Árbók Háskóla Íslands 2001

Size: px
Start display at page:

Download "Árbók Háskóla Íslands 2001"

Transcription

1 Árbók Háskóla Íslands 2001

2 Efnisyfirlit Inngangur Ræður á afmælisári Leitin að sannleikanum. Ávarp Páls Skúlasonar háskólarektors flutt í Alþingishúsinu 17. júní 2001 í tilefni af 90 ára afmæli Háskóla Íslands Háskólar og heimsvæðing. Ávarp rektors á háskólahátíð 5. október Fordómar og fullveldi. Ávarp rektors 1. desember Stjórn Háskóla Íslands og sameiginleg mál Stjórn Skipurit Sameiginleg mál Stjórnsýsla Kennslumál, stúdentar, brautskráningar Kennslumiðstöð Námsráðgjöf Tungumálamiðstöð Rannsóknir Alþjóðasamskipti Þróunar- og kynningarmál Skjalasafn Starfsmannamál, laun og starfsþróun Jafnréttismál Rekstur og framkvæmdir Fjárreiður Ársreikningur Háskóla Íslands Sjóðir Háskólans Deildir Félagsvísindadeild Guðfræðideild Heimspekideild Hjúkrunarfræðideild Lagadeild Lyfjafræðideild Læknadeild Læknisfræðiskor Sjúkraþjálfunarskor Raunvísindadeild Tannlæknadeild Verkfræðideild Viðskipta- og hagfræðideild Rannsóknastofnanir Alþjóðamálastofnun Borgarfræðasetur Félagsvísindastofnun Guðfræðistofnun Hafréttarstofnun Íslands Hagfræðistofnun Háskólasetrið á Hornafirði Hugvísindastofnun Bókmenntafræðistofnun Heimspekistofnun Málvísindastofnun Sagnfræðistofnun Íslensk málstöð Lífeðlisfræðistofnun Lífefna- og sameindalíffræðistofa Líffræðistofnun Orðabók Háskólans Rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands í Hveragerði Rannsóknamiðstöð í jarðskjálftaverkfræði

3 Rannsóknasetur Háskóla Íslands í Vestmannaeyjum Rannsóknastofa í heilbrigðisfræði Rannsóknastofa í kvennafræðum Rannsóknastofa í líffærafræði Rannsóknastofa í lyfja- og eiturefnafræði Rannsóknastofa í matvælaefnafræði Rannsóknastofa í meinafræði Rannsóknastofa í næringarfræði Rannsóknastofa í ónæmisfræði Rannsóknastofa í sýklafræði Rannsóknastofa í veirufræði Rannsóknastofa Krabbameinsfélags Íslands í sameinda- og frumulíffræði Rannsóknastofa um mannlegt atferli Rannsóknastofnun í hjúkrunarfræði Rannsóknastöðin í Sandgerði Raunvísindastofnun Eðlisfræðistofa Efnafræðistofa Jarðeðlisfræðistofa Jarð- og landfræðistofa Lífefnafræðistofa Reiknifræðistofa Stærðfræðistofa Siðfræðistofnun Sjávarútvegsstofnun Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi Stofnun Sigurðar Nordals Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum Umhverfisstofnun Verkfræðistofnun Kerfisverkfræðistofa Upplýsinga- og merkjafræðistofa Varma- og straumfræðistofa Vatnaverkfræðistofa Viðskiptafræðistofnun Örverufræðistofa Þjónustustofnanir Endurmenntun Háskóla Íslands Happdrætti Háskóla Íslands Háskólabíó Háskólaútgáfan Hollvinasamtök Háskóla Íslands Landsbókasafn Íslands Háskólabókasafn Listasafn Háskóla Íslands Rannsóknaþjónusta Háskólans Reiknistofnun Háskóla Íslands Upplýsingaþjónusta Háskólans Brautskráningaræður háskólarektors Markmið náms er mannleg skynsemi. Ræða við brautskráningu í Háskólabíói 3. febrúar Stjórnmál, viðskipti, menning. Ræða við brautskráningu í Laugardalshöll 23. júní Menntun er barátta gegn böli. Ræða við brautskráningu í Heiðursdoktorar Brautskráðir kandídatar Doktorspróf Heiðursdoktorar Helstu símanúmer, bréfsímanúmer, netföng og vefföng Háskóla Íslands

4

5 Inngangur Með Árbók Háskóla Íslands 2001 fylgir ritaskrá Háskólans fyrir sama ár. Það er skrá yfir rit háskólakennara og annarra starfsmanna Háskólans og háskólastofnana. Á árunum 1973 til 1990 birtust ritaskrár háskólastarfsmanna í árbókinni sjálfri, og var orðin liðlega helmingur bókarinnar þegar hún birtist síðast. Þar sem mikil vinna var við að samræma ritaskrána birtist skráin jafnan tveimur árum eftir árið sem fjallað var um í hverri árbók. Þetta varð til þess að hætt var að birta skrána í árbók, enda var áformað að birta hana á Netinu. Nú verður þessi siður tekinn upp aftur, en að þessu sinni er ritaskráin birt sem fylgirit með árbók. Þessi skipan er ekki alveg óþekkt því að á árunum 1940 til 1970 birtust skrár yfir rit háskólakennara að jafnaði á fimm ára fresti í sérriti undir heitinu Bibliographia Universitatis Islandiae. Vonum við að þessi nýskipan falli í góðan jarðveg, en frekari greinargerð er að finna í inngangi að ritaskránni sjálfri. Ritstjórar 5

6 Ræður á afmælisári Leitin að sannleikanum Ávarp Páls Skúlasonar háskólarektors flutt í Alþingishúsinu 17. júní 2001 í tilefni af 90 ára afmæli Háskóla Íslands. Forseti Íslands, forseti Alþingis, menntamálaráðherra, alþingismenn, aðrir góðir hátíðargestir. Árið 1842 komst Jón Sigurðsson svo að orði í tímariti sínu Nýjum félagsritum: Það eru einkum þrjú efni, sem oss Íslendingum standa á mestu að útkljáð verði bæði fljótt og vel: það er alþingismálið, skólamálið og verzlunarmálið. Undir því hvernig þess mál verða kljáð, hvernig þetta þrennt kemst á fót, er að miklu leyti komin framför vor og að vísu það, hvað bráðgjör hún verður. Alþingi á að vekja og glæða þjóðlífið og þjóðarandann, skólinn á að tendra hin andlegu ljós og hið andlega afl og veita alla þá þekkingu, sem gjöra má menn hæfilega til framkvæmdar öllu góðu, sem auðið má verða, verzlunin á að styrkja þjóðaraflið líkamlega, færa velmegun í landið, auka og bæta atvinnuvegi og handiðnir og efla með því aftur hið andlega svo það verði á ný stofn annarra enn æðri og betri framfara og blómgunar eftir því, sem tímar líða fram. Þau þrjú stórmál, sem Jón Sigurðsson nefndi á þessum árdögum sjálfstæðisbaráttunnar alþingismálið, skólamálið og verzlunarmálið eru enn í fullu gildi og munu verða á meðan íslensk þjóð vill eflast og þroskast sem sjálfstæð heild. Verkefnin voru ærin fyrir rúmlega 150 árum og þau hafa raunar síst minnkað, þótt aðstæður séu aðrar. Verkefni Alþingis að vekja og glæða þjóðlífið og þjóðarandann kann að vera enn vandasamara nú en þá. Verkefni skólans að tendra hin andlegu ljós og veita alla þá þekkingu sem almenningur þarfnast hefur aldrei verið brýnna en nú. Og verkefni verslunarinnar að bæta atvinnuvegi og tryggja lífskjörin í landinu hafa aldrei verið fjölbreyttari og flóknari en á síðustu árum. Athyglisvert við málflutning Jóns eru tengslin sem hann sér á milli hinna þriggja grundvallarstoða þjóðfélagsins. Endurreisn Alþingis, efling skólans og aukið frelsi í viðskiptum og atvinnulífi allt þetta fer í hans huga saman. Hann tengir Alþingi og skólana við hið andlega, en verslunina og atvinnuvegina við hið líkamlega. Með því að styrkja þjóðaraflið líkamlega eflir verslunin hið andlega svo það leiði til enn nýrra framfara og blómgunar mannlífsins. 6

7 Með endurreisn Alþingis 1845 eignaðist íslenska þjóðin mikilvægasta tæki sitt til að vekja þjóðina til vitundar um sjálfa sig, skapa henni vilja og leið til að taka ákvörðun sem ein andleg heild. Með stofnun Háskóla Íslands 1911 eignaðist íslenska þjóðin mikilvægasta tæki sitt til að tendra hin andlegu ljós og hið andlega afl meðal þjóðarinnar svo hún öðlist þekkingu og skilning sem gerir fólk hæfara til að láta gott af sér leiða í öllum greinum. Tvennt ber í mínum huga hæst í sögu þjóðarinnar á nýliðinni öld. Annað er mótun lýðræðislegs réttarríkis. Hitt er sívaxandi beiting fræðilegrar og tæknilegrar hugsunar á öllum sviðum og í öllum greinum þjóðfélagsins. Og þetta tvennt helst í hendur: Hið lýðræðislega réttarríki hvílir á því að þjóðfélagsþegnarnir viðurkenni eigið frelsi og annarra og vilji að almannahagur sé tryggður með lögum. Beiting fræðilegrar og tæknilegrar hugsunar hvílir á því að hver manneskja sé frjáls til að trúa hverju sem hún vill svo fremi hún sé fús til að skýra mál sitt og styðja það rökum. Lýðræðið og fræðin krefjast þess að við séum sem ábyrgir þjóðfélagsþegnar reiðubúin til að taka þátt í opinberri umræðu um öll mál sem lúta að réttlæti og sannleika. Hið rétta og hið sanna eru leiðarljós okkar sem hugsandi þjóðfélagsþegna. Glæsilegasta fyrirmynd okkar í þessum efnum er sjálfstæðishetja okkar Íslendinga, Jón Sigurðsson, sem sameinaði í öllum málflutningi sínum pólitískan eldmóð og fræðilega, gagnrýna hugsun. Án hins pólitíska eldmóðs hefði fræðileg hugsun hans aldrei náð að hefja sig til flugs og vekja fólk til umhugsunar og árangursríkra athafna - en án hinnar fræðilegu, gagnrýnu hugsunar Jóns er hætt við að pólitískur eldmóður hans hefði koðnað niður í innantóma skrúðmælgi. Við höfum átt því láni að fagna að eignast forystumenn sem fetað hafa í fótspor Jóns og orðið í senn góðir fræðimenn og góðir stjórnmálaleiðtogar. Störf þeirra hafa sett svip sinn bæði á Alþingi og Háskólann. Alþingi hefur gegnt lykilhlutverki við að móta Ísland sem lýðræðislegt réttarríki er stefnir að því að tryggja þegnum sínum þau réttindi sem eru forsenda þess að þeir geti nýtt sér frelsi sitt til að móta í senn eigið líf og þjóðlífið í sínum mörgu myndum. Háskóli Íslands hefur gegnt lykilhlutverki við að mennta fjölda fólks til að beita fræðilegri og tæknilegri hugsun við þau fjölmörgu úrlausnarefni sem leysa hefur þurft í atvinnu- og viðskiptalífi þjóðarinnar, í heilbrigðismálum, í mennta- og menningarmálum, í samfélagsmálum sem og hvers kyns verklegum framkvæmdum. Hvað mun framtíðin bera í skauti sér? Alþjóðleg tækni, alþjóðlegt hagkerfi, alþjóðleg stjórnmál, alþjóðlegir lífshættir og hugsunarmáti bæði ógna smáþjóðum og opna þeim nýja möguleika til að þroskast og dafna. Munu Alþingi Íslendinga og Háskóli Íslands eiga jafn brýnt erindi við íslenska þjóð á tímum alþjóðavæðingar og þau hafa haft til þessa? Eða mun fólkið sem býr á Íslandi kjósa að fara aðrar leiðir til að tryggja hagsmuni sína sem frjálsir einstaklingar en þær að standa vörð um og efla þjóðþingið og þjóðskólann? Í nútímanum er ekkert sjálfgefið eða sjálfsagt. Í þeirri umbyltingu sem nú á sér stað í veröldinni verðum við Íslendingar bæði sem sjálfstæðir einstaklingar og sem sjálfstæð þjóð að yfirvega vandlega hvaða leiðir við viljum fara. Við skulum taka því vakandi sem að höndum ber. Tölfræðin segir að íslensk tunga ráði ekki við tæknina sem nú fer tröllshöndum um heiminn. Við séum einfaldlega of fá og smá. En tölfræðin þekkir líka takmörk sín. Hún fræðir okkur um ýmsar staðreyndir og gefur vissar forsendur til ákvarðana. Og sama gera aðrar fræðigreinar. Þær skilja okkur allar eftir í óvissu um leið og þær halda okkur vakandi og opna augu okkar fyrir staðreyndum sem við getum stundum breytt, ef við kærum okkur um það og treystum okkur til þess. Ein alkunn niðurstaða í sagnfræði og þjóðfélagsfræðum er sú að þjóðir deyi hratt ef helstu stofnanir þeirra hrörna. Það þarf ekki að verja nema andartaki í eina fræðilega ályktun: Eigi íslensk þjóð að lifa af, dafna og vaxa sem sjálfstæð heild sem hefur tök á sínum innri málum verður hún að hlúa markvisst að þeim stofnunum sem mestu skipta fyrir sjálfstæði hennar í andlegum sem veraldlegum efnum. 7

8 Stúdentar Háskóla Íslands eru að hrinda af stað þjóðarátaki til að efla skólann svo hann rísi áfram undir því nafni að vera það sem Jón Sigurðsson sá fyrir sér sannkallaður þjóðskóli sem vinnur í þágu allra þjóðfélagshópa. Skólamálið sem Jón nefndi svo snérist um þetta: Að tryggja menntun og hag allra Íslendinga að öllu leyti og þar með menningarlegt, stjórnmálalegt og efnahagslegt sjálfstæði þeirra um ókomna tíð. Er hugsanlegt að við þurfum líka átak meðal þjóðarinnar til að auka veg og virðingu Alþingis svo það öðlist aukinn mátt til að vekja þjóðarandann, þann vilja og styrk sem þarf til þess að við verðum áfram við sjálf verðum Íslendingar um leið og við tökum af fullum krafti þátt í alþjóðavæðingu veraldarinnar sem sjálfstæðir einstaklingar og sjálfstæð þjóð í senn? Um leið og ég þakka þann sóma sem Alþingi sýnir Háskólanum með þessari hátíðarsamkomu, heiti ég Alþingi því að Háskóli Íslands muni hér eftir sem hingað til leggja allt sitt af mörkum til að efla þá vitund og þann vilja sem þarf til þess að lýðræði og frjáls, gagnrýnin hugsun nái að blómstra á Íslandi. Og hann óskar einskis frekar en eiga samstarf við Alþingi um að skapa komandi kynslóðum Íslendinga þau skilyrði sem þær þurfa til að vera skapandi á sviði menningar, vísinda, efnahags og stjórnmála. Sú hugsjón sem leiðir allt starf Háskóli Íslands er leitin að sannleikanum. Sú leit er endalaus Sannleikann sjálfan, þann endanlega og stóra, munum við aldrei fanga í net fræðanna. En virðingin fyrir sannleikanum og viðleitnin til að öðlast hlutdeild í honum eru forsendur þess að unnið verður farsællega að alþingismálinu, skólamálinu og verzlunarmálinu í hinni óráðnu framtíð þjóðarinnar og hins íslenska þjóðríkis. Megi Alþingi Íslendinga vekja og glæða þjóðlífið og þjóðarandann um alla framtíð. Háskólar og heimsvæðing Ávarp rektors á háskólahátíð 5. október Forseti Íslands, menntamálaráðherra, biskup Íslands, borgarstjóri, rektorar, deildarforsetar, aðrir góðir gestir. Ég óska okkur öllum til hamingju með 90 ára afmæli Háskóla Íslands og býð ykkur hjartanlega velkomin til þessarar háskólahátíðar. Ég býð sérstaklega velkomna hina erlendu rektora og vararektora sem heiðra okkur með nærveru sinni. Með þátttöku sinni í hátíðahöldum okkar minna þeir okkur á að Háskóli Íslands er hluti af samfélagi háskóla um heim allan. Á þeim 90 árum sem Háskóli Íslands hefur starfað hefur hann smám saman orðið virkari þátttakandi í hinu alþjóðlega háskólasamfélagi og um leið lagt æ meira af mörkum til að byggja upp íslenskt þjóðfélag með fjölgun námsgreina, stórauknum rannsóknum, síaukinni fræðslu og þjónustu við landsmenn. Þær miklu breytingar sem orðið hafa hvarvetna í heiminum á atvinnulífi, menningu og stjórnmálum má vafalaust rekja beint eða óbeint til þess sem kallað hefur verið rökvæðing veraldarinnar og á rætur öllu öðru fremur í starfi háskóla frá miðöldum til þessa dags. Ábyrgð háskóla á því sem gerist í heiminum er því hugsanlega meiri en okkur kann að gruna. Ein spurning verður sífellt áleitnari í mínum huga: Öxlum við háskólafólk fyllilega ábyrgð okkar á þeim breytingum sem eru að verða í heiminum? Gerum við örugglega allt sem við getum til þess að starf okkar leiði til góðs fyrir framtíð mannkyns? Leiðum fyrst hugann að því í hverju starf okkar felst og um hvað það snýst. Háskólastarfsemi ber hvarvetna sömu einkenni. Hún er þrotlaus barátta fyrir framgangi röklegrar hugsunar sem miðar að því að afla fræðilegrar þekkingar á heiminum, tæknilegrar kunnáttu til að breyta honum og siðferðilegrar visku til að bæta hann eins og kostur er. Opinbert og viðurkennt hlutverk háskóla frá tilkomu þeirra á miðöldum hefur verið eitt og hið sama: Öflun, varðveisla og miðlun þekkingar á heiminum og sjálfum okkur. Hvarvetna í háskólum heimsins gilda í 8

9

10 meginatriðum sömu siðir, sömu vinnubrögð og sama virðing fyrir þekkingunni og öllu starfi sem henni tengist. Þekking er í hugum háskólafólks merkilegasta fyrirbæri heimsins. Hún tengir saman hugsanir og hugmyndir úr öllum kimum heimsins og getur sameinað mannkynið handan alls þess sem greinir það í þjóðir, félagshópa og einstaklinga. Smám saman hefur háskólafólk í öllum heimshornum tileinkað sér sömu fræðilegu, tæknilegu og siðferðilegu þekkinguna þekkingu sem er reist á sömu röklegu forsendum, borin fram í sama röklega formi og beitt eða hagnýtt með sömu röklegu aðferðunum. Þessi heimsvæðing þekkingarinnar er órofa tengd starfi háskólanna og þeir eiga að vinna að því að hún leiði til góðs fyrir mannkynið allt. Ég trúi því að heimsvæðing þekkingarinnar eða ætti ég að segja þekkingarvæðing heimsins? hafi getað átt sér stað vegna þess að hinar mannlegu verur eru í meginatriðum eins gerðar og hugsa á svipaðan hátt, þótt þær tali ólíkar tungur, hafi ólík félagsleg kerfi og hafi orðið fyrir mismunandi lífsreynslu. Þess vegna má líta á mannkynið, eins og franski hugsuðurinn og stærðfræðingurinn Blaise Pascal segir, sem sömu manneskjuna sem enn lifir og lærir stöðugt. Sú manneskja er sannarlega óendanlega flókin og fjölbreytt: Hún er karl og kona og sameinar í sér alla kynþætti, aldurshópa, þjóðfélagshópa og trúarhópa. Er ekki skipulögð þekkingarleit, sem byggist á yfirvegun og agaðri hugsun, eina leið okkar mannfólksins til að samhæfa óendanlega flókinn og fjölbreyttan veruleika þessarar manneskju sem allt mannkynið er? Nú við upphaf 21. aldar er eitt hugtak notað öllum öðrum fremur til að lýsa því sem er að gerast í heiminum og þeim breytingum sem eru að verða og munu verða á næstunni. Á heimstungunni ensku er orðið globalisation notað um þetta hugtak, en bókstafleg þýðing þess á íslensku er hnattvæðing. Á frönsku er talað um mondialisation, heimsvæðingu. Á þessum málum báðum er einnig talað um internationalisation, alþjóðavæðingu. Hvort sem menn kjósa að gefa þessum orðum sömu merkingu eða túlka þau á mismunandi vegu er ljóst að hugsunin er af svipuðum toga: Eitthvert fyrirbæri hugmynd, tæki, hegðun, kvikmynd eða tónverk fer yfir hnöttinn allan, snertir allan heiminn eða skýtur rótum meðal flestra þjóða heims. Hvort sem menn kjósa að tala um hnattvæðingu, alþjóðavæðingu eða heimsvæðingu er augljóslega um flókin ferli að ræða sem brýnt er að greina og skilja bæði í einstökum atriðum og í heild sinni. Hvernig ber að skilja hnattvæðinguna sem nú á sér stað og þýðingu hennar fyrir framtíð heimsins? Og hver eru tengsl hennar við heimsvæðingu þekkingarinnar sem háskólar hafa staðið fyrir um aldir og eru stöðugt að vinna að? Ég ætla mér ekki þá dul að afhjúpa eðli og þýðingu hnattvæðingarinnar í stuttu ávarpi, en engum dylst að helstu þjóðfélagskerfi veraldar eru að taka breytingum undir áhrifum hennar. Þessi kerfi hagkerfi og stjórnkerfi þjóða og þjóðaheilda og ennfremur kerfi lífshátta og menningar taka smám saman á sig sömu form um víða veröld. Hvarvetna má sjá í mótun sömu eða svipaðar reglur, hugmyndir og venjur, sömu aðferðir við að skipuleggja viðskipti, samskipti og siði meðal þjóða heimsins, þrátt fyrir allt sem skilur þær að. Hér er kerfisbundin heimsmenning að skapast, ef ég má orða það svo. Jafnvel trúarbrögðin, svo ólík sem þau eru að formi og innihaldi, þurfa að heimsvæðast með því að laga sig að reglum heimsþorpsins og hætta að stefna að heimsyfirráðum! Fyrir þessari samhæfingu þjóðfélagskerfa standa þær stofnana heimsins sem hafa ríkust áhrif á hugsanir fólks, líf þess og störf. Stofnanir þessar eru ríki eða ríkjabandalög sem sameina misstóra hópa fólks, frá ríkjum á borð við Bandaríkin og Kína til smáríkja á borð við Ísland og Luxemburg. Það eru einnig fyrirtæki á borð við tölvurisann Microsoft og sjónvarpsstöðvarnar MTV eða CNN sem eru að störfum út um allan heim og hafa áhrif á hugsun fólks í öllum heimshornum. Til hliðar við hin voldugu ríki og stórfyrirtæki standa svo háskólarnir sem eru að störfum hvarvetna í heiminum og vinna allir að því að mennta einstaklinga sem eiga að vera hæfir til að stýra málefnum þjóða sinna og byggja upp fyrirtæki sem skapa atvinnu og móta lífsskilyrði alls þorra almennings um heim allan. Lítum nánar á háskólana. Á því leikur enginn vafi að þeir hafa gegnt og gegna lykilhlutverki í þeirri hnattvæðingu sem nú gengur yfir heiminn. En gera þeir það á fyllilega ábyrgan og gagnrýninn hátt? Vinna þeir markvisst að því að breiða út þekkinguna og láta ljós hennar skína sem víðast í veröldinni? Er þekkingarvæðing heimsins, sem háskólarnir bera ábyrgð á, nægilega ríkur þáttur í hnattvæðingunni sem nú á sér stað í heiminum á öllum sviðum? 10

11

12 Ég leyfi mér að efast um það. Ég er sannfærður um að þeir gætu staðið sig miklu betur en þeir gera nú við að axla ábyrgð sína á gangi mála í heiminum. Ég veit að háskólafólk um víða veröld stundar fræði sín af heilindum og lyftir Grettistaki á hverjum degi við að afla þekkingar, varðveita hana og miðla henni til nemenda sinna og út í þjóðfélagið. Og ég veit að í heiminum er til það sem með réttu má kalla heimsmenningu háskóla, menning sem snýst um að leita hins sanna og rétta í öllum málum, rökræða og reyna að skilja reynslu mannkynsins, allra manna, karla og kvenna, af veruleikanum rétt eins og mannkynið væri eina og sama manneskjan frá upphafi vega. Tilgangurinn er sá að reyna að átta sig á heiminum til að geta tekið þátt í því sem þar á sér stað á ábyrgan og áhrifamikinn hátt. Til þess þarf vissulega fræðilega og tæknilega þekkingu, en þó ekki síður siðferðilega visku sem segir okkur hvernig við getum nýtt fræðin og tæknina til góðs. Hér hafa háskólar heimsins verk að vinna. Siðferðileg viska kemur ekki til okkar af sjálfsdáðum, heldur með yfirvegun og rannsóknum á því hvernig mannkynið hefur frá öndverðu leitast við að sigrast á ranglæti, böli og glæpum sem markað hafa sögu þess. Menning er barátta gegn öllu því sem spillir eða tortímir lífinu. Og háskólar heimsins eiga að leggja sig alla fram í þeirri baráttu með gagnrýninni greiningu á siðferðilegum kjarna hverrar menningar og rökræðu um hann. Háskóli Íslands vill leggja sitt af mörkum í þessu skyni. Stofnun hans fyrir 90 árum var einn mikilvægasti áfangi íslensku þjóðarinnar í því að tryggja menningarlegt, stjórnmálalegt og efnahagslegt sjálfstæði sitt. Háskólinn skapaði þjóðinni vettvang til að menntast af eigin rammleik, færa skipulega til landsins þekkingu og andlega strauma frá öðrum þjóðum og verða um leið skapandi í vísindum og fræðum. Þessi 90 ár hafa verið ævintýri líkust og Háskólinn hefur átt drjúgan þátt í að gera það að veruleika með því að opna dyr og glugga þjóðarinnar fyrir erlendum menningaráhrifum og vinna jafnframt á agaðan og yfirvegaðan hátt úr þessum áhrifum. Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum sem var opnuð í upphafi þessarar afmælisviku er mikilvægur liður í að efla enn frekar þennan þátt í starfi skólans. Góður háskóli er uppeldismiðstöð þjóðar sinnar. Háskóli Íslands hefur ávallt lagt sig fram um að vera góður skóli og hafi það tekist, þá er það að þakka þjóðinni sjálfri sem hefur byggt hann upp og fært sér í nyt það sem hann hefur fram að bjóða. Og Háskóli Íslands hefur aldrei eins mikið fram að færa til að efla menntun og menningu þjóðarinnar og einmitt nú á þessu afmælisári. Um leið og ég þakka þeim fjölmörgu sem hafa lagt Háskóla Íslands lið og átt þátt í að auðga starf hans, óska ég þess að hann megi þjóna íslenskri þjóð með síauknum krafti á komandi árum. Fordómar og fullveldi Ávarp flutt 1. desember 2001 Forseti Íslands, góðir hátíðargestir Efnið sem stúdentar hafa valið til umræðu og íhugunar á þessari fullveldishátíð stendur sannarlega nærri hugsun og starfi háskólafólks. Fræðileg, gagnrýnin hugsun er endalaus barátta við fordóma og starf Háskóla Íslands er órofa tengt baráttu fyrir fullveldi Íslendinga. Hvernig tengist þetta tvennt baráttan við fordómana og barátta fyrir fullveldinu? Leiðum fyrst hugann að fullveldinu. Fullveldi merkir að hafa fullt vald á eigin málum, lúta ekki framandi valdi, heldur hafa sjálfur eða sjálf forsendur og möguleika til að taka ákvarðanir um eigið líf og lífsstefnu. Í lífi einstaklings er skynsemi hans og þekking helsta forsenda þess að hann geti verið fullvalda, haft tök á eigin málum. Möguleikar hans til þess eru á hinn bóginn háðir ytri aðstæðum sem óvíst er hversu miklu hann fær ráðið um eða getur haft áhrif á. Í lífi þjóðar gegna tilteknar stofnanir hlutverki skynseminnar í lífi einstaklingsins, stofnanir sem gera þjóðinni kleift að hafa tök á eigin málum og leggja á ráðin um stefnu sína og markmið. Og möguleikar hennar ráðast með hliðstæðum hætti af náttúrulegum og sögulegum aðstæðum sem óvíst er hvernig hún fær unnið úr eða getur nýtt sér í lífsbaráttu sinni. Fullveldið, hvort heldur í lífi einstaklings eða þjóðar, er takmarkað eða afstætt, háð annars vegar innri skilyrðum, andlegum 12

13 forsendum hans eða hennar til að hugsa mál sín af skynsemi með sálargáfum sínum eða stofnunum og hins vegar ytri skilyrðum, efnislegum aðstæðum, náttúrulegum og sögulegum sem hann eða hún þurfa að takast á við. Einstaklingur eða þjóð geta haft allar innri forsendur til fullveldis, en verið sviptar möguleikum á að nýta þær af ytri aðstæðum. Eins geta þær haft allar ytri aðstæður til að vera fullvalda, en verið ófærar sökum andlegs ósjálfstæðis eða vanþroska til að nýta sér möguleikana sem þær hafa. Og nú má spyrja: Hversu fullvalda erum við Íslendingar sem einstaklingar og sem þjóð? Höfum við skynsemi og stofnanir til að vera fullvalda? Gefa náttúrulegar og sögulegar aðstæður okkur möguleika til að vera fullvalda í framtíðinni að svo miklu leyti sem við getum séð hana fyrir okkur? Framhjá þessum spurningum komumst við ekki viljum við takast á við þann vanda og þá vegsemd að vera fullvalda þjóð. Áður en ég sný mér að fordómum og tengslum þeirra við fullveldið er eitt þýðingarmikið atriði sem ég vil biðja ykkur að hugleiða. Þegar ég segi við þegar við segjum við getur verið átt annars vegar við okkur sem einstaklinga eða hins vegar við okkur sem hópinn eða þjóðina Íslendingar. Er ég og erum við einstakar mannverur, einstaklingar, sem tilheyra af náttúrulegri eða sögulegri tilviljun hópnum Íslendingar? Eða er ég og erum við Íslendingar af náttúrulegri og sögulegri nauðsyn eða örlögum? Með öðrum orðum, er ég sá sem ég er af því ég er fæddur á Íslandi, af íslenskum foreldrum o.s.frv. eða er ég sá sem ég er af því ég er hugsandi vera sem er endalaust að pæla í því hver ég er og hver hann er þessi undarlegi heimur sem umlykur mig? Hvað er það sem gerir mig að mér og þig að þér? Má ég biðja ykkur að hugleiða þetta? Ég spyr vegna þess að ég óttast að ég sé að ofbjóða ykkur með spurningum sem kunna að virðast fjarstæðukenndar. Rektor Háskóla Íslands hlýtur að vita hver hann er ef hann er með öllum mjalla! En ég sem hér tala og embættið, þjónustuhlutverkið sem ég gegni eru sitt hvað. Ein mesta heimska okkar mannanna er að rugla saman félagslegum hlutverkum og heilbrigðri sjálfsvitund okkar sem einstaklinga. Snúum okkur nú að fordómum og því hvernig þeir tengjast viðleitni okkar til að vera í senn fullveðja hugsandi einstaklingar og fullvalda þjóð sem kann að ráða ráðum sínum og byggja upp stofnanir til að halda utan um sameiginleg mál sín. Skjótt frá að segja eru fordómar til marks um ósjálfstæða eða ófullveðja hugsun. Fordómar eru dómar sem felldir eru að óathuguðu máli, það er áður en athugun eða rannsókn hefur farið fram á því hvort þeir fái staðist og þar með áður en við höfum skilið til fulls efnið, veruleikann, sem þeir beinast að eða snúast um. Hér er að tvennu að hyggja sem skiptir máli til að átta sig á tengslum fullveldis og fordóma. Að leitast við að hugsa á fræðilegan, gagnrýninn hátt byggist á því að við viðurkennum fyrir sjálfum okkur og öðrum, að við höfum ekki enn náð fullum tökum á því sem við erum að reyna að hugsa og skilja. Þessi játning er forsenda viðleitninnar sjálfrar til að átta sig á sjálfum sér og veruleikanum í sínum mörgu og flóknu myndum. Þetta er fyrra atriðið sem ég vildi benda á. Hið síðara leiðir sjálfkrafa af þessari afdrifaríku játningu: Fordómar eru hlutskipti okkar, þeir eru órofa hluti af sögulegum, félagslegum og menningarlegum aðstæðum sem við tökum í arf. Þessar aðstæður setja hugsun okkar, samskiptum og orðræðum ákveðinn ramma, umgjörð sem við hljótum sífellt vitandi vits og óafvitandi að taka mið af. Heimurinn steðjar að okkur, umlykur okkur, orkar sífellt á okkur með dómum sem aðrir hafa þegar fellt um allt sem hefur þegar gerst. Allar frásagnir eru fullar af dómum um menn og málefni, dómum sem við sjálf endurtökum ósjálfrátt með því að hlýða á það sem þegar hefur verið sagt. Og svo segjum við sjálf sögur af því sem við lifum og kynnumst og bergmálum fordómana sem fest hafa rætur í huga okkar og menningu. Getum við einhvern tíma upprætt þá að öllu leyti? Er hugsanlegt að verða einn góðan veðurdag algerlega fordómalaus? Ég efast um það og ég efast líka um að það væri æskilegt. Við getum ekki skapað heiminn að nýju, en við getum breytt heiminum, reynt að bæta hann og fegra, gera hann réttlátari og vinsamlegri manneskjunum sem hann byggja. Og það gerum við meðal annars með því að reyna að leiðrétta og lagfæra það sem aflaga hefur farið í þeim fordómum sem kynda undir mismunun, ranglæti og kúgun sem viðgengst í heiminum. Vitundarvakningin um fordóma sem stúdentar efna hér til á að vera og getur orðið mikilvægur liður í baráttunni gegn því sem sundrar okkur og spillir samskiptum okkar. Þeirri baráttu mun seint ef nokkurn tíma ljúka. En viðleitnin sjálf til að verða frjáls og fullvalda nægir til að gefa lífi okkar sem hugsandi einstaklinga og sem þjóðar, tilgang og stefnu í átt til þess sem mestu skiptir. 13

14 Stjórn Háskóla Íslands og sameiginleg mál Stjórn Rektor og háskólaráð Stjórn Háskóla Íslands er falin háskólaráði, háskólarektor, deildarfundum, deildarforsetum og framkvæmdastjórum stjórnsýslu. Í tengslum við stjórn Háskólans er efnt til háskólafundar samkvæmt því sem nánar er kveðið á um í lögum og reglum um Háskólann. Skipan háskólaráðs árið 2001 var sem hér segir: Páll Skúlason prófessor, rektor og forseti. Guðmundur G. Haraldsson prófessor, fulltrúi verkfræði- og raunvísindadeilda og varaforseti. Oddný G. Sverrisdóttir dósent, fulltrúi heimspeki- og guðfræðideildar. Stefán Ólafsson prófessor, fulltrúi félagsvísinda-, laga- og viðskipta- og hagfræðideilda. Peter Holbrook prófessor, fulltrúi lækna-, tannlækna- og hjúkrunarfræðideilda. Hörður Sigurgestsson rekstrarhagfræðingur, fulltrúi þjóðlífs. Ármann Höskuldsson, forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands, fulltrúi þjóðlífs. Sigríður Ólafsdóttir fræðimaður, fulltrúi Félags háskólakennara og Félags prófessora. Dagný Jónsdóttir, fulltrúi stúdenta í Röskvu. Baldvin Þór Bergsson, fulltrúi stúdenta í Vöku. Deildarforsetar Félagsvísindadeild: Jón Torfi Jónasson prófessor. Ólafur Þ. Harðarson prófessor tók við af honum um mitt árið. Guðfræðideild: Hjalti Hugason prófessor. Gunnlaugur A. Jónsson prófessor tók við af honum um mitt árið. Heimspekideild: Vilhjálmur Árnason prófessor. Hjúkrunarfræðideild: Marga Thome dósent. Lagadeild: Páll Sigurðsson prófessor. Lyfjafræðideild: Þordís Kristmundsdóttir prófessor. Læknadeild: Reynir Tómas Geirsson prófessor. Raunvísindadeild: Gísli Már Gíslason prófessor. Hörður Filippusson dósent tók við af honum um mitt árið. Tannlæknadeild: Peter Holbrook prófessor. Einar Ragnarsson dósent tók við af honum um mitt árið. Verkfræðideild: Valdimar K. Jónsson prófessor. Sigurður Brynjólfsson prófessor tók við af honum um mitt árið. Viðskipta- og hagfræðideild: Guðmundur K. Magnússon prófessor. Ágúst Einarsson prófessor tók við af honum um mitt árið. Framkvæmdastjórar sameiginlegrar stjórnsýslu Þórður Kristinsson, kennslusvið og stjórnýslusvið. Ingjaldur Hannibalsson, rekstrar- og framkvæmdasvið Halldór Jónsson rannsóknasvið Gunnlaugur H. Jónsson fjárreiðusvið Margrét S. Björnsdóttir, þróunar- og kynningarsvið Edda Magnúsdóttir, starfsmannasvið Magnús Diðrik Baldursson, aðstoðarmaður rektors 14

15 Skipurit Háskóla Íslands Háskólaráð Háskólafundur Rektor Nefndir háskólaráðs Sameiginleg stjórnsýsla Deildir og stofnanir Stofnanir utan deilda Skipurit sameiginlegrar stjórnsýslu Háskólans Rektor Þróun og kynning Aðstoðarmaður rektors Skrifstofa rektors Rekstur- og framkvæmdir Akademísk stjórnsýsla Rekstur fasteigna Byggingar og tækni Fjárreiður Rannsóknir Kennsla Starfsmannamál 15

16 Sameiginleg mál Háskóli Íslands 90 ára Árið 2001 voru liðin 90 ár frá stofnun Háskóla Íslands og var þessara tímamóta í sögu skólans minnst með ýmsum hætti. Afmælisdagskráin hófst þjóðhátíðardaginn 17. júní með táknrænni athöfn í Alþingishúsinu þar sem skólinn var stofnaður árið 1911 á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar forseta. Á undan athöfninni flutti Hjalti Hugason prófessor prédikun í Dómkirkjunni en í Alþingishúsinu fluttu ávörp Páll Skúlason háskólarektor, Björn Bjarnason menntamálaráðherra, Halldór Blöndal, forseti Alþingis, og Þorvarður Tjörvi Ólafsson, formaður Stúdentaráðs. Í september var hleypt af stokkunum svonefndum Opnum háskóla fyrir grunnskólabörn á landsbyggðinni með tungumálanámskeiðum í dönsku, ensku, frönsku, spænsku og þýsku á 14 stöðum víðsvegar um landið. Ríflega 300 börn tóku þátt í námskeiðunum og fór það fyrsta fram í Keflavík þar sem frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrv. Forseti Íslands, kenndi grunnskólabörnum frönsku. Í byrjun október, 90 árum eftir að kennsla hófst í Háskóla Íslands, var efnt til sérstakrar afmælisviku með fjölbreyttri dagskrá. Stúdentar hleyptu af stokkunum þjóðarátaki í þágu Háskólans, Morgunblaðið gaf út veglegan blaðauka um sögu Háskólans og stöðu hans í íslensku samfélagi, Sjónvarpið sýndi heimildarmyndina,...ábyrgðin á framtíð þjóðar vorrar... Úr sögu Háskóla Íslands, sem gerð var í tilefni afmælisins, Kammersveit Reykjavíkur hélt glæsilega afmælistónleika í Hátíðasal í Aðalbyggingu, Listasafn Háskólans hélt afmælissýningu á verkum í eigu skólans, gefnar voru út dagbækur háskólastúdenta, Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum gekkst fyrir athöfn og haldið var málþing um háskóla í fortíð, samtíð og framtíð með þátttöku rektora menningarborga Evrópu árið 2000, en þeir voru jafnframt heiðursgestir Háskólans. Afmælisvikunni lauk svo með háskólahátíð í Háskólabíói með þátttöku erlendra og innlendra hátíðargesta og um kvöldið var haldinn hátíðardansleikur á Hótel Íslandi sem Hollvinsamtök Háskóla Íslands gengust fyrir. Á árinu var einnig fagnað ýmsum öðrum stórafmælum innan Háskólans, s.s. 90 ára afmæli heimspekideildar, 60 ára afmæli viðskipta- og hagfræðideildar, 50 ára afmæli kennslu í uppeldis- og menntunarfræði fyrir kennaraefni, 40 ára afmæli Háskólabíós, 30 ára afmæli sálfræðikennslu við Háskólann, 30 ára afmæli Háskólakórsins, 25 ára afmæli félagsvísindadeildar, 25 ára afmæli kennslu í sjúkraþjálfun, 20 ára afmæli kennslu í félagsráðgjöf, 20 ára afmæli Námsráðgjafar Háskólans, 15 ára afmæli Stofnunar Sigurðar Nordals og 10 ára afmæli Rannsóknastofu í kvennafræðum. Mikill og ör vöxtur í starfi Háskólans Vöxtur í starfi Háskólans hefur verið gríðarlega mikill og ör á síðustu árum. Við skólann eru starfræktar 11 kennslu- og vísindadeildir þar sem boðið er upp á 200 námsleiðir á 45 fræðasviðum (þar af eru 85 námsleiðir í grunnnámi og 115 námsleiðir í viðbótar- og framhaldsnámi). Á árinu 2001 var fjöldi nemenda tæplega og þar af lögðu um 750 nemendur stund á rannsóknatengt framhaldsnám, meistara- og doktorsnám. Fjöldi brautskráðra kandídata á árinu var Ennfremur sóttu um nemendur endur- og símenntunarnámskeið Endurmenntunarstofnunar Háskólans. Þegar horft er um öxl má sjá að á tímabilinu 1991 til 2001 hefur nemendum fjölgað um eða 43% og var fjölgunin hröðust frá 1997 eða um 30%. Við Háskóla Íslands störfuðu ríflega 400 fastir kennarar, 200 sérfræðingar og stundakennarar. Mikil gróska er í rannsóknum kennara og sérfræðinga við skólann og unnu þeir að um skráðum rannsóknaverkefnum á árinu. Er þá ótalinn mikill fjöldi rannsóknatengdra lokaverkefna nemenda. Alþjóðlegt samstarf stóð í miklum blóma, jafnt á sviði rannsókna sem stúdenta- og kennaraskipta. Tæplega 500 erlendir nemendur lögðu stund á nám við Háskólann og hefur hann formlegt samstarf við 280 erlenda háskóla. Um 300 opnir gestafyrirlestrar voru haldnir við Háskóla Íslands á árinu. Þekkingarþorp í Vatnsmýrinni Á haustdögum efndi háskólarektor til blaðamannafundar þar sem kynnt voru metnaðarfull áform Háskólans um að reisa svonefnt þekkingarþorp, þ.e. 16

17 vísindagarða fyrir þekkingar- og hátæknifyrirtæki í Vatnsmýrinni. Breyting á deiliskipulagi svæðisins var auglýst í desember og gerir hún ráð fyrir um fm húsnæði í 13 samtengdum byggingum. Frumhönnun húsasamstæðunnar lá fyrir og var unnið að undirbúningi hlutafélags um áframhaldandi þróun viðskiptahugmyndarinnar og uppbyggingu verkefnisins. Gert er ráð fyrir einkafjármögnun á framkvæmdunum og verða viðskiptalegar forsendur lagðar til grundvallar uppbyggingu, þannig að ekki verða reist hús fyrr en útleiga þeirra hefur verið tryggð. Samstarfssamningur Háskóla Íslands og Landspítalaháskólasjúkrahúss um uppbyggingu háskólasjúkrahúss Hinn 10. maí 2001 undirrituðu háskólarektor og forstjóri LSH samstarfssamning Háskóla Íslands og Landspítala-háskólasjúkrahúss um uppbyggingu háskólasjúkrahúss, kennslu og rannsóknir í heilbrigðisvísindagreinum. Menntamálaráðherra og heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra staðfestu samninginn með áritun sinni. Samningurinn var gerður í kjölfar bráðabirgðaákvæðis háskólalaga frá 1. maí 1999 sem gerir ráð fyrir að samkomulag milli þessara stofnana skuli gert innan tveggja ára frá gildistöku laganna og að samkomulagið leysi þá af hólmi 38. grein eldri laga um Háskóla Íslands nr. 131/1990, sem þar með fellur úr gildi. Háskólinn og sjúkrahúsið hafa á liðnum árum þróað sín á milli formlegt og óformlegt samstarf um kennslu og rannsóknir sem þeir vilja skilgreina með skýrum hætti. Áformað er að bæta þjónustu sjúkrahússins við sjúklinga og efla kennslu, rannsóknar- og vísindastarf. Samningurinn er mikilvægur fyrir báða aðila. Hann gildir um samskipti og samvinnu LSH og Háskólans um kennslu, rannsóknir og þjálfun í heilbrigðisvísindagreinum sem kenndar eru við Háskólann og stundaðar eru á LSH og myndar ramma um samskipti samningsaðila. Á grundvelli hans verða gerðir skuldbindandi samningar um sameiginlega starfsmenn, starfsaðstöðu og fjármál, auk þess sem verklagsreglur verða settar um einstaka þætti. Samningurinn formfestir samstarf Háskólans og LSH um stefnumörkun, starfsmannamál, skipulag háskólanáms á LSH, grunnrannsóknir og hagnýtar rannsóknir og fræðslustarf fyrir starfsmenn beggja stofnana og almenning. Markmið samningsins er að efla spítalann sem háskólasjúkrahús, þannig að fræðileg og verkleg menntun og kennsla heilbrigðisstétta á Íslandi verði sambærileg því sem best gerist á hliðstæðum stofnunum erlendis. Sömuleiðis munu aðilar samningsins vinna að framgangi vísindarannsókna í læknisfræði, hjúkrunarfræði og öðrum heilbrigðisvísindagreinum, sem samningurinn tekur til. Jafnframt er samningnum ætlað að stuðla að sem bestri nýliðun heilbrigðisstétta á LSH til að tryggja viðhald og nýsköpun fræðilegrar þekkingar á sjúkrahúsinu. Þá er samningnum ætlað að bæta aðgengi vísindamanna að rannsóknaefnivið og tækjum LSH í samræmi við lög og reglur. Á háskólafundi 1. nóvember 2001 var reglum háskólafundar breytt í þá veru að LSH mun framvegis eiga fulltrúa á háskólafundi. Staðfestir það m.a. stöðu LSH sem háskólastofnunar. Alþjóðlegur háskóli Mikil gróska hefur verið í alþjóðlegum samskiptum Háskóla Íslands undanfarin ár. Til marks um það má nefna að háskólaárið lögðu 422 erlendir nemendur frá 54 þjóðlöndum stund á nám við Háskólann og á sama tíma héldu 152 nemendur frá Háskólanum utan til náms sem skiptinemendur. Gerður hefur verið fjöldi samninga við erlenda háskóla um samstarf á sviði kennslu, rannsókna og kennara- og memendaskipta. Erasmus-áætlunin tryggir samstarf við um 150 háskóla í Evrópu og Nordplus-áætlunin kveður á um samstarf við flesta háskóla á Norðurlöndunum. Gerður hefur verið samningur við rektorasamtök í Quebeck-fylki í Kanada um stúdentaskipti við 19 háskóla þar í landi og aðild að ISEP-samtökunum í Bandaríkjunum opnar möguleika til stúdentaskipta við um 100 háskóla vestanhafs. Auk þess hafa verið gerðir um 70 tvíhliða samningar við háskóla víðsvegar um heiminn sem kveða á um stúdentaskipti og annað samstarf. Utrecht-netið, sem Háskóli Íslands er aðili að, er samstarfsvettvangur 27 evrópskra háskóla og hefur netið gert samninga um stúdentaskipti við starfsnet 11 háskóla í Bandaríkjunum og 7 háskóla í Ástralíu. Þá er ótalið margháttað óformlegt rannsóknasamstarf einstakra starfsmanna og stofnana. 17

18

19 Samningur um fjármögnun rannsókna undirritaður Þann 21. desember undirrituðu háskólarektor og menntamálaráðherra samning um fjárveitingar til rannsókna sem kemur í framhaldi af yfirlýsingu sem gefin var jafnhliða undirritun kennslusamningsins 5. október Nýi samningurinn er til þriggja ára og tryggir Háskólanum allt að 240 m.kr. viðbótarfjárveitingu á samningstímanum. Fjárveitingin er háð skilyrðum um aukna virkni og árangurstengingu í rannsóknum. Þeir mælikvarðar sem einkum verða notaðir við mat á árangri eru fjöldi þreyttra eininga skv. kennslusamningi, rannsóknaeiningar í samræmi við ritvirkni, fjöldi brautskráðra meistara og doktora og styrkir til rannsóknaverkefna frá viðurkenndum rannsóknasjóðum. Með rannsóknasamningnum er stigið skref í átt að því yfirlýsta takmarki Háskólans að fjárveiting til rannsókna verði jöfn fjárveitingu til kennslu. Endurnýjun kennslusamnings Á árinu var hafinn undirbúningur að endurnýjun samnings um fjármögnun kennslu sem undirritaður var í október 1999 og rennur út í árslok Með kennslusamningnum var tekin upp ný aðferðafræði við útreikning á fjárþörf Háskólans til kennslu, en á undan hafði farið margra ára undirbúningsvinna þar sem tekið var mið af reiknilíkani sem tíðkast við háskóla í Svíþjóð en þó út frá íslenskum kostnaðarforsendum. Með kennslusamningnum tók Háskólinn á sig ýmsar skyldur, s.s. um nýtingu upplýsingatækni við nám í skólanum og í fjarnámi, fjölgun útskrifaðra kennaraefna í raungreinum, endurskoðun reglna um stjórnun fjármála og starfsmannahald, endurmenntun kennara, kerfisbundið mat á störfum kennara og deilda, þróun upplýsingakerfa og upplýsingamiðlun, útgáfu ársskýrslu um rekstur Háskólans og aðgengilegar upplýsingar um kennara á heimasíðu skólans. Á samningstímabilinu hefur verið unnið með góðum árangri að öllum þessum þáttum. Þótt gerð kennslusamningsins hafi markað framfaraspor á sínum tíma hafa á samningstímabilinu einnig komið fram ýmsir ágallar á honum sem ráða verður bót á þegar samningurinn verður endurnýjaður. Mikilvægustu atriði til athugunar við endurskoðun samningsins eru hækkun launastiku til samræmis við raunverulegan launakostnað Háskólans, fjárveiting til alls viðhalds bygginga til samræmis við hliðstæða samninga sem aðrir skólar á háskólastigi hafa gert við menntamálaráðuneytið, viðurkenning á þeirri staðreynd að meðalstærð nemendahópa við Háskólann er 20 en ekki 30 eins og samningurinn gerir ráð fyrir, breyting á röðun fræðigreina í reikniflokka, endurskoðun ákvæðis um hvernig staðið skuli að því að semja um nýjar námsleiðir, hækkun hámarks virkra nemenda í einstökum reikniflokkum og ósk um viðræður um fjármögnun þjónustu Háskóla Íslands við landsbyggðina. Rekstur Háskólans Útgjöld Háskólans hækkuðu um 10% frá fyrra ári og námu 5.000,3 m.kr. Tekjur voru 8,5% hærri en árið áður og námu 5.176,5 þar af voru sértekjur 1.814,2 m.kr. og fjárveitingar 3.362,4 m.kr. Rekstrarafgangur nam 176,2 m.kr. Erlendar tekjur og styrkir til rannsókna og annarra samstarfsverkefna hækkuðu um 44% og námu 326,3 m.kr. og eru orðnar nær jafn háar og framlag Happdrættis Háskóla Íslands. Hluti rekstrarafgangs er vegna styrkja sem ekki er enn búið að nota að fullu. Við gerð ársreiknings hafði menntamálaráðuneytið ekki lokið við uppgjör í samræmi við kennslusamning við Háskólann en í ársreikningi hans gert ráð fyrir 100 m.kr. þótt það sé mat Háskólans að hann eigi að fá 200 m.kr. í uppgjöri vegna kennslu sem sent var menntamálaráðuneytinu í lok ársins Mikilvægt er að Háskólinn fái að fullu greitt fyrir alla þá nemendur sem stunda nám í skólanum. Í kennslusamningi frá 1999 var gert ráð fyrir að samningurinn yrði endurskoðaður um mitt ár 2001 en þeirri endurskoðun er ekki lokið. Ársfundur Háskóla Íslands Annar ársfundur Háskóla Íslands var haldinn í Hátíðasal í Aðalbyggingu 23. maí. Á fundinum fór Páll Skúlason háskólarektor yfir starfsemi síðasta árs og fjallaði um meginatriði í starfi Háskólans. Þá gerði Ingjaldur Hannibalsson, formaður fjármálanefndar háskólaráðs, grein fyrir reikningum ársins 2000 og kynnti fjárhag skólans. Háskólafundur Haldnir voru þrír háskólafundir á árinu. Fór sá fyrsti fram í Hátíðasal í Aðalbyggingu 23. febrúar og var þar m.a. samþykkt metnaðarfull stefna Háskóla Íslands í alþjóðasamskiptum og umhverfisstefna Háskólans. Annar háskólafundur ársins var haldinn 6. apríl og var helsta mál á dagskrá hans vísinda- og menntastefna Háskóla Íslands sem verið hafði í undirbúningi um nokkra hríð. Hin nýja vísinda- og menntastefna Háskólans skiptist í þrjá meginkafla í samræmi við hlutverk Háskólans eins og það er skilgreint í 1. gr. 19

20 laga um Háskóla Íslands, I. Kennsla, II. Rannsóknir og III. Fræðsla og þjónusta. Hver meginkafli greinist síðan í þrjá undirkafla og geymir sá fyrsti hina eiginlegu stefnu, annar fjallar um framkvæmd og útfærslu og loks kveður sá þriðji á um umsjón og ábyrgð. Þriðji og síðasti háskólafundur ársins var haldinn 1. nóvember. Umfangsmesta málið á dagskrá fundarins voru þróunaráætlanir deilda og stofnana Háskólans til næstu fimm ára. Á fundinum reifaði rektor einnig hugmyndir sínar um þróun Háskólans á næstu árum. Fjallaði rektor sérstaklega um hlutverk Háskóla Íslands sem alþjóðlegs rannsóknarháskóla og þjóðskóla Íslendinga, framtíð háskólasvæðisins og háskólasamfélagsins og fyrirhugaðar breytingar á stjórnkerfi Háskólans. Fundargerðir háskólafundar er að finna á: Vísinda- og menntastefnu Háskóla Íslands er að finna á: Stefnt að lúkningu Náttúrufræðahúss fyrir árslok 2003 Á árinu 2001 fékk Háskólinn heimild til lántöku fyrir lokaáfanga Náttúrufræðahússins og um haustið hófst vinna í húsinu að nýju. Ljúka þurfti við frágang annars áfanga og undirbúa lokaáfanga hússins, auk þess sem langt var komið niðurröðun notenda í húsið. Ráðinn var byggingastjóri hússins og er stefnt að útboði lokaáfanga vorið 2002, þannig að hægt verði að taka húsið í notkun fyrir árslok Viðurkenningar fyrir lofsverðan árangur í starfi Á háskólahátíð í Háskólabíói 5. október var að venju nokkrum starfsmönnum Háskóla Íslands veitt viðurkenning og peningaverðlaun að upphæð kr. fyrir lofsverðan árangur í starfi. Vegna þess að háskólahátíðin markaði að þessu sinni hápunkt hátíðardagskrár vegna 90 ára afmælis Háskólans var brugðið útaf venju og sex starfsmönnum veitt viðurkenningin í stað þriggja, eins gert hefur verið undanfarin ár. Viðurkenningu fyrir lofsvert framlag til rannsókna við Háskólann hlutu Gísli Pálsson, prófessor og forstöðumaður Mannfræðistofnunar, og Sigurður Ingvarsson, prófessor og forstöðumaður Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Viðurkenningu fyrir kennslu hlutu Ólöf Ásta Ólafsdóttir, lektor og námsstjóri ljósmæðranáms, og Rannveig Traustadóttir, dósent í félagsvísindadeild. Loks voru veittar tvær viðurkenningar fyrir önnur störf fyrir Háskóla Íslands en rannsóknir og kennslu. Sigurður P. Gíslason, deildarstjóri á fjárreiðusviði Háskólans, hlaut viðurkenningu fyrir lofsvert framlag til vörslu sjóða Háskóla Íslands, og Valdimar Örólfsson, fimleikastjóri Háskólans, hlaut viðurkenningu fyrir lofsvert framlag til íþróttamála við Háskólann. 20

21

22 Stjórnsýsla Kennslumál, stúdentar, brautskráningar Helsta verkefni kennslusviðs er að annast sameiginleg mál Háskólans er varða kennslu, próf, skráningu stúdenta, kennsluhúsnæði og búnað. Á vegum þess er jafnframt starfrækt Tungumálamiðstöð, Kennslumiðstöð og Námsráðgjöf sem sérstakar deildir. Háskólaútgáfan, sem áður heyrði undir kennslusvið, er nú sérstök stofnun. Háskólaárið telst frá 1. júlí til jafnlengdar næsta ár og skiptist kennsluárið í tvö misseri, haustmisseri sem lýkur 21. desember og vormisseri sem lýkur 15. maí. Nýskráning fer fram í lok maí og byrjun júní ár hvert og einnig er tekið við skráningarbeiðnum í byrjun janúar. Þrjár brautskráningar kandídata tilheyra hverju háskólaári, í febrúar, júní og október. Kennsluskrá, nemendaskrá, námskeið og próf Í Kennsluskrá Háskólans eru tilgreind öll námskeið sem kennd eru við skólann og skipulag námsins. Lýsingar námskeiða eru aðgengilegar á: Samtals eru á skrá um námskeið (ýmist kennd námskeið, verkefni eða ritgerðir) í ellefu deildum. Skipulagðar námsleiðir í grunnnámi eru 85 (nám til fyrsta háskólaprófs, nám til diplomaprófs og 30 eininga aukagreinar), til meistaraprófs 64 og 37 til doktorsprófs. Auk þess er boðið upp á starfsmiðað nám að lokinni fyrstu háskólagráðu á 16 námsleiðum. Náin samvinna er um erlend samskipti við Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins og á milli kennslusviðs, rannsóknasviðs, kennslumálanefndar, vísindanefndar og alþjóðasamskiptaráðs. Nemendaskrá Háskólans er sá grunnur sem skipulag háskólastarfsins byggist á, s.s. stundaskrár, skipan í stofur og bókakaup Bóksölu stúdenta. Þar fer fram nýskráning, árleg skráning í námskeið og próf, innheimta skráningargjalds, varðveisla einkunna og úthlutun notendanafna vegna notkunar búnaðar í tölvuverum Reiknistofnunar Háskólans. Skrifstofur deilda og námsbrauta eru tengdar tölvukerfi Nemendaskrárinnar beint með tilteknum aðgangsmöguleikum, auk þess sem nemendaskrárkerfið er beinlínutengt tölvukerfi LÍN. Á haustmisseri 2001 var tekið í notkun nýtt vefkerfi sem gerir kennurum kleift að setja upp og viðhalda heimasíðum tengdum einstökum námskeiðum. Í vefkerfinu geta stúdentar nálgast margháttaðar upplýsingar um námskeið sín og námsferil. Þá geta stúdentar skráð sig úr námskeiðum á vefkerfinu. Unnið er að endurskoðun nemendaskrárkerfisins í heild, eftir úttekt sem gerð var á því sumarið Á árinu 2001 voru haldin skrifleg próf (í 900 námskeiðum) á þremur próftímabilum með samtals einstökum skriflegum próftökum. Þetta er 8% fjölgun á próftökum frá árinu á undan. Fjöldi stúdenta og brautskráning Í töflu 1 er að finna yfirlit yfir fjölda stúdenta við Háskóla Íslands háskólaárið og fjölda brautskráðra árið Brautskráðir voru samtals 1006, þar af luku 93 meistaraprófi. Tvær doktorsvarnir fóru fram í læknadeild á árinu, ein í verkfræðideild og ein í félagsvísindadeild. Auk þessa luku 63 viðbótarnámi (einu ári að loknu B.A.-/B.S.-prófi) í guðfræðideild, raunvísindadeild og félagsvísindadeild. 22

23 Tafla 1 - Fjöldi stúdenta og brautskráðir á háskólaárinu Tölur um skráða stúdenta (nemendur alls) eru frá janúar Nemendur alls Brautskráðir* Viðbótarnám (lokið) Karlar Konur Alls Karlar Konur Alls Karlar Konur Alls Guðfræðideild Læknadeild Lagadeild Viðskipta- og hagfræðideild Heimspekideild Lyfjafræðideild Tannlæknadeild Verkfræðideild Raunvísindadeild Félagsvísindadeild Hjúkrunarfræðideild Samtals * Þar af brautskráðir í meistaranámi 93 (55 konur og 38 karlar) Tafla II - Fjöldi stúdenta Breyt. Útskr. Útskr. Breyt. okt. 00 okt % % Guðfræðideild % % Læknadeild %** % Lagadeild % % Viðskipta- og hagfræðideild % % Heimspekideild % % Lyfjafræðideild %** % Tannlæknadeild % 6 6 0% Verkfræðideild %* % Raunvísindadeild %* % Félagsvísindadeild % % Hjúkrunarfræðideild %** % Samtals % % *Tölvunarfræðiskor fluttist úr raunvísindadeild í verkfræðideild sumarið **Námsbraut í hjúkrunarfræði varð sérstök deild árið Námsbraut í lyfjafræði varð sérstök deild árið Námsbraut í sjúkraþjálfun varð skor í læknadeild árið Kennslumiðstöð Á árinu var Kennslumiðstöð Háskóla Íslands formlega opnuð. Í Kennslumiðstöðinni er sameinuð á einum stað umsjón með tæknilegri og kennslufræðilegri aðstoð við kennara og umsjón með ýmsum tæknilegum verkefnum í sambandi við kennslu. Eitt helsta hlutverk Kennslumiðstöðvar er að stuðla að þróun kennsluhátta við Háskóla Íslands og veita deildum, skorum og einstaka kennurum faglega ráðgjöf og leiðbeiningar um þróun kennslu og kennsluhátta. Meðal verkefna Kennslumiðstöðvar er að stuðla að nýmælum í kennslu, könnun á kennslu og námskeiðum, halda námskeið fyrir nýja kennara og símenntunarnámskeið þar sem kynntar verða kennsluaðferðir, kennslutækni og aðferðir við sjálfsmat kennara. Fleiri verkefni munu falla undir kennslumiðstöðina, s.s. gæðaeftirlit kennslu (kennslukannanir) og skönnun og úrvinnsla prófa. Kennslumiðstöðin heyrir undir kennslusvið sem sérstök deild. Samstarf er haft við Reiknistofnun Háskólans um tæknileg mál, meðal annars vefkerfi Háskólans. Kennarar hafa í sívaxandi mæli notfært sér tölvu- og upplýsingatækni við kennslu í staðbundnum námskeiðum, en stöðugt fleiri nemendur óska eftir að geta stundað háskólanám í fjarnámi. Til að koma til móts við þarfir kennara og nemenda hefur verið staðið að uppbyggingu og mótun kennslumiðstöðvar um nokkurt skeið. 23

24 Kennslumiðstöð hefur umsjón með fjarkennslu við Háskóla Íslands og starfar með fræðslu- og símenntunarmiðstöðvum um allt land, en þær eru átta talsins. Í samráði við þær hafa deildir Háskólans skipulagt fjarnám í ýmsum greinum. Á skólaárinu var boðið upp á námskeið í fjarnámi í ferðamálafræðum, íslensku, námsráðgjöf, nútímafræði (í samvinnu við Háskólann á Akureyri) og kennslufræði til kennsluréttinda. Einnig var boðið upp á námskeið í framhaldsnámi í hjúkrunarfræði (í samvinnu við háskólann í Iowa í Bandaríkjunum) og ljósmóðurfræði (í samvinnu við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri). Skráðir fjarnámsnemendur eru um 150. Fjarmenntabúnaður og hugbúnaðurinn WebCT (rafræn kennslustofa á Neti) eru mest notuð við fjarkennslu við Háskólann. Nú þegar er WebCT notað á yfir 200 námskeiðum á vegum Háskólans. Á vormisseri hófust tilraunir með að taka upp fyrirlestra í einu íslenskunámskeiði og leggja þá út á Netið. Á heimasíðu Kennslumiðstöðvar er að finna fjölmargar ganglegar upplýsingar fyrir háskólasamfélagið. Þar eru birtar upplýsingar um námskeið fyrir kennara og starfsfólk, krækjur á áhugaverðar heimasíður sem tengjast notkun upplýsingatækni í kennslu, upplýsingar um fjarnám sem er í boði ásamt leiðbeiningum fyrir nemendur sem eru að stíga sín fyrstu skref í fjarnámi. Sjá: Námsráðgjöf Almennt Hlutverk Námsráðgjafar Háskóla Íslands er í höfuðatriðum tvíþætt: Í fyrsta lagi að veita stúdentum við Háskóla Íslands margvíslegan stuðning meðan á námi stendur; til að mynda persónulega og sálfræðilega ráðgjöf, ráðgjöf og úrræði vegna fötlunar, ráðgjöf vegna vinnubragða í háskólanámi og aðstoð í réttindamálum. Í öðru lagi er NHÍ upplýsingaveita fyrir tilvonandi stúdenta Háskólans og leiðbeinir þeim um námsval. Starfslið Fastir starfsmenn ársins 2001 voru: Auður R. Gunnarsdóttir námsráðgjafi og fagstjóri í 75% stöðugildi, Ragna Ólafsdóttir námsráðgjafi í 75% stöðugildi, Arnfríður Ólafsdóttir námsráðgjafi í 75% stöðugildi, Hrafnhildur V. Kjartansdóttir námsráðgjafi í 70% stöðugildi, María Dóra Björnsdóttir í 100% stöðugildi, Jónína Kárdal í 50% stöðugildi, Magnús Stephensen skrifstofustjóri í 100% stöðugildi og Margrét Guðmundsdóttir í 70% stöðugildi. Húsnæðismál NHÍ flutti úr kjallara Aðalbyggingar Háskólans í október 2001 yfir í húsnæði Félagsstofnunar stúdenta við Hringbraut. Allur aðbúnaður starfsmanna og aðgengi batnaði til muna. Við flutningana missti ráðgjöfin hins vegar sérútbúið tölvuherbergi fyrir fatlaða stúdenta aðgengissetur sem hafði verið komið á laggirnar á jarðhæð Aðalbyggingar árið Sú starfsemi var flutt yfir í fundaherbergi hins nýja húsnæðis sem takmarkar mjög allan aðgang að þjónustunni. Alþjóðasamstarf Rannsókn á áhættuþáttum brottfalls og úrræðum til að fyrirbyggja brottfall. Námsráðgjöf H.Í., Félagsvísindastofnun og Háskólinn í Reykjavík í samvinnu við Skotland, Finnland, Írland, Grikkland og Slóvakíu fengu 37 m.kr. styrk úr áætlun Leonardo da Vinci til að vinna að greiningu á áhættuþáttum brottfalls úr skólum og aðferðum til að fyrirbyggja brottfall. Verkefnið er til þriggja ára. Fyrirlestur haldinn á vegum NHÍ í alþjóðlegum rannsóknarhópi um frestunaratferli í háskólanámi í Háskólanum í Groningen í Hollandi. Þátttaka í Evrópuráðstefnu um gæði og siðferði ráðgjafar í gegnum veraldarvefinn í Gautaborg í Svíþjóð. Verkefni um tengsl atvinnulífs og háskóla styrkt af Leonardo áætluninni var lokið. Námsráðgjöf H.Í. var ráðgefandi aðili og fyrirmynd að uppbyggingu náms og starfsráðgjafaþjónustu í Sofíu, Búlgaríu. Verkefni um gæði í ráðgjöf styrkt af Leonardo áætluninni er lokið. Gæðavísar í ráðgjöf voru þróaðir og prófaðir hjá Námsráðgjöf H.Í. og Vinnumálastofnun Íslands. Námsráðgjöf á fulltrúa í NUAS, samstarfi háskóla á Norðurlöndum. 24

25 Nefndar- og stjórnunarstörf Námsráðgjöf á fulltrúa í eftirtöldum nefndum og ráðum: Námsnefnd um nám í námsráðgjöf við félagsvísindadeild, úthlutunarnefnd Stúdentagarða, stjórn Félags náms- og starfsráðgjafa, kynningarnefnd Háskóla Íslands, nefnd um eftirfylgd Sæmundarverkefnis, efnd um kynferðislega áreitni. Tungumálamiðstöð Stjórn og starfslið Stjórn Tungumálamiðstöðvar skipa: Auður Hauksdóttir, Ingjaldur Hannibalsson, Pétur Knútsson, Sigríður D. Þorvaldsdóttir og Torfi H. Tulinius sem er stjórnarformaður. Deildarstjóri Tungumálamiðstöðvar er Eyjólfur Már Sigurðsson og verkefnisstjóri í hlutastarfi er Rikke May Kristþórsson. Auk þeirra tveggja störfuðu Emilie Mariat, nemandi og Erlendína Kristjánsson, enskukennari fyrir miðstöðina. Kennarar voru: Eyjólfur Sigurðsson, Rikke May, Bernd Hammerschmidt, Birna Arnbjörnsdóttir, Hólmfríður Garðarsdóttir og Alberto Madrona. Starfsemi Aðalhlutverk miðstöðvarinnar er að bjóða upp á hagnýt tungumálanámskeið sem opin eru öllum nemendum Háskólans og á haustmisseri 2001 voru um 100 nemendur skráðir í þessi námskeið. 5 tungumál eru í boði: danska, enska, franska, spænska og þýska. Hér er um sjálfsnám að ræða þar sem nemendur vinna sjálfstætt undir handleiðslu kennara. Tungumálamiðstöðin er einnig opin öllum nemendum Háskólans sem vilja nýta sér tækja- og námsgagnakost hennar til tungumálanáms. Tækjakostur miðstöðvarinnar var bættur á árinu og voru m.a. keyptar fimm tölvur af Reiknistofnun H.Í.. Tölvur miðstöðvarinnar eru því orðnar 12 talsins. Auk sjálfsnáms í tungumálum fyrir nemendur skipulagði Tungumálamiðstöðin enskuog dönskunámskeið fyrir fyrirtæki og opinberar stofnanir á árinu. Má þar nefna Símann og fjármálaráðuneytið. Námskeiðin voru bæði haldin í miðstöðinni og á vinnustöðum. Tungumálakennarar við Háskólann sáu um kennslu á þessum námskeiðum. Tungumálamiðstöðin var annar aðalskipuleggjenda alþjóðlegrar ráðstefnu á árinu ásamt Rannsóknaþjónustu H.Í. og fleiri aðilum. Ráðstefnan, sem bar yfirskriftina Alternative Approaches to Language Learning and Teaching var haldin með styrk frá Evrópska tungumálaárinu 2001 og var hluti af þeim fjölmörgu viðburðum sem skipulagðir voru í tilefni ársins. Umfjöllunarefnið var nýjar aðferðir í tungumálanámi og -kennslu og var sérstök áhersla lögð á nemendamiðað nám. Erlendir og innlendir fyrirlesarar fluttu erindi, og boðið var upp á umræðuhópa með fyrirlesurum. Einnig var haldin sýning í tengslum við ráðstefnuna þar sem aðilar frá nokkrum Evrópulöndum kynntu ýmsar nýjungar í tungumálanámi. Tungumálamiðstöðin er í samstarfi við erlenda aðila og tekur m.a. þátt í alþjóðlegu samstarfsverkefni sem nefnist DIALANG og felst í útbúa stöðupróf í 15 tungumálum sem hægt verður að nálgast á vefnum. Þær Sigríður D. Þorvaldsdóttir og María A. Garðarsdóttir, fastráðnir stundakennarar í íslensku fyrir erlenda stúdenta, hafa unnið að þessu verkefni í samstarfi við deildarstjóra. Auk þessa verkefnis var samstarfi við tungumálamiðstöðvar erlendis haldið áfram, aðallega í Frakklandi. Rannsóknir Rannsóknir á vegum Háskóla Íslands hafa byggst upp með tilvísun til þeirrar skyldu Háskólans að vera bæði kennslu- og vísindastofnun. Það hefur verið mat Háskólans að stunda beri rannsóknir í þeim greinum sem kenndar eru, m.a. til að styrkja fræðilegar undirstöður kennslunnar. Rannsóknir um 400 kennara við skólann eru kjarni rannsóknastarfsemi hans. Við Háskólann og stofnanir hans stundar einnig fjöldi sérfræðinga rannsóknir, auk sívaxandi fjölda nemenda á öllum stigum námsins. Nemendur í rannsóknatengdu framhaldsnámi verða sífellt mikilvægari hlekkur í rannsóknastarfi skólans. Í Vísinda- og menntastefnu Háskóla Íslands, sem samþykkt var á háskólafundi 6. apríl 2001, segir m.a.: 25

26

27 Háskóli Íslands er rannsóknaháskóli og hluti af hinu alþjóðlega vísindasamfélagi. Metnaður hans er að vera þar í fremstu röð með vönduðum rannsóknum sem standast fræðilegan samanburð á alþjóðlegum vettvangi og hafa einnig mikilvæga þýðingu fyriríslenskt samfélag. Kennarar og sérfræðingar við Háskóla Íslands hafa rannsóknafrelsi. Í því felst að kennarar og sérfræðingar velja sér sjálfir viðfangsefni á fræðasviði sínu. Þetta felur í sér ábyrgð og skyldur. Niðurstöður rannsókna skulu kynntar á vísindalegum vettvangi sem gerir strangar fræðilegar kröfur. Þær skulu einnig kynntar íslenskum almenningi eftir því sem kostur er. Háskólinn vill bjóða upp á öflugt rannsóknanám á sem flestum fræðasviðum. Auka skal samvinnu milli fræðasviða og fjölbreytni þeirra rannsókna sem stundaðar eru við Háskólann. Rannsóknir við Háskóla Íslands séu stundaðar í samstarfi við aðra háskóla, rannsóknastofnanir og fyrirtæki, eftir því sem tækifæri og tilefni gefast. Háskólinn leitast við að tryggja kennurum, sérfræðingum og nemendum góða aðstöðu og frjótt umhverfi til að stunda rannsóknir. Rannsóknasamningur Þann 21. desember 2001 undirrituðu rektor og menntamálaráðherra samning um árangurstengingu rannsóknastarfs. Samningurinn er til þriggja ára og tryggir Háskólanum viðbótarfjárveitingu sem getur numið 240 m.kr. Fjárveitingin er háð skilyrðum um aukna virkni og árangurstengingu í rannsóknum á samningstímanum. Þeir mælikvarðar sem einkum verða notaðir við að mat á árangri eru: 1. Þreyttar einingar, sbr. kennslusamning. 2. Rannsóknaeiningar sem eru mælikvarði á ritvirkni. 3. Fjöldi brautskráðra meistara og doktora. 4. Styrkir til rannsóknaverkefna frá viðurkenndum rannsóknasjóðum. Samningurinn er áfangi að árangurstengingu og er áætlað að næsti samningur, í árslok 2003, verði að fullu árangurstengdur. Það þýðir að heildarfjárveiting til rannsókna fyrir árið 2004 verður grundvölluð á áðurnefndum mælikvörðum. Ekki er ennþá full frágengið hvert vægi einstakra þátta verður en stefnt er að ljúka þeirri vinnu á árinu Fyrir Háskóla Íslands mun samningurinn kalla á breytt vinnubrögð á nokkrum sviðum t.d. hvað varðar upplýsingagjöf um rannsóknir við skólann. Hvatning og kröfur til gæða rannsókna Á síðasta ártug hefur mat á rannsóknum verið eflt við Háskóla Íslands. Reynt er að bæta aðstöðu og hvetja til aukinnar virkni. Í fyrsta lagi hefur verið tekið upp hvetjandi framgangskerfi fyrir kennara og sérfræðinga, sem byggir m.a. á rannsóknum þeirra. Í öðru lagi er keppt um styrki úr sjóðum. Rannsóknatengdir sjóðir Háskólans veita styrki eftir umsóknum til rannsóknaverkefna, launa aðstoðarmanna, tækjakaupa og viðbótarlauna fyrir fenginn árangur í rannsóknum. Það er stefna Háskólans að efla framhaldsnám og hvetja nemendur til framhaldsnáms. Háskólinn er meðvitaður um að tryggja verður gæði framhaldsnámsins svo það standist alþjóðlegan samanburð. Kennarar og sérfræðingar skulu gera Háskólanum reglulega grein fyrir rannsóknum sínum og niðurstöðum þeirra. Ritverk og önnur hugverk skulu metin m.a. með tilliti til röðunar í grunnlaunaflokka, greiðslna úr vinnumatssjóðum og framgangs. Rannsóknamatskerfi Háskólans skal vera gegnsætt og í samræmi við rannsóknastefnu skólans. Nauðsynlegt er að kerfi þetta sé í sífelldri þróun og endurskoðun. Algengast er að meta árangur í rannsóknum eftir birtum ritverkum og þeim áhrifum sem niðurstöður rannsókna hafa á verk annarra vísindamanna. Rannsóknastig eru mælikvarði eða vísbending um árangur og virkni í rannsóknum. Í töflu 1 má sjá samanburð á rannsóknastigum eftir fræðasviðum. Undir félagsvísindi flokkast rannsóknir í félagsvísinda-, laga- og viðskipta- og hagfræðideild og stofnunum þeim tengdum. Hugvísindi eiga við rannsóknir í heimspeki- og guðfræðideild og stofnunum. Til heilbrigðisvísinda teljast rannsóknir í læknisfræði, tannlæknisfræði, lyfjafræði, hjúkrunarfræði og sjúkraþjálfun ásamt stofnunum. Undir raunvísindi falla rannsóknir í raunvísinda- og verkfræðideild ásamt tengdum stofnunum. Framtal starfa - rannsóknaskýrsla Kennarar og sérfræðingar Háskólans og stofnana hans, með rannsóknaskyldu, eiga að senda inn framtal vegna starfa sinna á undangengnu ári. Markmiðið með framtalinu er að afla upplýsinga um störf háskólamanna. Skiladagur er 1. mars ár hvert. Skil á framtalinu fela í sér (eftir því sem við á): 27

28 1. Umsókn til Vinnumatssjóðs Félags háskólakennara. 2. Umsókn til Ritlauna- og rannsóknasjóðs prófessora. 3. Framtal til kjaranefndar vegna starfa prófessora. 4. Skil vegna aðlögunarsamkomulags Háskólans og stofnana hans við Félag háskólakennara. 5. Skil á gögnum vegna ritaskrár háskólamanna á Netinu. Ritaskráin er jafnframt fylgirit með árskýrslu. 6. Skil á erlendu efni til Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns vegna skráningar í Gegni. Tafla 1 - Samanburður á umfangi rannsókna eftir fræðasviðum. Mat á birtum rannsóknaverkum. Hug- Félags- Heilbr.- Raun- Alls vísindi vísindi vísindi vísindi Félag háskólakennara: Fjöldi sem skilaði Stig alls 1236,25 902, , , ,59 Hlutfall af heildarstigum, % 24,48 17,87 28,55 29, Félag prófessora: Fjöldi sem skilaði Stig alls 1077, ,5 807, , ,16 Hlutfall af heildarstigum, % 21,74 27,78 16,28 34, Vinnumatssjóður Sjóðurinn var stofnaður 1989 og byggir hann á kjarasamningi Félags háskólakennara og fjármálaráðherra. Allir sem eru í Félagi háskólakennara og í meira en 50% starfi eiga rétt á greiðslu úr sjóðnum. Vinnumatssjóður greiðir þeim félagsmönnum sem sýnt hafa árangur í rannsóknum skv. metnum stigum. Kennarar og sérfræðingar skila inn árlegum skýrslum um fræðileg ritstörf sem bera vitni um árangur þeirra í rannsóknum. Birtar greinar og rit eru metin og fari afköst yfir tiltekin mörk öðlast viðkomandi hlutdeild í vinnumatssjóði í samræmi við stigafjölda. Á árinu 2001 voru greiddar um 83 m.kr. úr Vinnumatssjóði fyrir rannsóknaafköst ársins Ljóst er að sjóðurinn hefur frá upphafi stuðlað að verulega aukinni ritvirkni háskólamanna. Prófessorar fá greiðslu fyrir vinnu við rannsóknir umfram vinnuskyldu úr Ritlauna- og rannsóknasjóði prófessora sem heyrir undir kjaranefnd. Rannsóknasjóður Vísindanefnd Háskólans fer með stjórn Rannsóknasjóðs Háskóla Íslands. Úr Rannsóknasjóði geta kennarar og sérfræðingar fengið styrki til vel skilgreindra verkefna, ef þau teljast hafa álitlegt vísindagildi að mati sérfróðra umsagnaraðila, ef fyrri störf umsækjanda sýna að hann er líklegur til að ná árangri, og full skil hafa verið gerð með framvinduskýrslum um nýtingu fyrri styrkja, sem sjóðurinn hefur veitt umsækjanda. Sjóðurinn skiptist í þrjár deildir eða undirsjóði, þ.e. almennan sjóð, skráningarsjóð og lausn frá kennslu. Nánari upplýsingar um úthlutun úr Rannsóknasjóði er að finna á: 28

29

30 Tafla 2 - Heildarupphæð umsókna og úthlutana úr Rannsóknasjóði (almennum sjóði) 1998 til 2002 (m.kr. á verðlagi hvers árs). Umsóknir Úthlutun Hlutfall Meðalupphæð m.kr. m.kr. % styrks þ.kr Verkefnabundin tæki Til Rannsóknasjóðs má sækja um fé til kaupa á tækjabúnaði sem er nauðsynlegur til einstakra rannsóknaverkefna. Ráðstöfunarfé til kaupa á tækjum í þessu skyni kemur úr Tækjakaupasjóði Háskólans. Fyrir árið 2002 er úthlutað 4 m.kr. eftir þessari leið. Tækjakaupasjóður Háskólinn fær ekki fjárveitingu úr ríkissjóði til tækjakaupa heldur aflar hann fjár til þeirra með Happdrætti Háskólans. Markmið sjóðsins er að gera kennurum og sérfræðingum kleift að kaupa nauðsynleg rannsóknatæki til rannsókna. Sjóðurinn hafði á árinu 2001 um 19 m.kr. til ráðstöfunar. Tækjakaupanefnd veitir fé úr Tækjakaupasjóði. Sjóðurinn skiptist í þrjá undirsjóði: sérhæfðan tækjakaupasjóð, almennan tækjakaupasjóð og verkefnabundinn tækjakaupasjóð. Sérhæfðu tækjakaupafé er úthlutað af tækjakaupanefnd á grundvelli umsókna frá kennurum og sérfræðingum, sem forgangsraðað er af vísindanefndum deilda. Almennu tækjakaupafé skiptir tækjakaupanefnd milli deilda í hlutfalli við umsvif þeirra í kennslu og rannsóknum. Deildarforseti úthlutar þessu fé til einstaklinga eftir umsóknum sem til hans berast. Verkefnabundnu tækjakaupafé er úthlutað af vísindanefnd jafnhliða úthlutun úr Rannsóknasjóði. Tafla 3 - Úthlutun úr Tækjakaupasjóði 1997 til 2001 (m.kr. á verðlagi hvers árs). Sérhæft Almennt Verkefnabundið Alls tækjakaupafé tækjakaupafé tækjakaupafé m.kr. m.kr. m.kr. m.kr , , ,5 3,6 2,7 18, ,4 3,6 2,7 18, ,5 3 4,5 19 Sjá upplýsingar um úthlutanir úr Tækjakaupasjóði á: 30

31 Aðstoðarmannasjóður Aðstoðarmannasjóður var stofnaður sumarið 1996 og hafði hann til umráða 13 m.kr. fyrir árið Markmið sjóðsins er að gera kennurum kleift að ráða sér stúdent eða nýbrautskráðan aðstoðarmann við rannsóknir og/eða kennslu og að aðstoðarmaðurinn öðlist þjálfun og færni í faglegum vinnubrögðum. Sjóðurinn veitir mjög hóflega styrki (80 þ.kr.) fyrir eitt misseri. Sjá nánar: Tafla 4 - Úthlutun úr Aðstoðarmannasjóði Fjöldi Fjöldi Úthlutun umsókna styrkja m.kr. 1999, vormisseri ,5 1999, haustmisseri ,8 2000, vormisseri ,7 2000, haustmisseri ,2 2001, vormisseri ,8 2001, haustmisseri ,4 2002, vormisseri ,6 Rannsóknatengt framhaldsnám Mikilvægasta stefnumál Háskóla Íslands og helsti vaxtarbroddurinn í starfi hans er rannsóknatengt framhaldsnám, meistara- og doktorsnám. Þótt allt háskólanám hvíli að nokkru leyti á rannsóknavinnu nemenda, þá greinir framhaldsnámið sig frá grunnáminu þar sem að í því er lögð höfuðáhersla á sjálfstæðar rannsóknir sem nemendur vinna undir handleiðslu leiðbeinenda. Framhaldsnámið er því einnig nefnt rannsóknanám. Í flestum deildum Háskólans er nú í boði framhaldsnám eða rannsóknanám eftir fyrsta háskólapróf. Hvatt er til þess að hluti námsins fari fram við erlenda háskóla. Þangað eru einkum sótt sérhæfð námskeið sem Háskólinn getur ekki boðið, en rannsóknarverkefni eru yfirleitt unnin hér á landi, stundum í samvinnu við erlenda aðila. Á síðasta háskólaári ( ) stunduðu rúmlega 550 manns framhaldsnám við Háskólann eða um 9% nemenda. Það er eindreginn ásetningur Háskólans að gera verulegt átak til að efla meistara- og doktorsnámið og fjölga nemendum í því. Á vegum Rannsóknarráðs Íslands er rekinn Rannsóknanámssjóður sem veitir styrki til framfærslu nemenda meðan á rannsóknaverkefni stendur. Styrkir eru veittir samkvæmt sameiginlegri umsókn leiðbeinanda og nemanda. Við val á styrkþegum er horft til árangurs þeirra í námi en ekki síður til rannsóknaferils leiðbeinandans, sem ber fræðilega ábyrgð á verkefninu. Frá stofnun sjóðsins árið 1993 hefur níu sinnum verið úthlutað almennum styrkjum úr sjóðnum, alls 245,6 m.kr. Sjá nánar: Tafla 5 - Úthlutun úr Rannsóknanámssjóði Fjöldi Styrkir Fjöldi Hlutfall styrkja umsókna m.kr. styrkja af umsóknum, % Rannsóknanámssjóður veitir einnig svokallaða fyrirtækja- og stofnanastyrki (FSstyrki). Það eru styrkir til meistara- eða doktorsnáms, sérstaklega ætlaðir til að efla samvinnu milli stofnana, fyrirtækja og háskóla. Fyrirtæki og stofnanir sem fjármagna styrkina, gegn mótframlagi Rannsóknanámssjóðs, skilgreina fyrirfram hvaða fagsvið skuli styrkja, en umsóknir fá faglega meðferð á forsendum sjóðsins. Hægt er að sækja um FS-styrki hvenær sem er. Alls hafa verið veittir 19 slíkir styrkir frá Nánari upplýsingar er að finna á: 31

32 Rannsóknagagnasafn Íslands Lögð er áhersla á að kynna rannsóknir Háskólans sem víðast og með fjölbreyttum hætti. Í samvinnu við Rannsóknarráð Íslands og Iðntæknistofnun hefur Háskólinn opnað á Netinu Rannsóknagagnasafn Íslands, RIS. Gagnasafnið kemur í staðinn fyrir Rannsóknaskrá Háskólans og er það gagnvirkt um Netið. Í gagnasafnið eru skráðar margvíslegar upplýsingar um rannsóknaverkefni háskólamanna, m.a. er þar að finna útdrátt úr verkefnunum og hægt er að gera efnisleit í þeim. Gagnasafninu er ekki síst ætlað að auðvelda samskipti milli vísindamanna og auðvelda fjölmiðlum og almenningi aðgang að þeim rannsóknum sem stundaðar eru í Háskólanum. Rannsóknagagnasafnið gerir jafnframt mögulegt að gefa út rannsóknaskrár sem taka til einstakra fræðasviða eða þverfaglegra rannsóknaverkefna svo sem á sviði umhverfismála eða sjávarútvegs. Slíkar skrár má gefa út með litlum fyrirvara og án mikils tilkostnaðar. Í safninu eru skráð um 1950 verkefni í árslok Frekari upplýsingar er að finna á: Vísindanefnd háskólaráðs Umfangsmikill hluti starfsemi vísindanefndar sneri að Rannsóknasjóði Háskólans. Við úthlutunarvinnuna á árinu 2001 var unnið samkvæmt sama úthlutunarferli og árið áður, þar sem faglegt mat var skilið frá úthlutunarvinnunni. Við faglega matið störfuðu þrjú fagráð: Fagráð heilbrigðisvísinda, fagráð hug- og félagsvísinda og fagráð verk- og raunvísinda. Í hverju fagráði voru u.þ.b. 5 fulltrúar þar af einn til tveir fulltrúar úr vísindanefnd. Lögðu fagráð fram faglegt mat um allar umsóknir á sínu fagsviði. Samræming og lokafrágangur úthlutunar var síðan framkvæmdur af vísindanefnd. Við úthlutun var unnið samkvæmt svipuðum viðmiðum og árið áður og leitast við að styrkja sérstaklega góð verkefni eins vel og mögulegt var. Meðalstyrkur úr rannsóknasjóði H.Í. var svipaður og 2000 eða 592 þ.kr. Vísindanefnd tilnefndi þrjá vísindamenn til verðlauna vegna árangurs í rannsóknum. Nefnd undir forsæti rektors valdi síðan Gísla Pálsson, prófessor í félagsvísindadeild og Sigurð Ingvarsson, prófessor í læknadeild og voru þeim veitt verðlaunin á 90 ára afmælishátíð Háskólans þann 5. október. Vísindanefnd kom ásamt öðrum starfsnefndum háskólaráðs að samningi um rannsóknafjárveitingar til Háskólans. Tillögur um rannsóknalíkan vegna skiptingar fjárveitinga voru kynntar nefndinni. Vísinda- og menntastefna Háskólans var rædd í nefndinni, en hún var samþykkt á háskólafundi í apríl Nokkur önnur mál sem voru afgreidd frá nefndinni á árinu: a) Umsögn um þróunaráætlanir deilda og stofnana b) Umsögn um reglur um framgang kennara, sérfræðinga og fræðimanna, c) Umsögn um nám í hugbúnaðar- og efnaverkfræði. d) Umsögn um drög að reglum Háskóla Íslands og Landspítalaháskólasjúkrahúss um réttindi vegna hagnýtingar hugverka e) Tilnefning á ungum vísindamönnum til Hvatningarverðlauna Rannsóknarráðs f) Ein umsókn um tveggja mánaða aukaþóknun. g) Tvær umsóknir um lækkun kennsluskyldu skv. samþykkt háskólaráðs frá Alþjóðasamskipti Almennt Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins annast formleg alþjóðasamskipti Háskóla Íslands, en er einnig þjónustustofnun fyrir allt háskólastigið, einkum hvað varðar framkvæmd Sókratesáætlunar Evrópusambandsins. Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins veitir einnig upplýsingar um háskólanám og ýmiss konar sérnám erlendis og er sú þjónusta opin öllum almenningi. Í gildi eru samningar milli Háskóla Íslands og menntamálaráðuneytis um rekstur skrifstofunnar og þau verkefni sem hún sinnir fyrir aðila utan H.Í. Eitt af verkefnum Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins er rekstur Landsskrifstofu Sókratesáætlunar Evrópusambandsins. Sérstakur samningur var gerður um rekstur Landsskrifstofu Sókratesar og hefur hún á að skipa sérstakri stjórn. Í stjórn Landsskrifstofunnar eiga sæti fulltrúar allra skólastiga, Háskóla Íslands og menntamálaráðuneytisins. Auk reksturs Landsskrifstofu Sókratesar, hefur Alþjóðaskrifstofan í umboði menntamálaráðuneytisins umsjón með kynningum og umsóknum á námskeið 32

33 sem haldin eru á vegum tungumálavinnustofa Evrópuráðsins í Graz í Austurríki. Skrifstofan hefur einnig í umboði menntamálaráðuneytisins umsjón með European label viðurkenningu Evrópusambandsins, sem er veitt fyrir nýjungar í tungumálakennslu. Forstöðumaður Alþjóðaskrifstofunnar situr í stjórnarnefnd Nordik-Baltikum verkefnisins, sem styrkt er af Norðurlandaráði Í samráðshópi um rekstur Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins eiga sæti fulltrúar frá Háskóla Íslands, samstarfsnefnd háskólastigsins og menntamálaráðuneytisins. Landsskrifstofa Sókratesar Undir Sókratesáætlunina heyra nokkrar undiráætlanir og eru þessar þær helstu og virkustu: Erasmusáætlunin, sem nær til háskólastigsins, Comeniusaráætlunin, sem nær til leik-, grunn- og framhaldsskóla, Grundtvigáætlunin, sem styrkir verkefni á sviði fullorðinsfræðslu, Minerva, styrkir verkefni um upplýsingatækni í menntamálum, Lingua, styrkir tungumálaverkefni, Arion, styrkir námsheimsóknir fyrir stjórnendur og sérfræðinga á sviði menntamála. Framkvæmdastjórn ESB hefur ákveðið að fela Landsskrifstofum Sókratesar aukin verkefni og í framhaldi af því var Alþjóðaskrifstofu falið að annast allar úthlutanir á styrkjum til kennaraskipta innan Erasmusáætlunarinnar. Háskólakennarar við alla háskóla á Íslandi sækja nú um styrki til Erasmus kennaraskipta til Alþjóðaskrifstofunnar. Styrkupphæðir sem koma í hlut hvers og eins hafa hækkað töluvert og fjöldi umsókna að sama skapi. Sókratesstyrkir sem Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins Landsskrifstofa Sókratesar hafði umsjón með árið 2001 voru eftirtaldir: Sókrates Erasmus styrkir: evrur. Sókrates Comenius styrkir: evrur. Undirbúningsstyrkir vegna umsókna um miðstýrðar áætlanir: evrur. Sókrates Grundtvig: evrur. Arion styrkir: evrur. Samtals evrur. Auk þess fékk skrifstofan evrur til reksturs European label verkefnisins og evrur vegna útgáfu og kynningarmála og annars sem lýtur að beinum kostnaði við framkvæmd Sókratesáætlunarinnar hér á landi. Alls evrur. Þátttaka Háskóla Íslands í Sókrates/Erasmus, Nordplus og ISEP stúdentaskiptum Formleg aðild Háskóla Íslands að fjölþjóðlegum samstarfsáætlunum eykst að umfangi á hverju ári. Helstu áætlanirnar sem Háskólinn tekur þátt í eru Sókratesáætlun Evrópusambandsins, Nordplusáætlun Norðurlandaráðs og International Student Exchange Programme sem er bandarísk stúdentaskiptaáætlun. Einnig hefur Háskólinn gert tvíhliða samstarfssamninga við fjölmarga háskóla/stofnanir víðs vegar um heiminn. Af þeim áætlunum sem Háskólinn tekur þátt í er Sókratesáætlunin hvað umfangsmest og þar vegur Sókrates/Erasmusáætlunin þyngst. Í gildi eru 270 Erasmus samningar við um 160 evrópska háskóla. Umfang stúdentaskipta er mikið, en einnig taka kennarar Háskólans þátt í kennaraskiptum og námsefnisgerð og halda námskeið í samvinnu við evrópska samstarfsaðila o.fl. Háskóli Íslands er þátttakandi í samstarfsneti 23 háskóla í Evrópu, svonefndu Utrecht neti. Utrecht netið hefur gert samning við 16 háskóla í Bandaríkjunum, um gagnkvæm stúdentaskipti. Þessir bandarísku háskólar mynda samstarfsnet sem í daglegu tali er kallað MAUI netið, (Mid American Universities). Utrecht hefur einnig gert samning við 7 háskóla í Ástralíu um gagnkvæm stúdentaskipti. Starfsmenn Háskólans hafa einnig tekið þátt í svonefndum þemanetum innan Sókratesáætlunarinnar. Í ársbyrjun 2001 gerðist Háskóli Íslands aðili að UNICA sem er samstarfsnet háskóla í höfuðborgum Evrópu. Nánari upplýsingar er að finna á: Þátttaka Háskóla Íslands í Nordplus samstarfi er einnig umfangsmikil, en kennarar skólans eru þátttakendur í um 20 samstarfsnetum á um 15 fræðasviðum. Háskóli Íslands er einnig þátttakandi í einu þverfaglegu Nordplus neti sem nefnist Nordlys, en starfsmaður á Alþjóðaskrifstofu sér um samskipti við það net. 33

34 Einn starfsmaður Alþjóðaskrifstofu og forstöðumaður starfa náið með formanni Alþjóðaráðsins og öðrum ráðsmönnum. Eitt megin verkefni Alþjóðaráðsins er að móta stefnu Háskólans í alþjóðamálum. Stefna Háskólans í alþjóðamálum var samþykkt á háskólafundi 23. febrúar Sjá: Tvíhliða samningar Árið 2001 voru gerðir 22 nýir tvíhliða Erasmus samningar um stúdenta- og kennaraskipti. Einnig voru gerðir tvíhliðasamningar utan skipulagðra áætlana milli Háskóla Íslands og eftirtalinna háskóla: L Université de Droit, d Economie et Science d Aix-Marseille Fakklandi, Universität Karlsruhe (TH) Þýskalandi (endurnýjun á samningi um inntöku framhaldsnema í verkfræði), Kungliga Tekniska Högskolan Svíþjóð samningur um samstarf á sviði vetnisrannsókna. Stúdentaskipti Gagnkvæm stúdentaskipti eru umfangsmikill þáttur í alþjóðasamstarfi H.Í. og í starfi því sem fram fer á Alþjóðaskrifstofunni. Stúdentar H.Í. sem hyggjast fara utan sem skiptistúdentar fá upplýsingar um þá möguleika sem þeim standa til boða varðandi stúdentaskipti á Alþjóðaskrifstofunni,Upplýsingastofu um nám erlendis. Umsóknum skila þeir á Alþjóðaskrifstofuna og sjá starfsmenn skrifstofunnar um að koma samþykktum umsóknum til réttra aðila erlendis. Starfsmenn skrifstofunnar héldu á árinu fjölmarga kynningarfundi um stúdentaskipti, með stúdentum í einstökum deildum og einnig í húsakynnum skrifstofunnar að Neshaga 16. Árlega stendur Alþjóðaskrifstofan ásamt fleirum fyrir alþjóðadegi, en megin tilgangur hans er að kynna stúdentum og kennurum þá möguleika sem standa til boða í stúdenta- og kennaraskiptum. Háskólaárið fóru 178 stúdentar utan sem skiptistúdentar frá Háskóla Íslands og 186 erlendir skiptistúdentar komu til náms við Háskóla Íslands. Þátttaka stúdenta H.Í. var með eftirfarandi hætti: Erasmus 105, Nordplus 46, aðrar áætlanir/samningar 23. Mynd 1 - Stúdentaskipti til og frá H.Í /99 frá HÍ 99/00 frá HÍ 00/01 frá HÍ 01/02 frá HÍ 98/99 til HÍ 99/00 til HÍ 00/01 til HÍ 01/02 til HÍ Samtals ERASMUS Nord Anna Móttaka erlendra skiptistúdenta Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins sér um móttöku erlendra skiptistúdenta. Umsóknir frá erlendum skiptistúdentum berast til Alþjóðaskrifstofunnar, þar eru þær skráðar og þeim komið áleiðis á deildarskrifstofur. Háskóli Íslands er samkvæmt samningum skuldbundinn til að aðstoða erlenda skiptistúdenta við útvegun íbúðarhúsnæðis. Með vaxandi fjölda þeirra verður æ erfiðara að leysa þetta verkefni svo vel sé. Ljóst er að gera verður átak til þess að leysa húsnæðismál erlendra skiptistúdenta á næstu árum. 34

35 Stór hópur skiptistúdenta sem hingað kemur óskar eftir því að fara á námskeið í íslensku áður en hið eiginlega nám við skólann hefst. Alþjóðaskrifstofan samdi við Námsflokka Reykjavíkur um kennslu í íslensku fyrir erlenda stúdenta sem hygðust stunda nám sem skiptistúdentar við íslenska háskóla og var námskeiðið haldið í ágústmánuði. Samhliða námskeiðinu var stúdentunum boðið að taka þátt í menningardagskrá, sem skipulögð var af starfsmönnum Alþjóðaskrifstofunnar. Styrkir frá Evrópusambandinu og Norðurlandaráði fengust til að standa straum af kostnaði við námskeiðið, en þeir stúdentar sem komu frá löndum utan Evrópu og Norðurlanda greiddu námskeiðsgjald. Starfsmenn Alþjóðaskrifstofu skipuleggja kynningarfundi um starfsemi og þjónustu við stúdenta H.Í. fyrir nýja erlenda stúdenta sem hefja nám við skólann í upphafi missera. Kynningardagskrá um Ísland og íslensk málefni er fastur liður í móttöku erlendra stúdenta. Um þrír til fjórir viðburðir eru skipulagðir á misseri og eru það m.a. skoðunarferðir, fyrirlestrar um íslensk málefni, sýningar o. fl. Fyrir nokkrum árum kom Alþjóðaskrifstofan á aðstoðarmannakerfi fyrir erlenda stúdenta. Nú er þetta samvinnuverkefni með Stúdentaráði. Íslenskir stúdentar við H.Í. taka að sér að aðstoða og leiðbeina erlendum stúdentum sem koma til landsins. Tilgangurinn er að veita aðstoð við ýmis hagnýt atriði sem þarf að leysa við komuna til landsins og kynna erlendu nemunum félagslíf stúdenta og koma í veg fyrir félagslega einangrun. Stúdentar sem taka að sér að vera aðstoðarmenn fyrir erlenda stúdenta, sækja kynningarfund með starfsmönnum Alþjóðaskrifstofu og Stúdentaráðs þar sem farið er yfir helstu atriði varðandi starfið. Aðstoðarmenn skila Alþjóðaskrifstofunni skýrslu í lok starfsins og geta óskað eftir viðurkenningarskjali undirrituðu af rektor. Heimsóknir frá erlendum aðilum Erlendir gestir frá 34 stofnunum í 13 þjóðlöndum sóttu Alþjóðaskrifstofuna heim í þeim tilgangi að fræðast um starfsemi Háskóla Íslands, um háskólamenntun á Íslandi almennt og til að kynna þá háskóla, sem þeir starfa við. Oft eru þessar heimsóknir upphafið að tvíhliða samstarfi Háskóla Íslands, sem og annarra háskóla í landinu við viðkomandi aðila. Mynd 2 - Erlendir skiptistúdentar við H.Í Írland Portúgal Nýja-Sjáland Sviss Belgía Grikkland Danmörk Holland Kanada Bretland Bandaríkin Frakkland Austurríki Svíþjóð Noregur Þýskaland Spánn Kynningarstarf Alþjóðaskrifstofan fær styrk frá Evrópusambandinu til að standa straum af kostnaði við kynningu á Sókratesáætluninni hér á landi. Árið 2001 voru gefin út þrjú fréttabréf, tvö til dreifingar innanlands og eitt útgefið á ensku til dreifingar til samstarfsaðila erlendis. Alþjóðaskrifstofan tók þátt í sameiginlegri kynningu Norðurlandanna á háskólanámi á Norðurlöndum á ráðstefnu NAFSA samtakanna í Philadelphia í Banda- 35

