ÁRSSKÝRSLA FYRIR 2011

Size: px
Start display at page:

Download "ÁRSSKÝRSLA FYRIR 2011"

Transcription

1 ÁRSSKÝRSLA FYRIR 2011

2 2 Formáli formanns Á árinu 2011 úthlutaði AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi styrkjum í 9. skipti. Sjóðurinn leggur áherslu á að styrkja hvers konar rannsóknarstarfsemi í sjávarútvegi, sem á það sammerkt að miða að auknu virði sjávarfangs og er það í samræmi við nafngift sjóðsins. Á árunum í kringum síðustu aldamót og fyrr var frekar litlu opinberu rannsóknafé varið til verkefna á sviði sjávarútvegs. Þeim sem í greininni störfuðu þótti mikið skorta á skilning á þörfum hennar fyrir fjármuni til rannsókna- og þróunarstarfs. Sjóðurinn var stofnaður árið 2003 í kjölfar viðamikillar úttektar á möguleikum á auknu virði sjávarfangs. Þessi úttekt var skýrsla og tillaga um áætlun til 5 ára, sem síðan hefur verið framlengd í ljósi góðrar reynslu af starfsemi sjóðsins. Mjög fagleg vinnubrögð eru viðhöfð þegar styrkumsóknir eru metnar. Það skiptir auðvitað höfuðmáli að vel sé að öllu staðið og vinnubrögð með svo vönduðum hætti að ekki valdi tortryggni. Sjóðurinn raðar verkefnum sem hann styrkir í fjóra meginflokka en það eru fiskeldi, líftækni, markaðsmál og veiðar og vinnsla. Á árinu 2011 kom þessu til viðbótar styrkjaflokkur sem nefnist, Átak til atvinnusköpunar í sjávarbyggðum, en þar voru styrkt verkefni á heldur breiðari grunni en í hefðbundnum styrktarflokkum sjóðsins. Hluti af þeim fjármunum sem stjórnvöld fá með útleigu aflaheimilda á skötusel renna til þessa flokks. Þeir aðilar í samfélaginu, sem hyggjast vinna rannsóknarverkefni á starfssviði sjóðsins geta sótt um styrk til hans á samkeppnisgrunni. AVS er því samkeppnissjóður á sama hátt og sumir aðrir rannsóknasjóðir á vegum hins opinbera. Sérstakur faghópur starfar á hverju fagsviði og metur verkefni sem sótt er um styrk til. Umsóknarferillinn og mat umsókna er sniðið að þeim kröfum sem gerðar eru til annarra samkeppnissjóða. Í matsferlinu er bæði tekið tillit til vísindalegra sjónarmiða og þarfa greinarinnar. Varðandi styrkúthlutanir á árinu 2011 er frá því að greina að umsóknir um styrki voru 162 talsins að upphæð rúmlega 810 milljónir króna. Verkefni sem fengu styrk úr hinum hefðbundnu umsóknum voru 50 talsins að upphæð liðlega 315 m.kr. Í flokknum, Átak til atvinnusköpunar í sjávarbyggðum, var úthlutað styrkjum til 36 aðila að upphæð tæpar 106 m.kr. Samtals námu því styrkir um 421 m.kr Mörg vænleg verkefni voru á meðal þeirra sem var hafnað en á endanum ræður för það fjármagn sem sjóðurinn hefur til ráðstöfunar hverju sinni. Í upphafi ársins 2011 voru sjóðnum settar formlegar reglur um starfsemi sína en svo hafði ekki verið áður. Í samræmi við þær var skipuð 7 manna stjórn til 4ra ára og hún skipaði svo í faghópana til 2ja ára. Jafnframt flutti sjóðurinn starfsemi sína til Sauðárkróks og þar er nú aðsetur hans. Páll Gunnar Pálsson lét af störfum sem verkefnisstjóri í byrjun árs 2011 og eru honum færðar þakkir fyrir mikil og góð störf í þágu sjóðsins. Við starfi hans tók Pétur Bjarnason. Október 2012 Lárus Ægir Guðmundsson, formaður stjórnar AVS rannsóknasjóðs í sjávarútvegi.

3 3 Ársskýrsla 2011 Árið 2011 var að mörgu leyti tímamótaár fyrir AVS rannsóknasjóð í sjávarútvegi. Sjóðurinn var settur á stofn á árinu 2003 og hefur síðan starfað með lítt breyttum hætti. Sjóðurinn var rekinn sem verkefni hjá Matís ohf en þó algjörlega óháður annarri starfsemi stofnunarinnar. Páll Gunnar Pálsson sérfræðingur hjá Matís ohf, sem var starfsmaður nefndar sem sá um undirbúning að stofnun sjóðsins, sá um starfsemi hans frá upphafi og stjórn, sem skipuð var af ráðherra, mótaði starfið. Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra setti í ársbyrjun 2011 í fyrsta skiptið sjóðnum reglur um starfsemina, sem að mestu leyti tók mið af þeim starfsháttum, sem ríkt höfðu fyrir utan að samkvæmt reglunum var sjóðnum ætluð starfstöð á Sauðárkróki. Því fylgdu nokkrar breytingar en að öðru leyti var starfsemi sjóðsins með líku sniði og verið hefur. Hér á eftir verður gerð grein fyrir því helsta sem varðar starfsemi sjóðsins á árinu 2011.

4 4 Reglur um sjóðinn Nýjar reglur um AVS sjóðinn eru svohljóðandi: Reglur um AVS rannsóknasjóð í sjávarútvegi, (rannsóknasjóð til að auka verðmæti sjávarfangs). 1. gr. Markmið. AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi, kt , er sjóður sem hefur það markmið að styrkja verkefni sem stuðla að auknu verðmæti íslensks sjávarfangs og styrkja samkeppnishæfni sjávarútvegs og fiskeldis. 2. gr. Stjórn. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fer með yfirstjórn sjóðsins og skal sjóðurinn hafa aðsetur á Sauðárkróki. Einnig skal sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skipa sjóðnum 7 manna stjórn til fjögurra ára í senn. Þá skulu skipaðir jafnmargir varamenn í stjórnina. Í stjórn sjóðsins skulu eiga sæti fulltrúar atvinnulífsins og stjórnvalda sem hafa þekkingu á hagsmunum sjávarútvegsins. Við skipun í stjórn sjóðsins skal gæta að ákvæðum 2. mgr. 15. gr. laga nr. 10/2008, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla en samkvæmt því skulu eiga sæti í stjórn sjóðsins á hverjum tíma a.m.k. þrír fulltrúar af hvoru kyni. Stjórn sjóðsins skal móta stefnu fyrir sjóðinn og útfæra áherslusvið. Skal það gert í nánu samráði við hagsmunaaðila, vísindasamfélagið og stjórnvöld. Markmið og áherslur sjóðsins skulu vera í samræmi við þarfir atvinnugreinanna og hlutverk sjóðsins. Stjórn sjóðsins gerir tillögur um og ber ábyrgð á eftirfylgni þeirra verkefna sem veittir eru styrkir til samkvæmt reglum þessum. Þá fylgist stjórn sjóðsins með framvindu þeirra verkefna sem sjóðurinn hefur styrkt. Einnig skal stjórn sjóðsins skipa faghópa fyrir tiltekin svið atvinnugreinanna til tveggja ára í senn. Faghóparnir skulu vera ráðgefandi fyrir stjórn sjóðsins m.a. um þau verkefni sem sótt er um á sérsviði viðkomandi faghóps og vera stjórn sjóðsins að öðru leyti til ráðgjafar sé eftir því leitað. Stjórn sjóðsins felur faghópum að annast einstaka þætti í starfi sjóðsins, m.a. mat á umsóknum og eftirfylgni. Þá skal stjórn sjóðsins beita sér fyrir aukinni samvinnu aðila um framkvæmd verkefna og fjármögnun þeirra. Skal hún í því sambandi leitast við að hafa yfirsýn yfir helstu verkefni sem unnið er að á sviði sjávarútvegs. 3. gr. Hlutverk.

5 5 AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi hefur það hlutverk að styrkja og stuðla að rannsóknum, þróun og öðrum verkefnum í þeim tilgangi að auka verðmæti sjávarfangs og styrkja samkeppnishæfni sjávarútvegsins og fiskeldis hér á landi. Stjórn sjóðsins skal gera tillögur til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um úthlutun á styrkjum til hagnýtra rannsókna sem eru ætlaðir einstaklingum, fyrirtækjum, rannsókna-, þróunar- og háskólastofnunum. Styrkir eru veittir til verkefna sem varða alla þætti sjávarútvegs- og fiskeldis og einnig margs konar annarra verkefna sem tengjast sjávarútvegi, s.s. á sviði líftækni, markaðsmála, vinnslu sjávarfangs, fræðslu, menntunar, upplýsingamiðlunar, vegna meðferðar hráefnis, bættrar tækni við fiskvinnslu o.fl. Einnig annast sjóðurinn önnur verkefni sem honum kunna að verða falin af ráðherra. 4. gr. Umsóknir. Stjórn sjóðsins skal auglýsa eftir umsóknum um úthlutun styrkja með auglýsingum sem skulu birtar í a.m.k. tveimur dagblöðum og einnig á vefsíðu sjóðsins. Í auglýsingum skulu koma fram upplýsingar um áherslur sjóðsins á hverjum tíma. Tilgreina skal umsóknarfrest og hvaða gögn skuli leggja fram með umsóknum hverju sinni. Í umsóknum skulu umsækjendur greina frá öðrum styrkjum sem þeir þiggja eða hafa þegið frá opinberum sjóðum og hvort þau verkefni sem sótt er um styrki til séu unnin í samstarfi við aðra aðila. 5. gr. Framkvæmd úthlutunar. Stjórn sjóðsins hefur yfirumsjón með meðferð umsókna um styrki sem sjóðnum berast og forgangsraðar tillögum til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um úthlutun styrkja. Ákvarðanir um styrkveitingar skulu byggðar á niðurstöðu faglegs mats á umsóknum og með hliðsjón af þeim markmiðum sem sett hafa verið sjóðnum, sbr. 1. gr., gæðum rannsóknaverkefna, færni þeirra einstaklinga sem stunda rannsóknir og aðstöðu þeirra til að sinna verkefnunum. Ef umsækjendur eru í samstarfi við aðra aðila um þau verkefni sem sótt er um styrki til skal stjórn sjóðsins kalla eftir staðfestingu samstarfsaðila umsækjenda um þátttöku þeirra. Styrkirnir skulu veittir til eins árs í senn. Styrkirnir skulu veittir með því skilyrði að skilað verði til stjórnar sjóðsins fyrir tiltekinn tíma áfangaskýrslum um framvindu einstakra verkefna eftir því sem við á og einnig lokaskýrslum um öll verkefni. Stjórn sjóðsins skal krefjast endurgreiðslu útgreiddra styrkja eða styrkhluta verði verulegur, óútskýrður dráttur á framvindu- eða lokaskýrslum verkefna. Óheimilt er að framselja styrki sem veittir eru af AVS rannsóknasjóði samkvæmt þessum reglum. Að öðru leyti skulu gilda um framkvæmd úthlutunar styrkjanna ákvæði stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og aðrar reglur stjórnsýsluréttarins.

6 6 6. gr. Fjármögnun og tekjur. Tekjur AVS rannsóknasjóðs í sjávarútvegi skulu vera fjárveitingar á fjárlögum ár hvert og önnur framlög sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ákveður. 7. gr. Aðgangur að upplýsingum. Um aðgang aðila að gögnum sjóðsins sem varða mál þeirra gilda eftir því sem við á ákvæði 15. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og ákvæði upplýsingalaga nr. 50/1996, með síðari breytingum. Um aðgang að upplýsingum um styrki og önnur gögn úr sjóðnum fer að öðru leyti eftir upplýsingalögum nr. 50/1996, með síðari breytingum. 8. gr. Starfsreglur. Stjórn sjóðsins getur sett sér nánari starfsreglur um skipan faghópa sem og varðandi framkvæmd við úthlutun styrkja og skulu þær birtar á heimasíðu sjóðsins: 9. gr. Önnur atriði. Stjórn sjóðsins skal skila ársskýrslu til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um starfsemi hans eigi síðar en 1. apríl ár hvert, fyrir fyrra almanaksár. 10. gr. Gildistaka. Reglur þessar öðlast gildi 1. janúar Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 20. desember Jón Bjarnason. Sigurgeir Þorgeirsson.

