Kennsla og þjálfun 50+ ára kylfinga

Size: px
Start display at page:

Download "Kennsla og þjálfun 50+ ára kylfinga"

Transcription

1 PGA golfkennaraskólinn Kennsla og þjálfun 50+ ára kylfinga ( Áhersla á lýðheilsu, sjúkdóma í stoðkerfi og meiðsli ) Hlöðver Sigurgeir Guðnason Lokaritgerð 4 árg. PGA golfkennaranáms apríl 2015

2 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 2 Inngangur... 6 Aðferðafræði... 7 Kylfingar skráðir hjá GSÍ: Tölfræði og þróun... 8 Aukning og fækkun kylfinga frá í nokkrum aldursflokkum... 9 Þróun 50 + ára kveniðkenda frá Þróun 50 + karliðkenda Samantekt fjöldi iðkenda karla og konur eldri en 50 ára Aldurspýramídi iðkenda skráðir hjá GSÍ 2014 ( iðkendur) Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar: Tölfræði Aldursdreifing á rástíma GKG iðkenda á Leirdal og Mýrina Aldursdreifing á rástíma GKG iðkenda á Leirdal Aldursdreifing á rástíma GKG iðkenda á Mýrina Rástímar skipt eftir aldri: Yngri en 50 og eldri en Notkun skipt upp eftir aldursflokkum á Leirdal og Mýrina Notkun skipt upp eftri aldursflokkum samtals á Leirdal og Mýrina Líkamsþjálfun og verkir Nokkrir algengir sjúkdómar Helstu flokkar gigtsjúkdóma Algengi gigtar Vefjagigt Meðferð Þjálfun Golf og vefjagigt Fjölvöðvagigt Psoriasisgigt Einkenni og skilgreiningar Algengi psoriasis Sjúkdómsbyrjun Meðferð og úrræði Golf, psoriasis og Phil Michelson Slitgigt Slitgigt og algengi

3 Einkenni og skilgreiningar Meðferð og önnur úrræði Þyngdarstjórnun Hreyfing of lítil og of mikil Hreyfing til gagns og gamans Golf og slitgigt Liðagigt / iktsýki Einkenni Meðferð og þjálfun Golf og liðagigt/ iktsýki Gerviliðir Aðgerðir Ávinningur aðgerða Tom Watson Tom Watson: Aðgerð og endurhæfing Hjarta og æðasjúkdómar og áhrif hreyfingar Helstu áhættuþættir Áhrif hreyfingar á hjarta og æðakerfi Golf, hjarta og æðasjúkdómar Golfmeiðsli Algeng golf meiðsli: Orsakir, einkenni, og meðferð meiðsla Algeng meiðsli tölfræði Bakvandamál Orsakir meiðsla /verkja Einkenni Lausnir og meðferð Brjósklos Einkenni Orsakir Meðferð Olnbogi Orsakar verkja og meiðsla Einkenni Lausnir og eða meðferð

4 Axlir Orsakir Einkenni Lausnir Úlnliðs og handarmeiðsli Orsakir Einkenni úlnliðs og handarmeiðsla Lausnir Hnémeiðsli Orsakir Einkenni Lausnir Meiðsli í mjöðmun Orsakir Einkenni Lausnir Stuðningsvörur fyrir golfara Hnéhlífar Bakbelti Ökklahlífar Úlnliðshlífar Gigtar hanskar Olnbogi Öxl Innlegg Gelinnlegg Gelhælar Sokkar Byrjendakennsla og fræðsla eldri kylfingar Liðleiki, styrkur og jafnvægi Æfingamottur Æfingasvæði Sjúkdómar Vetraræfingar

5 S.N.A.G Golfsamfélagið Lengra komnir og lágforgjafa eldri kylfingar Sveitarkeppni öldunga og keppnisfyrirkomulag Æfingaráætlun fyrir öldungasveit Undirbúningstímabil I : Jan mars 8 vikur Undirbúningstímabil II : mars - maí Keppnistímabil: maí - ágúst Sveitakeppni öldunga Umræður Lokaorð Heimildaskrá : Myndir:

6 Inngangur Haustið 2012 hóf ég nám í Golfkennaraskóla PGA á Íslandi. Golfíþróttin höfðar til mín og finnst mér golfiðkun frábær sem íþrótt, til keppni eða að leika til ánægju, samvista við fjölskyldu og félaga, til útivistar og ferðalaga svo eitthvað sé nefnt. Golfiðkun getur höfðar til allra sama hvaða aldur er, en krefst samt ákveðinnar færni og leikni og réttrar kennslu og þjálfunar. Golfiðkun getur t.d byrjað á námskeiði í SNAG kerfinu og þar eru helstu grunnþættir kenndir á auðveldan, litríkan og skýran hátt. Þar er t.d mjög gott að byrja á allra yngstu krökkunum og byrjendum almennt á öllum aldri og færa kennsluna síðan yfir í almennan golfbúnað. Að byrja í einföldu og síðan í flóknari hluti sveiflunnar. Áhugi minn og ástríða fyrir golfinu og hvers vegna ég ákvað að hella mér út í golfkennaranám er að auki, líka sú flókna tækni sem vel slegið golfhöggið kallar á. Hvað þarf til að kennarinn geti komið þessu til skila á einfaldan og skiljanlegan hátt þannig að árangur náist. Allt námið hefur verið til þess að undirbúa okkur PGA kennaranemendur til þess að taka á móti leikmanninum, byrjendum og lengra komnum, og kenna þeim í einkakennslu og eða í hópum. Farið er vel í alla grunnþætti golfiðkunar, eðlisfræði höggsins og boltaflugið, höggstöðu, grunnhreyfingar, grunntækni, sveifluna, villugreiningar/ leiðréttingar og tímaseðla barna og unglinga. Mikil áhersla er á einkakennslu og framkvæmd hennar, að hún sé rétt framkvæmd og að leikmaðurinn/nemandinn fái lausn sinna vandamála. Áhugasvið mitt sem PGA kennara er að mig langar til að ná mikilli færni í kennslu almennt en leggja þó meiri áherslu á kennslu og þjálfun miðaldra og eldri kylfinga. Þetta er stór hópur iðkenda og að mörgu leyti oft útundan í kennslu og þjálfun. Flestir klúbbar eru með miklar áherslur á afrekskylfinga, barna og unglingastarf og tengja starfið við ÍSÍ og skilgreina golfklúbbinn sem íþróttaklúbb. Eldri kylfingar hafa sín eigin LEK samtök (sem er deild innan GSÍ) þar sem haldið er utan um mótaröð eldri kylfinga 50 + ásamt því að taka þátt í starfi erlendra samtaka eldri kylfinga. ( Það er munur á að kenna ungum kylfingi sem er að vaxa og stækka, er með mikinn liðleika og vöðvamassi er að aukast jafnt og þétt á meðan eldri kylfingur er allur að dragast saman, vöðvar að rýrna, úthald, kraftur og liðleiki að minnka. Síðan má ekki gleyma stoðkerfisvandamálum, liðagigt, vefjagigt, slitgigt og fleiri sjúkdómum ásamt meiðslasögu sem stækkar með hærri aldri og meira og langvinnu álagi á líkamann við störf, leik og íþróttir. Hvernig mætum við golfkennarar slíkum einstaklingum, kennum og hvetjum áfram? 6

7 Kylfingur sem er 50 ára getur vel átt frábær ár úti á golfvelli í góðum félagsskap og keppni, bætt heilsu sína og vellíðan, aukið viðgang og vöxt golfíþróttarinnar. Meðal lífaldur á Íslandi er núna ár. Þeir sem ná 65 ára aldri eru líklegir til að ná 86 ára aldri.(oecd) Heilbrigð sál í hraustum líkama á alltaf við auk þess sem regluleg hreyfing dregur úr þreytu, styrkir hjarta og blóð, styrkir vöðva, dregur úr beinþynningu ásamt því að draga úr verkjum og kvíða. Ekki má svo gleyma félagslega þættinum og að stór hluti eldri kylfinga tekur mikinn þátt í félagslífi og stjórnum golfklúbba ásamt því að vera oft í fararbroddi sjálfboðaliðastarfs í mörgum golfklúbbum landsins. Aðferðafræði Við undirbúning og gerð ritgerðarinnar var notast mest við veraldarvefinn og leitarorð slegin inn á leitarvefinn og leitarvélar. Á íslensku var notast aðallega við leitarorðin: Gigt, gigtsjúkdómar, hreyfing og þjálfun, liðleiki, styrktarþjálfun, stoðkerfisvandamál, öldrun, vefjagigt, golfmeiðsli og fleiri tengd orð. Helstu leitarorðin á ensku voru: Arthritis, rheumatoid arthritis, golf exercise, golf training, golf and seniors, physical activity, golf injury, arthritis and golf gear, playing golf with arthritis, golf and fibromyalgia syndrome. Heimasíður eins og Gigtarfélags Íslands, Vefjagigt, Doctor.is, Skemman.is, Heilsa.is, Pgatour.com, Pga.com Margar rannsóknir og greinar er að finna tengdar efninu og úr nógu að velja í hinum ýmsu golfsíðum og blöðum. Áhugaverðar greinar voru teknar fyrir og lesnar og passað að nota aðeins það sem er skrifaðar af læknum, erlendum PGA kennurum, sjúkraþjálfurum sem hafa mikla reynslu af ofangreindu. Skoðaðar/lesnar voru reynslusögur af kylfingum sem höfðu fengið einhverja ofangreinda sjúkdóma og hvernig þeir unnu sig í gegnum verki og þjálfun. Mikill tími fór í lestur og að kynna sér efni og þýða en ljóst er að af nægu er að taka. Þegar á leið við skrif ritgerðarinnar bættust við fleiri heimildir og gagnasöfnun og margar spurningar. Einnig var leitað ráða hjá: Úlfar Jónsyni PGA kennara, landsliðsþjálfari GSÍ, Magnús Birgissyni PGA og SNAG kennara, Ragnhildi Sigurðardóttir PGA kennara, Inga Þór Einarssyni HÍ, ásamt því að upplýsingar vegna tölfræði komu frá: GSÍ, Hörður Þorsteinsson, Arnar Geirsson og GKG, Agnar Már Jónsson. Ég þakka þeim og einnig vil ég þakka samnemendum og öðrum kennurum PGA kennaraskólans sem hafa verið mér mikil hvatning í gegnum námið. 7

8 Kylfingar skráðir hjá GSÍ: Tölfræði og þróun Undanfarin ár hefur sú þróun verið hvað varðar íslenska kylfinga að meðalaldur hefur verið að hækka meðal skráðra iðkenda hjá GSÍ og golfklúbbunum. Einnig hefur verið brottfall hjá yngri aldurshópum á meðan nýliðun eykst hjá eldri hópum. Eftirfarandi tölfræði er fengin frá GSÍ. (Ársskýrsla GSÍ 2014) Mynd 1: Fjöldi kylfinga skráðir hjá GSÍ Hér má glöggt sjá að frá árinu 2008 til 2012 varð töluverð aukning á milli ára og alls fjölgaði skráðum iðkendum úr í til ársins Síðan hefur þróunin verið niður á við. Ekki er vitað nákvæmlega hvers vegna fækkunin er en ýmsar ástæður geta verið fyrir því eins og veðurfar, efnahagur og ráðstöfunartekjur og samkeppni annarra íþrótta. Þegar þessar breytingar eru skoðaðar betur kemur í ljós að þær eru nánast á tvo vegu þ.e fækkun iðkenda sem eru yngri en 50 ára og gríðarleg aukning iðkenda eldri en Líklegt er að iðkendur séu að færast á milli þessa aldurshópa en það skýrir ekki þessa miklu breytingu. Árið 2008 voru fleiri iðkendur í hópnum yngri en 50 ára. Árið 2014 eru 50 ára og yngri færri en 50 + þannig að það hafa orðið töluverð umskipti. Raunfækkun yngri en 50 ára á tímabilinu er mínus á meðan hafa bæst við 50 + hópinn. Fækkun iðkenda árin 2013 og 2014 eru eingöngu í hópnum sem eru yngri en 50 ára. Hlutfallslega fækkaði mest í hópunum undir 21 árs aldri árin 2013 og 2014 eða alls um 360 krakka / unglinga, og um 600 iðkendur í ára 8

9 Aukning og fækkun kylfinga frá í nokkrum aldursflokkum Mynd 2: Aukning og fækkun iðkenda í % milli Þróun 50 + ára kveniðkenda frá Mynd 3 9

10 Þróun 50 + karliðkenda Mynd 4 Samantekt fjöldi iðkenda karla og konur eldri en 50 ára Mynd 5 Eins og sjá má af ofangreindu er mikil aukning iðkenda hjá eldri kylfingum sem er frábær þróun fyrir framgang golfíþróttarinnar hjá eldri kylfingum á Íslandi. Hins vegar er þróunin hjá yngri kylfingum áhyggjuefni og þarf að skoða vel hvað veldur þar. 10

11 Aldurspýramídi iðkenda skráðir hjá GSÍ 2014 ( iðkendur) Mynd 6 Hérna sést vel (mynd 6.) hvernig dreifing er eftir aldri og áberandi hversu stór hluti og fjölmennur hópurinn er þegar 40 + árunum er náð. Athygli vekur hins vegar að það vantar mikið upp á ára aldurshópinn. Unglingastarfið og námskeiðin eru samt greinilega að skila sér inn til yngri hópanna. Einn er sá hópur sem ekki er til tölfræði yfir en það eru þeir iðkendur sem ekki eru skráðir í kerfi GSÍ og golfklúbbana. Í samtölum við GSÍ starfsmenn þá Hörð Þorsteinsson framkvæmdarstjóra og Arnar Geirsson kerfis og skrifstofustjóra kom í ljós að lítil tölfræði er til um þessa iðkendur hjá GSÍ og ekki er vitað nákvæmlega hvað þessi hópur er stór. Margir af þessum iðkendum eru í golfklúbbum sem eru tengdir þeirra vinnustað t.d Samskip, Eimskip og fleiri fyrirtækjum. Mörg þessara fyrirtækja hafa síðan gert styrktarsamninga við golfklúbba og fá þá hagstæð afsláttarkjör fyrir sína starfsmenn. MG Gallup gerði neyslu- og lífsstílskönnun fyrir GSÍ þar sem m.a. var spurt um golfiðkun á árunum (Golfsamband Íslands, 2006). Fjöldi svarenda var um 8000 manns. Hvað stunda margir Íslendingar golf? Niðurstöðurnar sýna að um manns spila golf oftar en fimm sinnum í viku og að um manns hafa spilað golf sér til ánægju. Alls eru á sama tíma um manns skráðir golfiðkendur í gagnagrunni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Um 600 þeirra eru í fleiri en einum golfklúbbi þannig að heildarfjöldi kylfinga er alls eins og áður hefur komið fram. Árið 2005 voru 11% kylfinga 15 ára og yngri. 11

