Jöklabreytingar , og Oddur Sigurðsson Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík;

Size: px
Start display at page:

Download "Jöklabreytingar , og Oddur Sigurðsson Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík;"

Transcription

1 Data report Jöklabreytingar , og Oddur Sigurðsson Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík; YFIRLIT Veturinn var mjög hlýr að því er kemur fram á vefsíðu Veðurstofu Íslands. Sumarið var einnig mjög hlýtt og þannig árið í heild afar hlýtt en þó ekki nærri eins og árið á undan. Vetrarúrkoma var yfir meðallagi en engu að síður var snjólétt víðast á hálendinu vegna hlýindanna. Sumarúrkoman var nærri meðallagi. Gefur auga leið að ekki vegnar jöklunum vel þegar svona viðrar. Jafnan er talið að þeir veðurþættir sem mest áhrif hafa á afkomu jökla séu lofthiti að sumri og úrkoma að vetri. Ekki má þó líta fram hjá því að lofthiti hefur mikið að segja í upphafi vetrar og vetrarlok, það er að segja styttir veturinn í reynd hvað jökulinn varðar. Mælingar á jöklum undanfarin ár sýna að sumarafkoman, sem er mest háð hitanum, sveiflast meir en vetrarafkoman, sem aftur byggist mest á úrkomunni. Þetta má lesa út úr töflu 1 hér að neðan. Þannig virðist hitafar hafa úrslitaáhrif á vöxt og viðgang íslenskra jökla. Kemur það heim við reynslu kynslóðanna hér á landi svo langt sem sögur ná. Hugað var að 46 stöðumvið jökulsporða. Langflestir halda áfram að rýrna enda litlar líkur til annars í svoddan árferði. Framrás mældist á 4 stöðum og hefur hver sína skýringu sem er þó ekki augljós í öllum tilvikum. Á einum stað mældist engin breyting. AFKOMUMÆLINGAR Hér fylgja í töflu 1 afkomutölur hvers árs frá 1988 fyrir norðurhlið Hofsjökuls (Sátujökul) og austur- (Þjórsárjökul) og suðvesturhliðina (Blágnípujökul) frá 1989 samkvæmt mælingum Orkustofnunar (Oddur Sigurðsson, 1989, 1991 og 1993; Oddur Sigurðsson og Ólafur Jens Sigurðsson 1998; Oddur Sigurðsson og fl. 2004). Í neðstu línu fyrir hvern jökul er samantekt meðalvetrarafkomu, meðalsumarafkomu, samanlagða ársafkomu og meðalhæð jafnvægislínu frá upphafi þessarra mælinga. Þar kemur í ljós að mest snjóar á Þjórsárjökul. Þar leysir líka mest og jafnvægislína því þar mun neðar en til norðurs og suðvesturs. ATHUGASEMDIR OG VIÐAUKAR Snæfellsjökull Nú hrökk Hyrningsjökull undan í stóru stökki sem beðið hefur verið eftir í nokkur ár. Síðan 1997 hefur sporðurinn fjarlægst mælingamerkin óverulega þótt jökullinn í heild hafi rýrnað mikið að sögn Hallsteins. Því olli þykkt aurlag fremst á sporðinum sem kom í veg fyrir að ísinn bráðnaði í samræmi við lofthita. Nú hefur það svæði hreinlega slitnað frá jöklinum og verður enn um sinn m hár, óhreinn íshaugur spölkorn framan við jökulinn. Tafla 1. AFKOMA HOFSJÖKULS MASS BALANCE OF HOFSJÖKULL Ár Flatar- Vetur Sumar Árið Jafnv.- mál lína Year area Winter Summer Net ELA km 2 m m m (m y.s.) Sátujökull ,6 1,31-2,27-0, ,6 1,74-1,24 0, ,6 1,45-2,05-0, ,6 1,94-3,35-1, ,6 1,87-0,81 1, ,6 1,77-0,86 0, ,6 1,86-1,62 0, ,4 1,72-2,30-0, ,4 1,60-2,37-0, ,4 1,13-2,18-1, ,4 1,17-1,73-0, ,6 1,44-1,70-0, ,6 1,02-2,36-1, ,6 1,26-1,84-0, ,6 1,14-2,14-1, ,6 1, ,6 1, ,49-2,01-8, JÖKULL No. 55,

2 Oddur Sigurðsson 1. mynd. Hyrningsjökull 4. september Þríhyrningur er fyrir miðri mynd en í þokunni hátt á jöklinum sést í Jökulþúfurnar. Hyrningsjökull outlet glacier, Snæfellsjökull W-Iceland. Ljósm./Photo: Jenný Guðjónsdóttir. Tafla 1. framhald/cont. Þjórsárjökull ,8 2,22-1,22 1, ,8 1,64-1,64 0, ,8 2,08-3,04-0, ,8 2,48-0,98 1, ,8 2,11-1,37 0, ,8 1,62-1,78-0, ,0 1,74-2,36-0, ,0 1,53-2,88-1, ,0 1,45-2,60-1, ,0 1,26-2,32-1, ,9 1,41-2,18-0, ,9 1,50-2,47-0, ,9 1,08-2,64-1, ,9 1,73-2,47-0, ,9 1, ,9 1, ,67-2,23-9, Blágnípujökull ,5 2,02-0,95 1, ,5 1,62-1,60 0, ,5 2,11-2,71-0, ,5 2,46-0,83 1, ,5 2,02-1,32 0, ,5 1,73-1,72 0, ,5 1,68-2,00-0, ,5 1,79-2,39-0, ,5 1,60-2,45-0, ,5 1,07-2,45-1, ,5 1,32-1,65-0, ,5 1,31-2,32-1, ,5 1,00-2,10-1, ,5 1,64-2,02-0, ,5 1,87-2,39-1, ,5 1,29-2,79-1, ,65-2,02-6, JÖKULL No. 55, 2005

