ÞINGMAÐURINN. Eftir Guðmund Óskarsson og Martein Þórsson. Byggt á sögu eftir Martein Þórsson 24. FEBRÚAR 2012

Size: px
Start display at page:

Download "ÞINGMAÐURINN. Eftir Guðmund Óskarsson og Martein Þórsson. Byggt á sögu eftir Martein Þórsson 24. FEBRÚAR 2012"

Transcription

1 ÞINGMAÐURINN Eftir Guðmund Óskarsson og Martein Þórsson Byggt á sögu eftir Martein Þórsson 24. FEBRÚAR 2012 (c) 2012 Tenderlee Motion Pictures Company ehf.

2 1 INNI. ÓRÆTT RÝMI - DAGUR/KVÖLD - DRAUMUR 1 BARN (2ja mán.) hjalar í dauðhreinsuðu, hvítu rými. Eða eru þetta ský? Sæng? Ljósið breytist, við ferðumst í kringum barnið. Sama barn sefur. Við skoðum barnið frá nokkrum sjónarhornum. Ekkert hljóð. Barnið vakir og sefur. Við heyrum rödd, UNG KONA, ENGILL (25). ENGILL (rödd) Þú vaknar. Þú ert og þú ert ekki. Mismunandi ljós eins og við séum að horfa á barnið á mismunandi tíma dags. Barnið blikkar framan í okkur. 2 INNI. ÍBÚÐ LEIFS/STOFA - DAGUR - GULA SLAUFAN 2 VIÐ OPNUM AUGUN og horfum á nútímalega en mjög draslaralega stofu. Við skiptum á milli sjónarhorns myndavélar og subjektífs sjónarhorns út myndina. ENGILL (rödd) Þú vaknar - samt varla. SIGURÐSSON (40) blikkar framan í okkur. Hann geispar. Hann er málaður í framan, með klesstan augnskugga og kinnalit. Leifur liggur allsber á sófa í óreiðukenndri stofunni. Hún er full af tómum flöskum, öskubökkum, matarleifum, hasspípu: General partýleifar. Einnig greinilegt rjómatertuslys á stofuborðinu. Leifur rís upp í sófanum, situr og lítur í kringum sig. Hann tekur á nokkrum bjórdósum og finnur eina ótæmda. Hann þambar. 3 INNI. ÍBÚÐ LEIFS/ELDHÚS - DAGUR - FRAMHALD 3 Leifur opnar ísskápinn. Hann er nokkuð vel hlaðinn - meðal annars hangikjötslæri á beini og hálf vodkaflaska. ENGILL (rödd) Þú þorir ekki að finna til.

3 2. Leifur beygir sig og við sjáum nokkur lítil blóm og litrík, en máð, máluð á rasskinnar hans á meðan hann tekur hvort tveggja úr ísskápnum. Hann lokar og við sjáum VAXLITATEIKNINGU BARNS (HÚS, GRAS, TRÉ, BLÓM OG SÓL) undir segli á ísskápshurðinni. 4 INNI. ÍBÚÐ LEIFS/ELDHÚS/STOFA - DAGUR - FRAMHALD 4 Leifur sest við subbulegt eldhúsborð, sker sér flís af lærinu. Hann nýtur kjötsins. Leifur horfir hugsi í kringum sig. Hann fær sér aðra flís af hangikjöti. Kyngir. Hann tekur stóran vodkasopa. Svo annan. Hann hryllir sig aðeins. 5 INNI. ÍBÚÐ LEIFS/BAÐHERBERGI - DAGUR - FRAMHALD 5 Leifur kemur inná baðherbergið, sér sig í spegli og bregður aðeins við útganginn á sér. Hann skoðar sig í speglinum, skoðar sig þar til hann brosir, en brosið nær ekki til augnanna. Hann lætur renna í baðið og fer fram. 6 INNI. ÍBÚÐ LEIFS/BAÐHERBERGI - DAGUR - SÍÐAR 6 Leifur er í baðinu. Hann dæsir. Við hliðina á baðinu er hann búinn að koma fyrir litlu borði og á borðinu er vodkaflaskan og lítill spegill með 2 röndum af hvítu púðri. Það er far eftir tvær sem greinilega hafa farið í nef Leifs. Leifur fer á bólakaf og við förum með honum. 7 INNI. ÓRÆTT RÝMI - DAGUR/KVÖLD - DRAUMUR 7 Við erum í rými barnsins. Það horfir á okkur og hjalar. 8 INNI. ÍBÚÐ LEIFS/BAÐHERBERGI - DAGUR - SEINNA 8 Leifur er enn á bólakafi, hann opnar augun í kafi og horfir á okkur.

4 CONTINUED: 3. VIÐ SJÁUM MEÐ AUGUM LEIFS, POV, í gegnum gárað yfirborðið, KONU (, 22) sem horfir á hann í gegnum vatnið. Hún er með GRÍMU fyrir andlitinu og klædd í skyrtu af Leifi/klædd í bol af Leifi. Leifur kemur úr kafi með látum og buslugangi. Konan tekur skref aftur á bak og lyftir grímunni - kannski hlæjandi, en hún er nývöknuð og þunn. Æ... Leifur. Leifur horfir á Æsu, hnyklar brúnirnar í spurn og undrun. Hann lætur sig síga aftur í baðið. Æsa fer inná klósettið. Leifur heyrir í henni pissa. Hún kemur svo aftur og fer í baðið með Leifi. Hún horfir á hann. Ég skal hjálpa þér að muna. Leifur lokar augunum og dregur andann djúpt. Mig dreymdi. Mann dreymir alltaf. Þögn. Æsa skoðar Leif. Manstu hvað? Barn. Vá. Hvernig? Hvernig? Já. Áttir þú það, eða? Nei, það bara var þarna - lá - og ég einhvern veginn allt um kring. Þú ert líka barn. Hún hreyfir sig í baðinu, þau nuddast ögn.

5 CONTINUED: 4. Með stórt typpi. Æsa brosir og horfir á Leif. Hann opnar loks augun og lyftir höfðinu. Ef Æsa er í bol í baðinu þá veiðir hún Leif í hann hérna, og við förum undir til þeirra. Hún horfir ögrandi á hann. Viltu mig? Leifur horfir á móti. Hvernig gátum við kynnst? Þú manst? Þú ætlaðir að hjálpa mér að muna. Þú villtist yfir í minn heim. Leifur segir ekkert. Hann kyssir Æsu, og hún á móti - stefnir í baðkynlíf. 9 INNI. FUNDARSALUR - DAGUR - BLÁA SLAUFAN 9 Leifur er í fínum jakkafötum með bláa þverslaufu í snyrtilegum fundarsal (á Alþingi). Hann situr þarna einn umkringdur portrettmálverkum og horfir útí loftið. Fiktar við giftingarhring. Skyndilega opnast hurðin og inn gengur HÁVAXINN MAÐUR (55), í smekklegum jakkafötum. Þetta er FORSÆTISRÁÐHERRA. Hann heldur á öskju, sem í eru súkkulaðimolar. FORSÆTISRÁÐHERRA Vopnabróðir! Hvað segirðu þá? Fínt. Bara. Fínt. Forsætisráðherra fær sér ekki sæti. Hann stendur fyrir framan Leif. Þögn. Hann fær sér mola. Leifur fiktar í slaufunni. FORSÆTISRÁÐHERRA Takk fyrir að bíða. Og afsakaðu.

6 CONTINUED: 5. Hvað er... er eitthvað að? FORSÆTISRÁÐHERRA Ég mundi ekki segja það. Þoliru þá ekki að setjast? Mola? FORSÆTISRÁÐHERRA Hann réttir Leifi öskjuna. Leifur horfir á innihaldið. Nei takk. FORSÆTISRÁÐHERRA Frá Belgíska sendiherranum. Þú ættir að fá þér. Leifur lætur til leiðast, hann fær sér súkkulaði. Jú. Rétt hjá þér. Forsætisráðherra fær sér annan mola og horfir á Leif. Þeir smjatta saman. FORSÆTISRÁÐHERRA Pervertar. Ha? FORSÆTISRÁÐHERRA Pervertar. Belgarnir. Eitthvað meira en aðrir? FORSÆTISRÁÐHERRA Já. Brussel. Evrópusambands-kjaftæðið. Allir í eina sæng og hobbsasa. Pólitískir pervertar. Þarft ekkert að brýna mig gegn Evrópusambandinu, Össi. Forsætisráðherra dregur stól og sest loks niður, hallar sér að Leifi. FORSÆTISRÁÐHERRA En get ég treyst á þig í öllu stríðinu Leifur? Ekki bara við Evrópu heldur...

7 CONTINUED: 6. Erum við ekki búnir að þekkjast síðan við vorum strákar? Það kemur á forsætisráðherrann. Á borðinu er SILFURBAKKI UNDIR MJÓLKURKÖNNU OG SYKURKARI. Ráðherrann tekur bakkann, hallar sér að Leifi og speglar sig með honum, strýkur sér í framan. FORSÆTISRÁÐHERRA Djöfullinn sjálfur. Ég á að vera fimmtán árum eldri en þú. Hann hallar sér frá Leifi og leggur bakkann frá sér. FORSÆTISRÁÐHERRA Þannig að við vorum ekki strákar á sama tíma. (frjálslega) Ertu fullur? Nei. Forsætisráðherra bendir á nefið á sér. FORSÆTISRÁÐHERRA Spurði bara til að vera kurteis, gefa þér tækifæri. Þegar pabbi réð öllu þá var hann oft fullur á þingi. Það voru rosaleg fyllerí á köllunum í gamla daga - og einhver ljómi yfir því þrátt fyrir allt. En þá var heldur ekkert internet og allt það dót sem útvarpar öllu strax. Við þurfum að passa okkur, Leifur, geymum skandalana handa ævisögunni. Fékk mér glas með matnum eins og svo margir á...(leitar að deginum - gefst upp)... í miðri viku. FORSÆTISRÁÐHERRA Það er þriðjudagur, Leifur. Forsætisráðherra stendur upp. Tekur að ganga um gólf. Ég finn ekki á mér. FORSÆTISRÁÐHERRA Nútíminn er trunta, og allt það. Nú eru gerðar kröfur, og alveg (MORE)

8 CONTINUED: 7. FORSÆTISRÁÐHERRA (cont d) sérstaklega til okkar. Þessar kröfur segja að þú farir í meðferð og iðrist, sýnir auðmýkt að minnsta kost... Forsætisráðherra dregur miða úr jakkavasanum. (í sjokki) Meðferð? (biðjandi) Össi? FORSÆTISRÁÐHERRA Þú átt pantaðan tíma hjá Von. Von? Oj. FORSÆTISRÁÐHERRA Það er SÁÁ. En Össi... FORSÆTISRÁÐHERRA Ekkert EN og ekkert kjaftæði. Bara mæta í viðtalið og þau bóka þig í meðferðina. Svo skaltu losa þig við þessa skelfilegu bar-boru. Barböru? FORSÆTISRÁÐHERRA Bar - BORU. Barinn þinn Leifur. Þú hefur nú aldrei komið... Forsætisráðherra tekur súkkulaðiöskjuna og horfir blíðlega á Leif. Hann setur sig í stellingar hins reynslumikla og ráðgefandi alka. FORSÆTISRÁÐHERRA Við hrösum allir. Öll. En við stöndum saman. Ha? Svo verðuru edrú í einhvern tíma, kannski bara smátíma en þá munum við koma hlaupandi og hjálpa þér aftur á fætur. Ha? Við höfum trú á þér. Af hverju halda alkar að allir aðrir séu það líka? Einhver einmana-leika-tilfinning-arótti?

9 CONTINUED: 8. FORSÆTISRÁÐHERRA Ég er ekki að halda því fram. Líf þitt gerir það - allavega síðan Sjöfn sparkaði þér. Ég er bara að segja að þú þurfir að fara í meðferð því þú barðir mann og það kom í blöðunum og á youtube, frá tveimur sjónarhornum. Forsætisráðherra réttir öskjuna fram. FORSÆTISRÁÐHERRA Taktu tvo. Þrjá ef þú lofar að losa þig við Barböru. Leifur er ráðvilltur. Hann horfir upp á forsætisráðherrann, sem er hreykinn af eigin húmor, og í öskjuna. Leifur tekur einn mola, stingur honum upp í sig og stendur upp. Ég er ekki skrifaður fyrir staðnum. Leifur stefnir á dyrnar. Forsætisráðherra kalla á eftir honum: FORSÆTISRÁÐHERRA Hver er aftur til vara fyrir þig? 10 INNI. ÍBÚÐ LEIFS/ELDHÚS/STOFA/SVEFNHERBERGI - SÍÐDEGI - GULA SLAUFAN 10 Leifur sýpur á vodkaflöskunni. Hann er með handklæði um sig miðjan. Æsa er inní stofu að horfa á upptöku af gjörningi í stóra flatskjánum. (rödd - hugsun) Af því augun verða hörð // af því batnar manni strax // betra er en bænagjörð // brennivín að morgni dags. Leifur dregur andann djúpt í eldhúsinu. (rödd - hugsun) Eða einhvern veginn þannig. En vodka gerir alveg sama gagn, og allt sem geymir þessa litlu sameind, kolefni, vetni og stakt súrefni, bara níu atóm í stormasömu sambandi - alkóhól. Allt verður hljótt. Það hættir að gnauða í hausnum á mér. Ég fæ (MORE)

10 CONTINUED: 9. (cont d) aftur gamla sjálfstraustið, malandi sjálfstraustið sem ég hafði þegar ég var ungur maður, þegar ég var unglingur, þegar ég var barn, þegar ég þurfti ekki að skammast mín, áður en lífið tók niður grímuna og svipti sjálft sig sakleysinu. Leifur gengur inn í stofu. Síminn minn? (áhugalaus) Veit ekki. Leifur gengur inní svefnherbergi - gjóar augunum á skelfilega óreiðuna í stofunni. Við þurfum meira... af öllu. Æsa er mjög upptekin af gjörningsupptökunni. (úr mynd) Það væri alveg næs. Leifur fer inn í svefnherbergi. Hann leitar að símanum - rótar í fötum - kíkir undir rúm - stynur af áreynslu. Hann finnur símann milli rúms og náttborðs. Hann er rafmagnslaus. Leifur kemur fram. (við Æsu) En hleðslutækið? Hérna. Leifur sest við hlið Æsu og lítur á sjónvarpsskjáinn. Hvað er þetta? Þú veist það alveg. Við sjáum Leif stinga hleðslutækistyppinu í símann.