7 7 Breytingar á stjórn og starfsliði Stjórn sjóðsins tók nokkrum breytingum á tímabilinu. Ásmundur Einar Daðason alþingismaður lét af formennsku í stjórn AVS sjóðsins sumarið 2010 eftir nálega eins árs setu og Pétur Bjarnason sjávarútvegsfræðingur tók við formennsku í nóvember Þá var ráðherra með í undirbúningi reglur um sjóðinn, sem gefnar voru út í desember það ár og tóku gildi í ársbyrjun Í þeim var ákvæði um að ráðherra skipaði stjórn sjóðsins til fjögurra ára. Í reglunum var líka ákvæði um að hann skyldi staðsettur á Sauðárkróki og þar með voru slitin hin formlegu tengsl við Matís ohf, en fram að því hafði sjóðurinn verið starfræktur, sem verkefni hjá þeirri stofnun. Páll Gunnar Pálsson valdi að láta af störfum fyrir sjóðinn og tók formaður að sér að fylgja flutningunum eftir og annast málefni sjóðsins fyrstu vikurnar. Pétur Bjarnason sótti síðan um starf við sjóðinn þegar það var auglýst og var fastráðinn í marslok Hann tilkynnti þá að hann myndi láta af störfum sem formaður sjóðsstjórnar og var Lárus Ægir Guðmundsson frá Skagaströnd ráðinn formaður í hans stað. Hólmgeir Jónsson Reykjavík, sem um árabil hafði setið í stjórninni, gaf ekki kost á sér í stjórn og tók Erla Kristinsdóttir á Rifi sæti hans. Loks tók Arnrún Halla Arnórsdóttir á Sauðárkróki við sæti Péturs Bjarnasonar þegar hann gekk úr stjórninni. Stjórn AVS sjóðsins var því þannig skipuð í árslok 2011: Formaður: Lárus Ægir Guðmundsson, varamaður Ásgeir Blöndal Aðrir í stjórn: Erla Kristinsdóttir, varamaður Óðinn Gestsson Friðrik J.Arngrímsson, varamaður Sveinn Hjörtur Hjartarson Jónas Jónasson, varamaður Jón Kjartan Jónsson Ágústa Guðmundsdóttir, varamaður Bjarki Stefánsson Arnrún Halla Arnórsdóttir, varamaður Katrín María Andrésdóttir Jóhanna María Einarsdóttir, varamaður Heiða Jóna Hauksdóttir Framkvæmdastjóri: Pétur Bjarnason

8 8 Starfsstöð á Sauðárkróki Eins og getið er um hér að framan var starfsstöð sjóðsins flutt úr höfuðstöðvum Matís ohf við Vín lands leið í Reykjavík til Sauðárkróks. Flutningur sjóðsins fór fram í febrúar 2011 og var í byrjun leigð skrifstofuaðstaða af Sveitarfélaginu Skagafirði á Faxatorgi 1. Frá upphafi stóð hins vegar til boða aðstaða í nýbyggingu í Verinu vísindagarði ehf, sem áætlað var að yrði tilbúin á haustmánuðum. Verið vísindagarður ehf er í grunninn sjálfstæð stofnun, þar sem margir aðilar hafa aðsetur en húsnæðið er í eigu FiskSeafood ehf. Það varð úr að sjóðurinn flutti í þetta nýja húsnæði í árslok og er nýja heimilisfangið Verið, Háeyri 1, 550 Sauðárkrókur. Fjárveitingar ársins Sjóðnum voru veittar kr á fjárlögum auk kr af sérstökum fjárlagalið til eldis sjávardýra. Þessu til viðbótar fengust kr í fjáraukalögum til nýs styrktarflokks Atvinnuþróun og nýsköpun í sjávarbyggðum. Í þann flokk rann fé, sem innheimt var fyrir leigu á skötuselskvóta o.fl. á árinu áður og kr vegna leigutekna ársins, en þessar leigutekjur skiptust á milli sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins og iðnaðarráðuneytisins. Þá fékkst einnig sérstök fjárveiting úr Verkefnasjóði sjávarútvegsins kr Alls hafði sjóðurinn því til ráðstöfunar kr Rekstrarkostnaður sjóðsins er greiddur af þessum fjárveitingum. Ferill umsókna Ferill umsókna var með hefðbundnum hætti. Auglýsingar vegna styrkja voru birtar í byrjun desember 2010 í dagblöðum og landsmálablöðum og umsóknarfrestur eins og áður 1. febrúar Samið var við Matís ohf um að annast móttöku umsókna og úrvinnslu þeirra til faghópa og sá Páll Gunnar Pálsson um það. Að venju var hefðbundnum umsóknum skipt í fjóra flokka, fiskeldi, markaði, líftækni og veiðar- og vinnslu en auk þess voru umsóknir til nýs styrktarflokks Atvinnuþróun og nýsköpun í sjávarbyggðum afgreiddar sérstaklega. Í hverjum þessara flokka starfar fagráð sem fjallar um umsóknirnar, metur þær og forgangsraðar. Fagráðin skipuðu sömu einstaklingar og áður, en nýir einstaklingar voru skipaðir í fagráð vegna nýja styrktarflokksins. Fagráðin mátu umsóknirnar og forgangsröðuðu þeim eftir því hvernig þær uppfylltu markmið sjóðsins. Stjórnin fjallaði um umsóknirnar eftir að faghópar skiluðu mati sínu og kom tillögum um styrki eða höfnun einstakra verkefna til ráðherra 5. maí, Ráðherra samþykkti tillögur stjórnar með bréfi dagsettu 14. júní 2011 og var gengið til samninga við styrkþega í framhaldi af því.

9 9 Efling sjávarbyggða Rétt er að gera sérstaklega grein fyrir nýjum styrktarflokki um Atvinnuþróun og nýsköpun í sjávarbyggðum. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ákvað að efna til þessa nýja styrktarflokks til þess að styrkja atvinnuþróun í sjávarbyggðum, sem eiga á brattann að sækja. Verkefni, sem nytu styrkja úr þessum flokki, gætu haft breiðari skírskotun en hefðbundnir styrkir sjóðsins, og var m.a. rætt um verkefni á sviði ferðamennsku í því sambandi t.d. matar- eða menningartengda ferðamennsku. Leigutekjur ríkisins vegna skötuselskvóta o.fl., sem til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra renna, skyldu notaðar til þess að fjármagna styrktarflokkinn. Alls var á árinu 2011 unnt að styrkja verkefni upp á nálega 100 m. kr. í þessum flokki. Fagráð Í samræmi við reglur sjóðsins skipaði stjórn fagráð fyrir hvert fagsvið til tveggja ára. Fagráðin skipa: Fagráð um fiskeldi: Hermann Kristjánsson, formaður, Júlíus Birgir Kristinsson, Finnur Garðarsson, Arnar Freyr Jónsson, Ingvar Már Óttarsson, Valdimar Ingi Gunnarsson er verkefnisstjóri. Fagráð um líftækni: Sindri Sigurðsson, Kristinn P. Magnússon, Arnar Halldórsson, Jón M. Einarsson, Hjörleifur Einarsson og Jakob Kristjánsson. Bryndís Skúladóttir er verkefnisstjóri. Fagráð um markaðsmál: Björgvin Þór Björgvinsson, Bryndís Skúladóttir, Sveinn Sævar Ingólfsson, Finnur Garðarsson, Valdimar Ingi Gunnarsson. Ingólfur Sveinsson er verkefnisstjóri. Fagráð um veiðar og vinnslu: Arnar Sigurmundsson formaður, Davíð Lúðvíksson, Finnur Garðarsson, Friðrik Blomsterberg, Kristján Þórarinsson, Gísli Benediktsson, Jóhann Pétur Andersen og Bragi Bergsveinsson. Guðbergur Rúnarsson er verkefnisstjóri. Fagráð um atvinnuþróun í sjávarbyggðum: Sturlaugur Sturlaugsson er formaður og verkefnisstjóri, Dýrfinna Torfadóttir og Gísli Jónatansson. Stjórnarfundir Stjórn hélt samtals 9 skráða stjórnarfundi á árinu. Flestir fundanna voru haldnir í Sjávarútvegshúsinu Skúlagötu 4, einn í starfstöð sjóðsins á Sauðárkróki og einn var símafundur, þar sem endanleg afgreiðsla tillögu stjórnar til ráðherra var afgreidd.

10 10 Umsóknir yfirlit Alls bárust sjóðnum 160 umsóknir sem skiptust á eftirtalinn hátt á milli styrktarflokka: Fiskeldi verkefni Líftækni verkefni Markaðir verkefni Veiðar og vinnsla verkefni Atvinnuþróun í sjávarbyggðum verkefni Samtals verkefni Vert er að geta þess að í nokkrum tilfellum féllu umsóknir undir fleiri en eitt fagsvið og var skipulag yfirlesturs miðað við það. Faghóparnir skiluðu tillögum til stjórnar í marsmánuði og eftir umfjöllun skilaði stjórn tillögum til ráðherra um styrki til 83 verkefna sem skiptust á eftirfarandi hátt á milli fagsviða: Fiskeldi verkefni Líftækni... 6 verkefni Markaðir... 9 verkefni Veiðar- og vinnsla verkefni Atvinnuþróun í sjávarbyggðum verkefni Samtals verkefni Ráðherra samþykkti tillögur stjórnar óbreyttar. Sumarstörf Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið ákvað að veita styrki til fyrirtækja og stofnana, sem vildu bæta við sig starfsmönnum til sumarstarfa við rannsóknastörf. Þessir styrkir runnu til sumarfólks, sem ráðið var á vegum Matís ohf, Veiðimálastofnunar, Hafrannsóknastofnunar og Fiskistofu. Þessu til viðbótar voru auglýstir almennir styrkir til fyrirtækja, sem hugðust ráða fólk til sumarstarfa til þess að vinna að rannsóknum. AVS sjóðurinn tók að sér umsjón með þeim styrkjum, sem ekki voru beint eyrnamerktir ákveðnum stofnunum og annaðist auglýsingar, úrvinnslu og eftirfylgni þeirra. Alls voru veittir 26 styrkir í þessu skyni frá kr til kr , alls rúmlega 21 milljón kr.

