Segir lög hafa verið brotin

Size: px
Start display at page:

Download "Segir lög hafa verið brotin"

Transcription

1 ISSN Vefútgáfa: ISSN Gleraugnaverslun 18. tbl. 32. árg. Fimmtudagur 8. maí 2014 Upplag eintök. Dreift frítt inn á öll heimili og fyrirtæki í Hafnarfirði Strandgötu, Hafnarfirði Sími FRUM BÍLAVERKSTÆÐI VARAh L u TIR og VIÐg ERÐIR Hemlahlutir, kúplingar, startarar, alternatorar, rafgeymar, bilanagreiningar o.fl. o.fl. Sími bilaraf@bilaraf.is Bílaraf ehf. Strandgata Hafnarfjörður Útskrift Brúðkaup Afmæli Skírn Erfidrykkja Ferming Firði sími Ef þú hefur ekki tíma fyrir heilsuna í dag hefur þú ekki heilsu fyrir tíma þinn á morgun. Samstarfsaðili: HRESS VELKOMIN Í LÆGRA LYFJAVERÐ Apótekið Setbergi Opið virka daga og laugard einfalt og ódýrt Segir lög hafa verið brotin Hafnarfjarðarbær eigi fortakslausan forkaupsrétt á Þór HF-4 Bæjarstjóri segir í bréfi til sjávar útvegsráðherra að sala á Þór HF-4 og aflaheimildum hafi veru leg neikvæð áhrif í atvinnuog byggð alegu tilliti af því að afla heimildirnar hverfi burt úr byggðarlaginu. Telur bæjarstjóri að Hafnarfjarðarkaupstaður eigi for takslausan forkaupsrétt að skipinu Þór HF-4 og aflaheimildum. Segir í bréfinu ljóst að þarna hafi verið brotin lög en Stálskip til kynntu ekki Hafnarfjarðarbæ um söluna eins og því bar. Bæjarráð Hafnar fjarðar samþykkti á fundi sínum þann 10. apríl síðastliðinn að fela bæjarstjóra að gera ráð stafanir til að virkja forkaupsrétt Hafnarfjarðar í samræmi við lög um stjórn fiskveiða. TÍMAREIMAR BREMSUR BILANAGREINING OLÍUSKIPTI Lagfærum flestar tegundir bifreiða ALMENNAR VIÐGERÐIR BÍLASPRAUTUN OG RÉTTINGAR Tjónaviðgerðir fyrir öll tryggingafélögin ÁSVALLALAUG Ljósm.: Guðni Gíslason Frá glæsilegri afmælissýningu Listdansskóla Hafnarfjarðar. Myndir úr bæjarlífinu má finna á Facebook. tjónaskoðun Kaplahrauni 1 Hafnarfirði Sími: bsp@bsp.is SÓLNING RAUÐHELLU OG SÓLNING HJALLAHRAUNI... Rúðuvökvi HJALLAHRAUN KFC... SAMEINAST Í HJALLAHRAUNI Þeir sem eiga geymsludekk í Rauðhellu þurfa ekki að hafa áhyggjur. Þau bíða ykkar í Hjallahrauni. HRAUNBRÚN REYKJAVÍKURVEGUR FLATAHRAUN 15% afsláttur af vörum og vinnu gegn afhendingu miðans. Afslátturinn gildir til 30. júní 2014 FJARÐARHRAUN KAPLAKRIKI www. solning.is

2 2 Fimmtudagur 8. maí 2014 Útgefandi: Keilir ehf. kt Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf. Ritstjóri: Guðni Gíslason Ábyrgðarmaður: Steingrímur Guðjónsson. Ritstjórn: , , Auglýsingar: , Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur ISSN Vefútgáfa: ISSN leiðarinn Enginn veit hvernig úrslitin verða í sveitarstjórnarkosningunum hér í bæ. Kannski ætti að vera forkeppni eins og í Júróvissjón og aðeins fáir kæmust áfram. Eflaust væru bæjarbúar ekki eins ánægðir og þegar Pollapönk komst áfram. Þá sameinuðust Hafnfirð ingar um að vera stoltir af sinni sveit. Ég var einn þeirra sem varð fyrir miklum vonbrigðum þegar lagið var allt flutt á ensku. Hefði ég viljað heyra kjarnyrt tungumálið okkar. En Pollapönkarar stóðu sig mjög vel og verða verðugir fulltrúar okkar í lokakeppninni á laugardag. Við Hafnfirðingar eigum svo margt hæfileikafólk á öllum sviðum. Njótum og styðjum. Fjölmargir starfmenn Hafnarfjarðarbæjar brutu upp daginn hjá sér á föstudaginn og fóru út að tína upp drasl í tilefni af hreinsunardögum. Það er virðingarvert þegar fólk gerir slíkt og mættu fleiri fyrirtæki og einstaklingar fara að þeirra fordæmi, eins og ýmsir reyndar gera. Hitt væri þó ennþá betra ef við kæmum í veg fyrir að allt þetta drasl fyki út um allt. Af hverju hendir fólk rusli á götuna? Af hverju hendir reykingarfólk sígarettustubbum á götuna? Af hverju skilur fólk eftir heilu ruslapokana og einnota grillin við Hvaleyrarvatn? Fólk kvartar yfir að ekki séu alls staðar ruslafötur í stað þess að taka sitt drasl með sér heim. Bæjarstjóri kallar eftir umboðsmanni bæjarbúa, ég kalla eftir umhverfislöggu og meiri fræðslu í skólum um umgengni og virðingu fyrir umhverfinu. Hér hefur fólk t.d. fengið að krota á hús og byggingar án afskipta. Verða aðgerðir aðrar en bara samþykktir í bæjarstjórn? Það þarf viðhorfsbreytingu í bænum! Fjarðarpósturinn hefur þjónað Hafnfirðingum í yfir 30 ár. Hann er ekki rekinn af styrktarfé en auglýsingasala er eina tekjulindin. Hafnarfjarðarbær hefur eðlilega verið einn stærsti einstaki auglýsandinn enda getur Fjarðarpósturinn veitt þá þjónustu sem sóst er eftir. Auglýsendur vilja að árangur sé af auglýsingum sem þeir kaupa og það er ástæða þess að auglýsendur hafa verið tryggir viðskiptavinir Fjarðarpóstsins. Fjarðapósturinn hefur einnig þjónað Hafn ar fjarðarbæ og birt frítt tilkynningar, upplýsingar og verið með í að stuðla að betra bæjarlífi. Stjórnmálaflokkarnir hafa ríkulega nýtt sér blaðið til greinarskrifa enda er Fjarðarpósturinn opinn öllum. Guðni Gíslason ritstjóri. RAGNAR SCHEVING ÚTFARARÞJÓNUSTA Sunnudagurinn 11. maí Uppskeruhátíð barnastarfs kirkjunnar kl. 11 Barnakór Ástjarnarkirkju syngur. Hoppukastalar, grillaðar pylsur og skemmtilegt samfélag á eftir. Skráning í fermingar 2015 er á FRÍMANN ANDRÉSSON ÚTFARARSTJÓRI Stapahraun Hafnarfjörður uth@simnet.is HÁLFDÁN HÁLFDÁNARSON ÚTFARARSTJÓRI ÓLÖF HELGADÓTTIR ÚTFARARÞJÓNUSTA FJÖLSMÍÐ LÍKKISTUVINNUSTOFA Síðan 1993 Útfararskreytingar kransar, altarisvendir, kistuskreytingar, hjörtu Bæjarhrauni 26 Opið til kl. 21 öll kvöld Símar og Stolt að þjóna ykkur 35 ár Aðalsafnaðarfundur Fríkirkjusafnaðarins verður haldinn í safnaðarheimilinu fimmtudagskvöldið 8. maí kl. 20 Sunnudagurinn 11. maí Fermingar kl. 11 og 13 Sjómannadagurinn Villtu keppa í róðri? Að venju er keppt í kappróðri á sjómannadeginum sem er 1. júní nk. Sex ræðarar er í hverjum bát og einn stýrimaður. Þetta er kjörið tækifæri fyrir samhentan hóp til að láta reyna á samhæfingu og kraft. Þeir hópar sem hafa áhuga á að taka þátt hafi samband við Karel í síma sem gefur allar nánari upplýsingar. Bátarnir hafa verið sjósettir svo hægt er hefja æfingar. Útfararþjónusta Vönduð og persónuleg þjónusta Sími: & Inger Steinsson Inger Rós Ólafsdóttir ATHÖFN ÚTFARAÞJÓNUSTA - athofn@athofn.is Víðistaðakirkja Sunnudagurinn 11. maí: Tónlistarguðsþjónusta kl. 11 Ragnheiður Gröndal syngur og leikur fallega tónlist. Sr. Gunnar Jóhannesson héraðsprestur þjónar. HAFNARFJARÐARKIRKJA Vorhátíð fjölskyldunnar sunnudaginn 11. maí kl Fjölskyldustund í kirkjunni kl Barna og unglingakórar kirkjunnar syngja. Sunnudagaskólanum lýkur. Kl verður boðið upp á grillaðar pylsur, djús og kaffi. Hoppukastali fyrir börnin, leikir og tónlist. Allir velkomnir.

3 Fimmtudagur 8. maí Fjölskyldutilboð Sótt og í sal Bílaborgarinn m/ frönskum og kokteilsósu og 0,5 l Coke 4 ostborgarar m/ frönskum og kokteilsósu 3.990, ,- Fjarðarpósturinn Ljósm.: Guðni Gíslason Haukar í úrslit í handboltanum Slógu FH út 3-2 og unnu fyrsta leik gegn ÍBV Sigurbergur Sveinsson skorar eitt fimm marka sinna gegn ÍBV. Eftir að FH hafði komist 2-0 kom um sekúndu eftir að leiktímanum lauk. Meira spennandi yfir í einvíginu við Hauka tóku Haukar heldur betur við sér og gat þetta ekki verið. Hafnfirðingar sigruðu í næstu þremur leikjum voru búnir að fá fimm skemmtilega leiki. og unnu sér réttinn til að keppa til úrslita við ÍBV. Það var Haukar mörðu ÍBV hrikaleg spenna í síðasta leik FH Haukar tóku á móti ÍBV í og Hauka á Ásvöllum og síðari fyrsta leik liðanna á mánudag. hálfleikur var hnífjafn. Áhorfendur voru að tryllast úr æsingi á framan af þó Haukar væru alltaf Leikurinn var nokkuð jafn lokamínútunum en minnstu skrefi á undan. Síðari hálfleikur mun aði að FH næði að knýja var hins vegar mjög jafn og ÍBV fram framlengingu en mark sem náði tveggja marka forystu. En þeir skoruðu var dæmt af þar dýrkeypt mistök og elja Haukanna kostaði þá sigurinn og sem leiktíminn hafði verið liðinn. Klukkan í húsinu stóð á sér Haukar fögnuðu sigri í fyrsta leik þegar örfáar sekúndur voru eftir Sigra þarf í þremur og því var það dómarans að leikjum til að hampa Íslandsmeistaratitlinum. úr skurða um tímann. Markið Flatahrauni 5a sími BYGGJUM UPP BREYTUM SAMAN Sveitarfélagið Árborg Bæjarfélag úr mínus í plús Sveitarfélagið Árborg, undir stjórn Sjálfstæðisflokksins, skilaði nýlega bestu afkomu frá upphafi. Ásta Stefánsdóttir framkvæmdastjóri sveitarfélagsins Árborgar kemur í heimsókn og segir okkur frá því hvernig þau fóru að. Kristinn Andersen bæjarfulltrúi í Hafnarfirði fer yfir fjárhagsstöðu Hafnarfjarðarbæjar og stjórnar síðan umræðum. Laugardaginn 10. maí kl Allir velkomnir á Norðurbakkann, Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði

4 4 Fimmtudagur 8. maí 2014 Vilja háspennulínu burt Undirskriftalisti Vallabúa Raflínur sunnan við innstu byggð á Völlum. Hafin er söfnun undirskrifta á vefnum með áskorun á Landsnet að flýta niðurrifi háspennulína á Völlum. Yfirskriftin var: Vallarbúar skora á Landsnet að flýta niðurrifi háspennulína Upphafsmaður er Ófeigur Friðriksson íbúi á Völlum en hann skipar 4. sæti á lista Samfylkingarinnar sem er í meirihluta í bæjarstjórn ásamt Vinstri grænum. Í dag er gert ráð fyrir að línurnar hverfi fyrir Söfnunin hófst á mánudagsmorgun og höfðu um 240 undirskriftir safnast á fyrsta sólarhringnum. Frá félagi eldri borgara í Hafnarfirði Opinn fundur með frambjóðendum allra flokka er bjóða fram í Hafnarfirði fyrir sveitarstjórnarkosningar í maí 2014 verður haldinn í Hraunseli, Flatahrauni 3 fimmtudaginn 15. maí kl. 14. Óskað er eftir skriflegum fyrirspurnum frá félagsmönnum. Félagar eru hvattir til að fjölmenna. Frítt kaffi og meðlæti. Stjórn Félags eldri borgara í Hafnarfirði Ljósm.: Guðni Gíslason Staðreyndirnar tala sínu máli Í ársreikningi fyrir árið 2013 er staðfestur sá mikli árangur sem náðst hefur í rekstri Hafnarfjarðarbæjar á undanförnum árum, þar sem stöðunni hefur verið snúið við eftir það áfall sem bær inn varð fyrir í efnahagshruninu. Samanlagðar skuldir og skuldbindingar Hafnar fjarðar nema nú liðlega 40 millj örðum króna en fyr ir hrun námu þær rúmum 20 milljörðum. Þrátt fyr ir að skuldirn ar hafi tek ið stökk sök um falls íslensku krónunn ar, snöggra verðbólgu áhrifa, yfir töku eldri einkaframkvæmdasamninga og lífeyrisskuldbindinga spari sjóðsins þá hafa tekj urnar líka aukist umtals vert, í krónum tal ið, farið úr 12 milljörðum árið 2007 í 19 milljarða á síðasta ári. Skuldir lækkað úr 274% í 192% Sem hlutfall af reglulegum tekjum hafa skuldir sveitarfélagsins lækkað umtalsvert á þessu kjörtímabili og gera áætlanir ráð fyrir að þær muni halda áfram að lækka hratt næstu ár. Þannig námu þær 274% af reglulegum tekjum samkvæmt svokölluðu skuldaviðmiði árið 2009 en stóðu í 192% í árslok Allar spár gera ráð fyrir að skuldirnir lækki enn frekar á næstu Gunnar Axel Axelsson árum og standist öll viðmið enda fær bæjarfélagið nú góðar einkunnir matsfyrirtækja. Markviss og ábyrg fjármálastjórn Meginástæðan fyrir því hversu vel hefur gengið að rétta rekstur Hafnarfjarðarbæjar af eftir hrunið og greiða niður skuldir er markviss og ábyrg fjár málastjórn. Hún hefur miðað að því að styrkja afkomu bæjarfélagsins varanlega með endurskipulagningu fjölmargra rekstrarþátta og tryggja þannig fjár hag og uppbyggingu Hafnarfjarðarbæjar til framtíðar. 2,4 milljarðar í veltufé frá rekstri Árangurinn endurspeglast ekki síst í þeim mælikvarða sem kallast veltufé frá rekstri. Sá mælikvarði 18% 16% 14% 12% 10% 8% 6% 4% 2% 0% 4% 6% 8% 11% 15% 16% 2% 5% 7% 12% 12% 13% sýnir hverju reksturinn skilar á hverjum tíma til að greiða niður skuldir og standa undir nýjum fjárfestingum. Frá hruni hefur veltufé frá rekstri aukist jafnt og þétt og nam 2,4 milljörðum króna, eða sem nam um 13% af tekjum ársins í fyrra. Á meðfylgjandi mynd má sjá þróun þessarar lykil stærðar. Myndin sýnir stöðuna eins og hún var árið 2002 þegar Sam fylkingin tók við rekstri bæjar ins og hvernig hún hefur þróast, fram að hruni, áhrif þess og þann árangur sem náðst hefur til dagsins í dag. Af þessum árangri eigum við öll að geta verið stolt. Með áframhaldandi ábyrgri fjármálastjórn og jákvæðri afstöðu til þeirra enda lausu tækifæra sem eru til nýsköp unar og jákvæðrar þróunar getum við öll horft björtum augum til framtíðar. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Veltufé frá rekstri í hlutfalli við tekjur. Íþróttamiðstöðin Björk Hafnarfirði Komið og sjáið fimleikastjörnur framtíðarinnar! Dagskrá Laugardagur / 10. maí / Kl / Fjölþraut í einstaklings- og liðakeppni Sunnudagur / 11. maí / Kl / Úrslit á áhöldum Aðgangseyrir kr ,- Davíð Arnar ráðinn verkefnastjóri Nýheima Davíð Arnar Stefánsson hefur verið ráðinn verkefnastjóri Þekkingarsetursins Nýheima. Frá þessu var greint á vefsíðunni hornafjordur.is Davíð er landfræðingur með MS í landfræði frá Háskóla Íslands. Davíð hefur m.a. starfað við verkefnastjórnun fyrir Vegagerðina, Háskóla Íslands, Vinnumálastofnun og Hafnarfjarðarbæ. Meðal verkefna hans hafa verið greiningar og rannsóknir, skipulagning og áætlanagerð af margvíslegu tagi. Verkefnastjóri Nýheima er nýtt starf sem felur í sér að auka sam starf einstaklinga og atvinnulífs í samfélaginu á meðal stofnanna og opinberra aðila með sérstaka áherslu á samþættingu menningar, menntunar, ný sköpunar og rannsókna. Davíð mun vera talsmaður Nýheima, vinna að stefnumótun, þróun og útfærslu á starfseminni. Þá verður lögð áhersla á að þróa samstarfsverkefni í samvinnu við íbúa svæðisins auk annarra innlendra og erlendra aðila. Davíð mun hefja störf í júní. Davíð Arnar Stefánsson ALLIR VELKOMNIR!

5 Fimmtudagur 8. maí Logn og blíða, sumarsól Spennandi starf fyrir börn og unglinga sumarið 2014 Kíktu á Leikjanámskeið fyrir börn fædd Leikjanámskeið í öllum frístundaheimilum í Hafnarfirði þar sem farið verður í íþróttir og leiki, göngu- og hjólaferðir og margt fleira. Námskeiðin hefjast 10. júní og standa flest yfir til 4. júlí. Frá 7. til 11. júlí verða leikjanámskeið á þremur stöðum og frá júlí og frá ágúst á tveimur stöðum. Verð fyrir eina viku hálfan dag er kr. Leikjanámskeið fyrir útskriftarhópa leikskólabarna fædd 2008 Frá ágúst verður boðið uppá fjölbreytt og uppbyggileg leikjanámskeið fyrir útskriftarhópa leikskólanna í öllum frístundaheimilum. Verð fyrir hálfan dag er kr. en kr. fyrir heilan dag. Frístundaklúbbur fyrir börn með sérþarfir, fædd Sumar Kletturinn er frístundaklúbbur fyrir ára börn með sérþarfir. Klúbburinn verður staðsettur í félags miðstöðinni Hrauninu í Víðistaðaskóla og verður nátengdur Tómstund. Klúbburinn starfar frá 10. júní til 4. júlí og frá 5. ágúst til 21. ágúst. Verð fyrir eina viku í hálfan dag er kr. Tómstund fyrir börn fædd Tómstundastarf frá kl fyrir bekk og frá kl fyrir bekk. Í Víðistaðaskóla og Hraunvallaskóla verður opið frá 10. júní til 30. júní og í Öldutúnsskóla verður opið frá 10. júní til 18. júlí. Helstu námskeið eru graffití, dans, borðtennis og leiklist. Þátttökugjald er í ár kr. fyrir hvert tímabil. Skólagarðar fyrir börn fædd Skólagarðar í Setbergi, Öldutúni, Víðistaðatúni, Ásvöllum og Hvaleyrarholti. Hver og einn fær einn reit fyrir grænmeti og annan fyrir kartöflur. Sjö til tólf ára börn hafa forgang til þess að skrá sig í skólagarðana til 15. maí. Eftir þann tíma geta aðrir sótt um garða ef laust er. Gjald fyrir leigu á garði allt sumarið er kr. Gæsluvöllur fyrir börn fædd Gæsluvöllur við leikskólann Hlíðarberg verður opinn frá 9. júlí til og með 1. ágúst. Opnunartími er frá kl til og frá kl til (lokað í hádeginu). Gæsluvöllurinn er ætlaður börnum á aldrinum tveggja til sex ára. Fimm skipta kort kostar kr. og tíu skipta kort kr. Sumarlestur á Bókasafni Hafnarfjarðar Hressir krakkar geta sótt sumarlestursbækling á bókasafninu frá 1. júní. Krakkarnir skrifa svo sjálfir niður þær bækur sem þeir lesa í sumar og starfsfólk bókasafnsins stimplar í bæklinginn við skil bókanna til staðfestingar. Afgreiðslutími er frá kl. 10 til 19 alla virka daga. Sumarlistasmiðjur í Hafnarborg fyrir börn fædd Í júní verður boðið upp á listsmiðjur fyrir börn á aldrinum sex til tólf ára í Hafnarborg. Farið verður í vettvangsferðir og unnin verða skapandi verkefni í fjölbreytta miðla, teiknað, málað og mótað. Boðið verður upp á námskeið frá 10. til 20. júní, kl. 9 til 12, fyrir sex til níu ára og kl , fyrir tíu til tólf ára. Námskeiðsgjald er krónur. Skráning í síma eða hafnarborg@hafnarfjordur.is Skráning er hafin! Allar skráningar og greiðslur fara fram á Mínum síðum á eða hjá Þjónustuveri Hafnarfjarðar. Ath. skráning á leikjanámskeið þarf að fara fram fyrir kl. 12 á föstudögum eigi barn að byrja á mánudegi. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Þjónustuveri Hafnarfjarðar í síma og á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar, Einnig veitir Vinnuskóli Hafnarfjarðar upplýsingar í síma eða netfanginu vinnuskoli@hafnarfjordur.is.

