkur. Jákvætt samband sást milli járnbúskapar við 1 og 2 ára aldur við ýmsar þroskabreytur þegar börnin höfðu náð 6 ára aldri. Börnum sem voru járnskert 1 og 2 ára gekk verr á þroskaprófum varðandi fínhreyfingar er þau voru 6 ára, og hemóglóbíngildi 1 og 2 ára voru jákvætt tengd við máltjáningu 6 ára. Jákvætt samband var einnig milli hemóglóbíns við 6 ára aldur og árangurs á grófhreyfingaprófum við sama aldur. Niðurstöðurnar hafa nú þegar átt þátt í að leiða til breyttra ráðlegginga varðandi næringu ungbarna, þar sem ekki er ráðlagt í dag að gefa börnum á fyrsta ári venjulega kúamjólk til drykkjar þegar brjóstamjólk sleppir, heldur járnbætta stoðmjólk eða þurrmjólk Rannsóknirnar voru styrktar af Rannís og Rannsóknasjóði H.Í. Leiðbeinandi var dr. Inga Þórsdóttir, prófessor í næringarfræði við Háskóla Íslands og með henni í doktorsnefnd sátu Gestur Pálsson, barnalæknir, og dr. Kim Fleischer Michaelsen, barnalæknir og prófessor í næringu barna við Institut for human ernæring við Konunglega Dýralækna- og Landbúnaðarháskólann (KVL) á Frederiksberg í Danmörku. Leiðbeinandi verkefnisins er Bergljót Magnadóttir dýrafræðingur, M.Sc., Ph.D., yfirmaður veiru- og sameindalíffræðideildar Tilraunastöðvar H.Í. í meinafræði, Keldum. 14

15 Snæfríður Þóra Egilson Þátttaka nemenda með hreyfihömlun í skólastarfi Föstudaginn 25. nóvember fór fram doktorsvörn við félagsvísindadeild Háskóla Íslands. Þá varði Snæfríður Þóra Egilson lektor í iðjuþjálfun doktorsritgerð sína School participation: Icelandic Students with physical impairments. Þátttaka nemenda með hreyfihömlun í skólastarfi. Andmælendur voru dr. Gwynnyth Llewellyn, prófessor við University of Sydney og dr. Grétar Marinósson, prófessor við!kennaraháskóla Íslands. Dr. Ólafur Harðarson, forseti félagsvísindadeildar, stýrði athöfninni sem fór fram í Hátíðasal H.Í. Rannsóknin beindist að þátttöku íslenskra nemenda með hreyfihömlun, 6-12 ára, sem stunduðu nám í almennum grunnskólum. Markmið hennar var að varpa ljósi á hvaða þættir stuðla að eða torvelda þátttöku þeirra og virkni í skólanum. Rannsóknin var unnin samkvæmt eigindlegri hefð en byggir að auki á megindlegum gögnum. Alls tóku 49 einstaklingar þátt í eigindlega hluta rannsóknarinnar; 14 nemendur með hreyfihömlun í bekk grunnskóla, 17 foreldrar og 18 kennarar. Gögnum var safnað með opnum viðtölum og þátttökuathugunum í skólum. Í megindlega hluta rannsóknarinnar var frammistaða 32 nemenda með hreyfihömlun metin samkvæmt matstækinu Skóla-Færni- Athugun (SFA). Niðurstöður leiddu í ljós mjög mismunandi þátttöku nemenda eftir aðstæðum. Fjölmargir þættir í skólaumhverfinu höfðu afgerandi áhrif á þátttöku nemenda og möguleiki þeirra á að nýta eigin styrkleika. Oftast var það samspil ólíkra þátta sem ýmist stuðlaði að eða dró úr virkni og breytilegt hvað vóg þyngst hverju sinni. Aðferðum til að tryggja þátttöku nemenda í skólanum var hvorki beitt nægilega meðvitað né markvisst. Þótt víða gengi vel var góður árangur oft háður tilviljun fremur en vel mótaðri áætlun. Skortur á skýrum boðleiðum, þekkingu og samstarfi mennta-, heilbrigðis-, og félagskerfis torveldaði þátttöku margra. Rannsóknin er fræðilegt og hagnýtt innlegg í umræðu um þátttöku fatlaðra nemenda í almennu skólastarfi. Mikilvægi hennar felst einkum í því að varpa ljósi á þá þætti sem geta stuðlað að eða torveldað virka þátttöku nemenda með hreyfihömlun í almennum skólum. Aðalleiðbeinandi verkefnisins var Dr. Rannveig Traustadóttir prófessor við uppeldis- og menntunarfræðiskor Háskóla Ísland en auk hennar sátu Dr. Ingvar Sigurgeirsson prófessor við Kennaraháskóla Íslands og Dr. Jón Torfi Jónasson prófessor við uppeldis- og menntunarfræðiskor Háskóla Íslands í doktorsnefnd. Tveir erlendir sérfræðingar störfuðu með doktorsnefndinni, þau Dr. Wendy Coster prófessor við Boston University og Dr. Michael Giangreco prófessor við University of Vermont. Þrír doktorsnemar í lyfjafræði hljóta viðurkenningu Þann 18. október s.l. veitti Verðlaunasjóður Bergþóru og Þorsteins Scheving Thorsteinssonar lyfsala í annað sinn viðurkenningar fyrir rannsóknir á sviði lyfjafræði. Rektor ákveður úthlutun úr sjóðnum hverju sinni, og að þessu sinni eru verðlaunahafarnir þrír doktorsnemar í lyfjafræði við Háskóla Íslands, þau Hákon Hrafn Sigurðsson, Sesselja Sigurborg Ómarsdóttir og Þórunn Ósk Þorgeirsdóttir. Bent Scheving Thorsteinsson stofnaði sjóðinn í maí árið 2001 til minningar um föður sinn Þorstein Scheving Thorsteinsson lyfsala í Reykjavíkurapóteki og eiginkonu hans Bergþóru Patursson. Sjóðurinn er í vörslu Háskóla Íslands og er ætlað að styrkja vísindaleg afrek á sviði lyfjafræði, rannsóknir og framhaldsnám í faginu. Verðlaunahafarnir hafa allir birt vísindagreinar um rannsóknarverkefni sín og munu öll verja doktorsritgerðir sínar á næstunni. Þorsteinn Scheving Thorsteinsson var lyfjafræðingur og apótekari í Reykjavíkurapóteki frá því hann lauk námi 1918 og fram til ársins Hann var einn af stofnendum Lyfsalafélags Íslands sem síðar varð Apótekarafélag Íslands og formaður Félags íslenskra lyfjafræðinga um hríð. Þorsteinn var velgjörðarmaður Háskóla Íslands, stofnaði meðal annars styrktarsjóð við skólann í minningu foreldra Þórunnar og Davíðs Scheving Thorsteinssonar árið 1940 og gaf Háskólanum kortasafn sitt, sem nú prýðir fundarstofu háskólaráðs í aðalbyggingu skólans. Þá prýða fágætir munir úr Reykjavíkurapóteki húsnæði lyfjafræðideildar í Haga við Hofsvallagötu. Þeir voru fluttir þangað úr húsnæði apóteksins í Austurstræti þegar Háskólinn lagði niður rekstur þess og seldi húsnæðið. Margir þessara muna bera fagurt vitni um stórhug og fagmennsku apótekaranna í Reykjavíkurapóteki á fyrri hluta síðustu aldar. Verðlaunasjóður Bergþóru og Þorsteins Scheving Thorsteinssonar er einn þriggja sjóða sem Bent Scheving Thorsteinsson hefur stofnað við Háskóla Íslands. Hinir eru Verðlaunasjóður Óskars Þórðarsonar barnalæknis sem úthlutað var úr síðastliðið haust og styrktarsjóður Margaret og Bent Scheving Thorsteinssonar sem ætlað er að styðja við rannsóknir á sviði eineltis. 15

16 Kristín Ingólfsdóttir Brautskráningarræða 22. október 2005 Forseti Íslands, Herra Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti frú Vigdís Finnbogadóttir, deildarforsetar, kæru kandidatar, góðir gestir. Háskóli Íslands er sterkasta aflið í menntasókn þjóðarinnar. Háskólinn staðfestir þetta áþreifanlega með því að útskrifa rúmlega 1400 kandídata frá 11 deildum á þessu ári. Ennfremur er gert ráð fyrir að 14 doktorsnemar verji ritgerðir sínar við skólann á árinu. Þetta glæsilega og vel menntaða fólk verður burðarvirkið í íslenska þekkingarsamfélaginu á næstu árum. Háskóli Íslands hefur með þessum hætti verið ein af máttarstoðum þekkingarsköpunar og þeirrar velferðar sem hún hefur leitt af sér á Íslandi í hartnær heila öld. En við látum ekki staðar numið. Samfélagið hefur nú sem aldrei fyrr þörf fyrir Háskóla í fremstu röð. Heimurinn sem við lifum í einkennist af vaxandi samskiptum og samkeppni og þeim vegnar einfaldlega best sem efla hraðast þekkingu, vísindi og rannsóknir. Skýr stefna og meitlaðar áherslur Það hvílir á okkur háskólafólki sú ábyrgð að lýsa fyrir samfélaginu þörfinni fyrir áframhaldandi þekkingarsköpun og hvers vegna Háskóli Íslands leiki þar lykilhlutverk. Til þess þarf Háskólinn að hafa skýra stefnu, meitlaðar áherslur og, hvassan vilja til verka. Það hvílir á stjórnvöldum sú ábyrgð að styðja skólann í þessu verki og tryggja honum nauðsynlegt fjármagn til starfseminnar. Fjárfesting samfélagsins í Háskóla Íslands er nauðsynleg, arðbær og áhættulaus. Háskóli Íslands hefur þróast með samfélaginu sem hann þjónar allt frá stofnun hans árið Síðasta skeiðið í þróun skólans hófst um miðjan síðasta áratug. Það einkennist af þremur meginþáttum: Í fyrsta lagi af gríðarlegum vexti í starfseminni. Háskólinn hefur tvöfaldast að stærð á 8 árum. Í öðru lagi hafa sprottið fram nýjar menntastofnanir á háskólastigi sem keppa við Háskóla Íslands um nemendur, kennara og fjármuni. Í þriðja lagi hefur á þessu skeiði verið lagður grunnur að umfangsmiklu rannsóknartengdu framhaldsnámi í skólanum. Þetta vaxtar- og samkeppnisskeið hefur reynt á innviði skólans. Þrjár viðamiklar ytri úttektir, innlendar og erlendar, staðfesta að Háskóli Íslands er vel rekinn og afkastamikill, en einnig að stórauka þarf fjárveitingu til skólans til að hann geti haldið áfram nauðsynlegu uppbyggingarstarfi. Að þessu munum við vinna með stjórnvöldum. Faglega er Háskólinn vel í stakk búinn að ráðast í næsta áfanga sem er að styrkja stöðu sína sem fullburða rannsóknarháskóli. Við ætlum okkur að fimmfalda á næstu 5 árum fjölda doktorsnema sem útskrifast árlega frá skólanum. Þetta er eitt af þeim markmiðum sem við setjum okkur til að Háskóli Íslands verði sambærilegur við bestu rannsóknarháskóla á Norðurlöndum. Leitin að nýrri þekkingu Stefnuáherslur okkar og markmið eru oft dregin saman í hugtakið um rannsóknaháskóla í fremstu röð. Við notum alþjóðlega viðurkenndar mælistikur til að meta árangur og gæði, m.a. fjölda alþjóðlega ritrýndra vísindagreina, fjölda doktorsnema og niðurstöður innlendra og alþjóðlegra gæðaúttekta á starfsemi skólans. En hvert er inntak slíkra markmiða? Af hverju skiptir máli fyrir íslenskt samfélag að byggja upp vísindaháskóla? Hvaða máli skiptir fjöldi doktorsnema fyrir samfélagið? Svarið liggur í tvíþættum megintilgangi háskólakennslu, vísindastarfa og rannsókna. Annars vegar er tilgangurinn leit að nýrri 16

