Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála Háskóla Íslands. Yfirlit yfir helstu verkefni sjötta starfsárs 2008

Size: px
Start display at page:

Download "Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála Háskóla Íslands. Yfirlit yfir helstu verkefni sjötta starfsárs 2008"

Transcription

1

2 Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála Háskóla Íslands Yfirlit yfir helstu verkefni sjötta starfsárs

3 2008 Efnisyfirlit Bls. Frá formanni stjórnar Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála... 3 Inngangur... 4 Samstarfsaðilar, samstarfssamningar og rekstrargrundvöllur... 4 Stjórn og forstöðumaður Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála... 4 Áherslur og helstu verkefni í starfi ársins Þróun og efling meistaranáms í opinberri stjórnsýslu á árinu Opnir viðburðir og endurmenntunarnámskeið árið Samstarf við forsætisráðuneyti ofl. um fræðslu um stjórnsýslu- og upplýsingarrétt Rannsókna- og þróunarverkefni Vefritið Stjórnmál og stjórnsýsla Félag stjórnsýslufræðinga Erlent samstarf á árinu Verkefni fyrir stjórnmálafræðideild Fjármögnun starfsemi Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála Viðauki I. Yfirlit yfir opna fyrirlestra og málþing ársins Viðauki II. Yfirlit yfir endurmenntunarnámskeið og fræðslufundi ársins Háskóli Íslands Reykjavíkurborg Landspítali háskólasjúkrahús Meginmarkmið Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála er að efla kennslu og rannsóknir í stjórnun opinberra stofnana, bæði ríkis og sveitarfélaga. Stofnuninni er ennfremur ætlað að vera vettvangur umræðna um stjórnmál, stefnumörkun og stjórnun í opinberum rekstri, þar á meðal um hlutverk fjölmiðla og hagsmunahópa í opinberri stefnumörkun. 3

4 Frá formanni stjórnar Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála Eftir sex ára starfsemi má segja að komin sé hefð og gott jafnvægi í starfsemi Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála. Sem fyrr er stofnunin leiðandi aðili við skapa opinn umræðu- og fræðsluvettvang um málefni stjórnsýslunnar í samstarfi við fjölda stofnana og samtaka, en árlega sækja rúmlega manns málþing hennar, opna fyrirlestra og námskeið. Veftímaritið Stjórnmál og stjórnsýsla hefur sömuleiðis fest sig í sessi sem birtingarvettvangur fræðigreina og vettvangur umfjöllunar um bækur sem út koma á Íslandi um stjórnmál og samfélagsmál. Meistaranám í opinberri stjórnsýslu hefur vaxið og dafnað með stuðningi stofnunarinnar, nemendafjöldi er orðinn stöðugur eða ríflega 200 manns á hverju ári og námsleiðir og einstök námskeið í stöðugri þróun og endurskoðun. Rannsóknir sem tengjast stofnuninni eru eðli málsins samkvæmt fyrst og fremst á höndum fastra kennara stjórnmálafræðideildar og veitir stofnunin þeim stuðning eftir föngum með öflun styrkja og kraftmiklu kynningarstarfi þegar kemur að rannsóknaniðurstöðum. Allir þessir þættir stuðla sameiginlega að því að byggja hér upp öflugt náms- og fræðasvið opinberrar stjórnsýslu, auk þess sem segja má að velgengni meistaranáms í opinberri stjórnsýslu hafi skapað grunn og hvatningu fyrir stjórnmálafræðideild til að hefja meistaranám í alþjóðasamskiptum, sem einnig hefur vaxið ört og dafnað. Fjöldi nemenda í meistaranámi stjórnmálafræðideildar var á árinu 2008 töluvert á fjórða hundrað nemendur, en það gerir deildinni kleift að bæta við föstum kennurum á viðkomandi sviðum. Ljóst er að þessi árangur hefði ekki náðst nema með miklum stuðningi fjölda aðila utan Háskóla Íslands. Mestu munar þar um framlag Reykjavíkurborgar, en framlag rektors Háskóla Íslands og Landspítala háskólasjúkrahúss í upphafi skiptu einnig miklu. Má segja að án framlags þeirra hefði Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála ekki komist á legg. Þessir aðila hafa enn fremur tilnefnt í stjórn stofnunarinnar afar hæfa einstaklinga með meiri reynslu á sviði íslenskrar stjórnsýslu eða þekkingu á lagaumgjörð stjórnsýslunnar, en flestir, en það eru þau Helga Jónsdóttir bæjarstjóri í Fjarðabyggð, áður sviðsstjóri stjórnsýslu- og starfsmannasviðs Reykjavíkurborgar, tilnefnd af Reykjavíkurborg og Magnús Pétursson ríkissáttasemjari, þáv. forstjóri Landspítalaháskólasjúkrahúss, tilnefndur af LSH. Rektor HÍ tilnefndi í upphafi Pál Hreinsson þáv. prófessor, núverandi hæstaréttardómara, en þegar hann lét af störfum við HÍ var Trausti Fannar Valsson lektor í stjórnsýslurétti tilnefndur í hans stað. Af öðrum lykilsamstarfsaðilum, en þessum, er skylt að geta Félags forstöðumanna ríkisstofnana, en stjórnir félagsins og formenn þeir Magnús Jónsson þáv. veðurstofustjóri, Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri og Haukur Ingibergsson forstjóri Fasteignaskrár ríkisins hafa allir verið mikilvirkir samstarfsmenn. Umboðamaður Alþingis Tryggvi Gunnarsson hefur, ásamt sínum starfsmönnum frá upphafi stutt við og lagt til fræðslu um íslensk upplýsinga- og stjórnsýslulög og sömuleiðis hefur þáv. ríkisendurskoðandi Sigurður Þórðarson og samstarfsfólk hans stutt við stofnunina með margvíslegum hætti. Starfsmannaskrifstofa fjármálaráðuneytisins; Gunnar Björnsson og hans samstarfsfólk Ágústa H. Gústavsdóttir og Guðmundur H. Guðmundsson hafa einnig komið að fjölda samstarfsverkefna. Fh. Forsætisráðu-neytisins hefur Páll Þórhallsson lögfræðingur tekið þátt í og stutt umfangsmikla fræðslu um stjórnsýslu- og upplýsingalög. Af einstökum ríkisstofnunum má nefna Ríkiskaup, Júlíus Ólafsson forstjóra og hans samstarfsfólk sem tekist hefur fast samstarf við um kennslu á sviði opinberra innkaupa. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur orðið einn fastra samstarfsaðila stofnunarinnar og stjórnmálafræðideildar um fjölda verkefna smárra og stórra er varða sveitarstjórnarstigið. Mestu munar þar um samstarf að rannsókninni um Íbúalýðræði og félagsauð , sem Anna Guðrún Björnsdóttir hefur leitt fyrir hönd Sambandsins, ásamt starfshópi þess um lýðræði. Loks hefur verið gott samstarf við ráðgjafarfyrirtæki, þ.ám. ParX, viðskiptaráðgjöf IBM, Capacent og Þekkingarmiðlun ehf. Hér er ekki hægt að geta allra sem hafa stutt Stofnun stjórnsýslufræða, en ég vil fh. stofnunarinnar færa ofannefndum og öðrum sem hafa lagt okkur lið, okkar bestu þakkir um leið og við hlökkum til framtíðarverkefna og áskorana á þessu sviði. Dr. Gunnar Helgi Kristinsson prófessor, formaður stjórnar Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála 4

5 Inngangur Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála var sett á stofn á grundvelli samþykktar félagsvísindadeildar Háskóla Íslands frá 27. maí, Starfssemin hófst í árslok 2002 og var árið 2008 því sjötta starfsár stofnunarinnar. Stofnunin starfar á vegum stjórnmálafræðideildar, sem tilheyrir félagsvísindasviði Háskóla Íslands, samkvæmt nýju skipulagi. Í reglum sem samþykktar voru í þáverandi félagsvísindadeild segir í 1. grein: "Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála er rannsókna-, fræðslu- og þjónustustofnun sem starfrækt er af Háskóla Íslands. Stofnunin er vettvangur samstarfs Háskóla Íslands við opinbera aðila um eflingu náms og rannsókna um stjórnun opinberra stofnana, bæði ríkis og sveitarfélaga og vettvangur umræðna um stjórnmál og stjórnsýslu." Á grundvelli þessarar greinar byggir starf stofnunarinnar, þ.e. sú viðleitni að byggja stjórnsýslufræði upp sem fag- og fræðigrein í íslensku samfélagi í samstarfi við sem flesta hagsmuna- og áhugaaðila utan Háskóla Íslands. Samstarfsaðilar, samstarfssamningar, rekstrargrundvöllur Í upphafi var leitað til Reykjavíkurborgar og Landspítala-háskólasjúkrahúss um samstarf og voru gerðir samningar til þriggja ára þar að lútandi á árinu Þeir samningar runnu út í árslok 2005, en voru endurnýjaðir til þriggja og fimm ára. Samningurinn við Reykjavíkurborg rennur út í árslok 2010, en LSH í árslok Rektor Háskóla Íslands lagði fyrstu árin eða til og með ársins 2008, stofnuninni til árlega eina milljón króna í rekstur. Framlag stjórnmálafræðideildar er húsnæði og rekstur því tengdur, auk þess sem HÍ annast alla bókhalds- og uppgjörsvinnu. Ljóst er af framansögðu að stofnunin verður að afla meira fjár en áður, til rekstrarkostnaðar á árinu Frá upphafi hefur stefna stofnunarinnar, eins og áður gat, verið sú að vinna að markmiðum hennar í samstarfi við hagsmunaaðila í samfélaginu; stofnanir, fyrirtæki og samtök, innlend sem erlend, eftir því sem tilefni gefast. Þegar hefur tekist reglulegt og gott samstarf við fjölmarga aðila, svo sem Félag forstöðumanna ríkisstofnana, starfsmannaskrifstofu fjármálaráðuneytis, Samband íslenskra sveitarfélaga, embætti umboðsmanns Alþingis, Ríkiskaup, Ríkisendurskoðun, forsætis-, og fjármálaráðuneyti, erlend sendiráð, auk ýmssa opinberra stofnana og ráðgjafarfyrirtækja sem vinna með opinberum aðilum. Einnig hefur verið lögð áhersla á samstarf við erlenda aðila. Stjórn og forstöðumaður Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála Í stjórn stofnunarinnar hafa setið frá upphafi þau Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, formaður, Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði og Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, tilnefndir af stjórnmálafræðideild, Helga Jónsdóttir bæjarstjóri í Fjarðabyggð, áður sviðsstjóri stjórnsýslu- og starfsmannasviðs Reykjavíkurborgar, tilnefnd af Reykjavíkurborg og Magnús Pétursson sáttasemjari, áður forstjóri Landspítala-háskólasjúkrahúss, tilnefndur af LSH. Á árinu 2008 kom Trausti Fannar Valsson lektor við lagadeild og kennari í stjórnsýslurétti inní stjórn stofnunarinnar, tilnefndur af rektor Háskóla Íslands. Forstöðumaður er Margrét S. Björnsdóttir þjóðfélagsfræðingur og MPA. Stofnunin hefur aðsetur og starfsaðstöðu í húsnæði félagsvísindasviðs í Odda, v/sturlugötu. Aðrir starfsmenn eru ráðnir til tímabundinna verkefna eftir því sem tilefni gefast. 5