6 6 Fimmtudagur 8. maí 2014 Brynjar Dagur hefur hæfileika! Sigraði í Ísland got talent Brynjar Dagur Albertsson, 15 ára strákur úr Hvaleyrarskóla, sigraði glæsilega í þættinum Ísland got talent. Þar sýndi hann popping dans sem hann hefur æft undanfarið eitt og hálft ár en hann hefur einnig æft breikdans í 4-5 ár. Blaðamaður Fjarðarpóstsins hitt Brynjar Dag í Hvaleyrarskóla en þar var hann heiðraður með bókagjöf fyrir árangur sinn. Popping er bland af breikdans, hip hop og waacking, segir Brynjar en aðspurður segist hann að mestu vera sjálflærður í popping dansi. Ég skoða mikið popping á Youtube en fékk mikla hjálp hjá kennara mínum líka. Brynjar hefur lært dans í Dansskóla Brynju Péturs auk þess sem hann hefur sótt námskeið hjá erlendum gestakennurum. Hann segir ekki marga skólafélaga deila með sér þessum dans áhuga en þau hafa þó gaman að og hefur Brynjar oft sýnt dans í skólanum. Hann segist ekki hafa dansáhugann úr fjölskyldunni en litli bróðir hans dans ar breikdans. Hann er mjög góður dansari. Hvernig tilfinning var að dansa fyrir framan svona stóran hóp af fólki? Það var bara gaman að sýna hæfileika sína fyrir Brynjar Dagur í hópi nemenda Hvaleyrarskóla. framan allt þetta fólk, auðvitað var ég stressaður, ég er alltaf stressaður þegar ég fer á svið. Hann segist alls ekki hafa búist við að komst svona langt. Þegar hann komst í úrslitin bjóst hann ekki við að vinna því þangað komust svo hæfileikaríkir einstaklingar. Brynjar Dagur er í 10. bekk og því var nærtækt að spyrja um framtíðaráformin: Ég sótti um í Tækniskólanum í forritun en pabbi er líka forritari. Aðspurður um framtíð í dansinum segir Brynjar að það sé framtíð í dansinum og hann ætli aldrei að hætta að dansa enda segir hann dansinn vera sitt líf og yndi. Nú langi hann að fara í miðbæ Reykjavíkur og dansa en hann mun kenna popping dans hjá Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar á námskeiði sem þar hefst brátt. Eftir að skólastjóri hafði heiðrað Brynjar Dag með bókagjöf og blómvendi þakkaði Brynjar fyrir sig með því að dansa fyrir viðstadda við gífurlegan fögnuð. Mátti greinilega sjá af hverju hann sigraði keppnina. Eigum við vonandi eftir að sjá mikið til þessa hógværa en hæfileikaríka dansara í framtíðinni. BREYTT, BÆTT & NÝTT/Tvinnakeflið Hefur flutt á Hvaleyrarholtið. MELABRAUT 29 í sama hús og verslun 10/11 Opið virka daga Lokað á mánudögum. FATABREYTINGAR & VIÐGERÐIR síðan 2001 HVALEYRARBRAUT HVALEYRARBRAUT MELABRAUT SUÐURBRAUT MELABRAUT 29 SUÐURBRAUT Jakobína Kristjánsdóttir, kjólaklæðskeri. Sími: SUÐURBÆJARLAUG F.v.: Helgi Arnarson skólastjóri Hvaleyrarskóla, Brynjar Dagur, Marsibil Ólafsdóttir aðstoðarskólastjóri og Anna Rós Bergsdóttir deildarstjóri miðdeildar. ÁSBRAUT REYKJANESBRAUT AUGLÝSING UM FRAMBOÐ VIÐ SVEITARSTJÓRNAR KOSNINGAR Í HAFNARFIRÐI Brynjar ásamt systkinum sínum. Sumarsund fyrir hressa krakka Sumarsundskóli Sundfélags Hafnarfjarðar, SH, er með námskeið í Ásvallalaug í sumar Námskeiðin eru fyrir börn á aldrinum 4-10 ára og standa yfir í tvær vikur eða 8-10 skipti. Er barnið þitt að byrja í skóla í haust og er óöruggt í vatninu? Skráðu það í Sumarsund SH! Tímabil í boði: júní 23. júní - 4. júlí júlí 21. júlí - 1. ágúst styrkir barna- og unglingastarf SH Allar upplýsingar um sumarsund Sundfélags Hafnarfjarðar og innritun verða á heimasíðu SH Sundfélag Hafnarfjarðar sh@sh.is Framboðsfrestur vegna sveitarstjórnarkosninga í Hafnarfirði sem fram eiga að fara laugardaginn 31. maí 2014 rennur út laugardaginn 10. maí nk. Yfirkjörstjórn mun þann dag hafa aðsetur í fundarsal bæjarráðs Hafnarfjarðar, Strandgötu 6, 2. hæð frá kl og veita framboðslistum viðtöku. Öll framboð skulu tilkynnt skriflega til yfirkjörstjórnar eigi síðar en kl á hádegi þann dag. Yfirkjörstjórn mun á sama stað halda fund með umboðsmönnum framboðslista sunnudaginn 11. maí kl til þess að úrskurða um framboð og listabókstafi. Yfirkjörstjórn vekur athygli á ákvæðum 3.gr.laga nr.5/1998 um kosningar til sveitarstjórnar og VI. kafla sömu laga um framboð og umboðsmenn. Nánari upplýsingar og leiðbeiningar má nálgast á kosningavef innanríkisráðuneytis Hafnarfirði 29. apríl 2014 Yfirkjörstjórn Hafnarfjarðar Jóna Ósk Guðjónsdóttir Þórdís Bjarnadóttir, Hallgrímur Hallgrímsson

7 Fimmtudagur 8. maí MEIRIskóli! Lærðu á röddina lærðu á sjálfan þig Sumarnámskeið Söngleikjanámskeið - vikunámskeið Hafnarfjörður júní (mánd - föstd) ára kl ára kl Kennsla fer fram í Tónkvísl Nánari upplýsingar á Facebook "Meiriskóli" og meiriskoli.is Skráning á meiriskoli@meiriskoli.is Öll námskeið ,-

8 8 Fimmtudagur 8. maí 2014 SÖLUTJÖLD/HÚS Á 17. JÚNÍ Þeir aðilar sem áhuga hafa á að leigja söluhús á 17. júní geta sótt um söluleyfi til skrifstofu tómstundamála, Strandgötu 6, netfang: Söluleyfum er ekki úthlutað til einstaklinga. Leyfið gildir fyrir sölu í miðbæ Hafnarfjarðar þar sem hátíðarhöldin fara eingöngu fram. Með söluleyfi fylgir sölukofi. Umsóknum, merktar 17. júní, ber að skila eigi síðar en fimmtudaginn 15. maí kl. 15:00 á Strandgötu 6, en þá verður dregið um staðsetningu söluaðila og er aðilum boðið að vera viðstaddir. Þjóðhátíðarnefnd Djass, popp og rokk Hljóðfærakynning í Tónkvísl Soroptimistar fagna afmæli í Hafnarfirði Landssamband Soroptimista fagnar 40 ára afmæli á þessu ári. Soroptimistar af öllu landinu munu fjölmenna í Hafnarfjörð um helgina af því tilefni. Landssambandsfundur Soroptimista verður haldinn í Flensborgarskóla á laugardag þar sem um 200 kon ur koma saman. Sérstakur fyrirlesari verður Margrét Pála, upphafsmaður Hjallastefnunnar. Nokkr ir erlendir Soroptimistar heim sækja landið að þessu tilefni en meðal þeirra er Ulla Madsen, forseti Evrópusambandsins, sem kemur frá Danmörku. Átján Soroptimistaklúbbar eru starfandi hér á landi en í tilefni afmælisins ætla þeir að sameinast um að styrkja verðugt og gott verkefni. Samtök kvenna af er lendum uppruna fá veglegan styrk. Soroptimistar eru alþjóðleg samtök kvenna sem láta gott af sér leiða. Það er Soroptim ista klúbbur Hafnarfjarðar og Garða bæjar sem heldur utan um Lands sam bandsfundinn. Forseti Soropt imistasambands Íslands er Hafn firðingurinn Mjöll Flosa dóttir. Ingunn Ásdís, fráfarandi formaður, Mjöll Flosadóttir forseti og Þóra Guðnadóttir, verðandi forseti Sumarnámskeið barna hjá Siglingaklúbbnum Þyt Þátttakendum er kennt að sigla og umgangast hafið eftir námsskrá Siglingasambands Íslands. Á námskeiðinu er kennt á kayak og seglbáta, siglingareglur og umgengni um báta og búnað þeirra. Í lok námskeiðs gerum við okkur dagamun, hópum i sjóinn, buslum og endum á grillveislu. Opið hús verður í Tónkvísl v/ gamla Lækjarskóla kl á laugardaginn þar sem hægt verður að kynnast hljóðfærum heyra tóndæmi og spjalla við nemendur og kennara. Tónleikar verða í Hallsteinssal kl með blandaðri dagskrá, böndin í beinni hljómsveitir nemenda í Tónkvísl undir stjórn kennara leika fjölbreytta tónlist söngnemendur syngja djass, popp og rokk. Aðgangur ókeypis. PANTAÐU Á NETINU OG FÁÐU AFSLÁTT Hvert námskeið er í tvær vikur hálfan daginn kl eða kl Kennt er í aðstöðu Þyts, Strandgötu 88 og við Hafnarfjarðarhöfn. Námskeiðin verða haldin eftirfarandi daga: 10. júní júní (fyrir hádegi) ath frídagar eru 9. júní og 17. júní 10. júní júní (eftir hádegi) ath frídagar eru 9. júní og 17. júní 23. júní - 4. júlí (fyrir hádegi) 23. júní - 4. júlí (eftir hádegi) 7. júlí -14. júlí (fyrir hádegi) 7. júlí -14. júlí (eftir hádegi) 21. júlí - 1. ágúst (fyrir hádegi) 21. júlí - 1. ágúst (eftir hádegi) Innritun er hafin á Verð: kr. fyrir tveggja vikna námskeið. Skráningu er ekki lokið fyrr en við greiðslu. Ekki er endurgreitt fyrir námskeið sem búið er að bóka á nema það takist að fylla plássið sem losnar. Kennitala: Bankanúmer: REYKJAVÍKURVEGI 60 SÍMI Ársreikningur Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2013 var tekinn til seinni umræðu í bæjarstjórn Hafnarfjarðar 30. apríl sl. og samþykktur með 6 atkvæðum fulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna. Lífeyrisskuldbinding bæjarins lækkar Á milli umræðna breyttist út reikn ingur á heildar lífeyrisskuldbindingu Eftirlaunasjóðs starfsmanna Hafnarfjarðarbæjar en skuldbindingin lækkaði um 260 milljónir kr. Þá var einnig breyt ing á hreinni eign til greiðslu lífeyris en hún lækkaði um 96 milljónir kr. frá fyrri útreikn ingum þannig að nettólækkun skuldbindinganna var Ársreikningur samþykktur - enn betri afkoma en gert hafði verið ráð fyrir. um 162 milljónir kr. Hlutur skuldbindinga bæjarins lækkaði um 64 milljónir kr. en skuld ir annarra aðila í sjóðnum lækkaði um 98 milljónir kr. Áhrifin af lækkuninni skila sér í betri afkomu og lægri skuldbindingu. Rekstrarniðurstaða jákvæð Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 18,7 milljörðum kr. fyrir A og B hluta en þar af námu rekstrartekjur A hluta 17 milljörðum kr. Rekstrarniðurstaða sveitarfélags ins A hluta var jákvæð um 914 milljónir kr. og A og B hluta jákvæð um milljónir kr. Fram legð í A hluta eða EBITA er milljónir kr. eða 12% af tekj um og framlegð í A og B hluta er milljónir kr. eða um 16,2%. Veltufé frá rekstri 2,4 milljarðar Veltufé frá rekstri hækkar á milli ára, bæði í A hluta og A og B hluta og var hærra en áætlun gerði ráð fyrir. Veltufé frá rekstri í A hluta var á árinu milljónir kr. og veltufé frá rekstri í A og B hluta var á árinu milljónir kr. og nemur veltufé frá rekstri um 13% af tekjum. Heildareignir A og B hluta námu í árslok milljónum kr. en fjárfestingar ársins námu 909 milljónum kr. Skuldir og skuldbindingar námu milljónum kr. og lækka um milljónir kr. á árinu.

