Námsáætlun 6. bekkjar. 1. Íslenska. Lestur

Size: px
Start display at page:

Download "Námsáætlun 6. bekkjar. 1. Íslenska. Lestur"

Transcription

1 Námsáætlun 6. bekkjar 1. Íslenska Lestur lesi skýrt og áheyrilega sjálfum sér og öðrum til ánægju nái góðum leshraða, geti lesið af öryggi og efli lesskilning geti lesið nokkuð flókin fyrirmæli og farið eftir þeim þjálfist í að beita nákvæmnislestri, leitarlestri og yfirlitslestri, m.a. á Netinu geti gert útdrætti bæði munnlega og skriflega geti aflað sér upplýsinga úr rituðum heimildum og unnið úr þeim nái góðum tökum á að greina aðalatriði frá aukaatriðum í lesnum texta geti lesið úr töflum og myndritum velji sér bækur af skólasafni til að lesa sér til ánægju geri sér grein fyrir mikilvægi góðrar lestrarkunnáttu í upplýsingasamfélaginu að lesa fjölbreytt efni að vinna skrifleg og munnleg verkefni, t.d. að svara spurningum, gera útdrætti úr lesnum texta og teikna atburði úr efninu að búa til leikþátt og sýna jafnvel á foreldraskemmtun að fara reglulega á bókasafnið unnið í vinnubækur, spurningar, útdráttur, myndskreyting, leikþáttur, ljóðagerð. bókasafn sett upp í stofunni nemendur lesa í hljóði eða upphátt í byrjun dags. nemendur lesi heima daglega og foreldrar fylgist með. lestrarátak á haustönn sem má ljúka með lestrarkeppni. Keppnin er milli bekkjanna innan árgangsins, sá bekkur sem les að meðaltali flestar blaðsíður er sigurvegari. upplestrarkeppni á vorönn. samvinnunámsaðferðin Gagnvirkur lestur. Rauðkápa. Bækur af bekkjar- og skólasafni. Lestrarpróf janúar og maí. Einkunn gefin fyrir upplestur og lesskilning. 1

2 Talað mál og framsögn þjálfist í að flytja mál sitt skýrt og áheyrilega geti tjáð sig munnlega í minni og stærri hópum geti greint skipulega frá eigin reynslu, tilfinningum og athöfnum úr umhverfinu geti kynnt og sagt skipulega frá verkefnum sem hann hefur unnið geti sagt frá hvernig hann komst að tiltekinni niðurstöðu og rökstutt hana geti flutt munnlega frásögn án texta æfi upplestur á sögum og ljóðum með réttum áherslum þjálfist í leikrænni tjáningu með áherslu á talað mál þjálfist í að syngja algenga söngva og taki þátt í fjöldasöng geti flutt undirbúnar frásagnir, sagt skopsögur í minni eða stærri hópum þjálfist í ræðumennsku og kynnist fundarsköpum fari eftir þeim reglum sem gilda þegar margir þurfa að tjá sig í einu temji sér að tala skýrt og áheyrilega við öll tækifæri skrifa um fyrirfram ákveðin verkefni og flytja munnlega úr ræðupúlti segja frá því sem efst er á baugi t.d. frétt úr fjölmiðli sýna nemendum í upphafi skólaárs myndbönd frá ræðukeppni sameiginleg ræðukeppni 6. bekkinga upplestrarkeppni árgangsins á sal leikræn tjáning t.d. málshættir eða sögur nemendur þjálfaðir í ræðumennsku, sameiginlegir málfundir umræðuhópar taki þátt í fjöldasöng Myndband: Hátt og snjallt, um málfundi. Bókin Áfram gakk einn, tveir um ritgerðir og framsögn. Heimildir úr bókum og af Netinu. Símat, þar sem gefið er fyrir inngang, meginmál og lokaorð ritsmíðar. Einnig er framsögn metin. Hlustun og áhorf þjálfist í að hlusta á upplestur á sögum, leiktextum og ljóðum þjálfist í að hlusta á umræður og taka þátt í þeim geti farið eftir munnlegum fyrirmælum þjálfist í að horfa á fræðsluefni með athygli og vinna úr upplýsingum 2

3 nemendur hlusta á framsögn bekkjarfélaga sinna. nemendur svara spurningum munnlega og/eða skriflega varðandi efni sem þeir hafa hlustað og horft á nemendur horfa á leikþætti og annan flutning á sviði t.d. á samveru á sal, á jólaskemmtunum og á bekkjarkvöldum Efni á spólum og geisladiskum. Myndbönd. Símat fer fram allan veturinn sem byggist á virkni og áhuga. Ritun skrifi tengda skrift í allri ritun geti skrifað hratt og af öryggi og sé farinn að þróa persónulega rithönd skrifi skýrt og greinilega og vandi allan frágang þjálfist í að skrifa með penna þjálfist í að stafsetja rétt með ýmsum verkefnum og eftir upplestri geti samið sögur og frásagnir með atburðarrás og ort ljóð þjálfist í að skrifa ritgerð samkvæmt hefðbundnu formi, upphaf, meginmál og niðurlag og beitt mismunandi stíl þjálfist í að taka við gagnrýni á eigin texta og vinna úr henni með því að endurrita texta læri að setja upp ritað efni með spássíum, greinaskilum og fyrirsögnum geti gert útdrætti og skráð efni munnlegra og/eða skriflegra frásagna geti skráð aðalatriði úr texta þjálfist í að nota orðabækur þjálfist í að nota tölvur við ritun og frágang skriflegra verkefna þjálfist í réttri fingrasetningu læri að fara eftir flestum stafsetningarreglum, s.s.reglunum um stóran og lítinn staf, ng- og nk, -n og -nn, einfaldan og tvöfaldan samhljóða, stofn sagnorða, lýsingarorða og nafnorða, um i, í,ei og y, ý,ey og um hv og j skriftarátak í byrjun skólaárs skriftaræfingar þjálfaðar frjáls ritun og ræður sjónminnisæfingar á glærum upplestur orðabækur töfluæfingar t.d. keppnir 3

4 heimaverkefni skrifað eftir réttum texta endursagnir bingó hóp- og samvinnuverkefni sóknarskrift getuskiptir hópar kjörbókarritgerð æfingar á ritþjálfa rifjaðar upp og kenndar nýjar stafsetningarreglur þjálfunarforrit Skrift 6 og 7 Mál í mótun, grunnbók og verkefnabók. Réttritunarorðabók og verkefni við hana. Æfingar úr bókinni Stafsetningarbók eftir Árna Þórðarson og Gunnar Guðmundsson. Stafur á bók. Skrift. Verkefni sem unnin eru í tímum eða heima metin. Einkunn í janúar og maí fyrir skrift og frágang í öllum bókum. Stafsetning. Kannanir einu sinni í mánuði í lesnum og ólesnum æfingum. Einnig próf í janúar og maí. Kannanir gilda 30% á móti prófi. Ritsmíð. Metin eru efnistök og frágangur í vinnubók. Bókmenntir, ljóð lesi fjölbreytt efni sér til fróðleiks og skemmtunar s.s. ævintýri, þjóðsögur o.fl. þekki nokkra íslenska rithöfunda 19. og 20. aldar og helstu verk þeirra kynnist og læri ljóð eftir yngri og eldri höfunda og þekki æviágrip nokkurra þeirra hlusti á upplestur á sögum og leiktextum eftir íslenska og erlenda höfunda læri að skilja innihald ljóðanna og helstu orðskýringar kynnist menningararfi okkar og viðhaldi honum, læri þannig um lífið og tilveruna í gegnum ljóðið sem tjáningarform kynnist uppbyggingu ljóða, þekki stuðla, höfuðstafi og rím þjálfist í að hlusta á upplestur ljóða, bæði hefðbundinna og óhefðbundinna þjálfist að syngja ýmsa algenga söngva og taki þátt í fjöldasöng læri að flytja ljóð þroski málkennd sína með lestri ólíkra bókmennta í bundnu og óbundnu máli taki þátt í leiktúlkun á bókmenntatexta skilji texta til hlítar og læri orðskýringar geti rætt um textana og skoðað reynslu sína og hugmyndir í ljósi þeirra geri sér grein fyrir hugtökunum aðal- og aukapersónur, umhverfi og boðskapur 4

