ÁRSSKÝRSLA annual report SAMEINUMST Í ÞÁGU BARNA

Size: px
Start display at page:

Download "ÁRSSKÝRSLA annual report SAMEINUMST Í ÞÁGU BARNA"

Transcription

1 ÁRSSKÝRSLA 2010 annual report SAMEINUMST Í ÞÁGU BARNA

2 Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, var stofnuð árið 1946 og hefur starfsemi samtakanna vaxið jafnt og þétt á þessum rúmlega sex áratugum. Samtökunum var í fyrstu ætlað að hjálpa börnum í Evrópu eftir síðari heimsstyrjöldina en þau standa í dag vörð um líf barna í nær 160 löndum. UNICEF sinnir bæði neyðaraðstoð og langtímaþróunaraðstoð og starfar ætíð með hag barna að leiðarljósi. Árið 1965 fékk UNICEF friðarverðlaun Nóbels og svo aftur árið 2001 sem stofnun innan vébanda Sameinuðu þjóðanna. UNICEF Í STUTTU MÁLI Forgangsatriði UNICEF eru: Lífsafkoma og þroski ungra barna að sjá til þess að yngstu börnin komist vel af stað í lífinu, veita börnum lífsnauðsynlegar bólusetningar og aðra heilsugæslu. Menntun og jafnrétti að veita öllum börnum, jafnt stúlkum sem drengjum, góða grunnmenntun og ýta undir jafnrétti kynjanna. HIV/alnæmi að fyrirbyggja HIV-smit, veita smituðum börnum umönnun og sjá til þess að börn, sem orðið hafa munaðarlaus af völdum alnæmis, fái stuðning og vernd. Barnavernd að stuðla að öruggu umhverfi fyrir börn, koma í veg fyrir að þau séu misnotuð, beitt ofbeldi eða vanrækt. Réttur barna og þátttaka að auka þátttöku barna í samfélaginu og fræðslu um réttindi þeirra. Forgangsatriðin fimm eru í samræmi við Þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna um þróun (e. Millennium Development Goals) sem samþykkt voru á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna árið Með markmiðunum er ætlast til að hægt verði að ná fram mælanlegum árangri í þróunaraðstoð fyrir árið Þar á meðal eru sett fram mikilvæg markmið um að draga úr barnadauða og tryggja öllum börnum grunnmenntun. Prentvinnsla: Oddi, umhvefisvottuð prentsmiðja UNICEF starfar þar sem þörfin er mest UNICEF treystir eingöngu á frjáls framlög einstaklinga, fyrirtækja og ríkisstjórna. Fjármunum UNICEF er ráðstafað eftir því hvar þörfin er mest hverju sinni. Þegar þörf er metin er meðal annars tekið tillit til tíðni ungbarnadauða og þjóðartekna í tilteknu landi en einnig er litið til þess hversu mörg börn eru vannærð, hversu mörg börn þurfa á bólusetningum að halda, hve mörg börn hafa misst foreldra sína, sérstaklega vegna HIV/alnæmis, og hve stór hluti íbúanna hefur ekki aðgang að hreinu vatni. Landsnefndir UNICEF eru nú 36 talsins, en þær sjá um fjáröflun og fræðslu um réttindi barna. Saman safna þær einum þriðja af heildarinnkomu UNICEF um heim allan. Landsnefnd UNICEF á Íslandi var stofnuð í mars 2004.

3 UNICEF/ Josh Estey EFNISYFIRLIT Frá stjórnarformanni... 4 Fjáröflun... 5 Innanlandsstarf... 9 Á vettvangi Fjármál Framlög íslenska ríkisins til UNICEF Overview of the year Við erum UNICEF á Íslandi... 18

4 UNICEF / Giacomo Pirozzi UNICEF / Marta Ramoneda Frá stjórnarformanni Mjög jákvæð þróun varð á starfi UNICEF á Íslandi á árinu Þrátt fyrir erfitt efnahagsástand heima fyrir skilaði UNICEF á Íslandi hærri framlögum til hjálpar bágstöddum börnum en nokkru sinni fyrr. Heimsforeldrum fjölgaði umtalsvert í afar vel heppnaðri fjáröflun á degi rauða nefsins og eru nú orðnir nærfellt talsins. Þetta eru rösk 5% af íslensku þjóðinni sem er einstakt þegar borið er saman við hlutfall reglulegra stuðningsaðila annarra landsnefnda UNICEF víða um heim. Á árinu var gert sérstakt átak til að bæta upplýsingamiðlun og samband UNICEF við heimsforeldrana sem eru sá sterki grunnur sem hjálparstarfið byggir á. Sannar gjafir er ný leið til fjáröflunar, sem kynnt var til sögunnar, auk þess sem haldið var áfram að kynna mikilvægi starfs UNICEF og réttindi barna á grunni Barnasáttmálans. Virkjun ungs fólks, samstarf við skóla, upplýsingamiðlun um réttindi og stöðu barna og aðhald gagnvart stjórnvöldum eru allt mikilvægir þættir í starfi UNICEF hér á landi. UNICEF á Íslandi er stolt af því að vera hluti af stærstu barnahjálparsamtökum heims samtökum sem breyta lífi milljóna barna á hverju ári. Í nærfellt 65 ár hefur UNICEF verið leiðandi í hjálparstarfi fyrir börn og samtökin starfa á vettvangi í hátt í 160 löndum. Á árinu 2010 dreifði UNICEF sem dæmi 2,3 milljörðum skammta af bóluefnum í 86 löndum og einn milljarður barna var bólusettur gegn taugaveiki. Það er ekki auðvelt að ná utan um svo stórar tölur og skilja jafnframt þær einstöku mannlegu aðstæður sem liggja að baki hjá hverju og einu barni. Sem skýrara dæmi um dýrmætan árangur sem náðst hefur í þróunaraðstoð og hjálparstarfi á síðustu tveimur áratugum má nefna tvennt: Með samstilltu átaki hefur tekist að fækka um þriðjung þeim börnum í heiminum sem deyja áður en þau ná 5 ára aldri. Hér spila margir þættir inn í, svo sem bólusetningar og 4 bætt heilsugæsla, malaríuvarnir og bætt menntun mæðra. Árangur hefur náðst í öllum heimshlutum einnig í sumum af fátækustu löndum heims. Mest hefur dregið úr barnadauða í norðurhluta Afríku og austurhluta Asíu. Gott dæmi er Malaví en landið er á góðri leið með að ná þúsaldarmarkmiðinu um að draga úr barnadauða um 2/3 á tímabilinu 1990 til En verkefnið hvað varðar barnadauða er enn gríðarlega brýnt. Hæsta tíðni barnadauða er sem fyrr í sunnanverðri Afríku þar sem eitt af hverjum átta börnum lætur lífið af fyrirbyggjanlegum ástæðum fyrir fimm ára aldur. Annað verulegt áhyggjuefni er hvað illa gengur að ná til þeirra barna sem allra verst eru stödd. Þessi hópur telur u.þ.b. fimmtung barna, sem búa í fátækustu löndunum og jafnvel mörgum þeirra ríkja sem betur eru stödd, og virðast enn verða eftir þrátt fyrir að meðaltalsþróunin sé í rétta átt. Stefna UNICEF er skýr í þessu efni og byggist á að leggja ofurkapp á að ná til þessa hóps og stuðla þannig að auknum jöfnuði í þessum samfélögum öllum til hagsbóta. Í öðru lagi er ánægjulegt að sjá hve mikill árangur hefur náðst hvað varðar aðgengi barna að menntun. Þrátt fyrir að börnum í heiminum sem þurfa á grunnmenntun að halda hafi fjölgað í heild voru 86 milljónir árið 2008 án grunnmenntunar í samanburði við 106 milljónir árið UNICEF einsetur sér að standa vörð um réttindi sérhvers barns hvar sem það kann að finnast og við hvers kyns aðstæður það kann að búa. Markmiðið er sannarlega háleitt en að sama skapi ófrávíkjanlegt. Fyrir hönd stjórnar UNICEF á Íslandi þakka ég þeim þúsundum Íslendinga sem styðja starfið mánaðarlega. Sömuleiðis fyrirtækjum og opinberum aðilum; öllu því góða fólki sem stutt hefur verkefni UNICEF með einstökum framlögum í formi fjármuna, aðstoðar eða vinnu og lagst á eitt við að gera þessa mikilvægu heimssýn að veruleika. Svanhildur Konráðsdóttir stjórnarformaður UNICEF á Íslandi