3 Jöklabreytingar Drangajökull Kaldalónsjökull Indriði á Skjaldfönn segir í mælingaskýrslu: Mikið umrót hefur orðið í haust við skriðjökulssporðinn vegna óvenjulegra vatnavaxta í haustrigningum, m.a. er þverlínuvarða horfin enþað kom ekki að sök. Mórilla færir sig enn til suðurs undan sporðinum og fellur fram í einu lagi. Afar mikil þynning er á sporðinum öllum, enda voru sumarhlýindi og sólfar með ólíkindum. Farið er að móta fyrir brúnarhjallanum aftur sem Úfurinn var hluti af og horfur á að land allt sem fór undir jökul nýverið, endurheimtist á næsta áratug, ef heldur sem horfirum sumargæsku. Í árferðispistli sínum í nóvember 2004 segir Indriði: Veðurfar frá áramótum til vors var mjög gott þó ekki jafnaðist það á við sama árstíma í fyrra. Dálítinn snjó gerði í janúar og febrúar, síðan gott og voraði vel. Þurrkar í júní og fram í júlí töfðu túnsprettu. Heyskapartíð fágætlega góð, suðlægar áttir, hægar, þurrviðri og helst að vantaði vætu fyrir háarsprettu og berjavöxt. Vikan ágúst var, hvað hlýindi snerti, ekki lík neinu því sem ég hef lifað hérlendis. Skafheiðríkt alla dagana og lítt bærilegur hiti fyrir fólk og fénað. Tíunda ágúst fór hitinn vel yfir 28 Cogfimmtudag og föstudag yfir 26 gráður. Nánast allir lækir þrutu um þetta leyti, því fannir allar hér í brúnum löngu horfnar. Skjaldfönn þraukaði þó til 16. ágúst. Tún þurrkbrunnu, úthagi gulnaði upp og nýbúarnir hér í dalnum, holugeitungar, létu mikið að sér kveða. Ódöngun víða í aðalbláberja- og bláberjalyngi sökum maðks. Berjaspretta annars með fádæmum, einkum voru bláber yfirgengileg. Vöxtur trjágróðurs afar mikill og árssprotar eins og best gerist á viðurkenndustu skógræktarsvæðum. Í lok ágúst fór að rigna og gerði þrjú eða fjögur fádæma vatnsveður í september og október svo vatnavextir urðu þvílíkir að fara verður hálfa öld aftur í tímann til að jafna við. Selá braut t.d. bakka sína og rauf fyrirhleðslugarða. Tíð í haust annars mild og hretlaus til veturnótta. Þrátt fyrir óvenjulega þurrka vour dilkar með besta móti hér og vegur þar líklega þyngst afbragðs vor sem kom óvenju bráðri döngun í allar skepnur og má þar ekki gleyma fuglum sem allt lék í lyndi hjá m.a. rjúpu sem er nú aftur farin að sjást svo minnir á það sem fyrrum var. Af einhverjum ástæðum hafa mýs þó ekki tímgast í takt við góðærið, alla vega ber flestum hér um slóðir saman um að þær séu miklu minna uppáþrengjandi en síðast haust og vetur. Í raun má segja að hvað veðursæld síðustu tveggja ára snerti, höfum við hér um slóðir flust um set austur undir Eyjafjöll. Reykjarfjarðarjökull Sporðurinn er brattur og jökulvatnið virðist koma frekar með jökulsporðinum en undan honum miðjum eins og áður fyrr. Vatnið er aurugt og í sumar var frekar mikið vatn í Reykjarfjarðarósi enda sumarið gott. Leysingin náði hátt upp á jökulinn, er nú aðeins að verða eftir vetrarsnjór á hæsta hluta jökulsins í lok sumars. skrifar Þröstur Jóhannesson í skýrslu sína. Það virðist vera algengt að framrásandi jökull vilji víkja vatninu út til hliðanna. Hnúfulaga sporðurinn virkar sem stífla á vatnsrennslið með botni jökulsins. Þótt hér sé augljóslega um framhlaup að ræða er það ekki nærri eins mikið og í Leirufjarðar- og Kaldalónsjökli né eins mikið og síðasta framhlaup Reykjarfjarðarjökuls sem stóð yfirárin og nam tæpum kílómetra. Þótt jökullinn hafi ekki byrjað að ganga fram í sporðinn fyrr en 2002 gefaljósmyndirtil kynnaað hreyfinghafi verið komin á hann ofanverðan þegar Norðurlandsjöklar Gljúfurárjökull Árni Hjartarson skrifar eftirfarandi íbréfi: Farið var í fyrstu göngur í Sveinsstaðaafrétt þann 4. september og mun aldrei hafa verið gengið jafn snemma og í ár og þar með er mæling Gljúfurárjökuls einnig gerð óvenju árla hausts. Aðstæður við jökulinn voru þær að allur snjór frá síðasta vetri var horfinn bæði úr árgljúfrinu og frá jökulröndinni. Það eina sem eftir er af vetrarsnjónum eru smáfyrningar sem liggja hátt uppi á jökli neðan undir Blekkli og undir hjarnbrekkunum sitt hvoru megin við hann. Viðmiðunarsteinninn sem merktur var 2003 var á sínum stað og merkin á honum vel sýnileg en þau þyrfti að endurmála á næsta ári. Áll úr ánni rann sitthvoru megin við steininn. Aðalállinn er 8 m austur af honum. Stefnuvarða sem hlaðin var í fyrra er horfin í ána. Áttavitastefna frá viðmiðunarsteininum í mælipunkt við jökulrönd er beint í suður. Fjarlægð í jökulinn frá steininum reyndist 47,7 m (mælt með nýju 60 m málbandi). Í fyrra (2003) var þessi fjarlægð 24 m. Jökullinn hefur því hörfað um JÖKULL No. 55,

4 Oddur Sigurðsson 2. mynd. Séð yfir sporð Kirkjujökuls úr flugvél 14. september Fjallkirkja gnæfir þar á bak við. Í baksýn er Eiríksjökull og austur úr honum skríða Ögmundarjökul og Þorvaldsjökull (til hægri). Kirkjujökull outlet glacier in eastern Langjökull ice cap has been monitored since Eiriksjökull ice cap in background. Ljósm./Photo: Oddur Sigurðsson. 23,7 m á þessum stað. Það er mesta breyting sem orðið hefur á einu ári á síðustu áratugum. Blekkilsmið, þ.e. sá staður við ána þar sem Blekkillinn hverfur undir ísbungu skriðjökulstungunnar, er nú sunnar og nær jökli en nokkru sinni frá því að athugun á því hófst. Hnitin eru: N65 43,602 V18 38,825. Jökullinn er allur nokkuð sprunginn og óhægur yfirferðar en þó ekki eins og í fyrra en þá virtist vera einhverskonar hlaup í honum enda hafði hann lítið hopar þrátt fyrir hlýindin sem þá voru. Þríhyrndur urðarfláki er í jökulsporðinum austan við mælistaðinn, nokkurs konar rönd. Þar nær jökullinn lengst fram. Áin kemur tiltölulega vatnsmikil og mórauð á um 20 m kafla undan jöklinum vestantil og hefur breytt sér töluvert frá því í fyrra, en þá kom hún í tveimur álum undan ísröndinni. Sprungur og niðurföll í ísnum marka fyrir árfarveginum undir jökli. Jökullituð Gljúfuráin fellur síðan í blátæra Skíðadalsána utan við Sveinsstaði. Neðan ármótanna hefur Skíðadalsá á sér greinilegan jökulvatnslit. Hún er þó ekki eins mórauð og Svarfaðardalsá sem enn fær á sig lit frá Búrfellsjökli sem hefur ekki lokið framhlaupi því sem hófst í jöklinum fyrir þremur árum. Jöklamælingamaðurinn kvað að lokinni mælingu: Gljúfurárjökull grið ei fær / í gróðurhúsavetrum, / tapað hefur tel ég nær / tuttugu og fjórum metrum. Grímslandsjökull Þeim félögum Sigurði Bjarklind og Karli Halldórssyni kom margt spánskt fyrir sjónir sem sjá má af bréfi þeirra. Við félagarnir röltum upp eftir Ytri-Jökulsá að venju en sáum fljótlega að landslagið hafði mikið breyst frá fyrri árum. Neðan við jökulinn höfðum við hingað til gengið á sléttri fönn en nú var svo sannar- 166 JÖKULL No. 55, 2005

