Staðlaráð Íslands. Ársskýrsla 2016

Size: px
Start display at page:

Download "Staðlaráð Íslands. Ársskýrsla 2016"

Transcription

1 Staðlaráð Íslands Ársskýrsla 2016

2 Aðilar að Staðlaráði Íslands 2016 Admon ehf. Advania Alcoa Fjarðaál Arion banki hf. Arkitektafélag Íslands Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti Auðkenni ehf. Ábyrgar fiskveiðar ses Byggingafræðingafélag Íslands Deloitte ehf. Efla hf. Elkem Ísland Félag raftækjaheildsala Fjármála- og efnahagsráðuneyti Forsætisráðuneyti Framkvæmdasvið Reykjavíkurborgar Framkvæmdasýsla ríkisins Gagnaveita Reykjavíkur ehf Geislavarnir ríkisins Greiðsluveitan ehf. Hagar Hagstofa Íslands Háskólinn í Reykjavík HS Orka HS Veitur Húsasmiðjan ICEPRO IÐAN fræðslusetur InExchange Innanríkisráðuneyti Íbúðalánasjóður Íslandsbanki Íslandsstofa Landmælingar Íslands Landsbankinn Landsnet Landspítali Háskólasjúkrahús Landssamband fiskeldisstöðva Landssamband smábátaeigenda Landsvirkjun Límtré Vírnet Lota ehf Mannvirkjastofnun Mannvit hf. Marel hf. Markus Lifenet ehf. MATÍS ohf Mennta- og menningarmálaráðuneyti Neytendasamtökin Neytendastofa Norðurorka Nýherji hf. Nýsköpunarmiðstöð Íslands Orka náttúrunnar Orkufjarskipti hf Orkusalan Orkuveita Reykjavíkur Orkuvirki ehf Póst- og fjarskiptastofnun Rafiðnaðarsamband Íslands Rafiðnaðarskólinn Raftákn ehf. RARIK ohf Reiknistofa bankanna hf Reiknistofnun Háskólans Ríkiskaup Ræstingaþjónustan ehf Samband íslenskra sveitarfélaga Samorka Samtök atvinnulífsins 2 STAÐLARÁÐ ÍSLANDS

3 Samtök fjármálafyrirtækja Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi Samtök iðnaðarins SART Samtök rafverktaka Seðlabanki Íslands Síminn Skipulags- og byggingasvið Reykjavíkurborgar Skipulagsstofnun Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum Sæplast Iceland Tæknifræðingafélag Íslands Umhverfis- og auðlindaráðuneyti Upplýsingatæknimiðstöð Reykjavíkurborgar Utanríkisráðuneyti Vegagerðin Velferðarráðuneyti Verkfræðingafélag Íslands Verkhönnun ehf Verkís hf Vinnueftirlit ríkisins Þjóðskrá Íslands Þorbjörn hf. Össur ehf Stjórn Staðlaráðs Íslands 2016 Davíð Lúðvíksson, formaður, Kristján G. Sveinsson, varaformaður Andri Sveinsson, Emil Sigursveinsson, Jón Sigurjónsson, Margeir Gissurarson, Sigurbjörg Sæmundsdóttir, Sigurður Másson, Þorvarður Kári Ólafsson STAÐLARÁÐ ÍSLANDS 3

4 Efnisyfirlit: INNGANGUR 5 Starfsmannamál 6 STARFIÐ INNANLANDS 7 Útgáfa 7 Staðfesting staðla 7 Kynningar- og markaðsstarf 7 Sala staðla og annarra gagna 8 EVRÓPUSTÖÐLUN 9 CEN 9 CENELEC 9 ETSI 9 ALÞJÓÐLEG STÖÐLUN 10 ISO 10 IEC 10 NORRÆNT SAMSTARF INSTA OG NOREK 11 REKSTUR STAÐLARÁÐS 12 ÁRSREIKNINGUR 4 STAÐLARÁÐ ÍSLANDS

5 Inngangur Staðlaráð Íslands gegnir því hlutverki að vera hlutlaus og óháður vettvangur stöðlunar með góð tengsl við evrópskt og alþjóðlegt staðlastarf. Starfsemi ráðsins byggir á lögum nr. 36/2003, en í þeim lögum var einnig staðfest samkomulag sem gert var milli atvinnulífsins og stjórnvalda til að tryggja grunnfjármögnun á rekstri staðlastarfs á Íslandi með fastri tekjutengingu við gjaldstofn tryggingagjalds. Staðlar gegna mikilvægu hlutverki við að koma á og viðhalda hindrunarlausum viðskiptum á milli landa. Staðlar og tilskipanir um öryggi vöru gegna lykilhlutverki í þróun innri markaðar Evrópu með því að draga úr tæknilegum viðskiptahindrunum sem áður einkenndu markaðinn. Notkun staðla er í mörgum tilfellum forsenda aukinnar framleiðni og nýsköpunar í öllum greinum atvinnulífs. Í dag eru staðlar sem samþykktir hafa verið sem Evrópustaðlar, og jafnframt staðfestir sem íslenskir staðlar, vel á þriðja tug þúsunda talsins. Notkun staðla er jafnan valfrjáls. Með EES-samningnum hafa íslensk fyrirtæki hins vegar ótvírætt hagræði af því að fara að evrópskum stöðlum hvort sem þau selja vörur sínar og þjónustu eingöngu á Íslandi eða annars staðar á Evrópumarkaði. Krafa um CE-merkingu vara sem settar eru á markað á Evrópska efnahagssvæðinu er víðtæk og nær til fjölmargra vöru flokka. Staðlar gegna í þessu sambandi stóru hlutverki við að tryggja að grunnkröfur á markaðnum um öryggi, heilbrigði og umhverfisvernd séu uppfylltar. Þarfir íslenskra fyrirtækja, stjórnvalda og neytenda í tengslum við staðlastarf eru fjölbreyttar, allt frá einfaldri upplýsingaþjónustu og útvegun staðla til virkrar þátttöku í alþjóðlegri staðlagerð þar sem hagsmuna íslenskra fyrirtækja og neytenda er gætt. Staðlar gegna lykilhlutverki í fjarskiptum, rafrænum viðskiptum og samskiptum í upplýsingatækni, að ógleymdri rafrænni stjórnsýslu. Stöðlunarstarf byggist á framlagi sérfræðinga til samvinnuverkefna sem miða að því að finna góðar lausnir á vandamálum sem margir þurfa að glíma við, þ.e. að leysa málin í sameiningu í stað þess að hver og einn sé að búa til sína lausn með þeim afleiðingum að lausnir passa ekki saman. Slíkt veldur kostnaði fyrir neytendur og samfélagið kostnaði sem komast má hjá ef menn bera gæfu til að vinna saman og búa til staðla sem allir geta notað. Þátttaka í stöðlun er valfrjáls, og notkun staðla er það alla jafna líka. Til að stöðlunarstarf geti borið tilætlaðan árangur þarf að vera til staðar vettvangur þar sem hagsmunaaðilar geta komið saman og unnið að stöðlun vettvangur þar sem tryggt er að unnið sé eftir grundvallarreglum stöðlunar, sem tryggja gagnsæi, að tekið sé tillit til allra mikilvægra hagsmuna, að allir sem þess óska geti haft aðkomu að starfinu og að lausnir séu fengnar fram með sammæli. Staðlaráð Íslands er þessi vettvangur hér á landi. Auk þess að sjá hagsmunaaðilum fyrir þeim innviðum sem þarf til að búa til séríslenska staðla, halda skrá yfir og hafa til sölu alla íslenska staðla, og að útvega aðra þá staðla sem fyrirtæki og stofnanir kunna að þurfa á að halda, er Staðlaráð aðili að evrópskum og alþjóðlegum staðlasamtökum og þar með farvegur fyrir þau fyrirtæki sem vilja taka þátt í staðlastarfi á evrópskum eða alþjóðlegum vettvangi og hafa áhrif á þá staðla sem varða þeirra framleiðslu eða starfsumhverfi. Það vill oft gleymast í umræðum um fjármögnun staðlastarfs að rekstur Staðlaráðs sjálfs er einungis hluti af umfangi staðlastarfs á Íslandi. Fyrirtæki og stofnanir sem leggja fram vinnu- STAÐLARÁÐ ÍSLANDS 5

