Í kvaðar nafni. Óskar Guðlaugsson. Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóli Íslands

Size: px
Start display at page:

Download "Í kvaðar nafni. Óskar Guðlaugsson. Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóli Íslands"

Transcription

1 Í kvaðar nafni Óskar Guðlaugsson Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóli Íslands

2 Í kvaðar nafni Óskar Guðlaugsson 60 eininga ritgerð sem er hluti af Magister Scientiarum gráðu í landfræði Leiðbeinendur: Guðmundur Jónsson Ingibjörg Jónsdóttir Prófdómari: Már Jónsson Líf- og umhverfisvísindadeild Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóli Íslands Reykjavík, maí 2017

3 Í kvaða nafni 60 eininga ritgerð sem er hluti af Magister Scientiarum gráðu í landfræði Höfundarréttur 2017 Óskar Guðlaugsson Öll réttindi áskilin Líf- og umhverfisvísindadeild Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóli Íslands Öskju Sturlugötu Reykjavík Sími: Skráningarupplýsingar: Óskar Guðlaugsson, 2017, Í kvaðar nafni, meistararitgerð, Líf- og umhverfisvísindadeild, Háskóli Íslands, XX bls. Prentun: Háskólaprent Reykjavík, maí, 2017

4 Ágrip Í hinu íslenska bændasamfélagi fyrr á öldum tíðkuðust tvö meginafgjöld af leigujörðum, landskuld og kúgildaleiga. Auk þessara afgjalda var algengt í sumum landshlutum að leggja svokallaðar kvaðir á leiguliða, sem voru fjölbreyttur flokkur aukalegra skyldna. Áður hefur verið fjallað um kvaðir í íslenskri sagnfræði en hingað til hafa þær aðeins að litlu leyti verið rannsakaðar með kerfisbundnum tölfræðilegum hætti. Rannsóknin nýtir nákvæman gagnagrunn upplýsinga úr Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, sem var skráð í upphafi 18. aldar, til víðtækrar greiningar á útbreiðslu og eðli kvaða. Hún nær til alls landsins utan þeirra fjögurra sýslna sem ekki eru varðveittar af upphaflegri skráningu jarðabókarinnar (Skaftafellsog Múlasýslur austanlands). Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að uppistaða kvaðakerfisins voru þrjár meginkvaðir: annars vegar róðrarkvaðir í helstu útvegsbyggðum landsins sunnan og vestanlands, og hins vegar dagslættir og hestlán sem voru tíðastar á jörðum kirkjustaða, biskupsstóla og konungs. Aðrar kvaðir voru af ýmsu tagi en aðallega bundnar við nágrenni Bessastaða fyrir sunnan og yfirráðasvæði Lauritz Gottrups sýslumanns á Þingeyrum fyrir norðan. Abstract Two main types of rent were traditionally exacted from tenants in the pre-modern Icelandic rural society, land rent and dairy cattle hire. In some regions it was common for land owners to demand various additional duties called kvaðir (literally obligations ). Although kvaðir have been covered previously by Icelandic historians, systematic quantitative studies of the subject have been limited so far. This study makes use of a detailed database of information from the early 18th century land register of Árni Magnússon and Páll Vídalín, for an in-depth study into the distribution and nature of kvaðir. The study covers the whole country except for four eastern counties whose land registers were lost. The main conclusions of the study is that the kvaðir system mainly consisted of three types of obligations: on the one hand obligations to provide men for land owners fishing boats, common in the primary fishing regions of South and West Iceland; and on the other hand obligations to work for a day on hay fields, and to provide temporary use of horses, both of which were most common on land owned by the Church and Crown. Other types of kvaðir were a

5 diverse range of obligations mainly restricted to the area surrounding the administrative centre of Bessastaðir (near modern-day Reykjavík) in the south, and to land controlled by Magistrate Lauritz Gottrup at Þingeyrar in North Iceland. v

6 Efnisyfirlit Ágrip... iv Abstract... iv Myndrit... viii Töflur... viii Kort... viii Inngangur... 1 Fyrri rannsóknir og umfjöllun... 2 Markmið rannsóknarinnar og spurningar... 6 Hvað voru kvaðir?... 6 Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns... 8 Gagnrýni Árna Magnússonar... 9 Langur skráningartími og áhrif Stórubólu Afmörkun í tíma: árið Gagnagrunnur Jarðabókarinnar Jarðir og ábúðarhættir í bændasamfélaginu Ábúðar- og eignarpartar jarða Hvað og hvernig er talið? Jarðir, býli og kvaðir Kvaðir árið 1703: útbreiðsla, einkenni og eignarhald Fjöldi jarða og býla árið Eignarhald jarða í byggð Jarðir með kvaðir Kvaðir eftir gerð býla Skipting kvaðajarða eftir eignarhaldi Tegundir kvaða Útbreiðsla og tíðni kvaða Tíðni kvaðanna Tíðni kvaðaflokka eftir tegund býlis Róðrarkvaðir vi

7 Hvað voru róðrarkvaðir? Helmingaskip Hagur landeigenda af róðrarkvöðum Hversu íþyngjandi voru róðrarkvaðir? Eignarhald jarða með róðrarkvaðir Dagslættir Eignarhald jarða með dagslætti Hestlán Eignarhald jarða með hestlán Sjaldgæfar kvaðir Útbreiðsla sjaldgæfra kvaða eftir flokkum Eignarhald jarða með sjaldgæfar kvaðir Samsetning kvaða á jörðum Niðurstöður Þörfin fyrir kvaðir Heimildaskrá Heimildir án höfundar... Villa! Bókamerki ekki skilgreint. Aðrar heimildir... Villa! Bókamerki ekki skilgreint. vii

8 Myndrit Myndrit 1: Dæmi um ábúðartengsl á jörðum Töflur Tafla 1: Fjöldi býla í byggð árið Tafla 2: Eignarhald jarða í byggð Tafla 3: Býli á jörðum með kvaðir Tafla 4: Eignarhald jarða með kvaðir Tafla 5: Útbreiðsla helstu flokka kvaða Tafla 6: Tíðni helstu flokka kvaða Tafla 7: Skipting kvaðaflokka milli býla Tafla 8: Hlutfallsleg skipting kvaðaflokka milli býla Tafla 9: Útbreiðsla sjaldgæfra kvaða á jörðum 1703 eftir flokkum Tafla 10: Samsetning kvaða á jörðum Kort Kort 1: Skráningarár jarða í Jarðabók Árna Magnússonar & Páls Vídalíns Kort 2: Eignarhald jarða í byggð Kort 3: Útbreiðsla kvaða á jörðum Kort 4: Eignarhald jarða með kvaðir Kort 5: Útbreiðsla róðrarkvaða Kort 6: Eignarhald jarða með róðrarkvaðir Kort 7: Útbreiðsla dagslátta Kort 8: Eignarhald jarða með dagslætti Kort 9: Útbreiðsla hestlána Kort 10: Eignarhald jarða með hestlán Kort 11: Útbreiðsla sjaldgæfra kvaða Kort 12: Flokkar sjaldgæfra kvaða á jörðum Kort 13: Eignarhald jarða með sjaldgæfar kvaðir Kort 14: Samsetning kvaða á jörðum viii

9 Inngangur Í leiguábúð jarða fyrr á öldum fólust ýmis konar afgjöld og skyldur ábúenda í þágu landsdrottna sinna. Af jörðunum var greidd landskuld sem leiguafgjald fyrir afnot jarðarinnar. Jafnframt fylgdu flestum jörðum mylkar kýr eða ær sem ábúendum var skylt að leigja af landeiganda, svokölluð leigukúgildi. Þriðja tegund afgjalds sem var algeng víða um land voru svokallaðar kvaðir. Í kvöðum fólst gjarnan einhver árleg verkskylda eða þjónusta: algengar kvaðir voru t.d. skylda til að róa á vertíð fyrir eigandann (skipsáróður eða mannslán), dagsláttur í þágu eiganda eða afnot eiganda af hestum ábúanda (hestlán). Kvaðir gátu verið með ýmsu öðru móti svo að við nánari athugun er ekki einfalt að skilgreina kvaðir með þeim hætti að þær verði skýrt aðgreindar frá öðrum afgjöldum ábúenda. Þó að kvaðir hafi verið algengar er ljóst að meirihluti leigujarða var alfarið laus við kvaðir. Þær voru því eins konar viðbót við hin tvö afgjöldin, landskuld og leigukúgildi, sem voru innheimt af öllum jörðum. Á meðan landskuld og leigukúgildi voru tiltölulega skýrar álögur, mælanlegt með tölum, voru kvaðir fjölbreyttar og flóknar. Þær voru stundum ófyrirsjáanlegar, breytilegar milli ára og háðar geðþótta landsdrottna. Mat á verðmæti þeirra er því undirorpið nokkurri óvissu.. Þær voru því mun loðnara fyrirbæri heldur en meginafgjöldin tvö. Það er e.t.v. af þeirri ástæðu að í sumum jarðabókum, þar sem landskuld og kúgildi eru skráð, kemur ekkert fram um kvaðir á jörðunum. Af þessu leiðir að það er flóknara að rannsaka kvaðir, finna um þær heimildir og draga saman almennar ályktanir um þær. 1

10 Fyrri rannsóknir og umfjöllun Það hefur víða verið fjallað um kvaðir í íslenskri sagnfræði hingað til. Sú umfjöllun hefur hins vegar að mestu verið almenns eðlis. Mjög lítið hefur verið um kerfisbundna, heildstæða greiningu á kvaðakerfinu. Þorvaldur Thoroddsen fjallar nokkuð ítarlega um leiguábúð jarða í Lýsingu Íslands og gerir þá jafnframt grein fyrir kvöðum. 1 Þorvaldur rekur þar uppruna kvaða, dreifingu þeirra eftir landshlutum og þátt biskupsstóla og annarra stóreigenda í kvaðakerfinu. Hann lýsir helstu gerðum kvaða (mannslán, dagslættir, hestlán o.s.frv.) með dæmum úr heimildum til skýringar á fyrirkomulagi þeirra. Þorvaldur telur kvaðirnar í mörgum tilvikum hafa verið tilkomnar vegna embættis- og umboðsmanna sem þurftu að hámarka tekjur sínar af umboðsjörðum sem þeir höfðu keypt sér umráð yfir; og að kvöðum hafi heldur fækkað á 18. öld þökk sé gagnrýni Árna Magnússonar og Páls Vídalíns á þessar íþyngjandi álögur. Sú gagnrýni hafi hvatt konungsvaldið til umbóta. 2 Lúðvík Kristjánsson hefur helst fjallað um róðrarkvaðir, bæði almennt í Íslenzkum sjávarháttum III 3 og í grein í Sögu frá 1971 um aflabrest á síðustu áratugum 17. aldar 4. Lúðvík telur róðrarkvaðirnar hafa verið undirstaða sjávarútvegs biskupsstólana. Biskupum hafi jafnframt verið í mun að landsetar sínir sinntu kvöðunum frekar en að leysa sig undan þeim gegn gjaldi, þrátt fyrir að þau gjöld gætu ein og sér talist allmikill tekjustofn. Skálholt hafi t.d. átt áskilin um 350 mannslán á jörðum sínum frá Sólheimasandi að Hvítá í Borgarfirði í kringum 1690 lausnargjaldið fyrir þau hefði numið 350 fiskvættum, jafnvirði smjörleigna fyrir 350 kúgildi 5. Skólahald biskupsstólanna hafi verið undir þessum sjávarútvegi komið, svo mjög að í aflabrestinum fyrrnefnda hafi það í einhverjum tilvikum lagst tímabundið af. Árni Daníel Júlíusson hefur í seinni tíð fjallað einna mest um kvaðir 6. Í grein frá 2002 fjallar hann einkum um kvaðir í sjávarbyggðum sunnan- og vestanlands og setur þær í samhengi við hnignun þessara byggða fyrir og eftir aldamótin Hann rekur 1 Þorvaldur Thoroddsen, Lýsing Íslands III, bls Þorvaldur Thoroddsen, Lýsing Íslands III, bls Lúðvík Kristjánsson, Íslenzkir sjávarhættir III, bls Lúðvík Kristjánsson, Úr heimildahandraða seytjándu og átjandu aldar, bls Lúðvík Kristjánsson, Íslenzkir sjávarhættir III, bls Árni Daníel Júlíusson, Íslenska söguþingið 2002, ráðstefnurit II, Kvaðirnar kvaddar, Einnig Árni Daníel Júlíusson, Landbúnaðarsaga Íslands I, bls. 157, 195, og Einnig Árni Daníel Júlíusson, Bønder i pestens tid,

11 í stuttu máli uppruna kvaðanna og nefnir dæmi um dómsmál á 17. öld vegna ósamkomulags um róðrarkvaðir, sem sýna að leiguliðar gátu oft verið ósáttir við þær. Árni Daníel vísar í fyrri rannsóknir Lúðvíks Kristjánssonar á aflabrestinum sem helstu skýringu fyrir hruni í sjávarbyggðunum, auk Stórubólu nokkrum árum síðar, en spyr hvort kvaðakerfið hafi einnig átt sinn þátt í hnignun byggðanna. Hann telur að eftir bóluna hafi fólk síður sest að í gömlu hjáleigubyggðunum við sjóinn vegna ánauðar kvaðanna og frekar kosið önnur búsetuskilyrði. Auk þessara niðurstaðna spyr Árni Daníel í grein sinni hvort landskuld hafi verið hlutfallslega lægri á jörðum með kvaðir. Spurningunni lætur hann ósvarað en telur hana verðugt viðfangsefni síðar. 7 Hins vegar hefur Árni Daníel bent á að hlutfall kvaða af heildarafgjöldum jarða hafi verið hærra á minni jörðum. Skýringin felist í því að mun minni breytileiki var í kvöðum milli jarða, meðan landskuld og kúgildi voru í einhverju hlutfalli við dýrleika jarðarinnar. 8 Þetta blasir raunar við við lestur Jarðabókarinnar, í Árnessýslu eru t.d. flestar jarðir í eigu Skálholts með sömu þrjár kvaðirnar: mannslán, dagslátt og hestlán. Ábúandi getur leyst sig frá þeim gegn 35 álnum samtals. Engu að síður eru jarðirnar misjafnar að dýrleika, landskuld og kúgildafjölda. Af því leiðir að kvaðirnar á jörðum Skálholts, sem voru a.m.k. 35 álna virði, vógu hlutfallslega þyngra á minni jörðum með lægri landskuld og kúgildaleigu. Í sjávarbyggðum var jafnframt algengt að róðrarkvaðir leggðust jafnt á ábúendur óháð því hversu mikið land þeir leigðu og hver upphæð annarra leiguafgjalda var. Kvaðirnar hljóti því að hafa verið smærri bændum þyngri byrði. Í bæði Landbúnaðarsögu Íslands Árna Daníels og doktorsritgerð hans, Bønder i pestens tid, má finna almennt yfirlit yfir sögu kvaðakerfisins og þróun þess frá fornu fari. Árni Daníel telur að tilkoma kvaða á Íslandi á öld hafi átt sér hliðstæðu í Danmörku og Austur-Evrópu á sama tíma. Landeigendum hafi þá reynst erfitt að hækka landskuld eftir þá miklu lækkun sem varð eftir svartadauða. Þeir hafi þess í stað bætt við álögum í nýju formi. Hann leggur þó áherslu á að kvaðirnar hafi verið komnar til sögu á Íslandi áður en Danir höfðu þar nokkur áhrif. Skortur á vinnuafli hafi verið önnur mikilvæg orsök kvaðanna höfuðbólin hafi skort vinnufólk eftir plágurnar og úr því leystu eigendur þeirra með því að skylda leiguliða sína til að útvega starfskraft til ýmissa verka (eins og túnaslátt og fiskveiðar). Árni Daníel lítur svo á að hinar íslensku kvaðir hafi ekki verið sama eðlis og eldri skyldur leiguliða í lénskerfi miðalda, 7 Árni Daníel Júlíusson, Kvaðirnar kvaddar, bls Árni Daníel Júlíusson, Bønder i pestens tid, bls

12 þar sem að bændur gátu yfirleitt leyst sig undan þeim gegn gjaldi: Det islandske hoveri var ikke et feudalt hoveri, fordi man tilsyneladende kunne betale sig fra det. Þær hafi jafnframt verið ólíkar ábúðarskyldum í Danmörku á hámiðöldum (og væntanlega víðar í Evrópu) að því leyti að þær heimtust ekki aðeins af fátækari smábændum heldur einnig þeim efnameiri det blev pålagt alle fæstebønder, selv de bedst stillede. 9 Í MA-ritgerð eftir Magnús K. Hannesson frá er almennt yfirlit yfir kvaðir eins og þær koma fyrir í jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín. Magnús fer ítarlega yfir öll afbrigði kvaða og gerir grein fyrir dreifingu þeirra á landsvísu. Greining Magnúsar er í landfræðilegu tilliti að mestu bundin við sýslur, þ.e. dreifingu kvaðanna er aðeins lýst tölfræðilega eftir sýslum. Þrátt fyrir framlag Magnúsar til greiningar á kvöðunum vantar enn ítarlega landfræðilega greiningu á þeim, þ.á.m. um dreifingu kvaða innan sýslna og mun milli sjávarbyggða og innsveita. Um tilgang kvaðakerfisins leggur Magnús fram þá skýringu að kvaðir í formi vinnuskyldu hafi hentað landsdrottnum til að mæta árstíðabundinni þörf fyrir vinnuafl. Vegna takmarkaðs þéttbýlis á Íslandi var ekki til staðar stétt daglaunamanna sem gat mætt þeirri þörf. Kvaðaskyldan hafi reynst jarðeigendum hagkvæmari heldur en að halda fleiri vinnuhjú á heilsársgrundvelli. Þetta er rökrétt skýring og ber saman við áherslu Árna Daníels á þátt vinnuaflsskorts í þróun kvaða á Íslandi. Þar sem fjallað hefur verið almennt um kjör leiguliða er eðlilega vikið eitthvað að kvöðum. Í Sögu biskupsstólanna er lítillega fjallað um kvaðir ásamt öðru sem viðkom kjörum á leigujörðum Skálholtsstóls. Þar er ítrekað mikilvægi kvaðarskyldunnar fyrir útgerð stólsins, eins og áður hefur komið fram í skrifum Lúðvíks Kristjánssonar. 11 Í grein frá 1998 um deilur Lauritz Gottrup lögmanns á Þingeyrum við landseta sína í heimahéraði veitir Guðrún Bjarnadóttir ágætt yfirlit yfir helstu ágreiningsefni leiguliða og stóreignarmanna á þessum tíma, og hvaða afstöðu konungsvaldið og umbótamennirnir Árni Magnússon og Páll Vídalín höfðu til þessara málefna. 12 Hún kemur þó aðeins lítið inn á kvaðir, þó svo að á jörðum Þingeyraklausturs hafi hvílt allmiklar kvaðir í tíð Lauritz Gottrups. 9 Árni Daníel Júlíusson, Landbúnaðarsaga Íslands I, 195; Bönder i pestens tid, bls Magnús K. Hannesson, Kvaðir á Íslandi í upphafi 18. aldar, Guðrún Ása Grímsdóttir, Biskupsstóll í Skálholti, Saga biskupsstólanna, bls Guðrún Bjarnadóttir, Landsdrottnar og leiguliðar, Sagnir 19 (1998), bls