5 UNICEF / Roger LeMoyne UNICEF / Shehzad Noorani Fjáröflun Aðalhlutverk íslenskrar landsnefndar UNICEF er að afla styrkja til starfs samtakanna svo þau megi beita sér í þágu þeirra barna heimsins sem mest þurfa á stuðningi að halda. Árið 2010 gekk það verkefni vonum framar. Á aðalfundi UNICEF í maí 2011 fékk UNICEF á Íslandi viðurkenningu frá UNICEF alþjóðlega fyrir mestan vöxt framlaga árið Verðlaunin voru veitt í flokki smærri landsnefnda. Á liðnu ári sendi íslenska landsnefndin sem nam sex Bandaríkjadölum á hvern Íslending til hjálparstarfs. Fjáröflunarverkefni UNICEF eru af ýmsum toga og gegna heimsforeldrar þar lykilhlutverki. Árið 2010 var engin undantekning. Safnanir vegna neyðarstarfs á Haítí og í Pakistan settu óneitanlega einnig svip sinn á árið, auk þess sem verkefninu sönnum gjöfum var hleypt af stokkunum í desember. Hápunktur ársins var hins vegar án vafa dagur rauða nefsins, sjónvarpssöfnun þar sem áhorfendur fá meðal annars tækifæri til að kynnast börnum sem njóta góðs af verkefnum UNICEF. Fjölmargir einstaklingar og fyrirtæki réttu einnig bágstöddum börnum hjálparhönd með stuðningi sínum, að ógleymdum velgerðasjóðnum Auroru sem hélt áfram dyggum stuðningi við menntun barna í Síerra Leóne. Heimsforeldrar Heimsforeldraverkefnið er hjartað í starfsemi UNICEF á Íslandi. Fyrsta heimsforeldrið var skráð vorið 2004 og síðan þá hafa mörg þúsund Íslendingar slegist í hópinn. Í lok árs 2010 voru íslenskir heimsforeldrar talsins. Hér til hliðar má sjá upplýsingar um samsetningu hópsins. Mikilvægi heimsforeldra verður seint ofmetið og námu styrkir í gegnum heimsforeldraverkefnið 71,4% allra framlaga til UNICEF á Íslandi árið Einnig hefur sýnt sig að heimsforeldrar eru einkar gjafmildir þegar kemur að annarri fjáröflun UNICEF. Þannig bregst stór hluti heimsforeldra iðulega vel við þegar neyðarástand kemur upp og styður ötullega við neyðarsafnanir. Þá hefur undangenginn efnahagssamdráttur á Íslandi leitt í ljós að heimsforeldrar eru afar stöðugur styrktarhópur. Heimsforeldrar styrkja starf UNICEF með föstum mán - Virkir heimsforeldrar í árslok 2010 eftir skráningarári Konur Heimasíða Dagur rauða nefsins Heimsóknir Annað Netauglýsingar Fyrirtæki Virkir heimsforeldrar í árslok 2010 eftir kyni Karlar Nýir heimsforeldrar árið 2010 eftir skráningarleiðum 5

6 UNICEF / Roger LeMoyne UNICEF / Roger LeMoyne 6 aðar legum framlögum og í lok árs 2010 var meðalmánaðarframlag íslenskra heimsforeldra krónur. Alls bættust heimsforeldrar í hópinn á árinu (1.725 konur, 814 karlar og 16 fyrirtæki) og munar þar mest um manns sem skráðu sig á degi rauða nefsins. Aðrar skráningar komu meðal annars í gegnum netmiðla og götukynningu, þar sem gengið var í hverfi á höfuðborgarsvæðinu í þeim tilgangi að kynna UNICEF og þá sérstaklega heimsforeldraverkefnið. Á síðunni hér á undan má sjá skráningu nýrra heimsforeldra á árinu 2010 eftir mismunandi nýskráningarleiðum. Á Íslandi eru hlutfallslega flestir heimsforeldrar, eða rúm 5% prósent allra Íslendinga. Alls námu framlög heimsforeldra rúmum 210 milljónum á árinu og renna þeir fjármunir til langtímaþróunarverkefna UNICEF í þágu barna um allan heim. Á árinu 2010 voru bein samskipti við heimsforeldra aukin. Markmiðið er að leiða heimsforeldrum enn betur fyrir sjónir en hingað til hve mikilvægt framlag þeirra er. Hafa þau samskipti verið afar gefandi og starfsfólki UNICEF á Íslandi innblástur í starfi sínu. Söfnun vegna neyðaraðstoðar Árið 2010 varð heimurinn vitni að skelfilegum afleiðingum náttúruhamfara af óvenjulegri stærðargráðu, bæði á Haítí og í Pakistan. UNICEF á Íslandi leitaði í kjölfarið eftir stuðningi hjá almenningi á Íslandi til hjálparstarfs í þágu barnungra fórnarlamba hamfaranna. Íslendingar brugðust að venju vel við og styrktu neyðarstarf UNICEF í löndunum tveimur af örlæti. Nánar má lesa um afleiðingar þessara voðaatburða á bls 8. Velgerðasjóðurinn Aurora Aurora velgerðasjóður hefur á undangengnum árum styrkt umfangsmikið verkefni á sviði menntunar í einu af fátækustu ríkjum heims: Síerra Leóne. Í mars 2010 tilkynnti stjórn Auroru um þá ákvörðun að úthluta 40 milljónum til viðbótar til verkefnisins og hafði þar með ráðstafað alls 156 milljónum, að meðtöldum 36 milljónum króna sem stofnendur sjóðsins lögðu í byggingu 50 skóla í fátækustu héruðum landsins árið Fjöldi fullbúinna skóla hefur risið í krafti verkefnisins, á annað hundrað kennarar hafa hlotið viðeigandi menntun, samfélagið hefur verið virkjað með stofnun foreldrafélaga við skólana og mæðraklúbba og þannig mætti áfram telja. Ljóst er að saman hafa Aurora og UNICEF breytt lífi mörg þúsund barna á liðnum árum. Sannar gjafir Í desember var verkefninu sönnum gjöfum ýtt úr vör. Aðrar landsnefndir hafa nú um tveggja ára bil boðið upp á slíka styrktarleið undir heitinu Inspired Gifts og er það orðið fastur og mikilvægur þáttur í fjáröflun landsnefnda UNICEF. Um er að ræða fjáröflunarmöguleika þar sem fólki gefst kostur á að kaupa í gegnum vefverslun óvenjulega tækifærisgjöf; gjafir á borð við moskítónet, lyf við ormum í iðrum, bólusetningu gegn mislingum og fleira. Kaupandi gjafarinnar fær fallegt gjafakort til staðfestingar á því hvers konar hjálpargögn hafi verið keypt og í nafni hvers. Vörurnar sem keyptar eru á þennan hátt eru sendar frá vöruhúsi UNICEF í Kaupmannahöfn til barna um allan heim. Sannar gjafir eru einföld og áhrifarík leið til að kaupa gjöf og styðja við starfsemi UNICEF á skemmtilegan og gefandi hátt. Segja má að um nokkurs konar prufuverkefni hafi verið að ræða árið 2010 sem gefur góð fyrirheit um möguleika sannra gjafa. Alls söfnuðust krónur á þeim þremur vikum sem verkefnið var starfrækt árið Sala á jólakortum og gjafavörum Áralöng hefð er fyrir því að UNICEF á Íslandi selji jólakort, gjafavöru og leikföng í aðdraganda jólanna. Aðdráttar afl gjafanna frá UNICEF felst ekki einungis í hinu góða starfi sem styrkt er með kaupunum heldur eru vörurnar bæði vandaðar og fallegar. Jólakortin voru til sölu í verslunum Pennans Eymundsson, á pósthúsum Íslandspósts og í verslunum A4. Jólakort og gjafavara UNICEF var seld í bókabúð Máls og menningar. Í fyrsta sinn í sögu UNICEF á Íslandi framleiddi landsnefndin sérstök jólakort með íslenskri hönnun. Fjórir klárir krakkar, þau Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson, Drífa Atladóttir, Guðjón Viðarsson og Sigurbjörg Ásta Ólafsdóttir unnu með hönnuðunum Haraldi Civelek, Rán Flygenring, Ragnheiði Ösp Sigurðardóttur og Ragnari Frey Pálssyni að

7 UNICEF / Kristófer Lund UNICEF / Kristófer Lund Dagur rauða nefsins Stærsti viðburður ársins 2010 var án vafa dagur rauða nefsins. Þetta var í þriðja skiptið sem dagurinn var haldinn hátíðlegur á Íslandi og nú annað árið í röð. Árangurinn varð framar björtustu vonum. Aðalmarkmið dags rauða nefsins er að skrá nýja heimsforeldra og gengu hvorki fleiri né færri en um einstaklingar og fyrirtæki í hópinn. Auk þess seldust um trúðanef en sem fyrr voru nefin seld í verslunum Hagkaups og Bónuss auk útibúa Íslandsbanka. Einnig lögðu einstaka skáta- og íþróttafélög söfnuninni lið í fyrsta sinn með sölu nefjanna á fjölförnum stöðum. Hápunktur söfnunarátaksins var sjónvarpsútsending á Stöð 2 þann 3. desember. Margir af helstu skemmtikröftum landsins brugðu á leik auk þess sem áhorfendur fengu að kynnast aðstæðum barna í fátækari löndum heims og rétta fram hjálparhönd. Leikkonan Halldóra Geirharðsdóttir var áberandi fyrir og á meðan á átakinu stóð. Halldóra heimsótti verkefni UNICEF í Afríkuríkinu Úganda og hafði margar sögur að segja við heimkom una. Í þakkarbréfi til nýrra heimsforeldra eftir dag rauða nefsins sagði hún meðal annars: Í október síðastliðnum heimsótti ég Úganda í tengsl um við söfnunina. Í þessu gróðursæla og fallega Afríku ríki varð ég vitni að skelfilegum aðstæðum sem börn búa við í kjölfar stríðs. Stundum fylltist ég vonleysi en á sama tíma varð ég vitni að eldmóði og metnaði starfsfólks UNICEF á vettvangi. Víða er starf samtakanna börnum lífsbjörg og sem heimsforeldri tekur þú núna þátt í því. Fjöldi fólks átti þátt í að gera dag rauða nefsins að veruleika, þar á meðal leikarar, listamenn, kvik - myndatökufólk og starfsfólk samstarfsfyrirtækja UNICEF. Eiga allir þessir aðilar bestu þakkir skyldar. myndræn um hugmyndum að þessum fallegu kortum. Það má því segja að krakkarnir hafi verið listrænir stjórnendur verkefnisins. Allir þessir aðilar gáfu vinnu sínu við gerð kortanna og kann landsnefndin þeim bestu þakkir fyrir vel unnið starf. Alls seldust jólakort og gjafavara fyrir krónur á árinu Þar af eru rúmar tvær milljónir króna útistandandi sem krafa í þrotabú Bókabúðar Máls og menningar. Fyrirtækjasamstarf Að venju lögðu mörg íslensk fyrirtæki íslensku landsnefndinni lið árið Í flestum tilvikum var um að ræða styrki í formi ókeypis vöru og þjónustu eða afsláttar, en slík velvild skiptir miklu fyrir starf UNICEF á Íslandi og hjálpar við að halda rekstrarkostnaði lágum. Of langt mál væri að telja upp öll þau fyrirtæki sem árið 2010 sýndu UNICEF velvild með þeim hætti, en þó má sérstaklega nefna Prentsmiðjuna Odda sem prentar fréttabréf og ársyfirlit heimsforeldra endurgjaldslaust ásamt ársskýrslu landsnefndarinnar og fleira efni. Þá hafa Stöð 2 og Vodafone á Íslandi tekið þátt í degi rauða nefsins frá upphafi og hefur samstarfið við þessi fyrirtæki verið UNICEF á Íslandi bæði verðmætt og afar ánægjulegt. Loks má nefna Microsoft á Íslandi sem hefur haft milligöngu um allan hugbúnað án endurgjalds. Það sparar landsnefndinni umtalsverðan rekstrarkostnað. Nokkur fyrirtæki hafa svo staðið með beinum hætti að fjáröflunarverkefnum í samstarfi við landsnefndina og styrkt þannig verkefni UNICEF alþjóðlega. Fjáröflunarverkefni Te & Kaffi og UNICEF hélt áfram á árinu, en þar býðst fyrirtækjum að kaupa Fazenda da Lagoa gæðakaffi og styrkja um leið UNICEF um sem nemur hluta söluandvirðisins. Stefna framleiðenda kaffisins gengur út á stuðning við bændur, jafnt með samfélagslegum verkefnum sem og stuðningi við kaffirækt þeirra. Alls runnu tæpar 3 milljónir til UNICEF vegna sölunnar árið 2010 en ríflega helmingur söluteknanna bókfærist árið Te & Kaffi býður einnig viðskiptavinum kaffihúsa sinna að styðja starf UNICEF með kaupum á sérstökum styrktarspjöldum. Vöruhönnunarfyrirtækið Tulipop hélt áfram samstarfi 7

