Hlýnunarstuðull og líftími í andrúmslofti þeirra gróðurhúsalofttegunda sem loftslagssamningurinn tekur til. (Heimild: Umhverfisstofnun).

Size: px
Start display at page:

Download "Hlýnunarstuðull og líftími í andrúmslofti þeirra gróðurhúsalofttegunda sem loftslagssamningurinn tekur til. (Heimild: Umhverfisstofnun)."

Transcription

1

2 Töfluskrá Tafla 1 Umhverfisóhöpp hjá Landsvirkjun á árunum BLS Tafla 2 Hlýnunarstuðull og líftími í andrúmslofti þeirra gróðurhúsalofttegunda sem loftslagssamningurinn tekur til. (Heimild: Umhverfisstofnun). 56 Viðauki-Tafla 1 Samantekt yfir raforkuvinnslu Landsvirkjunar ásamt starfsmannafjölda árið Viðauki-Tafla 2 Raforkuvinnsla Landsvirkjunar og heildarraforkuvinnsla á Íslandi (Upplýsingar fyrir landið í heild eru fengnar úr ársskýrslum Orkustofnunar ). 77 Viðauki-Tafla 3 Nýting jarðhitaforðans við raforkuvinnslu Landsvirkjunar árin Viðauki-Tafla 4 Magn gufu og vatns sem kemur upp við rannsóknarboranir við Kröflu og Bjarnarflag á árunum Viðauki-Tafla 5 Notkun eldsneytis í starfsemi Landsvirkjunar árið Viðauki-Tafla 6 Eldsneytisnotkun árin og samanburður milli ára. 79 Viðauki-Tafla 7 Viðauki-Tafla 8 Viðauki-Tafla 9 Dreifing tilbúins áburðar, magn og fjöldi gróðursettra plantna á vegum Landsvirkjunar árin Gróðursetning plantna á vegum samvinnuverkefnisins Margar hendur vinna létt verk árin Yfirlit yfir helstu magntölur í Margar hendur vinna létt verk frá starfshópum á höfuðborgarsvæðinu árið Viðauki-Tafla 10 Margar hendur vinna létt verk samstarfsaðilar og verkefni sumarsins Viðauki-Tafla 11 Magn efna í þétti- og skiljuvatni (þungmálmar, næringarefni og gös) frá orkuvinnslu og rannsóknarborunum sem losuð eru í yfirborðsvatn og djúpfargað. 83 Viðauki-Tafla 12 Magn úrgangs eftir flokkum og meðhöndlun árin Viðauki-Tafla 13 Magn úrgangs frá starfsstöðvum Landsvirkjunar árið 2011 skipt eftir flokkum og meðhöndlun. 85 Viðauki-Tafla 14 Samanburður á magni spilliefna eftir flokkum á árunum Viðauki-Tafla 15 Magn og tegund spilliefna í starfsemi Landsvirkjunar Viðauki-Tafla 16 Viðauki-Tafla 17 Jafngildishljóðstig á Kröflusvæðinu árin Mælistaðir staðsettir innan viðkvæmra ferðamannasvæða eða utan iðnaðarsvæðisins eru auðkenndir með bláum lit og rauðmerkt gildi eru þar sem hávaði mældist yfir 50 db(a) á slíkum svæðum. Grámerktir eru viðbótarmælistaðir. Jafngildishljóðstig við Bjarnarflag árin Mælistaðir staðsettir innan viðkvæmra ferðamannasvæða eða utan iðnaðarsvæðisins eru auðkenndir með bláum lit og rauðmerkt gildi eru þar sem hávaði mældist yfir 50 db(a) á slíkum svæðum Viðauki-Tafla 18 Losun gróðurhúsalofttegunda frá starfsemi Landsvirkjunar og samanburður milli ára. 90 Viðauki-Tafla 19 Viðauki-Tafla 20 Viðauki-Tafla 21 Viðauki-Tafla 22 Viðauki-Tafla 23 Losun lofttegunda út í andrúmsloftið og gróðurhúsaáhrif vegna starfsemi Landsvirkjunar árið Losun gróðurhúsalofttegunda á GWst, án útstreymis rannsóknarborana og samanburður milli ára. Samantekt yfir gróðurhúsaáhrif vegna orkuvinnslu vatnsaflsvirkjana og jarðvarmavirkjana Landsvirkjunar fyrir árið 2011, án útstreymis vegna rannsóknarborana. Reiknuð árleg losun gróðurhúsalofttegunda frá lónum vatnsaflsvirkjana Landsvirkjunar fyrir árið Magn úrgangs frá framkvæmdum við Búðarháls ásamt eldsneytisnotkun og losun gróðurhúsa lofttegunda frá starfsemi verktaka og eftirlitsaðila

3 Myndaskrá Mynd 1 Þýðingarmiklir umhverfisþættir í starfsemi Landsvirkjunar og tengsl við raforkuvinnslu og framleiðslusvæði. BLS 13 Mynd 2 Starfsemi Landsvirkjunar eins og hún er skilgreind fyrir umhverfisstjórnun fyrirtækisins. 15 Mynd 3 Staðsetning starfsstöðva Landsvirkjunar og afl einstakra aflstöðva. 15 Mynd 4 Yfirlitsmynd af nýtingu jarðhita til raforkuvinnslu. 18 Mynd 5 Mynd 6 Magn gufu og vatns sem nýtt var til raforkuvinnslu í jarðvarmavirkjunum Landsvirkjunar á árunum ásamt magni skiljuvatns sem var djúpfargað. Magn gufu og vatns sem kemur upp við rannsóknarboranir við Kröflu og Bjarnarflag á árunum Mynd 7 Áætlaður miðlunarforði rekstrarárið 2011 ásamt raungildi ársins. 22 Mynd 8 Rennsli í Jökulsá í Fljótsdal mælt við Hrakstrandarfoss og Hól sumrin 2010 og Mynd 9 Langsnið (frá Fljótsdalsstöð að Egilsstöðum) af hitastigi í Lagarfljóti, júlí (Teiknað eftir mynd frá Morgane Priet Mahéo). 26 Mynd 10 Innrennsli jökulvatns í Lagarfljóti. 27 Mynd 11 Notkun jarðefnaeldsneytis í starfsemi Landsvirkjunar árið Mynd 12a Notkun jarðefnaeldsneytis í starfsemi Landsvirkjunar árin bensín. 29 Mynd 12b Notkun jarðefnaeldsneytis í starfsemi Landsvirkjunar árin dísilolía. 29 Mynd 13 Notkun dísilolíu í starfsemi Landsvirkjunar árin skipt eftir starfsstöðvum. 30 Mynd 14 Th!nk bíllinn á ferð milli starfsstöðva Landsvirkjunar. 31 Mynd 15 Dreifing á DDT er talin hafa farið fram á tanga við brú er liggur að Steingrímsstöð (1957) og síðan í farveg Efra Sogs (1958) (Loftmynd frá Loftmyndum ehf.). 34 Mynd 16 Steingrímsstöð við Úlfljótsvatn. 35 Mynd 17 Gróðursetning plantna í nágrenni aflstöðva og gróðursetning á vegum samstarfsverkefnisins Margar hendur vinna létt verk. 37 Mynd 18 Magn tilbúins áburðar sem dreift var á árunum Mynd 20 Sumarstarfsmenn Landsvirkjunar að störfum. 40 Mynd 21 Mynd 22 Grunnvatnsflæði og sýnatökustaðir þar sem fylgst er með áhrifum affallsvatns frá Kröfluog Bjarnarflagsstöð á efnasamsetningu grunnvatns. Styrkur arsens í grunnvatnssýnum við Vogaflóa og Langavog ásamt umhverfismörkum I og II (reglugerð nr. 796/1999). Heimild: Halldór Ármannsson og Magnús Ólafsson, Mynd 23 Hlutfallsleg skipting úrgangs í starfsemi Landsvirkjunar árið 2011, skipt eftir úrgangstegundum. 43 Mynd 24 Hlutfallsleg skipting helstu tegunda spilliefna sem til féllu í starfsemi Landsvirkjunar á árinu Mynd 25 Magn úrgangs frá starfsemi Landsvirkjunar á árunum , skipt eftir úrgangsflokkum. 45 Mynd 26 Mynd 27 Mynd 28 Mynd 29 Magn óflokkaðs og flokkaðs úrgangs á árunum frá starfsstöð Landsvirkjunar við Háaleitisbraut 68 í Reykjavík. Góður árangur hefur náðst í aukinni flokkun úrgangs til endurvinnslu. Magn óflokkaðs úrgangs á starfsstöðvum Landsvirkjunar á árunum Sérstakt hreinsunarátak hefur verið í gangi við Fljótsdalsstöð frá árinu Árið 2010 misfórst skráning í Kröflustöð og er magnið það ár því áætlað jafnt og magn ársins Yfirlitsmynd yfir framkvæmdir við stöðvarhúsbyggingu Búðarhálsvirkjunar. Gert er ráð fyrir afendingu orku úr Búðarhálsvirkjun í árslok Yfirlitsmynd af Mývatnssvæðinu. Skyggða svæðið sýnir afmörkun iðnaðarsvæða fyrir orkuvinnslu við Kröflu- og Bjarnarflagsstöð

4 Mynd 30 Hljóðstig í desíbelum (db) við mismunandi athafnir mannsins. 49 BLS Mynd 31 Mynd 32 Staðsetning mælistaða fyrir hljóðmælingar við Kröflustöð. Skyggða svæðið sýnir iðnaðarsvæði fyrir orkuvinnslu. Rauðir punktar sýna mælistaði þar sem árlegar hljóðstigsmælingar fara fram. Staðsetning mælistaða fyrir hljóðmælingar við Bjarnarflagsstöð. Skyggða svæðið sýnir iðnaðarsvæði fyrir orkuvinnslu. Rauðir punktar sýna mælistaði þar sem árlegar hljóðstigsmælingar fara fram Mynd 33 Lýsandi mynd fyrir meginþætti vistferils raforkuvinnslu í Fljótsdalsstöð. 57 Mynd 34 Skipting heildarlosunar gróðurhúsalofttegunda við vinnslu 1 kwst í Fljótsdalsstöð. 58 Mynd 35 Skipting losunar gróðurhúsalofttegunda frá byggingarframkvæmdum. 58 Mynd 36 Mynd 37 Losun gróðurhúsalofttegunda (g CO 2 -ígildi/kwst) við raforkuvinnslu með vatnsafli á Norðurlöndunum og í Sviss. Landsvirkjun og Vattenfall taka tillit til losunar frá lónum en ekki Statkraft. Virkjanir Axpo eru rennslisvirkjanir án uppistöðulóna. Hugmyndalíkan fyrir uppruna og streymi koltvísýrings frá eldvirkum háhitasvæðum (heimild: Anette K. Mortensen o.fl., 2009) Mynd 38 Mældur gasstyrkur í borholu við Kröflu (KJ-15) ásamt vermi og heildarflæði jarðhitavökva. 61 Mynd 39 Mynd 40 Útstreymi gróðurhúsalofttegunda vegna raforkuvinnslu Landsvirkjunar annars vegar og rannsóknarborana hins vegar árin Útstreymi brennisteinsvetnis vegna raforkuvinnslu Landsvirkjunar annars vegar og rannsóknarborana hins vegar árin Mynd 41 Magn brennisteinsvetnis og koltvísýrings sem djúpfargað var á árunum Mynd 42 Helstu ferli gróðurhúsalofttegunda á landi sem fer undir vatn (heimild: Jón Guðmundsson og Hlynur Óskarsson, 2008). 64 Mynd 43 Losun gróðurhúsalofttegunda frá lónum vatnsaflsvirkjana Landsvirkjunar árin Dökki hluti súlunnar sýnir losun frá Blöndu- og Gilsárlóni en ljósi hlutinn losun frá öllum öðrum lónum Landsvirkjunar. Losun gróðurhúsalofttegunda frá Blöndu- og Gilsárlónum hefur verið endurreiknuð fyrir árin Mynd 44 Mynd 45 Losun gróðurhúsalofttegunda vegna brennslu jarðefnaeldsneytis í starfsemi Landsvirkjunar árin Losun gróðurhúsalofttegunda vegna förgunar óflokkaðs úrgangs í starfsemi Landsvirkjunar árin Mynd 46 Hlutfall losunar gróðurhúsalofttegunda í starfsemi Landsvirkjunar árið Mynd 47 Heildarlosun gróðurhúsalofttegunda í starfsemi Landsvirkjunar árin Mynd 48 Losun gróðurhúsalofttegunda frá starfsemi Landsvirkjunar eftir uppsprettum losunar. 70 Mynd 49 Mynd 50 Gróðurhúsaáhrif ólíkra orkugjafa Landsvirkjunar, vatnsafls og jarðvarma með og án kolefnisbindingar reiknað út frá rekstri árið Losun gróðurhúsalofttegunda við mismunandi raforkuvinnslu í grömmum CO 2 -ígilda á framleidda kwst (samantekt niðurstaðna frá vistferilsgreiningum; heimild: Weisser, 2007 og Goldstein et al., 2011). Sýnd er reiknuð meðallosun gróðurhúsalofttegunda fyrir mismunandi raforkuvinnslu og vinnslu í Fljótsdalsstöð Viðauki-Mynd 1 Raforkuvinnsla Landsvirkjunar árið

5 Efnisyfirlit YFIRLÝSING SKOÐUNARMANNS UMHVERFISSKÝRSLU LANDSVIRKJUNAR 5 ÁVARP FORSTJÓRA 7 SAMANTEKT 8 ALMENNAR UPPLÝSINGAR 10 Umhverfisstefna Landsvirkjunar 12 Upplýsingar um raforkuvinnslu 14 VÖKTUN UMHVERFISÞÁTTA 16 Auðlindanotkun 18 - Nýting jarðhitaforðans 18 - Nýting fallvatna og vatnsstýring 20 - Eldsneyti 28 - Röskun lands og umgengni við náttúru og lífríki 32 - Rof og setmyndun 32 - Landgræðsla, skógrækt og kolefnisbinding 33 Yfirborðslosun frá jarðvarmavirkjunum 41 Úrgangur 43 Hávaði 48 Umhverfisóhöpp 52 LOSUN ÚT Í ANDRÚMSLOFTIÐ OG GRÓÐURHÚSAÁHRIF 54 Gróðurhúsalofttegundir og kolefnisspor 56 Gróðurhúsaáhrif jarðvarmavirkjana og losun út í andrúmsloftið 60 Gróðurhúsaáhrif uppistöðulóna vatnsaflsvirkjana 64 Gróðurhúsaáhrif vegna brennslu jarðefnaeldsneytis og losunar frá rafbúnaði 66 Gróðurhúsaáhrif vegna urðunar og brennslu úrgangs 67 Samantekt á losun gróðurhúsalofttegunda frá starfsemi Landsvirkjunar 68 VIÐAUKI TÖFLUR OG TÖLULEGAR UPPLÝSINGAR 74 Raforkuvinnsla 76 Nýting jarðhitaforðans 78 Eldsneyti keypt magn 79 Landgræðsla og kolefnisbinding 80 Yfirborðslosun frá jarðvarmavirkjunum 82 Úrgangur 84 Hávaði 88 Losun út í andrúmsloftið og gróðurhúsaáhrif 90 Búðarhálsvirkjun 95 ÚTGEFNAR SKÝRSLUR UM UMHVERFISMÁL HEIMILDASKRÁ 98 BLS 3

6 Axhnoðapuntur Dactylis glomerata Fjölær, hávaxin grastegund sem vex víða í þurrum, frjóum jarðvegi á láglendi. Axhnoðapuntur getur náð allt að 120 sentimetra hæð og þekkist á stórum, fjólubláum blómhnoðum. Hann er innflutt tegund, notaður sem sáðgresi í túnum frá því um

7 Yfirlýsing skoðunarmanns umhverfisskýrslu Landsvirkjunar EFLA verkfræðistofa hefur rýnt umhverfisskýrslu Landsvirkjunar 2011 og staðfestir hér með að skýrslan inniheldur upplýsingar um helstu áhrifaþætti í umhverfismálum Landsvirkjunar. Þessar upplýsingar eru í samræmi við niðurstöður vöktunar fyrirtækisins á lykiltölum í umhverfismálum. Einnig gerir umhverfisskýrslan grein fyrir þeim mæliniðurstöðum sem starfsleyfi fyrirtækisins kveða á um. Helga Jóhanna Bjarnadóttir, sviðsstjóri umhverfissviðs EFLU verkfræðistofu 5

8 MARKMIÐ, HLUTVERK OG GILDI LANDSVIRKJUNAR Hlutverk Landsvirkjunar er að hámarka afrakstur af þeim orku - lindum sem fyrirtækinu er trúað fyrir með sjálfbæra nýtingu, verðmætasköpun og hagkvæmni að leiðarljósi. Markmið Landsvirkjunar er að verða leiðandi í nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa á Íslandi. Gildi Landsvirkjunar eru ráðdeild, framsækni og traust. Framsækni Ráðdeild Traust 6

9 ávarp forstjóra Með ábyrgð og heiðarleika að leiðarljósi Ábyrgð Landsvirkjunar gagnvart umhverfi sínu og samfélagi er mikil. Starfsemi fyrirtækisins veldur í eðli sínu breytingum og raski á umhverfinu og því ber að stíga varlega til jarðar. Þjóðin hefur treyst okkur fyrir mörgum sínum helstu náttúruauðlindum og það traust er tekið alvarlega. Í því skyni höfum við mótað okkur stefnu um samfélagslega ábyrgð sem samþykkt var fomlega á árinu 2011 en í stefnunni höfum við skilgreint hlutverk Landsvirkjunar með tilliti til efnahags, umhverfis og samfélags. Umhverfismál eru samkvæmt stefnunni fest enn betur í sessi í starfsemi fyrirtækisins. Landsvirkjun undirbýr nú fyrirhugaðar framkvæmdir við jarðvarmavirkjanir á Norðausturlandi og í þeirri vinnu leggjum við mikla áherslu á að við hönnun nýrra virkjana verði neikvæð umhverfisáhrif lágmörkuð eftir því sem kostur er. Mikilvægt er að umhverfismál séu þýðingarmikill þáttur í öllu ferlinu allt frá hugmyndastigi virkjana til orkuvinnslu. Til að tryggja það enn frekar hafa verið gerðar nokkrar skipulagsbreytingar innan fyrirtækisins. Meðal annars fluttist umhverfisstjóri fyrirtækisins á nýja og öfluga umhverfisdeild innan þróunarsviðs og ráðnir voru til starfa landslagsarkitekt og líffræðingur. Við erum og við ætlum að halda áfram að vera opið og gegnsætt fyrirtæki sem starfar með heiðarleika að leiðarljósi. Í starfi sínu leggur Landsvirkjun áherslu á að greina og þekkja umhverfisáhrif starfseminnar og vinna stöðugt að því að draga úr neikvæðum áhrifum. Við horfum gagnrýnum augum á okkar eigin starfsemi ásamt því að taka til greina gagnrýni annarra á starfsemi okkar og áhrif hennar. Þannig höldum við áfram að bæta okkur og vinna betur í þágu umhverfis og samfélags. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar 7

10 umhverfisskýrsla 2011 Samantekt Landsvirkjun er með vottað umhverfisstjórnunarkerfi samkvæmt alþjóðastaðlinum ISO Fyrir tækið leggur áherslu á að greina umhverfisáhrif starfseminnar og draga úr neikvæðum áhrifum eins og kostur er. Jarðvarmi raforkuvinnsla ársins 503 GWst > Á árinu voru framleiddar 503 GWst af raforku. Til þess voru notuð þúsund tonn af gufu og þúsund tonn af vatni. Notkun á vatni stendur í stað milli ára en notkun á gufu dregst saman. > Dregið er úr umhverfisáhrifum vinnslunnar með niðurdælingu á skiljuvatni en niðurdæling dregur úr magni mengandi efna sem annars fara út í yfirborðsvatn. > Styrkur þungmálma og næringarefna í affallsvatni frá Kröflu og Bjarnaflagi sem losað er í yfirborðsvatn eru innan umhverfismarka þegar það berst í Mývatn. Vatnsafl raforkuvinnsla ársins GWst > Við raforkuframleiðslu er leitast við að hámarka nýtingu vatnsins sem geymt er í lónunum. Með vatnsstýringu er jafnframt reynt að tryggja að hvorki verði óeðlilegar sveiflur á rennsli né snöggar vatnshæðarbreytingar, en slíkt getur haft neikvæð áhrif á lífríki, jarðveg og samfélag. > Í heildina var vatnsbúskapur vatnsársins 2010/2011 slakur en uppistaða rennslis í flestum ánum er jökulbráð og ástæða lítils rennslis kuldatíð og lítil úrkoma. Notkun eldsneytis Landsvirkjun nýtir jarðefnaeldsneyti á bifreiðar, vélar og ýmis tæki auk þess sem olía er notuð til reksturs nokkurra lítilla dísilrafstöðva. Notkun dísilolíu jókst milli ára, aðallega vegna framkvæmda við Búðarháls og aukningu jarðvarmarannsókna. Á starfsstöð Landsvirkjunar í Reykjavík er aukin heldur notað vetni og metan til að knýja bifreiðar. DDT í Efra Sogi og Úlfljótsvatni rannsakað Á árinu var unnið að rannsóknum á styrk DDT í jarðvegi og vatnseti við Efra Sog og í Úlfljótsvatni og áhrifum þess á lífríkið. Samhliða virkjunarframkvæmdum Rafmagnsveitu Reykjavíkur við byggingu Steingrímsstöðvar ( ) var nokkru magni af DDT dreift í Efra Sog í þeim tilgangi að draga úr bitmýi á svæðinu. Niðurstöður mælinga staðfesta notkun DDT á svæðinu, en áhrif þess eru talin vera nokkuð staðbundin og ekki varanleg. Styrkur efnisins er lítill og hvorki talið að hann geti skapað hættu né valdið mönnum eða dýrum skaða. Landgræðsla og kolefnisbinding Land sem grætt hefur verið upp fyrir tilstilli Landsvirkjunar frá stofnun fyrirtækisins 1968 er um 140 km 2. Kolefnisbinding Landsvirkjunar er metin út frá stærð landgræðslusvæða og stuðlum sem áætlaðir voru með rannsóknum um 22 þúsund tonn CO 2 -ígildi á ári. Góður árangur í flokkun og endurvinnslu Heildarmagn óflokkaðs úrgangs hefur dregist saman á undanförnum árum á öllum starfsstöðvum fyrirtækisins nema í Fljótdalsstöð, en það stafar af sérstöku hreinsunarátaki á fyrrum framkvæmdasvæði Kárahnjúkavirkjunar. Hljóðstigsmælingar Orkuvinnslusvæði Kröflu- og Bjarnaflagssvæða eru skilgreind sem iðnaðarsvæði en samkvæmt reglugerð eru hávaðamörk á slíkum svæðum 70 db(a). Landsvirkjun leitast við að halda hljóðstigi á svæðum sem liggja að vinsælum ferðamannastöðum í Mývatnssveit sambærilegu við hávaðamörk á íbúðasvæðum eða 50 db(a). Undanfarin ár hefur hljóðstig almennt haldist innan þessara marka en á árinu 2011 mældist hljóðstig yfir 50 db(a) á fjórum slíkum mælistöðum. 8