13 Loks er vert að nefna Efnamenn og eignir þeirra um 1700 eftir Braga Guðmundsson 13 og The Old Icelandic Land Registers eftir Björn Lárusson 14, þó að hvorugur skrifi þar sérstaklega um kvaðir. Bragi fjallar hins vegar töluvert um eignarhald jarða í upphafi 18. aldar og þau áhrif sem Stórabóla hafði á eignarhaldið. Hann fjallar einnig um jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns sem heimild og vandamálið sem felst í notkun hennar: landshlutar voru ýmist skráðir fyrir eða eftir Stórubólu, sem olli miklum breytingum á eignarhaldi, afgjöldum og ábúð. Í bók Björns er gagnlegt yfirlit yfir eignarhald á þessu tímabili og auk þess birtir hann þar í prenti efni úr jarðabókum frá 1686 og Þessar heimildir skipta máli hér þar sem bæði verður nauðsynlegt að takast á við þetta Bóluvandamál og að skoða samhengi kvaða og eignarhalds. Vinnuskylda bænda var ekki bundin við Ísland heldur mátti finna slíkt fyrirkomulag víðar bæði í upphafi 18. aldar og allt aftur til fornaldar. Skylda til að vinna á ökrum lénsherra, nefnd corvée á frönsku og ensku, var einkennandi fyrir evrópskt miðaldasamfélag. Í Danmörku var þessi vinnuskylda nefnd hoveri og var bæði útbreidd og umfangsmikil á 17. og 18. öld. Þó að hinar íslensku kvaðir hafi að einhverju leyti átt uppruna sinn í hinu evrópska kvaðakerfi einkum þá dagslættirnir, sem voru sambærilegir við það sem algengt var erlendis þá voru þær aðlagaðar að íslenskum búskaparháttum, t.d. sjávarútveginum, og að félagslegum aðstæðum hérlendis. Með öðrum orðum var margt ólíkt með hinum íslensku kvöðum og því sem tíðkaðist erlendis, svo að erlendar heimildir reynast hafa takmarkað notagildi fyrir þessa rannsókn. 13 Bragi Guðmundsson, Efnamenn og eignir þeirra um Björn Lárusson, The Old Icelandic Land Registers

14 Markmið rannsóknarinnar og spurningar Rannsókninni er fyrst og fremst ætlað að skoða dreifingu og eðli kvaða á jörðum í upphafi 18. aldar og skýra með máli, kortum og tölfræðilegum gögnum. Notast er við gagnagrunn sem byggir eingöngu á einni heimild, Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns. Með dreifingu og eðli kvaða er ekki aðeins átt við á hvaða jörðum kvaðir voru og hvar ekki, heldur hvers konar kvaðir voru þær? Hverjir áttu jarðirnar og heimtu kvaðirnar af ábúendum? Í framhaldi af þessum atriðum vaknar önnur mikilvæg spurning sem reynt verður að svara: Hvers vegna var kvaðakerfið á Íslandi eins og það var á þessum tíma? Hvaða þættir réðu mestu um það að tilteknar kvaðir tíðkuðust á tilteknum svæðum? Var það eignarhald jarðanna, atvinnuhættir í hverjum landshluta, eða jafnvel fastmótuð hefð? Áður en farið verður í þessi meginatriði rannsóknarinnar er hins vegar nauðsynlegt að taka fyrir nokkrar grundvallarforsendur og skilgreiningaratriði. Einnig felur noktun Jarðabókar Árna Magnússonar og Páls Vídalíns sem heimildar í sér áskoranir sem þarf að skýra hvernig leyst er úr. Hvað voru kvaðir? Í fyrri rannsóknum og heimildum um kvaðir er hvergi að finna skýra skilgreiningu eða afmörkun á hvað kvaðir raunverulega voru og hvað þær voru ekki. Þetta kann við fyrstu sýn að virðast óþarft, kvaðir hafi verið ýmsar skyldur sem landeigendur lögðu á sína ábúendur til viðbótar við landskuld og kúgildaleigur. Þetta passar við almennan skilning á merkingu orðsins kvöð: einhvers konar skylda. Við nánari athugun verður hins vegar ljóst að á leiguliða gátu verið lagðar skyldur sem kölluðust ekki kvaðir í frumheimildum. Margir landeigendur skylduðu t.d. sína landseta til að endurnýja kúgildi eða viðhalda húsum á eigin kostnað en jarðabókin telur þessar skyldur almennt ekki til kvaða. Ef reynt er að skilgreina kvaðir út frá eðli skyldunnar t.d. að skylda leiguliða til að róa á bát landeiganda hljóti undantekningarlaust að teljast kvöð þá kemur upp sá vandi að landskuld var í einstaka tilvikum greidd að hluta eða öllu leyti með sams konar verkum, þ.á.m. sjóróðri (gjarnan formennsku) eða dagsláttum. Á hinn bóginn 6

15 kom fyrir hið gagnstæða fyrirbæri: að kvaðir fælu í sér greiðslu gjalds í landaurum, rétt eins og landskuldin. Einnig kom fyrir að kvaðir væru metnar að einhverju leyti til lækkunar á kúgildaleigu eða landskuld. Kvaðirnar sköruðust sem sagt að mörgu leyti við önnur afgjöld, svo mjög að mörkin milli þeirra gátu verið óljós. Vert er að taka nokkur dæmi um þetta úr jarðabókinni um þessa skörun: Á Efri Hömrum í Holtamannahreppi hefur landskuld um nokkur ár ýmist greiðst með silungsveiði ásamt tilheyrandi verkun og flutningi fisksins eða með því að í 4 heldur en 5 vetur ól ábúandinn einn hest vegna eigandans í því nafni. 15 Sambærileg fiskveiði, ásamt verkun og flutningi má annars staðar finna sem kvöð, t.d. á konungsjörðum umhverfis Elliðaár og jörðum Þingeyraklausturs í grennd við Laxá í Ásum. Á Skeggjastöðum í Vestur-Landeyjahreppi er landskuld 100 álnir en fyrrum hafi hún verið talin 150 álnir, og skyldu kvaðir vera þar inni faldar. 16 Í Rangárvallasýslu er annars mjög algengt að kvaðir séu metnar sérstaklega til viðbótar við landskuld. Á jörðinni Stokkseyri í Stokkseyrarhreppi hefur einn ábúenda greitt sína landskuld með formennsku í 11 ár. 17 Á Efsta Teigi í Akranesshreppi greiðir ábúandinn sína landskuld með formennsku og síðan leigur fyrir eitt kúgildi með verkun skipshlutarins (almennt greiddust kúgildaleigur með smjöri). Þessir greiðslumátar fyrir landskuld og í einhverjum tilvikum fyrir kúgildaleigur koma mjög víða fyrir í byggðum við sjóinn, án þess að frekari dæmi um það verði rakin hér. Í lýsingum jarðabókarinnar, þ.á.m. í nokkrum dæmanna fyrir ofan, eru orðin í nafni víða höfð við um hinar ýmsu skyldur ábúenda og með þeim skilgreint hvort skyldan eða afgjaldið teljist landskuld, kvöð eða kúgildaleiga. Í þessu orðalagi felst svarið við því hvað kvaðir voru: Kvaðir voru þær skyldur ábúenda sem voru í kvaðar nafni, óháð eðli þeirra. Sömuleiðis gátu ýmis verk eða vörur verið áskilin í landskuldar eða kúgildaleigu nafni og af því leiðir að það flokkast með landskuld eða kúgildaleigu. Þetta er sú grunnskilgreining kvaða og annarra afgjalda sem hér verður 15 Jarðabók Árna Magnússonar & Páls Vídalíns I, bls Jarðabók Árna Magnússonar & Páls Vídalíns I, bls Jarðabók Árna Magnússonar & Páls Vídalíns II, bls

16 unnið eftir. Orðunum í nafni er annars yfirleitt sleppt í jarðabókinni og einfaldlega sagt landskuld er eða kvaðir eru o.s.frv. Þetta orðalag er túlkað með sama bókstaflega hætti, kvaðir eru allar þær skyldur sem eru taldar upp sem kvaðir og engar aðrar. Þessa skilgreiningu mætti kalla nafnskilgreiningu til aðgreiningar frá eðlisskilgreiningunni að telja kvaðir hvers konar vinnuskyldur sem á ábúendur voru lagðar. Eins og áður var nefnt er lítið um skilgreiningar á kvaðahugtakinu í fræðilegri eða almennri umfjöllun um fyrirbærið og þar sem hugtakið er skýrt bregður helst fyrir einhvers konar eðlisskilgreiningu. Guðrún Bjarnadóttir segir t.d. Kvaðir voru vinna sem leiguliði átti að inna af hendi fyrir landsdrottinn. Þær voru bundnar í leigusamningi og gátu verið dagsverk, skipsáróður, hestlán og fjárfóðrun. 18 Árni Daníel Júlíusson setur hvergi fram skilgreiningu en nefnir ekki kvaðir sem fólust í öðru en vinnuskyldu eða að vinnuskylda gæti hafa heitið eitthvað annað en kvöð; hann virðist því óbeint styðjast við eðlisskilgreininguna. Magnús K. Hannesson gerir skýrast grein fyrir því hversu óljóst hugtakið var og tekur einnig fram að enga skilgreiningu sé að finna á því í núverandi heimildum. 19 Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns Helsta frumheimild þessarar rannsóknar er jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns. Til styttingar er hún eftirleiðis kölluð jarðabókin. Jarðabókin var skráð á árunum að skipan konungs. 20 Árna og Páli var falið að skrá nákvæmlega fjölda atriða um allar jarðir landsins, auk þess að standa að manntali og kvikfjártali. Afrakstur þeirrar vinnu var jarðabókin, ásamt manntalinu 1703 og kvikfjártali sama árs. Eitt af þeim atriðum sem þeim félögum var ætlað að skrá voru kvaðir á jörðunum. Tilgangur þessarar skráningar á kjörum leiguliða var ekki með öllu hlutlaus, því að í konungsskipuninni er erindrekunum með berum orðum falið að rannsaka hvort að bændurnir líði fyrir íþyngjandi álögur eða ólöglegar refsingar af hálfu landeiganda: Med det samme skal de og nöie inquirere, om ikke samme fattige Almue af Proprietarerne, saavel som af Intradernis Forpagter eller deris Fuldmægtige, og 18 Guðrún Bjarnadóttir, Landsdrottnar og leiguliðar, Sagnir 19 (1998), Magnús K. Hannesson, Kvaðir á Íslandi í upphafi 18. aldar, 20 Lovsamling for Island I, bls

17 ellers Jordernis Eiere med Fæsternis og Landskyldens Forhöielse, for mange Leieqvilders Paasættelse, smaa Redselers (som der i Landet skal kaldis Quader) Opbörsel, ulovlig Hjemtægt, eller i andre Maader imod Billighed er vorden betynget og besværget, og naar de det befinder, sligt flittigt med al sine Omstændigheder at annotere[...] 21 Það er eftirtektarvert að tilskipunin leggur kvaðir ekki að jöfnu við hið danska hoveri, heldur kallar þær aðeins smaa Redseler og vísar til íslenska orðsins til skýringar. Þetta atriði er mikilvægt að hafa í huga við túlkun jarðabókarinnar. Það má víða sjá þá afstöðu í jarðabókinni að kvaðirnar, ásamt ýmsum öðrum ábúendaskyldum (einkum uppyngingu kúgilda og endurnýjun húsa), séu íþyngjandi og óréttlátar gagnvart landsins lýð. Þetta er sérstaklega áberandi í þeim sýslum sem voru fyrst skráðar. Gagnrýni Árna Magnússonar Már Jónsson lýsir í ævisögu Árna Magnússonar ríkri réttlætiskennd Árna. Hann hafi trúað því að umbóta væri von ef konungur fengi réttar og nákvæmar upplýsingar um það sem miður færi hérlendis. 22 Í upphafi jarðabókarskráningar var hann því fullur eldmóðs, kom sjálfur að skráningu flestra jarða og skráði vandlega það sem hann taldi gagnrýni vert. Dæmi um þetta er safn athugasemda á lausum seðlum með rithönd Árna, um ýmis smáatriði er varða bág kjör leiguliða í Barðastrandar- og Rauðasandshreppum, sem Árni og Páll skráðu sumarið Á einn slíkan ritar Árni t.d. um ósvífni landsdrottna: Þegar hesta þarf með, þá er um þá beðið reikníngslaust, tvisvar, þrisvar, fjórum, fimm sinnum á ári. Teknir kannske stundum ef ei eru ljeðir. Óvild. NB. Ef í móti er staðið. Fóður er sett þeim sem landsdrottnar vilja, hvert sem tilfærir eru eða ei, látið inn í bæ ef ei er viðtekið, og heimtur betalíngur fyrir, þó drepist af bjargarleysi. 23 Athugasemdir af þessu tagi eru sjaldgæfar í jarðabókinni og koma helst fyrir í fyrstu árum skráningar, þegar aðkoma Árna og áhugi hans var sem mestur. Engu að síður er 21 Lovsamling for Island I, bls Már Jónsson, Árni Magnússon Ævisaga, bls Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns VI, bls

18 líklegt að landsdrottnar hafi verið ósvífnir gagnvart sínum ábúendum mun víðar en á sunnanverðum Vestfjörðum. Langur skráningartími og áhrif Stórubólu Höfuðvandamálið við notkun jarðabókarinnar er það hversu langan tíma tók að ljúka verkinu: Landið er skráð yfir margra ára tímabil, frá 1702 til Helsta ástæðan fyrir töf verksins var Stórabóla sem geisaði á árunum Vegna þess mikla samfélagslega rasks sem farsóttin olli er erfitt að bera þá landshluta sem eru skráðir fyrir bóluna saman við þá sem eru skráðir eftir hana bólan olli svo miklum breytingum á ábúð og ábúðarkjörum að það reynist flókið að aðgreina hvaða munur milli svæðanna skýrist af áhrifum bólunnar og hvað skýrist af landshlutaeinkennum sem þegar voru til staðar. Við Stórubólu fór fjöldi býla í eyði og öll afgjöld lækkuðu, þ.m.t. kvaðir sem ýmist minnkuðu í umfangi eða féllu niður tímabundið eða varanlega. Það er víða tekið fram í jarðabókunum að afgjöldin hafi lækkað eftir bóluna, svo um það ríkir ekki vafi. Auk þessa varð mikið rask á eignarhaldi jarðanna, þar sem jarðeigendur dóu ekki síður en aðrir og jarðir skiptu því ört höndum meðan á mannfellinum stóð. Á korti 1 má sjá skráningarár jarða í jarðabókinni. Þar sést að meirihluti þeirra sýslna sem eru varðveittar voru skráðar eftir 1706, á meðan Stórabóla gekk yfir eða eftir bóluna. Skaftafells- og Múlasýslur eru í gráum lit á kortinu þar sem jarðabækur þeirra eru glataðar og þessar sýslur því ekki með í gagnagrunninum. 10

19 Kort 1: Skráningarár jarða í Jarðabók Árna Magnússonar & Páls Vídalíns Stóra bóla gekk yfir landið á árunum Bragi Guðmundsson tókst á við þetta vandamál við notkun jarðabókarinnar í bók sinni Efnamenn og eignir þeirra um Þar lýsir hann bæði vel eðli vandans og hvernig hann tekst á við hann. Viðfangsefni Braga voru jarðeignir stóreignamanna og hann bjó sér til aðferð til að leiðrétta fyrir eigendaskipti jarða á milli ára: [ ]reglan er sú að jarðir eru skráðar á upphaflegan eiganda ef hann var á lífi þegar jarðabókin var gerð í heimabyggð hans. 24 Afmörkun í tíma: árið 1703 Til þess að fá mynd af kvaðakerfinu á Íslandi áður en áhrif Stóru bólu fara að segja til sín er er hér reynt að endurgera það eins og það hefur litið út árið Heppilegast er að miða við ár snemma á skráningartímanum, þar sem jarðabókin gefur upplýsingar aftur í tímann en eðlilega ekki fram í tímann. Það er, úr upplýsingum frá skráningu jarðar frá árinu 1706 má ráða í stöðuna árið 1703 en skráning annarrar jarðar frá árinu 1703 veitir engar upplýsingar um stöðuna þremur árum seinna. Auk þess er árið Bragi Guðmundsson. Efnamenn og eignir þeirra um 1700,

20 gott ár til rannsókna almennt vegna gnægðar annarra heimilda um það ár, í formi manntalsins og kvikfjártalsins sem framkvæmd voru Fyrir þessa rannsókn er að sama skapi nauðsynlegt að skilgreina aðferð við lausn á tímamisræmi jarðabókarskráningar. Í jarðabókinni eru ekki aðeins skráðar þær kvaðir sem eru heimtar á tíma skráningar heldur einnig eldri kvaðir sem eru aflagðar. Í þeim tilvikum er skráð hversu langt er liðið frá því að þær lögðust af og jafnvel af hverju. Þessar upplýsingar hafa verið vandlega skráðar í gagnagrunninn og eru nýtanlegar til að endurbyggja þann mikla fjölda kvaða sem lögðust af um og eftir Stórubólu. Í þessu skyni hefur verið reiknað út það ár sem eldri kvaðir lögðust af miðað við upplýsingar jarðabókarinnar. Helsta skekkjan í þessari aðferð kemur til vegna jarða þar sem kvaðir eru sagðar hafa lagst af, eða býli farið í eyði, í bólunni. Hugsanlegt er að þó sú kvöð hafi verið í gildi árið 1706, hafi hún ekki verið það þremur árum fyrr, án þess að heimildin upplýsi um það. Skekkja vegna þessa hlýtur þó að vera lítil, í ljósi þess að stöðugleiki ríkti á árunum fyrir bólu, svo að breytingar hafa varla verið miklar. Á heildina litið eru upplýsingarnar nægjanlegar til að endurbyggja árið 1703 með ásættanlegri nákvæmni. Gagnagrunnur Jarðabókarinnar Við framkvæmd rannsóknarinnar er notast við gagnagrunn sem byggður hefur verið upp á undanförnum árum, en í hann eru skráðar allar jarðir sem getið er í Jarðabók Árna og Páls. Birgir Tryggvason sagnfræðinemi og Björgvin Sigurðsson tölvunarfræðingur og sagnfræðingur hönnuðu gagnagrunninn í samráði við Guðmund Jónsson prófessor í sagnfræði og Ingibjörgu Jónsdóttur dósent í landfræði. Í gagnagrunninn eru skráð öll helstu atriði um sérhvert býli nafn, fjöldi ábúenda, gerð býlisins (kirkjustaður, lögbýli, hjáleiga, o.s.frv.) og tegund eignarhalds (t.d. eign konungs, kirkjustaðar, biskupsstóls, eða bændaeign). Fyrir utan þessi grunnatriði eru allar kvaðir skráðar af mikilli nákvæmni, bæði kvaðir sem voru í gildi við upphaflegan skráningartíma jarðabókarinnar og þær sem höfðu verið aflagðar. Skráningin var framkvæmd af Birgi Tryggvasyni. Túlkun á lýsingum kvaða í jarðabókinni getur verið vandasöm. Birgir reyndi eftir fremsta megni að halda hlutleysi og skrá orðalag og skilgreiningar frumheimildarinnar eins og það kemur fyrir og lágmarka áhrif eigin túlkunar á skráninguna. 12

