Surtshellir í Hallmundarhrauni

Size: px
Start display at page:

Download "Surtshellir í Hallmundarhrauni"

Transcription

1 Náttúrufræðingurinn Árni B. Stefánsson og Gunnhildur Stefánsdóttir Surtshellir í Hallmundarhrauni Sögulegt yfirlit, könnun, minningar, rannsóknir, horfnar gersemar, fegurð sem var 1. mynd. Séð til suðvesturs, sundurtætt gígbrún Hallmundarhrauns. Í baksýn Eiríksjökull, stærsti stapi heims. View towards the SW, the fractured edge of the Hallmundarhraun crater in the foreground, Eiríksjökull, the largest tuya on earth in the background. Ljósm./ Photo: ÁBS. 112 Náttúrufræðingurinn 86 (3 4), bls , 2016

2 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Fjallað er á fremur óhefðbundinn hátt um Surtshelli, eða um Surts hellis-stefánshelliskerfið, lengsta og þekktasta hraunhelli landsins. Megináherslan er lögð á orsakasamhengi umferðar manna og skemmda í hellinum. Sögulegar heimildir eru raktar allt frá Hallmundarkviðu til okkar daga. Gerð er grein fyrir helstu athugunum, ferðalýsingum og skýrslum allt til 1972 með tilliti til umferðar vísinda- og ferðamanna.a Þá fjallar annar höfunda um æskuár sín í uppsveitum Borg arfjarðar. Fundur Gullborgar hella sumarið 1957 er fléttaður við ummæli fullorðna fólksins í Kalmanstungu, fréttaflutning, mótvægisaðgerðir, náttúruverndarlög og friðlýsingu Náttúruverndarráðs á dropsteinsmyndunum í hraunhellum landsins. Fjallað er um bága verndarstöðu hraunhella á Íslandi. Staðsetningarhnit flestra hraunhelli s opa landsins liggja á lausu, ýmist í rituðum heimildum eða á netinu. Hellarnir eru því auðfundnir og yfirleitt auðveldir yfirferðar. Þeir eru meira eða minna opnir ferðamönnum, sem leiðir undantekningarlaust til skemmda á viðkvæmum myndunum. Meginefni greinarinnar er athugun á umfangsmiklum skemmd um í stóru hellunum í Hallmundarhrauni, Surtshellis- Stefánshelliskerfinu, Víðgelmi og Borgarhelli í Gullborgarhrauni. Við talningu reyndust 84 dropsteinar hafa verið fjarlægðir úr Borgarhelli og úr Víðgelmi. Allir fegurstu og sérstæðustu steinar í báðum hellunum eru horfnir, nánast hver einasti frístandandi steinn Borgarhellis og ríflega tveir af hverjum þremur dropsteinum Víðgelmis. Höfundar vissu að dropsteinsmyndanir Stefánshellis höfðu bókstaflega verið hreinsaðar burt en umfang skemmdanna kom engu að síður á óvart. Sérstaklega kom á óvart hve ótrúlegt magn dropstráa hafði verið brotið úr lofti hellisins. 2. mynd. Þrívíddarloftljósmynd af gíg Hallmundarhrauns, séð frá norðvestri. Í gígnum virðist vera margsamfallin hrauntjörn, um m á lengd og um 500 m á breidd. Hæð ýkt um 1,4. Three-dimensional photograph of the Hallmundarhraun crater, seen from the NW, length appr. 1,200 m, width appr. 500 m. Height exaggerated by 1.4. Ljósm./Photo: Loftmyndir ehf. Niðurstaða höfunda er að Víðgelmir hafi verið skreyttasti stórhraunhellir heims og að Stefánshellir komi næstur að magni og gerð fíngerðs skrauts. Í eftirmála rekja höfundar vernd ar stöðu hraunhella á helstu dyngjusvæðum veraldar utan Íslands. Inngangur Mannvist að fornu Í síðasta erindi Hallmundarkviðu í Bergbúa þætti, einum stysta sagnaþætti fornbókmenntanna, kveður jötunninn: Einn á ek hús í hrauni... og er þar líklega átt við Surtshelli. 2 Í þættinum segir frá því að Þórður bóndi og húskarl hans leita skjóls í helli í dimmu og illviðri. Hellisbúinn, jötunn nokkur, amast ekki við nærveru þeirra, en kveður um nóttina tólf vísna flokk með þeim áhrínsorðum að takist þeim ekki að nema kvæðið hafi þeir verra af. Þórður bóndi lærði kvæðið og varð hamingjumaður. Vinnumaður sem ekkert gat munað fórst skömmu síðar. Hallmundarkviða er torskilin, arfur úr heiðni. Sviðið er fjöll, gljúfur, eldsumbrot, hraunbreiður og hraunhellar. 3 Þrumuguðinn Þór og eldjötunninn Surtur takast á (1. mynd). Hallmundarhraun er 45 km langt og rúmmál þess er áætlað 5 6 rúmkílómetrar (2. mynd). 4 Kristján Sæmundsson aldursgreindi hraunið 1966, 5 taldi það myndað e.kr. og benti á að Hallmundarhraun gæti hafa runnið um landnám (kringum 874). Halldór Laxness 6 tók kýrhnútu úr Beinahelli/ Vígishelli til handargagns þegar hann var að semja Gerplu Við aldursgreiningu reyndist hnútan vera frá árabilinu e.kr. Haukur Jóhannesson kannaði jarðvegssnið undir Hallmundarhrauni og fann hann landnámslagið rétt undir neðra borði hraunsins. Eldar Hall mundarhrauns munu hafa verið með fyrstu eldgosum sem landnámsmenn komust í kynni við. a Þýðing og viðbót við erindi sem höfundar héldu á 17. alþjóðlega hraunhellaþinginu á Hawaii í febrúar

3 Náttúrufræðingurinn 3. mynd. Uppdráttur Eggerts og Bjarna af Surtshelli frá Sketch of Surtshellir, Eggert Ólafsson and Bjarni Pálsson Í Hellismanna sögu, stuttri frásögn með ævintýrayfirbragði sem rituð er á 19. öld eftir munnmælum og fornum sögnum, 8 segir af hópi misindismanna sem leggst út í Surtshelli á 10. öld og er þar drepinn. Í Íslendinga sögu Sturlu Þórðarsonar (d. 1284) 9 segir frá pyndingum og limlestingum Órækju Snorrasonar Sturlusonar í Surti (Surtshelli) í kringum Könnun Surtshellis Könnun Surtshellis hefst með ferð Þorkels Arngrímssonar ( ), sonar Arngríms lærða og föður Jóns biskups Vídalíns. Þorkell var einn menntaðasti Íslendingur um margra alda skeið, prestur í Görðum á Álftanesi ( ). 10 Hann segir í bréfi til Ole Borch (Olaus Borrichius) í Kaupmannahöfn sumarið 1675 (Björn Jónsson þýddi): 11 Ég sendi yður einnig nokkra dropasteina sem finnast hangandi í helli einum þar sem ég réðst til inngöngu í fyrra. Þeir geta verið jafnt gegnheilir, holir að innan sem búnir rásum, en hver og einn hefur myndast á sinn sérstaka hátt. Hann lýsir hellinum líka:... hann er yfir tvö hundruð og fjörutíu skrefa langur á móti þrjátíu skrefum á breiddina & hæðin samsvarar lengdinni á mjög hæfilegan hátt. Loftið, sem er úr steini, er slétt & núið og sjálf hvelfingin er hrein listasmíð. Inn í hellisveggina hafa þrýst steinar, af ýmsum litum, ekki óáþekkt því sem við þekkjum af þiljum í okkar eigin húsakynnum. Þorkell segir Ólafi í bréfinu að hellirinn sé kenndur við risa nokkurn, Surt að nafni (Surtus í franskri útgáfu textans). Þar hafi átján þjófar átt athvarf en verið handsamaðir og teknir af lífi. Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson kanna og mæla upp Surtshelli árið 1753 og lýsa honum svo í Ferðabók sinni frá 1772 (bls. 131): 12 Af stefnu hraunrennslisins sést að það hefir komið upp í Geitlandsjökli eða fjöllunum sem liggja að baki hans. Síðan hefir hraunflóðið runnið milli jökulsins og fjalls er Eiríksgnípa heitir. Þar hefir það klofnað í tvær álmur. Þeir verða gagnteknir af hellinum, lýsa stærð hans og segja m.a. (bls. 140): Hellisveggirnir eru þó allra einkennilegastir. Þeir eru allir þaktir glerungshúð, sem er með láréttum rákum og fellingum, sem klæddar eru fínu, en ógegnsæu glerkenndu efni. Ferðabókin var fljótlega þýdd á höfuðtungur Evrópu, þýsku, ensku og frönsku, og víðlesin. Eggert varð síðar varalögmaður sunnan og austan og Bjarni fyrsti landlæknir Íslands. Þeir voru báðir hámenntaðir náttúrufræðingar. Skilningur þeirra, túlkun og lýsing á Surtshelli er langt á undan sínum tíma: Hið bráðna hraun hefir runnið líkt og fljót eftir þessum göngum, eftir að hraunið var tekið að storkna í þeim, og til hliðanna. Hraunstraumurinn hefur lagað hellinn eftir rennsli sínu... Þeir lýsa bælinu í Beinahelli/ Vígishelli: Nálægt 10 skrefum frá uppgöngunni er hlaðinn sporbaugur úr ferhyrndum steinum... Segja síðan: Beinahrúga mikil rétt hjá flatsæng þessari vakti þó mesta furðu okkar... og lýsa henni nákvæmlega. Síðar segja þeir um neðsta hluta hellisins, Íshellinn: Loftið tók að verða kalt og þétt Hið allra furðulegasta sem við sáum þarna var að áðurnefndir 114

4 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 4. og 5. mynd. Landkönnunarhópur Gaimards heimsækir Surtshelli Gaimard s explorer group visits Surtshellir Steinprent/Lithography: Auguste Mayer. sumarið Þeir lýsa myndunum afhellanna af meiri nákvæmni en fyrirrennarar þeirra og nefna m.a. mikið magn dropstráa í lofti Viks og innan við Vígið: Þar er að finna lengstu og fallegustu dropsteinana Í enda hellisins rekast þeir á og í mjög miklu magni. Þeir Preyer fornlega vörðu. Þeim mælist og Zirkel taka sýni úr beinahrúgunni. heildarlengd Surtshellis vera 839 Þegar leið á seinni hluta 19. aldar faðmar. Þeir taka nokkur steinasýni hóf erlent efnafólk að sækja Ísland úr hellinum og gera af honum heim í vaxandi mæli. Virðist það uppdrátt (3. mynd). nánast hafa orðið viðtekin venja Næsti maður sem lýsir Surtshelli Paul Gaimard,14 konunglegur að gestir tækju sýni úr beinahrúgu á greinargóðan hátt er Ebenezer landkönnuður Frakklands, heim- Beinahellis/Vígishellis og hefðu Henderson í ferðabók sinni um sótti Ísland og Grænland á skipi með sér þær myndanir sem náðist Ísland.13 Henderson var skoskur sínu La Recherche sumrin 1835 til, sem sýni eða minjagripi. prestur, búsettur í Kaupmannahöfn. og Auguste Mayer, teiknari Fjórir Austurríkismenn undir Hann kom með nýja þýðingu á leiðangursins, dró upp fjórar forystu náttúrufræðingsins Erichs Biblíunni til Íslands vorið 1814, myndir af Surtshelli og sýna Zugmeyers16 komu í leiðangur dreifði henni um landið , þær mikilfengleik hellisins á til Íslands 1902 og mældu þeir og var frumkvöðull að stofnun Hins áhrifamikinn hátt (4. og 5. mynd). hellinn næstir á eftir Eggerti og íslenska Biblíufélags Næstir að lýsa Surtshelli á Bjarna. Uppdráttur þeirra er til Henderson lýsir meginhellinum ýtarlegan hátt eru tveir Þjóðverjar, muna nákvæmari. Þeir fóru á sömu og afhellum, en heillast af Íshellinum William Preyer og Ferdinand staði í afhellunum og Preyer og (bls. 353): Zirkel,15 sem komu í hellinn Zirkel 1860 en þegar kemur að ísdrönglar voru alsettir reglulegum marghyrningum, ýmist 5- eða 6-hyrndum. Þeir lágu hver upp að öðrum og líktust helst hyrningsrósum í vélindiskepp jórturdýra. Þakið og veggirnir í hellinum voru þaktir hinum undursamlegustu ískertum, er kristölluð voru í öllum hugsanlegum myndum. Mörg svo að þau jöfnuðust á við fínleik hinna fegurstu geislasteina, en upp af gólfinu risu súlur úr sama efni og í þeim furðulegustu og kynlegustu myndum sem hugsast gátu, svo að hinir fegurstu listmunir urðu sér til minnkunar