9 Vellir Utanvegaakstur án afskipta Innst á Völlum hafa mótorhjólamenn spænt upp og myndað moldarslóða án þess að nokk uð hafi verið að gert. Meðan flestir landsmenn horfðu af andakt á Pollapönk keppa í Eurovision í kvöld, sýndu aðrir okkur Hafn firðingum þann heiður að heimsækja okkur með námskeið í utan vega akstri, segir Roland í pósti til Fjarðarpóstins. Þarna var á ferðinni BMW klúbburinn á Íslandi, vel á annan tug mótorhjólamanna, fullorðið fólk á hjólum sínum. Er öllum sama?, spyr Roland og spyr hvort engin leið sé að stoppa þetta. Fimmtudagur 8. maí 2014 Silungurinn og vorið Vorleg efnisskrá á tónleikum kóra eldri borgara Vortónleikar Gaflarakórsins og Garðakórsins verða þriðjudaginn 13. maí kl í Víðistaðakirkju. Þetta er í annað skipti sem kórarnir syngja saman. Þeir munu syngja sitt í hvoru lagi og saman. Dagskráin er fjölbreytt en mest ber á vorlögum eftir ýmsa höfunda. Silung urinn mun einnig taka stökkið. Stjórnandi Gaflarakórsins er Kristjana Þórdís Ásgeirsdóttir og Jóhann Baldvinsson stjórnar Garðakórnum. Undirleikari Gaflarakórsins er Arngerður María Árnadóttir. Ljósm.: Guðni Gíslason 9 Bæjarbúar eru hvattir til að mæta og hlusta á eldra fólkið í bænum sem hefur sungið í kór jafnvel frá barnsaldri. Kóramót í Flensborg Gaflarakórinn mun 18. maí taka á móti Hljómi frá Akranesi, Vorboðum úr Mos fellsbæ, Eldey af Suðurnesjum og Hörpu kórnum frá Selfossi. Þann dag munu kórarnir hittast á 20. kóramóti kóranna. Tónleikar verða í Hamarssal Flensborgarskóla kl. 16. Aðgangur er ókeypis á báða tónleikana og allir hjartanlega velkomnir. Félagar úr Gaflarakórnum. menning & mannlíf Borgarafundur í kvöld Yfirskrift fundarins er,,æskan er auður framtíðarinnar. - Hvernig hyggj ast frambjóðendur efla skóla og menntastofnanir bæjarins? Hvað með menningu og listir eða frístundir fólks á öllum aldri? Er rétt að auka stuðning við íþróttir og íþróttafélög? Fram bjóðendur flokkanna sitja fyrir svörum í Gaflaraleikhúsinu í kvöld kl. 20. Shop Show og Hnallþóra Í Hafnarborg standa yfir tvær sýningar, Shop Show, sýning á norrænni sam tíma hönnun sem lætur sig varða umhverfismál og sjálfbærni er í aðalsal og sýningin Hnall þóra í sól inni, úrval prent- og bókverka eftir Diet er Roth er í Sverrissal. Ljósmyndasýning Stofnfundur Hollvinasamtaka St. Jósefsspítala miðvikudaginn 14. maí kl í Hafnarfjarðarkirkju Ásta Steingerður Geirsdóttir sýnir í Súfistanum ljósmyndir sem teknar eru við sjávarsíðuna, í og við Hafnarfjörð. Bragi sýnir ljósmyndir Bragi J. Ingibergsson sýnir ljósmynd ir í Menningarsalnum á Hrafnistu. Sýningin stendur til miðvikudagsins 14. maí. Bíótónlist Skátakórsins Vorskemmtun Skátakórsins verður í Hraunbyrgi v/ Víðistaðatún á þriðjudaginn kl. 20. Yfirskrift tónleikanna er We have all the time in the world og gestir kórsins skátarnir Þórunn Þórðardóttir og Dos Sardinas. Flytur kórinn úrval laga úr íslenskum og erlendum kvik myndum í útsetningu Skarp héðins Þórs Hjartarsonar, VORSKEMMTUN SKÁTAKÓRSINS ÞRIÐJUDAGINN 13. MAÍ KL. 20:00 stjórnanda Skátakórsins. Miðaverð HRAUNBYRGI, HAFNARFIRÐI er kr. og léttar veitingar innifaldar. MIÐASALA VIÐ Miðasala INNGANGINN er við MIÐAVERÐ: KR. LÉTTAR VEITINGAR INNIFALDAR innganginn. We Have All the Time in the World Jólaskemmtun Skátakórsins GESTIR: ÞÓRUNN ÞÓRÐARDÓTTIR DOS SARDINAS Skátakórinn flytur úrval laga úr íslenskum og erlendum kvikmyndum í frábærum útsetningum Skarphéðins Þórs Skátakórsins Hjartarsonar. fer fram laugardaginn 11. desember í rbúa, Skátamiðstöðinni Hraunbæ 123 og hefst kl. 15:00. Þórunn Þórðardóttir er skáti í Hraunbúum og efnileg söngkona jólalög, við dönsum í kringum sem hefur verið jólatréð að gera góða og hver hluti í veit söngva keppnum í Hafnar firði, Mennta skólanum við Hamrahlíð og víðar. auðklæddur komi í heimsókn. Gleðisveitin Dos Sardinas er kórhljóm sveit Skátakórsins og hefur um árabil gert víðreist um Saga og starfsemi St. Jósefsspítala Gunnhildur Sigurðardóttir, fyrrv. hjúkrunarforstjóri St. Jósefsspítala Starfsemi Hollvinasamtaka Jóhannes Gunnar Bjarnason, formaður Hollvinasamtaka Fjórðungssjúkrahúss Akureyrar Framtíðarmöguleikar St. Jósefsspítala Steinunn Guðnadóttir, íþróttakennari og fyrrverandi bæjarfulltrúi Skráning á lista Hollvinasamtakanna Stefanía Ámundadóttir læknaritari, Skrá má á: st.josefsspitali@gmail.com Stofnun Hollvinasamtaka St. Jósefsspítala og kosning stjórnar Fundarstjóri: Dr. Þórður Helgason, heilbrigðisverkfræðingur á vísindadeild LSH Fjarðarpósturinn Hönnunarhúsið ehf.

10 10 Fimmtudagur 8. maí 2014 til leigu Fjögurra manna fjölskylda óskar eftir húsnæði á höfuðborgarsvæðinu í langtímaleigu í síðasta lagi frá og með 1. ágúst. Við erum miðaldra hjón með syni okkar 21 og 13 ára, reglusöm og skilvís. Með mæli ef óskað er. Frekari upplýs ingar í s og heimilisþrif Óska eftir duglegri konu til að þrífa vikulega, 4 tíma í senn. Tími eftir samkomulagi. Uppl. í s bílar Til sölu Toyota Avenis, árg Tilboð óskast. Uppl. í s eða þjónusta Tölvuviðgerðir alla daga, kem á staðinn, hægstætt verð. Sími Tölvuaðstoð og viðgerðir Viðgerðir og kennsla í tölvunotkun. Apple* & Windows. Kem í heimahús. Sími hjalp@gudnason.is Bílaþrif. Kem og sæki. Alþrif, þvottur, bón og vélarþvottur. Úrvals efni. Hagstætt verð. Uppl. í s Garðsláttur í einum grænum. Tek að mér garðslátt í stærri görðum. Hagstætt verð. Geri tilboð. Uppl. í s tapað - fundið Lyklakippa fannst á göngustígnum í hrauninu skammt frá Setbergsskóla. Uppl. s smáauglýsingar auglysingar@fjardarposturinn.is sími Aðeins fyrir einstaklinga. Verð aðeins 500 kr. m.v. max 150 slög. Myndbirting 750 kr. Tapað-fundið og fæst gefins: FRÍTT Rekstraraðilar: Fáið tilboð í rammaauglýsingar! fjardarposturinn Skoðaðu fjölmargar myndir úr bæjarlífinu Smelltu á LÍKAR VIÐ Loftnet - Netsjónvarp Viðgerðir og uppsetning á loftnetum, diskum, síma- og tölvulögnum, ADSL/ljósleiðurum, flatskjám og heimabíóum. Húsbílar - hjólhýsi! Loftnetstaekni.is sími Moldarsala Gróðurmold til sölu Opið alla virka daga kl og um helgar kl Sólgarður Óseyrarbraut 27, Hafnarfirði solgardur@solgardur.is sími Kaffisala Hraunprýði Hin árlega kaffisala Slysavarnardeildarinnar Hraunprýði verður í Safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju á mánudaginn kl Eru Hafnfirðingar hvattir til að mæta, fá sér glæsilegar veitingar af kaffihlaðborði og styrkja gott málefni. Einnig er hægt að panta kaffimeðlæti á stinag@internet.is MÓTTAKA AÐSENDRA GREINA Fjarðarpósturinn tekur við aðsendum greinum sem fyrr. Almenn hámarkslengd greina er 300 orð. Greinar eru birtar eins og rými í blaðinu leyfir. Að jafnaði er ekki tekið við greinum til birtingar sem einnig eru sendar í birtingu í önnur blöð sem dreift er á dreifingarsvæði Fjarðarpóstsins eða á vefsíðum. Sjá nánar á Sjálfboðavinna í Hellisgerði Vinnudagur Hollvinafélags Vinnudagur Hollvinafélags Hellisgerðis þetta vorið, verður á laugardaginn kl. 10 til 14 Allar hendur eru vel þegnar og eru þátttakendur hvattir til að taka með sér hanska og nesti en verkfæri eru á staðnum og boð ið verðu upp á kaffi, te og ávaxtasafa. Nýr aðstoðarskólastjóri í Öldutúnsskóla Margrét Sverrisdóttir hefur verið ráðin aðstoðarskólastjóri við Öldutúnsskóla. Margrét hefur verið deildarstjóri við skólann frá Í vetur hefur hún verið staðgengill skólastjóra. Níu manns sóttu um stöðuna. Upplagt fyrir alla fjölskylduna að vinna og njóta útiveru saman í dásamlegu umhverfi. Ætlunin er að kantskera, klippa og snyrta undir stjórn Björns B. Hilmarssonar yfirverkstjóra Þjónustumiðstöðvar Hafnarfjarðarbæjar. Nánari upplýsingar í síma Fjármálastjóri hættir Gerður Guðjónsdóttir, fjármálastjóri Hafnarfjarðarbæjar hefur verið ráðin fram kvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga. Tekur hún við starfinu í sumar. Þá hefur Anna Jörgensen, lögfræðingur og starfs mannastjóri Hafnarfjarðarbæjar hætt störfum að eigin ósk. Yngstu Hafnfirðingarnir Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að fyrstu árin í lífi okkar eru þau allra mikilvægustu þegar kemur að þroska og námi. Það sem við lærum í bernsku hefur gríðarlega mótandi áhrif á lífssýn okkar og persónuþroska. Starfsmenn leikskóla gegna því hinu ábyrgðarmikla hlutverki að hlúa að öllum þroskaþáttum barnanna svo þau fái tækifæri til að vaxa og dafna í örvandi um - hverfi. Það er því að mörgu að huga innan leikskólanna til að ná fram þessu markmiði. Innan leikskóla Hafnarfjarðar starfa metnaðarfullir og hæfileikaríkir kennarar og aðrir starfsmenn sem hafa skapað hverjum skóla ákveðna sérstöðu. Á undan förnum árum hefur þó kreppt að leikskólum bæjarins á sama tíma og kröfurnar hafa aukist um gæði starfsins. Starfsmannafundir sem voru haldnir mánaðarlega voru skertir og er nú fjórðungi minni tími gefinn fyrir þá. Fagfundir hafa lagst af og fjárframlög til að koma á móts við börn og fjölskyldur þeirra sem hafa annað móðurmál en íslensku er ekki lengur til staðar. Þessu hafa stjórn endur leikskólanna mætt með auknu álagi á þá kennara og aðra starfsmenn sem fyrir eru í starfi. Til að koma á móts við þær sanngjörnu kröfur að búa yngstu samfélagsþegnunum hin allra bestu skilyrði þarf nauðsynlega Wiktoría, Katla Sól, Eva og Alexandra J. Um þarliðna helgi var síðasta mótið í 5. flokki kvenna, eldra ár. Haukar voru fyrir mótið taplausir að styrkja innviði leikskóla bæjarins. Framsóknarflokkurinn vill efla skólaskrifstofu Hafnarfjarðar þannig að fleiri stöðugildi séu þar til ráðgjafar við starfsmenn leikskólanna. Sérfræðingateymi skólaskrifstofunnar verði aukið þannig að minnka megi þann langa biðlista sem nú er til staðar eftir mati frá talmeinafræðingum og sálfræðingum. Skoðað ar verða leiðir til að gefa leikskólastjórnendum meira svigrúm Linda hrönn Þórisdóttir til að auka enn fremur heilbrigði og vellíðan barna og starfsmanna skólans þar sem það er ein af for sendunum fyrir farsælu leikskólastarfi. Bjóða þarf upp á öfluga og hag nýta endurmenntun, auka stöðugildi skólanna, laða að fagfólk og gefa leiðbeinendum leikskóla tækifæri til að eflast enn frekar í starfi. Framsóknarflokkurinn vill gera Hafnarfjarðar bæ að leiðandi og eftirsóknarverðu bæjarfélagi í leikskólamálum og bæta um leið þjón ustu við bæjarbúa. Þannig náum við bæjarbúar enn frekar því markmiði að frá leikskólum útskrifist ungir Hafnfirðingar með sterka og jákvæða sjálfsmynd, tilbúnir að takast á við þau verkefni sem bíða þeirra seinna í lífinu. Höfundur er aðstoðarleikskólastjóri, mastersnemi í stjórnun menntastofnana, móðir fjög urra barna og skipar 9. sæti á framboðslista Framsóknarflokksins. Íslandsmeistarar í 5. flokki Efri röð frá v.: Sigurjón þjálfari, Katrín, Hólmfríður, Berta Rut, Tinna Lind, Eísa, Þórdís og Alexandra Líf. Neðri röð: Friðbjörg, og efstir á styrkleikalistanum. Fylkisstúlkur voru einnig tap lausar og mættust liðin í fyrsta leik mótsins í Kaplakrika og var hart tekist á í skemmtilegum handboltaleik en lokaniðurstaðan var tveggja marka sigur Hauka Hina þrjá leikina unnu bæði lið örugglega og Íslandsmeistaratitilinn var Haukanna og var fagnað innilega. Þjálfari liðsins er Sigurjón Sigurðsson. Alls léku stelpurnar í 5 mótum í vetur og spiluðu 19 leiki. Þær skoruðu 352 mörk úr 549 en fengu aðeins á sig 154 mörk. Markahæst var Alexandra Jóhanns dóttir með 110 mörk. Næst kom Berta Rut sem skoraði 105. Heildarmarkvarslan var 48%.

