STÆKKUN HELLISHEIÐARVIRKJUNAR. Mat á umhverfisáhrifum

Size: px
Start display at page:

Download "STÆKKUN HELLISHEIÐARVIRKJUNAR. Mat á umhverfisáhrifum"

Transcription

1 STÆKKUN HELLISHEIÐARVIRKJUNAR Mat á umhverfisáhrifum Desember 2005

2 SAMANTEKT Almennt Orkuveita Reykjavíkur áformar stækkun rafstöðvar jarðgufuvirkjunar sinnar á Hellisheiði í Sveitarfélaginu Ölfusi. Til þess að mögulegt verði að auka vinnslu jarðhita á Hellisheiðarsvæðinu þarf að stækka vinnslusvæðið og bora vinnsluholur á Skarðsmýrarfjalli norðan núverandi virkjunarsvæðis á Hellisheiði. Áætlað er að vinnsla á Skarðsmýrarfjalli geti nægt til allt að 120 MW e rafmagnsframleiðslu. Borsvæði á Skarðsmýrarfjalli eru valin með það að leiðarljósi að nýta jarðhita á þessum slóðum án þess að raska svæðum í Innstadal, Miðdal og Fremstadal. Gert er ráð fyrir að stöðvarhús- og kæliturnar vegna stækkunarinnar verði reist á byggingarreit Hellisheiðarvirkjunar við Kolviðarhól. Markmiðið með stækkun Hellisheiðarvirkjunar er að mæta aukinni eftirspurn atvinnuvega eftir raforku. Gert er ráð fyrir að 80 MW rafstöð núverandi virkjunar sem byggir á vinnslu úr borholum á Hellisheiði verði tekin í notkun Lágþrýstivél núverandi virkjunar verði tilbúin 2007 og að 267 MW varmastöð hennar verði tekin í notkun Fyrirhuguð stækkun Hellisheiðarvirkjunar byggir á vinnslu úr borholum á Skarðsmýrarfjalli og er gert ráð fyrir að 80 MW rafstöð verði tekin í notkun árið Skipulagsstofnun féllst á að jarðhitanýting á Skarðsmýrarfjalli væri matsskyld framkvæmd samkvæmt 6. gr., samanber lið 13 a í 2. viðauka og 3. viðauka laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum, vegna eðli framkvæmdarinnar, staðsetningar og eiginleika hugsanlegra áhrifa hennar. Staðhættir og umhverfi Framkvæmdasvæði fyrirhugaðrar stækkunar Hellisheiðarvirkjunar er að stórum hluta það sama og við þá virkjun sem nú er í byggingu. Það skiptist í fyrirhugað vinnslusvæði á Skarðsmýrarfjalli og núverandi virkjunarsvæði. Mörg mannvirki verða samnýtt. Helstu breytingar sem verða eru þær að borað verður á Skarðsmýrarfjalli, þannig að vinnslusvæðið mun stækka. Hengilssvæðið er í miðju vestara gosbeltinu, sem nær frá Reykjanesi og norður í Langjökul. Berggrunnur er að mestu móberg sem myndast hefur undir jökli á síðustu jökulsskeiðum ísaldar. Háhitasvæðið í Henglinum nær yfir tvær megineldstöðvar og nágrenni þeirra. Hveragerðiseldsstöðin, er útdauð og sundurgrafin. Hin er virk og skiptist í tvær gosreinar. Önnur liggur um Henglafjöll, hin um Hrómundartind. Þau svæði sem þegar eru virkjuð eða ákvörðun hefur verið tekin um að virkja fyrir Orkuveitu Reykjavíkur eru í virka sprungusveimnum frá Nesjavöllum í norðri suður á Hellisheiði. Sprungurein sem tengist Hengilseldstöðinni sker Hengilseldstöðvarkerfið frá suðvestri til norðausturs. Áhugaverðustu vinnslusvæðin á Hengilssvæðinu tengjast þessari sprungurein, það er Nesjavellir nyrst og Hellisheiði syðst. Eitt af því sem einkennir bæði þessi svæði eru þrjár gosrásir frá nútíma. Þar hefur gosið fyrir um 10, 6 og 2 þúsund árum. Tvær þær síðast nefndu má rekja frá Hellisheiði allt norður í Þingvallavatn. Á Nesjavöllum eru þessar gosrásir taldar helstu uppstreymisrásir jarðhitasvæðisins. Talið er að það sami gildi um Hellisheiðarsvæðið. Á virkjunarsvæðinu á Hellisheiði er mjög lítið um vatn á yfirborði. Lækur er í Sleggjubeinsdal sem hverfur síðar niður í hraun. Ekkert yfirborðsvatn er á fyrirhuguðu orkuvinnslusvæði á Skarðsmýrarfjalli. Á austurhluta framkvæmdasvæðis Hellisheiðarvirkjunar, þ.e. á Hellisheiðinni falla vötn til suðausturs niður í Ölfus. Vatnafar er flóknara á vestursvæðinu, en einkennist af grunnvatnshásléttu vestan við Hengilinn sem nær norður á Mosfellsheiði, vestur að Sandskeiði og suður í Þrengsli. Vatnsborð er þarna í um 172 m hæð yfir sjávarmáli og skeikar varla metra til eða frá á um 15 km 2 svæði. Þaðan falla grunnvatnsstraumar til vesturs á vatnasvið Elliðaáa, til norðausturs til Þingvallavatns og síðan fellur mikill straumur grunnvatns til suðvesturs undir fjöllin austan við Bláfjöll og nær til sjávar í Selvoginum. Desember 2005 I VGK 2005

3 Stór hluti framkvæmdasvæðis stækkunar Hellisheiðarvirkjunar á Skarðsmýrarfjalli er lítt eða ógróið land. Þar sem það er að einhverju leyti gróið er að mestu um að ræða mosagóður. Mólendi finnst á smáblettum. Á framkvæmdasvæði núverandi virkjunar er mosagróður ríkjandi einkum ofan Hellisskarðs. Neðan Hellisskarðs er töluvert graslendi. Jarðhitaplöntur hafa hvorki fundist á framkvæmdasvæði núverandi virkjunar né á fyrirhuguðu vinnslusvæði stækkunarinnar á Skarðsmýrarfjalli. Í Hellisskarði og við Kolviðarhól hafa verið skráðar tegundir varpfugla, þar af nokkrar sem virðast bundnar við Kolviðarhól og næsta nágrenni, einkum Draugatjörn. Hrafn sem er á válista hefur orpið við Hellisskarð. Náttúrufræðistofnun kannaði fuglalíf á Skarðsmýrarfjalli sérstaklega Alls fundust 5-6 tegundir varpfugla; heiðlóa varp strjált um allt fjallið og var langalgengasta tegundin. Snjótittlingur fannst á nokkrum stöðum á háfjallinu; rjúpa á tveimur stöðum og hrossagaukur og þúfutittlingur í suðausturhlíðum fjallsins. Hengilssvæðið er óvenjulegt meðal hálendissvæða á Íslandi því að þar eru allmiklar minjar eftir umsvif í sumarbithögum en miklu meiri minjar eru þó tengdar samgöngum því margar fjölfarnar þjóðleiðir liggja um svæðið. Samkvæmt vettvangskönnun Fornleifastofnunar Íslands er þó engar fornminjar að finna á Skarðsmýrarfjalli. Á Hengilsvæðinu hafa tvö íþróttafélög haft aðstöðu um árabil, Skíðadeild Víkings í Sleggjubeinsskarði og Skíðadeild ÍR í Hamragili. Íþrótta og tómstundaráð Reykjavíkur hefur ákveðið að hætta stuðningi við rekstur skíðasvæðanna og að starfsemin flytjist annað fyrir veturinn Svæðið hefur í gegnum tíðina verið nýtt sem göngu- og útivistarland. Með Nesjavallavegi, merkingu gönguleiða og útgáfu göngukorta hefur Hengilssvæðið opnast og orðið aðgengilegra fyrir almenning. Fornar þjóðleiðir um Hellisheiði og Hengilssvæðið hafa einnig gegnt hlutverki sem reiðleiðir m.a. fyrir skipulagðar hestaferðir. Framkvæmd Fyrirhuguð stækkun Hellisheiðarvirkjunar tengist mjög framkvæmdum við þá virkjun sem nú er í byggingu. Helstu breytingar sem verða eru þær að borað verður á Skarðsmýrarfjalli, þannig að flatarmál vinnslusvæðis virkjunarinnar kemur til með að stækka um 270 ha. Virkjunarsvæðið fer því úr 550 ha í 820 ha. Einnig er gert ráð fyrir að bætt verði við nýjum byggingum á byggingareitnum við Kolviðarhól. Búast má við að umfang vega, borteiga, safnæða, skiljustöðva, aðveituæða, kæliturna og annarra mannvirkja aukist á virkjunarsvæðinu. Framkvæmdin felur í sér vinnslu jarðhita, vegi, borholur, vatnsöflun, gufuveitu, stöðvarhús, kæliturna, niðurrennslisveitu og efnistöku. Gert er ráð fyrir að rafstöðvarbygging og tilheyrandi mannvirki fyrirhugaðrar stækkunar verði reist við Kolviðarhól og að uppbyggingin verði í 40 MW einingum tengt núverandi mannvirkjum. Í upphafi er stefnt að því að tvær 40 MW einingar verði tilbúnar Í núverandi virkjun verður rafmagnsframleiðsla 150 MW, þar af 30 MW í lágþrýstivél. Gert er ráð fyrir að varmaframleiðsla geti orðið allt að 400 MW. Fyrirhuguð stækkun getur nægt til 120 MW rafmagnsframleiðslu. Ráðgert er að leggja veg upp á Skarðsmýrarfjall og að borsvæðum á fjallinu. Boraðar verða bæði beinar og stefnuboraðar holur og verða allt að fimm holur á hverjum borteig. Með því móti verður m.a. hægt að bora inn undir Innstadal, í átt að Henglinum, án þess að raska nokkru í dalnum. Frá borholum verða lagðar safnæðar og safnæðastofnar niður af Skarðsmýrarfjalli að skiljustöðvum á virkjunarsvæðinu á Hellisheiði. Frá skiljustöðvum er gert ráð fyrir að gufu og jarðhitavatni verði veitt að stöðvarhúsi á byggingarreit Hellisheiðarvirkjunar við Kolviðarhól. Áætlað er að framkvæmdir við stækkunina hefjist árið 2006 og að á Skarðsmýrarfjalli verði boraðar 9 vinnsluholur það ár og 7 árið Desember 2005 II VGK 2005