11 ÚTI. MIÐBÆR REYKJAVÍKUR - NÓTT - RAUÐA SLAUFAN 11 Mannauðar götur. Leifur skjögrar ofurölvi með rauða slaufu um hálsinn. Hann dettur en dröslast á fætur, berst við að halda meðvitund. Hann skjögrar áfram. Blá ljós blikka að baki honum. (rödd - sjónvarpsviðtal) Ég fór aldrei að sofa. Leifur krýpur á götunni. 11A INNI. FANGAKLEFI - SÍÐAR. 11A Leifur skjögrar bölvandi um fangaklefann, líkt og andsetinn. Orðin eru óskýr en auðheyrilega ljót - að rífast við púka sem sækja að honum. Leifur dregur af sér slaufuna og grýtir í gólfið til að leggja áherslu á fyrirlitningu sína. Hann sest á fletið - situr skelfilega hokinn, við það að sofna. Laufey... Djöfulsins drasl... Djöfulsins... Bara mannlegur... Það liggur ekkert á núna INNI. FANGAKLEFI - SÍÐAR. 12 Leifur liggur sofandi í fósturstellingu á þunnri dýnu. Við sjáum rauðu slaufuna á gólfinu. (rödd - sjónvarpsviðtal) Ég fór aldrei að sofa - ég sofnaði bara. Serimóníulaust. Enginn tannbursti, hvorki munnskol né næturkrem, og náttfötin - ég hef reyndar aldrei tengt við það fyrirbæri.

12 INNI. ÍBÚÐ LEIFS - STOFA - DAGUR - GULA SLAUFAN 13 Leifur horfir á símann. Hann les skeyti frá "Stínu": "Hringdu." Leifur hringir. Hann lítur á Æsu á meðan hann bíður. (úr mynd) Þokkalegur? Þokka...fullur. Hvenær fórstu? (úr mynd) Man það ekki. En þú varst farinn. Hvert gat ég farið? Kristína skellir upp úr. Stína skellihlær. (úr mynd) Held þú vitir ekki að ég er búin að reyna að ná í þig í tvo daga? Hvað eru tveir dagar... í þessu öllu? Þú ert örugglega ekki að fokka í mér? Nei, elskan. Gleðilega páska. Þögn, fyrir utan hljóðin frá gjörningnum í sjónvarpinu. En þú misstir ekki af neinu, ætlum að hittast í kvöld. Ókei. (reynir að muna - gefst upp) Og það var aftur? Leifur. Ég er að gera þér greiða. Sýndu því virðingu. Leifur skammast sín.

13 CONTINUED: 12. Fyrirgefðu. Örninn reittur. Og Leifur man, með tilþrifum, hrekkur í gírinn. Leifur lítur á Æsu. (mjög létt) Ooo... það er svo frábært. (úr mynd) Þarf ég nokkuð að minna þig á mitt? Nei nei, man allt núna, man allt. Örninn reittur í hreiðrinu. Brilliant. (úr mynd - lækkar róminn) Passar upp á hunangspíkuna. Geri það. (úr mynd) Lætur hana vera, fyrir mig, ekki fara inní hana, bar í dag. Hreint hunang. (úr mynd) Verð í bandi. Flottust. Leifur leggur á. Æsa tekur ekki augun af sjónvarpinu, við sjáum bilaðan gjörninginn. Þið eruð svo biluð. (fucking twisted). Leifur lítur á sjónvarpsskjáinn.

14 ÚTI. ALÞINGISHÚSIÐ - DAGUR - RAUÐA SLAUFAN 14 Leifur kemur út úr Alþingishúsinu. Þetta er greinilega ekki dagurinn þegar forsætisráðherrann skikkar hann í meðferð. Leifur er í fíling sem minnir á Travolta í diskó myndinni... Hann er flottur í tauinu sem fyrr, grá 3-piece jakkaföt og með hárauða slaufu um hálsinn. Hann horfir í kringum sig. ANNAR ÞINGMAÐUR er á leið inn í Alþingishúsið. Hann kastar kveðju á Leif. Leifur kinkar bara kolli til kollegans. (lágt við sjálfan sig, en eins og hann sé að heilsa) Lúði. Leifur hneggjar/jarmar. Farsími Leifs hringir. Hann tekur hann upp og Á SKJÁNUM stendur FRUMBURÐURINN og þar er ljósmynd af ÖNNU, ungri ljóshærðri konu, dóttur Leifs. Hann gengur til móts við styttuna af Jóni Sig. Sæl elskan mín. ANNA (rödd) Hæ, bara minna þig á að koma í kvöld. Kem ég ekki alltaf? Nei. ANNA (rödd) (grettir sig) Nú kem ég örugglega, en alveg sérstaklega ef ég má koma með vinkonu mína? ANNA (rödd) Bara á meðan hún er ekki vinkona mín líka. Ha? Ég efast ofsalega um það. Hún heitir Kristína og er lögfræðing...

15 CONTINUED: 14. ANNA (rödd) Alveg eins. Þögn. Leifur gengur nokkur skref. En þetta er engin pornógrafía? Ha? ANNA (rödd) Leifur leggur á. Þetta í kvöld. Er nokkuð klám í þessu eins og síðast? ANNA (rödd) Æ, pabbi. Kom on... Ókei, hrein list, tær snilld. Sjáumst elskan, hlakka til! ANNA (rödd) Frábært, bæ. 15 INNI. ÍBÚÐ LEIFS/SVEFNHERBERGI - KVÖLD - RAUÐA SLAUFAN 15 Leifur og (35), dökkhært bjútí, eru að ríða í rúmi Leifs. Þau segja fátt. Kristína leiðbeinir Leifi í athöfninni - segir hvað hún vill og hvernig. Kannski: Þau eru villt. Hægar og dýpra - kyrr - allan þungann, komdu með hann allan -... (rödd) Stína er lögfræðingurinn minn. Sambandið hefur þróast. Enginn veit nákvæmlega hvaðan hún kom - bara að hún kom að neðan, vopnuð höggtönnum og klofinni tungu. Ég er þakklátur fyrir vinskapinn.

16 INNI. ÍBÚÐ LEIFS - SVEFNHERBERGI - SÍÐAR 16 Leifur stendur fyrir framan spegil, er að ljúka við að klæða sig eftir sturtu - hnýtir rauðu slaufuna. Kristína stendur hjá rúminu - óklædd, fötin á rúminu - nýkomin úr sturtu - hasarkroppur. 17 INNI. ÍBÚÐ LEIFS/ELDHÚS/STOFA/BAÐHERBERGI - SÍÐAR 17 Leifur er að blanda gin og tónik fyrir tvo, í stór glös. Kristína er inná baðherbergi að leggja lokahönd á útlitið. (kallar) Spenntur? (kallar) Stressaður. Hann gengur inní stofu með drykkinn og á sama tíma kemur Kristína af baðherberginu. Þau skála og fikra sig að sætum. Þau setjast. Alltaf skíthræddur um að það sé verið að gabba litlu stelpuna í einhvern vibba. Pervertaskap. Greyið pabbinn. Bara eins gott að maður er - open minded. Þau klingja aftur glösum. Er það ekki aumingjagóður á útlensku? Leifur þambar drykkinn sinn í botn og horfir svo á Kristínu. Leifur glottir. Hvað sérðu eiginlega - við okkur? Lágmarksvesen.

17 16. 17A ÚTI. ALÞINGISHÚSIÐ - DAGUR - BLÁA SLAUFAN 17A Leifur kemur út eftir samtalið við Örn. Hann er alls ekki í góðum gír - undir þrumuskýi - gengur nokkur skref og þá er kallað á hann. Það er Sigrún(41), móðir Æsu. Hún virðist þéttvaxin í upplituðu úlpunni sinni. Leifur? SIGRÚN Leifur heldur ótrauður áfram. Konan eltir. SIGRÚN Leifur Sigurðsson? Leifur nemur staðar, verður enn hörkulegri í framan. Sigurðarson! (sér að sér og setur upp pólitísku grímuna) Ef þú vilt hafa það rétt. Þú verður að afsaka... erfiður fundur. Konan er óframhleypin, og enn meira núna. Hún kemur ekki upp orði. Má ég biðja frúna að hafa samband við skrifstofu Alþingis og í framhaldinu senda mér tölvupóst með erindinu? Leifur snýst á hæli og fer. Leifur stoppar. SIGRÚN Þetta er prívat. SIGRÚN Einkamál. Ég heiti Sigrún og Æsa er dóttir mín og ég vil(l) tala við þig. Leifur snýr sér við. Hann er enn með grímuna. Ég er á leiðinni að fá mér... Hann sér á konunni að líklega er óráð að stinga upp á drykk. Hvað segirðu um að við fáum okkur í gogginn?

18 CONTINUED: 17. Konan bregst ekki við. Leifur bendir henni að fylgja sér. Göngum. Leifur gengur af stað og konan eltir. Leifur gengur greitt og konan dregst aftur úr. 17B ÚTI. BÆJARINS BESTU - SÍÐAR 17B Leifur stingur upp í sig síðasta pylsubitanum, vinnur á honum á meðan hann horfir af þunga á konuna. Af hverju ert að segja mér þetta? Ég... SIGRÚN Nei, afsakaðu. Ég veit af hverju - bara svo undrandi á að þú hafir gert þér ferð til Reykjavíkur til að... er ekki símasamband á Hellu? Ég... SIGRÚN Já eða nei spurning, Sigrún. Leifur ætlar sér að valta yfir blessaða konuna. Hann er í rammri afneitun eftir það sem hún sagði honum um Æsu. Já. SIGRÚN Notaðu þá símann í framtíðinni, vinsamlegast. Leifur ætlar að fara, en Sigrún grípur í frakkaermina. Hún hefur ekki snert pylsuna sína. SIGRÚN Hvað um Æsu? Æsa er fullorðin kona. Einstaklingur. Hún framkvæmir líf sitt sem slíkur - frjáls - tekur ákvarðanir og... allt það.

19 CONTINUED: 18. SIGRÚN (miður sín) Fullorðin kona? Heyrðiru ekki það sem ég var að segja? Leifur rífur sig lausan. Leifur gengur nokkur skref, hratt - er reiður. Sigrún stendur eftir. Hann snýr sér við og kemur aftur. Klaustur! Ef þú hafðir svona miklar áhyggjur af henni. Ekki hleyp enni í borgina og listaháskóla og þennan þennan sirkúsfjanda! Klaustur Sigrún! SIGRÚN Gat ekki... gat ekki bara lokað hana... hún er ekki dýr. Vottar fyrir sakbitnu brosi hjá Leifi. Hann gramsar í augum konunnar. Víst. Eins og við bæði. Og nú ætla ég að sveifla mér yfir í annað tré. Leifur lætur sig hverfa. 18 INNI. HÓTELBAR (ESJA) - SÍÐDEGI - BLÁA SLAUFAN 18 Leifur situr á flottum bar, sötrar koníak og les VINNUSKJÖL (útprentaðir tölvupóstar) í leðurmöppu. Hann er með bláu slaufuna, búinn að tala við forsætisráðherrann og mömmu Æsu. Útí horni er GAMALL MAÐUR, HRAFNKELL, (60), í rúllukragapeysu innanundir skítugum, ljósum jakkafötum, með pappírsflóð fyrir framan sig. Hann er niðursokkinn í skriftir. Við hlið hans er brún, snjáð, leður-skjalataska af gamla skólanum. Hann teygir sig eftir staupi, höndin hristist. Hann ber glasið að vörunum. Leifur brosir, finnst skrýtið að sjá karlinn þarna. Leifur lyftir sínu glasi á móti karlinum, en hann sér ekki þingmanninn. Leifur klárar einsmannsskálina, tæmir glasið og leggur það frá sér. Hann horfir á blöðin. Tekur um höfuðið eins og hann svimi. Nær að fókusera á glasið, sem er nú aftur fullt. Hann finnur fyrir MANNI sem stendur við hlið hans. Hann lítur upp.

