Tengsl sálvefrænna einkenna unglinga við sálfélagslega skólaumhverfið

Size: px
Start display at page:

Download "Tengsl sálvefrænna einkenna unglinga við sálfélagslega skólaumhverfið"

Transcription

1 Tengsl sálvefrænna einkenna unglinga við sálfélagslega skólaumhverfið Auður Svansdóttir og Katla Stefánsdóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til BA gráðu í sálfræði Félagsvísindadeild maí 2017

2 Tengsl sálvefrænna einkenna unglinga við sálfélagslega skólaumhverfið Auður Svansdóttir og Katla Stefánsdóttir 12 eininga lokaverkefni sem er hluti af Bachelor of Arts-prófi í sálfræði Leiðbeinandi Kjartan Ólafsson Félagsvísindadeild Hug- og félagsvísindasvið Háskólinn á Akureyri Akureyri, maí 2017

3 Titill: Tengsl sálvefrænna einkenna unglinga við sálfélagslega skólaumhverfið Stuttur titill: Sálvefræn einkenni unglinga 12 eininga lokaverkefni sem er hluti af Bachelor of Arts-prófi í sálfræði Höfundarréttur 2017 Auður Svansdóttir og Katla Stefánsdóttir Öll réttindi áskilin Félagsvísindadeild Hug- og félagsvísindasvið Háskólinn á Akureyri Sólborg, Norðurslóð Akureyri Sími: Skráningarupplýsingar: Auður Svansdóttir og Katla Stefánsdóttir, 2017, B.A. verkefni, félagsvísindadeild, hugog félagsvísindasvið, Háskólinn á Akureyri, 43 bls. Akureyri, maí, 2017 HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til prófgráðu á sérsviði (t.d. BA gráðu í sál

4 Sálvefræn einkenni unglinga i Yfirlýsingar Við lýsum því hér með yfir að við einar erum höfundar þessa verkefnis og að það er ágóði eigin rannsókna Auður Svansdóttir Katla Stefánsdóttir Það staðfestist hér með að lokaverkefni þetta fullnægir að mínum dómi kröfum til BA-prófs við Hug- og félagsvísindasvið Kjartan Ólafsson

5 Sálvefræn einkenni unglinga ii Útdráttur Óútskýrð líkamleg og sálræn einkenni, svo sem höfuðverkur, kviðverkir, depurð og taugaóstyrkleiki eru býsna algeng á unglingsárnunum. Þessi einkenni eru sálvefræn og eru orsakir þeirra taldar vera vegna samspils lýðfræðilegra þátta og hins félagslega umhverfis. Tilgangur þessarar rannsóknar er að kanna hvort tengsl séu á milli sálvefrænna einkenna hjá unglingum (11-15 ára) og sálfélagslega skólaumhverfisins. Eftirfarandi þættir sem tilheyra skólaumhverfinu eru skoðaðir: námsálag, einelti, tengsl við samnemendur, samskipti við kennara og skólaánægja. Gögnin voru fengin úr rannsókninni Heilsa og lífskjör skólanema 2013/2014 sem er hluti af alþjóðlegri rannsókn, Health behavior in school-aged children (HBSC). Þátttakendur eru nemendur í 6., 8. og 10. bekk. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að sálvefræn einkenni séu nokkuð algeng hjá íslenskum unglingum. Tíðni þeirra er mest hjá stúlkum í 10. bekk en kynjamunur er á tíðni einkennanna og hefur hærri tíðni jákvæða fylgni við hærri aldur hjá stúlkum en ekki drengjum. Sálfélagslega skólaumhverfið hefur mikil áhrif á tíðni sálvefrænna einkenna hjá unglingum og eru stærstu áhrifaþættir þess tengsl við samnemendur og álag vegna náms. Neikvæð upplifun af einelti, að líka illa í skólanum og samskipti við kennara hafa einnig jákvæða fylgni við hærri tíðni einkenna, sem og aldur og kyn. Lykilhugtök: Sálvefræn einkenni, sálfélagslega skólaumhverfið, unglingar.

6 Sálvefræn einkenni unglinga iii Abstract Headache, abdominal pain, sadness, nervousness and irritation are common complaints among adolescents. These unexplained psychological and somatic symptoms, which often have no biological causes, are commonly referred to as psychosomatic symptoms. It s believed that the origins of these symptoms are psychological and/or social in nature as well as demographic. The experience adolescents have during their school years can have both positive and negative effects on their physical and emotional health. The purpose of this study is to examine the connection between psychosomatic symptoms in adolescence and the psychosocial school environment which includes bullying, academic pressure, communication with teachers and peers, as well as school happiness. We hypothesize that a negative psychosocial school environment is an important predictor of psychosomatic symptoms in adolescence, where girls experience more symptoms than boys. The data used in this study comes from the cross-national survey called Health behavior in school-aged children (HBSC). Data collection took place between the years 2013 and 2014, through selfcompletion questionnaires. Participants were Icelandic school students at the age of 11,13 and 15. The main results are that psychosomatic symptoms are quite common in Icelandic adolescents, with 15 year old girls having the most symptoms. There is a gender difference in the prevalence of these symptoms with more symptoms being positively correlated with higher age among girls but not among boys. There is a large effect of the psychosocial school environment on psychosomatic symptoms in adolescents. Negative school experience such as being bullied, not liking school and academic pressure are positively correlated with the severity of symptoms, as well as gender and age. The strongest predictors of the school variables on psychosomatic symptoms are connections with peers and academic pressure. Keywords: Psychosomatic symptoms, psychosocial school environment, adolescents.

7 Sálvefræn einkenni unglinga iv Þakkarorð Við viljum þakka leiðbeinandanum okkar, Kjartani Ólafssyni, fyrir veitta aðstoð og leiðsögn. Einnig þökkum við fjölskyldum okkar og vinum fyrir veittan stuðning.

8 Sálvefræn einkenni unglinga v Efnisyfirlit Útdráttur... ii Abstract... iii Þakkarorð... iv Efnisyfirlit... v Töfluyfirlit... vi Fræðilegt yfirlit... 1 Sálvefræn einkenni... 2 Sálfélagslega skólaumhverfið... 4 Álag vegna náms... 6 Einelti í skóla... 6 Tengsl við samnemendur... 7 Samskipti við kennara... 8 Markmið rannsóknarinnar... 9 Aðferð Þátttakendur og framkvæmd Mælitæki Fylgibreyta: Sálvefræn einkenni Frumbreytur Samskipti við kennara Tengsl við samnemendur Einelti Álag vegna náms og skólaánægja Úrvinnsla gagna Niðurstöður Umræður Takmarkanir og frekari rannsóknir Heimildaskrá... 25

9 Sálvefræn einkenni unglinga vi Töfluyfirlit Tafla 1 Meðaltal, staðalfrávik og tíðni vikulega eða oftar (%) sálvefrænna einkenna eftir kyni og bekk...13 Tafla 2 Chronbach s Alpha, þáttahleðsla og fylgni frumbreyta við fylgibreytu...15 Tafla 3 Aðhvarfsgreining...18 Tafla 4 Dreifigreining fyrir allar breytur eftir kyni og bekk...20 Tafla 5 Hlufall nemenda með hæstu stig eftir kyni og bekk...20

10 Sálvefræn einkenni unglinga 1 Tengsl sálvefrænna einkenna unglinga við sálfélagslega skólaumhverfið Unglingsárin eru sérstaklega mikilvægt tímabil í þroska einstaklingsins þar sem félagslegt, efnahagslegt og pólitískt umhverfi hans getur mótað í hvaða átt heilsa hans og velferð þróast (Viner o.fl., 2012). Grunnskólinn skipar stóran sess í lífi barna og unglinga en samkvæmt grunnskólalögum nr 91/2008, 28.grein með áorðnum breytingum 91/2011 og 76/2016, eiga nemendur að njóta að minnsta kosti 180 daga á ári í skólanum, fjórar til fimm klukkustundir á dag. Innan veggja skólans fer tími þeirra þó ekki einungis í lærdóm heldur einnig í félagsleg samskipti við kennara og samnemendur. Því má segja að skólinn gegni mikilvægu hlutverki í uppeldi og félagsmótun barna og unglinga. Samkvæmt Bradshaw og Keung (2011) getur sú reynsla sem nemendur verða fyrir í skólanum haft áhrif á mótun sjálfsmyndar þeirra, sjálfs-skynjun (e. self-perceptions) og heilsuhegðun, og þar af leiðandi framtíðarheilsu þeirra og lífsánægju. Jákvæð reynsla af skólanum er talin stuðla að betri heilsu og vellíðan, en neikvæð reynsla getur að sama skapi verið áhættuþáttur hvað varðar andlega og líkamlega heilsu nemenda (Currie o.fl., 2012). Fræðilegt yfirlit Allt að þriðjungur evrópskra unglinga kvartar undan líkamlegum verkjum á borð við höfuðverk og bakverk, sem og sálrænum einkennum eins og depurð og pirringi vikulega eða oftar, án þess að bein skýring á þeim sé til staðar (Gerber og Pühse, 2008; Kelly, Molcho, Doyle og Gabhainn, 2010; Viner og Christie, 2005). Þessi einkenni og verkir eiga sér í einhverjum tilfellum líffræðilegar orsakir, svo sem líkamlegar breytingar sem fylgja unglingsárunum eða sjúkdóma af einhverju tagi, en algengara er þó að engar þekktar líffræðilegar ástæður liggi að baki (Konijnenberg o.fl., 2006). Því telja sumir að umhverfisþættir á borð við heimilisaðstæður og neikvæð félagsleg samskipti og/eða sálrænir þættir líkt og vanlíðan og geðsjúkdómar geti að einhverju leyti, eða jafnvel öllu, skýrt þessi einkenni (Shapiro og Nguyen, 2010; Viner og Christie, 2005). Hugmyndir hafa einnig verið

11 Sálvefræn einkenni unglinga 2 uppi um að þessi einkenni kunni að vera svar líkamans við streituvöldum úr umhverfinu og telja Brill, Patel og MacDonald (2001) orsakir streitu hjá börnum og unglingum geta verið af ýmsu tagi, svo sem nám, vandamál innan fjölskyldunnar, hópþrýstingur frá félögum, langvarandi sjúkdómur eða fötlun foreldra. Þá getur skólaumhverfið reynst mörgum börnum og unglingum erfitt þar sem áskoranir tengdar félagslegum samskiptum og námi geta komið upp og valdið streitu (Murberg og Bru, 2004). Þessir skólatengdu streituvaldar geta til dæmis verið vandi í samskiptum við vini og/eða samnemendur, vandi í samskiptum við kennara, einelti, álag sem tengist náminu og ótti við að ná ófullnægjandi árangri. Sálvefræn einkenni Líkamleg og sálræn einkenni sem ekki er hægt að skýra með líffræðilegum hætti eða engar þekktar ástæður geta útskýrt, kallast sálvefræn einkenni (e. psychosomatic symptoms). Orsakir þeirra, þróun og birtingarmynd er flókið og margbreytilegt samspil ólíkra þátta og hefur verið efni mýmargra rannsókna (Beck, 2008; Oatis, 2002; Plenty, Östbert, Almquist, Augustine og Modin, 2014; Viner og Christie, 2005). Samkvæmt Beck (2008) eru orsakir, upphaf og þróun sálvefrænna einkenna háð mörgum ólíkum þáttum. Lýðfræðilegir og líkamlegir þættir einstaklingsins sjálfs (til dæmis aldur, kyn, kynþroski og líkamleg viðbrögð við áreiti) í samspili við félagslegt umhverfi hans (fjölskylduhagir, áreiti, umbun og félagshagfræðileg staða (e. socioeconomic status)) eru grunnurinn. Ofan á hann hafa síðan þættir á borð við bjargráð, alvarleiki einkennanna og hæfni einstaklingsins í félagslegum og akademískum aðstæðum áhrif. Samkvæmt Viner og Christie (2005) endurspegla sálvefræn einkenni í flestum tilfellum ekki sjúkdóm af líffræðilegum toga, heldur eru þau tilkomin vegna vaxandi krafa á ýmsum sviðum samfélagsins svo sem vegna menntunar, félagsstarfs og þátttöku í íþróttum, ásamt vaxtakippum og líffræðilegum breytingum sem fylgja kynþroska. Þá geta þau einnig verið viðbrögð við streitu og ýmis konar álagi, til dæmis taugaóstyrkleika í félagslegum aðstæðum, skilnaði foreldra og álags í skóla (Oatis, 2002).

