Tillaga að. aðalnámskrá framhaldsskóla fyrir vélstjórnarnám til 750 kw og 1500 kw vélstjórnarréttinda

Size: px
Start display at page:

Download "Tillaga að. aðalnámskrá framhaldsskóla fyrir vélstjórnarnám til 750 kw og 1500 kw vélstjórnarréttinda"

Transcription

1 Tillaga að aðalnámskrá framhaldsskóla fyrir vélstjórnarnám til 750 kw og 1500 kw vélstjórnarréttinda Reykjavík, 26. júní 2007 Starfsgreinaráð sjávarútvegs- og siglingagreina (Drög sem eftir er að prófarkalesa) 1

2 Efnisyfirlit 1. INNGANGUR STARFSSVIÐ VÉLSTJÓRA VÉLSTJÓRNARNÁM Lokamarkmið vélstjórnarnáms Fyrirkomulag vélstjórnarnáms Iðnnám í vélvirkjun og rennismíði Iðnnám í rafvirkjun Starfsþjálfun og siglingatími Öryggisfræðsla Gæði menntunar og skólastofnana vottað gæðastjórnunarkerfi INNTÖKUSKILYRÐI NÁMSMAT Námsmat Einkunnir Mat á fyrra námi NÁMSBRAUTALÝSINGAR... 7 Áfangaheiti Vélstjórnarnám A < 750 kw réttindi Vélstjórnarbraut B < 1500 kw réttindi Vélstjórnarbraut 4. stigs: vélfræðingur ÁFANGALÝSINGAR EFM 102 Efnisfræði GRT 103 Grunnteikning HBF Heilbrigðisfræði HSK 102 Hönnun skipa HSK 202 Hönnun skipa ITM 103 Iðnteikning KÆL 122 Kælitækni KÆL 202 Kælitækni MLS 102 Málmsuða MLS 202 Málmsuða MLS 302 Málmsuða MLS 402 Málmsuða RAF 103 Rafmagnsfræði RAF 253 Rafmagnsfræði RAF 353 Rafmagnsfræði RAF 453 Rafmagnsfræði RAT 102 Rafeindatækni REN 103 Rennismíði RÖK 102 Rökrásir SJR 102 Sjóréttur SMÍ 104 Smíðar STI 103 Stillitækni STÝ 102 Stýritækni TTÖ 103 Tölvuteikning TÖL 103 Tölvufræði

3 UMH 102 Umhverfisfræði VFR 113 Vélfræði VFR 213 Vélfræði VIÐ 102 Viðhaldsstjórnun VÍR 104 Vélvirkjun VST 103 Vélstjórn VST Vélstjórn VST 304 Vélstjórn VST 312 Vélstjórn VST 403 Vélstjórn VTÆ102 Véltækni

4 1. Inngangur Námskrá þessi er samin á grundvelli laga nr. 80/1996 um framhaldsskóla og greinir frá námskipan vélstjórnarnáms. Í námskránni er að finna lýsingu á skipulagi og markmiðum námsbrauta með tilliti til lokamarkmiða og þeirra atvinnuréttinda sem námið veitir sem og lýsingu á innihaldi einstakra námsáfanga viðkomandi námsbrauta þar sem þekkingar- og hæfnikröfur nemenda við námslok eru útfærðar nánar. Námskrá þessi tekur mið af atvinnuréttindum vélstjóra eins og þau eru skilgreind í lögum nr. 30/2007 um áhafnir fiskiskipa, skemmtibáta, varðskipa og annarra skipa, í lögum nr 76/2001 um áhafnir farþega- og flutningaskipa og í reglugerðum settum samkvæmt þessum lögum. 1 Námið veitir að uppfylltum skilyrðum um starfsþjálfun, siglingatíma, aldur og heilbrigði atvinnuréttindi til starfa um borð í skipum. Námskrá þessi gerir einnig ráð fyrir því að nemendur öðlist jafnframt viðeigandi menntun og þjálfun til að sinna vélstjórn í landi, t.d. á sviði orku- og veitufyrirtækja og í iðnaði. Til þess að öðlast réttindi til starfa á farþega- og flutningaskipum þarf umsækjandi að hafa lokið viðurkenndu námi sem fullnægir ákvæðum Alþjóðasamþykktarinnar um menntun og þjálfun, skírteini og vaktstöðu, svonefndrar STCW samþykktar. Sú alþjóðasamþykkt tilgreinir þá menntun sem krafist er til þess að fá að gegna eftirtöldum stöðum: STCW III/1: 2. vélstjóri. Veitir réttindi til að gegna stöðu 2. vélstjóra á hvaða skipi sem er, án takmarkana að því er varðar gerð og stærð skipa, að uppfylltum öðrum skilyrðum samþykktarinnar. STCW III/2: Yfirvélstjóri og 1. vélstjóri. Veitir réttindi til að gegna stöðu yfirvélstjóra og 1. vélstjóra á hvaða skipi sem er, án takmarkana að því er varðar gerð og stærð skipa, að uppfylltum öðrum skilyrðum samþykktarinnar. STCW III/3 Yfirvélstjóri og 1. vélstjóri. Veitir réttindi til að gegna stöðu yfirvélstjóra og 1. vélstjóra á skipum með vélarafl 3000 kw og minna að uppfylltum öðrum skilyrðum samþykktarinnar. 2. Starfssvið vélstjóra Um borð í skipum sjá vélstjórar um rekstur og viðhald vél- og rafbúnaðar og skulu þeir tryggja, í samvinnu við aðra yfirmenn um borð, að rekstur skipsins fullnægi gildandi lögum og reglum, s.s. um öryggi skipa og mengunarvarnir. Véla- og tækjabúnaður í nútímaskipi er mjög fjölbreyttur og starf vélstjóra því víðtækt og spannar starfssvið margra starfsstétta í landi. Vélstjórar hafa á undanförnum árum og áratugum átt greiða leið að störfum í landi, bæði við rekstur og viðhald vélbúnaðar, auk ýmissa stjórnunarstarfa. Þeir sem öðlast alþjóðleg atvinnuréttindi hafa með því öðlast heimild til þess að gegna þeirri stöðu sem þeir hafa réttindi til að gegna á skipum án tillits til gerðar skips, þess hvar skipið er skráð og þess hafsvæðis þar sem skipið er í förum. Til þess þó að fá heimilt til að gegna þeirri stöðu þarf samþykki fánaríkis skipsins. 1 Sjá reglugerð nr. 416/2003 um áhafnir farþega- og flutningaskipa og reglugerð nr xx/yyyy um áhafnir íslenskra fiskiskipa, skemmtibáta, varðskipa og annarra skipa. 4

5 3. Vélstjórnarnám 3.1 Lokamarkmið vélstjórnarnáms Meginmarkmið náms í vélstjórnarfræðum er að veita nemendum þá faglegu grunnþekkingu og þá verklegu færni að nemendurnir, eftir að hafa öðlast kynni við starfsvettvanginum, séu færir um að hafa með höndum örugga stjórn á vélbúnaði skipa eða á vélbúnaði framleiðslufyrirtækja. Að loknu námi skal nemandi á vélstjórnarsviði þekkja störf og starfsumhverfi innan starfsgreinarinnar og sem hann hefur réttindi til að gegna. hafa öðlast nægilega þekkingu á vél- og rafbúnaði skipa sem hann hefur réttindi til starfa á, að hann geti þjónað þessum búnaði með öruggum hætti og án þess að öryggi skips eða þeirra sem um borð eru sé stefnt í hættu. hafa öðlast faglega þekkingu og skilning á hlutverki, uppbyggingu, getu og virkni þess vélbúnaðar sem gera má ráð fyrir að sé að finna í skipum af þeirri stærð og gerð sem hann öðlast réttindi til að starfa á. þekkja takmarkanir þess búnaðar sem hann ber ábyrgð á og geta á hverjum tíma lagt raunhæft mat á ástand hans og hvenær huga þurfi að viðhaldi eða endurnýjun búnaðarins þekkja þær reglur sem gilda um raf- og vélbúnað í skipum og um skyldur og ábyrgð vélstjóra á vakt í vélarúmi skips. þekkja þær reglur sem gilda um mengunarvarnir og tryggja með viðeigandi ráðstöfunum að þeim ákvæðum sé fullnægt. geta beitt viðeigandi ráðstöfunum þegar hættuástand skapast og geta brugðist skjótt og rétt við bilunum í vél- og rafbúnaði með þeim hætti að öryggi skips sé sem best tryggt. geta lesið og skilið teikningar, verklýsingar og önnur gögn svo sem leiðbeiningar framleiðanda búnaðar og tækja um notkun þeirra, þjónustu við þau og daglega umsjón. þekkja helstu efni sem unnið er með um borð í skipum, þekkja til þeirra varahluta sem tilefni er til þess að hafa tiltæka til að tryggja öruggan rekstur skipa og véla þekkja og geta notað algengustu áhöld og tæki til viðhalds og viðgerða gera sér grein fyrir mikilvægi góðra samskipta og samvinnu á vinnustað kunna skil á öryggisráðstöfunum á vinnustað og mikilvægi heilsuverndar þekkja helstu öryggisatriði varðandi umgengni við áhöld, tæki og efni 3.2 Fyrirkomulag vélstjórnarnáms Vélstjórnarnám skiptist í meginatriðum í fjögur réttindastig sem hvert um sig gefur i réttindi til starfa um borð í skipum. Þessi réttindastig, að því er varðar störf á fiskiskipum, varðskipum og öðrum skipum eru að fullnægðum skilyrðum um siglingatíma og starfsþjálfun: A: (< 750 kw). Nám til réttinda til að gegna stöðu vélavarðar og vélstjóra á skipum með vélarafl 750 kw.og minna B: (< 1500 kw). Nám til réttinda til að gegna stöðu yfirvélstjóra og 1. vélstjóra á skipum með vélarafl 1500 kw og minna og undirvélstjóra á skipum með 3000 kw vélarafl og minna.. C: (< 3000 kw) Nám til réttinda til að gegna stöðu yfirvélstjóra og 1. vélstjóra á skipum með 3000 kw vélsrafl og minna; og D:> Nám til ótakmarkaðra vélstjórnarréttinda Að því er varðar farþega- og flutningaskip eru réttindastigin: B: Undirvélstjóri, án takmarkana í vélarafli skipa, STCW III/1, C: Yfirvélstjóri og 1. vélstjóri á skipum með aðalvél minni en 3000 kw, STCW III/3; og D: Nám til ótakmarkaðra vélstjórnarréttinda STCW II/2. Námskrá þessi gerir ráð fyrir að námið sé skipulagt samkvæmt áfangakerfi og samræmt námi í öðrum framhaldsskólum eftir megni. Námið hefur þó mjög mikla sérstöðu hvað varðar efnistök og áherslur. 5

