Staðlaráð Íslands Öll réttindi áskilin. 1. prentun.

Size: px
Start display at page:

Download "Staðlaráð Íslands Öll réttindi áskilin. 1. prentun."

Transcription

1 Staðlar Staðlarlétta léttaþérþérlífið! lífið!

2 Staðlaráð Íslands Öll réttindi áskilin. 1. prentun. Án skriflegs leyfis útgefanda má ekki endurprenta eða afrita þetta rit með neinum hætti, vélrænum eða rafrænum, svo sem ljósritun, hljóðritun eða annarri aðferð sem nú er þekkt eða verður síðar fundin upp, né miðla ritinu í rafrænu gagnasafni. ISBN-númer:

3 Formáli Þetta er þriðja útgáfa SI kversins aukin og endurbætt. Önnur útgáfa kom út 1994 og hefur verið ófáanleg lengi. Frá því kverið var gefið út síðast hafa orðið nokkrar breytingar þó svo að einingakerfið í heildina hafi lítið breyst. Þessar breytingar hafa verið færðar inn. Þessi þriðja útgáfa er byggð að mestu á annarri útgáfunni ásamt enskri útgáfu ISO frá Einnig hefur verið notast við upplýsingar frá ISO á rafrænu formi til að tryggja að í kverinu séu nýjustu upplýsingar. Þessu kveri, eins og hinum fyrri, er ætlað að vera lítil handbók um SI einingarnar og notkun þeirra. Því er ætlað að vera hjálpartæki við gerð kennslugagna, við kennslu og nám og sem uppsláttarrit fyrir þá sem vinna að tæknistörfum. Upplýsingarnar í kverinu eru byggðar á alþjóðlegu stöðlunum ISO 31 og ISO Lög um mælingar, mæligrunna og vigtarmenn voru samþykkt á Alþingi 14. júní 2006 og tóku gildi 30. júní Í 5. grein laganna er notkun SI kerfisins lögboðin á Íslandi.

4 Efnisyfirlit Formáli 3 1 Hvað er SI kerfið? Sögulegur bakgrunnur Breytingin yfir í SI kerfið Meginreglur SI kerfisins Grunneiningar Afleiddar einingar Margfeldiseiningar Aukaeiningar Stærðir og einingar Ritunarreglur 12 2 Stærðir, einingar og tákn Rúm og tími 13 Flatarhorn 13 Lengd 13 Flatarmál 14 Rúmmál 14 Tími 14 Hornhraði 14 Hraði 14 Hröðun Lotubundin fyrirbæri 15 Tíðni 15 Snúningstíðni, hverfitíðni 15 Horntíðni Aflfræði 15 Massi 15 Eðlismassi 15 Kraftur 15 Kraftvægi 16 Skriðþungi 16 Tregðuvægi 16 Orka 16 Afl 16 Þrýstingur 16 Skriðseigja 17 Eðlisseigja Efnisstyrkur 17 Hverfivægi um flöt 17 Hverfivægi um pólaás 17 Mótstöðuvægi 17 Þverspenna 17 Skúfspenna (skerspenna) 17 Fjaðurstuðull 17 Skúfstuðull (skerstuðull) Varmi 17 Varmafræðilegt hitastig 17 Varmaleiðni 18 Varmaflutningsstuðull 18 Yfirborðsstuðull á varmaflutningi 18 Varmaeinangrun 18 Eðlisvarmi Rafmagn og segulsvið 18 Rafstraumur 18 Rafhleðsla 18 Rafmætti 18 Rafspenna 18 Rýmd 18 Viðnám 18 Span (spanstuðull) 18 Þéttleiki segulflæðis 19 Raunafl 19 Launafl 19 Sýndarafl Ljós 19 Ljósstyrkur 19 Ljósflæði 19 Birta 19 Lýsingartími 19

5 2.8 Hljóðfræði 19 Hljóðþrýstingsstig 19 Hljóðafl Eðlisefnafræði 20 Efnismagn 20 Hlutfallslegur frumeindamassi 20 Hlutfallslegur sameindamassi 20 Efnisstyrkur 20 Mólstyrkur 20 Efnishlutfall 20 Rúmmálshlutfall 20 Massahlutfall Frumeinda- og kjarneðlisfræði 20 Virkni 20 Massavirkni, sérstök virkni 20 Rúmmálsvirkni, virkniþéttleiki Jónandi geislun 20 Geislaskammtur 20 Geislaálag 21 Geislaáhrif Einkennandi tölur 21 3 Breytitöflur 22