5 Jöklabreytingar lega skarð fyrir skildi. Flekarnir yfir ánni voru götóttir eða horfnir og urðin meira eða minna auð á stórum köflum. Þegar við komum upp að jöklinum þekktum við hvorki haus né sporð. Við voru lengi að átta okkur á aðstæðum og það tók drjúgan tíma að finna merkið næst jökulsporðinum. Framan við sporðinn var nú gríðarleg stórgrýtisurð eða jökulruðningur og mikil grjótröst lá skáhalt upp á jökulinn auk þess sem hann var allur þakinn grjóti. Við höfðum ekki séð hann svona áður. Hann hafði samkvæmt mælingum hopað um 5 m en það var líka eitthvað annað sem hafði gerst. Fönnin var horfin og klakinn var kominn í ljós. Það var nokkurn veginn á hreinu hvar sporðurinn endaði undir ruðningnum. Nú varð okkur ljóst að svona sporðamælingar eru ekki heimsins nákvæmustu vísindi. Að hafa eitt merki og síbreytilegar aðstæður kann ekki góðri lukku að stýra. Það skemmtilega við þetta verkefni er þó það að þessi ágæti jökull er alltaf að koma okkur á óvart. Stundum er fönn yfir sporðinum eftir góð sumur, stundum er allt í gljáandi jökulklaka og nú síðast vorum við ráðvilltir eins og Lísa í Undralandi. Slíkar aðstæður sem hér er lýst koma einkum fyrir við litla jökla. Þeir eru stundum svo árum skiptir ákafiísnjó frá sporði upp í efstu drög og á það við um flesta jökla norðanlands. Þá er mikilvægt að nota þau tækifæri sem gefast eftir snjórýran vetur og gott sumar að sjá jökulinn beran og mæla. Langjökull Geitlandsjökull í Þjófakróki Jökullinn er allhreinn og sléttur á þessum slóðum þegar komið er 100 m inn fyrir jaðarinn. Kerlingarfjöll Loðmundarjökull eystri Mælt var að jöklinum við stóran íshelli þar sem út rann lækur. Jökullinn er rytjulegur á jaðrinum. Hofsjökull Blágnípujökull Lónið við jökulinn stækkar með hverju ári og stendur jökulsporðurinn út í lónið og áin er horfin. Sett var upp nýtt merki nr. BLA Nauthagajökull Jökullinn hefur lækkað geysilega frá í fyrra. Múlajökull Á tveim mælistöðum við framanverðan jökulinn hafði sporðurinn fjarlægst merkin og sýndi ekki á sér neitt fararsnið. Við Hjartafellið mældist jaðar jökulsins hins vegar mun framar en í fyrra með breyttu yfirborðián þess þó að nokkuðbendi til framhlaups jökulsins. Sátujökull á Lambahrauni Hér var bætt við nýju merki á stórum steini (1,5 mannhæð) með smá vörðu. Árið 1984 var jökulröndin rétt neðan við steininn, en var hann á kafi í snjó. Sátujökull sunnan Eyfirðingahóla Skálakvíslin var ófær bílum svo að ganga varð á jökli að mælilínu. Aurborna svæðið neðst á jöklinum mjókkar sífellt. Jökullinn er sléttur og sprungulaus eins langt og séð verður. MÝRDALSJÖKULL Sólheimajökull rennur í bugðum niður eftir dal. Ekki tekst alltaf að leggja mælilínur svo að þær elti flóttaleið jökulsins nákvæmlega. Þeim þarf þá að breyta og endurmeta afstöðu. Sums staðar, svo sem við Sólheimajökul, hafa verið settar niður fleiri mælilínur til að bæta úr þessum vanda. Einar og Gunnlaugur gera grein fyrir þessu í sinni ýtarlegu skýrslu. Vegna þess að þessi mælilína er nokkuð samhliða jöklinum á kafla hefur einnig verið mælt frá stóra steininum sem áberandi er á aurunum og sýndur er á 1. mynd í greinargerðinni frá Mælingar frá þeim stað hafa verið gerðar frá árinu Frá stóra steininum í jökul eru nú 420 m en haustið 2003 var fjarlægðin 333 m. Hop á þessum stað er því 87 m. Samkvæmt útgefnum tölum í Jökli á þessu sama tímabili hefur jökuljaðarinn hopað um 329 m. Þarna munar nokkru en yfirleitt jafnast þessi munur með tímanum. Tvö síðustu ár hefur sporður Sólheimajökuls fjarlægst merkin um tæpa 200 m og hafa engin tvö samliggjandi ár verið jöklinum jafnhörð síðan mælingar hófust árið VATNAJÖKULL Síðujökull Ekki vannst tími til mælingaferðar um haustið og var því farið í apríl 2005 að þessu sinni. Skeiðarárjökull vestur Fjarlægðin milli merkja og jökuls mældist sú sama og í fyrra þótt jökullinn hafi lækkað mikið. Nú sáust í fyrst sinn skil milli jökuls og sandaldna alla leið vestur að Súlu. Súluupptök eru á austurleið. Hannes telur að Súla skili sér öll í Gígjukvísl áður en langt um líður. JÖKULL No. 55,

6 Oddur Sigurðsson Skeiðarárjökull miðja Allur jökullinn þynntist áberandi í sumar og Hannes bendir á að haftið sem lokar Skeiðará frá Gígjukvísl styttist. Skeiðarárjökull austur - Jökullinn hefur lækkað frá miðmælilínu í átt að Jökulfelli en er úfinn þar fyrir vestan. Ekki varð komist í austasta merkið um haustið vegna þess að Skeiðará umkringdi staðinn. Þar var mælt í staðinn í febrúar Hann hafði þá skriðið fram og hækkað töluvert eins og honum hafi verið ýtt upp. Skeiðará heldur sér langt frá Skaftafellsheiði og varnargörðum að austan og rennur einungis undir vesturhluta Skeiðarárbrúar. Morsárjökull Mælingin var ónákvæm eins og í fyrra vegna lóns sem liggur með mestöllum sporðinum. Skaftafellsjökull, Svínafellsjökull, Virkisjökull og Falljökull Guðlaugur telur að jöklarnir hafi minnkað meira en mælingin segi til um. Víða eru að koma fram klettar þar sem jöklarnir falla fram af hálendinu. Ragnar þjóðgarðsvörður fylgdi Guðlaugi til mælinga. Helgi og Hálfdan Björnssynir á Kvískerjum komu við mælingum á aðeins þrem jökulsporðum. Engu að síður athuguðu þeir aðra mælistaði og úrskurðuðu þar ómælandi. Syðsti hluti Kvíárjökuls frá Kvíármýrarkambi og um það bil miðsvæðis að sjá frá Kambsmýrarkambi er að mestu sokkinn í samfellt lón, sem er þó enn að meirihluta þakið lágum grjótjökulsblokkum, sem ná lítið upp úr vatninu. Austan við þessa háu grjótjökulsöldu tekur við myndarlegur lónpollur og svo austan við hann og austur að farveginum er talsverð spild af grjótjökli... Vestan við háu grjótjökulsölduna tekur við hvítur og hreinn jökull. Þar eru áberandi hringlaga holur eða brunnar á alllöngu svæði... sem virðist vera staðbundið einkenni á Kvíárjökli. Þar sýnist jökullinn að mestu laus við sprungur. Sporður Hrútárjökuls sýnist liggja í dvala undir sínu þykka aurlagi. Ofan við það, þar sem hvíti jökullinn tekur við, hefur hann sýnilega illa þolað hlýindin undanfarið og bráðnað ofan af honum óvenju mikið ef miðað er við klettinn í miðjum jöklinum suður af Sauðafelli. Sporður Fjallsjökuls fellur nú að mestum hluta ofan í Fjallsárlón. Að austanverðu mætir hann lóninu þar sem Breiðá fellur í það og nær orðið vestur á móts við Sprekalónið ofan við Sprekalónsöldu. Í vestur enda þess rennur nú frá Hrútárjökli allmyndarleg kvísl, sem hefur grafið sér djúpan farveg eða gil, að heita má meðfram Fjallsjökli, og lokar leiðinni þar. Tók þá af mælingarstaðinn upp af Gamlaseli. Fjallsárlón hefur því stækkað mjög mikið í sumar. Þar sem jakablakkir þöktu þann hluta mikið í fyrra (2003) eru nú aðeins fáir og smáir jakar eftir en sýna þó að talsvert dýpi er á þessum hluta. Eins og sést á mælingunni á Fjallsjökli við Breiðamerkurfjall hefur hann einnig hörfað þeim megin, meira en við höfum dæmi um áður. Þegar horft er frá Bæjarskersbrún austur yfir Breiðamerkurjökul nú í október ber jaðar hans austast á móts við hæstu ölduna í Nýjaseli. Fyrir einu ári (2003) bar þann enda vestast á móts við Hálfdanaröldu. Þegar við bræður mældum Breiðamerkurjökul næst Breiðamerkurfjalli, kom í ljós, þar við jökuljaðarinn, þétt leirlag í grunnum farvegi. Í því sáust víða gróðurleifar, mest víðigreinar. Rjúpnabrekkujökull Í skýrslu Smára Sigurðssonar segir svo: Líkt og í fyrra var hægt að mæla jökulsporðinn með nokkru öryggi. Mjög lítil vetrarákoma var á jöklinum eftir veturinn. Nokkrum sinnum kom ég að jöklinum í vetur og var minni snjór á honum en oft áður. Svo mjög var snjórinn lítill á þessu svæði í vetur að erfiðlega reyndist að komast á vélsleða í Gæsavötn eftir hefðbundnum leiðum. Mun meira snjóaði á norðanverðum Sprengisandi en norðan Bárðarbungu. Opnað var fyrir umferð bíla í fyrstu viku júní en það er að öllu jöfnu ekki opnað fyrr en viku til 10 dögum af júlí. Gróður í Gæsavötnum, sem eru í 920 m y.s. var með daprara lagi þá fyrst og fremst vegna þurrka. SUMMARY Glacier variations , and The winter of was again very warm with considerable precipitation, yet highland outlet glaciers did not retain very much snow. The summer of 2004 was also well above average in temperature so all glaciers experienced negative mass balance. Glacier variations were measured at 46 locations. Four glacier snouts advanced, one due to surging, one snout was stationary, and the rest retreated. 168 JÖKULL No. 55, 2005