6 tíma starfsmanna sinna til þátttöku í staðlastarfi leggja til drjúgan skerf á móti opinberum framlögum, framlögum einkaaðila, sölutekjum og öðrum tekjum sem Staðlaráð fær til rekstrar. Þessi skerfur hefur verið falinn, þar sem hann kemur hvergi fram í rekstrarreikningi Staðlaráðs, og þau fyrirtæki og stofnanir sem leggja vinnuna fram greina heldur ekki sérstaklega frá þeim kostnaði í reikningum sínum. Starfsemi Staðlaráðs og verkefni voru með svipuðu móti árið 2016 og áður, flest verkefni eru í föstum skorðum. Starfsemi og verkefnum fagstaðlaráða Staðlaráðs eru gerð skil í sérstökum skýrslum þeirra. Rekstrarafkoma Staðlaráðs varð neikvæð, fimmta árið í röð. Heildartekjur urðu tæplega 114,5 milljónir króna en heildarútgjöld 121,3 milljónir og rekstrarhallinn því um 6,85 milljónir. Fjallað er nánar um fjármál síðar í skýrslunni. Starfsmannamál Breytingar urðu á starfsmannahaldi Staðlaráðs árið Bryndís Björk Karlsdóttir bókari lét af störfum. Anna Þóra Bragadóttir sölustjóri tók við verkefnum hennar og fór starfshlutfall hennar við það úr 80% upp í 100% starf. Sigurður Sigurðarson lét einnig af störfum eftir nærfellt 15 ára starf. Í stað hans kom Guðmundur Valsson verkfræðingur sem er í 80% starfi. Þeim Sigurði og Bryndísi eru þökkuð störf þeirra fyrir Staðlaráð. Starfsmenn Staðlaráðs um liðin áramót voru því:: Anna Þóra Bragadóttir, verkefnisstjóri í sölu og fjármálum Arngrímur Blöndahl, verkefnisstjóri í byggingar- og gæðamálum, ritari BSTR Arnhildur Arnaldsdóttir, verkefnisstjóri Guðmundur Valsson, verkefnisstjóri í raftækni og upplýsingatækni, ritari RST og FUT Guðrún Rögnvaldardóttir, framkvæmdastjóri Hjörtur Hjartarson, kynningar- og markaðsstjóri Kristbjörg Richter, móttökuritari og skjalavörður 6 STAÐLARÁÐ ÍSLANDS

7 Starfið innanlands Útgáfa Ef frá er talin reglubundin útgáfa íslenskra staðla og annarra normskjala frá CEN, CENELEC og ETSI, þá voru eftirtaldir staðlar gefnir út á vegum Staðlaráðs á árinu: ÍST 16 Steypustyrktarstál Bendistál og bendinet ÍST 45 Hljóðvist Flokkun íbúðar- og atvinnuhúsnæðis ÍST 66 Varmatap húsa Útreikningar ÍST 69 Umreikningur á varmagjöf ofna ÍST 110 Matvælaker ÍST 151 Fjarskiptalagnir í íbúðarhúsnæði Loftnetskerfi Netkerfi Símkerfi Hússtjórnarkerfi ÍST INSTA 800 Gæði ræstinga Kerfi fyrir mat og flokkun á gæðum ræstinga ÍST ISO Environmental monitoring of the impacts from marine finfish farms on soft bottom Á árinu var unnið áfram að íslenskum þýðingum staðlanna ISO/IEC 27000, ISO/IEC og ISO/IEC Einnig að þýðingum staðlanna ÍST EN ISO 9000 og ÍST EN ISO Fagstaðlaráð skila sérstökum skýrslum um starfsemi sína þar sem nánar er greint frá útgáfuverkefnum. Staðfesting staðla Staðfestingarnefnd starfar á vegum stjórnar og sér um að staðfesta staðla. Í nefndinni sitja Davíð Lúðvíksson, formaður Staðlaráðs, og Hafsteinn Pálsson frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti. Varamaður er Þorvarður Kári Ólafsson frá Þjóðskrá Íslands. Á árinu voru staðfestir 1671 íslenskur staðall og 924 staðlar voru felldir úr gildi frumvörp voru auglýst til umsagnar. Í lok ársins 2016 voru staðlar í gildi á Íslandi. Kynningar- og markaðsstarf Rafrænt fréttabréf Staðlaráðs er sent út þegar þurfa þykir, en fjöldi áskrifenda óx um nær þriðjung á árinu og var um 2800 í lok ársins. Fréttabréfið er notað til þess að senda út fréttir, stuttar tilkynningar um námskeið og viðburði. Eitt tölublað Staðlamála, fréttabréfs Staðlaráðs, kom út á árinu. Meginefni þess var umfjöllun um hljóðvistarstaðalinn ÍST 45. Nýútgefið efni var kynnt markhópum sem og almennum áskrifendum að fréttabréfum Staðlaráðs, auk þess sem vakin var athygli á nýjum verkefnum á vegum Staðlaráðs og því sem hæst bar í staðlaheiminum. Á vef Staðlaráðs eru birtar fréttir. Starfsfólk Staðlaráðs tekur þátt í ráðstefnum eftir efnum og aðstæðum og heldur erindi og kynningar á margvíslegum vettvangi, svo sem fyrir faghópa og nemendur í háskólum. Þessir atburðir voru helstir á árinu 2016: Kynning í Marel um CE-merkingu véla; erindi um stjórnunarkerfi samkvæmt ISO-stöðlum á ráðstefnu Dokkunnar og erindi um ISO 26000, staðal um samfélagslega ábyrgð, á fundi hjá Stjórnvísi. Eitt öflugasta kynningartæki Staðlaráðs eru námkeið á þess vegum. Átta almenn námskeið voru haldin á vegum Staðlaráðs á árinu: Þrjú námskeið um innri úttektir samkvæmt ISO 19011, STAÐLARÁÐ ÍSLANDS 7