6 SI - kerfið 1 Hvað er SI kerfið? SI stendur fyrir Système International d Unités, þ.e. hið alþjóðlega kerfi eininga. Stafirnir SI eru notaðir á öllum tungumálum til auðkenningar á kerfinu. SI kerfið er einingakerfi sem sett var fram og tekið upp af æðstu alþjóðastofnun um mál og vog þ.e. General Conference on Weight and Measures (Conférence Génerale des Poids et Mesures, CGPM). Það er byggt á metrakerfinu gamla og er hannað með það fyrir augum að nýtast við allar aðstæður - almennar, tæknilegar eða vísindalegar. SI kerfið er þannig uppbyggt að aðeins er notuð ein eining fyrir hverja tegund stærðar. Þetta fækkar stærðareiningum og gerir kerfið auðlærðara og auðveldara í notkun. Uppbygging kerfisins gerir líka alla útreikninga einfaldari. Kostir SI kerfisins koma best í ljós ef stuðst er við reglur þess eingöngu og þær ávallt notaðar. 1.1 Sögulegur bakgrunnur Eldri mælieiningar voru ekki hluti af neinu mælikerfi. Mælieiningar ólíkra hluta mynduðu sjálfstæð kerfi. Imperial foot-pound (fet-pund) kerfið varð til eftir langa þróun mælieininga allt frá tímum Rómverja. Þrátt fyrir einföldun í nokkrum áföngum þá notast kerfið enn við margar einingar til mælinga á sama hlutnum t.d. tomma, fet, jardi og míla fyrir lengd. Fyrsta velheppnaða einingakerfið var metrakerfið sem fundið var upp í Frakklandi upp úr Metrakerfið var tekið upp á alþjóðavísu með undirritun Metre Convention samningsins (Convention du Métre), samnings 17 þjóða, í París árið Síðan þá hafa margar þjóðir bæst í hópinn; í janúar árið 2007 voru þær 51 auk 22 þjóða sem eru aukaaðilar. Fjöldi þjóða sem ekki eru aðilar nota einnig metrakerfið, þ.m.t. Ísland. Eftir því sem tæknin þróaðist var bætt við fjölmörgum nýjum einingum í metrakerfið fyrir mismunandi svið. Í reynd varð metrakerfið blanda nokkurra mismunandi kerfa. Árið 1901 kom ítalski rafmagnsverkfræðingurinn Givanni Giorgi fram með hugmynd um raffræðilega grunneiningu til að tengja saman rafrænar einingar og kraftrænar einingar. Tillaga Giorgis varð undirstaðan að MKSA (metri, kílógramm, sekúnda og amper) - kerfinu, þar sem amper, A, var bætt við sem nýrri grunneiningu ásamt hinum þremur eldri þ.e. metranum, m, kílógramminu, kg, og sekúndunni, s. Árið 1938 var bætt við MKSA kerfið afleiddu einingunni newton, N, fyrir kraft í stað einingarinnar kílógramm-kraftur (kgf), sumstaðar kölluð kílópond (kp), en sú eining samræmdist ekki kerfinu. MKSA kerfið varð síðan grunnurinn að SI kerfinu. SI kerfið var búið til af Alþjóðasamtökum um mál og vog, CIPM, (International Committee for Weights and Measures/Comité International des Poids et Mesures), og síðan samþykkt af General Conference on Weight and Measures, CGPM, árið 1960 en þar sitja fulltrúar allra aðildarþjóðanna.

7 Þegar SI kerfið var samþykkt var bætt við tveimur grunneiningum, kelvin, K, fyrir varmafræði og kandela, cd, fyrir ljósstyrk. Árið 1971 var sjöundu grunneiningunni bætt við, mól, mol, fyrir efnismagn. Alþjóðastaðlasamtökin, ISO, hafa gefið út alþjóðastaðalinn ISO 31, Stærðir og einingar í 14 hlutum, og ISO 1000, SI einingar og tillaga um notkun margfelda af þeim og annarra eininga, fyrir notkun á SI kerfinu. Staðlaráð aðildarlandanna hafa byggt á ISO 31 og alþjóðastaðlinum IEC 27 Notkun bókstafatákna í raftækni (4 hlutar) frá Alþjóða raftækniráðinu (International Electrotechnical Commission), IEC, og breytt þjóðarstöðlum til samræmis við SI kerfið. 1.2 Breytingin yfir í SI kerfið Í flestum Evrópulöndum hefur metrakerfið verið notað frá því á 19. öld. Í þessum löndum var breytingin yfir í SI kerfið fólgin í því að hætta notkun eldri mælieininga svo sem kílópond, kp; kaloríu, kal; hestafls, hp; bar, bar, og taka upp fáeinar nýjar svo sem newton, N, og pascal, Pa. Í löndum sem notuðu fet-pund kerfið er breytingin miklu meiri, þar breytast nánast allar einingar að tímanum undanskildum. Margar af stærstu iðngreinum Bretlands og Bandaríkjanna hafa skipt yfir í SI kerfið. Einnig er mikið af verslunarvöru selt í metraeiningum. En hins vegar eru t.d. vegamerkingar ennþá í mílum og mílum á klukkustund. 1.3 Meginreglur SI kerfisins SI kerfið er byggt á sjö sjálfstæðum grunneiningum. Með einföldum eðlisfræðireglum og útreikningum er hægt að sameina þær og skilgreina nýjar tegundir stærða, afleiddar einingar. Fyrir hverja tegund stærðar er aðeins til ein SI eining. Grunneiningarnar ásamt afleiddu einingunum mynda síðan samræmdu SI einingarnar. Nokkrar einingar utan SI kerfisins hafa verið samþykktar til notkunar með þeim. Þessar einingar eru kallaðar aukaeiningar. SI einingar, eða í nokkrum tilfellum aukaeiningar eins og lítri, l, eða rafeindavolt, ev, er hægt að nota með forskeytum sem þýða margföldun með ákveðnu veldi af tíu. Einingar sem hafa forskeyti eru kallaðar margfeldiseiningar til að aðskilja þær frá grunneiningum og afleiddum einingum Grunneiningar Þær sjö grunneiningar sem mynda SI kerfið hafa verið valdar af sögulegum ástæðum eða hagkvæmnisástæðum, en þær er að finna í töflu 1. Tafla 1 Grunnstærð SI grunneining Nafn Tákn lengd metri m massi kílógramm kg tími sekúnda s rafstraumur amper A hiti kelvin K efnismagn mól mol ljósstyrkur kandela cd

