Umhverfismál Saga og þróun

Size: px
Start display at page:

Download "Umhverfismál Saga og þróun"

Transcription

1 Umhverfismál Saga og þróun Júlíus Sólnes, prófessor Drög janúar 2005 Umhverfisvitund og umhverfisafglöp fyrr á öldum Víða má finna umfjöllun um náttúruna í biblíunni. Fyrr á öldum er það sjónarmið ríkjandi og talið eðlilegt, að maðurinn sé herra yfir náttúrunni. Kemur þetta m.a. mjög vel fram í ritum grískra heimspekinga fornaldar. Til dæmis segir gríski heimspekingurinn Krýsippus ( fk), (Coates 1998):,,Nú mun einhver spyrja; fyrir hvern var allt þetta risakerfi (náttúrunnar) skapað? Fyrir trén og plönturnar, því þær, þótt þær hafi ekki tilfinningu, byggja tilveru sína á náttúrunni? Þetta að minnsta kosti er fráleitt. Þá fyrir dýrin? Það er enn síður líklegt, að guðirnir hafi lagt á sig erfiði sköpunarinnar fyrir skynlausar og hugsunarlausar skepnur. Fyrir hvern þá ber að ætla, að veröldin hafi verið sköpuð? Án efa fyrir þær lifandi verur, sem hafa skilningarvit; þetta eru guðir og menn, sem vissulega standa öllum öðrum hlutum framar hvað hæfileika varðar, þar sem mikilvægasti hæfileikinn er skilningurinn. Þannig komumst við að þeirri niðurstöðu, að veröldin og allt, sem í henni finnst, hafi verið skapað fyrir guð og menn. Þannig litu fornmenn á það sem sjálfsagðan hlut að fara með náttúruna eins og þeim sýndist, breyta henni og umskapa hana eftir þörfum, spilla landi og eyða skógum og dýrum að vild. Grikkland til forna var vaxið skógi milli fjalls og fjöru. Miskunnarlaust var gengið á skógana, sem notaðir voru til bygginga og eldsneytis, þannig að Grikkland nútímans er nánast án skóglendis, sólbakað og þurrt land. Gagnrýnisrödd Platós, þegar hann segir í riti sínu Critias, að ástand jarðar í Attíku (nálægt Aþenu) sé mjög slæmt vegna skógarhöggs og mikilla rigninga, sem hafi skolað burt jarðvegi, ber þó ekki að skilja sem gagnrýni á mannanna verk, heldur er hann að lýsa slæmu ástandi, sem hafi skapazt í miklu landbúnaðarhéraði í Grikklandi. Sama er að segja um lönd Rómarríkis, skógum var eytt, og land brotið til akuryrkju, enda í fyrsta sinn í evrópskri menningu hægt að tala um myndun stórra borgarsamfélaga (Róm telur um 1,2 milljón íbúa á fyrstu öldum ek), sem þurfa mikið magn af korni úr sveitunum.,,panem et circensis, þ.e. brauð og leiki hrópaði lýðurinn í Róm. Virðingarleysi Rómverja fyrir villtum dýrum kemur einnig vel fram í leikjunum, sem háðir voru í hringleikahúsinu í Róm (Colosseum). Við vígslu þess árið 80 ek var þar slátrað um 5000 villtum dýrum á einum degi til að skemmta lýðnum. Landgæði í Rómarveldi versnuðu síðan jafnt og þétt vegna rányrkju. Á síðustu öldum vesturríkisins var kornið aðallega sótt til Norðurafríku, en smám saman eyðilögðust akrarnir þar einnig, og Rómarveldi leið undir lok. Helztu stórborgir fornaldar svo sem Rómarborg, Antiokkía í Sýrlandi og Alexandría, svo dæmi séu tekin, urðu smám saman að miklum svínastíum, eftir því sem mannfjöldinn jókst. Rusli var fleygt út á götur og skolpi hellt niður, þar sem hendi var næst. Þannig varð lífið að lokum nánast óbærilegt í borgarsamfélögunum, og afturhvarf til sveitanna hófst við lok

2 Rómarveldis hins vestra, þótt árásir Germana og Vandala ættu þar eflaust mikinn hlut að máli. Í Evrópu, ef undan er skilin höfuðborg Austrómverska ríkisins, Konstantínópel, snýst því þróunin við, og fólk flýr frá borgunum út í sveitirnar til að njóta friðar og betra umhverfis. Það er þó ekki að ætla, að virðing manna fyrir náttúrunni hafi aukizt að sama skapi. Það má segja, að umhverfisvitund fólks frá fornöld gegnum miðaldir hafi lítið breytzt. Haldið var áfram að ryðja skóga fyrir akuryrkju í takt við fólksfölgunina. Ástandið á Bretlandseyjum var þó sínu verra en á meginlandinu. Þannig eru einungis 15% af landi á Englandi skóglendur þegar Vilhjálmur stendur sem sigurvegari eftir orustuna við Hastings Til samanburðar má minna á, að talið er, að um 25% lands á Íslandi hafi verið skógi vaxið (birkiskógur og kjarr) við landnám, en nú, eftir 1100 ára búsetu, er aðeins um 1% eftir af skóglendi landsins. Það er fróðlegt í þessu sambandi að geta þess, að konungar og aðallinn í Englandi hafa líklega bjargað því sem bjargað varð af skóglendinu af eintómri sérgæzku, en skógarnir voru aðalveiðisvæði aðalsins, sem gætti þess varðveita þá vegna veiðanna. Þannig setti Vilhjálmur þegar 1087 lög um friðun allra skóglenda í Englandi til afnota fyrir sig og sína. Svipað ástand ríkti í Frakklandi, þar sem ströng skógarlög komu í veg fyrir, að bændur gætu fellt skóg og hreinsað kjarr á leigulöndum sínum. Því miður var ekki um slíkt að ræða á Íslandi. Þannig má segja, að fyrstu skref manna í átt til náttúruverndar, eins og við þekkjum hana nú, hafi verið til þess að verja hagsmuni sína frekar en þeim hafi þótt ástæða til að vernda náttúruna hennar vegna. Virðingarleysi fyrir dýrum var almennt gegnum miðaldir, nema ef til vill fyrir húsdýrum, þar sem menn áttu afkomu sína undir því, að þau væru heilbrigð og skiluðu sínum afurðum. Á miðöldum fóru fáránleg réttarhöld fram í Frakklandi og Þýzkalandi yfir villtum dýrum, sem síðan voru tekin af lífi fyrir,,glæpi sína. Í réttarhöldum yfir ranabjöllum, sem höfðu eyðilagt vínviðarekrur í St. Julien í Frakklandi 1587, vitnar verjandinn, lögfræðingurinn Pierre Rembaud, í sköpunarsögu Biblíunnar og telur, að Skaparinn hefði ekki fyrirskipað öllum dýrum jarðar að efla kyn sitt nema þeim væri heimilt að leita sér fæðu. Heilagur Franz frá Assisi er ef til vill einn af fyrstu umhverfissinnum miðalda, en hann var mikill dýravinur. Var jafnvel talið, að hann skildi mál fugla. Náttúrufegurð og tilfinning fyrir náttúrunni er nánast óþekkt fyrirbæri meðal almennings langt fram á tuttugustu öld. Ef tekin eru dæmi frá Íslandi má grípa niður í ferðasögu Eggerts og Bjarna þegar þeir koma upp á Mývatnsheiðina, en þar segir: blasti við Mývatnssveitin svört og ljót. Embættismannanefndin, sem fjallaði um endurreisn Alþingis í byrjun nítjándu aldar, hafði það m.a. á móti Þingvöllum, að:,,tingvellir er et stygt sted. Ekki hefur sá, sem drap síðasta Geirfuglinn á Íslandi, haft miklar áhyggjur af því, sem við í dag köllum fjölbreytileika tegundanna. Varðveizla allra dýra og plöntutegunda er nú bundin með einum mikilvægasta alþjóðasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sáttmálanum um fjölbreytileika tegundanna (e. Framework Convention on Biodiversity). Almennt ríkti lítill skilningur á verðmæti manngerðs umhverfis meðal ráðamanna fyrr á öldum, og virðing fyrir fornum mannvirkjum lítil. Colosseum í Róm var þannig grjótnáma á miðöldum, og Péturskirkjan í Róm aðallega byggð með grjóti þaðan. Hernan Cortés hafði ekki mikið samvizkubit af því að leggja einhverja merkilegustu borg miðalda, Aztekaborgina Tenochtitlan, í rúst í herför sinni til Mexíkó Í Tenochtitlan var rennandi heitt og kalt vatn í öllum húsum og einhver stórkostlegustu menningarverðmæti, sem sögur hafa farið af. 2