6 Námið er skipulagt sem samfellt nám frá grunnskólaprófi að fyllstu vélstjórnarréttindum. Nemendur öðlast réttindi til einstakra skilgreindra atvinnuréttinda á námstímanum eða þegar þeir hafa lokið þeim áföngum sem mælt fyrir um í brautarlýsingum þessarar námskrár. Ekki er gerð krafa um að nemandi hafi lokið lægra námsstigi til þess að öðlast rétt til að hefja nám á næsta námsstigi, að því undanskildu þó að virða skal reglur um undanfara og hliðfara í námi. Náminu er lýst með eftirfarandi. Grunnskólapróf Námsstig A Réttindastig A <750 kw Námsstig B Réttindastig B <1500 kw STCW III/1- réttindi Námsstig C Réttindastig C <3000 kw STCW III/3 - réttindi Námsstig D Réttindastig D >3000 kw STCW III/2 - réttindi Til þess að öðlast réttindi til starfa á skipum þarf nemandi að hafa lokið námskeiði í grunnöryggisfræðslu í samræmi við ákvæði í lið 3.6 hér að neðan. Þá skulu þeir sem sækjast eftir réttindum til starfa á farþega- og flutningaskipum að hafa lokið námi í öryggisfræðslu á sviði eldvarna og björgunartækja og námskeið í hóp- og neyðarstjórnun til starfa á farþegaskipum eins og mælt er fyrir um í tilvitnuðum lögum og reglugerðum settum samkvæmt þeim. 3.3 Iðnnám í vélvirkjun og rennismíði Prófskírteini úr vélstjórnarnámi D gildir sem iðnskólaskírteini í vélvirkjun og rennismíði og gefur nemendum rétt á styttingu verklegs námstíma til sveinsprófs. Að loknu námi vélstjórnarnámi D getur nemandi, að lokinni 15 mánaða starfsþjálfun á námssamningi, gengist undir sveinspróf í vélvirkjun og rennismíði. 3.4 Iðnnám í rafvirkjun Til að ljúka fagbóklegum hluta rafvirkjanáms þurfa nemendur sem lokið hafa Vélstjórnarnámi D að ljúka eftirfarandi áföngum til að fá heimild til að gangast undir sveinspróf í rafvirkjun: Raflagnateikning (RLT102, 202, 302), Reglugerðir (RER103,). Samtals 9 einingar. Til að gangast undir sveinspróf í rafvirkjun skulu nemendur auk þess hafa lokið 18 mánuða námssamningi hjá rafvirkjameistara. 3.5 Starfsþjálfun og siglingatími Til að öðlast vélstjórnarréttindi til starfa um borð í skipum skulu nemendur hafa lokið viðurkenndri starfsþjálfun og siglingatíma eins og kveðið er á um í lögum og reglum settum samkvæmt þeim. 6

7 3.6 Öryggisfræðsla Til að öðlast vélstjórnarréttindi skulu nemendur ljúka grunnnámskeiðum í öryggisfræðslu í samræmi við ákvæði laga nr 43/1987 um lögskráningu sjómanna. Í námskrá þessari er einungis fjallað um grunnnámskeið sem teljast til grunnmenntunar vélstjóra. Vélstjórnarnemum skal standa til boða grunnnámskeið í öryggisfræðslu, en aðeins einu sinni á námstímanum. 3.7 Gæði menntunar og skólastofnana vottað gæðastjórnunarkerfi. Námskrá þessi tekur mið af ákvæðum alþjóðasamþykktar um menntun og þjálfun, skírteini og vaktstöðu. Nám sem veitt er til samræmis við þessa námskrá og sem ráðgert er að veiti réttindi til alþjóðlegra atvinnuréttinda skal fullnægja ákvæðum Alþjóðasamþykktarinnar um menntun og þjálfun, mönnun og skírteinisútgáfu, STCW, um vottað gæðastjórnunarkerfi sem hefur öðlast viðurkenningu Siglingastofnunar Íslands og sem tekur til menntunar og hæfi kennara og prófdómara og um námsmat. 4. Inntökuskilyrði Nemendur sem innritast í vélstjórnarnám skulu hafa lokið samræmdu grunnskólaprófi með lágmarkseinkunn 5 (meðaltal einkunnar á samræmdu lokaprófi og skólaeinkunnar) í íslensku og stærðfræði. Skólar geta sett frekari kröfur um inntökuskilyrði. 5. Námsmat 5.1 Námsmat Tilgangur námsmats er m.a. að kanna að hve miklu leyti nemandi hefur tileinkað sér markmið náms í viðkomandi áföngum. Í áfangalýsingunum er tiltekið hvernig námsmati skuli hagað. 5.2 Einkunnir Einkunnir eru gefnar í heilum tölum frá 1-10 og miðast einkunnagjöf einvörðungu við skilgreind námsmarkmið í áfanganum. Lágmarkseinkunn í áfanga er 5, þ.e % markmiða náð, og heimilar hún framhald náms í næsta áfanga. Þó er nemanda heimilt að útskrifast, fyrir hvert réttindastigi, með einkunnina 4, þ.e % markmiða náð, ef um lokaáfanga (áfanga sem ekki er undanfari að öðrum áfanga á námsbrautinni) er að ræða. Þessir áfangar gefa ekki einingar og því þurfa nemendur að ljúka öðru námi í staðinn. Slíkir áfangar mega ekki hafa meira en 3 einingar í hverju réttindastigi Mat á fyrra námi Nemendur, sem lokið hafa námi í öðrum framhaldsskólum, skulu fá námsárangur metinn til eininga áður en þeir hefja námið. 6. Námsbrautalýsingar Áfangaheiti Hver áfangi er auðkenndur með þremur bókstöfum og jafn mörgum tölum. Bókstafirnir eru stytting eða skammstöfun á áfangaheitinu. Fremsta talan í áfangaheitinu táknar þá röð sem verður að ljúka áföngunum í. Önnur talan táknar númer áfangans ef um fleiri en einn mögulegan áfanga er að ræða á sama stað í röðinni (t.d. STÆ303 og STÆ323). Ef önnur talan er lág, t.d. 0, er áfanginn samræmdur milli áfangaskólanna. Þriðja talan segir til um einingafjölda áfangans og er vikustundafjöldi áfangans yfirleitt tvöföld sú tala. STÆ323 táknar því: (3) áfanginn er þriðji í röð áfanga, (2) til er annar áfangi (með númerinu 303) í sömu grein sem er einnig 3. áfangi í annarri röð áfanga í sömu námsgrein; (3) þýðir að áfanginn gefur 3 einingar og að kennt sé í 6 stundir á viku. 7

8 6.1 Vélstjórnarnám A < 750 kw réttindi Inntökuskilyrði: Umsækjandi sé 18 ára eða eldri Námsgrein Áfangar Einingar Hönnun skipa...hsk102:::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::2 Kælitækni... KÆL Málmsuða... MLS102 - MLS Rafmagnsfræði... RAF103 - RAF253 - RAF Heilbrigðisfræði... HBF Smíðar... SMÍ Stýritækni... STÝ Vélfræði... VFR Vélstjórn... VST Vélvirkjun...VÍR Samtals einingar: Með eðlilegum námshraða er unnt að ljúka þessari námsbraut á tveimur önnum. Ljúka þarf almennum áföngum til viðbótar, ef stefnt er að hærri réttindum. Ath. að áfangi VST127 jafngildir áföngum VST103 og VST204. Nemandi sem kemur beint úr grunnskóla og skráir sig til a.m.k kw réttinda öðlast 750 kw réttindi eftir 4 annir. 8

9 6.2 Vélstjórnarbraut B < 1500 kw réttindi Inntökuskilyrði: Umsækjandi hafi lokið grunnskólaprófi sbr. kafla 5 hér að framan Námsgrein Áfangar Einingar Danska... DAN Eðlis- og efnafræði.. NÁT Eðlisfræði... EÐL Efnafræði... EFN Efnisfræði... EFM Enska... ENS102 - ENS202 - ENS Grunnteikning... GRT igðisfræði... HBF Hönnun skipa... HSK102 HSK Iðnteikning... ITM Íslenska... ÍSL102 - ÍSL Kælitækni... KÆL102 - KÆL Málmsuða... MLS102 - MLS202 - MLS302-MLS Rafeindatækni... RAT Rafmagnsfræði... RAF103 - RAF253 - RAF353 - RAF Rennismíði... REN Rökrásir... RÖK Sjóréttur... SJR Smíðar... SMÍ Stillitækni... STI Stýritækni... STÝ Stærðfræði... STÆ102 - STÆ122 - STÆ202 - STÆ Tölvufræði... TÖL Tölvuteikning... TTÖ Vélfræði... VFR113 - VFR Vélstjórn... VST103 - VST204 - VST304 - VST312 - VST Véltækni... VTÆ Vélvirkjun... VIR Viðhald... VIÐ Umhverfisfræði...UMF Samtals Með eðlilegum námshraða er unnt að ljúka þessari námsbraut á 6 önnum. 9

10 6.4 Vélstjórnarbraut 4. stigs: vélfræðingur Námsgrein Áfangar Einingar Bókfærsla... BÓK Burðarþolsfræði... BUR Danska... DAN102-DAN202-DAN Eðlis-og efnafræði... NÁT Eðlisfræði... EÐL113 - EÐL Efnafræði... EFN103-EFN Efnisfræði... EFM Enska... ENS102-ENS202-ENS212-ENS302-ENS Grunnteikning... GRT103-GRT Gæðavitund... GÆV Heilbrigðisfræði... HBF Hönnun skipa... HSK102- HSK Iðnteikning... ITM Íslenska... ÍSL102-ÍSL202-ÍSL212-ÍSL Kælitækni... KÆL102-KÆL202-KÆL302-KÆL Málmsuða... MLS102-MLS202-MLS302-MLS Rafeindatækni... RAT102-RAT253-RAT Rafmagnsfræði... RAF103-RAF253-RAF353-RAF453-RAF464-RAF554-RAF Rennismíði... REN103-REN Rökrásir... RÖK102-RÖK Sjóréttur... SJR Skyndihjálp... SKY Smíðar... SMÍ104 - SMÍ204-SMÍ Stillitækni... STI103 - STI Stýritækni... STÝ102 - STÝ Stærðfræði... STÆ102-STÆ122-STÆ202-STÆ303-STÆ403-STÆ503-STÆ Tölvufræði... TÖL Tölvuteikning... TTÖ Vélfræði... VFR113 - VFR213 - VFR313 - VFR412 - VFR Vélstjórn... VST103 - VST204 - VST304 - VST312 - VST Véltækni... VTÆ102 - VTÆ122 - VTÆ202 - VTÆ Vélvirkjun... VIR Viðhald... VIÐ Samtals einingar Með eðlilegum námshraða er unnt að ljúka þessari námsbraut á 10 önnum. 10

11 7. Áfangalýsingar EFM 102 Efnisfræði Svið: Vélstjórnarsvið, vélstjórnarréttindi 750 kw. STCW III/1 Undanfari: Enginn Markmið þessa áfanga er að veita nemendum undirstöðuþekkingu um efna- og eðlisfræði málma með það að markmiði að þeir geri sér grein fyrir notagildi og eiginleikum mismunandi málma. Nám í þessum áfanga skal samsvara þeim kröfum sem gerðar eru í STCW samþykktinni, kafla A-III/1 og viðeigandi töflu. 2 Nemendur skulu öðlast þekkingu og færni til að velja stál og meðhöndla það á réttan hátt. Þeir læri að notfæra sér staðla og flokka til að finna réttan málm eða málmblöndu til nota við tæknileg úrlausnarefni hverju sinni. Nemendur þekki grunnatriði í framleiðslu á járni og stáli, aðferðir við formun þess og mótun, í framleiðslu á speypustáli, steypuáli og örðum málmum, bræðslu og storknun, eiginleika og notkun, varmameðhöndlun á stáli og málmþreytu.. Nemendur skulu þekkja til helstu plastefna sem notuð eru í málmiðnaði. Skilgreiningum á mismunandi tegundum járns, stáls, járnsteypu, ryðfríu stáli, áli og öðrum málmum. Aðferðum við járnsteypu, flokkun steypujárns og eiginleikum Framleiðsluaðferðum og framleiðsluferli stáls með tilliti til eiginleika Uppbyggingu stáls galla í frumeindabyggingu og áhrif slíkra galla Helstu hersluaðferðir á stáli, skilyrðum og stöðlum Vinnsluhæfi stáls Almennta vinnslu stáls, þ.m.t. herslu, suðuhæfni, Kostum og göllum álmálma og ryðfrís stáls Málmþreytu og mismunandi eiginleika gagnvart henni Plastefnum sem notuð eru í málmiðnaði, og eiginleikum þeirra Að loknu námi í áfanganum skal nemandi geta: Lesið úr efnisstöðlum eiginleika málmtegunda Valið stál, ryðfrítt stál, ál og aðra málma eftir stöðlum og ákveðið hvaða efni hentar best fyrir mismunandi aðstæður og notkun. Sagt til um herslumöguleika og herslueiginleika málma Lagt mat á hvort hagkvæmt geti verið að steypa hlut eða vinna hann úr stáli Sagt til um álagsþol málma og hættu á málmþreytu. Lagt mat á kosti og galla þess að smíða tiltekinn hlut úr smíðastáli, áli eða ryðfríu stáli Námsmat: Sjá kennsluáætlun. 2 Sjá töflu A-III/1 að þvi er varðar Use appropriate tools for fabrication and repair operations typically performed on ships. Sjá jafnframt Model course 7.04; Competances 1.1.1, Materials for construction and repairs og 1.1.2, Processes for fabrication and repair; 11