8 Grunneiningin kílógramm er skilgreind með alþjóðlegri frumgerð kílógrammsins, sem er tiltekinn sívalningur gerður úr 90 % platínu og 10 % iridíum. Sívalningurinn er geymdur hjá International Bureau of Weights and Measures í Pavillion de Breteuil í bænum Sèvres, rétt við París, í Frakklandi. Hinar sex grunneiningarnar eru skilgreindar með eðlisfræðilegum tilraunum. Allar skilgreiningarnar má finna í ISO Afleiddar einingar Afleiddar einingar eru myndaðar úr grunneiningum samkvæmt eðlisfræðilegum tengslum stærðanna. Dæmi: Rúmmálseining er skilgreind með jöfnunni fyrir rúmmál tenings þ.e. V = l³ þar sem V er rúmmálið og l (í metrum) er kantlengd teningsins. SI einingin er því 1 m³. Dæmi: Einingin fyrir hröðun er skilgreind með hjálp jöfnunnar fyrir jafna hröðun punktmassa, a = v/t, þar sem a er hröðunin, v (m/s) er lokahraðinn sé miðað við byrjun úr kyrrstöðu, og t (s) tíminn sem tekur að ná hraðanum. Hröðun hefur því SI eininguna 1 m/s². Dæmi: Einingin fyrir kraft er skilgreind skv. jöfnu Newtons F = m a, þar sem F er sá kraftur sem verkar á punktmassann m (í kg) með hröðunina a (í m/s²). Því verður SI eining krafts 1 kg m/s² sem hefur fengið nafnið newton, N. Athugið að ekkert annað en grunneiningarnar er notað til að tákna afleiddar einingar, engir stuðlar. Þegar sagt er að SI einingarnar séu samræmdar þá er átt við að engir tölulegir umbreytistuðlar eru notaðir milli eininga. Til að forðast umbreytistuðla er mælt með að nota aðeins samræmdar einingar. Af hagkvæmisástæðum hefur 21 afleidd eining fengið sérstakt nafn og tákn eins og newton, N. Mælt er með því að þessi nöfn og tákn séu notuð. Dæmi: Rita skal Pa frekar en N/m², rita skal V (volt) frekar en W/A. Þær afleiddu einingar í SI kerfinu sem fengið hafa sérstök nöfn og tákn eru sýndar í töflu 2. Í flestum útreikningum er þægilegra og minnkar hættu á mistökum að nota aðeins grunneiningarnar við útreikninga á afleiddum stærðum. Þessi framsetning er einstök en framsetning með táknum fyrir afleiddar einingar er það ekki Margfeldiseiningar Oft er hentugt að nota margföldunarforskeyti með einingunum. Þau merkja ákveðið tugveldi og nefnist einingin ásamt forskeytinu margfeldiseining. Dæmi: Forskeytið kíló, k, fyrir framan eininguna watt, W, gefur margfeldiseininguna kílówatt, kw, þ.e W. CGPM hefur ákveðið 20 stöðluð margföldunarforskeyti til að nota með SI einingunum. Þau eru sýnd í töflu 3. Forskeytin eru notuð til að minnka umfang talna, en athugið að forskeytin eru ekki samræmdar SI einingar. Þau eru yfirleitt notuð þannig að magntalan liggi á milli 0,1 og 1000, en þetta er ekki alltaf gerlegt eða ákjósanlegt. Við útreikninga er mælt með að setja tugveldin í stað forskeytanna áður en

9 Tafla 2 Afleidd stærð flatarhorn rúmhorn tíðni kraftur þrýstingur, spenna orka, vinna, varmi afl, útgeislunarafl rafhleðsla rafspenna, spennumunur, íspenna rýmd viðnám leiðni segulflæði þéttleiki segulflæðis span hitastig á Celsíus ljósstreymi birta geislavirkni geislaskammtur geislaálag Afleidd SI eining radian, rad steradian, sr hertz, Hz newton, N pascal, Pa joule, J watt, W coulomb, C volt, V farad, F ohm, Ω siemens, S weber, Wb tesla, T henry, H gráða á Celsíus 1), C lumen, lm lux, lx becquerel, Bq gray, Gy sievert, Sv Sýnt í SI grunneiningum og afleiddum einingum 1 rad = 1 m/m = 1 1 sr = 1 m²/m² = 1 1 Hz = 1 s -1 1 N = 1 kg m/s² 1 Pa = 1 N/m² 1 J = 1 N m 1 W = 1 J/s 1 C = 1 A s 1 V = 1 W/A 1 F = 1 C/V 1 Ω = 1 V/A 1 S = 1 Ω -1 1 Wb = 1 V s 1 T = 1 Wb/m² 1 H = 1 Wb/A 1 C = 1 K 1 lm = 1 cd sr 1 lx = 1 lm/m² 1 Bq = 1 s -1 1 Gy = 1 J/kg 1 Sv = 1 J/kg 1) Celsíusgráða er sérstakt nafn fyrir Kelvingráðu en notar annan kvarða. Kelvinkvarði hefur núllpunkt við alkul (-273,15 C) en Celsíuskvarði hefur núllpunkt við fasaskipti vatns frá fljótandi yfir í fast form við 1000 hpa þrýsting. útreikningar eru hafnir svo við þá séu aðeins notaðar samræmdar einingar. Forskeytin hektó, h; deka, da; desi, d; og senti, c; ætti að nota ef önnur forskeyti þykja óhentug. Dæmi: Skrifa má 4 dm² frekar en 0,04 m² eða mm² og skrifa 4 cm³ frekar en 0, m³ eða 4000 mm³. Í nokkrum tilfellum ætti að nota sama forskeyti óháð stærð gildisins t.d. í töflum og línuritum þar sem sama gildið ætti að nota fyrir sömu magneiningu, og í tækniteiknun ætti alltaf að nota millimetra. Samsett forskeyti skal aldrei nota. Dæmi: Skrifa skal GWh en ekki MkWh. Sérstaklega skal forðast að nota forskeyti í nefnara. Dæmi: Skrifa skal mω/m frekar en Ω/km.