3 Sama má segja um eyðileggingu Forboðnu borgarinnar í Bejing í Boxarauppreisninni 1905, en herir Vesturveldanna eyðilögðu borgina, sem þótti með glæsilegustu fornminjum í allri Asíu, einungis til að refsa valdhöfum í Kína fyrir,,óþekktina. Eyðilegging hinna fornu borgarmúra í Kaupmannahöfn rétt fyrir lok nítjándu aldar vekja einnig furðu nútímamanna, en þótti sjálfsögð aðgerð á þeim tíma, enda þurfti að rýma til í ört vaxandi borg. Sinnaskipti á 19. öld Rómantík og afturhvarf til náttúrunnar Brezku skáldin Wordsworth, Shelley og Byron semja óði til náttúrunnar. Íslenzk ljóðskáld svo sem Jónas Hallgrímsson lofsyngja náttúruna. Rithöfundurinn, skáldið og bóndinn, Henry David Thoreau, sem bjó í Massachusetts ríki rétt hjá Boston, hneikslaði nágranna sína með sérkennilegu líferni sínu-hann gerðist meðal annars einsetumaður og bjó langdvölum í kofa út í skóg-er kallaður langafi umhverfissinna í Bandaríkjunum. Einnig má benda á James Fennimore Cooper, sem skrifar bækur sínar um fegurð óspilltrar náttúru og líf indjána í Norðurameríku (Síðasti móhíkaninn). Er Japanir opnuðu sendiráð í Washington um 1870 eftir rúmlega tveggja alda einangrun frá umheiminum, færði fyrsti sendiherrann Washingtonborg japönsk kirsuberjatré að gjöf. Enn þann dag í dag flykkjast ferðamenn til Washington í aprílmánuði til þess að sjá trén í blóma, sem stendur aðeins yfir í um tvær vikur. Þegar þau komu til Washington voru margir, sem lýstu andstöðu sinni við að planta þeim á þeim forsendum, að þau væru framandi í bandarískri náttúru og í rauninni,,aðskotadýr. Í samningum um fjölbreytileika tegundann er einmitt talað um, að forðast beri að flytja plöntur og dýr inn á svæði, þar sem þau hafa ekki verið hluti af lífríkinu áður (sitkagreni á Íslandi!) Landkönnuðir 19. aldar í Afríku og Asíu. Livingstone, Stanley, Speke, Burton, Grant, Baker, Cameron, Brazza ferðuðust yfir Afríku þvera og endilanga og urðu hugfangir af hinum stórfenglegu náttúrufyrirbærum, sem þar var að finna. Speke og Burton fundu m.a. upptök Nílar í Viktoríuvatninu, og er falleg stytta af brezka landkönnuðinum Burton í þjóðgarði við upptök Nílar í vatninu, sem hafa hins vegar látið á sjá vegna virkjunar, sem hefur verið byggð í fljótinu við upptök þess. Leiðsögumaðurinn frá Uganda lét sér hins vegar fátt um finnast og sgði, að Ugandamenn hefði ávallt vitað, að þetta væru upptök Nílar. Hefði ekki þurft aðstoð landkönnnða frá Evrópu til þess að skilgreina upptök Nílar. Charles Robert Darwin ( ) og rannsóknir hans á eðli náttúrunnar opna augu manna. Darwin er einn mesti náttúruvísindamaður (,,ecologist and geologist ) 19. aldar. H.M.S. Beagle leiðangurinn er allsherjar rannsókn á náttúrfyrirbærum bæði í steinaríkinu og plöntu- og dýraríkinu. Hápunktur ævistarfs Darwins er þó bók hans:,,the Origin of Species, Darwin er þó fremur vísindamaður en umhverfisverndarsinni, en hvergi í ritum hans kemur fram sú hugsun, að það þurfi að vernda náttúrun og verja hana gegn breytingum og ágengni mannsins. Margir fræðimenn notuðu þó kenningar Darwins til framdráttar umhverfisverndarsjónarmiðum. Ernst Häckel ( ) skilgreinir vistfræðihugtakið 1866 (,,die Oekologie ). 3

4 Skilningur á náttúruvernd eykst við aldamót Náttúruvernd og vistfræði a. John Muir og þjóðgarðar í Bandaríkjunum (Sierra Club 1892). Skógrækt og landgræðsla á Íslandi b. Landgræðslan og Skógrækt ríkisins % rýrnun landgæða við 1100 ára búsetu í landinu. c. Ungmennafélagsandinn í upphafi nýrrar aldar. Almenningur gerist þreyttur á mengun frá iðnaði a. Karl Marx og Friedrich Engels benda á hvernig kapítalisminn eyðileggur náttúruna (Irk áin í Manchester). Hugtakið,,eco- socialist verður til. b. Ástandið í iðnaðarborgum Bretlands og Þýzkalands orðið skelfilegt í byrjun tuttugustu aldar. Fyrri heimstyrjöldin undirstrikar eyðileggingu náttúrunnar samfara vaxandi iðnvæðingu og fullkomnari hertólum. Mikil loftmengun af völdum iðnaðar í upphafi tuttugustu aldar. Millistríðsárin Á þessum árum var umhyggja fyrir náttúrunni gjarnan tengd við kenningar Marx og kommúnisma, þótt hann ætti það alls ekki skilið. Í þessu felst mikil mótsögn, þar sem ýmsir postular kommúnismans (Trotsky, Brezhnev t.d.) prédika nauðsyn þess, að hið sósíalistíska ríki yfirbugi náttúruna og nýti hana miskunnarlaust sér í hag. Einhver verstu umhverfisspjöll mannkynssögunnar tengjast kommúnistaríkjum. 1. Frankfurt School í Bandaríkunum Horkheimer:,,what is the moon supposed to advertise. 2. Henry Salt ( ):,,Seventy years among savages Richard Walther Darré, landbúnaðarráðherra þriðja ríkisins, :,,Þjóðverjar eiga að lifa á lífrænum landbúnaði og trúa á norræna guði (Þór og Óðin). Kristindómur og gyðingar hafa eyðilagt náttúruna. Himmler hafði einnig áhuga á lífrænni ræktun. Hugarfarsbreytingar eftir seinni heimstyrjöldina Fyrstu alþjóðasamningar um umhverfismál a Washington sáttmálinn um hvalveiðar (samningur 1956) b London sáttmálinn um varnir gegn olíumengun sjávar 1. Aðgerðir til umhverfisverndar hafnar í Bretlandi. Ráðist gegn Lundúnaþokunni Verksmiðjur fluttar burt frá London og Temsáin hreinsuð Ýmsir alþjóðlegir samningar um verndun náttúru og lífríkis a Genfarsáttmálinn um fiskveiðar og verndun auðlinda hafsins b Kaupmannahafnarsamkomulagið um stofnun Alþjóða hafrannsóknaráðsins 3. Poppstjörnur, hassreykjandi hippar og græningjar í lopapeysum 1968 a. Andúð á styrjöldum og Vietnam stríðinu sérstaklega b. Andúð á vægðarlausri hagvaxtarstefnu iðnríkjanna 4

5 The Club of Rome: Limits to Growth. Rómarklúbburinn, hinn ósýnilegi háskóli, var stofnaður 1968 af um 30 vísindamönnum, hagfræðingum, mannvinum og stjórnmálamönnum frá um 10 löndum undir forystu Ítalans Dr. Aurelio Peccei. Klúbburinn vakti máls á spillingu náttúrunnar og gaf út ritið,,the Limits to Growth 1972, þar sem fjallað er um niðurstöður tölvulíkansins, The Predicament of Mankind, sem var unnið af vísindamönnum við Massachusetts Institute of Technology (MIT) undir forustu Forrester. Tölvulíkanið sýnir samþættingu fólksfjölda og afkastagetu náttúrunnar, sem takmarkar hagvöxt og iðnþróun. Í bókinni kemur fram mjög svört framtíðarspá, þar sem álitið er, að helztu auðlindir mannkyns svo sem olía og kol verði uppurnar skömmu eftir aldamótin 1900/2000. Það að Rómarklúbbsmenn skutu ansi langt yfir markið hefur kastað nokkurri rýrð á sjónarmið umhverfisverndarsinna án þess, að það sé þó sanngjarnt. Spárnar voru jú barn síns tíma og höfðu ekki þann vísindalega gagnagrunn, sem nú er til staðar. Bókin hefur komið út í íslenzkri þýðingu undir nafninu: Endamörk vaxtarins (Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor þýddi). Umhverfismál í stjórnmálaumræðunni Stokkhólmsráðstefnan 1972 Sameinuðu þjóðirnar gengust fyrir mikilli ráðstefnu um umhverfismál og efnahagslega þróun, sem var haldin í Stokkhólmi Í fyrsta sinn tóku stjórnmálaleiðtogar virkan þátt í umræðu um umhverfismál. Yfirlýsing ráðstefnunnar (miklar deilur) Fyrsta skref í áttina að alþjóðalögum um umhverfisvernd Áætlun um aðgerðir a.,,earthwatch, mælingastöðvar um allan heim b. Umhverfisstjórnun, þ.e. samvinna og skipulagning á störfum alþjóðastofnanna S.Þ. c. Hliðarráðstafanir til stuðnings umhverfismats og stjórnunar. Drög að alþjóðasamþykktum d. Verndun votlendis. Ramsarsamþykktin e. Verndun sameiginlegrar arfleifðar (UNESCO) f. Verndun sérstakra eyja (IUCN) g. Verzlun með villt dýr (,,CITES ) (IUCN) Samþykkt að koma á fót umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna UNEP (The United Nations Environment Programme) í Nairobi í Kenya. United Nations Environmental Programme (UNEP) Aðalárangur ráðstefnunar er ákvörðunin um sérstaka Umhverfismálastofnun Sameinuðu þjóðanna, sem fær aðsetur í Nairobi í Kenya, Fyrsti forstöðumaður stofnunarinnar verður Kanadamaðurinn Maurice Strong, en síðar koma Egyptinn Mustafa Tolba, Kandamaðurinn Elizabeth Dowdesley og núna Þjóðverjinn Klaus Töpfer, sem var áður umhverfisráðherra í stjórn Helmuts Kohl í Þýzkalandi. Með stofnuninni fær hugtakið umhverfisvernd fastan sess í alþjóðlegri umræðu og málstaðurinn öðlast skilning áhrifamanna á Vesturlöndum. 5