36 36

37 ríkjunum. Forstöðumaður Alþjóðaskrifstofunnar var með innlegg um háskólanám á Íslandi á ráðstefnunni. Starfsmenn Alþjóðaskrifstofunnar tóku þátt í sameiginlegu kynningarátaki Evrópuskrifstofa á Íslandi, svonefndri Evrópurútu, en skrifstofurnar sameinuðust um að leigja rútu og óku hringinn í kringum landið og héldu kynningarfundi um Evrópuáætlanir. Comeniusarvika var haldin um alla Evrópu í nóvember 2001 og stóðu starfsmenn Alþjóðaskrifstofu fyrir kynningu á Coemniusaráætluninni í Þjóðarbókhlöðunni. Upplýsingastofa um nám erlendis Innan Alþjóðaskrifstofunnar er starfrækt Upplýsingastofa um nám erlendis, sem er opin öllum almenningi. Markmið hennar er að safna, skipuleggja og miðla upplýsingum um nám erlendis. Vaxandi þáttur í starfseminni er að fylgjast með nýjungum og breytingum á Netinu og tengja gagnlegar slóðir við heimasíðu Alþjóðaskrifstofu/Upplýsingastofu. Notendur þjónustu Upplýsingastofunnar voru um árið Stærsti notendahópurinn er háskólastúdentar og þeir sem hafa áhuga á þátttöku í stúdentaskiptaáætlunum. Þróunar- og kynningarmál Helstu verkefni þróunar- og kynningarsviðs eru: Umsjón með útgáfu á kynningarritum Háskóla Íslands. Má þar nefna útgáfu Fréttabréfs Háskóla Íslands og almenns kynningarefnis um Háskólann, aðstoð við útgáfu kynningarrita deilda og stofnana, umsjón með vikulegri Dagbók Háskóla Íslands, ritstjórn heimasíðu Háskólans og fræðslu fyrir starfsfólk þar að lútandi. Umsjón með símaþjónustu skiptiborðs og almennri upplýsingagjöf á upplýsingaskrifstofu í Aðalbyggingu. Umsjón með undirbúningi og framkvæmdastjórn dagskrár Háskóla Íslands á 90 ára afmælinu Ýmis kynningarmál, s.s. árleg námskynning skóla á háskólastigi, kynning H.Í. á framhaldsnámi og kynning einstakra atburða á vegum skólans, samskipti við fjölmiðla. Í samráði við rektor, tengsl við stjórnvöld, samtök í atvinnulífi og fyrirtæki og stjórnendur framhaldsskóla eftir því sem tilefni gefast. Í samráði við rektor, tengsl við rannsókna- og fræðasetur Háskólans á landsbyggðinni og aðstoð við uppbyggingu nýrra setra. Í samráði við rektor, styrking tengsla stjórnsýslu Háskóla Íslands við Stúdentaráð, Stúdentablaðið, deildir, stofnanir og fyrirtæki Háskólans. Fjáröflun fyrir rektor og deildir eftir því sem tilefni gefast. Ýmis smærri og stærri þróunarverkefni fyrir rektor og háskólaráð. Stjórn og starfslið Margrét S. Björnsdóttir framkvæmdastjóri var í námsleyfi frá 1. ágúst. Halldóra Tómasdóttir kynningarfulltrúi, umsjónarmaður útgáfu sviðsins, almennra kynningarmála og námskynningar. Guðrún Bachmann hóf störf 1. október sem verkefnisstjóri markaðsmála og leysti Halldóru Tómasdóttur af, sem fór í barnsburðarleyfi frá og með 15. nóvember. Ennfremur starfsmenn upplýsingaskrifstofu og skiptiborðs, Elísabet K. Ólafsdóttir, Hanna Z. Sveinsdóttir og Stefanía Pétursdóttir. Útgáfu- og kynningarmál Fréttabréf Háskóla Íslands kom út fjórum sinnum á ári, þar á meðal veglegt afmælisblað í október. Ný símaskrá Háskólans kom út í janúar. Nýr kynningarbæklingur á íslensku um Háskólann kom út í október og útgáfa bæklings á ensku var undirbúin. Áfram var unnið að þróun og uppfærslu heimasíðu Háskólans. Námskynning fyrir nýstúdenta var haldin 9. apríl í Aðalbyggingu og Odda með þátttöku allra íslenskra skóla á háskólastigi. Það nýmæli var tekið upp í fyrsta sinn að halda sérstaka Námskynningu framhaldsnáms í mars. Menningarborgarverkefnið: Vísindavefur Háskóla Íslands þar sem almenningur getur sent inn spurningar og fengið svör frá vísinda- og fræðimönnum 37

38 Háskólans, var starfræktur áfram á árinu Í samstarfi við Happdrætti H.Í. var vefnum tryggður rekstrargrundvöllur og m.a. undirbúnir sjónvarpsþættir um efni vefsins. Í samstarfi við Rás eitt á Ríkisútvarpinu voru vikuleg viðtöl við vísindamenn H.Í. um þeirra viðfangsefni. Skipulagðir voru í samstarfi við rektor fundir með þingflokkum allra stjórnmálaflokka, sem heimsóttu Háskóla Íslands og ræddu við rektor og aðra stjórnendur um þau mál sem ofarlega eru á baugi í starfsemi skólans. Áfram voru þróuð tengsl H.Í. við framhaldskólastigið og á vormisseri var í samstarfi við rektor og Námsráðgjöf H.Í., haldinn fundur með námsráðgjöfum allra framhaldsskóla. Haldinn var stór kynningarfundur í samstarfi við stjórn Nýsköpunarsjóðs námsmanna um sjóðinn og úthlutanir úr honum, en styrkþegar eru að stærstum hluta nemendur Háskóla Íslands. Haldinn var í fyrsta sinn í Háskóla Íslands Schuman- eða Evrópudagur í samstarfi við sendiráð ESB á Íslandi og fjallaði fundurinn um mannréttindaákvæði sem giltu innan ESB. Undirbúin var skipan kynningarráðs H.Í. með fulltrúum allra deilda og Stúdentaráðs. Undirbúin var vinna að heildar endurskoðun og skipulagningu markaðs- og kynningarmála Háskólans, sem síðan hófst í október. Ennfremur var unninn fjöldi smærri og stærri kynningarverkefna fyrir ýmsa aðila innan Háskólans. Dagskrá Háskóla Íslands á afmælisári 2001 Á árinu 2001 var Háskóli Íslands 90 ára. Skipuð var undirbúningsnefnd starfsmanna og stúdenta Háskólans sem í nóvember skilaði rektor ítarlegum tillögum um markmið afmælishaldsins, hvenær afmælisins skyldi minnst, auk tillagna að margháttuðum viðburðum. Í kjölfarið skipaði háskólaráð hina eiginlegu afmælisnefnd sem í sátu Páll Skúlason, Auður Hauksdóttir, Ástráður Eysteinsson, Hörður Sigurgestsson, Matthías Johannessen, Oddný Sverrisdóttir, Skúli Helgason, Sigurður Steinþórsson, Steinunn V. Óskarsdóttir og Vigdís Finnbogadóttir. Með nefndinni störfuðu Magnús Diðrik Baldursson og Margrét S. Björnsdóttir. Greint er frá dagskrá afmælisins sem hófst þann 17. júní á öðrum stað í Árbókinni, en undirbúningur og framkvæmd hátíðarhaldanna fór fram í samstarfi þróunar- og kynningasviðs og rektorsskrifstofu. Tengsl stjórnsýslu Háskólans við nemendur, deildir og fyrirtæki Háskólans Eitt af verkefnum samskiptasviðs er að treysta eftir föngum tengsl milli aðila innan Háskólans. Áfram var unnið að bættum tengslum Háskólabókasafns við deildir og nemendur H.Í. Á árinu var m.a. komið á samstarfsverkefni milli heimspekideildar og Háskólabókasafns um rekstur aðstöðu og ráðgjöf við kennara og framhaldsnema deildarinnar. Gefinn var út kynningarbæklingur fyrir nýnema í samstarfi við Félagsstofnun Stúdenta, Háskólabíó, Stúdentaráð og Happdrætti Háskóla Íslands. Hafið var samstarf við Happdrætti Háskóla Íslands við að kynna starfsemi Háskólans. Þróunarverkefni og fjáröflun Framkvæmdastjóri tók að sér að stýra, í fjarveru stjórnarformanns, sex mánaða verkefni við endurskipulagningu Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands. Var ráðinn nýr fræðslustjóri og fjölþætt fræðslufunda- og námskeiðahald hafið. Aflað var frá menntamálaráðuneyti 14,5 m.kr. styrks til íslenskuskorar til að þróa nám og rannsóknir í tungutækni við Háskóla Íslands. Ennfremur var aflað framlaga til að ráða forstöðumann Háskólasetursins á Hornafirði og fengust árlega rúmlega 3 m.kr. til þriggja ára, alls um 10 m.kr. eins og greint er frá hér að neðan. Aflað var 1,5 m.kr. styrks með fyrirheiti um framhaldsstuðning til japönskukennslu við heimspekideild frá The Sasakawa-Foundation, en óvíst er hvort hægt verður að nýta féð. Aflað var 1 m.kr. frá Menningarborgasjóði til námskeiðahalds fyrir börn á landsbyggðinni í tengslum við afmæli H.Í. Loks var aflað 1 m.kr. til Sagnfræðistofnunar frá Reykjavíkurborg til útgáfu á Verslunarsögu Íslands. Undirbúnir voru samstarfssamningar við Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkurborgar og tölvuþjónustufyrirtækisins ANZA um framlög þeirra til hagnýtra námskeiða í diplóma-námi. Undirbúið var framhald verkefnisins bráðger börn í samstarfi við Heimili og skóla, Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og raunvísindadeild H.Í. 38

39 Starfsemi Háskóla Íslands á landsbyggðinni Áfram var haldið að þróa tengsl Háskóla Íslands við landsbyggðina. Unnið var að endurskoðun samnings um rekstur háskólasetursins í Sandgerði. Leitað var samstarfsaðila um háskólasetrið á Höfn í Hornafirði þannig að ráða mætti forstöðumann og hefja starfsemi. Náðust samningar til þriggja ára við Landsvirkjun, Vegagerð Ríkisins, Veðurstofuna, Siglingastofnun og bæjarfélagið á Höfn, sem tryggðu að hægt var að ráða forstöðumann og hefja reglulega starfsemi. Skjalasafn Stjórn og starfslið Stjórn Skjalasafns Háskólans skipa Guðmundur Jónsson dósent, formaður, Amalía Skúladóttir skrifstofustjóri og Ágústa Pálsdóttir lektor. Magnús Guðmundsson, forstöðumaður Skjalasafnsins, situr fundi stjórnar. Kristín Edda Kornerup-Hansen, deildarstjóri skráningar í málaskrá er í 80% starfi. Amalía Skúladóttir skrifstofustjóri stjórnsýslusviðs hafði á vormisseri aðsetur á Skjalasafni. Skjalasafnið fluttist frá rektorsskrifstofu og yfir á stjórnsýslusvið og varð í árslok hluti af akademísku sviði. Hópvinnukerfið GoPro Umsjón með málaskrár- og hópvinnukerfinu GoPro var eitt af meginverkefnum skjalasafnsins. Samtals voru 666 mál skráð í málaskrá og færslur, sem gera 6,2 færslur á hvert mál. Um vorið var gerður þjónustusamningur við Hugvit. Hann fól í sér að sérfræðingur frá Hugviti kemur einu sinni í viku og sinnir ýmsum kerfismálum í samráði við Skjalasafnið. Starfsfólk sendir athugasemdir til Skjalasafns sem leysir þau mál eða kemur þeim í hendur þjónustufulltrúa Hugvits. Ennþá vantar nokkuð á að lykilmenn hafi tileinkað sér kerfið og tekið það að fullu í notkun. Áfram var unnið að kennslu og leiðbeiningum til einstaklinga. Samhliða samningi við Hugvit var endurnýjaður samningur við Reiknistofnun sem sér um viðhald á netþjóni fyrir Lotus Notes og GoPro. Skil til skjalasafns Háskólans Ýmsar stærri og smærri sendingar hafa borist skjalasafninu á árinu. Hér verður aðeins talið það helsta: Hrafn Sveinbjarnarson afhenti skjöl frá Sögusjóði Stúdenta, prentaða ritgerð og skjalaskrá. Jakob Jakobsson fv. prófessor afhenti prófúrlausnir og umsóknir um MS nám í fiskifræði. 37 skjalaöskjur bárust frá Alþjóðaskrifstofu með umsóknagögnum um námsdvöl erlendis, að afloknu mati Þjóðskjalasafns um að nauðsynlegt væri að geyma gögnin. Jónas Magnússon afhenti mynd af guðfræðistúdentum með föður hans Magnúsi Má Lárussyni. Skrifstofustjóri viðskipta- og hagfræðideildar kom með prófbækur II-VI, gjörðabækur I-II, gjörðabók hagfræðiskorar I og gjörðabók viðskiptaskorar I. Af rannsóknasviði bárust gögn frá Þróunarnefnd og frá rektor gestabækur 2000 og Að lokinni vinnu við myndband um sögu Háskóla Íslands afhentu höfundarnir Eggert Þór og Karólína myndbandið Maðurinn sem gaf draumnum vængi. Frá Námsráðgjöf bárust 11 bréfabindi með umsóknum um nám. Gunnlaugur A. Jónsson kom með skjöl og gögn frá Jónasi Kristjánssyni heitnum, prófessor í kirkjusögu. Ólöf Benediktsdóttir á Árnastofnun kom með ýmsa pappíra úr skjalasafni Einars Ólafs Sveinssonar sem tengdust Háskólanum. Halldóra Tómasdóttir færði safninu ljósmyndir frá sýningu af Aðalbyggingu og Þórður Kristinsson framkvæmdastjóri kennslusviðs afhenti 55 bréfabindi af skjölum frá árunum , samtals 15 skjalaöskjur. Þorsteinn Þorsteinsson kom með viðbótarskjöl í sex öskjum úr skjalasafni Helga Pjeturss. Safninu fylgdi skrá útprentuð og í tölvutæku formi og verða þau afhent formlega á 130 ára afmæli Helga á árinu Ýmiss konar þjónusta Talsverð eftirspurn er frá stjórnsýslu eftir eldri skjölum til útláns en lítið er um að utanaðkomandi skoði skjöl Háskólans nema til að fá lánaðar ljósmyndir. Aðallega er leitað eftir skjölum sem eru eins til fimm ára, fyrir mál sem ennþá eru í vinnslu. Forstöðumaður veitti ýmsum skrifstofum og kennurum leiðbeiningar og miðlaði skjalabúnaði af ýmsu tagi, s.s. fórum, milliblöðum, öskjum o.fl. Forstöðumaður sá um Árbók Háskóla Íslands 2000 ásamt Magnúsi Diðriki Baldurssyni, aðstoðarmanni rektors, og kom hún út í maí. Skjalageymslan 39

40 Pétursborg sem er á millilofti í vesturálmu er nánast fullnýtt en enn þá er rými í turnherbergi bak við hátíðasalinn þar sem gögn Nemendaskrár og Alþjóðaskrifstofu hafa verið varðveitt. Hjá Háskólaútgáfunni kom út í tilefni af 90 ára afmæli Háskólans bókin Dagbækur háskólastúdenta sem forstöðumaður hafði umsjón með. Erlent samstarf Norræni skjalavarðahópurinn Planeringsgruppen för dokumenthantering och arkiv undirbjó skjalavörsluþátt fyrir storseminarium í Gautaborg ágúst, þar sem allir hópar hinnar norrænu samvinnu hittust. Forstöðumaður sótti ráðstefnu háskóladeildar Alþjóða skjalaráðsins (ICA/SUV) september í London og hélt þar fyrirlestur um breytt vinnubrögð í kjölfar nýrra laga um persónuvernd sem takið hafa gildi í Evrópu. Starfsmannamál, laun og starfsþróun Starfsmenn, kjaramál og starfsþróun Á starfsmannasviði er unnið að sameiginlegum starfsmannamálum, svo sem umsjón og eftirliti með ráðningum, launaafgreiðslu og kjaramálum, auk fræðslu og upplýsinga til starfsfólks. Starfsemi mötuneytis í Aðalbyggingu, póst- og sendilþjónusta og þjónusta trúnaðarlæknis við skólann eru hluti af verkefnum sviðsins. Umfram hin venjubundnu verkefni var vinna við gerð stofnanasamninga og hinar miklu breytingar á launaumhverfi í kjölfar þeirra efst á baugi á árinu. Samkvæmt starfsmannaskrá Háskólans frá 1. desember 2001 voru 838 fastráðnir starfsmenn við skólann. Í starfsmannaskrá eru þeir starfsmenn skráðir sem gerður er við a.m.k. þriggja mánaða samningur (Tafla I). Gerðir voru 422 ráðningasamningar á árinu, ýmist vegna nýráðninga, framgangs eða breytinga í starfi. Í skránni eru ekki upplýsingar um lausráðna stundakennara, prófdómara, tímavinnufólk eða starfsmenn sem fá greitt fyrir störf eins og nefndarstörf og prófyfirsetu. Fjöldi einstaklinga sem þáðu laun frá Háskólanum á árinu eru þannig mun fleiri eða Heildarupphæð þeirra launa með launatengdum gjöldum var, kr. Tafla I. - Skipting starfa milli starfshópa og kynja 1. desember Karlar Konur Alls Prófessorar Lektorar Dósentar Aðjúnktar Sérfræðingar Rannsóknafólk Þjónustusérfræðingar Skrifstofufólk Tæknifólk Samtals Til nánari skýringa við töflu I eru: rannsóknafólk starfsmenn sem starfa við rannsóknir, þjónustusérfræðingar starfsmenn sem vinna sérhæfð störf sem ekki teljast skrifstofustörf, tæknifólk eru iðnaðarmenn, umsjónarmenn, ræstingafólk o.fl. Stundakennsla Stundakennarar eru jafnan stór hluti kennara og dreifast á allar deildir skólans, sjá súlurit II, þar sem sjá má fjöldaþróun þeirra síðustu þrjú ár. Það komu einstaklingar að stundakennslu með mjög mismunandi vinnuframlagi, allt frá yfirferð yfir eitt próf upp í umtalsverða kennslu. Heildarkennslustundir sem greiddar voru í stundakennslu árið 2001 voru (sjá töflu II). Þetta samsvarar kennslu 182 stundakennara á föstum launum, sem frá 1. nóvember 2001 kallast aðjúnktar. Af þeim sem kenndu stundakennslu á síðasta ári voru 153 starfsmenn eða 40

41 160 Skipting starfa við HÍ milli karla og kvenna Fjöldi Karlar Konur Prófessorar Lektorar Dósentar Aðjúnktar Sérfræðingar Rannsóknarfólk Þjónustusérfræðingar Skrifstofufólk Tæknifólk Stundakennsla Stundafjöldi Guðfræðideild Læknisfræðideild Sjúkraþjálfunarskor Lagadeild Viðskipta- og hagfræðid. Heimspekideild Tannlæknadeild Verkfræðideild Raunvísindadeild Félagsvísindadeild Lyfjafræðideild Hjúkrinarfræðideild Stundakennsla 2001 I II III Umreiknað í Stundir Stundir Stundir alls kennarastörf Guðfræðideild ,04 Læknadeild ,17 Sjúkraþjálfunarskor ,97 Lagadeild ,71 Viðskiptadeild ,63 Heimspekideild ,51 Tannlæknadeild ,24 Verkfræðideild ,45 Raunvísindadeild ,49 Félagsvísindadeild ,44 Lyfjafræðideild ,29 Hjúkrunarfræðideild ,44 Samtals ,38 I Stundakennsla greidd í tímavinnu II Stundakennsla starfsmanna H.Í. greidd í yfirvinnu III Stundir umreiknaðar í kennslu stundakennara á föstum launum (aðjúnkta) í fullu starfi =1072,5 stundir/ári 41

42 8,4% í öðrum störfum við Háskólann og stofnanir hans. Þeir kenna þó 14,5% eða stundir af allri stundakennslu við Háskólann. Framkvæmd starfsmannastefnu Háskóla Íslands Í byrjun ársins var forsetum deilda, forstöðumönnum stofnana og framkvæmdastjórum stjórnsýslusviða sent bréf, þar sem óskað var eftir að starfsáætlanir um framkvæmd starfsmannastefnu Háskólans yrðu gerðar fyrir árið 2001 og þær sendar starfsmannasviði. Bent var á mögulega nálgun deilda við gerð áætlananna og lagt til að einkum væri fjallað um kafla 5. Upplýsingar, boðmiðlun og samskipti, 6. Jafnrétti, starfið og fjölskyldan og 7.4 Móttaka og fræðsla nýrra starfsmanna. Sex deildir og ein skor sendu inn áætlanir. Í byrjun september var ákveðið að hrinda af stað verkefninu starfslokaviðtöl. Með því var verið að framfylgja gr. 7.8 í starfsmannastefnu Háskóla Íslands, þar sem kveðið er á um að slík viðtöl skuli tekin. Áætlað var að verkefnið stæði yfir í níu mánuði og samantekt gerð í lok tímabilsins. Tilgangur verkefnisins er að safna upplýsingum og draga lærdóm af þeim starfsmönnum sem láta af störfum að eigin ósk. Ákveðið var að byrja á þeim hópi starfsmanna sem spannar stjórnsýslu og þjónusturannsóknir stjórnsýslusviða, deilda og stofnana. Í framhaldi af þessu verkefni verður tekin ákvörðun, í samráði við yfirmenn, um hvort starfslokaviðtölin verði fest í sessi við Háskólann. Starfsmannastefnu Háskóla Íslands er að finna á: Handbók fyrir starfsmenn Í kjölfar samþykktar starfsmannastefnu Háskólans var á sl. ári hafist handa við að útbúa Handbók fyrir starfsfólk Háskólans. Handbókin, sem er á vefnum ( stjorn/starf/starfsmhandbok/handbok.htm), hefur mælst mjög vel fyrir og er mikið notuð. Gert er ráð fyrir því að starfsmenn geti á auðveldan hátt kannað flest það er varðar réttindi og skyldur þeirra ásamt ýmsum upplýsingum er varða starfið og starfsumhverfi. Handbókin er uppfærð og endurskoðuð reglulega. Starfsþjálfun, fræðsla og gæðamál Starfsmannasvið Háskóla Íslands hefur staðið fyrir þjónustu-, gæða- og samskiptaverkefnum fyrir starfsfólk undir heitinu Sæmundur I til IV frá því í janúar 1999, sem 173 starfsmenn hafa lokið. Meginmarkmið verkefnanna er að efla þjónustuvitund, bæta samstarf og samskipti og endurskoða vinnuferli. Er þetta liður í að styrkja fólk í starfi og auka starfsánægju þess. Síðasta verkefnið Sæmundur IV hófst 1. mars og lauk 8. nóvember Það var fyrir starfsfólk stjórnsýslu deilda, þjónustustofnana og fyrir nýtt starfsfólk í Aðalbyggingu sem hafði ekki áður tekið þátt í sambærilegu verkefni. Þátttakendur voru 60 talsins. Efni fræðslu var m.a. aðferðafræði verkefnastjórnunar, skilgreining vinnuferla og hlutverk verkefnahópa (gæðaliða). Þjónusta og viðmót var einnig til umfjöllunar. Í lok hvers verkefnis voru gefnar út skýrslur með nákvæmri lýsingu á þeim ásamt niðurstöðum gæðaliða. Starfsþróunarfyrirtækið Skref fyrir skref hefur haft umsjón með verkefnunum í samvinnu við starfsmannasvið Háskóla Íslands. Starfsmannafélag ríkisstofnana (SFR) hefur styrkt þessi verkefni. Á vegum starfsmannasviðs voru einnig haldin tölvunámskeið fyrir starfsfólk sem vinnur við rekstur fasteigna. Námskeiðin voru byggð upp með það í huga að leiðbeina sérstaklega í þeim þáttum sem lúta að starfssviði hvers og eins, fjallað var m.a. um notkun Word ritvinnsluforritsins, tölvupóst og Internet. Námskeiðin voru 12 stundir hvort og dreifðust yfir lengri tíma. Þátttakendur voru samtals 30. Í nóvember var haldið námskeið í verkefnastjórnun fyrir starfsmenn skólans. Kynning fyrir nýtt starfsfólk Tvisvar á árinu stóð starfsmannasvið fyrir móttöku nýrra starfsmanna. Skýrt var frá sögu skólans, uppbyggingu stjórnsýslunnar og veittar upplýsingar um starfsmannamál. Að lokinni kynningu var farið í skoðunarferð um Aðalbyggingu. Starfsmannasvið hefur útbúið minnislista til leiðbeiningar um hvernig skuli tekið á móti nýju starfsfólki og má nálgast hann á heimasíðu starfsmannasviðs í handbók starfsmanna. Morgunfundir Skólabæjarhópsins Morgunfundir með fyrrverandi starfsfólki Háskóla Íslands hafa verið haldnir frá því í nóvember árið Er þetta opna hús einn morgun í mánuði í Skólabæ, þar sem fólki gefst tækifæri til að hittast og spjalla yfir kaffi og meðlæti. Á fundunum fer fram kynning eða fræðsla á áhugaverðum verkefnum sem unnið er að innan skólans. Þarna gefst einnig tækifæri fyrir þá sem eru í starfi við skólann 42

43 að hitta fyrrum starfsfélaga. Umsjón með morgunfundunum er í höndum áhugahóps en Halldóra Kolka Ísberg, fyrrum gjaldkeri, er umsjónarmaður verkefnisins. Dagskrár þessara funda eru birtar á heimasíðu starfsmannasviðs. Vinnuaðstaða Á árinu hófst átak í að bæta vinnuaðstöðu hjá starfsfólki skólans. Alls hafa 44 starfsmenn í 7 starfseiningum tekið þátt í þessu verkefni. Starfsfólk fékk fræðslu um samspil vinnuumhverfis og álagseinkenna. Síðan fór sjúkraþjálfari á vinnustað hvers og eins þar sem gerð var úttekt og leiðbeiningar veittar um hvað betur mætti fara. Stefnt er því að bjóða fleiri starfshópum að taka þátt á næsta ári. Samstarfsverkefni við aðra háskóla Samstarf starfsmannasviðs við aðra háskóla, innlenda og erlenda var töluvert mikið á árinu. Vinnu- og fræðslufundur var haldinn í apríl sl. að Varmalandi í Borgarfirði á vegum Háskóla Íslands, Kennaraháskóla Íslands og Háskólans á Akureyri. Þátttakendur voru starfsmenn sameiginlegrar stjórnsýslu háskólanna. Á dagskrá var m.a. samningar háskólanna við menntamálaráðuneytið um kennslu og rannsóknir, lagaumhverfi háskóla, þróunaráætlanir deilda og stofnana, alþjóðasamstarf, kjarasamningar og fjárhagsleg áhrif þeirra og um hagnýt viðmið (Benchmarking). Í ágúst héldu þrír starfsmenn sviðsins á fund til Gautaborgar á vegum NUAS, sem er samstarfsvettvangur stjórnsýslufólks við Norræna háskóla. Fundurinn var svokallað storseminar, þar sem þátttakendum úr öllum faghópum var boðin þátttaka. Þema fundarins var Människan i fokus og var hægt að velja á milli margra áhugaverðra fyrirlestra. Starfsmannasvið hefur líka tekið þátt í hugtakafræðiverkefni, Nordisk terminologi, á vegum NUAS á árinu. Það verkefni tekur til veforðabókar á öllum Norðurlandamálunum og spannar þau hugtök sem ná yfir nám og störf í háskólaumhverfinu. Í lok ársins voru komin á þriðja þúsund hugtaka í vefbankann. Mannauðskerfis ríkisins Háskólinn tók þátt í vali á nýju mannauðskerfi fyrir ríkissjóð og stofnanir hans. Fyrir valinu varð Oracle e-businesssuite. Þeir hlutar kerfisins sem innihalda sjálft mannauðskerfið verða innleiddir fyrst íbyrjun árs 2002 og mun Landspítali-háskólasjúkrahús hefja innleiðingu og verða þannig fyrsta stofnunin í því ferli. Innleiðing kerfisins hjá Háskóla Íslands er áætluð í þrepum, fyrst er innleiðing mannauðshlutans vorið 2002 og fjárhagshlutinn kemur í kjölfarið, en launakerfið er síðast. Mötuneyti í Aðalbyggingu Töluverðar endurbætur hafa farið fram á húsnæði mötuneytisins, sem er í kjallara Aðalbyggingar. Um nokkurt skeið hefur verið starfandi mötuneytishópur sem hittist reglulega og fundar með starfsmönnum mötuneytisins. Á þessum fundum gefst tækifæri til að bera fram óskir og kvartanir. Mötuneytishópurinn samanstendur af nokkrum gestum mötuneytisins, starfsmönnum þess svo og fulltrúum frá rektorsskrifstofu og starfsmannasviði. Samráðsnefnd um kjaramál Samráðsnefnd um kjaramál er skipuð af háskólaráði. Hún tók fyrst til starfa 1990 og hefur það hlutverk að tryggja samstarf og samráð við þau kjarafélög sem starfsfólk Háskólans eru aðilar að. Frá árinu 1997 hefur nefndin einnig farið með hlutverk aðlögunarnefndar stofnunarinnar vegna kjarasamninga og samstarfsnefnda eins og kveðið er á um í kjarasamningum. Nefndin er skipuð framkvæmdastjórum starfsmanna- og fjárreiðusviðs og Gísla Má Gíslasyni prófessor sem hefur verið formaður nefndarinnar frá hausti Tveir aðilar eru tilnefndir af því kjarafélagi sem til umfjöllunar er hverju sinni. Árið einkenndist öðru fremur af kjara- og stofnanasamningagerð. Hinn 30. apríl, sama dag og skrifað var undir kjarasamning Félags háskólakennara, var stofnanasamningur félagsins og Háskólans staðfestur. Aðilar að stofnanasamningnum við félagið eru: Háskóli Íslands, Raunvísindastofnun Háskólans, Stofnun Árna Magnússonar, Orðabók Háskólans, Tilraunastöð Háskólans í meinafræði, Íslensk málstöð og Landsbókasafn Ísl. - Háskólabókasafn. Meginmarkmið kjarasamningsins var að hækka dagvinnulaun með aukinni framleiðni innan þeirra. Í kjölfarið á kjarasamningi, samþykkti háskólaráð eftirfarandi breytingar á fyrri samþykktum sínum: Stjórnunarhluti lektora og dósenta lækkar í 6% (var 12%), heimild til lækkunar kennsluskyldu nýrra kennara fellur úr gildi, framgangur á milli rima er ekki heimilaður nema í samræmi við ákvæði í kjara- og stofnanasamningi, horfið verði frá því að veita kennurum í FH afslátt frá kennslu 43

44 44

45 við 55 og 60 ára aldur og heildaryfirvinna starfsmanna í FH skal ekki vera meiri en sem svarar 1,5 sinnum yfirvinnuþaki fyrir kennslu í launaflokki viðkomandi. Í kjölfar stofnanasamnings Félags háskólakennara og Háskóla Íslands, voru síðan samþykktar nýjar reglur um ráðningu og ráðningarréttindi aðjunkta (stundakennara á föstum launum) í Félagi háskólakennara, sem voru staðfestar í háskólaráði í desember. Þá var skipaður vinnuhópur til að móta starfs- og hæfnismat fyrir starfsfólk í stjórnsýslu- og þjónustustörfum í Félagi háskólakennara og skal hópurinn hafa lokið störfum fyrir 1. maí Um mitt ár var launakerfi lausráðinna stundakennara endurskoðað og fært í einfaldara horf. Tekið var mið af launatöflu Félags háskólakennara við útreikning á tímalaunum og ný launatafla tók svo gildi frá Á haustdögum 2001 var Háskóla Íslands úthlutað fé úr launapotti Starfsmannafélags ríkisstofnana til handa þeim sem lægst voru raðaðir innan þess félags. Í framhaldi af þeirri vinnu var farið í að endurskoða stofnanasamning félagsins við skólann og lauk þeirri vinnu í janúar Helstu breytingar eru ný grunnröðun nokkurra starfsheita í framhaldi af úthlutun úr launapottinum. Einnig var ákveðið að námskeiðsmat til launaflokkahækkunar yrði eins í öllum römmum. Í lok ársins var stofnanasamningur við kjarafélag viðskipta- og hagfræðinga undirritaður. Það var mat Kjaranefndar að tilefni væri til breytinga á launum prófessora í ljósi þeirra miklu breytinga sem urðu á launum viðmiðunarstétta þeirra, þ.e. háskólakennara, í kjarasamningum fyrr á árinu. Hinn 11. desember var lagður fram nýr úrskurður kjaranefndar um laun prófessora, sem hafði í för með sér töluverðar breytingar á kjörum þeirra og er þeim nú t.d. raðað í 7 launaflokka í stað fimm áður. Jafnréttismál Jafnréttisnefnd Háskóla Íslands Jafnréttisnefnd Háskóla Íslands tók til starfa í ársbyrjun Samkvæmt erindisbréfi nefndarinnar, dagsettu 12. júní 1997, nær starfssvið hennar til jafnréttismála í víðum skilningi. Í fyrstu hefur jafnréttisnefnd lagt áherslu á að framfylgja ákvæðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Meðal verkefna jafnréttisnefndar á árunum er að móta stefnu og gera sérstaka áætlun til að tryggja jafnstöðu þeirra sem teljast til minnihlutahópa við Háskóla Íslands. Í nefndinni eiga sæti fimm kjörnir fulltrúar auk starfsmanns frá starfsmannasviði og jafnréttisfulltrúa. Jafnréttisnefnd setur sér að markmiði að sjá um að upplýsingasöfnun og gagnavinnslu um jafnréttismál sé sinnt. Hún vill hafa frumkvæði að umræðu og fræðslu, koma með ábendingar, veita ráðgjöf og umsagnir í málum sem varða jafnrétti kynjanna og annarra hópa. Nefndin fylgist með kynjahlutfalli við stöðuveitingar, skipunum í nefndir, stjórnir og ráð og gerir athugasemdir við lög og reglugerðir í þeim tilgangi að koma jafnréttissjónarmiðum að. Árið 2001 ýtti jafnréttisnefnd í samstarfi við Stúdentaráð Háskóla Íslands úr vör verkefni sem kallast Vitundarvakning gegn fordómum. Átakið byggir á röð málfunda sem haldnir verða í Norræna húsinu á vor- og haustmisseri Á málfundunum verður leitast við að skilgreina fordóma og afleiðingar þeirra fyrir þolendur og þjóðfélagið. Málfundunum verður fylgt eftir með útgáfu fræðsluefnis um leiðir í baráttunni gegn fordómum. Ný jafnréttisnefnd var skipuð af háskólaráði þann 6. september Baldur Þórhallsson lektor í stjórnmálafræði við Félagsvísindadeild Háskóla Íslands var kosinn formaður nefndarinnar. Jafnréttisáætlun Jafnréttisætlun Háskóla Íslands var samþykkt á fundi háskólaráðs 19. október Jafnréttisáætlunin byggir á lögum nr. 96/2000 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla og tekur mið af tillögum millifundanefndar háskólaráðs um jafnréttismál frá 16. apríl Í áætluninni felst viðurkenning á nauðsyn þess að grípa til sérstakra tímabundinna aðgerða til að raunverulegt jafnrétti og jafnstaða kvenna og karla náist. Jafnréttisfulltrúi Í árslok 1999 var ráðinn starfsmaður jafnréttisnefndar þar sem starfsemi nefndarinnar hafði aukist mjög frá stofnun hennar. Árið 2001 var auglýst hálft starf 45

46 jafnréttisfulltrúa Háskóla Íslands. Í starfið var ráðin Rósa Erlingsdóttir, stjórnmálafræðingur og verkefnisstjóri jafnréttisátaks Háskóla Íslands og Jafnréttisstofu. Í starfslýsingu jafnréttisfulltrúa segir að markmið starfsins séu annars vegar að fylgja jafnréttisáætlun Háskóla Íslands eftir og hins vegar veita stjórnendum og öðru starfsfólki Háskólans ráðgjöf um jafnréttismál. Jafnréttisfulltrúi ber ábyrgð á framkvæmd jafnréttisáætlunar í samstarfi við framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs og jafnréttisnefnd H.Í. Jafnréttisfulltrúi heyrir undir stjórnsýslusvið og vinnur þar að stefnumótun og áætlunum á sviði jafnréttismála. Helstu samstarfsaðilar jafnréttisfulltrúa eru jafnréttisnefnd, námsráðgjafar, Rannsóknastofa í kvennafræðum og starfsfólk sameiginlegrar stjórnsýslu, deilda og stofnana Háskóla Íslands. Jafnréttisfulltrúi var í lok ársins 2001 kosinn varamaður í stjórn Rannsóknastofu í kvennafræðum. Jafnréttisátak Háskóla Íslands og Jafnréttisstofu Í apríl 2000 var undirritaður samstarfssamningur jafnréttisnefndar Háskóla Íslands, Jafnréttisstofu, félagsmálaráðuneytis, forsætisráðuneytis, iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis, menntamálaráðuneytis, Félags íslenskra framhaldsskóla, Eimskipafélags Íslands, Gallup-Ráðgarðs ehf, Orkuveitu Reykjavíkur, Landsvirkjunar og Stúdentaráðs Háskóla Íslands um átaksverkefnið Konur til forystu og jafnara námsval kynjanna. Markmið jafnréttisátaksins er annars vegar að fjölga konum í forystustörfum og hins vegar að jafna kynjahlutfall í hefðbundnum karla- og kvennafögum. Árið 2001 var unnið að þessum markmiðum með margvíslegum hætti. Á vormisseri var staðið fyrir sérstöku hvatningarátaki í verk- og tölvunarfræði fyrir stelpur í framhaldsskólum, haldinn voru sumarnámskeið í stjórnunarfræðum fyrir kvennemendur Háskóla Íslands og gefinn var út bæklingurinn Lykillinn að velgengni á vinnumarkaði. Þá var unnið var undirbúningi hvatningarátaks í hjúkrunarfræði og félagsráðgjöf fyrir stráka og ráðstefnu um konur og vísindi. Með Jafnréttisátakinu vill Háskóli Íslands, með stuðningi samstarfsaðila sinna, leggja sitt af mörkum til að jafna hlutdeild kynjanna í þekkingar- og upplýsingasamfélagi nýrrar aldar. Nánari upplýsingar um starf jafnréttisnefndar er að finna á heimasíðu nefndarinnar. Rekstur og framkvæmdir Almennt Rekstrar- og framkvæmdasvið var sett á laggirnar 1. september 2001, og er önnur meginstoðin í sameiginlegri stjórnsýslu Háskóla Íslands, ásamt akademískri stjórnsýslu. Rekstrar- og framkvæmdasvið hefur yfirumsjón með málefnum er lúta að rekstri Háskóla Íslands og framkvæmdum á hans vegum. Hlutverk sviðsins er að hafa eftirlit með öllum ferlum í rekstri Háskóla Íslands og tryggja að rekstur skólans sé skilvirkur og í samræmi við markmið hans. Fasteignir Háskólans eru tæplega 30 með fm auk fm í leiguhúsnæði og fm á byggingarstigi. Kennslustofur eru 88 fyrir utan tilraunastofur, og eru skjávarpar í rúmum helmingi kennslustofa og fer það hlutfall vaxandi. Rekstrar- og framkvæmdasvið skiptist í: Byggingar og tækni. Byggingar og tækni halda húsnæði, húsbúnaði, tæknibúnaði, bílastæðum og lóðum Háskólans í viðunandi ástandi. Fjárreiður. Fjárreiður annast áætlanagerð, bókhald, fjárvörslu, innkaup og launamál. Rekstur fasteigna. Rekstur fasteigna sér um allan almennan rekstur á húsnæði Háskóla Íslands. Verkefnin eru m.a. umsjón og ræsting húsnæðis og bókanir í stofur. Með rekstrar- og framkvæmdasviði starfa fjórar háskólaráðsskipaðar nefndir: Fjármálanefnd, Samráðsnefnd um kjaramál, Húsnæðis- og skipulagsnefnd og Bygginganefnd Náttúrufræðahúss. Tvær þessara nefnda tóku til starfa á árinu 2001; annars vegar Húsnæðis- og skipulagsnefnd sem skipuð var 19. mars 2001, og hins vegar Bygginganefnd Náttúrufræðahúss sem skipuð var 16. október 2001 og starfar sem ráðgefandi nefnd við lúkningu hússins. Húsnæðis- og 46

47 skipulagsnefnd hefur unnið að tveimur meginverkefnum, annars vegar undirbúningi uppbyggingar vísindagarða í Vatnsmýrinni og hins vegar að áframhaldandi undirbúningi Háskólatorgs, sem á að verða fjölnota bygging og mynda sameiginlega miðju sem þjónustumiðstöð alls háskólasamfélagins. Vísindagarðar Þekkingarþorp Vísindagarðar í Vatnsmýrinni, eða svokallað þekkingarþorp fyrir þekkingar og tæknifyrirtæki, var kynnt á blaðamannafundi rektors 19. september Breyting á deiliskipulagi svæðisins var auglýst í desember 2001 þar sem gert er ráð fyrir um fm húsnæði í 13 samtengdum byggingum. Frumhönnun húsasamstæðunnar liggur fyrir og er unnið að undirbúningi hlutafélags um áframhaldandi þróun viðskiptahugmyndarinnar og uppbyggingu verkefnisins. Gert er ráð fyrir einkafjármögnun á framkvæmdunum og verða viðskiptalegar forsendur lagðar til grundvallar uppbyggingu, þannig að ekki verða reist hús fyrr en leigusamningar liggja fyrir. Náttúrufræðahús Rekstrar- og framkvæmdasvið annast framkvæmd og eftirlit með byggingu Náttúrufræðahúss fyrir hönd Háskólans, en Framkvæmdasýsla ríkisins hefur yfirumsjón með verklegum framkvæmdum eftir að hönnun lýkur. Á árinu 2001 fékkst heimild til lántöku fyrir lokaáfanga hússins, og hefur verið unnið að frágangi 2. áfanga og undirbúningi lokaáfanga síðan í september 2001, ásamt því að ljúka niðurröðun notenda í húsið. Ráðinn hefur verið byggingastjóri hússins, og er stefnt að útboði lokaáfanga vorið 2002, þannig að hægt verði að taka húsið í notkun haustið Byggingar og tækni Við byggingarog tækni starfa um tuttugu manns að jafnaði en yfir sumarmánuðina fjölgar starfsmönnum talsvert, meðal annars vegna umhirðu lóða, auk fjölda verktaka. Verkefnin eru margþætt og snúast aðallega um að halda húsnæði, húsbúnaði, tæknibúnaði, bílastæðum og lóðum Háskólans í viðunandi ástandi. Helstu framkvæmdir á árinu 2001 voru eftirfarandi: Aðalbygging Viðamesta framkvæmd í Aðalbyggingu á þessu ári er viðgerð á opnanlegum fögum í öllu húsinu. Einnig voru lagðir tölvu- og raflagnastokkar um nær alla efstu hæðina og samhliða voru allir ofnar teknir frá og fluttir út úr húsi til hreinsunar. Námsráðgjöf flutti úr Aðalbyggingu í húsnæði Félagsstofnunar stúdenta við Hringbraut þar sem Ferðaskrifstofan var áður til húsa. Þar voru innréttingar endurnýjaðar sem og rafmagns-, tölvulagnir og loftræsting ásamt nýjum kerfisveggjum. Lögberg Eitt af stærri verkefnum árið 2001 var fullkomin endurnýjun á sal 101 í Lögbergi. Skipt var um loftræstingu, raflagnir, hátalarakerfi, loftklæðningu, ljósabúnað og stóla. Til þess að koma fyrir nýjum stólum með góðum vinnuborðum og rafmagnstengingum fyrir fartölvur, varð að breyta stöllum í gólfi og steypa í hluta af því upp á nýtt og setja ný gólfefni. Einnig var kennaraborð endurnýjað, ásamt aðstöðu fyrir pallborðsumræður, nýjum tússtöflum og nýjum skjávarpa. Ráðgert er að koma fyrir sjálfvirkum rafmagnsopnunarbúnaði á útihurðir á næsta ári. Árnagarður Sjálfvirkur rafmagnsopnunarbúnaður var settur á hurð aðalinngangs til að auðvelda aðgang fatlaðra. Nokkur herbergi voru tekin í gegn, máluð, slípuð upp gólf og lökkuð. Nýi Garður Boðin var út viðgerð á gafli vestanmegin. Öll klæðningin var brotin af og gaflinn hraunaður á hefðbundinn máta eftir viðgerðir á steinveggnum. Vegna mikilla rakaskemmda sem komnar eru í veggi og gólf í kjallara hefur komið í ljós að skipta verður um stóran hluta lagna undir gólfum. Oddi Öll almenn svæði í húsinu, þ.e. opin svæði, stigar, stigagangar og gangar, voru máluð. Handrið á stigum og pöllum voru endurgerð vegna skemmda. Komið var fyrir sjálfvirkum opnunarbúnaði á aðalinngang til að auðvelda aðkomu fatlaðra. 47

48 Íþróttahús Stigar og gangar upp í tækjasal og nýinnréttaða Kennslumiðstöð á annarri hæð voru endurunnir þ.e. ný gólfefni sett, hurðir endurgerðar, allt málað, lampar og raflagnir endurnýjaðar. Í íþróttasal var sett upp öflug grind með klæðingu á annan gaflvegginn. VR III Talsverðar breytingar voru gerðar á húsnæði Bygginga- og tæknideildar vegna samnýtingar húsnæðis með Rekstri fasteigna. Útbúnar voru nýjar skrifstofur, lager, sameiginleg kaffistofa og lítið fundarherbergi. Rekstur fasteigna flutti úr kjallara Nýja Garðs á árinu í VR III. Skólabær Borgarfræðasetur flutti inn í Skólabæ á árinu og var af því tilefni farið í ýmsar smálagfæringar innan dyra og utan. Efsta hæðin almáluð, lagfærð gólfefni, klósetti breytt, utandyra lagfærðar tröppur og handrið á tröppum hækkuð. Eirberg Framkvæmdir við endurnýjun á þaki eldra hússins lauk fyrir skólabyrjun. Settar voru upp í húsinu 36 eldvarnarhurðir samkvæmt nýrri brunakönnun. Einnig kom í ljós að lagnir undir gólfum í kjallara eru mjög illa farnar og skipta þarf um þær. Læknagarður Innréttingu 1. hæðar 1. áfanga lauk fyrri part ársins, þ.e. allir almenningar, klósettkjarni, fundar- og kennslustofa, vönduð matar- og kaffistofa með sætum fyrir 56 manns. Einnig er vel á veg komin innrétting annarra herbergja á 1. hæð, áætlað er að þeirri vinnu ljúki fyrir mitt sumar Endurnýjun á kaldavatnslögnum í húsinu hófst á árinu. Settur var þakhattur á alla steypta veggi sem ganga upp fyrir þak. Hluti þakklæðningar og allar rennur voru endurnýjaðar. Ýmislegt Mikil vinna hjá rafvirkjum fór í uppsetningar og tengingar á nýjum skjávörpum í kennsluhúsnæði Háskólans. Ákveðið var að ráða til starfa byggingatæknifræðing hjá Bygginga- og tæknideild og var auglýst fyrir áramót eftir umsóknum. Áætlað er árið 2002 að leggja áherslu á öryggis- og aðgengismál. Lóðir og bílastæði Annars vegar var um að ræða hefðbundna sumarumhirðu sem tekur til ræktunar og viðhalds og eru ráðnir til þess u.þ.b. 15 unglingar sem vinna við hin fjölbreytilegustu garðyrkjustörf. Hins vegar er um ræða störf á ársgrundvelli sem taka til allrar umhirðu og þrifa á lóðum, trjáklippinga, úðunar, viðhalds tækja og ýmissa lagfæringa, snjómoksturs og söndunar gangstíga. Leitast er við að halda samgöngum greiðum fyrir gangandi sem akandi. Hvað nýframkvæmdir snertir voru þær helstu við VR I-II þar sem ónýtir gangstígar og tröppur voru fjarlægðar, jarðvegsyfirborð lækkað og lagðar nýjar gönguleiðir með snjóbræðslulögn, m.a. til að bæta aðkomu fyrir fatlaða. Einnig voru bílastæði við suðurgafl VR II malbikuð. Aðrar helstu nýframkvæmdir voru sem hér segir: Malbikun og endurskipulag bílastæða við Odda. Malbikun bílstæðis að hluta við Aðalbyggingu. Endurnýjun baklóðar við Lögberg: endurhlaðinn hraunveggur, hellulögn með snjóbræðslu og malbikun bílastæðis við norðurenda hússins. Lagðir gangstígar að malarstæðum við Sæmundar- og Sturlugötu. Frágangur við Nýja Garð og ný drenlögn við húsið. Endurnýjun bílastæðabúlka á malarstæðum og endursmíði garðbekkja í Skeifu. Rekstur fasteigna Starfsmenn reksturs fasteigna eru að jafnaði um 85. Flestir starfa við ræstingar, eða um 70. Umsjónar- og tækjamenn eru 11 talsins. Við stjórnun og skrifstofustörf starfa fjórir starfsmenn að jafnaði. Auk þess kemura að starfseminni nokkur fjöldi verktaka, aðallega vegna ræstingar. Helstu verkefni Reksturs fasteigna eru; umsjón húsa, ræsting og bókanir í kennslustofur og gestaíbúðir. Endurskipulag ræstinga Á árinu 2001 var haldið áfram við endurskipulagningu á ræstingu. Mun því verki ljúka árið Kvörtunarferlið hefur verið til skoðunar og unnið er að því að gera það betra og skilvirkara. 48

49 Öryggismál Öryggismál eru að verða æ stærri þáttur í starfsemi Reksturs fasteigna. Á haustmánuðum var sex skjávörpum stolið úr kennslustofum og var strax gripið til þess ráðs að setja upp öflugri festingar. Jafnframt var óskað eftir innbrotsvöktun og verður ákvörðun um slíkan samning tekin í byrjun árs Aðgangsstýringar hafa verið til skoðunar á árinu og er ráðgert að sett verði upp kerfi í Haga á vormánuðum Brunavöktun var boðin út í lok nóvember og verður gengið til samninga við öryggisfyrirtæki í byrjun árs Tækjabúnaður í kennslustofum Rekstur fasteigna sér um búnað í almennum kennslustofum í samvinnu við kennslusvið, Reiknistofnun og bygginga- og tæknideild. Haldið var áfram að fjölga stofum með skjávörpum en þjófnaður á skjávörpum setti allar tímaáætlanir úrskeiðis.hluti tjónsins fékkst þó bættur. Sorphirðumál og endurvinnsla Sorphirðumál m.t.t. endurvinnslu og förgunar spilliefna hafa verið í skoðun á árinu. Reiknað er með því að fara út í söfnun á pappír snemma á næsta ári. Náið samstarf er við starfshóp um umhverfisstefnu Háskóla Íslands vegna þessa. Fjárreiður Helstu verkefni fjárreiðusviðs eru áætlanagerð, bókhald, fjárvarsla, innkaup og vinna með fjármálanefnd að tillögum um skiptingu fjárveitinga hvers árs. Árið 2001 urðu talsverðar skipulagsbreytingar í tengslum við fjárreiðusvið, þar sem launadeildarhluti starfsmannasviðs var fluttur til fjárreiðusviðs, auk þess sem upplýsingaskrifstofa í aðalbyggingu og símaskiptiborð skólans tilheyrir nú fjárreiðusviði. Fjárreiður og rekstur 2001 Verulegar skipulagsbreytingar voru gerðar á yfirstjórn Háskóla Íslands á árinu Stofnað var fjárreiðusvið og það fellt undir nýstofnað framkvæmda- og rekstrarsvið. Fjárreiðusvið tók við öllum helstu verkefnum fjármálasviðs þ.e. áætlanagerð, reikningshaldi, fjárvörslu, innkaupum og vinnu með fjármálanefnd og rektor að tillögum til háskólaráðs um skiptingu fjárveitinga hvers árs. Þá var launadeildin í árslok 2001 færð frá stafsmannasviði til fjárreiðusviðs. Á árinu 2001 var haldið áfram þróun vefaðgangs fyrir stjórnendur að reikningshalds- og áætlanakerfinu Navision Financials og frá 1. nóvember voru öll bókhaldsskjöl skönnuð inn í kerfið og aðgengileg á tölvuskjá hjá notanda. Í árslok var ákveðið að Háskóli Íslands ynni með Ríkisbókhaldi að því að innleiða Oracle Finacials e-business suite á árinu 2002, en ríkið gerði á árinu 2001 samning við Skýrr um kaup á því kerfi fyrir allar ríkisstofnanir. Með því sameinast í eitt kerfi reikningshald, starfsmannamál og launamál ásamt innkaupum, birgðakerfi, eignaskráningu og verkbókhaldi. Áætlað er að Háskóli Íslands taki kerfið í notkun í maí Rektor og menntamálaráðherra undirrituðu 5. október 1999 samning um kennslu og fjárhagsleg samskipti. Þessi samningur gerbreytti fjárhagslegri stöðu Háskóla Íslands með því að tryggja að fjárveitingar verði í takt við nemendafjölda og virkni nemenda í námi. Á árinu 2001 var óskað eftir endurskoðun á samningnum þar sem virkir nemendur eru nú fleiri en gert var ráð fyrir í samningnum. Nauðsynlegt er að endurskoða samninginn til þess að tryggja að Háskóli Íslands fái greitt fyrir þá nemendur sem hann kennir, þannig að hvatinn til þess að fjölga nemendum í völdum greinum og bæta virkni allra verði áfram til staðar. Samningurinn hefur veruleg áhrif á skipulag fjármála og áætlanagerðar innan skólans. Þessi áhrif eiga væntanlega enn eftir að aukast þegar gengið hefur verið frá samsvarandi árangurssamningi um rannsóknir. Þann 20. desember 2001 var undirritaður samningur við menntamálaráðuneytið um rannsóknir. Í samningnum er ákvæði um að þróa fyrir mitt ár 2002 mælikvarða til þess að árangurstengja fjárveitingar til rannsókna. Leitað var sérstaklega tilboða í öll stærri innkaup og má þar á meðal nefna 63 tölvur fyrir tölvuver, tölvur og skjávarpa fyrir 15 kennslustofur og 96 vandaða stóla með borði og tölvutengingu í fyrirlestrarsal 101 í Lögbergi. Hagstæð tilboð fengust í öllum tilvikum. Fundað var með Ríkiskaupum um útboð á rafrænum viðskiptum með rekstrarvörur, svokallað markaðstorg sem áætlað er að taka í notkun í árslok

50 Framkvæmdastjóri fjárreiðusviðs og deildarstjóri áætlanadeildar unnu með fjármálanefnd háskólaráðs eins og áður. Nefndin vann með sviðinu að mörgum þeim verkefnum sem hér hafa verið upp talin. Háskólaráð skipaði í júní sérstaka stjórn sjóða í vörslu Háskóla Íslands. Stjórnin vann að því að móta fjárfestingarstefnu fyrir sjóðina sem ráðgert er að ávaxta sameiginlega í einum regnhlífarsjóði. Heildareignir sjóðanna eru nær m.kr. Heildartölur um rekstur Háskóla Íslands 2001 með samanburði við árið 2000 Fjárveiting á fjárlögum nam 2.859,4 m.kr. Til viðbótar komu fjárheimildir, einkum frá menntamálaráðuneytinu, til sérstakra verkefna að fjárhæð 52,7 m.kr. Þá fengust 80 m.kr. á fjáraukalögum til rannsókna og 181,8 m.kr. vegna launahækkana í samræmi við kjarasamninga og úrskurð kjaranefndar. Þann 20. desember skilaði Háskóli Íslands uppgjöri vegna kennslusamnings þar sem fram kom að Háskólinn telur að hann eigi inni 123,7 m.kr. vegna fjölgunar nemenda, 48,4 m.kr. vegna leiðréttingar á framsetningu fjárlaga og 26,6 m.kr. vegna óbættra launahækkana og verðlagsbreytinga. Samkvæmt samningnum á að ljúka uppgjöri fyrir lok janúar en um miðjan aprílmánuð 2002 hafði menntamálaráðuneytið ekki lokið við uppgjör í samræmi við kennslusamninginn. Í þessum ársreikningi er þó gert ráð fyrir hluta þessarar uppgjörskröfu eða 100 m.kr. Af ritlauna- og rannsóknasjóði prófessora komu 88,5 m.kr. Samtals námu fjárveitingar 3.362,4 m.kr. Stærsta viðbótarverkefnið sem Háskólanum var falið að vinna á árinu 2001 var endurmenntun framhaldsskólakennara 38,0 m.kr. Greiðslur úr ríkissjóði á árinu námu 3.278,7 m.kr. og batnaði staða Háskóla Íslands við ríkissjóð um 83,7 m.kr. og var Háskólinn skuldlaus um áramót að teknu tilliti til áætlaðs uppgjörs vegna kennslu. Sértekjur námu alls 1.814,2 m.kr. samanborið við 1.798,2 m.kr. árið áður. Skiptingin kemur fram í rekstrarreikningi. Sérstakrar athygli er vert að erlendar tekjur nema 326,3 m.kr. og eru nær jafnar framlagi Happdrættis HÍ sem nam 330 m.kr. Alls voru til ráðstöfunar 5.176,7 m.kr. samanborið við 4.771,6 m.kr. árið Útgjöld námu alls 5.000,3 m.kr. samanborið við 4.540,8 m.kr. árið áður og varð rekstararafgangur Háskólans 176,2 m.kr. samanborið við 230,7 m.kr. afgang árið áður. Þessi góða afkoma á árinu 2000 er til kominn vegna 235,3 m.kr. óreglulegra tekna á því ári. Afgangurinn á árinu 2001 er m.a. vegna framlaga ESB til rannsókna sem ekki er lokið. Rekstrarútgjöld hækkuðu um 496,3 m.kr. eða 12,1% milli ára en framkvæmdaliðir lækkuðu um 36,9 m.kr. Heildarútgjöld jukust því um 459,4 m.kr. eða 10,1%. Kennsla Rekstur Háskóla Íslands hefur verið erfiður á undanförnum árum, vegna þeirrar þenslu sem er í efnahagslífi landsins. Háskólinn hefur átt erfitt með að greiða kennurum laun sem eru sambærileg við það sem aðrar stofnanir í ríkiskerfinu og hinn frjálsi vinnumarkaður greiða vel menntuðu starfsfólki. Fyrri hluta ársins voru gerðir samningar við grunnskólakennara og framhaldsskólakennara sem leiddu til verulegrar hækkunar grunnlauna. Þann 30. apríl var skrifað undir kjarasamning og stofnanasamning við Félag háskólakennara sem hækkaði grunnlaun þeirra verulega en á móti var leitað hagræðingar varðandi aðra þætti kjarasamningsins. Í kjölfarið úrskurði kjaranefnd í desember um laun prófessora og hækkaði grunnlaun þeirra til samræmis við samning Félags háskólakennara. Bókfærð gjöld umfram sértekjur á kennsludeildir nam 2.184,9 m.kr. og fjárveiting 2.259,9 m.kr. Rekstur kennsludeilda var því í jafnvægi á árinu. Endurmenntunarstofnun Háskólans efldist enn á árinu og námu tekjur af endurmenntun og símenntun 227,5 m.kr. samanborið við 188,6 m.kr. árið áður. Rannsóknir Jákvæð þróun varð í fjármögnun rannsókna á árinu 2001 eins og árið áður. Erlendir styrkir jukust einnig verulega og námu 326,3 m.kr. samanborið við 226,7 m.kr. árið áður. Innlendir styrkir jukust einnig og námu 322,1 m.kr. samanborið við 285,6 m.kr. árið áður. Styrkirnir eru að mestu til rannsókna, en þó er hluti erlendu styrkjanna sérstaklega ætlaður til aukinna erlendra samskipta nemenda og kennara. Aðrar sértekjur af þjónustu og rannsóknum námu 375,3 m.kr. samanborið við 339,9 m.kr. árið áður. Erlendu styrkirnir, 326,3 m.kr., voru til rannsókna og til þess að efla erlend samskipti. Meðal verkefna sem hlutu erlenda styrki yfir 2 m.kr. voru: Læknadeild vegna augnrannsókna og rannsókna á síþreytu, hagfræðiskor vegna kennslu króatískra 50

51 hagfræðinema og hagfræðistofnun vegna rannsókna á fiskveiðum og orkumálum; heimspekideild vegna norræns sumarnámskeiðs og norræns rannsóknasamstarfs, verkfræðideild vegna hitaveiturannsókna og Evrópurannsókna (ESPIS); raunvísindadeild vegna alþjóðlegs námskeiðs um botndýrarannsóknir, rannsókna á hitakærum örverum, rannsókna á sjóbleikju og örverurannsókna; félagsvísindadeild vegna rannsóknarinnar NORDIC BODY, hjúkrunarfræðideildin vegna norræns samstarfs; Endurmenntunarstofnun vegna sumarskóla, Siðfræðistofnun vegna siðfræðirannsókna, Sjávarútvegsstofnun vegna fiskveiðilíkans, Rannsóknaþjónusta Háskólans og Sammennt vegna KER, kortlagningar starfa, árs tungumála, ON the MOVE, LEONARDO o.fl.; Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins vegna ERASMUS, COMENIUS, SOKRATES, og NORDPLUS-stúdentaskipta. Sameiginleg stjórnsýsla og rekstur fasteigna Halli varð á rekstri sameiginlegrar stjórnsýslu á árinu 2001 og ennfremur varð halli á rekstri sameiginlegra útgjalda, einkum vegna aukins kostnaðar við rannsóknarmisseri kennara í kjölfar gengissigs íslensku krónunnar. Afgangur varð á rekstri fasteigna m.a. í kjölfar hagræðingarátaks í ræstingum. Framkvæmdafé Framlög frá Happdrætti Háskóla Íslands til viðhalds bygginga, framkvæmda og tækjakaupa námu 330,0 m.kr. samanborið við 325 m.kr. árið Stærsta einstaka nýbyggingarverkefnið var bygging Náttúrufræðahúss, 183 m.kr., en þar af greiddi ríkissjóður 30 m.kr. Stærstu viðhaldsverkefnin voru endurnýjun á fyrirlestrarsal 101 í Lögbergi, endurnýjun á hluta þaksins á Eirbergi og endurnýjun á loftræstikerfum í Læknagarði, Lögbergi og VRII. 51

52 Ársreikningur Háskóla Íslands 2001 Rekstrarreikningur Breyting Rekstrartekjur: þús.kr. þús.kr. % Fjárlög ,4% Sérverkefni ,8% Fjáraukalög* ,2% Fjárveiting alls ,1% Breyting á ríkissjóðsstöðu ,4% Greitt úr ríkissjóði á árinu ,5% Framlag Happdrættis H.Í ,5% Annað framlag til bygginga ,2% Skrásetningargjöld ,4% Endurmenntun, símenntun ,6% Erlendar tekjur (styrkir) ,9% Innlendir styrkir ,8% Aðrar sértekjur ,4% Óreglulegar tekjur ,1% Vaxtatekjur ,1% Sértekjur ,9% Rekstrartekjur alls ,5% Rekstrargjöld: Laun ,6% Rekstur ,6% Stofnkostnaður ,8% Fjármagnsgjöld ,2% Útgjöld alls ,1% Þar af til framkvæmdaliða ,2% Tekjur umfram gjöld ,6% Staða við ríkissjóð í árslok ,9% Efnahagsreikningur þús.kr þús.kr Eignir Sjóðir og bankareikningar Skammtímakröfur Hlutafé Eignir alls Skuldir Skammtímaskuldir Skuld við ríkissjóð Langtímaskuldir Höfuðstóll Skuldir alls * Vegna fjölgunar nemenda, kjarasamninga og rannsókna þar með talin áætluð óuppgerð kennsla á árinu 2001: 100 m.kr. 52

53 Yfirlit yfir rekstur einstakra verkefna árið 2001 Allar tölur eru í þúsundum króna Útgjöld Tekjur Mismunur Fjárveiting Afgangur og millif. /-Halli Yfirstjórn Sameiginleg útgjöld Rekstur fasteigna Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins Endurmenntunarstofnun HÍ Stofnanir og sérverkefni Kennslu- og vísindadeildir: Aðstoðarmannakerfi og þróunarsjóður Guðfræðideild Læknadeild Lagadeild Viðskipta- og hagfræðideild Heimspekideild Tannlæknadeild Verkfræðideild Raunvísindadeild Félagsvísindadeild Lyfjafræði lyfsala Hjúkrunarfræði Íþróttakennsla Óreglulegir liðir Rekstur samtals Framkvæmdafé: Viðhald fasteigna Byggingar og tækjakaup Happdrættisfé Sala eigna Bjarkargata Framkvæmdafé samtals Háskóli Íslands samtals Framkvæmdafé Háskóla Íslands árið 2001 í þús.kr. Náttúrufræðahús Hagi* Háskólabíó* Læknagarður Tölvunet Umsjón og smærri verk Nýbyggingar alls Viðhald fasteigna Tækjakaup Húsgögn og búnaður Framkvæmdafé alls * Afborgun af lánum 53

54 Yfirlit yfir stöðu einstakra verkefna í árslok 2001 Allar tölur eru í þúsundum króna Fært frá Afgangur Samtals fyrri árum /-Halli Yfirstjórn Sameiginleg útgjöld Rekstur fasteigna Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins Endurmenntunarstofnun HÍ Stofnanir og sérverkefni Kennslu- og vísindadeildir: Aðstoðarmannakerfi og þróunarsjóður Guðfræðideild Læknadeild Lagadeild Viðskipta- og hagfræðideild Heimspekideid Tannlæknadeild Verkfræðideild Raunvísindadeild Félagsvísindadeild Lyfjafræði lyfsala Hjúkrunarfræði Íþróttakennsla Kennsludeildir samtals Óreglulegir liðir Rekstur samtals Framkvæmdafé: 5.50 Viðhald fasteigna Byggingar og tækjakaup Happdrættisfé Sala eigna Framkvæmdafé samtals Háskóli Íslands samtals

55 Sjóðir Háskólans Sjóðasafn Háskóla Íslands 2000 Nöfn sjóða Eign Tekjur Eign Afmælisgjöf Styrktarsjóðs verslunarmanna á Ísafirði Bókastyrktarsjóður prófessors Guðmundar Magnússonar Bræðrasjóður Háskóla Íslands Dánargjöf Þórarins Jónssonar Dánarsjóður Björns M. Olsens Foreldra og sjö bræðra sjóður Framfarasjóður stúdenta Gjafasjóður Gunnlaugs Kristmundssonar Gjafasjóður Jóns og Þóru Magnússon Gjafasjóður Þorkels Þorlákssonar Gjöf Halldórs Andréssonar frá Tjarnarkoti Gjöf dr. Hannesar Þorsteinssonar Gjöf heimsferðarnefndar Þjóðræknifélagsins Háskólasjóður Hins ísl. kvenfélags Heiðurslaunasjóður Benedikts S.Þórarinssonar Minningarsjóður um Skúla Jónsson frá Boston Minningarsjóður dr. Alexanders Jóhannessonar Minningarsjóður Benedikts Sveinssonar sýslumanns Minningarsjóður sýslumannshjónanna Eggerts og Ingibjargar Briem Minningarsjóður stud. Juris Halldórs Hallgríms Andréssonar Minningarsjóður Hannesar Hafsteins Minningarsjóður Haralds prófessors Níelssonar Minningarsjóður Helga Hálfdánarsonar lektors Minningarsjóður Jóns prófasts Guðmundssonar Minningarsjóður Jóns Ólafssonar alþingismanns Minningarsjóður Jóns biskups Vídalíns Minningarsjóður dr. Ólafs Lárussonar prófessors Minningarsjóður Páls Bjarnasonar skólastjóra í Vestmannaeyjum Minningarsjóður Páls Melsteds Minningarsjóður frú Sigríðar Magnúsdóttur Minningarsjóður systkinanna frá Auðsholti, Elínar, Ísleifs og Sigríðar Minningarsjóður dr. Þorkels Jóhannessonar, rektors Námsstyrktarsjóður Ólafs Guðmundssonar Prestaskólasjóður Raskssjóður Styrktarsjóður Jóhanns Jónssonar frá Hrauni á Skaga Styrktarsjóður Læknadeildar H.Í Styrktarsjóður Lárusar H. Bjarnasonar hæstaréttardómara Verðlaunasjóður dr. juris Einars Arnórssonar Minningarsjóður Ragnheiðar Björnsdóttur Alls kr

56 Samtals hrein eign sjóða í vörslu Háskóla Íslands Nöfn sjóða Hrein eign Sáttmálasjóður Háskólasjóður Almanakssjóður Háskólasjóður hf. Eimskipafélags Íslands: Varðveitt af Háskóla Íslands Varðveitt af Eimskipafélagi Íslands Columbiasjóður Det Danske Selskabs Studenterleget Gjafasjóður Guðmundar J. Andréssonar gullsmiðs Gjafasjóður Guðmundar Thorsteinssonar Gjöf Framkvæmdabanka Íslands Minningarsjóður Guðmundar prófessors Magnússonar og Katrínar Skúladóttur Minningarsjóður um aldarafmæli frjálsrar verslunar á Íslandi Minningarsjóður dr.phil. Jóns Jóhannessonar prófessors Minningarsjóður Jóns Þorlákssonar verkfræðings Minningarsjóður norskra stúdenta Minningarsjóður dr. Rögnvalds Péturssonar Minningarsjóður Þórunnar og Davíðs Schevings Thorsteinsson Minningarsjóður Þorvalds Finnbogasonar stúdents Norðmannsgjöf Sjóður Árna Magnússonar Sjóður Níelsar Dungals Sjóður Páls Guðmundssonar frá Rjúpnafelli Styrktarsjóður Ragnheiðar Jónsdóttur Styrktarsjóður Þórbergs Þórðarsonar og Margrétar Jónsdóttur Verðlaunasjóður Alfreds Benzons Tækjasjóður verkfræði landmælingar Minningarsjóður Aðalsteins Kristjánssonar Sjóður dr. Ejnar Munksgaard Selma og Kay Langvads Legat Menningar- og framfarasjóður Ludvigs Storr Minningarsjóður Theodórs B. Johnsons Starfssjóður Guðfræðistofnunar Háskóla Íslands Sagnfræðisjóður dr. Björns Þorsteinssonar prófessors Heimspekisjóður Brynjólfs Bjarnasonar Almanak Háskólans Gjöf Bandalags Háskólamanna Háskólasjóður Stúdentafélags Reykjavíkur Starfssjóður Verkfræðistofnunar Háskóla Íslands Starfssjóður Læknadeildar Háskóla Íslands Framfarasjóður B.H. Bjarnasonar kaupmanns Styrktarsjóður fatlaðra stúdenta Gjöf Soffíu Jónsdóttur Sörensen Canada Trust sjóður Gjöf Gunnars Th. Bjargmundssonar Eggertssjóður Styrktarsjóður Listasafns Háskóla Íslands Sögusjóður stúdenta Verðlaunasjóður Óskars Þórðarsonar barnalæknis Sjóðasafn Háskóla Íslands Sjóðir samtals

57

58 Deildir Félagsvísindadeild Almennt yfirlit Félagsvísindadeild skiptist í sex skorir og eiga skorarformenn sæti í deildarráði ásamt deildarforseta, varadeildarforseta og tveimur fulltrúum stúdenta. Skorirnar eru: bókasafns- og upplýsingafræðiskor, félagsfræðiskor, mannfræði- og þjóðfræðiskor, sálfræðiskor, stjórnmálafræðiskor og uppeldis- og menntunarfræðiskor. Jón Torfi Jónasson, prófessor í uppeldis- og menntunarfræði, var deildarforseti til 30. júní og tók Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, þá við starfi deildarforseta. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, var varadeildarforseti til 30. júní og tók þá Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, prófessor í mannfræði, við starfi varadeildarforseta. Á haustmisseri 2001 voru konur í fyrsta sinn í meirihluta í deildarráði í sögu deildarinnar. Skrifstofustjóri deildar var Sigurbjörg Aðalsteinsdóttir. Skrifstofa deildarinnar hefur aðsetur í Odda. Á henni störfuðu, auk skrifstofustjóra, Aðalheiður Ófeigsdóttir fulltrúi, Ása Bernharðsdóttir fulltrúi, Ásdís Magnúsdóttir fulltrúi, Guðbjörg Lilja Hjartardóttir, verkefnisstjóri í félagsráðgjöf, (allar í hálfu starfi), Inga Þórisdóttir deildarstjóri og Lilja Úlfarsdóttir, deildarstjóri starfsmenntagreina (í fullu starfi). Á háskólafundi sátu Rannveig Traustadóttir dósent og Ólafur Þ. Harðarson prófessor til 1. júlí. Frá 1. júlí sátu háskólafund Rannveig Traustadóttir dósent, Jóhanna Gunnlaugsdóttir lektor og Baldur Þórhallsson lektor. Jörgen Pind var kjörinn í fjármálanefnd H.Í. sem fulltrúi félagsvísindadeildar, lagadeildar og viðskipta- og hagfræðideildar. Stefán Ólafsson prófessor sat í háskólaráði fyrir hönd félagsvísindadeildar, lagadeildar og viðskipta- og hagfræðideildar. Baldur Þórhallsson lektor var kjörinn formaður jafnréttisnefndar H.Í. Jón Torfi Jónasson, prófessor í uppeldis- og menntunarfræði og fráfarandi deildarforseti, var formaður alþjóðaráðs H.Í. Ólafur Þ. Harðarson, deildarforseti og prófessor í stjórnmálafræði, var formaður starfshóps um markaðs- og kynningarmál H.Í. Í ársbyrjun voru fastráðnir kennarar 35. Af þeim voru 17 prófessorar, 5 dósentar og 13 lektorar. Í hópi fastra kennara voru 16 konur og 19 karlar. Árið 1976 (við stofnun deildar) voru kennararnir 11, þar af tvær konur. Auk fastra kennara kenndu fjölmargir stundakennarar. Breytingar á starfsliði fastráðinna kennara á árinu voru þær að Einar Guðmundsson var ráðinn dósent í sálfræði, Kristín Loftsdóttir var ráðin lektor í mannfræði og Þorgerður Einarsdóttir var ráðin lektor í kynjafræði. Auk þess var Albert Jónsson ráðinn aðjúnkt í stjórnmálafræði. Tveir kennarar í deildinni hlutu framgang í starf dósents á árinu, Terry Gunnell og Unnur Dís Skaptadóttir. Félagsvísindadeild varð fjölmennasta deild Háskóla Íslands með um nemendur, en þeir voru um 300 þegar deildin var stofnuð Félagsvísindadeild Kk Kvk Samtals Skráðir stúdentar Brautskráðir: M.A.-próf B.A.-próf Ársviðbótarnám Doktorspróf 1 1 Kennarastörf 36,99 34, Stundakennsla/stundir ** Aðrir starfsmenn 9,01* 16,90* 16,30* 15,36* 2,5 11,25 13,75* Útgjöld (nettó) í þús. kr Fjárveiting í þús. kr * Félagsvísindastofnun meðtalin. Tölur um skráða stúdenta miðast við janúar árið eftir, þ.e. mitt námsárið. ** Tölur leiðréttar frá síðasta ári. 58

59 Kennslumál Helstu nýmæli í kennslustarfi eru uppbygging framhaldsnáms í deildinni og að haustið 1996 hófst kennsla til meistaraprófs í uppeldis- og menntunarfræðum. Námið er alla jafna skipulagt sem tveggja ára nám og er lögð áhersla á rannsóknamiðað framhaldsnám. Tveggja ára meistaranám í opinberri stjórnsýslu og stefnumótun innan stjórnmálafræðiskorar hófst haustið Á sama tíma hófst einnig tveggja ára meistaranám í mati á skólastarfi innan uppeldis- og menntunarfræðiskorar. Framhaldsnám í sálfræði hófst síðan haustið 1999 og uppfyllir námið skilyrði laga nr. 40/1986, með síðari breytingum um rétt til að kalla sig sálfræðing. Deildin á einnig aðild að M.A.-námi í umhverfisfræðum og M.A.-námi sjávarútvegsfræðum. Á haustmisseri var tekin upp kennsla til M.Ed. prófs í uppeldis- og menntunarfræði (45e), sem er starfsmiðað, á þremur sviðum; Fræðslustarf og stjórnun, Mat og skólastarf, kennslufræði og námsefnisgerð. Einnig var boðið upp á Dipl. Ed. nám (15e) á sömu sviðum. Þá var einnig boðið upp á kennslufræði til kennsluréttinda í fjarnámi og náms- og starfsráðgjöf í fjarnámi Nemendum í framhaldsnámi hefur fjölgað mjög og stunduðu 150 nemendur nám á árinu 2001 (þar af 8 í doktorsnámi). Á árunum útskrifuðust 46 nemendur með M.A. próf úr félagsvísindadeild úr eftirfarandi greinum: Bókasafns- og upplýsingafræði, félagsfræði, mannfræði, sálfræði, stjórnmálafræði og uppeldisog menntunarfræði. Fyrstu nemendurnir útskrifuðust í cand. psych. námi, 12 talsins í júní en þá var því einnig fagnað með samkomu í hátíðasal Háskóla Íslands að 30 ár voru liðin frá því kennsla hófst til B.A. prófs í sálfræði við Háskóla Íslands. Félagsvísindadeild hefur ákveðið að bjóða upp á námskeið kennd á ensku sem nema 30 einingum hið minnsta á hverju háskólaári, til þess að koma til móts við þarfir þeirra erlendu stúdenta sem hingað sækja. Á árinu var boðið upp á 9 námskeið, samtals 30 einingar, í bókasafns- og upplýsingafræði, stjórnmálafræði, mannfræði og þjóðfræði. Meðal annars hélt Godfrey Baldacchino, prófessor við háskólann á Möltu námskeiðið Félagsfræði smáríkja í félagsfræðiskor á haustmisseri. Alls stunduðu 32 erlendir stúdentar nám við deildina árið Þróunaráætlun deildar Lokið var við fyrstu útgáfu þróunaráætlunar deildar fyrir tímabilið Afmæli félagsvísindadeildar Félagsvísindadeild var sett á stofn 1976 og fagnaði 25 ára afmæli með margvíslegum hætti. Deildin gaf út bækling um kennslu og rannsóknir við deildina og var hann t.d. sendur öllum stúdentsefnum í nóvemberbyrjun. Jafnframt var þeim boðið til námskynningar í Odda 10. nóvember og á sögusýningu. Brot úr sögu félagsvísindadeildar sem opnuð var sama dag í Odda, og stóð hún til 20. nóvember. Þá afhenti forseti félagsvísindadeildar forseta Íslands bókagjöf á Bessastöðum þann 15. nóvember í tilefni af afmælinu. Í bókhlöðu forseta eru fjölmörg verk um íslenska sögu og menningu. Nú bættust í það safn nokkrir tugir bóka um félagsvísindi, sem deildarmenn hafa skrifað á undanförnum árum. Þess má geta, að forseti Íslands var fyrsti prófessorinn í stjórnmálafræði við deildina og eru nokkrir núverandi kennara gamlir nemendur hans. Eins og áður er sagt fagnaði sálfræðiskor því í júní að 30 ár voru liðin frá því að kennsla hófst í sálfræðiskor til B.A. prófs. Sálfræði hafði þó verið kennd við skólann í heimspekideild frá stofnun hans 1911, en greinin fluttist í félagsvísindadeild við stofnun hennar Uppeldis- og menntunarfræðiskor fagnaði því að 50 ár voru liðin frá því að kennsla hófst í kennslufræði til kennsluréttinda. Afmælisins var minnst með tvennum hætti: Þann 19. október var sérstakur starfsdagur fyrir kennara undir leiðsögn Fred A. Korthaugen sem var boðið hingað í tilefni afmælisins og laugardaginn 20. október var haldið málþing sem var öllum opið. Afmælishátíð deildar lauk með hófi fyrir starfsfólk deildarinnar sem haldið var þann 17. nóvember. 59

60 Doktorsvörn Fyrsta doktorsvörn við deildina var 12. október en þá varði Árelía Guðmundsdóttir doktorsrit sitt í stjórnmálafræði sem bar nafnið Íslenskur vinnumarkaður á umbrotatímum: Sveigjanleiki fyrirtækja, stjórnun og samskipti aðila vinnumarkaðarins. Andmælendur voru Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði, og Ingi Rúnar Eðvaldsson, dósent við Háskólann á Akureyri. Rannsóknir Kennarar í félagsvísindadeild hafa á undanförnum árum verið afkastamiklir við rannsóknir og ritstörf. Rannsóknir þeirra hafa birst í sérstökum bókum, í íslenskum og alþjóðlegum fræðitímaritum og safnverkum. Við deildina starfar Félagsvísindastofnun sem hefur það markmið að auka tengsl Háskólans við atvinnulífið og efla jafnframt fræðilegar rannsóknir í félagsvísindum. Meðal stærri rannsóknarverkefna stofnunarinnar undanfarið má nefna rannsókn á námsferli framhaldsskólanema, fjölþjóðlega rannsókn á lífsskoðun og framtíðarsýn, rannsókn á búsetu á Íslandi, launakannanir, rannsóknir á kynbundnum launamun, rannsókn á almannatryggingum á Íslandi með fjölþjóðlegum samanburði og rannsóknir á vinnuumhverfi fólks (Fyrirtæki ársins). Auk þess hefur stofnunin aðstoðað fjölmarga kennara félagsvísindadeildar við að safna rannsóknargögnum. Stofnunin hefur einnig gefið út mikið af fræðiritum. Félagsvísindastofnun hefur aflað sér tekna með rannsóknarstyrkjum og þjónusturannsóknum fyrir aðila utan og innan Háskólans. Friðrik H. Jónsson, dósent í sálfræði, var forstöðumaður stofnunarinnar. Félagsvísindadeild á aðild að Alþjóðastofnun, Rannsóknastofu í kvennafræðum, Sjávarútvegsstofnun og Umhverfisstofnun. Félagsvísindadeild á einnig aðild að Mannfræðistofnun. Forstöðumaður hennar er Gísli Pálsson, sem jafnframt var prófessor í mannfræði við deildina, og formaður stjórnar var Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, prófessor í mannfræði. Kennarar deildarinnar hafa margvísleg samskipti og samstarf við erlendar stofnanir og fræðimenn. Áhugi nemenda á því að stunda hluta náms erlendis á vegum ERASMUS og NORDPLUS fer vaxandi. Styrkir og samningar Nám í námsráðgjöf hlaut styrk úr starfsmenntasjóði Félagsmálaráðuneytisins Aukin gæði starfsmenntunar vegna fjarnáms í námsráðgjöf. Þá hlaut greinin styrk frá Menntamálaráðuneytinu vegna sama verkefnis. Styrkur fékkst frá Menntamálaráðuneytinu vegna fjarnáms í kennslufræði og úr háskólasjóði til uppbyggingar á nýrri námsleið: Fræðslustarf og stjórnun. Á árinu var undirskrifaður samningur við Félagsþjónustuna í Reykjavík um styrk til að kosta starf lektors í félagsráðgjöf til 5 ára. Starfið var auglýst á árinu og skipað í dómnefnd og verður ráðið í starfið frá 1. janúar Verðlaun og viðurkenningar Á árinu hlutu eftirtaldir kennarar viðurkenningu fyrir störf sín að kennslu og rannsóknum: Þann 19. júní hlutu Friðrik H. Jónsson, dósent í sálfræði og Svali Hrannar Björgvinsson, stundakennari í sálfræði, verðlaun Tækniþróunar hf., ásamt stúdentunum Ágústu Hlín Gústafsdóttur og Rúnu Cortes. Verðlaunasamkeppnin hét Upp úr skúffunum og verkefnið hét Hönnun frammistöðumatskerfis fyrir hugbúnaðarfyrirtæki. Á háskólahátíð 5. október hlaut Rannveig Traustadóttir, dósent í uppeldis- og menntunarfræði, verðlaun kennslumálanefndar H.Í. fyrir lofsverðan árangur á sviði kennslu og Gísli Pálsson, prófessor í mannfræði, hlaut verðlaun vísindanefndar H.Í. fyrir lofsverðan árangur á sviði rannsókna. Þann 22. nóvember hlaut Jón Torfi Jónasson, prófessor í uppeldis- og menntunarfræði verðlaun Starfsmenntaráðs fyrir rannsóknir sínar á starfsmenntun, eðli hennar og stöðu í íslenska skólakerfinu. Málþing og ráðstefnur Stjórnmálafræðiskor stóð að málþingi um áhrif Schengen aðildar í samvinnu við Samtök um vestræna samvinnu (SVS) í Varðbergi þann 21. febrúar. Erindi fluttu Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra, Ögmundur Jónasson alþingismaður, Þórunn Sveinbjarnardóttur og Andrés Pétursson framkvæmdastjóri. 60

61 Bókasafns- og upplýsingafræðiskor stóð að málþingi um hlutverk bókasafnsog upplýsingafræði í þekkingarstjórnun 18. apríl. Erindi fluttu Björn Bjarnason menntamálaráðherra, Jóhanna Gunnlaugsdóttir lektor, formaður bókasafnsog upplýsingafræðiskorar, Jón Torfi Jónasson prófessor, deildarforseti félagsvísindadeildar, Sigrún Klara Hannesdóttir prófessor, framkvæmdastjóri NORDINFO, Sveinn Ólafsson stundakennari og sérfræðingur á Landsbókasafni Íslands-Háskólabókasafni, Ingibjörg Sverrisdóttir stundakennari, bókasafnsupplýsingafræðingur í fjármálaráðuneytinu, Ásgerður Kjartansdóttir stundakennari, deildarstjóri í skjala- og bókasafni menntamálaráðuneytisins. Í pallborðsumræðum tóku nemendur þátt ásamt Anne Clyde, prófessor í bókasafns- og upplýsingafræði. Fundarstjóri var Ágústa Pálsdóttir, lektor í bókasafns- og upplýsingafræði. Málþingið var mjög fjölsótt. Félagsfræðiskor hagnýt fjölmiðlun, stóð fyrir 15. Norrænu ráðstefnunni um fjölmiðla- og boðskiptarannsóknir dagana ágúst og voru þátttakendur um 330 alls staðar af Norðurlöndum, frá Eystrasaltslöndunum og Rússlandi. Félagsfræðiskor hagnýt fjölmiðlun, stóð fyrir málþingi þann 9. ágúst um stöðu og framtíð íslenskra fjölmiðla. Uppeldis- og menntunarfræðiskor stóð að málþingi í tilefni af 50 ára afmæli kennslufræðinnar laugardaginn 20. október sem bar heitið: Kennarinn í spegli samtímans. Aðalfyrirlesari var Fred Korthagen prófessor. Einnig fluttu eftirtaldir ávörp og erindi: Ólafur Þ. Harðarson, deildarforseti félagsvísindadeildar, Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands, Sigrún Aðalbjarnardóttir prófessor, formaður uppeldis- og menntunarfræðiskorar, Hafdís Ingvarsdóttir, lektor í kennslufræði, Oddný Harðardóttir aðstoðarskólameistari og Sigurjón Mýrdal, dósent við Kennaraháskóla Íslands. Sölvi Sveinsson skólameistari, formaður félags framhaldsskóla, stjórnaði pallborðsumræðum. Lesið var upp úr kennarabókmenntum og nemendur í kennslufræði fluttu tónlist. Þingstjóri var Guðný Guðbjörnsdóttir prófessor. Auk þess voru haldnar reglubundnar málstofur í félagsfræði, félagsráðgjöf, sálfræði og stjórnmálafræði. Opinberir fyrirlestrar Eftirtaldir fyrirlesarar fluttu opinbera fyrirlestra í boði félagsvísindadeildar á árinu: 16. mars. Ruth Garrett Millikan, prófessor í heimspeki frá Connecticut-háskóla í Bandaríkjunum: Um margbrotinn tilgang í huga og menningu. Að fyrirlestrinum stóðu heimspekiskor, sálfræðiskor og Hugvísindastofnun. 20. mars. Donald Shankweiler, prófessor í sálfræði við Háskólann í Connecticut og vísindamaður við Haskins-rannsóknastofnunina í New Haven: Augu, heili og lesraskanir. 20. mars. Katrín Lund: Hæsta fjall Spánar. Staður í hvaða skilningi? Mannfræðistofnun Háskóla Íslands stóð einnig að fyrirlestrinum. 7. apríl. Gunvor Andersson, prófessor í félagsráðgjöf við Háskólann í Lundi: Child welfare and foster care seen from different perspectives. 10. apríl. Anne Brydon, lektor í mannfræði við Wilfrid Laurier University í Waterloo, Kanada: Artists with agency: Visualizing place and the extension of modernity in Iceland. Mannfræðistofnun Háskóla Íslands stóð einnig að fyrirlestrinum. 30. ágúst. Ivar Lovaas, prófessor í sálfræði við UCLA: Meðferð við einhverfu. Alþjóðleg rannsókn. 12. september. Diane Jones, prófessor við College of Education við University of Washington: Áhrif samfélagsins á líkamsímynd drengja og stúlkna á unglingsárum. 12. september. Bryan Jones, prófessor í bandarískum stjórnmálum við Washington-háskóla í Seattle:,,Perspectives on the Development of Arctic- Related Public Policies in the US and Canada. 8. nóvember. Michael T. Corgan, lektor í alþjóðastjórnmálum við Bostonháskóla í Bandaríkjunum: Homeland Security or Global Security? 16. nóvember. Sigrún Aðalbjarnardóttir, prófessor í uppeldis- og menntunarfræði: Í ljósi breyttrar heimsmyndar: Samfélagsvitund og samkennd. Heimasíða félagsvísindadeildar er: 61

62 Guðfræðideild Starfsfólk Ekki urðu breytingar á starfsliði deildarinnar á árinu 2001 og starfa því við deildina tíu starfsmenn sem fyrr, sex prófessorar, einn dósent og tveir lektorar í tímabundnum stöðum, annar þeirra í hlutastarfi og loks skrifstofustjóri í hlutastarfi. Á miðju ári tók Gunnlaugur A. Jónsson prófessor við af Hjalta Hugasyni sem forseti deildarinnar og á sama tíma tók Jón Ma. Ásgeirsson prófessor við starfi varaforseta. Nýskipan náms í guðfræðideild Umtalsverðar breytingar á námsskipan í guðfræðideild tóku gildi í upphafi haustmisseris Veigamesta breytingin er sú að nú er gert ráð fyrir að allir guðfræðinemar ljúki BA-námi (90e), óháð því hvort þeir kjósa að láta þar staðar numið eða halda áfram til embættisprófs eða MA-prófs. Þá er gert ráð fyrir sameiginlegu 1. ári sem jafnframt verður kjarninn í BA-náminu. Það sem vinnst við þessa breytingu er að aðkoman að deildinni verður fýsilegri. Nemendur fá þegar á fyrsta námsári nokkra innsýn í öll fræðasvið guðfræðinámsins. Hið sameiginlega 1. ár felur það meðal annars í sér að grískan hefur nú verið flutt yfir á 2. námsárið en hún hefur löngum reynst ýmsum nokkur þröskuldur. Í kjarna BA-námsins eru eftirtalin námskeið, þ.e. námskeiðin á 1. ári: Haust: Kirkjusaga Evrópu (fyrri hluti) 2 e (af 4) Samtíðarsaga og inngangsfræði N.t. 3 e Saga, trú og bókmenntir Ísraels 5 e Heimspekileg forspjallsvísindi 2 e Trúarbragðasaga 3 e Vor: Kirkjusaga Evrópu (síðari hluti) 2 e af 4 Guðfræði díakóníunnar 2 e Trúarheimspeki 2 e Inngangur að trúfræði 3 e Guðfræðileg siðfræði 5 e. Hér er ekki rúm til að greina frá þessum breytingum í smáatriðum. Þess skal þó getið að einnig voru settar nýjar reglur um forkröfur fyrir MA-námið í deildinni. MA-prófgráðan er jöfn cand. theol.-gráðunni að vægi. Báðar eru 150 einingar en að flestu öðru leyti er námið ólíkt. Miðað er við að þeir sem lokið hafa cand. theol.-gráðu geti tekið M.A.-gráðuna á einu háskólaári og öfugt. Að þessum viðamestu breytingum sem gerðar hafa verið á námsskipan deildarinnar um árabil hafði í tæpt ár unnið nefnd skipuð fulltrúum nemenda og kennara. Í nefndinni áttu sæti Arnfríður Guðmundsdóttir lektor, Berglind Hreiðarsdóttir stud. theol., Gunnlaugur A. Jónsson prófessor (formaður), Kristján Búason dósent, Kristján Valur Ingólfsson lektor og Sigfús Kristjánsson stud. theol. Nýjar reglur Mikið var samþykkt af nýjum reglum á árinu er flestar tengjast náminu á einn eða annan hátt. Þannig voru snemma árs samþykktar reglur um samfylgdarkerfi til þjálfunar prestsefna, en þar er um að ræða kerfi sem unnið er í samvinnu við biskupsstofu. Einnig voru samþykktar reglur um námsnefnd. Þá voru samþykktar reglur um endurmenntun og fræðslu fyrir almenning við guðfræðideild. Deildin hefur raunar um meira en tíu ára skeið lagt sitt af mörkum í þeim efnum með þátttöku í Leikmannaskóla þjóðkirkjunnar þar sem flestir kennarar deildarinnar hafa haldið námskeið. Einnig voru samþykktar reglur um kennslu og kennsluhætti við guðfræðideild. Loks var samþykkt ítarleg þróunaráætlun guðfræðideildar sem fráfarandi deildarforseti, Hjalti Hugason prófessor, hafði haft veg og vanda af. 62

63 Guðfræðideild Kk Kvk Samtals Skráðir stúdentar Brautskráðir: B.A.-próf Djáknar Cand.theol.-próf Kennarastörf 8 8,61 8 8,5 7,5 1 8 Aðrir starfsmenn 0,5 0,5 0,5 0,5 0,5 0,5 Stundakennsla/stundir * Útgjöld (nettó) í þús. kr Fjárveiting í þús. kr Tölur um skráða stúdenta miðast við janúar árið eftir, þ.e. mitt námsárið. * Tölur leiðréttar frá síðasta ári. Þemavika á vormisseri Eins og stundum áður var haldin sérstök þemavika á vormisseri (5.-9. mars) og var efni hennar að þessu sinni: Siðbreytingin á Norðurlöndum og nýjungar á sviði norrænna Lúthersrannsókna. Tveir útlendir gestir fluttu fyrirlestra í þemavikunni, þau Ingun Montgomery prófessor í Osló sem talaði um Siðbreytinguna á Norðurlöndum og sérkenni hennar og Antti Raunio dósent í Helsinki Starfsvika á haustmisseri Þau nýmæli í starfi deildarinnar voru að starfsvika á haustmisseri ( okt.) var að mestu helguð kynningu fyrir nýnema, þjálfun í akademískum vinnubrögðum og kynningu á stöðu einstakra fræðigreina innan guðfræðinámsins í heild. Eldri nemendur voru einnig velkomnir en annars miðað við að þeir notuðu vikuna til ritgerðasmíða og nytu við það leiðsagnar kennarar. Bókagjafir Guðfræðideild bárust á árinu veglegar bókagjafir frá frú Beatrice Bixon í New Haven í Bandaríkjunum. Hefur þessi mikli velunnari deildarinnar gefið deildinni mikið magn fræðirita sem varðveitt eru í Landsbókasafni-Háskólabókasafni. Bækurnar eru flestar á sviði gyðinglegra fræða og biblíufræða. Þessar veglegu bókagjafir frú B. Bixon eru þeim mun mikilvægari deildinni þar sem fjárhagur hennar hefur verið með þeim hætti að mikið hefur vantað upp á að nægilegu fé sé unnt að verja til bókakaupa. Erlendir fyrirlesarar og gestir Ola Tjørhom, prófessor við rannsóknarstofnun Lútherska heimssambandsins í ekúmenískum fræðum í Strassburg, flutti fyrirlestur um The Church as the Place of Salvation. On the Inter-relation between Justification and Ecclesiology. Magnús Þorkell Bernharðsson aðstoðarprófessor við Hofra University, New York, flutti fyrirlestur 23. október um Bókstafshyggju í nútíma íslam. Símenntun í sálgæslu Á árinu var skipaður starfshópur um símenntun í sálgæslu. Í starfshópnum eiga sæti Pétur Pétursson prófessor, formaður, Hjalti Hugason prófessor og sr. Sigfinnur Þorleifsson sjúkrahúsprestur, sem um árabil hefur sem stundakennari annast kennslu í sálgæslu við guðfræðideild. Mikil eftirspurn hefur verið eftir auknu námi í sálgæslu, ekki síst frá starfsfólki innan heilsugæslukerfisins, svo og hafa prestar kallað eftir símenntun á þessu fræðasviði. Vill deildin leitast við að koma til móts við þessar óskir og væntir góðs af samvinnu við Endurmenntunarstofnun Háskólans í þeim efnum. Heimasíða guðfræðideildar er: 63

64

65 Heimspekideild Almennt yfirlit Heimspekideild skiptist í sjö skorir: bókmenntafræði- og málvísindaskor, enskuskor, heimspekiskor, íslenskuskor, sagnfræðiskor, skor rómanskra og slavneskra mála og skor þýsku og Norðurlandamála. Íslenskuskor og skor íslensku fyrir erlenda stúdenta voru sameinaðar frá áramótum Skorarformenn eiga sæti í deildarráði ásamt deildarforseta, varadeildarforseta og tveimur fulltrúum stúdenta. Stjórn og starfslið Deildarforseti var Vilhjálmur Árnason, prófessor í heimspeki. Ástráður Eysteinsson, prófessor í almennri bókmenntafræði, var varadeildarforseti til 30. júní. Anna Agnarsdóttir, dósent í sagnfræði, tók við því starfi 1. júlí en hún var kosin varadeildarforseti á deildarfundi 9. febrúar. Skrifstofustjóri deildarinnar var María Jóhannsdóttir. Sameiginlegur aðalfulltrúi hugvísindasviðs (heimspekideild og guðfræðideild) í háskólaráði var Oddný G. Sverrisdóttir, dósent í þýsku, en varamenn þau Jón Ma. Ásgeirsson, prófessor í guðfræði, og Álfrún Gunnlaugsdóttir, prófessor í almennri bókmenntafræði. Aðalfulltrúar heimspekideildar á háskólafundi, auk deildarforseta, voru Sigríður Þorgeirsdóttir, Guðrún Þórhallsdóttir og Guðrún Björk Guðsteinsdóttir. Már Jónsson, Njörður P. Njarðvík og Auður Hauksdóttir voru varafulltrúar. Skrifstofa deildarinnar hefur aðsetur í Nýja-Garði. Þar störfuðu auk skrifstofustjóra Anna Guðný Sigurbjörnsdóttir fulltrúi og Hlíf Arnlaugsdóttir fulltrúi, báðar í hálfu starfi, og Guðrún Birgisdóttir alþjóðafulltrúi í 75% starfi. Starfsvettvangur Hlífar er einkum á skrifstofu í Árnagarði og meðal verkefna hennar er heimasíðugerð fyrir skorir og kennara deildarinnar. Við heimspekideild starfa fimm fastanefndir: fjármálanefnd, kynningarnefnd, stöðunefnd, vísindanefnd og undanþágunefnd. Eru þær deildarforseta og deildarráði til ráðuneytis um þau málefni sem falla undir verksvið þeirra. Stöðunefnd ber að skoða og veita umsögn um framgangs- og ráðningarmál. Reglum um nefndina var breytt á árinu og skipa hana nú sex prófessorar við deildina auk varadeildarforseta og deildarforseta sem jafnframt er formaður nefndarinnar. Vísindanefnd fjallar um mál sem tengjast rannsóknum og kennslu og fundaði nefndin reglulega á árinu. Formaður vísindanefndar er Már Jónsson, dósent í sagnfræði. Fjármálanefnd deildarinnar vinnur að skiptingu fjár á milli skora og fylgist með fjárhagsstöðu deildarinnar. Í henni situr auk deildarforseta og varadeildarforseta, Guðrún Guðsteinsdóttir, dósent í ensku, en hún tók við af Eiríki Rögnvaldssyni, prófessor í íslensku, sem setið hafði í nefndinni um árabil. Ný kynningarnefnd var skipuð árinu og hún gerð að fastanefnd í kjölfar þróunaráætlunar sem unnin var í deildinni. Formaður kynningarnefndar er Jón Ólafsson, forstöðumaður Hugvísindastofnunar, og situr hann jafnframt í kynningarráði Háskólans f.h. deildarinnar. Undanþágunefnd er ný nefnd í deildinni og fjallar hún um umsóknir þeirra sem vilja innritast í deildina án stúdentsprófs. Nefndin tekur í umboði deildarráðs lokaákvarðanir um þessar umsóknir að fengnu áliti viðkomandi skora. Auk þessara nefnda starfaði á árinu 2001 endurmenntunarnefnd sem fjallaði um þau tækifæri sem deildin hefði til að bjóða upp á endurmenntun. Í ársbyrjun voru fastráðnir kennarar við deildina alls 65, þ. e. 26 prófessorar, 19 dósentar, 12 lektorar og 8 erlendir sendikennarar. Auk þess starfa fjölmargir stundakennarar við deildina. Þann 1. nóvember tóku gildi nýjar reglur um aðjunkta í Félagi háskólakennara og féllu þá úr gildi reglur um stundakennara á föstum samningi. Urðu þá alls 20 aðjúnktar við heimspekideild og munu þeir sitja skorarfundi og deildarfundi með atkvæðisrétt í öllum málum nema við veitingu nýrra starfa og framgangs. Fáeinar breytingar urðu á starfsliði deildarinnar. Magnús Fjalldal, dósent í ensku, hlaut framgang í starf prófessors og Guðmundur Jónsson, lektor í sagnfræði, hlaut framgang í starf dósents. Viola Miglio var ráðin dósent í spænsku frá 1. ágúst og Guðrún Nordal var ráðin lektor í íslenskum fornbókmenntum frá 1. ágúst. Guðrún hlaut jafnframt á árinu framgang í starf dósents. Valur Ingimundarson var ráðinn lektor í stjórnmálasögu frá 1. nóvember og greiðir ríkisstjórnin verulegan hluta launa hans. Halldór Ármann Sigurðsson, prófessor í almennum málvísindum, gerði starfslokasamning við Háskólann. Alexander Kravtsjik, dósent í rússnesku, sagði upp starfi sínu um mitt ár, en hann hafði verið í launalausu leyfi frá því á vormisseri Alberta Lai, sendikennari í 65

66 ítölsku, hvarf til annarra starfa, en ekki tókst að fá nýjan sendikennara frá Ítalíu til að taka við starfi hennar í byrjun haustmisseris. Elisabeth Alm, sendikennari í sænsku, lét af starfi eftir sjö ára dvöl hér á landi og við starfi hennar tók Lars- Göran Johansson í byrjun haustmisseris. Denis Bouclon, sendikennari í frönsku, lét einnig af starfi og Olivier Dintinger tók við starfi hans. Kennsla Kennsla í táknmálsfræði hófst að nýju á árinu eftir nokkurt hlé. Nám í rússnesku var minnkað í 30 e aukagrein. Hafið var samstarf við guðfræðideild og félagsvísindadeild um nám í trúarbragðafræðum. Samþykkt var að taka upp 30 e viðbótarnám í starfstengdri siðfræði og meistaranám í tungutækni. Þá hófst undirbúningur að námi í fornleifafræði eftir að rektor fól deildinni að standa að því í samstarfi við félagsvísindadeild og raunvísindadeild. Skipaði deildarforseti þriggja manna nefnd til að undirbúa námið. Formaður nefndarinnar er Helgi Þorláksson, prófessor í sagnfræði, og aðrir nefndarmenn þau Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, prófessor í mannfræði, og Sigurður Steinþórsson, prófessor í jarðfræði. Nám í fornleifafræði verður vistað í sagnfræðiskor. Haldið var áfram með fjarkennslu í íslensku til B.A-prófs og eru nú öll kjarnanámskeið í íslensku í boði eftir þessari námsleið. Heimspekideild Kk Kvk Samtals Skráðir stúdentar Brautskráðir: B.A.-próf B.Ph.Isl.-próf M.A.-próf M.Paed.-próf Cand.mag.-próf 1 Táknmálstúlkun 1 45 e. nám í hagn. íslensku 5 5 Doktorspróf 1 1 Kennarastörf 75,24 76,03 76,85 77,59 51,7 28,10 79,8 Sendikennarar Aðrir starfsmenn 5,9* 6,74* 4,8* 7,9* 6,62 6,25 12,87* Stundakennsla/stundir ** Útgjöld (nettó) í þús. kr Fjárveiting í þús. kr * Stofnanir deildar meðtaldar. Tölur um skráða stúdenta miðast við janúar árið eftir, þ.e. mitt námsárið. ** Tölur leiðréttar frá síðasta ári. Heiðursdoktorar Á háskólahátíð 5. október voru þau Jonna Louis-Jensen prófessor við Stofnun Árna Magnússonar í Kaupmannahöfn, og Preben Meulengracht Sørensen prófessor í norrænum bókmenntum við háskólann í Árósum, sæmd nafnbótinni doctor philosophiae honoris causa við heimspekideild Háskóla Íslands. Deildarfundur hafði líka samþykkt að sæma Helga Hálfdanarson skáld og þýðanda, nafnbótinni doctor litterarum islandicarum honoris causa en hann afþakkaði. Rannsóknir Rannsóknastarfsemi heimspekideildar fer að mestu fram á vegum fimm rannsóknastofnana deildarinnar og standa þær einnig fyrir margvíslegri útgáfustarfsemi. Auk þess sinna kennarar rannsóknum sínum sjálfstætt, eða í samvinnu við stofnanir deildarinnar eða aðra aðila innanlands sem utan. Á deildarfundi 26. apríl var samþykkt að breyta heiti Stofnunar í erlendum tungumálum í Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. Sjá nánar um rannsóknir í kafla stofnana undir Hugvísindastofnun. Þróunaráætlun Á háskólafundi 16. og 17. nóvember 2000 var samþykkt að hver deild og stofnun ynni að þróunaráætlun sem tæki mið af því að verkefni deildanna eru kennsla, rannsóknir, fræðsla og þjónusta. Undir þeirri yfirskrift (og í tengslum við vísindaog menntastefnu Háskólans) skyldi fjalla um helstu þætti í starfi deilda og stofnana, núverandi stöðu þeirra og áætlun næstu fimm árin. Með bréfi frá rektors- 66