5 Náttúrufræðingurinn 6. mynd. Stefánshellir Matthíasi Þórðarsyni þjóðminjaverði fannst við hæfi að nefna hann eftir Stefáni Ólafssyni í Kalmanstungu sem uppgötvaði hellinn og kannaði allan sextán ára gamall árið Hæð til lofts um cm. Nokkuð magn dropstráa skreytti loftið, en dropsteinarnir voru ekki nærri eins margir eða háir eins og á 14. mynd. Stefánshellir Matthías Þórðarson curator of archaeological remains found it appropriate to name the cave after Stefán Ólafsson in Kalmanstunga, who discovered and was the first to explore the entire cave sixteen years of age in Height cm. Lava straws decorated the roof, but the stalagmites were not nearly as many, or as large as in Fig. 14. Ljósm./Photo: ÁBS. dropsteinsmyndunum er lýsing þeirra allt önnur: Þak hellanna er alsett óteljandi, en aðeins 1 3 cm löngum dropstráum. Dropstráin eru greinilega til muna styttri 1902 en þau voru 40 árum fyrr. Lágt er til lofts á þessum stöðum og gestir verða að ganga álútir. Sjá þeir því ekki langt fram og eru með öllu ófærir um að horfa upp fyrir sig. Þegar menn ganga með þessum hætti við slíkar aðstæður ryðja þeir brotgjörnum stráunum niður með hvirflinum eins og jarðýtur. Þegar lesnar eru ferðalýsingar fyrri tíma, frá Þorkatli Arngrímssyni 1674, Eggerti og Bjarna 1753 allt til Zugmeyer-manna og síðan Matthíasar Þórðarsonar 1903 og er raunin sú að sífellt minna er minnst á dropsteinsmyndanir eftir því sem á líður. Þær hverfa smám saman úr ferðalýsingum í takt við að þær hverfa smám saman úr hellinum. Gestir sjá það sem er, ekki það sem var, það sem horfið er. Stefánshellir fundinn Það er síðan árið 1917 að Stefán Ólafsson frá Kalmanstungu, þá 16 ára gamall, finnur framhald af Surtshelli ofar í hrauninu. Hellishlutinn var óþekktur þálifandi mönnum en tvær vörður gáfu til kynna mannaferðir á fyrri tímum. Þær standa ásamt vörðunni í neðri enda Íshellishluta Surtshellis, sem Eggert og Bjarni fundu í ferð sinni 1753, sem þögult vitni um forvitni kynslóða fyrri tíma. Matthías Þórðarson þjóðminjavörður frétti af þessum fundi stórhellis í Hallmundarhrauni árið Matthías var kunnugur Kalmanstungufólkinu frá því hann skoðaði Surtshelli lauslega í þeirra fylgd 1903 og síðan aftur og ýtarlegar árið 1909 og rannsakaði þá einnig Víðgelmi. 17 Matthías og vinafólk hans, Helgi og Rósa Hjörvar, könnuðu þennan nýfundna helli sumarið 1920 í fylgd Stefáns. Matthías hrífst af hellinum og segir m.a. í grein um þessa ferð: eru þetta hinir mestu undirheimar og undrageimar. Villugjarnt er hér mjög og ilt að átta sig á hvernig hér er háttað híbýlum, en bót er það í máli, að gólfin eru öll slétt hér, svo hlaupa má um; er hér harla vistleg og fallegt. Matthías nefnir ekki dropsteinsmyndanir og verður það að teljast allmerkilegt, miðað við hve mjög hann heillaðist af dropsteinsmyndunum Víðgelmis tíu árum fyrr. Hann telur að hellirinn sé jafnmerkur sem náttúrumenjar og stórhellarnir þrír, Surtshellir, Víðgelmir og Raufarhólshellir, og finnst viðeigandi að nefna hann Stefánshelli (6. mynd). Matthías þekkti stórhellana vel. Hann gerði sér góða grein fyrir hættunni á skemmdum af mannavöldum og segir í lýsingu sinni á Víðgelmi 17 að hellirinn verði friðaður og má hér því ekki hagga neitt við mannaverkum. Matthías segir að ferðamenn skuli heldur ekki hagga við hinum einkennilegu verkum náttúrunnar hér, t.d. ís strýtunum, steinstrýtunum og steinteinunum. Verði nokkur brögð að því, að hér verði gerðar skemdir á, má auðveldlega loka hellinum með kostnaðarlitlum útbúnaði í ganginum. Í síðari greininni nefnir Matthías einnig að beinahrúga Beinahellis hafi stórlega látið á sjá frá því að Eggert og Bjarni heimsóttu hellinn Martin Mills og Chris Wood, breskir hellamenn og félagar í hellafélaginu Shepton Mallet Caving Club (SMCC), mældu Víðgelmi allnákvæmlega upp árið Þeir hrifust mjög af hellinum en fannst umgengni dapurleg. Í lok skýrslu sinnar segja þeir: Verndaraðgerða er þörf: Hraungöng Víðgelmis bera mjög af þeim íslensku hellum sem við höfum kannað [þ.e. Raufarhólshelli, Surtshellis-Stefánshelliskerfinu, Gullborgarhellum o.fl.]. Hellirinn er á margan hátt einstakur að gerð, sérstaklega má nefna áhrifamikla stærð hans, hve ríkulega hann er skreyttur hraunmyndunum og einstakan íshluta hans. 19 Loks má nefna Jay Reich, landmælinga- og kortagerðamann sem ásamt félögum sínum mældi Stefánshelli

6 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Skemmdir í Stefánshelli og Víðgelmi Höfundar hafa talið og skráð brotstaði dropsteina í Stefánshelli og Víðgelmi og gefa niðurstöður þeirrar könnunar hugmynd um hversu skreyttir hellarnir hafa verið og hversu umfangsmikil eyðileggingin er. Sumarið 2009 töldu höfundar 76 brotstaði dropsteina á 60 m kafla í þeim hluta Stefánshellis sem þeir álíta hafa verið hvað skreyttastan (7. mynd). Í framhaldinu var ákveðið að gera samskonar úttekt á Víðgelmi. Í janúar 2010 töldu höfundar með hjálp skiptinema frá Háskólanum á Bifröst brotstaði dropsteina í fremri hluta Víðgelmis og luku talningunni í júlí 2010 með aðstoð vinahjóna. Samtals hafa dropsteinar verið brotnir í Víðgelmi. Þótt nokkuð sé af brotum á gólfinu hafa steinarnir að langmestu leyti (a.m.k. 9/10) verið fjarlægðir. 525 dropsteinar yfir 5 cm að lengd prýða enn innsta hluta hellisins. Af 7. mynd. Myndin gefur hugmynd um stærð og lögun dropsteinanna sem fjarlægðir hafa verið úr Stefánshelli. Einhverjir þeirra hafa þó verið stærri. Fyrstu átta dropsteinarnir voru teknir úr góssi steinasafnara Sá níundi var tekinn í Stefánshelli á fimmta áratugnum. Jay Reich rakst á þann tíunda í fjórum hlutum þegar hann var ásamt félögum sínum við mælingar á Stefánshelli The photograph gives an idea about the form and size of the stalagmites removed from Stefánshellir. Some were larger, however. The first eight stalagmites were a part of stone collectors booty The 9th was taken in Stefánshellir in the forties. Jay Reich found the 10th in four pieces when surveying Stefánshellir in Ljósm./Photo: ÁBS. 8. mynd. Fjöldi og dreifing brotsára í Stefánshelli. Útlínur Stefánshellis, eftir uppdrætti Reichs frá Tíundi dropsteinninn af 8. mynd er fjölfaldaður til að gefa hugmynd um fjölda dropsteina sem fjarlægðir hafa verið.20 The outline of Stefánshellir, after Reich s map The tenth stalagmite in the picture, see also picture 8, is replicated to give an idea of the amount of stalagmites that have been removed.20 Teikning/Drawing: ÁBS. 117

7 Náttúrufræðingurinn 9. mynd. Útlínur Stefánshellis eftir uppdrætti Reichs Fimm 10. mynd. Stækkun úr 9. mynd. Gefur aðeins betri hugmynd um mismunandi gerðir dropstráabrota sem safnað var af einum fermetra hlutfallslega stærð svæðisins sem safnað var af. Enlargement of gólfs (undir brotstað). Örvar sýna fundarstað. Samtals brot, Fig. 11. Gives a little better idea of the relative size of the square heildarlengd 28,4 m. 20 The outline of Stefánshellir, drawn after meter the fragments were collected from. Uppdráttur og ljósm./ Reich s map Five different types of fragments collected from Drawing and photo: ÁBS. one square meter of floor (underneath the breakage area). See arrow. A total of 1,516 fragments, total length 28.4 m. 20 Uppdráttur og ljósm./drawing and photo: ÁBS. 20 dropsteinum sem annar höfunda lagfærði ásamt félaga sínum 1995 höfðu sjö verið brotnir aftur árið Brot eins höfðu verið fjarlægð. Þá ákváðu höfundar að snúa sér aftur að Stefánshelli. Í fimm ferðum sumrin 2014 og 2015 voru taldir 608 brotstaðir í um þremur fjórðu hlutum hellisins. Þegar sú tala er framreiknuð á hellinn allan má gera ráð fyrir að um 800 dropsteinar hafi verið brotnir og með öllu fjarlægðir úr hellinum (8. mynd). Athugunin sýnir að hver og einn einasti dropsteinn hefur verið fjarlægður. Af örverugróðri og öðrum ummerkjum virðast flestir steinarnir hafa verið teknir snemma, þ.e. strax seint á öðrum og á þriðja áratug síðustu aldar. Sérkennileg hraundrýlaþyrping, sem annar höfunda sá í æsku, hvarf hinsvegar ekki fyrr en eftir Til að fá hugmynd um skaðann var ákveðið að meta magn dropstráa á tveim aðskildum fermetrum Stefánshellis. Tínd voru upp þau brot sem til náðist á hvorum stað. Afgangurinn, sem metinn var um 30% brotanna í heild, leyndist í sprungum og skorum og var óhægt um vik að ná þeim stráum. Af fyrri fermetranum, undir skreyttasta stað hellisins (9., 10. og 11. mynd), tíndum við brot. Meðallengd hvers brots var 19 mm. Heildarlengd brota af þessum eina fermetra var 28,4 m og þyngd um 2 kg. Hvelfingin umhverfis er um m, eða um 450 fermetrar. Þar af voru a.m.k. 100 fermetrar jafnskreyttir og fermetrinn sem talið var af. Af síðari fermetranum reyndist heildarlengd brota vera um 8 metrar. Ætla má að að lágmarki hafi 1 2 metrar dropstráa (t.d cm eða 20 5 cm) hangið úr hverjum fermetra hellisloftsins að jafnaði. Stefánshellir er m að lengd, að jafnaði 7 8 m á breidd og þannig yfir 10 þúsund fermetrar að flatarmáli. Í allt töldu höfundar og ljósmynduðu brotstaði 608 dropsteina í 11. mynd. Loftið yfir fermetranum á 10. mynd. The ceiling above the square meter on Fig. 10. Ljósm./Photo: ÁBS

