1.hluti: yngsta stig bekkur

Size: px
Start display at page:

Download "1.hluti: yngsta stig bekkur"

Transcription

1 KLÉBERGSSKÓLI SKÓLANÁMSKRÁ hluti: yngsta stig bekkur

2 Efnisyfirlit Efnisyfirlit bekkur... 4 Íslenska Byrjendalæsi... 4 Grunnstoðir Byrjendalæsis... 4 Stærðfræði... 5 Lífsleikni... 6 Þemu í 1. og 2. bekk (samfélagsfræði, náttúrufræði og kristinfræði)... 6 Upplýsinga- og tæknimennt... 8 Heimanám:... 9 Þemaverkefni:... Villa! Bókamerki ekki skilgreint. 2. bekkur... 9 Íslenska Byrjendalæsi... 9 Grunnstoðir Byrjendalæsis Lestur og bókmenntir Talað mál og hlustun Skrift, ritun og málfræði Stærðfræði Lífsleikni Þemu í 1. og 2. bekk (samfélagsfræði, náttúrufræði og kristinfræði) Upplýsinga- og tæknimennt: Heimanám: bekkur Íslenska - Byrjendalæsi Grunnstoðir Byrjendalæsis Lestur og bókmenntir Talað mál og hlustun Ritun og málfræði Stærðfræði Þemu í 3. og 4. bekk (lífsleikni, samfélags- og náttúrufræði, kristinfræði, trúarbragðafræði og siðfræði, upplýsinga- og tæknimennt) Lífsleikni... Villa! Bókamerki ekki skilgreint. Upplýsinga og tæknimennt: Enska Útikennsla Heimanám: Sameiginleg þemaverkefni í bekk:... Villa! Bókamerki ekki skilgreint. 4. bekkur Íslenska - Byrjendalæsi Grunnstoðir Byrjendalæsis Lestur og bókmenntir Talað mál og hlustun Ritun og málfræði Stærðfræði Enska Þemu í 3. og 4. bekk (lífsleikni, samfélags- og náttúrufræði, kristinfræði, trúarbragðafræði og siðfræði, upplýsinga- og tæknimennt)

3 Lífsleikni... Villa! Bókamerki ekki skilgreint. Tölvu- og upplýsingatækni Útikennsla Heimanám: Sameiginleg þemaverkefni í bekk: Heimilisfræði 1. til 4. bekkur Hönnun og smíði 1. til 4. bekkur til 2. bekkur bekkur Íþróttir, líkams og heilsurækt 1. til 4. bekkur bekkur bekkur Skólasund bekkur bekkur Myndmennt 1. til 4. bekkur Textilmennt 1. til 3. bekkur Textilmennt 4. bekkur Nemendur æfi sig að sauma í saumavél á blöð og saumi síðan einföld stykki í saumavélinni Nemendur sauma útsaum Tengsl leikskóla og grunnskóla

4 1. bekkur Bekkjarnámskrá er námsáætlun sem gefur upplýsingar um nám í 1. bekk Klébergsskóla skólaárið Hún byggir á þeim námsmarkmiðum sem sett eru fram í Aðalnámskrá grunnskóla 2011 og 2013 og gefur upplýsingar um námsgreinar, kennsluhætti, námsgögn og námsmat. Aðaláherslan verður á einstaklingsmiðað nám, fjölbreytt námsmat og fjölbreyttar kennsluaðferðir. Lögð er áhersla á að nemendum líði vel í skólanum. Nemendur 1. bekkjar eru í einni bekkjardeild. Almenn markmið: að nemendum líði vel í skólanum og þeir öðlist þá tilfinningu að skólinn sé öruggur og notalegur staður í leik og starfi. að efla sjálfstraust og jákvæða sjálfsmynd nemenda. að efla félagsþroska, tilfinningaþroska, hreyfiþroska, málþroska, vitrænan þroska og skynjun nemenda. að nemendur fái tækifæri til að afla sér þekkingar og leikni á fjölbreyttan hátt. Félagslegir þættir Við munum leggja okkur fram við að skapa góðan bekkjaranda og vinna markvisst með samskipti nemenda okkar. Reglulega eru haldnir bekkjarfundir samkvæmt Olweusaráætluninni. Við leggjum líka áherslu á gott foreldrasamstarf til að styrkja okkur, foreldra og nemendur okkar í þessu samstarfi okkar allra. Virðing, samvinna og metnaður eru einkunnarorð Klébergsskóla. Íslenska Byrjendalæsi Byrjendalæsi er samvirk kennsluaðferð i læsi ætluð nemendum í 1., 2.og 3. bekk. Meginmarkmið Byrjendalæsis er að börn nái góðum árangri í læsi sem allra fyrst á skólagöngu sinni. Í Byrjendalæsi er vinna með tal, hlustun, lestur og ritun felld í eina heild undir hatti læsis. Ennfremur eru sértækir þættir móðurmálsins, svo sem hljóðvitund, réttritun, skrift, orðaforði, setningabygging og málfræði tengd inn í ferlið. Gengið er út frá því að börn þurfi að fá lesefni sem kveikir áhuga þeirra, ýtir undir ímyndunaraflið og hvetur til gagnrýninnar hugsunar. Margs konar gæðatexti er lagður til grundvallar lestrarkennslunni og hann nýttur sem efniviður í tæknilega vinnu með stafi og hljóð jafnt sem vinnu með orðaforða, skilning og lestur af ýmsu tagi. Lestur, ritun, tal og hlustun eru samofnir þættir og unnið er með þá heildstæðan hátt í kennslu. Merkingabær viðfangsefni, unnið er út frá gæðatexta. Grunnstoðir Byrjendalæsis Markviss samvinna og samskipti nemenda í námi. Einstaklingsmiðun í kennslu, stigskiptur stuðningur við nám. Markviss kennsla aðferða sem eru gagnlegar við lestur, ritun og til að eflinga skilning og orðaforða. Leiðsagnarmat, samofið námi og kennslu. 4

5 Markmið: Að nemendur: Læri stafina, hljóð þeirra og mynd. Læri að tengja saman hljóð og lesa einfaldan texta. Læri að draga rétt til stafs og skrifa léttan texta. Kynnist rími og hrynjanda og leiki sér með málið á fjölbreyttan hátt. Kynnist þulum, kvæðum, vísum og söngvum. Fái góða þjálfun í að tjá sig og að hlusta á aðra. Kynnist bókmenntum við hæfi. Kynnist þekktum íslenskum þjóðsögum. Kynnist ævintýrum frá ýmsum löndum. Náms og kennslugögn: Ýmsar barnabækur og fræðitextar sem skrifaðir eru fyrir börn. Markviss málörvun. Ýmsar léttlestrarbækur og vinnubækur. Það er leikur að læra: Vinnubækur 1 og 2. Kennsluforrit og ýmis ljósrit til að þjálfa stafina. Námsmat: Mat á frammistöðu í tímum Stöðupróf Lesskimunarpróf Hraðlestrarpróf Stöðumat og sjálfsmat Stærðfræði Markmið: Að nemendur: Þekki þau stærðfræðilegu hugtök sem unnið er með. Vinni með samlagningu og frádrátt. Temji sér að rökstyðja svör sín og niðurstöður. Þjálfist í að finna ólíkar leiðir við lausn verkefna. Geti lesið og skrifað tölur upp í 50. Geti lesið úr einföldum töflum og súluritum og sett gögn sín þannig upp. Geti rætt um stærðfræðileg málefni. Vinni með ýmsar þrautir og þrautalausnir. Læri um mynstur og ýmsar tegundir flokkunar. Kynnist lögun og heitum á helstu formum. Læri að skilja einfaldan tímaás. Náms og kennslugögn: Eining 1 og 2 Kátt er í Kynjadal Kennsluforrit í stærðfræði Ýmis ljósrituð verkefni. Ýmis hjálpargögn. Sproti 2a (aukaefni) 5

6 Námsmat: Kannanir á talnaskilningi nokkrum sinnum yfir veturinn. Vinna og virkni í tímum. Próf Lífsleikni Námsgreinin lífsleikni á að stuðla að því að byggja upp alhliða þroska nemandans til þess að hann geti betur tekist á við kröfur og áskoranir daglegs lífs. Lífsleikni gefur dýrmæt tækifæri til þess að efla félagsþroska nemenda. Fengist er við þætti sem tengjast því að vera þátttakandi í lýðræðislegu þjóðfélagi, tilheyra fjölskyldu, eiga vini og félaga, vinna með öðrum og setja sig í spor annarra. Markmið: Að nemendur séu færir um að túlka mismunandi tilfinningar. virði leikreglur í hópleikjum. geti bent á og nefnt ýmsa þætti í umhverfinu sem hafa áhrif á líðan hans. geti velt fyrir sér jafnréttishugtakinu út frá ýmsum sjónarhornum. þjálfist í að tjá tilfinningar sínar, hugsanir og væntingar á ýmsan hátt, t.d. með orðum eða látbragði. geti sett sig í spor deiluaðila og leitað sáttaleiða. Lífsleikni kemur við sögu í flestum námsgreinum þar sem hópavinna og samskipti nemenda fer fram. Einnig verða umræður og umfjallanir um sérstök málefni tekin fyrir, sem og leikir og önnur verkefni sem efla félagsþroskann. Lífsleiknin er oft samtvinnuð við bekkjartímana sem unnir eru útfrá Olweusarverkefninu. Þemu í 1. og 2. bekk (samfélagsfræði, náttúrufræði og kristinfræði) Verklag: 1. og 2. bekkur er með tveggja ára rúllandi skipulag í þemu. Þemun eru mikið unnin með samþættingu námsgreina í hug þó aðallega Byrjendalæsi. Mikil áhersla verður lögð á skapandi verkefni og hópasamvinnu. Veturinn Markmið: Að nemandi: Kynnist lítillega ljóstillífun. Læri um það hvernig jólum er háttað á Norðurlöndunum. Læri um risaeðlur. Þekki algengustu viltu dýrin í heiminum. Þekki nokkur landsspendýr Kynnist hvernig bílar og önnur farartæki virka. Læri umferðarreglur. Læri að fara eftir reglum og skilji mikilvægi þess að fara eftir reglum. Skilji mikilvægi þess að vera hluti af hópi. Læri um vatnið, loftið, ljósið og veðrið. Taki fyrir ýmsa sögulega atburði. 6

7 Kynnist frásögum af Jesú. Þekki tilefni jóla og páska. Fáist við siðræn viðfangsefni sem tengjast vináttu og merkingu orðanna rétt og rangt, mitt og þitt og fyrirgefningu. Veturinn Markmið: Að nemandi: Þekki nánasta umhverfi í víðu samhengi, bæði manngert og náttúrulegt. Ræði um afleiðingar árstíðabreytinga á nánasta umhverfi. Þekki algengustu húsdýrin. Læri að fara eftir reglum og skilji mikilvægi þess að fara eftir reglum. Þekki helstu líkamshluta, starfsemi líkamans og skynfæri. Átti sig á muninum á hollum og óhollum mat. Læri umferðarreglur. Læri um veðrið. Skilji mikilvægi þess að vera hluti af hópi. Læri hver þjóðhátíðadagur Íslendinga er, að við eigum þjóðsöng og höfum forseta, Alþingi og ríkisstjórn. Einnig að aðrar þjóðir eigi sér þjóðhöfðingja og þjóðsöng. Geti raðað atburðum í tímaröð. Geri sér grein fyrir því að íslendingar eru hluti af stærri heild. Sameiginleg þemu í bekk veturinn : Land og þjóð: Þorrinn og gömlu mánuðirnir og goð. Heimabyggð: Ísland fyrr og nú, atvinnuvegir, fjölskyldan, fatnaður og heimilið (Komdu og skoðaðu íslenska þjóðhætti og Ísland áður fyrr). Jólaþema: Jól í gamla daga, íslensku jólasveinarnir. Vettvangsferð í árbæjarsafnið. Náttúruþema: Fuglar, loftið og plöntur. Sameiginleg þemu í bekk veturinn : Land og þjóð: Landnámið, skjaldamerkið, fáninn, þjóðhátíðardagurinn, þjóðsögur, landnámsmenn og víkingar. Heimabyggðin: Sveitin Kjalarnesið og Kjósin. Jólaþema: Fjölmenning. Náttúruþema: Fjöllin. Sameiginleg þemu í bekk veturinn : Land og þjóð: Lýðveldið Ísland: Þjóðsöngurinn, Jón Sigurðsson, forsetarnir, Alþingi o.fl. Vettvangsferð í Alþingishúsið og Þjóðmenningarhúsið. Heimabyggðin: Norðurlönd. Jólaþema: Jól á Norðurlöndum. Náttúruþema: Vatn lífið í ferskvatni. 7

