ÁRSSKÝRSLA annual report. UNICEF Ísland. Laugavegur Reykjavík Sími:

Size: px
Start display at page:

Download "ÁRSSKÝRSLA annual report. UNICEF Ísland. Laugavegur Reykjavík Sími:"

Transcription

1 ÁRSSKÝRSLA 2012 annual report UNICEF Ísland Laugavegur Reykjavík Sími: SAMEINUMST Í ÞÁGU BARNA

2 Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, var stofnuð árið 1946 og hefur starfsemi samtakanna vaxið jafnt og þétt á þessum 67 árum. Við berjumst fyrir réttindum barna á heimsvísu og sinnum bæði langtímauppbyggingu og neyðaraðstoð. UNICEF treystir eingöngu á frjáls framlög og hefur að leiðarljósi þá bjargföstu trú að öll heimsins börn eigi rétt á heilsugæslu, menntun, jafnrétti og vernd. Við erum á vettvangi í yfir 190 löndum og leggjum áherslu á að ná til allra barna hvar sem þau eru. Árið 1965 fékk UNICEF friðarverðlaun Nóbels og svo aftur árið 2001 sem stofnun innan vébanda Sameinuðu þjóðanna. UNICEF Í STUTTU MÁLI Forgangsatriði UNICEF eru: Baráttan gegn barnadauða að sjá til þess að yngstu börnin komist vel af stað í lífinu, veita börnum lífsnauðsynlegar bólusetningar og aðra heilsugæslu. Menntun og jafnrétti að veita öllum börnum, jafnt stúlkum sem drengjum, góða grunnmenntun og ýta undir jafnrétti kynjanna. HIV/alnæmi að fyrirbyggja HIV-smit, veita smituðum börnum umönnun og sjá til þess að börn, sem orðið hafa munaðarlaus af völdum alnæmis, fái stuðning og vernd. Barnavernd að stuðla að öruggu umhverfi fyrir börn, koma í veg fyrir að þau séu misnotuð, beitt ofbeldi eða vanrækt. Réttindagæsla að auka þátttöku barna í samfélaginu og fræðslu um réttindi þeirra. Forgangsatriðin fimm eru í samræmi við Þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna um þróun (e. Millennium Development Goals) sem samþykkt voru á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna árið Með markmiðunum er ætlast til að hægt verði að ná fram mælanlegum árangri í þróunaraðstoð fyrir árið Þar á meðal eru sett fram mikilvæg markmið um að draga úr barnadauða og tryggja öllum börnum grunnmenntun. Prentvinnsla: Oddi, umhvefisvottuð prentsmiðja UNICEF starfar þar sem þörfin er mest Fjármunum UNICEF er ráðstafað eftir því hvar þörfin er mest hverju sinni. Þegar þörf er metin er meðal annars tekið tillit til tíðni ungbarnadauða og þjóðartekna í tilteknu landi en einnig er litið til þess hversu mörg börn eru vannærð, hversu mörg börn þurfa á bólusetningum að halda, hve mörg börn hafa misst foreldra sína, sérstaklega vegna HIV/alnæmis, og hve stór hluti íbúanna hefur ekki aðgang að hreinu vatni. Landsnefndir UNICEF eru nú 36 talsins, en þær sjá um fjáröflun og fræðslu um réttindi barna. Saman safna þær einum þriðja af heildartekjum UNICEF um heim allan. Landsnefnd UNICEF á Íslandi var stofnuð í mars 2004.

3 UNICEF / Wishwanathan EFNISYFIRLIT Frá stjórnarformanni... 4 Fjáröflun... 5 Innanlandsstarf... 9 Á vettvangi Fjármál Framlög íslenska ríkisins til UNICEF Overview of the year Við erum UNICEF á Íslandi... 18

4 UNICEF / Mawa UNICEF / Than Frá stjórnarformanni Starf UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, snýst um ófrávíkjanleg mannréttindi. Öll börn eiga óskoraðan og meðfæddan rétt til lífs og þroska. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna gerir aðildarríkjum skylt að virða og tryggja þau réttindi sem skráð eru í sáttmálann, svo sem að börn fái notið menntunar og heilsugæslu, þau fái að lifa við aðstæður sem gera þeim kleift að nýta hæfileika sína til fullnustu, til dæmis með virkri samfélagslegri þátttöku og þeim sé tryggð vernd gegn líkamlegu og andlegu ofbeldi, vanrækslu og hvers kyns illri meðferð. Þegar litið er yfir árangurinn af starfinu árið 2012 er sannarlega yfir ýmsu að gleðjast. UNICEF er starfandi í yfir 190 löndum; við leitumst við að koma til aðstoðar hvar sem réttindum barna er ógnað og erum jafnan fyrst á vettvang þegar neyðarástand hefur skapast hvort sem er af manna völdum eða vegna náttúruhamfara. UNICEF heldur síðan áfram eftir að það versta er yfirstaðið og styður við uppbyggingu og langvarandi úrbætur fyrir börn á svæðinu. Bestu tíðindin árið 2012 voru að fleiri börn upplifðu 5 ára afmælisdaginn sinn en nokkru sinni fyrr. Árið 1990 létust árlega 12 milljónir barna yngri en 5 ára nú látast 6,9 milljónir barna á hverju ári. Talan er enn skelfilega há en baráttan gegn barnadauða hefur ótvírætt skilað árangri, ekki síst í ljósi þess að jarðarbúum hefur fjölgað á sama tímabili. Enn látast um börn á hverjum degi af ástæðum sem koma mætti í veg fyrir t.a.m. með bólusetningum, heilsugæslu, aðgengi að hreinu vatni, bættri næringu og menntun mæðra. Í ársskýrslunni eru rakin fleiri dæmi um árangur af starfsemi UNICEF á árinu Á árinu beindi UNICEF kastljósinu að bágbornum aðstæðum barna í fátækrahverfum stórborga. Bent var á að hundruð milljóna barna í þéttbýli nytu engrar 4 grunnþjónustu og að hrikalegan ójöfnuð væri víða að finna. Fjölmennustu ríki heims eru nú komin í hóp svokallaðra millitekjuríkja, s.s. Kína og Indland. Þótt meðaltalstölur um aðbúnað þarlendra barna þróist sem betur fer í jákvæða átt er ljóst að 70% af fátækasta fólki heims býr í þessum ríkjum og misskipting hefur vaxið gríðarlega. Þörfin fyrir staðfastan málsvara fyrir fátækustu börnin hefur sjaldan verið meiri. Landsnefndir UNICEF, sem eru alls 36 talsins, safna orðið þriðjungi af þeim fjármunum sem UNICEF ver til að bjarga lífi barna og verja réttindi þeirra um allan heim. Þrátt fyrir þá dapurlegu þróun að framlög ríkisstjórna til þessara brýnu verkefna hafi dregist saman um 7% á heimsvísu varð 3% vöxtur í heildarfjáröflun UNICEF á árinu. Það er ekki síst landsnefndum og almenningi í efnameiri ríkjum heims að þakka. Starfsemi UNICEF á Íslandi hvílir áfram á traustum grunni þeirrar breiðfylkingar sem íslenskir heimsforeldrar, fjölmörg fyrirtæki og styrktarsjóðir mynda. Á árinu bættust hátt á sjötta þúsund heimsforeldra í hópinn, sem taldi í árslok tæplega manns. Á sjötta hverju íslensku heimili er því að finna dýrmætan liðsmann UNICEF og mannréttindabaráttu barna. Enn heldur Ísland auk þess þeirri virðingarstöðu meðal landsnefnda að hvergi annars staðar kjósa hlutfallslega fleiri að leggja bágstöddustu börnum heims lið. Fyrir þetta erum við innilega þakklát. Svanhildur Konráðsdóttir stjórnarformaður UNICEF á Íslandi

5 UNICEF / Bindra UNICEF / Nakibuuka Fjáröflun UNICEF treystir alfarið á frjáls fjárframlög og stuðningur sem við fáum frá einstaklingum, fyrirtækjum, sjóðum og félagasamtökum er því forsenda þess að við getum staðið fyrir öflugu hjálpar- og þróunarstarfi og knúið fram réttindabætur fyrir börn um allan heim. Fjáröflun skipar þar af leiðandi stóran sess í starfi okkar. Við erum einstaklega stolt af því að miðað við höfðatölu lagði engin landsnefnd jafnmikið til verkefna UNICEF í fyrra og sú íslenska. Framlög frá Íslandi námu 7,23 Bandaríkjadölum á hvern landsmann en næst á eftir voru Svíþjóð með 6,67 Bandaríkjadali og Hollendingar með 3,99. Alls aflaði UNICEF á Íslandi rúmra 437 milljóna króna á árinu sem gerir 16,5% vöxt á milli ára. Af slíkum vexti njóta þúsundir barna góðs. Ástæðan fyrir þessum árangri er einföld. Almenningur á Íslandi og forsvarsmenn fyrirtækja og sjóða hérlendis deila með okkur þeirri sannfæringu að börn hafi ófrávíkjanleg réttindi hvar í heimi sem þau fæðast. Árangurinn Framlag á hvern íbúa hjá tíu efstu landsnefndunum (í Bandaríkjadölum) Landsnefnd USD Ísland 7,23 Svíþjóð 6,67 Holland 3,99 Andorra 3,31 Finnland 2,95 Danmörk 2,75 Lúxemborg 2,66 Sviss 2,59 Noregur 2,18 Hong Kong 1,99 endurspeglar einnig það mikla traust sem UNICEF nýtur. Fyrir það traust erum við hjartanlega þakklát. Heimsforeldrar Heimsforeldrar eru hjartað í starfsemi UNICEF á Íslandi. Styrkir frá heimsforeldrum árið 2012 voru 68% af heildarframlögum til landsnefndarinnar eða 298 milljónir króna. Heimsforeldrar styrkja verkefni UNICEF með föstum mánaðarlegum framlögum og gerir reglulegur og stöðugur stuðningur þeirra okkur kleift að skipuleggja starf okkar til lengri tíma. Slíkur stuðningur skiptir miklu máli þegar tryggja skal varanlegan árangur fyrir börn. Alls bættust íslenskir heimsforeldrar í hópinn á árinu; konur, karlar og 30 fyrirtæki. Að árinu 2006 undanskildu hafa aldrei fleiri kosið að gerast heimsforeldrar á einu ári. Í lok árs 2012 voru íslenskir heimsforeldrar alls með meðalmánaðarframlag Fjöldi heimsforeldra Heildarfjöldi í lok hvers árs. 25,000 21,729 20,000 15,633 17,247 16,339 15,000 13,591 13,518 11,756 10,000 6,026 5,000 2,

