ÁRSSKÝRSLA annual report

Size: px
Start display at page:

Download "ÁRSSKÝRSLA annual report"

Transcription

1 ÁRSSKÝRSLA 2014 annual report

2 Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, var stofnuð árið 1946 og hefur starfsemi samtakanna vaxið jafnt og þétt á þessum tæpum sjö áratugum. Samtökunum var í fyrstu ætlað að hjálpa börnum í Evrópu eftir síðari heimsstyrjöldina en þau standa í dag vörð um líf og réttindi barna í yfir 190 löndum. Árið 1965 fékk UNICEF friðarverðlaun Nóbels og svo aftur árið 2001 sem stofnun innan vébanda Sameinuðu þjóðanna. UNICEF Í STUTTU MÁLI UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, er leiðandi í hjálparstarfi fyrir börn í heiminum. Við berjumst fyrir réttindum allra barna, sinnum bæði langtímauppbyggingu og neyðaraðstoð og höfum að leiðarljósi að börn njóti velferðar hvar sem þau kunna að hafa fæðst. UNICEF leggur ríka áherslu á að ná til þeirra barna sem helst eiga undir högg að sækja. Samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna fæðast öll börn með ófrávíkjanleg réttindi. Hins vegar fá ekki öll börn notið þeirra. Þessu viljum við breyta. UNICEF trúir því að heilbrigð barnæska og mannsæmandi líf séu réttur allra barna. Á hverjum degi sjáum við árangur af starfi okkar árangur sem hefur bein áhrif á líf barna vítt og breitt um heiminn. Þetta er okkar helsti drifkraftur. Barátta UNICEF á þátt í að stórlega hefur dregið úr barnadauða á heimsvísu, fleiri börn fara í skóla nú en nokkru sinni fyrr, margfalt fjölmennari hópur barna fær meðferð við HIV en áður og fleiri hafa aðgang að hreinu vatni nú en nokkru sinni fyrr. UNICEF stendur fyrir varanlegum umbótum sem breyta heiminum þegar til lengri tíma er litið. Í öllu okkar starfi treystum við eingöngu á frjáls framlög. Mánaðarlegar gjafir heimsforeldra gera UNICEF kleift að bregðast samstundis við þegar neyðarástand brýst út, vera áfram til staðar fyrir börn eftir að kastljós fjölmiðla er farið annað, sinna hjálparstarfi á svæðum sem njóta engrar fjölmiðlaathygli, skipuleggja hjálparstarf yfir lengri tíma og beita sér á heimsvísu. Prentvinnsla: Oddi, umhvefisvottuð prentsmiðja UNICEF nýtur mikils trausts og leggur áherslu á víðtæka samvinnu við yfirvöld, félagasamtök, samfélög og börnin sjálf. Við gegnum leiðandi hlutverki í hjálparstarfi fyrir börn og erum því í einstakri stöðu til að þrýsta á um stórfelldar breytingar sem hafa áhrif á heimsvísu. Við erum Odda afar þakklát fyrir að gefa hönnun og prentun þessarar ársskýrslu.

3 UNICEF 2014 EFNISYFIRLIT Frá stjórnarformanni... 4 Fjáröflun... 5 Innanlandsstarf... 9 Systurnar í Austur-Afríku Fjármál Framlög íslenska ríkisins til UNICEF Overview of the year Við erum UNICEF á Íslandi... 18

4 UNICEF 2014 / Pirozzi UNICEF 2015 / Zaidi Frá stjórnarformanni Árið sem leið markaði afar mikilvæg tímamót fyrir réttindi barna í heiminum og ekki síður fyrir UNICEF á Íslandi, sem fagnaði því að áratugur var liðinn frá því nokkrir eldhugar komu saman og létu sterka réttlætiskennd og framkvæmdagleði leiða sig áfram til góðs í þágu barna. Hópur af ungu fólki tók sig saman og öflugir bakhjarlar studdu hugmyndina um að stofna landsnefnd fyrir UNICEF á Íslandi sem hefði það að markmiði að fylkja sér á bak við málstað Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna um réttindi allra barna til lífs, öryggis og hamingju. Gæfan og gengið á umliðnum árum hefur svo falist í því að hugsjónafólk á Íslandi ákvað að ganga til liðs við UNICEF og gerast heimsforeldrar allra barna í heiminum sem eiga undir högg að sækja. Það er ein mikilvægasta skuldbinding sem hægt er að hugsa sér. Þessi íslenska breiðfylking, sem á 10 ára afmælinu taldi rúmlega manns, hefur vakið athygli hjá UNICEF alþjóðlega og heldur áfram að vaxa og eflast á alla lund. En stóri áfanginn var að heimurinn gat fagnað því að 20. nóvember 2014 var aldarfjórðungur liðinn frá því að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna, samningurinn um réttindi barnsins, var tekinn upp. Sífellt fleiri lönd bæði viðkenna að sátt þurfi að ríkja um ófrávíkjanleg réttindi barna og það sem meira er um vert hafa lögfest sáttmálann líkt og Ísland gerði árið Hér á landi hófst heilt afmælisár skreytt viðburðum sem dreifðust yfir síðastliðið ár. Á afmælisdeginum sjálfum undirritaði hópur alþingismanna þvert á flokka yfirlýsingu um að gerast talsmenn barna á Alþingi. Við athöfnina settu þingmennirnir upp sérstök barnagleraugu til að minna sig á að líta alltaf á málin frá sjónarhorni barna. Ef vel tekst til mun þessi jákvæði áfangi hafa áhrif á allt samfélagið því eins og einn hinna nýju talsmanna hét þegar hún talaði til viðstaddra barna: Þegar við mótum lög munum við hafa það í huga að þau hafa áhrif á ykkur, öll lög hafa áhrif á ykkur. Tímamótunum var fagnað með margvíslegum hætti víða um heim. Líkt og afmælum yfirleitt, fylgdu hátíðahöldunum nauðsynleg sjálfsskoðun og mat á því hvort gatan hafi verið gengin til góðs. Þegar kemur að hjálparstarfi og réttindagæslu barna má sannarlega segja að dýrmætur árangur hafi náðst við að draga úr barnadauða og smitsjúkdómum, bæta næringu, aðgengi að hreinu vatni, draga úr fátækt og auka menntun barna ekki síst stúlkna. Við þekkjum tölurnar og þær vísa flestar í rétta átt, að minnsta kosti þegar horft er á meðaltalið sem aldrei segir þó nema hálfa söguna. Og blessunarlega eru þeir margir samferðamennirnir á þessari vegferð því hvort heldur er um að ræða stór eða smá framlög, stuðning ríkisstjórna, fyrirtækja, stofnana, góðgerðarfélaga eða einstaklinga þá liggur alls staðar að baki samviskuspurningin um 4 skilning og vilja hvers og eins til að bæta lífsskilyrði barna í heiminum í verki eða ljá þeim rödd og sýna réttindum barna virðingu. Rétt eins og hinir nýju talsmenn barna á Alþingi Íslendinga hafa heitið að gera. Og innihald sáttmálans góða hefur einnig notið stuðnings þeirra metnaðarfullu og sameiginlegu markmiða sem heimssamfélagið setti sér á árþúsundamótum og nú fara brátt að renna sitt skeið óháð árangri. Þegar áfanga er náð er ekki síður brýnt að horfast í augu við að þrátt fyrir mjög jákvæða þróun á mörgum helstu sviðum Barnasáttmálans þá hafa fá ár verið verri en 2014 þegar kemur að fjölda svæða þar sem neyðarástand ríkir og fjölda barna á flótta undan átökum og stríði. Engin dæmi eru um að UNICEF hafi lýst yfir jafn mörgum tilfellum um neyðarástand á efsta stigi og á þessu sama afmælisári. Hernaðarátök, hungur og ótrúleg neyð milljóna flóttamanna í Suður-Súdan og Mið-Afríkulýðveldinu, ebólufaraldurinn í Vestur-Afríku, áframhaldandi stríð og niðurbrot samfélaganna í Írak og Sýrlandi voru sameiginleg viðfangsefni okkar allra. Þau voru mörg önnur viðfangsefnin sem ekki voru í kastljósinu, en jafn brýn eftir sem áður. Barn sem er fórnarlamb náttúruhamfara, stríðs eða annarra hörmunga af manna völdum spyr ekkert um alþjóðlegt samhengi, ómöguleika í pólitík eða hvernig miði við að uppfylla þróunarmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Barn í þeirri stöðu þarf tafarlausa hjálp. UNICEF alþjóðlega og landsnefndin á Íslandi hafa brugðist við ákallinu með öllum þeim leiðum sem okkur eru færar og við nutum til þess hjálpar heimsforeldra og samstarfsfyrirtækja, framlaga í sérstökum neyðarsöfnunum og í gegnum söfnun á degi rauða nefsins þar sem um nýir heimsforeldrar bættust í liðið og um aðrir lögðu börnum heimsins lið með stökum framlögum. Í haust rennur út fresturinn til að efna þróunarmarkmið Sameinuðu þjóðanna frá árþúsundamótum. Ný, sjálfbær þróunarmarkmið eru langt komin í mótun og þau innibera margt sem snýr að réttindum barna. Heimurinn er að sumu leyti að fletjast út. Sífellt fleiri lönd slást í hóp þeirra sem teljast til millitekju eða hátekjulanda. Þetta eru afar góð tíðindi en því miður þýðir þetta ekki betri lífskjör fyrir alla þegna þessara landa. Þvert á móti eru skýrar vísbendingar um að þótt meðaltalið líti betur út sé misskiptingin frekar að aukast. Það er því líklegt að ný markmið og endurnýjað hlutverk UNICEF muni fela í sér enn ríkari áherslu á rétt ALLRA barna til lífs, heilbrigðis og velferðar, óháð því hvar þau búa og þar með líka barna sem eftir sitja í velferðarríkjum eins og Íslandi og sjást ekki sérlega vel í meðaltölum. UNICEF á Íslandi heldur áfram inn í annan áratuginn í þeirri fullvissu að sífellt muni bætast í hóp þeirra sem vilja gerast talsmenn velferðar barna í verki og eiga þar með sinn þátt í því að við jörðinni taki fólk sem fær sanngjarnt tækifæri til að láta gott af sér leiða. Svanhildur Konráðsdóttir stjórnarformaður UNICEF á Íslandi