8 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 12. mynd. Jörundur Ein af ljósmyndum sem voru lagðar fyrir Náttúruverndarráð ásamt tillögu að friðlýsingu. Ráðið friðlýsti hellinn The cave Jörundur The photographs accompanied a proposal of preservation towards the Nature Conservation Council which proclaimed the cave a natural monument in Ljósm./Photo: ÁBS. Stefánshelli. Þar af voru yfir 20 brotstaðir smádrýla eða hellahraundrýla (e. driblet cone, lava boil).21 Það er mat okkar að dropsteinar hafi skreytt Stefánshelli í upphafi. Vel hefur verið gengið til verks, því að ekki er einn einasti dropsteinn eftir í Stefánshelli. Hraunstráabrot þekja gólf hellisins á nokkrum stöðum. Víða er erfitt að gera sér grein fyrir magni brota. Brotin eru smá, liggja í glufum og sprungum, og hafa sum troðist niður í salla undan fótum gesta. Það er hófsamt mat okkar að heildarlengd dropstráa sem brotin hafa verið úr hellinum sé vel á annan tug kílómetra. Þar sem lægra er til lofts hafa stráin brotnað vegna óvarkárni þegar fólk gengur álútt og ryður niður stráum. Þar sem hærra er til lofts stafa skemmdirnar annaðhvort af óvitaskap eða ásetningi. UMRÆÐA Alvarleg staða Dropsteinsmyndanir eru viðkvæmustu minjar íslenskrar náttúru. Viðkvæmar náttúruminjar láta yfirleitt á sjá við óheftan ágang almennings og ferðamanna, en dropsteinsmyndanir hverfa beinlínis eins og dögg fyrir sólu. Með friðlýsingu dropsteinsmyndana 1958 friðlýsti löggjafinn í raun alla dropsteinshella.22 Þeirri friðlýsingu hefur ekki verið fylgt eftir frekar en hinni síðari frá og nokkur ferðaþjónustufyrirtæki auglýsa á vefsetrum sínum ferðir í hraunhella sem skarta dropsteinsmyndunum. Andstætt siðareglum flestra hellarannsókna- og hellaáhugafélaga voru staðsetningarhnit yfir 500 hraunhellisopa birt árið Hnit mörg hundruð hellisopa eru nú aðgengileg á innlendum og erlendum vefsetrum. Ásókn í hraunhellana fer hraðvaxandi. Þrír hellanna eru friðlýst náttúruvætti og lokaðir almennri umferð af verndarástæðum (Jörundur, Árnahellir og Kalmanshellir). Aðgengi er stýrt að öðrum fjórum hellum (Raufarhólshelli, Víðgelmi, Vatnshelli og Lofthelli). Nú þegar hnitin liggja á lausu er fjöldi dropsteinshella hinsvegar aðgengilegur. Ferðir í dropsteinshella í atvinnuskyni, hvort heldur með formlegu leyfi landeigenda eða án samráðs, eru að mati höfunda siðlausar. Þeim má helst líkja við veiðiþjófnað og ættu að vera með öllu óheimilar. Sem dæmi má nefna að franskur jarðfræðingur kynnir möguleika á geo-túrisma á Íslandi í land- og jarðfræðitímaritinu Lave árið Ljósmyndir úr tveim friðlýstum og lokuðum hellum, 119

9 Náttúrufræðingurinn 13. mynd. Árnahellir fannst 1985, mynd tekin Hellinum var lokað með hliði 1995 og hann friðlýstur Árnahellir was found in 1985, picture taken in Árnahellir was gated in 1995 and proclaimed a natural monument in Ljósm./Photo: ÁBS. Jörundi og Árnahelli og fleiri viðkvæmum hellum prýða greinina og nýlegt vefsetur. 25 Höfundur sendir röng skilaboð og stefnir umfjöllunarefni sínu, friðlýstu dropsteinsmyndununum, í hættu frá ásókn sem þær ekki þola. Á það jafnt við um myndanir opnu hellanna sem myndanir hinna friðlýstu. 23 Staðan í umhverfisvernd hérlendis á sviði jarðminja er alvarleg. Lovísa Ásbjörnsdóttir, Sigmundur Einarsson og Kristján Jónasson, höfundar íslenska kaflans í Geoheritage in Europe and its conservation, segja í lok kaflans: 26 Nauðsynlegt er að endurskoða mat á umhverfisáhrifum fram kvæmda hjá skipulags yfirvöldum. Þar er mikilvægt að styrkja lagarammann til að tryggja vandaðar og faglegar framkvæmdir. Innan stjórnsýslunnar skortir þekkingu á jarðminjum og meðal almennings vantar fræðslu um jarðminjavernd. Við Íslendingar höfum lengi vanrækt margar fegurstu og viðkvæmustu náttúrminjar landsins á ámælisverðan hátt. Ástandið fer versnandi. Tækifærismennska og gullæði svífa yfir vötnum íslenskrar ferðaþjónustu. Fátt er heilagt og flest virðist falt. Sameiginleg gæði viðkvæmrar náttúru landsins eru nýtt til útivistar og náttúruskoðunar fyrir Íslendinga og erlenda ferðamenn án teljandi mótvægisaðgerða. Viðkvæm náttúra Íslands er forsendan fyrir komu fjögurra af hverjum fimm ferðamönnum til landsins. Sára lítill hluti heildartekna ferða þjónustunnar rennur til að varð veita þessa sömu náttúru og halda við merkum minjum hennar. Skrásetning og rannsóknir á skemmdum sem unnar hafa verið á hraunhellum er töluverð áskorun, áhugaverð, dapurleg, en nauðsynleg. Vandaðar rannsóknir eru forsenda pólitískra ákvarðana, lagasetningar og aðgerða. Að fortíð skal hyggja er framtíð skal byggja. Kveikja greinarinnar, minningar annars höfunda úr Kalmanstungu Ömmusystir mín (Árna), Valgerður Einarsdóttir frá Reykholti, eiginkona Stefáns Ólafssonar, var húsfreyja í Kalmanstungu frá 1930 til Stórhellarnir, Hallmundarhraun nánast allt og Arnarvatnsheiði heyrðu til Kalmanstungu fram undir aldamótin Naut ég tengsla við Valgerði og kom til sumardvalar í Kalmanstungu árin , nýttur til snúninga og verka eftir því sem þroski og líkamsburðir leyfðu. Fagurt gróið nærumhverfið er girt hraunum og jöklum á áhrifamikinn hátt. Tungan, Katlarnir, litli og stóri, Skógarhlíðin, Strútur. Hellar, útilegumenn, draugar, forn eyðibýli, uppblásinn kirkjugarður. Feysknar beinflísar Surtshellis, mannabein undir steini, draugagangur. Skessukatlarnir og fínslípað og sérkennilega mótað bergið í flúðafarvegi Hvítár. Fallegasteinagil með marglitum jaspisum og bergkristöllum, hálfeðalsteinar, smáfuglalíf og fuglasöngur. Fegurðin, nánast annars heims, mikilfengleiki fjallahringsins, angan úr jörð, symfónía sumarsins. Töfrar náttúru og sögu skutu rótum í barnssálinni. Hellarnir, já hellarnir, biksvartur ævintýraheimur. Hellismenn, Vopna lág, Eiríksgnípa, Surtshellir, Stefánshellir, Hallmundarhellir, Kalmanshellir, Reykjavatn, Ey - vindar hola, Franzhellir, Draugagil, þar var reimt. Valgerður stjórnaði öllu, utan húss sem innan. Orð hennar vor lög. Ein lögin voru: Það má ekki brjóta dropsteina. Síðar áttaði ég mig á því að auglýsingar Náttúruverndarráðs um friðlýsingu dropsteinsmyndana í hraunhellum landsins, 22,23 innihéldu einmitt orð Valgerðar. Allgóður kunningsskapur var milli Sigurðar Þórarinssonar jarðfræðings og Kalmanstungufólks. Sigurður hóf umræðu um náttúruvernd og kom á veigamikinn hátt að samningu fyrstu náttúruverndarlaganna Hann stóð einnig að baki auglýsingu Náttúruverndarráðs um friðlýsingu dropsteinsmyndana í hraunhellum landsins Tilefnið var fundur Gullborgarhella í Hnappadal 1957 og var auglýsing ráðsins liður í aðgerðum þeim til varnar. Sorgarsaga Gullborgarhella 120

10 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags er kafli út af fyrir sig 29,30 og þarfnast frekari umfjöllunar. Dag einn sumarið 1956 gerði Valgerður Stefáni manni sínum að sýna okkur börnunum Stefánshelli, mér og Ingibjörgu frænku minni, ári eldri. Stefán kveinkaði sér og varðist fyrirmælum Valgerðar: Ég get ekki hugsað mér að fara þangað aftur, það er búið að skemma þar allt og eyðileggja. Nokkrum dögum síðar riðum við þrjú, Stefán, Ingibjörg frænka mín og ég, upp að Fiskivatni, silungsvatni neðarlega á Arnarvatnsheiði. Á heimleið vorum við skyndilega komin fram hjá hellunum. Ætlaði hann ekki að sýna okkur þá? Í örvæntingu kom mér almáttug Valgerður í hug, og herti upp hugann: Við segjum Valgerði frá þessu! Stefán sneri hestinum við, ekki orð um það meir. Varða er við vesturbrún aðalops Stefánshellis, og fór hann með okkur þangað. Frá opinu liggja göng í allar áttir, þrenn víð, um hin opin þarf beygja sig töluvert eða skríða. Hann stóð þarna í hálfrökkrinu og leiðbeindi okkur: Þið farið þarna og þarna, sjáið þetta og þetta, svo komið þið til baka. Þannig leiðbeindi hann okkur mislangt áleiðis um öll opin. Hann þekkti hellinn bókstaflega eins og lófann á sér. Það undraði mig hve áhugi okkar og spurningar kveiktu í honum. Hann var hins vegar með öllu ófáanlegur til að segja okkur hve háir dropsteinarnir höfðu verið eða dropstráin löng. Svona löng, svona löng? spurðum við ítrekað. Engin viðbrögð. Þegar rigndi áttum við börnin til að heimsækja hellana. Ástæðan fyrir því að við völdum Stefánshelli voru orð Valgerðar, tiltölulega gott aðgengi, slétt gólfin, misvíðir gangar, stórir salir og hve flókinn hellirinn er. Ljósabúnaður var fábrotinn, kerti og tvö þriggja volta vasaljós. Rafhlöður voru dýrar og okkur gert að spara þær. Stefánshellir varð leikvöllur. Við fórum niður um eitthvert opið og villtumst af ásettu ráði. Alltaf komumst við einhvers staðar upp. Fljót að átta okkur, jafnvel þótt þoka lægi yfir. Hvergi var að finna dropstein yfir þremur cm á hæð. Brotna steina var hvergi að finna. Í meginrás Stefánshellis, á svæði u.þ.b m frá aðalopinu, voru á sjötta og fram á sjöunda áratuginn allmörg og óvenju stór hellahraundrýli. Misstórar hraunklessur eða strýtur, nokkrir tugir, allt að 70 cm í þvermál og upp í cm háar. Ekki gerðum við okkur grein fyrir tilurð þeirra eða myndunarferli þá. Drýlin eða strýturnar voru aðeins hluti af hellinum. Hellahraundrýli verða til við að froðukennt, gasríkt hraun vellur upp um hellisgólfið. Verða oft klessulegri en á yfirborði vegna þess að kvika storknar hægar í hita hellisins en á yfirborðinu. Drýlin litlu eru nú með öllu horfin. Brotsárin sjást, og gas- eða frauðrásin að neðan í miðju sumra þeirra. Löngu síðar gerði ég mér grein fyrir að þessi hraundrýlaþyrping var einstök í sinni röð. Þrátt fyrir viðbrögð Stefáns, eða réttara sagt viðbragðaleysi, við spurningum okkar, eða ef til vill vegna þeirra, hélt ég að Stefánshellir hefði aldrei verið mjög skreyttur. Að minnsta kosti ekkert í líkingu við Víðgelmi, sem ég heimsótti fyrst tveim-þrem árum síðar, 1959, í fylgd Kalmans, sonar Stefáns. Seint á tíunda áratugnum rakst ég á lýsingu Stefánshellis hjá Matthíasi Þórðarsyni frá Þar er ekkert minnst á dropsteinsmyndanir, og styrkti það þessa skoðun mína. Áður hafði ég lesið lýsingu Víðgelmis eftir Matthías frá 1910, 17 þar sem myndanir hellisins bókstaflega gagntaka hann, og þótti mér samanburður þessara frásagna hníga í sömu átt. Samtölin við eldhúsborðið í Kalmanstungu á sjötta áratugnum eru enn fersk í minningunni. Sögur af því hvernig fólk bar sig að við að fjarlægja, taka, skemma og brjóta í hellunum, af óvitahætti eða viljandi. Þegar fréttir bárust af fundi dropsteinshella í Gullborgarhrauni sumarið 1957 staðhæfðu gömlu hjónin að það myndi ekki taka þá langan tíma að skemma hellana. Hraunhellarnir vöktu hjá mér, fimm ára gömlum, áhuga sem ekki varð slökktur. Fréttir af skemmdum á Gullborgarhellum tóku að berast strax um og upp úr 1960 og áfram fram yfir miðjan áttunda áratuginn. Í ljósi staðhæfinga Stefáns og Valgerðar og fréttaflutningsins dró ég þá ályktun strax á áttunda áratugnum að búið væri að skemma allt sem hægt væri að skemma í Borgarhelli, lengsta og skreyttasta hellinum. Málið reyndist þó ekki svo einfalt. Veturinn rakst ég í gögnum Náttúruverndarráðs á myndir af dropsteinsmyndunum í botni Borgarhellis frá Cork-hellafélaginu á Írlandi, frá sumrinu áður eða þar áður, dropsteinsmyndunum sem ég hafði ályktað af tveggja áratuga fréttaflutningi að væru löngu horfnar. Ári síðar heimsóttu höfundar Borgarhelli og ljósmynduðu og skjalfestu það sem þá var enn eftir af dropsteinsmyndunum. Smám saman gerðum við okkur grein fyrir því að Sigurður Þórarinsson 31 og finnandi hellanna, Guðmundur Albertsson á Heggstöðum, höfðu gert allt sem í þeirra valdi stóð til að koma í veg fyrir skemmdir eða draga úr þeim, Sigurður á vettvangi Náttúruverndarráðs og Guðmundur sem heimamaður og hliðvörður hellanna. Gullborgarhellar voru ekki:... ekki lengi að skemmast. Þeir voru einmitt lengi að skemmast. Aðgerðir Sigurðar og Guðmundar hægðu á. Nú er hinsvegar búið að brjóta og fjarlægja flest sem hægt er í Borgarhelli. Þannig eru nánast allir frístandandi dropsteinar hellisins, 84 talsins, horfnir (Árni B. Stefánsson, óbirt gögn frá ). Borgarhellir er enn að skemmast! Með tímanum urðu höfundar smám saman forvitnari að vita hve skreyttur Stefánshellir hefði í raun verið. Engin leið var að hafa upp á ljósmyndum. Því lá beinast við að athuga það nánar á staðnum. Ótrúlega miklar skemmdir Náttúruleg afföll á dropsteinsmyndunum, dropsteinum, dropstráum og öðrum viðkvæmum 121