21 Jarðir og ábúðarhættir í bændasamfélaginu Helsta grunneining íslensks bændasamfélag var lögbýlisjörðin. Hreppar voru samansafn slíkra jarða, þar sem lögbýlin stóðu undir fyrirsvari fyrir fátækrahjálp hreppsins. Í enn stærra samhengi tilheyrðu hreppar sýslum, sem voru umdæmi sýslumanna. Það sem skiptir máli fyrir þessa rannsókn er hins vegar jörðin og ábúð hennar. Í einföldustu gerð jarðar var aðeins eitt lögbýli með einum ábúanda (ásamt hans heimilisfólki, þ.e. eitt heimili í nútímaskilningi) og átti sér aðeins einn eiganda. Slíkar jarðir voru hins vegar frekar undantekningin heldur en reglan. Jarðir gátu skipst milli margra eigenda og á þeim voru oftar en ekki fleiri en einn ábúandi. Verðmæti jarða var mælt í hundruðum, en eitt hundrað samsvaraði 120 álnum í landaurakerfinu eða einu kýrverði. Þetta verðmæti var kallað dýrleiki og skipti máli fyrir útreikning tíundar, sem var eignaskattur bændasamfélagsins. Meðaljörð taldist 20 hundruð að dýrleika. Lýsingar jarða í Jarðabókinni hefjast almennt á dýrleika þeirra og síðan upptalningu á eigendum. Ef fleiri en einn eigandi var að jörðinni er skýrt hversu mörg jarðarhundruð hver og einn átti. Á eftir eigendum er ábúendum lögbýlisins lýst í Jarðabókinni. Óháð fjölda eigenda gátu verið fleiri en einn ábúandi í stöðu lögbýlisbænda, sem skiptu þá með sér greiðslu fyrirsvars, væntanlega í hlutfalli við dýrleika þess jarðarparts sem hver þeirra byggði. Jarðabókin lýsir með skýrum hætti hversu stóran hluta hver lögbýlisbóndi byggði og undir hvaða eiganda hann heyrði, ef fleiri en einn eigandi var að jörðinni. Þó að flestir lögbýlisbændur hafi verið leiguliðar og landsdrottinn þeirra hafi verið eigandi jarðarinnar (eða hluta hennar), þá gátu þeir einnig verið í hlutverki landsdrottins gagnvart öðrum ábúendum jarðarinnar. Það voru þá oftast hjáleigubændur, sem leigðu lítinn hluta þess lands sem lögbýlisbóndinn hafði. Einnig gátu það verið tómthús- eða þurrabúðarmenn, sem leigðu aðeins hús en ekki land. Tómthús voru einkennandi fyrir sjávarbyggðir og á góðum útvegsjörðum gat verið mikill fjöldi þeirra. Loks var húsfólk (ýmist karlar og konur) sem bjó hjá bændum (jafnvel hjáleigubændum) en hélt sjálfstætt heimili og greiddi ýmist fyrir með leigu eða viðvikum. 13

22 Myndrit 1: Dæmi um ábúðartengsl á jörðum Eigandi jarðar /landsdrottinn n Lögbýlisbóndi Hjáleigubóndi Hjáleigubóndi Húsmaður Tómthúsmaður Örvar tákna samband landsdrottins og leigjanda, með þeim hætti að örvarnar fara frá leigjanda í átt að landsdrottni. Á myndriti 1 sést möguleg uppbygging jarðar miðað við það sem hefur verið útskýrt fyrir ofan. Á jörðinni eru tveir hjáleigubændur, einn sem leigir af lögbýlisbóndanum (sem var algengast) og annar sem leigir beint af eiganda (sem var mögulegt en þó óalgengt). Loks er tómthúsmaður sem greiðir lögbýlisbóndanum leigu og húsmaður inni hjá öðrum hjáleigubóndanum. Ábúðar- og eignarpartar jarða Eignatengsl á jörðum gátu orðið býsna flóknar þegar saman fór fjöldi eigenda og fjöldi ábúenda. Á parti eins eiganda gátu verið fleiri en einn ábúandi meðan á parti annars var aðeins einn ábúandi eða jafnvel enginn, ef hluti jarðarinnar var í eyði. Það sem meira er, sami ábúandinn gat verið settur undir fleiri en einn landsdrottinn, ef hann leigði parta úr jörðinni hvern af sínum eiganda. Jörðin Svarfbæli í Eyjafjallasveit, skráð í í Jarðabókinni árið 1709, er ágætt dæmi um flókin eignar- og ábúðartengsl. Svarfbæli var væn jörð, 40 hundruð að dýrleika. Þrír eigendur voru að jörðinni: Holtskirkja að 20 hdr., Helga Sigurðardóttir að 11 hdr. 80 álnum og Kristín Jónsdóttir að 8 hdr. 40 álnum. Á parti kirkjunnar voru tveir ábúendur, Bergur Jónsson og Benedikt Erlendsson, hvor á sínum 10 hundraða helmingi. Á hinum tveimur eignarpörtunum (samtals 20 hdr.), sem Helga og Kristín áttu í einkaeigu, bjó hins vegar aðeins einn ábúandi, Snorri Guðbrandsson. Tveir ábúendur svöruðu til eins og sama eiganda meðan þriðji ábúandinn leigði af tveimur mismunandi eigendum. Sérhver eigandi samdi um leigukjör (landskuld, kúgildi, kvaðir og aðra skilmála) á sínum jarðarpörtum við ábúendur. Jarðabókin greinir skýrt og greinilega frá kjör hvers ábúanda. Um Svarfbæli kemur t.d. fram að Snorri Guðbrandsson greiðir Helgu 60 álna landskuld fyrir þau 11 hdr. 80 álnir sem hann leigir af henni og Kristínu 20 álnir fyrir 14

23 hennar 8 hdr. 40 álnir. Hvorugur eigandi áskildi kvaðir af þeim pörtum sem Snorri leigði. Á eignarhluta kirkjunnar voru hins vegar kvaðir, sem er lýst svo í Jarðabókinni: Af kirkjupartinum hjá Bergi alleinasta skipsáróður. Á Benedikt er skilið mannslán, hestlán, dagsláttur in natura. 25 Báðir ábúendur leigðu 10 hdr. og greiddu 30 álnir í landskuld fyrir, en kvaðir á partana voru mismiklar því Benedikt var gert að sinna fleiri kvöðum en Bergi. Í þessu dæmi um jörðina Svarfbæli og kvaðir á þeim helmingi sem kirkjan að Holti átti koma fram mjög mikilvæg atriði er varða kvaðir: 1. Kvaðir hvíldu ekki á sjálfri jörðinni heldur á þeim jarðarpörtum sem hver og einn ábúandi leigði af eiganda partsins. Kvaðir voru til staðar á jörðinni Svarfbæli, en þær voru ekki á jörðinni sjálfri enda voru þær aðeins á þeim helmingi sem Holtskirkja átti. 2. Sami eigandi gat sett ólíkar kvaðir á hvern ábúanda, jafnvel þó þeir leigðu jafnstóra parta. Þetta þýðir að strangt til tekið var grunneining kvaðakerfisins ekki jörðin heldur ábúðarparturinn eða býlið sem sérhver ábúandi hafði á leigu. Ábúðarparturinn og jörðin gátu þó verið praktískt séð sama einingin, á jörðum í óskiptri eigu eins eiganda og aðeins byggðar einum ábúanda. Auk ábúendum býlanna, sem höfðu land til afnota, voru einnig kvaðir á tómthúsmönnum Hvað og hvernig er talið? Jarðir, býli og kvaðir Þrátt fyrir það sem hér hefur komið fram um skiptingu jarða og hvernig kvaðir fylgdu í raun ábúðarpörtum getur verið gagnlegt að nota jörðina sem grunneiningu. Í þessari rannsókn er meginmarkmiðið að skoða landfræðilega útbreiðslu kvaða og hvers eðlis þær voru. Ætlunin er að útskýra heildarmynd kvaðakerfisins á landsvísu, í hvaða landshlutum þær voru algengar og hvar ekki, hvernig kvaðir það voru og hvernig eignarhaldi var háttað á þeim jörðum sem kvaðirnar var að finna. Fyrir þessa nálgun eru býli ein og sér of smáar einingar. Í rannsókninni er því jörðin notuð sem helsta grunneining fyrir greiningu á útbreiðslu mismunandi kvaða. Í þeirri greiningu teljast jarðir ýmist hafa verið með kvaðir eða án kvaða. Það orðalag stangast strangt til tekið á við það sem var sýnt 25 Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns I, bls

24 fram á fyrir ofan, það er að kvaðir hvíldu í raun á býlum (og búðum) en ekki jörðinni sjálfri. Með orðalaginu er einfaldlega átt við að ef einhver af býlum jarðarinnar þurftu að svara kvöðum þá taldist jörðin hafa verið með kvaðir. Sem sagt, kvaðir, eða tiltekin gerð kvaða, voru til staðar á jörðinni. Aðrar grunneiningar sem verða notaðar eru býli og kvaðir. Býli á hér við öll grasbýli og þurrabúðir. Engar kvaðir voru á húsfólki en tómthúsmenn voru víða kvaðaskyldir sem og ábúendur býla með afnot af landi. Með kvöðum, sem teljanlegri grunneiningu, er átt við sérhverja aðgreinanlega kvöð sem er talin upp í Jarðabókinni. Ef kvaðir voru mannslán, dagsláttur og hestlán Það getur í sumum tilvikum verið túlkunaratriði hvað megi teljast sjálfstæð kvöð og hvað megi teljast liðir í sömu kvöðinni. Þessi tilvik eru hins vegar of sjaldgæf til að hafa teljandi áhrif á heildarmyndina, tölfræðilega séð. 16

25 Kvaðir árið 1703: útbreiðsla, einkenni og eignarhald Í þessum hluta rannsóknarinnar er ætlunin að ræða um eðli kvaða, fjölbreytileika og útbreiðslu einstakra kvaða. Eins og útskýrt hefur verið fyrir ofan eru öll frumgögn fengin úr gagnagrunni sem byggir eingöngu á Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns. Þrátt fyrir að frumheimildin hafi verið skráð yfir margra ára tímabil, frá 1702 til 1714, þá eru gögn úr henni nýtt hér til að endurskapa eftir fremstu getu árið 1703 fyrir alla landshluta sem skráðir voru. Í því felst óhjákvæmilega einhver ónákvæmni eða óvissa, sem hafa ber í huga við túlkun þess sem hér er sett fram. Fjöldi jarða og býla árið 1703 Hver var staða byggðarinnar árið 1703 samkvæmt því sem kemur fram í Jarðabókinni? Tafla 1 sýnir heildarfjölda býla og skiptingu þeirra eftir tegund. Hér er rétt að árétta að Múla- og Skaftafellssýslur vantar í jarðabókina og eru því ekki hluti af landstölum sem hér og annars staðar í ritgerðinni eru birtar. Tafla 1: Fjöldi býla í byggð árið 1703 Tegund býlis Fjöldi býla Hlutfall af heild (%) Lögbýli ,5 Hjáleigur og afbýli ,9 Tómthús 332 5,1 Samtals Heimild: Jarðabók Árna Magnússonar & Páls Vídalíns. Lítill hluti þeirra býla sem hér flokkast sem lögbýli greiddu ekki fyrirsvar til hrepps og voru því strangt til tekið ekki lögbýli. Þau flokkast hins vegar sem lögbýli hér þar sem þau voru aðalbýli sinna jarða, þ.e. engin réttmæt lögbýli voru til staðar á þessum jörðum. Flokknum hjáleigur og afbýli tilheyra öll býli sem höfðu gras (þ.e. nýttu hluta af landgæðum jarðarinnar) en voru undir lögbýlum innan stigveldis jarðarinnar. Eins og fram kemur í töflunni voru rúmlega 7 af 10 býlum lögbýli eða ígildi þeirra og 2 af 10 hjáleigur eða afbýli. Á rannsóknarsvæðinu voru einnig samtals 332 tómthús en þau voru hins vegar bundin við sjávarbyggðir, einkum Suðurnes og Snæfellsnes undir Jökli. 17

26 Eignarhald jarða í byggð Eignarhald er mikilvæg breyta í greiningu á kvöðunum. Í töflu 2 kemur fram yfirlit yfir eignarhald byggðra jarða á rannsóknarsvæðinu árið 1703, skipt upp í meginflokka eigenda. Tafla 2: Eignarhald jarða í byggð 1703 Tegund eignarhalds Jarðir Hlutfall af heild (%) Jarðir í einkaeigu ,4 Lénskirkjujarðir ,7 Bændakirkjujarðir 163 4,7 Stólsjarðir ,8 Konungsjarðir ,7 Aðrar jarðir 24 0,7 Jarðir í blandaðri eigu 130 3,8 Samtals Heimild: Jarðabók Árna Magnússonar & Páls Vídalíns. *Aðrar jarðir á við hospitaljarðir, kristfjárjarðir, jarðir til uppihalds presta eða fátækra, eða jarðir með óþekkt eignarhald. Úr töflunni má lesa að hátt í helmingur jarða í byggð árið 1703, eða 44,4% jarða voru í einkaeigu. Hinn helmingur jarðanna skiptist í grófum dráttum jafnt milli kirkna, biskupsstóla og konungs; þessir eigendahópar áttu hver fyrir sig um 17% jarðanna. Á korti 2 má síðan sjá eignarhald þessara sömu jarða. Sérhver punktur á kortinu er jörð sem var í byggð Á kortinu sést vel hvernig eignarhaldi konungs og biskupsstóla var háttað á þessum tíma: heilir hreppar og jafnvel sýslur voru að mestu leyti í eign konungs eða annars biskupsstólanna tveggja. Flestar jarðir í Árnessýslu voru t.d. í eigu Skálholtsstóls, meðan stór hluti Gullbringusýslu var í eigu konungs. Jarðir kirkjustaða voru hins vegar jafnt dreifðar um landið í þyrpingum umhverfis kirkjurnar, eins og við má búast. Vesturland og Vestfirðir eru þeir landshlutar þar sem hlutfallslega mest var um jarðir í einkaeign, fyrir utan konungsjarðir á Snæfellsnesi (sem flestar tilheyrðu Stapaumboði). 18

27 Kort 2: Eignarhald jarða í byggð 1703 Heimild: Jarðabók Árna Magnússonar & Páls Vídalíns. *Jarðir í annars konar eign á við hospitaljarðir, kristfjárjarðir, jarðir til uppihalds presta eða fátækra, eða jarðir með óþekkt eignarhald. Jarðir með kvaðir Kvaðir voru á samtals jörðum af þeim sem voru í byggð 1703, eða á um 30,4% jarða. Á þessum jörðum voru samtals býli sem samanlagt stóðu undir mismunandi kvöðum. Það gerir að meðaltali 1,5 kvöð á býli og 4 kvaðir á jörð sem út af fyrir sig segir ekki mikið án þess að vita nánari deili á hvers kyns kvaðirnar voru. Á korti 3 sést að mikill landshlutamunur var á útbreiðslu kvaða. Á Suðurlandi, allt frá Eyjafjöllum að Hvalfirði, voru kvaðir á meirihluta jarða. Vestanlands voru kvaðir útbreiddastar í byggðum nærri sjó, um allt Snæfellsnes og víða á Vestfjörðum. 19

28 Kort 3: Útbreiðsla kvaða á jörðum 1703 Heimild: Jarðabók Árna Magnússonar & Páls Vídalíns. Á Norðurlandi voru kvaðir hins vegar óalgengar fyrir utan tvö svæði: nágrenni Þingeyra annars vegar og Hóla í Skagafirði hins vegar. Kvaðir eftir gerð býla Hvernig var innri uppbygging jarða með kvaðir? Tafla 3 sýnir hvernig ábúendur og kvaðir skiptust milli býlisgerða á jörðum þar sem voru kvaðir árið Annars vegar sést að uppbygging dæmigerðrar jarðar með kvaðir var frábrugðin meðaltali allra byggðra jarða, að því leyti að hærra hlutfall býla voru smærri býli eða þurrabúðir. Lögbýli voru aðeins 54,5% býla á kvaðajörðum samanborið við 72,5% býla allra jarða. Þessi munur endurspeglar fyrst og fremst landshlutamun á uppbyggingu jarða, því stór hluti kvaðajarðanna var í sjávarbyggðum sunnan- og vestanlands þar sem meira var um smærri gerðir býla. 20

29 Tafla 3: Býli á jörðum með kvaðir 1703 Tegund býlis Fjöldi býla Hlutfall býla (%) Fjöldi kvaða Meðalfjöldi á býli Hlutfall kvaða (%) Lögbýli , ,8 66,3 Hjáleigur og afbýli , ,3 28,1 Tómthús , ,8 5,7 Samtals ,5 100 Heimild: Jarðabók Árna Magnússonar & Páls Vídalíns. Það er hins vegar áhugavert að lögbýli hafi borið hlutfallslega stærri hluta kvaðanna heldur en smærri býli á jörðum með kvaðir: á lögbýlin voru að jafnaði 1,8 kvaðir borið saman við 1,3 kvaðir á hjáleigur og 0,8 á tómthús. Svarið við því hvers vegna lögbýli báru hlutfallslega meira af kvöðunum liggur líklega í þeim svæðisbundna mun sem kemur fram á korti 3: Svæðin þar sem meðalfjöldi kvaða á ábúanda var sem hæstur innsveitir Árnes- og Rangárvallasýslu, Bessastaðasvæðið, sunnanverðir Vestfirðir, Vatnsnes og Vatnsdalur voru svæði þar sem minna var um tómthúsmenn og sumstaðar ekki mikið um hjáleigur heldur. Skipting kvaðajarða eftir eignarhaldi Í töflu 4 má sjá hvernig kvaðir tengdust eignarhaldi á jörðum. Í grófum dráttum áttu einkaeigendur, kirkjur, biskupsstólar og konungur hverjir sinn fjórðunginn af kvaðajörðunum. Samanborið við eignarhald allra byggðra jarða, sem kom fram í töflu 2, var hlutur konungs og kirkju mun stærri í kvaðajörðunum. Hlutur einkaeigenda var hins vegar aðeins 22,4% borið saman við að 44,4% allra byggðra jarða voru í einkaeigu. 21