5 UNICEF 2015 / Dolan UNICEF 2015 / Zaidi Fjáröflun UNICEF treystir alfarið á frjáls Fjöldi heimsforeldra Heildarfjöldi í lok hvers árs framlög. Stuðningur sem við fáum frá einstaklingum, fyrirtækjum, sjóðum, félagasam tökum og opinberum aðilum er forsenda þess að við getum staðið fyrir öflugu hjálparstarfi og búið börnum betri heim Tengslin á milli þess hve mikinn stuðning við fáum og hve mörgum börnum okkur tekst að hjálpa eru raunveruleg og áþreifanleg Fjáröflun skipar þar af leiðandi stóran sess í starfi okkar. Alls aflaði UNICEF á Íslandi tæpra 523,5 milljóna króna á árinu. Um er að ræða 14% aukningu á milli ára. Af slíkum 0 vexti njóta þúsundir barna góðs Ástæðan fyrir þessum árangri er einföld. Almenningur á Íslandi og forsvarsmenn fyrirtækja og sjóða hérlendis deila með okkur þeirri sannfæringu að Nýir heimsforeldrar 2014 eftir skráningarleiðum öll börn hafi ófrávíkjanleg réttindi hvar í heimi sem þau fæðast. Árangurinn endurspeglar einnig það mikla traust sem UNICEF nýtur. Fyrir það traust erum við hjartanlega þakklát. Heimsforeldrar Heimsforeldrar eru hjartað í starfsemi UNICEF á Íslandi. Saman berjast heimsforeldrar og UNICEF fyrir réttindum allra barna og drífa áfram varanlegar umbætur sem breyta heiminum. Á hverjum degi sést árangur af þessu sameiginlega starfi okkar árangur sem hefur bein áhrif á börn og færir þeim von og betra líf. Mánaðarleg gjöf heimsforeldra gerir UNICEF kleift að bregðast samstundis við þegar neyðarástand brýst út, vera áfram til staðar fyrir börn eftir að kastljós fjölmiðla er farið annað, sinna hjálparstarfi á svæðum sem njóta engrar fjölmiðlaathygli og skipuleggja hjálparstarf til lengri tíma. 5

6 UNICEF 2014 UNICEF 2014 / Kuzaie 6 Alls fylktu sér nýir heimsforeldrar á Íslandi á bak við baráttu UNICEF á árinu; konur, karlar og 35 fyrirtæki. Í lok árs 2014 voru íslenskir heimsforeldrar alls með meðalmánaðarframlag upp á krónur. Miðað við þennan fjölda má gera ráð fyrir að 10,2% landsmanna yfir 16 ára aldri séu heimsforeldrar. Þessi fjölmenni og fjölbreytti hópur samanstendur af fólki úr öllum aldurshópum hvaðanæva að af landinu sem á það sameiginlegt að vilja leggja sitt af mörkum til að bæta heiminn. Heimsforeldrar eru skýrt dæmi um hversu miklu er hægt að áorka með samstilltu átaki. Alls námu mánaðarlegar gjafir frá heimsforeldrum hvorki meira né minna en tæpum 419 milljónum árið Það er um 80% af heildarinnkomu UNICEF á Íslandi á árinu. Stuðningur heimsforeldra jókst um rúm 12% á milli ára eða rúmar 46 milljónir. Þessar gjafir skipta sköpum í lífi ótal barna og stuðla að víðtækum breytingum sem hafa áhrif á heimsvísu. Neyðarsafnanir Árið 2014 var því miður afar erfitt fyrir börn víða um heim. Ótal börn upplifðu ofbeldi og ótta, neyddust til að flýja heimili sín vegna stríðsátaka og misstu foreldra sína úr skæðum sjúkdómum. Landsmenn létu ekki á sér standa og lögðu sitt af mörkum til að bregðast við því neyðarástandi sem skapaðist á árinu og var greinilegt að almenningi og fyrirtækjum á Íslandi er umhugað um velferð allra barna, sama hvar í heiminum þau búa. Börn á flótta UNICEF þakkar Íslensku auglýsingastofunni og True North kærlega fyrir að gefa samtökunum auglýsingu til að vekja athygli á ömurlegum aðstæðum flóttabarna víða um heim. Markmiðið með auglýsingunni var að varpa ljósi á að börn á flótta þurfa öryggi og skjól rétt eins og öll önnur börn. Til að skapa réttar aðstæður voru flóttamannabúðir settar upp við Sólbrekku við Grindavík. Á tökudegi voru meira en 80 manns á vettvangi sem allir gáfu vinnu sína, auk þess að lána kvikmyndatökubúnað. Fjöldi fyrirtækja gaf einnig veitingar, afnot af bílum, bensín og annað sem til þurfti. Framlögin sem bárust með hjálp auglýsingarinnar runnu til neyðaraðgerða UNICEF með flóttabörnum í Sýrlandi. UNICEF er öllum þeim sem gerðu auglýsinguna að veruleika hjartanlega þakklátt fyrir ómetanlegan stuðning sinn. Þegar ebólufaraldurinn breiddist út í Vestur-Afríku um miðbik ársins hóf UNICEF á Íslandi neyðarsöfnun til þess að efla aðgerðir á vettvangi og stemma stigu við útbreiðslu sjúkdómsins. Hátt í tíu þúsund manns létu lífið af völdum hans og lífi milljóna barna í Líberíu, Gíneu og Síerra Leóne var umturnað. Stuðningur við söfnunina kom víða að og söfnuðust 8,8 milljónir króna í heildina hér á landi, en hluta af þeirri upphæð var safnað snemma árs Þannig gat UNICEF meðal annars dreift hjálpargögnum til að nota við meðhöndlun veikinnar, sett upp handþvotta- og sótthreinsiaðstöðu og þjálfað kennara, heilbrigðisstarfsfólk og sjálfboðaliða í að koma upplýsingum á framfæri til almennings um hvernig forðast ætti smit og hvert ætti að leita ef einstaklingar sýktust. Af þessum 8,8 milljónum söfnuðust ríflega 1,5 milljón króna í kaffihúsaátaki Te & Kaffis og viðskiptavina þeirra. Átakið heppnaðist afar vel og þegar upp var staðið safnaðist andvirði ríflega skammta af næringarsöltum, mikilvægt hjálpargagn við umönnun þeirra sem veikjast af ebólu. Blóðug átök brutust út í Suður-Súdan á árinu. Gífurlegur vatns- og matarskortur varð í landinu sem gerði börn berskjölduð fyrir vannæringu og lífshættulegum sjúkdómum. Auk þess neyddust hundruð þúsunda barna til að flýja heimili sín. Lyfjafyrirtækið Alvogen spilaði stórt hlutverk í neyðarsöfnun UNICEF vegna þessa og efndi til styrktartónleika fyrir börn í Suður-Súdan þar sem Páll Óskar, Hjaltalín, Kaleo og Snorri Helga stigu á stokk og spiluðu fyrir fullu húsi gesta í Hörpunni. Allur aðgangseyrir á tónleikana, samtals 6 milljónir króna, rann óskiptur til neyðaraðgerða UNICEF í Suður-Súdan. Auk þess styrkti Alvogen söfnunina um 4 milljónir sem hluta af langtímasamstarfi fyrirtækisins og UNICEF. MP banki styrkti einnig neyðaraðgerðir UNICEF í Suður-Súdan um eina milljón króna, sem hluti af þeirra samstarfssamningi við UNICEF á Íslandi. Þar að auki svöruðu ótal einstaklingar og fjöldi fyrirtækja ákalli okkar. Þökk sé þessum styrkjum og stuðningi frá almenningi og öðrum fyrirtækjum söfnuðust í heildina 18,4 milljónir króna til neyðaraðgerða UNICEF í Suður-Súdan. Við þökkum öllum þeim sem lögðu þessu brýna málefni lið. Mikil neyð ríkti á Gasa-ströndinni á árinu kjölfar hinna skelfilegu stríðsárása í ágúst. Hátt í 500 börn létu lífið á örfáum vikum og ótal börn særðust og upplifðu miklar

7 UNICEF 2015 / Sokh UNICEF 2015 / Zaidi hörmungar. Þökk sé almenningi og fyrirtækjum sem lögðu neyðarsöfnun UNICEF lið með framlögum og áheitum frá hlaupurum í Reykjavíkurmaraþoninu söfnuðust 3,4 milljónir króna sem nýttust meðal annars við að koma hjálpargögnum á borð við lyf, matvælum, hreinlætisgögnum og teppum til barna og fjölskyldna sem misstu heimili sín. Fyrirtæki Farsælu samstarfi við fyrirtæki sem hafa sýnt UNICEF mikinn velvilja í gegnum tíðina var haldið áfram á árinu. Alþjóðlega lyfjafyrirtækið Alvogen, sem er undir forystu Róberts Wessman, hefur verið öflugur styrktaraðili UNICEF á Íslandi frá árinu Starfsmenn fyrirtækisins um allan heim hafa einnig styrkt UNICEF með framlögum sínum og söfnun í gegnum góðgerðasjóðinn Better Planet. Árið 2014 styrkti fyrirtækið menntaverkefni UNICEF í einu fátækasta landi heims, Madagaskar, um 3,6 milljónir króna. Framlagið frá Alvogen gerði UNICEF kleift að veita börnum menntun, sem annars hefðu ekki fengið tækifæri til þess að ganga í skóla. Auk þess studdi fyrirtækið rausnarlega við neyðarsöfnun UNICEF fyrir Suður-Súdan með ágóða miðasölu styrktartónleika í Hörpunni og þátttökugjöld í hjólreiðakeppninn Alvogen Midnight Time Trial sem var haldið í annað sinn í miðborg Reykjavíkur í júní. Te & Kaffi hefur verið dyggur stuðningsaðili UNICEF síðan 2008 og hefur samstarfið vaxið og dafnað síðan þá. Reglubundinni sölu á kaffi til fyrirtækja þar sem UNICEF fær rausnarlegan hluta söluandvirðis var haldið áfram á árinu og fyrirtæki tóku vel í að styðja UNICEF með þessum hætti. Auk kaffisölunnar studdi Te & Kaffi og viðskiptavinir þeirra rausnarlega við neyðarsöfnun UNICEF í baráttunni gegn ebólu, en kaffihúsin voru lögð undir tveggja vikna átak í september. Alls skilaði samstarfið við Te & Kaffi 4,1 milljón króna á árinu. Annað árið í röð studdi Lindex á Íslandi uppbyggingu menntunar í hinu sárafátæka ríki Búrkína Fasó í Vestur- Afríku með 2,5 milljóna króna framlagi. Um var að ræða samningsbundið framlag fyrirtækisins, en Lindex hefur heitið því að leggja UNICEF lið á tímabilinu Framlag Lindex var varið til kaupa á skólagögnum og til að veita kennurum þjálfun í Búrkína Fasó. Að auki rann rúmlega ein milljón króna til almennra menntaverkefna UNICEF frá sölu Lindex af Múmín-vörum. Lindex brást einnig við þegar neyðarástand geisaði í Suður-Súdan. Á sviði bankaþjónustu var MP banki áfram aðalstyrktaraðili UNICEF. Samstarf MP banka og UNICEF hefur staðið yfir frá árinu 2011 og felur í sér að MP banki styrkir baráttu UNICEF á Íslandi um 2,5 milljónir króna árlega auk þess að veita samtökunum bankaþjónustu á bestu mögulegum kjörum. Stuðningur bankans nýttist meðal annars í innanlandsstarfi UNICEF fyrir réttindafræðslu í grunnskólum landsins, baráttunni gegn ebólu og útsendingu dags rauða nefsins. Prentsmiðjan Oddi hélt áfram að sjá um uppsetningu og prentun á kynningarefni UNICEF, samtökunum að kostnaðarlausu. Oddi hefur verið stuðningsaðili UNICEF allt frá því að samtökin hófu starfsemi á Íslandi Mörg önnur fyrirtæki studdu baráttu UNICEF á árinu. Í byrjun árs afhenti KPMG á Íslandi UNICEF hér á landi alls krónur til hjálparstarfs UNICEF á hamfarasvæðinu á Filippseyjum eftir fellibylinn Haiyan, en þetta var afrakstur uppboðs og söfnunar meðal starfsmanna. Rúmlega 1,5 milljón króna safnaðist hérlendis í alþjóðlegu samstarfsverkefni með IKEA, en þær fjárhæðir fara þó ekki í gegnum reikninga íslensku landsnefndarinnar. Þá hefur fasteignafélagið Reitir séð UNICEF fyrir leiguhúsnæði á afar hagstæðum kjörum. Dagur rauða nefsins Hápunktur ársins var án efa dagur rauða nefsins sem haldinn var hátíðlegur föstudaginn 12. september. Meginmarkmið dagsins var að gleðja landsmenn, bjóða þeim að gerast heimsforeldrar og fræða þá um baráttu UNICEF í þágu barna um allan heim. Söfnunarþátturinn var sýndur í Ríkissjónvarpinu og náði 24,2% áhorfi. Leikarinn Ólafur Darri Ólafsson kynnti sér baráttu UNICEF á Madagaskar sem sýnt var frá í þættinum. Fjölmargir tónlistarmenn og skemmtikraftar gáfu vinnu sína auk þess sem mikill fjöldi sjálfboðaliða svaraði í símann í símaveri Vodafone. UNI- CEF er afar þakklát sjálfboðaliðunum, skemmtikröftunum, RÚV og Vodafone fyrir stuðninginn. Þátturinn gekk framar öllum væntingum og um manns gengu í lið með heimsforeldrum. Í útsendingunni í sjálfri hringdu einnig inn fjöldi fólks og fyrirtækja sem og lögðu átakinu lið með stökum framlögum. 7