6 Áherslur og helstu verkefni í starfi ársins 2008, stefna Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála Þær megin áherslur sem lagðar voru í upphafi fyrir starfsemi Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála hafa ekki breyst í grundvallaratriðum, en þær voru skilgreindar svo: Efla framhaldsnám, hagnýt námskeið, rannsóknir og þróunarverkefni á sviði stjórnsýslufræða og stjórnmálafræði, m.a. með því að leita samstarfs við hagsmuna- og fagaðila innanlands og erlendis. Stuðla að þverfaglegri samvinnu innan Háskóla Íslands á sviði stjórnsýslu og stjórnmála og stuðla að alþjóðlegri samvinnu og samstarfsverkefnum. Ljóst var frá upphafi að starf stofnunarinnar myndi einkum byggja á samstarfi við kennara stjórnmálafræðideildar, samstarfsaðila um stofnunina, kennara lagadeildar á sviði stjórnsýslu, auk samstarfsaðila og bandamanna utan Háskóla Íslands. Því var mótuð sú stefna að leita í sem flestum verkefnum eftir samstarfsaðilum meðal þeirra sem eiga hagsmuna að gæta varðandi uppbyggingu fræðslu, rannsókna og þróunar íslenskrar stjórnsýslu og stjórnmála. Í því sem talið er upp hér á eftir hefur stofnunin notið fjárstuðnings fjölda stofnana, vinnuframlags einstaklinga, auk beins og óbeins stuðnings þeirra aðila sem standa að stofnuninni. Er ljóst að án þess væri þetta umtalsverða umfang starfseminnar ekki mögulegt. Hér á eftir fer yfirlit yfir helstu verkefni Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála á árinu 2008, en auk þeirra var unninn fjöldi smærri verkefna. 1. Þróun og efling meistaranáms í opinberri stjórnsýslu á árinu 2008 Myndin hér að neðan sýnir þróun nemendafjölda í meistaranámi í opinberri stjórnsýslu frá upphafi starfstíma Stofnunar stjórnsýslufræða árið 2002 til og með ársins 2008, en þróun, markaðssetning og annar stuðningur við námið hefur frá upphafi verið eitt meginverkefna stofnunarinnar. Ljóst er að komið er tiltekið jafnvægi í fjölda nemenda eftir mjög hraðan vöxt fyrstu árin. Sl. fimm ár hefur námið verið boðið á fjarnámsformi og stunda að jafnaði um 40 nemendur víðs vegar um land námið á því formi. Nokkrir búa einnig erlendis. Námið hefur smám saman öðlast þann sess að vera viðurkennt sem ein meginstoð fræðslu þeirra sem hyggja á stjórnunarstörf á opinberum vettvangi. Segja má að námið, kennslan og rannsóknir kennara sem og nemenda sé sá grunnur sem annað starf stofnunarinnar á þessu sviði byggir á. Því er eðlilegt að stofnunin styðji dyggilega við þróun þess: 6

7 Þróun námsins MPA-námsins; tólf nýjir sérhæfingarmöguleikar og ný diplómalína Í flestum okkar nágrannaríkja eru starfræktir sérstakir stjórnsýsluskólar, bæði á framhaldsskóla- og háskólastigi og einnig sem endurmenntunarstofnanir. Slíku hefur ekki verið til að dreifa hér á landi, en með styrkingu MPA námsins má segja að meistaranámið, bæði diplómanámið og MPA-námið hafi að einhverju leyti komið í stað slíks stjórnsýsluskóla. Á árinu 2008 var unnið í samstarfi við starfsmannaskrifstofu fjármálaráðuneytisins, Félag forstöðumanna ríkisstofnana, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Bandalagi háskólamanna að undibúningi sérstakrar diplóma námsleiðar fyrir stjórnendur hjá hinu opinbera. Mun hún hefjast haustið 2009: Á árunum 2007 og 2008 var unnið umtalsvert þróunarstarf sem fólst í því að þróa í samstarfi við aðrar deildir og námsbrautir Háskólans og kynna tólf sérhæfingarmöguleika innan MPA-námsins. Auk almenns náms í opinberri stjórnun og stjórnsýslu býðst nemendum með þessu að nýta sér þá miklu breidd og styrk sem býr í Háskóla Íslands. Þeir MPA nemar sem það kjósa geta nú sérhæft sig á eftirfarandi sviðum: mannauðsstjórnun, umhverfisstjórnun, lýðheilsuvísindum, stjórnun menntastofnana, stjórnsýslurétti, umhverfis- og auðlindarétti, þjóðarétti, Evrópurétti, viðskipta- og skattarétti, alþjóðasamskiptum, hagnýtum jafnréttisfræðum og upplýsingastjórnun og rafrænum samskiptum. Aðrir sem kjósa hina almennu námsbraut án sérhæfingar, geta sótt valnámskeið á ofangreindum sviðum. Auk stuðnings við þróun námsins hefur stofnunin séð um margvísleg verkefni tengd náminu; námsráðgjöf og aðstoð við nemendur og margháttaðar samkomur til að styrkja tengsl milli þeirra, aðstoð við kennara, við kynningar og gerð bæklinga um námið. Sérstaklega ber þó að nefna fjarnám í opinberri stjórnsýslu, en Stofnun stjórnsýslufræða hefur alfarið séð um þennan þátt í samstarfi við kennara námsins og Kennslumiðstöð Háskóla Íslands. Um 40 nemendur víðs vegar um landið og sumir erlendis, stunda nú námið í fjarnámi. Er viðbótarkostnaður vegna þessa fjármagnaður með styrkjum sem Stofnun stjórnsýslu- og stjórnmálafræða aflar. Ennfremur var sótt um og fengnir Leónadó-styrkir fyrir nemendur í opinberri stjórnsýslu til starfsnáms í Evrópulöndum og tekið á móti nemendum þaðan í starfsnám hér. Á árinu 2008 voru þetta tveir nemendur, en alls hafa um fjórtán nemendur notið þessarar þjónustu. 2. Opnir viðburðir og endurmenntunarnámskeið árið 2008 Annað meginverkefni stofnunarinnar sl. sex ár hefur verið að skapa vettvang umræðu og fræðslu um viðfangsefni stjórnsýslu og stjórnmála fyrir fag- og áhugafólk um stjórnsýslu og stjórnmál. Viðfangsefnin hafa verið fjölbreytt en á árinu 2008 fjölluðu málþing og opnir fyrirlestrar ma. um stjórnun og starfsmannamál hins opinbera, opinbera stefnumörkun varðandi áhrif fjölbreytileika í hópi starfsmanna og áhrif þeirrar samsetningar á nýsköpun og framleiðni, ennfremur um kosningahegðan og ný lýðræðisform, lagaramma opinberrar starfsemi og framkvæmd upplýsingalaga. Námskeiðin sem haldin voru sneru ma. að stjórnun í opinberum rekstri, meðferð mála í stjórnsýslunni og þau lög sem um málsmeðferðina fjalla. 7

8 Á árinu 2008 sóttu alls um 2000 manns 24 viðburði sem boðið var til; átta námskeið voru haldin með alls um 380 þátttakendum og sextán málþing og opnir fyrirlestrar sem um 1710 manns sóttu. Listi er yfir viðburðina í viðaukum. Á starfstíma stofnunarinnar hefur þannig verið haldinn árlega mikill fjöldi fjöldi opinna fyrirlestra, málþinga og námskeiða. Hefur það gerst í samstarfi við fjölda aðila ss. Reykjavíkurborg, Landspítala, Félag forstöðumanna ríkisstofnana, forsætis-, fjármála-, félagsmála- og utanríkisráðuneyti, Samband íslenskra sveitarfélaga, Akureyrarbæ og Reykjanesbæ. Ríkiskaup, Rannís, Iðntæknistofnun, Endurmenntun HÍ og HA, ráðgjafafyrirtækin Capacent, ParX og Þekkingarmiðlun. Ennfremur sendiráð Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar, Bandaríkjanna,og Kanada. Félög stjórnsýslufræðinga, sagnfræðinga og stjórnmálafræðinga. Blaðamannafélag Íslands og samtökin Heimssýn, Evrópusamtökin, Samtök um vestræna samvinnu og Varðberg. Samtök atvinnulífsins, ASÍ, Alþjóðahúsið og Morgunblaðið. Ennfremur aðrar stofnanir, starfsnefndir og stjórnsýslusvið innan Háskóla Íslands. ofl. Fjöldi erlendra fyrirlesara hefur tekið þátt, auk innlendra fag- og fræðimanna. 3. Samstarf við forsætisráðuneyti, Félag forstöðumanna ríkisstofnana og Lagastofnun HÍ um fræðslu í stjórnsýslu- og upplýsingarétti Fyrir frumkvæði umboðsmanns Alþingis hefur Stofnun stjórnsýslufræða staðið árlega fyrir vönduðum námskeiðum fyrir starfsfólk stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga á ofangreindum sviðum. Náðst hefur mjög gott samstarf við hans embætti, forsætisráðuneyti, Lagastofnun HÍ og Félag forstöðumanna ríkisstofnana um verkefnin. Námskeiðin hafa ávallt verið vel sótt. Á árinu 2008 stóð Stofnun stjórnsýslu- og stjórnmálafræða þannig í fimmta skipti að sex vikna ítarlegu námskeiði um stjórnsýslurétt. Námskeiðið sóttu 27 manns. Haldin voru annað og þriðja námskeið af fjórum fyrir lögfræðinga allra ráðuneyta undir yfirskriftinni Stjórnsýslureglur II og III Náum betri árangri og aukum gæði stjórnsýslunnar: Málsmeðferðarreglur stjórnsýsluréttarins- almenn atriði og undirbúningur ákvarðana. Haldin voru tvö námskeið um upplýsingalögin, árangur þeirra og annmarka í framkvæmd. Annað var fyrir blaða- og fréttamenn, hitt fyrir starfsfólk stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga. Loks voru námskeið um áhrif EES réttar á íslenska stjórnsýslu og lagaleg áhrif markaðslausna í stjórnsýslunni. Kennarar á námskeiðunum voru okkar fremstu lögfræðingar á þessu sviði þeir Páll Hreinsson hæstaréttardómari og fv. prófessor, Róbert Spanó prófessor, Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis, Trausti Fannar Valsson lektor við HÍ og Kjartan Bjarni Björgvinsson aðstoðarmaður umboðsmanns Alþingis. Sjá nánar í viðauka II. 4. Rannsóknar- og þróunarverkefni Eins og fyrr var getið eru rannsóknar- og þróunarverkefni stofnunarinnar fyrst og fremst unnin með kennurum stjórnmálafræðideildar á viðkomandi sviði. Aðalkennarar stjórnmálafræðideildar á sviði stjórnsýslufræða eru sem stendur þeir Gunnar Helgi Kristinsson prófessor og Ómar H. Kristmundsson dósent. Þeir hafa stýrt eftirfarandi tveimur verkefnum, sem bæði eru afar umfangsmikil og taka til grundvallar þátta hins opinbera þe. stjórnunar- og starfsumhverfis ríkisstofnana annars vegar, lýðræðisforma og félagsauðs í sveitarfélögum hins vegar. Lýðræðiskerfi sveitarfélaga, félagsauður og félagsvirkni, Þetta verkefni var sett af stað í tilefni af fimm ára starfsafmæli stofnunarinnar í árslok Um er að ræða þriggja ára rannsóknar- og þróunarverkefni í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga, með styrkjum frá Orkusjóði OR, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Rannís, HÍ og Landsbankanum. Spurt er: Hvernig má þróa og ná sátt um aðferðafræði íbúaþátttöku við lausn deilumála, aðferðafræði sem stuðlað getur að samstöðu og um leið styrkt félagsauð sveitarfélaga? Í rannsókninni, sem nær til 22 stærstu sveitarfélaga landsins þar sem 89% landsmanna búa, er í fyrsta skipti tekin saman reynsla íslenskra sveitarfélaga af íbúalýðræði bæði almennt, en einkum á sviði umhverfis- og skipulagsmála. Lærdómar verða dregnir af reynslunni sem geta stuðlað að markvissari aðferðafræði sveitarfélaganna við samráð við íbúana í framtíðinni, bæði á þessum sviðum og 8