12 Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar: Tölfræði Mynd 7 Aldurspýramídi GKG er um margt sambærilegur og GSÍ nema að fjöldi unglinga skráðir í GKG er hlutfallsega töluvert meiri en hjá öðrum klúbbum innan GSÍ. Stefnumótun og markmiðssetning skilar sér vel inn árið 2012 en hefur eitthvað fækkað árin ( tölfræði frá GKG ) Eitt af því sem vakti áhuga minn er að skoða hvernig eldri klúbbfélagar eru að nýta golfvellina og hvort notkunin sé hlutfallsleg í samræmi við aldursskiptinguna. Í ljós kemur að það er raunin og einnig að eldri hóparnir eru reyndar mjög duglegir almennt að spila og nýta sér aðstöðuna. Þegar við skoðum síðan hvernig hinn almenni félagsmaður er að nýta sér aðstöðuna kemur í ljós að eldri hóparnir eru mun duglegri að nýta sér Mýrina sem er 9 holur og töluvert auðveldari á fótinn heldur en Leirdalurinn sem er 18 holur og getur reynt á þolið. Eldri hóparnir eru samt líka stórt hlutfall þeirra sem eiga rástíma Í Leirdalinn. Unglingar sýna sama mynstur og eldri hóparnir. Millihópurinn þ.e aldurinn frá er svo duglegri að nýta sér Leirdalinn og sýna Mýrinni minni áhuga. Eftir 60 ára aldurinn sést greinilega að Mýrin er sterkari valkostur. Golftímabilið er um 6 mánuðir eða dagar á ári þar sem Leirdalur og Mýrin eru opin þ.e frá byrjun maí til seinni hluta október. Síðan er Mýrin opnuð sem vetrarvöllur. Varlega áætlað er að á hverjum degi eru að meðaltali 350 iðkendur að spila á golfvöllum GKG og meira en helmingur er eldri en 50 ára. 12

13 Aldursdreifing á rástíma GKG iðkenda á Leirdal og Mýrina Mynd 8: Hlutfallslega jöfn dreifing á báða vellina saman. Aldursdreifing á rástíma GKG iðkenda á Leirdal Mynd 9: Hlutfallslega jöfn dreifing félagsmanna á Leirdalinn sést hérna vel, líka vel virkir. 13

14 Aldursdreifing á rástíma GKG iðkenda á Mýrina Mynd 10: Áberandi er að eldri og allra yngstu kylfingarnir eru virkir ár minna virkir á Mýrinni Rástímar skipt eftir aldri: Yngri en 50 og eldri en 50 Mynd 11 14

15 Notkun skipt upp eftir aldursflokkum á Leirdal og Mýrina Mynd 12 Notkun skipt upp eftri aldursflokkum samtals á Leirdal og Mýrina Mynd 13 Af þessu að dæma er ljóst að eldri GKG kylfingar er mjög virkur hópur og nýtir sér þessa íþrótt vel til útivistar og ánægju. Mikill félagsskapur og samheldni má sjá hjá þessum hóp og er starf fjölbreytt yfir árið. Virknin er góð í nefndarstörfum og stjórnarsetu ásamt ýmiskonar sjálfboðaliðastarfi, mótastörfum og fl. Kvennastarfið er sérlega öflugt og nánast alltaf eitthvað að gerast í hverri viku, bæði í leik og skemmtun. Vinavellir og keppnir á milli klúbba og heimsóknir á aðra velli. Meistaramót er fastur liður og margir öldungar sem taka þátt, og hafa einnig góða færni í að spila með yngri hópunum. Síðan er undirbúningur og val í karla og kvennasveitir öldunga sem keppa á haustin í sveitakeppni klúbbanna. Einnig er töluverður hópur sem sækir í Lek mótaröðina þar sem keppt er um landsliðssæti Öldunga bæði í höggleik og forgjöf. Landsliðin fara erlendis einu sinni á ári til keppni. 15

16 Líkamsþjálfun og verkir Ótti tengdur verkjum getur gert fólk vanvirkt og getur jafnvel haft meiri áhrif á virkni en verkurinn sjálfur og minnkað þar af leiðandi getu til að sinna athöfnum daglegs lífs. Hrefna Indriðadóttir (2008) skrifar í grein sinni um sjúkraþjálfun einstaklinga með gigtarsjúkdóma að sjúklingarnir hreyfi sig oft lítið vegna einkenna sjúkdómsins. Algengt er að fólk óttist að hreyfing auki verkina og skemmi liði. Þó fólk sé meðvitað um gildi hreyfingar og líkamsþjálfunar þá kemur óttinn í veg fyrir að fólk með gigt hreyfi sig. Rannsóknir hafa hins vegar sýnt að æfingar auki ekki liðskemmdir og með aukinni hreyfingu dregur úr þreytu og verkjum (Indriðadóttir, 2008). Rannsóknir hafa einnig sýnt að þeir sem eru óhræddari við hreyfingu hafa almennt minni verki, depurð og fötlun en þeir sem hræðast verkjaaukningu við hreyfingu (Damsgård, Dewar, Roe, & Hamran, 2011; Elfving, Andersson, & Grooten, 2007). Niðurstöður rannsóknar sem Damsgård og félagar (2011) gerðu bentu til þess að ótti við verki vegna aukinnar hreyfingar jók á almennan kvíða og er ein ástæða þess að fólk forðast þær hreyfingar sem geta valdið sársauka Nokkrir algengir sjúkdómar Margar spurningar komu upp í huga minn er leið á gagnasöfnunina og hvert ritgerðin myndi leiða mig, t.d sú spurning hvort það sé nauðsynleg fyrir PGA kennarann að vita eitthvað um sjúkdóma sem herja á miðaldra og eldra fólk og hvaða tilgangi það þjónaði. Þá er aðallega verið að tala um sjúkdóma eins og liðagigt, vefjagigt, sóriasis gigt, brjósklos, og svo vöðvarýrnun og margt fleira tengt stoðkerfinu. Flestir af þessum sjúkdómum eiga reyndar ágæta samleið með golfiðkun og það eru margir góðir kylfingar sem spila reglulega og með lága forgjöf sem þjást af einhverjum sjúkdómum eins og gigt. Það er mín skoðun að eftir því sem PGA kennarinn þekkir betur ofangreinda sjúkdóma og virkni þeirra, að þá er kennarinn betur í stakk búinn til að leiðbeina, kenna, þjálfa, hjálpa og hvetja nemandann/leikmanninn til að nýta sér golfiðkun sem heilsubætandi aðferð til að lina verki, liðka og styrkja líkamann, ásamt því að auka kraft og þol. Einnig skiptir félagslegi þátturinn miklu máli fyrir andlega heilsu og hugsun. Nemandinn/leikmaðurinn nær líka betra sambandi við kennarann þar sem kennarinn er líklegri til að skilja betur þarfir og getu viðkomandi. Allar líkur eru á að kennarinn spyrji réttu spurningarnar og fái réttari greiningu á leikmanninum ásamt því að raunhæf markmið og væntingar með kennslunni náist. Leiknin kemur fyrr fram og leikmaður er því fyrr í stakk búinn til að leika golf sér til ánægju. Einnig ætti þekking kennarans að aukast með tímanum og faglegi grunnurinn að aukast. Kennarinn á að hafa þekkingu á golfbúnaði og fatnaði, hjálpartækjum sem henta, ásamt öðrum praktískum aðferðum við að sveifla kylfunni þar sem ólíklegt sé að sama golfsveiflan henti öllum. Þegar þetta kemur allt saman er líklegt að nemandinn/leikmaðurinn og kennarinn nái saman góðum árangri. Einnig ætti kennarinn að vera í góðu sambandi við sjúkraþjálfarann og eða geta vísað á góða sjúkraþjálfun. Líkaminn er eins og hver önnur vél, það þarf að hugsa vel um hann til að hann endist sem lengst og haldi sem bestri færni. Þegar við eldumst og sjúkdómar leggjast á hann verður að hafa enn meira fyrir því að halda honum við. Liðka þarf liðina svo þeir stirðni ekki, styrkja vöðvana til að þeir missi ekki kraft og rýrni, teygja þarf vöðvana reglulega annars styttast þeir og stífna. Passa verður vel upp á stöðugleika liða, að styrkja vel í kringum óstöðuga liði og liðka sérstaklega liði sem hafa skerta 16

17 hreyfingu. Æfa þarf jafnvægi og samhæfingu og viðhalda þannig sem bestri færni. Og til að gera líkamann orkumeiri þarf að auka þolið með hæfilegum æfingum sem hraða hjartslátt og öndun og bæta blóðið. Þjálfunin þarf því að vera nokkuð fjölbreytileg svo að tekið sé á öllum þessum þáttum. Jafnframt verður að gæta þess að þjálfun sé við hæfi hvers og eins. Helstu flokkar gigtsjúkdóma Þó að það hafi venjulega verið talað um króníska liðverki sem eitt ákveðið ástand, þá er gigt í raun og veru samansafn af meira en 100 mismundandi sjúkdómum sem innihalda liðbólgu. Bólgusjúkdómar Iktsýki / liðagigt Rauðir úlfar og skyldir sjúkdómar Fjölvöðvabólga húðvöðvabólga Herslismein Fjölvöðvagigt Æðabólgur Hryggikt Reiteirssjúkdómur (Fylgigigt) Psoriasis liðagigt Barnaliðagigt Liðbólgur tengdar sýkingum Kristallasjúkdómar, til dæmis þvagsýrugigt Slitgigt Vöðva- og vefjagigt - festumein og skyldir sjúkdómar Beinþynning Algengi gigtar Fólk á öllum aldri fær gigtsjúkdóma og eru slitgigt, vöðva- og vefjagigt og iktsýki útbreiddastir. Slitgigt er algengasti sjúkdómur í liðum og eykst tíðni hans með aldrinum. Þannig greinast slitbreytingar í hrygg eða útlimaliðum á röntgenmyndum hjá allt að 20% einstaklinga þó allur sá fjöldi beri ekki mikil einkenni slitgigtar. Iktsýki herjar trúlega á allt að 1% þjóðarinnar og einkenni vöðva- og vefjagigtar og festumeina eru mjög algeng. Aðrir gigtsjúkdómar eru fátíðari. Hér á landi eru einkenni um gigtarsjúkdóma meðal algengustu ástæðna heimsókna til læknis og eru sumir þessara sjúkdóma að verða sífellt algengari, m.a. vegna hækkandi meðalaldurs. Bandaríska gigtarsambandið telur t.d. að árið 1982 hafi 36 milljónir Bandaríkjamanna verið með gigtarsjúkdóma. Þá valda sjúkdómarnir ómældri þjáningu og skapa auk þess alvarlegan fjárhagsvanda fyrir þjóðfélagið í heild. Um það bil 20% íslenskra öryrkja eru það vegna gigtar. 17

18 Vefjagigt Mynd 14 Vefjagigt (e. fibromyalgia syndrome) er langvinnur sjúkdómur eða heilkenni (e. syndrome) sem samanstendur af fjölmörgum einkennum frá hinum ýmsu líffærakerfum. Helstu einkenni eru langvinnir og útbreiddir verkir frá stoðkerfi, almennur stirðleiki, yfirþyrmandi þreyta og svefntruflanir. Önnur algeng einkenni eru órólegur ristill, ofurnæm þvagblaðra, fótapirringur, kuldanæmi, dauðir fingur (e. Raynaud s phenomenon), dofi í útlimum, bjúgur, kraftminnkun, úthaldsleysi, minnisleysi, einbeitingarskortur og depurð. Oftar rænir vefjagigtin aðeins hluta af færni til vinnu og athafna daglegs lífs. Þar sem ekki sjást nein ummerki um sjúkdóminn, hvorki á sjúklingnum, né í almennum læknisrannsóknum þá hafa þessir einstaklingar oft á tíðum mætt litlum skilningi heilbrigðisstarfsfólks, aðstandenda, vina eða vinnuveitenda. Enn þann dag í dag telja sumir að vefjagigt sé í raun ekkert annað en verkjavandamál sem geti talist eðlilegur hluti af lífinu. Vefjagigt finnst hjá báðum kynjum, en er algengari hjá konum en körlum og er hlutfallið a.m.k. 3 5 konur á móti einum karli. Sjúkdómurinn er þekktur í öllum aldurshópum og er algengastur hjá konum á miðjum aldri, en börn, unglingar og aldraðir geta líka fengið vefjagigt. Fáar og ófullnægjandi rannsóknir eru til um algengi vefjagigtar meðal barna og unglinga. Meðferð Þrátt fyrir að þekkingu á vefjagigt hafi fleygt mikið fram þá er ekki til nein meðferð sem hefur áhrif á öll einkenni hennar. Vísindarannsóknir benda til að meðferð sem felur í sér fræðslu, þátttöku sjúklinga, betri svefn og betra líkamsástand gefi góðan árangur. Einnig benda margar rannsóknir til að sálfræðimeðferð, einkum hugræn atferlismeðferð ( e. cognitive behavioral therapy) bæti líðan og ástand vefjagigtarsjúklinga. Hollt og gott mataræði skiptir líka miklu máli. 18