12 GRT 103 Grunnteikning Svið: Vélstjórnarsvið, vélstjórnarnám 1500 kw, STCW III/1 Undanfari: Enginn Markmið þessa áfanga er að veita nemendum almenna undirstöðuþekkingu og þjálfun í teiknifræðum og teikningalestri þannig að þeir geti lesið algengustu vinnu-, véla- og kerfisteikningar. Nám í þessum áfanga og öðrum teikniáföngum skal samsvara þeim kröfum sem gerðar eru í STCW samþykktinni, kafla A-III/1 og viðeigandi töflu. 3 Áfangalýsing Í áfanganum skulu nemendur öðlast almenna undirstöðuþekkingu og þjálfun í teiknifræðum sem nýtist nemendum sem undirbúningur undir frekara teikninám og annað fagnám. Áfanginn er undirbúningur fyrir áframhaldandi nám í teiknifræðum og undanfari náms þar sem notast er við teikniforrit. Stöðlum sem gilda um teikningagerð. Línugerðum, þ.e. mismunandi línuþykktum og línustöðlum og merkingar þeirra. Teikniáhöldum sem notuð er til teikninga á blaði og mælitæki sem notuð er við teikingagerð og teikningalestur. Notkun mælikvarða. Teikningagerð Vinnubrögð við að fara yfir teikningar með tilliti til mistaka eða ófullnægjandi upplýsinga. Gerð flatarmálsteikninga og beitingu flatarmálsaðferðum við gerð horna, boga, lína o.fl. Gerð rúmmynda og útflatninga. Gerð skurðmynda. Reglum um málsetningar á teikningum, m.a. um stærð leturs og staðsetningu. Gildi teikninga og tæknilegra lýsinga við miðlun upplýsinga um vélbúnað, rafbúnað og lagnir. Hornréttum fallmyndum ásamt sneiðmyndum af einföldum hlutum. Gerð vinnuteikninga með teikniáhöldum af einföldum hlutum með hornréttum fallmyndum og sneiðmyndum ásamt málsetningum í tilteknum mælikvarða, skv. reglum, stöðlum og venjum. Skipulagningu vinnublaðs, áritun með teikniskrift og frágangi einfaldra vinnuteikninga skv. reglum, stöðlum og venjum Að loknu námi í áfanganum skal nemandi: Geta lesið og skilið hornrétta fallmyndum ásamt sneiðmyndum af einföldum hlutum Geta gert vinnuteikningar með teikniáhöldum af einföldum hlutum með hornréttum fallmyndum og sneiðmyndum ásamt málsetningum í tilteknum mælikvarða, skv. reglum og stöðlum. Hafa gott vald á skipulagningu vinnublaðs, áritun með teikniskrift og frágangi einfaldra vinnuteikninga skv. reglum, stöðlum og venjum Geta teiknað ásmyndir (fram-skámyndir með áshalla, ofan-skámyndir með áshalla og/eða samkvarða-myndir með áshalla) fríhendis af einföldum hlutum, þannig að vinna megi eftir þeim.. Námsmat: Sjá kennsluáætlun. Vetrarstarf og skriflegt próf í lok annar. 3 Sjá töflu A-III/1 að þvi er varðar Use appropriate tools for fabrication and repair operations typically performed on ships. Sjá jafnframt Model course 7.04; Competances 1.2.2, Marine engineering drawing and design. 12

13 HBF Heilbrigðisfræði Svið: Skipstjórnarsvið, skipstjórnarnám A og B. Vélstjórnarsvið, vélstjórnarnám 750 kw. STCW II/1, II/3 og III/1. Undanfari: Enginn Markmið þessa áfanga er að veita nemendum undirstöðuþekkingu á sviði heilbrigðisfræða, þ.e. um vefjabyggingu líkamans og helstu líffærakerfi hans ásamt viðeigandi ráðstöfunum við sjúkdómum eða líkamsáverkum, svo að þeir geti veitt skyndihjálp við bráðasjúkdómum eða slysum, gert að sárum, annast um sjúka og veitt lyfjagjöf í samráði við lækni. Efni þessa áfanga skal samsvara ákvæðum STCW samþykktarinnar ásamt viðeigandi töflum. 4 Efni þessa áfanga skal jafnframt samsvara viðeigandi ákvæðum í IMO guidance on Training and Certification of Fishing Vessel Personnel, 5 Nemandinn skal öðlast þekkingu og færi til að veita skyndihjálp við bráðasjúkdómum eða slysum, geta lagt mat á ástand hins sjúka eða slasaða, geta búið um áverka og búið sjúkling undir flutning til læknis. Nemandinn skal öðlast þekkingu á innihaldi lyfjakistu, þekkja þau lyf sem þar eru, áhrifum þeirra og aukaverkunum og geta gefið sýklalyf og verkjalyf. Nemandinn þarf einnig að geta búið um minniháttar sár og stöðvað minniháttar blæðingar. Vefjabyggingu líkamans og helstu líffærakerfum. Algengustu sjúkdómum, sem skyndilega geta gert vart við sig Viðbrögðum við sjúkdómum og slysum um borð. Hvaða ráðstafanir skuli gera áður en hreyft er við þeim sem hefur slasast við fall. Aðferðum við að leggja mat á ástand sjúklings. Aðgerðum og réttum viðbrögum við slysum, svo sem líkamlegra áverka, losti, eitrunum, ofkælingu og bruna. Þeim þáttum sem huga þarf að við umbúnaði áverka. Gildi sótthreinsunar og nauðsyn þess að þvo sár og skipta um umbúðir. Líkamlegri og andlegri aðhlynningu sjúklinga eftir slys, þ.m.t. þeim sem bjargað er úr sjávarháska. Viðbrögðum við slysum um borð í skipum þar sem talið er að eiturefni hafi borist úr umbúðum. Nemandi skal geta: Beitt aðferðum við lífgunartilraunir, þar með talið súrefnisgjöf Beitt hjartahnoði og veit aðstoð við hjartastopp Búið um einföldustu beinbrot til bráðabirgða Sprautað sjúkling í æð. Mælt blóðþrýsting Námsmat: Skriflegt próf í lok annar úr námsefni. 4 Sjá kafla A-II/1 og A-III/1 að því er varðar Apply medical first aid on board ship. Sjá jafnframt kafla A-VI/4, greinar 1-3 þar sem fjallað er um Mandatory minumum requirments related to medical first aid. 5 Sjá 6. kafla, lið 14 og Appendix 17 þar sem fjalllað er um Medical and first aid 13

14 HSK 102 Hönnun skipa Svið: Skipstjórnarsvið, skipstjórnarréttindi A og B. Vélstjórnarsvið,vélstjórnarréttindi 750 kw. Undanfari: Enginn Markmið þessa áfanga er að veita nemendum almenna undirstöðuþekkingu um gerð, fyrirkomulag og búnað skipa með tilliti til þess hlutverks sem þeim er ætlað að gegna, um hönnun þeirra með tilliti til styrks, flothæfni, farsviðs og ytri umhverfisþátta og um helstu stoðkerfi þeirra með tilliti til vélbúnaðar og raforku. Nám í þessum áfanga og öðrum skipahönnunaráföngum skal samsvara þeim kröfum sem gerðar eru í STCW samþykktinni, kafla A-III/1 og viðeigandi töflu. 6 Efni þessa áfanga skal samsvara viðeigandi ákvæðum í IMO guidance on Training and Certification of Fishing Vessel Personnel 7,. Til þess að skip geti sinnt og fullnægt tilteknum hönnunarkröfum, þurfa þau að fullnægja fjölbreytilegum hönnunar-, rekstrar-, öryggis- og aðbúnaðarkröfum. Í þessum áfanga er fjallað með mjög almennum hætti um skipið og einstaka hluta þess, m.a með tilliti til nafngifta og þeirra hlutverka sem einstök stoðkerfi um borð í skipum gegna. Kynna skal nemendum teikningar af fyrirkomulagi skipa, teikningar af dæmigerðu geymafyrirkomulagi, teikningar af brunaniðurhólfun og dæmigerðar kerfisteikningar af vélbúnaði og rafbúnaði skipa, Þá skulu nemendur fara um borð í skip og kynna sér fyrirkomulag þess og búnað. Að loknu námi í áfanganum skal nemandi þekkja og geta gert grein fyrir Helstu tegundum skipa og hlutverki þeirra. Helstu hugtökum og nafngiftum varðandi einstaka skipshluta, búnað skipa og veiðarfæri. Þeim umhverfisþáttum sem ráða álagi á bol og þilför skipa og hafa áhrif á styrk þeirra. Burðargetu skipa, mestu leyfilegu hleðslu, særými og þá krafta sem virka á bol skipa Álagi á skipsbol vegna mismunandi þyngdar- og uppdriftsdreifingar. Áhrifum vinds og öldu á skip, hreyfingar þess, mótvægisaðgerðir og hættur sem eru samfara siglingu á lensi. Áhrifum ísingar á skip og stöðugleika þeirra. Áhrif aukinnar hleðslu skips og djúpristu á álag og styrk bols. Staðbundnu álagi sem veiðarfæri og veiðarfærabúnaður geta haft á skipsbol og þilför. Gildi og nauðsyn vatnsþéttrar niðurhólfunar skipa, áhrifum þess ef vatnsþétt skilrum reynast ekki þétt og reglum sem um það gilda. Gildi og nauðsyn brunaniðurhólfunar í skipum og reglum sem þar um gilda. Þeim vélbúnaði sem myndar framdriftsbúnað skipa, hlutverki búnaðarins, afköstum og þeim stoðkerfum sem þarf til þess að búnaðurinn starfi eðlilega. Raforkuframleiðslu skipa, afköstum, uppbyggingu rafkerfis og helstu neytendum. Stýrisbúnaði skipa, virkni búnaðarins og reglur sem gilda um neyðarstýrisbúnað. Helstu véla- og lagnakerfum í skipum, hlutverk þeirra, uppbyggingu, virkni og helstu einingar sem mynda slík kerfi. Reglum sem gilda um austurkerfi skipa, sjó- bruna- og slökkvikerfi og pælikerfi skipa. Fyrirkomulagi akkerisbúnaðar skipa, legufæra og dráttarbúnaðar. 6 Sjá töflur A-II/1 og A-III/1 að þvi er varðar Maintain seaworthiness of the ship. Sjá jafnframt Model course 7.03, competance Ship construction og model course 7.04, competances Main and auxiliary machinery og 4.2.2, Ship construction. 7 Sjá grein 4.15 og appendix