11 Samantekt Starfsár án umhverfisóhappa Markmið Landsvirkjunar er að starfsemin sé án umhverfisóhappa en engin umhverfisóhöpp urðu í starfsemi Landsvirkjunar árið Árlegur fjöldi umhverfisóhappa í starfsemi fyrirtækisins hefur verið skráður frá árinu 2006 og er heildarfjöldi óhappa samtals 10 óhöpp en helming þeirra má rekja til vatnsstýringar. Losun gróðurhúsalofttegunda dregst saman milli ára > Stærstan hluta losunar gróðurhúsalofttegunda frá starfsemi Landsvirkjunar má rekja til útstreymis frá jarðvarmavinnslu (73%) og losun frá lónum vatnsaflsvirkjana (25%). Þá vegur losun vegna brennslu jarðefnaeldsneytis, flugferða og förgunar úrgangs samtals um 2% af heildarlosun fyrirtækisins. > Losun gróðurhúsalofttegunda frá starfsemi Landsvirkjunar árið 2011 var rúmlega tonn CO 2 -ígildi og dregst losunin saman um 4% miðað við árið Að teknu tilliti til kolefnisbindingar er losun Landsvirkjunar árið 2011 um tonn CO 2 -ígildi og dregst saman um 6% milli ára. > Kolefnisspor jarðvarmavirkjana Landsvirkjunar á árinu er um 78 tonn CO 2 -ígildi á hverja framleidda GWst. > Kolefnisspor vatnsaflsvirkjana Landsvirkjunar á árinu er neikvætt, það er að segja Landsvirkjun hefur unnið að bindingu kolefnis í jarðvegi og gróðri umfram losun sem jafngildir um 0,55 tonnum CO 2 -ígilda fyrir hverja framleidda GWst af vatnsorku. Umhverfisáhrif Fljótsdalsstöðvar metin með vistferilsgreiningu Vistferilsgreining (e. Life Cycle Assessment) er aðferðafræði sem er notuð til þess að meta umhverfisáhrif orkuvinnslunnar yfir allan vistferil eða,,lífsskeið virkjunarinnar, allt frá öflun hráefna vegna bygginga og viðhalds, sjálfa orkuvinnsluna og förgun efna og úrgangs yfir áætlaðan 100 ára endingartíma mannvirkja. Vistferilsgreining á raforkuvinnslu Fljótsdalsstöðvar er sú fyrsta sem gerð hefur verið fyrir vatnsaflsvirkjun á Íslandi en með henni fæst samanburður á umhverfisáhrifum orkuvinnslu með vatnsafli á Íslandi og vatnsorkuvinnslu annars staðar í heiminum sem og ýmsar aðrar tegundir orkuvinnslu. Niðurstöður vistferilsgreiningarinnar leiða í ljós að byggingartími Fljótsdalsstöðvar veldur hlutfallslega mestum umhverfisáhrifum með einni undantekningu, en losun frá lónum á rekstrartíma stöðvarinnar veldur mestri losun gróðurhúsalofttegunda. Kolefnisspor raforkuvinnslu í Fljótsdalsstöð, reiknað með aðferðafræði vistferilsgreiningar reyndist vera 2,6 tonn CO 2 -ígildi/gwst sem er með því lægsta sem gerist við orkuvinnslu í heiminum, þar með talið orkuvinnslu með sól- og vindorku. 9

12 Almennar upplýsingar Landsvirkjun er með vottað umhverfisstjórnunarkerfi samkvæmt alþjóðastaðlinum ISO Fyrirtækið hefur markað sér stefnu í umhverfismálum og vinnur markvisst að því að draga úr umhverfisáhrifum starfseminnar. Í umhverfisstefnu Landsvirkjunar kemur fram að fyrirtækið ætli sér að vera í fararbroddi á sviði umhverfismála og það er stefna Landsvirkjunar að verða kolefnishlutlaust fyrirtæki. Frá árinu 2006 hefur fyrirtækið gefið út umhverfisskýrslur þar sem ítarlega er fjallað um umhverfisvöktun og markmið fyrirtækisins í umhverfismálum. Í umhverfisskýrslu Landsvirkjunar fyrir árið 2011 er að finna tölulegar upplýsingar um umhverfismál fyrirtækisins og þróun mála frá árinu Fjallað er um þá umhverfisvöktun sem tengist rekstri fyrirtækisins, þar með talið betri nýtingu auðlinda og losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) út í andrúmsloftið. Kolefnisspor Landsvirkjunar er reiknað út en kolefnisspor er mælikvarði sem notaður er til að þess að sýna áhrif athafna mannsins á loftslagsbreytingar. Þá er fjallað um nokkrar áhugaverðar umhverfisrannsóknir. Þær tölur sem birtar eru í skýrslunni eru unnar upp úr bókhaldsforritum Landsvirkjunar, DynamicsAX, GB (grænu bókhaldi), mannauðskerfi, jarðvarmagrunninum ViewData sem er í umsjá Kemíu sf., gagnagrunni Landsnets um orkuvinnslu og samkvæmt Landnýtingargrunni og bindibókhaldi (LULUCF) hjá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri. Tölurnar eru ýmist rauntölur eða reiknaðar út frá mæligildum og eru rýndar af verkfræðistofunni EFLU hf. Upplýsingar í þessari skýrslu eru gefnar samkvæmt bestu vitund og teljast réttar. Skýrslan er byggð upp með þeim hætti að í fyrsta hluta hennar er að finna almennar upplýsingar um starfsemi Landsvirkjunar og umhverfisstjórnunarkerfið. Í næsta hluta er fjallað um vöktun og stýringu mikilvægra umhverfisþátta í starfsemi Landsvirkjunar, annarra en þeirra sem snúa að losun út í andrúmsloftið. Í þriðja hluta skýrslunnar er fjallað um losun gróðurhúsalofttegunda, útblástur brennisteinsvetnis frá jarðvarmavirkjunum og kolefnisspor fyrirtækisins. Í öðrum og þriðja hluta skýrslunnar er einnig að finna umfjöllun um einstök málefni og rannsóknir. Að lokum er að finna í viðauka skýrslunnar töflur og ítarlegri tölulegar upplýsingar um þau atriði sem fjallað er um í fyrri hlutum hennar. Fjöruarfi Honkenya peploides Útbreidd fjörujurt sem vex hratt á söndum nærri sjó og getur ein planta orðið allt að metri í þvermál. Fjöruarfi er einnig nefndur smeðjukál, eftir bragði þykkra blaðanna, eða berjaarfi eftir hnöttóttum aldinum. 10

13 11

14 umhverfisskýrsla 2011 Umhverfisstefna Landsvirkjunar Landsvirkjun er í fararbroddi á sviði umhverfismála og stuðlar að sjálfbærri þróun í samfélaginu. Landsvirkjun leggur áherslu á að þekkja umhverfisáhrif starfsemi sinnar og leitast við að draga úr þeim. Til þess að ná stöðugt betri árangri á þessu sviði eru þýðingarmiklir umhverfisþættir vaktaðir og markvisst unnið að umbótum. Landsvirkjun tryggir að öllum lagalegum kröfum á sviði umhverfismála sé fullnægt og setur sér strangari kröfur eftir því sem við á. Landsvirkjun leggur áherslu á að starfsfólk fyrirtækisins og aðrir sem vinna fyrir það hafi yfir að ráða hæfni og þekkingu til að framfylgja þessari stefnu fyrirtækisins. Landsvirkjun kynnir stefnu sína í umhverfismálum opinberlega og gerir grein fyrir árangri fyrirtækisins í umhverfismálum og stuðlar þannig að opinni og málefnalegri umræðu. Markmið Landsvirkjunar í umhverfismálum: 1. Starfsemi án umhverfisóhappa. 2. Umgengni í sátt við lífríki og náttúru. 3. Betri nýting auðlinda. 4. Minni losun gróðurhúsalofttegunda. 5. Minni úrgangur. VÖKTUN OG STÝRING UMHVERFISÞÁTTA Til þess að ná fram stefnu og markmiðum Landsvirkjunar í umhverfismálum hafa þeir þættir sem taldir eru hafa umtalsverð áhrif á frammistöðu fyrirtækisins í umhverfismálum verið vaktaðir og skilgreint hefur verið verklag við stýringu þeirra, sjá mynd 1. 12

15 almennar upplýsingar Mynd 1 Þýðingarmiklir umhverfisþættir í starfsemi Landsvirkjunar og tengsl við raforkuvinnslu og framleiðslusvæði. Vatnsaflsvirkjanir Jarðgufuvirkjanir Losun CO 2 og CH 4 frá lónum Nýting vatnsforðans Gas frá jarðgufuvirkjunum Nýting jarðhitaforðans Rof- og setmyndun Vatnsstýring Þétti- og skiljuvatn Þættir sem ná til allra starfsstöðva Almennur úrgangur Efnisval Eitur- og hættuleg efni Eldsneyti Frárennsli Gamlar syndir Hávaði Landgræðsla Losun SF 6 frá rafbúnaði Mannvirki Sjónræn áhrif Nýting grunnvatns Kalt vatn Röskun lands og umgengni við lífríki og náttúru Spilliefni Í þessari umhverfisskýrslu eru birtar upplýsingar um vöktun á eftirfarandi þáttum í starfsemi Landsvirkjunar á árinu 2011: > Auðlindanotkun: Nýting jarðhitaforðans, þétti- og skiljuvatn. Nýting vatnsforðans og vatnsstýring. Notkun jarðefnaeldsneytis. Röskun lands og umgengni við náttúru og lífríki. Rof- og setmyndun Landgræðsla og skógrækt. > Losun efna frá jarðvarmavirkjunum út í vatn og jarðveg: Þétti og skiljuvatn. > Úrgangur: Almennur úrgangur, spilliefni og endurvinnsla. > Hávaði. > Umhverfisóhöpp í starfseminni. > Losun út í andrúmsloftið og gróðurhúsaáhrif: Útstreymi gass frá jarðvarmavirkjunum. Losun frá uppistöðulónum vatnsaflsvirkjana. Losun vegna brennslu jarðefnaeldsneytis og frá rafbúnaði. Losun vegna urðunar og brennslu úrgangs. 13

16 umhverfisskýrsla 2011 Upplýsingar um raforkuvinnslu Starfsemi Landsvirkjunar árið 2011 skiptist í fjögur meginstarfssvið; orkusvið, þróunarsvið, fjármálasvið og markaðs- og viðskiptaþróunarsvið auk þjónustusviðanna; starfsmannasviðs, upplýsingasviðs og skrifstofu forstjóra. Á miðju ári 2011 var þróunarsviði skipt upp í annars vegar þróunarsvið og hins vegar framkvæmdasvið. Í þessari skýrslu er fjallað sameiginlega um þessi svið. Á mynd 2 má sjá starfsemi Landsvirkjunar eins og hún er skilgreind fyrir umhverfisstjórnun fyrirtækisins. Starfseminni er skipt annars vegar í raforkuvinnslu sem fram fer í aflstöðvum fyrirtækisins á fimm mismunandi svæðum; Sogssvæði (OAS), Mývatnssvæði (OAM KRA og OAM LAX) og Þjórsársvæði (OAÞ), Blöndustöð (OAB) og Fljótsdalsstöð (OAK). Hins vegar er það önnur starfsemi, en undir þann flokk falla orkusvið, þróunarsvið (og framkvæmdasvið) og skrifstofur fyrirtækisins í Reykjavík (RVK) og á Akureyri (AKU). Staðsetning starfsstöðva Landsvirkjunar og stærð einstakra aflstöðva má sjá á mynd 3. Raforkuvinnsla Landsvirkjunar á árinu 2011 var GWst sem er um 1,1% minna en á fyrra ári og má rekja til samdráttar á hinum almenna raforkumarkaði. Samdráttur varð bæði í vinnslu vatnsafls og jarðvarma. Hlutfallsleg skipting orkuvinnslunnar er 96% vatnsorka og 4% jarðvarmaorka líkt og fyrri ár. Raforkuvinnsla Landsvirkjunar er um 73% allrar raforkuvinnslu á Íslandi. Ítarlegri tölulegar upplýsingar um raforkuvinnslu Landsvirkjunar má sjá í viðauka. Árið 2011 voru orkutöp og eigin notkun á aflstöðvum Landsvirkjunar mæld í fyrsta sinn en orkutöp hafa verið áætluð undanfarin ár. Stefnt er að því að bæta enn frekar þessar mælingar og skilgreina betur eigin notkun. Orkutöp og eigin notkun á árinu 2011 mældust 128 GWst en ítarlegt yfirlit yfir raforkuframleiðslu og orkutöp á starfsárinu má sjá í viðauka. 14

17 almennar upplýsingar Mynd 2 Starfsemi Landsvirkjunar eins og hún er skilgreind fyrir umhverfisstjórnun fyrirtækisins. Blöndustöð (OAB) Fljótsdalsstöð (OAK) Raforkuvinnsla Aflstöðvar Mývatnssvæði (OAM) Sogssvæði (OAS) Starfsstöðvar Landsvirkjunar Þjórsársvæði (OAÞ) Orkusvið (O)* Önnur starfsemi Þróunarsvið (V)** * Önnur starfsemi en aflstöðvar ** Þróunarsviði skipt upp í annars vegar þróunarsvið og hins vegar framkvæmdasvið á árinu Starfsstöðvar: Reykjavík (RVK) Akureyri (AKU) Mynd 3 Staðsetning starfsstöðva Landsvirkjunar og afl einstakra aflstöðva. Vatnsaflsstöðvar M MW 1 Fljótsdalsstöð Búrfellsstöð Hrauneyjafossstöð Blöndustöð Sigöldustöð Sultartangastöð Vatnsfellsstöð 90 M MW 8 Írafossstöð 48 9 Steingrímsstöð Ljósafossstöð Laxárstöð III Laxárstöð II 9 13 Laxárstöð I 5 Jarðvarmastöðvar MW 14 Kröflustöð Bjarnarflagsstöð 3 Starfsstöðvar 16 Reykjavík 17 Akureyri 15

18 Vöktun umhverfisþátta Í þessum hluta er fjallað um vöktun og stýringu þeirra umhverfisþátta sem skilgreindir hafa verið í starfsemi Landsvirkjunar, annarra en þeirra sem snúa að losun út í andrúmsloftið. Blálilja Mertensia maritima Fjölær jurt, algeng í fjörusandi kringum landið. Blöð og stönglar eru bládöggvuð, sem algengt er meðal jurta sem lifa við mikinn saltstyrk. Blálilja var talin styrkjandi, nærandi og góð við hjartveiki og brjóstveiki. Ræturnar, stappaðar og soðnar í mjólk, þykja holl og góð fæða. 16

19 17

20 umhverfisskýrsla 2011 Auðlindanotkun Betri nýting auðlinda og minni losun gróðurhúsalofttegunda eru meðal markmiða Landsvirkjunar í umhverfismálum. Helstu auðlindir við orkuvinnslu Landsvirkjunar eru jarðhiti og fallvötn. Aðrar auðlindir eru jarðefnaeldsneyti og landnotkun sem tengist landgræðslu, skógrækt og umgengni við lífríki og náttúru. Við jarðhitanýtingu er vinnslunni stýrt þannig að hættu á að gengið sé á auðlindina (jarðhitaforðann) sé haldið í lágmarki, þannig er einnig stuðlað að sjálfbærri jarðhitavinnslu. Tilhögun við nýtingu og miðlun vatnsforðans er vel skilgreind og henni stjórnað með það að markmiði að hámarka nýtingu vatnsforðans án þess að hafa neikvæð áhrif á jarðveg, lífríki og samfélag. Notkun eldsneytis er skráð og markmið sett um að draga úr notkun þess. Auk þess er upplýsingum safnað um verkefni fyrirtækisins við landgræðslu og skógrækt ásamt öðrum upplýsingum sem tengjast umgengni við lífríki og náttúru. Nýting jarðhitans Það er markmið Landsvirkjunar að nýta jarðhitann á sjálfbæran hátt, hámarka nýtingu jarðhitavökvans sem unninn er úr jarðhitakerfum og dæla niður frárennslisvökva. Við nýtingu jarðhita til raforkuvinnslu á háhitasvæðum kemur upp úr borholum jarðhitavökvi sem er blanda af vatnsgufu, vatni og ýmsum gastegundum sem fyrirfinnast í vatnsgufunni. Í rekstri er leitast við að nýta jarðhitavökvann sem tekinn er upp úr jarðhitakerfinu á sem hagkvæmastan hátt og honum síðan fargað með því að dæla honum aftur ofan í jarðhitageyminn. Einföld yfirlitsmynd af nýtingu jarðhita til raforkuvinnslu er sýnd á mynd 4. Mynd 4 Yfirlitsmynd af nýtingu jarðhita til raforkuvinnslu. Byggðalína 132 kv háspennulína Vélarspennir Rakaskilja Hverfill Gufa og gas Hljóðdeyfir Jarðhitavökvi Borhola Gufuskilja Umframgufa Skiljuvatn Eimsvali Rafali Kæliturn Þéttivatn Jarðhitageymir Niðurdæling Yfirborðslosun Yfirborðslosun 18

21 VÖKTUN UMHVERFISÞÁTTA Almennt eru helstu umhverfisáhrif við nýtingu jarðhita rask vegna mannvirkja, losun gass út í andrúmsloftið, losun efna út í yfirborðsvatn og breytingar á yfirborðsvirkni. Breyting á grunnvatnsstöðu getur einnig haft áhrif á yfirborðsvirkni jarðhita. Lækkun grunnvatnsborðs vegna nýtingar getur aukið yfirborðsvirkni og á sama hátt getur aukin úrkoma hækkað grunnvatnsstöðu og dregið úr yfirborðsvirkni. Þá getur efnistaka úr jarðhitageymum valdið lítils háttar landsigi innan nýtingarsvæðisins og aukningu á smáskjálftum í jarðhitageyminum. Landsvirkjun á og rekur tvær jarðvarmavirkjanir sem staðsettar eru á Mývatnssvæðinu, Kröflustöð og Bjarnarflagsstöð. Auk raforkuframleiðslu rekur Landsvirkjun varmaskiptastöð fyrir Hitaveitu Reykjahlíðar og leggur til heitt vatn og gufu til baðlóns við Jarðbaðshóla og iðnaðar á svæðinu. Gæði jarðhitavökvans er ein meginundirstaða reksturs jarðvarmavirkjana Til þess að tryggja sjálfbæra vinnslu jarðvarmans er fylgst með ástandi jarðhitakerfisins á Mývatnssvæðinu með reglubundnum hætti. Skráning á magni jarðhitavökva sem tekinn er upp úr jarðhitakerfinu er byggð á afkastamælingum einstakra borhola og blásturstíma (notkunartíma) þeirra. Borholurnar eru almennt mældar einu sinni til tvisvar á ári og oftar ef nauðsyn krefur. Árleg vinnsla úr hverri holu er reiknuð út frá þessum mælingum og heildarvinnsla metin. Greint er á milli borhola sem eru í notkun, þ.e. tengdar við virkjun til raforkuvinnslu og rannsóknaborhola. Eftir að borholuvökvinn frá vinnsluholunum hefur farið í gegnum gufuskiljur er gufan nýtt til raforkuvinnslu en frárennslinu er ýmist fargað á yfirborði eða því dælt niður í jarðhitageyminn (djúpförgun). Magn þess vatns sem dælt er niður í jarðhitageyminn er áætlað út frá heildarvinnslunni á svæðinu en auk þess hefur niðurdælingin verið mæld með raunmælingu og hefur sýnt sig að áætluð gildi eru heldur lægri en raungildi. Orkuinnihald eða vermi borholuvökvans er að jafnaði reiknað út frá aflmælingum en auk þess eru sýni tekin af jarðhitavökvanum til efnagreiningar. Gæði jarðhitavökvans er ein meginundirstaða reksturs jarðvarmavirkjana og byggja ýmsar hönnunarforsendur algjörlega á efnainnihaldi vökvans. Sérstaklega ber að nefna útfellingar og tæringarhættu í vinnslurásinni. Því er jarðhitavökvinn vaktaður með árlegri sýnatöku og í sumum tilfellum oftar, ef aðstæður kalla eftir því. Fylgst er reglulega með yfirborðsvirkni í gufuaugum við Kröflu og Bjarnarflag, þar með talið uppstreymi jarðhita og yfirborðaútfellingar, og eru ákveðnir staðir ljósmyndaðir. Árið 2010 voru 100 staðir vaktaðir og gas úr fimm gufuaugum rannsakað. Helstu breytingar frá árinu 2009 voru þær að virkni í gufuaugum norðan við Víti var með mesta móti og eins var gas í ákveðnum gufuaugum suðaustan við Víti og í Suðurhlíðum meira en verið hefur. Á sama tíma dregur úr virkni frá öðrum gufuaugum. Leirpyttir halda áfram að myndast uppi á Námafjalli og gufustreymi sést hér og þar úti á hrauninu við Bjarnarflag (Jón Benjamínsson og Trausti Hauksson, 2011). 19