5 þekki hugtökin persóna, söguhetja, söguþráður og sögulok geri sér grein fyrir mikilvægi bókmennta í sögu þjóðarinnar þjálfist í að fá bækur að láni á skólasafni nemendur lesa og læra ljóð utanbókar og orðskýringar þeirra nemendur vinna með ljóð á margvíslegan hátt s.s. semja ljóð einstaklingslega eða í hópi t.d. um Norðurlöndin skrifa og myndskreyta í vinnubækur í ljóðum og bókmenntum rappa ljóð, syngja og fara með ljóð einstaklingslega eða í hópi nemendur læra æviágrip nokkurra íslenskra höfunda nemendur lesa ýmsa bókmenntatexta og vinna með þá á fjölbreyttan hátt leikræn tjáning nemendur taka þátt í fjöldasöng hlusta á upplestur af spólum fara á bókasafn gagnvirkur lestur Ljóðspor Ljóðagerð með börnum. Æviágrip höfunda Rauðkápa Ljóðapróf og bókmenntapróf í janúar og maí er hluti af heildstæðu íslenskuprófi. Prófið gildir 70% á móti vinnueinkunn. Skil á ljóðum og ljóðavinubók gildir 20% og bókmenntavinnubók 10%. Málfræði geri sér grein fyrir að öllum orðum er skipt í flokka eftir formlegum og merkingarlegum einkennum þekki nafnorð, kyn og tölu, fallbeygingu, greini og stofn læri að fallbeygja mannanöfn og fræðist um tilurð þeirra þekki mun sérnafna og samnafna þekki sagnorð, kennimyndir (nh, nt og þt) og stofn þekki lýsingarorð, kyn, stigbreytingu, tölu, fall og stofn þekki persónufornöfn og töluorð læri rétt mál og fjölbreytt þekki andheiti og samheiti vinna með stofn orða og geti nýtt sér þá kunnáttu við stafsetningu kunni að orðflokkagreina: no, lo og so geti notað reglur og vísbendingar og öðlist lesskilning geti beygt saman algeng no. og lo. í et. og ft. 5

6 geti búið til samsett orð. vinni með algeng orðtök og málshætti geti nýtt sér orðabækur fái tækifæri til að leika sér með tungumálið á fjölbreyttan hátt skriflegar æfingar vinnubókarkennsla töflukennsla kennslubókarkennsla þulunám þjálfunarforrit leikræn tjáning vinna með algeng orðtök og málshætti noti orðabækur vinni með myndgátur, krossgátur, þrautir, spuna, nýorðasmíð og ýmiss konar orðaleiki. vinni verkefni af Skólavefnum samvinnuverkefni þemanám heildstæð móðurmálskennsla þar sem unnið er með bókina Benjamín dúfa Málrækt 2 Skrudda, verkefnabók 1 Móðurmál 2. hefti Lærum gott mál Benjamín Dúfa Nafnakver Orðalind (kennarahandbók eftir Ingu Þ.Halldórsd. og Svanhildi) Verkefnaspjöld Málfræðipróf í janúar og maí er hluti af heildstæðu íslenskuprófi, sjá nánar í bókmenntum og ljóðum. 2. Stærðfræði Helstu markmið að nemendur: nái góðum tökum á hugtökum, táknmáli og tungumáli stærðfræðinnar öðlist færni í hugarreikningi og þrautarlausnum efli rökhugsun (röksamhengi og þjálfi röksemdafærslur) 6

7 tengi stærðfræðina við eigið umhverfi og daglegt líf og önnur svið þjálfist í meðferð talna í ýmsu samhengi noti reiknivélar við lausn stærðfræðilegra verkefna geti fundið hluta af heild í eðlilegu samhengi vinni með ýmis talnamynstur og algebru vinni með ýmis rúmfræðihugtök ræði og vinni með tölfræði og líkindafræði. nemendur vinna verkefni í stærðfræðibókum, einstaklingslega eða í smáum hópum verkleg vinna unnin í tímum eins og t.d. við þökun, mælingar o. fl. nemendur þjálfist í hugarreikningi (gott í upphafi tíma) unnið í tölvum með þjálfunarforrit, o. fl. vasareiknar notaðir við lausn ákveðinna verkefna umræður og þrautalausnir vinna ýmis verkefni í stærðfræðistofu s.s spil, leikir og þrautir. æskilegt að hafa getuskipta hópa samræmda 7. bekkjar prófið (á Skólavefnum) heimadæmi og verkefni til þjálfunar að jafnaði tvisvar í viku nemendur aðstoða hvern annan í tímum Geisli 2, grunnbók og vinnubækur 2A og 2B Þemahefti tengd Geisla Glærur Júpiter, Satúrnus, Úranus, Neptúnus og Plútó Verkefni fyrir vasareikna 5. og 6. hefti. Þjálfunarforrit í tölvu og veraldarvefurinn. Ýmis verkefni til þjálfunar. Dægurdæmi Námsspil Samræmt 7. bekkjarpróf. Hjálpargögn: speglar, málbönd, raðkubbar, pinnabretti, brotaspjöld, rimar, splitti, teningar o.fl. Kannanir með jöfnu millibili. Próf í janúar og maí. Niðurstöður kannanna gilda 30% á móti prófi. 7

8 3. Samfélagsfræði Saga - Miðaldir um kynnist stjórnkerfi, lifnaðarháttum og trúarbrögðum Íslendinga á miðöldum kanni hve þekktur Snorri Sturluson er, hvar nafni hans er haldið á lofti og á hvern hátt (á vefsíðum á Netinu, ritum á bókasafni, myndum, styttum o.fl.) kynnist nokkrum atriðum í lífshlaupi Snorra, einkum fóstri hans í æsku, kvonföngum, ríkidæmi, stjórnmálaafskiptum, ritstörfum og sambandi hans við konungshirð í Noregi geri sér ljóst hvaða vandkvæðum það er bundið að skapa sér mynd af hversdagslífi og viðhorfum almennings á fyrri öldum spái í brotakenndar lýsingar á amstri og gleðiefnum alþýðu á Íslandi á miðöldum kanni hugmyndir um heimili á Íslandi með hliðsjón af lífsbjörg (framleiðslu og aðföngum), húsakosti og heimilisfólki leiti merkja um áhrif kristni, klaustra og kirkju á menntir, hugarfar og lög í landinu komist að því hvaða hlutverki ættir og blóðhefndir gegndu í samfélaginu kynnist dráttum í formlegu stjórnkerfi landsins finni hvað helst var selt úr landi af framleiðsluvörum og hvaða breytingar urðu á útflutningsgreinum á tímabilinu velti fyrir sér (t.d. í skáldaðri sögu) möguleikum einstaklinga af ýmsum stigum til að hafa áhrif á tilveru sína. kynni sér riddaralíf á miðöldum, í veruleik og skáldskap kynni sér pílagrímsferðir Íslendinga til Rómar og Jerúsalem kunni deili á siglingum norrænna manna til Grænlands og Ameríku kanni svartadauða í Evrópu, þar á meðal á Íslandi kynni sér ferðir Marcos Polos til Kína kynnist Inkaríkinu í Suður-Ameríku fái mynd af konungsveldum og mannlífi í Vestur-Afríku, einkum út frá ferðalýsingum Ibn Battúta læri um siglingar og langferðir á miðöldum, t.d. norrænna manna til Grænlands og Vesturheims og Kínverja til Afríku kynnist siglingum Portúgala og Spánverja um heimshöfin, m.a. til Ameríku og suður fyrir Afríku kanni nokkrar af þeim umbreytingum sem fylgdu í kjölfar landafunda. leitist við að meta breytni og tilfinningar fyrri tíðar fólks út frá forsendum þess velti fyrir sér tengingum og samhengi í námsefninu, m.a. milli einstaklinga og hópa, milli höfðingja og almennings, Íslands og útlanda, þess sem einstakt er og þess sem hefur almennara gildi gæti að heimildum um það sem fyrrum gerðist um hvað vitneskja sé til og um hvað ekki, hvað sennilegt sé og hvað ósennilegt, hvaða tengsl séu milli skáldskapar og sannfræði verði færir um að afla sér upplýsinga sjálfstætt og í samvinnu við aðra, vega þær og meta og draga af þeim ályktanir. 8

9 kennslubókarkennsla, heimalestur samræðuaðferðir spurnaraðferðir þankahríð umræðuhópar vinnubókarkennsla (svara spurningum og vinna ýmis verkefni í vinnubók og myndskreyta) töflukennsla ritgerðir hóp-og samvinnuverkefni leikræn tjáning og myndræn tjáning allir fyrir einn verkefni efniskönnun í vinnuhópum (í samvinnu við bókasafn) læra ljóð eða semja í tengslum við námsefnið námsferðir í Þjóðmenningarhúsið, Þjóðminjasafnið og/eða Sögusafnið í Perlunni myndbönd sem tengjast efninu efnis- og heimildarkönnun veraldarvefurinn Sjálfstæði Íslendinga 1. hefti eftir Gunnar Karlsson. Sjálfstæði Íslendinga vinnubók eftir Stefaníu Björnsdóttur Heimurinn stækkar. Miðaldir og heimsveldin miklu. 2. hefti Snorri Sturluson eftir Þórarinn Eldjárn Uppsláttarrit af bókasafni Myndbönd Ljóð og sögur úr Rauðkápu og Ljóðsporum í tengslum við efnið Upplýsingar af Netinu. Ítarefni. Verkefni, kannanir, vinnubók og símat sem byggist á virkni og vinnu nemenda gilda 30% á móti lokaprófi. Landafræði kynnist landslagi, náttúrufari og auðlindum Norðurlandanna þekki megineinkenni gróðurfars og loftslags Norðurlanda auk ríkjandi vinda og hafstrauma átti sig á að hann er að alast upp við aðstæður sem eru síbreytilegar kynnist dæmum um ólík lífsskilyrði fólks á Norðurlöndum fjalli um í hvaða átt þróunin stefnir í litlum samfélögum, meðalstórum bæjum og stórum borgarsamfélögum á Norðurlöndunum 9