15 Helsta veiðarfærabúnaði fiskiskipa og þeim búnaði sem notaður er við mismunandi veiðiaðferðir. Nauðsynlegum ráðstöfunum sem tryggja að sjór komist ekki í vatnsþétt rými skipsins eða geti komist á milli einstakra vatnsþéttra rýma, um nauðsyn þess að hindra að sjór komist inn í lokuð rými eða safnist fyrir á þilfari skips. Fyrirkomulagi við meðferð afla og frágang í lestum skipa. Helsta öryggisbúnaði skipa, virkni hans og notkun. Lýsing á lögum og reglum sem gilda um eftirlit með skipum, um stafsemi Siglingastofunar Íslands, viðurkenndra skoðunarstöðva, flokkunarfélaga, faggiltra skoðunaraðila með búnaði skipa og um þau skírteini sem gefa skal út til að skip megi vera í förum. Lögum og reglum um skráningu skipa og merkingar á skipum til auðkenningar. Námsmat: Skriflegt próf í lok áfangans ásamt verkefnum á önninni. HSK 202 Hönnun skipa Svið: Vélstjórnarsvið, Vélstjórnarnám 1500 kw. Undanfari: :HSK 102 Markmið þessa áfanga er að veita nemendum þekkingu á helstu þáttum við hönnun skipa svo sem særými, eigin þyngd skips, burðargeta, fríborð, hleðsla, stöðugleiki, hönnun burðarvirkis í skipum, álag á skipsbolinn frá sjó eða farmi, mótstaða skipa, aflþörf til að ná tilteknum ganghraða, hönnun aðalvélasamstæðu og skrúfubúnaðar og eldsneytisnotkun. Nám í þessum áfanga skal samsvara þeim kröfum sem gerðar eru í STCW samþykktinni, köflum A-II/1 og A-II/3 og viðeigandi töflum. 8 Efni þessa áfanga skal jafnframt samsvara viðeigandi ákvæðum í IMO guidance on Training and Certification of Fishing Vessel Personnel. 9 Í þessum áfanga skal nemandi kynnast og öðlast skilning á grunnþáttum skipahönnunar og þeim lögmálum sem skip þurfa að lúta til þess að þau teljist örugg og fullnægi helstu hönnunarkröfum um burðargetu og hagkvæmni í rekstri. Í áfanganum skal nemandi öðlast þekkingu á álagi frá sjó og farmi á skipsbol og þilför, skilning á samspili særýmis og fríborðs gagnvart eigin þyngd skips og hleðslu þess. Nemandinn skal kynnast hafa skilning á þeim kröftum sem ráða stöðugleika skipa, þeim þáttum sem hafa áhrif á stöðugleikann og hvernig samspili þessara krafta háttar fyrir mismunandi gerðir og hleðslu skipa. Þá skal nemandinn öðlast þekkingu og skilning á þeim þáttum sem ráða siglingamótstöðu skipa, þeim þáttum sem geta haft áhrif á mótstöðuna og geta lagt mat á aflþörf skips á grundvelli mótstöðuferils. Á grundvelli upplýsinga um mótstöðuferil skips skal nemandi geta lagt mat á eldsneytisnotkun við mismunandi ganghraða. Grundvallarhugtökum og heitum varðandi særými, hleðslu og stöðugleika skipa. o Grunnlína o Miðlína o Djúprista 8 Sjá töflur A-II/1 og A-II/3 að þvi er varðar Maintain the seaworthiness of the ship. Sjá jafnframt Model course 7.04; Competances 4.2.1, Stability, trim and stress tables; 4.2.2, The principal structure members of a ship; 9 Sjá kafla 4, lið 15 og kafla 6, lið 13. Fishing vessel construction and stability og appendix

16 o Meðaldjúprista o Særými, o Sæþungi o Eigin þyngd skips o Eðlisþyngd sjávar o Hleðsluskali o Hleðslumerki o Þyngdarpunkti (G) og KG, o Uppdrift og uppdrifsmiðja (B), o málmiðja (M),, o Málmiðjuhæð, ( metacenterhæð ) (GMt) o Réttiarmurinn (GZ) og réttivægi. o Stöðugleikalínurit (GZ-línurit) o Flutningur þyngdarpunkts (GG 1 ) við færslu þyngda um borð, o Flutningur uppdrifsmiðju (BB 1 ) við færslu þyngda og leit að nýrri jafnvægisstöðu o Byrjunarstöðugleiki, o Mesti stöðugleiki, o Ending stöðugleikans. o Áhrif aukins fríborðs á stöðugleika skipa o Áhirf aukinna lokaðra yfirbygginga á stöðugleika skipa o Áhrif þyngdartilfærsa á stöðugleika skipa o Áhrif þess á stöðugleika að dæla vökva á mili geyma o Áhrif óhefts yfirborðs vökva í geymum á stöðugleika skipa. Grunnþætti skipahönnunar o Grundvallarálag á þilför og bol skipa frá sjóálagi eða geymum skipa o Hönnun burðarvirkis í skipum, bandagerðir, byrðings- og þilfarsþykktir og stoðaskipan o Álagi og yfirfærslu álags frá vélbúnaði yfir á undirstöður og þá krafta sem horfa þarf til við mat á styrkleika Þeim þáttum sem ráða siglingamótstöðu skipa og hvernig sú mótstaða er háð hraða skipsins. o Núningsmótstaða o Bylgjumótstaða o Prófanir á mótstöðu skipa með líkantilraunum og áhrif ganghraða á siglingamótstöðu. Að loknu námi í áfanganum skal nemandi geta: Skilgreint helstu hugtök stöðugleikans, dregið upp stöðugleikaferil, útskýrt hvaða þættir hafa áhrif á legu stöðuleikaferils og þau skilyrði sem þurfa að vera til staðar til að skip teljist öruggt., Reiknað út gróflega áhrif óhefts yfirborðs vökva og áhrifum þess á stöðugleika skipa. Námsmat: Skriflegt próf í lok áfangans ásamt verkefnum á önninni ITM 103 Iðnteikning Svið: Vélstjórnarsvið, Vélstjórnarréttindi 1500 kw. STCW III/1 Undanfari: GRT 103 Markmið þessa áfanga er að veita nemendum þjálfun í lestri og gerð fagteikninga samkvæmt gildandi stöðlum og reglum um véla- og málmsmíðateikningar. Að þessum áfanga loknum skulu nemendur vera færir um að lesa og vinna eftir teikningum á vinnustað. Nám í þessum áfanga og öðrum teikniáföngum skal samsvara þeim kröfum sem gerðar eru í STCW 16

17 samþykktinni, kafla A-III/1 og viðeigandi töflu. 10 Nemendur skulu öðlast nægilega færi til þess að geta lesið úr og skilið almennar smíða- og lagnateikningar sem gerðar eru samkvæmt stöðlum. Stöðlum sem gilda um teikningagerð. Táknum og merkingum á teikningum, þ.e. hvaða upplýsingar þær hafa að geyma Mælikvörðum sem algengir eru í smíða- og lagnateikningum. Strikagerðum og strikaþykktum í teikningum og merkingar þeirra Reglum um málsetningu teikninga og notkun teiknileturs Framsetningu sniða og varpanir Skástrikanir Samsetningateikningar Merkingu vinnslumerkja, málvika, suðufúga og suðutákna. Grundvallarreglum við gerð útflatningsteikninga. Grundvallarreglum við gerð ísómetrískra teikninga og kerfismynda. Gerð samsettra teikningar og íhlutalista þeirra. Námsmat: Sjá kennsluáætlun KÆL 122 Kælitækni Svið: Vélstjórnarsvið, vélstjórn 750 kw, STCW III/1 Undanfari: Enginn. Markmið þessa áfanga er að veita nemendum almenna undirstöðuþekkingu í kælitækni, um notkun kælingar við varðveislu matvæla og um rekstur kælikerfa. Nám í þessum áfanga og öðrum kælitækniáföngum skal samsvara þeim kröfum sem gerðar eru í STCW samþykktinni, kafla A-III/1 og viðeigandi töflu. 11 Í þessum áfanga skal nemandi öðlast þekkingu á undirstöðuatriðum varmafræðinnar, á uppbyggingu kælikerfa, þeim einingum sem mynda kælikerfi og hlutverki hinna einstöku þátta þeirra. Fjallað er um mælieiningar í kælitæki, varmaflutning (leiðni, ferjun og geislun), eðlisvarma efna, ástandsbreytingar efna, helstu hugtök kælitækninnar, hx- og log ph línurita og notkun þeirra í kælitækni. Fjallað er um einföld kælikerfi eins og þau sem notuð eru í ísskápum og sambyggðum ísskáðum og frystum, einlínumyndir fyrir einföld kælikerfi og helstu táknmyndir, stjórnun einfalds kælikerfis. Notkun mælabrettis er útskýrð, lekaleit í kælikerfum með leitarlampa, afhrímingu kælikerfa og orsakir hrímmyndunar. Algengum reikniaðferðum er beitt þar sem við á. Fjallað er um frystingu og kælingu matvæla og áhrif á eiginleika þeirra. Fjallað er um efnafræði kælimiðla, förgun þeirra og óæskileg áhrif á umhverfið. 10 Sjá töflu A-III/1 að þvi er varðar Use appropriate tools for fabrication and repair operations typically performed on ships. Sjá jafnframt Model course 7.04; Competances 1.2.2, Marine engineering drawing and design. 11 Sjá töflu A-III/1 að þvi er varðar Operate main and auxiliary machinery and associated control systems. Sjá jafnframt Model course 7.04; Competances 1.6.1, Main and auxiliary machinery. 17

18 Þeim fræðigrunni sem kælitæknin byggir á, þ.m.t. feril kælimiðils í kælikerfi og notkun hx- og log ph línurita. Mismunandi tegundum kælimiðla og eiginleikum þeirra. Gerð og uppbyggingu lítilla kælikerfa Helstu eðlisfræðihugtökum varmafræðinnar, s.s. varmaleiðni, varmaflutningi, eimun og þéttingu, uppsuðuhitastigi Gildi kælingar og frystingar við að viðhalda gæðum matvæla og áhrifum kælingar og frystingar á gæði þeirra. Táknmyndum sem notaðar eru við teikningar af kælukerfum. Að loknu námi í áfanganum skal nemendi geta: Lesið teikningar af kælikerfi Reiknað einföld dæmi með hjálp hx- og hp-línurita. Stjórnað einföldu kælikerfi Notað handbækur Leitað að leka á litlum kælikerfum Námsmat: KÆL 202 Kælitækni Svið: Vélstjórnarsvið, vélstjórnarréttindi 1500 kw, STCW III/1. Undanfari: KÆL122 Markmið þessa áfanga er að veita nemendum almenna fræðilega undirstöðuþekkingu um varmaleiðni í gegn um föst efni og um varmaflutning og hagnýta verklega þekkingu á uppbyggingu og virkni kælikerfis. Í þessum áfanga skal nemandinn öðlast þekkingu á þeim búnaði sem þarf til að flytja varma frá köldum stað á heitari staðar, um hlutverk kælikerfis og ástandsbreytingar á kælimiðli í hringrás kælikerfis. Frumatriðum varmafræðinnar að því er varðar eimunarvarma og varmaleiðni Hringferli kælikerfis og ástandsbreytingar sem verða á kælimiðli í því ferli Hegðun kælimiðla í hringrás kælikerfis við breytilegar aðstæður í kerfinu. Aðferðum við að reikna út varmaleiðni og varmaflutning. Aðferðum við að reikna út afkastagetu eima og eimsvala Aðferðum við að reikna út aflþörf kæliþjappa Helstu gerðum kæliþjappa Stjórnbúnaði kælikerfa og stillingar á honum til þess að hann starfi með sem mestum afköstum.( þrýstiliðar, þennslokar og mótþrýstilokar). Hegðun kælimiðla í hringrás kælikerfis við breytilegar aðstæður í kerfinu. Að loknu námi í áfanganum skal nemandi geta: Notað p.h. línurit til að reikna varmaleiðni og varmaflutning og segja til um ástandsbreytingar í kælikerfi. Reiknað út varmaleiðni og varmaflutning við þekktar aðstæður. Reiknað út afkastagetum eima og eimsvala Reiknað út aflþörf fyrir kæliþjöppur Námsmat: Sjá kennsluáætlun 18