11 Náttúrufræðingurinn 14. mynd. Ljósmyndataka er hluti af hellamennsku og reyndist mikilvægur þáttur í friðlýsingarferli Kalmanshellis. Hæð til lofts um 130 cm fjær og 200 cm næst. Enginn kemst þarna um án þess að skaða hellinn, en erfitt getur verið að neita sér um að kanna hvað handan býr. Viðkvæmasta hluta Kalmanshellis var lokað í tveimur áföngum sumrin 2006 og 2007 og hellirinn allur friðlýstur Photography is a part of caving and proved to be an important factor in the process of having Kalmanshellir preserved. The cave was gated in 2006/2007 and proclaimed a national monument in Ljósm./Photo: ÁBS myndunum eru ótrúlega lítil, eins og ljósmyndir úr ósnortnum hraunhellum sýna. 12. mynd er tekin í Jörundi, sem er u.þ.b. 7 8 þúsund ára gamall; 13. mynd í Árnahelli í Leitahrauni sem er um ára gamall; 14. mynd var tekin í hinum viðkvæma hluta Kalmanshellis sem er í sama hrauni og Surtshellis-Stefánshelliskerfið og jafngamall. Líklegt er að skraut Stefánshellis hafi, a.m.k. á nokkrum stöðum, verið svipað því sem fram kemur á 12. mynd. Skemmdir á dropsteinsmyndunum Stefánshellis hófust líklega fljótlega eftir að Stefán uppgötvaði hellinn Smádrýlin, eða hellahraundrýlin, voru líklega fjarlægð snemma á sjöunda áratugnum. Það er hreint ótrúlegt hve vel hefur verið gengið til verks. Dropsteinsmyndanir hellisins hafa verið gereyðilagðar. Vel á annan tug kílómetra af dropstráum hefur verið brotinn úr lofti hellisins í algeru tilgangsleysi. Sjöhundruð og fimmtíu til áttahundruð dropsteinar, hver og einn einasti steinn hellisins, 122 hefur verið fjarlægður. Fleiri en þúsund dropsteinar hafa verið brotnir í Víðgelmi. Annar höfunda (Árni) þekkti Víðgelmi frá ferðum 1959 og Mikilfenglegar ísmyndanir voru þá fremst í hellinum, m.a. feiknamiklar íssúlur sem náðu til lofts. Dropsteinsmyndanir framan til í hellinum voru farnar að láta á sjá. Raskið minnkaði eftir því sem innar dró og myndanirnar hreint stórkostlegar. Hellirinn, allur ísinn og steinskrautið er enn ferskt og lifandi í endurminningunni. Umræður voru um það við eldhúsborðið í Kalmanstungu þegar á sjötta áratugnum að gerlegt væri og líklega rétt að loka Víðgelmi. Víðgelmi var lokað í október Steinarnir sem gert var við 1995 voru brotnir aftur eftir lokun hellisins og eftir að umferð var takmörkuð við leiðsögn og ábyrga hópa.33 Auk þess að hafa áratugareynslu af hraunhellum landsins, rannsókn þeirra, verndun og varðveislu hafa höfundar kynnt sér hraunhella um víða veröld og farið í marga þeirra. Enginn hraunhellir jarðar kemst í námunda við Víðgelmi að skrauti til. Það er mat okkar að Víðgelmir hafi verið skreyttasti stórhraunhellir í heimi. Stefánshellir var líklega næstskreyttasti hraunhellir veraldar. Þegar tekið er mið af fjölda dropsteina og smádrýla sem fjarlægt hefur verið úr Stefánshelli, magni dropstráabrota og -salla og brota hraunstráaflækna á gólfi, af fjölbreytileika ganga og flóknu gangakerfi, þá er það mat okkar að Stefánshellir hafi líklega verið fegursti hraunhellir sem mannsaugu hafa litið. Með þeim fyrirvara að fegurð er auðvitað afstæð, háð augum og öðrum skilningarvitum þess sem skynjar, innri tilfinning tengd bakgrunni skynjandans, líðan hans, þekkingu, hugarástandi, reynslu og tilfinningalífi. Tilvist Stefánshellis spurðist líklega fljótt út, meðal annars með kynningargrein Matthíasar Þórðarsonar í Eimreiðinni Stefánshellir varð þannig strax almannaeign : Eftirsóknarverður til heimsóknar og aðgengilegur. Auðvelt er að fara um hellinn og gólfin slétt. Þar er að vísu hægðarleikur að villast, en einmitt sá eiginleiki gerir Stefánshelli svo skemmtilegan heimsóknar. Skemmdir á dropstráum Stefánshellis reyndust hins vegar umfangsmeiri og ótrúlegri en okkur óraði fyrir. Verður það að teljast merkilegt í ljósi þess að annað okkar nánast ólst upp í hellinum, hafði náin kynni af þeim sem fann hellinn og þeim sem fyrst fóru þar um, og hefði því átt að gera sér grein fyrir skaðanum. Stefánshellir kúrir enn þarna í hrauninu. Smíði og íverustaður eldjötunsins, rændur innbúi og innanstokksmunum. Má vera stoltur af fortíð sem enginn núlifandi maður hefur augum litið. LOKAORÐ Vera má að Matthías Þórðarson minnist ekki einu orði á dropsteinsmyndanir Stefánshellis

12 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags í Eimreiðargreininni 1920 vegna þess að hann hafi gert sér grein fyrir áhuganum og ásókninni sem fyrri hellagrein hans, um Surtshelli og Víðgelmi í Skírni 1910, 17 hafði í för með sér. Dropsteinasöfnun og skemmdir byrjuðu líklega fljótlega eftir að athygli var vakin á hellinum. Grípandi lýsing Matthíasar á gerð og myndunum Víðgelmis jók aðdráttarafl hellisins líklega meira en lýsing Vegamannahellis í ýtarlegri grein í Tímanum í júlí Vegamannahellir var hreinsaður út strax sama sumar, á örfáum vikum. 35 Það sem gerðist í Stefánshelli á fyrstu áratugunum og fram yfir miðja síðustu öld gaf tóninn fyrir það sem koma skyldi. Næstir voru Víðgelmir, Raufar hólshellir, Borgarhellir, Vegamannahellir, Vatnshellir, Leiðarendi, í þessari röð, auk fjölda annarra minni hella. Dropsteinar í hraunhellum landsins voru fyrst friðlýstir 1958 og friðlýsingin síðan ítrekuð ,23 Þrátt fyrir friðlýsingarnar er ekkert lát á skemmdum. Ástandið er alvarlegt. Fari fram sem horfir munum við gereyða dropsteinsmyndunum hraunhellanna, friðlýstum náttúruminjum, á fáeinum áratugum. Ekki aðeins það. Við munum halda áfram að skaða vinsælustu hellana og nærumhverfi þeirra stórkostlega og óbætanlega, eins og raunin er nú orðin um Leiðarenda í Reykjanesfólkvangi og landi Hafnarfjarðar, 35,36 og um fleiri hella. Hraunhellar Íslands, slagæðakerfi dyngju- og eldborgarhraunanna, áhrifamiklar, sérstæðar, fagrar og einhverjar viðkvæmustu náttúruminjar landsins, hafa stórlega látið á sjá af mannavöldum. Og á því er ekkert lát. Öfugt við það sem annars staðar gerist í veröldinni eru flestir hellanna opnir og aðgengilegir. Alla síðustu öld eyðilagði íslenskur almenningur og erlendir ferðamenn í óvitaskap eða safnáráttu óheyrilegt magn dropsteina, dropstráa og annarra viðkvæmra myndana í flestum þekktum hraunhellum landsins og öllum þeim merkustu. Reyndar lengur í Surtshelli. Ekkert virtist draga úr þrátt fyrir náttúruverndarlög 1956 og friðlýsingu Náttúruverndarráðs á dropsteinsmyndunum í hraunhellum landsins Á núlíðandi öld tók ekki betra við. Hraðvaxandi ferðamannastraumur, þörf fyrir afþreyingu og frjáls umgengnisréttur hafa leitt til vaxandi álags, ágangs og umtals verðra skemmda, jafnt í gamal kunnum sem nýfundnum hraun hellum. Mitt í öllu þessu uppnámi eru staðsetningarhnit hraunhellisopa og fleiri viðkvæm gögn Hellarannsóknafélags Íslands og samstarfsaðila birt opinberlega árið 2006, þvert á góða hellamennsku. 24 Hvað er til ráða? Verndun og varðveisla viðkvæmrar náttúru landsins þarfnast endurskoðunar. Ný hugsun, þekking, hófsemi, virðing og áræðni í bland þetta er ekki aðeins forsenda sáttar við okkar eldgömlu Ísafold, heldur forsenda mannlífs hér á jörð. Verndun er ekki lengur fólgin í dæmigerðri íslenskri friðlýsingu, innantómum orðum og aðgerðaleysi í framhaldinu. Þvert á móti: Verndun og varðveisla íslenskrar náttúru, og nýting hennar með sýningu að hinu fyrrtalda gefnu, krefst alls hins besta í okkur. Vilja, samráðs, samvinnu, þekkingar, útsjónarsemi og áræðni. Það eru ljós í myrkrinu. Við búum yfir hæfileikum, aðlögunarhæfni og vilja til samstarfs. Við þurfum núna að læra að líta í eigin barm og taka okkur taki. Við gerum öll mistök. Enginn verður minni maður við að viðurkenna mistök sín. Læra. Vandinn leysist ekki fyrr en þrjóskast er við. Við erum úrræðagóð og búum yfir getu til að læra og vinna saman. Til þess var okkur jú vitið gefið. Og samfélagið, samfélag manna, er forsenda þess að mennskan njóti sín. Í því ljósi og trú á það góða er skrifuð þessi óvenjulega og óhefðbundna grein. Abstract Surtshellir in Hallmundarhraun Surtshellir, or the Surtshellir-Stefáns hellir system, the longest and best known lava cave in Iceland, is discussed in a rather unconventional manner. The main emphasis is on the causal relationship between human visits/traffic and damage. Historical records, starting with Hallmundarkviða from the 9th or 10th century, to the torture of Órækja Snorrason in the 13th century, are gathered. The exploration of the cave starts with the visit of Þorkell Arngrímsson, first reported in Thomæ Bartolini Acta medica & philosophica Hafniensia, 1675 or Eggert Ólafsson and Bjarni Pálsson explore and survey the cave in 1750 and 1753 and describe it in their travel book publ Their travel book soon became popular. It was translated into German, English and French before the end of the 18th century and widely read. The main observations, travel reports and scientific reports from are covered, with the main emphasis on the relationship between human traffic and damage. Under the heading, Memories from Kalmanstunga, Árni, one of the authors, covers the years of his childhood years in upper Borgarfjörður. By that time the causal relationship between human visits and damage had been clear to the locals at Kalmanstunga for a long time. Almost considered a law of nature. The finding of the Gullborg caves in the summer of 1957 is braided with the comments of the elders, news coverage, countermeasures, nature conservation laws and the Nature Conservation Council s declaration of the dripstone formations of lava caves as natural monuments. The countermeasures slowed the process, but came nowhere near preventing the damage the elders at Kalmanstunga foresaw. The poor conservation state of the lava caves is discussed. On the contrary, elsewhere on earth, the caves are more or less open and accessible to the public and tourists alike. Such a situation leads inevitably and without exception to damage. The GPS-location of most cave entrances have been published and are easily available, both from written sources and on the internet. Once the coordinates are known, the caves can easily be found and most of them 123