12 Sálvefræn einkenni unglinga 3 Sálvefræn einkenni skiptast annars vegar í líkamlega kvilla líkt og höfuðverk, bakverk, kviðverk og svima og hins vegar í sálræna kvilla á borð við depurð, taugaóstyrkleika, erfiðleika með að sofna og pirring (Natvig, Albrektsen, Anderssen og Qvarnstrøm,1999). Hvaða einkenni eru talin til sálvefrænna er þó nokkuð misjafnt milli rannsókna og hafa minnkuð matarlyst, þreyta (Kinnunen, Laukkanen og Kylmä, 2010), húðvandamál, grátur og næturvæta (Fekkes, Pijpers og Verloove-Vanhorick, 2004) einnig verið flokkuð sem sálfvefræn einkenni. Samkvæmt rannsóknum á tíðni sálvefrænna einkenna finna um 20-30% barna og unglinga fyrir sálvefrænum einkennum (Flett, Molnar, Nepon, og Hewitt, 2012; Hjern, Alfven og Östberg, 2008; Konijnenberg o.fl.,2006; Natvig o.fl., 1999). Plenty, Östberg, Almquist, Augustine og Modin (2014) segja stærstan hluta ára sænskra unglinga finna fyrir sálvefrænum einkennum á einhverjum tímapunkti og höfuðverkur og magaverkur séu algengustu einkennin. Af þeim sem finna fyrir einkennum þjást 30% af höfuðverk og 20% af magaverk einu sinni í viku eða oftar. Einkennin birtast yfirleitt nokkur í einu en ekki ein og sér (Alfvén, 1993; Knishkowy, Palti, Tima, Adler og Gofin, 1995) og í rannsókn Kelly, Molcho, Doyle og Gabhainn (2010) sagðist tæpur helmingur ára írskra unglinga finna fyrir tveimur eða fleiri einkennum, vikulega eða oftar. Konijnenberg o.fl. (2006) gerðu rannsókn á hollenskum börnum og unglingum (8-18 ára). Þau þjáðust af líkamlegum verkjum sem ekki hafði fundist líffræðileg ástæða fyrir og tilkynntu 60% þeirra einnig um sálræna kvilla. Við nánari skoðun fannst líkamleg orsök fyrir verkjunum hjá hluta barnanna og var hlutfall þeirra sem einnig voru með sálræna kvilla 40%. Hjá hópnum sem engin líkamleg orsök fannst hjá var hlutfallið hins vegar mun hærra eða 69%. Rannsóknir á tengslum sálvefrænna einkenna og aldurs gefa ekki skýrar niðurstöður. Rannsókn Gillander-Gådin og Hammarström (2000) á sænskum börnum og unglingum, 9-12

13 Sálvefræn einkenni unglinga 4 ára, sýnir til dæmis að magaverkur sé algengari hjá yngri unglingum en þeim eldri. Rannsókn Petersen, Bergström og Brulin (2003) á 6-13 ára sænskum börnum og unglingum segja magaverk þvert á móti verða algengari með aldrinum og sama eigi við um höfuð- og bakverk. Flestar rannsóknir sýna þó fram á að almennt séu einkennin sjaldgæfari hjá yngri unglingum, algengi þeirra aukist fram að ára en minnki aftur eftir það, jafnvel örlítið fyrr hjá drengjum (Gadin og Hemmerström, 2003; Friberg, Hagquist og Osika, 2012; Isshiki og Morimoto, 2004; Vanaelst o. fl, 2012 ). Í sumum tilfellum hverfa sálvefrænu einkennin alveg en það á þó ekki alltaf við og geta þau fylgt einstaklingum fram eftir aldri. Finnskur unglingur sem finnur fyrir sálvefrænum einkennum þegar hann er 16 ára er þrisvar sinnum líklegri til þess að finna fyrir þeim 21 árs en þeir sem ekki eru með einkenni 16 ára (Poikolainen, Aalto-Setälä, Marttunen, Tuulio-Henriksson og Lönnqvist, 2000). Kynjamunur á tíðni sálvefrænna einkenna er ekki marktækur fyrr en við 12 ára aldur (Gådin og Hemmerström, 2003; Gillander-Gådin og Hammarström, 2000; Vanaelst o.fl. 2012). Eftir það eru stúlkur allt að tvisvar sinnum líklegri en drengir til þess að skýra frá sálvefrænum einkennum (Bergström o.fl., 2015; Hellström, Nilsson, Leppert og Aslund, 2015; Plenty o.fl., 2014; Sweeting, West og Der, 2007; Varga, Piko, og Fitzpatrick, 2014; Yngwe og Östberg, 2012) og eykst sá munur með aldrinum (Östberg, Alfven og Hjern, 2006; Plenty o.fl., 2014). Það sama á við í niðurstöðum HBSC 2009/2010 og á Íslandi er hlutfall íslenskra stúlkna sem finna fyrir tveimur eða fleiri sálvefrænum einkennum oftar en einu sinni í viku: 30% á meðal 11 ára, 35% meðal 13 ára og 44% meðal 15 ára. Hjá drengjum er hlutfallið 24%, 26% og 29% og er munurinn á kynjunum marktækur í öllum tilfellum (Currie o.fl., 2012). Sálfélagslega skólaumhverfið Ástralskir unglingar, ára, sem eru félagslega sterkir utan skólans en finna sig ekki innan hans eru líklegir til þess að vera með þunglyndis og/eða kvíða einkenni (Bond,

14 Sálvefræn einkenni unglinga 5 Butler, Thomas, Carling og Glover, 2007). Einnig hefur stuðningur frá kennurum meiri fylgni við heilsu sænskra ára unglinga en stuðningur frá foreldrum þeirra (Sonmark og Modin, 2017). Þessi fylgni milli þess hvernig nemendum líður í skólanum, heilsu þeirra og tíðni sálrænna einkenna gefur vísbendingu um það hversu stóran þátt skólaumhverfið hefur á líðan og heilsu unglinga. Í Aðalnámskrá grunnskóla (Mennta- og menningarmálaráðuneyti, 2016) er tekið fram að starfshættir skóla, samskipti nemenda sín á milli sem og samskipti milli nemenda og kennara séu mikilvægir þættir sem meðal annars eigi að stuðla að velferð nemenda. Í skólum fer því fleira fram en einungis miðlun upplýsinga og skiptir líðan nemenda einnig máli þegar kemur að menntun þeirra. Meilstrup o.fl. (2015) segja að þættir eins og skólabragur sem og stefna og verklag skólayfirvalda (e. contextual level) skýri einungis 4,1% sálvefrænna einkenna nemenda og því sé það ekki skólaumhverfið sjálft heldur upplifun nemandans af því sem skipti mestu máli. Ýmis hugtök eru notuð til þess að lýsa þessari upplifun nemenda og sambandi þeirra við sálfélagslega skólaumhverfið sitt. Í yfirlitsrannsókn Libbey (2004) er farið yfir hugtök sem innihalda þátttöku nemenda í félagslega skólaumhverfinu, hvernig þeir tengjast því sem og líðan þeirra innan þess (e. connectedness, attachment, bonding, engagement) en aðrir nota hugtakið sálfélagslegt skólaumhverfi (e. psychosocial school environment) (Elovaionio o.fl., 2011; Haapasalo, Välimaa og Kannas, 2010; Takakura, Wake og Kobyashi, 2005). Hugtökin eiga það þó öll sameiginlegt að ná til þess hversu virkur og ábyrgur þátttakandi nemandinn er í skólastarfinu, hvernig hann tengist félagslegu umhverfi skólans, viðhorf hans til kennara, námsins og samnemenda, hvort hann upplifi álag vegna námsins og almennt hvernig nemandanum líður í skólanum. Í þessari rannsókn er er notast við hugtakið sálfélagslegt skólaumhverfi og það skoðað út frá samskiptum unglinga við samnemendur sína og kennara, viðhorf til kennslunnar, einelti, álagi og skólaánægju.

15 Sálvefræn einkenni unglinga 6 Álag vegna náms Álag sem skandinavískir unglingar upplifa í skólanum (e. School Distress) hefur sterka fylgni við sálvefræn einkenni (Natvig, Albrektsen og Qvarnstrøm, 2003) og samkvæmt Hjern, Alfven og Östberg (2008) hefur álagið sem þeir upplifa vegna námsins þar mikil áhrif. Munur er á kynjunum þegar kemur að því hvort unglingar upplifi álag vegna námsins. Norskar stúlkur (13-18 ára) upplifa almennt meira álag tengt skólastarfinu en norskir drengir og eykst sá munur með aldrinum (Moksnes, Moljord, Espnesb og Byrne, 2010). Samkvæmt upplýsingum úr gagnagrunni sænsku lífskjara könnuninnar (Barns levnadsförhållanden, 2017) segjast 28% stúlkna og 15% drengja 12 til 15 ára upplifa álag vegna verkefna og prófa en hlutfallið eykst í 58% og 24% í aldurshópnum ára. Skýrsla Currie o.fl. (2012) um niðurstöður HBSC 2009/2010 sýnir einnig kynja- og aldursmun á tíðni upplifaðs álags vegna náms hjá íslenskum unglingum. Samkvæmt henni eykst tíðnin úr 25% í 62% hjá stúlkum frá 11 til 15 ára en úr 30% í 49% hjá drengjum. Hjá drengjum eykst tíðnin mest milli 11 og 13 ára en milli 13 og 16 ára hjá stúlkum. Ef rýnt er betur í ákveðna þætti innan námsins kemur í ljós að stúlkurnar upplifa meira álag tengt árangri (Moksnes o.fl., 2010) og meiri kröfur (Schraml, 2011) á meðan drengjum þykir lærdómurinn erfiðari en stúlkum. Sá munur minnkar þó með aldrinum þar sem stúlkurnar standa í stað en lærdómurinn verður drengjum auðveldari eftir því sem þeir eldast (Gillander-Gådin og Hammarström, 2000). Einelti í skóla Einelti er alvarlegt samfélagslegt vandamál og afleiðingar þess geta verið slæmar fyrir andlega og líkamlega líðan þeirra sem verða fyrir því. Það felur í sér endurtekið líkamlegt og/eða andlegt ofbeldi þar sem tilgangurinn er að valda öðrum vanlíðan (Pepler og Craig, 2000). Með tímanum aukast völd gerenda (þeirra sem leggja í einelti) yfir þolandanum (sá sem verður fyrir eineltinu) sem á sífelt erfiðara með að verja sig (Currie o.fl., 2012). Tíðni

16 Sálvefræn einkenni unglinga 7 eineltis er mismunandi eftir löndum. Samkvæmt niðurstöðum HBSC 2009/2010 (Currie o.f.l., 2012) um algengi þess að vera lagður í einelti er tíðni þess tiltölulega lág á meðal 11 ára barna á Íslandi (8% stúlkna og 10% drengja) miðað við þau lönd þar sem hún er hæst (27% stúlkna og 32% drengja í Litháen). Einnig sýndu niðurstöðurnar að tíðni þess lækkar frá 11 til 15 ára aldurs og á það við um bæði kynin. Í yfirlitsrannsókn Gini og Pozzoli (2013) kemur fram að þolendur eineltis eru tvisvar sinnum líklegri til þess að finna fyrir sálvefrænum einkennum en aðrir unglingar. Þeir eru einnig líklegri til að upplifa sálvefræn einkenni en gerendur, þeir sem aldrei hafa orðið fyrir einelti og unglingar sem eru bæði gerendur og þolendur (Fekkes o.fl., 2004; Forero, McLellan, Rissel og Bauman, 1999; Gini, 2008; Gini og Pozzoli, 2013). Í rannsókn Natvig, Albrektsen, og Qvarnstrøm (2001) kom í ljós að norskir nemendur á aldrinum ára, sem lagðir eru í einelti eru marktækt líklegri til þess að finna fyrir öllum þeim sálvefrænu einkennum sem spurt var um (fyrir utan svefnleysi) en nemendur sem hafa aldrei orðið fyrir einelti. Þá er kynjamunur til staðar á fylgni sálvefrænna einkenna og eineltis hjá ára sænskum unglingum en stúlkurnar eru líklegri til þess að finna fyrir einkennum í tengslum við einelti en drengirnir (Landstedt og Persson, 2014). Tengsl við samnemendur Fáir unglingar komast hjá því að eiga samskipti við samnemendur sína og aðra jafnaldra og geta einkenni samskiptanna haft mikil áhrif þegar kemur að heilsu þeirra og vellíðan. Allir unglingar tilheyra að minnsta kosti einum hópi og telja Torsheim og Wold (2001) þau ferli sem eiga sér stað innan hópanna (e. intra-group processes) hafa mestu áhrifin á neikvæð heilsufarstengd einkenni (e. negative health complaint) unglinga. Gæði þeirra tengsla sem unglingar eiga við jafnaldra sína eru einnig mikilvæg og stór áhrifaþáttur þegar kemur að sálrænni aðlögun (e. psychological adjustment) þeirra (Wilkinson, 2010). Þá eru skert félagsleg samskipti eitt af forspárgildum sálvefrænna einkenna (Konijnenberg o.fl.,