67 skrifstofu dags. 19. janúar 2001 var deildum gert að semja slíka þróunaráætlun. Á deildarráðsfundi 5. janúar var skipaður sjö manna starfshópur til að vinna að þessu verkefni fyrir heimspekideild undir forystu deildarforseta. Hópinn skipuðu auk hans þau Anna Agnarsdóttir, Ástráður Eysteinsson, Dagný Kristjánsdóttir, María Jóhannsdóttir, Már Jónsson og Torfi H. Tulinius. Starfshópurinn hélt vikulega fundi í febrúar og mars. Verkefnið var tvíþætt. Annars vegar að safna margvíslegum upplýsingum um starfsemi deildarinnar og semja lýsingar um hana; hins vegar að móta tillögur um þróun deildarinnar á næstu árum. Hinn 31. mars skilaði starfshópurinn áfangaskýrslu sem innihélt einkum lýsingar á starfsemi deildarinnar. Á háskólafundi 6. apríl gerði deildarforseti grein fyrir skýrslunni og þeirri vinnu að þróunaráætluninni sem fram hafði farið innan deildarinnar.var mikil vinna síðan lögð í stefnumótunarkafla áætlunarinnar í nánu samráði við sitjandi skorarformenn áður en hún var samþykkt á fundi deildarráðs 14. september. Þar kom fram að helstu verkefnin sem við deildinni blasa séu að: Bæta fjárhagsstöðu deildarinnar, laða stúdenta til náms í deildinni, efla grunnnámið, styrkja framhaldsnámið, bæta starfsaðstöðu og starfsvirkni deildarmanna. Í þróunaráætluninni eru settar fram tillögur um hvernig vinna megi að því að leysa þessi verkefni á næstu árum, en eðli málsins samkvæmt hljóta þau að vera í stöðugri endurskoðun. Þróunaráætlunin var send til umsagnar fjármálanefndar, kennslumálanefndar og vísindanefndar Háskólans og síðan kynnt á háskólafundi 1. nóvember. Alþjóðasamskipti Erlendir stúdentar við heimspekideild voru 256 talsins á árinu. Af þeim voru 114 skráðir í íslensku fyrir erlenda stúdenta, og nemendur í skiptinámi á vegum Erasmus-menntaáætlunarinnar, Nordplus-menntaáætlunarinnar og ISEPstúdentaskipta við Bandaríkin voru 85. Í deildinni var boðið upp á 12 námskeið sem kennd voru á ensku, fyrir utan námskeið enskuskorar en þar fer nám að sjálfsögðu fram á ensku. Inni í þessum 12 námskeiðum eru styttri námskeið eins og málstofur heimspekiskorar sem voru 7 talsins. Námskeið í tungumálagreinum fara að jafnaði fram á viðkomandi tungumáli og hefur orðið vart við aukinn áhuga erlendra nemenda á námskeiðum í tungumálaskorum. Námskeiðin Highlights of Icelandic Literature og History of Iceland from the Settlement to the Present sem byrjað var að kenna á vormisseri 1999 fyrir styrk úr kennslumálasjóði voru í boði á vormisseri Námskeiðið Icelandic Culture Language and Literature, sem er hugsað fyrir erlenda skiptinema sem hingað eru komnir til að stunda annað nám en í Skor íslensku fyrir erlenda stúdenta, hefur verið í boði bæði misserin undanfarin fimm ár og eykst aðsókn ár frá ári. Boðið var upp á framhald af tungumálahluta námskeiðsins, þ.e. Language and usage II, vegna aukins áhuga nemenda á að geta verið í íslenskunámi bæði misserin sem þeir dveljast við Háskóla Íslands. Stúdentar deildarinnar sem fóru sem Erasmus-nemar á vegum Sókratesáætlunarinnar til erlendra háskóla á háskólaárinu voru 36 talsins. Nordplus-nemar úr heimspekideild á vegum Nordplus-áætlunarinnar voru 7. Þrír nemendur frá deildinni voru við nám í öðrum löndum en þessir samningar ná til. Kennarar deildarinnar tóku þátt í margvíslegum samskiptum við erlenda háskóla. Ásdís Egilsdóttir dósent í íslensku hefur verið þátttakandi í kennaraskiptanetinu Religion in Early Germanic Literature ásamt samstarfsmönnum í háskólunum í Bonn, Durham og Róm/Cagliari. Á háskólaárinu fóru fram kennaraskipti milli Háskóla Íslands og háskólans í Bonn. Jens Eike Schnall kenndi við íslenskuskor á tímabilinu mars 2001 og fjallaði einkum um ýmis lærdómsrit miðalda. Hann flutti einnig opinberan fyrirlestur á vegum Heimspekideildar, Konungsskuggsjá and Disticha Catonis. Ásdís Egilsdóttir kenndi við norrænudeild háskólans í Bonn á tímabilinu 23. apríl-4. maí 2001, fjallaði um Snorra-Eddu, barokkbókmenntir og rímur og aðstoðaði íslenskukennara við talæfingar í íslensku. Einnig flutti hún opinberan fyrirlestur á vegum deildarinnar, Die Blumen und die Bienen. Memoria-Bildsprache in der Jóns saga helga. Ásdís sótti árlegan samráðsfund í september Þóra Björk Hjartardóttir dósent við íslenskuskor, hélt tveggja vikna námskeið í íslensku nútímamáli í október 2001 sem Nordplus-skiptikennari við Færeyskudeild Fróðskaparseturs Færeyja í Þórshöfn. 67

68 Á vegum heimspekiskorar fóru að venju fram fjölbreytileg alþjóðleg kennaraskipti: Michael Adams frá Albright College í Bandaríkjunum kenndi málstofunámskeiðið Heimspeki skapgerðar í janúar-febrúar 2001, en heimspekiskor er með tvíhliða samning við Albright College; heimsókn Michaels var að hluta styrkt af heimspekiskor. Í mars-apríl kom Paul Gorner til Íslands sem Erasmus-skiptikennari frá háskólanum í Aberdeen og kenndi málstofunámskeið um heimspeki Thomasar Reid; heimsókn Pauls var einnig styrkt af heimspekiskor að hluta. Í maí kom Ruth Millikan til Íslands á vegum heimspekiskorar og sálfræðiskorar. Hún kenndi málstofunámskeiðið Raunhugtök, en Ruth Millikan er prófessor við Connecticut-háskóla. Í september 2001 kom Olli Luokola til Íslands sem Nordplus-skiptikennari frá háskólanum í Helsinki og kenndi málstofunámskeið um stjórnspeki og umhverfið. Í október kom annar Nordplus-skiptikennari, Hans Fink, frá háskólanum í Árósum og kenndi málstofunámskeiðið um framlag K. E. Løgtrup til siðfræði 20. aldar. Einnig kom í október Mara Rubene, siðfræðiprófessor við Lettlands-háskóla í Riga, en hún kenndi málstofunámskeiðið Heimspeki sem kerfi, um efni úr Gagnrýni dómgreindarinnar eftir Kant. Heimsókn hennar var styrkt af Nordic-Balticum áætlun Norðurlandaráðs. Í júlí 2001 var haldið tveggja vikna Sókrates-ákafanámskeið (intensive program) sem heimspekiskor skipulagði, en það fór fram í Rennes í Frakklandi í samstarfi við Rennes-háskóla 1. Efni námskeiðsins var Réttmæti stjórnvalds og ábyrgð í stjórnmálum. Kennararnir voru Antonio Casado da Rocha frá Baskaháskólanum í San Sebastián, Valeria Ottonelli og Raffaele Mastrolonardo frá Háskólanum í Genúa og Mikael M. Karlsson frá Háskóla Íslands. Jafnframt stjórnaði Mikael M. Karlsson þessu námskeiði. Nemendur frá Frakklandi, Spáni, Ítalíu, Írlandi, Þýskalandi, Skotlandi, Finnlandi, Lettlandi og Íslandi tóku þátt í námskeiðinu. Vilhjálmur Árnason kenndi í vikulangri málstofu um samræðusiðfræði við Lettlands-háskóla í maí 2001, en heimspekiskor tekur þátt í skiptiáætlun sem er styrkt af Norðurlandaráði. Mikael M. Karlsson kenndi einnig vikulanga málstofu um aristótelíska athafnafræði við Lettlands-háskóla í október Loks kenndi Mikael við háskólann í Genúa í tvær vikur í desember 2001 sem Erasmusskiptikennari. Guðmundur Hálfdanarson prófessor í sagnfræði, var fulltrúi í sameiginlegu verkefni Háskóla Íslands og háskólanna í Pisa og Gent. Verkefnið fékk styrk úr Culture 2000 áætlun Evrópusambandsins til útgáfu þriggja bóka um evrópska sögu. Bækurnar eru þegar komnar út undir heitinu Clioh s Workshop og eru þær gefnar út af háskólaforlaginu í Pisa (Edizoni Plus). Fyrsta bindið heitir The Sea in European History (ritstj. Ann Katherine Isaacs og Luc Francois), annað bindið Political Systems and Definitions of Gender Roles (ritstj. Ann Katherine Isaacs) og þriðja bindið Nations and Nationalities in Historical Perspective (ritstj. Ann Katherine Isaacs og Guðmundur Hálfdanarson). Margvísleg þátttaka í alþjóðasamskiptum var á vegum skora í erlendum tungumálum. Torfi H. Tulinius dósent í frönsku, var gistikennari eina viku í Université de Caen Basse-Normandie þar sem hann flutti fyrirlestra um íslenskar nútímabókmenntir og í Université Paul Valéry þar sem hann tók þátt í málstofu um frönskukennslu fyrir útlendinga og ráðstefnu um eiða á miðöldum. Einnig heimsótti Eyjólfur Már Sigurðsson, stundakennari í frönsku og deildarstjóri Tungumálamiðstöðvar, Louis Pasteur háskólann í Strasbourg í Frakklandi desember Þar kenndi hann japönskum nemendum frönsku og aðstoðaði nemendur í sjálfsnámi við tungumálamiðstöðvar skólans. Í febrúar var tekið á móti próf. Philippe Walter frá Université Stendhal í Grenoble. Hann flutti hér erindi á vegum miðaldastofu um Strengleiki Marie de France. Einnig átti hann viðræður við kennara í frönsku og meðlimi miðaldastofu um hugsanlegt samstarf milli þeirra og rannsóknastofnunar sem hann veitir forstöðu, Centre de recherches sur l imaginaire. Í mars dvaldi próf. Jean Renaud frá Université de Caen Basse Normandie hér í viku með styrk frá Sókrates áætluninni. Hann flutti fyrirlestra í námskeiðum á 1. og 2. ári í frönsku og vann með Ásdísi R. Magnúsdóttur að sameiginlegu verkefni þeirra (þýðingu á íslenskum þjóðsögum á frönsku). Í byrjun september kom próf. Chantal Charnet frá Université Paul Valéry Montpellier III í vikudvöl. Hún hélt námskeið fyrir kennara og nemendur greinarinnar um hvernig hægt er að nota Netið til að bæta og styrkja nám í frönsku. Einnig voru reifaðar hugmyndir um nánara samstarf skólanna á sviði 68

69 fjarkennslu en próf. Charnet hefur umsjón með fjarkennslu við háskólann í Montpellier. Um mánaðamót september - október tók Páll Skúlason rektor á móti rektor Université Paul Valéry, Michèle Weil, sem kom hingað ásamt fylgdarliði í tilefni þess að tíu ár eru liðin frá því að samstarfssamningur milli skólanna var fyrst undirritaður. Frú Weil tók þátt í stofnfundi Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur og ávarpaði samkomuna, auk þess sem samstarfssamningurinn var undirritaður aftur. Með frú Weil komu Annie-France Laurens, formaður alþjóðasamskiptanefndar Université Paul Valéry og Michèle Verdelhan, umsjónarmaður samskiptanna við Háskóla Íslands. Frá miðjum október fram í miðjan desember dvaldi hér framhaldsnemi í frönskukennslu fyrir útlendinga frá Université Paul Valéry. Hún heitir Céline Cagnac og starfaði sem aðstoðarkennari í nokkrum námskeiðum 1. árs í frönsku með góðum árangri fyrir hana og nemendur. M.a. starfrækti hún umræðuklúbb sem nemendur höfðu mikið gagn af. Í nóvember flutti Outi Merisalo, prófessor í rómanskri fílólógíu og forstöðumaður stofnunar í rómönskum og klassískum málum við Háskólann í Jyväskylä, röð fyrirlestra (15 st.) um miðaldaverkið Roman de Troie eftir Benoit de Sainte-Maure og klassískar fyrirmyndir þess. Fór kennslan fram á vegum norrænna kennaraskipta sem Outi Merisalo og Sigurður Pétursson lektor í grísku og latínu, höfðu skipulagt. Námsefnið miðaðist einkum við stúdenta í klassískum málum og í frönsku, en var þó öllum opið er áhuga höfðu. Spænskukennarar hafa formleg samskipti við sjö háskóla á Spáni: Santiago de Compostela, Salamanca, Barcelona, Alcalá de Henares, Universidad Autónoma de Madrid, Valencia og Cáceres. Nemendur velja í síauknum mæli að taka þriðja árið í þessum skólum eða háskólum Rómönsku Ameríku. Allir kennarar í spænsku fóru utan sem skiptikennarar, þrír fóru til Ítalíu og einn til Spánar. Jafnframt komu hingað tveir spænskir skiptikennarar: Luis Egurem frá Autónoma háskólanum í Madrid og Miguel Ángel Lama frá háskólanum í Cáceres. Þeir héldu báðir opinbera fyrirlestra við deildina. Viola Miglio tók einnig að sér að halda seminar um bestunarkenningu í hljóðfræði á sumarnámskeiði við Háskólann í Mexíkóborg. Á árinu gengust spænskukennarar fyrir því ásamt spænskukennarafélaginu að fá Menningarmálastofnun Spánar til að veita liðsinni við samningu orðabókar, spænsk-íslenskrar og íslensk-spænskrar. Bókaforlagið Edda gekk inn í samstarfið og vonast er til að skriður komist á orðabókarverkefnið. Í maí voru haldin alþjóðleg próf á vegum Menningarmálastofnunar Spánar en kennarar í greininni hafa umsjón með þessum prófum hérlendis. Einnig var gengið frá því að Háskóli Íslands sjái um alþjóðleg próf í viðskipta- og ferðamálaspænsku sem Verslunarráð Spánar stendur fyrir. Með þessu er lagður frekari grunnur að því að staðla það nám sem fer fram hér. Patricia Prinz verkefnisstjóri og kennari við Boston háskóla hélt fyrirlestra og námskeið í mars á vegum enskuskorar um menntun tvítyngdra barna og lýsti rannsóknarverkefni sem hún stýrir en markmið þess er að kanna hvernig aðlaga þarf menntun kennara að fjölmenningarlegra samfélagi. Pia Jarvad, sérfræðingur í dönsku hélt málstofu um danska málstefnu fyrir dönskunema. Um var að ræða hluta námskeiðs um danskt nútímamál. Lars Heltoft, prófessor í dönsku við Hróarskelduháskóla, kenndi hluta námskeiðs í dönsku máli. Sú nýbreytni varð í kennslu í þýsku að talfærninámskeið fyrir nemendur á fyrsta ári var haldið í samstarfi við háskólann í Tübingen frá 8. til 20. janúar. Um er að ræða samþjappað talfærninámskeið (Intensivkurs). Alls tóku 23 nemendur þátt í námskeiðinu. Umsjón með námskeiðinu hafði Oddný G. Sverrisdóttir dósent í þýsku, en samstarfsaðilar við háskólann í Tübingen voru prófessor Stefanie Würth, Wolfgang Rug og Donato Tangredi. Árið 2001 var í fyrsta skipti boðið upp á alþjóðlegt próf í þýsku, TestDaF. Prófið var haldið dagana 26. apríl. og 18. október. Umsjón með prófinu hafði Peter Weiß. Oddný G. Sverrisdóttir og Peter Weiß tóku þátt í erlendum kennaraskiptum. Oddný 69

70 fór og kenndi við norrænudeildina í háskólanum í Genúa, en Peter Weiß dvaldi við norrænudeildir háskólanna í Kiel og Greifswald. Einnig var haldið áfram samstarfi í Thematic Network Project II in the Area of Languages, sem stýrt er frá Berlín. Þýskunemar taka þátt í nemendaskiptum á vegum Sókrates-áætlunarinnar og fóru nemendur til Freiburg og Tübingen. Í samvinnu við félag þýskukennara, austurríska menntamálaráðuneytið og Endurmenntunarstofnun var haldið endurmenntunarnámskeiðið Österreich ist cool fyrir þýskukennara dagana 11. til 20. júní í Vín og Salzburg. Peter Weiß hélt fyrirlestur á ráðstefnunni Arbeitstagung der deutschsprachigen Skandinavistik sem haldin var í Askov dagana 10. til 14. ágúst. Oddný G. Sverrisdóttir hélt fyrirlestur á alheimsþingi þýskukennara (IDT) sem haldið var í Luzern 30. júlí til 4. ágúst. Önnur starfsemi Heimspekideild kom með ýmsum hætti að dagskrá í tilefni af 90 ára afmæli Háskóla Íslands. Ástráður Eysteinsson prófessor í bókmenntafræði, Oddný G. Sverrisdóttir dósent í þýsku, og Auður Hauksdóttir lektor í dönsku, sátu í nefndinni sem annaðist dagskrána. Má þar nefna þátttöku í opnum háskóla á haustmisseri í tilefni afmælisins, en kennarar í erlendum tungumálum skipulögðu námskeið fyrir grunnskólabörn á fjórtán stöðum á landsbyggðinni haustið Hafði Margrét Jónsdóttir lektor í spænsku, umsjón með þessu framtaki. Ásdís Rósa Magnúsdóttir lektor í frönsku við Háskóla Íslands, hafði umsjón með frönskunámskeiðunum. Gérard Lemarquis sá um kennsluna í Keflavík og kenndi Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands, fyrstu tímana með honum. Samstarfsaðili var Skúli Thoroddsen forstöðumaður Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum. Lilja Björk Stefánsdóttir og Francois Thierry-Mieg sáu um frönskukennsluna á Húsavík og Þórshöfn. Lilja notfærði sér Netið við kennslu og mæltist það mjög vel fyrir. Samstarfsaðili var Iðunn Antonsdóttir, forstöðumaður Fræðslumiðstöðvar Þingeyinga. Margrét Jónsdóttir lektor í spænsku við Háskóla Íslands, hafði umsjón með spænskunámskeiðunum, en Guðrún Tulinius spænskukennari sá um framkvæmd námskeiðanna og kennsluna að langmestu leyti. Margrét sótti Hafnarskóla heim og kynnti námskeiðið fyrir foreldrum og sýndi þeim hvernig hægt væri að aðstoða börnin á meðan á kennslu stæði. Guðrún fékk til liðs við sig Hólmfríði Garðarsdóttur spænskukennara við Háskóla Íslands og Esther Pozuelo nemanda við H.Í. Auður Hauksdóttir hafði umsjón með dönsku námskeiðunum, en skipulagning og kennsla var í höndum Kristínar Jóhannesdóttur kennsluráðgjafa í Norræna húsinu. Henni til aðstoðar var Thomas Bølkov kennaranemi. Boðið var upp á barnanámskeið í þýsku á Sauðárkróki og í Vestmannaeyjum. Umsjón höfðu Oddný G. Sverrisdóttir og Peter Weiß. Kennarar voru Peter Weiß og Ronald Herzer. Námskeið í ensku voru haldin fyrir börn á Akranesi, í Borgarnesi og á Blönduósi. Guðrún Björk Guðsteinsdóttir hafði umsjón með námskeiðunum og sá um skipulagningu, en gerð námsefnis og kennsla var í höndum Erlendinu Kristjánsson, í samvinnu við Jóhönnu Gísladóttur. Í kjölfar deildarfundar 19. október var þess minnst með léttri dagskrá og veitingum að níutíu ár voru liðin frá stofnun deildarinnar. Var öllum núverandi starfsmönnum og kennurum, sem látið hafa af störfum, boðið á þessa dagskrá sem haldin var í Hátíðasal Háskólans. Þau Ásdís Egilsdóttir, dósent í íslensku, og Helgi Þorláksson, prófessor í sagnfræði, fluttu grínaktugan annál um starfsemi deildarinnar og Höskuldur Þráinsson, prófessor í íslensku, söng gamanvísur. Þá átti deildin að venju aðild að menningarnámskeiðum Endurmenntunarstofnunar. Opinberir fyrirlestrar á vegum heimspekideildar árið febrúar: Michael Adams, prófessor við Albright College, í Reading, Pennsylvania: Character, the Moral Sense and Narrative (Manngerð, siðferðisskyn, frásögn). 13. mars: Patricia Prinz kennari frá Boston-háskóla: Changing Educational Practices to Meet the Needs of More Diverse Classrooms: The Boston University Project (Breyttir kennsluhættir í fjölmenningarlegri menntun: Niðurstöður rannsókna frá Boston-háskóla). 70

71 14. mars: Pia Jarvad, fræðimaður hjá Danskri málnefnd í Kaupmannahöfn: Dansk sprogpolitik (Dönsk málstefna). 22. mars: Jens Eike Schnall kennari í norrænum fræðum við háskólann í Bonn: Konungs skuggsjá and Disticha Catonis. 14. maí: Guy Scarpetta, franskur rithöfundur, háskólakennari og fræðimaður: Francois Rabelais, romancier eða Skáldsagnahöfundurinn Francois Rabelais. 19. júní: David Arnason, íslensk-kanadískt skáld, rithöfundur, háskólakennari og fræðimaður: Canadian Prairie Writing and the Radical Tradition (Bókmenntaskrif á kanadísku sléttunum og andófshefðin). 29. ágúst: Edmund Gussmann, prófessor í almennum og keltneskum málvísindum við háskólann í Gdansk, A Double Agent in the Phonology of Icelandic. 6. september: Hubert Seelow, prófessor í norrænum fræðum við háskólann í Erlangen: Habent sua fata libelli. Heitir Völsunga saga Völsunga saga. 7. september: Luis Eguren, dósent í spænsku við Universidad Autónoma í Madrid: La hipótesis del sintagma determinante (Tilgátan um ákvæðisorðaliðinn). 13. september: Miguel Ángel Lama, dósent í spænsku við Universidad de Extremadura Cáceres: Aspectos de la novela española contemporánea ( ) (Ýmsar hliðar spænskrar skáldsagnagerðar ). 22. september: John Cottingham, prófessor í heimspeki við háskólann í Reading: Modernist or traditionalist. The place of God in Descartes philosophy. 11. október: Saul Traiger, prófessor í heimspeki við Occidental College í Kaliforníu: Reason Unhinged: Passion and Precipice from Montaigne to Hume (Skynsemin hrekkur af hjörunum: Ástríður og hyldýpi í meðförum heimspekinga frá Montaigne til Hume). 29. október: Jakob Lothe prófessor við Óslóarháskóla: The Problem of Narrative Beginnings: Franz Kafka s Der Prozess and Orson Welles s The Trial (Vandinn að hefja frásögn. Réttarhöldin - skáldsaga Franz Kafka og kvikmynd Orson Welles). 6. nóvember: Rosalind Hursthouse prófessor við Open University á Englandi: Environmental Virtue Ethics (Dygðafræði og umhverfismál). 7. nóvember: Lars Heltoft, prófessor í dönsku máli við Roskilde Universitetscenter: Dansk grammatik i funktionelt perspektiv. (Danskt mál í ljósi hlutverkamálfræðinnar). 20. nóvember: Bjarni Guðnason, prófessor emeritus í íslenskum fornbókmenntum við Háskóla Íslands: Heimsflótti Guðrúnar Ósvífursdóttur. 5. desember: Arne Torp kennari í norrænum málum við Háskólann í Osló: Norsk - et vestnordisk språk. Heimasíða heimspekideildar er: 71

72 Hjúkrunarfræðideild Starfsmenn og stjórn Deildarforseti hjúkrunarfræðideildar árið 2001 var Marga Thome dósent, en varadeildarforseti Erla Kolbrún Svavarsdóttir dósent. Einn nýr prófessor hóf störf við deildina. Connie Delaney, sem jafnframt er prófessor við Háskólann í Iowa. Hún var ráðin samkvæmt samstarfssamningi við hugbúnaðarfyrirtækið emr ehf., sem greiðir launakostnaðinn. Sérsvið hennar er upplýsingatækni í hjúkrun. Einnig voru þrír nýir lektorar ráðnir til starfa, hjúkrunarfræðingarnir Hrafn Óli Sigurðsson með áherslu á skurðhjúkrun, Hrund Sch. Thorsteinsson kennslustjóri, Laura Sch. Thorsteinsson sem hefur umsjón með námskeiðinu Inngangur að hjúkrunarfræði I og Sigrún K. Barkardóttir með áherslu á heilsugæslu. Tveir verkefnisstjórar voru ráðnir, Bergþóra Kristinsdóttir sem aðstoðar kennara við þróun námsgagna og Ari J. Nyysti sem sinnir framhaldsnámi og málefnum Rannsóknastofnunar í hjúkrunarfræði. Ingibjörg Ingadóttir fulltrúi lét af starfi og við hennar starfi tók Finnbjörg Guðmundsdóttir. Tveir kennarar fengu framgang á árinu. Sóley S. Bender gekk fram í dósent og Guðrún Kristjánsdóttir í prófessor, en hún er jafnframt fyrsti prófessorinn í hjúkrunarfræði við deildina. Stefnumótun Stefnumótunarstarf setti mjög svip sinn á starfsemi deildarinnar. Sú vinna var unnin í samstarfi við ráðgjafa frá fyrirtækinu Skrefi fyrir skref. Afrakstur starfsins var þróunaráætlun deildarinnar til næstu fimm ára, sem samþykkt var á deildarfundi í desember. Samhliða þessari vinnu var lögð mikil áhersla á undirbúning viðbótarsamnings Háskóla Íslands og Landspítalaháskólasjúkrahúss við samstarfssamning þessara stofnana um uppbyggingu háskólasjúkrahúss, kennslu og rannsóknir í heilbrigðisvísindagreinum, sem undirritaður var 10. maí Samningur þessi mun hafa margvíslegar breytingar í för með sér fyrir deildina, því með tilkomu hans mun kennurum deildarinnar gefast tækifæri til að taka þátt í faglegri þróun á spítalanum og almennri stefnumótun. Ákveðin var eftirfarandi skipting fræðigreina hjúkrunarog ljósmóðurfræði á fræðasvið, sem sum tengjast ákveðnum sviðum á LSH: Heilsugæsluhjúkrun Hjúkrun hópa í samfélaginu Ljósmóðurfræði og heilbrigði kvenna Barnahjúkrun Hjúkrun aldraðra Geðhjúkrun Hjúkrun langveikra fullorðinna Endurhæfingarhjúkrun Hjúkrun krabbameinssjúklinga Hjúkrun vegna aðgerða og gjörgæsluhjúkrun Hjúkrun slasaðra Hjúkrun bráðveikra fullorðinna Upplýsingatækni í hjúkrun Hjúkrunarstjórnun Raunvísindi Hug- og félagsvísindi Um mitt ár lauk menntamálaráðuneytið úttekt sinni á hjúkrunarfræðinámi á Íslandi, þar sem lagt var mat á starf hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands og heilbrigðisdeildar Háskólans á Akureyri. Kennslumál Enn fækkaði nýstúdentum í grunnnámi í hjúkrunarfræði og hefur nú verið hafinn undirbúningur að kynningarátaki m.a. í samstarfi við stúdenta, Jafnréttisnefnd Háskólans og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga með það að markmiði að fjölga þeim sem velja hjúkrunarfræðinám. Átaki þessu verður ekki síður beint að körlum en konum. Átta hjúkrunarfræðingar hófu nám í ljósmóðurfræði, þar af 3 sem stunda fjarnám á Akureyri. Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri og Heilsugæslustöðin á 72

73

74 Akureyri undirrituðu samstarfssamning um fjarnámið á haustmánuðum. Á Háskólahátíð 5. október hlaut Ólöf Ásta Ólafsdóttir, lektor og námsstjóri í ljósmóðurfræði, viðurkenningu fyrir lofsvert framlag til kennslu við Háskóla Íslands. Í því sambandi var sértaklega nefnd viðleitni hennar til að tengja landsbyggðina við starfsemi Háskólans með kennslu í ljósmóðurfræði. Meistaranámi óx fiskur um hrygg á árinu. 29 nemendur stunduðu nám á haustmisseri. Breytingar voru gerðar á reglum um meistaranám, sem m.a. gera ráð fyrir tveimur námsleiðum, Eir og Freyju. Í námsleiðinni Freyju er lögð mikil áhersla á að efla þekkingu nemandans á fræðilegum vinnubrögðum og rannsóknum. Henni lýkur með a.m.k. 30 eininga rannsóknarverkefni. Námsleiðin Eir býður upp á aukið svigrúm til að efla fræðilega og klíníska sérhæfingu í hjúkrun og er vægi rannsóknarverkefnis a.m.k. 15 einingar. Alls brautskráðust 89 með B.S.-gráðu í hjúkrunarfræði og 8 með embættispróf í ljósmóðurfræði. Auk þess vörðu 4 meistaranemar verkefni sín og luku með því námi sínu. Í öllu kennslustarfi var mikil áhersla lögð á að nýta nýja möguleika við miðlun upplýsinga og þekkingar. Gerð var gangskör að því að nemendur hafi aðgang að dreifiritum, ítarefni og þess háttar á Netinu. Ýmist eru þessi gögn í WebCTumhverfi og þá einungis ætluð þeim sem skráðir eru í viðkomandi námskeið, eða þau eru öllum aðgengileg. Hjúkrunarfræðideild Kk Kvk Samtals Skráðir stúdentar Brautskráðir: B.S.-próf M.S.-próf Viðbótarnám Ljósmóðurfræðipróf Kennarastörf 19,13 17,74 17,11 17,24 2,37 16,35 18,72 Sérfræðingsstöður Aðrir starfsmenn 4 4,75 5,87 5,12 0,7 6,25 6,95 Stundakennsla/stundir * Útgjöld (nettó) í þús. kr Fjárveiting í þús. kr Tölur um skráða stúdenta miðast við janúar árið eftir, þ.e. mitt námsárið. * Tölur leiðréttar frá síðasta ári. Alþjóðasamskipti Stúdentaskipti á vegum Nordplus fóru fram í grunnnámi í hjúkrunarfræði. Meðal annars komu hingað tveir nemendur frá Finnlandi, sem voru í klínísku námi í bráðahjúkrun, og tveir norskir nemendur sem voru í öldrunarhjúkrun. Sex íslenskir nemendur fóru utan, fjórir til Finnlands og tveir til Uppsala. Allir voru þeir í klínísku námi á þriðja eða fjórða námsári. Einn kennari fór einnig á vegum Nordplus til Uppsala og kynnti sér m.a. kennslu og aðferðir í verkjameðferð. Seinni hluta árs var haldið námskeið á vegum Nordplus um hjúkrunarrannsóknir og lokaverkefni nemenda. Sex stúdentar fóru frá Íslandi en námskeiðið var haldið í Uppsölum, Svíþjóð. Námskeiðið sátu jafnframt fulltrúar frá Finnlandi og Svíþjóð. Þá komu hingað nokkrir hópar í kynningarferðir, t.d. hópur frá Pace University í New York. Dvaldi hann hér í viku og voru skipulagðar fyrir hann heimsóknir á ýmsar heilbrigðisstofnanir og gafst nemendum m.a. kostur á að vera með hjúkrunarfræðingum í starfi hluta úr degi. Haldnir voru fyrirlestrar og umræðufundir með hópnum. Einnig komu tveir kennarar frá Harstad í Noregi og kynntu sér m.a. meistaranámið við deildina. Kynningarstarf - ráðstefnur Rannsóknadagur var haldinn í maí eins og undanfarin ár. Þá kynna kandídatar, sem brautskrást í júní, lokaverkefni sín. Alls voru kynnt 33 verkefni um hin 74

75 margvíslegu viðfangsefni hjúkrunar. Dagskráin er öllum opin og var mjög vel sótt. Einnig kynntu átta verðandi ljósmæður lokaverkefni sín á málstofu í ljósmóðurfræði. Í september stóð hjúkrunarfræðideild, í samvinnu við Heilsugæsluna í Reykjavík, fyrir ráðstefnunni Framtíðarsýn innan heilsugæsluhjúkrunar: Hvert ætlum við að stefna? Ráðstefnan var tileinkuð minningu Guðrún Marteinsdóttur, sem var dósent við námsbraut í hjúkrunarfræði. Í tengslum við ráðstefnuna var haldin vinnusmiðja í umsjón Ellenar J. Hahn og Todds Warnick, sem bar heitið The Tobacco Epidemic: Best Practices for Prevention and Cessation. Rannsóknir Rannsóknastarfsemi hjúkrunarfræðideildar er gerð skil í sérstökum kafla aftar í þessari bók um Rannsóknastofnun í hjúkrunarfræði. Stofnunin stóð fyrir margháttaðri starfsemi á árinu, m.a. málstofum, opinberum fyrirlestrum, móttöku erlendra gesta og fleira. Heimasíður hjúkrunarfræðideildar eru: (hjúkrunarfræði) og (ljósmóðurfræði). 75

76

77 Lagadeild Almennt yfirlit og stjórn Á árinu 2001 störfuðu við lagadeild tíu prófessorar, tveir lektorar, fjórir aðjúnktar og um stundakennarar auk þriggja starfsmanna við stjórnsýslu, kennslustjóra, skrifstofustjóra og alþjóðasamskiptafulltrúa. Tveir prófessorar voru þar að auki áfram í launalausu leyfi frá störfum við lagadeild á árinu, þeir Davíð Þór Björgvinsson og Þorgeir Örlygsson. Tveir prófessorar, Gunnar G. Schram og Sigurður Líndal, létu af störfum fyrir aldurs sakir á árinu Á vormisseri 2001 voru prófessorarnir Eiríkur Tómasson og Jónatan Þórmundsson í rannsóknarleyfi og Stefán Már Stefánsson á haustmisseri Kennslumál Á haustmisseri 2000 var í fyrsta sinn boðið upp á 45 eininga diplómanám við lagadeild fyrir aðstoðarfólk lögfræðinga. Nám þetta byggist á námskeiðum við lagadeild, viðskipta- og hagfræðideild, félagsvísindadeild og heimspekideild. Haustið 2000 hófu 6 nemendur nám þetta og 6 nemendur haustið Allir diplómanemarnir stunda námið samhliða starfi og munu þeir fyrstu útskrifast í júnímánuði Kennsluhættir við lagadeild eru í sífelldri þróun og hafa verkefnaskil, ritgerðir, þátttaka í æfingum, álitsgerðir og önnur sjálfstæð vinna stúdenta aukist verulega, bæði sem hluti námsmats og sem skilyrði próftökuréttar. Kennsluhúsnæði í Lögbergi hefur batnað, einkum með endurbyggingu stofu L- 101, en það var orðið mjög aðkallandi verkefni. Skjávarpar ásamt viðeigandi tölvubúnaði hafa verið settir upp í 5 kennslustofum í Lögbergi, sem er til mikilla bóta. Á síðari árum hefur fjölgað mjög kostum laganema til að stunda hluta kjörnáms síns við erlenda háskóla, einkum í tengslum við Nordplus- og Erasmusáætlanirnar, og fer þeim laganemum fjölgandi með ári hverju, sem það gera. Undanfarin ár hefur verið boðið upp á námskeið í lögfræði á ensku við lagadeild fyrir erlenda stúdenta, bæði á haustmisseri og á vormisseri. Á haustin er boðið upp á námskeiðin Comparative Criminal Law, European Law I, Legal History og Law of the Sea. Á vorin er boðið upp á námskeiðin European Law II, International Environmental Law og Topics in Jurisprudence and Constitutional Theory. Stefnt er að verulegri fjölgun námskeiða á ensku við lagadeild, og munu jafnt erlendir sem og íslenskir laganemar geta sótt þau námskeið. Við lagadeild er og hefur verið boðið upp á kjörgreinar (valnámskeið) á hverju misseri, að nokkru mismunandi greinar frá ári til árs. Alls eru kjörgreinar þessar orðnar um 60 en nokkrar þeirra hafa þó ekki verið kenndar vegna of lítillar aðsóknar. Á vormisseri 2001 voru 12 kjörgreinar kenndar við lagadeild en þær eru: Alþjóðlegar mannréttindareglur, Evrópuréttur II, Fasteignakauparéttur, Félagaréttur II, Fullnustugerðir (nýtt), Höfundaréttur, Lögfræðileg skjalagerð (nýtt), Ofbeldisbrot frá sjónarhóli kvennaréttar, Rekstrarhagfræði, Skuldaskilaréttur (nýtt), Sveitarstjórnarréttur og Verðbréfamarkaðsréttur (nýtt). Á haustmisseri 2001 voru 12 kjörgreinar kenndar við lagadeild en þær eru: Almennur viðskiptaog neytendaréttur (nýtt), Alþjóðlegur einkamálaréttur, Félagaréttur I, Fjölmiðlaréttur, Hlutverk dómara og lögmanna við meðferð einkamála og opinberra mála, Leiguréttur, Rafbréf og önnur viðskiptabréf (nýtt), Réttarsaga, Umhverfisrefsiréttur (nýtt), Þjóðaréttur og síðan tvö ný námskeið fyrir diplómanemendur í lögfræði, Upplýsingaöflun og heimildavinna og Réttarfar formreglur. Við lagadeild er stöðugt unnið að skipulagningu nýrra kjörgreina, sem kenndar verða við deildina á næstu misserum og eru þessar helstar: Almenn persónuvernd (Persónuréttur I), Persónuupplýsingar og einkalífsvernd (Persónuréttur II), Stjórn fiskveiða, Trúarbragða- og kirkjuréttur, Netréttur og Auðlindaréttur. Kjörgreinar þessar verða flestallar opnar stúdentum úr öðrum háskóladeildum. Í lagadeild og viðskipta- og hagfræðideild hefur að undanförnu verið unnið áfram að skipulagningu náms milli deildanna. Laganemar hafa getað tekið allt að 15 einingar við aðrar háskóladeildir sem hluta kjörnáms þeirra við lagadeild og nú er einnig boðið upp á sérhæft, bundið, 30 eininga fjármálanám laganema við viðskipta- og hagfræðideild sem hluta kjörnáms. Nemendur við viðskipta- og hagfræðideild hafa getað tekið þátt í ýmsum námskeiðum við lagadeild, einkum á 77

78 sviði fjármagnsmarkaðsréttar, sem hluta náms þeirra við fyrrnefndu deildina. Fer þeim kostum fjölgandi og haustið 2002 verður m.a. hægt að taka BA-próf í hagfræði og BS-próf í viðskiptafræði með lögfræði sem 30 eininga aukagrein. Á árinu 2001 var unnið áfram að hugmyndum og tillögum um framhalds- og rannsóknarnám við lagadeild, einkum mastersnám og doktorsnám á ensku, og er áætlað að nám þetta hefjist haustið Lagadeild Kk Kvk Samtals Skráðir stúdentar Brautskráðir: Cand.juris.-próf Kennarastöður Aðrir starfsmenn 2,5 1,5 1,5 1,5 2,5 2,5 Stundakennsla/stundir * Útgjöld (nettó) í þús. kr Fjárveiting í þús. kr Tölur um skráða stúdenta miðast við janúar árið eftir, þ.e. mitt námsárið. * Tölur leiðréttar frá síðasta ári. Á haustmisseri 2001 voru skráðir stúdentar í lagadeild samtals 452. Þar af voru 421 í hefðbundnu laganámi, 15 í lögritaranámi, 13 í námi fyrir erlenda stúdenta, tveir í meistaranámi í sjávarútvegsfræðum og umhverfisfræðum og einn í endurmenntun. Skipting stúdenta á milli ára í hefðbundnu laganámi er sem hér segir: Á fyrsta ári 222, á öðru ári 64, á þriðja ári 48, á fjórða ári 50 og á fimmta ári 37. Skipting milli kynja er þannig, að konur eru 240 (53%) og karlar 212 (47%). Í desember 2001 gengust 165 laganemar á fyrsta ári undir próf í almennri lögfræði og náðu 30 þeirra tilskilinni lágmarkseinkunn, sem er 7,0. Rannsóknir Lagastofnun Háskóla Íslands sendir árlega frá sér skýrslu um rannsóknir og ritstörf kennara við lagadeild og er skýrslan birt í Tímariti lögfræðinga. Kynningarstarf Sérstök kynningarnefnd starfar innan lagadeildar og hefur það hlutverk að auka kynningu á deildinni, m.a. með opnum fundum og málstofum, viðtölum, fréttatilkynningum og útgáfustarfsemi ýmiss konar. Formaður nefndarinnar er Páll Hreinsson prófessor en auk hans eiga sæti í nefndinni kennslustjóri lagadeildar og fulltrúar lagakennara, laganema og Hollvinafélags lagadeildar. Heimasíða lagadeildar var tekin í notkun haustið 1999 og er stöðugt unnið að endurbótum og uppfærslu hennar. Á hverju ári gefur lagadeild út námsvísi, 40 bls. bækling, sem er ætlaður nýnemum við deildina. Bæklingi þessum er dreift á kynningarfundi fyrir nýnema, sem haldinn er við upphaf kennslu haust hvert, en þar er starfsemi deildarinnar og helstu stofnana Háskólans kynnt. Er öllum skráðum nýnemum við lagadeild boðið sérstaklega á fundinn og hafa fundirnir mælst vel fyrir. Lagadeild og Orator, félag laganema, standa sameiginlega fyrir kynningarfundum í febrúar- og marsmánuði ár hvert um námsvist laganema, æfingaskyldu og framboð kjörgreina við lagadeild næsta háskólaár og kynningu á þeim. Lagadeild hefur, eins og aðrar deildir Háskólans, sérstakan kynningarbás á árlegri námskynningu Háskóla Íslands, sem fram fer í marsmánuði ár hvert. Laganemar auk kennslustjóra og kennara mæta þar og veita upplýsingar um laganámið, auk þess sem dreift er bæklingum um nám við lagadeild. Jafnframt hafa fulltrúar Orators farið með kynningar á laganáminu í framhaldsskóla á ári hverju. Árlega er gefinn út bæklingur á ensku um starfsemi lagadeildar. Hann er sérstaklega ætlaður erlendum Erasmus- og Nordplus-stúdentum, sem sækja þau námskeið deildarinnar sem kennd eru á ensku. Bæklingurinn nýtist einnig öðrum erlendum stúdentum og fræðimönnum sem áhuga hafa á námi og fræðistörfum við deildina. Heimasíða lagadeildar er: 78

79 Lyfjafræðideild Almennt yfirlit og stjórn Á árinu 2001 störfuðu við lyfjafræðideild fjórir prófessorar, tveir dósentar, einn aðjúnkt og um 30 stundakennarar auk tveggja starfsmanna á skrifstofu og á rannsóknastofu. Deildarforseti var Þórdís Kristmundsdóttir og varadeildarforseti Þorsteinn Loftsson.. Undanfarin ár hefur verið í gildi fjöldatakmörkun til lyfjafræðináms og hafa 12 nemendur getað haldið áfram námi að loknum fyrsta misseris prófum. Deildarráð lyfjafræðideildar tók þá ákvörðun á vormisseri að sækja ekki um fjöldatakmörkun fyrir næsta kennsluár. Ástæða þess er að takmarkandi þátturinn hefur verið fjöldi vistunarplássa í apótekum en í ljósi breyttra aðstæðna var ákveðið að falla frá því að sækja um fjöldatakmörkun. Á árinu var unnið að þróunarskýrslu deildarinnar (Lyfjafræðideild - stöðumat og þróunaráætlun ) og var hún lögð fram í ágúst. Þar kemur fram að helstu áherslur í starfi lyfjafræðideildar á næstu fimm árum verða: Endurskoðun á uppbyggingu kandidatsnámsins Fjölgun fastráðinna kennara Efling meistara- og doktorsnáms Nýir kennsluhættir Endurmenntun Kynning á lyfjafræðináminu Kennsla Vinna við endurskoðun á skipulagi kandidatsnáms í lyfjafræði hófst haustið Á árinu 2001 var unnið áfram að endurskipulagningu lyfjafræðinámsins af kennurum og námsnefnd deildarinnar og munu breytingar á 1. og 2. námsári koma til framkvæmda kennsluárið Liður í endurskoðun á kandidatsnáminu er vinna að bættu skipulagi námsvistunar lyfjafræðinema. Starfsþjálfun er hluti af námi lyfjafræðinga og í lögum um lyfjafræðinga nr. 57/1986 er kveðið á um 9 mánaða starfsþjálfun til að öðlast starfsréttindi. Miðað er við að starfsþjálfun í apótekum eða sjúkrahúsapótekum sé að minnsta kosti 6 mánuðir samtals og er það í takt við kröfur Evrópusambandsins. Nefnd á vegum lyfjafræðideildar og Lyfjafræðingafélags Íslands vann að endurskoðun á skipulagi vistunarmála lyfjafræðinema og skilaði tillögum sínum í upphafi haustmisseris Fyrirsjáanlegt er að námsvistunin þarf að vera í fastara formi en verið hefur og mun þurfa umsjón fasts kennara. Gestakennarar tóku nokkurn þátt í kennslu lyfjafræðinema á árinu. Kennarar frá University of Strathclyde sáu um vikunámskeið í klínískri lyfjafræði (aðgengisfræði) fyrir lyfjafræðinema. Námskeiðið var að mestu haldið á Landspítalanum-háskólasjúkrahúsi í samstarfi við lyfjafræðinga sem starfandi eru við sjúkrahúsapótekið. Þetta er í fjórða sinn sem kennarar frá University of Strathclyde eru fengnir hingað til lands til að sinna kennslu í þessari námsgrein. Kennarar lyfjafræðideildar hafa fylgst náið með þróun lyfjafræðikennslu í nágrannalöndunum. Lyfjafræðideildin á aðild að European Association of Faculties of Pharmacy (EAFP) og hafa kennarar deildarinnar tekið þátt í vinnuhópum á vegum samtakanna, m.a. í vinnuhóp sem mótar sameiginlega stefnu um kennslu í lyfjafræðilegri umsjá (pharmaceutical care) og í samræmingarnefnd vegna kennslu um erfðatæki í lyfjaframleiðslu (pharmaceutical biotechnology). Settar voru reglur um doktorsnám við lyfjafræðideild og voru þær samþykktar í háskólaráði 15. febrúar Samstarf er milli læknadeildar, tannlæknadeildar og lyfjafræðideildar um rannsóknanámsnefnd. Þrír nemendur stunduðu rannsóknatengt framhaldsnám undir handleiðslu kennara í lyfjafræði. Einn erlendur nemandi vann að lokaverkefni sínu undir handleiðslu kennara lyfjafræðideildar. Nokkrir íslenskir lyfjafræðinemar hafa nýtt sér NordPlus og Erasmus-styrki og tekið hluta af námi sínu við erlenda háskóla. Á árinu var gerður samningur um Erasmus samstarf við University of Rome La Sapienza. 79

80 Í samvinnu við fræðslunefnd Lyfjafræðingafélags Íslands hélt lyfjafræðideildin endurmenntunarnámskeið fyrir lyfjafræðinga á vormisseri árið Þetta var fyrsta endurmenntunarnámskeiðið sem deildin stendur fyrir en fyrirhugað er að halda þessari starfsemi áfram og halda 2-3 námskeið á ári. Lyfjafræðideild Kk Kvk Samtals Skráðir stúdentar Brautskráðir: Cand.pharm.-próf M.S.-próf 1 Doktorspróf Kennarastörf 5,37 6,37 6,37 6, Rannsóknarog sérfræðingsstörf 5 7 7,15 4,65 3,73 3,73 Aðrir starfsmenn 0,5 0,5 0,5 0,5 0,7 0,7 Stundakennsla/stundir * Útgjöld (nettó) í þús. kr Fjárveiting í þús. kr Tölur um skráða stúdenta miðast við janúar árið eftir, þ.e. mitt námsárið. * Tölur leiðréttar frá síðasta ári. Rannsóknir Kennarar í lyfjafræði hafa verið mjög virkir í rannsóknum á undanförnum árum og hafa verið iðnir við að kynna niðurstöður rannsókna sinna á ráðstefnum bæði innanlands og erlendis svo og í alþjóðlegum tímaritum. Að undanförnu hefur rannsóknasamstarf við atvinnulífið verið eflt, bæði við íslensk lyfjafyrirtæki sem og önnur iðnfyrirtæki í landinu. Einnig hafa kennarar í lyfjafræði verið í samstarfi við háskóla og fyrirtæki erlendis. Í maí 2001 stofnaði Bent Scheving Thorsteinsson verðlaunasjóð Bergþóru og Þorsteins Scheving Thorsteinssonar. Sjóðurinn er í vörslu Háskóla Íslands og er honum ætlað að styrkja vísindaleg afrek, rannsóknir og framhaldsnám í lyfjafræði. Vonir standa til að þessi sjóður geti styrkt uppbyggingu á rannsóknatengdu framhaldsnámi við lyfjafræðideildina. Kynningarstarf Gefinn var út vandaður kynningarbæklingur um lyfjafræðinámið og störf lyfjafræðinga. Bæklingnum var dreift til námsráðgjafa í framhaldsskólum svo og á námskynningu H.Í. og félag lyfjafræðinema tók að sér að fara í framhaldsskólana og kynna lyfjafræðinámið. Lyfjafræðingafélag Íslands styrkti útgáfu bæklingsins. Þessi kynning virðist hafa skilað nokkrum árangri þar sem fleiri nemendur innrituðust í lyfjafræðinámið hlaustið 2001 en undanfarin ár. Kynning á lyfjafræðináminu mun verða fastur liður í starfi deildarinnar framvegis. Árleg ráðstefna Lyfjafræðingafélags Íslands Dagur lyfjafræðinnar sem haldinn var í nóvember var helguð lyfjafræðináminu við Háskóla Íslands. Á ráðstefnunni var fjallað um nýgerða þróunaráætlun deildarinnar, rannsóknanámið, námsvistun og endurmenntun. Heimasíða lyfjafræðideildar er: 80

81 Læknadeild Læknisfræðiskor Stjórnsýsla og starfsfólk Í framhaldi af nýjum reglum Háskóla Íslands frá 26. júní 2000 starfar deildin í tveim skorum, læknisfræði og sjúkraþjálfun. Deildarráð var í upphafi árs óbreytt frá því árið áður undir stjórn forseta læknadeildar, Reynis T. Geirssonar prófessors, sem kjörinn var haustið Stefán B. Sigurðsson prófessor var áfram varaforseti læknadeildar. Aðrir aðalfulltrúar í deildarráði eru Hannes Pétursson prófessor, Karl G. Kristinsson prófessor, Gunnar Sigurðsson prófessor, Jón J. Jóhannesson dósent, Kristrún R. Benediktsdóttir dósent og Þórarinn Sveinsson dósent, skorarstjóri sjúkraþjálfunarskorar, auk tveggja fulltrúa stúdenta. Kjarni deildarráðsins hittist títt á skrifstofu deildarinnar og myndar ásamt deildarforseta einskonar óformlega skorarstjórn læknisfræðinnar eða deildarstjórn. Þetta auðveldar deildarforseta ákvarðanatöku í ýmsum minniháttar málum sem ekki krefjast afgreiðslu á formlegum deildarráðsfundi eða deildarfundi. Deildarforseti og varadeildarforseti eru jafnframt formaður og varaformaður læknisfræðiskorar. Fulltrúar í deildarráði eru í skorarstjórn læknisfræðiskorar, en að auki er formaður sjúkraþjálfunarskorar í deildarráði. Kennslustjórar læknisfræðiskorar og framkvæmdastjóri kennslu, þróunar og vísinda á Landspítalaháskólasjúkrahúsi sitja fundi deildarráðs án atkvæðisréttar. Sjúkraþjálfun hefur sérstaka skorarstjórn; sjá umfjöllun um þá skor hér á eftir. Deildarforseti situr fundi sjúkraþjálfunarskorar. Á háskólafundi sitja deildarforseti, varadeildarforseti og formaður sjúkraþjálfunarskorar. Skrifstofa læknadeildar er í Læknagarði. Þar starfa skrifstofustjóri, deildarstjóri og fulltrúi. Við deildina eru 25 prófessorar, 51 dósent, 9 lektorar, 2 kennslustjórar fyrir læknanámið, 1 fyrir framhaldsnám lækna, 1 fyrir rannsóknatengt nám, 1 vísindamaður og 2 sérfræðingar. Aðjúnktar voru 59. Flest störf klínískra kennara læknadeildar eru hlutastörf (25%, 37% og 50%), en störf prófessora og sérfræðinga teljast vera eitt starf. Læknisfræðiskor læknadeildar er skipt í fræðasvið, sem hvert hafa forstöðumann, oftast prófessor (valprófessor) eða dósent. Forstöðumenn eru í forsvari fyrir sínum fræðasviðum gagnvart deildarstjórn og innan og utan Háskólans. Í sambandi við samningagerð milli Landspítala-háskólasjúkrahúss og Háskóla Íslands um háskólasjúkrahús var talsverð umræða um nýskipan fræðasviðanna. Lítil fræðasvið með einn kennara voru að mestu afnumin og eru nú fræðigreinar innan fræðasviða. Hver fræðigrein mun hafa forsvarsmann úr hópi kennara greinarinnar, sem er sérstaklega ábyrgur fyrir framgangi hennar. Þessari nýskipan var ekki fulllokið á árinu. Rannsóknatengda námið fékk sérstakt fjársýslunúmer sem sérstök eining til að efla rannsóknatengt nám. Ný prófessorsstaða var sett á fót með framgangi og tvöföldun starfshlutfalls úr 50% í 100% og er helmingur hennar helgaður yfirumsjón með rannsóknatengda náminu (Helga M. Ögmundsdóttir). Nýr kennslustjóri rannsóknatengda námsins var ráðinn (Elín Ólafsdóttir) og eru forvera hennar, Ingibjörgu Harðardóttur, dósent, þökkuð mjög góð störf. Fyrir utan sameiginlega stjórnsýslu deildarinnar hafa flestir kennarar á klínískum þjónustudeildum eða rannsóknastofnunum ritara og annað skrifstofufólk sér til aðstoðar. Slíkar stöður eru í nokkrum tilvikum fjármagnaðar af læknadeild, en oftar af viðkomandi stofnunum/samstarfsstofnunum, svo sem Landspítalaháskólasjúkrahúsi. Samvinna við aðrar heilbrigðisvísindadeildir og við stjórnsýslu H.Í. og samningagerð við Landspítala-háskólasjúkrahús Samvinna var aukin við tannlæknadeild og lyfjafræðideild varðandi fulltrúa þeirra og sjúkraþjálfunarskorar í vísindanefnd og rannsóknanámsnefnd. Þá var sameiginleg bókasafnsnefnd einnig sett á laggirnar af heilbrigðisvísindadeildunum. Samstarfsráð heilbrigðisvísindadeildanna var virkt og hélt marga fundi, einkum í aðdraganda að rammasamningi milli Háskóla Íslands og Landspítala-háskólasjúkrahúss, sem undirritaður var þann 10. maí 2001 af rektor, forstjóra LSH og ráðherrum menntamála- og heilbrigðismála við 81

82 athöfn á Landspítala-háskólasjúkrahúsi. Góð samstaða og traust ríkti milli deildanna. Erfið samningagerð var í aðdraganda þessarar undirritunar og ekki voru allir deildarmenn sammála um samninginn í einstökum atriðum, eins og fram kom á deildarfundum bæði fyrir og eftir samningagerðina. Skiptir þar mestu hvernig háttað er aðkomu Háskólans og þá einkum læknadeildar að stjórnun spítalans, þar sem enginn fulltrúi Háskólans er í stjórnarnefnd (aðeins bókun um ósk um lagabreytingar lögð fram með samningnum 10. maí 2001). Deildin kemur heldur ekki nema með óbeinum hætti að framkvæmdastjórn spítalans, þó svo að deildin hafi talið sjálfsagt að framkvæmdastjóri kennslu, þróunar og vísinda á spítalanum fengi sæti í deildarráði. Það er álit deildarinnar að háskólasjúkrahús verði að hafa háskólamenn í aðal stjórnlögum spítalans. Deildarfundir og einn óformlegri fundur voru haldnir um þetta mál og mikil vinna fór fram í hópi fulltrúa deildarinnar, sem komu úr deildarráði, auk nokkurra sérstaklega valinna deildarmanna. Deildin lagði einnig mikla áherslu á að hún hefði sterka aðkomu að stjórnun sviða spítalans gegnum kröfur um akademískt hæfi sviðsstjóra og beina aðkomu akademískra forstöðulækna, sem jafnframt eru forstöðumenn fræðasviða deildarinnar, að stjórnun sviða á spítalanum. Þá þurfti að semja um kennslumál á spítalanum, um sameiginleg fjármál og vísindarannsóknir, en ekki síst um fyrirkomulag starfsmannamála, og ráðningar í sameiginlegar (samhliða) stöður. Unnið var að samningagerð um þessi mál eftir 10. maí í þremur vinnuhópum af hálfu deildarinnar og með millideildanefndum sem Háskólinn skipaði í þessu skyni. Náðist þar samkomulag um þætti er varða stjórnun fjármála, kennslumála og vísinda á LSH og í deildunum. Deildin fékk hins vegar enga raunverulega aðild að samningagerð um starfsmanna- og ráðningamál, þrátt fyrir ályktanir og tillögur þar að lútandi. Þetta var harðlega gagnrýnt af deildarforseta, deildarstjórn og deildarfundi, en þeim andmælum við málsmeðferð var ekki sinnt nema að takmörkuðu leyti af stjórnsýslu Háskólans. Tillögur deildarforseta og deildarráðs um fyrirkomulag varðandi forstöðu fræðasviða og forstöðulækna úr hópi prófessora og dósenta á LSH fengu þannig litla umfjöllun utan deildarinnar og samstarfsráðs heilbrigðisvísindadeildanna. Stefnunefnd Háskóla Íslands og Landspítla-háskólasjúkrahúss tók til starfa í september og á fundum þar voru samningamálin rædd, en undirnefndir stefnunefndar unnu að viðkvæmustu málunum, sem þegar til kom varð ekki full samstaða um. Því varð í lok nóvember ljóst að fresta yrði framhaldssamningagerð fram á nýtt ár. Deildarforseti skýrði deildarmönnum frá gangi mála á deildarfundum á haustmisseri og í netskeytum. Bagalegt var að stjórnsýsla Háskólans og stefnunefnd leyfðu ekki að samningsdrög og viðaukar við þau væru send deildarmönnum, sem hamlaði mjög umræðu í deildinni. Þetta var haft með þessum hætti af hálfu stjórnsýslunnar og stefnunefndar til að tryggja að nokkuð heildstæðar tillögur yrðu lagðar fyrir deildina, en það varð ekki fyrir áramót nema í litlum mæli. Deildin er enn þeirrar skoðunar að aðild að stjórnarnefnd, framkvæmdastjórn og sviðsstjórn á spítalanum sé nauðsynleg ef hann á að geta staðið undir nafninu háskólasjúkrahús og náð að halda uppi starfsemi sem hæfir þeirri nafnbót. Deildin átti aðild að þróunarnefnd á háskólasjúkrahúsinu, en ekki öðrum nefndum. Þá urðu verulegar umræður í deildinni um framtíðarstaðsetningu háskólasjúkrahússins, m.a með sérstakri nefnd heilbrigðisráðherra um það mál. Ýmis stjórnunarmál voru rædd óformlega við stjórnendur háskólasjúkrahússins, einkum af hálfu deildarforseta, varadeildarforseta, kennslustjóra og nokkurra annarra forsvarsmanna deildarinnar úr deildarráði. Önnur mál Nýtt húsnæði á 1. hæð Læknagarðs var tekið í notkun á síðari hluta ársins, þ.m.t. veitingasala. Þetta bætti úr brýnni þörf í Læknagarði. Viðræður voru í gangi um samning við Raunvísindadeild varðandi húsnæði á 5. hæð Læknagarðs. Lesstofumál voru óbreytt en þarfnast úrlausnar. Unnið var að nýjum samstarfssamningum við Tryggingastofnun ríkisins og Krabbameinsfélag Íslands. Semja þurfti við Tryggingastofnun um útistandandi greiðslur vegna rannsóknaprófessorsstöðu. Í húsnæði Landspítala-háskólasjúkrahúss við Ármúla var rekin rannsóknastofa í veirufræði á grunni samnings sem þáverandi háskólarektor og lækningaframkvæmdastjóri spítalans höfðu gert 1997 án samþykkis læknadeildar. Samningurinn hafði leitt til mikils kostnaðar vegna skimunar og rannsókna á rauðum hundum, sem féll á Háskólann og átti að falla á læknadeildina. Mikil vinna fór í að reyna að greiða úr þessu máli og segja varð 82

83 upp þessum samningi og starfsfólki sem við verkefnið vann. Því var boðið áframhaldandi starf hjá spítalanum við sama verkefni en það var ekki þegið. Ekki tókst að ljúka þessu máli á árinu. Ekki er ætlunin að láta kostnað við skimun fyrir rauðum hundum í landinu falla á deildina. Talsverðar umræður urðu í fjölmiðlum um mitt ár vegna ákvörðunar um að leggja niður kennarastöður í slysalækningum og endurskipuleggja kennslu í bæklunarog bráðalækningum. Deildarforseti fundaði með rektor og með bæklunarlæknum um málið og deildarráð samþykkti að setja á fót prófessorsembætti í bæklunarlækningum og dósentsstöðu í bráðalækningum. Vegna vandamála sem upp komu í tengslum við samningagerð við háskólasjúkrahúsið hefur ekki verið að fullu gengið frá þessu máli. Fyrrverandi prófessor í slysalækningum andmælti í málinu, en deildarfundur samþykkti stuðning við ákvarðanir og málsmeðferð deildarstjórnarinnar. Starfsmannamál Á árinu voru alls ráðnir fjórir nýir prófessorar, Jóhannes Björnsson, Sigurður Ingvarsson, sem jafnframt er forstöðumaður Tilraunastöðvar Háskóla Íslands að Keldum og Helga Ögmundsdóttir, sem hlaut framgang í prófessorsstarf. Vilhjálmur Rafnsson lét af starfi rannsóknaprófessors, sem fjármagnað var af Tryggingastofnun ríkisins. Hann var ráðinn í prófessorsstarf Hrafns Tuliníus í heilbrigðisfræði, sem lét af því starfi fyrir aldurs sakir. Eru honum og Jónasi Hallgrímssyni prófessor, sem einnig lét af störfum vegna aldurs, þökkuð löng og farsæl störf í þágu læknamenntunar og vísindastarfa við Háskólann og deildina. Þrír nýir dósentar voru ráðnir, og einn dósent var endurráðinn. Einn starfsmaður við Tilraunastöð H.Í. í meinafræði að Keldum hlaut framgang úr starfi fræðimanns í vísindamannsstarf. Á árinu létust þrír kennarar, sem kennt hafa læknanemum, Gylfi Ásmundsson dósent, sem kenndi læknanemum sálarfræði til margra ára, Ásbjörn Sigfússon, stundakennari í ónæmisfræði, og Ásgeir Bjarnason, dósent í efnafræði við raunvísindadeild, en Ásgeir var aðalefnafræðikennari 1. árs læknanema. Þeirra góðu starfa fyrir læknamenntun í landinu var minnst með virðingu og þökk. Ásbjörn Jónsson var endurráðinn í starf dósents. Bergljót Magnadóttir hlaut framgang úr starfi fræðimanns í starf vísindamanns. Á árinu voru haldnir alls 18 fundir í deildarráði og 6 deildarfundir. Skorarfundur (kennslufundur) var einn. Meginviðfangsefni deildarráðsins voru kennslumál og nýskipan náms og inntökuprófa, en vinna að stofnun háskólasjúkrahúss á Landspítala með sameiningu hinna tveggja stóru kennslusjúkrahúsa í Reykjavík kom til í lok febrúarmánaðar, eins og áður var getið um. Í október samþykkti deildarfundur beiðni forstöðumanns Tilraunastöðvar H.Í. í meinafræði að Keldum um að starfsmenn sem ráðnir eru við Tilraunastöðina að undangengnu dómnefndaráliti og umfjöllun læknadeildar eða hafa hlotið akademískan framgang, sitji deildarfundi læknadeildar, með mætingarskyldu og atkvæðisrétti. Kennslumál Nám til embættisprófs í læknisfræði tekur sex ár, en leyfilegur hámarksfjöldi er átta ár. Margir þreyta samkeppnispróf í desember ár hvert án þess að öðlast rétt til áframhaldandi náms. Ekki eru sett takmörk á hversu oft stúdentar geta innritast sem nýnemar. Sá tími sem stúdentar nota til að þreyta samkeppnispróf án tilætlaðs árangurs er ekki talinn með í átta árunum, né heldur tíminn fram að inntökuprófi, hafi nemandinn náð þeirri einkunn, sem tryggir aðgang að deildinni. Haustið 2001 innrituðust 217 nýir nemendur í deildina, 177 fóru í samkeppnisprófið og 113 þeirra stóðust prófin. 42 þessara nemenda, með hæstu einkunnirnar, héldu áfram námi í deildinni (24 konur og 18 karlar). Nú þreyttu 19 nemendur prófið í fyrsta sinn, 16 í annað, 6 í þriðja og 1 í fjórða sinn. Á síðustu árum hafa engir erlendir stúdentar verið meðal þeirra. Vegna takmarkaðrar kennslugetu í klínískum hluta námsins hafa aðeins 40 nemendur á ári fengið að halda áfram námi (numerus clausus). Óskað var eftir að þetta yrði aukið í 48 nemendur í læknisfræði (og 20 úr 18 í sjúkraþjálfun) til að svara aukinni lækna- og sjúkraþjálfaraþörf í landinu og samþykkti háskólaráð þá beiðni, en við árslok var ekki frágengið hvort fjárveiting fengist í nýjum kennslusamningi Háskólans við menntamálaráðuneytið. Menntamálaráðherra og heilbrigðisráðherra voru kynnt þessi áform. 83

84 Fimm erlendir skiptinemar voru í námi við deildina. Fimm stúdentar læknisfræðiskorar stunduðu nám erlendis sem skiptinemar samkvæmt Nordplus eða Erasmus-styrkjakerfunum. Deildarstjórn vinnur að því að breyta núverandi fyrirkomulagi á fyrrnefndum samkeppnisprófum. Stefnt var að nýju inntökuprófi fyrir báðar skorirnar strax að loknu stúdentsprófi vorið Styrkur fékkst frá kennslumálanefnd vegna þessa verkefnis, sem undirbúið er af kennsluráði undir forystu Kristjáns Erlendssonar kennslustjóra og Stefáns B. Sigurðssonar varadeildarforseta, formanni kennsluráðs. Áformað er að prófa úr nokkrum megin þáttum námsefnis framhaldsskólastigsins, sem tengjast læknisfræði og skyldum greinum. Alls luku 34 nemendur embættisprófi í læknisfræði árið Átak til að bæta kennsluhætti með aukinni vandamiðari kennslu (problem-based learning) hélt áfram. Áfram var unnið að því að koma hluta kennsluefnis á heimasíður tölvunetsins. Reynt hefur verið að breyta stundaskrá og stytta kennslustundir en auka kennslu í minni hópum. Vísir að færnibúðum (skills laboratory) var áfram í húsnæði námsbrautar í hjúkrunarfræði, þar sem nemendur á 2. ári fá grunnþjálfun í klínískri skoðun áður en þeir fara í starfskynningu á heilsugæslustöðvar og sjúkrahús. Deildin tók að sér að halda fund norrænu læknakennslusamtakanna (NFME) í lok apríl á næsta ári. Framkvæmdastjóri læknanemakennslu kynnti sér læknakennslu við Dundee-háskóla í Skotlandi, sem er leiðandi háskóli í læknanemakennslu í Evrópu. Læknisfræði Kk Kvk Samtals Skráðir stúdentar Brautskráðir: Cand.med. et chir M.S.-próf B.S.-próf Doktorspróf Kennarastörf 48,19 49,27 44,74 47,28# 41,14 6,22 47,36# Rannsóknarog sérfræðingsstörf 27,52* 29* 28,50* 26,05* 8,80 14,65 23,45 Aðrir starfsmenn 5,93 6,63 5,43 7,53 0,5 8,08 8,58 Stundakennsla/stundir ** Útgjöld (nettó) í þús. kr Fjárveiting í þús. kr * Rannsóknastofa í lyfjafræði er hér meðtalin. # Stór hluti prófessora deildarinnar er í 50% starfi hjá Háskóla Íslands. Tölur um skráða stúdenta miðast við janúar árið eftir, þ.e. mitt námsárið. ** Tölur leiðréttar frá síðasta ári. Rannsóknir Sem fyrr er umfangsmikil rannsóknastarfsemi aðalsmerki læknadeildar. Yfirlit vísindarita eru birt í ársskýrslum viðkomandi heilbrigðis- og rannsóknastofnana. Ráðstefna um rannsóknir í læknadeild var haldin í byrjun janúar 2001 og tókst mjög vel. Tannlæknadeild og lyfjafræðideild var boðin aðild. Þar voru flutt 101 erindi og kynnt 117 veggspjöld. Vísindanefnd læknadeildar undir forystu Elíasar Ólafssonar, prófessors, hafði veg og vanda af ráðstefnunni. Vísindanefndin er nú sameiginleg fyrir allar heilbrigðisdeildirnar, nema hjúkrunarfræðideild. Nefndin vinnur auk þess að mótun vísindastefnu, fær ýmis mál tengd vísindum til umsagnar, metur framgangsmál einstakra kennara og umsóknir í tækjakaupasjóð. Rannsóknanámsnefnd hafði umsjón með rannsóknatengdu námi. Formaður var Helga Ögmundsdóttir dósent og kennslustjóri Elín Ólafsdóttir læknir. Fimmtán nemendur hófu meistaranám í heilbrigðisvísindum og fimm luku því á árinu með góðum árangri. Átta voru innritaðir í doktorsnám. Vel sótt málstofa á vegum nefndarinnar var haldin vikulega í húsnæði Krabbameinsfélags Íslands. Þar fluttu bæði nemendur í rannsóknatengdu námi og kennarar erindi. Hvatt er til góðrar fræðilegrar umræðu. 84

85 Nýir doktorar Einn líffræðingur og einn læknir vörðu doktorsritgerðir sínar við læknadeild, þau Marta Guðjónsdóttir líffræðingur/lífeðlisfræðingur (prófgráða: doktor í heilbrigðisvísindum) og Kristján G. Guðmundsson læknir (doktor í læknisfræði). Læknadeild stóð fyrir útgáfu skýrslunnar Læknadeild um aldamót, sem var gefin út í tilefni þess að 125 ár voru liðin frá upphafi formlegrar læknakennslu á Íslandi og stofnun Læknaskólans á Íslandi, síðar læknadeildar Háskóla Íslands. Ritið lýsti bæði sögu deildarinnar og starfsemi hennar nú við aldamót. Í tilefni 90 ára afmælis Háskóla Íslands og háskólahátíðar og 125 ára afmælis læknakennslu á Íslandi var lýst yfir kjöri heiðursdoktora við Háskóla Íslands. Læknadeild samþykkti fyrir sitt leyti að heiðra bæri virta og virka vísindamenn, innlenda eða erlenda, sem með einhverjum hætti tengjast Íslandi. Læknadeild tilnefndi þá Karl Tryggvason, prófessor í lífefnafræði við Karolinska Institutet í Stokkhólmi og Gísla Hannes Guðjónsson, prófessor í réttarsálfræði við Lundúnaháskóla. Þeir hlutu báðir heiðursdoktorsnafnbót á háskólahátíð í september Heimasíða læknisfræðiskorar er: Sjúkraþjálfunarskor Stjórn og starfsfólk Við sjúkraþjálfunarskor voru mönnuð sex 100% stöðugildi kennara. Þórarinn Sveinsson dósent var skorarformaður og María Þorsteinsdóttir dósent var varaformaður. Sem fyrr var eitt 100% stöðugildi við stjórnsýslu og gegndi Rósa G. Bergþórsdóttir því eins og áður. Kennsla 53 nemendur þreyttu samkeppnispróf í desember. Tilskilinni lágmarkseinkunn (5,0) þarf að ná í öllum þeim fimm greinum sem prófað er úr. 21 öðlaðist rétt til áframhaldandi náms í sjúkraþjálfun eftir 1. misseri. Á árinu var ákveðið að vinna að breyttu fyrirkomulagi á inntöku í sjúkraþjálfunarnám og taka upp inntökupróf sumarið 2002 en því var síðan frestað til Á árinu var áfram unnið að endurskipulagningu námsins og stefnt að því að hefja kennslu samkvæmt nýrri námskrá haustið Fjórtán brautskráningarkandídatar kynntu B.S.-verkefni sín þann 25. maí. Fjórir erlendir stúdentar stunduðu klínískt nám við skorina sem skiptinemar og einn íslenskur stúdent sótti erlenda háskóla heim í sömu erindagjörðum. Sjúkraþjálfunarskor Kk Kvk Samtals Skráðir stúdentar Brautskráðir: B.S.-próf Kennarastörf 5 5,5 6, Aðrir starfsmenn Stundakennsla/stundir * Útgjöld (nettó) í þús. kr Fjárveiting í þús. kr Tölur um skráða stúdenta miðast við janúar árið eftir, þ.e. mitt námsárið. * Tölur leiðréttar frá síðasta ári. Rannsóknir Rannsóknir hafa haldið áfram að eflast við skorina. Unnið er að rannsóknum á ýmsum sviðum sjúkraþjálfunar og tengdum sviðum, t.d. hreyfistjórn, stjórnun jafnvægis hjá öldruðum, lífaflafræði fóta, heilsu, þreki og hreyfingu almennings, o.fl. Á skorarfundi í nóvember var ákveðið að stefna að stofnun rannsóknastofu í hreyfivísindum við skorina sem fyrst. Upplýsingar um rannsóknarverkefni einstakra kennara er að finna á heimasíðu námsbrautarinnar: 85

86 Kynningarstarf Nemendur og kennarar unnu saman að því að kynna skorina á námskynningu í apríl. Farið var einnig í nokkra framhaldsskóla og skorin kynnt. Það skilaði sér í mun fleiri nýskráningum í sjúkraþjálafaranám haustið 2001 en sést hefur í mörg ár. Annað Á árinu var því fagnað að 25 ár voru liðin síðan kennsla í sjúkraþjálfun hófst við Háskóla Íslands. Af því tilefni var hátíðardagskrá 7. desember í hátíðasal Háskólans. Sérstakur gestur var George I. Turnbull prófessor við Dalhousie háskólann í Halifax í Kanada og flutti hann fyrirlestur um menntunarmál sjúkraþjálfara. Turnbull heimsótti skorina einnig í febrúar og hélt tvö fræðsluerindi þá. Unnið var að útgáfu afmælisrits sem væntanlegt er úr prentun í byrjun árs Auk fróðleiks um upphaf kennslu í sjúkraþjálfun og sögu eru í ritinu útdrættir allra lokaverkefna sem unnin hafi verið af nemum í sjúkraþjálfun frá upphafi. Skorarfundir eru haldnir u.þ.b. einu sinni í mánuði meðan á kennslu stendur og deildarfundir eru haldnir tvisvar á misseri. Heimasíða sjúkraþjálfunarskorar er:

87 87

88

89 Raunvísindadeild Stjórn deildarinnar og almennt starf Forseti raunvísindadeildar fyrri hluta árs var Gísli Már Gíslason og varadeildarforseti var Bragi Árnason. Frá 1. júlí tók Hörður Filippusson við starfi deildarforseta og Þóra Ellen Þórhallsdóttir starfi varadeildarforseta. Stöðugildi á skrifstofu deildar, sem rekin er í samvinnu við verkfræðideild, voru 5 samtals fyrir báðar deildir. Formaður stærðfræðiskorar á vormisseri var Gunnar Stefánsson. Örn Helgason var formaður eðlisfræðiskorar á vormisseri en Páll Einarsson á haustmisseri. Formaður efnafræðiskorar var Bjarni Ásgeirsson. Formaður líffræðiskorar var Eva Benediktsdóttir á vormisseri en Páll Hersteinsson á haustmisseri. Formaður jarð- og landfræðiskorar var Leifur A. Símonarson á vormisseri en Guðrún Gísladóttir á haustmisseri. Ágústa Guðmundsdóttir var formaður matvælafræðiskorar. Auk skorarformanna sat Sigríður Jónsdóttir í deildarráði sem fulltrúi aðjúnkta. Starfsemi deildarinnar var með svipuðu sniði og síðasta ár. Fjárhagur deildarinnar versnaði nokkuð á árinu en þó var afkoman betri en árið áður. Meginástæða hallareksturs er sú að meðaldagvinnulaun í deildinni eru miklu hærri en meðaldagvinnulaun þau sem miðað er við í kennslusamningi Háskóla Íslands við menntamálaráðuneytið (launastika). Starfandi fastanefndir við deildina voru: fjármálanefnd, framgangsnefnd, kennsluskrárnefnd, rannsóknanámsnefnd og vísindanefnd. Guðmundur G. Haraldsson var fulltrúi raunvísindadeildar og verkfræðideildar í háskólaráði. Valdimar K. Jónsson var fyrsti varafulltrúi og Gísli Már Gíslason annar varafulltrúi deildanna í háskólaráði. Jón K. F. Geirsson átti sæti í kennslumálanefnd. Fulltrúar raunvísindadeildar á háskólafundi 18. og 19. maí, auk deildarforseta sem er sjálfkjörinn, voru Bragi Árnason, Rögnvaldur Ólafsson og Ágústa Guðmundsdóttir. Fulltrúar á háskólafundi 2. nóvember voru, auk deildarforseta Ágústa Guðmundsdóttir og Þóra Ellen Þórhallsdóttir. Nýjar reglur um veitingu starfa við raunvísindadeild voru samþykktar á deildarfundi 19. desember. Þar er ákvörðunarvald um ráðningu í kennarastöður fært frá deildarfundi til skora og ákvörðunarvald um ráðningu sérfræðinga fært til stofa og stjórna rannsóknastofnana. Breytingar á kennaraliði Anna Dóra Sæþórsdóttir var ráðin lektor í ferðamálafræðum, Ásgeir Bjarnason dósent í efnagreiningu lést í apríl, Áslaug Geirsdóttir hlaut framgang í starf prófessors í jarðfræði, Franklín Georgsson var ráðinn í 37% starf lektors í matvælafræði, Guðrún Marteinsdóttir var ráðin prófessor í fiskifræði, Guðrún Gísladóttir hlaut framgang í starf dósents í landafræði, Jakob Jakobsson prófessor í fiskifræði lét af störfum vegna aldurs, Jakob Yngvason prófessor í eðlisfræði sagði starfi sínu lausu, Magnfríður Júlíusdóttir var ráðin lektor í landafræði, Sigmundur Guðbjarnason prófessor í efnafræði lét af störfum vegna aldurs og loks var amþykkt var að Björn Birnir, prófessor í stærðfræði við Kaliforníuháskóla í Santa Barbara, skyldi ráðinn prófessor í 33% starf við stærðfræðiskor til tveggja ára. Við Raunvísindastofnun urðu eftirfarandi mannabreytingar sem komu til kasta deildarfundar: Freyja Hreinsdóttir var ráðin í stöðu sérfræðings við stærðfræðistofu, Gunnlaugur Björnsson hlaut framgang í stöðu vísindamanns við eðlisfræðistofu, Jón Tómas Guðmundsson hlaut framgang í stöðu fræðimanns við eðlisfræðistofu, Ragnar K. Ásmundsson var ráðinn sérfræðingur á eðlisfræðistofu oh Tómas Philip Rúnarsson var ráðinn sérfræðingur á stærðfræðistofu. Harold Thomas McKone frá Saint Joseph College, Connecticut, Bandaríkjunum var Fulbright kennari í lífrænni efnafræði við efnafræðiskor á haustönn Þróunaráætlun fyrir raunvísindadeild var samin eins og fyrir aðrar deildir skólans og kynnt á háskólafundi. Áætlunin verður áfram til umfjöllunar og endurskoðunar. Kennslumál Upp var tekið nám til B.S.-prófs í ferðamálafræðum frá og með hausti 2001 en frá hausti 1999 hafði verið boðið upp á nám í ferðamálafræðum til 45 eininga diplóma-prófs. 89

90 Í doktorsnámi við deildina haustið 2001 voru 14 (7 konur og 7 karlar) og 76 nemendur í meistaranámi (38 konur og 38 karlar), þar af 12 í umhverfisfræðum og 3 í sjávarútvegsfræðum. Deildin á aðild að tveimur þverfaglegum námsbrautum til meistaraprófs, í sjávarútvegsfræðum og í umhverfisfræðum. Að þessu námi standa einnig aðrar deildir, félagsvísindadeild, heimspekideild og verkfræðideild. Fjármögnun framhaldsnámsins er nú komin á þann grundvöll að deildin hefur tekjur af þreyttum einingum framhaldsnema auk þess sem veitt er föst fjárveiting, kr , til deildar fyrir hvern brautskráðan meistara. Enginn doktorsnemi hefur enn brautskráðst frá deildinni en veitt er föst fjárveiting, 1,5 m.kr., til deildar fyrir hvern brautskráðan doktor. Vegna mikillar fjölgunar nemenda þarf hins vegar að gera ráð fyrir auknu húsnæði vegna vinnuaðstöðu nemenda auk þess sem álag á tölvu- og tækjakost eykst. Forkröfur fyrir nám í raunvísindadeild hafa verið stúdentspróf af eðlisfræði- eða náttúrufræðibraut framhaldsskóla miðað við eldri aðalnámskrá framhaldsskóla. Annað sambærilegt próf getur þó veitt aðgang að deildinni og er þá meðal annars miðað við að nemendur hafi lokið ekki færri en 21 einingu í stærðfræði auk 30 eininga í raungreinum, þar af 6 í eðlisfræði og 6 í líffræði. Til inngöngu í landafræði og ferðamálafræði nægir stúdentspróf af bóknámsbraut. Samkvæmt tölum um fjölda nemenda í deildinni í upphafi haustmisseris voru þeir alls 917. Á sama tíma árið 2000 voru nemendur deildarinnar 814. Fjöldi erlendra stúdenta við deildina fór vaxandi. Upp var tekin heilsárs námsbraut í jarðvísindum á ensku fyrir erlenda stúdenta, alls 11 námskeið í jarðfræði (5), landafræði (3) og jarðeðlisfræði (2), auk eins yfirlitsnámskeiðs sem fellur undir allar greinarnar þrjár. Þetta nám miðast við 2. ár í háskóla. Raunvísindadeild Kk Kvk Samtals Skráðir stúdentar Brautskráðir: B.S.-próf M.S.-próf M.S.-próf í sjávarútvegsfræði Fjórða árs viðbótarnám ein dipl.nám í ferðam.fræðum Kennarastörf 68,48 70,61 73,11 68,11# 55, ,48 Sérfræðingsstöður 17,1* 22,42* 13,9* 13* 9,12 10,35 19,47 Aðrir starfsmenn 5, ,30 3 2,3 5,3 Stundakennsla/stundir ** Útgjöld (nettó) í þús. kr Fjárveiting í þús. kr * Líffræðistofnun meðtalin. # Tölvunarfræðiskor var flutt á verkfræðideild á árinu. Tölur um skráða stúdenta miðast við janúar árið eftir, þ.e. mitt námsárið. ** Tölur leiðréttar frá síðasta ári. Rannsóknir Raunvísindadeild staðfesti fyrir sitt leyti nýjar reglur fyrir Raunvísindastofnun Háskólans og Líffræðistofnun Háskólans. Um rannsóknir í deildinni er fjallað í kafla um þessar stofnanir í Árbókinni. Húsnæðismál Ýmis vandamál steðja að hvað varðar húsnæði deildarinnar og stofnana hennar. Skrifstofur kennara eru víða þröngar og illa búnar. Rannsóknarými er mun þrengra en gerist við erlenda rannsóknaháskóla og lítið sem ekkert rými fyrir aðstoðarmenn og framhaldsnema. Við ráðningu nýrra kennara koma undantekningarlaust upp vandamál er varða húsnæði og tækjabúnað. Aðstöðuleysi hamlar þátttöku kennara og sérfæðinga deildarinnar í erlendum samstarfsverkefnum svo sem Evrópuverkefnum. Lausnir á húsnæðismálum þarf að nálgast í nánu samráði við stofnanir deildarinnar. Líffræðistofnun er alfarið í húsnæði Háskólans en 90

91

92

93 Raunvísindastofnun á sitt eigið húsnæði að Dunhaga 3 ásamt hluta Tæknigarðs. Líta verður á húsnæðið í einu samhengi. Starfsemi þessara stofnana og deildarinnar er til húsa í mörgum byggingum, allt frá Haga við Hofsvallagötu í vestri til Grensásvegar 11 og 12 í austri, auk þess sem nokkrir kennarar eru með starfsaðstöðu á rannsóknastofnunum atvinnuveganna og á Landspítalaháskólasjúkrahúsi. Fyrir dyrum stendur að Náttúrufræðihús verði tekið í notkun á árinu 2003 en þangað flytjast líffræði, jarðeðlisfræði og jarð- og landfræði auk Norrænu eldfjallastöðvarinnar og þar með mest af þeirri starfsemi deildarinnar sem nú er utan háskólalóðar. Vandamál þeirra greina sem eru vestan Suðurgötu munu ekki leysast að fullu fyrr en byggt verður við VR-byggingarnar, þar sem nú er grunnur að húsi. Ljóst er að leysa þarf hið fyrsta húsnæðisvanda matvælafræðiskorar. Kynningarstarf Kynning á starfi deildarinnar fer fram á vegum skora og hafa þær flestar unnið að útgáfu kynningarefnis í formi bæklinga. Þá hefur verið farið í heimsóknir í framhaldsskóla, auk þess sem deildin hefur verið kynnt á reglulegum námskynningum Háskólans. Áfram var haldið starfi raunvísindadeildar Háskóla Íslands með Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og landssamtökunum Heimili og skóli um tilraunaverkefni sem felst í viðfangsefnum á sviði raunvísinda fyrir bráðger börn á miðstigi grunnskóla. Viðurkenningar Á háskólahátíð 5. október var lýst kjöri heiðursdoktors við raunvísindadeild. Var það Pétur Mikkel Jónasson, prófessor í vatnalíffræði við Kaupmannahafnarháskóla, sjá annars staðar í þessari bók. Heimasíða raunvísindadeildar er: 93

94 Tannlæknadeild Almennt yfirlit og stjórn Einar Ragnarsson dósent tók við starfi deildarforseta tannlæknadeildar á árinu af Peter Holbrook prófessor. Stöðu varadeildarforseta skipar Sigurjón H. Ólafsson dósent. Deildarfundur er æðsta ákvörðunarvald deildarinnar og þar eiga sæti allir kennarar í fullu (100%) starfi og þrír fulltrúar stúdenta. Eftir breytingar á háskólalögum nr. 41/1999 öðluðust þeir kennarar sem ráðnir eru í hlutastörf einnig setu á deildarfundum. Þrír kennarar fengu rétt til setu á deildarfundum samkvæmt þessu ákvæði. Deildarráð er starfandi við deildina og skipa það deildarforseti, varadeildarforseti, klínikstjóri, formaður kennslunefndar og tveir fulltrúar stúdenta. Á skrifstofu tannlæknadeildar starfar skrifstofustjóri ásamt þremur fulltrúum í einu og hálfu stöðugildi. Á klíník er deildarstjóri ásamt þremur tanntæknum í tveimur stöðugildum. Auk þess eru við deildina tannsmiður, tækjavörður, og meinatæknir. Fastráðnir kennarar við deildina eru alls 15 í 13,24 stöðugildum. Prófessorar eru tveir, dósentar fjórir og lektorar níu. Auk þeirra kenna nokkrir aðjúnktar og stundakennarar við deildina. Helstu fastanefndir eru kennslunefnd og vísindanefnd. Framhaldsnám Verið er að kanna möguleika á sérnámi/framhaldsnámi við tannlæknadeild. Vísir að slíku námi er hafinn. Á síðasta ári bættist einn nemi við í mastersnám og tveir voru fyrir í doktorsnámi. Tveir erlendir háskólar og deild innan Háskóla Íslands hafa ásamt tannlæknadeild haft umsjón með þessum nemendum. Til að tryggja gæði námsins var umsjón skipt milli tannlæknadeildar og aðila með reynslu af því að veita slíkt nám. Nokkur áhugi hefur vaknað meðal starfandi tannlækna á viðbótar- og viðhaldsmenntun. Nokkrir stunda nú þess konar nám og ýmsir hafa sýnt því áhuga. Kosið var til háskólaráðs og komu heilbrigðisgreinarnar (læknisfræði ásamt sjúkraþjálfun, tannlæknisfræði, hjúkrunarfræði ásamt ljósmóðurfræði og lyfjafræði) sér saman um endurkjör Peters Holbrooks, prófessors við tannlæknadeild, til starfans. Líkt og undanfarin ár störfuðu Tannsmíðaskólinn með 10 nemendur og Námsbraut fyrir tanntækna (NAT) með níu nemendur sem hljóta verkþjálfun innan deildarinnar. Námsbrautin er rekin í samvinnu við Ármúlaskóla. DentEd Úttekt var gerð á tannlæknanámi við deildina á vegum DentEd sem er samstarfsverkefni evrópskra tannlæknadeilda (svokallað E.B. Thematic Network) á vegum menntaáætlunar Evrópusambandsins á fyrra ári. Hlaut deildin góða dóma. Formaður matsnefndarinnar, prófessor Antonio Carassi, sagði í lokaræðu sinni að nefndin teldi nám við tannlæknadeild Háskóla Íslands í háum gæðaflokki. Tannlæknadeild Kk Kvk Samtals Skráðir stúdentar Brautskráðir: Cand.odont.-próf Kennarastörf 13,87 15,11 14,24 14,24 10, ,24 Aðrir starfsmenn 9,6 10,6 8,5 8,5 1,33 7,25 8,58 Stundakennsla/stundir * Útgjöld (nettó) í þús. kr Fjárveiting í þús. kr Tölur um skráða stúdenta miðast við janúar árið eftir, þ.e. mitt námsárið. * Tölur leiðréttar frá síðasta ári. Rannsóknir Eins og undanfarin ár lögðu kennarar tannlæknadeildar stund á rannsóknir á fræðasviðum sínum. Má þar nefna tannheilsu Íslendinga, langtímaáhrif á tann- 94

95 og bitskekkju, andlitsform, tannlæknaótta, aukaverkanir tannfyllingarefna, tíðni og eðli andlitsbeinbrota, tíðni og þróun tannholdsbólgu, glerungseyðingu, bakteríur sem valda tannátu, og tannholdssjúkdómum, áhrifum og einkennum hálsslinksáverka, samband ástands í munni og hjartasjúkdóma o.fl. Sum þessara verkefna eru unnin í samvinnu við aðrar deildir Háskólans, t.d. þróun lyfja við munnsjúkdómum í samvinnu við lyfjafræði lyfsala. Í samvinnu við stofnanir svo sem rannsóknastöð Hjartaverndar og rannsóknastöðina á Keldum. Samvinna við Norðurlönd auk annarra evrópskra og bandarískra háskóla er einnig nokkur. Kennarar við tannlæknadeild tóku þátt í fjölþjóðarannsóknarverkefni, sem styrkt var að hluta til af Evrópubandalaginu, svokallaðri Biomed-áætlun. Fimm kennarar tóku þátt í tveimur verkefnum styrktum af Evrópubandalaginu, annað þeirra kallaðist Harmonisation of a European Medical Risk Related History. Hinu verkefninu er nýlokið en það var könnun á tíðni flúorflekkja sem var gerð í sjö Evrópulöndum. Niðurstöður þessara rannsókna eru ýmist að birtast eða bíða birtingar í vísindatímaritum. Einnig er lokið rannsókn á notkun og endingu tannfyllinga sem unnin var í samvinnu við vísindamenn við tannlæknaháskóla í Flórida. Nemendur hafa líka lagt stund á rannsóknir,en til þess hafa fengist styrkir frá nýsköpunarsjóði námsmanna og aðstoðarmannasjóði. Nánari upplýsingar um rannsóknaverkefni á sviði tannlæknadeildar er í Rannsóknagagnasafni Íslands. Slóðin er: Í haust fór varadeildarforseti Sigurjón H. Ólafsson við annan mann til Kaupmannahafnar og sátu þeir þar fund deildarforseta (dekána) Norðurlandaskólanna. Komu þeir þar á framfæri hugmyndum tannlæknadeildar um samvinnu á sviði framhaldsnáms og stúdentaskipta. Var för þeirra styrkt af Erasmus. Æ fleiri nemendur hafa komið að rannsóknum á einn eða annan hátt hin síðari ár, þrátt fyrir lítið svigrúm vegna mjög þéttrar stundaskrár í hefðbundnu námi. Árið 2000 höfðu þrír af sex brautskráðum nemendum lokið rannsóknarverkefni sem valgrein og árið 2001 luku tveir nemendur rannsóknarverkefni. Heimasíða tannlæknadeildar er: 95

96 Verkfræðideild Stjórn Valdimar K. Jónsson var deildarforseti og Jónas Elíasson varadeildarforseti til 1. júlí 2001 en þá tóku við þeir Sigurður Brynjólfsson sem deildarforseti og Sven Sigurðsson sem varadeildarforseti. Birgir Jónsson var formaður umhverfis- og byggingarverkfræðiskorar. Formaður véla- og iðnaðarverkfræðiskorar var Magnús Þór Jónsson á vormisseri og Páll Valdimarsson á haustmisseri. Formaður rafmagns- og tölvuverkfræðiskorar var Jóhannes R. Sveinsson. Formaður tölvunarfræðiskorar var Jóhann P. Malmquist á vormisseri og Helgi Þorbergsson á haustmisseri. Sameiginlegur fulltrúi verkfræði- og raunvísindadeilda í háskólaráði var Guðmundur G. Haraldsson. Stefnumál og framkvæmd þeirra Miklar umræður hafa farið fram innan deildarinnar um uppbyggingu nýrra námsleiða. Meðal þeirra eru efnaverkfræði og hugbúnaðarverkfræði. Fyrstu nemendurnir hófu nám á þessum námsleiðum haustið Unnið var að þróunaráætlun verkfræðideildar á árinu. Þar var kveðið á um að rannsóknartengt framhaldsnám hefði forgang næstu árin. Stefnt skyldi að því að fjölga nemendum í framhaldsnámi enn frekar. Þetta á að gera með því að: Bjóða heilsteypt nám. Tryggja nægjanlegt framboð námskeiða á ákveðnum línum, þ.e. nemendur geti tekið öll námskeið, sem krafist er til meistaraprófs, við Háskóla Íslands. Bjóða námsstyrki. Verkfræðideild hefur lengi ráðið nemendur í framhaldsnámi til þess að hafa umsjón með dæmatímum, stuðningskennslu fyrir yngri nemendur og verklegri kennslu. Þetta má færa í fastari skorður og bjóða námsstyrki gegn því að nemendur taki að sér aðstoðarkennslu. Fjölga erlendum nemendum. Þetta krefst þess að námskeið í framhaldsnámi fari fram á ensku. Aukinn nemendafjöldi gefur færi á auknu framboði námskeiða. Efla tengsl við Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Verkfræðideild getur tengst enn frekar Jarðhitaskólanum og Sjávarútvegsskólanum og boðið nemendum, sem þar eru, möguleika á framhaldsnámi. Bjóða upp á sumarnámskeið. Það getur hentað ýmsum erlendum nemendum að taka eitt 3-4 vikna sumarnámskeið á Íslandi á fagsviðum þar sem sérstaða Íslands nýtist. Þetta gæti fjölgað skiptinemum sem koma til Íslands. Hvetja eldri nemendur til þess að ljúka meistaranámi. Eftir að breytt var úr bekkjakerfi í áfangakerfi er möguleiki á að ljúka meistaranámi á lengri tíma eða jafnvel stunda vinnu með námi. Auglýsa þarf þennan möguleika hjá fólki í atvinnulífinu. Samnýta meistaranámskeið og endurmenntun. Möguleiki er á að bjóða starfandi verkfræðingum og tölvunarfræðingum að taka meistaranámskeið án þess að það sé liður í formlegu meistaranámi, svo framarlega sem þeir hafi nauðsynlegan undirbúning. Fjölgun nemenda í framhaldsnámi og meiri virkni í rannsóknum er nátengd. Auknar rannsóknir krefjast aukins fjármagns og betri aðstöðu fyrir nemendur. Íslensk fyrirtæki hafa verið iðin við að styrkja nemendur í framhaldsnámi og á það sinn þátt í því hve þeim hefur fjölgað. Til þess að efla rannsóknir í verkfræðideild verður að efla enn frekar tengsl við erlenda rannsóknarháskóla. Margir innan verkfræðideildar eiga nú þegar árangursríkt samstarf við erlenda rannsóknarháskóla. Stefnt er að því að fjölga Erasmus samningum og einnig að fjölga samstarfssamningum við háskóla vestan hafs. Þrátt fyrir að framhaldsnám sé forgangsmál næstu árin þá verður einnig stefnt að því að fjölga þeim nemendum sem ljúka B.S.-námi frá verkfræðideild. Það verður gert með því að: Bæta þjónustu við nýnema. Brottfall nýnema hefur verið mjög mikið undanfarin ár. Með því að auka aðstoð við nýnema á fyrstu misserum má auðvelda þeim aðlögun að námi við Háskóla Íslands. Þetta var reynt á síðasta ári með góðum árangri og verður því haldið áfram. Kenna stór námskeið bæði vor og haust. Sú nýbreytni var tekin upp að kenna Stærðfræðigreiningu IB bæði vor og haust. Þetta auðveldar nýstúdentum að hefja nám um áramót og er einnig vinsælt af þeim sem ekki ná lágmarkseinkunn á haustmisseri. Stefnt er að því að bjóða fleiri 1. árs námskeið tvisvar á ári. Auka notkun netsins. Stefnt er að því að nota Netið sem mest í kennslu verkfræðideildar. 96

97 Auka fjölbreytni námsins. Í verkfræðideild er boðið upp á nokkrar námsleiðir. Mögulegt er að bjóða nýjar námsleiðir á grunni þeirra sem fyrir eru. Þetta eykur fjölbreytni og laðar að fleiri nemendur. Ekki er sem stendur grundvöllur fyrir því að fjölga námsleiðum vegna fjárhagserfiðleika deildarinnar. Forkröfur fyrir nám í verkfræðideild eru, sem kunnugt er, stúdentspróf eða sambærilegt próf. Vegna óska Félags íslenskra framhaldsskóla um nánari skilgreiningu inntökuskilyrðanna og að höfðu samráði við menntamálaráðuneytið samþykkti verkfræðideild svohljóðandi reglur um nauðsynlegan undirbúning þeirra sem hefja nám við deildina: Nauðsynlegur undirbúningur fyrir nám í verkfræðideild er haldgóð þekking í stærðfræði, raungreinum, íslensku og ensku. Verkfræðideild Háskóla Íslands mælir með að nemendur taki að minnsta kosti 24 einingar í stærðfræði og 30 einingar í náttúrufræði í framhaldsskóla (þar af a.m.k. 6 einingar í eðlisfræði). Verkfræðideild Kk Kvk Samtals Skráðir stúdentar Brautskráðir: Cand.scient.-próf M.S.-próf B.S.-próf e dipl.nám í rekstri tölvukerfa Doktorspróf 1 1 Kennarastörf 22,5 23, # Rannsóknarog sérfræðingsstörf 2,5* 1 2 1,5 2 2 Aðrir starfsmenn 4, Stundakennsla/stundir ** Útgjöld (nettó) í þús. kr Fjárveiting í þús. kr * Sjávarútvegsstofnun meðtalin. # Tölvunarfræðiskor var flutt frá raunvísindadeild í verkfræðideild á árinu. Tölur um skráða stúdenta miðast við janúar árið eftir, þ.e. mitt námsárið. ** Tölur leiðréttar frá síðasta ári. Húsnæðismál Enn sem fyrr stendur húsnæðisekla vexti og viðgangi hinnar fjölþættu starfsemi deildarinnar fyrir þrifum. Brýnt er að byggja á grunninum við enda VR III við Suðurgötu ásamt tengibyggingu við VR I og II. Fyrir liggur að það mál verður ekki tekið fyrir í háskólaráði fyrr en fjárveiting er fengin til þess að ljúka byggingu Náttúrufræðahúss í Vatnsmýrinni. Besta lausnin í húsnæðismálum verkfræðideildar er hins vegar að flytja verkfræðideild í væntanlega Vísindagarða Háskóla Íslands í Vatnsmýrinni. Það myndi efla enn frekar tengsl hennar við framsækin fyrirtæki og stofnanir. Breytingar á starfsliði Gísli Hjálmtýsson, prófessor í tölvunarfræði, hvarf til annarra starfa á árinu. Þá lét Axel Sölvason tækjavörður af störfum fyrir aldurs sakir. Á árinu var Magnús Már Halldórsson ráðinn sem prófessor í tölvunarfræði. Samstarf Samstarf deildarinnar og kennara hennar við fjölmarga aðila, bæði innan lands og utan, dafnaði á árinu, svo sem samvinnan við tækniháskólana annars staðar á Norðurlöndum. Af nýmælum má nefna að á árinu fóru fram, að höfðu samráði við efnafræðiskor raunvísindadeildar, viðræður milli verkfræðideildar og Montana State University í Bandaríkjunum um að bjóða upp á nám í efnaverkfræði við verkfræðideild Háskóla Íslands í samvinnu við MSU. Viðurkenningar Úthlutun úr Minningarsjóði Þorvalds Finnbogasonar fór fram að venju á fæðingardegi hans 21. desember. Styrkinn árið 2001 hlaut að þessu sinni Ragnar Ólafsson, nemandi í rafmagns- og tölvuverkfræðiskor. Heimasíða verkfræðideildar er: verk.hi.is/ 97

98 Viðskipta- og hagfræðideild Almennt yfirlit Fjöldi nemenda í Viðskipta- og hagfræðideild var á haustmisseri , þar af voru nýnemar ríflega 400. Í meistaranámi í hagfræði, sem fer fram á ensku, voru 4 nýir nemendur. Þar af var einn styrkþegi á vegum EFTA, einn frá Makedóníu, einn frá Króatíu og einn frá Danmörku. Í meistaranámi í viðskiptafræði voru um 60 nýinnritaðir. Gert er ráð fyrir að þessir nemendur taki námskeið á vormisseri við erlenda háskóla, nema þeir sem sérhæfa sig í fjármálum annars vegar og stjórnun og stefnumótun hins vegar. Eftirfarandi yfirlit lýsir starfsemi deildarinnar undanfarin ár í stórum dráttum: Viðskipta- og hagfræðideild Kk Kvk Samtals Skráðir stúdentar Brautskráðir: B.S./B.A.econ.-próf M.S.econ.-próf í hagfr M.S.-prófi í viðskiptafr M.S.-próf í sjávarútv.fr. 2 Cand.oecon.-próf eininga diplómanám Kennarastörf 20, , ,5 2 26,5 Aðrir starfsmenn 2,5 2,4 2,4 2,4 3,40 3,40 Stundakennsla/stundir * Útgjöld (nettó) í þús. kr Fjárveiting í þús. kr Tölur um skráða stúdenta miðast við janúar árið eftir, þ.e. mitt námsárið. * Tölur leiðréttar frá síðasta ári. Stjórn deildarinnar Ágúst Einarsson tók við starfi deildarforseta 1. júlí og Guðmundur Magnússon var kjörinn varadeildarforseti frá sama tíma. Gylfi Magnússon var endurkjörinn formaður viðskiptaskorar skólaárið og Helgi Tómasson var endurkjörinn formaður hagfræðiskorar skólaárið Tveir nýir kennarar í viðskiptaskor voru ráðnir til starfa á árinu Þórhallur Guðlaugsson var ráðinn lektor í markaðsfræði frá 1. júlí og Inga Jóna Jónsdóttir lektor í stjórnun frá 1. ágúst. Samþykkt var að veita Brynjólfi Sigurðssyni, prófessor, launalaust leyfi til 3ja ára, frá 1. október. Árni Vilhjálmsson, prófessor emeritus, var sæmdur heiðursdoktorsnafnbótinni doctor oeconomia honoris causa á háskólahátíð í október, sjá annars staðar í þessari bók. Kennslumál Nýtt vefsetur deildarinnar var tekið í notkun og nota nú allir kennarar deildarinnar Netið til að miðla upplýsingum til nemenda. Nemendum hefur fjölgað mikið undanfarin ár og er deildin með stærstu deildum Háskólans. Námskeiðum á ensku hefur fjölgað við deildina. Stofnanir og útgáfustarfsemi Hagfræðistofnun gaf út fjölda fræðirita og skýrslur um ýmis þjónustuverkefni á árinu. Sjá nánar: og sér kafla síðar í þessari bók. Hagfræðistofnun stóð fyrir alþjóðlegri ráðstefnu um skattamál og samkeppni 2. nóvember. Viðskiptafræðistofnun gaf út nokkur smárit í samvinnu við Bókaklúbb atvinnulífsins. Samningur var gerður við Institute of Management and Economics í St. Pétursborg og af því tilefni kom Victor Gnevko rektor í IME í heimsókn til deildarinnar í maí. Viðskipta- og hagfræðideild gerðist aðili að SCANCOR Scandinavian Consortium og Organizational Research í Stanford. 98