20 CONTINUED: 19. Þá förum við í sjónarhorn þess sem horfir á Leif og sjáum Leif horfa í myndavél. Förum aftur í sjónarhorn Leifs og sjáum að þar er enginn. Leifur stingur úr glasinu og fer svo í símann. Rödd svarar. (rödd - hugsun) Eitt það skemmtilegasta sem ég geri er að hringja í vini mína og viðra dýrar hugmyndir. (rödd) Blessaður kallinn. Taka fund í kvöld? Eiríkur skellir upp úr. (rödd) Já, og frábær tímasetning. Nú? (rödd) Geitaostur, maður. Bíngó í salnum! Leifur hlær, fagnar, lyftir hnefa og lítur í kringum sig. Djöfull þurfti ég á þessu að halda. Leifur fiktar í bláu slaufunni, býst til að segja Eiríki meðferðarfréttirnar. 19 ÚTI. ESJA - KVÖLD - SÍÐAR 19 Leifur kemur út af Esju og lítur í kringum sig.

21 ÚTI. JEPPI LEIFS - FRAMHALD 20 Leifur kemur að jeppanum, tekur lyklakippu úr vasanum og missir hana í jörðina. Hann teygir sig eftir henni. 21 INNI. ÍBÚÐ LEIFS/STOFA - DAGUR - GULA SLAUFAN 21 Leifur fylgist með Æsu klæða sig í, gæðir sér á sýninni. Hann er enn með handklæði um sig miðjan. Hvert ertu að fara? Á æfingu, manstu? En kem strax aftur. Leifur sýnir engin viðbrögð. Bið. Þú ætlaðir að lána mér pening. Lána þér pening? Gefa mér. Fimmhundruð. Fimmhundruð? Eða hálfa milljón, þú ræður. Takk. Og af hverju ætlaði ég að gefa þér þessa aura? Af því við erum... Vantar þig orð? Eiginlega. Hvað viltu að við séum? Kóngur og drottning væri alveg fínt.

22 CONTINUED: 21. Leifur glottir, Æsa líka. Hún færir sig nær honum. Þau kyssast. Æsa hverfur úr mynd. (rödd - hugsun) Og allt verður eins og fyrir meðvitund. Tilveran ekkert nema alsælan í móðurkviði. Leifur lokar augunum. 22 INNI. ÓRÆTT RÝMI - DAGUR/KVÖLD - DRAUMUR 22 Barnið hjalar. (rödd - hugsun) Allt svo öruggt. Ekkert nema hlýja og allsnægtir. Svo kemur maður út INNI. VÍNBÚÐIN - DAGUR - BLÁA SLAUFAN 23 Leifur gengur um Vínbúðina með kerru og velur í. Hann stoppar fyrir framan hinar og þessar tegundir og velur spekingslega. Hann er með bláu slaufuna. Og annað slagið tínir hann upp í sig úr Fisherman s Friend dós. (rödd - hugsun)... og það er helvítið hann Freud sem tekur á móti manni, örugglega í miðri kókaíntilraun, og segir: "að klippa á naflastrenginn er bara táknræn athöfn, áhrifalaus með öllu". Leifur tekur léttvín og bjór. Vodka og koníak. Gin. Hann tekur bittera. Bjór. Og Portvín fyrir mömmu. Alkinn tekur dömuna ekki fyrr en síðast.

23 ÚTI. VÍNBÚÐIN/JEPPI LEIFS - SÍÐAR 24 Leifur setur 6 fulla poka aftur í jeppann, setur þá hjá nokkrum bjórkössum. 25 INNI. ÍBÚÐ MÖMMU LEIFS/ELDHÚS/STOFA - DAGUR - SÍÐAR 25 Guðbjörg (65), mamma Leifs, hellir Port varlega í tvö glös og ber á borðstofuborðið. Leifur er að borða möndluköku og drekka mjólk. Takk mamma. GUÐBJÖRG Gott svona eftir kruðeríið. Hún sýpur nettlega, er tíguleg, mjög yfirveguð. GUÐBJÖRG En meiri vitleysan. Ég veit. Þau klingja glösum. GUÐBJÖRG Ég hef nú bara aldrei heyrt aðra eins dásemdar vitleysu. Ekki æsa þig... alveg svona mikið, mamma mín. Skál. GUÐBJÖRG Ég sá þig alltaf fyrir mér sem ráðherra. Jafnvel - myndir örugglega standa þig jafn-vel og hann Örn. Kannski betur. Með svo gott auga fyrir smáatriðunum sem gefa aðalatriðunum gildi sitt. Mamma hallar sér að syninum og lagar slaufuna bláu. Ekkert útilokað enn. GUÐBJÖRG Ég veit. Vildi bara heyra þig segja það. Hún strýkur honum um kinnina.

24 CONTINUED: 23. GUÐBJÖRG Þetta er samt óþverrabragð, klókindi, Leifur minn. Karlinn hefur verið farinn að óttast þig. Kannski. Já. Ætli það séu ekki skilaboðin í þessu. GUÐBJÖRG Jú. En svona skilaboð eru áskorun um að bretta upp ermarnar - þú hefur þetta í hendi þér. Leifur tæmir glasið sitt. Guðbjörg lítur á flöskuna á skenknum. Hún stendur þar hjá þremur óopnuðum flöskum. GUÐBJÖRG Meira elskan? Nei takk, þarf að drífa mig. GUÐBJÖRG Gott. Þú gerir það sem þú þarft að gera. Og ég hringi í frænku þína og býð henni viðtal við þig. Alls ekki. GUÐBJÖRG En dóttir einnar sem er með sjónvarpsþátt, yndælisstúlka, þekki mömm ennar vel. Ég get talað við hana. Ekki strax. GUÐBJÖRG Svonalagað fréttist, vinur, hvort sem þér líkar betur eða verr. Ég kem þessu að minnsta kosti í virðulegan farveg. Snúum þessu þér í hag. Þú kaust að styrkja innlent meðferðarstarf frekar en að gera eins og svo margir sem hafa hrasað á undan þér, að hverfa til útlanda eins og glæpamaður á flótta. Þú hefur ekki gert neitt rangt - þú hefur alltaf viljað gera það rétta. Mæðginin horfast í augu.

25 CONTINUED: 24. Ertu ekkert að slá þér upp? GUÐBJÖRG Æ, mér leiðist svo innilega að ýta hjólastólum. Þú ert svo ágæt. Hann stendur upp og kyssir mömmu sína á ennið. Leifur gengur fram. GUÐBJÖRG Og þú ert að fara. Nýkominn og... Vildi bara koma á þig Portinu. Hún stendur upp og eltir. GUÐBJÖRG Nú þarf ég að far að bjóða kellunum til mín. Og kannski gangfærum kalli? Það var pabbi sem var gamall. Þú ert glæsileg. Hún er skyndilega hugsi, eins og óákveðin af glímu við eitthvað. GUÐBJÖRG Æ - Leifur minn, komdu. Mamman fer inn í eldhús. GUÐBJÖRG Komdu sagði ég. Leifur eltir brosandi, á von á góðu. Mamman opnar inn í geymslu/búr og fer inn. Hún kveikir og Leifur eltir. Við sjáum flöskur í tugatali. Leifur er undrandi, vægast sagt. Hva? Mamma hans teygir sig í flotta Armagnac flösku og réttir honum. GUÐBJÖRG Ég held að þessi sé 50 ára gömul. Þú tekur hana með þér og skálar (MORE)

26 CONTINUED: 25. GUÐBJÖRG (cont d) við vini þína þegar þú kemur út af þessu heilsuhæli. Leifur faðmar mömmu sína. Þau horfast í augu. Takk, elsku mamma. GUÐBJÖRG Þið Sjöfn enn ósátt. Hún er enn frekar ósátt við mig. GUÐBJÖRG Hún áttar sig. Það er öruggt. Vandaðu þig bara, og hún mun átta sig. Leifur faðmar mömmu sína aftur. 26 ÚTI. BLOKK Í SKUGGAHVERFI - KVÖLD - BLÁA SLAUFAN 26 Jeppi Leifs keyrir að blokkinni. (Hann er að koma frá því að hitta fyrrverandi eiginkonu sína.) 27 INNI. BLOKK Í SKUGGAHVERFI/BÍLAKJALLARI - FRAMHALD 27 Leifur er með bláu slaufuna. Hann leggur bílnum og situr stundarkorn áður en hann fer út og opnar skottið. Hann ætlar að taka pokana þegar hann heyrir hurðina að bílakjallaranum opnast og lítur við. Og í framhaldinu heyrum við öskrað: SJÖFN (úr mynd) FARÐU. Öskrið tilheyrir næstu senu, þegar hann heimsækir Sjöfn - er endalok samtals þeirra. Leifi bregður, fellur jafnvel til jarðar og ætlar að skríða undir bílinn. Hann snýr sér aftur að opnu skottinu og tekur pela af koníaki úr einum pokanum. Hann sýpur duglega á. Hann lokar pelanum ekki, leggur hann opinn á toppinn og hallar sér að, grúfir sig á meðan vínið er að virka.

27 CONTINUED: 26. Þegar hann snýr sér við þá stendur MAÐUR fyrir aftan hann, mjög nálægt. Leifi bregður í annað sinn. Maðurinn fer að hlæja. Þetta er (40), besti vinur Leifs. Eiríkur er vel klæddur, vel klipptur, með dýrt úr, stóran hring á fingri. Hann heldur á lítilli tösku (myndavélartösku). Aaahhh! Sjitt. Eiríkur! Þú mátt ekki gera þetta. Leifur heldur fyrir hjartað. Hvað meinaru? Dauðafæri. Leifur skríður saman, róast. Hann skrúfar tappann á pelann. Allt í lagi með þig? (bendir á skottið) Hjálpaðu mér. Já. 28 INNI/ÚTI. JEPPI LEIFS/ÚTHVERFI Í REYKJAVÍK - SÍÐDEGI - BLÁA SLAUFAN 28 Leifur situr bakvið stýrið á jeppanum sínum - með bláu slaufuna nýkomin frá mömmu - horfir á ljósmynd af UNGABARNI. Hann lítur upp og fylgist með í fjarska þegar KONA, SJÖFN (38), stígur úr fólksbíl við smekklegt hús. Hún heldur á ÍÞRÓTTATÖSKU og gengur að útidyrunum. Leifur fer úr jeppanum og eltir konuna. (kallar) Sjöfn. Konan snýr sér við og dæsir. Æi. SJÖFN Ekki láta mig trufla. Áfram. Leifur vill að Sjöfn fari að hurðinni og opni.

28 CONTINUED: 27. SJÖFN Ekki þetta aftur. Jú, aftur og aftur. Ég er pabbi hennar. SJÖFN Komdu þegar þú ert búinn að fá hjálp. Mátt þú ekki hjálpa mér. Ég elska þig meira en...(hann langar að segja "sjálfan mig" en hættir við)... alltaf meira og meira. Og við erum enn gift. Hann sýnir henni líklega hringinn. SJÖFN (vaxandi reiði) Farðu þá heim og skrifaðu undir pappírana og láttu þessa lögfræðingsbeyglu þína fá þá, þú hefur haft þrjá mánuði til þess! Sjöfn snýr sér við og gengur að húsinu. Leifur eltir. Hann tekur í hana. Sjöfn er of hrygg til að segja nokkuð, og Leifur veit varla hví hann greip í hana. Hann sér eftir því - hikar. Örn vill senda mig í meðferð. SJÖFN Og hvað ætlar að gera? Fara. Ef þú gefur okkur annan séns. SJÖFN Þú fékkst nóg af sénsum. Aldrei farið í meðferð. Líkt og Sjöfn sé að missa mótstöðuna, Leifur trompaði. Sjöfn firrist. Leyfðu mér... förum inn - heim, saman - Laufey á rétt á að kynnast föður...

29 CONTINUED: 28. SJÖFN Hún er... farðu. (öskrar yfir hverfið) FARÐU. Leifur hröklast þrumulostinn undan. Á leiðinni að bílnum kveikir hann sér í vindli. (rödd - sjónvarpsviðtal) Ég taldi mig kominn af landsfrægu drykkjufólki, ekki alræmdum ölkum. Að kunna að drekka snýst ekki um að kunna að kyngja, sagði karl faðir minn oft - sömuleiðis að hann dræpist frekar en hætta að njóta áfengis. Hann stóð við það. Afi minn, og alnafni, gerði bannárin bærileg og bruggaði besta landann í Suðursveit, á Íslandi öllu sögðu borgarbúar, þakklátir fyrir pelaverðið. Það hjálpaði framleiðslunni að hann var sýslumaður. Og svo framvegis. Á þessum grunni hvíldu drykkjuvenjur mínar, þær hvíldu á hefð sem kalla má menningu. 29 INNI. ÍBÚÐ LEIFS/STOFA/BAÐHERBERGI/SVEFNHERBERGI - DAGUR - GULA SLAUFAN 29 Æsa kemur út úr baðherberginu og brosir til Leifs sem situr í stofunni, enn bara á handklæðinu. Ekkert að klæða þig í dag heldur? Leifur hikar. Jú - fyrst í sturtu. Svo fer ég í smá... Mission. Æsa kemur og smellir á hann kossi - snubbótt. Sjáumst eftir smá. Leifur horfir á eftir Æsu. Eitthvað brýst um í honum.

