Áfangar í frjálsu vali fyrir 3. og 4. bekk

Size: px
Start display at page:

Download "Áfangar í frjálsu vali fyrir 3. og 4. bekk"

Transcription

1 Menntaskólinn á Akureyri Áfangar í frjálsu vali fyrir 3. og 4. bekk á skólaárinu Vorönn 2014

2 Valgreinar í boði skólaárið Nemendur í MA þurfa að ljúka samtals 15 einingum í frjálsu vali. Í bæklingnum eru lýsingar á þeim áföngum sem ykkur býðst að taka í frjálsu vali skólaárið Frjálst val gefur nemendum tækifæri til þess að víkka eða dýpka þekkingu sína á ýmsum sviðum. Af þessum sökum hafa sumir áfangar undanfara en aðrir ekki. Mikilvægt er að nemendur kynni sér kröfur um undanfara áður en þeir velja áfanga. Ýmsar reglur sem tengjast vali: Nemendur geta nýtt einingar úr öðrum framhaldsskólum, myndlistarskólum eða tónlistarskólum sem valeiningar. Nemendur sem eiga aukalega einingar fyrir t.d. skólasókn, kór- eða leiklistarstarf, íþróttir utan skóla, skyndihjálp o.fl., geta ekki nýtt sér þessar einingar í staðinn fyrir frjálst val. Í sumum áföngum eru fjöldatakmarkanir. Nemendur með bestu skólasóknina ganga fyrir í þá áfanga. Sama gildir þegar áfangar fyllast, þá ganga fyrir nemendur með bestu skólasóknina. Nemendur sem skila vali of seint lenda á biðlista ef áfangi er orðinn fullur. Bindandi val 1. Sú almenna regla gildir að nemendur eiga að standa við val sitt. 2. Í undantekningartilvikum geta nemendur sótt um til sviðsstjóra að skipta um valgrein í fyrstu viku annarinnar en þó er einungis tekið tillit til slíkra óska ef hópastærð þeirra valgreina sem um ræðir leyfir. 3. Nemendur geta ekki hætt í valgrein eftir að önn er hafin. Nemandi getur sagt sig úr valgrein áður en önnin hefst, en aðeins ef hópastærð leyfir. Val á áföngum í Innu 2. bekkur Nemendur í 2. bekk á raungreinasviði velja einn áfanga í frjálsu vali fyrir haustönn 2014 (20142) úr blokk II. 2. bekkur RGS Val 2014 á haustönn: Einn áfangi úr blokk II og tveir til vara Nemendur í 2. bekk á tungumála- og félagsgreinasviði velja einn áfanga í frjálsu vali haustönn 2014 (20142) úr blokk I. 2. bekkur TFS Val 2014 á haustönn: Einn áfangi úr blokk I og tveir til vara Val á áföngum í Innu 3. bekkur 1

3 Nemendur í 3. bekk á raungreinasviði velja tvo áfanga í frjálsu vali fyrir haustönn 2014 (20142) og einn áfanga fyrir vorönn 2015 (20151). Valið á haustönn er blokkaskipt og þarf annar áfanginn að vera úr blokk I og hinn úr blokk II. 3. bekkur RGS Val 2014 á haustönn: Einn áfangi úr blokk I og tveir til vara Val 2014 á haustönn: Einn áfangi úr blokk II og tveir til vara Val 2015 á vorönn: Einn áfangi og tveir til vara Nemendur í 3. bekk á tungumála- og félagsgreinasviði velja einn áfanga í frjálsu vali fyrir vorönn 2015 (20151). 3. bekkur TFS Val 2015 á vorönn: Einn áfangi og tveir til vara 2

4 Leiðbeiningar til nemenda um val á áföngum Munið að alltaf þarf að skrá tvo áfanga til vara 1. Opnaðu Innu með notendanafni þínu og lykilorði. 2. Smelltu á hnapp sem heitir NÁMSFERILL (vinstra megin á síðunni) 3. Smelltu á BREYTA NÁMSFERLI (grár rammi hægra megin) 4. Smelltu á SKRÁ ÁFANGA (grár rammi, ofarlega hægra megin) 5. Staðfestu að önnin sé rétt: fyrir haustönn 2014 eða 20151, fyrir vorönn ATH að ef þú ert að velja valgrein fyrir báðar annar þarftu fyrst að velja fyrir og fara síðan út, og skrá því næst fyrir Skráðu síðan einn áfanga í einu. *Veldu áfanga af listanum. * Uppbygging: Breyttu uppbyggingu í val (fyrir valgreinar) * Val: Áfanginn sem þú velur sem fyrsta val fær nr. 1 í röð vals og hinir tveir fá sjálfkrafa nr. 2 og 3 7. Smelltu á NÝSKRÁ 8. Ef þú gerir villu og þarft að eyða áfanga: Smelltu á áfangann og veldu EYÐA (neðst í vinstra horni) Skrá áfanga Námsferill Skólaár: Áfangi Uppbygging Val Forgangur Röð vals Staða NOG2P050 Val Aðalval Nei 1 Áætlun LÍF3R050 Val Varaval Nei 2 Áætlun Áfangi: Uppbygging: Val: Röð vals: LFF103 Val Varaval 3 3

5 Valgreinar í boði á haustönn 2015 blokk I (3. bekkur TFS og 4. bekkur RGS) Íþróttir BHB3V050 Betri heilsa bætt líðan Markmið áfangans er að nemendur byggi sig upp og bæti lífstíl sinn líkamlega og andlega. Nemendur eru hvattir til að efla sig á sem fjölbreyttastan hátt og nýta sér stuðning hver annars. Skipulögð hreyfing er þrisvar sinnum í viku, blandaðir tímar fyrir þol, styrk og liðleika. Hver og einn setur sér markmið hvað varðar heilsu, lífstíl, næringar- og líkamsástand. Líkamsástandsmælingar, einstaklingsviðtöl og ráðleggingar varðandi hreyfingu og mataræði. Unnið er sameiginlega að gagnagrunni eins og að útbúa matseðla og teknar saman einfaldar og hollar uppskriftir. Nemendur æfa sig í að búa sér í haginn og spara þar með peninga og tíma í leiðinni. Lítið hópefli og/eða hópverkefni sem hefur það markmiði að styðja hvert annað og hafa gaman af. Leitast verður við að allir finni sína hreyfingu. Námsefni: Frá kennara og af netinu Námsmat: Mæting og virkni í tímum gildir mest. Einnig matardagbók og önnur einföld verkefni sem lögð verða fyrir. Tungumál EVR2E050 Evrópskar kvikmyndir (danskar, franskar, spænskar, þýskar) Áfanginn er ætlaður nemendum í 3. og 4. bekk á báðum sviðum. Fjölbreytni evrópskra kvikmynda er mjög mikil og í hverju landi eru mismunandi hefðir og stefnur. Í þessum áfanga er ætlunin að gefa sýnishorn af helstu stefnum og straumum nokkurra landa í kvikmyndagerð og vekja athygli á evrópskri menningu. Hver mynd verður skoðuð sem sjálfstætt listaverk og reynt að varpa ljósi á það hvernig kvikmyndir endurspegla evrópsk samfélög og menningu. Rýnt verður í það meðal annars sem er sameiginlegt með evrópskum kvikmyndum og hvað greinir þær frá t.d. amerískum kvikmyndum. Námsefni: Frá kennara Námsmat: Símat NOG2P05050 Norrænar glæpasögur Áfanginn fjallar um norrænar glæpasögur og þær skoðaðar í samhengi við norræna sögu og menningu. Hvað er það sem einkennir þær, er munur á þeim eftir hvaðan þær koma, endurspegla þær á einhvern hátt menningu landsins? Leitast verður við að skoða hvort þær eiga eitthvað sameiginlegt og þá hvað. Námsefni: Valdar glæpasögur eftir sænska, danska, norska og íslenska höfunda. Athugið að það er möguleiki að lesa sögurnar á frummálinu, en að jöfnu miðað við að lesa íslenskar þýðingar. Ítarefni frá kennara. Námsmat: Símatsáfangi án lokaprófs. ÍSL2K050 Íslenskar kvikmyndir og sjónvarpsþættir Í þessum áfanga verða íslenskar kvikmyndir og sjónvarpsþættir teknir til umfjöllunar með hliðsjón af kvikmynda- og bókmenntafræði (klassískar erlendar kvikmyndir munu líka 4

6 fljóta með). Í viku hverri verður horft á eina kvikmynd í fullri lengd (eða annað sjónvarpsefni) og hún síðan rædd og um hana ritað. Nemendur fá tækifæri til að vinna að stuttmynd. Lykilspurning: Hvernig hefur umhverfið mótað okkur Íslendinga? Hvaða máli skiptir búseta fyrir okkur sem manneskjur? (Hafið, sveitin, borgin) Sem sagt: Er svara við þessum spurningum að leita í íslenskum kvikmyndum? Aðrar spurningar: Einkenni á íslenskum kvikmyndum? Geta íslenskar kvikmyndir sagt okkur eitthvað um þróun íslensks samfélags? (t.d. er varðar tungumálið, samskipti, hefðir) Sameiginleg einkenni íslenskra kvikmynda? Besta íslenska myndin? Bregða íslenskar myndir upp raunsannri mynd af samfélaginu? Þurfum við á íslenskum kvikmyndum að halda? Eru einhver stef, umfjöllunarefni sem koma fyrir aftur og aftur? Aðalmálið er að skoða íslenskt samfélag og breytingar á því. Stefnt verður að því að fá leikstjóra, handritshöfund eða gagnrýnanda í heimsókn. Að sjálfsögðu verður farið í bíó ef áhugaverða íslenska mynd rekur á fjörurnar. Námsefni: Engar námsbækur liggja til grundvallar en nemendur geri ráð fyrir kostnaði við ca. 2 bíóferðir. Skyldumæting er í þessar ferðir. Ef nemendi kemst ekki með hópnum skal hann fara á eigin vegum við fyrsta tækifæri. Námsmat: Áfanginn er próflaus. Athugið að það er mætingaskylda í áfanganum. ÍSL2Y030 Yndislestur Þessi áfangi byggist á sjálfstæðum vinnubrögðum nemenda og skipulagshæfni þeirra. Þeir velja sér hver um sig 5 skáldsögur af bókalista, lesa þær sjálfstætt á tilteknum tíma og gera kennara grein fyrir þeim í einkaviðtölum. Þeir þurfa að undirbúa viðtalstímana, skila örstuttum skýrslum daginn fyrir viðtölin og vera tilbúnir að svara fyrirspurnum um sögurnar. Námsefni: Bókalistar sem kennarar leggja fram Námsmat: Fimm munnleg próf og umræður um bækurnar. ÞÝS2B050 Berlínarferð Undanfari: ÞÝS2A050/ÞÝS2A040 Áfanginn er ætlaður nemendum í 3. og 4. bekk sem lært hafa þýsku og hafa áhuga á að fara í sögu- og menningarferð til Berlínar. Hvað er Brandenburgertor, Gedächtniskirche, Berliner Mauer, Alexanderplatz, East Side Gallery, Museumsinsel og Nefertiti? Hvernig breyttist Berlín eftir seinni heimsstyrjöldina? Hvað gerðist 1989 og hvernig er borgin í dag? Hvaða söfn eru spennandi? Hvernig er matargerðarlistin? Hvað laðar ungt fólk að borginni? Hvaða byggingar og hverfi eru spennandi? Þetta ásamt fleiru verður tekið fyrir í áfanganum. Nemendur undirbúa langa helgi í Berlín í lok nóvember eða fyrri hluta desember Þeir setja sig inn í sögu borgarinnar, samgöngur, áhugaverða staði og annað sem vert er að skoða eða gera og kynna fyrir hópnum. Sameiginlega verður síðan ákveðið hvað á að skoða í Berlín og dagskrá ferðarinnar búin til. Þátttakendur verða að vera tilbúnir að leggja á sig undirbúningsvinnu og taka þátt í skipulagi ferðarinnar. Hópurinn hittist þegar að vori 2014 til að ræða fjármál og dagsetningar. Kostnaður: Hver og einn sér um að greiða sinn ferðakostnað. Námsmat: Nemendur mæta í tvær til þrjár kennslustundir á viku, taka þátt í ferðinni og vinna að undirbúningi og úrvinnslu með ýmis konar verkefnavinnu á þýsku og íslensku. Verkefni verða ýmist hóp- eða einstaklingsverkefni. Til að ljúka áfanganum þarf að taka þátt í ferðinni ásamt þessum verkefnum. 5