19 Þjálfun Ávinningur fólks með vefjagigt af því að stunda þol- og styrktarþjálfun hefur oft verið staðfestur í rannsóknum og ætti því ætíð að vera hluti af meðferð. Þolþjálfun, styrktarþjálfun og þjálfun í vatni hefur gefið bestan árangur og felast áhrifin í bættri líðan, minni verkjum, þreytu, kvíða, og þunglyndi. Þjálfun hefur þessi áhrif meðan hún er stunduð reglulega, en ávinningur þverr smám saman ef þjálfun er hætt. Regluleg þjálfun dregur úr þreytu, stælir vöðva, styrkir bein (dregur úr beinþynningu), eykur liðleika, eykur úthald, bætir heilsu og vellíðan. Eflir, hressir og kætir eins og stóð einu sinni inni í Ópal pökkunum. Margar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum reglulegrar þjálfunar á fólki sem haldið er sjúkdómum eins og t.d. iktsýki, slitgigt og vefjagigt. Hafa þessar rannsóknir leitt í ljós að fyrir utan að bæta styrk og úthald þá dregur þjálfun einnig úr verkjum, kvíða og depurð. (vefjagigt.is) Golf og vefjagigt Golfiðkun og vefjagigt getur átt góða samleið. Félagsskapur, leikur og keppni hefur góð andleg áhrif á líkama og sál. Útivist í góðu veðri og umhverfi sem reynir ekki um of á líkamann þ.e þokkalega sléttur golfvöllur. Golfferðir til sumarlanda í hita og sól að hausti, vetri og eða snemma vors eru gulls ígildi í góðum félagsskap í leik og keppni með hæfilega mikill hreyfingu og átökum. Leikmaður getur alltaf hætt leik þegar honum hentar t.d eftir 9 holur og þess vegna stillt upp sínum leik í samræmi við úthald. Lætur þá meðspilara vita að hann þurfi hugsanlega að hætta leik ef þannig stendur á. Einnig getur hann passað upp á að panta rástíma þegar hann veit að ekki eru margir á vellinum að spila þannig að hann geti spilað hæfilega hratt. Verkirnir hætta ekki endilega þótt leikmaður styrki sig og æfi. Þetta er oft spurning um að læra að lifa með verkjum. Hreyfing og góð þjálfun losar endorfín sem minnkar verki og gerir þá bærilegri. Yfirþyngd er slæm fyrir vefjagigt og óholt mataræði. Stirðleikinn kemur eftir æfingar og þá er hægt að fara í heita sturtu/bað sem linar verki. Öll hreyfing og félagsskapur stuðlar að heilbrigðari líkama og sál. Veraldarvefurinn geymir þó nokkuð mikið af reynslusögum af kylfingum sem hafa fengið greiningu á vefjagigt og hvernig þeir hafa síðan unnið að því að spila golf áfram og breytt þá æfingarferli og grunnatriðum í sveiflu í samráði við sinn golfkennara og gengið vel. Hér koma nokkur atriði sem gott er að hafa í huga við æfingar og leik Klæða sig vel og eftir veðri. Næra sig rétt og eftir aðstæðum, hita og kulda og lengd spilatíma. Hita sig vel upp og teygja vel fyrir og eftir leik. Auka liðleika jafn og þétt. Byrja rólega og forðast mikil átök. Styttri golfsveiflu og við hæfi. Tía upp í öllum höggum, líka úti á braut og æfingarmottum. Pútta eðlilega en forðast að bogra mikið yfir pútti. Ath lengri pútter og uppréttari staða Góðan skófatnað. Athuga stutta takka og mýkri takka. Forðast bratta sveiflu (höggstaða/högg sem leiðir upp í handleggi ) Passa gripstyrk, minni gripstyrk og auka lag í úlnlið. Golfhanskar á báðum höndum. Þykkara grip á kylfuna, auðveldar að halda utan um kylfuna og minnkar álag. Æfa réttan sveifluhraða og forðast snöggar hreyfingar og átök. 19

20 Mýkri golfbolta ( compress ) með mjúkum kjarna æfingarboltar. Vinstri fótur snýr vel til vinstri (ca ) til að liðka fyrir lokastöðu. Athuga að vera með mýkri kylfur t.d Graphite. Fjölvöðvagigt Fjölvöðvagigt er ekki það sama og vefjagigt. Fjölvöðvagigt (polymyalgia rheumatic), er algengust hjá þeim sem eru eldri en 50 ára. Oft eru verkir og stirðleiki um háls, handleggi, axlir og mjaðmir. Meðferð við fjölvöðvagigt felst í steragjöf í töfluformi og svarar sjúklingur oftast slíkri meðferð mjög fljótt og verður þá gjarnan alveg einkennalaus. Sterameðferðin þarf oftast að standa í a.m.k. 1-2 ár og nær þá sjúklingurinn bata. Psoriasisgigt Einkenni og skilgreiningar Stoðkerfiseinkennin sem fylgja psoriasis, gera vart við sig með verkjum í liðum og vöðvum, ásamt sinaskeiðabólgum, festumeinum og í mörgum tilfellum liðbólgum, sem oft á tíðum geta hafa í för með sér hreyfiskerðingu. Því hefur gigt samfara psoriasis fengið sérstakt sjúkdómsheiti og nefnist á erlendu máli psoriasis arthropathy eða psoriasis arthritis, en verður hér nefnd sóragigt. Sóragigt einkennist af bólgu í sinafestum, sinaslíðrum og/eða í liðhimnum, oft með þeim afleiðingum að hreyfiskerðing verður í viðkomandi lið vegna liðskemmda. Auk þess hefur viðkomandi sjúklingur þekktar psoriasisbreytingar í húð eða nöglum. Liðbólgan er oftast í útlimaliðum en getur líka lagst á hrygg og spjaldliði. Bólgumein þessi valda einkennum sem lýsa sér í sárum hreyfi- og álagsverkjum í liðum og sinafestum, ásamt stirðleika. Þessi einkenni geta verið ósértæk, hinsvegar má ætla að tíundi hver sjúklingur með psoriasis hafi liðbólgusjúkdóm. Sóragigt einkennist af festumeinum og liðbólgum, sem getur birst í fimm mismunandi alvarlegum sjúkdómsmyndum. Algengi psoriasis Talið er að um það bil 2-3% fullorðinna hafi psoriasis. Að minnsta kosti tíundi hver sjúklingur með psoriasis fær einkenni frá stoðkerfi, sumir hverjir mjög alvarleg, sem getur valdið skerðingu á hreyfifærni. Öllu fleiri eru þó með álagsverki og einkenni um festumein tengt psoriasis. Sjúkdómsbyrjun Flestir fá sóragigt á aldrinum ára. Sóragigt er jafnalgeng meðal karla og kvenna. Börn geta veikst af sóragigt, en þá er sjúkdómurinn algengari meðal stúlkna. Þriðjungur þeirra sem fá sóragigt veikjast tiltölulega brátt, meðan aðrir hafa lengri aðdraganda að gigtinni. Meðferð og úrræði Eins og við aðra liðbólgusjúkdóma er engin læknandi meðferð fyrir hendi. Hins vegar getur rétt lyfjaval bætt líðan sjúklinga með tilliti til liðverkja, liðbólgu og stirðleika. Ennfremur getur virk bólgudempandi meðferð varðveitt færni og starfsgetu sjúklinga með sóragigt. Þá getur rétt meðferð sem gefin er tímanlega komið í veg fyrir alvarlegar liðskemmdir. Sjúklingum með liðbólgusjúkdóma er ætíð nauðsynlegt að tryggja sér góða hreyfingu og almenna líkamsþjálfun til þess að viðhalda vöðvastyrk og hreyfigetu. (Gigtarfélag Íslands) 20

21 Golf, psoriasis og Phil Michelson Í ágúst 2010 tilkynnti Phil Michelsson að hann hefði verið greindur með psoriasis gigt (psoriatic arthritis). Phil var þá 40 ára og hafði miklar áhyggjur af framtíð sinni sem golfíþróttamaður. Verkirnir voru miklir og komst hann varla fram úr rúminu án hjálpar. Miklir verkir í ökklum, mjöðmum, öxlum og hann gat t.d ekki lyft handlegg upp fyrir höfuð. Golfsveiflan var farin. Samt spilaði Phil á U.S Open og um frammistöðuna kom t.d þessi athugasemd. The best thing you can say about Phil Mickelson s first round at the U.S. Open is that no children or animals were harmed in its making, wrote an ESPN columnist in describing Phil s day one play. Phil fékk síðan rétta sjúkdóms greiningu og fór í nokkrar lyfjameðferðir þar til réttu lyfin fundust og Phil til happs að þá höfðu ekki orðið liðskemmdir. Nokkur atriði sem geta haft áhrif á golfsveiflu: Bólgur í fingrum og liðum hafa áhrif á gripstyrk Höggstaða hefur áhrif og sársauki getur verið mikill Bólgur í ökklum og hné hafa áhrif á stöðuleika Bólgur og verkir í öxlum hafa áhrif á sveiflu og sveiflulengd aftur og fram Bólgur í mjöðmum hafa áhrif á snúningsgetu Bólgur í mjóbaki hafa áhrif á snúning og framsveiflu, lokastöðu Slitgigt Slitgigt og algengi Slitgigt er algengasti sjúkdómurinn í liðum. Hún byrjar oft hjá fólki á aldrinum ára en án þess að einkenni komi fram. Við 70 ára aldur er slitgigt mjög algeng. Næstum allir fertugir einstaklingar eru með einhver merki um slitgigt í ganglimum þó að fæstir þeirra hafi af því óþægindi. Margir keppnisíþróttamenn fá einnig slitgigt í fætur, hné og mjaðmir. Einkenni og skilgreiningar Slitgigt hefur það í för með sér að brjóskið í liðunum þynnist og eyðist að lokum alveg. Samtímis bólgnar liðpokinn og vökvinn í liðnum eykst en við það gildna liðamótin. Sjúkdómseinkennin eru liðverkir, eymsli, minnkuð hreyfing, marr eða brak, vökvasöfnun og meiri eða minni liðbólga. Óþægindin takmarkast við liði og sjúklingurinn hefur engin almenn einkenni um veikindi svo sem sótthita eða slappleika. Sjúkdómurinn leggst aðallega á hné, fingurliði, hrygg, mjaðmir, ökkla og axlir. Hann er mun algengari en aðrir sjúkdómar hjá eldra fólki svo sem háþrýstingur, hjartasjúkdómar, sykursýki o.s.frv. Slitgigt í hnélið er líklegasta form sjúkdómsins til að valda hreyfihömlun. Síðan er um að ræða liði í höndum og fingrum en þar á eftir koma liðir í fótum, og mjöðmum. Óþægindi í öðrum liðum eru sjaldgæfari. Offita eykur hættu á slitgigt í hnjám og mjöðmum og sama gildir um störf þar sem mikið reynir á þessa liði, til dæmis þar sem lyfta þarf þungum hlutum. 21

22 Slitgigt er næstum því alltaf ólæknandi og ástandið fer venjulega hægt versnandi. Þó eru til dæmi þess að slitgigt í hnjám, mjöðmum og jafnvel öðrum liðum hafi hætt að versna eða jafnvel lagast við vel skipulagða sjúkraþjálfun. Meðferð og önnur úrræði Sú meðferð sem nú er hægt að bjóða upp á miðar að því að draga úr óþægindum. Í byrjun er venjulega gripið til fræðslu um sjúkdóminn, sjúkraþjálfunar, hæfilegrar líkamsþjálfunar, megrunar þegar það á við og stoðtækja til að minnka álag á sjúka liði. Jafnframt geta sjúklingar tekið verkjalyf (til dæmis parasetamól) eða bólgueyðandi verkjalyf (til dæmis íbúprófen eða naproxen) og sumum hjálpar að bera bólgueyðandi lyf á húðina yfir liðnum. Þyngdarstjórnun. Að vera í kjörþyngd og viðhalda henni skiptir miklu máli fyrir fólk með slitgigt. Þannig verður minna álag á liðina sem síðan stuðlar að minni verkjum. Aukin þyngd hefur aftur á móti bein áhrif á þróun slitgigtar og flýtir fyrir versnun. Fólki sem er of þungt og með slitgigt í burðarliðum mjöðmum og hnjám líður mikið betur þegar það léttist. Því meira viðkomandi léttist því betri líðan og að léttast getur einnig verið fyrirbyggjandi. Ef viðkomandi léttist um 5 kíló, minnkar áhættan til helminga á að fá slitgigt í hnén innan næstu 10 ára. Nýjar rannsóknir sýna að ef viðkomandi ert of þung/ur og léttist, þá mun hann fyrir hvert eitt prósent sem viðkomandi léttist, sleppa við 2% af verkjunum og það hljóta að vera góð skipti. Liðskipti og skurðaðgerð koma einnig til greina og þá er mikilvægt að fá góða sjúkra og styrktarþjálfun. Hreyfing of lítil og of mikil Regluleg hreyfing aðlöguð að getu getur minnkað verki og aukið hreyfifærni. Þannig er hægt að halda einkennunum niðri og kemur í veg fyrir versnun. Og það er aldrei of seint að byrja. Margar rannsóknir sýna að eldra fólk hefur mikið gagn af reglulegri þjálfun og hreyfingu. Hreyfing er góð bæði fyrir vöðva, bein og liði. Styrkir vöðvar halda við liði og minnka líkur á álagseinkennum. Beinin verða þéttari og þar með sterkari og næring liðbrjósksins örvast. Allt þetta eru sterk rök fyrir því að hreyfing sé mikilvægur þáttur í daglegu lífi með slitgigt. Það sem einstaklingur velur að gera á að bæta en ekki gera einkennin verri. Því skal hlusta á boð líkamans. Það má ekki finna mikið til lengi en það má finna til seyðings, svitna á enninu og finna fyrir eymslum í stuttan tíma bæði við og eftir hreyfingu/þjálfun. Hreyfing til gagns og gamans Hreyfing getur verið margskonar, t.d. garðvinna, að ganga með hundinn eða að hjóla hvort heldur er úti eða inni. Hægt er að æfa markvisst t.d. með leikfimi, sundi o.s.frv. Gott er að hafa í huga að velja sér bæði þol- og styrktarþjálfun. Með þolþjálfun er átt við hreyfingu þar sem hjartsláttur eykst, viðkomandi mæðist og hitnar eða jafnvel svitnar. Þolþjálfun getur verið að ganga, hjóla, synda, þjálfun í vatni, leikfimi eða dans og golf. Í styrktarþjálfun notar viðkomandi líkamsþungann, tæki, trissur, lóð, sandpoka, teygjubönd og æfingar á bekk til þess að fá meira álag á vöðvana. Hvað svo sem valið er, þá á það að vera skemmtilegt og passa viðkomandi. Margir velja að samræma hreyfingu og þjálfun t.d. með einum lengri eða fleiri styttri göngutúrum yfir daginn, spila golf og önnur létt útivist og eða einföldum heimaæfingum og svo fara einu sinni á líkamsræktarstöðina eða í sundlaugina. 22