17 Sálvefræn einkenni unglinga ). Hjá skandinavískum unglingum er félagslegur stuðningur frá samnemendum einnig mikilvægur. Því minni sem stuðningurinn er því meiri eru sálvefrænu einkennin (Natvig o.fl., 2003; Plenty o.fl., 2014) og því meiri sem hann er þeim mun minni hætta er á sálvefrænum einkennum, sérstaklega meðal drengja (Natvik o.fl., 1999). Í sama streng taka Konijnenberg o.fl. (2006) sem telja skert félagsleg samskipti eitt af forspárgildum sálvefrænna einkenna hjá hollenskum börnum og unglingum. Ekki eru þó allir sammála um mikilvægi þessara samskipta en samkvæmt rannsókn Segura-Jiménez, Carbonell-Baeza, Keating, Ruiz og Castro-Pinero (2015) á spænskum börnum og unglingum (6-18 ára) er fylgni milli sálvefrænna einkenna og samskipta við jafnaldra ekki til staðar. Rannsókn Condén, Leppert, Ekselius og Åslund (2013) á sænskum unglingum (15-18 ára) styður að einhverju leyti þá niðurstöðu, þar sem þeir fundu aðeins litla fylgni milli sálvefrænna einkenna og þess að vera til baka í félagslegum samskiptum (e. social inhibition). Kynjamunur virðist ekki vera til staðar þegar kemur að félagslegum samskiptum unglinga við jafnaldra sína og samnemendur að öðru leiti en því að stúlkur segjast frekar fá minni stuðning frá bekkjarfélögum sínum en drengir (Plenty o.fl., 2014). Samskipti við kennara Umhyggja og áhugi kennara hefur almennt góð áhrif á heilsu enskra og spænskra unglinga og á það við um allan aldur og bæði kynin (García-Moya, Brooks, Morgan og Moreno, 2015). Sá stuðningur sem kennarar veita unglingum er einnig mikilvægur líkt og McNeely og Falci (2004) komust einnig að, en rannsókn þeirra á ára bandarískum unglingum sýndi að góður stuðningur frá kennurum hefur mikið forvarnargildi þegar kemur að hvers konar áhættuhegðun hjá unglingum. Hversu vel eða illa þeim líður almennt í skólanum hefur hins vegar ekki marktæka fylgni við áhættuhegðun, sem sýnir mikilvægi kennara sem áhrifavalda í lífi unglinga. Þá hefur stuðningur kennara marktæka fylgni við sálrænt ástand unglinga á þann hátt að því meiri sem stuðningurinn er, því hamingjusamari

18 Sálvefræn einkenni unglinga 9 eru þeir (Natvig o.fl., 2003) og því minni sem stuðningurinn er því tíðari eru sálvefræn einkenni (Plenty o.fl., 2014). Framkoma kennara er einnig áhrifaþáttur þegar kemur að tíðni sálvefrænna einkenna hjá unglingum (Hjern o.fl., 2008) og eru þeir sem verða fyrir einelti af hendi kennara í meiri hættu á að upplifa sálvefræn einkenni en þeir sem ekki verða fyrir því (Landstedt og Persson, 2014). Kennslan virðist einnig hafa áhrif á sálvefræn einkenni unglinga en hraði yfirferðar á námsefni er áhrifaþáttur þegar kemur að tíðni þeirra (Hjern o.fl., 2008) og samkvæmt tölum frá sænsku lífskjara könnuninni (Barns levnadsförhållanden, 2017) segjast 25% (13-15 ára) til 31% (16-18 ára) þeirra unglinga sem upplifa álag í skólanum það tilkomið vegna krafa frá kennurum. Samkvæmt Colarossi og Eccles (2003) og Joyce og Early (2014) er ekki marktækur kynjamunur á því hversu mikinn stuðning bandarískir unglingar upplifa frá kennurum en Johnson, Crosnoe og Thaden (2006) komust hins vegar að þeirri niðurstöðu að stúlkur eigi almennt betri samskipti við kennara en drengir. Rannsókn Colarossi og Eccles (2003) sýndi fram á að kynjamunur er ekki til staðar á því hversu mikill stuðningurinn er, en fylgnin milli hans og þunglyndiseinkenna sé þó mun meiri hjá stúlkum en drengjum. Sama er að segja um niðurstöður Joyce og Early (2014) en þeir fundu marktæka fylgni milli umhyggju af hendi kennara og þunglyndiseinkenna hjá stúlkum. Niðurstöður rannsóknar Landstedt og Persson (2014) voru að ekki væri kynjamunur meðal sænskra unglinga að öðru leiti en því að þegar skortur væri á stuðningi kennara væri fylgnin við sálvefræn einkenni einungis marktæk hjá stúlkum. Markmið rannsóknarinnar Líkt og fram hefur komið sýna rannsóknir að einelti, upplifun af kennurum og kennslunni og samnemendur séu áhrifaþættir þegar kemur að tíðni sálvefrænna einkenna hjá unglingum (Gini og Pozzoli, 2013; Hjern o.fl., 2008; Landstedt og Persson, 2014; Natvig,

19 Sálvefræn einkenni unglinga 10 Albrektsen og Qvarnstrøm, 2001; Natvig o.fl., 2003 og Plenty o.fl., 2014). Þær rannsóknir taka hins vegar einungis til ákveðinna þátta innan sálfélagslega skólaumhverfið og vantar því að skoða áhrif þess í heild sinni. Þar að auki hafa áhrif þess hvernig unglingum líkar almennt í skólanum ekki verið rannsökuð. Samkvæmt Friberg, Hagquist og Osika (2012), Gadin og Hemmerström (2003), Isshiki og Morimoto (2004) og Vanaelst o. fl, (2012) eykst tíðni sálvefrænna einkenna unglinga með aldrinum frá 12 til 18 ára og er skýr kynjamunur á þeirri aukningu á þá leið að einkennin aukast mun meira hjá stúlkum en drengjum (Currie o.fl., 2012; Plenty o.fl., 2014 og Östberg o.fl., 2006). Þá sýna niðurstöður Currie o.fl. (2012) að stúlkur upplifi meira álag vegna námsins en drengir og sá munur aukist einnig með aldrinum. Markmið þessarar rannsóknar er að bæta við þá þekkingu sem þegar er til staðar um áhrif kyns, aldurs og sálfélagslega skólaumhverfisins á algengi sálvefrænna einkenna hjá unglingum og setjum við fram eftirfarandi tilgátur: 1. Eftir því sem upplifun ára unglinga af sálfélagslega skólaumhverfinu er verri finna þeir fyrir meiri sálvefrænum einkennum. 2. Sálvefræn einkenni ára unglinga aukast með aldrinum og meira hjá stúlkum en drengjum. 3. Álag vegna náms eykst einnig meira með aldrinum hjá ára stúlkum en drengjum og er það stærsti áhrifaþáttur sálfélagslega skólaumhverfisins þegar kemur að algengi sálvefrænna einkenna hjá unglingsstúlkum. Aðferð Þátttakendur og framkvæmd Gögnin sem notuð eru í þessari rannsókn eru fengin úr rannsókninni Heilsa og lífskjör skólanema 2013/14, sem er hluti af alþjóðlega samstarfsverkefninu Health Behaviours in School-Aged Children (HBSC). HBSC rannsóknin er unnin fyrir tilstuðlan Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) og alls taka þátt 45 lönd í Evrópu og Norður

20 Sálvefræn einkenni unglinga 11 Ameríku (HBSC, e.d.). Rannsóknin er lögð fyrir á fjögurra ára fresti fyrir börn og unglinga í 6., 8. og 10. bekk og er tilgangur hennar að fylgjast með félagslegum, efnahagslegum og heilsufarslegum þáttum í lífi unglinga. Á Íslandi stendur Rannsóknasetur forvarna við Háskólann á Akureyri að framkvæmd rannsóknarinnar (HBSC á Íslandi, e.d.). Öll nauðsynleg leyfi voru fengin fyrir rannsókninni, en einnig fengu foreldrar barnanna send bréf með upplýsingum um hana og gátu þeir neitað þátttöku fyrir hönd barna sinna. Kennarar og rannsóknaraðilar sáu um að dreifa spurningalistanum til nemenda og fór fyrirlögnin fram í kennslustofum á skólatíma. Nemendur voru beðnir um að skrifa ekki nafnið sitt á listana til að gæta nafnleyndar. Alls svöruðu nemendur í 171 grunnskólum rannsókninni skólaárið 2013/2014 en brottfallið var 253 (2,3%). Kynjahlutfallið var 50,3% drengir og 49,7% stúlkur. Í 6.bekk voru 3509 nemendur, 3740 í 8.bekk og í 3482 í 10.bekk. Mælitæki Spurningalistarnir sem notaðir voru til þess að safna gögnunum tilheyra rannsókninni Heilsa og lífskjör skólanema. Spurningalistarnir voru tvenns konar og var annar lagður fyrir nemendur í 6. og 8. bekk en hinn fyrir nemendur í 10. bekk. Í listanum fyrir yngri nemendurna voru 87 spurningar en 25 spurningar aukalega í listanum fyrir eldri hópinn og voru þær því 112. Í þessari rannsókn er þó eingöngu unnið með spurningar sem eru eins á báðum listunum og tengjast kennurum, samnemendum, álagi vegna náms, einelti, skólaánægju og sálvefrænum einkennum. Fylgibreyta: Sálvefræn einkenni. Til þess að mæla sálvefræn einkenni þátttakenda var notast við HBSC- symptom checklist (HBSC-SCL) sem inniheldur átta líkamleg og sálræn einkenni (höfuðverkur, kviðverkir, bakverkir, depurð, pirringur, taugaóstyrkleiki, svefnerfiðleikar og svimi) (King o.fl., 1996). Rannsóknir sýna að þessi kvarði hefur gott réttmæti (Haugland og Wold 2001; Ravens-Sieberer o.fl. 2010) og áreiðanleika (Haugland og

21 Sálvefræn einkenni unglinga 12 Wold, 2001) sem alþjóðlegur mælikvarði á sálvefræn einkenni (Gariepy, McKinnon, Sentenac, og Elgar, 2016). Í íslenska spurningalistanum eru atriðin 10, þar sem háls-og herðaverkur og verkir í útlimum hefur verið bætt við. Í spurningalistunum voru þátttakendur beðnir um að svara hversu oft þeir höfðu fundið fyrir eftirfarandi einkennum á síðustu 6 mánuðum: höfuðverk, magaverk, bakverk, verið dapur/döpur, verið pirruð/aður eða skapvond(ur), verið taugaóstyrk(ur), átt erfitt með að sofna, fengið svima, verk í hálsi eða herðum, verk í útlimum. Svörin eru mæld á 5 punkta raðkvarða frá daglega til sjaldan/aldrei (1= hér um það bil daglega, 2= oftar en einu sinni í viku, 3= um það bil vikulega, 4= um það bil mánaðarlega og 5= sjaldan eða aldrei). Líkt og í rannsóknum Haugland og Wold (2001) og Walsh, Bruckauf og Gaspar (2016) voru stigin reiknuð út frá kvarðanum 0-4 þar sem 0 er að finna sjaldan eða aldrei fyrir einkennum en 4 að finna daglega fyrir einkennum. Líkt og sést í töflu 1 er pirringur algengasta einkennið hjá báðum kynjum en að meðaltali finna 44,1% drengja og 50,2% stúlkna fyrir honum oftar en einu sinni í viku. Svefnerfiðleikar eru næst algengasta einkennið, eða 44,7% stúlkna og 39,2% drengja sem eiga erfitt með svefn oftar en einu sinni í viku. Tafla 1 sýnir nánar dreifingu sálvefrænna einkenna eftir bekkjum og kyni. Til þess að fá heildarstigafjölda einkenna fyrir hvern og einn þátttakanda voru breyturnar lagðar saman, þar sem minnst var hægt að fá 0 en mest 40. Áður en það var gert var innri samkvæmni atriðanna skoðuð með Cronbach s Alpha áreiðanleikastuðli og var hann 0,88 fyrir öll 10 atriðin. Einkennin tvö sem bætt var við íslenska listann hafa fylgni (Pearsons r) upp á 0,62 og 0,54 við hin atriðin og þegar innri samkvæmni var skoðuð fyrir átta atriða skalann lækkaði stuðullinn niður í 0,85. Því var ákveðið að halda þeim inni. Útkoman var sálvefrænn kvarði, settur saman úr svörum þátttakenda (brottfall 720/6,5%) og tók gildi frá Meðaltalið var 11,17, staðalfrávikið 8,64, miðgildi 9, með skekkju upp á 0,91 (sjá töflu 1 fyrir meðaltal og staðalfrávik eftir kyni og bekkjum).