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

R E Y K J A V I C E N. Eðlisfræði 1. Kafli 1 - Mælistærðir. 24. ágúst Kristján Þór Þorvaldsson -

R E Y K J A V I C E N. Eðlisfræði 1. Kafli 1 - Mælistærðir. 24. ágúst Kristján Þór Þorvaldsson - SIGILLUM R E Y K J A V SCHOLÆ S I C E N S Menntaskólinn I í Reykjavík Eðlisfræði 1 Kafli 1 - Mælistærðir 24. ágúst 2006 Kristján Þór Þorvaldsson kthth@mr.is - http://mr.ohm.is 1 1.1 Stigstærðir og vigrar

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2 1 Examples 2 Sýnidæmi 2 2 Example 25-1 Gefið er 3 fasa, 3 teina raforkukerfi samkvæmt meðfylgjandi einlínumynd. Allar stærðir á myndinni eru í einingakerfinu ( per unit ). Seríuviðnám háspennulínanna er

More information

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar 1 Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar Introduction to rotating machines 2 Grunnhugtök og meginþættir Klassískar gerðir véla Riðstraumsvélar Samfasavél (synchronous machine) Spanvél (induction machine

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík Notkun merkis Veðurstofu Íslands Veðurstofa Íslands Bústaðavegur 9 150 Reykjavík +354 522 60 00 +354 522 60 01 vedur@vedur.is Maí 2009 2 Efnisyfirlit Merki 3 Litanotkun 5 Merki í fleti 6 Stærð merkisins

More information

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012 Nr. 28/32 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012 2013/EES/28/07 frá 8. júní 2012 um framkvæmdarreglur vegna beitingar 16. gr.

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Áhrif lofthita á raforkunotkun Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Júlí 2017 Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Orkustofnun Júlí 2017 Útgefandi: Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Sími: 569 6000, Fax, 568

More information

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur CHEMISTRY The Central 9th Edition Hlutfallareikningur: AðA reikna út frá formúlum og efnajöfnum fnum Lavoisier: Massi varðveitist í efnahvörfum. : lýsa efnahvörfum. Efnajafna : Hvarfefni og myndefni: 2H

More information

Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008.

Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008. GR 10:03 Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008. Guðlaugur Einarsson, geislafræðingur Ágúst 2010 Geislavarnir ríkisins Icelandic Radiation Safety Authority Rauðarárstíg 10 150 Reykjavík s. 5528200

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ / 1004720-1004720-3-ABC 2.1.2018 09::16 Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær»»» Reykjavík/HÍ 06:42 06:44 06:45 06:47 06:51 06:52 06: 07:17 07:18 07:22 07:28 07:29 07:31 07:32 07:34 07:36 07:38

More information

WordPress viðbót fyrir Greiðslusíðu Borgunar

WordPress viðbót fyrir Greiðslusíðu Borgunar WordPress viðbót fyrir Greiðslusíðu Borgunar Útgáfa 1.1 Efnisyfirlit WordPress viðbót fyrir greiðslusíðu borgunar... 1 Efnisyfirlit... 2 Inngangur... 3 WordPress... 3 WooCommerce... 4 Greiðsluviðbót borgunar

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr. 54 8. árgangur

More information

ÓHAPPATÍÐNI Í BEYGJUM OG LANGHALLA. Staða rannsóknarverkefnis

ÓHAPPATÍÐNI Í BEYGJUM OG LANGHALLA. Staða rannsóknarverkefnis ÓHAPPATÍÐNI Í BEYGJUM OG LANGHALLA Staða rannsóknarverkefnis Beygjur á vegakerfinu = hætta? Umferðar- og skipulagssvið Línuhönnunar Haraldur Sigþórsson Þjónustudeild tækniþróun Vegagerðin Einar Pálsson

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

OKTÓBER 2006 SKÝRSLA 24-06 ITI 0612/EUT08 8HK3481 V IÐLOÐUN ÖRVERA VIÐ YFIRBORÐ Í VATNI - VARMAFRÆÐILEG NÁLGUN - Guðmundur Gunnarsson, Iðntæknistofnun Birna Guðbjörnsdóttir, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og 2006. Kolbeinn Árnason Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE: Coordination of information on the environment eða: Samræming umhverfisupplýsinga

More information

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Klettafjöllin og Grand Canyon 1 Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Kristbjörg María Guðmundsdóttir Eitt af fallegustu handverkum náttúruaflanna er án efa að finna í vesturhluta Norður-Ameríku.

More information

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Þórólfur Guðnason yfirlæknir Sóttvarnalæknir, Embætti landlæknis Nóvember 2014 Gastegundir frá eldgosum >95% H 2 O, CO 2 SO 2

More information

RAFRÆNN REIKNINGUR. Eiginleikar, ávinningur og kröfur

RAFRÆNN REIKNINGUR. Eiginleikar, ávinningur og kröfur RAFRÆNN REIKNINGUR Eiginleikar, ávinningur og kröfur EIGINLEIKAR REIKNINGUR (HEFÐBUNDINN) Inniheldur/flytur gögn. Viðskiptaaðilar, Hvað er selt, Greiðsluupplýsingar Skattaupplýsingar ofl. Birtir gögn Prentað

More information

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014 EFLA Verkfræðistofa STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin 2004-2013 Reykjavík, júní 2014 2014, hf - Vinnslu efnis og frágang texta annaðist Kolbrún Reinholdsdóttir fyrir Verkfræðistofuna EFLU hf. ISSN ISBN

More information

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu?

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu? Upphaf mælinga í uppsjávarskipum Sigurjón Arason Yfirverkfræðingur Matís ohf. og Prófessor, Háskóli Íslands Dr. Magnea G. Karlsdóttir; Fagstjóri, Matís ohf. Ásbjörn Jónsson; Verkefnastjóri, Matís ohf Magnús

More information

Geislavarnir ríkisins

Geislavarnir ríkisins GR 96:05 Geislavarnir ríkisins Icelandic Radiation Protection Institute Geislaálag vegna notkunar sérhæfðra tannröntgentækja Guðlaugur Einarsson, yfirröntgentæknir Tord Walderhaug, eðlisfræðingur ReykjavRk,

More information

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016 FLUGTÖLUR 216 INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 216 Flugvöllur 215 216 Br. 16/15 Hlutdeild Reykjavík 348.24 377.672 8,5% 5,4% Akureyri 17.897 183.31 7,3% 24,5% Egilsstaðir 89.79 93.474 4,9%

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

Nr. 63/1846 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR. (ESB) nr. 1035/2011.

Nr. 63/1846 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR. (ESB) nr. 1035/2011. Nr. 63/1846 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 1029/2014 2015/EES/63/72 frá 26. september 2014 um breytingu á reglugerð (ESB) nr.