10 átti sig á hvað er líkt og hvað ólíkt í atvinnulífi, búsetumynstri og lífsháttum Norðurlandabúa þekki helstu menningareinkenni Norðurlandabúa eins og tungumál, trúarbrögð, lífskjör, menntamál og félagsmál þekki helstu atvinnuvegi Norðurlandabúa og framleiðslu þeirra kunni dæmi um hvernig náttúran hefur haft áhrif á lifnaðarhætti fólksins kynnist hvernig framleiðsla íbúanna og neysla þeirra hefur áhrif á náttúruna þekki dæmi um það hvað íbúar Norðurlanda hafa gert til að ráða bót á því sem miður hefur farið í umhverfi þeirra kynni sér á hvaða sviðum Norðurlandaþjóðirnar eiga með sér samstarf og í hverju það felst þjálfist í kortalestri þekki á Evrópukorti nöfn og legu Norðurlandanna, stærstu borgir, ár, vötn, eyjar og fjallgarða læri að vinna í hópum og efla sjálfstæð vinnubrögð. söguaðferðin kennslubókarkennsla töflukennsla heimalestur umræðuhópar samvinnunám samræðuaðferðir spurnaraðferðir þankahríð umræðuhópar frásögn leikræn tjáning og myndræn tjáning hópvinna, nemendur vinna í hópum að verkefnum sem þau kynna og flytja fyrir aðra, nemendur og foreldra sérstakt foreldrakvöld þar sem Norðurlandaverkefnið er kynnt tónlist og söngur, þar sem sungin eru lög frá Norðurlöndunum myndbönd frá Norðurlöndum veraldarvefurinn, upplýsingaleit samvinna við bókasafn skólans heimsókn í Norrænahúsið, unnið með þær upplýsingar sem þar fást Norðurlönd eftir Tryggva Jakobsson Ýmis upplýsingarit og bæklingar Á sama báti, útgefið af Norðurlandaráði Kortabókin og stærri landakort Myndbönd og bækur sem fylgja þeim Veraldarvefurinn. Ýmsir hlutir frá nemendum sem tengjast Norðurlöndunum 10

11 Einkunn samanstendur af vorprófi sem gildir 40%, vinnubók 30% og hópvinnu og virkni í tímum 30%. 4. Náttúrufræði Eðlisvísindi geri athuganir með flotkraft, núningskraft og mæli kraft með gormvog vinni með loft og hluti í lofti mæli vegalengd og ferðatíma hluta vinni með margvísleg hljóð og geri athuganir sem sýna styrk hljóðs Jarðvísindi vinni við líkön sem sýna stærð jarðar og reikistjarna og fjarlægð þeirra frá sólu geri sér grein fyrir mikilvægi lofthjúpsins fyrir lífríki jarðar og þekki í því sambandi hugtökin ósonlag og gróðurhúsaáhrif kynnist hringrás vatnsins þekki einkenni helstu jarðsögutímabila á jörðinni ræði breytingar sem verða á yfirborði jarðar við náttúruhamfarir, s.s. eldvirkni, jarðskjálfta, flóð og vinda rannsaki mismunandi jarðveg, s.s. ármöl, sjávarmöl, foksand og mold skoði jarðmyndanir í heimabyggð og þekki myndun þeirra Lífvísindi geri athuganir á ferskvatni og kanni mismunandi þætti, s.s. lífríkið, fæðukeðjur o.fl. þekki alla íslenska ferskvatnsfiska og hvernig þeir hafa borist til Íslands þroski með sér virðingu og samkennd með lífi, náttúru og umhverfi 11

12 kennslubókarkennsla, heimalestur töflukennsla samlestur og fyrirlestur samræðuaðferðir, umræðuhópar spurnaraðferðir myndræn tjáning verkefnavinna af ýmsu tagi hópverkefni sýnikennsla ýmsar tilraunir og kannanir vettvangsferðir m.a ferð að Vífilsstaðavatni í tengslum við verkefnið Vífilsstaðavatn. fræðslumyndir Veraldarvefurinn Vífilsstaðavatn gersemi Garðabæjar Auðvitað, Bók 2 Lífríki á landi kennslubók og vinnubók Myndbönd Ýmis verkefni Skriflegt próf u.þ.b. mánaðarlega og vinnubók og önnur verkefni metin. Verkefni um Vífilsstaðavatn metið. 5. Kristin fræði þekki grundvöll kristinnar sköpunartrúar og geri sér ljósa ábyrgð mannsins á sköpunarverkinu, sjálfum sér og náunga sínum fái tækifæri til að ræða mismun á trú og vísindum í tengslum við sköpunartexta Biblíunnar kynnist dómara- og konungatímabilinu í sögu Ísraelsþjóðarinnar þar til ríkið klofnar, speki Salómons og sálmum Davíðs komist í kynni við jólaguðspjall Jóhannesar og merkingu táknanna ljós og orð, skilji hvers vegna Jesús var kallaður sonur Davíðs með tilvísun í Messíasarspádóma Gamla testamentisins kynnist og geti dregið lærdóm af nokkrum af dæmisögum Jesú þekki atburði páskadags, hina kristnu upprisutrú og viðbrögð lærisveina Jesú við dauða hans og upprisu geri sér grein fyrir því hvaða þýðingu krossdauði Jesú og upprisutrúin hefur fyrir kristna einstaklinga andspænis dauðanum og þá von sem henni tengist öðlist þekkingu á atburðum hins fyrsta hvítasunnudags og kynnist frumsöfnuðinum 12

13 verði handgenginn völdum frásögnum af hlut kvenna í starfi frumsafnaðarins þekki postullegu trúarjátninguna og geri sér grein fyrir því að hún felur í sér grundvallaratriði kristinnar trúar og er sameiginlegur arfur nær allra kristinna kirkjudeilda kynnist íslenskum sálmakveðskap á 20. öld fáist við siðferðileg efni tengd minnihlutahópum og fötluðum og samskiptum nemenda, svo sem einelti og hópþrýstingi öðlist skilning á mikilvægi umhverfis- og náttúruverndar og temji sér ábyrga afstöðu í þeim efnum kynnist völdum þáttum úr hindúasið, m.a. helgistöðum, musterum, táknum, hátíðum og siðum kennslubókarkennsla, heimalestur töflukennsla samræðuaðferðir, umræðuhópar vinnubókarvinna (aðalatriði úr ákveðnum köflum í námsbók skrifuð í verkefnabók og myndskreytt ) leikræn tjáning myndræn tjáning tónlist og söngur samvinnuverkefni fræðslumyndir Ljós heimsins Biblían Helstu trúarbrögð heims eftir Sigurbjörn Einarsson Maðurinn og trúin eftir Gunnar J. Gunnarsson Sálmabókin Myndbönd Símat sem byggist á virkni, áhuga og færni nemanda. Einkunn gefin fyrir kannanir, vinnubók og frammistöðu í tímum. 6. Enska Hlustun þjálfist í að skilja það sem fram fer í kennslustofunni á ensku, bæði í tali kennara og samnemenda geti hlustað eftir aðalatriðum/nákvæmnisatriðum og unnið með þau skilji efni af menningarlegum toga, s.s. söngva, ljóð, þulur, ævintýri og sögur 13

14 þjálfist í að vinna markvisst með orðaforða í textum geti tjáð sig á ensku í samskiptum við aðra t.d.heilsa, kveðja, þakka fyrir sig, biðja um leyfi og fl. þjálfist í réttri stafsetningu algengra orða sem koma fyrir í námsefninu Lestur skilji texta af margvíslegri gerð s.s. barnabækur, ævintýri, upplýsingatexta, fræðsluefni, myndasögur, þulur og ljóð þjálfist í að vinna markvisst með orðaforða geti fundið afmarkaðar upplýsingar í textum, á geisladiskum eða á Netinu Talað mál geti tjáð sig á ensku í samskiptum innan kennslustofunnar, við kennara og nemendur, þ.e. biðjast afsökunar, biðja viðmælanda um að endurtaka, biðja um leyfi geti sagt frá sjálfum sér, áhugamálum sínum o.fl. geti tjáð sig munnlega um viðfangsefni í náminu á áheyrilegan hátt, t.d. í stuttum frágögnum, samtölum eða endursögnum Ritun geti skrifað skipulega, skiljanlega og viðeigandi stutta texta eftir fyrirmyndum fái þjálfun í réttri stafsetningu algengra orða sem koma fyrir í námsefninu skriflegar og munnlegar æfingar töflukennsla þjálfunarforrit kennslubókarkennsla skrifleg verkefni í tengslum við námsefnið (glósubók) hlustunarefni (hlustun á texta af hljóðsnældu) myndbönd lestur léttra texta samræðuaðferðir leikræn tjáning samvinnunám tónlist, söngur og hreyfing spil, leikir o.fl. 14