22 umhverfisskýrsla 2011 Raforkuvinnsla Mynd 5 sýnir magn jarðhitavökvans (vatn og gufa) sem nýttur var til raforkuvinnslu og magn þess skiljuvatns sem dælt var niður í jarðhitageyminn á árunum Af myndinni sést að notuð voru þúsund tonn af gufu og þúsund tonn af vatni til að framleiða 503 GWst árið Notkun á vatni stendur nánast í stað milli ára, en notkun á gufu minnkar miðað við árið Minni notkun gufu má að mestu rekja til minni orkuvinnslu, en vermi borhola hefur einnig áhrif á hlutfall vatns og gufu sem notað er, en með lækkandi vermi minnkar orkuinnihald vökvans og meira vatn fellur til. Í upphafi árs 2002 hófust tilraunir í Kröflu með djúpförgun á skiljuvatni með niðurdælingu. Með niðurdælingu á skiljuvatni er mögulegt að draga úr umhverfisáhrifum vinnslunnar á yfirborði og styðja við sjálfbæra nýtingu jarðhitakerfisins. Niðurdælingin dregur úr magni mengandi efna, til dæmis þungmálma sem annars fara út í yfirborðsvatn. Til að forðast kælingu í jarðhitageyminum er mikilvægt áður en niðurdæling hefst að fyrir liggi fullnægjandi þekking á jarðhitageyminum. Rannsóknir á áhrifum niðurdælingar og reiknilíkön sýna áhrif vinnslunnar á jarðhitakerfið hvað snertir þrýstingslækkun (niðurdrátt), hita og efnasamsetningu jarðhitavökvans. Tilraunadæling á um 60 l/s á Kröflusvæðinu á árunum hafði engin mælanleg áhrif á afköst nálægra borhola. Unnið hefur verið að frekari styrkingu dælubúnaðar til niðurdælingar frá árinu Aðeins dró úr djúpförgun á árinu ef borið er saman við árið 2010 vegna minni raforkuvinnslu og lengri viðhaldsstoppa. Djúpförgun hefur hins vegar aukist verulega miðað við árið Rannsóknir Á undanförnum árum hefur talsvert verið um rannsóknarboranir við Kröflu og Bjarnarflag vegna fyrirhugaðrar aukningar í virkjun jarðvarma á svæðinu og jukust rannsóknir þar töluvert á árinu 2011 miðað við síðastliðin þrjú ár. Var t.d. IDDP (Iceland Deep Drilling Project) djúpborunarholan í tilraunablæstri í tvígang á árinu. Mynd 6 sýnir magn jarðhitavökva sem upp kemur við prófun á rannsóknarholum á árunum Ekki er um neina djúpförgun að ræða vegna rannsóknarborana. Í þessari skýrslu eru ekki teknar með rannsóknir sem farið hafa fram á vegum dótturfélags Landsvirkjunar, Þeistareykja ehf., þá eru ekki meðtaldar rannsóknir við Hágöngur en þær voru mjög takmarkaðar á árunum Nýting fallvatna og vatnsstýring Stjórnun raforkuframleiðslu í vatnsaflsvirkjunum fer fram með því að stýra innrennsli vatnsins úr lónunum inn í virkjanirnar. Við raforkuframleiðslu er leitast við að hámarka nýtingu vatnsins sem geymt er í lónunum. Jafnframt er reynt að tryggja að hvorki verði óeðlilegar sveiflur á rennsli né snöggar vatnshæðarbreytingar, en skyndilegar breytingar í lónhæð eða breytingar á rennsli áa geta haft neikvæð áhrif á lífríki, jarðveg og samfélag. Því hefur Landsvirkjun leitað leiða til að draga úr sveiflum í rennsli og minnka snöggar vatnshæðarbreytingar í samvinnu við sérfræðinga og heimamenn á viðkomandi svæði. Vatnsstýring allra vatnsaflsvirkjana Landsvirkjunar er skilgreind í verklagsreglum um 20

23 VÖKTUN UMHVERFISÞÁTTA Mynd 5 Magn gufu og vatns sem nýtt var til raforkuvinnslu í jarðvarmavirkjunum Landsvirkjunar á árunum ásamt magni skiljuvatns sem var djúpfargað þúsund tonn Mynd 6 Magn gufu og vatns sem kemur upp við rannsóknarboranir við Kröflu og Bjarnarflag á árunum þúsund tonn Gufa Vatn Djúpförgun , Gufa Vatn 21

24 umhverfisskýrsla 2011 Mynd 7 Áætlaður miðlunarforði rekstrarárið 2011 ásamt raungildi ársins GWh Raungildi Miðgildi Varamiðlun 30-70% 10-90% 0-100% Jan. Feb. Mar. Apr. Maí Jún. Júl. Ágú. Sep. Okt. Nóv. Des. fastbundnar takmarkanir á rennsli. Einnig eru settar tímabundnar takmarkanir um rennsli, t.d. vegna laxveiða og rennslis í fossum. Á mynd 7 er sýnd spá um heildarvatnsforða Landsvirkjunar frá 23. desember 2010 og út árið 2011 og hvernig nýtingu hans var háttað. Dökkbláa línan sýnir miðgildi sem er áætlað meðalgildi en rauða línan sýnir mælt raungildi. Vatnafar er almennt skilgreint út frá vatnsári sem er frá 1. september til 31. ágúst. Í heildina var vatnsbúskapur vatnsársins 2010/2011 slakur en uppistaða rennslis í flestum ánum er jökulbráð og ástæða lítils rennslis kuldatíð og lítil úrkoma. Þegar litið er til allra rekstrarsvæða Landsvirkjunar var vatnsárið 2010/2011 þriðja slakasta vatnsárið síðan Vatnsbúskapur einstakra rekstrarsvæða var þó misjafn. Rennsli á Þjórsár-Tungnaársvæði var yfir meðallagi og vegur þar þungt mikil bráðnun á jöklum. Árnar sem renna til Blöndustöðvar og Fljótsdalsstöðvar voru hins vegar fremur vatnslitlar. Rennsli lindánna Laxár og Sogs var einnig fremur lítið. Engin frávik urðu frá settum viðmiðunarmörkum um rennslisstýringu á árinu. Engin frávik urðu frá settum viðmiðunarmörkum um rennslisstýringu á árinu. 22

25 VÖKTUN UMHVERFISÞÁTTA Rannsóknir á vindorku Landsvirkjun rannsakar nú möguleika og hagkvæmni þess að nýta vindorku. Á undanförnum áratug hefur nýting vindorku aukist mjög í heiminum, tækni fleygt fram og kostnaður lækkað. Vindorka er endurnýjanleg orka og áhugavert er að kanna hvernig hún nýtist Íslendingum í samspili með vatnsorku en sveigjanleiki vatnsorkunnar getur aukið verðmæti vindorkunnar. Fyrsta skref í þessum athugunum var að setja upp vindmæla á nokkrum stöðum og mæla vindstyrk í 10 til 50 metra hæð yfir landi, en vindmælingar yfir 10 metrum hafa verið mjög takmarkaðar á Íslandi. Vindmælar eru staðsettir í grennd við Búrfellsstöð, austan við Þjórsárósa, vestan Þorlákshafnar og á Auðkúluheiði norðan Blöndulóns. Auk vindmælinga er unnið að athugun á áhrifum vindaflsstöðva á fuglalíf. Fyrstu niðurstöður vindmælinga benda til þess að hér geti verið um álitlegan kost til raforkuframleiðslu að ræða. Landsvirkjun er aðili að samnorrænu rannsóknarverkefni um nýtingu vindorku sem gengur undir vinnuheitinu,,icewind. Aðalmarkmið verkefnisins eru rannsóknir á hagnýtingu vindorku á norðlægum slóðum, meðal annars með gerð vind- og ísingaratlas bæði á landi og sjó. Að rannsókninni standa fyrirtæki, stofnanir og háskólar frá öllum Norðurlöndunum. Frá Íslandi taka þátt auk Landsvirkjunar, Veðurstofa Íslands, Háskóli Íslands og Landsnet. Verkefnið hófst formlega í september 2010 og lýkur í ágúst

26 umhverfisskýrsla 2011 Mynd 8 Rennsli í Jökulsá í Fljótsdal mælt við Hrakstrandarfoss og Hól sumrin 2010 og m 3 /s Hóll 2011 Hrakstrandarfoss 2011 Meðaltal Hóll 2010 Hrakstrandarfoss 2010 Dreifing Júní Júlí Ágúst September Rennsli Jökulsár í Fljótsdal Í skilyrði sem sett er fyrir rekstrarleyfi Fljótsdalsstöðvar um rennsli í Jökulsá í Fljótsdal segir að Landsvirkjun skuli nýta yfirfallsvatn á skipulegan hátt á ferðamannatíma og leitast við að ná meðalrennsli í farvegi Jökulsár í Fljótsdal og Kelduá í júlí og ágúst í góðum vatnsárum. Í lakari vatnsárum skal Landsvirkjun leggja áherslu á að hafa rennsli á ferðamannatíma í farvegi Jökulsár í Fljótsdal og síðan í Kelduá eftir því sem yfirfallsvatn dugar til. Vegna slæmrar stöðu Hálslóns sumarið 2011 var litlu vatni hleypt í Jökulsá í Fljótsdal. Þann 27. júlí var opnað fyrir um 25 m 3 /s rennsli en frá 18. ágúst til 15. október fór allt rennsli í Jökulsá í Fljótsdal niður farveginn. Mynd 8 sýnir sumarrennsli Jökulsár í Fljótsdal sumrin 2010 og 2011 á tveimur stöðum, við Hrakstrandarfoss, efsta fossinn í röð fossa í Fljótsdal og við Hól ofan við Fljótsdalsstöð áður en áin sameinast útfalli aflstöðvarinnar. Mælingar á rennsli sumarið 2010 við Hól er sýnt með rauðum lit, en við Hrakstrandarfoss með appelsínugulum lit. Mælinar á rennsli sumarið 2010 á mælistöðunum við Hól og Hrakstrandarfoss eru sýndar í rauðum litum en bláum litum fyrir árið Gráa línan sýnir mælt meðalrennsli og grái flöturinn í bakgrunni sýnir mælt hámarks- og lágmarksrennsli í Jökulsá í Fljótsdal Eins og sjá má á myndinni var rennsli Jökulsár í Fljótsdal sumarið 2011 undir náttúrulegu lágmarksrennsli fram í lok júlí og nálægt meðalrennsli frá miðjum ágúst. Landsvirkjun leitast við að ná meðalrennsli í farvegi Jökulsár í Fljótsdal á ferðamannatíma. 24

27 VÖKTUN UMHVERFISÞÁTTA Lagarfljót Lagarfljóti eða Fljótnu, eins og íbúum Fljótsdalshéraðs er tamt að kalla það, má í stórum dráttum skipta í tvo hluta, stöðuvatnið Löginn og ána sem úr því rennur og afmarkast þá gjarnan af Lagarfljótsbrúnni. Fljótið sem er um 90 km langt er í raun hluti af stærra vatnsfalli sem nemur um 140 km þegar árnar sem í það falla eru meðtaldar. Með tilkomu Fljótsdalsstöðvar árið 2008 varð sú meginbreyting á vatnafari Lagarfljóts að farið var að veita Jökulsá á Dal (Jöklu) til Fljótsins. Framlag Jöklu er um 90 m 3 /s en náttúrulegt innrennsli Jökulsár í Fljótsdal, Kelduár og annarra minni vatnsfalla af Hraunum sem renna til Fljótsins nema samtals um m 3 /s. Eftir tilkomu Lagarfossvirkjunar 1975 hefur vatnsborði Lagarfljóts verið haldið nokkuð stöðugu, en flóð í þverám þess hafa í gegnum tíðina haft veruleg áhrif. Haustið 2002 urðu tvö gríðar lega stór flóð í Lagarfljóti og mældist vatnsborð við Lagarfljótsbrú um þremur metrum hærra en meðalvatnshæð þess árstíma. Þessi flóð eru þau stærstu frá því að mælingar hófust við Lagarfljótsbrú. Grugg Lögurinn var og er meðal gruggugustu stöðuvatna landsins. Áður en virkjunarframkvæmdir hófust var gengsæi þess um einn metri en gat þó farið í um tvo metra eða meira snemma vors vegna útþynningar gruggs yfir veturinn. Með tilkomu Fljótsdalsstöðvar og miðlun Jöklu frá Hálslóni í Lagarfljót hefur gruggið í Lagarfljóti þrefaldast sem er svipað og áætlanir gerðu ráð fyrir. Þessi aukning gruggs hefur leitt til helmingunar á gegnsæi Lagarfljóts, þ.e. gegnsæið hefur farið úr um einum metra í hálfan. Þá gætir útþynningar gruggsins á vorin ekki í sama mæli og áður. Eins og við er að búast er gruggið í Leginum mest næst upptökum við innrennslið við Fljótsdalsstöð. Vatnshæð, rennsli og lagskipting Með veitu Jöklu í Lagarfljót hefur meðalrennsli Lagarfljótsins aukist um nær 80%. Talið var að þessi aukning hefði minni háttar áhrif á vatnshæð Fljótsins, en frá því að aflstöðin tók til starfa hefur vatnsborðið verið hærra að meðaltali en gert var ráð fyrir síðvetrar, á vorin og síðsumars. Að hluta er síðsumarhækkunin vegna þess að þegar sýnt þykir að Hálslón muni fyllast, þá er Jökulsá í Fljótsdal hleypt í sinn gamla farveg og fossar hennar vaktir til lífsins meðan vatn Jöklu er nýtt til orkuframleiðslunnar. Í meðalári er gert ráð fyrir mun stöðugra vatnsborði að vori og fyrri hluta sumars, þar sem áhrifa leysingaflóða í Jökulsá á Fljótsdal gætir ekki eins mikið og áður en virkjað var. Unnið er að rannsóknum á eðlisþáttum Lagarfljóts þar sem meðal annars eru skoðaðar hreyfingar og lagskipting vatnsins sem og örlög innrennslis. Mælingar hafa sýnt að vindur knýr flóknar, láréttar og lóðréttar sveifluhreyfingar sem eru til komnar vegna veikrar lagskiptingar Fljótsins yfir sumartímann. Þessar hreyfingar hafa komið ágætlega fram í víðtækum mælingum á hitadreifingu niður eftir Leginum (mynd 9), sem m.a. gefa til kynna hvernig innrennsli jökulvatnsins til Fljótsins sekkur á leið sinni inn í vatnið (mynd 10). Hitastig Þar sem Hálslón er stórt (57 km 2 ), djúpt (allt að 178 metrar) og í um 600 metra hæð yfir sjó má búast við að vatnið þaðan sé að jafnaði kaldara að sumri til en annað innrennsli Lagarfljóts. Ekki var talið að þetta kaldara vatn hefði mikil áhrif á hitastig Fljótsins, þar sem hitastig þess ræðst mest af veðurfari. Samfelldar mælingar á hitastigi í Fljótinu hafa farið fram allt frá Úrvinnsla úr þeim mælingum og samanburður við lofthitamælingar við Egilsstaði benda til þess að áhrif veðurfarsins séu yfirgnæfandi á hitasig Lagarfljóts en að innrennslið geti haft nokkur áhrif á lagskiptingu syðst í vatninu. 25

28 umhverfisskýrsla 2011 Mynd 9 Langsnið (frá Fljótsdalsstöð að Egilsstöðum) af hitastigi í Lagarfljóti, júlí 2010 (Teiknað eftir mynd frá Morgane Priet Mahéo). 0 m 6,6 C 5,8 C -20 >150 m 3 /s innrennsli Við Fljótsdalsstöð Við Egilsstaði Lífríki Áður en virkjunarframkvæmdir hófust var það helst vitað um lífríki Lagarfljóts að frumframleiðni í svifi var mjög lítil, stærðargráðu minni en í næringarsnauðum fjallavötnum. Ástæða þessarar litlu framleiðslu er sú að hún á sér einungis stað í efsta metra vatnsbolsins vegna mikil gruggs. Þá dreifa vindstraumar svifinu niður á dýpi þar sem ljós nær ekki til og skerða með því möguleika svifsins til lífs. Þá var algengt að þörungaframleiðsla misfærist á vorin samhliða lækkuðu vatnsborði í Fljótinu, þ.e. áður en leysingar hófust á hálendi og jökulbráðar fór að gæta. Eftir virkjun var gert ráð fyrir mun stöðugra vatnsborði að vorinu og fyrri hluta sumars og af þeim sökum búist við einhverju mótvægi gegn minna gegnsæi. Nú standa yfir rannsóknir á strandlífi til samanburðar við ástand þess fyrir virkjun. Veiðar Silungsveiðar hafa verið stundaðar í einhverjum mæli í Lagarfljóti og þverám án þess þó að geta talist mikilvæg hlunnindi, a.m.k. hin síðari ár. Veiðifélag um Fljótið var ekki starfandi á þeim tíma sem unnið var að undirbúningsrannsóknum vegna virkjunarinnar en félagið var endurvakið Fyrstu rannsóknir á fiskistofnum Fljótsins eftir virkjun benda til fækkunar bæði bleikju og urriða. Auk fækkunar virðist einnig hafa dregið úr vexti fiskanna. Menn hafa lengi alið þá von í brjósti að hægt væri að koma upp laxastofni í Lagarfljóti ofan Lagarfoss en fiskistigi var byggður við fossinn árið Árangur hefur hins vegar ekki verið í samræmi við væntingar því árlegar göngur um fiskistigann eru aðeins nokkrir tugir fiska og nær eingöngu urriðar. Landsvirkjun hefur seinustu árin rekið teljara í stiganum til þess að fá gleggri mynd af göngumynstri fiska um hann. 26

29 VÖKTUN UMHVERFISÞÁTTA Mynd 10 Innrennsli jökulvatns í Lagarfljóti. Innrennsli Stöðuvatn Jökulvatn Þá hefur Veiðimálastofnun látið setja senditæki í fiska þannig að hægt hefur verið að fylgjast með ferðum þeirra í Fljótinu en enginn þeirra hefur sýnt merki um sjógöngu á lífsleiðinni. Nokkrir af þeim urriðum sem merktir voru í stiganum hafa gengið í þverár Fljótsins, og e.t.v. má styrkja þann stofn ef kemur til mótvægisaðgerða gegn minnkandi silungsveiðum. Unnið er að rannsóknum og er þess vænst að þær gefi gleggri mynd af því sem er að gerast í lífríki Fljótsins. Fuglar Fáir fuglar eru við Lagarfljót yfir veturinn en þegar vorar setja endur, bæði grá- og kafendur, svip sinn á Fljótið. Sérstaklega hefur verið fylgst með viðkomu hávella á Fljótinu og hefur henni heldur fækkað undanfarin ár. Enn sem komið er liggur ekki fyrir hvað veldur þessari fækkun hávellu við Fljótið, en fækkunin var hafin áður en Jöklu var veitt yfir í Lagarfljót. Þegar líður á sumarið má sjá þúsundir gæsa í felli (sárum) á Fljótinu og er hún þá með réttu einkennisfugl þess. 27

30 umhverfisskýrsla 2011 ELDSNEYTI Það er markmið Landsvirkjunar að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og þar með að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis. Við brennslu jarðefnaeldsneytis losna ýmsar lofttegundir, til dæmis gróðurhúsalofttegundirnar koltvísýringur (CO 2 ), metan (CH 4 ) og glaðloft (N 2 O). Auk þess losnar kolmónoxíð (CO) og svifryk sem valda neikvæðum umhverfisáhrifum. Í starfsemi Landsvirkjunar er jarðefnaeldsneyti notað á bifreiðar, vélar og ýmis tæki auk þess sem dísilolía er notuð til reksturs nokkurra lítilla dísilrafstöðva sem meðal annars gegna hlutverki ljósavéla og notaðar til reksturs lokubúnaðar á hálendinu. Haldin er skrá um eldsneytisnotkunina í fjárhaldsbókhaldi fyrirtækisins en þar er magn eldsneytis skráð við innkaup. Á mynd 11 má sjá notkun jarðefnaeldsneytis hjá Landsvirkjun árið Líkt og fyrri ár er mest notað af dísilolíu (92%) og mun minna af bensíni (8%). Að auki voru notuð um 120 kg af vetni og rúmlega 300 kg af metani á starfsstöð Landsvirkjunar í Reykjavík. Eldsneytisnotkun á starfsstöðvum Landsvirkjunar er mismikil en árið 2011 var eldsneytisnotkun mest á þróunar- og framkvæmdasviði sem rekja má til virkjanaframkvæmda við Búðarháls og rannsókna á árinu. Ef litið er til aflstöðva Landsvirkjunar þá er eldsneytisnotkun mest á Þjórsársvæðinu (OAÞ) líkt og árið 2010, en þar fer mesta orkuvinnslan fram auk þess sem um víðáttumikið rekstrarsvæði er að ræða. Heildarnotkun jarðefnaeldsneytis í starfsemi Landsvirkjunar árin má sjá á mynd 12. Notkun bensíns hefur haldist nokkuð stöðug á tímabilinu frá , en eykst á árinu 2011 samanborið við fyrra ár. Aukin bensínnotkun er að mestu til komin vegna aukinna umsvifa í framkvæmda- og rannsóknarvinnu. Heildardísilolíunotkun Landsvirkjunar jókst milli áranna 2010 og Notkunin stendur hins vegar nánast í stað á aflstöðvum fyrirtækisins eftir töluverðan samdrátt milli áranna 2009 og Aukna notkun dísilolíu á árinu má, líkt og bensínnotkun, rekja til framkvæmda við Búðar hálsvirkjun, auk rannsókna. Mynd 13 sýnir notkun dísilolíu árin skipt eftir starfsstöðvum. Í viðauka má sjá ítarlegar tölulegar upplýsingar um eldsneytisnotkun Landsvirkjunar á árunum Eldsneytisnotkun er mest á Þjórsársvæðinu en þar fer mesta orkuvinnslan fram. 28

31 VÖKTUN UMHVERFISÞÁTTA Mynd 11 Notkun jarðefnaeldsneytis í starfsemi Landsvirkjunar árið % l. 8% l. Dísilolía Bensín Mynd 12a Notkun jarðefnaeldsneytis í starfsemi Landsvirkjunar árin bensín lítrar Önnur starfsemi LV Framkvæmda- og þróunarsvið Aflstöðvar Mynd 12b Notkun jarðefnaeldsneytis í starfsemi Landsvirkjunar árin dísilolía lítrar Önnur starfsemi LV Framkvæmda- og þróunarsvið Aflstöðvar

32 umhverfisskýrsla 2011 Mynd 13 Notkun dísilolíu í starfsemi Landsvirkjunar árin skipt eftir starfsstöðvum lítrar Blöndustöð Mývatnssvæði Fljótsdalsstöð Sogssvæði Þjórsársvæði Framkv.- og þróunarsvið Önnur starfsemi LV