17 þekkingu sem samfélagið, stofnanir þess, fyrirtæki og einstaklingar geta fært sér í nyt með beinum hætti. Þannig verða til nýjar aðferðir til verklegra framkvæmda, nýir orkugjafar, ný efni til iðnaðar og ný þekking í félags-, sálar- og læknisfræðum sem eykur lífshamingju og dregur úr kvöl svo fátt eitt sé nefnt. Hins vegar er tilgangurinn að hækka almennt þekkingarstig samfélagsins þannig að það sé í heild betur í stakk búið að fást við breyttar kringumstæður og ný viðfangsefni. Dæmi um þetta er útrás íslenskra fyrirtækja á alþjóðlegan markað sem byggir að verulegu leyti á tæknikunnáttu og þekkingu á sviði fjármála- og viðskiptafræða, tungumálaþekkingu og menningarlæsi. Setja upplýsingar í nýtt samhengi Aðgengi að upplýsingum er nú meira en nokkru sinni fyrr fyrir tilstuðlan internets og alþjóðavæðingar. En aðgengi að upplýsingum er eitt þekking er annað. Ný djúpstæð þekking byggir vissulega á upplýsingum en fæst einungis með því að setja upplýsingar í nýtt samhengi, með því að setja fram ögrandi tilgátur sem eru þrautprófaðar í öguðum og frjóum vísindarannsóknum. Þetta kemur til dæmis skýrt fram í vinnu doktorsnema. Þeir hafa valið sér ögrandi rannsóknarefni og leggja sjálfa sig að veði fyrir verkefnið. Þetta fólk er í raun að gera tvennt, afla nýrrar þekkingar og um leið að þróa með sér eðlisþætti á borð við ákafa markmiðasækni og sjálfstæði og ögun í vinnubrögðum. Vísindamenn sem taka að sér að leiðbeina doktorsnemum þurfa sjálfir að uppfylla strangar gæðakröfur og samvinnan milli leiðbeinenda og nemenda eykur hæfni hvorra tveggja. Það sem af er liðið þessu haustmisseri hafa sjö doktorsefni varið ritgerðir sínar við Háskóla Íslands, þar af sex konur. Viðfangsefni þeirra hafa verið afar fjölbreytt svarthol í himingeimnum; nýjar aðferðir við gæðamat á fiskmeti; ævi og ritstörf séra Hallgríms Péturssonar; þunganir unglingsstúlkna; tannáta og glerungseyðing í unglingum; ónæmisvarnir mannslíkamans, og ónæmisvarnir í fósturþroskun fiska. Sífelld endurnýjun Háskóli er fyrst og fremst metinn á grundvelli þeirra rannsókna sem þar eru stundaðar og árangri nemendanna sem hann útskrifar. En þetta hvort tveggja byggir á því að skólinn hafi á að skipa framúrskarandi kennurum og starfsfólki, að sífelld endurnýjun kennsluefnis og kennsluhátta eigi sér stað og að skólinn sé ætíð vakandi fyrir spennandi nýjungum. Mig langar til að nefna nokkur dæmi um slíkar nýjungar sem um þessar mundir eru í bígerð eða komnar í framkvæmd við Háskóla Íslands og þetta eru aðeins örfá dæmi: Meistaranám í íslenskum miðaldafræðum. Þetta nám er sérsniðið fyrir erlenda stúdenta og kennt á ensku. Meistaranám í lífverkfræði. Þar vinna fræðimenn á sviði læknisfræði og verkfræði að því að leita lausna sem stuðla að betri líðan sjúkra og fatlaðra. Meistaranám í lýðheilsu. Þar er auk hefðbundinna þátta lýðheilsu fjallað um útbreiðslu farsótta á borð við fuglaflensu og aðrar skæðar smitsóttir, og leiðir til forvarna. Þá er verið að leggja drög að kennslu í asískum fræðum, með sérstakri áherslu á Japan, Indland og Kína. Samstarfsaðili okkar í þessari þróunarvinnu er Háskólinn á Akureyri. Í vikunni sem leið kom vísindamálaráðherra Indlands í heimsókn til Háskóla Íslands þar sem meðal annars var rætt um þetta verkefni. Mikil uppbygging framundan Sú aðstaða sem kennslu og rannsóknum er búin skiptir sköpum til þess að ná árangri. Það er ánægjulegt að horfa á þá uppbyggingu í húsnæðismálum Háskólans sem nú á sér stað. Í fyrra var Askja, hús náttúruvísinda, tekið í notkun og gerbreytti það aðstöðu til rannsókna og kennslu á þeim vettvangi. Fyrir nokkrum vikum tilkynnti ríkisstjórnin að í tilefni aldarafmælis Háskóla Íslands eftir 6 ár verði reist hús undir nýja stofnun íslenskra fræða Árnastofnun. Í síðustu viku var kynnt framtíðarskipulag nýs háskólasjúkrahúss, sem mun gerbylta allri starfaðstöðu heilbrigðisvísindadeilda Háskólans til rannsókna og kennslu og styrkja tengsl sjúkrahúss og háskóla. Í þessari viku voru tilkynnt úrslit í samkeppni um hönnun og byggingu Háskólatorgs, sem er samheiti tveggja bygginga sem rísa á miðri háskólalóðinni og skapa rými fyrir vísindastörf, kennslu, lesaðstöðu og þjónustu við stúdenta og starfsfólk. Loks er framundan bygging Vísindagarða í Vatnsmýrinni sem mun stórefla tengsl skólans við atvinnulíf og aðrar rannsóknastofnanir. Þroski til að beita þekkingunni Við stöndum hér á mörkum tveggja tíma. Þið hafið lokið mikilvægum áfanga í lífi ykkar. Sum ykkar verjið næsta áfanga hér í skólanum, en fyrir aðra er þetta kveðjustund. Hér skilur leiðir. Skólinn þróast áfram og hefur í farteskinu nýja þekkingu sem þið hafið skapað með honum og býr að þeirri örvun sem vera ykkar hér hefur verið honum. Eldmóður, dugnaður og þekkingarþorsti stúdenta bæta fræðarana. Þið fetið ykkar slóð og það skiptir öllu að í þeim föggum sem þið takið með ykkur út í lífið sé í jöfnum skömmtum þekking og þroski. Þekking til að breyta umhverfi ykkar og þroski til að beita þekkingunni rétt. Ég hef lagt á það mikla árherslu hér í dag að þekking skipti máli, fyrir samfélagið, fyrir skólann og fyrir ykkur sem einstaklinga. En við skulum hafa hugfast að þekking er vald og manninum farnast best þegar vald og ábyrgð eru í jafnvægi. Ég á þá ósk heitasta þegar þið hverfið á vit framtíðarinnar að þið hafið í farteskinu í jöfnum hlutföllum þekkingu og þroska. En þó að leiðir skilji mun skólinn með vissum hætti fylgja ykkur áfram og verða hluti af framtíð ykkar. Orðspor Háskólans, þeirrar menntunar sem hann veitir og þeirrar vísindaþekkingar sem hann byggir upp mun fylgja ykkur áfram og verða gæðastimpill menntunar ykkar. Hættum aldrei að spyrja Árið 2005 er helgað eðlisfræðinni vegna þess að nú eru hundrað ár liðin frá því að Albert Einstein setti fram afstæðiskenninguna, sem leiddi til nýs skilnings á eðli alheimsins. Einstein sagði um þekkingarleitina: Það skiptir mestu að hætta aldrei að spyrja. Forvitni mannsins á sér sínar ástæður. Maður stendur andaktugur frammi fyrir ráðgátum um eilífðina, lífið og stórbrotinn og margflókinn raunveruleikann. Það nægir að reyna að skilja ögn af þessari ráðgátu á hverjum degi. Kandídatar og aðrir góðir gestir. Það er inntak góðs háskóla að reyna á hverjum degi að skilja ögn af þessari stórbrotnu ráðgátu og beita þekkingunni af þroska og ábyrgð í þágu alls mannfélagsins. Ég þakka ykkur, kandídatar, samfylgdina við Háskóla Íslands og óska ykkur velfarnaðar í öllum ykkar verkum. 17

18 Páll Melsted, Bjarnheiður Kristín Guðmundsdóttir, Runólfur Smári Steinþórsson og Kristín Ingólfsdóttir háskólarektor Viðurkenningar Háskóla Íslands til starfsmanna fyrir lofsverðan árangur í starfi Á Háskólahátíð laugardaginn 22. október sl. hlutu þrír starfsmenn Háskóla Íslands viðurkenningu fyrir lofsverðan árangur í starfi. Að þessu sinni hlutu sérstaka viðurkenningu þau Bjarnheiður Krístín Guðmundsdóttir, vísindamaður við Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, Runólfur Smári Steinþórsson, dósent við viðskipta- og hagfræðideild og Páll Melsted, garðyrkjustjóri Háskólans. Umsögn valnefndar vegna viðurkenningar fyrir lofsvert framlag til rannsókna við Háskóla Íslands Bjarnheiður Kristín Guðmundsdóttir var í fyrsta árgangi líffræðinga sem útskrifuðust með BS-próf frá Háskóla Íslands. Árið 1986 réðst Bjarnheiður til nýstofnaðrar fisksjúkdómadeildar Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum og hefur gegnt þar rannsóknar- og stjórnunarstörfum síðan. Á fisksjúkdómadeildinni hafa frá upphafi verið stundaðar metnaðarfullar rannsóknir sem auka við grundvallarþekkingu á sýkingum og ónæmisvörnum í hryggdýrum auk þess sem þær hafa mikið hagnýtt gildi. Bjarnheiður hefur átt stóran þátt í að byggja upp þessar rannsóknir og þannig stuðlað að því að fisksjúkdómadeildin á Keldum hefur skipað sér á bekk með fremstu rannsóknastofnunum á sínu sviði. Bjarnheiður var með þeim fyrstu sem innrituðust í formlegt doktorsnám við læknadeild Háskóla Íslands. Hún lauk doktorsprófi árið 1997 og fjallaði ritgerð hennar um sýkingamátt bakteríunnar sem veldur kýlaveikibróður, en sá sjúkdómur er mikill skaðvaldur í laxeldi. Að loknu doktorsprófi hefur verið jöfn stígandi í rannsóknum Bjarnheiðar. Hafa þær orðið til þess að auka mjög skilning á sýkingarmætti ýmissa baktería, sem jafnframt er forsenda fyrir þróun nýrra sjúkdómavarna. Bjarnheiður hefur ýmist tekið þátt í eða stjórnað fjölþjóðlegum rannsóknarverkefnum á Norðurlöndum og á vegum Evrópusambandsins. Hún hefur verið iðin við að birta niðurstöður rannsókna sinna og flutt fjölda fyrirlestra á ráðstefnum. Bjarnheiður er viðurkennd á alþjóðavettvangi sem sérfræðingur með víðtæka þekkingu á sjúkdómum og sjúkdómsvörnum í fiskeldi og hefur flutt boðsfyrirlestra um þau efni víða um lönd. Síðast en ekki síst hefur hún tekið mjög virkan þátt í þjálfun meistara- og doktorsnema og leggur sérstaka alúð við handleiðslu nemenda sinna. Af ofanskráðu er ljóst að Bjarnheiður Kristín Guðmundsdóttir hefur unnið ötullega að sköpun nýrrar þekkingar á sviði sem hefur mikið fræðilegt og hagnýtt gildi og hún hefur verið ötul við að koma þessari nýju þekkingu á framfæri jafnt á alþjóðlegum vettvangi sem og með þjálfun ungra vísindamanna. Umsögn valnefndar vegna viðurkenningar fyrir lofsvert framlag til kennslu við Háskóla Íslands Runólfur Smári Steinþórsson lauk cand. oecon. prófi frá Háskóla Íslands árið 1986, meistaraprófi frá Copenhagen Business School 1990 og doktorsprófi frá sama skóla árið Hann var skipaður lektor við Háskóla Íslands og dósent Runólfur Smári hefur einkum kennt námskeið á sviði stjórnunar og stefnumótunar. Auk þess að vera forstöðumaður MBA-námsins við Háskólann og einn af brautryðjendum þess kennir hann við Endurmenntunarstofnun og í BS- og MS-námi í viðskipta- og hagfræðideild. Runólfur Smári hefur átt verulegan þátt í uppbyggingu framhaldsnáms við viðskipta- og hagfræðideild. Hann hefur sinnt kennslu sinni af einstakri alúð, sem sýnir sig t.d. í góðum og miklum samskiptum hans við nemendur. Allt starf Runólfs Smára einkennist af árvekni og ódrepandi eljusemi, þolinmæði og hlýju viðmóti. Hann hefur yfirburða faglega þekkingu sem hann miðlar til nemenda af eldmóði auk þess að ögra nemendum sífellt til að hugsa út fyrir það efni sem er til umfjöllunar á hverjum tíma til að þeir megi öðlast dýpri skilning á viðfangsefninu. Umsögn valnefndar vegna viðurkenningar fyrir lofsvert framlag til garðyrkjumála og umhirðu lóða Háskóla Íslands Páll Melsted stundaði nám við Garðyrkjuskóla ríkisins á Reykjum í Ölfusi, sem síðar varð hluti af Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri, og brautskráðist þaðan sem skrúðgarðyrkjufræðingur. Hann lagði stund á framhaldsnám við landbúnaðarháskólann í Alnarp í Svíþjóð og lauk þaðan prófi sem Trädgårdstekniker árið Meðfram námi starfaði Páll við Háskóla Íslands frá 1976 og var ráðinn garðyrkjustjóri skólans árið Því starfi hefur hann gegnt til þessa dags. Starfssvið Páls er umfangsmikið og fjölbreytt og spannar í reynd alla umhirðu gróðurs og lóða Háskólans, hvort sem um er að ræða viðhald eða nýframkvæmdir. Hann hefur umsjón með því að tré og plöntur séu vel hirtar, útivistarsvæði séu aðlaðandi, bílastæði aðgengileg og að gangandi og akandi vegfarendur eigi greiða leið að lóðum og byggingum Háskólans jafnt að sumri sem að vetri til. Óhætt er að fullyrða að lóðir Háskóla Íslands hafa verið skólanum til sóma allan þann tíma sem Páll Melsted hefur haft umsjón með þeim. Auk fegurðargildisins stuðla þær að vellíðan háskólafólks og jákvæðri ímynd skólans. Þá felur góð umhirða háskólasvæðisins ekki síður í sér mikilsvert framlag til öryggis starfsmanna, nemenda og gesta og er forsenda þess að starfsemi skólans geti gengið fyrir sig með eðlilegum hætti. Páll hefur sinnt öllum þessum verkefnum af slíkri samviskusemi, smekkvísi og alúð að eftir er tekið. 18

19 H.Í. í samstarfi við Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins HÁSKÓLI Íslands og Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins (Rb) hafa gert samstarfssamning um eflingu rannsókna og kennslu í umhverfis- og byggingarverkfræði. Tilgangur samningsins er að efla rannsóknir og kennslu í umhverfis- og byggingarverkfræði og efla samstarf verkfræðideildar og Rb með það fyrir augum að nýta sem best sérþekkingu, kunnáttu, efnivið og þá aðstöðu sem samningsaðilar búa yfir. Markmið samningsins og ákvæði felast í að efla kennslu við umhverfis- og byggingarverkfræðiskor og tengingu hennar við Rb. Sérfræðingur frá Rb á sviði eðlisfræði húsa og húsagerðar mun gegna starfi dósents við skorina í 50% stöðu. Markmiðið er einnig að skapa vettvang fyrir nema í framhaldsnámi og stuðla að framgangi vísindarannsókna innan Rb, með því að Rb taki til sín nema í rannsóknatengdu framhaldsnámi með gagnkvæmu aðgengi að gögnum, gagnavinnslu og annarri aðstöðu til fullvinnslu rannsókna. Þá mun nemum í umhverfis- og byggingarverkfræði verða kynnt starfsemi Rb, þar sem Rb mun taka á móti BS-nemendum í umhverfis- og byggingarverkfræðiskor í verklegar æfingar í efnisfræði eins og undanfarin ár. Að lokum skapar samningurinn starfsfólki Rb og starfsfólki verkfræðideildar greiðari aðgang að þeirri sérþekkingu sem fyrir hendi er hjá báðum aðilum. Þá hafa Háskóli Íslands og Siglingastofnun Íslands gert með sér samstarfssamning sem kveður á um að Siglingastofnun hafi umsjón með kennslu á meistarastigi í hafnargerð í umhverfis- og byggingarverkfræði, en stofnunina skipa færustu sérfræðingar hér á landi í hafnargerð. Háskólaráð fagnar ráðstöfun Símapeninganna HÁSKÓLARÁÐ Háskóla Íslands fagnar heilshugar þeirri ákvörðun stjórnvalda að verja hluta af andvirði sölu Símans til nýbyggingar Landspítala háskólasjúkrahúss á lóð spítalans við Hringbraut og til byggingar húss fyrir íslensk fræði á háskólasvæðinu Í ályktun frá háskólaráði segir: Háskóli Íslands og Landspítali - háskólasjúkrahús eiga með sér mjög nána samvinnu á sviði kennslu og rannsókna í læknisfræði, hjúkrunarfræði og öðrum greinum heilbrigðisvísinda. Uppbygging hátæknisjúkrahúss mun verða mikilvæg lyftistöng fyrir háskólastarfsemi sjúkrahússins og gera stofnununum tveimur betur kleift að þjóna sameiginlegum markmiðum sínum í þágu allra landsmanna. Fyrirætlanir um húsbyggingu fyrir íslensk fræði tryggja þeim veglegan og verðskuldaðan sess. Með þessu er stigið mikilvægt skref til þess að efla þá starfsemi sem fyrst og fremst fæst við að varðveita, rannsaka og rækta íslenska þjóðmenningu og tungu. Háskóli Íslands hefur frá öndverðu átt veg og vanda að kennslu og rannsóknum í íslenskum fræðum í nánu samstarfi við Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, Örnefnastofnun, Orðabók Háskólans, Íslenska málstöð og Stofnun Sigurðar Nordals eftir að þær voru settar á laggirnar. Háskólinn fagnar þessu framtaki stjórnvalda sem og þeirri viðurkenningu sem í því felst á mikilvægi þessarar starfsemi fyrir íslenskt samfélag. 19