11 Tími kominn á breytingar Ársreikningar bæjarsjóðs Hafnar fjarðar fyrir árið 2013 liggja nú fyrir. Þar má sjá að þótt rekstur bæjar ins fari batnandi er enn langt í að fjárhagsstaðan sé viðunandi eða ákjósanleg. Skuldir bæjarfélagsins nema enn 40 þús und milljónum kr., eða 1,5 milljónum króna á hvern íbúa. Tólf ára valdatíð vinstri manna í bæjarstjórn skil ur bæinn eftir í skulda fjötrum. Framlengdur víxill Það er athyglisvert að heyra meirihlutann í bæjarstjórn hreykja sér af því að hafa náð að endurfjármagna skuldir bæjarins. Eins og það sé einhver sérstakur árangur að ná að framlengja víxil. Við þessu hljóta Hafnfirðingar að segja: Meiri metnað takk! Það kemur því í hlut nýs meirihluta í bæjarstjórn að taka á fjármálunum. Og við sjálfstæðisfólk erum tilbúin. Málflutningur okkar í bæjarstjórn á kjörtímabilinu hefur einkennst af ábyrgð og festu. Við höfum beitt hörðu aðhaldi, lagt til ýmsar hagræðingartillögur, komið fram með tillögur um betri nýtingu eigna og fjármuna sveitarfélagsins, bent á leiðir til niðurgreiðslu skulda og síðast en ekki síst lagt mikla áherslu á að fjárhagsáætlun sé virt! Yfirbyggð knattspyrnuhús og leikskólar Hafnarfjörður er í samkeppni við önnur sveitarfélög um að laða að sér íbúa. Þá er þjónusta bæjarins sífellt borin saman við það sem viðgengst hjá öðrum. Og það er vitaskuld grundvallaratriði að bæjarfélagið standist þann samanburð til lengri tíma. Engum blöðum er um það að fletta að skuldaklafarnir, sem að stærstum hluta komu til vegna framkvæmdagleði og óskynsamlegrar fjármálastjórnunar meirihluta Samfylkingarinnar á undan förnum kjörtíma bilum, setja bænum þröng ar skorð ur. Greiðslubyrði lána og Rósa vaxta kostnaður er gríðar lega mikill eða um 3,5 Guðbjartsdóttir milljarðar króna á síðastliðnu ári. Til að setja þessar tölur í samhengi má benda á að sú upphæð dugar til bygg ingar þriggja yfirbyggðra knattspyrnuhúsa í fullri stærð og margra leikskóla. Stefnufesta og framsýni Ábyrg fjármálastjórn er lykilatriði fyrir bæjarbúa. Grundvallarforsenda þess að viðsnúningur megi verða í Hafnarfirði er að tekj ur bæjarfélagsins aukist, skuldir lækki og að þau tækifæri sem eru til staðar séu nýtt. Það þarf að leita allra til að gera Hafnarfjörð eftirsóknarverðan; náum í fyrirtækin, náum í íbúana. Til að sú verði raunin er mikilvægt að gildi og hugsjónir sjálfstæðismanna verði í forgrunni við rekstur bæjarins. Vertu með okkur í að byggja upp, breytum bænum saman. Höfundur er oddviti Sjálfstæðis flokksins í Hafnarfirði. Fimmtudagur 8. maí 2014 Frístundaheimili og félagsmiðstöðvar Ef ég mætti ráða myndi ég vilja að starfsemi frístundaheimila og félagsmiðstöðva í Hafnarfirði verði stórefld. Okkar samfélag er þannig upp byggt í dag að foreldrar þurfa báðir að vera á vinnumarkaði til þess að sjá fjölskyldu sinni farborða. Það þýðir að börnin okkar og unglingarnir eru ekki í umsjá foreldra sinna eftir skóla. Hvar eru þau þá? Jú frístundaheimilin taka við börnum upp í fjórða bekk. Hin fara heim og hangsa eða fara í tölvuna, sum eru í einhverjum tómstundum part úr degi. Ég vil að þessu verði breytt. Við getum leitað til Danmörku að góðri fyrir mynd. Í Danmörku eru frístundaheimili (skolefritidshjem) fyrir yngstu börn in eins og hér, en þau fá að vera þar fram að 12 ára aldri. Eftir að þau eru orðin tólf ára og að tvítugu býðst þeim að koma í félagsmiðstöð (fritidsklub) sem opnar á hverjum degi kl. 11:30 og er opin til kl. 22:00. Þangað geta krakkarnir komið strax eftir skóla og verið eins og þau vilja eða til kl. 18:00. Eldri krakkar klúbbsins geta verið lengur eða farið og komið aftur til kl. 22:00. Það er ekki bara opn un ar tíminn sem er frá brugðinn því sem gerist hér heima og ég myndi vilja breyta. Ekki síður er mikilvægt að auka fjölbreytnina og starf sem ina sem fer fram innan frístundaheimila og félagsmiðstöðva. Í Dan mörku fer fram mik ið fjölbreyttara starf. Þar hafa börnin og unglingarnir möguleika á að velja sér margvíslegar vinnustofur og afþreyingu. Þau geta valið sem dæmi handavinnu (t.d. sauma á saumavélar, vinna leður- Elva Dögg Ásudóttir vinnu, þrykkja á efni) Kristinsdóttir myndlist (t.d. keramik, málun, vatns litun, pappírs gerð, kertagerð og fl.), þar geta þau lært að spila á hljóðfæri og stofnað hljómsveitir. Þar er hægt að stunda fjölbreyttar íþróttir, stunda útivist og halda dýr (oftast kanínur og dúfur). Í raun fer úrvalið eftir því sem starfsmenn og stjórnendur á hverjum stað leggja áherslu á og kunna. Mín skoðun er sú að við þurfum að styðja miklu betur við þessar mikilvægu stofnanir. Við eigum að gera þær að aðlaðandi möguleika fyrir börn sem vilja eyða deginum með félögum og vinum í uppbyggi legu umhverfi þar sem hægt er að gera skemmti lega hluti. Stað sem allir vilja vera á og þroska félagsfærni sem og aðra færni sína og auka við þekk ingu og upplifa. Höfundur er lögmaður og myndlistarkona og skipar annað sæti Vinstri grænna í Hafnarfirði Íþróttir Handbolti: 8. maí kl , Vestm.eyjar ÍBV - Haukar úrvalsdeild karla - úrslit 10. maí kl. 16, Ásvellir Haukar - ÍBV úrvalsdeild karla - úrslit 13. maí kl , Vestm.eyjar ÍBV - Haukar úrvalsdeild karla - úrslit Knattspyrna: 8. maí kl , Kaplakriki FH - Fylkir úrvalsdeild karla 9. maí kl. 19, Ásvellir Haukar - Þróttur R. 1. deild karla 12. maí kl. 20, KR-völlur KR - FH úrvalsdeild karla 13. maí kl , Fylkisvöllur Elliði - Haukar Bikarkeppni karla 13. maí kl , Varmárvöllur Afturelding - FH úrvalsdeild kvenna Handbolti úrslit: Karlar: Haukar - ÍBV: Haukar - FH: FH - Haukar: Knattspyrna úrslit: Karlar: Breiðablik - FH: 1-1 Stofnum embætti um boðsmanns Hafnfirðinga Eitt af stefnumálum okkar Vinstri grænna er að stofnað verði embætti umboðsmanns Hafnfirðinga sem bæj ar búar geti leitað til um leið beiningar, ráð gjöf og álit ef þeir eru ósáttir við málsmeðferð og ákvarðanatöku bæjarins í málum þeirra. Hafnarfjörður er brautryðjandi íslenskra sveitarfélaga í opinni stjórnsýslu með ákvörðun um birtingar gagna með fundargerðum allra ráða, nefnda og bæjarstjórnar. Virkt lýðræði krefst þess að öllum í samfélaginu sé tryggt aðgengi að upplýsingum. Það er forsenda samfélagslegrar þátttöku sem er lýðræðinu nauðsynleg. Spilling, sérhagsmunagæsla og þokukennd stjórnsýsla mega ekki viðgangast. Hlutverk umboðsmanns Hafnfirðinga væri ekki síst að leiðbeina um mögulegar kæruleiðir og leiðbeina um möguleika og heimildir til að mál séu tekin til endurskoðunar. Hlutverk umboðsmanns væri líka að útskýra og aðstoða við túlkun á efnislegu innihaldi ákvarðanatöku Hafnarfjarðarbæjar og jafnvel að bjóða sátta miðlun í þeim tilvikum sem líkur eru á að ágrein ing megi sætta með slíkri aðkomu. Umboðsmaður myndi líka rannsaka einstök mál og skila áliti um lögmæti þeirra og gæti Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tekið mál til athug unar að eigin frum kvæði. Jafnframt væri mikil vægt að umboðs maður Hafnfirðinga gæti tekið líka á móti, rannsakað og komið á framfæri upplýsingum frá starfsfólki, viðsemjendum bæjar ins og öðrum um réttarbrot, vanrækslu eða mistök eða óeðlileg afskipti kjörinna fulltrúa af málum í stjórnsýslu og/eða þjónustu Hafnarfjarðarbæjar. Höfundur er bæjarstjóri og oddviti Vinstri grænna í Hafnarfirði. Frá og með 19. maí n.k. verður þjónusta VÍS á höfuðborgarsvæðinu alfarið í höfuðstöðvum félagsins að Ármúla 3 í Reykjavík. Guðmundur Pedersen og Sigurður Kristjánsson sem og aðrir VÍS-arar verða þar til þjónustu reiðubúnir fyrir Hafnfirðinga líkt og þeir hafa verið mörg undanfarin ár. Við minnum einnig á símann í þjónustuveri VÍS, og á vefinn vis.is. VÍS ÁRMÚLA REYKJAVÍK SÍMI VIS.IS