30 CONTINUED: 29. Æsa? Hvað... hvað ætli við höfum hist oft... helduru? Æsa stendur þar sem hún nam staðar. Oft? Á tveimur mánuðum? Mánuðum? Æsu finnst spurningin frekar fáránleg og heldur áfram út. Árum, mánuðum. Við hittumst í fyrra lífi, manstu ekki? Hún hlær. Kallar inn. Hvað hefuru rakað þig oft á ævinni... helduru? 30 INNI. ÍBÚÐ LEIFS/STOFA - KVÖLD - SLAUFULAUS 30 Íbúðin er hrein og fín. Leifur horfir á mynd af sjálfum sér í virðulegum ramma, og hann sjálfur er virðulegur, landsföðurlegur - framboðsmynd, eða mynd til að mála portret eftir. (rödd - sjónvarpsviðtal) En efinn var til staðar. Biddu fyrir þér. Þegar ég leit í spegil hljómaði kannski eitthvað þessu líkt í höfðinu: Leifur Sigurðarson, óbreyttur þingmaður á Alþingi Íslendinga - annað kjörtímabil. Ég djöflaðist svo í ungliðastarfi flokksins að ég man ekki af hverju ég vildi á þing, en held ég hafi trú á stjórnmálum. Ég lærði lögfræði til að geta brotið örugglega af mér. Í hvert sinn sem ég er kallaður "faglegur" heyri ég "sálarlaus". Ég er eigingjarn, sem er grundvöllur örlætis míns. Ég skil ekki hugtakið "að lifa í núinu" - skil það ekkert frekar en sjálfsmorðshugsanirnar sem halda því fram að lífið kunni ekki á mig, frekar en að ég kunni ekki á það.

31 CONTINUED: 30. Leifur leggur frá sér myndina, snýr sér við og horfir á unga konu (Æsu) sem situr á sófanum með grímu fyrir andlitinu. Hann fikrar sig að henni - tekur grímuna hikandi frá. Æsa birtist, reynir að vera fullorðinsleg þrátt fyrir feimnislegt brosið. Við sjáum að hún er með silfurhálsmen. Hún flissar. Hvernig gátum við kynnst? Þú sagðist dýrka mig. Og ég sagði þér hvað mér finnst um eldri menn. 31 INNI. LISTASAFN - KVÖLD - RAUÐA SLAUFAN 31 FJÖLDINN ALLUR AF FÓLKI Á MISMUNANDI ALDRI er samankominn á opnun í Listasafninu. Veigarnar fljóta. Leifur og Kristína standa og fylgjast með gjörningi sem er að fara í gang. Leifur er orðinn þægilega léttur. Á upphækkuðu sviði stendur LISTAMAÐURINN ANTONÍUS (48), í kjólfötum og með glæstan hatt og staf, ásamt 2 AÐSTOÐARKONUM (, 23 og VINKONA HENNAR), í bleikum ballerínukjólum. Aðstoðarkonurnar/Lólíturnar eru með japanskar grímur fyrir andlitum. Á sviðinu er líka risastór leikfangabjörn. Ath. Þessi gjörningur verður útfærður af Snorra Ásmunds og þurfa deildir að setja sig í samband við hann. Ljósin deyfast og tónlist fer í gang í bland við hljóðmynd sem samanstendur af barnshlátri og samfarahljóðum. Antoníus dansar við björninn og Æsa fer með texta sem blandast við tónlistina og samtal Leifs og Kristínu. KARÍTAS (lólíta 1) fer með Um dauðans óvissa tíma. Kannski aftur og aftur á meðan gjörningnum stendur. KARÍTAS Allt eins og blómstrið eina // upp vex á sléttri grund // fagurt með frjóvgun hreina // fyrst um dags morgunstund // á snöggu augabragði // af skorið verður fljótt,// lit og blöð niður lagði,// líf mannlegt endar skjótt.

32 CONTINUED: 31. (við Kristínu, á meðan) Þetta er vinur þinn? Vinur minn? Kristína brosir. Er hann á góðum lyfjum? Þeim bestu. Djöfull langar mig ekki í þá sveppi. Leifur horfir í kringum sig og svo aftur á Antoníus sem nú fær strap-on dildó í hendurnar frá aðstoðarkonunum. Þær hjálpa honum að setja hann á sig. Leifur óttast það versta. Jæja, nú byrjar það. Af hverju vissi ég að það yrði eitthvað svona, dildó og almennt klám. Hafa listamenn ekkert ímyndunarafl?! Jú jú. Veist bara ekkert hvað þú ert að biðja um. Antoníus þykist ríða birninum. Leifur og Kristína ræða atburðinn á léttu nótunum: Bara eitthvað annað en þetta, og finnst ég ekkert ósanngjarn. Hvað er þetta? Fullorðinn maður að fara illa með bangsann sinn. Listamaður að fara illa með bangsa, sem minnir mig á þig. Enda vorkenni ég bangsanum meira en þessum vini þínum.

33 CONTINUED: 32. Og helduru að hann vorkenni okkur ekki? Bangsinn? Vinur minn. Tónlistin verður hörkulegri og samfarahljóðin aukast, sömuleiðis áhyggjusvipurinn á andliti Leifs. Leifur starir á gjörninginn, líkt og í leiðslu. Antoníus byrjar að reka hnífinn ítrekað í björninn. Antoníus er alveg óður í gjörningnum og hann stingur björninn hvað eftir annað. Antoníus fer inní björninn og dregur út blóðugt hjarta. Á sama tíma koma 2 AÐRAR GJÖRNINGASTELPUR (LÓLÍTUR, 20-24) með þá þriðju (þá eru þær fimm í allt) (ÖNNU, 20, dóttur Leifs) á milli sín. Lólíturnar eru með japanskar grímur en ekki Anna, hún heldur á stóru, bleiku blómi (sem er eins og þrútin sköp). Þær binda hana við stóran, uppréttan planka. Hún heldur blóminu milli fóta sér. Jæja. Þarna er þessi elska. Ha? (heyrir ekki) Leifur veifar dóttur sinni. Engin viðbrögð. Í gær var hún fjögurra ára að skakklappast á jólasýningu ballettskólans. Stína fer nær Leifi. Hvað ert að segja? Skyndilega stoppar tónlistin. Antoníus réttir Æsu hjartað. Ekkert. Antoníus klæðir sig í "Bjarndýrshaminn". Lólíturnar taka til við dildó Antoníusar, skiptast á að gæla við hann.

34 CONTINUED: 33. Antoníus gengur að Önnu og byrjar að ríða blóminu. Æsa og hinar Lólíturnar tvær koma með bala sem er fullur af olíu/vatni og þær rjóða Antoníus og Önnu í olíu/vatni á meðan á skrítnum ríðingargjörningi þeirra stendur. Antoníus fær það úr gervityppinu sem sprautar olíu. Hann dreifir vel úr olíunni. Gjörningnum er lokið og það er mikið lófaklapp. Leifur tekur ekki augun af Antoníusi. (klappar) Vá! Óvænt! Ekki hleypa - mögulegum börnum þínum - í listnám. Leifur veður mannhafið. Hann stefnir á Antoníus. Leifur fer upp á sviðið. Lólíturnar standa álengdar, með grímurnar uppi. Anna er enn bundin. (við Antoníus) Mér fannst vanta aðeins uppá symbólismann. Leifur kýlir Antoníus beint í andlitið. Antoníus fellur á bakið og liggur með gerviliminn út í loft. Leifur hallar sér yfir hann, býst til að buffa hann óvígan. Við sjáum Æsu lyfta grímunni, fylgjast með. Hún er full aðdáunar. EINHVER tekur myndir. EINHVERJIR taka myndbönd. Tryllt fagnaðarlæti hafa brotist út, og þau tryllast enn. Leifur skeiðar að dóttur sinni, glímir við að losa hana. Leifur lítur í kringum sig á meðan, á allt fólkið - umhverfið fer úr fókus. 32 INNI. HERBERGI MEÐFERÐARFULLTRÚA - DAGUR - DOPPÓTTA SLAUFAN 32 Leifur situr fyrir framan skrifborð. Hann er með doppótta slaufu, og greinilega nokkuð þunnur. Bakvið skrifborðið situr áfengisráðgjafinn HARALDUR (31) og er að fara yfir staðlaðan spurningalista.

35 CONTINUED: 34. HARALDUR Og lendirðu oft í slagsmálum? Þetta var list. Ég hef aldrei lent í slagsmálum. Aldrei? HARALDUR Aldrei. Lokasvar. HARALDUR Þannig að það sem náðist á mynd var... Haraldur bíður eftir svari. Leifur ypptir bara öxlum. HARALDUR Skiptir engu máli. Ég er ekki lögreglan. En ferðu oft í blakkát. Ert að gera grín að mér? HARALDUR Alls ekki. (alvarlegur framan af) Einu sinni. Í Galtarlæk, um Verslunarmannahelgi auðvitað. Fyrir langa löngu. Ég var á undan einhverjum rumi úr Búðardal að borða heila öskju af kókosbollum, fjórar... HARALDUR (hrekkur aðeins úr jafnvægi) Ekki kappát - blakkát, sem er mun alvarlegra. Ég býst við að þú þekkir að minnsta kosti hugtakið. Já. Fyrirgefðu. Nei. Lokasvar. HARALDUR Manstu eftir öllu sem gerðist í gær? (hikar) Nei. Ekki manst þú eftir ÖLLU sem gerðist í gær?

36 CONTINUED: 35. HARALDUR Hvað drekkurðu oft í viku? Ég þarf oft í kokteilboð - starfstengd. Ég drekk í þeim öllum. Get sent þér dagskrá síðasta árs. HARALDUR Alkohólismi í fjölskyldunni? Veit ekki til þess, en á frekar von á því. Við erum drykkjuþjóð. HARALDUR Hvernig dó faðir þinn? Pabbi? HARALDUR Sagðir mér áðan að hann hefði dáið fyrir 2 árum. Hann faðir minn dó úr hjartaáfalli rétt áður en hann varð gamall. Dauðdagarnir verða ekki virðulegri á Vesturlöndum. HARALDUR Hvað varð hann gamall? Sextíu og fimm ára. HARALDUR Og ferð þú reglulega í skoðun, í ljósi... Aldrei. Ég þoli ekki skoðanir. Ég er stjórnmálamaður. Haraldur flissar vonleysislega. Hann fyrirlítur Leif. HARALDUR (orðinn áhugaminni, óformlegri) Ókei. Drekkur mamma þín? Hún sötrar sérríið sitt, þessi elska.

37 CONTINUED: 36. Frábært. Ha? HARALDUR HARALDUR Hún er hress, sem sagt? Já? Andrúmsloftið er skyndilega mjög hlaðið neikvæðni. Haraldur heldur áfram eftir stutta þögn. HARALDUR Þegar þú komst bað ég þig að skrifa fimm samhengislaus orð á miða - hvaða orð skrifaðirðu? Haraldur tekur miða af borðinu og lítur á hann. Við sjáum: hús, gras, blóm, tré, sól. Leifur er ekki líklegur til að svara. Haraldur heldur áfram: HARALDUR Viðtalstíminn hófst klukkan 11 núll 5. Hvað finnst þér klukkan vera núna? Enn er Leifur ólíklegur til að svara. Hann lítur fyrirlitlega á Harald. HARALDUR Sko. Leifur. Þú ert búinn að samþykkja að fara á Vog í afeitrun, meðferð - mér sýnist þú samt alls ekkert hafa þangað að gera. En þetta eru sérstakar aðstæður, vægast sagt. Ekki á hverjum degi sem forsætisráðherrann hefur samband við okkur hérna... en verð að viðurkenna að mér finnst ógeðsleg skítalykt af þessu. Það er fólk hér á biðlistum eftir að komast inn, og það fólk er þakklátt og þráir lausn frá sínum sjúkdómi á meðan þú kemur hingað og lætur eins og sá óforbetranlegi drullusokkur sem ég held þú sért. Þeir horfast í augu. Haraldur virðist iðrast orðanna.

38 CONTINUED: 37. HARALDUR Þú átt að minnsta kosti eftir að ná botninum, Leifur. Nú glaðnar djöfullega yfir Leifi. Óforbetranlegur? Ert þú ekki í röngu starfi, litli minn? Eða að skrópa í skólann? Þú skítfrussandi flóðhestur. Ég er sendur hingað af þeim sem ræður með aukafjárveitingarfrímerki á rassgatinu og þú ferð að væla! Og látt ekki eins og þú vitir ekkert. Hvað lofaði hann ykkur miklu - 25, 50? Fór hann kannski upp í töfratöluna, lofaði hann ykkur 100 milljónum?! Vertu feginn og skráðu mig í helvítis prógrammið, og eftir mánuð verðuru farinn að sinna öllu þessu blessaða fólki sem þú hefur svona ógeðslega mikla trú á en þarf að bíða saklaust á vondum lista, og þá máttu senda mér þakkarskeyti stílað á óforbetranlega drullusokkinn sem losaði stífluna. Þögn eftir lætin. Haraldur er sigraður. Hann brýtur snyrtilega upp á miðann með orðunum fimm. Þú... HARALDUR En ég er sammála þér um eitt, Haraldur, botninum hef ég ekki náð - enda á leiðinni á toppinn. HARALDUR (sigraður) Þú veist kannski hvar Vogur er, þarna við Grafarvog? Þú kemst að strax eftir páska, 7. apríl, klukkan níu - um morguninn - þá er sem sagt búist við þér. Þú þarft að koma með slopp og inniskó, og tannbursta, og getur verið gott að eiga smápeninga í símann. Farsímar eru eiginlega alveg strangleg... Leifur dregur upp nafnspjald, afhendir Haraldi og stefnir á dyrnar.