7 Listir og menning FAG1A05 Fatagerð I Nemendur læra að sníða og sauma einfaldar flíkur af ýmsum gerðum. Nemendur læra að nýta sér þau tæki og þá tækni sem tilheyra slíkri vinnu. Áhersla verður lögð á skapandi og sjálfstæð vinnubrögð þar sem nemendur læra að fylgja eftir hugmynd að fullunnu verki. Saga fatnaðar og tísku verður kynnt og skoðuð í menningarlegu og sögulegu samhengi. Undirstöðuatriði textílfræði (vefjarfræði) verða kennd. Kennslan fer fram bæði í fyrirlestrarformi og sem verkleg kennsla. Athugið að áfanginn er kenndur eftir skóla, tvo seinniparta í vikunni. Námsefni: Nemendur greiða 3500 kr. í efnisgjald en bókakostnaður er enginn. Nemendur þurfa sjálfir að koma með saumavél (en geta geymt hana í skólanum). Námsmat: Áfanginn er próflaus. Áhersla er lögð á símat og einnig skila nemendur inn verkefnum vetrarins í lok annar til frekara námsmats. Vægi námsmats: Vinnubók og hugmyndavinna 20%, önnur unnin verkefni 70%, frágangur og umgengni við tæki og verkfæri 10%. MYN1A05 Myndlist I Áhersla er lögð á að nemendur kynnist myndsköpun á sem breiðustum grunni og nái að vinna með sem flesta þætti í eigin myndsköpun á skapandi hátt og sjálfstæðan hátt. Kynning á myndlistarmönnum og myndlistarstefnum verður fléttuð inní kennsluna þar sem við á. Nemendur vinna allmörg smærri verkefni sem byggja á tækni og aðferðum og eitt stærra verkefni í lok annarinnar þar sem hver nemandi velur sér viðfangsefni í samráði við kennara. Kennslan fer fram í fyrirlestraformi, umræðum og sem verkleg kennsla. Námsefni: Nemendur greiða 3500 kr. í efnisgjald en bókakostnaður er enginn. Námsmat: Áfanginn er próflaus. Áhersla er lögð á símat og einnig skila nemendur inn verkefnum vetrarins í lok annar til frekara námsmats. Vægi námsmats: Lokaverkefni 30%, önnur verkefni og hugmyndavinna 60%, frágangur og framsetning á myndverkum og umgengni við þau efni og tæki sem notuð verða 10%. MYN2A05 Myndlist II Innihald áfangans miðast við framhald af því sem unnið var með í MYN1A en áhersla er lögð á aukna leikni, sjálfstæði og valfrelsi nemenda hvað varðar viðfangsefni. Nemendur læra einnig mismunandi aðferðir við gerð þrívíðra myndverka (skúlptúra). Áhersla er lögð á að nemendur þrói með sér tilfinningu fyrir formi, litum og listrænu yfirbragði. Fjallað verður um helstu stefnur myndlistar 19. og 20. aldar. Kennslan fer fram í fyrirlestraformi, umræðum og sem verkleg kennsla. Áfanginn er kenndur tvo seinniparta í vikunni eftir skóla Námsefni: Nemendur greiða 3500 kr. í efnisgjald en bókakostnaður er enginn. Námsmat: Áfanginn er próflaus. Áhersla er lögð á símat og einnig skila nemendur inn verkefnum vetrarins í lok annar til frekara námsmats. Vægi námsmats: Lokaverkefni 30%, önnur verkefni og hugmyndavinna 60%, frágangur og framsetning á myndverkum og umgengni við þau efni og tæki sem notuð verða 10%. 6

8 Samfélagsgreinar FÉL 2R050 kynjafræði Í þessum áfanga fá nemendur kynningu á kynjafræði, jafnréttisbaráttu, rauðsokkum og femínisma. Nemendur fá innsýn í margbreytileika mannlífsins og þjálfast í að skoða heiminn með kynjagleraugun á nefinu. Fjallað verður um sögu jafnréttisbaráttunnar, vinnumarkaðinn, fjölmiðla, ofbeldi og stjórnkerfið út frá kyni. Nemendur munu meðal annars rýna í fjölmiðla, bækur og kvikmyndir. Staðalmyndir, tíska, tónlist, vændi, klám og kynbundið ofbeldi verður meðal annars tekið fyrir. Áfanginn byggir á fyrirlestrum frá kennara og gestafyrirlesurum, fjölbreyttri verkefnavinnu, umræðu og sjáfstæðri vinnu nemenda. Námsmat: Áfanginn er símatsáfangi. MEN2A05 Mentorverkefnið Vinátta Orðið mentor er notað um nokkurs konar leiðbeinanda sem aðstoðar yngri og óreyndari aðila við að víkka sjóndeildarhringinn. Áfanginn er skipulagður á þann hátt að mentorinn (nemandinn) eyðir 2 klukkustundum á viku með grunnskólabarni á aldrinum 9-10 ára. Samverustundirnar eiga fyrst og fremst að vera skemmtilegar og uppbyggjandi og mentor skipuleggur þær í samráði við kennara, barnið og foreldra þess. Vinnulag í áfanganum er á þá leið að nemendur hitta kennara nokkrum sinnum á skólaárinu, skila dagbókum og minningabók og mæta á sameiginlega fundi (upphafsdagur, óvissufundur, lokahátíð). Áfanginn hefst í október, endar í lok apríl og er fyrir utan stundatöflu. Námsefni:Frá kennara Námsmat: Verkefnavinna, ekkert lokapróf. Nánari upplýsingar um áfangann er að finna á vefslóðinni SAG3M05 Sagan okkar Í áfanganum eru tekin til skoðunar ýmis atriði og þættir úr okkar eigin sögu,- sögu Menntaskólans á Akureyri 1904 til Svipmyndir frá ólíkum sviðum skólalífsins verða tvinnaðar saman og fjallað um nemendur, kennara, hús, samfélag, nám og kennslu. Nám og kennsla mun fara fram að mestu leyti utan stundaskrár og dreifist á tvær annir,- þ.e. haustönn 2014 og vorönn Reiknað er með að nemendur og kennari hittist einu sinni í viku og verður tíminn ákveðinn í samráði við nemendur. Námsefni: Stuðst verður m.a. við útgefið efni sem tengist Menntaskólanum á Akureyri og þau gögn í fórum skólans sem aðgengileg eru. Námsmat: Gert er ráð fyrir að áfanginn verði gerður upp með ráðstefnu i lok annar þar sem nemendur kynna verkefni sín. Verkefnin verða af ýmsum toga s.s. myndbönd og stuttir glærustuddir fyrirlestrar. Áhersla verður lögð á áræði og frumleika nemenda við kynningu á efninu. SÁL3S050 Fjölmiðlar og auglýsingar Í áfanganum verða hlutverk og máttur auglýsinga á einstaklinginn og samfélagið skoðuð. Hlutverk fjölmiðla sem áhrifavald við val og ákvarðanir verður rannsakað. Nemendur greina auglýsingar eftir innihaldi og formgerð, kanna markhópa, neyslustýringu og aðferðir við að hafa áhrif á val og skoðanir. Afþreyingaiðnaðurinn sem auglýsingavettvangur verður krufinn. Skoðað verður hvernig ímynd er byggð upp og að hvaða leyti sjálfsmynd og menning styðst við fjölmiðlun og neyslu. Námsefni frá kennara Námsmat felst í verkefnavinnu og lítið lokapróf. 7

9 Raungreinar CSI3A050 Réttarvísindi (glæparannsóknir) Undanfarar: EFN2A eða EVI2A. Réttarvísindi er vítt hugtak sem nær yfir fjölmargar greinar innan vísindanna sem aðstoða réttvísina við lausn sakamála. Dæmi um undirgreinar réttavísinda er t.d. réttarefnafræði, réttartannlæknisfræði, réttarlæknisfræði og réttarsálfræði. Í áfangunum verður farið yfir grunnatriði nokkurra undirgreina réttarvísindanna og raunveruleg atvík skoðuð sem ýmist leiddu til sýknu eða dóms sakbornings á grunni vísindanna. Sérstök áhersla á fingrafaragreiningu, eiturefnagreiningu, líkamsgreiningu, skotvopnagreiningu. Þá verður jafnframt farið yfir vinnulag á vettfangi glæpa. Námsefni: Frá kennara Námsmat: Annareinkunn 40%, lokapróf 60% EÐL3Y010 Eðlisfræðiþrautir Undanfari: EÐL3A050 Lögð er áhersla á þjálfun í því að leysa þrautir líkt og eru í eðlisfræðikeppni fyrir framhaldsskóla. Helstu atriði sem þar koma fyrir eru úr hreyfifræði, varmafræði, bylgjufræði og rafmagnsfræði. Leyst verða nokkur verkefni úr keppnum sem hafa verið haldnar og byggir þessi áfangi mest á því að nemendur vinni að lausnum með hjálp kennara. Þessi áfangi er fyrir nemendur á þriðja og fjórða ári á raungreinasviði. Áfanginn er utan stundaskrár og er kenndur rúmlega einn tími á viku að meðaltali. Kennslutími verður í samráði við nemendur en til greina kemur að kenna fleiri tíma sumar vikur og svo ekkert aðrar. Námsefni: Frá kennara Námsmat: Þátttaka í tímum gefur áfanganum lokið LÍF3R050 Verkleg líffræði Undanfarar: LÍF2A05 eða LÍF2B04 Í áfanganum verða í boði yfir 20 fjölbreytt verkefni þar sem unnið er að rannsóknum er varða bakteríur, frumdýr, plöntur, dýr og menn. Verkefnin byggjast m.a. á ræktunarferlum, smásjárskoðun, eftirfylgni, lífeðlisfræðilegum breytingum, efnarannsóknum og ýmis konar meðhöndlun baktería. Hver nemandi getur sjálfur eða saman með öðrum valið hvaða verkefni hann/þau taka hverju sinni. Að auki vinna nemendur saman að stærra rannsóknarverkefni þar sem nemendur fá sjálfir að ákveða rannsóknarverkefnið. Áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð og skýrslugerð. Námsefni: Mismunandi eftir því hvaða rannsóknir nemendur vinna. Námsmat: 100% símat vinnubrögð og skýrslur 8

