Menningarhús á Akureyri. Samlokufundir í maí. TFÍ mótmælir nafni nýs skóla. Kaup á ráðgjöf. Sjávarfallavirkjanir. Kjaramál.

Size: px
Start display at page:

Download "Menningarhús á Akureyri. Samlokufundir í maí. TFÍ mótmælir nafni nýs skóla. Kaup á ráðgjöf. Sjávarfallavirkjanir. Kjaramál."

Transcription

1 3 4. t b l á r g Samlokufundir í maí 4 TFÍ mótmælir nafni nýs skóla 6 Kaup á ráðgjöf 8 Sjávarfallavirkjanir 10 Kjaramál 12 GPS gagnaveita Menningarhús á Akureyri Þann 23. apríl var haldið reisugildi í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Tilefnið var að húsið er fokhelt og reyndar gott betur en það. Ráðgert er að starfsemi hefjist í Hofi á vordögum Arkitektar hússins eru Arkþing í samvinnu við dönsku arkitektastofuna Arkitema. Tillagan var valin í kjölfar opinnar alþjóðlegrar samkeppni árið 2004 en 33 tillögur bárust. Fyrsta skólfustungan var tekin 1. ágúst Menningarhúsið stendur í suð-vestur krika uppfyllingarinnar á mótun Strandgötu og Glerárgötu. Gólfflötur hússins er um 7500 fermetrar og er áætlaður kostnaður um 2,1 milljarður króna. Markmið hönnuðanna var meðal annars að skapa byggingu í miðbæ Akureyrar sem myndar sterkt kennileyti en tekur jafnframt mið af nærliggjandi umhverfi. Húsið er klætt íslensku stuðlabergi. Menningarhúsið Hof mun gjörbreyta aðstöðu til tónlistarflutnings og ráðstefnuhalds á Akureyri og einnig fær leiklistin sitt pláss. Aðalsalur hússins mun hýsa 500 manns en minni salur 220 manns. Að auki verður tónlistarskóli bæjarfélagsins með aðstöðu í byggingunni. Einnig verður þar upplýsingamiðstöð ferðamanna og veitingasala. Aðalhönnuðir voru eins og áður sagði Arkþing og Arkitema. Teiknistofan Óðinstorgi sá um burðarþol, VST annaðist verkfræðilegan undirbúning vegna jarðvinnu og stálþil, Verkfræðistofa Norðurlands hannaði lagnir og loftræsingu, Raftákn raflagnir og stjórnkerfi, VST/Akustikon sá um hljóðtæknihönnun og verkfræðistofa Snorra Ingimarssonar um brunahönnun. Aðalverktaki er Ístak. Mynd: Þórgnýr Dýrfjörð

2 ARGUS Taktu vaskinn með í reikninginn og láttu hann skila góðri ávöxtun! safnaðu innheimtum virðisaukaskatti á sérstakan vsk-reikning spron, þú nýtur hárra vaxta og alltaf er til fyrir vaskinum. Kynntu þér kosti VSK-reikningsins og sæktu um á spron.is nánari upplýsingar fást í þjónustuveri í síma eða í næsta útibúi spron.

3 Samlokufundir í maí Örtækni í heilbrigðisverkfræði. Á Samlokufundi 15. maí kynna starfsmenn Nýsköpunarmiðstöðvar notkun örtækni í heilbrigðisverkfræði. Framkvæmdir við Tónlistarhús og ráðstefnumiðstöð. Á Samlokufundi fimmtudaginn 29. maí mun Sigurður Ragnarsson verkfræðingur og framkvæmdastjóri verkefnisins kynna framvindu framkvæmda við nýtt Tónlistarhús og ráðstefnumiðstöð við Reykjavíkurhöfn. Fundirnir verða í Verkfræðingahúsi, Engjateigi 9 og hefjast kl. 12. Að venju fá félagsmenn ókeypis samlokur og drykkjarföng en utanfélagsmenn greiða sanngjarnt verð fyrir. Allir velkomnir. BNAM 2008 Dagana ágúst 2008 verður haldin í Reykjavík hljóðráðstefnan BNAM 2008 (Baltic-Nordic Acoustics Meeting). Þar munu hljóðsérfræðingar frá Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum bera saman bækur sínar. Ráðstefnan er haldin á vegum norrænu fagfélaganna annað hvert ár. Eystrasaltslöndin hafa átt aðild að henni síðastliðinn áratug. Ráðstefnan er skipulögð af félagi um hljóðhönnun sem starfar sem faghópur innan vébanda VFÍ og TFÍ. Í undirbúningsnefndinni eru verkfræðingarnir Steindór Guðmundsson, Bergþóra Kristinsdóttir og Sigurður Karlsson. Þess má geta að Ný símanúmer faghópurinn var stofnaður í september 2006 og er opinn öllum sem hafa áhuga á hljóðhönnun og hljóðvist. Hægt er að skrá sig á póstlista faghópsins hjá skrifstofu VFÍ. Vefur ráðstefnunnar bnam2008.com. Tölvupóstföng Félagsmenn eru hvattir til að fara inn á nýja vefi TFÍ og VFÍ, skrá sig inn og athuga hvort upplýsingar um þá í félagakerfinu eru réttar. Töluverður misbrestur er á að félagsmenn láti vita um nýtt netfang, til dæmis þegar skipt er um vinnu. Netföng: vfi@vfi.is, tfi@tfi.is og sv@sv.is. Þeir sem það vilja eru settir á póstlista og minntir sérstaklega á viðburði á vegum félaganna. Ráðgert er að nýr vefur SV fari í loftið innan skamms. Efni á heimasíðurnar Þeir sem óska eftir að fá birtar tilkynningar, fréttir og annað efni á vefjumvfí, SV og TFÍ geta sent tölvupóst til ritstjóra Verktækni (sigrun@vfi.is eða sigrun@tfi.is). Athugið að hægt er að nálgast pdfútgáfu af Verktækni á heimasíðunum. Skilafrestur Ráðgert er að næsta tölublað Verktækni komi út í byrjun júnímánaðar. Þeir sem vilja koma efni í Verktækni og/eða skilaboðum til ritstjóra eru beðnir um að senda tölvupóst á sigrun@vfi.is eða sigrun@tfi.is. Athugið að skrifstofa Verkfræðingafélags Íslands, Tæknifræðingafélags Íslands og Stéttarfélags verkfræðinga hefur fengið nýtt símanúmer: og bréfsími: Beinir símar starfsmanna: Logi Kristjánsson, framkvæmdastjóri s: Sigrún S. Hafstein, sviðsstjóri útgáfu og markaðsmála s: Þrúður G. Haraldsdóttir, sviðsstjóri kjaramála s: Guðríður Ó. Magnúsdóttir, bókari/gjaldkeri s: Ingigerður Jónsdóttir, ritari (sjóðir KTFÍ og SV) s: Þórunn Árnadóttir, ritari (félagsaðild og starfsheitisleyfi) s: LEIÐARINN Lánsfjaðrir Nýlega var tilkynnt um nýtt nafn á sameinuðum skóla Fjöltækniskóla Íslands og Iðnskólans í Reykjavík. Tækniskólinn skóli atvinnulífsins, skal hann heita. Þessi nafngift kom illa við marga, eins og kemur fram í grein formanns Tæknifræðingafélagsins sem birtist hér á næstu blaðsíðu. Í lok greinarinnar hvetur hann ráðherra til að biðjast afsökunar og draga nafngiftina til baka. Tæknifræðingafélag Íslands gerði athugasemdir þegar fréttir bárust af því að hugsanlega yrði notað nafn Tækniskóla Íslands sem jafnan er kallaður Tækniskólinn. Hið sama gerðu stjórnendur Háskólans í Reykjavík enda arfleifð Tækniskólans mikilvægur hlekkur í starfsemi skólans. Formaður Tæknifræðingafélagsins taldi sig fá vissu fyrir því hjá nefndinni sem starfaði að sameiningu skólanna tveggja að horfið hefði verið frá nafngiftinni. Nýtt nafn á skólanum var því eins og blaut tuska framan í stjórn félagsins. Maður furðar sig á því hvernig forsvarsmenn Fjöltækniskólans og Iðnskólans í Reykjavík gátu látið sér í léttu rúmi liggja andstöðu tæknifræðinga og Háskólans í Reykjavík. Eins og formaður TFÍ bendir á í grein sinni þá mun þetta valda ruglingi. Nemendur Tækniskóla Íslands hafa lokið viðurkenndu háskólaprófi en þeir nemendur sem munu útskrifast frá sameinuðum Iðnskóla og Fjöltækniskóla ljúka ekki námi á háskólastigi. Þetta mun því valda fjölmörgum einstaklingum vandræðum og vonbrigðum og fyrirtæki munu eiga erfitt með að bera saman nemendur frá skólunum tveimur sem nú bera sama nafn. Hingað til hefur atvinnulífið getað treyst því að nemendur hins eina og sanna Tækniskóla eru með viðurkennt háskólapróf í tæknifræði, sem stenst samanburð við aðra tækniháskóla á Norðurlöndunum. Til að auðvelda forsvarsmönnum skólans að hverfa frá þessari nafngift þá legg ég til að nýi skólinn verði nefndur Iðntækniskólinn. Þeim sem vilja kynna sér hvaða greinar eru kenndar í hinum nýja Tækniskóla er bent á að fara inn á vef skólans: og þaðan er greið leið inn á vefi Fjöltækniskólans og Iðnskólans í Reykjavík. Sigrún S. Hafstein, ritstjóri. V E R K T Æ K N I Engjateigi Reykjavík Sími: Símbréf: Tölvupóstur: sigrun@vfi.is sigrun@tfi.is Blaðið VERKTÆKNI er gefið út af Verkfræðingafélagi Íslands, Stéttarfélagi verkfræðinga og Tæknifræðingafélagi Íslands og er dreift ókeypis til félagsmanna. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigrún S. Hafstein. Blaðnefnd: Sveinbjörg Sveinsdóttir (SV), formaður, Árni Þór Árnason (TFÍ) og Ólafur Pétur Pálsson (VFÍ), auk ritstjóra. Leyfilegt er að birta efni úr Verktækni ef heimildar er getið. Skoðanir sem settar eru fram í blaðinu samrýmast ekki endilega viðhorfum útgefenda. Prentvinnsla: Gutenberg Mynd á forsíðu: Rafn Sigurbjörnsson Aðstoð við útgáfu: Hænir Sími: utgafa@utgafa.is