8 UNICEF / Shehzad Noorani UNICEF / Shehzad Noorani sínu við landsnefndina árið Tulipop seldi páskaegg í fagurlega hönnuðum umbúðum sem á var að finna upplýsingar um starf UNICEF, en innan í páskaeggjunum voru málshættir um börn. Helmingur af ágóða eggjanna rann til UNICEF. Árið 2008 hófu Pampers og UNICEF viðamikið alþjóðlegt samstarf sem felur í sér að á ákveðnu tímabili á hverju ári rennur andvirði einnar bólusetningar gegn stífkrampa til samtakanna af hverri seldri pakkningu af Pampersbleyjum. Á árinu 2010 söfnuðust krónur vegna verk efnis ins hérlendis. Þar sem verkefnið er alþjóðlegt fer sú fjárhæð hins vegar ekki í gegnum bókhald íslensku landsnefndarinnar. Í nóvember 2010 hóf IKEA um allan heim söfnunar átakið mjúkdýraleiðangurinn. Leiðangurinn stóð til 23. desember og gaf IKEA eina evru fyrir hvert mjúkdýr sem seldist í verslunum fyrirtækisins á tímabilinu. Söfnunarféð rann jafnt til UNICEF og Barnaheilla Save the Children. Í átaki IKEA á Íslandi söfnuðust evrur fyrir UNICEF, sem jafngildir krónum. Þetta dýrmæta framlag mun nýtast í verkefnum samtakanna á sviði menntunar. Önnur framlög Auk þeirra verkefna sem þegar hafa verið nefnd barst UNICEF á Íslandi styrkur úr ýmsum áttum á árinu Þá rann hluti áheita í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka til UNICEF en fjölmargir hlauparar völdu UNICEF sem sitt góðgerðarfélag og hvöttu vini og vandamenn til að heita á sig. Framlög vegna gjafabréfa og minningarkorta eru einnig meðal tekna UNICEF á Íslandi sem og önnur óvænt framlög frá einstaklingum og fyrirtækjum. Vatnsflaumur og hrunin hús Þann 12. janúar 2010 hristist Haítí og skalf, veggir gengu til og hús hrundu. Jarðskjálfti hafði orðið 7,0 á Richter. Höfuðborgin Port-au-Prince lagðist nánast í rúst, sem og byggðarlög í nágrenninu. Börn urðu afar illa úti og raunar var ástandið á Haítí að stórum hluta neyð barna. Nærri 40 prósent íbúa landsins eru yngri en 14 ára. UNICEF brást hratt við og tók meðal annars þátt í að bólusetja tvær milljónir barna gegn lömunarveiki, mislingum og öðrum sjúkdómum sem óttast var að brytust út. Samtökin komu yfir moskítónetum til íbúa á svæðum þar sem malaría er landlæg og dreifðu vatni til mörg hundruð þúsund manns á hverjum degi. UNICEF / Roger LeMoyne UNICEF / Marta Ramoneda Haustið 2010 urðu mestu flóð í Pakistan í manna minnum. Óvenjumiklar rigningar urðu frá því seint í júlí og fram í miðjan september og var vatnsmagnið slíkt að stíflur og varnargarðar brustu. Vatn flæddi yfir heilu þorpin og lá að sjö viknum liðnum yfir fimmta hluta landsins. Þá voru tvær milljónir manna orðnar heimilislausar. UNICEF hafði þegar starfað í Pakistan í sextíu ár og þekkti því vel til. Eftir flóðin var meðal annars sett í forgang að útvega ómengað vatn, reyna að koma í veg fyrir vannæringu barna, bólusetja þau gegn lífshættulegum sjúkdómum og veita aðra aðkallandi heilbrigðisþjónustu. 8

9 UNICEF / Sibonelo Khumalo UNICEF / Giacomo Pirozzi Innanlandsstarf Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna UNICEF á Íslandi hefur í gegnum tíðina staðið að fjölda verk efna sem miða að því að vekja athygli á innihaldi Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Eitt af því er náms vefurinn sem unninn hefur verið í samstarfi við umboðsmann barna, Barnaheill og Námsgagnastofnun. Þar geta börn á fyrsta stigi grunnskóla unnið gagnvirk verkefni sem fræða þau um réttindi sín eins og þau birtast í greinum sáttmálans. Árið 2010 var unnið að efni fyrir miðstig grunnskóla og gert er ráð fyrir að það verði tekið í notkun árið Einnig er kennsluvefurinn Allir eiga rétt áfram að gengilegur og nýttur af kennurum um allt land. Kennsluefnið er sniðið að efri bekkjum grunnskóla og er ætlað að auka þekkingu ungmenna á mannréttindum og draga úr fordómum. Samkvæmt tölum frá Námsgagnastofnun er vefurinn mikið heimsóttur og er það gleðiefni. Velferðarvaktin Árið 2010 hélt UNICEF á Íslandi áfram starfi sínu með barnahóp velferðarvaktarinnar. Félagsmálaráðuneytið kom velferðarvaktinni á fót fyrrihluta árs 2009 og er ætlað að fylgjast með félagslegum og fjárhagslegum afleiðingum bankahrunsins fyrir fjölskyldur og einstaklinga í landinu. Henni er ennfremur ætlað að leggja fram tillögur til úrbóta. Stýrihópur velferðarvaktarinnar setti saman vinnuhópa um sex viðfangsefni, auk ráðgjafarhóps um rannsóknir. UNICEF á fulltrúa í hópnum sem fylgist með börnum og barnafjölskyldum. Fulltrúi UNICEF er Stefán Ingi Stefánsson. Ungmennaráð UNICEF Í 12. grein Barnasáttmálans er kveðið á um að börn eigi að hafa áhrif á málefni sem þau varða. Ein af aðaláherslum í starfi UNICEF um allan heim er þátttaka og virkni ung menna í samfélaginu. UNICEF á Íslandi starfrækir ungmennaráð sem hefur tækifæri til að hafa áhrif á stefnu íslensku landsnefndarinnar og ákvarðanir, ásamt því að framkvæma eigin verkefni. Hildur Hjörvar tók á árinu við sem formaður ungmennaráðs. Metár hjá UNICEFhreyfingunni Grunnskólaverkefni UNICEF á Íslandi, UNICEF-hreyf ingin, eflist með hverju árinu sem líður. Árið 2010 var metár en þá tóku tæplega fjögur þúsund nemendur þátt. Hvorki meira né minna en 23 skólar og frístundaheimili skráðu sig til þátttöku. UNICEF-hreyfingin er skemmtilegt verkefni fyrir skóla þar sem kennarar nota fræðsluefni frá UNICEF til að fræða nemendur um jafnaldra þeirra í öðrum heimshlutum. Skólinn skipuleggur síðan íþróttadag þar sem nemendur safna fé fyrir starfsemi UNICEF með því að safna áheitum hjá sínum nánustu. Börnin hlaupa þannig og iðka ýmsar íþróttir og styrkja með því börn í öðrum löndum. Helsta markmið UNICEF með verkefninu er að það stuðli að vitundarvakningu meðal barna og ungmenna um þróunarmál, réttindi barna, og lífsskilyrði barna víðs veg ar í heiminum. Markmiðið er einnig að verkefnið sé valdefling fyrir íslensk skólabörn og tækifæri fyrir þau til að sýna vilja sinn í verki þegar kemur að réttindamálum barna. Þannig er hugmyndin að opna á umræðu um þróunarmál og réttindi barna og kenna íslenskum börnum að grípa til aðgerða þegar þau standa andspænis vandamálum. Þess utan er verkefnið virk fjáröflun fyrir starf UNICEF í þágu þurf andi barna um allan heim, en rúmlega þrjár milljónir króna söfnuðust í gegnum verkefnið á UNICEF / Sjálandsskóli síð asta ári. 9