9 öðrum. Ennfremur er lagt mat á traust og félagsauð í þessum sveitarfélögum, mat sem getur orðið gagnlegt veganesti í stefnumörkun þeirra. Í tengslum við rannsóknina eru reglulega haldin málþing og opnir fundir um lýðræði og ný form þess, félagsauð ofl., auk þess sem birst hafa fræðigreinar í vefritinu Stjórnmál og stjórnsýsla. Stjórnandi rannsóknarinnar er Gunnar Helgi Kristinsson prófessor. Stjórnun og starfsumhverfi ríkisstofnana , kynning niðurstaða og eftirfylgni Á árunum fór fram umfangsmikil rannsókn Ómars H. Kristmundssonar dósents á stjórnun og starfsumhverfi ríkisstofnana. Rannsóknin var samvinnuverkefni Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála, fjármálaráðuneytis og ParX, viðskiptaráðgjafar IBM. Rannsóknin beindist að stjórnun ríkisstofnana, þar á meðal mannauðs- og fjármálastjórnun, launaákvörðunum og samskiptum stofnana við ráðuneyti. Einnig náði hún til upplýsingamiðlunar innan stofnana, vinnubragða, samskipta og starfsánægju og þjónustu stofnana. Alls tóku 144 stofnanir þátt í rannsókninni og 10 þúsund ríkisstarfsmenn. Á árinu voru haldin fjölmenn opin málþing og smærri fundir í einstökum ráðuneytum og stofnunum þar sem helstu niðurstöður rannsóknanna voru kynntar. Þeirri kynningu lauk á árinu 2008, en áfram er haldið úrvinnslu úr gögnunum sem safnað var. Töluverð eftirfylgni á sér nú stað af hálfu bæði starfsmannaskrifstofu fjármálaráðuneytis og annarra fagráðuneyta, svo og stofnananna sjálfra. Í tengslum við rannsóknina var samin og gefin út á vegum Stofnunarinnar Handbók um stjórnunarmat, sem er tæki fyrir stofnanir til eftirfylgni á rannsókninni innan viðkomandi stofnunar. Hún nýtist einnig sem sjálfstætt upphaf slíks mats. Með henni fá stofnanir spurningalista og leiðbeiningar um fyrirlögn og eftirfylgni stjórnunarmatsins. Handbókin er aðgengileg á netinu, en einnig heldur Stofnun stjórnsýslufræða a.m.k. tvisvar á ári námskeið, þar sem farið er yfir hvernig hana má nota innan stofnana. Á árinu 2008 sóttu tæplega 90 manns námskeiðin. 5. Vefritið Stjórnmál og stjórnsýsla; Stjórn stofnunarinnar ákvað á árinu 2005 að freista þess að byggja upp birtingarvettvang á netinu m.a. fyrir fræði- og faggreinar um stjórnmál og stjórnsýslu. Í desember 2005 kom síðan út fyrsta tölublaðið. Ljóst var að þetta yrði eitt af meginverkefnum Stofnunarinnar ef vel tækist til við þróa starfsgrundvöll vefritsins, bæði faglega og fjárhagslega. Fræðilegi hluti ritsins hefur verið metinn af rannsóknasviði HÍ og er niðurstaðan eftirfarandi: Samkvæmt mati Rannsóknasviðs H.Í. nær tímaritið 1. Flokki sem er skilgreindur með eftirfarandi hætti: Fagleg ritstjórn, stífar formlegar kröfur, ítarleg fræðileg ritrýni (mögulegt mat á greinum m.v. skala kjaranefndar 10 stig. Í þessu felst tiltekin viðurkenning á fræðilegu gildi og vinnubrögðum við tímaritið. Prýðilega hefur gengið að fá efni í vefritið. Allt efnið er eins og áður sagði opið á vefnum, gefin eru út tvö tölublöð á ári á vefnum, annað að sumarlagi, en hitt í byrjun desember. Í árslok eru fræðilegu (ritrýndu) greinarnar prentaðar. Almennum áskrifendum var safnað hjá helstu stofnunum og bókasöfnum, auk þess sem safnað var styrktaráskriftum á árinu 2008, sem fara langt með að greiða prentun, hönnun og prófarkalestur, sem eru helstu útgjaldaliðir. Öll önnur vinna við tímaritið er unnin af Stofnun stjórnsýslufræða, ritstjórn og ritrýnum, að ógleymdum greinahöfundum. Ekki er greitt fyrir þá vinnu. Tímaritið er fáanlegt á öllum helstu bókasöfnum og mörgum stofnunum. Það er auk þess til sölu í helstu bókabúðum. Í vefútgáfunni eru eftirtaldir efnisflokkar; ritrýndar fræðigreinar, greinar almenns eðlis um stjórnmál og stjórnsýslu, bókadómar, útdrættir úr lokaritgerðum BA- og MPA-nema, auk doktorsritgerða, stjórnmála- og stjórnsýslufræðingatal, upplýsingar um opna fundi, námskeið og málþing sem á döfinni eru hverju sinni. 9

10 Ritstjórn Almenn ritstjórn er í höndum Arnars Þórs Mássonar, M.Sc. í stjórnmálafræði, Gunnars Helga Kristinssonar, Ph.D. í stjórnmálafræði og Margrétar S. Björnsdóttir, MA í félagsfræði og MPA. Vefritstjóri er dr. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur. Ráðgefandi ritstjórn starfar og er hennar hlutverk einkum að ritrýna greinar, skrifa bókadóma og styðja hina almennu ritstjórn. Í henni sitja þau Auðunn Arnórsson, MA í sagnfræði og stjórnmálafræði, og D.E.E.A í Evrópufræðum, Baldur Þórhallsson, Ph.D. í stjórnmálafræði, Birgir Hermannsson, Dr.fil. í stjórnmálafræði, Brynhildur Ólafsdóttir, MA í stjórnmálafræði, Davíð Logi Sigurðsson, MA í írskum fræðum og stjórnmálum, Eiríkur Bergmann Einarsson, Cand.Scient. Pol. og doktorsnemi við stjórnmálafræðiskor HÍ, Grétar Þór Eyþórsson, Ph.D. í stjórnmála- og stjórnsýslufræðum, Guðmundur Heiðar Frímannsson, Ph.D. í siðfræði, Guðni Th. Jóhannesson, Ph.D. í sagnfræði, Gústaf Adolf Skúlason, M.Sc. í milliríkjasamskiptum, Halldór Grönvold, MA í vinnumarkaðsfræðum, Hanna Birna Kristjánsdóttir, MA í stjórnmálafræði, Hannes H. Gissurarson, D.Phil. í stjórnmálafræðum, Helga Jónsdóttir, cand. jur., Helgi Skúli Kjartansson, cand.mag. í sagnfræði, Indriði H. Indriðason, Ph.D. í stjórnmálafræði, Jóhann M. Hauksson, Ph.D. í stjórnmálafræði, Magnús Pétursson, hagfræðingur, Ólafur Þór Gylfason, M.Sc.í aðferða- og tölfræði, Ólafur Þ. Harðarson, Ph.D. í stjórnmálafræði, Ólafur Ísleifsson, M.Sc. í hagfræði, Ólafur Þ. Stephensen, M.Sc. í alþjóðastjórnmálum, Óli Jón Jónsson, M.Sc. í evrópustjórnmálum, Ómar H. Kristmundsson, Ph.D. í stjórnsýslufræðum, Róbert Ragnarsson, MA í stjórnmálafræði, Silja Bára Ómarsdóttir, MA í alþjóðasamskiptum, Stefanía Óskarsdóttir Ph.D. í stjórnmálafræði, Steinunn Halldórsdóttir, EMPA í stjórnsýslufræðum, Svala Ísfeld Ólafsdóttir, cand. jur., diploma í afbrotafræði, BA í frönsku og MA í félagsfræði, Svanborg Sigmarsdóttir, MA í stjórnmálafræði, Svandís Nína Jónsdóttir, M.Sc. í stjórnmálafræði og doktorsnemi við stjórnmálafræðiskor HÍ Trausti Fannar Valsson, cand. jur. og Ph.D nemi og Þorsteinn Magnússon, Ph.D. í stjórnmálafræði. Útgáfa vefritsins Stjórnmál og stjórnsýsla árið 2008 Út voru gefin á árinu tvö tölublöð þessa 4. árgangs tímaritsins. Greinarnar spanna vítt svið stjórnmála og stjórnsýslu, félagsvísinda, lögfræði, viðskiptafræði og hagfræði. Höfundar eru kennarar við Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík og Háskólann á Akureyri, embættismenn í stjórnkerfinu, fagfólk í ráðgjöf, sjálfstætt starfandi sérfræðingar og fræðimenn ma. úr Reykjavíkurakademíunni. Bækurnar sem fjallað er um hafa víða skírskotun og fjalla um utan- og innanríkismál Íslands, málefni fjarlægra heimshluta, stríð og stríðsvarnir, náttúruvernd, kvennapólitík og menntastefnu. Ritdómarar eru fræðimenn og fagfólk sem er vel heima í viðfangsefni bókanna. 1. tbl. 4. árgangs 2008, útg. 7. ágúst Fjórar fræðilegar og ritrýndar greinar voru í þessu hefti og sex almennar greinar. Höfundar eru fræðimenn við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík, fagfólk úr íslenskri stjórnsýslu, meistara- og dr. nemar stjórnmálafræðideildar. Fræðigreinar: Markaðsfræðilegt sjónarhorn á stöðu stjórnmálaflokka fyrir alþingiskosningarnar 2007, höfundur Þórhallur Guðlaugsson dósent við Háskóla Íslands; Vefþjónusta ríkisins, höfundur dr. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur; Stefnumiðuð áætlanagerð félagasamtaka, höfundur Ómar H. Kristmundsson dósent við Háskóla Íslands; Lýðræði- Drög að greiningu, höfundur Gunnar Helgi Kristinsson prófessor við Háskóla Íslands. Almennar greinar: Nýskipan lögreglunnar Árangursstjórnun , höfundur Pétur Berg Matthíasson stjórnmála- og stjórnsýslufræðingur; Societal Security and Iceland, höfundar Alyson Bailes gestakennari við stjórnmálafræðideild HÍ og Þröstur Freyr Gylfason stjórnmálafræðingur; Skiptum við máli? Áhrif Íslands á alþjóðavettvangi, höfundur Guðni Th. Jóhannesson lektor við Háskólann í Reykjavík; Hryðjuverk og íslensk utanríkisstefna, höfundur Þorvarður Atli Þórsson meistaranemi í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands; Réttmæti skattheimtu, höfundur Árni B. Helgason áhugamaður um stjórnmál og sögu; Ísland og loftlagsbreytingar - Samningaviðræður í Kaupmannahöfn 2009, höfundar Andri Júlíusson MA í alþjóðasamskiptum og Þorvarður Atli Þórsson meistaranemi í alþjóðasamskiptum. 10