6 UNICEF / Sokol UNICEF / Haque Nýir heimsforeldrar 2012 eftir skráningarleiðum. 1, ,267 Úthringingar Dagur rau a nefsins Heimasí a Anna upp á krónur. Þetta þýðir að tæp 7% prósent landsmanna eru heimsforeldar og eru þeir hlutfallslega hvergi jafnmargir. Þessi fjölmenni hópur samanstendur af fólki úr öllum aldurshópum hvaðanæva að af landinu sem á það sameiginlegt að vilja leggja sitt af mörkum til að bæta heiminn. Miðað við þennan fjölda má gera ráð fyrir að heimsforeldri sé að finna á sjötta hverju íslensku heimili. Neyðarsafnanir Mörg þúsund einstaklingar og hundruð fyrirtækja svöruðu ákalli okkar í apríl og september þegar við vöktum athygli á sárri neyð barna á Sahel-svæðinu í Vestur-Afríkur og síðar í Sýrlandi. Með allsherjarátaki landsnefnda UNICEF um allan heim tókst að beina kastljósi fjölmiðla að ástandinu á Sahel-svæðinu og söfnuðust rúmar 26,4 milljónir króna hérlendis. Tæplega 4,5 milljónir söfnuðust fyrir hjálparstarf UNICEF í Sýrlandi þar sem stigvaxandi átök hafa um langt skeið ógnað lífi og velferð fjölda barna. Ótal börn hafa neyðst til að flýja heimahagana ásamt fjölskyldum sínum. Um þriðjungur framlagsins kom frá framhaldsskólanemum sem stóðu meðal annars fyrir söfnunarátaki í nær öllum skólum landsins undir lok ársins. Söfnun fyrir neyðarstarfið í Sýrlandi var haldið áfram árið Það er gaman að geta hjálpað börnum í neyð og hvatt aðra til góðra verka um leið. Andrea Benediktsdóttir, nemi í lyfjafræði, blaðberi og heimsforeldri síðan Í hverjum mánuði gefur Andrea öll blaðberalaun sín til UNICEF. Heimsforeldri er fallegt orð sem lýsir þeirri sameiginlegu ábyrgð sem við berum hvert á öðru og þá sérstaklega á öllum börnum, hvar sem þau fæðast. Gunnar Hansson, leikari og heimsforeldri síðan Ég veit að styrkurinn frá mér til UNICEF fer í að bjarga þeim börnum í heiminum sem þurfa mest á hjálp að halda. Ég vil láta gott af mér leiða af því að ég get það og ég veit að það er virkilega þörf á því að veita stuðning út um allan heim. Sigfríður Friðþjófsdóttir, fjármálastjóri, kaupandi sannra gjafa og heimsforeldri síðan Börnin og starfsfólkið í Flataskóla tók þátt í UNICEFhreyfingunni í fyrra og nutum við þess mjög að gefa af okkur um leið og við bæði skemmtum okkur og styrktum kroppinn. Ólöf Sigurðardóttir, skólastjóri Flataskóla. Við viljum leggja okkar af mörkum í því metnaðarfulla og mikilvæga verkefni UNICEF að gera heiminn að betri stað fyrir börn. Róbert Wessman, forstjóri Alvogen. Til að koma börnum í skóla sem búa við erfiðar félagslegar og efnahagslegar aðstæður þarf að huga að öllum mögulegum þáttum sem nauðsynlegir eru til að verkefnið gangi upp og skili árangri. Allt þetta hefur UNICEF gert mjög vel og við teljum að verkefnið hafi skilað ótvíræðum árangri í einu verst stadda landi heims þegar kemur að málefnum barna. Við hjá Auroru Velgerðasjóði lítum á það sem forréttindi að hafa átt möguleika á að styðja við þetta verðuga verkefni. Ingibjörg Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Aurora Velgerðarsjóðs og heimsforeldri frá árinu 2004.

7 UNICEF/Cranston UNICEF/Nakibuuka Dagur rauða nefsins Föstudaginn 7. desember stóðum við fyrir degi rauða nefsins í fimmta sinn. Ótal manns tóku þátt í að gera þetta umfangsmikla fjáröflunar- og vitundarátak að veruleika og ljóst er að án sjálfboðavinnu listafólks og góðvilja helstu samstarfsaðila í hópi fyrirtækja væri ekki hægt að halda upp á daginn. Meginmarkmiðið með degi rauða nefsins er að hvetja fólk til að gerast heimsforeldrar. Alls hlýddu manns kallinu á þeim tveimur vikum sem átakið stóð yfir, þar af skráðu sig í metnaðarfullri sjónvarpsútsendingu á Stöð 2 að kvöldi dags rauða nefsins. Rúmlega manns tóku auk þess þátt í símaleik og á sjötta hundrað aðilar hétu stökum styrkjum að andvirði 3,5 milljónum króna. Um rauð nef voru seld á völdum sölustöðum. Í þættinum var meðal annars sýnt frá heimsókn leikarans og heimsforeldrisins Gunnars Hanssonar til Búrkína Fasó þar sem hann kynnti sér aðstæður barna og starf UNICEF. Landslið grínara, skemmtikrafta og listamanna kom auk þess fram í þættinum allt í sjálfboðavinnu. Verðskuldaða athygli vakti dýfingakeppni fræga fólksins þar sem nokkrir kunnir landsmenn lögðu líf og limi í hættu. Loks ber að nefna að lagið Öll í kór, sem hljómsveitin FM Belfast samdi sérstaklega fyrir daginn hljómaði á útvarpsstöðvum landsins. UNICEF færir hjartans þakkir öllum þeim fjölmörgu sem gerðu dag rauða nefsins 2012 að veruleika. Sjóðir: Aurora og Fatíma Velgerðasjóðurinn Aurora hefur frá árinu 2008 stutt við uppbyggingu menntunar og barnaverndarstarfs í Síerra Leóne. Árið 2012 úthlutaði stjórn Auroru hvorki meira né minna en 40 milljónum króna til verkefnisins. Heildarstuðningur sjóðsins við verkefni UNICEF nemur þar með alls 239,5 milljónum, að meðtöldum 36 milljónum sem stofnendur sjóðsins lögðu í byggingu 50 skóla árið Stuðningur Auroru hefur skipt sköpum fyrir mörg þúsund börn sem hafa í krafti hans átt kost á að öðlast menntun í öruggu og barnvænu umhverfi. Slíkt tækifæri getur gjörbreytt framtíðarhorfum barns og er auk þess lykillinn að framþróun samfélagsins alls. Um mitt ár styrkti Fatímu-sjóðurinn UNICEF um þrjár milljónir króna. Framlagið rann til heilsugæslu- og næringarverkefna í einu fátækasta ríki Mið-Austurlanda: Jemen. Aðstæður barna í Jemen eru víða afar bágbornar og tíðni bráðavannæringar er skelfilega há. Styrkur Fatímu-sjóðsins var því einkar kærkominn. Fyrirtækjasamstarf Í desember hét Alvogen, alþjóðlegt lyfjafyrirtæki undir forystu Róberts Wessman, því að styrkja UNICEF um að lágmarki 30 milljónir króna fram til ársins Fyrsta skrefið í þessu verðmæta samstarfi var tekið þegar Alvogen styrkti lífsnauðsynlegar neyðaraðgerðir UNICEF á Sahel-svæðinu í Vestur-Afríku, dag rauða nefsins og fleiri verkefni um samtals 7,5 milljónir. Á næstu þremur árum mun Alvogen meðal annars leggja sitt af mörkum til að börn á Madagaskar fái notið menntunar ekki síst stúlkur en á Madagaskar ganga mun færri stúlkur en drengir í skóla. Farsælu samstarfi við nokkur fyrirtæki sem hafa í gegnum tíðina sýnt UNICEF mikinn velvilja var haldið áfram á árinu. Sala til vinnustaða á sérstöku gæðakaffi frá Te & Kaffi skilaði UNICEF til að mynda rúmum 4 milljónum króna en verkefnið hefur staðið yfir frá Prentsmiðjan Oddi gaf uppsetningu og prentun kynningarefnis eins og verið hefur frá stofnun landsnefndarinnar. Afar hagstæður leigusamningur við fasteignafélagið Reiti var endurnýjaður á árinu. Um 1,8 milljón safnaðist hérlendis í alþjóðlegu samstarfsverkefni með IKEA og rúmlega krónur í alþjóðlegu samstarfi með Disney, en þær fjárhæðir fara þó ekki í gegnum reikninga íslensku landsnefndarinnar. Þá studdu MP banki og Valitor við dag rauða nefsins. Sem endranær stóðu Stöð 2, Saga Film og Vodafone auk þess þétt við bakið á UNICEF á degi rauða nefsins. Fjölmörg önnur fyrirtæki lögðu okkur lið og birtist velvild þeirra með margvíslegum hætti. Ófá fyrirtæki aðstoðuðu okkur til að mynda við að halda rekstrarkostnaði 7