4 / VERKTÆKNI Lengi skal manninn reyna! TFÍ mótmælir nafni á sameinuðum Iðnskóla og Fjöltækniskóla. Iðnskólinn í Reykjavík, undir forystu Baldurs Gíslasonar, og Fjöltækniskólinn sem áður hét Stýrimannaskólinn og Vélskólinn, undir forystu Jóns B. Stefánssonar, hafa verið sameinaðir. Er það í sjálfu sér heillaspor. Hinsvegar hafa þessir ágætu menn og þeirra samstarfsfólk stigið afdrifaríkt óheillaspor með því að kalla sameinaða menntastofnun Tækniskólann. Þessi nafngift jaðrar við ósvífni gagnvart fyrrverandi nemendum Tækniskóla Íslands og núverandi nemendum í Háskólanum í Reykjavík. Tækniháskóli Íslands, áður Tækniskóli Íslands, sameinaðist Háskólanum í Reykjavík árið Tækni- og verkfræðideildin er stærsta deild skólans og þar er boðið upp á fjölbreytt og metnaðarfullt nám í tæknifræði. Allar götur síðan Tækniskóli Íslands var stofnaður árið 1964 hefur hann í daglegu tali gengið undir nafninu Tækniskólinn. Nafnið er rótgróið í almennri umræðu og allir sem fjalla um tæknimenntun á háskólastigi eru meðvitaðir um þetta. Menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, veit að nafnið Tækniskólinn stendur fyrir ákveðin gæði menntunar á háskólastigi. Tækniháskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík voru sameinaðir í ráðherratíð hennar. Starfsfólki menntamálaráðuneytisins og ráðherra ætti því að vera saga skólans kunnug og gera sér grein fyrir því að ekki er verjandi að nefna nýjan skóla sama nafni og virtur og vel þekktur skóli á háskólastigi bar um áratugaskeið. Í viðræðum við Baldur Gíslason skólastjóra Iðnskólans og Jón B. Stefánsson skólastjóra Fjöltækniskólans var sjónarmiðum tæknifræðinga komið á framfæri og lögð var þung áhersla á þann vanda sem myndi skapast ef sameinuðum skóla yrði gefið nafnið Tækniskólinn. Svo virtist að þeir félagar hefðu skilning á þeim sjónarmiðum og forsvarsmenn Tæknifræðingafélagsins töldu sig hafa fullvissu fyrir því að nafnið Tækniskólinn yrði ekki fyrir valinu. Nemendur Tækniskóla Íslands hafa lokið viðurkenndu háskólaprófi en þeir nemendur sem munu útskrifast frá sameinuðum Iðnskóla og Fjöltækniskóla ljúka ekki námi á háskólastigi. Þetta mun því valda fjölmörgum einstaklingum vandræðum og vonbrigðum og fyrirtæki munu eiga erfitt með að bera saman nemendur frá skólunum tveimur sem nú bera sama nafn. Hingað til hefur atvinnulífið getað treyst því að nemendur hins eina og sanna Tækniskóla eru með viðurkennt háskólapróf í tæknifræði, sem stenst samanburð við aðra tækniháskóla á Norðurlöndunum. Með því að gefa nýrri menntastofnun heimild til að nota gamalt og rótgróið nafn er menntamálaráðherra að setja niður svo um munar. Hvers á Háskólinn í Reykjavík að gjalda? Hvers eiga þeir einstaklingar sem eru með viðurkennt háskólapróf frá Tækniskóla Íslands að gjalda? Nafnið Tækniskólinn er tengt tæknifræðingum á Íslandi og Tæknifræðingafélagi Íslands órjúfanlegum böndum. Félagið hefur alla tíð átt gott samstarf við skólann og tekið þátt í að móta og tryggja gæði náms í tæknifræði. Stjórn Tæknifræðingafélags Íslands skorar á menntamálaráðherra að biðja þá sem luku námi frá Tækniskóla Íslands afsökunar á þessum mistökum og draga nafngiftina til baka. F.h. stjórnar Tæknifræðingafélags Íslands, Bergþór Þormóðsson. Tækniskóli Íslands Merk saga í 44 ár Tækniskóli Íslands var stofnaður árið 1964 og var ætlað að bæta úr brýnni þörf atvinnulífsins fyrir tæknimenntað fólk. Upphaflegt markmið skólans var að gefa iðnaðarmönnum kost á framhaldsnámi sem væri lagað að íslenskum aðstæðum og um leið að brúa bilið milli iðnmenntunar og háskólanáms. Fyrsta starfsár skólans voru 48 nemendur skráðir í fyrri hluta tæknifræðináms og héldu þessir nemendur til Danmerkur og Noregs til að ljúka tveimur síðari námsárunum. Fyrstu tæknifræðingarnir sem útskrifaðir voru frá Tækniskóla Íslands voru byggingatæknifræðingar árið Ný lög Árið 2002 tóku gildi ný lög um Tækniskóla Íslands og var nafni hans breytt í Tækniháskóla Íslands. Með lögunum var staðfest staða skólans innan háskólakerfisins og skipulag hans lagað að háskólalögunum. Skólinn tók upp hefðbundið skipulag náms á háskólastigi, með 90 einininga BS-námi og 60 eininga mastersnámi. Þeir sem ljúka einni önn (15 einingum) til viðbótar við BS-námið útskrifast sem tæknifræðingar. Sameining THÍ og HR Síðla árs 2004 var undirritað samkomulag um sameiningu Tækniháskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík. Nýr sameinaður skóli undir nafni Háskólans í Reykjavík tók til starfa haustið Í dag eru um 1100 nemendur í Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Deildin skiptist í fimm fagsvið: Byggingar- og véltæknisvið, fjármála- og rekstrarsvið, heilbrigðistæknisvið, hátækni- og rafmagnssvið og frumgreinasvið. Tæknifræðin Í tæknifræðináminu við Háskólann í Reykjavík er kennt til BSc-gráðu í byggingartæknifræði, vél- og orkutæknifræði og rafmagnstæknifræði. Markmiðið er að veita sérhæfða og hagnýta fagþekkingu þannig að útskrifaðir nemendur séu vel undirbúnir til þátttöku í atvinnulífinu. Áhersla er lögð á að nemendur vinni hagnýt, raunhæf verkefni sem byggja m.a. á þekkingu kennara úr atvinnulífinu enda hafa flestir kennaranna mikla starfsreynslu við hönnun, framleiðslu eða framkvæmdir. Menntunarnefnd TFÍ Eitt af stærstu verkefnum Tæknifræðingafélags Íslands er að standa vörð um starfsheitið tæknifræðingur og tryggja gæði náms í tæknifræði. Félagið hefur alla tíð tekið virkan þátt í að móta tæknifræðinámið hér á landi. Menntunarnefnd TFÍ veitir umsögn til iðnaðarráðherra varðandi umsóknir um starfsheitisleyfi tæknifræðinga og inngöngu í félagið. Að auki fylgist nefndin með þróun í menntunarmálum tæknifræðinga, s.s. inntökuskilyrði, námlengd og samsetningu námsins. Nefndin á gott samstarf við Háskólann í Reykjavík og fylgist vel með tæknifræðináminu sem þar er boðið upp á.

5 MEISTARANÁM Í VERKEFNASTJÓRNUN TVEGGJA ÁRA NÁM SAMHLIÐA STARFI Spennandi kostur fyrir þá sem hafa áhuga á mjög hagnýtu stjórnunarnámi. Alþjóðleg vottun í verkefnastjórnun í umboði alþjóðasamtaka verkefnastjórnunarfélaga (IPMA). Skemmtilegir nemendur og heimsþekktir kennarar á sviðinu. Opnar starfsvettvang víða í íslensku samfélagi og um allan heim. MEÐAL NÁMSEFNIS Stefnumótun og sóknaráætlun Verkefnaleiðtoginn: Sjálfsskilningur, þroski og þróun Raunhæft verkefni: Undirbúningur, framkvæmd og lúkning Verkefnaleiðtoginn: Siðfræði verkefnastjórnunar Upplýsingar og upplýsingatækni í verkefnum Samningar í verkefnum: Samningagerð, deilu- og áfallastjórnun Arðsemi og fjármögnun verkefna Verkefnateymi og aflfræði hópa ÞÁTTTÖKUSKILYRÐI B.A./B.S./B.Ed. eða sambærilegt Minnst þriggja ára reynsla úr atvinnulífinu Reynsla við verkefnavinnu æskileg Umsóknarfrestur er til 20. maí Master of Project Management Hjarðarhaga 6 sími mpm.is

6 / VERKTÆKNI Kaup á ráðgjöf val ráðgjafa Úrskurður kærunefndar útboðsmála 3. mars 2008 í máli nr. 20/2007 í útboði Hafnarfjarðarbæjar nefnt Yfirferð teikninga og úttektir. Umsjón með útboðinu hafði Jón Sigurðsson, verkefnisstjóri byggingareftirlits Hafnarfjarðarbæjar og gerir hann hér grein fyrir málavöxtum og sjónarmiðum sínum. Málavextir Í nóvember 2007 auglýsti Hafnarfjarðarbær eftir tilboðum í yfirferð teikninga og úttektir á húsum í nýjum hverfum í Hafnarfirði fyrir skipulags- og byggingarfulltrúa. Helstu ástæður fyrir því að farið var í þetta almenna útboð eru að erfitt hefur verið að fá tæknimenn til starfa vegna aðstæðna á vinnumarkaði verkfræðinga og tæknifræðinga undanfarin ár. Einnig liggur fyrir frumvarp til laga um mannvirki sem tekur á úthýsingu verkefna hjá byggingarfulltrúa og hefur sveitarstjórn og Byggingarstofnun heimild að ákveða að tilteknir þættir eftirlits þeirra með mannvirkjum skuli framkvæmdir af skoðunarstofum sem hafa til þess starfsleyfi frá Byggingarstofnun. Eftirlit með mannvirkjum skal framkvæmt í samræmi við ákvæði skoðunarhandbóka sem Byggingarstofnun býr til á grundvelli ákvæða mannvirkjalaga og reglugerða settra samkvæmt þeim. Í skoðunarhandbókinni skulu m.a. vera ákvæði um framkvæmd úttekta, eftirlitsaðferðir, skoðunaráætlanir og mismunandi eftirlitsstörf. Með þetta að leiðarljósi fór Hafnarfjarðarbær af stað með tveggja umslaga útboð nefnt Yfirferð teikninga og úttektir og voru útboðsgögnin m.a. unnin skv. lögum um opinber innkaup nr. 84/2007 en þar segir í 72.gr. Við val á tilboði skal gengið út frá hagkvæmasta boði. Hagkvæmasta tilboð er það boð sem er lægst að fjárhæð eða það boð sem fullnægir þörfum kaupanda best samkvæmt þeim forsendum sem settar hafa verið fram í útboðsgögnum. Óheimilt er að meta tilboð á grundvelli annarra forsendna en fram koma í útboðsgögnum. Einnig var stuðst við Leiðbeiningarrit um kaup á ráðgjöf sem gefið var út af fjármálaráðuneytinu í maí 2002 í samvinnu við opinberar stofnanir en þar segir m.a. á bls. 8: Verkkaupi skal alltaf leitast við að taka því tilboði sem hann telur hagkvæmast fyrir verkefnið í heild. Hagkvæmasta tilboð er það boð sem fullnægir þörfum kaupanda best samkvæmt þeim forsendum sem settar hafa verið fram í útboðsgögnum. Þegar metið er hagkvæmasta tilboðið er litið til hæfni og lausnar auk annarra þátta, s.s. þóknunar. Í töflu 3: Forsendur fyrir vali á ráðgjöfum þá er heimilt að meta hæfni allt að 80%. Í útboði Hafnarfjarðarbæjar við mat á ráðgjöfum var stuðst við þau gögn sem bjóðendur lögðu fram í umslagi 1 og var ákvörðun á stigum fyrir hæfni eftirfarandi: Verktilhögun Starfsmenn sem sinna verkefninu Reynsla bjóðanda af eftirliti Almenn reynsla bjóðanda Gæðakerfi (verkferlar) 20 stig 40 stig 20 stig 10 stig 10 stig Bjóðandi þarf að fá að lágmarki 60 stig út úr mati á hæfni, til þess að verðtilboð hans komi til álita. Af sjö bjóðendum voru fimm sem náðu 60 stigum, þ.m.t. Vökull ehf., sem kærir útboðið og krefst þess að kærði (Hafnarfjarðarbær) endurtaki stigagjöf tilboða og byggir kæru sína m.a. á því að hann hafi ekki verið nægilega hátt metinn en kærandi var með næsthæstu heildarstigagjöfina. Hæfni var metin 40% og verðtilboð (umslag 2) 60% í mati á einkunn bjóðenda. Almennt við yfirferð tilboða og fylgigagna í tveggja umslaga úboði er eftirfarandi skoðað: 1. Er tilboðið gilt/ógilt? 2. Er bjóðandi hæfur/óhæfur? 3. Mat á hagkvæmasta tilboði t.d. verð, lausnir, reynsla o.s.frv. Það er augljóst að ekki er hægt að nota sömu forsendur fyrir vali á ráðgjöfum við hönnun/byggingu mannvirkis og val á ráðgjöfum við yfirferð teikninga og úttektir þegar um er að ræða tveggja umslaga útboð með það að markmiði að finna hagkvæmasta tilboðið. Ráðgjafar við hönnun/byggingu mannvikis eru fyrst skoðaðir m.t.t. tæknilegrar og fjárhagslegrar getu, þ.e. hæfur/óhæfur. Síðan er lausn á verkefninu metin s.s. efnisval og frágangur, skipulag húsnæðis, tæki og búnaður, arkitektúr o.s.frv. og gefin stig til að finna hagkvæmasta tilboðið Ráðgjafar við yfirferð teikninga og úttektir eru fyrst skoðaðir m.t.t. tæknilegrar og fjárhagslegrar getu, þ.e. hæfur/ óhæfur. Síðan er reynsla úr sambærilegum verkefnum, skipulag og stjórnun, gæðakerfi o.s.frv. metið og gefin stig til að finna hagkvæmasta tilboðið. Hafnarfjarðarbær metur það svo að ráðgjafi með meiri reynslu, þekkingu og færni til að sinna verkefnum skipulags- og byggingarfulltrúa fullnægir þörfum þeirra best samkvæmt þeim forsendum sem settar hafa verið fram í útboðsgögnum. Kærunefnd útboðsmála úrskurður Niðurstaða kærunefndar útboðsmála í máli nr.20/2007 dags. 3. mars 2008 er eftirfarandi: Kærunefnd útboðsmála telur óþarft að fjalla um kröfur kæranda (Vökuls ehf.) en skv.