11 2. tbl. 4. árgangs 2008, útg. 17. desember Í þessu hefti voru sex fræðigreinar, þrjár greinar almenns eðlis auk tíu umsagna um nýjar bækur á sviði samfélags- og stjórnmála Höfundar eru fræðimenn við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri og Háskólann í Reykjavík, fagfólk úr íslenskri stjórnsýslu, meistaranemar stjórnmálafræðideildar og útskrifaðir MPA-nemar. Fræðigreinar: Private Sector Investments from Small States in Emerging Markets: Can International Financial Institutions Help Handle the Risks? höfundur Hilmar Þór Hilmarsson dósent við viðskipta- og raunvísindadeild Háskólans á Akureyri; Öryggissjálfsmynd Íslands - Umræða um varnarmála- og almannavarnalög á Alþingi vorið 2008, höfundur Silja Bára Ómarsdóttir aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands; Viðhorf dómara til fyrningar sakar í kynferðisbrotum gegn börnum, höfundur Svala Ísfeld Ólafsdóttir, lögfræðingur og sérfræðingur við Háskólann í Reykjavík; Vinnulöggjöfin (lög nr. 80/1938) í 70 ár, höfundur Gylfi Dalmann Aðalsteinsson dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands; Framboð eða eftirspurn? Árangur kvenna í prófkjörum flokkanna, höfundar Indriði H. Indriðason kennari við University of Oxford og dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og Ásdís Jóna Sigurjónsdóttir stjórnmálafræðingur og meistaranemi v. Háskóla Íslands; Íslenska efnahagsundrið Frá hagsæld til frjálshyggju og fjármálahruns, höfundur Stefán Ólafsson prófessor við Háskóla Íslands Almennar greinar: Fjölgun úrskurðarnefnda - brot á meginreglu um ráðherrastjórnsýslu, höfundur Hjördís Finnbogadóttir MPA og Stjórnvald eða silkihúfa - Um hlutverk skólanefnda í íslenskum framhaldsskólum, höfundur Magnús Yngvason MPA. Umsagnir um bækur: Saga af forseta, eftir Guðjón Friðriksson, Birgir Hermannsson stjórnmálafræðingur skrifar um bókina; Uppbrot hugmyndakerfis Endurmótun íslenskrar utanríkisstefnu , ritstjóri Valur Ingimundarson, margir höfundar, Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur skrifar um bókina; Afbrot á Íslandi- eftir Helga Gunnlaugsson, Erlendur Baldursson afbrotafræðingur skrifar um bókina; Stjórnun og rekstur félagasamtaka, ritstjórar Ómar H. Kristmundsson og Steinunn Hrafnsdóttir, höfundar margir, Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur skrifar um bókina; Nýja Ísland, eftir Guðmundur Magnússon, Arnar Másson stjórnmálafræðingur skrifar um bókina; Með seiglunni hefst það- saga Benedikts Davíðssonar- eftir Hauk Sigurðsson, Guðmundur Í. Guðmundsson sagnfræðingur skrifar um bókina; Ég skal vera Grýla. Margrét Pála Ólafsdóttir í lífsspjalli, eftir Þórunni Hrefnu Sigurjónsdóttur, Auður Styrkársdóttir skrifar um bókina; Óvænt áfall eða fyrirsjáanleg tímamót. brottför bandaríkjahers frá Íslandi, eftir Gunnar Þór Bjarnason, Oddný Helgadóttir stjórnmálafræðingur skrifar um bókina; Hvernig ég hertók Höll Saddams, eftir Börk Gunnarsson, Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur skrifar um bókina; Slæðusviptingar: Raddir íranskra kvenna, eftir Höllu Gunnarsdóttur, Silja Bára Ómarsdóttir aðjúnkt í stjórnmálafræði skrifar um bókina. 6. Félag stjórnsýslufræðinga Að frumkvæði nemenda sem útskrifast höfðu úr MPA-námi stjórnmálafræðideildar var stofnað árið 2006, Félag stjórnsýslufræðinga. Félagið er fagfélag háskólamenntaðs fólks á sviði stjórnsýslufræða (public administration). Félagið vill m.a. stuðla að eflingu og kynningu hagnýtrar menntunar og rannsókna í stjórnsýslufræðum og skyldum fræðigreinum, auk endurmenntunar og fræðslu fyrir félagsmenn. Í stjórn félagsins á árinu 2008 sitja þau; Gissur Pétursson MPA formaður, Guðrún Þórey Gunnarsdóttir MPA varaformaður, Sveinbjörg Pálsdóttir MPA gjaldkeri, Eggert Ólafsson MPA félagaskrárritari, Svavar Halldórsson MPA ritari, varamenn eru Guðfinna B. Kristjánsdóttir MPA og Hulda Arnljótsdóttir MPA. Félagið starfar í nánum tengslum við Stofnun stjórnsýslufræða og er forstöðumaður því innan handar eins og kostur er. 7. Erlent samstarf á árinu 2008 Mikilvægt er á hverjum tíma að veita, eins og kostur er, til Íslands alþjóðlegum straumum og stefnum í stjórnsýslu og stjórnmálum. Við þetta er lögð töluverð rækt í Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmálafræðideild HÍ og eru þau aðilar að margvíslegu alþjóðlegu samstarfi. Á hverju ári koma til landsins erlendir fyrirlesarar frá 11

12 háskólum, úr stjórnsýslu og stjórnmálum, sem halda opna fyrirlestra fyrir nemendur, kennara og fagfólk úr íslenskri stjórnsýslu og stjórnmálum. Hér á eftir fer yfirlit yfir helstu erlendu samstarfsverkefnin sem Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála á aðild að á árinu 2008: Norrænt samstarfsnet NORIA-net, um eflingu rannsókna á rafrænni stjórnsýslu: The Citizens' Services - Turning public-private outside-in, Á árinu 2007 hófst samstarf norrænna og baltneskra aðila um þróun sameiginlegra rannsóknaverkefna og styrkja á sviði rafrænnar stjórnsýslu. Fh. Íslands taka þar þátt Stofnun stjórnsýslufræða og Rannsóknaþjónusta HÍ, með stuðningi og í umboði Rannís. Með styrk frá NordForsk -NORIA-net áætluninni, er unnið að greiningu og lýsingu á mögulegum sameiginlegum rannsóknaáherslum sem miða að því að skoða rafræna stjórnsýslu út frá sjónarhóli notenda. Skal það gert með það að leiðarljósi að þróa nýjar lausnir sem eflt geta útbreiðslu, þróun og notkun rafrænnar stjórnsýslu. Sú vinna er unnin á árinu í nánu samstarfi við fræðimenn, notendur og framleiðendur hugbúnaðar og aðra hagsmunaaðila í öllum löndunum á þessu sviði. Í lok apríl 2008 var haldinn samráðsfundur á Íslandi en þar tóku þátt allir helstu framleiðendur hugbúnaðar, ráðgjafar og fræðimenn á þessu sviði á Íslandi. Sams konar fundir eru haldnir í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og baltnesku löndunum þremur. Niðurstöður munu liggja fyrir haustið 2009 og áformað er að fá rannsóknasjóði landanna til að leggja í sameiginlegan rannsóknasjóð fyrir verkefnið með sérstöku framlagi frá NordForsk, sem jafnframt sæi um utanumhald um styrkveitingarnar. Fyrstu styrkir verða, ef áform ganga eftir auglýstir í árslok Stjórnandi verkefnisins er VINNOVA stofnunin í Stokkhólmi. DEMO-net The e-participation Network Demo-net, er evrópskt samstarfsnet 22 háskóla og stofnana um öndvegisrannsóknir og aðferðir á sviði rafrænnar þátttöku. Meginverkefni þess er fagleg samhæfing og að vera vettvangur fyrir þverfaglegar rannsóknir og samstarf, m.a. um mótun nýrra og samræmdra mælikvarða við mat á rafrænni þátttöku. Enn fremur að finna leiðir til að efla rafræna þátttöku almennings í opinberum málum og gera hana innihaldsríkari og upplýstari en áður hefur verið. Verkefnið átti að standa í fjögur ár, en óhagstæð útkoma verkefna þess leiddi til að verkefninu var frestað á árinu 2008 og er óvíst um framhald þess. Sjá nánar um verkefnið: Ráðstefnur alþjóðlegra samtaka stjórnmálafræðinga- á Íslandi árin 2006 og 2011 Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands sér um aðild Íslands að alþjóðlegum samtökum stjórnmálafræðinga. Á Norðurlöndum eru það samtökin NOPSA; Nordic Political Science Association og í Evrópu ECPR; European Consortium for Political Research og alþjóðlega, samtökin International Political Science Association. Stofnun stjórnsýslufræða hefur séð um þær ráðstefnur sem samtökin halda hér á landi í umboði og samstarfi við stjórnmálafræðideild. Þannig sá hún árið 2006 um ráðstefnu NOPSA, sem 400 norrænir stjórnmálafræðingar sóttu og fyrirhuguð er ráðstefna ECPR á Íslandi árið Hófst undirbúningur að þeirri ráðstefnu á árinu 2008, en áætlað er að um stjórnmálafræðingar sæki ráðstefnuna. Mun Stofnun stjórnsýslufræða sjá um framkvæmd hennar hér. Auk árlegra ráðstefna, standa evrópsku samtökin ECPR, fyrir sumarskóla í aðferðafræði á hverju ári í Essex og stendur hann nemendum og kennurum við stjórnmálafræðideild opinn. Evrópskir og norrænir stjórnsýsluskólar Flest Evrópuríki starfrækja sérstaka stjórnsýsluskóla sem bjóða grunn- og/eða endurmenntun fyrir starfsmenn og stjórnendur hins opinbera. Á vegum þeirra starfa fjölþjóðleg samtök, bæði á Norðurlöndunum, í Evrópu og alþjóðlega. Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála hefur tekið að sér að sjá um þátttöku Íslands í norræna samstarfsnetinu, ásamt fjármálaráðuneytinu. Fulltrúar norrænu skólanna hafa haldið fundi hérlendis, sem Stofnun stjórnsýslufræða hefur umsjón með. Auk þess standa MPA nemum og öðrum ákveðin námskeið á þeirra vegum opin samkvæmt nánara samkomulagi. 12

13 8. Verkefni fyrir stjórnmálafræðideild Eitt verkefna stofnunarinnar er að vinna eftir föngum ýmis almenn þjónustuverkefni fyrir stjórnmálafræðideild, auk þróunarverkefna sem tengjast meistaranámi skorarinnar. Aðalþungi þeirra tengist meistaranámi í opinberri stjórnsýslu, þróun þess, kynningu, námsráðgjöf o.fl., eins og fram kemur hér að framan. Ennfremur að halda utan um opna fundi og fyyrorlestra á vegum deildarinnar. Mörg þeirra verkefna sem stofnunin hefur átt frumkvæði að hafa síðan flust til stjórnmálafræðideildar og orðið liður í hennar starfi. 9. Fjármögnun starfsemi Stofnunar stjórnmálafræða og stjórnmála Föst framlög samstarfsaðila stofnunarinnar hafa til og með ársins 2008 verið árlega 3.6 milljónir króna, auk starfsaðstöðu og almennrar umsýslu í Háskóla Íslands, sem kostar umtalsvert fé þó það sé ekki bókfært sérstaklega. Til viðbótar hefur þurft að afla a.m.k. 6 milljóna til fasts kostnaðar, auk fjármögnunar allra verkefna. Tókst það á árinu 2008 og er reksturinn, sem fyrr í góðu jafnvægi. Á árinu 2009 fellur hins vegar niður árlegur styrkur rektors HÍ, 1 milljón króna, auk þess sem óvíst er um framtíð samstarfs við LSH. Þá ber þess að geta að erfiðleikar í evrópska samstarfsverkefninu DEMO-net hafa leitt til dráttar á greiðslum þaðan og er verkefnið nú í um 2.8 m. kr. skuld við stofnunina vegna kostnaðar á árinu Dæmi eru um að slíkar greiðslur skili sér ekki fái verkefnið neikvætt mat í úttekt ESB. Verið er að vinna að lausn málsins, en óvíst er um niðurstöðuna. 13

14 Viðauki I. Yfirlit yfir opna fyrirlestra og málþing ársins 2008 Sem fyrr var haldinn nokkur fjöldi opinna fyrirlestra og málþinga í samstarfi við ráðuneyti, sveitarfélög, stofnanir, erlend sendiráð, fyrirtæki og samtök. Margir erlendir fyrirlesarar tóku þátt, auk innlendra fag- og fræðimanna. Opin málþing/ fyrirlestrar á árinu 2008 voru alls 16 og gestir voru um 1710 manns. Þau eru hér flokkuð eftir eftirtöldum sviðum: Stefnumörkun og stjórnun í opinberum rekstri, hlutverk sjálfboðasamtaka Alþjóðamál og þjóðfélagsþróun. Fjölþjóðlegar stofnanir Stjórnmál, lýðræði og samfélagsleg gildi Lagarammi opinberrar starfsemi Stefnumörkun og stjórnun í opinberum rekstri, hlutverk sjálfboðasamtaka Stjórnun og starfsmannamál hjá ríkisstofnunum. Annar hluti niðurstaðna könnunar meðal forstöðumanna ríkisstofnana Hvernig má nýta niðurstöðurnar í komandi kjarasamningum og aðgerðum í mannauðsmálum ríkisins Haldið 6. febrúar, kl í samstarfi við fjármálaráðuneyti og Félag forstöðumanna ríkisstofnana. Fyrirlesarar; Ómar H. Kristmundsson dósent við HÍ Gunnar Björnsson skrifstofustjóri starfsmannaskrifstofu fjármálaráðuneytisins og Guðmundur H. Guðmundsson sérfræðingur starfsmannaskrifstofu fjármálaráðuneytisins. Fundarstjóri Margrét S. Björnsdóttir forstöðumaður Stofnunar stjórnsýslufræða. Þátttakendur voru 214 manns. Eru samkeppni og val í opinberri þjónustu leið til að auka gæði og hagkvæmni? From Target to Market: How to Deliver High Quality Public Services? Haldið 11. febrúar, kl í samstarfi við Félag forstöðumanna ríkisstofnana. Fyrirlesari Julian Le Grand prófessor við London School of Economics. Panelumræður með Le Grand; Rúnar Vilhjálmsson prófessor í heilsufélagsfræði og dr. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýsluráðgjafi í heilbrigðisráðuneytinu. Stjórnandi Arnar Þór Másson aðjúnkt í stjórnsýslufræðum við HÍ og sérfræðingur fjármálaráðuneytisins í stjórnsýsluumbótum. Þátttakendur voru um 120 manns. Fjölbreytni í samsetningu starfsfólks- tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki, stofnanir og starfsfólk? Reynsla kanadískra fyrirtækja; fjárhagslegur ávinningur, nýsköpunarhæfni, árangurrík vinnubrögð Haldið 12. mars, kl í samstarfi við kanadíska sendiráðið á Íslandi, félags- og tryggingamálaráðuneytið, Samtök atvinnulífsins, Alþýðusamband Íslands og Alþjóðahúsið. Fyrirlesarar; Yasmin Meralli aðstoðarforstöðumaður hjá elsta og stærsta banka Kanada, Bank of Montreal, Diversity and Workplace Equity Unit og Cindy Chan forstjóri Info Spec Systems Inc. Ávörp fluttu; sendiherra Kanada á Íslandi Anna Blauveldt, Ragnhildur Arnljótsdóttir ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðuneyti, Tatiana K. Dimitrova leikskólastjóri, Ólafur Ólafsson, AstraZeneca, Jón Hörðdal frkv.stj. hjá CCP og lokaorð Hannes G. Sigurðsson Samtökum atvinnulífsins. Málþinginu stýrði Tatjana Latinovic, stjórnandi í þróunardeild Össsurar hf. Þátttakendur voru um 95 manns. Framtíðaráherslur í stjórnun og starfsmannamálum ríkisins- Lokaniðurstaða og samantekt rannsóknar um stjórnun og starfsumhverfi. Helstu framtíðarviðfangsefni. Haldið 27. mars, kl í samstarfi við Félag forstöðumanna ríkisstofnana og fjármálaráðuneytið. Fyrirlesarar: Ómar H. Kristmundsson dósent og Þorsteinn Pálsson ritstjóri. 14