22 Sálvefræn einkenni unglinga 13 Tafla 1 Meðaltal, staðalfrávik og tíðni vikulega eða oftar (%) sálvefrænna einkenna eftir kyni og bekk 6. bekkur 8. bekkur 10. bekkur Sálvefræn Vikulega Meðaltal Staðalfrávik einkenni eða oftar % Meðaltal Staðalfrávik Vikulega eða oftar % Meðaltal Staðalfrávik Vikulega eða oftar % Stúlkur Sálvefræn einkenni (0-40)* 10,27 8,41 12,48 8,79 15,11 9,38 Höfuðverkur (0-4) 1,16 1,31 33,9 1,32 1,3 39,2 1,53 1,31 47,1 Magaverkur (0-4) 1,15 1,24 33,7 1,22 1,16 33,1 1,37 1,21 38,6 Bakverkur (0-4) 0,77 1,19 22,7 1,11 1,29 31,9 1,49 1,42 42,7 Depurð (0-4) 1,17 1,22 34,3 1,37 1,28 39,5 1,74 1,35 52,4 Pirringur (0-4) 1,3 1,22 38,4 1,65 1,23 51,3 1,96 1,24 61 Taugaóstyrkleiki (0-4) 0,78 1,1 22,7 1,23 1,28 36,3 1,71 1,4 51,6 Verkir í útlimum (0-4) 0,67 1, ,84 1,17 23,4 0,97 1,28 27,4 Háls-og herðaverkur(0-4) 0,97 1,26 26,9 1,18 1,3 33,2 1,44 1,41 42,4 Svimi (0-4) 0,82 1,21 22,6 1,01 1,29 29,6 1,29 1,38 37,3 Svefnerfiðleikar (0-4) 1,46 1,47 42,5 1,54 1,45 44,6 1,62 1,45 46,9 Drengir Sálvefræn einkenni (0-40)* 9,11 7,73 10,14 7,93 9,71 7,71 Höfuðverkur (0-4) 0,95 1,17 27,4 1,05 1, ,91 1,09 25,3 Magaverkur (0-4) 0,88 1, ,95 1,09 25,8 0,79 0,99 21,3 Bakverkur (0-4) 0,64 1,11 17,8 0,97 1,27 28,2 1,06 1,24 29,4 Depurð (0-4) 0,98 1,17 27,7 0,88 1,12 24,5 0,96 1,14 25,8 Pirringur (0-4) 1,27 1,21 37,1 1,5 1,22 46,3 1,54 1,19 48,9 Taugaóstyrkleiki (0-4) 0,7 1,05 20,8 0,86 1,12 25,1 0,87 1,11 24,3 Verkir í útlimum (0-4) 0,71 1, ,84 1,16 24,2 0,71 1,11 19,6 Háls-og herðaverkur(0-4) 0,85 1, ,91 1,21 25,1 0,86 1,16 24 Svimi (0-4) 0,72 1,12 20,1 0,83 1,19 23,6 0,79 1,12 22 Svefnerfiðleikar (0-4) 1,4 1,43 42,2 1,33 1,37 39,3 1,21 1,3 36 *Samanlagður skali frá 0-40

23 Sálvefræn einkenni unglinga 14 Frumbreytur. Til þess að gefa sem besta heildarmynd af niðurstöðunum var gerð leitandi þáttagreining til þess að fá skýrari mynd af völdum breytum sem tengjast sálfélagslega skólaumhverfinu. Leitandi þáttagreining flokkar einstök atriði sem mæla sama hugtakið og setur þau upp í þætti sem eru lýsandi fyrir atriðin. Niðurstöður þáttagreiningarinnar skiluðu af sér þremur þáttum með eigingildi hærra en 1 (viðmið Kaiser): samskipti við kennara, tengsl við samnemendur og einelti. Ákveðið var að sameina þær breytur sem hlóðust undir samskipti við kennara og tengsl við samnemendur en hafa breyturnar álag í skóla, að vera lögð/lagður í einelti og að leggja í einelti einar og sér þar sem þær hlóðust misvel við hina þættina. Skólaánægja hlóðst mest á þáttinn tengsl við samnemendur (0,499) en einnig á samskipti við kennara (0,393) og einelti (0,255) og var ákveðið að taka hana einnig út fyrir þættina. Innri samkvæmni breytanna var skoðuð með Cronbach s Alpha áreiðanleikastuðli sem tekur gildi frá 0 (ekkert samkvæmni) til 1,0 (fullkomin samkvæmni). Algengt er að miða við hærra en 0,6-0,7 til þess að óhætt sé að sameina einstök atriði. Samskipti við kennara. Fyrsti þáttur snýr að samskiptum við kennara en undir hann falla 12 atriði (sjá töflu 2). Þátturinn skýrir 40% af heildardreifingu atriðanna. Öll atriðin eru mæld á fimm punkta raðkvarða (1= mjög sammála, 2= frekar sammála, 3= hvorki né, 4= frekar ósammála, 5= mjög ósammála). Innri samkvæmni atriðanna er góð eða α = 0,930. Svörin voru lögð saman í eina breytu og fékk hver nemandi stig á skalanum 0-60 (m=24,9, sf=9). Allir nemendur svöruðu að minnsta kosti einni spurningu en brottfallið eftir sameiningu var alls % nemenda voru með minna en 37 stig.

24 Sálvefræn einkenni unglinga 15 Tafla 2 Chronbach s Alpha, þáttahleðsla og fylgni frumbreyta við fylgibreytu Breyta m sf α Þáttahleðsla r Samnemendur a 7,43 2, * Hvernig líður þér í frímínútum c 1,6 0, Bekkjarfélögunum finnst gaman að vera saman c 1,99 0, Flestir bekkjarfélagar eru vingjarnlegir c 1,95 0, Bekkjarfélagarnir taka mér eins og ég er c 1,9 0, Kennarar b 24,9 9, * Kennararnir taka mér eins og ég er c 1,65 0, Mér finnst kennurunum vera annt um mig sem einstakling c 2,15 0, Ég treysti kennurunum mínum mjög vel c 2,0 1, Kennararnir eru hvetjandi þegar ég er að vinna verkefni í skólanum c 2,08 0, Ef mig vantar meiri hjálp get ég fengið hana c 1,79 0, Kennararnir skýra út fyrir mér hvernig ég get gert betur í verkefnum c 1,88 0, Kennararnir sýna mér hvernig ég get leyst verkefni c 1,82 0, Mér finnst að kennararnir mínir gefi mér valfrelsi í náminu c 2,55 1, Kennararnir reyna að skilja mitt sjónarmið áður en þeir stinga upp á nýjum leiðum 2,42 1,1.793 til að leysa hlutina c Kennararnir skýra út hvað ég á að gera og hvernig ég á að gera það c 1,8 0, Kennararnir hlusta á hvernig ég vil gera hlutina c 2,36 1, Mér finnst námið og kennslan sniðið að mínum þörfum c 2,44 1, Hvernig líkar þér í skólanum? d 1,67 0,71.361* Hversu miklu álagi verður þú fyrir vegna skólanámsins? d 2,52 0,9.275* Hversu oft hefur þú verið lagður/lögð í einelti í skólanum undanfarna mánuði? c 1,28 0,72.263* Hversu oft hefur þú tekið þátt í að leggja annan nemanda í einelti í skólanum? c 1,12 0,43.124* Kyn.171* Bekkur.126* * p = 0.01 a skali = 0-20 b skali = 0-60 c skali = 1-5 d skali = 1-4 Tengsl við samnemendur. Fjögur atriði féllu undir þátt tvö og eru þau lýsandi fyrir samskipti unglinganna sín á milli innan skólaumhverfisins (sjá töflu 2) og skýrir hann 11,2% af heildardreifingu atriðanna. Öll atriðin voru mæld á fimm punkta raðkvarða (1= mjög

25 Sálvefræn einkenni unglinga 16 sammála, 2= sammála, 3= hvorki né, 4= ósammála, 5= mjög ósammála). Cronbach s Alpha sýndi ásættanlega innri samkvæmni (α = 0,789). Eftir að atriðin voru sameinuð gat hver nemandi hlotið stig á kvarðanum 0-20 (m=7,43, sf=2,69). Allir nemendur svöruðu að minnsta kosti einni spurningu, brottfallið eftir sameiningu var alls 407 og 99% nemenda voru með minna en 17 stig. Einelti. Þriðji þátturinn samanstóð af þeim tveimur atriðum sem mæla hugtakið einelti og skýrði 6% af heildardreifingu atriðinna. Hins vegar var ákveðið að sameina þessi tvö atriði ekki, þar sem þau mæla tvö ólík hugtök, annars vegar að vera lögð/lagður í einelti og hins vegar að leggja í einelti. Þessi atriði standa því sjálfstætt. Spurningarnar sem eiga að mæla einelti eru tvenns konar, annars vegar hversu oft hefur þú verið lögð/lagður í einelti í skólanum undanfarna mánuði? og hins vegar hversu oft hefur þú tekið þátt í að leggja annan nemanda í einelti í skólanum á undanförnum mánuðum?. Báðar spurningarnar voru mældar á fimm punkta raðkvarða: Aldrei, það hefur aðeins komið fyrir einu sinni eða tvisvar, 2 eða 3 sinnum í mánuði, um það bil einu sinni í viku og nokkrum sinnum í viku. Alls sögðust 94% nemenda sjaldan eða aldrei vera lagðir í einelti og 0,6% sögðust hafa lagt annan nemanda í einelti einu sinni í viku eða oftar. Brottfall í lögð/lagður í einelti var 391 og 421 í leggur í einelti. Álag vegna náms og skólaánægja. Námsálag er mælt með spurningunni Hversu miklu álagi verður þú fyrir vegna skólanáms? sem mæld er á fjögurra punkta raðkvarða (1= engu, 2= litlu, 3= nokkru og 4= miklu). Þeir sem svöruðu spurningunni voru og brottfall var 226. Alls sögðust 13,1% ekki verða fyrir neinu álagi og 15% fyrir miklu álagi. Spurningin Hvernig líkar þér í skólanum? var notuð til þess að mæla ánægju nemenda í skólanum. Hún er mæld á fjögurra punkta raðkvarða (1= Líkar mjög vel, 2= líkar þokkalega, 3= líkar ekki vel og 4= líkar alls ekki vel) nemendur svöruðu, brottfall var 123, og sögðu 45% þeirra að þeim líkaði mjög vel í skólanum.