4 Vegir Aðkoma að virkjunarsvæðinu á Hellisheiði verður eftir Hamragilsvegi og Gígahnúksvegi. Gert er ráð fyrir að lagður verði nýr um 3 km langur og 6,5 m breiður vegur með bundnu slitlagi upp á Skarðmýrarfjall. Frá honum verða lagðir 4 m breiðir malarvegir að borsvæðum á fjallinu og er áætluð lengd þeirra 4 km. Meðfram safnæðum og aðveituæðum verða lagðir 4-6 metra breiðir vinnuslóðar og má gera ráð fyrir að lengd þeirra verðir um eða yfir 10 km. Áætluð lengd vega og vinnuslóða vegna stækkunar Hellisheiðarvirkjunar er samtals um 17 km samanborið við 31 km sem áætlað er að þurfi fyrir núverandi virkjun. Vinnsluholur Nýjar vinnsluholur verða á borteigum innan afmarkaðra borsvæða á Skarðsmýrarfjalli. Samanlagt flatarmál borsvæða er um 41 ha ( m 2 ). Borteigur með 4 vinnsluholum verður um m 2. Miðað við að allt að 40 vinnsluholur verði boraðar á næstu 30 árum á fjallinu er áætlað heildarflatarmál svæða sem fara undir 10 borteiga um m 2. Því má búast við að um þriðjungur borsvæðanna fari undir borteiga á næstu 30 árum. Fyrir núverandi virkjun er áætlað að um m 2 fari undir borteiga fyrir 32 vinnsluholur á næstu 30 árum. Samtals fara því um m 2 lands undir borteiga fyrir vinnsluholur þessara tveggja framkvæmda. Gufuveita Safnæðar sem leiða jarðhitavökvann til skiljustöðva virkjunarinnar verða lagðar á yfirborði frá vinnsluholum á Skarðsmýrarfjalli niður á núverandi virkjunarsvæði. Tvær skiljustöðvar virkjunarinnar verða stækkaðar og tvöfaldast samanlagt flatarmál þeirra, fer úr 750 m 2 í 1.500m 2. Frá skiljustöðvum verða lagðar aðveituæðar á yfirborði samhliða þeim sem fyrir eru. Samanlögð lagnaleið stækkunarinnar verður km. Lagnaleið gufuveitu núverandi virkjunar er 8-9,5 km. Samtals eru þetta því 18-20,5 km. Lokahús Hellisheiðarvirkjunar verður stækkað úr 160 í 240 m 2 og bætt þar við þremur 20 m háum gufuháfum. Þeir verða þá alls 6 þegar virkjunin verður fullbyggð. Stöðvarhús Stöðvarhús núverandi virkjunar verður m 2. Áætlað er að stækka rafstöðvarhluta þess um m 2. Eftir fyrirhugaða stækkun Hellisheiðarvirkjunar verður stöðvarhúsið því um m 2. Kæliturnar Gert er ráð fyrir að allt að fjórir um 15 m háir kæliturnar verði reistir við núverandi virkjun. Vegna fyrirhugaðrar stækkunar er áætlað að bæta við þremur sambærilegum kæliturnum þannig að þeir verði alls sjö eftir stækkun. Niðurrennslisveita Affallsvatni frá Hellisheiðarvirkjun verður veitt frá stöðvarhúsinu við Kolviðarhól um 2,5-3,5 km leið að niðurrennslissvæði suðvestan við virkjunina. Fyrir stækkunina þarf að bæta við niðurrennslisæð samhliða lögn núverandi virkjunar. Lagnirnar verða á yfirborði. Affallsvatnið, um 550 l/s, verður losað á meira en 500 m dýpi með niðurrennsli í a.m.k m djúpar borholur. Gert er ráð fyrir að bora 8-10 niðurrennslisholur á m 2 svæði innan iðnaðarsvæðis, sem skilgreint er á Aðalskipulagi Ölfuss og deiliskipulagi Hellisheiðarvirkjunar. Áætlað magn affallsvatns sem losað verður frá stækkuninni er jafnmikið og fyrir núverandi virkjun. Því er gert ráð fyrir að vegna stækkunarinnar þurfi aðrar 8-10 niðurrennslisholur og að niðurrennslissvæðið tvöfaldist að flatarmáli. Eftir fyrirhugaða stækkun er því gert ráð fyrir niðurrennslisholum og að niðurrennslissvæði virkjunarinnar verði um m 2. Útstreymi jarðhitalofttegunda Áætluð heildarlosun jarðhitalofttegunda frá Hellisheiðarvirkjun er um tonn/ári þar af um tonn vegna stækkunarinnar. Desember 2005 III VGK 2005

5 Efnistaka Áætluð þörf fyllingarefna fyrir stækkunina er m 3. Fyrir núverandi virkjun þarf um m 3 af fyllingarefni. Það fæst úr núverandi námu í Hamragili sem er um m 2. Gert er ráð fyrir tveimur nýjum efnistökusvæðum fyrir stækkunina. Annars vegar er um að ræða m 2 svæði í Sleggjubeinsdal, þar sem áætlað ar að vinna megi allt að m 3 og hins vegar er m 2 svæði uppi á Skarðsmýrarfjalli, þar sem hægt verði að vinna um m 3. Heildarfyllingarefnisþörf fyrir þessar tvær framkvæmdir er því m 3. Samanlagt geta efnistökusvæði orðið um m 2 eftir stækkunina. Af því er efnistökusvæðið á Skarðsmýrarfjalli, sem er m 2, að stórum hluta jafnframt hugsað sem borsvæði og lagnaleið. Núll kostur Ef ekkert verður af framkvæmdum má reikna með að náttúran og umhverfið muni þróast eftir eigin lögmálum án áhrifa stækkunar Hellisheiðarvirkjunar á svæðinu. Verði ekki ráðist í framkvæmdina verður ekki hægt að standa við markmiðið með stækkun virkjunarinnar, sem er að mæta aukinni eftirspurn atvinnuvega eftir raforku. Orkuveita Reykjavíkur getur þá ekki afhent stóriðju raforku. Umhverfisáhrif framkvæmdar Hér á eftir fer samantekt á niðurstöðum mats á umhverfisáhrifum stækkunar Hellisheiðarvirkjunar. Jarðhiti og orkuforði Virkjunin telst mjög fýsilegur kostur með tilliti til hugsanlegra áhrifa á jarðhita og orkuforða jarðhitasvæðisins samkvæmt líkanreikningum. Spáð er sívaxandi hækkun vermis úr holuæðum undir Skarðsmýrarfjalli fram til ársins Spáð er minnkun í heildarrennsli og gufurennsli holna á Hellisheiði ef líka er unnið úr Skarðsmýrarfjalli. Áhrifin birtast hins vegar rólega. Minnkun í rafmagnsframleiðslu er metin mest um 20% í lok spátímans meðan skerðing í uppsöfnuðu gufurennsli er 6%. Mat reiknilíkansins verður að endurskoða þegar borað hefur verið uppi Skarðsmýrarfjalli. Ef öll vinnsla á Nesjavöllum, Hellisheiði og á Skarðsmýrarfjalli er stöðvuð árið 2036, mun lækkun þrýstings ganga til baka á ámóta löngum tíma og vinnslan stóð yfir, þ.e. á 50 til 60 árum. Massaforði jarðhitakerfanna telst því að miklu leyti endurnýjanlegur og afturkræfur. Spánum nú og 2003 ber nokkuð vel saman þ.e. um þrýstingur svæða jafnar sig ámóta hratt með og án stækkunar Hellisheiðarvirkjunar. Út frá spá um jöfnun hita sýnist að 500 til 1000 ár þurfi að líða frá stöðvun vinnslu og þar til varmaforði reiknilíkansins nái upphafsástandinu. Jöfnun hita með og án vinnslu á Skarðsmýrarfjalli er ámóta. Víðast er reiknuð hitalækkun á vinnslusvæðum innan við 10 C meðan vinnslusvæðið á Hellisheiði er C heitt. Þar sem mat á áhrifum jarðhitavinnslu á Hellisheiði og Skarðsmýrarfjall og niðurrennsli affallsvatns í jarðhitageyminn með aðstoð forðalíkans verður ekki áreiðanlegt fyrr en reynsla hefur fengist af viðbrögðum jarðhitakerfisins við vinnslu á svæðinu er gert ráð fyrir umfangsmikilli vöktun og eftirliti með jarðhitasvæðinu. Með aukinni þekkingu á eiginleikum svæðisins verður hægt að vinna nákvæmari spár um viðbrögðin og sannreyna niðurstöðu mats á áhrifum á jarðhita og orkuforða. Talið er að magn niðurrennslis í rekstri jarðgufuvirkjana, sem nýta borsvæði á Skarðsmýrarfjalli og á Hellisheiði, hafi aðeins lítilsháttar áhrif á sögu massa- og orkuforða. Sjálf vinnslan úr borholum og stærð virkjana eru miklu afdrifaríkari. Talið er að vinnsla jarðhita á Hellisheiði og Skarðsmýrarfjalli muni geta haft nokkur neikvæð áhrif á jarðhita og orkuforða. Áhrifin eru talin afturkræf og ef vinnsla verður stöðvuð þá jafnar jarðhitakerfið sig álíka hratt með og án fyrirhugaðrar stækkunar Hellisheiðarvirkjunar. Vatnafar Við borun og blástursprófanir verður affallsvatni frá veitt í sprungur eða svelgholur. Með því móti verður komið í veg fyrir að jarðhitavökvinn myndi útfellingar á yfirborði. Losun Desember 2005 IV VGK 2005