10 9

11 Valgreinar í boði á haustönn 2014 blokk II 3. og 4. bekkur RGS Íþróttir ÍÞR3R040 Íþróttir í 4. bekk Gefa nemendum kost á að hreyfa sig sér til heilsubótar bæði líkamlega og andlega. Hreyfing tvisvar sinnum í viku, tvær kennslustundir í senn. Annan daginn í íþróttahúsi og hinn í ræktinni. Gott þrek, jóga og boltaleikir. Nemendum er gert kleift að vinna sjálfstætt eftir fyrirfram ákveðinni áætlun í ræktinni. Að hausti verður farin ein lengri fjallganga eða tvær styttri fjallgöngur saman svo hægt er að njóta útivistar í góðra félaga hópi og auka þar með hreysti sitt og auðga andann. Námsmat: Gerðar eru kröfur um lágmarksmætingu og gildir mæting helming á móti vinnusemi og ástundun í tímum. Engar afkastamælingar munu fara fram sem yrðu metnar til einkunna en nemendum þó gefinn kostur á að taka mælingar ef þeir óska þess. Tungumál ÍSL2Y030 Yndislestur Þessi áfangi byggist á sjálfstæðum vinnubrögðum nemenda og skipulagshæfni þeirra. Þeir velja sér hver um sig 5 skáldsögur af bókalista, lesa þær sjálfstætt á tilteknum tíma og gera kennara grein fyrir þeim í einkaviðtölum. Þeir þurfa að undirbúa viðtalstímana, skila örstuttum skýrslum daginn fyrir viðtölin og vera tilbúnir að svara fyrirspurnum um sögurnar. Námsefni: Bókalistar sem kennarar leggja fram Námsmat: Fimm munnleg próf og umræður um bækurnar. Listir og menning FAG1A05 Fatagerð I Nemendur læra að sníða og sauma einfaldar flíkur af ýmsum gerðum. Nemendur læra að nýta sér þau tæki og þá tækni sem tilheyra slíkri vinnu. Áhersla verður lögð á skapandi og sjálfstæð vinnubrögð þar sem nemendur læra að fylgja eftir hugmynd að fullunnu verki. Saga fatnaðar og tísku verður kynnt og skoðuð í menningarlegu og sögulegu samhengi. Undirstöðuatriði textílfræði (vefjarfræði) verða kennd. Kennslan fer fram bæði í fyrirlestrarformi og sem verkleg kennsla. Athugið að áfanginn er kenndur eftir skóla, tvo seinniparta í vikunni. Námsefni: Nemendur greiða 3500 kr. í efnisgjald en bókakostnaður er enginn. Nemendur þurfa sjálfir að koma með saumavél (en geta geymt hana í skólanum). Námsmat: Áfanginn er próflaus. Áhersla er lögð á símat og einnig skila nemendur inn verkefnum vetrarins í lok annar til frekara námsmats. Vægi námsmats: Vinnubók og hugmyndavinna 20%, önnur unnin verkefni 70%, frágangur og umgengni við tæki og verkfæri 10%. 10

12 MYN2A05 Myndlist II Innihald áfangans miðast við framhald af því sem unnið var með í MYN1A en áhersla er lögð á aukna leikni, sjálfstæði og valfrelsi nemenda hvað varðar viðfangsefni. Nemendur læra einnig mismunandi aðferðir við gerð þrívíðra myndverka (skúlptúra). Áhersla er lögð á að nemendur þrói með sér tilfinningu fyrir formi, litum og listrænu yfirbragði. Fjallað verður um helstu stefnur myndlistar 19. og 20. aldar. Kennslan fer fram í fyrirlestraformi, umræðum og sem verkleg kennsla. Áfanginn er kenndur tvo seinniparta í vikunni eftir skóla Námsefni: Nemendur greiða 3500 kr. í efnisgjald en bókakostnaður er enginn. Námsmat: Áfanginn er próflaus. Áhersla er lögð á símat og einnig skila nemendur inn verkefnum vetrarins í lok annar til frekara námsmats. Vægi námsmats: Lokaverkefni 30%, önnur verkefni og hugmyndavinna 60%, frágangur og framsetning á myndverkum og umgengni við þau efni og tæki sem notuð verða 10%. THL1A05 Textílhönnun Kenndar verða mismunandi aðferðir textílvinnslu s.s. prjón, hekl, þæfing. Einnig verður kennd yfirborðsmeðferð vefjarefna s.s. útsaumur, þrykk og málun. Skoðað verður hvernig þessir þættir tengjast handverkshefð okkar og nútíma hönnun. Nemendur eru hvattir til að nýta sér þessa skoðun á skapandi og listrænan hátt við gerð eigin verka. Nemendur vinna síðan nytjahluti eða myndverk með þessum aðferðum. Fjallað verður um vinnsluaðferðir, eiginleika og meðferð ullar og annarra vefjarefna. Nemendur fá innsýn í mynsturgerð og vinna eigin mynstur. Kennslan fer fram bæði í fyrirlestraformi og sem verkleg kennsla. Áfanginn er kenndur eftir skóla, tvo seinniparta í viku. Námsefni: Nemendur greiða 3500 kr. í efnisgjald en bókakostnaður er enginn. Námsmat: Áfanginn er próflaus. Áhersla er lögð á símat og einnig skila nemendur inn verkefnum vetrarins í lok annar til frekara námsmats. Vægi námsmats: Prufur 30%, vinnubók/ hugmyndavinna 20%, önnur verkefni 40%, frágangur og framsetning 10%. Samfélagsgreinar SÁL3I050 Þroskasálfræði Hugað verður að þætti fjölskyldu og umhverfis í mótun og þroska barnsins. Fjallað verður um helstu kenningar 20. aldarinnar um bernsku og þroska. Sérstaklega verða til umfjöllunar vitsmunaþroski, félags-, tilfinninga- og málþroski, geðtengslamyndun og mótun sjálfsmyndar. Litið verður lauslega á rannsóknaraðferðir þroskasálfræðinnar og nemendur kynna sér helstu þroskafrávik og þroskahamlanir. Námsefni: Þroskasálfræði, lengi býr að fyrstu gerð, Aldís Unnur Guðmundsdóttir. Námsmat er próf, ritgerð, þroskaathugun og tímaverkefni. VÍM2A05 Víman, listin, lífið Hér skoðum við djammið og dópið frá ýmsum hliðum. Fjallað verður um vímuefni og tengsl við tónlist, bíómyndir, bókmenntir og lífið sjálft. Auk þess verður farið í hvers konar fíkn og öfgar, áhættuhegðun, meðvirkni, meðferðarúrræði og lífsstíl af ýmsum toga. Markmiðið er að upplýsa, efla gagnrýna hugsun, hlýða á sjónarmið nemenda, styrkja sjálfsmynd þeirra og gera þá hæfari til að takast á við áskoranir og valkosti í lífinu. Námsefni: Efna á moodle, myndbönd, kvikmyndir, tónlist Námsmat: Ögrandi og skapandi verkefni, ekkert lokapróf. 11

13 VÍS3A050 Vísindi, rök og saga Fjallað verður um helstu kenningar vísindaheimspekinnar um hlutverk, eðli, flokkun og aðferðir vísindanna. Nokkur frumhugtök heimspekilegra fræða verða kynnt, svo sem rök, sannindi, ályktun, skilgreining og þekking. Áhersla er lögð á rökfræði daglegs máls og greiningu hugtaka, þar sem nemendur vinna að verkefnum og leysa dæmi. Fjallað verður um tengsl vísinda, sögu og samfélags í fornöld, á miðöldum og nýjöld, þróun vísindanna og breytilega stöðu þeirra í samfélagi manna. Námsefni: Fjölritað kver úr fórum kennara. Námsmat: 70% próf, 30% verkefni. Raungreinar EÐL3X050 Varma- og straumfræði Þessi áfangi er fyrir nemendur á fjórða ári á raungreinasviði. Áhersluatriði eru varmafræði og straumfræði. Helstu atriði sem farið verður í eru, a) upprifjun á vinnu og orkuhugtakinu og ýmis dæmi sem það varðar, b) fasaskipti, kjörgas og ástandsjafnan, c) fyrsta lögmál varmafræðinnar og nokkrir varmafræðilegir ferlar, d) eðlisvarmi, bræðsluvarmi og gufunarvarmi, e) varmaburður, varmaleiðni og varmageislun, f) kynning á öðru lögmáli varmafræðinnar, g) varmadælur og ísskápar, h) nokkrir eiginleikar straumefnis og lögmál Bernoullis, i) nokkur dæmi um notkun framangreindra atriða og hugsanlega annarra úr eðlisfræðinni eftir því sem tími vinnst til. Gerðar verða verklegar tilraunir úr efninu. Námsefni: Physics for Scientists and Engineers Námsmat: Skriflegt lokapróf, tímapróf, skýrslur og önnur verkefni sem verða lögð fyrir EFN3G050 Komplex efnasambönd og efnagreiningar Undanfari: EFN3A05 Í áfanganum er fjallað um hraða efnahvarfa, jónunarorku, rafsækni og myndun komplex efnasambanda. Skoðað er gaumgæfilega samband staðsetningar efna og efnaflokka í lotukerfinu við eiginleika þeirra. Í framhaldi af því fylgir dýpri umfjöllun um valin frumefni úr hópi málma og málmleysingja þar sem krafist er rannsóknar- og verkefnavinnu nemenda. Þar eru framkvæmdar tegundagreiningar efna. Mikil áhersla er lögð á verklegar æfingar í efnagreiningum. Námsefni: Frá kennara Námsmat: Annareinkunn 30%, Verklegt próf 30% og lokapróf 40% Stærðfræði STÆ3L050 Línuleg algebra Undanfari: STÆ3D050 Áfanginn er ætlaður nemendum í 4. bekk á raungreinasviði. Mjög góður undirbúningur undir frekara nám í raungreinum, verkfræði og stærðfræði fyrir þá sem vilja standa vel að vígi þegar á hólminn er komið. Farið verður í fylkjareikning, lausnir línulegra jöfnuhneppa, ákveður, vigra og vigurrúm, eigingildi, eiginvigra og hornalínugerning. Námsefni: Stuðst er við bókina Introductory Linear Algebra: An Applied First Course (8. útg.) eftir Bernard Kolman og David R. Hill. Námsmat: Verkefni á önninni og lokapróf. 12