30 Tafla 4: Eignarhald jarða með kvaðir 1703 Tegund eignarhalds Jarðir Hlutfall jarða með kvaðir (%) Jarðir í einkaeigu ,4 Lénskirkjujarðir ,0 Bændakirkjujarðir 55 5,2 Stólsjarðir ,5 Konungsjarðir ,1 Aðrar jarðir 7 0,7 Jarðir í blandaðri eigu 43 4,1 Samtals Heimild: Jarðabók Árna Magnússonar & Páls Vídalín. Á korti 4 er síðan eignarhald þeirra jarða sem voru með kvaðir Konungs- og stólsjarðir eru áberandi á kortinu. Kort 4: Eignarhald jarða með kvaðir 1703 Heimild: Jarðabók Árna Magnússonar & Páls Vídalíns. Stór hluti kvaðajarða í Árnessýslu voru stólsjarðir (í eigu Skálholts) en fyrir norðan voru aðeins tvær litlar þyrpingar kvaðajarða í eigu Hólastóls, í Hjaltadal og miðjum Skagafirði. Kvaðajarðir í konungseign voru í þremur stórum þyrpingum: í Gullbringusýslu frá Rosmhvalanesi inn að Kjalarnesi (Bessastaðajarðir), á 22

31 Snæfellsnesi (aðallega Stapaumboð), og í Húnavatnssýslu (jarðir Þingeyraklausturs). Kvaðajarðir í einkaeigu eða eigu kirkjustaða voru mun dreifðari milli landshluta, eins og við má búast. Engu að síður áttu þeir eigendahópar álíka stóran hlut í kvaðajörðunum og konungur og biskupsstólar, eins og fram hefur komið í töflu 4 fyrir ofan. Tegundir kvaða Í Jarðabókinni er engin eiginleg flokkun á kvöðum eða kerfisbundin skilgreining á þeim. Þeim er einfaldlega lýst misítarlega í orðum en þó er víða nokkuð staðlað orðalag, sérstaklega innan hvers hrepps eða sýslu. Kvaðirnar eru mjög fjölbreyttar ef allar mögulegar kvaðir eru upptaldar án tillits til hversu algengar þær eru. Ómögulegt er að skýra og rýna í hverju einustu kvöð en til að gefa mynd af fjölbreytni kvaðanna fylgir hér upptalning á öllum þeim kvöðum sem koma fyrir í jarðarbókinni: Kvaðir tengdar sjávarútvegi Mannslán/skipsáróður á vertíð; mannslán á vertíð og hálfur skipshlutur utan vertíðar; skipsáróður af öllum tiltækum mönnum; skipsútgerð; skipslán; fiskverkun og vöktun afla; flutningur afla; viðhald eða uppbygging verbúða; gæta verbúða eða skipa; hýsa menn um vertíð; aðgangur skipa; ítök í sölvafjöru; leggja selnót; taka saman vertolla og gera reikning fyrir landshlut úr hvalreka. Kvaðir tengdar landbúnaði Dagsláttur; heyrakstur; fóður fyrir lamb, kálf, kú, naut, hest eða stórgrip; gæta sauða, kálfa eða hesta; hestur eða geldsauðir í hagagöngu; reka fóðurpening eða geldnaut; hýsa smala. Kvaðir tengdar samgöngum og vöruflutningum Hestlán; reip til Alþingisreiðar; reiðtygi; rista torf fyrir reiðing; yfirreið; kaupstaðarferð; skipaferðir; rekaflutningur; sýruflutningur; torfflutningur; bera fálka til Hólmskaupstaðar; flytja landskuld; smáflutningar milli bæja. Kvaðir semgreiddar eru í landaurum (vörum) eða peningum Gjald greitt í landaurum (ákveðin upphæð í álnum); hríshestur; móhestur; kolatunna eða kol í ótilgreindu magni; egg; hundrað heytorfs; heyhestur til að fóðra fálkapening; nýtilegt búsgagn úr reka; gjald til uppihalds fátækra presta. 23

32 Aðrar kvaðir Verja engi; rýja fé; slátrun; húsastörf; maltmölun; smíðar; torf- eða móskurður; viðarsögun; veiða og flytja lax; dagsverk; gæta kirkju; uppbygging niðurfallinna húsa; ýmis viðvik; hjálpsemi eða þóknunarsemi við bón. Útbreiðsla og tíðni kvaða Kvaðirnar sem taldar voru upp fyrir ofan voru misalgengar. Þrenns konar kvaðir, skipsáróður, dagslættir og hestlán, voru langalgengastar á meðan aðrar komu jafnvel aðeins fyrir á einni jörð. Hér verður annars vegar talað um útbreiðslu kvaða og hins vegar tíðni. Útbreiðsla vísar til þess hversu víða kvöð finnst og mælist í fjölda jarða þar sem kvöðina var að finna árið 1703, óháð því hvort 1 ábúandi eða 10 hafi verið áskilin kvöðin. Fjöldi kvaða vísar einfaldlega til þess hve oft kvöð kemur fyrir í ábúðarskilmálum.. Í töflu 5 kemur fram að skipsáróður eða mannslán var langútbreiddasta kvöðin og kom fyrir á 854 jörðum árið 1703 eða 81,3% af öllum kvaðajörðum. Dagslættir koma fyrir á 476 jörðum (45,3% af kvaðajörðunum) og hestlán á 397 jörðum (37,8%). Fjórða útbreiddasta kvöðin var hríshestur. Hún fól í sér að ábúandi átti að gjalda landsdrottni það magn hríss sem einn hestur gat flutt. Á jörðum umhverfis Bessastaði voru tveir hríshestar algeng kvöð. Hríshestar koma fyrir á 87 jörðum (8,3% kvaðajarða). Allar aðrar kvaðir dreifast á aðeins 224 jarðir eða 21,3% af öllum jörðum með kvaðir á tímabilinu. Tafla 5: Útbreiðsla helstu flokka kvaða 1703 Flokkur Fjöldi jarða Hlutfall jarða með kvaðir (%) Róðrarkvaðir ,3 Dagslættir ,3 Hestlán ,8 Sjaldgæfar kvaðir ,0 Heildarfjöldi jarða með kvaðir var Heimild: Jarðabók Árna Magnússonar & Páls Vídalíns. Þessar tölur staðfesta að algengustu kvaðirnar þrjár voru hver um sig langtum útbreiddari en allar aðrar kvaðir til samans. Í ljósi þessa beinist frekari greining á 24

33 kvöðum í framhaldinu sérstaklega að þrjár algengustu kvaðirnar hverja fyrir sig og síðan sameiginlega um þær kvaðir sem eftir standa, einu nafni sjaldgæfar kvaðir. Þessi grófa mynd af kvaðakerfinu að það hafi byggst á þremur kvöðum sem voru algengar víða um land, auk samansafns ýmissa sjaldgæfari kvaða er ekki ný af nálinni. Þorvaldur Thoroddsen lýsti heildarmyndinni á svipaðan háttí Lýsingu Íslands 26. Þar segir hann: Hinar meiri kvaðir (mannslán, dagslættir, fóðurkvaðir, hestlán) höfðu orðið að landsvenju í kaþólskum sið; kirkjustjórnin hafði innleitt útlendar venjur sér til hagnaðar, en hinar smærri kvaðir voru flestar tilbúningur valdsmanna og umboðsmanna á Bessastöðum; [...] Þorvaldur talar hér um meiri kvaðir og smærri kvaðir. Hann telur fóðurkvaðir til meiri kvaða, en þær voru fátíðar á tíma jarðabókarinnar. Þær standa því varla undir þeirri sérstöðu í þessari rannsókn og teljast því til flokks sjaldgæfra kvaða. Tíðni kvaðanna Í töflu 6 er litið til tíðni kvaða í landinu þ.e. hversu oft þær koma fyrir í jarðabókinni og hvernig þær skiptust milli þeirra fjögurra flokka sem kynntir voru fyrir ofan. Við samanburð á hlutföllum í töflu 5 og 6 þarf að hafa í huga að fyrri taflan sýnir á hversu stórum hluta jarða með kvaðir tiltekin flokkur kvaða kom fyrir, þannig að hlutfallsleg útbreiðsla sérhvers flokks er óháð útbreiðslu hinna. Tafla 6 sýnir hins vegar hlut sérhvers flokks af sömu kökunni, þ.e. allar kvaðir 1703 (samtals 4.246). Tafla 6: Tíðni helstu flokka kvaða 1703 Flokkur Fjöldi kvaða Hlutfall allra kvaða (%) Kvaðir á jörð Róðrarkvaðir ,2 2,3 Dagslættir ,7 1,8 Hestlán ,7 1,4 Sjaldgæfar kvaðir ,4 3,6 Samtals ,0 Heimild: Jarðabók Árna Magnússonar & Páls Vídalíns. Í töflu 6 kemur einnig fram meðalfjöldi viðkomandi kvaðar á þeim jörðum þar sem þann flokk kvaða var að finna.hár fjöldi sjaldgæfra kvaða segir ekki mikið í ljósi þess 26 Þorvaldur Thoroddsen, Lýsing Íslands III, bls

34 að það er safnflokkur margra mismunandi kvaða, þannig að það kemur e.t.v. ekki á óvart að í þeim flokki sé hæsta gildið. Hins vegar er þó nokkur munur á meginkvöðunum þremur, að því leyti að á jörðum með róðrarkvaðir var alla jafna meira af þeim kvöðum (2,3 að meðaltali), meðan færri hestlán dreifðust á margar jarðir. Róðrarkvaðir voru því ekki aðeins útbreiddastar allra kvaða heldur voru þær langtíðastar, nærri helmingur allra kvaða árið Á meðan voru hestlán tiltölulega útbreidd en í reynd ekki eins tíð og útbreiðslan gefur til kynna. Í töflu 6 kemur einnig fram að á jörðum með kvaðir voru að jafnaði 4 kvaðir samtals. Það ber að hafa í huga að þá er átt við allar tegundir kvaða, samtals kvaðir deilt á jarðir með kvaðir. Tíðni kvaðaflokka eftir tegund býlis Í töflu 3 fyrir ofan kom fram hvernig kvaðir í heild sinni skiptust milli lögbýla og hjáleigna. Samkvæmt henni báru lögbýli hlutfallslega stærri skerf kvaðanna en smærri býli. Í töflum 7 og 8 fyrir neðan er þetta atriði skoðað aftur en í þetta sinn út frá kvaðaflokkum. Tafla 7: Skipting kvaðaflokka milli býla Tegund býlis Róðrarkvaðir Dagslættir Hestlán Sjaldgæfar kvaðir Lögbýli Hjáleigur og afbýli Tómthús Samtals Heimild: Jarðabók Árna Magnússonar & Páls Vídalíns. Tafla 8: Hlutfallsleg skipting kvaðaflokka milli býla Tegund býlis Róðrarkvaðir (%) Dagslættir (%) Hestlán (%) Sjaldgæfar kvaðir (%) Lögbýli 54,9 61,5 85,9 84,9 Hjáleigur og afbýli 33,4 38,5 14,1 14,0 Tómthús 11, ,2 Samtals Heimild: Jarðabók Árna Magnússonar & Páls Vídalíns. Annars vegar sýnir tafla 7 fjölda kvaða úr hverjum flokki og hins vegar er hlutfallsleg skipting hvers flokks sýnd í töflu 8. 26

35 Það sem er eftirtektarvert í töflu 8 er að meðan stór hluti róðrarkvaða og dagslátta voru á smærri býlum, var skipting hestlána og sjaldgæfra kvaða eins á þann veginn að þær tegundir kvaða voru að mestu leyti á lögbýlum. Það kemur ekki á óvart að talsverður hluti róðrarkvaða hafi verið á ábúendum tómthúsa. Það er hins vegar áhugavert að engar aðrar kvaðir hafi verið á tómthúsmönnum. Af þessari skiptingu kvaðanna milli býla fæst frekari skýring á því hvers vegna færri kvaðir voru að meðaltali á tómthúsmenn heldur en á lögbýlisbændur: Á þá voru aðeins lagðar róðrarkvaðir og engar aðrar gerðir kvaða. Það kann aftur að vera vegna vangetu tómthúsmanna til að sinna öðrum kvöðum þeir hafi t.d. ekki haft neina hesta til að lána auk þess sem einhver takmörk hafa verið fyrir því til hvers var hægt að ætlast af mönnum fyrir leigu á þurrabúð. Að tiltölulega stór hluti dagslátta hafi verið lagðir á hjáleigubændur er einnig eftirtektarvert. Það var algengt, og má víða finna í Jarðabókinni, að kirkjustaðir áskildu dagslátt af sínum hjáleigum, auk nærliggjandi jarða í eigu staðarins. Hugsanlega er það helsta skýringin á því hvernig dagslættir skiptust milli býla. Róðrarkvaðir Á korti 5 má sjá útbreiðslu róðrarkvaða árið Á suður- og vesturhluta landsins er lítill munur milli korts 3 (útbreiðsla kvaða á jörðum) og korts 5 þ.e. að á flestum jörðum þar sem á annað borð voru kvaðir, voru a.m.k. róðrarkvaðir ef ekki fleiri gerðir kvaða. Þessi dreifing kemur ekki á óvart í ljósi þess sem kom fram í töflu 5, að á 81,3% jarða með kvaðir hafi verið róðrarkvaðir. Af kortinu sést að sá fimmtungur kvaðajarða sem var ekki með róðrarkvaðir var að mestu leyti fyrir norðan, í Húnavatns- og Skagafjarðarsýslu. 27

36 Kort 5: Útbreiðsla róðrarkvaða 1703 Heimild: Jarðabók Árna Magnússonar & Páls Vídalíns. Hvað voru róðrarkvaðir? Það sem hér er kallað einu nafni róðrarkvaðir eru í frumheimildinni oftast skilgreindar sem skipsáróður eða mannslán, stundum án frekari skýringa. Oft er þó einhver tímarammi nefndur, ýmist er þá tiltekið að kvöðin eigi við allt árið (væntanlega allar vertíðir þegar róið er á viðkomandi svæði) eða aðalvertíð ( skipsáróður á vertíð). Minnsta róðrarkvöðin, í tíma talið, var aðeins milli vertíða; það fyrirkomulag var hins vegar bundið við örfáa hjáleigubændur og tómthúsmenn í Gullbringusýslu og í öllum þeim tilvikum var kvöðin heimt af lögbýlisbóndanum. Þessi mismunandi tímalengd sýnir að byrðin af róðrarkvöðinni var mjög mismunandi eftir jörðum. Hvað var eiginlega róðrarkvöð? Lýður Björnsson lýsir róðrarkvöðum í stuttu máli í Sögu Íslands VIII: 28

37 Landeigendur í grennd við verstöðvar skylduðu landseta sína til að leggja til mann á útveg sinn á vertíðum. Menn þessir fengu kaup, hlut, en hlutir voru fleiri en skipverjar, til dæmis skipshlutur. Landeigandi tók flesta aukahlutina. 27 Hér er mikilvægt að að hafa í huga að hásetinn fær hlut í aflanum, þótt hann rói á bát landsdrottins í kvaðar nafni. Það er hægt að misskilja róðrarkvaðirnar sem svo að leiguliðar hafi aðeins haft af þeim kostnað og ekkert borið úr býtum á móti. Slíkar kvaðir hefðu hins vegar verið óbærilega þungar og á skjön við önnur gjöld og skyldur leiguliða. Þar sem þetta atriði hefur verið óskýrt í mörgum heimildum er vert að sýna fram á hvers vegna róðrarkvaðir hljóta að hafa verið með þeim hætti sem Lýður Björnsson lýsti. Ef róðrarkvöð var ekki sinnt var algengasta lausnargjaldið 20 álnir, svokölluð mannslánsvætt (ein vætt fiska var 20 álna virði), en sumstaðar 10 eða 30 álnir. Verðmæti vertíðarhlutar (afli eins manns) var hins vegar langtum meira og gat skipt hundruðum álna. Í Vallaannál eru vertíðarhlutir helstu útgerðarsvæða á tíma jarðabókarinnar nefndir og þá eru 1-2 hundruð talinn lítill hlutur meðan 5 eða fleiri hundruð þykir góður hlutur. Þar er væntanlega um stór hundruð sem jafngildir 120 ánum eða 240 fiskum að ræða og þá væri jafnvel mjög lítill hlutur, eitt hundrað fiska, jafnvirði 60 álna en góður hlutur um 300 álna virði. Jafnvel þessi viðmið eru eftir langvarandi aflabrest og árið 1706 getur annállinn um hluti á 9. hundrað (um og yfir 500 álna virði) og á Suðurnesjum svo miklir, sem eigi höfðu verið 20 ár hin næstu[.] 28 Árni Daníel Júlíusson nefnir í áætlun um heimilistekjur meðaljarðar í Eyjafirði árið 1703, að venjulegur hlutur tveggja manna á vertíð gat verið um 620 álnir. 29 Ef landsdrottnar hefðu eignað sér allan afla af kvaðaskyldum bændum, hefði það í reynd verið afgjald upp á að jafnaði álnir fyrir hverja vertíð og stundum enn meira, sem er algjörlega úr takti við önnur afgjöld (t.d. 120 álna landskuld af meðaljörð). Þá væri jafnframt óskiljanlegt hvers vegna menn gátu leyst sig undan róðrarkvöðinni fyrir aðeins 20 álnir. Lúðvík Kristjánsson sker ekki skýrt úr um þetta atriði í Íslenzkum sjávarháttum en um uppruna róðrarkvaða segir hann: Bændur í nágrenni Svalbarðs í Þistilfirði voru um aldamótin 1500 skyldaðir að hafa sjómenn á Svalbarðsskipi á vorvertíð. Auk 27 Lýður Björnsson, 18. öldin, Saga Íslands VIII, bls Vallaannáll, bls Árni Daníel Júlíusson, Landbúnaðarsaga Íslands I, bls