7 verktækni / 97.gr.laga nr.85/2007 hefur nefndin ekki heimild til að skylda Hafnarfjarðarbæ til slíks endurmats. Öllum ákæruatriðum kæranda er því hafnað. Kærunefnd útboðsmála telur hins vegar að í þessari kröfu felist í raun krafa um að upprunalegt mat verði fellt úr gildi og í framhaldi af því verði Hafnafjarðarbæ gert að meta hæfni að nýju. Þrátt fyrir að nefndin hafi ekki heimild til að kveða á um endurmat getur nefndin tekið til umfjöllunar þann hluta sem felur í sér kröfu um að felld verði út gildi ákvörðun kærða um stigagjöf bjóðenda. Stigamatskerfi útboðsins var þannig ólögmætt og af því leiðir að ákvörðun kærða um stigafjölda, sem byggir á kerfinu, er ólögmætt. Samkvæmt því ber að fella úr gildi ákvörðun kærða um hæfni bjóðenda í útboði Hafnarfjarðarbæjar nefnt Yfirferð teikninga og úttektir. Sjónarmið verkefnisstjóra byggingareftirlits Samkvæmt þessum úrskurði kærunefndar í máli nr.20/2007 þá er ekki heimilt að nota mat á hæfni bjóðenda s.s. reynslu úr sambærilegum verkefnum, skipulag og stjórnun, gæðakerfi o.s.frv. til að finna hagkvæmasta tilboðið. Verkefnisstjóri byggingareftirlits telur þetta stangast á við lög um opinber innkaup nr. 84/2007 og einnig Leiðbeiningarrit um kaup á ráðgjöf sem gefið var út af fjármálaráðuneytinu í maí 2002 og staðfest var af þáverandi fjármálaráðherra, Geir Haarde. Mælst er sérstaklega til í inngangi ritsins að farið verði eftir þessum leiðbeiningum, en hvernig er það hægt ef úrskurðarnefndin dæmir þær ómerkar og ólögmætar? Opinber innkaup heyra undir fjármálaráðherra sem fer með framkvæmd þeirra og því hlýtur ráðuneytið að grípa til skjótra aðgerða varðandi þennan úrskurð. Fjöldi ráðgjafarverkefna eru bæði í auglýsingu og á samningsstigi um allt land í dag. Nákvæmlega sama aðferðafræði er notuð við val á ráðgjöfum og var hafnað af kærunefnd í úrskurði í máli nr. 20/2007. Ljóst er að þessi úrskurður er fordæmisgefandi og verða opinberir aðilar að breyta þeim starfsháttum við val ráðgjafa sem hingað til hafa verið viðhafðir og fengið blessun Ríkiskaupa og fjármálaráðuneytisins. Skv. lögum um opinber innkaup nr. 84/2007 gr. 98 þá er hægt að höfða dómsmál til ógildingar á úrskurðum kærunefndar útboðsmála en þar segir: Nú vill kærandi, varnaraðili eða annar aðili sem lögvarinna hagsmuna á að gæta ekki una úrskurði kærunefndar útboðsmála og getur hann þá höfðað mál til ógildingar hans fyrir dómstólum. Mál skal höfðað innan sex mánaða frá því að aðilinn fékk eða mátti fá vitneskju um ákvörðun kærunefndar. Engar ákvarðanir hafa verið teknar að hálfu Hafnarfjarðarbæjar um að höfða mál til ógildingar úrskurði kærunefndar útboðsmála, en staðan er að engu síður áhugaverð og þarf vandlegrar skoðunar við áður en næstu skref verða tekin. Það er þó álit lögfróðra að kærunefndin hafi ekki heimild til að úrskurða um annað en þær kröfur sem lagðar voru inn til hennar og hún hafi ekki sjálfstæða heimild til að úrskurða um mál sem ekki eru lögð fyrir hana. Sú niðurstaða kærunefndarinnar að ákvörðun kærða, Hafnarfjarðarbæjar, um hæfnismat í útboðinu, falli ekki innan úrskurðarheimilda kærunefndar sé því haldinn slíkum formgalla að komi til þess að málið verði kært áfram verði framangreindur úrskurður felldur úr gildi. Kærunefndin hefði átt að láta sér nægja að vísa kröfum kærenda frá með vísan til kröfugerðar. Afar mikilvægt er að verkfræðingar og tæknifræðingar, ásamt lögfræðingum og aðrir þeir sem standa að kaupum á ráðgjöf og vali á ráðgjöfum, viti hvernig þeir eigi að standa að málum án þess að eiga von á kærum og töfum af hálfu stjórnvalds sem veit ekki í hvorn fótinn það á að stíga. Við verðum að fá skýrari reglur sem fjármálaráðuneytið og kærunefnd útboðsmála staðfesta að unnið skuli eftir af verkkaupum og opinberum aðilum. Erfitt er að átta sig á niðurstöðu kærunefndar því að í einu orði má þetta en í öðru er það bannað. Leiðbeiningarrit um kaup á ráðgjöf sem gefið var út af fjármálaráðuneytinu í maí 2002 og var áður nefnt er úrelt rit sem heldur ekki, a.m.k. ekki gagnvart þessum úrskurði og verður að krefjast þess að fjármálaráðuneytið sendi frá sér yfirlýsingu um breyttar forsendur við kaup á ráðgjöf og val á ráðgjöfum. Jón Sigurðsson, byggingartæknifræðingur, verkefnisstjóri byggingareftirlits hjá Hafnarfjarðarbæ. Verkfræðideild Háskóla Íslands: Tvær alþjóðlegar ráðstefnur Um mánaðamótin ágúst-september verður haldin í Reykjavík 11. alþjóðaráðstefnan um hita- og kæliveitur (The 11th International Symposium on District Heating and Cooling). Ráðstefnan er skipulögð af Verkfræðideild Háskóla Íslands í samvinnu við Norrænar orkurannsóknir og Samorku. Sjá nánar Um miðjan ágúst verður haldin stór alþjóðleg ráðstefna um varma- og straumfræði (19th International Symposium on Transport Phenomena). Ráðstefnan er skipulögð af Verkfræðideild Háskóla Íslands. Sjá nánar Umhverfisvænn þakdúkur fyrir íslenskar aðstæður