6 UNEP hefur haft forgöngu um gerð ýmissa alþjóðlegra umhverfissamninga a. Vínarsáttmálinn um verndun ózónlagsins 1985, Montrealsamningur 1987 b. Baselsáttmálinn 1989 um bann við flutningi milli landa á hættulegum úrgangi (hræsni kjarnorkuveldanna, sem fá kjarnorkuúrgang undanþeginn ákvæðum Baselsáttmálans) Alþjóðlegir umhverfisverndunarsamningar Umræður um umhverfismál fara vaxandi samhliða aukinni iðnaðarmengun og spillingu umhverfisins í heiminum öllum. Fyrstu alþjóðlegu mengunarvarnasamningarnir gerðir strax eftir heimsstyrjöldina síðari. Slys af völdum olíumengunar hafa verið tíðir alla þessa öld. Einhverjir fyrstu alþjóðasamningar varðandi umhverfisvernd taka til olíumengunar. Alþjóðlegir samningar um varnir gegn olíumengun voru gerðir í Brussel a. INTERVENTION (heimild til landa til að grípa inn í með björgunaraðgerðum þegar olíumengun verður á alþjóðlegum hafsvæðum). b. CLC (ákvæði um skaðabótaskyldu þess, sem verður valdur að olíumengun vegna óvarkárni eða vegna gáleysis). c. FUND (alþjóðlegur sjóður, sem nota má til að kosta björgunaraðgerðir vegna olíumengunar). Ýmsir svæðisbundnir samningar hafa verið gerðir um verndun tiltekinna hafsvæða og landsvæða um allan heim (Persian Gulf, Meditterranean, Caribean). Stöðug vinna við undirbúning gerðar hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna (United Nations Convention on Law of the Seas (UNCLOS)) Hann er loks undirritaður á Jamaíka Sáttmálinn hefur mjög sterk ákvæði um varnir gegn mengun og verndun lífríkis sjávar og er þannig einn mikilvægasti umhverfisverndarsamningur jarðar. Ekki náðist að staðfesta samninginn strax vegna andstöðu margra vestrænna ríkja vegna ákvæða um vinnslu á málmum og olíu á hafsbotni. Þannig drógu t.d. Norðmenn lappirnar fram til Sáttmálinn var loks staðfestur af nægilega mörgum ríkjum 1993 og fékk alþjóðlegt lagagildi í nóvember Mengunarvarnarákvæði sáttmálans skapa tímamót í verndun hafsins og lífríki þess. Umhverfisráðuneyti Umhverfisráðuneyti eru sett á laggirnar í flestum vestrænum löndum og víða í löndum þriðja heimsins, þar sem ráðamenn sjá umhverfisvernd sem tæki í baráttunni við hin fjölþjóðlegu fyrirtæki, sem þar eru að störfum. Bandaríkjamenn setja á stofn,,the Environmental Protection Agency, en yfirmaður þeirrar stofnunar fær mjög sterka stöðu í bandaríska stjórnarráðinu. Norðurlönd, fyrir utan Ísland, eru öll komin með umhverfisráðuneyti fyrir Á Íslandi er samþykkt 1976 (undir forystu Geirs Hallgrímssonar), að félagsmálaráðherra fari með samræmandi hlutverk í umhverfismálum innan ríkisstjórnarinnar. Margar tilraunir gerðar til að koma á umhverfisráðuneyti á Íslandi á 6

7 árunum , sem allar renna út í sandinn vegna andstöðu og/eða áhugaleysis þings og ríkisstjórna á þessum tíma. Our Common Future 1987 Á Allsherjarþingi Sam. þjóðanna 1983 var samþykkt að skipa sérstaka umhverfismálanefnd undir forystu Gro Harlem Brundtland, þáverandi forsætisráðherra Noregs, til að fara ítarlega yfir stöðu umhverfismála í heiminum. Nefndin skilaði skýrslu sinni,, Hin sameiginlega framtíð vor 1987, og vakti hún gífurlega athygli. Þar er hugtakið,,sjálfbær þróun (e. sustainable development) sett fram og gert að undirstöðulögmáli efnahagslegrar þróunar. Miklar umræður verða um skýrsluna á næstu árum um allan heim. Almenn viðurkenning á mikilvægi umhverfismála fyrir allt líf á jörðu. Samstarf Norðurlandanna Norðurlöndin stofna til samvinnu í umhverfismálum innan vébanda Norðurlandaráðs. Umhverfisráðherrar Norðurlandanna samþykkja sérstaka umhverfismálastefnu og áætlun um framgang hennar, sem er undirrituð í Helsinki í janúar Verkáætlanir um varnir gegn loftmengun, mengun sjávar og betri sorphirðu birtar Norræna umhverfisfjárfestingarfélagið (Nordic Environmental Fiancing Corporation, NEFCO) stofnað í Reykjavík Stuðlað að auknum norrænum umhverfisrannsóknum með styrkjum Norrænu ráðherranefndarinnar Umhverfisráðuneyti stofnað á Íslandi 1990 Félagsmálaráðherra fer með samræmingu umhverfismála innan ríkisstjórnarinnar skv. ákvörðun þáverandi forsætisráðherra, Geirs Hallgrímssonar frá Við sérstakar pólitískar aðstæður, sem sköpuðust á þingi veturinn , er mynduð ný ríkisstjórn í september 1989, sem gerir ráð fyrir stofnun sérstaks ráðuneytis umhverfismála. Eftir mikil átök á þingi veturinn er sérstakt umhverfisráðuneyti stofnað með lögum í febrúar 1990 og verkefni þess skilgreind með lögum, sem voru sett í maí Júlíus Sólnes verður fyrsti umhverfisráðherra landins. Skipulag umhverfismála á Íslandi Undir umhverfisráðuneytið heyrir almenn náttúruvernd. Náttúruverndarráð, Geysisnefnd og umsjón með hreindýrum var flutt til hins nýja ráðuneytis frá menntamálaráðuneyti. Hlutverki Náttúrverndarráðs var siðan breytt og ný ríkisstofnun, Náttúruvernd ríkisins, látin taka við hlutverki þess að mestu leyti. Náttúruverndarráð lifði í nokkur ár eftir þessa breytingu í ráðgefandi hlutverki og sá um að halda náttúruverndarþing á þriggja ára fresti. Það hefur nú verið lagt niður, og umhverfisráðuneytið heldur sjálft umhverfisþing, annað hvert ár, sem hefur leyst náttúruverndarþingið af hólmi. Embætti veiðistjóra ríkisins var flutt frá 7