23 Golf og slitgigt Golf og slitgigt geta vel átt saman. Hreyfingin er góð bæði fyrir vöðva, bein og liði. Styrkir vöðvar halda við liði og minnka líkur á álagseinkennum ef sveiflað er rétt. Athuga má með að finna út hvað sveifla hentar best og er betra að standa aðeins uppréttari. Á æfingarsvæðinu og á mottum að stilla þá upp á tí og passa að fá ekki höggvíbringinn í höggstöðu. Á golfvellinum mætti sleppa að fara ofan í glompu og taka þess í stað víti o.fl. Ekki vera með bakpoka og labba hæfilega en nota minna golfbílinn. Hreyfingarleysi og kyrrseta vegna verkja kallar á að vöðvar rýrna, stirðleiki og verkir aukast, þol og kraftur minnkar, samhæfing og stöðuleiki minnkar, liðleiki minnkar, ásamt því að kyrrseta er slæm að öllu leyti fyrir stoðkerfi líkamans, hjarta og lungu. Hæfileg golfiðkun stuðlar að því að bæta og styrkja ofangreinda þætti ásamt því að andlegi og félagslegi þátturinn getur hjálpað mikið til. Gott tengslanet vina og golffélaga er einnig til bóta. Félagsskapurinn getur haldið utan um og hvatt viðkomandi áfram. Nokkur atriði sem geta haft áhrif og eða bætt golfsveiflu og golfiðkun. Góður stuðningsfatnaður. (spelkur, hnéhlífar, axlir, ökkla, úlnliði, mjaðmir, bak) Góðir skór og innlegg. Nota minni og mýkri takka. Góð upphitun fyrir og eftir leik, og réttar teygjuæfingar við hæfi Uppréttari staða í öllum höggum ( nota lengri golfkylfur) Ganga uppréttur og beinn í baki um völlinn ( ekki hokinn ) Lengri pútter og taka bolta upp með pútter / boltasafnara. Opna stöðu bæði vinstri og hægri fótar í uppstillingu (minnkar álag á mjaðmir og bak) passa að hægra hné hreyfist ekki of mikið í aftursveiflu og að of mikil hreyfing verði í sveiflunni Vinstri hæll upp í aftursveiflu ( minna álag / hreyfing á hægra hné ) Styttri aftursveifla en víðari. Taka hægri fótinn með í lokin á framsveiflunni. ( taka skrefið í átt að skotmarkinu) Golfhanskar á báðar hendur ( til eru sérstakir hanskar fyrir gigtveika) Tía upp á vellinum. Sleppa að fara ofan í glompur og fara um ójöfn svæði utan vallar Graphide sköft Sleppa golfpokanum. Ýta golfkerrunni. Takmarka golfbílinn eins og hægt er. 23

24 Liðagigt / iktsýki Einkenni Liðagigt (rheumatoid arthritis) er venjulega flokkuð sem sjálfsofnæmissjúkdómur en í slíkum sjúkdómum ræðst ónæmiskerfi líkamans gegn eigin frumum og skemmir þær. Sjúkdómurinn er langvarandi, nánast ólæknandi, og lýsir sér með bólgum og skemmdum í liðamótum á útlimum, venjulega sömu liðum hægra og vinstra megin. Sjúkdómurinn er langvarandi, nánast ólæknandi, og lýsir sér með bólgum og skemmdum í liðamótum á útlimum, venjulega sömu liðum hægra og vinstra megin. Um 1-2% fólks fær sjúkdóminn en hann er 2-3 sinnum algengari hjá konum en körlum. Fólk getur veikst af liðagigt hvenær sem er ævinnar, frá ungabörnum til aldraðra, en algengast er að fólk veikist á aldrinum 25 til 50 ára. Liðagigt getur byrjað skyndilega en algengara er að sjúkdómseinkennin komi fram hægt og bítandi á löngum tíma. Um er að ræða bólgur og verki í liðum, venjulega mest áberandi í höndum og fótum. Margir liðir eru undirlagðir og oftast er sem fyrr segir um að ræða sömu liðina vinstra og hægra megin (fingur, úlnliðir, tær, ristar, olnbogar og ökklar). Til viðbótar við bólgur og verki fylgir liðagigt áberandi stirðleiki í liðunum sem varir í meira en hálfa klukkustund að morgni eða eftir langa hvíld. Þessu geta fylgt almenn einkenni eins og þreyta og hitavella. Þegar tíminn líður fara liðirnir að skekkjast og afmyndast og er þetta oft áberandi á höndum. Liðbrjóskið skemmist og þynnist og beinþynning verður umhverfis sjúka liði Meðferð og þjálfun Eins og fram hefur komið hefur hreyfing mjög jákvæðan ávinning almennt. Þessi jákvæðu áhrif eiga einnig við um fólk með liðagigt. Miðað við heilbrigða einstaklinga þá er fólk með liðagigt með allt að 70% minni styrk og eiga einnig auðveldara með að missa niður vöðvamassa. Tap á vöðvamassa tengist oftast minnkaðri hreyfigetu en einnig þáttum sem tengjast ónæmiskerfinu. Þá geta orðið breytingar í beinagrindavöðvum einstaklingsins sem getur leitt til minni vöðvastyrks. Minni vöðvastyrkur og minni kraftmyndun leiða til skertrar hreyfifærni í daglegu lífi. Það er flókið samspil andlegra og líkamlegra þátta sem einstaklingur með gigt þarf að glíma við. Ekki er nægilegt að vita hvaða áhrif hreyfingin hefur á líkamann heldur þarf andlegi þátturinn einnig að vera gríðarlega sterkur. Í upphafi má búast við auknum vekjum til að byrja með en þeir eiga ekki að aukast mikið né standa yfir í langan tíma. Vöðvar, liðir og vefir líkamans eru að venjast nýju álagi. Það skiptir miklu máli að velja hreyfingu og þjálfun eftir áhuga og getu. Þjálfunin á að leggja áherslu á þol, styrk og liðleika. Til þess að ná árangri í hreyfingu sem meðferð þarf þolinmæði. Árangur kemur að jafnaði ekki fram strax heldur tekur mánuði og jafnvel ár. Hreyfing sem meðferðarform er ekki skyndilausn (Ehrman, 2009). Ekki er æskilegt að hefja reglubundna hreyfingu með of miklu álagi. Mikilvægt er að byrja rólega, gera hreyfingu að venju og auka álagið smám saman í samráði við sjúkraþjálfara og lækni. 24

25 Golf og liðagigt/ iktsýki Golf og liðagigt á ágætlega saman. Sem dæmi að þá hefur Kristy McPherson 32 ára atvinnugolfari sem veiktist alvarlega 12 ára náð ágætum árangri á golfvellinum (7 ár í LPGA túrnum) og á sama tíma náð að vinna með liðagigtina. Haldið sér í góðu formi þrátt fyrir verki og stirðleika. Hennar mottó er að stjórna liðagigtinni og að forðast það að láta gigtina stjórna daglegum athöfnum. Heitt bað í byrjun og lok dags. Heitir og kaldir bakstrar á bólgur. Líkamsrækt 3-4 sinnum í viku. Rétt og heilsusamlegt fæði og lyf. Nokkur atriði sem geta haft áhrif og eða bætt golfsveiflu og golfiðkun. Góður stuðningsfatnaður. (spelkur, hnéhlífar, axlir, ökkla, úlnliði, mjaðmir, bak) Góðir skór og innlegg. Nota minni og mýkri takka. Góð upphitun fyrir og eftir leik, og réttar teygjuæfingar við hæfi Uppréttari staða í öllum höggum ( nota lengri golfkylfur) Ganga uppréttur og beinn í baki um völlinn ( ekki hokinn ) Lengri pútter og taka bolta upp með pútter / boltasafnara. Opna stöðu bæði vinstri og hægri fótar í uppstillingu (minnkar álag á mjaðmir og bak) passa að hægra hné hreyfist ekki of mikið í aftursveiflu og að of mikil hreyfing verði í sveiflunni Vinstri hæll upp í aftursveiflu ( minna álag / hreyfing á hægra hné ) Styttri aftursveifla en víðari. Taka hægri fótinn með í lokin á framsveiflunni. ( taka skrefið í átt að skotmarkinu) Golfhanskar á báðar hendur ( til eru sérstakir hanskar fyrir gigtarveika) Tía upp á vellinum. Sleppa glompunum og ójöfnum og torfærum svæðum utan vallar Graphide sköft Forðast að bera golfpoka. Ýta golfkerrunni. Takmarka golfbílinn eins og hægt er. 25

26 Gerviliðir Aðgerðir Liðskipti einkum í mjöðmum og hnjám þar sem ísetning svokallaðra gerviliða á sér stað hafa verið stunduð í nokkra áratugi. Árangur aðgerða er almennt góður og vegna fjölda aðgerða er álitlegur fjöldi einstaklinga sem gengur um á meðal okkar með slíka gerviliði. Hins vegar hefur það ekki orðið ljóst fyrr en á síðustu árum hvernig slíkar aðgerðir hafa skipt sköpum fyrir líðan og lífsgæði gigtarsjúklinga. Gróflega má skipta slíkum aðgerðum í þrennt. Aðgerðir sem miðuðu að því að stöðva eða tefja fyrir gangi sjúkdómsins og þeim skemmdum sem sjúkdómurinn olli á liðamótum. Hér ber fyrst að telja slímhúðarbrottnám (synovectomi). Með betri og áhrifaríkari steralausnum til innspýtingar í liði minnkaði verulega þörfin á slíkum aðgerðum. Þar af leiðir að slíkar aðgerðir eru lítið notaðar nú til dags. Þær hafa þó notagildi í handaskurðlækningum og ef þeim er beitt á réttan hátt og tímanlega geta þær orðið sjúklingunum til verulegs gagns. Aðgerðir til þess að leiðrétta liðkreppur og skekkjur í beinum, t.d. með því að flytja til sinar eða brjóta upp bein og leggja í réttar skorður. Slíkar aðgerðir, einkum þær síðastnefndu voru einu úrræðin sem til voru við slitgigt í mjöðmum og hnjám lengi vel en hafa misst mikilvægi sitt á hinum síðari árum með tilkomu gerviliðaaðgerða. Þó eru enn aðstæður þar sem slíkar aðgerðir hafa ákveðið notagildi, aðallega þó til þess að fresta óumflýjanlegum gerviliðaaðgerðum, t.d. hjá ungu fólki með slitgigtarbreytingar Endursköpun á liðfleti og liðamótum. Slíkar aðgerðir miðuðu að því að útbúa nýjan slitflöt í skemmdan lið. Í byrjun síðustu aldar voru gerðar ýmsar tilraunir með því að taka lífræna vefi, s.s. sinafell (fascia) úr sjúklingnum sjálfum eða jafnvel dýrahúðir sem voru sótthreinsaðar og saumaðar yfir skaddaða liðfleti í mjöðmum og hnjám. Árangur eftir slíkar aðgerðir var því miður ófullnægjandi í besta falli og hörmulegur í versta falli með djúpum sýkingum, beinátu og öðrum hremmingum fyrir sjúklinginn. Ávinningur aðgerða Gerviliðaísetning hefur á margan hátt gjörbylt líðan og lífsgæðum gigtarsjúklinga með slit- og liðagigt í ganglimum. Áður fyrr stóð þessum einstaklingum fátt annað til boða en að leggjast í kör til þess að lina verkina. Upp úr miðri öldinni hófst fyrir alvöru þróun gerviliða og eftir ýmis byrjunarvandkvæði hafa gerviliðaísetningar orðið ein af hagkvæmustu og bestu skurðaðgerðum sögunnar. Sjúklingar með slit- og liðagigt í mjöðm er álitlegur hópur eða um 3-4% allra einstaklinga. Búast má við að ríflega helmingur þeirra þurfi gervilið. Slitgigt í hné er tvisvar til þrisvar algengari en í mjöðm en aðeins um fjórðungur þeirra er talin þurfa á liðskiptum að halda. Fyrir þessa hópa skiptir gerviliðaísetning sköpum um lífsgæði og þjóðfélagsþátttöku. Það er ekki fyrr en á síðustu árum að þetta hefur runnið upp fyrir vísindamönnum. Almennt séð eru fáar læknismeðferðir eins hagkvæmar og gerviliðaísetningar. Aðgerðirnar eru gerðar í stórum stíl og árangur því góður í vönum höndum 26

27 Tom Watson Árið 2008 fór Tom Watson þá 59 ára í mjaðmaaðgerð. Vinstri mjöðm hafði verið mjög slæm og miklir verkir. Svefnleysi og erfiðleikar við að klæða sig í föt. Golfsveiflan var orðin takmörkuð og erfitt að komast í lokastöðuna í sveiflunni. Einnig átti hann orðið erfitt um gang. Tom Watson: Aðgerð og endurhæfing Skurðaðgerð var gerð 2. október og var hann kominn heim daginn og var með göngugrind og hækjur í átta daga og gat þá gengið óstuddur. Mánuði seinna hófst svo golfendurhæfing með golfþjálfara þrjá daga í viku og 2 daga í viku sem hann æfði sjálfur. Skurðlæknirinn sagði að óhætt væri að stunda golf nokkrum vikum eftir aðgerð. Tom fór sér hægt og æfði vel og lét lækna fylgjast vel með. Um miðjan desember gat hann slegið um 200 bolta innandyra í golfhermi án verkja. Sveiflan var orðin betri en árinu áður og styrkurinn og snúningsgeta jókst stöðugt. Tom var síðan mættur á The British Open í júlí 2009 þá tæplega 60 ára og nokkrum mánuðum frá mjaðmaaðgerðinni. Minnstu munaði að hann ynni mótið eftir að hafa verið í forystu og síðan 4 holu umspil gegn Stewart Cink. Þess má geta að Jack Nicklaus og Greg Norman hafa farið í svipaða aðgerð. Nokkur atriði sem geta haft áhrif og eða bætt golfsveiflu og golfiðkun eftir mjaðma og hnéaðgerðir. Góður stuðningsfatnaður. (spelkur, hnéhlífar, mjaðmir,) Góðir skór og innlegg. Nota minni og mýkri takka. Góð upphitun fyrir og eftir leik, og réttar teygjuæfingar við hæfi. Lengri pútter og taka bolta upp með pútter / boltasafnara. Opna stöðu bæði vinstri og hægri fótar í uppstillingu (minnkar álag á mjaðmir og bak ) passa að hægra hné hreyfist ekki of mikið í aftursveiflu og að of mikil hreyfing verði í sveiflunni Vinstri hæll upp í aftursveiflu ( minna álag / hreyfing á hægra hné ) Taka hægri fótinn með í lokin á framsveiflunni. ( taka skrefið í átt að skotmarkinu) Tía upp á vellinum. Sleppa glompunum og ójöfnum svæðum utan vallar Graphide sköft Sleppa golfpokanum. Ýta golfkerrunni. Takmarka golfbílinn eins og hægt er. 27