8 UNICEF 2015 / Lynch UNICEF 2014 / Pirozzi 8 Auk ofantalinna fyrirtækja lögðu mörg íslensk fyrirtæki okkur lið árið Í flestum tilvikum birtist stuðningurinn í formi ókeypis vöru og þjónustu eða veglegra afsláttarkjara. Slík velvild skiptir miklu máli og hjálpar við að halda rekstrar kostnaði í lágmarki. Mikill fjöldi fyrirtækja studdi einnig baráttu okkar með beinum styrkjum, m.a. vegna neyðarástandsins sem skapaðist í Suður-Súdan, ebólufaraldursins í Vestur-Afríku og vegna árásanna á Gasa svæðinu og á Sýrlandi. Öllum þessum fyrirtækjum kunnum við hjartans þakkir. Sjóðir Aurora velgerðasjóður og UNICEF á Íslandi undirituðu á árinu styrktarsamning þar sem sjóðurinn hét áframhaldandi stuðningi við menntun og vernd barna í einu fátækasta ríki heims, Síerra Leóne. Styrkurinn, alls 11,5 milljónir króna, var nýttur til að setja upp 100 mæðraklúbba vítt og breitt um landið. Mæðraklúbbarnir hafa reynst öflug leið til að koma fátækustu börnunum í Síerra Leóne í skóla, vernda þau gegn ofbeldi og stuðla að valdeflingu kvenna. Í mæðraklúbbunum koma mæður úr þorpunum saman Stífkrampaátak UNICEF og KIWANIS Stífkrampi er kvalafullur sjúkdómur sem árlega dregur tugþúsundir nýfæddra barna til dauða. Ungbörn sem veikjast af stífkrampa líða hræðilegar kvalir á alltof stuttri ævi. Eina örugga vörnin við stífkrampa er bólusetning og með bólusetningum hefur á tuttugu árum tekist að lækka dánartíðni nýbura af völdum stífkrampa í heiminum um 90%. Enn er sjúkdómurinn þó landlægur í 25 ríkjum og alltof margar nýbakaðar mæður og börn þeirra láta lífið af völdum þessa hræðilega sjúkdóms á hverju ári, sem auðveldlega væri hægt að koma í veg fyrir með bólusetningum. Til þess að taka þátt í baráttunni fyrir bættri heilsu barna tóku Kiwanis-hreyfingin á Íslandi og Færeyjum og UNICEF höndum saman á árinu í baráttunni gegn stífkrampa. Átakið var liður í alþjóðlegri baráttu UNICEF og Kiwanis gegn stífkrampa og þáttur í því markmiði að sigrast endanlega á stífkrampa í heiminum. og mynda félag sem veitir skólanum á staðnum aðhald og stuðning, auk þess að hafa auga með fátækustu fjölskyldunum í þorpinu til að tryggja að börn þeirra gangi í skóla. Mæðurnar beita sér einnig af krafti gegn ofbeldi á börnum í þorpunum og berjast bæði gegn þungunum og giftingum unglingsstúlkna. Reikna má með að innan tveggja ára muni um börn njóta góðs af þeim mæðraklúbbum sem Aurora velgerðarsjóður styrkir. Sannar gjafir Mikið magn lífsnauðsynlegra hjálpargagna bárust börnum víða um heim í gegnum sölu á sönnum gjöfum UNICEF á árinu. Hjálpargögnin voru keypt í nafni fermingarbarna, afmælisbarna, feðra, mæðra, barnabarna, brúðhjóna, leynivina og svo mætti lengi telja. Fyrirtæki voru einnig gjörn á að gefa starfsfólki sínu sannar gjafir af ýmsum tilefnum. Á árinu 2014 keyptu landsmenn hjálpargögn í nafni ástvina sinna og samstarfsfélaga fyrir tæpar 6,8 milljónir króna. Af því voru tæplega 5 milljónir jólagjafir. Þetta voru gjafir sem sannarlega komu að góðum notum. Þess má geta að alls voru keypt bóluefni til þess að bólusetja börn gegn mislingum og börn gegn mænusótt, skólagögn fyrir börn auk 17 skóla í kassa sem innihalda skólagögn fyrir 40 börn hver. Einnig voru keyptar 6 vatnsdælur og vatnshreinsitöflur sem eru lífsnauðsynlegar þegar neyðarástand skapast og aðgengi að hreinu vatni er ekkert. Þannig mætti áfram telja. Aldrei hafa fleiri sannar gjafir verið keyptar hérlendis og er um að ræða 19% aukningu á milli ára. Frábært er að sjá hversu margir nýta sér þennan möguleika til að gleðja aðra! Önnur framlög og rekstrarstyrkir Auk þeirra verkefna og styrkja sem þegar hafa verið nefndir barst UNICEF á Íslandi stuðingur víðs vegar að á árinu. Um er að ræða framlög frá nemendafélögum og góðgerðaráðum framhaldsskóla, grunnskólanemendum sem tóku þátt í UNICEF-hreyfingunni, ágóða af tombólum dugmikilla barna, sölu á minningarkortum, auk mikils fjölda óvæntra gjafa frá einstaklingum og fyrirtækjum. Samtals námu önnur framlög og rekstrarstyrkir 46,7 milljónum króna.

9 UNICEF 2014 UNICEF 2014 / Pirozzi Innanlandsstarf UNICEF á Íslandi hélt úti öflugu starfi hér á landi árið Verkefnin voru að vanda fjölbreytt. Unnið var að gerð verkfærakistu fyrir innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna en hún er hugsuð til að gera sem flestum sveitarfélögum og stofnunum kleift að kynna sér sáttmálann og þær forsendur og framgangsþætti sem þarf við að innleiða hann. Þar sem sveitarfélög framkvæma megnið af því starfi sem hefur beina tengingu við daglegt líf barna er vinna þeirra við innleiðingu Barnasáttmálans órjúfanlegur þáttur við að uppfylla ákvæði hans. Á árinu 2014 voru verkfærin í kistunni þýdd og staðfærð og vinna hófst við heimasíðu verkefnisins. Á henni verður meðal annars hægt að nálgast leiðbeiningar um hvernig sveitarfélög geta staðið að innleiðingu sáttmálans. Innanríkisráðuneytið og umboðsmaður barna styrktu verkefnið á árinu. UNICEF-hreyfingin Þátttökuskólum í UNICEF-hreyfingunni, grunnskólaverkefni UNICEF á Íslandi, fjölgar ár frá ári. Árið 2014 var 41 skóli skráður til þátttöku og tæplega nemendur tóku þátt. Það er 40% fjölgun nemenda frá fyrra ári. Meginmarkmið verkefnisins er að stuðla að vitundarvakningu meðal barna hér á landi um þróunarmál og réttindi barna. Vinna við skýrslu um skort barna á Íslandi hélt áfram á árinu. Markmiðið er einblína á þau börn sem líða skort í íslensku samfélagi og greina hópinn meðal annars niður eftir bakgrunnsbreytum. Mælitæki UNICEF kallast MODA (Multile overlapping deprivation analysis) og er ætlað að vera alhliða mælingartæki á margvíslegan skort barna og barnafátækt. Skýrslan mun koma út árið Á árinu hélt verkefnadeild auk þess fjölmargar kynningar og námskeið um réttindi barna, innleiðingu Barnasáttmálans og um baráttu UNICEF. Einnig voru skrifaðar umsagnir, yfirlýsingar og álit vegna réttinda barna. 25 ára afmæli Barnasáttmálans Þann 20. nóvember 2014 urðu þau tímamót að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna varð 25 ára. Undirbúningur fyrir afmælið stóð allt árið og í undirbúningsnefndinni voru fulltrúar frá UNICEF, umboðsmanni barna, Barnaheillum, forsætis-, velferðar-, mennta- og innanríkisráðuneyti og Norðurlandaráði. Meðal þess sem gert var í tilefni afmælisins var að ríkisstjórn Íslands tók á móti fulltrúum ungmennaráða UNICEF, umboðsmanns barna og Barnaheilla. Ungmennin fengu þar tækifæri til að benda á ýmislegt sem þau telja mikilvægt að stjórnvöld hafi í huga við stefnumótun sína. Á sjálfan afmælisdaginn var síðan haldinn stór og mikill fagnaður í Laugalækjarskóla. Þar undirrituðu meðal annars sex þingmenn yfirlýsingu um að þeir myndu verða talsmenn barna á Alþingi. Þingmannahópurinn er þverpólitískur og samanstendur af þingmönnum úr öllum flokkum. Í tilefni afmælisins vann UNICEF síðan að útgáfu Barnasáttmálans í kassanum. Í honum er annars vegar að finna barnvæna útgáfu af Barnasáttmálanum og hins vegar réttindaspilastokk með léttum og skemmtilegum æfingum sem setja sáttmálann og réttindin í samhengi við daglegt líf. Markmiðið með æfingunum er að stuðla að samræðum um þýðingu mannréttinda í hinu stóra samhengi. Kassinn er afmælisgjöf UNICEF til allra grunnskóla á Íslandi. 9