8 landbúnaðarráðuneyti, og var hlutverk þess aukið verulega, m.a. var því fengið eftirlit með hreindýrastofninum og öðrum villtum landsspendýrum. Umhverfisráðuneytið var fengin umsjón og samræmingarhlutverk með gróðurvernd og landgræðslu. Skógrækt ríkisins og Landgræðsla ríkisins heyra þó áfram undir landbúnaðarráðuneytið. Miklar deilur um landgræðslumál og stjórnun þeirra áttu sér stað við stofnun hins nýja ráðuneytis, og hafa þær haldið áfram. Mengunarvarnir heyra undir umhverfisráðuneytið. Upphaflega fékk ráðuneytið umsjón með mengunarvarnadeild Hollustuverndar ríkisins og mengunarvarnadeild Siglingamálastofnunar. Nú er búið að flytja alla Hollustuvernd ríkisins undir umhverfisráðuneytið og flytja mengunarvarnadeild Siglingamálastofnunar til Hollustuverndar og sameina deildirnar þar. Allar fyrrgreindar stofnanir og deildir voru síðan sameinaðar í einni stofnun, Umhverfisstofnun, á árinu Skipulags- og byggingarmál heyra undir umhverfisráðuneytið. Landmælingar ríkisins voru fluttar til ráðuneytisins frá samgönguráðuneyti, en embætti skipulagsstjóra ríkisins var flutt til ráðuneytisins frá Félagsmálaráðuneyti. Brunamálastofnun, sem heyrði undir félagsmálaráðuneytið, var einnig flutt yfir til umhverfisráðuneytisins nokkrum árum eftir stofnun þess. Meðal mikilvægari verkefna umhverfisráðuneytisins eru fræðsla og upplýsingastarfsemi svo og rannsóknir á umhverfi. Náttúrufræðistofnun Íslands var flutt til ráðuneytisins frá menntamálaráðuneyti, en Veðurstofa Íslands (þerna flugsins) frá samgönguráðuneyti. Umhverfisráðuneytinu var einnig fært stórt hlutverk í alþjóðlegum samskiptum (annað utanríkisráðuneyti). Sinnir það alþjóðlegu, evrópsku og norrænu samstarfi í umhverfismálum. Alþjóðlegir umhverfissamningar Í viðauka IIIA eru tilgreindir nokkrir valdir alþjóðlegir samningar, sem skipta okkur Íslendinga máli. Í viðauka IIIB eru enn fremur sýndir nokkrir svæðisbundnir (regional) samningar, sem eru einnig mikilvægir fyrir Ísland. Eru þetta samningar, sem voru komnir til sögunnar fyrir Ríó-ráðstefnuna. Ríó-ráðstefnan, UNCED (United Nations Conference on Environmental and Development) Leiðin til Ríó Bergen 1990: Viðamikil undirbúningsráðstefna ECE. Þar börðust Íslendingar fyrir samkomulagi um bann við losun úrgangs í sjó. Genf 1990: II Loftslagsráðstefna S.Þ. (WMO, UNEP). 700 vísindamenn á vegum IPCC eru þar samankomnir ásamt umhverfisráðherrum aðildarríkja S.Þ. Samkomulag EB+EFTA ríkja+kanada, Nýja Sjáland, Ástralía og Japan um takmörkun á losun CO 2, þ.e. árið 2000 verði magnið það sama og árið 1990 Ríó-ráðstefnan Ríó-ráðstefnan er mesta ráðstefna, sem haldin hefur verið af hálfu Sameinuðu þjóðanna. Þjóðhöfðingjar og helztu embættismenn allra aðildarlanda Sþ sátu ráðstefnuna ásamt fjölda 8

9 fulltrúa félagasamtaka og starfshópa (Non-governmental organizations, NGO). Samþykkt yfirlýsingarinnar um umhverfi og þróun, Ríó-yfirlýsingin, mun sennilega vera talin mikilvægasti árangur ráðstefnunnar. Á sinn hátt má jafna henni við yfirlýsingu Stokkhólmsráðstefnunnar Má líta á yfirlýsinguna sem eins konar stjórnarskrá ríkja heims í umhverfismálum. Þótt hún sé ekki lagalega bindandi, hafa aðildarríki Sameinuðu þjóðanna staðfest með atkvæði sínu, er yfirlýsingin var samþykkt, að þau muni framfylgja þeirri stefnu, sem í henni felst. Yfirlýsingin er málamiðlun ólíkra sjónarmiða. Iðnríkin vildu kalla yfirlýsinguna Sáttmáli jarðar og leggja áherzlu á umhverfisvernd, en þróunarríkin vildu hins vegar leggja áherzlu á rétt sinn til nýtingu náttúruauðlinda og jafnvel rétt til aukinnar mengunar vegna mikils forskots iðnríkjanna. Bandaríkjamenn og Ísraelar drógu lappirnar við afgreiðslu yfirlýsingarinnar. Ísraelar vegna tillögu sendinefndar Palestínumanna um gæzlu umhverfishagsmuna kúgaðra og hernuminna þjóða, en Bandaríkjamenn vegna ákvæða um rétt til þróunar, þ.e. viðurkenning á rétti þróunarríkja til að reyna að hala inn á iðnríkin þótt það kosti aukna mengun og m.a. losun gróðurhúsalofttegundum, en þetta hefur mætt andstöðu á alþjóðlegum vettvangi. Þrátt fyrir þennan ágreining má gera ráð fyrir, að Ríó-yfirlýsingin verði smám saman undanfari alþjóðlegs sáttmála, Sáttmála jarðar, sem kveði á um rétt manna til ómengaðrar náttúru og umhverfisverndar um allan heim. Helztu atriði Ríó-ráðstefnunnar skulu nú rakin í örstuttu máli: 1. Samþykkt Ríó-yfirlýsingarinnar, en hún er óskuldbindandi. Tvö umdeild umhverfisverndarsjónarmið voru samþykkt, en þau eru: a) PP (precautionary principle), sem merkir, að varðandi öll vafaatriði, sem snerta skaðvænleg umhverfisáhrif, skal vafinn alltaf koma umhverfisvernd til góða. b) PPP (polluter pays principle), sem samþykkt var, að skyldi vera megininntak umhverfisverndar og lagasetningar þar að lútandi, en þá merkir, að sá sem veldur mengun á að borga tjónið, sem af henni hlýzt. 2. Dagskrá 21 (ekki skuldbindandi) Dagskrá 21 er framkvæmdaáætlun, bls. leiðarvísir fyrir ríkisstjórnir heims hvernig þær skuli haga umhverfismálum næstu árin, þ.e. við upphaf 21. aldar. Pólitísk samstaða 178 landa náðist um alla þætti þjóðfélagsins. Dagskráin inniheldur um 40 málefnaliði, sem má skipta í fjóra flokka, þ.e. a) Efnahags- og félagslegir þættir. b) Umhverfis- og auðlindastjórnun. c) Hlutverk óopinberra hópa í sjálfbærri þróun. d) Forsendur fyrir framkvæmd áætlunarinnar. 3. Bindandi sáttmálar a)alþjóðlegur samningur um loftslagsbreytingar (verndun andrúmsloftsins). Samningstextinn var samþykktur á embættismannafundi í New York, 9. maí 1992, eða skömmu fyrir Ríó-ráðstefnuna. Á ráðstefnunni skrifuðu 153 ríki undir samninginn. Lengi vel drógu Bandaríkjamenn lappirnar (George Bush eldri, þáverandi forseti Bandaríkjanna) ásamt nokkrum olíuríkjum, en skrifuðu undir að lokum. Bandaríkin hafa enn ekki staðfest 9

10 samninginn. Bush yngri hefur í rauninni í forsetatíð sinni hafnað sáttmálanum og dregið Bandaríkin út úr Kyoto samningnum. Loftslagssáttmálinn er rammsamningur (Framework Convention on Climate Change), sem hefur að lokatakmarki að koma á stöðugleika í magni þeirra lofttegunda, sem berast út í andrúmsloftið af manna völdum (anthropogeneous emissions) og eru skaðlegar umhverfinu og vistkerfi jarðar. Ákveðið að setja ákvæði samningsins niður í reglugerð, þar sem skyldi tilgreint hvernig einstök ríki, aðallega iðnríkin, skyldu ná markmiðum Loftlagssáttmálans. Ráðstefna aðildarríkjanna, sem var haldin í Kyoto í desember 1995 gekk formlega frá slíkri reglugerð (,,the Kyoto Protocol ), þar sem Íslendingar fengu heimild til að auka losun koltívoxýðs um 10% viðmiðunartímabilið /12. b) Alþjóðlegur samningur um fjölbreytileika tegundanna (lífríkissáttmálinn, e. convention on biological diversity). Í samningnum er að finna ákvæði um það hvernig þjóðir heims eigi að stjórna líffræðilegum auðlindum sínum, þannig að fjölbreytileiki haldist. Einnig hvernig koma má í veg fyrir, að tilteknar tegundir í dýra- og plönturíkinu, sem eru í útrýmingarhættu, hverfi úr lífríkinu. Sérstakur sjóður GEF (The Global Environmental Facility) er fyrir hendi, sem fær það ætlunarverk að aðstoða þróunarlönd í þessu skyni. Um 160 ríki hafa undirritað sáttmálann. 4. Samþykkt var áætlun um verndun regnskóga í hitabeltinu, einkum í Suður-Ameríku, Afríku og Asíu. 5. Samþykkt var að hefja gerð sáttmála um eyðimerkur og örfoka land. 6. Samþykkt var að ljúka gerð sáttmála um úthafsveiðar. Lokaráðstefna Sameinuðu þjóðanna um úthafsveiðar fór fram í New York Var endanlega gengið frá texta sáttmálans þar og hann undirritaður. Sáttmálinn hefur þó ekki komið í veg fyrir deilur úthafsveiðiþjóða, m.a. milli Norðmanna og Íslendinga, sem túlka sáttmálann á mismunandi vegu. 7. Þá var að lokum samþykkt að hefja undirbúning að sérstökum aðgerðum vegna hækkandi sjávarstöðu vegna gróðurhúsaáhrifa. United Nations Framework Convention on Climate Change Third Conference of the Parties (COP-3), Kyoto, Japan, Dec Lokasamkomulag um rammasamninginn um loftslagsbreytingar (FCCC). Al Gore flytur lítt skiljanlega ræðu á ráðstefnunni. Afstaða Bandaríkjanna mjög óljós. a) Íslendingar fá 10% aukningu á losun CO 2, mest allra 38 iðnríkja, sem eiga að takmarka losun sína viðmiðunar- tímabilið (2012). Evrópusambandið berst fyrir þrengri mörkum, en fær 8% minnkun. Þróunarlönd fá frjálsar hendur. 8. Bandaríkjamenn undirrita loks samninginn Nú liggur fyrir, að Bandaríkjaþing mun ekki staðfesta samninginn/reglugerðina í bráð, þar sem Bush yngri, bandaríkjaforseti, hefur lýst andstöðu sinni og stjórnar sinnar við reglugerðina og dregur í raun í efa allar forsendur hennar, þ.e. loftslagsbreytingar vegna hækkunar hitastigs. Öll önnur OECD ríki hafa nú undirritað samninginn, en Ísland, sem lengi vel dró lappirnar 10