13 Náttúrufræðingurinn are easy to pass through. A lot of the coverage on the internet and other public media is based on ignorance and in many ways irresponsible. The main subject of the article is the authors investigation of the extensive damage done to the large caves in Hallmundarhraun, the Surtshellir-Stefánshellir system and Víðgelmir, also Borgarhellir in the Gullborg lava field. 84 breakage spots were counted in Borgarhellir and 1093 in Víðgelmir. Every single one of the most beautiful and peculiar stalagmites in both caves has been broken and removed. Almost every freestanding stone in Borgarhellir and more than two thirds of the dripstones in Víðgelmir are gone. As to the Surtshellir- Stefánshellir system, even though the authors knew Stefánshellir and recognised the cave had been cleaned out, the extent of damage came as a surprise. Especially striking was the incredible amount of stalagtites or lava straws broken form the roof/ceiling of the cave. It is the the authors conclusion that Víðgelmir was decorated with greater amount of delicate lava formations than any other known large lava cave on earth, and the Stefánshellir part of the Surtshellir- Stefánshellir system came second. Considering the amount of delicate formations Stefánshellir boasted of in its prime, the complicated labyrinthine structure of the cave, it was probably the most aesthetic lava cave ever found, when Stefán Ólafsson farmer at Kalmanstunga discovered it 16 years of age in In post scriptum the authors relate the state of lava caves preservation, attitude towards preservation and public and private measures on the four main shield volcano islands on earth, Gala pagos, Hawaii, Iceland and Jeju, and in Australia and on the Azores. Þakk ir Stefán Árnason, Valgerður Einarsdóttir, Hjalti J. Guðmundsson, Guðni Gunnarsson, Bill Halliday, Magnea Jóhannsdóttir, Björn Jónsson, Jón Ásgeir Kalmansson, Ólafur Jes Kristófersson, Andy Lillington, Greg Middleton, Martin and Kirsty Mills, Björn Ólafsson, Biggi Ómars, Stefán Ólafsson, Jan Paul van der Pas, Jay R. Reich, Einar K. Stefánsson, Hjörleifur Stefánsson, Sölvi Sveinsson, Kristján Sæmundsson, Chris Wood, Guðmundur B. Þorsteinsson og allir hinir lífs sem liðnir sem lagt hafa hönd á plóg við rannsóknir, verndun og varðveislu hraunhellaarfleifðar Íslands. Heim ild ir 1. Árni B. Stefánsson & Gunnhildur Stefánsdóttir Surtshellir in Hallmundarhraun. Historical overview, exploration, memories, damage, an attempt to reconstruct its glorious past. International Symposium on Vulcanospeleology SON.pdf (skoðað 5. desember 2016). 2. Bergbúa þáttur Bls í: Íslensk fornrit XIII (útg. Þórhallur Vilmundarson og Bjarni Vilhjálmsson). Hið íslenska fornritafélag, Reykjavík. 3. Árni Hjartarson Hallmundarkviða, eldforn lýsing á eldgosi. Náttúrufræðingurinn 84 (1 2) Sveinn Jakobsson Vesturgosbelti. Bls í: Náttúruvá á Íslandi. Eldgos og jarðskjálftar (aðalritstj. Júlíus Sólnes). Viðlagatrygging Íslands og Háskólaútgáfan, Reykjavík. 5. Kristján Sæmundsson Zwei neue C-14-Datierungen isländischer Vulkanausbrüche. Eiszeitalter und Gegenwart Halldór Laxness Aldur Hellismanna. Tímarit Máls og menningar 30 (3 4) Haukur Jóhannesson Aldur Hallmundarhrauns í Borgarfirði. Fjölrit Náttúrufræðistofnunar bls. 8. Hellismanna saga Bls í: Borgfirðinga sögur. Íslendinga sögur 2. (útg. Guðni Jónsson). Íslendingasagnaútgáfan, Reykjavík (frumútg. 1946) Sturlunga saga I II. Skýringar og fræði. Ritstj. Örnólfur Thorsson. Svart á hvítu, Reykjavík. (Um Órækju í Surtshelli bls Bjarni Jónsson Íslenskir Hafnarstúdentar. BS, Akureyri. 420 bls. 11. Þorkell Arngrímsson (Thorkillus Arngrim) 1675/1757. Observation XCIV. De l algue Saccharifere, de l oscabiorn & d une Caverne d Islande. Úr bréfi Þ.A. til Ole Borch 31. júlí Collection Académique... concernant l histoire naturelle et la botanique, la physique expérimentale et la chymie, la médecine et l anatomie. Tome IVe de la Partie Étrangere, Et le Ier de l Histoire naturelle séparée. Dijon 1757, bls (Birtist upphaflega í Thomæ Bartolini Acta medica & philosophica Hafniensia, 1675 eða 1676.) 12. Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson 1772/1981. Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar um ferðir þeirra árin I II. Þýð. Steindór Steindórsson. 4. útg. (fyrri útg. þýð. St.St. 1974, frumútg. Sórey 1772). Bókaútgáfan Örn og Örlygur, Reykjavík (Tilv ; uppdráttur hellisins 14.) 13. Henderson, E Ferðabók. Frásagnir um ferðalög um þvert og endilangt Ísland árin 1814 og 1815 með vetursetu í Reykjavík. Snæbjörn Jónsson þýddi. Snæbjörn Jónsson, Reykjavík bls. (Tilv Frumútg. Edinborg 1818: Iceland or the Journal of a recidence of that island...) 14. Gaimard, G. 1837, Voyage en Islande et au Groënland et A. Bertrand, París. (Ísl. útg. mynda: Voyage..., Asór 1967; Menningarsjóður 1982; Íslandsmyndir Mayers Örn og Örlygur 1986.) 15. Preyer, W. og Zirkel, F Reise nach Island im Sommer Mit wissenschaftlichen Anhängen. Brockhaus, Leipzig. 499 bls. (Tilv ) 16. Zugmeyer, E Eine Reise durch Island im Jahre Verlag von Aldolph W. Künast, Wien. 192 bls. (Tilv ; uppdráttur Surtshellis aftan megintexta.) 17. Matthías Þórðarson Tveir hellar í Hallmundarhrauni. Skírnir (Tilv ) 18. Matthías Þórðarson Stefánshellir. Nýfundinn stórhellir í Hallmundar hrauni, rétt hjá Surtshelli. Eimreiðin (Tilv. 290, 291.) 19. Mills, M.T. & Wood, C A preliminary investigation of Vidgelmir lava cave, Mid-West Iceland: A case for cave conservation. Bls í: Shepton Mallet Caving Club Journal Series five, number 4, haust Reich, J.R. jr Surtshellir. An expedition to the most famous Icelandic cave. Iceland Review Larson, C.V An illustrated glossary of lava tube features. Western Speleological Survey Bulletin No Mynd bls Auglýsing frá Náttúruverndarráði 10. ágúst 1958, skv. heimild í 1. gr. laga nr. 48/1956 um náttúruvernd. Lögbirtingablað nr. 71, 51. árg. 23. Auglýsing nr. 120/1974 frá Náttúruverndarráði 3. apríl 1974 um friðlýsingu dropsteina. Á vefsetri Umhverfisstofnunar. ust.is/library/skrar/einstaklingar/fridlyst-svaedi/ Auglysingar/r_120_1974_auglysing_dropasteinar.pdf (skoðað 5. desember 2016). 24. Björn Hróarsson Íslenskir hellar. Vaka-Helgafell, Reykjavík. 671 bls. (Tilv ) 25. Cetay, M Volcanospéléologie en Islande, perspectives scientifiques et émergence du géotourisme. Lave Lovísa Ásbjörnsdóttir, Sigmundur Einarsson og Kristján Jónasson Iceland. Bls í: Geoheritage in Europe and its conservation (ritstj. Wimbledon, W.A.P. og Smith-Meyer, S.). ProGEO, Ósló. 27. Sigurður Þórarinsson Náttúruvernd. Náttúrufræðingurinn Lög um náttúruvernd, nr. 48/ Árni B. Stefánsson & Gunnhildur Stefánsdóttir About the preservation and conservation of sensitive formations in Icelandic lava caves. Bls í: Proceedings of the 13th International Symposium on Vulcanospeleology, 1 5 sept. 2008, Jeju-eyju, Suður-Kóreu. The Commission on Volcanic Caves. 113 bls. (Tilv ) 30. Árni B Stefánsson Íslenskir hraunhellar, verndun, varðveisla, sýning. Fræðsluerindi á vegum Hins íslenska náttúrufræðifélags í Öskju 24. nóvember Í vörslu höfundar. 31. Sigurður Þórarinsson Hellar í Gullborgarhrauni. Lesbók Morgunblaðsins 6. október Sigurður Sveinn Jónsson og Björn Hróarsson Opnun Víðgelmis. Surtur, ársrit Hellarannsóknafélags Íslands. Bls Árni B. Stefánsson Varðveisla Hraunhella. Surtur, ársrit Hella rannsóknafélags Íslands. Bls Magnús Bjarnfreðsson Vegamannahellirinn. Tíminn 7. júlí. 8, Þorleifur Kristófersson Spjöll hafa verið framin í hinum nýfundna helli á Snæfellsnesi, Vegamannahelli. Bréf til ritara Náttúruverndarráðs dags. 31. ágúst Í gögnum Náttúruverndarráðs (1983). 36. Árni B. Stefánsson Samantekt um fund og örlög hellis. Skýrsla send Hafnarfjarðarbæ, Reykjanesfólkvangi og Umhverfisstofnun 4. september. Í vörslu höfundar og viðkomandi stofnana. 37. Birgir Olgeirsson Sagðir hafa dansað naktir í kringum eld í hellinum Leiðarenda. Vefsetur DV. 25. janúar. frettir/2014/1/25/sagdir-hafa-dansad-naktir-i-kringum-eld-i-hellinumleidarenda/ (skoðað 2. febrúar 2016). 124