10 SYSTURNAR í AUSTUR-AFRíku UNICEF starfar í yfir 190 löndum og landsvæðum um allan heim. Systurnar Sólrún og Hildigunnur Engilbertsdætur vinna báðar á vegum UNICEF í Austur- Afríku, Sólrún í Rúanda en Hildigunnur í Úganda. Í báðum löndum standa börn frammi fyrir stórum áskorunum þegar kemur að næringu, aðgengi að vatni, hreinlætisaðstöðu og menntun. Hér segja þær Sólrún og Hildigunnur frá því í hverju starf þeirra felst og hvernig UNICEF styður stjórnvöld í landinu við að búa betur að yngstu þegnum sínum. Sólrún Engilbertsdóttir, UNICEF í Rúanda Ég hef unnið fyrir UNICEF frá árinu 2006, fyrst hjá UNI- CEF í Kenýa, svo hjá höfuðstöðvum UNICEF í New York. Síðan 2013 hef ég unnið fyrir UNICEF í Rúanda og bý í höfuðborginni Kigali. Hér sinni ég aðallega rannsóknarvinnu sem snýr að því að vinna að bættum hag barna. UNICEF leikur lykilhlutverk í ráðgjöf fyrir ríkisstjórnina um málefni barna, bæði réttindi þeirra og afkomu, og notar reynslu og rannsóknir frá flestum löndum heims til að benda á skynsamlegar leiðir til að bæta hag barna. Rúanda er merkilegt land að mörgu leyti, en aðeins eru rúm tuttugu ár liðin frá því að eitt blóðugasta þjóðarmorð 20. aldarinnar var framið hér. Síðan þá hafa aðstæður barna batnað mjög mikið í landinu, til dæmis hefur tíðni barnadauða lækkað úr 196 dauðsföllum (árið 2000) af hverjum 1000 fæðingum í 76 dauðsföll af hverjum 1000 árið En margt er enn framundan til að bæta aðstæður barna í Rúanda. Landið er afar þéttbýlt, hér búa 11 milljónir á landsvæði sem er fjórðungur Íslands að stærð. Fátæktin er mikil og vannæring barna er stórt vandamál. Helstu áherslumál UNICEF í Rúanda eru að bæta aðgengi barna að heilsugæslu og betri næringu, auka gæði menntunar og láta til sín taka á sviði barnaverndarmála. Vinnan mín snýst um allt frá því að rannsaka ofbeldi gegn börnum og ungu fólki og skoða tengsl vannæringar og ýmissa samverkandi þátta t.d. næringarsnauðrar fæðu og mengaðs drykkjarvatns. Ég vinn líka við að skoða stöðu barna varðandi þroska, t.d. vitsmuna- og tilfinningaþroska, ásamt félagslegum og líkamlegum þroska frá fæðingu til skólaaldurs. Allar þessar rannsóknir, og líka það sem við lærum af þróunarverkefnum UNICEF í Rúanda og öðrum löndum, eru svo notaðar í ráðgjöf okkar fyrir ríkisstjórnina um hvernig bæta megi hag og velferð barna í landinu. Ég er búin að vera hér í tvö ár og reikna með að vera hér önnur tvö ár til viðbótar. Andstætt því sem margir halda þá er gott að búa hér að flestu leyti og við búum við ágætt öryggi í daglegu lífi. Hér er mikið af fólki og náttúra landsins er líka ægifögur. UNICEF 2014/ Park 10

11 Hildigunnur Engilbertsdóttir UNICEF í Úganda Þetta er annað árið mitt í stöðu sérfræðings (e. research consultant) hjá UNICEF í Úganda. Ég var starfsnemi hér þegar ég var í námi, þannig að ég þekki Úganda þokkalega vel og reyndar Austur-Afríku, því ég hef líka búið um lengri eða skemmri tíma í Tansaníu, Kenýa og Rúanda. Ég á heima í Kampala, sem er ágætis bær að búa í, en umferðin er engu lík! Það getur tekið klukkutíma að komast nokkur hundruð metra á bíl á annatíma. Ég vinn í deild sem kallast á ensku Social Policy and Evaluation. Þar fjöllum við um félags- og velferðarmál barna, auk þess að annast matsgerðir og úttektir. Eins og almennt gildir um stofnanir Sameinuðu þjóðanna er ráðgjöf við stjórnvöld mikilvægur hluti af starfsemi UNICEF. UNICEF er sjálfstæð stofnun innan Sameinuðu þjóðanna sem stendur líka fyrir sjálfstæðum þróunarverkefnum, t.d. í barna- og mæðravernd og við að tryggja aðgang að hreinu drykkjarvatni og hreinlætisaðstöðu. Til þess að hafa áhrif á stefnu í málefnum barna gerum við rannsóknir á flestum þáttum sem snerta líf barna í landinu og notum úttektir á verkefnum UNICEF til að gefa ráð um hvað er líklegt til árangurs og hvað ekki. Og það er nóg að gera því um 58% þjóðarinnar í Úganda er undir 18 ára aldri, sem þýðir að mörg börn eru á framfæri hvers vinnandi einstaklings. Þó að hlutfall þeirra sem búa undir fátæktarmörkum hafi lækkað frá 56% árið 1992 niður í 20% árið 2012, þá skortir börn í Úganda enn mjög mikið þegar kemur að aðgengi að heilbrigðiskerfi, vatni og hreinlætisaðstöðu, góðri næringu og menntun. Til að mynda er um þriðjungur barna vanþroska vegna langvarandi vannæringar og um þriðjungur hefur ekki aðgang að hreinu vatni. UNICEF í Úganda hefur verið mjög framarlega þegar kemur að nýjungum og notast töluvert við farsímatækni (U-report, mtrac, DevTrac) við að bæta stöðu barna, með því að koma upplýsingum hratt og örugglega á framfæri. UNICEF aðstoðar stjórnvöld líka við að sinna flóttabörnum en Úganda hefur á undanförnum árum tekið á móti yfir flóttamönnum frá nágrannalöndum. Þar af eru um börn. 58% þjóðarinnar í Úganda eru börn undir 18 ár aldri. 11

12 UNICEF 2014/ Whitby UNICEF 2014/ Mawa Fjármál Tekjur á árinu 2014 námu 523,5 milljónum króna en kostnaður við fjáröflun, kynningarmál og rekstur skrifstofu nam um 125,3 milljónum, þar af var launakostnaður um 81,9 milljónir. Vegna beinna rekstrarframlaga var hins vegar einungis 20% af söfnunarfé varið til rekstrar landsnefndarinnar. Söfnunarfé deilist þannig að af hverjum 100 krónum sem gefnar voru til UNICEF fór tæplega ein króna í rekstur og stjórnun, tæpar tvær krónur í kynningarmál og 17,5 krónur í að safna næstu 100 krónum og hjálpa enn fleiri börnum. Eins og undanfarin ár var framlag heimsforeldra stærsti tekjuliður UNICEF á Íslandi. Heildarframlög þeirra námu 418,7 milljónum króna. Ráðstöfun til hjálparstarfs erlendis nam rúmum 392,9 milljónum króna árið Þar af var um 311 milljónum varið til reglubundinna verkefna UNICEF í þeim löndum þar sem þörfin er mest. Að auki var 26,8 milljónum króna varið í réttindagæslu og verkefni fyrir börn á Íslandi. Íslensk fyrirtæki hafa stutt dyggilega við baráttu UNICEF síðan landsnefndin var stofnuð árið Á árinu 2014 veitti Lindex styrk að verðmæti 2,5 milljóna króna til eflingar menntunar í Búrkína Fasó, að auki rann rúmlega ein milljón króna til almennra menntaverkefna UNICEF frá sölu Lindex af Múmín-vörum. Alvogen styrkti einnig menntun stúlkna í Madagaskar og neyðaraðgerðir í Suður-Súdan fyrir um 7,5 milljónir króna. Að auki hefur Te og Kaffi verið öflugur samstarfsaðili UNICEF um árabil og í ár skilaði samstarfið rúmri 4,1 milljón króna. Aurora velgerðarsjóður veitti framlag að upphæð 11,5 milljónum króna til menntunar og verndar barna í Síerra Leóne. Árið 2014 stóð UNICEF á Íslandi fyrir neyðarsöfnunum fyrir bágstödd börn í Sýrlandi, á Filippseyjum, í Suður- Súdan og á Gasa. Einnig var hrundið af stað neyðarsöfnun fyrir börn sem áttu um sárt að binda vegna ebólu-faraldursins í Vestur-Afríku. Heildarupphæð framlaga til neyðarsafnana á árinu 2014 var tæp 35,6 milljónir króna. Samkvæmt lögum UNICEF á Íslandi er stofnfé samtakanna ein milljón króna. Óráðstafaðar tekjur þar með talið varasjóður og óráðstafaðar tekjur til hjálparstarfs námu um 21,8 milljónum króna í lok árs Alþjóðleg verkefni UNICEF á Íslandi árið 2014 / Allocation of development assistance in ,1% 10,0% 3,0% 1,1% Ráðstöfun söfnunarfjár árið 2014 / Allocation of donations in ,7% 0,7% 1,8% 17,5% 0,6% 81,1% 75,3% Barátta fyrir börn 80% 12 Barátta UNICEF fyrir börn um allan heim (reglubundin verkefni) UNICEF í Búrkína Fasó (menntun) UNICEF í Madagaskar (menntun og næring) Neyðaraðstoð (Sýrland, Filippseyjar, Suður Súdan, Gaza og ebóla) UNICEF í Síerra Leóne (menntun og barnavernd) Sérstök verkefni UNICEF (menntun & bólusetningar gegn stífkrampa og mænusótt) Alþjóðleg verkefni UNICEF Réttindagæsla og verkefni á Íslandi Fjáröflun Rekstur og stjórnun Kynningarmál

13 UNICEF 2014 UNICEF 2014/ Parelka HELSTU TEKJUR OG GJÖLD Tekjur Heimsforeldrar Rekstrarstyrkir Sjóðir og fyrirtæki Neyðarsafnanir Stórir gefendur Verkefnastyrkir Önnur framlög Vaxtatekjur Alls Útgjöld Kostnaður við fjáröflun Kynningarmál Rekstur og stjórnun Alls Ráðstöfun til hjálparstarfs Erlend verkefni Reglubundin verkefni UNICEF UNICEF í Búrkína Fasó UNICEF í Madagaskar UNICEF í Sýrlandi UNICEF á Filippseyjum UNICEF í Síerra Leóne UNICEF mænusóttarbólusetning UNICEF í Suður Súdan UNICEF í Palestínu (Gasa) UNICEF ebóluviðbrögð UNICEF menntun UNICEF stífkrampabólusetning Til erlendra verkefna alls Innlend verkefni Réttindagæsla og verkefni á Íslandi Til innlendra verkefna alls Alls til verkefna UNICEF Ráðstöfun til hjálparstarfs flutt til ársins 2015 Fjármagn sem verður ráðstafað árið 2015: kr. Allar upphæðir eru í íslenskum krónum. Deloitte annaðist endurskoðun á ársreikningi UNICEF á Íslandi. Ársreikninginn má nálgast á skrifstofu UNICEF á Íslandi. KEY FINANCIAL FIGURES Donations Global Parents Operational support Corporates and foundations Major donors Emergency appeals Project support Other donations Finance income and exchange rate gain Total Expenditure Fundraising cost Communication Other expenditure Total Programme allocation International projects Regular resources, UNICEF projects UNICEF Burkina Faso UNICEF Madagascar UNICEF Syria UNICEF Philippines UNICEF Sierra Leone UNICEF Polio Immunization UNICEF South Sudan UNICEF opt (Gaza) UNICEF Ebola response UNICEF Education UNICEF Tetanus Immunization Total international projects Domestic projects Child rights advocacy and domestic programmes Total domestic projects Total UNICEF projects Funds which will be allocated in 2015: kr. All figures are in Icelandic krona. Deloitte audited the finances of UNICEF Iceland. For further information please contact UNICEF Iceland. 13