8 / VERKTÆKNI Sjávarfallavirkjun á Breiðafirði? Geir Guðmundsson verkfræðingur og verkefnisstjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands flutti nýverið erindi á Samlokufundi VFÍ og TFÍ. Í fyrri hluta erindis síns fjallaði Geir almennt um virkjun sjávarfalla og þá tækni sem notuð er og er í þróun. Í seinni hlutanum beindi hann sjónum hingað heim og sagði frá stöðu verkefnis sem snýr að rannsóknum á virkjun sjávarfalla í Breiðafirði. Sjávarfallaorka Hægt er að virkja sjávarföll með tvennum hætti. Annars vegar með því að stífla sund og firði og virkja þannig hæðarmun sjávarfalla, hins vegar með því að virkja hreyfiorku straumsins þegar sjávarföll þrýsta sér í gegnum sund og þrengingar. Stíflurnar hafa oft neikvæð umhverfisáhrif og skaða lífríkið. Bretar hafa lengi haft áform um að virkja við ósa árinnar Severn en í dag yrði slík virkjun mjög umdeild vegna mikilla umhverfisáhrifa. Dæmi um sjávarfallavirkjanir í rekstri sem byggja á stíflum er 240 MW virkjun í La Rance í Frakklandi og 18 MW virkjun í Fundry Bay í Kananda. Til eru nokkrar tegundir straumvirkjana allt eftir gerð hverflanna. Þegar skrúfuhverflar eru notaðir er snúningsásinn í stefnu straumsins. Í gegnumstreymishverflum er snúningsásinn þvert á straumstefnuna, ýmist lóðrétt eða lárétt. Einnig eru til svokallaðar skötuvirkjanir en sú tækni byggir á vængjum sem hreyfast í straumnum. Frumgerð að skötuvirkjun var reynd í Skotlandi árið 2002 en óvíst er um framtíð þeirrar tækni. Einnig hefur verð prófuð tækni þar sem eins konar hákarlsuggi sveiflast til hliðanna og tekur upp orku sjávarstraumsins. Dæmi um tilraunavirkjun þar sem notaðir eru skrúfuhverflar er við Kvalsund, nálægt Hammerfest í norður Noregi. Þar var tilraunahverfli komið fyrir á 50 metra dýpi í 400 metra breiðu sundi. Þar er meðal straumhraði 1,8 m/sek og mesti straumhraði 2,5 m/sek. Víða er unnið að tilraunum með straumvirkjanir. Marine Current Turbines í Bretlandi er um þessar mundir að setja upp 1.2 MW virkjun í Strangford Lough á Norður Írlandi þar sem notaðir eru skrúfuhverflar og prófanir á frumgerðum af nýjum virkjunum standa yfir hjá European Marine Energy Center á Orkneyjum. Gorlov hverflar Svokallaðir Gorlov gegnumstreymishverflar hafa vakið nokkra athygli og lofa góðu. Um er að ræða nýtt afbrigði af Darrieus hverflum sem eykur nýtnina úr 23% í 35%. Auk meiri nýtni þá er hönnunin ódýr. Hverfillinn snýst alltaf í sömu átt Geir Guðmundsson. óháð stefnu straums og því hentar hann vel fyrir sjávarfallastrauma og hvorki titringur né þreytubrot hafa komið fram sem var vandamál í fyrirrennara hans. Þá þolir Gorlov hverfillinn meiri straumhraða en skrúfuhverflar. Kostir virkjana með Gorlov hverflum eru meðal annars að hægt er að hafa þær alveg í kafi og því hægt að sigla yfir þær og áhrifa veðurs gætir lítið. Allt bendir til að þær hafi lítil áhrif á lífríkið. Röstin er á við 100 Ölfusár Breiðafjörður er talinn hagkvæmasti kosturinn til virkjunar sjávarfalla á Íslandi. Þar er mesti hæðarmunur flóðs og fjöru hér á landi, getur orðið yfir 5 metrar, og mikill fjöldi eyja og skerja mynda þröng sund sem sjávarföllin þröngva sér í gegnum. Hvammsfjörður er 350 ferkílómetrar að flatarmáli og flóðhæð um 2,5 metrar í stórstreymi en 1 metri í smástreymi. Sterkir straumstrengir myndast í Röstinni inn í Hvammsfjörðinn en 80-90% af streyminu inn í fjörðinn er í gegnum hana. 875 milljón rúmmetrar af sjó flæða um mynni fjarðarins á 6,2 tímum eða tæplega 40 þúsund rúmmetrar á sekúndu í stórstreymi að meðaltali, sem jafnast á við rennsli 100 Ölfusáa. Til samanburðar þá er heildar ferskvatnsrennsli á Íslandi metið vera um 5 þúsund rúmmetrar á sekúndu. Hagkvæmnin Straumhraðinn er lykilatriði þegar hagkvæmni straumvirkjana er metin. Aflið, og þar með orkan, vex í þriðja veldi við straumhraðann. Fjárfesting á kílówattstund er háð straumhraða í 1,5 2 veldi. Tvöföldun í straumhraða þýðir 3-4 sinnum meiri fjárfestingu en hins vegar áttfaldast aflið. Fjárfesting á uppsett afl lækkar því með auknum straumhraða og framleiðslukostnaður snarlækkar sömuleiðis. Flestar áætlanir um sjávarfallavirkjanir gera ráð fyrir hámarksstraumhraða á bilinu 2,5-4 m/sekúndu. Miðað við núverandi og fyrirsjáanlega tækni er gert ráð fyrir að framleiðslukostnaður sé frá 4-10 krónum á kílówattstundina en fari lækkandi. Til samanburðar er framleiðslukostnaður rafmagns á Íslandi 1,7 2,5 krónur á kílówattstundina. Því er ljóst að sjávarfallavirkjanir eru ekki samkeppnishæfar hér á landi ef hámarks straumhraðinn er 2,5 4 metrar á sekúndu. Orkan í Breiðafirðinum Eins og áður sagði er straumhraðinn lykilatriði en einnig skiptir stærð virkjanlegs svæðis máli, þ.e. þverskurðarflatarmál fljótsins. Engar áreiðanlegar upplýsingar eru um straumhraða í Breiðafirði en hann er sagður vera frá 4 upp í 10 metrar á sekúndu. Mesti straumhraði í stórstreymi hefur mælst um 13 hnútar, eða 6-7 m/sek. Mjög erfitt er að segja til um magn orkunnar fyrr en ítarlegar mælingar liggja fyrir og gerð hafa verið tölvulíkön. Árið 2001 var stofnað fyrirtækið Sjávarorka ehf. í Stykkishólmi. Markmiðið

9 verktækni / er að kanna möguleika á virkjun sjávarfalla í Breiðafirði og hafa forystu um virkjun. Gerðar hafa verið dýptar- og straummælingar og kort af svæðinu. Verkfræðistofan Vista og Sjómælingasvið Landhelgisgæslunnar hafa unnið að mælingum á straumhraða og dýpt. Verkfræðistofan VST, nú VST-Rafteikning, hefur gert sjávarfalla- og straumfræðilíkan af væntanlegu virkjanasvæði og því verki er að ljúka. Sjávarorka ogiðntæknistofnun, forveri Nýsköpunarmiðstöðvar, hafa sótt um styrk til Tækniþróunarsjóðs en ekki fengið. Hugmyndir Sjávarorku Fyrstu hugmyndir Sjávarorku voru að leggja brú yfir utanverðan Hvammsfjörð og hafa hverfla frá Blue Energy neðan í brúnni. Horfið var frá þeirri hugmynd vegna umhverfisástæðna og lélegrar orkunýtingar Darrius hverfla sem ætlunin var að nota. Nú ganga hugmyndir út á að virkja alfarið neðansjávar og dreifa hverflum um svæðið. Gert er ráð fyrir að virkjanagarðurinn yrði byggður upp í áföngum yfir lengri tíma. Ýmsir óvissuþættir eru í verkefninu. Þeir helstu eru óræður fjárfestingarkostnaður og tæknilega er þessi möguleiki ekki sannprófaður. Einnig er straumhraðinn mikill og lítið dýpi þar sem hann er mestur. Þá eru áhrif á lífríkið óviss. Ljóst er að miklar sveiflur yrðu í framleiðslunni á sex tíma fresti og milli daga og erfitt að selja svo ótrygga orku. Því er nauðsynlegt að jafna sveiflurnar út með vatnsaflsvirkjunum eða finna leiðir til að geyma orku í miklu magni. Erlendis eru algengar svokallaðar pumped storage sem er vatnsaflsvirkjun sem getur dælt vatni upp í uppistöðulón þegar umframorka er í raforkukerfinu og virkjað vatnsfallið þegar eftirspurnin er meiri. Slík dæluvirkjun gæti t.d. verið reist við hlið Sigölduvirkjunar. Þrátt fyrir þá óvissuþætti sem hér hafa verið nefndir sagði Geir að það væri sjálfsagt að halda áfram að prófa og rannsaka þá kosti sem eru í stöðunni og bjóða erlendum fyrirtækjum og stofnunum að taka þátt í verkefninu. Í deiglunni er líka að koma á fót samstarfsvettvangi allra aðila á Íslandi sem tengjast rannsóknum á virkjun sjávarorku, þ.e. sjávarfalla-, öldu- og seltuorku. Spurt var um möguleika á virkjun við Borgarfjarðarbrúna og í Gilsfirði. Geir sagði að Gilsfjörður hafi verið skoðaður,þá sem stífluvirkjun, en telja megi fullvíst að áhrif á lífríki yrðu umtalsverð. Bretar standa framarlega Um miðjan aprílmánuð stóðu breska sendiráðið, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Iðnaðarráðuneytið og Orkuveita Reykjavíkur fyrir málþingi um nýjungar í endurnýjanlegri orku. Þar fjallaði Geir um möguleika á virkjun sjávarfalla á Íslandi og hugsanlegar ölduvirkjanir í framtíðinni. Sue Whitbread frá ráðgjafafyrirtækinu PWX Limited kynnti hvað er að gerast í öldu- og sjávarfallavirkjunum í Bretlandi og stefnu stjórnvalda þar í landi að auka mjög hlut endurnýjanlegra orkugjafa. Bretar horfa mikið til sjávarorku og telja að hún gæti annað allt að 20% af raforkuþörf Breta. Bretar eru leiðandi í heiminum í þróun virkjanatækni fyrir öldur og sjávarstrauma og kynnti Sue möguleika á tæknisamstarfi milli landanna þar sem Ísland sé mjög áhugaverður kostur fyrir virkjun sjávarfallaog ölduorku. Í kjölfar málþingsins átti Sue Whitbread fund með Iðnaðarráðuneytinu þar sem rætt var um möguleika á samstarfi á sviði orkurannsókna, ekki bara rannsóknir á sjávarorku, heldur einnig annarra lausna og hugmynda sem eru í þróun hérlendis. Áhugaverðir vefir fyrir þá sem vilja kynna sér betur virkjun sjávarfalla: Eini staðurinn Í lok fundarins voru fyrirspurnir. Þá kom fram að aðrir staðir en Breiðafjörðurinn koma varla til greina hér á landi því það er einfaldlega ekki nægur straumhraði annars staðar. Um framhald verkefnisins í Breiðafirði sagði Geir að Sjávarorka vinni nú að því að fá rannsóknaleyfi fyrir virkjun sjávarfalla í Breiðafirði og muni bráðlega kynna fyrstu niðurstöður rannsókna undanfarinna ára. Einnig eru hugmyndir um að leita til erlendra fyrirtækja þróa sjávarfallavirkjanatækni um að prófa frumgerðir af virkjunarbúnaði í Breiðafirði og rannsaka þá í leiðinni umhverfisáhrif slíkra virkjana. Guðmundur Oddur, eða Goddur, við altaristöfluna sem sýnir leyndarmálið út á hvað ímyndir ganga./ Ljósm. Gunnar Torfason. Ímynd verkfræðinga Guðmundur Oddur Magnússon, prófessor í grafískri hönnun við Listaskóla Íslands var nýlega gestur á morgunverðarfundi Kvennanefndar VFÍ. Umfjöllunarefnið var ímynd verkfræðinga. Á fundinum uppljóstraði hann leyndarmálinu út á hvað ímyndir almennt ganga. Það er óhætt að segja að Goddur, eins og hann er jafnan kallaður, hafi verið skemmtilegur og náð að hrista upp í þeim sem hlustuðu. Ríflega 40 manns sóttu fundinn.