7 Jöklabreytingar TAFLA 2. Jöklabreytingar , og Glacier variations , and Jökull Dags. 2 síð. mæl. Mælingamaður Glacier Date of 2 last obs. Observer Snæfellsjökull Hyrningsjökull Jökulháls Drangajökull Kaldalónsjökull» Reykjarfjarðarjökull» Leirufjarðarjökull» Hallsteinn Haraldsson, Mosfellsbæ sn Hallsteinn Haraldsson, Mosfellsbæ Indriði Aðalsteinsson, Skjaldfönn Þröstur Jóhannesson, Ísafirði Ásgeir Sólbergsson, Bolungarvík Norðurlandsjöklar Gljúfurárjökull Árni Hjartarson, Tjörn Hálsjökull Sigurður Jónsson, Akureyri Barkárdalsjökull Thomas Häberle, Sviss Bægisárjökull Jónas Helgason, Akureyri Grímslandsjökull Sigurður Bjarklind, Akureyri Eiríksjökull Klofajökull Bjarni Kristinsson, Reykjavík Langjökull Upp af Geitlandi Bjarni Kristinsson, Reykjavík Hagafellsjökull vestari» Theodór Theodórsson, Reykjavík Hagafellsjökull eystri» Theodór Theodórsson, Reykjavík Kirkjujökull Einar Hrafnkell Haraldsson, Reykjavík Jökulkrókur Kristjana G. Eyþórsdóttir, Reykjavík Kerlingarfjöll Loðmundarjökull eystri Einar Hrafnkell Haraldsson, Reykjavík Hofsjökull Blágnípujökull Einar Hrafnkell Haraldsson, Reykjavík Nauthagajökull Leifur Jónsson, Reykjavík Múlajökull, vestur» Leifur Jónsson, Garðabæ Múlajökull, suðvestur» Leifur Jónsson, Garðabæ Múlajökull, suður» Leifur Jónsson, Garðabæ Sátujökull á Lambahrauni Bragi Skúlason, Sauðárkróki Sátujökull við Eyfirðingahóla Bragi Skúlason, Sauðárkróki Kvíslajökull, staður Björn Oddsson, Reykjavík Kvíslajökull, staður Bergur Einarsson, Reykjavík Eyjafjalla- og Mýrdalsjökull Gígjökull Theodór Theodórsson, Reykjavík Sólheimajökull, vesturtunga Einar Gunnlaugsson, Reykjavík Sólheimajökull, Jökulhaus Einar Gunnlaugsson, Reykjavík Sólheimajökull, austurtunga Einar Gunnlaugsson, Reykjavík Kötlujökull Oddur Sigurðsson, Reykjavík Öldufellsjökull» Gissur Jóhannesson, Herjólfsstöðum Sléttjökull» Ingibjörg Kaldal, Reykjavík Vatnajökull Tungnárjökull» ?? Hafliði Bárður Harðarson, Reykjavík Síðujökull, staður 1» Hannes Jónsson, Hvoli Síðujökull, staður 2» Hannes Jónsson, Hvoli Skeiðarárjökull, vestur» ?? Hannes Jónsson, Hvoli Skeiðarárjökull, miðja» ?? Hannes Jónsson, Hvoli JÖKULL No. 55,

8 Oddur Sigurðsson Jökull Dags. 2 síð. mæl. Mælingamaður Glacier Date of 2 last obs. Observer Vatnajökull, frh. Skeiðarárj. austur I, sæluhús» Skeiðarárj. austur III Skeiðarárj. austur IV, farvegur Morsárjökull, staður 1 Skaftafellsj. staðir 2 og 3 Öræfajökull Svínafellsjökull, staður 2 Virkisjökull Falljökull Kvíárjökull Hrútárjökull Fjallsjökull, Gamlasel Fjallsjökull, Fitjar Fjallsjökull, við Breiðamerkurfjall Breiðamerkurj. við Breiðam.fjall Ragnar F. Kristjánsson, Skaftafelli Ragnar F. Kristjánsson, Skaftafelli Ragnar F. Kristjánsson, Skaftafelli Ragnar F. Kristjánsson, Skaftafelli Guðlaugur Gunnarsson, Svínafelli Guðlaugur Gunnarsson, Svínafelli X Guðlaugur Gunnarsson, Svínafelli Guðlaugur Gunnarsson, Svínafelli X ?? Helgi Björnsson, Kvískerjum X ?? Helgi Björnsson, Kvískerjum X ?? Helgi Björnsson, Kvískerjum X ?? Helgi Björnsson, Kvískerjum Helgi Björnsson, Kvískerjum Helgi Björnsson, Kvískerjum Vatnajökull Breiðamerkurj. upp af Breiðárskála X Helgi Björnsson, Kvískerjum Breiðamerkurj. upp af Nýgræðum Helgi Björnsson, Kvískerjum Breiðamerkurj. við Stemmu» Steinn Þórhallsson, Breiðabólstað Breiðamerkurj. við Fellsfjall Steinn Þórhallsson, Breiðabólstað Heinabergsjökull, við Hafrafell Eyjólfur Guðmundsson, Hornafirði Heinabergsjökull, við Geitakinn Eyjólfur Guðmundsson, Hornafirði Fláajökull, við Hólmsárgarð Eyjólfur Guðmundsson, Hornafirði Fláajökull, austur 1, merki J Eyjólfur Guðmundsson, Hornafirði Svínafellsj. staður 3, Hornafirði Oddur Sigurðsson, Reykjavík Kverkjökull Jónas Helgason, Akureyri Rjúpnabrekkujökull Smári Sigurðsson, Akureyri + merkir framrás, merkir rýrnun sn merkir að eitthvað hindri mælingu (snjór, lón eða þ.u.l.)» táknar framhlaupsjökul merkir ekki mælt. HEIMILDIR Oddur Sigurðsson Afkoma Hofsjökuls Orkustofnun, OS-91005/VOD-02B. Oddur Sigurðsson Afkoma Hofsjökuls Orkustofnun, OS-91052/VOD-08B. Oddur Sigurðsson Afkoma nokkurra jökla á Íslandi Orkustofnun, OS-93032/VOD-02. Oddur Sigurðsson og Ólafur Jens Sigurðsson Afkoma nokkurra jökla á Íslandi Unnið fyrir auðlindadeild Orkustofnunar, Reykjavík. Orkustofnun, OS Oddur Sigurðsson, Þorsteinn Þorsteinsson, Stefán Már Ágústsson og Bergur Einarsson. Afkoma Hofsjökuls Orkustofnun, Vatnamælingar OS- 2004/029, 54 s. 170 JÖKULL No. 55, 2005

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

Sólheimajökull: Hættumat vegna lítilla og meðalstórra jökulhlaupa

Sólheimajökull: Hættumat vegna lítilla og meðalstórra jökulhlaupa Sólheimajökull: Hættumat vegna lítilla og meðalstórra jökulhlaupa Magnús Tumi Guðmundsson, Þórdís Högnadóttir Jarðvísindastofnun Háskólans Björn Oddsson Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra Unnið fyrir

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

Gögn um Kötlugosið 1918: Ljósmyndir Kjartans Guðmundssonar úr ferðum á Mýrdalsjökul í júní og september 1919

Gögn um Kötlugosið 1918: Ljósmyndir Kjartans Guðmundssonar úr ferðum á Mýrdalsjökul í júní og september 1919 Gögn um Kötlugosið 1918: Ljósmyndir Kjartans Guðmundssonar úr ferðum á Mýrdalsjökul í júní og september 1919 Magnús T. Guðmundsson Þórdís Högnadóttir Raunvísindastofnun Háskólans maí 2001 RH-08-2001 1

More information

Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki

Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki NÍ-11001 Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki Áfangaskýrsla 2010 Borgþór Magnússon Unnið fyrir Landsvirkjun Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki Áfangaskýrsla 2010 Borgþór Magnússon Unnið fyrir Landsvirkjun

More information

JARÐHITI, GOSSTÖÐVAR OG SKILYRÐI TIL VATNSSÖFNUNAR Í GRÍMSVÖTNUM Magnús Tumi Guðmundsson Þórdís Högnadóttir Kirsty Langley

JARÐHITI, GOSSTÖÐVAR OG SKILYRÐI TIL VATNSSÖFNUNAR Í GRÍMSVÖTNUM Magnús Tumi Guðmundsson Þórdís Högnadóttir Kirsty Langley JARÐHITI, GOSSTÖÐVAR OG SKILYRÐI TIL VATNSSÖFNUNAR Í GRÍMSVÖTNUM 2001-2002 Magnús Tumi Guðmundsson Þórdís Högnadóttir Kirsty Langley Raunvísindastofnun Háskólans Febrúar 2003 RH-01-2003 1 ÁGRIP Í kjölfar

More information

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Klettafjöllin og Grand Canyon 1 Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Kristbjörg María Guðmundsdóttir Eitt af fallegustu handverkum náttúruaflanna er án efa að finna í vesturhluta Norður-Ameríku.