12 12 Fimmtudagur 8. maí 2014 Hreinsunardagar styrkir barna- og unglingastarf SH Ljósm.: Guðni Gíslason Ljósm.: Guðni Gíslason Þrifu upp eftir þig? Starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar brutu upp hefðbundinn starfsdag hjá sér á föstudag og mættu galvaskir með poka til að tína upp drasl næst sínum vinnustað. Starfsfólk á bæjarskrifstofunum hreinsuðu í mið bænum og starfsfólk á Þjónustumiðstöðinni hreinsaði svæðið í kring á Völlum. Gríðarlegt drasl er víða um bæinn og þó hreinsað sé reglulega og er það engum öðrum að kenna en íbúunum sjálfum. Ólafur Helgi lögfræðingur fórnaði spariskónum. Rekstri Bæjarbíós úthýst Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar hefur samþykkt að ganga til samninga við Menningar- og listafélag Hafnarfjarðar ehf. kt um rekstur Bæjarbíós til eins árs. Alls gerðu 4 aðilar tilboð í reksturinn. Töluverðar deilur hafa verið um þessa ráðagerð og er hún ekki gerð í sátt við Kvikmyndasafn Íslands en í fundargerð nefndarinnar kemur fram að nefndin mun áfram vinna að gerð samnings við mennta- og menningarmálaráðuneytið sem tryggja mun sýningaþátt Kvikmynda safns Íslands í bíóinu Hafnarfjarðarbær gefur eftir leigu, rafmagns- og hitunarkostnað og þó samningurinn sé til eins árs er möguleiki á framlengingu til þriggja ára. NÝR 30 ára Stofnuð 1983 Hljómsveitin Pollapönk, sem söng útlenska útgáfu af laginu Enga fordóma, komst áfram í lokakeppni Eurovision sem haldin er í gömlu Burmeister & Wein skipasmíðastöðinni á Refshaleyju í Kaupmannahöfn. Nöfn þeirra tíu þjóða sem komust áfram voru lesin upp í tilviljanakenndri röð og spennan var mikil þegar kom að því að nefna síðasta landið. Margir voru orðnir úrkula vonar en fögn uðurinn var mikill þegar nafn Íslands var lesið upp. BESTA HREYFILSHÚSINU Grensásvegi 18 I 108 Reykjavík Sími: I besta@garri.is Tælenskur veitingastaður Opið: Mánudag- föstudags kl Sunnudaga kl Laugardaga kl (eldhús lokar kl. 21) karaoke og bar stemmning til kl. 03. Pappír er ekki bara pappír KATRIN pappírinn færð þú í Besta, Grensásvegi Katrin Plus hágæða pappír fyrir heimili og sumarbústaði Vistvænn fyrir rotþrær EasyFlush frá KATRIN tryggir gæðin Hádegistilboð virka daga kl Þrír réttir úr borði fyrir einn kr ,- Súpa og kaffi fylgir. Kvöldtilboð alla daga kl Þrír réttir úr borði fyrir einn kr ,- Fjölbreyttur matseðill alla daga grænmetisréttir og matseðill fyrir börn Taktu með heim eða borðaðu á staðnum Sundstund gefur gull í mund Pollapönk komst áfram í úrslitakeppnina í Eurovision Litríkir og eldhressir Hafnfirðingarnir voru öryggið uppmálað á sviðinu Ljósm.: Eurovision, Andres Putting (EBU) Hljómsveitin Pollapönk var útskriftarverkefni hafnfirsku leikskólakennaranna Heiðars Arnar Kristjánssonar og Haralds F. Gíslasonar árið Svo bættist við Hafnfirðingurinn Arn ar Gíslason og Norðfirðingurinn Guðni Finnsson við sveitina. Leikskólabörn hafa verið sérstakir áhangendur sveitarinnar enda hefur tónlist hennar höfðað mjög vel til þess aldurshóps. Nú hefur boðskapur hennar borist út um allan heim og sveitin mun örugglega vekja athygli víða um heim. Lagið Enga fordóma er eftir þá Harald og Heiðar en enski textinn var þýddur á ensku af John Grant. Bakraddir syngja þeir Snæbjörn Ragnarsson og Óttar Proppé en hann er Hafnfirðingur eins og Jónatan Garðarsson sem er liðsstjóri íslenska hópsins. Er það í tólfta sinn sem Jónatan er í því hlutverki. Ljósm.: Jónatan Garðarsson Íslensku keppendurnir við konungshöllina í Kaupmannahöfn. Að lokinni keppni á þriðjudag var dregið um í hvaða hluta lokakeppninnar sveitirnar yrðu og keppir Pollapönk í fyrri hluta keppninnar á laugardag. Ban Kúnn Thai Restaurant Tjarnarvöllum Fjarðarpósturinn 1405 Hönnunarhúsið ehf.

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson Samstarf HR og IGI Ólafur Andri Ragnarsson Leikjaiðnaðurinn 2021 Leikjaiðnaðurinn 2021 5.000 störf 70 milljarðar í heildarútflutningstekjur ef... Photo Ian Parker http://parkerlab.bio.uci.edu/nonscientific_adventures/iceland_man.ht

More information

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

Horizon 2020 á Íslandi:

Horizon 2020 á Íslandi: Horizon 2020 á Íslandi: - Árangur Íslands í Horizon2020 - Hvernig getur Rannís veitt ykkur aðstoð? Kristmundur Þór Ólafsson Alþjóðasvið Rannís Landstengiliður (NCP) fyrir H2020 Hvað er H2020? Rammaáætlun

More information

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Svíþjóð - stjórnsýslan Þrjú formleg stjórnsýslustig Sveitarfélög, 290 talsins (Local level) Lén, 20 talsins (Regional level) Landsstjórn, 349 þingmenn (National

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

22. tbl. 32. árg. Fimmtudagur 5. júní 2014 Upplag eintök. Dreift frítt inn á öll heimili og fyrirtæki í Hafnarfirði

22. tbl. 32. árg. Fimmtudagur 5. júní 2014 Upplag eintök. Dreift frítt inn á öll heimili og fyrirtæki í Hafnarfirði www.fjardarposturinn.is ISSN 1670-4169 Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 Gleraugnaverslun 22. tbl. 32. árg. Fimmtudagur 5. júní 2014 Upplag 10.500 eintök. Dreift frítt inn á öll heimili og fyrirtæki í Hafnarfirði

More information

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs?

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Hvernig getur málefni sem ekki er skilgreint sem námsgrein í grunnskóla eða námssvið

More information

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum Raddir fjölbreyttra kennarahópa Sólveig Karvelsdóttir, lektor, HÍ Hafdís Guðjónsdóttir, dósent, HÍ Rannsóknin er hluti af tveimur rannsóknum Fjölbreyttir kennarahópar

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2 1 Examples 2 Sýnidæmi 2 2 Example 25-1 Gefið er 3 fasa, 3 teina raforkukerfi samkvæmt meðfylgjandi einlínumynd. Allar stærðir á myndinni eru í einingakerfinu ( per unit ). Seríuviðnám háspennulínanna er

More information

ÆGIR til 2017

ÆGIR til 2017 ÆGIR3 2016 til 2017 Þríþraut Mikil þróun, sífellt betri árangur, fleiri og betri keppnir Íslandsmetið í Ironman féll tvisvar í sumar Norðurlandameistari kvenna í flokki 23 ára og yngri Þríþrautarsamband

More information

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be Stefnumótun tun Rf Hlutverk (Mission) Why we exist Gildi (Core values) What we believe in Framtíðarsýn (Vision) What we want to be Stefna (Strategy) Our Game plan Stefnumiðað árangursmat Balanced Scorecard

More information

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ / 1004720-1004720-3-ABC 2.1.2018 09::16 Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær»»» Reykjavík/HÍ 06:42 06:44 06:45 06:47 06:51 06:52 06: 07:17 07:18 07:22 07:28 07:29 07:31 07:32 07:34 07:36 07:38

More information

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa Efnisyfirlit Þróun félagsauðs í grannríkjunum Bandaríkin Skandinavía Meginland Evrópu Þróunin á Íslandi Félagsþátttaka Frumtengsl Félagsrof Félagsauður,

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 8. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Sérfræðingur í persónurétti Yfirlit Stóra myndin Skyldur GDPR Aðlögunarferli Áskoranir og praktísk ráð 2 3 Yfirlit: Hvað er GDPR?» GDPR

More information

UNGT FÓLK BEKKUR

UNGT FÓLK BEKKUR UNGT FÓLK 16 8.. BEKKUR Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun, heilsuhegðun, heilsuvísar, líðan og framtíðarsýn ungmenna í framhaldsskólum á Íslandi. ÆSKULÝÐSRANNSÓKNIR FRÁ 1992 Ungt fólk 16 Grunnskólar

More information

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Kynning í Dalskóla 6. desember 2018 Gautur Þorsteinsson, verkfræðingur Um útvarpsþjónustu Fyrsta útsending útvarpsdagskrár 1920 Útsendingar útvarps

More information

MALAYSIA AIRLINES - MH 1 Monday, 17 th of MAY: LONDON - KUALA LUMPUR (lent í Kuala Lumpur kl 17:30 þriðjudaginn 18. maí að staðartíma)

MALAYSIA AIRLINES - MH 1 Monday, 17 th of MAY: LONDON - KUALA LUMPUR (lent í Kuala Lumpur kl 17:30 þriðjudaginn 18. maí að staðartíma) 12. maí, 2004 bls. 1 Dagskrá námsferðar Rafmagns- og tölvuverkfræðinema vorið 2004 til Kuala Lumpur og Singapore (Program for a technical study tour of students in Electrical and Computer Engineering,

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

Forsetaheimsókn og Hansadagar

Forsetaheimsókn og Hansadagar www.fjardarposturinn.is ISSN 1670-4169 40. tbl. 24. árg. 2005 Fimmtudagur 20. október Upplag 8.000 eintök. Dreift frítt í Hafnarfirði Framboðsmál: Magnús Ólafsson hættur við! Magnús Ólafsson, leikari og

More information

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur?