20 Friðrik Rafnsson Ört vaxandi háskólavefur Sem kunnugt er gegnir veraldarvefurinn æ mikilvægara hlutverki við miðlun upplýsinga um þá fjölbreyttu starfsemi sem á sér stað innan Háskóla Íslands á degi hverjum. Eitt birtingarforma þessa er svokallað viðburðadagatal sem sjá má á forsíðu háskólavefsins, þar sem fólk getur í einni sviphendingu séð hvaða opnir viðburðir eru í boði þann dag og næstu tvo daga. Þegar mest er um að vera eru það hátt í tíu viðburðir á dag, opnir fyrirlestrar, málþing og ráðstefnur, sem fólk hefur úr að velja og viðfangsefnin eru jafn mörg og fjölbreytt og hugðar- og rannsóknarefni fræðifólks við Háskóla Íslands. Enda þótt þeir opnu viðburðir sem kynntir eru á vefnum séu aðeins hluti þess sem þar er um að vera gefa þeir nokkuð góða hugmynd um þá gríðarlegu grósku sem einkennir starfsemi Háskóla Íslands þessi árin. Deildarvefir endurskipulagðir Undanfarin misseri hefur mikil vinna verið lögð í gagngera endurskipulagningu deildarvefja, uppfæra og auka við efnið sem þar er og hafa það markvissara þannig að allar upplýsingar séu sem aðgengilegastar. Nokkrar deildir opnuðu endurnýjaða vefi fyrir námskynninguna í febrúar s.l., aðrar tóku sér lengri tíma til þess og í lok ágúst s.l. náðist sá merki áfangi að allar deildir hafa innleitt nýtt og nútímalegt útlit á vefjum sínum. Auk þess hafa nokkrir tugir starfsmanna sótt námskeið í notkun á því vefumsjónarkerfi sem nú er notað við efnisvinnslu á deildarvefjunum, þannig að allt verklag við miðlun upplýsinga á að vera mun skilvirkara en áður var. Stöðug aukning umferðar Vefur Háskóla Íslands er samkvæmt mælingum iðulega þriðji fjölsóttasti vefur landins. Sem dæmi um þetta má nefna að samkvæmt vefmælingu undarfarna mánuði fara milli tíu og tólf þúsund manns inn á upphafssíðu HÍ (hi.is) daglega og í október s.l var slegið nýtt aðsóknarmet á vefinn þegar rúmlega sautján þúsund gestir sóttu vefinn einn og sama daginn. Þetta er um það bil 30% aukning á umferð frá því á sama tíma Langflestir sækja sér upplýsingar á vefinn Af sjálfu leiðir að vefurinn er orðinn eitt mikilvægasta upplýsingaveita sem Háskólinn hefur yfir að ráða. Netið er almennt fyrsti kostur þeirra sem hyggja á nám við HÍ og þurfa að leita sér upplýsinga um það. Í nýnemakönnun í september 2003 kom þannig fram að þriðjungur þeirra sagðist hafa farið á netið til að leita sér upplýsinga um nám í H.Í. Á síðasta ári, 2004, voru það 85,6% og í sambærilegri nýnemakönnun sem gerð var í haust var hlutfallið komið hátt í 90%. Úttektir Það gildir um vefmálin eins og önnur mál, að betur sjá augu en auga, og stöðugt aðhald fagfólks utan stofnunarinnar er hollt. Það er hluti af því faglega gæðastarfi sem unnið er við Háskóla íslands og því eru reglubundnar úttektir óháðra aðila nauðsynlegar. Nú á haustdögum hafa tvær slíkar verið í gangi. Önnur þeirra er aðgengisúttekt sem er ætlað að meta vefaðgengi fyrir fatlaða og í framhaldi af því verða gerðar úrbætur til að gera vefinn aðgengilegan öllum óháð fötlun. Í þessu skyni ákvað Kristín Ingólfsdóttir, háskólarektor, sérstaka fjárveitingu úr Háskólasjóði til þess að láta gera þessa úttekt og hefur sérhæft fyrirtæki á þessu sviði, Sjá h.f., umsjón með henni. Enn fremur hefur forsætisráðuneytið nú á haustdögum látið vinna að umfangsmikilli úttekt á rafrænni þjónustu opinberra stofnana, bæði á vegum ríkis og sveitafélaga, þar á meðal á rafrænni þjónustu Háskóla Íslands. Spennandi viðbætur framundan Lifandi upplýsingavefur er ekki ósvipaður þeim líffærum sem mynda til dæmis okkur mannverurnar, stöðugt þarf að næra hann með nýju efni, annars lognast hann út af. Framundan eru miklar viðbætur sem koma til með að auka mjög notagildi vefsins, s.s. leitarhæft starfsmannakerfi, gagnagrunnur, rannsóknir og fleira. Höfundur er vefritstjóri H.Í. 20

21 Verklagsreglur um vefsetur H.Í. Veturinn vann Markaðsog samskiptanefnd H.Í. að mótun verklagsreglna um vefsetur H.Í. undir forystu Þórhalls Gunnlaugssonar, formanns nefndarinnar. Hér fyrir neðan er inngangur að verklagsreglum, en þær er hægt að nálgast í heild á vefsetri H.Í. á slóðinni: Háskóli Íslands er í senn kennslu- og rannsóknaháskóli og hluti af alþjóðlegu vísindasamfélagi. Stefna H.Í. er að vera í fremstu röð í kennslu og rannsóknum, en hlutverk skólans er enn fremur að uppfræða almenning og þjóna þjóðfélaginu í krafti þekkingar sinnar. Vefsetur H.Í. gegnir lykilhlutverki á öllum þessum sviðum. Umfang Vefsetrið spannar allt sem vistað er undir léninu sem endar á hi.is Það á að vera áreiðanleg upplýsingaveita þangað sem allir geta sótt sér upplýsingar og veita glögga yfirsýn yfir hina fjölbreyttu starfsemi H.Í. H.Í. á að birtast sem ein heild á vefnum. Saman eiga allir vefir H.Í. með innihaldi sínu og útliti að styrkja ímynd hans sem öflugs rannsóknarháskóla í íslensku og alþjóðlega vísindasamfélagi. Vefsvæði einstakra eininga Allar einingar H.Í. eiga að halda úti vef þar sem skilvirk þjónusta er veitt. Hver eining skal hafa ábyrgðaraðila fyrir vefsvæði sínu sem tryggi að upplýsingar þar séu réttar og stöðugt og markvisst sé unnið að uppbyggingu og þróun vefsvæðisins. Leitast skal við að setja efni fram á sem aðgengilegastan hátt, á hnitmiðuðu og vönduðu máli. Efnið á vefsetrinu á að birtast fljótt og skýrt í öllum algengustu gerðum hugog vélbúnaðar. Tungumál / málfar Íslenska er opinbert mál á vefsetri H.Í. Allt efni skal vera á vönduðu máli. Alþjóðlegt samstarf er einn af meginþáttum HÍ og því þurfa mikilvægar upplýsingar um starfsemina að vera aðgengilegar á erlendu tungumáli. Skilvirkast er að hafa ensku sem fyrsta erlenda tungumálið, en rétt er að nota önnur tungumál þar sem það þjónar efninu betur. Vefritstjóri / ábyrgð Vefritstjóri er starfsmaður markaðs- og samskiptadeildar Háskólans. Hann framfylgir vefstefnunni og ber höfuðábyrgð á henni. Komi í ljós að efni á vef H.Í. brýtur í bága við landslög, er á einhvern hátt meiðandi fyrir almenning, brýtur gegn siðareglum H.Í. eða inniheldur rangar upplýsingar getur vefritstjóri, í samráði við lögfræðing H.Í., farið fram á að efni sé fjarlægt af vefnum eða því breytt. Verklagsreglur Við uppbyggingu og þróun einstakra vefsvæða skal fylgt sérstökum verklagsreglum. Vefritstjóri ber ábyrgð á að þróa verklagsreglurnar í samræmi við tækniþróun og vefumhverfi og kynna þær umsjónarmönnum einstakra vefsvæða. Ábyrðaraðilar vefsvæða tryggja að unnið sé eftir verklagsreglunum á hverju svæði. Skjalasafn Sigurðar Þórarinssonar, eins virtasta vísindamanns þjóðarinnar, er nú varðveitt í skjalasafni Háskóla Íslands en í sumar vann sagnfræðineminn Pétur Valsson að skráningu þess og flokkun. Fyrirferðarmesti hlutinn er bréfasafn Sigurðar sem telur rúmlega innkomin bréf frá um bréfriturum um allan heim. Að auki eru í safninu afrit af á annað þúsund útsendra bréfa Sigurðar til vísindamanna og annarra vina víða um lönd. Efni bréfanna er fjölbreytt, allt frá persónulegum erindum til ýmiss konar rannsókna. Sigurður skrifaðist á við og átti samstarf við fjölmarga fræðimenn um allan heim auk þess sem ófáir leituðu til hans sem sérfræðings um jarðfræði Íslands. Í safninu er mikið af rannsóknargögnum Sigurðar, þar á meðal fjöldi bréfa með eldgosalýsingum, uppskriftir úr heimildum og af munnlegum frásögnum. Þá er þar að finna afrit af rannsóknardagbókum Sigurðar en hluti þeirra er einnig til á tölvutæku formi. Handrit af ýmsum fyrirlestrum í jarð- og landfræði við Háskólann frá árunum eru í safninu, auk nokkurra handrita Pétur Valsson Bréfasafn Sigurðar Þórarinssonar varðveitt í Háskóla Íslands af greinum, erindum og fyrirlestrum frá árunum Að lokum eru til ýmis gögn sem varða setu Sigurðar í nefndum og ráðum. Haustið 2004 afhenti Sven Sigurðsson skjalasafni Háskólans skjöl föður síns frá árunum þegar hann var prófessor í land- og jarðfræði við Háskólann. Síðar bættust fleiri gögn í safnið; bréfasafn Sigurðar frá árunum sem var í fórum Sven, rannsóknargögn sem Guðrún Larsen afhenti og afrit af rannsóknardagbókum sem ritari Sigurðar, Guðrún Jónsdóttir hafði skrifað upp, en Sigurður Steinþórsson afhenti þau. Aðeins hluti af skjölum Sigurðar Þórarinssonar er varðveittur hjá skjalasafni Háskólans. Bréfasafn hans frá árunum er geymt í skjalasafni Náttúrufræðistofnunar en Sigurður var forstöðumaður land- og jarðfræðideildar á því árabili. Rannsóknardagbækur, sérprentasafn og spjaldskrá eru í handritadeild Landsbókasafns og ljósmyndasafn Sigurðar er geymt í ljósmyndadeild Þjóðminjasafns. Það er fengur að skjalsafni Sigurðar fyrir Háskólann og eru þeim Sven Þ. Sigurðssyni, Guðrúnu Larsen og Sigurði Steinþórssyni færðar þakkir fyrir að afhenda skjölin. Þá ber að þakka Páli Skúlasyni, fyrrverandi rektor, sérstaklega fyrir að veita styrk úr Háskólasjóði til verksins. Höfundur starfar á skjalasafni Háskólans. 21

22 H.Í. leiðandi í nýmiðlunarsamstarfi Leiktækið dvd-kids, sem framleitt er af íslenska fyrirtækinu 3-PLUS hf., hlaut nýmiðlunarverðlaun Sameinuðu þjóðanna (World Summit Awards) sem eru veitt fyrir framúrskarandi margmiðlunar- og upplýsingatækni. Verðlaunin voru afhent miðvikudaginn 16. nóvember í tengslum við seinni fundalotu aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna um upplýsingasamfélagið sem fram fer í Túnis. Hlutu 40 aðilar slík verðlaun að þessu sinni, fimm í hverjum flokki. Tækið hlaut verðlaun í afþreyingarflokki. Tækið er þráðlaust leiktæki sem breytir venjulegum DVD-spilara í leikjavél fyrir börn frá þriggja ára aldri. Dvd-kids var eina verkefnið frá Norðurlöndunum sem hlaut náð fyrir augum dómnefndarinnar. Landskeppni Landskeppni World Summit Award var haldin hér á landi í vor og var skipulögð í samvinnu Háskóla Íslands, menntamálaráðuneytisins og Samtaka iðnaðarins. Þar var dvd-kids veitt viðurkenning fyrir besta verkefnið og tilnefnt af Íslands hálfu í framangreindum flokki á verðlaunahátíð sem haldin var í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, þann 20. maí sl. Í umsögn íslensku dómnefndarinnar segir m.a.: dvd-kids er skemmtitæki sem ætlað er yngstu aldurshópunum og býður upp á gagnvirka, fróðlega reynslu með leikjum og fræðslu. Það nýtir sér algengt heimilistæki á nýstárlegan máta með því að auka við það möguleikanum á gagnvirkri skemmtun. Skemmtiefnið er framleitt á allt að 15 tungumálum og hefur breiða alþjóðlega skírskotun. Viðmót og hönnun er glæsileg og vönduð og verkefnið hefur mikið skemmti- og afþreyingargildi. WSA Nýmiðlunarverðlaun Sameinuðu Þjóðanna, World Summit Award (WSA) er samkeppni þar sem valið er og kynnt besta stafræna efnið og nýmiðlun í veröldinni um þessar mundir en meginmarkmiðið hennar er að brúa bilið milli þeirra sem skammt og langt eru komnir í upplýsingatækni og efla gerð net- og nýmiðlunarefnis í heiminum. H.Í. leiðandi Í þessu verkefni hefur H.Í. leitt samstarf fjölmargra aðila (H.Í., L.H.Í., H.R., S.I., menntamálaráðuneytisins, faghóps um hagnýta vefstjórnum, o. fl.). Skipulagning Nýmiðlunarverðlauna Sameinuðu þjóðanna hefur leitt til þess að HÍ er kominn í náið samstarf við þá aðila sem standa í fremstu röð í heiminum á sviði vefmála og nýmiðlunar. Landstengiliður í Nýmiðlunarverðlaunum Sameinuðu þjóðanna er Friðrik Rafnsson, vefritstjóri Háskóla Íslands Sjá nánar á vefsíðunni Guðni Th. Jóhannesson Yfirlit um sögu þorskastríðanna Á vorönn þessa árs var valnámskeið um sögu þorskastríðanna kennt við sagnfræðiskor Háskóla Íslands. Við upphaf námskeiðsins kynnti kennari þess þá hugmynd fyrir nemendum að í stað þess að hver þeirra skrifaði ritgerð um eitthvert efni tengt þorskastríðunum tækju þeir allir höndum saman og byggju til heildaryfirlit um sögu þeirra og landhelgismála Íslendinga. Þessu var vel tekið og sem betur fer heltust aðeins örfáir úr lestinni þegar á leið. Vonir stóðu auk þess til að ritgerðirnar yrðu gerðar aðgengilegar á netinu. Í ljósi þess hve Landhelgisgæsla Íslands kom mikið við sögu í átökunum um útfærslu fiskveiðilögsögunnar lá beint við að leita til hennar. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, samþykkti með ánægju að hýsa skrifin á vef hennar og á þakkir skildar fyrir það. Landhelgisgæslan og Hugvísindastofnun Háskóla Íslands veittu verkefninu þann fjárstuðning sem til þurfti. Yfirlitið um sögu þorskastríðanna má nú finna á heimasíðu Landhelgisgæslunnar á slóðinni Höfundur er sagnfræðingur 22