14 Framlög íslenska ríkisins til UNICEF Í þingsályktun Alþingis um áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands er UNICEF nefnd sem ein af fjórum lykilstofnunum í fjölþjóðlegri þróunarsamvinnu, þ.e. stuðningi við alþjóðastofnanir sem sinna þróunarsamvinnu og hjálparstarfi. Þingsályktunin, sem oftast er kölluð þróunarsamvinnuáætlun, er mikilvægur rammi utan um framlög Íslands til þróunarsamvinnu. Stuðningur landsmanna við opinbera þróunarsamvinnu Íslands er enda mjög mikill. Í könnun utanríkisráðuneytisins og Þróunarsamvinnustofnunar um viðhorf og þekkingu almennings á opinberri þróunarsamvinnu (sem framkvæmd var sumarið 2013) kom fram að tæplega 90% Íslendinga vilja óbreytt eða aukin framlög til málaflokksins. Samningur undirritaður á degi Sameinuðu þjóðanna Á opnum fundi sem haldinn var á degi Sameinuðu þjóðanna í október 2014 undirrituðu Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi og Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, samstarfssamning utanríkisráðuneytisins við UNICEF á Íslandi fyrir tímabilið Samstarf UNICEF og utanríkisráðuneytisins hefur verið gott um árabil og frá árinu 2011 hefur samstarfið verið formgert með samningi. Framlög til UNICEF samkvæmt samstarfssamningnum munu nema samtals 21,5 milljónum króna á gildistímanum, með fyrirvara um fjárveitingu samkvæmt fjárlögum. Markmið samningsins er að efla kynningu á hlutverki og starfsemi UNICEF og auka samvinnu við utanríkisráðuneytið. UNICEF hefur veitt ráðuneytinu ráðgjöf og umsögn vegna málefna á fjölþjóðlegum vettvangi hvað varðar málefni barna, ásamt því að veita útsendu starfsfólki á vegum Íslensku friðargæslunnar fræðslu um málefni barna áður en það fer til starfa á vettvangi. Stærsta einstaka framlag íslenska ríkisins, 72,4 milljónir króna, rann til svokallaðra almennra framlaga. Slík framlög eru ekki eyrnamerkt ákveðnum verkefnum og gera UNICEF þannig kleift að sinna þróunar- og hjálparstarfi á svæðum sem njóta engrar fjölmiðlaathygli og berjast fyrir réttindum barna á heimsvísu. Sjötta árið í röð veitti utanríkisráðuneytið framlög til UNICEF í Palestínu, en árið 2014 námu þau 30 milljónum króna. Framlag Íslands rann til verkefnis sem miðar að því að dýpka þekkingu og skilning starfsfólks UNICEF á svæðinu á sviði jafnréttismála með því að samþætta og innleiða kynjasjónarmið í verkefni UNICEF á svæðinu. 14 Utanríkisráðuneytið veitti einnig 20,3 milljónum króna til samstarfsverkefnis UNICEF og mannfjöldastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNFPA, sem miðar að því að afnema limlestingu á kynfærum kvenna og stúlkna. Samstarf UNICEF og UNFPA felur í sér heildstæða nálgun og markmiðið er að hraða afnámi á þessari skaðlegu hefð. Verkefnið nær til 16 landa í Afríku og felst í fræðslu og stuðningi við einstaklinga, hópa og samfélög með það að leiðarljósi að stuðla að afnámi hefðarinnar. Auk þess er veittur stuðningur við breytingar á laga- og stofnanaumhverfi í verkefnalöndunum. Ennfremur var fjármagni varið til áframhaldandi stöðu ungs sérfræðings (e. Junior Professional Officer) í menntaverkefnum hjá UNICEF í Malaví, en Eva Harðardóttir uppeldis- og menntunarfræðingur hélt út til starfa árið Að lokum ber að nefna 7 milljóna króna framlag utanríkisráðuneytisins til UNICEF á Íslandi samkvæmt samstarfssamningi. Samningurinn kveður á um að landsnefndin sinni vitundarvakningu, fræðslu og upplýsingagjöf um starfsemi UNICEF. Sú upphæð er sú eina af fjárframlögum ríkisins til UNICEF sem birtist í bókhaldi landsnefndarinnar. Samstarf við friðargæsluna Samstarf Íslensku friðargæslunnar og UNICEF var formfest með samningi í febrúar Síðan þá hefur fjöldi Íslendinga verið sendur á vettvang til starfa fyrir UNICEF. Þeir hafa gegnt margvíslegum störfum og meðal annars verið í Georgíu, Srí Lanka, Tadjikistan, Súdan, Pakistan, Jemen og Sómalíu. Sólrún María Ólafsdóttir hélt til Palestínu árið 2013 á vegum friðargæslunnar og starfar þar enn hjá UNICEF í Palestínu við að samþætta og innleiða kynjasjónarmið í verkefni UNICEF og dýpka þekkingu starfsfólks á sviði jafnréttismála. Framlög íslenska ríkisins til verkefna UNICEF (í milljónum króna): Almennt framlag 69,8 73,4 72,4 Neyðaraðstoð 11,5 10,6 28,2 Verkefni í Palestínu 12,9 30,4 30,0 Verkefni í samvinnu við UNFPA 24,2 12,9 20,3 Ungir sérfræðingar 17,3 20,0 8,0 Friðargæsluliði Palestínu 17,9 15,6 17,7 UNICEF á Íslandi samstarfssamningur 5,5 6,0 7,0 Samtals: 152,9 176,3 183,6

15 UNICEF 2014/ Pirozzi UNICEF 2014/ Brake Stefán Ingi Stefánsson heldur til annarra starfa UNICEF 2015/ Zmey Stefán Ingi Stefánsson leiddi undirbúning að stofnun landsnefndar UNICEF á Íslandi árið 2003 og var framkvæmdastjóri frá formlegri stofnun hennar í mars 2004 þar til hann lét af störfum í október Stefán Ingi fluttist til Panama þar sem hann starfar nú í þágu barna hjá UNICEF sem yfirmaður fjáröflunar og samfélagslegrar ábyrgðar fyrirtækja í rómönsku Ameríku og Karíbahafi. Stjórn og starfsfólk UNICEF á Íslandi þakkar Stefáni Inga kærlega fyrir ötult starf undanfarinn áratug. 15

16 UNICEF 2014/ Belicari UNICEF 2015/ Matas Overview of the year 2014 Fundraising UNICEF relies entirely on free donations. Support from the public, companies, funds, organizations and the government are the reason why UNICEF can hold out an effective aid work on a large scale for the benefit of children worldwide. The link between the amount of financial support and the number of children UNICEF can provide aid for, is a very real and tangible one. Fundraising is therefore a major part of our work in Iceland. In total, 5,449 new pledge donors, Global Parents, joined UNICEF fight for children s rights in the year 2014; 3,420 women, 1,994 men and 35 companies. By the end of the year the number of UNICEF s Global Parents in Iceland was 26,256 with the average monthly donation of 1,591 IKR. That number of monthly supporters indicates that 10.2% of the population above the age of 16, is a Global Parent. This large and diverse group consists of people of all ages and background who share our vision of wanting to make the world a better place for children. Global Parents portray a very clear example of how much can be achieved through combined effort. In 2014, the monthly donations of Global Parents reached in total 419 million IKR. That is around 82% of the total amount of donations to UNICEF last year. The support of Global Parents thereby increased by more than 12% from 2013 or by 46 million IKR. These donations are vital for making children s lives better and setting in motion large scale improvements the world over. Other fundraising activities included e.g. emergency appeals for South-Sudan, Gaza and a campaign to respond to the emergency during the Ebola outbreak in West-Africa. Sales of the so-called Inspired Gifts also continued in 2014 and a total of 6,8 million IKR was raised through the project, an 19.8% increase from the year before. Through Inspired Gifts, 11,370 children were immunized against 16 measles and received vaccines for polio. 7,420 children received school supplies, 17 Schools-in-a-box were supplied as well as 6 water pumps and 160,000 water purifying tablets. Other items include mosquito nets, therapeutic food and milk for malnourished children. Sponsored Projects In recent years the Aurora foundation has supported an extensive and comprehensive education project in Sierra Leone, one of the poorest countries in the world. In 2014 the Aurora foundation and UNICEF Iceland signed an agreement on a continued support to the education and protection of children in Sierra Leone. The support, in total 11.5 million IKR was utilized to set up 100 Mother s clubs all over the country. The Mother s clubs have turned out to be a very successful way to enable the poorest children in Sierra Leone to go to school, protect them from mistreatment and violence as well as serving as a platform for the empowerment of women in the community. In the Mother s clubs, mothers from the villages get together and form a club which gives the local school supp ort and restraint, as well as keeping an eye on the poorest families in the village in order to ensure that their children too have access to education. The mothers also speak up and act against violence of children and fight against young girls being married. It is estimated that around 100,000 children will benefit from the Mother s clubs in the next two years, with the support of Aurora. Advocacy and Education for Development UNICEF carried on a strong advocacy policy in Iceland in The making of a toolkit in order to incorporate the CRC was put into motion as a means to simplify the practical use of the CRC for institutions and municipalities. As