More information

Afkoma og hreyfing Breiðamerkurjökuls og afrennsli leysingavatns til Jökulsárlóns á Breiðamerkursandi 2017

Afkoma og hreyfing Breiðamerkurjökuls og afrennsli leysingavatns til Jökulsárlóns á Breiðamerkursandi 2017 Greinargerð til Vegagerðarinnar vegna styrks til verkefnisins: Afkoma og hreyfing Breiðamerkurjökuls og afrennsli leysingavatns til Jökulsárlóns á Breiðamerkursandi 2017 Jöklahópur Jarðvísindastofnunar

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

The impact of climate change on glaciers and glacial runoff in Iceland

The impact of climate change on glaciers and glacial runoff in Iceland The impact of climate change on glaciers and glacial runoff in Iceland Bergur Einarsson 1, Tómas Jóhannesson 1, Guðfinna Aðalgeirsdóttir 2, Helgi Björnsson 2, Philippe Crochet 1, Sverrir Guðmundsson 2,

More information

LV Afkomu- og hraðamælingar á Langjökli

LV Afkomu- og hraðamælingar á Langjökli LV-2017-125 Afkomu- og hraðamælingar á Langjökli Jökulárið 2016-2017 Lykilsíða Skýrsla LV nr: LV-2017-125 Dags: Desember 2017 Fjöldi síðna: 25 Upplag: 1 Dreifing: Birt á vef LV Opin Takmörkuð til Titill:

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Áhrif lofthita á raforkunotkun Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Júlí 2017 Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Orkustofnun Júlí 2017 Útgefandi: Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Sími: 569 6000, Fax, 568

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

VIÐAUKI 11. Aðalskipulag Hveragerðis. Hveragerði og nágrenni Jarðfræði-, jarðhita- og grunnvatnskort. Jarðhitamælingar sumarið kort

VIÐAUKI 11. Aðalskipulag Hveragerðis. Hveragerði og nágrenni Jarðfræði-, jarðhita- og grunnvatnskort. Jarðhitamælingar sumarið kort VIÐAUKI 11 Aðalskipulag Hveragerðis Hveragerði og nágrenni Jarðfræði-, jarðhita- og grunnvatnskort Jarðhitamælingar sumarið 2005 2 kort Hveragerði Hitamælingar í jarðvegi og sprungur Kristján Sæmundsson

More information

Upphitun íþróttavalla árið 2015

Upphitun íþróttavalla árið 2015 Rit LbhÍ nr. 99 Upphitun íþróttavalla árið 2015 Guðni Þorvaldsson og Svavar Tryggvi Óskarsson 2018 Rit LbhÍ nr. 99 ISSN 1670-5785 ISBN 978-9979-881-70-4 Upphitun íþróttavalla árið 2015 Guðni Þorvaldsson

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

LV Afkomu- og hraðamælingar á Langjökli

LV Afkomu- og hraðamælingar á Langjökli LV-2013-115 Afkomu- og hraðamælingar á Langjökli Jökulárið 2011-2012 Afkomu- og hraðamælingar á Langjökli jökulárið 2011-2012 Finnur Pálsson Sverrir Guðmundsson Helgi Björnsson Jarðvísindastofnun Háskólans

More information

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2 1 Examples 2 Sýnidæmi 2 2 Example 25-1 Gefið er 3 fasa, 3 teina raforkukerfi samkvæmt meðfylgjandi einlínumynd. Allar stærðir á myndinni eru í einingakerfinu ( per unit ). Seríuviðnám háspennulínanna er

More information

Reykholt í Borgarfirði

Reykholt í Borgarfirði RANNSÓKNASKÝRSLUR 1999 Reykholt í Borgarfirði Framvinduskýrsla 1999 Guðrún Sveinbjarnardóttir og Guðmundur H. Jónsson 6 ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS ÚTIMINJASVIÐ NATIONAL MUSEUM OF ICELAND DIVISION OF MONUMENTS

More information

Relation between glacier-termini variations and summer temperature in Iceland since 1930

Relation between glacier-termini variations and summer temperature in Iceland since 1930 170 Annals of Glaciology 46 2007 Relation between glacier-termini variations and summer temperature in Iceland since 1930 Oddur SIGURÐSSON, 1 Trausti JÓNSSON, 2 Tómas JÓHANNESSON 2 1 Hydrological Service,

More information

Þorsteinn Sæmundsson *, Halldór G. Pétursson #, Höskuldur Búi Jónsson # & Helgi Páll Jónsson*

Þorsteinn Sæmundsson *, Halldór G. Pétursson #, Höskuldur Búi Jónsson # & Helgi Páll Jónsson* Kortlagning á sigi á Siglufjarðarvegi um Almenninga Lokaskýrsla 2004 Unnið fyrir Vegagerð ríkisins Þorsteinn Sæmundsson *, Halldór G. Pétursson #, Höskuldur Búi Jónsson # & Helgi Páll Jónsson* * Náttúrustofa

More information

JARÐHITI Í GRÍMSVÖTNUM ÁRIÐ 2004 TENGSL ELDGOSS OG JARÐHITA. Magnús Tumi Guðmundsson Þórdís Högnadóttir

JARÐHITI Í GRÍMSVÖTNUM ÁRIÐ 2004 TENGSL ELDGOSS OG JARÐHITA. Magnús Tumi Guðmundsson Þórdís Högnadóttir JARÐHITI Í GRÍMSVÖTNUM ÁRIÐ 2004 TENGSL ELDGOSS OG JARÐHITA Magnús Tumi Guðmundsson Þórdís Högnadóttir Jarðvísindastofnun Háskólans Febrúar 2005 RH-02-2005 1 ÁGRIP Með kortlagningu Grímsvatnasvæðisins

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Útg. Dags. Höf. Rýnir Samþykkur Lýsing 3 11/01 2006 GG EH Lokaskýrsla II 2 21/12 2005 GG SvSv Lokaskýrsla I 1 15/12 2005 GG Uppkast 1

More information

LV Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns

LV Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns LV-2014-094 Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns Lykilsíða Skýrsla LV nr: LV-2014-094 Dags: október 2014 Fjöldi síðna: 26 Upplag: Rafræn Dreifing: Birt á vef LV Opin Takmörkuð til Titill: Úttekt

More information

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gylfi Magnússon Viðskiptafræðideild Ritstjóri Ingjaldur Hannibalsson Rannsóknir í félagsvísindum XIII. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2012 Reykjavík:

More information

Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki Áfangaskýrsla 2012

Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki Áfangaskýrsla 2012 NÍ-13004 Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki Áfangaskýrsla Borgþór Magnússon og Sigmar Metúsalemsson Unnið fyrir Landsvirkjun, LV-2013/037 Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki Áfangaskýrsla Borgþór

More information

Reykholt í Borgarfirði

Reykholt í Borgarfirði RANNSÓKNASKÝRSLUR FORNLEIFADEILDAR 1998 Reykholt í Borgarfirði Framvinduskýrsla 1998 Guðrún Sveinbjarnardóttir og Guðmundur H. Jónsson 12 ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS ÚTIMINJASVIÐ NATIONAL MUSEUM OF ICELAND DIVISION

More information

Íshellar í Vatnajökulsþjóðgarði

Íshellar í Vatnajökulsþjóðgarði Íshellar í Vatnajökulsþjóðgarði Aðferðir við mat á áhættu Magnús Tumi Guðmundsson, Finnur Pálsson Jarðvísindastofnun Háskólans Jón Gauti Jónsson Mountain Tours Lokauppkast Raunvísindastofnun Háskólans

More information

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ / 1004720-1004720-3-ABC 2.1.2018 09::16 Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær»»» Reykjavík/HÍ 06:42 06:44 06:45 06:47 06:51 06:52 06: 07:17 07:18 07:22 07:28 07:29 07:31 07:32 07:34 07:36 07:38

More information

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum Raddir fjölbreyttra kennarahópa Sólveig Karvelsdóttir, lektor, HÍ Hafdís Guðjónsdóttir, dósent, HÍ Rannsóknin er hluti af tveimur rannsóknum Fjölbreyttir kennarahópar