11 vegna fyrirhugaðra stóriðjuframkvæmda, fékk svokallað Íslandsákvæði samþykkt á fundi aðildarríkja Kyoto samningsins í Marrakesh árið Þetta ákvæði gerir okkur kleift að byggja stóriðjuver, þannig að losun gróðurhúsalofttegunda frá þeim verði tekið út fyrir sviga, þ.e. falli ekki undir 10% aukningu, sem hefði ekki verið nóg. Þetta á við um litil hagkerfi (litlar og fámennar þjóðir), þar sem stóriðjuframkvæmd hefur veruleg áhrif á heildarlosun, en orka til hennar skal vera unnin á endurnýjanlegan hátt (vatnsafl, jarðvarmi). Deilur um gróðurhúsaáhrif og ózonlagið 700 vísindamenn á vegum IPCC töldu engan vafa á því í Genf 1990, að gróðurhúsaáhrif af manna völdum væru staðreynd. Engu að síður efast margir vísindamenn. Mjög margir, bæði iðnjöfrar og stjórnmálamenn, telja gróðurhúsaáhrif vera tóma vitleysu (PP reglan!!). Nýjustu athuganir vísindamanna sýna þó svo ekki verður um villzt, að hækkun hitastigs á jörðu er yfirvofandi vegna losunar gróðurhúsalofttegunda af manna völdum (Nature 2000). Fátæk lönd krefjast þess að fá að menga eins mikið og ríku löndin til að ná sömu stöðu. Norður-suður deilan Almennt samkomulag um verndun ózonlagsins, en margar efasemdaraddir heyrast þó af og til. Öll ózoneyðandi efni bönnuð í júní 1990 (London) og var t.d. fjarlægt úr búðum á Íslandi í júlí Samt er enn mikið Freonmagn í umferð, einkum í ríkjum þriðja heims. Alþjóðabankinn og ýmsar alþjóðlegar þróunarsamvinnustofnanir marka stefnuna Alþjóðabankinn og fleiri alþjóðlegar stofnanir (OECD, IMF, ADB, IADB, IFC,NIB, NDF) taka umhverfismál upp á arma sína. Alþjóðabankinn hættir að lána til stórframkvæmda nema fram hafi farið ítarlegt mat á umhverfisáhrifum (Asswan stíflan, þriggja gljúfra orkuverið í Kína, Fljótsdalsvirkjun?). OECD lætur fara fram úttekt á umhverfismálum í öllum aðildarríkjum (Ísland 1993). NEFCO (,,Nordic Environmental Financing Corporation ), sem er ætlað að aðstoða nálæg ríki í Austurevrópu við að draga úr mengun vegna verksmiðjureksturs og annarra aðgerða af manna völdum, stofnað Umhverfismál við árþúsundamót Tekst okkur að ná áttum og taka á umhverfisvanda jarðarbúa af myndarskap, eða mun gilda,,business as usual með áframhaldandi gróðurhúsaáhfrifum og eyðileggingu náttúruverðmæta? Á ráðstefnu aðildarríkja Kyoto samningsins um loftslagsbreytingar í nóvember 2000 í Hag í Hollandi náðist ekkert samkomulag um bindandi aðgerðir (,,protocol ) til þess að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda. Þar tókust á hagsmunir Bandaríkjanna og Evrópusambandsríkja annars vegar og hagsmunir þróunarlanda og iðnríkja hins vegar. Á ráðstefnunni reyndu Íslendingar að fá fylgi við hið svokallaða,,íslenzka ákvæði, sem heimilar ótakmarkaða losun gróðurhúsalofttegunda frá stóriðjuverum, sem eru reist í löndum með smáum hagkerfum (eitt stóriðjuver veldur gífurlegri aukningu á losun á landsvísu) ef notuð er umhverfisvæn orka, þ.e. orka unnin með endurnýjanlegum orkulindum. 11

12 Ekki reyndi á þetta ákvæði að lokum, þar sem ráðstefnan leystist upp í frumparta sína án nokkurs árangurs. Það var svo ekki fyrr en á ráðstefnu aðildarríkja Kyoto samningsins í Marrakesh, að Íslendingar fenguð ákvæðið loks samþykkt. Íslendingar skipa sér nú þegar í fremstu röð þeirra iðnríkja heims, sem losa hvað mest af koltvíoxíði út í andrúmsloftið. Munum við halda áfram að nota aðeins lögin um mat á umhverfisáhrifum vegna mannvirkjagerðar þegar það hentar okkur, en undanskilja framkvæmdir mati á umhverfisáhrifum þegar það þjónar pólitískum og efnahagslegum hagsmunum. Halda áfram að byggja stóriðjuver, sem margfalda losun gróðurhúsalofttegunda, með þeirri afsökun, að við notum jú endurnýjanlega orku,,,vistvæna orku. Gefið er í skyn, að allir aðrir noti,,óhreina orku, þ.e. kol og olíu, til stóriðjuvera. Staðreyndin er, að óvirkjað vatnsafl er gríðarlegt í Suður-Ameríku, Asíu og Afríku. Ísland kemst ekki einu sinni á blað í yfirlit yfir óvirkjað vatnsafl í yfirliti Alþjóða orkumálastofnunarinnar. Heimildir Coates, Peter (1998), Nature (Western Attitudes Since Ancient Times), University of California Press. Meadows, D. H., Meadows, D. L., Randers, J., and Behrens III, W. W. (1972), The Limits to Growth; A Report for the Club of Rome s Project on the Predicament of Mankind, New American Library, A Signet Book, New York. Pakenham, T. (1991), The Scramble for Africa (White Mans s Conquest of the Dark Continent from ), Avon Books, New York. World Commission on Environment and Development (1987), Our Common Future, Oxford University Press, New York. Oldroyd, D. R. (1983), Darwinian Impacts (An Introduction to the Darwinian Revolution), The Open University Press, Milton Keynes. 12

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa Efnisyfirlit Þróun félagsauðs í grannríkjunum Bandaríkin Skandinavía Meginland Evrópu Þróunin á Íslandi Félagsþátttaka Frumtengsl Félagsrof Félagsauður,

More information

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012 Nr. 28/32 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012 2013/EES/28/07 frá 8. júní 2012 um framkvæmdarreglur vegna beitingar 16. gr.

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og 2006. Kolbeinn Árnason Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE: Coordination of information on the environment eða: Samræming umhverfisupplýsinga

More information

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Loftslagsbreytingar: Staða og hlutverk Íslands

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Loftslagsbreytingar: Staða og hlutverk Íslands Loftslagsbreytingar: Staða og hlutverk Íslands Hugi Ólafsson, maí 2013 Loftslagsbreytingar - vísindin Alþjóðlegar skuldbindingar Losun gróðurhúsalofttegunda frá Íslandi Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum Hvað

More information

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Klettafjöllin og Grand Canyon 1 Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Kristbjörg María Guðmundsdóttir Eitt af fallegustu handverkum náttúruaflanna er án efa að finna í vesturhluta Norður-Ameríku.

More information

Helstu stærðir í loftslagsmálum á Íslandi. Gylfi Árnason PhD, aðjúnkt HR

Helstu stærðir í loftslagsmálum á Íslandi. Gylfi Árnason PhD, aðjúnkt HR Helstu stærðir í loftslagsmálum á Íslandi Gylfi Árnason PhD, aðjúnkt HR Í fréttunum Landsvirkjun:Vottar alla raforku til fyrirtækja með upprunaábyrgðum Plastmengun í hafinu Svifryk á Grensásvegi/Miklubraut

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Áhrif lofthita á raforkunotkun Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Júlí 2017 Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Orkustofnun Júlí 2017 Útgefandi: Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Sími: 569 6000, Fax, 568

More information

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Þórólfur Guðnason yfirlæknir Sóttvarnalæknir, Embætti landlæknis Nóvember 2014 Gastegundir frá eldgosum >95% H 2 O, CO 2 SO 2

More information

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2 1 Examples 2 Sýnidæmi 2 2 Example 25-1 Gefið er 3 fasa, 3 teina raforkukerfi samkvæmt meðfylgjandi einlínumynd. Allar stærðir á myndinni eru í einingakerfinu ( per unit ). Seríuviðnám háspennulínanna er

More information

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs?