11 11 Listi yfir samþykkt verkefni Eftirfarandi verkefni voru styrkt 2011 Heiti verkefnis Verkefnisstjóri Fyrirtæki Úthlutun Hrognagæði eldisþorsks Agnar Steinarsson Hafrannsóknastofnunin Gæðakræklingur er gulls ígildi Helga Gunnlaugsdóttir Matís ohf Ójafn vöxtur hjá eldisbleikju yfir einu kílói, áhrif mismunandi seltuferla á vöxt og líffræði Albert Imsland Akvaplan Niva Bestun framleiðsluferils og aukin framleiðsla sandhverfu Albert Imsland Akvaplan Niva á Íslandi Aukin samkeppnishæfni bleikjueldis í fiskeldisstöðvum Valdimar Ingi Gunnarsson Sjávarútvegsþjónustan ehf Fjölfosföt við verkun saltaðra afurða Guðbergur Rúnarsson Samtök fiskvinnslustöðva Þurrkun á síldarflökum Vigfús Þ. Ásbjörnsson Matís ohf Markaðssetning og framleiðsla lífvirkra þurrefna úr ísl. sjávarfangi Auðunn Freyr Ingvarsson Green in Blue Hagnýting þekkingar Kristín A. Þórarinsdóttir Matís ohf Ný tækni til verðmætaaukningar á bolfiskafla Ingólfur Árnason Skaginn hf Örveruhemjandi eiginleikar SallZyme nefskols Ágústa Guðmundsdóttir Háskóli Íslands Fiskprótein gegn sykursýki? Hólmfríður Sveinsdóttir Líftæknismiðja Matís ohf Ljósáta í Ísafjarðardjúpi nýtanleg auðlind? Ástþór Gíslason Hafrannsóknastofnunin Aukin gæði og nýting saltfisks með fiskpróteinum Hörður G. Kristinsson Matís ohf BRAGÐ notkun þangs sem bragðaukandi efni í saltminni vörur Rósa Jónsdóttir Matís ohf Fiskveiðistjórnun til framtíðar Sveinn Margeirsson Matís ohf Lífvirkni kítósanfilma með mismunandi deasetíleringu til húðunar á títan ígræði Ólafur E. Sigurjónsson Blóðbankinn Náttúruleg húðvörn úr hafinu Hörður G. Kristinsson Marinox ehf Loðnuflökun fyrir fullvinnslu á loðnuafurðum í ansjósulíki Vigfús Þ. Ásbjörnsson Matís ohf Fagur fiskur í sjó Gunnþórunn Einarsdóttir Matís ohf Ofurkældur heill fiskur fyrir dauðastirðnun Björn Margeirsson Matís ohf Uppruni makrílseiða á Íslandsmiðum Björn Gunnarsson Hafrannsóknastofnunin Próteinverksmiðja Héðins Gunnar Pálsson Héðinn hf GRAS leyfisveiting fyrir kítósan Einar Matthíasson Primex ehf Aukið geymsluþol ferskra sjávarafurða með kítósan Einar Matthíasson Primex ehf Gagnasöfnun og notendaforrit fyrir Fiskvala Sigmar Guðbjörnsson Stjörnu Oddi hf

12 12 Áhrif blóðgunar á gæði og stöðugleika þorsk- og ufsaafurða Magnea G. Karlsdóttir Matís ohf Gæðasalt fyrir fisksöltun Egill Einarsson Agnir ehf Afhreistrun og skurður þorskroðs til nota í lækningavörur Guðmundur Guðmundsson Kerecis ehf Vottun í verki: Lifandi myndir úr veiðum og vinnslu Guðný Káradóttir Íslandsstofa Endurbættur kæligámur fyrir ferskfisk Jóhann Helgi Sigurðsson Eimskip Kynbætur á þorski og seiðaeldi Theódór Kristjánsson Stofnfiskur hf Söl. Útbreiðsla, verkun og nýting Þóra Valsdóttir Matís ohf Nýir ferlar við vinnslu á eldisþorski Kristján G. Jóakimsson Hraðfrystihúsið Gunnvör Próteinþörf bleikju 2010 Jón Árnason Matís ohf Kólga markaðsátak í sölu og markaðsfærslu á lífvirkum sjávarefnum með áherslu á tengslamyndun við vænlega kaupendur á valmörkuðum fyrir lífvirk efni Guðbrandur Sigurðsson Nýland ehf Tilraunaveiðar og nýting gulldeplu Ragnheiður Sveinþórsdóttir Matís ohf Markaðssetning íslensks sjávarfangs í smásölu í USA Ingvar Eyfjörð Icelandic Group hf Breytileiki á eiginleikum makríls eftir árstíma og geymsluaðferðum Sigurjón Arason Matís ohf Auðgun sjávarrétta Gísli M. Gíslason Grímur kokkur Gagnleg gerjun framleiðsla fisksósu úr íslensku sjávarfangi Ómar Bogason Brimberg ehf Lágmörkun á dánartíðni fyrir humar í geymslu til útflutnings á lifandi markað Guðrún Marteinsdóttir Háskóli Íslands Afurðastjórinn Kolbeinn Gunnarsson Trackwell hf Áhrif fiskpróteinmeltu á þroska þorsklirfa Gunnlaugur Sighvatsson Iceprotein ehf Rafþurrkun á fiskmjöli Gunnar Pálsson Héðinn hf Röntgenstýrður beingarðs- og flakaskurður Helgi Hjálmarsson Valka ehf Greining og sýkingarferli í nýrnaveikibakteríu í bleikju Sigríður Guðmundsdóttir Háskóli Íslands Slógvinnsla nýjar afurðir Hörður G. Kristinsson Matís ohf

13 13 Skýrslur sem bárust á árinu Styrkþegum er skylt að senda sjóðnum skýrslur um verkefni sín og önnur gögn er sýna að unnið hafi verið í samræmi við það sem ætlað var að gera í samningi um styrkinn, sem er skilyrði þess að fá seinni hluta styrksins útgreiddan. Skýrslurnar eru birtar á heimasíðu sjóðsins, en höfundar hafa þó heimild til þess að óska eftir trúnaði um þær í þrjú ár. Hér fyrir neðan eru birtir úrdrættir eða ágrip frá styrkþegum úr skýrslum, sem bárust á árinu, en að öðru leyti vísað í heimasíðu sjóðsins þar sem það á við. Rannsóknaverkefni R Veiðar, flokkun, vinnsla og markaðir fyrir makríl veiddan af uppsjávarskipum Verkefnisstjóri: Ragnheiður Steinþórsdóttir Markvissar makrílveiðar hér við land hófust 2007 en árið 2009 voru heimildir til makrílveiða fyrst takmarkaðar. Árið 2006 veiddust 232 tonn en 2010 var aflinn kominn í tonn. Í upphafi fór stór hluti aflans í bræðslu og samtímis hefur geymslutæknin og vinnslan verið þróuð í þá átt að nýta aflann til manneldis. Makríll er veiddur hér við land á þeim árstíma sem hann er viðkvæmastur vegna bráðfitunar. Árið 2010 var um 70% aflans frystur. Í lokaskýrslu verkefnisins Veiðar, flokkun, vinnsla og markaðir fyrir makríl veiddan af uppsjávarskipum er fjallað um veiðar og vinnslu á makríl, búnað sem þarf fyrir makrílvinnslu til manneldis, meðhöndlun afla, mælingar á makríl sem veiðist í íslenskri lögsögu og markaði. Í verkefninu var sýnum safnað og þau formmæld, kyngreind og fituinnihald mælt. Á sumrin gengur makríll í íslenska lögsögu og veiðist þá með síld en hvort tveggja er veitt í flotvörpu. Makrílafli sem fer í vinnslu til manneldis hefur stóraukist, fyrst í stað var makríll einungis unninn um borð í vinnsluskipum en seinna var einnig byrjað að vinna hann í landvinnslum. Þegar makríll er unninn til manneldis er hann hausaður og slægður en til að það sé hægt þarf auk hefðbundinnar vinnslulínu svokallaða sugu sem sýgur slógið innan úr makrílnum. Frysting makríls krefst lægra hitastigs en t.d. frysting síldar sökum loftrýmis sem myndast milli fiska við frystingu í plötufrystitækjum. Tekin voru makrílsýni tvö sumur og haust í verkefninu, þegar sýnin voru mæld og greind kom í ljós að makríllinn sem gengur inn í íslenska lögsögu er cm langur þó að algengasta lengdin sé cm, makríllinn er oftast milli 300 og 600 g að þyngd. Það kom á óvart að þrátt fyrir hve makríllinn er misstór er hausstærðin oftast 8-9 cm, sem hentar einkar vel þegar hann er hausaður. Einnig kom á óvart hve mikið af hæng var í sýnunum eða rúm 70%.

14 14 Mikilvægt er fyrir íslenskan sjávarútveg að sem mest verðmæti fáist fyrir þann makrílafla sem íslensk skip koma með að landi, mest af makrílafurðum Íslendinga hafa verið seldar til Austur Evrópu. Hinsvegar er Japansmarkaður mjög eftirsóttur, þar sem Japanir greiða hæst verð fyrir makrílafurðir svo kappkosta þarf að íslenskar makrílafurðir fullnægi þeim kröfum sem gerðar eru til vörunnar á best borgandi mörkuðum. Slíkt verður best gert með vandaðri meðhöndlun fisks sem uppfyllir hráefnisskilyrði. R Induction of triploidy by pressure on Atlantic cod (Gaudus morhua) Verkefnisstjóri: Amid Derayat Early maturation has emerged as a major problem facing the expansion of farmed cod industry. A high percentage of farmed cod mature by the age of 2 years, well before the marketing size. A method of sterility is urgently needed to avoid negative impacts of sexual maturation in farmed cod. As an introduction, chapter one describes the current status of wild Atlantic cod and the need for propagation of cod through aquaculture. This chapter explains problem of early sexual maturation of cod in sea cages and propose triploidy as a method for sterilization as a possible solution. In sterile fish, the energy required for sexual maturation is converted towards somatic growth and flesh quality remains intact. Sterilization by triploidy induction has been successfully applied in several farmed fish species such as salmonids. In majority of fish species, gonadal developments in triploid females are completely suppressed but triploid males may undergo maturation process and producing infertile sperms. Therefore, a combination of all-female population with triploidization will possibly be the best solution to avoid maturation in farmed cod. Stocking sea cages with monosex and sterile cod juveniles will not only eliminate the problem of sexual maturation, it also prevent any genetic impact the farmed cod may have with the wild population. Chapter 2 describes creation of a base population of hermaphrodite fish by using a diet containing 15 mg synthetic steroid 17α-methyltestosterone (MT) per kilogram of feed. Once these fish are matured, the sperm of the hermaphrodite fish (known as neo-males) will be used to fertilise the egg of normal female. Production of 100% female offspring will provide evidence for the effectiveness of this technique. Chapter 3 describes the preliminary experiments of triploidy induction using pressure shock. A series of triploidy experiments on newly fertilised eggs of Atlantic cod were successfully conducted in spawning season of During the course of these experiments, methods of artificial fertilisation was improved and application of pressure shock for inducing triploid by pressure device (which was originally designed for eggs of Atlantic salmon) was explored. A very low survival rates of treated and untreated eggs led to termination of these experiments with few remaining fish at the early developmental stages. Optimisation of pressure treatment variables (timing, duration and intensity of shock) for each fish species is a challenging task. Chapter 4 describes a broader attempts for inducing triploidy on spawning season of Pressure shock of 58,600 for for duration of 5 minutes was applied at three different time of 20, 25 and 30 minutes

15 15 after fertilisation. The results showed that the best time for application of pressure shock is 25 minutes after fertilisation at water temperature of 7.0 C. Flow-cytometry analysis verified 100% triploidy among eggs that were treated 25 minutes after 2 fertilisation. 116 diploid and triploid fish were separately reared until the the age of 260 days. Then ploidy groups were PIT tagged and communally reared in indoor tank until the age of two years. Growth samplings were made at quarterly intervals. The results indicated that triploids are not performing as well as normal diploids. Diploid ( ± 39.87) were significantly heavier than triploids (654.6 ± 0.14). A higher prevalence of external deformities was observed among triploid (62.6%) than diploid fish (33.9%). Among five types of observed physical abnormality, spinal deformity of lordosis was dominant type of deformity. In spawning season of 2010, optimisation of triploidy induction and scale-up technique were carried out and its results are explained in chapter 5. Overall, it is concluded that pressure treatment of 58,600 kpa, for duration of 2 minutes, 25 minutes after fertilization (at water temperature of 7.0 C) can be efficient to induce triploidy with minimum impacts on embryo and larvae development. Higher amount of eggs were used in these experiments and principal of triploidization technique was explained to the staff of mariculture station. With basic protocol for triploidy induction, commercial triploid cod production must focus their efforts on fine-tuning the existing protocols and management practices to increase the productivity. Alternatively, other methods of triploidization such as possibility of creation of tetra-ploid male population must also be examined. R Virðiskeðja íslensks gámafisks í Bretlandi Verkefnisstjóri: Sveinn Margeirsson Verkefninu Virðiskeðja íslensks gámafisks í Bretlandi lauk nú fyrir skemmstu. Verkefnið er styrkt af AVS sjóðnum og tók þátt í því fjöldi aðila sem koma að virðiskeðju gámafisks sem seldur er á uppboðsmörkuðunum í Hull og Grimsby. Meginmarkmið verkefnisins var að stuðla að auknum gæðum og verðmætum gámafisks með úrbótum í virðiskeðjunni, þar sem áhersla var lögð á aukna samvinnu, gagnaskráningu, upplýsingastreymi og gæðameðvitund allt frá miðum í maga. Í fyrsta hluta verkefnisins var gerð tölfræðileg úttekt á því hvort verð og gæði gámafisks fari saman. Valin voru átta togskip sem senda gámafisk í hverri viku (eða því sem næst) til Bretlands og voru sölugögn skipanna á sjö mánaða tímabili rannsökuð í tilraun til að tengja saman verð og gæði. Við val á skipunum var leitast við að velja skip sem sýndu sem bestan þverskurð af þeim flota sem sér fiskmörkuðunum í Hull og Grimsby fyrir afla þ.e.a.s. með tilliti til tæknibúnaðar, skipastærðar, orðspors og gæðaímyndar skipanna. Niðurstöður könnunarinnar sýndu að það var ekki tölfræðilega marktækur munur á fiskverði milli skipanna á því tímabili sem var til rannsóknar. Í ljós kom hins vegar mjög greinilegt samband verðs og framboðs, en af þeim sökum er hætt við að áhrif mismunandi gæða falli algjörlega í skuggann af áhrifum framboðs á fiskverð.