14 Valgreinar í boði á vorönn bekkur RGS og TFS Tungumál ENS3M050 Current affairs and debate Málefni líðandi stundar Kennt verður á ensku Current Affairs is a course for the fourth year providing students with basic factual knowledge in the current developments of political, economic, and social issues during the period in which the course is offered. The aim of this course is to raise students awareness of current political, social and economic issues, in addition to other subject matter that students consider controversial. The course will focus on honing the two skills of writing and oral fluency. It is hoped that participants will develop critical thinking strategies and debating skills. Course material: There is no text-book and the course will be taught from current publications available at the library such as Time and Newsweek, as well as a number of reliable online news sites. Assessment: There is no final examination. Assessment is based on students active participation in class debates, their input on Moodle, writing tasks and oral presentations. ENS4P040 Pleasure Reading Yndislestur Þessi áfangi hentar vel nemendum sem vilja lesa sér til ánægju og um leið breikka orðaforða sinn og dýpka skilning sinn á ritaðri ensku með því að lesa lengri samfellda texta. Í þessum áfanga er krafist afar agaðra vinnubragða og skipulagshæfni því áfanginn byggist á sjálfstæðum lestri bókmennta á ensku án reglulegrar leiðsagnar kennara. Nemendur velja sér fimm bækur af bókalista í samráði við kennara til að lesa yfir önnina. Listinn er byggður upp af skáldsögum sem almennt eru talin tímamótaverk á enskri tungu, bækur sem oft er vísað til. Á tveggja til þriggja vikna fresti hittir nemandinn kennarann og fjallar munnlega, á ensku, um skáldverkið sem hann hefur lesið hverju sinni. Námsefni: Nemendur velja sér fimm skáldverk af bókalista í samráði við kennara til að lesa yfir önnina. Námsmat: Fimm viðtöl, eins konar munnleg próf dreift yfir önnina. FRA2P050 París Áfanginn er fyrir nemendur sem hafa lært frönsku. Viðfangsefni áfangans er París, saga hennar, mannlif, og menning í víðustu merkingu. Nemendur afla sér þekkingar um borgina og sögu hennar frá upphafi til samtímans. Þeir vinna verkefni um ýmis þekkt minnismerki og kennileiti borgarinnar og kynna síðan niðurstöður sínar fyrir öðrum í hópnum á frönsku eða íslensku. Nemendur kynna sér meðal annars almenningssamgöngur í borginni, daglegt líf íbúanna og hverfi borgarinnar. Nemendur lesa heimildarefni um París, horfa á kvikmyndir sem tengjast borginni og hlusta á tónlist sem tengist henni. Eftir nokkurra vikna vinnu er farið í vikuferð til Parísar þar sem nemendur afla sér efnis til kynningar. Eftir heimkomuna vinna nemendur með þetta efni og semja fyrirlestra um niðurstöður sínar. Áfanganum líkur svo með skriflegri frásögn af ferðinni og munnlegu prófi.nemendur bera sjálfir allan kostnað af Parísarferðinni. Námsefni: Frá kennara. Námsmat: Símat (ýmis konar verkefnavinna), Parísarferð. 13

15 ÍSL1C050 Lesa hratt lesa mikið Nám, próf og æfingar í hraðlestri og kapplestur skáldsagna. Takmark að tvöfalda eða þrefalda leshraða sinn og aukið með því bæði afköst og árangur í námi. Áfangalýsing á Vef MA (Námið, Áfangar og kennsluáætlanir, ÍSL1C050). Námsefni: Kennslubækur í eigu skólans Námsmat: Símat ÍSL2Y030 Yndislestur Þessi áfangi byggist á sjálfstæðum vinnubrögðum nemenda og skipulagshæfni þeirra. Þeir velja sér hver um sig 5 skáldsögur af bókalista, lesa þær sjálfstætt á tilteknum tíma og gera kennara grein fyrir þeim í einkaviðtölum. Þeir þurfa að undirbúa viðtalstímana, skila örstuttum skýrslum daginn fyrir viðtölin og vera tilbúnir að svara fyrirspurnum um sögurnar. Námsefni: Bókalistar sem kennarar leggja fram Námsmat: Fimm munnleg próf og umræður um bækurnar. ÍSL3P050 Barnabókmenntir Í áfanganum kynnast nemendur sögu og þróun íslenskra barna- og unglingabókmennta og fræðast um mál og menningarheim barna; máltöku, málþroska og ritun. Grúskað verður í bókum, gömlum og nýjum. Nemendur fá þjálfun í lestri fræðigreina um efnið og gera grein fyrir lestrarreynslu sinni munnlega og skriflega. Einnig er stefnt að vettvangsferðum og/eða gestaheimsóknum. Námsmat: Fyrirlestrar, rannsóknarverkefni, skapandi verkefni, próf LAT2L050 Latína Í áfanganum verður latína kynnt á áhugaverðan hátt út frá ýmsum hliðum. Fjallað verður um mikilvæga kafla úr sögu Rómarveldis og áhrif þess. Þekktum persónum og tímabilum verður gerð skil. Farið verður í uppbyggingu latínunnar og kenndir grunnþættir málfræðinnar. Léttir latneskir verða textar bornir saman við mál eins og ensku, frönsku, spænsku og íslensku eða eftir því sem við á. Kynnt verða latnesk hugtök sem tengjast til dæmis fræðigreinum eins og læknisfræði og lögfræði sem enn eru í fullu gildi innan þessara fræðigreina. Nokkrar frægar tilvitnanir verða kenndar. Kennslan byggist meðal annars á fyrirlestrum, sjálfstæðri vinnu nemenda þar sem þeir nýta sér ýmsar heimildir í náminu svo sem bækur, veraldarvefinn og kvikmyndir. Námsefni: Frá kennara Námsmat: Símat og lokapróf NOS1A050 Norska og sænska Í áfanganum verður farið í bæði norsku og sænsku. Gert er ráð fyrir að nemendur byggi á dönskugrunni og því er ekki um eiginlegan byrjunaráfanga að ræða. Lögð verður áhersla á að skoða muninn á tungumálunum og læra að þekkja í hverju sá munur er fólginn. Lesnir verða einfaldir textar á báðum tungumálum, bæði úr fjölmiðlum en einnig smásögur. Að auki verður hlustun æfð, fyrst og fremst með sjónvarpsefni. Markmiðið er að nemendur nái að auka skilning sinn á hefðbundinni norsku og sænsku. Námsefni: Efni úr smiðju kennara. Námsmat: Símatsáfangi án lokaprófs. 14

16 Samfélagsgreinar FÉL3A050 Afbrotafræði Áfanginn er ætlaður öllum nemendum í 4. bekk nema þeim sem velja félagsfræðikjörsvið Af hverju fremur fólk afbrot? Hvaða afbrot eru alvarleg? Hvaða áhrif hafa refsingar? Hvað kosta afbrot ríkið? Hvað eru hvítflibbabrot? Þessar spurningar ásamt mörgum fleirum verða ræddar í áfanganum, í samhengi við kenningar í afbrotafræði. Fjallað verður um eðli afbrota á Íslandi og viðhorf Íslendinga til afbrota. Ýmsir brotaflokkar verða teknir fyrir, s.s. ofbeldisbrot, vændi, mansal, hvítflibbabrot auk þess sem farið verður yfir vímuefni og fíkniefnalöggjöfina. Viðhorfð til refsinga og refsiaðferða og félagslegt umhverfi fanga verður tekið fyrir. Farið verður í vettvangsheimsókn á lögreglustöðina á Akureyri og í Héraðsdóm Norðurlands eystra. Námsefni: Bókin Afbrot á Íslandi og efni frá kennara Námsmat: Byggir á verkefnavinnu og lokaprófi. SAG3T050 Heimsstyrjöldin síðari í máli og myndum Fjallað verður um síðari heimsstyrjöld í víðu samhengi. Reynt verður að grafast fyrir um orsakir og aðdraganda þessa mikla ófriðar sem átti eftir að gerbreyta ásýnd Evrópu allrar. Fjallað verður um atburðarás átakanna og áhrif þeirra í þeim löndum sem styrjöldin snerti, bæði beint og óbeint. Þá verður miklu púðri eytt í eftirköst styrjaldarinnar, s.s. réttarhöld yfir stríðsglæpamönnum, endurbyggingu þjóðfélaga og pólitíska skipan mála. Kastljósið beinist óhjákvæmilega að þýsku samfélagi frá lokum fyrri heimsstyrjaldar og fram á sjötta áratug 20. aldar. Námsefni:Stuðst verður við myndefni að stórum hluta, enda um auðugan garð að gresja þar sem gríðarlega mikið er til af heimildarmyndum, áróðursmyndum og bíómyndum um þessar hörmungar. Námsmat: Verður í formi símats á önninni, þ.e. án lokaprófs. SÁL3F050 Félagssálfræði Í áfanganum verður m.a. fjallað um hvað það er sem mótar persónuleika fólks og viðhorf. Hver eru áhrif fjölmiðla, áróðurs, félagslegrar hegðunar, áhrif hópa og hópþrýsings. Lögð verður áhersla á að skoða fordóma og staðalmyndir og leiðir til að draga úr þeim. Áhersla verður lögð á að nemendur kynnist vísindalegum vinnubrögðum og vinni að rannsókn eða ritgerð. Frumkvæði nemenda við efnisval er mikilvægt og áhersla verður á gagnrýna hugsun, öguð og sjálfstæð vinnubrögð, umræður og úrvinnslu upplýsinga. Námsefni: Frá kennara, Námsmat: Lokapróf, rannsókn og tímaverkefni. Íþróttir ÍÞR3V040 Íþróttir í 4. bekk Áfanginn gefur nemendum kost á að hreyfa sig sér til heilsubótar bæði líkamlega og andlega. Hreyfing tvisvar sinnum í viku, tvær kennslustundir í senn. Annan daginn í íþróttahúsi og hinn í ræktinni. Gott þrek, jóga og boltaleikir. Nemendum er gert kleift að vinna sjálfstætt eftir fyrirfram ákveðinni áætlun í ræktinni. Að vori verður farin ein lengri fjallganga eða tvær styttri fjallgöngur saman svo hægt er að njóta útivistar í góðra félaga hópi og auka þar með hreysti sitt og auðga andann. Námsefni: Verkleg kennsla Námsmat: Gerðar eru kröfur um lágmarksmætingu og gildir mæting helming á móti 15