33 VÖKTUN UMHVERFISÞÁTTA Rafbílaverkefni Landsvirkjunar í samstarfi við Íslenska NýOrku Um árabil hefur Landsvirkjun tekið þátt í ýmsum verkefnum sem tengjast orkuskiptum í samgöngum í samstarfi við Íslenska NýOrku. Á árunum 2010 og 2011 var Landsvirkjun þátttakandi í El-Mobility sem var samstarfsverkefni Íslenskrar NýOrku og orkufyrirtækja Í Færeyjum og á Grænlandi. Verkefnið hafði það að markmiði að prófa ólíka rafbíla og safna gögnum um frammistöðu þeirra á norðlægum slóðum. Tvær tegundir rafbíla voru fluttar til landsins í þessum tilgangi, Mitsubishi imiev og Th!nk. Sumarið 2010 reynsluóku starfsmenn Landsvirkjunar í Reykjavík, á Sogssvæðinu og Þjórsár svæðinu imiev bílnum. Sumarið 2011 reynsluóku starfsmenn Landsvirkjunar svo Th!nk bílnum og var honum ekið á allar starfsstöðvar fyrirtækisins. Vel gekk að aka honum og var lengsta samfellda vegalengd sem farin var 178 km frá Kröflu til Egilsstaða. Almennt má segja að starfsmenn Landsvirkjunar hafi verið ánægðir með bílinn og séð ýmsa möguleika á notkun rafbíla, þó sérstaklega á þéttbýlisstöðum en einnig t.d. á Sogssvæðinu þar sem bíllinn reyndist vel bæði innan svæðisins og í ferðir til nærliggjandi þéttbýlisstaða. Á ferð Th!nk bílsins milli starfsstöðva Landsvirkjunar gafst almenningi kostur á að reynsluaka bílnum. Almennt líkaði fólki vel við bílinn og flestum kom á óvart hversu sprækur og lipur bílinn var í akstri (mynd 14). Með þátttöku í þessum verkefnum vill Landsvirkjun styðja kynningu, nýsköpun og þróun orkuskipta í samgöngum. Skýrslur um árangur þessara verkefna eru aðgengilegar hjá Íslenskri NýOrku ( og skýrslu Landsvirkjunar LV-2011/112 Yfirlit yfir rafbílaverkefni í samstarfi við Íslenska NýOrku - Sumrin 2010 og Mynd 14 Th!nk bíllinn á ferð milli starfsstöðva Landsvirkjunar. 31

34 umhverfisskýrsla 2011 RÖSKUN LANDS OG UMGENGNI VIÐ NÁTTÚRU OG LÍFRÍKI Öllum stærri framkvæmdum Landsvirkjunar fylgir jarðrask sem getur haft áhrif á lífríki og náttúru. Jarðrask verður meðal annars vegna gerðar uppistöðulóna, stíflna og veituleiða, lagningar vega og jarðstrengja, aðstöðusköpunar og jarðborana. Efnamengun hvers konar sem berst í jarðveg eða vötn getur orðið vegna leka frá olíugeymum, farartækjum og ýmsum tækjabúnaði eða vegna meðhöndlunar spilliefna og úrgangs. Landsvirkjun hefur sett sér verklagsreglur til að draga úr áhrifum starfsemi sinnar á lífríki og náttúru. Þessar verklagsreglur eiga við á öllum starfssvæðum fyrirtækisins og þar sem unnið er að rannsóknum og framkvæmdum. Skortur á stýringu og upplýsingum til starfsmanna og verktaka um umgengni við lífríki og náttúru landsins geta valdið umhverfisáhættu. Ef eiturefni eða hættuleg efni eins og til dæmis olía eru flutt eða meðhöndluð á viðkvæmu svæði getur skapast umhverfisáhætta. Því er umhverfisáhætta metin í öllum verkefnum Landsvirkjunar og gripið til viðeigandi aðgerða til að draga úr líkum á að slík hætta skapist. ROF OG SETMYNDUN Vatnsstýring farvega og lóna auk álags frá vindi, öldu og vatni getur valdið rofi í farvegum áa og úr bökkum lóna. Setmyndun jökuláa getur leitt til þess að eyrar myndist í lónum og við strönd þeirra. Fylgst er með breytingum á vatnsfarvegum með það að markmiði að kortleggja breytingar svo hægt sé að grípa til aðgerða ef þörf krefur. Á áhrifasvæði Fljótsdalsstöðvar er fylgst með rofi við árbakka Jökulsár í Fljótsdal og Lagarfljóts. Þá er fylgst með rofi og hugsanlegu áfoki sands við Hálslón. Einnig er mælt svifryk í nágrenni lónsins og á nokkrum stöðum fjarri lóninu til samanburðar. Rof á bökkum Lagarfljóts ofan við Lagarfoss virðist vera takmarkað og staðbundið. Neðan við Lagarfoss rennur Lagarfljót í bugðóttum farvegi en eðli slíkra farvega er að rof verður í ytri bakka bugðu en landmyndun út frá innri bakka. Rof hefur því alltaf verið til staðar á þessu svæði og staðfestir samanburður á loftmyndum það. Við Hálslón voru gerðar sérstakar rofvarnir sem koma eiga í veg fyrir áfok sands næst lóninu. Hafa þessar áfoksvarnir reynst ágætlega og í eftirlitsferð fulltrúa Umhverfisstofnunar og Landgræðslu ríkisins á árinu var staðfest að ekki hefur átt sér stað neitt áfok á gróður við Hálslón. Þá hafa verið gerðar tilraunir með að úða bindiefni á lónbakkana í þeim tilgangi að binda fínefni og þar með verjast uppfoki fínefna og svifryksmyndun. Svifrykið er mælt með fallrykmælingum á 13 stöðum við lónið og á 5 viðmiðunarstöðum í nágrenni þess. Þessar mælingar hafa nú farið fram í sjö sumur og í fjögur sumur eftir að Hálslón var myndað. Vindar hafa ekki verið miklir á þeim tíma sem mest hætta er á jarðefnafoki frá bökkum lónsins og hefur fallryk aldrei mælst yfir viðmiðunarmörkum um loftgæði en þau eru 5 g/m 2 á mánuði. Niðurstöður fallryksmælinga sumarið 2011 sýna að meðalmæligildi fallryks er um 0.5 g/m 2 á mánuði og hæsta mæligildi er 2,5 g/m 2 á mánuði en það mældist í Búrfellstöglum rúmum tveimur kílómetrum norðaustan við lónið. Sjá nánar skýrslu LV-2012/023 Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar við Hálslón, á Brúaröræfum og í byggð á Fljótsdalshéraði sumarið

35 VÖKTUN UMHVERFISÞÁTTA Úlfljótsvatn er notað sem miðlun fyrir Sogssvæðið. Þar hefur um árabil verið fylgst með rofi úr bökkum vatnsins og gripið til aðgerða því til varnar. Áfram er unnið að vöktun við vatnið. LANDGRÆÐSLA, SKÓGRÆKT OG KOLEFNISBINDING Landsvirkjun hefur frá árinu 1968 staðið fyrir umfangsmikilli landgræðslu og skógrækt í nágrenni virkjana, bæði ein og í samstarfi við ýmsa aðila eins og Skógrækt ríkisins, Landgræðslu ríkisins, skógræktarfélög og heimamenn á viðkomandi svæðum. Land sem grætt hefur verið upp fyrir tilstilli Landsvirkjunar frá stofnun fyrirtækisins er um 140 km 2 (Hugrún Gunnarsdóttir, 2009). Tilgangur landgræðslunnar er endurheimt landgæða, að draga úr raski á gróðurlendum auk þess að stöðva jarðvegsrof og gróðureyðingu. Með aukinni vitund um loftslagsbreytingar hefur verið horft til landgræðslusvæða Landsvirkjunar með kolefnisbindingu í huga. Tilgangur landgræðslunnar er endurheimt landgæða, að draga úr raski á gróðurlendum auk þess að stöðva jarðvegsrof og gróðureyðingu. Landsvirkjun hefur sett sér það markmið að verða kolefnishlutlaust fyrirtæki og því er hafin vinna við gerð áætlana um hvernig því markmiði verði náð. Talið er æskilegt að markmiðum um kolefnisjöfnun verði náð í sem ríkustum mæli með aðgerðum innanlands. Árin 2010 og 2011 var hafist handa við að marka þá leið. Samið var við Landgræðslu ríkisins og Skógrækt ríkisins um að landgræðslu- og skógræktarsvæði Landsvirkjunar yrðu hluti af landsúttekt á kolefnisbindingu, sem hér eftir verður gerð á 5 ára fresti. Með þessum rannsóknum fæst mun áreiðanlegra mat á afköstum kolefnisbindingar en áður og einnig er lagður grunnur að alþjóðlega viðurkenndum matsaðferðum við kolefnisbindingu. Þar til niðurstöður úttektarinnar liggja fyrir er kolefnisbinding á uppgræðslusvæðum Landsvirkjunar metin á sama hátt og fyrri ár þegar binding var metin út frá stærð landgræðslusvæða og stuðlum sem áætlaðir voru með rannsóknum. Samkvæmt þessari aðferð er áætluð kolefnisbinding Landsvirkjunar frá uppgræðslu um tonn CO 2 -ígildi á ári. Á árinu 2011 var að auki samið við áður nefndar stofnanir um landgræðslu- og skógræktarverkefni á landi í þeirra umsjá. Verkefnin eru smá í upphafi, en mjór er mikils vísir. Landsvirkjun mun greiða allan útlagðan kostnað gegn því að fá rétt á að telja sér til eignar nettó kolefnisbindingu vegna aðgerðanna. Viðkomandi aðilar geta að öðru leyti nýtt skóginn á sama hátt og tíðkast, m.a. til útivistar. Einnig var samið um gerð landgræðslu- og skógræktaráætlana sem lið í frekari samvinnu aðila til lengri framtíðar. Vorið 2012 munu liggja fyrir niðurstöður mælinga frá landsúttektinni ásamt landgræðsluog skógræktaráætlunum, sem mun gera Landsvirkjun kleift að meta betur þá kosti sem gefast til kolefnisjöfnunar innanlands. 33

36 umhverfisskýrsla 2011 Varnarefnið DDT gegn mývargi við Steingrímsstöð Milli Þingvallavatns og Úlfljótsvatns fellur Efra- Sog sem áður fyrr var annálað fyrir urriðastofn sinn. Urriðinn var einkum kunnur fyrir stærð en einnig fóru sögur af miklum mývargi á þessu svæði. Heimildir um mývarg við Efra-Sog benda til að aðstæður fyrir vöxt og viðgang bitmýs og urriða í Efra-Sogi hafi verið mjög góðar, en bitmý er ein mikilvægasta fæða laxfiska. Virkjunarframkvæmdir Rafmagnsveitu Reykjavíkur vegna byggingar Steingrímsstöðvar hófust í maí árið Á meðan Steingrímsstöð var í byggingu var að sumarlagi mikill mökkur af bitmýi við útfall Þingvallavatns, Efra-Sog og á byggingarsvæði við Kaldárhöfða. Mývargurinn gerði starfsmönnum erfitt fyrir við störf sín. Á árinu 1957 var því gerð tilraun til þess að eyða flugunni með því að dreifa varnarefninu DDT meðfram bökkum Úlfljótsvatns. Þessi aðgerð dugði skammt og því voru kallaðir til sérfræðingar frá Háskóla Íslands til að leita leiða til að fækka henni. Sérfræðingarnir lögðu til að eitrað yrði fyrir mýið í Efra-Sogi með því að blanda skordýraeitri saman við dísilolíu, til að efnið flyti betur í yfirborði vatnsins á þeim tíma er flugan klektist út. Eitrunin fór fram sumarið 1958 og staðfesti starfsmaður verktaka sem tók þátt í dreifingunni að aðgerðirnar hefðu borið til ætlaðan árangur, bitmýið hvarf. Varnarefnið DDT (díklór-dífenýl-tríklóretan) kom á markað undir lok seinni heimsstyrjaldarinnar og varð eitt mest notaða skordýraeitur í heimi. Efasemdir komu hins vegar fram um notkun efnisins á sjöunda áratug síðustu aldar og dró þá verulega úr notkun efnisins og í kringum 1990 höfðu flest ríki takmarkað notkun þess og er það nú bannað í hinum vestræna heimi. Landsvirkjun hefur látið gera mælingar á jarðvegi, gróðri og seti í Úlfljótsvatni til að meta mögulega DDT-mengun við Steingrímsstöð og í Úlfljótsvatni. Niðurstöður mælinga staðfesta Mynd 15 Dreifing á DDT er talin hafa farið fram á tanga við brú er liggur að Steingrímsstöð (1957) og síðan í farveg Efra Sogs (1958) (Loftmynd frá Loftmyndum ehf.). 34

37 VÖKTUN UMHVERFISÞÁTTA notkun DDT og gera má ráð fyrir að styrkur þessara efna verði mælanlegur til lengri tíma á svæðinu. Ef litið er til eiturefnafræðilegra áhrifa þá er styrkur efnisins lítill og ekki talið að hann geti skapað hættu eða valdið mönnum eða dýrum skaða. Áhrif dreifingar á varnarefninu DDT á árunum 1957 og 1958 á lífríki Sogs eru talin vera nokkuð staðbundin og ekki varanleg. Hins vegar verður að telja að þær aðgerðir sem miðuðu að því að eyða flugunni, auk þess að girt var fyrir rennsli vatns um Efra-Sog með stíflu í útfalli Þingvallavatns, hafi valdið verulegri skerðingu á bitmýsstofnum sem og öðru botndýralífi á svæðinu um nokkurt skeið. Eftir að vatnsrennsli var aftur komið á um Efra-Sog (1993) hefur rek lífrænna efna aukist en það nýtist botndýralífi og þar með bitmýi neðan stíflunnar. Þrátt fyrir að bitmý á svæðinu sé ekki jafn mikið og áður, þá eru seiði og göngufiskur farin að nýta sér svæðið á nýjan leik. Það er vísbending um jákvæða þróun og er vonandi skref í átt að endurheimt þess vistkerfis sem var. Sjá nánar í skýrslu Landsvirkjunar LV-2011/091, Varnarefnið DDT gegn mývargi við Steingrímsstöð Mat á mengun svæðisins. Mynd 16 Steingrímsstöð við Úlfljótsvatn. 35

38 umhverfisskýrsla 2011 Landgræðsla og skógrækt á vegum Landsvirkjunar felst í uppgræðslu með áburðargjöf, sáningu grastegunda á lítt grónu landi og gróðursetningu trjáplantna. Í grænu bókhaldi er haldið saman upplýsingum um magn áburðar, frædreifingu og fjölda trjáa sem plantað er. Meðal helstu landgræðslusvæða Landsvirkjunar víðs vegar um landið má nefna Auðkúlu og Eyvindarstaðaheiðar við Blöndustöð, Krákárbotna við Mývatnssvæði, uppgræðslusvæði sem tengjast Fljótsdalsstöð, skógrækt í nágrenni Sogsstöðva og skógrækt og uppgræðslu á Þjórsár og Tungnaársvæði. Á mynd 17 má sjá fjölda plantna sem gróðursettar hafa verið í nágrenni aflstöðva Landsvirkjunar á árunum Fjöldi plantna sem gróðursettur hefur verið á tímabilinu er nokkuð breytilegur en mest er gróðursett á Þjórsársvæðinu þar sem unnið er í samstarfi við Skógrækt ríkisins. Fjöldi plantna sem gróðursettar voru á árinu 2011 dróst töluvert saman miðað við árið 2010, en það ár var mikil aukning í gróðursetningu. Á mynd 17 sést einnig fjöldi plantna sem gróðursettar hafa verið af sumarvinnuflokkum Landsvirkjunar í samstarfsverkefnum sem ganga undir nafninu Margar hendur vinna létt verk árin Umfang gróðursetningarinnar á vegum Margar hendur vinna létt verk hefur einnig dregist saman milli ára en það er breytilegt í hvaða samstarfsverkefnum Landsvirkjun tekur þátt á hverjum tíma. Sú kolefnisbinding sem hlýst af þessum verkefnum er ekki hluti af grænu bókhaldi Landsvirkjunar enda verkefnin ekki unnin fyrir Landsvirkjun. Magn tilbúins áburðar sem dreift hefur verið, eða dreifing kostuð af Landsvirkjun á árunum má sjá á mynd 18. Notkun tilbúins áburðar heldur áfram að dragast saman en hún hefur farið minnkandi frá árinu Hafin er uppgræðsla lands við Búðar háls og var í heildina dreift 65 tonnum af áburði á svæðinu árið Auk gróðursetningar plantna og dreifingar tilbúins áburðar er garðaúrgangur sem til fellur á aflstöðvunum nýttur til landgræðslu og auk þess er litlu magni fræja og búfjáráburðar dreift á hverju ári á vegum fyrirtækisins. Í viðauka má sjá helstu magntölur í landgræðslu og skógrækt á árunum á vegum Landsvirkjunar. 36

39 VÖKTUN UMHVERFISÞÁTTA Mynd 17 Gróðursetning plantna í nágrenni aflstöðva og gróðursetning á vegum samstarfsverkefnisins Margar hendur vinna létt verk plöntur Gróðursetning plantna í nágrenni aflstöðva Gróðursetning plantna á vegum,,margar hendur vinna létt verk Mynd 18 Magn tilbúins áburðar sem dreift var á árunum tonn Áburðardreifing, tilbúinn áburður 37

40 umhverfisskýrsla 2011 Þjórsárdalur Mynd úr safni Héraðsskjalasafns Árnesinga Við landnám var Þjórsárdalur skógi vaxinn og landgæði mikil. Talið er að þangað hafi verið sóttur viður til kolagerðar úr Gnúpverjahreppi og nágrannasveitum allt niður að sjó. Dalurinn þoldi þetta sæmilega þegar vel áraði, en verr þegar Hekla lét á sér kræla. Talið er að á þjóðveldisöld hafi byggð verið blómlegust í Dalnum og þar verið vart færri en 20 bæir. Árið 1966 þegar Landsvirkjun hóf framkvæmdir við byggingu Búrfellsvirkjunar var búið á þrem bæjum í Þjórsárdal. Fremri hluti Dalsins var vel grasi gróinn með skógivöxnum hlíðum en litlu innar, þ.e. þegar kom inn fyrir Sandártungu blasti við svört svarðlaus auðn svo langt sem augað eygði, svo kallaðir Vikrar. Til marks um hrjóstrugar og líflausar auðnir Þjórsárdals voru mennirnir sem fyrstir áttu að stíga fæti á tunglið þjálfaðir í Þjórsárdalnum, en svæðinu þótti þá svipa mjög til tunglsins. Snemma á byggingartíma Búrfellsvirkjunar hófust starfsmenn Landsvirkjunar handa við uppgræðslu í nágrenni stöðvarinnar með sáningu, áburðargjöf og gróðursetningu birkis í Sámstaðarmúlanum sem girðir stöðvarsvæðið af til norðurs. Aðaláherslan á þessum tíma var lögð á ræktun við íbúðarhúsin en þar var fyrst plantað nokkrum hríslum í Helgulundi, nefndum eftir Helgu Kristófersdóttur eiginkonu fyrsta stöðvarstjórans í Búrfelli. Þann 5. maí 1970 huldi gos í Heklu þennan græna svörð með cm þykku vikur- og öskulagi, svo um tíma virtust náttúruöflin ætla, líkt og í stórgosinu 1104, að tortíma öllum gróðri sem náð hafði að þreyja þorrann og góuna. Eftir gosið í Heklu 1970 breyttist þessi kyrrláta auðn stundum í æðandi sandstorma líka því sem sagt er að geisi á reikistjörnunni Mars. Um flótta eða uppgjöf var ekki að ræða, stærsta vatnsaflsvirkjun landsins varð ekki færð úr stað. Því varð að gera þeim er við hana störfuðu lífið eins bærilegt og kostur var og lámarka skemmdir á tækjum og vélbúnaði. Þá lögðust þeir sem mestu höfðu að miðla á árarnar með Landsvirkjun, þ.e. Gnúpverjahreppur, Landgræðsla ríkisins, Skógrækt ríkisins og Vegagerðin ásamt fjölda áhugamannafélaga við að endurheimta gróður í Dalnum. Landsvirkjun og starfsmenn hennar hafa allar götur frá Heklugosinu 1970 haldið ótrauð áfram við uppgræðslu í Þjórsárdal í samstarfi við Skógrækt ríkisins, Hekluskóga og Skógræktarfélag Íslands með það að markmiði að hefta sandfok og endurheimta birkiskóga. Uppgræðslan hefur skilað sér í bættu aðgengi að Dalnum, ákjósanlegri búsetuskilyrðum og fögru útivistarsvæði heimamönnum jafnt sem ferðamönnum til yndis og ánægju. Þú hefur nú, Þjórsárdalur, þráfaldlega fært mér geðhrif gleði og trega, glökkt sjást merkin allavega. Höfundur Eiríkur Einarsson frá Hæli Hrafnhildur Jóhannesdóttir starfsmaður Landsvirkjunar í Búrfellsstöð og ábúandi á Ásólfsstöðum í Þjórsárdal. 38

41 VÖKTUN UMHVERFISÞÁTTA Hekluskógar samantekt á starfi síðustu ára Verkefnið um Hekluskóga var formlega stofnsett af umhverfisráðuneytinu árið 2007 og snýst um endurheimt á einu af lykilvistkerfum Íslands, birkiskógunum. Stefnt er að endurheimt birkiskóga á hektörum lands í nágrenni Heklu. Birkiskóginum er ætlað að binda framtíðaröskufall frá Heklu og draga úr skemmdum vegna öskufoks á lífríki og ræktunarlönd og auka þannig lífsgæðin á svæðinu. Verkefnið er sérstakt að því leyti að það er samstarfsverkefni margra aðila, s.s. heimamanna á Hekluskógasvæðinu, Landgræðslu- og Skógræktar ríkisins, skógræktarfélaga o.fl. Auk þess hafa nokkur fyrirtæki, þ.á.m. Landsvirkjun, stutt verkefnið með tækjum og mannskap, auk beinna fjárframlaga. Ýmis félagasamtök hafa tekið að sér afmörkuð svæði innan Hekluskóga og vinna þar að uppgræðslu. Starf Hekluskóga hefur hingað til að mestu snúist um gróðursetningu á birki, en um 1,6 milljónir birkitrjáa hafa verið gróðursett í um hektara lands. Tilbúnum áburði hefur verið dreift yfir hektara svæði auk þess sem nokkru af kjötmjöli og grasfræjum hefur verið dreift á svæðinu. Árangur af starfinu er mikill og hefur stórum svæðum verið breytt úr illa gróinni auðn yfir í gróið land þar sem birki sprettur nú upp og fyrstu lækjarfarvegirnir eru aftur farnir að myndast. Dr. Hreinn Óskarsson verkefnisstjóri Hekluskóga og skógarvörður Skógræktar ríkisins á Suðurlandi. 39