38 hlutarins fengu þeir sem umbun nýtingu allra fjörugagna einn dag á sumri. 30 (skáletur mitt). Í nákvæmri umfjöllun hans um aflaskipti kemur hvergi annað fram en að sjómenn hafi fengið sína hásetahluti en hins vegar tíðkuðust svokallaðir dauðir hlutir 31 (aukahlutirnir sem Lýður nefndi í sinni skýringu). Aflaskiptin voru þá í x + y hluti þar sem x var fjöldi manna í áhöfninni og y var fjöldi dauðra hluta. Meðal dauðu hlutanna voru svokallaðir skipshlutir sem fóru til eiganda skipsins. Í tilviki kvaðaskyldra sjómanna var skipseigandinn sá hinn sami og heimti af þeim kvaðirnar. Á Vesturlandi var nokkur fjölbreytni í fyrirkomulagi róðrarkvaða og því fylgir oft nákvæmari útskýring á þeim í Jarðabókinni heldur en annarstaðar. Þetta getur varpað ljósi á hver venjan var. Á Breið í Akraneshreppi voru kvaðir skipsáróður árið um kríng, og hefur ábúandi utan vertíðar ávalt hálfan skiphlut, það er annan, því tveir eru gjörðir skiphlutir[...] og á Lambhúsum í sama hreppi skipsáróður árið um kríng á skipi landsdrottins hjer heima, og tekur landsdrottinn báða skiphluti um vertíð og vor fram til messudaga. En þar fyrir utan tekur ábúandi annan skiphlut af tveggja manna fari landsdrottins, sem kallað er helmíngaskip. 32 Þarna er um sama fyrirkomulag að ræða, þ.e. skipsáróður um vertíð en hið svokallaða helmingaskip utan vertíðar. Í þessum dæmum kemur skýrt fram að skipshlutir voru tveir og að landsdrottinn fékk þá báða um vertíð en eftirlét ábúanda annan þeirra utan vertíðar ( helmingaskip ). Það er ekki minnst á hásetahlutinn en af hverju hefðu ábúandi og landsdrottinn átt að semja um skiptingu skipshlutana ef ábúandinn hefði ekki þegar haldið eftir eigin hlut? Í Ögurbúð á jörðinni Ögri í Helgafellssveit er einnig vísbending í sömu átt, þ.e. að hásetahluturinn hafi alltaf verið ábúandans burtséð frá skiptingu skipshluta: Í kvaðarnafni hefur heimabóndinn hálfan hlut af bát búðarmanns, sem búðarmaðurinn á og lætur son sinn róa. Ellegar ef hann rær á skipi ábúanda hefur hann á mót hálfan hlut af því fyrir utan sinn hlut. 33 (skáletur mitt). Loks er róðrarkvöðum á bæjunum Hálsi og Straumi í Skógarstrandarhreppi lýst svo: Mann ljær ábúandi landsdrottni til skipsáróðurs, en á þó sjálfur hlutinn. og Leiguliði rær stundum fyrir bón á skipi landsdrottins, en á sjálfur aflann. 34 Þetta voru venjulegar róðrarkvaðir, bara ögn nákvæmara orðalag um hvað í þeim fólst. 30 Lúðvík Kristjánsson, Íslenzkir sjávarhættir II, bls Lúðvík Kristjánsson, Íslenzkir sjávarhættir IV, bls Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns IV, bls Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns IV, bls Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns IV, bls

39 Á 89 jörðum með róðrarkvaðir (um 10%) voru einhverjar þeirra sveigjanlegar, oft með þeim hætti að ef ábúandinn megni ekki að senda mann á vertíð þá sé hann undanþeginn kvöðinni og þurfi ekki að gjalda fyrir það. Þetta voru yfirleitt heimili þar sem enginn fullhraustur karlmaður var til staðar aðeins gamalmenni eða einstæðar húsmæður. Annað form af sveigjanlegri róðrarkvöð var að ábúandi var aðeins skyldugur að róa á bát landsdrottins ef hann ætlaði á vertíð á annað borð ef hann ætlaði ekki til sjávar var hann laus allra mála. Dæmi um þetta er Mýdalur í Kjósarsýslu: Kvaðir af kóngspartinum eru mannslán um vertíð, ef bóndinn annars fer sjálfur eður sendir til sjáfar, en ef það er ekki, þá gelst hjer enginn betalíngur fyrir. 35 Þetta kemur fyrir á 19 jörðum, flestar á Vesturlandi. Miðað við verðmæti venjulegs vertíðarhlutar væri undarlegt að kvaðadrottnar hefðu sýnt þennan sveigjanleika ef róðrarkvöðin hefði falið í sér hlut ábúandans að lokinni vertíð. Helmingaskip Sumstaðar tíðkaðist afbrigði af róðrarkvöð sem kallaðist helmingaskip. Í dæmigerðu helmingaskipi fólst að landeigandi lagði til skip en ábúandi átti að sjá um útgerð þess. Skipshlutum var síðan skipt jafnt milli þeirra. Fyrirkomulagið gat verið útfært með ýmsu mótiog af því leiðir að oft fylgja ítarlegar lýsingar í jarðabókinni. Algengt var að ábúendur skyldu verka skipshlut eigandans en halda raski (þorskhöfðum og slógi) að launum fyrir verkunina. Helmingaskip af einhverju tagi koma fyrir á 22 jörðum, þar af 11 í Borgarfjarðarsýslu og 9 í Barðarstrandasýslu. Samanborið við hin hefðbundnu mannslán kemur helmingaskipið fyrir sem tiltölulega sanngjarnt samkomulag frekar en kvöð. Þó voru ekki allir ábúendur hrifnir, sbr. lýsingu jarðarinnar Vík í Akraneshreppi, í eigu Skálholtsstóls: Kvaðir eru áskildar mannlán [svo] um vertíð á Akranesi, skuli betalast með helmíngabáts áróðri ár um kríng að heyskap óhindruðum, leggur landsdrottinn skip til og skipskostnað, og tekur skiphlut annan verkaðan, [ ], en ábúandinn eignast annan skiphlut. Þennan kost segir umboðsmaðurinn Bjarni Sigurðsson að fornu vera, en ábúandinn Jón Böðvarsson kveðst afsegja þann helmíngabát, en býður mannslán um vertíð Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns III, bls Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns IV, bls

40 Þessi lýsing er annars vegar ágætt dæmi um skilmála venjulegs helmingaskips en hins vegar áhugavert fyrir það að ábúandinn vilji frekar bjóða umboðsmanni hefðbundið mannslán. Það má helst geta sér til að Jón hafi sjálfur átt bát og talið sig geta bæði mannað bátinn og sent umboðsmanninum einn mann á vertíð fyrir kvöðina. Í Borgarfjarðarsýslu, þar sem helmingaskip voru algengust, voru róðrarkvaðir algengar en fyrirkomulag þeirra almennt sanngjarnara gagnvart ábúendum heldur en annarstaðar. Þetta lýsti sér í nokkrum atriðum: 1. Róðrarkvaðir voru víða sveigjanlegar á Vesturlandi, einkum í Borgarfjarðarsýslu, að því leyti að ábúanda var ekki skylt að róa á vertíð heldur bara skylt að róa á bát landeigandans ef hann fer til sjávar. 2. Í sýslunni var mjög almennt að hægt væri að greiða sig frá róðrarkvöðunum og þá oftast fyrir aðeins 10 álnir. Samsvarandi gjald í flestum öðrum landshlutum var 20 álnir, hin svokallaða mannslánsvætt. 3. Einnig var algengt að ábúandi skyldi róa sem formaður á bát eigandans og þiggja fyrir það formannskaup umfram hlutinn (yfirleitt álnir fyrir vertíðina). Það má setja helmingaskipin í samhengi við þessi einkenni róðrarkvaðanna í Borgarfjarðarsýslu og álykta að þær hafi á heildina litið verið vægari gagnvart leiguliðum heldur en annarstaðar þar sem róðrarkvaðir tíðkuðust. Borgfirsku róðrarkvaðirnar gerðu leiguliðanum hærra undir höfði: hann var ýmist þátttakandi í útgerðinni, launaður formaður, eða gat annars leyst sig undan kvöðinni með góðu móti. Hagur landeigenda af róðrarkvöðum Hver var hagur landeigenda af róðrarkvöðunum, ef ekki sá að hirða aflann af ábúandanum? Það kemur víða fram að róðrarkvaðirnar voru landeigendum mikilvægar, sérstaklega á stóru útvegssvæðunum þar sem Skálholt og lénsmenn konungs deildu með sér yfirráðum. Svarið hefur birst nokkrum sinnum í dæmunum hér að ofan: skipshlutir. Landeigendur sem heimtu róðrarkvaðir eignuðu sér ekki allan aflann heldur aðeins hluta hans í formi skipshluta. Algengur fjöldi skipshluta voru tveir en það var ekki algilt þar sem bátar voru misstórir. Hlutfall skipshluta og hásetahluta hefur einnig verið breytilegt þar sem áhafnir voru misstórar eftir stærð bátanna. Svo dæmi sé tekið til útreiknings nefnir Lúðvík Kristjánsson að Á stærstu vetrarvertíðarskipum Suðurnesja, tólfæringnum, var 19 manna áhöfn og skipt í 23 32

41 staði. Dauðir hlutir voru fjórir: tveir fyrir skipið, einn fyrir tillögur og einn fyrir veiðarfæri. Á áttæringum eða teinæringum voru staða skipti dauðir hlutir 3, þar af einn fyrir tillögur. 37 Ef við gefum okkur til einföldunar að helmingur dauðu hlutanna hafi farið upp í útgerðarkostnað og að hver hlutur hafi verið 300 álna virði (sbr. dæmi fyrir ofan), þá fengust 600 álnir af tólfæringnum og 450 álnir af átt- og teinæringnum. Ef bátarnir voru að fullu mannaðir kvaðaskyldum mönnum þurfti 19 mannslán fyrir tólfæringinn og 15 og 11 á minni bátanna. Sé ágóðanum deilt með fjölda mannslána sem til þurfti fæst að í þessum dæmum aflaði hvert mannslán landeigandanum rúmlega 31 álnar á tólfæringnum, 30 álna á teinæringnum og 40 á áttæringnum. Þetta eru grófir útreikningar og útkoman yrði sjálfsagt misjöfn eftir ólíkum venjum milli landshluta og eftir stærð báta. En eftir stendur að þessar tölur eru í eðlilegu samhengi við upphæðir annarra afgjalda og við mannslánsvættina, 20 álna gjaldið sem leiguliðar greiddu fyrir að sinna ekki róðrarkvöð. Sé horft á róðrarkvaðirnar í samhengi aðstæðna í sjávarútvegi á Íslandi er skiljanlegt að þær hafi skipt miklu máli fyrir landeigendur og af hverju þeim var í mun að þeim væri sinnt in natura frekar en að bændur leystu sig undan þeim með gjaldi. Vinnuafl var af skornum skammti og samgöngur torveldar. Vertíðir voru á ákveðnum árstíma og til að sjávarútvegurinn gengi vel þurfti að nýta þann tíma og nýta tiltækan bátakost. Það hlýtur að hafa komið útgerðarmönnum illa ef ekki var nægilegur fjöldi vinnufærra sjómanna til staðar þegar vertíð átti að hefjast. Fjarvist nokkurra manna hefði getað raskað afköstum margra sem til staðar voru og rýrt nýtingu á þeim bátum sem útgerðarmaður átti tiltæka. Það voru nægir aðrir óvissuþættir sem gátu skaðað útgerðina, svo sem sjóskaðar og aflabrestir. Á sama tíma var lítið svigrúm til að mæta áföllum vegna erfiðra samgangna og fámennis. Í ljósi þessa hafa róðrarkvaðirnar gagnast til að draga úr óvissu í sjávarútveginum. Hversu íþyngjandi voru róðrarkvaðir? Í ljósi þess að vertíðarmenn fengu alltaf sinn hlut, hvort sem þeir reru vegna kvaðar eða ekki, voru róðrarkvaðirnar ekki eins þungar og óréttlátar álögur og mætti virðast við fyrstu sýn. Drjúgur hluti fátækari bænda sunnan- og vestanlands er líklegur til að hafa farið á vertíð, eða sent heimilismann til þess, jafnvel þó þær væru ekki skyldaðir til þess í 37 Lúðvík Kristjánsson, Íslenzkir sjávarhættir IV, bls

42 kvaðar nafni. Fyrir þá sem ekki áttu sjálfir bát en stunduðu samt sjóinn, hefur kvöðin litlu breytt öðru en að taka af þeim valið um á hvaða bát þeir réru á og frá hvaða verstöð. Dreifing róðrarkvaðanna sýnir að þær voru algengar í þeim landshlutum þar sem sjávarútvegur var mestur (Suður- og Vesturland auk Vestfjarða) og mjög sjaldgæfar þar sem hann var ekki eins stór hluti af búskapnum (Norðurland). Það er því ólíklegt að róðrarkvaðir hafi íþyngt innsveitarbændum með þeim hætti að skylda þá óviljuga til að senda mann á vertíð flestir bændur í innsveitum voru lausir við róðrarkvaðir, fyrir utan bændur á jörðum Skálholts á Suðurlandi. Bændur í þeim landshluta sóttu hins vegar vertíðir löngu eftir að Skálholtskvaðir lögðust af svo að það má draga í efa að róðrarkvaðirnar hafi verið þeim þungbærar. Fyrir þá sem áttu bát hafa róðrarkvaðir hins vegar verið slæmar. Þorvaldur Thoroddsen nefnir þetta atriði í Lýsingu Íslands: Skipsáróðrar voru mjög tilfinnanleg kvöð fyrir þá landseta, sem sjálfir áttu bát, eða voru einyrkjar og áttu því ílt með að yfirgefa heimilið. 38 Róðrarkvaðir virðast því fyrst og fremst hafa verið íþyngjandi sjávarbændum sem vildu sjálfir gera út eigin bát. Eignarhald jarða með róðrarkvaðir Kort 6 sýnir eignarhald jarða með róðrarkvaðir. Þó svo að hinar stóru þyrpingar konungs- og stólsjarða séu áberandi þá sést samt að sunnan- og vestanlands var töluverður fjöldi jarða í einkaeigu með róðrarkvaðir, auk jarða í eigu kirkjustaða. Á heildina litið var eignarhald á jörðum með róðrarkvaðir fjölbreytt. Þessi fjölbreytni í eignarhaldinu er skiljanleg. Það má færa rök fyrir því að fyrirkomulag róðrarkvaðanna hafi verið mjög skalanlegt (e. scalable) svo nýtt sé hugtak úr nútíma rekstrarfræði þ.e. það gat gengið fyrir smáa landeigendur jafnt sem stóra. Bátaútgerð var vænleg í sjávarbyggðunum, hvort sem menn áttu einn bát eða tíu. Það er einnig ljóst af kortunum að landsdrottnar gátu ætlast til að innsveitarbændur færu um langan veg til verstöðvar. Það er í sjálfu sér ekki nýtt að menn hafi farið úr innsveitum á vertíð, óháð róðrarkvöðum. Borið saman við aðrar kvaðir má gera ráð fyrir að róðrarkvaðir hafi haft stærra áhrifasvæði eða meiri drægni þ.e. að vegalengdin milli ábúandans og vettvangs kvaðarinnar (verstöðin) gat verið mun meiri heldur en í tilviki annarra kvaða sem fólu í sér vinnu (t.d. dagslættir eða laxveiði). Þetta 38 Þorvaldur Thoroddsen, Lýsing Íslands III, bls

43 einkenni róðrarkvaðanna kann líka að hafa gert þær gagnlegri fyrir smærri landeigendur, sem áttu e.t.v. ekki fjölda jarða í einni þyrpingu heldur stakar jarðir á dreif. Kort 6: Eignarhald jarða með róðrarkvaðir 1703 Heimild: Jarðabók Árna Magnússonar & Páls Vídalíns. Í framhaldi af því sem kom fram fyrir ofan um sérkenni róðrarkvaða í Borgarfjarðarsýslu þá er eftirtektarvert að eignarhald á jörðum í sýslunni með róðrarkvaðir var sérstaklega fjölbreytt. Sérkenni róðrarkvaðanna þar var óháð eignarhaldinu, því helmingaskip og önnur einkennandi afbrigði róðrarkvaða tíðkuðust jafnt á stólsjörðum, kirkjujörðum sem og einkajörðum í sýslunni. Það má geta sér til um að þar sem enginn einn eigandi var ráðandi hafi aðstæðurnar verið hagstæðari leiguliðum en annars og að eigendur hafi frekar þurft að laga sig að venjubundnu fyrirkomulagi kvaða í landshlutanum. Dagslættir Dagslættir voru landfræðilega afmarkaðri heldur en róðrarkvaðir. Þessar kvaðir voru útbreiddar í Árnes-, Rangárvalla-, Gullbringu- og Kjósarsýslu sunnanlands. Fyrir 35

44 norðan tíðkuðust þeir nær eingöngu á jörðum Þingeyraklausturs í Vatnsdal. Á Vesturlandi og Vestfjörðum voru dagslættir óalgengir nema syðst í Borgarfjarðarsýslu og svo í nokkrum þyrpingum umhverfis kirkjustaði, t.d. Staðarstað á Snæfellsnesi, og Haga og Rauðasand í Barðastrandarsýslu. Kort 7: Útbreiðsla dagslátta 1703 Heimild: Jarðabók Árna Magnússonar & Páls Vídalíns. Dagsláttur var einfaldari og staðlaðri kvöð en skipsáróður. Hún var skilgreind svo í Búalögum: Að slá völl ferskeyttan 30 faðma í hvert horn 39. Það jafngildir fermetrum 40 eða tæpum þriðjung úr hektara. Samanburður milli landshluta er því einfaldari þar sem alltaf er um sambærilega kvöð að ræða. Almennt gjald ábúenda fyrir að leysa sig undan dagslætti var 5 álnir. Í Búalögum taldist dagsláttur og önnur dagsverk karlmanna vera 4 álna virði, svo það er ágætt samræmi á milli verðmatsins og þessa gjalds. 39 Búalög: Verðlag á Íslandi á öld, bls Hagskinna, bls

45 Eignarhald jarða með dagslætti Á korti 8 sést eignarhald jarða með dagslætti. Þar sést skýrt að svæðin þar sem dagslættir voru algengastir voru þrjú: á jörðum Skálholtsstóls og kirkjustaða í Árnesog Rangárvallasýslu, á konungsjörðum í Gullbringusýslu í umsjá landfógeta á Bessastöðum, og á lénsjörðum Þingeyra í Vatnsdal í Húnavatnssýslu. Fyrir utan þessi þrjú helstu svæði voru stöku þyrpingar af jörðum á Snæfellsnesi og Vestfjörðum í eigu kirkjustaða. Af eignarhaldinu sést skýrt hve dagslættir voru staðbundnari heldur en róðrarkvaðir. Það er rökrétt því dagsláttur fólst í því að slá gras á jörð fyrirsvarsbónda sem var jafnan í nágrenni ábúandans, en menn þurftu oft að ferðast langar leiðir til að sinna róðrarkvöðinni.. Landsetum Skálholts var ekki öllum stefnt að biskupssetrinu sjálfu til að sinna dagsláttum heldur á svokölluð staðarbú. Þau voru aðsetur ráðsmanna með umboð yfir jörðum á afmörkuðu svæði. Í ráðsmannsbréfi Skálholtsbiskups fyrir Hamraumboð frá 1654, eins konar ráðningarsamningi staðarráðsmanns, kemur fram að ráðsmaður skuli heimta dagslátt af hvörri jörðu eða forlíkun af þeim sem oflangt eiga aðdráttar. 41 Á jörðum Skálholts á Suðurlandi er líklegt að margir leiguliðar hafi búið of fjarri þeim staðarbúum þar sem dagslátturinn átti að fara fram en þeim bauðst þá að greiða 5 álna gjaldið í staðinn. 41 Bréfabók Brynjólfs biskups Sveinssonar VII., AM 268 fol., bls v, v. 37