19 MLS 102 Málmsuða Svið: Vélstjórnarsvið, 750 kw vélstjórnarréttindi, STCW III/1 Undanfari: Enginn Markmið þessa áfanga er að veita nemendum undirstöðuþekkingu og færni í málmsuðu, þ.e. logsuðu og rafsuðu, þannig að þeir þekki til þeirra verkfæra og aðferða sem beitt er við viðgerðir á málmum. Nám í þessum áfanga og öðrum málmtækniáföngum skal samsvara þeim kröfum sem gerðar eru í STCW samþykktinni, kafla A-III/1 og viðeigandi töflu. 12 Nemandinn skal öðlast þjálfun og færni í notkun og meðferð logskurðartækja og rafsuðu. Nemendur þekki helstu suðuaðferðir, efni og tegundir suðuvíra með tilliti til notkunar. Notkun acetylen-gass og súrefnis til málmsuðu og logskurðar Notkunarsviði acetylen-gass og súrefnis við logskurð Meðferð gashylkja, lit þeirra og mælibúnaði. Aðferðum og verklagi sem nota skal ef eldur kemst í gas og súrefnistæki eða hylki Sprengihættu og öðrum hættum samfara notkun acetylen-gass og súrefnis, þ.e. áhrifa acetylen-gass á eir og súrefnis á olíu og feiti Nauðsyn góðrar loftræstingar og þrifnaðar við logsuðu Eðlisfræðilegum þáttum við logsuðu svo sem hitastigs í loka og áhrif loga á suðupoll. Stöðlum um hæfismat og um mat á suðum og suðugöllum Suðuferilslýsingum vegna rafsuðu og gildi þeirra Flokkun og stöðlun á húðun rafsúðuvíra. Helstu gerðir rafsuðuvéla, afköst þeirra, notkunarsvið og stillingar Helstu gerðum suðuraufa Eiginleikum, notkun og meðferð basískra rafsuðuvíra Suðuspennum og samdrætti efnis við rafsuðu Breytingum á efniseiginleikum á hitaáhrifasvæðinu Hættum samfara notkun rafsuðu Lóðun með kopar og silfurslaglóði Að loknu námi í áfanganum skal nemandi geta: Sett upp mæla, hylki og slöngur fyrir logsuðu. Stillt réttan vinnuþrýsing og valið réttan suðuspíss samkvæmt efnisþykkt. Logskorið stál og framkvæmt sjónmat samkvæmt staðli (IST EN ) Notkun acetylen-gass og súrefnis til málmsuðu og logskurðar Rafsoðið eftir suðuferlislýsingum einfaldari rafsuður Valið rafsuðuvír með tilliti til efnis, suðuraufar og aðstæðna Rafsoðið með fullnægjandi hætti lóðrétta og lárétta rafsuðu. Námsmat: Sjá kennsluáætlun. Verklegt próf í lok annar. 12 Sjá töflu A-III/1 að þvi er varðar Use appropriate tools for fabrication and repair operations typically performed on ships. Sjá jafnframt Model course 7.04; Competances 1.1.3, Fabrication amd repair 19

20 MLS 202 Málmsuða Svið: Vélstjórnarsvið, Vélstjórnarréttindi 750 kw, STCW III/1 Undanfari: MLS102 Markmið þessa áfanga er að auka færni nemenda í málmsuðu, þ.e. logsuðu og rafsuðu, þannig að þeir geti annast flóknari málmsmíðar og viðgerðir. Nám í þessum áfanga og öðrum málmtækniáföngum skal samsvara þeim kröfum sem gerðar eru í STCW samþykktinni, kafla A-III/1 og viðeigandi töflu. 13 Nemandinn skal í þessum áfanga öðlast nægilega þjálfun og færni í notkun og meðferð logsuðu-, logskurðar- og rafsuðutækja að hann geti með fullnægjandi hætti beitt þessum tækjum með faglegum hætti. Í áfanganum skulu gerðar verklegar æfingar í lóðrétt-stígandi og lóðrétt-fallandi hliðarsuðu og uppundirsuðu með rafsuðu. Þá skulu gerðar verklegar æfingar í rörasuðu með logsuðutækjum og logskurði með hjálpartækjum. Spennum sem myndast við rafsuðu og hvernig skuli bregðast við þeim. A-máli rafsuðu og hvernig tryggja skal að kröfum um A-mál sé fullnægt. Plasmaskurði, þ.e. hvaða tækji þurfa að vera til staðar og hvernær henti að beita plasmaskurði. Að loknu námi í áfanganum skal nemandi geta: Að loknu námi í áfanganum skal nemandi geta: Rafsoðið eftir suðuferlislýsingum Rafsoðið lóðrétt-stígandi og lóðrétt fallandi hliðarsuðu og uppundirsuðu með rafsuðutækjum. Beitt logsuðutækjum við logsuðu á rörum Námsmat: Sjá kennsluáætlun. Verklegt próf í lok annar. MLS 302 Málmsuða Svið: Vélstjórnarsvið, vélstjórnarréttindi 1500 kw. STCW III/1 Undanfari: MLS202 Markmið þessa áfanga er að beikka þekkingargrunn nemenda á sviði málmsuðu og kynna þeim þróaðri aðferðir við málmsuðu á stáli og helstu aðferðir sem beita má við mismunandi tegundir stáls og áls. Nám í þessum áfanga og öðrum málmtækniáföngum skal samsvara þeim kröfum sem gerðar eru í STCW samþykktinni, kafla A-III/1 og viðeigandi töflu Sjá töflu A-III/1 að þvi er varðar Use appropriate tools for fabrication and repair operations typically performed on ships. Sjá jafnframt Model course 7.04; Competances 1.1.3, Fabrication amd repair 14 Sjá töflu A-III/1 að þvi er varðar Use appropriate tools for fabrication and repair operations typically performed on ships. Sjá jafnframt Model course 7.04; Competances 1.1.3, Fabrication amd repair 20

21 Nemendur skulu öðlast þjálfun í suðu með hlífðargasi (argon, blandgas) á járni og öðrum málmum (ryðfríu stáli og áli). Jafnframt skulu þeir kynnast sjálfvirkum rafsuðuvélum og sjálfvirkum lögskurðarvélum, hirðingu þeirra og öryggisþáttum. Í þessum áfanga skulu vera eftirtaldar verklegar æfingar: Lóðrétt-stígandi suða með basískum rafsuðuþræði í V-fúgu. Suða með hlífðargasi, Argon- og blandgasi á stáli, ryðfríu stáli og áli með Tig-Mag-Mig suðutækjum. Rörasuða með logsuðutækjum. Við hvaða aðstæður henti að nota keramik eða asbestundirlag og hvaða skilyrði þurfi að vera til staðar við rafsuðu með slíku undirlagi. Við hvaða aðstæður henti að nota basíska rafsuðuvíra Að loknu námi í áfanganum skal nemandi geta: Rafsoðið með því að nota keramik eða asbestundirlag. Rafsoðið með basískum rafsuðuvírum Rafsoðið lóðrétt-stígandi og lóðrétt fallandi hliðarsuðu og uppundirsuðu með rafsuðutækjum. Námsmat: Sjá kennsluáætlun. MLS 402 Málmsuða Svið: Vélstjórnarsvið, vélstjórnarréttindi 1500 kw. STCW III/1 Undanfari: MLS302 Markmið þessa áfanga er að beikka þekkingargrunn nemenda og auka færni þeirra á sviði málmsuðu, einkum að því er varðar logsuðu mismunandi tegunda málma. Nám í þessum áfanga og öðrum málmtækniáföngum skal samsvara þeim kröfum sem gerðar eru í STCW samþykktinni, kafla A-III/1 og viðeigandi töflu. 15 Í þessum áfanga skulu nemendur öðlast aukna þjálfun í málmsuðu í mismunandi suðustellingum með MIG-,MAG- og TIG-suðuvélum. Þá skulu þeir öðlast aukna færni í logsuðu á málmum eins og steypujárni (potti), eir, messing og áli. Í þessum áfanga skulu vera eftirtaldar verklegar æfingar: MIG-suða á beinum fleti TIG-suða í kverk TIG-kverksuða á tveimur ryðfríum plötum, 2 mm Koparsuða með logsuðutækjum TIG-suða á ryðfríum profil, 3 mm Koparsuða og silfurkveiking með logskurðartækjum. Við hvaða aðstæður henti að MIG- og TIG-suður Hvaða forsendur þurfi að vera til staðar til þess að MIG- og TIG-suður henti við samtengingar. 15 Sjá töflu A-III/1 að þvi er varðar Use appropriate tools for fabrication and repair operations typically performed on ships. Sjá jafnframt Model course 7.04; Competances 1.1.3, Fabrication amd repair 21

22 Hvernig staðið skuli að silfurkveikingu koparlagna og hvers beri að gæta við þá framkvæmd. Að loknu námi í áfanganum skal nemandi geta: Rafsoðið ryðfrítt stál með notkun TIG-suðu. Logsoðið koparlagnir með logsuðutækjum Kveikt saman koparefni með notkun logskurðartækja. Námsmat: Sjá kennsluáætlun. RAF 103 Rafmagnsfræði Svið: Skipstjórnarsvið,skipstjórnarréttindi A og B Vélstjórnarsvið, vélstjórnarréttindi 750 kw. Undanfari: Enginn Markmið þessa áfanga er að veita nemendum undirstöðuþekkingu í rafmagnsfræðum og þjálfa færni þeirra í tengingum rafrása. Nám í þessum áfanga og öðrum áföngum í rafmagsfræði skal samsvara þeim kröfum sem gerðar eru í STCW samþykktinni og viðeigandi töflum. 16 Efni þessa áfanga og undanfarandi áfanga skal jafnframt samsvara viðeigandi ákvæðum í IMO guidance on Training and Certification of Fishing Vessel Personnel. 17 Að nemendur öðlist þekkingu á grundvallarhugtökum rafmagnsfræðinnar. Að nemendur verði færir um að gera útreikninga samkvæmt Ohms-, Kirchhoffs- og Watts- lögmálum. Nemendur öðlist þjálfun í tengingum straumrása, í notkun mælitækja, læri að umgangast rafmagn og geri sér grein fyrir þeim hættum sem tengjast raforku og rafbúnaði. Í þessum áfanga skulu gerðar verklegar æfingar til að auka skilning nemenda á námsefni áfangans. Grundvallarhugtökum rafmagnsfræðinngar Mælieiningum og stærðum í rafmagnsfræðinni. Lögmálum Ohms, Kirchhoffs, Watts og Joules. Rafeindakenningunni Mismuni á leiðni mismunandi efna Viðnámi og spennutapi í rafleiðurum Gerðir strengja og val á rafstrengjum, m.t.t. straumflutningagetu og umhverfisaðstæðna Mælieiningum í rafmagnsfræðinni og rafmagnslegum stærðum. Uppbyggingu, virkni, notkun og umhirðu rafgeyma. Teikningartáknum þeirra íhluta sem um er fjallað og geti teiknað og útskýrt einfaldar jafn- og riðstraumsrásir. Hættum af völdum rafmagns og mikilvægum atriðum úr öryggisstöðlum IEC og VDE Skautspennu, innri spennu, innra viðnámi og skammhlaupsstraum spennugjafa Námsmat: 16 Sjá töflu A-III/1 að þvi er varðar Use hand tools, electrical and electronic measuring and test equipment for fault finding, meaintenance and repair operations. Sjá jafnframt Model course 7.04; Competances 1.3.1, Safety requirements for electrical systems; 1.3.2, Characteristics of shipboard electrical systems; 1.3.3, Electrical tests and measuring equipment. 17 Sjá kafla 4, lið 23. Electrical equipment and installation og Appendix