6 jarðhitavökva við blástur getur tímabundið haft staðbundin nokkur áhrif á hita og efnainnihald grunnvatns, sem getur hækkað næst losunarstað, en talið er að losunin muni hafa óveruleg varanleg áhrif á grunnvatn. Búist er við að rennsli affallsvatns frá Hellisheiðarvirkjun eftir stækkunin verði alls um 1100 l/s. Áætlað er að um helminginn af því megi tengja þeirri virkjun sem nú er í byggingu, eða um 550 l/s. Ál og arsen eru yfir mörkum fyrir neysluvatn í affallsvatninu. Með djúpum borholum á niðurrennslissvæðinu hefur verið sýnt fram á að þétt móbergslag skilur að kalda grunnvatnið og náttúrulegt afrennsli frá jarðhitasvæðinu. Gert er ráð fyrir að niðurrennslisholur verði a.m.k. 800 til 1000 m djúpar og að þær verði allar fóðraðar niður í þétta móbergslagið. Þannig verður tryggt að ekkert affallsvatn verði losað í kalda grunnvatnið ofan við 400 m dýpi. Orkuveitan leitar leiða til að losa affallsvatnið aftur inn í jarðhitakerfið til að viðhalda þrýstingi þar. Verður það gert með því að bora djúpar holur í Svínahrauninu til þess að ná þrýstisambandi við háhitakerfið á þeim slóðum. Þá er verið að kanna niðurrennsli á öðrum svæðum þar sem afstaða til vinnslusvæðisins er heppileg og berg nægilega opið til að taka við affallsvatni. Raunhæf áætlun um losun affallsvatns er því að nokkuð af affallsvatni verði losað í náttúrulegt afrennsli jarðhitasvæðisins á Svínahraunssvæðinu í upphafi rekstrar virkjunarinnar, en síðan smá dragi úr því magni sem þar er losað uns allt affallsvatn verður losað um niðurrennslisholur aftur í jarðhitakerfið að nokkrum árum liðnum. Mat á áhrifum á vatnafar byggir á bestu fáanlegu gögnum og stöðugt er verið að rannsaka svæðið og safna nýjum upplýsingum. Vegna óvissu sem fyrir hendi er um hugsanleg áhrif er gert ráð fyrir umfangsmikilli vöktun og eftirliti með grunnvatni. Mælingar verða þéttar og auknar á áhrifasvæði virkjunarinnar og á þessu ári voru tekin vatnsýni til greiningar á grunnástandi úr 15 borholum og 6 lindum á vatnasvæðinu. Greiningarnar verða nýttar til samanburðar við eftirlit og mat á hugsanlegum breytingum. Tvær eftirlitsholur sunnan fyrirhugaðs niðurrennslissvæðis, inn í miðjum grunnvatnsstraumnum frá losunarstaðnum verða notaðar til þess að taka sýni af grunnvatni af mismunandi dýpi og úr aðskildum vatnskerfum. Með efnagreiningum á vatninu er hægt að fylgjast með hvort einhverjar breytingar verði á efnasamsetningu vatnsins og sannreyna niðurstöður mats á áhrifum á vatnafar. Með þeirri mótvægisaðgerð sem felst í að losa affallsvatn frá núverandi virkjun og fyrirhugaðri stækkun á meira en 500 m dýpi í afrennsli jarðhitakerfisins á Hellisheiði, með niðurrennsli um borholur, þá er talið að framkvæmdirnar muni hafa óveruleg áhrif á vatnafar. Landslag Framkvæmdir við Hellisheiðarvirkjun eru nú í fullum gangi og umhverfi við Kolviðarhól og á Hellisheiði hefur þegar tekið miklum breytingum. Um mitt árið 2006 munu stöðvarhúsbyggingar, kæliturnar, lokahús, gufuháfar, skiljustöðvar, vegir, borteigar, borholur og lagnir á yfirborði setja svip á svæðið. Allt eru þetta vel sýnileg mannvirki. Fyrirhuguð stækkun Hellisheiðarvirkjunar felst annars vegar í því að mannvirki bætast við og byggingar stækka á núverandi virkjunarsvæði og hins vegar í stækkun vinnslusvæðis virkjunarinnar, þar sem boraðar verða nýjar vinnsluholur á Skarðsmýrarfjalli. Áætlað jarðrask utan byggingareita vegna framkvæmda við stækkunina er um m 2. Áætlað rask vegna núverandi virkjunar er um m 2 utan byggingareita, um m 2 vegna hitaveituæðar og byggingareitir fyrir báðar framkvæmdirnar eru m 2. Samanlagt rask vegna beggja framkvæmdanna er áætlað m 2. Framkvæmdin mun hafa nokkur bein neikvæð áhrif á landslag á virkjunarsvæðinu. Vegna samnýtingar mannvirkja og náinnar tengingar stækkunarinnar við núverandi virkjun, þá verða áhrifin á þessum hluta framkvæmdasvæðisins mun minni en ef um væri að ræða nýja virkjun á óröskuðu svæði. Lagnir á yfirborði, borteigar og nýir vegir á fyrirhuguðu vinnslusvæði á Skarðsmýrarfjalli munu sjást frá vissum sjónarhornum, til dæmis frá gönguleiðum í Henglinum norðan Skarðsmýrarfjalls. Verður þar um nokkur óbein varanleg neikvæð áhrif að ræða. Þá mun gufa frá blásandi borholum verða nokkuð áberandi á virkjunarsvæðinu einkum á framkvæmdatímanum næstu 2 til 3 árin fram að gangsetningu 80 MW e stækkunar og aftur eftir árið 2010 ef tekin verður ákvörðun um frekari stækkun um 40 MW e. Þannig hefur framkvæmdin tímabundið einnig Desember 2005 V VGK 2005

7 nokkur óbein, neikvæð áhrif. Einnig verða tímabundin, bein áhrif vegna rasks við lagnaframkvæmdir og í námum á framkvæmdatíma. Við staðsetningu mannvirkja tengdum stækkun verður sneitt hjá sérstæðum jarðmyndunum eins og kostur er. Loftgæði Við stækkun Hellisheiðarvirkjunar mun losun koldíoxíðs á Íslandi aukast um allt að tonn árlega. Losun metans á Íslandi mun aukast um 24 tonn árlega. Jafnmikið verður losað frá stækkuninni og núverandi virkjun þannig að heildarlosun frá Hellisheiðarvirkjun verður um tonn koldíoxíðs og 48 tonn metans á ári. Losun gróðurhúsalofttegunda á hverja kwst af orku breytist ekki við stækkunina. Koldíoxíð streymir frá öllum jarðhitasvæðum og telja sumir erlendir vísindamenn að nýting svæðanna breyti engu um heildarstreymi frá þeim. Losun gróðurhúsalofttegunda frá jarðgufuvirkjunum er ekki talin með í útstreymisbókhaldi hérlendis. Við fyrirhugaða stækkun mun losun brennisteinsvetnis aukast um u.þ.b t/ár. Áætlað er að losun brennisteinsvetnis frá stækkuninni verði jafn mikil og frá núverandi virkjun. Losun brennisteinsvetnis verður því um tonn á ári frá Hellisheiðarvirkjun eftir stækkunina. Talið er að hverfandi hluti brennisteinsvetnis muni oxast í brennisteinsoxíð, en megin hlutinn falli til jarðar með úrkomu og oxist í súlfat eða brennistein. Vegna mikillar úrkomu og vinds á virkjunarsvæðinu má búast við að brennisteinsvetnið þvoist tiltölulega fljótt úr lofti. Lítil hætta er talin stafa af losun brennisteinsvetnis frá virkjun á Hellisheiði en við ákveðnar aðstæður má búast við að brennisteinslykt finnist á virkjunarsvæðinu. Losun jarðhitalofttegunda frá Hellisheiðarvirkjun fyrir og eftir stækkun samræmist stefnu stjórnvalda er varðar gróðurhúsalofttegundir, auk þess er ekki talin stafa nein hætta losun brennisteinsvetnis. Framkvæmdirnar eru taldar hafa óveruleg áhrif á loftgæði. Hljóðstig Við borun og prófanir á Skarðsmýrarfjalli getur hljóðstig á borteig farið yfir viðmiðunarmörk á iðnaðarsvæði. Hljóðstig mun einkum hækka á vinnslusvæðinu og í nágrenni þess á næstu tveimur árum meðan verið er að bora og prófa 16 vinnsluholur fyrir 80 MW stækkun, sem áætlað er að taka í notkun Má þá búast við að 3-4 holur blási samtímis á Skarðsmýrarfjalli nokkrum mánuðum eftir að fyrsta holan verður boruð eins og verið hefur undanfarin ár á núverandi vinnslusvæði. Á rekstrartíma má búast við að bora þurfi einhverjar vinnsluholur til viðhalds og hækkar hljóðstig þá eins og áður við borteigana. Hljóðstig getur hækkað eitthvað á rekstrartíma á virkjunarsvæði núverandi virkjunar í nágrenni við stöðvarhúsið, einkum við lokahús og gufuháfa virkjunarinnar en verður innan viðmiðunarmarka fyrir iðnaðarsvæði. Það breytist ekki við stækkunina. Settir verða upp hljóðdeyfar við borholur til að lækka hljóðstig nærri framkvæmdasvæðinu. Fyrirhuguð stækkun mun tímabundið geta haft nokkur staðbundin neikvæð áhrif á hljóðvist á útivistarsvæðum og gönguleiðum sem eru næst vinnslusvæðinu á Skarðsmýrarfjalli, vegna framkvæmda sem tengjast borun og prófun vinnsluholna, en áhrifin eru ekki varanleg. Stækkunin er talin hafa óveruleg áhrif á hljóðstig á virkjunarsvæðinu og niðurrennslissvæðinu. Ferðaþjónusta og útivist Ferðaþjónustuaðilar, gestir og aðrir sem stunda útivist á áhrifasvæði Hellisheiðarvirkjunar og leitað hefur verið til eru almennt jákvæðir gagnvart framkvæmdinni. Talið er að stækkun virkjunarinnar muni geta haft nokkur áhrif á notkun einhverra ferðaþjónustuaðila á svæðinu. Könnun meðal þeirra bendir til þess að áhrifin geti orðið jafnt jákvæð sem neikvæð. Bætt aðgengi á svæðinu og vegur upp á Skarðsmýrarfjall geta leitt til þess að fleiri geti notið þess að ferðast um það og njóta þar útivistar. Niðurstöður kannana benda til þess að virkjun muni ekki draga úr aðsókn ferðamanna á Hellisheiði og Hengilsvæðinu. Þvert á móti benda þær til að útivistarfólki muni fjölga þar frekar en fækka. Vegna þess að vinnslusvæðið á Skarðsmýrarfjalli er nærri vinsælum gönguleiðum en núverandi virkjunarsvæði á Hellisheiði þá getur stækkunin haft nokkur neikvæð áhrif á þeim slóðum. Desember 2005 VI VGK 2005