More information

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014 FLUGTÖLUR 2014 INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014 Flugvöllur 2013 2014 Br. 14/13 Hlutdeild Reykjavík 338.278 328.205-3,0% 48,6% Akureyri 178.231 172.106-3,4% 25,5% Egilsstaðir 91.561

More information

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, apríl 2012

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, apríl 2012 EFLA Verkfræðistofa STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin 2002-2011 Reykjavík, apríl 2012 2012, EFLA verkfræðistofa hf - Vinnslu efnis og frágang texta annaðist Kolbrún Reinholdsdóttir fyrir Verkfræðistofuna

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

Viðauki 2e Tæknikröfur um búnað við fullan aðgang

Viðauki 2e Tæknikröfur um búnað við fullan aðgang Viðauki 2e Tæknikröfur um búnað við fullan aðgang September 2010 Efnisyfirlit 1. Tílvísanir... 3 2. Skýringar á kröfum til búnaðar... 3 3. Yfirlit yfir tækjabúnað sem tengja má koparlínu við fullan aðgang...

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 8. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2011:1 27. maí 2011 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga frá sveitarfélögum árlega um fjárhagsaðstoð, félagslega heimaþjónustu

More information

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Jón Viðar Jónmundsson 1 og Emma Eyþórsdóttir 2 1 Bændasamtökum Íslands 2 Rannsóknarstofnun landbúnaðarins/lbh á Hvanneyri Inngangur Fyrsta

More information

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gylfi Magnússon Viðskiptafræðideild Ritstjóri Ingjaldur Hannibalsson Rannsóknir í félagsvísindum XIII. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2012 Reykjavík:

More information

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Power Point leiðbeiningar Sjónarhorn View Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Outline view - Yfirlitshamur Hér er hægt að rita minnispunkta við hverja glæru fyrir þann sem

More information

Grafísk hönnun og hip-hop Þróun umslagahönnunar í hip-hop tónlist

Grafísk hönnun og hip-hop Þróun umslagahönnunar í hip-hop tónlist Grafísk hönnun og hip-hop Þróun umslagahönnunar í hip-hop tónlist Daði Oddberg Einarsson Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Desember 2016 Grafísk hönnun og hip-hop

More information

Til að forritið vinni með Word þarf að hlaða niður á tölvuna forritsstubbnum Cite While You Write

Til að forritið vinni með Word þarf að hlaða niður á tölvuna forritsstubbnum Cite While You Write Veflæga heimildaskráningarforritið EndNote Web er notað til að halda utan um tilvísanir og búa til heimildaskrár. Hægt er að flytja tilvísanir úr bókasafnsskrám og gagnasöfnum inn í forritið. EndNote Web

More information

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

LV Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar

LV Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar LV-2014-021 Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar Mælingar með samanburði á gervitunglamyndum frá 2002, 2010 og 2012 Lykilsíða Skýrsla LV nr: LV 2014 021 Dags: 19.02.2014

More information

Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin

Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin 1996-1 Brynja Ármannsdóttir 1 læknanemi Laufey Tryggvadóttir 2 faraldsfræðingur Jón Gunnlaugur Jónasson 1,2,4 sérfræðingur í meinafræði Elínborg J. Ólafsdóttir

More information

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Kynning í Dalskóla 6. desember 2018 Gautur Þorsteinsson, verkfræðingur Um útvarpsþjónustu Fyrsta útsending útvarpsdagskrár 1920 Útsendingar útvarps

More information

Desember 2017 NMÍ 17-06

Desember 2017 NMÍ 17-06 Blöndun slitsterkrar brúarsteypu í steypubíl Desember 2017 NMÍ 17-06 Nýsköpunarmiðstöð Íslands Rannsóknastofa byggingariðnaðarins Desember 2017 Prof. Ólafur H. Wallevik Björn Hjartarson Dr. Jón E. Wallevik

More information

Fél403 Vor 2012 Verkefni jan. Vægi 10% Einstaklingsverkefni.

Fél403 Vor 2012 Verkefni jan. Vægi 10% Einstaklingsverkefni. Fél403 Vor 2012 Verkefni 1. 9 23. jan. Vægi Einstaklingsverkefni. 1. Gerið litla könnun með 20 viðföngum (einstaklingum) þar sem þið vinnið með eina fylgibreytu, Y og tvær frumbreytur X 1 og X 2, helst

More information

Nr mars 2006 AUGLÝSING

Nr mars 2006 AUGLÝSING AUGLÝSING um gerð sem felur í sér breytingu á samningi sem ráð Evrópusambandsins og Ísland og Noregur gerðu með sér um þátttöku hinna síðarnefndu í framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna. Hinn

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

GENERAL BOND SECURITY AGREEMENT (IS. TRYGGINGARBRÉF - VEÐSAMNINGUR) (is. bundið vísitölu neysluverðs til verðtryggingar) Grunnfjárhæð ISK 100.000.000.000 Dags. 21 nóvember 2014 á milli REITIR FASTEIGNAFÉLAG

More information

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum Raddir fjölbreyttra kennarahópa Sólveig Karvelsdóttir, lektor, HÍ Hafdís Guðjónsdóttir, dósent, HÍ Rannsóknin er hluti af tveimur rannsóknum Fjölbreyttir kennarahópar

More information

VIII. LÍKINDI ELDGOSA, HLAUPA OG FÆRSLU

VIII. LÍKINDI ELDGOSA, HLAUPA OG FÆRSLU VIII. LÍKINDI ELDGOSA, HLAUPA OG FÆRSLU ELDVIRKNI MILLI SVÆÐA INNAN KÖTLUÖSKJUNNAR Jónas Elíasson 1, Guðrún Larsen 2, Magnús Tumi Guðmundsson 2 og Freysteinn Sigmundsson 3 1: Verkfræðistofnun Háskóla Íslands,

