DAGSKRÁ MENNTAKVIKU 2017 MENNTAVÍSINDASVIÐ HÁSKÓLA ÍSLANDS V/STAKKAHLÍÐ, 105 REYKJAVÍK

Size: px
Start display at page:

Download "DAGSKRÁ MENNTAKVIKU 2017 MENNTAVÍSINDASVIÐ HÁSKÓLA ÍSLANDS V/STAKKAHLÍÐ, 105 REYKJAVÍK"

Transcription

1 DAGSKRÁ MENNTAKVIKU 2017 MENNTAVÍSINDASVIÐ HÁSKÓLA ÍSLANDS V/STAKKAHLÍÐ, 105 REYKJAVÍK H-001 9:00-10:30 Ólíkar birtingarmyndir læsis Málstofustjóri: Karen Rut Gísladóttir Að kenna í ljósi félags- og menningarlegra hugmynda um læsi: Dæmi úr íslenskukennslu heyrnarlausra Karen Rut Gísladóttir, MVS, HÍ Félags- og menningarlegar hugmyndir um læsi (New Literacies) snúast meðal annars um það að ýmsar leiðir gefast til að nota tungumál og texta. Þeir sem skoða læsi út frá þessum hugmyndum leggja áherslu á að hugsa um læsi sem félagslega iðju sem eigi sér rætur í félags- og menningarlegri reynslu einstaklinga. Rannsóknir snúast um að skoða athafnir fólks í tengslum við texta og hvernig það notar tungumál og texta í ólíkum aðstæðum. Læsi verður félagslegt. Það tekur mið af þátttöku manna í ólíkum samfélagshópum. Frá þessum bæjardyrum séð er til margs konar læsi. Hugmyndir um margskonar læsi fela ekki í sér að hæfileikinn til að nota lestur og ritun breytist eftir aðstæðum heldur að notkun tungumálsins og tilgangur lesturs og ritunar sé breytilegur eftir samhengi hverju sinni. Við erum aldrei bara að lesa og skrifa. Við erum alltaf að lesa og skrifa eitthvað. Til að skoða læsi sem félagslega iðju og margs konar læsi hafa fræðimenn og rannsakendur þróað hugmyndir um læsisatburði (e. literacy events) og læsisiðju (e. literacy practices). Læsisatburður er eitthvað sýnilegt í gangi sem hægt er að fylgjast með. Læsisiðja er hefðir og venjur sem liggja að baki ólíkum tegundum lesturs og ritunar. Í þessum fyrirlestri leitast ég við að sýna fram á, með vísan í eigin kennslureynslu sem íslenskukennari og kennararannsakandi í kennslu heyrnarlausra, hvernig beita megi hugmyndum um læsi sem félagslega iðju til að koma auga á og vinna með þætti sem tengja lestrar- og ritunarkennslu í skólastarfi við líf nemenda utan veggja skólans. Um myndabækur: Uppgangur Hrun Upprisa? Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir, lektor, MVS, HÍ Talsverður uppgangur var í útgáfu íslenskra myndabóka á árunum fyrir Hrun á meðan gengi íslensku krónunnar var hátt og bæði eldri og nýir höfundar blómstruðu. En með Hruninu hrundi líka myndabókaútgáfan og hægði verulega á framþróuninni. Árið 2016 gefur hins vegar fyrirheit um að nú sé að rofa til, enda gengið aftur orðið hátt, og nýir höfundar farnir að hasla sér völl með eftirtektarverum hætti. Til dæmis er önnur íslenska bókin sem tilnefnd er til Barna- og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs myndabók eftir ungan höfund. En hvað gerist ef gengið fellur á ný? Því miður er innlend bókaútgáfa svo vanmegnug að íslensk börn fara nær algjörlega á mis við það besta sem út kemur í veröldinni af vönduðum og skemmtilegum myndabókum. Miklu skiptir að börn á málþroskaskeiði hafi greiðan aðgang að vönduðum bókum, bæði á heimilum sínum og í leikskólum, svo þau fái góða málörvun og þrói bernskulæsi sitt með árangursríkum hætti. Í fyrirlestrinum verður fjallað um stöðu myndabóka á Íslandi, bæði íslenskra og þýddra. Leitað verður svara við því hvað hægt sé að gera til að tryggja ungum börnum aðgengi að góðum myndabókum og hver sé ábyrgð útgefenda og mennta- og menningarmálayfirvalda, meðal annars með tilliti til læsis og menningarlegs uppeldis ungra barna. 1

2 Samtalslestur: Framúrskarandi aðferðir sex leikskólakennara við að örva áhuga og skilning barna á töluðu og rituðu máli Þórdís Þórðardóttir, lektor, MVS, HÍ Undanfarin misseri hefur lestrarkennsla og staðlaðar mælingar á frammistöðu leikskólabarna verið til umræðu í samfélaginu. Í leikskólum er lögð meiri áhersla á námsferli og menntun en staðlaða færni. Ýmsir telja þá nálgun farsælla veganesti en lærdóma sem mælast á staðlaða mælikvarða. Því er mikilvægt að varpa ljósi á það hvernig byrjendalæsi er örvað í leikskólum. Spurt er: Hvernig kenna sex leikskólakennarar 68 börnum á aldrinum fjögurra til fimm ára að meta bækur og upplestur úr bókum? Ýta aðferðir kennaranna undir áhuga barna á ritmáli og lestri, ef svo er, hvernig birtist sá áhugi? Þátttakendur voru sex leikskólakennarar í tveimur leikskólum og 68 börn, fjögurra til fimm ára. Tólf samræðustundir voru teknar upp á myndbönd og viðtöl tekin við kennarana um áherslur þeirra á hlut barnabókmennta í menntun barnanna. Gögnin voru greind með eigindlegum aðferðum út frá samræðuferlinu, spurnarleiðum kennaranna og framlagi barnanna. Niðurstöður benda til þess að aðferð kennaranna megi flokka sem samtalslestur (e. dialogic reading). Við greiningu gagnanna birtust þrjú svið. Innlögn barna eða kennara, endurgjöf kennara og barna og hvatning kennara og barna. Einnig greindust fjórar meginspurningaleiðir sem beindust að innihaldi, tengslum, ímyndun eða raunveruleika, álitamálum og rökum. Rauðir þræðir voru: Sagan, tími, staður, merking sagnanna og höfundar. Í þessu samræðuferli juku börnin orðaforða sinn og þekkingu á hugtökum og öðluðust tækifæri til að tjá sig. Áhugi á barnabókmenntum birtist í samræðum um útlit, eiginleika, hneigðir, athafnir, aðstæður og tengsl sögupersóna. Klórað í bakkann Rannveig Lund, lestrar- og sérkennslufræðingur Margir fræðimenn á Íslandi hafa áhyggjur af hrakandi orðaforða og lesskilningi nemenda í leik- og grunnskólum. Skortur á úrræðum til þess að gera fólki með annað móðurmál en íslensku kleift að bæta sig í íslensku og ná árangri í skólakerfinu er einnig áhyggjuefni. Í erindinu verða nýju lestrarkennsluefni gerð skil en í því er lögð áhersla á algeng bókmálsorð, orðasambönd, orðatiltæki og málshætti sem hætt er við að týnist úr mæltu og rituðu máli nema leiðir séu fundnar til að klóra í bakkann. Lestrarkennsluefnið hentar þeim sem kunna skil á hljóðum bókstafanna, hafa náð þokkalegum tökum á lestrartækni en vantar upp á lesskilning og leshraða. Í því er jafnframt gerð tilraun til að mæta einstaklingsmun innan bekkjardeilda. Markhópar efnisins eru því byrjendastig, seinfærir í lestri og þeir sem hafa annað móðurmál en íslensku. Sögupersónur höfða til lesenda af íslenskum, afrískum og asískum uppruna. Lestrarkennsluefnið hefur hlotið styrki frá Rannís Þróunarsjóði námsgagna, Hagþenki og Barnavinafélaginu Sumargjöf. 10:45 12:15 Rýr orðaforði, vísindalæsi og náttúrufræði Málstofustjóri: Haukur Arason Skilningur íslenskra unglinga á nokkrum atriðum tengdum þekkingarfræði vísinda Haukur Arason, dósent, MVS, HÍ Gerð verður grein fyrir niðurstöðum rannsóknar á þeim skilningi sem unglingar leggja í eðli vísinda og vísindastarfsemi. Vísindi og niðurstöður vísindastarfs hafa orðið æ fyrirferðarmeiri í samfélagsumræðu og iðulega er vitnað til vísindalegra niðurstaðna, bæði þegar fjallað er um 2

3 persónuleg og samfélagsleg viðfangsefni. Því er áhugavert að skoða hvaða merkingu unglingar leggja í þekkingarfræðilegan bakgrunn vísinda og hvaða skilning þeir hafa á vísindalegum aðferðum. Lagður var spurningalisti fyrir íslenska unglinga sem voru að ljúka skyldunámi. Spurningarnar snerust um skilning þeirra á mikilvægum atriðum sem snerta þekkingarfræði vísinda og eðli vísindalegrar þekkingar. Til þátttöku voru valdir af handahófi bekkir úr íslenskum grunnskólum og var spurningalistinn lagður fyrir um 350 unglinga árið Áhugi íslenskra unglinga á náttúrufræðilegum viðfangsefnum og áhrif kennslu á áhuga nemenda Linda Björk Gunnarsdóttir, grunnskólakennari við Háaleitisskóla, og Haukur Arason, dósent, MVS, HÍ Sagt verður frá rannsókn sem gerð var í nokkrum grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu þar sem skoðað var á hvaða náttúrugrein eða náttúrugreinum nemendur á unglingastigi, þ.e. nemendur í 8., 9. og 10. bekk, hafa helst áhuga, á hvaða viðfangsefnum þeir hafa áhuga innan hverrar náttúrugreinar og hvernig áhugi nemendanna tengist kennsluaðferðum og námsathöfnum. Notað var blandað rannsóknarsnið og úrtök valin mest út frá hentugleika en einnig tilviljunarkennt. Í upphafi voru tekin viðtöl við þrjá reynda náttúrufræðikennara. Skrifleg spurningakönnun var síðan lögð fyrir 313 nemendur á unglingastigi í fjórum grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu og ítarleg viðtöl voru tekin við 12 nemendur í tveimur grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu. Í viðtölunum og spurningakönnuninni var m.a. spurt um áhuga nemenda þegar kæmi að náttúrufræðilegum viðfangsefnum og kennsluaðferðum eða námsathöfnum. Niðurstöður spurningakönnunarinnar og viðtalanna voru bornar saman og skoðaðar út frá meginþemum, sem voru viðfangsefni og kennsluaðferðir eða námsathafnir. Helstu niðurstöður þessarar rannsóknar gefa til kynna að yfir helmingur nemenda á unglingastigi hafi áhuga á náttúrufræði og að skilningur þeirra á efninu, þ.e. þekking á námsefninu, og fjölbreyttar kennsluaðferðir séu lykillinn að því að vekja áhuga nemenda á greininni. Efnafræði, stjörnufræði og eðlisfræði þóttu áhugaverðustu náttúrugreinarnar. Í líffræði voru hlutfallslega fleiri strákar sem sögðust hafa áhuga á dýrum og hlutfallslega fleiri stelpur höfðu áhuga á mannslíkamanum, en þessi viðfangsefni voru einnig oftast nefnd þegar kom að því hvað nemendur vildu læra um. Orða- og hugtakakennsla á unglingastigi grunnskóla: markvisst og kerfisbundið skipulag Guðmundur Engilbertsson, lektor, HA Þegar rýnt er í umfjöllun í skýrslu Menntamálastofnunar (2017) um niðurstöður PISA könnunarinnar 2015 vekur athygli að ein helsta skýring slaks árangurs er rýr orðaforði nemenda. Árangur í námi tengist valdi á máli, orða- og hugtakaforða. Árangur í stærðfræði og náttúrufræði er háður valdi á hugtökum námsgreinanna og tungumáli þeirra. Vitað er að rýr orða- og hugtakaforði hefur vítahringsáhrif, sífellt erfiðara verður að skilja námsefnið og í raun skapast ólæsi á það. Að sama skapi stuðlar gott vald á orða- og hugtakaforða námsgreina að skilningi, árangri og námsáhuga. Allar námsgreinar innihalda í raun þekkingarforða sem endurspeglast einna best í orða- og hugtakaforða. Til þess að læra og tjá sig um efni námssviða grunn- og framhaldsskóla þarf nemandi að skilja og ráða yfir viðeigandi orðaforða og orðræðu. Hægt er að efla orða- og hugtakaforða nemenda með markvissum og kerfisbundnum hætti, beint og óbeint. Ef það tekst vel eykst skilningur nemenda á námsefninu og það stuðlar að námsáhuga. Slíkt ýtir undir meira og ánægjulegra nám. Í erindinu verður fjallað um markvisst skipulag orða- og hugtakakennslu og það tengt við árangursríkar kennsluaðferðir með vísan til alþjóðlegra rannsókna og reynslu höfundar af þróunarstarfi. 13: Málörvun ungra barna 3