10 Af kjaramálum SV og KTFÍ Staða kjarasamninga Kjarasamningsviðræður tæknifræðinga og verkfræðinga við ríkið standa yfir og hefur lítið miðað. Nokkur stéttarfélög háskólamenntaðra hafa vísað viðræðunum til Ríkissáttasemjara og eru viðræður hafnar undir verkstjórn hans. Enn er óljóst hvaða stefnu viðræður við ríkið taka í því óvissuástandi sem ríkir. Samninganefnd SV og KTFÍ mun halda sínu striki í viðræðunum. Viðræður við ohf fyrirtækin og sambærileg eru hafnar þar á meðal við Orkuveitu Reykjavíkur. Það miðar hægt í viðræðum við Orkuveituna þrátt fyrir reglulega fundi. Kjarakönnun SV Þátttaka í kjarakönnun Stéttarfélags verkfræðinga 2008 varð í ár hin sama og liðin tvö ár eða um 420 svör. Það var nauðsynlegt að ná þessum árangri til að könnunin nýtist sem verkfæri í upplýsingagjöf til félagsmanna varðandi kjör þeirra í launaviðtölum eða við samningaborðið. Einnig var nauðsynlegt að geta lokið könnuninni í apríl til að niðurstöður lægju fyrir undir lok maí. Við stefnum einörð að því að niðurstöður kjarakönunarinnar birtist á heimasíðu félagsins í lok þessa mánaðar. Við þökkum verkfræðingum fyrir þátttökuna og að bregðast vel við. Efni í Árbók VFÍ/TFÍ Ráðgert er að gefa út Árbók VFÍ/TFÍ 2008 í nóvember næstkomandi. Efni í hana þarf að berast tímanlega. Menn eru vinsamlega beðnir um að hafa eftirfarandi í huga: Vísindagreinar VFÍ og TFÍ er mikið kappsmál að á Íslandi sé gróska í tækniframförum og áhugi félagsmanna á vísindum sem mestur. Árbókin er réttur vettvangur fyrir tækni- og vísindagreinar félagsmanna og eru þeir hvattir til að senda greinar í Árbókina. Vísindamönnum er gefinn kostur á að fá birtar eftir sig ritrýndar greinar og eru þær ritrýndar af tveimur sérfræðingum á því sviði sem vísindagreinin nær til. Greinar fást ekki birtar nema þeir telji þær birtingarhæfar sem ritrýndar. Þessar greinar jafngilda vísindagreinum sem fást birtar í virðulegum erlendum tímaritum. Þættir úr sögu félaganna Fróðlegt væri að fá frásagnir af mönnum og málefnum frá fyrri tíð er varða tækni eða sögu félaganna. Kynning fyrirtækja og stofnana Í Árbókinni er kafli þar sem fyrirtæki og stofnanir fá tækifæri til að gefa yfirlit um starfsemi sína og segja frá markverðum atburðum með tilliti til verkfræði og tæknifræði í víðum skilningi. Auglýsingar Hægt er að nálgast tæknimenn á einfaldan hátt í Árbók VFÍ/TFÍ. Markhópurinn er skýr og afmarkaður og auðvelt að koma skilaboðum til hans. Vörumerki - lógó Þeir sem aðeins vilja minna á sig birta gjarnan vörumerki sitt í Árbókinni. Styrktarlínur Styrktarlínur eru vel þegnar. Vinsamlegast gangið frá tækni- eða vísindagreinum sem allra fyrst og alls ekki síðar en í júní næstkomandi. Sömuleiðis er æskilegt að kynningargreinar eða auglýsingar berist sem fyrst. Blaðsíðufjölda Árbókarinnar er haldið innan vissra marka og er því takmarkað rými fyrir greinar. Því má segja: Fyrstir koma, fyrstir fá. Allar nánari upplýsingar veitir Ragnar Ragnarsson, ritstjóri Árbókarinnar. Heimasími/fax: GSM: Tölvupóstfang: rara@simnet.is Einnig er hægt að hafa samband við skrifstofu VFÍ og TFÍ sem kemur skilaboðum til ritstjóra. Ragnar Ragnarsson, ritstjóri Árbókar VFÍ/TFÍ. Hærri styrkir hjá sjóðum SV Vísinda- og starfsmenntunarsjóður hjá Ríki Á stjórnarfundi þann 15. apríl sl., var ákveðið að hækka hámarksstyrk í kr Réttur til styrks vex því um kr á ári þar til hámarksréttindum er náð. Einnig var ákveðið að hækka tölvustyrk í kr Skilyrt er að minnst fjögur ár líði á milli styrkveitinga til tölvukaupa. Umsóknir eru teknar fyrir á stjórnarfundum sem haldnir eru reglulega, að jafnaði síðasta miðvikudag mánaðanna mars, júní, september og um miðjan desember. Umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu SV ( Valin er stikan Vísindasjóður, vinstra megin. Styrkir eru veittir til að sækja námskeið og ráðstefnur, til kaupa á bókum o.fl. Aðild að sjóðnum eiga verkfræðingar sem starfa hjá ríkinu. Starfsmenntunarsjóður hjá Reykjavíkurborg og sveitarfélögum Á stjórnarfundi Starfsmenntunarsjóðs SV þann 23. apríl sl., var ákveðið að hækka hámarksstyrk í kr Réttur til styrks vex því um kr á ári þar til hámarksréttindum er náð. Einnig var ákveðið að hækka tölvustyrk í kr Þeir sem ekki hafa fengið tölvustyrki áður, hafa forgang að þessum styrkjum. Styrkirnir eru tengdir afkomu sjóðsins þannig að aðrar umsóknir hafa forgang. Umsóknir eru afgreiddar á stjórnarfundum sem haldnir eru reglulega, að jafnaði síðasta föstudag mánaðanna mars, júní, september og um miðjan desember. Vakin er athygli á því að þeir verkfræðingar sem starfa hjá sveitarfélögum sem gefa Launanefnd sveitarfélaga umboð til samninga við SV eiga aðild að sjóðnum. Umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu SV, Valin er stikan Starfsmenntunarsjóður vinstra megin. Styrkir eru veittir til að sækja námskeið og ráðstefnur, til kaupa á bókum, tölvum o.fl. Upphæð tölvustyrkja er að hámarki kr Aðild að sjóðnum eiga verkfræðingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg eða öðrum sveitarfélögum. Danfoss tengigrindur Fyrir neysluvatns-, ofnhita-, gólfhitaog snjóbræðslukerfi og fl. Sérhannaðar fyrir íslenskar aðstæður Áratuga reynsla stjórnbúnaðar við íslenskar hitaveituaðstæður Við erum leiðandi í hönnun og framleiðslu á stjórnbúnaði og tengigrindum fyrir hitakerfi Danfoss stjórnbúnaður fyrir hitakerfi fæst í öllum helstu lagnaverslunum landsins Danfoss hf Skútuvogi Reykjavík Sími

11 Lið vél- og orkutæknifræðinema HR sem sigraði í hönnunarkeppni verkfræðideildar HÍ í febrúar TÆKNIFRÆÐI VIÐ HR HAGNÝTT NÁM - FRÁBÆR ATVINNUTÆKIFÆRI Boðið er upp á nám í Rafmagnstæknifræði Rafmagnstæknifræði er spennandi og einkar víðfermt hátæknisvið. Starfssvið rafmagnstæknifræðinga er fjölbreytt, hvort heldur sem unnið er við hönnunarverkefni, framkvæmdir eða stjórnun og eftirlit. Vél- og orkutæknifræði Námið byggist á bóklegum námskeiðum og vinnu nemenda í raunhæfum verkefnum í tengslum við véla- og orkuiðnað, m.a. undir leiðsögn sérfræðinga úr atvinnulífinu. Starfssvið vél- og orkutæknifræðinga er fjölþætt, s.s. störf við stjórnun, eftirlit, ráðgjöf, hönnun og þróun. Byggingartæknifræði Í byggingartæknifræði er fengist við hönnun mannvirkja og framkvæmdir á borð við húsbyggingar, vegagerð og virkjanir. Flestir byggingartæknifræðingar starfa sem hönnuðir á verkfræðistofum eða sem stjórnendur byggingarframkvæmda hjá verktakafyrirtækjum eða sveitarfélögum. Tökum við umsóknum núna Kynntu þér námið á

12 12 / VERKTÆKNI Hraðvirk myndgreining með NI Vision Builder AI Vision Builder for Automated Inspection (AI) frá NI er nú útbúinn með hinni frábæru hugbúnaðarstöðuvél sem gerir myndgreiningarforritun og gangsetningu myndvinnslukerfa auðveldari en nokkru sinni. Og, nú er hægt að tengjast öðrum iðnaðarstjórnkerfum og skiptast á upplýsingum. NÝTT Vision Builder AI n n n Tölvusjón sett upp af valmyndum Engin forritun nauðsynleg Tengingar við þúsundir myndavéla Þjónustuaðili á Íslandi Mælibúnaður hf Höfðabakki 9c 110 R sala@maelibunadur.is n s Ísmar með GPS gagnaveitu Í marsmánuði tók Ísmar formlega í notkun svokallað VRS kerfi (Virtual Reference System), sem er GPS gagnaveita sem þjónar suðvesturhorni landsins. Kerfið byggir á fjórum föstum GPS stöðvum á Selfossi, Keflavíkurflugvelli, Borgarnesi og í Reykjavík. Gagnaveitan þjónar einkum framkvæmdaaðilum við mælingar fyrir mannvirkjum auk hefðbundinna landmælinga s.s. vegna landamerkja, kortagerðar o.fl. Kerfið er byltingarkennt að því leyti að hvar sem er á svæðinu er hægt að komast í samband við móðurtölvu í gegnum GPRS kerfi símafélaganna og fá leiðréttingagögn í rauntíma frá stöðvum kerfisins. Þetta gerir mögulegt að mæla fyrir vegum og öðrum mannvirkjum með allt að eins sentímetra nákvæmni. VRS kerfið getur sparað notendum umtalsverða fjármuni því það kemur í staðinn fyrir viðmiðunarstöð sem framkvæmdaaðilar og aðrir hafa hingað til þurft að kaupa til að vinna á móti GPS mælistöðvum. Víða erlendis eru VRS kerfi notuð og jafnvel heilu löndin vædd slíkum kerfum. Má til dæmis nefna Danmörku þar sem umboðsaðili Trimble hefur rekið slíkt kerfi í nokkur ár. Þar í landi er nú litið á slíkar gagnaveitur sömu augum og rafmagns-, síma- eða vatnsveitur og eru hluti af almennu þjónustukerfi. Í fréttatilkynningu frá Ísmar segir að sökum smæðar markaðarins hér sé í talsvert mikið ráðist af hálfu fyrirtækisins að setja upp slíkt kerfi. Ísmar hafi til margra ára verið leiðandi í landmælingatækni og annarri hátæki fyrir framkvæmdaaðila. Kristján L. Möller samgönguráðherra við opnun kerfisins. Flestir sem nýti sér slíka tækni á annað borð hérlendis, séu viðskiptavinir fyrirtækisins. Því hafi þótt eðlilegt að bæta þessu kerfi við aðra þjónustu fyrirtækisins. Til viðbótar við kerfið á suðvesturhorni landsins, hefur Ísmar sett upp sjálfstæða stöð á Akureyri til að þjóna því svæði og eru fleiri stöðvar á vegum fyrirtækisins í farvatninu. Öllum þessum stöðvum er stjórnað frá tölvukerfi sem Ísmar hefur sett upp og keyrir mjög fullkominn hugbúnað frá Trimble. Hugbúnaður þessi ræður við mun stærra kerfi en nú er lagt upp með. Segir það sína sögu um áform fyrirtækisins í uppbyggingu kerfisins á landsvísu. Sérhæfingu Ísmar í nútíma landmælingatækni má rekja aftur til ársins 1986 þegar fyrirtækið varð umboðsaðili hér á landi fyrir Trimble, sem er stærsti framleiðandi búnaðar á þessu sviði í heiminum. Trimble býður breiða línu búnaðar, hvort heldur er fyrir jarðvísindamenn, landmælingamenn, sveitarfélög eða verktaka. >> Fáið 30 daga reynsluútgáfu hjá ni.com/vision/vbai 2008 National Instruments Corporation. All rights reserved. National Instruments, NI, and ni.com are trademarks of National Instruments. Other product and company names listed are trademarks or trade names of their respective companies