8 Sameiginleg þemu í bekk veturinn : Land og þjóð: Draugar, þjóðsögur, álfar og tröll. Heimabyggðin: Þjóðerni barna. Komdu og skoðaðu land og þjóð. Jólaþema: Jólaboðskapurinn unninn á myndrænan hátt. Vettvangsferð í miðbæinn. Náttúruþema: Fjaran fiskar. Náms og kennslugögn: Veturinn Dýrin, Komdu og skoðaðu hvað dýrin gera. Tré, Námsefni: Blaðgræna ( glærur). Risaeðlur. Fjaran -hafið, Komdu og skoðaðu hafið. Umferðafræðsla: Góða ferð. Regnboginn. Bíllinn, Komdu og skoðaðu bílinn. Umhverfið eftir Gunnhildi Óskarsdóttur. Trúarbrögðin okkar Ýmis verkefni Veturinn Húsdýrin, námsefni: Flettibók. Líkaminn, námsefni: Komdu og skoðaðu líkamann og Um mig og þig. Umhverfið, námsefni: Komdu og skoðað umhverfið Umferðafræðsla, námsefni: Aðgát í umferðinni. Undrið Ýmis verkefni Námsmat: Símat og leiðsagnarmat. Gert er grein fyrir stöðu nemenda í foreldraviðtölum. Upplýsinga- og tæknimennt Markmið: Að nemendur Temji sér ákveðna umgengishætti við tölvur. Geti kveikt, komist inn og gengið rétt frá tölvunni og náð í þau forrit sem notuð eru. Geti notað tölvumús og prentað skjal. Kynnist veraldarvefnum. Læri að leita að efni og upplýsingum á vefnum. Kynnist notkun á bókasafni skólans. Náms og kennslugögn: Tölvur 8

9 Kennsluforrit Netið Námsmat: Ekkert formlegt próf en virkni í kennslustundum er metin. Heimanám: Nemendur fá lesefni og er gert ráð fyrir því að nemendur lesi heima daglega. Að auki eiga nemendur að gera eitt til tvö verkefni til viðbótar sem er annaðhvort skrift, stærðfræði eða sögugerð. Nemendur fá heimanámsáætlun og bækur að vinna í heim á fimmtudögum og eiga að skila þeim í síðasta lagi á miðvikudegi næstu viku. 2. bekkur Bekkjarnámskrá er námsáætlun sem gefur upplýsingar um nám í 2. bekk Klébergsskóla skólaárið Hún byggir á þeim námsmarkmiðum sem sett eru fram í Aðalnámskrá grunnskóla frá 2011 og 2013 og gefur upplýsingar um námsgreinar, kennsluhætti, námsgögn og námsmat. Aðaláherslan verður á einstaklingsmiðað nám, fjölbreytt námsmat og fjölbreyttar kennsluaðferðir. Lögð er áhersla á að nemendum líði vel í skólanum. Virðing, samvinna og metnaður eru einkunnarorð Klébergsskóla. Almenn markmið: að nemendum líði vel í skólanum og þeir öðlist þá tilfinningu að skólinn sé öruggur og notalegur staður í leik og starfi. að efla sjálfstraust og jákvæða sjálfsmynd nemenda. að efla félagsþroska, tilfinningaþroska, hreyfiþroska, málþroska, vitrænan þroska og skynjun nemenda. að nemendur fái tækifæri til að afla sér þekkingar og leikni á fjölbreyttan hátt. Félagslegir þættir Við munum leggja okkur fram við að skapa góðan bekkjaranda og vinna markvisst með samskipti nemenda okkar. Reglulega eru haldnir bekkjarfundir samkvæmt Olweusaráætluninni. Við leggjum líka áherslu á gott foreldrasamstarf til að styrkja okkur, foreldra og nemendur okkar í þessu samstarfi okkar allra. Íslenska Byrjendalæsi Byrjendalæsi er samvirk kennsluaðferð i læsi ætluð nemendum í 1. 2.og 3. bekk. Meginmarkmið Byrjendalæsis er að börn nái góðum árangri í læsi sem allra fyrst á skólagöngu sinni. Í Byrjendalæsi er vinna með tal, hlustun, lestur og ritun felld í eina heild undir hatti læsis. Ennfremur eru sértækir þættir móðurmálsins, svo sem hljóðvitund, réttritun, skrift, orðaforði, setningabygging og málfræði tengd inn í ferlið. Gengið er út frá því að börn þurfi að fá lesefni sem kveikir áhuga þeirra, ýtir undir ímyndunaraflið og hvetur til gagnrýninnar hugsunar. Margs konar gæðatexti er lagður til grundvallar lestrarkennslunni og hann nýttur sem efniviður í tæknilega vinnu með stafi og hljóð jafnt sem vinnu með orðaforða, skilning og lestur af ýmsu tagi. Lestur, ritun, tal og hlustun eru samofnir þættir og unnið er með þá á heildstæðan hátt í kennslu. Merkingabær viðfangsefni, unnið er út frá gæðatexta. 9

10 Grunnstoðir Byrjendalæsis Markviss samvinna og samskipti nemenda í námi Einstaklingsmiðun í kennslu, stigskiptur stuðningur við nám. Markviss kennsla aðferða sem eru gagnlegar við lestur, ritun og til að efla skilning og orðaforða. Leiðsagnarmat, samofið námi og kennslu Lestur og bókmenntir Markmið: Að nemendur: Auki lestrarhæfni, lestrarhraða, orðaforða og lesskilning og þjálfi skýra framsögn. Þekki mismunandi grunnflokka bókmennta t.d. skáldsögur, myndasögur, þjóðsögur, ævintýri, ljóð o.s.fr. Þjálfist í að fjalla um bókmenntir. Þjálfist í að lesa fyrirmæli og fara eftir þeim. Þjálfist í upplestri. Þekki bókmenntahugtökin sögupersóna, söguþráður og boðskapur. Læri ljóð, söngtexta og orðatiltæki. Geti dregið saman og endursagt viðburði í sögu í réttri röð. Geti lesið úr einföldum myndritum. Geti tengt eigin reynslu við lesefni. Geti spurt spurninga úr efni bóka. Þekki bókatitla og einstaka höfunda. Geti valið sér bækur við hæfi. Námsefni: Barnabækur og fræðitextar sem skrifaðir eru fyrir börn. Léttlestrarbækur og bækur af bókasafni við hæfi hvers og eins. Heimalestrarbækur við hæfi hvers og eins. Ljóð Ýmsar sögubækur. Námsmat: Mat á frammistöðu í tímum. Stöðupróf. Lesskimunarpróf. Hraðlestrarpróf. Stöðumat og sjálfsmat. Lesskilningsverkefni. Talað mál og hlustun Markmið: Að nemendur: 10

11 Geri sér grein fyrir þeim reglum sem gilda þegar margir þurfa að tjá sig í einu og læri að fara eftir þeim. Geti tjáð sig fyrir framan hóp. Geti sagt frá eigin reynslu. Geti rökstutt sitt mál. Geti endursagt frásagnir. Geti hlustað á upplestur. Geti svarað spurningum úr því sem þeir hafa hlustað á. Námsefni: Ýmsir textar, sögur, ljóð, þulur og leikir. Námsmat: Símat. Gerð er grein fyrir stöðu nemenda í foreldraviðtölum. Skrift, ritun og málfræði Markmið: Að nemendur Læri að draga rétt til stafs og þjálfist að nota þá skriftargerð sem þeim er kennd. Nái auknum skriftarhraða. Nái tökum á að setja eigið efni skýrt og skipulega fram. Þjálfist í að stafsetja rétt. Geti samið sögur og ljóð. Geti lýst atburðum, hlutum og umhverfi í rituðu máli. Geti nýtt sér ýmsa ritunarramma t.d hugtakakort, samanburðarkort, leitarkort, skipulag sögu og einkenni sögupersóna. Þekki hugtökin bókstafur, hljóð, orð og setning. Þekki sérhljóða og samhljóða. Þekki nafnorð, sérnöfn og samnöfn. Þekki samheiti, andheiti og samsett orð. Þekki stafrófið. Fylgi einföldum fyrirmælum. Þekki greinamerkin punktur og spurningamerki. Námsmat: Próf og vinna vetrarins metin og lögð til grundvallar í lokaeinkunn. Mikilvægt er að námsmat sé leiðandi fyrir nemendur. Skriftarpróf eru tekin í lok hverrar annar, viðmiðin verða sem hér segir Halli réttur og jafn Er dregið rétt til stafs Tengikrókar réttir Orðabil Frágangur Námsefni: Skriftarbækur 11

12 Ýmiss verkefni Sögubækur sem unnið er út frá. Stærðfræði Markmið: Að nemendur: öðlist skilning á uppbyggingu tugakerfisins geri sér grein fyrir að það geti verið margar leiðir við lausn stærðfræðiverkefna læri að draga ályktanir og rökstyðja þær þjálfi reikniaðgerðirnar fjórar, plús, mínus, margföldun og deilingu þjálfist í að nota mismunandi hjálpargögn fái þjálfun í hugarreikningi og að vinna með vasareikni þekki mismunandi mælieiningar og algeng hugtök í rúmfræði geti lesið úr myndritum vinni með öðrum að lausn þrauta, ræði um og prófi mismunandi lausnarleiðir þjálfist í að lesa á klukku Námsefni: Eining 3 og 4 Sproti 2a og 2b Ýmis kennsluforrit. Tíu - tuttugu Verkefni fyrir vasareikni. Spil. Ljósrituð aukaverkefni. Námsmat: Próf, verkefnaskil og símat. Lífsleikni Námsgreinin lífsleikni á að stuðla að því að byggja upp alhliða þroska nemandans til þess að hann geti betur tekist á við kröfur og áskoranir daglegs lífs. Lífsleikni gefur dýrmæt tækifæri til þess að efla félagsþroska nemenda. Fengist er við þætti sem tengjast því að vera þátttakandi í lýðræðislegu þjóðfélagi, tilheyra fjölskyldu, eiga vini og félaga, vinna með öðrum og setja sig í spor annarra. Markmið: Að nemendur séu færir um að túlka mismunandi tilfinningar. virði leikreglur í hópleikjum. geti bent á og nefnt ýmsa þætti í umhverfinu sem hafa áhrif á líðan hans. geti velt fyrir sér jafnréttishugtakinu út frá ýmsum sjónarhornum. þjálfist í að tjá tilfinningar sínar, hugsanir og væntingar á ýmsan hátt, t.d. með orðum eða látbragði. 12

13 geti sett sig í spor deiluaðila og leitað sáttaleiða. Lífsleikni kemur við sögu í flestum námsgreinum þar sem hópavinna og samskipti nemenda fer fram. Einnig verða umræður og umfjallanir um sérstök málefni tekin fyrir, sem og leikir og önnur verkefni sem efla félagsþroskann. Lífsleiknin er oft samtvinnuð við bekkjartímana sem unnir eru útfrá Olweusarverkefninu. Þemu í 1. og 2. bekk (samfélagsfræði, náttúrufræði og kristinfræði) Verklag: 1. og 2. bekkur er með tveggja ára rúllandi skipulag í þemu. Þemun eru mikið unnin með samþættingu námsgreina í hug þó aðallega Byrjendalæsi. Mikil áhersla verður lögð á skapandi verkefni og hópasamvinnu. Veturinn Markmið: Að nemandi: Kynnist lítillega ljóstillífun. Læri um það hvernig jólum er háttað á Norðurlöndunum. Læri um risaeðlur. Þekki algengustu viltu dýrin í heiminum. Þekki nokkur landspendýr Kynnist hvernig bílar og önnur farartæki virka. Læri umferðarreglur. Læri að fara eftir reglum og skilji mikilvægi þess að fara eftir reglum. Skilji mikilvægi þess að vera hluti af hópi. Læri um vatnið, loftið, ljósið og veðrið. Taki fyrir ýmsa sögulega atburði. Kynnist frásögum af Jesú. Þekki tilefni jóla og páska. Fáist við siðræn viðfangsefni sem tengjast vináttu og merkingu orðanna rétt og rangt, mitt og þitt og fyrirgefningu. Veturinn Markmið: Að nemandi: Þekki nánasta umhverfi í víðu samhengi, bæði manngert og náttúrulegt. Ræði um afleiðingar árstíðabreytinga á nánasta umhverfi. Þekki algengustu húsdýrin. Læri að fara eftir reglum og skilji mikilvægi þess að fara eftir reglum. Þekki helstu líkamshluta, starfsemi líkamans og skynfæri. Átti sig á muninum á hollum og óhollum mat. Læri umferðarreglur. Læri um veðrið. Skilji mikilvægi þess að vera hluti af hópi. Læri hver þjóðhátíðadagur Íslendinga er, að við eigum þjóðsöng og höfum forseta, Alþingi og ríkisstjórn. Einnig að aðrar þjóðir eigi sér þjóðhöfðingja og þjóðsöng. Geti raðað atburðum í tímaröð. 13