17 vinnusemi og ástundun í tímum. Engar afkastamælingar munu fara fram sem yrðu metnar til einkunna en nemendum þó gefinn kostur á að taka mælingar ef þeir óska þess. Listir og menning FAG1A05 Fatagerð I Nemendur læra að sníða og sauma einfaldar flíkur af ýmsum gerðum. Nemendur læra að nýta sér þau tæki og þá tækni sem tilheyra slíkri vinnu. Áhersla verður lögð á skapandi og sjálfstæð vinnubrögð þar sem nemendur læra að fylgja eftir hugmynd að fullunnu verki. Saga fatnaðar og tísku verður kynnt og skoðuð í menningarlegu og sögulegu samhengi. Undirstöðuatriði textílfræði (vefjarfræði) verða kennd. Kennslan fer fram bæði í fyrirlestrarformi og sem verkleg kennsla. Athugið að áfanginn er kenndur eftir skóla, tvo seinniparta í vikunni. Námsefni: Nemendur greiða 3500 kr. í efnisgjald en bókakostnaður er enginn. Nemendur þurfa sjálfir að koma með saumavél (en geta geymt hana í skólanum). Námsmat: Áfanginn er próflaus. Áhersla er lögð á símat og einnig skila nemendur inn verkefnum vetrarins í lok annar til frekara námsmats. Vægi námsmats: Vinnubók og hugmyndavinna 20%, önnur unnin verkefni 70%, frágangur og umgengni við tæki og verkfæri 10%. FAG2A05 Fatagerð II Lögð er áhersla á aukna færni nemenda í þeim þáttum sem unnið var með í FAG1A. Nemendur sníða og sauma flíkur að eigin vali. Aukin áhersla verður lögð á skapandi og sjálfstæð vinnubrögð og að nemendur þrói með sér tilfinningu fyrir formi, litum og listrænu yfirbragði. Saga fatnaðar og tísku verður skoðuð í tengslum við nútímahönnun og áhersla lögð á að nemendur nýti sér hana við eigin vinnu. Undirstöðuatriði fatahönnunar verða kynnt þar sem lögð verður áhersla á línur, form og liti. Kennslan fer fram bæði í fyrirlestraformi og sem verkleg kennsla. Kennslustundir í áfanganum eru tvisvar í viku, eftir að hefðbundinni kennslu lýkur. Námsefni: Nemendur greiða 3500 kr. í efnisgjald en bókakostnaður er enginn. Nemendur þurfa sjálfir að koma með saumavél (en geta geymt hans í skólanum). Námsmat: Áfanginn er próflaus. Áhersla er lögð á símat og einnig skila nemendur inn verkefnum vetrarins í lok annar til frekara námsmats. Vægi námsmats: Vinnubók og hugmyndavinna 20%, önnur unnin verkefni 70%, frágangur og umgengni við tæki og verkfæri 10%. 16

18 MYN1A05 Myndlist I Áhersla er lögð á að nemendur kynnist myndsköpun á sem breiðustum grunni og nái að vinna með sem flesta þætti í eigin myndsköpun á skapandi hátt og sjálfstæðan hátt. Kynning á myndlistarmönnum og myndlistarstefnum verður fléttuð inní kennsluna þar sem við á. Nemendur vinna allmörg smærri verkefni sem byggja á tækni og aðferðum og eitt stærra verkefni í lok annarinnar þar sem hver nemandi velur sér viðfangsefni í samráði við kennara. Kennslan fer fram í fyrirlestraformi, umræðum og sem verkleg kennsla. Námsefni: Nemendur greiða 3500 kr. í efnisgjald en bókakostnaður er enginn. Námsmat: Áfanginn er próflaus. Áhersla er lögð á símat og einnig skila nemendur inn verkefnum vetrarins í lok annar til frekara námsmats. Vægi námsmats: Lokaverkefni 30%, önnur verkefni og hugmyndavinna 60%, frágangur og framsetning á myndverkum og umgengni við þau efni og tæki sem notuð verða 10%. Raungreinar EFN4A050 Lífefnafræði II Undanfarar: EFN3C og LÍF3B Áfanginn er er að stærstum hluta verklegur þar sem framkvæmdar verða tilraunir og mælingar á lífefnum. Meðal annars verður farið í aðferðir við mælingar á próteinum og virkni ensíma sem nemendur einangra sjálfir auk þess sem hvötunarvirkni ensíma verður mæld við ólíkar aðstæður s.s. ph og í viðurvist hindra. Jafnframt verður farið yfir ólíkar skiljunaraðferðir á próteinum, sykrum og lípíðum. Massagreiningar kynntar og farið yfir ólíkar aðferðir við greiningu lífefna með þeirri tækni. Unnið verður með raunveruleg massagreiningargögn þar sem framkvæmdar eru samanburðarleitir við erlenda gagnabanka. Námsefni: Frá kennara Námsmat: 100% símat með verklegu prófi LÍF2U050 Dýrafræði Í áfanganum verður stiklað á stóru í þróun lífs á jörðinni. Teknar verða fyrir helstu fylkingar dýraríkisins frá svömpum til spendýra. Farið verður í grunngerðir æxlunar, skyldleika tegunda og aðferðum til að meta hann. Hver fylking verður skoðuð með tilliti til útbreiðslu, búsvæðis, líkamsbyggingar, lífshátta, aðlögunar og æxlunar. Kennsla fer fram með stuttum fyrirlestrum, hópavinnu og myndböndum. Námsefni: Bæklingur í dýrafræði útbúinn af kennara. Stuðst verður einnig við bækur af bókasafni skólans og námsefni á netinu. Námsmat: Lokapróf gildir 50% og verkefnavinna 50%. Nemendur munu skila einu stóru lokaverkefni og nokkrum smærri verkefnum. Í lokaverkefninu velja nemendur eina lífveru og halda um hana kynningu eða sýna myndband. Lokaverkefnið má vinna sem einstaklingsverkefni eða í hóp. NÆR3U050 Næringarfræði Undanfarar: LÍF2A05 eða LÍFB04. Athugið að áfanginn er kenndur á þjálfunarlínu og er því ekki fyrir nemendur sem eru á þeirri línu. Markmið áfangans er að nemendur öðlist þekkingu á grundvallarþáttum næringarfræðinnar, verði færir um að draga sjálfstæðar ályktanir um hvað sé hollt og hvað óhollt og verði meðvitaðir um eigin ábyrgð á góðri næringu og heilsu. Að áfanganum loknum ætti nemendum að vera ljóst hvers virði góðar neysluvenjur eru fyrir heilbrigða einstaklinga. Nemendur eiga að loknu námskeiðinu að vera færir um að mynda sér 17

19 skoðanir á næringu og lífsstíl og hvernig nýta megi ráðleggingar Lýðheilsustöðvar. Kennsla fer fram með fyrirlestrum, hóp- og rannsóknarvinnu. Námsefni: Lífsþróttur, næringarfræði fróðleiksfúsra e. Ólaf Gunnar Sæmundsson. Einnig mun kennari benda nemendum á gagnlegan fróðleik og greinar á ýmsum netsíðum og í tímaritum. Námsmat: Verkefni unnin um veturinn og lokapróf. STE4A05 Stjarneðlisfræði Undanfari: STJ3A05 Í áfanganum er ætlunin að kynna nútíma stjarneðlisfræði, en í fáum vísindagreinum hafa framfarir orðið jafn miklar (og jafnvel byltingakenndar) síðustu fáeina áratugina. Eru þær framfarir einkum til komnar vegna öflugra mælitækja, jafnt á jörðu niðri og í geimnum, og hraðvirks tölvubúnaðar. Markmið áfangans er: 1. Að hagnýta eðlis- og stærðfræðiþekkingu nemenda til að lýsa eðli, skipan og hreyfingu sólstjarna. Gerð verður grein fyrir kenningum um myndun þeirra, þróun og endalok sem koma mjög heim og saman við mæliniðurstöður. Helstu hugtök í þessum þætti: HR-línurit, stjörnuþokur, risastjörnur, dvergstjörnur, breytistjörnur, hvítir dvergar, nifteindastjörnur, svarthol. Nauðsynleg eðlisfræði rifjuð upp eða kynnt til sögunnar. 2. Að lýsa Vetrarbrautinni og öðrum vetrarbrautum, skipan þeirra og hreyfingu. Helstu hugtök: Okkar vetrarbraut, stjörnuþyrpingar, flokkun vetrarbrauta, grannhópurinn, þróun vetrarbrauta, kvasar, ofursvarthol. 3. Að kynna nútíma heimsfræði um upphaf og framvindu rúms og tíma. Helstu hugtök: Lögmál Hubbles, útþensla alheims, Miklihvellur, ofurþensla, örbylgjukliður, almenna afstæðiskenningin, heimslíkön, heimsstikar, opinn, flatur og lokaður alheimur, hulduefni, hulduorka, gammablossar. Námsmat verður í formi ritgerðar, tímaritsútdráttar og prófs. Stærðfræði STÆ3P050 Tölvustærðfræði og forritun Undanfari: STÆ3C050 Áfanginn er ætlaður nemendum í 4. bekk á raungreinasviði. Undirstöðuatriði og helstu hugtök forritunar verða kynnt með hjálp táknreiknisins Octave eða annarra forritunarmála. Nokkur stærri forritunarverkefni verða leyst á önninni. Umbrotsforritið TeX ásamt merkjamálinu LaTeX verður kynnt fyrir nemendum og það notað til útbúa sniðmát fyrir skýrslu eða ritgerð sem nýtist í framhaldsnámi. Námsefni: Efni frá kennara Námsmat: Verkefni á önninni og lokapróf 18

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 8. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst 15. 18. ágúst 21. 25. ágúst 28. ág 1. sept. 15. skipulagsdagur 16. skipulagsdagur 17. Skipulagsdagur 18. skipulagsdagur

More information

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum Raddir fjölbreyttra kennarahópa Sólveig Karvelsdóttir, lektor, HÍ Hafdís Guðjónsdóttir, dósent, HÍ Rannsóknin er hluti af tveimur rannsóknum Fjölbreyttir kennarahópar

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

Valgreinar fyrir 8. bekk skólaárið

Valgreinar fyrir 8. bekk skólaárið Valgreinar fyrir 8. bekk skólaárið 2016-2017 1 Efnisyfirlit Kennslulýsingar... 3 Valgreinar utan skóla (félagsstörf eða sérskólanám)... 3 Valgreinar í Síðuskóla... 4 Bíó, bókmenntir og menning... 4 E-twinning...