28 Hjarta og æðasjúkdómar, og áhrif hreyfingar. Rannsóknarstöð Hjartaverndar hefur staðið fyrir umfangsmiklum hóprannsóknum á fullorðnu fólki með tilliti til hjarta- og æðasjúkdóma og áhættuþátta þeirra. Hjarta- og æðasjúkdómar eru ennþá algengasta dánarorsök á Íslandi. Áhættuþættir þeirra eru margir þannig að hægt er að hafa áhrif á þá. Helstu áhættuþættir Reykingar, hár blóðþrýstingur, hækkað kólesteról (blóðfitutruflanir), sykursýki, kyrrseta, offita, erfðir. Áhrif hreyfingar á hjarta og æðakerfi Jákvæð áhrif hreyfingar eru ótvíræð. Dagleg hreyfing er mikilvæg fyrir alla aldurshópa og vinnur gegn áhættuþáttum eins og offitu, háum blóðþrýstingi, sykursýki, hækkuðu kólesteróli. Hreyfing er stór hluti í allri endurhæfingu, hjá hjartasjúklingum og öðrum sjúklingahópum. Ávinningur er mikill af hæfilegri hreyfingu. Dæmi: Orkuþörf fertugs karlmanns sem vegur 70 kg og stundar kyrrsetustörf, ekur bíl flestra sinna erinda og eyðir kvöldunum fyrir framan sjónvarp (í kyrrsetu) er í kringum 2300 kkal á dag. Hálftíma rösk dagleg ganga eykur brennslu þessa manns um 150 kkal á dag eða 55 þúsund kkal á ári. Hvert kílógramm af líkamsfitu samsvarar um 7000 kkal. Þessi daglega aukahreyfing jafngildir 7,8 kílóum á ári (55000/7000=7,8) Áhrif hreyfingar á hjarta og æðakerfi Sterkari hjartavöðvi Aukið þol Blóðþrýstingur lækkar Jákvæð áhrif á blóðfitu einkum HDL (góða kólesterólið) Auðveldara að halda þyngdinni í skefjum Minni hætta á fullorðinssykursýki Betri almenn líðan Rannsóknir Hjartaverndar benda til verulega jákvæðra tengsla reglubundinnar frítímahreyfingar og færri dauðsfalla vegna kransæðastíflu. Áhrif á heildardánarlíkur eru einnig veruleg. Reglubundin hreyfing hefur margvísleg önnur áhrif til góðs en fyrir hjarta- og æðakerfið. Hún er talin forvörn gegn: Ýmsum tegundum krabbameina (t.d. ristilkrabbameini og brjóstakrabbameini) Beinþynningu Þunglyndi Liðagigt Félagslegri einangrun 28

29 Golf, hjarta og æðasjúkdómar Í rannsókn frá US National Heart, Lung and Blood Institute er bent á að hæfileg hreyfing eins og golfiðkun sé mjög góð fyrir hjarta og lungu og æðakerfi. Golfíþróttin sé ekki mikil átaka íþrótt og veldur ekki örum hjartslætti. Hreyfingin er hæg og hægt farið yfir á löngum tíma sem er gott fyrir insulin og blóðfitu og skilar jafnvel betri árangi en klukkutíma átök í líkamsrækt.( Maastricht University.) Rannsóknir frá Yale University School of Medicine benda til til þess að þeir sem spila reglulega golf eru nær kjörþyngd og geta brennt kaloríum á meðal golfhring og að grænt umhverfi og súrefni hafði góð áhrif á andlega heilsu og stress. Margir hjartasjúklingar hafa snúið sér aftur að golfiðkun eftir góða sjúkraþjálfun. Hægt er að byrja hægt og á æfingarsvæðinu. Síðan má bæta við nokkrum holum og spila síðan 9 holur. Vera í félagsskap og forðast hæðótta/torfæra golfvelli. Einnig þarf að passa að veðrið sé gott, ekki of kalt eða of heitt. 29

30 Golfmeiðsli Algeng golf meiðsli: Orsakir, einkenni, og meðferð meiðsla Golfkennarar og kylfingar ættu að vera meðvitaðir um það hvað veldur algengustu meiðslum, hver einkenni þeirra eru, og hvenær þeir ættu að leita hjálpar læknis og meðferðar vegna meiðsla. Það er mikilvægt að allir séu meðvitaðir um að golfiðkun krefst notkunar á réttum og góðum búnaði, réttri faglegri þjálfun og tækni, góðu líkamlegu ástandi, þol, kraft og liðleika til að koma í veg fyrir meiðsli. Golfkennarinn þarf að hafa þekkingu á að geta styrkt grunnstöðu og hreyfingar kylfings með tilliti til að vernda hrygg, mjaðmir, hné, ökkla, úlnliði, olnboga, og önnur liðamót. Meiðslatíðni og tegund meiðsla eykst eftir því hversu mikið er æft og keppt. Atvinnumaður í golfi er með hærri tíðni og fleiri meiðsli en venjulegur áhugakylfingur og eða helgarspilari. Eftir því sem æfinga og keppnistímabilið lengist á Íslandi þarf að huga að góðri kennslu og aðstöðu. Sífellt fleiri kylfingar eru erlendis við nám og æfa og keppa stíft og ætla sér langt í golfíþróttinni. Hér heima á Íslandi eru víða ágætar aðstæður til golfiðkana yfir veturinn og í umsjón golfklúbba sem hafa þá menntaða PGA kennara til að halda utan um vetrarstarfið ásamt því að stýra allri heilsársþjálfun innan klúbbanna. Tíðni og tegund golfmeiðsla eru mismunandi á milli atvinnu/keppnisgolfara annars vegar og áhugagolfara, t.d eru atvinnukylfingar líklegri til að eiga við meiri meiðsli á vinstri úlnlið á meðan áhugakylfingurinn hefur hærri meiðslatíðni á olnboga. Atvinnukylfingur hefur yfir miklum kylfuhraða að ráð í sveiflunni mph á meðan áhugamaðurinn er með mph þannig að höggið í höggstöðu getur leitt mikinn víbring upp í líkamann í gegnum hendur. 80% af meiðslum verða vegna þess að kylfingar æfa og spila of mikið og setja þar af leiðandi of mikið álag á líkamann. Síðan tapast margir dagar og vikur í golfiðkun vegna meiðsla. Algeng meiðsli tölfræði Mjóbak 36% Olnbogar 32% Handlegir og úlnliðir 21% Axlir, hné og önnur meiðsli 11% (Harvard Medical School Study 2004) 30

31 Bakvandamál Orsakir meiðsla /verkja Golf sveiflan og sér í lagi röng golfsveifla getur sett mikið álag á mjóbak og hryggjarliði. Vöðvatognanir Mikið hokin púttstaða setur álag á hryggjarliði, á neðri hluta bak / mjóbak. Endurtekin, einhliða snúningur á hrygg (30-50 sinnum á golfhring + æfingar á milli golfhringja ) setur mikið álag á hryggjarliði og vöðva í neðra baki /mjóhrygg. Að beygja sig niður/yfir og taka upp þungan golfpoka getur sett álag á bakvöðva. Bera þungan bakpoka t.d með einni ól. Skemmd í brjóskþófa, hrörnun Brjósklos. Rangar líkamsæfingar geta valdið brjósklosi og því er mikilvægt að gera allar æfingar rétt þegar líkamsþjálfun er stunduð. Liðagigt og slit í hryggjarliðum getur orsakað og stuðlað að bakverkjum. Langtíma kyrrstaða hvar sem er og á golfvellinum getur verið slæm Einkenni Verkir í baki Stirðleiki Vöðvakrampar Verkur, doði eða máttleysi í fótleggjum Lausnir og meðferð Oftast lagast minniháttar meiðsli og óþægindi fljótt ( sinabólga og minniháttar vöðvatognun). Lagast með hvíld og styrktarþjálfun. Mikil hokin staða í púttum getur sett álag á bakið. Uppréttari staða og lengri pútter getur verið lausn Skoða golfsveifluna og greina með PGA kennara og eða sjúkraþjálfara. Leiðrétta villur í 31

32 sveiflunni og tryggja réttan snúning í sveiflunni og rétta stöðu/uppstillingu. Sleppa bakpokanum og nota golfbíl, rafmagnskerru og eða ýta golfkerrunni Stytta sveifluna og minnka álagið á bakið í leiðinni. Snúa vinstri mjöðm rétt. Vinstri mjöðmin leiðir snúninginn í niðursveiflunni. Tryggja snúninginn áfram í framsveiflu og fara í rétta lokastöðu. Réttur mjaðmasnúningur minnkar álag á mjóbak. Í sveiflu ættu hné að vera örlítið bogin sem minnkar spennu í mjóbakinu Góð upphitun, teygjuæfingar og æfingarsveiflur fyrir og eftir æfingar og golfhring. Góður og þægilegur skófatnaður getur minnkað álag á bak. Hreyfa sig á meðan beðið er eftir næsta höggi. Brjósklos Einkenni Brjósklos neðarlega í baki er algengast hjá kylfingum. Einnig er algengt að kylfingar fái brjósklos ofarlega við hálsinn. Einkenni ráðast af því hvar brjósklosið verður og hversu mikil áhrif það hefur á nærliggjandi vefi. Almennt má segja að einkennin sem fylgja brjósklosi séu aðallega vegna þrýstings á taugarætur og þau geta verið allt frá vægum óþægindum upp í óbærilega verki. Ef brjósklos verður í hálsi þá koma einkennin fram í handlegg eða fingrum og ef það á sér stað í mjóhrygg má reikna með að einkennin séu á lendarsvæði og / eða í fótlegg. Þrýstingur á taugarætur hefur í för með sér að máttur einstakra vöðva minnkar eða þeir jafnvel lamast. Það getur einnig dregið úr skyni s.s. snertiskyni og fólk finnur fyrir dofa á ákveðnu svæði. Alla jafna koma einkennin fram aðeins öðru megin í líkamanum en verði þrýstingur á mænu / mænutagl geta einkenni komið fram beggja vegna líkamans, sem geta verið krampar og/eða lömun og skyntruflanir. Orsakir Meðal þekktra orsaka eru óheppilegt líkamlegt álag hvort sem það tengist vinnu eða því sem fólk fæst við í frítíma sínum. Högg sem berast upp hrygginn og vinna við að lyfta og bera, sér í lagi með snúinn og beygðan hrygg. Langvarandi setur og setur við titring og/eða högg auka á hættuna. Snöggar hreyfingar og mikið skyndilegt álag og léleg lyftitækni. Of mikil líkamsþyngd og lélegt líkamlegt ástand geta haft í för með sér aukið álag á hrygginn og hættu á brjósklosi. Rannsóknir hafa sýnt að ákveðnir erfðaþættir auka líkur á brjósklosi. Einnig eru reykingar sérstakur áhættuþáttur. Meðferð Við upphaf skyndilegs bakverkjar er mikilvægt að leggjast og taka verkjalyf til að lina sársaukann. Í byrjun er ráðlagt að taka verkjalyf sem hægt er að kaupa í apóteki s.s. parasetamól og bólgueyðandi lyf s.s. íbúfen. Gott er að nota kælipoka og hitapoka til skiptis á svæðið þar sem verkurinn er, byrja skal á að nota kælipoka í 20 mínútur og síðan hitapokann í 20 mínútur og svo koll af kolli og enda alltaf á köldum poka. Með því að setja heitt og kalt til skiptis myndast nokkurs konar pumpa á æðakerfið og það eykur blóðflæðið. Ekki er ráðlegt að setja hita ef grunur leikur á að um bólgu sé að ræða ( þ.e. ef hiti er yfir svæðinu) en setja frekar hita sitt hvorum megin við hryggsúluna, til að auka blóðflæðið í nærliggjandi vöðvum. Fyrstu 1 2 dagana er hvíld mikilvæg, ekki setja álag á bakið og hafa aðstæður þannig að mögulegt sé að leggjast útaf. Rúmlega er ekki ráðlögð í meira en 2 daga. 32

33 Nætursvefn er mikilvægur og því oft nauðsynlegt að taka verkjalyf fyrir svefninn ef verkir eru slæmir. Gott getur verið að fara í heitt bað fyrir svefn, eða liggja á hitapoka og mikilvægt er að forðast kaffidrykkju seinnipart dags. Það getur hjálpað til við að minnka verkinn að hnipra sig saman á hliðinni með kodda milli hnjánna. Að byrja að þjálfa bakið strax og sjúklingur treystir sér til hjálpar, en mikilvægt er að byrja rólega og forðast hraðar og flóknar æfingar. Best er að byrja á styrktaræfingum með mjög litlu álagi og teygjum sem eru mjög mikilvægar, og best er að fá leiðsögn sjúkraþjálfara. Einungis skal þjálfa upp að sársaukamörkum og hætta strax og sársauki gerir vart við sig. Hlutverk sjúkraþjálfara í meðferð vegna brjóskloss er mikilvægt. Meðal þess er að beita aðferðum til þess að draga úr verkjum og halda þeim í skefjum, leiðbeina með líkamsbeitingu í daglegu lífi og fara yfir hvað er líklegt til að auka verki og hvaða þættir draga úr þeim. Ýmsar leiðir eru til að draga úr þrýstingi á taugarót/-rætur sem draga úr einkennum. Þjálfun s.s. styrktar-, úthalds- og liðleikaþjálfun undir leiðsögn sjúkraþjálfara er sömuleiðis mikilvægur þáttur í endurhæfingarferlinu. Meðferðin ræðst af því hve alvarleg einkennin eru og á hvaða svæði brjósklosið er. Alla jafn gengur meðferðin vel og mikill meirihluti fólks jafnar sig án aðgerðar. Það getur þó tekið mis langan tíma ( Valgeir Sigurðsson, Sjúkraþjálfari hjá Gáska ) Oft lagast bakverkur sem er af völdum brjóskloss eða vöðvatognunar á nokkrum dögum án frekari meðferðar, en getur þó tekið allt að sex vikur.(doctor.is) Þess má geta að Birgir Leifur (2009) og Kristján Þór Kristjánsson (2013) hafa t.d báðir fengið slæmt brjósklos og náð að vinna ágætlega úr því. Ef bakverkir lagast ekki eftir hvíld þarf að sjálfsögðu að fara til læknis og fá greiningu og rétta viðeigandi meðferð. 33

34 Olnbogi Mynd 16 Olnbogaverkir golfarans (medial epicondylitis) einkennast af bólgu, eymslum / sársauka efst og að innan í upphandlegg við olnboga. Tennis olnbogi, (lateral epicondylitis) þá eru eymsli og sársauki utan á upphandlegg við olnboga, þekkist einnig meðal golfara. Orsakast oftast af of miklu álagi. Orsakar verkja og meiðsla Rangt grip um kylfuna getur valdið álagi á vöðva og sinar. Haldið of fast um kylfuna sem setur álag á framhandleggsvöðva Of flöt aftursveifla getur sett of mikið álag á vinstri olnbogann Endurtekið álag og eða miklu átaki/krafti /álagi beitt á olnboga og eða úlnliði. Einkenni Verkir eða eymsli ofarlega á innanverðum á framhandlegg (geta komið fram skyndilega og eða magnast upp með tímanum) Stirðleiki/stífni í olnboga Verkur þegar hnefi er krepptur Slappleiki og þreyta í handlegg /minni styrkur eða veikleiki í höndum og / eða úlnliðum Lausnir og eða meðferð Hvíld í nokkra daga og stöðva æfingar og leik/keppni þar til sársauki er farinn. Ath að kæla verkjasvæði í mínútur 4 sinnum á dag í nokkra daga. Draga úr streitu/álagi á framhandlegg og olnboga með því að skoða/breyta sveiflu. Laga grip og athuga gripstyrk m.t. spennu í vöðvum framhandleggs Laga sveiflu ef hún er of flöt Cortisone sprautur (ef langvinnt ástand). Viðeigandi smyrsl og verkjalyf. Ef olnbogi og eða verkir lagast ekki eftir hvíld þarf að sjálfsögðu að fara til læknis og fá greiningu og rétta viðeigandi meðferð. 34