17 the municipalities are responsible for incorporating the CRC, with regard to education for example, it is very important to support them to do so, in order for the CRC to be fulfilled. In 2014 the toolkit was translated and the work on a website also began. On the website municipalities can access information on how to implement the CRC. The ministry of internal affairs and the Children s Ombudsman supported the project in schools with nearly 7,700 pupils participated in the UNICEF run, an annual event which aims to create awareness amongst school children on developmental issues and the life and circumstances of other children in the world. In 2014 the work on UNICEF Iceland s report on child deprivation in Iceland was carried on. The aim of the report is to identify children who are deprived in Icelandic society by utilizing MODA (Multiple overlapping deprivation analysis), a comprehensive measuring tool for child deprivation and poverty. Numerous presentations on the work of UNICEF and workshops on children s rights, the implementation of the CRC and UNICEF s work for children s rights were also conducted during the year. The Icelandic government The Icelandic government raised its continued support for UNICEF in 2014 with funds being allocated to regular projects within UNICEF, as well as to UNICEF-projects in Palestine, and a joint programme with UNFPA aiming at ending female genital mutilation/cutting. One UNICEFposition in Palestine was paid for by the Icelandic Crisis Response Unit. Funds for the continued work of a Junior Professional Officer for education programmes in Malawi were also allocated in On the United Nations Day in October, UNICEF Iceland and the minister of foreign affairs, Gunnar Bragi Sveinsson, signed a cooperation agreement between the ministry of foreign affairs and UNICEF for Corporate partners A successful collaboration with corporate partners who have been very supportive of UNICEF s work throughout the years was continued in Alvogen pharmaceutical company continued to be a valuable partner. Ever since 2012 the company and it s employees have supported UNICEF through their charity fund, Better Planet. In 2014 Alvogen supported UNICEF s education initiative in Madagascar which enabled UNICEF to set up three fully equipped classrooms which 180 children will benefit from every year. In addition to that, Alvogen also supported UNICEF s emergency appeal for South-Sudan by setting up charity concert with all the proceedings going to the emergency appeal as well as the registration fee for the Alvogen Midnight Time Trial bike race which was held in Reykjavík in June. Te & Kaffi has supported UNICEF since 2008 with an annual coffee sale campaign. In 2013 all of Te & Kaffi s cafés joined UNICEF in a month long campaign for the End Polio campaign and last year the cafés united in a campaign to support UNICEF s emergency appeal in the fight with Ebola. For the second year, Lindex Iceland supported education projects in Burkina Faso by donating a valued 2.5 million IKR contribution. The contribution is a part of a cooperation agreement signed in 2013, where Lindex Iceland will support education in Burkina Faso by an annual, set amount. Lindex Iceland also responded to the emergency appeal for the Ebola crisis in West-Africa. MP Bank continued to support UNICEF but a cooperation agreement has been in place since MP Bank supports UNICEF by contributing 2.5 million IKR annually, in addition to supplying bank service at a minimum cost. Oddi Printing supported UNICEF by managing layout and printing of all of UNICEF s promotional material, free of charge. Oddi has been a great supporter of UNICEF ever since the Icelandic NatCom was set up in Several other corporate partner and companies supported UNICEF in 2014 in various ways. KPMG donated 900,000 IKR to UNICEF s emergency relief in typhoon Hayian affected Philippines. Reitir Real Estate Service continued to provide UNICEF with the letting of an office space for a very reasonable price. For all of this and to all of those who supported UNICEF s work in one way or another in the past year, we would like to express our sincere thanks. Key financial figures See tables and graphs on p Successful Red Nose Day The highlight of UNICEF Iceland s campaigns in 2014 was a very successful telethon, The Red Nose Day, on September 12th. The main goal of the event was to bring joy and laughter, offer the public to join UNICEF s Global Parents and share with people what it really is that UNICEF does to makes the lives of children better every day. This was the first time the telethon was screened live from the National Broadcasting Service (RÚV). UNICEF Iceland s HPS, actor Ólafur Darri Ólafsson, went to Madagascar earlier in the year where he got to know the work of UNICEF in the country as well as some of the children who live there. Footage from his visit was screened during the telethon and many volunteers; musicians, comedians and other artists took part. A number of volunteers also worked at the live call center to register and welcome new pledge donors. UNICEF is immensely grateful to everyone who made this event possible, including all the volunteers, artists, RÚV and Vodafone for their support. The telethon and its results greatly exceeded expectations and more than 3,000 signed up to become UNICEF s Global parents. During the telethon a number of companies and individuals also admitted a single donation to UNICEF, which we are also very grateful for. 17

18 Við erum UNICEF á Íslandi Stjórn UNICEF á Íslandi Stjórnarfólk kemur víða að úr samfélaginu og tekur virkan þátt í að móta starf landsnefndarinnar. Efri röð frá vinstri: Líney Rut Halldórsdóttir, Pétur Einarsson og Gunnar Hansson. Neðri röð frá vinstri: Karl Blöndal, Svanhildur Konráðsdóttir og Sara Mansour. Á myndina vantar Þorgrím Þráinsson, Guðrúnu Ögmundsdóttur og Margréti Hallgrímsdóttur. Stjórnin starfar í sjálfboðavinnu og kann UNICEF stjórnarmeðlimum bestu þakkir fyrir vel unnin störf. Stjórn Stjórnarformaður Svanhildur Konráðsdóttir Varaformaður Karl Blöndal Starfsfólk UNICEF á Íslandi 2014 Framkvæmdastjóri Bergsteinn Jónsson (tók við í október af Stefáni Inga Stefánssyni) Verkefnastjórar í fjáröflun Anna Margrét Hrólfsdóttir Helga Ólafsdóttir Jóhanna Guðmundsdóttir 18 Meðstjórnendur Guðrún Ögmundsdóttir Gunnar Hansson Líney Rut Halldórsdóttir Margrét Hallgrímsdóttir Pétur Einarsson Sara Mansour Þorgrímur Þráinsson Formaður ungmennaráðs Sara Mansour Rekstrarstjóri Ólöf Magnúsdóttir Fjármálastjóri Dröfn Guðmundsdóttir Fjáröflunarstjóri Flóki Guðmundsson (lét af störfum í október) Kynningarstjóri Sigríður Víðis Jónsdóttir (í fæðingarorlofi frá apríl) Bókari Arnheiður Þorsteinsdóttir Kynningarfulltrúi Sólveig Jónsdóttir (kynningar stjóri frá apríl, Brynja Huld Óskarsdóttir þá í stöðu kynningar fulltrúa) Réttindagæslufulltrúi Lovísa Arnardóttir Réttindafræðslufulltrúi Hjördís Eva Þórðardóttir Tengiliður heimsforeldra Bryndís Lúðvíksdóttir

ÁRSSKÝRSLA annual report. UNICEF Ísland. Laugavegur Reykjavík Sími:

ÁRSSKÝRSLA annual report. UNICEF Ísland. Laugavegur Reykjavík Sími: ÁRSSKÝRSLA 2012 annual report UNICEF Ísland Laugavegur 176 105 Reykjavík Sími: 552 6300 unicef@unicef.is www.unicef.is SAMEINUMST Í ÞÁGU BARNA Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, var stofnuð árið 1946

More information

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

ÁRSSKÝRSLA annual report SAMEINUMST Í ÞÁGU BARNA

ÁRSSKÝRSLA annual report SAMEINUMST Í ÞÁGU BARNA ÁRSSKÝRSLA 2010 annual report SAMEINUMST Í ÞÁGU BARNA Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, var stofnuð árið 1946 og hefur starfsemi samtakanna vaxið jafnt og þétt á þessum rúmlega sex áratugum. Samtökunum

More information

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Svíþjóð - stjórnsýslan Þrjú formleg stjórnsýslustig Sveitarfélög, 290 talsins (Local level) Lén, 20 talsins (Regional level) Landsstjórn, 349 þingmenn (National

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be Stefnumótun tun Rf Hlutverk (Mission) Why we exist Gildi (Core values) What we believe in Framtíðarsýn (Vision) What we want to be Stefna (Strategy) Our Game plan Stefnumiðað árangursmat Balanced Scorecard

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

Horizon 2020 á Íslandi:

Horizon 2020 á Íslandi: Horizon 2020 á Íslandi: - Árangur Íslands í Horizon2020 - Hvernig getur Rannís veitt ykkur aðstoð? Kristmundur Þór Ólafsson Alþjóðasvið Rannís Landstengiliður (NCP) fyrir H2020 Hvað er H2020? Rammaáætlun

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

Ársskýrsla UNIFEM á Íslandi 2009

Ársskýrsla UNIFEM á Íslandi 2009 Ársskýrsla UNIFEM á Íslandi 2009 í stuttu máli Þróunarsjóður Sameinuðu þjóðanna í þágu kvenna, UNIFEM, var stofnaður árið 1976 í kjölfar heimsráðstefnu SÞ um málefni kvenna í Mexíkó 1975. Þar varð ljóst

More information

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs?

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Hvernig getur málefni sem ekki er skilgreint sem námsgrein í grunnskóla eða námssvið

More information

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur?

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur? Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur? Málþing um byggðamál og svæðasamvinnu 14. mars 2014 Stefanía Traustadóttir Heimsókn til Norðurbotns (Oulu) apríl 2012 Þátttakendur: Ragnheiður

More information

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Sérfræðingur í persónurétti Yfirlit Stóra myndin Skyldur GDPR Aðlögunarferli Áskoranir og praktísk ráð 2 3 Yfirlit: Hvað er GDPR?» GDPR

More information

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson Samstarf HR og IGI Ólafur Andri Ragnarsson Leikjaiðnaðurinn 2021 Leikjaiðnaðurinn 2021 5.000 störf 70 milljarðar í heildarútflutningstekjur ef... Photo Ian Parker http://parkerlab.bio.uci.edu/nonscientific_adventures/iceland_man.ht

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2011:1 27. maí 2011 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga frá sveitarfélögum árlega um fjárhagsaðstoð, félagslega heimaþjónustu

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr. 54 8. árgangur

More information

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa Efnisyfirlit Þróun félagsauðs í grannríkjunum Bandaríkin Skandinavía Meginland Evrópu Þróunin á Íslandi Félagsþátttaka Frumtengsl Félagsrof Félagsauður,

More information

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum Raddir fjölbreyttra kennarahópa Sólveig Karvelsdóttir, lektor, HÍ Hafdís Guðjónsdóttir, dósent, HÍ Rannsóknin er hluti af tveimur rannsóknum Fjölbreyttir kennarahópar

More information

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn -

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM Schengen ráðstefna 6. október 2011 - Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - Áherslur - Lögreglan á Suðurnesjum - Framkvæmd landamæraeftirlits - Umhverfið - Álag á Ísland

More information

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2010:1 12. maí 2010 Félagsþjónusta sveitarfélaga 2007 2009 Municipal social services 2007 2009 Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga árlega um félagslega heimaþjónustu og fjárhagsaðstoð

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2011 Municipal social services 2011

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2011 Municipal social services 2011 2012:1 4. október 2012 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Árið fengu 7.715 heimili fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og hafði heimilum sem þáðu slíkar greiðslur fjölgað um 805

More information

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar 1 Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar Introduction to rotating machines 2 Grunnhugtök og meginþættir Klassískar gerðir véla Riðstraumsvélar Samfasavél (synchronous machine) Spanvél (induction machine

More information

ANNUAL REPORT 2010 ÁRSSKÝRSLA 2010

ANNUAL REPORT 2010 ÁRSSKÝRSLA 2010 ANNUAL REPORT 2010 ÁRSSKÝRSLA 2010 Annual Report 2010/Ársskýrsla 2010 Icelandic bilateral development cooperation from 1 January to 31 December 2010 Tvíhliða þróunarsamvinna Íslands 1. janúar til 31. desember

More information

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile HUGPRÓ Betware QA & Agile 26.02.2010 Head Quarters Betware Reykjavík Betware DK Copenhagen Denmark Betware Solutions CA Kamloops, BC Betware Madrid Spain Certus Odense Denmark Betware Sp. z o.o. Warsaw

More information

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur CHEMISTRY The Central 9th Edition Hlutfallareikningur: AðA reikna út frá formúlum og efnajöfnum fnum Lavoisier: Massi varðveitist í efnahvörfum. : lýsa efnahvörfum. Efnajafna : Hvarfefni og myndefni: 2H

More information

Fóðurrannsóknir og hagnýting

Fóðurrannsóknir og hagnýting Fóðurrannsóknir og hagnýting Uppskeruhátíð rannsókna Gunnar Örn Kristjánsson Strandbúnaður 2018, Grand Hótel Reykjavík, 19.-20. mars. Grundvöllur fóðurgerðar Þarfir hjá eldisfisk Efnaþarfir til vaxtar

More information

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI ER ÍSLAND SPRUNGIÐ MEÐ 2,2 M FERÐAMANNA? TOP 10 ÞJÓÐGARÐAR Í BANDARÍKJUNUM 1. Great Smoky Mountains National Park

More information

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2 1 Examples 2 Sýnidæmi 2 2 Example 25-1 Gefið er 3 fasa, 3 teina raforkukerfi samkvæmt meðfylgjandi einlínumynd. Allar stærðir á myndinni eru í einingakerfinu ( per unit ). Seríuviðnám háspennulínanna er

More information

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018 Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu September 2018 Samantekt Íslandsstofa framkvæmdi viðhorfskönnun í júlí og ágúst 2018 meðal erlendra söluaðila sem selja ferðir til Íslands.