4 Málstofustjóri: Grétar L. Marinósson Foreldrar eru vannýt auðlind í læsisnámi barna sinna Grétar L. Marinósson, prófessor emeritus, MVS, HÍ, og Ingibjörg Auðunsdóttir, sérfræðingur við MSHA Nýlegar rannsóknir þar sem könnuð hafa verið áhrif foreldra á námsárangur barna sinna sýna mun meiri áhrif en áður var búist við. Erindið byggist á niðurstöðum rannsóknar á læsiskennslu yngstu nemenda grunnskóla, Byrjendalæsisrannsókninni. Þar svöruðu nokkur þúsund foreldrar og nokkur hundruð kennarar, millistjórnendur og skólastjórnendur grunnskóla á Íslandi spurningalistum. Auk þess var rætt við alla þessa aðila og starf sex grunnskóla í anda Byrjendalæsis skoðað á vettvangi. Í niðurstöðum rannsóknarinnar lögðu bæði kennarar og foreldrar mesta áherslu á námsáhuga nemenda, líðan og vinnugleði. Foreldrar tóku þátt í þessari vinnugleði barna sinna í gegnum heimaverkefnin sem kennarinn setti fyrir. Þeir töldu það ekki bara stuðning við skólastarfið heldur hluta af því að sjá til þess að barnið yrði læst og áhugasamt um nám; verkefni sem þeir töldu sig bera fulla ábyrgð á ásamt skólanum. Foreldrar töldu að það væri sitt mál að stuðla að því að barninu sínu gengi vel í skóla en skólinn virtist halda þeim of langt frá sér þegar kom að því að taka ákvarðanir um læsisnám barnanna. Í þeim skilningi eru foreldrar auðlind sem er allt of vannýtt í samstarfi við skólann. Niðurstöðurnar benda til þess að skólar þurfi að staðfesta þennan skilning foreldra á jafnri ábyrgð heimila og skóla á læsisnáminu með því að viðurkenna í verki hlutdeild foreldra í ákvarðanatöku um námið. Hlutverk tónfalls og rytma í máltöku ungra barna Helga Rut Guðmundsdóttir, dósent, MVS, HÍ Í rannsóknum á máltöku ungra barna er horft til ýmissa þátta sem hjálpa börnum að ná tökum á skynjun tungumáls og síðar tali. Einn þeirra þátta sem taldir eru hafa mikilvægt hlutverk í máltöku er skynjun tónfalls í því tungumáli sem barnið nemur. Tónfall í tungumálum er náskylt tónfalli í laglínum en þó er talið að eðlismunur sé á skynjun tungumáls og tónlistar. Nýlega hafa farið fram rannsóknir á söngtöku og söngþroska barna sem varpa ljósi á náin tengsl máltöku við tónlistarlega hegðan barna og sjálfsprottinn söng á máltökuskeiði. Í þessum fyrirlestri verður greint frá nýjustu niðurstöðum rannsókna þar sem skoðuð hafa verið sérstaklega víxlverkandi áhrif milli sjálfsprottins söngs og máltöku. Greina má líkindi milli máltöku og söngtöku þar sem fyrstu tilraunir til söngs koma fram á sama tíma og börn ná tökum á því að setja fram stök orð í samskiptum við aðra. Mikil tímamót eiga sér stað um tveggja ára aldurinn þegar færni til að setja saman tvö eða fleiri orð næst og á sama tíma kemur fram færni til að herma eftir sönglögum í daglegu umhverfi. Greint verður frá nýjum kenningum um mikilvægi sjálfsprottins söngs við æfingu málhljóða. Einnig verður skýrt frá hugmyndum um að handahreyfingar með tali og með söng gegni veigameira hlutverki í mál- og söngþroska en áður hefur verið talið. Sýnd verða myndskeið af börnum á máltökuskeiði þessu til stuðnings. Að lokum verður rætt um hvaða áhrif þessar nýlegu hugmyndir geti haft á starf með ungum börnum á málþroskaskeiði. Orðagull - málörvunarforrit fyrir spjaldtölvur Bjartey Sigurðardóttir og Ásthildur Bj. Snorradóttir, talmeinafræðingar við Fræðslu- og frístundaþjónustu Hafnarfjarðar Kynnt verður smáforritið Orðagull sem hefur það að markmiði að styrkja orðaforða, vinnsluminni, heyrnræna úrvinnslu, lesskilning og máltjáningu barna. Allt eru þetta mikilvægir undirstöðuþættir máls og læsis. Smáforritið hentar elstu börnum í leikskóla og börnum á yngsta stigi grunnskóla. Einnig 4

5 getur það nýst eldri nemendum sem glíma við erfiðleika hvað varðar vinnsluminni, heyrnræna úrvinnslu, orðaforða og endursögn, sem og nemendum með íslensku sem annað tungumál. Forritið er frítt til niðurhals fyrir ios-stýrikerfið. Það býður upp á fjölbreytta notkunarmöguleika þar sem m.a. er hægt að vinna markvisst með lesskilning og sjónrænan orðaforða (lestur orðmynda). Í forritinu er tekið tillit til fjölmenningar þannig að öll börn geti samsamað sig við ákveðnar persónur sem koma fram í forritinu. Sem dæmi má nefna að þegar nemendur velja sér persónu í byrjun geta þeir valið sér ákveðinn húðlit og kynþátt. Í gegnum skráningarkerfi forritsins er foreldrum og kennurum gert kleift að meta árangur og fylgjast með framförum. Skráningarkerfið er sett upp á einfaldan og aðgengilegan hátt til þess að auðvelda kennurum vinnu við námsmat. Gert er ráð fyrir að nemendur geti líka sjálfir fylgst með eigin framförum. Komin er talsverð reynsla af notkun forritsins í leik- og grunnskólum um land allt og hefur það fengið afar góðar viðtökur hjá foreldrum, kennurum og ekki síst börnunum sjálfum. Könnun Menntamálastofnunar á notkun smáforrita í leikskólum leiddi í ljós að Orðagull er í öðru sæti yfir þau smáforrit sem mest eru notuð í íslenskum leikskólum. 15:00 16:30 Yngstu börnin við leik og nám Alli skoðar heiminn Kennsluefni fyrir yngstu börnin Helen Long, leikskólakennari og Ása Helga Ragnarsdóttir, aðjúnkt, MVS, HÍ Í þessum fyrirlestri verður kynnt nýtt kennsluefni fyrir ung börn, eins til þriggja ára. Þetta er kennslubók með þremur litlum smásögum sem skrifaðar eru með það í huga að auka málþroska og málvitund yngstu barna leikskólans og koma til móts við margbreytileika barna þannig að hver og einn einstaklingur fái tækifæri til þess að blómstra. Bækurnar er ætlaðar til að kenna börnum að greina á milli ólíkra lita og forma og kenna þeim að telja með hjálp litríkra sögupersóna, einfaldra mynda og texta. Auk þess færa bækurnar börnunum aðild að ævintýrum sagnanna þar sem í hverri sögu þarf lesandinn að benda á það sem leitað er að. Bókin fjallar um Alla apa sem ásamt vinum sínum í skóginum lendir í ævintýrum þar sem hann lærir litina, tölustafi og form. Alli er mjög áhugasamur um að læra eitthvað nýtt og finnst gaman að fara í alls konar leiki þar sem hann þarf að finna vini sína og leysa þrautir. Barnið verður þar með hluti af söguþræðinum þar sem Alli spyr lesandann, þakkar honum fyrir og hvetur börnin áfram. Sagan hjálpar þannig börnunum að finna, telja, skoða og upplifa. Bækurnar eru settar upp með það í huga að virkja alla sem koma að þeim, bæði lesendur og börn, og verða vonandi kærkomnar fyrir leikskólakennara, sérkennara og alla þá sem koma að uppeldi barna. Okkar mál: Lokaúttekt og mat á þróunar- og samstarfsverkefni í margbreytilegu borgarhverfi Brynja E. Halldórsdóttir, lektor, MVS, HÍ og Anna Árnadóttir, meistaranemi, MVS, HÍ Árið 2012 fengu þrír skólar í Fellahverfi fimm ára þróunarstyrk til að bæta mál- og lesfærni nemenda. Fellahverfi í Reykjavík býr við einn mesta fjölda innflytjenda á stórreykjavíkursvæðinu (27,5% í Efra- Breiðholti). Helsta markmið verkefnisins var að brúa bilið milli tveggja leikskóla og grunnskólans með því að bæta samstarf og samskipti þar á milli og að auka samstarf við aðrar stofnanir í Breiðholti. Þátttakendur í verkefninu voru leikskólarnir Holt og Ösp, Fellaskóli, frístundaheimilið Vinafell, Þjónustumiðstöð Breiðholts, menningarhúsið Gerðuberg, Borgarbókasafn og Heilsugæslan í Efra- Breiðholti. Á síðasta ári verkefnisins var skipað matsteymi sem greindi fyrirliggjandi gögn þróunarverkefnisins, tók 10 einstaklings-, para- og hópviðtöl við aðalhagsmunaaðila (skólastjórnendur, kennara og leikskólastarfsfólk) og fór í vettvangsheimsóknir. Í þessari kynningu munu rannsakendur greina frá helstu niðurstöðum verkefnisins. Fjallað verður sérstaklega um áhrif 5

6 samstarfs og samskipta milli skólastiga og nokkrar nýjungar sem hagsmunaðilar töldu bæta starf skólanna. Einnig greina höfundar frá helstu hindrunum þar sem sýn skólanna gat verið ólík. Að lokum verður fjallað um handbók verkefnisins þar sem finna má upplýsingar um verkefni sem reyndust vel. Ítarlegt yfirlit yfir slíkt þróunarverkefni getur verið leiðarvísir fyrir aðra skóla er fást við þróunarstarf í fjölmenningarlegu samfélagi. Nú skal segja... Ingibjörg Eyfells, skólastjórnandi í leikskólanum Geislabaugi, Jóhanna Kr. Jónsdóttir, þroskaþjálfi, þjónustumiðstöð Árbæjar- og Grafarholts, Þóra Jóna Jónatansdóttir, aðstoðarleikskólastjóri í leikskólanum Geislabaugi, Riina Kaunio, deildarstjóri í leikskólanum Geislabaugi, Alma Rut Sigmundardóttir, deildarstjóri í leikskólanum Geislabaugi, Dagbjört Rut Bjarnadóttir, leikskólakennari í Sæmundarskóla og Anna Valdís Kro, leikskólakennari Á árunum var unnið þróunarverkefni um jafnrétti kynjanna í leikskólanum Geislabaugi. Verkefnið var styrkt af þróunarsjóði skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur og fékk hvatningarverðlaun Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur fyrir skólaárið Aðalmarkmið verkefnisins var að skoða hvort kennarar í Geislabaugi veiti stelpum og strákum jöfn tækifæri til náms og að gera þá meðvitaðri um jafnrétti kynjanna í uppeldi barnanna. Töluverð greiningarvinna fór fram í leikskólanum þar sem kennarar könnuðu, leikföng, bókakost, leiksvæði og leiki barnanna. Einnig var skoðað hvernig stelpur og strákar tala saman til að greina undirliggjandi viðhorf þeirra og framkomu hvers við annað. Skráð var hvaða leiksvæði kynin völdu sér og hvers konar hlutverk þau völdu sér, t.d. í búningagerð á öskudegi og í leikfangavali á dótadögum. Kennarar voru hvattir til að skoða eigin viðhorf og hvort framkoma, tilsvör, orðaval og tónfall væri ólíkt eftir því hvort talað væri við stelpu eða strák. Helstu niðurstöður eru þær að kennarar eru orðnir meðvitaðri um mikilvægi jafnréttis og jafnréttisumræðu og hlutverk sitt og skyldur í starfi í leikskólanum. Annað sem vakið hefur athygli er að stelpur virðast eiga auðveldara með að stíga yfir strákalandamærin en strákar að stíga yfir stelpulandamærin. H-101 9:00 10:30 Lýðræðislegir kennsluhættir og foreldrar Málstofustjóri: Ragný Þóra Guðjohnsen Samborgaravitund ungmenna: Leiðandi foreldrar og lýðræðisleg nálgun kennara í bekkjarstarfi Sigrún Aðalbjarnardóttir, MVS, HÍ og Ragný Þóra Guðjohnsen, aðjúnkt, MVS, HÍ Markmið rannsóknarinnar er að kanna hvernig bæði uppeldisaðferðir foreldra og reynsla ungmenna af lýðræðislegum kennsluháttum í bekkjarstarfi tengist samborgaravitund þeirra. Rannsóknin er hluti stærra rannsóknarverkefnis: Borgaravitund ungs fólks í lýðræðisþjóðfélagi. Þátttakendur í rannsókninni voru 14 og 18 ára, um 1050 talsins og voru spurningalistar lagðir fyrir þá. Þættir sem tengjast samborgaravitund og voru til athugunar felast í (a) skilningi á lýðræði, (b) viðhorfi til 6