15 Í pallborði auk fyrirlesara; Gunnar Björnsson fjármálaráðuneyti, Arndís Ósk Jónsdóttir ParX og Haukur Ingibergsson formaður Félags forstöðumanna sem stýrði pallborðsumræðum. Fundarstjóri Ágústa H. Gústavsdóttir starfsmannasviði fjármálaráðuneytisins. Málþingið sóttu 170 manns. Er þörf fyrir nýja þjónustuhugsun hjá opinberum stofnunum? - Um forystu, stjórnun tengsla við notendur og mat þjónustugæða hjá stofnunum ríkis og sveitarfélaga Haldið 8. maí, kl í samstarfi við Félag forstöðumanna ríkisstofnana. Fyrirlesarar; Svafa Grönfeld rektor HR, Þórhallur Örn Guðlaugsson dósent HÍ og Kristinn Tryggvi Gunnarsson forstjóri Capacent á Ísland. Fundarstjóri Haukur Ingibergsson formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana. Málþingið sóttu 128 manns. Árangur í stjórnun opinberra stofnana- Er stjórnun flestra opinberra stofnana í reynd jafningjastjórnun? Sé svo hvaða stjórnunarhættir eru líklegir til árangurs? Haldið 16. september, kl í samstarfi við Félag forstöðumanna ríkisstofnana. Fyrirlesarar Eyþór Eðvarðsson MA í vinnusálfræði og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun ehf., Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði við HÍ og Magnús Pétursson fv. ráðuneytisstjóri og forstjóri LSH. Málþingið sóttu 260 manns. Fjárlagafrumvarpið kynning umræður, áskoranir forstöðumanna og starfsmannamál Haldið 7. október, kl fyrir Félag forstöðumanna og fjármálaráðuneytið. Fyrirlesarar Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra, Stefán Eiríksson, lögreglustjóri Höfuðborgarsvæðisins og Gunnar Björnsson skrifstofustjóri starfsmannaskrifstofu fjármálaráðuneytisins. Fundarstjóri Haukur Ingibergsson formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana. Málþingið sóttu 116 manns. Framtíð frjálsra félagasamtaka á óvissutímum; "The Non-profit Sector in Turbulent Times" Haldið 5. desember, kl í samstarfi við félagsráðgjafardeild HÍ, stjórnmálafræðideild HÍ, samtökin Almannaheill, Rannsóknasetur um barna og fjölskylduvernd og Rannsóknastöð um þjóðmál. Fyrirlesari dr. Helmut K Anheiers prófessor í félagsfræði við Heidelberg háskóla í Þýskalandi og faglegur stjórnandi Center for Social Investment. Hann var frá prófessor í opinberri stefnumótun og félagslegri velferð við UCLA háskóla í Bandaríkjunum. Hann er jafnframt Centennial prófessor við London School of Economics. Anheier stofnaði og stjórnaði The Center for Civil Society við LSE ( ) og The Center for Civil Society við UCLA ( ). Ávörp fluttu forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson og Steinunn Hrafnsdóttir dósent í félagsráðgjöf. Fundarstjóri Ómar H. Kristmundsson dósent stjórnmálafræðideild. Málþingið sóttu um 130 manns Stjórnmál, lýðræði og samfélagsleg gildi Hvernig tekst John McCain/Hillary Clinton/Barack Obama að sigra í bandarísku forsetakosningunum? Hver verða áhrif niðurstöðunnar fyrir aðrar þjóðir, þ.ám. Ísland? Haldið 19. febrúar, kl Fyrirlesari Michael T. Corgan prófessor við Boston University og tíður gistikennari við stjórnmálafræðideild HÍ. Fundarstjóri Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði og deildarforseti félagsvísindadeildar. Þátttakendur voru um 45 manns. Alþingskosningar 2007: Hvað breyttist? Fyrstu niðurstöður úr kosningarannsókninni 2007 Fyrirlestur og samkoma 18. apríl, kl , í tilefni af útkomu prentuðu útgáfunnar af Stjórnmál og stjórnsýsla fyrir árið Fyrirlesari Ólafur Þ. Harðarson prófessor og deildarforseti. Þátttakendur voru um 35 manns. 15

16 Hvernig virkar lýðræðið í sveitarfélögunum? Fulltrúalýðræði stjórnmálaflokkar hagsmunaaðilar íbúar Haldið 16. maí, kl í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga. Fyrirlesarar: Gunnar Helgi Kristinsson prófessor, Gunnar Svavarsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og alþingismaður, Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri á Akureyri, Hanna Birna Kristjánsdóttir, forseti borgarstjórnar í Reykjavík og formaður Skipulagsráðs, Gunnar Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, Stefán Gíslason,verkefnisstjóri Staðardagskrár 21 á Íslandi og Björg Ágústsdóttir, lögfræðingur og ráðgjafi hjá Alta. Málþingsstjóri: Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi sem situr í lýðræðisnefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þátttakendur voru um 90 manns. Þjónusta, þátttaka og lýðræði í sveitarfélögum-mpa dagur Haldið 22. maí, kl Fyrirlesarar: Gunnar Helgi Kristinsson prófessor um íbúalýðræði og tveir MPA-útskriftarnemar þær María Karen Sigurðardóttir og Erna Jóna Gestsdóttir kynntu lokaverkefni sín sem fjalla um þetta út frá ólíkum viðfangsefnum. Þátttakendur voru um 35 manns. Samfélagssýn og gildi Thomas Jefferson höfundar sjálfstæðisyfirlýsingar Bandaríkjanna: Thomas Jefferson Today Haldið 12. september, kl í samstarfi við félag áhugamanna um T. Jefferson á Íslandi. Fyrirlesarar Eric Petersen lögfræðingur um samfélagssýn og gildi Thomas Jeffersons, þriðja forseta Bandaríkjanna og einn höfunda sjálfstæðisyfirlýsingar Bandaríkjanna og Jón Baldvin Hannibalsson fv. utanríkisráðherra um hugmyndaarfleifð Thomas Jefferson. Fundarstjóri dr. Herdís Þorgeirsdóttir prófessor. Þátttakendur voru um 120 manns. Er þörf nýrra samfélagslegra gilda? Hvaða breytingar eru líklegar á hlutverki hins opinbera í kjölfar slíks endurmats? Haldið 11. nóvember kl í samstarfi við Félag forstöðumanna ríkisstofnana. Fyrirlesarar Páll Skúlason prófessor HÍ, Edda Rós Karlsdóttir hagfræðingur, Guðmundur Magnússon sagnfræðingur og rithöfundur, Arnar Þór Másson stjórnmálafræðingur og sérfræðingur í fjármálaráðuneyti á sviði stjórnsýslu. Fundarstjóri Margrét S. Björnsdóttir forstöðumaður Stofnunar stjórnsýslufræða. Málþingið sóttu um 140 manns. Alþjóðamál og þjóðfélagsþróun. Fjölþjóðlegar stofnanir Þátttaka Íslands í alþjóðafjármálastofnunum og öryggissjálfsmynd Íslendinga Haldið 17. Desember, kl Fyrirlestrar og samkoma í tilefni af útkomu desemberheftis vefrits um Stjórnmál og stjórnsýslu. Fyrirlesarar Hilmar Þór Hilmarsson dósent við viðskipta- og raunvísindadeild Háskólans á Akureyri; Private Sector Investments from Small States in Emerging Markets: Can International Financial Institutions Help Handle the Risks? og Silja Bára Ómarsdóttir aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands; Öryggissjálfsmynd Íslands - Umræða um varnarmála- og almannavarnalög á Alþingi vorið Þátttakendur voru um 35 manns. 16

17 Lagarammi opinberrar starfsemi Upplýsingalögin og störf blaðamanna-hvernig hefur til tekist, hvernig geta blaðamenn nýtt lögin sem best, hvernig gengur að eiga við stofnanir hins opinbera, er þörf á endurskoðun laganna? Haldið 12 mars, kl í samstarfi við Blaðamannafélag Íslands, Félag fréttamanna og forsætisráðuneytið. Fyrirlesarar Kjartan Bjarni Björgvinsson lögfræðingur, aðstoðarmaður umboðsmanns Alþingis, Þór Jónsson almannatengill og f.v. fréttamaður. Auk þeirra tóku þátt í umræðupanel Trausti Fannar Valsson lektor og fulltrúi í úrskurðarnefnd um upplýsingamál og Páll Þórhallsson, lögfræðingur forsætisráðuneyti. Fundarstjóri Arna Schram formaður Blaðamannafélag Íslands. Þátttakendur voru um 30 manns. Útvistun verkefna ríkis og sveitarfélaga; áhrif þess á réttaröryggi borgaranna og pólitíska ábyrgð kjörinna fulltrúa Haldið 10. Apríl, kl í samstarfi við Íslandsdeild Norræna stjórnsýslusambandsins (NAF). Fyrirlesarar Ragnar Aðalsteinsson, hrl. og Sigurður Þórðarson, ríkisendurskoðandi. Fundarstjóri Róbert R. Spanó, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, og fráfarandi formaður stjórnar NAF. Málþingið sóttu um 80 manns. 17

18 Viðauki II. Yfirlit yfir endurmenntunarnámskeið og fræðslufundi ársins 2008 Sem fyrr voru haldin endurmenntunarnámskeið og fræðslufundir í samstarfi við ráðuneyti, stofnanir og samtök. Haldin voru átta lengri og styttri námskeið í samstarfi við forætisráðuneyti, Lagastofnun HÍ og Félag forstöðumanna ríkisstofnana. Um 380 manns sóttu námskeiðin. Námskeiðunum má skipta í tvo flokka: Lagarammi opinberrar starfsemi Stjórnun í opinberum rekstri Lagarammi opinberrar starfsemi Stjórnsýslureglur II hluti Náum betri árangri og aukum gæði stjórnsýslunnar-málsmeðferðarreglur stjórnsýsluréttarins- almenn atriði og undirbúningur ákvarðana-fyrsti hluti þess þáttar Annar hluti námskeiða, sem sérstaklega eru skipulögð fyrir lögfræðinga í Stjórnarráði Íslands. Haldið 18. janúar, kl í samstarfi við forsætisráðuneytið og Lagastofnun HÍ. Kennarar Páll Hreinsson hæstaréttardómari og fv. prófessor, Róbert R. Spanó prófessor og Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis. Þátttakendur voru 36. Stjórnsýsluréttur fyrir starfsmenn stjórnsýslu ríkisins, ráðuneyta og stofnana Haldið 2. apríl 14. maí, 54 kennslustundir, í samstarfi við forsætisráðuneytið og Lagastofnun HÍ. Fyrirlesarar Trausti Fannar Valsson lektor við lagadeild HÍ, Kjartan Bjarni Björgvinsson, aðstoðarmaður umboðsmanns Alþingis og Róbert R. Spanó settur umboðsmaður Alþingis. Þátttakendur voru 27. Stjórnsýslureglur III. hluti Náum betri árangri og aukum gæði stjórnsýslunnar. Málsmeðferðarreglur stjórnsýsluréttarins- seinni hluti þess þáttar Þriðji hluti námskeiða, sem sérstaklega eru skipulögð fyrir lögfræðinga í Stjórnarráði Íslands, í samstarfi við forsætisráðuneytið og Lagastofnun HÍ. Haldið 26. September, kl í samstarfi við forsætisráðuneytið og Lagastofnun HÍ. Fyrirlesarar Róbert R. Spanó prófessor, Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis og Páll Hreinsson fv. prófessor og núv. hæstaréttardómari. Þátttakendur voru 41. Um upplýsingalögin, framkvæmd þeirra og stofnanir ríkis og sveitarfélaga Hvernig má gera framkvæmd laganna skilvirkari? Haldið 9. október, kl í samstarfi við forsætisráðuneyti og Félag forstöðumanna ríkisstofnana. Fyrirlesarar Kjartan Bjarni Björgvinsson lögfræðingur, aðstoðarmaður umboðsmanns Alþingis og Páll Þórhallsson, lögfræðingur forsætisráðuneyti. Pallborðsumræður ásamt fyrirlesurum; Trausti Fannar Valsson lektor í lagadeild HÍ og varaformaður úrskurðarnefndar um upplýsingamál og Svanborg Sigmarsdóttir blaðamaður Fréttablaðinu. Fundarstjóri Sigrún Jóhannsdóttir, forstjóri Persónuverndar og varaformaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana. Þátttakendur voru 116 manns. 18

Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála Háskóla Íslands. Yfirlit yfir helstu verkefni fjórða starfsárs 2006

Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála Háskóla Íslands. Yfirlit yfir helstu verkefni fjórða starfsárs 2006 Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála Háskóla Íslands Yfirlit yfir helstu verkefni fjórða starfsárs 2006 2006 Efnisyfirlit Bls. Frá formanni stjórnar Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála... 3 Inngangur...

More information

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum Raddir fjölbreyttra kennarahópa Sólveig Karvelsdóttir, lektor, HÍ Hafdís Guðjónsdóttir, dósent, HÍ Rannsóknin er hluti af tveimur rannsóknum Fjölbreyttir kennarahópar

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs?

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Hvernig getur málefni sem ekki er skilgreint sem námsgrein í grunnskóla eða námssvið

More information

Horizon 2020 á Íslandi:

Horizon 2020 á Íslandi: Horizon 2020 á Íslandi: - Árangur Íslands í Horizon2020 - Hvernig getur Rannís veitt ykkur aðstoð? Kristmundur Þór Ólafsson Alþjóðasvið Rannís Landstengiliður (NCP) fyrir H2020 Hvað er H2020? Rammaáætlun

More information

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur?

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur? Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur? Málþing um byggðamál og svæðasamvinnu 14. mars 2014 Stefanía Traustadóttir Heimsókn til Norðurbotns (Oulu) apríl 2012 Þátttakendur: Ragnheiður

More information

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Svíþjóð - stjórnsýslan Þrjú formleg stjórnsýslustig Sveitarfélög, 290 talsins (Local level) Lén, 20 talsins (Regional level) Landsstjórn, 349 þingmenn (National

More information

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild Háskólabrú fjarnám Bókalisti vorönn 2019 2. önn Félagsvísinda- og lagadeild Upplýsingatækni og tölfræði: Kennslubók í Excel 2016. Höfundar: Hallur Örn Jónsson og Óli Njáll Ingólfsson Stærðfræði 3: Stærðfræði

More information

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be Stefnumótun tun Rf Hlutverk (Mission) Why we exist Gildi (Core values) What we believe in Framtíðarsýn (Vision) What we want to be Stefna (Strategy) Our Game plan Stefnumiðað árangursmat Balanced Scorecard

More information

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Sérfræðingur í persónurétti Yfirlit Stóra myndin Skyldur GDPR Aðlögunarferli Áskoranir og praktísk ráð 2 3 Yfirlit: Hvað er GDPR?» GDPR

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

Listi yfir ferðir kjörinna fulltrúa og embættismanna árið 2017 á skrifstofum miðlægrar stjórnsýslu

Listi yfir ferðir kjörinna fulltrúa og embættismanna árið 2017 á skrifstofum miðlægrar stjórnsýslu Reykjavík, 20. mars 2018 R17050148 1312 Borgarráð Listi yfir ferðir kjörinna fulltrúa og embættismanna árið 2017 á skrifstofum miðlægrar stjórnsýslu Á fundi borgarráðs þann 18. júní 2015 var samþykkt að

More information

Háskólabrú- staðnám. Bókalisti - Vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Háskólabrú- staðnám. Bókalisti - Vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild Háskólabrú- staðnám Bókalisti - Vorönn 2018-2. önn Félagsvísinda- og lagadeild Upplýsingatækni og tölfræði: Kennslubók í Excel 2016. Höfundar: Hallur Örn Jónsson og Óli Njáll Ingólfsson Stærðfræði 3: Stærðfræði

More information

FRAMHALDSNÁM Í STJÓRNMÁLAFRÆÐIDEILD

FRAMHALDSNÁM Í STJÓRNMÁLAFRÆÐIDEILD FRAMHALDSNÁM Í STJÓRNMÁLAFRÆÐIDEILD Hagnýtt nám í gefandi og spennandi umhverfi MA-, MPAog diplómanám: Alþjóðasamskipti Smáríkjafræði - Evrópa Opinber stjórnsýsla Kynjafræði og margbreytileiki Hagnýt jafnréttisfræði

More information

Aðalheiður L. Guðmundsdóttir Myndlistardeild, lektor Vegna þátttöku í listfræðiráðstefnunni [no title] í Kaupmannahöfn í október.

Aðalheiður L. Guðmundsdóttir Myndlistardeild, lektor Vegna þátttöku í listfræðiráðstefnunni [no title] í Kaupmannahöfn í október. STARFSÞRÓUNARSJÓÐUR AKADEMÍSKRA STARFSMANNA - úthlutun haustönn 2018 Auglýst var eftir umsóknum um styrkveitingar með umsóknarfrest til 3. september 2018. Alls bárust sjóðnum 12 umsóknir: 7 frá hönnunar-

More information

Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software.

Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software. Heimildaskrá Ritaðar heimildir Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software. Bændasamtök Íslands (2005). Hagtölur

More information

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa Efnisyfirlit Þróun félagsauðs í grannríkjunum Bandaríkin Skandinavía Meginland Evrópu Þróunin á Íslandi Félagsþátttaka Frumtengsl Félagsrof Félagsauður,

More information

FRAMHALDSNÁM Í STJÓRNMÁLAFRÆÐIDEILD

FRAMHALDSNÁM Í STJÓRNMÁLAFRÆÐIDEILD FRAMHALDSNÁM Í STJÓRNMÁLAFRÆÐIDEILD Hagnýtt nám í gefandi og spennandi umhverfi MA-, MPAog diplómanám: Alþjóðasamskipti Smáríkjafræði - Evrópa Opinber stjórnsýsla Kynjafræði og margbreytileiki Hagnýt jafnréttisfræði

More information

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn -

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM Schengen ráðstefna 6. október 2011 - Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - Áherslur - Lögreglan á Suðurnesjum - Framkvæmd landamæraeftirlits - Umhverfið - Álag á Ísland

More information

Þátttaka Íslands í Norðurslóðaáætlun hefur tekist vel í flestu tilliti. Mikill áhugi hefur verið á þátttöku í samstarfsverkefnum innan áætlunarinnar

Þátttaka Íslands í Norðurslóðaáætlun hefur tekist vel í flestu tilliti. Mikill áhugi hefur verið á þátttöku í samstarfsverkefnum innan áætlunarinnar Þátttaka Íslands í Norðurslóðaáætlun hefur tekist vel í flestu tilliti. Mikill áhugi hefur verið á þátttöku í samstarfsverkefnum innan áætlunarinnar og reynsla almennt góð. Það hefur verið eftirsótt að

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

International conference University of Iceland September 2018

International conference University of Iceland September 2018 International conference University of Iceland 27 29 September 2018 Alþjóðleg ráðstefna Háskóla Íslands 27. 29. september 2018 Democratic Constitutional Design: The Future of Public Engagement Lýðræðisleg

More information

Lýðheilsa Heilsa í allar stefnur

Lýðheilsa Heilsa í allar stefnur Lýðheilsa Heilsa í allar stefnur Hvar standa Íslendingar í samanburði þjóða? Dagskrá: 14:30 Ávarp forsætisráðherra: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 14:45 Heilsa í allar stefnur: Health in All Policies reynsla

More information

INNFORM rannsóknin: Árangur, stefna og alþjóðavæðing!

INNFORM rannsóknin: Árangur, stefna og alþjóðavæðing! INNFORM rannsóknin: Árangur, stefna og alþjóðavæðing! Erindi á morgunverðarfundi ParX og Viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands 29. maí 2008. INNFORM á Íslandi: 1. Aðdragandinn... 2. Fyrirmyndin:

More information

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson Samstarf HR og IGI Ólafur Andri Ragnarsson Leikjaiðnaðurinn 2021 Leikjaiðnaðurinn 2021 5.000 störf 70 milljarðar í heildarútflutningstekjur ef... Photo Ian Parker http://parkerlab.bio.uci.edu/nonscientific_adventures/iceland_man.ht

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

Fjölbreyttir kennarahópar og fjölbreyttir nemendahópar

Fjölbreyttir kennarahópar og fjölbreyttir nemendahópar Fjölbreyttir kennarahópar og fjölbreyttir nemendahópar Hanna Ragnarsdóttir dósent Menntavísindasviði HÍ Menntakvika 22. okt. 2010 1 Skipulag erindis Alþjóðlega rannsóknaverkefnið Diverse Teachers for Diverse

More information

Verkefnatengt nám. Hentar lögfræði þér? Starfsvettvangur lögfræðinga

Verkefnatengt nám. Hentar lögfræði þér? Starfsvettvangur lögfræðinga Lögfræði Verkefnatengt nám Innan Háskólans í Reykjavík hefur verið lögð áhersla á verkefnatengt laganám sem miðar að því að auka virkni nemenda í námi og gera þá betur í stakk búna til að takast á við

More information

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2.

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2. Reykjavík, 15. maí 2017 R17050061 110 Borgarráð Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2. júní 2017 Fyrirhuguð er opinber

More information

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands ÞÓRA BJÖRK HJARTARDÓTTIR Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands 1. Fjöldi erlendra stúdenta Á liðnum áratug hefur erlendum stúdentum fjölgað gríðarlega við Háskóla Íslands. Haustið 2000 voru skráðir

More information

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst 15. 18. ágúst 21. 25. ágúst 28. ág 1. sept. 15. skipulagsdagur 16. skipulagsdagur 17. Skipulagsdagur 18. skipulagsdagur

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2011:1 27. maí 2011 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga frá sveitarfélögum árlega um fjárhagsaðstoð, félagslega heimaþjónustu

More information

ANNUAL REPORT 2010 ÁRSSKÝRSLA 2010

ANNUAL REPORT 2010 ÁRSSKÝRSLA 2010 ANNUAL REPORT 2010 ÁRSSKÝRSLA 2010 Annual Report 2010/Ársskýrsla 2010 Icelandic bilateral development cooperation from 1 January to 31 December 2010 Tvíhliða þróunarsamvinna Íslands 1. janúar til 31. desember

More information

Rannsókn á Byrjendalæsi: Markmið, snið, gögn og úrvinnsla

Rannsókn á Byrjendalæsi: Markmið, snið, gögn og úrvinnsla Læsi til samskipta og náms Ráðstefna MSHA um læsi 13. september 2014 Rannsókn á Byrjendalæsi: Markmið, snið, gögn og úrvinnsla Rúnar Sigþórsson Háskólanum á Akureyri runar@unak.is Örstutt um Byrjendalæsi

More information

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012 Nr. 28/32 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012 2013/EES/28/07 frá 8. júní 2012 um framkvæmdarreglur vegna beitingar 16. gr.