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 8. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Að hjálpa fólki til sjálfshjálpar

Að hjálpa fólki til sjálfshjálpar Starfsskýrsla 2015-2016 Að hjálpa fólki til sjálfshjálpar Meginmarkmið með öllum verkefnum Hjálparstarfs kirkjunnar er að rjúfa vítahring fátæktar, hungurs og vannæringar og efla virðingu fyrir mannréttindum

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2013 Municipal social services 2013

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2013 Municipal social services 2013 2014:3 9. október 2014 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Árið fengu 8.042 heimili fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og hafði heimilum sem þáðu slíkar greiðslur fjölgað um 306

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

Kennarasamband Íslands, 15. desember 2016

Kennarasamband Íslands, 15. desember 2016 Kennarasamband Íslands, 15. desember 2016 Skýrsla KÍ um ráðstefnu Alþjóðasamtaka kennara um menntun flóttabarna. Stokkhólmi, 21. 22. nóvember 2016. Education of refugee children fast track to equal opportunities

More information

Lengsta fjallakeðja á Jörðinni!

Lengsta fjallakeðja á Jörðinni! AMERÍKA 1 Lengsta fjallakeðja á Jörðinni! Meðfram allri vesturströnd Ameríku liggja Cordillerafjöll. Í S-Ameríku eru þau kölluð: Andesfjöll Í N-Ameríku skiptast þau í: Klettafjöll (Rocky Mountains), Strandfjöll

More information

Þátttaka Íslands í Norðurslóðaáætlun hefur tekist vel í flestu tilliti. Mikill áhugi hefur verið á þátttöku í samstarfsverkefnum innan áætlunarinnar

Þátttaka Íslands í Norðurslóðaáætlun hefur tekist vel í flestu tilliti. Mikill áhugi hefur verið á þátttöku í samstarfsverkefnum innan áætlunarinnar Þátttaka Íslands í Norðurslóðaáætlun hefur tekist vel í flestu tilliti. Mikill áhugi hefur verið á þátttöku í samstarfsverkefnum innan áætlunarinnar og reynsla almennt góð. Það hefur verið eftirsótt að

More information

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Klettafjöllin og Grand Canyon 1 Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Kristbjörg María Guðmundsdóttir Eitt af fallegustu handverkum náttúruaflanna er án efa að finna í vesturhluta Norður-Ameríku.

More information

Laun á almennum vinnumarkaði 2005 Earnings in the private sector 2005

Laun á almennum vinnumarkaði 2005 Earnings in the private sector 2005 26:1 14. júlí 26 Laun á almennum vinnumarkaði 25 Earnings in the private sector 25 Samantekt Árið 25 voru regluleg mánaðarlaun á almennum vinnumarkaði að meðaltali 244 þúsund krónur, heildarmánaðarlaun

More information

Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi

Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi Lokaverkefni til B.Ed. prófs Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi Eru ánægðir foreldrar bestu bandamenn kennara? Halldóra Gísladóttir 300955-5419 Kennaraháskóli Íslands

More information

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012 Nr. 28/32 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012 2013/EES/28/07 frá 8. júní 2012 um framkvæmdarreglur vegna beitingar 16. gr.

More information

Áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands

Áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands Áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2011-2014 Efnisyfirlit Skammstafanir... 2 1. Skyldur Íslands í þróunarsamvinnu.... 3 2. Alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands.... 4 2.1. Gildi og áherslur.... 4

More information

Vaasa Ostrobothnia nóv. 2012

Vaasa Ostrobothnia nóv. 2012 Vaasa Ostrobothnia 19-21.nóv. 2012 Hópurinn og ferðin Halla Steinólfsdóttir Dalabyggð Ingibjörg Valdimarsdóttir Akranesi Ólafur Sveinsson SSV The Ministry of Foreign Affairs of Finland (19.nóv.) The Regional

More information

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Þórólfur Guðnason yfirlæknir Sóttvarnalæknir, Embætti landlæknis Nóvember 2014 Gastegundir frá eldgosum >95% H 2 O, CO 2 SO 2

More information

Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar Frambjóðendur. Multicultural Council of Reykjavik Candidates

Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar Frambjóðendur. Multicultural Council of Reykjavik Candidates Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar Frambjóðendur Multicultural Council of Reykjavik Candidates Aleksandra Chlipala Hversu lengi búið á Íslandi: Have been a resident of Iceland: Pólsk Polish aleksandrachlipala@gmail.com

More information

Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu

Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu Er hlutfall barna yfir kjörþyngd hætt að aukast? Stefán Hrafn Jónsson Lýðheilsustöð Margrét Héðinsdóttir Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins Mars 2010 Líkamsþyngd barna

More information

2015, Utanríkisráðuneytið

2015, Utanríkisráðuneytið UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ AFGANISTAN - AÐGERÐIR OG VERKEFNI 2002-2014 FORSÍÐUMYND Þátttaka Íslendinga í aðgerðum og verkefnum í Afganistan 2002-2014 2015 Útgefandi Utanríkisráðuneytið www.utanrikisraduneyti.is

More information

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Power Point leiðbeiningar Sjónarhorn View Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Outline view - Yfirlitshamur Hér er hægt að rita minnispunkta við hverja glæru fyrir þann sem

More information

Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/ /10

Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/ /10 Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/04-2009/10 Stefán Hrafn Jónsson Háskóli Íslands, Landlæknisembættið Margrét Héðinsdóttir Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins

More information

Nr mars 2006 AUGLÝSING

Nr mars 2006 AUGLÝSING AUGLÝSING um gerð sem felur í sér breytingu á samningi sem ráð Evrópusambandsins og Ísland og Noregur gerðu með sér um þátttöku hinna síðarnefndu í framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna. Hinn

More information

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM Skýrsla fyrir skólaárið 2016-2017 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 2 1. Inngangur... 3 2. Markmið og tilgangur matsins... 3 3. Aðferðir og framkvæmd matsins... 3 4.

More information

Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll. Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands

Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll. Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands Yfirlit erindis Meginmarkmið og bakgrunnur Nokkrar skilgreiningar Rannsóknaraðferðir

More information

Kostnaður og viðhorf vegna búsetu hælisleitenda í Reykjanesbæ

Kostnaður og viðhorf vegna búsetu hælisleitenda í Reykjanesbæ VIÐSKIPTASVIÐ Kostnaður og viðhorf vegna búsetu hælisleitenda í Reykjanesbæ Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Jóhanna María Jónsdóttir Leiðbeinandi: Kári Joensen (Haustönn 2014) 2 Jóhanna María Jónsdóttir

More information

2. Stefnur og hugmyndafræði sem hafa haft áhrif á listkennslu

2. Stefnur og hugmyndafræði sem hafa haft áhrif á listkennslu Ágrip Í þessari ritgerð, sem er lokaverkefnið mitt til B.Ed gráðu, mun ég fjalla um samvinnu á milli myndlistarskóla og grunnskóla. Í því samhengi mun ég skoða Billedskolen i Tvillingehallen og Myndlistarskólann

More information

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi í norðaustanverðu Atlantshafi Jóhann Sigurjónsson Hafrannsóknastofnun Grand Hótel, Reykjavík, 21.-22. nóvember 2013 Efni erindis Deilistofnar Ástand og horfur Uppsjávar þríeykið Norsk-íslensk síld-kolmunni-makríll

More information

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis ANNUAL SAFETY REVIEW 2012 Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis Flugmálastjórn Íslands: Annual Safety Review 2012 Útgefandi: Flugmálastjórn Íslands Skógarhlíð 12 105 Reykjavík

More information

Mislingar á Íslandi Faraldrar 19.aldar

Mislingar á Íslandi Faraldrar 19.aldar Mislingar á Íslandi Faraldrar 19.aldar Sandra Gunnarsdóttir Lokaverkefni til B.Sc. gráðu Háskóli Íslands Heilbrigðisvísindasvið Mislingar á Íslandi Faraldrar 19.aldar Sandra Gunnarsdóttir 1 Leiðbeinandi:

More information

Hönnunarstefna Hönnun sem drifkraftur til framtíðar

Hönnunarstefna Hönnun sem drifkraftur til framtíðar Hönnunarstefna 2014 2018 Hönnun sem drifkraftur til framtíðar 2 Hér birtist hönnunarstefna stjórnvalda sem byggir á tillögum frá stýrihópi sem iðnaðarráðherra skipaði í samstarfi við mennta- og menningar-

More information

Mannfjöldaspá Population projections

Mannfjöldaspá Population projections 3. október 217 Mannfjöldaspá 217 266 Population projections 217 266 Samantekt Samkvæmt miðspá mannfjöldaspár Hagstofu Íslands verða íbúar landsins 452 þúsund árið 266, bæði vegna fólksflutninga og af náttúrlegum

More information

Elítur á Íslandi einsleitni og innbyrðis tengsl

Elítur á Íslandi einsleitni og innbyrðis tengsl n Fræðigreinar STJÓRNMÁL Elítur á Íslandi einsleitni og innbyrðis tengsl Magnús Þór Torfason, lektor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Þorgerður Einarsdóttir, próf. við Stjórnmálafræðideild Háskóla

More information

Lýðheilsa Heilsa í allar stefnur

Lýðheilsa Heilsa í allar stefnur Lýðheilsa Heilsa í allar stefnur Hvar standa Íslendingar í samanburði þjóða? Dagskrá: 14:30 Ávarp forsætisráðherra: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 14:45 Heilsa í allar stefnur: Health in All Policies reynsla

More information

Tölvu- og netnotkun einstaklinga 2011 Computer and Internet usage by individuals 2011

Tölvu- og netnotkun einstaklinga 2011 Computer and Internet usage by individuals 2011 2011:2 6. september 2011 Tölvu- og netnotkun einstaklinga 2011 Computer and Internet usage by individuals 2011 Samantekt Nettenging er til staðar á 93% íslenskra heimila. Árleg fjölgun nettengdra heimila