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur? Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur? Málþing um byggðamál og svæðasamvinnu 14. mars 2014 Stefanía Traustadóttir Heimsókn til Norðurbotns (Oulu) apríl 2012 Þátttakendur: Ragnheiður

More information

Gleðilegt ár! Þegar þú þarft púst Sími Miðhraun 11 - Sími

Gleðilegt ár! Þegar þú þarft púst Sími Miðhraun 11 - Sími www.fjardarposturinn.is ISSN 1670-4169 1. tbl. 26. árg. 2008 Föstudagur 4. janúar Upplag 9.800 eintök. Dreift frítt í Hafnarfirði og á Álftanesi www.66north.is Miðhraun 11 - Sími 535 6600 Þegar þú þarft

More information

Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software.

Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software. Heimildaskrá Ritaðar heimildir Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software. Bændasamtök Íslands (2005). Hagtölur

More information

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur CHEMISTRY The Central 9th Edition Hlutfallareikningur: AðA reikna út frá formúlum og efnajöfnum fnum Lavoisier: Massi varðveitist í efnahvörfum. : lýsa efnahvörfum. Efnajafna : Hvarfefni og myndefni: 2H

More information

Vaasa Ostrobothnia nóv. 2012

Vaasa Ostrobothnia nóv. 2012 Vaasa Ostrobothnia 19-21.nóv. 2012 Hópurinn og ferðin Halla Steinólfsdóttir Dalabyggð Ingibjörg Valdimarsdóttir Akranesi Ólafur Sveinsson SSV The Ministry of Foreign Affairs of Finland (19.nóv.) The Regional

More information

Rannsókn á Byrjendalæsi: Markmið, snið, gögn og úrvinnsla

Rannsókn á Byrjendalæsi: Markmið, snið, gögn og úrvinnsla Læsi til samskipta og náms Ráðstefna MSHA um læsi 13. september 2014 Rannsókn á Byrjendalæsi: Markmið, snið, gögn og úrvinnsla Rúnar Sigþórsson Háskólanum á Akureyri runar@unak.is Örstutt um Byrjendalæsi

More information

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Þórólfur Guðnason yfirlæknir Sóttvarnalæknir, Embætti landlæknis Nóvember 2014 Gastegundir frá eldgosum >95% H 2 O, CO 2 SO 2

More information

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 I GENERAL INFORMATION ABOUT THE SCHOOL 1. Describe the school and its surroundings very

More information

Laun á almennum vinnumarkaði 2005 Earnings in the private sector 2005

Laun á almennum vinnumarkaði 2005 Earnings in the private sector 2005 26:1 14. júlí 26 Laun á almennum vinnumarkaði 25 Earnings in the private sector 25 Samantekt Árið 25 voru regluleg mánaðarlaun á almennum vinnumarkaði að meðaltali 244 þúsund krónur, heildarmánaðarlaun

More information

Fóðurrannsóknir og hagnýting

Fóðurrannsóknir og hagnýting Fóðurrannsóknir og hagnýting Uppskeruhátíð rannsókna Gunnar Örn Kristjánsson Strandbúnaður 2018, Grand Hótel Reykjavík, 19.-20. mars. Grundvöllur fóðurgerðar Þarfir hjá eldisfisk Efnaþarfir til vaxtar

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2013 Municipal social services 2013

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2013 Municipal social services 2013 2014:3 9. október 2014 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Árið fengu 8.042 heimili fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og hafði heimilum sem þáðu slíkar greiðslur fjölgað um 306

More information

Lýðheilsa Heilsa í allar stefnur

Lýðheilsa Heilsa í allar stefnur Lýðheilsa Heilsa í allar stefnur Hvar standa Íslendingar í samanburði þjóða? Dagskrá: 14:30 Ávarp forsætisráðherra: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 14:45 Heilsa í allar stefnur: Health in All Policies reynsla

More information

RAFRÆNN REIKNINGUR. Eiginleikar, ávinningur og kröfur

RAFRÆNN REIKNINGUR. Eiginleikar, ávinningur og kröfur RAFRÆNN REIKNINGUR Eiginleikar, ávinningur og kröfur EIGINLEIKAR REIKNINGUR (HEFÐBUNDINN) Inniheldur/flytur gögn. Viðskiptaaðilar, Hvað er selt, Greiðsluupplýsingar Skattaupplýsingar ofl. Birtir gögn Prentað

More information

Könnunarverkefnið PÓSTUR

Könnunarverkefnið PÓSTUR Könnunarverkefnið PÓSTUR Þáttakenndur í verkefninu UM PÓST Rauði hópur Vor 2010 Börn fædd 2005 Hópstjóri: Tatjana Lind Jónsson Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2011:1 27. maí 2011 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga frá sveitarfélögum árlega um fjárhagsaðstoð, félagslega heimaþjónustu

More information

Listi yfir ferðir kjörinna fulltrúa og embættismanna árið 2017 á skrifstofum miðlægrar stjórnsýslu

Listi yfir ferðir kjörinna fulltrúa og embættismanna árið 2017 á skrifstofum miðlægrar stjórnsýslu Reykjavík, 20. mars 2018 R17050148 1312 Borgarráð Listi yfir ferðir kjörinna fulltrúa og embættismanna árið 2017 á skrifstofum miðlægrar stjórnsýslu Á fundi borgarráðs þann 18. júní 2015 var samþykkt að

More information

Ástand á leikskólum batnar

Ástand á leikskólum batnar www.fjardarposturinn.is ISSN 1670-4169 8. tbl. 26. árg. 2008 Fimmtudagur 21. febrúar Upplag 9.800 eintök. Dreift frítt í Hafnarfirði og á Álftanesi Flatahrauni 7 sími 565 1090 Ástand á leikskólum batnar

More information

Vaasa Ostrobothnia nóv. 2012

Vaasa Ostrobothnia nóv. 2012 Vaasa Ostrobothnia 19-21.nóv. 2012 Hópurinn og ferðin Halla Steinólfsdóttir Dalabyggð Ingibjörg Valdimarsdóttir Akranesi Ólafur Sveinsson SSV The Ministry of Foreign Affairs of Finland (19.nóv.) The Regional

More information

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018 Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu September 2018 Samantekt Íslandsstofa framkvæmdi viðhorfskönnun í júlí og ágúst 2018 meðal erlendra söluaðila sem selja ferðir til Íslands.

More information

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar 1 Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar Introduction to rotating machines 2 Grunnhugtök og meginþættir Klassískar gerðir véla Riðstraumsvélar Samfasavél (synchronous machine) Spanvél (induction machine

More information

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2.

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2. Reykjavík, 15. maí 2017 R17050061 110 Borgarráð Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2. júní 2017 Fyrirhuguð er opinber

More information

Stefnir í ófremdarástand

Stefnir í ófremdarástand 31. janúar 2014 2. tölublað 2. árgangur UMHVERFISVOTTUÐ PRENTUN Útsalan í fullum gangi 1 10-50% afsláttur HAMRABORG 20A KÓPAVOGI 544-4088 YNJA.IS Alvarlegur skortur á leikskólakennurum í Kópavogi: Stefnir

More information

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM Skýrsla fyrir skólaárið 2016-2017 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 2 1. Inngangur... 3 2. Markmið og tilgangur matsins... 3 3. Aðferðir og framkvæmd matsins... 3 4.

More information

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Stillt upp fyrir tískumyndatöku í Hörpu. Samantekt unnin fyrir Höfuðborgarstofu mars 2017 Höfundur: Rögnvaldur Guðmundsson Rannsóknir

More information

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Áhrif lofthita á raforkunotkun Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Júlí 2017 Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Orkustofnun Júlí 2017 Útgefandi: Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Sími: 569 6000, Fax, 568

More information

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst 15. 18. ágúst 21. 25. ágúst 28. ág 1. sept. 15. skipulagsdagur 16. skipulagsdagur 17. Skipulagsdagur 18. skipulagsdagur

More information

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild Háskólabrú fjarnám Bókalisti vorönn 2019 2. önn Félagsvísinda- og lagadeild Upplýsingatækni og tölfræði: Kennslubók í Excel 2016. Höfundar: Hallur Örn Jónsson og Óli Njáll Ingólfsson Stærðfræði 3: Stærðfræði

More information

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Power Point leiðbeiningar Sjónarhorn View Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Outline view - Yfirlitshamur Hér er hægt að rita minnispunkta við hverja glæru fyrir þann sem

More information

Sundráð ÍRB Fréttabréf Ágúst 2011

Sundráð ÍRB Fréttabréf Ágúst 2011 Eldri hópur er hópur sem Ant kom á og frábær nýung fyrir þá sem vilja æfa sund en hafa ekki tíma né áhuga til að vera í afrekssundi. Þetta er frábær vettvangur fyrir þá sem vilja æfa undir topp leiðsögn

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2011 Municipal social services 2011

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2011 Municipal social services 2011 2012:1 4. október 2012 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Árið fengu 7.715 heimili fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og hafði heimilum sem þáðu slíkar greiðslur fjölgað um 805

More information

GRUNNSKÓLAR UNGT FÓLK 2014

GRUNNSKÓLAR UNGT FÓLK 2014 UNGT FÓLK 14 GRUNNSKÓLAR Menntun, menning, félags, - íþrótta- og tómstundastarf, heilsa, líðan og vímuefnaneysla unglinga í 8., 9. og. bekk á Íslandi. ÆSKULÝÐSRANNSÓKNIR FRÁ 1992 Ungt fólk 14 Grunnskólar

More information

Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi

Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi Lokaverkefni til B.Ed. prófs Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi Eru ánægðir foreldrar bestu bandamenn kennara? Halldóra Gísladóttir 300955-5419 Kennaraháskóli Íslands

More information

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI ER ÍSLAND SPRUNGIÐ MEÐ 2,2 M FERÐAMANNA? TOP 10 ÞJÓÐGARÐAR Í BANDARÍKJUNUM 1. Great Smoky Mountains National Park

More information

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 50. TBL 2. ÁRG. FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2011 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ fyrst&fremst Þegar ritstjóri

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll. Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands

Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll. Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands Yfirlit erindis Meginmarkmið og bakgrunnur Nokkrar skilgreiningar Rannsóknaraðferðir

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2010:1 12. maí 2010 Félagsþjónusta sveitarfélaga 2007 2009 Municipal social services 2007 2009 Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga árlega um félagslega heimaþjónustu og fjárhagsaðstoð

More information

Eignast 15% í HS veitum. OR gerir upp við Hafnarfjarðarbæ sem fær 7,1 milljarð kr.