42 umhverfisskýrsla 2011 Margar hendur vinna létt verk Sumarvinnuflokkar ungs fólks hafa verið starfræktir hjá Landsvirkjun í nokkra áratugi og sumarið 2011 voru 179 ungmenni að störfum hjá Landsvirkjun. Verkefnin eru fjölbreytt og spanna allt frá viðhaldi, uppbyggingu og snyrtingu hjá starfsstöðvum Landsvirkjunar auk ýmiss konar samstarfsverkefna vítt og breitt um landið. Landsvirkjun býður fram vinnuframlag sumarvinnuflokka auk flokkstjórnar yfir þeim í verkefninu Margar hendur vinna létt verk. Fjöldamörg sveitarfélög, félagasamtök og stofnanir hafa tekið þátt í verkefninu og hefur samvinnan skilað sér í auknum umhverfisgæðum og fjölmörgum dæmum um bætta aðstöðu til útivistar og ferðamennsku. Helstu magntölur í verkefnum sumarvinnuflokka í Reykjavík árið 2011 má sjá í töflu í viðauka auk yfirlits yfir samstarfsaðila og verkefni sumarsins. Mynd 20 Sumarstarfsmenn Landsvirkjunar að störfum. 40

43 VÖKTUN UMHVERFISÞÁTTA Yfirborðslosun frá jarðvarmavirkjunum Það er markmið Landsvirkjunar að nýta auðlindir á sem bestan hátt og draga úr losun mengandi efna út í umhverfið. Markmið Landsvirkjunar er að nýta auðlindir á sem bestan hátt og draga úr losun mengandi efna út í umhverfið. Þétti og skiljuvatn (affallsvatn) frá jarðvarmavirkjunum inniheldur þungmálma og næringarefni sem að hluta til eiga uppruna sinn í borholuvökva, en hluti þeirra kemur til vegna tæringar frá vélbúnaði. Náttúrulegur styrkur þessara efna er breytilegur milli staða og er háður til dæmis eldvirkni og grunnvatnsrennsli. Sé styrkur efnanna of mikill getur það haft áhrif á lífríki. Affallsvatn frá Kröflustöð er að hluta til losað í yfirborðsvatn og að hluta dælt aftur niður í jarðhitageyminn til að halda uppi þrýstingi í honum og draga úr umhverfisáhrifum. Vatn sem losað er á yfirborði rennur með frárennsli í nærliggjandi læk, Dallæk (Hlíðardalslæk). Affallsvatn frá Bjarnarflagi er allt losað á yfirborði í Bjarnarflagslón og rennur þaðan niður í grunnvatnið um sprungu vestast í lóninu. Efnasamsetning jarðhitavökvans er mæld árlega í öllum borholum og á nokkrum stöðum í vinnslurásinni. Samkvæmt starfsleyfi er heimild fyrir losun affallsvatns svo framarlega sem styrkur mengandi efna í grunnvatnsstraumnum er undir umhverfismörkum I þegar vatnið nær niður í Mývatn. Umhverfismörk eru skilgreind í reglugerð um varnir gegn mengun vatns nr. 796/1999. Mynd 21 Grunnvatnsflæði og sýnatökustaðir þar sem fylgst er með áhrifum affallsvatns frá Kröfluog Bjarnarflagsstöð á efnasamsetningu grunnvatns. Kröflustöð Hlíðarfjall Sandabotnafjall Laxá Bjarnarflag Sandvatn Mývatn Langivogur Vogaflói Búrfellshraun Grunnvatnsrennsli Sýnatökustaður Borhola 41

44 umhverfisskýrsla 2011 Árlega eru gerðar mælingar af óháðum aðila til að vakta áhrif affallsvatnsins frá Kröflu og Bjarnarflagsstöð. Sýni eru tekin á skilgreindum mælistöðum (mynd 21) og fylgst með styrk ákveðinna náttúrulegra efna á borð við arsen. Ekki er talin veruleg umhverfisáhætta vegna losunar affallsvatns frá Kröflu og Bjarnarflagsstöð vegna þynningaráhrifa og mikils grunnvatnsflæðis á svæðinu. Rannsóknir og mælingar hafa sýnt að áhrif affallsvatns hverfa fljótt og styrkur mengandi efna í vatninu er innan viðmiðunarmarka reglugerða þegar vatnið berst í Mývatn (Halldór Ármannsson og Magnús Ólafsson, 2012 & Halldór Ármannsson og Magnús Ólafsson, 2002). Umhverfisstofnun er árlega send skýrsla með niðurstöðum mælinga og verði frávik eða óvæntar niðurstöður er vöktunaráætlunin endurskoðuð í samvinnu við Umhverfisstofnun. Á mynd 22 má sjá styrk arsens í grunnvatnssýnum sem tekin voru við Langavog og Vogaflóa á árunum en mælistaðirnir eru rétt við Mývatn. Af myndinni sést að styrkur arsens er vel innan umhverfismarka I á báðum stöðum öll árin. Í viðauka má sjá ítarlegar tölulegar upplýsingar um yfirborðslosun frá jarðvarmavirkjunum. Mynd 22 Styrkur arsens í grunnvatnssýnum við Vogaflóa og Langavog ásamt umhverfismörkum I og II (reglugerð nr. 796/1999). Heimild: Halldór Ármannsson og Magnús Ólafsson, ,006 Arsen [mg/l] Vogaflói Langivogur Umhverfismörk I Umhverfismörk II 0,005 0,004 0,003 0,002 0,

45 VÖKTUN UMHVERFISÞÁTTA Úrgangur Það er markmið Landsvirkjunar að auka endurvinnslu og endurnýtingu og þar með draga úr magni óflokkaðs úrgangs sem fer til urðunar og brennslu. MAGN OG TEGUNDIR ÚRGANGS Náðst hefur góður árangur í flokkun og endurvinnslu úrgangs í starfsemi Landsvirkjunar. Heildarmagn óflokkaðs úrgangs hefur dregist saman á undanförnum árum á öllum starfsstöðvum fyrirtækisins nema í Fljótdalsstöð sem stafar af sérstöku hreinsunarátaki á fyrrum framkvæmdasvæði Kárahnjúkavirkjunar. Heildarmagn úrgangs árið 2011 var tæplega 540 tonn sem er talsverð aukning frá fyrra ári en um 90% úrgangsins fór til endurvinnslu eða endurnýtingar. Magn óflokkaðs úrgangs sem fer til urðunar eða brennslu frá starfsemi Landsvirkjunar árið 2011 minnkar samanborið við árið Hlutfallslega skiptingu eftir úrgangstegundum fyrir árið 2011 má sjá á mynd 23. Á árinu 2011 var aðrennslispípan fyrir Laxárstöð II fjarlægð. Um var að ræða rúmlega 400 metra langa og um 3,5 metra breiða timburpípu (tréstokk) með járngjörðum og jókst því magn timbur- og málmúrgangs mikið samanborið við fyrri ár. Hreinsunarátak Fljótsdalsstöðvar hélt áfram á árinu og verður því fram haldið sumarið Sorpflokkun hefur aukist jafnt og þétt á öllum starfsstöðvum fyrirtækisins. Magn óvirks úrgangs frá starfsemi Landsvirkjunar er mun minna en undanfarin ár. Óvirkur úrgangur, til dæmis jarð og steinefni, er ekki talinn valda neikvæðum umhverfisáhrifum og er urðaður á viðeigandi urðunarstöðum. Mynd 23 Hlutfallsleg skipting úrgangs í starfsemi Landsvirkjunar árið 2011, skipt eftir úrgangstegundum. Úrgangur til endurvinnslu/endurnýtingar % Málmar og ýmis búnaður 42 Timbur 39 Pappír, pappi og umbúðir 3 39 Lífrænn úrgangur 3 Jarð- og steinefni, gler og postulín 2 Spilliefni 2 Hjólbarðar <1 Prenthylki <1 42 Plast <1 Úrgangur til förgunar Úrgangur til urðunar 8 3 Úrgangur til brennslu 2 43

46 umhverfisskýrsla 2011 Mynd 24 sýnir hlutfallslega skiptingu helstu tegunda spilliefna sem féllu til í starfsemi Landsvirkjunar á árinu Magn spilliefna sem fellur til í starfsemi Landsvirkjunar ræðst líkt og annar úrgangur í starfseminni að miklu leyti af umfangi viðhaldsverkefna á ári hverju. Á árinu 2011 féllu til rúmlega 11 tonn af spilliefnum sem er verulega minna magn en árið áður, en mest féll til af úrgangsolíu. Sveiflur í magni úrgangsolíu milli ára frá aflstöðvum Landsvirkjunar má að hluta til rekja til þess að úrgangsolíu er safnað á birgðatanka og förgun óregluleg. Á árinu var t.d. á Sogssvæðinu fargað uppsöfnuðu magni af úrgangsolíu frá árunum 2010 og Spilliefni eru send til viðurkennds förgunaraðila. Á mynd 25 má sjá samanburð á magni úrgangs frá starfsemi Landsvirkjunar eftir úrgangsflokkum á árunum Sjá má að magn úrgangs í hverjum úrgangsflokki er talsvert breytilegt milli ára, en það skýrist að verulegu leyti af úrgangsmyndun í viðhaldsverkefnum. Aukið magn spilliefna árið 2010 má til að mynda rekja til bilunar í spenni í Sultartangastöð og aukning í magni timburúrgangs árið 2008 er til komin vegna endurnýjunar kæliturns Kröflustöðvar. Árið 2011 jókst svo magn timbur- og málmúrgangs verulega vegna förgunar áður nefndrar aðrennslispípu. Vegna þessa breytileika hentar ekki að setja mælanleg markmið til að draga úr magni í hverjum úrgangsflokki fyrir sig. Landsvirkjun leggur því áherslu á að auka endurvinnslu og endurnýtingu og draga úr magni óflokkaðs úrgangs sem fer til urðunar og brennslu. Á mynd 26 má sjá þann árangur sem náðst hefur í flokkun úrgangs á starfsstöðinni í Reykjavík. Hér er bæði um að ræða úrgang sem fellur til við skrifstofustarfsemi og viðhald hússins. Á mynd 27 má sjá þróun magns óflokkaðs úrgangs á öllum starfsstöðvum Landsvirkjunar á árunum Í viðauka má sjá ítarlegar tölulegar upplýsingar um magn úrgangs frá starfsstöðvum Landsvirkjunar á árunum Mynd 24 Hlutfallsleg skipting helstu tegunda spilliefna sem til féllu í starfsemi Landsvirkjunar á árinu kg % Olía Rafhlöður Ýmis spilliefni Ólífræn spilliefni Lífræn spilliefni Spilliefnaumbúðir 50 1 Kolasalli 21 <

47 VÖKTUN UMHVERFISÞÁTTA Mynd 25 Magn úrgangs frá starfsemi Landsvirkjunar á árunum , skipt eftir úrgangsflokkum kg Óflokkaður úrgangur Úrgangur til endurvinnslu og endurnýtingar Óvirkur úrgangur Spilliefni Mynd 26 Magn óflokkaðs og flokkaðs úrgangs á árunum frá starfsstöð Landsvirkjunar við Háaleitisbraut 68 í Reykjavík. Góður árangur hefur náðst í aukinni flokkun úrgangs til endurvinnslu. 80 tonn Flokkaður úrgangur Óflokkaður úrgangur ,0 42, ,5 20,8 27,9 24,3 0 14,1 11,

48 umhverfisskýrsla 2011 Mynd 27 Magn óflokkaðs úrgangs á starfsstöðvum Landsvirkjunar á árunum Sérstakt hreinsunarátak hefur verið í gangi við Fljótsdalsstöð frá árinu Árið 2010 misfórst skráning í Kröflustöð og er magnið það ár því áætlað jafnt og magn ársins kg Blöndustöð Fljótsdalsstöð Mývatnssvæði - Kröflustöð Mývatnssvæði - Laxárstöðvar Sogssvæði Þjórsársvæði Önnur starfsemi LV

49 VÖKTUN UMHVERFISÞÁTTA Búðarhálsvirkjun Bygging Búðarhálsvirkjunar (95 MW) þar sem Tungnaá er veitt í Sultartangalón, var eina stórframkvæmd Landsvirkjunar á árinu Miklar kröfur eru gerðar til öryggismála við byggingu Búðarhálsvirkjunar og fylgjast eftirlitsmenn Landsvirkjunar náið með því að öryggismálum sé fylgt í hvívetna og að umgengni um vinnusvæðin sé góð. Á árinu 2011 störfuðu tveir verktakar á svæðinu og á haustmánuðum unnu þar tæplega 300 manns. Hjá Ístaki, aðal byggingaverktakanum, hefst hver vinnudagur með umræðum um verkefni dagsins með sérstaka áherslu á öryggismál og umgengni. Á mynd 28 má sjá framkvæmdir við stöðvarhúsbyggingu Búðarhálsvirkjunar. Segja má að vinnusvæði Ístaks sé til mikillar fyrirmyndar og hefur vakið eftirtekt þeirra sem heimsótt hafa svæðið. Gríðarlegt magn af úrgangi fellur til á virkjunarsvæðinu og sér Ístak um alla sorphirðu og flokkun úrgangs. Séð er til þess að úrgangur safnist ekki fyrir heldur að gengið sé frá honum jafnóðum. Mikil áhersla er lögð á að fergt sé yfir allt efni, þannig að laust efni nái ekki að fjúka frá vinnusvæðinu. Að sama skapi er vel fylgst með notkun á varúðarmerktum efnum og meðhöndlun spilliefna. Ein birgða- og afgreiðslustöð er fyrir olíu á vinnusvæðinu og er umgengni um hana til mikillar fyrirmyndar. Notuð er dísilolía á flest vinnutæki og er haldin skrá um notkun eldsneytis og þannig fylgst með losun gróðurhúsalofttegunda. Engin umhverfisóhöpp hafa orðið á virkjunarsvæðinu en við gerð hjáveituskurðar frá gamla farvegi Tungnaár yfir í Sporðöldulón var grafið niður á nokkurt magn af úrgangi frá byggingartíma Hrauneyjafossvirkjunar. Þessi úrgangur sem m.a. innheldur nokkurt magn málma hefur nú verið grafinn upp og komið í endurvinnslu líkt og öðrum úrgangi sem fellur til á virkjunarsvæðinu. Á þeim tíma sem Hrauneyjafossvirkjun var byggð var leyfilegt að urða málma og annan úrgang á svæðinu en nú er einungis heimilt að urða óvirkan steypuúrgang. Í viðauka má sjá yfirlit yfir magn úrgangs frá framkvæmdasvæðinu, notkun dísilolíu verktaka og eftirlits sem og losun GHL frá brennslu jarðefnaeldsneytis og urðunar úrgangs. Upplýsingar um eldsneytisnotkun starfsmanna Lands virkjunar á framkvæmdasvæðinu eru færðar inn í heildarlosunarbókhald Landsvirkjunar. Mynd 28 Yfirlitsmynd yfir framkvæmdir við stöðvarhúsbyggingu Búðarhálsvirkjunar. Gert er ráð fyrir afendingu orku úr Búðarhálsvirkjun í árslok

50 umhverfisskýrsla 2011 Hávaði Orkuvinnslusvæði Kröflu og Bjarnarflagsstöðva eru skilgreind sem iðnaðarsvæði. Mörk fyrir hávaða frá atvinnustarfsemi á iðnaðarsvæðum eru 70 db(a) á lóðarmörkum samkvæmt reglugerð um hávaða. Vinsælir ferðamannastaðir liggja innan iðnaðarsvæðanna í Mývatnssveit, þar á meðal Námaskarð, Jarðböðin við Mývatn og Víti. Landsvirkjun leitast við að halda hljóðstigi á þessum stöðum undir 50 db(a) sem er jafngildishljóðstig hávaðamarka á íbúðarsvæðum. Ekki eru til skilgreind í reglugerðum mörk fyrir hávaða á útivistarsvæðum. Við jarðvarmavinnslu eru það vélar og búnaður aflstöðva sem helst valda hávaða sem og blástur gufu út í andrúmsloftið við afkastamælingar á borholum. Hljóðstig á hverjum tíma fer því eftir fjölda hola í blæstri, fjölda véla í vinnslu, auk veðurfars. Árlegar mælingar á hljóðstigi frá jarðvarmavinnslu Landsvirkjunar á Mývatnssvæðinu fara fram á skilgreindum mælipunktum, auk þess sem mælingar eru gerðar við borholur samhliða afkastamælingum, en hljóðdeyfar eru á öllum borholum. Hver mæling stendur yfir í fjórar mínútur og því getur bílaumferð haft áhrif á hljóðstigsmælingarnar. Hafa ber í huga að hér er um stakar mælingar að ræða sem gefa vísbendingar um hljóðstig á svæðinu en útiloka ekki að hljóðstig geti verið hærra eða lægra á öðrum tímum. Yfirlitsmynd af Mývatnssvæðinu má sjá á mynd 29. Landsvirkjun leitast við að halda hljóðstigi á vinsælum ferðamannastöðum undir mörkum sem skilgreind eru fyrir íbúðarsvæði. Mynd 29 Yfirlitsmynd af Mývatnssvæðinu. Skyggða svæðið sýnir afmörkun iðnaðarsvæða fyrir orkuvinnslu við Kröflu- og Bjarnarflagsstöð. Víti Kröflustöð Reykjahlíð Bjarnarflagsstöð Mývatn Jarðböð 48

51 VÖKTUN UMHVERFISÞÁTTA Mynd 30 Hljóðstig í desíbelum (db) við mismunandi athafnir mannsins Eldflaug Rokktónleikar Umferð Skvaldur Kyrrð 0 Hávaði er skilgreindur sem óæskilegt hljóð sem stafar m.a. frá athöfnum fólks, umferð eða atvinnustarfsemi. Hljóðstyrkur er mældur í desíbelum (db) eða desíbel A (db(a)) sem líkir eftir næmni mannseyra. Á mynd 30 má sjá hvar hljóðstig við mismunandi athafnir er á desíbel mælikvarðanum. 49

52 umhverfisskýrsla 2011 Mynd 31 Staðsetning mælistaða fyrir hljóðmælingar við Kröflustöð. Skyggða svæðið sýnir iðnaðarsvæði fyrir orkuvinnslu. Rauðir punktar sýna mælistaði þar sem árlegar hljóðstigsmælingar fara fram. 12 Víti Krafla Kröflustöð Sandbotnafjall KRÖFLUSTÖÐ Á mynd 31 má sjá staðsetningu mælistaða fyrir hljóðstig í nágrenni Kröflustöðvar. Skyggða svæðið á myndinni sýnir iðnaðarsvæðið og rauðir punktar sýna mælistaði þar sem árlegar hljóðstigsmælingar fara fram. Í viðauka má sjá töflu yfir mæld jafngildishljóðstig á Kröflusvæðinu árin Árið 2011 voru hljóðstigsmælingar við Kröflustöð gerðar þann 21. febrúar og var vindur frá austri til norðurs á bilinu 3 8 m/sek. Þegar mælingarnar fóru fram var engin hola í blæstri og báðar vélar aflstöðvarinnar í rekstri líkt og árin Mældist hljóðstig við útsýnisplan við Leirhnjúk og við Kröfluveg (mælistöðvar 11 og 20) yfir 50 db(a) viðmiðunarmörkunum líkt og árið Við útsýnisplanið við Leirhnjúk hefur hljóðstig mælst yfir viðmiðunarmörkunum síðastliðin þrjú ár, en lækkar nú talsvert miðað við árin 2009 og Að öðru leyti mældist hljóðstig á flestum mælistöðum lægra eða sambærilegt við mælingar ársins

53 VÖKTUN UMHVERFISÞÁTTA Mynd 32 Staðsetning mælistaða fyrir hljóðmælingar við Bjarnarflagsstöð. Skyggða svæðið sýnir iðnaðarsvæði fyrir orkuvinnslu. Rauðir punktar sýna mælistaði þar sem árlegar hljóðstigsmælingar fara fram. Mývatn Bjarnarflagsstöð Reykjahlíð Jarðböð BJARNARFLAGSSTÖÐ Yfirlit yfir mælistaði fyrir hljóðstig við Bjarnarflagsstöð má sjá á mynd 32, skyggða svæðið á myndinni er iðnaðarsvæðið. Rauðir punktar sýna mælistaði þar sem árlegar hljóðstigsmælingar fara fram. Í viðauka má sjá töflu yfir mæld jafngildishljóðstig við Bjarnarflagsstöð árin Hljóðstigsmælingar við Bjarnarflagsstöð fóru fram 15. og 18. febrúar 2011 og var gufustöðin í gangi. Báða mælidaga var vindur mjög hægur (1 4 m/sek.) og sumstaðar logn, að auki var gufu hleypt út um hljóðdeyfi á borholum á svæðinu, en líklegt er að það hafi áhrif á mælt hljóðstig. Innan iðnaðarsvæðisins mældist hljóðstig lægra árið 2011 á flestum mælistöðum miðað við árið 2010 en almennt hærra ef borið er saman við mælingar árin 2008 og Utan iðnaðarsvæðisins mældist hljóðstig yfir 50 db(a) viðmiðunarmörkunum við upplýsingaplan nærri gamla baðlóninu og á bílastæði við móttöku Jarðbaðanna (mælistöðvar 26 og 30). Hljóðstig hefur ekki áður mælst yfir viðmiðunarmörkunum á bílastæðum jarðbaðanna. 51

54 umhverfisskýrsla 2011 Umhverfisóhöpp Markmið Landsvirkjunar er starfsemi án umhverfisóhappa. Engin umhverfisóhöpp urðu í starfsemi Landsvirkjunar árið Er þetta í fyrsta sinn frá því Landsvirkjun tók upp vottað umhverfisstjórnunarkerfi sem engin umhverfisóhöpp eiga sér stað á starfsári fyrirtækisins. Umhverfisóhapp er skilgreint sem atvik sem fyrirtækinu ber samkvæmt starfsleyfi að tilkynna til umhverfisyfirvalda, eða ef eitthvað í starfseminni fer gegn lögum, reglum eða vinnureglum fyrirtækisins. Heildarfjöldi umhverfisóhappa hefur verið skráður frá árinu Á þessu árabili hafa átt sér stað árlega eitt til fjögur umhverfisóhöpp, en samtals er um 10 atvik að ræða (tafla 1). Helming óhappanna má rekja til vatnsstýringar, þ.e. þegar ekki hefur tekist að stýra vatnsrennsli vatnsaflsvirkjana samkvæmt markmiðum fyrirtækisins en slík óhöpp hafa þó ekki átt sér stað frá árinu Engin umhverfisóhöpp urðu í starfsemi Landsvirkjunar árið Tafla 1 Umhverfisóhöpp hjá Landsvirkjun á árunum Fjöldi óhappa Vatnsstýring Losun SF Brot á þungatakmörkunum Hávaði Olíuleki Fjöldi umhverfisóhappa á ári