8 Gróður Vinnslusvæði á Skarðsmýrarfjalli og fyrirhugaðar lagnaleiðir niður af fjallinu er að mestu lítt eða ógróið land. Ekki er því talið líklegt að mikil röskun verði á grónum svæðum eða á sjaldgæfum gróðurlendum né að sjaldgæfar tegundir hverfi úr flóru svæðisins vegna fyrirhugaðrar stækkunar. Framkvæmdir á Skarðsmýrarfjalli og á lagnaleiðum niður af fjallinu munu hafa óveruleg áhrif á gróður. Á virkjunarsvæðinu munu aðveituæðar og niðurrennslisæðar verða á röskuðum svæðum samhliða þeim lögnum sem fyrir eru. Gert er ráð fyrir að byggingar verði innan núverandi byggingareita og að rask nemi því flatarmáli gróins lands sem fer undir mannvirki. Við frágang að loknum framkvæmdum er gert ráð fyrir að framkvæmdasvæðið verði grætt upp þar sem við á. Talið er að vegna fyrirhugaðra mótvægisaðgerða og þess að framkvæmdir við stækkunina verða á þegar röskuðu landi á virkjunarsvæðinu þá muni áhrif á gróður verða óveruleg Landnotkun mun hafa nokkur jákvæð áhrif á landnotkun á þeim hluta framkvæmdasvæðisins sem er utan núverandi iðnaðarsvæðis. Auðveldara verður að komast upp á Skarðsmýrarfjall. Skipulag og vernd mun hafa nokkur áhrif á Aðalskipulag Ölfuss og deiliskipulag núverandi virkjunar, sem þarf því að breyta áður en framkvæmdir hefjast. Tilhögun framkvæmda á Skarðsmýrarfjalli verður með þeim hætti að stækkunin mun hafa óveruleg áhrif á vatnsverndarsvæði. Framkvæmdin hefur nokkur áhrif á hluta af Hengilssvæðinu sem er á Náttúruminjaskrá auk þess sem gígaröð á Skarðsmýrarfjalli mun skerðast á einum stað þar sem áætlað er að lagnir þveri hana. Þá er niðurrennslissvæði Hellisheiðarvirkjunar á hrauni sem er jarðmyndun sem nýtur verndar samkvæmt lögum um náttúruvernd. Afmörkuð hafa verið svæði umhverfis heilllegustu gíga á Skarðsmýrarfjalli og verður leitast við hlífa þeim við raski. Í tillögu að breytingu á deiliskipulagi verða afmörkuð verndarsvæði um jarðmyndanir sem hafa hátt verndargildi. Annað Framkvæmdin er talin hafa óveruleg áhrif á dýralíf, lífríki hverasvæða, á menningarminjar, íbúaþróun í Ölfusi og umferð á Hellisheiði. Heildaráhrif mun hafa nokkur neikvæð en afturkræf áhrif á jarðhita og orkuforða, nokkur neikvæð áhrif á landslag og hljóðvist, auk þess sem talið er að hún geti haft nokkur bæði jákvæð og neikvæð áhrif á landnotkun og ferðaþjónustu og útivist. Einnig mun framkvæmdin hafa nokkur áhrif á skipulagsáætlanir og náttúruverndarsvæði. Talið er að framkvæmdin muni hafa óveruleg áhrif á vatnafar, loftgæði, gróður, dýralíf, lífríki hverasvæða, menningarminjar, byggð og íbúaþróun og samgöngur. Niðurstaða mats á umhverfisáhrifum er að framkvæmdin muni ekki hafa umtalsverð umhverfisáhrif. Vöktun og eftirlit Eins og fram kemur í matsskýrslu um Hellisheiðarvirkjunar verður eftirlit með hugsanlegum áhrifum eftir gangsetningu hennar með svipuðu sniði og verið hefur á Nesjavallasvæðinu og eru á ábyrgð og í umsjón Orkuveitu Reykjavíkur. Vegna tengingar þessara tveggja framkvæmda verða greiningar og tíðni mælinga við eftirlit með stækkuninni í samræmi við áætlanir um vöktun og eftirlit með Hellisheiðarvirkjun. Kerfiráður virkjunarinnar safnar upplýsingum um alla helstu þætti rekstrarins, auk þess er fyrirhuguð vöktun og eftirlit með jarðhitasvæðinu, breytingum á landi við vinnslu, lífríki, grunnvatni og breytingum á frárennsli. Desember 2005 VII VGK 2005

9 Mikið samráð hefur verið við Sveitarfélagið Ölfus varðandi áætlanir um eftirlit og rannsóknir á grunnvatni á hugsanlegu áhrifasvæði Hellisheiðarvirkjunar. Kynning og samráð Haft hefur verið samráð við Skipulagsstofnun, leyfisveitendur, aðra umsagnaraðila og almenning í samræmi við lög nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum. Á vegum Orkuveitunnar hefur verið staðið að almennri kynningu og fræðslu um framkvæmdir á orkuvinnslusvæðum fyrirtækisins á Hengilssvæðinu, einnig sérstaklega undanfarin ár vegna Hellisheiðarvirkjunar. Árið 2002 var fundað með ferðaþjónustuaðilum og fulltrúum skíðafélaga á Hengilssvæðinu um ferðamennsku á Hellisheiði og Nesjavöllum.. Kynningarmiðstöð um framkvæmdir við Hellisheiðarvirkjun var rekin í Skíðaskálanum í Hveradölum yfir sumarmánuðina 2004 og Komið var fyrir upplýsingaefni í sal á jarðhæð Skíðaskálans, fræðsluspjöldum um umhverfismál, jarðfræði og tæknilega útfærslu virkjunarinnar, auk þess sem kynningarmynd um starfsemi Orkuveitu Reykjavíkur var sýnd. Þá voru farnar fræðslugöngur um svæðið s.l. sumar þar sem m.a. var fjallað um fyrirhugaða stækkun og voru þessar ferðir auglýstar opinberlega. Umsjón verkefnis Orkuveita Reykjavíkur er framkvæmdaraðili. Verkfræðistofa Guðmundar og Kristjáns hf. (VGK) er aðalráðgjafi við mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. Aðrir ráðgjafar við matið eru Fornleifastofnun Íslands, Íslenskar orkurannsóknir, Náttúrufræðistofnun Íslands, Verkfræðistofan Vatnaskil hf. og ráðgjafahópur um Hellisheiðarvirkjun. Í ráðgjafahópnum eru: Fjarhitun hf., Landslag ehf., Rafhönnun hf., Rafteikning hf., Teiknistofan ehf. og VGK. Desember 2005 VIII VGK 2005

10 EFNISYFIRLIT SAMANTEKT... I EFNISYFIRLIT... IX 1 INNGANGUR ALMENNT MARKMIÐ FRAMKVÆMDAR ÁÆTLUN UM STÆKKUN HELLISHEIÐARVIRKJUNAR MATSSKYLDA LEYFI RAMMAÁÆTLUN UMSJÓN VERKEFNIS OG SAMSTARFSAÐILAR NÚLLKOSTUR UPPBYGGING MATSSKÝRSLU STAÐHÆTTIR OG UMHVERFI INNGANGUR JARÐFRÆÐI ORKUFORÐI LANDSLAG Hengilssvæði Skarðsmýrarfjall VATNAFAR Hengilssvæði Hellisheiði og Skarðsmýrarfjall GRÓÐUR Hengilssvæði Hellisheiði og Skarðsmýrarfjall DÝRALÍF Hengilssvæði Hellisheiði og Skarðsmýrarfjall LÍFRÍKI HVERASVÆÐA VEÐURFAR BYGGÐ OG ÍBÚAÞRÓUN MENNINGARMINJAR Hellisheiði Skarðsmýrarfjall LANDNOTKUN SAMGÖNGUR HÆTTUR FRAMKVÆMD INNGANGUR VINNSLA JARÐHITA Vinnslurás virkjunar Áætluð jarðhitavinnsla MANNVIRKI Vegir Vinnsluholur Gufuveita Stöðvarhús Kæliturnar Niðurrennslisveita Útstreymi jarðhitalofttegunda Tenging við rafveitukerfi Vinnubúðir Efnistaka...46 Desember 2005 IX VGK 2005

11 3.4 LOSUN ÚRGANGS EINKENNISTÖLUR FRAMKVÆMDAR SKIPULAG OG VERND ALMENNT STAÐA SKIPULAGS NÁTTÚRUMINJAR VATNSVERND ÞJÓÐMINJAVERND AÐFERÐAFRÆÐI INNGANGUR MAT Á UMHVERFISÁHRIFUM ÁHRIFAÞÆTTIR UMHVERFISÞÆTTIR ATHUGUNARSVÆÐI UMHVERFISÁHRIF FRAMKVÆMDA INNGANGUR JARÐHITI OG ORKUFORÐI Inngangur Áhrif framkvæmdar Mótvægisaðgerðir Niðurstöður VATNAFAR Inngangur Áhrif framkvæmdar Mótvægisaðgerðir Niðurstöður LANDSLAG Áhrif framkvæmda Mótvægisaðgerðir Niðurstöður LOFTGÆÐI Áhrif framkvæmdar Niðurstöður HLJÓÐVIST Áhrif framkvæmdar Mótvægisaðgerðir Niðurstöður FERÐAÞJÓNUSTA OG ÚTIVIST Áhrif framkvæmdar Mótvægisaðgerðir Niðurstöður GRÓÐUR Áhrif framkvæmdar Mótvægisaðgerðir Niðurstöður DÝRALÍF Áhrif framkvæmdar Niðurstöður LÍFRÍKI HVERASVÆÐA Áhrif framkvæmdar Niðurstöður MENNINGARMINJAR Áhrif framkvæmdar Niðurstöður LANDNOTKUN Áhrif framkvæmdar Niðurstöður Desember 2005 X VGK 2005