More information

VIÐSKIPTAFRÆÐI Grunnnám og framhaldsnám BSc MSc PhD

VIÐSKIPTAFRÆÐI Grunnnám og framhaldsnám BSc MSc PhD VIÐSKIPTAFRÆÐI Grunnnám og framhaldsnám BSc MSc PhD Velkomin í viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík Í starfi viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík er lögð áhersla á framúrskarandi gæði náms og kennslu,

More information

Útgefandi: Háskólinn á Akureyri. Ritstjórn: Guðrún M. Kristinsdóttir. Prófarkalestur: Finnur Friðriksson. Ljósmyndarar: Auðunn Níelsson, Daníel

Útgefandi: Háskólinn á Akureyri. Ritstjórn: Guðrún M. Kristinsdóttir. Prófarkalestur: Finnur Friðriksson. Ljósmyndarar: Auðunn Níelsson, Daníel ÁRSSKÝRSLA 20 15 ÁRSSKÝRSLA 20 15 Útgefandi: Háskólinn á Akureyri. Ritstjórn: Guðrún M. Kristinsdóttir. Prófarkalestur: Finnur Friðriksson. Ljósmyndarar: Auðunn Níelsson, Daníel Starrason, Friðþjófur

More information

Agnes Hólm Gunnarsdóttir og Helgi Þór Ingason (2007). Afburða árangur. Háskóli Íslands: Háskólaútgáfan

Agnes Hólm Gunnarsdóttir og Helgi Þór Ingason (2007). Afburða árangur. Háskóli Íslands: Háskólaútgáfan 6 Heimildaskrá 6.1 Ritaðar heimildir Agnes Hólm Gunnarsdóttir og Helgi Þór Ingason (2007). Afburða árangur. Háskóli Íslands: Háskólaútgáfan Björn Bergsson (2002). Hvernig veit ég að ég veit. Reykjavík:

More information

Fóðurrannsóknir og hagnýting

Fóðurrannsóknir og hagnýting Fóðurrannsóknir og hagnýting Uppskeruhátíð rannsókna Gunnar Örn Kristjánsson Strandbúnaður 2018, Grand Hótel Reykjavík, 19.-20. mars. Grundvöllur fóðurgerðar Þarfir hjá eldisfisk Efnaþarfir til vaxtar

More information

Stjórnmálafræðideild

Stjórnmálafræðideild Stjórnmálafræðideild MPA-ritgerð Valkostir við skipulag fasteignastjórnunar í ríkisrekstri á Íslandi Óskar Valdimarsson Febrúar 2010 Leiðbeinandi: Gunnar Helgi Kristinsson Nemandi: Óskar Valdimarsson Kennitala:

More information

Skýrsla stjórnar starfsárið 2016

Skýrsla stjórnar starfsárið 2016 Skýrsla stjórnar starfsárið 2016 Mars 2017 Efnisyfirlit INNGANGUR... 3 SKIPAN STJÓRNAR... 3 REKSTUR OG AFKOMA... 3 Afkoma félagsins... 3 Félagatal... 3 VOTTUN... 4 Vottanir starfsársins... 4 Matsmenn...

More information

Efnisyfirlit. Stjórn bls. 4 Skipurit bls. 4 Reglur og stefnumál bls. 5 Formáli rektors bls. 7 Nemendafjöldi bls. 8 Starfsmenn bls.

Efnisyfirlit. Stjórn bls. 4 Skipurit bls. 4 Reglur og stefnumál bls. 5 Formáli rektors bls. 7 Nemendafjöldi bls. 8 Starfsmenn bls. Á R S S K Ý R S L A 20 08 Efnisyfirlit Stjórn bls. 4 Skipurit bls. 4 Reglur og stefnumál bls. 5 Formáli rektors bls. 7 Nemendafjöldi bls. 8 Starfsmenn bls. 9 Gæðamál bls.10 Góðvinir Háskólans á Akureyri

More information

Viðauki með þjónustusamningi mennta- og menningarmálaráðuneytis og Háskólans í Reykjavík (HR)

Viðauki með þjónustusamningi mennta- og menningarmálaráðuneytis og Háskólans í Reykjavík (HR) Viðauki með þjónustusamningi mennta- og menningarmálaráðuneytis og Háskólans í Reykjavík (HR) 29.12.2011 Efnisyfirlit 1 Inngangur... 3 1.1 Lagaheimildir og forsendur... 3 1.2 Samskiptahættir... 3 1.3 Stefna

More information

Hönnunarstefna Hönnun sem drifkraftur til framtíðar

Hönnunarstefna Hönnun sem drifkraftur til framtíðar Hönnunarstefna 2014 2018 Hönnun sem drifkraftur til framtíðar 2 Hér birtist hönnunarstefna stjórnvalda sem byggir á tillögum frá stýrihópi sem iðnaðarráðherra skipaði í samstarfi við mennta- og menningar-

More information

Erasmus+ Stefnumiðuð samstarfsverkefni (strategic partnerships) VEFSTOFA UMSÓKNIR SKÓLA / SKÓLASKRIFSTOFA

Erasmus+ Stefnumiðuð samstarfsverkefni (strategic partnerships) VEFSTOFA UMSÓKNIR SKÓLA / SKÓLASKRIFSTOFA Erasmus+ Stefnumiðuð samstarfsverkefni (strategic partnerships) VEFSTOFA UMSÓKNIR SKÓLA / SKÓLASKRIFSTOFA Erasmus+ Flokkur 2 samstarfsverkefni 0pnar dyr út í heim í menntun Leik-, grunn- og framhaldsskólar

More information

1. ár Haust. í félagsvísindum. Félagsvísindatorg. Iðnbylting og hnattvæðing. Saga sálfræðinnar. Vinnulag í hug- og félagsvísindum

1. ár Haust. í félagsvísindum. Félagsvísindatorg. Iðnbylting og hnattvæðing. Saga sálfræðinnar. Vinnulag í hug- og félagsvísindum 10 11 Hug- og félagsvísindasvið Félagsvísindadeild Fjölmiðlafræði (B.A.) - Nútímafræði (B.A.) - Samfélags- og hagþróunarfræði (B. A.) - Sálfræði (B. A.) - Þjóðfélagsfræði (B. A.) Fjölmiðlafræði Fjölmiðlafræðin

More information

Heimildir. Anna Kristín Sigurðardóttir. (2008). Faglegt samstarf kennara. Glæður 18,

Heimildir. Anna Kristín Sigurðardóttir. (2008). Faglegt samstarf kennara. Glæður 18, Heimildir Amalía Björnsdóttir og Kristín Jónsdóttir. (2014). Viðhorf nemenda, foreldra og starfsmanna skóla. Í Gerður G. Óskarsdóttir (ritstjóri), Starfshættir í grunnskólum við upphaf 21. aldar (bls.

More information

Sameining tveggja háskóla í Svíþjóð

Sameining tveggja háskóla í Svíþjóð Sameining tveggja háskóla í Svíþjóð Aðdragandi, framkvæmd og árangur af sameiningu Högskolan på Gotland og Uppsalaháskóla Ágrip Í þessari úttektar er að dreginn lærdómur af nýlegri sameiningu tveggja háskóla

More information

Staðlaráð Íslands. Ársskýrsla 2016

Staðlaráð Íslands. Ársskýrsla 2016 Staðlaráð Íslands Ársskýrsla 2016 Aðilar að Staðlaráði Íslands 2016 Admon ehf. Advania Alcoa Fjarðaál Arion banki hf. Arkitektafélag Íslands Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti Auðkenni ehf. Ábyrgar fiskveiðar

More information

Efnisyfirlit. Stjórn bls. 6 Skipurit bls. 6 Reglur og stefnumál bls. 7 Formáli rektors bls. 9 Nemendafjöldi bls. 10 Starfsmenn bls.

Efnisyfirlit. Stjórn bls. 6 Skipurit bls. 6 Reglur og stefnumál bls. 7 Formáli rektors bls. 9 Nemendafjöldi bls. 10 Starfsmenn bls. Á R S S K Ý R S L A 20 09 Efnisyfirlit Stjórn bls. 6 Skipurit bls. 6 Reglur og stefnumál bls. 7 Formáli rektors bls. 9 Nemendafjöldi bls. 10 Starfsmenn bls. 11 Gæðamál bls.12 Góðvinir Háskólans á Akureyri

More information

MYND?? Logo skólans DRÖG. Ársskýrsla. Háskólans á Bifröst. Ársskýrsla 2016

MYND?? Logo skólans DRÖG. Ársskýrsla. Háskólans á Bifröst. Ársskýrsla 2016 MYND?? Logo skólans DRÖG Ársskýrsla Háskólans á Bifröst 2016 Ársskýrsla 2016 Ársskýrsla 2016 Útg. 9. maí 2017 Umsjón: Sigrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri kennslu og þjónustu Uppsetning og frágangur: Guðrún

More information

FORMÁLI REKTORS. Stjórn

FORMÁLI REKTORS. Stjórn EFNISYFIRLIT Skipurit og stjórn bls. 4 Formáli rektors bls. 5 Nemendafjöldi bls. 6 Starfsmenn bls. 6 Asíuver Íslands bls. 7 Góðvinir Háskólans á Akureyri bls. 7 Auðlindadeild bls. 8 Heilbrigðisdeild bls.

More information

Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi

Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi Lokaverkefni til B.Ed. prófs Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi Eru ánægðir foreldrar bestu bandamenn kennara? Halldóra Gísladóttir 300955-5419 Kennaraháskóli Íslands

More information

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

Skýrsla stjórnar starfsárið 2017

Skýrsla stjórnar starfsárið 2017 Skýrsla stjórnar starfsárið 2017 Mars 2018 Efnisyfirlit INNGANGUR...3 SKIPAN STJÓRNAR...3 REKSTUR OG AFKOMA...4 Helstu verkefni og afkoma félagsins...4 Félagatal...4 VOTTUN...5 Vottanir starfsársins...5

More information

Samningur Landskrifstofu og verkefnisstjóra. Margrét Jóhannsdóttir 27.ágúst 2018

Samningur Landskrifstofu og verkefnisstjóra. Margrét Jóhannsdóttir 27.ágúst 2018 Samningur Landskrifstofu og verkefnisstjóra Margrét Jóhannsdóttir 27.ágúst 2018 Úthlutunarferlið Samræmd aðferðafræði með þjálfun matsmanna (norrænt og evrópskt samstarf) Allar umsóknir eru metnar af tveimur

More information

HÁSKÓLINN Á AKUREYRI ÁRSKÝRSLA 2016 EFNISYFIRLIT

HÁSKÓLINN Á AKUREYRI ÁRSKÝRSLA 2016 EFNISYFIRLIT ÁRSSKÝRSLA 20 15 20 15 EFNISYFIRLIT Stjórn bls. 6 Skipurit bls. 6 Formáli rektors bls. 8 Nemendafjöldi bls. 10 Starfsmenn bls. 11 Gæðamál bls. 14 Góðvinir Háskólans á Akureyri bls. 15 Heilbrigðisvísindasvið

More information

Rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra Skagaströnd

Rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra Skagaströnd Rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra Skagaströnd Skýrsla um starfið frá Nóv-Nóv 2009-2010 Dr.phil. Lára Magnúsardóttir Þessi skýrsla er ekki gefin út, en aðeins prentuð fyrir þá

More information

Menntun til sjálfbærni og samstarf skóla og samfélags

Menntun til sjálfbærni og samstarf skóla og samfélags Menntavísindasvið Háskóla Íslands Grein birt 31. desember 2010 Eygló Björnsdóttir og Stefán Bergmann Menntun til sjálfbærni og samstarf skóla og samfélags Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst áratuginn 2005 2014

More information

7. júní Landslag og ásýnd. Aðferðir grunngögn og gildismat. Ólafur Árnason. Fagstjóri skipulagsmála, EFLA

7. júní Landslag og ásýnd. Aðferðir grunngögn og gildismat. Ólafur Árnason. Fagstjóri skipulagsmála, EFLA Landslag og ásýnd Aðferðir grunngögn og gildismat 7. júní 2018 Ólafur Árnason Fagstjóri skipulagsmála, EFLA Landslag Efnistök Gögn um grunnástand Aðferðir við mat á áhrifum á landslag og ásýnd Gildismat,

More information

Skóli án aðgreiningar

Skóli án aðgreiningar Skóli án aðgreiningar Viðhorf sérkennara í grunnskólum til stefnunnar skóli án aðgreiningar Rannveig Klara Matthíasdóttir Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Skóli án aðgreiningar

More information

Hlutverk skólastjóra í menntun til sjálfbærni

Hlutverk skólastjóra í menntun til sjálfbærni Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2010 Auður Pálsdóttir og Allyson Macdonald Hlutverk skólastjóra í menntun til sjálfbærni Reynsla af þróunarstarfi í fjórum grunnskólum

More information

Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll. Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands

Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll. Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands Yfirlit erindis Meginmarkmið og bakgrunnur Nokkrar skilgreiningar Rannsóknaraðferðir

More information

Reykjavík, 30. apríl 2015

Reykjavík, 30. apríl 2015 Fagráð um símenntun og starfsþróun kennara Sigurjón Mýrdal formaður Sólrún Harðardóttir starfsmaður Námsmatsstofnun Borgartúni 7a 105 Reykjavík Reykjavík, 30. apríl 2015 Efni: Svör Kennarasambands Íslands

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr. 54 8. árgangur

More information

Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi -

Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi - Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi - Rannveig Björnsdóttir Strandbúnaður 2017, Grand Hótel Reykjavík, 13.-14.mars YFIRLIT erindis Dæmi: doktorsverkefni RBj 2005-2010 BAKGRUNNUR VANDAMÁLIÐ

More information

Höfði friðarsetur Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands - samstarfssamningur, stofnsamningur og skýrsla ársins Dagur B.