14 Geri sér grein fyrir því að íslendingar eru hluti af stærri heild. Sameiginleg þemu í bekk veturinn : Land og þjóð: Þorrinn og gömlu mánuðirnir og goð. Heimabyggð: Ísland fyrr og nú, atvinnuvegir, fjölskyldan, fatnaður og heimilið (Komdu og skoðaðu íslenska þjóðhætti og Ísland áður fyrr). Jólaþema: Jól í gamla daga, íslensku jólasveinarnir. Vettvangsferð í árbæjarsafnið. Náttúruþema: Fuglar, loftið og plöntur. Sameiginleg þemu í bekk veturinn : Land og þjóð: Landnámið, skjaldamerkið, fáninn, þjóðhátíðardagurinn, þjóðsögur, landnámsmenn og víkingar. Heimabyggðin: Sveitin Kjalarnesið og Kjósin. Jólaþema: Fjölmenning. Náttúruþema: Fjöllin. Sameiginleg þemu í bekk veturinn : Land og þjóð: Lýðveldið Ísland: Þjóðsöngurinn, Jón Sigurðsson, forsetarnir, Alþingi o.fl. Vettvangsferð í Alþingishúsið og Þjóðmenningarhúsið. Heimabyggðin: Norðurlönd. Jólaþema: Jól á Norðurlöndum. Náttúruþema: Vatn lífið í ferskvatni. Sameiginleg þemu í bekk veturinn : Land og þjóð: Draugar, þjóðsögur, álfar og tröll. Heimabyggðin: Þjóðerni barna. Komdu og skoðaðu land og þjóð. Jólaþema: Jólaboðskapurinn unninn á myndrænan hátt. Vettvangsferð í miðbæinn. Náttúruþema: Fjaran fiskar. Náms og kennslugögn: Veturinn Dýrin, Komdu og skoðaðu hvað dýrin gera. Tré, Námsefni: Blaðgræna ( glærur). Risaeðlur. Fjaran -hafið, Komdu og skoðaðu hafið. Umferðafræðsla: Góða ferð. Regnboginn. Bíllinn, Komdu og skoðaðu bílinn. Umhverfið eftir Gunnhildi Óskarsdóttur. Trúarbrögðin okkar 14

15 Ýmis verkefni Veturinn Húsdýrin, námsefni: Flettibók. Líkaminn, námsefni: Komdu og skoðaðu líkamann og Um mig og þig. Umhverfið, námsefni: Komdu og skoðað umhverfið Umferðafræðsla, námsefni: Aðgát í umferðinni. Undrið Ýmis verkefni Námsmat: Símat og leiðsagnarmat. Gert er grein fyrir stöðu nemenda í foreldraviðtölum Upplýsinga- og tæknimennt: Markmið: Að nemendur Temji sér ákveðna umgengishætti við tölvur. Getið kveikt, komist inn og gengið rétt frá tölvunni og náð í þau forrit sem notuð eru. Geti notað tölvumús og prentað skjal. Kynnist veraldarvefnum. Læri að leita að efni og upplýsingum á vefnum. Kynnist notkun á bókasafni skólans. Læri á ipad Náms og kennslugögn: Tölvur Kennsluforrit Netið ipad Bækur á bókasafni. Námsmat: Ekkert formlegt próf en virkni í kennslustundum er metin. Heimanám: Nemendur fá lesefni og er gert ráð fyrir því að nemendur lesi heima daglega. Að auki eiga nemendur að vinna í stærðfræði og íslensku sem fer heim á föstudegi og skila á miðvikudegi. Heimanámið í íslensku er oftast tengt Byrjendalæsinu. 3. bekkur Bekkjarnámskrá er námsáætlun sem gefur upplýsingar um nám í 3. bekk Klébergsskóla skólaárið Hún byggir á þeim námsmarkmiðum sem sett eru fram í Aðalnámskrá grunnskóla frá 2011 og 2013 og gefur upplýsingar um námsgreinar, kennsluhætti, námsgögn og námsmat. 15

16 Aðaláherslan verður á einstaklingsmiðað nám, fjölbreytt námsmat og fjölbreyttar kennsluaðferðir. Lögð er áhersla á að nemendum líði vel í skólanum. Samkennsla er í 3. og 4. bekk í íslensku, samfélagsfræði, náttúrufræði, trúarbragðafræði og íþróttum. Virðing, samvinna og metnaður eru einkunnarorð Klébergsskóla. Almenn markmið: að nemendum líði vel í skólanum og þeir öðlist þá tilfinningu að skólinn sé öruggur og notalegur staður í leik og starfi. að efla sjálfstraust og jákvæða sjálfsmynd nemenda. að efla félagsþroska, tilfinningaþroska, hreyfiþroska, málþroska, vitrænan þroska og skynjun nemenda. að nemendur fái tækifæri til að afla sér þekkingar og leikni á fjölbreyttan hátt. Félagslegir þættir Við munum leggja okkur fram við að skapa góðan bekkjaranda og vinna markvisst með samskipti nemenda okkar. Reglulega eru haldnir bekkjarfundir samkvæmt Olweusaráætluninni. Við leggjum líka áherslu á gott foreldrasamstarf til að styrkja okkur, foreldra og nemendur okkar í þessu samstarfi okkar allra. Íslenska - Byrjendalæsi Byrjendalæsi er samvirk kennsluaðferð i læsi ætluð nemendum í 1. 2.og 3. bekk. Meginmarkmið Byrjendalæsis er að börn nái góðum árangri í læsi sem allra fyrst á skólagöngu sinni. Í Byrjendalæsi er vinna með tal, hlustun, lestur og ritun er felld í eina heild undir hatti læsis. Ennfremur eru sértækir þættir móðurmálsins, svo sem hljóðvitund, réttritun, skrift, orðaforði, setningabygging og málfræði tengd inn í ferlið. Gengið er út frá því börn þurfi að fá lesefni sem kveikir áhuga þeirra, ýtir undir ímyndunaraflið og hvetur til gagnrýninnar hugsunar. Margs konar gæðatexti er lagður til grundvallar lestrarkennslunni og hann nýttur sem efniviður í tæknilega vinnu með stafi og hljóð jafnt sem vinnu með orðaforða, skilning og lestur af ýmsu tagi. Lestur, ritun, tal og hlustun eru samofnir þættir og unnið er með þá á heildstæðan hátt í kennslu. Merkingabær viðfangsefni, unnið er út frá gæðatexta. Grunnstoðir Byrjendalæsis Markviss samvinna og samskipti nemenda í námi Einstaklingsmiðun í kennslu, stigskiptur stuðningur við nám. Markviss kennsla aðferða sem eru gagnlegar við lestur, ritun og til að efla skilning og orðaforða Leiðsagnarmat, samofið námi og kennslu Lestur og bókmenntir Markmið: Að nemendur: auki lestrarhæfni, lestrarhraða, orðaforða og lesskilning og þjálfi skýra framsögn kynnist mismunandi bókmenntatextum þjálfist í að fjalla um bókmenntir þjálfist í að lesa fyrirmæli og fara eftir þeim 16

17 þjálfist í upplestri læri ljóð, söngtexta og orðatiltæki Námsefni: barnabækur og fræðitextar sem skrifaðir eru fyrir börn léttlestrarbækur og bækur af bókasafni við hæfi hvers og eins heimalestrarbækur við hæfi hvers og eins ýmsar sögubækur Námsmat: stöðupróf lesskimunarpróf hraðlestrarpróf lesskilningsverkefni virkni í tímum Talað mál og hlustun Markmið: Að nemendur: geri sér grein fyrir þeim reglum sem gilda þegar margir þurfa að tjá sig í einu og læri að fara eftir þeim geti tjáð sig fyrir framan hóp geti sagt frá eigin reynslu geti rökstutt sitt mál geti endursagt frásagnir geti hlustað á upplestur geti svarað spurningum úr því sem þeir hafa hlustað á Námsefni: Ýmsir textar, sögur, ljóð, þulur og leikir. Námsmat: Símat. Gerð er grein fyrir stöðu nemenda í foreldraviðtölum. Ritun og málfræði Markmið: Að nemendur læri að draga rétt til stafs og þjálfist að nota þá skriftargerð sem þeim er kennd nái auknum skriftarhraða nái tökum á að setja eigið efni skýrt og skipulega fram þjálfist í að stafsetja rétt geti samið sögur og ljóð geti lýst atburðum, hlutum og umhverfi í rituðu máli þekki hugtökin bókstafur, hljóð, orð og málsgrein geti raðað í stafrófsröð þekki nafnorð, sérnöfn, samnöfn, fallbeygingu nafnorða, kyn orða, eintölu og fleirtölu þekki sagnorð og átti sig á muninum á nútíð og þátíð geri sér grein fyrir stigbreytingu og kynbeygingu lýsingarorða. læri að nota stofn orða í réttritun. þekki orðtök og málshætti. 17

18 Námsmat: Próf og vinna vetrarins metin og lögð til grundvallar í lokaeinkunn. Mikilvægt er að námsmat sé leiðandi fyrir nemendur. Skriftarpróf eru tekin í lok hverrar annar, viðmiðin verða sem hér segir halli réttur og jafn er dregið rétt til stafs tengikrókar réttir orðabil frágangur Námsefni: skriftarbækur ýmis verkefni Ritrún 1-3, Ás, Tvistur og Þristur sem aukabækur Stærðfræði Markmið: Að nemendur öðlist skilning á uppbyggingu tugakerfisins geri sér grein fyrir að það geti verið margar leiðir við lausn stærðfræðiverkefna læri að draga ályktanir og rökstyðja þær þjálfi fjórar reikniaðgerðir, samlagningu, frádrátt, margföldun og deilingu þjálfist í að nota mismunandi hjálpargögn fái þjálfun í hugarreikningi og að vinna með vasareikni þekki mismunandi mælieiningar og algeng hugtök í rúmfræði geti lesið úr myndritum vinni með öðrum að lausn þrauta, ræði um og prófi mismunandi lausnarleiðir og skýri fyrir öðrum þjálfist í að lesa á klukku Námsefni: kennslubækur: Eining 5 og 6, Sproti 3a og b, nemenda- og æfingabækur ýmsar stærðfræðibækur, t.d. Tíu-Tuttugu ýmis kennsluforrit. verkefni fyrir vasareikni. spil. Námsmat: próf verkefnaskil símat 18

19 Þemu í 3. og 4. bekk (lífsleikni, samfélags- og náttúrufræði, kristinfræði, trúarbragðafræði og siðfræði, upplýsinga- og tæknimennt) Þemu í 3. og 4. bekk (samfélagsfræði, náttúrufræði og kristinfræði) Verklag: 3. og 4. bekkur er með tveggja ára rúllandi skipulag í þemu. Þemun eru mikið unnin með samþættingu námsgreina í hug þó aðallega Byrjendalæsi. Mikil áhersla verður lögð á skapandi verkefni og hópasamvinnu. Markmið veturinn Að nemendur: Kynnist notkun landakorta og annar korta. Læri um íslensku húsdýrin og lífið á íslenskum sveitabæjum. Læri um veðurfar á Íslandi og kynnist helstu veðurtáknum. Kynnist árstíðunum og helstu einkennum þeirra. Kynnist sögu mannskynsins. Læri um helstu lífverur í fersku vatni. Læri um hringrásir í náttúrunni. Læri um himingeiminn, jörðina, sólina, tunglið og reikistjörnur í sólkerfi okkar. Markmið veturinn Að nemendur: Kynnis umhverfisvernd og flokkun sorps. Kynnist helstu umferðarreglum og merkjum hennar. Læri um veðurfar á Íslandi og kynnist helstu veðurtáknum. Læri um helstu tegundir trjáa á Íslandi. Læri um helstu einkenni Íslands. Kynnist hugtökunum eldur og orka. Kynnist hugtökunum kraftur og hreyfing, viðnám, orka og fleiri eðlisfræðilegum fyrirbærum sem eru tengd við það umhverfi sem börnin þekkja en jafnframt sett í sögulegt samhengi. Sameiginleg þemu í bekk veturinn : Land og þjóð: Þorrinn og gömlu mánuðirnir og goð. Heimabyggð: Ísland fyrr og nú, atvinnuvegir, fjölskyldan, fatnaður og heimilið (Komdu og skoðaðu íslenska þjóðhætti og Ísland áður fyrr). Jólaþema: Jól í gamla daga, íslensku jólasveinarnir. Vettvangsferð í árbæjarsafnið. Náttúruþema: Fuglar, loftið og plöntur. Sameiginleg þemu í bekk veturinn : Land og þjóð: Landnámið, skjaldamerkið, fáninn, þjóðhátíðardagurinn, þjóðsögur, landnámsmenn og víkingar. 19