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Hvernig getur málefni sem ekki er skilgreint sem námsgrein í grunnskóla eða námssvið

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr. 54 8. árgangur

More information

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi í norðaustanverðu Atlantshafi Jóhann Sigurjónsson Hafrannsóknastofnun Grand Hótel, Reykjavík, 21.-22. nóvember 2013 Efni erindis Deilistofnar Ástand og horfur Uppsjávar þríeykið Norsk-íslensk síld-kolmunni-makríll

More information

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar 1 Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar Introduction to rotating machines 2 Grunnhugtök og meginþættir Klassískar gerðir véla Riðstraumsvélar Samfasavél (synchronous machine) Spanvél (induction machine

More information

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

Nr mars 2006 AUGLÝSING

Nr mars 2006 AUGLÝSING AUGLÝSING um gerð sem felur í sér breytingu á samningi sem ráð Evrópusambandsins og Ísland og Noregur gerðu með sér um þátttöku hinna síðarnefndu í framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna. Hinn

More information

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Jón Viðar Jónmundsson 1 og Emma Eyþórsdóttir 2 1 Bændasamtökum Íslands 2 Rannsóknarstofnun landbúnaðarins/lbh á Hvanneyri Inngangur Fyrsta

More information

Fóðurrannsóknir og hagnýting

Fóðurrannsóknir og hagnýting Fóðurrannsóknir og hagnýting Uppskeruhátíð rannsókna Gunnar Örn Kristjánsson Strandbúnaður 2018, Grand Hótel Reykjavík, 19.-20. mars. Grundvöllur fóðurgerðar Þarfir hjá eldisfisk Efnaþarfir til vaxtar

More information

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018 Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu September 2018 Samantekt Íslandsstofa framkvæmdi viðhorfskönnun í júlí og ágúst 2018 meðal erlendra söluaðila sem selja ferðir til Íslands.

More information

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI ER ÍSLAND SPRUNGIÐ MEÐ 2,2 M FERÐAMANNA? TOP 10 ÞJÓÐGARÐAR Í BANDARÍKJUNUM 1. Great Smoky Mountains National Park

More information

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Svíþjóð - stjórnsýslan Þrjú formleg stjórnsýslustig Sveitarfélög, 290 talsins (Local level) Lén, 20 talsins (Regional level) Landsstjórn, 349 þingmenn (National

More information

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Power Point leiðbeiningar Sjónarhorn View Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Outline view - Yfirlitshamur Hér er hægt að rita minnispunkta við hverja glæru fyrir þann sem

More information

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn -

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM Schengen ráðstefna 6. október 2011 - Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - Áherslur - Lögreglan á Suðurnesjum - Framkvæmd landamæraeftirlits - Umhverfið - Álag á Ísland

More information

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson Samstarf HR og IGI Ólafur Andri Ragnarsson Leikjaiðnaðurinn 2021 Leikjaiðnaðurinn 2021 5.000 störf 70 milljarðar í heildarútflutningstekjur ef... Photo Ian Parker http://parkerlab.bio.uci.edu/nonscientific_adventures/iceland_man.ht

More information

Umhverfisvitund Íslendinga Þorvarður Árnason *

Umhverfisvitund Íslendinga Þorvarður Árnason * Umhverfisvitund Íslendinga Þorvarður Árnason * ÁGRIP Viðhorf Vesturlandabúa til náttúru- og umhverfisverndar hafa tekið verulegum breytingum á síðustu 30-40 árum. Erlendis fengu félagsvísindamenn snemma

More information

Loftmengun vegna jarðvarmavirkjanna

Loftmengun vegna jarðvarmavirkjanna Loftmengun vegna jarðvarmavirkjanna Kynning fyrir verkefnisstjórn 3. áfanga rammaáætlunar. 9.desember 2014 Þorsteinn Jóhannsson thorsteinnj@ust.is Nýting lághitasvæða og háhitasvæða Mun minni umhverfisáhrif

More information

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum Raddir fjölbreyttra kennarahópa Sólveig Karvelsdóttir, lektor, HÍ Hafdís Guðjónsdóttir, dósent, HÍ Rannsóknin er hluti af tveimur rannsóknum Fjölbreyttir kennarahópar

More information

Að störfum í Alþjóðabankanum

Að störfum í Alþjóðabankanum Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, útgáfa 2007-2008 Að störfum í Alþjóðabankanum Jónas H. Haralz JEL flokkun: G21, G28, N16, N26, N46 Lykil hugtök: Alþjóðabankinn, Suður-Ameríka, efnahagsmál, hagsaga,

More information

Umhverfisþing 2015 STRAUMAR OG STEFNUR Í REKSTRI ÞJÓÐGARÐA OG FRIÐLÝSTRA SVÆÐA

Umhverfisþing 2015 STRAUMAR OG STEFNUR Í REKSTRI ÞJÓÐGARÐA OG FRIÐLÝSTRA SVÆÐA Umhverfisþing 2015 STRAUMAR OG STEFNUR Í REKSTRI ÞJÓÐGARÐA OG FRIÐLÝSTRA SVÆÐA Af heimsþingi IUCN um friðlýst svæði World Parks Congress 2014 Jón Geir Pétursson Skrifstofa landgæða, umhverfis- og auðlindaráðuneytið

More information

Saga fyrstu geimferða

Saga fyrstu geimferða Lokaverkefni 2015 Réttarholtsskóli Saga fyrstu geimferða Arnar Freyr Jónsson og Oddur Kjartansson 10.FG Hópur 26 Geimöldin Árið 1957 hófst hin svokallaða geimöld sem síðar átti eftir að verða frumkvöðullinn

More information

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ / 1004720-1004720-3-ABC 2.1.2018 09::16 Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær»»» Reykjavík/HÍ 06:42 06:44 06:45 06:47 06:51 06:52 06: 07:17 07:18 07:22 07:28 07:29 07:31 07:32 07:34 07:36 07:38

More information

Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri

Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri Hugvísindasvið Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri Pólitíkin og pönkið Ritgerð til B.A.-prófs Valur Gunnarsson Janúar 2010 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Almenn bókmenntafræði Skítsama um allt, frá

More information

BS ritgerð í viðskiptafræði. Viðskipti Kína og Afríku

BS ritgerð í viðskiptafræði. Viðskipti Kína og Afríku BS ritgerð í viðskiptafræði Viðskipti Kína og Afríku Umfang viðskipta Guðmundur Steinn Steinsson Leiðbeinandi: Dr. Ingjaldur Hannibalsson Viðskiptafræðideild Maí 2013 Viðskipti Kína og Afríku Umfang viðskipta

More information

Lengsta fjallakeðja á Jörðinni!

Lengsta fjallakeðja á Jörðinni! AMERÍKA 1 Lengsta fjallakeðja á Jörðinni! Meðfram allri vesturströnd Ameríku liggja Cordillerafjöll. Í S-Ameríku eru þau kölluð: Andesfjöll Í N-Ameríku skiptast þau í: Klettafjöll (Rocky Mountains), Strandfjöll

More information

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Kynning í Dalskóla 6. desember 2018 Gautur Þorsteinsson, verkfræðingur Um útvarpsþjónustu Fyrsta útsending útvarpsdagskrár 1920 Útsendingar útvarps

More information

Sala á sjávarafurðum.l Bandaríkjanna 2016

Sala á sjávarafurðum.l Bandaríkjanna 2016 UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ Sala á sjávarafurðum.l Bandaríkjanna 2016 Hlynur Guðjónsson Aðalræðismaður og viðskiptafulltrúi Markaðurinn ECONOMICS The U.S. economy underperformed vs forecasts the 1 st quarter of

More information

Skýrsla Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra um utanríkis- og alþjóðamál

Skýrsla Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra um utanríkis- og alþjóðamál Skýrsla Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra um utanríkis- og alþjóðamál (Lögð fyrir Alþingi á 145. löggjafarþingi 2015 2016) Mars 2016 2 EFNISYFIRLIT INNGANGUR... 5 1. BORGARAÞJÓNUSTA... 8 1.1.

More information

Ed Frumvarp tillaga [143. mál]

Ed Frumvarp tillaga [143. mál] Ed. 148. Frumvarp tillaga [143. mál] um lagagildi viðaukasamnings milli ríkisstjórnar Íslands og Swiss Aluminium Ltd. um álbræðslu við Straumsvík. (Lagt fyrir Alþingi á 107. löggjafarþingi, 1984.) 1. gr.