12 6.13 BYGGÐ OG ÍBÚAÞRÓUN Áhrif framkvæmdar Niðurstöður SAMGÖNGUR Áhrif framkvæmdar Niðurstöður SKIPULAG OG VERND Áhrif framkvæmdar Mótvægisaðgerðir Niðurstöður NIÐURSTÖÐUR MATS Á UMHVERFISÁHRIFUM NIÐURSTÖÐUR HEILDARÁHRIF VÖKTUN OG EFTIRLIT INNGANGUR EFTIRLIT MEÐ JARÐHITASVÆÐINU EFTIRLIT MEÐ BREYTINGUM Á LANDI VIÐ VINNSLU EFTIRLIT MEÐ LÍFRÍKI EFTIRLIT MEÐ GRUNNVATNI EFTIRLIT MEÐ BREYTINGUM Á FRÁRENNSLI EFTIRLIT MEÐ LOSUN JARÐHITALOFTTEGUNDA AÐRIR ÞÆTTIR KYNNING OG SAMRÁÐ ALMENNT KYNNING MATSÁÆTLUNAR KYNNING MATSSKÝRSLU ORÐSKÝRINGAR SÉRFRÆÐISKÝRSLUR HEIMILDIR MYNDIR Mynd 1. Horft til norðurs yfir hluta framkvæmdasvæðis Hellisheiðarvirkjunar og Skarðsmýrarfjall, Hengill í baksýn (Ljósmynd: Emil Þór 2002)....1 Mynd 2. Dreifing jarðhita á Hengilssvæði og eldstöðvarkerfi...8 Mynd 3. Útdráttur úr jarðfræðikorti af Hengilssvæði (Kristján Sæmundsson 2003)...10 Mynd 4. Jarðhita og sprungukort af Hellisheiði (Kristján Sæmundsson, 2003) Mynd 5. Útreiknaður hiti á Hengilssvæði miðað við styrk koldíoxíðs í gufu...12 Mynd 6. Viðnám 100 m undir sjávarmáli, brot (bláar línur eru samkvæmt jarðfræðikorti, grænar línur samkvæmt skjálftavirkni) og yfirborðsjarðhiti (rauðir deplar) og borholur sunnan og austan Hengils (svartar stjörnur)...13 Mynd 7. Hugmyndalíkan af jarðhitanum í Hengli Mynd 8. Grunnvatnsstraumar samkvæmt endurbættu hermilíkani Vatnaskila Mynd 9. Gróðurlendi á framkvæmdasvæði stækkunar Hellisheiðarvirkjunar Mynd 10. Ársverk eftir atvinnugreinum í Ölfusi 1997 (Byggðastofnun) Mynd 11. Menningarminjar á Hellisheiði...27 Mynd 12. Vinnslurás Hellisheiðarvirkjunar með fyrirhugaðri stækkun Mynd 13. Leið vegar upp á Skarðmýrarfjall séð frá vegi að holum HE-6 og HE Mynd 14. Dæmi um fyrirkomulag á borstæði...38 Mynd 15. Fyrirkomulag á borstæði við borun HE-17 á Hellisheiði Mynd 16. Borteigur þar sem verið er að bora 3. holuna HE-17. Einnig sjást skýli og hljóðdeyfar við þær holur sem búið er að bora, HE-6 og HE Mynd 17. Frárennsli frá hljóðdeyfi...42 Mynd 18. Náma í Hamragili í júní 2005, horft í suðvestur af Skarðsmýrarfjalli...47 Mynd 19. Fyrirhuguð efnistökusvæði vegir, lagnaleiðir og borsvæði á Skarðsmýrarfjalli...48 Desember 2005 XI VGK 2005

13 Mynd 20. Fyrirhugað efnistökusvæði við Víkingsskála Mynd 21. Horft yfir til suðurs yfir fyrirhugað efnistökusvæði á Skarðsmýrarfjalli...50 Mynd 22. Útdráttur úr aðalskipulagi Ölfuss (Landmótun, 2003) Mynd 23. Skilgreining undirsvæða á Hengilssvæði Mynd 24. Hugmyndalíkan af jarðhitakerfi...62 Mynd 25. Hitadreifing í jörðu um Hengil, milli Selvogs og Þingvallavatns...63 Mynd 26. Spár um þróun á vermi og rennsli við vinnslu á Skarðsmýrarfjalli...65 Mynd 27. Spá um heildarvinnslu úr holum á Hellisheiði, án (svart) og með (rautt) nýju borsvæði á Skarðsmýrarfjalli Mynd 28. Spá um rennsli háþrýstigufu úr holum á Hellisheiði, án (svart) og með (rautt) nýju borsvæði á Skarðsmýrarfjalli. Skilið er við 10 bör-a...66 Mynd 29. Spá um meðalvermi holna á Hellisheiði, án (svart) og með (rautt) nýju borsvæði á Skarðsmýrarfjalli Mynd 30. Spá um rennsli háþrýstigufu úr holum á Nesjavöllum, án (svart) og með (rautt) nýju borsvæði á Skarðsmýrarfjalli. Skilið er við 10 bör-a...67 Mynd 31. Meðalafl vinnsluholna á íslenskum háhitasvæðum. Heildarfjölda boraðra holna, án tillits til árangurs, er deilt í uppsett afl rafmagnsvéla...68 Mynd 32. Þróun gufumassa í Hengilslíkönum við mismikla vinnslu og niðurrennsli...70 Mynd 33. Spá um þrýstiniðurdrátt í miðju borsvæði Hellisheiðar, við mismikla vinnslu og niðurrennsli...71 Mynd 34. Spá um jöfnun hita í miðju borsvæði Hellisheiðar, við mismikla vinnslu...71 Mynd 35. Niðurrennslisvæði í Svínahrauni og eftirlitsholur við Lambafell...75 Mynd 36. Hitaferlar í borholum nærri Þrengslavegamótum (HN-1 og 2) og sunnan Lambafells (HK-25 og 26) (Íslenskar orkurannsóknir) Mynd 37. Skýringarmynd jarðlög og grunnvatnsstraumar snið (Íslenskar orkurannsóknir) Mynd 38. Tölvugerð mynd af stöðvarhúsi Hellisheiðarvirkjunar við Kolviðarhól séð sunnan frá, Þverfell í baksýn (Teiknistofan) Mynd 39. Tölvugerð mynd af stöðvarhúsi Hellisheiðarvirkjunar við Kolviðarhól séð norðan frá, Stóra-Reykjafell og Dauðadalur í baksýn (Teiknistofan) Mynd 40. Syðsta lagnaleið niður af Skarðsmýrarfjalli um Hamragil. Horft í austur af Hamragilsvegi, fremst er skiljustöð í byggingu og efnislosunarsvæði Mynd 41. Lagnaleið ofan af Skarðsmýrarfjalli um námu í Hamragili eins og náman er í dag, áður en landmótun fer fram. Frá þessu sjónarhorni sést lagnaleið niður í Sleggjubeinsdal...85 Mynd 42. Lagnaleið niður af Skarðsmýrarfjalli, horft af vegi yfir núverandi skíðasvæði Víkings í Sleggjubeinsdal. Til hægri sést efri hluti lagnaleiðarinnar um námu í Hamragili Mynd 43. Virkjunarsvæðið neðan Hellisskarðs og lagnaleiðir á Skarðsmýrarfjalli, horft norðvestur frá breyttum Suðurlandsvegi í Svínahrauni Mynd 44. Fyrirhugaður vegur uppá Skarðsmýrarfjall og lagnaleið séð af Hellisheiði...87 Mynd 45. Framkvæmdasvæði Hellisheiðarvirkjunar neðan Hellisskarðs, horft til suðvesturs af Skarðsmýrarfjalli ofan við Hamragil Mynd 46. Niðurrennslissvæði í Svínahrauni og leið niðurrennslisæðar, horft til norðvesturs úr Hveradalabrekku...88 Mynd 47. Skarðsmýrarfjall séð frá gönguleið í miðjum Innstadal...89 Mynd 48. Skarðsmýrarfjall séð frá gönguleið austast í Innstadal við Þrengsli...90 Mynd 49. Við skála í miðjum Innstadal sést lítið til borsvæða á Skarðsmýrarfjalli Mynd 50. Horft í suðaustur til Skarðsmýrarfjalls af gönguleið upp á Hengil nokkru ofan við Sleggjubeinsskarð Mynd 51. Borsvæði á Skarðsmýrarfjalli séð norðan frá úr hlíðum Hengils Mynd 52. Borsvæði á Skarðsmýrarfjalli, horft til suðvesturs af gönguleið niður í Innstadal af Hengli Mynd 53. Horft yfir austanvert Skarðsmýrarfjall úr hlíðum Hengils...92 Mynd 54. Lega vegar upp á Skarðsmýrarfjall og lagnaleiðir séð frá Gígahnúki Mynd 55. Efnistöku og borsvæði á Skarðsmýrarfjalli, sneiðingar á vesturbrún. Staðsetning sniða er sýnd á teikningu 6 (Landslag)...95 Mynd 56. Losun gróðurhúsalofttegunda miðað við mismunandi orkugjafa (Hunt, 2000). Upplýsingar um Kröflu VGK (2001), Nesjavellir og Hellisheiði reiknuð gildi Mynd 57. Styrkur koldíoxíðs í gufu frá Nesjavallavirkjun...98 Mynd 58. Upplýsingaskilti á Gígahnúk Mynd 59. Athugunarsvæði ferðamálakönnunar RRF (Landmótun) Mynd 60. Á Skarðsmýrarfjalli horft til norðurs, 6000 ára gígaröð fremst til hægri Desember 2005 XII VGK 2005