More information

Valgreinar og samvalsgreinar

Valgreinar og samvalsgreinar Valgreinar og samvalsgreinar Skólaárið 2015-2016 9. og 10. bekkur Kennslulýsingar Námsgreinar í 9. og 10. bekk skiptast í kjarna sem er 29 kennslustundir á viku og valgreinar sem eru 8 kennslustundir á

More information

REGLUR SEM TENGJAST VALI... 4 LEIÐBEININGAR TIL NEMENDA UM VAL Á ÁFÖNGUM Í INNU... 5 ÁFANGALÝSINGAR...

REGLUR SEM TENGJAST VALI... 4 LEIÐBEININGAR TIL NEMENDA UM VAL Á ÁFÖNGUM Í INNU... 5 ÁFANGALÝSINGAR... Valáfangar skólaárið 2018-2019 1 Efnisyfirlit: REGLUR SEM TENGJAST VALI... 4 LEIÐBEININGAR TIL NEMENDA UM VAL Á ÁFÖNGUM Í INNU... 5 ÁFANGALÝSINGAR... 7 BHBL2VA05 BÆTT HEILSA, BETRI LÍÐAN... 7 BÓKF1DH05

More information

Valáfangar í nýrri námskrá

Valáfangar í nýrri námskrá Valáfangar í nýrri námskrá Skólaárin 2017-2019 1 Efnisyfirlit: ÁFANGALÝSINGAR... 4 BHBL3V050 BÆTT HEILSA, BETRI LÍÐAN... 4 EÐLI3RA05 RAFMAGNSFRÆÐI... 4 EÐLI3VS05 VARMA OG STRAUMFRÆÐI... 4 EÐLI4NU05 NÚTÍMAEÐLISFRÆÐI...

More information

Valgreinar í 6. bekk

Valgreinar í 6. bekk Valgreinar í 6. bekk 2012-2013 Nemendur í II-deildum geta valið 3-9 tíma á viku úr eftirtöldum valgreinum. 6 tíma valgreinar verða líklega á mánudags-, miðvikudags- og föstudagsmorgnum kl. 8:10-9:35 en

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

Egilsstaðaskóli Kennsluáætlun vor 2017

Egilsstaðaskóli Kennsluáætlun vor 2017 Egilsstaðaskóli Kennsluáætlun vor 2017 Námsgrein: Enska Árgangur: 8.bekkur Markmið/Námslýsing: Markmið/Námslýsing: Í ensku er lögð áhersla á að nemendur öðlist góða almenna færni í ensku og geti nýtt tungumálið

More information

Námsflokkar Hæfniviðmið Kennsluhættir Námsmat Getur fundið lykilupplýsingar í. Lesskilningur æfður uppúr textum úr stuttum texta með nokkuð ríkulegum

Námsflokkar Hæfniviðmið Kennsluhættir Námsmat Getur fundið lykilupplýsingar í. Lesskilningur æfður uppúr textum úr stuttum texta með nokkuð ríkulegum Bekkur: 8.bekkur Námsgrein: Enska Kennarar: Helga Lára Bæringsdóttir og Guðmundur Ásgeir Sveinsson Tímafjöldi: 4 Námsgögn: Lykilhæfni: Námsgreinin kemur inn á alla þætti lykilhæfni sem unnið er út frá

More information

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson Samstarf HR og IGI Ólafur Andri Ragnarsson Leikjaiðnaðurinn 2021 Leikjaiðnaðurinn 2021 5.000 störf 70 milljarðar í heildarútflutningstekjur ef... Photo Ian Parker http://parkerlab.bio.uci.edu/nonscientific_adventures/iceland_man.ht

More information

Val í bekk Sjálandsskóla

Val í bekk Sjálandsskóla al í 8. - 10. bekk Sjálandsskóla alfög í 8.-10. bekk Sjálandsskóla skólaárið 2013-2014 eru kennd á námskeiðum. Hvert námskeið er tvær stundir á viku í 8-9 vikur. Hver nemandi er í þrem valnámskeiðum í

More information

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Power Point leiðbeiningar Sjónarhorn View Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Outline view - Yfirlitshamur Hér er hægt að rita minnispunkta við hverja glæru fyrir þann sem

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild Háskólabrú fjarnám Bókalisti vorönn 2019 2. önn Félagsvísinda- og lagadeild Upplýsingatækni og tölfræði: Kennslubók í Excel 2016. Höfundar: Hallur Örn Jónsson og Óli Njáll Ingólfsson Stærðfræði 3: Stærðfræði

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

2. bekkur bekkur bekkur bekkur bekkur Bekkur bekkur bekkur bekkur...

2. bekkur bekkur bekkur bekkur bekkur Bekkur bekkur bekkur bekkur... 2. bekkur... 1 3. bekkur... 1 4. bekkur... 2 5. bekkur... 3 6. bekkur... 5 7. Bekkur... 6 8. bekkur... 8 9. bekkur... 9 10. bekkur... 11 2. bekkur Enska Markmið kennslunnar er að kynna ensku fyrir nemendum,

More information

Náms- og kennsluáætlun

Náms- og kennsluáætlun bls. 1 af 143 ALÞ203 Áfangi ALÞ203 Einingar 3 áfangalýsing Kennarar áfangans: Jón Ingvar Kjaran (jon@verslo.is) Námsefni: 1. Richard E. Gesteland: Cross Cultural Business Behavior. Copenhagen Business

More information

Háskólabrú- staðnám. Bókalisti - Vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Háskólabrú- staðnám. Bókalisti - Vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild Háskólabrú- staðnám Bókalisti - Vorönn 2018-2. önn Félagsvísinda- og lagadeild Upplýsingatækni og tölfræði: Kennslubók í Excel 2016. Höfundar: Hallur Örn Jónsson og Óli Njáll Ingólfsson Stærðfræði 3: Stærðfræði

More information

Valgreinar

Valgreinar Valgreinar 2016-2017 1 Efnisyfirlit Valgreinar innan Naustaskóla 2016-2017... 4 Áætlun / námstækni 8. 10. bekkur... 4 Bakstur 8. - 10. bekkur... 4 Fatasaumur 8.- 10.bekkur... 4 Heimilisfræði 8. 10. bekkur...

More information

Kennsluáætlun í íslensku Haust 2015 Íslenska 9.bekkur

Kennsluáætlun í íslensku Haust 2015 Íslenska 9.bekkur Kennsluáætlun í íslensku Haust 2015 Íslenska 9.bekkur Tímar á viku: 6 Kennari: Tinna S. Hallgrímsdóttir Um markmið og áfangalýsingu vísast í skólanámskrá og aðalnámskrá grunnskóla. Vika nr. mánaðardagar

More information

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012 Nr. 28/32 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012 2013/EES/28/07 frá 8. júní 2012 um framkvæmdarreglur vegna beitingar 16. gr.

More information

Horizon 2020 á Íslandi:

Horizon 2020 á Íslandi: Horizon 2020 á Íslandi: - Árangur Íslands í Horizon2020 - Hvernig getur Rannís veitt ykkur aðstoð? Kristmundur Þór Ólafsson Alþjóðasvið Rannís Landstengiliður (NCP) fyrir H2020 Hvað er H2020? Rammaáætlun

More information

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM Skýrsla fyrir skólaárið 2016-2017 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 2 1. Inngangur... 3 2. Markmið og tilgangur matsins... 3 3. Aðferðir og framkvæmd matsins... 3 4.

More information

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur CHEMISTRY The Central 9th Edition Hlutfallareikningur: AðA reikna út frá formúlum og efnajöfnum fnum Lavoisier: Massi varðveitist í efnahvörfum. : lýsa efnahvörfum. Efnajafna : Hvarfefni og myndefni: 2H

More information

Bekkjarnámskrá Grunnskóla Hornafjarðar bekkur

Bekkjarnámskrá Grunnskóla Hornafjarðar bekkur Bekkjarnámskrá Grunnskóla Hornafjarðar 2016 7. bekkur Efnisyfirlit Lykilhæfni... 3 Íslenska... 4 Stærðfræði... 11 Samfélagsgreinar... 15 Landafræði... 19 Saga... 19 Lífsleikni... 20 Náttúrufræði... 21

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr. 54 8. árgangur

More information

Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll. Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands

Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll. Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands Yfirlit erindis Meginmarkmið og bakgrunnur Nokkrar skilgreiningar Rannsóknaraðferðir

More information

Íslenska 7 kennslustundir á viku Lestur, málfræði, stafsetning, ritun, ljóð, bókmenntir, skrift, hlustun, tjáning.

Íslenska 7 kennslustundir á viku Lestur, málfræði, stafsetning, ritun, ljóð, bókmenntir, skrift, hlustun, tjáning. 4. bekkur Markmið náms og kennslu í Áslandsskóla í öllum námsgreinum byggja á markmiðum Aðalnámskrár. Hægt er að finna Aðalnámsskrá grunnskóla í heild sinni á vef Menntamálaráðuneytisins: www.mrn.stjr.is

More information

Framhaldsskólapúlsinn

Framhaldsskólapúlsinn Framhaldsskólapúlsinn Mat á líðan og skólabrag í framhaldsskólum Málþing um geðrækt í framhaldsskólum 20. september 2013 Almar M. Halldórsson Skólapúlsinn Skólapúlsinn er veflægt sjálfsmatskerfi fyrir

More information

Námsvísar Hvolsskóla. Elsta stig GLEÐI, VIRÐING, VINÁTTA

Námsvísar Hvolsskóla. Elsta stig GLEÐI, VIRÐING, VINÁTTA Námsvísar Hvolsskóla Elsta stig GLEÐI, VIRÐING, VINÁTTA 2015-2016 2 Efnisyfirlit Inngangur... 3 Íslenska... 3... 4 Stærðfræði... 3 Samfélagsfræði... 5 Náttúruvísindi... 6 Enska á elsta stigi... 7 Danska...