99 Hollvinafélag viðskipta- og hagfræðideildar Hollvinafélag viðskipta- og hagfræðideildar var stofnað 19. júní og var Árni Vilhjálmsson, prófessor emeritus, kjörinn formaður þess. Aðrir í stjórn eru: Árni Tómasson, bankastjóri Búnaðarbanka Íslands, Björn Rúriksson, athafnamaður, Einar Benediktsson, forstjóri OLÍS, Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR, Margrét Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Skeljungi, Margrét Kr. Sigurðardóttir, formaður Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga, Tryggvi Jónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Baugs, Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Seðlabankans, Gjafir og framlög Nokkrir af fyrrum nemendum Guðlaugs Þorvaldssonar létu mála mynd af honum og færðu deildinni að gjöf við hátíðlega athöfn 13. október. Afkomendur Benjamíns Eiríkssonar færðu Hagfræðistofnun veglega bókagjöf úr bókasafni Benjamíns sem var afhent í húsnæði stofnunarinnar, 8. september. Háskólinn í Reykjavík og Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga færðu deildinni gjafir í tilefni af 60 ára afmæli deildarinnar. 60 ára afmæli deildarinnar Haldið var upp á 60 ára afmæli deildarinnar með veglegum hætti. Afmælishátíð var haldin 15. september og voru þar heiðraðir m.a. Gylfi Þ. Gíslason, Árni Vilhjálmsson, prófessor emeritus, Hjálmar Finnsson og Sigurður Hafstað sem voru í hópi þeirra fyrstu sem útskrifuðust frá deildinni og María Sigurðardóttir, sem var fyrsta konan sem útskrifaðist sem viðskiptafræðingur. Einnig var Höskuldur Jónsson fyrsti formaður nemendafélagsins heiðraður. Þorvaldur Gylfason hélt 2 opinbera fyrirlestra, 10. október og 7. nóvember. Voru fyrirlestrarnir vel sóttir. Ráðstefna um framtíð og velmegun var haldin 31. október á Grand Hótel og sóttu hana um 400 manns. Fjölmenn alþjóðleg ráðstefna um áhættustjórnun var haldin á vegum deildarinnar 30. nóvember. Mikið kynningarstarf fór fram á deildinni í tengslum við 60 ára afmælið. Heimasíða viðskipta- og hagfræðideildar er: 99

100

101 Rannsóknastofnanir Alþjóðamálastofnun Stjórn Sömu menn sátu í stjórn stofnunarinnar og árið 2000 en þeir eru skipaðir til Formaður hefur verið frá upphafi prófessor Gunnar G. Schram. Á árinu hvarf úr stjórninni Gunnar Helgi Kristinsson prófessor en í stað hans kom Baldur Þórhallsson lektor. Snemma árs 2002 hvarf Gunnar G. Schram úr stjórn vegna aldurs. Stöðugildi á vegum stofnunarinnar voru engin í stjórnsýslu en formaður stjórnar gegndi nauðsynlegum framkvæmdastjórnarstörfum. Ástæðan er sú að stofnunin hafði ekki frekar en endranær fjármagn til þess að ráða starfsmann, þótt ekki væri nema í hálfa stöðu. Stóð það eðlilega starfseminni fyrir þrifum. Málþing og ráðstefnur Einn stærsti þátturinn í starfsemi stofnunarinnar hefur verið fyrirlestrar um alþjóðamál. Hinn 27. nóvember sl. var haldin ráðstefna í hátíðasal Háskólans um efnið Baráttan gegn hryðjuverkamönnum og ástandið í Afganistan. Frummælendur voru sendiherrar Bandaríkjanna, Bretlands, Þýskalands, Frakklands og Finnlands. Var ráðstefnan vel sótt enda í fyrsta sinn sem þessir erlendu fulltrúar komu til fundar í Háskólanum. Útgáfa Alþjóðastofnun réð ungan sagnfræðing, Guðna Th. Jóhannesson, til þess að rannsaka heimildir í íslenskum og erlendum söfnum um útfærslu landhelginnar í 50 mílur árið Er gert ráð fyrir að verkið komi út 2004 er skjalaleynd hefur verið aflétt í breskum söfnum. Hér er um grundvallarrannsóknir í sagnfræði og alþjóðamálum að ræða. Gert er ráð fyrir að alls verði þetta ritverk þrjú bindi og verður með því skráður einn merkasti kaflinn í nútímasögu þjóðarinnar. Önnur verk Ekki eru horfur á að unnt verði að veita styrki á þessu ári þar sem yfirvöld Háskólans veittu stofnuninni engan styrk til starfsemi sinnar. Er það í fyrsta sinn sem slíkt á sér stað og hefur augljóslega haft mjög neikvæð áhrif á starfsemi hennar, enda um engar sértekjur að ræða. Borgarfræðasetur Stjórn Borgarfræðasetur tók til starfa á árinu Setrið starfar samkvæmt samstarfssamningi milli Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar og gildir hann til fimm ára. Í stjórn Borgarfræðaseturs sitja Jón Sigurðsson, bankastjóri NIB í Finnlandi og er hann formaður. Frá Háskóla Íslands voru tilnefnd Anna Soffía Hauksdóttir prófessor og Magnús Diðrik Baldursson, aðstoðarmaður rektors, en frá Reykjavíkurborg Bjarni Reynarsson og Kristín A. Árnadóttir, þróunar- og fjölskyldusviði Reykjavíkurborgar. Forstöðumaður var ráðinn Stefán Ólafsson prófessor. Bjarni Reynarsson og Trausti Valsson eru ráðgjafar á sviði borgarmála og skipulagsmála. Starfsemi Stjórnin mótaði grundvöll starfsins og var m.a. ákveðið að setrið beindi starfsemi sinni bæði að borgarfræðilegum viðfangsefnum á sviði þjóðfélagsmála og skipulagsmála. Á opnunarráðstefnu Borgarfræðaseturs í byrjun júní var sérstakur gestur prófessor Sir Peter Hall frá Bartlett School of Planning í London University. Hann flutti fyrirlestur sem hann nefndi Borgir sem nýsköpunarumhverfi og byggði m.a. á nýjustu bók hans Cities in Civilization. 101

102 Á árinu var hafin vinna við eftirtalin verkefni: Húsnæðismál í Reykjavík. Skipulagseinkenni Reykjavíkursvæðisins. Félagsgerð höfuðborgarsvæðisins. Þekkingarþorp: Aflstöðvar þekkingarhagkerfisins. Reykjavík sem alþjóðleg borg og Kísildalur og íslenski þekkingariðnaðurinn. Þá studdi Borgarfræðasetur m.a. rannsóknina Afbrot í hverfum Reykjavíkur og bókarverkefni Trausta Valssonar um skipulagsmál á Íslandi. Borgarfræðasetur var samstarfsaðili Þróunar- og fjölskyldusviðs Reykjavíkurborgar um morgunverðarfundi um borgarmálefni. Voru haldnir þrír fundir á árinu og fjallaði sá fyrsti um Framtíð Vatnsmýrar. Í lok ársins voru auglýst þrjú störf rannsóknarmanna við setrið en fram að þeim tíma veitti setrið fræðimönnum á sviði borgarfræða aðstöðu, auk þess sem lausráðið fólk vann hlutastörf. Stefnt er að öflugu verkefnastarfi á árinu Heimasíða Borgarfræðaseturs er: Félagsvísindastofnun Markmið og stjórn Félagsvísindastofnun hefur starfað frá árinu Markmið stofnunarinnar er að efla félagsvísindi á Íslandi með því að annast hagnýtar og fræðilegar rannsóknir og kynna almenningi nytsemd félagsvísindalegra rannsókna. Stjórn Félagsvísindastofnunar skipa Friðrik H. Jónsson, sem er jafnframt forstöðumaður, Sigrún Aðalbjarnardóttir og Stefán Ólafsson. Fjármál Á árinu 2001 voru heildartekjur stofnunarinnar, án virðisaukaskatts, um 30 m.kr. sem er svipað og undanfarin ár. Félagsvísindastofnun hefur þá sérstöðu meðal rannsóknastofnana H.Í. að fá enga fjárveitingu frá hinu opinbera, hvorki til rannsóknastarfa né fyrir stöðuheimildir starfsmanna. Stofnunin hefur, líkt og á fyrri árum, að mestu leyti fjármagnað starfsemi sína með því að sinna hagnýtum þjónusturannsóknum fyrir aðila bæði utan og innan Háskólans en að auki hefur hún notið nokkurra styrkja til einstakra fræðilegra rannsóknarverkefna, svo sem frá Rannsóknasjóði H.Í., Rannsóknarráði Íslands og Evrópusambandinu. Stofnunin fjármagnar sjálf allan tækjabúnað og rekstrarkostnað sinn og greiðir Háskóla Íslands markaðsverð fyrir alla þá aðstöðu er hún nýtir í Háskólanum, svo sem húsnæði, rafmagn, hita og ræstingu. Gagnasöfn Sem fyrr sinnir stofnunin hagnýtum þjónusturannsóknum samhliða öflun gagna fyrir fræðilegar rannsóknir. Félagsvísindastofnun hefur byggt upp viðamikið gagnasafn með upplýsingum um velferðarmál, menntamál, kjaramál, húsnæðismál, atvinnumál, byggðamál, neysluhætti, fjölskyldumál, menningu og almenn þjóðmál. Gögnin ná til upplýsinga um aðstæður, skilyrði og viðhorf fólks og þar á meðal eru gögn sem aflað hefur verið með reglubundnum hætti um árabil, til dæmis ýmsar upplýsingar um atvinnu, menntun, tekjur, fylgi stjórnmálaflokka og þjóðmál. Félagsvísindastofnun hefur tekið þátt í fjölþjóðlegu rannsóknastarfi á síðustu árum, til dæmis á sviði lífskjara- og velferðarrannsókna og rannsókna á lífsskoðunum og viðhorfum. Stofnunin hefur aðgang að gögnum um lífsskoðun og viðhorf frá rúmlega 40 löndum og gögnum um lífskjör og lífshætti alls staðar að af Norðurlöndum. Stofnunin hefur eins og á fyrri árum gert rannsóknir fyrir ráðuneyti og opinberar stofnanir, hagsmunasamtök og almenn félagasamtök, einstaka rannsóknamenn og fyrir fjölda fyrirtækja. Hagnaði af starfseminni er varið til að kosta fræðilega gagnaöflun og til að byggja upp tækjabúnað og hugbúnað. Þá hefur stofnunin einnig varið umtalsverðu fé til að kosta útgáfu fræðilegra rita á sviði félagsvísinda. Stofnunin hefur skotið skjólshúsi yfir og haft samstarf við félagsvísindafólk sem vinnur að sjálfstæðum rannsóknum. Allmargir meðlimir félagsvísindadeildar hafa notað sér þjónustu stofnunarinnar á síðastliðnum fjórum árum og nokkrir hafa einnig haft umsjón með verkefnum á vegum hennar. 102

103 Rannsóknir Viðamestu rannsóknaverkefni Félagsvísindastofnunar árið 2001 voru kannanir á vinnuviðhorfum og kjaramálum verslunarmanna, á námsferli fólks sem fætt er árið 1975, mat á árangri námskeiða á vegum LearnCom auk smærri kannana og verkefna fyrir fjölmarga aðila. Kannanir á kjaramálum og vinnuviðhorfum verslunarmanna voru unnar fyrir Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. Meginviðfangsefni voru viðhorf til starfs, starfsumhverfis, vinnustaðar og kjaramála. Rannsókn Jóns Torfa Jónassonar og Kristjönu Stellu Blöndal á námsferli fólks sem fætt er árið 1975 er víðtæk grunnrannsókn á námsferli og námsgengi ungs fólks á Íslandi. Meginmarkmið hennar eru að öðlast heildarmynd af námsferli og námsgengi ungs fólks á Íslandi og tengslum sálfræðiþátta við námsárangur og námsval í framhaldsskóla. Rannsóknin er styrkt af menntamálaráðuneytinu og Rannsóknarráði Íslands. LearnCom er verkefni sem unnið er í fimm Evrópulöndum. Markmið þess er að mennta fólk til nýrra starfa og styrkja sjálfsmynd og almenna menntun fólks í litlum samfélögum sem búa við hnignun í hefðbundnum atvinnugreinum. Félagsvísindastofnun sér um að meta árangur námskeiða á ýmsum þekkingarsviðum. Auk þess verður gerður samanburður við önnur þátttökulönd. Verkefnið er styrkt af Evrópusambandinu. Námskeið Félagsvísindastofnun, í samstarfi við sálfræðiskor, keypti árið 1990 einkarétt á Íslandi til að halda námskeið sem nefnast SOS! Hjálp fyrir foreldra. Á þessum námskeiðum er fólk þjálfað í því að nota ýmsar meginreglur atferlisfræði við uppeldi barna. Á árinu 2001 voru um það bil 20 námskeið haldin fyrir foreldra og fagfólk (kennara og leikskólakennara). Nú þegar hafa 24 lokið undirbúningsnámskeiði fyrir leiðbeinendur á námskeiðið. Starfsmenn Starfslið Félagsvísindastofnunar í reglubundnu starfi árið 2001 var sem hér segir: Anna María Frímannsdóttir, Bylgja Valtýsdóttir, Guðlaug J. Sturludóttir, Guðrún Árnadóttir, Helga Rúna Péturs, Hrefna Guðmundsdóttir, Jóhanna C. Andrésdóttir, Kristjana Stella Blöndal, Ragna Benedikta Garðarsdóttir, Sigurður Óli Sigurðsson og Ævar Þórólfsson. Heimasíða Félagsvísindastofnunar er: Guðfræðistofnun Skipulag og stjórn Á árinu voru staðfestar nýjar reglur fyrir Guðfræðistofnun sem leystu af hólmi reglugerðina frá Í samræmi við ákvæði í 5. gr. hinna nýju reglna skipaði deildarfundur í guðfræðideild þann 27. ágúst stjórn stofnunarinnar til tveggja ára. Stjórnina skipa Arnfríður Guðmundsdóttir, Einar Sigurbjörnsson og Jón Ma. Ásgeirsson af hálfu kennara og Árni Svanur Daníelsson af hálfu stúdenta. Reglur Guðfræðistofnunar eru nr. 731/2001. Fastir kennarar guðfræðideildar eru starfsmenn Guðfræðistofnunar. Framhaldsnám Framhaldsnám í guðfræði heyrir undir Guðfræðistofnun og eru fulltrúar kennara í stjórn hennar jafnframt rannsóknanámsnefnd guðfræðideildar. Átta kandidatar eru innritaðir í framhaldsnám í guðfræði, tveir til doktorsprófs og sex til M.A.- prófs. Rannsóknir Á árinu komu út niðurstöður norræna rannsóknaverkefnisins Lúthersk páskaprédikun á Norðurlöndum eftir siðbót í tveimur bindum undir heitinu Luthersk påskpredikan i Norden 1&2. Einar Sigurbjörnsson prófessor stýrði íslenska hluta þessa verkefnis og af starfsmönnum Guðfræðistofnunar unnu auk hans að því Arnfríður Guðmundsdóttir lektor og Pétur Pétursson prófessor. Auk þeirra unnu við verkefnið Sigurjón Árni Eyjólfsson og sr. Skúli Sigurður Ólafsson. Niðurstöður rannsóknaverkefnisins Þjóðkirkjur Norðurlanda á 20. öld komu einnig út á bók, De nordiska folkkyrkorna från Pétur Pétursson prófessor 103

104 stýrði því af hálfu Íslendinga. Þá lauk einnig sálmarannsóknaverkefninu Dejlig er jorden sem Pétur Pétursson prófessor vann við og komu niðurstöður þess út í samnefndri bók. Norræna rannsóknarverkefninu um Lúthersrannsóknir, Nordisk forum för reformationstudier, miðar vel áfram. Í mars 2001 komu fulltrúar þess, prófessor Ingun Montgomery, Oslo, og dósent Antti Raunio frá Helsingfors og fluttu fyrirlestra við guðfræðideild. Hjalti Hugason prófessor hefur umsjón með verkefninu af hálfu Íslendinga og Árni Svanur Daníelsson, M.A.-nemi starfar við það. Pétur Pétursson og Einar Sigurbjörnsson hafa umsjón með norrænu rannsóknarverkefni um sálmafræði. Einar situr og í norrænni nefnd um rannsóknir á guðfræði prestsvígslunnar og sinnir auk þess rannsóknum á íslenskum trúararfi í ljóðum, sálmum og öðrum ritum. Prófessor Björn Björnsson hefur tekið þátt í norrænni samvinnu um rannsóknir í lífssiðfræði. Arnfríður Guðmundsdóttir lektor vinnur að rannsókn á viðhorfum íslenskra kvenna til kross Krists og hefur fengið styrk frá Vísindasjóði Rannsóknarráðs Íslands til þess. Hún vinnur ennfremur að því að rannsaka túlkun á persónu og starfi Jesú Krists og kvenkristsgervinga í kvikmyndum. Prófessor Gunnlaugur A. Jónsson sinnir rannsóknum á áhrifasögu Saltarans, og rannsakar m.a. biblíuleg stef í kvikmyndum. Kristján Búason dósent vinnur við rannsóknir á aðferðafræði ritskýringar og rannsakar sérstaklega dæmisöguna um miskunnsama Samverjann í Lúkasarguðspjalli Prófessor Jón Ma. Ásgeirsson stýrir rannsóknarverkefni á vegum Society of Biblical Literature í Bandaríkjunum á hefðum tengdum nafni Tómasar postula, The Thomas Traditions Group. Hann hefur og sett á stofn verkefni í samvinnu við japanska sérfræðinga á sviði táknrænnar mannfræði og félagsvísinda til rannsókna á tileinkun og höfnun á gyðinglegum stefjum í frumkristni. Kristján Valur Ingólfsson lektor sinnir rannsóknum á íslenskri helgisiðahefð. Pétur Pétursson sinnir og rannsóknum á biblíulegum og trúarlegum stefjum í kvikmyndum. Útgáfustarfsemi Guðfræðistofnun átti áfram aðild að nýrri þýðingu Gamla testamentisins. Stofnunin gefur út tímaritið Ritröð Guðfræðistofnunar, Studia theologica islandica og ennfremur gengst hún fyrir málstofu í guðfræði að jafnaði einu sinni í mánuði yfir vetrartímann. Í lok nóvember gekkst Guðfræðistofnun fyrir málþingi til heiðurs Sigurbirni Einarssyni biskupi í tilefni af níræðisafmæli hans 30. júní Málþingið bar yfirskriftina Trúarbragðafræði við dögun 21. aldar og tók mið af því annars vegar að Sigurbjörn var fyrsti kennari við Háskólann í almennum trúarbragðafræðum og hins vegar að á afmælisári Háskólans var efnt til þverfaglegs náms í trúarbragðafræðum. Fyrirlesarar á málþinginu voru úr þeim deildum sem hafa samvinnu um þetta nám, en þær eru auk guðfræðideildar, heimspekideild og félagsvísindadeild. Forseti guðfræðideildar, prófessor Gunnlaugur A. Jónsson, stýrði málþinginu sem var vel sótt og tókst mjög vel. Tómasarguðspjall kom út á árinu sem Lærdómsrit Bókmenntafélagsins í þýðingu prófessors Jóns Ma. Ásgeirssonar sem einnig ritar inngang og skýringar. Á árinu kom einnig út bókin Guð á hvíta tjaldinu,trúar- og biblíustef í kvikmyndum, sem nokkrir starfsmenn Guðfræðistofnunar, þau Arnfríður Guðmundsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson og Pétur Pétursson, unnu að og eiga kafla í. Pétur Pétursson prófessor gaf út bókina Kallari orðsins, Einar J. Gíslason og hvítasunnuvakningin á Íslandi. Guðfræðistofnun var samstarfsaðili að nokkrum verkefnum sem Kristnihátíðarsjóður veitti styrk til og tveir styrkir féllu stofnuninni í té. Annar styrkurinn er til rannsóknar á trúarmenningu og siðfræði íslenskra bændakvenna á 19. öld, sem Inga Huld Hákonardóttir vinnur að sem starfsmaður Guðfræðistofnunar. Hinn er til rannsókna á þýddum guðsorðaritum á Íslandi á 17. öld, sem Einar Sigurbjörnsson vinnur að. Þá er Guðfræðistofnun samstarfsaðili Kirkjubæjarstofu sem hlaut styrk til rannsókna á rústum nunnuklaustursins á Kirkjubæ. Heimasíða guðfræðistofnunar er: Hafréttarstofnun Íslands Hlutverk og stjórn Hafréttarstofnun Íslands er ein af yngstu rannsóknarstofnunum Háskólans en hún tók til starfa árið Hlutverk hennar er að annast rannsóknir og fræðslu á sviði hafréttar. Stofnunin starfar í samvinnu við utanríkis- og sjávarútvegsráðuneytið og nýtur liðsinnis þeirra. Í stjórn stofnunarinnar sitja Gunnar G. Schram prófessor formaður, Sverrir Haukur Gunnlaugsson ráðuneytisstjóri og Þorsteinn Geirsson ráðuneytisstjóri. Varamenn eru Þorgeir Örlygsson ráðuneytis- 104

105 stjóri, Tómas H. Heiðar þjóðréttarfræðingur og Kolbeinn Árnason lögfræðingur. Gunnar G. Schram gekk úr stjórn stofnunarinnar í upphafi árs 2002 vegna aldurs. Útgáfu og kynningarstarfsemi Fyrir stjórn stofnunarinnar lá á árinu beiðni um útgáfustyrk vegna væntanlegs rits um hafrétt en ekkert slíkt rit hefur verið gefið út á íslensku. Á stjórnarfundi skömmu eftir áramót samþykkti stjórnin að veita umbeðinn styrk. Kom það út snemma árs Húsnæðismál Háskólarektor ákvað á árinu að leigja stofnuninni herbergi 310 í Lögbergi fyrir starfsemi sína. Mun stofnunin verða þar til húsa fyrst um sinn en leigusamning er unnt að endurnýja árlega. Mikilvægt er að stofnunin hefur nú fengið fastan samastað. Snemma árs 2002 var Tómas Heiðar þjóðréttarfræðingur ráðinn í 25% starf á vegum stofnunarinnar. Háskólinn veitti stofnuninni styrk vegna húsnæðisins úr Háskólasjóði að upphæð kr. Minning Hans G. Andersens heiðruð Hinn 1. desember 2001 gekkst Hafréttarstofnun fyrir athöfn í hátíðasal Háskólans. Var þar afhjúpuð brjóstmynd af Hans G. Andersen sendiherra og þjóðréttarfræðingi og rakin mikilvæg störf hans í þágu lands og þjóðar að hafréttarmálum. Aðild að Rhodos Akademíunni Hafréttarstofnun gerði á árinu samning við þær erlendu háskólastofnanir sem standa að sumarnámskeiði ár hvert á Rhodos í Grikklandi. Eru það MaxPlanck stofnunin í Heidelberg og hafréttarstofnanir við Virginíuháskóla og í Utrecht í Hollandi, auk sambærilegra stofnana á Grikklandi. Hagfræðistofnun Starfsmanna- og fjármál Á árinu 2001 voru unnin um fimmtán ársverk á stofnuninni. Velta stofnunarinnar var rúmar 50 milljónir sem er svipað og árið áður. Stofnunin og fastir starfsmenn hennar fengu rannsóknastyrki frá Seðlabanka Íslands, RANNÍS, fjármálaráðuneytinu, forsætisráðuneytinu, Rannsóknarsjóði Háskólans, Evrópusambandinu, NORA, Norrænu ráðherranefndinni, Norðurlandaráði, ríkisstjórn Íslands, Rannsóknarframlagi bankanna, RANNUM og frá Carnegy Mellon Foundation. Nokkrar mannabreytingar urðu á árinu. Þær Sólveig F. Jónsdóttir og Ásta Herdís Hall létu af störfum. Sólveig fór erlendis og Ásta hóf störf hjá Íslandsbanka. Jón Þór Sturluson hóf aftur störf við stofnunina eftir doktorsnám í Svíþjóð og þau Heiðrún Guðmundsdóttir, Úlf Viðar Níelsson og Herdís Steingrímsdóttir hófu störf sem aðstoðarmenn. Síðara hluta ársins var Stefanía Traustadóttir ráðin fyrsti skrifstofustjóri Hagfræðistofnunar. Útgáfur Á árinu voru gefnar út fimm skýrslur í ritröðinni þjónustuskýrslur (C ritröð): C01:01 Reykjavíkurhöfn; efnahagslegt vægi og umhverfi. C01:02 Greinargerð um efnahagslega og samfélagslega þætti matsskýrslu um umhverfisáhrif Kárahnjúkavirkjunar. C01:03 Greinargerð um efnahagslega og samfélagslega þætti matsskýrslu um álver í Reyðarfirði. C01:04 Auðlindagjald og skatttekjur ríkisins. C01:05 Fjárstreymi í samgöngum. Gefnar voru út tvær skýrslur í ritröðinni rannsóknaskýrslur (R ritröð): R01:01 Demographic Change in Iceland and its Impact on the Social Security System and Health Care Expenditures. R01:02 Íslendingar og ófarir í orkumálum í Kaliforníu. Gefnar voru út 11 ritgerðir í ritröðinni Working Papers (W ritröð) en henni er dreift til um 170 háskóla um allan heim: W01:01 Tryggvi Þór Herbertsson, The Economics of Early Retirement. W01:02 Tryggvi Þór Herbertsson og J. Michael Orszag, The Costs of Early Retirement in the OECD. 105

106 W01:03 Ásta Herdís Hall og Sólveig Fríða Jóhannsdóttir, Generational Equality in Iceland. W01:04 Yu-Fu Cheng og Gylfi Zoëga, Exchange-rate Volatility as Employment Protection. W01:05 Tryggvi Þór Herbertsson og Gylfi Zoëga, The Modigliani Puzzle. W01:06 Þorvaldur Gylfason, Lessons from the Dutch Disease: Causes, Treatment, and Cures. W01:07 Tór Einarsson og Milton H. Marquis, Bank Intermediation over the Business Cycle. W01:08 Tór Einarsson og Milton H. Marquis, Bank Intermediation and Persistent Liquidity Effects in the Presence of a Frictionless Bond Market. W01:09 Tryggvi Þór Herbertsson, Edmund Phelps og Gylfi Zoëga, Demographics and Unemployment. W01:10 Tryggvi Þór Herbertsson, Shrinking Labour Forces and Early Retirement. W01:11 Sveinn Agnarsson, Open Access to a Cultural Heritage: An Economic Analysis of the SagaNet Project. Gefnar voru út tvær bækur: B01:01 Tax Competition: An Oppurtunity for Iceland?, Hannes H. Gissurarson og Tryggvi Þór Herbertsson, ritstj. B01:02 Tekjuskipting á Íslandi, þróun og ákvörðunarvaldar, Haustskýrsla Hagfræðistofnunar 2001, Ásgeir Jónsson, Ásta Herdís Hall, Gylfi Zoëga, Marta Skúladóttir og Tryggvi Þór Herbertsson. Á árinu birtust eftirtaldar ritgerðir starfsmanna Hagfræðistofnunar eða voru samþykktar til birtingar í ritrýndum erlendum tímaritum: Tryggvi Þór Herbertsson: Accounting for Human Capital Externalities: With an Application to the Nordic Countries, European Economic Review, samþykkt til birtingar. Tryggvi Þór Herbertsson og Þorvaldur Gylfason: Does Inflation Matter for Growth?, Japan and the World Economy 13, nr. 4, desember 2001, bls Tryggvi Þór Herbertsson og J. Michael Orszag: Policy Options and Issues in Reforming European Supplementary Pension Systems, Journal of Pensions Management 7, nr. 2, 2001, bls Gylfi Zoëga, Tryggvi Þór Herbertsson og Þorvaldur Gylfason: Ownership and Growth, World Bank Economic Review 15, nr. 3, október 2001, bls Tryggvi Þór Herbertsson: The Economics of Early Retirement, Journal of Pensions Management 6, nr. 4, júlí 2001, bls Haukur C. Benediktsson, Tryggvi Þór Herbertsson og J. Michael Orszag: Cost on Individual Retirement Accounts and Savings Plans in Iceland, Journal of Applied Economics 33, nr. 8, júní 2001, bls Tryggvi Þór Herbertsson: Shrinking Labour Forces and Early Retirement, CESifo Forum 2, nr. 4, vetur 2001, bls Gylfi Magnússon, Ragnar Árnason og Sveinn Agnarsson: The Norwegian Spring- Spawning Herring Fishery: A Stylized Game Model, Marine Resource Economics 15, 2001, bls Ásta Herdís Hall og Sólveig Fríða Jóhannsdóttir: Generational Accounts for Iceland, Scandinavian Journal of Political Economy, samþykkt til birtingar. Auk þessa skrifuðu starfsmenn Hagfræðistofnunar fjölmargar greinar í dagblöð og tímarit og skrifuðu fjölda álitsgerða fyrir stjórnvöld, stofnanir og fyrirtæki. Ráðstefnur og málstofur Hagfræðistofnun stóð að þremur alþjóðlegum ráðstefnum á árinu. Í febrúar stóðu Hagfræðistofnun og norska fjármálaráðuneytið að ráðstefnu sem bar yfirskriftina Generational Accounting in the Nordic Countries. Á ráðstefnunni voru haldin sjö erindi og voru fyrirlesarar bæði erlendir sem og íslenskir. Í byrjun nóvember var haldin ráðstefnan Tax Competition: An Opportunity for Iceland. Ráðstefnan var haldin í samvinnu við The International Policy Network.. Fyrirlesarar voru fyrst og fremst erlendir sérfræðingar frá ýmsum löndum. Bókin Tax Competition: An Oppurtunity for Iceland var gefin út í tengslum við þessa ráðstefnu. Ráðstefnan vakti mikinn áhuga og komust færri að en vildu. Í lok nóvember var haldin ráðstefna undir yfirskriftinni Risk management in a Small Open Economy. Ráðstefnan var samvinnuverkefni Hagfræðistofnunar og viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands. 106

107 Málstofur í hagfræði eru fastur þáttur í starfsemi Hagfræðistofnunar. Á árinu voru haldnar 12 málstofur: 7. febrúar: Ásgeir Jónsson, Hagfræðistofnun: Peningamálastefna á Íslandi : Áhrif afkomu sjávarútvegs á gengi krónunnar. 19. febrúar: Joseph E. Stiglitz, Stanford University: The Economics of Information and its Application to Policies for Monetary and Financial Stability, málstofa haldin í samvinnu við Seðlabanka Íslands. 20. febrúar: Arnór Sighvatsson, Seðlabanka Íslands: Jafnvægisraungengi. 7. mars: Þórarinn G. Pétursson, Seðlabanka Íslands, Miðlun vaxtaákvarðana Seðlabankans um fjármálakerfið. 21. mars: Sveinn Agnarsson og Marías Halldór Gestsson, Hagfræðistofnun: Framleiðni á Íslandi : Samanburður á statískum og kvikum kostnaðarföllum. 4. apríl: Helgi Tómasson, viðskipta- og hagfræðideild: Duration Analysis in Financial Markets. 7. júní: Guðmundur Gunnarsson, Mälardalens Högskola, Is Human Capital the Key to the IT Productivity Paradox? 5. september: Sólveig F. Jóhannsdóttir, Hagfræðistofnun H.Í., Þróun kynslóðareikninga á Íslandi. 19. september: William Barnett, Washington University, Aggregation Theory and its Implications for Monetary Economics, málstofa haldin í samvinnu við Seðlabanka Íslands. 3. október: Jón Þór Sturluson, Hagfræðistofnun H.Í. og Stockholm School of Economics, Why don t they switch? - On the relative importance of search and switching costs in the Swedish residential power market. 17. október: Þorvaldur Gylfason, viðskipta- og hagfræðideild, Natural Resources and Economic Growth: The Role of Investment. 28. nóvember: Sveinn Agnarsson, Hagfræðistofnun H.Í.: Eru kúabændur skilvirkir? Athugun á þróun skilvirkni í mjólkurframleiðslu Ýmislegt Gylfi Zoëga, Birkbeck College, dvaldi á stofnuninni við rannsóknir af og til allt árið og J. Michael Orszag, Birkbeck College í janúar og febrúar. Starfsmenn stofnunarinnar héldu erindi og sóttu ráðstefnur og námskeið á ýmsum stöðum erlendis á árinu. Friðrik Már Baldursson hélt erindi á ráðstefnum sem boðað var til af NERP, m.a. í Riga, í Kaupmannahöfn og í Stokkhólmi. Þá hélt hann erindi á Evrópuráðstefnu Econometric Society í Lausanne og á árlegri ráðstefnu EEA. Tryggvi Þór Herbertsson hélt erindi í boði CEBR í Kaupmannahöfn, í fjármálaráðuneytinu í Noregi, á ársþingi LACEA í Montevideo í Uruguay, á ráðstefnu IZA í Berlín og í boði ríkisstjórnar Uganda í Kampala. Þá hélt Tryggvi einnig fjölda erinda hér heima og erlendis til að kynna bók sína Why Icelanders Do Not Retire Early. Sveinn Agnarsson hélt erindi á Frændafundi í Þórshöfn og á ráðstefnu sem haldin var á vegum Evrópubandalagsins á Spáni. Þá varði Ásgeir Jónsson doktorsritgerð sína við Indiana University, Bandaríkjunum, en ritgerðin er á sviði peningamálahagfræði. Auk þessa héldu starfsmenn stofnunarinnar fjölmörg erindi innanlands, sátu í og stjórnuðu nefndum og gáfu álit sitt við ýmis tækifæri í nefndum Alþingis og í fjölmiðlum. Heimasíða Hagfræðistofnunar er: Háskólasetrið á Hornafirði Stjórn Þriggja ára samstarfssamningur um rekstur Háskólasetursins á Hornafirði var undirritaður þann 30. nóvember Rekstur setursins er samstarfsverkefni Háskóla Íslands, Vegagerðarinnar, Sveitarfélagsins Hornafjarðar, Landsvirkjunar, 107

108 Siglingastofnunar Íslands og Veðurstofu Íslands. Stjórn setursins skipa: Rögnvaldur Ólafsson formaður stjórnar, Helgi Björnsson og Karl Benediktsson frá Háskóla Íslands, Hreinn Haraldsson frá Vegagerðinni, Stefán Ólafsson frá Bæjarfélaginu Hornafirði, Þórður Guðmundsson frá Landsvirkjun, Gísli Viggósson frá Siglingastofnun Íslands og Þór Jakobsson frá Veðurstofu Íslands. Setrið er skilgreint sem stofnun Háskóla Íslands og rekið undir kennitölu hans auk þess sem starfsmenn munu njóta sömu kjara og aðrir starfsmenn Háskólans. Staða forstöðumanns var auglýst í desember og hefur verið tekin ákvörðun um að ráða Rannveigu Ólafsdóttur, doktor í landfræði, til starfans og mun hún hefja störf í mars Markmið Markmið setursins er tvíþætt. Annarsvegar að verða öflug rannsóknastöð um jökla og aðrar staðbundnar aðstæður, sem starfar í samvinnu við vísindamenn við Háskóla Íslands og formlegra samstarfsaðila setursins. Hinsvegar að fá til Hornafjarðar til lengri eða skemmri dvalar fræði- og vísindamenn af ýmsum fræðasviðum sem tengjast svæðinu, og sem jafnframt því að stunda ritstörf eða rannsóknir koma að menningu, menntun eða þjónustu á staðnum. Aðsetur Háskólasetrið er nú til húsa í bráðabirgðahúsnæði Nýherjabúða en mun í haust flytjast í nýtt húsnæði Nýheima þar sem Háskóli Íslands hefur fest kaup á 50 fm skrifstofuhúsnæði fyrir starfsemi setursins. Nýheimar verða aðsetur Framhaldsskólans í Austur Skaftafellssýslu, Almenningsbókasafns staðarins, frumkvöðlaseturs, Þróunarstofu Austurlands og Hafrannsóknastofnunar. Hugmyndin á bak við Nýheima er að fara nýjar leiðir í samþættingu menntunar og nýsköpunar með því að stefna saman á einn stað þeim sem vinna að slíkum málum á svæðinu. Meginviðfangsefni Háskólasetrið mun stuðla að náttúrufræðilegum, sagnfræðilegum, félagsfræðilegum og mannfræðilegum rannsóknum, meðal annars þeim sem varða Vatnajökul og samfélag við jökul. Það mun einnig styðja heimamenn í uppbyggingu safna- og ferðaþjónustu. Setrinu er ætlað að setja jöklarannsóknir og ýmsar aðrar rannsóknir sem sérstaklega snerta héraðið í vítt, fræðilegt og félagslegt samhengi með því að standa fyrir aðkomu innlendra og erlendra fræði- og vísindamanna úr ólíkum greinum. Skólar geta sótt þangað fræðslu og setrinu er ætlað að draga að innlenda og erlenda fræðimenn. Ennfremur yrði samvinna um rannsóknaverkefni við samstarfsaðila og ýmsar stofnanir sem glíma við jökla og jökulár vegna vegagerðar, virkjun fallvatna, hafnargerð, landgræðslu og náttúruvernd. Hugvísindastofnun Starfsemi Hugvísindastofnunar komst í fast horf á árinu. Aðstaða stofnunarinnar var fullnýtt allt árið eða því sem næst og tækjabúnaður komst í nauðsynlegt horf. Fleiri kennarar og nemendur deildarinnar nýttu sér aðstöðu og þjónustu Hugvísindastofnunar með einum eða öðrum hætti. Stjórn Hugvísindastofnunar Nýjar reglur um Hugvísindastofnun tóku gildi á árinu. Fækkað var í stjórn úr níu í sjö. Framhaldsnemar áttu tvo fulltrúa en eiga nú einn og rektor á ekki lengur fulltrúa í stjórn. Þá verða það framvegis forstöðumenn aðildarstofnana sem sitja í stjórninni en ekki sérstaklega kjörnir fulltrúar þeirra. Einstaklingar hjá Hugvísindastofnun Á milli 20 og 30 einstaklingar höfðu starfsaðastöðu eða störfuðu hjá Hugvísindastofnun á árinu. Í lok ársins veitti stofnunin starfsaðstöðu fjórum Rannís styrkþegum og níu doktorsnemum. Fjórir aðrir stunduðu rannsóknir innan vébanda Hugvísindastofnunar. Starfsmenn Hugvísindastofnunar í föstum stöðum voru átta talsins og að auki störfuðu þrír lausráðnir starfsmenn við stofnunina. Hugvísindaþing Hugvísindaþing var nú haldið í fjórða sinn í samvinnu heimspekideildar og guðfræðideildar. Í þetta sinn voru haldnar 14 málstofur um efni á sviði hugvísinda og 7 sjálfstæðir fyrirlestrar. Fjórum fyrirlesurum var boðið hingað til lands frá útlöndum til að flytja fyrirlestra á þinginu. Þeir voru Eyjólfur Kjalar Emilsson, Erik 108

109 Skyum-Nielsen, Ástvaldur Ástvaldsson og Böðvar Guðmundsson. Þá tóku fjórir norrænir fræðimenn þátt í málstofu Sigríðar Þorgeirsdóttur Perspectives on the Mortal Body. Það voru þær Eva Gothlin, Sara Heinämaa, Robin May-Schott, og Vigdis Songe-Möller. Þingið hófst föstudaginn 2. nóvember með fyrirlestrum gesta og stóð allan laugardaginn. Það var mjög fjölsótt. Yfir 300 manns voru viðstaddir málstofur og fyrirlestra þingsins þegar mest var. Ráðstefnur Hugvísindastofnun og Bókmenntafræðistofnun stóðu fyrir Skáldsagnaþingi mars. 34 fyrirlestrar voru haldnir á þinginu en tilhögunin var sú að hver fyrirlesari valdi sér eina skáldsögu til umfjöllunar. Bókmenntafræðistofnun gaf síðar á árinu út bókina Heimur skáldsögunnar með greinum unnum upp úr fyrirlestrunum. Ástráður Eysteinsson átti frumkvæði að þinginu og ritstýrði bókinni. Hugvísindastofnun stóð fyrir fyrirlestrakvöldum á sex stöðum á landsbyggðinni yfir sumarið þar sem fyrirlesarar fluttu aftur erindi sín af þinginu. Í þetta fengust ýmsir styrkir, m.a. frá Reykjavík-Menningarborg. Bókmenntafræðinemar héldu málþing í maí og studdi Hugvísindastofnun þinghaldið. Þetta var eina nemendaráðstefna vetrarins og tókst hún mjög vel. 10 nemendur sem eru langt komnir með B.A. verkefni héldu fyrirlestra. Stjórn Hugvísindastofnunar ákvað að reyna í framtíðinni að styðja málþing af þessu tagi sérstaklega. Útgáfumál Ákveðið var á vormánuðum að hefja útgáfu tímarits Hugvísindastofnunar. Guðni Elísson og Jón Ólafsson munu ritstýra því fyrst um sinn og lögðu þeir drögin að fyrstu heftunum á haustmánuðum. Heftin verða þematengd en einnig verður pláss fyrir greinar um annað efni á sviði hugvísinda. Fyrsta heftið var dagsett 2001 og stefnt er að þremur heftum á árinu Tímaritið hlaut nafnið Ritið og var fyrsta hefti þess helgað kvikmyndaaðlögunum. Málþing um þetta efni var haldið í apríl á vegum Kvikmyndasafns Íslands og Filmundar og voru greinar fyrsta heftisins flestar unnar upp úr fyrirlestrum af þessu málþingi. Fyrsta rit Hugvísindastofnunar var greinasafnið Hvað er heimspeki?, sem kom út í ágúst. Það inniheldur þýðingar á greinum eftir tíu 20. aldar heimspekinga. Þýðingarnar eru upphaflega verk B.A. nema í heimspeki en voru unnar á nokkuð löngum tíma. Ritstjórar bókarinnar voru Róbert Jack og Ármann Halldórsson. Önnur útgáfubók stofnunarinnar er Sæmdarmenn, greinar um heiður á þjóðveldisöld eftir Helga Þorláksson, Torfa Tulinius, Sverri Jakobsson, Sólborgu Unu Pálsdóttur og Gunnar Karlsson. Vinnu við bókina var að mestu lokið í desember en hún kom út í janúar Ritstjóri hennar var Helgi Þorláksson. Hvað er heimspeki? og Sæmdarmenn má segja að séu hvor um sig fyrsta bókin í ólíkum útgáfulínum Hugvísindastofnunar. Annarsvegar útgáfur sem reynt er að gera þannig úr garði að þær verði í ódýrari kantinum (Sæmdarmenn) hinsvegar bækur sem geta orðið nokkru dýrari en eru þá afrakstur meiri undirbúningsvinnu. Þriðja útgáfulínan má svo segja að Ritið, tímarit Hugvísindastofnunar, marki. Með þessu hefur Hugvísindastofnun sett sér drög að útgáfustefnu: Stofnunin gefur út tímarit og tvær gerðir rita en ekki ritraðir. Þeim sem héldu sjálfstæða fyrirlestra á Hugvísindaþingi 2000 var boðið að vinna fyrirlestra sína í birtingarhæfar greinar á Netinu. Fimm fyrirlesarar gerðu þetta og voru fyrirlestrar þeirra ritrýndir og birtir á vefútgáfusvæði Hugvísindastofnunar ( Þessi tilraunaútgáfa er fyrsti liðurinn í vefútgáfu á vegum stofnunarinnar en ætlunin er að kynna hana sérstaklega á vormánuðum um leið og hannað verður vefviðmót Ritsins. Kistan Stjórn Hugvísindastofnunar ákvað á vormisseri að ganga til samstarfs við Vefritið Kistuna um birtingar á fræðilegu efni og efni tengdu fyrirlestrum, málþingum og útgáfu Hugvísindastofnunar. Gerður var samstarfssamningur við Kistuna og forstöðumaður tók sæti í ritstjórn hennar. Samstarf verður við Kistuna um vefútgáfu Hugvísindastofnunar og kynningu á útgefnum verkum á hennar vegum. Vefsíða og vefgerð Mikið var unnið í vefgerð á vegum stofnunarinnar á árinu. Örvar Kárason vann megnið af tölvuvinnunni á bakvið vefi Hugvísindastofnunar en einnig komu við sögu Ragna Garðarsdóttir, Viðar Þorsteinsson og Róbert Jack. 109

110 Hannað var vefumsjónarkerfi fyrir stofnunina sem nýtist henni og öllum aðildarstofnunum hennar sem þess óska. Vefumsjónarkerfið gerir alla uppfærslu og viðhald vefja nægilega einfalt til þess að ekki þurfi sérstaka vefkunnáttu til að vinna slík verk. Þetta umsjónarkerfi var sett upp á netþjón stofnunarinnar. Þá var unnin frumvinna að uppsetningu gagnagrunna sem geta nýst við ýmis verkefni. Viðar Þorsteinsson vann að gerð og uppsetningu Heimspekivefjar síðastliðið sumar. Vefurinn er gerður með fjárframlagi frá Siðfræðistofnun og Heimspekistofnun. Auk þeirra á Félag áhugamanna um heimspeki aðild að vefnum. Í framtíðinni á Heimspekivefurinn að nýtast þeim sem fást við rannsóknir í heimspeki, og birta einkum texta á íslensku. Skattholið er vefur sérstaklega hannaður til að veita stuðning við rannsóknavinnu. Hann inniheldur tilvísanir í tímarit og gagnagrunna á ýmsum sviðum hugvísinda og styður þannig við vef Landsbókasafnsins. Vefurinn er líka samskiptatæki bókasafnsfulltrúa við kennara og nemendur í deildinni (sjá um hann fyrir neðan). Ragna Garðarsdóttir hannaði vefinn en Róbert Jack hefur þróað hann áfram. Gerð var tilraun til að koma á fót vef um menningarfræði. Ragna Garðarsdóttir vann við hann og kom honum vel af stað en ekki reyndist unnt að ljúka honum. Hann var þó birtur sem viðbót við Kistuna í sumar og vakt nokkra athygli. Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum Forstöðumaður vann ásamt Auði Hauksdóttur að því að leggja drög að nýju skipulagi Stofnunar í erlendum tungumálum og fá Vigdísi Finnbogadóttur fyrrv. Forseta Íslands til samstarfs við stofnunina. Þá vann hann ásamt Ásdísi Magnúsdóttur og Matthew Whelpton að því að skrifa markmiðslýsingu stofnunarinnar. Nafni hennar var breytt 1. október í Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. Sjá nánar ársskýrslu hennar. Bókasafnsfulltrúi Samstarf náðist við Landsbókasafnið á árinu um að safnið greiddi hluta af launum starfsmanns á vegum Hugvísindastofnunar sem hefði það hlutverk að vera tengiliður safnsins og deildarinnar um þjónustu safnsins og þó einkum um ritakaup. Ragna Garðarsdóttir gegndi þessu starfi fyrst um sinn en Róbert Jack tók við því á haustmánuðum. Starf bókasafnsfulltrúans er sem svarar hálfu starfi. Útvarpsþættir Forstöðumaður Hugvísindastofnunar hefur átt samstarf við Ævar Kjartansson um útvarpsþætti einu sinni í mánuði á rás 1 (Rás eitt klukkan eitt). Þættirnir eru einskonar málþing í útvarpssal og er hlutverk Hugvísindastofnunar að halda utan um og velja efni þeirra þátta sem samstarf er um. Þetta samstarf heldur áfram á árinu Með þáttunum slær stofnunin tvær flugur í einu höggi: Kynnir sig og starfsemi sína og nýtir útvarpið til þess að koma þeim fræðum sem stunduð eru innan deildarinnar á framfæri utan háskólasamfélagsins. Þýðingasetur Gauti Kristmannsson stundakennari vann að því á árinu í samráði við forstöðumann að koma á fót þverfaglegu rannsóknaverkefni í þýðingum og þýðingafræði sem fengið hefur hið óformlega heiti Þýðingasetur. Á vegum setursins var á árinu unnið að þýðingum á vefsíðum Símans og lögð drög að samstarfssamningum um þýðingar og menningarlæsi við nokkur fyrirtæki. Þýðingarsetur hefur enn ekki fengið formlega skilgreiningu innan Hugvísindastofnunar en ætlunin er að ákveða framtíðarfyrirkomulag þess á næstunni. Þýðingasetur stóð fyrir stórri alþjóðlegri ráðstefnu í desember. Sótt var um Evrópustyrk til að halda ráðstefnuna í nafni Hugvísindastofnunar og fékkst hann en var bundinn við atburði ársins. Því var ráðstefnan kölluð saman með litlum fyrirvara og tókst vel. 15 erlendir fyrirlesarar komu til að halda erindi. Í tengslum við ráðstefnuna var haldin samkeppni um ljóðaþýðingar á vegum Þýðingaseturs og Lesbókarinnar. Sjá einnig ársskýrslu Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. Vefsetur um íslenskt mál og menningu Þetta verkefni hefur á árinu snúist fyrst og fremst um að hanna og semja kennsluefni til notkunar á Netinu og var upphaflega á vegum íslenskuskorar. Það er rekið í samvinnu Háskóla Íslands og Háskólans í Wisconsin. Hugvísindastofnun kom inn í verkefnið snemma á árinu og hefur umsjón með fjármálum þess. Forstöðumaður tekur einnig þátt í fjáröflun, markaðssetningu og kynningu verkefnisins. Tveir starfsmenn starfa nú hjá Vefsetrinu. 110

111

112 Framhaldsnám Á árinu tók Hugvísindastofnun við fleiri störfum í tengslum við framhaldsnámið og mun stofnunin taka endanlega við umsýslu þess nú í vor. Doktorsnemum hefur haldið áfram að fjölga og er nú svo komið að Hugvísindastofnun getur ekki hýst alla sem á aðstöðu þurfa að halda. Stjórn Hugvísindastofnunar kom upp sérstökum sjóði til þess að veita doktorsnemum ferðastyrki.gert er ráð fyrir að hver doktorsnemi get fengið 50 þús. kr. á ári á móti kostnaði við ferðir á ráðstefnur o.þ.h. Forstöðumaður beitti sér fyrir því ásamt deildarforseta að framhaldsnemum væri tryggð lesaðstaða í Árnagarði. Þar hefur verið lesrými ætlað nemum í íslensku og sagnfræði en verður nú ætlað nemendum á meistarastigi í öllum greinum deildarinnar. Rannsóknastöðustyrkþegar Hugvísindastofnun hefur undanfarin tvö ár skuldbundið sig til að veita aðstöðu þeim sem Rannís veitir rannsóknastöðustyrki í Hugvísindum. Ljóst er að fjöldi styrkþega er nú meiri en svo að þeim verði öllum komið fyrir í Nýja-Garði. Tekin hefur verið á leigu skrifstofa hjá Reykjavíkurakademíunni sem gert er ráð fyrir að muni hýsa 2-3 nýdoktora og/eða doktorsnema. Vefsetur um íslenskt mál og menningu hefur nýtt þessa aðstöðu til þessa. Miðaldastofa Unnið var að því að stofna Miðaldastofu sem þverfaglega rannsóknastofu innan Hugvísindastofnunar. Allri undirbúningsvinnu við þetta var lokið fyrir áramótin en stofan var stofnuð formlega eftir áramót. Aðilar að miðaldastofu stóðu fyrir fyrirlestraröð á vormisseri um miðaldafræði og aðstoðaði Hugvísindastofnun við skipulagningu hennar. Fyrirlestrar Nokkur fjöldi fyrirlestra var haldinn á vegum stofnunarinnar á árinu en þó var ekki um skipulagða dagskrá að ræða. Meðal þeirra helstu má nefna heimspekingana Rosalind Hursthouse og Stephen Neal. Fast starfsfólk Hugvísindastofnunar Þórdís Gísladóttir tók við starfi verkefnisstjóra 1. mars. Hún var í 75% starfi til 1. nóvember en í 100% starfi eftir það. Forstöðumaður var í 100% starfi til 1. febrúar. Minnkaði starfshlutfall í 50% eftir það að undanskildum september, október og hálfum nóvember en þá var stafshlutfall hans aftur 100%. Síðan 15. nóvember hefur starfshlutfall hans verið 50%. Verksvið Þórdísar er meðal annars umsjón með framhaldsnáminu, daglegur rekstur stofnunarinnar, umsjón með vefsíðum hennar og aðstoð vegna ráðstefnuhalds og verkefna. Forstöðumaður annast meðal annars verkefni á vegum stofnunarinnar og tekur þátt í verkefnum aðildarstofnana eins og óskað er eftir. Hann aðstoðar við styrkjaumsóknir og starfar með einstaklingum eða hópum innan deildarinnar að undirbúningi, skipulagningu og umsýslu vegna rannsóknaverkefna, samningsgerðar, þjónustuverkefna, ráðstefna o.þ.h. Þá annast hann kynningu á stofnuninni út á við. Forstöðumaður hefur á árinu setið í Vísindanefnd og Kynningarnefnd deildarinnar. Hann á einnig sæti í framkvæmdastjórn Vefseturs um íslenskt mál og menningu og í ritstjórn Kistunnar eins og fyrr segir. Fjármál Nokkur halli varð af rekstri Hugvísindastofnunar á árinu og skýrist það meðal annars af því að launakostnaður hækkaði meira en ráð var fyrir gert. Halli eykst því á milli ára. Það er ljóst að á næsta ári verður nauðsynlegt að leita ennþá meira út í sjóði og til styrktaraðila til að fjármagna einstök verkefni umfram það sem fast starfsfólk stofnunarinnar getur séð um. Straumlínulaga verður reksturinn og marka stefnu stofnunarinnar betur en gert hefur verið fram að þessu. Heimasíða Hugvísindastofnunar er: Bókmenntafræðistofnun Árið 2001 var bókaútgáfa og fræðileg vinna í tengslum við hana að venju helsta verkefni Bókmenntafræðistofnunar Háskóla Íslands. Í samvinnu við Hugvísindastofnun stóð stofnunin einnig að skáldsagnaþingi þar sem tugir fræðimanna héldu fyrirlestra. Hugvísindastofnun bar hitann og þungann af framkvæmd þingsins en Bókmenntafræðistofnun gaf seinna út fyrirlestrana og ritgerðir nokkurra fræðimanna sem ekki höfðu komist á þingið. 112

113 Útgáfubækur stofnunarinnar voru þessar á árinu: Heimur skáldsögunnar Ritstjóri Ástráður Eysteinsson. Fræðirit 11. Reykjavík: Bókmenntafræðistofnun. Katrín Jakobsdóttir Glæpurinn sem ekki fannst. Ung fræði 4. Reykjavík: Bókmenntafræðistofnun H.Í./Háskólaútgáfan. Jón Hnefill Aðalsteinsson Trúarhugmyndir í Sonatorreki. Ritstjóri Ásdís Egilsdóttir. Studia Islandica 57. Að eftirfarandi ritum var að auki unnið á árinu og munu þau væntanlega koma úr á árinu 2002: Heilagra meyja sögur. Útgáfu annast Kirsten Wolf. Ritstjórar Bergljót S. Kristjánsdóttir, Guðrún Ingólfsdóttir og Sverrir Tómasson. Gísli Brynjólfsson. Ljóð og laust mál. Útgáfu annast Sveinn Yngvi Egilsson. Ritstjóri Guðni Elísson. Íslensk rit. Stefán Ólafsson. Kvæði. Útgáfu annast Kristján B. Jónasson. Ritstjóri Guðni Elísson. Íslensk rit. Heimasíða Bókmenntafræðistofnunar er: Heimspekistofnun Í stjórn Heimspekistofnunar eru Sigríður Þorgeirsdóttir forstöðumaður og Þorsteinn Gylfason. Helstu verkin sem unnin voru á vegum stofnunarinnar voru eftirfarandi: Garðar Árnason fór yfir og bar saman við frumtexta íslenska þýðingu Guðmundar Heiðars Frímannssonar á Grunni að frumspeki siðlegrar breytni eftir Immanuel Kant. Mun þetta verk verða gefið út í Lærdómsritaröð Hins íslenska bókmenntafélags. Veittur var styrkur til ritstjórnar og lokafrágangs ritsins Hvað er heimspeki? sem hefur að geyma þýðingar greina eftir evrópska heimspekinga frá 20. öld. Ritstjórar voru þeir Róbert Jack og Ármann Halldórsson og kom ritið út hjá Hugvísindastofnun. Um haustið var formlega opnaður Heimspekivefur ( sem Viðar Þorsteinsson setti upp með styrk frá stofnuninni, en Siðfræðistofnun og Hugvísindastofnun veittu einnig styrk til verksins. Vefurinn hefur að geyma ýmsan fróðleik um alþjóðlega og íslenska heimspeki. Stofnunin átti einnig samstarf við Félag áhugamanna um heimspeki og studdi gerð gagnabanka og uppfærslu félagatals. Ennfremur var veittur styrkur til vinnu við Heimspekiorðabók undir ritstjórn Erlendar Jónssonar. Þá styrkti Heimspekistofnun komu heimspekingsins Rosalind Hursthouse sem hélt fyrirlestur við Háskóla Íslands á haustmisseri. Heimasíða Heimspekistofnunar er: Málvísindastofnun Almennt yfirlit Hlutverk Málvísindastofnunar er að annast rannsóknir í íslenskum og almennum málvísindum. Einnig gefur stofnunin út fræðirit í málvísindum og gengst fyrir ráðstefnum og námskeiðum. Auk þess tekur stofnunin að sér, gegn gjaldi, ýmiss konar þjónustuverkefni sem lúta að málfræði og málfari, svo sem prófarkalestur og frágang á textum. Stofnunin er til húsa í Nýja-Garði í húsnæði Hugvísindastofnunar. Stjórn og starfsmenn Stjórn Málvísindastofnunar skipuðu Magnús Snædal dósent, forstöðumaður, Sigríður Sigurjónsdóttir dósent, meðstjórnandi og Jóhannes Bjarni Sigtryggsson fulltrúi stúdenta, ritari. Starfsmenn voru Birgitta Bragadóttir framkvæmdastjóri (gegndi starfi Áslaugar J. Marinósdóttur sem er í leyfi) og Reynir Þór Sigurðsson sem var ráðinn til afleysinga í sumarleyfi, í 50% starfi frá 15. júlí-15. ágúst. Rannsóknir Alþjóðlegt verkefni: Intercomprehension of Germanic Languages Online (IGLO). Stofnunin styrkti þetta verkefni með því að greiða laun aðstoðarmanns í tvo mánuði. Umsjónarmaður verkefnisins er Jóhannes Gísli Jónsson. 113

114 Útgáfustarfsemi Engar nýjar bækur komu út á vegum stofnunarinnar þetta ár en fimm áður útgefnar bækur og tvær hljóðsnældur voru endurprentaðar og endurútgefnar. Annað Stofnunin veitti tveimur stúdentum ferðastyrk á ráðstefnu, kr. hvorum. Heimasíða Málvísindastofnunar er: Sagnfræðistofnun Hlutverk Stofnunin er nú hluti af Hugvísindastofnun og unnið var að því að setja henni starfsreglur skv. þeirri skipan. Voru drög að starfsreglum kynnt föstum kennurum í sagnfræðiskor, en reglurnar voru ekki formlega afgreiddar á starfsárinu. Að óbreyttu skal stofnunin annast rannsóknir, gangast fyrir ráðstefnum, námskeiðum, rannsóknaræfingum og fyrirlestrum og standa fyrir útgáfu. Stjórn og starfsmenn Stjórnina skipuðu Loftur Guttormsson sem gegndi starfi forstöðumanns, Guðmundur Jónsson dósent og Karólína Stefánsdóttir, fulltrúi stúdenta. Starfsmenn stofnunarinnar voru Valur Freyr Steinarsson og Jóna Lilja Makar; höfðu þau einkum milligöngu um fjölritun kennslugagna og önnuðust sölu þeirra í Guðnastofu, bókasafni stofnunarinnar. Loftur sat í stjórn Hugvísindastofnunar sem fulltrúi stofnunarinnar nema hvað Guðmundur Jónsson leysti hann af í tveggja mánaða orlofi. Gistifræðimenn og fyrirgreiðsla Hrefna Róbertsdóttir, sem vinnur að doktorsritgerð við Lundarháskóla, hafði vinnuaðstöðu í Hugvísindastofnun í Nýja Garði. Sama er að segja um Pál Björnsson sem naut áfram rannsóknastöðustyrks Rannís. Rannsóknaverkefni Unnið var áfram að verkefninu Saga íslenskrar utanlandsverslunar undir forystu Helga Þorlákssonar; auk hans eiga aðild að verkefninu þrír fastir kennarar við sagnfræðiskor ásamt Halldóri Bjarnasyni. Kennarar sinntu verkefninu, aðallega gagnasöfnun, sem hluta af rannsóknaskyldu sinni, en Halldór og nokkrir aðstoðarmenn unnu að afmörkuðum þáttum fyrir styrkfé, m.a. úr Rannsóknasjóði H.Í.. Sagnfræðistofnun á formlega aðild að Reykholtsverkefni, fjölfaglegu rannsóknaverkefni sem tengist m.a. fornleifarannsóknum á staðnum og Reykholti sem miðstöð kirkju og bókmenningar á miðöldum. Helgi Þorláksson situr í stjórn verkefnisins; hann er jafnframt verkefnisstjóri fyrir þeim þætti verkefnisins sem varðar kirkjumiðstöðvarhlutverk Reykholts. Sagnfræðistofnun fékk forverkefnisstyrk úr Vísindasjóði til þess að halda áfram undirbúningi að því að koma á fót íslenskum gagnagrunni um fólksfjölda. Forgöngu hafa fyrir hönd stofnunarinnar Guðmundur Jónsson og Loftur Guttormsson. Efnt var í nóvember til kynningarfundar um verkefnið með fulltrúum allmargra rannsóknastofnana og fræðafélaga. Útgáfumál Eitt rit kom út á vegum stofnunarinnar, þ.e. Landsins forbetran. Innréttingarnar og verkþekking í vefsmiðjum átjándu aldar eftir Hrefnu Róbertsdóttur MA. Jafnframt var unnið að útgáfu á riti eftir Sveinbjörn Rafnsson, Sögugerð Landnámubókar. Um íslenska sagnaritun á 12. og 13. öld. Norrænt sagnfræðingaþing Forstöðumaður fór með formennsku í Landsnefnd íslenskra sagnfræðinga. Auk Sagnfræðistofnunar eiga Sagnfræðingafélag Íslands og Þjóðskjalasafn Íslands aðild að nefndinni. Landsnefndin hafði áður skipulagt þátttöku íslenskra sagnfræðinga í 24. norræna sagnfræðingaþinginu sem haldið var í Árósum ágúst. Tóku þeir þátt í flestum aðalefnum þingsins. Landsnefndin greiddi fyrir þátttöku þriggja doktorsnema í sagnfræði í dagskrá þingsins. 114

115 Minningarfyrirlestur Jóns Sigurðssonar Stjórn stofnunarinnar bauð Ole Feldbæk, prófessor í sagnfræði við Kaupmannahafnarháskóla, að flytja Minningarfyrirlestur Jóns Sigurðssonar og halda málstofu. Fyrirlesturinn var haldinn 13. október í Odda, Kongens København: Handelens hovedstad Daginn áður hélt Feldbæk málstofu með kennurum, framhaldsnemum og gestum um efnið Dansk og norsk nationalidentitet Fjármál Framlag Hugvísindastofnunar til Sagnfræðistofnunar nam kr. Nokkrar tekjur voru af sölu fjölritaðs efnis og bóka í Guðnastofu. Því miður endurtók sig sú saga frá fyrra ári að uppgjör fékkst ekki í tæka tíð frá Háskólaútgáfunni vegna þeirra rita sem hún hefur gefið út undanfarin ár í samvinnu við stofnunina og annarra eldri rita sem útgáfan hefur annast sölu á. Fjárhagsstaða stofnunarinnar við árslok var því mjög óljós. Húsnæði og vinnuaðstaða Sagnfræðistofnun hefur umráð yfir einu herbergi á 3. hæð í Nýja-Garði og nýttist það einum doktorsnema í sagnfræði. Þar að auki höfðu þrír doktorsnemar í sagnfræði aðstöðu í húsakynnum Hugvísindastofnunar. Guðnastofa í Árnagarði hýsir bókasafn stofnunarinnar. Heimasíða Sagnfræðistofnunar er: Íslensk málstöð Almennt yfirlit og stjórn Íslensk málstöð er skrifstofa Íslenskrar málnefndar og miðstöð starfsemi hennar. Íslensk málnefnd rekur Íslenska málstöð skv. lögum nr. 2/1990. Háskólaráð Háskóla Íslands, heimspekideild Háskóla Íslands og Orðabók Háskólans tilnefna fulltrúa sína í Íslenska málnefnd og mynda þeir fulltrúar lögum samkvæmt jafnframt meirihluta stjórnar málnefndarinnar. Málstöðin starfar í samræmi við reglugerð nr. 159/1987. Íslensk málstöð hefur aðsetur í húsnæði Háskóla Íslands á Neshaga 16, Reykjavík. Fjórir starfsmenn voru í fullu starfi í árslok. Mannabreytingar: Ágústa Þorbergsdóttir, deildarstjóri, kom til starfa 1. sept. Starfsemi Fyrirspurnir og svör um íslenskt mál og málnotkun voru rúmlega talsins á árinu. Málstöðin tekur að sér yfirlestur ritsmíða, einkum fyrir opinberar stofnanir og ráðuneyti, og veitir umsagnir af ýmsu tagi um mál og málfar. Á vef málstöðvarinnar er einnig að finna ýmsar ábendingar um málfar. Á árinu var m.a. gengið frá endurnýjaðri skrá um rithátt og aðlögun landaheita, tengdra lýsingarorða og íbúaheita, ásamt nýjum lista um heiti höfuðstaða. Í árslok var svonefndur málfarsbanki Íslenskrar málstöðvar á Vefnum að heita má tilbúinn til prófunar. Átak var gert í að bæta skráningu, frágang og aðgengi að nýyrðadagbók Íslenskrar málstöðvar. Málstöðin annast fyrir hönd Íslenskrar málnefndar tengsl við orðanefndir og einstaklinga sem stunda orðavinnu á ýmsum sérsviðum. Íslensk málstöð gerðist á árinu á ný aðili að alþjóðlegu íðorðasamtökunum Infoterm og tók þátt í að stofna Evrópusamtök stofnana sem fást við skráningu íðorða og ýmiss konar gagna sem tengjast íðorðum (New TDCnet Consortium). Í árslok voru í orðabanka Íslenskrar málstöðvar um hugtök í vinnsluhluta (í 52 orðasöfnum) og um í birtingarhluta (í 38 orðasöfnum). Heimsóknir í bankann voru að meðaltali um 200 á dag og uppflettingar um á dag. Á árinu voru undirritaðir fjórir nýir samstarfssamningar við höfunda orðasafna. Útgáfumál Unnið var að undirbúningi afmælisrits Baldurs Jónssonar. Í samstarfi við landsnefnd um Evrópskt tungumálaár 2001 var saminn kynningarbæklingur um íslenskt mál, einkum handa útlendingum, á íslensku, dönsku, ensku, frönsku og þýsku. Að beiðni ráðgjafarnefndar Norrænu ráðherranefndarinnar um málstefnu skrifaði forstöðumaður skýrslu (56 bls.) um athugun sína á notkunarsviðum íslensku og ensku á Íslandi ásamt yfirliti um málpólitískar aðgerðir á Íslandi undanfarinn áratug. Út komu Málfregnir 19. Enn fremur fellur undir útgáfumál starf að orðabanka, málfarsbanka og öðru efni málstöðvarinnar á Netinu. 115

116 Málþing Orðaþing 28. apríl. Ari Páll Kristinsson: Aðgangur Íslendinga að alþjóðlegu íðorðastarfi, Guðmundur J. Arason: Íðorðasafn ónæmisfræðinga, Dóra Jakobsdóttir: Ættaskrá háplantna ; Dóra Hafsteinsdóttir: Vinnsluhluti orðabanka Íslenskrar málstöðvar. Málþing um málfar í opinberum skjölum 29. september. Guðrún Kvaran: Málfar í stjórnsýslu ; Sigrún Þorgeirsdóttir: Málfar í þýðingum á EES-reglum o.fl. starf Þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytis ; Anton Helgi Jónsson: Ekkert mál. Um skilning á opinberum skjölum ; Hjördís Hákonardóttir: Lagamálið: tæki valds og réttlætis ; Svala Valdemarsdóttir: Mál málanna, um þingmál, skjöl o.fl. Málræktarþing 17. nóvember; Íslenska á evrópsku tungumálaári. Ari Arnalds: Tæknimenn, tungan og tæknin ; Auður Hauksdóttir: Að tala tungum ; Kristján Árnason: Málstefna nýrrar aldar ; Karl Blöndal: Safngripur eða lifandi tunga? ; Egill Helgason: Íslenska - óþjált verkfæri? Erindi Ari Páll Kristinsson: Íslenskt mál 10. mars, fundur BKR í tilefni af Evrópsku tungumálaári 2001 ; Language policy in Iceland, ráðstefna Evrópuráðsins í Ríga 21. apríl; Islandsk språkpolitikk, norskir menntaskólakennarar 23. apríl, norrænt sumarnámskeið 20. júní, norrænir fræðimenn og gestir í Norræna húsinu 4. júlí og 8. ágúst; Aðgangur Íslendinga að alþjóðlegu íðorðastarfi, Orðaþing 28. apríl; Mediespråk og standardiseringsspørsmål, ráðstefnan Standardisering og variation i vestnordisk í Stokkhólmi 6. október. Dóra Hafsteinsdóttir: Innviðir orðabankans, fundaröðin Orðarýni á Orðabók Háskólans 30. mars; Vinnsluhluti orðabanka Íslenskrar málstöðvar, Orðaþing 28. apríl; Isländsk ordbank på Webben, Nordterm-þing í Finnlandi júní; Islandsk termbank på Internet, Dönsk málnefnd 13. nóvember. Heimasíða Íslenskrar málstöðvar er: Lífeðlisfræðistofnun Stjórn og starfsmenn Lífeðlisfræðistofnun Háskóla Íslands var komið á fót árið 1995 með reglugerð nr. 333/1995 og tók þá við hlutverki Rannsóknastofu í lífeðlisfræði sem starfrækt hafði verið í þrjá áratugi. Forstöðumaður stofnunarinnar fyrstu 4 árin var Jón Ólafur Skarphéðinsson prófessor en Stefán B. Sigurðsson prófessor tók við árið Stjórn stofnunarinnar að öðru leyti skipa fastráðnir kennarar og sérfræðingar stofnunarinnar auk fulltrúa annarra starfsmanna og fulltrúa nemenda. Starfsmenn stofnunarinnar árið 2001 voru prófessorarnir Stefán B. Sigurðsson og Jón Ólafur Skarphéðinsson, Guðrún V. Skúladóttir vísindamaður, dósentarnir Logi Jónsson, Sighvatur S. Árnason, Þór Eysteinsson og Þórarinn Sveinsson, Anna Guðmunds fulltrúi og Jóhanna Jóhannesdóttir rannsóknatæknir. Doktorsnemar voru Marta Guðjónsdóttir líffræðingur og Árni Árnason sjúkraþjálfari. M.S.-nemar voru Jóhannes Helgason, Anna Lára Möller, Wendy Jubb, Sólrún Jónsdóttir, Anna Ragna Magnúsardóttir og Atli Jósefsson sem einnig var aðjúnkt. Flestir M.S.-nemanna eru jafnframt stundakennarar. Verkefnaráðnir sérfræðingar og/eða stundakennarar voru: Ólöf Ámundadóttir, Ragnhildur Káradóttir, Reymond Meany. Læknanemarnir Gísli Björnsson, Jóhann Ingimarsson, Einar Hafberg og Elías Guðbrandsson tóku þátt í verklegri kennslu læknanema. Auk þess hefur Jóhann Axelsson prófessor emerítus starfsaðstöðu á Lífeðlisfræðistofnun. Hjá honum starfar Steinunn Einarsdóttir meinatæknir í hlutastarfi. Hlutverk og starfsemi Hlutverk stofnunarinnar er tvíþætt, rannsóknastarfsemi og kennsla. Stofnunin veitir öllum fastráðnum kennurum Háskólans í lífeðlisfræði rannsóknaraðstöðu, hvar í deild eða skorum sem þeir eiga heima, s.s. læknadeild, raunvísindadeild og hjúkrunarfræðideild. Einnig getur stjórn stofnunarinnar veitt vísindamönnum á öðrum fræðasviðum aðstöðu eftir því sem aðstæður leyfa og efni standa til. Öll rannsóknastarfsemi á stofnuninni er fjármögnuð með sjálfsaflafé. Styrkir hafa einkum fengist frá rannsókna- og tækjakaupasjóðum Háskólans og Rannís en einnig frá erlendum aðilum, s.s. lyfjafyrirtækjum. Heildarrekstrarkostnaður vegna rannsóknastarfsemi á árinu er áætlaður um 5-6 m.kr. Starfsmenn stofnunarinnar vinna að rannsóknarverkefnum á ýmsum sviðum lífeðlisfræðinnar, s.s. starfsemi 116

117 sléttra og rákóttra vöðva, stjórn blóðrásar, fituefnabúskap, sjónlífeðlisfræði, starfsemi þekja, vatns- og saltbúskap, áreynslulífeðlisfræði, stýringu líkamsþunga, stjórn öndunar, öndunarstarfsemi í lungnasjúklingum, þolmörkum ýmissa umhverfisþátta hjá laxfiskum o.fl. Einnig er unnið að faraldsfræðilegum rannsóknum á hjarta- og æðasjúkdómum og skammdegisþunglyndi. Þá er nokkuð um þjónusturannsóknir, s.s. þrekmælingar o.fl. Niðurstöður hafa verið birtar á árinu á nokkrum alþjóðlegum ráðstefnum og í erlendum tímaritum. Töluvert var fjallað um rannsóknir stofnunarinnar í fjölmiðlum og þá einkum rannsóknir á skammdegisþunglyndi. Starfsmenn stofnunarinnar annast alla kennslu í lífeðlisfræði við Háskólann og leggur stofnunin til aðstöðu og tækjabúnað til verklegrar kennslu. Að auki hefur stofnunin tekið að sér að annast kennslu í lífeðlisfræðinámskeiðum þeirra námsleiða við Háskólann sem ekki hafa fastráðinn kennara í greininni. Þannig hefur tekist að halda nær allri starfsemi á sviði lífeðlisfræði innan Háskólans á einum stað sem hefur ótvíræða kosti í för með sér. Árið 2001 voru kennd á vegum stofnunarinnar 15 námskeið og sóttu þau rúmlega 500 stúdentar. Jafngildir þetta um 1900 þreyttum einingum. Heildarvelta stofnunarinnar vegna kennslu og almenns rekstrar árið 2001 nam um 34 m.kr. Heimasíða Lífeðlisfræðistofnunar er: Lífefna- og sameindalíffræðistofa Almennt yfirlit og stjórn Rannsóknastofan er starfsvettvangur kennara lífefnafræðasviðs læknadeildar auk annarra sem stunda rannsóknir á skyldum sviðum. Forstöðumaður er Jón Jóhannes Jónsson dósent. Aðrir háskólakennarar sem starfa við Lífefna- og sameindalíffræðistofu eru Eiríkur Steingrímsson rannsóknaprófessor og Ingibjörg Harðardóttir dósent. Guðmundur Hrafn Guðmundsson prófessor í frumulíffræði við líffræðiskor raunvísindadeildar hefur starfsaðstöðu á stofunni. Umsjón með daglegum rekstri lífefna- og sameindalíffræðistofu hefur Jónína Jóhannsdóttir deildarmeinatæknir. Á vegum rannsóknastofunnar störfuðu fjórir doktorsnemar og fjórir M.S.-nemar í rannsóknatengdu námi. Auk framangreindra unnu nokkrir einstaklingar í lengri eða styttri tíma að ýmsum verkefnum. Rannsóknir Rannsóknastofan er miðstöð fyrir lífefna- og sameindalíffræðirannsóknir í grunnvísindum og læknisfræði. Almenn áherslusvið eru efnaskipti kjarnsýra, genalækningar, þroskunarlíffræði, næringarfræði og samspil erfða og umhverfis. Helstu einstök verkefni voru: Hlutverk og starfsemi Mitf umritunarþáttarins þ.m.t. samstarfsprótein, innangensuppbót, bælistökkbreytingar og sjónskyn Mitt músa. Einnig var hafið samstarf við Francescu Pignoni við Harvard háskóla um Mitf í Drosophilu. Breytigen arfgengrar járnofhleðslu. Samspil fituefnaskipta og ónæmiskerfisins. Tengsl næringarþátta og DNA skemmda. Greining erfðabreytileika og DNA skemmda í flóknum erfðaefnissýnum. Þetta verkefni er unnið í samstarfi við Lífeind ehf. Þróun mælinga á fríum kjarnsýrum í blóðvökva. Smíði genaferja byggðum á mæði-visnu veiru. Á rannsóknastofunni er sérhæfður tækjabúnaður fyrir sameindalíffræðivinnu sem jafnframt er notaður við klínískar rannsóknir í sameindaerfðafræði í samstarfi við meinefnafræðideild Rannsóknastofnunar Landspítala-háskólasjúkrahúss. Kynningarstarfsemi Starfsmenn rannsóknastofunnar kynntu vinnu sína erlendis og innanlands með þátttöku í ýmsum ráðstefnum og með einstökum fyrirlestrum. Annað Rannsóknir stofunnar voru styrktar af ýmsum aðilum þ.m.t með styrkjum frá 117

118 Rannís, Rannsóknasjóði Háskólans, aðstoðarmannasjóði, Nýsköpunarsjóði námsmanna, NORFA (upplýsingatækni) og Lífeind ehf. Jón Jóhannes Jónsson hafði umsjón með 6,6 milljóna styrk frá Bygginga- og tækjakaupasjóði Rannís til kaupa á örsýnaraðara (microarray spotter). Engar markverðar breytingar urðu á húsnæðismálum rannsóknastofunnar. Áfram var unnið að undirbúningi verkkennslustofu á 1. hæð í Læknagarði. Tilkoma hennar, væntanlega á næsta ári, mun leysa brýnan húsnæðisvanda fyrir þá starfsemi. Lífefna- og sameindalíffræðistofa og læknadeild gerðu tvo samninga á árinu þar sem rannsóknafyrirtækin Lífeind ehf. og Lyfjaþróun ehf. fengu aðstöðu til rannsókna á stofunni gegn greiðslu aðstöðugjalds. Líffræðistofnun Líffræðistofnun Háskólans tók til starfa árið 1974 samkvæmt reglugerð nr. 191/1974. Í samræmi við ný lög og reglugerð Háskóla Íslands var reglugerðin endurskoðuð á síðasta ári og voru nýjar reglur fyrir stofnunina samþykktar í háskólaráði hinn 13. desember Samkvæmt hinum nýju reglum er hlutverk stofnunarinnar: að afla grundvallarþekkingar með undirstöðurannsóknum í líffræði, að efla tengsl rannsókna og kennslu og hafa yfirsýn yfir rannsóknir í líffræði sem unnið er að við Háskóla Íslands, að styðja kennslu og þjálfun í vísindalegum vinnubrögðum og veita nemendum í framhaldsnámi aðstöðu og búnað til rannsóknastarfa eftir því sem kostur er, að stuðla að samstarfi við innlenda og erlenda rannsóknaraðila á sviði líffræði, að sinna þjónustuverkefnum eftir því sem kostur er, að gefa út og kynna niðurstöður rannsókna og fræðilegar nýjungar í líffræði, að veita upplýsingar og ráðgjöf varðandi líffræði eftir því sem kostur er og gangast fyrir fræðslunámskeiðum og fyrirlestrum á því fræðasviði, að stuðla að virkum tengslum við atvinnu- og þjóðlíf. Á Líffræðistofnun eru stundaðar undirstöðurannsóknir í ýmsum greinum líffræðinnar. Sérfræðingar stofnunarinnar stunda einnig rannsóknir á hagnýtum sviðum líffræðinnar og taka að sér rannsóknaverkefni eftir því sem aðstæður leyfa og um semst. Á Líffræðistofnun starfa allir kennarar sem eru í fullu starfi við líffræðiskor raunvísindadeildar, tveir fastráðnir og nokkrir lausráðnir sérfræðingar sem ráðnir eru til að sinna sérstökum verkefnum, lausráðið aðstoðarfólk og ritari í hálfri stöðu. Loks starfa þar að jafnaði nokkrir vísindamenn sem stofnunin veitir aðstöðu. Árni Einarsson forstöðumaður Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn hefur starfsaðstöðu við stofnunina samkvæmt sérstöku samkomulagi. Þá hefur Guðmundur V. Helgason sérfræðingur á Sjávarútvegsstofnun Háskólans aðstöðu á Líffræðistofnun. Sérfræðingar Líffræðistofnunar Háskólans starfa á eftirfarandi rannsóknasviðum: Agnar Ingólfsson prófessor: Vistfræði strandsvæða. Útbreiðsla fjörutegunda og dreifing. Arnþór Garðarsson prófessor: Vistfræði og stofnstærð sjófugla og vistfræði Mývatns. Árni Einarsson sérfræðingur Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn: Vöktun og rannsóknir á lífverustofnum og umhverfisþáttum í Mývatni og Laxá. Eggert Gunnarsson lektor: Sjúkdómsvaldandi bakteríur í dýrum og búfjárafurðum. Notkun tilraunadýra í vísindarannsóknum. Einar Árnason prófessor: Þróunar- og stofnerfðafræði, m.a. á skyldleika þorskstofna. Eva Benediktsdóttir dósent: Sjávarbakteríur og bakterían Moritella viscosa sem veldur vetrarsárum í fiski.. Gísli Már Gíslason prófessor: Vatnalíffræði, vistfræði straumvatna og vistfræði vatnaskordýra. Guðmundur Eggertsson prófessor: Erfðir hitakæru bakteríunnar Rhodothermus marinus. Guðmundur Hrafn Guðmundsson prófessor: Hlutverk og tjáning bakteríudrepandi peptíða. Guðmundur V. Helgason sérfræðingur hjá Sjávarútvegsstofnun H.Í.: Botndýr á Íslandsmiðum og burstaormar. 118

119 Guðmundur Óli Hreggviðsson, lektor: Rannsóknir á hitakærum örverum. Guðni Á. Alfreðsson prófessor: Kuldakærar bakteríur, flokkunarfræði og ensím Salmonella í umhverfinu. Campylobacter. Guðrún Marteinsdóttir prófessor: Lífshættir sjávarfiska og aðlögun þeirra að breytilegu umhverfi; stofnsveiflur tengdar veiðum. Hafliði M. Guðmundsson, sérfræðingur: Kuldakærar bakteríur, flokkunarfræði og ensím. Kuldakærar veirur. Halldór Þormar, prófessor emeritus: Sýkladrepandi áhrif lípíða og alkóhóla og þróun efnasamsetninga sem innihalda lípíð sem virk efni. Jakob K. Kristjánsson rannsóknarprófessor: Fjölbreytni og hagnýting hveraörvera. Jón S. Ólafsson, lektor: Hryggleysingjar í ferskvatni og á landi. Jörundur Svavarsson prófessor: Flokkun og vistfræði sjávarbotndýra, eiturefnavistfræði. Kesara A. Jónsson, prófessor: Erfðafræði bjarkar (Betula) og grasategunda (Leymus og Elymus) Logi Jónsson dósent: Lífeðlisfræði fiska, stjórnun á fæðunámi spendýra. Páll Hersteinsson prófessor: Stofnvistfræði tófu, minks og hagamúsar. Sigríður Þorbjarnardóttir sérfræðingur: Erfðafræði hitakærra örvera. Sigurður S. Snorrason dósent: Vist- og þróunarfræði botndýra og fiska í ferskvatni. Þóra Ellen Þórhallsdóttir prófessor: Vistfræði og æxlunarlíffræði íslensku hálendisflórunnar og áhrif umhverfisbreytinga. Sérfræðingar stofnunarinnar eru í margs konar rannsóknasamstarfi, bæði við innlenda skóla og rannsóknastofnanir svo og við vísindamenn og stofnanir erlendis. Hinn 1. júlí tók til starfa á stofnunni Guðrún Marteinsdóttir, sem um leið tók við prófessorsstarfi í fiskifræði við Líffræðiskor af Jakobi Jakobssyni, en hann lét af störfum fyrir aldurs sakir á árinu. Líffræðistofnun hefur um langt árabil staðið að útgáfu ritraðarinnar Fjölrit Líffræðistofnunar og eru ritin nú orðin 56 talsins, þar af komu 3 út á árinu Málstofur eru haldnar á stofnuninni í tengslum við sum námskeið líffræðiskorar. Í hádeginu á föstudögum eru haldnir fyrirlestrar um ýmis líffræðileg efni og gjarnan leitað til sérfræðinga utan stofnunarinnar. Fjárveiting til stofnunarinnar var 7,15 m.kr. á árinu og heildarveltan um 113 m.kr (VSK ekki meðtalinn), sem er veruleg aukning frá árinu Tekjur stofnunarinnar umfram fjárveitingu eru einkum styrkir til kennara og sérfræðinga frá ýmsum rannsóknasjóðum, einkum sjóðum á vegum Rannsóknarráðs Íslands, Rannsóknasjóði Háskóla Íslands, norrænum rannsóknasjóðum og Evrópusambandinu. Þá eru talsverðar tekjur af útseldri vinnu, einkum vegna umhverfisrannsókna. Eins og áður greinir voru stofnuninni settar nýjar reglur á síðasta ári en jafnframt féll gamla reglugerðin frá 1974 úr gildi. Nýju reglurnar byggja að nokkru á gömlu reglugerðinni en talsverðar breytingar þurfti þó að gera til að samræma reglurnar nýjum lögum frá 1999 og reglugerð frá 2000 um Háskóla Íslands. Tveir starfsmannafundir voru haldnir um málið á undirbúningsstigi. Meðal veigamestu breytinga sem fram koma í nýju reglunum eru: Fjölgun stjórnarmanna úr þremur í fimm, með því að bæta við tveimur fulltrúum fastra starfsmanna. Fulltrúar starfsmanna í stjórn eru nú kjörnir á ársfundi stofnunarinnar en voru áður kjörnir á deildarfundi raunvísindadeildar. Kveðið er á um ársfund og stofnunarfundi sem eiga að efla tengsl stjórnar og starfsmanna. Starfsemi Líffræðistofnunar Háskólans fer nú fram á fjórum stöðum í Reykjavík. Að Grensásvegi 12 eru rannsóknastofur í erfða- og sameindalíffræði, frumulíffræði, sjávarlíffræði, fiskifræði, vistfræði, grasafræði og þróunar- og stofnerfðafræði. Þar fer og fram mestur hluti kennslu í líffræði. Að Grensásvegi 11 eru rannsóknastofur í vatnalíffræði og dýrafræði. Rannsóknastofa í örverufræði er í Ármúla 1a og rannsóknir í dýralífeðlisfræði eru að Vatnsmýrarvegi 16. Stjórn Líffræðistofnunar skipa nú Sigurður S. Snorrason, formaður, Guðmundur H. Guðmundsson, Jörundur Svavarsson og Eva Benediktsdóttir en fulltrúi framhaldsnema er Ólafur P. Ólafsson. Varamaður í stjórn er Sigríður Þorbjarnardóttir. Heimasíða Líffræðistofnunar er: 119

120 Orðabók Háskólans Sú breyting varð á starfsemi Orðabókar Háskólans að hún starfar nú eftir reglum sem undirritaðar voru af rektor Háskóla Íslands 24. september 2001, er eldri reglugerð var numin úr gildi. Samkvæmt 1. gr. er Orðabók Háskólans vísindaleg orðfræðistofnun sem starfrækt er af Háskóla Íslands og heyrir beint undir háskólaráð. Alls unnu tólf starfsmenn á stofnuninni á árinu. Af þeim voru níu í fullu starfi í árslok. Tveir starfsmenn unnu í tímavinnu og einn starfsmaður var í hálfu starfi. Lokið hefur verið við innslátt á mestum hluta ritmálssafns Orðabókarinnar, og var sú vinna í höndum stúdenta í íslensku. Hinn almenni notandi hefur því aðgang að öllum þeim orðum sem finnast í ritmálssafni (um ) ásamt mestum hluta notkunardæma. Frestað var að slá inn stakdæmi (þ.e. aðeins eitt dæmi var um tiltekið orð) til þess að koma þorra orðaforðans sem fyrst fyrir í gagnasafninu, en þau dæmi sem bíða verða slegin inn um leið og fjárhagur leyfir. Hafist var handa við gerð beygingarlýsingar um íslenskt nútímamál sem ætlunin er að fundinn verði staður á heimasíðu Orðabókarinnar. Byggt er á beygingarlýsingu sem unnin var vegna útkomu Íslenskrar orðabókar, tölvuútgáfu (Edda hf. 2000), ásamt beygingarlýsingu úr íslensk-norrænum orðabókarstofni sem unnið var að á Orðabókinni á árunum Miðað er við að sýna allar beygingarmyndir hvers orðs, þ.e. nafnorð í öllum föllum, með og án greinis, sagnir í öllum persónum, tölum, háttum, tíðum og myndum og lýsingarorð í sterkri og veikri beygingu í öllum föllum, tölum og stigum. Miðað er við u.þ.b orða orðaforða og fyrsti áfanginn verður beygingarlýsing sterkra sagna. Nákvæm beygingarlýsing er hvort tveggja í senn, viðbót við þau gögn Orðabókarinnar sem almennir notendur hafa gagn af og nauðsynlegt tæki til ýmissa tungutækniverkefna, en forsenda þeirra flestra eru málgreiningartól af ýmsu tagi. Stjórn norrænu tungutækniáætlunarinnar (Nordisk sprogteknologisk forskningsprogram) hefur úthlutað styrkjum til að koma upp þekkingarsetrum í tungutækni í norrænu ríkjunum fimm; Íslandi, Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Íslenska þekkingarsetrið var sett á laggirnar haustið 2001 og er það rekið á vegum Orðabókar Háskólans. Hlutverk þess er að safna á einn stað upplýsingum um tungutækni á Íslandi og þá sem að henni starfa, hvort sem um er að ræða rannsóknaverkefni, texta- og gagnasöfn eða hugbúnaðarþróun. Upplýsingarnar verða gerðar aðgengilegar á Netinu til að miðla samböndum og greiða fyrir nýtingu gagna og niðurstaðna á þessu sviði, bæði hérlendis og í norrænu og alþjóðlegu samstarfi. Veffang íslenska setursins er: Síðla árs var undirritaður samningur milli menntamálaráðuneytisins og Orðabókar Háskólans um gerð íslensk-enskrar orðabókar sem ætluð er nýbúum. Upphaf þessa samstarfs var að ráðuneytið fól Orðabókinni 1998 að kanna kosti þess að nýta sænskt efni, svokallað Lexin-efni, sem grundvöll og fyrirmynd að orðabókum handa nýbúum. Orðabókin skilaði skýrslu til ráðuneytisins í ársbyrjun 1999 og nú hefur verið ákveðið að hefja vinnu við íslensk-enska orðabók sérstaklega ætlaða nýbúum. Verður verkið unnið í samvinnu við norskan hóp og á því að ljúka á tveimur árum. Fimmta hefti tímaritsins Orð og tunga kom út á árinu. Í því birtust tíu greinar um orðfræði og orðabókarfræði eftir 12 höfunda. Efnisyfirlit heftisins er birt á vefslóð Orðabókarinnar ( Ritstjóri Orðs og tungu er Guðrún Kvaran. Um rannsóknaverkefni einstakra starfsmanna má nefna að síðla árs kom út hjá Oxford University Press orðabókin A Dictionary of European Anglicisms í ritstjórn Manfred Görlach. Segja má að þar með hafi lokið verkefni sem Ásta Svavarsdóttir og Guðrún Kvaran hafa unnið að frá árinu 1994 og gengið hefur undir vinnuheitinu udasel (Usage Dictionary of Anglicisms in Selected European Languages). Þær eiga einnig grein um ensk tökuorð í íslensku sem birtast mun í greinasafni sem gefið er út í tengslum við orðabókina þar sem fjallað verður um ensk áhrif í hverju tungumáli fyrir sig. Greinasafnið er tilbúið til útgáfu og væntanlegt hjá sama útgefanda á árinu Það sama á við um þriðja hlutann í þessu verki, ítarlega ritaskrá á þessu sviði, þ.m.t. um íslensku, sem væntanlegt er um líkt leyti. 120

121 Guðrún Kvaran vann að gerð handbókar um íslenska beygingar- og orðmyndunarfræði á vegum Lýðveldissjóðs og er það verk langt komið. Hún vinnur einnig að könnun á málinu í Vídalínspostillu. Íslensk hugtakaorðabók er vinnuheiti á verkefni Jóns Hilmars Jónssonar sem beinist að því að semja orðabók um íslensku, þar sem orðum og orðasamböndum er skipað með tilliti til þess að notendur þarfnist vitneskju um orðafar sem snertir tiltekið hugtak. Heimasíða Orðabókar Háskólans er: Rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands í Hveragerði Almennt Rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands í Hveragerði tók til starfa árið Starfræksla þess er samstarfsverkefni Háskóla Íslands, Prokaria ehf., Hveragerðisbæjar, Garðyrkjuskóla ríkisins og Rannsóknastofnunarinnar Neðri Áss. Innan setursins er starfandi sjálfstæð deild Prokaria ehf. Markmiðið með starfsemi Rannsóknasetursins er að efla vísindarannsóknir og fræðastarf í Hveragerði og nágrenni og að byggja upp frekari þekkingu á svæðinu. Setrinu er ætlað að verða miðstöð rannsókna í umhverfismálum og náttúruvísindum í byggðarlaginu með séráherslu á hveralíffræði og hagnýta örverufræði. Stjórn og starfsmenn Í stjórn Rannsókna- og fræðaseturs Háskóla Íslands í Hveragerði sitja Jakob K. Kristjánsson, rannsóknaprófessor við Líffræðistofnun Háskóla Íslands, formaður, Arnþór Ævarsson, sameindalíffræðingur hjá Prokaria ehf., Gísli Páll Pálsson, framkvæmdastjóri Dvalarheimilisins Áss/Ásbyrgis, Hálfdán Kristjánsson, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, og Sveinn Aðalsteinsson, skólameistari Garðyrkjuskóla ríkisins. Fastir starfsmenn eru Tryggvi Þórðarson, framkvæmdastjóri og Arnþór Ævarsson, deildarstjóri Prokariadeildar. Aðstaða Rannsókna- og fræðasetrið er til húsa í húsnæði Rannsóknastofnunarinnar að Neðri-Ási en þar hafa undanfarna áratugi verið stundaðar fjölbreyttar rannsóknir á ýmsum sviðum náttúruvísinda. Setrið hefur haft þar til umráða litla rannsóknastofu. Til viðbótar henni er verið að koma upp sameiginlegri rannsóknastofu setursins og Garðyrkjuskóla ríkisins í húsnæði skólans að Reykjum, Ölfusi. Hveragagnagrunnur Setrið hefur tekið þátt í verkefni á vegum Prokaria ehf. við gerð hveragagnagrunns með margskonar lífríkis- og vistfræðiupplýsingum um hveri. Setrið mun taka þátt í að safna og skrá upplýsingar í hveragrunninn og hafa aðgang að honum eftir þörfum. Hveragrunnurinn mun auðvelda þátttöku Rannsóknasetursins í rannsóknaverkefnum á þessu sviði. Hveravefsíða og annað fræðslustarf Á árinu var gerð fræðsluvefsíða um hveri, Hveravefsíðan ( Vefsíðugerðina annaðist Steinunn Aradóttir, nemandi í landafræði við Háskóla Íslands. Auk þess hefur verið unnið að frekari fræðslu um hveralíffræði s.s. með fyrirlestrum fyrir erlenda námsmenn og fræðslu á Geysistofu í Haukadal. Verkefni Prokaria Prokaria er líftæknifyrirtæki sem nýtir sér erfðaauðlindir Íslands með séráherslu á vistkerfi hvera. Við rannsóknir sínar hefur fyrirtækið tekið sýni á hverasvæðum í Hveragerði og nágrenni. Á deild Prokaria hefur m.a. verið unnið að úrvinnslu lífupplýsinga og þróun hugbúnaðarlausna fyrir lífupplýsingafræði. Flokkun vatna Rannsóknasetrið hefur tekið að sér verkefni fyrir heilbrigðisnefndir sveitarfélaga 121

122 við flokkun stöðu- og fallvatna skv. reglugerð nr. 796/1999 um varnir gegn mengun vatns. Þar er um að ræða að meta mannleg áhrif á vötnin og hversu langt frá upprunalegu ástandi þau eru. Yfirstandandi verkefni eru í Reykjavík og á Kjósarsvæði. Vöktun Varmár Unnið er að sérverkefni fyrir Hveragerðisbæ sem felst í vöktun á mengun í Varmá. Tengist það m.a. fullkominni skólphreinsistöð sem bærinn tekur í notkun árið Setrið annaðist einnig gerð bæklings sem dreift verður í hús í Hveragerði árið 2002 í tengslum við gangsetningu hreinsistöðvarinnar. Bæklingurinn hefur að geyma fræðslu um hvernig íbúarnir geta dregið úr mengun Varmár. Styrkir Bygginga- og tækjasjóður Rannsóknaráðs ríkisins styrkti kaup á tæki til mælinga á blaðgrænu o.fl.. Einnig hlaust styrkur frá Nýsköpunarsjóði námsmanna til gerðar Hveravefsíðunnar. Rannsóknamiðstöð í jarðskjálftaverkfræði Inngangur Rannsóknamiðstöð Háskóla Íslands í jarðskjálftaverkfræði, að Austurvegi 2a á Selfossi, var komið á fót á fyrri hluta árs 2000 samkvæmt samningi milli Háskóla Íslands, Sveitarfélagsins Árborgar, menntamálaráðuneytisins, dómsmálaráðuneytisins og Almannavarna ríkisins. Stofnun Rannsóknamiðstöðvarinnar er í samræmi við stefnu Háskólans um eflingu rannsókna- og fræðastarfsemi á landsbyggðinni. Á vegum miðstöðvarinnar eru stundaðar fjölfaglegar rannsóknir og er megináhersla lögð á rannsóknir tengdar áhrifum jarðskjálfta. Starfsemin skiptist í þrjá megin þætti: undirstöðurannsóknir, þjónusturannsóknir og þjálfun nemenda við rannsóknastörf. Í Rannsóknamiðstöðinni er boðið upp á fundaraðstöðu auk þess sem þar er unnt að halda smærri ráðstefnur. Hjá Rannsóknamiðstöð í jarðskjálftaverkfræði eru sex manns í fullu starfi við rannsóknir og einn fulltrúi á skrifstofu. Auk þeirra veitir Miðstöðin tveimur háskólakennurum starfsaðstöðu til rannsókna. Til viðbótar vinnur breytilegur fjöldi nemenda og lausráðinna starfsmanna við miðstöðina. Ragnar Sigbjörnsson prófessor er forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvarinnar og er hann með skrifstofu á Selfossi. Rannsóknir Markmið rannsóknamiðstöðvarinnar er að stunda alþjóðlegar rannsóknir í jarðskjálftaverkfræði á háskólastigi, reka sumarskóla og halda ráðstefnur um jarðskjálftaverkfræði og tengdar greinar. Meginviðfangsefni miðstöðvarinnar eru eftirtalin: Rannsóknir og þróunarstarfsemi: Þróun og rekstur tilraunasvæðis á Suðurlandi. Öflun gagna um áhrif jarðskjálfta á mannvirki og samfélag. Líkanagerð og óvissugreining. Áhættumat og áhættustjórnun. Fjölfaglegar rannsóknir á efnahagslegum og félagslegum áhrifum jarðskjálfta. Miðlun og þjálfun: Veita styrkþegum aðstöðu og leiðsögn. Kennsla og leiðsögn fyrir háskólastúdenta í jarðskjálftaverkfræði. Standa fyrir innlendum og alþjóðlegum fyrirlestrum og námskeiðum í jarðskjálftaverkfræði. Miðlun upplýsinga um áhrif jarðskjálfta, m.a. á Netinu, bæði á íslensku og ensku. Almenningsfræðsla um jarðskjálfta og áhrif þeirra. Kynningarstarfsemi Lögð hefur verið mikil áhersla á að kynna starfsemi Rannsóknamiðstöðvarinnar 122

123 bæði innanlands og utan. Sérstaklega ber að nefna fundi, erindi, greinar og rit tengd Suðurlandsjarðskjálftunum 2000 og áhrifum þeirra á mannvirki og mannlíf á Suðurlandi. Hér er ástæða til þess að nefna eftirtalda atburði: Í janúar var haldinn kynningarfundur um skólabyggingar. Í mars kom biskupinn yfir Íslandi ásamt prófasti og sóknarpresti í heimsókn í miðstöðina. Í apríl var tekið á móti nemendum í landog ferðamálafræðum og starfsemin kynnt fyrir þeim. Í maí komu fulltrúar Almannavarna ríkisins ásamt forstöðumanni og starfsmönnum ÖCB (Överstyrelesen för Civil Beredskap) í Svíþjóð í heimsókn og var starfsemin kynnt fyrir þeim með fyrirlestrum. Síðar í mánuðinum heimsóttu framkvæmdastjórar almannavarna allra höfuðborga í Skandinavíu miðstöðina og var starfsemin einnig kynnt fyrir þeim með fyrirlestrum. Lýstu erlendu gestirnir yfir sérstakri ánægju með heimsóknina og kynninguna. Í júní starfaði forstöðumaður Almannavarna ríkisins ásamt aðstoðarfólki sínu samfellt í eina viku við gagnaöflun og rannsóknir í Rannsóknamiðstöðinni. Í júní varði Þórður Sigfússon verkfræðingur meistararitgerð sína við miðstöðina. Ritgerðin fjallar um áhrif jarðskjálfta á steinsteyptar byggingar. Í október var tekið á móti grunnskólanemum og viðbúnaður og varnir gegn náttúruvá kynnt fyrir þeim. Í nóvember var tekið á móti starfsfólki Sólheima í Grímsnesi og varnir og viðbúnaður gegn jarðskjálftum kynnt fyrir því. Í desember var haldið opið hús í Rannsóknarmiðstöðinni og starfsemin kynnt með röð fyrirlestra, komu rúmlega 200 manns til að hlýða á þá og kynna sér starfsemina. Þá ber að nefna að unnið hefur verið að undirbúningi 12tu Evrópuráðstefnunni í jarðskjálftaverkfræði sem haldin verður í London árið Starfsmenn Rannsóknamiðstöðvarinnar ásamt samstarfsaðilum munu kynna þar rannsóknir í fjölmörgum erindum, þar sem einkum er lögð áhersla á rannsóknir tengdar Suðurlandsjarðskjálftum Gengið hefur verið frá öllum greinum til birtingar í ráðstefnuriti. Enn fremur voru rannsóknir miðstöðvarinnar kynntar á alþjóðlegri ráðstefnu OECD um áhrif náttúruhamfara á skólabyggingar. Alþjóðleg samvinna Rannsóknastarfsemi Rannsóknamiðstöðvarinnar byggir að verulegu leyti á og nýtur góðs af samvinnu við erlenda háskóla og rannsóknastofnanir. Í því sambandi má nefna rannsóknir á hröðun í jarðskjálftum sem styrkt er af Evrópusambandinu, rannsóknir á áhrifum jarðskjálfta á búnað í byggingum og rannsóknum á sértækum legubúnaði til þess að draga úr þeirri áraun á mannvirki sem jarðskjálftar valda. Prófessorarnir A. Carr, University of Canterbury á Nýja Sjálandi, og E.Hjorth-Hansen, Norges teknisk naturvitenskapenlige universitet, dvöldu við Rannsóknamiðstöðina, og var það liður í þessu samstarfi. Þeir tóku virkan þátt í starfsemi miðstöðvarinnar meðan á dvöl þeirra stóð, auk þess hélt prófessor Carr fjölsótt námskeið í jarðskjálftaverkfræði þar sem einkum var fjallað um áhrif jarðskjálfta á steinsteypt mannvirki. Þátttakendum var gefinn kostur á að vinna verkefni og þreyta próf og fá námskeiðið metið til eininga sem hluta meistaranáms við umhverfis- og byggingarverkfræðiskor, verkfræðideildar Háskóla Íslands. Rannsóknasetur Háskóla Íslands í Vestmannaeyjum Almennt Samstarfsnefnd Háskóla Íslands og Vestmannaeyja var sett á stofn 14. ágúst Nefndin náði því fimmta starfsári árið 1999 og í tilefni af þeim tímamótum voru óháðir aðilar fengnir til að gera úttekt á starfinu þessi fyrstu starfsár nefndarinnar. Úttektin var framkvæmd af Davíð Bjarnasyni og Erlu Hlín Hjálmarsdóttir og var hún kynnt á afmælishátíð nefndarinnar sem haldin var í Eyjum þann 15. október Stjórn og starfsfólk Í stjórn Samstarfsnefndar Háskóla Íslands og Vestmannaeyjabæjar eru skipaðir fulltrúar frá Vestmannaeyjabæ, Háskóla Íslands, útibúi Rannsóknastofnunar 123