Höfði friðarsetur Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands - samstarfssamningur, stofnsamningur og skýrsla ársins Dagur B. Reykjavík, 21. nóvember 2017 R17020079 111 Borgarráð Höfði friðarsetur Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands - samstarfssamningur, stofnsamningur og skýrsla ársins 2017 Lagt er til að borgarráð samþykki

More information

Laun á almennum vinnumarkaði 2005 Earnings in the private sector 2005

Laun á almennum vinnumarkaði 2005 Earnings in the private sector 2005 26:1 14. júlí 26 Laun á almennum vinnumarkaði 25 Earnings in the private sector 25 Samantekt Árið 25 voru regluleg mánaðarlaun á almennum vinnumarkaði að meðaltali 244 þúsund krónur, heildarmánaðarlaun

More information

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar 1 Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar Introduction to rotating machines 2 Grunnhugtök og meginþættir Klassískar gerðir véla Riðstraumsvélar Samfasavél (synchronous machine) Spanvél (induction machine

More information

Hópurinn átti tvo gagnlega fundardaga í Helsinki (15. og 16. apríl) og hitti þar helstu gerendur í mótun byggðastefnu í Finnlandi, en þeir eru:

Hópurinn átti tvo gagnlega fundardaga í Helsinki (15. og 16. apríl) og hitti þar helstu gerendur í mótun byggðastefnu í Finnlandi, en þeir eru: Dagana 14.-20. apríl 2013 fór stýrinet Stjórnarráðsins um sóknaráætlanir landshluta í námsferð til Finnlands og Slóveníu. Þessi tvö lönd urðu fyrir valinu vegna þess að þau búa við tvö stjórnsýslustig

More information

Háskólinn á Akureyri

Háskólinn á Akureyri Háskólinn á Akureyri 2014-2015 www.unak.is Efnisyfirlit Svona er Háskólinn á Akureyri... 3 Háskólabærinn Akureyri... 4 Háskólinn á Akureyri í hnotskurn... 7 Hjúkrunarfræði BS.... 9 Iðjuþjálfunarfræði BS...

More information

Ferðamáladeild Háskólans á Hólum

Ferðamáladeild Háskólans á Hólum HÁSKÓLINN Á HÓLUM Ferðamáladeild Háskólans á Hólum Ársskýrsla 2015 Ábyrgðarmenn: Georgette Leah Burns/Laufey Haraldsdóttir 1 Nám og kennsla Á árinu var boðið upp á fjórar námsleiðir við deildina: Diplóma

More information

Starfsþróun eflir nemendamiðaða faglega forystu. (Professional Development for Student Centered Leadership) Lokaskýrsla Erasmus+ verkefnis

Starfsþróun eflir nemendamiðaða faglega forystu. (Professional Development for Student Centered Leadership) Lokaskýrsla Erasmus+ verkefnis Starfsþróun eflir nemendamiðaða faglega forystu (Professional Development for Student Centered Leadership) Lokaskýrsla Erasmus+ verkefnis 2017-2018 Menntaskólinn við Sund Project Summary The main elements

More information

Háskólinn á Akureyri unak.is

Háskólinn á Akureyri unak.is Háskólinn á Akureyri 2015-2016 unak.is Efnisyfirlit Svona er Háskólinn á Akureyri... 3 Háskólabærinn Akureyri... 4 Háskólinn á Akureyri í hnotskurn... 7 Hjúkrunarfræði BS... 9 Iðjuþjálfunarfræði BS...

More information

Hlökkum til að sjá þig í háskólabænum Akureyri. unak.is

Hlökkum til að sjá þig í háskólabænum Akureyri. unak.is Hlökkum til að sjá þig í háskólabænum Akureyri unak.is 1 2 Efnisyfirlit Svona er Háskólinn á Akureyri... 3 Háskólabærinn Akureyri... 4 Háskólinn á Akureyri í hnotskurn... 7 Hjúkrunarfræði BS... 9 Iðjuþjálfunarfræði

More information

Þróun kennslu læknanema á síðustu áratugum

Þróun kennslu læknanema á síðustu áratugum Kristján Erlendsson læknir dósent kennslustjóri læknadeildar HÍ, yfirlæknir á vísinda- og þróunarsviði Landspítala krerlend@landspitali.is Þróun kennslu læknanema á síðustu áratugum Á síðustu þremur áratugum

More information

Ársskýrsla. Embættis landlæknis

Ársskýrsla. Embættis landlæknis Ársskýrsla Embættis landlæknis 2014 Ársskýrsla Embættis landlæknis 2014 Ársskýrsla Embættis landlæknis 2014 ISSN 1670-746X Útgefandi: Embætti landlæknis Barónsstíg 47 101 Reykjavík 2015 Ábyrgðarmaður:

More information

3 Bjarki Már Viðarsson 12 Íþróttabandalag Reykjanesbæjar NT 1:53,54. 1 Óskar Rafael Karlsson 11 Íþróttabandalag Reykjanesbæjar 1:51,58 1:47,33

3 Bjarki Már Viðarsson 12 Íþróttabandalag Reykjanesbæjar NT 1:53,54. 1 Óskar Rafael Karlsson 11 Íþróttabandalag Reykjanesbæjar 1:51,58 1:47,33 Iceland Swim Fed. Champ. Meet Hy-Tek's MEET MANAGER 7:48 PM 5.12.2003 Page 1 Grein 1 Strákar 11-12 66 sc Metrar m Fjórsund 1 Bjarki Már Viðarsson 12 Íþróttabandalag Reykjanesbæjar NT 1:12,59 2 Óskar Rafael

More information

Erasmus+ Stefnumiðuð samstarfsverkefni (strategic partnerships) VEFSTOFA fyrir umsækjendur í starfsmenntun, fullorðinsfræðslu og á háskólastigi

Erasmus+ Stefnumiðuð samstarfsverkefni (strategic partnerships) VEFSTOFA fyrir umsækjendur í starfsmenntun, fullorðinsfræðslu og á háskólastigi Erasmus+ Stefnumiðuð samstarfsverkefni (strategic partnerships) VEFSTOFA fyrir umsækjendur í starfsmenntun, fullorðinsfræðslu og á háskólastigi Erasmus+ Flokkur 2 samstarfsverkefni 0pnar dyr út í heim

More information

ENDURMENNTUN. FYRIR SÉRFRÆÐINGA OG STJÓRNENDUR Námskeiðsframboð haustið 2013 STUTT NÁMSKEIÐ 1

ENDURMENNTUN. FYRIR SÉRFRÆÐINGA OG STJÓRNENDUR Námskeiðsframboð haustið 2013 STUTT NÁMSKEIÐ 1 ENDURMENNTUN FYRIR SÉRFRÆÐINGA OG STJÓRNENDUR Námskeiðsframboð haustið 2013 STUTT NÁMSKEIÐ 1 OPNI HÁSKÓLINN Í HR Efnisyfirlit Stutt námskeið 4 Alþjóðaviðskipti og efnahagsmál 4 Bókhald 5 Fjármál og rekstur

More information

2. Stefnur og hugmyndafræði sem hafa haft áhrif á listkennslu

2. Stefnur og hugmyndafræði sem hafa haft áhrif á listkennslu Ágrip Í þessari ritgerð, sem er lokaverkefnið mitt til B.Ed gráðu, mun ég fjalla um samvinnu á milli myndlistarskóla og grunnskóla. Í því samhengi mun ég skoða Billedskolen i Tvillingehallen og Myndlistarskólann

More information

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu?

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu? Upphaf mælinga í uppsjávarskipum Sigurjón Arason Yfirverkfræðingur Matís ohf. og Prófessor, Háskóli Íslands Dr. Magnea G. Karlsdóttir; Fagstjóri, Matís ohf. Ásbjörn Jónsson; Verkefnastjóri, Matís ohf Magnús

More information

Ársskýrsla 2013 HRAFNSEYRI

Ársskýrsla 2013 HRAFNSEYRI Ársskýrsla 2013 HRAFNSEYRI Janúar: Árið 2013 byrjaði með miklu óveðri sem gekk yfir landið með tilheyrandi snjókomu, brotnum rafmagnsstaurum og rafmagnsleysi á Vestfjörðum. Haft var samband við Mjókárvirkjun

More information

Leiðbeinandi á vinnustað

Leiðbeinandi á vinnustað Work Mentor Leiðbeinandi á vinnustað Leonardo da Vinci, Transfer of Innovation verkefni sem VMA sótti um að stýra. Kynning maí 2011. Jóhannes Árnason 1 Work Mentor Leonardo da Vinci Transfer of Innovation

More information

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018 Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu September 2018 Samantekt Íslandsstofa framkvæmdi viðhorfskönnun í júlí og ágúst 2018 meðal erlendra söluaðila sem selja ferðir til Íslands.

More information

Skýrsla. Sólveigar Ólafsdóttur framkvæmdastjóra. um starfsemi ReykjavíkurAkademíunnar ses. árið 2013

Skýrsla. Sólveigar Ólafsdóttur framkvæmdastjóra. um starfsemi ReykjavíkurAkademíunnar ses. árið 2013 2013 Skýrsla Sólveigar Ólafsdóttur framkvæmdastjóra um starfsemi ReykjavíkurAkademíunnar ses árið 2013 Inngangur ReykjavíkurAkademían ses (RA) er sjálfseignarstofnun sem byggir á grunni Félags ReykjavíkurAkademíunnar

More information

Námskrá grunnnáms til BA gráðu í félagsvísindum og til BS gráðu í viðskipalögfræði

Námskrá grunnnáms til BA gráðu í félagsvísindum og til BS gráðu í viðskipalögfræði Námskrá grunnnáms til BA gráðu í félagsvísindum og til BS gráðu í viðskipalögfræði Gildir skólaárið 2018 2019 BS viðskiptalögfræði BS viðskiptalögfræði með vinnu BA miðlun og almannatengsl (MoA) BA heimspeki,

More information

KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR

KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR KV 2018-3 KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR Greining á mögulegum eldisuppruna 12 laxa sem veiddust í tveimur ám á Vestfjörðum árið 2017 Analysis of 12 salmon caught in two rivers in the Icelandic Westfjords 2017

More information

Vaasa Ostrobothnia nóv. 2012

Vaasa Ostrobothnia nóv. 2012 Vaasa Ostrobothnia 19-21.nóv. 2012 Hópurinn og ferðin Halla Steinólfsdóttir Dalabyggð Ingibjörg Valdimarsdóttir Akranesi Ólafur Sveinsson SSV The Ministry of Foreign Affairs of Finland (19.nóv.) The Regional

More information

HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK

HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK ÁRSSKÝRSLA 2005 Efnisyfirlit bls. Hlutverk, framtíðarsýn, leiðarljós 3 Ávarp rektors 4 Háskólaráð 6 Skipulag HR 6 Tækni- og verkfræðideild 7 Viðskiptadeild 8 Kennslufræði- og lýðheilsudeild

More information