39 CONTINUED: 38. Flott hjá ykkur. En ræðum þetta betur daginn áður, þegar þú hringir í mig. 33 ÚTI. VON - DAGUR - FRAMHALD 33 Leifur kemur út og gengur rösklega að bíl sínum. 34 INNI. BÍLL LEIFS - DAGUR - FRAMHALD 34 Leifur þambar bjór úr dós. Honum líkar það vel. Hann fær sér annan sopa. Hann hugsar málin milli sopa. 34A INNI. BÍLL LEIFS/SÆBRAUT/FJÁRMÁLAHVERFI - DAGUR - FRAMHALD 34A Leifur ekur framhjá fjármálahverfinu. Horfir á bankabyggingarnar. 34B ÚTI. FJÁRMÁLAHVERFIÐ/BANKABYGGING - DAGUR - SEINNA 34B Leifur horfir upp í glugga á bankabyggingu (þriðja hæð). Hann tekur upp símann og hringir í "Stínu". Hæ. (úr mynd) Komdu útí glugga. (úr mynd) Ertu úti? Við sjáum Kristínu koma út í glugga og horfa niður til Leifs. Hún veifar. Helvítið er að niðurlægja mig og mér finnst það óþolandi. (horfir niður) Ég er á fundi.

40 CONTINUED: 39. Má ég vera næstur? Bisness? Kannski smá pleasure líka. Nei. Sjáumst bara í kvöld (í matarboðinu hjá Leifi). Leifur er allur að róast. Kristína hlær. Þurfum að setja eitthvað saman. Gætum þurft að vera skapandi, eins og vinur þinn með dildóinn. En ég verð aðeins sein. Þá verðum við bara fram eftir. Það hljómar. 35 INNI. BLOKK Í SKUGGAHVERFI/BÍLAKJALLARI - BLÁA SLAUFAN 35 Leifur er með bláu slaufuna. Hann og Eiríkur ferja áfengið sem hann keypti. Leifur ýtir á undan sér fullhlaðinni trillu. Eiríkur rogast með poka og litlu töskuna sína. Langt síðan ég hef farið í kveðjupartí. Allt of langt. Þetta er ekki KVEÐJU neitt. Ég kem aftur. En síðasta partí fyrir meðferð - fokking djöflamessa maður. Eiríkur glottir, hlær jafnvel. Leifur glímir við farminn, og koníaksþambið.

41 INNI. ÍBÚÐ LEIFS/STOFA/ELDHÚS/SVEFNHERBERGI - KVÖLD - BLÁA SLAUFAN - FRAMHALD 36 Leifur blandar í tvö stór glös - G & T. Hann fer fram í stofu. Eiríkur er búinn að opna myndavélartöskuna á sófaborðinu. Við sjáum tvö snyrtileg búnt. Leifur réttir Eríki glasið og horfir á peningana. Eiríkur hlær. Ert ekki örugglega búinn að taka þinn hluta? Jú. Leifur tekur upp seðlabúnt, þefar af því og hendir svo á borðið. Geitaostur ER bestur. Eiríkur kinkar kolli, brosir og fær sér sopa. Þeir setjast. Þegja. Hugsa. Þetta er móment - Leifur á leið í meðferð og allt það. Leifur er hugfanginn af glasinu sínu. Ég veit ekkert betra en þetta. Hann lyftir glasinu, hampar því. Hálft glas af ískurli, tveir hattar af gini, tónik upp og sítróna ofan í. Leifur horfir á glasið. Eiríkur lítur skeptískur á sitt glas. Er það vandamál? Ég meina, getur það talist vandamál í þessum heimi? Ekki séns. Leifur þambar yndið sitt, og Eiríkur hálftæmir sitt, hallar sér fram, leggur glasið frá sér, tekur seðlabúntin og handfjatlar þau. Hann leggur annað búntið í kjöltu Leifs en hitt á borðið.

42 CONTINUED: 41. Félagarnir brosa. Fimmtánhundruð á mann í skæs og tvær í þvott. Ókei? (glottir) Ókei þá. Fer með þetta á morgun. Þegar ég er búinn að hitta meðferðarfulltrúann. Áttu eitthvað til að sofna? Og vakna. Leifur bendir á nær fullt glas Eiríks. Eiríkur hlær. Finnst þér þetta vont, eða? Leifur stendur upp með glasið sitt, ætlar að fá sér ábót. Eiríkur eltir Leif þangað sem hann blandar drykki (eldhús?). Leifur er að blanda sér drykk. Ég ætti að vera brjálaður út af þessu meðferðarkjaftæði. En ert það ekki? Eiríkur hugsar sig stuttlega um. Held þú munir segja það sem ég þarf að heyra. Ekkert mun breytast. Og þá er þetta bara frábært. Þú kemur ferskur til baka. Leifur er búinn að blanda. Þeir skála og súpa.

43 CONTINUED: 42. Er ég orðinn eitthvað lélegur? Þreyttur. Það er bara þannig. Ég þarf að fá þig í stól, kallinn minn. Helst forsætiskvikindið. Það hefur ekki gengið vel. Ég meina, við getum verið að díla með þennan helvítis innflutningskvóta og smádrasl for fokking ever, en þú manst af hverju ég borga kosningabarátturnar þínar, manst vonandi að við viljum meira? Já. En þetta tekur tíma. Hættulegt að verða óþolinmóður. Eiríkur leggur arm um Leif og þeir ganga þannig inn í stofu. Veit. Þess vegna finnst mér svo frábært að ekkert muni breytast. Við þurfum að halda áfram, við erum ekkert svo langt frá því að landa þessu kvikindi. (Eiríkur man eitthvað) Heyrðu, ég er búinn að ganga frá ánni næsta sumar. Önnur vikan í júní, hvernig hljómar það? 37 INNI. BLOKK Í SKUGGAHVERFI/BÍLAKJALLARI - DAGUR - DOPPÓTTA SLAUFAN 37 Leifur stígur út úr bílnum, með doppóttu slaufuna, og stefnir upp til sín. Þá heyrist öskrað: ANNA (úr mynd) HÆTTIÐ. Öskrið tilheyrir senunni þegar Sjöfn sparkar Leifi út og dóttirinn brýst inn í rifrildið. Leifi bregður, þó minna en síðast. (lágt við sjálfan sig) Helvítis bílakjallarar.

44 INNI. ÍBÚÐ LEIFS - STOFA - SKÖMMU SÍÐAR 38 Leifur situr við stofuborðið, enn í frakkanum, drekkur bjór úr dós, tæmir. Hann grípur seðlabúntið frá Eiríki af stofuborðinu. 39 ÚTI. BLOKK Í SKUGGAHVERFI - SKÖMMU SÍÐAR 39 Leifur kemur út. Hann hneppir að sér frakkanum á göngu, lítur í kringum sig, upp eftir byggingunum. 40 ÚTI. SKUGGAHVERFIÐ - SKÖMMU SÍÐAR 40 Leifur gengur. 41 ÚTI. BARINN SUÐURSVEIT - SKÖMMU SÍÐAR 41 Leifur fer inn. 42 INNI. BARINN SUÐURSVEIT - FRAMHALD 42 Eins og Leifur sé kominn heim. Hann nemur staðar á dyramottunni, hneppir frakkanum frá og lagar doppóttu slaufuna. Myrkur hlátur úr horni. Við sjáum DANNA (25) og Æsu við poolborðið. Hann er að hjálpa henni að miða - nándin er mikil og gefur bara eitt í skyn - en hættir því snarlega. Meðfram veggjum sitja SKUGGAR, DAGDRYKKJUMENN - Hrafnkell einn af þeim, ógreinilegur, bograr með penna í hendi. ANASTASÍA (27), barþjónninn, stendur bakvið barborðið, hallar sér fram á það og les glanstímarit. Leifur brosir ögn og dregur upp PAKKA AF FÍNUM VINDLUM, kveikir sér í. Danni stefnir á barinn. Meistari! Hæ! DANNI Danny boy. Ég er orðin ógeðslega góð! Múffa. Leifur lítur á Anastasíu.

45 CONTINUED: 44. Stasía. Hún lítur upp úr blaðinu. Leif. ANASTASÍA Anastasía er austur-evrópsk, svarthærð gella á nagladekkjum - og með hreim eftir því. Leifur röltir að barnum - ber sig eins og eigandinn sem hann er - fer hiklaust bakvið barborðið. Leifur tekur seðlabúntið úr vasanum og leggur án tilþrifa hjá peningakassanum. Við heyrum Æsu og Danna púla. Anastasía lokar blaðinu og fikrar sig að peningakassanum. Leifur snýr sér að barhillunum. Við sjáum þá efstu: Röð af flöskum með heimatilbúnum miða - "Suðursveitarmúnsjæn". Hjá flöskuröðinni er spjald: Suðursveitarmúnsjæn - heiðarlegur drykkur kr. (bokkan). Leifur teygir sig í tvær flöskur. Við sjáum að Anastasía slær inn Leifur setur flöskurnar á barborðið. Danni og Æsa koma að. DANNI Seldi eina í gær. Ég hjálpaði. DANNI Einhverjir Indverjar eða eitthvað. Einn rétti bara kortið. Flaug í gegn. Nóg af peningum. DANNI Pitch-aði bara sögunni þinni um afann og bruggið og eftirlitið og hestaeltingarleikina og þeir bara... Hrundu í ða. Old school. DANNI Samt sorglegir. (við Danna) Þeir, af hverju?

46 CONTINUED: 45. DANNI Ekki hugmynd. Bara svo glataðir. Fannst þeir sætir. Einmitt. Þegiðu. DANNI Leifur hefur farið milli andlita þeirra eins og tennisáhorfandi. Síminn Danna hringir og hann fer afsíðis. Svakalegt, þið tvö. Ha? Hvað meinaru? Átt ekki að vera í skólanum? Hann skellir þremur glösum á borðið. Klukkan tvö. Vil ekki svona. Æsa fer að leita að símanum í töskunni sinni, gramsar. Leifur gengur frá einu glasi. Splæsið svo kannski í eina fokking klukku. Þetta er griðarstaður. Klukkan er biluð og barþjónninn... Leifur losar tappann á báðum flöskunum. Ég veit, veit, veit... Og barþjónninn er killer. Danni kemur að eftir símtalið. DANNI (við Leif) Ekki fyrir mig, heldur, takk. Æsa finnur símann og lítur á klukkuna.

47 CONTINUED: 46. Fínt. DANNI (við Leif) Vil ekki vera grunsamlegur. (við Leif) En áttu nokkuð gras? DANNI (við Leif) Ég á, en vildi ekki...("gefa Æsu")... nema þú... veit þú gengur ekki með. Betra að fá sér en láta ná sér. Ekki gras. Leifur ætlar að ganga frá öðru glasi. Hann er orðinn ringlaður. Hættir við að ganga frá glasinu. Danni, Anastasía drekkur aldrei, og það er af einu ástæðunni sem ég tek gilda. (við Anastasíu) Anastasía, tell Danny Boy why you don t drink. Anastasía er komin í glanstímaritið á ný - lítur ekki upp. ANASTASÍA I m the devil s mistress, and he don t like me drinking around. DANNI You mean fucking around? Anastasía flettir. ANASTASÍA (svipbrigðalaus) Whatever you want, Nemo. DANNI Whenever I want? ANASTASÍA Just don t tell. (við Danna) En djöfullinn er ekkert fyrir stráka, þannig að...

48 CONTINUED: 47. Leifur hellir landa og appelsínusafa í glösin tvö. Æsa hefur bara fylgst með - hún fílar Anastasíu. Stasia, I want to be you. ANASTASÍA You can be with me, but leave the boy at home. Only if I am part of it. ANASTASÍA Of course - the boss can watch. Leifur réttir Danna annað glasið. En ég? Vildir ekki. Jú. Gras. (við Danna) Ef þú mátt missa. DANNI Ekki málið. Danni færir sitt glas að glasi Leifs, sem mjakar sínu hikandi á móti. Glösin snertast broslega laust. Skál. DANNI Ekk í screwdriver Danni minn. Æsa skellir upp úr. Hún er að leita að "sweet" í vösum Danna. DANNI Ó. (við Æsu) Róleg. Danni fer í innanávasa og dregur upp graspoka og pappír. Leifur fer í vasa og dregur upp 5000kall - lætur hann undir glas Danna eins og glasamottu.

49 CONTINUED: 48. Æsa hallar sér yfir barinn og smellir kossi á Leif. Hann heldur henni og fer í djúpan sleik við hana. Sleppir henni svo. Þetta eru skilaboð til Danna. Vá. Danni tekur glasið, stingur seðlinum á sig og þambar. DANNI (um leið og hann hneigir sig) Ég þakka fyrir mig. Við fylgjumst með Leifi leggja aðra flöskuna á silfubakka á barborðinu. Hjá bakkanum er lítið skilti: Í boði hússins. Við sjáum skuggana/dagdrykkjumennina dragast að og fá sér fríbí - hella smá í bjórglös, út í bjórlögg, viskíglös... Æsa kastar glaðlegri kveðju með sinni björtu rödd. Bæ! (úr mynd) Hurðin lokast. Leifur horfir yfir veldið á meðan hann drekkur blönduna. Hrafnkell kemur síðastur að fá sér af bakkanum. Leifur veitir honum athygli, hallar sér fram á barborðið með atvikið á hótelbarnum í huga. Hönd Hrafnkels skelfur á meðan hann hellir sér í staupglas. Leifur ýtir sínu tóma glasi að bakkanum. Hrafnkell er sérkennileg típa - kannski skemmdur, kannski fallinn engill - hann horfir að minnsta kosti aldrei í augu neins. Hrafnkell fyllir staupglasið ofurvarlega, tekur svo til við að hella jafnofurvarlega í glas Leifs. Leifur hallar sér, reynir að sjá í augu karlsins, sem snýr sér undan, sífellt meira - kannski gamall leikur. (í gríni) Framhjáhaldari. Hrafnkell er líka í broslegri stellingu, til að forðast augnsambandið. HRAFNKELL Fæ mér stundum annars staðar, eins og þú. Svo ég finni hvað það er gott að koma aftur.