7 mannréttinda, bæði kvenna og innflytjenda, og (c) afstöðu til borgaralegrar þátttöku fólks, bæði hefðbundinnar þátttöku (t.d. að kjósa, taka þátt í umræðu um pólitík) og þátttöku í félagslegum hreyfingum (t.d. að vinna að mannréttindum, taka þátt í að vernda umhverfið). Tekið er tillit til kyns og aldurs ungmennanna og félags- og efnahagsstöðu foreldra. Fyrstu niðurstöður benda til þess að þau ungmenni: (a) sem töldu foreldra sína meira leiðandi í stuðningi sínum og (b) þau sem töldu kennara sína nota lýðræðislegar kennsluaðferðir í ríkari mæli, voru líklegri til að: (1) sýna betri skilning á því hvað lýðræði stendur fyrir, (2) hafa jákvæðara viðhorf bæði til réttinda kvenna og innflytjenda og (3) þykja bæði hefðbundin þátttaka borgaranna og þátttaka borgara í félagslegum hreyfingum mikilvægari. Fjallað verður jafnframt um þá áskorun að efla samborgaravitund nemenda og um stöðu mála í dag. Sjálfboðaliðastarf ungs fólks: Skipta uppeldisaðferðir foreldra, lýðræðislegur kennslustíll og borgaravitund unga fólksins máli fyrir þátttöku þess? Ragný Þóra Guðjohnsen, aðjúnkt, MVS, HÍ, og Sigrún Aðalbjarnardóttir, prófessor, MVS, HÍ Markmið rannsóknarinnar er að kanna sjálfboðaliðastörf ungs fólks með tilliti til uppeldisaðferða foreldra, lýðræðislegs kennslustíls í bekkjarstarfi og viðhorfa unga fólksins til borgaralegrar þátttöku. Rannsóknin er hluti stærra rannsóknarverkefnis: Borgaravitund ungs fólks í lýðræðisþjóðfélagi. Þátttakendur voru 1042 ungmenni, 14 og 18 ára, sem svöruðu spurningalistum. Nánar tiltekið vísa þættir sem til athugunar voru hjá ungmennunum til þess að hve miklu leyti þau telja: (a) foreldra sína sýna sér viðurkenningu, (b) kennara sína nota lýðræðislegan kennslustíl í bekkjarstarfi og (c) borgaralega þátttöku fólks mikilvæga, bæði pólitíska þátttöku, t.d. að kjósa, og þátttöku í félagslegum hreyfingum, t.d. að vernda umhverfið. Jafnframt er tekið tillit til kyns og aldurs ungmennanna og félags- og efnahagsstöðu foreldra. Fyrstu niðurstöður benda til þess að ungmenni taki frekar þátt í sjálfboðaliðastarfi ef þau telja foreldrana veita sér viðurkenningu, þau njóta lýðræðislegs kennslustíls í bekkjarstarfi og ef þau hafa jákvæð viðhorf til borgaralegrar þátttöku. Þá er eldri aldurshópurinn líklegri til að hafa tekið þátt í sjálfboðaliðastarfi. Stúlkur og piltar eru jafn líkleg til að hafa stundað sjálfsboðaliðastörf og starfsstétt foreldra skipti heldur ekki máli varðandi það hvort þau hefðu stundað slík störf. Traustur vinur getur gert kraftaverk Um vináttu á unglingsárum með hliðsjón af uppruna Eyrún María Rúnarsdóttir, doktorsnemi, MVS, HÍ Vinir eru flestum börnum og unglingum mikilvægir. Þeir geta jafnt verið uppspretta gleði og sýnt samkennd og stuðning á erfiðum stundum. Í erindinu verður fjallað um mikilvægi traustrar vináttu unglinga með áherslu á uppruna þeirra. Sagt verður frá því í hverju mikilvægi vináttunnar getur falist, hverju hún getur tengst og hvernig vinátta þróast á unglingsárum. Fjallað verður um vinatengsl milli ungmenna með sama eða svipaðan etnískan eða menningarlegan bakgrunn og vinatengsl þvert á slíkan bakgrunn. Einsleitni ríkir í vinavali og á það jafnt við um uppruna og eiginleika, svo sem kyn, aldur og áhugamál. Vísbendingar eru þó um að það geti falist ábati í því fyrir ungmenni að eiga vini af sama uppruna en annars konar ávinningur sé fólginn í tengslum milli ungmenna með ólíkan menningarlegan eða etnískan bakgrunn. Rýnt verður í fyrirliggjandi erlendar rannsóknir á þessu nýja rannsóknarsviði og sagt frá fyrirhugaðri rannsókn á vináttu unglinga á Íslandi. 10:45 12:15 Bernskufræði og líðan barna og unglinga Málstofustjóri: Hervör Alma Árnadóttir 7

8 Öryggi ungmenna á vinnustað: Er fræðslu og þjálfun ábótavant? Margrét Einarsdóttir, post-doc, FEL, HÍ Vinna barna og unglinga hefur löngum verið litin jákvæðum augum á Íslandi og umfang vinnunnar er hlutfallslega mikið í vestrænu samhengi. Fyrir tveimur áratugum var evrópsk reglugerð um vinnu fólks undir 18 ára, sem tryggir aldurshópnum sérstaka vernd á vinnumarkaði, innleidd í íslensk lög. Rannsóknir sýna hins vegar að vinna ungmenna brýtur oft í bága við lögin og að nokkuð er um vinnuslys. Rannsóknir hefur hins vegar skort á því hvernig fræðslu ungmenna um öryggi á vinnustað og öryggisþjálfun er háttað. Niðurstöðurnar sem hér eru kynntar byggjast á eigindlegum gögnum, hópviðtölum við um 40 ungmenni á aldrinum ára, viðtölum við sérfræðinga og greiningu námsskráa. Þær sýna að ungmenni sem vinna við ófaglærð störf með skóla og yfir sumartímann eru almennt illa upplýst um rétt sinn til öruggs vinnuumhverfis. Annars vegar virðist fræðslu í skólum um öryggi á vinnustað vera ábótavant, þó að aðalnámskrár grunnskóla og framhaldsskóla kveði á um slíka fræðslu. Hins vegar benda niðurstöðurnar til þess að öryggisþjálfun á vinnustað sé í skötulíki, þó svo að lög kveði á um skyldu atvinnurekanda til að sinna slíkri þjálfun. Sú ályktun er dregin af niðurstöðunum að samfélagslegs átaks sé þörf í fræðslu ungmenna um öryggi á vinnustað og í öryggisþjálfun. Þekking og viðhorf fagmanna til þátttöku barna Hervör Alma Árnadóttir, doktorsnemi, MVS og lektor við félagsráðgjafadeild HÍ. Leiðbeinandi: dr. Guðrún Kristinsdóttir, prófessor emeritus, MVS, HÍ. Á síðustu áratugum hefur aukist umræða um þróun fagmennsku innan mennta- og velferðarmála. Stéttarfélög og stofnanir hafa aukið fjármagn til að styðja endurmenntun og hvatt fagfólk til þess að sækja ráðstefnur og málþing til að viðhalda þekkingu sinni og þróa hana. Þrátt fyrir þetta benda niðurstöður rannsókna til þess að algengt sé að fagmenn vinni of mikið út frá hugmyndum liðinna tíma. Í þessu erindi verður fjallað um mikilvægi fagmennsku og þróun bernskufræða á síðustu áratugum og það tengt áherslum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna á þátttöku barna. Kynntur verður spurningalisti sem inniheldur 20 staðhæfingar er varða þátttöku barna. Listinn er notaður til að greina þá þætti sem spá fyrir um það hvort fagmenn sem vinna með börnum séu líklegir til að styðja þau til virkrar þátttöku í málefnum sem þau varða. Listinn var lagður fyrir barnaverndarstarfsmenn og nemendur í félagsráðgjöf í Noregi árið Stefnt er að því að leggja listann fyrir sama hóp á Íslandi n.k. haust og kynna frumniðurstöður á þinginu. Niðurstöður í Noregi bentu til þess að þrjár meginorsakir lægju að baki lítilli þátttöku barna innan barnaverndar. Þættirnir voru: Samskiptaerfiðleikar, þátttaka ekki talin nauðsynleg og þátttaka sögð geta skaðað barnið. Það er mikilvægt að vinna að því hér á landi að auka tækifæri barna til þátttöku, ekki síst þeirra barna sem búa við félagslega erfiðleika, og þar er þekking og viðhorf fagmanna lykilatriði. Skimun fyrir einkennum depurðar og sjálfsvígshættu hjá nemendum á unglingastigi Freydís J. Freysteinsdóttir, dósent, FEL, HÍ Kynnt er mikilvægi skimunarlista sem skima fyrir þunglyndi og öðrum geðrænum vandkvæðum og notkun þeirra í skólum. RADS-2-matslistinn er kynntur sérstaklega ásamt fleiri mælitækjum. Listinn er hannaður til að skima fyrir depurð hjá unglingum og hefur bandarísk frumgerð hans reynst vel í því skyni. Listinn er stuttur, 30 atriði, heildartala hans sýnir hversu alvarleg einkenni depurðar eru og hann inniheldur auk þess fjóra skilgreinda prófhluta: Depurð metur helstu einkenni og tilfinningar tengdar depurð, Áhugaleysi og neikvætt skap metur áhugaleysi í daglegum athöfnum og tilfinningalega deyfð, Neikvætt sjálfsmat metur neikvæð og niðrandi viðhorf í eigin garð og Líkamleg 8