55 VÖKTUN UMHVERFISÞÁTTA 53

56 Losun út í andrúmsloftið og gróðurhúsaáhrif Í þessum hluta er fjallað um losun gróðurhúsalofttegunda, útblástur brennisteinsvetnis frá jarðvarmavirkjunum og kolefnisspor Landsvirkjunar. Gullsteinbrjótur Saxifraga aizoides Vex á melum, á áreyrum, í skriðum og klettabeltum. Gullsteinbrjótur er auðþekktur á gulum og rauðdröfnóttum krónublöðum. Hann er algengur frá Skeiðará að Langanesströndum en afar sjaldséður eða ófundinn í öðrum landshlutum. 54

57 55

58 umhverfisskýrsla 2011 Gróðurhúsalofttegundir og kolefnisspor Loftslagsbreytingar má rekja til losunar gróðurhúsalofttegunda (GHL) í andrúmsloftið, m.a. vegna brennslu jarðefnaeldsneytis og ýmiss konar landnýtingar. Ísland er aðili að rammasamningi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, svokölluðum Loftslagssamningi sem samþykktur var árið Ísland hefur því skuldbundið sig til að grípa til aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka bindingu kolefnis. Að auki þarf Ísland að veita Loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna upplýsingar um árlega heildarlosun og bindingu GHL sem og upplýsa um stefnumörkun og aðgerðir til að draga úr losun. Skylt er að veita upplýsingar í losunarbókhaldi um losun koltvísýrings (CO 2 ), glaðlofts (N 2 O), metans (CH 4 ), vetnisflúorkolefna (HFC), flúorkolefna (PFC) og brennisteinshexaflúoríðs (SF 6 ). Gróðurhúsalofttegundirnar sex hafa hver um sig mismunandi áhrif á geislun í andrúmsloftinu og þar með hitastig á jörðinni. Heildarlosun GHL er umreiknuð í ígildi koltvísýrings, táknað CO 2 ígildi, með notkun svokallaðra hlýnunarstuðla (e. Global Warming Potential). Í töflu 2 má sjá hlýnunarstuðul og líftíma í andrúmslofti fyrir þær gróðurhúsalofttegundir sem loftslagssamningurinn tekur á. Við raforkuvinnslu Landsvirkjunar losna gróðurhúsalofttegundir út í andrúmsloftið. Meðal annars vegna brennslu jarðefnaeldsneytis í bifreiðum og tækjum, losun vegna flugferða og brennslu og urðunar úrgangs sem og losun sem tengist raforkuvinnslunni beint. Bein losun vegna raforkuvinnslu er til að mynda losun GHL frá lónum og útstreymi frá jarðvarmavirkjunum. Það er markmið Landsvirkjunar að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Sjá nánar í skýrslu Landsvirkjunar LV-2011/016, Loftslagsáhrif Landsvirkjunar - Samantekt og tillögur að aðgerðum. Kolefnisspor er mælikvarði sem notaður er til þess að sýna áhrif athafna mannsins á loftslagsbreytingar. Kolefnisspor er mælikvarði sem notaður er til þess að sýna áhrif athafna mannsins á loftslagsbreytingar. Í þessari skýrslu er notast við þá skilgreiningu að kolefnisspor lýsi árlegri losun gróðurhúsalofttegunda vegna starfsemi fyrirtækisins þegar dregin hefur verið frá áætluð kolefnisbinding á vegum þess. Tafla 2 Hlýnunarstuðull og líftími í andrúmslofti þeirra gróðurhúsalofttegunda sem loftslagssamningurinn tekur til. Heimild: Umhverfisstofnun Gróðurhúsalofttegundir Líftími í andrúmslofti (ár) Hlýnunarstuðull (m.v. 100 ár) Koltvísýringur (CO 2 ) Breytilegur 1 Glaðloft (N 2 O) Metan (CH 4 ) 12,2 (Óvissa 25%) 21 Vetnisflúorkolefni (HFC) Flúorkolefni (PFC) Brennisteinshexaflúoríð (SF 6 )

59 Losun út í andrúmsloftið og gróðurhúsaáhrif Vistferilsgreining raforkuvinnslu með vatnsafli - Fljótsdalsstöð Á undanförnum árum hefur skapast aukin þörf fyrir greinargóðar og gagnsæjar upplýsingar um umhverfisáhrif mismunandi raforkukosta. Á árinu 2011 var unnið mat á umhverfisáhrifum með aðferðafræði vistferilsgreiningar (e. Life Cycle Assessment) fyrir raforkuvinnslu í Fljótsdalsstöð. Er hér um að ræða fyrstu vistferilsgreiningu sem gerð hefur verið fyrir vatnsaflsvirkjun á Íslandi en slíkar greiningar hafa m.a. verið gerðar á Norðurlöndunum og víðar. Vistferilsgreining er aðferðafræði sem er notuð til þess að meta staðbundin og hnattræn umhverfisáhrif vöru, framleiðsluferils eða þjónustu. Greiningin nær yfir allan vistferil eða,,lífsskeið vörunnar, þ.e. allt frá öflun hráefna, framleiðsluferil, notkunar og förgunar. Markmiðið með vistferilsgreiningu er að meta hvar í vistferlinum helstu neikvæðu umhverfisáhrifin verða og hvernig megi haga hönnun, framleiðslu eða verkferlum þannig að þau verði í lágmarki. Metin voru umhverfisáhrif við vinnslu á 1 kwst raforku í Fljótsdalsstöð þar sem miðað var við 100 ára endingartíma mannvirkja. Á mynd 33 má sjá meginþætti vistferils raforkuvinnslu í Fljótsdalsstöð. Vistferilsgreiningin nær til hráefnanotkunar, losunar efna í andrúmsloftið, jarðveg og vatn, sem og úrgangs sem myndast á meðan á byggingu, rekstri og viðhaldi stöðvarhúss og stíflna stendur yfir. Mynd 33 Lýsandi mynd fyrir meginþætti vistferils raforkuvinnslu í Fljótsdalsstöð. Vinnsla auðlinda og hráefnaframleiðsla Ílagsþættir Auðlindir: Orka Hráefni Flutningar Framleiðsla á íhlutum /byggingarefnum Flutningar Frálagsþættir Útstreymi til: Andrúmslofts Jarðvegs Vatnsviðtaka Byggingartími Undirbúningsverk, byggingarframkvæmdir, framleiðsla vél- og rafbúnaðar Úrgangur Rekstrartími Rekstur og viðhald 1 kwst 57

60 38 umhverfisskýrsla 2011 Niðurstöður vistferilsgreiningarinnar leiða í ljós að byggingartími Fljótsdalsstöðvar veldur hlutfallslega mestum umhverfisáhrifum með einni undantekningu, en losun frá lónum veldur hlutfallslega mestri losun gróðurhúsalofttegunda (mynd 34). Helstu umhverfisáhrif er tengjast byggingarframkvæmdum má rekja til notkunar og brennslu jarðefnaeldsneytis og framleiðslu sements í steypu. Á rekstrartímanum verða hlutfallslega lítil umhverfisáhrif fyrir utan eyðingu auðlinda (hráefna og orku) vegna væntanlegrar endurnýjunar á vél- og rafbúnaði og öðru viðhaldi á hundrað ára rekstrartíma aflstöðvarinnar. Þá veldur brennsla jarðefnaeldsneytis einnig umhverfisáhrifum á rekstrartímanum. Losun gróðurhúsalofttegunda, eða svokallað kolefnisspor, fyrir raforkuvinnslu í Fljótsdalsstöð var reiknað 2,6 g CO 2 -ígildi/kwst, sem er Mynd 34 Skipting heildarlosunar gróðurhúsalofttegunda við vinnslu 1 kwst í Fljótsdalsstöð. Losun frá lónum 60 Byggingartími 38 Rekstur 2 % 2 60 Mynd 35 Skipting losunar gróðurhúsalofttegunda frá byggingarframkvæmdum. 40% 6% 1% 43% 8% 2% Eldsneyti við flutninga malarefnis í stíflur Önnur eldsneytisnotkun Raforka Steypa Stál Flutningar og meðhöndlun úrgangs 58

61 Losun út í andrúmsloftið og gróðurhúsaáhrif með því lægsta sem gerist fyrir orkuvinnslu í heiminum, þar með talið orkuvinnslu með sól- og vindorku. Stærstur hluti kolefnissporsins reyndist vera vegna losunar gróðurhúsalofttegunda frá uppistöðulónum (60%), og næststærstur hluti vegna notkunar jarðefnaeldsneytis og steypu á byggingartíma virkjunarinnar (38%) (mynd 35). Rekstur stöðvarinnar vegur einungis um 2% af kolefnissporinu. Niðurstöður vistferilsgreiningarinnar má nýta til að draga úr umhverfisáhrifum vatnsaflsvirkjana en ekki hvað síst til að draga úr umhverfisáhrifum nýrra vatnsaflsvirkjana sem byggðar verða í framtíðinni. Niðurstöðurnar eru mikilvægar fyrir Landsvirkjun í allri vinnu við að upplýsa kaupendur orkunnar og aðra hagsmunaaðila um umhverfiseiginleika orkunnar. Niðurstöðurnar nýtast einnig þriðja aðila, t.d. framleiðslu- og iðnfyrirtækjum við mat á umhverfisáhrifum vegna framleiðslu á eigin vöru. Nú hefur í fyrsta skipti hér á landi verið metið kolefnisspor vatnsorku yfir allan framleiðsluferilinn sem gerir allan samanburð við umhverfisáhrif erlendrar vatnsorku og aðra orkugjafa mögulegan (mynd 36). Sjá nánar í skýrslu Landsvirkjunar LV -2011/086, Vistferilgreining raforkuvinnslu með vatnsafli: Fljótsdalsstöð. Mynd 36 Losun gróðurhúsalofttegunda (g CO 2 -ígildi/kwst) við raforkuvinnslu með vatnsafli á Norðurlöndunum og í Sviss. Landsvirkjun og Vattenfall taka tillit til losunar frá lónum en ekki Statkraft. Virkjanir Axpo eru rennslisvirkjanir án uppistöðulóna. 6,0 g CO 2 -ígildi/kwst Losun frá lónum Losun frá orkuframleiðslu 4,5 Virkjanir með uppistöðulónum Rennslisvirkjanir 3,0 1,6 3,1 1,5 1,0 1,4 0,6 3,1 5,2 0 Landsvirkjun, Fljótsdalsstöð (690 MW) Vattenfall, meðaltal 14 virkjana (2,4-830 MW) Statkraft, Trollheim kraftverk (130 MW) Axpo, Wildegg- Brugg (50 MW) Axpo, Au-Schönenberg (2,1 MW) 59

62 umhverfisskýrsla 2011 Gróðurhúsaáhrif jarðvarmavirkjana og losun út í andrúmsloftið Háhitasvæði á Íslandi eru öll tengd virkum eldstöðvum og varmastreymi inn á svæðin kemur úr fremur grunnstæðum kvikuinnskotum eða kvikuþróm. Kólnandi kvikuinnskot losa frá sér kvikugös, sem flest eru léttari en vatn og gufa og leita því upp að yfirborðinu. Mörg þeirra hvarfast við efni í jarðhitavatninu eða bergi og falla út sem útfellingar. Kvikugösin eru að stærstum hluta koltvísýringur, oft í kringum 60 95% af massahlutfalli gass, þá brennisteinsvetni (H 2 S), sem getur verið frá 1 20%, en aðrar gastegundir eru í umtalsvert minna magni, þar á meðal er örlítið af gróðurhúsalofttegundinni metan (CH 4 ). Hugmyndalíkan fyrir uppruna og streymi koltvísýrings frá eldvirkum háhitasvæðum má sjá á mynd 37. Álitamál er hvort líta beri á útstreymi GHL frá jarðvarmavirkjunum sem losun af mannavöldum eða náttúrulegt útstreymi frá svæðinu, sjá nánari umfjöllun í skýrslum Landsvirkjunar LV 2011/ 016, Loftslagsáhrif Landsvirkjunar - Samantekt og tillögur að aðgerðum og LV 2011/ 017, Útstreymi koltvísýrings frá jarðvarmavirkjunum. Frá árinu 1991 hefur Orkustofnun safnað upplýsingum frá orkufyrirtækjum um streymi koltvísýrings og brennisteinsvetnis frá jarðvarmavirkjunum á Íslandi fyrir Umhverfisstofnun. Í ljósi þess hve styrkur kvikugasa í jarðhitavökva er háður hegðun viðkomandi jarðhitakerfis eru reglulegar mælingar á styrk gass í gufu mikilvægur þáttur í vinnslueftirliti. Til að mynda jókst verulega styrkur kvikugasa á Kröflusvæðinu á árum Kröfluelda, , en dróst síðan saman eftir að jarðhræringum lauk. Mynd 38 sýnir mælingar á gasstyrk gufu í einni borholu (KJ-15) ásamt vermi og heildarflæði jarðhitavökva (vatnsgufa og ýmsar gastegundir). Mynd 37 Hugmyndalíkan fyrir uppruna og streymi koltvísýrings frá eldvirkum háhitasvæðum (heimild: Anette K. Mortensen o.fl., 2009). CO2 seytlar gegnum yfirborð og sprungur CO2 seytlar gegnum yfirborð og sprungur CO 2 seepage to surface CO2 úr borholum CO2 úr borholum CO 2 through bore holes blandast grunnvatni COCO2 2 with blandast effluent grunnvatni into groundwater CaCO3 útfellingarkápa CO2 CO2 CaCO3 útfellingarkápa CaCO 3 Scaling Cap CO2 uppleyst í jarðhitavatni COCO2 uppleyst í jarðhitavatni 2 Dissolved in geothermal water Kvikuinnskot Magma Intrusion 60

63 Losun út í andrúmsloftið og gróðurhúsaáhrif Útstreymi GHL dregst saman miðað við fyrra ár aðallega vegna breytinga á gasflæði í jarðhitageyminum. Gasstyrksbreytingar eru góður mælikvarði á breytingar í jarðhitageyminum og að sama skapi á breytingum á flæði til yfirborðs. Á Kröflusvæðinu sýna þessar breytingar vel að áhrif Kröfluelda ( ) á jarðhitageyminn eru að fjara út. Árlega eru gerðar sambærilegar mælingar á styrk gass í gufu og vatni frá borholum og virkjunum. Þessar mælingar, ásamt ýmsum rekstrargögnum, liggja jafnframt til grundvallar útreikningum á losunarbókhaldi fyrirtækisins frá jarðvarmavirkjunum. Útstreymi GHL vegna raforkuvinnslu með jarðvarma auk rannsóknarborana á árunum má sjá á mynd 39. Útstreymi GHL dregst saman miðað við fyrri ár aðallega vegna breytinga á gasflæði í jarðhitageyminum. Hins vegar valda auknar rannsóknir á árinu 2011 því að útstreymi GHL frá rannsóknarborunum eykst samanborið við árið Fylgst er með útstreymi brennisteinsvetnis (H 2 S) frá jarðvarmavirkjunum Landsvirkjunar, H 2 S er ekki gróðurhúsalofttegund, en hefur mengandi áhrif á bæði fólk og lífríki. Útstreymi H 2 S frá raforkuvinnslu og rannsóknarborunum má sjá á mynd 40. Vegna aukinna rannsókna á árinu eykst útstreymi H 2 S frá rannsóknarborunum umtalsvert miðað við árið Útstreymið minnkar hins vegar frá raforkuvinnslu enda dróst vinnslan saman á árinu. Magn koltvísýrings og brennisteinsvetnis sem djúpfargað hefur verið á árunum má sjá á mynd 41, en með djúpförgun er dregið úr losun þessara gastegunda út í andrúmsloftið. Mynd 38 Mældur gasstyrkur í borholu við Kröflu (KJ-15) ásamt vermi og heildarflæði jarðhitavökva. 12 Gasstyrkur í gufu (w%) Vermi(kJ/kg/1000) Heildarflæði (kg/s)

64 umhverfisskýrsla 2011 Mynd 39 Útstreymi gróðurhúsalofttegunda vegna raforkuvinnslu Landsvirkjunar annars vegar og rannsóknarborana hins vegar árin tonn CO 2 -ígildi Raforkuvinnsla Rannsóknarboranir Mynd 40 Útstreymi brennisteinsvetnis vegna raforkuvinnslu Landsvirkjunar annars vegar og rannsóknarborana hins vegar árin tonn H 2 S Raforkuvinnsla Rannsóknarboranir

65 Losun út í andrúmsloftið og gróðurhúsaáhrif Mynd 41 Magn brennisteinsvetnis og koltvísýrings sem djúpfargað var á árunum tonn Brennisteinsvetni Koltvísýringur 63

66 umhverfisskýrsla 2011 Gróðurhúsaáhrif uppistöðulóna vatnsaflsvirkjana Við myndun uppistöðulóna fer gróður og jarðvegur undir vatn og við niðurbrot (rotnun) lífrænna efna í gróðri og jarðvegi myndast koltvísýringur, metan og glaðloft. Helstu ferli gróðurhúsalofttegunda á landi sem fer undir vatn má sjá á mynd 42. Á mynd 43 má sjá losun GHL frá lónum vatnsaflsvirkjana Landsvirkjunar árin Nánast engin losun á GHL á sér stað þegar lón eru ísilögð. Þá á sér hins vegar stað óveruleg losun metans og er ekki gerð grein fyrir þeirri losun sérstaklega heldur er hún reiknuð inn í heildarlosun frá lónunum. Undanfarin ár hafa upplýsingar um fjölda íslausra daga á lónum verið byggðar á meðalgildi um 215 íslausra daga á ári. Landsvirkjun hefur hafið skráningu á fjölda daga sem ís er yfir þeim lónum þar sem losun GHL er hvað mest, þ.e. Blöndu- og Gilsárslóni. Skráning hófst árið 2009 og hafa íslausir dagar öll árin verið færri en 215. Losun GHL frá lónunum hefur nú verið endurreiknuð fyrir árin , en ekki eru til upplýsingar um raunfjölda íslausra daga árið Samkvæmt skráningu fyrir árið 2011 voru 186 íslausir dagar á Blöndu- og Gilsárlóni. Því lækkar uppgefin losun frá þessum lónum talsvert miðað við fyrri útreikninga. Ítarlegri upplýsingar um losun frá lónum Landsvirkjunar árið 2011 má sjá í viðauka. Mynd 42 Helstu ferli gróðurhúsalofttegunda á landi sem fer undir vatn (heimild: Jón Guðmundsson og Hlynur Óskarsson, 2008). Vatn Berggrunnur Jarðvegur CO2 fjarlægt úr andrúmslofti með ljóstillífun (nýmyndun lífræns efnis) CO2 myndað við öndun (niðurbrot lífræns efnis) og oxun CH4 og skilað til andrúmsloftsins Möguleg N2O losun úr lóni Möguleg metanupptaka í móa Metanlosun úr seti með loftbólum Oxun CH4 í vatnsbolnum yfir í CO2 Metanlosun úr lóni og seti (CH4) 64

67 Losun út í andrúmsloftið og gróðurhúsaáhrif Mynd 43 Losun gróðurhúsalofttegunda frá lónum vatnsaflsvirkjana Landsvirkjunar árin Dökki hluti súlunnar sýnir losun frá Blöndu- og Gilsárlóni en ljósi hlutinn losun frá öllum öðrum lónum Landsvirkjunar. Losun gróðurhúsalofttegunda frá Blöndu- og Gilsárlónum hefur verið endurreiknuð fyrir árin kg CO 2 -ígildi Losun frá Blöndu- og Gilsárlónum Losun frá öðrum lónum

68 umhverfisskýrsla 2011 Gróðurhúsaáhrif vegna brennslu jarðefnaeldsneytis og losunar frá rafbúnaði Losun GHL vegna brennslu jarðefnaeldsneytis er reiknuð út frá magni eldsneytis, því eru innkaup á öllu jarðefnaeldsneyti fyrir bifreiðar, tæki og dísilvélar skráð. Losunin er síðan reiknuð út frá keyptu magni og sértækum stuðlum sem fengnir eru frá Umhverfisstofnun og eru þeir sömu og notaðir eru vegna loftslagsbókhalds Íslands sem skilað er til Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna. Upplýsingar um fjölda innlendra flugferða starfsmanna Landsvirkjunar koma beint frá flugfélögum. Áætlun um losun GHL byggir meðal annars á fjölda flugferða auk upplýsinga frá Orkuspárnefnd og flugfélögum. Losun GHL vegna millilandaflugs starfsmanna Landsvirkjunar er líkt og fyrri ár metið og er áætlað 250 tonn CO 2 -ígildi á ári. Hér er um gróft mat að ræða þar sem enn er unnið að skráningu millilandaflugs. SF 6 gas er notað sem einangrunarmiðill háspennubúnaðar í Fljótsdalsstöð og á Þjórsársvæðinu en leki eða óhapp getur valdið losun á gasinu. Gastegundin er mikilvirkust allra gróðurhúsalofttegunda eða virkari en koltvísýringur. Losun GHL frá rafbúnaði hefur mælst einu sinni á síðastliðnum fjórum árum, árið Líkt og undanfarin ár er það losun GHL vegna brennslu dísilolíu sem vegur þyngst (65%) af heildarlosun GHL af völdum brennslu jarðefnaeldsneytis. Mynd 44 sýnir þróun losunar á árunum Losun vegna millilandaflugs er sú sama öll árin enda er þar um að ræða sama áætlaða gildið. Á árinu 2011 voru notuð 122 kg af vetni og 339 kg af metani til að knýja ökutæki. Við notkun vistvæns eldsneytis á ökutæki spöruðust um kg CO 2 ígildi, sé miðað við meðallosun bensínknúins smábíls. Við notkun vistvæns eldsneytis á ökutæki spöruðust um kg CO 2 ígildi, sé miðað við meðallosun bensínknúins smábíls. Mynd 44 Losun gróðurhúsalofttegunda vegna brennslu jarðefnaeldsneytis í starfsemi Landsvirkjunar árin tonn CO 2 -ígildi Brennsla dísilolíu Brennsla bensíns Millilandaflug Innanlandsflug 66