26 Sálvefræn einkenni unglinga 17 Úrvinnsla gagna Tölfræðileg úrvinnsla var gerð með IBM SPSS tölfræðiforritinu, útgáfu 21. Sameinuð voru tvö gagnasöfn sem innihéldu annars vegar gögn um 10. bekkinga og hins vegar gögn um 6. og 8. bekkinga. Ógild svör voru ekki með í útreikningi og tölfræðileg marktækni var miðuð við 95% öryggismörk, eða p <0,05. Fyrir aðhvarfsgreiningu voru fjórar breytur staðgengilskóðaðar á þann hátt að þær fengu tvö gildi hver. Þeir sem höfðu aldrei eða einu sinni til tvisvar verið lagðir í einelti fengu gildið 0 og þeir sem höfðu verið lagðir í einelti tvisvar til þrisvar í mánuði eða oftar fengu gildið 1. Breytan að leggja í einelti var staðgengilskóðuð á sama hátt. Hversu mikið álag nemandi verður fyrir vegna námsins hafði fjóra svarmöguleika og fékk miklu gildið 1 en engu, litlu og nokkru fengu gildið 0. Þá var nemendum skipt í tvennt eftir því hvernig þeim líkar í skólanum en þeim sem líkar ekki vel eða alls ekki vel í skólanum var gefið gildið 1 og þeim sem líkar mjög vel eða þokkalega var gefið gildið 0. Skalarnir sem sýndu heildarstigafjölda unglinganna fyrir breyturnar tengsl við samnemendur og samskipti við kennara voru styttir í 0-10 stig til þess að gera breytileika þeirra sýnilegri í aðhvarfsgreiningunni. Niðurstöður Til þess að skoða hvort tilgáta eitt, um að neikvæð upplifun ára unglinga af sálfélagslega skólaumhverfinu hafi jákvæða fylgni við tíðni sálvefrænna einkenna, var gerð þrepaskipt aðhvarfsgreining þar sem sálvefræn einkenni voru höfð sem fylgibreyta. Áður en hún var framkvæmd voru viðeigandi forsendur skoðaðar og metið að þeim væri öllum mætt. Lýðfræðilegu breyturnar kyn og bekkur voru settar inn í líkan eitt, álag vegna náms í annað líkan, einelti og skólaánægja í líkan þrjú og samskipti við kennara og tengsl við samnemendur í fjórða líkan. Líkt og sést á töflu 3 skýra kyn og bekkur 4,9% af dreifni sálvefrænna einkenna og er líkanið marktækt, F (3,8815) = 150,17, p < 0,001. Með því að bæta

27 Sálvefræn einkenni unglinga 18 álagi vegna náms við líkanið hækkar skýrða dreifnin í 11,6% og er sú hækkun marktæk, F (4,8814) = 289,69, p <0,001. Eineltisbreyturnar og skólaánægja hækkuðu skýrðu dreifnina í 19,7% í líkani þrjú eða marktæk hækkun um 8,1%, F (7,8811) = 308,86, p < 0,001. Með fjórða og síðasta líkaninu verður skýrð heildardreifni aðhvarfsgreiningarinnar 27,1% og er hún marktæk, F (9,8809) = 364,49, p < 0,001. Mesta forspárgildið hafa tengsl við samnemendur. Tafla 3 Aðhvarfsgreining óstöðluð hallatala Líkan 1 Líkan 2 Líkan 3 Líkan 4 Stöðluð hallatala óstöðluð hallatala Stöðluð hallatala óstöðluð hallatala Stöðluð hallatala óstöðluð hallatala Stöðluð hallatala Fasti 8,05 7,770 6,960 3,710 Lýðfræðilegar breytur Stelpa 3,120,182 2,806,164 2,838,166 2,348, bekkur 2,670,149 1,772,099 2,037,114 1,507,084 8.bekkur 1,710,096 1,185,066 1,239,069,675,038 Álag vegna náms 6,331,264 5,136,214 4,287,179 Skólaánægja 6,231,201 2,626,085 Lagður í einelti 6,328,162 4,036,103 Leggur í einelti 2,290,028 1,573,019 Samskipti við kennara (0-10),737,161 við bekkjafélaga (0-10) 2,953,214 R² 0,221 0,341 0,444 0,521 ΔR² 0,049 0,116 0,197 0,271 F 150, ,69 308,86 364,49 *p<0,05 Samkvæmt heildarlíkaninu er drengur í 6. bekk með 3,7 stig á sálvefræna einkenna skalanum (0-40 stig) þegar stjórnað er fyrir öllum sálfélagslegum þáttum skólaumhverfisins og öðrum bekkjum. Ef nemandinn er stúlka hækkar hann í 6 stig, hann hækkar í 4,4 ef hann er í 8. bekk og 5,2 ef hann er í 10. bekk. Þeir nemendur sem upplifa mikið álag vegna námsins hækka um 4,2 stig og þeim sem líkar illa í skólanum hækka um 2,6 stig. Allar breytur sálfélagslega skólaumhverfisins lögðu marktækt til aukningar á tíðni sálvefrænna einkenna og stenst því tilgáta eitt, að neikvæð upplifun ára unglinga af sálfélagslega skólaumhverfinu hafi jákvæða fylgni við sálvefræn einkenni.

28 Sálvefræn einkenni unglinga 19 Tafla 4 Dreifigreining fyrir allar breytur eftir kyni og bekk Sálvefræn einkenni 6. bekkur 8. bekkur 10. bekkur Allir Stúlkur Drengir Allir Stúlkur Drengir Allir Stúlkur Drengir m sf m sf m sf m sf m sf m sf m sf m sf m sf 9,7 8,1 10,3 8,4 9,1 7, ,5 12,5 8,8 10,1 7,9 12,3 9,0 15,1 9,4 9,7 7,7 Kennarar 2,0 1,7 1,9 1,7 2,2 1,7 2,9 1,9 2,9 1,9 3,0 1, ,9 3,0 1,8 3,0 1,9 Samnemendur 0,9 0,7 0,9 0,7 0,8 0,6 0,8 0,6 0,7 0,2 0,7 0,5 0,8 0,6 0,9 0,7 0,7 0,6 Skólaánægja 1,6 0,7 1,6 0,7 1,7 0,7 1,7 0,7 1,7 0,7 1,7 0,7 1,7 0,7 1,7 0,7 1,7 0,7 Álag í skóla 2,2 0,9 2,1 0,9 2,2 0,9 2,6 0,9 2,7 0,8 2,5 1,7 2,8 0,9 3,0 0,8 2,6 0,9 Lögð/lagður í einelti Leggja í einelti Ekki marktækur munur 1,4 0,8 1,3 0,8 1,4 0,8 1,3 0,7 1,3 0,7 1,3 0,7 1,2 0,6 1,2 0,6 1,2 0,5 1,1 0,5 1,1 0,4 1,2 0,5 0,1 0,4 1,1 0,4 1,2 0,5 1,1 0,4 1,1 0,3 1,2 0,5 Dreifigreining var framkvæmd til þess að kanna hvort tilgáta tvö, um að sálvefræn einkenni aukist með aldrinum og þá meira hjá stúlkum en drengjum, standist (sjá töflu 4). Munur milli kynja á sálvefrænum einkennum var marktækur í öllum bekkjum á eftirfarandi hátt frá 6. til 10. bekkjar: F (1, 3173) =15,998, p < 0,001; F (1, 3530) =68,790, p < 0,001; F (1,3314) =327,964, p < 0,001. Meðaltal sálvefrænna einkenna eykst úr 9,71 í 6. bekk í 11,23 í 8. bekk (15,7% aukning) og 12,4 í 10. bekk (10% aukning) eða alls um 27,7% milli 6. og 10. bekkja og er munurinn marktækur; F (2, 10079) =81,576, p < 0,001). Ef kynin eru skoðuð hvort fyrir sig er munurinn einnig marktækur á milli bekkja; F (2, 5024) =7,342, p < 0,001 hjá drengjum og F (2, 4993) =121,962, p < 0,001 hjá stúlkum. Hlutfallslega er aukning einkenna hjá stúlkum tæp 22% milli 6. og 8. bekkja og 21,5% milli 8. og 10. bekkjar og alls er aukningin frá 6. bekk til 10. bekkjar 47%. Sálvefrænu einkennin aukast um 11% milli 6. og 8. bekkja hjá drengjum en lækka hins vegar um 4% milli 8. og 10. bekkja og er aukningin milli 6. og 10. bekkja 8%. Í heildina aukast einkennin því um 27,7% hjá unglingum almennt en einungis um 8% hjá drengjum á móti 47% hjá stúlkum og er aukningin milli kynja og bekkja marktæk samkvæmt aðhvarfsgreiningu (t = 8,682, p < 0,001). Tilgáta tvö, að sálvefræn einkenni 11-15

29 Sálvefræn einkenni unglinga 20 ára unglinga aukist með aldrinum og meira hjá stúlkum en drengjum, stenst því aðeins að hluta til þar sem tíðni sálvefrænna einkenna hækkar ekki með aldrinum hjá drengjum. Tafla 5 Hlufall nemenda með hæstu stig eftir kyni og bekk Sálvefræn Sama Kennararb einkenni nemendur c Ánægja í skóla d Álag í skóla e Lögð/lagður í einelti f Leggur í einelti g s d s d s d s d s d s d s d 6. bekkur 2,9 1,9 1,4 1,6 1,9 1,1 5,8 9,2 7,7 7,0 6,7 7,7 0,7 2,4 8. bekkur 4,3 2,0 3,2 4,0 1,5 1,4 10,0 10,0 17,2 13,6 6,2 5,0 0,6 1,2 10. bekkur 7,4 1,5 2,8 3,4 1,6 1,2 10,0 8,4 26,7 16,7 4,2 2,9 0,5 2,1 s = stúlka, d = drengur a % hlutfall nemenda með > 30 stig af 0-40 b % hlutfall nemenda með > 45 af 0-60 c % hlutfall nemenda með > 15 stig af 0-20 d % hlutfall nemenda sem svöruðu líkar ekki vel og líkar alls ekki vel e % hlutfall nemenda sem svöruðu mikið álag f % hlutfall nemenda sem eru lagðir í eineilti oftar en einu sinni í mánuði g % hlutfall nemenda sem eru leggja aðra í eineilti oftar en einu sinni í mánuði Tilgáta þrjú, hvort álag vegna náms aukist meira með aldrinum hjá ára stúlkum en drengjum og sé stærsti áhrifaþáttur sálfélagslega skólaumhverfisins þegar kemur að algengi sálvefrænna einkenna hjá unglingsstúlkum, var að hluta til einnig könnuð með dreifigreiningu. Meðaltal álags vegna náms hjá báðum kynjum hækkar um 18% milli 6. og 8. bekkja og um 8% milli 8. og 10. bekkjar. Samtals er 27% hækkun milli 6. og 10. bekkja og er munurinn milli bekkja marktækur, F (3,10584) = 31,281, p < 0,001. Hjá stúlkum eykst álagið um 29% milli 6. og 8. bekkja og 11% milli 8. og 10 bekkja eða 43% í heildina. Hjá drengjunum er heildaraukningin 18%, 14% milli 6. og 10. bekkja en einungis 4% milli 8. og 10. bekkja. Í báðum tilfellum var aukningin marktæk, F (3,5211) = 305,533, p < 0,001 og F (3,5263) = 87,540, p < 0,001. Ekki var marktækur munur á kynjunum í 6. bekk en hann var marktækur í 8. bekk (F (3,3671) = 22,922, p < 0,001) og 10. bekk (F (3,3404) = 44,658, p < 0,001. Til þess að skoða nánar neikvæða upplifun unglinga af sálfélagslega skólaumhverfinu voru hlutföll þeirra unglinga sem eru með neikvæðustu upplifunina könnuð (sjá töflu 5). Þar sést að þó meðaltal upplifaðs álags vegna námsins hækki ekki mikið, fjölgar þeim mjög með aldrinum sem upplifa mesta námsálagið og mun meira í hópi stúlkna en drengja. Fyrri hluti tilgátu þrjú stenst en ekki seinni.