More information

Reykholt í Borgarfirði

Reykholt í Borgarfirði RANNSÓKNASKÝRSLUR 2000 4 Reykholt í Borgarfirði Framvinduskýrsla 2000 Guðrún Sveinbjarnardóttir ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS ÚTIMINJASVIÐ NATIONAL MUSEUM OF ICELAND DIVISION OF MONUMENTS AND SITES Ljósmynd á

More information

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar 1 Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar Introduction to rotating machines 2 Grunnhugtök og meginþættir Klassískar gerðir véla Riðstraumsvélar Samfasavél (synchronous machine) Spanvél (induction machine

More information

Brennisteinsvetni í Hveragerði

Brennisteinsvetni í Hveragerði Þróun 2014-022 Reykjavík, september 2014 Brennisteinsvetni í Hveragerði September 2012 mars 2014 Snjólaug Ólafsdóttir EBS-411-01 Útgefandi: Orkuveita Reykjavíkur Útgáfudagur: September 2014 Umsjón og ábyrgð:

More information

Hrafnabjörg í Bárðardal

Hrafnabjörg í Bárðardal LV-2004/012 Hrafnabjörg í Bárðardal Jarðfræðiathuganir og jarðfræðikort ÍSOR-2003/024 Janúar 2004 - 3 - UPPLÝSINGABLAÐ Skýrsla nr: LV-2004/012 ÍSOR-2003/024 Dags: Janúar 2004 Fjöldi síðna: 37 Upplag: 25

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

Fjallkrækill Fyrsta fórnarlamb hlýnandi loftslags á Íslandi?

Fjallkrækill Fyrsta fórnarlamb hlýnandi loftslags á Íslandi? Ritrýnd grein Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Hörður Kristinsson Fjallkrækill Fyrsta fórnarlamb hlýnandi loftslags á Íslandi? S íðustu áratugina hafa menn mikið velt fyrir sér áhrifum hlýnandi

More information

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu?

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu? Upphaf mælinga í uppsjávarskipum Sigurjón Arason Yfirverkfræðingur Matís ohf. og Prófessor, Háskóli Íslands Dr. Magnea G. Karlsdóttir; Fagstjóri, Matís ohf. Ásbjörn Jónsson; Verkefnastjóri, Matís ohf Magnús

More information

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg.

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg. STO FNA Ð 1945 VESTANPÓSTUR Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg. Meðal efnis: Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi VESTANPÓSTUR 2006 Ábyrgðarmaður: Guðfinnur Kjartansson

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

Hörfandi jöklar. Tillögur að gönguleiðum við sunnanverðan Vatnajökul. Snævarr Guðmundsson og Helga Árnadóttir

Hörfandi jöklar. Tillögur að gönguleiðum við sunnanverðan Vatnajökul. Snævarr Guðmundsson og Helga Árnadóttir Hörfandi jöklar Tillögur að gönguleiðum við sunnanverðan Vatnajökul Snævarr Guðmundsson og Helga Árnadóttir Vatnajökulsþjóðgarður Gömlubúð, Heppuvegi 1, Höfn í Hornafirði Hörfandi jöklar Tillögur að gönguleiðum

More information

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur V. Hitabylgjur og hlýir dagar

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur V. Hitabylgjur og hlýir dagar Greinargerð 03030 Trausti Jónsson Langtímasveiflur V Hitabylgjur og hlýir dagar VÍ-ÚR21 Reykjavík September 2003 Hitabylgjur og hlýir dagar Inngangur Íslenskar hitabylgjur verða að teljast fremur vesælar

More information

Lifandi kennslu stofa í loftslags breytingum. A natural laboratory to study climate change

Lifandi kennslu stofa í loftslags breytingum. A natural laboratory to study climate change Lifandi kennslu stofa í loftslags breytingum A natural laboratory to study climate change 1 Útgefandi Published by Vatnajökuls þjóðgarður Texti Text Hrafnhildur Hannesdóttir Snorri Baldursson Þýðing Translation

More information

TÍMARIT UM FUGLA Nr. 5 - nóvember 1986

TÍMARIT UM FUGLA Nr. 5 - nóvember 1986 Bliki TÍMARIT UM FUGLA Nr. 5 - nóvember 1986 BLIKI er gefinn út af dýrafræðideild Náttúrufræðistofnunar Íslands í samvinnu við of Natural History, Department of Zoology, BLIKI is published by the Icelandic

More information

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi í norðaustanverðu Atlantshafi Jóhann Sigurjónsson Hafrannsóknastofnun Grand Hótel, Reykjavík, 21.-22. nóvember 2013 Efni erindis Deilistofnar Ástand og horfur Uppsjávar þríeykið Norsk-íslensk síld-kolmunni-makríll

More information

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Power Point leiðbeiningar Sjónarhorn View Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Outline view - Yfirlitshamur Hér er hægt að rita minnispunkta við hverja glæru fyrir þann sem

More information

Þungmálmar í mosa í nágrenni fyrirhugaðs álvers í Reyðarfirði árið 2000

Þungmálmar í mosa í nágrenni fyrirhugaðs álvers í Reyðarfirði árið 2000 Þungmálmar í mosa í nágrenni fyrirhugaðs álvers í Reyðarfirði árið 2000 Sigurður H. Magnússon Unnið fyrir Reyðarál hf. NÍ-02011 Reykjavík, júní 2002 NÁTTÚRUFRÆÐISTOFNUN ÍSLANDS ISSN 1670-0120 ENGLISH SUMMARY

More information

Jökulhlaup í Sveðju í júlí 2011:

Jökulhlaup í Sveðju í júlí 2011: Jökulhlaup í Sveðju í júlí 2011: Íssjármælingar við Hamarsketil vorin 2013, 2014 og 2015 og yfirborðshæðarbreytingar í katlinum og nágrenni hans 1998-2015 Eyjólfur Magnússon, Finnur Pálsson, Magnús T.

More information

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur CHEMISTRY The Central 9th Edition Hlutfallareikningur: AðA reikna út frá formúlum og efnajöfnum fnum Lavoisier: Massi varðveitist í efnahvörfum. : lýsa efnahvörfum. Efnajafna : Hvarfefni og myndefni: 2H

More information

LV Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar

LV Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar LV-2014-021 Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar Mælingar með samanburði á gervitunglamyndum frá 2002, 2010 og 2012 Lykilsíða Skýrsla LV nr: LV 2014 021 Dags: 19.02.2014

More information

Mælingar á loftmengandi efnum í Reykjavík 2009

Mælingar á loftmengandi efnum í Reykjavík 2009 UHR - 2009 Mælingar á loftmengandi efnum í Reykjavík 2009 Anna Rósa Böðvarsdóttir Heilbrigðisfulltrúi Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur / Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkur Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík Notkun merkis Veðurstofu Íslands Veðurstofa Íslands Bústaðavegur 9 150 Reykjavík +354 522 60 00 +354 522 60 01 vedur@vedur.is Maí 2009 2 Efnisyfirlit Merki 3 Litanotkun 5 Merki í fleti 6 Stærð merkisins

More information

Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri

Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri Hugvísindasvið Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri Pólitíkin og pönkið Ritgerð til B.A.-prófs Valur Gunnarsson Janúar 2010 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Almenn bókmenntafræði Skítsama um allt, frá

More information

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Kynning í Dalskóla 6. desember 2018 Gautur Þorsteinsson, verkfræðingur Um útvarpsþjónustu Fyrsta útsending útvarpsdagskrár 1920 Útsendingar útvarps

More information

Jarðfræðikortlagning á Gráuhnúkasvæði. Sigdældin milli Reykjafells og Litla Meitils. Tengist hún Jarðhitakerfinu?