8 þar af eitt sérnámskeið fyrir byggingarfulltrúa; eitt námskeið um ISO 9000 gæðastjórnunarstaðlana, eitt um stjórnun upplýsingaöryggis samkvæmt ISO og tvö námskeið um CEmerkingu véla. Eitt nýtt námskeið var þróað og haldið á árinu um áhættustjórnun samkvæmt ISO Fjöldi þátttakenda á námskeiðum Staðlaráðs var venju fremur lítill árið 2016, eða samtals 60. Staðlaráð leitast við að útbreiða og auðvelda notkun staðla í skólum. Í því skyni er nemendum almennt veittur 40% afsláttur af verði staðla og eins er samið við kennara einstakra námskeiða um tímabundin frían aðgang nemenda að tilteknum stöðlum. Námskeiðahaldarar fá almennt 33% afslátt af verði staðla. Fagstaðlaráð skila sérstökum skýrslum um starfsemi sína þar sem nánar er greint frá kynningarverkefnum. Sala staðla og annarra gagna Ný þjónusta var tekin í notkun í lok ársins, sérstaklega ætluð stórum notendum séríslenskra og þýddra staðla. Árgjald er greitt fyrir þjónustuna, en hún felst í því að veita aðgang að séríslenskum og þýddum stöðlum í gegnum Netið. Viðbrögð við þessari nýjung voru góð. Af einstökum gögnum voru þessi söluhæst, miðað við fjölda eintaka: ÍST 30 Almennir útboðs- og samningsskilmálar um verkframkvæmdir ÍST 51 Byggingarstig húsa ÍST 200 Raflagnir bygginga Af einstökum staðlaflokkum voru mestar tekjur af ÍST EN stöðlum annars vegar og þýddum og séríslenskum stöðlum hins vegar. Síðan koma tekjur af endursölu staðla frá ISO og IEC. 8 STAÐLARÁÐ ÍSLANDS

9 Evrópustöðlun Þátttaka í evrópsku staðlastarfi er veigamesti hlutinn af verkefnum Staðlaráðs. Með aðild að evrópsku staðlasamtökunum CEN og CENELEC og aukaaðild að ETSI er Staðlaráð skuldbundið til að gera Evrópustaðla (EN) að íslenskum stöðlum og auglýsa frumvörp og nýja staðla samkvæmt reglum samtakanna. Auglýsingarnar eru birtar í Staðlatíðindum sem eru öllum aðgengileg á heimasíðu Staðlaráðs, Vel á þriðja hundrað aðilar fá tilkynningu með tölvupósti þegar ný Staðlatíðindi koma út á vef Staðlaráðs. CEN Yfir 300 tækninefndir störfuðu á vegum CEN í byrjun árs Heildarfjöldi staðla og annarra normskjala frá CEN var í lok ársins. Staðlaráð er ekki í stakk búið til að fylgjast með öllum verkefnum á vegum CEN. Á sviðum þar sem íslenskir faghópar eru starfandi er fylgst með verkefnum sem mest þykja snerta íslenska hagsmuni og virk þátttaka er fyrst og fremst á sviðum byggingariðnaðar og upplýsingatækni. Einnig er fylgst með störfum nokkurra nefnda CEN af einstökum aðilum sem eiga hagsmuna að gæta. Með þessu er verið að halda uppi lágmarks hagsmunagæslu með sem minnstum tilkostnaði. Starfsmenn Staðlaráðs sóttu aðal fund og fundi í framkvæmdastjórn og tækniráði CEN til að gæta heildarhagsmuna Íslendinga. Framkvæmdastjóri Staðlaráðs gegnir embætti varaforseta CEN og formanns tækni ráðs CEN tímabilið og sótti ýmsa fundi sem því tengjast. Kynningar- og markaðsstjóri sótti fundi um sölu- og kynningarmál sem CEN og CENELEC halda tvisvar á ári. CENELEC Árið 2016 voru 79 tækninefndir starfandi á vegum CENELEC. Fjöldi gildra staðla og annarra normskjala frá CENELEC var í árslok Staðlaráð, í samvinnu við Rafstaðlaráð, gætir íslenskra hagsmuna á raftæknisviðinu. Aðilar innan Rafstaðlaráðs fylgjast sérstaklega með störfum u.þ.b. þrjátíu nefnda CENELEC og fá send til sín nefndagögn þeirra, en ekki hefur enn verið um virka þátttöku í tækninefndastarfi að ræða. Starfsmenn Staðlaráðs sóttu þrjá fundi hjá tækniráði CENELEC, sem og aðalfund samtakanna. ETSI Staðlafrumvörp frá ETSI eru auglýst til umsagnar jafnóðum og þau berast og Evrópustaðlar frá ETSI eru staðfestir sem íslenskir staðlar. Að öðru leyti tekur Staðlaráð ekki þátt í störfum ETSI. Í árslok 2016 voru íslenskir staðlar frá ETSI um STAÐLARÁÐ ÍSLANDS 9

10 Alþjóðleg stöðlun ISO Aðild Staðlaráðs að Alþjóðlegu staðlasamtökunum ISO felur ekki í sér skuldbindingu um að ISO-staðlar séu gerðir að íslenskum stöðlum. Af þeim sökum og vegna takmarkaðra starfskrafta og fjárráða tekur Staðlaráð lítinn þátt í tækninefndum ISO. Fagstaðlaráð í fiskimálum, FIF, tekur þó virkan þátt í tækninefnd ISO á sviði fiskveiða og fiskeldis. Tveir af aðilum Staðlaráðs, Markus Lifenet ehf og Össur hf, eru einnig virkir í störfum tækninefnda ISO, hvor á sínu sviði. og Markus Lifenet stóð fyrir og skipulagði ársfund ISO/TC 8/SC1 á Íslandi í maí. Að auki hýsti Staðlaráð sameiginlegan fund ISO/TC 138 og CEN/TC 155 í október. Framkvæmdastjóri sækir jafnan aðalfund ISO. Aðildarlönd ISO voru í árslok 163 talsins í lok ársins. Á vegum samtakanna störfuðu 3555 tækninefndir, undirnefndir og vinnuhópar. Fjöldi ISO-staðla og normskjala var 21478, þar af voru 1381 gefin út árið IEC Staðlaráð Íslands er aukaaðili að Alþjóða raftækniráðinu IEC og sóttu framkvæmdastjóri Staðlaráðs og ritari Rafstaðlaráðs aðalfund þess. Aukaaðilum er heimil takmörkuð þátttaka í störfum tækninefnda samtakanna og er Staðlaráð skráð sem þátttakandi í einni nefnd. Samkvæmt sérstöku samkomulagi IEC og CENELEC eru mjög margir IEC-staðlar gefnir út samtímis sem Evrópu- staðlar og eru því gerðir að íslenskum stöðlum. Aðildarlönd að IEC eru samtals 83. Að auki eru tæplega 90 þróunarlönd nokkurs konar áheyrnar aðilar. Á vegum IEC starfa 203 tækninefndir og undirnefndir auk mikils fjölda vinnuhópa. Heildarfjöldi útgefinna IEC-staðla og annarra normskjala var 7148 í árslok, þar af voru 592 gefin út á árinu Staðlaráð hýsti fund IEC/TC 9/MT í júlí. 10 STAÐLARÁÐ ÍSLANDS