124 fiskiðnaðarins í Vestmannaeyjum, útibúi Hafrannsóknastofnunar í Vestmannaeyjum og fiskvinnslu og útgerð í Vestmannaeyjum. Stjórnin árið 2001 var skipuð Þorsteini I. Sigfússyni prófessor, stjórnarformanni og fulltrúa háskólaráðs, Guðjóni Hjörleifssyni, bæjarstjóra, gjaldkera og fulltrúa Vestmannaeyjabæjar,Gísla Má Gíslasyni prófessor, fulltrúa Líffræðistofnunar, Gísla Pálssyni prófessor, fulltrúa Sjávarútvegsstofnunar, Sigmari Hjartarsyni, forstöðumanni og fulltrúa Rf. Þorsteinn I. Sigfússon, Gísli Pálsson og Gísli Már Gíslason fara með málefni háskóladeildarinnar í Eyjum. Stofnanir innan Setursins eru fimm og hafa á að skipa um fjórtán starfsmönnum sem eru ýmist í verkefnatengdri vinnu eða fastráðnir forstöðumenn, sérfræðingar, eða almennir starfsmenn viðkomandi stofnanna. Forstöðumaður Rannsóknasetursins er Páll Marvin Jónsson sjávarlíffræðingur en hann er jafnframt útibússtjóri háskóladeildarinnar. Háskóladeildin er skipuð eftirtöldum starfsmönnum: Útibússtjóra Páli Marvin Jónssyni; Margréti Hjálmarsdóttur ritara og Sigurbjörgu Vilhjálmsdóttur sem annast ræstingu. Ýmis verkefni Rannsóknakafbátur Á árinu var keyptur rannsóknakafbátur sem þróaður var með styrk RANNÍS o.fl. og stóð til að afhenda hann í mars Hann mun verða notaður við ýmiskonar rannsóknir á hafsbotni við Vestmannaeyjar og víðar. Útbreiðsla þörunga Freydís Vigfúsdóttir háskólanemi vann sumarið 2001 við rannsókn á útbreiðslu þörunga á hafsbotni umhverfis Eyjar. Fiskeldi í Vestmannaeyjum Háskóladeildin hefur farið með ráðgjöf fyrir Vestmannaeyjabæ varðandi fyrirhugað fiskeldi í Klettsvík. Jafnframt hefur deildin verið að skoða möguleika á annarskonar eldi en laxeldi með það að markmiði að efla atvinnulífið í Vestmannaeyjum. Bið er þó á þessum framkvæmdum í Klettsvík en með vorinu kemur í ljós hvort hvalurinn Keiko verður áfram í Vestmannaeyjum eða hvort hann verður fluttur norður í land. Þangað til er óvíst hvenær Klettsvíkin losnar. Námskeiðahald Háskóladeildin í Vestmannaeyjum stendur ár hvert fyrir fjölmörgum fyrirlestrum og námskeiðum í samstarfi við hinar ýmsu mennta- og fræðslustofnanir. Háskólanám Í Eyjum er boðið upp á háskólanám í fjarkennslu. Um er að ræða íslensku til B.A.-prófs við Háskóla Íslands, ferðamálafræði í samstarfi við Hólaskóla og Háskóla Íslands og fjarnám í Rekstrarfræðum við Háskólann á Akureyri en þar voru skráðir 18 nemendur á haustönn Í Vestmannaeyjum er mikill skortur á hjúkrunarfræðingum og sökum þessa hefur háskóladeildin í Eyjum unnið að því að ná samningum við Háskólann á Akureyri um að hefja hjúkrunarfræðinám í fjarkennslu. Áætlað er að það nám hefjist haustið Fræðslunet Vestmannaeyja Síðastliðið haust hófst kennsla í námskeiði Stuðnings- og meðferðarfulltrúa þar sem Fræðslunet Suðurlands hefur farið með kennslu. Sjö nemendur hófu þar nám og framhald þessa námskeiðs verður á vorönn Hluti námskeiðsins hefur verið kenndur úr Eyjum. Starfsmenntaátak Árið 2000 vann Háskóladeildin að uppsetningu öflugs starfsmenntaskóla í Vestmannaeyjum með sérstakri áherslu á fólk á atvinnuleysisskrá. Verkefninu var hrundið af stað vegna slæms atvinnuástands í kjölfar brunans í Ísfélagi Vestmannaeyja. Námskeiðið var haldið árið 2001 og tóku þátt alls 25 manns. Lifandi miðlun Fiska- og náttúrugripasafn Vestmannaeyja og Háskóli Íslands í Vestmannaeyjum hafa á undanförnum mánuðum unnið að verkefni sem hefur það að markmiði að efla rannsóknir á margbrotnu fuglalífi Eyjanna og jafnframt að styrkja ferðamannaiðnaðinn í Eyjum. Frá safninu er unnt að fjarstýra myndbandstökuvél 124

125

126 sem staðsett er á bergsyllu í Yztakletti og horfir yfir Klettsvík. Unnt er að ná nærmyndum af bjargfuglum en þetta framtak hefur notið mikillar hylli gesta safnsins. Áhrif umhverfis á form og þroska Yoldiella nana (Bivalvia, Protobranchia) á mismunandi dýpi Markmið verkefnisins er að kanna áhrif setgerðar, hitastigs og þrýstings á útlitsform samlokana af ættkvíslinni Yoldiella í hlýsjónum sunnan við Ísland. Verkefnið er styrkt af Lýðveldissjóði. Verkefnisstjóri Páll Marvin Jónsson Vistvænar humarveiðar Í ársbyrjun 1998 hófust tilraunaveiðar með humargildrur við Vestmannaeyjar sem stjórnað var af Páli Marvin Jónssyni. Markmið tilraunaveiðanna er að kanna hagkvæmni gildruveiða samanborið við togveiðar, ásamt því að rannsaka líffræðilega þætti og útbreiðslu. Verkefnið er styrkt af Nýsköpunarsjóði Atvinnulífsins Haraldi Böðvarssyni hf, Netagerðinni Ingólfi, Hafrannsóknastofnun og Hampiðjunni. Verkefnisstjóri er Páll Marvin Jónsson. Atferli lunda við fæðuleit, skráning dýpis og hitastigs með DSTrafeindamerkjum Markmið verkefnisins er að rannsaka atferli lunda með hjálp rafeindamerkja sem skrá þrýsting og hitastig. Verkefnið er styrkt af Stjörnu Odda ehf. og Rannsóknasjóði Háskóla Íslands. Verkefnisstjóri er Páll Marvin Jónsson. Sníkjudýr í skeldýrum Verkefnið var unnið í samstarfi við Rannsóknastöðina á Keldum og er það styrkt af Rannsóknasjóði Háskóla Íslands. Markmið verkefnisins er að finna millihýsil sníkjudýrsins (ögðunnar) Prosorhynchoides (Bucephaloides) gracilescens. Verkefnisstóri var Matthías Eydal, Keldum. Rannsóknastofa í heilbrigðisfræði Rannsóknarstofa í heilbrigðisfræði er ein sérstofnana Háskólans og lýtur hún læknadeild. Rannsóknastofan er til húsa að Sóltúni 1, 2. hæð. Forstöðumaður er Vilhjálmur Rafnsson prófessor í heilbrigðisfræði. Starfsmenn Starfsmenn úr hópi kennara: Haraldur Briem dósent, Sigurður Thorlacius dósent og Vilhjálmur Rafnsson prófessor. Á síðasta ári lét af störfum Hrafn Tulinius prófessor, en hafði þá veitt rannsóknastofunni forstöðu í 25 ár. Aðrir starfsmenn: Ásta Jóna Guðjónsdóttir ritari og Patrick Sulem læknir sem vinnur tímabundið við faraldsfræðilegar rannsóknir. Fjöldi starfsmanna er breytilegur frá ári til árs og er hann háður rannsóknastyrkjum. Rannsóknir Rannsóknastofa í heilbrigðisfræði sinnir faraldsfræðilegum rannsóknum einkum á sviði krabbameina og smitsjúkdóma. Umfangsmestar eru um þessar mundir rannsóknir á krabbameinshættu meðal atvinnuflugmanna og flugfreyja. Tilefni þeirra rannsókna er að flugfólk verður fyrir geimgeislun í störfum sínum. Vegna þessara rannsókna er í gangi samstarf við aðra rannsakendur annars staðar á Norðurlöndunum (NoESCAPE), sem einnig eru að athuga krabbameinshættu flugfólks hverjir í sínu landi. Hópar flugfólks eru síðan sameinaðir til þess að fá tölfræðilega áreiðanlegri niðurstöður. Athugað er nýgengi krabbameins í samvinnu við krabbameinsskrár á Norðurlöndum. Auk þessarar samvinnu við vísindamenn á Norðurlöndum er rannsóknastofan einnig í samvinnu um evrópskar flugmanna- og flugfreyjuathuganir. Það eru dánarmeinarannsóknir sem einnig er einkum ætlað að meta krabbameinshættu vegna geimgeislamengunar (ESCAPE). Í því samstarfi eru aðilar frá níu Evrópulöndum. Í gegnum Evrópusamstarfið verður hægt að reikna með mikilli nákvæmni þá samanlagða geislamengun sem flugmenn hafa orðið fyrir á starfsævinni. Rannsóknastofan hefur notið norrænna og evrópskra styrkja vegna þessara verkefna. Fyrstu niðurstöður rannsóknanna á flugfólki benda til að það sé í meiri hættu en aðrir að fá sortuæxli í húð og að flugfreyjum sé hættara við brjóstakrabbameini. 126

127 Rannsóknirnar á flugfólki hafa vakið upp rannsóknaspurningar um áhættuþætti sortuæxla meðal íslensku þjóðarinnar og er nú unnið að verkefnum sem miða að því að skýra orsakir hækkunar á nýgengi sortuæxla, sem átt hafa sér stað ár frá ári. Önnur rannsóknaverkefni beinast að krabbameinshættum tengdum starfsstéttum, svo sem bændum, vélstjórum, skipstjórum og stýrimönnum. Sérstakt verkefni er um krabbameinshættur af völdum vinnu við framleiðslu á kísilgúr. Á sviði sóttvarna hafa farið fram rannsóknir á faraldri af völdum Salmonella typhi murium DT 204b sem gekk yfir hér á landi haustið Þessi rannsókn hefur verið unnin í samvinnu við sóttvarnastofnanir í Bretlandi, Hollandi og Þýskalandi þar sem sjúkdómsins varð einnig vart. Undirbúningur að rannsókn á bólusetningu gegn HPV (Human Papilloma Virus) sem veldur leghálskrabbameini og kynfæravörtum hófst á árinu 2001 í samvinnu við Krabbameinsfélag Íslands og lyfjafyrirtækið Merck. Þá var hafinn undirbúningur að rannsókn á orsök niðurgangspesta hér á landi í samvinnu við Sýklafræðideild Landspítala-háskólasjúkrahúss og unnið er að umfangsmikilli rannsókn á kampýlóbakteríusýkingum hér á landi í samvinnu við yfirdýralækni, Hollustuvernd ríkisins, Tilraunastöð Háskólans að Keldum og bandaríska landbúnaðarráðuneytið. Einnig hófst undirbúningur að rannsókn á algengi mótefna gegn ýmsum veirusýkingum í samvinnu við Veirufræðideild Landsspítalaháskólasjúkrahúss. Kennsla Kennsla í heilbrigðisfræði (forvarnarlækningum) er veitt nemendum í læknisfræði á fjórða ári. Auk fastra kennara taka þátt í henni um tíu stundakennarar, sem margir vinna utan Háskólans. Í kennslunni er lögð mikil áhersla á aðferðafræði við faraldsfræðilegar rannsóknir bæði í fyrirlestrum og umræðutímum þar sem birtar rannsóknir eru einkum ræddar með tilliti til aðferðafræðinnar. Útgáfa og kynningarstarfsemi Á árinu 2001 hafa verið birtar 6 vísindalegar ritgerðir og 4 útdrættir vegna ráðstefna, en niðurstöður rannsókna hafa verið kynntar erlendis, vestan hafs og austan og á Íslandi. Eru þessi afköst svipuð og verið hafa undanfarin ár. Annað Sem fyrr sagði er rannsóknastofan staðsett í Sóltúni 1. Á sama stað hafa heimilislækningar bækistöð en engu að síður er þetta afskekkt staðsetning og ekki í landfræðilegri nálægð við aðra starfsemi læknadeildar eins og ákjósanlegt væri. Haft er samstarf við fjölmarga um þau rannsóknaverkefni sem í gangi eru hverju sinni. Eru það til dæmis stofnanir svo sem Krabbameinsfélag Íslands og Hagstofa Íslands, eða einstakir sérfæðingar til dæmis í tölfræði, meinafræði, krabbameinslækningum, húðlækningum, lungnalækningum og forvarnarlækningum. Auk þessa er haft náið samband við hina ýmsu hópa starfsmanna og vinnustaða sem rannsóknirnar fjalla um sem og erlenda samstarfsaðila. Rannsóknastofa í kvennafræðum Almennt Rannsóknastofa í kvennafræðum við Háskóla Íslands er þverfagleg stofnun sem heyrir undir háskólaráð. Hún var stofnuð samkvæmt reglugerð frá menntamálaráðuneytinu árið 1990 en tók formlega til starfa haustið Rannsóknastofan fagnaði því 10 ára starfsafmæli á árinu. Nýjar reglur um Rannsóknastofu í kvennafræðum tók gildi 25. október 2001 og leysti af hólmi eldri reglugerð. Aðalmarkmið stofunnar eru: Að efla og samhæfa rannsóknir í kvenna- og kynjafræðum og jafnréttisrannsóknir jafnframt því að vinna að og kynna niðurstöður rannsókna. Rannsóknastofan sinnir þjónustuverkefnum á sviði kvenna- og kynjafræða, svo sem ráðgjöf fyrir aðila utan Háskólans. Hún miðlar þekkingu á sviði kvenna- og kynjafræða með því að gangast fyrir námskeiðum, fyrirlestrum, ráðstefnum, endurmenntun og útgáfu. Rannsóknastofu í kvennafræðum er ætlað að veita upplýsingar og ráðgjöf um kvennaog kynjarannsóknir, hafa samstarf við innlenda og erlenda rannsóknaaðila og styðja og styrkja nám í kynjafræðum innan og utan Háskóla Íslands. 127

128 Stjórn og starfslið Háskólaráð skipar sex manna stjórn Rannsóknastofu í kvennafræðum og tvo varamenn til tveggja ára, þar af fjóra samkvæmt tilnefningum viðkomandi deilda. Í nóvember 2001 var ný stjórn skipuð. Í henni sitja: Arnfríður Guðmundsdóttir lektor í guðfræðideild, Dagný Kristjánsdóttir prófessor í heimspekideild, Guðný Guðbjörnsdóttir prófessor í félagsvísindadeild, Ólöf Ásta Ólafsdóttir lektor í hjúkrunarfræðideild, Valgerður Edda Benediktsdóttir fræðimaður í raunvísindadeild og Þorgerður Einarsdóttir lektor í félagsvísindadeild. Varafulltrúar eru Rannveig Traustadóttir dósent í félagsvísindadeild og Rósa Erlingsdóttir jafnréttisfulltrúi Háskóla Íslands. Arnfríður Guðmundsdóttir hefur gegnt formennsku frá september Forstöðumaður í fullu starfi er Irma J. Erlingsdóttir bókmenntafræðingur. Auk þess hafa sérfræðingar og aðstoðarmenn verið ráðnir tímabundið. Rannsóknir og verkefni: erlent samstarf Rannsóknastofan starfar náið með erlendum stofnunum á sviði kvenna- og kynjafræða, m.a. NIKK (Nordisk institutt for kvinne- og kjønnsforskning). Þá er stofan aðili að AOIFE (Association of Institution for Feminist Education and Research in Europe) og ATHENA (Advanced Thematic Network in Activities in Women s Studies in Europe), sem nýtur styrks úr Socrates áætluninni. ATHENAverkefnið er öflugt rannsóknanet á sviði kvenna- og kynjafræða og býðst þátttakendum aðild að margvíslegum verkefnum. Rannsóknastofa í kvennafræðum hóf þátttöku í evrópsku rannsóknaverkefni um kynbundinn launamun, Towards a closing of the gender pay gap, en verkefnið nýtur styrks frá Jafnréttisáætlun Evrópusambandsins. Teknar eru fyrir þrjár starfsstéttir; verkfræðingar, framhaldsskólakennarar og fiskvinnslufólk og borin saman m.a. starfsmenning og launaumhverfi til þess að varpa ljósi á nokkra þætti í launamyndun og launamun karla og kvenna innan greinanna. Verkefninu er stýrt frá Noregi en samstarfsaðilar auk Norðmanna og Íslendinga eru Danir, Englendingar og Grikkir. Rannsóknir og verkefni: innlend Í samræmi við samstarfssamning Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands gerði Rannsóknastofa í kvennafræðum úttekt á verkefni Reykjavíkurborgar og IMG, Hinu gullna jafnvægi, og skilaði matsskýrslu þar um. Rannsóknastofan var umsjónaraðili að rannsókninni Viðhorf til kláms, sem unnin var 2001, og gefin út í skýrsluformi. Rannsóknastofan stendur ásamt fleirum, að gerð vefræns kvennagagnabanka sem á að hýsa nöfn og ferilskrár kvensérfræðinga. Vinna við þetta verkefni hófst á árinu. Fyrirlestrar og málþing Eins og undanfarin ár stóð Rannsóknastofa í kvennafræðum fyrir viðamikilli kynningu á rannsóknum í kvenna- og kynjafræðum, einkum í formi rabbfunda (Rabb um rannsóknir og kvennafræði) sem haldnir voru að jafnaði aðra hverja viku á vor- og haustmisseri. Þá voru haldnir opinberir fyrirlestrar með innlendum og erlendum fyrirlesurum. Rannsóknastofan stóð fyrir tveimur ráðstefnum: Á vormisseri Konur og Balkanstríðin, en hana sóttu erlendir fyrirlesarar. Á haustmisseri var haldið málþingið Kynjamyndir í klámi þar sem niðurstaða áðurnefndrar rannsóknar um viðhorf til kláms var kynnt, ásamt því sem fræðimenn á ýmsum sviðum héldu erindi. Heimasíða Rannsóknastofu í kvennafræðum er: Rannsóknastofa í líffærafræði Almennt Rannsóknastofa í líffærafræði er ein sérstofnana Háskólans og lýtur hún læknadeild Háskóla Íslands. Rannsóknastofan hefur verið til húsa að Vatnsmýrarvegi 16, 4. hæð, síðan haustið Forstöðumaður rannsóknastofunnar er Hannes Blöndal prófessor í líffærafræði. 128

129 Starfsmenn Safsmenn úr hópi kennara eru: Ella Kolbrún Kristinsdóttir dósent, Hannes Blöndal prófessor, Sigurður Sigurjónsson lektor og Sverrir Harðarson dósent. Annað starfslið: Birgitta Ásgrímsdóttir líffræðingur, Finnbogi R. Þormóðsson fræðimaður, Fjóla Haraldsdóttir meinatæknir, Guðbjörg Bragadóttir ritari og Jóhann Arnfinnsson líffræðingur. Birgitta Ásgrímsdóttir líffræðingur hætti störfum á árinu, en Hinrik Gylfason rannsóknamaður hóf störf. Starfsemi Rannsóknastofa í líffærafræði sinnir vísindalegum rannsóknum í líffærafræði heilbrigðra og sjúkra. Starfsmenn rannsóknastofunnar annast líffærafræðikennslu nemenda í læknisfræði, sjúkraþjálfun og tannlækningum og veita ýmsum aðilum þjónustu í örsjárrannsóknum (electron microscopy). Á rannsóknastofunni fer einnig fram framleiðsla kennsluefnis í líffærafræði í formi prentaðs máls, tölvuefnis og margvíslegra kennslusýna. Á árinu 1997 gengust starfsmenn Rannsóknastofu í líffærafræði fyrir stofnun námsvers í Læknagarði, en þá voru til þess keyptar tölvur fyrir stúdenta. Síðan hefur á hverju ári verið bætt við tölvutæku efni í líffærafræði í þeim tilgangi að auðvelda nemendum sjálfsnám undir leiðsögn kennara. Vísindaleg viðfangsefni Rannsóknir á æða- og vefjaskemmdum í fólki sem látist hefur af völdum arfgengrar heilablæðingar, en sjúkdómurinn finnst eingöngu á Íslandi, hafa verið stundaðar í mörg ár á rannsóknastofunni og er svo enn (sjá ritverk 1 og 2). Á árinu 1998 tókst að einangra og rækta sléttvöðvafrumur úr heilaæðum sjúklings með sjúkdóminn en með því var aflað einstaks efniviðar til frekari og sértækari rannsókna á sjúkdómnum. Um aðra þætti þessara rannsókna er samstarf við Anders Grubb og samstarfsmenn hans í Lundi í Svíþjóð (sjá ritverk 3). Rannsókn á heilabilun (dementia) í samvinnu við deildir Landspítala í öldrunarlækningum og taugalækningum og öldrunardeild Sjúkrahúss Reykjavíkur hefur staðið í nokkur ár og mun standa áfram um óákveðinn tíma enda um framskyggna rannsókn að ræða. Rannsókn á taugakerfisæxlum, sem er bæði erfðafræðilegs, faraldsfræðilegs og vefjameinafræðilegs eðlis, er í gangi og hefur þegar verið lokið við einn flokk æxla (heilamengisæxli: meningioma) og í vinnslu er annar flokkur æxla (taugatróðsæxli: gliomata). Um þessar rannsóknir hefur verið samstarf við meinafræðideild og taugasjúkdómadeild Mayo Clinic í Rochester Minnesota frá árinu Rannsókn á síþreytu og skyldum sjúkdómum í samvinnu við Erni Snorrason geðlækni hófst 1997 og er ennþá í gangi. Þetta verkefni er styrkt af lyfjafyrirtækinu Hunter-Fleming. Ritverk Tvær greinar birtar í ráðstefnuritinu Amyloid and amyloidosis. The Proceedings of the IX International Symposium on Amyloidosis frá ráðstefnu í Budapest í júlí Cystatin C Immunoreactivity in Tissues Outside the Central Nervous System. H. Blöndal, E. Benedikz. Bls Degeneration of Cultured Human Cerebrovascular smooth Muscle Cells by Cystatin C Extracted from Cystatin C Amyloid. F.R. Thormodsson, D.Th. Vilhjalmsson, I.H. Olafsson and H. Blöndal. Bls The cerebral hemorrhage-producing Cystatin C (L68Q) in Extracellular Fluids. Bjarnadóttir M., Nilsson C., Lindström V., Westmann A., Davidsson P., Þormóðsson F.R., Blöndal H., Guðmundsson G., Grubb A. Amyloid, 8, Killing of Gram-positive cocci by Fatty Acids and Monoglycerides. Bergsson G., Arnfinnsson J., Steingrímsson Ó., Thormar H. APMIS, Nov. 2001, , Vol In Vitro Killing of Candida Albicans by Fatty Acids and Monoglycerides. Bergsson G., Arnfinnsson J., Steingrímsson Ó., Thormar H. Antimicrobial Agents and Chemotherapy, Nov. 2001, , Vol. 45, No. 11. Kennsla Kennsla í líffærafræði er veitt nemendum í læknisfræði, sjúkraþjálfun og tannlækningum svo sem verið hefur. Nemendafjöldi er nokkuð breytilegur eftir árum en samtals luku prófum árið 2001, á 1. ári 307 og 54 á 2. ári. Auk þess sækja nemendur í meina- og röntgentækni við Tækniskóla Íslands kennslu í 129

130

131 líffærafræði til rannsóknastofunnar. Nemendur í meinatækni fengu einnig verklega þjálfun í meinatækni á rannsóknastofunni, en vegna breytinga á meinatæknanáminu hefur sú þjálfun verið aflögð. Þjónusturannsóknir Örsjárrannsóknir til sjúkdómsgreiningar er fastur liður í starfsemi rannsóknastofunnar og eru þær aðallega unnar fyrir Rannsóknastofu Háskólans við Barónsstíg. Einnig eru gerðar, og hafa verið gerðar síðan 1981, örsjárrannsóknir á lífrænum og ólífrænum sýnum fyrir aðrar stofnanir Háskólans og aðila utan hans. Rannsóknastofa í lyfjaog eiturefnafræði Stjórn og starfsmenn Forstöðumaður Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði á árinu var Magnús Jóhannsson prófessor. Fast starfslið, auk kennara með starfsaðstöðu á rannsóknastofunni, voru 16 manns. Níu nemar voru í rannsóknatengdu námi á rannsóknastofunni, þrír í M.S.-námi, tveir læknanemar með 4. árs rannsóknaverkefni, þrír lyfjafræðinemar í lokaverkefni og einn Fulbrightnemi frá Bandaríkjunum. Kennsla Starfsfólk rannsóknastofunnar sá um eða tók þátt í kennslu læknanema, tannlæknanema, hjúkrunarfræðinema, líffræðinema, matvælafræðinema og lyfjafræðinema við Háskóla Íslands og nema í Tækniskóla Íslands. Einnig kenndi starfsfólk rannsóknastofunnar á ýmsum námskeiðum, m.a. á vegum Endurmenntunarstofnunar. Grunnrannsóknir Unnið var að mörgum rannsóknum og eru þær helstu taldar upp hér á eftir. Sumar þeirra voru unnar í samstarfi við innlenda og erlenda vísindamenn. Kopar, cerúlóplasmín og súperoxíðdismútasi í sjúklingum með hrörnunarsjúkdóma í miðtaugakerfi (með öldrunarlæknum og taugasjúkdómalæknum á Landspítala-háskólasjúkrahúsi). Psilocybin og psilocin í íslenskum sveppum af ættkvíslunum Psilocybe og Paneolus. Rannsókn á þætti ávana- og fíkniefna í innlögnum ungs fólks á meðferðarstofnun. Rannsóknir á boðkerfum í ræktuðum æðaþelsfrumum. Rannsóknir á stjórnun samdráttarkrafts í hjartavöðva. Rannsókn á áhrifum lækkaðs hitastigs á hjartavöðvann. Rannsóknir á notkun lyfja við hjarta- og æðasjúkdómum á Íslandi (í samvinnu við Hjartavernd). Þrávirk lífræn efni í teistu frá Breiðafirði þróun mengunar yfir 20 ára tímabil (með Náttúrufræðistofnun). Þrávirk lífræn efni í sendlingum og klettadoppu í nánd við sorphauga (með Náttúrufræðistofnun). Þrávirk lífræn efni í blóði íslenskra mæðra (samstarfsverkefni átta þjóða sem liggja að norður-heimskautssvæðinu; AMAP). Áhrif þrávirkra klórlífrænna efna á frjósemi íslenskra karlmanna (með Glasafrjóvgunardeild Landspítalans). Fjölarómatísk kolefnissambönd (PAH) í íslensku andrúmslofti. Þrávirk lífræn efni í lofti og úrkomu við Stórhöfða (með Veðurstofu Íslands). Rannsóknir á lyfjahvörfum etanóls í mönnum. Rannsókn á lyfjahvörfum skópólamíns eftir gjöf í æð og áhrif þess á heilarafrit í mönnum (í samvinnu við Sveinbjörn Gizurarson prófessor og Lyfjaþróun ehf.) Þróun dýralíkans til þess að meta ertingu lyfja og hjálparefna á nefslímhúð (í samvinnu við Sveinbjörn Gizurarson prófessor og Lyfjaþróun ehf.) Þjónusturannsóknir Stundaðar voru umfangsmiklar þjónusturannsóknir í fjórum deildum: réttarefnafræðideild, alkóhóldeild, lyfjarannsóknadeild og eiturefnadeild. Rannsóknir þessar eru unnar fyrir dómsmála- og lögregluyfirvöld, lækna, sjúkrastofnanir, heilbrigðiseftirlitsmenn, rafveitur, Varnarliðið, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Iðntæknistofnun o.fl. 131

132 Húsnæði Rannsóknastofa í lyfja- og eiturefnafræði hefur verið til húsa í leiguhúsnæði í Ármúla 30 síðan 1988 en var áður í aðalbyggingu H.Í. Þetta húsnæði er gott og fyrir utan rannsóknastofurými og skrifstofur er ágæt kennslustofa á 3. hæð sem notuð er m.a. til kennslu læknanema, tannlæknanema og fyrir námskeið á vegum Endurmenntunarstofnunar. Helsti gallinn við þetta húsnæði er staðsetningin sem er langt frá annarri starfsemi H.Í. og það þýðir einangrun. Við sem hér störfum höfum því mikinn áhuga á að komast sem fyrst nær háskólasvæðinu. Heimasíða Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði er: Rannsóknastofa í matvælaefnafræði Almennt yfirlit og stjórn Fjöldi starfsmanna á rannsóknastofu í matvælaefnafræði í Læknagarði er breytilegur frá ári til árs, þ.e. hann er háður rannsóknastyrkjum. Nú starfa þar þrír starfsmenn, Ágústa Guðmundsdóttir prófessor, sem er yfirmaður rannsóknastofunnar, Helga Margrét Pálsdóttir doktorsnemi og Guðrún Jónsdóttir meistaranemi. Rannsóknir Unnið er að yfirgripsmiklum rannsóknum á tjáningu kuldavirkra ensíma úr þorski og stökkbreytingum á genum þeirra. Markmiðið er að framleiða ensímafbrigði, sem hafa meiri hitastöðugleika en náttúrulegu afbrigði þeirra. Verkefnin eru unnin í samstarfi við David Benjamin, örverufræðideild University of Virginia og Charles S. Craik, lyfjaefnafræðideild University of California, San Francisco. Innlendir samstarfsaðilar eru Jón Bragi Bjarnason prófessor og líftæknifyrirtækin Ensímtækni ehf. og Norður ehf. Á árunum var unnið að sambærilegum rannsóknum á ensímum úr suðurskautsljósátu með styrk frá breska líftæknifyrirtækinu Phairson Medical Ltd. í London. Rannsóknaverkefnin hafa auk þess verið styrkt af Rannsóknasjóði Háskólans, Vísindasjóði Rannís og Tæknisjóði Rannís. Útgáfa og kynning Nokkrar ritgerðir birtust í íslenskum og erlendum tímaritum þar sem niðurstöður þessara rannsóknaverkefna voru kynntar. Einnig voru rannsóknir kynntar á ráðstefnum í Þýskalandi, Bandaríkjunum og á Íslandi. Nánari upplýsingar um rannsóknirnar má finna á heimasíðu Ágústu Guðmundsdóttur: Rannsóknastofa í meinafræði Almennt yfirlit og stjórn Rannsóknastofa Háskólans í meinafræði er ein stofnana Landspítala-háskólasjúkrahúss. Henni er skipt í sex deildir: vefjarannsóknir, réttarlæknisfræði, litningarannsóknir, frumulíffræði, lífsýnasafn og ritaramiðstöð. Sem þetta er ritað liggur til umfjöllunar í heilbrigðisráðuneytinu umsókn frá Landspítalaháskólasjúkrahúsi f.h. Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði til þess að reka lífsýnasafn. Er þetta fyrsta umsóknin sem send hefur verið frá Landspítalaháskólasjúkrahúsi til veitingar rekstrarleyfis. Ríflega hálf milljón sýna eru í safninu frá u.þ.b einstaklingum. Auk forstöðumanns, sem jafnframt er prófessor í meinafræði við læknadeild, starfa við stjórnun Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði þrír yfirlæknar (tveir þeirra eru prófessorar í læknadeild) og einn yfirmeinatæknir. Heimiluð stöðugildi eru 58 og árið 2001 voru starfsmenn á milli 80 og 90. Prófessor Jónas Hallgrímsson lét af störfum fyrir aldurs sakir þann 30. júní Eftirmaður hans í starfi prófessors og forstöðumanns er Jóhannes Björnsson, sem næstu níu ár á undan hafði starfað við Mayo Clinic/Mayo Foundation í Rochester í Minnesota í Bandaríkjunum. Breytingar í mannahaldi eru annars mjög litlar frá ári til árs.

133 Rannsóknir Auk þjónusturannsókna á sviðum deildanna voru stundaðar vísindarannsóknir innan þeirra eins og áður. Meirihluti rannsókna tekur til illkynja meinsemda og er annars vegar um flokkun krabbameina eftir líffærum og tegundum að ræða og hins vegar grunnrannsóknir í erfðafræði og sameindalíffræði krabbameina. Grunnrannsóknir eru fyrst og fremst stundaðar á frumulíffræðideild. Aðalviðfangsefni deildarinnar eru krabbamein í brjóstum, ristli og blöðruhálskirtli. Rannsóknastofan tekur mikinn þátt í alþjóðlegri samvinnu á þessum sviðum og heldur áfram að skila mikilvægum niðurstöðum við einangrun áhættugena fyrir brjóstakrabbamein, en nú eru tvö slík þekkt, BRCA1 og BRCA2. Frumulíffræðideild stofnunarinnar hóf á árinu að bjóða sem þjónusturannsókn við sjúklinga, leit að þessum meingenum hjá íslenskum konum sem greinast með krabbamein í brjósti. Samstarf við líftæknifyrirtækin Íslenska erfðagreiningu og Urði, Verðandi, Skuld eykst stöðugt. Má svo heita, að stofnunin sé í samstarfi um rannsóknir flestra krabbameina við annað hvort fyrirtækjanna. Kynningarstarfsemi Starfsfólk Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði átti árið 2001 aðild að 25 ritrýndum vísindagreinum, einum bókarkafla í erlendu fræðiriti og 38 útdráttum. Vísindamenn stofnunarinnar eru enn sem fyrr virkir við rannsóknir þar eð undanfarinn áratug hafa árlega birst vísindalegar ritgerðir frá Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði. Ekki voru haldnar sérstakar ráðstefnur eða þing á vegum stofnunarinnar árið Annað Hlutur Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði er innan við 2% af heildarrekstri Landspítala-háskólasjúkrahúss en nemur samt um 250 milljónum króna árlega. Öðru hverju afla starfsmenn stórra vísindastyrkja, einkum starfsmenn frumulíffræðideildar, en segja má að helmingur starfsmanna þar sé launaður eða styrktur af vísindasjóðum, innlendum og erlendum. Húsnæðismál rannsóknastofunnar eru erfið. Starfsemin er í sex byggingum og eru þrjár á Landspítalalóð, sú fjórða er til húsa í Læknagarði, fimmta í leiguhúsnæði að Ármúla 30 og að lokum er lífsýnasafn í leiguhúsnæði hjá Krabbameinsfélögunum við Skógarhlíð. Brýnt er að leita lausnar húsnæðisvanda stofnunarinnar á næstu misserum. Til greina getur komið að nýta húsnæði í nágrenni Landspítala-háskólasjúkrahúss við Hringbraut. Rannsóknastofa í næringarfræði Rannsóknastofa í næringarfræði heyrir undir Landspítala-háskólasjúkrahús og matvælafræðiskor raunvísindadeildar Háskóla Íslands. Stofan hefur aðstöðu á 2. hæð íþróttahúss Háskólans við Suðurgötu og á næringarstofu Landspítalaháskólasjúkrahúss að Eiríksgötu 29. Stofan sinnir rannsóknastörfum á sviði næringarfræði auk kennslu í næringarfræði við Háskóla Íslands. Laun starfsfólks og rekstur rannsóknastofunnar eru fjármögnuð með styrkjum eða samningum um rannsóknaverkefni og önnur fræðileg verkefni. Opinber stöðugildi eru engin utan prófessors í næringarfræði, Ingu Þórsdóttur, sem veitir stofunni forstöðu. Verkefnaráðnir starfsmenn í fullu starfi og stúdentar í rannsóknatengdu framhaldsnámi með aðstöðu á rannsóknastofunni voru átta á árinu auk tveggja í hlutastarfi. Að auki var einn nemandi í matvælafræði ráðinn til sumarstarfs við nýsköpunarverkefni hjá stofunni. Fyrir mistök birtist skýrsla ársins 2000 ekki í síðustu árbók og verður því einnig greint frá því helsta sem gerðist á stofunni það ár. Rannsóknir og rannsóknatengt framhaldsnám Reynt er að leggja stund á nokkuð fjölbreytileg rannsóknaverkefni á rannsóknastofunni þar sem starfsemi stofunnar byggist að miklu leyti á verkefnum stúdenta í rannsóknatengdu framhaldsnámi. Tveir luku meistaranámi í næringarfræði árið 2000 og aðrir tveir luku 133

134 meistaranámi í næringarfræði á árinu Verkefni Björns Sigurðar Gunnarssonar fjallaði um mataræði tveggja ára barna og verkefni Önnu Sigríðar Ólafsdóttur um áhrif mataræðis kvenna á næringarefni í brjóstamjólk. Anna útskrifaðist frá háskólanum í Vínarborg en verkefnið, sem var að miklu leyti unnið hérlendis, var samvinnuverkefni milli H.Í. og Vínarháskóla. Verkefni Ólafar Guðnýjar Geirsdóttur kallaðist Næringarástand tveggja sjúklingahópa á Landspítala - sjúklingar sem fá næringaraðstoð og krabbameinssjúklingar og verkefni Jóhönnu Eyrúnar Torfadóttur nefndist Þyngdaraukning á meðgöngu hjá konum í kjörþyngd fyrir þungun - Áhrif á útkomu meðgöngu og heilsu móður. Á árinu 2000 hófu þrír nemendur framhaldsnám í næringarfræði við H.Í. Ingibjörg Gunnarsdóttir hóf doktorsnám og fjallar verkefni hennar um næringarfræðilega áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma sem koma til snemma á lífsleiðinni. Verkefnið er m.a. unnið í samvinnu við Hjartavernd. Jóhanna Eyrún Torfadóttir hóf meistaranám sitt sem að ofan er lýst. Þorbjörg Jensdóttir hóf meistaranám, en námsáætlun hennar er unnin í samvinnu tannlæknadeildar ogrrannsóknastofu í næringarfræði. Þorbjörg hefur aðstöðu við tannlæknadeild og vinnur þar að rannsókn á drykkjarvenjum og glerungseyðingu tanna. Ólöf Guðný Geirsdóttir vann áfram að meistaraprófsverkefni sínu og hollenskur gestastúdent vann að lokaverkefni sínu frá háskólanum í Wageningen með aðstoð og kennslu frá Rannsóknastofu í næringarfræði. Bryndís Eva Birgisdóttir vann áfram að doktorsverkefni sínu Forvarnir gegn sykursýki næringarfræðilegir þættir árin 2000 og 2001, sem hún stefnir á að verja árið Á árinu 2001 hóf einn nemandi, Margaret Ospina, meistaranám. Verkefni hennar er hluti af stærra verkefni sem Rannsóknastofa í næringarfræði er að vinna að um áhrif næringar á unga aldri á heilsuna. Margaret vinnur að því að meta gildi aðferða við að kanna mataræði 6 ára barna og foreldra þeirra, og heyrir það verk undir rannsókn á mataræði 6 ára barna. Þátttakendur í þessari rannsókn eru sömu börn og tóku þátt í rannsóknunum á mataræði ungbarna og tveggja ára barna á stofunni, en þær hófust árið Ingibjörg Gunnarsdóttir vann áfram að doktorsverkefni sínu á árinu Alfons Ramel, sem varði doktorsritgerð í næringarfræði við háskólann í Vínarborg árið 2000, hóf störf hjá stofunni um mitt ár 2001 og vinnur hann við rannsókn á samsetningu kúamjólkur og hollustugildi. Það verkefni er stærsta verkefni stofunnar og nýtur einnig að hluta starfskrafta nokkurra annarra starfsmanna m.a. Björns Sigurðar Gunnarssonar. Á árinu 2001 voru m.a. kynntar niðurstöður verkefnisins um þýðingu inntöku ákveðinna mjólkurpróteina (s.s. beta-kaseins A1) á unga aldri fyrir þróun sykursýki af gerð 1, en beta-kasein A1 er í minna magni í íslenskri mjólk en í mjólk annars staðar á Norðurlöndum. Ákveðin önnur mjólkurprótein sem rannsökuð hafa verið, m.a. albúmín, virðast ekki vera skýringin á lægra nýgengi sykursýki af gerð 1 hérlendis í samanburði við aðrar þjóðir Norðurlanda. Frekari rannsókna er þörf á þessu sviði og munu verkefni Rannsóknastofu í næringarfræði halda áfram nk ár. Eitt sumarverkefni styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna var unnið á Rannsóknastofu í næringarfræði sumarið 2001 og bar það yfirskriftina Úttekt á djúpsteikingarolíum matsölustaða. Málþing og ráðstefna Í apríl 2000 skipulagði Rannsóknastofa í næringarfræði þverfaglegt málþing fyrir matvælafræðiskor í tilefni af því að 20 ár voru liðin frá útskrift fyrstu matvælafræðinga frá H.Í. Málþingið nefndist Manneldi á nýrri öld. Stofan bauð hingað til lands af því tilefni Knut Inge Klepp prófessor við Oslóarháskóla og formanni norska manneldisráðsins. Hann greindi frá helstu áherslum næringarfræðinnar og fjallaði um hvers vegna fræðigreinin er í dag talin mjög mikilvæg í Evrópu og á alþjóðavettvangi. Auk hans fluttu níu íslenskir fræðimenn, m.a. úr mörgum deildum Háskóla Íslands erindi. Út er komin á vegum Rannsóknastofu í næringarfræði og Háskólaútgáfunnar bók, Manneldi á nýrri öld, með ritrýndum greinum eftir fyrirlesara á málþinginu. Í júní 2000 var haldin alþjóðleg ráðstefna í Reykjavík á vegum Rannsóknastofu í næringarfræði, 18th International Symposium on Diabetes and Nutrition en ráðstefnan er haldin árlega af evrópskum hópi sem fjallar um næringu og sykursýki, og er undirhópur European Association for the Study of Diabetes (EASD). Ráðstefnan heppnaðist í alla staði mjög vel og voru þátttakendur um eitt hundrað talsins. Kynning og útgáfustarfsemi Auk bókarinnar Manneldi á nýrri öld, kom út skýrsla um rannsóknina Næring íslenskra ungbarna á íslensku á vegum Háskólaútgáfunnar á árinu 2000 og var 134

135 henni dreift til heilsugæslustöðva og heilbrigðisyfirvalda, auk annarra sem málið varðar. Á árinu 2001 gaf stofan út skýrslu um nýsköpunarverkefnið Úttekt á djúpsteikingarolíum matsölustaða. Á árinu 2000 flutti Inga Þórsdóttir fyrirlestra á málþingi á Hvanneyri sem fjallaði um næringarfræðilega kosti íslenskrar kúamjólkur og fyrirlestrar haldnir á dagskránni Opinn Háskóli, í tengslum við Reykjavík menningarborg, fjölluðu um ýmis næringarfræðileg efni. Fleiri fyrirlestrar voru fluttir á vegum stofunnar innanlands, auk þess sem starfsmenn hafa skrifað greinar í innlend blöð og tímarit, aðstoðað við fyrirtæki sem hafa viljað koma upplýsingum um næringu og heilsu á Netið og ennfremur veitt viðtöl í blöð og ljósvakamiðla. Á árunum birtust fjórar greinar um niðurstöður rannsókna á Rannsóknastofu í næringarfræði í erlendum ritrýndum vísindatímaritum. Auk þessa birtust 15 útdrættir í alþjóðlegum ráðstefnuritum á árunum , og starfsfólk rannsóknastofunnar kynnti niðurstöður sínar með fyrirlestrum og veggspjöldum á alþjóðlegum vísindaráðstefnum. Styrkir Árið 2001 var í fyrsta sinn veitt fé á fjárlögum ríkisins til rannsóknarinnar á kúamjólk og eiginleikum hennar, sérstaklega með tilliti til lítils magns sykursýkivaldandi þátta í íslensku mjólkinni. Landbúnaðarráðuneytið, Markaðsnefnd mjólkuriðnaðarins og Landsamband kúabænda styrktu stofuna gegnum samstarfssamning sem nær til þriggja ára, en fyrsta ár samningsins var árið Hann felur m.a. í sér framhald rannsókna á mataræði og heilsu ungra barna hérlendis. Rannsóknaráð Íslands, Rannsóknanámssjóður, Rannsóknasjóður Háskóla Íslands og Medical Research Council á Englandi styrktu einnig verkefni sem unnin voru á vegum rannsóknastofunnar á árunum 2000 og Nokkur önnur samstarfsverkefni Árið 2001 vann stofan í norrænu samstarfi að endurbótum á norrænum ráðleggingum um næringarefni, sem mun koma út árið Inga Þórsdóttir er fulltrúi Íslands í nefnd á vegum norrænu ráðherranefndarinnar sem stýrir þessu verki og hún er jafnframt formaður hóps sem fjallar um næringu ungra barna. Í samstarfi við Manneldisráð hafði stofan forgöngu um að stofnaður var hópur um stefnu og leiðbeiningar um næringu ungbarna hérlendis. Unnið hefur verið að Evrópusamstarfi, m.a. við samevrópskt meistaranámi í næringarfræði og önnur netverkefni og að styrkumsóknum um Evrópustyrki til rannsóknastarfs, en fyrsti slíkur styrkur til stofunnar hefur fengist fyrir árið Gott samstarf var haft við rannsóknastofu New Zealand Dairy Industry varðandi efnagreiningu mjólkursýna og einnig er og hefur verið gott samstarf um rannsóknir við Forskningsinstitut for Human Ernæring (FHE) við KVL í Kaupmannahöfn. Ennfremur á stofan nú í samstarfi við faraldsfræðistofnunina í Kaupmannahöfn, sem og rannsóknastofnanir annars staðar á Norðurlöndum í tengslum við þrjú stór samnorræn verkefni sem stofan tekur þátt í. Rannsóknastofa í næringarfræði var samstarfsaðili að verkefni sem lýtur að því að setja forrit til að reikna út næringargildi, og þá jafnframt gagnagrunn um íslensk matvæli, á Netið til nota fyrir almenning. Aðrir samstarfsaðilar eru Matra, Manneldisráð Íslands og Námsgagnastofnun, ásamt hugbúnaðarfyrirtækinu Hugbúnaði hf. sem stýrir verkefninu. Heimasíða Rannsóknastofu í næringarfræði er: Rannsóknastofa í ónæmisfræði Stjórn og starfslið Forstöðumaður var Helgi Valdimarsson prófessor og skrifstofustjóri Málfríður Ásgeirsdóttir. Stofan annaðist eins og áður þjónustu, kennslu og vísindarannsóknir. Í árslok 2001 störfuðu 30 einstaklingar í um 27 stöðugildum að þessum viðfangsefnum, þar af tveir líffræðingar og tveir læknar sem vinna að rannsóknarverkefnum til doktorsprófs og fjórir til meistaraprófs. Þrír 135

136 læknanemar luku rannsóknarverkefnum 4. árs og einn líffræðingur lokaverkefni. Auk forstöðumanns hafa þrír dósentar (50%) rannsóknaraðstöðu á stofunni, en allir háskólamenntaðir sérfræðingar stofunnar vinna að einhverju leyti að fræðilegum rannsóknum. Björn Rúnar Lúðvíksson var ráðinn í stöðu dósents í klínískri ónæmisfræði á árinu. Ásbjörn Sigfússon læknir lést af slysförum, en hann hafði starfað á stofunni sem sérfræðingur og stundakennari í ónæmisfræði í rúm 15 ár. Rannsóknir Helstu rannsóknarviðfangsefni deildarinnar eru að mestu þau sömu og lýst var í Árbók Orsakir og meingerð psoriasis. Forstöðumaður stofunnar stjórnar þessu verkefni. Það hefur að hluta verið styrkt af Evrópubandalaginu og einnig af RANNÍS, Rannsóknasjóði Háskólans og Rannsóknanámssjóði. Samstarfsaðilar eru annars vegar sex rannsóknahópar í öðrum Evrópulöndum og hins vegar Íslensk erfðagreining. Auk forstöðumanns unnu fjórir starfsmenn Rannsóknastofu í ónæmisfræði að þessum rannsóknum, þar af eru tveir í doktorsnámi. Rannsóknarniðurstöður voru kynntar á ýmsum ráðstefnum hérlendis og erlendis og tvær greinar birtust í alþjóðlegum ritrýndum tímaritum. Ónæmi og ónæmisaðgerðir gegn lungnabólgubakteríum. Bólusetningarrannsóknir. Verkefninu er stjórnað af Ingileifi Jónsdóttur dósent og Sigurveigu Þ. Sigurðardóttur lækni. Það hefur verið styrkt af Pasteur Mérieux, Frakklandi, Tæknisjóði RANNÍS, Vísindasjóði Landspítalans og Líftækniáætlun Evrópusambandsins. Auk stjórnenda unnu við rannsóknina 2 starfsmenn Rannsóknastofu í ónæmisfræði og hjúkrunarfræðingar á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur, þar af er einn í námi til meistaraprófs. Verkefnið er unnið í samstarfi við barnalækna á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur og Landspítala, prófessor í sýklafræði á Landspítala og sérfræðinga hjá Aventis Pasteur. Sýkingarmódel í músum. Þessu verkefni er stjórnað af Ingileifi Jónsdóttur í samstarfi við sérfræðinga Chiron Vaccins á Ítalíu og Aventis Pasteur í Frakklandi. Það hefur verið styrkt af Aventis Pasteur, Rannsóknasjóði Háskólans, Rannsóknanámssjóði og Nýsköpunarsjóði stúdenta. Auk Ingileifar unnu fjórir starfsmenn Rannsóknastofu í ónæmisfræði að þessu verkefni, þar af er einn í doktorsnámi og tveir í námi til meistaraprófs. Ofangreind verkefni voru kynnt á mörgum ráðstefnum hérlendis og erlendis og niðurstöður birtar í þremur greinum í alþjóðlegum ritrýndum tímaritum. Framvirk rannsókn á orsökum og meingerð iktsýki. Þessu verkefni er stjórnað af forstöðumanni í samvinnu við Arnór Víkingsson lækni og Þóru Víkingsdóttur líffræðing. Það hefur verið styrkt að hluta af RANNÍS og Vísindasjóði Landspítalans. Samstarfsaðilar eru gigtarlæknar á Landspítalanum en fjórir starfsmenn rannsóknastofunnar unnu að því, samtals um 2 ársverk. Niðurstöður hafa verið kynntar á nokkrum ráðstefnum, ein grein birtist í alþjóðlegu tímariti og tvö handrit eru í vinnslu. Tengsl ættlægra gigtarsjúkdóma við arfbundna galla í komplímentkerfinu. Kristján Erlendsson dósent og Kristín Traustadóttir líffræðingur unnu að þessu verkefni í samvinnu við Kristján Steinsson yfirlækni. Það var styrkt að hluta af Rannsóknasjóði Háskólans og Vísindasjóði Landspítalans. Niðurstöður hafa verið kynntar á vísindaráðstefnum og tvær greinar eru í vinnslu. Hlutdeild komplímentkerfisins í gigtar- og kransæðasjúkdómum. Þessu verkefni er stjórnað af Guðmundi J. Arasyni líffræðingi í samvinnu við gigtarog hjartalækna á Landspítalanum. Það hefur verið styrkt af RANNÍS og Vísindasjóði Landspítalans. Auk Guðmundar vann einn starfsmaður rannsóknastofunnar að því auk stúdenta í sumarvinnu. Niðurstöður hafa verið kynntar á vísindaráðstefnum og tvær greinar bíða birtingar. Afleiðingar skorts á Mannose Binding Lectin. Þessu verkefni er stjórnað af forstöðumanni og Þóru Víkingsdóttur líffræðingi. Það hefur verið styrkt af Nýsköpunarsjóði og Statens Serum Institut í Danmörku. Samstarf hefur verið við Árósarháskóla og Hjartavernd. Auk stjórnenda unnu tveir starfsmenn að þessu verkefni, þar af einn sem er í námi til doktorsprófs. Niðurstöður hafa verið kynntar á ráðstefnum hérlendis og erlendis. Ein grein birtist í alþjóðlegu ritrýndu tímariti, og tvær greinar eru í vinnslu. Afleiðingar IgA skorts. Björn R. Lúðvíksson dósent stjórnar þessu verkefni sem unnið er í samvinnu við Blóðbankann. Það hefur verið styrkt af RANNÍS og Vísindasjóði Landspítalans. Þetta er langtíma verkefni, en fyrstu niðurstöður hafa þegar verið kynntar á ráðstefnum. 136

137

138 Annað Auk ofangreindara verkefna hefur starfsfólk rannsóknastofunnar unnið að ýmsum umfangsminni rannsóknum. Forstöðumaður og Ingileif Jónsdóttir störfuðu í undirbúningsnefnd og vísindanefnd Alþjóðaþings ónæmisfræðinga, sem haldið var í Stokkhólmi í júlí 2001, þátttakendur voru um Björn R. Lúðvíksson stóð fyrir alþjóðlegri ráðstefnu um ónæmiskerfi slímhúða í Reykjavík í júlí. Ingileif Jónsdóttir var formaður Vísindasiðanefndar, og hún átti sæti í Vísindanefnd HÍ og stjórnarnefnd Lífvísindaáætlunar ESB. Forstöðumaður er einn af ritstjórum Scandinavian Journal of Immunology og í ritstjórn Clinical and Experimental Immunology. Ingileif Jónsdóttir er í ritstjórn Scandinavian Journal of Immunology. Rannsóknastofa í sýklafræði Starfsemi Rannsóknastofa í sýklafræði eða Sýklafræðideild Landspítala-háskólasjúkrahúss (LSH) er hluti af Rannsóknastofnun LSH, ásamt rannsóknastofum í blóðmeinafræði, meinefnafræði, ónæmisfræði og veirufræði. Á deildinni störfuðu 44 starfsmenn (um 39 stöðugildi), þar af fimm (3,25) sérfræðingar í sýklafræði, einn (0,25) sérfræðingur í smitsjúkdómum, einn deildarlæknir, þrír líffræðingar og 27 (24,8) meinatæknar. Meginumfang starfseminnar eru þjónusturannsóknir í bakteríu-, sveppa- og sníkjudýrafræði, ásamt faglegri ráðgjöf á þessum sviðum. Vísindarannsóknir hafa verið í vexti, en tveir líffræðingar og einn meinatæknir sinna nær eingöngu grunnrannsóknum. Fastir starfsmenn Háskólans voru Karl G. Kristinsson prófessor (yfirlæknir deildarinnar) og Ólafur Steingrímsson dósent, báðir í læknadeild. Auk þeirra sinntu allir sérfræðingar deildarinnar og tveir meinatæknar stundakennslu í lækna-, lyfjafræði- og/eða hjúkrunarfræðideild. Tveir nemendur (starfsmenn) luku mastersprófi við deildina á árinu og einn meinatæknanemi lauk BS rannsóknarverkefni. Einn nemandi er í doktorsnámi við deildina og annar tengdur deildinni. Tveir læknanemar unnu að fjórða árs rannsóknaverkefni við deildina. Rannsóknir Fjölmargar rannsóknir voru í gangi á árinu, en eftirfarandi voru stærstar: European Intervention Study (EURIS) reducing resistance in respiratory tract pathogens. Styrkt af Evrópusambandinu og Rannís. Á Íslandi snýst rannsóknin um að kanna áhrif íhlutandi aðgerða til að draga úr sýkingum og sýklalyfjaónæmi á leikskólum. Karl G. Kristinsson stjórnar sýklafræðihluta verkefnisins en Þórólfur Guðnason, barnalæknir, leikskólahlutanum. Tveir fastir starfsmenn sinna verkefninu, Brynja Laxdal, hjúkrunarfræðingur og Þóra Gunnarsdóttir, líffræðingur. Rannsóknin er unnin með samstarfsaðilum í Portúgal, Frakklandi, Þýskalandi, Svíþjóð og Bandaríkjunum. Sameindafaraldsfræði pensillín-ónæmra pneumókokka. Verkefnið er doktorsverkefni Sigurðar E. Vilhelmssonar, líffræðings, og samstarfsverkefni við Alexander Tomasz, prófessor við Rockefeller háskólann. Það hefur verið styrkt af Rannís, Vísindasjóði Landspítalans og Rannsóknarsjóði H.Í. Stjórnandi er Karl G. Kristinsson. Campylobacteriosis faraldsfræði og íhlutandi aðgerðir. Unnið í samstarfi við Hollustuvernd ríkisins, Embætti yfirdýralæknis, Tilraunastöð H.Í. í meinafræði að Keldum, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins og sóttvarnalækni. Verkefnið er styrkt af Rannís. Hjördís Harðardóttir, sérfræðingur stýrir verkefninu á sýklafræðideildinni. Sources and risk factors for Campylobacter in poultry and impact on human disease in a closed system. Þetta verkefni er unnið í samstarfi við sömu aðila og verkefnið hér á undan, en auk þess Guðna Alfreðsson, prófessor, Raunvísindadeild H.Í., Russell Research Center, US Department of Agriculture, Georgia, USA og Health Canada, Ontario, Canada. Ábyrgðarmaður á sýklafræðideildinni er Karl G. Kristinsson. Sameindafaraldsfræði Chlamydia trachomatis á Íslandi. Verkefninu lauk á síðasta ári, en það var MS verkefni Kristínar Jónsdóttur, meinatæknis. Ólafur Steingrímsson, dósent, stjórnaði rannsókninni. Áhrif beta-laktamsýklalyfja á nokkrar hjúpgerðir pneumókokka in vitro og í 138

139 tilraunasýkingum í músum. Verkefninu lauk á síðasta ári, en það var M.S.- verkefni Helgu Erlendsdóttur, meinatæknis. Verkefnið var styrkt af Rannís, Rannsóknasjóði H.Í. og Vísindasjóði Landspítalans. Stjórnandi var Sigurður Guðmundsson, sérfræðingur í smitsjúkdómum (nú landlæknir). Bráð netjubólga/heimakoma á ganglimum. Framvirk sjúklingasamanburðarrannsókn á áhættuþáttum og tengslum við sveppasýkingar á fótum. Styrkt af Vísindasjóði Landspítalans og Sjúkrahúss Reykjavíkur og unnin í samstarfi við smitsjúkdómalækna á lyflækningadeild LSH. Stjórnandi er Ingibjörg Hilmarsdóttir sérfræðingur. Kynningarstarfsemi Martha Á. Hjálmarsdóttir meinatæknir skipulagði námskeiðið Spítalasýkingar: skilgreining, orsakir og varnir, í samvinnu við Endurmenntunarstofnun H.Í., og tóku sérfræðingar deildarinnar virkan þátt í því. Allir fyrirlestrar fyrir læknanema voru gerðir aðgengilegir á heimasíðu deildarinnar, en á henni er jafnframt að finna fjölbreytt fræðsluefni og leiðbeiningar. Starfsmenn deildarinnar tóku virkan þátt í að kynna rannsóknir sínar á ráðstefnum innan lands og utan, og fengu birtar greinar í alþjóðlegum tímaritum. Karl G. Kristinsson var í Vísindasiðanefnd en óskaði eftir lausn á árinu. Hann var jafnframt formaður nefndar heilbrigðisráðuneytisins um sýklalyfjanotkun og sýklalyfjaónæmi, nefndarmaður í samstarfsnefnd umhverfisráðuneytisins um matarsjúkdóma og varamaður í sóttvarnarráði. Hann situr í deildarráði læknadeildar. Annað Starfsemin hefur verið til húsa á Landspítalalóðinni við Barónsstíg og á 2. hæð og í kjallara Ármúla 1A. Þann 1. júní var sýklafræðideild Landspítalans sameinuð sýklarannsóknadeildinni í Fossvoginum. Frá þeim tíma hefur starfsemin því einnig verið á LSH í Fossvogi. Verulegt óhagræði er af því að hafa starfsemina á þremur stöðum, en vegna húsnæðisskorts hefur ekki verið unnt að sameina hana á færri stöðum. Aldrei áður hefur jafn mikil vinna farið í leit að fjölónæmum bakteríum og að hefta útbreiðslu þeirra, einkum methisillín ónæmra staphylókokka (MÓSA). Á árinu þurfti deildin einnig að sinna rannsóknum á dufti í póstsendingum, til að útiloka að um miltisbrandsgró væri að ræða. Rannsóknastofa í veirufræði Yfirstjórn rannsóknastofu í veirufræði er óbreytt frá fyrri árum. Forstöðumaður og yfirlæknir er Arthur Löve dósent. Á rannsóknastofunni starfa um 25 manns í u.þ.b. 20 stöðugildum. Á árinu 2001 hættu þrír starfsmenn þar af tveir í hlutastarfi og voru tveir ráðnir í þeirra stað, einn náttúrufræðingur, og einn meinatæknir. Yfirstjórn er í höndum yfirlæknis en daglegri verkstjórn sinnir Þorgerður Árnadóttir yfirnáttúrufræðingur. Starfsmenn deildarinnar sinna bæði þjónustu- og grunnrannsóknum í veirufræði, sem er hlutverk deildarinnar. Er starfsfólk af blönduðum toga, þ.e. læknar, náttúrufræðingar, efnafræðingur, meinatæknar og annað rannsókna- og skrifstofufólk. Rannsóknir Rannsóknastofa í veirufræði sinnir einkum rannsóknum og sjúkdómsgreiningu á innsendum sýnum frá sjúklingum. Á árinu fluttust til rannsóknastofunnar mælingar sem rannsóknadeild Landspítala-háskólasjúkrahúss í Fossvogi hafði annast um árabil. Voru þar einkum einfaldar athuganir á veirum vegna sjúklinga sem lögðust á sjúkrahúsið í Fossvogi. Einnig tók rannsóknastofa í veirufræði upp mótefnamælingar gegn rauðum hundum bæði í mæðravernd og hjá öðrum. Gerðar voru á árinu um mælingar á sýnum frá sjúklingum sem var svipaður fjöldi og árið áður. Einnig fléttast grunnrannsóknir inn í starfsemina eftir föngum. Meðal helstu rannsóknarsviða má nefna eyðni- og lifrarbólgurannsóknir og greindust álíka margir sýktir af HIV veirunni árin , sem eru fleiri en mörg ár þar á undan. Er greinilegt að hlutfall samkynhneigðra karla meðal þeirra sem greinast með HIV sýkingu fer stöðugt lækkandi og nú eru u.þ.b. jafn margar konur og karlar sem greinast. Lifrarbólguveira C breiðist hratt út meðal þeirra 139

140 sem neyta fíkniefna í æð. Samstarfsverkefni varðandi lifrarbólguveiru C og einnig varðandi ýmsar illa skilgreindar veirur héldu áfram við Háskólasjúkrahúsið í Málmey. Annað stórt rannsóknasvið eru skyndigreiningar á öndunarfærasýkingum þ. á m. á svonefndri,,respiratory syncytial (RS) veiru sem á hverju ári herjar hérlendis og er vel skrásett faraldsfræðilega. Sama gildir um inflúensuveirur. Rannsóknaverkefni varðandi tengsl papillomaveirna og leghálskrabbameins var skipulagt og sótt um styrki þar að lútandi í samvinnu við Krabbameinsfélagið. Kjarnsýrumögnun (polymerase chain reaction, PCR) er aðferð sem notuð er til greiningar á alls kyns veirum. Frekari þróun prófa, sem byggjast á þessari aðferð, var haldið áfram á árinu eins og áður. Mótefnamælingar voru með hefðbundnu sniði og skipuðu mikilvægan sess í starfsemi deildarinnar sem og veiruræktanir, sem oft hafa verið nefndar miðdepill veirudeilda, enda upphaf rannsókna á veirum afar oft tengd ræktun þeirra í frumum. Faraldur af völdum dvergveira (parvoveira) gekk á árinu. Kennsla er viðamikill þáttur í starfsemi rannsóknastofunnar. Starfsfólk hennar hélt fræðslufundi víða um ýmis efni innan greinarinnar. Skipuleggur starfsfólk deildarinnar námskeið í veirufræði fyrir læknanema, hjúkrunarnema, lyfjafræðinema og meinatæknanema. Sem fyrr situr yfirlæknir í sóttvarnaráði og er formaður nefndar til útrýmingar mænusóttar á Ísland. Rannsóknastofa Krabbameinsfélags Íslands í sameinda- og frumulíffræði Almennt yfirlit Árið 2000 var 15. starfsár Rannsóknastofu Krabbameinsfélags Íslands í sameinda- og frumulíffræði. Tengsl hennar við Háskóla Íslands voru með samningi sem síðast var endurnýjaður til fimm ára vorið 1996 og rann því út vorið Vegna hinna umfangsmiklu samningaviðræðna sem staðið hafa yfir milli Háskólans og Landspítala-háskólasjúkrahúss hefur ekki verið tímabært að taka upp viðræður um endurnýjun samningsins við Krabbameinsfélagið. Sumarið 2001 fékk forstöðumaður rannsóknastofunnar, Helga M. Ögmundsdóttir, framgang í stöðu prófessors og jafnframt var stöðugildi hennar við læknadeild hækkað úr 50 í 100%. Rannsóknaraðstaða hennar er áfram hjá Krabbameinsfélaginu. Jórunn Erla Eyfjörð er í hálfu dósentsstarfi við læknadeild. Nemendur hljóta þjálfun í rannsóknaverkefnum og árið 2001 voru þrír nemar í meistaranámi og einn í doktorsnámi. Ennfremur unnu tveir nemendur að sumarverkefnum með stuðningi Nýsköpunarsjóðs námsmanna. Starfslið rannsóknastofunnar var í árslok 11 manns í 10.3 stöðugildum, að nemendum meðtöldum. Rannsóknir Lokið var úrvinnslu stórrar rannsóknar á tengslum milli ýmissa áhættuþátta, svo sem geislunar og barneignasögu, við p53 stökkbreytingar í brjóstakrabbameinsæxlum, en æxli sem bera slíkar stökkbreytingar eru illvígari en önnur. Ekki komu fram afgerandi tengsl við hina hefðbundnu áhættuþætti, en athyglisverðar niðurstöður fengust um samspil p53 stökkbreytinga við arfgengar stökkbreytingar í brjóstakrabbameinsgeninu BRCA2, þannig að eðli p53 stökkbreytinganna er annað og oft einfaldara en ella. Þetta verkefni hefur verið kostað í fjögur ár af sérstökum bandarískum sjóði til styrktar á rannsóknum á brjóstakrabbameini. Á árinu miðaði vel áfram í sýnasöfnun vegna stórs verkefnis sem sami sjóður styrkir, aftur í fjögur ár. Þessi rannsókn á að ná til allra núlifandi íslenskra kvenna sem hafa fengið brjóstakrabbamein, nánustu ættingja þeirra og 140

141 viðmiðunarhóps, og er samanlagður fjöldi þátttakenda áætlaður um Sýnagjafar eru nú orðnir hátt á annað þúsund og er safnað í samvinnu við líftæknifyrirtækið Urði, Verðandi, Skuld undir formerkjum stóra krabbameinsverkefnisins. Markmiðið er að kanna samspil ýmissa umhverfisþátta við arfgenga áhættu á að fá brjóstakrabbamein og er þar bæði átt við brjóstakrabbameinsgenin, BRCA1 og BRCA2, en einnig ýmis gen efnaskiptaenzýma. Þetta verkefni tengist síðan samvinnu um aðrar rannsóknir á brjóstakrabbameini og áhættuþáttum þess undir forystu Ingibjargar Harðardóttur, dósents í lífefnafræði við læknadeild, styrkt af RANNÍS. Árið 2001 komst loks góður skriður á vinnu við rannsóknir á áhrifum efna úr íslenskum fléttum á illkynja frumur eftir að styrkur frá Vísindasjóði Krabbameinsfélags Íslands bættist við styrki úr Rannsóknasjóði Háskólans. Unnið var af krafti við rannsóknir á vefjamyndun og myndgerð eðlilegra og illkynja þekjufrumna úr brjósti í þrívíðum ræktum, svo og nýmyndun æða, þar sem líkt er eftir aðstæðum í líkamanum. Um er að ræða samvinnu við háskólana í Lundi og Kaupmannahöfn og er verkefnið styrkt af samtökum norrænu krabbameinsfélaganna, Nordisk Cancer Union og RANNÍS. Annað Salurinn á efstu hæð Krabbameinsfélagshússins var sem fyrr vettvangur vikulegrar málstofu í læknadeild þar sem nemendur í meistaranámi kynna verkefni sín til skiptis við fyrirlestra kennara og annarra gesta. Heimasíða Rannsóknastofu Krabbameinsfélags Íslands í sameinda- og frumulíffræði er: Rannsóknastofa um mannlegt atferli Hlutverk og stjórn Starfsemi Rannsóknastofu um mannlegt atferli (RMA: fer fram í alþjóðlegu samhengi og varðar að mestu þróun og nýtingu fræðilíkans, aðferða og hugbúnaðar (Theme) sem Magnús M. Magnússon hefur þróað til rannsókna á formgerð og virkni mannlegs atferlis og samskipta. Aðeins eitt fast stöðugildi er við stofnunina: Magnús S. Magnússon (MSM) forstöðumaður RMA, vísindamaður við Háskóla Íslands. Í stjórn RMA eru auk MSM, Þór Eysteinsson dósent, H.Í. og Tryggvi Sigurðsson, yfirsálfræðingur við Greiningarstöð ríkisins. Guðberg K. Jónsson (GKJ) starfar við RMA og stundar doktorsrannsóknir sínar milli University of Aberdeen og RMA ( split-arrangement ), en Caroline Jaberg milli háskólans í Neuchatel í Sviss og RMA. Einn nemandi hóf vinnu við B.A. verkefni milli sálfræðiskorar og RMA. Tveir nemendur störfuðu við rannsóknastofuna sumarið 2001 við verkefni styrkt af Nýsköpunarsjóði Námsmanna. Annað verkefnið snýr að mannlegum samskiptum yfir Netið og hitt að áhrifum aukinna netsamskipta á samskipti einstaklinga innan fyrirtækja. Erlent rannsóknasamstarf Á árinu var ákveðin þátttaka tveggja nýrra evrópskra háskóla í formlegu samstarfi sem RMA (H.Í.) er aðili að, enda er greiningarlíkan MSM grunvöllur samningsins. Auk H.Í. hafa rektorar fimm annarra evrópskra háskóla undirritað og síðan endurnýjað samninginn. Núverandi þátttakendur eru auk H.Í.: Université de Paris V, Universitat de Barcelona, Université de Lausanne í Sviss, Universitat de Logrono á Spáni og Universitat de Tarragona (Rovira i Virgili) á Spáni. Þeir sem bætast við eru Université de Paris VIII (rannsóknahópur Pr. A. Blanchet) og Universitat Catholica í Milanó (rannsóknahópur Pr. Anolli, vararektors). Í þessu sambandi heimsótti Pr. A. Blanchet, forseti Sálfræðisambands Frakklands (Association Française de la Psychologie) RMA, 12. desember Hann undirritaði einnig samstarfssamning við PatternVision Ltd sem stofnað var árið 2000 út frá starfsemi RMA og hefur nú tekið yfir hugbúnaðarþáttinn í þróun Theme. Sjá: Þrír nemendur Pr. Anolli luku árið 2001 MAverkefnum þar sem beitt var mynsturleit með Theme, en að auki dvaldi einn nemandi Pr. Anolli við rannsóknastörf hjá RMA frá maí til júlí Afrakstur þess starfs er m.a. grein um tilfinningatjáningu barna fyrir Journal of Emotion (submitted). 141

142 Guðberg K. Jónsson stýrir síauknu samstarfi við John Moors University (JMU) í Liverpool sem er leiðandi aðili á sviði íþróttarannsókna í Evrópu og tekið hefur í notkun aðferðir MSM og er RMA nú aðili að rannsóknasamstarfi ÍSÍ, KHÍ, og SportScope um notkun Theme við íþróttarannsóknir. Verkefnið fékk styrk frá Menntamálaráðuneytinu í lok árs Aðrir aðilar sem tengjast munu verkefninu eru JMU, Univ. de Barcelona og Íslenska fyrirtækið Kine sem framleiðir m.a. hreyfigreiningarbúnað. GKJ er framkvæmdastjóri SportScope ( á Íslandi sem stofnað var árið 2000 í framhaldi af 1. verðlaunum sem hann hlaut í Upp úr skúffunum samkeppni H.Í. Ný notkunarsvið greiningarlíkans Þróun samskiptakerfa ( evolution of communication systems ). MSM þáði boð um að halda fyrirlestur á workshop (sjá: í október 2001 við Konrad Lorenz Institute í Austurríki og skrifa kafla í bók í bókaröðinni Konrad Lorenz Series in Theoretical Biology sem væntanleg er frá MIT press. Samband hormónastarfsemi og kynhegðunar hjá körlum: Hirschenhauser, K, Frigerio, D., Grammer, K. & Magnusson, M.S. (2002). Monthly patterns of testosterone and behavior in prospective fathers. Hormones and Behavior (in print). Fiskeldi. MSM var gestafyrirlesari ( key speaker ) á COST 827 Action Workshop: Voluntary Food Intake in Fish, ágúst Svipbrigðamynstur í mannlegum samskiptum, það er í meðferðarviðtölum geðlækna eða sálfræðinga við sjúklinga þeirra: Magnusson, M.S., Jonsson, G.K., & Haynal-Reymond, R. (2001, September). Theme detection of t-patterns in FACS (Facial Action Coding System) data. WORKSHOP at facs th european conference on facial expression, measurement and meaning Sept.19-22, University of Innsbruck, Austria. Sjá: psychologie.uibk.ac.at/facs/ Doktorsritgerð (Habilitation) Merten byggir einnig að verulegu leyti á notkun Theme-greiningar: Merten, J. (2001). Beziehungsregulation in Psychotherapien. Maladaptive Beziehungsmuster und der therapeutische Prozeß. Stuttgart: Kohlhammer. Atferlisleg erfðafræði: greining á atferli drosphilae. Fjarvinnusamstarf við rannsóknaaðila á Barndeis University, Boston um söfnun gagna með aðstoð hins gagnvirka margmiðlunarhluta Theme og mynsturleit með Theme. Svefnrannsóknir: í samstarfi við Flögu ( og PatternVision Ltd. Tæknisjóður RANNÍS veitti þessum fyrirtækjum í lok 2001 fimm milljóna kr. styrk til verkefnisins. DNA greining með Theme. Í júní 2001 veitti Tæknisjóður RANNÍS 6,5 m.kr. styrk Íslenskri erfðagreiningu, PatternVision Ltd og RMA vegna þessa verkefnis. MSM hefur undanfarin ár bent á hliðstæður milli röðunar eininga í DNA og próteinsameindum annars vegar og atferliseininga í tíma hins vegar. Starfsemi RMA síðari hluta 2001 hefur að miklu (mestu) leyti snúist um þetta lífupplýsingatækniverkefni ( bioinformatics ) enda er á því nýja og hraðvaxandi sviði að finna mikilvægar fyrirmyndir fyrir atferlisrannsóknir. DNA greining í samstarfi við Próf. E. Heyer, Université de Paris VII og Musée de l Homme, Museum National d Histoire Naturelle, Paris. Beinist aðallega að Mitochondrion DNA. Íþróttarannsóknir eflast. A) Borrie, A., Jonsson, G.K., and Magnusson, M.S. (2001). Application of t-pattern detection and analysis in sports research. Metodología de las Ciencias del Comportamiento, 3(2), B) Borrie, A., Jonsson, G.K. and Magnusson, M.S. (2001). Temporal pattern analysis and it s applicability in sport: an explanation and preliminary data. Invited article in a special issue of Journal of Sport Science (submitted). Heilsa og hagir ungs fólks: Undirbúningur var hafinn að samstarfsverkefni RMA, IMG-Gallup, Geðræktar og Rannsóknar og greiningar. Verkefnið snýr að notkun Theme við að greina mynstur í heilsu og högum ungs fólks, og er dagbókargögnum safnað með aðstoð Netsins. Ráðstefnuhald, fyrirlestrar og útgáfustarfsemi Sjá: og Heimasíða Rannsóknastofu um mannlegt atferli er: 142

143 Rannsóknastofnun í hjúkrunarfræði Stjórn Stjórn Rannsóknastofnunar í hjúkrunarfræði skipuðu: Helga Jónsdóttir dósent, formaður, Erla Kolbrún Svavarsdóttir dósent, Herdís Sveinsdóttir dósent, og Ólöf Ásta Ólafsdóttir lektor. Fulltrúi meistaranema var Elísabet Guðmundsdóttir. Starfsmenn Starfsmenn voru Páll Biering sérfræðingur (100%) og Ari Nyysti verkefnastjóri (25%) sem hóf störf 1. september. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir hjúkrunarfræðingur, leysti Pál af í leyfi fyrri hluta ársins. Annað starfslið rannsóknastofnunarinnar eru fastráðnir kennarar hjúkrunarfræðideildar. Rannsóknir Rannsóknasvið starfsfólks stofnunarinnar eru mörg og fjölbreytt. Rannsóknavirkni hefur aukist verulega á undanförnum 5 árum. Fjallað er nánar um rannsóknir kennara og birtingar á heimasíðu stofnunarinnar: rannsokn.html Aðalviðfangsefni Rannsóknastofnunar í hjúkrunarfræði er að efla rannsóknir kennara hjúkrunarfræðideildar jafnframt því að styrkja aðstöðu meistaranema til rannsóknavinnu. Að þessu er unnið með margvíslegum hætti og eru áherslur misjafnar frá einu ári til annars. Núverandi stjórn markaði stofnuninni stefnu og setti markmið fyrir árin 2001 og Áhersla er lögð á forystuhlutverk stofnunarinnar í rannsóknum í hjúkrunar- og ljósmóðurfræði og mikilvægi þess að renna sterkari stoðum undir rannsóknir á einstökum fræðasviðum m.a. með því að efla aðferðafræðilega ráðgjöf og fjölga aðstoðarfólki við rannsóknir kennara. Stefnt er að því að efla rannsóknasamstarf hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra innbyrðis. Einnig er lögð áhersla á þverfaglegt og alþjóðlegt rannsóknasamstarf. Sérstök áhersla var lögð á að efla tengsl og styrkja samstarf á klínískum vettvangi í þeim tilgangi að þróa klínískar rannsóknir og stuðla þannig að því að efla hjúkrunar- og ljósmóðurstarfið. Samstarf við Landspítala-háskólasjúkrahús (LSH) hefur fengið talsverða athygli, einkum vegna undirbúnings samstarfssamnings háskólans við LSH. Í samstarfssamningnum er kveðið á um starfstengsl kennara í heilbrigðisvísindagreinum við starfsfólk LSH, auk þess sem öllum kennurum er gert auðveldara að vinna fræðivinnu á klínískum vettvangi spítalans. Sérstök rækt hefur verið lögð við að efla tengsl við heilsugæsluna í landinu, einkum Heilsugæsluna í Reykjavík. Tveir kennarar hafa aðstöðu fyrir rannsóknir sínar hjá Heilsugæslunni í Reykjavík og leggur hún fjármagn til annarrar rannsóknarinnar. Er það nýmæli innan heilsugæslunnar. Ráðstefnur Ráðstefna á vegum Rannsóknastofnunar í hjúkrunarfræði og Heilsugæslunnar í Reykjavík var haldin dagana september 2001 undir heitinu Framtíðarsýn innan heilsugæsluhjúkrunar: hvert ætlum við að stefna?. Ráðstefnan var tileinkuð minningu Guðrúnar Marteinsdóttur, sem var fyrsti íslenski fræðimaðurinn í heilsugæsluhjúkrun og kennari í hjúkrunarfræði um árabil. Fjallað var um fjölmörg efni er snúa að heilsugæslu í landinu. Má þar nefna stefnumótun, þróunarverkefni um heilsueflingu, forvarnir, geðheilbrigði, áhrif breytinga í heilbrigðiskerfinu á einstaklinga og fjölskyldur, auk erinda á sérsviðum heilsugæslunnar s.s. mæðravernd, ungbarnavernd, skólahjúkrun, heimahjúkrun og hjúkrun langveikra. Útgáfa Ein bók var gefin út á árinu. Er það ráðstefnurit ráðstefnu Rannsóknastofnunar í hjúkrunarfræði og Heilsugæslunnar í Reykjavík, september 2001, Framtíðarsýn innan heilsugæsluhjúkrunar: hvert ætlum við að stefna? í ritstjórn Herdísar Sveinsdóttur og Ara Nyysti. Bókin er 280 blaðsíður. Fræðslustarfsemi Á vegum Rannsóknastofnunar eru skipulögð sértæk seminör og fyrirlestrar um aðferðafræðileg viðfangsefni, almennar opinberar málstofur í hjúkrunarfræði, opinberir fyrirlestrar, vinnusmiðjur og málþing. Á árinu 2001 voru haldin þrjú opinber erindi, sex málstofur, sex rannsóknaseminör og ein ráðstefna. 143

144 Ársfundur Ársfundur stofnunarinnar var haldinn 13. mars Þema fundarins var Samstarf hjúkrunarfræðideildar og Landspítala-háskólasjúkrahúss (LSH). Val viðfangsefnisins skýrist af samstarfssamningi Háskóla Íslands og LSH sem var í vinnslu. Litið er á samstarfssamninginn sem tímamótaplagg sem mun veita hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum veruleg tækifæri til að efla fræðigreinar hjúkrunarfræði og ljósmóðurfræði. Á fundinum voru flutt sjö erindi og veittar viðurkenningar fyrir framlag til hjúkrunarrannsókna. Rannsóknastöðin í Sandgerði Rannsóknastöðin í Sandgerði er samstarfsverkefni Háskóla Íslands, Náttúrufræðistofnunar Íslands, Hafrannsóknastofnunar og Sandgerðisbæjar. Stjórn og starfsfólk Í Rannsóknastöðinni unnu á fyrri hluta ársins 2001 tíu rannsóknamenn í rúmlega átta stöðugildum en fækkaði um einn seinni hluta ársins. Þeir sáu um að flokka botndýr sem söfnuðust í rannsóknarverkefninu Botndýr á Íslandsmiðum (BIOICE), auk þess að sinna öðrum tilfallandi verkefnum, svo sem greiningu á magasýnum og aldursgreiningu á fiskum. Umsjón með rekstri stöðvarinnar hafði Guðmundur V. Helgason sjávarlíffræðingur. Starfsemi Meginverkefni stöðvarinnar er rannsóknaverkefnið Botndýr á Íslandsmiðum. Vinna við það hófst árið Í tengslum við verkefnið var á árinu 2001 farið í tvo rannsóknaleiðangra. Rannsóknaskipið Håkon Mosby frá Háskólanum í Bergen fór í leiðangur daganna 4. til 17. júlí djúpt út af Norðausturlandi og safnaði sýnum niður á um 3100 metra dýpi. Rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson fór í leiðangur dagana 10. til 17. september út af Suðausturlandi og voru m.a tekin sýni í Kötlugjá. Alls var safnað 90 sýnum á 35 stöðvum. Þátttakendur voru 16 vísindamenn og stúdentar frá fjórum löndum auk áhafna rannsóknaskipanna. Alls hafa nú verið farnir 15 leiðangrar í tengslum við verkefnið og hefur sýnum verið safnað á vegum þess. Í stöðinni eru sýnin flokkuð í um það bil 150 fylkingar, flokka eða ættir dýra og þau síðan send til yfir 140 sérfræðinga í um 20 þjóðlöndum víða um heim. Tilraunastöð Háskólans í meinafræðum á Keldum hefur hafið samstarf við Rannsóknastöðina. Starfsmenn fisksjúkdómadeildar nota nú aðstöðuna í Sandgerði til að gera tilraunir á fiski með bóluefni gegn ýmsum fisksjúkdómum. Yfirdýralæknir hefur nú gefið út heimild um að slíkar rannsóknir megi fara fram í stöðinni. Á árinu 2001 voru haldin tvö námskeið í stöðinni. Hið fyrra fjallaði um líffræði djúpsjávarlífvera og var haldið á vegum Nordisk Forskerutdanningsakademi (NorFA) og Líffræðistofnunar Háskólans dagana 15. til 30. júní. Fimmtán nemendur í meistara- og doktorsnámi alls staðar afnorðurlöndum sóttu námskeiðið. Kennarar voru fjórir, einn íslenskur, tveir frá Bandaríkjunum og einn frá Noregi. Seinna námskeiðið var haldið dagana 9. til 26. júlí 2001 í tengslum við sjöundu Alþjóðlegu burstaormaráðstefnuna sem haldin var á Íslandi 2. til 7. júlí. Námskeiðið fjallaði um flokkunarfræði burstaorma. Þátttakendur í námskeiðinu voru 17 námsmenn í framhaldsnámi frá átta löndum og fjórum heimsálfum. Kennarar voru fjórir. Aðrir gestir í Rannsóknastöðinni árið 2001 voru alls 13. Gistinætur í tengslum við Rannsóknastöðina á árinu 2001 voru um 760. Annað meginsvið Rannsóknastöðvarinnar felst í mengunarrannsóknum. Í stöðinni hafa undanfarin ár farið fram rannsóknir á áhrifum mengandi efna á íslenskar sjávarlífverur. Á árinu 2001 var lögð áhersla á rannsóknir á áhrifum efnisins tríbútýltin á hrognkelsalirfur og á krækling. Auk hinna erlendu sérfræðinga stunduðu sérfræðingar Líffræðistofnunar 144

145 margvíslegar rannsóknir við stöðina og nemendur við líffræðiskor nutu aðstöðunnar við rannsóknir sínar. Halldór P. Halldórsson vinnur alla rannsóknavinnu meistaranáms síns í stöðinni. Það felst í beitingu á lífeðlisfræði kræklings við að meta mengun í sjó. Á stöðinni fór einnig fram kennsla á vegum líffræðiskorar. Á vormánuðum fór hluti verklegrar kennslu námskeiðsins Eiturefnavistfræði fram í stöðinni. Stöðin lagði einnig til mikinn efnivið til verklegar kennslu í greinum er fást við lífríki sjávar. Raunvísindastofnun Raunvísindastofnun Háskólans er sjálfstæð rannsóknastofnun innan Háskóla Íslands og starfar samkvæmt sérstökum reglum. Hlutverk stofnunarinnar er að stunda grunnrannsóknir í raunvísindum. Alls voru 29 sérfræðingar ráðnir við stofnunina um síðustu áramót sem stunda sjálfstæðar rannsóknir auk sex aðstoðarmanna. Þar fyrir utan voru alls 38 verkefnaráðnir við rannsóknir og átta manna starfslið sem vinnur á aðalskrifstofu og annast rekstur fasteigna. Loks voru 10 nemar í framhaldsnámi ráðnir við stofnunina. Eins og segir í nýjum reglum um Raunvísindastofnun er hún rannsóknavettvangur kennara við raunvísindadeild Háskóla Íslands á sviðum stofnunarinnar en þeir voru 49 talsins um síðustu áramót. Ennfremur er það hlutverk Raunvísindastofnunar að sjá um aðstöðu fyrir nemendur í framhaldsnámi við raunvísindadeild að líffræði undanskilinni. Þannig er það hlutverk Raunvísindastofnunar að halda utan um rannsóknir í raunvísindum við Háskóla Íslands á sviðum stofnunarinnar. Stofnunin annast bókhaldsumsjón vegna allra rannsóknaverkefna sem unnin eru við hana. Raunvísindastofnun skiptist í rannsóknastofur eftir fræðasviðum og er gerð grein fyrir starfsemi þeirra hér á eftir. Stjórn Raunvísindastofnunar skipa níu menn, formaður, stofustjórar sjö rannsóknastofa, eðlisfræðistofu, efnafræðistofu, jarðeðlisfræðistofu, jarð- og landfræðistofu, lífefnafræðistofu, reiknifræðistofu og stærðfræðistofu, og einn fulltrúi starfsmanna. Framkvæmdastjóri er ritari stjórnar. Á árinu 2001 nam velta stofnunarinnar um 390 milljónum króna sem er um 22% hækkun frá fyrra ári og eru þá ekki meðtaldar 15 m.kr. sem fengust gegnum fjárveitingu til Háskóla Íslands vegna viðhalds á húsi stofnunarinnar að Dunhaga 3. Af þessari upphæð fengust 175,8 m.kr. af fjárlögum (45%) en 214 m.kr. voru sjálfsaflafé (55%) og eru þá meðtalin framlög ríkisins vegna rannsókna tengdum náttúruhamförum. Markmið rannsókna á Raunvísindastofnun er að afla nýrrar þekkingar, miðla fræðilegum nýjungum og efla rannsóknir og kennslu. Niðurstöðum rannsókna er komið á framfæri í tímaritsgreinum, bókarköflum og skýrslum og í erindum á ráðstefnum og fyrirlestrum fyrir almenning. Stofnunin hefur víðtækt samstarf við aðrar innlendar og erlendar rannsóknastofnanir. Þá veitir hún fjölþætta ráðgjöf og þjónustu aðilum utan Háskólans. Heimasíða Raunvísindastofnunar er: Eðlisfræðistofa Árið 2001 var eðlisfræðistofa rannsóknavettvangur tíu kennara við raunvísindadeild auk fjögurra sérfræðinga og tveggja tæknimanna við Raunvísindastofnun Háskólans. Einnig störfuðu þrír verkefnaráðnir sérfræðingar og tveir verkefnaráðnir tæknimenn á stofunni. Stúdentar í rannsóknanámi árið 2001 voru fjórir, þar af tveir í doktorsnámi. Upptalningu rannsóknaverkefna og ritverka stofufélaga má finna á heimasíðu eðlisfræðistofu: Eðlisfræðistofa heldur vikulega fundi sem auglýstir eru á Netinu og meðal stúdenta. Þar eru rannsóknir ræddar á aðgengilegan hátt og erlendum gestum boðið að halda erindi. Unnið var að fjölmörgum rannsóknaverkefnum á stofunni á árinu, allt frá heimsmyndarfræði og gammablossum ofan í kerfi atóma og rafeinda á 145

146 nanóskala. Frá rannsóknum á vetni sem orkugjafa að íbætingu nýrra hálfleiðarakerfa, ræktun kristalla, smugsjársmíði og gerð nanókerfa. Á árinu kom nýr sérfræðingur, Ragnar K. Ásmundsson til starfa. Rannsóknir hans undanfarin ár hafa beinst að samspili og byggingu smárra sameinda á yfirborðum málma. Titringsróf, mæld með innrauðri litrófsgreiningu hafa verið borin saman við skammtafræðileg reiknilíkön. Við eðlisfræðistofu RH hafa rannsóknir hans beinst að aðferðum við framleiðslu smábyggðra efnasambanda við yfirborð og í óhvarfgjörnum kulvökva. Klefi til slíkra rannsókna hefur verið byggður og mæliaðstaða til titringsrófsmælinga er í uppbyggingu. Reikningar á byggingu þeirra smágerðu efnasambanda sem til verða í framleiðslunni og varmafræðilegum eiginleikum þeirra í kulvökvanum eru í undirbúningi. Efnafræðistofa Á Efnafræðistofu eru stundaðar rannsóknir á flestum fræðasviðum efnafræði. Þar hafa undanfarin ár starfað að jafnaði 15 til 20 starfsmenn. Árið 2001 var Efnafræðistofa rannsóknavettvangur sjö kennara við raunvísindadeild H.Í. og þriggja sérfræðinga Raunvísindastofnunar. Að auki störfuðu við stofuna tímabundið einn verkefnaráðinn sérfræðingur og sex nemendur í framhaldsnámi við H.Í., þar af einn í doktorsnámi. Kostnaður vegna verkefnaráðins sérfræðings og nemenda var greiddur af rannsóknastyrkjum og samstarfsverkefnum. Ásgeir Bjarnason dósent í efnagreiningartækni lést á árinu. Hann var kennari við efnafræðiskor og hafði rannsóknaaðstöðu við Efnafræðistofu. Á efnafræðistofu eru stundaðar fjölþættar grunnrannsóknir í kennilegri efnafræði, eðlisefnafræði, ólífrænni efnafræði, málmlífrænni efnafræði og lífrænni efnafræði. Rannsóknaverkefnin eru af margvíslegum toga, en flest þeirra fjalla á einn eða annan hátt um eðli og eiginleika nýstárlegra ólífrænna og lífrænna efnasambanda. Ítarlega upptalningu rannsóknaverkefna og ritverka má finna í ársskýrslum á heimasíðu Raunvísindastofnunar; slóðin er: Einnig er hægt að nálgast lýsingar á rannsóknaverkefnum einstakra kennara á heimasíðu efnafræðiskorar; slóðin er: Jarðeðlisfræðistofa Á Jarðeðlisfræðistofu störfuðu á árinu sérfræðingar og fimm tæknimenn. Ennfremur höfðu þrír kennarar í eðlisfræðiskor rannsóknaaðstöðu við Jarðeðlisfræðistofu. Einn sérfræðingur hafði aðstöðu við stofuna með rannsóknarstöðustyrk frá RannÍs til að stunda jöklarannsóknir. Auk ofangreindra starfsmanna unnu skjálftaverðir og stúdentar í hlutastarfi. Rannsóknir stofunnar beinast mjög að ýmsum þeim ferlum sem eru sérstaklega virkir á Íslandssvæðinu, í skorpu og möttli jarðar, við yfirborðið og í háloftunum. Meðal annars hefur Jarðeðlisfræðistofa unnið nokkur síðustu ár að rannsóknum á jarðskjálftabylgjum frá fjarlægum skjálftum með svonefndum breiðbandsmælum. Þær veita upplýsingar um eiginleika svokallaðs möttulstróks sem talinn er vera undir landinu. Möttulstrókurinn veldur miklu um þá eldvirkni sem hér er, en að hluta stafar hún af landreki á Mið- Atlantshafshryggnum.Jarðeðlisfræðistofa tók þátt í rannsóknum á orsökum og afleiðingum Suðurlandsskjálftanna í júní 2000 og hafði með höndum kortlagningu yfirborðssprungna, GPS-landmælingar og radonmælingar í samvinnu við aðrar rannsóknastofnanir. Vegna umfangsmikilla jarðskorpuhreyfinga í jarðskjálftunum var nauðsynlegt að endurmæla allt GPS-netið á Suðurlandi, allt vestur á Reykjanesskaga. Auk þess gerðu Heklugosið árið 2000 og umbrot við Mýrdals- og Eyjafjallajökla 1999 nauðsynlegt að endurmæla netin í kringum þessar eldstöðvar. Lokið var við kortlagningu sprungna sem mynduðust í Suðurlandsskjálftunum Einnig var að beiðni Landsvirkjunar gerð sérstök rannsókn á sprungum í nágrenni Þjórsár vegna áætlana um virkjanir við Núp og Urriðafoss. Radonmælingum á Suðurlandi var haldið áfram. Unnið var áfram að úrvinnslu gagna og frekari greinaskrifum um misgengi í Borgarfirði. Fylgst var með þenslu Grímsvatnaeldstöðvarinnar eftir gosið

147 Í framhaldi af bylgjubrotsmælingum á norðaustanverðu landgrunni Íslands og Kolbeinseyjarhrygg sumarið 2000 var ráðist í kortlagningu á misgengjum og setlögum í Tjörnesbrotabeltinu með endurkastsmælingum. Niðurstöður munu efla skilning okkar á eðli brotahreyfinga allt aftur á Tertíer. Einnig veita gögnin víðtækar upplýsingar um setmyndunarumhverfi við lok síðasta jökulskeiðs og á nútíma. Unnið var að rannsóknum á eðli og hegðun eldgosa í jöklum. Í kjölfar gosanna í Gjálp 1996 og Grímsvötnum 1998 hafa viðbrögð Vatnajökuls við eldgosum verið könnuð, sem og gerð og lögun gosmyndana og jarðhiti þeim tengdur. Voru mælingar unnar í leiðöngrum Jöklarannsóknafélags Íslands á jökulinn. Áfram var fylgst með breytingum á yfirborði Mýrdalsjökuls vegna jarðhita bæði með radarhæðarmælingum úr flugvél og beinum mælingum á jöklinum. Eru þessar mælingar hluti eftirlits með Mýrdalsjökli og kostaðar af Alþingi. Haldið var áfram þyngdarmælingaverkefni sem beinist að því að kanna framleiðni gosbeltisins milli Þingvalla og Langjökuls á hlýskeiðum og jökulskeiðum með mælingum á rúmtaki hrauna og móbergsmyndana á svæðinu. Er þetta gert með samtúlkun þyngdarmælinga og jarðfræðikortlagningu. Mælingar á varanlegri segulstefnu í hraunlögum á Íslandi eru gagnlegar sem hluti kortlagningar jarðlagastaflans, og þær veita einnig ýmsar upplýsingar um hegðun jarðsegulsviðsins (svo sem umsnúninga þess) sl. 15 milljón ár. Meginverkefni stofunnar í þeim rannsóknum síðustu ár hefur snúist um sýnasöfnun á norðvestanverðum Vestfjörðum ásamt segulstefnumælingum á sýnum og úrvinnslu. Í sumar var safnað sýnum úr um 140 hraunlögum frá Dýrafirði til Skálavíkur. Á sýnum úr nokkrum þessara laga voru gerðar mjög ítarlegar mælingar, m.a. til að kanna hvernig stöðugleiki segulmögnunarinnar breytist innan hvers hraunlags. Samstarf er við Björn S. Harðarson jarðfræðing á R.H., Harald Auðunsson við Tækniskóla Íslands og fleiri. Geirfinnur Jónsson tók þátt í að ljúka við greinarhandrit um segulsviðsmælingar úr flugvél yfir Reykjavíkursvæðinu og túlkun þeirra. Unnið var að öflun heimilda um sögu ýmissa rannsókna í náttúruvísindum sem tengjast Íslandi, einkum á 19. öld. Út komu m.a. grein og skýrsla um silfurbergsnámuna við Reyðarfjörð. Haldið var áfram mælingum á afkomu, hreyfingu íss og afrennsli vatns frá Vatnajökli og Langjökli, mati á orkuþáttum sem valda leysingu jökla (í samstarfi við Landsvirkjun) og rannsóknum á stærð jökla á Íslandi á síðasliðinni öld (með stuðningi Rannsóknasjóðs H.Í.). Rituð var fræðigrein um breytingar á Jökulsárlóni á 20. öld og framtíðarhorfur við Breiðamerkurjökul á næstu áratugum. Einnig var birt grein um könnun á áhrifum eldvirkni og jarðhita á Vatnajökul með bylgjuvíxlmælingum úr gervitunglum. Haldið var áfram vinnu við líkön af flæði Vatnajökuls og kannað var framhlaup Dyngjujökuls. Unnið var að rannsóknum á breytingum á Grímsvötnum, vatnssöfnun og jökulhlaupum frá þeim, í samstarfi við Vegagerðina. Íssjármælingar voru gerðar á Hoffellsjökli, í Grímsvötnum, norðan við Esjufjöll og á Mýrdalsjökli var könnuð dýpt öskjubarma upp af Entujökli, sem jökulhlaup gætu farið um við gos í jöklinum. Með styrk frá Evrópusambandinu var unnið að könnun á hættum sem stafa af jöklum hér á landi. Starfsmaður sat í undirbúningsnemd Jöklasafns á Höfn í Hornafirði. Fyrri hluta ágústmánaðar stóðu vísindamenn við Raunvísindastofnun, Orkustofnun og Veðurstofu að borun ískjarna niður á 100 m dýpi á hábungu Hofsjökuls, með kjarnabor sem fenginn var að láni frá Þýskalandi. Ískjarninn hefur verið rannsakaður við Alfred Wegener stofnunina í Bremerhaven og hefur verið leitt í ljós að möguleiki er á að greina árlög í þíðjöklum með mælingum á rykinnihaldi og annarri könnun. Sérfræðingur Jarðeðlisfræðistofu tók þátt í (NGRIP) djúpboruninni á Grænlandsjökli, sem náði 3001 m dýpi þetta sumar, og kannaði kristalgerð ískjarnans ásamt samstarfsfólki við Alfred Wegener stofnunina. Könnuð voru giljadrög í fjallahlíðum hérlendis, en þeim svipar til nýuppgötvaðra smágilja á Mars, sem að öllum líkindum eru mynduð af rennandi vatni. Þetta verk var unnið í samstarfi við William K. Hartmann við Planetary Science Institute í Tucson, Arizona. Stöðugar samsætur súrefnis og vetnis voru mældar í nýja NGRIP kjarnanum frá 147

148 Grænlandi. Fyrst og fremst var skoðað tímabilið fyrir um árum, en þá var hámark síðasta jökulskeiðs. Tilgangur mælinganna var að meta áhrif diffusionar á samsætugildi jökulíss og breytileika í umhverfi þessa tíma. Haldið var áfram að túlka niðurstöður samsætumælinga í grunnvatnssýnum úr Skagafirði, sem safnað var á árunum , og niðurstöður kynntar á ráðstefnum og í greinum. Samsætumælingar voru gerðar á sýnum af utanverðu Snæfellsnesi, úr Kjósinni og af ýmsum jarðhitasvæðum landsins auk sýna frá Olkaria jarðhitasvæðinu í Kenya. Einnig var haldið áfram að mæla mánaðarúrkomusýni frá Hveravöllum og Rjúpnahæð í samvinnu við Veðurstofu Íslands. Hafstraumakerfi norðan Íslands voru könnuð með samsætumælingum í samvinnu við Hafrannsóknastofnun og aldursgreiningar á lífrænum leifum í setkjörnum af landgrunni Íslands og úr setlögum á landi voru gerðar í samvinnu við AMS aldursgreiningarstofuna í Árósum. Einnig var haldið áfram að undirbúa grunnvatnssýni og jökulárvatn umhverfis Vatnajökul, sem safnað var í kjölfar Gjálpargossins 1996, til geislakolsmælinga í Árósum. Háloftadeild Jarðeðlisfræðistofu sér um rekstur einu segulmælingastöðvar landsins, í Leirvogi í Mosfellsveit. Deildin hefur einnig umsjón með rekstri þriggja stöðva til norðurljósarannsókna sem Pólrannsóknastofnun Japans hefur komið upp hér á landi í samvinnu við Raunvísindastofnun. Almanak Háskólans er reiknað og búið til prentunar á háloftadeild, og deildin sér um dreifingu ritsins til bóksala. Þá hefur áhersla verið lögð á íðorðastarf, einkanlega á sviði tölvutækni og stjörnufræði. Starfsmenn stofunnar birtu (einir eða með öðrum) um 20 greinar í ritrýndum tímaritum á alþjóðavettvangi á árinu 2001 og auk þess kafla í bókum, fjölda af skýrslum, greinum á íslensku, útdráttum erinda á ráðstefnum o.fl. Auk ofangreinds veittu starfsmenn Jarðeðlisfræðistofu ráðgjöf fyrir Almannavarnir og Vegagerðina og upplýsingar til fjölmiðla um stjörnu- og jarðeðlisfræðilegt efni m.a. um eldsumbrot. Nánari upplýsingar um verkefni og ritaskrá starfsmanna Jarðeðlisfræðistofu má finna á heimasíðu stofunnar á slóðinni: raunvis/jardedlisfr/jardedlisfr.html Jarð- og landfræðistofa Rannsóknir Jarð- og landfræðistofu spanna mjög vítt svið, frá tilraunabergfræði til mannvistarlandafræði, frá steingervingum til eldsumbrota. Á stofunni störfuðu árið sérfræðingar, þar af fimm verkefnaráðnir, tveir tækjafræðingar, sjö kennarar í jarð- og landafræði, og átta nemendur í meistara- og d. Rannsóknir í eldfjallafræði beindust einkum að gjóskulagarannsóknum, bæði gossögu ýmissa eldstöðva og notkun gjóskulaga sem leiðarlaga, auk þess sem unnið var að útgáfu bókar um eldfjallasögu Íslands sl ár. Fram var haldið miklu rannsóknaverkefni um sögu loftslagsbreytinga á síðkvarter og nútíma sem rakin er úr setkjörnum sem teknir eru á landgrunninu og í stöðuvötnum. Rannsóknir þessar, og aðrar þeim tengdar, eru þverfaglegar í eðli sínu og samþættast í þeim greinar eins og steingervingafræði, setlagafræði, bergsegulfræði, gjóskulagafræði, loftslagsfræði o.fl. Ennfremur héldu áfram viðamiklar rannsóknir stofunnar á efnaveðrun á Íslandi, jarðefnafræði kalda og heita vatnsins og eðli jarðhitans. Í berg- og bergefnafræði var m.a. unnið að rannsóknum á geislavirkum samsætum í bergi, og að kortun tertíera jarðlagastaflans samfara efna- og aldursgreiningum á því forna bergi. Vaxandi áhersla er á tilraunir, þar sem annars vegar er glímt við þau grundvallarlögmál sem ráða eðli og efnasamsetningu bergkviku, hins vegar rannsóknir á glerinnlyksum í kristöllum. Með síðarnefndu rannsóknunum er m.a. vonast til þess að aukin vitneskja fáist um eðli möttulstróksins undir Íslandi. Í landafræði var fram haldið rannsóknum á breytingum á gróðri og jarðvegi og tengslum þeirra við landnýtingu á ákveðnum svæðum auk þess sem fram var haldið rannsóknum á hafís kringum landið að fornu og nýju. Í mannvistarlandafræði var m.a. unnið að rannsóknum á þróun atvinnulífs, samfélags og byggðar á tilteknum svæðum. Á árinu 2001 birtust 36 ritgerðir eftir starfsmenn stofunnar í innlendum og erlendum tímaritum og bókum, svo og 17 skýrslur, en erindi flutt á ráðstefnum töldu 73. Ítarlegri upplýsingar um rannsóknir og ritstörf starfsmanna er að finna á heimasíðu þeirra á heimasíðu Raunvísindastofnunar Háskólans: 148