Jarðfræðikortlagning á Gráuhnúkasvæði. Sigdældin milli Reykjafells og Litla Meitils. Tengist hún Jarðhitakerfinu? Jarðfræðikortlagning á Gráuhnúkasvæði. Sigdældin milli Reykjafells og Litla Meitils. Tengist hún Jarðhitakerfinu? Björn S. Harðarson, Sigurður G. Kristinsson, Ragna Karlsdóttir, Gunnlaugur M. Einarsson

More information

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Jón Viðar Jónmundsson 1 og Emma Eyþórsdóttir 2 1 Bændasamtökum Íslands 2 Rannsóknarstofnun landbúnaðarins/lbh á Hvanneyri Inngangur Fyrsta

More information

1.3 Jean Luc Nancy um skynjun og tilveru Almennt um innsetningar Judith Rugg um innra og ytra rými... 11

1.3 Jean Luc Nancy um skynjun og tilveru Almennt um innsetningar Judith Rugg um innra og ytra rými... 11 Samantekt Í þessari ritgerð er fjallað um rými og innsetningar og sérstaklega verk Elínar Hansdóttur Path og Parallax. Elín er ungur, íslenskur listamaður sem hefur vakið mikla athygli á síðustu árum með

More information

Þríhnúkagígur. Jarðfræðirannsóknir og tillögur vegna gangagerðar. Kristján Sæmundsson. Unnið fyrir Þríhnúka ehf. Greinargerð

Þríhnúkagígur. Jarðfræðirannsóknir og tillögur vegna gangagerðar. Kristján Sæmundsson. Unnið fyrir Þríhnúka ehf. Greinargerð Þríhnúkagígur Jarðfræðirannsóknir og tillögur vegna gangagerðar Kristján Sæmundsson Unnið fyrir Þríhnúka ehf. Greinargerð ÍSOR-06144 Verknr.: 500-078 09.11.2006 ÍSLENSKAR ORKURANNSÓKNIR Reykjavík: Orkugarður,

More information

E F N I S Y F I R L I T. Veðurstofa Íslands 2016 Bústaðavegi 7 9, 108 Reykjavík

E F N I S Y F I R L I T. Veðurstofa Íslands 2016 Bústaðavegi 7 9, 108 Reykjavík ÁRSSKÝRSLA 2015 E F N I S Y F I R L I T 3 Frá forstjóra 4 Náttúrufar 10 Skaftárhlaup 14 Ofurtölva á Veðurstofunni 16 Þróun og rannsóknir 20 Verkefni 22 Stofnunin 24 Fjármál og rekstur 26 Ritaskrá starfsmanna

More information

Jarðfræði- og jarðhitakort af Torfajökulssvæðinu. Unnið fyrir Auðlindadeild Orkustofnunar. OS-2001/036 Maí Orkustofnun Rannsóknasvið

Jarðfræði- og jarðhitakort af Torfajökulssvæðinu. Unnið fyrir Auðlindadeild Orkustofnunar. OS-2001/036 Maí Orkustofnun Rannsóknasvið Verknr. 8-720102 Kristján Sæmundsson Guðmundur Ómar Friðleifsson Í Torfajökli Jarðfræði- og jarðhitakort af Torfajökulssvæðinu Unnið fyrir Auðlindadeild Orkustofnunar OS-2001/036 Maí 2001 ISBN 9979-68-074-1

More information

Grafísk hönnun og hip-hop Þróun umslagahönnunar í hip-hop tónlist

Grafísk hönnun og hip-hop Þróun umslagahönnunar í hip-hop tónlist Grafísk hönnun og hip-hop Þróun umslagahönnunar í hip-hop tónlist Daði Oddberg Einarsson Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Desember 2016 Grafísk hönnun og hip-hop

More information

Reykholt í Borgarfirði

Reykholt í Borgarfirði RANNSÓKNASKÝRSLUR 2001 7 Reykholt í Borgarfirði Framvinduskýrsla 2001 Guðrún Sveinbjarnardóttir ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS ÚTIMINJASVIÐ NATIONAL MUSEUM OF ICELAND DIVISION OF MONUMENTS AND SITES Ljósmynd á

More information

Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við leikskólann Steinahlíð og tilraunir með rykbindingar, - tímabilið 16. febrúar - 20.

Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við leikskólann Steinahlíð og tilraunir með rykbindingar, - tímabilið 16. febrúar - 20. USR - 29 Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við leikskólann Steinahlíð og tilraunir með rykbindingar, - tímabilið 16. febrúar - 2. apríl 29 - Anna Rósa Böðvarsdóttir Heilbrigðisfulltrúi Heilbrigðiseftirlit

More information

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Stillt upp fyrir tískumyndatöku í Hörpu. Samantekt unnin fyrir Höfuðborgarstofu mars 2017 Höfundur: Rögnvaldur Guðmundsson Rannsóknir

More information

LiDAR mapping of the Snæfellsjökull ice cap, western Iceland

LiDAR mapping of the Snæfellsjökull ice cap, western Iceland Reviewed research article LiDAR mapping of the Snæfellsjökull ice cap, western Iceland Tómas Jóhannesson 1, Helgi Björnsson 2, Finnur Pálsson 2, Oddur Sigurðsson 1 and Þorsteinn Þorsteinsson 1 1 Icelandic

More information

VEIÐIMÁLASTOFNUN Veiðinýting Lífríki í ám og vötnum Rannsóknir Ráðgjöf

VEIÐIMÁLASTOFNUN Veiðinýting Lífríki í ám og vötnum Rannsóknir Ráðgjöf Mat á hindrunum á gönguleið laxfiska í farvegi Jökulsár á Dal Guðni Guðbergsson VMST/0942 Október 2009 Skýrsla unnin fyrir Veiðifélag Jökulsár á Dal VEIÐIMÁLASTOFNUN Veiðinýting Lífríki í ám og vötnum

More information

VEGABÆTUR Á VEGI FRÁ REYKJUM Í ÓLAFSFIRÐI UPP Á LÁGHEIÐI Fornleifarannsóknir á Reykjum í Ólafsfirði og á Lágheiði. Lokaskýrsla

VEGABÆTUR Á VEGI FRÁ REYKJUM Í ÓLAFSFIRÐI UPP Á LÁGHEIÐI Fornleifarannsóknir á Reykjum í Ólafsfirði og á Lágheiði. Lokaskýrsla VEGABÆTUR Á VEGI FRÁ REYKJUM Í ÓLAFSFIRÐI UPP Á LÁGHEIÐI Fornleifarannsóknir á Reykjum í Ólafsfirði og á Lágheiði Lokaskýrsla Oscar Aldred Með kafla um gjóskulög eftir Magnús Á. Sigurgeirsson Fornleifastofnun

More information

Hafrannsóknastofnunin. Fjölrit nr. 142

Hafrannsóknastofnunin. Fjölrit nr. 142 Brottkast og GPS merkingar 1 Hafrannsóknastofnunin. Fjölrit nr. 142 Mælingar á brottkasti botnfiska 2007 Ólafur K. Pálsson 1, Höskuldur Björnsson 1, Ari Arason 2, Eyþór Björnsson 2, Guðmundur Jóhannesson

More information

Viftur. Það borgar sig að nota það besta! Bíla- og vélavörur...sem þola álagið! Höfundar efnis í þessu blaði: Bogi Baldursson.

Viftur. Það borgar sig að nota það besta! Bíla- og vélavörur...sem þola álagið! Höfundar efnis í þessu blaði: Bogi Baldursson. Höfundar efnis í þessu blaði: Bogi Baldursson Þá er þetta annað tölublað Mótor & Sport orðið að veruleika og viljum við þakka fyrir allar þær hringingar og tölvupósta sem okkur hafa borist. Miðað við viðtökurnar

More information

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur IV. Illviðrabálkar

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur IV. Illviðrabálkar Greinargerð 32 Trausti Jónsson Langtímasveiflur IV Illviðrabálkar VÍ-ÚR14 Reykjavík Maí 23 Illviðrabálkur Inngangur Hér er fjallað um ýmislegt varðandi illviðri á Íslandi. Tilraunir eru gerðar til þess

More information

Þungmálmar og brennisteinn í tildurmosa við iðnaðarsvæðið í Hellnahrauni í Hafnarfirði haustið 2013

Þungmálmar og brennisteinn í tildurmosa við iðnaðarsvæðið í Hellnahrauni í Hafnarfirði haustið 2013 NÍ-14001 Þungmálmar og brennisteinn í tildurmosa við iðnaðarsvæðið í Hellnahrauni í Hafnarfirði haustið 2013 Sigurður H. Magnússon Unnið fyrir Hafnarfjarðarbæ Þungmálmar og brennisteinn í tildurmosa við

More information

Greinargerð Trausti Jónsson. Sveiflur III Árstíðasveiflur á Íslandi

Greinargerð Trausti Jónsson. Sveiflur III Árstíðasveiflur á Íslandi Greinargerð 33 Trausti Jónsson Sveiflur III Árstíðasveiflur á Íslandi VÍ-ÚR1 Reykjavík Október Árstíðasveiflur Inngangur Hér verður fjallað um árstíðasveiflu nokkurra veðurþátta á Íslandi. Mest er stuðst