15 orðalistar English Club Student Book 1 Verkefnablöð léttlestrarbækur Ítarefni: Topic Books Myndbönd Kennsluforrit, English is fun, Minnisleikir Miðsvetrar- og vorpróf. Próf hefur 70% vægi á móti vinnueinkunn þar sem glósupróf, glósubækur og önnur verkefni eru metin til námseinkunnar ásamt þátttöku í tímum og vinnusemi, 30%. 7. Lífsleikni verði hæfari í mannlegum samskiptum og kynnist mismunandi menningu geti fylgt reglum og farið eftir fyrirmælum. læri að bera virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum og umhverfi sínu læri að þekkja sjálfa sig umræður spurnaraðferðir þankahríð verkefni myndbönd (Eldklár um áramót). lesefni tveggja daga sameiginleg ferð árgangsins út fyrir bæinn, (Breiðabliksskáli, Vindáshlíð) Bæklingarnir: Átak í bættum samskiptum, Okkar innri maður 2 og Framkoma. Samvera eftir Sigrúnu Aðalbjarnardóttur, Sinn er siður í landi hverju, Til hvers eru reglur? Skræða, Skrudda o. fl. Ég er bara ég. Karl Ágúst Úlfsson og Ásdís Ólsen Skyndihjálp Eldklár um áramót-myndband. Kynfræðslubæklingar Kennsluleiðbeiningar í kristinfræði 15

16 8. Upplýsinga- og tæknimennt Tölvur hafa skilning á siðferðilegri ábyrgð sinni við framsetningu efnis á vef og sambærilegum miðlum svo sem tölvuráðstefnum og í tölvupósti temji sér þá umgengnissiði sem gilda í tölvuveri og varðandi notkun tölva hafa náð tökum á réttri fingrasetningu á lyklaborði, tileinkað sér blindskrift og sérlykla þess (viðmið slög á mín.) geta varðveitt upplýsingar á tölvutæku formi með skipulögðum hætti hafa unnið sjálfstætt og markvisst að öflun og úrvinnslu upplýsinga með upplýsingatækni og miðlað þeirri þekkingu til annarra á sama hátt hafa kynnst mismunandi hugbúnaði og gert sér grein fyrir notagildi hans hafa sett upp margþætt skjöl í ritvinnslu hafi þjálfað upp samskiptahæfni sína í netheimum (vefpóstur/etwinning) geti bent á upplýsingatækni í umhverfi sínu og gert grein fyrir því hvernig hún er notuð. þjálfist enn frekar í að nota tölvur sem verkfæri í skólastarfi Námsleiðir Nemendur koma í tölvustofu einu sinni í viku allur bekkurinn og er í þeim tímum lögð áhersla á notkun kennsluforrita og að tengja tölvunotkunina við annað nám. Unnið með fartölvur af fartölvuvagni þegar hentar í tengslum við ákveðin verkefni. Náið samstarf er við skólasafnsvörð í sambandi við þemaverkefnavinnu og söfnun gagna með upplýsingatækni. Námsgögn. Word, Excel, Powerpoint, Publisher, Power Point, PhotoStory, FreeMind (hugarkortahugbúnaður), kennsluforrit og ýmsir náms- og kennsluvefir (SAFT). Námsmat Sjálfsmat Könnun á haust/vorönn (fingrasetning og hraði) Símat kennara (umsögn/einkunn) 9. Handmennt (textílmennt) þroski og þjálfi hug og hönd efli hugmyndaflug, sköpunarhæfileika og sjálfstraust 16

17 veki áhuga og auki þekkingu á verkmenningu tileinki sér hagkvæm vinnubrögð og ná þeirri hæfni að verða sjálfbjarga í verki efli áhuga fyrir nytsömu og þroskandi tómstundastarfi Nemendur koma í 16 skipti yfir veturinn, tvær kennslustundir í senn. Læra að prjóna slétt og brugðið. Læra að nota hringprjón eða prjóna á hring með fjórum prjónum. Sauma á saumavél bútasaum, sem þau hafa sjálf hannað. Prjóna heima á milli tíma. Prjónar, nálar, saumavél, lín og band, bækur og blöð. Verkefni nemanda eru lögð til grundvallar. Færni, sjálfstæði, vandvirkni og vinnusemi í kennslutímum metin. 10. Heimilisfræði þjálfist í að vinna sjálfstætt í eldhúsi og temji sér góð vinnubrögð kynnist orkueiningum fæðunnar þekki orkuefni fæðunnar og hlutverk þeirra fái þjálfun í að fletta upp í næringarefnatöflu kunni að stækka og minnka uppskriftir þekki alla flokka fæðuhringsins og vinni sérstaklega með kjöt, fisk og eggjaflokk geri sér grein fyrir að fæðan er byggingar- og orkuefni líkamans geri sér grein fyrir að góðar lífsvenjur (hreyfing, hvíld, mataræði) hefur gífurleg áhrif á heilsuna kunni að þeyta deig og nota rafmagnsþeytara hafi náð góðum tökum á matreiðsluaðferðinni að steikja læri að þrífa eldavél geri sér grein fyrir hvers vegna persónulegt hreinlæti er nauðsynlegt geri sér grein fyrir að hægt er að spara á ýmsan hátt með tilliti til fjárhags og umhverfis tileinki sér kurteisi og tillitssemi við borðhald Nemendur koma í 16 skipti yfir veturinn, tvær kennslustundir í senn. Unnar eru verklegar æfingar í flestum tímunum. Notaðar eru fjölbreyttar aðferðir við matreiðsluna, s.s. að steikja, sjóða og baka. Farið er vel í hvernig á að steikja og þeyta deig með rafmagnsþeytara og hvað ber að varast við notkun á slíku tæki. Bókleg verkefni eru unnin meðfram verklegri vinnu. Umræður fara fram sem tengjast viðfangsefninu hverju sinni. 17

18 Hráefni og áhöld fyrir bakstur og eldamennsku. Uppskriftir og vinnublöð (ljósrit frá kennara). Myndband. Próf 25%. Símat 75%. Tekið er mið af verklegri færni og vinnusemi yfir veturinn. 11. Hönnun og smíði hanni og smíði hlut út frá gefinni forskrift sem byggist á ákveðinni virkni, lausn, útliti eða þema hafi fengist við smíði á einföldum drifbúnaði sem nýtir sér einhvern aflgjafa t.d. togkraft eða rafafl þroski verkskilning og skipulag. þjálfi huga sinn og hendur til að tjá hugmyndir sínar í efnivið tengt handverki umhverfisins tengi á þessu stigi hönnun og tækniþætti hæfileikum einstaklingsins til að raungera hugmyndir sínar. öðlist þekkingu og færni í notkun, meðferð og möguleika á notkun ólíkra verkfæra geti unnið í gegnum hönnunarferli með áherslu á form og útlit þekki helstu yfirflokka verkfæra sýni ábyrga umgengni og fari eftir almennum reglum í smíðastofunni Nemendur koma í 16 skipti yfir veturinn, tvær kennslustundir í senn Einstaklingskennsla er mest notuð en í sumum tilfellum er notað samvinnunám. Tímarit um smíðar. Verkfæri og efni fyrir smíðar. Fer stöðugt fram í kennslustundum á vinnu og verkum nemenda. Nemendur gera skriflegt yfirlit yfir verk sín og leggja mat á þau. Hegðun og vinnusemi er lögð til grundvallar við námsmat. Verkþátturinn og færni er metinn 80% og hegðun 20%. 12. Íþróttir efli þrek, þol og styrk líkamans. þjálfist áfram í grófhreyfingum og flóknum æfingum með tónlist sem viðhalda og bæta hreyfingu 18

19 þjálfist í samsettum hreyfingum efli hraða og viðbragð fái útrás fyrir hreyfiþörf læri að fara eftir reglum geti unnið með öðrum í hóp taki þátt í umræðu um heilbrigðan lífstíl og helstu breytingar kynþroskaáranna öðlist þekkingu um áhrif þolþjálfunar á hjarta og blóðrásarkerfið fræðist um mikilvægi hvíldar fyrir sál og líkama læri að bera virðingu fyrir þörfum annarra og mismunandi getu þeirra Lögð er áhersla á hlaup úti ásamt ýmsum hlaupaleikjum. Kennt er hópefli og spuni og reynt að stuðla að jákvæðni og góðri samvinnu nemenda. Farið er í undirstöðuatriði fimleika, handbolta, körfubolta, blak og knattspyrnu, stöðvaþjálfun og áhaldahringi. Gefið er allan veturinn fyrir ástundun, hegðun, virkni, áhuga og samskiptahæfni (símat) 60% af vetrareinkunn. Einnig er metinn metnaður nemenda til að gera æfingar eins og til er ætlast. læri flugsund Geta í boltaíþróttum, þol, kraftur, liðleiki, ýmsar mælingar og próf eru 40% af vetrareinkunn. Sund þjálfist áfram í öllum sundaðferðum þjálfist í stungum geti synt 200 m. bringusund viðstöðulaust þjálfist í kafsundi læri helstu undirstöðuatriði í björgun úr vatni Tekið 6. stig í sundi þar sem að nemandi þarf að ljúka öllum eftirfarandi þáttum til þess að ná stiginu: 200 m. bringusund 50 m. skólabaksund 25 m. skriðsund 25 m. baksund 15 m. björgunarsund 8 m. Kafsund Stunga af bakka 13. Myndmennt 19