14 TÖFLUR Tafla 1. Umsjón verkefnis og samstarfsaðilar....4 Tafla 2. Samantekt: Landslagsgildi helstu hluta Hengilssvæðisins Tafla 3. Stærð ríkjandi gróðurlenda á Hengilssvæði og Hellisheiði Tafla 4. Flokkun áhættuþátta við virkjun háhitasvæða Tafla 5. Áætlanir um uppbyggingu Hellisheiðarvirkjunar...33 Tafla 6. Áætluð þörf fyllingarefna Tafla 7. Helstu einkennistölur framkvæmdar við stækkun Hellisheiðarvirkjunar Tafla 8. Tímaáætlun mats á umhverfisáhrifum Tafla 9. Styrkur aðalefna í affallsvatni...79 Tafla 10. Styrkur snefilefna í affallsvatni Tafla 11. Áætlað jarðrask og svæði sem fer undir mannvirki vegna stækkunarinnar...83 Tafla 12. Niðurstöður mats á umhverfisáhrifum stækkunar Hellisheiðarvirkjunar TEIKNINGAR Teikning 1. Yfirlitsmynd af framkvæmdasvæði stækkunar Hellisheiðarvirkjunar. 149 Teikning 2. Yfirlitsmynd af framkvæmdasvæði stækkunar Hellisheiðarvirkjunar. 150 Teikning 3. Deiliskipulagsuppdráttur virkjunarsvæðis á Hellisheiði, 1: Teikning 4. Deiliskipulagsuppdráttur virkjunarsvæðis á Hellisheiði, 1: Teikning 5. Sýnileiki framkvæmda og hljóðstig í nágrenni við framkvæmdasvæði. 153 Teikning 6. Efnistöku- og borsvæði á Skarðsmýrarfjalli, möguleg landmótun. 154 Teikning 7. Efnistöku- og borsvæði á Skarðsmýrarfjalli, sneiðingar á vesturbrún. 155 Desember 2005 XIII VGK 2005

15 Desember 2005 XIV VGK 2005

16 1 INNGANGUR 1.1 Almennt Orkuveita Reykjavíkur áformar stækkun rafstöðvar jarðgufuvirkjunar sinnar á Hellisheiði í Sveitarfélaginu Ölfusi, sjá teikningu 1. Gert er ráð fyrir að uppbyggingin verði í 40 MW e einingum líkt og rafstöð þeirrar virkjunar sem nú er í byggingu við Kolviðarhól. Til þess að mögulegt verði að auka vinnslu jarðhita á Hellisheiðarsvæðinu þarf að stækka orkuvinnslusvæðið og bora vinnsluholur á Skarðsmýrarfjalli norðan núverandi virkjunarsvæðis á Hellisheiði, sjá mynd 1. Áætlað er að vinnsla á Skarðsmýrarfjalli geti nægt til allt að 120 MW e rafmagnsframleiðslu. Umrætt svæði er innan þess hluta háhitasvæðisins í Henglinum, þar sem Orkuveitan hefur rannsóknarleyfi með fyrirheit um forgang um jarðhitanýtingu og á jafnframt mikil lönd innan þess. Borsvæði á Skarðsmýrarfjalli eru valin með það að leiðarljósi að nýta jarðhita á þessum slóðum án þess að raska svæðum í Innstadal, Miðdal og Fremstadal. Mat á vinnslumöguleikum á svæðinu er hluti af mati á umhverfisáhrifum. Framkvæmd vegna stækkunar Hellisheiðarvirkjunar felur í sér vinnslu jarðhita, vegi, borholur, vatnsöflun, gufuveitu, stöðvarhús, kæliturna, niðurrennslisveitu og efnistöku. Gert er ráð fyrir að stöðvarhús- og kæliturnar vegna stækkunarinnar verði reist á byggingarreit Hellisheiðarvirkjunar við Kolviðarhól. Mynd 1. Horft til norðurs yfir hluta framkvæmdasvæðis Hellisheiðarvirkjunar og Skarðsmýrarfjall, Hengill í baksýn (Ljósmynd: Emil Þór 2002). Á virkjunarsvæði Orkuveitu Reykjavíkur á Hellisheiði hafa verið boraðar samtals 17 holur fyrir Hellisheiðarvirkjun frá því að borað var við Kolviðarhól árið Farið hefur fram mat á umhverfisáhrifum núverandi virkjunar og féllst Skipulagsstofnun á framkvæmdina með nokkrum skilyrðum. Framkvæmdir við virkjunina eru nú í fullum gangi. Orkuveita Reykjavíkur kynnti breytingar á vinnslurás Hellisheiðarvirkjunar fyrir Skipulagsstofnun í mars Sú breyting er ekki hluti af þeirri stækkun sem er til umfjöllunar í Desember VGK 2005

17 þessari skýrslu. Könnun á aflþörf hitaveitu á veitusvæði Orkuveitu Reykjavíkur leiddi í ljós að varmastöð verður fullnýtt á bilinu 2020 til Hámarksþörf hitaveitu er einnig árstíðabundin. Til að nýta jarðhitann betur var kannað hvort auka megi rafmagnsframleiðslu þegar ekki er þörf á heitavatnsframleiðslu. Niðurstaðan er að í 120 MW e virkjun megi framleiða um 30 MW e í rafmagni til viðbótar, samhliða 200 MW th varmaframleiðslu. Breytingin felst í því að bæta skiljuvatnsvirkjun við þá virkjun sem nú er í byggingu þannig að rafmagnsframleiðsla eykst úr 120 MW e í 150 MW e samhliða 200 MW th varmaframleiðslu. Hámarksafköst varmaframleiðslu breytast ekki, þar sem hægt verður að draga úr rafmagnsframleiðslu þegar eftirspurn eftir heitu vatni eykst. Ekki þarf að auka vinnslu af svæðinu vegna þessa. Breytingin mun öll rúmast innan núverandi byggingareits við Kolviðarhól. Samkvæmt svari Skipulagsstofnunar dags. 16. mars 2005 við fyrirspurn Orkuveitunnar dags. 1. mars s.l. er framangreind breyting ekki talin tilkynningarskyld til ákvörðunar um matsskyldu. Í október 2004 tilkynnti Orkuveita Reykjavíkur um fyrirhugaðar rannsóknaboranir á fjórum svæðum, á Hengilssvæði og Hellisheiði, til Skipulagsstofnunar til ákvörðunar um matsskyldu framkvæmdanna. Niðurstaða Skipulagsstofnunar var að framkvæmdir vegna rannsóknaborana á Skarðsmýrarfjalli og í Innstadal skyldu háðar mati á umhverfisáhrifum. Í febrúar 2005 óskaði Orkuveitan eftir heimild Skipulagsstofnunar til þess að hefja vinnu við mat á umhverfisáhrifum framkvæmdar vegna jarðhitanýtingar á Skarðsmýrarfjalli í stað rannsóknaborana og var fallist á þá málsmeðferð. Verkfræðistofu Guðmundar og Kristjáns hf. (VGK) hefur verið falið að hafa umsjón með mati á umhverfisáhrifum stækkunar Hellisheiðarvirkjunar og gerð matsskýrslu. 1.2 Markmið framkvæmdar Markmiðið með stækkun Hellisheiðarvirkjunar er að mæta aukinni eftirspurn atvinnuvega eftir raforku. Undanfarin ár hefur raforkumarkaður á Íslandi vaxið mikið t.a.m. með stækkun álversins í Straumsvík, stækkun járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga og byggingu álvers Norðuráls á Grundartanga. Þegar hefur verið gerður samningur við Norðurál um afhendingu á 80 MW af rafmagni árið 2006 sem verður framleitt í núverandi virkjun. Gert er ráð fyrir að 30 MW rafmagnsframleiðsla lágþrýstivélar virkjunarinnar fari inn á almennan markað og að hún verði tekin í notkun Nú liggur fyrir viljayfirlýsing um stækkun Norðuráls og hlut Orkuveitu Reykjavíkur í rafmagnsframleiðslu vegna hennar. Samningur við Norðurál liggur fyrir. Hann er með fyrirvara um mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar stækkunar Hellisheiðarvirkjunar. Samkvæmt samningnum er ætlunin að frá stækkuninni afhendi Orkuveitan 35 MW í september 2008 og önnur 35 MW í nóvember sama ár. Þá eru eftir 10 MW í þessum áfanga sem fara í eigin notkun orkuversins og inn á almennan markað Orkuveitu Reykjavíkur. Einnig hefur Orkuveitan gert samkomulag við Alcan um sölu á raforku vegna hugsanlegrar stækkunar álversins í Straumsvík. Til að tryggja viðskiptavinum Orkuveitunnar fullnægjandi öryggi og til að anna vaxandi eftirspurn á næstu árum er ljóst að fyrirtækið þarf að auka framleiðslugetu sína á raforku. 1.3 Áætlun um stækkun Hellisheiðarvirkjunar Áætlanir um stækkun Hellisheiðarvirkjunar eru gerðar með hliðsjón því sem þekkt er um virkjunarsvæðið á Hellisheiði og stærð fyrirhugaðs vinnslusvæðis á Skarðsmýrarfjalli. Gert er ráð fyrir að fyrstu vinnsluholurnar fyrir stækkunina verði boraðar árið 2006, sjá nánari umfjöllun í kafla 3.1. Reynist hagkvæmt að nýta borholur verða þær tengdar við gufuveitu Hellisheiðarvirkjunar. Niðurstöður rannsókna á borholum verða notaðar til að gera nánari áætlanir um uppbyggingu stækkunarinnar. Desember VGK 2005