More information

Fóðurrannsóknir og hagnýting

Fóðurrannsóknir og hagnýting Fóðurrannsóknir og hagnýting Uppskeruhátíð rannsókna Gunnar Örn Kristjánsson Strandbúnaður 2018, Grand Hótel Reykjavík, 19.-20. mars. Grundvöllur fóðurgerðar Þarfir hjá eldisfisk Efnaþarfir til vaxtar

More information

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (MFT/MFS) og tannátu í lykiltönnum SVANHVÍT. SÆMUNSÓTTIR*, THR ASPEUN**, SIGURÐUR RÚNAR SÆMUNSSN***, INGA. ÁRNAÓTTIR* HEIRIGÐISVÍSINASVIÐ HÁSKÓA

More information

Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki. Gyða Ósk Bergsdóttir

Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki. Gyða Ósk Bergsdóttir Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki Gyða Ósk Bergsdóttir Raunvísindadeild Háskóli Íslands 2011 Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki Gyða Ósk

More information

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Sérfræðingur í persónurétti Yfirlit Stóra myndin Skyldur GDPR Aðlögunarferli Áskoranir og praktísk ráð 2 3 Yfirlit: Hvað er GDPR?» GDPR

More information

Efni yfirlitsins að þessu sinni er: HAGTÖLUR VR

Efni yfirlitsins að þessu sinni er: HAGTÖLUR VR September 216 Efnahagsyfirlit VR er gefið út í tengslum við mánaðarlega stjórnarfundi félagsins. Yfirlitið er samantekt á hagtölum og öðru efni sem tengist vinnumarkaðs- og kjaramálum og er tilgangurinn

More information

Öryggi barna skiptir miklu máli, börnin eru

Öryggi barna skiptir miklu máli, börnin eru Sálfræðiritið Tímarit Sálfræðingafélags Íslands 16. árg. 2011, bls. 73 79 Öryggi barna í innkaupakerrum: Áhrifarík leið til að forðast slys Háskóli Íslands Öryggi barna ætti að skipta foreldra miklu máli.

More information

Hraðamerkingar á hættulegum beygjum í vegakerfinu - 2. útgáfa -

Hraðamerkingar á hættulegum beygjum í vegakerfinu - 2. útgáfa - Skýrsla nr. 02-04 Hraðamerkingar á hættulegum beygjum í vegakerfinu - 2. útgáfa - Þórir Ingason Keldnaholti, nóvember 2002 Heiti skýrslu: Skýrsla nr: 02-04 Dreifing Opin Lokuð Hraðamerkingar á hættulegum

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

félagsins að á námstefnunni fáist svör við einhverjum þessara spurninga.

félagsins að á námstefnunni fáist svör við einhverjum þessara spurninga. Mars 2006 2.tbl.19. árgangur húsum og sagt frá tilraun sem gerð var á tenntum samskeytum undir breytilegu álagi (hysteresu slaufur). Tekin er staðan á útfærslum tenginga í íslenskum einingahúsum og sagðar

More information

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis ANNUAL SAFETY REVIEW 2012 Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis Flugmálastjórn Íslands: Annual Safety Review 2012 Útgefandi: Flugmálastjórn Íslands Skógarhlíð 12 105 Reykjavík

More information

Frostþol ungrar steinsteypu

Frostþol ungrar steinsteypu Frostþol ungrar steinsteypu Fyrirspurnir: Kristján Andrésson ka@verkis.is Greinin barst 30. september 2015. Samþykkt til birtingar 26. janúar 2016. ÁGRIP Kristján Andrésson a,b, Björn Marteinsson b,c,

More information

Samantekt á atriðum sem framleiðendur snyrtivara þurfa að uppfylla

Samantekt á atriðum sem framleiðendur snyrtivara þurfa að uppfylla Öruggar snyrtivörur Samantekt á atriðum sem framleiðendur snyrtivara þurfa að uppfylla Snyrtivara sem er boðin fram á markaði á evrópska efnahagssvæðinu skal vera örugg fyrir heilbrigði manna og uppfylla

More information

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Svíþjóð - stjórnsýslan Þrjú formleg stjórnsýslustig Sveitarfélög, 290 talsins (Local level) Lén, 20 talsins (Regional level) Landsstjórn, 349 þingmenn (National

More information

Lokaverkefni í rafmagnstæknifræði BSc

Lokaverkefni í rafmagnstæknifræði BSc TENGINGAR NÚLLPUNKTA MEÐ TILLITI TIL JARÐHLAUPSVARNA Róbert Marel Kristjánsson Lokaverkefni í rafmagnstæknifræði BSc 2010 Höfundur: Róbert Marel Kristjánsson Kennitala: 050375-3669 Leiðbeinandi: Þórhallur

More information

Hugvísindasvið. Lesið í landið. Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag. Ritgerð til B.A.-prófs. Ásta Hermannsdóttir

Hugvísindasvið. Lesið í landið. Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag. Ritgerð til B.A.-prófs. Ásta Hermannsdóttir Hugvísindasvið Lesið í landið Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag Ritgerð til B.A.-prófs Ásta Hermannsdóttir Janúar 2011 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Fornleifafræði Lesið í landið

More information

Áhrif niðurbrots plöntuleifa á laust nítur í jarðvegi The influence of turnover of plant residues on mineral N in soil

Áhrif niðurbrots plöntuleifa á laust nítur í jarðvegi The influence of turnover of plant residues on mineral N in soil Rit LbhÍ nr. 54 Áhrif niðurbrots plöntuleifa á laust nítur í jarðvegi The influence of turnover of plant residues on mineral N in soil Friðrik Pálmason og Jón Guðmundsson 2014 Rit LbhÍ nr. 54 ISSN 1670-5785

More information

Hagvísir Vesturlands. Börn í sveitum á Vesturlandi

Hagvísir Vesturlands. Börn í sveitum á Vesturlandi ISSN 1670-5556 Vífill Karlsson Hagvísir Vesturlands Skýrsla nr. 1 2015 Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi E F N I S Y F I R L I T Myndir... 1 Töflur... 2 1 Samandregnar niðurstöður... 3 2 Inngangur...