9 einkenni tengist líkamlegum upplifunum og óstöðugleika í skapi. Íslensk þýðing og staðfærsla var unnin með hléum yfir átta ára tímabil þar sem endurtekin gæðaferli, rýni og forprófanir leiddu til endurskoðunar prófatriða. Rætt er um mikilvægi þess að kennarar geti vísað nemendum sem þeir hafa grun um að þjáist af þunglyndi í skimun, svo unnt sé að koma í veg fyrir alvarlegri vanda og jafnvel sjálfsvíg barna og unglinga. Þetta er bara skemmtunin Viðhorf og reynsla unglinga af áfengi- og vímuefnum Bryndís Jónsdóttir, MA Leiðbeinandi: Annadís Gréta Rúdólfsdóttir, dósent, MVS, HÍ Markmiðið með þessari rannsókn er að skoða hvaða hlutverki áfengi og vímuefni gegna í lífi unglinga. Í þessu erindi verður leitast við að fá svör við ýmsum spurningum sem snúa að unglingum og þeim áskorunum sem einstaklingar þurfa að takast á við á unglingsárunum. Til að afla gagna í þessari rannsókn voru notaðir rýnihópar. Þátttakendur voru unglingar á síðasta ári í grunnskóla og fyrsta ári í menntaskóla þegar viðtölin voru tekin. Rýnihópunum var skipt þannig að hreinir stelpuhópar og hreinir strákahópar voru úr hvorum árgangi fyrir sig. Einnig voru stelpur og strákar saman í einum rýnihóp úr hvorum árgangi. Helstu niðurstöður eru að mikil breyting á sér stað þegar unglingar fara úr grunnskóla yfir í framhaldsskóla hvað varðar notkun áfengis. Unglingar eru mun opnari fyrir áfengisneyslu þegar komið er í framhaldsskólann, en þar er áfengi talið vera eðlilegur hlutur þegar kemur að skemmtun. Áfengisdrykkjan þjónar mikilvægum tilgangi í því að liðka fyrir skemmtun. Í grunnskólanum hefur áfengið ekki enn öðlast þann sess í lífi unglinganna að það sé mikilvægt þar sem tiltölulega fáir eru farnir að drekka áfengi. Rannsóknin gefur ekki tilefni til að álykta að mikið sé um vímuefni meðal unglinga á þessum aldri. Hagnýtt gildi rannsóknarinnar er að hún veitir innsýn í líf unglingsins hvað varðar notkun áfengis og vímuefna. Raddir unglinganna fá að njóta sín og þannig fáum við að skyggnast inn í heim þeirra. 13:15-14:45 ÍTÞ Heilsuefling Heilsuhegðun og fæðuval II Málstofustjóri: Anna Sigríður Ólafsdóttir Aukinn félagslegur ójöfnuður þrátt fyrir jákvæða þróun í mataræði barna á Norðurlöndunum Norræn könnun á mataræði, hreyfingu og holdafari Hólmfríður Þorgeirsdóttir, verkefnisstjóri, Embætti landlæknis og Elva Gísladóttir, verkefnisstjóri, Embætti landlæknis Markmið könnunarinnar var að athuga stöðu og þróun heilsuhegðunar á Norðurlöndunum og bera saman þróunina í löndunum. Þátttakendur voru börn á aldrinum 7 12 ára og fullorðnir á aldrinum ára frá Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð. Stuttur tíðnilisti sem náði yfir ávexti, grænmeti, brauð, fisk og fæðutegundir ríkar af mettaðri fitu og viðbættum sykri var notaður til að meta gæði mataræðisins og hlutfall þátttakenda með óhollt, miðlungs hollt og hollt mataræði. Upplýsingum um félagslega stöðu, hreyfingu, sjálfgefna hæð og þyngd var einnig safnað. Könnunin fór fram í síma og svöruðu forráðamenn fyrir börn sín. Niðurstöðurnar sýndu að mataræði tæplega 15% norrænna barna telst óhollt og hefur það ekki breyst frá Hlutfallið á Íslandi er sambærilegt við hin Norðurlöndin. Félagslegur ójöfnuður í mataræði hefur aukist meðal barna á Norðurlöndum. Árið 2011 töldust 12% barna foreldra með minnstu menntun borða óhollt en árið 2014 var hlutfallið tvöfalt hærra (25%). Á hinn bóginn fækkaði 9

10 börnum foreldra með mestu menntunina sem töldust borða óhollt frá 2011 (14%) til 2014 (11%). Íslensk og finnsk börn borða mest af sykurríkum fæðutegundum en íslensk og norsk börn borða minnst af ávöxtum og grænmeti. Íslensk börn borða mest af fiski, og jókst fiskneyslan á tímabilinu. Það er góður matur, sem þýðir góður dagur Erna Stefnisdóttir, M.Ed., MVS, HÍ, Steingerður Ólafsdóttir, lektor, MVS, HÍ, Anna Sigríður Ólafsdóttir, prófessor, MVS, HÍ, Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor, HVS, HÍ, og ProMeal-rannsóknarhópurinn, rannsakendur í ýmsum háskólum á Norðurlöndum Skólamáltíðir gegna mikilvægu hlutverki í lífi grunnskólabarna. Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á það hver upplifun barna er af skólamáltíðum og hvað það er sem hefur áhrif á upplifun þeirra. Rannsóknarspurningarnar voru eftirfarandi: 1) Hver er upplifun barna af skólamáltíðum? 2) Hvaða þættir í frásögnum barnanna tengjast helst jákvæðri og/eða neikvæðri upplifun þeirra? Þessi atriði voru skoðuð með því að greina upplifunarsögur sem nemendur skrifuðu, ýmist jákvæðar eða neikvæðar, og fjölluðu um eitthvað sem var líklegt til að gerast í skóla þeirra í hádeginu. Niðurstöður leiddu í ljós að þeir þættir sem tengdust helst jákvæðri upplifun grunnskólabarna af skólamáltíðum voru góð líðan í matsalnum og rólegt umhverfi, að maturinn sem boðið væri upp á væri góður, að skipulag í matsalnum væri gott, að fá að sitja með vinum í matsalnum og að eitthvað skemmtilegt gerðist í matsalnum. Þættir sem tengdust neikvæðri upplifun skólabarna voru mikill hávaði, vondur matur, langar raðir, að lítill tími væri gefinn til að matast, að þau fengju ekki að sitja með vinum sínum og að eitthvað leiðinlegt eða niðurlægjandi gerðist í matsalnum. Niðurstöður geta nýst skólastjórnendum og öðru starfsfólki grunnskóla til þess að bæta skipulag og þar með upplifanir barna, t.d. með því að láta færri börn matast í einu, gefa börnum meiri tíma til að matast og bjóða upp á frjálst sætaval. Orka í skólamáltíðum og nesti íslenskra skólabarna Ragnheiður Júníusdóttir, aðjúnkt, MVS, HÍ, Anna Sigríður Ólafsdóttir, prófessor, MVS, HÍ, Agneta Hörnell, prófessor, Umeå-háskóla, Svíþjóð, Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor, HVS, HÍ og ProMealrannsóknarhópurinn, rannsakendur í ýmsum háskólum á Norðurlöndum Skóladagur barna er oft á tíðum langur og mikilvægt er að skólamáltíðir veiti næga orku til að takast á við daginn. Samkvæmt núgildandi ráðleggingum ætti hádegismatur ásamt morgunnesti að veita um það bil þriðjung af daglegri meðalorkuþörf. Meðalorkuþörf ára drengja er áætluð 2350 kcal/dag og 2050 kcal/dag fyrir ára stúlkur. Hæfilegt er að hádegismatur veiti kcal/dag og aldrei minna en 400 kcal miðað við minnsta skammt. Teknar voru ljósmyndir af um 1100 skólamáltíðum og nesti 10 ára íslenskra skólabarna (n=22; 6 skólar á höfuðborgarsvæðinu). Magn matar á ljósmyndunum var metið og skráð eftir staðlaðri aðferð. Að meðaltali var orkuinntaka úr skólamáltíðum og nesti barnanna 321 kcal (SD±113) sem er töluvert fyrir neðan 400 kcal lágmarksskammt. Munur var á meðaltali orkuinntöku á milli skóla en ekki á milli kynja. Athyglisvert var að sjá að munur var á milli skóla en ekki kynja hvað orkuinntöku varðar. Það bendir til þess að framboð í skólamáltíðum gæti haft meira að segja um það hversu mikið er borðað en orkuþörfin sjálf, enda þurfa drengir á þessum aldri almennt meiri orku en stúlkur. Síðari niðurstöður munu varpa ljósi á gæði máltíðanna burtséð frá orkuinnihaldi þeirra. Tengsl orkuinnihalds í skólamáltíðum við hugræna virkni 10

11 Anna Sigríður Ólafsdóttir, prófessor, MVS, HÍ, og ProMeal-rannsóknarhópurinn, rannsakendur í ýmsum háskólum á Norðurlöndum Ein helstu rökin sem nefnd hafa verið fyrir gildi skólamáltíða eru möguleg áhrif þeirra á hugræna virkni og námsárangur. Markmið þessarar rannsóknar voru að skoða orkuinnihald og hlutfall orkuefna í skólamáltíðum barna á Norðurlöndum og bera saman við athygli og viðbragðssvörun. Hugræn virkni var metin endurtekið með IVA+plus-prófi sem lagt var fyrir ára nemendur einni til tveimur klukkustundum eftir máltíð þrjá skóladaga (n=205). Orkuinnihald máltíða var metið með gildismetinni ljósmyndaaðferð og reiknað út frá gagnagrunnum í hverju landi. Prófin voru borin saman við skólamáltíðir nemenda, félagslega þætti og aðrar bakgrunnsbreytur. Af fæðutengdum þáttum reyndist hlutfall kolvetna (E%) vega þyngst fyrir viðbragðssvörun en ekki sáust tengsl við athygli. Viðbragðssvörun var minnst þegar hlutfall kolvetna var mjög hátt (>60E%). Aðrir áhrifaþættir voru land, aldur, kyn og félagslegir þættir. Sömu bakgrunnsþættir tengdust athygli. Mjög lágt eða mjög hátt hlutfall kolvetna í máltíð, sem gæti bent til næringarsnauðari matar eða einhæfni í fæðuvali, gefur ástæðu til að skoða betur hvað er í raun borðað í skólum. Ekki er nóg að horfa til þess hvaða matur er á boðstólum því það sem börnin svo í raun borða gæti ráðið úrslitum um það hvort skólamáltíðir skili sér í bættri hugrænni virkni. Það er sífellt verið að spara Hvað er kennt í heimilisfræði? Sigrún Gróa Jónsdóttir, M.Ed., MVS, HÍ Leiðbeinandi: Anna Sigríður Ólafsdóttir, prófessor, MVS, HÍ Heimilisfræði er námgrein sem á að stuðla að góðu heilsufari, heilbrigðum lífsstíl, góðum matarvenjum, jafnrétti, hagsýni, fjármálalæsi, neytendavitund og verndun umhverfis. Greinin fjallar um manninn, líf hans og lífsskilyrði, líkamlegar og andlegar þarfir. Með heimilisfræði er hægt að hafa áhrif á líf nemenda í framtíðinni. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða hvað er kennt í heimilisfræði í grunnskólum landsins. Rafrænn spurningalisti var sendur til 176 kennara sem kenndu heimilisfræði vorið Af þeim opnuðu 102 listann en svöruðu spurningunum. Konur voru í miklum meirihluta svarenda (96%). Spurningar sneru að aðalnámskrá, námsefni, skoðunum þátttakenda á ýmsum fullyrðingum og því hvaða vægi bakstur, matreiðsla og bókleg kennsla hefði í náminu. Niðurstöður leiddu í ljós að bakstur er ráðandi þáttur í heimilisfræðikennslu. Helstu ástæður voru stærð hópa, fjármagn og sá tími sem ætlaður er til kennslu í heimilisfræði. Allir þátttakendur töldu að heimilisfræði gæti haft áhrif á framtíð nemenda hvað varðar heilsu og hollar matarvenjur. Álykta má að ofangreindar ástæður hafi áhrif á val námsþátta til kennslu í heimilisfræði og gefur það tilefni til að skoða betur stöðu og tækifæri greinarinnar. 15:00 16:30 ÍTÞ Heilsuefling Heilsuhegðun og fæðuval II Málstofustjóri: Steingerður Ólafsdóttir Heilsueflandi skólar í Heilsueflandi samfélagi Ingibjörg Guðmundsdóttir, M.P.H., verkefnisstjóri, Embætti landlæknis 11