18 1.4 Matsskylda Í 2. lið 1. viðauka með lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum kemur fram að jarðvarmavirkjanir með 50 MW uppsett varmaafl eða meira og orkuver með 10 MW uppsett rafafl eða meira eru háð mati á umhverfisáhrifum. Slíkar framkvæmdir eru matsskyldar samkvæmt 5. grein í lögunum. Skipulagsstofnun féllst á það að jarðhitanýting á Skarðsmýrarfjalli væri matsskyld framkvæmd samkvæmt 6. gr., samanber lið 13 a í 2. viðauka og 3. viðauka fyrrnefndra laga, vegna eðli framkvæmdarinnar, staðsetningar og eiginleika hugsanlegra áhrifa hennar, samanber bréf stofnunarinnar dags. 16. febrúar Jarðhitanýting á Skarðsmýrarfjalli er hluti af fyrirhugaðri framkvæmd og er stækkun Hellisheiðarvirkjunar því matsskyld. 1.5 Leyfi Framkvæmdir vegna stækkunar Hellisheiðarvirkjunar eru háðar eftirfarandi leyfum: Rannsóknarleyfi frá iðnaðarráðherra samkvæmt 4. gr. laga nr. 57/1998 um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu. Þann 7. maí 2001 veitti iðnaðarráðherra Orkuveitu Reykjavíkur leyfi til rannsókna á jarðhita á Hengilssvæðinu og fyrirheit um forgang að nýtingarleyfi sbr. 5. gr. fyrrnefndra laga. Leyfið gildir frá 1. júní 2001 til 1. júní Nýtingarleyfi til vinnslu jarðhita veitt af iðnaðarráðherra samkvæmt og 18. gr. í lögum nr. 57/1998 um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu. Virkjunarleyfi þarf til að reisa og reka raforkuver veitt af iðnaðarráðherra samkvæmt 4., 5. og 6. gr. raforkulaga ar. 65/2003. Framkvæmdaleyfi sem Sveitarfélagið Ölfus veitir samkvæmt 27. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Byggingarleyfi sem Sveitarfélagið Ölfus veitir samkvæmt 36. og 43. gr. skipulagsog byggingarlaga nr. 73/1997. Starfsleyfi sem Heilbrigðisnefnd Suðurlands veitir samkvæmt 6. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og 9. gr. reglugerðar nr. 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun, samanber fylgiskjal 2 liði 9.1, 10.4 og 10.7, gr. 5 og 12 í reglugerð nr. 796/1999 um varnir gegn mengun vatns og 14. gr reglugerðar nr. 797/1999 um varnir gegn mengun grunnvatns. Leyfi fornleifaverndar ríkisins ef hrófla þarf við fornleifum, samkvæmt 10. gr. Þjóðminjalaga nr. 107/ Rammaáætlun Verkefnisstjórn um gerð rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma (2003) gerir ráð fyrir samtals átta núverandi og mögulegum vinnslusvæðum í Hengli (Orkustofnun, 2003). Tvö mögulegra vinnslusvæða eru utan þess svæðis sem Orkuveita Reykjavíkur er með rannsóknarleyfi, þ.e. Grændalur og Hveragerði. Tvö af þessum svæðum eru síðan Nesjavellir og Hellisheiði. Svæðin sem í rammaáætlun eru nefnd í Þverárdal og á Ölkelduhálsi má líklega vinna saman ef þar finnst næg orka. Sjöunda og áttunda svæðið eru svo Innstidalur og Hverahlíð. Öll svæðin sem eru innan jarðhitarannsóknarsvæðis Orkuveitunnar falla í umhverfisflokk (a) fyrir virkjanir sem teknar voru til skoðunar í 1. áfanga rammaáætlunar og taldar eru hafa minnst umhverfisáhrif. Desember VGK 2005

19 1.7 Umsjón verkefnis og samstarfsaðilar Orkuveita Reykjavíkur er framkvæmdaraðili. Verkfræðistofa Guðmundar og Kristjáns hf. (VGK) er aðalráðgjafi við mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. Aðrir ráðgjafar við matið eru Fornleifastofnun Íslands, Íslenskar orkurannsóknir, Náttúrufræðistofnun Íslands, Verkfræðistofan Vatnaskil hf. og ráðgjafahópur um Hellisheiðarvirkjun. Í ráðgjafahópnum eru: Fjarhitun hf., Landslag ehf., Rafhönnun hf., Rafteikning hf., Teiknistofan ehf. og VGK. Tafla 1. Umsjón verkefnis og samstarfsaðilar. Fyrirtæki Nafn Starfsheiti Verkefnisstjórn Orkuveita Reykjavíkur Einar Gunnlaugsson Ingólfur Hrólfsson Jarðfræðingur Verkfræðingur VGK Claus Ballzus Verkfræðingur Umsjón mats á umhverfisáhrifum og ritstjórn skýrslu VGK Auður Andrésdóttir Jarðfræðingur Sérfræðingar sem lögðu til efni í skýrsluna Fornleifastofnun Íslands Oddgeir Hansson Fornleifafræðingur Íslenskar orkurannsóknir Náttúrufræðistofnun Íslands Guðmundur Ó. Friðleifsson Grímur Björnsson Kristján Sæmundsson Guðmundur Guðjónsson Kristbjörn Egilsson Kristinn H. Skarphéðinsson Jarðfræðingur Jarðeðlisfræðingur Jarðfræðingur Landfræðingur Líffræðingur Líffræðingur Orkuveita Reykjavíkur Gestur Gíslason Jarðfræðingur Verkfræðistofan Vatnaskil hf. Snorri P. Kjaran Verkfræðingur VGK Óskar Sigurðsson Landfræðingur Ráðgjafarhópur um Hellisheiðarvirkjun Fjarhitun hf. Landslag ehf. Rafhönnun hf. Rafteikning hf. Teiknistofan ehf. VGK Byggingar, vegir, vatns- og gufulagnir Landslagsarkitektar Stýribúnaður Rafbúnaður Arkitektar Verkefnisstjórn, vélbúnaður 1.8 Núllkostur Hér er fjallað um núll kost, það er þann möguleika að ekki verði af stækkun á Hellisheiðarvirkjunar. Ef ekkert verður af framkvæmdum má reikna með að náttúran og umhverfið muni þróast eftir eigin lögmálum án áhrifa virkjunar á svæðinu. Desember VGK 2005

20 Verði ekki ráðist í framkvæmdina verður ekki hægt að standa við markmiðið með stækkun virkjunarinnar, sem er að mæta aukinni eftirspurn atvinnuvega og almennings eftir raforku. 1.9 Uppbygging matsskýrslu Matsskýrslunni er skipt í tíu megin kafla: 1. Inngang, til að kynna framkvæmdina, framkvæmdaraðila, ráðgjafa og áætlun um uppbyggingu virkjunarinnar. 2. Lýsingu staðhátta og umhverfis á og við framkvæmdasvæðið. 3. Lýsingu framkvæmdar, einstakir framkvæmdaþættir raktir og skýrðir. 4. Umfjöllun um stöðu skipulags og vernd á framkvæmdasvæðinu. 5. Lýsingu á efnistökum matsins. 6. Greinargerð um þau umhverfisáhrif sem fram hafa komið við matið ásamt þeim mótvægisaðgerðum sem fyrirhugaðar eru. 7. Helstu niðurstöður matsins dregnar saman og heildaráhrif metin. 8. Tillögur um eftirlit með jarðhitasvæðinu, breytingum á landi, lífríki og grunnvatni ásamt tillögum um eftirlit með virkjuninni og áhrifum hennar á rekstrartíma. 9. Greinargerð um kynningar og samráð sem farið hefur fram og fyrirhugað er vegna mats á umhverfisáhrifum. Desember VGK 2005

21 Desember VGK 2005

22 2 STAÐHÆTTIR OG UMHVERFI 2.1 Inngangur Hengilssvæðið er eitt af stærstu háhitasvæðum landsins og samkvæmt dreifingu hita, ummyndunar á yfirborði og viðnámsmælingum er stærð svæðisins um 110 km 2 (Iðnaðarráðuneytið, 1994). Miðað við stærð svæðisins reiknar iðnaðarráðuneytið með því að svæðið geti staðið undir GWh/ár raforkuvinnslu í 50 ár og 690 MW e uppsettu afli. Yfirgripsmiklar rannsóknir hafa farið fram á Hengilssvæðinu á undanförnum árum og áratugum. Þær hafa að stórum hluta verið kostaðar af Orkuveitu Reykjavíkur. Í framhaldi af yfirborðsrannsóknum Íslenskra orkurannsókna og borun á rannsókna- og vinnsluholum fyrir Hellisheiðarvirkjun er Skarðsmýrarfjall eitt af þeim svæðum á Hengilssvæðinu, sem helst eru talin koma til greina sem framtíðarvinnslusvæði. Framkvæmdir tengdar fyrirhugaðri stækkun Hellisheiðarvirkjunar verða á Skarðsmýrarfjalli og á núverandi virkjunarsvæði á Hellisheiði. Eins og greint er frá í kafla 1.1 voru rannsóknaboranir á fjórum hugsanlegum framtíðarvirkjunarsvæðum tilkynntar til Skipulagsstofnunar haustið 2004 til ákvörðunar um matsskyldu. Eitt þessara svæða er Innstidalur og var meðal annars fyrirhugað að bora rannsóknaholur í dalnum og uppi á Skarðsmýrarfjalli. Varðandi fyrirhugaða stækkun Hellisheiðarvirkjunar, þá er lögð áhersla á að ekki verður um neinar framkvæmdir að ræða í Innstadal. Umfjöllum um staðhætti og umhverfi í eftirfarandi köflum byggir að miklu leyti á upplýsingum úr fyrirliggjandi rannsóknarskýrslum. Þar á meðal eru skýrslur um rannsóknir sem gerðar voru á jarðfræði, jarðhita og orkuforða, vatnafari, landslagi, gróðri, dýralífi, fornleifum, ferðaþjónustu og útivist, auk veðurathugana, vegna mats á umhverfisáhrifum Hellisheiðarvirkjunar á tímabilinu 2001 til Jafnframt er byggt að niðurstöðum athugana sem farið hafa fram á rannsóknarsvæði Orkuveitunnar á Hengilssvæðinu eftir Jarðfræði Einkenni svæðisins Jarðfræði Hengilssvæðisins hefur verið kortlögð og hefur komið út jarðfræðikort af ýmsum hlutum svæðisins (Helgi Torfason o. fl., 1983, Knútur Árnason o. fl. 1986, 1987). Endurskoðað jarðfræðikort af öllum Henglinum í kvarðanum 1: kom út 1995 (Kristján Sæmundsson, 1995a) auk korts af jarðhita, ummyndun og grunnvatni (Kristján Sæmundsson, 1995b). Jarðfræði- og jarðhitakortin af Hengilssvæði frá 1995 hafa nú enn verið endurskoðuð sunnan Hengils í tengslum við undirbúning Hellisheiðarvirkjunar (Kristján Sæmundsson og Guðmundur Ómar Friðleifsson, 2004). Auk þessa hefur komið út rit um Hengilssvæðið þar sem m.a. er fjallað um jarðfræði svæðisins (Sigurður Kristinsson og Kristján Sæmundsson, 1996). Hengilssvæðið er í miðju vestara gosbeltinu, sem nær frá Reykjanesi og norður í Langjökul. Berggrunnur er að mestu móberg sem myndast hefur undir jökli á síðustu jökulsskeiðum ísaldar. Á jöðrum svæðisins kemur blágrýti fram undan móberginu. Það sést t.d. í Jórukleif, Húsmúla og í Fram-Grafningi (Gísli Gíslason og Yngvi Þór Loftsson, 1997). Háhitasvæðið í Henglinum nær yfir tvær megineldstöðvar og nágrenni þeirra (Sigurður Kristinsson og Kristján Sæmundsson, 1996). Önnur, Hveragerðiseldsstöðin, er útdauð og sundurgrafin. Hin er virk og nær yfir Hengil og Hrómundartind. Hún skiptist í tvær gosreinar (eldstöðvarkerfi). Önnur liggur um Henglafjöll, hin um Hrómundartind. Milli Desember VGK 2005