16 16 Með ofangreindar niðurstöður í huga var gerð tilraun til að auka upplýsingastreymi milli útgerða og fiskkaupenda. Þrjú af skipunum sem voru í úrtakinu í fyrsta verkþætti dagmerktu allan afla og sendu fiskmörkuðunum skýrslur um aflasamsetningu, veiðisvæði, veiðidag, gámategund og númer gáms. Þegar aflinn var settur til sýnis inn á gólf markaðanna voru þessar upplýsingar látnar fylgja aflanum. Þessari tilraun var framhaldið í þrjá mánuði og að því loknu voru sölugögnin tekin til rannsóknar. Niðurstöðurnar sýndu að þessi aukna gagnaskráning var ekki að skila tilætluðum árangri þ.e. hærra fiskverði. Það er mat verkefnisaðila að lykillinn að því að auka gæði og verðmæti gámafisks sé að vekja meiri áhuga meðal seljenda jafnt sem kaupenda á gæðum. Þannig verði kaupendur frekar reiðubúnir að greiða hærra verð fyrir bestu gæðin og því skapist markaðstengdur hvati meðal seljenda á að afhenda aðeins bestu mögulegu gæði. Með það að markmiði stóðu verkefnisaðilar fyrir innleiðingu gæðamats við flokkun fisks á mörkuðunum í Bretlandi og er vonast til að það muni nýtast kaupendum við að greina hvaða útflytjendur standi sig best. Einnig var opnuð vefsíða og sem hefur það markmið að miðla upplýsingum til allra í virðiskeðju gámafisks um þau málefni sem líkleg eru til að hafa áhrif á gæði og verðmæti. Áðurnefnt gæðamat hefur nú verið í notkun hjá fiskmörkuðunum í Hull og Grimsby í rúmlega tvö ár og hefur það fyllilega uppfyllt þær væntingar sem til þess voru gerðar. Niðurstöður gæðamatsins fyrir 2009 og 2010 má nálgast á heimasíðunni sem áður var nefnd, en þar má berlega sjá að það er viðvarandi munur á gæðum milli einstakra skipa. Birt hafa verið á heimasíðu verkefnisins og á auglýsingaspjöldum á mörkuðunum nöfn þeirra tíu skipa sem skoruðu hæst og er þess nú vænst að þær niðurstöður muni skila sér í hærri fiskverðum til þessarra skipa. Gæðamatinu mun verða haldið áfram og verða nöfn tíu bestu skipanna uppfærð á 6-12 mánaða fresti. R Hermun kæliferla - varmafræðileg hermun vinnslu og flutningaferla Verkefnisstjóri: Sigurjón Arason Meginmarkmið verkefnisins Hermun kæliferla - varmafræðileg hermun vinnslu og flutningaferla, sem hófst í júní 2008, var að setja fram endurbætur á verklagi og búnaði tengdum flutningi á sjávarafurðum með ferlagreiningu, tilraunum og tölvuvæddum varma- og straumfræðilíkönum. Afleiðingar bættrar hitastýringar í vinnslu- og flutningaferlum eru aukin gæði, stöðugleiki og öryggi, sem auka um leið verð mæti vörunnar. Samstarfsaðilar í verkefninu voru Matís, Háskóli Íslands, Promens Tempra, Eimskip Ísland, Samherji, Brim (ÚA), Festi, Völusteinn og Eskja. Í þessari skýrslu er helstu niðurstöðum og afurðum verkefnisins lýst. Dæmi um afurðir eru varmaflutningslíkön af ferskfiskafurðum í frauðkassa, sem gera kleift að spá fyrir um fiskhita út frá umhverfishitasögu. Varmaflutningslíkön voru notuð til að endurhanna 3, 5 og 7 kg frauðkassa Promens Tempra með lágmörkun hæsta fiskhita í kössunum undir hitaálagi að markmiði. Tilraunir staðfestu yfirburði nýju kassanna umfram hefðbundnar kassagerðir, bæði m.t.t. hitastýringar og gæða vöru undir hitaálagi. Niðurstöður annarrar tilraunar sýna að geymsluþol

17 17 ferskra fiskflaka í hornkössum heils brettis í flugflutningskeðju getur verið um 1-1,5 dögum styttra en flaka í kössum í miðju brettastaflans. Hitadreifing í mismunandi kælikeðjum var kortlögð og sérstök áhersla lögð á forkælingu flaka fyrir pökkun og hitadreifingu í mismunandi tegundum kæligáma með mismunandi hleðslumynstur. R Hagnýting gagnatenginga við fiskiskip til bættrar eldsneytisnýtingar Verkefnisstjóri: Jón Ágúst Þorsteinsson Marorka Portal hefur verið styrkt af AVS og Rannís í 3 ár og úr hefur orðið söluvara sem þegar gegnir lykilhlutverki í vöruframboði og hugmyndafræði Marorku. Marorka Portal er annars vegar tengistykki sem flytur gögn frá skipum í land og hinsvegar vefupplýsingakerfi í landi sem vinnur úr og birtir upplýsingarnar. Vefupplýsingakerfið gerir útgerðum kleyft að hafa heildaryfirlit yfir orkubúskap skipanna og sjá samanburð milli skipa og milli tímabila. Hver útgerð hefur aðgang að upplýsingum frá sínum flota, en hægt er að skilgreina fleiri en einn notanda fyrir hverja útgerð þar sem hver notandi getur valið sitt sjónarhorn á upplýsingarnar. Marorka hefur unnið í rúm þrjú ár að gerð Marorka Portal, hófust prófanir á kerfinu í lok árs 2009 og fór það í rekstur í upphafi árs Síðan hefur kerfið verið í stöðugri þróun þar sem áherslan hefur verið á að finna réttar áherslur í gagnasöfnuninni, tryggja stöðuleika tengingarinnar og bæta notendaviðmótið. Í dag eru skip frá sjö útgerðum í Marorka Portal og áætlað er að 100 skip bætist við á árinu R Pensím - flutningur um húð og rof

18 18 sjúkdómsvaldandi próteina Verkefnisstjóri: Ágústa Guðmundsdóttir Markmið þessa þriggja ára verkefnis var að rannsaka flutningsgetu þorskatrypsíns (Penzyme) um húð og auka þekkingu á getu ensímsins til að brjóta niður sjúkdómsvaldandi prótein. Í rannsókninni var sýnt fram á að Penzyme er mun virkara en önnur samanbærileg ensím við niðurbrot próteina í náttúrulegri myndbyggingu. Niðurstöðurnar hafa haft mikil áhrif á nýtanleika og sölumöguleika Penzyme afurða. Ný vörulína, ColdZyme, byggð á Penzyme var þróuð og framleidd útfrá niðurstöðum verkefnisins en ColdZyme er markaðsett sem lækningaafurð (medical device) í Evrópu. Áhrifamáttur Penzyme við niðurbrot sjúkdómsvaldandi- og annarra próteina, miðað við sambærileg ensím, hefur aukið áhuga og tiltrú neytenda og samstarfsaðila á vörum Ensímtækni (Zymetech). Rannsóknir undanfarinna ára gefa til kynna að virkni Penzyme afurða gagnvart ýmsum kvillum byggist á niðurbrotshæfni ensímsins gagnvart próteinum. Þetta eru til dæmis bólgumyndandi prótein og prótein á yfirborði sjúkdómsvaldandi örvera (vírusa, baktería og sveppa) sem gegna lykilhlutverki í sýkingarmætti þeirra. Í þessu verkefni var sýnt fram á að Penzyme er mjög virkt sem veirudrepandi efni gagnvart Herpes Simplex virus 1 (HSV1). Niðurstöðurnar hafa vakið verðskuldaða athygli á vörum Ensímtækni víða um heiminn. Frekari rannsóknir eiga nú sér stað á Penzyme í samstarfi Ensímtækni (Zymetech) og Háskóla Íslands. Auk þess er fyrirtækið í öflugu rannsókna- og þróunarsamstarfi við innlenda og erlendra samstarfsaðila. R Fullvinnsla á makríl Verkefnisstjóri: Eyþór Harðarson Frá því að Íslendingar fóru að veiða makríl í einhverju magni hefur töluverður árangur náðst m.t.t. aukinnar vinnslu á makríl til manneldis. Árið 2009 fór 80-90% af makrílaflanum í bræðslu, Með aukinni þekkingu og bættri stjórnun varðandi veiðar og meðhöndlun aflans hefur tekist að auka hlut matvælavinnslu af makrílafla Íslendinga. Herma fregnir að það sem af er þessu ári (2011) hafi 91% aflans verið nýttur í matvælaframleiðslu. Verðmæti makríls til manneldis eru mun meiri en í fiskimjölsframleiðslu og þess vegna eru miklir hagsmunir fólgnir í áframhaldandi vinnslu til manneldis s.s. í heitreykingu og niðursuðu. Ísfélag Vestmannaeyja hefur í samstarfi við Akraborg, Akranesi og Matís unnið að þróun afurða til manneldis úr makríl, ásamt því að meta arðsemi slíkrar vinnslu, til að nýta til fulls þau tækifæri sem falist geta í veiðum og vinnslu makríls hér á landi. Gerðar voru tilraunir með vinnslu á makríl í niðursuðu hjá niðursuðuverksmiðjunni Akraborg á Akranesi. Makríllinn var soðinn niður í tómatpúrre og soðinn reyktur í olíu. Einnig voru gerðar tilraunir í Matarsmiðju Matís Hornafirði með heitreykingu á makríl. Hagkvæmni slíkrar vinnslu var könnuð. Jákvæðar niðurstöður tilrauna með vinnslu makríls í niðursuðu og heitreykingu ásamt arðsemismati á slíkum vinnslum, gáfu til kynna að slík vinnsla væri arðbær til lengri tíma. Verkefnið var styrkt af AVS rannsóknasjóði í sjávarútvegi.