12 Embætti landlæknis býður skólum og sveitarfélögum þátttöku í Heilsueflandi samfélagi, Heilsueflandi framhaldsskóla, Heilsueflandi grunnskóla og Heilsueflandi leikskóla þar sem skólar og samfélög fá stuðning, fræðslu og verkfæri til að innleiða og vinna markvisst að heilsueflingu. Með heilsueflingarstarfinu er stefnt að því að hafa áhrif á hugarfar þannig að það breytist á jákvæðan hátt og gera holla og góða valið sem auðveldast fyrir alla undir yfirskriftinni Vellíðan fyrir alla. Mikilvægt er þegar sveitarfélag sækir um þátttöku að það eigi víðtækt samstari við alla lykilhagsmunaaðila í samfélaginu, þar á meðal skólana. Leik- og grunnskólar eru reknir af sveitarfélaginu og því mikilvægt að sveitarfélagið veiti þessum skólastigum stuðning við að innleiða þann þátt aðalnámskrár sem fjallar um heilbrigði og velferð með þróun heilsueflingarstarfs. Embætti landlæknis horfir til íslenskra rannsókna og tölfræði í þessari vinnu og hefur birt lýðheilsuvísa til að auðvelda samfélögum að greina styrkleika sína og áskoranir. Leik- og grunnskólar geta sótt um þátttöku í Heilsueflandi leik- og grunnskólum, burtséð frá því hvort sveitarfélagið tekur þátt í Heilsueflandi samfélagi. Heilsueflingarstarfið þarf að vera byggt á langtímaáætlun en ekki sem átaksverkefni og því er lagt upp með að skólar taki sér góðan tíma í undirbúning og stöðumat áður en farið er í aðgerðir. Heilsueflandi skólanálgunin er m.a. byggð á rannsóknargögnum frá Schools for Health in Europe og Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Verkfæri fyrir heilsueflandi nálganir heilsueflandi.is Jenný Ingudóttir, M.P.H., verkefnisstjóri, Embætti landlæknis Vefsvæðið heilsueflandi.is er lokað skráningar- og vinnusvæði fyrir þá sem taka þátt í Heilsueflandi leik-, grunn- og framhaldsskóla og samfélagi hjá Embætti landlæknis. Vefsvæðið er gagnvirkt og þar eru geymd gögn þeirra skóla og samfélaga sem eru þátttakendur. Skólar og samfélög semja heilsustefnu og aðgerðaáætlun á vefsvæðinu, fylla út gátlista og fylgjast með lykilmælikvörðum sem hafa verið settir inn. Gagnvirknin felst í því að geta fylgst með stöðu og séð framþróun í starfinu, m.a. með skýrslum sem verða keyrðar einu sinni á ári úr kerfinu. Mælikvarðar verða að miklu leyti byggðir á lýðheilsuvísum þar sem fram koma t.d. gögn úr Heilsu og líðan, frá Rannsóknum og greiningu og HBSC-rannsóknum Háskólans á Akureyri. Mælikvarðar fyrir yngri börn eru í þróun og munu til að byrja með byggjast að miklu leyti á gögnum frá sveitarfélögum og leikskólunum sjálfum. Matarumhverfi við íþróttaiðkun barna Elísabet Margeirsdóttir, aðjúnkt, MVS, HÍ, Birna Varðardóttir, B.Sc., Steingerður Ólafsdóttir, lektor, MVS, HÍ og Anna Sigríður Ólafsdóttir, prófessor, MVS, HÍ Rannsóknarverkefnið er samstarfsverkefni Menntavísindasviðs Háskóla Íslands og Ungmennafélagsins Aftureldingar (UMFA). Markmiðið var að rannsaka fæðuval og matarumhverfi ára iðkenda. Leitast var við að varpa ljósi á það hvaða áhrif matarumhverfi íþróttamiðstöðvar félagsins getur haft á fæðuvenjur barna í tengslum við æfingar. Jafnframt var kannað álit foreldra og barna á veitingaframboði félagsins. Rannsóknin tók til 221 barns, 105 stúlkna og 116 drengja, í sjö greinum íþrótta hjá félaginu, og foreldra þeirra (n=175). Notaðir voru tveir áþekkir spurningalistar og var annar ætlaður foreldrum en hinn börnum. Þátttakendur svöruðu spurningum um fæðuval barnanna í tengslum við íþróttaiðkun og matarumhverfi félagsins. Jafnframt var gerð úttekt á matarumhverfi íþróttamiðstöðvarinnar. Samkvæmt niðurstöðunum einkenndist fæðuval iðkenda, í tengslum við íþróttaiðkun, af hollum eða frekar hollum valkostum. Fáir iðkendur nýttu sér það reglubundið að kaupa mat í veitingasölu íþróttahússins í tengslum við æfingar. Um 37% foreldra og 24% barna vildu sjá breytingar á matarumhverfi félagsins. Foreldrar litu á mat að heiman, þjálfara og vini sem helstu hvata til að borða 12

13 hollan mat í tengslum við æfingar. Helstu hindranir voru tímaskortur, verð, aðstaða og framboð í matsölu félagsins. Orkuríkir en næringarsnauðir valkostir einkenndu framboð á matvöru og drykk í veitingasölu íþróttahússins. Auglýsingar um mat og drykk voru flestar í aðalsal íþróttamiðstöðvarinnar. Miðlanotkun ungra barna á Íslandi: Snjallsímar, spjaldtölvur og netnotkun hjá 0 4 ára Steingerður Ólafsdóttir, lektor, MVS, HÍ og Anna Sigríður Ólafsdóttir, prófessor, MVS, HÍ Rannsóknir á skjánotkun barna þurfa að fylgja tækni- og samfélagsþróun. Á örfáum árum hefur tækniþróunin orðið sú að spjaldtölvur og snjallsímar eru á færi yngstu barnanna. Gögn um miðlanotkun ungra barna á Íslandi hafa ekki legið fyrir en markmið þessarar rannsóknar var að gefa yfirlit um miðlanotkun barna á Íslandi. Tekið var lagskipt, handahófskennt úrtak 2000 barna á aldrinum 0 8 ára á landsvísu. Alls fengust netföng hjá foreldrum 1448 barna og gild svör við rafrænum spurningalista bárust frá 860 þeirra (59% svarhlutfall). Spurningalistinn tók til aðgangs barnanna að og notkunar þeirra á ýmsum tækjum og miðlum, tíma skjánotkunar, innihalds þess sem skoðað var og viðhorfa foreldra til notkunar og innihalds. Fyrstu niðurstöður benda m.a. til þess að 60% barna á aldrinum 0 4 ára hafi aðgang að spjaldtölvu með öðrum í fjölskyldunni og 54% hafi slíkan aðgang að snjallsíma. Notkun Netsins er nokkuð algeng, en 34% barna á þessum aldri nota Netið nokkrum sinnum í viku eða oftar. Mikilvægt er að yfirlit af þessu tagi um yngstu börnin liggi fyrir á Íslandi líkt og á hinum Norðurlöndunum og á því má byggja frekari rannsóknir á miðlanotkun ungra barna. H-201 9:00 10:30 Gagnreyndar og stýrðar aðferðir Málstofustjóri: Guðríður Adda Ragnarsdóttir Hnitmiðuð færniþjálfun (e. Precision Teaching) Guðríður Adda Ragnarsdóttir, atferlisfræðingur og kennari hjá Atferlisgreiningu og kennsluráðgjöf Sú krafa að kennsla byggist á gagnreyndum aðferðum heyrist æ oftar innan skólasamfélagsins. En hvað þýðir það, og hvers vegna skiptir það máli? Fjallað verður um hina gagnreyndu þjálfunar- og mælitækni precision teaching sem kölluð hefur verið hnitmiðuð færniþjálfun. Með hnitmiðaðri færniþjálfun eru tækar athafnir þjálfaðar þar til nemandinn hefur þær á hraðbergi. Afkastaaukningin mælist jafnharðan með mælistikunni tíðni, og er skráð á staðlað hröðunarkort (e. standard celeration chart). Hröðunarkortið er greiningartæki sem sýnir hversu brött aukningin námshröðunin er, og út frá því er spáð fyrir um hvenær nemandinn nær settu marki í námsatriðinu. Á þessum gögnum byggir kennarinn svo ákvarðanir sínar um kennsluna. Brýnt er að þeir sem ætla að nota eða rannsaka hnitmiðaða færniþjálfun kunni til verka og þekki aðferðina örugglega frá öðrum aðferðum. Útskýrt verður, og sýnt með margvíslegum dæmum, hvenær þjálfun og mæling er hnitmiðuð færniþjálfun og hvenær ekki. Erindið verður flutt á íslensku en skyggnur verða á ensku. Áhrif stýrðrar kennslu Engelmanns og fimiþjálfunar á lestrarfærni sjö ára stúlku með miðlungs þroskahömlun 13

14 Laufey Erla Jónsdóttir, nemi í sálfræði, Steinunn Júlía Rögnvaldsdóttir, nemi í sálfræði og Erla Hrönn Unnsteinsdóttir, nemi í sálfræði Leiðbeinandi: Zuilma Gabriela Sigurðardóttir, dósent, HVS, HÍ Markmiðið með þessari rannsókn var að kanna áhrif stýrðrar kennslu Engelmanns (e. direct instruction) og fimiþjálfunar (e. precision teaching) á grunnfærni í hljóðun stafa hjá sjö ára stúlku með miðlungs þroskahömlun, dæmigerða einhverfu, athyglisbrest og illvíga flogaveiki. Niðurstöður sýndu fram á áhrif þar sem veruleg aukning varð á færni hennar í að hljóða stafi. Bæði stýrð kennsla og fimiþjálfun eru raunprófaðar kennsluaðferðir sem reynst hafa nemendum með námsörðugleika vel. Í stýrðri kennslu eru nemendur leiddir í gegnum námsefnið með markvissri stýringu og þess gætt að allir taki virkan þátt, t.d. með kórsvörun. Gengið er úr skugga um að færni sem verið er að kenna sé lærð áður en farið er yfir í næsta þrep. Í fimiþjálfun fá nemendur að æfa atriði sem talin eru lærð í mínútu löngum æfingum. Með þessu er stuðlað enn frekar að fimi í atriðinu, auk þess sem æfingarnar gefa góðan mælikvarða á það hvernig námið gengur. Nemendur, bæði í almennri bekkjarkennslu og sérkennslu, hafa náð skjótum árangri þegar stýrð kennsla er notuð samhliða fimiþjálfun. Þessi aðferð hefur hins vegar lítið verið notuð á Íslandi til að auka lestrarfærni hjá börnum með þroskahömlun. Búa háskólar á Íslandi fagfólk undir að vinna með einhverfum börnum í snemmtækri íhlutun? Atli F. Magnússon, atferlisfræðingur hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins Árlega greinast fleiri en 100 börn á leikskólaaldri með einhverfu á Íslandi. Fyrir þau börn sem greinast hefst snemmtæk íhlutun í leikskólum svo til undantekningarlaust. Yfirleitt er íhlutunin byggð á hugmyndafræði skipulagðrar kennslu eða heildstæðri, snemmtækri atferlisíhlutun. Til eru skýr viðmið um þær kröfur sem eru gerðar til þeirra sem vinna með börnum eftir þessum íhlutunarleiðum. Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins hefur haldið námskeið um einhverfu og íhlutunarleiðir sem hafa verið vel sótt bæði af fagfólki og aðstandendum. Þar sem ásókn í þessi námskeið hefur verið mikil vaknaði áhugi á því að skoða hvernig staðið er að fræðslu og þjálfun fagfólks um einhverfu og snemmtæka íhlutun. Spurningar voru sendar yfirmönnum kennslumála í Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík og Háskólanum á Akureyri. Spurt var um kennslu um einhverfu og snemmtæka íhlutun og hversu mikla þjálfun nemendur fengju í snemmtækri íhlutun í tengslum við þessa kennslu. Gerð verður grein fyrir þeim svörum sem bárust og þau borin saman við þau alþjóðlegu viðmið sem gilda um þá sem vinna að snemmtækri íhlutun með einhverfum börnum. Andleg líðan fólks með skerta vitsmuni Margrét Ólafsdóttir, aðjúnkt, MVS, HÍ Óvissa ríkir um það hversu algengir geðrænir örðugleikar eru meðal fólks með skerta vitsmuni. Rannsóknir gefa ýmist til kynna að andleg líðan sé mun verri en meðal annarra hópa samfélagsins eða mun betri. Fjallað er um tölur um algengi og um ólíkar geðgreiningar með áherslu á kvíða og þunglyndi. Ástæður geðkvilla má í sumum tilvikum rekja til ákveðinna fatlana, en það sama á við meðal þeirra sem búa við fötlun og hjá öðrum, að mikill munur er á líðan eftir því við hvaða aðstæður fólk býr og skiptir það máli við mat á líðan þeirra. Gefa þarf gaum að öðrum atriðum þegar horft er á andlega líðan fólks með skerta vitsmuni en almennt tíðkast við mat á geðrænum örðugleikum, eins og hegðun, daglegri rútínu og líkamlegum viðbrögðum. Fjallað er um leiðir sem hægt er að fara til að auka næmi okkar fyrir andlegri líðan fólks með skerta vistmuni eins og að fylgjast með líðan, færa dagbók og nota lista á borð við PAS-ADD- og DASH-greiningarlistana. 10:

15 Rannsóknarstofa í íþrótta- og heilsufræði Heilsa í margbreytilegu samfélagi Málstofustjóri: Erlingur Jóhannesson Breytileiki í svefnmynstri íslenskra ungmenna og tengsl við holdafar Vaka Rögnvaldsdóttir, doktorsnemi MVS, HÍ, Robert J. Brychta, National Institute of Diabetes and Digestive and Kidney Diseases, Bethesda Maryland, USA, Sigríður L. Guðmundsdóttir, dósent MVS, Soffía M. Hrafnkelsdóttir, doktorsnemi MVS, Sigurbjörn Á. Arngrímsson, prófessor MVS, Erlingur S. Jóhannsson, prófessor MVS, Kong Y. Chen, National Institute of Diabetes and Digestive and Kidney Diseases, Bethesda Maryland, USA. Svefn gegnir lykilhlutverki í heilsu ungmenna. Í almennum svefnráðleggingum er mælst til að ungmenni hafi reglu á háttatíma og fótaferðartíma yfir vikuna til að viðhalda góðri heilsu og vellíðan. Markmið: Að skoða tengsl holdafars og hlutlægra mælinga á svefnlengd, háttatíma og svefngæðum og breytileika á svefni á skóladögum hjá 10. bekkingum. Aðferð: Rannsóknin er þversniðsrannsókn á 301 tíundabekkingi sem fór fram vorið Tengsl milli svefns, sem mældur var með hreyfimælum, og holdafars íslenskra ungmenna (15 16 ára) voru skoðuð. Ungmennin báru hreyfimælinn í viku og voru svefnbreytur reiknaðar fyrir skóladaga. Svefnbreytur voru unnar fyrir gilda skóladaga (tími með mæli >14 klst.) með þar til gerðu forriti og yfirfarnar af rannsakendum með tilliti til svefndagbóka. Meðaltal svefnbreyta og breytileiki (within subject) milli nátta (staðalfrávik) var reiknað fyrir viðföng sem náðu 3 gildum skóladögum. Holdafarsbreytur voru áætlaðar með DXA-skanna. Tengsl milli svefnbreyta og holdafars voru reiknaðar með Spearman s fylgnistuðli (r) og marktektarmörk sett við p<0,05. Niðurstöður: Gild gögn áttu 95,3% (117 drengir og 170 stúlkur). Meðalsvefnlengd var 6,2±0,7 klst., hvíldartími 7,0 ± 0,8 klst., háttatími var klukkan 00:22 ± 53 mín. og svefnnýting var 87,9 ± 4,4% fyrir hópinn. Öll meðalgildi voru svipuð milli kynja og höfðu ekki marktæk tengsl við holdafar. Breytileikinn í svefnlengd (56,4±42,9 mín) hafði marktæk tengsl við fituprósentu hjá stúlkum (r=0,20, p=0,011) og drengjum (r=0,19, p=0,046). Breytileikinn í hvíldartíma (56,4 ± 42,9 mín.) hafði marktæk tengsl við fat mass index hjá bæði drengjum og stúlkum (r=0,19 og 0,22, p-gildi=0,042 og 0,004). Breytileikinn í háttatíma hafði marktæk tengsl við fituprósentu hjá drengjum og stúlkum (r=0,21 og 0,24, p- gildi=0,026 og 0,002). Breytileikinn í svefnnýtingu hafði marktæk tengsl við fituprósentu hjá stúlkum eingöngu (r=0,16, p=0,038). Umræður: Breytileiki milli nátta á svefnbreytum en ekki meðaltal svefnbreyta á svefnlengd, svefntíma og svefngæðum á skólanóttum hafði tengsl við holdfar ára ungmenna. Niðurstöður styðja almennar svefnráðleggingar og kalla á stöðugleika í svefnvenjum ungmenna. Notkun samfélagsmiðla og andleg líðan unglinga: Þversniðs- og langtímarannsóknir Sunna Gestsdóttir, nýdoktor, MVS, HÍ Bakgrunnur: Unglingsárin eru mikilvægt en oft erfitt mótunartímabil. Andleg líðan getur skipt sköpum fyrir framtíðarlífsstíl og velferð ungmenna. Á undanförnum árum hefur andlegri heilsu ungmenna hrakað og notkun þeirra á samfélagsmiðlum hefur aukist. Markmið: Markmið rannsóknarinnar er að kanna tengsl andlegrar heilsu og notkunar samfélagsmiðla hjá íslenskum unglingum. Þrír aldurshópar verða skoðaðir (n=385; n=256; n=302). Elsti aldurshópurinn var mældur árið 2003, þá 15 ára, í frumbernsku samfélagsmiðla, og yngsti aldurshópurinn var mældur á vordögum árið 2017, þá 18 ára. Formgerðargreining verður notuð til að greina gögnin. Kannaður verður munur á andlegri líðan frá 2003 til 2017; kannað verður hvort líkamsímynd, hreyfing eða þrek sýni samband á milli samfélagsmiðlanotkunar og andlegrar líðanar; 15

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum Raddir fjölbreyttra kennarahópa Sólveig Karvelsdóttir, lektor, HÍ Hafdís Guðjónsdóttir, dósent, HÍ Rannsóknin er hluti af tveimur rannsóknum Fjölbreyttir kennarahópar

More information

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

Framhaldsskólapúlsinn

Framhaldsskólapúlsinn Framhaldsskólapúlsinn Mat á líðan og skólabrag í framhaldsskólum Málþing um geðrækt í framhaldsskólum 20. september 2013 Almar M. Halldórsson Skólapúlsinn Skólapúlsinn er veflægt sjálfsmatskerfi fyrir

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs?

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Hvernig getur málefni sem ekki er skilgreint sem námsgrein í grunnskóla eða námssvið

More information

Rannsókn á Byrjendalæsi: Markmið, snið, gögn og úrvinnsla

Rannsókn á Byrjendalæsi: Markmið, snið, gögn og úrvinnsla Læsi til samskipta og náms Ráðstefna MSHA um læsi 13. september 2014 Rannsókn á Byrjendalæsi: Markmið, snið, gögn og úrvinnsla Rúnar Sigþórsson Háskólanum á Akureyri runar@unak.is Örstutt um Byrjendalæsi

More information

Erindi. Skriða 9:.00 til 9:15 Setning ráðstefnu Hr. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands

Erindi. Skriða 9:.00 til 9:15 Setning ráðstefnu Hr. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands Erindi Skriða 9:.00 til 9:15 Setning ráðstefnu Hr. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands 9:15 til 10:15 Application of the Componential Model of Reading for Assessment and Intervention R. Malatesha Joshi,

More information

Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll. Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands

Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll. Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands Yfirlit erindis Meginmarkmið og bakgrunnur Nokkrar skilgreiningar Rannsóknaraðferðir

More information

Fæðuvenjur á unglingsárum og miðjum aldri og tengsl við áhættu á brjóstakrabbameini

Fæðuvenjur á unglingsárum og miðjum aldri og tengsl við áhættu á brjóstakrabbameini Fæðuvenjur á unglingsárum og miðjum aldri og tengsl við áhættu á brjóstakrabbameini Verkefni til doktorsprófs í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands Nemandi: Álfheiður Haraldsdóttir Leiðbeinendur: Laufey

More information

Nemendur og foreldrar af erlendum uppruna í íslenskum grunnskólum: Áskoranir og tækifæri.

Nemendur og foreldrar af erlendum uppruna í íslenskum grunnskólum: Áskoranir og tækifæri. Nemendur og foreldrar af erlendum uppruna í íslenskum grunnskólum: Áskoranir og tækifæri. Fræðslufundur fyrir grunnskólakennara á höfuðborgarsvæðinu Mánudaginn 18. september 2017 í Skriðu, Menntavísindasviði

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

Tungumálatorgið - fræðin og veruleiki á vettvangi. Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir: kennsluráðgjafi og verkefnastjóri Tungumálatorgsins,

Tungumálatorgið - fræðin og veruleiki á vettvangi. Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir: kennsluráðgjafi og verkefnastjóri Tungumálatorgsins, Tungumálatorgið - fræðin og veruleiki á vettvangi Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir: kennsluráðgjafi og verkefnastjóri Tungumálatorgsins, tobba@hi.is Menntakvika 2013 Erindið Segja sögur Sýna myndir Setja í

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 8. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson Samstarf HR og IGI Ólafur Andri Ragnarsson Leikjaiðnaðurinn 2021 Leikjaiðnaðurinn 2021 5.000 störf 70 milljarðar í heildarútflutningstekjur ef... Photo Ian Parker http://parkerlab.bio.uci.edu/nonscientific_adventures/iceland_man.ht

More information

Tengsl niðurstaðna á HLJÓM-2 við gengi á samræmdum prófum

Tengsl niðurstaðna á HLJÓM-2 við gengi á samræmdum prófum Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Sérrit Um læsi Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 07. september 016 Yfirlit greina Amalía Björnsdóttir, Jóhanna T. Einarsdóttir og Ingibjörg Símonardóttir.

More information

Dagskrá Menntakviku 2018 Menntavísindasvið Háskóla Íslands v/stakkahlíð, 105 Reykjavík

Dagskrá Menntakviku 2018 Menntavísindasvið Háskóla Íslands v/stakkahlíð, 105 Reykjavík Dagskrá Menntakviku 2018 Menntavísindasvið Háskóla Íslands v/stakkahlíð, 105 Reykjavík Haltu í höndina á mér og ekki sleppa. Gefandi samskipti ungt fólk, foreldrar og vinir Stofa H-001 9:00 10:30 Rannsóknastofan

More information

Einelti íslenskra skólabarna og heilsa

Einelti íslenskra skólabarna og heilsa Einelti íslenskra skólabarna og heilsa Niðurstöður landskönnunnar á heilsutengdum afleiðingum eineltis Helena Rún Pálsdóttir Ritgerð til BS prófs 12 einingar Einelti skólabarna og heilsa Niðurstöður landskönnunnar

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

Inngangur... 4 Tillögur starfshópsins... 5 Samantekt... 9

Inngangur... 4 Tillögur starfshópsins... 5 Samantekt... 9 Skýrsla starfshóps námsárangur um drengja September 2011 Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Óttar Proppé Nanna K. Christiansen Sigurlaug Hrund Svavarsdóttir Jón Páll Haraldsson Bryndís Jónsdóttir Ingveldur Hrönn

More information

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM Skýrsla fyrir skólaárið 2016-2017 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 2 1. Inngangur... 3 2. Markmið og tilgangur matsins... 3 3. Aðferðir og framkvæmd matsins... 3 4.

More information

Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi

Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi Lokaverkefni til B.Ed. prófs Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi Eru ánægðir foreldrar bestu bandamenn kennara? Halldóra Gísladóttir 300955-5419 Kennaraháskóli Íslands

More information

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (MFT/MFS) og tannátu í lykiltönnum SVANHVÍT. SÆMUNSÓTTIR*, THR ASPEUN**, SIGURÐUR RÚNAR SÆMUNSSN***, INGA. ÁRNAÓTTIR* HEIRIGÐISVÍSINASVIÐ HÁSKÓA

More information

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst 15. 18. ágúst 21. 25. ágúst 28. ág 1. sept. 15. skipulagsdagur 16. skipulagsdagur 17. Skipulagsdagur 18. skipulagsdagur

More information

Einelti og líðan. Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014. Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ

Einelti og líðan. Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014. Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Einelti og líðan Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014 Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til B.A. gráðu í sálfræði Hug- og félagsvísindadeild

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Leikur og læsi í leikskólum

Leikur og læsi í leikskólum Menntavísindasvið Háskóla Íslands Grein birt 31. desember 2011 Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir Leikur og læsi í leikskólum Færst hefur í vöxt í leikskólum á Íslandi að börnum sé kennt að lesa. Í leikskólum

More information

UNGT FÓLK BEKKUR

UNGT FÓLK BEKKUR UNGT FÓLK 16 8.. BEKKUR Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun, heilsuhegðun, heilsuvísar, líðan og framtíðarsýn ungmenna í framhaldsskólum á Íslandi. ÆSKULÝÐSRANNSÓKNIR FRÁ 1992 Ungt fólk 16 Grunnskólar

More information

Einstaklingsmunur og þróun læsis hjá fjögra til sjö ára börnum

Einstaklingsmunur og þróun læsis hjá fjögra til sjö ára börnum Menntavísindasvið Háskóla Íslands Grein birt 31. desember 2010 Freyja Birgisdóttir Einstaklingsmunur og þróun læsis hjá fjögra til sjö ára börnum Kynntar verða niðurstöður langtímarannsóknar á þroska,

More information

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012 Nr. 28/32 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012 2013/EES/28/07 frá 8. júní 2012 um framkvæmdarreglur vegna beitingar 16. gr.