20 Heimabyggðin: Sveitin Kjalarnesið og Kjósin. Jólaþema: Fjölmenning. Náttúruþema: Fjöllin. Sameiginleg þemu í bekk veturinn : Land og þjóð: Lýðveldið Ísland: Þjóðsöngurinn, Jón Sigurðsson, forsetarnir, Alþingi o.fl. Vettvangsferð í Alþingishúsið og Þjóðmenningarhúsið. Heimabyggðin: Norðurlönd. Jólaþema: Jól á Norðurlöndum. Náttúruþema: Vatn lífið í ferskvatni. Sameiginleg þemu í bekk veturinn : Land og þjóð: Draugar, þjóðsögur, álfar og tröll. Heimabyggðin: Þjóðerni barna. Komdu og skoðaðu land og þjóð. Jólaþema: Jólaboðskapurinn unninn á myndrænan hátt. Vettvangsferð í miðbæinn. Náttúruþema: Fjaran fiskar. Námsefni veturinn Komdu og skoðaðu landakort Kostuleg kort og gröf Ævintýri og þjóðsögur Náttúran allan ársins hring Komdu og skoðaðu sögu mannkyns Ísland er landið þitt Komdu og skoðaðu himingeiminn Komdu og skoðaðu eldhúsið Komdu og skoðaðu hringrásirnar Tilraunir í náttúrufræði tengt ljósi, lofti, rafmagni, hljóði og segli Æsa og Gauti Námsefni veturinn Fræðsluefni frá Sorpu Góða ferð umferðarfræðsla Veraldarvefurinn: nams.is, vedur.is og yr.no. Græðlingur, nams.is-yrkja Námsmat: Þátttaka nemenda í hópavinnu og umræðum. Vinna í vinnubók metin. Símat. Jafningjamat. Sjálfsmat. 20

21 Skriflegt próf í einstaka þáttum. Námsmarkmið Nemandi: kynnist sögum úr Gamla testamentinu kynnist siðfræði kristinnar trúar kynnist lífi og starfi Jesú Krists auki þekkingu sína á dauða og upprisu Jesú kynnist kirkjuárinu og kanni merkingu aðventutímans í kristnu helgihaldi og uppruna jólahalds víða um heim. kynnist trúarlegum táknum, guðþjónustu og kirkjulegum athöfnum kynnist gyðingdómi, m.a. með frásögum úr lífi jafnaldra læri að meta það sem vel er gert og öðlist hæfni til að hrósa og uppörva aðra þroski með sér tillitssemi og nærgætni í samskiptum við aðra Námsgögn Birtan Gyðingdómur - sáttmáli þjóðar Námsmat Námsmat byggist á virkni nemenda í kennslustundum, afrakstri, könnunum og prófum. Upplýsinga og tæknimennt: Markmið Nemendur: Hafi tileinkað sér jákvætt viðhorf til tölva og þjálfast í að umgangast þær sem sjálfsagt verkfæri. Þekki helstu hluta tölvu og hafi tileinkað sér íslenskan orðaforða þar um. Geti notað tölvu til að skrifa og prenta út eigin texta. Þjálfist í fingrasetningu. Kunni að búa til möppur og nota möppur í tölvum. Geti skeytt myndum inn í texta. Þekki grunnatriði Word ritvinnslu. Þjálfist í leit á Veraldarvefnum. Námsgögn Vélritunarkennsluforritið Fingrafimi, ýmis kennsluforrit, veraldarvefurinn, ritvinnsluforritið Microsoft Word. Námsmat Námsmat byggist á virkni nemenda í kennslustundum og unnum verkefnum. Enska Markmið Að nemandi skilji fyrirmæli og leiðbeiningar kennara á ensku geti tjáð sig á ensku, sem sagt heilsað og kynnt sig skilji einfalda texta á ensku geti fylgt ýmsum barnatextum, sem sagt þulum, rími og rappi þjálfist í stafsetningu einfaldra orða 21

22 Námsgögn Right on vinnubók og aukaverkefni. Námsmat Virkni og vinna í kennslustundum. Próf. Útikennsla Markmið efla hreyfingu nemenda efla útiveru og hreysti efla námsaðlögun með samþættingu námsgreina s.s. bóklegra greina, lífsleikni, íþrótta og náttúrufræði efla þekkingu nemenda á nærsamfélaginu gera námið merkingarbært veita nám við raunverulegar aðstæður styrkja sjálfsmynd Heimanám: Nemendur fá lesefni og er gert ráð fyrir því að nemendur lesi heima daglega í 15 mínútur. Að auki eiga nemendur að vinna verkefni í stærðfræði og íslensku sem fer heim á föstudegi og skilast á miðvikudegi. 4. bekkur Bekkjarnámskrá er námsáætlun sem gefur upplýsingar um nám í 4. bekk Klébergsskóla skólaárið Hún byggir á þeim námsmarkmiðum sem sett eru fram í Aðalnámskrá grunnskóla frá 2011 og 2013 og gefur upplýsingar um námsgreinar, kennsluhætti, námsgögn og námsmat. Aðal áherslan verður á einstaklingsmiðað nám, fjölbreytt námsmat og fjölbreyttar kennsluaðferðir. Lögð er áhersla á að nemendum líði vel í skólanum. Samkennsla er í 1., 2., 3. og 4. bekk í þemaverkefnum. Virðing, samvinna og metnaður eru einkunnarorð Klébergsskóla. Almenn markmið: að nemendum líði vel í skólanum og þeir öðlist þá tilfinningu að skólinn sé öruggur og notalegur staður í leik og starfi. að efla sjálfstraust og jákvæða sjálfsmynd nemenda. að efla félagsþroska, tilfinningaþroska, hreyfiþroska, málþroska, vitrænan þroska og skynjun nemenda. að nemendur fái tækifæri til að afla sér þekkingar og leikni á fjölbreyttan hátt. Félagslegir þættir Við munum leggja okkur fram við að skapa góðan bekkjaranda og vinna markvisst með samskipti nemenda okkar. Reglulega eru haldnir bekkjarfundir samkvæmt Olweusaráætluninni. Við leggjum líka 22

23 áherslu á gott foreldrasamstarf til að styrkja okkur, foreldra og nemendur okkar í þessu samstarfi okkar allra. Íslenska - Byrjendalæsi Byrjendalæsi er samvirk kennsluaðferð i læsi ætluð nemendum í 1. 2.og 3. bekk. Meginmarkmið Byrjendalæsis er að börn nái góðum árangri í læsi sem allra fyrst á skólagöngu sinni. Í Byrjendalæsi er vinna með tal, hlustun, lestur og ritun er felld í eina heild undir hatti læsis. Ennfremur eru sértækir þættir móðurmálsins, svo sem hljóðvitund, réttritun, skrift, orðaforði, setningabygging og málfræði tengd inn í ferlið. Gengið er út frá því að börn þurfi að fá lesefni sem kveikir áhuga þeirra, ýtir undir ímyndunaraflið og hvetur til gagnrýninnar hugsunar. Margs konar gæðatexti er lagður til grundvallar lestrarkennslunni og hann nýttur sem efniviður í tæknilega vinnu með stafi og hljóð jafnt sem vinnu með orðaforða, skilning og lestur af ýmsu tagi. Lestur, ritun, tal og hlustun eru samofnir þættir og unnið er með þá á heildstæðan hátt í kennslu. Merkingabær viðfangsefni, unnið er út frá gæðatexta. Grunnstoðir Byrjendalæsis Markviss samvinna og samskipti nemenda í námi Einstaklingsmiðun í kennslu, stigskiptur stuðningur við nám. Markviss kennsla aðferða sem eru gagnlegar við lestur, ritun og til að efla skilning og orðaforða Leiðsagnarmat, samofið námi og kennslu Lestur og bókmenntir Markmið: Að nemendur: auki lestrarhæfni, lestrarhraða, orðaforða og lesskilning og þjálfi skýra framsögn geti lesið sér til gagns og gamans, hátt og í hljóði þjálfist í gagnvirkum lestri þjálfist í að vinna með hugtök og hugtakakort þjálfist í að búa til orð af orði Kynnist mismunandi bókmenntatextum kunni að afla sér upplýsinga úr bókum og af Netinu Þjálfist í að fjalla um bókmenntir þekki hugtökin söguþráður, sögupersónur og boðskapur þjálfist í að lesa fyrirmæli og fara eftir þeim þjálfist í upplestri læri ljóð, söngtexta og orðatiltæki geti lesið úr myndrænu efni, svo sem kvikmyndum fyrir börn einföldum skýringarmyndum og kortum Námsefni: barnabækur og fræðitextar sem skrifaðir eru fyrir börn léttlestrarbækur og bækur af bókasafni við hæfi hvers og eins heimalestrarbækur við hæfi hvers og eins. 23

24 Kennsluforrit í íslensku ýmsar sögubækur (m.a. Sögusteinn) notast er við aðferðir í Byrjendalæsi, Orð af orði og Gagnvirkum lestri. Námsmat: Hraðlestrarpróf. Lesskilningsverkefni metin til einkunna. Símat. Virkni í tímum. Talað mál og hlustun Markmið: Að nemendur: geri sér grein fyrir þeim reglum sem gilda þegar margir þurfa að tjá sig í einu og læri að fara eftir þeim geti tjáð sig fyrir framan hóp á leikrænan og rökrænan hátt geti sagt frá eigin reynslu geti rökstutt sitt mál geti endursagt frásagnir hafa skýran og áheyrilegan framburð geti hlustað á upplestur geti svarað spurningum úr því sem þeir hafa hlustað á Námsefni: Ýmsir textar, sögur, ljóð, þulur og leikir. Námsmat: Ekki verður formlegt námsmat í þessum þætti, heldur er kennari stöðugt að meta frammistöðu nemenda og merkja við framfarir. Gert er grein fyrir stöðu nemenda í foreldraviðtölum. Ritun og málfræði Markmið: Að nemendur geti skrifað skýrt og læsilega nái auknum skriftarhraða þjálfist í að stafsetja rétt nái tökum á að setja eigið efni skýrt og skipulega fram geti skrifað fræðitexta út frá hugtakakorti geti samið sögur og ljóð þekki grunnþætti í byggingu texta inngang, meginmál og niðurlag geti lýst atburðum, hlutum og umhverfi í rituðu máli hafi kynnst orðabókum og fleiri hjálpargögnum geti raðað í stafrófsröð þekki hugtökin andheiti, samheiti og samsett orð þekki nafnorð, sérnöfn, samnöfn, fallbeygingu nafnorða, kyn orða, eintölu og fleirtölu þekki sagnorð og átti sig á muninum á nútíð og þátíð geri sér grein fyrir stigbreytingu og kynbeygingu lýsingarorða. læri að nota stofn orða í réttritun. þekki orðtök og málshætti. 24

25 Námsefni: Ýmiss verkefni Ljósrituð vinnublöð Bókmennta- og fræðitextar fyrir börn. Námsmat: Skrift: Próf og vinna vetrarins metin í lokaeinkunn. Próf í lok miðannar og vorannar. Símat, verkefni og vinnusemi vetrarins metin. Stærðfræði Námsmarkmið Að nemandi: Námsefni: öðlist leikni í reikniaðgerðum og efli talnaskilning sinn öðlist skilning á stærðfræðihugtökum og tileinki sér vinnubrögð stærðfræðinnar geti tjáð sig um stærðfræði, útskýrt hugsun sína um hana fyrir öðrum, leitað lausna og sett þær fram á fjölbreyttan hátt með því að beita skapandi hugsun, ígrundun og röksemdafærslu og fylgt röksemdafærslu annarra geti notað hugtök og táknmál úr stærðfræði og hentug verkfæri, þ.m.t. hlutbundin gögn og tölvur til rannsókna á og samræðu um stærðfræðileg viðfangsefni geti unnið einn og í samvinnu við aðra að því að rannsaka, greina, túlka, setja fram tilgátur og finna lausnir á viðfangsefnum sem tengjast daglegu lífi með fjölbreyttum aðferðum og kynnt niðurstöður sínar, lesið og lagt mat á einfaldan stærðfræðitexta geti fundið almenna reglu í mynstri og sagt fyrir um framhald þess og leyst einfaldar jöfnur geti notað hugtök úr rúmfræði og unnið með rúmfræðilegar færslur, búið til líkön og teiknað skýringarmyndir, áætlað og mælt lengd, flöt, rými, þyngd, tíma og hitastig og nýtt talnalínu, tugakerfi og hlutbundin gögn og tölvur til þessara hluta geti gert rannsóknir á umhverfi sínu, unnið og lesið úr niðurstöðum sínum og sett upp í einföld myndrit, tekið þátt í umræðum um gagnasöfnun, tilviljanir og líkur og gert einfaldar tilraunir með líkur gert rannsóknir á umhverfi sínu, talið, flokkað og skráð, lesið úr niðurstöðum sínum og sett upp í einföld myndrit Eining 7 og 8 Námsmat: Verkefni fyrir vasareikni. Aðrar stærðfræðibækur sem aukaefni eins og Sproti, Stefnum að margföldun og Stefnum að deilingu Kennsluforrit á internetinu Ítarefni frá kennara Virkni í kennslustundum Verkefnavinna Próf 25