50 CONTINUED: 49. Þetta segja þeir allir. Hrafnkell hellir með þráðmjórri bunu. En við þurfum að gera eitthvað í þessu. HRAFNKELL Allt gott. Flest gott. Þú getur ekki verið hræddur við að detta inn í fólk alla ævi. Ha? Keli? Augun eru ekki eins og þú heldur. HRAFNKELL Nei. Þau eru eins og reynslan kenndi mér. Leifur horfir á Hrafnkel, sem hellir enn, bara kominn einfaldur í glasið. Þá lyftir Leifur sér. Hann lítur undir barborðið. Dregur loks upp fríkuð kvenmannssólgleraugu úr óskilamunum. Leifur kemur sólgleraugunum fyrir á andliti Hrafnkels, sem hættir ekki að hella á meðan, en vottar fyrir brosi. Hvernig líst þér á? HRAFNKELL Polaroid-gler? Að minnsta kosti þín. Hrafnkell lítur hikandi í augu Leifs. Leifur brosir. Allt annað? HRAFNKELL Að minnsta kosti eitthvað annað. Hann lítur á flöskuna. Stúturinn er yfir glasinu, og múnsjænið flæðir um allt.

51 INNI. ÍBÚÐ LEIFS - STOFA - SÍÐDEGI - GULA SLAUFAN 43 Leifur situr í sófanum með handklæðið um sig, samt búinn að fara í sturtu eftir baðið - vatnsgreiddur. Hann er að þamba úr kampavínsflösku (svona með appelsínugulum miða, gæða). Hann hættir að drekka og við sjáum að hann er með sólgleraugun sem hann gaf Hrafnkeli sirka þremur dögum áður. Leifur skorðar flöskuna eins og hann getur í klofinu, kemur auga á eitthvað undir stofuborðinu. Starir og gramsar í gloppóttu minninu. (rödd - sjónvarpsviðtal) Ég átti alltaf eina flösku af góðu kampavíni í ísskápnum. Fannst það bera vitni um heilbrigða bjartsýni, að maður byggist við sigrum í lífinu. Það hefur reyndar ekkert breyst. Leifur teygir sig undir borðið og tekur upp hálsmenið sem Æsa missti nokkru áður, þegar Leifur svívirti hana. Við sjáum hann sitja góða stund með gripinn dinglandi fyrir framan sig. 44 INNI. ÍBÚÐ LEIFS/ELDHÚS - NÓTT - BLÁA SLAUFAN 44 Leifur situr á stól við eldhúsborðið, samt ekki - hann situr á hlið og horfir á vaxlitamynd eftir barn á ísskápnum. Myndin: hús, gras, blóm, tré, sól - samanber miðinn sem hann skrifaði hjá Haraldi. Leifur grætur. Eiríkur er farinn. Glasið á borðinu eini félagsskapurinn. Við heyrum brothljóð. 45 INNI. RÍKMANNLEGT HÚS - JÓLASKREYTT STOFA - MORGUNN - SLAUFULAUS 45 Glas skellur á gólfið og brotnar. Leifur liggur í sófa, hafði haldið á glasinu og sofnað en misst það þegar Sjöfn vakti hann. Hún stendur yfir honum, á náttkjól, nýstigin fram úr. Hann er í jakkafötum, með fránhneppta skyrtuna - eins og eftir nokkurra daga fyllerí. Hann starir á Sjöfn. SJÖFN Þetta er ekki í boði lengur. Þú verður að fara. Svona nú... Leifur reynir að standa upp og ná í Sjöfn.

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

Uss, allt verður í lagi

Uss, allt verður í lagi Hugvísindasvið Uss, allt verður í lagi Handrit að kvikmynd Lokaverkefni til MA-prófs í ritlist Ellen Ragnarsdóttir Maí 2014 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Ritlist Uss allt verður í lagi Handrit að kvikmynd

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

Könnunarverkefnið PÓSTUR

Könnunarverkefnið PÓSTUR Könnunarverkefnið PÓSTUR Þáttakenndur í verkefninu UM PÓST Rauði hópur Vor 2010 Börn fædd 2005 Hópstjóri: Tatjana Lind Jónsson Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina

More information

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 50. TBL 2. ÁRG. FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2011 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ fyrst&fremst Þegar ritstjóri

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Þórólfur Guðnason yfirlæknir Sóttvarnalæknir, Embætti landlæknis Nóvember 2014 Gastegundir frá eldgosum >95% H 2 O, CO 2 SO 2

More information

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ / 1004720-1004720-3-ABC 2.1.2018 09::16 Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær»»» Reykjavík/HÍ 06:42 06:44 06:45 06:47 06:51 06:52 06: 07:17 07:18 07:22 07:28 07:29 07:31 07:32 07:34 07:36 07:38

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 19. TBL 2. ÁRG. FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2011 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ Saman látum við hjólin snúast GRUNNNÁM

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM Skýrsla fyrir skólaárið 2016-2017 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 2 1. Inngangur... 3 2. Markmið og tilgangur matsins... 3 3. Aðferðir og framkvæmd matsins... 3 4.

More information

OKKUR KOM EKKI SAMAN UM FRAMTÍÐINA FYRIRSÆTAN ÁSDÍS RÁN GUNNARSDÓTTIR UM SKILNAÐ- INN, FYRIRSÆTUFERILINN, LÍFIÐ Í BÚLGARÍU OG ÁSTINA

OKKUR KOM EKKI SAMAN UM FRAMTÍÐINA FYRIRSÆTAN ÁSDÍS RÁN GUNNARSDÓTTIR UM SKILNAÐ- INN, FYRIRSÆTUFERILINN, LÍFIÐ Í BÚLGARÍU OG ÁSTINA 13. APRÍL 2012 BÝR SIG UNDIR ÓLYMPÍULEIKANA UPPLIFIR DRAUMAVERKEFNIÐ STJÖRNUR Á SKÍÐUM OKKUR KOM EKKI SAMAN UM FRAMTÍÐINA FYRIRSÆTAN ÁSDÍS RÁN GUNNARSDÓTTIR UM SKILNAÐ- INN, FYRIRSÆTUFERILINN, LÍFIÐ Í

More information

Lífið FURÐUVERUR OG BÓNORÐ Í SMS-I. Signý Kolbeinsdóttir. Nanna Árnadóttir íþróttafræðingur STUNDUM LÍK- AMSRÆKT ÚTI VIÐ Í SÓLINNI 4

Lífið FURÐUVERUR OG BÓNORÐ Í SMS-I. Signý Kolbeinsdóttir. Nanna Árnadóttir íþróttafræðingur STUNDUM LÍK- AMSRÆKT ÚTI VIÐ Í SÓLINNI 4 Lífið Nanna Árnadóttir íþróttafræðingur STUNDUM LÍK- AMSRÆKT ÚTI VIÐ Í SÓLINNI 4 Eva Laufey Kjaran þáttagerðarkona LJÚFFENGUR LAXABORGARI OG LAXASTEIK 8 Tíska og trend í förðun SÉRFRÆÐINGUR KENNIR GLAMÚR-

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 16. TBL 2. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 2011 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ fyrst&fremst Betri er lítill fiskur

More information

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 I GENERAL INFORMATION ABOUT THE SCHOOL 1. Describe the school and its surroundings very

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 18. TBL 2. ÁRG. FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 2011 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ ÍSLENSKA SIA.IS ICE 54848 05/11 GÓÐIR

More information

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur CHEMISTRY The Central 9th Edition Hlutfallareikningur: AðA reikna út frá formúlum og efnajöfnum fnum Lavoisier: Massi varðveitist í efnahvörfum. : lýsa efnahvörfum. Efnajafna : Hvarfefni og myndefni: 2H

More information

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 22. TBL 1. ÁRG. FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2010 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ fyrst&fremst Bubbi Morthens hætti

More information

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg.

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg. STO FNA Ð 1945 VESTANPÓSTUR Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg. Meðal efnis: Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi VESTANPÓSTUR 2006 Ábyrgðarmaður: Guðfinnur Kjartansson

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 20. TBL 3. ÁRG. FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2012 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ LANGAR ÞIG AÐ KOMAST FRÍTT Á STÆRSTA

More information

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Power Point leiðbeiningar Sjónarhorn View Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Outline view - Yfirlitshamur Hér er hægt að rita minnispunkta við hverja glæru fyrir þann sem

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

10. tbl nr Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar. Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd

10. tbl nr Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar. Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd 10. tbl. 2009 nr. 439 Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar um starfið og verkefnin Það fer að styttast í að Eymundur Runólfsson

More information

Innihaldsyvirlit. til vegleiðing umsiting av kundum í FSL-debitor. seinast dagført 15. aug. 2017

Innihaldsyvirlit. til vegleiðing umsiting av kundum í FSL-debitor. seinast dagført 15. aug. 2017 Innihaldsyvirlit til vegleiðing umsiting av kundum í FSL-debitor seinast dagført 15. aug. 2017 Innihaldsyvirlit...1 Upprættan av kundum við INDIVID...2 Allar fyritøkur og persónar, ið hava føroyskt A-,

More information

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson Samstarf HR og IGI Ólafur Andri Ragnarsson Leikjaiðnaðurinn 2021 Leikjaiðnaðurinn 2021 5.000 störf 70 milljarðar í heildarútflutningstekjur ef... Photo Ian Parker http://parkerlab.bio.uci.edu/nonscientific_adventures/iceland_man.ht

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar 1 Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar Introduction to rotating machines 2 Grunnhugtök og meginþættir Klassískar gerðir véla Riðstraumsvélar Samfasavél (synchronous machine) Spanvél (induction machine

More information

Þegar tilveran hrynur

Þegar tilveran hrynur ÓHÁÐ FRÉTTABLAÐ Á VESTFJÖRÐUM Fimmtudagur 11. júní 2003 23. tbl. 20. árg. Stofnað 14. nóvember 1984 Sími 456 4560 Veffang: www.bb.is Netfang: bb@bb bb.is Verð kr. 250 m/vsk Þegar tilveran hrynur rætt við

More information

Fjölmenning á Íslandi Maí Greinagerð Esja Jeanne Jónsdóttir

Fjölmenning á Íslandi Maí Greinagerð Esja Jeanne Jónsdóttir Fjölmenning á Íslandi Maí 2018 Greinagerð Esja Jeanne Jónsdóttir Multicultural Iceland May 2018 In Icelandic the word menning (culture) does not exist in the plural form yet at the same time Icelandic

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

FÖSTUDAGUR. Það lærir enginn að vera hugmyndaríkur. Hanna Stína er eftirsóttur innanhússarkitekt:

FÖSTUDAGUR. Það lærir enginn að vera hugmyndaríkur. Hanna Stína er eftirsóttur innanhússarkitekt: FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2008 FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS ELLÝ ÁRMANNS aftur á skjáinn NANNA KRISTÍN MAGNÚSDÓTTIR opnar barnavöruverslun ÞORBJÖRG HELGA VIGFÚSDÓTTIR topp 10 Hanna Stína er eftirsóttur innanhússarkitekt:

More information

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Klettafjöllin og Grand Canyon 1 Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Kristbjörg María Guðmundsdóttir Eitt af fallegustu handverkum náttúruaflanna er án efa að finna í vesturhluta Norður-Ameríku.

More information

Viftur. Það borgar sig að nota það besta! Bíla- og vélavörur...sem þola álagið! Höfundar efnis í þessu blaði: Bogi Baldursson.

Viftur. Það borgar sig að nota það besta! Bíla- og vélavörur...sem þola álagið! Höfundar efnis í þessu blaði: Bogi Baldursson. Höfundar efnis í þessu blaði: Bogi Baldursson Þá er þetta annað tölublað Mótor & Sport orðið að veruleika og viljum við þakka fyrir allar þær hringingar og tölvupósta sem okkur hafa borist. Miðað við viðtökurnar

More information

Háskólaprentun Reykjavík 2015

Háskólaprentun Reykjavík 2015 Háskólaprentun Reykjavík 2015 Inngangur Hugmyndin að verkefninu kviknaði þegar við fórum að velta fyrir okkur hvernig tískan hefur verið í gegnum tíðina og hvernig hún hefur breyst hjá unglingum undanfarna

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 20. TBL 4. ÁRG. FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2013 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ Taktu á móti póstinum þínum í Möppunni

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös

Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös Næringarvörur Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös 8.30-17.00 Síðumúli 16 108 Reykjavík Sími 580 3900 www.fastus.is Grunndrykkir RESOURCE Senior Active RESOURCE Senior Active Fyrir

More information

Umhyggja. Afstaða nemenda með sérþarfir til skólans síns. Brýtur þjónustukerfið mannréttindi?