More information

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Fjölbreyttir kennarahópar og fjölbreyttir nemendahópar

Fjölbreyttir kennarahópar og fjölbreyttir nemendahópar Fjölbreyttir kennarahópar og fjölbreyttir nemendahópar Hanna Ragnarsdóttir dósent Menntavísindasviði HÍ Menntakvika 22. okt. 2010 1 Skipulag erindis Alþjóðlega rannsóknaverkefnið Diverse Teachers for Diverse

More information

Málþroski, nám og sjálfsmynd

Málþroski, nám og sjálfsmynd Málþroski, nám og sjálfsmynd Stefanía Ólafsdóttir Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Málþroski, nám og sjálfsmynd Stefanía Ólafsdóttir Lokaverkefni til M.Ed.-prófs í sérkennslufræðum

More information

Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/ /10

Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/ /10 Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/04-2009/10 Stefán Hrafn Jónsson Háskóli Íslands, Landlæknisembættið Margrét Héðinsdóttir Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins

More information

LESTRARSTEfnA LEik- og grunnskóla BoRgARByggðAR

LESTRARSTEfnA LEik- og grunnskóla BoRgARByggðAR LESTRARstefna Leik- og Grunnskóla Borgarbyggðar 2017-2021 Starfshópur um lestrarstefnu Borgarbyggðar Aðalheiður Kristjánsdóttir leikskólanum Andabæ Ásta Björk Björnsdóttir skólaþjónustu Borgarbyggðar Elín

More information

Skóli án aðgreiningar

Skóli án aðgreiningar Skóli án aðgreiningar Viðhorf sérkennara í grunnskólum til stefnunnar skóli án aðgreiningar Rannveig Klara Matthíasdóttir Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Skóli án aðgreiningar

More information

Árangursríkt læsi í leikskólum Árborgar

Árangursríkt læsi í leikskólum Árborgar Sveitarfélagið Árborg Árangursríkt læsi í leikskólum Árborgar Að glæða gamla vinnu nýju og markvissara lífi Dr. Anna Magnea Hreinsdóttir 28. apríl 2015 Efnisyfirlit MARKMIÐ VERKEFNIS...2 VERKEFNISSTJÓRN...3

More information

GRUNNSKÓLAR UNGT FÓLK 2014

GRUNNSKÓLAR UNGT FÓLK 2014 UNGT FÓLK 14 GRUNNSKÓLAR Menntun, menning, félags, - íþrótta- og tómstundastarf, heilsa, líðan og vímuefnaneysla unglinga í 8., 9. og. bekk á Íslandi. ÆSKULÝÐSRANNSÓKNIR FRÁ 1992 Ungt fólk 14 Grunnskólar

More information

Inngangur... 3 Markmið Holts... 4 Þættir máls og læsis... 4 Orðaforði og málskilningur Leiðir að markmiðum... 9

Inngangur... 3 Markmið Holts... 4 Þættir máls og læsis... 4 Orðaforði og málskilningur Leiðir að markmiðum... 9 Efnisyfirlit Inngangur... 3 Markmið Holts... 4 Þættir máls og læsis... 4 Orðaforði og málskilningur... 4... 5 Máltjáning og frásagnarhæfni... 6... 6 Hlustun og hljóðkerfisvitund... 7... 7 Ritmál... 8...

More information

í lýðheilsu - þáttur Lýðheilsustöðvar

í lýðheilsu - þáttur Lýðheilsustöðvar Rannsóknir í lýðheilsu - þáttur Lýðheilsustöðvar ðvar Laufey Steingrímsdóttir Sviðsstjóri rannsókna Lýðheilsustöð Rannsóknir í lýðheilsu Hvers vegna þurfum við rannsóknir? Er Lýðheilsustöð rannsóknarstofnun?

More information

Samstarf leik- og grunnskóla Um mat og upplýsingamiðlun milli skólastiganna

Samstarf leik- og grunnskóla Um mat og upplýsingamiðlun milli skólastiganna Samstarf leik- og grunnskóla Um mat og upplýsingamiðlun milli skólastiganna Starfshópurinn: Hildur Skarphéðinsdóttir, formaður Hrönn Pálmadóttir, ritstjóri skýrslunnar Anna Bára Pétursdóttir Guðrún Edda

More information

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile HUGPRÓ Betware QA & Agile 26.02.2010 Head Quarters Betware Reykjavík Betware DK Copenhagen Denmark Betware Solutions CA Kamloops, BC Betware Madrid Spain Certus Odense Denmark Betware Sp. z o.o. Warsaw

More information

Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu

Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu Er hlutfall barna yfir kjörþyngd hætt að aukast? Stefán Hrafn Jónsson Lýðheilsustöð Margrét Héðinsdóttir Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins Mars 2010 Líkamsþyngd barna

More information

Íslenskir skólar og erlend börn? Skólaþróun í fjölmenningarlegu samfélagi

Íslenskir skólar og erlend börn? Skólaþróun í fjölmenningarlegu samfélagi 147 Íslenskir skólar og erlend börn? Skólaþróun í fjölmenningarlegu samfélagi Hanna Ragnarsdóttir lektor Kennaraháskóla Íslands: Málefni barna af erlendum uppruna á Íslandi hafa verið ofarlega á baugi

More information

Greinabundin kennsla greinabundið nám í Hvassaleitisskóla

Greinabundin kennsla greinabundið nám í Hvassaleitisskóla SKÓLAÞRÓUNARSVIÐ KENNARADEILDAR HÁSKÓLANS Á AKUREYRI ÞINGVALLASTRÆTI 23 600 AKUREYRI Greinabundin kennsla greinabundið nám í Hvassaleitisskóla Mat á skólastarfi Birna María Svanbjörnsdóttir Jenný Gunnbjörnsdóttir

More information

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018 Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu September 2018 Samantekt Íslandsstofa framkvæmdi viðhorfskönnun í júlí og ágúst 2018 meðal erlendra söluaðila sem selja ferðir til Íslands.

More information

VIÐMIÐ OG VÍSBENDINGAR. fyrir innra og ytra mat á gæðum leikskólastarfs

VIÐMIÐ OG VÍSBENDINGAR. fyrir innra og ytra mat á gæðum leikskólastarfs VIÐMIÐ OG VÍSBENDINGAR fyrir innra og ytra mat á gæðum leikskólastarfs 2 VIÐMIÐ OG VÍSBENDINGAR fyrir innra og ytra mat á gæðum leikskólastarfs September 2014 3 Útgáfa: Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be Stefnumótun tun Rf Hlutverk (Mission) Why we exist Gildi (Core values) What we believe in Framtíðarsýn (Vision) What we want to be Stefna (Strategy) Our Game plan Stefnumiðað árangursmat Balanced Scorecard

More information

Rannsókn á Hjallastefnunni. Unnin á vegum Háskólans í Reykjavík fyrir Hjallastefnuna á Íslandi,

Rannsókn á Hjallastefnunni. Unnin á vegum Háskólans í Reykjavík fyrir Hjallastefnuna á Íslandi, Rannsókn á Hjallastefnunni. Unnin á vegum Háskólans í Reykjavík fyrir Hjallastefnuna á Íslandi, 2014-2016 2 Höfundar: Berglind Gísladóttir og Hrefna Pálsdóttir Háskólinn í Reykjavík 2017 ISBN 978-9935-9147-6-7

More information

Reykingar, holdafar og menntun kvenna í borg og bæ

Reykingar, holdafar og menntun kvenna í borg og bæ Reykingar, holdafar og menntun kvenna í borg og bæ Ágrip Laufey Steingrímsdóttir 1,2 næringarfræðingur Elínborg J. Ólafsdóttir 3 verkfræðingur Lilja Sigrún Jónsdóttir 4 læknir Rafn Sigurðsson 3, tölfræðingur

More information

Aðalnámskrá leikskóla. (1999). Reykjavík: Menntamálaráðuneytið. Aðalnámskrá leikskóla. (2011). Reykjavík: Mennta- og menningarmálaráðuneytið.

Aðalnámskrá leikskóla. (1999). Reykjavík: Menntamálaráðuneytið. Aðalnámskrá leikskóla. (2011). Reykjavík: Mennta- og menningarmálaráðuneytið. Heimildaskrá Aðalnámskrá leikskóla. (1999). Reykjavík: Menntamálaráðuneytið. Aðalnámskrá leikskóla. (2011). Reykjavík: Mennta- og menningarmálaráðuneytið. Ásgarður. (á.á.). Saga skólans. Sótt þann 25.

More information

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Svíþjóð - stjórnsýslan Þrjú formleg stjórnsýslustig Sveitarfélög, 290 talsins (Local level) Lén, 20 talsins (Regional level) Landsstjórn, 349 þingmenn (National

More information

Samvinna um læsi í leikskóla

Samvinna um læsi í leikskóla Sérrit 216 Um læsi Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 7. september 216 Yfirlit greina Anna-Lind Pétursdóttir og Kristín Ólafsdóttir Samvinna um læsi í leikskóla Áhrif K-PALS á hljóðkerfisvitund,

More information

Menntakvika Hugmyndir kennara um hlutverk útiumhverfis skóla í menntun barna

Menntakvika Hugmyndir kennara um hlutverk útiumhverfis skóla í menntun barna Menntakvika 2011 Erindunum er ekki raðað upp í þeirri röð sem þau verða flutt. Röðun sést í dagskrá á netinu og í dagskrárbæklingi sem verður afhentur á ráðstefnudegi. Listsköpun og umhverfi skóla í menntun

More information

Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi -

Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi - Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi - Rannveig Björnsdóttir Strandbúnaður 2017, Grand Hótel Reykjavík, 13.-14.mars YFIRLIT erindis Dæmi: doktorsverkefni RBj 2005-2010 BAKGRUNNUR VANDAMÁLIÐ

More information

Hlutverk skólastjóra í menntun til sjálfbærni

Hlutverk skólastjóra í menntun til sjálfbærni Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2010 Auður Pálsdóttir og Allyson Macdonald Hlutverk skólastjóra í menntun til sjálfbærni Reynsla af þróunarstarfi í fjórum grunnskólum

More information

Hafnarfjörður Grunnskólar Hafnarfjarðar Skólanámskrá. 3. bekkjarnámskrá. Skólanámskrá Hraunvallaskóla

Hafnarfjörður Grunnskólar Hafnarfjarðar Skólanámskrá. 3. bekkjarnámskrá. Skólanámskrá Hraunvallaskóla Hafnarfjörður Grunnskólar Hafnarfjarðar Skólanámskrá 3. bekkjarnámskrá Skólanámskrá Hraunvallaskóla Skólaárið 2018-2019 Skólanámskrá Hraunvallaskóla. Útgefin 2016. Skólanámskrá er útgefin á rafrænu formi

More information

Guðný Sigríður Ólafsdóttir

Guðný Sigríður Ólafsdóttir Upplýsingatækni og samvirkar aðferðir í læsiskennslu Gagnvirka rafbókin Gula sendibréfið Guðný Sigríður Ólafsdóttir Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Náms- og kennslufræði Upplýsingatækni og miðlun Upplýsingatækni

More information

Hvað ræður mishröðum framförum í textaritun barna?