8 UNICEF / Froutan UNICEF / Barongo í lágmarki með ókeypis vöru og þjónustu eða veglegum afsláttarkjörum. Önnur veittu beina fjárstyrki í tengslum við einstök fjáröflunarverkefni, svo sem neyðarsafnanir og dag rauða nefsins. Þá keyptu fyrirtæki og vinnustaðir jólakort, sannar gjafir og rauð trúðanef, seldu vöru til styrktar UNICEF, stóðu fyrir söfnunum meðal viðskiptavina og starfsfólks og svona mætti lengi halda áfram. Öllum þessum fyrirtækjum kunnum við hjartans þakkir. Sannar gjafir Fjöldi fólks nýtti sér möguleikann á að kaupa sannar gjafir UNICEF á árinu. Um er að ræða hjálpargögn sem keypt eru í nafni þess sem gjöfina fær en gögnin sjálf nýtast í starfi UNICEF fyrir börn um allan heim. Allar sannar gjafir eru hlutir sem bjarga lífi barna, vernda þau gegn sjúkdómum eða stuðla að menntun þeirra og þroska. Á Íslandi voru keyptar sannar gjafir fyrir 3,6 milljónir króna árið Þær gjafir gerðu meðal annars að verkum að hægt var að útvega skammta af vítamínbættu jarðhnetumauki fyrir vannærð börn, rúma skammta af bóluefni gegn mislingum og vatnshreinsitöflur. Þá voru keyptir yfir skammtar af lyfi við iðraormum, bólusetningar gegn mænusótt, hátt í 400 moskítónet og skólagögn fyrir tæplega börn. Önnur framlög og rekstrarstyrkir Auk þeirra verkefna og styrkja sem þegar hafa verið nefndir barst UNICEF á Íslandi stuðingur víðs vegar að á árinu. Um er að ræða stök framlög á degi rauða nefsins, framlög frá grunnskólanemendum sem tóku þátt í UNICEF hreyfingunni (sjá bls. 9), áheit á hlaupara í hinu árlega Reykjavíkurmaraþoni, sölu yfirstrikunarpenna til fyrirtækja, ágóða af tombólum dugmikilla barna, sölu á minningarkortum, auk mikils fjölda óvæntra gjafa frá einstaklingum og fyrirtækjum. Samtals námu önnur framlög og rekstarstyrkir 47 milljónum króna. Þá seldust að auki jólakort og gjafavara fyrir 6 milljónir. Viðvörunarbjöllum hringt Vorið 2012 hringdi UNICEF viðvörunarbjöllum um allan heim vegna hættuástands sem skapast hafði í átta ríkjum á Sahel-svæðinu í Vestur- og Mið-Afríku. Varað var við því að ótal börn gætu látið lífið næstu vikur og mánuði bærist þeim ekki hjálp. Á Sahel-svæðinu ríkti þögul neyð sem fengið hafði litla sem enga fjölmiðlaathygli. Ástæðan var meðal annars þurrkar og uppskerubrestur. UNICEF biðlaði til umheimsins að veita svæðinu athygli og láta það ekki verða að manngerðum hamförum. Undirstrikað var að hér væri um eitt fátækasta svæði veraldar að ræða og að tíminn væri naumur. Neyðarsöfnun var hrundið af stað á sama tíma um allan heim. Almenningur á Íslandi og íslenskir fjölmiðlar tóku afar vel við sér og hvergi safnaðist hlutfallslega meira en hér á landi. Yfir manns styrktu söfnunina á Íslandi og meira en tvö hundruð fyrirtæki lögðu henni lið. UNICEF á Íslandi hlaut í kjölfarið fjölmiðlaverðlaun landsnefnda UNICEF fyrir árið Fjölmiðlaverðlaununum deildi landsnefndin með UNICEF / Asselin UNICEF í Bretlandi sem fékk velgjörðasendiherra sinn, Ewan McGregor, til að fylgja UNICEF eftir við að flytja lífsnauðsynleg bóluefni fyrir börn til nokkurra af afskekktustu stöðum heims. Með því vakti leikarinn athygli á því hvernig UNICEF vinnur og hvernig áherslan er á að ná til allra barna hvar sem þau eru. Á árinu 2012 meðhöndlaði UNICEF meira en börn gegn alvarlegri bráðavannæringu á Sahel-svæðinu. 8

9 UNICEF / Markiz UNICEF / Nakibuuka Innanlandsstarf Innanlandsstarf UNICEF á Íslandi efldist mjög árið Verkefnin voru fjölbreytt og má þar nefna umsagnir um ný lög og yfirlýsingar og álit vegna réttinda barna. Meðal umsagna sem UNICEF á Íslandi gaf var um frumvarp til lögfestingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. UNICEF-hreyfingin Grunnskólaverkefni UNICEF á Íslandi, UNICEF-hreyfingin, hélt siglingu sinni áfram. Árið 2012 tóku tæplega nemendur þátt úr 27 skólum. UNICEF-hreyfingin er verkefni fyrir grunnskóla þar sem kennarar nota fræðsluefni frá UNICEF til að fræða nemendur um jafnaldra þeirra í öðrum heimshlutum. Skólinn skipuleggur síðan íþróttadag þar sem nemendur safna fé til styrktar UNICEF með áheitasöfnun meðal sinna nánustu. Helsta markmið UNICEF með verkefninu er að stuðla að vitundarvakningu meðal barna um þróunarmál og mannréttindi. Þess utan er verkefnið virk fjáröflun fyrir starf UNICEF í þágu þurfandi barna en um 4,3 milljónir króna söfnuðust árið Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna UNICEF á Íslandi hefur staðið að fjölda verkefna sem miða að því að vekja athygli á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Eitt af því er námsvefurinn is sem unninn hefur verið í samstarfi við umboðsmann barna, Barnaheill og Námsgagnastofnun. Einnig er kennsluvefurinn Allir eiga rétt áfram aðgengilegur á vef Námsgagnastofnunnar og vel nýttur af kennurum. Kennsluefnið er sniðið að efri bekkjum grunnskóla og er ætlað að auka þekkingu ungmenna á mannréttindum og fjölmenningu. Samstarf við fagfólk og börn Í kjölfar útgáfu skýrslunnar Staða barna á Íslandi 2011 ákvað UNICEF á Íslandi að fylgja niðurstöðum hennar eftir og rannsaka nánar ofbeldi gegn börnum hér á landi. Í apríl og maí 2012 boðaði UNICEF til níu funda með fagaðilum. Fundina sóttu aðilar frá ráðuneytum, sveitarfélögum, háskólum, félagasamtökum, lögreglu og mennta-, heilbrigðis- og barnaverndarkerfum. Á fundunum voru forvarnir vegna ofbeldis gegn börnum ræddar ítarlega og lagðar fram tillögur um hvernig koma megi í veg fyrir ofbeldi og bæta öll viðbrögð. UNICEF á Íslandi safnaði saman þeim tillögum og hugmyndum sem fram komu á fundunum og samþætti 16 tillögur fyrir stjórnvöld. UNICEF leitaði ennfremur til Barnaverndarstofu, Barnahúss og barnaverndarnefndar Reykjavíkurborgar til að nálgast börn sem hafa verið beitt ofbeldi. Tilgangur þess var að setja á stofn sérfræðihóp barna til ráðgjafar um tillögur fagaðilanna. Í samstarfi við Barnahús var settur saman sex manna sérfræðihópur barna sem hefur orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi og hefur verið í meðferð í Barnahúsi. Sérfræðingarnir voru ára og komu reglulega saman til að ræða ofbeldi gegn börnum og hvernig koma megi í veg fyrir það. Sérfræðihópurinn setti fram eigin tillögur sem birtast í skýrslu UNICEF, Réttindi barna á Íslandi: ofbeldi og forvarnir sem gefin var út árið

10 Á vettvangi UNICEF er á vettvangi í yfir 190 löndum og hefur að leiðarljósi þá bjargföstu trú að öll heimsins börn eigi rétt á heilsugæslu, menntun, jafnrétti og vernd. Fjöldi Íslendinga hefur unnið á vegum UNICEF, þar á meðal Margrét Rögn Hafsteinsdóttir á Gaza. Hús úr húsi á Gaza Margrét Rögn Hafsteinsdóttir er hjúkrunarfræðingur og vann í tvö ár hjá UNICEF í Palestínu. Staða hennar var kostuð af Íslensku friðargæslunni. Meirihluta tímans bjó Margrét á Gaza. Ungbarna- og mæðradauði hefur í gegnum tíðina verið hár á Gaza. Flestar konur sem gengið hafa í gegnum eðlilega fæðingu fara heim af sjúkrahúsi skömmu eftir fæðinguna jafnvel klukkutíma síðar. Mesti áhættutíminn eftir fæðingu fyrir konur og nýbura er því án faglegs eftirlits. Til að vinna að Þúsaldarmarkmiðum SÞ um að lækka tölur um barnadauða og mæðradauða ákvað UNICEF að styrkja heilbrigðisráðuneytið á Gaza til að efla eftirlit og fræðslu hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra til nýbakaðra mæðra sem fyrst eftir fæðingu. Markmiðið var að draga úr ungbarna- og mæðradauða með ráðgjöf og eftirliti. Margrét vann með hópi palestínskra hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra sem hún þjálfaði upp og fór með í heimahús. Hún heimsótti því fjölskyldur vítt og breitt á Gaza og kynntist mörgum. Nú er hún komin aftur heim eftir rúmlega tveggja ára dvöl. Ég er ánægð að geta farið frá þessu vitandi að góður árangur hefur náðst, segir hún. Starfssystur mínar á Gaza eiga heiður skilinn, þær eru fullar af áhuga og vilja halda verkefninu áfram. Það var vel sýnilegt í stríðinu í nóvember; þá fóru margar þeirra í hús fótgangandi þar sem bílarnir voru uppteknir við að flytja særða. Þær lögðu sig í hættu til þess að komast heim til mæðra sem þær vissu að þyrftu á þeim að halda. Fæðingar Helstu orsakir mæðradauða á Gaza eru sýkingar, blæðingar, blóðtappar og hjartasjúkdómar. Helstu orsakir nýburadauða á Gaza eru sýkingar, fæðingargallar, fyrirburafæðingar og léttburafæðingar, segir Margrét. Talið er að í yfir 90% tilvika sé hægt að fyrirbyggja fylgikvilla fæðinga með reglubundnu eftirliti á meðgöngu, í fæðingu og eftir hana. Þessi stúlka var fyrsta barn foreldra sinna og mikil eftirvænting eftir henni, segir Margrét. Brjóstagjöf Þar sem hættuástand er viðvarandi, líkt og á Gaza, getur brjóstagjöf skilið á milli þess hvort ungabarn kemst af eða ekki. Annað verkefni sem Margrét vann að var að aðstoða tvo fæðingarspítala á Gaza við að innleiða verkefnið Baby Friendly Hospital Initiative. Stofnanir þurfa að undirgangast mikla þjálfun til að fá þann gæðastimpil sem verkefnið veitir. Það þýðir m.a. að fræðsla og stuðningur við brjóstagjöf sé til staðar og farið sé eftir 10 skrefum til árangursríkrar brjóstagjafar sem verkefnið byggir á, segir Margrét. 10