35 Axlir Mynd 17 Mynd 18 Axlarliður er kúluliður og er myndaður af efri hluta upphandleggsbeins (caput humeri) og liðfleti á herðablaðinu (cavitas glenoidalis). Meðfram liðfletinum á herðablaðinu er trefjabrjóskbrún sem kallast liðskálarbryggja (labrum glenoidale). Þetta er hreyfanlegasti liður líkamans,með lítið af liðböndum, þar sem að þau myndu minnka hreyfigetuna. Liðnum er haldið stöðugum með liðpoka, nokkrum liðböndum og axlarvöðvum (rotator cuff). 4 vöðvar tengjast og eru við axlarliðinn, Supraspinatus, Infraspinatus, Subscapularis, Teres minor. Rotator Cuff meiðsli eru algeng axlarmeiðsli meðal kylfinga. Golfsveiflan getur framkallað langvarandi slit og meiðsli í vöðvum sem tengja öxlina. Vöðvar og sinar sem togna og rifna gróa með tímanum og geta þá myndast örvefir sem getur gert hreyfingar sársaukafullar. Orsakir Sinarbólga (kalkmyndun í sinum) Frosin öxl (Sykursýki, skjaldkirtill, áverkar, beinbrot) Bólga (bólga í Liðpoka sem verndar öxl) Liðagigt (sem veldur bólgu og stirðleika) Óstöðugleiki í öxl (liðhlaup) Örvefir og gróningar Einkenni Verkir í öxl eða upphandlegg, sársauki þegar handlegg er lyft upp og frá líkamanum Verkir í framan í öxl sem leiðir niður eftir handlegg og í olnboga / framhandlegg Lítil hreyfigeta og snúningur í öxlum Miklir verkir og svefntruflanir. Lausnir Hvíld, kæling _kaldir bakstrar, bólgueyðandi smyrsl og verkjalyf, sterasprautur Eftir 2-3 bólgulausa daga, heitir bakstrar til að mýkja vöðva þegar bólgan er farin Sjúkraþjálfun _ teygjur og styrkar æfingar Liðspeglun 35

36 Úlnliðs og handarmeiðsli Mynd 19 Orsakir Endurtekin þung högg í jörðu/mottu í höggstöðu þegar golfboltinn er hittur. Mesta álagið og áhrif af högginu leiða upp í hendi og úlnlið. Mikill kylfuhraði í höggstöðu. Metacarpal bein og fingurbein eru tengd við úlnlið liðböndum, sinum og vefjum. Með tímanum og endurteknu álagi og hugsanlega röngum úlnliðshreyfingum og höggum getur þetta valdið sprungum í beini, beinbroti, tognun í vöðvum og bólgu í sinum sem á endanum valda sársauka og minnkaðrar hreyfigetu. Einkenni úlnliðs og handarmeiðsla Sinabólgur (þroti, verkur og stirðleiki) í úlnlið Verkir í handarbaki þegar gripið er um kylfugripið og kylfan liggur í gegnum hendina gæti verið merki um að brotið Hamate bein. Verkir vegna liðhlaups Úlnliðsbein (Carpal tunnel syndrome) (náladofi / dofi í fingrum / skert hreyfigeta ) Sinarbólga (verkur í úlnlið og við þumal) (De Quervain sinabólga) Iktsýki og gikt Lausnir Hvíla svæði og minnka álag á sársaukamestu og bólgu svæði. Kreista tennis bolta til að styrkja handargrip, úlnlið, framhandlegg og axlarvöðva. Minnka gripþrýsting. Hægja á baksveiflu, minnka úlnliðs hreyfingu. Forðast bratta niðursveiflu sem gæti orsakað þung högg í jörðina/mottuna Tía upp boltann á æfingarsvæði og í leik Nota golfkylfur við hæfi. 36

37 Hnémeiðsli Mynd 20 Orsakir Golfsveiflan og snúningur setur mikið álag á hnén. Þyngdarflutningur í golfsveiflunni, hægra hné í aftursveiflu og vinstra í niður og framsveiflu Leikmaður er of þungur. Hné í læstri stöðu (t.d hægra hné í aftursveiflu) Lélegir skór og mikil ganga/ bera golfpoka Einkenni Almennir verkir og sársauki í hné og hnjáliðum Brak hljóð í hné. Vökvi í lið Bólga og stirðleiki í hné sem versnar með aukinni hreyfingu Lausnir Hvíld, bakstrar og verkjalyf Styrktaræfingar, teygja og sjúkraþjálfun Lyfta fót í aftursveiflu og framsveiflu til að minnka viðnám Klæðast golf skóm með stuttum tökkum. Minna viðnám í snúningi Nota t.d tvöfalt lag af innleggi sem tekur við þunganum við það að stíga í hælinn og minnkar þar með álag á hné, mjaðmir og bak. Nota hnjáspelkur og teygjubindi Liðspeglun / skurðaðgerð / sprautumeðferð 37

38 Meiðsli í mjöðmun Mynd 21 Golfiðkun veldur sjaldan mjaðmarmeiðslum, en golfleikur getur valdið sársauka í mjöðm þar sem fyrirliggjandi vandamál sem eru til staðar. Ef mjaðmavandamál eru til staðar er hugsanlega hægt að aðlaga og breyta sveiflu og að fyrirliggjandi vandmáli. Oft eru þetta eðlileg slitvandamál vegna aldurs, vinnu og hreyfingar almennt. Meiðsli í mjöðmum virðast samt vera að aukast miðað við hvernig fyrri kynslóð golfara var ekki með mikil mjaðmameiðsli. Orsakir Tognun í vöðva ( getur valdið óþægindum eða takmarkað snúningsgetu og hreyfingu.) Snúningur á mjöðm, snöggur kraftmikill snúningur í kúplingu setur mikið álag á mjaðmir og vöðvafestingar og nær vöðva. Of mikill þungi / álag sett á mjöðm, golfbakpoki, leikmaður of þungur. Almennt slit í mjöðm og liðum ásamt gigt. Skemmt í brjóski ( Hip, labram tear) Of brött golfsveifla sem veldur þungum höggum í jörð eða á mottu Einkenni Verkir í mjöðm eða við nára svæði Álagsbrestir og smellir í mjöðm Lausnir Laga uppstillingu /golfstöðu, beinna bak, bil milli fóta m.v axlir, jafna þyngdardreifingu á fætur, hægja á og mýkri sveiflu og réttan sveifluhraða. Rétt upphitun og teygjur fyrir og eftir æfingar Passa upp á kjörþyngd Hvíld, kaldir bakstrar Speglun og eða aðgerð 38

39 Stuðningsvörur fyrir golfara Töluvert er til að stuðningsvörum fyrir golfara. Á golfdögum í Kringlunni voru t.d Eirberg ehf. með sérstaka kynningu um vörur sem henta golfurum sem eiga við meiðsli og eða sjúkdóma að stríða. Sjúkraþjálfarar frá Eirberg voru á staðnum og kynntu þar vörur og veittu góða aðstoð. Allar stuðningshlífar og spelkur sem fjallað er í þessum kafla fást í Eirbergi Stórhöfða 25. Þess má geta að sjúkraþjálfarar Eirbergs taka á móti öllum golfurum, ungum sem öldnum, og veita faglega ráðgjöf og fræðslu um þær hlífar og spelkur sem henta hverjum og einum. Hnéhlífar o Genutrain Verkir í hné Álagsverkir í sinum og liðböndum Vandamál tengd liðþófum Óstöðugleiki í hné Væg slitgigt Eftir meiðsli t.d tognanir, áverka Gelpúðinn kringum hnéskelina minnka þrýsting á hnéskelinni og dreifir honum á aðliggjandi vefi. Við hreyfingu nuddar gelpúðinn mjúkvefina kringum hnéskelina. Þrýstingurinn frá hlífinni og nuddið sem gelpúðinn gefur draga í sameiningu úr bjúg og bólgu. o Genutrain A3 Slitgigt á innanverðu hné Álagseinkenni Vægur óstöðugleiki Hnéskel sem liggur of utarlega Þéttur stuðningur með gelpúða sem liggur í kringum hnéskelina og inn í liðbilið innanvert á fætinum. Gelpúðinn styður við hnéskelina og við hreyfingu nuddar hann mjúkvefina í kringum hnéskelina (liðbönd og vöðvafestingar). Þrýstingurinn frá hlífinni og nuddið sem gelpúðinn gefur draga í sameiningu úr bjúg og bólgu. 39

40 o Genutrain S Óstöðugleiki í hné Slitgigt Liðagigt Liðuð hnéspelka með stuðningshlíf sem veitir virkan stuðning. Hringlaga gelpúði liggur kringum hnéskelina. Púðinn styður við hnéskelina auk þess sem hann veitir intermittent nudd á liðbönd og vöðvafestingar og örvar þannig vöðvavinnu og vefjaviðgerð. Efnið í hlífinni gefur þrýsting kringum liðinn og dregur með því úr bólgu og bjúgsöfnun. Handföng sem auðvelda ásetningu. Teygjanlegt efni sem andar. Bakbelti o Lumbotrain / Lumbotrain Lady Verkir í mjóbaki Brjósklos Eftir brjósklosaðgerð Slit í mjóbaki Virkur stuðningur við mjóbak sem örvar proprioception og vöðvavinnu í mjóbaki. V-laga gel púði sem nuddar mjóbakið, dregur úr vöðvaspennu og örvar vöðvavinnu á svæðinu. Teygjanlegt efni sem andar vel. Handföng sem auðvelda ásetningu. Fæst í karla- og kvennasniði. o LordoLoc Mjóbaksverkir Slit Beinþynning Facet syndrome Stuðningsbelti fyrir mjóbak sem örvar vöðvavinnu. Sveigjanlegir teinar að aftan sem hægt er að aðlaga að notandanum. Teygjanlegt efni sem andar vel. Handföng sem auðvelda ásetningu. 40

41 o Lumboloc Mjóbaksverkir Slit og beinþynning í mjóbaki Facet syndrome Stuðningsbelti fyrir mjóbak úr þéttu teygjuefni sem styður vel við mjóbak og kvið. Sveigjanlegir teinar að aftan sem hægt er að aðlaga að einstaklingnum. Teygjanlegt efni sem andar vel. Handföng sem auðvelda ásetningu. Ökklahlífar o Malleotrain Ökklatognun Eftir aðgerð á liðböndum í ökkla Slitgigt Bólga og bjúgur við ökkla Óstöðugleiki í ökklalið Slök liðbönd t.d. vegna endurtekinna tognana Tveir gelpúðar sem liggja á utan- og innanverðum ökklanum. Púðinn gefur þrýsting og nudd sem örva gróanda og draga úr bjúg og bólgu. o Malleotrain plus Ökklatognun Óstöðugleiki í ökklalið Slök liðbönd í ökkla Fyrirbyggjandi fyrir þá sem hafa tilhneigingu til að togna á utanverðum ökkla Ökklahlíf með gelpúðum og bandi sem fer í áttu utanum fótinn. Bandið er bæði teygjanlegt og óteygjanlegt og veitir aukinn stuðning við allar ökklahreyfingar, þó mest utanvert. Hlíf sem byggir á svipaðri tækni og teiping. Gelpúðar undir medial og lateral malleolum veita aukinn stuðning. 41

42 Úlnliðshlífar o Manutrain Slitgigt Eftir áverka t.d. tognanir eða úlnliðsbrot Sinaskeiðabólga Stuðningshlíf og spelka fyrir úlnlið. Virkur stuðningur við úlnliðinn sem dregur úr bólgu og bjúgsöfnun og örvar propriception. Inn í hlífinni er spelka sem styður við úlnliðinn í hlutlausri stöðu. Þessa spelku má fjarlægja við stignun í meðferð. Gelpúðar koma í veg fyrir þrýsting á taugar og æðar í úlnliðnum og veita nudd sem örvar blóðflæði og flýtir fyrir gróanda. Með spelkunni fylgir strappi með frönskum rennilás sem eykur stuðning hlífarinnar Teygjanlegt efni sem andar vel. o Neo úlnliðs- og þumalhlíf Hentar vel eftir tognun, ófálag eða óstöðugleika Góður stuðningur við íþróttaiðkun og vinnu Þunnt teygjanlegt efni sem andar vel Gæti gengið undir golfhanskann o Neo úlnliðsband Álagseinkenni Óstöðugleiki Eftir áverka, t.d. tognun o Mabs úlnliðsband Veitir góðan stuðning við úlnlið Úr Neo-tex hitaefni 42

43 Gigtar hanskar o IMAK gigtarhanskar veita léttan þrýsting, minnka verki og stífleika. Úr mjúku bómullarefni sem andar. Halda hita á liðum. Mjög þunnir gætu gengið undir golfhanskann. o IMAK gigtarhanskar activ. Veita léttan þrýsting, minnka verki og stífleika. Úr mjúku bómullarefni sem andar. Með stömu efni inn í lófum sem gefur gott grip. Halda hita. Mjög þunnir gætu gengið undir golfhanskann. o Gigtar hitahanskar Lipurt efni sem andar vel. Hentar fyrir fólk með liðagigt og slitgigt. Veita léttan þrýsting. Halda góðum hita. Ytra yfirborð með stömu gripi. 43

44 Olnbogi o Epitrain Slitgigt í olnboga Tennisolnbogi Golfolnbogi Álagseinkenni Eftir áverka á olnboga Eftir aðgerð á olnboga Stuðningshlíf fyrir olnboga. Gelpúðar á innan- og utanverðum olnboga sem draga úr bólgu og bjúg í kringum olnbogann. o Epipoint Tennisolnbogi Golfolnbogi Álagseinkenni Stuðningshlíf fyrir framhandlegg sem gefur þrýsting á sinar og sinafestingar á utanverðum upphandlegg. Öxl o Omotrain Slitgigt í öxl Eftir aðgerð/áverka á öxl Stuðningur við axlarliðinn. Gelpúði sem er festur í hlífina að ofanverðu með frönskum rennilás, örvar proprioception, virkjar vöðvana og veitir nudd á þá og dregur þannig úr verkjum. Góður strappi sem auðvelt er að stilla til að hlífin veiti sem bestan stuðning. 44