23 RAF 253 Rafmagnsfræði Svið: Vélstjórnarsvið, 750 kw vélstjórnarréttindi, STCW III/1 Undanfari: RAF103 Markmið áfangans er að gera nemendum grein fyrir segulmagni og rafsegulmagni og fyrir notkun þess í rafvélum, fyrir vinnumáta jafnstraumsvéla auk þess sem fjallað er um undirstöðuatriði riðstraumsrása, Nám í þessum áfanga og öðrum áföngum í rafmagsfræði skal samsvara þeim kröfum sem gerðar eru í STCW samþykktinni og viðeigandi töflum. 18 Efni þessa áfanga og undanfarandi áfanga skal jafnframt samsvara viðeigandi ákvæðum í IMO guidance on Training and Certification of Fishing Vessel Personnel. 19 Nemendinn skal kynnast uppbyggingu og notkun rafmæla, öðlast þekkingu á segulmagni og rafsegulmagni og geta útskýrt grundvallar vinnumáta rafvéla út frá því, öðlast þekkingu á uppbyggingu jafnstraumsvéla, á tengibúnaði jafnstraumsmótora og geta annast bilanaleit. Þá skal nemandinn öðlast þekkingu á undirstöðuatriðum riðstraumsrása. Notkun og tengingum helstu rafmæla. Einangrunarmælingum í rafkerfi Segulmagni og rafsegulmagni og virkni þess í rafvélum. Uppbyggingu jafnstraumsvéla Ræsibúnaði og tengingum jafnstraumsmótora. Undirstöðuatriðum riðstraums og riðstraumsrása. Afli og fasviki í eins og þriggja fasa riðstraumsrásum. Uppbyggingu og hlutverki segulrofa og grunntengingum hans Uppbyggingu rafkerfis í smábátum og einstökum hlutum þess Rafkerfi dieselvéla Námsmat: Sjá kennsluáætlun. RAF 353 Rafmagnsfræði Svið: Vélstjórnarsvið, vélstjórnarnám 750 kw. STCW III/1 Undanfari: RAF253 Markmið áfangans er að gera nemendum grein fyrir uppbyggingu og vinnumáta rafkerfis í skipum með allt að 750 kw aðalvél. Nemendur verði færir um að tengja rafvélar við raforkukerfi og geti beitt mælitækjum við bilanagreiningu. 18 Sjá töflu A-III/1 að þvi er varðar Use hand tools, electrical and electronic measuring and test equipment for fault finding, meaintenance and repair operations.og Model course 7.04; Competances 1.3.1, Safety requirements for electrical systems; 1.3.2, Characteristics of shipboard electrical systems; 1.3.3, Electrical tests and measuring equipment. Sjá jafnframt tölfu A-III/1 að því er varðar Operate alternators, generators and control systems og Model Course 7.04; Competance Generating plant og Control systems 19 Sjá kafla 4, lið 23. Electrical equipment and installation og Appendix

24 Nám í þessum áfanga og öðrum áföngum í rafmagsfræði skal samsvara þeim kröfum sem gerðar eru í STCW samþykktinni og viðeigandi töflum. 20 Efni þessa áfanga og undanfarandi áfanga skal jafnframt samsvara viðeigandi ákvæðum í IMO guidance on Training and Certification of Fishing Vessel Personnel. 21 Nemendinn skal öðlast fullnægjandi þekkingu á rafkerfum skipa með allt að 750 kw aðalvél til að hann geti gegnt stöðu yfirvélstjóra og tileinkað sér upplýsingar með lestri teikninga af rafkerfi slíkra skipa. Sérstök áhersla er lögð á tengingar riðstraumsvéla og fylgibúnaðar þeirra í gegn um rofabúnað og rafeindabúnað s.s. mjúkræsi og tíðnibreyti auk þess sem veitt er þjálfun í framkvæmd bilanaleitar með mælitækjum. Gerð, uppbyggingu og vinnumáta þriggja fasa riðstraumsrafala og mótora Samfösun riðstraumsrafala Tengingum og varnarbúnaði mótora. Ræsibúnaði rafmótora sem sem Y/D ræsis og mjúkræsis Hraðastjórnun riðstraumsmótors og tengingu við net og motor. Mismunandi möguleikum til hraðastýringar þriggja fasa riðstraumsmótora. Uppbyggingu riðstraumstöflu í skipum og búnaði og skilyrðum til samfösunar þriggja fasa rafala við raforkunet. Virkni og uppbyggingu einfasa riðstraumsmótorum og notkunarsviði þeirra. Námsmat: Sjá kennsluáætlun. RAF 453 Rafmagnsfræði Svið: Vélstjórnarsvið, vélstjórnarréttindi 1500 kw. STCW III/1 Undanfari: RAF353, STÆ122 Markmið þessa áfanga er að efla og dýpka þekkingu nemenda á uppbyggingu og eðli riðstraums með það fyrir augum að þeir öðlast betri skilning á og geti annast rekstur raforkukerfa. Nám í þessum áfanga og öðrum áföngum í rafmagsfræði skal samsvara þeim kröfum sem gerðar eru í STCW samþykktinni og viðeigandi töflum Sjá töflu A-III/1 að þvi er varðar Use hand tools, electrical and electronic measuring and test equipment for fault finding, meaintenance and repair operations.og Model course 7.04; Competances 1.3.1, Safety requirements for electrical systems; 1.3.2, Characteristics of shipboard electrical systems; 1.3.3, Electrical tests and measuring equipment. Sjá jafnframt tölfu A-III/1 að því er varðar Operate alternators, generators and control systems og Model Course 7.04; Competance Generating plant og Control systems 21 Sjá kafla 4, lið 23. Electrical equipment and installation og Appendix Sjá töflu A-III/1 að þvi er varðar Use hand tools, electrical and electronic measuring and test equipment for fault finding, meaintenance and repair operations.og Model course 7.04; Competances 1.3.1, Safety requirements for electrical systems; 1.3.2, Characteristics of shipboard electrical systems; 1.3.3, Electrical tests and measuring equipment. Sjá jafnframt tölfu A-III/1 að því er varðar 24

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2 1 Examples 2 Sýnidæmi 2 2 Example 25-1 Gefið er 3 fasa, 3 teina raforkukerfi samkvæmt meðfylgjandi einlínumynd. Allar stærðir á myndinni eru í einingakerfinu ( per unit ). Seríuviðnám háspennulínanna er

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 8. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012 Nr. 28/32 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012 2013/EES/28/07 frá 8. júní 2012 um framkvæmdarreglur vegna beitingar 16. gr.

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Sérfræðingur í persónurétti Yfirlit Stóra myndin Skyldur GDPR Aðlögunarferli Áskoranir og praktísk ráð 2 3 Yfirlit: Hvað er GDPR?» GDPR

More information

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum Raddir fjölbreyttra kennarahópa Sólveig Karvelsdóttir, lektor, HÍ Hafdís Guðjónsdóttir, dósent, HÍ Rannsóknin er hluti af tveimur rannsóknum Fjölbreyttir kennarahópar

More information

Hæfnikröfur starfa. Blikksmíði. Faghópur HKS í blikksmíði Starfsgreinaráð málmtækni-, vélstjórnar-

Hæfnikröfur starfa. Blikksmíði. Faghópur HKS í blikksmíði Starfsgreinaráð málmtækni-, vélstjórnar- Hæfnikröfur starfa Blikksmíði Faghópur HKS í blikksmíði Starfsgreinaráð málmtækni-, vélstjórnar- og framleiðslugreina 2. útgáfa. Mars 2013 HKS Blikksmíði Inngangur Starfshópur um hæfnikröfur blikksmíði

More information

Nr desember 2014 REGLUGERÐ. um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila.

Nr desember 2014 REGLUGERÐ. um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila. REGLUGERÐ um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila. 1. gr. Gildissvið. Reglugerð þessi gildir um tengda lögaðila sem eiga í viðskiptum skv. 3.-5. mgr. 57. gr. laga nr. 90/2003, um

More information

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst 15. 18. ágúst 21. 25. ágúst 28. ág 1. sept. 15. skipulagsdagur 16. skipulagsdagur 17. Skipulagsdagur 18. skipulagsdagur

More information

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar 1 Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar Introduction to rotating machines 2 Grunnhugtök og meginþættir Klassískar gerðir véla Riðstraumsvélar Samfasavél (synchronous machine) Spanvél (induction machine

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

Viðauki 2e Tæknikröfur um búnað við fullan aðgang

Viðauki 2e Tæknikröfur um búnað við fullan aðgang Viðauki 2e Tæknikröfur um búnað við fullan aðgang September 2010 Efnisyfirlit 1. Tílvísanir... 3 2. Skýringar á kröfum til búnaðar... 3 3. Yfirlit yfir tækjabúnað sem tengja má koparlínu við fullan aðgang...

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be Stefnumótun tun Rf Hlutverk (Mission) Why we exist Gildi (Core values) What we believe in Framtíðarsýn (Vision) What we want to be Stefna (Strategy) Our Game plan Stefnumiðað árangursmat Balanced Scorecard

More information

Aðalnámskrá framhaldsskóla Rafiðngreinar

Aðalnámskrá framhaldsskóla Rafiðngreinar Aðalnámskrá framhaldsskóla Rafiðngreinar Grunnnám rafiðna Kvikmyndasýningarstjórn Rafeindavirkjun Rafveituvirkjun Rafvélavirkjun Rafvirkjun Menntamálaráðuneytið 2009 Menntamálaráðuneytið 2008 AÐALNÁMSKRÁ

More information

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs?

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Hvernig getur málefni sem ekki er skilgreint sem námsgrein í grunnskóla eða námssvið

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild Háskólabrú fjarnám Bókalisti vorönn 2019 2. önn Félagsvísinda- og lagadeild Upplýsingatækni og tölfræði: Kennslubók í Excel 2016. Höfundar: Hallur Örn Jónsson og Óli Njáll Ingólfsson Stærðfræði 3: Stærðfræði

More information

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur CHEMISTRY The Central 9th Edition Hlutfallareikningur: AðA reikna út frá formúlum og efnajöfnum fnum Lavoisier: Massi varðveitist í efnahvörfum. : lýsa efnahvörfum. Efnajafna : Hvarfefni og myndefni: 2H

More information

Háskólabrú- staðnám. Bókalisti - Vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Háskólabrú- staðnám. Bókalisti - Vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild Háskólabrú- staðnám Bókalisti - Vorönn 2018-2. önn Félagsvísinda- og lagadeild Upplýsingatækni og tölfræði: Kennslubók í Excel 2016. Höfundar: Hallur Örn Jónsson og Óli Njáll Ingólfsson Stærðfræði 3: Stærðfræði

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

Starfsleyfistillaga fyrir Carbon Recycling International ehf., Svartsengi, Grindavíkurbæ.

Starfsleyfistillaga fyrir Carbon Recycling International ehf., Svartsengi, Grindavíkurbæ. 1.1 Rekstraraðili Starfsleyfistillaga fyrir Carbon Recycling International ehf., Svartsengi, Grindavíkurbæ. Kt. 530306-0540 Gefið út af Umhverfisstofnun í samræmi við ákvæði laga nr. 7/1998, um hollustuhætti

More information

GENERAL BOND SECURITY AGREEMENT (IS. TRYGGINGARBRÉF - VEÐSAMNINGUR) (is. bundið vísitölu neysluverðs til verðtryggingar) Grunnfjárhæð ISK 100.000.000.000 Dags. 21 nóvember 2014 á milli REITIR FASTEIGNAFÉLAG

More information

Aðalnámskrár grunnskóla og samræmd könnunarpróf í íslensku

Aðalnámskrár grunnskóla og samræmd könnunarpróf í íslensku Aðalnámskrár grunnskóla og samræmd könnunarpróf í íslensku 2011 2015 Ýr Þórðardóttir Júní 2017 Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Aðalnámskrár grunnskóla og samræmd könnunarpróf í íslensku 2011

More information

IS Stjórnartíðindi EB

IS Stjórnartíðindi EB 22.12.2000 IS Stjórnartíðindi EB L 327/1 TILSKIPUN EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS 2000/60/EB frá 23. október 2000 um aðgerðaramma Bandalagsins um stefnu í vatnsmálum EVRÓPUÞINGIÐ OG RÁÐ EVRÓPUSAMBANDSINS HAFA,

More information

Nr mars 2006 AUGLÝSING

Nr mars 2006 AUGLÝSING AUGLÝSING um gerð sem felur í sér breytingu á samningi sem ráð Evrópusambandsins og Ísland og Noregur gerðu með sér um þátttöku hinna síðarnefndu í framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna. Hinn

More information

Frágangur og afgreiðsla á teikningum af úðakerfum.