11 Norrænt samstarf INSTA og NOREK Staðlastofnanir Norðurlandanna hafa með sér töluvert samstarf, sem er þó að mestu leyti óformlegt og felst aðallega í gagnkvæmri upplýsingagjöf og samræmingu afstöðu til ýmissa mála innan evrópsku og alþjóðlegu staðlasamtakanna, eftir því sem tilefni er til. Íslendingar hafa notið góðs af þessu. Samstarf norrænu rafstaðlastofnananna kallast NOREK en almennu staðlastofnananna INSTA. Framkvæmdastjórar og stjórnarformenn almennu staðlastofnananna funda annað hvert ár, en enginn slíkur fundur var haldinn árið Á milli þessara funda hittast framkvæmdastjórar staðlastofnananna á óformlegri fundum eftir þörfum. NOREK-fundir eru venjulega haldnir árlega. Að þessu sinni var NOREK-fundur haldinn í Kaupmannahöfn í apríl og sótti framkvæmdastjóri Staðlaráðs hann. Verkefni styrkt af Nordic Innovation Landsstaðlastofnanir Íslands, Danmerkur og Noregs unnu frá árinu 2011 sameiginlega að nokkrum verkefnum sem styrkt voru af Nordic Innovation (Norræna nýsköpunarsjóðnum). Tveim verkefnum sem tengjast litlum og meðalstórum fyrirtækjum og staðlastarfi lauk á árunum 2014 og 2015, en lokauppgjör verkefnanna fór fram árið Þriðja verkefnið sem styrkt er af Nordic Innovation hófst á árinu 2014 og beinist að þróun staðla sem tryggja að tekið sé tillit til hreinlætis við hönnun vélbúnaðar í kjöt- og fiskiðnaði. Matís tekur einnig þátt í verkefninu. Hafinn var undirbúningur að samnorrænu verkefni sem felst í að kanna efnahagsleg áhrif staðla á Norðurlöndunum, með samanburði milli landanna innbyrðis og við önnur lönd. Nordic Innovation styrkir verkefnið. STAÐLARÁÐ ÍSLANDS 11

12 Rekstur Staðlaráðs Frá og með fjárlögum ársins 2012 ákváðu stjórvöld einhliða að aftengja ákvæði laga sem tryggðu Staðlaráði hlutdeild í tryggingagjaldi (án þess að lögunum um Staðlaráð væri breytt) og hafa síðan staðið fyrir stöðugum niðurskurði á raunfjármögnun starfseminnar þannig að í óefni stefnir. Með niðurskurði framlaga á fjárlögum er innviðum staðlastarfs á Íslandi stefnt í hættu. Fari svo illa að Staðlaráð verði ekki í stakk búið að sinna grundvallarhlutverkum sínum er fyrirsjáanlegt að fyrirtæki og stofnanir hætta að leggja sitt af mörkum til stöðlunarstarfsemi sem ekki stendur undir nafni. Stjórn og starfsmenn Staðlaráðs hafa þrátt fyrir þetta reynt eftir megni að halda uppi faglegu stöðlunarstarfi hér á landi á undanförnum árum og reynt að verja þann mannauð og þekkingu sem staðlastarfið byggir á. Með niðurskurði stjórnvalda hefur gengið hratt á eigið fé þannig að ekki verður lengur við unað. Sífellt meiri tími og orka fer í að ræða fjármál og fjármögnun starfseminnar í stað þess að einbeita sér að faglegu starfi. Rekstur Staðlaráðs gekk verr á árinu 2016 en árið áður. Heildartekjur lækkuðu um 3,4% milli ára. Heildargjöld hækkuðu á hinn bóginn um rúm 2% og tap af rekstrinum varð um 6,85 milljónir króna, á móti 340 þúsund króna tapi árið áður. Sölutekjur, þ.m.t. tekjur af námskeiðahaldi, lækkuðu um 7,2% milli ára. Framlag á fjárlögum hækkaði um 4,4 milljónir frá fyrra ári og var 61,5 milljónir króna, en hefði Staðlaráð áfram notið hlutdeildar í tryggingagjaldi eins og árin þá hefði sú upphæð numið um 77,8 milljónum króna. Þrátt fyrir þessa miklu lækkun á framlögum ríkisins undanfarin ár þá eru skyldubundin verkefni Staðlaráðs enn þau sömu og fyrr. Niðurskurði hefur verið mætt með hagræðingu, en einnig hefur verið gengið á eigið fé Staðlaráðs. Framlög til fagvinnu og aðrar tekjur lækkuðu um 14% milli ára. Tekjur erlendis frá vegna norrænna samstarfsverkefna voru aðeins um 430 þúsund, en kostnaður vegna þeirra hafði verið eignfærður árið 2013 og hluti hans færðist til gjalda á móti við lokauppgjör verkefnanna á árinu Styrking krónunnar kom einnig illa við Staðlaráð og bókfært gengistap varð um þúsund krónur. Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður og annar rekstrarkostnaður hækkaði um 8,4% milli ára, einkum vegna endurnýjunar á tölvubúnaði, en verkefnakostnaður lækkaði um rúm 9% (að teknu tilliti til gjaldfærslu kostnaðar á móti fyrri eignfærslu vegna norrænu verkefnanna). Launakostnaður hækkaði um 3%, minna en kjarasamningsbundnar launahækkanir hefðu gefið tilefni til, enda fækkaði meðalstöðugildum úr 6,85 í 6,71 milli ára. Staðlaráð gerði þjónustusamning við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið árið 2014, til að afmarka og skýra umfang þess starfs sem unnið er fyrir almannafé í staðlamálum. Samningurinn var til þriggja ára, , en umfang starfsins réðst þó af framlagi á fjárlögum hvers árs. Eins og fram kemur í ársreikningi eru nú rúmar 8,6 milljónir í varasjóði. Mjög hefur gengið á óráðstafað eigið fé Staðlaráðs og er það nú orðið neikvætt um 8,1 milljón. Eigið fé fagstaðlaráðanna er hins vegar jákvætt um samtals 19,5 milljónir. Það þarf að vera forgangsverkefni stjórnar að koma traustari fótum undir starfsemina og byggja eigið fé og varasjóðinn upp að nýju. Þrátt fyrir niðurskurð og samdrátt í framlögum stjórnvalda og annarra aðila hefur tekist að halda nokkurn veginn í horfinu hvað varðar skyldubundin verkefni Staðlaráðs, en fagvinnan hefur liðið fyrir minnkandi framlög. Þannig fækkaði vinnutímum sérfræðinga Staðlaráðs fyrir fagstaðlaráðin úr 2042 tímum árið 2013 í 1531 árið 2014 og í 949 árið Tímafjöldinn var STAÐLARÁÐ ÍSLANDS

13 árið Hér er um að ræða meira en helmingsfækkun vinnustunda á þrem árum. Eins og fram hefur komið á síðustu aðalfundum er vinnuframlag atvinnulífsins til staðlastarfsins gríðarlega mikilvægt, en til að fyrirtæki og stofnanir fáist til að leggja fram vinnu við að búa til staðla og tækniforskriftir þarf að tryggja fjárhagslegan grundvöll Staðlaráðs, svo að það geti staðið undir þeim kröfum að vera hlutlaus og óháður vettvangur stöðlunar með góð tengsl við evrópskt og alþjóðlegt staðlastarf. Starfshópur atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, sem stofnaður var í janúar 2015 til að móta opinbera stefnu í staðlamálum og gera tillögu að aðgerðaáætlun sem m.a. á að miða að því að efla staðlastarf á Íslandi og tryggja fjárhagslegan grundvöll þess til frambúðar, var endurvakinn eftir 15 mánaða hlé í desember Gert er ráð fyrir að starfshópurinn skili af sér skýrslu til ráðherra nú í maí. Stjórn Staðlaráðs bindur vonir við að þær fyrirætlanir gangi eftir og að tillögur starfshópsins verði nýttar til að renna traustari stoðum undir rekstur Staðlaráðs í framtíðinni. Davíð Lúðvíksson, formaður Staðlaráðs Íslands STAÐLARÁÐ ÍSLANDS 13