More information

Vopnafjarðarskóli. Kennsluáætlanir haust bekkur. Kennarar. Ása Sigurðardóttir: íslenska. Sólrún Dögg Baldursdóttir: stærðfræði og lego - val

Vopnafjarðarskóli. Kennsluáætlanir haust bekkur. Kennarar. Ása Sigurðardóttir: íslenska. Sólrún Dögg Baldursdóttir: stærðfræði og lego - val Vopnafjarðarskóli Kennsluáætlanir haust 2016 9. bekkur Kennarar Ása Sigurðardóttir: íslenska Sólrún Dögg Baldursdóttir: stærðfræði og lego - val Svava Birna Stefánsdóttir: enska Aðalbjörn Björnsson: danska

More information

Öldutúnsskóli. Námsvísir bekkur

Öldutúnsskóli. Námsvísir bekkur Öldutúnsskóli Námsvísir 2012-2013 10. bekkur Umsjónarkennarar 10.J: Sigþór Örn Rúnarsson 10.K: Rannveig Þorvaldsdóttir 10. L: Sigríður Ingadóttir Námsver: Leifur Reynisson Aðalnámskrá grunnskóla Öll markmið

More information

SMIÐJUR Í NORÐLINGASKÓLA Samþætt nám í list- og verkgreinum, náttúrufræði og samfélagsgreinum í bekk

SMIÐJUR Í NORÐLINGASKÓLA Samþætt nám í list- og verkgreinum, náttúrufræði og samfélagsgreinum í bekk Ingvar Sigurgeirsson Ágúst Ólason Sif Vígþórsdóttir Áfangaskýrsla um þróunarverkefnið SMIÐJUR Í NORÐLINGASKÓLA Samþætt nám í list- og verkgreinum, náttúrufræði og samfélagsgreinum í 5. 10. bekk Efnisyfirlit

More information

Náms- og kennsluáætlun

Náms- og kennsluáætlun Náms- og kennsluáætlun: Tön 213 Vor 2015 síða 1 af 180 ALÞ 103 Áfangi: ALÞ103 Einingar 3 Hæfniþrep 2 Vorönn 2015 Áfangalýsing Kennarar áfangans: Eiríkur Kolbeinn Björnsson (eirikur@verslo.is) Jón Ingvar

More information

Náms- og kennsluáætlun

Náms- og kennsluáætlun Náms- og kennsluáætlun: Haust 2013 bls. 1 af 80 ALÞ203 Áfangi ALÞ203 Einingar 3 áfangalýsing Kennarar áfangans: Hallur Örn Jónsson og Kristófer Eggertsson Námsefni: 1. Richard E. Gesteland: Cross Cultural

More information

Lónsöræfi. Leyndarmál í ríki Vatnajökuls. Verkefni 10. bekkjar Grunnskóla Hornafjarðar

Lónsöræfi. Leyndarmál í ríki Vatnajökuls. Verkefni 10. bekkjar Grunnskóla Hornafjarðar Lónsöræfi Leyndarmál í ríki Vatnajökuls Verkefni 10. bekkjar Grunnskóla Hornafjarðar Summary The elementary school Grunnskóli Hornafjarðar, has for some years been working to connect it s curriculum to

More information

Tengsl íþróttaiðkunar og námsárangurs

Tengsl íþróttaiðkunar og námsárangurs B.Sc. lokaverkefni í íþróttafræði Tengsl íþróttaiðkunar og námsárangurs Maí 2018 Nafn nemanda: Svanfríður Birna Pétursdóttir Kennitala: 210493 2559 Leiðbeinendur: Margrét Lilja Guðmundsdóttir og Sveinn

More information

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs?

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Hvernig getur málefni sem ekki er skilgreint sem námsgrein í grunnskóla eða námssvið

More information

Námsáætlanir haustönn 2010

Námsáætlanir haustönn 2010 ALÞ102... 3 ALÞ302... 4 BÓK113... 6 BÓK213... 7 BÓK313... 8 DAN102... 9 DAN212... 10 EÐL103... 11 EFN103... 12 EFN303... 13 ENS102... 14 ENS212... 15 ENS403... 17 ENS403... 19 FÉL303... 20 FJÁ102... 22

More information

Könnunarverkefnið PÓSTUR

Könnunarverkefnið PÓSTUR Könnunarverkefnið PÓSTUR Þáttakenndur í verkefninu UM PÓST Rauði hópur Vor 2010 Börn fædd 2005 Hópstjóri: Tatjana Lind Jónsson Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina

More information

Rannsókn á Byrjendalæsi: Markmið, snið, gögn og úrvinnsla

Rannsókn á Byrjendalæsi: Markmið, snið, gögn og úrvinnsla Læsi til samskipta og náms Ráðstefna MSHA um læsi 13. september 2014 Rannsókn á Byrjendalæsi: Markmið, snið, gögn og úrvinnsla Rúnar Sigþórsson Háskólanum á Akureyri runar@unak.is Örstutt um Byrjendalæsi

More information

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 I GENERAL INFORMATION ABOUT THE SCHOOL 1. Describe the school and its surroundings very

More information

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar 1 Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar Introduction to rotating machines 2 Grunnhugtök og meginþættir Klassískar gerðir véla Riðstraumsvélar Samfasavél (synchronous machine) Spanvél (induction machine

More information

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile HUGPRÓ Betware QA & Agile 26.02.2010 Head Quarters Betware Reykjavík Betware DK Copenhagen Denmark Betware Solutions CA Kamloops, BC Betware Madrid Spain Certus Odense Denmark Betware Sp. z o.o. Warsaw

More information

UNGT FÓLK BEKKUR

UNGT FÓLK BEKKUR UNGT FÓLK 16 8.. BEKKUR Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun, heilsuhegðun, heilsuvísar, líðan og framtíðarsýn ungmenna í framhaldsskólum á Íslandi. ÆSKULÝÐSRANNSÓKNIR FRÁ 1992 Ungt fólk 16 Grunnskólar

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

Námskrá grunnnáms til BA gráðu í félagsvísindum og til BS gráðu í viðskipalögfræði

Námskrá grunnnáms til BA gráðu í félagsvísindum og til BS gráðu í viðskipalögfræði Námskrá grunnnáms til BA gráðu í félagsvísindum og til BS gráðu í viðskipalögfræði Gildir skólaárið 2018 2019 BS viðskiptalögfræði BS viðskiptalögfræði með vinnu BA miðlun og almannatengsl (MoA) BA heimspeki,

More information

Miðlun og Almannatengsl. Námskrá fyrir nám til BA gráðu

Miðlun og Almannatengsl. Námskrá fyrir nám til BA gráðu Miðlun og Almannatengsl Námskrá fyrir nám til BA gráðu Nafn námskrár: BA nám í miðlun og almannatengslum Tengiliður: Sviðsstjóri félagsvísindasviðs og umsjónarmaður staðnáms og fjarnáms Lengd náms : átta

More information

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og 2006. Kolbeinn Árnason Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE: Coordination of information on the environment eða: Samræming umhverfisupplýsinga

More information

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík Notkun merkis Veðurstofu Íslands Veðurstofa Íslands Bústaðavegur 9 150 Reykjavík +354 522 60 00 +354 522 60 01 vedur@vedur.is Maí 2009 2 Efnisyfirlit Merki 3 Litanotkun 5 Merki í fleti 6 Stærð merkisins

More information

Skipulag skólastarfs í bekk

Skipulag skólastarfs í bekk Skipulag skólastarfs í 8. 10 bekk Árgangamiðað fyrirkomulag er í 8. 10. bekk skólans. Nemendum er því ekki skipt niður í bekki heldur stunda þeir nám í mismunandi hópum eftir faggreinum og upplifa sig

More information

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Þórólfur Guðnason yfirlæknir Sóttvarnalæknir, Embætti landlæknis Nóvember 2014 Gastegundir frá eldgosum >95% H 2 O, CO 2 SO 2

More information

2. Stefnur og hugmyndafræði sem hafa haft áhrif á listkennslu

2. Stefnur og hugmyndafræði sem hafa haft áhrif á listkennslu Ágrip Í þessari ritgerð, sem er lokaverkefnið mitt til B.Ed gráðu, mun ég fjalla um samvinnu á milli myndlistarskóla og grunnskóla. Í því samhengi mun ég skoða Billedskolen i Tvillingehallen og Myndlistarskólann

More information

Grunnnám í viðskiptafræði -Staðnám og fjarnám- Námskrá fyrir nám til BS gráðu

Grunnnám í viðskiptafræði -Staðnám og fjarnám- Námskrá fyrir nám til BS gráðu Grunnnám í viðskiptafræði -Staðnám og fjarnám- Námskrá fyrir nám til BS gráðu, Nafn námskrár: BS nám í viðskiptafræði Tengiliður: Sviðsstjóri viðskiptafræðisviðs Lengd náms: Sjö annir Fjöldi eininga: 180,

More information

Ársskýrsla 2015 til 2016

Ársskýrsla 2015 til 2016 Fjölbrautaskóli Suðurlands á Selfossi Ársskýrsla 2015 til 2016 tekin saman af sviðsstjórum Guðbjörg Helga Guðmundsdóttir Sigursveinn Már Sigurðsson Efnisyfirlit 1 Starfið veturinn 2015-2016... 3 1.1 Inngangur...

More information

GRUNNSKÓLAR UNGT FÓLK 2014

GRUNNSKÓLAR UNGT FÓLK 2014 UNGT FÓLK 14 GRUNNSKÓLAR Menntun, menning, félags, - íþrótta- og tómstundastarf, heilsa, líðan og vímuefnaneysla unglinga í 8., 9. og. bekk á Íslandi. ÆSKULÝÐSRANNSÓKNIR FRÁ 1992 Ungt fólk 14 Grunnskólar

More information

Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi

Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi Lokaverkefni til B.Ed. prófs Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi Eru ánægðir foreldrar bestu bandamenn kennara? Halldóra Gísladóttir 300955-5419 Kennaraháskóli Íslands

More information

Ingvar Sigurgeirsson. Skólabragur sem geðrækt Heilsueflandi skólar Grand hótel, 2. september 2011

Ingvar Sigurgeirsson. Skólabragur sem geðrækt Heilsueflandi skólar Grand hótel, 2. september 2011 Ingvar Sigurgeirsson Skólabragur sem geðrækt Heilsueflandi skólar Grand hótel, 2. september 2011 details how school climate is associated with and / or promotes safety, healthy relationships, engaged learning

More information

LEIÐARVÍSIR UM ÞÁTTTÖKUNÁM (Service Learning)

LEIÐARVÍSIR UM ÞÁTTTÖKUNÁM (Service Learning) LEIÐARVÍSIR UM ÞÁTTTÖKUNÁM (Service Learning) Frásagnir úr námsferð fræðslustjóra með skólastjórum í Reykjavík, starfsmönnum Fræðslumiðstöðvar og fulltrúum úr fræðsluráði á ráðstefnu og í skólaheimsóknir

More information

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be Stefnumótun tun Rf Hlutverk (Mission) Why we exist Gildi (Core values) What we believe in Framtíðarsýn (Vision) What we want to be Stefna (Strategy) Our Game plan Stefnumiðað árangursmat Balanced Scorecard

More information

KENNSLULEIÐBEININGAR

KENNSLULEIÐBEININGAR Þorsteinn Helgason Miðaldafólk á ferð KENNSLULEIÐBEININGAR Efnisyfirlit Til kennara.... 3 Fólk á ferð á miðöldum... 4 Guðríður Þorbjarnardóttir... 6 Pílagrímar og krossfarar.... 8 Silkileiðin og Markó

More information

Nemendur og foreldrar af erlendum uppruna í íslenskum grunnskólum: Áskoranir og tækifæri.