Frágangur og afgreiðsla á teikningum af úðakerfum. Frágangur og afgreiðsla á teikningum af úðakerfum. Samkvæmt 37.gr.skipulags og byggingarlaga nr. 73/1997 og 24.gr. byggingarreglugerðar nr. 441/1998 er farið með teikningar af úðakerfum og hönnun þeirra

More information

Horizon 2020 á Íslandi:

Horizon 2020 á Íslandi: Horizon 2020 á Íslandi: - Árangur Íslands í Horizon2020 - Hvernig getur Rannís veitt ykkur aðstoð? Kristmundur Þór Ólafsson Alþjóðasvið Rannís Landstengiliður (NCP) fyrir H2020 Hvað er H2020? Rammaáætlun

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

Samantekt á atriðum sem framleiðendur snyrtivara þurfa að uppfylla

Samantekt á atriðum sem framleiðendur snyrtivara þurfa að uppfylla Öruggar snyrtivörur Samantekt á atriðum sem framleiðendur snyrtivara þurfa að uppfylla Snyrtivara sem er boðin fram á markaði á evrópska efnahagssvæðinu skal vera örugg fyrir heilbrigði manna og uppfylla

More information

OKTÓBER 2006 SKÝRSLA 24-06 ITI 0612/EUT08 8HK3481 V IÐLOÐUN ÖRVERA VIÐ YFIRBORÐ Í VATNI - VARMAFRÆÐILEG NÁLGUN - Guðmundur Gunnarsson, Iðntæknistofnun Birna Guðbjörnsdóttir, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins

More information

Áfangar í frjálsu vali fyrir 3. og 4. bekk

Áfangar í frjálsu vali fyrir 3. og 4. bekk Menntaskólinn á Akureyri Áfangar í frjálsu vali fyrir 3. og 4. bekk á skólaárinu 2014 2015 Vorönn 2014 Valgreinar í boði skólaárið 2014-2015 Nemendur í MA þurfa að ljúka samtals 15 einingum í frjálsu vali.

More information

Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll. Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands

Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll. Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands Yfirlit erindis Meginmarkmið og bakgrunnur Nokkrar skilgreiningar Rannsóknaraðferðir

More information

Grunnnám í viðskiptafræði -Staðnám og fjarnám- Námskrá fyrir nám til BS gráðu

Grunnnám í viðskiptafræði -Staðnám og fjarnám- Námskrá fyrir nám til BS gráðu Grunnnám í viðskiptafræði -Staðnám og fjarnám- Námskrá fyrir nám til BS gráðu, Nafn námskrár: BS nám í viðskiptafræði Tengiliður: Sviðsstjóri viðskiptafræðisviðs Lengd náms: Sjö annir Fjöldi eininga: 180,

More information

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur?

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur? Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur? Málþing um byggðamál og svæðasamvinnu 14. mars 2014 Stefanía Traustadóttir Heimsókn til Norðurbotns (Oulu) apríl 2012 Þátttakendur: Ragnheiður

More information

Verkefnatengt nám. Hentar lögfræði þér? Starfsvettvangur lögfræðinga

Verkefnatengt nám. Hentar lögfræði þér? Starfsvettvangur lögfræðinga Lögfræði Verkefnatengt nám Innan Háskólans í Reykjavík hefur verið lögð áhersla á verkefnatengt laganám sem miðar að því að auka virkni nemenda í námi og gera þá betur í stakk búna til að takast á við

More information

Valgreinar og samvalsgreinar

Valgreinar og samvalsgreinar Valgreinar og samvalsgreinar Skólaárið 2015-2016 9. og 10. bekkur Kennslulýsingar Námsgreinar í 9. og 10. bekk skiptast í kjarna sem er 29 kennslustundir á viku og valgreinar sem eru 8 kennslustundir á

More information

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík Notkun merkis Veðurstofu Íslands Veðurstofa Íslands Bústaðavegur 9 150 Reykjavík +354 522 60 00 +354 522 60 01 vedur@vedur.is Maí 2009 2 Efnisyfirlit Merki 3 Litanotkun 5 Merki í fleti 6 Stærð merkisins

More information

WordPress viðbót fyrir Greiðslusíðu Borgunar

WordPress viðbót fyrir Greiðslusíðu Borgunar WordPress viðbót fyrir Greiðslusíðu Borgunar Útgáfa 1.1 Efnisyfirlit WordPress viðbót fyrir greiðslusíðu borgunar... 1 Efnisyfirlit... 2 Inngangur... 3 WordPress... 3 WooCommerce... 4 Greiðsluviðbót borgunar

More information

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

Skýrsla um framfylgd eigendastefnu OR á árinu 2017

Skýrsla um framfylgd eigendastefnu OR á árinu 2017 Skýrsla nr. 2017-024 24. nóvember 2017 Skýrsla um framfylgd eigendastefnu OR á árinu 2017 Guðrún Erla Jónsdóttir Skrifstofa forstjóra Útgefandi: Orkuveita Reykjavíkur Umsjón og ábyrgð: Guðrún Erla Jónsdóttir

More information

Bekkjarnámskrá Grunnskóla Hornafjarðar bekkur

Bekkjarnámskrá Grunnskóla Hornafjarðar bekkur Bekkjarnámskrá Grunnskóla Hornafjarðar 2016 7. bekkur Efnisyfirlit Lykilhæfni... 3 Íslenska... 4 Stærðfræði... 11 Samfélagsgreinar... 15 Landafræði... 19 Saga... 19 Lífsleikni... 20 Náttúrufræði... 21

More information

Iðnfræði 90 ECTS eininga diplomanám Byggingariðnfræði Rafiðnfræði Véliðnfræði

Iðnfræði 90 ECTS eininga diplomanám Byggingariðnfræði Rafiðnfræði Véliðnfræði Iðnfræði 90 ECTS eininga diplomanám Byggingariðnfræði Rafiðnfræði Véliðnfræði Kennsluskrá 2016-2017 Uppfært 15. desember 2016 1/76 EFNISYFIRLIT NÁMSBRAUTIR Í IÐNFRÆÐI...4 ALMENNT UM BYGGINGARIÐNFRÆÐI...5

More information

Valgreinar í 6. bekk

Valgreinar í 6. bekk Valgreinar í 6. bekk 2012-2013 Nemendur í II-deildum geta valið 3-9 tíma á viku úr eftirtöldum valgreinum. 6 tíma valgreinar verða líklega á mánudags-, miðvikudags- og föstudagsmorgnum kl. 8:10-9:35 en

More information

Samningur Landskrifstofu og verkefnisstjóra. Margrét Jóhannsdóttir 27.ágúst 2018

Samningur Landskrifstofu og verkefnisstjóra. Margrét Jóhannsdóttir 27.ágúst 2018 Samningur Landskrifstofu og verkefnisstjóra Margrét Jóhannsdóttir 27.ágúst 2018 Úthlutunarferlið Samræmd aðferðafræði með þjálfun matsmanna (norrænt og evrópskt samstarf) Allar umsóknir eru metnar af tveimur

More information

Almennt. Samþykkt á bátum V-1

Almennt. Samþykkt á bátum V-1 Samþykkt á bátum V-1 Efnisyfirlit 1. Almennt 2. Gildissvið 3. Afhending báta 4. Umsókn um samþykkt 5. Smíðalýsing 6. Innra framleiðslueftirlit 7. Eftirlit og prófanir 8. Forsendur samþykktar á bátsgerðum

More information

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Áhrif lofthita á raforkunotkun Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Júlí 2017 Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Orkustofnun Júlí 2017 Útgefandi: Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Sími: 569 6000, Fax, 568

More information

Nr. 63/1846 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR. (ESB) nr. 1035/2011.

Nr. 63/1846 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR. (ESB) nr. 1035/2011. Nr. 63/1846 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 1029/2014 2015/EES/63/72 frá 26. september 2014 um breytingu á reglugerð (ESB) nr.

More information

Verk- og tæknimenntaskólar - skipulag verk og tæknináms. 09. mars 2012

Verk- og tæknimenntaskólar - skipulag verk og tæknináms. 09. mars 2012 Verk- og tæknimenntaskólar - skipulag verk og tæknináms 09. mars 2012 Um hvað ætla ég að tala Til umræðu Skilgreiningar lög og reglur Núverandi skipulag Tillaga vinnuhóps starfsnámsskólanna að verkferli

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 63/203

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 63/203 15.10.2015 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 63/203 REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 142/2011 frá 25. febrúar 2011 um framkvæmd reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB)

More information

Viðauki 2f. Tæknikröfur til búnaðar fyrir fullan aðgang að koparheimtaug

Viðauki 2f. Tæknikröfur til búnaðar fyrir fullan aðgang að koparheimtaug Viðauki 2f Tæknikröfur til búnaðar fyrir fullan aðgang að koparheimtaug 9. ágúst 2016 Efnisyfirlit 1 Skilgreiningar... 2 2 Tilvísanir... 2 1 Skýringar á kröfum til búnaðar... 3 2 Yfirlit yfir tækjabúnað

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 19.3.2015 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 16/891 TILSKIPUN EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS 2012/28/ESB frá 25. október 2012 um tiltekna leyfilega notkun á munaðarlausum verkum (*) 2015/EES/16/51

More information

Námskrá grunnnáms til BA gráðu í félagsvísindum og til BS gráðu í viðskipalögfræði

Námskrá grunnnáms til BA gráðu í félagsvísindum og til BS gráðu í viðskipalögfræði Námskrá grunnnáms til BA gráðu í félagsvísindum og til BS gráðu í viðskipalögfræði Gildir skólaárið 2018 2019 BS viðskiptalögfræði BS viðskiptalögfræði með vinnu BA miðlun og almannatengsl (MoA) BA heimspeki,

More information

Námsval stúlkna með tilliti til stærðfræði í Menntaskólanum við Hamrahlíð RH

Námsval stúlkna með tilliti til stærðfræði í Menntaskólanum við Hamrahlíð RH Námsval stúlkna með tilliti til stærðfræði í Menntaskólanum við Hamrahlíð RH-12-2009 Elínborg Ingunn Ólafsdóttir, Freyja Hreinsdóttir Gunnar Stefánsson og María Óskarsdóttir Útdráttur Tölfræðileg úrvinnsla

More information

REGLUGERÐ. Reglugerð nr. 400/2008 um skírteini útgefin af Flugmálastjórn Íslands, með áorðnum breytingum.

REGLUGERÐ. Reglugerð nr. 400/2008 um skírteini útgefin af Flugmálastjórn Íslands, með áorðnum breytingum. REGLUGERÐ nr. 400/2008 um skírteini útgefin af Flugmálastjórn Íslands, með áorðnum breytingum. sbr. rg. 600/2009, gildist. 10.07.2009 og rg. 439/2012, gildist. 18.05.2012 I. KAFLI Almenn ákvæði. I. kafli

More information

Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi -

Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi - Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi - Rannveig Björnsdóttir Strandbúnaður 2017, Grand Hótel Reykjavík, 13.-14.mars YFIRLIT erindis Dæmi: doktorsverkefni RBj 2005-2010 BAKGRUNNUR VANDAMÁLIÐ

More information

Grunnnám í viðskiptafræði. Námsskrá fyrir nám til BS gráðu

Grunnnám í viðskiptafræði. Námsskrá fyrir nám til BS gráðu Grunnnám í viðskiptafræði Námsskrá fyrir nám til BS gráðu Gildir frá og með skólaárinu 2016-2017, Nafn námskrár: BS nám í viðskiptafræði Tengiliður: Sviðsstjóri viðskiptasviðs Lengd náms: Sjö annir Fjöldi

More information

Framhaldsskólapúlsinn

Framhaldsskólapúlsinn Framhaldsskólapúlsinn Mat á líðan og skólabrag í framhaldsskólum Málþing um geðrækt í framhaldsskólum 20. september 2013 Almar M. Halldórsson Skólapúlsinn Skólapúlsinn er veflægt sjálfsmatskerfi fyrir

More information

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson Samstarf HR og IGI Ólafur Andri Ragnarsson Leikjaiðnaðurinn 2021 Leikjaiðnaðurinn 2021 5.000 störf 70 milljarðar í heildarútflutningstekjur ef... Photo Ian Parker http://parkerlab.bio.uci.edu/nonscientific_adventures/iceland_man.ht

More information

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ / 1004720-1004720-3-ABC 2.1.2018 09::16 Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær»»» Reykjavík/HÍ 06:42 06:44 06:45 06:47 06:51 06:52 06: 07:17 07:18 07:22 07:28 07:29 07:31 07:32 07:34 07:36 07:38

More information

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Power Point leiðbeiningar Sjónarhorn View Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Outline view - Yfirlitshamur Hér er hægt að rita minnispunkta við hverja glæru fyrir þann sem

More information

Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi

Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi Lokaverkefni til B.Ed. prófs Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi Eru ánægðir foreldrar bestu bandamenn kennara? Halldóra Gísladóttir 300955-5419 Kennaraháskóli Íslands

More information

Aðalnámskrá grunnskóla, hæfni og hæfnimiðað námsmat

Aðalnámskrá grunnskóla, hæfni og hæfnimiðað námsmat Aðalnámskrá grunnskóla, hæfni og hæfnimiðað námsmat Hæfnimiðað nám og námsmat Málþing í Brekkuskóla 12. ágúst 2016 Rúnar Sigþórsson prófessor kennaradeild HA OECD: Þrjú meginsvið hæfni 2 Sjálfstæði í persónulegum

More information

Leiðbeiningar. Aukefni. Reglur og eftirlit - Desember 2016

Leiðbeiningar. Aukefni. Reglur og eftirlit - Desember 2016 Leiðbeiningar Aukefni Reglur og eftirlit - Desember 2016 0 Efnisyfirlit Inngangur... 2 1. Reglugerð um aukefni... 2 2. Aðrar reglugerðir sem varða aukefni... 2 3. Hvað eru aukefni og hvað ekki?... 3 3.1.