11 Mæðra- og ungbarnadauði Mæðradauði hefur lækkað umtalsvert á síðustu tveimur árum á Gaza og stendur nú í þeirri tölu sem markmiðið var sett á fyrir Opinberar tölur hafa ekki verið birtar yfir ungbarnadauða en heilbrigðisráðuneytið segir að þær tölur hafi einnig lækkað umtalsvert. Það er því mikilvægt að halda boltanum á lofti og styðja áfram við þessi mikilvægu verkefni, segir Margrét. Hér er systkinahópur sem hún hitti í einni af fjölmörgum heimsóknum sínum. Sálrænn stuðningur Börn, hvar sem þau eru fædd í heiminum, eiga að fá að alast upp við öryggi. Á Gaza alast upp börn kynslóð eftir kynslóð við ógn um stríð. Eftir stríðið í nóvember 2012 hefur nærri því hver einasta barnssál á Gaza upplifað stríðsátök, segir Margrét. UNICEF er með afar umfangsmikið starf í Palestínu og aðstoðar börn og foreldra þeirra meðal annars við að vinna úr þessari upplifun með sálrænum stuðningi. Öryggi Ár hvert drukkna börn í skólpkerfinu á Gaza. Þriðja hvert heimili tengist ekki við skólpkerfi og skólp safnast því í tjarnir oft mjög nálægt íbúabyggð. Börn dragast að þessum tjörnum og þær verða að lífshættulegum leiksvæðum, segir Margrét. UNICEF vinnur ásamt yfirvöldum að forvörnum með því að girða svæðin af og fræða börn og foreldra þeirra um hættuna. Með fræðslu og þjálfun hefur UNICEF auk þess virkjað unglinga í 16 hverfum til að vekja athygli á hættunni. 11

12 UNICEF / Ferouz UNICEF / Holmes Fjármál Tekjur á árinu 2012 námu rúmum 437,4 milljónum króna en kostnaður við fjáröflun, kynningarmál, sölu og rekstur skrifstofu nam rúmum 118,3 milljónum, þar af var launakostnaður rúmar 42 milljónir. Vegna beinna rekstrarframlaga var hins vegar einungis 22,4% af söfnunarfé varið í kostnað. Söfnunarfé var varið þannig að af hverjum 100 krónum sem gefnar voru til UNICEF fóru 3,4 krónur í rekstur og stjórnun, 1,6 króna í kynningarmál og 17,4 krónur í að safna næstu 100 krónum og hjálpa enn fleiri börnum. Eins og undanfarin ár var framlag heimsforeldra stærsti tekjuliður UNICEF á Íslandi. Heildartekjur af verkefninu námu 298 milljónum króna. Ráðstöfun til hjálparstarfs nam rúmri 341 milljón. Þar af var um 268,1 milljón varið til reglubundinna verkefna UNICEF og nýtist því í þeim löndum þar sem þörfin er mest. Af tekjum ársins 2012 verður 21,5 milljón varið til hjálparstarfs UNICEF á árinu Alþjóðleg verkefni UNICEF árið 2012/ Allocation to development assistance in Að auki var 9,7 milljónum króna varið í réttindagæslu og verkefni fyrir börn á Íslandi. 40 milljónir króna runnu til eflingar menntunar í Síerra Leóne en það er framlag frá velgerðasjóðnum Auroru. Það er fimmta framlag sjóðsins til menntunar í landinu. Vorið 2012 stóð UNICEF á Íslandi fyrir neyðarsöfnun fyrir Sahel-svæðið í Vestur-Afríku og námu framlög til þeirrar söfnunar rúmum 26,4 milljónum króna. Um haustið var hrundið af stað neyðarsöfnun fyrir Sýrland og námu framlög til þeirrar söfnunar tæplega 4,5 milljónum króna árið Söfnunin hélt áfram árið Samkvæmt lögum UNICEF á Íslandi er stofnfé samtakanna ein milljón króna. Í lok árs 2008, í kjölfar efnahagsþrenginga á Íslandi, ákvað stjórn UNICEF á Íslandi að 20 milljónir skyldu settar í sérstakan varasjóð og hefur honum ekki verið ráðstafað. Óráðstafaðar tekjur þar með talið varasjóður og óráðstafaðar tekjur til hjálparstarfs námu því rúmum 42,5 milljónum króna í lok árs Ráðstöfun söfnunarfjár árið 2012/ Allocation of donations % 12% 9% 17% 2% 3% 2% 78% 76% 12 Reglubundin verkefni UNICEF UNICEF í Síerrara Leóne UNICEF í Jemen Ney ara sto Fjáröflun Rekstur Al jó leg verkefni UNICEF Kynningarmál Réttindagæsla og verkefni á Íslandi

13 UNICEF / Pirozzi UNICEF / Ferouz HELSTU TEKJUR OG GJÖLD Tekjur Heimsforeldrar Rekstrartekjur Verkefnastyrkir Sjóðir og fyrirtæki Sala á kortum og gjafavörum Neyðarsafnanir Önnur framlög Vaxtatekjur Alls Útgjöld Kostnaður við fjáröflun Kynningarmál Kostnaður v/ sölu korta og gjafa Annar rekstur Alls Ráðstöfun til hjálparstarfs Erlend verkefni Reglubundin verkefni UNICEF UNICEF í Síerra Leóne UNICEF í Jemen UNICEF í Austur-Afríku, Sahel og Sýrlandi Til erlendra verkefna alls Innlend verkefni Réttindagæsla og verkefni á Íslandi Til innlendra verkefna alls Alls til verkefna UNICEF Ráðstöfun til hjálparstarfs flutt til ársins 2013 Verður ráðstafað árið Allar upphæðir eru í íslenskum krónum. Deloitte annaðist endurskoðun á ársreikningi UNICEF á Íslandi. Ársreikninginn má nálgast á skrifstofu UNICEF á Íslandi. KEY FINANCIAL FIGURES Donations Global Parents Operational support Project support Corporates and foundations Sales of cards and gifts Emergency appeals Other donations Finance income and exhange rate gain Total Expenditure Fundraising cost Communication Sales cost from cards and gifts Other expenditure Total Programme allocation International projects Regular resources, UNICEF projects UNICEF Sierra Leone UNICEF Yemen UNICEF Horn of Africa, Sahel and Sýrland Total international projects Domestic projects Child rights advocacy and domestic programmes Total domestic projects Total UNICEF projects Allocation to programmes transferred to 2013 Will be allocated in All figures are in Icelandic krona. Deloitte audited the finances of UNICEF Iceland. For further information please contact UNICEF Iceland. 13