Umhyggja. Afstaða nemenda með sérþarfir til skólans síns. Brýtur þjónustukerfið mannréttindi? Umhyggja Afstaða nemenda með sérþarfir til skólans síns Brýtur þjónustukerfið mannréttindi? Sömu námskröfur gerðar til langveikra sem og annarra í MH en aðstoð og aðlögun stundum nauðsynleg 2. tbl. 13.

More information

Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri

Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri Hugvísindasvið Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri Pólitíkin og pönkið Ritgerð til B.A.-prófs Valur Gunnarsson Janúar 2010 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Almenn bókmenntafræði Skítsama um allt, frá

More information

ALLTAF Í VEÐMÁLUM. Björn Sveinbjörnsson og Svava Johansen

ALLTAF Í VEÐMÁLUM. Björn Sveinbjörnsson og Svava Johansen Björn Sveinbjörnsson og Svava Johansen ALLTAF Í VEÐMÁLUM 30. NÓVEMBER 2007 Jón Ásgeir á lúxusráðstefnu í Moskvu Bjarni töframaður og kokkanámið Ellý Ármanns og fötin hennar BLS. 2 sirkus 30. NÓVEMBER 2007

More information

Mánudagur 21. desember tbl. 15. árg. Stofnað 14. nóvember 1984 Sími Fax Netfang: Verð kr.

Mánudagur 21. desember tbl. 15. árg. Stofnað 14. nóvember 1984 Sími Fax Netfang: Verð kr. ÓHÁÐ FRÉTTABLAÐ Á VESTFJÖRÐUM Mánudagur 21. desember 1998 50. tbl. 15. árg. Stofnað 14. nóvember 1984 Sími 456 4560 Fax 456 4564 Netfang: bb@snerpa.is Verð kr. 200 m/vsk Tvennir tímar og þrennir þó rætt

More information

Wind to Hot water MILL Detailed Specifications

Wind to Hot water MILL Detailed Specifications MILL 2700 Detailed Specifications Generator Type 3 phase generator with high-quality permanent magnets. Cast aluminium body. Generator Weight 25 kg Blade/Rotor Construction 3 Blades, Advanced injection

More information

Lífið KENNDI SJÁLFRI SÉR Á GÍTAR. Ólöf Arnalds. Þóra Kristín og Margrét Ragnars HVAÐ ER HEITAST Í SNYRTIBUDD- UNNI Í HAUST? 2

Lífið KENNDI SJÁLFRI SÉR Á GÍTAR. Ólöf Arnalds. Þóra Kristín og Margrét Ragnars HVAÐ ER HEITAST Í SNYRTIBUDD- UNNI Í HAUST? 2 Lífið FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2014 Þóra Kristín og Margrét Ragnars HVAÐ ER HEITAST Í SNYRTIBUDD- UNNI Í HAUST? 2 Heilsuvísir TÍU HEIMILDAR- MYNDIR UM HEILSU OG MATARÆÐI 6 Þura Stína opnar fataskápinn

More information

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2 1 Examples 2 Sýnidæmi 2 2 Example 25-1 Gefið er 3 fasa, 3 teina raforkukerfi samkvæmt meðfylgjandi einlínumynd. Allar stærðir á myndinni eru í einingakerfinu ( per unit ). Seríuviðnám háspennulínanna er

More information

FÖSTUDAGUR. Íslands? best. verst. Hverjir eru. klæddu karlmenn 30. MAÍ 2008 FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS

FÖSTUDAGUR. Íslands? best. verst. Hverjir eru. klæddu karlmenn 30. MAÍ 2008 FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 2008 FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS Hverjir eru best & verst klæddu karlmenn Íslands? 2 FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 2008 HVAÐ ÆTLAR ÞÚ AÐ GERA UM HELGINA? Auðunn Blöndal grínisti Ég geri ráð fyrir að

More information

RAKEL ÝR SIRKUS EF ÍSLAND FER Á HAUSINN? HVERNIG Á AÐ HERÐA SULTARÓLINA ÁLFRÚN ÖRNÓLFSDÓTTIR OPNAR DYRNAR

RAKEL ÝR SIRKUS EF ÍSLAND FER Á HAUSINN? HVERNIG Á AÐ HERÐA SULTARÓLINA ÁLFRÚN ÖRNÓLFSDÓTTIR OPNAR DYRNAR ÞITT EINTAK HVERNIG Á AÐ HERÐA SULTARÓLINA EF ÍSLAND FER Á HAUSINN? SIRKUS 7. APRÍL 2006 I 14. VIKA ÁLFRÚN ÖRNÓLFSDÓTTIR OPNAR DYRNAR RVK RAKEL ÝR SIRKUS STÓÐ FYRIR FORSÍÐUKEPPNI Í ÞÆTTINUM BIKINÍMÓDEL

More information

17. MARS 2006 I 11. VIKA UNG OG ÓHRÆDD

17. MARS 2006 I 11. VIKA UNG OG ÓHRÆDD ÞITT EINTAK SIRKUS 17. MARS 2006 I 11. VIKA RVK ÞÓRDÍS ELVA OG GUÐMUNDUR INGI OPNA DYRNAR VERTU ÁRSHÁTÍÐAR- DÓLGUR BALTASAR BREKI TEKINN Á TEPPIÐ UNG OG ÓHRÆDD MATTHILDUR LIND MATTHÍASDÓTTIR SIGRAÐI Í

More information

1.3 Jean Luc Nancy um skynjun og tilveru Almennt um innsetningar Judith Rugg um innra og ytra rými... 11

1.3 Jean Luc Nancy um skynjun og tilveru Almennt um innsetningar Judith Rugg um innra og ytra rými... 11 Samantekt Í þessari ritgerð er fjallað um rými og innsetningar og sérstaklega verk Elínar Hansdóttur Path og Parallax. Elín er ungur, íslenskur listamaður sem hefur vakið mikla athygli á síðustu árum með

More information

gigtin Það er ástæða til bjartsýni Ráð fyrir aðstandendur Gigt og kynlíf GIGTARFÉLAG ÍSLANDS 2. tölublað 2017

gigtin Það er ástæða til bjartsýni Ráð fyrir aðstandendur Gigt og kynlíf GIGTARFÉLAG ÍSLANDS 2. tölublað 2017 gigtin 2. tölublað 2017 GIGTARFÉLAG ÍSLANDS Það er ástæða til bjartsýni Ráð fyrir aðstandendur Gigt og kynlíf Viðurkenndar stuðningshlífar Virkur stuðningur Vandaður vefnaður Góð öndun Einstök hönnun Fjölbreytt

More information

föstudagur SUMARTILBOÐ VIL GERA HLUTINA Á EIGIN FORSENDUM Fylgir frítt með! HÚN HEFUR ALLTAF VERIÐ SYNGJANDI

föstudagur SUMARTILBOÐ VIL GERA HLUTINA Á EIGIN FORSENDUM Fylgir frítt með! HÚN HEFUR ALLTAF VERIÐ SYNGJANDI föstudagur FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS 8. maí 2009 VIL GERA HLUTINA Á EIGIN FORSENDUM Ólöf Jara Skagfjörð Valgeirsdóttir fer með hlutverk Sandyar í Grease, er á leið í sambúð og klárar stúdentspróf. HÚN HEFUR

More information

Lífið Á HRAÐRI UPPLEIÐ Í LEIKLISTINNI. Hera Hilmarsdóttir. Kristín Stefánsdóttir förðunarmeistari GEFUR ÚT FYRSTU ÍSLENSKU BÓKINA UM FÖRÐUN 2

Lífið Á HRAÐRI UPPLEIÐ Í LEIKLISTINNI. Hera Hilmarsdóttir. Kristín Stefánsdóttir förðunarmeistari GEFUR ÚT FYRSTU ÍSLENSKU BÓKINA UM FÖRÐUN 2 Lífið FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2013 Kristín Stefánsdóttir förðunarmeistari GEFUR ÚT FYRSTU ÍSLENSKU BÓKINA UM FÖRÐUN 2 Soffía Dögg Garðarsdóttir HUGMYNDIR Á SKREYTUMHÚS.IS FYRIR HEIMILIÐ 4 Hildur Halldórsdóttir

More information

12 Arndís Hilmarsdóttir. Arndís Hilmarsdóttir

12 Arndís Hilmarsdóttir. Arndís Hilmarsdóttir Verkefni 6 Búðu til rapplag sem segir frá undrunum sjö Tvö rauð stig (tónsnjall) Eitt gult stig (sjálfssnjall) Eitt blátt stig (orðsnjall) 12 Arndís Hilmarsdóttir Arndís Hilmarsdóttir Nú ætlar þú að fræðast

More information

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa Efnisyfirlit Þróun félagsauðs í grannríkjunum Bandaríkin Skandinavía Meginland Evrópu Þróunin á Íslandi Félagsþátttaka Frumtengsl Félagsrof Félagsauður,

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 3. TBL 1. ÁRG. FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2010 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ Fermingarveislan er hafin Þú átt að elska rúmið

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 8. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

rock.your.mother 2.0 Þjóðhátíð 2003 Búið til á

rock.your.mother 2.0 Þjóðhátíð 2003 Búið til á rock.your.mother 2.0 Þjóðhátíð 2003 Lagalistinn: Á þig (Á móti sól) 1 fgan (ubbi) 1 fmæli (Á móti sól) 2 Ágústnótt (Árni úr yjum og Oddgeir Kristjánsson) 2 paspil (Ný dönsk) 3 Ástardúett (Stuðmenn) 3 ig

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 11. TBL 2. ÁRG. FIMMTUDAGUR 17. MARS 2011 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ fyrst&fremst Monitor er komið með

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 36. TBL 3. ÁRG. FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2012 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ fyrst&fremst FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST

More information

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík Notkun merkis Veðurstofu Íslands Veðurstofa Íslands Bústaðavegur 9 150 Reykjavík +354 522 60 00 +354 522 60 01 vedur@vedur.is Maí 2009 2 Efnisyfirlit Merki 3 Litanotkun 5 Merki í fleti 6 Stærð merkisins

More information

Gleðilega hátíð. JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA. Landsbankinn landsbankinn.is

Gleðilega hátíð. JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA. Landsbankinn landsbankinn.is REYKJAVIK PRIDE 2. 7. ÁGÚST FREE COPY HINSEGINDAGAR.IS Gleðilega hátíð JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA Landsbankinn landsbankinn.is 410 4000 VELKOMIN Á HINSEGIN DAGA 2016 WELCOME TO REYKJAVIK PRIDE 2016 Sagan

More information

Stefnir í ófremdarástand

Stefnir í ófremdarástand 31. janúar 2014 2. tölublað 2. árgangur UMHVERFISVOTTUÐ PRENTUN Útsalan í fullum gangi 1 10-50% afsláttur HAMRABORG 20A KÓPAVOGI 544-4088 YNJA.IS Alvarlegur skortur á leikskólakennurum í Kópavogi: Stefnir

More information

Sundráð ÍRB Fréttabréf Ágúst 2011

Sundráð ÍRB Fréttabréf Ágúst 2011 Eldri hópur er hópur sem Ant kom á og frábær nýung fyrir þá sem vilja æfa sund en hafa ekki tíma né áhuga til að vera í afrekssundi. Þetta er frábær vettvangur fyrir þá sem vilja æfa undir topp leiðsögn

More information

Örnámskeið Ský Hagnýting Opins Hugbúnaðar. Ólafur Garðarsson ÍKON ehf 19. febrúar. 2009

Örnámskeið Ský Hagnýting Opins Hugbúnaðar. Ólafur Garðarsson ÍKON ehf  19. febrúar. 2009 Örnámskeið Ský Hagnýting Opins Hugbúnaðar Ólafur Garðarsson ÍKON ehf www.ikon.is 19. febrúar. 2009 Vefhýsing með opnum og frjálsum hugbúnaði LAMP (Linux Apache MySql PHP) vefþjónar hafa yfir 50% markaðshlutdeild.