149 Lífefnafræðistofa Lífefnafræðistofa var sett á stofn í ársbyrjun Hún hafði áður verið önnur tveggja deilda efnafræðistofu og varð til við samruna efnafræðistofu Raunvísindastofnunar og Lífefnafræðistofu H.Í. sem starfaði við læknadeild til ársins Lífefnafræðistofa er hluti Raunvísindastofnunar Háskólans sem heyrir undir raunvísindadeild. Við stofuna hafa rannsóknaaðstöðu fimm kennarar úr efnafræðiskor raunvísindadeildar og tveir kennarar úr matvælafræðiskor. Auk þeirra starfa á stofunni nokkrir sérfræðingar, nemar í rannsóknatengdu framhaldsnámi til meistaraprófs, rannsóknamenn og nemar sem vinna að lokaverkefnum til B.S.-prófs. Þau rannsóknaverkefni sem unnið er að á stofunni eru á eftirtöldum sviðum: Erfðatæknileg framleiðsla þorskensíma í gersveppum, sérsniðin ensím, einangrun próteina og náttúruleg rotvörn; Varnir lífvera gegn oxunarálagi og stakeindum; Ensímið glútaþíónperoxídasi, eiginleikar og hreinvinnsla; Andoxunarefni; Snefilefnið selen; Kuldavirk ensím úr bakteríum og úr fiskum, grundvöllur hvötunarvirkni þeirra, sértækni, stöðugleika og hagnýtingar; Samskipti ensíma og hindrandi efna; Ensímrannsóknir og kyrrsetning ensíma; Gripgreining og notkun hennar við vinnslu lífefna; Vinnsla lífefna úr vefjum og blóði sláturdýra; Ensím úr þorski, vinnsla, hagnýting og eiginleikar; Ensím úr suðurskautsljósátu; Ensím úr slöngueitri; Prótein, ensím, próteinasar, stöðugleiki próteina, hitastigsaðlögun próteina og hagnýting ensíma; Adrenergir viðtakar í hjarta og hjartavöðvafrumum; Rannsóknir á glýkólípíðum; Rannsóknir á íslenskum lækningajurtum. Frekari upplýsingar um rannsóknirnar og ritaskrár starfsmanna má finna á heimasíðu stofunnar og starfsmanna hennar á slóðinni: Tækjabúnað stofunnar má flokka sem hér segir: Almennur búnaður til hreinvinnslu próteina svo sem skilvindur og súlugreiningarbúnaður af ýmsu tagi. Mælitæki til rannsókna og greininga á próteinum og ensímum svo sem litrófsmælar, rafdráttarbúnaður, hvarfahraðamælar, tæki til varmafræðilegra mælinga, flúrljómunarmælir, amínósýrugreinir og próteinraðgreiningartæki. Búnaður til gerlaræktunar og til kjarnsýruvinnu. Tæki til greiningar og rannsókna á smærri sameindum m.a. massagreinir. Auk þess hafa starfsmenn stofunnar aðgang að tækjabúnaði Efnafræðistofu og efnafræðiskorar, til dæmis gasgreiningarbúnaði og kjarnarófstæki (NMR 250 MHz). Reiknifræðistofa Á Reiknifræðistofu starfa tveir sérfræðingar, tveir verkefnaráðnir sérfræðingar og stofan er jafnframt rannsóknavettvangur þriggja kennara við stærðfræðiskor raunvísindadeildar og fjögurra kennara við tölvunarfræðiskor verkfræðideildar Háskóla Íslands. Einnig starfa þar oft aðstoðarmenn í sumarstarfi. Á Reiknifræðistofu er unnið að rannsóknum á sviði hagnýtrar stærðfræði, reiknifræði og tölvunarfræða. Rannsóknum á stofunni má skipta í grunnrannsóknir á þeim sviðum sem undir hana heyra, svo sem líkindafræði og ýmis svið tölvunarfræða, og rannsóknaverkefni innan annarra fræðigreina þar sem gerð stærðfræðilegra líkana og beiting stærðfræðilegra og tölvunarfræðilegra aðferða skilar oft miklum árangri. Þær rannsóknir hafa á undanförnum árum m.a. beinst að verkefnum tengdum fiski- og vistfræði, straumfræði, snjóflóðum og veðurfræði. Mörg verkefnanna hafa á undanförnum árum verið unnin í samstarfi við aðrar stofnanir, eins og t.d. Hafrannsóknastofnun og Veðurstofu, verkfræðistofur og hugbúnaðarfyrirtæki. Rannsóknasvið Reiknifræðistofu í hagnýtri stærðfræði eru einkum töluleg greining, líkindafræði, tölfræði og lífstærðfræði, sem fjallar um gerð og greiningu stærðfræðilegra líkana til að lýsa fyrirbærum í lífræði. Verkefni á sviði tölvunarfræði eru af ýmsum toga. Má þar nefna rannsóknir í hugbúnaðargerð og forritunarmálum, greiningu og hönnun reiknirita, rannsóknir á lausnaraðferðum með þróunaralgrímum, hönnun á samhliða reikniritum og notkun samhliða tölva til að leysa rýr jöfnuhneppi. Árið 2000 var stóru verkefni, sem hlotið hefur styrki frá Rannís og Evrópusambandinu, hleypt af stokkunum á Reiknifræðistofu. Verkefnið snýst um gerð stærðfræði- og reiknilíkana af göngum fiskistofna og dreifingu 149

150 þeirra í tíma og rúmi. Nú vinna tveir sérfræðingar í hagnýtri stærðfræði að þessu verkefni og þrír kennarar við stærðfræðiskor og tölvunarfræðiskor. Frumniðurstöður voru kynntar á ýmsum ráðstefnum árið Frekari upplýsingar um starfsmenn stofunnar, rannsóknir og ritverk þeirra er að finna á heimasíðu Reiknifræðistofu: Stærðfræðistofa Stærðfræðistofa er vettvangur rannsókna í stærðfræði og stærðfræðilegri eðlisfræði. Þar störfuðu á árinu átta kennarar í raunvísindadeild, fimm sérfræðingar, einn doktorsnemi og einn meistaraprófsnemi. Viðfangsefni stofunnar eru margvísleg og spanna margar sérgreinar stærðfræðinnar. Þau helstu eru algebra, algebruleg rúmfræði, tvinnfallagreining, skammtasviðsfræði, diffurrúmfræði, fellagreining og netafræði. Málstofa í stærðfræði hefur verið starfrækt á vegum stofunnar frá árinu 1975 og er hún haldin einu sinni í viku á veturna. Þar kynna starfsmenn og ýmsir gestir rannsóknir sínar eða aðrar nýjungar í stærðfræði. Starfsmenn stofunnar eiga víðtækt samstarf við menn í mörgum löndum, til dæmis í Danmörku, Svíþjóð, Englandi, Frakklandi, Austurríki, Bandaríkjunum og Kanada. Algengt er að menn fái samstarfsmenn sína í heimsókn hingað og þá halda þeir jafnan fyrirlestra í málstofunni. Niðurstöður rannsóknanna eru birtar í skýrslum Raunvísindastofnunar og í alþjóðlegum tímaritum. Í upphafi ársins varð Robert Magnus prófessor í stærðfræði við raunvísindadeild, en hann var áður vísindamaður við stærðfræðistofu. Í hans stað var Freyja Hreinsdóttir ráðin sem sérfræðingur við stofuna. Hún starfaði áður við Stokkhólmsháskóla. Ungur Englendingur, Peter Austing, var ráðinn sem sérfræðingur við stofuna, en hann leggur stund á stærðfræðilega eðlisfræði. Starf hans er fjármagnað af styrkjum frá Evrópubandalaginu og er hluti af samstarfsverkefni sem Þórður Jónsson tekur þátt í. Starfsmenn stofunnar hafa um langt árabil tekið virkan þátt í skipulagi og framkvæmd stærðfræðikeppna fyrir framhaldsskólanema, Þær eru fjórar talsins, landskeppni, norræn keppni, Eystrasaltskeppni og ólympíukeppni. Einnig hafa þeir ritað kennslubækur um stærðfræði og tekið þátt í ýmis konar ráðgjöf. Siðfræðistofnun Stjórn og starfslið Breytingar urðu á stjórn og starfsliði Siðfræðistofnunar á árinu. Háskólaráð samþykkti nýjar reglur um Siðfræðistofnun í júní og í framhaldi af því var skipuð ný stjórn stofnunarinnar, en í henni eiga sæti: Vilhjálmur Árnason prófessor, tilnefndur af heimspekiskor, kosinn formaður stjórnar, Björn Björnsson prófessor, tilnefndur af guðfræðideild, Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir, tilnefnd af Kirkjuráði, Ástríður Stefánsdóttir dósent, tilnefnd af Kennaraháskóla Íslands og Páll Hreinsson, prófessor í lagadeild, skipaður án tilnefningar. Þá fékkst heimild til að ráða forstöðumann stofnunarinnar í fullt starf og var ráðin Salvör Nordal heimspekingur. Hún tók formlega við starfinu í apríl, en hafði frá vori 2000 verið í hálfu starfi sem verkefnisstjóri við stofnunina. Annar starfsmaður var Garðar Á. Árnason sérfræðingur. Þá lét Siðfræðistofnun húsnæði í Skólabæ af hendi og flutti starfsemi sína á efstu hæð Nýja Garðs og verður þar til húsa a.m.k. fyrst um sinn. Rannsóknir Rannsóknir á gagnagrunnum Á vegum Siðfræðistofnunar hefur að undanförnu verið unnið að rannsóknaverkefni er nefnist Friðhelgi einkalífs, upplýsingatækni og gagnagrunnar, en undirbúningsstyrkur fékkst frá Rannís til verkefnisins árið Í kjölfarið hafa orðið til tvö stór rannsóknaverkefni. Í fyrsta lagi var sótt um styrk í 5. rammaáætlun Evrópusambandsins fyrir samanburðarverkefni á fjórum evrópskum gagnagrunnum á heilbrigðissviði. Verkefnið er nefnt Ethical, legal and social Aspects of Human genetic Databases, ELSAGEN. Umsóknin var send inn í lok febrúar og hlaut hún náð fyrir augum fagnefndar og styrk uppá 909 þúsund evrur. 150

151 Samstarfsaðilar verkefnisins koma frá Eistlandi, Englandi og Svíþjóð. Gengið var frá samningi við Evrópusambandið í lok ársins og hefst verkefnið í byrjun árs Stjórnun á verkefninu verður í höndum Siðfræðistofnunar undir yfirstjórn Vilhjálms Árnasonar en Rannsóknarþjónusta H.Í. sér um fjármálalegan þátt verkefnisins og var hún meðumsækjandi. Garðar Á. Árnason, sem hafði veg og vanda af undirbúningi verkefnisins og umsókn, tekur að sér daglega verkefnisstjórn. Í tengslum við Evrópuverkefnið um gagnagrunna var sótt um styrk til Norfa til að búa til samstarfsnet á sviði siðfræði og lífvísinda. Auk Íslendinga standa að umsókninni vísindamenn frá Eistlandi, Finnlandi, Svíþjóð og Englandi. Fékkst 3 m.kr. styrkur fyrir árið 2002 og verður verkefnið styrkt í þrjú ár. Þessi styrkur, sem er ætlaður til að styrkja ferðalög milli landa, gefur möguleika á að halda málstofur í tengslum við stóra rannsóknaverkefnið og veita ungu rannsóknafólki möguleika á þátttöku. Í öðru lagi var sótt í markáætlun Rannís um upplýsingatækni fyrir verkefni sem heitir Siðareglur gagnagrunna og persónuvernd, og er rannsókn á gagnagrunnum öðrum en miðlægum gagnagrunni á heilbrigðissviði. Markmiðið er að vinna drög að siðareglum um slíka gagnagrunna. Fékkst 4 m.kr. styrkur til verkefnisins. Náttúrusiðfræði Frá árinu 1993 hefur verið unnið að rannsóknum á siðfræði náttúrunnar hjá Siðfræðistofnun. Í tengslum við verkefnið var stótt um í Markáætlun Rannís um umhverfisrannsóknir og fékkst 3,5 m.kr. styrkur. Verkefnið er þverfaglegt og nefnist Forsendur sjálfbærrar þróunar í íslensku samfélagi og tekur til siðfræði, félagsfræði og sagnfræði. Önnur verkefni Tveir styrkir fengust úr nýsköpunarsjóði námsmanna sumarið 2001, annað verkefnið til undirbúnings á skoðanakönnun um friðhelgi einkalífsins og hitt um þróunaraðstoð. Í lok ársins fengust styrkir frá Kristnihátíðarsjóði í rannsókn á siðanefndum starfsstétta og til fyrirlestraraðarinnar Siðfræði og samtími. Þau verkefni hefjast á árinu Nám í starfstengdri siðfræði Ákveðið var að hefja 30 eininga viðbótarnám í starfstengdri siðfræði við heimspekiskor í byrjun árs Námið er í umsjón Siðfræðistofnunar og tók hún fullan þátt í undirbúningi námsins. Samstarfsaðilar eru Kennaraháskóli Íslands og Háskólinn á Akureyri og í undirbúningsnefnd um námið sátu þau Vilhjálmur Árnason prófessor, Ástríður Stefánsdóttir, dósent við KHÍ og Kristján Kristjánsson, prófessor við H.A. Umsóknarfrestur um námið rann út 15. september 2001 og sóttu alls 13 manns um. Þjónusta Siðfræðistofnun veitti umsagnir um ýmis lagafrumvörp og skýrslur stjórnvalda á árinu og veitti fagfélögum og fyrirtækjum ráðgjöf um siðareglur. Fyrirlestrar og ráðstefnur Siðfræðistofnun hélt málþing 26. apríl um greiningu erfðagalla á fósturstigi. Þar héldu erindi þau Sigurður Kristinsson, lektor við Háskólann á Akureyri og Hildur Harðardóttir læknir. Þá tók stofnunin þátt í norrænum fundi sem bar yfirskriftina Mannleg reisn í læknisfræði og haldinn var í Skálholti í maí undir stjórn Linn Getz læknis og fékkst styrkur frá Norfa til þess að halda fundinn. Á haustmisseri hófst samstarf við Borgarleikhúsið um mánaðarleg málþing. Tvö slík voru haldin, annað í tilefni útkomu bókarinnar Yfirlýsingar: evrópska framúrstefnan sem Benedikt Hjartarson skipulagði og hins vegar um leikritið Fjandmaður fólksins eftir Ibsen en þar ræddu þau Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur, Róbert H. Haraldsson heimspekingur og Ragnar Aðalsteinsson lögfræðingur um verkið. Stofnunin tók þátt í málþingi um þróunarsamvinnu, sem skipulagt var af Íslensku dagsverki og haldið var í Ráðhúsi Reykjavíkur í september. Jafnframt var hafið samstarf við Ævar Kjartansson á Rás 1, sem hefur útvarpað frá málþingunum í sérstökum þætti á sunnudögum. Útgáfa Á haustmánuðum kom út bókin Siðfræði frá sjónarhóli guðfræði og heimspeki sem er íslensk þýðing á bókinni Teologisk Etik eftir Göran Bexell og Carl-Henric Grenholm í þýðingu Aðalsteins Davíðssonar. Bókin er gefin út af Skálholtsútgáfunni og Siðfræðistofnun. Heimasíða Siðfræðistofnunar er: 151

152 Sjávarútvegsstofnun Almennt Hlutverk Sjávarútvegsstofnunar Háskóla Íslands er að efla og samhæfa menntun og hvers konar rannsóknir sem varða sjó og sjávarútveg við H.Í. og stuðla að samstarfi við atvinnulífið, vísindamenn og stofnanir heima og erlendis. Beina aðild að stofnuninni eiga raunvísindadeild, verkfræðideild, viðskipta- og hagfræðideild, félagsvísindadeild og lagadeild. Stofnunin hefur umsjón með meistaranámi í sjávarútvegsfræðum, sem skipulagt er í samvinnu margra deilda. Árið 2001 voru 13 nemendur skráðir í meistaranámið. Þrír meistaranemar útskrifuðust á árinu. og hafa þá alls tíu nemendur lokið meistaraprófi í sjávarútvegsfræðum. Auk forstöðumanns og skrifstofustjóra unnu sextán verkefnaráðnir starfsmenn að rannsóknum á vegum stofnunarinnar á árinu. Helstu rannsóknaverkefni Öryggisþjálfun og menntun sjómanna á Norðurlöndum er borin saman og samhæfð í norrænu samstarfsverkefni sem unnið er af stjórnendum öryggisfræðslualls staðar á Norðurlöndum. Samanburður hefur verið gerður á opinberum kröfum um slíka þjálfun á Norðurlöndum og einnig á fyrirkomulagi, lengd, kennsluefni og námskröfum á öryggisnámskeiðum. Markmiðið er að samhæfa kröfurnar og samnýta kennsluefni og kennara milli landa. Sjávarútvegsstofnun stýrir verkefninu, sem er stutt af Norrænu ráðherranefndinni. Áfram var unnið að þróun lítils sjálfvirks kafbáts, sem nota má við hafrannsóknir, eftirlit með mannvirkjum í vatni, kortlagningu landslags eða lífríkis, neyðarleit o.fl. Báturinn er nú markaðssettur undir heitinu GAVIA, sem er latneska heiti himbrimans, hins mikla kafara. Hjalti Harðarson verkfræðingur er frumkvöðull verkefnisins, en hann og Sjávarútvegsstofnun hafa stofnað fyrirtækið Hafmynd hf. um þróun GAVIU. Á árinu lauk rannsóknaverkefni um fiskveiðar á hafi úti (High Seas Fisheries), sem er viðamikið fjölþjóðlegt samstarfsverkefni hagfræðinga, stærðfræðinga og líffræðinga. Það miðar að því að greina þau vandamál sem upp koma við nýtingu fiskistofna sem halda sig utan fiskveiðilögsagna, ganga út fyrir eða á milli þeirra, og komast að því hvernig slíkir stofnar verða nýttir á sem hagkvæmastan hátt og kanna forsendur þess að þjóðríki nái samningum um slíkt. Endurnýting vatns og varma í fiskeldi er verkefni sem miðar að því að leysa tæknileg og líffræðileg vandamál sem eru því samfara að rækta hlýsjávarfiska í gríðarstórum eldiskerjum á landi. Jarðvarmi er notaður til að hita sjó, sem síðan er endurnýttur með hjálp sérstaks hreinsibúnaðar. Ýmis straumfræðileg og líffræðileg vandamál eru því samfara að ala fisk í mjög stórum kerjum, auk þess sem útbúa þarf nákvæmt og öflugt vöktunarkerfi. Verkefnið er tvíþætt. Annars vegar er innlent verkefni, sem Sjávarútvegsstofnun stýrir og stutt er af Rannís, en hins vegar er viðamikið fjölþjóðlegt verkefni sem stutt er af Evrópusambandinu. Gagnagrunnur um landgrunn Íslands er nýtt verkefni, sem Sjávarútvegsstofnun stýrir, en unnið er í samvinnu við Sjómælingar Íslands og Radíómiðun. Markmiðið er að safna í einn gagnagrunn þeim upplýsingum sem til eru um dýpi á hafsvæðunum umhverfis Ísland. Hér er bæði um innlendar og erlendar upplýsingar að ræða. Rannís styrkir verkefnið. Sjávarútvegsstofnun tók eins og undanfarin ár þátt í skipulagningu og framkvæmd tveggja vikna sumarskóla sem haldinn var í Kristineberg hafrannsóknastöðinni við Gullmarsfjörð í Svíþjóð í júní. Þar er frábær aðstaða til rannsókna á lífríki sjávar, kennslu og dvalar. Um er að ræða norrænt samstarf stutt af Norfa. Áfram var unnið að söfnun og flokkun sýna í verkefninu Botndýr á Íslandsmiðum (BIOICE), en það er viðamikið fjölþjóðlegt verkefni sem Sjávarútvegsstofnun á aðild að. Markmið þess er að kortleggja botndýralíf í íslensku lögsögunni og koma upp varanlegum gagnagrunni með tilheyrandi safni sýna. Margar stofnanir koma að verkefninu, en höfuðstöðvar þess eru í Sandgerði. Sjávarútvegsstofnun hefur frá upphafi átt aðild að vinnuhópi á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar, Nordisk Arbeidsgruppe for Fiskeriforskning (NAF). Hlutverk hans er að leggja drög að stefnu ráðherranefndarinnar um samstarf Norðurlanda og nágranna þeirra um hvers kyns sjávarútvegsrannsóknir. Hópurinn fundar að jafnaði tvisvar á ári. 152

153 Útgáfa Brynjólfur Gísli Eyjólfsson: Holdafar þorsks, vinnslunýting og vinnslustjórnun. Jón Már Halldórsson: Beitukóngur, nýting og arðsemi. Jón Ingi Ingimarsson: Nýtingarmöguleikar kolmunna til manneldis. Heimasíða Sjávarútvegsstofnunar er: Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi Hlutverk Hlutverk Árnastofnunar er þríþætt: varðveisla, rannsóknir og kynning. Öllum þessum þáttum var sinnt á árinu og merkum áföngum náð: Fjárveiting fékkst til að ráða forvörð að stofnuninni, og er nú tryggð fyllsta fagmennska í viðgerðum og eftirliti með ástandi handritanna. Ávöxtur rannsóknanna er margvíslegur, en útgáfustarfsemi var með mesta móti í sögu stofnunarinnar, eins og hér kemur fram. Kynning handritanna með sýningu í húsnæði stofnunarinnar og safnkennslu hélt áfram, og voru gestir á sjöunda þúsund, en merkustu tíðindin af þeim vettvangi eru að stjórnvöld hétu stuðningi við nýja, miklu glæsilegri og fjölþættari sýningu í Þjóðmenningarhúsi. Undirbúningur hófst á árinu með hugmyndasamkeppni meðal valins hóps hönnuða. Starfslið Allmiklar breytingar urðu á starfsliði á árinu. Jón Samsonarson fræðimaður lét af störfum fyrir aldurssakir 1. febrúar eftir meira en þriggja áratuga starf við stofnunina. Þá lét Hallfreður Örn Eiríksson fræðimaður af störfum 1. des. Hann var ráðinn til Handritastofnunar Íslands til að safna þjóðfræðum 1966 og varð síðan sérfræðingur við Stofnun Árna Magnússonar. Þeir Jón og Hallfreður hafa á löngum starfsferli lagt mikið af mörkum til að móta stefnu stofnunarinnar og rækja hlutverk hennar. Guðrún Nordal fræðimaður fékk lausn frá starfi að eigin ósk 1. ágúst og tók við öðru starfi við Háskólann, en hún starfaði við stofnunina frá Öllum eru þeim þökkuð ágæt störf. Í ársbyrjun var auglýst starf sérfræðings við stofnunina, og var Svanhildur Óskarsdóttir ráðin frá 1. sept. Hersteinn Brynjúlfsson forvörslufræðingur var ráðinn í nýtt starf forvarðar frá 15. apríl. Til tímabundinna starfa við fræðileg verkefni voru ráðin Kristján Eiríksson cand. mag., Guðrún Ingólfsdóttir cand. mag., Þórunn Sigurðardóttir og Drífa Kristín Þrastardóttir. Þá var Guðsteinn Barkarson ráðinn til tímabundinna starfa sem tæknimaður við tölvuvinnslu. Útgefin rit, rannsóknir og fyrirlestrar Gripla XI. Ritstj. Guðrún Ása Grímsdóttir, Guðvarður Már Gunnlaugsson og Sverrir Tómasson. 345 bls. Í ritinu eru átta greinar, ræður haldnar við tvær doktorsvarnir og fleira efni. Það var tilbúið til útgáfu á árinu 2000, og er það ártal á titilblaði, en prentun var ekki lokið fyrir áramót, og var ritsins því ekki getið í Árbók Bevers saga, útg. Christopher Sanders. clxxiv bls. Saga heilagrar Önnu, útg. Kirsten Wolf. cliii bls. Úlfhams saga, útg. Aðalheiður Guðmundsdóttir. cclxxxi + 63 bls. Gripla XII. Ritstj. Guðrún Ása Grímsdóttir, Guðvarður Már Gunnlaugsson og Sverrir Tómasson. 251 bls. Í ritinu eru átta greinar, ræður við doktorsvörn og minningargrein. Í samvinnu við Lögberg var gefin út Konungsbók eddukvæða. Codex regius. Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi. Gl. Kgl. Samling to. Vésteinn Ólason ritaði inngang. Guðvarður Már Gunnlaugsson ritstýrði textum. lxviii bls. Þetta er ljósprentuð útgáfa með inngangi um handritið ásamt stafréttum texta og texta með nútímastafsetningu sem prentaðir eru á öndverðum síðum í opnu. Starfsmenn stofnunarinnar birtu á árinu fjölda greina og bókarkafla í innlendum og erlendum fræðiritum, tóku þátt í ráðstefnum og málþingum, fluttu gestafyrirlestra við háskóla og erindi fyrir almenning. 153

154 Gestir Rösklega hálft hundrað fræðimanna frá tólf löndum sótti stofnunina heim og fékk aðstöðu til fræðistarfa um lengri eða skemmri tíma. Auk þess fengu þrír danskir fræðimenn styrki til dvalar við stofnunina og þrír fyrrverandi starfsmenn höfðu þar vinnuaðstöðu. Verkefni á sviði upplýsingatækni Við stofnunina er nú unnið að stafrænni ljósmyndun handritasafnsins og birtingu handritamynda á vefnum. Mikill fjöldi af handritum hefur verið myndaður og myndirnar birtar á Sagnanetinu, en auk þess eru birtar handritamyndir á vefsíðu stofnunarinnar. Þá er unnið að stafrænni skráningu handritasafnsins og í tengslum við það verk tökum við þátt í þróun aðferða til að lýsa handritamyndum með XML og til að skrá vitneskju um handrit með kerfisbundnum hætti ( Applying the Semantic Web to the Arnamagnæan Collection ). Síðasttöldu verkefnin eru unnin í samvinnu við hugbúnaðarfyrirtækið Raqoon ehf. Til þessara verkefna fengust þrír myndarlegir styrkir, sem munu endast fram undir mitt ár 2002, frá menntamálaráðuneyti, Rannsóknarráði Íslands - markáætlun um upplýsingatækni og úr samnorrænni áætlun, Nordunet2. Samtals eru þessir styrkir um 24 m.kr., og er hlutur Árnastofnunar tæplega helmingur þeirrar upphæðar. Þá fengust einnig undir lok ársins verkefnastyrkir úr Kristnihátíðarsjóði sem munu nýtast á árinu Minnst handritaafhendingar Þann 21. apríl sl. voru þrjátíu ár liðin frá því að fyrstu handritin komu heim frá Danmörku. Það voru Konungsbók eddukvæða og Flateyjarbók sem þennan dag árið 1971 voru færð íslensku þjóðinni til varðveislu eftir rúmlega þrjú hundruð ára útlegð í Bókhlöðu konungs í Kaupmannahöfn. Af þessu tilefni stóðu Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi og Háskóli Íslands fyrir hátíðarsamkomu í hátíðasal H.Í. þar sem þessa merka atburðar var minnst. Ávörp fluttu Björn Bjarnason menntamálaráðherra og Páll Skúlason háskólarektor. Peter Foote, prof. emer. við Lundúnaháskóla, og Ólafur Halldórsson handritafræðingur og fyrrverandi starfsmaður Stofnunar Árna Magnússonar, fluttu erindi, en feðgarnir Erlingur Gíslason og Benedikt Erlingsson leikarar fluttu Þrymskviðu. Þá gerði Vésteinn Ólason forstöðumaður stofnunarinnar grein fyrir nýrri ljósprentun og útgáfu Konungsbókar eddukvæða og afhenti menntamálaráðherra eintak nr. 1. Bókin var gefin út í 500 tölusettum eintökum og munu þau öll hafa selst á árinu. Heimasíða Stofnunar Árna Magnússonar á Íslandi er: Stofnun Sigurðar Nordals Hlutverk og stjórn Stofnun Sigurðar Nordals starfar við Háskóla Íslands og heyrir beint undir háskólaráð. Háskólaráð samþykkti nýjar reglur fyrir stofnunina 13. september 2001 og undirritaði háskólarektor þær 14. september, þegar fimmtán ár voru liðin frá því stofnuninni var komið á fót. Hlutverk hennar er að efla hvarvetna í heiminum rannsóknir og kynningu á íslenskri menningu að fornu og nýju og tengsl íslenskra og erlendra fræðimanna á því sviði. Stjórn stofnunarinnar skipuðu á árinu 2001 Ólafur Ísleifsson, framkvæmdastjóri alþjóðasviðs Seðlabanka Íslands, formaður, Þóra Björk Hjartardóttir dósent og Sigurður Pétursson lektor. Starfslið Forstöðumaður stofnunarinnar er Úlfar Bragason. Nína Leósdóttir starfaði sem verkefnastjóri í hálfu starfi fram á mitt ár en þá tók Guðrún Þorbjarnardóttir við starfinu. Baldur A. Sigurvinsson var ráðinn allt árið í hálft starf til að vinna við margmiðlunarefni í íslensku. Guðrún Theodórsdóttir og Kári Gíslason voru ráðin tímabundið til að vinna að margmiðlunarefninu. Húsnæði Stofnunin hefur til umráða húseignina Þingholtsstræti 29, sem er timburhús sem flutt var inn tilhöggvið frá Noregi og reist Það er alfriðað. Unnið var við að mála húsið að utan á árinu 2001 fyrir styrk úr Húsfriðunarsjóði. Þá gerði Þorgeir Jónsson arkitekt áætlun um viðhald á húsinu til næstu tíu ára. 154

155 Heimasíða Slóð heimasíðu stofnunarinnar er: Heimasíðan er uppfærð reglulega. Á heimasíðunni er að finna almennar upplýsingar um stofnunina á íslensku og ensku. Einnig er þar gerð grein fyrir starfsemi hennar: ráðstefnum, námskeiðum, bókaútgáfu og styrkjum sem hún veitir. Jafnframt eru þar upplýsingar um íslenskukennslu fyrir útlendinga, ráðstefnur á sviði íslenskra fræða víða um heim, nýjar og væntanlegar bækur og tímarit og þýðingar úr íslensku. Skrá um fræðimenn í íslenskum fræðum er tengd heimasíðunni og upplýsingabanki um kennslu í íslensku við erlenda háskóla. Sendikennsla Stofnunin annast umsjón með sendikennslu í íslensku erlendis fyrir hönd íslenskra stjórnvalda og tekur þátt í norrænu samstarfi um Norðurlandafræðslu erlendis. Á árinu 2001 störfuðu 13 sendikennarar við erlenda háskóla. Var efnt til fundar þeirra í París dagana 25. og 26. maí þar sem rædd voru málefni íslenskukennslu erlendis. Þá var haldin ráðstefna í Búdapest dagana október fyrir kennara í Norðurlandamálum í Mið- og Suðaustur-Evrópu og stóð stofnunin að undirbúningi hennar. Loks var efnt til málþinga um Norðurlönd og norrænt samstarf við þrjá háskóla í Japan og í sænska sendiráðinu í Tokyo í lok nóvember og byrjun desember. Af hálfu Íslands sóttu málþingin Guðmundur Hálfdanarson prófessor og Úlfar Bragason, forstöðumaður Stofnunar Sigurðar Nordals. Margmiðlun Áfram var unnið að gerð margmiðlunarefnis í íslensku fyrir erlenda námsmenn í samvinnu við háskólastofnanir í Evrópu og með stuðningi tungumálaáætlunar Evrópusambandsins, menntamálaráðuneytisins og ýmissa annarra aðila. Þá var komið á samstarfi heimspekideildar Háskóla Íslands, norrænudeildar Wisconsinháskóla í Madison í Bandaríkjunum og stofnunarinnar um að vinna kennsluefni í íslensku fyrir útlendinga á Netinu með stuðningi menntamálaráðuneytisins og Rannís. Sumarnámskeið Eins og undanfarin ár gengust stofnunin og heimspekideild fyrir fjögurra vikna sumarnámskeiði í íslensku máli og menningu í júlí. Þá stóðu stofnunin og deild germanskra mála við Minnesotaháskóla í Minneapolis í Bandaríkjunum fyrir sex vikna sumarnámskeiði í íslensku og fór fyrri hluti þess fram í Minneapolis en sá síðari í Reykjavík. Einnig annaðist stofnunin tveggja vikna námskeið um íslenskt mál og menningu fyrir vestur-íslensk ungmenni sem tóku þátt í svokölluðu Snorraverkefni. Ráðstefnur, málþing, fyrirlestrar, styrkir og útgáfa Stofnunin gekkst fyrir málþingi um viðhorf til íslensks máls 17. mars. Í framhaldi af því vann Jórunn Sigurðardóttir þrjá útvarpsþætti byggða á fyrirlestrum sem fluttir voru á þinginu og var þeim útvarpað á Rás 1 á vordögum Stofnunin og Sögusetrið á Hvolsvelli gengust fyrir Njáluþingi dagana ágúst. Í tengslum við þingið var farið á söguslóðir á Rangárvöllum og í Landeyjum. Stofnunin efndi til þings um íslensk fræði við aldahvörf 14. september, á fæðingardegi Sigurðar Nordals. Anthony Faulkes, háskólakennari í Birmingham á Bretlandi og Margaret Cormack, háskólakennari í Charleston, Suður-Karólínu, nutu svonefndra styrkja Snorra Sturlusonar á árinu 2001 en stofnunin annast úthlutun styrkjanna. Dvaldist hvort þeirra hér á landi um þriggja mánaða skeið fyrir tilstyrk stofnunarinnar og unnu þau að rannsóknum og skriftum. Stofnunin gaf út ritið Approaches to Vínland, sem hefur að geyma sautján greinar. Þær eru afrakstur ráðstefnu sem stofnunin efndi til 1999 um landafundi norrænna manna og landnám við Norður-Atlandshaf. Þetta er fjórða ritið í ritröðinni Rit Stofnunar Sigurðar Nordals. Andrew Wawn og Þórunn Sigurðardóttir ritstýrðu bókinni. Heimasíða Stofnunar Sigurðar Nordals er: 155

156 Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum Nafnbreyting í Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum Á fundi í heimspekideild þann 26. apríl 2001 var samþykkt tillaga um nafnbreytingu á Stofnun í erlendum tungumálum í Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. Í greinargerð með tillögunni stendur m.a.: Tilgangurinn með nafnbreytingunni er tvíþættur. Annars vegar að heiðra frú Vigdísi fyrir ötult starf í þágu tungumála. Hins vegar að styrkja rannsóknir og kennslu í erlendum málum og íslensku sem erlendu máli. Frú Vigdís Finnbogadóttir hefur sem kunnugt er verið öflugur talsmaður mikilvægis tungumálakunnáttu, jafnt erlendra mála sem móðurmálsins og hefur lagt drjúgan skerf til þessa málaflokks í störfum sínum sem kennari, forseti Íslands og nú síðast á vettvangi Sameinuðu þjóðanna.... Með því að kenna stofnunina við frú Vigdísi Finnbogadóttur sýnir heimspekideild hug sinn í verki til merkilegs framlags hennar á þessu sviði. Jafnframt mun það verða Stofnun í erlendum tungumálum mikil lyftistöng að tengjast nafni og störfum frú Vigdísar. Samþykkt heimspekideildar um nafnbreytingu var bókuð á fundi í háskólaráði þann 3. maí Hinn 1. október var haldin hátíðarsamkoma í tilefni af stofndegi Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum og var hún fyrsti liðurinn í afmælisdagskrá sem haldin var í tilefni af 90 ára afmæli H.Í. Ávörp fluttu Páll Skúlason, rektor og Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands. Þorsteinn Gylfason, prófessor flutti erindið Vesenið við Babelsturninn og Barnakór Kársnesskóla söng lög frá ýmsum löndum undir stjórn Þórunnar Björnsdóttir. Undirleik annaðist Martin Hunger Friðriksson. Athöfnin, sem fór fram í Hátíðasal H.Í., var fjölsótt. Starfssvið og hlutverk Markmið Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum er að styðja og efla kennslu í erlendum tungumálum og byggja upp öflugar rannsóknir á sviði málvísinda, bókmennta- og menningarfræði, þýðinga og kennslufræði erlendra mála. Auk rannsókna er það eitt af markmiðum stofnunarinnar að miðla upplýsingum um nýjungar í kennslu erlendra tungumála fyrir öll stig menntunar og efna til fræðilegrar umræðu í þjóðfélaginu um framangreind rannsóknasvið og um hlutverk tungumála í þjóðfélaginu almennt. Auk útgáfu fræðirita stendur stofnunin fyrir fyrirlestrahaldi, ráðstefnum og málstofum um efni sem tengjast fræðasviðum hennar. Stjórn Pétur Knútsson var forstöðumaður í Stofnun í erlendum tungumálum mestan hluta ársins, en aðrir í stjórn voru Oddný G. Sverrisdóttir og Torfi H. Tulinius. Á aðalfundi þann 1. nóvember var kosin ný stjórn, en hana skipa: Auður Hauksdóttir, forstöðumaður og Oddný G. Sverrisdóttir, varaforstöðumaður. Í fagráði sitja auk þeirra Gauti Kristmannsson, Margrét Jónsdóttir og Matthew J. Whelpthon. Guðrún H. Tulinius starfaði sem verkefnisstjóri í hálfu starfi frá 1. ágúst til áramóta. Ráðstefnur og málstofur Dagana maí var haldin norræn ráðstefna um rannsóknir á norrænum málum sem öðru og erlendu máli. Sérstakir gestir á ráðstefnunni voru Richard Schmidt prófessor við University of Hawaii og Paul Meara prófessor við University of Swansea, en auk þeirra voru aðalfyrirlesarar: Esther Glahn, Gisela Håkansson, Maisa Martin, Karen Lund, J. Normann Jørgensen, Juni Söderberg Arnfast, Kenneth Hyltenstam og Niclas Abrahamsson. Auk sameiginlegrar dagskrár voru fluttir 38 fyrirlestrar í 12 málstofum. Fjöldi þátttakenda var 124 þar af 110 erlendir gestir. Umsjón með ráðstefnunni höfðu Sigríður Þorvaldsdóttir, María Garðarsdóttir, Birna Arnbjörnsdóttir og Auður Hauksdóttir. Ráðstefnan var styrkt af Norræna menningarsjóðnum, Styrktarsjóði Clöru Lachmann, Háskóla Íslands og menntamálaráðuneytinu. 156

157

158 Dagana desember stóð stofnunin í samvinnu við Þýðingasetur og Hugvísindastofnun fyrir ráðstefnunni Menningarmiðlun í ljóði og verki. Ráðstefnan var haldin í tilefni af evrópsku tungumálaári og var hún styrkt af Evrópusambandinu, Bókmenntakynningasjóði, menntamálaráðuneytinu og Rithöfundasambandinu. Ráðstefnan hófst með málþingi í hátíðasal undir yfirskriftinni Margtyngdar bókmenntir; draumórar eða veruleiki. Helstu fyrirlesarar voru Manfred Peter Hein, Andreas F. Kelletat, Christopher Whyte, Þorsteinn Gylfason og Ástráður Eysteinsson. Laugardaginn 15. desember voru haldnar vinnustofur og verkstæði í ljóðaþýðingum, þar sem þýðendur, skáld, fræðimenn og áhugamenn báru saman bækur sínar. Ráðstefnunni lauk á sunnudeginum 16. desember með ljóðahátíð í Borgarbókasafni. Umsjón með ráðstefnunni hafði Gauti Kristmannsson. Málfræðimálstofa undir stjórn Matthews Whelptons lektors í enskum málvísindum var haldin vikulega - á bæði vor- og haustmisseri. Um tuttugu kennarar í heimspekideild auk gesta frá öðrum deildum og skólum héldu fyrirlestur þar sem þeir kynntu rannsóknarefni sín. Viðfangsefni spönnuðu vítt svið, frá kennslufræði tungumála til talmeinafræði, íslenskrar málverndar, setningarfræði og samanburðarhljómfallsfræði. Fundirnir voru að jafnaði haldnir í hádeginu og urðu fjörugir og allfjölmennir. Dagana 5. og 6. júní gekkst stofnunin fyrir málstofu um málnotkunargreiningu og gagnvirk tjáskipti. Fyrirlesari á málstofunni var Gabriele Kasper, prófessor við University of Hawaii. Evrópskt tungumálaár Í tilefni af evrópsku tungumálaári gekkst stofnunin fyrir dagskrá í hátíðasal Háskóla Íslands á Degi tungumálanna þann 26. september. Á dagskránni voru þrjú erindi: Guðbergur Bergsson fjallaði um þýðingar bókmenntaverka, Fríða Björk Ingvarsdóttir fjallaði um menningarlæsi og Gauti Kristmannson fjallaði um fjölmiðla og fjöltyngi. Rannsóknastyrkur Stofnunin veitti Birnu Arnbjörnsdóttur, aðjúnkt við enskuskor, kr. styrk til að vinna undirbúningsrannsókn á tengslum milli kenninga og reyndar í tungumálakennslu. Rannsóknin nær til tungumálakennara og nemenda í fjórum framhaldsskólum. Útgáfustarfsemi Stofnun gaf út tvö greinasöfn á árinu Hið fyrra kom út undir nafni Stofnunar í erlendum tungumálum, en hið síðara undir nafni Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. Ritin voru gefin út í samvinnu við Norræna félagið um kanadísk fræði (the Nordic Association for Canadian Studies, NACS), en þau eru fyrst og fremst afrakstur fjölþjóðlegrar ráðstefnu sem NACS hélt á vegum Stofnunar í erlendum tungumálum við Háskóla Íslands í ágúst 1999 undir yfirskriftinni Rediscovering Canada. Fyrra ritið Rediscovering Canada Image, Place and Text, sem inniheldur 23 greinar er nr. 16. í fræðiritröðinni NACS TEXT Series. Síðara ritið Rediscovering Canadian Difference er nr. 17 í sömu ritröð. Ritstjóri og höfundur inngangs að greinasöfnunum er Guðrún Björk Guðsteinsdóttir, sem er aðalritstjóri NACS Text Series. Heimasíða Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum er: Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum Almennt Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum tók til starfa Stofnunin er háskólastofnun sem tengist læknadeild, en hefur sérstaka stjórn og sjálfstæðan fjárhag. Megin viðfangsefni er rannsóknir á sjúkdómum, einkum í dýrum, og varnir gegn þeim. 158

159 Stjórn og starfslið. Í stjórn Tilraunastöðvarinnar eru Þórður Harðarson prófessor (formaður), Bjarnheiður K. Guðmundsdóttir örverufræðingur, Eggert Gunnarsson dýralæknir, Guðmundur Eggertsson prófessor og Halldór Runólfsson yfirdýralæknir. Forstöðumaður er Sigurður Ingvarsson prófessor og framkvæmdastjóri er Helgi S. Helgason viðskiptafræðingur. Alls inntu 65 manns tæplega 50 ársverk af hendi á starfsárinu og er það svipað og árið áður. Fimm starfsmenn unnu við stjórnsýslu, á skrifstofu og við afgreiðslu. Sérfræðingar voru alls 20 og þeim til aðstoðar hátt í þrír tugir háskólamenntaðs, sérmenntaðs og ófaglærðs starfsfólks. Auk fastráðinna starfsmanna komu að verki um 15 líffræði-, dýralækna- og meinatækninemar. Átta þeirra, allt líffræðingar, voru í M.S. framhaldsnámi, þar af luku tveir M.S. prófi á árinu. Helsta breyting í mannahaldi var að þrír forstöðumenn voru starfandi á árinu, Guðmundur Georgsson sem lét af störfum í janúar, Sigurður H. Richter sem settur var frá febrúar til ágúst og loks Sigurður Ingvarsson sem tók við í september. Rannsóknir Helstu rannsóknasviðin voru sem fyrr ónæmis- og sjúkdómafræði fiska, hæggengir smitsjúkdómar, þ.e. visna, riða og skyldir sjúkdómar, sníkjudýra- og sýklafræði og líftækni, þ.e. þróun bóluefna. Allmargir áfangar náðust sem kynntir voru á fjölmörgum ráðstefnum hérlendis og erlendis. Í alþjóðlegum ritrýndum tímaritum birtust niðurstöður rannsókna á meinvirkum efnum fisksýkla, m.a. í músalíkönum, alkaline phosphatasa frá kuldakærri bakteríu, ónæmiskerfi lúðu og þorsks, garnaveiki, æxlisvexti og hitakærum bakteríum, auk yfirlitsgreinar um lyf gegn sníkjudýrum. Áfram var unnið að alþjóðlegum samvinnuverkefnum sem styrkt eru af Evrópusambandinu, þ.e. á príonsjúkdómum; riðu í sauðfé og Creutzfeldt-Jakob sjúkdómi auk þróunar bóluefnis gegn alnæmi þar sem apaveiran (SIV) í rhesusöpum er notuð sem líkan. Einnig fékkst nýr styrkur frá ESB vegna samanburðarannsókna á þróun ónæmiskerfis nokkurra fisktegunda (FISHAID verkefni). Sérfræðingar sem fást við visnu- og sníkjudýrarannsóknir héldu áfram þátttöku í COST-áætlun á vegum ESB. Ennfremur styrkti Agricultural Research Service í Bandaríkjunum rannsóknir á faraldsfræði Campylobacter, m.a. notkun á sameindalíffræðilegum aðferðum til greininga. Þátttaka í samnorrænum verkefnum vegna rannsókna á sýklalyfjaónæmi og þróun aðferða við prófanir fyrir garnaveikismiti var styrkt af Nordisk Kontaktorgan for Jordbrugsforskning. Auk formlegra samvinnuverkefna eiga velflestir sérfræðingar stofnunarinnar samstarf við erlenda vísindamenn. Sem fyrr voru stundaðar þjónusturannsóknir; vegna fisksjúkdóma, í bakteríufræði, sníkjudýrafræði, líffærameinafræði og blóðmeinafræði, auk leitar að sýklalyfjaleifum. Tilraunastöðin framleiddi m.a. bóluefni gegn lambablóðsótt, bráðapest, garnapest, lungnapest og garnaveiki, svo og mótefnablóðvökva gegn lambablóðsótt og garnapest. Einnig var safnað blóði úr hrossum, kindum og marsvínum til notkunar á rannsóknastofum og í sýklaæti. Smádýr voru ræktuð til notkunar við tilraunir, bæði fyrir Tilraunastöðina og aðrar rannsóknastofnanir. Unnið er að ítarlegri ársskýrslu og er útgáfa hennar væntanleg í apríl Kynningarstarfsemi Fræðslufundir voru sem fyrr haldnir hálfsmánaðarlega að undanskildum sumarmánuðum. Að auki var efnt til fræðslufunda ef góða gesti bar að garði. Fyrirlestrarnir eru að jafnaði fluttir af heimamönnum og eru öllum opnir og kynntir allvíða, m.a. öllum háskólaborgurum og dýralæknum. Ársskýrslu er dreift víða og Tilraunastöðin tekur þátt í útgáfu tímaritsins Búvísindi. Rektor Háskóla Íslands, Páll Skúlason, kom í heimsókn og kynnti sér starfsemi stofnunarinnar, auk þess vinnuhópur menntamálaráðuneytisins um flutning Tilraunastöðvarinnar og líffræðinemar við Háskóla Íslands. Annað Framlög á fjárlögum voru um 121 m.kr., sértekjur um 75 m.kr. og styrkir um 40 m.kr. Auk erlendra styrkja vegna samstarfsverkefna, fékkst veglegur styrkur frá Framleiðnisjóði Landbúnaðarins til rannsókna á sumarexemi í hestum, og minni styrkir fyrir ýmis verkefni, frá Rannsóknarráði Íslands, Rannsóknasjóði Háskóla Íslands og Sjávarútvegsráðuneytinu. Í árslok voru endurbætur á miðhæð í Rannsóknarstofuhúsi 2 langt komnar. Gerð var þróunaráætlun Tilraunastöðvarinnar til 5 ára. Vinnuhópur á vegum menntamálaráðuneytisins skilaði tillögum um flutning Tilraunastöðvarinnar sem kynntar voru í ríkisstjórn. Tillögur vinnuhópsins og samþykkt ríkisstjórnar miða að nálægð við lífvísindastofnanir í Vatnsmýrinni og að væntanleg þarfagreining taki tillit til nauðsynlegs húsakosts fyrir núverandi starfsemi og þróun hennar í framtíðinnni. Heimasíða Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum er: 159

160 Umhverfisstofnun Hlutverk, stjórn og starfsmenn Umhverfisstofnun Háskóla Íslands (UHÍ) var stofnuð árið 1997, en má segja að fyrsta formlega starfsárið hafi verið árið Reglugerð UHÍ var endurskoðuð árið 2001 og ný reglugerð var samþykkt í háskólaráði í lok ársins. Meðal þess sem fram kemur í nýrri reglugerð er að stofnuninni beri að gera skriflega samninga við þær deildir sem standa sameiginlega að meistaranámi í umhverfisfræðum og verður sú samningagerð því eitt af verkefnum stofnunarinnar á komandi ári. Í stjórn Umhverfisstofnunar áttu sæti Júlíus Sólnes prófessor í verkfræðideild, sem jafnframt var formaður stjórnar, Þóra Ellen Þórhallsdóttir, prófessor í raunvísindadeild, Gísli Pálsson, prófessor í félagsvísindadeild, Gunnar G. Schram, prófessor í lagadeild, Ragnar Árnason, prófessor í viðskipta- og hagfræðideild og Sigurbjörg Sæmundsdóttir, fulltrúi umhverfisráðuneytis. Tveir starfsmenn voru við stofnunina árið 2001, þau Björn Gunnarsson forstöðumaður og Auður H. Ingólfsdóttir verkefnastjóri. Meistaranám í umhverfisfræðum Stærsta verkefni Umhverfisstofnunar fram til þessa er skipulagning og umsjón með meistaranámi í umhverfisfræðum en fyrsti hópurinn hóf nám haustið Átta nýir nemendur hófu nám á haustmisseri 2002 og eru nemendur í umhverfisfræðum þar með orðnir rúmlega þrjátíu. Þeir eru skráðir í sjö deildir Háskólans: Raunvísindadeild, félagsvísindadeild, viðskipta- og hagfræðideild, heimspekideild, lagadeild, verkfræðideild og hjúkrunarfræðideild. Námið byggir á þverfaglegum námskeiðsgrunni, sérsviði og rannsóknaverkefni. Lokið var við endurskoðun kjarna snemma árs 2001 og tóku þær breytingar gildi haustið Einn nemandi, Elín Berglind Viktorsdóttir, útskrifaðist með meistaragráðu í umhverfisfræðum árið Hún vann lokaverkefni sitt innan jarð- og landafræðiskorar og fjallaði það um þátttöku heimamanna í skipulagsáætlanagerð. Rannsóknir og þjónustuverkefni Auk þess að hafa umsjón með meistaranámi er hlutverk Umhverfisstofnunar að efla og samhæfa rannsóknir í umhverfisfræðum innan Háskóla Íslands, stuðla að samstarfi við innlenda og erlenda rannsóknaaðila, skipuleggja ráðstefnur og fundi, gefa út fræðirit og kynna niðurstöður umhverfisrannsókna. Stórt skref var stigið í þá átt að efla tengsl Umhverfisstofnunar við erlenda rannsóknaaðila í ferð sem forstöðumaður stofnunarinnar fór til Bandaríkjanna í febrúar/mars. Í þessari ferð voru fjölmargir háskólar og rannsóknastofnanir sóttar heim og komið á tengslum sem nýtast vel við undirbúning ýmissa rannsóknaverkefna sem unnið er að. Má þar t.d. nefna samstarfsverkefni um hættumat og áhættumat vegna náttúruvár á Íslandi. Enn fremur var á árinu hafin undirbúningsvinna við að koma á laggirnar alþjóðlegri umhverfismistöð við Háskóla Íslands, og þá í tengslum við UHÍ. Umhverfisstofnun hlaut forverkefnisstyrk frá Rannís fyrir verkefnið Þróun umhverfisvísa og er gert ráð fyrir að sækja um verkefnisstyrk fyrir verkefnið árið Ráðstefnur og þing Umhverfisstofnun stóð fyrir mánaðarlegum málstofum á haustmisseri árið Málstofurnar voru samstarfsverkefni Landverndar og Umhverfisstofnunar en einnig kom að þessu samstarfi útvarpsmaðurinn Ævar Kjartansson, sem nýtti efni í málstofunum í útvarpsþátt sem hann hefur umsjón með á Rás1. Alls voru málstofurnar fjórar og fjölluðu um eftirfarandi málefni: Stór uppistöðulón og áfok. Umhverfi og skipulag. Auðlindir Íslands: Nýting, verndun og gjaldtaka. Náttúruvernd í og við höfuðborg. Auk þess að skipuleggja málstofur hafa starfsmenn Umhverfisstofnunar tekið þátt í fundum og ráðstefnum og flutt þar erindi. Þar má m.a. nefna þátttöku Björns Gunnarssonar, forstöðumanns, á alþjóðlegri ráðstefnu við Alaskaháskóla í Anchorage í maí þar sem hann flutti yfirlitserindi um náttúruvernd og málefni 160

161 mið-hálendisins. Auður H. Ingólfsdóttir tók þátt í norrænni ráðstefnu sem haldin var við Mývatn í maí og flutti þar erindi um náttúruvernd, byggðaþróun og úrlausn deilumála. Heimasíða Umhverfisstofnunar er: Verkfræðistofnun Almennt Verkfræðistofnun Háskóla Íslands er rannsóknavettvangur kennara í verkfræðideild. Á árinu 2001 tók gildi ný reglugerð, og er starfað eftir henni. Á stofnuninni eru stundaðar undirstöðurannsóknir verk- og tæknivísinda svo og þjónusturannsóknir fyrir íslenskt atvinnulíf. Áhersla er lögð á uppbyggingu aðstöðu fyrir nemendur í rannsóknatengdu framhaldsnámi, upplýsingamiðlun um nýjungar á sviði tækni og vísinda svo og þjálfun verkfræðinga við rannsóknastörf. Rannsóknir Rannsóknastarfsemin og niðurstöður hennar eru kynntar reglulega í tímaritsgreinum, bókarköflum, skýrslum, fyrirlestrum á ráðstefnum svo og í erindum fyrir almenning. Stofnunin er í víðtæku samstarfi við háskóla og rannsóknastofnanir bæði innan lands og utan. Fjármál og starfsfólk Árið 2001 var velta Verkfræðistofnunar um 100 milljónir króna og nærri lætur að unnin hafi verið alls um 20 ársverk við rannsóknir og þjónustu. Heildarfjöldi starfsmanna sem tengdist stofnuninni var um 33, kennarar, sérfræðingar, aðstoðarfólk og fólk í tímabundnum störfum. Skipulag og stjórn Stofnunin skiptist í rannsóknasvið samhliða skorum. Undir sviðum eru síðan rannsóknastofur, þær eru eftirtaldar: Aflfræðistofa, Kerfisverkfræðistofa, Upplýsinga- og merkjafræðistofa, Varma- og straumfræðistofa og Vatnaverkfræðistofa. Auk þess starfar nokkur hópur kennara utan áðurnefndra stofa. Í stjórn stofnunarinnar sitja sviðsstjórar rannsóknasviða og fulltrúi tilnefndur af deildarráði verkfræðideildar. Stjórnin kýs sér formann. Hann hefur yfirumsjón með rekstri stofnunarinnar og er hann talsmaður hennar út á við. Stjórnarformaður er Jónas Elíasson, prófessor. Heimasíða Verkfræðistofnunar er: verk.hi.is Kerfisverkfræðistofa Rannsóknasviðin eru ýmiss konar kerfisverkfræði, þ.m.t. stýrifræði og hugbúnaðarfræði. Kerfisverkfræðistofa þróaði sjálfvirkt tilkynningakerfi fyrir skipaflotann í samvinnu við Slysavarnafélagið. Sama kerfi var einnig útfært fyrir flugvélar og landfarartæki. Samvinna við Flugmálastjórn hefur verið mikil í gegnum tíðina, m.a. upprunaleg þróun ratsjárgagnavinnslukerfis sem er í notkun hjá Flugmálastjórn. Ennfremur voru þróuð líkön af skekkjum ratsjáa með tilliti til framsetningar á fjölratsjárgögnum. Hagkvæmnisathuganir voru gerðar fyrir ratsjár á Hornafirði og á Grænlandi ásamt athugun á fjarskiptakostnaði við sjálfvirkt staðsetningareftirlit flugvéla. Beiting herma til þess að líkja eftir hegðun kvikra kerfa hefur verið umfangsmikið svið við stofuna. Samvinna var við Hitaveitu Reykjavíkur (Orkuveitu Reykjavíkur) og Rafhönnun um gerð hermis af Nesjavallavirkjun. Þróaður var flugumferðarhermir og ratsjárgagnavinnsluhermir í samvinnu við Flugmálastjórn Íslands, Integra Consult og Flugmálastjórn Tékklands. Einnig var þróaður hermir af járnblendiofnum í samvinnu við Íslenska járnblendifélagið. Rannsóknasjóður H.Í. og Vísindasjóður Rannís hafa styrkt fræðilegar rannsóknir á sviði línulegra fjölbreytukerfa, sem unnið er að innan Kerfisverkfræðistofu. Á undanförnum árum hefur Kerfisverkfræðistofa tekið þátt í rannsóknaverkefnum í samvinnu við innlend og evrópsk fyrirtæki á sviði upplýsingatækni og margmiðlunar. Má þar einkum nefna fjarþjónustu ýmiss konar sem dreift er til notenda yfir hraðvirkt ATM net eins og t.d. gagnvirkt sjónvarp og fjarkennsla. Á 161

162

163 síðustu tveimur árum hefur verið lögð áhersla á rannsóknir á endurbótum í hugbúnaðargerð. Nú er unnið að verkefninu Bráðviðvaranir um jarðvá í samvinnu við Veðurstofu Íslands og Stefju, verkefnið er styrkt af Rannís. Meginmarkmið verkefnisins er samþætting og úrvinnsla gagna frá dreifðum lindum til að bregðast fljótt við jarðvá. Ennfremur er unnið að verkefninu UNIVERSAL, sem styrkt er af Evrópusambandinu og hefur það að markmiði að þróa miðlara fyrir námseiningar og fjarkennslu. Mörg meistaraverkefni hafa verið unnin innan veggja Kerfisverkfræðistofu, m.a. í samvinnu við Flugmálastjórn, Flugkerfi og Íslenska járnblendifélagið. Upplýsinga- og merkjafræðistofa Árið 2001 var haldið áfram þróun suðsíunaraðferðar fyrir SAR-fjarkönnunarmyndir (Synthetic Aperture Radar). Þróaðar voru aðferðir sem byggja á tvinntölu wavelet vörpun. Þetta afbrigði wavelet-vörpunar hefur þann eiginleika að hún er næstum því hliðrunaróháð. Hliðrunaróháðar varpanir eru sérstaklega æskilegar fyrir myndgreiningu. Fyrstu niðurstöður þessara rannsókna voru birtar á ritrýndu ráðstefnunni 2001 IEEE International Geoscience and Remote Sensing Symposium, sem haldin var í júlí í Ástralíu. Fyrsta greinin sem birtist, notar tvinntölu wavelet-vörpun til suðsíunar SAR-radarmynda. Einnig var unnin viðamikil yfirlitsgrein um suðsíun SAR-radarmynda. Greinin fjallar um aðferðir, sem hafa verið þróaðar í þessu verkefni í gegnum árin og birtist hún á ritrýndu ráðstefnunni European Symposium on Remote Sensing, Conference on Image and Signal Processing VII, sem haldin var í Toulouse í Frakklandi í september Einnig voru á árinu þróaðar aðferðir til að flokka flókin merki. Þessar aðferðir byggja á wavelet-vörpun og síubönkum. Aðferðunum er best lýst sem síubankatrjám. Því er auðvelt að nota þessar aðferðir til víddarfækkunar á merkjum. Víddarfækkun er mjög mikilvægt viðfangsefni þegar mæligögn eru af mjög hárri vídd, eins og flókin fjarkönnunargögn. Annað mikilvægt notkunarsvið þessara aðferða sem var haldið áfram að þróa á árinu er sambræðsla gagna frá ólíkum gagnalindum. Bæði þessi notkunarsvið voru þróuð og notuð á styrktarárinu sem forvinnsluaðferðir fyrir tauganetsflokkara. Niðurstöðurnar voru birtar á tveimur ritrýndum alþjóðlegum ráðstefnum. Sú fyrri var ráðstefnan 2001 IEEE International Geoscience and Remote Sensing Symposium, sem haldin var í júlí í Ástralíu. Önnur ráðstefna var Geo-Spatial Knowledge Processing for Natural Resource Management, var haldin í Vareseá Ítalíu í júní Greinin sem þar birtist notar loðna rökfræði (fuzzy logic) til að velja wavelet-stuðla til flokkunar og gagnabræðslu. Þetta er sennilega í fyrsta sinn sem loðin rökfræði er notuð í wavelet-rúminu til víddarfækkunar flókinna gagna. Einnig var á árinu byrjað að þróa víddarfækkunaraðferð og suðsíunaraðgerðir sem byggjast á því að nota loðna rökfræði á svipaðan hátt og Markov líkansauðkenning er til auðkenningar gagna. Frumniðurstöður lofa góðu og verða þær birtar á næsta ári. Með ofangreindum niðurstöðum náðust mjög mikilvægir áfangar í verkefninu. Unnið var að þróun marglindaflokkara sem byggðust á bagging og boosting sem eru svokallaðar margflokkaraaðferðir (multiclassifier systems). Niðurstöðurnar með boosting voru sérstaklega góðar og fékkst betri flokkunarnákvæmni en áður. Þessar niðurstöður voru kynntar á 2nd Multiclassifier System Workshop sem haldin var í Cambridge, Englandi í júlí og á International Symposium on Geoscience and Remote Sensing (IGARSS 2001) sem haldið var í Sydney, Ástralíu í júlí. Enn fremur var unnið að gagnabræðslu (data fusion) með tölfræðilegum aðferðum, tauganetsaðferðum og wavelet greiningu. Voru niðurstöður þeirra athugana kynntar á International Geoscience and Remote Sensing Symposium (IGARSS 2001) í júlí, og á Geo-Spatial Knowledge Processing for Natural Resource Management, sem haldin var í Varese Ítalíu í júlí. Wavelet greiningin hentar vel til forvinnslu fyrir gagnabræðslu skv. þeim niðurstöðum sem hafa fengist. Unnið var einnig að þróun blandaðrar aðferðar sem byggir á tauganetsreiknum og tölfræðilegum aðferðum. Skoðuð voru sérstaklega áhrif fylgni á milli einstakra flokkara þegar þeir eru teknir saman. Var sú rannsókn unnin í samvinnu við Michalis Petrakos við Liason Systems A.S., Aþenu, Grikklandi og Yannis Kanellopolous við Joint Research Centre, Ispra, Ítalíu. Niðurstöður þessarar rannsóknar 163

164 sýndu að fylgni getur verið afgerandi þáttur í samantekt flokkara. Kom t.d. í ljós að,,vondir flokkarar geta hugsanlega bætt,,bestu flokkarana mest m.t.t. flokkunarnákvæmni ef fylgnin á milli flokkaranna er tiltölulega lítil. Unnið var að flokkun fjarkönnunargagna með mikill upplausn. Fjarkönnunargögn með mikilli upplausn eru mjög flókin í vinnslu og byggir úrvinnsla þeirra á talsvert öðrum forsendum en úrvinnsla hefðbundins fjarkönnunarmyndefnis. Sérstakar síur til flokkunar háupplausnargagna hafa verið hannaðar í samstarfi við Martino Pesaresi við Inform srl., Ítalíu. Hafa helstu aðferðirnar í rannsóknunum byggt á formsíun (morphological filtering) og tauganetsreiknum sem flokka og besta niðurstöður formsíaðra aðferða. Skoðað hefur verið sérstaklega hvernig diffrun getur hjálpað við úrvinnslu myndanna ásamt því hvernig víddafækkunaraðferðir geta dregið sem mest af upplýsingunum fram með því að fækka víddum myndefnis markvisst. Hefur tímaritsgrein verið birt úr þessum verkþætti ásamt tveimur ráðstefnugreinum. Önnur greinin var kynnt á IGARSS 2001, en hin var kynnt á URBAN 2001 í Róm í Nóvember. Varma- og straumfræðistofa Megináhersla í rannsóknum hefur verið á sviði hitaveitukerfa þar sem stofan hefur m.a. tekið umfangsmikinn þátt í norrænu orkurannsóknaráætluninni, að stærstum hluta í gegnum faghópinn Energifleksible varmesystem, sem áður hét Fjernvarme, eða frá Síðastliðin 3 ár hefur stofan einnig átt fulltrúa í faghópnum Prosessintegrasjon, en meginmarkmið hans er að stuðla að bættri orkunýtingu, svo sem í iðnaðaðarferlum. Í tengslum við norrænu verkefnin hefur Varma- og straumfræðistofa staðið fyrir mörgum ráðstefnum og námskeiðum á Íslandi, eins hafa margir Íslendingar lokið doktorsnámi með styrk frá norrænu orkurannsóknaráætluninni, meðal annars nokkrir af starfsmönnum stofunnar. Stofan hefur undanfarin ár verið í góðu samstarfi við Orkuveitu Reykjavíkur þar sem áhersla er einkum lögð á beitingu tölfræðilegra aðferða og líkanagerðar í hitaveiturannsóknum. Meðal verkefna sem hafa staðið yfir undanfarin ár má nefna (1) Gerð spálíkans af árlegri heitavatnsnotkun, (2) Hvernig meta má kranavatnsnotkun á heitu vatni út frá mælingum af heildarrennsli, (3) Hvernig meta má heitavatnsnotkun í miklum kuldum og (4) Hvernig haga má rauntímaeftirliti með rennslismælum. Fjárveiting Verkfræðistofnunar til Varmaog straumfræðistofu árið 2001 var m.a. notuð í verkefni 2 og 4. Þróaður hefur verið hugbúnaður fyrir streymi vökva og varma í pípukerfum. Þetta hefur verið gert í samstarfi við NUON TB, Arnhem Hollandi. Hugbúnaðurinn nýtist við hönnun pípukerfa og unnt er að kanna kvika hegðun kerfanna með honum. Þá hefur verið unnið að verkefnum á sviði varmabúskaps og varmaendurvinnslu í iðnaði og ennfremur vinnslu raforku úr lághitavarma með Kalina aðferðinni. Ennfremur hefur verið verið unnið að líkönum af varmakerfum með aðferðum graffræði. Þar er leitað leiða til greiningar á kerfum með suðu og þéttingu vinnuvökva. Sérstaklega er könnuð beiting slíkra aðferða þegar vinnuvökvinn er blanda ammóníaks og vatns. Vatnaverkfræðistofa Straumfræði vatnakerfa og hafs, umhverfisverkfræði og fráveitutækni, eru meðal rannsóknasviða. Eftirfarandi verkefni voru unnin á árinu: 1. Bestun virkjana. 1.a Haldið var áfram könnun á bestun Skagafjarðarvirkjana (skýrsla nr ). 1.b Haldið var áfram könnun á bestun virkjunar í Jökulsá í Fljótsdal (skýrsla nr ). 2. Rafeindasorp, förgun samkvæmt EU tilskipun WEEE (skýrsla nr ). 3. Rannsakað var snjóálag og tengsl snjóþykktar við M5 úrkomu. 4. Sérfræðistörf í nefndum. 4.a Starfshópur um staðla og gerð þjóðarskjala (umhverfisráðuneyti). 4.b Rammaáætlun um virkjun vatnsafls og jarðvarma (iðnaðarráðuneyti). 164

165 Sjálfstætt starfandi einstaklingar ýmis verkefni Aðild að hverju rannsóknasviði eiga fastráðnir kennarar viðkomandi skorar í verkfræðideild og sérfræðingar í fullu starfi. Unnin hafa verið fjölbreytt verkefni á ýmsum sviðum. Hér eru talinn upp verkefni nokkurra sjálfstætt starfandi einstaklinga: Sigurður Brynjólfsson Stundaðar hafa verið rannsóknir á sviði lífverkfræði Markmið verkefnisins var að meta það hvort sköflungur í aflimuðum einstaklingi þyldi upptöku krafta í gegnum beina tengingu við gervifót. Ekki var fjallað sérstaklega um læknisfræðileg eða sálfræðileg atriði tengingarinnar. Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til þess að spennur geti auðveldlega orðið of háar í sköflunginum með beintengingu við gervifót. Þó ber að athuga að líkanið sem gert var þyrfti að vera mun nákvæmara til að niðurstaða yrði meira afgerandi. Magnús Þór Jónsson 1. Þróunaraðferðir. Ásamt undirrituðum hefur Tómas P. Rúnarsson unnið við þessi verkefni en á árinu lauk hann doktorsnámi við verkfræðideild H.Í. og fór doktorsvörnin fram 29. janúar Rannsóknasjóður Háskóla Íslands ásamt Rannís hafa styrkt þetta verkefni í fjögur ár og hafa niðurstöður þess verið birtar í doktorsritgerðinni ásamt fjölda fræðigreina. Verkþættir sem unnið var við á árinu: Meðhöndlun á margþáttavandamálum og skorðum við bestun (styrkt af RHÍ). Aðlögunarhæft skipulagskerfi (í samvinnu við Tölvumiðlun og styrkt af Rannís). Afrakstur: Tímarits- og ráðstefnugreinar ásamt doktorsverkefni. 2. SEM Söderberg Electrode Model Ásamt undirrituðum hafa Halldór Pálsson og Guðrún Sæmundsdóttir unnið við þetta verkefni. Á árinu var unnið við eftirfarandi verkþætti: Endurskoðun á líkani. Proximity áhrif. Tenging rafskauta líkans við ljósbogalíkan (samstarfsverkefni við SINTEF í Noregi). Afrakstur: Skýrslur og tímaritsgrein, Halldór Pálsson and Magnús Þ. Jónsson: Finite element analysis of proximity effects in Søderberg electrodes, samþykkt til birtingar í Scandinavian Journal of Metallurgy, Verkefnið er styrkt af Elkem og norskum rannsóknasjóðum. 3. Bilanagreining ástandsmat Samstarfsverkefni sem fjallar um sveiflumælingar og bilanagreiningu og er styrkt af Landsvirkjun. Afrakstur: Skýrslur, forrit, tækjabúnaður og námskeiðsgögn. Fjóla Jónsdóttir Stundaðar hafa verið rannsóknir á sviði jarðskjálftahönnunar pípukerfa. Kveikjan að þessum rannsóknum var hönnun pípukerfa fyrir jarðvarmavirkjanir sem staðsettar eru á jarðskjálftasvæðum. Pípukerfi eru viðkvæm fyrir jarðhreyfingum og sveiflandi álagi þar sem þau geta haft lága eigintíðni, og jarðskjálftaálag er áhættu þáttur í hönnuninni. Vegna hárra jarðsjálftakrafta hafa pípukerfin mikinn fjölda undirstaðna og hættir til að vera of skorðuð. Þetta þýðir aukna spenn í rekstri þar sem varmaálag og innri þrýstingur eru ráðandi. Þrjár meginaðferðir eru notaðar til að greina svörun pípukerfa við jarðskjálftaálagi, þ.e. stöðukraftaaðferð, svörunarrófsaðferð og tímaháð greining. Nýjar aðferðir hafa komið fram undanfarin ár, en vegna þess hversu flóknar þær eru þá er stöðukraftaaðferðin enn mikið notuð við hönnun. Markmið þessa verkefnis var tvíþætt: Í fyrsta lagi að meta áreiðanleika hefðbundinna aðferða sem notaðar hafa verið við jarðskjálftahönnun pípukerfa og koma með tillögur að úrbótum. Í öðru lagi að setja fram nýja aðferð er byggir á tímaháðri greiningu og finna bestu hönnun sem þolir álagið. Rannsóknir hófust í jan og er þessum hluta verkefnisins nú að mestu lokið. Samanburður á greiningaraðferðum var gerður fyrir hefðbundinn þensluhlykk í jarðvarmavirkjun. Greiningarnar voru gerðar með forritinu Ansys. Samanburðurinn sýndi fram á að stöðukraftaaðferð leiðir til ofhönnunar. Þar sem pípukerfið hefur lága eigintíðni er álagið á kerfið ofmetið og þar af leiðandi geta undirstöður orðið of stífar. Þessi aukna stífni eykur kostnað en minnkar gæði jarðskjálftahönnunar. Svörun kerfisins er mjög háð stífni undirstaðnanna og því er mikilvægt að hafa þær með í greiningunni. Svörunarrófsgreiningar voru gerðar á þensluhlykk þar sem skeljalíkan var gert af pípu 165

166 og hefðbundinni undirstöðu. Niðurstöður sýndu fram á að svörunarrófsgreining gefur lægri undirstöðukrafta og spennu í pípunni heldur en stöðukraftaaðferð, en leiðir samt ekki til bestu hönnunar nema tillit sé tekið til áhrifa undirstaðna. Birna Pála Kristinsdóttir Stundaðar voru rannsóknir á sviði víðværrar bestunar (global optimization). Rannsóknir voru tvíþættar. Í fyrsta lagi fóru fram fræðilegar rannsóknir á frammistöðu slembileitaralgríms sem kallast Backtracking Adaptive Search (BAS). Rannsóknirnar leiddu meðal annars til greinar sem var samþykkt til birtingar á árinu Í greininni er frammistaða slembileitaralgríms rannsökuð með því að nota Markov ferli. Megin niðurstöður eru efri og neðri mörk á væntigildi fjölda ítrana sem þarf til að finna bestu lausn fyrir ákveðin tilvik af slembileitaalgríminu. Í öðru lagi var unnið að þróun víðværs bestunaralgríms sem kallast blendialgrím (hybrid algorithm), sem er aðferð sem sameinar slembnar bestunaraðferðir og bilareikning. Aðferðin var forrituð og prófuð á stöðluðum prufuvandamálum. Fyrstu niðurstöður liggja fyrir og voru þær kynntar á ráðstefnu INFORMS (bandaríska aðgerðarrannsóknarfélagsins) í nóvember 2001, jafnframt var skrifuð grein sem kynnir bæði aðferðina og niðurstöður samanburðar á aðferðinni við aðrar bestunaraðferðir. Enn er unnið að þróun aðferðarinnar, og sýna niðurstöður að frekari rannsókna er þörf til að endurbæta aðferðina enn frekar. Viðskiptafræðistofnun Almennt yfirlit og stjórn Stjórn Viðskiptafræðistofnunar var þannig skipuð árið 1999: Runólfur Smári Steinþórsson dósent, formaður, Þráinn Eggertsson prófessor, Örn D. Jónsson prófessor, Ingjaldur Hannibalsson prófessor, Guðbjörg Erlendsdóttir, MS nemi, meðstjórnendur. Forstöðumaður stofnunarinnar er Kristján Jóhannsson lektor. Árið 2001 var Margrét Sigrún Sigurðardóttir verkefnastjóri ráðin til stofnunarinnar. Við Viðskiptafræðistofnun starfa fastir kennarar viðskipta- og hagfræðideildar, stúdentar og sérfræðingar. Starfsmenn þessir eru allir ráðnir á verkefnagrunni. Viðskiptafræðistofnun nýtur ekki fastra styrkja eða fjárveitingar, heldur starfar fyrir sjálfsaflafé. Rannsóknir Á árinu 2001 var fyrirkomulagi stofnunarinnr breytt að því leyti að stofnuð voru rannsóknaáherslusvið eða rásir. Hver rás hefur skilgreind markmið og talsmann sem leiðir rannsóknir á sviðinu og kemur fram fyrir hönd þess. Stofnuð voru þrjú rannsóknaáherslusvið. Stjórnun og stefnumótun í þekkingarþjóðfélagi: Rásin rammar inn þær rannsóknir og þjónustu sem Runólfur Smári Steinþórsson er í forystu fyrir innan stofnunarinnnar. Dæmigerðar yfirskriftir á rannsóknum og verkefnum sem unnið er að innan þessa sviðs eru stjórnun og skipulag fyrirtækja, stefnumiðuð stjórnun, þekkingarstjórnun og lærdómsfyrirtæki og þjónustustjórnun. Unnið var að þjónusturannsókn fyrir Tryggingarstofnun ríkisins. Verkefnaráðinn starfsmaður við rásina var Rósa Steingrímsdóttir MS nemi. Vinnumarkaður: Markmið vinnumarkaðsrásar er að efla rannsóknir á íslenskum vinnumarkaði með áherslu á þróun hans, starfsmannamál og samskipti. Talsmaður rásarinnar er Gylfi Dalmann Aðalsteinsson. Markaður staðsetning og nýsköpun: Markmiðið með rásinni er þverfagleg greining á markaði (sem stofnun), staðsetningu og nýsköpun. Á árinu 2001 voru lögð drög að útgáfu ritraðar með styrk frá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins. Þá var rásin aðili að umsókn um styrki til nordisk industrifond. Verkefnin verða unnin á árinu Fyrir utan þær rannsóknir sem farið hafa fram innan rása vann stofnunin að þjónustrannsóknum og var þátttakandi í evrópuverkefninu Bonus Ortho. Útgáfustarfsemi Viðskiptafræðistofnun og Bókaklúbbur atvinnulífsins standa saman að itröð. Eftirfarandi rit voru gefin út 2001: Að stjórna fólki í fyrsta sinn, höfundur Ron Bracey og Sölutækni og samskipti, höfundur Russel Webster. Heimasíða Viðskiptafræðistofnunar er: 166

167 Örverufræðistofa Almennt yfirlit og stjórn Örverufræðistofa er til húsa á 3. hæð í Ármúla 1A, en þangað flutti hún vorið 1990 úr Sigtúni 1. Þarna er rými fyrir verklega kennslu í örverufræðinámskeiðum, bæði í framhaldsnámskeiðum og fjölmennum grunnnámskeiðum en einnig er hægt að kenna þar minni semínarhópum. Forstöðumaður er Guðni Á. Alfreðsson prófessor í örverufræði. Stúdentar af mörgum sviðum Háskólans sækja námskeið í húsnæðið, t.d. stúdentar í líffræði, matvælafræði, lífefnafræði, lyfjafræði lyfsala, læknisfræði og hjúkrunarfræði. Uppbygging aðstöðunnar hefur mjög beinst að því að samnýta búnað fyrir bæði rannsóknir og kennslu sem er mjög hagstætt. Nemendur í framhaldsnámi hafa einnig fengið aðstöðu þar. Starfsfólk Sérfræðingar á örverufræðistofu og aðrir sem tengjast henni: Eva Benediktsdóttir dósent: Fisksjúkdómabakteríur. Eggert Gunnarsson lektor (hlutastarf): Sýklar í búfé og búfjárafurðum. Guðmundur Óli Hreggviðsson lektor (hlutastarf): Hitakærar bakteríur og hagnýting þeirra. Guðni Á. Alfreðsson prófessor: Kuldakærar bakteríur, Salmonella og Campylobacter. Hafliði M. Guðmundsson deildarstjóri: Kuldakærar bakteríur og ensím þeirra. Jakob K. Kristjánsson rannsóknarprófessor: Hitakærar bakteríur og hagnýting þeirra. Hlutverk Örverufræðistofa er rannsóknarvettvangur kennara í líffræðiskor sem hafa örverufræði (einkum bakteríufræði), örverulíftækni eða örveruvistfræði sem sérsvið, svo og sérfræðinga sem starfa að lengri eða skemmri verkefnum á þessum sviðum. Um aðstöðu vegna verkefna stúdenta er samið hverju sinni. Hlutverk örverufræðistofu og starfsliðs hennar er: að stunda rannsóknir innan örverufræðinnar, einkum á sviði bakteríufræði, svo og líftæknilegar rannsóknir á bakteríum og örveruvistfræðilegar rannsóknir á íslensku umhverfi (t.d. á hitakærum og kuldakærum bakteríum, sjávarbakteríum og dreifingu sýkla í umhverfinu). að miðla grundvallarþekkingu í örverufræði og niðurstöðum rannsókna á vettvangi þjóðar og fræða, kynna nýjungar innan fræðigreinarinnar og styðja við kennslu í henni. Starfsemi Vegna betra húsnæðis og nýrra tækja, sem einkum hafa fengist með rannsóknarstyrkjum, hafa á undanförnum árum opnast möguleikar á ýmsum nýjum verkefnum. Má hér nefna rannsóknir á hitakærum og kuldakærum bakteríum og ensímum úr þeim, bakteríum í sjó, úr sjávarlífverum og fisksjúkdómabakteríum. Einnig hafa sýklar í umhverfi og matvælum verið rannsakaðir. Rannsóknasamvinna við innlenda aðila hefur verið ríkur þáttur í flestum verkefnum örverufræðistofu svo og sérstök norræn samvinna og víðtækari Evrópusamvinna. Einnig hefur á síðustu árum aukist mjög samvinna við stofnanir í Bandaríkjunum og Kanada og mun það starf væntanlega eflast á næstu árum. Samvinna er einnig við University College Dublin. Á árinu 2001 var unnið við að þróa greiningartækni fyrir Moritella viscosa sem veldur vetrarsárum í eldisfiski. Árið 2001 var einnig unnið að framhaldi verkefnis sem hófst sumarið Þetta er rannsóknarverkefni sem unnið er í samvinnu við eina af stofnunum bandaríska landbúnaðarráðuneytisins um leit, einangrun og nákvæmar týpugreiningar ( genetic fingerprinting ) á Campylobacter sýklum í tengslum við kjúklingaframleiðslu hér á landi. Einnig var leitað að Salmonella í mörgum sýnanna. Í samvinnu við yfirdýralækni og landbúnaðarráðuneytið hefur verið unnið að allvíðtækum salmonellarannsóknum í umhverfi á Suðurlandi. Jafnframt hefur verið unnið að ensímarannsóknum á kuldakærum bakteríum í samvinnu við ýmsa aðila og hugað hefur verið að notum slíkra ensíma í líftækni. Ofangreindar rannsóknir hafa verið styrktar af innlendum og norrænum rannsóknasjóðum og Evrópusjóðum (t.d. úr 3. og 4. rammaáætlun ESB) og einnig af nokkrum fyrirtækjum. 167

168

169 Þjónustustofnanir Endurmenntun Háskóla Íslands Almennt yfirlit Átjánda starfsár Endurmenntunar Háskóla Íslands 2001 var umfangsmikið að vanda og réði þar miklu vöxtur í lengra námi, aukið alþjóðasamstarf og átak í markaðs- og kynningarmálum. Aldrei áður voru jafn mörg námskeið haldin fyrir háskólafólk og almenning eða 432 í meira en 20 flokkum. Hátt í manns sóttu sér fræðslu til Endurmenntunar á árinu og flestir þeirra sátu starfstengd námskeið. Gengið var til samstarfs við IMG um námskeiðahald fyrir stjórnendur og samið var við bandaríska fyrirtækið Skillsoft um sölu á netnámskeiðum. Þá hófst samstarf við The University of British Columbia í Vancouver í Kanada um að bjóða upp á sex mánaða alþjóðlegt fjarnám á Netinu í markaðssetningu. Innan Háskólans var samið um samstarf við guðfræðideild Háskóla Íslands um námskeið á sviði sálgæslu. Alls verða haldin 6 námskeið - það fyrsta haustið 2002 og það síðasta vorið Þau má meta til 20 eininga og sem hluta af námi til MA prófs. Þá var samið um samstarf við lagadeild um fræðslu fyrir starfandi lögfræðinga. Ný stjórn Stjórn Endurmenntunar er skipuð af háskólaráði og samstarfsaðilum; Tækniskóla Íslands, Bandalagi háskólamanna (BHM), Arkitektafélagi Íslands, Félagi framhaldsskólakennara, Tæknifræðingafélagi Íslands og Verkfræðingafélagi Íslands. Ný stjórn var skipuð á haustmánuðum. Fulltrúar Háskóla Íslands: Ágústa Guðmundsdóttir raunvísindadeild, Áslaug Björgvinsdóttir lagadeild, Kristján Jóhannsson viðskiptafræði- og hagfræðideild, Magnús Jóhannsson læknadeild, Oddný Sverrisdóttir heimspekideild, varaformaður stjórnar, og Valdimar K. Jónsson verkfræðideild og formaður stjórnar. Fulltrúar samstarfsfélaga: Erna Guðrún Agnarsdóttir Tækniskóla Íslands, Hilmar Þór Björnsson Arkitektafélagi Íslands, Hjördís Þorgeirsdóttir Félagi framhaldsskólakennara, Ingveldur Ingvarsdóttir Bandalagi háskólamanna, Óskar Þorsteinsson Tæknifræðingafélagi Íslands, Sigurður M. Garðarsson Verkfræðingafélagi Íslands og Unnur Arna Jónsdóttir Félagi viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Stjórnarfundi sitja einnig Kristín Jónsdóttir endurmenntunarstjóri og staðgengill hennar Guðrún Björt Yngvadóttir. Nýjar reglur um starfsemi Endurmenntunar Ný reglugerð var samþykkt á háskólafundi 25. október Helstu nýjungar frá fyrri reglugerð sem sett var fyrir stofnunina á árinu 1991, er að stjórn hefur nú verið heimilað að mynda þriggja manna framkvæmdastjórn undir forystu stjórnarformanns. Þá er kveðið á um að stofnunin njóti sjálfstæðis hvað varðar ráðstöfun húsnæðis og sjálfsaflafjár innan ramma fjárhagsábyrgðar háskólaráðs. Starfsfólk Nokkrar breytingar urðu á mannahaldi á árinu. Tveir starfsmenn létu af störfum og þrír nýir tóku til starfa, þar af var ráðinn markaðsstjóri í nýja stöðu. Starfsmenn voru 16 í föstu starfi, auk tveggja í hlutastarfi. Starfsemi EHÍ miðast við skipurit þar sem umsjón með námskeiðum og lengra námi skipast niður á sjö verkefnastjóra. Markmiðið er að tryggja sem best gæði í kennslu og kennsluefni, þróun námskeiða, innri og ytri þjónustu og fjármálastjórn. Verkefnisstjórar eru tengiliðir við fagfélög, ráðgjafa, fókushópa, kennara og nemendur. Kennarar Á hverri önn miðla meira en 300 kennarar þekkingu sinni á námskeiðum og eru þeir allir verktakar. Flestir hafa langa reynslu af kennslu á háskólastigi, en þeim reynsluminni stendur til boða námskeið í kennslutækni án endurgjalds. Tekið er mið af mati nemenda í ráðningum á kennurum og leitast við að hafa færustu 169

170 sérfræðinga; íslenska sem erlenda, við kennslu á hverjum tíma. Fyrir utan íslenska sérfræðinga kenndu á námskeiðum á liðnu ári fyrirlesarar frá háskólum í Bandaríkjunum, Kanada, Bretlandi, Ítalíu, Svíþjóð, Noregi og Danmörku. Aðalstarfsemi Markmið Endurmenntunar Háskóla Íslands er að veita háskólamenntuðu fólki og almenningi fjölbreytt tækifæri til sí- og endurmenntunar. Starfsemi stofnunarinnar nær einnig til opinberra stofnana, félagasamtaka og einkafyrirtækja. Starfstengd styttri námskeið Mestur vöxtur var á árinu í námskeiðum fyrir heilbrigðisstéttir og fólk í félagsþjónustu og uppeldisstörfum. Annar námskeiðaflokkur sem óx mjög var Stjórnun og starfsþróun. Alls sóttu manns stutt starfstengd námskeið á árinu og voru helstu viðfangsefni: Rekstur, stjórnun, starfsmannastjórnun, gæðastjórnun, fjármagnsmarkaður. Lögfræði, hagfræði, reikningsskil, sölu- og markaðsmál, fjármálastjórn. Heilbrigðis-, félags- og uppeldismál, tölfræði og rannsóknir. Hugbúnaðargerð, vefsmíðar og Netið. Byggingar, umhverfi, rafmagn, tölvur, vélar og iðnaður. Námskeið fyrir framhaldsskólakennara. Kvöldnámskeið Nær manns sóttu opin kvöldnámskeið á vegum stofnunarinnar á árinu og jókst þátttaka töluvert. Samstarf var við ýmsar menningarstofnanir um námskeiðahald, m.a. Þjóðleikhúsið, Vinafélag Íslensku Óperunnar, Salinn í Kópavogi, Þjóðminjasafn og Listasafn Íslands. Sú nýbreytni var tekin upp að veita eldri borgurum 10% afslátt á námskeiðsgjöldum í þessum flokki. Nám samhliða starfi Vöxtur er mikill í lengra námi sem fólk stundar samhliða vinnu. Þessi þáttur starfseminnar er nú fjörutíu af hundraði. Athygli vekur að háskólamenntuðu fólki fjölgar sem er að endurmennta sig og að söðla um á vinnumarkaði. Á vormisseri 2001 voru átta námsbrautir í gangi í lengra námi með alls 258 nemendur. Á hausmisserinu voru 10 námsbrautir í gangi með alls 310 nemendur. Nokkuð jafnt er milli kynja, en konur eru þó heldur fleiri. Háskólamenntaðir nemendur eru um helmingur nemenda. 109 nemendur útskrifuðust úr lengra námi á vormisseri 2001 og 76 útskrifuðust á haustmisseri Alls eru þetta 185 nemendur. Ein ný námsbraut leit dagsins ljós á árinu 2001 en það er nám í Starfsmannastjórnun og er það í fyrsta skipti sem boðið er upp á heildstætt nám í þessum fræðum Réttindanám á vegum ráðuneyta Námskeið í verðbréfaviðskiptum var haldið árið 2001 og hafa aldrei jafn margir sótt það nám. Það er vegna breyttra reglna í verðbréfaviðskiptum þar sem millistjórnendur verða nú að hafa lokið þessu námi. Árlega hafa verið haldin 1-2 námskeið í eignaskiptayfirlýsingum og vorið 2001 var haldið eitt slíkt. Vetrarlöngu námskeiði í vátryggingamiðlun lauk vorið Ekkert námskeið var haldið fyrir mannvirkjahönnuði og var samstarfi við prófnefnd formlega lokið á árinu. Verður því ekki aftur boðið upp á námskeið og próf fyrir mannvirkjahönnuði. Endurmenntun framhaldsskólakennara Samstarfsnefnd sem skipuð er af menntamálaráðuneyti til tveggja ára, hefur umsjón með fjármunum sem ráðuneytið veitir árlega til endurmenntunar framhaldsskólakennara í samstarfi við Endurmenntun, dagskrárstjóra endurmenntunarnámskeiða og fagfélög. Boðið er upp á fimm gerðir námskeiða: Greinabundin námskeið, nám samhliða kennslu og nær yfir heilt skólaár, styrkir til námskeiða í upplýsingatækni, viðbótarnám í allt að tvö ár og farandnámskeið kennarar fengu styrki til náms og endurmenntunar á árinu. Sérsniðin námskeið Fastur liður í starfsemi Endurmenntunar er að veita ráðgjöf um og skipuleggja sérsniðin námskeið fyrir fyrirtæki og stofnanir. Þau eru ýmist haldin á vinnustað eða í húsnæði Endurmenntunar. Helst er beðið um námskeið í samskiptum, þjónustu, rekstrarfræðum og stjórnun. 170

171 Evrópusamstarf Á fjórða hundrað manns tóku þátt í tungumálahátíð hjá Endurmenntun helgina maí. Hún var haldin í viku tungumála í fullorðinsfræðslu að tilstuðlan Evrópuráðsins og Evrópusambandsins. Ísland var eitt 45 þátttökulanda. Hátíðin var að hluta til fjármögnuð með styrkjum frá Evrópusambandinu og menntamálaráðuneytinu. Björn Bjarnason menntamálaráðherra setti hátíðina þar sem boðið var upp á fjölbreytta menningar- og fræðsludagskrá. Einnig kynntu tungumálaskólar og Tungumálamiðstöð H.Í. námskeið sín og nýja tækni í tungumálanámi. Á þriðja hundrað manns sóttu ókeypis örnámskeið í tungumálum dagana maí en meginmarkmið þessa átaks var að hvetja unga sem aldna til að bæta tungumálakunnáttu sína og kynnast öðrum menningarheimum. Bæklingurinn Tungumál opna dyr - Finndu þinn lykil var gefinn út af Endurmenntun í tilefni af evrópsku tungumálaári og er hann yfirlit yfir alla skóla, stofnanir og fyrirtæki sem bjóða upp á tungumálanám á Íslandi. Leonardoverkefni um margmiðlun og fleiri verkefni Snemmsumars lauk Evrópuverkefni sem Endurmenntun tók þátt í ásamt íslenskum, írskum og dönskum samstarfsaðilum og styrkt var af Leonardóáætluninni. Haldið var þriggja daga námskeið um nýjustu kenningar í hönnun og frásögn í margmiðlun og kenndu sérfræðingar frá fjórum löndum. Afrakstur þessa verkefnis er að finna á: Forstöðumaður EHÍ og þrír verkefnisstjórar sóttu ráðstefnur og námskeið á vegum Eucen-samtaka evrópskra endurmenntunarmiðstöðva á árinu. Fulltrúi EHÍ starfar í ráðgjafarhópi við símenntunaráætlunina Grundtvig á vegum Evrópusambandsins. Kynningar- og markaðsstarfsemi Námskrá Endurmenntunar var borin í hús til um viðtakenda tvisvar á árinu - fyrir vorönn í ársbyrjun og fyrir haustið í byrjun september. Viðskiptaskráin hefur aukist að vöxtum ár frá ári og var unnið töluvert í því á árinu að endurskipuleggja hana til að gera markaðssetningu markvissari. Tekið var í notkun nýtt merki fyrir Endurmenntun og nýtt heildarútlit á öllu prentefni. Höfundur þess er Aðalbjörg Þórðardóttir grafískur hönnuður. Merkið sýnir ákveðið grunnform sem endurtekur sig og vísar til endurmenntunar. Grunneiningin í merkinu er líkt og námsáfangi sem bæta má við, byggja ofan á og mynda úr ný form. Nýr vefur fór einnig í loftið í lok ársins og var mikið verk unnið á haustmánuðum við að hanna útlit og samræma skráningarkerfi og vefkerfi. Á vefnum eru öll námskeið Endurmenntunar kynnt í styttri og lengri útgáfu, þar eru og upplýsingar um kennara, starfsfólk og skráningu. Fjármál Námskeiðsgjöld hækkuðu á árinu til samræmis við hærri launakostnað og aukin rekstrarútgjöld. Þá hækkuðu laun starfsmanna í samræmi við kjarasamninga sem gerðir voru við Félag háskólakennara, en flestir starfsmenn EHÍ eru háskólamenntaðir og í því félagi. Húsnæðismál Gerðar voru breytingar á húsnæði vegna þrengsla í vinnurými starfsfólks. Bætt var við skrifstofu fyrir tvo þar sem áður var kaffistofa og ný kaffistofa sett upp í gangrými. Endurnýjun tölvustofu Tölvuver EHÍ var endurnýjað að fullu á árinu. Tuttugu tölvum var skipt út og settar upp nýjustu útgáfur af öllum helstu forritum. Námskeið fyrir bandaríska háskólanema Námskeiðin Arctic Biology (Heimskautalíffræði) og Geology of Iceland (Jarðfræði Íslands) er haldið af EHÍ í samstarfi við,,danmarks International Study Program (DiS), sem er deild við Kaupmannahafnarháskóla. Þetta samstarf hefur staðið síðan 1996 með þátttöku 141 nemanda frá 69 skólum víðsvegar um Bandaríkin. Sumarið 2001 komu 24 nemendur. Í mars 2001 komu hingað til lands 25 bandarískir háskólaprófessorar og starfsmenn alþjóðaskrifstofa frá nokkrum háskólum í Bandaríkjunum, til að kynna sér þessi námskeið. 171

172 Eitt leiðir af öðru Stofnað var Félag um lýðheilsu að loknu þverfaglegu námskeiði um Stefnumótun á sviði lýðheilsu. Þetta er ekki einsdæmi því fræðslustarfsemi á vegum EHÍ hefur nokkrum sinnum áður leitt til þess að stofnuð hafa verið félög og samtök um sértæk fagmál. Heimasíða Endurmenntunar Háskóla Íslands er: Happdrætti Háskóla Íslands Happdrætti Háskóla Íslands var stofnað með lögum árið Meginástæða þess var að Alþingi hafði veitt heimild til að byggja yfir Háskóla Íslands þegar fjárveiting fengist, en veitti svo ekki fé til byggingarinnar. Happdrættið er eins og nafnið gefur til kynna í eigu Háskólans og tilgangur þess er að afla fjár til bygginga hans, viðhalds þeirra og til tækjakaupa. Nær allar háskólabyggingarnar hafa verið reistar fyrir ágóða af rekstri happdrættisins. Stjórn Háskólaráð kýs stjórn Happdrættis Háskóla Íslands og eru í henni Páll Skúlason háskólarektor, formaður, Þorgeir Örlygsson ráðuneytisstjóri og Þórir Einarsson ríkissáttasemjari. Forstjóri Happdrættisins er Ragnar Ingimarsson. Frá 1. október tók hann leyfi er hann átti inni vegna starfa sinna. Við starfi hans tók þá Brynjólfur Sigurðsson prófessor. Fjármála- og markaðsstjóri er Jón Óskar Hallgrímsson. Stöðugildi í árslok 2001 voru 26. Höfuðstöðvar HHÍ eru í Tjarnargötu 4 í Reykjavík, en utan þeirra starfa um 100 umboðsmenn víðs vegar um landið. Góður árangur í rekstri Rekstur HHÍ er þrískiptur. Flokkahappdrættið hefur verið rekið frá árinu 1934, en fyrst var dregið í því 10. mars það ár. Árið 1987 hóf HHÍ að selja skafmiða, Happaþrennuna, og árið 1993 hófst svo rekstur á pappírslausu happdrætti, Gullnámunni. Það er sameiginlegt þessum tveimur síðarnefndu happdrættisformum að viðskiptavinir vita strax hvort þeir hafa fengið vinning. Rekstrartekjur HHÍ á árinu 2001 námu 2,45 milljörðum króna, sem er 12% aukning frá fyrra ári. Rekstrartekjur flokkahappdrættisins stóðu í stað á árinu, tekjur Gullnámunnar jukust um 24% og Happaþrennunnar um 31%. Hagnaður af reglulegri starfsemi jókst um 32 m.kr. eða úr 539 m.kr. í 571 m.kr. Af þeirri upphæð á eftir að greiða 20% einkaleyfisgjald til ríkissjóðs. Öllum hagnaði af rekstri Happdrættis Háskóla Íslands skal lögum samkvæmt varið til uppbyggingar Háskólans og fer hann til nýbygginga, viðhalds fasteigna og lóða og til tækjakaupa. Ný markaðsstefna fleiri miðaeigendur Fyrir nokkrum árum var meðalaldur miðaeigenda Happdrættis Háskólans nokkuð hár og var ákveðið að bregðast við því með nýrri markaðs- og þjónustustefnu. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa því miðaeigendum hefur fjölgað verulega, einkum í yngri aldurshópum. Árið 1996 voru miðaeigendur 32 þúsund talsins en í árslok 2001 voru þeir orðnir 41 þúsund. Um 40% heimila í landinu styðja uppbyggingu Háskólans með þessu móti. Ný þjónustustefna og aukin sjálfvirkni í viðskiptum styðja þessa ánægjulegu þróun. Happdrættið mun halda áfram að þróa og auka þjónustu sína við miðaeigendur í samræmi við breyttar þarfir og vaxandi samskiptatækni. Eftirlit Eftirlit með útdráttum og vinningum í HHÍ er í höndum sérstaks happdrættisráðs, sem dómsmálaráðherra skipar. Í því áttu sæti árið 2001 Ólafur Walter Stefánsson, formaður, Drífa Pálsdóttir og Fanney Óskarsdóttir. Varamaður er Áslaug Þórarinsdóttir. Ársreikningar Happdrættis Háskólans eru endurskoðaðir í umboði ríkisendurskoðunar og birtast þeir í ríkisreikningi. Heimasíða Happdrættis Háskóla Íslands: 172

173 Háskólabíó Háskólabíó er sjálfseignarstofnun í eigu Sáttmálasjóðs. Tilgangur stofnunarinnar er að tryggja hagkvæm not á fjölsalahúsnæði sínu með því að reka þar samkomustað fyrir fjölþætta starfsemi á sviði mennta, menningar og afþreyingar, jafnframt því sem nafni Háskóla Íslands er haldið á loft. Háskólabíó greiðir ákveðið hlutfall af tekjum sínum í Sáttmálasjóð sem notaður er til að styrkja háskólakennara til fræðistarfa. Starfsemi fyrirtækisins er fjölþætt: Kvikmyndasýningar, verslunar- og veitingarekstur, rekstur myndbandadeildar og föst leiga á húsnæði til Landsbanka Íslands, Háskóla Íslands og Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Í byrjun árs var tekin ný kennslustofa H-6 í notkun í herbergi við hlið salar 5 í kjallara. Háskólabíó rekur einnig fullkomið mötuneyti fyrir stúdenta og aðra á háskólasvæðinu í kjallara við sal 5. Auk þess er nokkuð um aðra útleigu á húsnæði, tæknibúnaði og starfsfólki í tengslum við ráðstefnur, fundi, tónleika og margvísleg fundahöld. Hjá Háskólabíói starfa 55 starfsmenn en stöðugildi eru 31 að jafnaði á ári. Framkvæmdastjóri Háskólabíós er Einar S. Valdemarsson, markaðsstjóri er Christof Wehmeier og yfirmaður myndbandadeildar er Leó Pálsson. Háskólaútgáfan Á árinu voru lagðar fram tillögur fyrir háskólaráð þess efnis að Háskólaútgáfan yrði gerð að stofnun og að hafinn yrði undirbúningur þess að taka upp ritrýni þeirra bóka sem út koma á hennar vegum. Þessar tillögur og drög að reglugerð fyrir útgáfuna voru samþykktar. Jafnframt var útgáfunni skipuð ný stjórn, en hana skipa Magnús D. Baldursson, formaður, Guðrún Björnsdóttir og Höskuldur Þráinsson. Jörundur Guðmundsson hefur verið ráðinn forstöðumaður. Alls voru gefnir út um 45 nýir titlar, 12 endurútgáfur og umtalsverður fjöldi bæklinga og minni prentgripa fyrir yfirstjórn og stofnanir H.Í.. Velta ársins nam rúmlega fjörutíu milljónum króna. Fjöldi seldra titla var um Sem fyrr eru fastir starfsmenn þrír. Þá samdi útgáfan við nýtt fyrirtæki, Dreifingarmiðstöðina, um að taka að sér dreifingu bóka hennar til bókabúða og viðskiptaaðila innanlands auk þess sem fyrirtækið heldur umtalsverðan hluta lagers útgáfunnar. Einnig var gengið frá samningi við The David Brown Book Co. í Bandaríkjunum um sölu og dreifingu bóka þar í landi og við Lavis Marketing um sölu og dreifingu í Evrópu. Þessum samningum var fylgt eftir með útgáfu viðamikillar bókaskrár á ensku þar sem erlendir titlar útgáfunnar eru kynntir ásamt úrvali bóka sem kunna að eiga erindi til erlendra fræðimanna og áhugamanna um íslensku og íslensk fræði. Þessari bókaskrá hefur nú verið dreift í tæplega eintökum víða um lönd. Heimasíða Háskólaútgáfunnar: Hollvinasamtök Háskóla Íslands Almennt Starfsár Hollvinasamtaka Háskóla Íslands hefur fram til þessa staðið frá 1. desember til jafnlengdar næsta ár og miðast eftirfarandi yfirlit við það. Á síðasta aðalfundi í desember 2001 var sú breyting gerð að aðalfundur yrði framvegis haldinn í júní. Aðalfundur Hollvinasamtakanna var haldinn 1. desember 2000 og fóru þar fram hefðbundin aðalfundarstörf. Kosið var í stjórn, sem skv. lögum er gert annað hvert ár. Í stjórninni tóku sæti Ragnhildur Hjaltadóttir formaður, Sveinbjörn Björnsson varaformaður, María E. Ingvadóttir gjaldkeri, Haukur Þór Hannesson fulltrúi Stúdentaráðs H.Í. og Steingrímur Hermannsson 173