23 Sigrún Valgarðsdóttir Stefna H.Í. gegn mismunun Á háskólafundi 18. febrúar s.l. var stefna Háskóla Íslands gegn mismunun samþykkt. Stefnan, sem var unnin að frumkvæði Baldurs Þórhallssonar dósents, fyrrverandi formanns jafnréttisnefndar er byggð á jafnræðisreglu stjórnarskárinnar og leggur bann við hvers konar mismunun. Í henni er sérstaklega kveðið á um að í Háskóla Íslands sé mismunun á grundvelli aldurs, fötlunar, heilsufars, kyns, kynhneigðar, trúarbragða og stjórnmálaskoðana og þjóðerns, uppruna, litarháttar eða menningar ekki liðin. Um frumkvöðlastarf er að ræða, ekki síst í ljósi nýlegrar samþykktar ríkisstjórnar Íslands um að stofna starfshóp sem fjalla á um hvernig tengja megi tilskipanir Evrópusambandsins um bann við mismunun við reglur sem gilda á innlendum vinnumarkaði. Stefna gegn mismunun markar ekki síður mót í mannréttindamálum innan Háskóla Íslands sem á rætur sínar í fjölbreyttu samfélagi stúdenta og starfsmanna en hann er í senn alþjóðleg menntastofnun og fjölmenningarlegur vinnustaður. Stúdentar og starfsfólk koma til náms og starfa með mismunandi bakgrunn, þekkingu og reynslu í farteskinu og Háskóli Íslands vill leggja sig fram við að hver og einn fái að njóta sín á eigin forsendum. Til að gefa lesendum nasasjón af því um hvað stefnan fjallar fylgja hér nokkur dæmi: Óheimilt er að mismuna starfsfólki eða stúdentum vegna aldurs. Mismunun vegna aldurs á sér helst stað gagnvart þeim yngstu og þeim elstu. Starfsfólk og stúdentar skulu leggja sig fram um að skapa fordómalaust andrúmsloft í garð fatlaðra einstaklinga. Mikilvægt er að tryggja kynjum jafna aðstöðu til náms og stuðla að jafnri þátttöku þeirra í störfum og stjórn Háskólans. Starfsfólk og stúdentar skulu ekki ganga út frá því sem vísu að allir séu gagnkynhneigðir, hvorki í kennslu né í óformlegum samskiptum. Stefnan hefur verið þýdd á ensku og kemur út nú í haust. Í greinargerð með henni eru skilgreiningar á lykilhugtökunum mismunun, sértækar aðgerðir og samþætting. Vill jafnréttisnefnd hvetja stúdenta jafnt sem starfsfólk að kynna sér stefnuna. Hægt er að nálgast hana á heimasíðu jafnréttisnefndar. Jafnréttisnefnd Háskóla Íslands skipa: Hólmfríður Garðarsdóttir lektor í hugvísindadeild, formaður, Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í félagsvísindadeild, Brynhildur Flóvenz lektor í lagadeild, Þórarinn Sveinsson dósent í læknadeild og Kristín Tómasdóttir fulltrúi stúdenta. Varamenn í nefndinni eru Sigurveig Sigurðardóttir lektor í félagsvísindadeild og Rögnvaldur Möller fræðimaður hjá Raunvísindastofnun. Með nefndinni starfa Sigrún Valgarðsdóttir jafnréttisfulltrúi og Amalía Skúladóttir skrifstofustjóri akademískrar stjórnsýslu. Með stefnu gegn mismunun er því skýrt komið á framfæri að mismunun, bein eða óbein, er ekki liðin við Háskóla Íslands en sérstaklega er þó tekið fram að henni megi ekki beita gegn akademísku frelsi eða málfrelsi í Háskólanum. Höfundur er jafnréttisfulltrúi H.Í. Háskóli Íslands hlýtur viðurkenningu Jafnréttisráðs Háskóli Íslands hlaut viðurkenningu Jafnréttisráðs árið 2005 og veitti Kristín Ingólfsdóttir, rektor H.Í. viðurkenningunni viðtöku við hátíðlega athöfn á Hótel Sögu fimmtudaginn 27. október. Hér fyrir neðan er rökstuðningurinn fyrir viðurkenningu Jafnréttisráðs: Meginástæða þeirrar ákvörðunar er að á þessu ári urðu þau tímamót í sögu skólans að kona var í fyrsta skipti kjörinn rektor. Kristín Ingólfsdóttir, prófessor í lyfjafræðideild var kjörinn 28. rektor Háskóla Íslands. Háskóli Íslands er menntastofnun sem stendur á gömlum merg að minnsta kosti á íslenskan mælikvarða formföst og fastheldin í eðli sínu. Því eru það tíðindi og merk tímamót þegar háskólasamfélagið kýs sér í leynilegum kosningum konu sem rektor og þar með æðsta stjórnanda stofnunarinnar sem er fjölmennasti vinnustaður landsins. Það lýsir jafnréttisvilja, jafnt meðal starfsmanna sem stúdenta. Með þessu vali var sýnt í verki að hæfileikar, reynsla, þekking og framtíðarsýn konu voru metnir til jafns á við karla. Með kjöri Kristínar Ingólfsdóttur fjölgaði einnig um eina konu í hópi æðstu embættismanna landsins og ekki veitir af að fjölga þar fyrirmyndum fyrir stelpur og konur þessa lands. Því er það stórt skref í jafnréttisátt þegar kona sest í fyrsta sinn í sæti rektors Háskóla Íslands. Háskólasamfélagið allt á að láta jafnréttismál sig miklu varða enda segir í jafnréttisáætlun Háskóla Íslands að stefnt sé að því að jafnréttissjónarmið verði samþætt allri starfsemi háskólasamfélagsins. Innan Háskólans hefur verið unnið að því jafna launamun kynjanna, að jafna kynjahlutföll í hinum ýmsu greinum og jafnréttissjónarmið er haft að leiðarljósi í kennsluaðferðum og við val á kennsluefni. Það þýðir að jafnrétti kynjanna verði haft í huga við alla stefnumótun, ákvarðanatöku og áætlanagerð og litið er á jafnréttisstarf sem lið í gæðaumbótum innan skólans. Jafnréttisráði finnst að á þessum sögulegu tímamótum í sögu Háskólans sé það vel við hæfi að afhenda Kristínu Ingólfsdóttur, fyrir hönd Háskóla Íslands, viðurkenningu Jafnréttisráðs. Með því viljum við samfagna ykkur í Háskólanum og okkur öllum. 23

24 Hannes Hólmsteinn Gissurarson Ráðstefna Mont Pelerin samtakanna um frelsi og eignarrétt á nýrri öld Margir háskólamenn tóku þátt í fjölmennri alþjóðlegri ráðstefnu, sem Mont Pelerin Society hélt á Íslandi dagana ágúst 2005 undir yfirskriftinni Frelsi og eignarréttur á nýrri öld. Í undirbúningsnefnd ráðstefnunnar voru þrír Íslendingar, prófessorarnir Hannes H. Gissurarson, Ragnar Árnason og Þráinn Eggertsson, og fluttu þeir allir erindi. Hannes talaði um Halldór Laxness sem dæmigerðan menntamann tuttugustu aldar, Ragnar um tengsl hagkvæmni og styrks eignarréttar og Þráinn um, hvernig nýta mætti nýju stofnanahagfræðina til að skýra ýmis söguleg fyrirbæri á Íslandi. Þrír aðrir Íslendingar fluttu erindi, Davíð Oddsson utanríkisráðherra um þróunina á Íslandi frá 1991, dr. Birgir Þór Runólfsson um íslenska þjóðveldið frá hagfræðilegu sjónarmiði séð og dr. Kári Stefánsson um erfðarannsóknir, frelsi og eignarrétt. Þá má nefna, að Rögnvaldur Hannesson, prófessor í Viðskiptaháskólanum í Björgvin, talaði um það, sem hann kallaði einkavæðingu hafsins, þ. e. hvernig skilgreina megi eignarrétt á hinum ýmsu gæðum hafsins. Kunnir fræðimenn Margir kunnir fræði- og stjórnmálamenn héldu fyrirlestra á ráðstefnunni. Vaclav Klaus, forseti Tékklands, sem er hagfræðingur að mennt, ræddi um evrópska menntamenn á mótum tveggja alda. Mart Laar, sem hefur tvisvar verið forsætisráðherra Eistlands, sagði frá þeim efnahagsumbótum, sem orðið hafa í landi hans frá hruni kommúnismans. Andrei Illarionov, aðalefnahagsráðgjafi Pútíns Rússlandsforseta, varaði við þeirri þróun, þegar auðlindir væru þjóðnýttar. Kvað hann hættu á, að Rússland færi sömu leið og Venezúela. Arnold Harberger, einn kunnasti hagfræðingurinn af Chicagoskólanum svonefnda og prófessor í UCLA, flutti tölu um kosti hnattvæðingarinnar og frjálsra alþjóðaviðskipta. Harold Demsetz, prófessor í UCLA, sem er talinn faðir eignarréttarhagfræðinnar ásamt Nóbelsverðlaunahafanum Ronald Coase, velti því fyrir sér, hvar eignarréttarhagfræðin væri stödd og hver næstu verkefni hennar væru. Ýmsir aðrir fræðimenn töluðu um forvitnileg efni. Thomas Hazlett, prófessor í George Mason-háskóla, flutti erindi um eignarrétt á útvarps- og sjónvarpsrásum og Michael De Alessi um hugsanlega myndun eignarréttar á hvalastofnum. Þá hélt David Friedman fyrirlestur um, hvort unnt væri að veita ýmsa þá þjónustu á frjálsum markaði, sem ríkið er nú talið eitt fært um að inna af höndum. Einnig má nefna, að Bent Jensen, prófessor í Suðurdanska háskólanum í Óðinsvéum, rifjaði upp viðhorf ýmissa norrænna menntamanna til kapítalisma og sósíalisma á tuttugustu öld. Ráðstefnugestir sátu kvöldverði á Nordica og í Perlunni, skruppu í Bláa lónið og óku hinn hefðbundna hring um Þingvelli, Gullfoss og Geysi, og leist þeim hið besta á, en um 280 útlendingar sátu þetta þing Mont Pelerin samtakanna. Þau voru stofnuð í Svisslandi árið 1947, og var Friedrich von Hayek, síðar Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, fyrsti forseti þeirra. Núverandi forseti samtakanna er Victoria Curzon-Price, prófessor í hagfræði í Genfarháskóla. Höfundur er prófessor í stjórnmálafræði

25 Lilja Þorgeirsdóttir Sambandið ræktað við fyrrverandi starfsfólk Háskóla Íslands Starfsmannasvið stendur fyrir morgunfundum í Skólabæ fyrir starfsfólk Háskóla Íslands sem hefur hætt störfum vegna aldurs eða annarra ástæðna. Nú í nóvember voru fimm ár liðin síðan fyrsti morgunverðarfundurinn var haldinn, nánar tiltekið þann 23. nóvember Páll Skúlason fyrrum rektor setti þann fund ásamt Eddu Magnúsdóttur þáverandi framkvæmdastjóra starfsmannasviðs, en það var fyrir tilstuðlan hennar að þessum fundum var komið á fót. Reglulegir fundir Frá þeim tíma hafa fundirnir verið haldnir reglulega annan miðvikudag í hverjum mánuði yfir vetrartímann. Þar gefst fólki tækifæri til að hittast og spjalla saman yfir morgunkaffi auk þess að fræðast um hin ýmsu málefni. Efni fundanna hafa verið afar fjölbreytt og víða komið við. Fyrirlesarar frá ýmsum fræðasviðum háskólasamfélagsins hafa komið til að segja frá störfum sínum og rannsóknum. Jafnframt hafa félagar úr Skólabæjarhópnum verið með innlegg um sín störf, rannsóknir og áhugamál enda margir hverjir starfandi að ýmiss konar málum þó þeir séu formlega hættir sem starfsmenn skólans. Vetrarstarfinu lýkur í maí með vorferð á áhugaverða staði undir leiðsögn. Greinilegt er að mikill áhugi er hjá fólki að missa ekki tengslin við skólann og fyrrum samstarfsfélaga. Einnig er áberandi hversu fólk er vel að sér um málefni Háskólans og hefur mikinn áhuga á því að fylgjast með því sem efst er á baugi hverju sinni. Fyrsti fundurinn Fyrsti fundur vetrarins var haldinn 14. september sl. þar sem Kristín Ingólfsdóttir nýkjörinn rektor var gestur fundarins. Hún sagði frá störfum sínum almennt og ýmsu af því sem nú er á döfinni s.s. framkvæmdum við byggingu Háskólatorgs, fyrirhuguðum vísindagörðum o.fl. Morgunverðarfundirnir eru í höndum Eddu Magnúsdóttur og undirritaðrar. En fyrstu fjögur árin voru þeir í umsjón Halldóru Kolku Ísberg fyrrum gjaldkera H.Í. Með þeim starfa nokkrir félagar úr hópnum, en áhersla er lögð á frumkvæði hópsins í heild varðandi hugmyndir að dagskrá fundanna. Við viljum hvetja sem flesta til að koma á fund í Skólabæ, bæði fyrrverandi starfsmenn, en einnig þá sem eru enn í starfi við skólann og vilja gjarnan hitta fyrrum starfsfélaga. Ef fólk hefur áhuga á að flytja erindi eða koma með innlegg á fundina, þá er velkomið að hafa samband við undirritaða. Nánari upplýsingar veitir undirrituð í síma , netfang Einnig er bent á að dagskrár þessara funda eru birtar á heimasíðu starfsmannsviðs á eftirfarandi slóð: undir heitinu Morgunverðarfundir. Þar má sjá dagskrá fundanna frá upphafi ásamt myndum frá nokkrum fundum og vorferðum. Höfundur er verkefnisstjóri á starfsmannasviði H.Í. 25