19 19 R Framleiðsla surimi úr aukaafurðum með ph-shift ferli Verkefnisstjóri: Hörður G. Kristinsson Markmið verkefnisins var að þróa og setja upp vinnsluferil til að framleiða verðmætar hágæða surimi afurðir úr íslensku hráefni sem fellur til við flakavinnslu með ph-shift ferli. Verkefnið gekk vel og var ferill þróaður og hámarkaður m.t.t. mismunandi íslensks hráefnis, m.a. afskurðar og beinamarnings úr þorski, ýsu, keilu, ufsa og löngu. Sýndu niðurstöður að mismunandi íslenskt hráefni hentaði vel (misvel þó) í þessa vinnslu og gaf afurðir sem voru af góðum gæðum, sérstaklega ef hráefni úr ýsu og þorski var notað. Gæði afurðanna voru metin eftir getu þeirra til að geljast, styrk og teygjanleika gelja, lits, lyktar- og bragðgæða. Þróaðar voru aðferðir til að hámarka geljunareiginleika surimi afurðanna ásamt því að tryggja gott geymsluþol og góð útlitsleg gæði. Vörur fóru í ítarlegt vöru- og neyslumat á erlendum mörkuðum (USA, Frakklandi, Spáni og Japan) og fengu góðar viðtökur. Helsta hindrunin til að ná góðum árangri með vörurnar á erlendum mörkuðum á verkefnistímanum var hátt hráefnisverð á Íslandi, auk þess sem um nýjar fisktegundir var um að ræða í surimi. Mælt er með að setja markið á vörur í hæsta gæðaflokki á erlendum mörkuðum og vinna markaðsstarf vel. Undir lok verkefnisins var sett upp vinnslulína og framleiðsla surimi afurða var sköluð upp með góðum árangri. Tíma tekur að vinna nýja markaði með nýtt surimi hráefni og var farið í þá vinnu að loknu verkefninu. R Bættur stöðugleiki og gæði fiskipróteina og peptíða Verkefnisstjóri: Patricia Yuca Hamaguchi Fæðubótaefni og markfæði sem innihalda lífvirk peptíð herja nú á markað. Lífvirk peptíð eru framleidd með því að nota ensím til að brjóta niður (vatnsrjúfa) prótein í smærri einingar, þ.e. peptíð. Þessu ferli er hægt að stjórna til að fá mismunandi samsetningu peptíða. Sérstaklega erfitt hefur reynst að framleiða ásættanlegar peptíðafurðir úr fiskipróteinum. Þetta er sérstaklega vegna þránunar (oxunar) á fjölómettuðum fitusýrum í fiski, sem eykst við vatnsrof. Þránun hefur afgerandi slæm áhrif á gæði og eiginleika próteina og peptíðafurða. Því er nauðsynlegt að skilja þránunarferla sem eiga sér stað við vatnsrof og stöðugleika peptíðafurðanna til að hvetja til frekari þróunar á hágæða lífvirkum peptíðum unnum úr fiski. Markmið þessa verkefnis var því að rannsaka þránunarferla við ensímatískt vatnsrof á þorskapróteinum. Fiskipróteinin sem notuð voru í rannsóknina voru fengið með því að hakka og þvo þorskvöðva til að búa til s.k. þveginn þorskvöðva sem innihélt allt nema vatnsleysanleg vöðvaprótein. Köldu fersku vatni var blandað saman við próteinin til að ná 3% próteinstyrk. Gerðar voru umfangsmiklar tilraunir þar sem mismunandi magni af náttúrulegum þráahvötum og andoxunarefnum var bætt saman við próteinin. Próteinin voru síðan vatnsrofin mismikið með ensímum til að fá peptíð af mismunandi stærð. Þránun var mæld á mismunandi stigum

20 20 vatnsrofs og í peptíðunum með því að fylgjast með fyrsta stigs (lípíð hydroperoxíð) og annars stigs (TBARS) þránunarafurðum. Áhrif þránunar á lífvirkni fiskpeptíðanna í tilraunaglasi (in-vitro) var rannsökuð með að gera mismunandi andoxunarpróf ásamt prófi til að kanna möguleg áhrif á lækkun blóðþrýstings. Tilraunirnar voru skalaðar upp og þránun mæld sem og sýnin metin með skynmati. Niðurstöður sýndu að fiskiprótein sem ekki innihéldu þráahvata sýndu takmarkaða þránun sem bendir til þess að vatnsrofsstig hafði lítil áhrif á ferli þránunar. Fiskiprótein sem innihéldu þráahvata (hemóglóbín úr fiskablóði) þránuðu umtalsvert við vatnsrof, meira eftir því sem próteinin voru vatnsrofin meira. Þegar andoxunarefnum var blandað saman við fiskipróteinin dró verulega úr þránuninni. Andoxunaráhrifin voru háð styrk og viðveru þráahvata. Athygli vakti að þránun hafði ekki neikvæð áhrif á lífvirkni peptíðanna, en aftur á móti hafði þránunin slæm áhrif á bragð og lykt þeirra. Verkefnið sýndi klárlega að þránun getur verið töluvert vandamál við vatnsrof fiskipróteina með ensímum og þörf er á andoxunarefnum til að framleiða hágæða peptíðafurðir og koma þeim á markað. Þrátt fyrir að þránun hafði ekki áhrif á lífvirkni þá hafði hún mikil neikvæð áhrif á bragðgæði peptíðanna sem dregur mjög úr möguleikum að koma þeim á markað í samkeppni við önnur peptíð. Þekkingin sem fékkst úr verkefninu er mjög mikilvæg fyrir framleiðendur fiskipeptíðafurða. R Hönnun eldiskvía fyrir íslenskar aðstæður, NORÐURKVÍ 2 Verkefnisstjóri: Jón Árnason Verkefnið Norðurkví var sett á laggirnar til að: - Hanna tæknilausn fyrir eldiskví til að gera eldismönnum kleift að sökkva henni og lyfta við íslenskar aðstæður. - Hámarka notagildi sökkvanlegra kvía með tilliti til vinnuaðstæðna. - Að viðbættu finna nýja lausn á meðhöndlun á netapokum í fiskeldi til að hrinda frá ásætum. Áhersla þessa hluta verkefnisins, nefnt Norðurkví 2, er að hanna tæknilausn fyrir eldiskví sem hægt er að sökkva og lyfta aftur til að koma í veg fyrir skemmdir vegna rekíss. Að auki voru nokkrar nýjar tegundir meðhöndlana á netapokum prófaðar til að sjá hver af prófuðum meðhöndlunum hrinti best frá sér ásætum.

21 21 R Tími ígulkeranna er kominn Verkefnisstjóri: Eggert Halldórsson Markmið verkefnisins er: að koma á arðvænlegum útflutningi á ígulkerahrognum á Japansmarkað. Nýrri frystitækni verður beitt til að tryggja gæði hrognanna á markaði og þar með hæsta verð auk þess að auðvelda flutning, skera niður kostnað við hann og ná þar með höfuðmarkmiði verkefnisins. Verkefnið byggir á nýrri tækni við frystingu og geymslu ígulkerahrogna en ígulker eru sem næst ónýttur stofn við Ísland í dag. Gert er ráð fyrir að setja á stofn ígulkeravinnslu sem vinnur 400 tonn af ígulkerum á ári og gefur af sér um kg af ígulkerahrognum. Verðmæti þeirra hrogna sem áætlað er að framleiða og selja til Japans er um 500 milljónir íslenskra kr. Er þá miðað við að aðeins fáist kr. fyrir hvert kíló af hrognum að meðaltali sem er innan við jap. jen pr. kg. (gengi 1,4). Japanskur samstarfsaðili og kaupandi hrognanna, Nichero Group, miðar við allt að jen pr. kg. að meðaltali. Japanski markaðurinn fyrir ígulkerahrogn er gríðarstór og mikill áhugi hjá kaupendum fyrir íslenskum hrognum. Gera má er ráð fyrir að manns starfi við vinnslu sem staðsett verður í Stykkishólmi en auk þess má reikna með að um 5-10 störf skapist vegna veiða, útflutnings og annarrar umsýslu. Íslensk ígulkerahrogn eru markaðshæf frá október fram í maí. Utan þess tíma eru hrognin ekki vinnsluhæf vegna hrygningar og/eða of lítillar hrognafyllingar. Aukin atvinnusköpun yfir vetrarmánuðina er afar kærkomin fyrir sjávarpláss eins og Stykkishólm. Verð fyrir ígulker og ígulkerahrogn er ákaflega sveiflukennt. Dagsverðið á markaði í Japan getur sveiflast frá 0 jenum grammið upp í 35 jen. Gæði og litur hrognanna ræður þarna miklu en einnig framboð og eftirspurn hverju sinni. Með því að nota hina s.k. Cells Alive System (CAS) segulfrystingu vinnst tvennt. Annarsvegar getur hinn japanski samstarfsaðili stýrt því hvenær íslensk hrogn fara á markað og þannig hámarkað verðmæti afurðanna með því að setja þau á markað þegar framboð annars staðar frá er lítið og/eða eftirspurn mikil. Hinsvegar, það sem skiptir mestu máli er aukin hagkvæmni við flutning hrognanna til Japans. Engir ígulkerahrogna framleiðendur í heiminum eiga eins mikið undir CAS frystitækninni eins og við Íslendingar. En það er vegna þess að ígulkerahrogn eru mjög viðkvæm vara sem þolir illa flutning og umstöflun og því miður erum við Íslendingar eini ígulkeraframleiðandinn í heiminum sem ekki hefur beint flug til Japans. Því þarf að millilenda með hrognin, sem bæði hefur í för með sér aukinn flutningskostnað og kemur mjög illa niður á gæðum og þar með verðmæti hrognanna. Frysting sem ekki dregur úr gæðum hrognanna mundi breyta öllu til hins betra varðandi flutninginn. Full ástæða er því til að skoða til hlítar hvort og hvernig nýta má CAS-frystitæknina.

22 22 R Söl. Útbreiðsla, verkun og nýting Verkefnisstjóri: Karl Gunnarsson Úr þessu verkefni bárust þrjár skýrslur: 1) Eiginleikar sölva. Áhrif staðsetningar og árstíma (Matis tilv.nr.14-11) Þessi skýrsla greinir frá niðurstöðum rannsóknar á sölvum sem var safnað frá júní til október 2010 á tveimur ólíkum vaxtarstöðum sölva, á kletta- og hnullufjöru (Bolaklettar) og á áreyrum (Fossárvík). Markmið var að fá áreiðanlegar upplýsingar um áhrif staðsetningar og árstíma á útlit, næringargildi, magn snefilefna og steinefna í sölvum á þessum stöðum. Áhrif árstíma og staðsetningar mældust á flesta mæliþætti sem greindir voru, bæði samsetningu og eiginleika. Hversu mikill breytileikinn er, er misjafnt eftir um hvaða þátt er að ræða. Í sumum tilfellum getur það skipt verulegu máli og því mikilvægt að safna sölvum á þeim stöðum og tíma ársins sem hagstæðast er. 2) Áhrif þurrkaðferða á eiginleika sölva. (Matís tilv.nr ) Þekking á breytum sem stýra gæðum og eiginleikum þurrkaðra sölva (Palmaria palmata) er tiltölulega lítil og á fárra vitorði. Ef auka á nýtingu og breikka notkunarmöguleika á sölvum er mikilvægt að rannsaka nánar þessar breytur og skjalfesta þær. Þessi skýrsla greinir frá niðurstöðum tilrauna sem höfðu það að meginmarkmiði að bera saman áhrif þriggja ólíkra þurrkaðferða á næringargildi og eðliseiginleika þurrkaðra sölva. Þurrkunaraðferðirnar sem voru bornar saman voru sólþurrkun, ofnþurrkun og frostþurrkun auk þess að áhrif verkunar á sólþurrkuðu sölin voru metin. Sambærilegar breytingar mældust á næringarefnum eftir þurrkaðferð. Helsti munur m.t.t. þurrkaðferða greindist í magni C-vítamíns. Þá var sjáanlegur munur á lit og áferð. Bragðeiginleikar voru ekki mældir en talið er að einhvern mun sé þar að finna. Þrátt fyrir að niðurstöðurnar hafi gefið ákveðin svör þá vöknuðu margar spurningar við túlkun á þeim. Þörf er því talin á því að afla meiri þekkingar á eiginleikum sölva og samspili þeirra við mismunandi vinnsluþætti. 3.) Vinnsla á þurrkuðum sölvum. Gæðaþættir og viðmið. (Matís tilv.nr ) Að mörgu þarf að huga þegar skal afla og vinna söl og aðra þörunga til manneldis. Mismunandi kröfur og viðmið eru meðal vinnsluaðila, kaupenda og neytenda varðandi hvernig söl eiga að vera og hver æskileg gæði þeirra eru. Í þessari skýrslu er upplýsingum safnað saman um opinberar kröfur og þekkt viðmið um vinnslu á þurrkuðum sölvum til manneldis sem vinnsluaðilar og kaupendur geta nýtt sér til að setja vöru- og gæðaviðmið fyrir þessar vörur. Þrátt fyrir að um hefðbundna vöru sé að ræða er enn mikið verk óunnið til að öðlast fullnægjandi þekkingu á mörgum þáttum í framleiðslu á þurrkuðum sölvum og hvernig best er að stýra þeim (s.s. varðandi geymslu á fersku hráefni). Leiðbeiningar um vinnslu á þurrkuðum sölvum munu því halda áfram að þróast og breytast eftir því sem þekkingu fleygir fram.