More information

Nýting járns á Íslandi Framtíðarhorfur fyrir takmarkaðan auðlindaforða

Nýting járns á Íslandi Framtíðarhorfur fyrir takmarkaðan auðlindaforða Nýting járns á Íslandi Framtíðarhorfur fyrir takmarkaðan auðlindaforða Guðrún Björg Gunnarsdóttir Jarðvísindadeild Háskóli Íslands 2014 Nýting járns á Íslandi Framtíðarhorfur fyrir takmarkaðan auðlindaforða

More information

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Útg. Dags. Höf. Rýnir Samþykkur Lýsing 3 11/01 2006 GG EH Lokaskýrsla II 2 21/12 2005 GG SvSv Lokaskýrsla I 1 15/12 2005 GG Uppkast 1

More information

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna Samanburðarrannsókn nóvember 2012 Ari Klængur Jónsson www.mcc.is Árnagötu 2-4 400 Ísafjörður Sími: 450-3090 Fax: 456-0215 mcc@mcc.is 1 Velferðarráðuneytið

More information

Ed Frumvarp tillaga [143. mál]

Ed Frumvarp tillaga [143. mál] Ed. 148. Frumvarp tillaga [143. mál] um lagagildi viðaukasamnings milli ríkisstjórnar Íslands og Swiss Aluminium Ltd. um álbræðslu við Straumsvík. (Lagt fyrir Alþingi á 107. löggjafarþingi, 1984.) 1. gr.

More information

Sumargötur Vettvangsrannsókn á Laugavegi og Skólavörðustíg sumarið 2013

Sumargötur Vettvangsrannsókn á Laugavegi og Skólavörðustíg sumarið 2013 Sumargötur Vettvangsrannsókn á Laugavegi og Skólavörðustíg sumarið 213 Páll Jakob Líndal janúar 214 Sumargötur 213. Samantekt vettvangsrannsóknar Inngangur Í vettvangskönnun þeirri sem hér er kynnt voru

More information

Rafbók. Loftnetskerfi. Kennsluhefti

Rafbók. Loftnetskerfi. Kennsluhefti Kennsluhefti Þetta hefti er án endurgjalds á rafbókinni. Allir rafiðnaðarmenn og rafiðnaðarnemar geta fengið aðgang án endurgjalds að rafbókinni. Þetta hefti er þýtt með góðfúslegu leyfi EVU í Danmörku.

More information

Brennisteinsvetni í Hveragerði

Brennisteinsvetni í Hveragerði Þróun 2014-022 Reykjavík, september 2014 Brennisteinsvetni í Hveragerði September 2012 mars 2014 Snjólaug Ólafsdóttir EBS-411-01 Útgefandi: Orkuveita Reykjavíkur Útgáfudagur: September 2014 Umsjón og ábyrgð:

More information

Reykjavík-Rotterdam, rannsókn á vöruútflutningi til Niðurlands (Hollands) Reykjavík-Rotterdam, a study of exports of goods to the Netherlands

Reykjavík-Rotterdam, rannsókn á vöruútflutningi til Niðurlands (Hollands) Reykjavík-Rotterdam, a study of exports of goods to the Netherlands 2. nóvember 2015 Reykjavík-Rotterdam, rannsókn á vöruútflutningi til Niðurlands (Hollands) Reykjavík-Rotterdam, a study of exports of goods to the Netherlands Samantekt Markmið þessarar rannsóknar er að

More information

UM samábyrgð/keðjuábyrgð verktaka í ljósi fyrirhugaðrar innleiðingar á tilskipun 2014/67/EU í íslenskan rétt

UM samábyrgð/keðjuábyrgð verktaka í ljósi fyrirhugaðrar innleiðingar á tilskipun 2014/67/EU í íslenskan rétt Minnisblað UM samábyrgð/keðjuábyrgð verktaka í ljósi fyrirhugaðrar innleiðingar á tilskipun 2014/67/EU í íslenskan rétt Málsnúmer: 201510-0006 Frá: Halldór Oddsson / Halldór Grönvold Dags: 11. apríl 2016

More information

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst 15. 18. ágúst 21. 25. ágúst 28. ág 1. sept. 15. skipulagsdagur 16. skipulagsdagur 17. Skipulagsdagur 18. skipulagsdagur

More information

Mat á eiginleikum malbiks fyrir íslenskar aðstæður Áfangaskýrsla I. Unnið fyrir rannsóknasjóð Vegagerðarinnar. Arnþór Óli Arason Pétur Pétursson

Mat á eiginleikum malbiks fyrir íslenskar aðstæður Áfangaskýrsla I. Unnið fyrir rannsóknasjóð Vegagerðarinnar. Arnþór Óli Arason Pétur Pétursson NMÍ 9-5 Mat á eiginleikum malbiks fyrir íslenskar aðstæður Áfangaskýrsla I Unnið fyrir rannsóknasjóð Vegagerðarinnar Arnþór Óli Arason Pétur Pétursson 1 Skilgreining verkefnis, útdráttur Þær malbiksblöndur

More information

Greinargerð: Áhættuskuldbindingar Björgólfs Thors Björgólfssonar og tengdra aðila

Greinargerð: Áhættuskuldbindingar Björgólfs Thors Björgólfssonar og tengdra aðila Yfirlýsing frá Björgólfi Thor Björgólfssyni Lánin verða gerð upp að fullu Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er á nokkrum stöðum fjallað um lán mín og tengdra aðila. Eins og fram kom í grein sem ég skrifaði

More information

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa Efnisyfirlit Þróun félagsauðs í grannríkjunum Bandaríkin Skandinavía Meginland Evrópu Þróunin á Íslandi Félagsþátttaka Frumtengsl Félagsrof Félagsauður,