13 GRUNNNÁM VIÐ TÆKNI- OG VERKFRÆÐIDEILD HR Tækni- og verkfræðideild HR býður upp á grunnnám í TÆKNIFRÆÐI BSc í byggingartæknifræði BSc í rafmagnstæknifræði BSc í vél- og orkutæknifræði VERKFRÆÐI BSc í fjármálaverkfræði BSc í hátækniverkfræði BSc í heilbrigðisverkfræði BSc í rekstrarverkfræði Nám í tæknifræði og verkfræði hefur löngum verið verðmætt veganesti þeirra sem vilja starfa í fremstu víglínu atvinnulífsins. Vægi tæknináms er sífellt að aukast og á tæknimenntað starfsfólk afar stóran hlut í velgengni margra íslenskra fyrirtækja á alþjóðamarkaði. Innan tækni- og verkfræðideildar eru tæknifræði og verkfræði byggðar upp sem sjálfstæðar greinar í grunnnámi og halda með því móti sérkennum sínum. Tækni- og verkfræðideild er stærsta deild Háskólans í Reykjavík og ein stærsta háskóladeild landsins. Deildin leggur áherslu á framúrskarandi kennslu, öflugar rannsóknir og sterk tengsl við atvinnulífið. Fræðimenn tækni- og verkfræðideildar hafa þegar markað spor sín í vísindasamfélagið og nemendur deildarinnar eru þekktir á atvinnumarkaði fyrir trausta undirstöðu og víðtæka faglega þekkingu. Umsækjendur í grunnnám í tæknifræði og verkfræði þurfa að hafa lokið stúdentsprófi eða hafa sambærilega menntun og með haldgóða þekkingu í stærðfræði, raungreinum, íslensku og ensku. Miðað er við að nemandi hafi lokið a.m.k. 21 einingu í stærðfræði og 6 einingum í eðlisfræði. Umsóknarfrestur er til 30. maí Kynntu þér námið á

14 Sími: Skútuvogi 6 - Sími Suðurlandsbraut 4, 108 Reykjavík Sími , fax Vefsíða Netfang fjarhitun@fjarhitun.is Stórhöfða Reykjavík Sími: Fax: fjolhonnun@fjolhonnun.is Súðarvogi Reykjavík Sími Fax fjoltaekni@fjoltaekni.is Iðnaðar- og eldvarnarhurðir Ármúla 42, 108 Rvk. S: glofaxi@simnet.is HITAVEITA SUÐURNESJA HF. Ármúla Reykjavík Sími: Fax: hitastyring@hitastyring.is Pósthólf Reykjanesbær S: F: hs@hs.is Netf. forst.: julius@hs.is hnit@hnit.is, Suðurlandsbraut 4a 108 Reykjavík Sími Fax lh@lh.is Keldnaholti 112 Reykjavík Norðurslóð 600 Akureyri Suðurgötu 12, 400 Ísafirði Sími , bréfsími Grenásvegi 1, 108 Reykjavík Sími / Fax: mannvit@mannvit.is / Stangarhyl 1A 110 Reykjavík Sími Fax rafstjorn@rafstjorn.is Virkni loftræstikerfa er okkar fag STJÓRN- OG EFTIRLITSKERFI LOFTRÆSISAMSTÆÐUR - LOFTRÆSIBÚNAÐUR Kirkjuvegi 23 Vestmannaeyjum Verkfræ istofa Sími Jóhanns tpzp@eyjar.is Indri asonar Sí umúla Reykjavík Sími SÍMI: FAX: varmi@varmi.is Austurvegi Selfoss Sími Fax verksud@verksud.is Bíldshöfða 14 sími: Grenásvegi 1, 108 Reykjavík Sími / Fax: mannvit@mannvit.is /

15

16 bmvalla.is argus Tíminn vinnur með okkur Hjá BM Vallá er samankomin áratugareynsla og þekking í framleiðslu fyrir íslenska byggingaraðila. Nú hafa Smellinn húseiningar bæst í hóp þeirra lausna sem BM Vallá býður viðskiptavinum sínum og úrvalið aldrei verið meira og valið einfaldara BM Vallá. smellinn FORSTEYPT EININGAHÚS :: bmvalla.is

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Svíþjóð - stjórnsýslan Þrjú formleg stjórnsýslustig Sveitarfélög, 290 talsins (Local level) Lén, 20 talsins (Regional level) Landsstjórn, 349 þingmenn (National

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson Samstarf HR og IGI Ólafur Andri Ragnarsson Leikjaiðnaðurinn 2021 Leikjaiðnaðurinn 2021 5.000 störf 70 milljarðar í heildarútflutningstekjur ef... Photo Ian Parker http://parkerlab.bio.uci.edu/nonscientific_adventures/iceland_man.ht

More information

Horizon 2020 á Íslandi:

Horizon 2020 á Íslandi: Horizon 2020 á Íslandi: - Árangur Íslands í Horizon2020 - Hvernig getur Rannís veitt ykkur aðstoð? Kristmundur Þór Ólafsson Alþjóðasvið Rannís Landstengiliður (NCP) fyrir H2020 Hvað er H2020? Rammaáætlun

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

50 ára afmæli TFÍ. TFÍ er öflugur samstarfsvettvangur sem hefur það markmið að auka tæknivæðingu á Íslandi og efla skilning á fjölbreyttum

50 ára afmæli TFÍ. TFÍ er öflugur samstarfsvettvangur sem hefur það markmið að auka tæknivæðingu á Íslandi og efla skilning á fjölbreyttum 3 VerkTækni golfmótið 4 Afmælisdagskrá 6 Af kjaramálum 8 Gervigreind og vitvélar 11 Tímamót 12 NordiCHI 2010 50 ára afmæli TFÍ Tæknifræðingafélag Íslands (TFÍ) fagnar 50 ára afmæli um þessar mundir en

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be Stefnumótun tun Rf Hlutverk (Mission) Why we exist Gildi (Core values) What we believe in Framtíðarsýn (Vision) What we want to be Stefna (Strategy) Our Game plan Stefnumiðað árangursmat Balanced Scorecard

More information

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum Raddir fjölbreyttra kennarahópa Sólveig Karvelsdóttir, lektor, HÍ Hafdís Guðjónsdóttir, dósent, HÍ Rannsóknin er hluti af tveimur rannsóknum Fjölbreyttir kennarahópar

More information

Verkfræðingafélag Íslands og Tæknifræðingafélag

Verkfræðingafélag Íslands og Tæknifræðingafélag 4 1. t b l. 1 4. á r g. 2 0 0 8 Kjaramál KTFÍ og SV 6 AFL 20 ára 7 Hækkanir hjá sjóðum KTFÍ 8 Örtæknikjarni 10 Menntunarkröfur 12 Frá formanni VFÍ Snjóflóðavarnir umhverfi og samfélag Verkfræðingafélag

More information

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur?

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur? Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur? Málþing um byggðamál og svæðasamvinnu 14. mars 2014 Stefanía Traustadóttir Heimsókn til Norðurbotns (Oulu) apríl 2012 Þátttakendur: Ragnheiður

More information

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Kynning í Dalskóla 6. desember 2018 Gautur Þorsteinsson, verkfræðingur Um útvarpsþjónustu Fyrsta útsending útvarpsdagskrár 1920 Útsendingar útvarps

More information

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Sérfræðingur í persónurétti Yfirlit Stóra myndin Skyldur GDPR Aðlögunarferli Áskoranir og praktísk ráð 2 3 Yfirlit: Hvað er GDPR?» GDPR

More information

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur CHEMISTRY The Central 9th Edition Hlutfallareikningur: AðA reikna út frá formúlum og efnajöfnum fnum Lavoisier: Massi varðveitist í efnahvörfum. : lýsa efnahvörfum. Efnajafna : Hvarfefni og myndefni: 2H

More information

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

Álver í Helguvík. Nýr framkvæmdastjóri. Kjaramál. Áhættustjórnun. Framtíð verkfræðinnar við HÍ. Framkvæmdir á Engjateigi. VerkTækni golfmótið

Álver í Helguvík. Nýr framkvæmdastjóri. Kjaramál. Áhættustjórnun. Framtíð verkfræðinnar við HÍ. Framkvæmdir á Engjateigi. VerkTækni golfmótið 3 Nýr framkvæmdastjóri 7. t b l. 1 4. á r g. 2 0 0 8 4 Kjaramál 6 Áhættustjórnun 8 Framtíð verkfræðinnar við HÍ 10 Framkvæmdir á Engjateigi 12 VerkTækni golfmótið Álver í Helguvík Þann 10. september gaf

More information

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2 1 Examples 2 Sýnidæmi 2 2 Example 25-1 Gefið er 3 fasa, 3 teina raforkukerfi samkvæmt meðfylgjandi einlínumynd. Allar stærðir á myndinni eru í einingakerfinu ( per unit ). Seríuviðnám háspennulínanna er

More information

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs?

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Hvernig getur málefni sem ekki er skilgreint sem námsgrein í grunnskóla eða námssvið

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 8. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar 1 Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar Introduction to rotating machines 2 Grunnhugtök og meginþættir Klassískar gerðir véla Riðstraumsvélar Samfasavél (synchronous machine) Spanvél (induction machine

More information

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI ER ÍSLAND SPRUNGIÐ MEÐ 2,2 M FERÐAMANNA? TOP 10 ÞJÓÐGARÐAR Í BANDARÍKJUNUM 1. Great Smoky Mountains National Park

More information

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012 Nr. 28/32 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012 2013/EES/28/07 frá 8. júní 2012 um framkvæmdarreglur vegna beitingar 16. gr.

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

Jóhanna Harpa Árnadóttir og Kristinn Andersen.

Jóhanna Harpa Árnadóttir og Kristinn Andersen. 4 Nýkjörinn formaður 3. tbl. 17. árg. 2011 6 Almenna 40 ára 7 Staða kjaramála 8 Mikilvægur áfangi 11 Heiðursmerki afhent 12 Geta fyrirtæki hagrætt? Jóhanna Harpa Árnadóttir og Kristinn Andersen. Kristinn

More information

Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software.

Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software. Heimildaskrá Ritaðar heimildir Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software. Bændasamtök Íslands (2005). Hagtölur

More information

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands ÞÓRA BJÖRK HJARTARDÓTTIR Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands 1. Fjöldi erlendra stúdenta Á liðnum áratug hefur erlendum stúdentum fjölgað gríðarlega við Háskóla Íslands. Haustið 2000 voru skráðir

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr. 54 8. árgangur

More information

Örnámskeið Ský Hagnýting Opins Hugbúnaðar. Ólafur Garðarsson ÍKON ehf 19. febrúar. 2009

Örnámskeið Ský Hagnýting Opins Hugbúnaðar. Ólafur Garðarsson ÍKON ehf  19. febrúar. 2009 Örnámskeið Ský Hagnýting Opins Hugbúnaðar Ólafur Garðarsson ÍKON ehf www.ikon.is 19. febrúar. 2009 Vefhýsing með opnum og frjálsum hugbúnaði LAMP (Linux Apache MySql PHP) vefþjónar hafa yfir 50% markaðshlutdeild.

More information

Fóðurrannsóknir og hagnýting

Fóðurrannsóknir og hagnýting Fóðurrannsóknir og hagnýting Uppskeruhátíð rannsókna Gunnar Örn Kristjánsson Strandbúnaður 2018, Grand Hótel Reykjavík, 19.-20. mars. Grundvöllur fóðurgerðar Þarfir hjá eldisfisk Efnaþarfir til vaxtar

More information

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn -

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM Schengen ráðstefna 6. október 2011 - Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - Áherslur - Lögreglan á Suðurnesjum - Framkvæmd landamæraeftirlits - Umhverfið - Álag á Ísland

More information

Könnunarverkefnið PÓSTUR

Könnunarverkefnið PÓSTUR Könnunarverkefnið PÓSTUR Þáttakenndur í verkefninu UM PÓST Rauði hópur Vor 2010 Börn fædd 2005 Hópstjóri: Tatjana Lind Jónsson Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina

More information

Nr mars 2006 AUGLÝSING

Nr mars 2006 AUGLÝSING AUGLÝSING um gerð sem felur í sér breytingu á samningi sem ráð Evrópusambandsins og Ísland og Noregur gerðu með sér um þátttöku hinna síðarnefndu í framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna. Hinn

More information

Verkefnatengt nám. Hentar lögfræði þér? Starfsvettvangur lögfræðinga

Verkefnatengt nám. Hentar lögfræði þér? Starfsvettvangur lögfræðinga Lögfræði Verkefnatengt nám Innan Háskólans í Reykjavík hefur verið lögð áhersla á verkefnatengt laganám sem miðar að því að auka virkni nemenda í námi og gera þá betur í stakk búna til að takast á við

More information

VIÐSKIPTAFRÆÐI Grunnnám og framhaldsnám BSc MSc PhD

VIÐSKIPTAFRÆÐI Grunnnám og framhaldsnám BSc MSc PhD VIÐSKIPTAFRÆÐI Grunnnám og framhaldsnám BSc MSc PhD Velkomin í viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík Í starfi viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík er lögð áhersla á framúrskarandi gæði náms og kennslu,

More information

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild Háskólabrú fjarnám Bókalisti vorönn 2019 2. önn Félagsvísinda- og lagadeild Upplýsingatækni og tölfræði: Kennslubók í Excel 2016. Höfundar: Hallur Örn Jónsson og Óli Njáll Ingólfsson Stærðfræði 3: Stærðfræði

More information

Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum

Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum Eyþór Ívar Jónsson Forstöðumaður fyrir Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti RANNSÓKNARMIÐSTÖÐ Í STJÓRNARHÁTTUM Rannsóknarmiðstöð í stjórnarháttum Rannsóknarmiðstöð um

More information

Aðalheiður L. Guðmundsdóttir Myndlistardeild, lektor Vegna þátttöku í listfræðiráðstefnunni [no title] í Kaupmannahöfn í október.

Aðalheiður L. Guðmundsdóttir Myndlistardeild, lektor Vegna þátttöku í listfræðiráðstefnunni [no title] í Kaupmannahöfn í október. STARFSÞRÓUNARSJÓÐUR AKADEMÍSKRA STARFSMANNA - úthlutun haustönn 2018 Auglýst var eftir umsóknum um styrkveitingar með umsóknarfrest til 3. september 2018. Alls bárust sjóðnum 12 umsóknir: 7 frá hönnunar-

More information

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Áhrif lofthita á raforkunotkun Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Júlí 2017 Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Orkustofnun Júlí 2017 Útgefandi: Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Sími: 569 6000, Fax, 568

More information

Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi -

Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi - Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi - Rannveig Björnsdóttir Strandbúnaður 2017, Grand Hótel Reykjavík, 13.-14.mars YFIRLIT erindis Dæmi: doktorsverkefni RBj 2005-2010 BAKGRUNNUR VANDAMÁLIÐ

More information

Framkvæmdir á Norðausturlandi. Í kjölfar kjarasamninga. Að fjölga mjólkurkúnum. Hjartarannsókn. Horft um öxl. Staðlanámskeið EHÍ. VerkTækni golfmótið

Framkvæmdir á Norðausturlandi. Í kjölfar kjarasamninga. Að fjölga mjólkurkúnum. Hjartarannsókn. Horft um öxl. Staðlanámskeið EHÍ. VerkTækni golfmótið 4 Í kjölfar kjarasamninga 4. tbl. 17. árg. 2011 6 Að fjölga mjólkurkúnum 7 Hjartarannsókn 8 Horft um öxl 10 Staðlanámskeið EHÍ 14 VerkTækni golfmótið Þeistareykir. Borinn Óðinn undir Ketilfjalli. Framkvæmdir

More information

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM Skýrsla fyrir skólaárið 2016-2017 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 2 1. Inngangur... 3 2. Markmið og tilgangur matsins... 3 3. Aðferðir og framkvæmd matsins... 3 4.

More information

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Klettafjöllin og Grand Canyon 1 Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Kristbjörg María Guðmundsdóttir Eitt af fallegustu handverkum náttúruaflanna er án efa að finna í vesturhluta Norður-Ameríku.

More information

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Þórólfur Guðnason yfirlæknir Sóttvarnalæknir, Embætti landlæknis Nóvember 2014 Gastegundir frá eldgosum >95% H 2 O, CO 2 SO 2

More information

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst 15. 18. ágúst 21. 25. ágúst 28. ág 1. sept. 15. skipulagsdagur 16. skipulagsdagur 17. Skipulagsdagur 18. skipulagsdagur

More information

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu?

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu? Upphaf mælinga í uppsjávarskipum Sigurjón Arason Yfirverkfræðingur Matís ohf. og Prófessor, Háskóli Íslands Dr. Magnea G. Karlsdóttir; Fagstjóri, Matís ohf. Ásbjörn Jónsson; Verkefnastjóri, Matís ohf Magnús

More information

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi í norðaustanverðu Atlantshafi Jóhann Sigurjónsson Hafrannsóknastofnun Grand Hótel, Reykjavík, 21.-22. nóvember 2013 Efni erindis Deilistofnar Ástand og horfur Uppsjávar þríeykið Norsk-íslensk síld-kolmunni-makríll

More information

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa Efnisyfirlit Þróun félagsauðs í grannríkjunum Bandaríkin Skandinavía Meginland Evrópu Þróunin á Íslandi Félagsþátttaka Frumtengsl Félagsrof Félagsauður,

More information

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gylfi Magnússon Viðskiptafræðideild Ritstjóri Ingjaldur Hannibalsson Rannsóknir í félagsvísindum XIII. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2012 Reykjavík:

More information

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ / 1004720-1004720-3-ABC 2.1.2018 09::16 Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær»»» Reykjavík/HÍ 06:42 06:44 06:45 06:47 06:51 06:52 06: 07:17 07:18 07:22 07:28 07:29 07:31 07:32 07:34 07:36 07:38

More information

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Stillt upp fyrir tískumyndatöku í Hörpu. Samantekt unnin fyrir Höfuðborgarstofu mars 2017 Höfundur: Rögnvaldur Guðmundsson Rannsóknir

More information

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2.

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2. Reykjavík, 15. maí 2017 R17050061 110 Borgarráð Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2. júní 2017 Fyrirhuguð er opinber

More information

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík Notkun merkis Veðurstofu Íslands Veðurstofa Íslands Bústaðavegur 9 150 Reykjavík +354 522 60 00 +354 522 60 01 vedur@vedur.is Maí 2009 2 Efnisyfirlit Merki 3 Litanotkun 5 Merki í fleti 6 Stærð merkisins

More information

Veruleg umhverfisáhrif, eru þau eins?

Veruleg umhverfisáhrif, eru þau eins? Verkefni styrkt af Rannsóknasjóði Vegagerðarinnar Apríl 2016 www.vso.is Borgartún 20 585 9000 105 Reykjavík vso@vso.is 15168 S:\2015\15168\v\03_Greinargerð\15168_160329_skýrsla_drög.docx Apríl 2016 Nr.

More information

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis ANNUAL SAFETY REVIEW 2012 Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis Flugmálastjórn Íslands: Annual Safety Review 2012 Útgefandi: Flugmálastjórn Íslands Skógarhlíð 12 105 Reykjavík

More information

Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi

Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi Lokaverkefni til B.Ed. prófs Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi Eru ánægðir foreldrar bestu bandamenn kennara? Halldóra Gísladóttir 300955-5419 Kennaraháskóli Íslands

More information

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 I GENERAL INFORMATION ABOUT THE SCHOOL 1. Describe the school and its surroundings very

More information

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Jón Viðar Jónmundsson 1 og Emma Eyþórsdóttir 2 1 Bændasamtökum Íslands 2 Rannsóknarstofnun landbúnaðarins/lbh á Hvanneyri Inngangur Fyrsta

More information

Framhaldsskólapúlsinn

Framhaldsskólapúlsinn Framhaldsskólapúlsinn Mat á líðan og skólabrag í framhaldsskólum Málþing um geðrækt í framhaldsskólum 20. september 2013 Almar M. Halldórsson Skólapúlsinn Skólapúlsinn er veflægt sjálfsmatskerfi fyrir

More information

Undirbúningur fyrir 5G. Allir (menn og tæki) tengdir, alltaf og alls staðar Hraðar, meira, aukið,...

Undirbúningur fyrir 5G. Allir (menn og tæki) tengdir, alltaf og alls staðar Hraðar, meira, aukið,... Undirbúningur fyrir 5G Allir (menn og tæki) tengdir, alltaf og alls staðar Hraðar, meira, aukið,... Þorleifur Jónasson 5. apríl 2017 Dagskrá Drifkraftar 5G og helstu þjónustur Stefnumótun og markmið EU

More information

Nr desember 2014 REGLUGERÐ. um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila.