26 Enska Markmið Að nemandi skilji fyrirmæli og leiðbeiningar kennara á ensku geti tjáð sig á ensku, sem sagt heilsað og kynnt sig skilji einfalda texta á ensku geti fylgt ýmsum barnatextum, sem sagt þulum, rími og rappi þjálfist í stafsetningu einfaldra orða Námsgögn Right on vinnubók. Námsmat Virkni og vinna í kennslustundum. Próf. Þemu í 3. og 4. bekk (lífsleikni, samfélags- og náttúrufræði, kristinfræði, trúarbragðafræði og siðfræði, upplýsinga- og tæknimennt) Verklag: 1. og 2. bekkur er með tveggja ára rúllandi skipulag í þemu. Þemun eru mikið unnin með samþættingu námsgreina í hug þó aðallega Byrjendalæsi. Mikil áhersla verður lögð á skapandi verkefni og hópasamvinnu. Markmið veturinn Að nemendur: Kynnist notkun landakorta og annarra korta. Læri um íslensku húsdýrin og lífið á íslenskum sveitabæjum. Læri um veðurfar á Íslandi og kynnist helstu veðurtáknum. Kynnist árstíðunum og helstu einkennum þeirra. Kynnist sögu mannskynsins. Læri um helstu lífverur í fersku vatni. Læri um hringrásir í náttúrunni. Læri um himingeiminn, jörðina, sólina, tunglið og reikistjörnur í sólkerfi okkar. Markmið veturinn Að nemendur: Kynnis umhverfisvernd og flokkun sorps. Kynnist helstu umferðarreglum og merkjum hennar. 26

27 Læri um veðurfar á Íslandi og kynnist helstu veðurtáknum. Læri um helstu tegundir trjáa á Íslandi. Læri um helstu einkenni Íslands. Kynnist hugtökunum eldur og orka. Kynnist hugtökunum kraftur og hreyfing, viðnám, orka og fleiri eðlisfræðilegum fyrirbærum sem eru tengd við það umhverfi sem börnin þekkja en jafnframt sett í sögulegt samhengi. Námsefni veturinn Komdu og skoðaðu landakort Kostuleg kort og gröf Ævintýri og þjóðsögur Náttúran allan ársins hring Komdu og skoðaðu sögu mannkyns Ísland er landið þitt Komdu og skoðaðu himingeiminn Komdu og skoðaðu eldhúsið Komdu og skoðaðu hringrásirnar Tilraunir í náttúrufræði tengt ljósi, lofti, rafmagni, hljóði og segli Æsa og Gauti Sameiginleg þemu í bekk veturinn : Land og þjóð: Þorrinn og gömlu mánuðirnir og goð. Heimabyggð: Ísland fyrr og nú, atvinnuvegir, fjölskyldan, fatnaður og heimilið (Komdu og skoðaðu íslenska þjóðhætti og Ísland áður fyrr). Jólaþema: Jól í gamla daga, íslensku jólasveinarnir. Vettvangsferð í árbæjarsafnið. Náttúruþema: Fuglar, loftið og plöntur. Sameiginleg þemu í bekk veturinn : Land og þjóð: Landnámið, skjaldamerkið, fáninn, þjóðhátíðardagurinn, þjóðsögur, landnámsmenn og víkingar. Heimabyggðin: Sveitin Kjalarnesið og Kjósin. Jólaþema: Fjölmenning. Náttúruþema: Fjöllin. Sameiginleg þemu í bekk veturinn : Land og þjóð: Lýðveldið Ísland: Þjóðsöngurinn, Jón Sigurðsson, forsetarnir, Alþingi o.fl. Vettvangsferð í Alþingishúsið og Þjóðmenningarhúsið. Heimabyggðin: Norðurlönd. Jólaþema: Jól á Norðurlöndum. Náttúruþema: Vatn lífið í ferskvatni. Sameiginleg þemu í bekk veturinn : Land og þjóð: Draugar, þjóðsögur, álfar og tröll. 27

28 Heimabyggðin: Þjóðerni barna. Komdu og skoðaðu land og þjóð. Jólaþema: Jólaboðskapurinn unninn á myndrænan hátt. Vettvangsferð í miðbæinn. Náttúruþema: Fjaran fiskar. Námsefni veturinn Fræðsluefni frá Sorpu Góða ferð umferðarfræðsla Veraldarvefurinn: nams.is, vedur.is og yr.no. Græðlingur, nams.is-yrkja Námsmat: Þátttaka nemenda í hópavinnu og umræðum. Vinna í vinnubók metin. Símat. Jafningjamat. Sjálfsmat. Skriflegt próf í einstaka þáttum. Námsmarkmið Nemandi: kynnist sögum úr Gamla testamentinu kynnist siðfræði kristinnar trúar kynnist lífi og starfi Jesú Krists auki þekkingu sína á dauða og upprisu Jesú kynnist kirkjuárinu og kanni merkingu aðventutímans í kristnu helgihaldi og uppruna jólahalds víða um heim. kynnist trúarlegum táknum, guðþjónustu og kirkjulegum athöfnum kynnist gyðingdómi, m.a. með frásögum úr lífi jafnaldra læri að meta það sem vel er gert og öðlist hæfni til að hrósa og uppörva aðra þroski með sér tillitssemi og nærgætni í samskiptum við aðra Námsgögn Birtan Gyðingdómur - sáttmáli þjóðar Námsmat Námsmat byggist á virkni nemenda í kennslustundum, afrakstri, könnunum og prófum. Tölvu- og upplýsingatækni Markmið Nemendur: Þjálfist í fingrasetningu. Kunni að búa til möppur og nota möppur í tölvum. Geti skeytt myndum inn í texta. Þekki grunnatriði Word ritvinnslu. 28

29 Þjálfist í leit á Veraldarvefnum. Námsgögn Vélritunarkennsluforritið Fingrafimi, ýmis kennsluforrit, veraldarvefurinn, ritvinnsluforritið Microsoft Word. Námsmat Námsmat byggist á virkni nemenda í kennslustundum og unnum verkefnum. Útikennsla Markmið efla hreyfingu nemenda efla útiveru og hreysti efla námsaðlögun með samþættingu námsgreina s.s. bóklegra greina, lífsleikni, íþrótta og náttúrufræði efla þekkingu nemenda á nærsamfélaginu gera námið merkingarbært veita nám við raunverulegar aðstæður styrkja sjálfsmynd Heimanám: Nemendur fá lesefni og er gert ráð fyrir því að nemendur lesi heima daglega í 15 mínútur. Að auki eiga nemendur að vinna verkefni í stærðfræði og íslensku sem fer heim á föstudegi og skila á miðvikudegi. Sameiginleg þemaverkefni í bekk: Unnin eru þemaverkefni þar sem nemendur 4. bekkjar vinna ásamt öðrum nemendum skólans að verkefnum. Verkefnin eru breytileg en við brjótum upp skólastarfið og vinnum með nemendum í öðrum árgöngum. Verkefnin eru unnin í sameiningu við bekk. Auk þess er unnið við árshátíðarbúning þar sem bekkur vinna að sameiginlegu verkefni bekkur vinna saman að þemaverkefni fjórum sinnum á ári. Auk neðangreindra verkefna þá eru stöðugt verið að vinna að þemaverkefnum og samþættingu námsgreina innan bekkjarins. Sameiginleg þemu í bekk veturinn : Land og þjóð: Lýðveldið Ísland: Þjóðsöngurinn, Jón Sigurðsson, forsetarnir, Alþingi o.fl. Vettvangsferð í Alþingishúsið og Þjóðmenningarhúsið. Heimabyggðin: Norðurlönd. Jólaþema: Jól á Norðurlöndum. Náttúruþema: Fjaran fiskar. Sameiginleg þemu í bekk veturinn : Land og þjóð: Draugar, þjóðsögur, álfar og tröll. Heimabyggðin: Þjóðerni barna. Komdu og skoðaðu land og þjóð. Jólaþema: Jólaboðskapurinn unninn á myndrænan hátt. 29

30 Vettvangsferð í miðbæinn. Náttúruþema: Vatn lífið í ferskvatni. Sameiginleg þemu í bekk veturinn : Land og þjóð: Þorrinn og gömlu mánuðirnir og goð. Heimabyggð: Ísland fyrr og nú, atvinnuvegir, fjölskyldan, fatnaður og heimilið (Komdu og skoðaðu íslenska þjóðhætti og Ísland áður fyrr). Jólaþema: Jól í gamla daga, íslensku jólasveinarnir. Vettvangsferð í árbæjarsafnið. Náttúruþema: Fuglar, loftið og plöntur. Sameiginleg þemu í bekk veturinn : Land og þjóð: Landnámið, skjaldamerkið, fáninn, þjóðhátíðardagurinn, þjóðsögur, landnámsmenn og víkingar. Heimabyggðin: Sveitin Kjalarnesið og Kjósin. Jólaþema. Náttúruþema: Fjöllin. Heimilisfræði 1. til 4. bekkur Hæfniviðmið: Matur og lífshættir Við lok 4. bekkjar getur nemandi: tjáð sig á einfaldan hátt um heilbrigða lífshætti, valið hollan mat og útskýrt áhrif hans á líkama og líðan, tjáð sig um helstu kostnaðarliði við matargerð og heimilishald almennt. Matur og vinnubrögð Við lok 4. bekkjar getur nemandi: útbúið með aðstoð einfaldar og hollar máltíðir, farið eftir einföldum uppskriftum og notað til þess einföld mæli- og eldhúsáhöld, sagt frá helstu hættum sem fylgja vinnu í eldhúsi, nýtt ýmsa miðla til að afla upplýsinga um einfaldar uppskriftir. 30

31 Kennslutilhögun: Bókleg vinna ásamt verklegri kennslu í kennslueldhúsi. Námsgögn: Gott og gaman, heimilisfræði fyrir byrjendur, Hollt og gott 1-3 og ýmsar uppskriftir héðan og þaðan. Námsmat: Mat á frammistöðu í tímum og vinnubók. Símat og verkefni. Hönnun og smíði 1. til 4. bekkur 1. til 2. bekkur Markmið: Smíða hlut út frá gefinni forskrift sem byggist á ákveðinni virkni, lausn, útliti eða þema Nemendur eiga að skilgreina hugmyndir sínar og lýsa með myndum. Ætlast er til að nemandi hugi að lit og formi. Nemendur ræða í hóp um verkefni sín og útlista þau. Kynnist einföldustu verkfærum smíðastofu og fái þjálfun í réttri notkun þeirra. Kennslugögn Einföld verkfæri t.d hamrar, útsögunarsagir og efni sem þægilegt er að vinna. Námsþættir Farið er í að kynna mismunandi byggingarefni, læra meðferð og notkun einfaldra smíðaverkfæra og umgengni við þau. Verkefni Blöðrubátur sem gengur fyrir lofti, skilaboðaklemma, valverkefni/ Jólaskraut. Námsmat Símat kennara, sjálfsmat, lokaafurð metin, vinnuteikningar metnar, lítið próf bekkur Markmið : Að nemandi öðlist færni í að hanna og smíða nytjahluti með listræna útfærslu í huga og hafi hannað og smíðað hlut út frá gefinni forskrift sem byggist á ákveðinni virkni, lausn, útliti eða þema Nemendur eiga að skilgreina hugmyndir sínar og lýsa með myndum. Ætlast er til að nemandi hugi að aðferð, efnisvali, lit og formi, útliti og notagildi. Mikilvægt er að nemendur geti rætt í hóp um verkefni sín og útlistað þau og starfað í hóp að sjálfstæðum og/eða sameiginlegum viðfangsefnum Kennslugögn Ýmis efni og tæki smíðastofu. Hugmyndabækur. Námsþættir Verkleg verkefni nýsköpun og útlitshönnun. Verkefni Tvö skylduverkefni aðallega gerð úr tré en einnig öðrum efnum og ákveðin verkefni tengd árstíðunum. Valverkefni að þeim loknum Nemendur hvattir til að vinna saman að lausnum og sýna sjálfstæð vinnubrögð. 31