23 23 R Nýir ferlar við vinnslu á eldisþorski Verkefnisstjóri: Kristján G. Jóakimsson Þróaðir hafa verið nýir ferlar fyrir vinnslu á léttsöltuðum afurðum úr eldisþorski. Eldisfiskur er venjulega unninn fyrir dauðastirðnun en það hefur valdið ákveðnum vandamálum við saltupptöku og þyngdarbreytingum á afurðum. Nú hefur verið sýnt fram á að ná má sambærilegri saltupptöku og í villtum fiski sem unninn er eftir dauðastirðnun með stýringu á samsetningu pækils og söltunaraðferðum. Eðlismunur er á vinnslu eldisþorsks og villts þorsks sem liggur í því að eldisþorskur er unninn fyrir dauðastirðnun. Ástæðan er sú að meiri hætta er á losi ef eldisþorskur er unninn eftir dauðastirðnun. Auk þess er stýring á hráefnisöflun auðveldari en við hefðbundnar ísfiskveiðar á villtum fiski þar sem ýmsir ytri þættir, svo sem fjarlægð á mið, gera það að verkum að ekki er hægt að vinna villtan fisk fyrir dauðastirðnun. Þessi munur á tímasetningu vinnslu hefur gert það að verkum að ekki hefur verið hægt að yfirfæra þá ferla sem notaðir eru fyrir villtan fisk á eldisfisk þar sem vinnslueiginleikar hans eru frábrugðnir villtum fiski. Meginafurðir úr þorskeldi eru fersk hnakkastykki sem flutt eru til meginlands Evrópu en hluti afurða er einnig frystur. Kosturinn við sölu afurða úr eldi er meira afhendingaröryggi, þar sem stýring á hráefnisöflun er auðveldari, hráefni er ferskara þar sem hægt er að vinna það strax eftir slátrun og geymsluþol afurða er því lengra. Efnasamsetning eldisþorsks er svipuð og hjá villtum þorski en eðliseiginleikar eru frábrugðnir. Það gerir það að verkum að breytingar á vöðvanum við vinnslu, geymslu og matreiðslu eru aðrar, s.s. er hætta á að eldisþorskur verði seigari og þurrari við suðu en villtur fiskur. Markaður fyrir léttsaltaðar afurðir er eftirsóknarverður og hentar hann vel fyrir eldisþorsk sem er gjarnan hvítari og þykkari en villtur þorskur. Á Spáni hefur byggst upp markaður fyrir léttsaltaðar frystar þorskafurðir til hliðar við hefðbundnar saltfiskafurðir. Léttsaltaður fiskur er gjarnar hvítari og verkunareinkenni eru mun mildari en hjá saltfiski. Verð er lægra þar sem framleiðslukostnaður er lægri þar sem verkunarferill er mun styttri, auk þess leiðir hann ekki til sömu rýrnunar á þyngd fisks og við saltfiskverkun. Tímasetning vinnslu á eldsfiski hefur valdið vandamálum við söltun þar sem saltupptaka og þyngdaraukning er lakari en þegar fiskur hefur gengið í gegnum dauðastirðnun. Þetta hefur verið einn meginþröskuldur þess að framleiða megi léttsaltaðar afurðir á sama hátt og þegar um villtan fisk er að ræða. Því var ákveðið að rannsaka betur áhrif söltunaraðferða og samsetningar pækils á nýtingu, gæði og efnainnihald afurða, í verkefninu Nýir ferlar við vinnslu á eldisþorski (R ). Gerðar voru tilraunar með mismunandi samsetningu pækils, saltstyrk, auk notkunar á fosfötum og blöndu af sítrati og askorbati. Efnin geta haft áhrif á vatnsheldnieiginleika vöðvans, að hluta til vegna áhrifa á jónastyrk en einnig vegna sértækrar virkni efnanna:

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

Fóðurrannsóknir og hagnýting

Fóðurrannsóknir og hagnýting Fóðurrannsóknir og hagnýting Uppskeruhátíð rannsókna Gunnar Örn Kristjánsson Strandbúnaður 2018, Grand Hótel Reykjavík, 19.-20. mars. Grundvöllur fóðurgerðar Þarfir hjá eldisfisk Efnaþarfir til vaxtar

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu?

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu? Upphaf mælinga í uppsjávarskipum Sigurjón Arason Yfirverkfræðingur Matís ohf. og Prófessor, Háskóli Íslands Dr. Magnea G. Karlsdóttir; Fagstjóri, Matís ohf. Ásbjörn Jónsson; Verkefnastjóri, Matís ohf Magnús

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

Þekking fyrir þjóðarbúið Vorráðstefna Matís 2009 Sjávarafurðir og aukin verðmæti: Hvar liggja stóru tækifærin?

Þekking fyrir þjóðarbúið Vorráðstefna Matís 2009 Sjávarafurðir og aukin verðmæti: Hvar liggja stóru tækifærin? Þekking fyrir þjóðarbúið Vorráðstefna Matís 2009 Sjávarafurðir og aukin verðmæti: Hvar liggja stóru tækifærin? Kristján Hjaltason, ráðgjafi Apríl 2009 Yfirlit Þróun framboðs af sjávarafurðum Fyrir hvað

More information

Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi -

Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi - Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi - Rannveig Björnsdóttir Strandbúnaður 2017, Grand Hótel Reykjavík, 13.-14.mars YFIRLIT erindis Dæmi: doktorsverkefni RBj 2005-2010 BAKGRUNNUR VANDAMÁLIÐ

More information

Horizon 2020 á Íslandi:

Horizon 2020 á Íslandi: Horizon 2020 á Íslandi: - Árangur Íslands í Horizon2020 - Hvernig getur Rannís veitt ykkur aðstoð? Kristmundur Þór Ólafsson Alþjóðasvið Rannís Landstengiliður (NCP) fyrir H2020 Hvað er H2020? Rammaáætlun

More information

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be Stefnumótun tun Rf Hlutverk (Mission) Why we exist Gildi (Core values) What we believe in Framtíðarsýn (Vision) What we want to be Stefna (Strategy) Our Game plan Stefnumiðað árangursmat Balanced Scorecard

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Sérfræðingur í persónurétti Yfirlit Stóra myndin Skyldur GDPR Aðlögunarferli Áskoranir og praktísk ráð 2 3 Yfirlit: Hvað er GDPR?» GDPR

More information

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Svíþjóð - stjórnsýslan Þrjú formleg stjórnsýslustig Sveitarfélög, 290 talsins (Local level) Lén, 20 talsins (Regional level) Landsstjórn, 349 þingmenn (National

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

Fersk flök flutt í kerum eða kössum?

Fersk flök flutt í kerum eða kössum? s h a p i n g p l a s t i c s b e y o n d t h e o b v i o u s Fersk flök flutt í kerum eða kössum? Sjávarútvegsráðstefnan 2014 21. nóvember 2014 Reykjavík, Iceland Dr. Björn Margeirsson Rannsóknastjóri

More information

KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR

KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR KV 2018-3 KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR Greining á mögulegum eldisuppruna 12 laxa sem veiddust í tveimur ám á Vestfjörðum árið 2017 Analysis of 12 salmon caught in two rivers in the Icelandic Westfjords 2017

More information

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012 Nr. 28/32 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012 2013/EES/28/07 frá 8. júní 2012 um framkvæmdarreglur vegna beitingar 16. gr.

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur?

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur? Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur? Málþing um byggðamál og svæðasamvinnu 14. mars 2014 Stefanía Traustadóttir Heimsókn til Norðurbotns (Oulu) apríl 2012 Þátttakendur: Ragnheiður

More information

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2 1 Examples 2 Sýnidæmi 2 2 Example 25-1 Gefið er 3 fasa, 3 teina raforkukerfi samkvæmt meðfylgjandi einlínumynd. Allar stærðir á myndinni eru í einingakerfinu ( per unit ). Seríuviðnám háspennulínanna er

More information

Sala á sjávarafurðum.l Bandaríkjanna 2016

Sala á sjávarafurðum.l Bandaríkjanna 2016 UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ Sala á sjávarafurðum.l Bandaríkjanna 2016 Hlynur Guðjónsson Aðalræðismaður og viðskiptafulltrúi Markaðurinn ECONOMICS The U.S. economy underperformed vs forecasts the 1 st quarter of

More information

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum Raddir fjölbreyttra kennarahópa Sólveig Karvelsdóttir, lektor, HÍ Hafdís Guðjónsdóttir, dósent, HÍ Rannsóknin er hluti af tveimur rannsóknum Fjölbreyttir kennarahópar

More information

Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll. Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands

Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll. Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands Yfirlit erindis Meginmarkmið og bakgrunnur Nokkrar skilgreiningar Rannsóknaraðferðir

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

Tvöföldum verðmætin. Sveinn Margeirsson Páll Gunnar Pálsson Kolbrún Sveinsdóttir Jónas R. Viðarsson

Tvöföldum verðmætin. Sveinn Margeirsson Páll Gunnar Pálsson Kolbrún Sveinsdóttir Jónas R. Viðarsson Tvöföldum verðmætin Sveinn Margeirsson Páll Gunnar Pálsson Kolbrún Sveinsdóttir Jónas R. Viðarsson Fullvinnsla dæmi um verð 1.000 kg slægður þorskur 430 kg RL/BL flakabitar Þorskbitar í 1 kg pokum 430

More information

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi í norðaustanverðu Atlantshafi Jóhann Sigurjónsson Hafrannsóknastofnun Grand Hótel, Reykjavík, 21.-22. nóvember 2013 Efni erindis Deilistofnar Ástand og horfur Uppsjávar þríeykið Norsk-íslensk síld-kolmunni-makríll

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software.

Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software. Heimildaskrá Ritaðar heimildir Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software. Bændasamtök Íslands (2005). Hagtölur

More information

Tækniþróun í fiskmjölsiðnaði Sigurjón Arason Yfirverkfr., Matís ohf. Prófessor, H. Í. Stundakennari, H.A.

Tækniþróun í fiskmjölsiðnaði Sigurjón Arason Yfirverkfr., Matís ohf. Prófessor, H. Í. Stundakennari, H.A. Nýting loðnu við Ísland í hálfa öld Föstudagur 5. september 2014 Háskólinn á Akureyri Tækniþróun í fiskmjölsiðnaði Sigurjón Arason Yfirverkfr., Matís ohf. Prófessor, H. Í. Stundakennari, H.A. Innihald

More information

Aðalheiður L. Guðmundsdóttir Myndlistardeild, lektor Vegna þátttöku í listfræðiráðstefnunni [no title] í Kaupmannahöfn í október.

Aðalheiður L. Guðmundsdóttir Myndlistardeild, lektor Vegna þátttöku í listfræðiráðstefnunni [no title] í Kaupmannahöfn í október. STARFSÞRÓUNARSJÓÐUR AKADEMÍSKRA STARFSMANNA - úthlutun haustönn 2018 Auglýst var eftir umsóknum um styrkveitingar með umsóknarfrest til 3. september 2018. Alls bárust sjóðnum 12 umsóknir: 7 frá hönnunar-

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson Samstarf HR og IGI Ólafur Andri Ragnarsson Leikjaiðnaðurinn 2021 Leikjaiðnaðurinn 2021 5.000 störf 70 milljarðar í heildarútflutningstekjur ef... Photo Ian Parker http://parkerlab.bio.uci.edu/nonscientific_adventures/iceland_man.ht

More information

SAMHERJI HF. Tækifæri í íslenskum sjávarútvegi Þorsteinn Már Baldvinsson

SAMHERJI HF. Tækifæri í íslenskum sjávarútvegi Þorsteinn Már Baldvinsson SAMHERJI HF Tækifæri í íslenskum sjávarútvegi Þorsteinn Már Baldvinsson 1 Efni Fiskveiðar Fiskvinnslan á Dalvík Samkeppni við Noreg Tækifærin Veiðar og Eldi Heimsframleiðsla á fiski Tonn 60.000.000 Veiðar

More information

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018 Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu September 2018 Samantekt Íslandsstofa framkvæmdi viðhorfskönnun í júlí og ágúst 2018 meðal erlendra söluaðila sem selja ferðir til Íslands.