Nemendur og foreldrar af erlendum uppruna í íslenskum grunnskólum: Áskoranir og tækifæri. Nemendur og foreldrar af erlendum uppruna í íslenskum grunnskólum: Áskoranir og tækifæri. Fræðslufundur fyrir grunnskólakennara á höfuðborgarsvæðinu Mánudaginn 18. september 2017 í Skriðu, Menntavísindasviði

More information

Heimspeki, Hagfræði og Stjórnmálafræði (HHS) (Staðnám og fjarnám) Námskrá fyrir nám til BA gráðu

Heimspeki, Hagfræði og Stjórnmálafræði (HHS) (Staðnám og fjarnám) Námskrá fyrir nám til BA gráðu Heimspeki, Hagfræði og Stjórnmálafræði (HHS) (Staðnám og fjarnám) Námskrá fyrir nám til BA gráðu Nafn námskrár: HHS: BA nám í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði Tengiliður: Sviðsstjóri félagsvísindasviðs

More information

Aðalnámskrár grunnskóla og samræmd könnunarpróf í íslensku

Aðalnámskrár grunnskóla og samræmd könnunarpróf í íslensku Aðalnámskrár grunnskóla og samræmd könnunarpróf í íslensku 2011 2015 Ýr Þórðardóttir Júní 2017 Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Aðalnámskrár grunnskóla og samræmd könnunarpróf í íslensku 2011

More information

Þróun kennslu læknanema á síðustu áratugum

Þróun kennslu læknanema á síðustu áratugum Kristján Erlendsson læknir dósent kennslustjóri læknadeildar HÍ, yfirlæknir á vísinda- og þróunarsviði Landspítala krerlend@landspitali.is Þróun kennslu læknanema á síðustu áratugum Á síðustu þremur áratugum

More information

Tálknafjarðarskóli unglingakjarni áætlanir haustið 2013

Tálknafjarðarskóli unglingakjarni áætlanir haustið 2013 Tálknafjarðarskóli unglingakjarni áætlanir haustið 2013 Tálknafjarðarskóli - unglingakjarni, haustið 2013 1 Kæri lesandi, áætlanirnar sem hér birtast gefa nokkra mynd af grunnskólastarfinu á haustönn 2013.

More information

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ / 1004720-1004720-3-ABC 2.1.2018 09::16 Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær»»» Reykjavík/HÍ 06:42 06:44 06:45 06:47 06:51 06:52 06: 07:17 07:18 07:22 07:28 07:29 07:31 07:32 07:34 07:36 07:38

More information

1. ár Haust. í félagsvísindum. Félagsvísindatorg. Iðnbylting og hnattvæðing. Saga sálfræðinnar. Vinnulag í hug- og félagsvísindum

1. ár Haust. í félagsvísindum. Félagsvísindatorg. Iðnbylting og hnattvæðing. Saga sálfræðinnar. Vinnulag í hug- og félagsvísindum 10 11 Hug- og félagsvísindasvið Félagsvísindadeild Fjölmiðlafræði (B.A.) - Nútímafræði (B.A.) - Samfélags- og hagþróunarfræði (B. A.) - Sálfræði (B. A.) - Þjóðfélagsfræði (B. A.) Fjölmiðlafræði Fjölmiðlafræðin

More information

Leiðbeinandi á vinnustað

Leiðbeinandi á vinnustað Work Mentor Leiðbeinandi á vinnustað Leonardo da Vinci, Transfer of Innovation verkefni sem VMA sótti um að stýra. Kynning maí 2011. Jóhannes Árnason 1 Work Mentor Leonardo da Vinci Transfer of Innovation

More information

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2 1 Examples 2 Sýnidæmi 2 2 Example 25-1 Gefið er 3 fasa, 3 teina raforkukerfi samkvæmt meðfylgjandi einlínumynd. Allar stærðir á myndinni eru í einingakerfinu ( per unit ). Seríuviðnám háspennulínanna er

More information

Fylgiskjal 1. Íris Anna Steinarrdóttir. Kæri skólastjóri.

Fylgiskjal 1. Íris Anna Steinarrdóttir. Kæri skólastjóri. Fylgiskjal 1 Kæri skólastjóri. Þannig er mál með vexti að undirrituð er að ljúka námi við Kennaraháskóla Íslands og er að skrifa B.S. ritgerð. Ritgerðin sem skrifuð er sem lokaritgerð í íþróttafræðum frá

More information

Erindi. Skriða 9:.00 til 9:15 Setning ráðstefnu Hr. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands

Erindi. Skriða 9:.00 til 9:15 Setning ráðstefnu Hr. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands Erindi Skriða 9:.00 til 9:15 Setning ráðstefnu Hr. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands 9:15 til 10:15 Application of the Componential Model of Reading for Assessment and Intervention R. Malatesha Joshi,

More information

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur?

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur? Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur? Málþing um byggðamál og svæðasamvinnu 14. mars 2014 Stefanía Traustadóttir Heimsókn til Norðurbotns (Oulu) apríl 2012 Þátttakendur: Ragnheiður

More information

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa Efnisyfirlit Þróun félagsauðs í grannríkjunum Bandaríkin Skandinavía Meginland Evrópu Þróunin á Íslandi Félagsþátttaka Frumtengsl Félagsrof Félagsauður,

More information

Verkefnatengt nám. Hentar lögfræði þér? Starfsvettvangur lögfræðinga

Verkefnatengt nám. Hentar lögfræði þér? Starfsvettvangur lögfræðinga Lögfræði Verkefnatengt nám Innan Háskólans í Reykjavík hefur verið lögð áhersla á verkefnatengt laganám sem miðar að því að auka virkni nemenda í námi og gera þá betur í stakk búna til að takast á við

More information

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Jón Viðar Jónmundsson 1 og Emma Eyþórsdóttir 2 1 Bændasamtökum Íslands 2 Rannsóknarstofnun landbúnaðarins/lbh á Hvanneyri Inngangur Fyrsta

More information

7. júní Landslag og ásýnd. Aðferðir grunngögn og gildismat. Ólafur Árnason. Fagstjóri skipulagsmála, EFLA

7. júní Landslag og ásýnd. Aðferðir grunngögn og gildismat. Ólafur Árnason. Fagstjóri skipulagsmála, EFLA Landslag og ásýnd Aðferðir grunngögn og gildismat 7. júní 2018 Ólafur Árnason Fagstjóri skipulagsmála, EFLA Landslag Efnistök Gögn um grunnástand Aðferðir við mat á áhrifum á landslag og ásýnd Gildismat,

More information

GARÐASKÓLI NÁMSÁÆTLUN Í ENSKU, 10.BEKKUR ENSKA 1023

GARÐASKÓLI NÁMSÁÆTLUN Í ENSKU, 10.BEKKUR ENSKA 1023 Lýsing á námi og kennslu í Garðaskóla er sett fram af kennurum til að koma á framfæri til nemenda markmiðum með þeim verkefnum sem unnin eru í skólanum. miðast við kröfur Aðalnámskrár grunnskóla. Hér er

More information

Nýjar leiðbeiningar um notkun AED tækja. Gísli E. Haraldsson, læknir Slysa- og bráðasvið Landpítala Háskólasjúkrahúss

Nýjar leiðbeiningar um notkun AED tækja. Gísli E. Haraldsson, læknir Slysa- og bráðasvið Landpítala Háskólasjúkrahúss Nýjar leiðbeiningar um notkun AED tækja Gísli E. Haraldsson, læknir Slysa- og bráðasvið Landpítala Háskólasjúkrahúss Markmið Kynna ástæður fyrir breytingum Útskýra mikilvægi grunnendurlífgunar Kynna nýjar

More information

Einelti og líðan. Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014. Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ

Einelti og líðan. Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014. Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Einelti og líðan Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014 Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til B.A. gráðu í sálfræði Hug- og félagsvísindadeild

More information

Greinabundin kennsla greinabundið nám í Hvassaleitisskóla

Greinabundin kennsla greinabundið nám í Hvassaleitisskóla SKÓLAÞRÓUNARSVIÐ KENNARADEILDAR HÁSKÓLANS Á AKUREYRI ÞINGVALLASTRÆTI 23 600 AKUREYRI Greinabundin kennsla greinabundið nám í Hvassaleitisskóla Mat á skólastarfi Birna María Svanbjörnsdóttir Jenný Gunnbjörnsdóttir

More information

Námsáætlanir vorönn 2011

Námsáætlanir vorönn 2011 Námsáætlanir vorönn 2011 ALÞ203... 3 BÓK113... 4 BÓK201... 5 BÓK313... 6 DAN202... 7 DAN212... 8 EÐL203... 9 EFN203... 10 EFN213... 11 EFN313... 12 ENS202... 13 ENS303... 15 ENS403... 17 ENS453... 19 ENS603...

More information

LESTRARSTEfnA LEik- og grunnskóla BoRgARByggðAR

LESTRARSTEfnA LEik- og grunnskóla BoRgARByggðAR LESTRARstefna Leik- og Grunnskóla Borgarbyggðar 2017-2021 Starfshópur um lestrarstefnu Borgarbyggðar Aðalheiður Kristjánsdóttir leikskólanum Andabæ Ásta Björk Björnsdóttir skólaþjónustu Borgarbyggðar Elín

More information

í lýðheilsu - þáttur Lýðheilsustöðvar

í lýðheilsu - þáttur Lýðheilsustöðvar Rannsóknir í lýðheilsu - þáttur Lýðheilsustöðvar ðvar Laufey Steingrímsdóttir Sviðsstjóri rannsókna Lýðheilsustöð Rannsóknir í lýðheilsu Hvers vegna þurfum við rannsóknir? Er Lýðheilsustöð rannsóknarstofnun?

More information

Um markmið og áfangalýsingu vísast í skólanámskrá og aðalnámskrá grunnskóla. Nemendur kynnast kennara og æfa sig að vera í skólanum.

Um markmið og áfangalýsingu vísast í skólanámskrá og aðalnámskrá grunnskóla. Nemendur kynnast kennara og æfa sig að vera í skólanum. Íslenska 1. bekkur Kennsluáætlun í Haust 2015 Um markmið og áfangalýsingu vísast í skólanámskrá og aðalnámskrá grunnskóla. Haustönn er 19 vikur, Sjá dags í skjal sameing.. Námsefni - viðfangsefni: Tímafjöldi

More information