14 Framlög íslenska ríkisins til UNICEF UNICEF er samkvæmt þingsályktun Alþingis um áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands ein af fjórum lykilstofnunum í þróunarsamvinnu Íslands. Árið 2012 samþykkti Alþingi að hækka framlög Íslands til þróunarsamvinnu um einn milljarð í nýju fjárlagafrumvarpi fyrir árið Þróunarhjálp er okkar leið til að láta af höndum rakna til örsnauðs fólks í fátækustu ríkjum heims. Hún beinist ekki síst að mæðrum og börnum, skrifaði utanríkisráðherra í aðsendri grein í Fréttablaðinu í tilefni af þessu. Þróunarhjálp er meðal þeirra þátta sem ég hef lagt mesta áherslu á í starfi mínu sem utanríkisráðherra. Þess vegna gleðst ég einlæglega, eins og örugglega allir Íslendingar, yfir þessum sögulega áfanga. Framlög til UNICEF aukast Framlög íslenska ríkisins til UNICEF alþjóðlega hækkuðu um rúm 10,6% á milli áranna 2011 og Meirihluta þess fjár, um 54%, var varið til svokallaðra almennra framlaga. Slík framlög gera UNICEF meðal annars kleift að sinna hjálparstarfi á svæðum sem njóta engrar fjölmiðlaathygli og berjast fyrir réttindum barna á heimsvísu. Íslensk stjórnvöld styrktu hjálparstarf UNICEF í Sýrlandi og nágrannaríkjunum með 11,5 milljóna króna framlagi árið Staðan í Sýrlandi hríðversnaði á árinu og straumur flóttamanna fór vaxandi. Börn eru helmingur flóttafólksins og því var starf UNICEF gríðarlega umfangsmikið á svæðinu. Árið 2012 veitti utanríkisráðuneytið UNICEF í Palestínu 12,9 milljóna króna styrk til almennra verkefna samtakanna og var það fjórða árið í röð sem slíkt var gert. UNICEF í Palestínu leggur áherslu á vernd og umönnun barna sem líða fyrir ástandið á hernumdu svæðunum og verkefni UNICEF felast meðal annars í bólusetningum, menntun, sálgæslu og fræðslu um næringu og hreinlæti. Íslenska ríkið hélt auk þess áfram stuðningi sínum við samstarfsverkefni UNICEF og UNFPA sem miðar að því að afnema limlestingu á kynfærum kvenna og stúlkna. Samstarf UNICEF og UNFPA felur í sér heildstæða nálgun og markmiðið er að hraða afnámi limlestinga á kynfærum kvenna. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin telur að 140 milljónir kvenna hafi orðið fyrir limlestingu á kynfærum sínum og UNICEF áætlar að árlega eigi þrjár milljónir stúlkna á hættu að hljóta sömu örlög. Fjármagni var einnig varið til stöðu ungs sérfræðings (e. Junior Professional Officer) í menntaverkefnum hjá UNICEF í Malaví. Viðkomandi hefur störf árið Loks ber að nefna að árið 2011 gerðu utanríkisráðuneytið og UNICEF á Íslandi með sér samstarfssamning til þriggja ára. Fyrsta árið veittu yfirvöld landsnefndinni 5 milljóna króna styrk og árið 2012 nam hann 5,5 milljónum króna. Landsnefndin sinnir á móti fræðslu og upplýsingagjöf er snertir starf UNICEF alþjóðlega. Aðrar upphæðir frá íslenskum yfirvöldum fara ekki í gegnum bókhald landsnefndarinnar. Samstarf við íslensku friðargæsluna Samstarf Íslensku friðargæslunnar og UNICEF var formfest með samningi í febrúar Síðan þá hefur fjöldi Íslendinga verið sendur á vettvang til starfa fyrir UNICEF. Þeir hafa gegnt margvíslegum störfum og meðal annars verið í Georgíu, Srí Lanka, Tadjikistan, Súdan, Pakistan og Jemen. Guðrún Þorgeirsdóttir var á árinu 2012 á vegum Íslensku friðargæslunnar á Sómalíuskrifstofu UNICEF í Keníu. Margrét Rögn Hafsteinsdóttir hjúkrunarfræðingur, var auk þess að störfum hjá UNICEF í Palestínu. Margrét byggði upp verkefni um heilsuvernd nýbura og mæðra þeirra á Gaza-svæðinu, og hóf störf í febrúar Nánar má lesa um störf hennar á bls Skipting framlaga ríkisins til UNICEF árið % 13% 10% Almennt framlag Neyðaraðstoð Verkefni í Palestínu Verkefni í smvinnu við UNFPA Ungir sérfræðingar Landsnefnd UNICEF á Íslandi 54% 10% 9% Framlög íslenska ríkisins til verkefna UNICEF (í milljónum króna): Almennt framlag 40 24,2 44,1 76,9 69,8 Neyðaraðstoð 7,4 11,5 Verkefni í Gíneu-Bissá ,9 64,8 Verkefni í Palestínu 12,1 11,5 11,3 12,9 Verkefni í samvinnu við UNFPA 24,2 12,9 Ungir sérfræðingar 47,2 17,3 Landsnefnd UNICEF á Íslandi 5 5,5 Samtals: 124,6 158,2 120,3 117,4 129,9

15 UNICEF / Vishwanathan UNICEF / Dicko UNICEF / Sibiloni 15

16 UNICEF / Markisz UNICEF / Fannona Overview of the year Fundraising UNICEF Iceland was awarded 1st runner up for UNICEF Financial Performance Award for largest growth in per capita income in Each year the National Committee in Iceland gives the equivalent of 7,23 US dollars for every Icelander to development assistance. Fundraising efforts were very successful in 2012 and as usual the Global Parent pledge programme was at the heart of UNICEF Iceland s fundraising with 5,511 new Global Parents recruited (3,165 female, 2,316 male and 30 companies). UNICEF Iceland has more pledge donors per capita than any other National Committee for UNICEF in the world; a fact we are tremendously proud of and thankful for. Almost 7% of Icelanders have registered as Global Parents. The Global Parents have shown themselves to be a steady source of support for UNICEF s long term projects for children in need around the world. At the end of 2012, there were 21,754 Global Parents in Iceland, and the average monthly donation was 1,414 ISK. Other fundraising activities included the continuing sale of UNICEF s cards and gifts, in memoriam cards and gift certificates, and an emergency appeal for the Sahel region and Syria, to name but a few. Sales of the so-called Inspired Gifts also continued in 2012, and a total of 3.6 million ISK was raised through the project. Through Inspired Gifts, over 12,000 children received vaccination against measles and polio from Icelanders and 1,000 children received school supplies. Other items include mosquito nets, therapeutic food and milk for malnourished children. Sponsored Projects In recent years the Aurora foundation has supported an extensive and comprehensive education project in Sierra Leone, one of the poorest countries in the world. In 2012, 16 the board of the Aurora Foundation pledged a total of 40 million ISK in support of UNICEF projects in Sierra Leone. The total contribution of the Foundation to education in Sierra Leone now amounts to million ISK. Schools have been constructed and over a hundred teachers have been fully trained. Local communities have been activated through the founding of parent associations and mother s clubs in the schools which has a positive effect on student retention and child protection in general. Together, Aurora and UNICEF have changed the lives of thousands of children and families in Sierra Leone. Advocacy and Education for Development UNICEF Iceland, the Ombudsman for Children in Iceland, Save the Children and The National Centre for Educational Materials teamed up and created the website www. barnasattmali.is with the aim to make educational material on the Convention of the Rights of the Child accessable to teachers and children in secondary school. The UNICEF-movement project, which encourages primary school children to raise awareness and funds for UNI- CEF through sponsored runs, also continued with over 4,500 students participating from 24 primary schools and after school care centres. Not only creating awareness among children on UNICEF s work the world over, the UNICEF-movement is also an active part of UNICEF s fundraising, raising 4,3 million ISK with the project in After UNICEF Iceland s report, State of Children in Iceland 2011, a decision was made to follow up its main results and take a closer look at violence against children in Iceland. In April and May 2012 UNICEF sought the opinion of experts from ministries, the education system, the child welfare system as well as the police and many more. A

17 UNICEF / Brooks UNICEF / Sokol 2012 series of meetings was held with the experts where the main threats to children in Iceland were discussed. Following those meetings a set of proposals was formed calling on immediate response from the authorities to prevent all kinds of violence against children. The need for a centralized approach to funding, research and knowledge management was also addressed. UNICEF s report: Child Rights in Iceland: Violence and prevention will be out in Corporate partners A number of Icelandic companies co-operated with and supported UNICEF Iceland in In most cases the support was in the form of free or discounted goods and services, such as with Oddi printing company and the property company Reitir which renewed a very generous letting agreement with UNICEF Iceland. Such goodwill is tremendously important for the work of the National Committee as it serves to minimise the overhead costs of the operation. IKEA launched its annual Soft Toy Campaign collecting 1,8 million ISK and UNICEF Iceland continued its successful co-operation with the sale of coffee to companies through a cause related telemarketing project with Te & Kaffi. MP bank and Valitor sponsored the Red Nose Day campaign and several companies and corporates supported the work of UNICEF in one way or another in The Icelandic government The Icelandic government raised its continued support for UNICEF in 2012 by 10,6% with funds being allocated to regular projects within UNICEF, as well as to UNICEF-projects in Syria, Palestine, and a joint programme with UNFPA aiming at ending female genital mutilation/ cutting. Two UNICEF-positions were also paid for by the Icelandic Crisis Response Unit, one at the Somalia-office in Kenya and one in Palestine. Funds for the hiring of a Junior Professional Officer for education programmes in Malawi were also allocated in In 2011 the ministry of foreign affairs and UNICEF made a three year donation agreement. In 2012 UNICEF received the second donation from the ministry of 5.5 million ISK. Key financial figures See tables and graphs on p Successful Red Nose Day On December 7th 2012 the Red Nose Day was celebrated for the fifth time in Iceland. The main goal was to raise the number of Global Parents as well as raising awareness of the public, media, government and companies, on the need for development assistance for children. The results were great: 1,583 new Global Parents registered! Over 4,000 red noses were sold, over 9,000 people participated in a text message lottery and the Red Nose Day song of the year by FM Belfast performed by fourteen Icelandic singers became highly popular. In the TV gala broadcasted on Channel 2 many of Iceland s most beloved performers entertained, and viewers got to see compelling stories of UNICEF s work for children in need and give their support. To all the people who made the Red Nose Day 2012 a reality we extend our most heartfelt thanks. 17