174 meðstjórnendur. Varamaður er Bjarni Ármannsson. Sigmundur Guðbjarnason hefur hingað til setið í stjórninni kjörinn af háskólaráði, en þar sem hann lét af störfum við Háskólann á árinu urðu mannaskipti. Með stjórninni hafa einnig starfað formenn Stúdentaráðs, Eiríkur Jónsson og Þorvarður Tjörvi Ólafsson, svo og fulltrúi rektors, Jörundur Guðmundsson. Framkvæmdastjóri Hollvinasamtakanna er Sigríður Stefánsdóttir. Á árinu bættist eitt hollvinafélag í hópinn þegar Hollvinafélag viðskipta- og hagfræðideildar var stofnað 19. júní 2001 á grundvelli fyrri yfirlýsingar deildarfundar. Stjórnarstörf Stjórnin heldur reglulega stjórnarfundi. Milli þeirra hafa einkum formaður og framkvæmdastjóri átt fundi með einstökum hollvinafélögum, aðilum sem vilja kynna sér starfsemi samtakanna, sækja til þeirra eða leggja þeim lið í fjáröflun og innra starfi. Fulltrúaráð Hollvinasamtakanna kom saman í Skólabæ hinn 17. maí 2001 og skiptust ráðsliðar á upplýsingum og hugmyndum að starfi hollvinafélaga og samtakanna í heild. Einkum var rætt um hugmyndir sem lengi hafa verið í deiglunni um að allir kandídatar færu sjálfkrafa inn í Hollvinasamtökin, nema þeir óskuðu annars. Þessi hugmynd hefur verið útfærð með góðum árangri í einstökum deildum og bíður sú ákvörðun næsta fulltrúaráðsfundar. Hollvinafélögin Starfsemi margra hollvinafélaga var mjög öflug á árinu. Félagsmenn nutu fræðslu og samræðu á málþingum og fundum, deildum voru færðar góðar gjafir, rannsóknaviðurkenningar veittar, kandídatar verðlaunaðir, svo fátt eitt sé nefnt. Vert er að geta þess að hið unga Hollvinafélag viðskipta- og hagfræðideildar hefur þegar hafið öflugt starf, m.a. í samvinnu við Búnaðarbanka Íslands. Hornsteinar Á árinu 2000 gengu þrjú fyrirtæki til liðs við Hollvinasamtökin og lögðu fram ákveðna upphæð til rekstrarins. Fyrirtækin eru Flugfélag Íslands, Landsbanki Íslands hf. og Opin kerfi hf. Þessi fyrirtæki lögðu Hollvinasamtökunum einnig lið á árinu 2001 og er það sérstaklega ánægjulegt að hafa samfellu í því starfi. Stuðningur þessara fyrirtækja hefur reynst samtökunum ómetanlegur og er þess að vænta að hornsteinaleiðin verði áfram gengin. Sjóðsstofnun Eiríkur Smith listmálari færði Hollvinafélagi heimspekideildar og Hollvinasamtökunum að gjöf útgáfurétt að tveimur verka sinna, Náttúruöflum og Úr landslagi. Verkin hafa nú verið prentuð á annars vegar tækifæriskort og hins vegar minningarkort og stofnaður Styrktar- og minningargjafasjóður Háskóla Íslands hinn 2. október Húsnæði Skrifstofa Hollvinasamtakanna er enn í bráðabirgðahúsnæði í Aðalbyggingu Háskólans, en eins og kunnugt er býr skólinn víða við þröngan húsakost og því fátt til ráða að sinni. Samkomur Hinn 20. janúar 2001 var árshátíð Háskólans haldin. Hollvinasamtökin hafa undanfarin ár tekið virkan þátt í hátíðinni, m.a. séð um miðasölu, og var svo einnig nú. Ekki var þó fótamenntinni þar með lokið því Hollvinasamtökin tóku að sér umsjón með hátíðardansleik í tilefni 90 ára afmælis Háskólans. Sá dansleikur var haldinn á Broadway laugardaginn 6. október, var fjölsóttur og þótt takast afar vel. Háskólinn greiddi miðaverðið rausnarlega niður sem jók þátttöku verulega. Skemmtiatriði voru að mestu sjálfbær eins og undanfarin ár og Torfi H. Tulinius stjórnaði samkomunni. Borgarstjóri, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, tók lagið með Rimlabandinu og margt fleira mætti telja. Eitt má þó sérstaklega nefna að Valdimar Örnólfsson stjórnaði fjöldasöng af alkunnum glæsibrag en hann lætur af störfum við Háskóla Íslands fyrir aldurs sakir árið 2002 og þakka Hollvinasamtökin honum samstarfið á liðnum árum. Hollvinadagur var haldinn í Norræna húsinu miðvikudaginn 5. desember. Haldið var málþing undir heitinu Máttur sannfæringarinnar og síðan buðu samtökin upp á veitingar í anddyri hússins. Frummælendur á málþinginu voru sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir, Árni Björnsson læknir, Stefán Pálsson sagnfræðingur og Þórunn Valdimarsdóttir sagnfræðingur og rithöfundur. Umræðunum stjórnaði Sigurður G. Tómasson blaðamaður. Málþingið þótti takast afar vel og efnistök óvenjuleg og áhugaverð á margan hátt. 174

175 Útgáfumál Hollvinirnir fá sent Fréttabréf Háskólans nokkrum sinnum á ári með sérstökum hollvinafréttum og hefur það gefið góða raun. Ár árinu var komið á samstarfi við Tímarit hjúkrunarfræðinga og koma þar nú reglulegir fréttapistlar frá Hollvinasamtökunum og Hollvinafélagi hjúkrunarfræðideildar. Mætti e.t.v. nýta þessa fyrirmynd í fleiri fagtímaritum. Samstarf Á grundvelli samstarfs Hollvinasamtakanna, Háskólans og Stúdentaráðs hafa hollvinir frá upphafi átt þess kost að fá ýmis rit yfirstjórnar Háskólans og Stúdentablaðið sér að kostnaðarlausu. Hollvinasamtökin hafa átt samstarf um ákveðna þætti á afmælisárinu við Stúdentaráð H.Í. og yfirstjórn Háskólans og voru m.a. aðilar að ákveðnum þáttum þjóðarátaks stúdenta til eflingar skólans. Heiðursfélagi Að lokinni virðulegri afmælishátíð Háskólans í Alþingishúsinu 17. júní héldu hollvinir lítið hóf í Skólabæ þar sem þess var minnst að fimm ár voru liðin frá því gengið var frá stofnun Hollvinasamtakanna. Stjórn samtakanna hafði á fundi sínum 13. júní 2001 ákveðið að gera Sigmund Guðbjarnason að heiðursfélaga Hollvinasamtaka Háskóla Íslands við þetta tækifæri. Sigmundur var fyrsti formaður Hollvinasamtakanna og einn af aðalhvatamönnum að stofnun þeirra. Eftir að hann lét af formennsku í Hollvinasamtökunum hefur hann setið í stjórninni sem fulltrúi háskólaráðs. Hann hefur látið af störfum við Háskólann fyrir aldurs sakir og við þau tímamót vilja stjórn og framkvæmdastjóri Hollvinasamtaka Háskóla Íslands færa honum alúðarþakkir fyrir framlag hans í þágu samtakanna á mótunarárum þeirra, svo og einstakt samstarf og hvatningu í hvívetna. Fyrir er einn heiðursfélagihollvinasamtakanna og er það frú Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands. Lokaorð Félagsmönnum í Hollvinasamtökunum fjölgar stöðugt og ljóst er að Hollvinasamtök Háskóla Íslands hafa á liðnum árum orðið fyrirmynd ýmissa hollvinasamtaka í landinu og hollvinahugtakið er orðið Íslendingum tamt. Það er því brýnt að Hollvinasamtökunum oghollvinafélögum takist í samstarfi við Háskólann og stúdentahreyfinguna að efla hollvinavitund komandi kynslóða í Háskóla Íslands. Áætlanir þar um eru í mótun og verður fljótlega gerð grein fyrir framkvæmdinni, sem er hluti af skipulagsbreytingum Hollvinasamtakanna ogtaka mið af fjölgun félagsmanna og félaga. Landsbókasafn Íslands Háskólabókasafn Rekstur Heildarrekstrarkostnaður safnsins nam um 500 m.kr. á árinu Þar af var fjárveiting til ritakaupa 65,2 m.kr. (Ritakaupasjóður Háskóla Íslands 41,7 m. kr., Landsbókasafnsþáttur 23,5 m kr.) og fjárveiting frá Háskóla Íslands vegna lengingar opnunartíma 13,3 m. kr. Mannafli nam í árslok 96 stöðugildum að meðtöldum ráðningum vegna tímabundinna verkefna. Aðsókn og útlán Safnið var opið líkt og fyrra ár, þ.e. um áttatíu tíma í viku níu mánuði ársins og fjörutíu og fimm tíma í viku yfir hásumarmánuðina. Aðsókn fór vaxandi og nýting lessæta var góð. Útlán jukust nokkuð, voru um 70,5 þús. á móti 68 þús. á fyrra ári. Þar af voru tæp 38 þús. lán til stúdenta (tæp 30 þús. 2000) og tæp 11 þús. til starfsmanna Háskólans (um árið 2000). Útlán í útibúum og lán á lestrarsali þjóðdeildar og handritadeildar eru ekki inni í ofangreindum tölum, auk þess sem mikið af ritum er á opnu rými og því ekki skráð í lán séu þau notuð innan safnsins. Háskólaþjónusta Á fundi háskólaráðs 3. desember 1998 var eftirfarandi tillaga samþykkt samhljóða: Til þess að treysta og bæta samvinnu Háskóla Íslands og Landsbókasafns Íslands Háskólabókasafns er lagt til að í hverri deild verði skipaður bókasafnsfulltrúi, eða bókasafnsnefnd í deildum þar sem eru margar skorir. Hlutverk þeirra verði eftirfarandi: 175

176 176

177 að hafa yfirsýn yfir þarfir viðkomandi deilda fyrir þjónustu safnsins og leita samráðs við safnið um það hvernig megi efla hana, að gera tillögu fyrir hönd deildar um skiptingu og ráðstöfun ritakaupafjár. Tengiliðir af hálfu safnsins verða forstöðumaður útlánadeildar (Áslaug Agnarsdóttir), forstöðumaður upplýsingadeildar (Halldóra Þorsteinsdóttir) og forstöðumaður aðfangadeildar (Þorleifur Jónsson). Þar sem nokkuð var um liðið síðan þessari skipan var komið á ritaði landsbókavörður forsetum allra hinna ellefu deilda Háskólans bréf 28. febrúar þar sem óskað var staðfestingar á því hverjir gegni sem stendur störfum sem bókasafnsfulltrúar eða nefndarmenn í bókasafnsnefndum. Boðað var til fundar með fulltrúum deildanna 14. september. Fulltrúar frá um helmingi deildanna komu á fundinn. Sagt var frá nýjungum í safnstarfi, svo sem nýju bókasafnskerfi, rafrænum áskriftum, þróunarverkefnum á vegum safnsins og nýrri heimasíðu þess. Farið var yfir stöðu aðfanga, notendafræðslu, útibúa, námsbókasafns o.fl. Einnig var boðuð sú nýbreytni að tiltekinn starfsmaður safnsins hefði beint samband við kennara og aðra starfsmenn deilda til að kynna þeim nýjungar og þjónustuframboð. Kemur það til viðbótar við hefðbundna notendafræðslu sem rækt var með svipuðum hætti og áður. Rafræn gagnasöfn og rafræn tímarit Menntamálaráðherra skipaði í janúar 2000 verkefnisstjórn til að semja um landsaðgang að rafrænum gagnasöfnum og rafrænum tímaritum, en slíkir samningar fela það í sér að allir landsmenn sem eru með tölvur tengdar Netinu geta hagnýtt sér efnið. Landsbókasafni var falin framkvæmd landssamninganna og réð sérstakan starfsmann til að vinna að því verkefni, annast samskipti við hina erlendu seljendur aðgangsins, sjá um kynningu á efninu o.fl. Í þessu skyni var komið upp vefsíðunni hvar.is. Landssamningar af þessu tagi hafa ekki verið gerðir annars staðar í heiminum til þessa. Þeir koma öllum til góða, en ekki síst háskólamönnum og hafa margfaldað aðgang þeirra að fræðilegri þekkingu. Þessir samningar koma til viðbótar við þá sem safnið hafði gert eitt sér eða í samvinnu við einstaka aðila aðra. Færsla efnis í stafrænt form Sagnanetið, stærsta þróunarverkefni sem fengist hefur verið við á vettvangi bókasafna hér á landi, var opnað umheiminum 2. júlí 2001 ( Það veitir aðgang að um 400 þúsund blaðsíðum fornsagnahandrita og prentaðra rita. Styrkir frá Andrew W. Mellon stofnuninni og fleiri aðilum gerðu safninu kleift að ráðast í þetta verkefni. Unnið var á árinu að svokölluðu VESTNORD-verkefni, en það felur í sér skönnun og innlestur á efni blaða og tímarita og er að verulegu leyti kostað af styrkjafé. Þetta verkefni vekur m.a. áhuga þeirra sem vinna að rannsóknum á íslensku máli, hvort heldur á vettvangi orðabókargerðar eða tungutækni. Gjafir Safnið tók á árinu á móti stórri gjöf bóka og tímarita í mannfræði frá hjónunum Grace og Alfred Harris sem bæði voru prófessorar við University of Rochester. Gjöfin er til komin fyrir meðalgöngu Sigríðar Dúnu Kristmundsdóttur prófessors sem hafði verið nemandi hjónanna. Vefur safnsins Vefur safnsins ( var endurnýjaður á árinu og opnaður í júní, gerbreyttur að hönnun og innihaldi. Hluti af efni vefsins er einnig birtur á ensku. Landskerfi bókasafna Á árinu var gengið frá kaupum á ísraelska kerfinu Aleph sem nýtast á öllum bókasöfnum í landinu. Í nóvember var stofnað hlutafélag um reksturinn á kerfinu, með 3-4 starfsmönnum, og margvíslegur annar undirbúningur undir kerfisskipti fór fram, en kerfið verður fyrst sett upp í Landsbókasafni, væntanlega í ágúst Varaeintakasafn Í júní höfðu verið ráðnir þrír starfsmenn í tveimur stöðugildum til að vinna við skráningu og uppsetningu varaeintaka í gamla skólahúsinu í Reykholti, en þá höfðu verið keyptar hillur í um þriðjung húsnæðisins. Í árslok hafði verið gengið frá um 27 þús. bindum sem er um einn sjötti hluti varaeintakasafnsins. 177

178 Viðbygging við Þjóðarbókhlöðu Nefnd sem menntamálaráðherra skipaði í apríl 2000 til að móta tillögur um viðbyggingu við Þjóðarbókhlöðu skilaði áliti sínu 10. janúar 2001, en nefndarmenn voru Garðar Halldórsson formaður, Einar Sigurðsson, Magnús D. Baldursson og Vésteinn Ólason. Þær stofnanir auk Landsbókasafns sem ráðgert er að fái inni í viðbyggingunni eru Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, Orðabók Háskólans, Örnefnastofnun Íslands, Íslensk málstöð og Stofnun Sigurðar Nordals. Frá öndverðu hefur viðbyggingu, ef til hennar kæmi, verið ætlað rými austan við bókhlöðuna. Nefndin leggur til að slík bygging verði tvær til þrjár hæðir, hún verði ekki samvaxin núverandi húsi nema kjallarinn, heldur tengd því með léttbyggðum inngangsskála þar sem yrði nýr aðalinngangur og ýmsir þjónustuþættir sem nýtast allri byggingarsamstæðunni, en stærð hennar er áætluð um ellefu þúsund fermetrar. Um helmingur þess grunnflatar yrði í kjallara, enda þörf Landsbókasafns fyrir geymslur mjög mikil. Þá er gert ráð fyrir um 500 sæta lesstofu sem komið yrði fyrir sem sjálfstæðum byggingarhluta á einni hæð. Á móti yrði sætum í núverandi byggingu fækkað um 200 og þjónusta safnsins sem rannsóknabókasafns styrkt að sama skapi. Ávinningur af samnýtingu stofnananna að því er tekur til rýmis er talinn nema um þrettán hundruð fermetrum. Nefndin gerði lauslega áætlun um kostnað við viðbygginguna miðað við verðlag í desember 2000, og er hann talinn nema rúmlega tveimur milljörðum króna, ef frá er dreginn kostnaður við lóð og umhverfi. Nefndin setti fram tímaáætlun sem miðaðist við að verk hæfist á árinu 2001, en framkvæmdum yrði lokið og viðbyggingin tekin í notkun á 200 ára afmæli Jónasar Hallgrímssonar 16. nóvember Menntamálaráðherra lýsti þeirri skoðun sinni að nokkrum tíma liðnum að vel færi á því að hefjast handa um viðbygginguna á 100 ára afmæli heimastjórnar 2004 og ljúka henni á 100 ára afmæli Háskóla Íslands Sýningar Alls voru haldnar í safninu um tólf sýningar á árinu, mjög misstórar. Margar þeirra voru settar upp í samvinnu við aðra, bæði einstaklinga og stofnanir. Sýningin Stefnumót við íslenska sagnahefð, helsta sýning safnsins á árinu 2000, sem m.a. hafði verið sett upp á nokkrum stöðum vestan hafs, var nú sett upp í safninu að nýju sem sumarsýning þess, eftir mánaðar viðdvöl í Færeyjum. Meðal annarra sýninga má nefna Þróun námsefnis á 20. öld, sem var samstarfsverkefni Landsbókasafns, Hagþenkis og Námsgagnastofnunar, og sýningu Kristínar Loftsdóttur lektors í mannfræði, Hornin íþyngja ekki kúnni. Útgáfa Meðal úgáfurita safnsins á árinu voru: Íslensk bókaskrá og Íslensk hljóðritaskrá, rit sem greina frá bóka- og tónlistarútgáfu liðins árs. Allar færslur í þessum ritum eru líka aðgengilegar í Gegni. Ritmennt 5 (2000) kom út í ársbyrjun, fræðilegt ársrit, 160 blaðsíður að stærð. Meðal efnis er grein eftir Birgi Þórðarson bónda á Öngulsstöðum um Eggert Ó. Gunnarsson, bróður Tryggva Gunnarssonar bankastjóra. Greinar eru um bréfaskipti Erlends í Unuhúsi og Nínu Tryggvadóttur, Hagþenki Jóns Ólafssonar úr Grunnavík, Recensus Páls Vídalíns og Sciagraphiu Hálfdanar Einarssonar, og birt er ljóð á ensku eftir Lárus Sigurðsson frá Geitareyjum, með skýringum eftir Andrew Wawn. Ritmennt 6 (2001) kom út í árslok, einnig 160 blaðsíður að stærð. Þar er löng grein um Sigmund Matthíasson Long eftir Gunnar heitinn Sveinsson skjalavörð. Ingi Sigurðsson prófessor fjallar ítarlega um upplýsinguna og hugmyndaheim Íslendinga á 19. og 20. öld. Jón Þórarinsson fjallar um latneska tíðasöngsbók úr lúterskum sið. Grein er um prentaðar skrár um íslensk handrit og önnur um íslenskt handritaband, en sérkennilegasta frásagnarefni ritsins er þó að finna í grein um norskan mann sem lengi bjó á Íslandi og var túlkur á fundi Hamsuns og Hitlers. Kvennasögusafn Íslands Í júní 2001 tók Auður Styrkársdóttir við forstöðu Kvennasögusafns af Erlu Huldu Halldórsdóttur. Auk sinnar hefðbundnu þjónustu stóð safnið fyrir nokkrum sýningum á árinu, í samvinnu við sýningarhald Landsbókasafns. Hin umfangsmesta, Maður, lærðu að skapa sjálfan þig, var opnuð 15. nóvember og er helguð ævi og störfum Bjargar C. Þorláksson ( ), en á árinu 2001 voru liðin 75 ár frá því er Björg lauk doktorsprófi, fyrst íslenskra kvenna. Heimasíða Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns er: 178

179 Listasafn Háskóla Íslands Stjórn Stjórn Listasafns Háskóla Íslands er skipuð af háskólaráði til fjögurra ára í senn. Í núverandi stjórn (skipuð 1999) sitja Gunnar Harðarson dósent, formaður, Ingibjörg Hilmarsdóttir læknir og Auður Ólafsdóttir listfræðingur sem jafnframt hefur umsjón með safninu í umboði stjórnar. Sýningarhald, styrkveiting og fyrirlestur Haldið var uppteknum hætti árið 2001 og settar upp árlegar innanhússsýningar (upphengi) safnsins á yfir tuttugu stöðum innan háskólasamfélagsins. Skipt var um verk á öllum stöðum fyrir 90 ára afmæli H.Í.. Þann 2. október, í tilefni afmælisviku H.Í. var opnuð sýningin ABSTRAKT-abstrakt á öllum hæðum í ODDA, höfuðstöðvum safnsins. Listasafn Háskóla Íslands er að stofni til abstraktsafn og á sýningunni var leitast við að tengja verk úr eigu safnsins eftir eldri kynslóð abstraktlistamanna verkum yngri myndlistarmanna. Við opnunina fór jafnframt fram önnur úthlutun úr Styrktarsjóði Listasafns Háskóla Íslands. Sjóðurinn var stofnaður árið 1999 af Sverri Sigurðssyni og er hlutverk hans að styrkja rannsóknir á sviði íslenskrar myndlistarsögu og rannsóknir á forvörslu myndverka. Að þessu sinni voru veittir þrír styrkir úr sjóðnum og komu þeir í hlut eftirfarandi aðila: Félagið Íslensk grafík fékk styrk til að hefja skráningu á sögugrafíkfélagsins með það fyrir augum að koma henni á prent. Ólafur J. Engilbertsson fékk styrk til að vinna að útgáfu rits um Leikmyndlist á Íslandi. Níels Hafstein fékk styrk fyrir hönd Safnasafnsins á Svalbarðsströnd til að vinna að textum til útgáfu um íslenska alþýðumyndhöggvara. Miðvikudaginn 3. október flutti Auður Ólafsdóttir, listfræðingur og safnstjóri Listasafns Háskóla Íslands, fyrirlestur í hátíðasal Háskóla Íslands sem einnig var liður í afmælishátíð Háskólans. Fyrirlesturinn nefndist Thjodlegt.is og var heitið vísun í titil nýlegs íslensks myndlistarverks. Fyrirlesturinn fjallaði um samspil þjóðernishugmynda og fagurfræði í íslenskri myndlist á 20. öld, m.a. hvernig inntak þeirrar hugmyndar að vera þjóðlegur breytist í tímans rás. Tekin voru dæmi af eldri og yngri myndlist, allt frá árdaga íslenskrar myndlistarsögu til útskriftarverka Listaháskólanema vorið M.a. var skoðuð sú staðhæfing erlends gagnrýnanda að íslenskir myndlistarmenn væru með Ísland á heilanum og vikið að því hvernig ímyndin Ísland hefur breyst í meðförum myndlistarmanna í samræmi við nýjar hugmyndir um inntak myndlistar og breyttan heimsskilning. Heimasíða Listasafns Háskóla Íslands er: Rannsóknaþjónusta Háskólans Meginmarkmið Rannsóknaþjónustu Háskólans er að stuðla að eflingu samstarfs atvinnulífs og skóla. Árið 2001 var 15. starfsár Rannsóknaþjónustunnar. Meginviðfangsefni ársins voru margþætt þjónusta við starfsmenn Háskóla Íslands, áframhaldandi þjónusta í tengslum við evrópskt samstarf og átaksverkefnið Nýting rannsóknaniðurstaðna. Starfsfólk og stjórn Stjórn stofnunarinnar sem skipuð var árið 1999 til tveggja ára lauk störfum sínum á árinu. Stjórnina skipuðu þrír fulltrúar Háskóla Íslands: Ágústa Guðmundsdóttir, Ingjaldur Hannibalsson og Halldór Jónsson og þrír fulltrúar atvinnulífsins: Baldur Hjaltason, Jón Sigurðsson og Davíð Stefánsson. Ný stjórn var skipuð til tveggja ára þann 20. desember 2001 en hana skipa sem fyrr þrír fulltrúar Háskóla Íslands: Þórdís Kristmundsdóttir, Ingjaldur Hannibalsson og Halldór Jónsson og þrír fulltrúar atvinnulífsins: Davíð Stefánsson, framkvæmdastjóri Vefs - samskiptalausna ehf., Guðrún Hálfdánardóttir, fréttastjóri viðskiptablaðs Mbl. og Hermann Kristjánsson, framkvæmdastjóri VAKA-DNG. 179

180

181 Ársverk stofnunarinnar, sérstakra verkefna og þeirra fyrirtækja sem hún sér um voru um 12. Stöðugildi við sjálfa stofnunina voru um 9, starfsmenn hjá hlutafélögum voru þrír en lítið var um tímabundnar verkefnaráðningar. Nokkrar breytingar urðu á mannahaldi. Forstöðumaður Rannsóknaþjónustunnar, Ágúst H. Ingþórsson, fór í leyfi til að starfa sem vísindafulltrúi menntamálaráðuneytisins í Brussel, Hulda A. Arnljótsdóttir verkefnisstjóri Evrópumiðstöðvar náms- og starfsráðgjafa kaus að framlengja barneignarleyfi sitt og Eiríkur Bergmann Einarsson fór til starfa hjá sendiherra ESB í Noregi og á Íslandi. Ásta Sif Erlingsdóttir gegnir nú störfum forstöðumanns Rannsóknaþjónustunnar og þeir Bjarni Kristjánsson og Friðrik Rafnsson hafa tekið við störfum Huldu og Eiríks. Nýting rannsóknaniðurstaðna Samkeppnin Upp úr skúffunum var haldin fjóra árið í röð. Áfram átti Rannsóknaþjónustan gott samstarf við Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins sem styrkti samkeppnina og lagði fram verðlaunafé. 18 hugmyndir komu upp úr skúffunum og hlutu þrjár þær bestu samtals 1250 þúsund í verðlaun. Að þessu sinni var samkeppnin opnuð fyrir starfsfólk utan Háskóla Íslands og tóku bæði sjálfstætt starfandi vísindamenn og starfsfólk annarra háskóla þátt í henni. Áfram var mikil áhersla var lögð á úrvinnslu þeirra hugmynda sem komu upp úr skúffunum í fyrri samkeppnum og einnig var unnið áfram með þeim sprotafyrirtækjum sem stofnuð voru árið Góð rekstrarafkoma og mikil umsvif Fjárhagslega gekk rekstur stofnunarinnar vel. Rekstrargjöld ársins voru í samræmi við áætlun. Í árslok 2001 er fjárhagsstaða stofnunarinnar í jafnvægi. Á árinu var haldið áfram starfrækslu skrifstofa sem veita þeim þjónustu sem taka þátt í Evrópusamstarfi. Hér er um að ræða Kynningarmiðstöð Evrópurannsókna, Landsskrifstofu Leonardó og Evrópumiðstöð fyrir náms- og starfsráðgjöf. Þessar þjónustuskrifstofur eru lykilatriði í rekstri Rannsóknaþjónustunnar og tryggja að hún sé í lifandi tengslum við fyrirtæki, skóla, fræðsluaðila og einstaklinga víðs vegar úr þjóðfélaginu. Leonardó-áætlunin Annar áfangi Leonardó sem hófst í ársbyrjun 2000 er til 7 ára og sér Rannsóknaþjónusta Háskólans um rekstur landsskrifstofu fyrir áætlunina. Íslenskum umsækjendum gengur vel í þessari áætlun: Landsskrifstofan úthlutaði um 28 m.kr. til rúmlega 200 einstaklinga í mannaskiptum og tvö þróunarverkefni undir íslenskri stjórn fengu úthlutað um 60 m.kr. Stór norræn Leonardó ráðstefna var haldin á vegum landsskrifstofunnar á árinu og einnig tók starfsfólk allra Evrópuskrifstofanna þátt í kynningu á landsvísu, Evrópurútunni, haustið Rekstur hlutafélaga Rannsóknaþjónusta Háskólans rekur tvö hlutafélög sem eru að hluta í eigu Háskóla Íslands. Rekstur Tæknigarðs hf. var með hefðbundnu sniði á árinu og urðu að venju nokkrar breytingar á leigjendahópnum. Tækniþróun hf. hélt á árinu samkeppni um lokaverkefni stúdenta sem gæti haft hagnýtingarmöguleika, nú í samstarfi við átaksverkefnið Uppúr skúffunum. Á heildina litið var árið 2001 viðburða- og árangursríkt í starfi Rannsóknaþjónustunnar og þeirra fyrirtækja sem stofnunin hefur umsjón með. Stöðugleiki einkenndi reksturinn og áframhaldandi þróun var í helstu verkefnum. Heimasíða Rannsóknaþjónustu Háskólans er: Reiknistofnun Háskóla Íslands Reiknistofnun Háskóla Íslands (RHÍ) sér um uppbyggingu og rekstur upplýsingakerfa og símanets Háskóla Íslands. Rekstur stofnunarinnar gekk vel á árinu Mikil eftirspurn var eftir þjónustu stofnunarinnar. Fjárhagsleg afkoma var góð. Í stjórn voru Þórður Kristinsson stjórnarformaður, Ásta Thoroddsen, Hjálmtýr Hafsteinsson og Snjólfur Ólafsson. Guðmundur B. Arnkelsson kom inn í stað Eiríks Rögnvaldssonar. 181

182 Starfsmannamál Nokkur hreyfing var á starfsmönnum RHÍ á árinu. Jón Ingi Einarsson fór í árs launalaust leyfi og tók við stöðu framkvæmdastjóra Rannsókna- og háskólanets Íslands hf. (RHnet) Nýir starfsmenn voru ráðnir, Pétur Berg Eggertsson og Kristófer Sigurðsson til Netdeildar, Einar Valur Gunnarsson, Jón Björn Njálsson og Úlfar M. Ellenarson til Notendaþjónustu og Halldór Bóas Halldórsson til Kerfisþjónustu. Stofnuninni var skipt upp í 4 deildir, Hugbúnaðarþróun, undir stjórn Ragnars Stefáns Ragnarssonar, Kerfisþjónustu, undir stjórn Magnúsar Gíslasonar, Netdeild, undir stjórn Jóns Inga Einarssonar, en Pétur Berg Eggertsson leysti hann af frá maíbyrjun,og Notendaþjónustu undir stjórn Alberts Jakobssonar. Maríus Ólafsson var Netstjóri RHÍ og RHnet. Á árinu hættu þeir Elías Halldórsson kerfisstjóri og Ragnar Már Vilhjálmsson sérfræðingur í Notendaþjónustu og eru þeim þökkuð vel unnin störf. Reiknistofnun hefur verið einstaklega lánsöm með starfsmenn og byggir á sterkum kjarna sem hefur þjónað Háskólanum dyggilega á liðnum árum. 19 starfsmenn starfa nú hjá RHÍ. Hugbúnaðarþróun Hugbúnaðarþróun Reiknistofnunar lauk 1. áfanga af Vefkerfi Háskólans haustið Markmiðin með smíði Vefkerfisins eru í fyrsta lagi að búa til miðstöð sem fléttar saman öll upplýsingakerfi Háskólans í eina heild. Þannig er ætlunin að auðvelda notendum aðgengi að þeim upplýsingum og aðgerðum sem þeir þurfa á að halda.v Vefkerfið er hugsað út frá notendum kerfisins og þeim verkefnum sem þeir þurfa að leysa með því að draga út og birta aðeins þær upplýsingar og aðgerðir sem snúa að þeim. Annar megintilgangur með kerfinu er að búa til samskiptavettvang fyrir bæði nemendur og starfsmenn. Með því að gera vefinn að samskiptamiðju Háskólans er aðgengi mun auðveldara; svo og er upplýsingaflæði markvissara, hvort sem um er að ræða upplýsingar milli starfsmanna eða t.d. frá kennara til nemenda. Í þessum áfanga vefkerfisins var lögð áhersla á aðgerðir fyrir nemendur og kennara. Með því að tengjast vefkerfinu þá geta nemendur fengið yfirlit yfir námsferilinn, séð hvernig þeir standa sig í samanburði við aðra nemendur, þeir geta tengst skjalasafninu sínu, notað dagatal til að skipuleggja námið, komist í tölvupóstinn o.s.frv. Kennarar geta séð um námskeið í gegnum vefkerfið. Þeir geta sett upp kennsluáætlun, sett glærur og aðrar skrár á skráasvæði námskeiðsins, sent út tilkynningar til nemenda, sett upp verkefnalista, svarað fyrirspurnum nemenda á umræðuþráðum og svo mætti lengi áfram telja. Þrátt fyrir að vefkerfið hafi verið stærsta verkefnið árið 2001 hjá Hugbúnaðarþróun RHÍ þá var mjög mikið af öðrum verkefnum tengdum nemenda-, fjárhags-, starfsmanna- og símkerfi Háskólans. Gerð var úttekt á verklagi varðandi þessi kerfi. Árið var notað í að skjala niður vinnuferla og öryggismál þessara kerfa. Lögð var sérstök áhersla á skjölun á þeim þáttum er vörðuðu nemendakerfi Háskóla Íslands og Kennaraháskólans. Búið var til kerfi fyrir námsráðgjöf sem auðveldar utanumhald yfir þá nemendur er sækja þjónustuna þangað. Hugbúnaðarþróun tók þátt í undirbúningsvinnu að nýju nemendakerfi. Einnig var unnið við undirbúning að nýju starfsmanna- og launakerfi. Reikningakerfi Reiknistofnunar til margra ára var lagt niður og fært yfir í núverandi bókhaldskerfi Háskólans Navision Financial. Notendaþjónusta Á sl. ári bættust deildir inn í samningakerfið hjá notendaþjónustu, þar sem deildir eru með fastan tíma hjá notendaþjónustu í hverri viku. Deildirnar sem bættust við voru Lagadeild og Hjúkrunarfræði. Þrír starfsmenn bættust við notendaþjónustu á síðasta ári og hefur þjónustustigið hækkað hjá notendaþjónustu. Á sl. ári var ríflega þriðjungur tölvukosts tölvuvera endurnýjaður, auk prentara í tölvuverum Árnagarðs, Odda og Tæknigarðs. Nýju tölvurnar eru allar með Windows 2000 stýrikerfi og nýjasta Office hugbúnaði. Mikil vinna fór í að sjálfvirknivæða Windows 2000 uppsetningar fyrir tölvuver, þ.e. gera þær fljótlegri og einfaldari í sniðum. Remote Desktop Sharing er uppsett á allar tölvur og gefur möguleika á fjartengingu við viðkomandi vinnustöð. Hægt er að gera lagfæringar (remotely) ef með þarf. Auk þess er nú skráakerfi Windows 2000 tölva yfirfarið/uppfært sjálfvirkt á hverri nóttu. Vinna við að taka úr notkun eldri netþjóna, sem haldið hafa utan um uppsetningar fyrir tölvuver, hófst á sl. ári. Við þetta verður sú grundvallarbreyting að öll tölvuver munu sækja uppfærslur (image) á einn og sama netþjón sem staðsettur er í Tæknigarði. Prentþjónusta fyrir öll tölvuver verður einnig á sér prentþjóni. Þetta 182

183 fyrirkomulag einfaldar mjög umsjón með daglegri uppfærslu tölvuvera og prentbiðröðum. Þau tölvuver sem nýta nú staðbundna þjónustu í viðkomandi byggingum eru nú aðeins á Grensásvegi 12, í Haga, Læknagarði og Nýja Garði. Í dag nær umsjón tölvuvera til 17 tölvuvera, samtals 265 vinnustöðva og 16 prentara, auk 25 tölva í kennslustofum/fyrirlestrarsölum. Net- og símamál Miklar breytingar voru gerðar í net- og símamálum á árinu. Helstar má nefna : Tengingar frá Tæknigarði út í Odda, Aðalbyggingu, Grensásveg 12, Grensásveg 50, Endurmenntun og Bókhlöðuna voru uppfærðar í 1Gbit/sek. Aðalbygging 2. og 3. hæð var víruð upp á nýtt og stokkar og rennur settar upp og lagt fiber to the desk. Gerð áætlun um að endurnýja netlagnir og búnað í Oddi og Árnagarði. Tölvuversnet í Árnagarði var sett á sér ljósleiðara beint á bakbein hi net. Byrjað var á að koma öllum þjónustuvélunum úr hinum ýmsu byggingum inn í vélasal Tæknigarðs og um leið þurfti að breyta nettilhögun á þessum stöðum og setja inn svissa og fækka netum, búnir eru 7 af 10 stöðum. Slökkt var á gömlum kerfum, eins og gömlu ljósleiðarastjörnunni í Tæknigarði og Apple Localtalk í Aðalbyggingu og í Læknagarði. Byrjað var á því að setja inn netskipta (svissa) í stað netnafa (höbba) í netkerfi húsanna og voru 16 nafar teknir niður og skiptar settir í staðinn. Áfram verður haldið með þessa þróun sem leiðir af sér öruggari og hraðari tölvunet í húsunum. Uppbygging þráðlausa netsins er lokið en viðbætur við fyrri áætlanir eru til staðar og mun sendunum fjölga eitthvað ennþá. Nú er komin upp 41 sendir víðsvegar á háskólasvæðinu. Nýtt tölvu- og símanet, vírar, stokkar, tenglar og netbúnaður var sett í Grensásveg 50. Þar var öllum símum skipt út, settir IP-símar í staðinn og gamla símstöðin tekin niður. Námsráðgjöf flutti í nýtt húsnæði og var það netvætt upp á nýtt og settir IPsímar þar. Netbúnaði í Nýja Garði var skipt út með svissum og hann stórbættur og einfaldaður. 1. hæð í Læknagarði var innréttuð og nýjar tölvu- og símalagnir voru lagðar á hæðina. Tölvuver sem fyrir var á 3. hæð var fært niður á 1. hæð og vélarnar settar beint á sviss. Ármúli 30 var uppfærður úr 128 Kbps í 2Mbps í gegnum Grensásveg 12. Í Raunvísindastofnun var sett nýtt tölvu- og símanet frá A-Ö og fært yfir í fullsvissað net á nýjum lögnum. Í VR3 var lokið við að koma öllum notendum af gamla kóax netinu yfir á nýtt tvisted pair net og fullsvissa það. Hvað bakbein H.Í. netsins varðar þá er sú breyting orðin á með nýjum búnaði á bakbeininu að hægt er að bjóða upp á 1Gbps tengingar út í hinar ýmsu háskólabyggingar og mun þeim fjölga á næstunni. Fimm nýir tækjaskápar voru keyptir og settir upp í vélasalnum og hefur það gjörbreytt skipulagi vélarsalarins til hins betra. Kerfisþjónusta Róttækar breytingar voru gerðar á kerfisþjónustu RHÍ á árinu. Óhjákvæmilega ollu þær nokkrum truflunum. Mest urðu menn varir við truflanir á póstþjónustu sem komu sér mjög illa. Kom í ljós að orsökin lágu í nýju diskaboxi sem sett var við póstþjóninn. Álagið á póstþjónusturnar hefur aukist mikið og gert er ráð fyrir að skipta um póstkerfi á árinu Ný vél (Herðubreið) tekin í notkun og heimasvæði starfsmanna HÍ færð yfir á hana. Diskabox sett á póstþjón (Heklu) og pósthólf notenda fært á það. Nýr sendmail settur upp með vírusfilter. Þegar hæst stóð henti hann um 9 þús. skeytum á sólahring. Spam filter settur upp á póstþjón. Hann hendir um 2000 skeytum á dag. Vefþjónn færður á nýja vél og allir sýndarvefþjónar með honum (Óðinn). Secure vefþjónn færður á nýja vél (Þór). Vélarnar VR2, ODDI, ARNAG o.fl. teknar úr notkun. Þær þeirra sem eru teknar úr notkun og eru af gerðinni Ultra 150 eru færðar inn í vélasal RHI þar sem þær fá ný hlutverk. Sel undirbúið fyrirsem OpenView þjónn (netmenn). Ný afritunarstöð tekin í gagnið. Geymslugeta er nú 1.5TB óþjappað í stað 160G sem er tæplega tíföldun, og möguleiki á því að auka plássið upp í 2TB óþjappað (allt að 5TB þjappað). 183

184 Umhverfisbreytingar í vélasal: 5 skápar teknir inn, borðum og hillum hent út. Ný þjónustuvél var sett upp til að þjóna vefum sem viðhaldið er af Vefsýn (færsla á vefjum er enn eftir) og tilheyra ýmsum deildum og stofnunum Háskólans. Hugbúnaðardeild fékk sína eigin þróunarvél (IBM x330 / Freyja) með vefþjóni og gagnagrunni. Vefpóstkerfið fært í SquirrelMail útgáfu Enn er það of hægvirkt og eru bundnar vonir við að nýtt póstkerfi muni bæta þar um. Kerfisstjórn tekur í notkun verkferilskerfi (ticketing) til þess að auðvelda utanumhald um verkferla kerfana og gera starfsemi alla skilvirkari (RT/2.0.13). Stofnun Rannsókna- og háskólanets Íslands hf. (RHnet) Aðalhvati að stofnun Rannsókna- og háskólanets Íslands hf. var Háskóli Íslands. Undirbúningur að stofnun RHnets hófst fyrir alvöru á árinu Stofnaður var sérstakur vinnuhópur, en kjarni hans kom frá Reiknistofnun Háskóla Íslands (RHÍ). Hópinn mynduðu: Þórður Kristinsson stjórnarformaður RHÍ, Sæþór L. Jónsson framkvæmdastjóri RHÍ, Maríus Ólafsson sérfræðingur hjá RHÍ og Jón Ingi Einarsson sviðsstjóri netsviðs RHÍ. Á lokastigum undirbúningsins naut hópurinn aðstoðar Tryggva Þórhallsonar lögfræðings HÍ og Ólafs Osvaldssonar kerfisstjóra hjá Internet á Íslandi hf. (ISNIC). RHnet hf. var síðan formlega stofnað 24. janúar 2001 með aðild sautján stofnana. Hluthafar eru margar af öflugustu rannsóknastofnunum landsins og allir háskólarnir, nema Tækniskóli Íslands (vegna óvissu um fyrirhugaðar breytingar á lögum um skólann). Uppbyggingin á árinu Strax í upphafi var ákveðið að hafa helst allar tengingar RHnets á eigin eða leigðum ljósleiðara. Leitað var eftir tilboðum hjá Landssíma Íslands og Línu.Neti vegna þessa. Í lok febrúar var gengið til samninga við Línu.Net á grundvelli töluvert hagstæðara tilboðs. Megnið af búnaði RHnets kemur frá Opnum Kerfum, Nýherja, EJS og Tæknivai. Í byrjun júlí var lokið við að koma upp Gigabit hring á höfuðborgarsvæðinu. Við árslok voru eftirfarandi aðilar tengdir þessum hring: Háskóli Íslands, Landspítali- Háskólasjúkrahús, Kennaraháskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík, Iðntæknistofnun Íslands, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins, Tækniskóli Íslands, Orkustofnun, Hafrannsóknastofnunin og Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins. Í samningi RHnets og Línu.Net var kveðið á um að Háskólinn á Akureyri tengdist RHneti í gegnum ljósleiðara. Lína.Net samdi við Fjarska, dótturfyrirtæki Landsvirkjunar, um að gera þessa tengingu mögulega. Í byrjun sumars hóf Fjarski síðan lagningu ljósleiðara yfir hálendi Íslands til Akureyrar. Á síðasta ársfjórðungi 2001 var jafnframt gengið frá bráðabirgðatengingum til Háskólans á Akureyri, Viðskiptaháskólans á Bifröst og Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri. Ýmis atriði varðandi samþykktir, stjórn og uppbyggingu RHnets er að finna á: Heimasíða Reiknistofnunar Háskóla Íslands er: Tölvuver RHÍ Fjöldi Gerð Örgjörfi Minni Skjár Stýrikerfi Kaupár Árnagarður v/ stigag, 20 DELL 933 MHz 128 MB 17 Windows Árnagarður DELL 433 MHz 128 MB 17 Windows NT 1999 * Eirberg 21 DELL 933 MHz 128 MB 17 Windows Grensásvegur DELL 433 MHz 128 MB 17 Windows NT 1999 * Hagi 6 DELL 333 MHz 128 MB 17 Windows NT 1999 * Læknagarður 10 IBM 533 MHz 128 MB 17 Windows Lögberg 13 IBM 533 MHz 128 MB 17 Windows Oddi DELL 433 MHz 128 MB 17 Windows * Oddi DELL 933 MHz 128 MB 17 Windows Oddi IBM 533 MHz 128 MB 17 Windows

185 Skógarhlíð DELL 933 MHz 128 MB 17 Windows Tæknigarður 21 IBM 533 MHz 128 MB 19 Windows VR-II 13 DELL 433 MHz 128 MB 17 Windows NT 1999 * 209 Tölvuver í umsjón RHÍ Endurmenntunarstofnun 21 IBM 1000 MHz 256 MB 17 Windows Verkfræðideild 23 DELL 433 MHz 128 MB 17 Windows NT 1999 Tungumálamiðstöð 12 IBM 300 Mhz 64 MB 17 Windows NT Samtals 265 Aldursdreifing tölva RHÍ % 1999 * 31% 1999* % Upplýsingaþjónusta Háskólans Stjórn og starfsfólk Hjá Upplýsingaþjónustu Háskólans (UH) starfar forstöðumaður í fullu starfi og ritari í 50% starfi. Auk þess hafa námsmenn verið í hlutastörfum við hugbúnaðarþróun og ýmsa aðstoð, einkum að sumarlagi. Rannsóknir og þróunarstarf Eins og undanfarin ár lagði UH megináherslu á tvö verkefni á árinu: Námsnet Háskóla Íslands. Framleiðni í námi og fræðslu. Um er að ræða tvö náskyld verkefni. Vinna við það fyrra hófst í febrúar 1997 og var það aðalviðfangsefni UH það árið. Það seinna er hugsað að miklu leyti sem stuðningur við það fyrra. Framleiðni í námi og fræðslu (FNF) Þetta verkefni er unnið í samvinnu við Kennaraháskóla Íslands og níu framhaldsskóla sem njóta góðs af þeim upplýsingum sem fram hafa komið í verkefninu. Yfir 3000 vefsíður hafa nú verið þróaðar í tengslum við þetta verkefni en alls hefur UH þróað rúmlega 8000 vefsíður. Efnið hefur að miklu leyti verið kynnt þátttökuskólum sem og fjölda annarra aðila jafnóðum og það hefur fundist eða verið þróað. Mikill fjöldi hagnýtra hugmynda hefur komið fram við vinnslu þessa verkefnis enda er gríðarleg gróska erlendis um þessar mundir í háskólum og öðrum menntastofnunum. Þær hugmyndir sem skipta að líkindum mestu varða hverskyns möguleika menntastofnana til að ná betri árangri með víðtækri samnýtingu á gögnum með aðstoð Veraldarvefsins. Búið er í reynd að byggja upp viðamikinn gagnabanka með vefsíðum. Í honum er unnt að finna og miðla á örfáum sekúndum því efni sem þar má finna. Að auki nýtist það í að gera hverskyns yfirgripsmikil yfirlit, samantektir og kynningar (t.d. fyrirlestra) með mjög miklum afköstum. Þeir sem notið hafa góðs af þessu hafa lýst yfir mikilli undrun og ánægju með þessa möguleika. Ýmsir erlendir aðilar eru farnir að vísa í þennan 185

186 vef UH og ljóst er að hann hefur vakið athygli víða þar sem farin eru að berast óvænt boð um þátttöku í hverkyns ráðstefnum og fundum. Rafræn fræðimennska Áformað er að sú aðferðafræði og sá hugbúnaður sem UH hefur þróað í tengslum við fyrrgreinda vinnu, sem og gögn sem safnast hafa komi kennurum og fræðimönnum innan Háskólans að sem mestu gagni. Námsnet Háskóla Íslands (NNHÍ) Vinna við verkefnið hélt áfram í tengslum við Framleiðni í námi og fræðslu. Á árinu var haldið áfram stuðningi við ýmsa kennara í Háskóla Íslands, einkum í læknadeild. Þróuð hafa verið vefgögn sem nýtast þeim sem áhuga hafa til að kynna sér vefsmíðar af eigin rammleik og eru þau send þeim sem áhuga sýna. Aukin tengsl námsfólks í rafmagnsverkfræði við innlent atvinnulíf Í samvinnu við rafmagns- og tölvuverkfræðiskor verkfræðideildar var unnið áfram að þróun Þekkingarnets í rafmagns- og tölvunarverkfræði. Um er að ræða átak til að efla mjög verulega tengsl skorarinnar og námsfólks hennar við innlent atvinnulíf. Átakið tengist náið námskeiði innan skorarinnar, Nám og störf í rafmagnsverkfræði, sem kennt var í annað sinn haustið 2001 með mjög góðum árangri. Betri vinnubrögð og ný veftækni Stofnunin hefur haldið áfram af fullum krafti að bæta eigin vinnubrögð með góðum árangri sem fyrr. Nú eru gögn sem tekin eru saman eða samin sett upp sem vefsíður strax frá upphafi og því þegar í stað komið á miðlunarhæft form. Í þessu felst mjög mikill vinnusparnaður og aukinn vinnsluhraði. Samanlagt á UH nú yfir 8000 síður á Veraldarvefnum eins og fyrr gat. Á árinu var unnið að því að bæta afköst í vefsíðugerð og voru þau á bilinu síður/dag að jafnaði. Nýjar aðferðir sem lögð voru drög að til að þróa sérhæfðar tilvitnanasíður geta aukið þessi afköst til muna með þróun sérhæfðs hugbúnaðar. Eigin þróun á afkastamikilli veftækni UH þróaði á árinu sérstakan vefhugbúnað til að auka afköst við leit,öflun og miðlun rafrænna vefgagna. Hugbúnaður þessi, sem er nú í frumgerð hefur hlotið mikið lof þeirra sem hafa prófað hann, jafnt reyndra fagmanna sem og fólks með litla reynslu af vefnotkun. Sumir hafa minnst á að verkefni sem áður tóku klukkustundir taki nú mínútur með aðstoð hans. Notkun hugbúnaðarins hefur stóraukið afköst UH. Ljóst er að hann má nýta á fjölbreyttan hátt og með miklum árangri jafnt við margháttuð verk í hefðbundinni fræðslu jafnt sem í vefleit. Á árinu var hann notaður í námskeiðinu Nám og störf í rafmagns- og tölvunarverkfræði með góðum árangri. Kynningarstarf Kynningarstarf er fastur þáttur í fyrrgreindum aðalverkefnum UH. Fjölda aðila, bæði í skólum, ráðuneytum og fjölmiðlum, sem talið er að geti haft gagn af niðurstöðum og upplýsingum sem koma fram við vinnslu verkefnanna eru send slík gögn í tölvupósti jafnóðum og þau hafa verið þróuð. Að auki voru haldnir fyrirlestrar fyrir ýmsa innlenda aðila. Húsnæðismál Húsnæði UH í Aðalbyggingu Háskólans er þröngt en dugar vel þar sem aukin áhersla á notkun upplýsingatækni hefur dregið mjög úr þörf fyrir húsrými. Að auki er það miðsvæðis sem skiptir miklu fyrir möguleika á tíðum samskiptum við aðila innan Háskólans vegna þróunar á námsneti hans. Kennsla Forstöðumaður UH kenndi eins og fyrr gat námskeiðið Nám og störf í rafmagnsog tölvuverkfræði á haustmisseri fyrir fyrsta árs nema í rafmagnsverkfræði. Í námskeiði þessu er beitt til hins ýtrasta þeim vinnubrögðum sem kynnt hafa verið sem Samvinna kennara og nemenda um námsgagnagerð. Ein megináherslan í námskeiðinu felst í því að beina verkefnavinnu nemenda að þróun vefgagna sem nýtileg séu til frambúðar. Með þessu móti er undirstrikað að nemendur séu ábyrgir þátttakendur í þróun námsins en ekki einungis óvirkir viðtakendur eins og enn er of algengt í æðra námi. Heimasíða Upplýsingaþjónustu Háskólans er: 186

187

188 Brautskráningaræður rektors Háskóla Íslands Markmið náms er mannleg skynsemi Ræða við brautskráningu í Háskólabíói 3. febrúar 2001 Hvers vegna stundar fólk nám? Ég óska ykkur, ágætu kandídatar, fjölskyldum ykkar og aðstandendum til hamingju með prófgráðuna og það nám sem þið eigið nú að baki. Á þessum tímamótum í lífi ykkar langar mig til að hugleiða með ykkur tilgang háskólanáms og markmiðin sem þið eða aðrir nemendur kunna að hafa með námi sínu. Þau markmið hafa iðulega verið greind í þrennt. Sumir nemendur eru að sækjast eftir tiltekinni kunnáttu sem getur nýst þeim til að vinna ákveðin verk eða gegna ákveðnum störfum í þjóðfélaginu. Aðrir stunda námið fyrst og fremst af áhuga á því að skilja ákveðin viðfangsefni óháð því hvort eða hvernig sá skilningur muni að öðru leyti nýtast þeim sjálfum eða þjóðfélaginu. Loks eru þeir sem með námi sínu hafa einkum í huga að afla sér reynslu og þekkingar, sem auðgar líf þeirra og kemur þeim til aukins þroska. Þessi greining felur að sjálfsögðu ekki í sér að það megi draga ykkur, kandídatar góðir, í þrjá dilka, þá sem hafa kosið að afla sér starfsmenntunar, þá sem hafa stefnt að fræðilegri þekkingu og þá sem skoða nám sitt sem þroskabraut. Vera má að sum ykkar hafi þroskann að leiðarljósi, önnur skilninginn og enn önnur starfskunnáttuna. En mörg ykkar hafa vafalaust haft þetta allt í huga, þótt þið hafið gefið hverju markmiði fyrir sig mismikið vægi. Nú er ekki víst að þið hafið lagt málin niður fyrir ykkur með þessum hætti eða hvort þið hafið hugsað út í það hvað vakti raunverulega fyrir ykkur með náminu. Og vel má vera að markmið ykkar með náminu sé ekkert þeirra sem ég hef nefnt, heldur eitthvað allt annað eins og það að ganga í augun á elskunni ykkar eða sýna heiminum og sjálfum ykkur að þið getið sigrast á hinum flóknustu þrautum fræðanna. Ef þið hafið ekki yfirvegað þetta skipulega þá hvet ég ykkur til að gera það og reyna þar með að átta ykkur betur á þeim öflum sem knýja ykkur áfram í lífinu. Það getur verið skemmtilegt að kynnast nýjum hliðum á þeim leyndardómi sem maður sjálfur er. Ég vil einnig benda ykkur á að á bak við þessi þrjú ólíku markmið, sem ég skýrði áðan fræðilega þekkingu, starfskunnáttu eða þroska, kann að leynast enn annað markmið sem tengir þau öll saman og gefur náminu sinn eiginlega tilgang. Sú var kenning franska fræðimannsins René Descartes, sem hann orðar svo: Markmið alls náms á að vera að leiðbeina huganum svo að hann felli áreiðanlega og sanna dóma um hvaðeina sem birtist honum. Að aga hugann Við skulum staldra aðeins við þessa kenningu. Mannshugurinn hefur hæfileika til að nema það sem fyrir hann ber, skynja veruleikann. Hann er einnig gæddur ýmsu öðru, meðal annars minni og ímyndun. En veruleikaskynið, hæfnin til að nema eða skynja heiminn og gera sér ljóst hvað þar á sér stað, er það sem mestu skiptir; og kenning Descartes er sú að allt nám eigi að aga hugann og þjálfa hæfni hans til að gera sér ljósa grein fyrir veruleikanum. Þessi hæfni hugans hefur frá fornu fari verið talin greina mennina frá dýrunum. Maðurinn er skyni gædd skepna. Að þessu leyti eru allar manneskjur jafnar að dómi 188

189 Descartes. Þær eru allar gæddar sams konar skyni til að nema veruleikann og fella um hann dóma. En það þarf að aga og þjálfa þetta veruleikaskyn og dómgreindina sem því er órofa tengd. Snemma á ævinni setti Descartes sér nokkrar reglur til að aga skynsemi sína. Fyrsta reglan var að hafa ekkert fyrir satt, nema mér lægi alveg í augum uppi, að svo væri, með öðrum orðum að forðast umfram allt hvatvísi og hleypidóma og kveða ekki á um neitt nema það, sem stæði mér svo skýrt og greinilega fyrir hugskotssjónum, að ég gæti með engu móti borið brigður á það. Þessi regla er augljóslega í samræmi við markmiðið, sem Descartes taldi eiga við allt nám, nefnilega að læra að stjórna huganum svo að hann felli áreiðanlega og sanna dóma um hvaðeina sem fyrir hann ber. Og þessi regla virðist sannarlega vera í fullu gildi hvort sem við stefnum með náminu að fræðilegum skilningi, starfskunnáttu eða auknum þroska. Í öllum tilfellunum skiptir höfuðmáli að forðast hvatvísi og hleypidóma. Hvers vegna er þetta svona mikilvægt? Vegna þess að hvatvísi og hleypidómar valda misskilningi, vankunnáttu og ruglingi í hugum okkar, samskiptum og störfum. Og líf okkar allra er óneitanlega þessu marki brennt að einhverju leyti. Ótal margt, sem við höldum að sé satt, er sprottið af hvatvísi okkar sjálfra tilhneigingu til að fallast á hugmyndir og skoðanir fyrirvaralaust eða af hleypidómum dómum sem við fellum að óathuguðu máli eða tökum umhugsunarlaust upp eftir öðrum. Reynsla okkar af veröldinni, öðru fólki og sjálfum okkur er gegnsýrð af hugmyndum og skoðunum sem þannig eru fengnar og eru ekki reistar á skynsamlegri hugsun okkar sjálfra. Og þetta gildir einnig um þjóðfélög heimsins, þar sem framkoma manna og framkvæmdir jafnt í efnahagslífi sem stjórnmálum kunna að ráðast af vanhugsuðum ákvörðunum sem rekja má til hvatvísi og hleypidóma. Hleypidómur um hamingju Ég mun nú nefna ykkur til umhugsunar, ágætu kandídatar, nokkrar hugmyndir og skoðanir sem við höfum tilhneigingu til að trúa að séu sannar, en eru í reynd vafasamar og geta jafnvel verið skaðlegar lífi okkar og velferð. Ég mun fyrst nefna tvo hleypidóma sem tengjast beint reynslu okkar og svo aðra tvo sem tengjast siðum og samskiptum í þjóðfélaginu. Fyrst er það sú skoðun að því meir sem við eignumst eða öðlumst af veraldargæðum þeim mun sælli verðum við. Til allrar hamingju fer því fjarri að allir trúi þessu, en engu að síður virðumst við hafa sterka tilhneigingu til að halda að þetta sé satt: Eftir því sem við eignumst meiri peninga, öðlumst meiri völd eða njótum meiri frægðar þeim mun ánægðari og hamingjusamari verðum við Rökin sem ég vil tefla fram fyrir ykkur gegn þessari skoðun eru eftirfarandi: Það getur enginn fengið sig fullsaddan af peningum, völdum eða frægð. Við manneskjurnar erum að minnsta kosti á meðan við erum við sæmilega heilsu og með réttu ráði bókstaflega óseðjandi í þessum efnum. Ég verð aldrei nógu ríkur, völd mín eru aldrei nægilega trygg eða frægð mín svo föst í sessi að ég geti sagt: Nú er ég sæll og hamingjusamur. Ástæðan er sú eins og ótal spekingar hafa bent okkur á frá örófi alda að hamingjan er ofin úr gæðum sem spretta af góðmennsku, andlegri og siðferðilegri auðlegð sem fátækir, valdasnauðir og óþekktir kunna að eiga ekki síður en þeir sem veraldargæða njóta í ríkari mæli. Hleypidómur um eigin þekkingu Nú vil ég nefna allt annars konar dæmi um hleypidóm sem tengist reynslu okkar. Sá hleypidómur stendur háskólafólki nær en sá sem ég var að rekja. Satt að segja hefur háskólafólk sjaldnast hugsað mikið um veraldargæði nema til þess eins að fá að stunda störf sín við viðunandi veraldleg skilyrði, viðunandi húsnæði, tækjabúnað og laun til að lifa. Þeir eru veikari fyrir þeirri tilhneigingu sem nú skal getið, en hún felst í því að halda að ef við kunnum eitthvað fyrir okkur á einu sviði, þá séum við sjálfkrafa fær í ýmsum öðrum efnum. Tilhneigingin er sem sé sú að telja að reynsla manns og kunnátta í einni grein geri mann hæfan og dómbæran um allt milli himins og jarðar. Óskólagengið fólk, sem byggir á brjóstviti sínu og reynslu, hefur oft skopast að langskólagengnum sérfræðingum sem þykjast hafa vit á öllum sköpuðum hlutum. Einkenni góðs fagmanns í hvaða grein sem er í iðnaði sem bóklegum fræðum er að þekkja takmarkanir sínar. Hitt er staðreynd og af henni sprettur hleypidómurinn sem við er að etja að öll kunnátta og reynsla getur veitt mönnum þvílíkt sjálfstraust að þeir telja sig færa og dómbæra í efnum sem í reynd eru ofvaxin skilningi þeirra og getu. Þessi hleypidómur er algengur meðal allra þeirra sem finnst að þeirra eigin reynsla og kynni af 189

190 heiminum gefi þeim forsendur til að fella örugga dóma og mynda sér réttar skoðanir á hlutunum. Forsvarsmenn í stjórnmálum og frumkvöðlar í atvinnulífi eiga vafalaust í mestum vanda með að hemja hleypidómaáráttu sína í þessu tilliti. Þeir eru settir í þá stöðu að þurfa að mynda sér skoðun og taka afstöðu til alls kyns málefna sem þeir hafa í reynd takmarkaðar forsendur til að fjalla um af skynsemi. Sú óskynsemi, sem oft einkennir umræður og ákvarðanir á opinberum vettvangi, stafar án efa af því að þjóðfélagið þrýstir fast á ráðamenn að taka ákvarðanir og þá er freistandi að taka afstöðu án þess að yfirvega málin og efna til skynsamlegrar umræðu um þau meðal kunnáttumanna og almennings. Þá er ekki síður áhyggjuefni fyrir mannlega skynsemi að í þjóðfélaginu á hverjum tíma eru ævinlega ákveðnar hugmyndir ráðandi um það hvernig fólki er best að haga sér til að ná árangri í lífinu og hvers konar samskipti varði mestu fyrir uppbyggingu þjóðfélagsins. Þessar ríkjandi hugmyndir eru iðulega vafasamar og óskýrar, en samt eru þær oft taldar svo sjálfsagðar og eðlilegar að það gangi guðlasti næst að gagnrýna þær. Samkeppni og sjálfsbjargarhvöt Tvær samofnar hugmyndir drottna í þjóðfélaginu á okkar dögum. Önnur er sú að sjálfsbjargarhvöt einstaklingsins sé driffjöður framfara og framkvæmda. Hin er sú að samkeppni sé það samskiptaform sem efli menn mest til dáða og afreksverka. Önnur vísar á sjálfsbjargarviðleitni sem frumhvöt hverrar lífveru. Hin vísar á hina hörðu lífsbaráttu sem lífverur heyja sín á milli til að tryggja stöðu sína í heimi takmarkaðra lífsgæða. Báðar eiga þessar hugmyndir sér stoð í flóknum fræðikenningum um lífið almennt og mannlífið sérstaklega. Og báðar hafa þær margsannað gildi sitt í verki, ef litið er til þess sem einstaklingar hafa fengið áorkað þegar þeir hafa unnið að því að bæta eigin hag og til þess hversu mjög aukin samkeppni hefur orðið til bæta þjónustu, viðskipti og framleiðslu í efnahagslífi heimsins. Þegar framtak einstaklinga hefur verið bælt niður og þegar einokun hefur ríkt í efnahagslífi hefur þjóðfélagið verið á villigötum og mannfólkið hneppt í fjötra fávísra og forstokkaðra valdhafa og valdastéttar. En þar með er ekki sagt að óheft sjálfsbjargarhvöt og frjáls samkeppni séu lausnarorð mannkyns til að leysa öll lífsvandamál sín. Verkefni hvers siðaðs samfélags er að sjá til þess að sjálfsbjargarhvöt hvers einstaklings verði ekki til að skaða aðra og að samkeppni einstaklinga og félagshópa verði ekki til að útiloka aðra þjóðfélagsþegna frá þeim gæðum sem þeir þurfa til að lifa. Forsenda siðaðs samfélags er vilji og viðleitni fólks til að vinna saman að því að efla og styrkja hvert annað til að takast á við lífið. Það blasir því við að báðar hafa þessar hugmyndir sín takmörk sem ekki mega gleymast. Framkoma manna og framkvæmdir ráðast síður en svo allar af sjálfsbjargarviðleitni eða von um að bæta eigin hag. Margt sem fólk tekur sér fyrir hendur er fyrst og fremst hugsað til að koma öðrum til góða, ekki því sjálfu. Því fer einnig fjarri að samkeppni sé nauðsynleg til að hvetja menn til dáða og að hún leiði sjálfkrafa til góðs fyrir þjóðfélagið. Mörg afreksverk hafa verið unnin án samkeppni og samkeppni getur kynt undir illdeildum sem spilla þeim vináttuanda og þeim samstarfsvilja sem hverju samfélagi eru nauðsynlegir. Þess vegna skiptir miklu að fólk geri sér ljóst hvenær samkeppni á við og hvaða skilyrðum hún er háð eigi hún að hafa merkingu og vera af hinu góða. Ég bendi á þetta, ágætu kandídatar, vegna þess að til ykkar eru gerðar og verða gerðar miklar kröfur um að þið standið ykkur í störfum ykkar og takið ótrauð þátt í þeim samkeppnisdansi sem nú er stiginn hvarvetna í þjóðfélaginu. Gætið vel að því hvar og með hvaða hætti þið gangið inn í þann dans sem ekki er bara leikur heldur dauðans alvara. Takmarkanir samkeppninnar Ég vil nefna tvennt sem hafa ber í huga þegar hvetja skal til samkeppni. Hið fyrra er að samkeppni getur einungis verið um takmörkuð og hverful gæði á borð við peninga, völd eða frægð. En það eru líka til gæði sem eyðast ekki þótt af þeim sé tekið, heldur blómstra því meir sem fleiri njóta þeirra. Þetta á við um þau gæði sem fólk finnur og skapar í listum og vísindum. Að þessu leyti er það annarleg hugsun eða jafnvel marklaus að fella listina og vísindin undir lögmál samkeppninnar. Hið síðara sem ég vil hvetja ykkur til að gefa gaum er að samkeppni er marklaus og jafnvel háskaleg nema hún lúti reglum sem eru í senn skýrar, opinberar og 190

191 kunnar öllum sem taka þátt í henni og fylgjast með henni. Upphaflega hefur keppni fyrst átt sér stað í íþróttum á borð við íslenska glímu þar sem aðeins einn gat að endingu orðið glímukóngur og orðið frægur sem slíkur. Í íþróttum fylgjast dómarar með því að leikmenn fari að settum reglum sem öllum eru ljósar og kunnar. Síðan virðist þessi hugsun um samkeppni í íþróttum færast yfir á önnur svið þjóðfélagsins þar sem menn leitast við að verða öðrum fremri eða ná meiru en aðrir af einhverjum afmörkuðum gæðum. Hér fer samkeppnin yfir á svið efnahagsins, þar sem fólk getur sóst eftir auði, og yfir á svið stjórnmála þar sem fólk getur sóst eftir völdum. Á þessum sviðum eru leikreglurnar ekki settar eða afmarkaðar með sama hætti og á vettvangi íþrótta. Og hér fylgjast dómarar ekki heldur með öllum gjörðum manna með sama hætti og gert er í íþróttum. Úr þessu er reynt að bæta með lagasetningu og eftirlitsstofnunum til að draga sem mest úr hættunni á því að menn beiti óheiðarlegum vinnubrögðum í samkeppnisbaráttunni. En vandinn snertir ekki aðeins efnahagsmál og stjórnmál. Ef baráttuandi samkeppninnar verður allsráðandi í samfélaginu, þá er hætt við því að sú samstaða og það traust sem þörf er á jafnt í einkalífi sem á opinberum vettvangi fari veg allrar veraldar. Þá fær hvatvísi manna byr undir báða vængi og hleypidómarnir leika lausum hala í áróðri og auglýsingum þar sem reynt er að hafa áhrif á veruleikaskyn fólks. Lokaorð Við lifum sannarlega á tímum þar sem mikið reynir á skyn mannfólksins og hæfni til að nema veruleikann. Oft kann óskynsemi að virðast tröllríða svo heiminum að fokið sé í flest skjól og engum vörnum verði við komið. En sú afstaða eða skoðun er fjarri því að vera í anda mannlegrar skynsemi. Það er vissulega rétt að við mennirnir högum okkur oft ekki skynsamlega og hneppum okkur jafnvel í fjötra óskynsamlegra þjóðfélagskerfa. En ef við getum gert okkur þetta ljóst, þá er það vegna þess að við erum að reyna að hugsa eftir skynsamlegum leiðum, að skynsemin er markmiðið, ljósið sem við tökum mið af og eigum að láta lýsa okkur eins og kostur er. Hér er komið að eiginlegum tilgangi alls náms. Hann er sá að gera okkur að meiri og betri manneskjum, meiri og betri skynsemisverum. Nánar sagt: Tilgangurinn er sá að gera okkur kleift að takast á við þá óskynsemi sem er að verki bæði í okkar eigin reynsluheimi og þjóðfélaginu sem við tilheyrum. Um leið og ég þakka ykkur, ágætu kandídatar, fyrir dvölina í Háskóla Íslands er það ósk mín til ykkar, að þið látið ljós ykkar eigin skynsemi lýsa ykkur um ókomin ár. 191

192 Stjórnmál, viðskipti, menning Ræða við brautskráningu í Laugardagshöll 23. júní 2001 Nú er hátíð í hugum okkar. Tilefni hennar eruð þið, kandídatar góðir, sem í dag eruð að uppskera laun erfiðis ykkar við nám í Háskóla Íslands. Háskóli Íslands er stoltur af ykkur. Þið eruð ávöxturinn sem réttlætir tilvist hans. Hann er ykkur þakklátur fyrir elju ykkar og alúð við ástundun námsins. Hann er líka þakklátur fjölskyldum ykkar og aðstandendum fyrir þá hvatningu og þann stuðning sem þau hafa veitt ykkur á námstímanum. Ég óska ykkur til hamingju með prófgráðuna og ég óska einnig fjölskyldum ykkar, vinum og velunnurum til hamingju með ykkur. Háskóli Íslands fagnar 90 ára afmæli sínu á þessu ári. Hann var stofnaður þann 17. júní 1911, á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar, sjálfstæðishetju okkar Íslendinga. Jón taldi þrjú efni vera mikilvægust fyrir eflingu íslensku þjóðarinnar. Hann nefndi þau alþingismálið, skólamálið og verslunarmálið. Alþingismálið snerist um endurreisn Alþingis og mótun skipulegra stjórnmála á Íslandi. Skólamálið snerist um nauðsyn þess að efla æðri menntun í landinu og talaði Jón um að stofna þjóðskóla sem ynni að menntun allra þjóðfélagshópa. Verslunarmálið snerist um að auka frelsi í viðskiptum og að byggja upp öflugt atvinnulíf í landinu. Þessi þrjú úrlausnarefni sem Jón Sigurðsson taldi mestu skipta fyrir velferð okkar eru enn í fullu gildi. Ástæðan er sú að þau eru órofa tengd því hvernig við mannfólkið skipuleggjum í megindráttum samlíf okkar og samskipti. Samkvæmt hugmynd Jóns skipuleggjum við samfélag okkar eftir þremur ólíkum leiðum og setjum á fót þrjár gerðir stofnana sem allar skipta höfuðmáli fyrir samlíf okkar og þar með fyrir viðgang og uppbyggingu þjóðfélagsins. Stofnanir þessar eru í fyrsta lagi menningar- og menntastofnanir sem tengjast þroska okkar sem hugsandi vera, í öðru lagi stjórnarstofnanir eins og Alþingi, hæstiréttur og ríkisstjórn þar sem sameiginleg mál eru leidd til lykta, í þriðja lagi fyrirtæki í verslun, viðskiptum og framleiðslu sem sjá um að afla veraldarauðs og dreifa honum. Þessar þrjár gerðir stofnana lúta ólíkri rökvísi: Þær hafa ólík markmið, starfsemi þeirra lýtur ólíkum reglum og þær gera ólíkar kröfur til hæfileika okkar og kunnáttu. Og þar af leiðandi ræðst hugsunarháttur okkar af því hver þeirra er ráðandi í lífi okkar hverju sinni. Eitt er að hugsa um heiminn undir sjónarhorni menningar, til dæmis vísinda, bókmennta eða listsköpunar, annað er að hugsa um veröldina frá sjónarhóli stjórnmála, og enn annað að nálgast heiminn undir sjónarhorni viðskipta og framleiðslu. Miklu skiptir að við getum hugsað um heiminn og fellt dóma um það sem þar á sér stað frá þessum þremur ólíku sjónarhólum. Að lifa mennsku lífi felur í sér að deila hugsunum sínum með öðrum, taka sameiginlegar ákvarðanir og eiga í alls kyns viðskiptum. Þess vegna tökum við öll hvert með sínum hætti þátt í menningu, stjórnmálum og efnahagslífi samfélagsins sem við tilheyrum, hvort sem okkur er það alltaf fyllilega ljóst eða ekki. Á bak við þessa þrískiptingu helstu stofnana og sviða þjóðfélagsins býr ákveðin hugmynd um að samskipti okkar sem hugsandi vera séu einnig af þrennu tagi. Í fyrsta lagi felist þau í því að deila hugsunum okkar, ræða saman, læra hvert af öðru. Í öðru lagi felist samskipti okkar í því að taka ákvarðanir og leysa úr ágreiningi um sameiginleg hagsmunamál eftir opinberum leiðum. Í þriðja lagi felist samskipti okkar í alls kyns viðskiptum og framleiðslu þar sem hvert okkar leitast við að ná árangri og tryggja hagsmuni sína. Samkvæmt þessari mynd af þremur gerðum samskipta okkar blasir við að það væri reginskyssa að leggja aðeins eina þeirra til grundvallar afstöðu okkar til heimsins. Heimurinn er ekki bara heimur stjórnmála, heimur viðskipta eða heimur menningar og frjálsrar samræðu. Heimur mannlífsins spannar þessa þrjá heima og einkennist af því hvernig þeir tvinnast saman á ótal vegu í tilveru okkar. Þjóðlífið er í senn stjórnmálalíf, efnahagslíf og menningarlíf og það skiptir sköpum fyrir velferð fólks og einkalíf að samskipti þess á þessum sviðum lífsins gangi sem best fyrir sig bæði á hverju sviði fyrir sig og á milli þeirra. Ég bendi ykkur á þetta, ágætu kandídatar, vegna þess að ég hef áhyggjur af vissri 192

193 þróun sem á sér stað á okkar tímum og kann að ógna hamingju ykkar og einnig komandi kynslóða. Þróun þessi felst í því að gera sífellt meira og meira úr mikilvægi þeirra samskipta sem felast í viðskiptum á kostnað þeirra samskipta sem eru grunnur stjórnmála og menningar. Á síðustu tíu árum hafa Íslendingar upplifað meira góðæri í efnahagsmálum en dæmi eru um í þjóðarsögunni, ef undan er skilið stutt skeið í síðari heimsstyrjöld þegar erlent fé flæddi skyndilega inn í landið. Hugsun okkar Íslendinga og gildismat hefur fyrst og fremst beinst að þeim lífsgæðum sem veraldarauðurinn færir. Þau gæði skyldi enginn vanmeta. Veraldarauður og öflugt viðskipta- og framleiðslulíf eru sannarlega forsenda velmegunar okkar sem einstaklinga og þjóðfélagsþegna. En þau eru ekki eina forsendan, því að fleira þarf til að tryggja hamingju okkar. Takist okkur ekki að skapa einnig uppbyggileg samskipti í stjórnmálum og menningu getur svo farið að hin efnahagslega velsæld leiði íslenskt þjóðlíf í ógöngur. Ógöngurnar yrðu fólgnar í því að líta svo á og starfa í þeim anda að öll okkar samskipti eigi að vera af viðskiptalegum toga og að stjórnmálalíf og menningarlíf lúti í reynd lögmálum viðskiptalífsins. Sú kenning að efnahagsleg viðskipti liggi til grundvallar bæði stjórnmálalífi og menningarlífi þjóðfélagsins er fjarri því að vera ný af nálinni. Kenning þessi er sameiginleg forkólfum kommúnisma og kapítalisma á 19. öld og fyrrihluta 20. aldar og mér virðist hún enn hafa sterk ítök í hugsunarhætti bæði þeirra sem aðhyllast sem allra mest frelsi markaðsafla og hinna sem vilja tryggja sem mesta forsjá og umsvif ríkisvaldsins í þágu þeirra sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Þessi hugsunarháttur hefur líka náð að breiðast út meðal okkar allra, almennings í landinu, óháð því hvaða stjórnmálaskoðanir við höfum, vegna þess að við erum öll, hvert á sinn hátt, neytendur og framleiðendur þeirra gæða sem borin eru fram á markaðstorgi viðskiptanna. Og ef þetta torg þenur sig yfir þjóðlífið allt og kallar okkur til sín með endalausum auglýsingum og áróðri er hætt við því að við förum ósjálfrátt að líta á öll okkar samskipti sem viðskipti á markaði. Jafnvel samskipti við maka okkar, börn og foreldra. Hvað græði ég á því sem maki minn gerir, sem börnin mín læra eða foreldrar mínir skilja eftir sig? Hér blasir við meginmunur sem ég bið ykkur að íhuga, kandídatar góðir, á samskiptum fólks í menningu, stjórnmálum og viðskiptum. Viðskiptasamskipti byggjast á því sem við þörfnumst hér og nú og getum öðlast með samningum þar sem við veitum hvert öðru aðgang að þeim gæðum sem við ráðum yfir á þessu hverfula andartaki sem eilífðin hefur úthlutað okkur. Hér gildir það að framkvæma umsvifalaust það sem viðskiptavit okkar býður okkur að gera til að fullnægja löngunum okkar og hagsmunum á þessari stundu. Stjórnmálasamskipti byggjast á því að leggja á ráðin um það sem við viljum gera í okkar sameiginlegu málum, ná samstöðu um leiðir til að byggja upp þjóðfélagið, gera uppreisn gegn óréttlæti og berjast fyrir betri heimi. Hér skiptir mestu að taka sífellt mið af stjórnvisku sem mótast þegar fólk leggur sig eftir að skilja og ræða sameiginlega hagsmuni sína og komandi kynslóða. Menningarsamskipti byggjast á því að við deilum tilverunni með þeim sem lifað hafa á undan okkur, með samtímafólki og líka komandi kynslóðum sem við getum látið okkur dreyma um. Við sem nú lifum vorum eitt sinn efniviður í draumum bráðlifandi forfeðra. Skyldur okkar við lífið eru líka skuld sem við eigum þeim að gjalda. Forfeður okkar og verk þeirra eru einnig efniviður í draumum okkar, áformum og kenningum sem kunna að skipta sköpum fyrir líf komandi kynslóða. Stöldrum andartak við menninguna og þá kröfu sem hún gerir til okkar. Menningin er, eins og lífið sjálft, í endalausri sköpun. Að lifa er að skynja sig skapaðan og finna sjálfan sig skapandi. Þess vegna eru listir og vísindi oft talin kjarni hverrar menningar og það eru þau vissulega. En sköpunarkraftur eiginlegs menningarlífs getur birst og birtist í öllu sem fólk hugsar, ákveður og gerir. Mannsandinn þekkir engin mörk. Hann ræðir endalaust við sjálfan sig um veruleikann, talar við almættið í bænum sínum og leggur aftur og aftur til atlögu við hinstu rök tilverunnar. Þess vegna reynir stöðugt á mannvit okkar allra að meta raunsætt aðstæður okkar og möguleika að leyfa andanum að fljúga um leið og við fótum okkur á jörðunni. Lífsverkefni ykkar, ágætu kandítatar, felst í því að ákveða hvernig þið viljið skipuleggja líf ykkar við tilteknar aðstæður og í ljósi þeirra möguleika sem við ykkur blasa. Hamingja ykkar mun ráðast af því hvernig þið nýtið orku ykkar og sérhvert andartak til að vega og meta gildi hlutanna og taka afstöðu til heimsins í heild sinni. Þið getið 193

194 194

195 valið að móta líf ykkar í ljósi viðskiptatækifæra sem veröldin býður uppá hér og nú. Þið getið valið að móta líf ykkar í ljósi þeirra stjórnmálamöguleika sem veröldin væntir að þið nýtið ykkur í framtíðinni. Og þið getið valið að móta tilveru ykkar í ljósi menningarlífsins sem sífellt verður að skapa og endurskapa eftir nýjum leiðum. Ég tel að hamingja ykkar og velferð komandi kynslóða velti á því að þið veljið ekki á milli þessara þriggja kosta, heldur takið mið af þeim öllum í lífi ykkar og starfi og látið þá styðja og styrkja hvern annan eftir því sem við á. Við mótum samskipti okkar eftir mismunandi leiðum í stjórnmálum, viðskiptum og menningarlífi og við þurfum því að geta beitt ólíkum aðferðum við að leysa ágreining eða deilur sem kunna að verða á þessum þremur ólíku sviðum. Í lýðræðisþjóðfélagi mótum við stjórnmálin með opinberum umræðum, kosningum, lagasetningu og dreifingu valds á milli ýmissa stofnana. Hér er leyst úr ágreiningi eftir opinberum leiðum þar sem niðurstaða er fengin í samræmi við gildandi lög og reglur. Í þjóðfélagi þar sem frelsi ríkir til viðskipta og reksturs fyrirtækja í verslun og framleiðslu mótum við efnahagslífið með samningum. Hér er leyst úr ágreiningi eftir leikreglum sem gilda um frjálsa samninga. Í mannfélagi þar sem fjölbreytt menning nær að blómstra í menntun, í iðkun vísinda og lista og í alls kyns félagslífi fólks um hin aðskiljanlegustu málefni, svo sem íþróttir og trúarbrögð, mótast mannlífið af því hvernig fólk finnur eða skapar nýjar og nýjar hugmyndir um þau efni sem áhuga þeirra vekja. Hér leysir fólk úr ágreiningi með rökræðum um tilefni deilunnar og um hvað hún snýst eða einfaldlega hættir að tala saman og fer hvert sína leið. Til að útlista þetta getum við tekið dæmi af ungu pari sem er að stíga sín fyrstu skref í sambúð eða hjónabandi. Ungu hjónin lenda óvænt í alvarlegum samskiptavanda. Hvert sem tilefnið er þá eiga þau þriggja kosta völ til að glíma við vandann. Sá fyrsti er að fara leið stjórnmálanna og takast á um það hvort þeirra á að ráða. Þá geta þau hugsanlega sett sér reglur eða eins konar lög um það hvort þeirra skuli ráða þegar ágreiningur verður, til dæmis að hann ráði því hvað þau geri á laugardögum, en hún á sunnudögum, ef deilan snýst um helgarlíf þeirra. Annar kostur er sá að þau ákveði að semja hverju sinni um það hvað hvor aðili skuli gera eftir því sem þeim kemur best hvoru fyrir sig, til dæmis í ljósi þess hvert álagið er í vinnu þeirra. Þriðji kosturinn er sá að þau setjist niður, hugleiði tilgang tilveru sinnar og ræði til hlítar hvort þau eigi skap saman og vilji raunverulega deila lífinu eða hvort það sé annað en þeirra eigið samband sem skipti meira máli í lífi þeirra. Ég vona, ágætu kandídatar, að ég þurfi ekki að rökstyðja fyrir ykkur að þriðji kosturinn er sá eini sem vit er í, ef um djúpstæðan ágreining er að ræða. Hinir kostirnir, að semja og setja reglur, skipta samt svo sannarlega máli. En hjónaband er hvorki stjórnmálasamband né viðskiptasamningur. Ef til þess er stofnað með vænlegum hætti hvílir það á því undarlega og óræða fyrirbæri sem við köllum í daglegu tali ást og vitum öll hvað merkir og felur í sér, þótt það geti vafist fyrir okkur að útskýra það. Vinur minn, sem hefur fengist við að rannsaka allt sem sagt hefur verið um ástina gegnum aldirnar og er ennþá að leita að sannindum um hana, taldi sig eitt sinn hafa komist að einni mikilvægri niðurstöðu sem hann setti fram í tveimur staðhæfingum: Ástin er leyndardómur og Allir vita allt um ástina. Þetta er að sjálfsögðu þversögn: Ef allir vita allt um ástina er hún ekki leyndardómur. Og samt er hún leyndardómur. Leyndardómur ástarinnar býr í hugum og hjörtum okkar allra. Og við skynjum hann, þótt við getum ekki skilgreint hann í fræðilegri orðræðu eða vísindalegum kenningum. Að minnsta kosti voga ég mér ekki að segja eitt orð um hann frekar. Ég gæti að sjálfsögðu, eins og við öll, gripið til ástarkvæða á borð við þau sem Jónas Hallgrímsson eða önnur stórskáld hafa ort. En veruleiki þeirrar ástar sem hvert okkar ber í brjósti verður eftir sem áður ósagður. Ástina verðum við að opinbera og tjá gagnvart þeim einum sem við elskum. Og hér verður hvert okkar að finna sína leið. Háskóli Íslands óskar ykkur, kæru kandídatar, alls hins besta við að finna og skapa leið ykkar gegnum lífið. 195

196 Menntun er barátta gegn böli Ræða við brautskráningu í Háskólabíói 27. október 2001 Ég óska ykkur, ágætu kandídatar, fjölskyldum ykkar og aðstandendum til hamingju með prófgráðuna. Von mín er sú að nám ykkar við Háskóla Íslands hafi veitt ykkur lærdóm, þroska og þjálfun sem reynist ykkur heilladrjúg á lífsleiðinni. Nú hljótið þið að ákveða hvert fyrir sig hvernig þið hyggist móta eigið líf og taka um leið þátt í að skapa okkur sameiginlega framtíð. Hver sem starfs- eða lífsvettvangur ykkar verður þá munuð þið öll hafa áhrif á umhverfi ykkar með hugsun ykkar, skoðunum og ákvörðunum. Á þessum haustdögum hrökk heimurinn við þegar hryðjuverkin í New York voru framin. Nýjar ógnir steðja að heimsbyggðinni. Stórveldi heimsins eru felmtri slegin og finna til vanmáttar við að tryggja öryggi þegna sinna. Og sjálf virðumst við sem einstaklingar vera öldungis áhrifalaus um gang mála. Hildarleikurinn fer fyrir flest okkar fram í sjónvarpinu, okkur hryllir við og við hugsum hve lánsöm við erum að vera bara áhorfendur. En erum við bara áhorfendur? Ég held ekki. Ég held að með hverri hugsun, ákvörðun og athöfn séum við sem einstaklingar virkir þátttakendur í að skapa veröldina og móta lífið og tilveruna við sífellt nýjar og óvæntar aðstæður. Hin óvænta árás 11. september krefst þess af okkur öllum, kandídatar góðir, að við hugsum af enn meiri ábyrgð og fyrirhyggju um það, hvers konar veröld við viljum skapa. Hvernig förum við að því? Þetta er spurningin sem ég vil biðja ykkur að hugleiða. Árásin 11. september var einstakt og ólýsanlegt voðaverk sem snart heiminn allan. Á hverjum degi eru raunar framin í heiminum skemmdarverk, glæpir og árásir á fólk, fyrirtæki þess eða stofnanir sem eru óréttlætanleg og þjóna þeim tilgangi einum að eyðileggja og spilla lífi manna. Sumir sem fremja þessi verk telja sig vinna í þágu göfugs málsstaðar, aðrir eru að hefna sín eða einfaldlega að sýna vald sitt. Enn aðrir vinna þessi verk af sjúklegri nautn af því að valda kvöl og pínu. Hverjar sem hvatirnar eru virðist rót þeirra ávallt af sama toga afneitun lífsins í einhverri tiltekinni mynd þess, afneitun sem birtist í hroka og yfirgangi og afhjúpar um leið minnimáttarkennd og vanhæfni til uppbyggilegra mannlegra samskipta. Þar með er verið að ráðast gegn verðmætamati annarra og hafna því að lífið geti haft óendanlega fjölbreytt gildi og verið metið og skoðað frá ótal ólíkum hliðum. Mig langar til að benda ykkur á nokkur atriði, ágætu kandídatar, sem kunna að hjálpa ykkur að hugleiða þetta óhugnanlega viðfangsefni. Ég vil fyrst nefna eitt sem ég tel afar mikilvægt að átta sig á og viðurkenna, en það er vanþekking okkar á því sem gefur lífinu gildi. Því miður eru ýmsar leiðir til að loka augunum fyrir þessari fávisku í stað þess að læra að lifa með henni og reyna sífellt að bæta úr henni eins og kostur er. Ég ætla að greina ykkur frá þremur ólíkum leiðum sem við höfum tilhneigingu til að fara til að afneita vanþekkingu okkar og horfa þar með framhjá þeim verkefnum sem af henni spretta. Fyrstu leiðina má kenna við öfgakennda kreddutrú. Hún felst í að telja sér trú um að maður hafi fundið í eitt skipti fyrir öll hin æðstu sannindi um það sem gefi tilverunni gildi og fengið umboð almættisins til að flytja öðrum þessi sannindi með góðu eða illu. Þeir sem fremja hryðjuverk og valda öðrum óbætanlegu böli telja sig vera í fullum rétti; þeir viti hvað það er sem gefi lífinu gildi og þeim leyfist að gera það sem þeim sýnist til að fylgja sannfæringu sinni eftir. Hrokinn og óbilgirnin spretta þá af því að þeir eru blindir á eigin fávisku, telja sig hafa höndlað sannleikann um lífið og svífast einskis við að koma sannfæringu sinni á framfæri. 196

197 Aðra leiðina má kenna við róttæka tómhyggju um öll gildi og verðmæti. Hún felst í að hafna því að það sé yfirleitt nokkuð sem skipti máli í tilverunni. Samkvæmt henni stafar vanþekking okkar á því sem gefur lífinu gildi af því að það sé ekkert sem gefi því gildi í sjálfu sér. Þar af leiðandi sé það vonlaus viðleitni að reyna að ráða bót á fávisku okkar; hún sé óumflýjanlegt hlutskipti. Ekkert skipti í sjálfu sér máli, lífið sé ekki annað en botnlaus og marklaus barátta lífvera til að viðhalda sér. Og því sé allt réttlætanlegt. Þriðju leiðina nefni ég bölhyggju, sem boðar að lífið sé í sjálfu sér böl, líkt og Kristján fjallaskáld orti: Lífið allt er blóðrás og logandi und, sem læknast ekki fyrr en á aldurstilastund. Þessi hugsunarháttur sækir iðulega að okkur þegar ofbeldið í heiminum virðist yfirþyrmandi og við sjáum engin ráð til að stemma stigu við því. Heimurinn sé á valdi illra afla og örlög okkar séu að þreyja þorrann. Fáfræði okkar um það sem gefur lífinu gildi víkur hér algerlega fyrir vitund okkar um það sem ógnar lífinu og skaðar það. Hér er hvorki stund né staður til að rökræða að gagni þessar þrjár ólíku leiðir til að bregðast við vanþekkingu okkar á gildum lífsins, þaðan af síður til að hrekja þær með afgerandi hætti. En ég vil leyfa mér, kandídatar góðir, að vara ykkur við þeim af einni mikilvægri ástæðu: Þær útiloka allar skynsamlega rökræðu um það hvað máli skipti í lífinu og hvað gefi því gildi. Þar með hindra þær okkur í því að takast á við okkar eigin fávisku og reyna að bæta úr henni. Kreddutrúin býður heim blóðugri baráttu í stað skynsamlegrar viðleitni til að vega og meta ólíkar kenningar, hugmyndir og skoðanir fólks á gildum lífsins og gæðum. Sagan er full af dæmum um baráttu þar sem ólíkir félagshópar, smáir eða stórir eftir atvikum, berjast fyrir því að gildismat þeirra og trúarviðhorf séu viðurkennd og verði helst allsráðandi í hugum fjöldans. Og þessi barátta hefur iðulega leitt miklar hörmungar yfir mannkynið. Tómhyggjan, sem virðist vera rökrétt andsvar við kreddutrúnni, býður heim annarri hættu sem kann að leiða til sömu niðurstöðu. Úr því að ekkert skipti máli þá sé hverjum og einum í sjálfsvald sett að skapa sér það gildismat sem henta þykir hverju sinni. Þar með er litið svo á að gott og illt í hegðun okkar og hugsun sé algerlega afstætt eða breytilegt eftir þeim forsendum sem við gefum okkur. Öll rökræða um gott og illt í mannlífinu er þar með fyrirfram dæmd til að mistakast. Bölið sem við teljum illvirkja valda geta þá aðrir talið blessun fyrir mannkynið. Og aftur virðist málið einungis snúast um baráttu á milli ólíkra hópa eða trúfélaga um hvaða gildismat á að ríkja í heiminum. Bölhyggja felur einnig í sér höfnun á rökræðu og jafnframt uppgjöf andspænis þeim vanda sem við er að etja sem er yfirgangur illra afla í heiminum. Vonleysi, jafnvel örvænting vegna þess ástands sem ríkir í heiminum, kann að sækja á okkur öll, ekki síst þegar við finnum hve vanmáttug og veikburða við erum. Og þá erum við líka auðveld bráð kreddutrúar eða tómhyggju sem þykjast hvor um sig hafa höndlað sannleikann þótt með ólíkum formerkjum sé. Hvernig getum við varist öfgum kreddutrúar, tómhyggju eða bölhyggju? Með því að yfirvega og skoða það sem ég hef kallað fávisku okkar eða vanþekkingu á því hvað gefi lífinu gildi. Hér vil ég benda ykkur á einn þýðingarmikinn greinarmun. Eitt er það sem hugsanlega gefur lífinu sitt lokagildi og annað er það sem kann að gefa lífinu gildi hér og nú eða við tilteknar aðstæður. Ef við leiðum andartak hugann að þessu, þá eigum við að átta okkur á því að vanþekking okkar á því sem gefur lífinu gildi er alls ekki algjör. Við vitum að það er margt sem gefur lífinu gildi, hvað svo sem líður skoðunum okkar á því hvað það er að endingu sem skapar æðsta eða hinsta gildi lífsins. Vel má vera að fáfræði okkar í þeim efnum sé algjör. En fáfræði um það sem gefur lífinu sitt lokagildi merkir ekki að okkur sé ókleift að komast að réttum niðurstöðum um fjölmargt sem sannarlega gefur lífinu gildi umfram sitthvað annað. Með því að viðurkenna fávisku okkar um það sem gefur lífinu gildi höfnum við kreddutrú. En þar með er ekki sagt að við þurfum við að gangast undir tómhyggju eða bölhyggju. Öðru nær: Játning okkar á fáviskunni á að fela í sér þá heitstrengingu að við ætlum að leggja okkur öll fram um að bæta úr henni eins og okkur er framast unnt. Og það á ekki að draga úr okkur kjark að viðurkenna að okkur mun aldrei takast það fyllilega. Við höfum ekki höndlað og munum aldrei höndla hinn æðsta sannleika. Ég vona, kandídatar góðir, að ykkur takist að forðast víti kreddutrúar, tómhyggju 197

198 og bölhyggju. Og ég skal kenna ykkur tvö ráð sem að gagni mega koma í því skyni. Hið fyrra er þetta: Treystið á mátt ykkar eigin skynsemi! Skynsemi ykkar byggist á tvennu: Annars vegar skilningi á almennum lögmálum tilverunnar á einhverju tilteknu sviði, hins vegar á þekkingu á tilteknum aðstæðum í heiminum. Nám ykkar í Háskóla Íslands á að hafa auðgað skilning ykkar og veitt ykkur margvíslega þekkingu. En gleymið því aldrei að það er undir hverjum og einum komið hvort eða hvernig hann eða hún beitir skynsemi sinni og nýtir sér skilning sinn og þekkingu til að rökræða það sem máli skiptir í heiminum. Það er til fjöldi fólks sem kann ekki eða vill ekki beita skynseminni, heldur fellir alls kyns dóma um gang mála í heiminum án þess að kynna sér þau, reyna að skilja um hvað þau snúast eða öðlast þekkingu á þeim. Veröldina skortir hins vegar skynsamt fólk eða réttara sagt: Veröldin er full af skynsömu fólki sem gerir ekki nægilega mikið af því að berjast gegn ofbeldinu sem brýst iðulega fram í líki hleypidóma og sleggjudóma sem dafna best í skjóli kreddutrúar, tómhyggju og bölhyggju. Látið aldrei undan ofbeldinu, heldur beitið skynsemi ykkar og rökræðið eins og þið eigið lífið að leysa! Treystið skynsemi ykkar, vegna þess að hún ein getur leyst ykkur úr viðjum fordómanna og vísað ykkur á það sem máli skiptir í tilverunni. Hún gerir það með því að tengja saman skilning ykkar á hinu almenna í lífinu og þekkingu ykkar á hinum sérstöku aðstæðum sem þið búið við. Þetta var fyrra ráðið: Treystið eigin dómgreind, ræktið hana! Síðara ráðið er þetta: Hlustið á heiminn! Sjónin er afar takmarkað skilningarvit. Hugurinn nærist ekki síður á heyrn og öðrum hæfileikum til að nema tákn. Heimurinn sendir til sérhverrar manneskju óendanlegan fjölda boða sem hún nemur að langmestu leyti án þess að gera sér grein fyrir því. Hún hefur ekki heldur minnstu hugmynd um það hvernig hún vinnur úr þessum aragrúa skilaboða og hún hefur ekki hugboð um þann fjölda boða sem hún sendir frá sér. Þekking okkar á boðskiptakerfum heimsins er enn í molum og skilningur á táknmálum manna og annarra lífvera er á frumstigi. Nám ykkar í Háskóla Íslands á samt að hafa fleytt fram skilningi ykkar og hæfni til að greina fjölda boða sem ykkur berast frá öðru fólki og umhverfinu almennt. En fyrir alla muni ímyndið ykkur ekki að þar með hafið þið fengið til umráða tæki til að nema öll boð sem ykkur berast og greina þau skýrt og skilmerkilega í sundur. Hlustið eftir því sem er öðruvísi. Reynið að nema röddina sem þið hafið aldrei heyrt áður og átta ykkur á því sem hún hefur að segja. Hlustið eftir því sem truflar skilning ykkar og dómgreind. Leyfið heiminum að raska ró ykkar. Sjálfsöryggi getur verið veikleiki, ávísun á hroka. Hlustið líka á rödd ykkar eigin langana og hvata hversu óraunsæjar eða fáránlegar sem þær kunna að virðast. Hlustið á ofbeldið sem bærist innra með ykkur sjálfum, raddir reiðinnar sem ólga í brjósti ykkar þegar þið hafið verið ranglæti beitt. Hlustið líka eftir hinu góða sem aðrir vilja gefa ykkur og þið vitið kannski ekki hvernig þið eigið að taka á móti. Heimurinn er hlaðinn illsku og heimsku, en líka góðmennsku og visku. Athygli fólks beinist fyrst og fremst að hinu fyrrnefnda vegna þess að það ógnar lífinu. Hið síðarnefnda, góðmennskan og viskan, fær merkingu sína andspænis hinu illa, í stöðugri viðleitni manna til að draga úr böli og bæta lífið. Í því er sönn menntun fólgin. Um leið og Háskóli Íslands þakkar ykkur fyrir samfylgdina, ágætu kandídatar, óskar hann þess að þið megið taka virkan þátt í að skapa veröld framtíðarinnar af ábyrgð og fyrirhyggju með opnum huga fyrir undrum lífsins. 198

199

200 Brautskráðir kandídatar Brautskráðir kandídatar 3. febrúar 2001 Laugardaginn 3. febrúar 2001 voru eftirtaldir 150 kandídatar brautskráðir frá Háskóla Íslands. Auk þess luku 2 nemendur námi til starfsréttinda í guðfræðideild og félagsvísindadeild og 23 nemendur luku diplómanámi. Guðfræðideild (6) Cand. theol. (4) Ástríður H. Sigurðardóttir Bryndís Valbjarnardóttir Ingólfur Hartvigsson Klara Hilmarsdóttir B.A.-próf í guðfræði (1) Páll Magnússon Djáknanám 30 eininga viðbótarnám (1) Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir Læknadeild (3) B.S.-próf í sjúkraþjálfun (3) Alma Anna Oddsdóttir Unnur Guðrún Pálsdóttir Vilborg Anna Hjaltalín Lagadeild (13) Embættispróf í lögfræði (13) Alda Hrönn Jóhannsdóttir Anna Sigríður Arnardóttir Anna Guðný Júlíusdóttir Bergþóra Heiða Guðmundsdóttir Björn Þór Rögnvaldsson Eiríkur Gunnsteinsson Erla Skúladóttir Jón Elvar Guðmundsson Karl Ingi Vilbergsson Ólafur Rúnar Ólafsson Steinar Dagur Adolfsson Svana Margrét Davíðsdóttir Sveinbjörg B. Sveinbjörnsdóttir Viðskipta- og hagfræðideild (23) M.S.-próf í viðskiptafræði (3) Eggert Claessen Njörður Sigurjónsson Runólfur Birgir Leifsson M.S.-próf í hagfræði (2) Evis Sulka Þorbergur Þórsson Kandídatspróf í viðskiptafræði (3) Einar Þorbjörn Rúnarsson Hrefna Hrólfsdóttir Unnar Friðrik Pálsson B.S.-próf í viðskiptafræði (11) Arnar Þór Jónsson Björg Sigurðardóttir Finnur Tryggvi Sigurjónsson Gestur Snorrason Guðmundur Halldór Jónsson Gunnar Már Petersen 200 Jónas Örn Ólafsson Kristján Guðbjartsson Kristján Elvar Guðlaugsson Steingrímur Halldór Pétursson Steinunn Una Sigurðardóttir B.S.-próf í hagfræði (1) Einar Ingimundarson Diplómanám í viðskiptatungumálum (1) Áslaug Anna Þorvaldsdóttir Diplómanám í markaðs- og útflutningsfræði (2) Egill Jóhann Ingvason Jóhann Ágúst Jóhannsson Heimspekideild (18) M.A.-próf í almennri bókmenntafræði (1) Hermann Stefánsson M.Paed.-próf í íslensku (1) Þuríður Magnúsína Björnsdóttir B.A.-próf í almennri bókmenntafræði (1) Íris Elfa Þorkelsdóttir B.A.-próf í ensku (2) Berglind Guðmundsdóttir Margrét Gledhill B.A.-próf í frönsku (2) Guttormur Helgi Jóhannesson Katrín Þórðardóttir B.A.-próf í heimspeki (2) Emilía Gunnarsdóttir Þóra Arnórsdóttir B.A.-próf í íslensku (1) Ásta Kristín Hauksdóttir B.A.-próf í sagnfræði (2) Kristmann Rúnar Larsson Ragna Garðarsdóttir B.A.-próf í þýsku (2) Björgvin Þór Björgvinsson Sigríður Héðinsdóttir Diplómanám í hagnýtri íslensku (4) Esther Jónsdóttir Guðrún María Brynjólfsdóttir Klara Gísladóttir Kristín Donaldsdóttir Verkfræðideild (22) M.S.-próf í véla- og iðnaðarverkfræði (3) Eiríkur Ragnar Eiríksson * Helgi Björn Ormarsson Karl Óskar Viðarsson Cand. Scient.-próf (1) Rafmagns- og tölvuverkfræði (1) Björn Brynjúlfsson B.S.-próf í véla- og iðnaðarverkfræði (5) Brynja Baldursdóttir Eiríkur Ragnar Eiríksson * Halldór Matthías Sigurðsson Linda Kristín Sveinsdóttir Steinar Ríkharðsson B.S.-próf í rafmagns- og tölvuverkfræði (1) Sigurjón Árni Guðmundsson B.S.-próf í tölvunarfræði (6) Halldór Magnússon Hákon Ágústsson Kristinn Sigurðsson Kristján Steinar Guðbjörnsson Solveig Ýr Sigurgeirsdóttir Valdís Björk Friðbjörnsdóttir Diplómanám í rekstri tölvukerfa (6) Einar Jón Briem Garðar Adolfsson Haraldur Valur Jónsson Jón Sigþór Jónsson Konráð Hall Snorri Emilsson Raunvísindadeild (49) M.S.-próf í jarðeðlisfræði (1) Hrafn Guðmundsson M.S.-próf í efnafræði (1) Magnús Hlynur Haraldsson M.S.-próf í líffræði (1) Þuríður E. Pétursdóttir M.S.-próf í landafræði (1) Margrét Valdimarsdóttir B.S.-próf í stærðfræði (2) Árdís Elíasdóttir Þórir Óskarsson B.S.-próf í lífefnafræði (4) Berglind Jóhannsdóttir Elín Guðmannsdóttir Guðmundur Finnbogason Jón Óskar Jónsson Wheat B.S.-próf í líffræði (19) Anna Halldórsdóttir Birkir Bárðarson Björgvin Hilmarsson Brynhildur Thors Elva Gísladóttir Eva Hildardóttir Arnarsdóttir Fífa Konráðsdóttir Guðmundur Albert Harðarson Haukur Viðar Ægisson Ingibjörg Ólafsdóttir Kristjana Einarsdóttir Lilja Karlsdóttir María Björk Ólafsdóttir Rannveig Magnúsdóttir Sigríður Harpa Hafsteinsdóttir Thelma Rún Ólafsdóttir Þorbjörg Einarsdóttir Þórgunnur E. Pétursdóttir Þórhildur Guðsteinsdóttir B.S.-próf í landafræði (10) Axel Benediktsson Árni Sigurður Björnsson Brynja Jónsdóttir Hjörtur Örn Arnarson Ingibjörg Jónsdóttir Marta Birgisdóttir