More information

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild Háskólabrú fjarnám Bókalisti vorönn 2019 2. önn Félagsvísinda- og lagadeild Upplýsingatækni og tölfræði: Kennslubók í Excel 2016. Höfundar: Hallur Örn Jónsson og Óli Njáll Ingólfsson Stærðfræði 3: Stærðfræði

More information

Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum

Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum Eyþór Ívar Jónsson Forstöðumaður fyrir Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti RANNSÓKNARMIÐSTÖÐ Í STJÓRNARHÁTTUM Rannsóknarmiðstöð í stjórnarháttum Rannsóknarmiðstöð um

More information

ÆGIR til 2017

ÆGIR til 2017 ÆGIR3 2016 til 2017 Þríþraut Mikil þróun, sífellt betri árangur, fleiri og betri keppnir Íslandsmetið í Ironman féll tvisvar í sumar Norðurlandameistari kvenna í flokki 23 ára og yngri Þríþrautarsamband

More information

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Kynning í Dalskóla 6. desember 2018 Gautur Þorsteinsson, verkfræðingur Um útvarpsþjónustu Fyrsta útsending útvarpsdagskrár 1920 Útsendingar útvarps

More information

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile HUGPRÓ Betware QA & Agile 26.02.2010 Head Quarters Betware Reykjavík Betware DK Copenhagen Denmark Betware Solutions CA Kamloops, BC Betware Madrid Spain Certus Odense Denmark Betware Sp. z o.o. Warsaw

More information

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og 2006. Kolbeinn Árnason Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE: Coordination of information on the environment eða: Samræming umhverfisupplýsinga

More information

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Jón Viðar Jónmundsson 1 og Emma Eyþórsdóttir 2 1 Bændasamtökum Íslands 2 Rannsóknarstofnun landbúnaðarins/lbh á Hvanneyri Inngangur Fyrsta

More information

Nr desember 2014 REGLUGERÐ. um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila.

Nr desember 2014 REGLUGERÐ. um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila. REGLUGERÐ um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila. 1. gr. Gildissvið. Reglugerð þessi gildir um tengda lögaðila sem eiga í viðskiptum skv. 3.-5. mgr. 57. gr. laga nr. 90/2003, um

More information

Samanburður á flutningsumbúðum fyrir heilan ferskan fisk / Comparison of transportation bins for whole fresh fish

Samanburður á flutningsumbúðum fyrir heilan ferskan fisk / Comparison of transportation bins for whole fresh fish Samanburður á flutningsumbúðum fyrir heilan ferskan fisk / Comparison of transportation bins for whole fresh fish Jónas R. Viðarsson Marvin I. Einarsson Skýrsla Matís 13-18 Október 2018 ISSN 1670-7192

More information

Samningur Landskrifstofu og verkefnisstjóra. Margrét Jóhannsdóttir 27.ágúst 2018

Samningur Landskrifstofu og verkefnisstjóra. Margrét Jóhannsdóttir 27.ágúst 2018 Samningur Landskrifstofu og verkefnisstjóra Margrét Jóhannsdóttir 27.ágúst 2018 Úthlutunarferlið Samræmd aðferðafræði með þjálfun matsmanna (norrænt og evrópskt samstarf) Allar umsóknir eru metnar af tveimur

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr. 54 8. árgangur

More information

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs?

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Hvernig getur málefni sem ekki er skilgreint sem námsgrein í grunnskóla eða námssvið

More information

Nr mars 2006 AUGLÝSING

Nr mars 2006 AUGLÝSING AUGLÝSING um gerð sem felur í sér breytingu á samningi sem ráð Evrópusambandsins og Ísland og Noregur gerðu með sér um þátttöku hinna síðarnefndu í framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna. Hinn

More information

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Þórólfur Guðnason yfirlæknir Sóttvarnalæknir, Embætti landlæknis Nóvember 2014 Gastegundir frá eldgosum >95% H 2 O, CO 2 SO 2

More information

Listi yfir ferðir kjörinna fulltrúa og embættismanna árið 2017 á skrifstofum miðlægrar stjórnsýslu

Listi yfir ferðir kjörinna fulltrúa og embættismanna árið 2017 á skrifstofum miðlægrar stjórnsýslu Reykjavík, 20. mars 2018 R17050148 1312 Borgarráð Listi yfir ferðir kjörinna fulltrúa og embættismanna árið 2017 á skrifstofum miðlægrar stjórnsýslu Á fundi borgarráðs þann 18. júní 2015 var samþykkt að

More information

Fullvinnsla á makríl. Ásbjörn Jónsson Ragnheiður Sveinþórsdóttir. Skýrsla Matís Október Vinnsla, virðisaukning og eldi ISSN

Fullvinnsla á makríl. Ásbjörn Jónsson Ragnheiður Sveinþórsdóttir. Skýrsla Matís Október Vinnsla, virðisaukning og eldi ISSN Fullvinnsla á makríl Ásbjörn Jónsson Ragnheiður Sveinþórsdóttir Vinnsla, virðisaukning og eldi Skýrsla Matís 31-11 Október 2011 ISSN 1670-7192 Titill / Title Fullvinnsla á makríl / Full processing of mackerel

More information

TRS II tekur við af TRS. Kynningarfundur, 30. maí 2017

TRS II tekur við af TRS. Kynningarfundur, 30. maí 2017 TRS II tekur við af TRS Kynningarfundur, 30. maí 2017 Dagskrá Almennt um TRS og breytingar í tengslum við innleiðingu MiFID II og MiFIR Yfirlit yfir TRS kerfið Helstu breytingar á kerfinu Mikilvægi þess

More information

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur CHEMISTRY The Central 9th Edition Hlutfallareikningur: AðA reikna út frá formúlum og efnajöfnum fnum Lavoisier: Massi varðveitist í efnahvörfum. : lýsa efnahvörfum. Efnajafna : Hvarfefni og myndefni: 2H

More information

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Áhrif lofthita á raforkunotkun Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Júlí 2017 Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Orkustofnun Júlí 2017 Útgefandi: Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Sími: 569 6000, Fax, 568

More information

Verkefnaskýrsla Rf Október Ákvarðanataka og bestun í sjávarútvegi. Runólfur Guðmundsson Sveinn Margeirsson Sigurjón Arason Páll Jensson

Verkefnaskýrsla Rf Október Ákvarðanataka og bestun í sjávarútvegi. Runólfur Guðmundsson Sveinn Margeirsson Sigurjón Arason Páll Jensson Verkefnaskýrsla Rf 27-06 Október 2006 Ákvarðanataka og bestun í sjávarútvegi Runólfur Guðmundsson Sveinn Margeirsson Sigurjón Arason Páll Jensson Titill / Title Höfundar / Authors Ákvarðanataka og bestun

More information

BS ritgerð. í Viðskiptafræði. Virðisaukning íslensks sjávarútvegs

BS ritgerð. í Viðskiptafræði. Virðisaukning íslensks sjávarútvegs BS ritgerð í Viðskiptafræði Virðisaukning íslensks sjávarútvegs Betri nýting íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja Baldur Jónsson Leiðbeinandi: Ásta Dís Óladóttir, lektor Júni 2018 Virðisaukning íslensks sjávarútvegs

More information

7. júní Landslag og ásýnd. Aðferðir grunngögn og gildismat. Ólafur Árnason. Fagstjóri skipulagsmála, EFLA

7. júní Landslag og ásýnd. Aðferðir grunngögn og gildismat. Ólafur Árnason. Fagstjóri skipulagsmála, EFLA Landslag og ásýnd Aðferðir grunngögn og gildismat 7. júní 2018 Ólafur Árnason Fagstjóri skipulagsmála, EFLA Landslag Efnistök Gögn um grunnástand Aðferðir við mat á áhrifum á landslag og ásýnd Gildismat,

More information

Reykjavík-Rotterdam, rannsókn á vöruútflutningi til Niðurlands (Hollands) Reykjavík-Rotterdam, a study of exports of goods to the Netherlands

Reykjavík-Rotterdam, rannsókn á vöruútflutningi til Niðurlands (Hollands) Reykjavík-Rotterdam, a study of exports of goods to the Netherlands 2. nóvember 2015 Reykjavík-Rotterdam, rannsókn á vöruútflutningi til Niðurlands (Hollands) Reykjavík-Rotterdam, a study of exports of goods to the Netherlands Samantekt Markmið þessarar rannsóknar er að

More information

Samantekt á atriðum sem framleiðendur snyrtivara þurfa að uppfylla

Samantekt á atriðum sem framleiðendur snyrtivara þurfa að uppfylla Öruggar snyrtivörur Samantekt á atriðum sem framleiðendur snyrtivara þurfa að uppfylla Snyrtivara sem er boðin fram á markaði á evrópska efnahagssvæðinu skal vera örugg fyrir heilbrigði manna og uppfylla

More information

Léttsöltun, stöðugleiki og nýting frosinna afurða

Léttsöltun, stöðugleiki og nýting frosinna afurða V e r k e f n a s k ý r s l a til RANNÍS 19-01 Ágúst 2001 Léttsöltun, stöðugleiki og nýting frosinna afurða Áhrif frystingar og léttpæklunar á eðlisog efnafræðilegar breytingar í fiskholdi Kristín Anna

More information

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík Notkun merkis Veðurstofu Íslands Veðurstofa Íslands Bústaðavegur 9 150 Reykjavík +354 522 60 00 +354 522 60 01 vedur@vedur.is Maí 2009 2 Efnisyfirlit Merki 3 Litanotkun 5 Merki í fleti 6 Stærð merkisins

More information

SEPTEMBER 2010 RÁÐSMIÐJA UM FRÆÐANDI FERÐAÞJÓNUSTU - KIÐAGIL

SEPTEMBER 2010 RÁÐSMIÐJA UM FRÆÐANDI FERÐAÞJÓNUSTU - KIÐAGIL SEPTEMBER 2010 RÁÐSMIÐJA UM FRÆÐANDI FERÐAÞJÓNUSTU - KIÐAGIL, forst.m. Þekkingarnets Þingeyinga AKADEMÍSK FERÐAÞJÓNUSTA LEIÐIN FRÁ HUGMYND TIL VERULEIKA Akademísk ferðaþjónusta Yfirferð dagsins... I. Inntak

More information

HNAKKAÞON JANÚAR 2017

HNAKKAÞON JANÚAR 2017 HNAKKAÞON 19. - 21. JANÚAR 2017 Hvernig eykur Vísir fullvinnslu og pökkun á ferskfiski á Íslandi, með aukinni áherslu á neytendapakkningar, og hvernig vegur þú kostnað og ávinning slíkra breytinga? Vísir

More information

Kortlagning á útflutningsfyrirtækjum

Kortlagning á útflutningsfyrirtækjum 2013 Kortlagning á útflutningsfyrirtækjum sem nota útdrætti úr jurtum, dýrum, örverum og steinefnum í framleiðslu sína Höfundur: Guðjón Svansson Unnið fyrir Íslandsstofu Efnisyfirlit Formáli... 3 Inngangur...

More information

Gagnasöfnun og rekjanleiki hjá Skinney-Þinganes

Gagnasöfnun og rekjanleiki hjá Skinney-Þinganes Gagnasöfnun og rekjanleiki hjá Skinney-Þinganes Aukið virði gagna Stefán Hannibal Hafberg viðskipta- og raunvísindasvið Lokaverkefni til B.S. gráðu í sjávarútvegsfræði Auðlindadeild Apríl 2016 Háskólinn

More information

Agnar Steinarsson Hatchery production of cod in Iceland. Cod farming in Nordic countries. Nordica Hotel. Reykjavík, 6 8. september 2005.