10 UNICEF / Tom Pietrasik UNICEF / Olivier Asselin Á vettvangi UNICEF eru stærstu barnahjálparsamtök heims og sinna hjálparstarfi í 156 löndum og svæðum í heiminum. Á hverjum degi vinna yfir starfsmenn UNICEF að verkefnum sem miða að því að standa vörð um líf og velferð barna. Árið 2010 starfaði fjöldi Íslendinga á vettvangi við ýmis verkefni á vegum UNICEF. 10 Mansal á börnum í Gíneu-Bissá UNICEF áætlar að árlega gangi yfir ein milljón barna kaupum og sölu í heiminum. Árið 2010 kom út skýrsla á vegum UNICEF á Íslandi um mansal á börnum í Gíneu-Bissá, einu fátækasta ríki Vestur-Afríku. Skýrslan byggir á rannsókn sem gerð var að ósk UNICEF í Gíneu-Bissá. Markmiðið var að varpa skýrara ljósi á umfang og eðli mansals þar í landi og nýta skýrsluna til að tryggja að framkvæmd verkefna sem tengdust mansali á börnum hefðu raunveruleg og varanleg áhrif. Höfundar skýrslunnar voru þau Jón - ína Einarsdóttir, prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands, Geir Gunnlaugsson landlæknir, Gunnlaugur Geirsson laganemi og Hamadou Boiro mannfræðingur. Skýrslan var gefin út á ensku og þýdd á portúgölsku. Henni var dreift hér á landi, í Gíneu-Bissá og víðar. Sólrún Engilbertsdóttir, Bandaríkjunum. Sólrún starfar í höfuðstöðvum UNICEF í New York þar sem hún hefur umsjón með alþjóðlegri rannsókn á fátækt barna, Þar er fátækt barna ekki eingöngu mæld út frá tekjum heimilisins heldur einnig aðgengi barna að grunnmenntun, heilsugæslu, næringarríkum mat og fleiru. Áður vann Sólrún meðal annars fyrir UNICEF í Kenía. UNICEF / UNICEF Ísland UNICEF / UNICEF Ísland

11 UNICEF / Tom Pietrasik UNICEF / Rana Baker Ólöf Magnúsdóttir, Pakistan. Ólöf fór til Islamabad haustið 2010 og starfar þar á upplýsingasviði, við skýrslugjöf. Ólöf hefur unnið á vegum UNICEF um víða veröld, meðal annars í Georgíu, Palestínu og Síerra Leóne. Hún fór upprunalega út á vegum Íslensku friðargæslunnar. Þorvarður Atli Þórsson, Jórdaníu. Þorvarður hóf störf í febrúar 2009 á svæðisskrifstofu UNICEF fyrir Mið-Austurlönd og norðurhluta Afríku. Skrifstofan er staðsett í höfuðborg Jórdaníu, Amman. Þorvarður var sendur til Amman á vegum Íslensku friðargæslunnar og var þar þangað til í september Sveinn H. Guðmarsson, Jemen. Sveinn var upplýsingafulltrúi UNICEF í höfuðborg Jemen, Sanaa, og dvaldi þar um sex mánaða skeið á vegum Íslensku friðargæslunnar. Starfið fólst í að safna og miðla upplýsingum um ástandið í landinu og áhrif þess á aðstæður barna, en Jemen er fátækasta ríki Mið-Austurlanda. Alistair Gretarsson, Indlandi. Alistair hefur starfað sem upplýsingafulltrúi hjá UNICEF í Nýju- Delhi á Indlandi síðan árið Hann sér um alþjóðlega upplýsingamiðlun um málefni indverskra barna og starf UNICEF þar í landi. Á Indlandi býr um fimmtungur allra barna heims og fátækt er gríðarleg. Því má segja að verkefni UNICEF á Indlandi séu óþrjótandi. Bergsteinn Jónsson, Laos. Bergsteinn var ráðgjafi hjá UNICEF í Laos í þrjá mánuði og var styrktur af UNICEF á Íslandi. Hann bjó í höfuðborginni, Vientiane og starfaði einnig víðsvegar um landið. Verkefni Bergsteins fólust í aðstoð við langtímastefnumótun og úttekt á verkefnum, með áherslu á þátttöku barna og ungmenna. Laos er eitt af fátækustu ríkjum Asíu. 11

12 UNICEF / Lika Okropiridze UNICEF / Shehzad Noorani Fjármál Tekjur á árinu 2010 námu rúmum 323,8 milljónum en kostnaður við fjáröflun, innanlandsverkefni, kynningarmál, sölu og rekstur skrifstofu nam rúmum 85,6 milljónum, þar af er launakostnaður tæpar 35,3 milljónir. Vegna beinna rekstrarframlaga var hins vegar einungis 21% af söfnunarfé varið til rekstrar. Eins og undanfarin ár var framlag heimsforeldra stærsti tekjuliður UNICEF á Íslandi. Heildartekjur af verkefninu námu rúmlega 210 milljónum. Ráðstöfun til hjálparstarfs nam tæpum 186 milljónum. Þar af var rúmlega 84,5 milljónum varið til reglubundinna verkefna UNICEF og nýtast í þeim löndum þar sem þörfin er mest, m.a. með tilliti til tíðni ungbarnadauða, fjölda barna, læsi og landsframleiðslu á mann. Af tekjum ársins 2010 verður tæplega 64 milljónum varið til hjálparstarfs á árinu Rúmlega 84,7 milljónir runnu til eflingar menntunar í Síerra Leóne. Munar þar mest um 40 milljóna framlag frá velgerðasjóðnum Auroru. Það er þriðja framlag sjóðsins af fimm til menntunar í landinu. Einnig komu til framlög frá fjölda fyrirtækja eða svokölluðum UNICEF-verndurum. Auk þess var hluta af stuðningi heimsforeldra varið til menntaverkefnisins í Síerra Leóne. UNICEF á Íslandi stóð fyrir neyðarsöfnun fyrir Haítí og Pakistan og söfnuðust rúmlega 10 milljónir króna. Auk þess voru 5 milljónir króna sendar frá heimsforeldrum til Pakistan. Samkvæmt lögum UNICEF á Íslandi er stofnfé stofnunarinnar ein milljón. Í lok árs 2008, í kjölfar efnahagsþrenginga á Íslandi, ákvað stjórn UNICEF á Íslandi að 20 milljónir skyldu settar í sérstakan varasjóð og hefur honum ekki verið ráðstafað. Óráðstafaðar tekjur þar með talið varasjóður og óráðstafaðar tekjur til hjálparstarfs námu því tæpum 84 milljónum í lok árs Ráðstöfun tekna árið 2010/ Allocation of income Framlög til hjálparstarfs 2010/ Allocation to development assistance 16% 1% 3% 5% 25% 34% 1% 4% 2% 12 75% Framlög til hjálparstarfs/allocation to development assistance Fjáröflun/Fundraising cost Kostnaður við sölu vara/cost of sold goods Innanlands- og kynningarstarf/advocacy and communication Annar rekstur/other expenditure 34% Reglubundin verkefni UNICEF/Regular resources UNICEF Síerra Leóne/Sierra Leone UNICEF Haítí/Haiti UNICEF Pakistan UNICEF Laos Verður ráðstafað til hjálparstarfs árið 2011/ To be allocated to development assistance in 2011

13 UNICEF / Olivier Asselin UNICEF / Shehzad Noorani HELSTU TEKJUR OG GJÖLD Ráðstöfun til hjálparstarfs Reglubundin verkefni UNICEF UNICEF Síerra Leóne UNICEF Haítí UNICEF Pakistan UNICEF Laos Alls Ráðstöfun til hjálparstarfs flutt til ársins 2011 Verður ráðstafað árið Útgjöld Kostnaður við fjáröflun Kostnaður v/sölu korta og gjafa Kynningarmál og innanlandsstarf Annar rekstur Alls Söfnunarfé og framlög Bakhjarlar og aðrir rekstrarstyrkir Heimsforeldrar Framlög frá fyrirtækjum Sala á kortum og gjafavöru Önnur framlög Aðrar tekjur Vaxtatekjur Alls Allar upphæðir eru í íslenskum krónum. Deloitte annaðist endurskoðun á ársreikningi UNICEF á Íslandi. Ársreikninginn má nálgast á skrifstofu UNICEF á Íslandi. KEY FINANCIAL FIGURES Allocation to development assistance Regular resources, UNICEF projects UNICEF Sierra Leone UNICEF Haiti UNICEF Pakistan Staff secondment to Unicef LaoPDR Total Allocation to development assistance transferred to 2011 Will be allocated in Expenditure Fundraising cost Sales cost Communication and advocacy Other expenditure Alls Donations Core sponsors and other operational contributions Global Parents Corporate donations Sales of cards and gifts Other donations Other income Finance income and exchange rate gain Total All figures are in Icelandic kronur. Deloitte audited the finances of UNICEF Iceland. For further information please contact UNICEF Iceland. 13