32 Námsmat Símat kennara, sjálfsmat, lokaafurð metin, vinnuteikningar metnar. Íþróttir, líkams og heilsurækt 1. til 4. bekkur Í íþróttum í Klébergsskóla er lögð áhersla á: Að nemendur kynnist og fái grunnþekkingu á þeim fjölmörgu íþróttagreinum sem í boði eru. Að nemendur taki þátt í allskyns líkams- og heilsurækt tengt íþróttum. Að nemendum líði vel og fái að njóta sín á eigin forsendum í íþróttatímum. Að tímarnir séu fjölbreyttir og margvíslegir. Að nemendur læri að bera ábyrgð á eigin heilsu og þekkja líkama sinn. Að nemendur læri að umgangast áhöld og tæki af virðingu. Að nemendur læri að bera virðingu fyrir hvert öðru og umhverfi sínu. Í Klébergsskóla geta tveir árgangar verið saman í íþróttum í hverjum tíma og er þeim skipt í tvo hópa bekkur eru saman og 4.-5.bekkur saman. Er það gert til að jafna hópana. Samtals fá hóparnir tvo 40 mínútna tíma á viku, samtals 80 mínútur. Kennsluárinu er skipt niður í tvö tímabil og áhersla lögð á ákveðnar íþróttagreinar meira en aðrar á hverju tímabili. Í lok hverrar annar er nemendum bekkjar gefið námsmat. Fyrstu fimm vikur haustannar og síðustu fimm vikur vorannar er útileikfimi. Nemendur taki með sér fatnað eftir veðri. Námsgögn Íþróttafatnaður. Handklæði. Reglur í íþróttahúsi Nemendum ber að raða skóm í skóhillur í anddyri og hengja útifatnað á snaga áður en gengið er inn í búningsklefa. Nemendur bíða í röð í búningsklefa þangað til kennari kemur og nær í þau og beðið er eftir þögn áður en nemendum er hleypt inn í sal. Áður en merkt er í viðveruskrá þurfa nemendur að sitja stilltir upp við batta og hafa hljóð. Taki nemandi þátt í íþróttatíma er honum skylt að vera í viðeingandi íþróttafatnaði. Gleymi nemandi íþróttafötum eða af öðrum orsökum getur ekki tekið þátt í tímanum skal hann sinna öðru námsefni sem hann tekur með sér á meðan. Ef nemandi getur ekki tekið þátt í íþróttatíma af einhverjum ástæðum ber foreldi/forráðamanni að tilkynna slíkt til ritara skólans áður en tími hefst. Nemendum ber að fara í sturtu eftir íþróttatíma. Öll neysla matar og drykkja er bönnuð í búningsklefa og íþróttasal. Nemendum ber að skilja farsíma eftir í skólastofu eða í afgreiðslu íþróttahússins á meðan viðvera þeirra er þar. Nemendum ber að fylgja fyrirmælum starfsfólks íþróttahússins sem og íþróttakennara. Námsmat Endurgjöf. Frammistöðumat. Mat á frammistöðu í tímum. Verkleg próf. Einkunn Einkunn er metin eftir eftirfarandi þáttum: 32

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 8. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst 15. 18. ágúst 21. 25. ágúst 28. ág 1. sept. 15. skipulagsdagur 16. skipulagsdagur 17. Skipulagsdagur 18. skipulagsdagur

More information

Námsflokkar Hæfniviðmið Kennsluhættir Námsmat Getur fundið lykilupplýsingar í. Lesskilningur æfður uppúr textum úr stuttum texta með nokkuð ríkulegum

Námsflokkar Hæfniviðmið Kennsluhættir Námsmat Getur fundið lykilupplýsingar í. Lesskilningur æfður uppúr textum úr stuttum texta með nokkuð ríkulegum Bekkur: 8.bekkur Námsgrein: Enska Kennarar: Helga Lára Bæringsdóttir og Guðmundur Ásgeir Sveinsson Tímafjöldi: 4 Námsgögn: Lykilhæfni: Námsgreinin kemur inn á alla þætti lykilhæfni sem unnið er út frá

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

2. bekkur bekkur bekkur bekkur bekkur Bekkur bekkur bekkur bekkur...

2. bekkur bekkur bekkur bekkur bekkur Bekkur bekkur bekkur bekkur... 2. bekkur... 1 3. bekkur... 1 4. bekkur... 2 5. bekkur... 3 6. bekkur... 5 7. Bekkur... 6 8. bekkur... 8 9. bekkur... 9 10. bekkur... 11 2. bekkur Enska Markmið kennslunnar er að kynna ensku fyrir nemendum,

More information

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

Íslenska 7 kennslustundir á viku Lestur, málfræði, stafsetning, ritun, ljóð, bókmenntir, skrift, hlustun, tjáning.

Íslenska 7 kennslustundir á viku Lestur, málfræði, stafsetning, ritun, ljóð, bókmenntir, skrift, hlustun, tjáning. 4. bekkur Markmið náms og kennslu í Áslandsskóla í öllum námsgreinum byggja á markmiðum Aðalnámskrár. Hægt er að finna Aðalnámsskrá grunnskóla í heild sinni á vef Menntamálaráðuneytisins: www.mrn.stjr.is

More information

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

Bekkjarnámskrá Grunnskóla Hornafjarðar bekkur

Bekkjarnámskrá Grunnskóla Hornafjarðar bekkur Bekkjarnámskrá Grunnskóla Hornafjarðar 2016 7. bekkur Efnisyfirlit Lykilhæfni... 3 Íslenska... 4 Stærðfræði... 11 Samfélagsgreinar... 15 Landafræði... 19 Saga... 19 Lífsleikni... 20 Náttúrufræði... 21

More information

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum Raddir fjölbreyttra kennarahópa Sólveig Karvelsdóttir, lektor, HÍ Hafdís Guðjónsdóttir, dósent, HÍ Rannsóknin er hluti af tveimur rannsóknum Fjölbreyttir kennarahópar

More information

Kennsluáætlun - Íslenska Haust 2015

Kennsluáætlun - Íslenska Haust 2015 Kennsluáætlun - Íslenska Haust 20 2. bekkur Kennari: Linda Sjöfn Sigurðardóttir Um markmið og áfangalýsingu vísast í skólanámskrá og aðalnámskrá grunnskóla. Haustönn 24. ág.. jan. kennsluvika 24-28 ágúst

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

Námsáætlun 6. bekkjar. 1. Íslenska. Lestur

Námsáætlun 6. bekkjar. 1. Íslenska. Lestur Námsáætlun 6. bekkjar 1. Íslenska Lestur lesi skýrt og áheyrilega sjálfum sér og öðrum til ánægju nái góðum leshraða, geti lesið af öryggi og efli lesskilning geti lesið nokkuð flókin fyrirmæli og farið

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

Umsjónarkennarar: Gyða Gunnarsdóttir, Svandís B. Harðardóttir og Þórir Ingibergsson

Umsjónarkennarar: Gyða Gunnarsdóttir, Svandís B. Harðardóttir og Þórir Ingibergsson 7. bekkur Umsjónarkennarar: Gyða Gunnarsdóttir, Svandís B. Harðardóttir og Þórir Ingibergsson Íslenska 5 kennslustundir Lestur, bókmenntir og ljóð: Efli leshraða og lesskilning með lestri texta af ýmsu

More information

Vopnafjarðarskóli. Kennsluáætlanir haust bekkur. Kennarar. Ása Sigurðardóttir: íslenska. Sólrún Dögg Baldursdóttir: stærðfræði og lego - val

Vopnafjarðarskóli. Kennsluáætlanir haust bekkur. Kennarar. Ása Sigurðardóttir: íslenska. Sólrún Dögg Baldursdóttir: stærðfræði og lego - val Vopnafjarðarskóli Kennsluáætlanir haust 2016 9. bekkur Kennarar Ása Sigurðardóttir: íslenska Sólrún Dögg Baldursdóttir: stærðfræði og lego - val Svava Birna Stefánsdóttir: enska Aðalbjörn Björnsson: danska

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

Umsjónarkennarar: Katrín S. Theodórsdóttir, Sigríður Sigurðardóttir og Stefán Þór Sigurjónsson.

Umsjónarkennarar: Katrín S. Theodórsdóttir, Sigríður Sigurðardóttir og Stefán Þór Sigurjónsson. 5. bekkur Umsjónarkennarar: Katrín S. Theodórsdóttir, Sigríður Sigurðardóttir og Stefán Þór Sigurjónsson. Íslenska 5 kennslustundir að nemandi: Lestur, bókmenntir og ljóð Lesi sér til ánægju og gagns.

More information

Læsisstefna Grunnskóla Reyðarfjarðar

Læsisstefna Grunnskóla Reyðarfjarðar Læsisstefna Grunnskóla Reyðarfjarðar Efnisyfirlit Inngangur... 4 Lestrarkennsluaðferðir... 4 Byrjendalæsi... 4 Orð af orði... 5 Samtengjandi aðferðir... 5 Sundurgreinandi aðferðir... 5 Hljóðlestur... 5

More information

Ingvar Sigurgeirsson. Skólabragur sem geðrækt Heilsueflandi skólar Grand hótel, 2. september 2011

Ingvar Sigurgeirsson. Skólabragur sem geðrækt Heilsueflandi skólar Grand hótel, 2. september 2011 Ingvar Sigurgeirsson Skólabragur sem geðrækt Heilsueflandi skólar Grand hótel, 2. september 2011 details how school climate is associated with and / or promotes safety, healthy relationships, engaged learning

More information

Inngangur... 3 Markmið Holts... 4 Þættir máls og læsis... 4 Orðaforði og málskilningur Leiðir að markmiðum... 9

Inngangur... 3 Markmið Holts... 4 Þættir máls og læsis... 4 Orðaforði og málskilningur Leiðir að markmiðum... 9 Efnisyfirlit Inngangur... 3 Markmið Holts... 4 Þættir máls og læsis... 4 Orðaforði og málskilningur... 4... 5 Máltjáning og frásagnarhæfni... 6... 6 Hlustun og hljóðkerfisvitund... 7... 7 Ritmál... 8...

More information

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

GARÐASKÓLI NÁMSÁÆTLUN Í ENSKU, 10.BEKKUR ENSKA 1023

GARÐASKÓLI NÁMSÁÆTLUN Í ENSKU, 10.BEKKUR ENSKA 1023 Lýsing á námi og kennslu í Garðaskóla er sett fram af kennurum til að koma á framfæri til nemenda markmiðum með þeim verkefnum sem unnin eru í skólanum. miðast við kröfur Aðalnámskrár grunnskóla. Hér er

More information

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

Námsvísar Hvolsskóla. Elsta stig GLEÐI, VIRÐING, VINÁTTA

Námsvísar Hvolsskóla. Elsta stig GLEÐI, VIRÐING, VINÁTTA Námsvísar Hvolsskóla Elsta stig GLEÐI, VIRÐING, VINÁTTA 2015-2016 2 Efnisyfirlit Inngangur... 3 Íslenska... 3... 4 Stærðfræði... 3 Samfélagsfræði... 5 Náttúruvísindi... 6 Enska á elsta stigi... 7 Danska...

More information

LESTRARSTEfnA LEik- og grunnskóla BoRgARByggðAR

LESTRARSTEfnA LEik- og grunnskóla BoRgARByggðAR LESTRARstefna Leik- og Grunnskóla Borgarbyggðar 2017-2021 Starfshópur um lestrarstefnu Borgarbyggðar Aðalheiður Kristjánsdóttir leikskólanum Andabæ Ásta Björk Björnsdóttir skólaþjónustu Borgarbyggðar Elín

More information

Valgreinar fyrir 8. bekk skólaárið

Valgreinar fyrir 8. bekk skólaárið Valgreinar fyrir 8. bekk skólaárið 2016-2017 1 Efnisyfirlit Kennslulýsingar... 3 Valgreinar utan skóla (félagsstörf eða sérskólanám)... 3 Valgreinar í Síðuskóla... 4 Bíó, bókmenntir og menning... 4 E-twinning...