45 Innlegg o ErgoPad ball&racket Styðja vel við framfót og ökkla Eru lipur og þægileg, passa í flesta skó Örva vöðva í fæti Ábendingar: verkir í hæl og hásin, beinhimnubólga. X-laga stuðningur sem styður við náttúrlega hreyfingu fótarins. Púði sem mýkir niðurstig og fráspyrnu. Hælkappi sem veitir góðan stuðning við hælinn og hliðarhreyfingar. Tábergspúði sem örvar vöðva í fæti og styður rétta fráspyrnu. Hækkun undir stórutá sem léttir á hásin og eykur snertiflöt fótarins. Hentar fyrir fólk með flata og háa rist. Eirberg býður uppá göngugreiningu og mikið úrval innleggja með mismunandi áherslum fyrir hvernig og einn. Gelinnlegg o ViscoPed Verkir undir il Liðverkir Með eða án tábergspúða Mjúk gelinnlegg með eða án tábergspúða og stuðningi undir langbogann. Draga úr álagi á ökkla, hné, mjaðmir, hrygg og sértaklega hæl og tær. Eru úr stömu efni og renna ekki til í skóm. Gelhælar ViscoHeel N Verkir í liðum fótleggja; ökklum, hnjám og mjöðmum Hásinabólga Verkir í hæl Deyfir högg sem koma upp í gegnum fæturna þegar stigið er niður. Minnkar álag á hásin og kálfavöðva. Minnkar óþægindi vegna þrýstings á hælinn þegar stigið er niður. 45

46 Sokkar o Stuðningssokkar Compression sokkar - Performance Veita góðan þrýsting við ökkla og kálfa Minnka þreytuverki í kálfum Auka blóðflæði og súrefnisupptöku Minnka hættu á blöðrum og núningi Compression sokkar - Training Góður stuðningur við ökkla og kálfa Einstök mýkt við tær og hæla Aðlagast vel að fætinum Örva blóðflæði og bæta liðskyn Mabs Active wool Veita góðan þrýsting við ökkla og kálfa Minnka þreytu verki í kálfum Úr ull, halda vel hita. 46

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Þórólfur Guðnason yfirlæknir Sóttvarnalæknir, Embætti landlæknis Nóvember 2014 Gastegundir frá eldgosum >95% H 2 O, CO 2 SO 2

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar 1 Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar Introduction to rotating machines 2 Grunnhugtök og meginþættir Klassískar gerðir véla Riðstraumsvélar Samfasavél (synchronous machine) Spanvél (induction machine

More information

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2 1 Examples 2 Sýnidæmi 2 2 Example 25-1 Gefið er 3 fasa, 3 teina raforkukerfi samkvæmt meðfylgjandi einlínumynd. Allar stærðir á myndinni eru í einingakerfinu ( per unit ). Seríuviðnám háspennulínanna er

More information

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson Samstarf HR og IGI Ólafur Andri Ragnarsson Leikjaiðnaðurinn 2021 Leikjaiðnaðurinn 2021 5.000 störf 70 milljarðar í heildarútflutningstekjur ef... Photo Ian Parker http://parkerlab.bio.uci.edu/nonscientific_adventures/iceland_man.ht

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

Fæðuvenjur á unglingsárum og miðjum aldri og tengsl við áhættu á brjóstakrabbameini

Fæðuvenjur á unglingsárum og miðjum aldri og tengsl við áhættu á brjóstakrabbameini Fæðuvenjur á unglingsárum og miðjum aldri og tengsl við áhættu á brjóstakrabbameini Verkefni til doktorsprófs í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands Nemandi: Álfheiður Haraldsdóttir Leiðbeinendur: Laufey

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2011:1 27. maí 2011 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga frá sveitarfélögum árlega um fjárhagsaðstoð, félagslega heimaþjónustu

More information

Nýjar leiðbeiningar um notkun AED tækja. Gísli E. Haraldsson, læknir Slysa- og bráðasvið Landpítala Háskólasjúkrahúss

Nýjar leiðbeiningar um notkun AED tækja. Gísli E. Haraldsson, læknir Slysa- og bráðasvið Landpítala Háskólasjúkrahúss Nýjar leiðbeiningar um notkun AED tækja Gísli E. Haraldsson, læknir Slysa- og bráðasvið Landpítala Háskólasjúkrahúss Markmið Kynna ástæður fyrir breytingum Útskýra mikilvægi grunnendurlífgunar Kynna nýjar

More information

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur CHEMISTRY The Central 9th Edition Hlutfallareikningur: AðA reikna út frá formúlum og efnajöfnum fnum Lavoisier: Massi varðveitist í efnahvörfum. : lýsa efnahvörfum. Efnajafna : Hvarfefni og myndefni: 2H

More information

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum Raddir fjölbreyttra kennarahópa Sólveig Karvelsdóttir, lektor, HÍ Hafdís Guðjónsdóttir, dósent, HÍ Rannsóknin er hluti af tveimur rannsóknum Fjölbreyttir kennarahópar

More information

UNGT FÓLK BEKKUR

UNGT FÓLK BEKKUR UNGT FÓLK 16 8.. BEKKUR Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun, heilsuhegðun, heilsuvísar, líðan og framtíðarsýn ungmenna í framhaldsskólum á Íslandi. ÆSKULÝÐSRANNSÓKNIR FRÁ 1992 Ungt fólk 16 Grunnskólar

More information

ÆGIR til 2017

ÆGIR til 2017 ÆGIR3 2016 til 2017 Þríþraut Mikil þróun, sífellt betri árangur, fleiri og betri keppnir Íslandsmetið í Ironman féll tvisvar í sumar Norðurlandameistari kvenna í flokki 23 ára og yngri Þríþrautarsamband

More information

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Svíþjóð - stjórnsýslan Þrjú formleg stjórnsýslustig Sveitarfélög, 290 talsins (Local level) Lén, 20 talsins (Regional level) Landsstjórn, 349 þingmenn (National

More information

STOÐKERFISVERKIR HJÁ HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRUM OG TENGSL VERKJA VIÐ STREITU

STOÐKERFISVERKIR HJÁ HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRUM OG TENGSL VERKJA VIÐ STREITU Þórey Agnarsdóttir, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra á Akureyri Hafdís Skúladóttir, Háskólanum á Akureyri Hjördís Sigursteinsdóttir, Háskólanum á Akureyri Sigríður Halldórsdóttir, Háskólanum á Akureyri

More information

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012 Nr. 28/32 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012 2013/EES/28/07 frá 8. júní 2012 um framkvæmdarreglur vegna beitingar 16. gr.

More information

SVEPPASÝKINGAR MEÐAL SUNDGESTA

SVEPPASÝKINGAR MEÐAL SUNDGESTA Læknadeild Háskóla Íslands 4. árs rannsóknarverkefni Vorið 1997 SVEPPASÝKINGAR MEÐAL SUNDGESTA Gunnhildur Guðnadóttir, Bárður Sigurgeirsson, Ingibjörg Hilmarsdóttir Ágrip Inngangur: Sveppasýkingar í tánöglum

More information

Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin

Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin 1996-1 Brynja Ármannsdóttir 1 læknanemi Laufey Tryggvadóttir 2 faraldsfræðingur Jón Gunnlaugur Jónasson 1,2,4 sérfræðingur í meinafræði Elínborg J. Ólafsdóttir

More information

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs?

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Hvernig getur málefni sem ekki er skilgreint sem námsgrein í grunnskóla eða námssvið

More information

Einelti íslenskra skólabarna og heilsa

Einelti íslenskra skólabarna og heilsa Einelti íslenskra skólabarna og heilsa Niðurstöður landskönnunnar á heilsutengdum afleiðingum eineltis Helena Rún Pálsdóttir Ritgerð til BS prófs 12 einingar Einelti skólabarna og heilsa Niðurstöður landskönnunnar

More information

HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS. Hagstærðir Verzlunarmannafélags Reykjavíkur

HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS. Hagstærðir Verzlunarmannafélags Reykjavíkur HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS Hagfræðistofnun Háskóla Íslands Odda v/sturlugötu Sími: 525-4500/525-4553 Fax: 525-4096 Heimasíða: www.ioes.hi.is Tölvufang: ioes@hag.hi.is Hagstærðir Verzlunarmannafélags

More information

Reykingar, holdafar og menntun kvenna í borg og bæ

Reykingar, holdafar og menntun kvenna í borg og bæ Reykingar, holdafar og menntun kvenna í borg og bæ Ágrip Laufey Steingrímsdóttir 1,2 næringarfræðingur Elínborg J. Ólafsdóttir 3 verkfræðingur Lilja Sigrún Jónsdóttir 4 læknir Rafn Sigurðsson 3, tölfræðingur

More information

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Áhrif lofthita á raforkunotkun Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Júlí 2017 Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Orkustofnun Júlí 2017 Útgefandi: Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Sími: 569 6000, Fax, 568

More information

Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu

Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu Er hlutfall barna yfir kjörþyngd hætt að aukast? Stefán Hrafn Jónsson Lýðheilsustöð Margrét Héðinsdóttir Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins Mars 2010 Líkamsþyngd barna

More information

Tengsl fæðingardags á brottfall úr knattspyrnu Hjá 4. flokki karla og kvenna

Tengsl fæðingardags á brottfall úr knattspyrnu Hjá 4. flokki karla og kvenna Hjá 4. flokki karla og kvenna Jakob Leó Bjarnason og Vilberg Sverrisson Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.S. -gráðu í íþróttafræði við Háskóla Íslands, menntavísindasvið maí 2009 Ágrip Aðalmarkmið

More information

Samband líkamlegrar þjálfunar við þyngdarstuðul, fitumassa og gripstyrk í íslensku þýði

Samband líkamlegrar þjálfunar við þyngdarstuðul, fitumassa og gripstyrk í íslensku þýði F R Æ Ð I G R E I N A R / L Í K A M L E G Þ J Á L F U N O G Þ Y N G D A R S T U Ð U L L Samband líkamlegrar þjálfunar við þyngdarstuðul, fitumassa og gripstyrk í íslensku þýði Sigríður Lára Guðmundsdóttir

More information

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík Notkun merkis Veðurstofu Íslands Veðurstofa Íslands Bústaðavegur 9 150 Reykjavík +354 522 60 00 +354 522 60 01 vedur@vedur.is Maí 2009 2 Efnisyfirlit Merki 3 Litanotkun 5 Merki í fleti 6 Stærð merkisins

More information

Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll. Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands

Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll. Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands Yfirlit erindis Meginmarkmið og bakgrunnur Nokkrar skilgreiningar Rannsóknaraðferðir

More information

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Power Point leiðbeiningar Sjónarhorn View Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Outline view - Yfirlitshamur Hér er hægt að rita minnispunkta við hverja glæru fyrir þann sem

More information

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (MFT/MFS) og tannátu í lykiltönnum SVANHVÍT. SÆMUNSÓTTIR*, THR ASPEUN**, SIGURÐUR RÚNAR SÆMUNSSN***, INGA. ÁRNAÓTTIR* HEIRIGÐISVÍSINASVIÐ HÁSKÓA

More information

Einelti og líðan. Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014. Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ

Einelti og líðan. Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014. Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Einelti og líðan Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014 Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til B.A. gráðu í sálfræði Hug- og félagsvísindadeild

More information

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Kynning í Dalskóla 6. desember 2018 Gautur Þorsteinsson, verkfræðingur Um útvarpsþjónustu Fyrsta útsending útvarpsdagskrár 1920 Útsendingar útvarps

More information

Laun á almennum vinnumarkaði 2005 Earnings in the private sector 2005

Laun á almennum vinnumarkaði 2005 Earnings in the private sector 2005 26:1 14. júlí 26 Laun á almennum vinnumarkaði 25 Earnings in the private sector 25 Samantekt Árið 25 voru regluleg mánaðarlaun á almennum vinnumarkaði að meðaltali 244 þúsund krónur, heildarmánaðarlaun

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2013 Municipal social services 2013

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2013 Municipal social services 2013 2014:3 9. október 2014 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Árið fengu 8.042 heimili fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og hafði heimilum sem þáðu slíkar greiðslur fjölgað um 306

More information

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Klettafjöllin og Grand Canyon 1 Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Kristbjörg María Guðmundsdóttir Eitt af fallegustu handverkum náttúruaflanna er án efa að finna í vesturhluta Norður-Ameríku.

More information

Andleg líðan og hreyfing Rannsókn meðal framhaldsskólanemenda á Íslandi, hefur hreyfing áhrif á þunglyndi og sjálfsmat?

Andleg líðan og hreyfing Rannsókn meðal framhaldsskólanemenda á Íslandi, hefur hreyfing áhrif á þunglyndi og sjálfsmat? Andleg líðan og hreyfing Rannsókn meðal framhaldsskólanemenda á Íslandi, hefur hreyfing áhrif á þunglyndi og sjálfsmat? Karítas Þórarinsdóttir Kristín Ómarsdóttir Lokaverkefni í íþróttafræði BSc 2015 Höfundar:

More information

Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi -

Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi - Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi - Rannveig Björnsdóttir Strandbúnaður 2017, Grand Hótel Reykjavík, 13.-14.mars YFIRLIT erindis Dæmi: doktorsverkefni RBj 2005-2010 BAKGRUNNUR VANDAMÁLIÐ

More information

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og 2006. Kolbeinn Árnason Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE: Coordination of information on the environment eða: Samræming umhverfisupplýsinga

More information

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa Efnisyfirlit Þróun félagsauðs í grannríkjunum Bandaríkin Skandinavía Meginland Evrópu Þróunin á Íslandi Félagsþátttaka Frumtengsl Félagsrof Félagsauður,

More information

Tengsl holdafars og þreks við CRP-gildi í unglingum HLíF-Heilsa og lífsstíll í framhaldsskóla

Tengsl holdafars og þreks við CRP-gildi í unglingum HLíF-Heilsa og lífsstíll í framhaldsskóla Tengsl holdafars og þreks við CRP-gildi í unglingum HLíF-Heilsa og lífsstíll í framhaldsskóla Ágústa Tryggvadóttir Lokaverkefni til M.S.-prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Tengsl holdafars og þreks

More information

Fóðurrannsóknir og hagnýting

Fóðurrannsóknir og hagnýting Fóðurrannsóknir og hagnýting Uppskeruhátíð rannsókna Gunnar Örn Kristjánsson Strandbúnaður 2018, Grand Hótel Reykjavík, 19.-20. mars. Grundvöllur fóðurgerðar Þarfir hjá eldisfisk Efnaþarfir til vaxtar

More information

Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008.

Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008. GR 10:03 Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008. Guðlaugur Einarsson, geislafræðingur Ágúst 2010 Geislavarnir ríkisins Icelandic Radiation Safety Authority Rauðarárstíg 10 150 Reykjavík s. 5528200

More information

Segamyndun í djúpum bláæðum ganglima

Segamyndun í djúpum bláæðum ganglima FRÆÐIGREINAR / HJARTA- OG ÆÐASJÚKDÓMAR Geir Karlsson 1 Pedro Riba 2 Ingvar Þóroddsson 3 Björn Guðbjörnsson 1 Frá 1 lyflækninga- og 2 röntgendeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, 3 Heilsugæslustöð Akureyrar.