30 Sálvefræn einkenni unglinga 21 Umræður Markmið þessarar rannsóknar var að bæta við þá þekkingu sem þegar var til staðar um áhrif kyns, aldurs og sálfélagslega skólaumhverfisins á algengi sálvefrænna einkenna hjá unglingum. Niðurstöðurnar sýna að hægt er að skýra 27 % dreifni sálvefrænna einkenna með kyni, aldri og sálfélagslega skólaumhverfinu. Þegar einstakir þættir innan sálfélagslega skólaumhverfisins eru skoðaðir sést að tengsl við samnemendur er stærsti áhrifaþátturinn á milli sálvefrænna einkenna og sálfélagslega skólaumhverfisins. Þar á eftir koma hversu mikið álag unglingarnir upplifa vegna námsins, samskipti við kennara og kyn. Bekkur, skólaánægja og að vera lögð/lagður í einelti hafa einnig nokkuð mikil áhrif en að leggja aðra í einelti hefur minnstu áhrifin. Tíðni sálvefrænna einkenna eykst töluvert með aldrinum hjá stúlkum. Svo er hins vegar ekki hjá drengjum þar sem hún hækkar milli 11 og 13 ára en lækkar aftur milli 13 og 15 ára. Þessar niðurstöður eru í samræmi við niðurstöður Bergström o.fl. (2015), Hellström Nilsson, Leppert og Aslundo (2015), Plenty o.fl. (2014), Sweeting, West og Der (2007), Varga, Piko, og Fitzpatrick (2014), Yngwe og Östberg (2012) og Östberg, Alfven og Hjern (2006) sem sýndu að stúlkur eru með meiri sálvefræn einkenni og þau aukist með aldrinum. Álag vegna námsins er annar stærsti áhrifaþátturinn þegar kemur að sálvefrænum einkennum og skýrir eitt og sér 6,7% þeirra. Það er í samræmi við niðurstöður Hjern o.fl. (2008) sem telja álag vegna verkefna og prófa stóran áhrifaþátt á sálvefræn einkenni unglinga. Námsálagið eykst mikið hjá báðum kynjum eftir aldri, eða um 27% frá 11 til 15 ára, sem ætti að teljast eðlileg þróun þegar nær dregur lokum grunnskóla. Áhugavert er þó að á meðan munurinn á kynjunum er ekki marktækur í 6. bekk er hlutfall þeirra sem upplifa mikið álag vegna námsins í 10. bekk 27% hjá stúlkum á móti 17% hjá drengjum. Þegar hlutföll þeirra sem upplifa mesta álagið eru skoðuð má sjá vísbendingar um að námsálagið sé

31 Sálvefræn einkenni unglinga 22 stærri áhrifaþáttur, og jafnvel stærsti, þegar kemur að tíðni sálvefrænna einkenna stúlkna. Það er í samræmi við seinni hluta tilgátu þrjú en ekki er þó hægt að staðfesta að svo sé. Samskipti við kennara og tengsl við samnemendur hafa miðlunaráhrif á milli sálvefrænna einkenna og þess að vera lögð/lagður í einelti. Það kemur ekki á óvart þar sem einelti er eitt form samskipta við samnemendur og eðlilegt að það auki neikvæða upplifun af tengslunum. Þegar stjórnað er fyrir öllum breytum eru áhrif þess að vera lagður í einelti mikil en að leggja aðra í einelti leggur minnst til heildarlíkansins. Þetta er í samræmi við niðurstöður Fekkes, Pijpers og Verloove-Vanhorick (2004), Forero, McLellan, Rissel og Bauman (1999), Gini (2008) og Gini og Pozzoli (2013) sem sýndu fram á að unglingar sem lagðir eru í einelti eru mun líklegri til þess að finna fyrir sálvefrænum einkennum en þeir sem leggja aðra í einelti. Drengir í öllum bekkjum eru líklegri til þess að vera gerendur í eineltismálum en stúlkur og einnig að vera þolendur í 6. bekk. Það snýst hins vegar við í 10. bekk þar sem stúlkur eru líklegri til þess að segjast vera lagðar í einelti. Ekki er mikill munur á meðaltali skólaánægju drengja og stúlkna en þegar hlutfall þeirra sem líkar verst í skólanum er skoðað sést að í 6. bekk líkar drengjum mun verr í skólanum en stúlkum og í 10. bekk líkar stúlkunum orðið nokkuð verr en drengjum. Í heildarlíkaninu lækkar hlutur skólaánægju um tæp 60% og eru miðlunaráhrif samskipta við kennara og tengsla við samnemenda á milli skólaánægju og sálvefrænna einkenna því til staðar. Af þeim 27% sem heildarlíkanið útskýrir af sálvefrænum einkennum unglinga skýra samskipti við kennara og tengsl við samnemendur nærri þriðjung þeirra, eða 7,4%. Mikill munur er hins vegar á því hversu mikið hvor breytan leggur til og útskýra samskipti við kennara einungis einn fimmta þess sem tengsl við samnemendur leggja til. Hlutur samskipta við kennara í heildarlíkaninu er þó samt sem áður nokkuð stór og er það í samræmi við niðurstöður Hjern o.fl. (2008) og Plenty o.fl. (2014) sem telja samskipta við kennara hafa

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

Einelti íslenskra skólabarna og heilsa

Einelti íslenskra skólabarna og heilsa Einelti íslenskra skólabarna og heilsa Niðurstöður landskönnunnar á heilsutengdum afleiðingum eineltis Helena Rún Pálsdóttir Ritgerð til BS prófs 12 einingar Einelti skólabarna og heilsa Niðurstöður landskönnunnar

More information

Einelti og líðan. Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014. Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ

Einelti og líðan. Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014. Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Einelti og líðan Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014 Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til B.A. gráðu í sálfræði Hug- og félagsvísindadeild

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM Skýrsla fyrir skólaárið 2016-2017 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 2 1. Inngangur... 3 2. Markmið og tilgangur matsins... 3 3. Aðferðir og framkvæmd matsins... 3 4.

More information

Framhaldsskólapúlsinn

Framhaldsskólapúlsinn Framhaldsskólapúlsinn Mat á líðan og skólabrag í framhaldsskólum Málþing um geðrækt í framhaldsskólum 20. september 2013 Almar M. Halldórsson Skólapúlsinn Skólapúlsinn er veflægt sjálfsmatskerfi fyrir

More information

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum Raddir fjölbreyttra kennarahópa Sólveig Karvelsdóttir, lektor, HÍ Hafdís Guðjónsdóttir, dósent, HÍ Rannsóknin er hluti af tveimur rannsóknum Fjölbreyttir kennarahópar

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

UNGT FÓLK BEKKUR

UNGT FÓLK BEKKUR UNGT FÓLK 16 8.. BEKKUR Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun, heilsuhegðun, heilsuvísar, líðan og framtíðarsýn ungmenna í framhaldsskólum á Íslandi. ÆSKULÝÐSRANNSÓKNIR FRÁ 1992 Ungt fólk 16 Grunnskólar

More information

BSc. ritgerð. Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga

BSc. ritgerð. Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga BSc. ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga Eva Úlla Hilmarsdóttir Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Þórhallur Örn Guðlaugsson Febrúar

More information

Vímuefnafíkn, samskipti og fjölskylduánægja

Vímuefnafíkn, samskipti og fjölskylduánægja Vímuefnafíkn, samskipti og fjölskylduánægja Steinunn Hrafnsdóttir, félagsráðgjafi MA, PhD, dósent við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands. Jóna Margrét Ólafsdóttir, félagsráðgjafi MA, doktorsnemi og aðjúnkt

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

STOÐKERFISVERKIR HJÁ HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRUM OG TENGSL VERKJA VIÐ STREITU

STOÐKERFISVERKIR HJÁ HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRUM OG TENGSL VERKJA VIÐ STREITU Þórey Agnarsdóttir, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra á Akureyri Hafdís Skúladóttir, Háskólanum á Akureyri Hjördís Sigursteinsdóttir, Háskólanum á Akureyri Sigríður Halldórsdóttir, Háskólanum á Akureyri

More information

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (MFT/MFS) og tannátu í lykiltönnum SVANHVÍT. SÆMUNSÓTTIR*, THR ASPEUN**, SIGURÐUR RÚNAR SÆMUNSSN***, INGA. ÁRNAÓTTIR* HEIRIGÐISVÍSINASVIÐ HÁSKÓA

More information

Vímuefnaneysla íslenskra unglinga í alþjóðlegum samanburði Ársæll Arnarsson Þóroddur Bjarnason

Vímuefnaneysla íslenskra unglinga í alþjóðlegum samanburði Ársæll Arnarsson Þóroddur Bjarnason Vímuefnaneysla íslenskra unglinga í alþjóðlegum samanburði 1995 2015 Ársæll Arnarsson Þóroddur Bjarnason Rannsóknasetur forvarna við Háskólann á Akureyri Rannsóknastofa í tómstunda- og félagsmálafræðum

More information

Einelti meðal íslenskra skólabarna

Einelti meðal íslenskra skólabarna Einelti meðal íslenskra skólabarna 2006-2010 Ársæll Arnarsson Þóroddur Bjarnason Félags- og mannvísindadeild Ritstjórar Sveinn Eggertsson og Ása G. Ásgeirsdóttir Rannsóknir í félagsvísindum XIII. Erindi

More information

Inngangur... 4 Tillögur starfshópsins... 5 Samantekt... 9

Inngangur... 4 Tillögur starfshópsins... 5 Samantekt... 9 Skýrsla starfshóps námsárangur um drengja September 2011 Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Óttar Proppé Nanna K. Christiansen Sigurlaug Hrund Svavarsdóttir Jón Páll Haraldsson Bryndís Jónsdóttir Ingveldur Hrönn

More information

GRUNNSKÓLAR UNGT FÓLK 2014

GRUNNSKÓLAR UNGT FÓLK 2014 UNGT FÓLK 14 GRUNNSKÓLAR Menntun, menning, félags, - íþrótta- og tómstundastarf, heilsa, líðan og vímuefnaneysla unglinga í 8., 9. og. bekk á Íslandi. ÆSKULÝÐSRANNSÓKNIR FRÁ 1992 Ungt fólk 14 Grunnskólar

More information

Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/ /10

Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/ /10 Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/04-2009/10 Stefán Hrafn Jónsson Háskóli Íslands, Landlæknisembættið Margrét Héðinsdóttir Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins

More information

Tengsl streituvaldandi þátta í starfsumhverfi, svefns og stoðkerfisverkja hjá millistjórnendum í opinberri þjónustu

Tengsl streituvaldandi þátta í starfsumhverfi, svefns og stoðkerfisverkja hjá millistjórnendum í opinberri þjónustu n Fræðigreinar STJÓRNMÁL Tengsl streituvaldandi þátta í starfsumhverfi, svefns og stoðkerfisverkja hjá millistjórnendum í opinberri þjónustu Sigríður Halldórsdóttir, prófessor, heilbrigðisvísindasviði

More information

Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi

Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi Lokaverkefni til B.Ed. prófs Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi Eru ánægðir foreldrar bestu bandamenn kennara? Halldóra Gísladóttir 300955-5419 Kennaraháskóli Íslands

More information

Lífsgæði 8 17 ára getumikilla barna með einhverfu: Mat barna og foreldra þeirra

Lífsgæði 8 17 ára getumikilla barna með einhverfu: Mat barna og foreldra þeirra Uppeldi og menntun 23. árgangur 2. hefti 2014 Linda Björk Ólafsdóttir LEIKSKÓLANUM LUNDABÓLI Snæfríður Þóra Egilson FÉLAGS- OG MANNVÍSINDADEILD Háskóla Íslands KJARTAN ÓLFAFSSon FÉLAGSVÍSINDADEILD HáskólaNS

More information

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

Fél403 Vor 2012 Verkefni jan. Vægi 10% Einstaklingsverkefni.