More information

Maðurinn í málverki. eftir Ragnar Þórisson. Listaháskóli Íslands Myndlistardeild B.A.-ritgerð (janúar 2010) Leiðbeinandi: Ragna Sigurðardóttir

Maðurinn í málverki. eftir Ragnar Þórisson. Listaháskóli Íslands Myndlistardeild B.A.-ritgerð (janúar 2010) Leiðbeinandi: Ragna Sigurðardóttir 1 Maðurinn í málverki eftir Ragnar Þórisson Listaháskóli Íslands Myndlistardeild B.A.-ritgerð (janúar 2010) Leiðbeinandi: Ragna Sigurðardóttir 2 Efnisyfirlit INNGANGUR 3 ABSTRAKTMYNDIR 3 Þrír málarar abstrakt

More information

Einelti og líðan. Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014. Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ

Einelti og líðan. Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014. Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Einelti og líðan Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014 Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til B.A. gráðu í sálfræði Hug- og félagsvísindadeild

More information

Ofurhugi - Nóvember Ellefu titlar á ÍM 25

Ofurhugi - Nóvember Ellefu titlar á ÍM 25 Ofurhugi - Nóvember 2018 Ellefu titlar á ÍM 25 Sundfólk ÍRB stóð sig afar á Íslandsmeistarmótinu í 25m laug. Mótið var bæði íslandsmót fatlaðara og ófatlaðra en úrslitin hjá fötluðum voru synt í undanrásunum

More information

Dystópíur uppgangskynslóðarinnar

Dystópíur uppgangskynslóðarinnar Hugvísindasvið Dystópíur uppgangskynslóðarinnar Dystópíur François Truffaut og Jean-Luc Godard og áhrif maí 1968 Ritgerð til BA-prófs í kvikmyndafræði Sigurður Helgi Magnússon Maí 2013 Háskóli Íslands

More information

ROKKAR FEITT Í LONDON

ROKKAR FEITT Í LONDON Einar Bárðarson opnar sig ROKKAR FEITT Í LONDON 26. OKTÓBER 2007 Sjónvarpsstjörnurnar velja Steinunni Gulla selur 3 hæðir Maríanna Clara á magnaðan fataskáp PIPAR SÍA 71167 Prodomo er ný verslun sem býður

More information

Horizon 2020 á Íslandi:

Horizon 2020 á Íslandi: Horizon 2020 á Íslandi: - Árangur Íslands í Horizon2020 - Hvernig getur Rannís veitt ykkur aðstoð? Kristmundur Þór Ólafsson Alþjóðasvið Rannís Landstengiliður (NCP) fyrir H2020 Hvað er H2020? Rammaáætlun

More information

MARAÞON REYKJAVÍKURMARAÞONS POWERADE ER SAMSTARFSAÐILI. Tók áskorun mömmu. Ég keppti seinast í fitness árið

MARAÞON REYKJAVÍKURMARAÞONS POWERADE ER SAMSTARFSAÐILI. Tók áskorun mömmu. Ég keppti seinast í fitness árið MARAÞON ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 2013 Kynningarblað Mataræði, æfingar, met, þátttakendafjöldi og þrjátíu ára afmæli. Tók áskorun mömmu Stefán Þór Arnarsson hleypur sitt fyrsta maraþon í ár, en það verður einnig

More information

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2.

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2. Reykjavík, 15. maí 2017 R17050061 110 Borgarráð Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2. júní 2017 Fyrirhuguð er opinber

More information

BLAÐ IÐ. sem byrjuðu aldrei að. Valgerður læknir: Meðferð án landamæra. Handboltahetjan í Fjölsmiðjunni. Íslenskar konur hafa aldrei drukkið meira

BLAÐ IÐ. sem byrjuðu aldrei að. Valgerður læknir: Meðferð án landamæra. Handboltahetjan í Fjölsmiðjunni. Íslenskar konur hafa aldrei drukkið meira Íslenskar konur hafa aldrei drukkið meira Valgerður læknir: Meðferð án landamæra Handboltahetjan í Fjölsmiðjunni Blað samtaka áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann 2. tölublað október 2009 BLAÐ IÐ

More information

STARA. Rit Sambands íslenskra myndlistarmanna

STARA. Rit Sambands íslenskra myndlistarmanna STARA Rit Sambands íslenskra myndlistarmanna nr 8, 1.tbl, 2017 English ~Click here~ 4&5 Hversdagsævintýri um hugarfarsbyltingu Eirún Sigurðardóttir NR 8, 1.TBL, 2017 6&7 (S.O.S.= MAYDAY) Sara og Svanhildur

More information

HEFÐI EKKI ÞURFT AÐ STRÖGGLA SVONA MIKIÐ VALA MATT UM ÁSTRÍÐUNA FYRIR FJÖLMIÐLUM, FERILINN OG NÝ VERKEFNI SEM EIGA HUG HENNAR ALLAN

HEFÐI EKKI ÞURFT AÐ STRÖGGLA SVONA MIKIÐ VALA MATT UM ÁSTRÍÐUNA FYRIR FJÖLMIÐLUM, FERILINN OG NÝ VERKEFNI SEM EIGA HUG HENNAR ALLAN 30. MARS 2012 FITNESS-DROTTNING MEÐ STÓRA FJÖLSKYLDU FRAMAKONUR Á FLUGI SIRRÝ BEINT Á TOPPINN HEFÐI EKKI ÞURFT AÐ STRÖGGLA SVONA MIKIÐ VALA MATT UM ÁSTRÍÐUNA FYRIR FJÖLMIÐLUM, FERILINN OG NÝ VERKEFNI SEM

More information

hluthafar í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna af hlutabréfum sem stofnanafjárfestar hugðust kaupa. Lífeyrissjóður verslunarmanna

hluthafar í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna af hlutabréfum sem stofnanafjárfestar hugðust kaupa. Lífeyrissjóður verslunarmanna Bæjarins besta Miðvikudagur 16. júlí 1997 28. tbl. 14. árg. ÓHÁÐ FRÉTTABLAÐ Á VESTFJÖRÐUM Stofnað 14. nóvember 1984 Sími 456 4560 Fax 456 4564 Netfang: hprent@snerpa.is Verð kr. 170 m/vsk Frosti hf., í

More information

Notkun á dýrum í listsköpun: Dýr sem list og list sem dýr

Notkun á dýrum í listsköpun: Dýr sem list og list sem dýr Notkun á dýrum í listsköpun: Dýr sem list og list sem dýr Listamaðurinn Heimir Björgúlfsson Svana Björg Ólafsdóttir Ritgerð til BA-prófs í listfræði Maí 2016 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Háskóli Íslands

More information

Einmana, elskulegt skrímsli

Einmana, elskulegt skrímsli Hugvísindasvið Einmana, elskulegt skrímsli Birtingarmyndir forynja í Bjólfskviðu Ritgerð til BA-prófs í Almennri Bókmenntafræði Helga Guðmundsdóttir Maí 2014 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Almenn Bókmenntafræði

More information

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum Raddir fjölbreyttra kennarahópa Sólveig Karvelsdóttir, lektor, HÍ Hafdís Guðjónsdóttir, dósent, HÍ Rannsóknin er hluti af tveimur rannsóknum Fjölbreyttir kennarahópar

More information

FULLKOMINN DAGUR HÁRIN & ÁRIN. Margrét Lára komin á fast! Hreimur giftist æskuástinni. David Beckham:

FULLKOMINN DAGUR HÁRIN & ÁRIN. Margrét Lára komin á fast! Hreimur giftist æskuástinni. David Beckham: 20. JÚLÍ 2007 Böddi og skápurinn Dans á rósum flytur þjóðhátíðarlagið Helga Dýrfinna heillaði með regnbogasöng Margrét Lára komin á fast! FULLKOMINN DAGUR Hreimur giftist æskuástinni David Beckham: HÁRIN

More information

útilegu-partý-lög! Söngbók búin til á

útilegu-partý-lög! Söngbók búin til á útilegu-partý-lög! Söngbók búin til á www.guitarparty.com Söngbók búin til á www.guitarparty.com Bls. 2 fnisyfirlit rgentína................................................... 4 Blindsker...................................................

More information

Stofnað 14. nóvember 1984 Sími Veffang: Verð kr. 250 m/vsk. Vel á annað hundrað manns við vígslu minningarreits í Súðavík

Stofnað 14. nóvember 1984 Sími Veffang:   Verð kr. 250 m/vsk. Vel á annað hundrað manns við vígslu minningarreits í Súðavík Stofnað 14. nóvember 1984 Sími 456 4560 Veffang: www.bb.is Verð kr. 250 m/vsk Miðvikudagur 15. júní 2005 24. tbl. 22. árg. Venjulegur vinnudagur hjá Jóa Badda blaðamaður BB fylgdi flugmanninum Jóhannesi

More information

Ingvar Sigurgeirsson. Skólabragur sem geðrækt Heilsueflandi skólar Grand hótel, 2. september 2011

Ingvar Sigurgeirsson. Skólabragur sem geðrækt Heilsueflandi skólar Grand hótel, 2. september 2011 Ingvar Sigurgeirsson Skólabragur sem geðrækt Heilsueflandi skólar Grand hótel, 2. september 2011 details how school climate is associated with and / or promotes safety, healthy relationships, engaged learning

More information

Saga fyrstu geimferða

Saga fyrstu geimferða Lokaverkefni 2015 Réttarholtsskóli Saga fyrstu geimferða Arnar Freyr Jónsson og Oddur Kjartansson 10.FG Hópur 26 Geimöldin Árið 1957 hófst hin svokallaða geimöld sem síðar átti eftir að verða frumkvöðullinn

More information

Lífið UPPHAFLEGI HRINGURINN BÚINN TIL ÚR AFGÖNGUM. Steinunn Vala Sigfúsdóttir ALBÍNÓAR VORU INNBLÁSTUR LÍNUNNAR 2 MEÐ TUTTUGU VARALITI Í TÖSK- UNNI 4

Lífið UPPHAFLEGI HRINGURINN BÚINN TIL ÚR AFGÖNGUM. Steinunn Vala Sigfúsdóttir ALBÍNÓAR VORU INNBLÁSTUR LÍNUNNAR 2 MEÐ TUTTUGU VARALITI Í TÖSK- UNNI 4 Lífið FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2014 Steinunn Vala Sigfúsdóttir Ásgrímur Már Friðriksson fatahönnuður ALBÍNÓAR VORU INNBLÁSTUR LÍNUNNAR 2 Helga Kristjáns förðunarfræðingur MEÐ TUTTUGU VARALITI Í TÖSK- UNNI

More information

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Útg. Dags. Höf. Rýnir Samþykkur Lýsing 3 11/01 2006 GG EH Lokaskýrsla II 2 21/12 2005 GG SvSv Lokaskýrsla I 1 15/12 2005 GG Uppkast 1

More information

Óvissa 2011 Söngbók búin til á

Óvissa 2011 Söngbók búin til á Óvissa 2011 Söngbók búin til á www.guitarparty.com Söngbók búin til á www.guitarparty.com ls. 2 fnisyfirlit ahama.................................................... 5 etri bíla Yngri konur............................................

More information

Stendur líkt og fjöllin

Stendur líkt og fjöllin ÓHÁÐ FRÉTTABLAÐ Á VESTFJÖRÐUM Miðvikudagur 10. apríl 2002 15. tbl. 19. árg. Stofnað 14. nóvember 1984 Sími 456 4560 Fax 456 4564 Netfang: bb@bb bb.is Verð kr. 200 m/vsk Stendur líkt og fjöllin sjá viðtal

More information

EKKI SIRKUS KLÁMSTJARNA KÖRFUBOLTAKONA EINHLEYPUR Á ÍSLANDI TINNA HRAFNS OPNAR KISTUNA LÁRA RÚNARS MEÐ AÐALHLUTVERK Í VEÐRAMÓTUM JOSÉ GONZALES

EKKI SIRKUS KLÁMSTJARNA KÖRFUBOLTAKONA EINHLEYPUR Á ÍSLANDI TINNA HRAFNS OPNAR KISTUNA LÁRA RÚNARS MEÐ AÐALHLUTVERK Í VEÐRAMÓTUM JOSÉ GONZALES ÞITT EINTAK TINNA HRAFNS MEÐ AÐALHLUTVERK Í VEÐRAMÓTUM SIRKUS 10. MARS 2006 I 10. VIKA RVK LÁRA RÚNARS OPNAR KISTUNA JOSÉ GONZALES EINHLEYPUR Á ÍSLANDI KÖRFUBOLTAKONA EKKI KLÁMSTJARNA TAMARA STOCKS GEKK

More information

Ukulele Söngbók búin til á

Ukulele Söngbók búin til á Ukulele Söngbók búin til á www.guitarparty.com Söngbók búin til á www.guitarparty.com Bls. 2 Efnisyfirlit Afgan..................................................... 4 Agnes og Friðrik................................................

More information

FERMING. Hvað segja fermingarbörnin? Keppa í kærleikanum. Hvað er best að gera við fermingarpeninginn?

FERMING. Hvað segja fermingarbörnin? Keppa í kærleikanum. Hvað er best að gera við fermingarpeninginn? FERMING Keppa í kærleikanum Systurnar Elektra Ósk Hauksdóttir og Gabríela Jóna Ólafsdóttir ræða um ferminguna Hvað er best að gera við fermingarpeninginn? Hvað segja fermingarbörnin? ALLT UM FERMINGARUNDIRBÚNINGINN,

More information

MALAYSIA AIRLINES - MH 1 Monday, 17 th of MAY: LONDON - KUALA LUMPUR (lent í Kuala Lumpur kl 17:30 þriðjudaginn 18. maí að staðartíma)

MALAYSIA AIRLINES - MH 1 Monday, 17 th of MAY: LONDON - KUALA LUMPUR (lent í Kuala Lumpur kl 17:30 þriðjudaginn 18. maí að staðartíma) 12. maí, 2004 bls. 1 Dagskrá námsferðar Rafmagns- og tölvuverkfræðinema vorið 2004 til Kuala Lumpur og Singapore (Program for a technical study tour of students in Electrical and Computer Engineering,

More information

Til að forritið vinni með Word þarf að hlaða niður á tölvuna forritsstubbnum Cite While You Write

Til að forritið vinni með Word þarf að hlaða niður á tölvuna forritsstubbnum Cite While You Write Veflæga heimildaskráningarforritið EndNote Web er notað til að halda utan um tilvísanir og búa til heimildaskrár. Hægt er að flytja tilvísanir úr bókasafnsskrám og gagnasöfnum inn í forritið. EndNote Web

More information

Leikskólalögin okkar

Leikskólalögin okkar Leikskólalögin okkar Þessi söngbók var búin til á www.gitargrip.is Söngbók gjörð þann 22. mars 2010 Þessi söngbók er aðeins til einkanota. Ekki má fjölfalda hana til dreifingar nema með leyfi STE. Efnisyfirlit

More information