14

Staðlaráð Íslands. Ársskýrsla WorldStandardsDay 14 October Standards. common. The world s. language. format A2 (ISO 216)

Staðlaráð Íslands. Ársskýrsla WorldStandardsDay 14 October Standards. common. The world s. language. format A2 (ISO 216) Staðlaráð Íslands Ársskýrsla 2015 WorldStandardsDay 14 October 2015 Standards The world s common language format A2 (ISO 216) Aðilar að Staðlaráði Íslands 2014 Admon ehf. Advania Alcoa Fjarðaál Arion banki

More information

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

Horizon 2020 á Íslandi:

Horizon 2020 á Íslandi: Horizon 2020 á Íslandi: - Árangur Íslands í Horizon2020 - Hvernig getur Rannís veitt ykkur aðstoð? Kristmundur Þór Ólafsson Alþjóðasvið Rannís Landstengiliður (NCP) fyrir H2020 Hvað er H2020? Rammaáætlun

More information

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Svíþjóð - stjórnsýslan Þrjú formleg stjórnsýslustig Sveitarfélög, 290 talsins (Local level) Lén, 20 talsins (Regional level) Landsstjórn, 349 þingmenn (National

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson Samstarf HR og IGI Ólafur Andri Ragnarsson Leikjaiðnaðurinn 2021 Leikjaiðnaðurinn 2021 5.000 störf 70 milljarðar í heildarútflutningstekjur ef... Photo Ian Parker http://parkerlab.bio.uci.edu/nonscientific_adventures/iceland_man.ht

More information

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Sérfræðingur í persónurétti Yfirlit Stóra myndin Skyldur GDPR Aðlögunarferli Áskoranir og praktísk ráð 2 3 Yfirlit: Hvað er GDPR?» GDPR

More information

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012 Nr. 28/32 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012 2013/EES/28/07 frá 8. júní 2012 um framkvæmdarreglur vegna beitingar 16. gr.

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

Fundargerð aðalfundur BSTR - haldinn 11. maí 2015 hjá Reykjavíkurborg í Borgartúni

Fundargerð aðalfundur BSTR - haldinn 11. maí 2015 hjá Reykjavíkurborg í Borgartúni Fundargerð aðalfundur BSTR - haldinn 11. maí 2015 hjá Reykjavíkurborg í Borgartúni Setning fundar Jón Sigurjónsson, formaður BSTR, bauð fundarmenn velkomna og setti fundinn. Skipan fundarstjóra og fundarritara

More information

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be Stefnumótun tun Rf Hlutverk (Mission) Why we exist Gildi (Core values) What we believe in Framtíðarsýn (Vision) What we want to be Stefna (Strategy) Our Game plan Stefnumiðað árangursmat Balanced Scorecard

More information

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa Efnisyfirlit Þróun félagsauðs í grannríkjunum Bandaríkin Skandinavía Meginland Evrópu Þróunin á Íslandi Félagsþátttaka Frumtengsl Félagsrof Félagsauður,

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur?

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur? Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur? Málþing um byggðamál og svæðasamvinnu 14. mars 2014 Stefanía Traustadóttir Heimsókn til Norðurbotns (Oulu) apríl 2012 Þátttakendur: Ragnheiður

More information

Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software.

Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software. Heimildaskrá Ritaðar heimildir Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software. Bændasamtök Íslands (2005). Hagtölur

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr. 54 8. árgangur

More information

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2 1 Examples 2 Sýnidæmi 2 2 Example 25-1 Gefið er 3 fasa, 3 teina raforkukerfi samkvæmt meðfylgjandi einlínumynd. Allar stærðir á myndinni eru í einingakerfinu ( per unit ). Seríuviðnám háspennulínanna er

More information

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum Raddir fjölbreyttra kennarahópa Sólveig Karvelsdóttir, lektor, HÍ Hafdís Guðjónsdóttir, dósent, HÍ Rannsóknin er hluti af tveimur rannsóknum Fjölbreyttir kennarahópar

More information

ANNUAL REPORT 2010 ÁRSSKÝRSLA 2010

ANNUAL REPORT 2010 ÁRSSKÝRSLA 2010 ANNUAL REPORT 2010 ÁRSSKÝRSLA 2010 Annual Report 2010/Ársskýrsla 2010 Icelandic bilateral development cooperation from 1 January to 31 December 2010 Tvíhliða þróunarsamvinna Íslands 1. janúar til 31. desember

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2011:1 27. maí 2011 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga frá sveitarfélögum árlega um fjárhagsaðstoð, félagslega heimaþjónustu

More information

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile HUGPRÓ Betware QA & Agile 26.02.2010 Head Quarters Betware Reykjavík Betware DK Copenhagen Denmark Betware Solutions CA Kamloops, BC Betware Madrid Spain Certus Odense Denmark Betware Sp. z o.o. Warsaw

More information

Listi yfir ferðir kjörinna fulltrúa og embættismanna árið 2017 á skrifstofum miðlægrar stjórnsýslu

Listi yfir ferðir kjörinna fulltrúa og embættismanna árið 2017 á skrifstofum miðlægrar stjórnsýslu Reykjavík, 20. mars 2018 R17050148 1312 Borgarráð Listi yfir ferðir kjörinna fulltrúa og embættismanna árið 2017 á skrifstofum miðlægrar stjórnsýslu Á fundi borgarráðs þann 18. júní 2015 var samþykkt að

More information

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016 FLUGTÖLUR 216 INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 216 Flugvöllur 215 216 Br. 16/15 Hlutdeild Reykjavík 348.24 377.672 8,5% 5,4% Akureyri 17.897 183.31 7,3% 24,5% Egilsstaðir 89.79 93.474 4,9%

More information

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI ER ÍSLAND SPRUNGIÐ MEÐ 2,2 M FERÐAMANNA? TOP 10 ÞJÓÐGARÐAR Í BANDARÍKJUNUM 1. Great Smoky Mountains National Park

More information

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014 FLUGTÖLUR 2014 INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014 Flugvöllur 2013 2014 Br. 14/13 Hlutdeild Reykjavík 338.278 328.205-3,0% 48,6% Akureyri 178.231 172.106-3,4% 25,5% Egilsstaðir 91.561

More information

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ / 1004720-1004720-3-ABC 2.1.2018 09::16 Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær»»» Reykjavík/HÍ 06:42 06:44 06:45 06:47 06:51 06:52 06: 07:17 07:18 07:22 07:28 07:29 07:31 07:32 07:34 07:36 07:38

More information

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, apríl 2012

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, apríl 2012 EFLA Verkfræðistofa STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin 2002-2011 Reykjavík, apríl 2012 2012, EFLA verkfræðistofa hf - Vinnslu efnis og frágang texta annaðist Kolbrún Reinholdsdóttir fyrir Verkfræðistofuna

More information

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar 1 Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar Introduction to rotating machines 2 Grunnhugtök og meginþættir Klassískar gerðir véla Riðstraumsvélar Samfasavél (synchronous machine) Spanvél (induction machine

More information

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014 EFLA Verkfræðistofa STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin 2004-2013 Reykjavík, júní 2014 2014, hf - Vinnslu efnis og frágang texta annaðist Kolbrún Reinholdsdóttir fyrir Verkfræðistofuna EFLU hf. ISSN ISBN

More information

Þátttaka Íslands í Norðurslóðaáætlun hefur tekist vel í flestu tilliti. Mikill áhugi hefur verið á þátttöku í samstarfsverkefnum innan áætlunarinnar

Þátttaka Íslands í Norðurslóðaáætlun hefur tekist vel í flestu tilliti. Mikill áhugi hefur verið á þátttöku í samstarfsverkefnum innan áætlunarinnar Þátttaka Íslands í Norðurslóðaáætlun hefur tekist vel í flestu tilliti. Mikill áhugi hefur verið á þátttöku í samstarfsverkefnum innan áætlunarinnar og reynsla almennt góð. Það hefur verið eftirsótt að

More information

Aðalheiður L. Guðmundsdóttir Myndlistardeild, lektor Vegna þátttöku í listfræðiráðstefnunni [no title] í Kaupmannahöfn í október.