More information

GRUNNSKÓLAR UNGT FÓLK 2014

GRUNNSKÓLAR UNGT FÓLK 2014 UNGT FÓLK 14 GRUNNSKÓLAR Menntun, menning, félags, - íþrótta- og tómstundastarf, heilsa, líðan og vímuefnaneysla unglinga í 8., 9. og. bekk á Íslandi. ÆSKULÝÐSRANNSÓKNIR FRÁ 1992 Ungt fólk 14 Grunnskólar

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2011 Municipal social services 2011

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2011 Municipal social services 2011 2012:1 4. október 2012 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Árið fengu 7.715 heimili fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og hafði heimilum sem þáðu slíkar greiðslur fjölgað um 805

More information

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile HUGPRÓ Betware QA & Agile 26.02.2010 Head Quarters Betware Reykjavík Betware DK Copenhagen Denmark Betware Solutions CA Kamloops, BC Betware Madrid Spain Certus Odense Denmark Betware Sp. z o.o. Warsaw

More information

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 I GENERAL INFORMATION ABOUT THE SCHOOL 1. Describe the school and its surroundings very

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2010:1 12. maí 2010 Félagsþjónusta sveitarfélaga 2007 2009 Municipal social services 2007 2009 Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga árlega um félagslega heimaþjónustu og fjárhagsaðstoð

More information

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Útg. Dags. Höf. Rýnir Samþykkur Lýsing 3 11/01 2006 GG EH Lokaskýrsla II 2 21/12 2005 GG SvSv Lokaskýrsla I 1 15/12 2005 GG Uppkast 1

More information

Tengsl streituvaldandi þátta í starfsumhverfi, svefns og stoðkerfisverkja hjá millistjórnendum í opinberri þjónustu

Tengsl streituvaldandi þátta í starfsumhverfi, svefns og stoðkerfisverkja hjá millistjórnendum í opinberri þjónustu n Fræðigreinar STJÓRNMÁL Tengsl streituvaldandi þátta í starfsumhverfi, svefns og stoðkerfisverkja hjá millistjórnendum í opinberri þjónustu Sigríður Halldórsdóttir, prófessor, heilbrigðisvísindasviði

More information

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM Skýrsla fyrir skólaárið 2016-2017 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 2 1. Inngangur... 3 2. Markmið og tilgangur matsins... 3 3. Aðferðir og framkvæmd matsins... 3 4.

More information

JANÚAR 2016 Karl Sigurðsson

JANÚAR 2016 Karl Sigurðsson JANÚAR 2016 Karl Sigurðsson Staða og horfur á vinnumarkaði Staðan á vinnumarkaði er að mörgu leyti góð ef litið er til þróunar atvinnuleysis, en skráð atvinnuleysi hefur lækkað úr um 8% árin 2009 og 2010

More information

Brennslumeðferð við ofansleglahraðtakti á Íslandi

Brennslumeðferð við ofansleglahraðtakti á Íslandi FRÆÐIGREINAR / BRENNSLUMEÐFERÐ VIÐ OFANSLEGLAHRAÐTAKTI Brennslumeðferð við ofansleglahraðtakti á Íslandi Gizur Gottskálksson Ágrip Tilgangur: Upp úr 199 ruddi sér til rúms ný og árangursrík aðferð til

More information

Áhrif 26 vikna þol- og styrktarþjálfunar á líkamssamsetningu, blóðfitugildi og fjölda einkyrninga í blóði eldri einstaklinga

Áhrif 26 vikna þol- og styrktarþjálfunar á líkamssamsetningu, blóðfitugildi og fjölda einkyrninga í blóði eldri einstaklinga Áhrif 26 vikna þol- og styrktarþjálfunar á líkamssamsetningu, blóðfitugildi og fjölda einkyrninga í blóði eldri einstaklinga Íhlutunarrannsókn til bættrar heilsu og betri lífsgæða Steinunn Leifsdóttir

More information

ÍSLANDS. 2. tölublað Sóragigt á Íslandi Hef ekki látið gigtina stjórna lífi mínu Auðveldum okkur lífið

ÍSLANDS. 2. tölublað Sóragigt á Íslandi Hef ekki látið gigtina stjórna lífi mínu Auðveldum okkur lífið gigtingigtarfélag ÍSLANDS 2. tölublað 2013 Sóragigt á Íslandi Hef ekki látið gigtina stjórna lífi mínu Auðveldum okkur lífið Göngum frá verknum HVÍTA HÚSIÐ / SÍA - Actavis 311112 Íbúfen Bólgueyðandi og

More information

Horizon 2020 á Íslandi:

Horizon 2020 á Íslandi: Horizon 2020 á Íslandi: - Árangur Íslands í Horizon2020 - Hvernig getur Rannís veitt ykkur aðstoð? Kristmundur Þór Ólafsson Alþjóðasvið Rannís Landstengiliður (NCP) fyrir H2020 Hvað er H2020? Rammaáætlun

More information

BSc. ritgerð. Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga

BSc. ritgerð. Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga BSc. ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga Eva Úlla Hilmarsdóttir Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Þórhallur Örn Guðlaugsson Febrúar

More information

Dagleg hreyfing barna með þroskahömlun

Dagleg hreyfing barna með þroskahömlun Dagleg hreyfing barna með þroskahömlun Ágúst Ólafsson Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Dagleg hreyfing barna með þroskahömlun Ágúst Ólafsson Lokaverkefni til M.Ed.- prófs

More information

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn -

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM Schengen ráðstefna 6. október 2011 - Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - Áherslur - Lögreglan á Suðurnesjum - Framkvæmd landamæraeftirlits - Umhverfið - Álag á Ísland

More information

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018 Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu September 2018 Samantekt Íslandsstofa framkvæmdi viðhorfskönnun í júlí og ágúst 2018 meðal erlendra söluaðila sem selja ferðir til Íslands.

More information

Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/ /10

Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/ /10 Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/04-2009/10 Stefán Hrafn Jónsson Háskóli Íslands, Landlæknisembættið Margrét Héðinsdóttir Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins

More information

Samanburður á MBT skóm annars vegar og teipingum og innleggjum hins vegar sem meðferðarform við iljarfellsbólgu

Samanburður á MBT skóm annars vegar og teipingum og innleggjum hins vegar sem meðferðarform við iljarfellsbólgu Samanburður á MBT skóm annars vegar og teipingum og innleggjum hins vegar sem meðferðarform við iljarfellsbólgu Baldur Rúnarsson Ritgerð til meistaragráðu Háskóli Íslands Læknadeild Námsbraut í sjúkraþjálfun

More information

Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös

Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös Næringarvörur Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös 8.30-17.00 Síðumúli 16 108 Reykjavík Sími 580 3900 www.fastus.is Grunndrykkir RESOURCE Senior Active RESOURCE Senior Active Fyrir

More information

ÁRSSKÝRSLA 2016 Formannafundur á Selfossi 12. nóvember

ÁRSSKÝRSLA 2016 Formannafundur á Selfossi 12. nóvember ÁRSSKÝRSLA 2016 Formannafundur á Selfossi 12. nóvember Ársskýrsla 2016 Fjöldi kylfinga í klúbbum Nr. Klúbbur 15 ára og yngri 16 ára og eldri 2016 Aukafélagar 2015 Breyting % 1. Golfklúbbur Reykjavíkur

More information

Tíðni einkenna og meðferð þeirra á síðasta sólarhring lífs hjá deyjandi sjúklingum á Landspítala og á hjúkrunarheimilum

Tíðni einkenna og meðferð þeirra á síðasta sólarhring lífs hjá deyjandi sjúklingum á Landspítala og á hjúkrunarheimilum Tíðni einkenna og meðferð þeirra á síðasta sólarhring lífs hjá deyjandi sjúklingum á Landspítala og á hjúkrunarheimilum Svandís Íris Hálfdánardóttir 1 hjúkrunarfræðingur, Kristín Lára Ólafsdóttir 2 hjúkrunarfræðingur,

More information

Wind to Hot water MILL Detailed Specifications

Wind to Hot water MILL Detailed Specifications MILL 2700 Detailed Specifications Generator Type 3 phase generator with high-quality permanent magnets. Cast aluminium body. Generator Weight 25 kg Blade/Rotor Construction 3 Blades, Advanced injection

More information

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Jón Viðar Jónmundsson 1 og Emma Eyþórsdóttir 2 1 Bændasamtökum Íslands 2 Rannsóknarstofnun landbúnaðarins/lbh á Hvanneyri Inngangur Fyrsta

More information

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be Stefnumótun tun Rf Hlutverk (Mission) Why we exist Gildi (Core values) What we believe in Framtíðarsýn (Vision) What we want to be Stefna (Strategy) Our Game plan Stefnumiðað árangursmat Balanced Scorecard

More information

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014 EFLA Verkfræðistofa STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin 2004-2013 Reykjavík, júní 2014 2014, hf - Vinnslu efnis og frágang texta annaðist Kolbrún Reinholdsdóttir fyrir Verkfræðistofuna EFLU hf. ISSN ISBN

More information

gigtin Það er ástæða til bjartsýni Ráð fyrir aðstandendur Gigt og kynlíf GIGTARFÉLAG ÍSLANDS 2. tölublað 2017

gigtin Það er ástæða til bjartsýni Ráð fyrir aðstandendur Gigt og kynlíf GIGTARFÉLAG ÍSLANDS 2. tölublað 2017 gigtin 2. tölublað 2017 GIGTARFÉLAG ÍSLANDS Það er ástæða til bjartsýni Ráð fyrir aðstandendur Gigt og kynlíf Viðurkenndar stuðningshlífar Virkur stuðningur Vandaður vefnaður Góð öndun Einstök hönnun Fjölbreytt

More information

SKYNMYNDAÞJÁLFUN Í GOLFI

SKYNMYNDAÞJÁLFUN Í GOLFI SKYNMYNDAÞJÁLFUN Í GOLFI Sævar Ingi Sigurgeirsson Lokaverkefni í íþróttafræði BSc 2014 Höfundir: Sævar Ingi Sigurgeirsson Kennitala: 100389-2239 Leiðbeinandi: Hafrún Kristjánsdóttir Tækni- og verkfræðideild

More information

Tengsl íþróttaiðkunar og námsárangurs

Tengsl íþróttaiðkunar og námsárangurs B.Sc. lokaverkefni í íþróttafræði Tengsl íþróttaiðkunar og námsárangurs Maí 2018 Nafn nemanda: Svanfríður Birna Pétursdóttir Kennitala: 210493 2559 Leiðbeinendur: Margrét Lilja Guðmundsdóttir og Sveinn

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr. 54 8. árgangur

More information

Sundráð ÍRB Fréttabréf Ágúst 2011

Sundráð ÍRB Fréttabréf Ágúst 2011 Eldri hópur er hópur sem Ant kom á og frábær nýung fyrir þá sem vilja æfa sund en hafa ekki tíma né áhuga til að vera í afrekssundi. Þetta er frábær vettvangur fyrir þá sem vilja æfa undir topp leiðsögn

More information

Samanburður á neyslu D-vítamíns í fæðubótarformi milli íþróttafólks og þeirra sem stunda ekki íþróttir

Samanburður á neyslu D-vítamíns í fæðubótarformi milli íþróttafólks og þeirra sem stunda ekki íþróttir BSc í íþróttafræði Samanburður á neyslu D-vítamíns í fæðubótarformi milli íþróttafólks og þeirra sem stunda ekki íþróttir Nafn nemanda: Guðmundur Örn Árnason Kennitala: 300891-3229 Leiðbeinandi: Ólafur

More information

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, apríl 2012

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, apríl 2012 EFLA Verkfræðistofa STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin 2002-2011 Reykjavík, apríl 2012 2012, EFLA verkfræðistofa hf - Vinnslu efnis og frágang texta annaðist Kolbrún Reinholdsdóttir fyrir Verkfræðistofuna

More information

Barnaslys í Reykjavík alvarleiki og orsakir

Barnaslys í Reykjavík alvarleiki og orsakir Háskóli Íslands Læknadeild Barnaslys í Reykjavík 2010-2014 alvarleiki og orsakir Heiðar Örn Ingimarsson, 3. árs læknanemi. Leiðbeinandi: Brynjólfur Mogensen Maí 2015 Þakkarorð Ég vil þakka Brynjólfi Mogensen

More information

Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006

Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006 Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006 Rannsóknarmiðstöð HR í nýsköpunar- og frumkvöðlafræðum Rögnvaldur J. Sæmundsson Silja Björk Baldursdóttir Mars 2007 GEM - frumkvöðlastarfsemi 2006

More information

Upplýsingablað fyrir rannsóknina:

Upplýsingablað fyrir rannsóknina: Fylgiskjal 1 Háskóli Íslands Námsbraut í sjúkraþjálfun Læknadeild Upplýsingablað fyrir rannsóknina: Munur á vöðvavinnu við stökk og lendingu hjá stúlkum og drengjum. Er árangur af sérhæfðum styrktaræfingum?

More information

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI ER ÍSLAND SPRUNGIÐ MEÐ 2,2 M FERÐAMANNA? TOP 10 ÞJÓÐGARÐAR Í BANDARÍKJUNUM 1. Great Smoky Mountains National Park

More information

Mannfjöldaspá Population projections

Mannfjöldaspá Population projections 3. október 217 Mannfjöldaspá 217 266 Population projections 217 266 Samantekt Samkvæmt miðspá mannfjöldaspár Hagstofu Íslands verða íbúar landsins 452 þúsund árið 266, bæði vegna fólksflutninga og af náttúrlegum

More information

Tölvu- og netnotkun einstaklinga 2011 Computer and Internet usage by individuals 2011

Tölvu- og netnotkun einstaklinga 2011 Computer and Internet usage by individuals 2011 2011:2 6. september 2011 Tölvu- og netnotkun einstaklinga 2011 Computer and Internet usage by individuals 2011 Samantekt Nettenging er til staðar á 93% íslenskra heimila. Árleg fjölgun nettengdra heimila

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 8. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Sérfræðingur í persónurétti Yfirlit Stóra myndin Skyldur GDPR Aðlögunarferli Áskoranir og praktísk ráð 2 3 Yfirlit: Hvað er GDPR?» GDPR

More information

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst 15. 18. ágúst 21. 25. ágúst 28. ág 1. sept. 15. skipulagsdagur 16. skipulagsdagur 17. Skipulagsdagur 18. skipulagsdagur

More information

Hjúkrunarfræðideild Óráð eftir opna hjartaaðgerð:

Hjúkrunarfræðideild Óráð eftir opna hjartaaðgerð: Hjúkrunarfræðideild Óráð eftir opna hjartaaðgerð: Forprófun skimunarlista (Delirium observation screening scale- DOS) og kerfisbundin fræðileg samantekt Steinunn Arna Þorsteinsdóttir Leiðbeinandi Herdís

More information