14 Framlög íslenska ríkisins til UNICEF Utanríkisráðuneytið hefur markað þá stefnu að efla samstarf við UNICEF og hefur framlag íslenskra stjórnvalda tífaldast frá upphafi árið Á síðustu árum hafa Þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna um þróun verið höfð að leiðarljósi í stefnu utanríkisráðuneytisins í þróunarsamvinnu. Sérstök áhersla hefur verið lögð á menntun stúlkna og barna. Verkefni UNICEF falla því vel að markmiðum íslenskrar þróunarsamvinnu. Í skýrslu Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra, sem lögð var fyrir Alþingi í maí 2010 og fjallaði um utanríkis- og alþjóðamál, var bent á að tíu ár væru liðin frá samþykkt Þúsaldarmarkmiðanna. Fimm ár væru þangað til þau ættu að hafa náðst. Þúsaldarmarkmiðin mörkuðu tímamót í alþjóðlegu þróunarstarfi og á síðasta áratug hefur mikill árangur náðst í baráttunni gegn fátækt og hungri. En betur má ef duga skal. Á mörgum sviðum, svo sem á sviði mæðraverndar og menntunar stúlkna, þarf að gera sérstakt átak í aðstoð við þróunarríki, auk þess sem standa þarf vörð um að alþjóðlega fjármálakreppan grafi ekki undan árangri sem hefur áunnist á ýmsum sviðum, stendur í skýrslunni. Verkefni víða um heim Fjórða Þúsaldarmarkmiðið fjallar um barnadauða og stefnt er að því lækka dánartíðni barna yngri en fimm ára um tvo þriðju á árabilinu Í Gíneu-Bissá í Vestur-Afríku er dánartíðni barna ein sú hæsta í heimi. Utanríkisráðuneytið hefur stutt myndarlega við heilsugæsluverkefni UNICEF þar í landi. Verkefnið snýst um að draga úr dauðsföllum barna yngri en fimm ára og felst meðal annars í bólusetningum, malaríuvörnum, vernd gegn umskurði, vernd gegn mansali og fræðslu um hreinlæti og sjúkdóma. Utanríkisráðuneytið hefur að auki styrkt verulega hinar ýmsu undirstofnanir Sameinuðu þjóðanna í Miðausturlöndum og er það liður í aðgerðaáætlun stjórnvalda fyrir svæðið. Árið 2010 veitti ráðuneytið UNICEF í Palestínu 11,5 milljóna króna styrk til almennra verkefna samtakanna og árið áður rann þangað svipuð upphæð. UNICEF í Palestínu leggur mikla áherslu á vernd og umönnun barna sem líða fyrir ástandið á hernumdu svæðunum. Nefna má að næringarskortur er útbreiddur og börn slasast og láta lífið af völdum jarðsprengna. Líkamlegt ofbeldi er einnig algengt og mörg börn þjást af kvíðaröskun og þunglyndi. Verkefni UNICEF á svæðinu felast meðal annars í bólusetningum, menntun, sálgæslu og fræðslu um næringu og hreinlæti. Árið 2010 sat Ísland í stjórn UNICEF ásamt 35 öðrum aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna. Hlutverk stjórnarinnar er að hafa eftirlit með starfsemi stofnunarinnar og fjalla um stefnumið, aðgerðaáætlanir fyrir einstök lönd og fjárhagsáætlanir. Íslenska friðargæslan Samstarf Íslensku friðargæslunnar og UNICEF var form fest með samningi í febrúar Síðan þá hefur fjöldi Íslendinga verið sendur á vettvang til starfa fyrir UNICEF. Þeir hafa gegnt margvíslegum störfum, allt frá birgðastjórnun til barnaverndar. Árið 2008 tók Íslenska friðargæslan þátt í nýju samstarfsverkefni með UNICEF. Um var að ræða stofnun viðbragðslista sem gert hefur UNICEF kleift að senda upplýsingafulltrúa á vettvang þegar neyðarástand brýst út eða þar sem brýn þörf er á slíkum fulltrúum. Níu Íslendingar sóttu námskeið sem UNICEF hélt í Reykjavík í september 2008 og tveir námskeið í Kaupmannahöfn árið eftir. Í kjölfarið hafa sjö stöður upplýsingafulltrúa á vegum UNICEF verið mannaðar Íslendingum í tvo til sex mánuði í senn; Í Georgíu, Jerúsalem/Palestínu, Srí Lanka, Tadjikistan, Súdan, Pakistan og Jemen. Á árinu 2010 voru þrír sérfræðingar að störfum hjá UNICEF í stöðum styrktum af Íslensku friðargæslunni. Einn var í Pakistan, annar í Jórdaníu og sá þriðji í Jemen. Nánar má lesa um störf þeirra á bls hér á undan. 14 Skipting framlaga íslenska ríkisins til UNICEF árið % 37% 54% Almennt framlag Verkefni í Gíneu-Bissá Verkefni í Palestínu Framlag íslenska ríkisins til verkefna UNICEF (í milljónum króna): Almennt framlag 46, ,2 44,1 Neyðaraðstoð 16,9 7,4 Verkefni gegn barnahermennsku 6,9 Verkefni í Gíneu-Bissá ,9 64,8 Verkefni í Palestínu 12,1 11,5 Ungliðaverkefni 17,1 47,2 Samtals: 87,1 124,6 158,2 120,3

15 UNICEF / Olivier Asselin UNICEF / Marta Ramoneda UNICEF / Shehzad Noorani 15

16 UNICEF / Marco Dormino UNICEF / Shehzad Noorani Overview of the year Fundraising In May 2011, UNICEF Iceland won the National Committe for UNICEF Financial Performance Award for largest growth in per capita income in The prize was given in the Small Committe Category. In 2010, the National Committee in Iceland gave the equivalence of six US dollars for every Icelander to development assistance. Fundraising efforts were very successful in 2010 and as usual the Global Parent pledge programme was at the heart of UNICEF Iceland s fundraising operations with 2,555 new global parents recruited (1,725 women, 814 men and 16 companies). UNICEF Iceland has more pledge donors per capita than any other National Committee in the world; a fact we are tremendously proud of and thankful for. Over 5% of Icelanders have registered as Global Parents. The Global Parents have shown themselves to be a steady source of support for UNICEF s long term projects for children in need around the world. The average monthly donation from Global Parents is 1,302 ISK. Other fundraising activities included the continuing sale of UNICEF s cards and gifts, in memoriam cards and gift certificates, and an emergency appeal for Haiti and Pakistan, to name but a few. In December, UNICEF Iceland started selling so-called Inspired Gifts which give people the opportunity of buying unusual presents such as mosquito-nets and vaccines. Goods that are bought in this manner are then shipped to destinations where they are needed the most. In only three weeks in December a total amount of 824,334 ISK was raised. In addition, the UNICEF-movement project, which encourages primary school children to raise awareness and funds for UNICEF through sponsored runs, continued with almost 4,000 students participating from 23 primary schools and after school care centres. 16 Sponsored Projects In recent years the Aurora foundation has supported an extensive and comprehensive education project in Sierra Leone, one of the poorest countries in the world. In March 2010, the board of the Aurora Foundation pledged a total of 40 million ISK in support of UNICEF projects in Sierra Leone. The total contribution of the Foundation to education in Sierra Leone now amounts to 156 million ISK. Over fifty fully equipped schools have risen and more than a hundred teachers have been fully trained. Local communities have been activated through the founding of parent associations and mother s clubs in the schools which has a positive effect on student retention and child protection in general. Together, Aurora and UNICEF have changed the lives of thousands of children and families in Sierra Leone. Advocay and Development In keeping with one of UNICEF s core aims of enabling and encouraging the participation of children in society, UNICEF Iceland has an active youth council which supports and inspires the work of the National Committee. The youth council has developed many projects of its own and is becoming increasingly more involved in UNICEF Iceland s advocacy work each year. UNICEF Iceland has since its launch published two sets of web-based educational materials. The first is the teaching kit Everyone has rights which is written for 13 to 16 year old students with the aim of increasing rights awareness and decreasing prejudice among youth. The web was widely used by teachers in UNICEF Iceland has also worked in partnership with others on an educational website on the Convention of the Rights of the

17 UNICEF / Tom Pietrasik UNICEF / Roger LeMoyne 2010 Child, The first phase of the website was launched in 2009 and in 2010 the work on the second phase took place. Corporate partners A number of Icelandic companies cooperated with and supported UNICEF Iceland in In most cases the support was in the form of free or discounted goods and services, such as with Oddi printing company. Such goodwill is tremendously important for the work of the National Committee as it serves to minimise the overhead costs of the operation. UNICEF Iceland is also collaborating with companies on direct fundraising activities. Sale of coffee to companies through a cause related telemarketing project with Te & kaffi generated for example 3 million ISK for UNICEF. Te & kaffi also offered their customers the chance to support UNICEF through sales of inspired gift cards. In 2010 Tulipop, a product design company, continued its co-operation with the National Committee. Tulipop sold Easter eggs in beautifully designed packaging of which half of the proceeds went to UNICEF s projects for children in need. In addition, Pampers continued their sales of diaper packs in support of UNICEF s tetanus vaccination campaigns. First of November 2010, IKEA launched its annual Soft Toy Campaign. IKEA gave one Euro for each soft toy which was sold in its stores globally during a certain period. In Iceland, the funds raised went equally to UNICEF and Save the Children. UNICEF Iceland received 15,537 Euros or 2,392,698 ISK. The Icelandic government The Icelandic government continued its support for UNICEF in Since 2004, the contribution has increased ten times. In 2010, a total of million ISK went to regular projects within UNICEF, as well as to UNICEF-projects in Guinea-Bissau and Jerusalem/OPT. Three UNICEF-positions were also paid for by the Icelandic Crisis Response Unit, one in Jordan, one in Yemen and one in Pakistan. See key financial figures on page 13. Successful Red Nose Day On the third of December 2010 the Red Nose Day was celebrated for the third time in Iceland. The main goal was to raise the number of Global parents as well as raising awareness of the public, media, government and companies, of the need for development aid for children. The results exceeded expectations by far: Around 1,700 new Global Parents were registered. In addition, 3,500 red noses were sold. They could be bought in the stores of Hagkaup and Bónus but were also sold on the street by individual scout- and sport clubs. The highlight of the campaign was a TV gala that was broadcast on Channel 2 on December the third. Many of Iceland s most beloved performers entertained and viewers got to see compelling stories of UNICEF s work for children in need and give their support. A host of individuals took part in making Red Nose Day 2010 a reality, artists, filmcrew, and staff from UNICEF s corporate partners. To all these we extend our most heartfelt thanks. 17