14 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Um höfunda Höfundar eru hjónin Árni B. Stefáns son, f 1949, augnlæknir í Reykjavík og Gunnhildur Stefáns dóttir f. 1952, sjúkraliði, lyfjatæknir og aðstoðar maður augn læknis. Höfundar hafa beitt sér fyrir verndun hraunhella á innlendum og erlendum vettvangi frá Árni er stofnfélagi Hella rann sóknafélags Íslands, 1989, for maður verndunar nefndar félagins frá upphafi og starfaði einn meðan almennt félagsstarf lá niðri /2012. Árni hefur tekið þátt í störfum hraunhellanefndar Alþjóða-hellasamtakanna (UIS Commission on Volcanic Caves) frá 1991, er félagi í NSS, hellafélagi Bandaríkjanna (National Speleological Society) frá 1992 og CCH, Hella verndar félagi Hawaii (Cave Conservancy of Hawaii) frá Höfundar hafa kynnt sér hraunhella, kalkhella og fleiri náttúruminjar á heimsminjaskrá UNESCO víða um heim og tekið virkan þátt í hraunhellaráðstefnum Alþjóða-hellasamtakanna (UIS, Union internationale de spéléologie/international Union of Speleology) ) frá Á ferðum sínum hafa þau sigið í helstu gíghella veraldar eða skoðað með öðrum hætti, farið um vel á annað hundrað kílómetra af hraunhellisgöngum og komið á helstu dyngjur veraldar. Þau hafa lagt sig sérstaklega eftir að kynna sér ástand hraunhella, viðhorf hellamanna, verndaraðgerðir, rekstur og lagaramma á hverjum stað. Póst- og netfang höfunda/authors addresses Árni B. Stefánsson / Gunnhildur Stefánsdóttir Kambsvegur Reykjavík, Ísland abstef@simnet.is Eftirmáli Tilgangurinn með erindi okkar um Surtshelli á ráðstefnunni á Hawaii í upphafi ársins var að kynna mikilvægar upplýsingar, sársaukafullt eins og það nú reyndar var, ítreka mikilvægi verndar og varðveislu þeirra fögru, áhrifamiklu og viðkvæmu náttúruminja sem okkur Íslendingum hefur verið trúað fyrir, og fá viðbrögð frá alþjóðasamfélagi hellamanna. Niðurstöður höfunda voru í takt við hugsun ráðstefnuhaldara, hellamanna á Hawaii og meginlandi Bandaríkjanna. Í aðfaraorðum sögðu skipuleggjendur ráðstefnunnar m.a.: Okkar á milli hellaskoðun á Hawaii er oft misskilin, þannig að okkur finnst einfaldara að halda okkur á lágum nótum. Okkur þætti vænt um að þið dreifðuð ekki upplýsingum um hellana okkar, sérstaklega ekki á samskiptamiðlum á borð við Fésbók. Okkur þætti vænt um að þið settuð staðsetningarhnit hellisopa ekki í gagnagrunna. Ekki nota heiti hellanna, stað þeirra né neinar þær upplýsingar sem gætu leitt til frekari vitneskju um aðgang að þeim í gögnum sem hægt er að gúggla... Surtshelliserindið vakti almenna samúð. Allir þekktu vandann, misvel reyndar. Örfáir í afneitun. Fyrir þeim fór lítið. Skipuleggjendur ráðstefnunnar og nokkrir ráðstefnugestir buðu fram aðstoð sína. Með þátttöku okkar á 17. alþjóðlegu hraunhellaráðstefnunni (UIS Commission on Volcanic Caves) á Hawaii í febrúar 2016 lokuðum við hringnum, ef svo má segja. Við höfum nú kynnt okkur af eigin raun helstu hraunhella og hraunhellasvæði veraldar, gaumgæft ástand hellanna, umgengni við þá og regluverk. Á ferðum okkar höfum við þingað með helstu sérfræðingum heims á sviði hraun- og kalkhella, haft við þá samráð og verið í nánum samskiptum við þá. Margir þeirra hafa komið að náttúruvernd, uppbyggingu þjóðgarða, jarðvanga, unnið grunnrannsóknir og forsenduskýrslur fyrir töku jarðminja og hella á heimsminjaskrá UNESCO og unnið að gerð sýningarhella. Engin leið er að gera nákvæma grein fyrir stöðu mála á hverjum stað. Við ætlum engu að síður að stikla á stóru. 1. Hraunhellar Asóreyja, yfir 270 talsins, njóta friðhelgi. Umferð almennings og ferðamanna er takmörkuð við valda og sérútbúna hella. Vegna jarðfræðilegrar og líffræðilegrar fjölbreytni hraunhella Asóreyja ákvað landsstjórn eyjanna að stofna sérstakan vinnuhóp (GESPEA) árið Hópurinn hefur að markmiði að rannsaka hina náttúrulegu, menningarlegu, vísindalegu og fagurfræðilegu arfleifð sem hellum Asóreyja fylgir. Vinnuhópurinn þróaði sérstakt flokkunarkerfi fyrir hellana (IPEA) og vinnur náið með hellakönnunarfélagi eyjanna, Os Montanheiros, og rannsakendum á háskólastigi á Kanaríeyjum, Madeira og víðar. 2. Jejueyja við Suður-Kóreu. Eyjan er eldbrunnin 1950 m há dyngja á stærð við Reykjanesskagann, á flekaskilum suður af Kóreuskaga. Eyjan er þjóðargersemi, Þingvellir þeirra Kóreumanna. Menn gerðu sér grein fyrir möguleikum eyjunnar fyrir ferðaþjónustu snemma á sjöunda áratugnum og hafa byggt hana markvisst upp síðan. Að uppbyggingunni koma suðurkóresk stjórnvöld, héraðsstjórn Jejueyjar, hellarannsóknafélög á Jeju og víðar í ríkinu, háskólar, innlendir og alþjóðlegir fræðimenn, skólasamfélagið og öflug sjálfboðasamtök. Viðurkenning á menningarlegu og náttúrufarslegu mikilvægi Jeju fékkst þegar hlutar eyjunnar urðu hluti af Mann- og lífhvolfsverndarsvæði UNESCO árið Frh. 125

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Þórólfur Guðnason yfirlæknir Sóttvarnalæknir, Embætti landlæknis Nóvember 2014 Gastegundir frá eldgosum >95% H 2 O, CO 2 SO 2

More information

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar 1 Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar Introduction to rotating machines 2 Grunnhugtök og meginþættir Klassískar gerðir véla Riðstraumsvélar Samfasavél (synchronous machine) Spanvél (induction machine

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur CHEMISTRY The Central 9th Edition Hlutfallareikningur: AðA reikna út frá formúlum og efnajöfnum fnum Lavoisier: Massi varðveitist í efnahvörfum. : lýsa efnahvörfum. Efnajafna : Hvarfefni og myndefni: 2H

More information

Surtshellir: a fortified outlaw cave in west iceland

Surtshellir: a fortified outlaw cave in west iceland 21-30 Vikings 18/12/2009 11:42 Page 283 Surtshellir: a fortified outlaw cave in west iceland G U ð m U n D U r Ó L A F S S o n, K e V i n p. S m i T h & T h o m A S m CG ov e r n i n T ro D U C T i o n

More information

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi í norðaustanverðu Atlantshafi Jóhann Sigurjónsson Hafrannsóknastofnun Grand Hótel, Reykjavík, 21.-22. nóvember 2013 Efni erindis Deilistofnar Ástand og horfur Uppsjávar þríeykið Norsk-íslensk síld-kolmunni-makríll

More information

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Klettafjöllin og Grand Canyon 1 Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Kristbjörg María Guðmundsdóttir Eitt af fallegustu handverkum náttúruaflanna er án efa að finna í vesturhluta Norður-Ameríku.

More information

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Stillt upp fyrir tískumyndatöku í Hörpu. Samantekt unnin fyrir Höfuðborgarstofu mars 2017 Höfundur: Rögnvaldur Guðmundsson Rannsóknir

More information

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum Raddir fjölbreyttra kennarahópa Sólveig Karvelsdóttir, lektor, HÍ Hafdís Guðjónsdóttir, dósent, HÍ Rannsóknin er hluti af tveimur rannsóknum Fjölbreyttir kennarahópar

More information

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild Háskólabrú fjarnám Bókalisti vorönn 2019 2. önn Félagsvísinda- og lagadeild Upplýsingatækni og tölfræði: Kennslubók í Excel 2016. Höfundar: Hallur Örn Jónsson og Óli Njáll Ingólfsson Stærðfræði 3: Stærðfræði

More information

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2 1 Examples 2 Sýnidæmi 2 2 Example 25-1 Gefið er 3 fasa, 3 teina raforkukerfi samkvæmt meðfylgjandi einlínumynd. Allar stærðir á myndinni eru í einingakerfinu ( per unit ). Seríuviðnám háspennulínanna er

More information

LV Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns

LV Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns LV-2014-094 Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns Lykilsíða Skýrsla LV nr: LV-2014-094 Dags: október 2014 Fjöldi síðna: 26 Upplag: Rafræn Dreifing: Birt á vef LV Opin Takmörkuð til Titill: Úttekt

More information

KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR

KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR KV 2018-3 KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR Greining á mögulegum eldisuppruna 12 laxa sem veiddust í tveimur ám á Vestfjörðum árið 2017 Analysis of 12 salmon caught in two rivers in the Icelandic Westfjords 2017

More information

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ / 1004720-1004720-3-ABC 2.1.2018 09::16 Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær»»» Reykjavík/HÍ 06:42 06:44 06:45 06:47 06:51 06:52 06: 07:17 07:18 07:22 07:28 07:29 07:31 07:32 07:34 07:36 07:38

More information

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og 2006. Kolbeinn Árnason Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE: Coordination of information on the environment eða: Samræming umhverfisupplýsinga

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016 FLUGTÖLUR 216 INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 216 Flugvöllur 215 216 Br. 16/15 Hlutdeild Reykjavík 348.24 377.672 8,5% 5,4% Akureyri 17.897 183.31 7,3% 24,5% Egilsstaðir 89.79 93.474 4,9%

More information

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík Notkun merkis Veðurstofu Íslands Veðurstofa Íslands Bústaðavegur 9 150 Reykjavík +354 522 60 00 +354 522 60 01 vedur@vedur.is Maí 2009 2 Efnisyfirlit Merki 3 Litanotkun 5 Merki í fleti 6 Stærð merkisins

More information

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014 FLUGTÖLUR 2014 INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014 Flugvöllur 2013 2014 Br. 14/13 Hlutdeild Reykjavík 338.278 328.205-3,0% 48,6% Akureyri 178.231 172.106-3,4% 25,5% Egilsstaðir 91.561

More information

Fjallkrækill Fyrsta fórnarlamb hlýnandi loftslags á Íslandi?

Fjallkrækill Fyrsta fórnarlamb hlýnandi loftslags á Íslandi? Ritrýnd grein Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Hörður Kristinsson Fjallkrækill Fyrsta fórnarlamb hlýnandi loftslags á Íslandi? S íðustu áratugina hafa menn mikið velt fyrir sér áhrifum hlýnandi

More information

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018 Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu September 2018 Samantekt Íslandsstofa framkvæmdi viðhorfskönnun í júlí og ágúst 2018 meðal erlendra söluaðila sem selja ferðir til Íslands.