20 noti módel sem hluta af vinnuferli vinni með stærðir og hlutföll kunni skissugerð og öðlist skilning á mikilvægi hennar sem eðlilegs hluta af vinnuferli geti sýnt fram á að stærðarhlutföll, skörun og litir hafi rýmisskapandi áhrif geti gengið frá verkefnum, efnum og áhöldum. geri sér grein fyrir verðmæti og eiginleikum efna sem unnið er með hverju sinni blandi saman ólíkum efnum og noti margvíslega tækni í sömu mynd, s.k. blandaða tækni kanni mismunandi útfærslu expressjónista á andófi gegn raunsæi og áherslu þeirra á innri sannindi, viðhorf og tilfinningar gagnvart raunveruleikanum skoði mynddæmi um verk unnin í anda expressjónisma og geti lýst einkennum hans. kanni mismunandi útfærslu impressjónista á ljósi og áhrifum þess, t.d. á yfirborð hluta, liti og litameðferð skoði mynddæmi um verk unnin í anda impressjónisma og geti lýst einkennum hans. viti að sólarljós og veðurfar hefur áhrif á liti umhverfisins geti beitt litum til að fá fram áhrif í mynd viti að litir hafa mismunandi þýðingu í lífi mannsins bæði hvað varðar áhrif þeirra á tilfinningar og merkingu þeirra, t.d. sem tákn götuvitans, á vatnskrananum, í kirkjunni o.s.frv.) vinni mynd með áherslu á tilfinningalega túlkun litarins geti lagt rökstutt mat á hönnun í umhverfi sínu þekki feril hönnunar fá hugmynd til vöru þekki tengsl hönnunar við eigin raunveruleika þ.e.a.s. eigin fatnað, húsgögn, hjól, merki, tölvuleiki o.s.frv. geti lýst munnlega og skriflega skoðun sinni á mynd; áhersla skal lögð þætti s.s. myndlýsingu sem tekur til lögmála og aðferða myndlistarinnar og inntaks, þ.e. túlkunar innihalds. Hlutföll andlits (á hlið). Hlutföll líkamans. Heimaverkefni. Dúkrista og blönduð tækni. Málun í anda expressionisma. Málun í anda impressionisma. Hönnun. Myndmennt II. Sýnishorn m.a. af pennateikningum o.fl. myndverkum eftir listamenn. Glærur. Skyggnur af áferð og þrykki. Litahringur. Efni og áhöld til myndgerðar. 20

21 andlitshlutföll 10%, módel 10%, heimaverkefni 5%, rista 10%, þrykk 10%, málun 10%, litun 5%, hönnun 10%, tússpennateikning 10%, ástundun 20%. 14. Tónmennt flytji fjölbreytta tónlist frá ólíkum tímum og löndum sem gerir vaxandi kröfur til færni, einn og í hópi, undir eigin stjórn og annarra semji, spinni, útsetji og skrái tónverk sem sýnir skilning á einföldum hljómfræðihugtökum eins og einröddun og tvíröddun öðlist stigvaxandi færni í söng og leik á skólahljóðfæri öðlist vaxandi færni í flutningi tónlistar, laga og stefja eftir minni, heyrn og nótnatáknum semji/spinni og flytji dans eða hreyfingu við tónlist nýti sér í auknu mæli skráningu og hljóðritun til að geyma eigin tónverk til flutnings síðar þjálfist í að endurmeta og endurskoða tónsköpun sína þekki tónlist frá mismunandi tímabilum og menningarsvæðum geti sýnt fram á aukna færni í þekkingu á ólíkum tónlistarstíltegundum sem unnið hefur verið með Hermileikir í hrynslætti, hljóðfæraleik og söng. Þulunám og þjálfunaræfingar: sönglög, hrynsláttur og hljóðfæraleikur þjálfað eftir heyrn og af blaði. Hópvinna, samvinnunám; heimildaöflun um Norræn tónskáld. Útlistunarkennsla, markviss hlustun; hlustað eftir fyrirfram ákveðnum þáttum eins og hraða, styrk, hljóðfærum, röddum, formi, tímabilum og uppruna. Fyrirlestur og fræðslumyndir um Norræn tónskáld. Innlifunaraðferðir og tjáning; söngur, fjöldasöngur (allur árgangurinn), hljóðfæraútsetningar, hljóðfæra- og dansspuni. Flytja valda dagskrá um Norðurlönd í samvinnu tónmenntar- og umsjónarkennara. Textablöð með völdum þulum og sönglögum. Námsbækur gefnar út af Námsgagnastofnun. Jólasöngbók Flataskóla, tekin saman af tónmenntakennurum skólans. Hljóðfæraútsetningar úr ýmsum áttum. 21

22 Skólahljóðfæri, tóngjafar og skólahljóðfæri. Geisladiskar, myndbönd, upptökutæki,skyggnur. Umsögn gefin í lok annar sem byggir á samvinnu, ástundun og færni. 22

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 8. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst 15. 18. ágúst 21. 25. ágúst 28. ág 1. sept. 15. skipulagsdagur 16. skipulagsdagur 17. Skipulagsdagur 18. skipulagsdagur

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

Íslenska 7 kennslustundir á viku Lestur, málfræði, stafsetning, ritun, ljóð, bókmenntir, skrift, hlustun, tjáning.

Íslenska 7 kennslustundir á viku Lestur, málfræði, stafsetning, ritun, ljóð, bókmenntir, skrift, hlustun, tjáning. 4. bekkur Markmið náms og kennslu í Áslandsskóla í öllum námsgreinum byggja á markmiðum Aðalnámskrár. Hægt er að finna Aðalnámsskrá grunnskóla í heild sinni á vef Menntamálaráðuneytisins: www.mrn.stjr.is

More information

Námsflokkar Hæfniviðmið Kennsluhættir Námsmat Getur fundið lykilupplýsingar í. Lesskilningur æfður uppúr textum úr stuttum texta með nokkuð ríkulegum

Námsflokkar Hæfniviðmið Kennsluhættir Námsmat Getur fundið lykilupplýsingar í. Lesskilningur æfður uppúr textum úr stuttum texta með nokkuð ríkulegum Bekkur: 8.bekkur Námsgrein: Enska Kennarar: Helga Lára Bæringsdóttir og Guðmundur Ásgeir Sveinsson Tímafjöldi: 4 Námsgögn: Lykilhæfni: Námsgreinin kemur inn á alla þætti lykilhæfni sem unnið er út frá

More information

2. bekkur bekkur bekkur bekkur bekkur Bekkur bekkur bekkur bekkur...

2. bekkur bekkur bekkur bekkur bekkur Bekkur bekkur bekkur bekkur... 2. bekkur... 1 3. bekkur... 1 4. bekkur... 2 5. bekkur... 3 6. bekkur... 5 7. Bekkur... 6 8. bekkur... 8 9. bekkur... 9 10. bekkur... 11 2. bekkur Enska Markmið kennslunnar er að kynna ensku fyrir nemendum,

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

Umsjónarkennarar: Gyða Gunnarsdóttir, Svandís B. Harðardóttir og Þórir Ingibergsson

Umsjónarkennarar: Gyða Gunnarsdóttir, Svandís B. Harðardóttir og Þórir Ingibergsson 7. bekkur Umsjónarkennarar: Gyða Gunnarsdóttir, Svandís B. Harðardóttir og Þórir Ingibergsson Íslenska 5 kennslustundir Lestur, bókmenntir og ljóð: Efli leshraða og lesskilning með lestri texta af ýmsu

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

Umsjónarkennarar: Katrín S. Theodórsdóttir, Sigríður Sigurðardóttir og Stefán Þór Sigurjónsson.

Umsjónarkennarar: Katrín S. Theodórsdóttir, Sigríður Sigurðardóttir og Stefán Þór Sigurjónsson. 5. bekkur Umsjónarkennarar: Katrín S. Theodórsdóttir, Sigríður Sigurðardóttir og Stefán Þór Sigurjónsson. Íslenska 5 kennslustundir að nemandi: Lestur, bókmenntir og ljóð Lesi sér til ánægju og gagns.

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

Vopnafjarðarskóli. Kennsluáætlanir haust bekkur. Kennarar. Ása Sigurðardóttir: íslenska. Sólrún Dögg Baldursdóttir: stærðfræði og lego - val

Vopnafjarðarskóli. Kennsluáætlanir haust bekkur. Kennarar. Ása Sigurðardóttir: íslenska. Sólrún Dögg Baldursdóttir: stærðfræði og lego - val Vopnafjarðarskóli Kennsluáætlanir haust 2016 9. bekkur Kennarar Ása Sigurðardóttir: íslenska Sólrún Dögg Baldursdóttir: stærðfræði og lego - val Svava Birna Stefánsdóttir: enska Aðalbjörn Björnsson: danska

More information

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

Bekkjarnámskrá Grunnskóla Hornafjarðar bekkur

Bekkjarnámskrá Grunnskóla Hornafjarðar bekkur Bekkjarnámskrá Grunnskóla Hornafjarðar 2016 7. bekkur Efnisyfirlit Lykilhæfni... 3 Íslenska... 4 Stærðfræði... 11 Samfélagsgreinar... 15 Landafræði... 19 Saga... 19 Lífsleikni... 20 Náttúrufræði... 21

More information

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum Raddir fjölbreyttra kennarahópa Sólveig Karvelsdóttir, lektor, HÍ Hafdís Guðjónsdóttir, dósent, HÍ Rannsóknin er hluti af tveimur rannsóknum Fjölbreyttir kennarahópar

More information

Námsáætlun á haustönn bekkur

Námsáætlun á haustönn bekkur Eðlisfræði Kennari: Brynja Garðarsdóttir Námsefni: Auðvitað og myndbönd. Námsmat: Kannanir 50% og vinnubrögð 50%. Vinnubrögð: Lestur, verkefnavinna og tilraunir. Ágúst: Kynning á bók og vinnubrögðum. September:

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

Öldutúnsskóli. Námsvísir bekkur

Öldutúnsskóli. Námsvísir bekkur Öldutúnsskóli Námsvísir 2012-2013 10. bekkur Umsjónarkennarar 10.J: Sigþór Örn Rúnarsson 10.K: Rannveig Þorvaldsdóttir 10. L: Sigríður Ingadóttir Námsver: Leifur Reynisson Aðalnámskrá grunnskóla Öll markmið

More information

Kennsluáætlun í íslensku Haust 2015 Íslenska 9.bekkur

Kennsluáætlun í íslensku Haust 2015 Íslenska 9.bekkur Kennsluáætlun í íslensku Haust 2015 Íslenska 9.bekkur Tímar á viku: 6 Kennari: Tinna S. Hallgrímsdóttir Um markmið og áfangalýsingu vísast í skólanámskrá og aðalnámskrá grunnskóla. Vika nr. mánaðardagar

More information

GARÐASKÓLI NÁMSÁÆTLUN Í ENSKU, 10.BEKKUR ENSKA 1023

GARÐASKÓLI NÁMSÁÆTLUN Í ENSKU, 10.BEKKUR ENSKA 1023 Lýsing á námi og kennslu í Garðaskóla er sett fram af kennurum til að koma á framfæri til nemenda markmiðum með þeim verkefnum sem unnin eru í skólanum. miðast við kröfur Aðalnámskrár grunnskóla. Hér er

More information

Egilsstaðaskóli Kennsluáætlun vor 2017

Egilsstaðaskóli Kennsluáætlun vor 2017 Egilsstaðaskóli Kennsluáætlun vor 2017 Námsgrein: Enska Árgangur: 8.bekkur Markmið/Námslýsing: Markmið/Námslýsing: Í ensku er lögð áhersla á að nemendur öðlist góða almenna færni í ensku og geti nýtt tungumálið

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

Val í bekk Sjálandsskóla

Val í bekk Sjálandsskóla al í 8. - 10. bekk Sjálandsskóla alfög í 8.-10. bekk Sjálandsskóla skólaárið 2013-2014 eru kennd á námskeiðum. Hvert námskeið er tvær stundir á viku í 8-9 vikur. Hver nemandi er í þrem valnámskeiðum í

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

Valgreinar fyrir 8. bekk skólaárið

Valgreinar fyrir 8. bekk skólaárið Valgreinar fyrir 8. bekk skólaárið 2016-2017 1 Efnisyfirlit Kennslulýsingar... 3 Valgreinar utan skóla (félagsstörf eða sérskólanám)... 3 Valgreinar í Síðuskóla... 4 Bíó, bókmenntir og menning... 4 E-twinning...

More information

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild Háskólabrú fjarnám Bókalisti vorönn 2019 2. önn Félagsvísinda- og lagadeild Upplýsingatækni og tölfræði: Kennslubók í Excel 2016. Höfundar: Hallur Örn Jónsson og Óli Njáll Ingólfsson Stærðfræði 3: Stærðfræði

More information

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson Samstarf HR og IGI Ólafur Andri Ragnarsson Leikjaiðnaðurinn 2021 Leikjaiðnaðurinn 2021 5.000 störf 70 milljarðar í heildarútflutningstekjur ef... Photo Ian Parker http://parkerlab.bio.uci.edu/nonscientific_adventures/iceland_man.ht

More information

GARÐASKÓLI VOR 2017 NÁM OG KENNSLA Í ENSKU Í 10.BEKK

GARÐASKÓLI VOR 2017 NÁM OG KENNSLA Í ENSKU Í 10.BEKK Janúar Febrúar ars Apríl aí Júní S Nýársdagur / Vika 1 1 1 1 Öskudagur L 1 1 Verkalýðsdagurinn F 1 Vorferðir 2 Skipulagsdagur F 2 F 2 S Vika 14 / Dagur barnab. 2 Þ 2 F 2 Vorferðir Þ 3 F 3 F Dagur stærðfræðinnar

More information

Valgreinar og samvalsgreinar

Valgreinar og samvalsgreinar Valgreinar og samvalsgreinar Skólaárið 2015-2016 9. og 10. bekkur Kennslulýsingar Námsgreinar í 9. og 10. bekk skiptast í kjarna sem er 29 kennslustundir á viku og valgreinar sem eru 8 kennslustundir á

More information

Tálknafjarðarskóli unglingakjarni áætlanir haustið 2013

Tálknafjarðarskóli unglingakjarni áætlanir haustið 2013 Tálknafjarðarskóli unglingakjarni áætlanir haustið 2013 Tálknafjarðarskóli - unglingakjarni, haustið 2013 1 Kæri lesandi, áætlanirnar sem hér birtast gefa nokkra mynd af grunnskólastarfinu á haustönn 2013.

More information

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

Skipulag skólastarfs í bekk

Skipulag skólastarfs í bekk Skipulag skólastarfs í 8. 10 bekk Árgangamiðað fyrirkomulag er í 8. 10. bekk skólans. Nemendum er því ekki skipt niður í bekki heldur stunda þeir nám í mismunandi hópum eftir faggreinum og upplifa sig

More information

Inngangur... 3 Markmið Holts... 4 Þættir máls og læsis... 4 Orðaforði og málskilningur Leiðir að markmiðum... 9

Inngangur... 3 Markmið Holts... 4 Þættir máls og læsis... 4 Orðaforði og málskilningur Leiðir að markmiðum... 9 Efnisyfirlit Inngangur... 3 Markmið Holts... 4 Þættir máls og læsis... 4 Orðaforði og málskilningur... 4... 5 Máltjáning og frásagnarhæfni... 6... 6 Hlustun og hljóðkerfisvitund... 7... 7 Ritmál... 8...

More information

Námsvísar Hvolsskóla. Elsta stig GLEÐI, VIRÐING, VINÁTTA

Námsvísar Hvolsskóla. Elsta stig GLEÐI, VIRÐING, VINÁTTA Námsvísar Hvolsskóla Elsta stig GLEÐI, VIRÐING, VINÁTTA 2015-2016 2 Efnisyfirlit Inngangur... 3 Íslenska... 3... 4 Stærðfræði... 3 Samfélagsfræði... 5 Náttúruvísindi... 6 Enska á elsta stigi... 7 Danska...

More information

1.hluti: yngsta stig bekkur

1.hluti: yngsta stig bekkur KLÉBERGSSKÓLI SKÓLANÁMSKRÁ 2014-2015 1.hluti: yngsta stig 1. 4. bekkur Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 2 1. bekkur... 4 Íslenska Byrjendalæsi... 4 Grunnstoðir Byrjendalæsis... 4 Stærðfræði... 5 Lífsleikni...

More information

Kennsluáætlun - Íslenska Haust 2015

Kennsluáætlun - Íslenska Haust 2015 Kennsluáætlun - Íslenska Haust 20 2. bekkur Kennari: Linda Sjöfn Sigurðardóttir Um markmið og áfangalýsingu vísast í skólanámskrá og aðalnámskrá grunnskóla. Haustönn 24. ág.. jan. kennsluvika 24-28 ágúst

More information

Háskólabrú- staðnám. Bókalisti - Vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Háskólabrú- staðnám. Bókalisti - Vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild Háskólabrú- staðnám Bókalisti - Vorönn 2018-2. önn Félagsvísinda- og lagadeild Upplýsingatækni og tölfræði: Kennslubók í Excel 2016. Höfundar: Hallur Örn Jónsson og Óli Njáll Ingólfsson Stærðfræði 3: Stærðfræði

More information

Könnunarverkefnið PÓSTUR

Könnunarverkefnið PÓSTUR Könnunarverkefnið PÓSTUR Þáttakenndur í verkefninu UM PÓST Rauði hópur Vor 2010 Börn fædd 2005 Hópstjóri: Tatjana Lind Jónsson Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina

More information

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile HUGPRÓ Betware QA & Agile 26.02.2010 Head Quarters Betware Reykjavík Betware DK Copenhagen Denmark Betware Solutions CA Kamloops, BC Betware Madrid Spain Certus Odense Denmark Betware Sp. z o.o. Warsaw

More information

Tálknafjarðarskóli eldri kjarni áætlanir haustið 2014

Tálknafjarðarskóli eldri kjarni áætlanir haustið 2014 Tálknafjarðarskóli eldri kjarni áætlanir haustið 2014 Kæri lesandi, áætlanirnar sem hér birtast gefa nokkra mynd af grunnskólastarfinu á haustönn 2014. Þær eru til upplýsingar og veita foreldrum, nemendum

More information

Læsisstefna Grunnskóla Reyðarfjarðar

Læsisstefna Grunnskóla Reyðarfjarðar Læsisstefna Grunnskóla Reyðarfjarðar Efnisyfirlit Inngangur... 4 Lestrarkennsluaðferðir... 4 Byrjendalæsi... 4 Orð af orði... 5 Samtengjandi aðferðir... 5 Sundurgreinandi aðferðir... 5 Hljóðlestur... 5

More information

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012 Nr. 28/32 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012 2013/EES/28/07 frá 8. júní 2012 um framkvæmdarreglur vegna beitingar 16. gr.