26 Ásta Hrönn Maack Háskólatorg fyrir alla í Háskóla Íslands sem er á tveimur hæðum, byggist á bílastæðinu milli Odda, Lögbergs og Nýja Garðs. Ingimundur Sveinsson, arkitekt, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, Kristín Ingólfsdóttir, rektor, Ögmundur Skarphéðinsson, arkitekt og Ingjaldur Hannibalsson, formaður byggingarnefndar Háskólatorgs Íslenskir aðalverktakar ásamt arkitektunum Ögmundi Skarphéðinssyni og Ingimundi Sveinssyni urðu hlutskarpastir í samkeppni um tillögu að hönnun og byggingu Háskólatorgs Háskóla Íslands. Niðurstaða dómnefnar í samkeppninni var kynnt með viðhöfn í Hátíðasal Háskóla Íslands 18. október sl. Í ávarpi Kristínar Ingólfsdóttur rektors kom fram að með byggingu Háskólatorgs væri stigið stórt skref í byggingasögu Háskóla Íslands. Háskólatorg muni leysa úr brýnni húsnæðisþörf fyrir skrifstofur og fyrirlestrasali, en jafnframt leiða til betri þjónustu við nemendur auk þess sem það muni skapa frjóan vettvang fyrir kennara og nemendur úr ólíkum deildum til að hittast og blanda geði. Í umsögn dómnefndar um vinningstillöguna segir meðal annars að hún beri vott um þroskaða heildarmynd og í henni sé unnið með fá og einföld grunnform. Sú hugmynd að steypa byggingunum ekki í sama mót, heldur laga hverja um sig að sínu umhverfi, sé djörf og útfærslan heppnist vel. Innra fyrirkomulag sé hnitmiðað í öllum megindráttum og að í tillögunni hafi tekist að skapa lifandi flæði. Tvær byggingar Háskólatorg er samheiti tveggja bygginga, sem með tengibyggingum verða alls um fermetrar. Háskólatorg 1, á þremur hæðum rís á grasflötinni milli Aðalbyggingar og íþróttahúss Háskólans. Háskólatorg 2 Háskólatorg Háskóla Íslands verður umgjörð og kjarni háskólasamfélagsins þar sem stúdentar, kennarar og gestir koma saman til að stunda nám og störf, sinna erindum, nærast og eiga samskipti. Margar þjónustustofnanir skólans verða sameinaðar undir einu þaki og aðstaða sköpuð fyrir margvíslegt samneyti, listviðburði og uppákomur. Alls verður Háskólatorg vinnustaður á þriðja hundrað starfsmanna deilda og þjónustustofnana, þar verða á hverjum tíma rúmlega 1000 stúdentar við nám og störf og daglega munu fleiri hundruð gesta heimsækja Háskólatorg. Margvíslegar tengingar eitt samfélag Nýbyggingarnar eru tengdar bæði neðanjarðar frá jarðhæð Háskólatorgs 2 í kjallara Háskólatorgs 1 og úti frá jarðhæð Háskólatorgs 1 til annarrar hæðar Háskólatorgs 2. Þá tengist Háskólatorg 2 norður í Lögberg og í suður til Odda bæði á jarðhæð og annarri hæð. Tveir inngangar í Háskólatorg 2 eru í austur í átt að Nýja 26

27 Garði og einn í vestur í átt að Árnagarði, til að tryggja greiða umferð þvert á legu Háskólatorgs 2. Aðalinngangur í Háskólatorg 1 er frá Alexanderstíg, en jafnframt er fyrirhugaður inngangur úr vestri sem verður tengdur almennum umferðargöngum undir Suðurgötu. Þessu til viðbótar hefur verið óskað eftir við arkitekta bygginganna að huga að frekari tengingum við Nýja Garð og Árnagarð. Með tengingum nýrra bygginga og eldri eru sköpuð skilyrði fyrir flæði, tengsl og samneyti fólks á ólíkum sviðum, til að mynda eitt frjótt samfélag Háskólans. Bætt starfsskilyrði fyrir starfsfólk og stúdenta Háskólatorg leysir úr brýnni þörf í Háskólanum fyrir vinnuaðstöðu kennara, sérfræðinga og stundakennara. Þá er í báðum byggingunum gert ráð fyrir les- og vinnuastöðu fyrir á fjórða hundrað stúdenta í grunn- og framhaldsnámi úr öllum deildum skólans. Allt innra fyrirkomulag í nýbyggingunum miðar við að sveigjanleiki sé mikill til að þjóna sem best þörfum um tengsl og samþættingu á hverjum tíma og þegar starfsemi breytist. Fleiri og fjölbreyttari rými til kennslu og rannsókna Í Háskólatorgi eru fjölbreytt kennslurými í takt við nútíma kennsluhætti, fyrir um eitt þúsund stúdenta á hverjum tíma. Þar verða tveir fyrirlestrasalir, hvor fyrir 180 nemendur, tveir 100 manna salir, sérstök umræðustofa fyrir case study, rannsóknastofa í hagfræði og sálfræði, aðgengissetur fyrir stúdenta og starfsfólk sem þurfa aðgang að sérhæfðum hugbúnaði og tækjum, tölvuver, smærri fundarstofur, viðtalsherbergi og fleiri rými. Torgið vettvangur fyrir öflugt félagslíf, menningu og listir Á Torgi í Háskólatorgi 1 er sæti fyrir á fjórða hundrað gesti að jafnaði, við leik og störf. Þar skapast frjór vettvangur fyrir starfsfólk og stúdenta úr öllum deildum Háskólans til að hittast og blanda geði. Aðstaða verður fyrir ýmsa listviðburði og félagslíf. Ýmis þjónusta undir einu þaki Sameining ýmissa þjónustueininga Háskólans undir eitt þak mun bæta þjónustu við stúdenta, starfsfólk og gesti Háskólans svo um munar. Þar verða innan tíðar Nemendaskrá Háskólans, Alþjóðaskrifstofa Háskóla Íslands og háskólastigsins, Námsráðgjöf Háskólans, Bóksala stúdenta, Félagsstofnun stúdenta, Stúdentagarðar, Atvinnumiðstöð stúdenta, starfsemi Stúdentaráð, veitingasala, þjónusta frá Reiknistofnun Háskólans, prentver, ljósritunarþjónusta, aðstaða fyrir starfsemi ýmissa nemendafélaga og skrifstofur nokkurra deilda. Í tengslum við fyrirhugaðan flutning á Háskólatorg er unnið að greiningu og endurbótum á ferlum um þjónustu og samskipti ýmissa starfseininga Háskólans, með það að markmiði að bæta enn frekar þjónustu við nemendur, starfsfólk og gesti. Fullnaðarhönnun og innra fyrirkomulag í Háskólatorgi mun hafa þessi nýju ferli til hliðsjónar. Næstu skref Fyrirhugað er að undirrita samninga við verktaka og unnið er að fullnaðarhönnun og undirbúningi byggingarframkvæmda, sem áætlað er að hefja í apríl á næsta ári. Gert er ráð fyrir að Háskólatorg verði tekið í notkun í árslok Höfundur er skrifstofustjóri rekstrar- og framkvæmdasviðs 27

28 Björk Håkansson H.Í. eflir unga vísindamenn Þátttaka Íslands í Evrópukeppni ungra vísindamanna Fyrr í haust lauk 17. Evrópukeppni ungra vísindamanna, The EU Contest for Young Scientists í Moskvu. Íslendingar áttu lið í keppninni, en Háskóli Íslands er tengiliður keppninnar á Íslandi og annast markaðs- og samskiptadeild H.Í. framkvæmd hennar. Ungir vísindamenn er liður í fjölbreyttu starfi Háskólans við að miðla vísindum til ungs fólks, þar sem Vísindavefur Háskólans hefur að öðru ólöstuðu verið fremstur í flokki en ýmis önnur verkefni ber að nefna, svo sem Háskóla unga fólksins, námskeiðahald af ýmsu tagi, þátttöku Háskólans í Menningarnótt og fleira. Hvatning fyrir ungt fólk Evrópukeppni ungra vísindamanna var sett á laggirnar árið 1989 af Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Þátttakendur eru á aldrinum ára og koma frá aðildarog samstarfslöndum sambandsins. Markmið keppninnar er að stuðla að samvinnu og hugmyndaflæði milli ungra vísindamanna og að hvetja ungt fólk til þess að velja sér framtíðarstörf innan vísinda- og tæknigeirans. Landskeppni er haldin árlega í öllum þátttökulöndunum og fara vinningshafar síðan í Evrópukeppnina. Þar er kynntur afrakstur þess besta sem ungir vísindamenn í Evrópu hafa unnið að. Þarna hefur skapast grundvöllur fyrir unga vísindamenn í Evrópu að miðla sín á milli og njóta leiðsagnar fullorðinna vísindamanna úr fremstu röð. Umfangsmikil keppni Keppnin í Moskvu var skipulögð og haldin af Bauman Háskólanum í Moskvu með dyggum stuðningi menntamála- og vísindayfirvalda í Rússlandi. Þar kepptu 126 ungir vísindamenn frá 35 löndum með 79 verkefni. Keppnin var um leið sýning á hugverkum ungmennanna og gátu þátttakendur, gestir og fjölmiðlar kynnt sér verkefnin sem mörg hafa átt sér langan aðdraganda og dæmi voru um rannsóknir sem hafa staðið í allt að þrjú ár. Í keppnisliði Íslands voru þrjár ungar vísindakonur, nýstúdentar við Menntaskólann á Akureyri, þær Lily Erla Adamsdóttir, Una Guðlaug Sveinsdóttir og Valdís Ösp Jónsdóttir. Framlag þeirra var félagsvísindatengt verkefni: Nudd og nálægð (Cuddle me clothes). Í verkefninu voru könnuð áhrif ungbarnanudds á tengslamyndum foreldra og ungabarna. Í framhaldi af því var hannaður nuddgalli eða samfella á ungbörn með áþrykktu mynstri sem leiðbeinir um strokur í ungbarnanuddi. Hugmynd þeirra að verkefninu varð til í uppeldisfræðiáfanga og studdi kennari stúlknanna, Brynja Harðardóttir, þær við rannsóknina. Metnaður íslenska liðsins var mikill og má geta þess að fágætt var að þátttakendur kæmu með svo endanlega afurð af rannsóknum sínum til keppninnar. Einnig útbjuggu þær heimsíðu emeclothes.com og kynningardisk þar sem notkun nuddgallans var sýnd á hagnýtan hátt. Vöktu mikla athygli Framlag íslensku keppendanna vakti mikla athygli í Moskvu, og var samhæfing þeirra og samvinna eftirtektarverð. Ungu vísindakonurnar kynntu verkefni sitt og rannsóknina á sýningabás, ásamt því að verja verkefnið fyrir sérstakri vísindadómnefnd sem í sitja vísinda- og fræðimenn frá þátttöku-löndunum. Þar þurftu þær að svara fyrir aðferðarfræðina, útskýra tengingu verkefnisins innan vísindagreinar og færa rök fyrir uppbyggingu og niðurstöðum rannsóknarinnar. Í keppni sem þessari eru raunvísindatengd verkefni í miklum meirihluta og því þótti ungu vísinda-konunum mikilvægt að sýna það og sanna að breiðari hópur fræðigreina ætti þarna fullt erindi. Þær halda nú ótrauðar áfram og hafa valið að taka verkefnið skrefinu lengra og freista þess að markaðsetja nuddgallann. Kostunar- og samstarfsaðilar Evrópukeppni ungra vísindamanna eru Háskóli Íslands, Menntamálaráðuneytið, Marel og Íslandsbanki. Höfundur er verkefnisstjóri á markaðs- og samskiptadeild

29 Kolbrún Friðriksdóttir Icelandic Online 2 Áhugafólk um íslenskt mál víða um heiminn Vaxandi áhugi er á íslenskunámi um allan heim. Háskóli Íslands hefur enn aukið þjónustu sína við áhugafólk um íslenskt mál víðs vegar um heiminn og býður nú upp á framhaldsnámskeiðið Icelandic Online 2 á Veraldarvefnum. Á síðasta ári var byrjendanámskeiðinu Icelandic Online 1 hleypt af stokkunum og hafa viðtökur verið afar góðar. Mæld þátttaka sýnir að um 150 manns að meðaltali stunda nám á Icelandic Online 1 daglega og eru nemendur frá Bandaríkjunum, Brasilíu, Finnlandi, Póllandi og Eistlandi, svo dæmi séu nefnd. Ljóst er að með þessari námsleið gefst miklum fjölda fólks kærkomið tækifæri til að læra íslensku óháð því hvar það er statt í heiminum. Námskeiðið hefur auk þess verið nýtt í kennslu íslensku fyrir erlenda stúdenta við Háskóla Íslands. Háskóli Íslands eykur enn við framboð til íslenskunáms Frá og með 1. september sl. hefur nemendum sem eru lengra komnir í íslenskunámi staðið framhaldsnámskeiðið Icelandic Online 2 til boða. Því er m.a. ætlað að þjóna háskólastúdentum á Íslandi og erlendis, erlendu starfsfólki Háskóla Íslands og annars staðar á íslenskum vinnumarkaði, erlendum fræðimönnum og öðru áhugafólki um íslenskt mál og menningu. svörun jafnóðum og þeir vinna verkefnin. Unnið er að þróun eftirlitskerfis sem er tengt námsmarkmiðum að baki námskeiðinu og gerir það nemendum kleift að fylgjast með eigin námsframvindu. Nemendur fá þjálfun í ýmsum þáttum málsins: málfræði, orðaforða, málnotkun skilningi og hlustun. Með efninu eru rafrænir stuðningsmiðlar, m.a. orðabók og málfræðigrunnur. Hjálparmálið er enska en vonir standa til þess að einnig verði hægt að bjóða upp á stuðningsmiðla á dönsku, þýsku og frönsku. Icelandic Online 2 er samfellt íslenskunámskeið og krefst það u.þ.b. 45 klukkustunda vinnu. Fræðilegur grunnur Námsefnið er stutt rannsóknum, nútímakennslufræði og þróunarstarfi kennara í íslensku við Háskóla Íslands. Eftirlitskerfi námskeiðsins mun veita upplýsingar um nám beygingamála á Netinu sem verða grundvöllur frekara rannsóknar- og þróunarstarfs á þessu sviði. Formaður verkefnisstjórnar Icelandic Online er Birna Arnbjörnsdóttir, dósent, verkefnisstjóri er Kolbrún Friðriksdóttir og tæknistjóri er Bjarki M. Karlsson. Höfundur er verkefnisstjóri Fjölbreytt námskeið Námskeiðið er ætlað til sjálfsnáms og er öllum opið endurgjaldslaust. Efnið er afar fjölbreytt, æfingar eru gagnvirkar og nemendur fá 29