More information

Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006

Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006 Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006 Rannsóknarmiðstöð HR í nýsköpunar- og frumkvöðlafræðum Rögnvaldur J. Sæmundsson Silja Björk Baldursdóttir Mars 2007 GEM - frumkvöðlastarfsemi 2006

More information

JÓHANNES BJÖRN. Falið vald. Kúnst

JÓHANNES BJÖRN. Falið vald. Kúnst JÓHANNES BJÖRN Falið vald Kúnst 1979, 2009 Jóhannes Björn Lúðvíksson ISBN 978-9979-70-580-2 IV. Þangað sem auðurinn streymir Þegar talað er um eigendur alþjóðlegra banka og margar undirtyllur þeirra, verður

More information

1.3 Jean Luc Nancy um skynjun og tilveru Almennt um innsetningar Judith Rugg um innra og ytra rými... 11

1.3 Jean Luc Nancy um skynjun og tilveru Almennt um innsetningar Judith Rugg um innra og ytra rými... 11 Samantekt Í þessari ritgerð er fjallað um rými og innsetningar og sérstaklega verk Elínar Hansdóttur Path og Parallax. Elín er ungur, íslenskur listamaður sem hefur vakið mikla athygli á síðustu árum með

More information

MARKAÐSSETNING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS Á ERLENDUM MÖRKUÐUM UNDIR VÖRUMERKINU REYKJAVÍK. Vörumerkið Reykjavík

MARKAÐSSETNING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS Á ERLENDUM MÖRKUÐUM UNDIR VÖRUMERKINU REYKJAVÍK. Vörumerkið Reykjavík MARKAÐSSETNING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS Á ERLENDUM MÖRKUÐUM UNDIR VÖRUMERKINU REYKJAVÍK Hjörtur Smárason, janúar 2014 Borgir og mikilvægi þeirra í framtíðinni Borgir eru í auknum mæli að taka yfir hlutverk

More information

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg.

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg. STO FNA Ð 1945 VESTANPÓSTUR Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg. Meðal efnis: Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi VESTANPÓSTUR 2006 Ábyrgðarmaður: Guðfinnur Kjartansson

More information

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2.

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2. Reykjavík, 15. maí 2017 R17050061 110 Borgarráð Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2. júní 2017 Fyrirhuguð er opinber

More information

Grafísk hönnun og hip-hop Þróun umslagahönnunar í hip-hop tónlist

Grafísk hönnun og hip-hop Þróun umslagahönnunar í hip-hop tónlist Grafísk hönnun og hip-hop Þróun umslagahönnunar í hip-hop tónlist Daði Oddberg Einarsson Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Desember 2016 Grafísk hönnun og hip-hop

More information

Efnisyfirlit Ársskýrsla 2008 Skógrækt ríkisins

Efnisyfirlit Ársskýrsla 2008 Skógrækt ríkisins Efnisyfirlit Ársskýrsla 2008 Skógrækt ríkisins 3 Efnisyfirlit Ársskýrsla 2008 Skógrækt ríkisins 4 GENGIÐ TIL SKÓGAR Sennilega verður ársins 2008 minnst sem kreppuársins á alþjóðavísu en kannski sérstakleg

More information

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur CHEMISTRY The Central 9th Edition Hlutfallareikningur: AðA reikna út frá formúlum og efnajöfnum fnum Lavoisier: Massi varðveitist í efnahvörfum. : lýsa efnahvörfum. Efnajafna : Hvarfefni og myndefni: 2H

More information

Umhverfismál í Evrópu Önnur úttekt

Umhverfismál í Evrópu Önnur úttekt Umhverfismál í Evrópu Önnur úttekt Skýrsla um breytingar í umhverfismálum í allri Evrópu, í framhaldi af skýrslunni Umhverfismál í Evrópu. Dobris-úttektin (1995). Tekið saman að ósk umhverfismálaráðherra

More information

Notkun á dýrum í listsköpun: Dýr sem list og list sem dýr

Notkun á dýrum í listsköpun: Dýr sem list og list sem dýr Notkun á dýrum í listsköpun: Dýr sem list og list sem dýr Listamaðurinn Heimir Björgúlfsson Svana Björg Ólafsdóttir Ritgerð til BA-prófs í listfræði Maí 2016 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Háskóli Íslands

More information

Horizon 2020 á Íslandi:

Horizon 2020 á Íslandi: Horizon 2020 á Íslandi: - Árangur Íslands í Horizon2020 - Hvernig getur Rannís veitt ykkur aðstoð? Kristmundur Þór Ólafsson Alþjóðasvið Rannís Landstengiliður (NCP) fyrir H2020 Hvað er H2020? Rammaáætlun

More information

STAÐA MÁLA HVAÐ VARÐAR HREINSUN SKÓLPS Á ÍSLANDI. Skýrsla Umhverfisstofnunar sbr. 28. gr. reglugerðar nr. 798/1999, um fráveitur og skólp

STAÐA MÁLA HVAÐ VARÐAR HREINSUN SKÓLPS Á ÍSLANDI. Skýrsla Umhverfisstofnunar sbr. 28. gr. reglugerðar nr. 798/1999, um fráveitur og skólp STAÐA MÁLA HVAÐ VARÐAR HREINSUN SKÓLPS Á ÍSLANDI Skýrsla Umhverfisstofnunar sbr. 28. gr. reglugerðar nr. 798/1999, um fráveitur og skólp EFNISYFIRLIT 1. INNGANGUR... 3 2. AÐSTÆÐUR Á ÍSLANDI... 3 3. LÖGLEIÐING

More information

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur?

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur? Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur? Málþing um byggðamál og svæðasamvinnu 14. mars 2014 Stefanía Traustadóttir Heimsókn til Norðurbotns (Oulu) apríl 2012 Þátttakendur: Ragnheiður

More information

Sameining tveggja háskóla í Svíþjóð

Sameining tveggja háskóla í Svíþjóð Sameining tveggja háskóla í Svíþjóð Aðdragandi, framkvæmd og árangur af sameiningu Högskolan på Gotland og Uppsalaháskóla Ágrip Í þessari úttektar er að dreginn lærdómur af nýlegri sameiningu tveggja háskóla

More information

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu?

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu? Upphaf mælinga í uppsjávarskipum Sigurjón Arason Yfirverkfræðingur Matís ohf. og Prófessor, Háskóli Íslands Dr. Magnea G. Karlsdóttir; Fagstjóri, Matís ohf. Ásbjörn Jónsson; Verkefnastjóri, Matís ohf Magnús

More information

Hringrás kolefnis. Freyr Pálsson

Hringrás kolefnis. Freyr Pálsson Hringrás kolefnis Freyr Pálsson Freyr Pálsson. 2005 (nóvember): Hringrás kolefnis á jörðunni. Ritgerð í jarðsögu 1 við Háskóla Íslands. Kolefni er fjórða algengasta frumefnið í heiminum. Á jörðinni flyst

More information

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Sérfræðingur í persónurétti Yfirlit Stóra myndin Skyldur GDPR Aðlögunarferli Áskoranir og praktísk ráð 2 3 Yfirlit: Hvað er GDPR?» GDPR

More information

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis ANNUAL SAFETY REVIEW 2012 Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis Flugmálastjórn Íslands: Annual Safety Review 2012 Útgefandi: Flugmálastjórn Íslands Skógarhlíð 12 105 Reykjavík

More information

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gylfi Magnússon Viðskiptafræðideild Ritstjóri Ingjaldur Hannibalsson Rannsóknir í félagsvísindum XIII. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2012 Reykjavík:

More information

Birgir Þór Runólfsson Nóbelsverðlaun í hagfræði 1993

Birgir Þór Runólfsson Nóbelsverðlaun í hagfræði 1993 Birgir Þór Runólfsson Nóbelsverðlaun í hagfræði 1993 Nóbelsverðlaunin í hagfræði 1993 féllu í skaut tveimur bandarískum hagfræðingum, þeim Douglass North og Robert Fogel, en báðir eru þeir kenndir við

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 8. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

ANNUAL REPORT 2010 ÁRSSKÝRSLA 2010

ANNUAL REPORT 2010 ÁRSSKÝRSLA 2010 ANNUAL REPORT 2010 ÁRSSKÝRSLA 2010 Annual Report 2010/Ársskýrsla 2010 Icelandic bilateral development cooperation from 1 January to 31 December 2010 Tvíhliða þróunarsamvinna Íslands 1. janúar til 31. desember

More information

Sjávarstöðubreytingar. Halldór Björnsson, VÍ

Sjávarstöðubreytingar. Halldór Björnsson, VÍ Sjávarstöðubreytingar Halldór Björnsson, VÍ Almennt yfirlit um sjávarstöðubreytingar Líta má á yfirborð sjávar sem jafnmættisflöt í þyngdarsviði jarðar Á þessu eru þó nokkur frávik Aflrænt frávik: ríkjandi