Aðalheiður L. Guðmundsdóttir Myndlistardeild, lektor Vegna þátttöku í listfræðiráðstefnunni [no title] í Kaupmannahöfn í október. STARFSÞRÓUNARSJÓÐUR AKADEMÍSKRA STARFSMANNA - úthlutun haustönn 2018 Auglýst var eftir umsóknum um styrkveitingar með umsóknarfrest til 3. september 2018. Alls bárust sjóðnum 12 umsóknir: 7 frá hönnunar-

More information

Fóðurrannsóknir og hagnýting

Fóðurrannsóknir og hagnýting Fóðurrannsóknir og hagnýting Uppskeruhátíð rannsókna Gunnar Örn Kristjánsson Strandbúnaður 2018, Grand Hótel Reykjavík, 19.-20. mars. Grundvöllur fóðurgerðar Þarfir hjá eldisfisk Efnaþarfir til vaxtar

More information

TRS II tekur við af TRS. Kynningarfundur, 30. maí 2017

TRS II tekur við af TRS. Kynningarfundur, 30. maí 2017 TRS II tekur við af TRS Kynningarfundur, 30. maí 2017 Dagskrá Almennt um TRS og breytingar í tengslum við innleiðingu MiFID II og MiFIR Yfirlit yfir TRS kerfið Helstu breytingar á kerfinu Mikilvægi þess

More information

Laun á almennum vinnumarkaði 2005 Earnings in the private sector 2005

Laun á almennum vinnumarkaði 2005 Earnings in the private sector 2005 26:1 14. júlí 26 Laun á almennum vinnumarkaði 25 Earnings in the private sector 25 Samantekt Árið 25 voru regluleg mánaðarlaun á almennum vinnumarkaði að meðaltali 244 þúsund krónur, heildarmánaðarlaun

More information

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs?

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Hvernig getur málefni sem ekki er skilgreint sem námsgrein í grunnskóla eða námssvið

More information

Efni yfirlitsins að þessu sinni er: HAGTÖLUR VR

Efni yfirlitsins að þessu sinni er: HAGTÖLUR VR September 216 Efnahagsyfirlit VR er gefið út í tengslum við mánaðarlega stjórnarfundi félagsins. Yfirlitið er samantekt á hagtölum og öðru efni sem tengist vinnumarkaðs- og kjaramálum og er tilgangurinn

More information

INNFORM rannsóknin: Árangur, stefna og alþjóðavæðing!

INNFORM rannsóknin: Árangur, stefna og alþjóðavæðing! INNFORM rannsóknin: Árangur, stefna og alþjóðavæðing! Erindi á morgunverðarfundi ParX og Viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands 29. maí 2008. INNFORM á Íslandi: 1. Aðdragandinn... 2. Fyrirmyndin:

More information

ÁVARP FORSTJÓRA Hrafnkell V. Gíslason

ÁVARP FORSTJÓRA Hrafnkell V. Gíslason 2 EFNISYFIRLIT Ávarp forstjóra - Hrafnkell V. Gíslason...2 Address of the Managing Director - Hrafnkell V. Gíslason...3 Fjarskiptamarkaðurinn 2003...4 The Electronic Communications Market in 2003...5 Gagnasöfnun

More information

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis ANNUAL SAFETY REVIEW 2012 Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis Flugmálastjórn Íslands: Annual Safety Review 2012 Útgefandi: Flugmálastjórn Íslands Skógarhlíð 12 105 Reykjavík

More information

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Áhrif lofthita á raforkunotkun Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Júlí 2017 Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Orkustofnun Júlí 2017 Útgefandi: Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Sími: 569 6000, Fax, 568

More information

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn -

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM Schengen ráðstefna 6. október 2011 - Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - Áherslur - Lögreglan á Suðurnesjum - Framkvæmd landamæraeftirlits - Umhverfið - Álag á Ísland

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Lýðheilsa Heilsa í allar stefnur

Lýðheilsa Heilsa í allar stefnur Lýðheilsa Heilsa í allar stefnur Hvar standa Íslendingar í samanburði þjóða? Dagskrá: 14:30 Ávarp forsætisráðherra: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 14:45 Heilsa í allar stefnur: Health in All Policies reynsla

More information

Hönnunarstefna Hönnun sem drifkraftur til framtíðar

Hönnunarstefna Hönnun sem drifkraftur til framtíðar Hönnunarstefna 2014 2018 Hönnun sem drifkraftur til framtíðar 2 Hér birtist hönnunarstefna stjórnvalda sem byggir á tillögum frá stýrihópi sem iðnaðarráðherra skipaði í samstarfi við mennta- og menningar-

More information

YFIRLIT ÁRSINS 2016 FLUGSVIÐ

YFIRLIT ÁRSINS 2016 FLUGSVIÐ YFIRLIT ÁRSINS 216 FLUGSVIÐ Efnisyfirlit TILKYNNINGAR UM ATVIK ALVARLEG FLUGATVIK FLUGSLYS... 3 TEKIÐ TIL RANNSÓKNAR Á ÁRINU... 4 RANNSÓKNIR SEM LOKIÐ VAR ÁRINU... 5 NEFNDARFUNDIR... 6 TILLÖGUR Í ÖRYGGISÁTT...

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 8. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Ársskýrsla 2013 HRAFNSEYRI

Ársskýrsla 2013 HRAFNSEYRI Ársskýrsla 2013 HRAFNSEYRI Janúar: Árið 2013 byrjaði með miklu óveðri sem gekk yfir landið með tilheyrandi snjókomu, brotnum rafmagnsstaurum og rafmagnsleysi á Vestfjörðum. Haft var samband við Mjókárvirkjun

More information

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gylfi Magnússon Viðskiptafræðideild Ritstjóri Ingjaldur Hannibalsson Rannsóknir í félagsvísindum XIII. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2012 Reykjavík:

More information

Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006

Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006 Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006 Rannsóknarmiðstöð HR í nýsköpunar- og frumkvöðlafræðum Rögnvaldur J. Sæmundsson Silja Björk Baldursdóttir Mars 2007 GEM - frumkvöðlastarfsemi 2006

More information

Leiðbeinandi á vinnustað

Leiðbeinandi á vinnustað Work Mentor Leiðbeinandi á vinnustað Leonardo da Vinci, Transfer of Innovation verkefni sem VMA sótti um að stýra. Kynning maí 2011. Jóhannes Árnason 1 Work Mentor Leonardo da Vinci Transfer of Innovation

More information

Brú II Venture Capital Fund S.C.A., SICAR

Brú II Venture Capital Fund S.C.A., SICAR Brú II Venture Capital Fund S.C.A., SICAR Niðurstöður sérstakrar skoðunar á einstökum þáttum í starfseminni 4. febrúar 2014 KPMG ehf. Borgartún 27 105 Reykjavík Tel 545 6000 Fax 545 6001 4. febrúar 2014

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2010:1 12. maí 2010 Félagsþjónusta sveitarfélaga 2007 2009 Municipal social services 2007 2009 Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga árlega um félagslega heimaþjónustu og fjárhagsaðstoð

More information

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018 Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu September 2018 Samantekt Íslandsstofa framkvæmdi viðhorfskönnun í júlí og ágúst 2018 meðal erlendra söluaðila sem selja ferðir til Íslands.