More information

Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu

Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu Er hlutfall barna yfir kjörþyngd hætt að aukast? Stefán Hrafn Jónsson Lýðheilsustöð Margrét Héðinsdóttir Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins Mars 2010 Líkamsþyngd barna

More information

JARÐHITI, GOSSTÖÐVAR OG SKILYRÐI TIL VATNSSÖFNUNAR Í GRÍMSVÖTNUM Magnús Tumi Guðmundsson Þórdís Högnadóttir Kirsty Langley

JARÐHITI, GOSSTÖÐVAR OG SKILYRÐI TIL VATNSSÖFNUNAR Í GRÍMSVÖTNUM Magnús Tumi Guðmundsson Þórdís Högnadóttir Kirsty Langley JARÐHITI, GOSSTÖÐVAR OG SKILYRÐI TIL VATNSSÖFNUNAR Í GRÍMSVÖTNUM 2001-2002 Magnús Tumi Guðmundsson Þórdís Högnadóttir Kirsty Langley Raunvísindastofnun Háskólans Febrúar 2003 RH-01-2003 1 ÁGRIP Í kjölfar

More information

Móberg úr Vatnsfelli notað í hnoðsteypu

Móberg úr Vatnsfelli notað í hnoðsteypu Móberg úr Vatnsfelli notað í hnoðsteypu (Hyaloclastite from Vatnsfell used in roller compacted concrete) Agnes Ösp Magnúsdóttir Jarðvísindadeild Háskóli Íslands Móberg úr Vatnsfelli notað í hnoðsteypu

More information

Vaxtarsaga Marel. Snjólfur Ólafsson og Auður Hermannsdóttir

Vaxtarsaga Marel. Snjólfur Ólafsson og Auður Hermannsdóttir Vaxtarsaga Marel Snjólfur Ólafsson og Auður Hermannsdóttir Alþjóðlegur vöxtur íslenskra fyrirtækja og erlendar fjárfestingar síðustu ára hafa vakið mikla athygli hér á landi og víðar. Grein þessi varpar

More information

Horizon 2020 á Íslandi:

Horizon 2020 á Íslandi: Horizon 2020 á Íslandi: - Árangur Íslands í Horizon2020 - Hvernig getur Rannís veitt ykkur aðstoð? Kristmundur Þór Ólafsson Alþjóðasvið Rannís Landstengiliður (NCP) fyrir H2020 Hvað er H2020? Rammaáætlun

More information

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018 Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu September 2018 Samantekt Íslandsstofa framkvæmdi viðhorfskönnun í júlí og ágúst 2018 meðal erlendra söluaðila sem selja ferðir til Íslands.

More information

Rafhleðsla og rafsvið

Rafhleðsla og rafsvið Eðlisfræði II: Rafhleðsla og rafsvið Kafli 1 Jón Tómas Guðmundsson tumi@hi.is 2. vika vor 2016 1 Rafsegulkraftar Rafsegulvíxlverkun verður á milli agna sem hafa rafhleðslu Eins og hlutir sem hafa massa

More information

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur IV. Illviðrabálkar

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur IV. Illviðrabálkar Greinargerð 32 Trausti Jónsson Langtímasveiflur IV Illviðrabálkar VÍ-ÚR14 Reykjavík Maí 23 Illviðrabálkur Inngangur Hér er fjallað um ýmislegt varðandi illviðri á Íslandi. Tilraunir eru gerðar til þess

More information

Frumframleiðnimælingar á Hafrannsóknastofnuninni árin Umfang, aðferðir og úrvinnsla

Frumframleiðnimælingar á Hafrannsóknastofnuninni árin Umfang, aðferðir og úrvinnsla HAFRANNSÓKNASTOFNUNIN. FJÖLRIT NR. 107 Frumframleiðnimælingar á Hafrannsóknastofnuninni árin 1958 1999 Umfang, aðferðir og úrvinnsla Kristinn Guðmundsson og Kristín J. Valsdóttir Hafrannsóknastofnunin

More information

KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR

KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR KV 2018-3 KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR Greining á mögulegum eldisuppruna 12 laxa sem veiddust í tveimur ám á Vestfjörðum árið 2017 Analysis of 12 salmon caught in two rivers in the Icelandic Westfjords 2017

More information

Kerfisstjóri: Ragnar Geir Brynjólfsson Aðstoðarkerfisstjóri: Helgi Hermannsson Þjónustustjóri: Kristín Runólfsdóttir

Kerfisstjóri: Ragnar Geir Brynjólfsson Aðstoðarkerfisstjóri: Helgi Hermannsson Þjónustustjóri: Kristín Runólfsdóttir Skýrsla tölvuþjónustu veturinn 2009-2010 Kerfisstjóri: Ragnar Geir Brynjólfsson Aðstoðarkerfisstjóri: Helgi Hermannsson Þjónustustjóri: Kristín Runólfsdóttir Tölvuþjónusta Viðtalstímar tölvuþjónustu hafa

More information

[fjou:lɪð] mitt er svo [fuŋkt]!

[fjou:lɪð] mitt er svo [fuŋkt]! Hugvísindasvið [fjou:lɪð] mitt er svo [fuŋkt]! Um skiptihljóðið /f/ í máli stúlku á fimmta ári Ritgerð til B.A.-prófs Rannveig Garðarsdóttir Maí 2012 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Íslenska [fjou:lɪð]

More information

Viðloðun radons við gler. Emil Harðarson

Viðloðun radons við gler. Emil Harðarson Viðloðun radons við gler Emil Harðarson Eðlisfræðideild Háskóli Íslands 2012 VIÐLOÐUN RADONS VIÐ GLER Emil Harðarson 10 ECTS eininga sérverkefni sem er hluti af Baccalaureus Scientiarum gráðu í eðlisfræði

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2011 Municipal social services 2011

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2011 Municipal social services 2011 2012:1 4. október 2012 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Árið fengu 7.715 heimili fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og hafði heimilum sem þáðu slíkar greiðslur fjölgað um 805

More information