More information

Dystópíur uppgangskynslóðarinnar

Dystópíur uppgangskynslóðarinnar Hugvísindasvið Dystópíur uppgangskynslóðarinnar Dystópíur François Truffaut og Jean-Luc Godard og áhrif maí 1968 Ritgerð til BA-prófs í kvikmyndafræði Sigurður Helgi Magnússon Maí 2013 Háskóli Íslands

More information

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Stillt upp fyrir tískumyndatöku í Hörpu. Samantekt unnin fyrir Höfuðborgarstofu mars 2017 Höfundur: Rögnvaldur Guðmundsson Rannsóknir

More information

IS Stjórnartíðindi EB

IS Stjórnartíðindi EB 22.12.2000 IS Stjórnartíðindi EB L 327/1 TILSKIPUN EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS 2000/60/EB frá 23. október 2000 um aðgerðaramma Bandalagsins um stefnu í vatnsmálum EVRÓPUÞINGIÐ OG RÁÐ EVRÓPUSAMBANDSINS HAFA,

More information

Hugvísindasvið. Lesið í landið. Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag. Ritgerð til B.A.-prófs. Ásta Hermannsdóttir

Hugvísindasvið. Lesið í landið. Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag. Ritgerð til B.A.-prófs. Ásta Hermannsdóttir Hugvísindasvið Lesið í landið Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag Ritgerð til B.A.-prófs Ásta Hermannsdóttir Janúar 2011 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Fornleifafræði Lesið í landið

More information

Enginn maður hér á landi, annar en ég, hefur rétt til að lesa Der Tod in Venedig

Enginn maður hér á landi, annar en ég, hefur rétt til að lesa Der Tod in Venedig Hugvísindasvið Enginn maður hér á landi, annar en ég, hefur rétt til að lesa Der Tod in Venedig Þórður Sigtryggsson, Mennt er máttur og íslenzk menning á tuttugustu öld Ritgerð til M.A.-prófs Svavar Steinarr

More information

JANÚAR 2016 Karl Sigurðsson

JANÚAR 2016 Karl Sigurðsson JANÚAR 2016 Karl Sigurðsson Staða og horfur á vinnumarkaði Staðan á vinnumarkaði er að mörgu leyti góð ef litið er til þróunar atvinnuleysis, en skráð atvinnuleysi hefur lækkað úr um 8% árin 2009 og 2010

More information

Landbúnaður og losun gróðurhúsalofttegunda

Landbúnaður og losun gróðurhúsalofttegunda Fræðaþing landbúnaðarins 2005 Landbúnaður og losun gróðurhúsalofttegunda Jón Guðmundsson, jong@rala.is; jong@lbhi.is Hlynur Óskarsson, hlynur@rala.is; hlynur@lbhi.is Landbúnaðarháskóla Íslands Keldnaholti.

More information

Vaasa Ostrobothnia nóv. 2012

Vaasa Ostrobothnia nóv. 2012 Vaasa Ostrobothnia 19-21.nóv. 2012 Hópurinn og ferðin Halla Steinólfsdóttir Dalabyggð Ingibjörg Valdimarsdóttir Akranesi Ólafur Sveinsson SSV The Ministry of Foreign Affairs of Finland (19.nóv.) The Regional

More information

Skýrsla Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um utanríkis- og alþjóðamál

Skýrsla Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um utanríkis- og alþjóðamál Skýrsla Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um utanríkis- og alþjóðamál (Lögð fyrir Alþingi á 146. löggjafarþingi 2016-2017 Maí 2017 2 EFNISYFIRLIT INNGANGUR... 5 I. UTANRÍKISÞJÓNUSTA OG STJÓRNSÝSLA

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

KENNSLULEIÐBEININGAR

KENNSLULEIÐBEININGAR Þorsteinn Helgason Miðaldafólk á ferð KENNSLULEIÐBEININGAR Efnisyfirlit Til kennara.... 3 Fólk á ferð á miðöldum... 4 Guðríður Þorbjarnardóttir... 6 Pílagrímar og krossfarar.... 8 Silkileiðin og Markó

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2011:1 27. maí 2011 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga frá sveitarfélögum árlega um fjárhagsaðstoð, félagslega heimaþjónustu

More information

Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við leikskólann Steinahlíð og tilraunir með rykbindingar, - tímabilið 16. febrúar - 20.

Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við leikskólann Steinahlíð og tilraunir með rykbindingar, - tímabilið 16. febrúar - 20. USR - 29 Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við leikskólann Steinahlíð og tilraunir með rykbindingar, - tímabilið 16. febrúar - 2. apríl 29 - Anna Rósa Böðvarsdóttir Heilbrigðisfulltrúi Heilbrigðiseftirlit

More information

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna Samanburðarrannsókn nóvember 2012 Ari Klængur Jónsson www.mcc.is Árnagötu 2-4 400 Ísafjörður Sími: 450-3090 Fax: 456-0215 mcc@mcc.is 1 Velferðarráðuneytið

More information

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 I GENERAL INFORMATION ABOUT THE SCHOOL 1. Describe the school and its surroundings very

More information

Lýðheilsa Heilsa í allar stefnur

Lýðheilsa Heilsa í allar stefnur Lýðheilsa Heilsa í allar stefnur Hvar standa Íslendingar í samanburði þjóða? Dagskrá: 14:30 Ávarp forsætisráðherra: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 14:45 Heilsa í allar stefnur: Health in All Policies reynsla

More information

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Útg. Dags. Höf. Rýnir Samþykkur Lýsing 3 11/01 2006 GG EH Lokaskýrsla II 2 21/12 2005 GG SvSv Lokaskýrsla I 1 15/12 2005 GG Uppkast 1

More information

Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software.

Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software. Heimildaskrá Ritaðar heimildir Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software. Bændasamtök Íslands (2005). Hagtölur

More information

Þróun kennslu læknanema á síðustu áratugum

Þróun kennslu læknanema á síðustu áratugum Kristján Erlendsson læknir dósent kennslustjóri læknadeildar HÍ, yfirlæknir á vísinda- og þróunarsviði Landspítala krerlend@landspitali.is Þróun kennslu læknanema á síðustu áratugum Á síðustu þremur áratugum

More information

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands ÞÓRA BJÖRK HJARTARDÓTTIR Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands 1. Fjöldi erlendra stúdenta Á liðnum áratug hefur erlendum stúdentum fjölgað gríðarlega við Háskóla Íslands. Haustið 2000 voru skráðir

More information

Heimskautalöndin eru að breytast Mark Nuttall

Heimskautalöndin eru að breytast Mark Nuttall Heimskautalöndin eru að breytast Mark Nuttall Efnisyfirlit: Umhverfi í hættu Drög að áætlun um sjálfbæra þróun á heimskautasvæðunum Hindranir á leið til sjálfbærrar þróunar: Heimskautalöndin sem hluti

More information

Vaxandi ójöfnuður? Tekjudreifing og fátækt í OECD ríkjum

Vaxandi ójöfnuður? Tekjudreifing og fátækt í OECD ríkjum Growing Unequal? : Income Distribution and Poverty in OECD Countries Summary in Icelandic Vaxandi ójöfnuður? Tekjudreifing og fátækt í OECD ríkjum Útdráttur á íslensku Hefur tekjuójöfnuður aukist í tímans

More information

Um 220 manna vinnustaður í Mjóddina

Um 220 manna vinnustaður í Mjóddina Dreift frítt í öll hús í Breiðholtinu JÚLÍ 2006 7. tbl. 13. árg. Mjódd Opið virka daga 9-18:30 og laugardaga 10-14 Álfabakki 16 í Mjóddinni. Um 220 manna vinnustaður í Mjóddina Lyfjaval.is Sími 577 1166

More information

FRAMKVÆMDAÁÆTLUN UM VARNIR GEGN MENGUN SJÁVAR FRÁ LANDI

FRAMKVÆMDAÁÆTLUN UM VARNIR GEGN MENGUN SJÁVAR FRÁ LANDI FRAMKVÆMDAÁÆTLUN UM VARNIR GEGN MENGUN SJÁVAR FRÁ LANDI Umhverfisráðuneytið Prentun: Hjá GuðjónÓ 2001 FORMÁLI SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR UMHVERFISRÁÐHERRA Vernd hafsins er eitt mikilvægasta verkefni í umhverfismálum

More information

Koleefnisssporr Lan. Loftslaggsbókhald 2007 L 2008/19

Koleefnisssporr Lan. Loftslaggsbókhald 2007 L 2008/19 Loftslagsbókhald 2007 Koleefnisssporr Lan ndsvvirkju unarr Loftslaggsbókhald 2007 L 2008/19 LV 93 Efnisyfirlit Kolefnisspor... 1 Hvað er kolefnisspor?... 2 Losun gróðurhúsalofttegunda... 3 Losun gróðurhúsalofttegunda

More information

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016 FLUGTÖLUR 216 INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 216 Flugvöllur 215 216 Br. 16/15 Hlutdeild Reykjavík 348.24 377.672 8,5% 5,4% Akureyri 17.897 183.31 7,3% 24,5% Egilsstaðir 89.79 93.474 4,9%

More information