More information

STAPI LÍFEYRISSJÓÐUR ÁRSSKÝRSLA 2008

STAPI LÍFEYRISSJÓÐUR ÁRSSKÝRSLA 2008 STAPI LÍFEYRISSJÓÐUR ÁRSSKÝRSLA 2008 Ársskýrsla 2008 1 EFNISYFIRLIT SKÝRSLA STJÓRNAR OG FRAMKVÆMDASTJÓRA 3 ÁRSREIKNINGUR 23 SKÝRSLA STJÓRNAR 24 ÁRITUN ÓHÁÐS ENDURSKOÐANDA 25 ÁRITUN TRYGGINGASTÆRÐFRÆÐINGS

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Greinargerð: Áhættuskuldbindingar Björgólfs Thors Björgólfssonar og tengdra aðila

Greinargerð: Áhættuskuldbindingar Björgólfs Thors Björgólfssonar og tengdra aðila Yfirlýsing frá Björgólfi Thor Björgólfssyni Lánin verða gerð upp að fullu Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er á nokkrum stöðum fjallað um lán mín og tengdra aðila. Eins og fram kom í grein sem ég skrifaði

More information

Undirbúningur fyrir 5G. Allir (menn og tæki) tengdir, alltaf og alls staðar Hraðar, meira, aukið,...

Undirbúningur fyrir 5G. Allir (menn og tæki) tengdir, alltaf og alls staðar Hraðar, meira, aukið,... Undirbúningur fyrir 5G Allir (menn og tæki) tengdir, alltaf og alls staðar Hraðar, meira, aukið,... Þorleifur Jónasson 5. apríl 2017 Dagskrá Drifkraftar 5G og helstu þjónustur Stefnumótun og markmið EU

More information

Skýrsla stjórnar starfsárið 2016

Skýrsla stjórnar starfsárið 2016 Skýrsla stjórnar starfsárið 2016 Mars 2017 Efnisyfirlit INNGANGUR... 3 SKIPAN STJÓRNAR... 3 REKSTUR OG AFKOMA... 3 Afkoma félagsins... 3 Félagatal... 3 VOTTUN... 4 Vottanir starfsársins... 4 Matsmenn...

More information

ÁR SR IT UM FR AMHALDSFRÆÐS LU

ÁR SR IT UM FR AMHALDSFRÆÐS LU 2017 ÁR SR IT UM FR AMHALDSFRÆÐS LU Í stjórn Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins sitja: Formaður: Kristín Þóra Harðardóttir Varaformaður: Eyrún Björk Valsdóttir Meðstjórnendur: Falur Harðarson Fjóla Jónsdóttir

More information

Rekstur og efnahagur fyrirtækja 2015 Financial statements of Icelandic companies 2015

Rekstur og efnahagur fyrirtækja 2015 Financial statements of Icelandic companies 2015 18. nóvember 216 Rekstur og efnahagur fyrirtækja 215 Financial statements of Icelandic companies 215 Samantekt Velta í viðskiptahagkerfinu, að undanskilinni lyfjaframleiðslu, fjármála- og vátryggingastarfsemi,

More information

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Jón Viðar Jónmundsson 1 og Emma Eyþórsdóttir 2 1 Bændasamtökum Íslands 2 Rannsóknarstofnun landbúnaðarins/lbh á Hvanneyri Inngangur Fyrsta

More information

Ársskýrsla. Embættis landlæknis

Ársskýrsla. Embættis landlæknis Ársskýrsla Embættis landlæknis 2014 Ársskýrsla Embættis landlæknis 2014 Ársskýrsla Embættis landlæknis 2014 ISSN 1670-746X Útgefandi: Embætti landlæknis Barónsstíg 47 101 Reykjavík 2015 Ábyrgðarmaður:

More information

Kortlagning á útflutningsfyrirtækjum

Kortlagning á útflutningsfyrirtækjum 2013 Kortlagning á útflutningsfyrirtækjum sem nota útdrætti úr jurtum, dýrum, örverum og steinefnum í framleiðslu sína Höfundur: Guðjón Svansson Unnið fyrir Íslandsstofu Efnisyfirlit Formáli... 3 Inngangur...

More information

Landmælingar Íslands Ársskýrsla National Land Survey of Iceland Annual Report 2011

Landmælingar Íslands Ársskýrsla National Land Survey of Iceland Annual Report 2011 Landmælingar Íslands Ársskýrsla 2011 National Land Survey of Iceland Annual Report 2011 Stjórnsýsla og miðlun... 3 Ávarp forstjóra... 4 Starfsmenn... 8 Mannauður... 9 Miðlun og þjónusta... 10 Verkefni...

More information

Ársskýrsla Hrafnseyri

Ársskýrsla Hrafnseyri Ársskýrsla 2015 Hrafnseyri Vetrarstarf Í byrjun febrúar var haldinn fundur með nokkrum fulltrúum Háskóla Íslands, þeim Daða Má Kristóferssyni, forseta Félagsvísindasviðs, Ástráði Eysteinssyni þáverandi

More information

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild Háskólabrú fjarnám Bókalisti vorönn 2019 2. önn Félagsvísinda- og lagadeild Upplýsingatækni og tölfræði: Kennslubók í Excel 2016. Höfundar: Hallur Örn Jónsson og Óli Njáll Ingólfsson Stærðfræði 3: Stærðfræði

More information

Nr desember 2014 REGLUGERÐ. um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila.