Eignast 15% í HS veitum. OR gerir upp við Hafnarfjarðarbæ sem fær 7,1 milljarð kr. www.fjardarposturinn.is ISSN 1670-4169 Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 Matarbakki úr húsi Sendu póst á millihrauna @gmail.com og fáðu sendan matseðil vikunnar Máltíð með súpu og kaffi í sal 32. tbl. 27. árg.

More information

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn -

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM Schengen ráðstefna 6. október 2011 - Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - Áherslur - Lögreglan á Suðurnesjum - Framkvæmd landamæraeftirlits - Umhverfið - Álag á Ísland

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr. 54 8. árgangur

More information

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu?

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu? Upphaf mælinga í uppsjávarskipum Sigurjón Arason Yfirverkfræðingur Matís ohf. og Prófessor, Háskóli Íslands Dr. Magnea G. Karlsdóttir; Fagstjóri, Matís ohf. Ásbjörn Jónsson; Verkefnastjóri, Matís ohf Magnús

More information

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012 Nr. 28/32 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012 2013/EES/28/07 frá 8. júní 2012 um framkvæmdarreglur vegna beitingar 16. gr.

More information

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands ÞÓRA BJÖRK HJARTARDÓTTIR Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands 1. Fjöldi erlendra stúdenta Á liðnum áratug hefur erlendum stúdentum fjölgað gríðarlega við Háskóla Íslands. Haustið 2000 voru skráðir

More information

2. Stefnur og hugmyndafræði sem hafa haft áhrif á listkennslu

2. Stefnur og hugmyndafræði sem hafa haft áhrif á listkennslu Ágrip Í þessari ritgerð, sem er lokaverkefnið mitt til B.Ed gráðu, mun ég fjalla um samvinnu á milli myndlistarskóla og grunnskóla. Í því samhengi mun ég skoða Billedskolen i Tvillingehallen og Myndlistarskólann

More information

Aðalheiður L. Guðmundsdóttir Myndlistardeild, lektor Vegna þátttöku í listfræðiráðstefnunni [no title] í Kaupmannahöfn í október.

Aðalheiður L. Guðmundsdóttir Myndlistardeild, lektor Vegna þátttöku í listfræðiráðstefnunni [no title] í Kaupmannahöfn í október. STARFSÞRÓUNARSJÓÐUR AKADEMÍSKRA STARFSMANNA - úthlutun haustönn 2018 Auglýst var eftir umsóknum um styrkveitingar með umsóknarfrest til 3. september 2018. Alls bárust sjóðnum 12 umsóknir: 7 frá hönnunar-

More information

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík Notkun merkis Veðurstofu Íslands Veðurstofa Íslands Bústaðavegur 9 150 Reykjavík +354 522 60 00 +354 522 60 01 vedur@vedur.is Maí 2009 2 Efnisyfirlit Merki 3 Litanotkun 5 Merki í fleti 6 Stærð merkisins

More information

JANÚAR 2016 Karl Sigurðsson

JANÚAR 2016 Karl Sigurðsson JANÚAR 2016 Karl Sigurðsson Staða og horfur á vinnumarkaði Staðan á vinnumarkaði er að mörgu leyti góð ef litið er til þróunar atvinnuleysis, en skráð atvinnuleysi hefur lækkað úr um 8% árin 2009 og 2010

More information

Leikur og læsi í leikskólum

Leikur og læsi í leikskólum Menntavísindasvið Háskóla Íslands Grein birt 31. desember 2011 Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir Leikur og læsi í leikskólum Færst hefur í vöxt í leikskólum á Íslandi að börnum sé kennt að lesa. Í leikskólum

More information

Leiðbeinandi á vinnustað

Leiðbeinandi á vinnustað Work Mentor Leiðbeinandi á vinnustað Leonardo da Vinci, Transfer of Innovation verkefni sem VMA sótti um að stýra. Kynning maí 2011. Jóhannes Árnason 1 Work Mentor Leonardo da Vinci Transfer of Innovation

More information

Sunnudagur 4. október. Sunnudagaskóli kl. 11 Kirkjunni verður breytt í kaffihús!

Sunnudagur 4. október. Sunnudagaskóli kl. 11 Kirkjunni verður breytt í kaffihús! www.fjardarposturinn.is Finndu okkur á..bæjarblað síðan 1983 Gleraugnaverslun bæjarblað inga ð r i f n f a H 35. tbl. 33. árg. Fimmtudagur 1. október 2015 Strandgötu, Hafnarfirði Sími 555 7060 www.sjonlinan.is

More information

Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar Frambjóðendur. Multicultural Council of Reykjavik Candidates

Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar Frambjóðendur. Multicultural Council of Reykjavik Candidates Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar Frambjóðendur Multicultural Council of Reykjavik Candidates Aleksandra Chlipala Hversu lengi búið á Íslandi: Have been a resident of Iceland: Pólsk Polish aleksandrachlipala@gmail.com

More information

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (MFT/MFS) og tannátu í lykiltönnum SVANHVÍT. SÆMUNSÓTTIR*, THR ASPEUN**, SIGURÐUR RÚNAR SÆMUNSSN***, INGA. ÁRNAÓTTIR* HEIRIGÐISVÍSINASVIÐ HÁSKÓA

More information

Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/ /10

Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/ /10 Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/04-2009/10 Stefán Hrafn Jónsson Háskóli Íslands, Landlæknisembættið Margrét Héðinsdóttir Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

MARKAÐSSETNING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS Á ERLENDUM MÖRKUÐUM UNDIR VÖRUMERKINU REYKJAVÍK. Vörumerkið Reykjavík

MARKAÐSSETNING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS Á ERLENDUM MÖRKUÐUM UNDIR VÖRUMERKINU REYKJAVÍK. Vörumerkið Reykjavík MARKAÐSSETNING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS Á ERLENDUM MÖRKUÐUM UNDIR VÖRUMERKINU REYKJAVÍK Hjörtur Smárason, janúar 2014 Borgir og mikilvægi þeirra í framtíðinni Borgir eru í auknum mæli að taka yfir hlutverk

More information

BSc. ritgerð. Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga

BSc. ritgerð. Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga BSc. ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga Eva Úlla Hilmarsdóttir Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Þórhallur Örn Guðlaugsson Febrúar

More information

Laus strax. Tendrað á jólatrénu. Jólaþorpið verður opnað á morgun föstudag

Laus strax. Tendrað á jólatrénu. Jólaþorpið verður opnað á morgun föstudag www.fjardarposturinn.is Finndu okkur á Fimmtudagur 29. nóvember 2018 44. tbl. 16. árg. Upplag 10.500 eintök. Dreift frítt inn á öll heimili og fyrirtæki í Hafnarfirði www.fjardarfrettir.is öflugur fréttavefur

More information

Þegar tilveran hrynur

Þegar tilveran hrynur ÓHÁÐ FRÉTTABLAÐ Á VESTFJÖRÐUM Fimmtudagur 11. júní 2003 23. tbl. 20. árg. Stofnað 14. nóvember 1984 Sími 456 4560 Veffang: www.bb.is Netfang: bb@bb bb.is Verð kr. 250 m/vsk Þegar tilveran hrynur rætt við

More information

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Klettafjöllin og Grand Canyon 1 Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Kristbjörg María Guðmundsdóttir Eitt af fallegustu handverkum náttúruaflanna er án efa að finna í vesturhluta Norður-Ameríku.

More information

Efnahagshrunið og skólastarf í tveimur íslenskum sveitarfélögum

Efnahagshrunið og skólastarf í tveimur íslenskum sveitarfélögum Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2012 Sigurlína Davíðsdóttir, Guðný Guðbjörnsdóttir, Anna Kristín Sigurðardóttir, Arna H. Jónsdóttir, Börkur Hansen, Ólafur H. Jóhannsson

More information

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi í norðaustanverðu Atlantshafi Jóhann Sigurjónsson Hafrannsóknastofnun Grand Hótel, Reykjavík, 21.-22. nóvember 2013 Efni erindis Deilistofnar Ástand og horfur Uppsjávar þríeykið Norsk-íslensk síld-kolmunni-makríll

More information

Heimsóknum umdæmisstjóra í klúbbana lokið

Heimsóknum umdæmisstjóra í klúbbana lokið Fréttabréf umdæmisstjóra ROTARY INTERNATIONAL Fréttabréf 1 Umdæmi 1360 ÍSLAND Umdæmisstjóri 2004-2005: Egill Jónsson, Rótarýklúbbnum Görðum Heimsóknum umdæmisstjóra í klúbbana lokið Heimsóknum umdæmisstjóra

More information

Nr desember 2014 REGLUGERÐ. um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila.

Nr desember 2014 REGLUGERÐ. um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila. REGLUGERÐ um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila. 1. gr. Gildissvið. Reglugerð þessi gildir um tengda lögaðila sem eiga í viðskiptum skv. 3.-5. mgr. 57. gr. laga nr. 90/2003, um

More information

Umhyggja. Afstaða nemenda með sérþarfir til skólans síns. Brýtur þjónustukerfið mannréttindi?

Umhyggja. Afstaða nemenda með sérþarfir til skólans síns. Brýtur þjónustukerfið mannréttindi? Umhyggja Afstaða nemenda með sérþarfir til skólans síns Brýtur þjónustukerfið mannréttindi? Sömu námskröfur gerðar til langveikra sem og annarra í MH en aðstoð og aðlögun stundum nauðsynleg 2. tbl. 13.

More information

Innihaldsyvirlit. til vegleiðing umsiting av kundum í FSL-debitor. seinast dagført 15. aug. 2017

Innihaldsyvirlit. til vegleiðing umsiting av kundum í FSL-debitor. seinast dagført 15. aug. 2017 Innihaldsyvirlit til vegleiðing umsiting av kundum í FSL-debitor seinast dagført 15. aug. 2017 Innihaldsyvirlit...1 Upprættan av kundum við INDIVID...2 Allar fyritøkur og persónar, ið hava føroyskt A-,

More information

Efni yfirlitsins að þessu sinni er: HAGTÖLUR VR

Efni yfirlitsins að þessu sinni er: HAGTÖLUR VR September 216 Efnahagsyfirlit VR er gefið út í tengslum við mánaðarlega stjórnarfundi félagsins. Yfirlitið er samantekt á hagtölum og öðru efni sem tengist vinnumarkaðs- og kjaramálum og er tilgangurinn

More information

Tungumálatorgið - fræðin og veruleiki á vettvangi. Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir: kennsluráðgjafi og verkefnastjóri Tungumálatorgsins,

Tungumálatorgið - fræðin og veruleiki á vettvangi. Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir: kennsluráðgjafi og verkefnastjóri Tungumálatorgsins, Tungumálatorgið - fræðin og veruleiki á vettvangi Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir: kennsluráðgjafi og verkefnastjóri Tungumálatorgsins, tobba@hi.is Menntakvika 2013 Erindið Segja sögur Sýna myndir Setja í

More information

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 22. TBL 1. ÁRG. FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2010 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ fyrst&fremst Bubbi Morthens hætti

More information