More information

RAFRÆNN REIKNINGUR. Eiginleikar, ávinningur og kröfur

RAFRÆNN REIKNINGUR. Eiginleikar, ávinningur og kröfur RAFRÆNN REIKNINGUR Eiginleikar, ávinningur og kröfur EIGINLEIKAR REIKNINGUR (HEFÐBUNDINN) Inniheldur/flytur gögn. Viðskiptaaðilar, Hvað er selt, Greiðsluupplýsingar Skattaupplýsingar ofl. Birtir gögn Prentað

More information

Efnisyfirlit. Ársskýrsla Tækniskólans

Efnisyfirlit. Ársskýrsla Tækniskólans Ársskýrsla 2013 Efnisyfirlit 1 Ávarp formanns... 4 2 Staða og hlutverk skólans... 5 Hlutverk... 5 Framtíðarsýn... 5 3 Gildi og stefna Tækniskólans, skóla atvinnulífsins 2011-2013... 6 3.1 Gildi Tækniskólans:...

More information

Örnámskeið Ský Hagnýting Opins Hugbúnaðar. Ólafur Garðarsson ÍKON ehf 19. febrúar. 2009

Örnámskeið Ský Hagnýting Opins Hugbúnaðar. Ólafur Garðarsson ÍKON ehf  19. febrúar. 2009 Örnámskeið Ský Hagnýting Opins Hugbúnaðar Ólafur Garðarsson ÍKON ehf www.ikon.is 19. febrúar. 2009 Vefhýsing með opnum og frjálsum hugbúnaði LAMP (Linux Apache MySql PHP) vefþjónar hafa yfir 50% markaðshlutdeild.

More information

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile HUGPRÓ Betware QA & Agile 26.02.2010 Head Quarters Betware Reykjavík Betware DK Copenhagen Denmark Betware Solutions CA Kamloops, BC Betware Madrid Spain Certus Odense Denmark Betware Sp. z o.o. Warsaw

More information

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014 EFLA Verkfræðistofa STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin 2004-2013 Reykjavík, júní 2014 2014, hf - Vinnslu efnis og frágang texta annaðist Kolbrún Reinholdsdóttir fyrir Verkfræðistofuna EFLU hf. ISSN ISBN

More information

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Þórólfur Guðnason yfirlæknir Sóttvarnalæknir, Embætti landlæknis Nóvember 2014 Gastegundir frá eldgosum >95% H 2 O, CO 2 SO 2

More information

Tengsl íþróttaiðkunar og námsárangurs

Tengsl íþróttaiðkunar og námsárangurs B.Sc. lokaverkefni í íþróttafræði Tengsl íþróttaiðkunar og námsárangurs Maí 2018 Nafn nemanda: Svanfríður Birna Pétursdóttir Kennitala: 210493 2559 Leiðbeinendur: Margrét Lilja Guðmundsdóttir og Sveinn

More information

Valgreinar fyrir 8. bekk skólaárið

Valgreinar fyrir 8. bekk skólaárið Valgreinar fyrir 8. bekk skólaárið 2016-2017 1 Efnisyfirlit Kennslulýsingar... 3 Valgreinar utan skóla (félagsstörf eða sérskólanám)... 3 Valgreinar í Síðuskóla... 4 Bíó, bókmenntir og menning... 4 E-twinning...

More information

REGLUR SEM TENGJAST VALI... 4 LEIÐBEININGAR TIL NEMENDA UM VAL Á ÁFÖNGUM Í INNU... 5 ÁFANGALÝSINGAR...

REGLUR SEM TENGJAST VALI... 4 LEIÐBEININGAR TIL NEMENDA UM VAL Á ÁFÖNGUM Í INNU... 5 ÁFANGALÝSINGAR... Valáfangar skólaárið 2018-2019 1 Efnisyfirlit: REGLUR SEM TENGJAST VALI... 4 LEIÐBEININGAR TIL NEMENDA UM VAL Á ÁFÖNGUM Í INNU... 5 ÁFANGALÝSINGAR... 7 BHBL2VA05 BÆTT HEILSA, BETRI LÍÐAN... 7 BÓKF1DH05

More information

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, apríl 2012

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, apríl 2012 EFLA Verkfræðistofa STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin 2002-2011 Reykjavík, apríl 2012 2012, EFLA verkfræðistofa hf - Vinnslu efnis og frágang texta annaðist Kolbrún Reinholdsdóttir fyrir Verkfræðistofuna

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr. 54 8. árgangur

More information

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu?

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu? Upphaf mælinga í uppsjávarskipum Sigurjón Arason Yfirverkfræðingur Matís ohf. og Prófessor, Háskóli Íslands Dr. Magnea G. Karlsdóttir; Fagstjóri, Matís ohf. Ásbjörn Jónsson; Verkefnastjóri, Matís ohf Magnús

More information

Valáfangar í nýrri námskrá

Valáfangar í nýrri námskrá Valáfangar í nýrri námskrá Skólaárin 2017-2019 1 Efnisyfirlit: ÁFANGALÝSINGAR... 4 BHBL3V050 BÆTT HEILSA, BETRI LÍÐAN... 4 EÐLI3RA05 RAFMAGNSFRÆÐI... 4 EÐLI3VS05 VARMA OG STRAUMFRÆÐI... 4 EÐLI4NU05 NÚTÍMAEÐLISFRÆÐI...

More information

Hönnunarstefna Hönnun sem drifkraftur til framtíðar

Hönnunarstefna Hönnun sem drifkraftur til framtíðar Hönnunarstefna 2014 2018 Hönnun sem drifkraftur til framtíðar 2 Hér birtist hönnunarstefna stjórnvalda sem byggir á tillögum frá stýrihópi sem iðnaðarráðherra skipaði í samstarfi við mennta- og menningar-

More information

1. tbl. 32. árgangur Málgagn móðurmálskennara

1. tbl. 32. árgangur Málgagn móðurmálskennara Skíma 1. tbl. 32. árgangur 2009 Málgagn móðurmálskennara MIÐALDA- BÓKMENNTIR FYRIR NÚTÍMAFÓLK DYNAMO REYKJAVÍK Hér er í máli og myndum fjallað um íslenskar bókmenntir frá landnámi til siðaskipta á nýstárlegan

More information

Háskólinn á Akureyri unak.is

Háskólinn á Akureyri unak.is Háskólinn á Akureyri 2015-2016 unak.is Efnisyfirlit Svona er Háskólinn á Akureyri... 3 Háskólabærinn Akureyri... 4 Háskólinn á Akureyri í hnotskurn... 7 Hjúkrunarfræði BS... 9 Iðjuþjálfunarfræði BS...

More information

Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu

Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu Er hlutfall barna yfir kjörþyngd hætt að aukast? Stefán Hrafn Jónsson Lýðheilsustöð Margrét Héðinsdóttir Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins Mars 2010 Líkamsþyngd barna

More information

MENNTUN OG STARFSUNDIRBÚNINGUR LEIÐSÖGUMANNA Á ÍSLANDI

MENNTUN OG STARFSUNDIRBÚNINGUR LEIÐSÖGUMANNA Á ÍSLANDI MENNTUN OG STARFSUNDIRBÚNINGUR LEIÐSÖGUMANNA Á ÍSLANDI GREINARGERÐ STARFSHÓPS Leiðsögn félag leiðsögumanna 2018 Efnisyfirlit Bls. Formáli 3 I. Verkefni og vinna starfshópsins 4 1 II. Staðalinn ÍST EN 15565:2008,

More information

Háskólinn á Akureyri

Háskólinn á Akureyri Háskólinn á Akureyri 2014-2015 www.unak.is Efnisyfirlit Svona er Háskólinn á Akureyri... 3 Háskólabærinn Akureyri... 4 Háskólinn á Akureyri í hnotskurn... 7 Hjúkrunarfræði BS.... 9 Iðjuþjálfunarfræði BS...

More information

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Jón Viðar Jónmundsson 1 og Emma Eyþórsdóttir 2 1 Bændasamtökum Íslands 2 Rannsóknarstofnun landbúnaðarins/lbh á Hvanneyri Inngangur Fyrsta

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 44/2014. frá 21.

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 44/2014. frá 21. 15.10.2015 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 63/2199 FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 44/2014 2015/EES/63/81 frá 21. nóvember 2013 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins

More information

LEIÐARVÍSIR UM ÞÁTTTÖKUNÁM (Service Learning)

LEIÐARVÍSIR UM ÞÁTTTÖKUNÁM (Service Learning) LEIÐARVÍSIR UM ÞÁTTTÖKUNÁM (Service Learning) Frásagnir úr námsferð fræðslustjóra með skólastjórum í Reykjavík, starfsmönnum Fræðslumiðstöðvar og fulltrúum úr fræðsluráði á ráðstefnu og í skólaheimsóknir

More information

Nýjar leiðbeiningar um notkun AED tækja. Gísli E. Haraldsson, læknir Slysa- og bráðasvið Landpítala Háskólasjúkrahúss

Nýjar leiðbeiningar um notkun AED tækja. Gísli E. Haraldsson, læknir Slysa- og bráðasvið Landpítala Háskólasjúkrahúss Nýjar leiðbeiningar um notkun AED tækja Gísli E. Haraldsson, læknir Slysa- og bráðasvið Landpítala Háskólasjúkrahúss Markmið Kynna ástæður fyrir breytingum Útskýra mikilvægi grunnendurlífgunar Kynna nýjar

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

Nr. 54/34 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 209/2013. frá 11.

Nr. 54/34 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 209/2013. frá 11. Nr. 54/34 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 209/2013 2014/EES/54/09 frá 11. mars 2013 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 2073/2005 að því er

More information

Tillaga til þingsályktunar

Tillaga til þingsályktunar 132. löggjafarþing 2005 2006. Þskj. 14 14. mál. Tillaga til þingsályktunar um eflingu náms- og starfsráðgjafar í grunn- og framhaldsskólum. Flm.: Jónína Bjartmarz, Björgvin G. Sigurðsson, Dagný Jónsdóttir,

More information

Hvað er núll - slysastefna. Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins

Hvað er núll - slysastefna. Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins Hvað er núll - slysastefna Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins Markmið stjórenda núll slysasýn New trends in accident prevention due to the changing world of work European Agency for Safety

More information