Agnar Steinarsson Hatchery production of cod in Iceland. Cod farming in Nordic countries. Nordica Hotel. Reykjavík, 6 8. september 2005. 9 Heimildarskrá 9.1 Ritaðar heimildir Agnar Steinarsson. 2005. Hatchery production of cod in Iceland. Cod farming in Nordic countries. Nordica Hotel. Reykjavík, 6 8. september 2005. Agnar Steinarsson,

More information

Veiðar og vinnsla á lifandi og ferskum humri

Veiðar og vinnsla á lifandi og ferskum humri Veiðar og vinnsla á lifandi og ferskum humri Guðmundur Heiðar Gunnarsson Vinnsla og virðisaukning Skýrsla Matís 49-09 Desember 2009 ISSN 1670-7192 VEIÐAR OG VINNSLA Á LIFANDI OG FERSKUM LETURHUMRI Titill

More information

Þátttaka Íslands í Norðurslóðaáætlun hefur tekist vel í flestu tilliti. Mikill áhugi hefur verið á þátttöku í samstarfsverkefnum innan áætlunarinnar

Þátttaka Íslands í Norðurslóðaáætlun hefur tekist vel í flestu tilliti. Mikill áhugi hefur verið á þátttöku í samstarfsverkefnum innan áætlunarinnar Þátttaka Íslands í Norðurslóðaáætlun hefur tekist vel í flestu tilliti. Mikill áhugi hefur verið á þátttöku í samstarfsverkefnum innan áætlunarinnar og reynsla almennt góð. Það hefur verið eftirsótt að

More information

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis ANNUAL SAFETY REVIEW 2012 Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis Flugmálastjórn Íslands: Annual Safety Review 2012 Útgefandi: Flugmálastjórn Íslands Skógarhlíð 12 105 Reykjavík

More information

Leiðbeinandi á vinnustað

Leiðbeinandi á vinnustað Work Mentor Leiðbeinandi á vinnustað Leonardo da Vinci, Transfer of Innovation verkefni sem VMA sótti um að stýra. Kynning maí 2011. Jóhannes Árnason 1 Work Mentor Leonardo da Vinci Transfer of Innovation

More information

HVERNIG Á AÐ META ÁHÆTTU?

HVERNIG Á AÐ META ÁHÆTTU? 85 HVERNIG Á AÐ META ÁHÆTTU? Það er hægt að mæla áhættu og minnka hana. Árið 1988 var ávöxtun á hlutabréfum Flugleiða 47,2% en þremur árum síðar, árið 1991, var hún neikvæð um 11,9%. Ávöxtun spariskírteina

More information

Nr. 10 desember RF pistlar. Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins LOS OG SPRUNGUR Í FISKI. Jónas Bjarnason

Nr. 10 desember RF pistlar. Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins LOS OG SPRUNGUR Í FISKI. Jónas Bjarnason Nr. 10 desember 1998 RF pistlar Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins LOS OG SPRUNGUR Í FISKI Jónas Bjarnason Los og sprungur í fiski INNGANGUR Íslenskir fiskimenn og fólk í fiskiðnaði hefur lengi þekkt að fersk

More information

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar 1 Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar Introduction to rotating machines 2 Grunnhugtök og meginþættir Klassískar gerðir véla Riðstraumsvélar Samfasavél (synchronous machine) Spanvél (induction machine

More information

Vísitala framleiðsluverðs 2007 Producer price index 2007

Vísitala framleiðsluverðs 2007 Producer price index 2007 2008:2 6. mars 2008 Vísitala framleiðsluverðs 2007 Producer price index 2007 Vísitala framleiðsluverðs var 3,1% lægri í janúar 2008 en í sama mánuði árið á undan. Verðvísitala afurða stóriðju lækkaði á

More information

Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki. Gyða Ósk Bergsdóttir

Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki. Gyða Ósk Bergsdóttir Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki Gyða Ósk Bergsdóttir Raunvísindadeild Háskóli Íslands 2011 Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki Gyða Ósk

More information

Hafrannsóknir nr. 150

Hafrannsóknir nr. 150 Þorskeldiskvóti 1 Hafrannsóknir nr. 150 Þorskeldiskvóti: Yfirlit yfir föngun og áframeldi þorsks á árinu 2008 Valdimar Ingi Gunnarsson, Hafrannsóknastofnunin Björn Björnsson, Hafrannsóknastofnunin Elís

More information

Skýrsla. samgönguráðherra um framkvæmd ferðamálaáætlunar. (Lögð fyrir Alþingi á 135. löggjafarþingi )

Skýrsla. samgönguráðherra um framkvæmd ferðamálaáætlunar. (Lögð fyrir Alþingi á 135. löggjafarþingi ) Skýrsla samgönguráðherra um framkvæmd ferðamálaáætlunar. (Lögð fyrir Alþingi á 135. löggjafarþingi 2007 2008.) Alþingi samþykkti vorið 2005 þingsályktun um áætlun í ferðamálum fyrir árin 2006 2015. Sú

More information

ÍSLENSKI SJÁVARKLASINN SJÁVARKLASINN Á ÍSLANDI: EFNAHAGSLEG UMSVIF OG AFKOMA 2014

ÍSLENSKI SJÁVARKLASINN SJÁVARKLASINN Á ÍSLANDI: EFNAHAGSLEG UMSVIF OG AFKOMA 2014 SJÁVARKLASINN Á ÍSLANDI: EFNAHAGSLEG UMSVIF OG AFKOMA 214 Íslenski sjávarklasinn 215 Útgefandi: Íslenski sjávarklasinn Höfundar: Bjarki Vigfússon, Haukur Már Gestsson & Þór Sigfússon Hönnun forsíðu: Milja

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 8. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa Efnisyfirlit Þróun félagsauðs í grannríkjunum Bandaríkin Skandinavía Meginland Evrópu Þróunin á Íslandi Félagsþátttaka Frumtengsl Félagsrof Félagsauður,

More information

Brú II Venture Capital Fund S.C.A., SICAR

Brú II Venture Capital Fund S.C.A., SICAR Brú II Venture Capital Fund S.C.A., SICAR Niðurstöður sérstakrar skoðunar á einstökum þáttum í starfseminni 4. febrúar 2014 KPMG ehf. Borgartún 27 105 Reykjavík Tel 545 6000 Fax 545 6001 4. febrúar 2014

More information

RAFRÆNN REIKNINGUR. Eiginleikar, ávinningur og kröfur

RAFRÆNN REIKNINGUR. Eiginleikar, ávinningur og kröfur RAFRÆNN REIKNINGUR Eiginleikar, ávinningur og kröfur EIGINLEIKAR REIKNINGUR (HEFÐBUNDINN) Inniheldur/flytur gögn. Viðskiptaaðilar, Hvað er selt, Greiðsluupplýsingar Skattaupplýsingar ofl. Birtir gögn Prentað

More information

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands ÞÓRA BJÖRK HJARTARDÓTTIR Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands 1. Fjöldi erlendra stúdenta Á liðnum áratug hefur erlendum stúdentum fjölgað gríðarlega við Háskóla Íslands. Haustið 2000 voru skráðir

More information

INNFORM rannsóknin: Árangur, stefna og alþjóðavæðing!

INNFORM rannsóknin: Árangur, stefna og alþjóðavæðing! INNFORM rannsóknin: Árangur, stefna og alþjóðavæðing! Erindi á morgunverðarfundi ParX og Viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands 29. maí 2008. INNFORM á Íslandi: 1. Aðdragandinn... 2. Fyrirmyndin:

More information

Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008.

Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008. GR 10:03 Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008. Guðlaugur Einarsson, geislafræðingur Ágúst 2010 Geislavarnir ríkisins Icelandic Radiation Safety Authority Rauðarárstíg 10 150 Reykjavík s. 5528200

More information

Geymsluþol reyktra síldarflaka í lofttæmdum umbúðum

Geymsluþol reyktra síldarflaka í lofttæmdum umbúðum Geymsluþol reyktra síldarflaka í lofttæmdum umbúðum Franklín Georgsson Margeir Gissurarson Mælingar og miðlun Skýrsla Matís 23-10 Júní 2010 ISSN 1670-7192 Titill / Title Höfundar / Authors Geymsluþol reyktra

More information

STOÐKERFISVERKIR HJÁ HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRUM OG TENGSL VERKJA VIÐ STREITU

STOÐKERFISVERKIR HJÁ HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRUM OG TENGSL VERKJA VIÐ STREITU Þórey Agnarsdóttir, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra á Akureyri Hafdís Skúladóttir, Háskólanum á Akureyri Hjördís Sigursteinsdóttir, Háskólanum á Akureyri Sigríður Halldórsdóttir, Háskólanum á Akureyri

More information

er mannsins megin Nordica hóteli í Reykjavík. Meðal fyrirlesara eru Arne Astrup, prófessor við Landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn og Hörður G.

er mannsins megin Nordica hóteli í Reykjavík. Meðal fyrirlesara eru Arne Astrup, prófessor við Landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn og Hörður G. Október 2004-1. tbl. 16. árg. er mannsins megin Atkins og kolvetnasnauðu kúrarnir Sjá bls. 11 Nám í matvæla- og næringarfræði Sjá bls. 12-14 og 16 Matvæladagur MNÍ 2004 Hvaða matur hækkar blóðsykur minnst?

More information

Agnar Steinarsson og Björn Björnsson The food-unlimited growth of Atlantic cod (Gadus morhua) Can. J. Fish. Aquat. Sci.

Agnar Steinarsson og Björn Björnsson The food-unlimited growth of Atlantic cod (Gadus morhua) Can. J. Fish. Aquat. Sci. 7 Heimildaskrá 7.1 Ritaðar heimildir Agnar Steinarsson og Björn Björnsson. 2002. The food-unlimited growth of Atlantic cod (Gadus morhua) Can. J. Fish. Aquat. Sci. 59:494-502 AVS Stýrihópur. 2002. 5 ára

More information

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

Háskólabrú- staðnám. Bókalisti - Vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Háskólabrú- staðnám. Bókalisti - Vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild Háskólabrú- staðnám Bókalisti - Vorönn 2018-2. önn Félagsvísinda- og lagadeild Upplýsingatækni og tölfræði: Kennslubók í Excel 2016. Höfundar: Hallur Örn Jónsson og Óli Njáll Ingólfsson Stærðfræði 3: Stærðfræði

More information

Hafrannsóknastofnunin. Fjölrit nr. 142

Hafrannsóknastofnunin. Fjölrit nr. 142 Brottkast og GPS merkingar 1 Hafrannsóknastofnunin. Fjölrit nr. 142 Mælingar á brottkasti botnfiska 2007 Ólafur K. Pálsson 1, Höskuldur Björnsson 1, Ari Arason 2, Eyþór Björnsson 2, Guðmundur Jóhannesson

More information

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI ER ÍSLAND SPRUNGIÐ MEÐ 2,2 M FERÐAMANNA? TOP 10 ÞJÓÐGARÐAR Í BANDARÍKJUNUM 1. Great Smoky Mountains National Park

More information

Sæbjúgnaveiði á Íslandi

Sæbjúgnaveiði á Íslandi Sæbjúgnaveiði á Íslandi Verkefnið var styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna og Sjávarútvegsmiðstöð Íslands sumarið 2010 Höfundur: Eyrún Elva Marinósdóttir, nemandi á auðlindasviði við Háskólann á Akureyri.

More information

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Power Point leiðbeiningar Sjónarhorn View Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Outline view - Yfirlitshamur Hér er hægt að rita minnispunkta við hverja glæru fyrir þann sem

More information

Viðkskipti við Bandaríkin árið 2017

Viðkskipti við Bandaríkin árið 2017 UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ Viðkskipti við Bandaríkin árið 2017 Hlynur Guðjónsson Aðalræðismaður og viðskiptafulltrúi Main Economic Figures for the U.S. Markaðurinn Despite policy uncertainty, financial conditions

More information

Lífvirk efni í íslensku sjávarfangi

Lífvirk efni í íslensku sjávarfangi V e r k e f n a s k ý r s l a 5-05 Júlí 2005 Lífvirk efni í íslensku sjávarfangi Samantekt Helga Gunnlaugsdóttir Margrét Geirsdóttir Arnheiður Eyþórsdóttir Hjörleifur Einarsson Guðjón Þorkelsson Titill

More information