18 Við erum UNICEF á Íslandi Stjórn UNICEF á Íslandi Stjórnarfólk kemur víða að úr samfélaginu og tekur virkan þátt í að móta starf landsnefndarinnar. Frá vinstri: Pétur Einarsson, Jóna Hrönn Bolladóttir, Ragna Sigurðardóttir, Guðrún Ögmundsdóttir, Margrét Hallgrímsdóttir, Svanhildur Konráðsdóttir, Bragi Guðbrandsson og Karl Blöndal. Á myndina vantar Jóhönnu Vilhjálmsdóttur. Stjórnin starfar í sjálfboðavinnu og kann UNICEF stjórnarmeðlimum bestu þakkir fyrir vel unnin störf. Stjórn Stjórnarformaður Svanhildur Konráðsdóttir Varaformaður Karl Blöndal Meðstjórnendur Bragi Guðbrandsson Guðrún Ögmundsdóttir Jóhanna Vilhjálmsdóttir Jóna Hrönn Bolladóttir Margrét Hallgrímsdóttir Ragna Sigurðardóttir Pétur Einarsson Starfsfólk Framkvæmdastjóri Stefán Stefánsson Fjármálastjóri Dröfn Guðmundsdóttir Fjáröflunarstjóri Flóki Guðmundsson Kynningarstjóri og fjölmiðlafulltrúi Sigríður Víðis Jónsdóttir Verkefnastjóri Bergsteinn Jónsson Fjáröflunarfulltrúar Helga Ólafsdóttir Hrafnhildur Helgadóttir Jóhanna Guðmundsdóttir Kynningarfulltrúi Sólveig Jónsdóttir Margmiðlunarhönnuður Andrea Hyldahl Ráðgjafi í innanlands- og réttindamálum Lovísa Arnardóttir Formaður ungmennaráðs Ragna Sigurðardóttir Bókari Arnheiður Þorsteinsdóttir Tengiliður heimsforeldra Bryndís Lúðvíksdóttir 18

19 UNICEF / Bindra UNICEF / Haque UNICEF / Alcock Takk! Stjórn og starfsfólk UNICEF á Íslandi á mikið að þakka þeim fjölmörgu góðu aðilum sem koma að starfi landsnefndarinnar með einum eða öðrum hætti. Bæði einstaklingar og fyrirtæki hafa sýnt UNICEF mikinn velvilja og stuðning. Margir hafa gefið afslætti og stutt þannig við reksturinn og aðrir hafa veitt beinan fjárhagslegan stuðning. Við þökkum öllum þeim ótal mörgu sem lögðu okkur lið á árinu 2012 og gerðu þar með heiminn aðeins betri fyrir þau sem reiða sig á starf UNICEF: Bágstödd börn. UNICEF / Bindra UNICEF / Khuzaie Nesa UNICEF / Mawa

20 ÁRSSKÝRSLA 2012 annual report UNICEF Ísland Laugavegur Reykjavík Sími: SAMEINUMST Í ÞÁGU BARNA

ÁRSSKÝRSLA annual report SAMEINUMST Í ÞÁGU BARNA

ÁRSSKÝRSLA annual report SAMEINUMST Í ÞÁGU BARNA ÁRSSKÝRSLA 2010 annual report SAMEINUMST Í ÞÁGU BARNA Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, var stofnuð árið 1946 og hefur starfsemi samtakanna vaxið jafnt og þétt á þessum rúmlega sex áratugum. Samtökunum

More information

ÁRSSKÝRSLA annual report

ÁRSSKÝRSLA annual report ÁRSSKÝRSLA 2014 annual report Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, var stofnuð árið 1946 og hefur starfsemi samtakanna vaxið jafnt og þétt á þessum tæpum sjö áratugum. Samtökunum var í fyrstu ætlað að

More information

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Svíþjóð - stjórnsýslan Þrjú formleg stjórnsýslustig Sveitarfélög, 290 talsins (Local level) Lén, 20 talsins (Regional level) Landsstjórn, 349 þingmenn (National

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

Horizon 2020 á Íslandi:

Horizon 2020 á Íslandi: Horizon 2020 á Íslandi: - Árangur Íslands í Horizon2020 - Hvernig getur Rannís veitt ykkur aðstoð? Kristmundur Þór Ólafsson Alþjóðasvið Rannís Landstengiliður (NCP) fyrir H2020 Hvað er H2020? Rammaáætlun

More information

Ársskýrsla UNIFEM á Íslandi 2009

Ársskýrsla UNIFEM á Íslandi 2009 Ársskýrsla UNIFEM á Íslandi 2009 í stuttu máli Þróunarsjóður Sameinuðu þjóðanna í þágu kvenna, UNIFEM, var stofnaður árið 1976 í kjölfar heimsráðstefnu SÞ um málefni kvenna í Mexíkó 1975. Þar varð ljóst

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa Efnisyfirlit Þróun félagsauðs í grannríkjunum Bandaríkin Skandinavía Meginland Evrópu Þróunin á Íslandi Félagsþátttaka Frumtengsl Félagsrof Félagsauður,

More information

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur?

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur? Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur? Málþing um byggðamál og svæðasamvinnu 14. mars 2014 Stefanía Traustadóttir Heimsókn til Norðurbotns (Oulu) apríl 2012 Þátttakendur: Ragnheiður

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs?

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Hvernig getur málefni sem ekki er skilgreint sem námsgrein í grunnskóla eða námssvið

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI ER ÍSLAND SPRUNGIÐ MEÐ 2,2 M FERÐAMANNA? TOP 10 ÞJÓÐGARÐAR Í BANDARÍKJUNUM 1. Great Smoky Mountains National Park

More information

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2011:1 27. maí 2011 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga frá sveitarfélögum árlega um fjárhagsaðstoð, félagslega heimaþjónustu

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2013 Municipal social services 2013

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2013 Municipal social services 2013 2014:3 9. október 2014 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Árið fengu 8.042 heimili fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og hafði heimilum sem þáðu slíkar greiðslur fjölgað um 306

More information

Að hjálpa fólki til sjálfshjálpar

Að hjálpa fólki til sjálfshjálpar Starfsskýrsla 2015-2016 Að hjálpa fólki til sjálfshjálpar Meginmarkmið með öllum verkefnum Hjálparstarfs kirkjunnar er að rjúfa vítahring fátæktar, hungurs og vannæringar og efla virðingu fyrir mannréttindum

More information

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be Stefnumótun tun Rf Hlutverk (Mission) Why we exist Gildi (Core values) What we believe in Framtíðarsýn (Vision) What we want to be Stefna (Strategy) Our Game plan Stefnumiðað árangursmat Balanced Scorecard

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2011 Municipal social services 2011

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2011 Municipal social services 2011 2012:1 4. október 2012 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Árið fengu 7.715 heimili fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og hafði heimilum sem þáðu slíkar greiðslur fjölgað um 805

More information

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn -

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM Schengen ráðstefna 6. október 2011 - Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - Áherslur - Lögreglan á Suðurnesjum - Framkvæmd landamæraeftirlits - Umhverfið - Álag á Ísland

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2010:1 12. maí 2010 Félagsþjónusta sveitarfélaga 2007 2009 Municipal social services 2007 2009 Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga árlega um félagslega heimaþjónustu og fjárhagsaðstoð

More information

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson Samstarf HR og IGI Ólafur Andri Ragnarsson Leikjaiðnaðurinn 2021 Leikjaiðnaðurinn 2021 5.000 störf 70 milljarðar í heildarútflutningstekjur ef... Photo Ian Parker http://parkerlab.bio.uci.edu/nonscientific_adventures/iceland_man.ht

More information

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum Raddir fjölbreyttra kennarahópa Sólveig Karvelsdóttir, lektor, HÍ Hafdís Guðjónsdóttir, dósent, HÍ Rannsóknin er hluti af tveimur rannsóknum Fjölbreyttir kennarahópar

More information

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016 FLUGTÖLUR 216 INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 216 Flugvöllur 215 216 Br. 16/15 Hlutdeild Reykjavík 348.24 377.672 8,5% 5,4% Akureyri 17.897 183.31 7,3% 24,5% Egilsstaðir 89.79 93.474 4,9%

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 8. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014 FLUGTÖLUR 2014 INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014 Flugvöllur 2013 2014 Br. 14/13 Hlutdeild Reykjavík 338.278 328.205-3,0% 48,6% Akureyri 178.231 172.106-3,4% 25,5% Egilsstaðir 91.561

More information

ANNUAL REPORT 2010 ÁRSSKÝRSLA 2010

ANNUAL REPORT 2010 ÁRSSKÝRSLA 2010 ANNUAL REPORT 2010 ÁRSSKÝRSLA 2010 Annual Report 2010/Ársskýrsla 2010 Icelandic bilateral development cooperation from 1 January to 31 December 2010 Tvíhliða þróunarsamvinna Íslands 1. janúar til 31. desember

More information

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Sérfræðingur í persónurétti Yfirlit Stóra myndin Skyldur GDPR Aðlögunarferli Áskoranir og praktísk ráð 2 3 Yfirlit: Hvað er GDPR?» GDPR

More information

Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi

Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi Lokaverkefni til B.Ed. prófs Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi Eru ánægðir foreldrar bestu bandamenn kennara? Halldóra Gísladóttir 300955-5419 Kennaraháskóli Íslands

More information

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2.