More information

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Útg. Dags. Höf. Rýnir Samþykkur Lýsing 3 11/01 2006 GG EH Lokaskýrsla II 2 21/12 2005 GG SvSv Lokaskýrsla I 1 15/12 2005 GG Uppkast 1

More information

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (MFT/MFS) og tannátu í lykiltönnum SVANHVÍT. SÆMUNSÓTTIR*, THR ASPEUN**, SIGURÐUR RÚNAR SÆMUNSSN***, INGA. ÁRNAÓTTIR* HEIRIGÐISVÍSINASVIÐ HÁSKÓA

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 8. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Erlendir vetrarferðamenn vegir og þjónusta

Erlendir vetrarferðamenn vegir og þjónusta Erlendir vetrarferðamenn vegir og þjónusta 2017-2018 Erlendir vetrarferðamenn vegir og þjónusta 2017-2018 Vetrarferðamenn utan þjónustusvæðis Vegagerðarinnar. Greinargerð unnin með stuðningi rannsóknasjóðs

More information

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gylfi Magnússon Viðskiptafræðideild Ritstjóri Ingjaldur Hannibalsson Rannsóknir í félagsvísindum XIII. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2012 Reykjavík:

More information

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu?

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu? Upphaf mælinga í uppsjávarskipum Sigurjón Arason Yfirverkfræðingur Matís ohf. og Prófessor, Háskóli Íslands Dr. Magnea G. Karlsdóttir; Fagstjóri, Matís ohf. Ásbjörn Jónsson; Verkefnastjóri, Matís ohf Magnús

More information

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Áhrif lofthita á raforkunotkun Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Júlí 2017 Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Orkustofnun Júlí 2017 Útgefandi: Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Sími: 569 6000, Fax, 568

More information

Sumargötur Vettvangsrannsókn á Laugavegi og Skólavörðustíg sumarið 2013

Sumargötur Vettvangsrannsókn á Laugavegi og Skólavörðustíg sumarið 2013 Sumargötur Vettvangsrannsókn á Laugavegi og Skólavörðustíg sumarið 213 Páll Jakob Líndal janúar 214 Sumargötur 213. Samantekt vettvangsrannsóknar Inngangur Í vettvangskönnun þeirri sem hér er kynnt voru

More information

Þríhnúkagígur. Jarðfræðirannsóknir og tillögur vegna gangagerðar. Kristján Sæmundsson. Unnið fyrir Þríhnúka ehf. Greinargerð

Þríhnúkagígur. Jarðfræðirannsóknir og tillögur vegna gangagerðar. Kristján Sæmundsson. Unnið fyrir Þríhnúka ehf. Greinargerð Þríhnúkagígur Jarðfræðirannsóknir og tillögur vegna gangagerðar Kristján Sæmundsson Unnið fyrir Þríhnúka ehf. Greinargerð ÍSOR-06144 Verknr.: 500-078 09.11.2006 ÍSLENSKAR ORKURANNSÓKNIR Reykjavík: Orkugarður,

More information

10. tbl nr Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar. Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd

10. tbl nr Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar. Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd 10. tbl. 2009 nr. 439 Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar um starfið og verkefnin Það fer að styttast í að Eymundur Runólfsson

More information

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg.

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg. STO FNA Ð 1945 VESTANPÓSTUR Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg. Meðal efnis: Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi VESTANPÓSTUR 2006 Ábyrgðarmaður: Guðfinnur Kjartansson

More information

Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software.

Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software. Heimildaskrá Ritaðar heimildir Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software. Bændasamtök Íslands (2005). Hagtölur

More information

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012 Nr. 28/32 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012 2013/EES/28/07 frá 8. júní 2012 um framkvæmdarreglur vegna beitingar 16. gr.

More information

LV Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar

LV Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar LV-2014-021 Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar Mælingar með samanburði á gervitunglamyndum frá 2002, 2010 og 2012 Lykilsíða Skýrsla LV nr: LV 2014 021 Dags: 19.02.2014

More information

Gögn um Kötlugosið 1918: Ljósmyndir Kjartans Guðmundssonar úr ferðum á Mýrdalsjökul í júní og september 1919

Gögn um Kötlugosið 1918: Ljósmyndir Kjartans Guðmundssonar úr ferðum á Mýrdalsjökul í júní og september 1919 Gögn um Kötlugosið 1918: Ljósmyndir Kjartans Guðmundssonar úr ferðum á Mýrdalsjökul í júní og september 1919 Magnús T. Guðmundsson Þórdís Högnadóttir Raunvísindastofnun Háskólans maí 2001 RH-08-2001 1

More information

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa Efnisyfirlit Þróun félagsauðs í grannríkjunum Bandaríkin Skandinavía Meginland Evrópu Þróunin á Íslandi Félagsþátttaka Frumtengsl Félagsrof Félagsauður,

More information

ÓHAPPATÍÐNI Í BEYGJUM OG LANGHALLA. Staða rannsóknarverkefnis

ÓHAPPATÍÐNI Í BEYGJUM OG LANGHALLA. Staða rannsóknarverkefnis ÓHAPPATÍÐNI Í BEYGJUM OG LANGHALLA Staða rannsóknarverkefnis Beygjur á vegakerfinu = hætta? Umferðar- og skipulagssvið Línuhönnunar Haraldur Sigþórsson Þjónustudeild tækniþróun Vegagerðin Einar Pálsson

More information

Reykholt í Borgarfirði

Reykholt í Borgarfirði RANNSÓKNASKÝRSLUR FORNLEIFADEILDAR 1998 Reykholt í Borgarfirði Framvinduskýrsla 1998 Guðrún Sveinbjarnardóttir og Guðmundur H. Jónsson 12 ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS ÚTIMINJASVIÐ NATIONAL MUSEUM OF ICELAND DIVISION

More information

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 I GENERAL INFORMATION ABOUT THE SCHOOL 1. Describe the school and its surroundings very

More information

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Kynning í Dalskóla 6. desember 2018 Gautur Þorsteinsson, verkfræðingur Um útvarpsþjónustu Fyrsta útsending útvarpsdagskrár 1920 Útsendingar útvarps

More information

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst 15. 18. ágúst 21. 25. ágúst 28. ág 1. sept. 15. skipulagsdagur 16. skipulagsdagur 17. Skipulagsdagur 18. skipulagsdagur

More information

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI ER ÍSLAND SPRUNGIÐ MEÐ 2,2 M FERÐAMANNA? TOP 10 ÞJÓÐGARÐAR Í BANDARÍKJUNUM 1. Great Smoky Mountains National Park

More information

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis ANNUAL SAFETY REVIEW 2012 Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis Flugmálastjórn Íslands: Annual Safety Review 2012 Útgefandi: Flugmálastjórn Íslands Skógarhlíð 12 105 Reykjavík

More information

Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki

Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki NÍ-11001 Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki Áfangaskýrsla 2010 Borgþór Magnússon Unnið fyrir Landsvirkjun Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki Áfangaskýrsla 2010 Borgþór Magnússon Unnið fyrir Landsvirkjun

More information

Fóðurrannsóknir og hagnýting

Fóðurrannsóknir og hagnýting Fóðurrannsóknir og hagnýting Uppskeruhátíð rannsókna Gunnar Örn Kristjánsson Strandbúnaður 2018, Grand Hótel Reykjavík, 19.-20. mars. Grundvöllur fóðurgerðar Þarfir hjá eldisfisk Efnaþarfir til vaxtar

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr. 54 8. árgangur

More information

Að störfum í Alþjóðabankanum

Að störfum í Alþjóðabankanum Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, útgáfa 2007-2008 Að störfum í Alþjóðabankanum Jónas H. Haralz JEL flokkun: G21, G28, N16, N26, N46 Lykil hugtök: Alþjóðabankinn, Suður-Ameríka, efnahagsmál, hagsaga,

More information

[fjou:lɪð] mitt er svo [fuŋkt]!

[fjou:lɪð] mitt er svo [fuŋkt]! Hugvísindasvið [fjou:lɪð] mitt er svo [fuŋkt]! Um skiptihljóðið /f/ í máli stúlku á fimmta ári Ritgerð til B.A.-prófs Rannveig Garðarsdóttir Maí 2012 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Íslenska [fjou:lɪð]

More information

Grafísk hönnun og hip-hop Þróun umslagahönnunar í hip-hop tónlist

Grafísk hönnun og hip-hop Þróun umslagahönnunar í hip-hop tónlist Grafísk hönnun og hip-hop Þróun umslagahönnunar í hip-hop tónlist Daði Oddberg Einarsson Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Desember 2016 Grafísk hönnun og hip-hop

More information

Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri

Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri Hugvísindasvið Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri Pólitíkin og pönkið Ritgerð til B.A.-prófs Valur Gunnarsson Janúar 2010 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Almenn bókmenntafræði Skítsama um allt, frá

More information

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs?

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Hvernig getur málefni sem ekki er skilgreint sem námsgrein í grunnskóla eða námssvið

More information

Reykholt í Borgarfirði

Reykholt í Borgarfirði RANNSÓKNASKÝRSLUR 2000 4 Reykholt í Borgarfirði Framvinduskýrsla 2000 Guðrún Sveinbjarnardóttir ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS ÚTIMINJASVIÐ NATIONAL MUSEUM OF ICELAND DIVISION OF MONUMENTS AND SITES Ljósmynd á

More information

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Jón Viðar Jónmundsson 1 og Emma Eyþórsdóttir 2 1 Bændasamtökum Íslands 2 Rannsóknarstofnun landbúnaðarins/lbh á Hvanneyri Inngangur Fyrsta

More information

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM Skýrsla fyrir skólaárið 2016-2017 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 2 1. Inngangur... 3 2. Markmið og tilgangur matsins... 3 3. Aðferðir og framkvæmd matsins... 3 4.

More information

Kirkjugarður í Vatnsfirði við Ísafjarðardjúp

Kirkjugarður í Vatnsfirði við Ísafjarðardjúp RANNSÓKNASKÝRSLUR FORNLEIFADEILDAR 1997 Kirkjugarður í Vatnsfirði við Ísafjarðardjúp Guðrún Sveinbjarnardóttir Sigurður Bergsteinsson 16 ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS ÚTIMINJASVIÐ NATIONAL MUSEUM OF ICELAND DIVISION

More information

Reykholt í Borgarfirði

Reykholt í Borgarfirði RANNSÓKNASKÝRSLUR 1999 Reykholt í Borgarfirði Framvinduskýrsla 1999 Guðrún Sveinbjarnardóttir og Guðmundur H. Jónsson 6 ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS ÚTIMINJASVIÐ NATIONAL MUSEUM OF ICELAND DIVISION OF MONUMENTS

More information

Listi yfir ferðir kjörinna fulltrúa og embættismanna árið 2017 á skrifstofum miðlægrar stjórnsýslu

Listi yfir ferðir kjörinna fulltrúa og embættismanna árið 2017 á skrifstofum miðlægrar stjórnsýslu Reykjavík, 20. mars 2018 R17050148 1312 Borgarráð Listi yfir ferðir kjörinna fulltrúa og embættismanna árið 2017 á skrifstofum miðlægrar stjórnsýslu Á fundi borgarráðs þann 18. júní 2015 var samþykkt að

More information

Hugvísindasvið. Gömlu bíóin. Greinargerð um gerð sýningar

Hugvísindasvið. Gömlu bíóin. Greinargerð um gerð sýningar Hugvísindasvið Gömlu bíóin Greinargerð um gerð sýningar Ritgerð til MA-prófs í hagnýtri menningarmiðlun Birgir Pétur Þorsteinsson Janúar 2016 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Hagnýt menningarmiðlun Gömlu

More information

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 50. TBL 2. ÁRG. FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2011 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ fyrst&fremst Þegar ritstjóri

More information

Eiga gerlar þátt í ummyndun basaltgjóskunnar í Surtsey?