Nr desember 2014 REGLUGERÐ. um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila. REGLUGERÐ um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila. 1. gr. Gildissvið. Reglugerð þessi gildir um tengda lögaðila sem eiga í viðskiptum skv. 3.-5. mgr. 57. gr. laga nr. 90/2003, um

More information

Sameining tveggja háskóla í Svíþjóð

Sameining tveggja háskóla í Svíþjóð Sameining tveggja háskóla í Svíþjóð Aðdragandi, framkvæmd og árangur af sameiningu Högskolan på Gotland og Uppsalaháskóla Ágrip Í þessari úttektar er að dreginn lærdómur af nýlegri sameiningu tveggja háskóla

More information

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile HUGPRÓ Betware QA & Agile 26.02.2010 Head Quarters Betware Reykjavík Betware DK Copenhagen Denmark Betware Solutions CA Kamloops, BC Betware Madrid Spain Certus Odense Denmark Betware Sp. z o.o. Warsaw

More information

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Power Point leiðbeiningar Sjónarhorn View Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Outline view - Yfirlitshamur Hér er hægt að rita minnispunkta við hverja glæru fyrir þann sem

More information

ÓHAPPATÍÐNI Í BEYGJUM OG LANGHALLA. Staða rannsóknarverkefnis

ÓHAPPATÍÐNI Í BEYGJUM OG LANGHALLA. Staða rannsóknarverkefnis ÓHAPPATÍÐNI Í BEYGJUM OG LANGHALLA Staða rannsóknarverkefnis Beygjur á vegakerfinu = hætta? Umferðar- og skipulagssvið Línuhönnunar Haraldur Sigþórsson Þjónustudeild tækniþróun Vegagerðin Einar Pálsson

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Vaasa Ostrobothnia nóv. 2012

Vaasa Ostrobothnia nóv. 2012 Vaasa Ostrobothnia 19-21.nóv. 2012 Hópurinn og ferðin Halla Steinólfsdóttir Dalabyggð Ingibjörg Valdimarsdóttir Akranesi Ólafur Sveinsson SSV The Ministry of Foreign Affairs of Finland (19.nóv.) The Regional

More information

WordPress viðbót fyrir Greiðslusíðu Borgunar

WordPress viðbót fyrir Greiðslusíðu Borgunar WordPress viðbót fyrir Greiðslusíðu Borgunar Útgáfa 1.1 Efnisyfirlit WordPress viðbót fyrir greiðslusíðu borgunar... 1 Efnisyfirlit... 2 Inngangur... 3 WordPress... 3 WooCommerce... 4 Greiðsluviðbót borgunar

More information

Háskólabrú- staðnám. Bókalisti - Vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Háskólabrú- staðnám. Bókalisti - Vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild Háskólabrú- staðnám Bókalisti - Vorönn 2018-2. önn Félagsvísinda- og lagadeild Upplýsingatækni og tölfræði: Kennslubók í Excel 2016. Höfundar: Hallur Örn Jónsson og Óli Njáll Ingólfsson Stærðfræði 3: Stærðfræði

More information

Lýðheilsa Heilsa í allar stefnur

Lýðheilsa Heilsa í allar stefnur Lýðheilsa Heilsa í allar stefnur Hvar standa Íslendingar í samanburði þjóða? Dagskrá: 14:30 Ávarp forsætisráðherra: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 14:45 Heilsa í allar stefnur: Health in All Policies reynsla

More information

7. júní Landslag og ásýnd. Aðferðir grunngögn og gildismat. Ólafur Árnason. Fagstjóri skipulagsmála, EFLA

7. júní Landslag og ásýnd. Aðferðir grunngögn og gildismat. Ólafur Árnason. Fagstjóri skipulagsmála, EFLA Landslag og ásýnd Aðferðir grunngögn og gildismat 7. júní 2018 Ólafur Árnason Fagstjóri skipulagsmála, EFLA Landslag Efnistök Gögn um grunnástand Aðferðir við mat á áhrifum á landslag og ásýnd Gildismat,

More information

2. Stefnur og hugmyndafræði sem hafa haft áhrif á listkennslu

2. Stefnur og hugmyndafræði sem hafa haft áhrif á listkennslu Ágrip Í þessari ritgerð, sem er lokaverkefnið mitt til B.Ed gráðu, mun ég fjalla um samvinnu á milli myndlistarskóla og grunnskóla. Í því samhengi mun ég skoða Billedskolen i Tvillingehallen og Myndlistarskólann

More information

Skóli án aðgreiningar

Skóli án aðgreiningar Skóli án aðgreiningar Viðhorf sérkennara í grunnskólum til stefnunnar skóli án aðgreiningar Rannveig Klara Matthíasdóttir Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Skóli án aðgreiningar

More information

HVERNIG Á AÐ META ÁHÆTTU?

HVERNIG Á AÐ META ÁHÆTTU? 85 HVERNIG Á AÐ META ÁHÆTTU? Það er hægt að mæla áhættu og minnka hana. Árið 1988 var ávöxtun á hlutabréfum Flugleiða 47,2% en þremur árum síðar, árið 1991, var hún neikvæð um 11,9%. Ávöxtun spariskírteina

More information

Laun á almennum vinnumarkaði 2005 Earnings in the private sector 2005

Laun á almennum vinnumarkaði 2005 Earnings in the private sector 2005 26:1 14. júlí 26 Laun á almennum vinnumarkaði 25 Earnings in the private sector 25 Samantekt Árið 25 voru regluleg mánaðarlaun á almennum vinnumarkaði að meðaltali 244 þúsund krónur, heildarmánaðarlaun

More information

Hönnun fangelsis á Hólmsheiði er hafin á grundvelli vinningstillögu Arkís arkitektastofu. Úrslit í hönnunarsamkeppninni voru

Hönnun fangelsis á Hólmsheiði er hafin á grundvelli vinningstillögu Arkís arkitektastofu. Úrslit í hönnunarsamkeppninni voru 3 5. t b l. 1 8. á r g. 2 012 Ráðstefna 16. nóvember 4 Kjaramál 6 Ársfundur FEANI Fangelsi á Hólmsheiði 8 Radonmengun í húsum 12 Af stjórnarborðum 13 Sofandaháttur í samgöngumálum Hönnun fangelsis á Hólmsheiði

More information

TRS II tekur við af TRS. Kynningarfundur, 30. maí 2017

TRS II tekur við af TRS. Kynningarfundur, 30. maí 2017 TRS II tekur við af TRS Kynningarfundur, 30. maí 2017 Dagskrá Almennt um TRS og breytingar í tengslum við innleiðingu MiFID II og MiFIR Yfirlit yfir TRS kerfið Helstu breytingar á kerfinu Mikilvægi þess

More information

félagsins að á námstefnunni fáist svör við einhverjum þessara spurninga.

félagsins að á námstefnunni fáist svör við einhverjum þessara spurninga. Mars 2006 2.tbl.19. árgangur húsum og sagt frá tilraun sem gerð var á tenntum samskeytum undir breytilegu álagi (hysteresu slaufur). Tekin er staðan á útfærslum tenginga í íslenskum einingahúsum og sagðar

More information

Hlutverk skólastjóra í menntun til sjálfbærni

Hlutverk skólastjóra í menntun til sjálfbærni Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2010 Auður Pálsdóttir og Allyson Macdonald Hlutverk skólastjóra í menntun til sjálfbærni Reynsla af þróunarstarfi í fjórum grunnskólum

More information

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016 FLUGTÖLUR 216 INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 216 Flugvöllur 215 216 Br. 16/15 Hlutdeild Reykjavík 348.24 377.672 8,5% 5,4% Akureyri 17.897 183.31 7,3% 24,5% Egilsstaðir 89.79 93.474 4,9%

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Hönnunarstefna Hönnun sem drifkraftur til framtíðar

Hönnunarstefna Hönnun sem drifkraftur til framtíðar Hönnunarstefna 2014 2018 Hönnun sem drifkraftur til framtíðar 2 Hér birtist hönnunarstefna stjórnvalda sem byggir á tillögum frá stýrihópi sem iðnaðarráðherra skipaði í samstarfi við mennta- og menningar-

More information

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018 Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu September 2018 Samantekt Íslandsstofa framkvæmdi viðhorfskönnun í júlí og ágúst 2018 meðal erlendra söluaðila sem selja ferðir til Íslands.

More information

Samningur Landskrifstofu og verkefnisstjóra. Margrét Jóhannsdóttir 27.ágúst 2018

Samningur Landskrifstofu og verkefnisstjóra. Margrét Jóhannsdóttir 27.ágúst 2018 Samningur Landskrifstofu og verkefnisstjóra Margrét Jóhannsdóttir 27.ágúst 2018 Úthlutunarferlið Samræmd aðferðafræði með þjálfun matsmanna (norrænt og evrópskt samstarf) Allar umsóknir eru metnar af tveimur

More information

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014 FLUGTÖLUR 2014 INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014 Flugvöllur 2013 2014 Br. 14/13 Hlutdeild Reykjavík 338.278 328.205-3,0% 48,6% Akureyri 178.231 172.106-3,4% 25,5% Egilsstaðir 91.561

More information

INNFORM rannsóknin: Árangur, stefna og alþjóðavæðing!

INNFORM rannsóknin: Árangur, stefna og alþjóðavæðing! INNFORM rannsóknin: Árangur, stefna og alþjóðavæðing! Erindi á morgunverðarfundi ParX og Viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands 29. maí 2008. INNFORM á Íslandi: 1. Aðdragandinn... 2. Fyrirmyndin:

More information

Rannsókn á Byrjendalæsi: Markmið, snið, gögn og úrvinnsla

Rannsókn á Byrjendalæsi: Markmið, snið, gögn og úrvinnsla Læsi til samskipta og náms Ráðstefna MSHA um læsi 13. september 2014 Rannsókn á Byrjendalæsi: Markmið, snið, gögn og úrvinnsla Rúnar Sigþórsson Háskólanum á Akureyri runar@unak.is Örstutt um Byrjendalæsi

More information

Er verkfræði fyrir þig? Af hverju verkfræði við HR? Að námi loknu

Er verkfræði fyrir þig? Af hverju verkfræði við HR? Að námi loknu Verkfræði Nám við tækni- og verkfræðideild HR veitir nemendum sterka fræðilega undirstöðu og sérhæfða fagþekkingu. Námið miðar að því að efla frumkvæði nemenda og sjálfstæð vinnubrögð. Aðstaða til náms

More information

Fjölbreyttir kennarahópar og fjölbreyttir nemendahópar

Fjölbreyttir kennarahópar og fjölbreyttir nemendahópar Fjölbreyttir kennarahópar og fjölbreyttir nemendahópar Hanna Ragnarsdóttir dósent Menntavísindasviði HÍ Menntakvika 22. okt. 2010 1 Skipulag erindis Alþjóðlega rannsóknaverkefnið Diverse Teachers for Diverse

More information

LEIÐARVÍSIR UM ÞÁTTTÖKUNÁM (Service Learning)

LEIÐARVÍSIR UM ÞÁTTTÖKUNÁM (Service Learning) LEIÐARVÍSIR UM ÞÁTTTÖKUNÁM (Service Learning) Frásagnir úr námsferð fræðslustjóra með skólastjórum í Reykjavík, starfsmönnum Fræðslumiðstöðvar og fulltrúum úr fræðsluráði á ráðstefnu og í skólaheimsóknir

More information

Vaxtarsaga Marel. Snjólfur Ólafsson og Auður Hermannsdóttir

Vaxtarsaga Marel. Snjólfur Ólafsson og Auður Hermannsdóttir Vaxtarsaga Marel Snjólfur Ólafsson og Auður Hermannsdóttir Alþjóðlegur vöxtur íslenskra fyrirtækja og erlendar fjárfestingar síðustu ára hafa vakið mikla athygli hér á landi og víðar. Grein þessi varpar

More information