More information

Health at a Glance: OECD Indicators 2005 Edition. Heilbrigðismál í hnotskurn: Rit OECD Samantekt. Summary in Icelandic. Útdráttur á íslensku

Health at a Glance: OECD Indicators 2005 Edition. Heilbrigðismál í hnotskurn: Rit OECD Samantekt. Summary in Icelandic. Útdráttur á íslensku Health at a Glance: OECD Indicators 2005 Edition Summary in Icelandic Heilbrigðismál í hnotskurn: Rit OECD 2005 Útdráttur á íslensku Samantekt Heilbrigðiskerfi í OECD ríkjum verða sífellt umfangsmeiri

More information

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Jón Viðar Jónmundsson 1 og Emma Eyþórsdóttir 2 1 Bændasamtökum Íslands 2 Rannsóknarstofnun landbúnaðarins/lbh á Hvanneyri Inngangur Fyrsta

More information

Samfélagsskýrsla Landsbankans 2015

Samfélagsskýrsla Landsbankans 2015 Samfélagsskýrsla Landsbankans 2015 Efnisyfirlit Ávarp bankastjóra... 4 Um skýrsluna... 5 Gæðatrygging upplýsinga...5 Um Landsbankann... 6 Samstarf...7 Stjórnarhættir...8 Hagsmunaaðilar og samráð...8 Stefna,

More information

Framhaldsskólapúlsinn

Framhaldsskólapúlsinn Framhaldsskólapúlsinn Mat á líðan og skólabrag í framhaldsskólum Málþing um geðrækt í framhaldsskólum 20. september 2013 Almar M. Halldórsson Skólapúlsinn Skólapúlsinn er veflægt sjálfsmatskerfi fyrir

More information

Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi -

Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi - Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi - Rannveig Björnsdóttir Strandbúnaður 2017, Grand Hótel Reykjavík, 13.-14.mars YFIRLIT erindis Dæmi: doktorsverkefni RBj 2005-2010 BAKGRUNNUR VANDAMÁLIÐ

More information

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2.

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2. Reykjavík, 15. maí 2017 R17050061 110 Borgarráð Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2. júní 2017 Fyrirhuguð er opinber

More information

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Kynning í Dalskóla 6. desember 2018 Gautur Þorsteinsson, verkfræðingur Um útvarpsþjónustu Fyrsta útsending útvarpsdagskrár 1920 Útsendingar útvarps

More information

Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006

Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006 Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006 Rannsóknarmiðstöð HR í nýsköpunar- og frumkvöðlafræðum Rögnvaldur J. Sæmundsson Silja Björk Baldursdóttir Mars 2007 GEM - frumkvöðlastarfsemi 2006

More information

Fél403 Vor 2012 Verkefni jan. Vægi 10% Einstaklingsverkefni.

Fél403 Vor 2012 Verkefni jan. Vægi 10% Einstaklingsverkefni. Fél403 Vor 2012 Verkefni 1. 9 23. jan. Vægi Einstaklingsverkefni. 1. Gerið litla könnun með 20 viðföngum (einstaklingum) þar sem þið vinnið með eina fylgibreytu, Y og tvær frumbreytur X 1 og X 2, helst

More information

í lýðheilsu - þáttur Lýðheilsustöðvar

í lýðheilsu - þáttur Lýðheilsustöðvar Rannsóknir í lýðheilsu - þáttur Lýðheilsustöðvar ðvar Laufey Steingrímsdóttir Sviðsstjóri rannsókna Lýðheilsustöð Rannsóknir í lýðheilsu Hvers vegna þurfum við rannsóknir? Er Lýðheilsustöð rannsóknarstofnun?

More information

Íslenskir skólar og erlend börn? Skólaþróun í fjölmenningarlegu samfélagi

Íslenskir skólar og erlend börn? Skólaþróun í fjölmenningarlegu samfélagi 147 Íslenskir skólar og erlend börn? Skólaþróun í fjölmenningarlegu samfélagi Hanna Ragnarsdóttir lektor Kennaraháskóla Íslands: Málefni barna af erlendum uppruna á Íslandi hafa verið ofarlega á baugi

More information

UNGT FÓLK BEKKUR

UNGT FÓLK BEKKUR UNGT FÓLK 16 8.. BEKKUR Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun, heilsuhegðun, heilsuvísar, líðan og framtíðarsýn ungmenna í framhaldsskólum á Íslandi. ÆSKULÝÐSRANNSÓKNIR FRÁ 1992 Ungt fólk 16 Grunnskólar

More information

Að störfum í Alþjóðabankanum

Að störfum í Alþjóðabankanum Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, útgáfa 2007-2008 Að störfum í Alþjóðabankanum Jónas H. Haralz JEL flokkun: G21, G28, N16, N26, N46 Lykil hugtök: Alþjóðabankinn, Suður-Ameríka, efnahagsmál, hagsaga,

More information

Vaasa Ostrobothnia nóv. 2012

Vaasa Ostrobothnia nóv. 2012 Vaasa Ostrobothnia 19-21.nóv. 2012 Hópurinn og ferðin Halla Steinólfsdóttir Dalabyggð Ingibjörg Valdimarsdóttir Akranesi Ólafur Sveinsson SSV The Ministry of Foreign Affairs of Finland (19.nóv.) The Regional

More information

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 I GENERAL INFORMATION ABOUT THE SCHOOL 1. Describe the school and its surroundings very

More information

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og 2006. Kolbeinn Árnason Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE: Coordination of information on the environment eða: Samræming umhverfisupplýsinga

More information

Vaxtarsaga Marel. Snjólfur Ólafsson og Auður Hermannsdóttir

Vaxtarsaga Marel. Snjólfur Ólafsson og Auður Hermannsdóttir Vaxtarsaga Marel Snjólfur Ólafsson og Auður Hermannsdóttir Alþjóðlegur vöxtur íslenskra fyrirtækja og erlendar fjárfestingar síðustu ára hafa vakið mikla athygli hér á landi og víðar. Grein þessi varpar

More information

ÁR SR IT UM FR AMHALDSFRÆÐS LU

ÁR SR IT UM FR AMHALDSFRÆÐS LU 2017 ÁR SR IT UM FR AMHALDSFRÆÐS LU Í stjórn Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins sitja: Formaður: Kristín Þóra Harðardóttir Varaformaður: Eyrún Björk Valsdóttir Meðstjórnendur: Falur Harðarson Fjóla Jónsdóttir

More information

Mannfjöldaspá Population projections

Mannfjöldaspá Population projections 29. júní 216 Mannfjöldaspá 216 265 Population projections 216 265 Samantekt Í miðspá mannfjöldaspár Hagstofu Íslands er gert ráð fyrir að íbúar gætu orðið 442 þúsund árið 265. Þeim hefði þá fjölgað úr

More information

Hlutverk skólastjóra í menntun til sjálfbærni

Hlutverk skólastjóra í menntun til sjálfbærni Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2010 Auður Pálsdóttir og Allyson Macdonald Hlutverk skólastjóra í menntun til sjálfbærni Reynsla af þróunarstarfi í fjórum grunnskólum

More information

Gleðilega hátíð. JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA. Landsbankinn landsbankinn.is

Gleðilega hátíð. JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA. Landsbankinn landsbankinn.is REYKJAVIK PRIDE 2. 7. ÁGÚST FREE COPY HINSEGINDAGAR.IS Gleðilega hátíð JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA Landsbankinn landsbankinn.is 410 4000 VELKOMIN Á HINSEGIN DAGA 2016 WELCOME TO REYKJAVIK PRIDE 2016 Sagan

More information

Efni yfirlitsins að þessu sinni er: HAGTÖLUR VR

Efni yfirlitsins að þessu sinni er: HAGTÖLUR VR September 216 Efnahagsyfirlit VR er gefið út í tengslum við mánaðarlega stjórnarfundi félagsins. Yfirlitið er samantekt á hagtölum og öðru efni sem tengist vinnumarkaðs- og kjaramálum og er tilgangurinn

More information

Sala á sjávarafurðum.l Bandaríkjanna 2016

Sala á sjávarafurðum.l Bandaríkjanna 2016 UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ Sala á sjávarafurðum.l Bandaríkjanna 2016 Hlynur Guðjónsson Aðalræðismaður og viðskiptafulltrúi Markaðurinn ECONOMICS The U.S. economy underperformed vs forecasts the 1 st quarter of

More information

Umhyggja. Afstaða nemenda með sérþarfir til skólans síns. Brýtur þjónustukerfið mannréttindi?

Umhyggja. Afstaða nemenda með sérþarfir til skólans síns. Brýtur þjónustukerfið mannréttindi? Umhyggja Afstaða nemenda með sérþarfir til skólans síns Brýtur þjónustukerfið mannréttindi? Sömu námskröfur gerðar til langveikra sem og annarra í MH en aðstoð og aðlögun stundum nauðsynleg 2. tbl. 13.

More information

Kortlagning á útflutningsfyrirtækjum

Kortlagning á útflutningsfyrirtækjum 2013 Kortlagning á útflutningsfyrirtækjum sem nota útdrætti úr jurtum, dýrum, örverum og steinefnum í framleiðslu sína Höfundur: Guðjón Svansson Unnið fyrir Íslandsstofu Efnisyfirlit Formáli... 3 Inngangur...

More information

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016 FLUGTÖLUR 216 INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 216 Flugvöllur 215 216 Br. 16/15 Hlutdeild Reykjavík 348.24 377.672 8,5% 5,4% Akureyri 17.897 183.31 7,3% 24,5% Egilsstaðir 89.79 93.474 4,9%

More information

Örnámskeið Ský Hagnýting Opins Hugbúnaðar. Ólafur Garðarsson ÍKON ehf 19. febrúar. 2009

Örnámskeið Ský Hagnýting Opins Hugbúnaðar. Ólafur Garðarsson ÍKON ehf  19. febrúar. 2009 Örnámskeið Ský Hagnýting Opins Hugbúnaðar Ólafur Garðarsson ÍKON ehf www.ikon.is 19. febrúar. 2009 Vefhýsing með opnum og frjálsum hugbúnaði LAMP (Linux Apache MySql PHP) vefþjónar hafa yfir 50% markaðshlutdeild.

More information

Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum

Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum Eyþór Ívar Jónsson Forstöðumaður fyrir Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti RANNSÓKNARMIÐSTÖÐ Í STJÓRNARHÁTTUM Rannsóknarmiðstöð í stjórnarháttum Rannsóknarmiðstöð um

More information

Hópurinn átti tvo gagnlega fundardaga í Helsinki (15. og 16. apríl) og hitti þar helstu gerendur í mótun byggðastefnu í Finnlandi, en þeir eru:

Hópurinn átti tvo gagnlega fundardaga í Helsinki (15. og 16. apríl) og hitti þar helstu gerendur í mótun byggðastefnu í Finnlandi, en þeir eru: Dagana 14.-20. apríl 2013 fór stýrinet Stjórnarráðsins um sóknaráætlanir landshluta í námsferð til Finnlands og Slóveníu. Þessi tvö lönd urðu fyrir valinu vegna þess að þau búa við tvö stjórnsýslustig

More information