More information

Valgreinar og samvalsgreinar

Valgreinar og samvalsgreinar Valgreinar og samvalsgreinar Skólaárið 2015-2016 9. og 10. bekkur Kennslulýsingar Námsgreinar í 9. og 10. bekk skiptast í kjarna sem er 29 kennslustundir á viku og valgreinar sem eru 8 kennslustundir á

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

Dagskrá Kaffihlé Málstofur 2 lotur Samantekt í lok dags og námstefnuslit

Dagskrá Kaffihlé Málstofur 2 lotur Samantekt í lok dags og námstefnuslit á vegum Miðstöðvar skólaþróunar við Háskólann á Akureyri 16. september 2016. Námstefnan er haldin í tengslum við ráðstefnuna Læsi skilningur og lestraránægja. Dagskrá 12.30 Skráning og afhending gagna

More information

Egilsstaðaskóli Kennsluáætlun vor 2017

Egilsstaðaskóli Kennsluáætlun vor 2017 Egilsstaðaskóli Kennsluáætlun vor 2017 Námsgrein: Enska Árgangur: 8.bekkur Markmið/Námslýsing: Markmið/Námslýsing: Í ensku er lögð áhersla á að nemendur öðlist góða almenna færni í ensku og geti nýtt tungumálið

More information

Öldutúnsskóli. Námsvísir bekkur

Öldutúnsskóli. Námsvísir bekkur Öldutúnsskóli Námsvísir 2012-2013 10. bekkur Umsjónarkennarar 10.J: Sigþór Örn Rúnarsson 10.K: Rannveig Þorvaldsdóttir 10. L: Sigríður Ingadóttir Námsver: Leifur Reynisson Aðalnámskrá grunnskóla Öll markmið

More information

Kennsluáætlun í íslensku Haust 2015 Íslenska 9.bekkur

Kennsluáætlun í íslensku Haust 2015 Íslenska 9.bekkur Kennsluáætlun í íslensku Haust 2015 Íslenska 9.bekkur Tímar á viku: 6 Kennari: Tinna S. Hallgrímsdóttir Um markmið og áfangalýsingu vísast í skólanámskrá og aðalnámskrá grunnskóla. Vika nr. mánaðardagar

More information

GARÐASKÓLI VOR 2017 NÁM OG KENNSLA Í ENSKU Í 10.BEKK

GARÐASKÓLI VOR 2017 NÁM OG KENNSLA Í ENSKU Í 10.BEKK Janúar Febrúar ars Apríl aí Júní S Nýársdagur / Vika 1 1 1 1 Öskudagur L 1 1 Verkalýðsdagurinn F 1 Vorferðir 2 Skipulagsdagur F 2 F 2 S Vika 14 / Dagur barnab. 2 Þ 2 F 2 Vorferðir Þ 3 F 3 F Dagur stærðfræðinnar

More information

Aðalnámskrá grunnskóla, hæfni og hæfnimiðað námsmat

Aðalnámskrá grunnskóla, hæfni og hæfnimiðað námsmat Aðalnámskrá grunnskóla, hæfni og hæfnimiðað námsmat Hæfnimiðað nám og námsmat Málþing í Brekkuskóla 12. ágúst 2016 Rúnar Sigþórsson prófessor kennaradeild HA OECD: Þrjú meginsvið hæfni 2 Sjálfstæði í persónulegum

More information

Ná msgrein: Í slenská Bekkur: 4.-5.

Ná msgrein: Í slenská Bekkur: 4.-5. Ná msgrein: Í slenská Bekkur: 4.-5. Tímafjöldi á viku: 8 Kennsluaðferðir og skipulag: Unnið er samkvæmt aðferðum Byrjendalæsis. Lestur, ritun, tal og hlustun eru samofnir þættir og unnið með þá á heildstæðan

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild Háskólabrú fjarnám Bókalisti vorönn 2019 2. önn Félagsvísinda- og lagadeild Upplýsingatækni og tölfræði: Kennslubók í Excel 2016. Höfundar: Hallur Örn Jónsson og Óli Njáll Ingólfsson Stærðfræði 3: Stærðfræði

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

Nemendur og foreldrar af erlendum uppruna í íslenskum grunnskólum: Áskoranir og tækifæri.

Nemendur og foreldrar af erlendum uppruna í íslenskum grunnskólum: Áskoranir og tækifæri. Nemendur og foreldrar af erlendum uppruna í íslenskum grunnskólum: Áskoranir og tækifæri. Fræðslufundur fyrir grunnskólakennara á höfuðborgarsvæðinu Mánudaginn 18. september 2017 í Skriðu, Menntavísindasviði

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

Val í bekk Sjálandsskóla

Val í bekk Sjálandsskóla al í 8. - 10. bekk Sjálandsskóla alfög í 8.-10. bekk Sjálandsskóla skólaárið 2013-2014 eru kennd á námskeiðum. Hvert námskeið er tvær stundir á viku í 8-9 vikur. Hver nemandi er í þrem valnámskeiðum í

More information

Tálknafjarðarskóli unglingakjarni áætlanir haustið 2013

Tálknafjarðarskóli unglingakjarni áætlanir haustið 2013 Tálknafjarðarskóli unglingakjarni áætlanir haustið 2013 Tálknafjarðarskóli - unglingakjarni, haustið 2013 1 Kæri lesandi, áætlanirnar sem hér birtast gefa nokkra mynd af grunnskólastarfinu á haustönn 2013.

More information

SMIÐJUR Í NORÐLINGASKÓLA Samþætt nám í list- og verkgreinum, náttúrufræði og samfélagsgreinum í bekk

SMIÐJUR Í NORÐLINGASKÓLA Samþætt nám í list- og verkgreinum, náttúrufræði og samfélagsgreinum í bekk Ingvar Sigurgeirsson Ágúst Ólason Sif Vígþórsdóttir Áfangaskýrsla um þróunarverkefnið SMIÐJUR Í NORÐLINGASKÓLA Samþætt nám í list- og verkgreinum, náttúrufræði og samfélagsgreinum í 5. 10. bekk Efnisyfirlit

More information

Leikskólar Dalvíkur, Krílakot og Kátakot. Leikskólar Dalvíkur. Krílakot og Kátakot Námskrá

Leikskólar Dalvíkur, Krílakot og Kátakot. Leikskólar Dalvíkur. Krílakot og Kátakot Námskrá Leikskólar Dalvíkur Krílakot og Kátakot Námskrá 2015-1 - Efnisyfirlit Inngangur...- 4 - Leikskólinn Krílakot...- 5 - Leikskólinn Kátakot...- 5 - Yfirstjórn skólans...- 6 - Fræðslusvið...- 6 - Grundvöllur

More information

Tálknafjarðarskóli eldri kjarni áætlanir haustið 2014

Tálknafjarðarskóli eldri kjarni áætlanir haustið 2014 Tálknafjarðarskóli eldri kjarni áætlanir haustið 2014 Kæri lesandi, áætlanirnar sem hér birtast gefa nokkra mynd af grunnskólastarfinu á haustönn 2014. Þær eru til upplýsingar og veita foreldrum, nemendum

More information

Erindi. Skriða 9:.00 til 9:15 Setning ráðstefnu Hr. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands

Erindi. Skriða 9:.00 til 9:15 Setning ráðstefnu Hr. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands Erindi Skriða 9:.00 til 9:15 Setning ráðstefnu Hr. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands 9:15 til 10:15 Application of the Componential Model of Reading for Assessment and Intervention R. Malatesha Joshi,

More information

Áfangar í frjálsu vali fyrir 3. og 4. bekk

Áfangar í frjálsu vali fyrir 3. og 4. bekk Menntaskólinn á Akureyri Áfangar í frjálsu vali fyrir 3. og 4. bekk á skólaárinu 2014 2015 Vorönn 2014 Valgreinar í boði skólaárið 2014-2015 Nemendur í MA þurfa að ljúka samtals 15 einingum í frjálsu vali.

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

Valgreinar

Valgreinar Valgreinar 2016-2017 1 Efnisyfirlit Valgreinar innan Naustaskóla 2016-2017... 4 Áætlun / námstækni 8. 10. bekkur... 4 Bakstur 8. - 10. bekkur... 4 Fatasaumur 8.- 10.bekkur... 4 Heimilisfræði 8. 10. bekkur...

More information

Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi

Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi Lokaverkefni til B.Ed. prófs Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi Eru ánægðir foreldrar bestu bandamenn kennara? Halldóra Gísladóttir 300955-5419 Kennaraháskóli Íslands

More information

Aðalnámskrár grunnskóla og samræmd könnunarpróf í íslensku

Aðalnámskrár grunnskóla og samræmd könnunarpróf í íslensku Aðalnámskrár grunnskóla og samræmd könnunarpróf í íslensku 2011 2015 Ýr Þórðardóttir Júní 2017 Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Aðalnámskrár grunnskóla og samræmd könnunarpróf í íslensku 2011

More information

Skólanámskrá og Starfsáætlun Dalvíkurskóla

Skólanámskrá og Starfsáætlun Dalvíkurskóla Dalvíkurbyggð 2017 Skólanámskrá og Starfsáætlun Dalvíkurskóla Þekking og færni Virðing og vellíðan 2017-2018 Efnisyfirlit Saga og þróun skólahalds... 5 Stefna skólans... 5 Grunnþættir menntunar... 6 Læsi...

More information

Um markmið og áfangalýsingu vísast í skólanámskrá og aðalnámskrá grunnskóla. Nemendur kynnast kennara og æfa sig að vera í skólanum.

Um markmið og áfangalýsingu vísast í skólanámskrá og aðalnámskrá grunnskóla. Nemendur kynnast kennara og æfa sig að vera í skólanum. Íslenska 1. bekkur Kennsluáætlun í Haust 2015 Um markmið og áfangalýsingu vísast í skólanámskrá og aðalnámskrá grunnskóla. Haustönn er 19 vikur, Sjá dags í skjal sameing.. Námsefni - viðfangsefni: Tímafjöldi

More information

Málþroski, nám og sjálfsmynd

Málþroski, nám og sjálfsmynd Málþroski, nám og sjálfsmynd Stefanía Ólafsdóttir Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Málþroski, nám og sjálfsmynd Stefanía Ólafsdóttir Lokaverkefni til M.Ed.-prófs í sérkennslufræðum

More information

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson Samstarf HR og IGI Ólafur Andri Ragnarsson Leikjaiðnaðurinn 2021 Leikjaiðnaðurinn 2021 5.000 störf 70 milljarðar í heildarútflutningstekjur ef... Photo Ian Parker http://parkerlab.bio.uci.edu/nonscientific_adventures/iceland_man.ht

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

Greinabundin kennsla greinabundið nám í Hvassaleitisskóla

Greinabundin kennsla greinabundið nám í Hvassaleitisskóla SKÓLAÞRÓUNARSVIÐ KENNARADEILDAR HÁSKÓLANS Á AKUREYRI ÞINGVALLASTRÆTI 23 600 AKUREYRI Greinabundin kennsla greinabundið nám í Hvassaleitisskóla Mat á skólastarfi Birna María Svanbjörnsdóttir Jenný Gunnbjörnsdóttir

More information

Hafnarfjörður Grunnskólar Hafnarfjarðar Skólanámskrá. 3. bekkjarnámskrá. Skólanámskrá Hraunvallaskóla

Hafnarfjörður Grunnskólar Hafnarfjarðar Skólanámskrá. 3. bekkjarnámskrá. Skólanámskrá Hraunvallaskóla Hafnarfjörður Grunnskólar Hafnarfjarðar Skólanámskrá 3. bekkjarnámskrá Skólanámskrá Hraunvallaskóla Skólaárið 2018-2019 Skólanámskrá Hraunvallaskóla. Útgefin 2016. Skólanámskrá er útgefin á rafrænu formi

More information

Valgreinar í 6. bekk

Valgreinar í 6. bekk Valgreinar í 6. bekk 2012-2013 Nemendur í II-deildum geta valið 3-9 tíma á viku úr eftirtöldum valgreinum. 6 tíma valgreinar verða líklega á mánudags-, miðvikudags- og föstudagsmorgnum kl. 8:10-9:35 en

More information

Hafnarfjörður Grunnskólar Hafnarfjarðar Skólanámskrá. 8. bekkjarnámskrá skólanámskrá Hraunvallaskóla

Hafnarfjörður Grunnskólar Hafnarfjarðar Skólanámskrá. 8. bekkjarnámskrá skólanámskrá Hraunvallaskóla Hafnarfjörður Grunnskólar Hafnarfjarðar Skólanámskrá 8. bekkjarnámskrá skólanámskrá Hraunvallaskóla Skólaárið 2017-2018 Skólanámskrá Hraunvallaskóla. Útgefin 2017. Skólanámskrá er útgefin á rafrænu formi

More information

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Sérfræðingur í persónurétti Yfirlit Stóra myndin Skyldur GDPR Aðlögunarferli Áskoranir og praktísk ráð 2 3 Yfirlit: Hvað er GDPR?» GDPR

More information

Skipulag skólastarfs í bekk

Skipulag skólastarfs í bekk Skipulag skólastarfs í 8. 10 bekk Árgangamiðað fyrirkomulag er í 8. 10. bekk skólans. Nemendum er því ekki skipt niður í bekki heldur stunda þeir nám í mismunandi hópum eftir faggreinum og upplifa sig

More information

Frásagnir og upplýsingatextar barna í 1. bekk grunnskóla

Frásagnir og upplýsingatextar barna í 1. bekk grunnskóla Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2012 Rannveig Oddsdóttir, Hrafnhildur Ragnarsdóttir og Freyja Birgisdóttir Textaritun byrjenda Frásagnir og upplýsingatextar barna í 1.