46 Kort 8: Eignarhald jarða með dagslætti 1703 Heimild: Jarðabók Árna Magnússonar & Páls Vídalíns. Önnur rökrétt forsenda fyrir dagsláttum er að það væru tún til að slá þ.e. aðeins landeigendur sem áttu a.m.k. eina góða jörð voru líklegir til að heimta þessar kvaðir og þá aðeins ef þeir áttu fleiri jarðir í kring eða höfðu undir sér hjáleigur á eigin jörð. Þessi skilyrði eiga vel við kirkjustaði. Þeim fylgdu almennt samliggjandi hjáleigur af einmitt þessu tagi: góð jörð (staðurinn, höfuðbólið) með hjáleigum og mörgum smærri jarðir í næsta nágrenni. Á korti 8 sjást víða þyrpingar gulra punkta, sem eru jarðir í eigu kirkjustaða. Staðarstaður á sunnanverðu Snæfellsnesi var t.d. auðugur kirkjustaður og átti margar jarðir í sinni heimasveit. Staðurinn innheimti samtals 19 dagslætti af sínum leiguliðum árið 1703, þar af 6 af hjáleigum á heimajörðinni. Eins og sést á kortum 7 og 8 voru dagsláttajarðir staðarins í þéttri þyrpingu umhverfis hann í Staðarsveit. Af korti 8 má einnig ráða að dagslættir komu sjaldan fyrir á jörðum í einkaeigu. Dagslættir á einkajörðum voru aðallega í nágrenni við dagsláttajarðir í eigu kirkju eða konungs. Tvær skýringar eru líklegar fyrir þessu: 1. Þeir sem höfðu umráð yfir stofnanajörðunum Skálholtsbiskup og hans ráðsmenn, lénshafar konungsjarða, eigendur bændakirkjujarða eða 38

47 staðarhaldarar lénskirkna áttu jarðir í eigin nafni á þeim svæðum sem þeir höfðu embættisvald yfir. Þeim hefur hentað að innheimta sömu kvaðir jafnt af sínum einkajörðum sem stofnunarjörðunum. 2. Aðrir landeigendur, án nokkurra tengsla við jarðeignir konungs og kirkju, áttu auðvelt með að áskilja sömu kvaðir og tíðkuðust á stofnanajörðum í næsta nágrenni. Erfitt er að rýna í þetta tölfræðilega til þess þyrfti að fara í saumana á hverjum einkaeiganda og kanna tengsl hans við hin ýmsu umboð og embætti. Í stað þess skal látið nægja að taka hér tvö dæmi til að staðfesta að báðar skýringar voru mögulegar. Jörðin Litla Giljá í Neðri Vatnsdalshrepp í Húnavatnssýslu, var í eigu Lauritz Gottrups lögmanns og lénshafa Þingeyraklausturs þegar hún var skráð árið Í þessu tilviki skiptir ekki máli að jörðin var skráð svo seint og að Gottrup hafi hugsanlega ekki átt hana árið Það sem skiptir máli er að árið 1713 hélt lögmaðurinn enn umráðum yfir miklum fjölda jarða í nágrenni Þingeyra í gegnum klausturslénið og heimti kvaðir af þeim flestum, t.d. dagslætti af bændum í Vatnsdal. Litla Giljá var ekki klaustursjörð heldur átti Gottrup hana sjálfur. Kvaðir á jörðinni voru sem á klausturjörðum 42, sem í Vatnsdal þýddi dagsláttur og hestlán. Þetta er dæmi um fyrri skýringuna: Embættismaður sem heimtaði dagslætti og fleiri kvaðir af jörðum sem hann hafði að léni og gerði síðan hið sama á eigin jörðum í næsta nágrenni. Jörðin Bræðratunga í Biskupstungum í Árnessýslu var í eigu Magnúsar Sigurðssonar árið Flestar jarðir í sýslunni voru í eigu Skálholts og á langflestum þeirra tíðkuðust sömu dagslættir, ásamt mannsláni og hestláni. Magnús var ótengdur Skálholti, var ekki embættismaður af neinu tagi, og er helst þekktur fyrir að hafa átt í deilum við Árna Magnússon. Deilan var vegna meints framhjáhalds Þórdísar konu hans með Árna hið svokallaða Bræðratungumál 43. Þrjár hjáleigur voru í byggð á jörðinni 1703 og kvaðir á öllum þremur: mannslán, dagsláttur og hestlán. Hvernig sem kvaðirnar voru upphaflega til komnar þá hefur einkaeigandi jarðarinnar átt auðvelt með að réttlæta þær þar sem sömu kjör voru almenn á öllum jörðum í sýslunni. Þarna er því dæmi um seinni skýringuna: Jörð í einkaeigu þar sem áskildir voru dagslættir (og fleiri kvaðir) í krafti þess að stór stofnunareigandi (biskupsstóllinn) í landshlutanum gerði slíkt hið sama af sínum jörðum. 42 Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns VIII, bls Már Jónsson, Árni Magnússon Ævisaga, bls

48 Hestlán Hestlán (kort 9) dreifðust í grófum dráttum svipað og dagslættir þ.e. mest umhverfis Skálholt, Bessastaði og Þingeyraklaustur. Auk þess voru hestlán algeng í kringum Hóla í Hjaltadal og víðar í Skagafirði. Kort 9: Útbreiðsla hestlána 1703 Heimild: Jarðabók Árna Magnússonar & Páls Vídalíns. Í Jarðabókinni koma víða fyrir viðbótarupplýsingar um áfangastaði þeirra ferða sem lánshestar voru nýttir í, t.d. Hestlán á Skaga, Hestlán á Eyrarbakka, o.s.frv. Engin regla var á þessari skráningu í jarðabókinni og því ekki grundvöllur fyrir tölfræðilegum ályktunum. Engu að síður er vert að telja upp það sem helst kemur fram. Áfangastaðir hestlána Skálholtsstóls voru ýmist Grindavík, Þorlákshöfn og Eyrarbakki tvær meginverstöðvar stólsins og svo helsti kaupstaður landshlutans. Aðrir landsdrottnar í Árnes- og Rangárvallasýslu nýttu hestlán sín í ferðir Suður yfir fjall (væntanlega til fiskflutninga frá Suðurnesjum) eða á Eyrarbakka. Einnig kemur fyrir notkun innan sýslu en þó sjaldnar. Bessastaðamenn nýttu hestlán helst til Alþingisferða en einnig innan sýslu, t.d. við flutning lax úr Elliðaám (sem leiguliðar veiddu í kvaðar nafni). Á Snæfellsnesi var lítið um hestlán en þeim var ætlað í flutninga 40

49 undir Jökul, þ.e. á verstöðvarnar yst á nesinu. Fyrir norðan voru hestlán Lauritz Gottrups á Þingeyrum ætluð á Skaga (væntanlega til kaupstaðar þar) og á jörðum Hólastóls voru hestlánin ýmist í stólsins fiskilest á Skaga eða í Fljót. Af þessu má fá grófa mynd af tilgangi hestlána: þau voru aðallega ætluð til vöruflutninga til og frá verstöðvum og kaupstöðum. Eignarhald jarða með hestlán Á korti 10 yfir eignarhald jarða með hestlán kemur fram svipuð mynd og á korti 8 yfir eignarhald dagsláttajarða. Þessar jarðir eru aðallega bundnar við konungsjarðir og jarðir biskupsstóla. Munurinn er að hlutur einkaeigenda og kirkjustaða er sjáanlega minni. Kortið sýnir að hestlán voru í raun sjaldgæf utan þeirra landshluta þar sem konungur og biskupsstólar áttu stóran hlut jarða. Í ljósi þess sem kom fram fyrir ofan um hlutverk hestlána þá þarf þetta eignarhaldsmynstur e.t.v. ekki að koma á óvart. Fyrir flestum hestlánunum stóðu fjórir stórir landsdrottnar: Skálholt, Bessastaðir, Þingeyrar og Hólar. Þetta voru eins konar stórfyrirtæki landsins á þessum tíma, að því leyti að forráðamenn þeirra fóru fyrir umtalsverðum rekstri jarðeigna, útgerðar og verslunar. Þetta hefur útheimt mikla flutninga á vörum, einkum skreið og kaupstaðarvarningi, og til þeirra flutninga hefur þurft fjölda hesta. Það er rökrétt að það hafi ekki verið álitlegt, jafnvel óraunhæft, fyrir þessa stóreigendur að halda uppi slíku hestastóði á sínum heimajörðum. Það hafi hentað betur að nýta hestakost leiguliðanna og nýta þar með óbeint mun stærra landsvæði til uppihalds þeirra hesta sem voru notaðir í flutninga. Smærri einkaeigendur hafi hins vegar síður haft þörf fyrir annan eins umframfjölda hesta, enda ekki staðið í jafn stórtækum flutningum eins og þessir stóreigendur. 41

50 Kort 10: Eignarhald jarða með hestlán 1703 Heimild: Jarðabók Árna Magnússonar & Páls Vídalíns. Hestlán á jörðum í einkaeigu eða eigu kirkjustaða voru sjaldgæf en fyrirfundust helst í Árnes- og Rangárvallasýslu. Þar kann nálægðin við biskupsstólana að haf áhrif eins og í tilfelli dagsláttanna. Önnur skýring er hins vegar þær aðstæður sem ríktu í landshlutanum: Stór hluti bænda þurfti að fara langa landleið í kaupstað (á Eyrarbakka) og á vertíð (ýmist á Suðurnes, Þorlákshöfn eða Stokkseyri). Þörfin fyrir hesta hafi því verið meiri en víða annarstaðar, t.d. í Gullbringusýslu eða á Vestfjörðum, þar sem styttra var að verstöðvum og kaupstað eða aðstæður fyrir sjóflutninga betri. Raunar voru svipaðar aðstæður víða í Borgarfirði löng leið á vertíð og í kaupstað en þrátt fyrir það voru hreinlega engin hestlán þar árið Þar voru kvaðir hins vegar ekki algengar og ljóst af sérkennum róðrarkvaðanna þar að jafnvel Skálholtsstóll þurfti að aðlaga sig að vægari kvöðum í landshlutanum. Sjaldgæfar kvaðir Algengustu kvaðirnar þrjár skipsáróður, dagslættir og hestlán má kalla kjarnakvaðir kvaðakerfisins. Allar aðrar kvaðir voru ekki aðeins mun sjaldgæfari hver fyrir sig heldur líka samanlagt óalgengari en nokkur af kjarnakvöðunum þremur. 42

51 Hér er þessi afgangsflokkur kvaða kallaður sjaldgæfar kvaðir einu nafni. Þær eru hins vegar ekki samstæður flokkur kvaða að öðru leyti og þess vegna nauðsynlegt að greina þær nánar. Á korti 11 sést útbreiðsla sjaldgæfra kvaða og meðalfjöldi þeirra á hvern ábúanda. Þessi framsetning á korti 11 er valin vegna þess að sjaldgæfar kvaðir er safnflokkur margra mismunandi kvaða. Heildarfjöldi á jörð gæfi því villandi mynd. Kort 11: Útbreiðsla sjaldgæfra kvaða 1703 Heimild: Jarðabók Árna Magnússonar & Páls Vídalíns. Á kortinu sést að sjaldgæfar kvaðir eru bæði útbreiddastar á jörðum í kringum Bessastaði sunnanlands og jafnframt langtíðastar þar eru að jafnaði 4-8 kvaðir á ábúanda á fjölda jarða, margfalt meira heldur en á jörðum í öðrum landshlutum. Þær eru einnig algengar í Húnavatnssýslu bæði austan og vestan við Þingeyrar. Í öðrum landshlutum eru þær ýmist strjálar eða í litlum þyrpingum í Grímsey, Skagafirði, Ísafjarðardjúpi, norðanverðu Snæfellsnesi, Hvalfirði og á dreif um Árnes- og Rangárvallasýslur. Fyrir utan Bessastaða- og Þingeyrasvæðin er á flestum jörðum innan við ein sjaldgæf kvöð á ábúanda að meðaltali. 43

52 Til þess að skýra þessa landfræðilegu dreifingu betur þarf að rýna frekar í eðli sjaldgæfu kvaðanna, sem voru mjög fjölbreyttar, og reyna að skipa þeim í nokkra meginflokka. Gjöld í kvaðar nafni Útbreiddust hinna sjaldgæfu kvaða var svokallaður hríshestur þ.e. sú kvöð að gjalda eins hests burð af hrísi. Kvöðin kemur fyrir á 90 jörðum eða 8,4% kvaðajarða. Af öðrum sjaldgæfum kvöðum má nefna móhest á 23 jörðum (2,1% jarða með kvaðir), í öllum tilvikum nema einu er hann innheimtur á jörðum með hríshestskvöð. Báðar þessar kvaðir voru fyrst og fremst bundnar við nágrenni Bessastaða 68 af þeim 90 jörðum (82,9%) sem báru hríshestskvöð voru í Vatnsleysustrandar-, Álftaness-, Seltjarnarness- og Mosfellssveitarhreppum. Sérkenni hríshestskvaðarinnar og móhestskvaðar var að þær voru jafnan leystar út með gjaldi en ekki vinnu. Þannig líktust þær frekar afbrigði af landskuld en kjarnakvöðunum þremur. Á 9 jörðum í Rangárvalla- og Árnessýslum voru gjöld í landaurum (á bilinu 10 til 30 álnir) í kvaðar nafni til viðbótar við landskuld. Þar voru kvaðir og landskuld í raun runnar saman í eitt. Aðrar afurðir sem ábúendur áttu að gjalda í kvaðar nafni voru t.d. heyhestur fyrir fálkapening (eingöngu á Bessastaðajörðum), egg (aðeins í Grímsey), kol, heytorf, reiðingsrista, eða nýtilegt búsgagn úr reka. Þessi gerð kvaða, gjöld í kvaðar nafni, kom fyrir á 141 jörð (13,3% kvaðajarða) og var stærsti flokkur sjaldgæfra kvaða. Flutningskvaðir Annar flokkur sjaldgæfra kvaða voru flutningskvaðir sem fólu í sér ýmis konar ferðir og flutninga. Algengust þeirra var kvöð um skipaferðir, sem kom fyrir á 61 jörð (5,8% kvaðajarða). Litlar sem engar upplýsingar fylgja hversu mikil vinna fólst í þessum ferðum eða hvernig þeim var háttað. Á öðrum jörðum voru kvaðir um kaupstaðarferðir. Á milli þeirra og skipaferða voru ekki skýr mörk þar sem margar af skipaferðunum svokölluðu snerust um flutninga til eða frá kaupstað. Auk þessa voru margar kvaðir um flutninga, ýmist yfir sjó eða land, á milli tiltekinna staða sem lýst er í jarðabókinni. Vegalengdir og umfang þessara flutninga var mjög breytilegt, ekki aðeins frá einni jörð til annarrar heldur líka milli ára hjá sama ábúanda: flutningskvöðunum var skv. jarðabókinni gjarnan hagað eftir aðstæðum og þörfum landsdrottins hverju sinni frekar en fastri venju. Dæmi um hversu breytilegar þessar kvaðir gátu verið kemur fram í 44

53 lýsingu flutningskvaðar á jörðinni Minni-Vatnsleysu í Gullbringusýslu, sem var konungsjörð undir forræði embættismanna á Bessastöðum: Hjer fyrir utan eru flutníngar til sjós frá Vatnsleysu og inn í Melshöfða á Álftanesi eður í Hafnarfjörð, hvort sem umboðsmaður skikkar, eður frá Vatnsleysu til Brunnastaða og stundum til Þórustaða ýmist til sjós eður lands; fellur þessi flutníngakvöð stundum oftar, stundum skjaldnar til, og þó oftast ekki minna en tvisvar á ári ýmist sumar eður vetur. 44 Aðrar fátíðari kvaðir sem einnig má setja í flokk flutningskvaða eru t.d. fálkaburður (flutningur lifandi fálka í kaupstað fyrir Bessastaðamenn), sýruflutningur, rekaflutningur, og flutningur landskuldar. Flutningskvaðir komu samtals fyrir á 104 jörðum (9,9% kvaðajarða). Fóðurkvaðir Þriðji flokkur sjaldgæfra kvaða voru fóðurkvaðir, sem komu fyrir á 51 jörð (4,9% kvaðajarða). Þær fólu almennt í sér að skepna í eigu landsdrottins var hýst og fóðruð af ábúanda yfir vetur. Misjafnt var hvaða skepnu átti að fóðra og kvaðirnar voru nefndar eftir því: lambsfóður (sem var langalgengast), kýrfóður, stórgripsfóður, o.s.frv. Einnig mátti finna kvaðir um að ábúandi skyldi halda ákveðnar skepnur landsdrottins í haga eða reka þær. Þær mætti með réttu aðgreina og kalla beitarkvaðir en kvaðir af þessu tagi voru sjaldgæfar og í eðli sínu skyldar fóðurkvöðum. Beitarkvöðunum er því skipað í flokk með fóðurkvöðum hér. Sjaldgæfar vinnukvaðir Þær sjaldgæfu kvaðir sem eftir standa mynda fjórða flokkinn, sjaldgæfar vinnukvaðir. Þetta er fjölbreyttur flokkur kvaða sem fólu í sér einhvers konar verk. Vinnukvaðir komu fyrir á 75 jörðum (7,1% allra kvaðajarða) en um helmingur þeirra jarða, 38 jarðir, voru konungsjarðir undir forræði landfógeta á Bessastöðum. Algengustu vinnukvaðirnar voru húsastörf, laxveiði, torfskurður, og að sækja timbur í Þingvallaskóg. Allt voru þetta kvaðir sem tíðkuðust á Bessastaðajörðum. Útbreiðsla sjaldgæfra kvaða eftir flokkum Í töflu 9 má sjá hlutfallslega útbreiðslu þeirra fjögurra flokka sjaldgæfra kvaða sem hér hefur verið lýst. 44 Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns III, bls