Eiga gerlar þátt í ummyndun basaltgjóskunnar í Surtsey? BÚVÍSINDI ICEL. AGR. SCI. 1, 1996: 273 289 Eiga gerlar þátt í ummyndun basaltgjóskunnar í Surtsey? SVEINN P. JAKOBSSON Náttúrufræðistofnun Íslands, Hlemmi 3, 15 Reykjavík YFIRLIT Upphaf Surtseyjarelda

More information

Dystópíur uppgangskynslóðarinnar

Dystópíur uppgangskynslóðarinnar Hugvísindasvið Dystópíur uppgangskynslóðarinnar Dystópíur François Truffaut og Jean-Luc Godard og áhrif maí 1968 Ritgerð til BA-prófs í kvikmyndafræði Sigurður Helgi Magnússon Maí 2013 Háskóli Íslands

More information

Þungmálmar í mosa í nágrenni fyrirhugaðs álvers í Reyðarfirði árið 2000

Þungmálmar í mosa í nágrenni fyrirhugaðs álvers í Reyðarfirði árið 2000 Þungmálmar í mosa í nágrenni fyrirhugaðs álvers í Reyðarfirði árið 2000 Sigurður H. Magnússon Unnið fyrir Reyðarál hf. NÍ-02011 Reykjavík, júní 2002 NÁTTÚRUFRÆÐISTOFNUN ÍSLANDS ISSN 1670-0120 ENGLISH SUMMARY

More information

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014 EFLA Verkfræðistofa STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin 2004-2013 Reykjavík, júní 2014 2014, hf - Vinnslu efnis og frágang texta annaðist Kolbrún Reinholdsdóttir fyrir Verkfræðistofuna EFLU hf. ISSN ISBN

More information

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands ÞÓRA BJÖRK HJARTARDÓTTIR Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands 1. Fjöldi erlendra stúdenta Á liðnum áratug hefur erlendum stúdentum fjölgað gríðarlega við Háskóla Íslands. Haustið 2000 voru skráðir

More information

VIÐAUKI 11. Aðalskipulag Hveragerðis. Hveragerði og nágrenni Jarðfræði-, jarðhita- og grunnvatnskort. Jarðhitamælingar sumarið kort

VIÐAUKI 11. Aðalskipulag Hveragerðis. Hveragerði og nágrenni Jarðfræði-, jarðhita- og grunnvatnskort. Jarðhitamælingar sumarið kort VIÐAUKI 11 Aðalskipulag Hveragerðis Hveragerði og nágrenni Jarðfræði-, jarðhita- og grunnvatnskort Jarðhitamælingar sumarið 2005 2 kort Hveragerði Hitamælingar í jarðvegi og sprungur Kristján Sæmundsson

More information

Íshellar í Vatnajökulsþjóðgarði

Íshellar í Vatnajökulsþjóðgarði Íshellar í Vatnajökulsþjóðgarði Aðferðir við mat á áhættu Magnús Tumi Guðmundsson, Finnur Pálsson Jarðvísindastofnun Háskólans Jón Gauti Jónsson Mountain Tours Lokauppkast Raunvísindastofnun Háskólans

More information

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Power Point leiðbeiningar Sjónarhorn View Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Outline view - Yfirlitshamur Hér er hægt að rita minnispunkta við hverja glæru fyrir þann sem

More information

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, apríl 2012

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, apríl 2012 EFLA Verkfræðistofa STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin 2002-2011 Reykjavík, apríl 2012 2012, EFLA verkfræðistofa hf - Vinnslu efnis og frágang texta annaðist Kolbrún Reinholdsdóttir fyrir Verkfræðistofuna

More information

Maðurinn í málverki. eftir Ragnar Þórisson. Listaháskóli Íslands Myndlistardeild B.A.-ritgerð (janúar 2010) Leiðbeinandi: Ragna Sigurðardóttir

Maðurinn í málverki. eftir Ragnar Þórisson. Listaháskóli Íslands Myndlistardeild B.A.-ritgerð (janúar 2010) Leiðbeinandi: Ragna Sigurðardóttir 1 Maðurinn í málverki eftir Ragnar Þórisson Listaháskóli Íslands Myndlistardeild B.A.-ritgerð (janúar 2010) Leiðbeinandi: Ragna Sigurðardóttir 2 Efnisyfirlit INNGANGUR 3 ABSTRAKTMYNDIR 3 Þrír málarar abstrakt

More information

Skemmtiferðaskip við Ísland. Úttekt á áhrifum. Edward H. Huijbens Kristinn Berg Gunnarsson

Skemmtiferðaskip við Ísland. Úttekt á áhrifum. Edward H. Huijbens Kristinn Berg Gunnarsson Skemmtiferðaskip við Ísland Úttekt á áhrifum Edward H. Huijbens Kristinn Berg Gunnarsson Rannsóknamiðstöð ferðamála 2014 Útgefandi: Titill: Höfundar: Rannsóknamiðstöð ferðamála, Borgum v/ Norðurslóð, IS-600

More information

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur IV. Illviðrabálkar

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur IV. Illviðrabálkar Greinargerð 32 Trausti Jónsson Langtímasveiflur IV Illviðrabálkar VÍ-ÚR14 Reykjavík Maí 23 Illviðrabálkur Inngangur Hér er fjallað um ýmislegt varðandi illviðri á Íslandi. Tilraunir eru gerðar til þess

More information

Fornleifarannsóknir á Grófartorgi

Fornleifarannsóknir á Grófartorgi Fornleifarannsóknir á Grófartorgi Howell Magnus Roberts með viðauka eftir Gavin Lucas FS434-07271 Fornleifastofnun Íslands Reykjavík 2009 Fornleifastofnun Íslands 2009 Bárugötu 3 101 Reykjavík Sími: 551

More information

gigtin Það er ástæða til bjartsýni Ráð fyrir aðstandendur Gigt og kynlíf GIGTARFÉLAG ÍSLANDS 2. tölublað 2017

gigtin Það er ástæða til bjartsýni Ráð fyrir aðstandendur Gigt og kynlíf GIGTARFÉLAG ÍSLANDS 2. tölublað 2017 gigtin 2. tölublað 2017 GIGTARFÉLAG ÍSLANDS Það er ástæða til bjartsýni Ráð fyrir aðstandendur Gigt og kynlíf Viðurkenndar stuðningshlífar Virkur stuðningur Vandaður vefnaður Góð öndun Einstök hönnun Fjölbreytt

More information

Notkun og misnotkun sögunnar. Þorskastríðin, Icesave og ESB. Guðni Th. Jóhannesson,

Notkun og misnotkun sögunnar. Þorskastríðin, Icesave og ESB. Guðni Th. Jóhannesson, Notkun og misnotkun sögunnar. Þorskastríðin, Icesave og ESB Guðni Th. Jóhannesson, gj@akademia.is Sameiginlegar minningar Kenningarlegi rammi og kanón Renan, Halbwachs, collective memory Historical error

More information

Hlið við hlið. Ástráður Eysteinsson. Tapað-fundið í framandi borgum. Borg ohoj!

Hlið við hlið. Ástráður Eysteinsson. Tapað-fundið í framandi borgum. Borg ohoj! Borg ohoj! Hlið við hlið Tapað-fundið í framandi borgum Eftirfarandi línur eiga rætur í margbreytilegri borgarreynslu. Þær tengjast efnislegu þéttbýli sumar eru sóttar til hugleiðinga um Kaupmannahöfn

More information

Saga fyrstu geimferða

Saga fyrstu geimferða Lokaverkefni 2015 Réttarholtsskóli Saga fyrstu geimferða Arnar Freyr Jónsson og Oddur Kjartansson 10.FG Hópur 26 Geimöldin Árið 1957 hófst hin svokallaða geimöld sem síðar átti eftir að verða frumkvöðullinn

More information

Einstaklingsmunur og þróun læsis hjá fjögra til sjö ára börnum

Einstaklingsmunur og þróun læsis hjá fjögra til sjö ára börnum Menntavísindasvið Háskóla Íslands Grein birt 31. desember 2010 Freyja Birgisdóttir Einstaklingsmunur og þróun læsis hjá fjögra til sjö ára börnum Kynntar verða niðurstöður langtímarannsóknar á þroska,

More information

Notkun á dýrum í listsköpun: Dýr sem list og list sem dýr

Notkun á dýrum í listsköpun: Dýr sem list og list sem dýr Notkun á dýrum í listsköpun: Dýr sem list og list sem dýr Listamaðurinn Heimir Björgúlfsson Svana Björg Ólafsdóttir Ritgerð til BA-prófs í listfræði Maí 2016 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Háskóli Íslands

More information

Forseti Íslands á. 9. tölublað 2009 Fimmtudagur 14. maí Blað nr. 304 Upplag

Forseti Íslands á. 9. tölublað 2009 Fimmtudagur 14. maí Blað nr. 304 Upplag 8 Félagsleg skylda að vinna að hagsmunum bænda 12 Forseti Íslands á afmæli í dag: Landbúnaður er náðargjöf 16-18 Fósturdauði í gemlingum og ám 9. tölublað 2009 Fimmtudagur 14. maí Blað nr. 304 Upplag 20.200

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 18. TBL 2. ÁRG. FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 2011 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ ÍSLENSKA SIA.IS ICE 54848 05/11 GÓÐIR

More information

Háskólabrú- staðnám. Bókalisti - Vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Háskólabrú- staðnám. Bókalisti - Vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild Háskólabrú- staðnám Bókalisti - Vorönn 2018-2. önn Félagsvísinda- og lagadeild Upplýsingatækni og tölfræði: Kennslubók í Excel 2016. Höfundar: Hallur Örn Jónsson og Óli Njáll Ingólfsson Stærðfræði 3: Stærðfræði

More information

Upphitun íþróttavalla árið 2015

Upphitun íþróttavalla árið 2015 Rit LbhÍ nr. 99 Upphitun íþróttavalla árið 2015 Guðni Þorvaldsson og Svavar Tryggvi Óskarsson 2018 Rit LbhÍ nr. 99 ISSN 1670-5785 ISBN 978-9979-881-70-4 Upphitun íþróttavalla árið 2015 Guðni Þorvaldsson

More information

Gleðilega hátíð. JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA. Landsbankinn landsbankinn.is

Gleðilega hátíð. JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA. Landsbankinn landsbankinn.is REYKJAVIK PRIDE 2. 7. ÁGÚST FREE COPY HINSEGINDAGAR.IS Gleðilega hátíð JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA Landsbankinn landsbankinn.is 410 4000 VELKOMIN Á HINSEGIN DAGA 2016 WELCOME TO REYKJAVIK PRIDE 2016 Sagan

More information

VESTANPÓSTUR. Munið Sólarkaffið, 25. janúar á Broadway! sjá nánar á bls. 13. Janúar 2008 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 20. árg.

VESTANPÓSTUR. Munið Sólarkaffið, 25. janúar á Broadway! sjá nánar á bls. 13. Janúar 2008 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 20. árg. VESTANPÓSTUR Janúar 2008 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 20. árg. Munið Sólarkaffið, 25. janúar á Broadway! sjá nánar á bls. 13 Staðfesting Gegn framsali Eingöngu er hægt Ávísunin gildir

More information

Efni yfirlitsins að þessu sinni er: HAGTÖLUR VR

Efni yfirlitsins að þessu sinni er: HAGTÖLUR VR September 216 Efnahagsyfirlit VR er gefið út í tengslum við mánaðarlega stjórnarfundi félagsins. Yfirlitið er samantekt á hagtölum og öðru efni sem tengist vinnumarkaðs- og kjaramálum og er tilgangurinn

More information

Foreign Whaling in Iceland Archaeological Excavations at Strákatangi in Hveravík, Kaldrananeshreppi 2008 Data Structure Report

Foreign Whaling in Iceland Archaeological Excavations at Strákatangi in Hveravík, Kaldrananeshreppi 2008 Data Structure Report Foreign Whaling in Iceland Archaeological Excavations at Strákatangi in Hveravík, Kaldrananeshreppi 2008 Data Structure Report Magnús Rafnsson and Ragnar Edvardsson February 2009 NV nr. 1-09 Náttúrustofa

More information