More information

Einstaklingsmunur og þróun læsis hjá fjögra til sjö ára börnum

Einstaklingsmunur og þróun læsis hjá fjögra til sjö ára börnum Menntavísindasvið Háskóla Íslands Grein birt 31. desember 2010 Freyja Birgisdóttir Einstaklingsmunur og þróun læsis hjá fjögra til sjö ára börnum Kynntar verða niðurstöður langtímarannsóknar á þroska,

More information

Guðný Sigríður Ólafsdóttir

Guðný Sigríður Ólafsdóttir Upplýsingatækni og samvirkar aðferðir í læsiskennslu Gagnvirka rafbókin Gula sendibréfið Guðný Sigríður Ólafsdóttir Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Náms- og kennslufræði Upplýsingatækni og miðlun Upplýsingatækni

More information

Háskólabrú- staðnám. Bókalisti - Vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Háskólabrú- staðnám. Bókalisti - Vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild Háskólabrú- staðnám Bókalisti - Vorönn 2018-2. önn Félagsvísinda- og lagadeild Upplýsingatækni og tölfræði: Kennslubók í Excel 2016. Höfundar: Hallur Örn Jónsson og Óli Njáll Ingólfsson Stærðfræði 3: Stærðfræði

More information

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur CHEMISTRY The Central 9th Edition Hlutfallareikningur: AðA reikna út frá formúlum og efnajöfnum fnum Lavoisier: Massi varðveitist í efnahvörfum. : lýsa efnahvörfum. Efnajafna : Hvarfefni og myndefni: 2H

More information

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Svíþjóð - stjórnsýslan Þrjú formleg stjórnsýslustig Sveitarfélög, 290 talsins (Local level) Lén, 20 talsins (Regional level) Landsstjórn, 349 þingmenn (National

More information

Rannsókn á Byrjendalæsi: Markmið, snið, gögn og úrvinnsla

Rannsókn á Byrjendalæsi: Markmið, snið, gögn og úrvinnsla Læsi til samskipta og náms Ráðstefna MSHA um læsi 13. september 2014 Rannsókn á Byrjendalæsi: Markmið, snið, gögn og úrvinnsla Rúnar Sigþórsson Háskólanum á Akureyri runar@unak.is Örstutt um Byrjendalæsi

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

Lónsöræfi. Leyndarmál í ríki Vatnajökuls. Verkefni 10. bekkjar Grunnskóla Hornafjarðar

Lónsöræfi. Leyndarmál í ríki Vatnajökuls. Verkefni 10. bekkjar Grunnskóla Hornafjarðar Lónsöræfi Leyndarmál í ríki Vatnajökuls Verkefni 10. bekkjar Grunnskóla Hornafjarðar Summary The elementary school Grunnskóli Hornafjarðar, has for some years been working to connect it s curriculum to

More information

Framhaldsskólapúlsinn

Framhaldsskólapúlsinn Framhaldsskólapúlsinn Mat á líðan og skólabrag í framhaldsskólum Málþing um geðrækt í framhaldsskólum 20. september 2013 Almar M. Halldórsson Skólapúlsinn Skólapúlsinn er veflægt sjálfsmatskerfi fyrir

More information

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Power Point leiðbeiningar Sjónarhorn View Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Outline view - Yfirlitshamur Hér er hægt að rita minnispunkta við hverja glæru fyrir þann sem

More information

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ / 1004720-1004720-3-ABC 2.1.2018 09::16 Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær»»» Reykjavík/HÍ 06:42 06:44 06:45 06:47 06:51 06:52 06: 07:17 07:18 07:22 07:28 07:29 07:31 07:32 07:34 07:36 07:38

More information

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar 1 Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar Introduction to rotating machines 2 Grunnhugtök og meginþættir Klassískar gerðir véla Riðstraumsvélar Samfasavél (synchronous machine) Spanvél (induction machine

More information

Lesið í leik. læsisstefna leikskóla

Lesið í leik. læsisstefna leikskóla Lesið í leik læsisstefna leikskóla 1. útgáfa 2013 Útgefandi: Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Útlitshönnun: Penta ehf. Teikningar: Frá börnum í leikskólunum Sæborg og Ægisborg Ljósmyndir: Sigrún

More information

GRUNNSKÓLAR UNGT FÓLK 2014

GRUNNSKÓLAR UNGT FÓLK 2014 UNGT FÓLK 14 GRUNNSKÓLAR Menntun, menning, félags, - íþrótta- og tómstundastarf, heilsa, líðan og vímuefnaneysla unglinga í 8., 9. og. bekk á Íslandi. ÆSKULÝÐSRANNSÓKNIR FRÁ 1992 Ungt fólk 14 Grunnskólar

More information

Grunnnám í viðskiptafræði -Staðnám og fjarnám- Námskrá fyrir nám til BS gráðu

Grunnnám í viðskiptafræði -Staðnám og fjarnám- Námskrá fyrir nám til BS gráðu Grunnnám í viðskiptafræði -Staðnám og fjarnám- Námskrá fyrir nám til BS gráðu, Nafn námskrár: BS nám í viðskiptafræði Tengiliður: Sviðsstjóri viðskiptafræðisviðs Lengd náms: Sjö annir Fjöldi eininga: 180,

More information

Námsáætlun á haustönn bekkur

Námsáætlun á haustönn bekkur Eðlisfræði Kennari: Brynja Garðarsdóttir Námsefni: Auðvitað og myndbönd. Námsmat: Kannanir 50% og vinnubrögð 50%. Vinnubrögð: Lestur, verkefnavinna og tilraunir. Ágúst: Kynning á bók og vinnubrögðum. September:

More information

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 I GENERAL INFORMATION ABOUT THE SCHOOL 1. Describe the school and its surroundings very

More information

Virk námskrá í íslensku í 6. og 7. bekk grunnskóla í ljósi samræmda íslenskuprófsins

Virk námskrá í íslensku í 6. og 7. bekk grunnskóla í ljósi samræmda íslenskuprófsins Ritrýnd grein Tímarit um menntarannsóknir / Journal of Educational Research (Iceland) 8, 2011, 124.-143. Virk námskrá í íslensku í 6. og 7. bekk grunnskóla í ljósi samræmda íslenskuprófsins í 7. bekk Rúnar

More information

UNGT FÓLK BEKKUR

UNGT FÓLK BEKKUR UNGT FÓLK 16 8.. BEKKUR Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun, heilsuhegðun, heilsuvísar, líðan og framtíðarsýn ungmenna í framhaldsskólum á Íslandi. ÆSKULÝÐSRANNSÓKNIR FRÁ 1992 Ungt fólk 16 Grunnskólar

More information

Leikskólinn Heklukot Ársskýrsla

Leikskólinn Heklukot Ársskýrsla Leikskólinn Heklukot Ársskýrsla 2011-2012 Efnisyfirlit 1 Almennar upplýsingar... 3 1.1 Gerð leikskóla, húsnæði, lóð... 3 1.2 Viðhald/Breytingar... 3 2. Starfsgrundvöllur... 3 2.1 Skipulag... 3 2.2 Uppeldislegar

More information

2. Stefnur og hugmyndafræði sem hafa haft áhrif á listkennslu

2. Stefnur og hugmyndafræði sem hafa haft áhrif á listkennslu Ágrip Í þessari ritgerð, sem er lokaverkefnið mitt til B.Ed gráðu, mun ég fjalla um samvinnu á milli myndlistarskóla og grunnskóla. Í því samhengi mun ég skoða Billedskolen i Tvillingehallen og Myndlistarskólann

More information

Námsmat í þágu hvers? Skýrsla um þróunarverkefni um einstaklingsmiðað námsmat í Ingunnarskóla og Norðlingaskóla

Námsmat í þágu hvers? Skýrsla um þróunarverkefni um einstaklingsmiðað námsmat í Ingunnarskóla og Norðlingaskóla Ingvar Sigurgeirsson Ágúst Ólason Guðlaug Erla Gunnarsdóttir Námsmat í þágu hvers? Skýrsla um þróunarverkefni um einstaklingsmiðað námsmat í Ingunnarskóla og Norðlingaskóla 2006 2009 Lokaskýrsla Október

More information

Handbók Laugargerðisskóla starfsáætlun

Handbók Laugargerðisskóla starfsáætlun Handbók Laugargerðisskóla starfsáætlun 2015-2016 Efnisyfirlit Inngangur... 3 1. Grunnupplýsingar... 3 2. Hlutverk skólans... 3 3. Stefna og markmið Laugargerðisskóla... 4 4. Útfærsla skólans á grunnþáttum

More information

Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll. Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands

Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll. Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands Yfirlit erindis Meginmarkmið og bakgrunnur Nokkrar skilgreiningar Rannsóknaraðferðir

More information

Könnunarverkefnið PÓSTUR

Könnunarverkefnið PÓSTUR Könnunarverkefnið PÓSTUR Þáttakenndur í verkefninu UM PÓST Rauði hópur Vor 2010 Börn fædd 2005 Hópstjóri: Tatjana Lind Jónsson Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina

More information

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur?

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur? Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur? Málþing um byggðamál og svæðasamvinnu 14. mars 2014 Stefanía Traustadóttir Heimsókn til Norðurbotns (Oulu) apríl 2012 Þátttakendur: Ragnheiður

More information

GÆÐASTARF Í GRUNNSKÓLUM. Viðmið og framkvæmd ytra mats grunnskóla

GÆÐASTARF Í GRUNNSKÓLUM. Viðmið og framkvæmd ytra mats grunnskóla GÆÐASTARF Í GRUNNSKÓLUM og framkvæmd ytra mats grunnskóla GÆÐASTARF Í GRUNNSKÓLUM og framkvæmd ytra mats grunnskóla ISBN 978-9979-0-??????? Ritstjóri: Þóra Björk Jónsdóttir Málfarsyfirlestur: Ingólfur

More information

Heimur barnanna, heimur dýranna

Heimur barnanna, heimur dýranna Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2010 Hrefna Sigurjónsdóttir, Hrafnhildur Ævarsdóttir og Gunnhildur Óskarsdóttir Heimur barnanna, heimur dýranna Í þessari grein er greint

More information

GÆÐASTARF Í GRUNNSKÓLUM. Viðmið og framkvæmd ytra mats grunnskóla

GÆÐASTARF Í GRUNNSKÓLUM. Viðmið og framkvæmd ytra mats grunnskóla GÆÐASTARF Í GRUNNSKÓLUM og framkvæmd ytra mats grunnskóla GÆÐASTARF Í GRUNNSKÓLUM og framkvæmd ytra mats grunnskóla ISBN 978-9979-0-2314-2 Ritstjóri: Þóra Björk Jónsdóttir Málfarsyfirlestur: Ingólfur Steinsson

More information

1. tbl. 32. árgangur Málgagn móðurmálskennara

1. tbl. 32. árgangur Málgagn móðurmálskennara Skíma 1. tbl. 32. árgangur 2009 Málgagn móðurmálskennara MIÐALDA- BÓKMENNTIR FYRIR NÚTÍMAFÓLK DYNAMO REYKJAVÍK Hér er í máli og myndum fjallað um íslenskar bókmenntir frá landnámi til siðaskipta á nýstárlegan

More information

- Samvinna um tónlistarnám - Kennaralaun í alþjóðlegu samhengi - Something old, something new... Félagsfærni lærist ekki af sjálfu sér

- Samvinna um tónlistarnám - Kennaralaun í alþjóðlegu samhengi - Something old, something new... Félagsfærni lærist ekki af sjálfu sér Félagsfærni lærist ekki af sjálfu sér BLS 18 Spjaldtölvur í skólastarfi? BLS 32 3.TBL. 11.ÁRG. 2011 - Samvinna um tónlistarnám - Kennaralaun í alþjóðlegu samhengi - Something old, something new... VIÐ

More information

Íslenskir skólar og erlend börn? Skólaþróun í fjölmenningarlegu samfélagi

Íslenskir skólar og erlend börn? Skólaþróun í fjölmenningarlegu samfélagi 147 Íslenskir skólar og erlend börn? Skólaþróun í fjölmenningarlegu samfélagi Hanna Ragnarsdóttir lektor Kennaraháskóla Íslands: Málefni barna af erlendum uppruna á Íslandi hafa verið ofarlega á baugi

More information

Námskrá fyrir elstu börnin í leikskólum Kópavogs

Námskrá fyrir elstu börnin í leikskólum Kópavogs Námskrá fyrir elstu börnin í leikskólum Kópavogs Starfshópur um Námskrá fyrir elstu börnin í leikskólum Kópavogs Sesselja Hauksdóttir Efnisyfirlit 1. Inngangur Námskrá fyrir elstu börnin í leikskólum Kópavogs...

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr. 54 8. árgangur

More information

Starfsáætlun Áslandsskóla

Starfsáætlun Áslandsskóla Hafnarfjörður Grunnskólar Hafnarfjarðar Starfsáætlun SAMVINNA ÁBYRGÐ TILLITSSEMI TRAUST Starfsáætlun Áslandsskóla Skólaárið 2018-2019 Ágúst 2018 Starfsáætlun Áslandsskóla. Útgefin 2018. Starfsáætlun er

More information