More information

LESTRARSTEfnA LEik- og grunnskóla BoRgARByggðAR

LESTRARSTEfnA LEik- og grunnskóla BoRgARByggðAR LESTRARstefna Leik- og Grunnskóla Borgarbyggðar 2017-2021 Starfshópur um lestrarstefnu Borgarbyggðar Aðalheiður Kristjánsdóttir leikskólanum Andabæ Ásta Björk Björnsdóttir skólaþjónustu Borgarbyggðar Elín

More information

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs?

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Hvernig getur málefni sem ekki er skilgreint sem námsgrein í grunnskóla eða námssvið

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Sérfræðingur í persónurétti Yfirlit Stóra myndin Skyldur GDPR Aðlögunarferli Áskoranir og praktísk ráð 2 3 Yfirlit: Hvað er GDPR?» GDPR

More information

Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll. Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands

Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll. Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands Yfirlit erindis Meginmarkmið og bakgrunnur Nokkrar skilgreiningar Rannsóknaraðferðir

More information

Valgreinar

Valgreinar Valgreinar 2016-2017 1 Efnisyfirlit Valgreinar innan Naustaskóla 2016-2017... 4 Áætlun / námstækni 8. 10. bekkur... 4 Bakstur 8. - 10. bekkur... 4 Fatasaumur 8.- 10.bekkur... 4 Heimilisfræði 8. 10. bekkur...

More information

Fylgiskjal 1. Íris Anna Steinarrdóttir. Kæri skólastjóri.

Fylgiskjal 1. Íris Anna Steinarrdóttir. Kæri skólastjóri. Fylgiskjal 1 Kæri skólastjóri. Þannig er mál með vexti að undirrituð er að ljúka námi við Kennaraháskóla Íslands og er að skrifa B.S. ritgerð. Ritgerðin sem skrifuð er sem lokaritgerð í íþróttafræðum frá

More information

Áfangar í frjálsu vali fyrir 3. og 4. bekk

Áfangar í frjálsu vali fyrir 3. og 4. bekk Menntaskólinn á Akureyri Áfangar í frjálsu vali fyrir 3. og 4. bekk á skólaárinu 2014 2015 Vorönn 2014 Valgreinar í boði skólaárið 2014-2015 Nemendur í MA þurfa að ljúka samtals 15 einingum í frjálsu vali.

More information

Valgreinar í 6. bekk

Valgreinar í 6. bekk Valgreinar í 6. bekk 2012-2013 Nemendur í II-deildum geta valið 3-9 tíma á viku úr eftirtöldum valgreinum. 6 tíma valgreinar verða líklega á mánudags-, miðvikudags- og föstudagsmorgnum kl. 8:10-9:35 en

More information

ÆGIR til 2017

ÆGIR til 2017 ÆGIR3 2016 til 2017 Þríþraut Mikil þróun, sífellt betri árangur, fleiri og betri keppnir Íslandsmetið í Ironman féll tvisvar í sumar Norðurlandameistari kvenna í flokki 23 ára og yngri Þríþrautarsamband

More information

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2 1 Examples 2 Sýnidæmi 2 2 Example 25-1 Gefið er 3 fasa, 3 teina raforkukerfi samkvæmt meðfylgjandi einlínumynd. Allar stærðir á myndinni eru í einingakerfinu ( per unit ). Seríuviðnám háspennulínanna er

More information

Leikskólar Dalvíkur, Krílakot og Kátakot. Leikskólar Dalvíkur. Krílakot og Kátakot Námskrá

Leikskólar Dalvíkur, Krílakot og Kátakot. Leikskólar Dalvíkur. Krílakot og Kátakot Námskrá Leikskólar Dalvíkur Krílakot og Kátakot Námskrá 2015-1 - Efnisyfirlit Inngangur...- 4 - Leikskólinn Krílakot...- 5 - Leikskólinn Kátakot...- 5 - Yfirstjórn skólans...- 6 - Fræðslusvið...- 6 - Grundvöllur

More information

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ / 1004720-1004720-3-ABC 2.1.2018 09::16 Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær»»» Reykjavík/HÍ 06:42 06:44 06:45 06:47 06:51 06:52 06: 07:17 07:18 07:22 07:28 07:29 07:31 07:32 07:34 07:36 07:38

More information

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Svíþjóð - stjórnsýslan Þrjú formleg stjórnsýslustig Sveitarfélög, 290 talsins (Local level) Lén, 20 talsins (Regional level) Landsstjórn, 349 þingmenn (National

More information

KENNSLULEIÐBEININGAR

KENNSLULEIÐBEININGAR Þorsteinn Helgason Miðaldafólk á ferð KENNSLULEIÐBEININGAR Efnisyfirlit Til kennara.... 3 Fólk á ferð á miðöldum... 4 Guðríður Þorbjarnardóttir... 6 Pílagrímar og krossfarar.... 8 Silkileiðin og Markó

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Power Point leiðbeiningar Sjónarhorn View Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Outline view - Yfirlitshamur Hér er hægt að rita minnispunkta við hverja glæru fyrir þann sem

More information

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar 1 Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar Introduction to rotating machines 2 Grunnhugtök og meginþættir Klassískar gerðir véla Riðstraumsvélar Samfasavél (synchronous machine) Spanvél (induction machine

More information

Frásagnir og upplýsingatextar barna í 1. bekk grunnskóla

Frásagnir og upplýsingatextar barna í 1. bekk grunnskóla Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2012 Rannveig Oddsdóttir, Hrafnhildur Ragnarsdóttir og Freyja Birgisdóttir Textaritun byrjenda Frásagnir og upplýsingatextar barna í 1.

More information

Framhaldsskólapúlsinn

Framhaldsskólapúlsinn Framhaldsskólapúlsinn Mat á líðan og skólabrag í framhaldsskólum Málþing um geðrækt í framhaldsskólum 20. september 2013 Almar M. Halldórsson Skólapúlsinn Skólapúlsinn er veflægt sjálfsmatskerfi fyrir

More information

Lónsöræfi. Leyndarmál í ríki Vatnajökuls. Verkefni 10. bekkjar Grunnskóla Hornafjarðar

Lónsöræfi. Leyndarmál í ríki Vatnajökuls. Verkefni 10. bekkjar Grunnskóla Hornafjarðar Lónsöræfi Leyndarmál í ríki Vatnajökuls Verkefni 10. bekkjar Grunnskóla Hornafjarðar Summary The elementary school Grunnskóli Hornafjarðar, has for some years been working to connect it s curriculum to

More information

SMIÐJUR Í NORÐLINGASKÓLA Samþætt nám í list- og verkgreinum, náttúrufræði og samfélagsgreinum í bekk

SMIÐJUR Í NORÐLINGASKÓLA Samþætt nám í list- og verkgreinum, náttúrufræði og samfélagsgreinum í bekk Ingvar Sigurgeirsson Ágúst Ólason Sif Vígþórsdóttir Áfangaskýrsla um þróunarverkefnið SMIÐJUR Í NORÐLINGASKÓLA Samþætt nám í list- og verkgreinum, náttúrufræði og samfélagsgreinum í 5. 10. bekk Efnisyfirlit

More information

UNGT FÓLK BEKKUR

UNGT FÓLK BEKKUR UNGT FÓLK 16 8.. BEKKUR Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun, heilsuhegðun, heilsuvísar, líðan og framtíðarsýn ungmenna í framhaldsskólum á Íslandi. ÆSKULÝÐSRANNSÓKNIR FRÁ 1992 Ungt fólk 16 Grunnskólar

More information

Leiðbeinandi á vinnustað

Leiðbeinandi á vinnustað Work Mentor Leiðbeinandi á vinnustað Leonardo da Vinci, Transfer of Innovation verkefni sem VMA sótti um að stýra. Kynning maí 2011. Jóhannes Árnason 1 Work Mentor Leonardo da Vinci Transfer of Innovation

More information

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík Notkun merkis Veðurstofu Íslands Veðurstofa Íslands Bústaðavegur 9 150 Reykjavík +354 522 60 00 +354 522 60 01 vedur@vedur.is Maí 2009 2 Efnisyfirlit Merki 3 Litanotkun 5 Merki í fleti 6 Stærð merkisins

More information

Erindi. Skriða 9:.00 til 9:15 Setning ráðstefnu Hr. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands

Erindi. Skriða 9:.00 til 9:15 Setning ráðstefnu Hr. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands Erindi Skriða 9:.00 til 9:15 Setning ráðstefnu Hr. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands 9:15 til 10:15 Application of the Componential Model of Reading for Assessment and Intervention R. Malatesha Joshi,

More information

Málþroski, nám og sjálfsmynd

Málþroski, nám og sjálfsmynd Málþroski, nám og sjálfsmynd Stefanía Ólafsdóttir Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Málþroski, nám og sjálfsmynd Stefanía Ólafsdóttir Lokaverkefni til M.Ed.-prófs í sérkennslufræðum

More information

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur CHEMISTRY The Central 9th Edition Hlutfallareikningur: AðA reikna út frá formúlum og efnajöfnum fnum Lavoisier: Massi varðveitist í efnahvörfum. : lýsa efnahvörfum. Efnajafna : Hvarfefni og myndefni: 2H