More information

Innihaldsyvirlit. til vegleiðing umsiting av kundum í FSL-debitor. seinast dagført 15. aug. 2017

Innihaldsyvirlit. til vegleiðing umsiting av kundum í FSL-debitor. seinast dagført 15. aug. 2017 Innihaldsyvirlit til vegleiðing umsiting av kundum í FSL-debitor seinast dagført 15. aug. 2017 Innihaldsyvirlit...1 Upprættan av kundum við INDIVID...2 Allar fyritøkur og persónar, ið hava føroyskt A-,

More information

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016 FLUGTÖLUR 216 INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 216 Flugvöllur 215 216 Br. 16/15 Hlutdeild Reykjavík 348.24 377.672 8,5% 5,4% Akureyri 17.897 183.31 7,3% 24,5% Egilsstaðir 89.79 93.474 4,9%

More information

Saga fyrstu geimferða

Saga fyrstu geimferða Lokaverkefni 2015 Réttarholtsskóli Saga fyrstu geimferða Arnar Freyr Jónsson og Oddur Kjartansson 10.FG Hópur 26 Geimöldin Árið 1957 hófst hin svokallaða geimöld sem síðar átti eftir að verða frumkvöðullinn

More information

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014 FLUGTÖLUR 2014 INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014 Flugvöllur 2013 2014 Br. 14/13 Hlutdeild Reykjavík 338.278 328.205-3,0% 48,6% Akureyri 178.231 172.106-3,4% 25,5% Egilsstaðir 91.561

More information

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, apríl 2012

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, apríl 2012 EFLA Verkfræðistofa STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin 2002-2011 Reykjavík, apríl 2012 2012, EFLA verkfræðistofa hf - Vinnslu efnis og frágang texta annaðist Kolbrún Reinholdsdóttir fyrir Verkfræðistofuna

More information

Wind to Hot water MILL Detailed Specifications

Wind to Hot water MILL Detailed Specifications MILL 2700 Detailed Specifications Generator Type 3 phase generator with high-quality permanent magnets. Cast aluminium body. Generator Weight 25 kg Blade/Rotor Construction 3 Blades, Advanced injection

More information

FRÁ FORSTJÓRA. 2 Frá forstjóra 4 Náttúrufar 11 Náttúruvá 13 Rannsóknir verkefni 16 Fjármál og rekstur 18 Ritaskrá starfsmanna

FRÁ FORSTJÓRA. 2 Frá forstjóra 4 Náttúrufar 11 Náttúruvá 13 Rannsóknir verkefni 16 Fjármál og rekstur 18 Ritaskrá starfsmanna ÁRSSKÝRSLA 2017 FRÁ FORSTJÓRA Á R S S K Ý R S L A 2 0 1 7 2 Frá forstjóra 4 Náttúrufar 11 Náttúruvá 13 Rannsóknir verkefni 16 Fjármál og rekstur 18 Ritaskrá starfsmanna Veðurstofa Íslands 2018 Bústaðavegi

More information

KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR

KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR KV 2018-3 KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR Greining á mögulegum eldisuppruna 12 laxa sem veiddust í tveimur ám á Vestfjörðum árið 2017 Analysis of 12 salmon caught in two rivers in the Icelandic Westfjords 2017

More information

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Þórólfur Guðnason yfirlæknir Sóttvarnalæknir, Embætti landlæknis Nóvember 2014 Gastegundir frá eldgosum >95% H 2 O, CO 2 SO 2

More information

Öryggi barna skiptir miklu máli, börnin eru

Öryggi barna skiptir miklu máli, börnin eru Sálfræðiritið Tímarit Sálfræðingafélags Íslands 16. árg. 2011, bls. 73 79 Öryggi barna í innkaupakerrum: Áhrifarík leið til að forðast slys Háskóli Íslands Öryggi barna ætti að skipta foreldra miklu máli.

More information

Inngangur. Í 79% tilvika var lagt hald á ávana- og fíkniefni á heimilum kærðra, á líkama þeirra eða í bifreiðum.

Inngangur. Í 79% tilvika var lagt hald á ávana- og fíkniefni á heimilum kærðra, á líkama þeirra eða í bifreiðum. Inngangur Skýrslan sem hér er birt er framhald skýrslu sem kom út í fyrra um sama efni. Með upplýsingum sem koma fram í skýrslunni gefst tækifæri til þess að meta þróun fíkniefnamála og mæla árangur af

More information

Hugvísindasvið. Lesið í landið. Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag. Ritgerð til B.A.-prófs. Ásta Hermannsdóttir

Hugvísindasvið. Lesið í landið. Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag. Ritgerð til B.A.-prófs. Ásta Hermannsdóttir Hugvísindasvið Lesið í landið Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag Ritgerð til B.A.-prófs Ásta Hermannsdóttir Janúar 2011 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Fornleifafræði Lesið í landið

More information

Vegagerðin HRINGVEGUR UM HORNAFJÖRÐ. Vatnafar. Helgi Jóhannesson

Vegagerðin HRINGVEGUR UM HORNAFJÖRÐ. Vatnafar. Helgi Jóhannesson Vegagerðin HRINGVEGUR UM HORNAFJÖRÐ Vatnafar Helgi Jóhannesson Reykjavík, júní 2007 EFNISYFIRLIT 1. INNGANGUR.............................................. 1 2. GRUNNÁSTAND...........................................

More information

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014 EFLA Verkfræðistofa STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin 2004-2013 Reykjavík, júní 2014 2014, hf - Vinnslu efnis og frágang texta annaðist Kolbrún Reinholdsdóttir fyrir Verkfræðistofuna EFLU hf. ISSN ISBN

More information

Ofbeit í sjó orsök landeyðingar Hugleiðingar um áhrif skollakopps á landrof í ljósi þróunar í Kollsvík

Ofbeit í sjó orsök landeyðingar Hugleiðingar um áhrif skollakopps á landrof í ljósi þróunar í Kollsvík Valdimar Össurarson Ofbeit í sjó orsök landeyðingar Hugleiðingar um áhrif skollakopps á landrof í ljósi þróunar í Kollsvík VÖ/jan/2017 Efni Inngangur... 3 Viðfangsefni og tilgáta... 4 Offjölgun skollakopps...

More information

Erlendir vetrarferðamenn vegir og þjónusta

Erlendir vetrarferðamenn vegir og þjónusta Erlendir vetrarferðamenn vegir og þjónusta 2017-2018 Erlendir vetrarferðamenn vegir og þjónusta 2017-2018 Vetrarferðamenn utan þjónustusvæðis Vegagerðarinnar. Greinargerð unnin með stuðningi rannsóknasjóðs

More information

Skriðuhætta við Reyki, Hjaltadal í Skagafirði

Skriðuhætta við Reyki, Hjaltadal í Skagafirði Skriðuhætta við Reyki, Hjaltadal í Skagafirði Halldór G. Pétursson Unnið fyrir Snjóflóðadeild Veðurstofunnar NÍ-98004 Akureyri, maí 1998 EFNISYFIRLIT 1 INNGANGUR 1 2 STAÐHÆTTIR 1 2.1 Aðstæður á hallinu

More information

Þegar tilveran hrynur

Þegar tilveran hrynur ÓHÁÐ FRÉTTABLAÐ Á VESTFJÖRÐUM Fimmtudagur 11. júní 2003 23. tbl. 20. árg. Stofnað 14. nóvember 1984 Sími 456 4560 Veffang: www.bb.is Netfang: bb@bb bb.is Verð kr. 250 m/vsk Þegar tilveran hrynur rætt við

More information

9. tbl nr tbl. 29. árg. nr október 2016

9. tbl nr tbl. 29. árg. nr október 2016 9. tbl. 2016 nr. 507 Þátttakendur á starfsgreinafundi skoða Vaðlaheiðargöng að austanverðu. Á myndinni eru frá vinstri talið: Einar Gíslason, Sigurður Mar Óskarsson, Sigurður Sigurðarson, Magnús Einarsson

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr. 54 8. árgangur

More information

Deilt um vatnsréttindi í Jökuldal

Deilt um vatnsréttindi í Jökuldal 10 SveitaSæla á Sauðárkróki er komin til að vera 14 Deilt um vatnsréttindi í Jökuldal 24 Mannmergð og menningarhús í Eyjafirði 14. tölublað 2007 l Þriðjudagur 28. ágúst l Blað nr. 265 l Upplag 17.000 Nýir

More information