30 Ný og breytt störf Akademísk störf Aðalheiður Jóhannsdóttir lektor við lagadeild, hlaut framgang í starf dósents frá 1. janúar Anna Agnarsdóttir dósent við sagnfræðiskor hugvísindadeildar, hlaut framgang í starf prófessors frá 1. október Árni Kristinsson dósent við læknisfræðiskor læknadeildar, lét af starfi vegna aldurs 1. mars Ásdís R. Magnúsdóttir lektor við skor rómanskra og slavneskra mála hugvísindadeildar, hlaut framgang í starf dósent frá 1. mars Bergljót S. Kristjánsdóttir dósent við íslenskuskor hugvísindadeildar, hlaut framgang í starf prófessors frá 1. apríl Bragi Árnason prófessor við efnafræðiskor raunvísindadeildar, lét af starfi vegna aldurs 1. apríl Brynhildur G. Flóvenz aðjunkt var ráðin í hálft starf lektors í félagsmálarétti við lagadeild frá 1. janúar Brynja Örlygsdóttir var ráðin í hálft starf lektors í heilsugæsluhjúkrun við hjúkrunarfræðideild frá 1. júlí 2005 til 30. júní Ellen Flosadóttir var ráðin í hálft starf lektors í klínískri tannlæknisfræði á sviði heilgómagerðar við tannlæknadeild frá 1. janúar Eyvindur G. Gunnarsson var ráðinn í hálft starf lektors í fjármunarétti við lagadeild frá 1. janúar Guðbjörg Linda Rafnsdóttir lektor við félagsfræðiskor félagsvísindadeildar, hlaut framgang í starf dósents 1. febrúar Guðjón Þorkelsson 37% lektor við matvælafræðiskor raunvísindadeildar, hlaut framgang í starf dósents frá 1. júlí Guðmundur Geirsson aðjunkt var ráðinn í starf dósents í handlæknisfræði við læknisfræðiskor læknadeildar frá 1. september 2005 til 31. ágúst 2006, í launalausu leyfi Guðmundur Vikar Einarssonar. Guðni Elísson lektor við bókmennta- og málvísindaskor hugvísindadeildar, hlaut framgang í starf dósent frá 1. júní Guðrún Heiður Baldvinsdóttir var ráðin í hlutastarf dósents í reikningshaldi og endurskoðun við viðskiptaskor viðskiptaog hagfræðideildar frá 1. júlí 2005 til 30. júní Guðrún Nordal dósent í íslenskuskor hugvísindadeildar, hlaut framgang í starf prófessors frá 1. apríl Gunnar Þór Gunnarsson var ráðinn í 37% starf lektors í lyflæknisfræði læknisfræðiskorar frá 1. janúar 2005 til 31. desember Gunnlaugur Björnsson vísindamaður var ráðinn forstöðumaður háloftadeildar eðlisfræðistofu Raunvísindastofnunar frá 1. apríl Halldór Pálsson var ráðinn í starf dósents í vélaverkfræði við véla- og iðnaðarverkfræðiskor verkfræðideildar frá 1. maí 2005 til 30. apríl Helga Bragadóttir var ráðin forstöðumaður Rannsóknarstofnunar í hjúkrunarfræðum frá 1. nóvember 2005 til 30. september Helga var jafnframt ráðin í 37% starf lektors í hjúkrunarstjórnun við hjúkrunar-fræðideild frá 1. september 2005 til 31. ágúst Helga Gottfreðsdóttir var ráðin lektor í ljósmóðurfræði við hjúkrunarfræðideild frá 1. september 2005 til 31. júlí Hersir Sigurjónsson var ráðinn í 37% starf lektors í fjármálahagfræði frá 1. ágúst 2005 til 31. júlí Hörður Filippusson dósent í efnafræðiskor raunvísindadeildar, hlaut framgang í starf prófessors frá 1. desember Ingibjörg Gunnarsdóttir var ráðin dósent í næringarfræði við matvæla- og næringarfræðiskor raunvísindadeildar frá 1. nóvember Jon Milner var ráðinn erlendur lektor í dönsku við skor þýsku- og norðurlandamála við hugvísindadeild frá 1. september 2005 til 31. ágúst Jón Gunnar Bernburg var ráðinn í starf lektors í félagsfræði við félagsfræðiskor félagsvísindadeildar frá 1. ágúst 2005 til 31. júlí Jón F. Sigurðsson var ráðinn í hálft starf dósents í sálarfræði við læknisfræðiskor læknadeildar frá 1. ágúst 2005 til 31. júlí Julian Meldon d' Arcy dósent við enskuskor hugvísindadeildar, hlaut framgang í starf prófessors frá 1. september Kjartan Gíslason dósent við skor þýskuog norðurlandamála heimspekideildar, lét af störfum vegna aldurs 1. mars Kristjana Kristinsdóttir var ráðin í starf lektors í skjalfræði og skjalavörslu við sagnfræðiskor hugvísindadeildar frá 1. júlí 2005 til 30. júní Kristján Leósson var ráðinn í starf sérfræðings á eðlisfræðistofu Raunvísindastofnunar frá 1. september Ólafur Guðmundsson var ráðinn forstöðumaður Jarðvísindastofnunar frá 10. október Ólafur Höskuldsson lektor við tannlæknadeild, fékk að eigin ósk lausn frá starfi sínu 31. ágúst Pétur Knútsson lektor við enskuskor hugvísindadeildar, hlaut framgang í starf dósents frá 1. október Ragnar Sigurðsson fræðimaður við stærðfræðistofu Raunvísindastofnunar, hlaut framgang í starf vísindamanns frá 1. september Sesselja Sigurborg Ómarsdóttir var ráðin í starf lektors í lyfja- og efnafræði náttúruefna við lyfjafræðideild frá 1. september 2005 til 30. júní Sif Einarsdóttir var ráðin í starf dósents í náms- og starfsráðgjöf við félagsráðgjafarskor félagsvísindadeildar frá 1. ágúst 2005 til 31. júlí Sigfinnur Þorleifsson var ráðinn í 25% starf lektors í sálgæslu við guðfræðideild frá 1. júlí 2005 til 30. júní Sigríður Gunnarsdóttir var ráðin í hálft starf lektors í krabbameinshjúkrun við hjúkrunarfræðideild frá 1. september 2005 til 31. ágúst Sigrún Vala Björnsdóttir var ráðin í starf lektors í sjúkraþjálfun við sjúkraþjálfunarskor læknadeildar frá 1. maí 2005 til 30. apríl Sigurður Rúnar Sæmundsson var ráðinn í starf lektors í barnatannlækningum við tannlæknadeild frá 1. september Sigurlína Davíðsdóttir lektor við uppeldisog menntunarfræðiskor félagsvísindadeildar, hlaut framgang í starf dósents frá 1. mars Snorri Þorgeir Ingvarsson fræðimaður á Raunvísindastofnun var ráðinn í starf lektors við eðlisfræðiskor raunvísindadeildar frá 1. september Snæbjörn Pálsson var ráðinn í starf lektors við líffræðiskor raunvísindadeildar frá 1. janúar 2005 til 31. desember

31 Sveinn Agnarsson sérfræðingur við Hagfræðistofnun, hlaut framgang í starf fræðimanns frá 1. apríl Sveinn Yngvi Egilsson aðjunkt var ráðinn í starf lektors í íslenskum bókmenntum 17., 18. og 19. aldar við íslenskuskor hugvísindadeildar frá 1. júlí Berglind Rós Magnúsdóttir jafnréttisfulltrúi Háskólans sagði starfi sínu lausu frá 1. ágúst Birna Björnsdóttir deildarstjóri í reikningshaldi, tók við starfi deildarstjóra upplýsingaskrifstofu Háskólans frá 1. desember Kolbrún Einarsdóttir fulltrúi á skrifstofu rektors sagði starfi sínu lausu frá 31. desember Lára Kristín Sturludóttir var ráðin í starf verkefnisstjóra í hjúkrunarfræðideild frá 1. október Svend Richter aðjunkt var ráðinn í hálft starf lektors við tannlæknadeild (heilgómagerð) frá 1. janúar Björg Sigurðardóttir fulltrúi á Líffræðistofnun og líffræðiskor sagði starfi sínu lausu frá 1. september Lilja Þorleifsdóttir deildarstjóri á skrifstofu verkfræðideildar sagði starfi sínu lausu frá 31. desember Tryggvi Þór Herbertsson dósent við hagfræðiskor viðskipta- og hagfræðideildar, hlaut framgang í starf prófessors frá 1. febrúar Zuilma Gabriela Sigurðardóttir lektor við sálfræðiskor félagsvísindadeildar, hlaut framgang í starf dósents frá 1. júlí Þorgerður Einarsdóttir lektor við félagsfræðiskor félagsvísindadeildar, hlaut framgang í starf dósents frá 1. maí Þorvaldur Ingvarsson var ráðinn í 37% starf lektors í handlæknisfræði við læknisfræðiskor læknadeildar frá 1. janúar 2005 til 31. desember Þóra Jenný Gunnarsdóttur var ráðin í starf lektors í hjúkrun fullorðinna við hjúkrunarfræðideild frá 1. ágúst 2005 til 31. júlí Sameiginleg stjórnsýsla og stjórnsýsla deilda. Anna Kristín Jónsdóttir var ráðin í starf verkefnisstjóra og aðjúnkts við félagsvísindadeild frá 1. ágúst Anna María Þórhallsdóttir var ráðin í starf fulltrúa við nemendaskrá frá 1. september Auður Björk Ágústsdóttir var ráðin aðstoðarmaður á rannsóknarstofu lyfjafræðideildar frá 1. september Auður Þ. Ingólfsdóttir var ráðin í reikningshald fjárreiðusviðs frá 1. ágúst Ásdís Káradóttir verkefnisstjóri á skjalasafni sagði starfi sínu lausu frá 15. september Áshildur Bragadóttir var ráðin í starf verkefnisstjóra kynningarmála í viðskiptaog hagfræðideild frá 15. ágúst Ásta Jóna Guðjónsdóttir fulltrúi í heilbrigðisfræði við læknisfræðiskor, tók við starfi verkefnisstjóra í sjúkraþjálfunarskor frá 1. febrúar Ástríður Jóna Guðmundsdóttir fulltrúi á nemendaskrá sagði starfi sínu lausu frá 1. ágúst Brynhildur Kristín Ólafsdóttir var ráðin forstöðumaður Alþjóðastofnunar frá 1. september 2005, í launalausu leyfi Ásthildar Bernharðsdóttur. Dóra Stefánsdóttir var ráðin í starf verkefnisstjóra hjá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur i erlendum tungumálum frá 1. ágúst Edda Einarsdóttir deildarstjóri á skrifstofu raunvísindadeildar sagði starfi sínu lausu frá 1. desember Edda Friðgeirsdóttir var ráðin verkefnisstjóri fjármála við verkfræðideild frá 1. nóvember Elísabet K. Ólafsdóttir símavörður á aðalskiptiborði sagði starfi sínu lausu frá 1. nóvember Elva Ellertsdóttir var ráðin verkefnisstjóri við félagsvísindadeild frá 15. febrúar Erna Sigurðardóttir var ráðin í starf verkefnisstjóra kynningarmála við verkfræðideild frá 1. nóvember Guðbjörg Lilja Hjartardóttir verkefnisstjóri við félagsvísindadeild sagði starfi sínu lausu frá 1. ágúst Gunnsteinn Haraldsson var ráðinn í hálft starf kennslustjóra rannsóknatengds framhaldsnáms við læknadeild frá 1. janúar Halla Sverrisdóttir var ráðin verkefnisstjóri á skrifstofu rektors frá 1. október Hanna G. Daníelsdóttir var ráðin í starf deildarstjóra í tannlæknadeild frá 1. október Hanna Z. Sveinsdóttir símavörður á aðalskiptiborði, sagði starfi sínu lausu frá 31. desember Tekur við starfi skrásetjara á skjalasafni frá sama tíma. Hlín Eyglóardóttir var ráðin fulltrúi á skrifstofur verkfræði- og raunvísindadeildar frá 1. nóvember Jón Magnús Sigurðsson var ráðinn verkefnisstjóri á fjárreiðusviði frá 27. janúar Margrét Lúðvíksdóttir verkefnisstjóri í hjúkrunarfræðideild sagði starfi sínu lausu frá 1. júní María Thejll lögfræðingur var ráðin forstöðumaður Lagastofnunar frá 1. nóvember Ragnhildur Skjaldardóttir var ráðin fulltrúi á Líffræðistofnun og líffræðiskor raunvísindadeildar frá 1. ágúst 2005 Ragný Þóra Guðjohnsen verkefnisstjóri á hjúkrunarfræðideild sagði starfi sínu lausu frá 1. apríl Rósa G. Bergþórsdóttir skrifstofustjóri sjúkraþjálfunarskorar var ráðin skrifstofuog rekstrarstjóri hjúkrunarfræðideildar frá 1. maí 2005 í barnsburðarleyfi Karólínu Guðmundsdóttur. Sigfríður Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri á Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur sagði starfi sínu lausu frá 1. júlí Sigríður J. Sigfúsdóttir deildarstjóri á tannlæknadeild sagði starfi sínu lausu frá 1. ágúst Sigrún Jónsdóttir var ráðin í starf verkefnisstjóra við félagsvísindadeild frá 10. desember Sigrún Valgarðsdóttir verkefnisstjóri á starfsmannasviði var ráðin í starf jafnréttisfulltrúa Háskólans frá 1. júlí Sólveig Guðrún Hannesdóttir var ráðin þjónustusérfræðingur við læknisfræðiskor læknadeildar frá 1. júlí 2005 til 30. júní Thorana Elín Dietz var ráðin verkefnisstjóri við hjúkrunarfræðideild frá 1. mars Þorfinnur Ómarsson verkefnisstjóri í hálfu starfi við félagsvísindadeild sagði starfi sínu lausu frá 1. ágúst Upplýsingar miðast við 15. nóvember Elísabet Þorsteinsdóttir, verkefnisstjóri á starfsmannasviði etho@hi.is 31

32 Niðurstaða alþjóðlegrar úttektar á H.Í.: Hágæðaháskóli sem skortir fjármagn Nýlega voru niðurstöður alþjóðlegrar ytri úttektar á Háskóla Íslands kynntar. Úttektina gerðu Samtök evrópskra háskóla (European University Association) og í henni er sérstök áhersla lögð á uppbyggingu framhaldsnáms og gæðastarf innan Háskólans. Úttekt EUA er þriðja stóra úttektin á Háskóla Íslands á árunum 2004 og Hinar tvær úttektirnar eru úttekt Ríkisendurskoðun á fjárhagsstöðu, fjármögnun, árangri, gæðum, rekstrarformi og stjórnsýslu Háskólans (apríl 2005) og úttekt menntamálaráðherra á akademískri stöðu Háskólans, einkum rannsóknastarfi hans (september 2005). Heildarniðurstöður allra úttektanna eru jákvæðar fyrir Háskóla Íslands. Af úttektarskýrslunum má ráða að skólinn hefur á að skipa góðu starfsliði sem hefur á undanförnum árum náð ágætum árangri í rannsóknum og kennslu. Hvatakerfi skólans hafa komið ýmsu góðu til leiðar og rannsóknaafköstin eru mikil þrátt fyrir að doktorsnám sé rétt að slíta barnsskónum við skólann. Stjórnendur skólans hafa gætt þess að haga rekstri skólans í samræmi við fjárveitingar og aðrar tekjur sem hann aflar. Skólinn kemur ágætlega út úr samanburði á hagkvæmni og skilvirkni sem gerður var við erlenda háskóla. Samtök evrópskra háskóla Samtök evrópskra háskóla (EUA) eru stærstu og öflugustu samtök sinnar tegundar í Evrópu og eiga 665 háskólar frá 45 löndum aðild að þeim. Hlutverk EUA er að efla æðri menntun í Evrópu og auka samkeppnishæfni álfunnar á þessu sviði. EUA hefur um árabil framkvæmt ytri úttektir á háskólum og hafa vel á annað hundrað evrópskir háskólar tekið þátt í þeim. Úttektirnar fara þannig fram að fyrst ritar viðkomandi háskóli sjálfsmatsskýrslu á grundvelli gátlista frá EUA, síðan kemur hópur erlendra sérfræðinga í tvær vettvangsheimsóknir og lýkur ferlinu með lokaskýrslu sérfræðingahópsins sem felur í sér hlutlægt ytra mat. Hópinn skipuðu þrautreyndir stjórnendur háskóla og vísindastofnana. Formaður úttektarhópsins var dr. Tove Bull, prófessor og fyrrverandi rektor háskólans í Tromsø í Noregi. Niðurstöður Í meginatriðum eru niðurstöður allra þriggja úttektanna samhljóða: Háskólinn stendur sig mjög vel í alþjóðlegum samanburði, þrátt fyrir ónógar fjárveitingar. Skólinn hefur á að skipa góðu starfsliði sem á undanförnum árum hefur náð ágætum árangri í rannsóknum og kennslu. Stjórnendur skólans hafa gætt þess að haga rekstri í samræmi við fjárveitingar og aðrar tekjur. Háskólinn kemur ágætlega út í samanburði á hagkvæmni og skilvirkni sem gerður var við erlenda háskóla. Hvata- og gæðakerfi skólans hafa gefist vel. Vönduð kennsla og mikil rannsóknaafköst. Stúdentar eru ánægðir með gæði námsins og þeirrar menntunar sem þeir hljóta. Sterk alþjóðleg menning og öflugt alþjóðasamstarf. Með eflingu doktorsnáms má gera ráð fyrir að rannsóknaafköst muni enn aukast við Háskólann. Háskóli Íslands nýtur mikils trausts meðal íslensku þjóðarinnar. Viðbrögð Háskóla Íslands Reglulegar ytri úttektir á grundvelli alþjóðlegra viðmiða og krafna eru mikilvægur og eðlilegur þáttur í gæðastarfi Háskóla Íslands. Þrátt fyrir mjög góða heildarniðurstöðu er í úttektarskýrslunum bent á atriði sem betur mega fara í starfsemi skólans. Háskóli Íslands leggur ríka áherslu á að bregðast við ábendingum skýrsluhöfunda með formlegum hætti og að nýta sér tillögur þeirra í umbótastarfi næstu ára. Sumarið 2005 skipaði rektor starfshóp til að yfirfara úttektirnar þrjár og gera tillögur um úrbætur. Hópurinn hefur nýverið skilað skýrslu til rektors þar sem teknar eru saman helstu athugasemdir og ábendingar úttektanna og settar fram 90 tillögur að breytingum og endurbótum á öllum sviðum starfseminnar. Markmiðið með tillögunum er að styðja við þá yfirlýstu stefnu Háskóla Íslands að verða í fremstu röð rannsóknaháskóla í nágrannalöndunum, stórefla doktorsnám og að mæla gæði skólans með sama hætti og gert er í evrópskum og bandarískum rannsóknaháskólum. HÁSKÓLAFRÉTTIR Fréttabréf Háskóla íslands 2. tölublað 27. árgangur desember 2005