18 Við erum UNICEF á Íslandi UNICEF / UNICEF Ísland Stjórn UNICEF á Íslandi Stjórnarfólk kemur víða að úr samfélaginu og tekur virkan þátt í að móta starf landsnefndarinnar. Frá vinstri Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, Jóhanna Vilhjálmsdóttir, Eiður Guðnason, Svanhildur Konráðsdóttir, Karl Blöndal, Hildur Hjörvar, Brynja Runólfsdóttir og Bragi Guðbrandsson. Á myndina vantar Jónu Hrönn Bolladóttur, Kristínu Jóhannesdóttur og Margréti Hallgrímsdóttur. Stjórnarformaður Svanhildur Konráðsdóttir Varaformaður Karl Blöndal Gjaldkeri Eiður Guðnason Meðstjórnendur Bragi Guðbrandsson Brynja Runólfsdóttir Jóhanna Vilhjálmsdóttir Jóna Hrönn Bolladóttir Kristín Jóhannesdóttir Margrét Hallgrímsdóttir Formaður ungmennaráðs Hildur Hjörvar Á árinu hætti Kristín Árnadóttir í stjórn og Þórunn Sigurðardóttir sem formaður. Eru þeim færðar bestu þakkir fyrir vel unnin störf. Starfsfólk Framkvæmdastjóri Stefán Stefánsson Fjármálastjóri Dröfn Guðmundsdóttir Fræðslufulltrúi Bergsteinn Jónsson Fjáröflunarfulltrúi Flóki Guðmundsson Fjáröflunarfulltrúi Jóhanna Guðmundsdóttir Verkefnastjóri Eva Hrönn Steindórsdóttir Tengiliður heimsforeldra Bryndís Lúðvíksdóttir Upplýsingafulltrúi Sigríður Víðis Jónsdóttir Ráðgjafi Lovísa Arnardóttir 18

19 UNICEF / Shehzad Nooran UNICEF / Shehzad Noorani UNICEF / Roger LeMoyne Takk! Stjórn og starfsfólk UNICEF á Íslandi á mikið að þakka þeim fjölmörgu góðu aðilum sem koma að starfi landsnefndarinnar með einum eða öðrum hætti. Bæði fyrirtæki og einstaklingar hafa sýnt UNICEF mikinn velvilja og stuðning. Margir hafa veitt afslætti og stutt þannig við reksturinn og aðrir hafa veitt beinan fjárhagslegan stuðning. Fjöldi fólks lagði UNICEF á Íslandi lið með óeigingjörnu starfi sínu og má þar helst nefna listamenn og tæknifólk sem komu að degi rauða nefsins. Við þökkum þeim fjölmörgu fyrirtækjum, samstarfsaðilum og einstaklingum sem lögðu okkur lið á árinu 2010 og gerðu þar með heiminn aðeins betri fyrir þau sem reiða sig á starf UNICEF á hverjum degi bágstödd börn. UNICEF / Riccardo Gangale UNICEF / Jinnatun Nesa UNICEF / UNICEF Ísland

20 UNICEF Ísland Laugavegur Reykjavík Sími:

ÁRSSKÝRSLA annual report. UNICEF Ísland. Laugavegur Reykjavík Sími:

ÁRSSKÝRSLA annual report. UNICEF Ísland. Laugavegur Reykjavík Sími: ÁRSSKÝRSLA 2012 annual report UNICEF Ísland Laugavegur 176 105 Reykjavík Sími: 552 6300 unicef@unicef.is www.unicef.is SAMEINUMST Í ÞÁGU BARNA Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, var stofnuð árið 1946

More information

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

ÁRSSKÝRSLA annual report

ÁRSSKÝRSLA annual report ÁRSSKÝRSLA 2014 annual report Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, var stofnuð árið 1946 og hefur starfsemi samtakanna vaxið jafnt og þétt á þessum tæpum sjö áratugum. Samtökunum var í fyrstu ætlað að

More information

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

Horizon 2020 á Íslandi:

Horizon 2020 á Íslandi: Horizon 2020 á Íslandi: - Árangur Íslands í Horizon2020 - Hvernig getur Rannís veitt ykkur aðstoð? Kristmundur Þór Ólafsson Alþjóðasvið Rannís Landstengiliður (NCP) fyrir H2020 Hvað er H2020? Rammaáætlun

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Svíþjóð - stjórnsýslan Þrjú formleg stjórnsýslustig Sveitarfélög, 290 talsins (Local level) Lén, 20 talsins (Regional level) Landsstjórn, 349 þingmenn (National

More information

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson Samstarf HR og IGI Ólafur Andri Ragnarsson Leikjaiðnaðurinn 2021 Leikjaiðnaðurinn 2021 5.000 störf 70 milljarðar í heildarútflutningstekjur ef... Photo Ian Parker http://parkerlab.bio.uci.edu/nonscientific_adventures/iceland_man.ht

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs?

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Hvernig getur málefni sem ekki er skilgreint sem námsgrein í grunnskóla eða námssvið

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2011:1 27. maí 2011 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga frá sveitarfélögum árlega um fjárhagsaðstoð, félagslega heimaþjónustu

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum Raddir fjölbreyttra kennarahópa Sólveig Karvelsdóttir, lektor, HÍ Hafdís Guðjónsdóttir, dósent, HÍ Rannsóknin er hluti af tveimur rannsóknum Fjölbreyttir kennarahópar

More information

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur?

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur? Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur? Málþing um byggðamál og svæðasamvinnu 14. mars 2014 Stefanía Traustadóttir Heimsókn til Norðurbotns (Oulu) apríl 2012 Þátttakendur: Ragnheiður

More information

Ársskýrsla UNIFEM á Íslandi 2009

Ársskýrsla UNIFEM á Íslandi 2009 Ársskýrsla UNIFEM á Íslandi 2009 í stuttu máli Þróunarsjóður Sameinuðu þjóðanna í þágu kvenna, UNIFEM, var stofnaður árið 1976 í kjölfar heimsráðstefnu SÞ um málefni kvenna í Mexíkó 1975. Þar varð ljóst

More information

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be Stefnumótun tun Rf Hlutverk (Mission) Why we exist Gildi (Core values) What we believe in Framtíðarsýn (Vision) What we want to be Stefna (Strategy) Our Game plan Stefnumiðað árangursmat Balanced Scorecard

More information

Að hjálpa fólki til sjálfshjálpar

Að hjálpa fólki til sjálfshjálpar Starfsskýrsla 2015-2016 Að hjálpa fólki til sjálfshjálpar Meginmarkmið með öllum verkefnum Hjálparstarfs kirkjunnar er að rjúfa vítahring fátæktar, hungurs og vannæringar og efla virðingu fyrir mannréttindum

More information

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Sérfræðingur í persónurétti Yfirlit Stóra myndin Skyldur GDPR Aðlögunarferli Áskoranir og praktísk ráð 2 3 Yfirlit: Hvað er GDPR?» GDPR

More information

ANNUAL REPORT 2010 ÁRSSKÝRSLA 2010

ANNUAL REPORT 2010 ÁRSSKÝRSLA 2010 ANNUAL REPORT 2010 ÁRSSKÝRSLA 2010 Annual Report 2010/Ársskýrsla 2010 Icelandic bilateral development cooperation from 1 January to 31 December 2010 Tvíhliða þróunarsamvinna Íslands 1. janúar til 31. desember

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2011 Municipal social services 2011

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2011 Municipal social services 2011 2012:1 4. október 2012 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Árið fengu 7.715 heimili fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og hafði heimilum sem þáðu slíkar greiðslur fjölgað um 805

More information

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2013 Municipal social services 2013

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2013 Municipal social services 2013 2014:3 9. október 2014 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Árið fengu 8.042 heimili fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og hafði heimilum sem þáðu slíkar greiðslur fjölgað um 306

More information

Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi

Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi Lokaverkefni til B.Ed. prófs Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi Eru ánægðir foreldrar bestu bandamenn kennara? Halldóra Gísladóttir 300955-5419 Kennaraháskóli Íslands

More information

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur CHEMISTRY The Central 9th Edition Hlutfallareikningur: AðA reikna út frá formúlum og efnajöfnum fnum Lavoisier: Massi varðveitist í efnahvörfum. : lýsa efnahvörfum. Efnajafna : Hvarfefni og myndefni: 2H

More information

Lýðheilsa Heilsa í allar stefnur

Lýðheilsa Heilsa í allar stefnur Lýðheilsa Heilsa í allar stefnur Hvar standa Íslendingar í samanburði þjóða? Dagskrá: 14:30 Ávarp forsætisráðherra: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 14:45 Heilsa í allar stefnur: Health in All Policies reynsla

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

Áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands

Áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands Áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2011-2014 Efnisyfirlit Skammstafanir... 2 1. Skyldur Íslands í þróunarsamvinnu.... 3 2. Alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands.... 4 2.1. Gildi og áherslur.... 4

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr. 54 8. árgangur

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

Lengsta fjallakeðja á Jörðinni!

Lengsta fjallakeðja á Jörðinni! AMERÍKA 1 Lengsta fjallakeðja á Jörðinni! Meðfram allri vesturströnd Ameríku liggja Cordillerafjöll. Í S-Ameríku eru þau kölluð: Andesfjöll Í N-Ameríku skiptast þau í: Klettafjöll (Rocky Mountains), Strandfjöll

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2010:1 12. maí 2010 Félagsþjónusta sveitarfélaga 2007 2009 Municipal social services 2007 2009 Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga árlega um félagslega heimaþjónustu og fjárhagsaðstoð

More information

Laun á almennum vinnumarkaði 2005 Earnings in the private sector 2005

Laun á almennum vinnumarkaði 2005 Earnings in the private sector 2005 26:1 14. júlí 26 Laun á almennum vinnumarkaði 25 Earnings in the private sector 25 Samantekt Árið 25 voru regluleg mánaðarlaun á almennum vinnumarkaði að meðaltali 244 þúsund krónur, heildarmánaðarlaun

More information

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa Efnisyfirlit Þróun félagsauðs í grannríkjunum Bandaríkin Skandinavía Meginland Evrópu Þróunin á Íslandi Félagsþátttaka Frumtengsl Félagsrof Félagsauður,

More information

Fóðurrannsóknir og hagnýting

Fóðurrannsóknir og hagnýting Fóðurrannsóknir og hagnýting Uppskeruhátíð rannsókna Gunnar Örn Kristjánsson Strandbúnaður 2018, Grand Hótel Reykjavík, 19.-20. mars. Grundvöllur fóðurgerðar Þarfir hjá eldisfisk Efnaþarfir til vaxtar

More information

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst 15. 18. ágúst 21. 25. ágúst 28. ág 1. sept. 15. skipulagsdagur 16. skipulagsdagur 17. Skipulagsdagur 18. skipulagsdagur

More information

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Power Point leiðbeiningar Sjónarhorn View Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Outline view - Yfirlitshamur Hér er hægt að rita minnispunkta við hverja glæru fyrir þann sem

More information

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Klettafjöllin og Grand Canyon 1 Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Kristbjörg María Guðmundsdóttir Eitt af fallegustu handverkum náttúruaflanna er án efa að finna í vesturhluta Norður-Ameríku.