Fél403 Vor 2012 Verkefni jan. Vægi 10% Einstaklingsverkefni. Fél403 Vor 2012 Verkefni 1. 9 23. jan. Vægi Einstaklingsverkefni. 1. Gerið litla könnun með 20 viðföngum (einstaklingum) þar sem þið vinnið með eina fylgibreytu, Y og tvær frumbreytur X 1 og X 2, helst

More information

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst 15. 18. ágúst 21. 25. ágúst 28. ág 1. sept. 15. skipulagsdagur 16. skipulagsdagur 17. Skipulagsdagur 18. skipulagsdagur

More information

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Þórólfur Guðnason yfirlæknir Sóttvarnalæknir, Embætti landlæknis Nóvember 2014 Gastegundir frá eldgosum >95% H 2 O, CO 2 SO 2

More information

Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi -

Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi - Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi - Rannveig Björnsdóttir Strandbúnaður 2017, Grand Hótel Reykjavík, 13.-14.mars YFIRLIT erindis Dæmi: doktorsverkefni RBj 2005-2010 BAKGRUNNUR VANDAMÁLIÐ

More information

Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll. Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands

Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll. Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands Yfirlit erindis Meginmarkmið og bakgrunnur Nokkrar skilgreiningar Rannsóknaraðferðir

More information

Tengsl niðurstaðna á HLJÓM-2 við gengi á samræmdum prófum

Tengsl niðurstaðna á HLJÓM-2 við gengi á samræmdum prófum Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Sérrit Um læsi Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 07. september 016 Yfirlit greina Amalía Björnsdóttir, Jóhanna T. Einarsdóttir og Ingibjörg Símonardóttir.

More information

Algengi íþróttameiðsla, íþróttaþátttaka og brottfall vegna meiðsla hjá 17 og 23 ára ungmennum

Algengi íþróttameiðsla, íþróttaþátttaka og brottfall vegna meiðsla hjá 17 og 23 ára ungmennum http://dx.doi.org/10.17992/lbl.2015.10.45 RANNSÓKN Ágrip Algengi íþróttameiðsla, íþróttaþátttaka og brottfall vegna meiðsla hjá 17 og 23 ára ungmennum Margrét H. Indriðadóttir 1 sjúkraþjálfari, Þórarinn

More information

Reykingar, holdafar og menntun kvenna í borg og bæ

Reykingar, holdafar og menntun kvenna í borg og bæ Reykingar, holdafar og menntun kvenna í borg og bæ Ágrip Laufey Steingrímsdóttir 1,2 næringarfræðingur Elínborg J. Ólafsdóttir 3 verkfræðingur Lilja Sigrún Jónsdóttir 4 læknir Rafn Sigurðsson 3, tölfræðingur

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2 1 Examples 2 Sýnidæmi 2 2 Example 25-1 Gefið er 3 fasa, 3 teina raforkukerfi samkvæmt meðfylgjandi einlínumynd. Allar stærðir á myndinni eru í einingakerfinu ( per unit ). Seríuviðnám háspennulínanna er

More information

Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin

Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin 1996-1 Brynja Ármannsdóttir 1 læknanemi Laufey Tryggvadóttir 2 faraldsfræðingur Jón Gunnlaugur Jónasson 1,2,4 sérfræðingur í meinafræði Elínborg J. Ólafsdóttir

More information

Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu

Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu Er hlutfall barna yfir kjörþyngd hætt að aukast? Stefán Hrafn Jónsson Lýðheilsustöð Margrét Héðinsdóttir Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins Mars 2010 Líkamsþyngd barna

More information

Orðaforði og lesskilningur hjá börnum með íslensku sem annað mál

Orðaforði og lesskilningur hjá börnum með íslensku sem annað mál Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 7. september 2016 Yfirlit greina Sigríður Ólafsdóttir, Freyja Birgisdóttir, Hrafnhildur Ragnarsdóttir og Sigurgrímur

More information

Tengsl fæðingardags á brottfall úr knattspyrnu Hjá 4. flokki karla og kvenna

Tengsl fæðingardags á brottfall úr knattspyrnu Hjá 4. flokki karla og kvenna Hjá 4. flokki karla og kvenna Jakob Leó Bjarnason og Vilberg Sverrisson Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.S. -gráðu í íþróttafræði við Háskóla Íslands, menntavísindasvið maí 2009 Ágrip Aðalmarkmið

More information

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Áhrif lofthita á raforkunotkun Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Júlí 2017 Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Orkustofnun Júlí 2017 Útgefandi: Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Sími: 569 6000, Fax, 568

More information

Bóklestur íslenskra unglinga í alþjóðlegu ljósi

Bóklestur íslenskra unglinga í alþjóðlegu ljósi Bóklestur íslenskra unglinga í alþjóðlegu ljósi Brynhildur Þórarinsdóttir Þóroddur Bjarnason Félags- og mannvísindadeild Ritstjórar: Gunnar Þór Jóhannesson og Helga Björnsdóttir Rannsóknir í félagsvísindum

More information

Dagleg hreyfing barna með þroskahömlun

Dagleg hreyfing barna með þroskahömlun Dagleg hreyfing barna með þroskahömlun Ágúst Ólafsson Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Dagleg hreyfing barna með þroskahömlun Ágúst Ólafsson Lokaverkefni til M.Ed.- prófs

More information

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be Stefnumótun tun Rf Hlutverk (Mission) Why we exist Gildi (Core values) What we believe in Framtíðarsýn (Vision) What we want to be Stefna (Strategy) Our Game plan Stefnumiðað árangursmat Balanced Scorecard

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Rannsókn á Hjallastefnunni. Unnin á vegum Háskólans í Reykjavík fyrir Hjallastefnuna á Íslandi,

Rannsókn á Hjallastefnunni. Unnin á vegum Háskólans í Reykjavík fyrir Hjallastefnuna á Íslandi, Rannsókn á Hjallastefnunni. Unnin á vegum Háskólans í Reykjavík fyrir Hjallastefnuna á Íslandi, 2014-2016 2 Höfundar: Berglind Gísladóttir og Hrefna Pálsdóttir Háskólinn í Reykjavík 2017 ISBN 978-9935-9147-6-7

More information

SVEPPASÝKINGAR MEÐAL SUNDGESTA

SVEPPASÝKINGAR MEÐAL SUNDGESTA Læknadeild Háskóla Íslands 4. árs rannsóknarverkefni Vorið 1997 SVEPPASÝKINGAR MEÐAL SUNDGESTA Gunnhildur Guðnadóttir, Bárður Sigurgeirsson, Ingibjörg Hilmarsdóttir Ágrip Inngangur: Sveppasýkingar í tánöglum

More information

Andleg líðan og hreyfing Rannsókn meðal framhaldsskólanemenda á Íslandi, hefur hreyfing áhrif á þunglyndi og sjálfsmat?

Andleg líðan og hreyfing Rannsókn meðal framhaldsskólanemenda á Íslandi, hefur hreyfing áhrif á þunglyndi og sjálfsmat? Andleg líðan og hreyfing Rannsókn meðal framhaldsskólanemenda á Íslandi, hefur hreyfing áhrif á þunglyndi og sjálfsmat? Karítas Þórarinsdóttir Kristín Ómarsdóttir Lokaverkefni í íþróttafræði BSc 2015 Höfundar:

More information

Tengsl íþróttaiðkunar og námsárangurs

Tengsl íþróttaiðkunar og námsárangurs B.Sc. lokaverkefni í íþróttafræði Tengsl íþróttaiðkunar og námsárangurs Maí 2018 Nafn nemanda: Svanfríður Birna Pétursdóttir Kennitala: 210493 2559 Leiðbeinendur: Margrét Lilja Guðmundsdóttir og Sveinn

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

Skóli án aðgreiningar

Skóli án aðgreiningar Skóli án aðgreiningar Viðhorf sérkennara í grunnskólum til stefnunnar skóli án aðgreiningar Rannveig Klara Matthíasdóttir Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Skóli án aðgreiningar

More information

Einelti og líðan starfsfólks sveitarfélaga á tímum efnahagsþrenginga

Einelti og líðan starfsfólks sveitarfélaga á tímum efnahagsþrenginga n Fræðigreinar STJÓRNMÁL Einelti og líðan starfsfólks sveitarfélaga á tímum efnahagsþrenginga Hjördís Sigursteinsdóttir, aðjúnkt, Hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri og doktorsnemi í félagsfræði

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 8. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Próffræðilegir eiginleikar íslenskrar gerðar Bulimia Test-Revised (BULIT-R) prófsins

Próffræðilegir eiginleikar íslenskrar gerðar Bulimia Test-Revised (BULIT-R) prófsins Próffræðilegir eiginleikar íslenskrar gerðar Bulimia Test-Revised (BULIT-R) prófsins Sigurlaug María Jónsdóttir 1 sálfræðingur Guðlaug Þorsteinsdóttir 2 geðlæknir Jakob Smári 1 prófessor í sálfræði 1 Sálfræðiskor

More information

Verkferlar í tengslum við fæðuofnæmi og fæðuóþol í leikskólum Reykjavíkurborgar

Verkferlar í tengslum við fæðuofnæmi og fæðuóþol í leikskólum Reykjavíkurborgar Verkferlar í tengslum við fæðuofnæmi og fæðuóþol í leikskólum Reykjavíkurborgar Aðalheiður Rán Þrastardóttir lýðheilsufræðingur, Fríða Rún Þórðardóttir 2 næringarráðgjafi og næringarfræðingur, Jóhanna

More information

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa Efnisyfirlit Þróun félagsauðs í grannríkjunum Bandaríkin Skandinavía Meginland Evrópu Þróunin á Íslandi Félagsþátttaka Frumtengsl Félagsrof Félagsauður,

More information

Fæðuvenjur á unglingsárum og miðjum aldri og tengsl við áhættu á brjóstakrabbameini

Fæðuvenjur á unglingsárum og miðjum aldri og tengsl við áhættu á brjóstakrabbameini Fæðuvenjur á unglingsárum og miðjum aldri og tengsl við áhættu á brjóstakrabbameini Verkefni til doktorsprófs í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands Nemandi: Álfheiður Haraldsdóttir Leiðbeinendur: Laufey

More information

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur CHEMISTRY The Central 9th Edition Hlutfallareikningur: AðA reikna út frá formúlum og efnajöfnum fnum Lavoisier: Massi varðveitist í efnahvörfum. : lýsa efnahvörfum. Efnajafna : Hvarfefni og myndefni: 2H

More information

Ingvar Sigurgeirsson. Skólabragur sem geðrækt Heilsueflandi skólar Grand hótel, 2. september 2011

Ingvar Sigurgeirsson. Skólabragur sem geðrækt Heilsueflandi skólar Grand hótel, 2. september 2011 Ingvar Sigurgeirsson Skólabragur sem geðrækt Heilsueflandi skólar Grand hótel, 2. september 2011 details how school climate is associated with and / or promotes safety, healthy relationships, engaged learning

More information

Nemendur og foreldrar af erlendum uppruna í íslenskum grunnskólum: Áskoranir og tækifæri.

Nemendur og foreldrar af erlendum uppruna í íslenskum grunnskólum: Áskoranir og tækifæri. Nemendur og foreldrar af erlendum uppruna í íslenskum grunnskólum: Áskoranir og tækifæri. Fræðslufundur fyrir grunnskólakennara á höfuðborgarsvæðinu Mánudaginn 18. september 2017 í Skriðu, Menntavísindasviði

More information

í lýðheilsu - þáttur Lýðheilsustöðvar

í lýðheilsu - þáttur Lýðheilsustöðvar Rannsóknir í lýðheilsu - þáttur Lýðheilsustöðvar ðvar Laufey Steingrímsdóttir Sviðsstjóri rannsókna Lýðheilsustöð Rannsóknir í lýðheilsu Hvers vegna þurfum við rannsóknir? Er Lýðheilsustöð rannsóknarstofnun?