54 Tafla 9: Útbreiðsla sjaldgæfra kvaða á jörðum 1703 eftir flokkum Flokkur Fjöldi jarða Hlutfall kvaðajarða (%) Fóðurkvaðir 51 4,9 Flutningskvaðir 104 9,9 Gjöld í kvaðar nafni ,4 Vinnukvaðir 75 7,1 Heildarfjöldi kvaðajarða 1703 var Heimild: Jarðabók Árna Magnússonar & Páls Vídalíns. Hlutfallið er sem fyrr fjöldi jarða þar sem sérhver flokkur kvaðanna kom fyrir á móti heildarfjölda allra þeirra jarða sem báru kvaðir árið Samanlagður fjöldi allra flokkanna er meiri en heildarfjöldi jarða með sjaldgæfar kvaðir (241 jarðir eða 23,0% kvaðajarða) en það er vegna þeirra jarða sem höfðu kvaðir úr fleiri en einum þessara flokka. Á korti 12 er sýnd landfræðileg útbreiðsla hinna mismunandi flokka sjaldgæfra kvaða. Flokkarnir eru allir sýndir á kortinu með þeim hætti að jarðir með sjaldgæfar kvaðir eru litaðir eftir þeim flokki sem kom fyrir á jörðinni. Þær jarðir sem höfðu kvaðir frá fleiri en einum flokki eru sameiginlega sýndar með rauðum lit, óháð því hver samsetning flokkanna var. Það sem má ráða af kortinu er að jarðir með fleiri en einn flokk sjaldgæfra kvaða eru nærri algjörlega bundnar við annars vegar Bessastaðasvæðið milli Vatnsleysustrandar og Mosfellssveitar, og hins vegar í mun minni mæli við Vatnsnes og Torfalækjarhrepp sem eru nærsveitir Þingeyraklausturs. Utan þeirra svæða eru jarðir aðeins með eina gerð sjaldgæfra kvaða. Þetta staðfestir þá mynd að á Bessastaðasvæðinu hafi þéttleiki og fjölbreytni kvaða verið áberandi meiri en annarstaðar. Vert er að rifja upp það sem kom fram um útbreiðslu hestlána fyrir ofan: þau voru sérstaklega tíð sunnanlands þar sem ætla má að þörf fyrir landflutninga hefur verið mikil. Á korti 12 sést hins vegar að flutningskvaðir voru tíðar í Ísafjarðardjúpi, meðan hestlán fundust varla í þeim landshluta. Vel má túlka flutningskvaðirnar þar, sem einnig snerust um vöruflutninga til og frá kaupstað, sem staðgengil hestlána á landsvæði þar sem sjóflutningar voru heppilegri en landflutningar. 46

55 Kort 12: Flokkar sjaldgæfra kvaða á jörðum 1703 Heimild: Jarðabók Árna Magnússonar & Páls Vídalíns. Hvers vegna voru þá bæði hestlán og flutningskvaðir til staðar á yfirráðasvæði Bessastaða og Þingeyra? Þetta skýrist af því að Bessastaðamenn heimtu hestlánin til Alþingisferða, meðan flutningskvaðirnar voru ætlaðar til vöruflutninga yfir sjó og land innan sýslunnar. Fyrir norðan heimti Lauritz Gottrup hestlán á Skaga af ábúendum í Vatnsdal en af Skagaströnd áttu ábúendur að senda menn í skipaferðir úr Höfðakaupstað á Þingeyrasand. Þar voru því bæði land- og sjóflutningar í misjöfnum tilgangi, eftir því sem landsdrottni hentaði best. Eignarhald jarða með sjaldgæfar kvaðir Á korti 13 fyrir neðan sést að mikill meirihluti jarða með sjaldgæfar kvaðir voru í konungseign. Það voru annars vegar Bessastaðajarðir fyrir sunnan og hins vegar lénsjarðir Þingeyraklausturs fyrir norðan. Sérkenni beggja svæða samkvæmt korti 13 var að þar komu fyrir jarðir með margar gerðir sjaldgæfra kvaða. Í Skagafirði voru nokkrar jarðir með fóðurkvaðir í eigu Hólastóls. Í Árnes- og Rangárvallasýslu voru nokkrar jarðir í einkaeigu þar sem innheimt voru gjöld í kvaðar nafni. Loks voru stöku jarðir víða við sjávarsíðuna, ýmist í einkaeigu eða eigu kirkjustaða, aðallega með flutningskvaðir. 47

56 Kort 13: Eignarhald jarða með sjaldgæfar kvaðir 1703 Heimild: Jarðabók Árna Magnússonar & Páls Vídalíns. Á heildina litið styðja bæði kort 12 og 13 þá fullyrðingu margra heimilda að nærumhverfi Bessastaða, og Þingeyra að nokkru leyti líka, hafi skorið sig úr hvað varðar fjölda og fjölbreytni smærri kvaða. Samsetning kvaða á jörðum Hingað til hefur útbreiðsla og eignarhald hverrar kjarnakvaðar fyrir sig, auk sjaldgæfra kvaða, verið skoðað. En það er ljóst að á einni jörð gátu fleiri en ein kjarnakvaðanna þriggja komið fyrir auk einnar eða fleiri sjaldgæfrar kvaðar. Hver er heildarmynd útbreiðslu allra gerða kvaða? Var tiltekin samsetning kvaða á jörðum einkennandi fyrir einhverja hluta landsins? Lestur jarðabókarinnar gefur til kynna að á sumum svæðum þar sem kvaðir voru algengar, t.d. á yfirráðasvæði Skálholts, hafi ákveðin samsetning kvaða á jörðum verið ríkjandi umfram aðra. Á jörðum Skálholtsstóls í Árnessýslu virðist t.d. nærri algilt að kvaðir á ábúendur hafi verið mannslán, dagsláttur og hestlán; svo algengt að stundum 48

57 er aðeins vísað í Kvaðir þrennar 45, án þess að frekari skýringa teljist þörf, eða þá skráð orðalag eins og Kvaðir mannslán, hestlán og dagsláttur sem á öðrum stólsins jörðum 46. Hvaða mynstur, í tölfræðilegu og landfræðilegu tilliti, má finna í samsetningu kvaða á jörðum 1703? Þetta atriði getur reynst mikilvægt til að átta sig betur á heildarmynd kvaðakerfisins. Með samsetningu kvaða er hér átt við hvaða samsetning kjarnakvaðanna þriggja, auk sjaldgæfra kvaða, kom fyrir á hverri jörð sem bar kvaðir árið Það gæti þýtt að á jörðinni hafi aðeins verið ein gerð kvaða, t.d. bara róðrarkvaðir, eða fleiri gerðir saman jafnvel allar fjórar gerðir saman á sömu jörðinni. Í töflu 10 hafa kvaðajarðir verið flokkaðar eftir samsetningu kvaðanna á hverri jörð. Í töflunni kemur fram að tvenns konar samsetning var algengust: Annars vegar jarðir með eingöngu róðrarkvaðir (390 jarðir eða 37,1% heildar) og hins vegar jarðir með kjarnakvaðirnar þrjár, kvaðir þrennar (241 jörð eða 23,0% heildar). Samanlagt voru þetta um 60% allra jarða með kvaðir. Hin 40% sem eftir standa eru sundurleitari og engin ein ráðandi samsetning kvaða. Fimm mjög sjaldgæfar samsetningar sem koma fyrir á innan við 10 jörðum hver eru samanlagt á aðeins 2,3% kvaðajarðanna. Þær skipta því litlu máli. 45 Sjá t.d. Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns II, bls T.d. Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns II, bls

58 Tafla 10: Samsetning kvaða á jörðum 1703 Samsetning kvaða Ein tegund kvaða Fjöldi jarða Hlutfall kvaðajarða (%) Róðrarkvaðir ,1 Dagslættir 28 2,7 Hestlán 41 3,9 Sjaldgæfar kvaðir 71 6,8 Tvær tegundir kvaða Róðrarkvaðir og dagslættir 60 5,7 Róðrarkvaðir og sjaldgæfar kvaðir 52 5,0 Dagslættir og hestlán 42 4,0 Þrjár til fjórar tegundir kvaða Róðrarkvaðir, dagslættir, hestlán ,0 Róðrarkvaðir, dagslættir, sjaldgæfar kvaðir 51 4,9 Róðrarkvaðir, dagslættir, hestlán og sjaldgæfar kvaðir 50 4,8 Önnur samsetning 24 2,3 Samtals Heildarfjöldi jarða með kvaðir var Heimild: Jarðabók Árna Magnússonar & Páls Vídalíns. Annað sem þarna kemur fram er að þrátt fyrir að dagslættir og hestlán hafi verið algengar kvaðir þá var sjaldgæft að þær kæmu fyrir án annarra kvaða. Jarðir með eingöngu dagslætti voru aðeins 28 eða 2,7% heildar og jarðir með eingöngu hestlán 41 talsins eða 3,9% heildar. Á 42 jörðum (4% kvaðajarða) komu svo þessar tvær kvaðir fyrir saman án annarra kvaða. Með öðrum orðum voru aðeins 111 jarðir (10,6% allra kvaðajarða) með annaðhvort dagslætti, hestlán eða bæði saman, þrátt fyrir að þessar tvær kvaðir kæmu fyrir á mun fleiri jörðum (dagslættir á 45,1% kvaðajarða og hestlán á 37,5% þeirra). Þetta er rökrétt afleiðing af því hversu algengar róðrarkvaðir voru: á 854 jörðum með kvaðir (81,3% heildar) voru róðrarkvaðir. Hinar kvaðirnar voru því óhjákvæmilega oftast til viðbótar við róðrarkvaðir. En hvernig var landfræðileg dreifing þessara sömu samsetninga? Það er, landfræðileg dreifni er óháð tölfræðilegri tíðni. Dreifingin er sýnd á korti 14 yfir samsetningu kvaða á jörðum. Þar samsvarar sérhver litur einni tiltekinni samsetningu kvaða. Sjaldgæfustu fimm samsetningar kvaða koma þó ekki fram á kortinu en þar er aðeins um að ræða 24 jarðir samtals (2,3% allra kvaðajarða). 50

59 Kort 14: Samsetning kvaða á jörðum 1703 Jarðir án kvaða og jarðir með mjög sjaldgæfar samsetningar eru ekki sýndar á kortinu. Heimild: Jarðabók Árna Magnússonar & Páls Vídalíns. 51

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar 1 Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar Introduction to rotating machines 2 Grunnhugtök og meginþættir Klassískar gerðir véla Riðstraumsvélar Samfasavél (synchronous machine) Spanvél (induction machine

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

Eignarhald og auðsöfnun við Breiðafjörð frá siðaskiptum til stórubólu

Eignarhald og auðsöfnun við Breiðafjörð frá siðaskiptum til stórubólu Vilhelm Vilhelmsson Eignarhald og auðsöfnun við Breiðafjörð frá siðaskiptum til stórubólu Inngangur Við upphaf 18. aldar átti Guðmundur ríki Þorleifsson (1658 1720) fasteignir upp á um það bil 920 hundruð

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum Raddir fjölbreyttra kennarahópa Sólveig Karvelsdóttir, lektor, HÍ Hafdís Guðjónsdóttir, dósent, HÍ Rannsóknin er hluti af tveimur rannsóknum Fjölbreyttir kennarahópar

More information

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012 Nr. 28/32 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012 2013/EES/28/07 frá 8. júní 2012 um framkvæmdarreglur vegna beitingar 16. gr.

More information

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Sérfræðingur í persónurétti Yfirlit Stóra myndin Skyldur GDPR Aðlögunarferli Áskoranir og praktísk ráð 2 3 Yfirlit: Hvað er GDPR?» GDPR

More information

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2 1 Examples 2 Sýnidæmi 2 2 Example 25-1 Gefið er 3 fasa, 3 teina raforkukerfi samkvæmt meðfylgjandi einlínumynd. Allar stærðir á myndinni eru í einingakerfinu ( per unit ). Seríuviðnám háspennulínanna er

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur CHEMISTRY The Central 9th Edition Hlutfallareikningur: AðA reikna út frá formúlum og efnajöfnum fnum Lavoisier: Massi varðveitist í efnahvörfum. : lýsa efnahvörfum. Efnajafna : Hvarfefni og myndefni: 2H

More information

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og 2006. Kolbeinn Árnason Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE: Coordination of information on the environment eða: Samræming umhverfisupplýsinga

More information

Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008.

Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008. GR 10:03 Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008. Guðlaugur Einarsson, geislafræðingur Ágúst 2010 Geislavarnir ríkisins Icelandic Radiation Safety Authority Rauðarárstíg 10 150 Reykjavík s. 5528200

More information

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016 FLUGTÖLUR 216 INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 216 Flugvöllur 215 216 Br. 16/15 Hlutdeild Reykjavík 348.24 377.672 8,5% 5,4% Akureyri 17.897 183.31 7,3% 24,5% Egilsstaðir 89.79 93.474 4,9%

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2011:1 27. maí 2011 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga frá sveitarfélögum árlega um fjárhagsaðstoð, félagslega heimaþjónustu

More information

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014 FLUGTÖLUR 2014 INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014 Flugvöllur 2013 2014 Br. 14/13 Hlutdeild Reykjavík 338.278 328.205-3,0% 48,6% Akureyri 178.231 172.106-3,4% 25,5% Egilsstaðir 91.561

More information

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gylfi Magnússon Viðskiptafræðideild Ritstjóri Ingjaldur Hannibalsson Rannsóknir í félagsvísindum XIII. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2012 Reykjavík:

More information

KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR

KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR KV 2018-3 KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR Greining á mögulegum eldisuppruna 12 laxa sem veiddust í tveimur ám á Vestfjörðum árið 2017 Analysis of 12 salmon caught in two rivers in the Icelandic Westfjords 2017

More information

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Jón Viðar Jónmundsson 1 og Emma Eyþórsdóttir 2 1 Bændasamtökum Íslands 2 Rannsóknarstofnun landbúnaðarins/lbh á Hvanneyri Inngangur Fyrsta

More information

Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi -

Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi - Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi - Rannveig Björnsdóttir Strandbúnaður 2017, Grand Hótel Reykjavík, 13.-14.mars YFIRLIT erindis Dæmi: doktorsverkefni RBj 2005-2010 BAKGRUNNUR VANDAMÁLIÐ

More information

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Þórólfur Guðnason yfirlæknir Sóttvarnalæknir, Embætti landlæknis Nóvember 2014 Gastegundir frá eldgosum >95% H 2 O, CO 2 SO 2

More information

Fóðurrannsóknir og hagnýting

Fóðurrannsóknir og hagnýting Fóðurrannsóknir og hagnýting Uppskeruhátíð rannsókna Gunnar Örn Kristjánsson Strandbúnaður 2018, Grand Hótel Reykjavík, 19.-20. mars. Grundvöllur fóðurgerðar Þarfir hjá eldisfisk Efnaþarfir til vaxtar

More information

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (MFT/MFS) og tannátu í lykiltönnum SVANHVÍT. SÆMUNSÓTTIR*, THR ASPEUN**, SIGURÐUR RÚNAR SÆMUNSSN***, INGA. ÁRNAÓTTIR* HEIRIGÐISVÍSINASVIÐ HÁSKÓA

More information

ÓHAPPATÍÐNI Í BEYGJUM OG LANGHALLA. Staða rannsóknarverkefnis

ÓHAPPATÍÐNI Í BEYGJUM OG LANGHALLA. Staða rannsóknarverkefnis ÓHAPPATÍÐNI Í BEYGJUM OG LANGHALLA Staða rannsóknarverkefnis Beygjur á vegakerfinu = hætta? Umferðar- og skipulagssvið Línuhönnunar Haraldur Sigþórsson Þjónustudeild tækniþróun Vegagerðin Einar Pálsson

More information

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi í norðaustanverðu Atlantshafi Jóhann Sigurjónsson Hafrannsóknastofnun Grand Hótel, Reykjavík, 21.-22. nóvember 2013 Efni erindis Deilistofnar Ástand og horfur Uppsjávar þríeykið Norsk-íslensk síld-kolmunni-makríll

More information

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Áhrif lofthita á raforkunotkun Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Júlí 2017 Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Orkustofnun Júlí 2017 Útgefandi: Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Sími: 569 6000, Fax, 568

More information

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna Samanburðarrannsókn nóvember 2012 Ari Klængur Jónsson www.mcc.is Árnagötu 2-4 400 Ísafjörður Sími: 450-3090 Fax: 456-0215 mcc@mcc.is 1 Velferðarráðuneytið

More information

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa Efnisyfirlit Þróun félagsauðs í grannríkjunum Bandaríkin Skandinavía Meginland Evrópu Þróunin á Íslandi Félagsþátttaka Frumtengsl Félagsrof Félagsauður,

More information

Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll. Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands

Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll. Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands Yfirlit erindis Meginmarkmið og bakgrunnur Nokkrar skilgreiningar Rannsóknaraðferðir

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2013 Municipal social services 2013

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2013 Municipal social services 2013 2014:3 9. október 2014 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Árið fengu 8.042 heimili fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og hafði heimilum sem þáðu slíkar greiðslur fjölgað um 306

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 8. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Fiskiskipastóllinn í árslok 2006 The fishing fleet at the end of 2006

Fiskiskipastóllinn í árslok 2006 The fishing fleet at the end of 2006 2007:2 28. febrúar 2007 Fiskiskipastóllinn í árslok 2006 The fishing fleet at the end of 2006 Samantekt Í lok árs 2006 voru á skrá hjá Siglingastofnun 1.692 fiskiskip og hafði þeim fækkað um 60 frá árinu

More information

Efni yfirlitsins að þessu sinni er: HAGTÖLUR VR

Efni yfirlitsins að þessu sinni er: HAGTÖLUR VR September 216 Efnahagsyfirlit VR er gefið út í tengslum við mánaðarlega stjórnarfundi félagsins. Yfirlitið er samantekt á hagtölum og öðru efni sem tengist vinnumarkaðs- og kjaramálum og er tilgangurinn

More information

Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu

Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu Er hlutfall barna yfir kjörþyngd hætt að aukast? Stefán Hrafn Jónsson Lýðheilsustöð Margrét Héðinsdóttir Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins Mars 2010 Líkamsþyngd barna

More information

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Klettafjöllin og Grand Canyon 1 Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Kristbjörg María Guðmundsdóttir Eitt af fallegustu handverkum náttúruaflanna er án efa að finna í vesturhluta Norður-Ameríku.