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2. Reykjavík, 15. maí 2017 R17050061 110 Borgarráð Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2. júní 2017 Fyrirhuguð er opinber

More information

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Power Point leiðbeiningar Sjónarhorn View Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Outline view - Yfirlitshamur Hér er hægt að rita minnispunkta við hverja glæru fyrir þann sem

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

Kennarasamband Íslands, 15. desember 2016

Kennarasamband Íslands, 15. desember 2016 Kennarasamband Íslands, 15. desember 2016 Skýrsla KÍ um ráðstefnu Alþjóðasamtaka kennara um menntun flóttabarna. Stokkhólmi, 21. 22. nóvember 2016. Education of refugee children fast track to equal opportunities

More information

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis ANNUAL SAFETY REVIEW 2012 Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis Flugmálastjórn Íslands: Annual Safety Review 2012 Útgefandi: Flugmálastjórn Íslands Skógarhlíð 12 105 Reykjavík

More information

JANÚAR 2016 Karl Sigurðsson

JANÚAR 2016 Karl Sigurðsson JANÚAR 2016 Karl Sigurðsson Staða og horfur á vinnumarkaði Staðan á vinnumarkaði er að mörgu leyti góð ef litið er til þróunar atvinnuleysis, en skráð atvinnuleysi hefur lækkað úr um 8% árin 2009 og 2010

More information

Laun á almennum vinnumarkaði 2005 Earnings in the private sector 2005

Laun á almennum vinnumarkaði 2005 Earnings in the private sector 2005 26:1 14. júlí 26 Laun á almennum vinnumarkaði 25 Earnings in the private sector 25 Samantekt Árið 25 voru regluleg mánaðarlaun á almennum vinnumarkaði að meðaltali 244 þúsund krónur, heildarmánaðarlaun

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr. 54 8. árgangur

More information

Áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands

Áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands Áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2011-2014 Efnisyfirlit Skammstafanir... 2 1. Skyldur Íslands í þróunarsamvinnu.... 3 2. Alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands.... 4 2.1. Gildi og áherslur.... 4

More information

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Kynning í Dalskóla 6. desember 2018 Gautur Þorsteinsson, verkfræðingur Um útvarpsþjónustu Fyrsta útsending útvarpsdagskrár 1920 Útsendingar útvarps

More information

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild Háskólabrú fjarnám Bókalisti vorönn 2019 2. önn Félagsvísinda- og lagadeild Upplýsingatækni og tölfræði: Kennslubók í Excel 2016. Höfundar: Hallur Örn Jónsson og Óli Njáll Ingólfsson Stærðfræði 3: Stærðfræði

More information

2. Stefnur og hugmyndafræði sem hafa haft áhrif á listkennslu

2. Stefnur og hugmyndafræði sem hafa haft áhrif á listkennslu Ágrip Í þessari ritgerð, sem er lokaverkefnið mitt til B.Ed gráðu, mun ég fjalla um samvinnu á milli myndlistarskóla og grunnskóla. Í því samhengi mun ég skoða Billedskolen i Tvillingehallen og Myndlistarskólann

More information

2015, Utanríkisráðuneytið

2015, Utanríkisráðuneytið UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ AFGANISTAN - AÐGERÐIR OG VERKEFNI 2002-2014 FORSÍÐUMYND Þátttaka Íslendinga í aðgerðum og verkefnum í Afganistan 2002-2014 2015 Útgefandi Utanríkisráðuneytið www.utanrikisraduneyti.is

More information

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM Skýrsla fyrir skólaárið 2016-2017 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 2 1. Inngangur... 3 2. Markmið og tilgangur matsins... 3 3. Aðferðir og framkvæmd matsins... 3 4.

More information

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Klettafjöllin og Grand Canyon 1 Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Kristbjörg María Guðmundsdóttir Eitt af fallegustu handverkum náttúruaflanna er án efa að finna í vesturhluta Norður-Ameríku.

More information

Kostnaður og viðhorf vegna búsetu hælisleitenda í Reykjanesbæ

Kostnaður og viðhorf vegna búsetu hælisleitenda í Reykjanesbæ VIÐSKIPTASVIÐ Kostnaður og viðhorf vegna búsetu hælisleitenda í Reykjanesbæ Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Jóhanna María Jónsdóttir Leiðbeinandi: Kári Joensen (Haustönn 2014) 2 Jóhanna María Jónsdóttir

More information

Mannfjöldaspá Population projections

Mannfjöldaspá Population projections 3. október 217 Mannfjöldaspá 217 266 Population projections 217 266 Samantekt Samkvæmt miðspá mannfjöldaspár Hagstofu Íslands verða íbúar landsins 452 þúsund árið 266, bæði vegna fólksflutninga og af náttúrlegum

More information

Könnunarverkefnið PÓSTUR

Könnunarverkefnið PÓSTUR Könnunarverkefnið PÓSTUR Þáttakenndur í verkefninu UM PÓST Rauði hópur Vor 2010 Börn fædd 2005 Hópstjóri: Tatjana Lind Jónsson Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina

More information

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2 1 Examples 2 Sýnidæmi 2 2 Example 25-1 Gefið er 3 fasa, 3 teina raforkukerfi samkvæmt meðfylgjandi einlínumynd. Allar stærðir á myndinni eru í einingakerfinu ( per unit ). Seríuviðnám háspennulínanna er

More information

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018 Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu September 2018 Samantekt Íslandsstofa framkvæmdi viðhorfskönnun í júlí og ágúst 2018 meðal erlendra söluaðila sem selja ferðir til Íslands.

More information

Fóðurrannsóknir og hagnýting

Fóðurrannsóknir og hagnýting Fóðurrannsóknir og hagnýting Uppskeruhátíð rannsókna Gunnar Örn Kristjánsson Strandbúnaður 2018, Grand Hótel Reykjavík, 19.-20. mars. Grundvöllur fóðurgerðar Þarfir hjá eldisfisk Efnaþarfir til vaxtar

More information

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur CHEMISTRY The Central 9th Edition Hlutfallareikningur: AðA reikna út frá formúlum og efnajöfnum fnum Lavoisier: Massi varðveitist í efnahvörfum. : lýsa efnahvörfum. Efnajafna : Hvarfefni og myndefni: 2H

More information

Hagvísir Vesturlands. Börn í sveitum á Vesturlandi

Hagvísir Vesturlands. Börn í sveitum á Vesturlandi ISSN 1670-5556 Vífill Karlsson Hagvísir Vesturlands Skýrsla nr. 1 2015 Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi E F N I S Y F I R L I T Myndir... 1 Töflur... 2 1 Samandregnar niðurstöður... 3 2 Inngangur...

More information

MARKAÐSSETNING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS Á ERLENDUM MÖRKUÐUM UNDIR VÖRUMERKINU REYKJAVÍK. Vörumerkið Reykjavík

MARKAÐSSETNING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS Á ERLENDUM MÖRKUÐUM UNDIR VÖRUMERKINU REYKJAVÍK. Vörumerkið Reykjavík MARKAÐSSETNING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS Á ERLENDUM MÖRKUÐUM UNDIR VÖRUMERKINU REYKJAVÍK Hjörtur Smárason, janúar 2014 Borgir og mikilvægi þeirra í framtíðinni Borgir eru í auknum mæli að taka yfir hlutverk

More information

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (MFT/MFS) og tannátu í lykiltönnum SVANHVÍT. SÆMUNSÓTTIR*, THR ASPEUN**, SIGURÐUR RÚNAR SÆMUNSSN***, INGA. ÁRNAÓTTIR* HEIRIGÐISVÍSINASVIÐ HÁSKÓA

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar Frambjóðendur. Multicultural Council of Reykjavik Candidates

Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar Frambjóðendur. Multicultural Council of Reykjavik Candidates Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar Frambjóðendur Multicultural Council of Reykjavik Candidates Aleksandra Chlipala Hversu lengi búið á Íslandi: Have been a resident of Iceland: Pólsk Polish aleksandrachlipala@gmail.com

More information

Lýðheilsa Heilsa í allar stefnur

Lýðheilsa Heilsa í allar stefnur Lýðheilsa Heilsa í allar stefnur Hvar standa Íslendingar í samanburði þjóða? Dagskrá: 14:30 Ávarp forsætisráðherra: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 14:45 Heilsa í allar stefnur: Health in All Policies reynsla

More information

Lengsta fjallakeðja á Jörðinni!

Lengsta fjallakeðja á Jörðinni! AMERÍKA 1 Lengsta fjallakeðja á Jörðinni! Meðfram allri vesturströnd Ameríku liggja Cordillerafjöll. Í S-Ameríku eru þau kölluð: Andesfjöll Í N-Ameríku skiptast þau í: Klettafjöll (Rocky Mountains), Strandfjöll

More information

Health at a Glance: OECD Indicators 2005 Edition. Heilbrigðismál í hnotskurn: Rit OECD Samantekt. Summary in Icelandic. Útdráttur á íslensku

Health at a Glance: OECD Indicators 2005 Edition. Heilbrigðismál í hnotskurn: Rit OECD Samantekt. Summary in Icelandic. Útdráttur á íslensku Health at a Glance: OECD Indicators 2005 Edition Summary in Icelandic Heilbrigðismál í hnotskurn: Rit OECD 2005 Útdráttur á íslensku Samantekt Heilbrigðiskerfi í OECD ríkjum verða sífellt umfangsmeiri

More information

Að störfum í Alþjóðabankanum

Að störfum í Alþjóðabankanum Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, útgáfa 2007-2008 Að störfum í Alþjóðabankanum Jónas H. Haralz JEL flokkun: G21, G28, N16, N26, N46 Lykil hugtök: Alþjóðabankinn, Suður-Ameríka, efnahagsmál, hagsaga,

More information

Mannfjöldaspá Population projections

Mannfjöldaspá Population projections 29. júní 216 Mannfjöldaspá 216 265 Population projections 216 265 Samantekt Í miðspá mannfjöldaspár Hagstofu Íslands er gert ráð fyrir að íbúar gætu orðið 442 þúsund árið 265. Þeim hefði þá fjölgað úr

More information

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna Samanburðarrannsókn nóvember 2012 Ari Klængur Jónsson www.mcc.is Árnagötu 2-4 400 Ísafjörður Sími: 450-3090 Fax: 456-0215 mcc@mcc.is 1 Velferðarráðuneytið

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006

Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006 Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006 Rannsóknarmiðstöð HR í nýsköpunar- og frumkvöðlafræðum Rögnvaldur J. Sæmundsson Silja Björk Baldursdóttir Mars 2007 GEM - frumkvöðlastarfsemi 2006

More information

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands ÞÓRA BJÖRK HJARTARDÓTTIR Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands 1. Fjöldi erlendra stúdenta Á liðnum áratug hefur erlendum stúdentum fjölgað gríðarlega við Háskóla Íslands. Haustið 2000 voru skráðir

More information

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar 1 Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar Introduction to rotating machines 2 Grunnhugtök og meginþættir Klassískar gerðir véla Riðstraumsvélar Samfasavél (synchronous machine) Spanvél (induction machine