Nr desember 2014 REGLUGERÐ. um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila. REGLUGERÐ um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila. 1. gr. Gildissvið. Reglugerð þessi gildir um tengda lögaðila sem eiga í viðskiptum skv. 3.-5. mgr. 57. gr. laga nr. 90/2003, um

More information

2. Stefnur og hugmyndafræði sem hafa haft áhrif á listkennslu

2. Stefnur og hugmyndafræði sem hafa haft áhrif á listkennslu Ágrip Í þessari ritgerð, sem er lokaverkefnið mitt til B.Ed gráðu, mun ég fjalla um samvinnu á milli myndlistarskóla og grunnskóla. Í því samhengi mun ég skoða Billedskolen i Tvillingehallen og Myndlistarskólann

More information

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Þórólfur Guðnason yfirlæknir Sóttvarnalæknir, Embætti landlæknis Nóvember 2014 Gastegundir frá eldgosum >95% H 2 O, CO 2 SO 2

More information

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og 2006. Kolbeinn Árnason Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE: Coordination of information on the environment eða: Samræming umhverfisupplýsinga

More information

Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum

Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum Eyþór Ívar Jónsson Forstöðumaður fyrir Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti RANNSÓKNARMIÐSTÖÐ Í STJÓRNARHÁTTUM Rannsóknarmiðstöð í stjórnarháttum Rannsóknarmiðstöð um

More information

Íslenskur hlutafjármarkaður

Íslenskur hlutafjármarkaður ELÍN GUÐJÓNSDÓTTIR 1 Íslenskur hlutafjármarkaður Hlutafjármarkaður er mikilvægur hluti þróaðs fjármagnsmarkaðar. Hérlendis hefur á tiltölulega skömmum tíma náð að myndast allvel þroskaður fjármálamarkaður

More information

Vaasa Ostrobothnia nóv. 2012

Vaasa Ostrobothnia nóv. 2012 Vaasa Ostrobothnia 19-21.nóv. 2012 Hópurinn og ferðin Halla Steinólfsdóttir Dalabyggð Ingibjörg Valdimarsdóttir Akranesi Ólafur Sveinsson SSV The Ministry of Foreign Affairs of Finland (19.nóv.) The Regional

More information

Þróun kennslu læknanema á síðustu áratugum

Þróun kennslu læknanema á síðustu áratugum Kristján Erlendsson læknir dósent kennslustjóri læknadeildar HÍ, yfirlæknir á vísinda- og þróunarsviði Landspítala krerlend@landspitali.is Þróun kennslu læknanema á síðustu áratugum Á síðustu þremur áratugum

More information

Lagfæring vegamóta á hringveginum. Skoðun á hagvæmni úrbóta

Lagfæring vegamóta á hringveginum. Skoðun á hagvæmni úrbóta Lagfæring vegamóta á hringveginum Skoðun á hagvæmni úrbóta Janúar 2005 Samantekt Flest vegamót á þjóðvegum á Íslandi eru óstefnugreind. Umferðaróhöpp eru þar nokkuð tíð og öryggi þarf að auka. Í þessari

More information

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2.

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2. Reykjavík, 15. maí 2017 R17050061 110 Borgarráð Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2. júní 2017 Fyrirhuguð er opinber

More information

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst 15. 18. ágúst 21. 25. ágúst 28. ág 1. sept. 15. skipulagsdagur 16. skipulagsdagur 17. Skipulagsdagur 18. skipulagsdagur

More information

Skammtímaáhrif af samrunum og yfirtökum á íslenskum markaði

Skammtímaáhrif af samrunum og yfirtökum á íslenskum markaði Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, útgáfa 2007-2008 Skammtímaáhrif af samrunum og yfirtökum á íslenskum markaði Ingi K. Pálsson, Katrín Ólafsdóttir og Kári Sigurðsson. 1 Ágrip Grein þessi fjallar um

More information

Reykjavík-Rotterdam, rannsókn á vöruútflutningi til Niðurlands (Hollands) Reykjavík-Rotterdam, a study of exports of goods to the Netherlands

Reykjavík-Rotterdam, rannsókn á vöruútflutningi til Niðurlands (Hollands) Reykjavík-Rotterdam, a study of exports of goods to the Netherlands 2. nóvember 2015 Reykjavík-Rotterdam, rannsókn á vöruútflutningi til Niðurlands (Hollands) Reykjavík-Rotterdam, a study of exports of goods to the Netherlands Samantekt Markmið þessarar rannsóknar er að

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2011 Municipal social services 2011

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2011 Municipal social services 2011 2012:1 4. október 2012 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Árið fengu 7.715 heimili fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og hafði heimilum sem þáðu slíkar greiðslur fjölgað um 805

More information

Samfélagsskýrsla Íslandsbanki í samfélaginu

Samfélagsskýrsla Íslandsbanki í samfélaginu Samfélagsskýrsla 2016 Íslandsbanki í samfélaginu Efnisyfirlit Skilaboð frá bankastjóra 4 Um gerð skýrslunnar 5 Þetta er Íslandsbanki 7 Útibúanet Íslandsbanka 8 Íslandsbanki í tölum 9 Á árinu 2016 12 Stefna

More information

Samfélagsskýrsla Landsbankans 2015

Samfélagsskýrsla Landsbankans 2015 Samfélagsskýrsla Landsbankans 2015 Efnisyfirlit Ávarp bankastjóra... 4 Um skýrsluna... 5 Gæðatrygging upplýsinga...5 Um Landsbankann... 6 Samstarf...7 Stjórnarhættir...8 Hagsmunaaðilar og samráð...8 Stefna,

More information

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Klettafjöllin og Grand Canyon 1 Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Kristbjörg María Guðmundsdóttir Eitt af fallegustu handverkum náttúruaflanna er án efa að finna í vesturhluta Norður-Ameríku.

More information

Evrópskur samanburður á launum 2010 Structure of Earnings Survey 2010

Evrópskur samanburður á launum 2010 Structure of Earnings Survey 2010 2012:11 18. desember 2012 Evrópskur samanburður á launum 2010 Structure of Earnings Survey 2010 Samantekt Árið 2010 voru meðallaun á Íslandi rétt undir meðaltali Evrópusambandsríkjanna. Þegar horft er

More information

Samfélagsskýrsla Íslandsbanki í samfélaginu

Samfélagsskýrsla Íslandsbanki í samfélaginu Samfélagsskýrsla 2016 Íslandsbanki í samfélaginu Efnisyfirlit Skilaboð frá bankastjóra 4 Um gerð skýrslunnar 5 Þetta er Íslandsbanki 7 Útibúanet Íslandsbanka 8 Íslandsbanki í tölum 9 Á árinu 2015 12 Stefna

More information

félagsins að á námstefnunni fáist svör við einhverjum þessara spurninga.

félagsins að á námstefnunni fáist svör við einhverjum þessara spurninga. Mars 2006 2.tbl.19. árgangur húsum og sagt frá tilraun sem gerð var á tenntum samskeytum undir breytilegu álagi (hysteresu slaufur). Tekin er staðan á útfærslum tenginga í íslenskum einingahúsum og sagðar

More information

20 ÁRA AFMÆLISRIT FLATAR 2013 / 1 FLATARMÁL

20 ÁRA AFMÆLISRIT FLATAR 2013 / 1 FLATARMÁL 20 ÁRA AFMÆLISRIT FLATAR 2013 / 1 FLATARMÁL FLATARMÁL 1 / 2013 20 ÁRA AFMÆLISRIT FLATAR Flatarmál 1. tbl., 20. árg. 2013 rit Flatar, samtaka stærðfræðikennara 2013 Flatarmál Útgefandi Flötur, samtök stærðfræðikennara

More information

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands ÞÓRA BJÖRK HJARTARDÓTTIR Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands 1. Fjöldi erlendra stúdenta Á liðnum áratug hefur erlendum stúdentum fjölgað gríðarlega við Háskóla Íslands. Haustið 2000 voru skráðir

More information

Ársskýrsla. Embættis landlæknis

Ársskýrsla. Embættis landlæknis Ársskýrsla Embættis landlæknis 2011/2012 Ársskýrsla Embættis landlæknis 2011/2012 ISSN 1670-746X Útgefandi: Barónsstíg 47 101 Reykjavík 2013 Ábyrgðarmaður: Geir Gunnlaugsson Ritstjóri: Jónína Margrét Guðnadóttir

More information