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2011 Municipal social services 2011

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2011 Municipal social services 2011 2012:1 4. október 2012 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Árið fengu 7.715 heimili fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og hafði heimilum sem þáðu slíkar greiðslur fjölgað um 805

More information

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Útg. Dags. Höf. Rýnir Samþykkur Lýsing 3 11/01 2006 GG EH Lokaskýrsla II 2 21/12 2005 GG SvSv Lokaskýrsla I 1 15/12 2005 GG Uppkast 1

More information

Reykjavík-Rotterdam, rannsókn á vöruútflutningi til Niðurlands (Hollands) Reykjavík-Rotterdam, a study of exports of goods to the Netherlands

Reykjavík-Rotterdam, rannsókn á vöruútflutningi til Niðurlands (Hollands) Reykjavík-Rotterdam, a study of exports of goods to the Netherlands 2. nóvember 2015 Reykjavík-Rotterdam, rannsókn á vöruútflutningi til Niðurlands (Hollands) Reykjavík-Rotterdam, a study of exports of goods to the Netherlands Samantekt Markmið þessarar rannsóknar er að

More information

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur IV. Illviðrabálkar

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur IV. Illviðrabálkar Greinargerð 32 Trausti Jónsson Langtímasveiflur IV Illviðrabálkar VÍ-ÚR14 Reykjavík Maí 23 Illviðrabálkur Inngangur Hér er fjallað um ýmislegt varðandi illviðri á Íslandi. Tilraunir eru gerðar til þess

More information

Hugvísindasvið. Lesið í landið. Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag. Ritgerð til B.A.-prófs. Ásta Hermannsdóttir

Hugvísindasvið. Lesið í landið. Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag. Ritgerð til B.A.-prófs. Ásta Hermannsdóttir Hugvísindasvið Lesið í landið Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag Ritgerð til B.A.-prófs Ásta Hermannsdóttir Janúar 2011 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Fornleifafræði Lesið í landið

More information

Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/ /10

Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/ /10 Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/04-2009/10 Stefán Hrafn Jónsson Háskóli Íslands, Landlæknisembættið Margrét Héðinsdóttir Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins

More information

Hagvísir Vesturlands. Börn í sveitum á Vesturlandi

Hagvísir Vesturlands. Börn í sveitum á Vesturlandi ISSN 1670-5556 Vífill Karlsson Hagvísir Vesturlands Skýrsla nr. 1 2015 Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi E F N I S Y F I R L I T Myndir... 1 Töflur... 2 1 Samandregnar niðurstöður... 3 2 Inngangur...

More information

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014 EFLA Verkfræðistofa STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin 2004-2013 Reykjavík, júní 2014 2014, hf - Vinnslu efnis og frágang texta annaðist Kolbrún Reinholdsdóttir fyrir Verkfræðistofuna EFLU hf. ISSN ISBN

More information

Segamyndun í djúpum bláæðum ganglima

Segamyndun í djúpum bláæðum ganglima FRÆÐIGREINAR / HJARTA- OG ÆÐASJÚKDÓMAR Geir Karlsson 1 Pedro Riba 2 Ingvar Þóroddsson 3 Björn Guðbjörnsson 1 Frá 1 lyflækninga- og 2 röntgendeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, 3 Heilsugæslustöð Akureyrar.

More information

RAFRÆNN REIKNINGUR. Eiginleikar, ávinningur og kröfur

RAFRÆNN REIKNINGUR. Eiginleikar, ávinningur og kröfur RAFRÆNN REIKNINGUR Eiginleikar, ávinningur og kröfur EIGINLEIKAR REIKNINGUR (HEFÐBUNDINN) Inniheldur/flytur gögn. Viðskiptaaðilar, Hvað er selt, Greiðsluupplýsingar Skattaupplýsingar ofl. Birtir gögn Prentað

More information

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Kynning í Dalskóla 6. desember 2018 Gautur Þorsteinsson, verkfræðingur Um útvarpsþjónustu Fyrsta útsending útvarpsdagskrár 1920 Útsendingar útvarps

More information

Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin

Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin 1996-1 Brynja Ármannsdóttir 1 læknanemi Laufey Tryggvadóttir 2 faraldsfræðingur Jón Gunnlaugur Jónasson 1,2,4 sérfræðingur í meinafræði Elínborg J. Ólafsdóttir

More information

Skemmtiferðaskip við Ísland. Úttekt á áhrifum. Edward H. Huijbens Kristinn Berg Gunnarsson

Skemmtiferðaskip við Ísland. Úttekt á áhrifum. Edward H. Huijbens Kristinn Berg Gunnarsson Skemmtiferðaskip við Ísland Úttekt á áhrifum Edward H. Huijbens Kristinn Berg Gunnarsson Rannsóknamiðstöð ferðamála 2014 Útgefandi: Titill: Höfundar: Rannsóknamiðstöð ferðamála, Borgum v/ Norðurslóð, IS-600

More information

BSc. ritgerð. Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga

BSc. ritgerð. Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga BSc. ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga Eva Úlla Hilmarsdóttir Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Þórhallur Örn Guðlaugsson Febrúar

More information

Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri

Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri Hugvísindasvið Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri Pólitíkin og pönkið Ritgerð til B.A.-prófs Valur Gunnarsson Janúar 2010 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Almenn bókmenntafræði Skítsama um allt, frá

More information

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík Notkun merkis Veðurstofu Íslands Veðurstofa Íslands Bústaðavegur 9 150 Reykjavík +354 522 60 00 +354 522 60 01 vedur@vedur.is Maí 2009 2 Efnisyfirlit Merki 3 Litanotkun 5 Merki í fleti 6 Stærð merkisins

More information

Sumargötur Vettvangsrannsókn á Laugavegi og Skólavörðustíg sumarið 2013

Sumargötur Vettvangsrannsókn á Laugavegi og Skólavörðustíg sumarið 2013 Sumargötur Vettvangsrannsókn á Laugavegi og Skólavörðustíg sumarið 213 Páll Jakob Líndal janúar 214 Sumargötur 213. Samantekt vettvangsrannsóknar Inngangur Í vettvangskönnun þeirri sem hér er kynnt voru

More information

Nýting járns á Íslandi Framtíðarhorfur fyrir takmarkaðan auðlindaforða

Nýting járns á Íslandi Framtíðarhorfur fyrir takmarkaðan auðlindaforða Nýting járns á Íslandi Framtíðarhorfur fyrir takmarkaðan auðlindaforða Guðrún Björg Gunnarsdóttir Jarðvísindadeild Háskóli Íslands 2014 Nýting járns á Íslandi Framtíðarhorfur fyrir takmarkaðan auðlindaforða

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2010:1 12. maí 2010 Félagsþjónusta sveitarfélaga 2007 2009 Municipal social services 2007 2009 Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga árlega um félagslega heimaþjónustu og fjárhagsaðstoð

More information

GENERAL BOND SECURITY AGREEMENT (IS. TRYGGINGARBRÉF - VEÐSAMNINGUR) (is. bundið vísitölu neysluverðs til verðtryggingar) Grunnfjárhæð ISK 100.000.000.000 Dags. 21 nóvember 2014 á milli REITIR FASTEIGNAFÉLAG

More information

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM Skýrsla fyrir skólaárið 2016-2017 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 2 1. Inngangur... 3 2. Markmið og tilgangur matsins... 3 3. Aðferðir og framkvæmd matsins... 3 4.

More information

Þungmálmar og brennisteinn í tildurmosa við iðnaðarsvæðið í Hellnahrauni í Hafnarfirði haustið 2013

Þungmálmar og brennisteinn í tildurmosa við iðnaðarsvæðið í Hellnahrauni í Hafnarfirði haustið 2013 NÍ-14001 Þungmálmar og brennisteinn í tildurmosa við iðnaðarsvæðið í Hellnahrauni í Hafnarfirði haustið 2013 Sigurður H. Magnússon Unnið fyrir Hafnarfjarðarbæ Þungmálmar og brennisteinn í tildurmosa við

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS. Hagstærðir Verzlunarmannafélags Reykjavíkur

HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS. Hagstærðir Verzlunarmannafélags Reykjavíkur HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS Hagfræðistofnun Háskóla Íslands Odda v/sturlugötu Sími: 525-4500/525-4553 Fax: 525-4096 Heimasíða: www.ioes.hi.is Tölvufang: ioes@hag.hi.is Hagstærðir Verzlunarmannafélags

More information

JANÚAR 2016 Karl Sigurðsson

JANÚAR 2016 Karl Sigurðsson JANÚAR 2016 Karl Sigurðsson Staða og horfur á vinnumarkaði Staðan á vinnumarkaði er að mörgu leyti góð ef litið er til þróunar atvinnuleysis, en skráð atvinnuleysi hefur lækkað úr um 8% árin 2009 og 2010

More information

HAF- OG VATNARANNSÓKNIR

HAF- OG VATNARANNSÓKNIR HV 2017-029 ISSN 2298-9137 HAF- OG VATNARANNSÓKNIR MARINE AND FRESHWATER RESEARCH IN ICELAND Lax-og silungsveiðin 2016 Guðmunda Þórðardóttir og Guðni Guðbergsson REYKJAVÍK ÁGÚST 2017 Lax-og silungsveiðin

More information

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ / 1004720-1004720-3-ABC 2.1.2018 09::16 Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær»»» Reykjavík/HÍ 06:42 06:44 06:45 06:47 06:51 06:52 06: 07:17 07:18 07:22 07:28 07:29 07:31 07:32 07:34 07:36 07:38

More information

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Power Point leiðbeiningar Sjónarhorn View Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Outline view - Yfirlitshamur Hér er hægt að rita minnispunkta við hverja glæru fyrir þann sem

More information

Þungmálmar í mosa í nágrenni fyrirhugaðs álvers í Reyðarfirði árið 2000

Þungmálmar í mosa í nágrenni fyrirhugaðs álvers í Reyðarfirði árið 2000 Þungmálmar í mosa í nágrenni fyrirhugaðs álvers í Reyðarfirði árið 2000 Sigurður H. Magnússon Unnið fyrir Reyðarál hf. NÍ-02011 Reykjavík, júní 2002 NÁTTÚRUFRÆÐISTOFNUN ÍSLANDS ISSN 1670-0120 ENGLISH SUMMARY

More information

Tölvu- og netnotkun einstaklinga 2011 Computer and Internet usage by individuals 2011

Tölvu- og netnotkun einstaklinga 2011 Computer and Internet usage by individuals 2011 2011:2 6. september 2011 Tölvu- og netnotkun einstaklinga 2011 Computer and Internet usage by individuals 2011 Samantekt Nettenging er til staðar á 93% íslenskra heimila. Árleg fjölgun nettengdra heimila

More information

Reykholt í Borgarfirði

Reykholt í Borgarfirði RANNSÓKNASKÝRSLUR 2000 4 Reykholt í Borgarfirði Framvinduskýrsla 2000 Guðrún Sveinbjarnardóttir ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS ÚTIMINJASVIÐ NATIONAL MUSEUM OF ICELAND DIVISION OF MONUMENTS AND SITES Ljósmynd á

More information

Einstaklingsmunur og þróun læsis hjá fjögra til sjö ára börnum

Einstaklingsmunur og þróun læsis hjá fjögra til sjö ára börnum Menntavísindasvið Háskóla Íslands Grein birt 31. desember 2010 Freyja Birgisdóttir Einstaklingsmunur og þróun læsis hjá fjögra til sjö ára börnum Kynntar verða niðurstöður langtímarannsóknar á þroska,

More information

Fæðuvenjur á unglingsárum og miðjum aldri og tengsl við áhættu á brjóstakrabbameini

Fæðuvenjur á unglingsárum og miðjum aldri og tengsl við áhættu á brjóstakrabbameini Fæðuvenjur á unglingsárum og miðjum aldri og tengsl við áhættu á brjóstakrabbameini Verkefni til doktorsprófs í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands Nemandi: Álfheiður Haraldsdóttir Leiðbeinendur: Laufey

More information

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu?

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu? Upphaf mælinga í uppsjávarskipum Sigurjón Arason Yfirverkfræðingur Matís ohf. og Prófessor, Háskóli Íslands Dr. Magnea G. Karlsdóttir; Fagstjóri, Matís ohf. Ásbjörn Jónsson; Verkefnastjóri, Matís ohf Magnús

More information

Vímuefnaneysla íslenskra unglinga í alþjóðlegum samanburði Ársæll Arnarsson Þóroddur Bjarnason

Vímuefnaneysla íslenskra unglinga í alþjóðlegum samanburði Ársæll Arnarsson Þóroddur Bjarnason Vímuefnaneysla íslenskra unglinga í alþjóðlegum samanburði 1995 2015 Ársæll Arnarsson Þóroddur Bjarnason Rannsóknasetur forvarna við Háskólann á Akureyri Rannsóknastofa í tómstunda- og félagsmálafræðum

More information

Félags- og mannvísindadeild

Félags- og mannvísindadeild Félags- og mannvísindadeild BA-ritgerð Félagsfræði Dagblaðalestur íslenskra ungmenna Sylvía Rut Sigfúsdóttir Janúar 2010 Félags- og mannvísindadeild BA-ritgerð Félagsfræði Dagblaðalestur íslenskra ungmenna

More information

[fjou:lɪð] mitt er svo [fuŋkt]!

[fjou:lɪð] mitt er svo [fuŋkt]! Hugvísindasvið [fjou:lɪð] mitt er svo [fuŋkt]! Um skiptihljóðið /f/ í máli stúlku á fimmta ári Ritgerð til B.A.-prófs Rannveig Garðarsdóttir Maí 2012 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Íslenska [fjou:lɪð]

More information

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild Háskólabrú fjarnám Bókalisti vorönn 2019 2. önn Félagsvísinda- og lagadeild Upplýsingatækni og tölfræði: Kennslubók í Excel 2016. Höfundar: Hallur Örn Jónsson og Óli Njáll Ingólfsson Stærðfræði 3: Stærðfræði

More information

Mannfjöldaspá Population projections

Mannfjöldaspá Population projections 3. október 217 Mannfjöldaspá 217 266 Population projections 217 266 Samantekt Samkvæmt miðspá mannfjöldaspár Hagstofu Íslands verða íbúar landsins 452 þúsund árið 266, bæði vegna fólksflutninga og af náttúrlegum

More information

Slysatíðni breyttra jeppa Áfangaskýrsla II. Verkefni fjármagnað af RANNUM

Slysatíðni breyttra jeppa Áfangaskýrsla II. Verkefni fjármagnað af RANNUM Slysatíðni breyttra jeppa Áfangaskýrsla II Verkefni fjármagnað af RANNUM Mars 2004 Titill: Höfundar: Slysatíðni breyttra jeppa Áfangaskýrsla II Árni Jónsson, M.Sc. Skúli Þórðarson, Dr.ing. ORION Ráðgjöf

More information

Sólborg Una Pálsdóttir. Fornleifaskráning Bakka og Bakkaholts á Kjalarnesi

Sólborg Una Pálsdóttir. Fornleifaskráning Bakka og Bakkaholts á Kjalarnesi Sólborg Una Pálsdóttir Fornleifaskráning Bakka og Bakkaholts á Kjalarnesi Minjasafn Reykjavíkur Árbæjarsafn Skýrsla nr 118 Reykjavík 2004 Kort: Sólborg Una Pálsdóttir Forsíða: Varnargarður og varðhundur

More information

HVERNIG Á AÐ META ÁHÆTTU?

HVERNIG Á AÐ META ÁHÆTTU? 85 HVERNIG Á AÐ META ÁHÆTTU? Það er hægt að mæla áhættu og minnka hana. Árið 1988 var ávöxtun á hlutabréfum Flugleiða 47,2% en þremur árum síðar, árið 1991, var hún neikvæð um 11,9%. Ávöxtun spariskírteina

More information

Laun á almennum vinnumarkaði 2005 Earnings in the private sector 2005

Laun á almennum vinnumarkaði 2005 Earnings in the private sector 2005 26:1 14. júlí 26 Laun á almennum vinnumarkaði 25 Earnings in the private sector 25 Samantekt Árið 25 voru regluleg mánaðarlaun á almennum vinnumarkaði að meðaltali 244 þúsund krónur, heildarmánaðarlaun

More information

Einelti og líðan. Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014. Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ

Einelti og líðan. Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014. Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Einelti og líðan Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014 Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til B.A. gráðu í sálfræði Hug- og félagsvísindadeild

More information

Reykholt í Borgarfirði

Reykholt í Borgarfirði RANNSÓKNASKÝRSLUR FORNLEIFADEILDAR 1998 Reykholt í Borgarfirði Framvinduskýrsla 1998 Guðrún Sveinbjarnardóttir og Guðmundur H. Jónsson 12 ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS ÚTIMINJASVIÐ NATIONAL MUSEUM OF ICELAND DIVISION

More information

UNGT FÓLK BEKKUR

UNGT FÓLK BEKKUR UNGT FÓLK 16 8.. BEKKUR Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun, heilsuhegðun, heilsuvísar, líðan og framtíðarsýn ungmenna í framhaldsskólum á Íslandi. ÆSKULÝÐSRANNSÓKNIR FRÁ 1992 Ungt fólk 16 Grunnskólar

More information

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, apríl 2012

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, apríl 2012 EFLA Verkfræðistofa STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin 2002-2011 Reykjavík, apríl 2012 2012, EFLA verkfræðistofa hf - Vinnslu efnis og frágang texta annaðist Kolbrún Reinholdsdóttir fyrir Verkfræðistofuna

More information

Nr mars 2006 AUGLÝSING

Nr mars 2006 AUGLÝSING AUGLÝSING um gerð sem felur í sér breytingu á samningi sem ráð Evrópusambandsins og Ísland og Noregur gerðu með sér um þátttöku hinna síðarnefndu í framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna. Hinn

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis ANNUAL SAFETY REVIEW 2012 Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis Flugmálastjórn Íslands: Annual Safety Review 2012 Útgefandi: Flugmálastjórn Íslands Skógarhlíð 12 105 Reykjavík

More information

Endurtekin hrygning hjá íslenskum laxastofnum

Endurtekin hrygning hjá íslenskum laxastofnum Ágrip Endurtekin hrygning hjá íslenskum laxastofnum Halla Kjartansdóttir og Sigurður Már Einarsson Veiðimálastofnun Vesturlandsdeild Endurtekin hrygning er mikilvægur þáttur í lífssögu stofna Atlantshafslaxins,

More information

Ávinningur Íslendinga af

Ávinningur Íslendinga af Ávinningur Íslendinga af sjávarútvegi Efnisatriði Hagfræðin og tískan Fiskihagfræðin og tískan Yfirfjárbinding og vaxtagreiðslur Auðlindarentan eykst Afleiðing gjafakvótakerfisins Niðurstöður HAGFRÆÐIN

More information

KENNSLULEIÐBEININGAR

KENNSLULEIÐBEININGAR Þorsteinn Helgason Miðaldafólk á ferð KENNSLULEIÐBEININGAR Efnisyfirlit Til kennara.... 3 Fólk á ferð á miðöldum... 4 Guðríður Þorbjarnardóttir... 6 Pílagrímar og krossfarar.... 8 Silkileiðin og Markó

More information

Aðeins eitt refabú eftir á öllu landinu

Aðeins eitt refabú eftir á öllu landinu 12 Norðlenskt lostæti á Matur-Inn 2007 14 Ný barnabók úr nútímasveit komin út 27 Þreifingar á Hrútadögum á Raufarhöfn Sér mjólk fyrir aldraða í Japan Japanska matvælafyrirtækið Nakawaza Foods setti nýlega

More information