More information

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012 Nr. 28/32 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012 2013/EES/28/07 frá 8. júní 2012 um framkvæmdarreglur vegna beitingar 16. gr.

More information

2015, Utanríkisráðuneytið

2015, Utanríkisráðuneytið UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ AFGANISTAN - AÐGERÐIR OG VERKEFNI 2002-2014 FORSÍÐUMYND Þátttaka Íslendinga í aðgerðum og verkefnum í Afganistan 2002-2014 2015 Útgefandi Utanríkisráðuneytið www.utanrikisraduneyti.is

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 8. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2.

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2. Reykjavík, 15. maí 2017 R17050061 110 Borgarráð Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2. júní 2017 Fyrirhuguð er opinber

More information

Aðalnámskrá leikskóla. (1999). Reykjavík: Menntamálaráðuneytið. Aðalnámskrá leikskóla. (2011). Reykjavík: Mennta- og menningarmálaráðuneytið.

Aðalnámskrá leikskóla. (1999). Reykjavík: Menntamálaráðuneytið. Aðalnámskrá leikskóla. (2011). Reykjavík: Mennta- og menningarmálaráðuneytið. Heimildaskrá Aðalnámskrá leikskóla. (1999). Reykjavík: Menntamálaráðuneytið. Aðalnámskrá leikskóla. (2011). Reykjavík: Mennta- og menningarmálaráðuneytið. Ásgarður. (á.á.). Saga skólans. Sótt þann 25.

More information

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn -

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM Schengen ráðstefna 6. október 2011 - Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - Áherslur - Lögreglan á Suðurnesjum - Framkvæmd landamæraeftirlits - Umhverfið - Álag á Ísland

More information

Könnunarverkefnið PÓSTUR

Könnunarverkefnið PÓSTUR Könnunarverkefnið PÓSTUR Þáttakenndur í verkefninu UM PÓST Rauði hópur Vor 2010 Börn fædd 2005 Hópstjóri: Tatjana Lind Jónsson Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina

More information

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar 1 Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar Introduction to rotating machines 2 Grunnhugtök og meginþættir Klassískar gerðir véla Riðstraumsvélar Samfasavél (synchronous machine) Spanvél (induction machine

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006

Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006 Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006 Rannsóknarmiðstöð HR í nýsköpunar- og frumkvöðlafræðum Rögnvaldur J. Sæmundsson Silja Björk Baldursdóttir Mars 2007 GEM - frumkvöðlastarfsemi 2006

More information

Staðlaráð Íslands. Ársskýrsla 2016

Staðlaráð Íslands. Ársskýrsla 2016 Staðlaráð Íslands Ársskýrsla 2016 Aðilar að Staðlaráði Íslands 2016 Admon ehf. Advania Alcoa Fjarðaál Arion banki hf. Arkitektafélag Íslands Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti Auðkenni ehf. Ábyrgar fiskveiðar

More information

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Kynning í Dalskóla 6. desember 2018 Gautur Þorsteinsson, verkfræðingur Um útvarpsþjónustu Fyrsta útsending útvarpsdagskrár 1920 Útsendingar útvarps

More information

Health at a Glance: OECD Indicators 2005 Edition. Heilbrigðismál í hnotskurn: Rit OECD Samantekt. Summary in Icelandic. Útdráttur á íslensku

Health at a Glance: OECD Indicators 2005 Edition. Heilbrigðismál í hnotskurn: Rit OECD Samantekt. Summary in Icelandic. Útdráttur á íslensku Health at a Glance: OECD Indicators 2005 Edition Summary in Icelandic Heilbrigðismál í hnotskurn: Rit OECD 2005 Útdráttur á íslensku Samantekt Heilbrigðiskerfi í OECD ríkjum verða sífellt umfangsmeiri

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Nr mars 2006 AUGLÝSING

Nr mars 2006 AUGLÝSING AUGLÝSING um gerð sem felur í sér breytingu á samningi sem ráð Evrópusambandsins og Ísland og Noregur gerðu með sér um þátttöku hinna síðarnefndu í framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna. Hinn

More information

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018 Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu September 2018 Samantekt Íslandsstofa framkvæmdi viðhorfskönnun í júlí og ágúst 2018 meðal erlendra söluaðila sem selja ferðir til Íslands.

More information

Kennarasamband Íslands, 15. desember 2016

Kennarasamband Íslands, 15. desember 2016 Kennarasamband Íslands, 15. desember 2016 Skýrsla KÍ um ráðstefnu Alþjóðasamtaka kennara um menntun flóttabarna. Stokkhólmi, 21. 22. nóvember 2016. Education of refugee children fast track to equal opportunities

More information

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI ER ÍSLAND SPRUNGIÐ MEÐ 2,2 M FERÐAMANNA? TOP 10 ÞJÓÐGARÐAR Í BANDARÍKJUNUM 1. Great Smoky Mountains National Park

More information

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2 1 Examples 2 Sýnidæmi 2 2 Example 25-1 Gefið er 3 fasa, 3 teina raforkukerfi samkvæmt meðfylgjandi einlínumynd. Allar stærðir á myndinni eru í einingakerfinu ( per unit ). Seríuviðnám háspennulínanna er

More information

Mannfjöldaspá Population projections

Mannfjöldaspá Population projections 3. október 217 Mannfjöldaspá 217 266 Population projections 217 266 Samantekt Samkvæmt miðspá mannfjöldaspár Hagstofu Íslands verða íbúar landsins 452 þúsund árið 266, bæði vegna fólksflutninga og af náttúrlegum

More information

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile HUGPRÓ Betware QA & Agile 26.02.2010 Head Quarters Betware Reykjavík Betware DK Copenhagen Denmark Betware Solutions CA Kamloops, BC Betware Madrid Spain Certus Odense Denmark Betware Sp. z o.o. Warsaw

More information

2. Stefnur og hugmyndafræði sem hafa haft áhrif á listkennslu

2. Stefnur og hugmyndafræði sem hafa haft áhrif á listkennslu Ágrip Í þessari ritgerð, sem er lokaverkefnið mitt til B.Ed gráðu, mun ég fjalla um samvinnu á milli myndlistarskóla og grunnskóla. Í því samhengi mun ég skoða Billedskolen i Tvillingehallen og Myndlistarskólann

More information

UNGT FÓLK BEKKUR

UNGT FÓLK BEKKUR UNGT FÓLK 16 8.. BEKKUR Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun, heilsuhegðun, heilsuvísar, líðan og framtíðarsýn ungmenna í framhaldsskólum á Íslandi. ÆSKULÝÐSRANNSÓKNIR FRÁ 1992 Ungt fólk 16 Grunnskólar

More information

HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS. Hagstærðir Verzlunarmannafélags Reykjavíkur

HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS. Hagstærðir Verzlunarmannafélags Reykjavíkur HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS Hagfræðistofnun Háskóla Íslands Odda v/sturlugötu Sími: 525-4500/525-4553 Fax: 525-4096 Heimasíða: www.ioes.hi.is Tölvufang: ioes@hag.hi.is Hagstærðir Verzlunarmannafélags

More information

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands ÞÓRA BJÖRK HJARTARDÓTTIR Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands 1. Fjöldi erlendra stúdenta Á liðnum áratug hefur erlendum stúdentum fjölgað gríðarlega við Háskóla Íslands. Haustið 2000 voru skráðir

More information

Tungumálatorgið - fræðin og veruleiki á vettvangi. Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir: kennsluráðgjafi og verkefnastjóri Tungumálatorgsins,

Tungumálatorgið - fræðin og veruleiki á vettvangi. Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir: kennsluráðgjafi og verkefnastjóri Tungumálatorgsins, Tungumálatorgið - fræðin og veruleiki á vettvangi Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir: kennsluráðgjafi og verkefnastjóri Tungumálatorgsins, tobba@hi.is Menntakvika 2013 Erindið Segja sögur Sýna myndir Setja í

More information

Leiðbeinandi á vinnustað

Leiðbeinandi á vinnustað Work Mentor Leiðbeinandi á vinnustað Leonardo da Vinci, Transfer of Innovation verkefni sem VMA sótti um að stýra. Kynning maí 2011. Jóhannes Árnason 1 Work Mentor Leonardo da Vinci Transfer of Innovation

More information

Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software.

Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software. Heimildaskrá Ritaðar heimildir Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software. Bændasamtök Íslands (2005). Hagtölur

More information

Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/ /10

Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/ /10 Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/04-2009/10 Stefán Hrafn Jónsson Háskóli Íslands, Landlæknisembættið Margrét Héðinsdóttir Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins

More information

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Jón Viðar Jónmundsson 1 og Emma Eyþórsdóttir 2 1 Bændasamtökum Íslands 2 Rannsóknarstofnun landbúnaðarins/lbh á Hvanneyri Inngangur Fyrsta

More information

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis ANNUAL SAFETY REVIEW 2012 Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis Flugmálastjórn Íslands: Annual Safety Review 2012 Útgefandi: Flugmálastjórn Íslands Skógarhlíð 12 105 Reykjavík

More information

Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar Frambjóðendur. Multicultural Council of Reykjavik Candidates

Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar Frambjóðendur. Multicultural Council of Reykjavik Candidates Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar Frambjóðendur Multicultural Council of Reykjavik Candidates Aleksandra Chlipala Hversu lengi búið á Íslandi: Have been a resident of Iceland: Pólsk Polish aleksandrachlipala@gmail.com

More information

Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu

Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu Er hlutfall barna yfir kjörþyngd hætt að aukast? Stefán Hrafn Jónsson Lýðheilsustöð Margrét Héðinsdóttir Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins Mars 2010 Líkamsþyngd barna

More information

Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008.

Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008. GR 10:03 Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008. Guðlaugur Einarsson, geislafræðingur Ágúst 2010 Geislavarnir ríkisins Icelandic Radiation Safety Authority Rauðarárstíg 10 150 Reykjavík s. 5528200

More information

Hvað er núll - slysastefna. Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins

Hvað er núll - slysastefna. Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins Hvað er núll - slysastefna Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins Markmið stjórenda núll slysasýn New trends in accident prevention due to the changing world of work European Agency for Safety

More information

Aðalheiður L. Guðmundsdóttir Myndlistardeild, lektor Vegna þátttöku í listfræðiráðstefnunni [no title] í Kaupmannahöfn í október.

Aðalheiður L. Guðmundsdóttir Myndlistardeild, lektor Vegna þátttöku í listfræðiráðstefnunni [no title] í Kaupmannahöfn í október. STARFSÞRÓUNARSJÓÐUR AKADEMÍSKRA STARFSMANNA - úthlutun haustönn 2018 Auglýst var eftir umsóknum um styrkveitingar með umsóknarfrest til 3. september 2018. Alls bárust sjóðnum 12 umsóknir: 7 frá hönnunar-

More information

Vaxtarsaga Marel. Snjólfur Ólafsson og Auður Hermannsdóttir

Vaxtarsaga Marel. Snjólfur Ólafsson og Auður Hermannsdóttir Vaxtarsaga Marel Snjólfur Ólafsson og Auður Hermannsdóttir Alþjóðlegur vöxtur íslenskra fyrirtækja og erlendar fjárfestingar síðustu ára hafa vakið mikla athygli hér á landi og víðar. Grein þessi varpar

More information

Mannfjöldaspá Population projections

Mannfjöldaspá Population projections 29. júní 216 Mannfjöldaspá 216 265 Population projections 216 265 Samantekt Í miðspá mannfjöldaspár Hagstofu Íslands er gert ráð fyrir að íbúar gætu orðið 442 þúsund árið 265. Þeim hefði þá fjölgað úr

More information

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík Notkun merkis Veðurstofu Íslands Veðurstofa Íslands Bústaðavegur 9 150 Reykjavík +354 522 60 00 +354 522 60 01 vedur@vedur.is Maí 2009 2 Efnisyfirlit Merki 3 Litanotkun 5 Merki í fleti 6 Stærð merkisins

More information

Kostnaður og viðhorf vegna búsetu hælisleitenda í Reykjanesbæ

Kostnaður og viðhorf vegna búsetu hælisleitenda í Reykjanesbæ VIÐSKIPTASVIÐ Kostnaður og viðhorf vegna búsetu hælisleitenda í Reykjanesbæ Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Jóhanna María Jónsdóttir Leiðbeinandi: Kári Joensen (Haustönn 2014) 2 Jóhanna María Jónsdóttir

More information

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gylfi Magnússon Viðskiptafræðideild Ritstjóri Ingjaldur Hannibalsson Rannsóknir í félagsvísindum XIII. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2012 Reykjavík:

More information

Reykjavík-Rotterdam, rannsókn á vöruútflutningi til Niðurlands (Hollands) Reykjavík-Rotterdam, a study of exports of goods to the Netherlands

Reykjavík-Rotterdam, rannsókn á vöruútflutningi til Niðurlands (Hollands) Reykjavík-Rotterdam, a study of exports of goods to the Netherlands 2. nóvember 2015 Reykjavík-Rotterdam, rannsókn á vöruútflutningi til Niðurlands (Hollands) Reykjavík-Rotterdam, a study of exports of goods to the Netherlands Samantekt Markmið þessarar rannsóknar er að

More information

Tölvu- og netnotkun einstaklinga 2011 Computer and Internet usage by individuals 2011

Tölvu- og netnotkun einstaklinga 2011 Computer and Internet usage by individuals 2011 2011:2 6. september 2011 Tölvu- og netnotkun einstaklinga 2011 Computer and Internet usage by individuals 2011 Samantekt Nettenging er til staðar á 93% íslenskra heimila. Árleg fjölgun nettengdra heimila

More information

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Þórólfur Guðnason yfirlæknir Sóttvarnalæknir, Embætti landlæknis Nóvember 2014 Gastegundir frá eldgosum >95% H 2 O, CO 2 SO 2

More information

SSF. Laun og kjör félagsmanna. Febrúar 2013

SSF. Laun og kjör félagsmanna. Febrúar 2013 SSF Laun og kjör félagsmanna Febrúar 2013 Skýrsla þessi og innihald hennar er eingöngu til innanhússnota hjá því fyrirtæki, stofnun eða einstaklingi sem hana keypti. Öll opinber birting eða dreifing er

More information

Listi yfir ferðir kjörinna fulltrúa og embættismanna árið 2017 á skrifstofum miðlægrar stjórnsýslu

Listi yfir ferðir kjörinna fulltrúa og embættismanna árið 2017 á skrifstofum miðlægrar stjórnsýslu Reykjavík, 20. mars 2018 R17050148 1312 Borgarráð Listi yfir ferðir kjörinna fulltrúa og embættismanna árið 2017 á skrifstofum miðlægrar stjórnsýslu Á fundi borgarráðs þann 18. júní 2015 var samþykkt að

More information

Ungir innflytjendur og aðrir einstaklingar með erlendan bakgrunn í íslensku samfélagi og íslenskum skólum

Ungir innflytjendur og aðrir einstaklingar með erlendan bakgrunn í íslensku samfélagi og íslenskum skólum Ráðstefnurit Netlu Menntakvika 211 Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 211 Ólöf Garðarsdóttir og Guðjón Hauksson 1 Ungir innflytjendur og aðrir einstaklingar með erlendan

More information

Gleðilega hátíð. JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA. Landsbankinn landsbankinn.is

Gleðilega hátíð. JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA. Landsbankinn landsbankinn.is REYKJAVIK PRIDE 2. 7. ÁGÚST FREE COPY HINSEGINDAGAR.IS Gleðilega hátíð JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA Landsbankinn landsbankinn.is 410 4000 VELKOMIN Á HINSEGIN DAGA 2016 WELCOME TO REYKJAVIK PRIDE 2016 Sagan

More information

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016 FLUGTÖLUR 216 INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 216 Flugvöllur 215 216 Br. 16/15 Hlutdeild Reykjavík 348.24 377.672 8,5% 5,4% Akureyri 17.897 183.31 7,3% 24,5% Egilsstaðir 89.79 93.474 4,9%

More information

Samfélagsskýrsla Íslandsbanki í samfélaginu

Samfélagsskýrsla Íslandsbanki í samfélaginu Samfélagsskýrsla 2016 Íslandsbanki í samfélaginu Efnisyfirlit Skilaboð frá bankastjóra 4 Um gerð skýrslunnar 5 Þetta er Íslandsbanki 7 Útibúanet Íslandsbanka 8 Íslandsbanki í tölum 9 Á árinu 2015 12 Stefna

More information

Rannsókn á viðhorfi starfsmanna Garðabæjar til samræmds Verklags vegna gruns um ofbeldi, vanrækslu eða áhættuhegðun barna

Rannsókn á viðhorfi starfsmanna Garðabæjar til samræmds Verklags vegna gruns um ofbeldi, vanrækslu eða áhættuhegðun barna BA ritgerð Félagsráðgjöf Rannsókn á viðhorfi starfsmanna Garðabæjar til samræmds Verklags vegna gruns um ofbeldi, vanrækslu eða áhættuhegðun barna Karítas Bjarkadóttir Leiðbeinandi Elísabet Karlsdóttir

More information

GRUNNSKÓLAR UNGT FÓLK 2014

GRUNNSKÓLAR UNGT FÓLK 2014 UNGT FÓLK 14 GRUNNSKÓLAR Menntun, menning, félags, - íþrótta- og tómstundastarf, heilsa, líðan og vímuefnaneysla unglinga í 8., 9. og. bekk á Íslandi. ÆSKULÝÐSRANNSÓKNIR FRÁ 1992 Ungt fólk 14 Grunnskólar

More information

Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi -

Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi - Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi - Rannveig Björnsdóttir Strandbúnaður 2017, Grand Hótel Reykjavík, 13.-14.mars YFIRLIT erindis Dæmi: doktorsverkefni RBj 2005-2010 BAKGRUNNUR VANDAMÁLIÐ

More information

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Áhrif lofthita á raforkunotkun Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Júlí 2017 Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Orkustofnun Júlí 2017 Útgefandi: Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Sími: 569 6000, Fax, 568

More information

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi í norðaustanverðu Atlantshafi Jóhann Sigurjónsson Hafrannsóknastofnun Grand Hótel, Reykjavík, 21.-22. nóvember 2013 Efni erindis Deilistofnar Ástand og horfur Uppsjávar þríeykið Norsk-íslensk síld-kolmunni-makríll

More information

JANÚAR 2016 Karl Sigurðsson

JANÚAR 2016 Karl Sigurðsson JANÚAR 2016 Karl Sigurðsson Staða og horfur á vinnumarkaði Staðan á vinnumarkaði er að mörgu leyti góð ef litið er til þróunar atvinnuleysis, en skráð atvinnuleysi hefur lækkað úr um 8% árin 2009 og 2010

More information