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be Stefnumótun tun Rf Hlutverk (Mission) Why we exist Gildi (Core values) What we believe in Framtíðarsýn (Vision) What we want to be Stefna (Strategy) Our Game plan Stefnumiðað árangursmat Balanced Scorecard

More information

Einstaklingsmunur og þróun læsis hjá fjögra til sjö ára börnum

Einstaklingsmunur og þróun læsis hjá fjögra til sjö ára börnum Menntavísindasvið Háskóla Íslands Grein birt 31. desember 2010 Freyja Birgisdóttir Einstaklingsmunur og þróun læsis hjá fjögra til sjö ára börnum Kynntar verða niðurstöður langtímarannsóknar á þroska,

More information

Aðalnámskrár grunnskóla og samræmd könnunarpróf í íslensku

Aðalnámskrár grunnskóla og samræmd könnunarpróf í íslensku Aðalnámskrár grunnskóla og samræmd könnunarpróf í íslensku 2011 2015 Ýr Þórðardóttir Júní 2017 Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Aðalnámskrár grunnskóla og samræmd könnunarpróf í íslensku 2011

More information

Fæðuvenjur á unglingsárum og miðjum aldri og tengsl við áhættu á brjóstakrabbameini

Fæðuvenjur á unglingsárum og miðjum aldri og tengsl við áhættu á brjóstakrabbameini Fæðuvenjur á unglingsárum og miðjum aldri og tengsl við áhættu á brjóstakrabbameini Verkefni til doktorsprófs í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands Nemandi: Álfheiður Haraldsdóttir Leiðbeinendur: Laufey

More information

LEIÐARVÍSIR UM ÞÁTTTÖKUNÁM (Service Learning)

LEIÐARVÍSIR UM ÞÁTTTÖKUNÁM (Service Learning) LEIÐARVÍSIR UM ÞÁTTTÖKUNÁM (Service Learning) Frásagnir úr námsferð fræðslustjóra með skólastjórum í Reykjavík, starfsmönnum Fræðslumiðstöðvar og fulltrúum úr fræðsluráði á ráðstefnu og í skólaheimsóknir

More information

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 I GENERAL INFORMATION ABOUT THE SCHOOL 1. Describe the school and its surroundings very

More information

Hvað ræður mishröðum framförum í textaritun barna?

Hvað ræður mishröðum framförum í textaritun barna? Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Sérrit 2016 Um læsi Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 7. september 2016 Yfirlit greina Rannveig Oddsdóttir, Hrafnhildur Ragnarsdóttir, Freyja Birgisdóttir

More information

2. Stefnur og hugmyndafræði sem hafa haft áhrif á listkennslu

2. Stefnur og hugmyndafræði sem hafa haft áhrif á listkennslu Ágrip Í þessari ritgerð, sem er lokaverkefnið mitt til B.Ed gráðu, mun ég fjalla um samvinnu á milli myndlistarskóla og grunnskóla. Í því samhengi mun ég skoða Billedskolen i Tvillingehallen og Myndlistarskólann

More information

GRUNNSKÓLAR UNGT FÓLK 2014

GRUNNSKÓLAR UNGT FÓLK 2014 UNGT FÓLK 14 GRUNNSKÓLAR Menntun, menning, félags, - íþrótta- og tómstundastarf, heilsa, líðan og vímuefnaneysla unglinga í 8., 9. og. bekk á Íslandi. ÆSKULÝÐSRANNSÓKNIR FRÁ 1992 Ungt fólk 14 Grunnskólar

More information

Grunnnám í viðskiptafræði -Staðnám og fjarnám- Námskrá fyrir nám til BS gráðu

Grunnnám í viðskiptafræði -Staðnám og fjarnám- Námskrá fyrir nám til BS gráðu Grunnnám í viðskiptafræði -Staðnám og fjarnám- Námskrá fyrir nám til BS gráðu, Nafn námskrár: BS nám í viðskiptafræði Tengiliður: Sviðsstjóri viðskiptafræðisviðs Lengd náms: Sjö annir Fjöldi eininga: 180,

More information

Könnunarverkefnið. Ljón. Þáttakenndur í Ljónaverkefninu. Rauði hópur. Haust 2009 Börn fædd 2005

Könnunarverkefnið. Ljón. Þáttakenndur í Ljónaverkefninu. Rauði hópur. Haust 2009 Börn fædd 2005 Könnunarverkefnið Ljón Þáttakenndur í Ljónaverkefninu Rauði hópur Haust 2009 Börn fædd 2005 Hópstjóri: Tatjana Lind Jónsson Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina

More information

Guðný Sigríður Ólafsdóttir

Guðný Sigríður Ólafsdóttir Upplýsingatækni og samvirkar aðferðir í læsiskennslu Gagnvirka rafbókin Gula sendibréfið Guðný Sigríður Ólafsdóttir Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Náms- og kennslufræði Upplýsingatækni og miðlun Upplýsingatækni

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr. 54 8. árgangur

More information

Ingvar Sigurgeirsson. Skólabragur sem geðrækt Heilsueflandi skólar Grand hótel, 2. september 2011

Ingvar Sigurgeirsson. Skólabragur sem geðrækt Heilsueflandi skólar Grand hótel, 2. september 2011 Ingvar Sigurgeirsson Skólabragur sem geðrækt Heilsueflandi skólar Grand hótel, 2. september 2011 details how school climate is associated with and / or promotes safety, healthy relationships, engaged learning

More information

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur?

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur? Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur? Málþing um byggðamál og svæðasamvinnu 14. mars 2014 Stefanía Traustadóttir Heimsókn til Norðurbotns (Oulu) apríl 2012 Þátttakendur: Ragnheiður

More information

Um markmið og áfangalýsingu vísast í skólanámskrá og aðalnámskrá grunnskóla. Nemendur kynnast kennara og æfa sig að vera í skólanum.

Um markmið og áfangalýsingu vísast í skólanámskrá og aðalnámskrá grunnskóla. Nemendur kynnast kennara og æfa sig að vera í skólanum. Íslenska 1. bekkur Kennsluáætlun í Haust 2015 Um markmið og áfangalýsingu vísast í skólanámskrá og aðalnámskrá grunnskóla. Haustönn er 19 vikur, Sjá dags í skjal sameing.. Námsefni - viðfangsefni: Tímafjöldi

More information

Örnámskeið Ský Hagnýting Opins Hugbúnaðar. Ólafur Garðarsson ÍKON ehf 19. febrúar. 2009

Örnámskeið Ský Hagnýting Opins Hugbúnaðar. Ólafur Garðarsson ÍKON ehf  19. febrúar. 2009 Örnámskeið Ský Hagnýting Opins Hugbúnaðar Ólafur Garðarsson ÍKON ehf www.ikon.is 19. febrúar. 2009 Vefhýsing með opnum og frjálsum hugbúnaði LAMP (Linux Apache MySql PHP) vefþjónar hafa yfir 50% markaðshlutdeild.

More information

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og 2006. Kolbeinn Árnason Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE: Coordination of information on the environment eða: Samræming umhverfisupplýsinga

More information

Ná msgrein: Í slenská Bekkur: 4.-5.

Ná msgrein: Í slenská Bekkur: 4.-5. Ná msgrein: Í slenská Bekkur: 4.-5. Tímafjöldi á viku: 8 Kennsluaðferðir og skipulag: Unnið er samkvæmt aðferðum Byrjendalæsis. Lestur, ritun, tal og hlustun eru samofnir þættir og unnið með þá á heildstæðan

More information

Til að forritið vinni með Word þarf að hlaða niður á tölvuna forritsstubbnum Cite While You Write

Til að forritið vinni með Word þarf að hlaða niður á tölvuna forritsstubbnum Cite While You Write Veflæga heimildaskráningarforritið EndNote Web er notað til að halda utan um tilvísanir og búa til heimildaskrár. Hægt er að flytja tilvísanir úr bókasafnsskrám og gagnasöfnum inn í forritið. EndNote Web

More information

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Þórólfur Guðnason yfirlæknir Sóttvarnalæknir, Embætti landlæknis Nóvember 2014 Gastegundir frá eldgosum >95% H 2 O, CO 2 SO 2

More information

Rannsókn á Byrjendalæsi: Markmið, snið, gögn og úrvinnsla

Rannsókn á Byrjendalæsi: Markmið, snið, gögn og úrvinnsla Læsi til samskipta og náms Ráðstefna MSHA um læsi 13. september 2014 Rannsókn á Byrjendalæsi: Markmið, snið, gögn og úrvinnsla Rúnar Sigþórsson Háskólanum á Akureyri runar@unak.is Örstutt um Byrjendalæsi

More information

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018 Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu September 2018 Samantekt Íslandsstofa framkvæmdi viðhorfskönnun í júlí og ágúst 2018 meðal erlendra söluaðila sem selja ferðir til Íslands.

More information

Aðalnámskrá grunnskóla, hæfni og hæfnimiðað námsmat

Aðalnámskrá grunnskóla, hæfni og hæfnimiðað námsmat Aðalnámskrá grunnskóla, hæfni og hæfnimiðað námsmat Hæfnimiðað nám og námsmat Málþing í Brekkuskóla 12. ágúst 2016 Rúnar Sigþórsson prófessor kennaradeild HA OECD: Þrjú meginsvið hæfni 2 Sjálfstæði í persónulegum

More information