201 Matthildur Halldórsdóttir Svanlaugur Jónasson Tryggvi Már Ingvarsson Vilborg Gunnarsdóttir Hansen Diplómanám í ferðamálafræði (9) Benedikt Jón Guðmundsson Elín Elísabet Hallfreðsdóttir Elísabet Anna Vignir Erla Ósk Benediktsdóttir Hildur Björk Sigbjörnsdóttir Katrín Ólína Sigurðardóttir Kristín Guðnadóttir Kristín Sigurjónsdóttir Svava Jósteinsdóttir Diplómanám í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja (1) Jón Gunnar Schram Félagsvísindadeild (32) M.A.-próf í uppeldis- og menntunarfræði (1) Védís Grönvold B.A.-próf í bókasafns- og upplýsingafræði (7) Baldvin Mohamed Zarioh Gerður Bárðardóttir Guðrún Linda Ólafsdóttir Hanna Þórey Guðmundsdóttir Laufey Jóhannesdóttir Sólveig Magnúsdóttir Ösp Viggósdóttir B.A.-próf í félagsfræði (2) Guðlaug Emma Hallbjörnsdóttir Kolbrún Ósk Hrafnsdóttir B.A.-próf í mannfræði (4) Bryndís Elfa Valdemarsdóttir Karen Theódórsdóttir María Hjálmtýsdóttir Sigríður María Tómasdóttir B.A.-próf í sálarfræði (8) Albert Arnarson Anna Dóra Frostadóttir Anna Rós Ívarsdóttir Elísabet S. Arndal Guðlaug Ásmundsdóttir Snorri Rafn Sigmarsson Sólrún Helga Ingibergsdóttir Vilborg Helga Harðardóttir B.A.-próf í stjórnmálafræði (4) Kári Þór Samúelsson María Hrund Marinósdóttir Svanur Sigurðsson Þorsteinn Brynjar Björnsson B.A.-próf í uppeldis- og menntunarfræði (3) Anna María Hauksdóttir Lísbet Ósk Karlsdóttir Valgerður Hallgrímsdóttir B.A.-próf í þjóðfræði (2) Katla Kjartansdóttir Kristinn Helgi Schram Viðbótarnám til starfsréttinda (1) Námsráðgjöf (1) Ingveldur Sveinbjörnsdóttir Hjúkrunarfræðideild (10) M.S.-próf í hjúkrunarfræði (4) Arna Skúladóttir Herdís Gunnarsdóttir Ingibjörg H. Elíasdóttir Ingibjörg Hjaltadóttir B.S.-próf í hjúkrunarfræði (6) Eygló Guðmundsdóttir Friðrikka Valdís Guðmundsdóttir Hildur Sveinbjörnsdóttir Hólmfríður Rós Eyjólfsdóttir Kristín Bergsdóttir Stella S. Hrafnkelsdóttir Brautskráðir kandídatar 23. júní 2001 Laugardaginn 23. júní 2001 voru eftirtaldir 585 kandídatar brautskráðir frá Háskóla Íslands. Auk þess luku 53 nemendur eins árs viðbótarnámi frá raunvísindadeild og félagsvísindadeild. Diplómanámi luku 10 nemendur. Guðfræðideild (7) Cand.theol. (5) Aðalsteinn Þorvaldsson Sigfús Kristjánsson Sólveig Jónsdóttir Vigfús Bjarni Albertsson Þorvaldur Víðisson B.A.-próf í guðfræði (2) Árni Þorsteinn Árnason Gunnar Kristinn Þórðarson Læknadeild (51) M.S.-próf í heilbrigðisvísindum (3) Helga Erlendsdóttir Helga Kristjánsdóttir Sigrún Lange Embættispróf í læknisfræði (34) Anna Guðmundsdóttir Anna Björg Jónsdóttir Arndís Vala Arnfinnsdóttir Berglind Gerða Libungan Brynja Ragnarsdóttir Brynja Kristín Þórarinsdóttir Daði Þór Vilhjálmsson Einar Þór Þórarinsson Elín Bjarnadóttir Halla Fróðadóttir Hans Tómas Björnsson Hildur Björg Ingólfsdóttir Hjalti Már Þórisson Hjálmar Þorsteinsson Hrólfur Einarsson Hrönn Garðarsdóttir Inga Sif Ólafsdóttir Ingólfur Rögnvaldsson Jón Ásgeir Bjarnason Karl Reynir Einarsson Katrín Kristjánsdóttir Lára Guðrún Sigurðardóttir Magnús Hjaltalín Jónsson Meredith Jane Cricco Oddur Steinarsson Steinarr Björnsson Sturla Björn Johnsen Sverre Bergh Sædís Sævarsdóttir Torfi Þorkell Höskuldsson Tómas Þór Ágústsson Þórður Hjalti Þorvarðarson Þórhildur Kristinsdóttir Þórný Una Ólafsdóttir B.S.-próf í sjúkraþjálfun (14) Belinda Chenery Birna Aubertsdóttir ath Elín Sigríður Jónsdóttir Emilía Borgþórsdóttir Erla Valdís Jónsdóttir Erla Ólafsdóttir Halldór Víglundsson Heidi Andersen Íris Björnsdóttir Jón Erling Ericsson Stefán Ingi Stefánsson Svala Helgadóttir Vignir Bjarnason Þóra Hlynsdóttir Lagadeild (21) Embættispróf í lögfræði (21) Arnþrúður Þórarinsdóttir Atli Björn Þorbjörnsson Brynja Stephanie Swan Einar Jónsson Einar Laxness Einar Þór Sverrisson Geir Arnar Marelsson Grétar Ingi Grétarsson Guðríður A. Kristjánsdóttir Hanna Sigurðardóttir Hrund Kristinsdóttir Hulda Árnadóttir Jónas Þór Jónasson Karen Bragadóttir Magnús Pálmi Skúlason Nanna Björk Ásgrímsdóttir Ólöf Vigdís Ragnarsdóttir Pálína Margrét Rúnarsdóttir Páll Jóhannesson Ragnar Jónasson Stefán Holm Viðskipta- og hagfræðideild (78) M.S.-próf í viðskiptafræði (5) Ásta Dís Óladóttir Bryndís María Leifsdóttir Guðmunda Smáradóttir Vilborg Einarsdóttir Þórhallur Örn Guðlaugsson M.S.-próf í hagfræði (1) Neritan Mullai M.S.-próf í sjávarútvegsfræðum (1) Brynjólfur Gísli Eyjólfsson Kandídatspróf í viðskiptafræði (19) Baldur Smári Einarsson Berglind Helgadóttir Drífa Valdimarsdóttir Elín Ósk Sigurðardóttir Gestur Jónmundur Jensson Guðjón Norðfjörð Halldóra Alexandersdóttir Hildur Eygló Einarsdóttir Hjalti Ragnar Eiríksson Inga Dóra Jóhannsdóttir Ingibjörg María Halldórsdóttir Ingunn Svala Leifsdóttir Jóhann Óskar Haraldsson Kristinn Þór Jakobsson Kristinn Hjörtur Jónasson Linda Jónsdóttir Matthías Þór Óskarsson Sigurður Jón Gunnarsson Þorsteinn Pétur Guðjónsson B.S.-próf í viðskiptafræði (42) Anna Mjöll Líndal Arnar Jón Sigurgeirsson Arnar Steinn Valdimarsson Atli Freyr Sævarsson Ágústa Margrét Ólafsdóttir Baldur Þór Bjarnason Berglind Pálsdóttir Björgvin Jóhann Jónsson Dóra Björg Axelsdóttir Einar Geir Jónsson Elísa Kristmannsdóttir Elsa Margrét Böðvarsdóttir 201

202 Finnur Tjörvi Bragason Guðlaug Hauksdóttir Guðni Rafn Gunnarsson Guðrún Þóra Mogensen Gunnar Júlíson Halla Björg Þórhallsdóttir Helga Hrönn Þorbjörnsdóttir Hildur Björg Aradóttir Hinrik Heiðar Gunnarsson Hjördís Lóa Ingþórsdóttir Hrefna Thoroddsen Inga Magnúsdóttir Karen Rúnarsdóttir Karl Kári Másson Kári Steinn Reynisson Magnús Jónsson Ólafur Jörgen Hansson Ólafur Helgi Þorgrímsson Ólöf María Jóhannsdóttir Óskar Örn Árnason Óskar Sigurðsson Óskar Veturliði Sigurðsson Sigurbjörn Jón Gunnarsson Snorri Arnar Viðarsson Stefán Ari Stefánsson Steindór Birgisson Sveinn Heiðar Guðjónsson Teitur Ingi Valmundsson Þórdís Ögn Þórðardóttir Þórir Waagfjörð B.S.-próf í hagfræði (3) Gústav Sigurðsson Kristín Hrönn Guðmundsdóttir Vignir Jónsson B.A.-próf í hagfræði (6) Friðbert Traustason Guðrún Hergils Valdimarsdóttir Oddgeir Ágúst Ottesen Pétur Ingi Grétarsson Sigurrós Dögg Hilmarsdóttir Þorlákur Runólfsson Diplómanám í markaðs- og útflutningsfræði (1) Líney Sveinsdóttir Heimspekideild (87) M.A.-próf í almennri bókmenntafræði (1) Hákon Gunnarsson M.A.-próf í heimspeki (1) Bryndís Valsdóttir M.A.-próf í íslenskri málfræði (2) Ingibjörg B. Frímannsdóttir Katrín Axelsdóttir M.A.-próf í íslenskum bókmenntum (1) Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir M.A.-próf í íslenskum fræðum (2) Aðalbjörg Jónasdóttir Hallgrímur J. Ámundason M.A.-próf í sagnfræði (1) Sigríður Svana Pétursdóttir M.Paed.-próf í ensku (1) Tamara Soutourina M.Paed.-próf í íslensku (1) Guðlaug Guðmundsdóttir B.A.-próf í almennri bókmenntafræði (5) Anna Ólafía Guðnadóttir Eygló Erla Þórisdóttir Guðrún Rína Þorsteinsdóttir ath Hlynur Páll Pálsson Jakobína B. Sveinsdóttir B.A.-próf í almennum málvísindum (1) Bryndís Guðmundsdóttir B.A.-próf í dönsku (3) Ása Katrín Hjartardóttir 202 Eva Björk Jónudóttir Gerður Hannesdóttir B.A.-próf í ensku (11) Andri Geir Jóhannsson Anna Guðrún Tómasdóttir Ágústa Pétursdóttir Snæland Bergljót Bára Sæmundsdóttir Harpa Jörundardóttir Ívar Pétur Guðnason Milena Grzibovska Rut Tómasdóttir Sigríður H. Halldórsd. Kjerúlf Sonja Margrét Scott Yan Ping Li B.A.-próf í frönsku (4) Ester Ásbjörnsdóttir Florian Hue Ingibjörg B. Amara Úlfarsdóttir Kristín Rannveig Snorradóttir B.A.-próf í heimspeki (7) Anna Lilja Marshall Arngrímur Ketilsson Einar Kvaran Hans Júlíus Þórðarson Helgi Sæmundur Helgason Jón Ágúst Ragnarsson Svavar Knútur Kristinsson B.A.-próf í íslensku (11) Bergur Tómasson Bjarni Benedikt Björnsson Björn Gíslason Erla Agnes Guðbjörnsdóttir Freyja Auðunsdóttir Karen Ósk Úlfarsdóttir Kristín Jóhannesdóttir Kristín Áslaug Þorsteinsdóttir Lilja Dögg Gunnarsdóttir Oddbergur Eiríksson Þorbjörg Lilja Þórsdóttir B.A.-próf í ítölsku (1) Hildur Camilla Guðmundsdóttir B.A.-próf í rússnesku (3) Guðrún Dögg Guðmundsdóttir Heiðveig Helgadóttir Styrmir Freyr Gunnarsson B.A.-próf í sagnfræði (10) Atli Þorsteinsson Guðmundur Arnlaugsson Guðni Tómasson Guðný Hallgrímsdóttir Ólafur Jóhann Engilbertsson Ómar Örn Magnússon Sigfús Ólafsson Sigurvin Elíasson Silja Dögg Gunnarsdóttir Viðar Pálsson B.A.-próf í spænsku (4) Birgir Örn Birgisson Edda Jónsdóttir Laufey Ósk Þórðardóttir Ragnheiður Kristinsdóttir B.A.-próf í sænsku (1) Mervi Maria Inari Sainio B.A.-próf í táknmálsfræði (2) Kristín Bergþóra Jónsdóttir Sigrún Árnadóttir B.A.-próf í þýsku (3) Connie Maria Cuesta-Schmiedl* Eiríkur Sturla Ólafsson Sigríður Mjöll Marinósdóttir B.Ph.Isl.-próf (10) Elena Musitelli Emilie Arlette Renée Mariat Frida Hill Hanna Marketta Ampula Ilona Gottwaldová Irma Matchavariani Maria Jesus Ramos Galdo Milton F. Gonzalez Rodriguez Susanne Ernst Tatiana Soukhina Diplólmanám í hagnýtri spænsku (1) Anna Lísa Geirsdóttir Tannlæknadeild (5) Ásta Óskarsdóttir Gestur Már Sigurbjörnsson Guðmundur Ragnar Hannesson Rúnar Vilhjálmsson Theodór Friðjónsson Verkfræðideild (89) M.S.-próf (7) M.S.-próf í umhverfis- og byggingarverkfræði (1) Þórður Sigfússon M.S.-próf í véla- og iðnaðarverkfræði (4) Helgi Jónsson Matthías Sveinbjörnsson Muthafar S. S. Emeish Þórarinn Árnason M.S.-próf í rafmagns- og tölvuverkfræði (2) Gunnar Jakob Briem Hjördís Sigurðardóttir Cand. Scient.-próf (2) Umhverfis- og byggingarverkfræði (1) Hrund Skarphéðinsdóttir Véla- og iðnaðarverkfræði (1) Hulda Björgvinsdóttir* B.S.-próf (76) B.S.-próf í umhverfis- og byggingarverkfræði (13) Aðalheiður Sigbergsdóttir Agnar Benónýsson Albert Leó Haagensen Einar Sigurðsson Hákon Örn Ómarsson Hörður Bjarnason Ingimar Guðni Haraldsson Jón Þór Finnbogason Sigurður Bjarnason Sturlaugur Aron Ómarsson Ylfa Thordarson Þorsteinn Rúnar Hermannsson Þröstur Hrafnkelsson B.S.-próf í véla- og iðnaðarverkfræði (19) Árni Þór Ingimundarson Ása Guðlaug Lúðvíksdóttir Burkni Helgason Egill Bjarkason Einar Sveinn Jónsson Gauti Kjartan Gíslason Guðmundur Ólafsson Haukur Þór Hannesson Hjalti Pálsson Jenný Ruth Hrafnsdóttir Jón Þór Sigurvinsson Sigfús Ragnar Oddsson Sigurður Ágúst Arnarson Sigurður Skarphéðinsson Sigurgeir Björn Geirsson Sindri Reynisson Stefán Örn Kristjánsson Tómas Hafliðason Tómas Ingason B.S.-próf í rafmagns- og tölvuverkfræði (25) Arnar Hannesson Arnar Þór Jensson Auður Vésteinsdóttir

203 Birgir Björn Sævarsson Dofri Jónsson Einar Jón Gunnarsson Gísli Hreinn Halldórsson Grétar Víðir Pálsson Gunnar Sigurjónsson Hannes Helgason* Helgi Þorgilsson Ívar Meyvantsson Jóhannes Þorsteinsson Jón Eyvindur Bjarnason Jónas Kári Blandon Kristinn Björgvin Gylfason Lotta María Ellingsen Lýður Þór Þorgeirsson Reynir Freyr Bragason Róbert Arnar Karlsson Sigmar Karl Stefánsson Sigurjón Örn Sigurjónsson Stefán Hjaltested Tryggvi Lárusson Þráinn Guðbjörnsson B.S.-próf í tölvunarfræði (19) Arnar Hafsteinsson Ásta Olga Magnúsdóttir Bjarki Þór Eliasen Bjarki Sigurgeirsson Björn Huldar Björnsson Björn Helgason Björn Brynjar Jónsson Björn Sigurðarson Einar Johnson Gunnar Geir Gunnarsson Hallgrímur Eymundsson Hulda Björgvinsdóttir* Ingvar Hjálmarsson Jóhann Þorláksson Ólafur Steinason ath Rakel Jóhannsdóttir Sunna Björk Guðmundsdóttir Þórólfur Rúnar Þórólfsson Þröstur Erlingsson Diplómanám í tölvurekstrarfræði (4) Baldur Bragason Daníel Snær Ragnarsson Guðmundur Thorberg Kristjánsson Oddur Grétarsson Raunvísindadeild (64) M.S.-próf (8) M.S.-próf í efnafræði (1) Emelía Guðrún Eiríksdóttir M.S.-próf í líffræði (1) Lisa Irene Doucette M.S.-próf í jarðfræði (1) Brynhildur Magnúsdóttir M.S.-próf í matvælafræði (3) Gústaf Helgi Hjálmarsson Margrét Bragadóttir Sigríður Ásta Guðjónsdóttir M.S.-próf í sjávarútvegsfræði (2) Jón Már Halldórsson Jón Ingi Ingimarsson 4. árs nám (1) Líffræði (1) María Björk Steinarsdóttir B.S.-próf (52) B.S.-próf í stærðfræði (3) Björn Ingvar Bennewitz Hannes Helgason* Óli Þór Atlason B.S.-próf í eðlisfræði (5) Árdís Elíasdóttir Björn Agnarsson Gerða Björk Geirsdóttir Haukur Guðnason Magnús Kjartan Gíslason B.S.-próf í jarðeðlisfræði (3) Hálfdán Ágústsson Sigríður Sif Gylfadóttir Sigurlaug Hjaltadóttir B.S.-próf í efnafræði (5) Finnbogi Óskarsson Gísli Bragason Hrönn Ólína Jörundsdóttir Líney Árnadóttir Soffía Sveinsdóttir B.S.-próf í lífefnafræði (5) Aðalheiður Gígja Hansdóttir Anna Dröfn Guðjónsdóttir Arna Rúnarsdóttir Guðmundur Finnbogason Óttar Rolfsson B.S.-próf í líffræði (13) Bryndís Björnsdóttir Eik Elfarsdóttir Erna Sigurðardóttir Eyjólfur Reynisson Eyrún Nanna Einarsdóttir Guðrún Finnbogadóttir Jónas Páll Jónasson Páll Jónbjarnarson Pálmi Þór Atlason Rán Þórarinsdóttir Sveinn Haukur Magnússon Unndór Jónsson Valgerður Gylfadóttir B.S.-próf í jarðfræði (3) Alexandra Mahlmann Kjartan Örn Haraldsson Viktoría Gilsdóttir B.S.-próf í landafræði (8) Anna Fanney Gunnarsdóttir Bryndís Björk Eyþórsdóttir Hannes Bjarnason Heiða Björk Halldórsdóttir Jóna Bríet Guðjónsdóttir Ragnheiður Ragnarsdóttir Stefán Már Ágústsson Sæþór Ólafsson B.S.-próf í matvælafræði (7) Helga Guðrún Bjarnadóttir Hrefna Steingrímsdóttir Nína Björk Þórsdóttir Ragnheiður Lóa Björnsdóttir Sigríður Dröfn Jónsdóttir Sveinn Margeirsson Védís Helga Eiríksdóttir Diplómanám í ferðamálafræði (3) Erika Helena Lind Margrét Guðjónsdóttir Skúli Arason Félagsvísindadeild (147) Cand. psych. (12) Anna Lind G. Pétursdóttir Guðrún Ásgeirsdóttir Guðrún Oddsdóttir Iðunn Doris S. Magnúsdóttir Ingibjörg Sigurjónsdóttir Margrét Birna Þórarinsdóttir Marius Peersen Pétur Tyrfingsson Reynir Harðarson Sigurður Rafn A. Levy Sóley Dröfn Davíðsdóttir Ægir Már Þórisson M.A.-próf í opinberri stefnumótun og stjórnsýslu (1) Kristinn Hugason M.A.-próf í uppeldis- og menntunarfræði (4) Katrín Friðriksdóttir Kolbrún Þorbjörg Pálsdóttir Lovísa Kristjánsdóttir Oddný Guðbjörg Harðardóttir B.A.-próf (77) B.A.-próf í bókasafns- og upplýsingafræði (5) Halla Bergþóra Pálmadóttir Kristín Magnúsdóttir Kristjana Nanna Jónsdóttir Sigríður Bjarnadóttir Sigríður Eggertsdóttir B.A.-próf í félagsfræði (17) Anna Eygló Karlsdóttir Ásdís Aðalbjörg Arnalds Daníel Þorsteinsson Eir Pétursdóttir Guðrún Hilmarsdóttir Hulda Hlín Ragnars Jódís Bjarnadóttir Jón Sigurmundsson Lilja María Snorradóttir Margrét Þorvaldsdóttir Sigurður Örn Magnússon Steinhildur Sigurðardóttir Svanhvít Ljósbj. Guðmundsdóttir Svava Hrönn Magnúsdóttir Unnur Erla Þóroddsdóttir Þórdís Linda Guðmundsdóttir* Þórunn Steindórsdóttir B.A.-próf í mannfræði (13) Alexandra Þórlindsdóttir Andrea Rúna Þorláksdóttir Ása Guðný Ásgeirsdóttir Brjánn Jónasson Ellen Dröfn Gunnarsdóttir Indiana Ása Hreinsdóttir Margrét Gylfadóttir Pálín Dögg Helgadóttir Sigurgeir Finnsson Sóley Gréta Sveinsdóttir Steinunn Ragnarsdóttir Thorana Elín Dietz Þórður Kristinsson B.A.-próf í sálfræði (25) Anna Þóra Kristinsdóttir Anna Sigríður Vilhelmsdóttir Arna Guðrún Jónsdóttir Ágústa Hlín Gústafsdóttir Áslaug Einarsdóttir Eva María Ingþórsdóttir Guðmundur Ágúst Skarphéðinsson Guðrún Lind Halldórsdóttir Halldór Valgeirsson Hanna Lilja Jóhannsdóttir Hrefna Sigurjónsdóttir Hulda Guðmunda Óskarsdóttir Jóhanna Cortes Andrésdóttir Jóhanna Kristín Jónsdóttir Lísa Björk Reynisdóttir Rúna Dögg Cortes Sigurbjörg Fjölnisdóttir Sigurður Óli Sigurðsson Sólrún Ósk Lárusdóttir Sveina Berglind Jónsdóttir Valgeir Þorvaldsson Viðar Þór Guðmundsson Þóra Huld Magnúsdóttir Þóra Bryndís Þórisdóttir Þórhildur Gylfadóttir B.A.-próf í stjórnmálafræði (14) Anna Júlíusdóttir Elfa Íshólm Ólafsdóttir Eva Marín Hlynsdóttir 203

204 Gísli Elvar Halldórsson Guðmundur Freyr Sveinsson Haukur Jósef Stefánsson Jóhanna Helgadóttir Jóhanna Sigurborg Jafetsdóttir María Rut Reynisdóttir Róbert Ragnarsson Sigurður Unnar Einvarðsson Sigurður Ólafsson Þórunn Elva Bjarkadóttir Örn Arnarson B.A.-próf í uppeldis- og menntunarfræði (1) Katrín Lillý Magnúsdóttir B.A.-próf í þjóðfræði (2) Unnur Steingrímsdóttir Valgerður Guðmundsdóttir Diplómanám í uppeldis- og félagsstarfi (1) Valéria Kretovicová Viðbótarnám til starfsréttinda (52) Skólasafnsfræði (1) Pétur Ö. Andrésson Námsráðgjöf (8) Agnes Ósk Snorradóttir Björk Einisdóttir Elín Rut Ólafsdóttir Erna Jóhannesdóttir Kolbrún Björnsdóttir Kristjana K. Þorgrímsdóttir Svandís Sturludóttir Þóra Stephensen Félagsráðjöf (14) Anna Dóra Frostadóttir Anný Ingimarsdóttir Auður Ósk Guðmundsdóttir Brynja Ólafsdóttir Dögg Hilmarsdóttir Elín Gunnarsdóttir Elísa Ragnheiður Ingólfsdóttir Erla Sigríður Hallgrímsdóttir Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir Helga Sigurjónsdóttir Jakobína Elva Káradóttir Jenný Axelsdóttir Kristín Guðmundsdóttir Þórdís Linda Guðmundsdóttir* Kennslufræði til kennsluréttinda (23) Anna Pála Stefánsdóttir Anný Gréta Þorgeirsdóttir Ástríður Ebba Arnórsdóttir Berta Gerður Guðmundsdóttir Björk Filipsdóttir Brynhildur Róbertsdóttir Boyce Connie Maria Cuesta-Schmiedl* Erla Sigríður Ragnarsdóttir Haukur Arason Hildur Margrét Einarsdóttir Hólmfríður Sigþórsdóttir Hrafn Valgarðsson Ingveldur Kr. Friðriksdóttir Jóhann Björnsson Kolbrún Elfa Sigurðardóttir Rúna Berg Petersen Sarah Elizabeth O Neill Sigrún Jónsdóttir Sigurborg Jónsdóttir Soffía Böðvarsdóttir Svanborg Matthíasdóttir Vilma Björk Ágústsdóttir Þuríður Björg Þorgrímsdóttir Hagnýt fjölmiðlun (6) Einar Örn Jónsson Jakobína Birna Zoéga Kristján Geir Pétursson Óli Kristján Ármannsson Sigríður Dóra Gísladóttir 204 Þórný Jóhannsdóttir Lyfjafræðideild (17) Adda Birna Hjálmarsdóttir Anna Elín Kjartansdóttir Arnþrúður Jónsdóttir Eysteinn Ingólfsson Fjalar Jóhannsson Gauti Einarsson Guðrún Guðnadóttir Guðrún Kristín Rúnarsdóttir Halldóra Æsa Aradóttir Inga Rósa Guðmundsdóttir Lilja Valdimarsdóttir Nína Björk Ásbjörnsdóttir Ólöf Guðrún Helgadóttir Ólöf Þórhallsdóttir Rakel Fjóla Kolbeins Sólrún Haraldsdóttir Valdís Beck Hjúkrunarfræðideild (82) B.S.-próf í hjúkrunarfræði (74) Anna Día Brynjólfsdóttir Anna Árdís Helgadóttir Anna Halldóra Jónasdóttir Anna Jónsdóttir Anna María Ólafsdóttir Arney Þórarinsdóttir Arnlaug Borgþórsdóttir Auður Elísabet Jóhannsdóttir Ása Björk Ásgeirsdóttir Ásdís Guðmundsdóttir Ásdís Margrét Rafnsdóttir Ástríður H. Sigurðardóttir Baldvina Ýr Hafsteinsdóttir Bára Þorgrímsdóttir Bryndís María Davíðsdóttir Brynja Hauksdóttir Edda Ýr Þórsdóttir Elfa Dröfn Ingólfsdóttir Elínborg Dagmar Lárusdóttir Elínborg G. Sigurjónsdóttir Guðbjörg Pétursdóttir Guðrún Bjarnadóttir Guðrún H. Fjalldal Guðrún Erla Gunnarsdóttir Guðrún Magney Halldórsdóttir Guðrún Huld Kristinsdóttir Guðrún Kristófersdóttir Guðrún Ólafsdóttir Gunnar Helgason Gyða Arnórsdóttir Hafdís Ólafsdóttir Halla Dröfn Þorsteinsdóttir Heiða Björk Gunnlaugsdóttir Helga Sigurðardóttir Hilda Friðfinnsdóttir Hrafnhildur Halldórsdóttir Hrönn Sigurðardóttir Hörn Guðjónsdóttir Ingibjörg J. Friðbertsdóttir Ingunn Steinþórsdóttir Jóna Bára Jónsdóttir Jórunn Edda Hafsteinsdóttir Kolbrún Eva Sigurðardóttir Kristbjörg Jóhannsdóttir Kristín Auður Halldórsdóttir Kristín Sigríður Hannesdóttir Kristín Hulda Óskarsdóttir Lára Birna Þorsteinsdóttir Linda Naabye Margrét Ásgeirsdóttir Margrét D. Kristjánsdóttir Margrét Pálsdóttir María Garðarsdóttir Marta Kjartansdóttir Ólöf Elsa Björnsdóttir Ólöf Stefánsdóttir Ragnheiður Gunnarsdóttir Regína Böðvarsdóttir Rósa María Guðmundsdóttir Sandra Hjálmarsdóttir Sif Sumarliðadóttir Signý Sæmundsen Sigrún Óskarsdóttir Sigrún Anna Qvindesland Sigrún Skúladóttir Sigrún Ósk Sævarsdóttir Sigurbjörg Einarsdóttir Sigurbjörg Valsdóttir Stefanía Guðmundsdóttir Svava Magnea Matthíasdóttir Valgerður Margrét Magnúsdóttir Þórný Alda Baldursdóttir Þórunn Björg Jóhannsdóttir Þuríður Ingibjörg Elísdóttir Embættispróf í ljósmóðurfræði (8) Birna Ólafsdóttir Hulda Þórey Garðarsdóttir Karitas Halldórsdóttir Kristbjörg Magnúsdóttir María Guðrún Þórisdóttir Ragnhildur Reynisdóttir Tinna Jónsdóttir Unnur Berglind Friðriksdóttir Brautskráðir kandídatar 27. október 2001 Laugardaginn 27. okt voru 233 eftirtaldir kandídatar brautskráðir frá Háskóla Íslands. Auk þess luku 9 nemendur námi til starfsréttinda í félagsvísindadeild. Diplomanámi luku 3 nemendur. Guðfræðideild (4) Embættispróf í guðfræði Cand. theol (2) Inga Sigrún Atladóttir Jóhanna Guðrún Guðjónsdóttir B.A.-próf í guðfræði (1) Valdís Ösp Ívarsdóttir B.A.-próf í guðfræði, djáknanám (1) Ingunn Björk Jónsdóttir Læknadeild (2) M.S.-próf í heilbrigðisvísindum (2) Kristín Jónsdóttir Ólafur Eysteinn Sigurjónsson Lagadeild (22) Embættispróf í lögfræði (22) Aagot Vigdís Óskarsdóttir Andri Óttarsson Anna Dögg Hermannsdóttir Anna Katrín Vilhjálmsdóttir Árni Haraldsson Árnína Steinunn Kristjánsdóttir Birgir Birgisson Einar Örn Davíðsson Eiríkur Elís Þorláksson Ellisif Tinna Víðisdóttir Ester Hermannsdóttir Guðrún Hulda Ólafsdóttir Guðrún Sverrisdóttir

205 Gunnar Þór Þórarinsson Katla Þorsteinsdóttir Katrín Helga Hallgrímsdóttir Kristinn Arnar Stefánsson Kristín F. Fannberg Birgisdóttir Ólafur Hreinsson Rúnar Örn Olsen Steingrímur Bjarnason Þórunn Anna Árnadóttir Viðskipta- og hagfræðideild (62) M.S.-próf í viðskiptafræði (2) Daníel Þórðarson Hlynur Ómar Svavarsson M.S.-próf í hagfræði (3) Keler Gjika Marija Nacevska Sólveig Fríða Jóhannsdóttir Kandídatspróf í viðskiptafræði (16) Aðalheiður Fritzdóttir Arnar Már Jóhannesson Birgir Hákon Valdimarsson Bryndís Dagsdóttir Elín Jóna Rósinberg Ester Hjartardóttir Guðrún Emelía Victorsdóttir Hólmsteinn Ingi Halldórsson Jón Ari Stefánsson Karen Huld Gunnarsdóttir Katrín Rós Gýmisdóttir Kjartan Orri Helgason Linda Björk Jónsdóttir Sigrún Jónsdóttir Sigurlaug Ýr Gísladóttir Víðir Álfgeir Sigurðarson B.S.-próf í viðskiptafræði (38) Albert Jóhannesson Anna Dagmar Arnarsdóttir Arnar Arnarsson Ágústa Hrönn Gísladóttir Álfhildur Eiríksdóttir Ásta Friðriksdóttir Brynja Kristín Guðmundsdóttir Börkur Hólmgeirsson Emil Þór Vigfússon Emilía Þórðardóttir Erlingur Þorsteinsson Guðni Rafn Eiríksson Guðrún Sigurjónsdóttir Gunnar Thorberg Sigurðsson Heiða María Gunnarsdóttir Henný Rut Kristinsdóttir Hrafnhildur Gunnarsdóttir Jóhann Geir Harðarson Jóhanna Margrét Bragadóttir Kristín Hannesdóttir Laufey Birna Ómarsdóttir Magnús Helgason Magnús Jens Hjaltested Magnús Guðmann Jónsson Margrét Lára Friðriksdóttir Margrét Sonja Viðarsdóttir Mörður Finnbogason Rebekka Sif Kaaber Sigríður V. Jóhannesdóttir Sigríður J. Valdimarsdóttir Sigurður Eyþór Frímannsson Sigurður Long Steinar Þór Sturlaugsson Trausti Ragnarsson Unnur Ingibjörg Sigfúsdóttir Vigdís Edda Jónsdóttir Þórarinn Óli Ólafsson Ægir Sigurðsson B.S.-próf í hagfræði (2) Ásmundur Ingvi Ólason Birna Margrét Olgeirsdóttir Diplomanám í markaðs- og útflutningsfræði (1) Anna Þ. Sveinsdóttir Heimspekideild (47) M.A.-próf í almennri bókmenntafræði (1) Úlfhildur Dagsdóttir M.A.-próf í íslenskri málfræði (1) Aurelijus Vijunas M.A.-próf í sagnfræði (1) Guðrún Harðardóttir M.Paed.-próf í íslensku (1) Karen Rut Gísladóttir B.A.-próf í almennri bókmenntafræði (6) Elín Smáradóttir Ingibjörg Sigurðardóttir Janice Margrét Balfour Jón Egill Bergþórsson Roald Viðar Eyvindsson Sigrún Lilja Einarsdóttir B.A.-próf í ensku (4) Ásta Sól Kristjánsdóttir Guðbjörg Guðmundsdóttir Ragna Sigríður Kristinsdóttir Sigga Vang B.A.-próf í frönsku (3) Helga Jónsdóttir Lilja Björk Stefánsdóttir Smári Rafn Teitsson B.A.-próf í heimspeki (9) Árni Guðmundsson Birna Bragadóttir Elfa Dögg Marteinsdóttir Helga Lára Þorsteinsdóttir Kristín Inga Hrafnsdóttir Ragnar Þór Pétursson Stefán Jónsson Sveinn Birkir Björnsson Þórdís Hauksdóttir* B.A.-próf í íslensku (3) Hildigunnur Þorsteinsdóttir Kristjana Hallgrímsdóttir* Þórey Selma Sverrisdóttir B.A.-próf í rússnesku (4) Ásta Soffía Valdimarsdóttir Dagný Hulda Erlendsdóttir Rebekka Þráinsdóttir Valgerður Rannveig Valgarðsdóttir B.A.-próf í sagnfræði (8) Árni Helgason Pétur Hrafn Árnason Ragnhildur Bragadóttir Rúnar Pálmason Sif Sigmarsdóttir Sigfús Ingi Sigfússon Sigríður Júlíusdóttir Valgerður Guðrún Johnsen B.A.-próf í spænsku (1) Steinþór Sigurðsson B.A.-próf í sænsku (1) Þórunn Svanhildur Eiðsdóttir B.A.-próf í þýsku (1) Steinunn María Halldórsdóttir B.Ph.Isl.-próf (3) Arianne Gähwiller Evelyn Consuelo Bryner Viola Giulia Miglio Tannlæknadeild (1) William Howard Clark Verkfræðideild (21) Meistarapróf (1) M.S.-próf í véla- og iðnaðarverkfræði (1) Sonja Richter Cand.scient.-próf (1) Rafmagns- og tölvuverkfræði (1) Bergþór Smári* B.S.-próf (18) B.S.-próf í umhverfis- og byggingarverkfræði (5) Elísabet Vilmarsdóttir Friðjón Sigurðarson Guðmundur Valsson Júlíus Þór Júlíusson Jökull Pálmar Jónsson B.S.-próf í véla- og iðnaðarverkfræði (6) Hersteinn Pálsson Hjalti Páll Ingólfsson Hólmfríður Karlsdóttir Hörður Þór Sigurðsson Margrét Vilborg Bjarnadóttir Zheng Li B.S.-próf í rafmagns- og tölvuverkfræði (3) Gísli Þórmar Snæbjörnsson Gunnar Örn Guðmundsson Gunnar Þórisson B.S.-próf í tölvunarfræði (4) Bergþór Smári* Halldór Ísak Gylfason Sigurður Ólason Steinþór Steingrímsson Diplómanám í tölvunarfræði (1) Gísli Geir Gylfason Raunvísindadeild (23) Meistarapróf (8) M.S.-próf í stjarneðlisfræði (1) Óskar Halldórsson Holm M.S.-próf í líffræði (4) Benedikta St. Hafliðadóttir Guðmundur Bergsson Jóhanna Arnórsdóttir Rannveig Thoroddsen M.S.-próf í umhverfisfræði (1) Elín Berglind Viktorsdóttir M.S.-próf í næringarfræði (2) Jóhanna Eyrún Torfadóttir Ólöf Guðný Geirsdóttir B.S.-próf (14) B.S.-próf í lífefnafræði (1) Carlos Davíð Magnússon B.S.-próf í líffræði (9) Atli Konráðsson Berglind Steina Ingvarsdóttir Helga Bryndís Kristbjörnsdóttir Jón Kristinn Þórsson Kristjana Einarsdóttir Marianne Jensdóttir María Birna Arnardóttir Ólöf Birna Ólafsdóttir Valgerður Birgisdóttir B.S.-próf í jarðfræði (3) Bergur Sigfússon Jóhann Örn Friðsteinsson Ragnhildur Hrönn Sigurðardóttir B.S.-próf í matvælafræði (1) Guðrún Jónsdóttir Diplómanám í ferðamálafræði (1) Magnea Sigurðardóttir Félagsvísindadeild (54) M.A.-próf í félagsfræði (1) 205

206 Rannveig Þórisdóttir B.A.-próf í bókasafns- og upplýsingafræði (7) Hildur Halldóra Karlsdóttir Kristín Konráðsdóttir Margrét Ludwig Margrét Sigurgeirsdóttir María Jakobsdóttir Ragnhildur Árnadóttir Sigrún Guðnadóttir B.A.-próf í félagsfræði (4) Aðalbjörn Sigurðsson Emil Austmann Kristinsson Kristín Rut Einarsdóttir Þórhildur Þórhallsdóttir B.A.-próf í mannfræði (7) Anna Rut Guðmundsdóttir Anna Lúðvíksdóttir Ágústa Margrét Þórarinsdóttir Bryndís Yngvadóttir Elsa Huld Helgadóttir Haukur Agnarsson Marín Þórsdóttir B.A.-próf í sálfræði (15) Aron Tómas Haraldsson Elísabet Stefánsdóttir Eva Dögg Kristbjörnsdóttir Guðbjörg Erlendsdóttir Haukur Sigurðsson Helga Andrea Margeirsdóttir Inger Lill Laukvik* Ingunn Björg Arnardóttir Íris Ösp Bergþórsdóttir Ívar Bjarklind Magnús Jóhannsson Óla Björk Eggertsdóttir Sigrún Þorsteinsdóttir Sólveig Gísladóttir Þorbjörg Sveinsdóttir B.A.-próf í stjórnmálafræði (10) Aðalheiður G. Kristjánsdóttir Ásthildur Sturludóttir Elín Halla Ásgeirsdóttir Fanný Kristín Tryggvadóttir Harpa Hrönn Franckelsdóttir Hulda Herjólfsdóttir Skogland Jón Ragnars Kristjana Fj. Sigursteinsdóttir Lárus Ari Knútsson Valdimar Agnar Valdimarsson B.A.-próf í þjóðfræði (1) Sif Jóhannesdóttir Viðbótarnám til starfsréttinda (9) Félagsráðgjöf (1) Inger Lill Laukvik* Hagnýt fjölmiðlun (2) Hrafnhildur Huld Smáradóttir Vigdís Stefánsdóttir Kennslufræði til kennsluréttinda (5) Ásdís Björnsdóttir Ásdís Guðrún Sigmundsdóttir Hafdís Halldórsdóttir Kristjana Hallgrímsdóttir* Þórdís Hauksdóttir* Námsráðgjöf (1) Edda Björk Viðarsdóttir Lyfjafræðideild (1) Þórdís Guðmundsdóttir Hjúkrunarfræðideild (9) B.S.-próf í hjúkrunarfræði (9) Auður Gyða Ágústsdóttir Edda Jörundsdóttir Guðrún Svava Stefánsdóttir Inga Þórunn Karlsdóttir Ingibjörg Hallgrímsson Lilja Sigurðardóttir Margrét Gunnarsdóttir Sigríður Guðjónsdóttir Þóra Guðný Ægisdóttir * Brautskráður með tvö próf 206

207 Doktorspróf Á árinu luku fjórir doktorsprófi frá Háskóla Íslands. Frá læknadeild Doktor í heilbrigðisvísindum 13. október 2001 Marta Guðjónsdóttir, líffræðingur. Heiti ritgerðar: The role of respiratory muscle load/capacity balance in health and disease. Andmælandi: Michael Polkey frá Royal Brompton Hospital, London, Englandi. Lýsing ritgerðar Doktorsritgerðin fjallar um áhrif jafnvægis milli álags á öndunarvöðva og getu þeirra hjá heilbrigðum og sjúkum. Öndunarvöðvar eru einu beinagrindarvöðvarnir sem eru lífsnauðsynlegir. Það hversu mikið við þurfum að hafa fyrir því að anda hefur því mikil áhrif á líðan og heilsu fólks. Til að kanna þetta nánar voru notaðar sérhæfðar aðferðir til að mæla starfsemi öndunarfæranna hjá heilbrigðum og sjúkum einstaklingum. Heilbrigðir einstaklingar voru kannaðir í hvíld og við hámarksáreynslu, bæði við venjulegar aðstæður (við sjávarmál) og uppi í fjöllum í 3325 metra hæð þar sem loftið er mun þynnra. Sjúklingar með langvinna lungnateppu (LLT) á háu stigi voru rannsakaðir í hvíld og við hámarksáreynslu. Öndunarvélaháðir LLT sjúklingar voru einungis mældir í hvíldaröndun og sama gert við sjúklinga sem gengist höfðu undir opna hjartaaðgerð þar sem helmingur þeirra var öndunarvélaháður. Að lokum voru könnuð áhrif þess að taka umfram álag af öndunarvöðvum öndunarvélaháðra LLT sjúklinga með samsettri öndunarvélameðferð proportional assist ventilation (PAV) og continuous positive airway pressure (CPAP). Niðurstöður Helstu niðurstöður þessara rannsókna eru að þindarþreyta kemur fram hjá heilbrigðum einstaklingum eftir hámarksþolpróf. Sambærileg öndunarvöðvavinna framkallar meiri þindarþreytu í þunnu lofti hálendisins og þindin er lengur að jafna sig og ná fyrri styrk. Hjá sjúklingum með LLT á háu stigi var afkastagetan í þolprófi mikið skert en engin merki fundust þó um þindarþreytu. Hámarksafkastagetan takmarkaðist af skertri getu þindarinnar til að dýpka öndun við álag en upphleðsla koltvísýrings (CO2) í slagæðablóði við álag var afleiðing lítillar getu hjálparinnöndunarvöðva til að auka öndunarvinnu. Hvort tveggja er afleiðing þeirra sjúklegu breytinga sem verða í öndunarfærakerfinu í LLT, þ.e. flatrar þindar (dynamic hyperinflation) og jákvæðs þrýstings við lok útöndunar (intrinsic PEEP). Helsta ástæða þess að fólk hættir að geta andað af sjálfsdáðum er samspil ástands öndunarfæranna og skerts innöndunarvöðvastyrks. Enda kom í ljós að hægt var að koma bæði öndunardrift (respiratory drive) og öndunarmynstri í eðlilegt horf hjá öndunarvélaháðum LLT sjúklingum með samhæfðri notkun PAV og CPAP öndunarvéla, þ.e. þegar umframálaginu var létt af öndunarvöðvunum. Rannsóknir þær sem ritgerð þessi byggist á leiddu í ljós hvernig versnandi ástand öndunarfærakerfisins hefur áhrif á getu þess til að mæta öndunarþörfinni hverju sinni, þannig að hjá sjúklingum með LLT á lokastigi getur kerfið ekki einu sinni staðið undir hvíldaröndun. Með því að skoða jafnvægið milli álags og getu fæst skýrari mynd af þeim hreyfifræðilegu breytingum í öndunarfærakerfinu sem bæði hafa áhrif á getu innöndunarvöðvanna og álagsins á þá. Doktor í læknisfræði 10. nóvember 2001 Kristján G. Guðmundsson, læknir. Heiti ritgerðar: Studies on the epidemiology of Dupuytren s disease. Umsjónarkennari verkefnisins: Reynir Arngrímsson sérfræðingur í erfðalæknisfræði og leiðbeinandi Þorbjörn Jónsson sérfræðingur í ónæmisfræði. 207

208 Andmælendur: Peter Burge frá Oxfordháskóla í Englandi og Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirliti ríkisins. Lýsing ritgerðar Rannsóknin er um faraldsfræði lófakreppusjúkdóms (Epidemiology of Dupuytren s disease). Lófakreppusjúkdómur er sjúkdómur handa, og lýsir sér þannig að fingur kreppast inn í lófann. Talið er að einkenni hans megi rekja til þykknunar í sinabreiðu handarinnar. Síðar þróast bandvefsstrengur sem liggur frá lófa að fingrum. Samdráttur getur orðið í meinsemdinni sem veldur fingurkreppu. Fingurkrepppan er handarlýti og starfsgeta handarinnar minnkar. Í dag er meðferðin skurðaðgerð. Sjúkdómurinn hefur verið talinn ættlægur og vitað er að hann er algengur í nágrannalöndum okkar. Rannsóknin á faraldsfræði lófakreppusjúkdóms er að stofni til úr hóprannsókn Hjartaverndar. Árin voru 1297 karlar og 868 konur skoðuð með tilliti til sjúkdómsins. Árið 1999 var körlum með sjúkdóminn boðin þátttaka í nýrri rannsókn ásamt samanburðarhópi, sem var paraður með tilliti til aldurs og reykinga. Markmið rannsóknarinnar var að meta hversu algengur sjúkdómurinn væri og tengsl hans við aðra sjúkdóma og áhættuþætti Niðurstöður Helstu niðurstöður benda til að algengi lófakreppu fari hækkandi með aldri og sé algengari meðal karla en kvenna. Þannig greindust 19,2 % karlanna með sjúkdóminn en 4,4% kvennanna. Fylgni var við hækkaðan fastandi blóðsykur, reykingar og erfiðisvinnu. Gigtareinkenni voru marktækt sjaldséðari hjá körlum með lófakreppusjúkdóm en í samanburðarhópi. Dánarlíkur karla með alvarlegri stig sjúkdómsins voru auknar sem og dánartíðni vegna krabbameins. Þessi munur á dánartíðni hélst þótt tillit væri tekið til ýmissa áhættuþátta. Við endurinnköllunina 1999 hafði stór hluti þeirra sem var með mild einkenni í fyrri rannsókninni (1981) fengið alvarlegri einkenni. Þrátt fyrir aðgerð vegna lófakreppu höfðu um 70% karlanna fengið einkenni um lófakreppu á ný. Nýgengi sjúkdómsins hjá þeim sem ekki voru með sjúkdóminn í fyrri rannsókninni var 2,9% á ári. Ekki virtist vera fylgni milli áfengisneyslu og sjúkdómsins. Ættarsaga var algengari hjá körlum með sjúkdóminn en í samanburðarhópi og tengdist ættarsaga því að fá sjúkdóminn á yngri árum og alvarlegri sjúkdómseinkenni. Frá verkfræðideild 29. janúar 2001 Tómas Philip Rúnarsson. Heiti ritgerðar: Evolutionary Problem Solving. Aðalleiðbeinandi Tómasar er Magnús Þór Jónsson, prófessor við véla- og iðnaðarverkfræðiskor Háskóla Íslands. Andmælendur: prófessor Xin Yao frá University of Birmingham og prófessor Hans-Paul Schwefel frá Universität Dortmund. Lýsing ritgerðar Verkefnið fjallar um rannsóknir á aðferðum sem notaðar eru við lausn verkfræðilegra vandamála á tölvu og byggja á lögmálum líffræðilegrar þróunar. Á undanförnum árum hafa altækar bestunaraðferðir, sem líkja eftir grundvallarlögmálum náttúrunnar, reynst gagnlegar við lausn á fjölbreyttum vandamálum. Sérstaklega hefur tekist vel til þegar aðferðirnar fylgja reglum þar sem náttúran hefur fundið stöðugar eyjar í iðandi ölduróti mögulegra lausna. Þannig atburði er hægt að finna við kælingu eða storknun, í miðtaugakerfinu og við líffræðileg þróunarferli. Þetta hefur leitt af sér eftirfarandi bestunaraðferðir: Hermd kólnun (e. Simulated Annealing, SA), Gervitauganetsaðferðir (e. Artificial Neural Network, ANNs) og fjölbreytt svið af þróunaraðferðum (e. Evolutionary Computation, EC). Lausnaraðferðir byggðar á þróun eru innblásnar af líkani fyrir náttúruleg þróunarferli þar sem lífverur eru,,lausnir á,,vandamálum sem verða til í umhverfinu. Túlkun lífveru og umhverfis hennar með aðstoð tölvu er því eitt af viðfangsefnum ritgerðarinnar. Lausn vandamála jafngildir því að varpa gefnu ástandi yfir í óskað ástand. Skipta má verkefninu í þrjú tengd rannsóknarsvið: lýsing á ástandi, gerð vörpunarvirkja fyrir breytingu ástands og mat með vali. Gerð er grein fyrir prófunum á aðferðum og leyst eru dæmi, með það að markmiði að sýna notkun táknrænna og netrænna útsetninga í þróunaralgrímum. 208

209 Einnig eru dregnir í efa möguleikar táknbundinnar framsetningar sem alhliða lausnaraðferðar. Því ef um vitræna leitun er að ræða, þá eiga virkjar að leiða af sér ályktun um betri stöðu lausna og þess vegna verður þýðing tákna að vera þekkt. Oft er óljóst á hvern hátt þróunarleitaraðferðir virka. Í verkefninu er sett fram ný ályktun um það hvernig og hvers vegna þessar aðferðir þróast að bestu lausn. Í verkefnu eru skoðuð ólínuleg bestunarvandamál, þjálfun tauganeta og almenn skipulagsvandamál. Verkefnið er heilsteypt samantekt af fjölmörgum greinum sem Tómas hefur birt í rannsóknartímaritum og á ráðstefnum. Frá félagsvísindadeild 12. október 2001 Árilía Eydís Guðmundsdóttir. Heiti ritgerðar: Íslenskur vinnumarkaður á umbrotatímum: sveigjanleiki fyrirtækja, stjórnun og samskipti aðila vinnumarkaðarins. Andmælendur: Stefán Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, og Ingi Rúnar Eðvaldsson, dósent við Háskólann á Akureyri. Lýsing ritgerðar. Eins og fram kemur í titlinum Íslenskur vinnumarkaður á umbrotatímum: sveigjanleiki fyrirtækja, stjórnun og samskipti aðila vinnumarkaðsins er í rannsókninni verið að sýna fram á að tengsl séu á milli breytinga á vinnumarkaði og breytinga innan fyrirtækja og stofnana. Íslenskur vinnumarkaður á tímabilinu er sérstaklega rannsakaður með hliðsjón af viðbrögðum stjórnenda og aðila vinnumarkaðarins við efnahagskreppu. Ritgerðin skiptist í þrjá megin hluta: Í fyrsta lagi er sveigjanleiki fyrirtækja skoðaður. Í öðru lagi er fjallað um stjórnun og í þriðja lagi er fjallað um endurskipulagningu efnahagslífsins með hliðsjón af samskiptum aðila vinnumarkaðarins. Í rannsókninni er sýnt fram á að stjórnendur brugðust við efnahagskreppunni með því að auka sveigjanleika fyrirtækja sinna bæði varðandi innra skipulag og stýringu verkefna og verkferla. Í öðru lagi varð stjórnun margbreytilegri og krafðist ólíkrar hæfni miðað við áður. Í þriðja lagi urðu aðstæður á vinnumarkaði sem ýttu undir stöðugleika og traust, en á rannsóknartímabilinu varð samráð milli aðila vinnumarkaðsins meira en áður hafði verið. 209

210 Heiðursdoktorar Hinn 5. október 2001 var sex manns veitt heiðursdoktorsnafnbót frá Háskóla Íslands. Formálar að heiðursdoktorskjöri DOCTORES PROMOVENDI HONORIS CAUSA Í viðskipta- og hagfræðideild Árni Vilhjálmsson Árni Vilhjálmsson er fæddur 11. maí 1932 í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1951 og cand. oecon. frá Háskóla Íslands Hann nam þjóðhagfræði við Harvardháskóla og stundaði rannsóknir við Oslóarháskóla Árni starfaði við hagrannsóknir í Framkvæmdabanka Íslands í eitt ár frá júlí Hann kenndi reikningshald í viðskiptadeild Háskóla Íslands og síðan einnig rekstrarhagfræði Hann var hagfræðingur hjá Alþjóðabankanum des sept Árni var skipaður prófessor í viðskiptadeild í október 1961 og gegndi því til 1. febrúar 1998 er hann ákvað að láta af því starfi. Árni hefur gegnt fjölmörgum félags- og trúnaðarstörfum og gerir enn. Þá hefur hann setið í fjölda nefnda á vegum ráðuneyta og Háskólans. Ritstörf hans eru aðallega á sviði fjármála fyrirtækja og hafa bækur hans nýst vel í kennslu og í atvinnulífinu. Einnig hefur hann ritað greinar um fjármál, reikningshald og stjórnun fyrirtækja í ýmis tímarit. Sérstaklega ber að nefna að greinar hans um áhrif sértækra og almennra verðlagsbreytinga á afkomu- og efnahagsmælingar fyrirtækja lögðu grunninn að þróun þess máls hér á landi. Árni Vilhjálmsson á öðrum fremur heiðurinn af menntun þeirra fjölmörgu viðskiptafræðinga, hagfræðinga og endurskoðenda sem nú starfa á fjármálamarkaðnum, hjá fyrirtækjum og hinu opinbera hér á landi. Þá hefur hann miðlað kunnáttu til þeirra fyrirtækja sem hann hefur komið að og sett svip sinn á rekstur þeirra. Af þessum sökum telur Háskóli Íslands sér það sæmdarauka að heiðra Árna Vilhjálmssson með nafnbótinni doctor honoris causa. Sé það góðu heilli gjört og vitað. Í læknadeild Gísli Hannes Guðjónsson Gísli Hannes Guðjónsson er fæddur árið Gísli er prófessor í réttarsálfræði við Institute of Psychiatry, geðlækningastofnun Lundúnaháskóla. Gísli hlaut háskólamenntun sína í félagsvísindum við Brunel-háskóla og síðar í sálfræði við Surrey-háskóla í Bretlandi, þaðan sem hann lauk meistaragráðu í klínískri sálfræði árið Hann lauk doktorsprófi frá Surrey-háskóla 1981 og var ráðinn að Lundúnaháskóla árið Hann hefur starfað sem klínískur sálfræðingur við hinn virta Maudsley and Bethlehem spítala í Lundúnum frá Gísli varð dósent (Senior Lecturer) við geðlækningastofnun Lundúnaháskóla árið 1987 og hlaut hærri gráðu háskólakennara (Reader) við Lundúnaháskóla árið Hann var skipaður prófessor í réttarsálfræði við sömu stofnun þann 1. janúar árið Gísli er alþjóðlega viðurkenndur sérfræðingur á sviði réttarsálfræði, afbrotafræða og réttargeðlæknisfræði og á að baki glæsilegan feril í vísindalegum rannsóknum, kennslu og þróun klínískrar þjónustu á þessum sviðum. Menntun hans og reynsla er mjög fjölþætt. Honum hefur hlotnast margvíslegur heiður og ábyrgðarstörf vegna starfa sinna að þessum málum. Hann hefur birt tæplega tvö hundruð greinar í alþjóðlegum fræðiritum, er höfundur margra bóka og bókarkafla um sérsvið sín og nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar fyrir störf sín og rannsóknir. Hann hefur þannig átt meginþátt í framsetningu nýrra kenninga, 210

211 hugmynda og aðferða í yfirheyrslutækni frá sálfræðilegum og ekki síst geðlæknisfræðilegum sjónarhóli (sefnæmi í yfirheyrslum og falskar játningar). Hann hefur einnig unnið að margvíslegum öðrum rannsóknum, m.a. á fólki sem hefur orðið fyrir kynferðislegri misnotkun, á eðli ofbeldisverka og á áhrifum vímuefnafráhvarfs. Þessi störf hafa komið honum í fremstu röð sérfræðinga á ofangreindum sviðum og haft áhrif til umbóta innan réttargeðlækninga og afbrotafræða. Gísli hefur um 20 ára skeið átt mikið og farsælt samstarf um vísindalegar rannsóknir við starfsmenn Háskóla Íslands og aðra aðila hérlendis. Af þessum sökum telur Háskóli Íslands sér það sæmdarauka að heiðra Gísla Hannes Guðjónsson með titlinum doctor medicinae honoris causa. Sé það góðu heilli gjört og vitað. Karl Tryggvason Karl Tryggvason er fæddur árið Karl hefur verið prófessor í læknisfræðilegri lífefnafræði við Karolinska Institutet í Stokkhólmi frá 1994, þar sem hann stýrir stórum rannsóknarhópi. Karl varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1967 og nam arkitektúr við Oulu háskóla í Finnlandi í þrjú ár, en hóf svo nám í læknisfræði við sama háskóla, þaðan sem hann útskrifaðist Hann lauk doktorsprófi í meinefnafræði frá Oulu háskóla 1977 og hlaut dósentsstöðu við háskólann þar Þá var hann við framhaldsnám og störf við National Institutes of Health í Maryland, Bandaríkjunum og síðar aðstoðarprófessor í lífefnafræði og klínískri meinafræði við New Jersey-háskóla í Bandaríkjunum. Hann varð prófessor í lífefnafræði við Oulu-háskóla í Finnlandi 1987, sérstakur rannsóknarprófessor við finnsku krabbameinsstofnunina og forstjóri rannsókna við líftæknistofnun Oulu-háskóla frá Karl Tryggvason hefur tekið mikinn þátt í framþróun vísindastarfa innan læknisfræði, sameindalíffræði og lífefnafræði í Finnlandi, Svíþjóð og á alþjóðlegum vettvangi. Megin starfsvettvangur Karls hefur verið á sviði rannsókna á millifrumuefni og grunnhimnu vefja í mönnum, uppbyggingu hennar, stjórnun á starfsemi hennar og breytingum í sjúkdómum, s.s. nýrnasjúkdómum, krabbameinum og sykursýki. Grunnhimnur vefja gegna mikilvægu hlutverki í starfsemi og innri afmörkun vefja og skipta máli fyrir frumumyndun, samloðun fruma og tilfærslu þeirra í líkamanum, ásamt viðgerð vefja. Karl hefur með samverkamönnum sínum lýst mörgum þeim genum sem hafa áhrif á starfsemi grunnhimnunnar og getað skýrt þá sjúkdóma sem verða vegna galla í grunnhimnu. Vísindastörf hans snerta því marga þætti í heilbrigði og sjúkleika í mönnum. Þau hafa vakið alþjóðlega athygli og verða að teljast með því besta sem unnið er á sviði sameindalíffræði nú um stundir. Hann hefur birt um 250 greinar og bókarkafla í alþjóðlegum fræðiritum. Karl hefur hlotið fjölmargar viðurkenningar fyrir vísindastörf sín, þ.m.t. hin þekktu Anders Jahre verðlaun á Norðurlöndum, og verið kallaður til starfa í vísindaráðum í Finnlandi, Svíþjóð, Danmörku og á alþjóðavettvangi, þ.m.t. í Nóbelsverðlaunanefndum, vegna lífeðlisfræði og læknisfræði. Hann hefur verið meðlimur í HUGO, alþjóðasamtökum sem vinna að kortlagningu erfðamengis mannsins, frá Hefur hann á ýmsan hátt komið að ráðgjöf og aðstoð við uppbyggingu rannsóknarstarfs í læknisfræði á Íslandi. Af þessum sökum telur Háskóli Íslands sér það sæmdarauka að heiðra Karl Tryggvason með titlinum doctor medicinae honoris causa. Sé það góðu heilli gjört og vitað. Í heimspekideild Jonna Louis-Jensen Jonna Louis-Jensen fæddist árið Haustið 1956 hóf hún nám við Hafnarháskóla og lauk magistersprófi í norrænni fílólógíu Doktorsgráðu hlaut hún fyrir rit sitt um konungasagnagerðina Huldu-Hrokkinskinnu sem birtist Jonna Louis-Jensen réðist til starfa á Árnastofnun í Kaupmannahöfn árið 1965 og hefur unnið þar sleitulaust að fræðastöfum ef frá eru skilin tvö ár þegar hún gegndi prófessorsstöðu við Fróðskaparsetur Færeyja. Jafnframt störfum á Árnastofnun hefur hún kennt við Hafnarháskóla og verið prófessor í íslenskum bókmenntum og íslensku máli í þrjá áratugi. Sem prófessor hefur hún setið í Árnanefnd í Kaupmannahöfn. Nefndin stendur meðal annars að gerð mikillar orðabókar um forníslenskt lausamál. Jonna Louis-Jensen hefur átt hlut að útgáfu ófárra íslenskra miðaldarita, ýmist sem ritstjóri, útgefandi eða ráðgjafi. Hún hefur og skrifað fjölmargar ritgerðir um 211

212 íslensk efni og haldið fyrirlestra heima sem erlendis. Rannsóknir hennar eru einkum á sviði handrita- og textafræði og hafa fyrir löngu skipað henni í hóp vönduðustu textafræðinga á Norðurlöndum. Þær eru einatt framlag til íslenskrar málfræði jafnt sem bókmenntafræði, kvennafræða jafnt sem almennrar sagnfræði og menningarsögu enda lýsir af þeim mikil þekking Jonnu en ekki síður næmur skilningur hennar á bókmenntum og menningu og fágætt vald á íslenskri tungu. Með störfum sínum hefur Jonna Louis-Jensen unnið ötullega að því að koma íslenskum miðaldabókmenntum á framfæri í góðum fræðilegum útgáfum, efla skilning manna á sögu handrita, innbyrðis venslum þeirra, aldri og einkennum. Miklu hefur og skipt hve óþreytandi hún hefur verið við að kynna íslenska menningu jafnt í kennslu sem í fyrirlestrum utan Kaupmannahafnarháskóla. Af þessum sökum telur Háskóli Íslands sér það sæmdarauka að heiðra Jonnu Louis-Jensen með nafnbótinni doctor philosophiae honoris causa. Sé það góðu heilli gjört og vitað. Preben Meulengracht Sørensen Preben Meulengracht Sørensen er fæddur árið Hann var danskur lektor á Íslandi og varð síðan lektor í norrænum málum við Árósaháskóla. Á árunum hafði hann rannsóknarstöðu í miðaldafræðum við Odenseháskóla, en hefur síðan starfað við háskólana í Árósum og Ósló. Árið 1999 lét hann af prófessorsembætti í norrænni fílólógíu við Óslóarháskóla og varð prófessor í norrænum bókmenntum við Árósaháskóla. Hann hefur verið mikilvirkur í rannsóknum á fornum íslenskum og norrænum bókmenntum og bækur hans einkennast í senn af mikilli þekkingu á efninu og á íslenskri tungu og af viðleitni til að tengja bókmenntarannsóknir við rannsóknir á sögu og menningu svo að þær hafa jafnan vakið athygli og varpað nýju ljósi á viðfangsefnin. Preben Meulengracht Sørensen hefur gefið út fjölda bóka og ritgerða um íslenskar fornbókmenntir, samfélag og trúarbrögð í bókum og fræðitímaritum. Rétt er einnig að geta þess að hann hefur um a.m.k. þriggja áratuga skeið skrifað bókmenntagagnrýni í Jyllandsposten og einatt gert íslenskum bókmenntum afar góð skil sem eftir hefur verið tekið. Þá hefur hann þýtt fjölda íslenskra skáldrita á dönsku. Hann hefur því verið mikilvirkur í miðlun íslenskrar menningar erlendis og tekið afar virkan þátt í íslensk-dönskum menningarsamskiptum. Mikilvægi rannsókna Prebens á íslenskum fornbókmenntum felst einkum í því að hann hefur skapað sér heildarsýn á viðfangsefnin, sækir hugmyndir og viðhorf til mannfræði og trúarbragðasögu án þess að missa sjónar á hinu sérstaka bókmenntalega eðli textanna og mállegum sérkennum þeirra. Þá hefur starf hans að kynningu íslenskra nútímabókmennta á Norðurlöndum haft mikla þýðingu. Af þessum sökum telur Háskóli Íslands sér það sæmdarauka að heiðra Preben Meulengracht Sørensen með nafnbótinni doctor philosphiae honoris causa. Sé það góðu heilli gjört og vitað. Í raunvísindadeild Pétur M. Jónasson Pétur M. Jónasson fæddist í Reykjavík 18. júní Hann lauk stúdentsprófi 1939 og fór utan til Kaupmannahafnar til náms sama ár. Hann hefur verið búsettur í Danmörku síðan. Pétur lauk magistersprófi í dýrafræði frá Hafnarháskóla 1952 og doktorsprófi Hann varð kennari við Hafnarháskóla 1956 og var skipaður prófessor í vatnalíffræði og forstöðumaður Vatnalíffræðistofnunar Hafnarháskóla árið Pétur gegndi því starfi þar til hann varð sjötugur Hann starfar enn á stofnuninni við rannsóknir og ritstjórn bóka. Pétur á langan og glæsilegan feril að baki sem vísindamaður og brautryðjandi í vatnalíffræði á Norðurlöndum. Rannsóknir hans voru brautryðjandi í vatnalíffræði. Hann rannsakaði vistfræði árinnar Suså á Sjálandi, og stöðuvatnanna Esrom, Mývatns og Þingvallavatns. Allar þessar rannsóknir voru tímamótaverk og lauk þeim öllum með útgáfu viðamikilla bóka um þær. Alls hefur Pétur birt 100 vísindagreinar. 212

213

214 Pétur er félagi í ýmsum samtökum fræðimanna og má þar nefna vísindaakademíur Dana og Norðmanna, auk Vísindafélags Íslendinga. Hann var forseti Alþjóðafélags vatnalíffræðinga 1989 til 1995, sem veitti honum Neumann- Tienemann verðlaunin, æðsta heiðsmerki félagsins fyrir vísindastörf. Á Íslandi er Pétur kunnastur fyrir rannsóknir sínar á Mývatni og Þingvallavatni. Núna ritstýrir hann bók ásamt Páli Hersteinssyni prófessor, sem ber heitið Þingvallavatn: undraheimur í mótun og mun koma út hjá Máli og menningu í ár. Pétur hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar yfir vísindastörf sín. Hann hefur verið sæmdur riddarakrossi og stórriddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu (1987 og 1996) og hann er riddari af Dannebrog (1987). Pétur hefur gefið Landsbókasafni-Háskólabókasafni vísindatímarit sín. Af þessum sökum telur Háskóli Íslands sér það sæmdarauka að heiðra Pétur Mikkel Jónasson með titlinum doctor scientiarum honoris causa. Sé það góðu heilli gert og vitað. 214

215 Helstu símanúmer, bréfsímanúmer, netföng og vefföng Háskóla Íslands Alþjóðamálastofnun Lögbergi Sími ; bréfsími Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins Neshaga 16 Sími ; bréfsími netfang Borgarfræðasetur Skólabæ Suðurgötu 26 Sími ; bréfsími Bókmenntafræðistofnun Nýja Garði Hugvísindastofnun??ath 101 Reykjavík Sími ; bréfsími netfang Endurmenntunarstofnun Dunhaga 7 Símar , og (???); bréfsími netfang endurm@hi.is Félagsvísindastofnun Aragötu Reykjavík Sími ; bréfsími netfang felagsvisindastofnun@hi.is Guðfræðistofnun Aðalbyggingu 101 Reykjavík Sími ; bréfsími netfang asdis@hi.is Hagfræðistofnun Aragötu Reykjavík Sími ; bréfsími Happdrætti Háskóla Íslands Tjarnargötu Reykjavík Sími ; bréfsími Háskólaútgáfan Aðalbyggingu 101 Reykjavík Sími ; bréfsími Heimspekistofnun Nýja Garði Hugvísindastofnun?? 101 Reykjavík Sími ; bréfsími Hollvinasamtök Háskóla Íslands Aðalbyggingu 101 Reykjavík Sími ; bréfsími Íslensk málstöð Neshaga Reykjavík Símar / ; bréfsími Kerfisverkfræðistofa VR III 107 Reykjavík Sími Lagastofnun Lögbergi 101 Reykjavík Sími ; bréfsími Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn Arngrímsgötu Reykjavík Sími ; bréfsími netfang lbs@bok.hi.is Listasafn Háskólans Odda 101 Reykjavík Símar ; Líffræðistofnun Grensásvegi Reykjavík Sími ; bréfsími Líffræðistofnun Grensásvegi Reykjavík Sími ; bréfsími Líffræðistofnun, örverufræðistofa Ármúla 1A 108 Reykjavík Símar / , bréfsími Mannfræðistofnun Odda 101 Reykjavík Sími Mannréttindastofnun Lögbergi 101 Reykjavík Sími ; bréfsími Málvísindastofnun Nýja Garði Hugvísindastofnun ath áður, á ekki að vera komma eða bandstrik eða eitthvað? 101 Reykjavík Sími ; bréfsími Námsbraut fyrir aðstoðarfólk tannlækna Læknagarði, Vatnsmýrarvegi Reykjavík Sími ; bréfsími Námsráðgjöf Stúdentaheimilinu v/hringbraut 101 Reykjavík Símar / ; bréfsími Norræna eldafjallastöðin Grensásvegi Reykjavík Sími ; bréfsími Orðabók Háskólans Neshaga Reykjavík Sími ; bréfsími Prokaria Gylfaflöt Reykjavík Sími ; bréfsími Rannsóknamiðstöð í jarðskjálftaverkfræði Austurvegi 2a 800 Selfossi Símar / ; bréfsími Rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands í Hveragerði Sími

216 Rannsóknasetur Háskóla Íslands í Vestmannaeyjum Strandvegi Vestmannaeyjum Sími ; bréfsími Rannsóknastöðin Sandgerði Garðvegi Sandgerði Sími Rannsóknastofa í heilbrigðisfræði Sóltúni Reykjavík Sími ; bréfsími Rannsóknastofa í kvennafræðum Aðalbyggingu 101 Reykjavík Sími ; bréfsími netfang fem@hi.is Rannsóknastofa í líffærafræði Læknagarði, Vatnsmýrarvegi Reykjavík Símar / ; bréfsímar / Rannsóknastofa í lyfjafræði Ármúla Reykjavík Símar / ; bréfsími Rannsóknastofa í klínískri eðlisfræði Læknagarði, Vatnsmýrarvegi Reykjavík Sími ; bréfsími Rannsóknastofa í matvælafræði Læknagarði, Vatnsmýrarvegi Reykjavík Símar / ; bréfsími Rannsóknastofa í meinafræði Landspítala v/barónstíg 101 Reykjavík Sími ; bréfsími Rannsóknastofa í næringarfræði Íþróttahúsi Háskólans 101 Reykjavík Símar / Rannsóknastofa í ónæmisfræði Landspítala 101 Reykjavík Sími /63; bréfsími Rannsóknastofa í sýklafræði Landspítala 101 Reykjavík Sími ; bréfsími Rannsóknastofa kvennadeildar Landspítalans Landspítala 101 Reykjavík Sími ; bréfsími Rannsóknastofa Lífeðlisfræðistofnunar Læknagarði, Vatnsmýrarvegi Reykjavík Sími ; bréfsími Rannsóknastofa um mannlegt atferli Hringbraut Reykjavík Sími Rannsóknastofa tannlæknadeildar Læknagarði, Vatnsmýrarvegi Reykjavík Símar / ; bréfsími Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins Sjávarútvegshúsinu, Skúlagötu Reykjavík Sími ; bréfsími Rannsóknastofnun í hjúkrunarfræði Eirbergi Eiríksgötu Reykjavík Símar / Rannsóknaþjónusta Háskólans Tæknigarði, Dunhaga Reykjavík Sími ; bréfsími netfang rthj@rthj.hi.is Raunvísindastofnun, með rannsóknastofur í stærðfræði, eðlisfræði, efnafræði, jarðfræði, jarðeðlisfræði (með háloftadeild) og reiknifræði. Sími ; bréfsími netfang vantar hér? Reiknistofnun Háskólans Tæknigarði, Dunhaga Reykjavík Sími ; bréfsími netfang help@hi.is Sagnfræðistofnun Árnagarði 101 Reykjavík Sími ; bréfsími Siðfræðistofnun Nýja Garði Hugvísindastofnun ath áður þar sem þessar 2 línur eru 1. Samræma 101 Reykjavík Sími ; bréfsími Sjávarútvegsstofnun Tæknigarði, Dunhaga Reykjavík Símar / ; bréfsími Skjalasafn Háskóla Íslands Aðalbyggingu 101 Reykjavík Sími ; bréfsími Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi Árnagarði 101 Reykjavík Sími ; bréfsími Stofnun í erlendum tungumálum Nýja Garði Hugvísindastofnun 101 Reykjavík Sími ; bréfsími Stofnun Sigurðar Nordals Þingholtsstræti Reykjavík Sími ; bréfsími Tannsmiðaskóli Íslands Læknagarði, Vatnsmýrarvegi Reykjavík Sími ; bréfsími Tilraunastöð Háskólans í meinafræði Keldum v/vesturlandsveg 110 Reykjavík Sími ; bréfsími Tungumálamiðstöð Háskóla Íslands Nýja Garði (ekki Hugvísindastofnun?) 101 Reykjavík Sími ; bréfsími netfang ems@hi.is; Tækniþróun hf Tæknigarði, Dunhaga Reykjavík Sími ; bréfsími Umhverfisstofnun Tæknigarði, Dunhaga 5 Sími / Upplýsingaþjónusta Háskólans Aðalbyggingu 101 Reykjavík Símar / ; bréfsími

217 Veirufræðistofnun Ármúla 1a 108 Reykjavík Sími ; bréfsími Verkfræðistofnun Háskóla Íslands Smyrilsvegi Reykjavík Sími ; bréfsími verk.hi.is/vstofnun/ Viðskiptafræðistofnun Háskóla Íslands Odda 101 Reykjavík Sími ; bréfsími Örverufræðistofa Ármúla 1a 108 Reykjavík Sími ; bréfsími 217

218 Útgefandi: Háskóli Íslands Ritstjórn: Magnús Diðrik Baldursson og Magnús Guðmundsson Hönnun: Hildigunnur Gunnarsdóttir Prófarkalestur: Helga Jónsdóttir Ljósmyndir: Kristinn Ingvarsson Umbrot: Háskólaútgáfan, Jörundur Guðmundsson Filmuvinna og prentun: Gutenberg Upplag: Maí 2002

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum Raddir fjölbreyttra kennarahópa Sólveig Karvelsdóttir, lektor, HÍ Hafdís Guðjónsdóttir, dósent, HÍ Rannsóknin er hluti af tveimur rannsóknum Fjölbreyttir kennarahópar

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be Stefnumótun tun Rf Hlutverk (Mission) Why we exist Gildi (Core values) What we believe in Framtíðarsýn (Vision) What we want to be Stefna (Strategy) Our Game plan Stefnumiðað árangursmat Balanced Scorecard

More information

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Sérfræðingur í persónurétti Yfirlit Stóra myndin Skyldur GDPR Aðlögunarferli Áskoranir og praktísk ráð 2 3 Yfirlit: Hvað er GDPR?» GDPR

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson Samstarf HR og IGI Ólafur Andri Ragnarsson Leikjaiðnaðurinn 2021 Leikjaiðnaðurinn 2021 5.000 störf 70 milljarðar í heildarútflutningstekjur ef... Photo Ian Parker http://parkerlab.bio.uci.edu/nonscientific_adventures/iceland_man.ht

More information

Horizon 2020 á Íslandi:

Horizon 2020 á Íslandi: Horizon 2020 á Íslandi: - Árangur Íslands í Horizon2020 - Hvernig getur Rannís veitt ykkur aðstoð? Kristmundur Þór Ólafsson Alþjóðasvið Rannís Landstengiliður (NCP) fyrir H2020 Hvað er H2020? Rammaáætlun

More information

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur?

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur? Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur? Málþing um byggðamál og svæðasamvinnu 14. mars 2014 Stefanía Traustadóttir Heimsókn til Norðurbotns (Oulu) apríl 2012 Þátttakendur: Ragnheiður

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs?

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Hvernig getur málefni sem ekki er skilgreint sem námsgrein í grunnskóla eða námssvið

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr. 54 8. árgangur

More information

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn -

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM Schengen ráðstefna 6. október 2011 - Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - Áherslur - Lögreglan á Suðurnesjum - Framkvæmd landamæraeftirlits - Umhverfið - Álag á Ísland

More information

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa Efnisyfirlit Þróun félagsauðs í grannríkjunum Bandaríkin Skandinavía Meginland Evrópu Þróunin á Íslandi Félagsþátttaka Frumtengsl Félagsrof Félagsauður,

More information

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands ÞÓRA BJÖRK HJARTARDÓTTIR Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands 1. Fjöldi erlendra stúdenta Á liðnum áratug hefur erlendum stúdentum fjölgað gríðarlega við Háskóla Íslands. Haustið 2000 voru skráðir

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 8. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

SEPTEMBER 2010 RÁÐSMIÐJA UM FRÆÐANDI FERÐAÞJÓNUSTU - KIÐAGIL

SEPTEMBER 2010 RÁÐSMIÐJA UM FRÆÐANDI FERÐAÞJÓNUSTU - KIÐAGIL SEPTEMBER 2010 RÁÐSMIÐJA UM FRÆÐANDI FERÐAÞJÓNUSTU - KIÐAGIL, forst.m. Þekkingarnets Þingeyinga AKADEMÍSK FERÐAÞJÓNUSTA LEIÐIN FRÁ HUGMYND TIL VERULEIKA Akademísk ferðaþjónusta Yfirferð dagsins... I. Inntak

More information

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Svíþjóð - stjórnsýslan Þrjú formleg stjórnsýslustig Sveitarfélög, 290 talsins (Local level) Lén, 20 talsins (Regional level) Landsstjórn, 349 þingmenn (National

More information

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar 1 Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar Introduction to rotating machines 2 Grunnhugtök og meginþættir Klassískar gerðir véla Riðstraumsvélar Samfasavél (synchronous machine) Spanvél (induction machine

More information

Viðauki með þjónustusamningi mennta- og menningarmálaráðuneytis og Háskólans í Reykjavík (HR)

Viðauki með þjónustusamningi mennta- og menningarmálaráðuneytis og Háskólans í Reykjavík (HR) Viðauki með þjónustusamningi mennta- og menningarmálaráðuneytis og Háskólans í Reykjavík (HR) 29.12.2011 Efnisyfirlit 1 Inngangur... 3 1.1 Lagaheimildir og forsendur... 3 1.2 Samskiptahættir... 3 1.3 Stefna

More information

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2 1 Examples 2 Sýnidæmi 2 2 Example 25-1 Gefið er 3 fasa, 3 teina raforkukerfi samkvæmt meðfylgjandi einlínumynd. Allar stærðir á myndinni eru í einingakerfinu ( per unit ). Seríuviðnám háspennulínanna er

More information

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi í norðaustanverðu Atlantshafi Jóhann Sigurjónsson Hafrannsóknastofnun Grand Hótel, Reykjavík, 21.-22. nóvember 2013 Efni erindis Deilistofnar Ástand og horfur Uppsjávar þríeykið Norsk-íslensk síld-kolmunni-makríll

More information

Fjölbreyttir kennarahópar og fjölbreyttir nemendahópar

Fjölbreyttir kennarahópar og fjölbreyttir nemendahópar Fjölbreyttir kennarahópar og fjölbreyttir nemendahópar Hanna Ragnarsdóttir dósent Menntavísindasviði HÍ Menntakvika 22. okt. 2010 1 Skipulag erindis Alþjóðlega rannsóknaverkefnið Diverse Teachers for Diverse

More information

GÆÐAKERFI HÁSKÓLA ÍSLANDS

GÆÐAKERFI HÁSKÓLA ÍSLANDS GÆÐAKERFI HÁSKÓLA ÍSLANDS 1 Inngangur Gæðakerfi Háskóla Íslands miðar að því að mæta væntingum og þörfum nemenda, starfsmanna, atvinnulífs og hins alþjóðlega vísindasamfélags. HÁSKÓLARÁÐ SVIÐ/DEILDIR MIÐLÆG

More information

Listi yfir ferðir kjörinna fulltrúa og embættismanna árið 2017 á skrifstofum miðlægrar stjórnsýslu

Listi yfir ferðir kjörinna fulltrúa og embættismanna árið 2017 á skrifstofum miðlægrar stjórnsýslu Reykjavík, 20. mars 2018 R17050148 1312 Borgarráð Listi yfir ferðir kjörinna fulltrúa og embættismanna árið 2017 á skrifstofum miðlægrar stjórnsýslu Á fundi borgarráðs þann 18. júní 2015 var samþykkt að

More information

Háskólabrú- staðnám. Bókalisti - Vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Háskólabrú- staðnám. Bókalisti - Vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild Háskólabrú- staðnám Bókalisti - Vorönn 2018-2. önn Félagsvísinda- og lagadeild Upplýsingatækni og tölfræði: Kennslubók í Excel 2016. Höfundar: Hallur Örn Jónsson og Óli Njáll Ingólfsson Stærðfræði 3: Stærðfræði

More information

Þróun kennslu læknanema á síðustu áratugum

Þróun kennslu læknanema á síðustu áratugum Kristján Erlendsson læknir dósent kennslustjóri læknadeildar HÍ, yfirlæknir á vísinda- og þróunarsviði Landspítala krerlend@landspitali.is Þróun kennslu læknanema á síðustu áratugum Á síðustu þremur áratugum

More information

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild Háskólabrú fjarnám Bókalisti vorönn 2019 2. önn Félagsvísinda- og lagadeild Upplýsingatækni og tölfræði: Kennslubók í Excel 2016. Höfundar: Hallur Örn Jónsson og Óli Njáll Ingólfsson Stærðfræði 3: Stærðfræði

More information

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012 Nr. 28/32 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012 2013/EES/28/07 frá 8. júní 2012 um framkvæmdarreglur vegna beitingar 16. gr.

More information

Efnisyfirlit. Stjórn bls. 4 Skipurit bls. 4 Reglur og stefnumál bls. 5 Formáli rektors bls. 7 Nemendafjöldi bls. 8 Starfsmenn bls.

Efnisyfirlit. Stjórn bls. 4 Skipurit bls. 4 Reglur og stefnumál bls. 5 Formáli rektors bls. 7 Nemendafjöldi bls. 8 Starfsmenn bls. Á R S S K Ý R S L A 20 08 Efnisyfirlit Stjórn bls. 4 Skipurit bls. 4 Reglur og stefnumál bls. 5 Formáli rektors bls. 7 Nemendafjöldi bls. 8 Starfsmenn bls. 9 Gæðamál bls.10 Góðvinir Háskólans á Akureyri

More information

Sameining tveggja háskóla í Svíþjóð

Sameining tveggja háskóla í Svíþjóð Sameining tveggja háskóla í Svíþjóð Aðdragandi, framkvæmd og árangur af sameiningu Högskolan på Gotland og Uppsalaháskóla Ágrip Í þessari úttektar er að dreginn lærdómur af nýlegri sameiningu tveggja háskóla

More information

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur CHEMISTRY The Central 9th Edition Hlutfallareikningur: AðA reikna út frá formúlum og efnajöfnum fnum Lavoisier: Massi varðveitist í efnahvörfum. : lýsa efnahvörfum. Efnajafna : Hvarfefni og myndefni: 2H

More information

Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software.

Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software. Heimildaskrá Ritaðar heimildir Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software. Bændasamtök Íslands (2005). Hagtölur

More information

HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK

HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK ÁRSSKÝRSLA 2005 Efnisyfirlit bls. Hlutverk, framtíðarsýn, leiðarljós 3 Ávarp rektors 4 Háskólaráð 6 Skipulag HR 6 Tækni- og verkfræðideild 7 Viðskiptadeild 8 Kennslufræði- og lýðheilsudeild

More information

HÁSKÓLINN Á AKUREYRI ÁRSKÝRSLA 2016 EFNISYFIRLIT

HÁSKÓLINN Á AKUREYRI ÁRSKÝRSLA 2016 EFNISYFIRLIT ÁRSSKÝRSLA 20 15 20 15 EFNISYFIRLIT Stjórn bls. 6 Skipurit bls. 6 Formáli rektors bls. 8 Nemendafjöldi bls. 10 Starfsmenn bls. 11 Gæðamál bls. 14 Góðvinir Háskólans á Akureyri bls. 15 Heilbrigðisvísindasvið

More information

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2.

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2. Reykjavík, 15. maí 2017 R17050061 110 Borgarráð Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2. júní 2017 Fyrirhuguð er opinber

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar Frambjóðendur. Multicultural Council of Reykjavik Candidates

Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar Frambjóðendur. Multicultural Council of Reykjavik Candidates Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar Frambjóðendur Multicultural Council of Reykjavik Candidates Aleksandra Chlipala Hversu lengi búið á Íslandi: Have been a resident of Iceland: Pólsk Polish aleksandrachlipala@gmail.com

More information

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst 15. 18. ágúst 21. 25. ágúst 28. ág 1. sept. 15. skipulagsdagur 16. skipulagsdagur 17. Skipulagsdagur 18. skipulagsdagur

More information

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Jón Viðar Jónmundsson 1 og Emma Eyþórsdóttir 2 1 Bændasamtökum Íslands 2 Rannsóknarstofnun landbúnaðarins/lbh á Hvanneyri Inngangur Fyrsta

More information

Svæðisbundin áhrif íslenskra háskóla

Svæðisbundin áhrif íslenskra háskóla Tímarit um uppeldi og menntun / Icelandic Journal of Education 25(2), 2016, 265 287 ÞÓRODDUR BJARNASON HÁSKÓLANUM Á AKUREYRI INGI RÚNAR EÐVARÐSSON HÁSKÓLA ÍSLANDS INGÓLFUR ARNARSON HÁSKÓLANUM Á BIFRÖST

More information

Útgefandi: Háskólinn á Akureyri. Ritstjórn: Guðrún M. Kristinsdóttir. Prófarkalestur: Finnur Friðriksson. Ljósmyndarar: Auðunn Níelsson, Daníel

Útgefandi: Háskólinn á Akureyri. Ritstjórn: Guðrún M. Kristinsdóttir. Prófarkalestur: Finnur Friðriksson. Ljósmyndarar: Auðunn Níelsson, Daníel ÁRSSKÝRSLA 20 15 ÁRSSKÝRSLA 20 15 Útgefandi: Háskólinn á Akureyri. Ritstjórn: Guðrún M. Kristinsdóttir. Prófarkalestur: Finnur Friðriksson. Ljósmyndarar: Auðunn Níelsson, Daníel Starrason, Friðþjófur

More information

Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi -

Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi - Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi - Rannveig Björnsdóttir Strandbúnaður 2017, Grand Hótel Reykjavík, 13.-14.mars YFIRLIT erindis Dæmi: doktorsverkefni RBj 2005-2010 BAKGRUNNUR VANDAMÁLIÐ

More information

Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll. Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands

Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll. Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands Yfirlit erindis Meginmarkmið og bakgrunnur Nokkrar skilgreiningar Rannsóknaraðferðir

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2011:1 27. maí 2011 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga frá sveitarfélögum árlega um fjárhagsaðstoð, félagslega heimaþjónustu

More information

YFIRLIT ÁRSINS 2016 FLUGSVIÐ

YFIRLIT ÁRSINS 2016 FLUGSVIÐ YFIRLIT ÁRSINS 216 FLUGSVIÐ Efnisyfirlit TILKYNNINGAR UM ATVIK ALVARLEG FLUGATVIK FLUGSLYS... 3 TEKIÐ TIL RANNSÓKNAR Á ÁRINU... 4 RANNSÓKNIR SEM LOKIÐ VAR ÁRINU... 5 NEFNDARFUNDIR... 6 TILLÖGUR Í ÖRYGGISÁTT...

More information

Hönnunarstefna Hönnun sem drifkraftur til framtíðar

Hönnunarstefna Hönnun sem drifkraftur til framtíðar Hönnunarstefna 2014 2018 Hönnun sem drifkraftur til framtíðar 2 Hér birtist hönnunarstefna stjórnvalda sem byggir á tillögum frá stýrihópi sem iðnaðarráðherra skipaði í samstarfi við mennta- og menningar-

More information

Lög, stefna og úrræði í málefnum háskólanema af erlendum uppruna í þremur háskólum á Íslandi

Lög, stefna og úrræði í málefnum háskólanema af erlendum uppruna í þremur háskólum á Íslandi Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Sérrit 2016 Menntun, mannvit og margbreytileiki. Greinar frá Menntakviku Menntavísindasvið Háskóli Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2016 Yfirlit greina Anna

More information

FORMÁLI REKTORS. Stjórn

FORMÁLI REKTORS. Stjórn EFNISYFIRLIT Skipurit og stjórn bls. 4 Formáli rektors bls. 5 Nemendafjöldi bls. 6 Starfsmenn bls. 6 Asíuver Íslands bls. 7 Góðvinir Háskólans á Akureyri bls. 7 Auðlindadeild bls. 8 Heilbrigðisdeild bls.

More information

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Kynning í Dalskóla 6. desember 2018 Gautur Þorsteinsson, verkfræðingur Um útvarpsþjónustu Fyrsta útsending útvarpsdagskrár 1920 Útsendingar útvarps

More information

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI ER ÍSLAND SPRUNGIÐ MEÐ 2,2 M FERÐAMANNA? TOP 10 ÞJÓÐGARÐAR Í BANDARÍKJUNUM 1. Great Smoky Mountains National Park

More information

UM samábyrgð/keðjuábyrgð verktaka í ljósi fyrirhugaðrar innleiðingar á tilskipun 2014/67/EU í íslenskan rétt

UM samábyrgð/keðjuábyrgð verktaka í ljósi fyrirhugaðrar innleiðingar á tilskipun 2014/67/EU í íslenskan rétt Minnisblað UM samábyrgð/keðjuábyrgð verktaka í ljósi fyrirhugaðrar innleiðingar á tilskipun 2014/67/EU í íslenskan rétt Málsnúmer: 201510-0006 Frá: Halldór Oddsson / Halldór Grönvold Dags: 11. apríl 2016

More information

Mennta- og menningarmálaráðuneytið Október 2015

Mennta- og menningarmálaráðuneytið Október 2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Október 2015 Útgefandi: Mennta- og menningarmálaráðuneytið Sölvhólsgötu 4 101 Reykjavík Sími: 545 9500 Netfang: postur@mrn.is Veffang: www. menntamalaraduneyti.is ISBN

More information

INNFORM rannsóknin: Árangur, stefna og alþjóðavæðing!

INNFORM rannsóknin: Árangur, stefna og alþjóðavæðing! INNFORM rannsóknin: Árangur, stefna og alþjóðavæðing! Erindi á morgunverðarfundi ParX og Viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands 29. maí 2008. INNFORM á Íslandi: 1. Aðdragandinn... 2. Fyrirmyndin:

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Efnisyfirlit. Stjórn bls. 6 Skipurit bls. 6 Reglur og stefnumál bls. 7 Formáli rektors bls. 9 Nemendafjöldi bls. 10 Starfsmenn bls.

Efnisyfirlit. Stjórn bls. 6 Skipurit bls. 6 Reglur og stefnumál bls. 7 Formáli rektors bls. 9 Nemendafjöldi bls. 10 Starfsmenn bls. Á R S S K Ý R S L A 20 09 Efnisyfirlit Stjórn bls. 6 Skipurit bls. 6 Reglur og stefnumál bls. 7 Formáli rektors bls. 9 Nemendafjöldi bls. 10 Starfsmenn bls. 11 Gæðamál bls.12 Góðvinir Háskólans á Akureyri

More information

Ed Frumvarp tillaga [143. mál]

Ed Frumvarp tillaga [143. mál] Ed. 148. Frumvarp tillaga [143. mál] um lagagildi viðaukasamnings milli ríkisstjórnar Íslands og Swiss Aluminium Ltd. um álbræðslu við Straumsvík. (Lagt fyrir Alþingi á 107. löggjafarþingi, 1984.) 1. gr.

More information

Fóðurrannsóknir og hagnýting

Fóðurrannsóknir og hagnýting Fóðurrannsóknir og hagnýting Uppskeruhátíð rannsókna Gunnar Örn Kristjánsson Strandbúnaður 2018, Grand Hótel Reykjavík, 19.-20. mars. Grundvöllur fóðurgerðar Þarfir hjá eldisfisk Efnaþarfir til vaxtar

More information

Nr desember 2014 REGLUGERÐ. um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila.

Nr desember 2014 REGLUGERÐ. um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila. REGLUGERÐ um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila. 1. gr. Gildissvið. Reglugerð þessi gildir um tengda lögaðila sem eiga í viðskiptum skv. 3.-5. mgr. 57. gr. laga nr. 90/2003, um

More information

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile HUGPRÓ Betware QA & Agile 26.02.2010 Head Quarters Betware Reykjavík Betware DK Copenhagen Denmark Betware Solutions CA Kamloops, BC Betware Madrid Spain Certus Odense Denmark Betware Sp. z o.o. Warsaw

More information

Nr mars 2006 AUGLÝSING

Nr mars 2006 AUGLÝSING AUGLÝSING um gerð sem felur í sér breytingu á samningi sem ráð Evrópusambandsins og Ísland og Noregur gerðu með sér um þátttöku hinna síðarnefndu í framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna. Hinn

More information

116. DEILDARFUNDUR Í RAUNVÍSINDADEILD

116. DEILDARFUNDUR Í RAUNVÍSINDADEILD 116. DEILDARFUNDUR Í RAUNVÍSINDADEILD 13. júní 007 Dagskrá 1. Fundargerð síðasta fundar. Mál til kynningar: 1. Samstarf deildar við Endurmenntun Kristín Jónsdóttir forstöðumaður Endurmenntunar HÍ. Þjónustukönnun

More information

Leiðbeinandi á vinnustað

Leiðbeinandi á vinnustað Work Mentor Leiðbeinandi á vinnustað Leonardo da Vinci, Transfer of Innovation verkefni sem VMA sótti um að stýra. Kynning maí 2011. Jóhannes Árnason 1 Work Mentor Leonardo da Vinci Transfer of Innovation

More information

Að störfum í Alþjóðabankanum

Að störfum í Alþjóðabankanum Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, útgáfa 2007-2008 Að störfum í Alþjóðabankanum Jónas H. Haralz JEL flokkun: G21, G28, N16, N26, N46 Lykil hugtök: Alþjóðabankinn, Suður-Ameríka, efnahagsmál, hagsaga,

More information

Rannsókn á Byrjendalæsi: Markmið, snið, gögn og úrvinnsla

Rannsókn á Byrjendalæsi: Markmið, snið, gögn og úrvinnsla Læsi til samskipta og náms Ráðstefna MSHA um læsi 13. september 2014 Rannsókn á Byrjendalæsi: Markmið, snið, gögn og úrvinnsla Rúnar Sigþórsson Háskólanum á Akureyri runar@unak.is Örstutt um Byrjendalæsi

More information

International conference University of Iceland September 2018

International conference University of Iceland September 2018 International conference University of Iceland 27 29 September 2018 Alþjóðleg ráðstefna Háskóla Íslands 27. 29. september 2018 Democratic Constitutional Design: The Future of Public Engagement Lýðræðisleg

More information

1.UM LISTAHÁSKÓLANN 1

1.UM LISTAHÁSKÓLANN 1 HANDBÓK 2013-2014 EFNISYFIRLIT 1.UM LISTAHÁSKÓLANN 1 SKIPULAGSSKRÁ 1 GILDI 3 STJÓRNSÝSLA 3 SKIPURIT 4 DEILDIR 4 HÁSKÓLASKRIFSTOFA 5 FÉLÖG, NEFNDIR OG RÁÐ 7 Framkvæmdaráð 7 Fagráð 7 Nemendafélög 7 Nemendaráð

More information

Ársskýrsla Hrafnseyri

Ársskýrsla Hrafnseyri Ársskýrsla 2015 Hrafnseyri Vetrarstarf Í byrjun febrúar var haldinn fundur með nokkrum fulltrúum Háskóla Íslands, þeim Daða Má Kristóferssyni, forseta Félagsvísindasviðs, Ástráði Eysteinssyni þáverandi

More information

Nemendur og foreldrar af erlendum uppruna í íslenskum grunnskólum: Áskoranir og tækifæri.

Nemendur og foreldrar af erlendum uppruna í íslenskum grunnskólum: Áskoranir og tækifæri. Nemendur og foreldrar af erlendum uppruna í íslenskum grunnskólum: Áskoranir og tækifæri. Fræðslufundur fyrir grunnskólakennara á höfuðborgarsvæðinu Mánudaginn 18. september 2017 í Skriðu, Menntavísindasviði

More information

1. ár Haust. í félagsvísindum. Félagsvísindatorg. Iðnbylting og hnattvæðing. Saga sálfræðinnar. Vinnulag í hug- og félagsvísindum

1. ár Haust. í félagsvísindum. Félagsvísindatorg. Iðnbylting og hnattvæðing. Saga sálfræðinnar. Vinnulag í hug- og félagsvísindum 10 11 Hug- og félagsvísindasvið Félagsvísindadeild Fjölmiðlafræði (B.A.) - Nútímafræði (B.A.) - Samfélags- og hagþróunarfræði (B. A.) - Sálfræði (B. A.) - Þjóðfélagsfræði (B. A.) Fjölmiðlafræði Fjölmiðlafræðin

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og 2006. Kolbeinn Árnason Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE: Coordination of information on the environment eða: Samræming umhverfisupplýsinga

More information

Verkefnatengt nám. Hentar lögfræði þér? Starfsvettvangur lögfræðinga

Verkefnatengt nám. Hentar lögfræði þér? Starfsvettvangur lögfræðinga Lögfræði Verkefnatengt nám Innan Háskólans í Reykjavík hefur verið lögð áhersla á verkefnatengt laganám sem miðar að því að auka virkni nemenda í námi og gera þá betur í stakk búna til að takast á við

More information

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Power Point leiðbeiningar Sjónarhorn View Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Outline view - Yfirlitshamur Hér er hægt að rita minnispunkta við hverja glæru fyrir þann sem

More information

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Þórólfur Guðnason yfirlæknir Sóttvarnalæknir, Embætti landlæknis Nóvember 2014 Gastegundir frá eldgosum >95% H 2 O, CO 2 SO 2

More information

Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi

Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi Lokaverkefni til B.Ed. prófs Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi Eru ánægðir foreldrar bestu bandamenn kennara? Halldóra Gísladóttir 300955-5419 Kennaraháskóli Íslands

More information

Skráningarreglur framtíðarinnar (RDA)

Skráningarreglur framtíðarinnar (RDA) Skráningarreglur framtíðarinnar (RDA) Fræðslufundur 26. nóvember 2010 Hildur Gunnlaugsdóttir Málþing um RDA í ágúst 2010 RDA in Europe: making it happen! Málþing um nýju skráningarreglurnar (RDA = Resource

More information

MYND?? Logo skólans DRÖG. Ársskýrsla. Háskólans á Bifröst. Ársskýrsla 2016

MYND?? Logo skólans DRÖG. Ársskýrsla. Háskólans á Bifröst. Ársskýrsla 2016 MYND?? Logo skólans DRÖG Ársskýrsla Háskólans á Bifröst 2016 Ársskýrsla 2016 Ársskýrsla 2016 Útg. 9. maí 2017 Umsjón: Sigrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri kennslu og þjónustu Uppsetning og frágangur: Guðrún

More information

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM Skýrsla fyrir skólaárið 2016-2017 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 2 1. Inngangur... 3 2. Markmið og tilgangur matsins... 3 3. Aðferðir og framkvæmd matsins... 3 4.

More information

Laun á almennum vinnumarkaði 2005 Earnings in the private sector 2005

Laun á almennum vinnumarkaði 2005 Earnings in the private sector 2005 26:1 14. júlí 26 Laun á almennum vinnumarkaði 25 Earnings in the private sector 25 Samantekt Árið 25 voru regluleg mánaðarlaun á almennum vinnumarkaði að meðaltali 244 þúsund krónur, heildarmánaðarlaun

More information

Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum

Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum Eyþór Ívar Jónsson Forstöðumaður fyrir Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti RANNSÓKNARMIÐSTÖÐ Í STJÓRNARHÁTTUM Rannsóknarmiðstöð í stjórnarháttum Rannsóknarmiðstöð um

More information

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 39 ISSN árgangur ESB-STOFNANIR

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 39 ISSN árgangur ESB-STOFNANIR ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. Sameiginlega EES-nefndin II EFTA-STOFNANIR 1. Fastanefnd EFTA-ríkjanna 2. Eftirlitsstofnun EFTA ISSN 1022-9337 Nr. 39

More information

Lýðheilsa Heilsa í allar stefnur

Lýðheilsa Heilsa í allar stefnur Lýðheilsa Heilsa í allar stefnur Hvar standa Íslendingar í samanburði þjóða? Dagskrá: 14:30 Ávarp forsætisráðherra: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 14:45 Heilsa í allar stefnur: Health in All Policies reynsla

More information

Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006

Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006 Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006 Rannsóknarmiðstöð HR í nýsköpunar- og frumkvöðlafræðum Rögnvaldur J. Sæmundsson Silja Björk Baldursdóttir Mars 2007 GEM - frumkvöðlastarfsemi 2006

More information

Elítur á Íslandi einsleitni og innbyrðis tengsl

Elítur á Íslandi einsleitni og innbyrðis tengsl n Fræðigreinar STJÓRNMÁL Elítur á Íslandi einsleitni og innbyrðis tengsl Magnús Þór Torfason, lektor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Þorgerður Einarsdóttir, próf. við Stjórnmálafræðideild Háskóla

More information

Tillaga til þingsályktunar

Tillaga til þingsályktunar 132. löggjafarþing 2005 2006. Þskj. 14 14. mál. Tillaga til þingsályktunar um eflingu náms- og starfsráðgjafar í grunn- og framhaldsskólum. Flm.: Jónína Bjartmarz, Björgvin G. Sigurðsson, Dagný Jónsdóttir,

More information

Til að forritið vinni með Word þarf að hlaða niður á tölvuna forritsstubbnum Cite While You Write

Til að forritið vinni með Word þarf að hlaða niður á tölvuna forritsstubbnum Cite While You Write Veflæga heimildaskráningarforritið EndNote Web er notað til að halda utan um tilvísanir og búa til heimildaskrár. Hægt er að flytja tilvísanir úr bókasafnsskrám og gagnasöfnum inn í forritið. EndNote Web

More information

Ársskýrsla 2013 HRAFNSEYRI

Ársskýrsla 2013 HRAFNSEYRI Ársskýrsla 2013 HRAFNSEYRI Janúar: Árið 2013 byrjaði með miklu óveðri sem gekk yfir landið með tilheyrandi snjókomu, brotnum rafmagnsstaurum og rafmagnsleysi á Vestfjörðum. Haft var samband við Mjókárvirkjun

More information

TRS II tekur við af TRS. Kynningarfundur, 30. maí 2017

TRS II tekur við af TRS. Kynningarfundur, 30. maí 2017 TRS II tekur við af TRS Kynningarfundur, 30. maí 2017 Dagskrá Almennt um TRS og breytingar í tengslum við innleiðingu MiFID II og MiFIR Yfirlit yfir TRS kerfið Helstu breytingar á kerfinu Mikilvægi þess

More information

Tölvu- og netnotkun einstaklinga 2011 Computer and Internet usage by individuals 2011

Tölvu- og netnotkun einstaklinga 2011 Computer and Internet usage by individuals 2011 2011:2 6. september 2011 Tölvu- og netnotkun einstaklinga 2011 Computer and Internet usage by individuals 2011 Samantekt Nettenging er til staðar á 93% íslenskra heimila. Árleg fjölgun nettengdra heimila

More information