Hvað ræður mishröðum framförum í textaritun barna? Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Sérrit 2016 Um læsi Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 7. september 2016 Yfirlit greina Rannveig Oddsdóttir, Hrafnhildur Ragnarsdóttir, Freyja Birgisdóttir

More information

Ingvar Sigurgeirsson. Skólabragur sem geðrækt Heilsueflandi skólar Grand hótel, 2. september 2011

Ingvar Sigurgeirsson. Skólabragur sem geðrækt Heilsueflandi skólar Grand hótel, 2. september 2011 Ingvar Sigurgeirsson Skólabragur sem geðrækt Heilsueflandi skólar Grand hótel, 2. september 2011 details how school climate is associated with and / or promotes safety, healthy relationships, engaged learning

More information

2. Stefnur og hugmyndafræði sem hafa haft áhrif á listkennslu

2. Stefnur og hugmyndafræði sem hafa haft áhrif á listkennslu Ágrip Í þessari ritgerð, sem er lokaverkefnið mitt til B.Ed gráðu, mun ég fjalla um samvinnu á milli myndlistarskóla og grunnskóla. Í því samhengi mun ég skoða Billedskolen i Tvillingehallen og Myndlistarskólann

More information

BSc. ritgerð. Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga

BSc. ritgerð. Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga BSc. ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga Eva Úlla Hilmarsdóttir Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Þórhallur Örn Guðlaugsson Febrúar

More information

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2 1 Examples 2 Sýnidæmi 2 2 Example 25-1 Gefið er 3 fasa, 3 teina raforkukerfi samkvæmt meðfylgjandi einlínumynd. Allar stærðir á myndinni eru í einingakerfinu ( per unit ). Seríuviðnám háspennulínanna er

More information

Dagskrá Kaffihlé Málstofur 2 lotur Samantekt í lok dags og námstefnuslit

Dagskrá Kaffihlé Málstofur 2 lotur Samantekt í lok dags og námstefnuslit á vegum Miðstöðvar skólaþróunar við Háskólann á Akureyri 16. september 2016. Námstefnan er haldin í tengslum við ráðstefnuna Læsi skilningur og lestraránægja. Dagskrá 12.30 Skráning og afhending gagna

More information

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa Efnisyfirlit Þróun félagsauðs í grannríkjunum Bandaríkin Skandinavía Meginland Evrópu Þróunin á Íslandi Félagsþátttaka Frumtengsl Félagsrof Félagsauður,

More information

Hafnarfjörður Grunnskólar Hafnarfjarðar Skólanámskrá. 8. bekkjarnámskrá skólanámskrá Hraunvallaskóla

Hafnarfjörður Grunnskólar Hafnarfjarðar Skólanámskrá. 8. bekkjarnámskrá skólanámskrá Hraunvallaskóla Hafnarfjörður Grunnskólar Hafnarfjarðar Skólanámskrá 8. bekkjarnámskrá skólanámskrá Hraunvallaskóla Skólaárið 2017-2018 Skólanámskrá Hraunvallaskóla. Útgefin 2017. Skólanámskrá er útgefin á rafrænu formi

More information

Fóðurrannsóknir og hagnýting

Fóðurrannsóknir og hagnýting Fóðurrannsóknir og hagnýting Uppskeruhátíð rannsókna Gunnar Örn Kristjánsson Strandbúnaður 2018, Grand Hótel Reykjavík, 19.-20. mars. Grundvöllur fóðurgerðar Þarfir hjá eldisfisk Efnaþarfir til vaxtar

More information

Málstofa 2.2 stofa M Lykilhæfni í list- og verkgreinum Sjónrænt skipulag hvatning til góðrar vinnu Málstofa 2.3 stofa M203...

Málstofa 2.2 stofa M Lykilhæfni í list- og verkgreinum Sjónrænt skipulag hvatning til góðrar vinnu Málstofa 2.3 stofa M203... Efnisyfirlit Dagskrá... 3 Yfirlit málstofa... 6 Aðalerindi... 7 Integrating talk for learning... 7 Hver konar hæfni er gott hugferði?... 8 Hæfni í aðalnámskrá, hvað svo?... 9 Talk for Learning samræður

More information

Langtímarannsókn á forspárgildi athugana á málþroska

Langtímarannsókn á forspárgildi athugana á málþroska Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 20. desember 2011 Jóhanna Einarsdóttir, Ingibjörg Símonardóttir og Amalía Björnsdóttir Langtímarannsókn á forspárgildi

More information

Málþroski leikskólabarna

Málþroski leikskólabarna Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2015 Yfirlit greina Hrafnhildur Ragnarsdóttir Málþroski leikskólabarna Þróun orðaforða, málfræði

More information

- Samvinna um tónlistarnám - Kennaralaun í alþjóðlegu samhengi - Something old, something new... Félagsfærni lærist ekki af sjálfu sér

- Samvinna um tónlistarnám - Kennaralaun í alþjóðlegu samhengi - Something old, something new... Félagsfærni lærist ekki af sjálfu sér Félagsfærni lærist ekki af sjálfu sér BLS 18 Spjaldtölvur í skólastarfi? BLS 32 3.TBL. 11.ÁRG. 2011 - Samvinna um tónlistarnám - Kennaralaun í alþjóðlegu samhengi - Something old, something new... VIÐ

More information

Lesið í leik. læsisstefna leikskóla

Lesið í leik. læsisstefna leikskóla Lesið í leik læsisstefna leikskóla 1. útgáfa 2013 Útgefandi: Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Útlitshönnun: Penta ehf. Teikningar: Frá börnum í leikskólunum Sæborg og Ægisborg Ljósmyndir: Sigrún

More information

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Þórólfur Guðnason yfirlæknir Sóttvarnalæknir, Embætti landlæknis Nóvember 2014 Gastegundir frá eldgosum >95% H 2 O, CO 2 SO 2

More information

Kennarinn í skóla án aðgreiningar

Kennarinn í skóla án aðgreiningar Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2010 Hermína Gunnþórsdóttir Kennarinn í skóla án aðgreiningar Áhrifavaldar á hugmyndir og skilning íslenskra og hollenskra grunnskólakennara

More information

STOÐKERFISVERKIR HJÁ HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRUM OG TENGSL VERKJA VIÐ STREITU

STOÐKERFISVERKIR HJÁ HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRUM OG TENGSL VERKJA VIÐ STREITU Þórey Agnarsdóttir, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra á Akureyri Hafdís Skúladóttir, Háskólanum á Akureyri Hjördís Sigursteinsdóttir, Háskólanum á Akureyri Sigríður Halldórsdóttir, Háskólanum á Akureyri

More information

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Sérfræðingur í persónurétti Yfirlit Stóra myndin Skyldur GDPR Aðlögunarferli Áskoranir og praktísk ráð 2 3 Yfirlit: Hvað er GDPR?» GDPR

More information

Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin

Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin 1996-1 Brynja Ármannsdóttir 1 læknanemi Laufey Tryggvadóttir 2 faraldsfræðingur Jón Gunnlaugur Jónasson 1,2,4 sérfræðingur í meinafræði Elínborg J. Ólafsdóttir

More information

Matur í skóla orka árangur vellíðan

Matur í skóla orka árangur vellíðan Ráðstefna um heilsueflandi skóla á vegum Landlæknisembættisins Grand Hótel, 2.september 2011 Matur í skóla orka árangur vellíðan Dr. Anna Sigríður Ólafsdóttir Dósent á menntavísindasviði HÍ Hlutverk næringar

More information

Börn sem ekki borða Hvað er til bragðs að taka? Brynja Jónsdóttir, talmeinafræðingur Steinunn Hafsteinsdóttir, atferlisfræðingur

Börn sem ekki borða Hvað er til bragðs að taka? Brynja Jónsdóttir, talmeinafræðingur Steinunn Hafsteinsdóttir, atferlisfræðingur Börn sem ekki borða Hvað er til bragðs að taka? Brynja Jónsdóttir, talmeinafræðingur Steinunn Hafsteinsdóttir, atferlisfræðingur Hvað er fæðuinntökuvandi? 70-89% barna með þroskaraskanir eiga í einhverjum

More information

Lífsgæði 8 17 ára getumikilla barna með einhverfu: Mat barna og foreldra þeirra

Lífsgæði 8 17 ára getumikilla barna með einhverfu: Mat barna og foreldra þeirra Uppeldi og menntun 23. árgangur 2. hefti 2014 Linda Björk Ólafsdóttir LEIKSKÓLANUM LUNDABÓLI Snæfríður Þóra Egilson FÉLAGS- OG MANNVÍSINDADEILD Háskóla Íslands KJARTAN ÓLFAFSSon FÉLAGSVÍSINDADEILD HáskólaNS

More information

Algengi íþróttameiðsla, íþróttaþátttaka og brottfall vegna meiðsla hjá 17 og 23 ára ungmennum

Algengi íþróttameiðsla, íþróttaþátttaka og brottfall vegna meiðsla hjá 17 og 23 ára ungmennum http://dx.doi.org/10.17992/lbl.2015.10.45 RANNSÓKN Ágrip Algengi íþróttameiðsla, íþróttaþátttaka og brottfall vegna meiðsla hjá 17 og 23 ára ungmennum Margrét H. Indriðadóttir 1 sjúkraþjálfari, Þórarinn

More information

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur CHEMISTRY The Central 9th Edition Hlutfallareikningur: AðA reikna út frá formúlum og efnajöfnum fnum Lavoisier: Massi varðveitist í efnahvörfum. : lýsa efnahvörfum. Efnajafna : Hvarfefni og myndefni: 2H

More information

Frásagnir og upplýsingatextar barna í 1. bekk grunnskóla

Frásagnir og upplýsingatextar barna í 1. bekk grunnskóla Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2012 Rannveig Oddsdóttir, Hrafnhildur Ragnarsdóttir og Freyja Birgisdóttir Textaritun byrjenda Frásagnir og upplýsingatextar barna í 1.

More information

Menntun til sjálfbærni og samstarf skóla og samfélags

Menntun til sjálfbærni og samstarf skóla og samfélags Menntavísindasvið Háskóla Íslands Grein birt 31. desember 2010 Eygló Björnsdóttir og Stefán Bergmann Menntun til sjálfbærni og samstarf skóla og samfélags Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst áratuginn 2005 2014

More information

Tengsl íþróttaiðkunar og námsárangurs

Tengsl íþróttaiðkunar og námsárangurs B.Sc. lokaverkefni í íþróttafræði Tengsl íþróttaiðkunar og námsárangurs Maí 2018 Nafn nemanda: Svanfríður Birna Pétursdóttir Kennitala: 210493 2559 Leiðbeinendur: Margrét Lilja Guðmundsdóttir og Sveinn

More information

LEIÐARVÍSIR UM ÞÁTTTÖKUNÁM (Service Learning)

LEIÐARVÍSIR UM ÞÁTTTÖKUNÁM (Service Learning) LEIÐARVÍSIR UM ÞÁTTTÖKUNÁM (Service Learning) Frásagnir úr námsferð fræðslustjóra með skólastjórum í Reykjavík, starfsmönnum Fræðslumiðstöðvar og fulltrúum úr fræðsluráði á ráðstefnu og í skólaheimsóknir

More information

Leiðbeinandi á vinnustað

Leiðbeinandi á vinnustað Work Mentor Leiðbeinandi á vinnustað Leonardo da Vinci, Transfer of Innovation verkefni sem VMA sótti um að stýra. Kynning maí 2011. Jóhannes Árnason 1 Work Mentor Leonardo da Vinci Transfer of Innovation

More information

Aðalnámskrá grunnskóla, hæfni og hæfnimiðað námsmat

Aðalnámskrá grunnskóla, hæfni og hæfnimiðað námsmat Aðalnámskrá grunnskóla, hæfni og hæfnimiðað námsmat Hæfnimiðað nám og námsmat Málþing í Brekkuskóla 12. ágúst 2016 Rúnar Sigþórsson prófessor kennaradeild HA OECD: Þrjú meginsvið hæfni 2 Sjálfstæði í persónulegum

More information

Tölvu- og netnotkun einstaklinga 2011 Computer and Internet usage by individuals 2011

Tölvu- og netnotkun einstaklinga 2011 Computer and Internet usage by individuals 2011 2011:2 6. september 2011 Tölvu- og netnotkun einstaklinga 2011 Computer and Internet usage by individuals 2011 Samantekt Nettenging er til staðar á 93% íslenskra heimila. Árleg fjölgun nettengdra heimila

More information

Stafræn borgaravitund í menntun og tengt nám

Stafræn borgaravitund í menntun og tengt nám Stafræn borgaravitund í menntun og tengt nám Mynd frá myndbandi Unicef í #imagine verkefninu: http://imagine.unicef.org/en/ Erindi flutt 6. 2. 2015 á UTmessunni Sólveig Jakobsdóttir, Háskóla Íslands Félagsmiðlar

More information