69 Losun út í andrúmsloftið og gróðurhúsaáhrif Gróðurhúsaáhrif vegna urðunar og brennslu úrgangs Helstu umhverfisáhrif vegna urðunar á úrgangi eru myndun hauggass vegna niðurbrots lífræns hluta úrgangsins auk mengaðs sigvatns sem getur lekið út í umhverfið og mengað grunn og yfirborðsvatn. Hauggas samanstendur aðallega af metani og koltvísýringi en umhverfisáhrif metans eru mikilvirkari, þar sem metan er um 21 sinnum virkari gróðurhúsalofttegund en koltvísýringur. Losun GHL vegna förgunar óflokkaðs úrgangs í starfsemi Landsvirkjunar árin má sjá á mynd 45. Það dregur úr magni óflokkaðs úrgangs miðað við fyrra ár og þar með einnig úr losun milli áranna 2010 og Mynd 45 Losun gróðurhúsalofttegunda vegna förgunar óflokkaðs úrgangs í starfsemi Landsvirkjunar árin tonn CO 2 -ígildi

70 umhverfisskýrsla 2011 Samantekt á losun gróðurhúsalofttegunda frá starfsemi Landsvirkjunar Stærsta uppspretta losunar GHL í starfsemi Landsvirkjunar er útstreymi frá jarðvarmavinnslu (það er útstreymi frá jarðvarmavirkjunum og rannsóknarborunum) og losun frá lónum vatnsaflsvirkjana. Á mynd 46 má sjá hlutfallslega skiptingu losunar GHL eftir uppruna losunar í starfsemi Landsvirkjunar árið Útstreymi frá jarðvarmavinnslu nam 73% af heildarlosun fyrirtækisins og losun frá lónum 25%. Aðra losun (2%) má rekja til brennslu jarðefnaeldsneytis, flugferða og förgunar úrgangs. Engin losun á SF 6 gasi frá rafbúnaði var á árinu. Þessi hlutföll eru sambærileg við hlutföll undanfarinna ára. Losun GHL í starfsemi Landsvirkjunar á árunum má sjá á mynd 47. Myndin sýnir einnig kolefnisbindingu og nettó kolefnisspor fyrirtækisins á tímabilinu. Losun GHL frá starfsemi fyrirtækisins árið 2011 var rúmlega tonn CO 2 ígildi og dregst saman um 4% miðað við árið 2010 og 10% miðað við árið Þegar tekið hefur verið tillit til kolefnisbindingar er losun Landsvirkjunar árið 2011 um tonn CO 2 ígildi og hefur því dregist saman um 6% miðað við árið 2010 og um 20% sé miðað við árið Mynd 48 sýnir samantekt á losun GHL frá starfsemi Landsvirkjunar á árunum eftir uppruna losunar. Stærðargráða hinna ólíku losunarflokka kemur glöggt í ljós þar sem útstreymi frá jarðvarmavinnslu og losun frá uppistöðulónum er umtalsvert meiri en losun frá annarri starfsemi. Breyting á kolefnisspori Landsvirkjunar stjórnast því fyrst og fremst af breytingum tengdum vinnslu á jarðvarma, umfangi rannsóknarborana auk losunar frá lónum. Álitamál er hvort líta beri á útstreymi frá jarðvarmavinnslu sem losun af mannavöldum eða náttúrlegt útstreymi. Minna útstreymi GHL árið 2011 frá Kröflustöð er aðallega vegna breytinga á gasflæði í jarðhitageyminum sem rekja má til þess að áhrif Kröfluelda ( ) eru að fjara út en einnig vegna minni raforkuvinnslu samanborið við árið 2010 og aukinnar djúpförgunar koltvísýrings. Önnur losun er háð umfangi starfseminnar á hverjum tíma og hefur minni háttar áhrif á heildarkolefnisspor fyrirtækisins. Losun GHL í starfsemi Landsvirkjunar árið 2011 á hverja unna GWst er 4,4 tonn CO 2 ígildi/gwst ef ekki er tekið tillit til kolefnisbindingar. Ef tekið er tillit til kolefnisbindingar vegna landgræðslu og skógræktar á vegum fyrirtækisins er losunin hins vegar 2,7 tonn CO 2 ígildi/gwst. Kolefnisspor Landsvirkjunar dregst því saman um 6% miðað við árið 2010 og 22% ef miðað er við árið Hafa verður í huga að losun frá lónum fyrir árið 2008 byggir á áætluðum fjölda íslausra daga og því má gera ráð fyrir að raunlækkun miðað við það ár sé í raun minni. Þegar losun GHL er reiknuð á framleiddar GWst er ekki tekið með útstreymi vegna rannsóknarborana því þær tengjast ekki orkuvinnslu viðkomandi árs. Áhugavert er að bera saman losun GHL frá ólíkum orkugjöfum Landsvirkjunar. Við útreikninga á gróðurhúsaáhrifum eftir tegund orkuvinnslu, það er vatnsafli og jarðvarma, er losun vegna þátta sem ekki er beint hægt að rekja til viðkomandi orkugjafa, skipt upp eftir vægi orkuvinnslunnar. Þetta á meðal annars við um losun vegna flugferða og úrgangs sem og kolefnisbindingu með landgræðslu og skógrækt. Líkt og áður er útstreymi vegna rannsóknarborana ekki tekið með þegar losun er reiknuð 68

71 Losun út í andrúmsloftið og gróðurhúsaáhrif Mynd 46 Hlutfall losunar gróðurhúsalofttegunda í starfsemi Landsvirkjunar árið tonn CO 2 - ígildi % Jarðvarmavinnsla Uppistöðulón vatnsaflsvirkjana Annað 2 Brennsla dísilolíu Brennsla bensíns 55 <1 Flugferðir 326 <1 Úrgangur 65 < Mynd 47 Heildarlosun gróðurhúsalofttegunda í starfsemi Landsvirkjunar árin tonn CO 2 -ígildi Heildarlosun gróðurhúsalofttegunda Kolefnisspor Landsvirkjunar Kolefnisbinding

72 umhverfisskýrsla 2011 Mynd 48 Losun gróðurhúsalofttegunda frá starfsemi Landsvirkjunar eftir uppsprettum losunar tonn CO 2 -ígildi Útstreymi frá jarðvarma v. og rannsóknarb. Losun frá uppistöðul. vatnsaflsv. Losun vegna jarðefnaeldsneytis Losun vegna förgunar úrgangs Losun frá rafbúnaði Mynd 49 Gróðurhúsaáhrif ólíkra orkugjafa Landsvirkjunar, vatnsafls og jarðvarma með og án kolefnisbindingar reiknað út frá rekstri árið tonn CO 2 -ígildi/gwst Gróðurhúsaáhrif án kolefnisbindingar Gróðurhúsaáhrif með kolefnisbindingu Vatnsafl Jarðvarmi 70

73 Losun út í andrúmsloftið og gróðurhúsaáhrif miðað við framleiddar GWst. Samanburðurinn sýnir að nokkuð mikill munur er á gróðurhúsaáhrifum jarðvarmavirkjana og vatnsaflsvirkjana. Losun GHL á hverja GWst unna í jarðvarmavirkjun er 80,2 tonn CO 2 ígildi/gwst án kolefnisbindingar og 78,4 tonn CO 2 ígildi/gwst þegar tekið hefur verið tillit til kolefnisbindingar. Losun GHL á hverja unna GWst í vatnsaflsvirkjun er hins vegar 1,21 tonn CO 2 ígildi/gwst án kolefnisbindingar og -0,55 tonn CO 2 ígildi/gwst þegar tekið er tillit til kolefnisbindingar (mynd 49). Það er að segja að Landsvirkjun hefur unnið að bindingu kolefnis umfram losun sem jafngildir um 0,55 tonn CO2 2 -ígilda fyrir hverja framleidda GWst af vatnsorku. Ítarlegar tölulegar upplýsingar um losun GHL í starfsemi Landsvirkjunar má finna í viðauka. Mikilvægt er að hafa í huga þegar þessi samanburður er gerður að ekki er með öllu ljóst hvort með virkjun jarðvarma sé verið að auka heildarútstreymi koltvísýrings frá jarðvarmasvæðum eða hvort útstreymi frá jarðvarmavirkjunum sé í raun að einhverju eða jafnvel öllu leyti tilfærsla á náttúrlegu útstreymi. Horfa þarf til hvers svæðis fyrir sig þegar útstreymið er metið þar sem jarðhitasvæði hegða sér með ólíkum hætti. Ólíkt því sem gerist í flestum öðrum löndum er losun GHL frá raforkuvinnslu á Íslandi tiltölu lega lítil. Útreikningar á losun frá lónum hafa verið uppfærðir fyrir árin Raunfjöldi íslausra daga á Blöndu- og Gilsárlóni er þekktur þessi þrjú ár og eru þeir töluvert færri en áður áætlað meðaltalsgildi fyrir fjölda íslausra daga. Áætluð losun frá lónum lækkar því umtalsvert fyrir þessi ár. Þá liggja niðurstöður rannsókna á raunbindingu á landgræðslusvæðum Landsvirkjunar ekki fyrir fyrr en í lok árs 2012 og mun þá fást réttara mat á kolefnisbindingu fyrirtækisins en í kolefnisbókhaldinu er binding í gróðri og jarðvegi áætluð út frá umfangi landgræðslusvæðanna. Ólíkt því sem gerist í flestum öðrum löndum er losun GHL frá raforkuvinnslu á Íslandi tiltölulega lítil, enda er langstærstur hluti vinnslunnar frá endurnýjanlegum orkugjöfum, þ.e. vatnsafli og jarðvarma. Vistferilsgreining (e. Life Cycle Assessment) sem gerð var fyrir raforkuvinnslu í Fljótsdalsstöð á árinu gefur vísbendingu um magn losunar GHL sem vænta má fyrir framleiðslu raforku í vatnsaflsvirkjunum Landsvirkjunar yfir 100 ára tímabil. Vistferilsgreiningin er sú fyrsta sem gerð hefur verið fyrir vatnsaflsvirkjun á Íslandi og með henni fæst samanburður á umhverfisáhrifum orkuvinnslu með vatnsafli á Íslandi við vatnsorkuvinnslu annars staðar í heiminum við ýmsar aðrar tegundir orkuvinnslu. Losunin frá raforkuvinnslu í Fljótsdalsstöð er margfalt minni en frá flestum öðrum tegundum raforkuvinnslu eins og má sjá á samantekt á losun GHL frá mismunandi raforkuvinnslu á mynd

74 umhverfisskýrsla 2011 Mynd 50 Losun gróðurhúsalofttegunda við mismunandi raforkuvinnslu í grömmum CO 2 -ígilda á framleidda kwst (samantekt niðurstaðna frá vistferilsgreiningum; heimild: Weisser, 2007 og Goldstein et al., 2011). Sýnd er reiknuð meðallosun gróðurhúsalofttegunda fyrir mismunandi raforkuvinnslu og vinnslu í Fljótsdalsstöð g CO 2 -ígildi/kwst ,6 0 Brúnkol Kol Olía Jarðgas Endurn. lífrænir orkugjafar Vatnsafl Sólarorka Jarðvarmi Vindorka Kjarnorka Fljótsdalsstöð 72

75 Losun út í andrúmsloftið og gróðurhúsaáhrif Gera verður greinarmun á kolefnisspori vatnsaflsvirkjana Landsvirkjunar sem birt er í þessari skýrslu og kolefnisspori reiknuðu með aðferðafræði vistferilsgreiningar. Í þessari skýrslu byggir kolefnissporið (1,21 tonn CO 2 -ígildi/gwst) á beinni losun GHL sem tengist heildarraforkuvinnslu frá vatnsaflsvirkjunum fyrirtækisins og rekstri starfsárið Kolefnisspor raforkuvinnslu í Fljótsdalsstöð, reiknað með aðferðafræði vistferilsgreiningar (2,6 tonn CO 2 -ígildi/gwst) gefur upplýsingar um það hve mikið magn GHL losnar að meðaltali við vinnslu hverrar GWst sem framleidd er í stöðinni á 100 árum. Er þá meðtalin öll losun frá byggingu, rekstri og viðhaldi stöðvarhúss og stíflna. Því er ekki beint hægt að bera saman kolefnissporin fyrir raforkuvinnslu í Fljótsdalsstöð og kolefnisspor frá rekstri Landsvirkjunar. Þeir aðilar sem áhuga hafa á að meta umhverfisáhrif (kolefnisspor), vegna framleiðslu á eigin vöru eða þjónustu, geta nýtt sér ofangreindar niðurstöður vistferilsgreiningar sem viðmið fyrir kolefnisspor raforkuvinnslu með vatnsafli á Íslandi (tonn CO 2 -ígilda á GWst er jafnt og grömm CO 2 -ígilda á kwst). 73

76 Viðauki Töflur og tölulegar upplýsingar Í þessum hluta gefur að líta töflur og ítarlegri tölulegar upplýsingar um þau atriði sem fjallað er um í fyrri hlutum skýrslunnar. Naflagras Koenigia islandica Einær jurt af súruætt sem vex í rakri mold og leirflögum, og á lækjareyrum. Naflagrasið er algengt um allt land nema á hálendinu. Jurtin er lágvaxin, oftast innan við 6 cm á hæð, og blómgast gulgrænum blómum í júní og júlí. Danski læknirinn og grasafræðingurinn Johann G. König sendi Carl Linné sýnishorn af naflagrasi frá Íslandi árið 1767 og er latneska heitið þaðan komið. 74

77 75

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

Kolefnisspor Landsvirkjunar

Kolefnisspor Landsvirkjunar Loftslagsbókhald2008 KolefnissporLandsvirkjunar Loftslagsbókhald2008 LV2009/065 Efnisyfirlit Kolefnisspor... 1 Hvað er kolefnisspor?... 2 Losun gróðurhúsalofttegunda... 3 Losun gróðurhúsalofttegunda í

More information

Koleefnisssporr Lan. Loftslaggsbókhald 2007 L 2008/19

Koleefnisssporr Lan. Loftslaggsbókhald 2007 L 2008/19 Loftslagsbókhald 2007 Koleefnisssporr Lan ndsvvirkju unarr Loftslaggsbókhald 2007 L 2008/19 LV 93 Efnisyfirlit Kolefnisspor... 1 Hvað er kolefnisspor?... 2 Losun gróðurhúsalofttegunda... 3 Losun gróðurhúsalofttegunda

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

rn ORKUSTOFNUN Gaslosun jarovarmavirkjana a islandi /02 ivar Baldvinsson, JJora H. JJorisdottir, Jonas Ketilsson

rn ORKUSTOFNUN Gaslosun jarovarmavirkjana a islandi /02 ivar Baldvinsson, JJora H. JJorisdottir, Jonas Ketilsson rn ORKUSTOFNUN Gaslosun jarovarmavirkjana a islandi 1970-2009 ivar Baldvinsson, JJora H. JJorisdottir, Jonas Ketilsson 05-2011/02 Gaslosun jarðvarmavirkjana á Íslandi 1970 2009 Ívar Baldvinsson Þóra H.

More information

Vistferilsgreining raforkuvinnslu með vatnsafli

Vistferilsgreining raforkuvinnslu með vatnsafli LV-2011-086 Vistferilsgreining raforkuvinnslu með vatnsafli Fljótsdalsstöð Skýrsla nr. LV-2011/086 Vistferilsgreining raforkuvinnslu með vatnsafli Fljótsdalsstöð Desember 2011 Lykilsíða 1 Skýrsla LV

More information

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar 1 Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar Introduction to rotating machines 2 Grunnhugtök og meginþættir Klassískar gerðir véla Riðstraumsvélar Samfasavél (synchronous machine) Spanvél (induction machine

More information

Loftmengun vegna jarðvarmavirkjanna

Loftmengun vegna jarðvarmavirkjanna Loftmengun vegna jarðvarmavirkjanna Kynning fyrir verkefnisstjórn 3. áfanga rammaáætlunar. 9.desember 2014 Þorsteinn Jóhannsson thorsteinnj@ust.is Nýting lághitasvæða og háhitasvæða Mun minni umhverfisáhrif

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

Fóðurrannsóknir og hagnýting

Fóðurrannsóknir og hagnýting Fóðurrannsóknir og hagnýting Uppskeruhátíð rannsókna Gunnar Örn Kristjánsson Strandbúnaður 2018, Grand Hótel Reykjavík, 19.-20. mars. Grundvöllur fóðurgerðar Þarfir hjá eldisfisk Efnaþarfir til vaxtar

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki

Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki NÍ-11001 Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki Áfangaskýrsla 2010 Borgþór Magnússon Unnið fyrir Landsvirkjun Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki Áfangaskýrsla 2010 Borgþór Magnússon Unnið fyrir Landsvirkjun

More information

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Áhrif lofthita á raforkunotkun Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Júlí 2017 Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Orkustofnun Júlí 2017 Útgefandi: Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Sími: 569 6000, Fax, 568

More information

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og 2006. Kolbeinn Árnason Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE: Coordination of information on the environment eða: Samræming umhverfisupplýsinga

More information

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016 FLUGTÖLUR 216 INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 216 Flugvöllur 215 216 Br. 16/15 Hlutdeild Reykjavík 348.24 377.672 8,5% 5,4% Akureyri 17.897 183.31 7,3% 24,5% Egilsstaðir 89.79 93.474 4,9%

More information

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur CHEMISTRY The Central 9th Edition Hlutfallareikningur: AðA reikna út frá formúlum og efnajöfnum fnum Lavoisier: Massi varðveitist í efnahvörfum. : lýsa efnahvörfum. Efnajafna : Hvarfefni og myndefni: 2H

More information

Brennisteinsvetni í Hveragerði

Brennisteinsvetni í Hveragerði Þróun 2014-022 Reykjavík, september 2014 Brennisteinsvetni í Hveragerði September 2012 mars 2014 Snjólaug Ólafsdóttir EBS-411-01 Útgefandi: Orkuveita Reykjavíkur Útgáfudagur: September 2014 Umsjón og ábyrgð:

More information

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012 Nr. 28/32 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012 2013/EES/28/07 frá 8. júní 2012 um framkvæmdarreglur vegna beitingar 16. gr.

More information

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014 FLUGTÖLUR 2014 INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014 Flugvöllur 2013 2014 Br. 14/13 Hlutdeild Reykjavík 338.278 328.205-3,0% 48,6% Akureyri 178.231 172.106-3,4% 25,5% Egilsstaðir 91.561

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

LV Bjarnarflagsvirkjun. Prófun vatns fyrir kæliturna

LV Bjarnarflagsvirkjun. Prófun vatns fyrir kæliturna LV-2012-106 Bjarnarflagsvirkjun Prófun vatns fyrir kæliturna EFNISYFIRLIT 1 Inngangur... 3 2 Kalkútfellingar úr kælivatni... 4 3 Framkvæmd tilrauna... 6 3.1 Tilraunabúnaður... 6 3.2 Framkvæmd tilrauna...

More information

Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi -

Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi - Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi - Rannveig Björnsdóttir Strandbúnaður 2017, Grand Hótel Reykjavík, 13.-14.mars YFIRLIT erindis Dæmi: doktorsverkefni RBj 2005-2010 BAKGRUNNUR VANDAMÁLIÐ

More information

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Sérfræðingur í persónurétti Yfirlit Stóra myndin Skyldur GDPR Aðlögunarferli Áskoranir og praktísk ráð 2 3 Yfirlit: Hvað er GDPR?» GDPR

More information

LV Hávellutalningar á Lagarfljóti og á vötnum í Fljótsdalsheiði 2011

LV Hávellutalningar á Lagarfljóti og á vötnum í Fljótsdalsheiði 2011 LV-2012-036 Hávellutalningar á Lagarfljóti og á vötnum í Fljótsdalsheiði 2011 LV-2012-036 Hávellutalningar á Lagarfljóti og á vötnum í Fljótsdalsheiði 2011 Mars 2012 Efnisyfirlit Inngangur... 5 Rannsóknasvæði...

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

UMHVERFISÁHRIF VEGSÖLTUNAR. Forathugun. Rannsóknarverkefni styrkt af Vegagerðinni

UMHVERFISÁHRIF VEGSÖLTUNAR. Forathugun. Rannsóknarverkefni styrkt af Vegagerðinni UMHVERFISÁHRIF VEGSÖLTUNAR Forathugun Rannsóknarverkefni styrkt af Vegagerðinni 18.01.2018 SKÝRSLA UPPLÝSINGABLAÐ SKJALALYKILL 2970-202-SKY-001-V01 TITILL SKÝRSLU Umhverfisáhrif vegsöltunar SKÝRSLUNÚMER

More information

Áhrif Lagarfossvirkjunar og Kárahnjúkavirkjunar á gróður og landbrot við Lagarfljót

Áhrif Lagarfossvirkjunar og Kárahnjúkavirkjunar á gróður og landbrot við Lagarfljót NÍ-16001 Áhrif Lagarfossvirkjunar og Kárahnjúkavirkjunar á gróður og landbrot við Lagarfljót 1976 2014 Sigurður H. Magnússon Unnið fyrir Orkusöluna ohf. Áhrif Lagarfossvirkjunar og Kárahnjúkavirkjunar

More information

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Þórólfur Guðnason yfirlæknir Sóttvarnalæknir, Embætti landlæknis Nóvember 2014 Gastegundir frá eldgosum >95% H 2 O, CO 2 SO 2

More information

Landbúnaður og losun gróðurhúsalofttegunda

Landbúnaður og losun gróðurhúsalofttegunda Fræðaþing landbúnaðarins 2005 Landbúnaður og losun gróðurhúsalofttegunda Jón Guðmundsson, jong@rala.is; jong@lbhi.is Hlynur Óskarsson, hlynur@rala.is; hlynur@lbhi.is Landbúnaðarháskóla Íslands Keldnaholti.

More information

Mælingar á loftmengandi efnum í Reykjavík 2009

Mælingar á loftmengandi efnum í Reykjavík 2009 UHR - 2009 Mælingar á loftmengandi efnum í Reykjavík 2009 Anna Rósa Böðvarsdóttir Heilbrigðisfulltrúi Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur / Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkur Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur

More information

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Útg. Dags. Höf. Rýnir Samþykkur Lýsing 3 11/01 2006 GG EH Lokaskýrsla II 2 21/12 2005 GG SvSv Lokaskýrsla I 1 15/12 2005 GG Uppkast 1

More information

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be Stefnumótun tun Rf Hlutverk (Mission) Why we exist Gildi (Core values) What we believe in Framtíðarsýn (Vision) What we want to be Stefna (Strategy) Our Game plan Stefnumiðað árangursmat Balanced Scorecard

More information

Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við leikskólann Steinahlíð og tilraunir með rykbindingar, - tímabilið 16. febrúar - 20.

Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við leikskólann Steinahlíð og tilraunir með rykbindingar, - tímabilið 16. febrúar - 20. USR - 29 Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við leikskólann Steinahlíð og tilraunir með rykbindingar, - tímabilið 16. febrúar - 2. apríl 29 - Anna Rósa Böðvarsdóttir Heilbrigðisfulltrúi Heilbrigðiseftirlit

More information

LV Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar

LV Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar LV-2014-021 Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar Mælingar með samanburði á gervitunglamyndum frá 2002, 2010 og 2012 Lykilsíða Skýrsla LV nr: LV 2014 021 Dags: 19.02.2014

More information

LV Önnur úttekt á kolefnisbindingu skógræktar á vegum Landsvirkjunar

LV Önnur úttekt á kolefnisbindingu skógræktar á vegum Landsvirkjunar LV-2017-040 Önnur úttekt á kolefnisbindingu skógræktar á vegum Landsvirkjunar Lykilsíða Skýrsla LV nr: LV-2017-040 Dags: 24. apríl 2017 Fjöldi síðna: 20 Upplag: 15 Dreifing: Birt á vef LV Opin Takmörkuð

More information

Þungmálmar í mosa í nágrenni fyrirhugaðs álvers í Reyðarfirði árið 2000

Þungmálmar í mosa í nágrenni fyrirhugaðs álvers í Reyðarfirði árið 2000 Þungmálmar í mosa í nágrenni fyrirhugaðs álvers í Reyðarfirði árið 2000 Sigurður H. Magnússon Unnið fyrir Reyðarál hf. NÍ-02011 Reykjavík, júní 2002 NÁTTÚRUFRÆÐISTOFNUN ÍSLANDS ISSN 1670-0120 ENGLISH SUMMARY

More information

LV Vistferilsgreining raforkuvinnslu með rannsóknarvindmyllum á Hafinu við Búrfell

LV Vistferilsgreining raforkuvinnslu með rannsóknarvindmyllum á Hafinu við Búrfell LV-2015-129 Vistferilsgreining raforkuvinnslu með rannsóknarvindmyllum á Hafinu við Búrfell Skýrsla nr. LV-2015-129 Vistferilsgreining raforkuvinnslu með rannsóknarvindmyllum á Hafinu við Búrfell Desember

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands Odda v/sturlugötu Sími: Heimasíða: Tölvufang:

HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands Odda v/sturlugötu Sími: Heimasíða:   Tölvufang: Skýrsla nr. C17:01 Ísland og loftslagsmál febrúar 2017 1 HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS Hagfræðistofnun Háskóla Íslands Odda v/sturlugötu Sími: 525-5284 Heimasíða: www.hhi.hi.is Tölvufang: ioes@hi.is

More information

LV Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns

LV Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns LV-2014-094 Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns Lykilsíða Skýrsla LV nr: LV-2014-094 Dags: október 2014 Fjöldi síðna: 26 Upplag: Rafræn Dreifing: Birt á vef LV Opin Takmörkuð til Titill: Úttekt

More information

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Loftslagsbreytingar: Staða og hlutverk Íslands

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Loftslagsbreytingar: Staða og hlutverk Íslands Loftslagsbreytingar: Staða og hlutverk Íslands Hugi Ólafsson, maí 2013 Loftslagsbreytingar - vísindin Alþjóðlegar skuldbindingar Losun gróðurhúsalofttegunda frá Íslandi Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum Hvað

More information

Hólmsárvirkjun með miðlunarlóni við Atley og Hólmsárvirkjun án miðlunar í Hólmsárlóni

Hólmsárvirkjun með miðlunarlóni við Atley og Hólmsárvirkjun án miðlunar í Hólmsárlóni Hólmsárvirkjun með miðlunarlóni við Atley og Hólmsárvirkjun án miðlunar í Hólmsárlóni Hágönguvirkjun Tilhögun virkjunarkosts R3291A Ásgrímur Guðmundsson 16. mars 2015 Tungnafellsjökull Kvíslarhnjúkar Bárðarbunga

More information

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki Áfangaskýrsla 2012

Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki Áfangaskýrsla 2012 NÍ-13004 Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki Áfangaskýrsla Borgþór Magnússon og Sigmar Metúsalemsson Unnið fyrir Landsvirkjun, LV-2013/037 Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki Áfangaskýrsla Borgþór

More information

JARÐHITI, GOSSTÖÐVAR OG SKILYRÐI TIL VATNSSÖFNUNAR Í GRÍMSVÖTNUM Magnús Tumi Guðmundsson Þórdís Högnadóttir Kirsty Langley

JARÐHITI, GOSSTÖÐVAR OG SKILYRÐI TIL VATNSSÖFNUNAR Í GRÍMSVÖTNUM Magnús Tumi Guðmundsson Þórdís Högnadóttir Kirsty Langley JARÐHITI, GOSSTÖÐVAR OG SKILYRÐI TIL VATNSSÖFNUNAR Í GRÍMSVÖTNUM 2001-2002 Magnús Tumi Guðmundsson Þórdís Högnadóttir Kirsty Langley Raunvísindastofnun Háskólans Febrúar 2003 RH-01-2003 1 ÁGRIP Í kjölfar

More information

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu?

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu? Upphaf mælinga í uppsjávarskipum Sigurjón Arason Yfirverkfræðingur Matís ohf. og Prófessor, Háskóli Íslands Dr. Magnea G. Karlsdóttir; Fagstjóri, Matís ohf. Ásbjörn Jónsson; Verkefnastjóri, Matís ohf Magnús

More information

LV Kárahnjúkavirkjun. Framkvæmd skilyrða fyrir virkjunarleyfi

LV Kárahnjúkavirkjun. Framkvæmd skilyrða fyrir virkjunarleyfi LV-2017-024 Kárahnjúkavirkjun Framkvæmd skilyrða fyrir virkjunarleyfi Choose an item. Choose an item. Lykilsíða Skýrsla nr: Dags: Dreifing: X Opin LV-2017-024 24. apríl 2017 X Birt á vef LV Takmörkuð

More information

VEIÐIMÁLASTOFNUN Veiðinýting Lífríki í ám og vötnum Rannsóknir Ráðgjöf

VEIÐIMÁLASTOFNUN Veiðinýting Lífríki í ám og vötnum Rannsóknir Ráðgjöf Mat á hindrunum á gönguleið laxfiska í farvegi Jökulsár á Dal Guðni Guðbergsson VMST/0942 Október 2009 Skýrsla unnin fyrir Veiðifélag Jökulsár á Dal VEIÐIMÁLASTOFNUN Veiðinýting Lífríki í ám og vötnum

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2 1 Examples 2 Sýnidæmi 2 2 Example 25-1 Gefið er 3 fasa, 3 teina raforkukerfi samkvæmt meðfylgjandi einlínumynd. Allar stærðir á myndinni eru í einingakerfinu ( per unit ). Seríuviðnám háspennulínanna er

More information

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018 Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu September 2018 Samantekt Íslandsstofa framkvæmdi viðhorfskönnun í júlí og ágúst 2018 meðal erlendra söluaðila sem selja ferðir til Íslands.

More information

HAF- OG VATNARANNSÓKNIR

HAF- OG VATNARANNSÓKNIR HV 8- ISSN 98-97 HAF- OG VATNARANNSÓKNIR MARINE AND FRESHWATER RESEARCH IN ICELAND Útbreiðsla og ástand seiða og veiði á vatnasvæði Jökulsár á Dal og Fögruhlíðarár 7 Guðni Guðbergsson og Eydís Njarðardóttir

More information

Úttekt á kolefnisbindingu skógræktar á svæðum í eigu Landsvirkjunar

Úttekt á kolefnisbindingu skógræktar á svæðum í eigu Landsvirkjunar Nr. 29 /2013 ISSN 1608-3687 Úttekt á kolefnisbindingu skógræktar á svæðum í eigu Landsvirkjunar Arnór Snorrason og Björn Traustason Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá Tölvupóstfang: arnor@skogur.is Unnið

More information

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Klettafjöllin og Grand Canyon 1 Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Kristbjörg María Guðmundsdóttir Eitt af fallegustu handverkum náttúruaflanna er án efa að finna í vesturhluta Norður-Ameríku.

More information

Starfsleyfistillaga fyrir Carbon Recycling International ehf., Svartsengi, Grindavíkurbæ.

Starfsleyfistillaga fyrir Carbon Recycling International ehf., Svartsengi, Grindavíkurbæ. 1.1 Rekstraraðili Starfsleyfistillaga fyrir Carbon Recycling International ehf., Svartsengi, Grindavíkurbæ. Kt. 530306-0540 Gefið út af Umhverfisstofnun í samræmi við ákvæði laga nr. 7/1998, um hollustuhætti

More information

LV Úttekt á kolefnisbindingu skógræktar á svæðum í eigu Landsvirkjunar

LV Úttekt á kolefnisbindingu skógræktar á svæðum í eigu Landsvirkjunar LV-2012-062 Úttekt á kolefnisbindingu skógræktar á svæðum í eigu Landsvirkjunar LV-2012-062 Úttekt á kolefnisbindingu skógræktar á svæðum í eigu Landsvirkjunar Maí 2012 Efnisyfirlit Samantekt... 3 Inngangur...

More information

Þungmálmar og brennisteinn í tildurmosa við iðnaðarsvæðið í Hellnahrauni í Hafnarfirði haustið 2013

Þungmálmar og brennisteinn í tildurmosa við iðnaðarsvæðið í Hellnahrauni í Hafnarfirði haustið 2013 NÍ-14001 Þungmálmar og brennisteinn í tildurmosa við iðnaðarsvæðið í Hellnahrauni í Hafnarfirði haustið 2013 Sigurður H. Magnússon Unnið fyrir Hafnarfjarðarbæ Þungmálmar og brennisteinn í tildurmosa við

More information

Vegagerðin HRINGVEGUR UM HORNAFJÖRÐ. Vatnafar. Helgi Jóhannesson

Vegagerðin HRINGVEGUR UM HORNAFJÖRÐ. Vatnafar. Helgi Jóhannesson Vegagerðin HRINGVEGUR UM HORNAFJÖRÐ Vatnafar Helgi Jóhannesson Reykjavík, júní 2007 EFNISYFIRLIT 1. INNGANGUR.............................................. 1 2. GRUNNÁSTAND...........................................

More information

Hafnarfjarðarbær Beiðni um stuðning við rannsóknir á styrk þungmálma og brennisteins í mosa

Hafnarfjarðarbær Beiðni um stuðning við rannsóknir á styrk þungmálma og brennisteins í mosa Hafnarfjarðarbær Beiðni um stuðning við rannsóknir á styrk þungmálma og brennisteins í mosa Upphæð sem óskað er eftir: Árið 2015 kr. 175.000 Árið 2016 kr. 175.000 Sjá nánar í meðfylgjandi kostnaðaráætlun.

More information

Sala á sjávarafurðum.l Bandaríkjanna 2016

Sala á sjávarafurðum.l Bandaríkjanna 2016 UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ Sala á sjávarafurðum.l Bandaríkjanna 2016 Hlynur Guðjónsson Aðalræðismaður og viðskiptafulltrúi Markaðurinn ECONOMICS The U.S. economy underperformed vs forecasts the 1 st quarter of

More information

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Jón Viðar Jónmundsson 1 og Emma Eyþórsdóttir 2 1 Bændasamtökum Íslands 2 Rannsóknarstofnun landbúnaðarins/lbh á Hvanneyri Inngangur Fyrsta

More information

Veruleg umhverfisáhrif, eru þau eins?

Veruleg umhverfisáhrif, eru þau eins? Verkefni styrkt af Rannsóknasjóði Vegagerðarinnar Apríl 2016 www.vso.is Borgartún 20 585 9000 105 Reykjavík vso@vso.is 15168 S:\2015\15168\v\03_Greinargerð\15168_160329_skýrsla_drög.docx Apríl 2016 Nr.

More information

KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR

KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR KV 2018-3 KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR Greining á mögulegum eldisuppruna 12 laxa sem veiddust í tveimur ám á Vestfjörðum árið 2017 Analysis of 12 salmon caught in two rivers in the Icelandic Westfjords 2017

More information

Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008.

Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008. GR 10:03 Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008. Guðlaugur Einarsson, geislafræðingur Ágúst 2010 Geislavarnir ríkisins Icelandic Radiation Safety Authority Rauðarárstíg 10 150 Reykjavík s. 5528200

More information

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum Raddir fjölbreyttra kennarahópa Sólveig Karvelsdóttir, lektor, HÍ Hafdís Guðjónsdóttir, dósent, HÍ Rannsóknin er hluti af tveimur rannsóknum Fjölbreyttir kennarahópar

More information

Efni yfirlitsins að þessu sinni er: HAGTÖLUR VR

Efni yfirlitsins að þessu sinni er: HAGTÖLUR VR September 216 Efnahagsyfirlit VR er gefið út í tengslum við mánaðarlega stjórnarfundi félagsins. Yfirlitið er samantekt á hagtölum og öðru efni sem tengist vinnumarkaðs- og kjaramálum og er tilgangurinn

More information

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Stillt upp fyrir tískumyndatöku í Hörpu. Samantekt unnin fyrir Höfuðborgarstofu mars 2017 Höfundur: Rögnvaldur Guðmundsson Rannsóknir

More information

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gylfi Magnússon Viðskiptafræðideild Ritstjóri Ingjaldur Hannibalsson Rannsóknir í félagsvísindum XIII. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2012 Reykjavík:

More information

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson Samstarf HR og IGI Ólafur Andri Ragnarsson Leikjaiðnaðurinn 2021 Leikjaiðnaðurinn 2021 5.000 störf 70 milljarðar í heildarútflutningstekjur ef... Photo Ian Parker http://parkerlab.bio.uci.edu/nonscientific_adventures/iceland_man.ht

More information

Áhrif niðurbrots plöntuleifa á laust nítur í jarðvegi The influence of turnover of plant residues on mineral N in soil

Áhrif niðurbrots plöntuleifa á laust nítur í jarðvegi The influence of turnover of plant residues on mineral N in soil Rit LbhÍ nr. 54 Áhrif niðurbrots plöntuleifa á laust nítur í jarðvegi The influence of turnover of plant residues on mineral N in soil Friðrik Pálmason og Jón Guðmundsson 2014 Rit LbhÍ nr. 54 ISSN 1670-5785

More information

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014 EFLA Verkfræðistofa STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin 2004-2013 Reykjavík, júní 2014 2014, hf - Vinnslu efnis og frágang texta annaðist Kolbrún Reinholdsdóttir fyrir Verkfræðistofuna EFLU hf. ISSN ISBN

More information

ÓHAPPATÍÐNI Í BEYGJUM OG LANGHALLA. Staða rannsóknarverkefnis

ÓHAPPATÍÐNI Í BEYGJUM OG LANGHALLA. Staða rannsóknarverkefnis ÓHAPPATÍÐNI Í BEYGJUM OG LANGHALLA Staða rannsóknarverkefnis Beygjur á vegakerfinu = hætta? Umferðar- og skipulagssvið Línuhönnunar Haraldur Sigþórsson Þjónustudeild tækniþróun Vegagerðin Einar Pálsson

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr. 54 8. árgangur

More information

Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll. Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands

Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll. Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands Yfirlit erindis Meginmarkmið og bakgrunnur Nokkrar skilgreiningar Rannsóknaraðferðir

More information

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, apríl 2012

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, apríl 2012 EFLA Verkfræðistofa STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin 2002-2011 Reykjavík, apríl 2012 2012, EFLA verkfræðistofa hf - Vinnslu efnis og frágang texta annaðist Kolbrún Reinholdsdóttir fyrir Verkfræðistofuna

More information

Upphitun íþróttavalla árið 2015

Upphitun íþróttavalla árið 2015 Rit LbhÍ nr. 99 Upphitun íþróttavalla árið 2015 Guðni Þorvaldsson og Svavar Tryggvi Óskarsson 2018 Rit LbhÍ nr. 99 ISSN 1670-5785 ISBN 978-9979-881-70-4 Upphitun íþróttavalla árið 2015 Guðni Þorvaldsson

More information

Rannsóknir á eiginleikum setbergs í Norðfjarðargöngum og Óshlíðargöngum

Rannsóknir á eiginleikum setbergs í Norðfjarðargöngum og Óshlíðargöngum Rannsóknir á eiginleikum setbergs í Norðfjarðargöngum og Óshlíðargöngum Rannsóknarskýrsla, unnin fyrir Vegagerðina Júlí 2010 Mannvit Verkfræðistofa Grensásvegur 1 108 Reykjavík Sími: 422 3000 Fax: 422

More information

Vaxtarsaga Marel. Snjólfur Ólafsson og Auður Hermannsdóttir

Vaxtarsaga Marel. Snjólfur Ólafsson og Auður Hermannsdóttir Vaxtarsaga Marel Snjólfur Ólafsson og Auður Hermannsdóttir Alþjóðlegur vöxtur íslenskra fyrirtækja og erlendar fjárfestingar síðustu ára hafa vakið mikla athygli hér á landi og víðar. Grein þessi varpar

More information

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs?

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Hvernig getur málefni sem ekki er skilgreint sem námsgrein í grunnskóla eða námssvið

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2011:1 27. maí 2011 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga frá sveitarfélögum árlega um fjárhagsaðstoð, félagslega heimaþjónustu

More information

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Kynning í Dalskóla 6. desember 2018 Gautur Þorsteinsson, verkfræðingur Um útvarpsþjónustu Fyrsta útsending útvarpsdagskrár 1920 Útsendingar útvarps

More information

Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/ /10

Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/ /10 Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/04-2009/10 Stefán Hrafn Jónsson Háskóli Íslands, Landlæknisembættið Margrét Héðinsdóttir Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins

More information

Landsframleiðslan 2017 Gross Domestic Product 2017

Landsframleiðslan 2017 Gross Domestic Product 2017 9. mars 2018 Landsframleiðslan 2017 Gross Domestic Product 2017 Samantekt Landsframleiðsla jókst að raungildi um 3,6% á árinu 2017 og er nú 15,3% meiri en hún var árið 2008. Einkaneysla og fjárfesting

More information

OKTÓBER 2006 SKÝRSLA 24-06 ITI 0612/EUT08 8HK3481 V IÐLOÐUN ÖRVERA VIÐ YFIRBORÐ Í VATNI - VARMAFRÆÐILEG NÁLGUN - Guðmundur Gunnarsson, Iðntæknistofnun Birna Guðbjörnsdóttir, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins

More information

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Svíþjóð - stjórnsýslan Þrjú formleg stjórnsýslustig Sveitarfélög, 290 talsins (Local level) Lén, 20 talsins (Regional level) Landsstjórn, 349 þingmenn (National

More information

Lagfæring vegamóta á hringveginum. Skoðun á hagvæmni úrbóta

Lagfæring vegamóta á hringveginum. Skoðun á hagvæmni úrbóta Lagfæring vegamóta á hringveginum Skoðun á hagvæmni úrbóta Janúar 2005 Samantekt Flest vegamót á þjóðvegum á Íslandi eru óstefnugreind. Umferðaróhöpp eru þar nokkuð tíð og öryggi þarf að auka. Í þessari

More information

Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu

Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu Er hlutfall barna yfir kjörþyngd hætt að aukast? Stefán Hrafn Jónsson Lýðheilsustöð Margrét Héðinsdóttir Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins Mars 2010 Líkamsþyngd barna

More information

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ / 1004720-1004720-3-ABC 2.1.2018 09::16 Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær»»» Reykjavík/HÍ 06:42 06:44 06:45 06:47 06:51 06:52 06: 07:17 07:18 07:22 07:28 07:29 07:31 07:32 07:34 07:36 07:38

More information

Geislavarnir ríkisins

Geislavarnir ríkisins GR 96:05 Geislavarnir ríkisins Icelandic Radiation Protection Institute Geislaálag vegna notkunar sérhæfðra tannröntgentækja Guðlaugur Einarsson, yfirröntgentæknir Tord Walderhaug, eðlisfræðingur ReykjavRk,

More information

Langtímaspá um kolefnisbindingu nýskógræktar

Langtímaspá um kolefnisbindingu nýskógræktar 522 Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007 Langtímaspá um kolefnisbindingu nýskógræktar Arnór Snorrason Rannsóknastöð Skógræktar, Mógilsá Inngangur Samkvæmt Kyótóbókuninni við Rammasamning Sameinuðu þjóðanna

More information

Hólmsárvirkjun - Atleyjarlón

Hólmsárvirkjun - Atleyjarlón LV-2011-108 ORK-1110 Hólmsárvirkjun - Atleyjarlón Úttekt á náttúrulegu birkilendi sem fer undir vatn við myndun Atleyjarlóns LV-2011-103 ORK-1110 Hólmsárvirkjun Atleyjarlón Úttekt á náttúrulegu birkilendi

More information

JARÐHITI Í GRÍMSVÖTNUM ÁRIÐ 2004 TENGSL ELDGOSS OG JARÐHITA. Magnús Tumi Guðmundsson Þórdís Högnadóttir

JARÐHITI Í GRÍMSVÖTNUM ÁRIÐ 2004 TENGSL ELDGOSS OG JARÐHITA. Magnús Tumi Guðmundsson Þórdís Högnadóttir JARÐHITI Í GRÍMSVÖTNUM ÁRIÐ 2004 TENGSL ELDGOSS OG JARÐHITA Magnús Tumi Guðmundsson Þórdís Högnadóttir Jarðvísindastofnun Háskólans Febrúar 2005 RH-02-2005 1 ÁGRIP Með kortlagningu Grímsvatnasvæðisins

More information

7. júní Landslag og ásýnd. Aðferðir grunngögn og gildismat. Ólafur Árnason. Fagstjóri skipulagsmála, EFLA

7. júní Landslag og ásýnd. Aðferðir grunngögn og gildismat. Ólafur Árnason. Fagstjóri skipulagsmála, EFLA Landslag og ásýnd Aðferðir grunngögn og gildismat 7. júní 2018 Ólafur Árnason Fagstjóri skipulagsmála, EFLA Landslag Efnistök Gögn um grunnástand Aðferðir við mat á áhrifum á landslag og ásýnd Gildismat,

More information

Viðauki 2e Tæknikröfur um búnað við fullan aðgang

Viðauki 2e Tæknikröfur um búnað við fullan aðgang Viðauki 2e Tæknikröfur um búnað við fullan aðgang September 2010 Efnisyfirlit 1. Tílvísanir... 3 2. Skýringar á kröfum til búnaðar... 3 3. Yfirlit yfir tækjabúnað sem tengja má koparlínu við fullan aðgang...

More information