More information

BSc. ritgerð. Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga

BSc. ritgerð. Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga BSc. ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga Eva Úlla Hilmarsdóttir Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Þórhallur Örn Guðlaugsson Febrúar

More information

Vaasa Ostrobothnia nóv. 2012

Vaasa Ostrobothnia nóv. 2012 Vaasa Ostrobothnia 19-21.nóv. 2012 Hópurinn og ferðin Halla Steinólfsdóttir Dalabyggð Ingibjörg Valdimarsdóttir Akranesi Ólafur Sveinsson SSV The Ministry of Foreign Affairs of Finland (19.nóv.) The Regional

More information

Þátttaka Íslands í Norðurslóðaáætlun hefur tekist vel í flestu tilliti. Mikill áhugi hefur verið á þátttöku í samstarfsverkefnum innan áætlunarinnar

Þátttaka Íslands í Norðurslóðaáætlun hefur tekist vel í flestu tilliti. Mikill áhugi hefur verið á þátttöku í samstarfsverkefnum innan áætlunarinnar Þátttaka Íslands í Norðurslóðaáætlun hefur tekist vel í flestu tilliti. Mikill áhugi hefur verið á þátttöku í samstarfsverkefnum innan áætlunarinnar og reynsla almennt góð. Það hefur verið eftirsótt að

More information

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ / 1004720-1004720-3-ABC 2.1.2018 09::16 Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær»»» Reykjavík/HÍ 06:42 06:44 06:45 06:47 06:51 06:52 06: 07:17 07:18 07:22 07:28 07:29 07:31 07:32 07:34 07:36 07:38

More information

Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008.

Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008. GR 10:03 Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008. Guðlaugur Einarsson, geislafræðingur Ágúst 2010 Geislavarnir ríkisins Icelandic Radiation Safety Authority Rauðarárstíg 10 150 Reykjavík s. 5528200

More information

Ársskýrsla. Embættis landlæknis

Ársskýrsla. Embættis landlæknis Ársskýrsla Embættis landlæknis 2014 Ársskýrsla Embættis landlæknis 2014 Ársskýrsla Embættis landlæknis 2014 ISSN 1670-746X Útgefandi: Embætti landlæknis Barónsstíg 47 101 Reykjavík 2015 Ábyrgðarmaður:

More information

Leiðbeinandi á vinnustað

Leiðbeinandi á vinnustað Work Mentor Leiðbeinandi á vinnustað Leonardo da Vinci, Transfer of Innovation verkefni sem VMA sótti um að stýra. Kynning maí 2011. Jóhannes Árnason 1 Work Mentor Leonardo da Vinci Transfer of Innovation

More information

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík Notkun merkis Veðurstofu Íslands Veðurstofa Íslands Bústaðavegur 9 150 Reykjavík +354 522 60 00 +354 522 60 01 vedur@vedur.is Maí 2009 2 Efnisyfirlit Merki 3 Litanotkun 5 Merki í fleti 6 Stærð merkisins

More information

Ársskýrsla Vinnumálastofnunar 2017

Ársskýrsla Vinnumálastofnunar 2017 2017 ÁRSSKÝRSLA VINNUMÁLASTOFNUNAR Útgefandi: Vinnumálastofnun Ritstjóri: Margrét Lind Ólafsdóttir Yfirlestur: Gyða Sigfinnsdóttir Hönnun og umbrot: Kría hönnunarstofa Prentun: Pixel EFNISYFIRLIT ÁRSSKÝRSLA

More information

Ársskýrsla velferðarsviðs. Reykjavíkurborgar VIRÐING - VIRKNI - VELFERÐ

Ársskýrsla velferðarsviðs. Reykjavíkurborgar VIRÐING - VIRKNI - VELFERÐ Ársskýrsla velferðarsviðs 2015 Reykjavíkurborgar VIRÐING - VIRKNI - VELFERÐ Efnisyfirlit 1. Skipurit 2. Ávarp sviðsstjóra 3. Hlutverk og starfsemi 4. Velferðarráð Reykjavíkurborgar 5. Barnaverndarnefnd

More information

Samfélagsskýrsla Landsbankans 2015

Samfélagsskýrsla Landsbankans 2015 Samfélagsskýrsla Landsbankans 2015 Efnisyfirlit Ávarp bankastjóra... 4 Um skýrsluna... 5 Gæðatrygging upplýsinga...5 Um Landsbankann... 6 Samstarf...7 Stjórnarhættir...8 Hagsmunaaðilar og samráð...8 Stefna,

More information

Umhyggja. Afstaða nemenda með sérþarfir til skólans síns. Brýtur þjónustukerfið mannréttindi?

Umhyggja. Afstaða nemenda með sérþarfir til skólans síns. Brýtur þjónustukerfið mannréttindi? Umhyggja Afstaða nemenda með sérþarfir til skólans síns Brýtur þjónustukerfið mannréttindi? Sömu námskröfur gerðar til langveikra sem og annarra í MH en aðstoð og aðlögun stundum nauðsynleg 2. tbl. 13.

More information

Listi yfir ferðir kjörinna fulltrúa og embættismanna árið 2017 á skrifstofum miðlægrar stjórnsýslu

Listi yfir ferðir kjörinna fulltrúa og embættismanna árið 2017 á skrifstofum miðlægrar stjórnsýslu Reykjavík, 20. mars 2018 R17050148 1312 Borgarráð Listi yfir ferðir kjörinna fulltrúa og embættismanna árið 2017 á skrifstofum miðlægrar stjórnsýslu Á fundi borgarráðs þann 18. júní 2015 var samþykkt að

More information

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Jón Viðar Jónmundsson 1 og Emma Eyþórsdóttir 2 1 Bændasamtökum Íslands 2 Rannsóknarstofnun landbúnaðarins/lbh á Hvanneyri Inngangur Fyrsta

More information

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Áhrif lofthita á raforkunotkun Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Júlí 2017 Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Orkustofnun Júlí 2017 Útgefandi: Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Sími: 569 6000, Fax, 568

More information

RITSTJÓRN: Tölfræðivinnsla og texti í tölfræðihluta: Anna Þóra Kristinsdóttir, sálfræðingur. Textahluti: Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta

RITSTJÓRN: Tölfræðivinnsla og texti í tölfræðihluta: Anna Þóra Kristinsdóttir, sálfræðingur. Textahluti: Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta 2017 ÁRSSKÝRSLA RITSTJÓRN: Tölfræðivinnsla og texti í tölfræðihluta: Anna Þóra Kristinsdóttir, sálfræðingur Textahluti: Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta HÖNNUN KÁPU: Sóley Stefánsdóttir PRENTUN: GuðjónÓ

More information

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gylfi Magnússon Viðskiptafræðideild Ritstjóri Ingjaldur Hannibalsson Rannsóknir í félagsvísindum XIII. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2012 Reykjavík:

More information

KYNUNGABÓK. Upplýsingar fyrir ungt fólk um jafnrétti kynja

KYNUNGABÓK. Upplýsingar fyrir ungt fólk um jafnrétti kynja KYNUNGABÓK Upplýsingar fyrir ungt fólk um jafnrétti kynja Mennta- og menningarmálaráðuneytið 2010 Mennta- og menningarmálaráðuneytið: rit Júní 2010 Útgefandi: Mennta- og menningarmálaráðuneytið Sölvhólsgötu

More information

Rannsókn á viðhorfi starfsmanna Garðabæjar til samræmds Verklags vegna gruns um ofbeldi, vanrækslu eða áhættuhegðun barna

Rannsókn á viðhorfi starfsmanna Garðabæjar til samræmds Verklags vegna gruns um ofbeldi, vanrækslu eða áhættuhegðun barna BA ritgerð Félagsráðgjöf Rannsókn á viðhorfi starfsmanna Garðabæjar til samræmds Verklags vegna gruns um ofbeldi, vanrækslu eða áhættuhegðun barna Karítas Bjarkadóttir Leiðbeinandi Elísabet Karlsdóttir

More information

Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/ /10

Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/ /10 Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/04-2009/10 Stefán Hrafn Jónsson Háskóli Íslands, Landlæknisembættið Margrét Héðinsdóttir Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins

More information

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar 1

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar 1 ÁRSSKÝRSLA 2012 Velferðarsvið Reykjavíkurborgar 1 2012 Ársskýrsla Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar 2 Efnisyfirlit Ávarp sviðsstjóra 4 Director s Address 5 Hlutverk Velferðarsviðs 6 Skipurit Velferðarsviðs

More information

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, apríl 2012

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, apríl 2012 EFLA Verkfræðistofa STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin 2002-2011 Reykjavík, apríl 2012 2012, EFLA verkfræðistofa hf - Vinnslu efnis og frágang texta annaðist Kolbrún Reinholdsdóttir fyrir Verkfræðistofuna

More information

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Þórólfur Guðnason yfirlæknir Sóttvarnalæknir, Embætti landlæknis Nóvember 2014 Gastegundir frá eldgosum >95% H 2 O, CO 2 SO 2

More information

Stefnir í ófremdarástand

Stefnir í ófremdarástand 31. janúar 2014 2. tölublað 2. árgangur UMHVERFISVOTTUÐ PRENTUN Útsalan í fullum gangi 1 10-50% afsláttur HAMRABORG 20A KÓPAVOGI 544-4088 YNJA.IS Alvarlegur skortur á leikskólakennurum í Kópavogi: Stefnir

More information

Gleðilega hátíð. JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA. Landsbankinn landsbankinn.is

Gleðilega hátíð. JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA. Landsbankinn landsbankinn.is REYKJAVIK PRIDE 2. 7. ÁGÚST FREE COPY HINSEGINDAGAR.IS Gleðilega hátíð JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA Landsbankinn landsbankinn.is 410 4000 VELKOMIN Á HINSEGIN DAGA 2016 WELCOME TO REYKJAVIK PRIDE 2016 Sagan

More information