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be Stefnumótun tun Rf Hlutverk (Mission) Why we exist Gildi (Core values) What we believe in Framtíðarsýn (Vision) What we want to be Stefna (Strategy) Our Game plan Stefnumiðað árangursmat Balanced Scorecard

More information

Horizon 2020 á Íslandi:

Horizon 2020 á Íslandi: Horizon 2020 á Íslandi: - Árangur Íslands í Horizon2020 - Hvernig getur Rannís veitt ykkur aðstoð? Kristmundur Þór Ólafsson Alþjóðasvið Rannís Landstengiliður (NCP) fyrir H2020 Hvað er H2020? Rammaáætlun

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum Raddir fjölbreyttra kennarahópa Sólveig Karvelsdóttir, lektor, HÍ Hafdís Guðjónsdóttir, dósent, HÍ Rannsóknin er hluti af tveimur rannsóknum Fjölbreyttir kennarahópar

More information

Fæðuvenjur á unglingsárum og miðjum aldri og tengsl við áhættu á brjóstakrabbameini

Fæðuvenjur á unglingsárum og miðjum aldri og tengsl við áhættu á brjóstakrabbameini Fæðuvenjur á unglingsárum og miðjum aldri og tengsl við áhættu á brjóstakrabbameini Verkefni til doktorsprófs í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands Nemandi: Álfheiður Haraldsdóttir Leiðbeinendur: Laufey

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Þórólfur Guðnason yfirlæknir Sóttvarnalæknir, Embætti landlæknis Nóvember 2014 Gastegundir frá eldgosum >95% H 2 O, CO 2 SO 2

More information

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa Efnisyfirlit Þróun félagsauðs í grannríkjunum Bandaríkin Skandinavía Meginland Evrópu Þróunin á Íslandi Félagsþátttaka Frumtengsl Félagsrof Félagsauður,

More information

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs?

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Hvernig getur málefni sem ekki er skilgreint sem námsgrein í grunnskóla eða námssvið

More information

Fóðurrannsóknir og hagnýting

Fóðurrannsóknir og hagnýting Fóðurrannsóknir og hagnýting Uppskeruhátíð rannsókna Gunnar Örn Kristjánsson Strandbúnaður 2018, Grand Hótel Reykjavík, 19.-20. mars. Grundvöllur fóðurgerðar Þarfir hjá eldisfisk Efnaþarfir til vaxtar

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

Aðalheiður L. Guðmundsdóttir Myndlistardeild, lektor Vegna þátttöku í listfræðiráðstefnunni [no title] í Kaupmannahöfn í október.

Aðalheiður L. Guðmundsdóttir Myndlistardeild, lektor Vegna þátttöku í listfræðiráðstefnunni [no title] í Kaupmannahöfn í október. STARFSÞRÓUNARSJÓÐUR AKADEMÍSKRA STARFSMANNA - úthlutun haustönn 2018 Auglýst var eftir umsóknum um styrkveitingar með umsóknarfrest til 3. september 2018. Alls bárust sjóðnum 12 umsóknir: 7 frá hönnunar-

More information

Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi -

Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi - Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi - Rannveig Björnsdóttir Strandbúnaður 2017, Grand Hótel Reykjavík, 13.-14.mars YFIRLIT erindis Dæmi: doktorsverkefni RBj 2005-2010 BAKGRUNNUR VANDAMÁLIÐ

More information

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012 Nr. 28/32 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012 2013/EES/28/07 frá 8. júní 2012 um framkvæmdarreglur vegna beitingar 16. gr.

More information

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson Samstarf HR og IGI Ólafur Andri Ragnarsson Leikjaiðnaðurinn 2021 Leikjaiðnaðurinn 2021 5.000 störf 70 milljarðar í heildarútflutningstekjur ef... Photo Ian Parker http://parkerlab.bio.uci.edu/nonscientific_adventures/iceland_man.ht

More information

Verkefnatengt nám. Hentar lögfræði þér? Starfsvettvangur lögfræðinga

Verkefnatengt nám. Hentar lögfræði þér? Starfsvettvangur lögfræðinga Lögfræði Verkefnatengt nám Innan Háskólans í Reykjavík hefur verið lögð áhersla á verkefnatengt laganám sem miðar að því að auka virkni nemenda í námi og gera þá betur í stakk búna til að takast á við

More information

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands ÞÓRA BJÖRK HJARTARDÓTTIR Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands 1. Fjöldi erlendra stúdenta Á liðnum áratug hefur erlendum stúdentum fjölgað gríðarlega við Háskóla Íslands. Haustið 2000 voru skráðir

More information

Þróun kennslu læknanema á síðustu áratugum

Þróun kennslu læknanema á síðustu áratugum Kristján Erlendsson læknir dósent kennslustjóri læknadeildar HÍ, yfirlæknir á vísinda- og þróunarsviði Landspítala krerlend@landspitali.is Þróun kennslu læknanema á síðustu áratugum Á síðustu þremur áratugum

More information

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Sérfræðingur í persónurétti Yfirlit Stóra myndin Skyldur GDPR Aðlögunarferli Áskoranir og praktísk ráð 2 3 Yfirlit: Hvað er GDPR?» GDPR

More information

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM Skýrsla fyrir skólaárið 2016-2017 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 2 1. Inngangur... 3 2. Markmið og tilgangur matsins... 3 3. Aðferðir og framkvæmd matsins... 3 4.

More information

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar 1 Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar Introduction to rotating machines 2 Grunnhugtök og meginþættir Klassískar gerðir véla Riðstraumsvélar Samfasavél (synchronous machine) Spanvél (induction machine

More information

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild Háskólabrú fjarnám Bókalisti vorönn 2019 2. önn Félagsvísinda- og lagadeild Upplýsingatækni og tölfræði: Kennslubók í Excel 2016. Höfundar: Hallur Örn Jónsson og Óli Njáll Ingólfsson Stærðfræði 3: Stærðfræði

More information

Rannsókn á Byrjendalæsi: Markmið, snið, gögn og úrvinnsla

Rannsókn á Byrjendalæsi: Markmið, snið, gögn og úrvinnsla Læsi til samskipta og náms Ráðstefna MSHA um læsi 13. september 2014 Rannsókn á Byrjendalæsi: Markmið, snið, gögn og úrvinnsla Rúnar Sigþórsson Háskólanum á Akureyri runar@unak.is Örstutt um Byrjendalæsi

More information

Lýðheilsa Heilsa í allar stefnur

Lýðheilsa Heilsa í allar stefnur Lýðheilsa Heilsa í allar stefnur Hvar standa Íslendingar í samanburði þjóða? Dagskrá: 14:30 Ávarp forsætisráðherra: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 14:45 Heilsa í allar stefnur: Health in All Policies reynsla

More information

Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi

Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi Lokaverkefni til B.Ed. prófs Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi Eru ánægðir foreldrar bestu bandamenn kennara? Halldóra Gísladóttir 300955-5419 Kennaraháskóli Íslands

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 8. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll. Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands

Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll. Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands Yfirlit erindis Meginmarkmið og bakgrunnur Nokkrar skilgreiningar Rannsóknaraðferðir

More information

Viðauki með þjónustusamningi mennta- og menningarmálaráðuneytis og Háskólans í Reykjavík (HR)

Viðauki með þjónustusamningi mennta- og menningarmálaráðuneytis og Háskólans í Reykjavík (HR) Viðauki með þjónustusamningi mennta- og menningarmálaráðuneytis og Háskólans í Reykjavík (HR) 29.12.2011 Efnisyfirlit 1 Inngangur... 3 1.1 Lagaheimildir og forsendur... 3 1.2 Samskiptahættir... 3 1.3 Stefna

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr. 54 8. árgangur

More information

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Jón Viðar Jónmundsson 1 og Emma Eyþórsdóttir 2 1 Bændasamtökum Íslands 2 Rannsóknarstofnun landbúnaðarins/lbh á Hvanneyri Inngangur Fyrsta

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018 Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu September 2018 Samantekt Íslandsstofa framkvæmdi viðhorfskönnun í júlí og ágúst 2018 meðal erlendra söluaðila sem selja ferðir til Íslands.

More information

Fjölbreyttir kennarahópar og fjölbreyttir nemendahópar

Fjölbreyttir kennarahópar og fjölbreyttir nemendahópar Fjölbreyttir kennarahópar og fjölbreyttir nemendahópar Hanna Ragnarsdóttir dósent Menntavísindasviði HÍ Menntakvika 22. okt. 2010 1 Skipulag erindis Alþjóðlega rannsóknaverkefnið Diverse Teachers for Diverse

More information

116. DEILDARFUNDUR Í RAUNVÍSINDADEILD

116. DEILDARFUNDUR Í RAUNVÍSINDADEILD 116. DEILDARFUNDUR Í RAUNVÍSINDADEILD 13. júní 007 Dagskrá 1. Fundargerð síðasta fundar. Mál til kynningar: 1. Samstarf deildar við Endurmenntun Kristín Jónsdóttir forstöðumaður Endurmenntunar HÍ. Þjónustukönnun

More information

Háskólabrú- staðnám. Bókalisti - Vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Háskólabrú- staðnám. Bókalisti - Vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild Háskólabrú- staðnám Bókalisti - Vorönn 2018-2. önn Félagsvísinda- og lagadeild Upplýsingatækni og tölfræði: Kennslubók í Excel 2016. Höfundar: Hallur Örn Jónsson og Óli Njáll Ingólfsson Stærðfræði 3: Stærðfræði

More information

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn -

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM Schengen ráðstefna 6. október 2011 - Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - Áherslur - Lögreglan á Suðurnesjum - Framkvæmd landamæraeftirlits - Umhverfið - Álag á Ísland

More information

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2 1 Examples 2 Sýnidæmi 2 2 Example 25-1 Gefið er 3 fasa, 3 teina raforkukerfi samkvæmt meðfylgjandi einlínumynd. Allar stærðir á myndinni eru í einingakerfinu ( per unit ). Seríuviðnám háspennulínanna er

More information

GÆÐAKERFI HÁSKÓLA ÍSLANDS

GÆÐAKERFI HÁSKÓLA ÍSLANDS GÆÐAKERFI HÁSKÓLA ÍSLANDS 1 Inngangur Gæðakerfi Háskóla Íslands miðar að því að mæta væntingum og þörfum nemenda, starfsmanna, atvinnulífs og hins alþjóðlega vísindasamfélags. HÁSKÓLARÁÐ SVIÐ/DEILDIR MIÐLÆG

More information

INNFORM rannsóknin: Árangur, stefna og alþjóðavæðing!

INNFORM rannsóknin: Árangur, stefna og alþjóðavæðing! INNFORM rannsóknin: Árangur, stefna og alþjóðavæðing! Erindi á morgunverðarfundi ParX og Viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands 29. maí 2008. INNFORM á Íslandi: 1. Aðdragandinn... 2. Fyrirmyndin:

More information

1. ár Haust. í félagsvísindum. Félagsvísindatorg. Iðnbylting og hnattvæðing. Saga sálfræðinnar. Vinnulag í hug- og félagsvísindum

1. ár Haust. í félagsvísindum. Félagsvísindatorg. Iðnbylting og hnattvæðing. Saga sálfræðinnar. Vinnulag í hug- og félagsvísindum 10 11 Hug- og félagsvísindasvið Félagsvísindadeild Fjölmiðlafræði (B.A.) - Nútímafræði (B.A.) - Samfélags- og hagþróunarfræði (B. A.) - Sálfræði (B. A.) - Þjóðfélagsfræði (B. A.) Fjölmiðlafræði Fjölmiðlafræðin

More information

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile HUGPRÓ Betware QA & Agile 26.02.2010 Head Quarters Betware Reykjavík Betware DK Copenhagen Denmark Betware Solutions CA Kamloops, BC Betware Madrid Spain Certus Odense Denmark Betware Sp. z o.o. Warsaw

More information

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (MFT/MFS) og tannátu í lykiltönnum SVANHVÍT. SÆMUNSÓTTIR*, THR ASPEUN**, SIGURÐUR RÚNAR SÆMUNSSN***, INGA. ÁRNAÓTTIR* HEIRIGÐISVÍSINASVIÐ HÁSKÓA

More information

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst 15. 18. ágúst 21. 25. ágúst 28. ág 1. sept. 15. skipulagsdagur 16. skipulagsdagur 17. Skipulagsdagur 18. skipulagsdagur

More information

SEPTEMBER 2010 RÁÐSMIÐJA UM FRÆÐANDI FERÐAÞJÓNUSTU - KIÐAGIL

SEPTEMBER 2010 RÁÐSMIÐJA UM FRÆÐANDI FERÐAÞJÓNUSTU - KIÐAGIL SEPTEMBER 2010 RÁÐSMIÐJA UM FRÆÐANDI FERÐAÞJÓNUSTU - KIÐAGIL, forst.m. Þekkingarnets Þingeyinga AKADEMÍSK FERÐAÞJÓNUSTA LEIÐIN FRÁ HUGMYND TIL VERULEIKA Akademísk ferðaþjónusta Yfirferð dagsins... I. Inntak

More information

Skóli án aðgreiningar

Skóli án aðgreiningar Skóli án aðgreiningar Viðhorf sérkennara í grunnskólum til stefnunnar skóli án aðgreiningar Rannveig Klara Matthíasdóttir Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Skóli án aðgreiningar

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2011:1 27. maí 2011 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga frá sveitarfélögum árlega um fjárhagsaðstoð, félagslega heimaþjónustu

More information

2. Stefnur og hugmyndafræði sem hafa haft áhrif á listkennslu

2. Stefnur og hugmyndafræði sem hafa haft áhrif á listkennslu Ágrip Í þessari ritgerð, sem er lokaverkefnið mitt til B.Ed gráðu, mun ég fjalla um samvinnu á milli myndlistarskóla og grunnskóla. Í því samhengi mun ég skoða Billedskolen i Tvillingehallen og Myndlistarskólann

More information

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Svíþjóð - stjórnsýslan Þrjú formleg stjórnsýslustig Sveitarfélög, 290 talsins (Local level) Lén, 20 talsins (Regional level) Landsstjórn, 349 þingmenn (National

More information

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2.