More information

SPILAHEGÐUN OG ALGENGI SPILAVANDA MEÐAL FULLORÐINNA ÍSLENDINGA ÁRIÐ 2007

SPILAHEGÐUN OG ALGENGI SPILAVANDA MEÐAL FULLORÐINNA ÍSLENDINGA ÁRIÐ 2007 SPILAHEGÐUN OG ALGENGI SPILAVANDA MEÐAL FULLORÐINNA ÍSLENDINGA ÁRIÐ 2007 DÓMS- OG KIRKJUMÁLARÁÐUNEYTIÐ JÚNÍ 2008 SPILAHEGÐUN OG ALGENGI SPILAVANDA MEÐAL FULLORÐINNA ÍSLENDINGA ÁRIÐ 2007 Skýrsla unnin fyrir

More information

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar 1 Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar Introduction to rotating machines 2 Grunnhugtök og meginþættir Klassískar gerðir véla Riðstraumsvélar Samfasavél (synchronous machine) Spanvél (induction machine

More information

Greinabundin kennsla greinabundið nám í Hvassaleitisskóla

Greinabundin kennsla greinabundið nám í Hvassaleitisskóla SKÓLAÞRÓUNARSVIÐ KENNARADEILDAR HÁSKÓLANS Á AKUREYRI ÞINGVALLASTRÆTI 23 600 AKUREYRI Greinabundin kennsla greinabundið nám í Hvassaleitisskóla Mat á skólastarfi Birna María Svanbjörnsdóttir Jenný Gunnbjörnsdóttir

More information

Barnaslys í Reykjavík alvarleiki og orsakir

Barnaslys í Reykjavík alvarleiki og orsakir Háskóli Íslands Læknadeild Barnaslys í Reykjavík 2010-2014 alvarleiki og orsakir Heiðar Örn Ingimarsson, 3. árs læknanemi. Leiðbeinandi: Brynjólfur Mogensen Maí 2015 Þakkarorð Ég vil þakka Brynjólfi Mogensen

More information

Hvað ræður mishröðum framförum í textaritun barna?

Hvað ræður mishröðum framförum í textaritun barna? Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Sérrit 2016 Um læsi Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 7. september 2016 Yfirlit greina Rannveig Oddsdóttir, Hrafnhildur Ragnarsdóttir, Freyja Birgisdóttir

More information

Skólamenning og námsárangur

Skólamenning og námsárangur Ritrýnd grein Tímarit um menntarannsóknir / Journal of Educational Research (Iceland) 8, 2011, 19.-37. Skólamenning og námsárangur Amalía Björnsdóttir, Baldur Kristjánsson og Börkur Hansen Háskóla Íslands,

More information

Samanburður á meintri dulrænni reynslu Íslendinga árin 1974 og 2006

Samanburður á meintri dulrænni reynslu Íslendinga árin 1974 og 2006 Samanburður á meintri dulrænni reynslu Íslendinga árin 1974 og 2006 Erlendur Haraldsson Árin 1974-1975 framkvæmdi höfundur, þá nýráðinn lektor í sálfræði við Háskóla Íslands, umfangsmikla könnun um dulræna

More information

Sumargötur Vettvangsrannsókn á Laugavegi og Skólavörðustíg sumarið 2013

Sumargötur Vettvangsrannsókn á Laugavegi og Skólavörðustíg sumarið 2013 Sumargötur Vettvangsrannsókn á Laugavegi og Skólavörðustíg sumarið 213 Páll Jakob Líndal janúar 214 Sumargötur 213. Samantekt vettvangsrannsóknar Inngangur Í vettvangskönnun þeirri sem hér er kynnt voru

More information

Námsval stúlkna með tilliti til stærðfræði í Menntaskólanum við Hamrahlíð RH

Námsval stúlkna með tilliti til stærðfræði í Menntaskólanum við Hamrahlíð RH Námsval stúlkna með tilliti til stærðfræði í Menntaskólanum við Hamrahlíð RH-12-2009 Elínborg Ingunn Ólafsdóttir, Freyja Hreinsdóttir Gunnar Stefánsson og María Óskarsdóttir Útdráttur Tölfræðileg úrvinnsla

More information

Öryggi barna skiptir miklu máli, börnin eru

Öryggi barna skiptir miklu máli, börnin eru Sálfræðiritið Tímarit Sálfræðingafélags Íslands 16. árg. 2011, bls. 73 79 Öryggi barna í innkaupakerrum: Áhrifarík leið til að forðast slys Háskóli Íslands Öryggi barna ætti að skipta foreldra miklu máli.

More information

Einstaklingsmunur og þróun læsis hjá fjögra til sjö ára börnum

Einstaklingsmunur og þróun læsis hjá fjögra til sjö ára börnum Menntavísindasvið Háskóla Íslands Grein birt 31. desember 2010 Freyja Birgisdóttir Einstaklingsmunur og þróun læsis hjá fjögra til sjö ára börnum Kynntar verða niðurstöður langtímarannsóknar á þroska,

More information

Laun á almennum vinnumarkaði 2005 Earnings in the private sector 2005

Laun á almennum vinnumarkaði 2005 Earnings in the private sector 2005 26:1 14. júlí 26 Laun á almennum vinnumarkaði 25 Earnings in the private sector 25 Samantekt Árið 25 voru regluleg mánaðarlaun á almennum vinnumarkaði að meðaltali 244 þúsund krónur, heildarmánaðarlaun

More information

Málþroski leikskólabarna

Málþroski leikskólabarna Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2015 Yfirlit greina Hrafnhildur Ragnarsdóttir Málþroski leikskólabarna Þróun orðaforða, málfræði

More information

Breytt viðhorf til sýklalyfjaávísana hjá íslenskum heimilis- og heilsugæslulæknum

Breytt viðhorf til sýklalyfjaávísana hjá íslenskum heimilis- og heilsugæslulæknum http://dx.doi.org/10.17992/lbl.2016.01.61 RANNSÓKN Breytt viðhorf til sýklalyfjaávísana hjá íslenskum heimilis- og heilsugæslulæknum Anna Mjöll Matthíasdóttir 1 læknanemi, Þórólfur Guðnason 2 læknir, Matthías

More information

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs?

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Hvernig getur málefni sem ekki er skilgreint sem námsgrein í grunnskóla eða námssvið

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2011:1 27. maí 2011 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga frá sveitarfélögum árlega um fjárhagsaðstoð, félagslega heimaþjónustu

More information

Rannsókn á Byrjendalæsi: Markmið, snið, gögn og úrvinnsla

Rannsókn á Byrjendalæsi: Markmið, snið, gögn og úrvinnsla Læsi til samskipta og náms Ráðstefna MSHA um læsi 13. september 2014 Rannsókn á Byrjendalæsi: Markmið, snið, gögn og úrvinnsla Rúnar Sigþórsson Háskólanum á Akureyri runar@unak.is Örstutt um Byrjendalæsi

More information

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018 Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu September 2018 Samantekt Íslandsstofa framkvæmdi viðhorfskönnun í júlí og ágúst 2018 meðal erlendra söluaðila sem selja ferðir til Íslands.

More information

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012 Nr. 28/32 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012 2013/EES/28/07 frá 8. júní 2012 um framkvæmdarreglur vegna beitingar 16. gr.

More information

Hlutverk skólastjóra í menntun til sjálfbærni

Hlutverk skólastjóra í menntun til sjálfbærni Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2010 Auður Pálsdóttir og Allyson Macdonald Hlutverk skólastjóra í menntun til sjálfbærni Reynsla af þróunarstarfi í fjórum grunnskólum

More information

Efni yfirlitsins að þessu sinni er: HAGTÖLUR VR

Efni yfirlitsins að þessu sinni er: HAGTÖLUR VR September 216 Efnahagsyfirlit VR er gefið út í tengslum við mánaðarlega stjórnarfundi félagsins. Yfirlitið er samantekt á hagtölum og öðru efni sem tengist vinnumarkaðs- og kjaramálum og er tilgangurinn

More information

Umhyggja. Afstaða nemenda með sérþarfir til skólans síns. Brýtur þjónustukerfið mannréttindi?

Umhyggja. Afstaða nemenda með sérþarfir til skólans síns. Brýtur þjónustukerfið mannréttindi? Umhyggja Afstaða nemenda með sérþarfir til skólans síns Brýtur þjónustukerfið mannréttindi? Sömu námskröfur gerðar til langveikra sem og annarra í MH en aðstoð og aðlögun stundum nauðsynleg 2. tbl. 13.

More information

Samanburður á neyslu D-vítamíns í fæðubótarformi milli íþróttafólks og þeirra sem stunda ekki íþróttir

Samanburður á neyslu D-vítamíns í fæðubótarformi milli íþróttafólks og þeirra sem stunda ekki íþróttir BSc í íþróttafræði Samanburður á neyslu D-vítamíns í fæðubótarformi milli íþróttafólks og þeirra sem stunda ekki íþróttir Nafn nemanda: Guðmundur Örn Árnason Kennitala: 300891-3229 Leiðbeinandi: Ólafur

More information

Stærðfræði við lok grunnskóla

Stærðfræði við lok grunnskóla Stærðfræði við lok grunnskóla Stutt samantekt helstu niðurstaðna úr PISA 2003 rannsókninni Júlíus K. Björnsson Almar Miðvík Halldórsson Ragnar F. Ólafsson Rit nr. 15, 2004 2 Námsmatsstofnun desember 2004.

More information

Vímuefnaneysla íslenskra unglinga í alþjóðlegum samanburði

Vímuefnaneysla íslenskra unglinga í alþjóðlegum samanburði Vímuefnaneysla íslenskra unglinga í alþjóðlegum samanburði 1995 2007 Þóroddur Bjarnason Háskólanum á Akureyri Rannsóknasetur forvarna við Háskólann á Akureyri 1 ISBN 978-9979-834-72-4 Útgefið á Akureyri

More information

Áhrif talhraða á skynjun aðröddunartíma í íslensku

Áhrif talhraða á skynjun aðröddunartíma í íslensku Lokaverkefni til BS prófs í sálfræði Áhrif talhraða á skynjun aðröddunartíma í íslensku Einar Þór Haraldsson, Emilie Anne Jóhannsdóttir Salvesen og Gyða Elín Björnsdóttir Leiðbeinandi: Jörgen L. Pind Sálfræðideild

More information

sjálfsöryggi. Sj PIAAC Á NORÐURLÖNDUM INNGANGUR GRUNNLEIKNI FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ ATVINNULÍFSINS ANDERS ROSDAHL

sjálfsöryggi. Sj PIAAC Á NORÐURLÖNDUM INNGANGUR GRUNNLEIKNI FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ ATVINNULÍFSINS ANDERS ROSDAHL ANDERS ROSDAHL PIAAC Á NORÐURLÖNDUM Niðurstöður umfangsmestu al þjóð legrar könnunar á grunnleikni fullorðinna í lestri, reikningi og úrlausn verkefna með upplýsingatækni. Grunnleikni fullorðinna í Danmörku,

More information

Markviss málörvun - forspá um lestur

Markviss málörvun - forspá um lestur Tímarit um menntarannsóknir, 1. árg. 2004, 185-194 185 Markviss málörvun - forspá um lestur Guðrún Bjarnadóttir Miðstöð heilsuverndar barna Leikskólabörnum var fylgt eftir lokaár sitt í leikskóla og fyrsta

More information

- hönnun og prófun spurningalista

- hönnun og prófun spurningalista Notkun náttúruefna, fæðubótarefna og lausasölulyfja - hönnun og prófun spurningalista Ágrip Anna Birna Almarsdóttir 1 DÓSENT VIÐ LYFJAFRÆÐIDEILD HÍ Magnús Sigurðsson 2 LYFJAFRÆÐINGUR Vilmundur Guðnason

More information

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og 2006. Kolbeinn Árnason Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE: Coordination of information on the environment eða: Samræming umhverfisupplýsinga

More information

Lyfjanotkun eldri Íslendinga sem búa heima

Lyfjanotkun eldri Íslendinga sem búa heima Lyfjanotkun eldri Íslendinga sem búa heima Lýðgrunduð rannsókn í dreifbýli og þéttbýli Árún K. Sigurðardóttir 1 hjúkrunarfræðingur, Sólveig Ása Árnadóttir 1 sjúkraþjálfari, Elín Díanna Gunnarsdóttir 2

More information

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna Samanburðarrannsókn nóvember 2012 Ari Klængur Jónsson www.mcc.is Árnagötu 2-4 400 Ísafjörður Sími: 450-3090 Fax: 456-0215 mcc@mcc.is 1 Velferðarráðuneytið

More information

Elítur á Íslandi einsleitni og innbyrðis tengsl

Elítur á Íslandi einsleitni og innbyrðis tengsl n Fræðigreinar STJÓRNMÁL Elítur á Íslandi einsleitni og innbyrðis tengsl Magnús Þór Torfason, lektor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Þorgerður Einarsdóttir, próf. við Stjórnmálafræðideild Háskóla

More information