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2. Reykjavík, 15. maí 2017 R17050061 110 Borgarráð Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2. júní 2017 Fyrirhuguð er opinber

More information

Hvað er núll - slysastefna. Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins

Hvað er núll - slysastefna. Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins Hvað er núll - slysastefna Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins Markmið stjórenda núll slysasýn New trends in accident prevention due to the changing world of work European Agency for Safety

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software.

Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software. Heimildaskrá Ritaðar heimildir Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software. Bændasamtök Íslands (2005). Hagtölur

More information

Íþróttakennara- og íþróttafræðinám á Laugarvatni fyrr og nú

Íþróttakennara- og íþróttafræðinám á Laugarvatni fyrr og nú Uppeldi og menntun 21. árgangur 2. hefti 2012 SIGURBJÖRN ÁRNI ARNGRÍMSSON MENNTAVÍSINDASVIÐI HÁSKÓLA ÍSLANDS Íþróttakennara- og íþróttafræðinám á Laugarvatni fyrr og nú Íþróttakennaranám á Íslandi stendur

More information

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur?

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur? Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur? Málþing um byggðamál og svæðasamvinnu 14. mars 2014 Stefanía Traustadóttir Heimsókn til Norðurbotns (Oulu) apríl 2012 Þátttakendur: Ragnheiður

More information

Nemendur og foreldrar af erlendum uppruna í íslenskum grunnskólum: Áskoranir og tækifæri.

Nemendur og foreldrar af erlendum uppruna í íslenskum grunnskólum: Áskoranir og tækifæri. Nemendur og foreldrar af erlendum uppruna í íslenskum grunnskólum: Áskoranir og tækifæri. Fræðslufundur fyrir grunnskólakennara á höfuðborgarsvæðinu Mánudaginn 18. september 2017 í Skriðu, Menntavísindasviði

More information

Efnisyfirlit. Stjórn bls. 4 Skipurit bls. 4 Reglur og stefnumál bls. 5 Formáli rektors bls. 7 Nemendafjöldi bls. 8 Starfsmenn bls.

Efnisyfirlit. Stjórn bls. 4 Skipurit bls. 4 Reglur og stefnumál bls. 5 Formáli rektors bls. 7 Nemendafjöldi bls. 8 Starfsmenn bls. Á R S S K Ý R S L A 20 08 Efnisyfirlit Stjórn bls. 4 Skipurit bls. 4 Reglur og stefnumál bls. 5 Formáli rektors bls. 7 Nemendafjöldi bls. 8 Starfsmenn bls. 9 Gæðamál bls.10 Góðvinir Háskólans á Akureyri

More information

FORMÁLI REKTORS. Stjórn

FORMÁLI REKTORS. Stjórn EFNISYFIRLIT Skipurit og stjórn bls. 4 Formáli rektors bls. 5 Nemendafjöldi bls. 6 Starfsmenn bls. 6 Asíuver Íslands bls. 7 Góðvinir Háskólans á Akureyri bls. 7 Auðlindadeild bls. 8 Heilbrigðisdeild bls.

More information

Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006

Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006 Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006 Rannsóknarmiðstöð HR í nýsköpunar- og frumkvöðlafræðum Rögnvaldur J. Sæmundsson Silja Björk Baldursdóttir Mars 2007 GEM - frumkvöðlastarfsemi 2006

More information

VIÐSKIPTAFRÆÐI Grunnnám og framhaldsnám BSc MSc PhD

VIÐSKIPTAFRÆÐI Grunnnám og framhaldsnám BSc MSc PhD VIÐSKIPTAFRÆÐI Grunnnám og framhaldsnám BSc MSc PhD Velkomin í viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík Í starfi viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík er lögð áhersla á framúrskarandi gæði náms og kennslu,

More information

Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin

Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin 1996-1 Brynja Ármannsdóttir 1 læknanemi Laufey Tryggvadóttir 2 faraldsfræðingur Jón Gunnlaugur Jónasson 1,2,4 sérfræðingur í meinafræði Elínborg J. Ólafsdóttir

More information

Hlökkum til að sjá þig í háskólabænum Akureyri. unak.is

Hlökkum til að sjá þig í háskólabænum Akureyri. unak.is Hlökkum til að sjá þig í háskólabænum Akureyri unak.is 1 2 Efnisyfirlit Svona er Háskólinn á Akureyri... 3 Háskólabærinn Akureyri... 4 Háskólinn á Akureyri í hnotskurn... 7 Hjúkrunarfræði BS... 9 Iðjuþjálfunarfræði

More information

Sameining tveggja háskóla í Svíþjóð

Sameining tveggja háskóla í Svíþjóð Sameining tveggja háskóla í Svíþjóð Aðdragandi, framkvæmd og árangur af sameiningu Högskolan på Gotland og Uppsalaháskóla Ágrip Í þessari úttektar er að dreginn lærdómur af nýlegri sameiningu tveggja háskóla

More information

Háskólinn á Akureyri unak.is

Háskólinn á Akureyri unak.is Háskólinn á Akureyri 2015-2016 unak.is Efnisyfirlit Svona er Háskólinn á Akureyri... 3 Háskólabærinn Akureyri... 4 Háskólinn á Akureyri í hnotskurn... 7 Hjúkrunarfræði BS... 9 Iðjuþjálfunarfræði BS...

More information

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Áhrif lofthita á raforkunotkun Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Júlí 2017 Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Orkustofnun Júlí 2017 Útgefandi: Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Sími: 569 6000, Fax, 568

More information

International conference University of Iceland September 2018

International conference University of Iceland September 2018 International conference University of Iceland 27 29 September 2018 Alþjóðleg ráðstefna Háskóla Íslands 27. 29. september 2018 Democratic Constitutional Design: The Future of Public Engagement Lýðræðisleg

More information

Leiðbeinandi á vinnustað

Leiðbeinandi á vinnustað Work Mentor Leiðbeinandi á vinnustað Leonardo da Vinci, Transfer of Innovation verkefni sem VMA sótti um að stýra. Kynning maí 2011. Jóhannes Árnason 1 Work Mentor Leonardo da Vinci Transfer of Innovation

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Könnunarverkefnið PÓSTUR

Könnunarverkefnið PÓSTUR Könnunarverkefnið PÓSTUR Þáttakenndur í verkefninu UM PÓST Rauði hópur Vor 2010 Börn fædd 2005 Hópstjóri: Tatjana Lind Jónsson Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina

More information

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ / 1004720-1004720-3-ABC 2.1.2018 09::16 Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær»»» Reykjavík/HÍ 06:42 06:44 06:45 06:47 06:51 06:52 06: 07:17 07:18 07:22 07:28 07:29 07:31 07:32 07:34 07:36 07:38

More information

Háskólinn á Akureyri

Háskólinn á Akureyri Háskólinn á Akureyri 2014-2015 www.unak.is Efnisyfirlit Svona er Háskólinn á Akureyri... 3 Háskólabærinn Akureyri... 4 Háskólinn á Akureyri í hnotskurn... 7 Hjúkrunarfræði BS.... 9 Iðjuþjálfunarfræði BS...

More information

HÁSKÓLINN Á AKUREYRI ÁRSKÝRSLA 2016 EFNISYFIRLIT

HÁSKÓLINN Á AKUREYRI ÁRSKÝRSLA 2016 EFNISYFIRLIT ÁRSSKÝRSLA 20 15 20 15 EFNISYFIRLIT Stjórn bls. 6 Skipurit bls. 6 Formáli rektors bls. 8 Nemendafjöldi bls. 10 Starfsmenn bls. 11 Gæðamál bls. 14 Góðvinir Háskólans á Akureyri bls. 15 Heilbrigðisvísindasvið

More information

Laun á almennum vinnumarkaði 2005 Earnings in the private sector 2005

Laun á almennum vinnumarkaði 2005 Earnings in the private sector 2005 26:1 14. júlí 26 Laun á almennum vinnumarkaði 25 Earnings in the private sector 25 Samantekt Árið 25 voru regluleg mánaðarlaun á almennum vinnumarkaði að meðaltali 244 þúsund krónur, heildarmánaðarlaun

More information

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi í norðaustanverðu Atlantshafi Jóhann Sigurjónsson Hafrannsóknastofnun Grand Hótel, Reykjavík, 21.-22. nóvember 2013 Efni erindis Deilistofnar Ástand og horfur Uppsjávar þríeykið Norsk-íslensk síld-kolmunni-makríll

More information

Efnisyfirlit. Stjórn bls. 6 Skipurit bls. 6 Reglur og stefnumál bls. 7 Formáli rektors bls. 9 Nemendafjöldi bls. 10 Starfsmenn bls.

Efnisyfirlit. Stjórn bls. 6 Skipurit bls. 6 Reglur og stefnumál bls. 7 Formáli rektors bls. 9 Nemendafjöldi bls. 10 Starfsmenn bls. Á R S S K Ý R S L A 20 09 Efnisyfirlit Stjórn bls. 6 Skipurit bls. 6 Reglur og stefnumál bls. 7 Formáli rektors bls. 9 Nemendafjöldi bls. 10 Starfsmenn bls. 11 Gæðamál bls.12 Góðvinir Háskólans á Akureyri

More information

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna Samanburðarrannsókn nóvember 2012 Ari Klængur Jónsson www.mcc.is Árnagötu 2-4 400 Ísafjörður Sími: 450-3090 Fax: 456-0215 mcc@mcc.is 1 Velferðarráðuneytið

More information

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur CHEMISTRY The Central 9th Edition Hlutfallareikningur: AðA reikna út frá formúlum og efnajöfnum fnum Lavoisier: Massi varðveitist í efnahvörfum. : lýsa efnahvörfum. Efnajafna : Hvarfefni og myndefni: 2H

More information

Tungumálatorgið - fræðin og veruleiki á vettvangi. Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir: kennsluráðgjafi og verkefnastjóri Tungumálatorgsins,

Tungumálatorgið - fræðin og veruleiki á vettvangi. Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir: kennsluráðgjafi og verkefnastjóri Tungumálatorgsins, Tungumálatorgið - fræðin og veruleiki á vettvangi Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir: kennsluráðgjafi og verkefnastjóri Tungumálatorgsins, tobba@hi.is Menntakvika 2013 Erindið Segja sögur Sýna myndir Setja í

More information

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 I GENERAL INFORMATION ABOUT THE SCHOOL 1. Describe the school and its surroundings very

More information

LEIÐARVÍSIR UM ÞÁTTTÖKUNÁM (Service Learning)

LEIÐARVÍSIR UM ÞÁTTTÖKUNÁM (Service Learning) LEIÐARVÍSIR UM ÞÁTTTÖKUNÁM (Service Learning) Frásagnir úr námsferð fræðslustjóra með skólastjórum í Reykjavík, starfsmönnum Fræðslumiðstöðvar og fulltrúum úr fræðsluráði á ráðstefnu og í skólaheimsóknir

More information

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Stillt upp fyrir tískumyndatöku í Hörpu. Samantekt unnin fyrir Höfuðborgarstofu mars 2017 Höfundur: Rögnvaldur Guðmundsson Rannsóknir

More information

HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK

HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK ÁRSSKÝRSLA 2005 Efnisyfirlit bls. Hlutverk, framtíðarsýn, leiðarljós 3 Ávarp rektors 4 Háskólaráð 6 Skipulag HR 6 Tækni- og verkfræðideild 7 Viðskiptadeild 8 Kennslufræði- og lýðheilsudeild

More information

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Power Point leiðbeiningar Sjónarhorn View Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Outline view - Yfirlitshamur Hér er hægt að rita minnispunkta við hverja glæru fyrir þann sem

More information

Framhaldsskólapúlsinn

Framhaldsskólapúlsinn Framhaldsskólapúlsinn Mat á líðan og skólabrag í framhaldsskólum Málþing um geðrækt í framhaldsskólum 20. september 2013 Almar M. Halldórsson Skólapúlsinn Skólapúlsinn er veflægt sjálfsmatskerfi fyrir

More information

Hlutverk skólastjóra í menntun til sjálfbærni

Hlutverk skólastjóra í menntun til sjálfbærni Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2010 Auður Pálsdóttir og Allyson Macdonald Hlutverk skólastjóra í menntun til sjálfbærni Reynsla af þróunarstarfi í fjórum grunnskólum

More information

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI ER ÍSLAND SPRUNGIÐ MEÐ 2,2 M FERÐAMANNA? TOP 10 ÞJÓÐGARÐAR Í BANDARÍKJUNUM 1. Great Smoky Mountains National Park

More information

Greinabundin kennsla greinabundið nám í Hvassaleitisskóla

Greinabundin kennsla greinabundið nám í Hvassaleitisskóla SKÓLAÞRÓUNARSVIÐ KENNARADEILDAR HÁSKÓLANS Á AKUREYRI ÞINGVALLASTRÆTI 23 600 AKUREYRI Greinabundin kennsla greinabundið nám í Hvassaleitisskóla Mat á skólastarfi Birna María Svanbjörnsdóttir Jenný Gunnbjörnsdóttir

More information

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Klettafjöllin og Grand Canyon 1 Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Kristbjörg María Guðmundsdóttir Eitt af fallegustu handverkum náttúruaflanna er án efa að finna í vesturhluta Norður-Ameríku.

More information

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gylfi Magnússon Viðskiptafræðideild Ritstjóri Ingjaldur Hannibalsson Rannsóknir í félagsvísindum XIII. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2012 Reykjavík:

More information

Nr mars 2006 AUGLÝSING

Nr mars 2006 AUGLÝSING AUGLÝSING um gerð sem felur í sér breytingu á samningi sem ráð Evrópusambandsins og Ísland og Noregur gerðu með sér um þátttöku hinna síðarnefndu í framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna. Hinn

More information