23 gosreinanna skilur Þverárdalur og Bitra sem fyllt hefur framhald dalsins til suðurs. Mynd 2 sýnir dreifingu jarðhita á Hengilssvæði sem rauða bletti. Jafnframt eru eldstöðvarkerfin þrjú sýnd. Þau svæði sem þegar eru virkjuð eða ákvörðun hefur verið tekin um að virkja fyrir Orkuveitu Reykjavíkur eru í virka sprungusveimnum frá Nesjavöllum í norðri suður á Hellisheiði. Háhitasvæðið í Henglinum er a.m.k. þrískipt og tengist sú skipting eldstöðvakerfum. Mynd 2. Dreifing jarðhita á Hengilssvæði og eldstöðvarkerfi. 1. Vestast er Hengilskerfið sem tengist eldstöðvakerfi Hengilsins. Það nær frá Nesjavöllum suðvestur í Hveradali og Hverahlíð. Jarðhitinn er mestur og samfelldastur utan í Hengli alls staðar nema norðvestan megin. Þar er enginn jarðhiti. Fjallið sjálft er ummyndað af jarðhita nema norðvesturhlutinn. Suðvestur frá Hengli eru strjálar hveraþyrpingar. Brennisteinshverir eru mestir vestan til í Hengli, þ.e. í Sleggjubeinsdal og í krikanum sem gengur inn með Hengli norður úr Innstadal, en einnig er nokkuð um hann í Hveradölum og á Nesjavöllum. 2. Ölkelduhálssvæðið, sem tengist Hrómundartindseldstöðinni, sker sig úr fyrir kolsýrulaugarnar sem eru í þyrpingu frá Ölkelduhálsi suður í Reykjadal norðan undir Molddalahnúkum. Norðan og sunnan við eru í framhaldi af þessari þyrpingu venjuleg gufuhverasvæði í Hverakjálka og við Hrómundartind. 3. Suðaustasti hluti Hengilssvæðisins er í Hveragerðiseldstöðinni. Ef nefna ætti eitthvert sérkenni þess, þá væru það kísilhverirnir í Hveragerði og á Reykjum, eða hinar fjölmörgu laugar sem spretta fram úr berghlaupunum í Grændal. Innan um eru gufuhverir sem gjarnan fylgja sprungum tengdum Suðurlandsskjálftum. Eldstöðvarkerfið í Hengli (Hengilskerfið) er yngst og virkast. Frá ísaldarlokum, þ.e. síðustu ár eru þekkt þrjú eldgos í Hengilskerfinu, en þau voru lengi talin fjögur (Kristján Desember VGK 2005

24 Sæmundsson, 2003). Hraunin eru almennt kölluð Hellisheiðarhraun (mynd 3). Síðast gaus þar fyrir um árum (D-hraun). Þá runnu hraunið á Hellisheiði og Nesjahraun í Grafningi. Gaus á 25 km langri sprungu, sem náði frá Eldborg undir Meitlinum, um Hellisheiði, Innstadal og norðaustur í Sandey í Þingvallavatni. Næsta gos þar á undan var fyrir um árum (B/C-hraun) og um ár eru síðan fyrsta gos á nútíma varð (Ahraun). Síðast gaus í nágrenni Hengils árið Þá rann Svínahraunsbruni. Upptök hans eru í næstu sprungurein vestan Hengils, í svokallaðri Bláfjallarein. Síðast voru umbrot í Hengilskerfinu árið Þá gliðnaði og seig spilda á sprungubeltinu, sem liggur yfir Dyrafjöll og Hestvík og þaðan norður yfir Þingvallavatn milli Almannagjár og Hrafnagjár, um 1-2 m. Ekki er vitað hvort sprunguhreyfingarnar náðu þá til Hengilskerfisins alls. Jarðhræringar urðu einnig í Selvogi og ollu húshruni, en slíks er annars aldrei getið úr því plássi. Um Hellisheiði er það eitt vitað að þar lifnaði yfir hverum. Sprungurein sem tengist Hengilseldstöðinni sker Hengilseldstöðvarkerfið frá suðvestri til norðausturs, sjá mynd 4. Áhugaverðustu vinnslusvæðin á Hengilssvæðinu tengjast þessari sprungurein, það er Nesjavellir nyrst og Hellisheiði syðst (Einar Gunnlaugsson og Gestur Gíslason, 2005). Eitt af því sem einkennir bæði þessi svæði eru þrjár gosrásir frá nútíma. Þar hefur gosið fyrir um 10, 6 og 2 þúsund árum. Tvær þær síðast nefndu má rekja frá Hellisheiði allt norður í Þingvallavatn. Á Nesjavöllum eru þessar gosrásir taldar helstu uppstreymisrásir jarðhitasvæðisins. Talið er að það sami gildi um Hellisheiðarsvæðið (Hjalti Franzson o.fl. 2005). Kristján Sæmundsson og Guðmundur Ómar Friðleifsson (2004) telja að Litla- Skarðsmýrarfjall og Húsmúli myndi jaðra sigdældar suðvestur hluta Hengilskerfisins. Helstu stóru misgengin á jarðfræðikortinu nefna þeir eftir ákveðnum kennileitum. Stærsta misgengið vestan við aðalsigdældina er stóra Húsmúlamisgengið vestan við Sleggjubeinsdal með um 170 m sig til austurs. Næsta stóra misgengið er kennt við Búastein vestan í Þverfelli, með m færslu til austurs. Þriðja stóra misgengið er efst í Hellisskarði og er nefnt eftir því, það er einnig með austursigi. Þrjú stór misgengi eru austan við aðalsigdældina og fall á þeim til vesturs. Þau eru kennd við Þrengsli, Miðdal og Fremstadal. Þrengsla-misgengið er um 10 m í B/C-hrauninu. Framhald þess til suðvesturs er stærsta misgengið í Skarðsmýrarfjalli norður af holu HE-3. Miðdals-misgengið liggur ofan úr Hengli, þvert yfir Skarðsmýrarfjall og eru hverir báðum megin. Þetta sama misgengi virðist leysa Þrengsla-misgengið af eða þau renna saman í hrauninu sunnan við Skarðsmýrarfjall. Allavega stækkar það til suðvesturs og er stærst misgengjanna norðan frá Smiðjulaut suður fyrir Litla-Sandfell. Fremstadals-misgengið nær norður fyrir Kýrgil og suður á Norðurhálsa. Það er stærst í Litla-Skarðsmýrarfjalli, m. Hveravirkni er á því norður af Kýrgili, í Fremstadal og í Hverahlíð. Upplýsingar um jarðlög neðan yfirborðs á Hellisheiðarsvæðinu eru að mestu fengin úr borholum. Aðallega er um að ræða móberg og hraunlög. Móberg sem myndast við eldgos undir jökli er ríkjandi (Hjalti Franzson og Bjarni Reyr Kristjánsson, 2003, Hjalti Franzson o.fl. 2005). Upplýsingar úr borholum um jarðfræði eru til niður í m dýpi af vestanverðu svæðinu. Upplýsingar um jarðfræði í borholum er gloppóttari neðan um m dýpis af austanverðu svæðinu þar sem algert skoltap hefur verið í borholum þar. Í Hengilskerfinu hefur verið mikil eldvirkni og hlaðist þar upp móbergsfjöll sem mynda hálendi svæðisins. Á hlýskeiðum hafa hraun runnið frá eldstöðvum niður á láglendið umhverfis og hlaðist þar upp. Á Hellisheiði er staflinn að mestu móberg á miðhluta svæðisins og á vestanverðu svæðinu skiptast á hraunlög og móberg. Í holu KhG-1 við Kolviðarhól er yfirborð þykkrar hraunlagasyrpu á um 900 m dýpi undir sjávarmáli. Talið er að þessi hraunlagasyrpa sé á m dýpi u.s. um miðbik Hellisheiðarsvæðisins samkvæmt upplýsingu úr nýlegum borholum þar. Á Nesjavöllum eru hraunlög ráðandi á samsvarandi dýpi. Desember VGK 2005

25 Orkuveita Reykjavíkur Mynd 3. Útdráttur úr jarðfræðikorti af Hengilssvæði (Kristján Sæmundsson 2003). Desember VGK 2005

26 Mynd 4. Jarðhita og sprungukort af Hellisheiði (Kristján Sæmundsson, 2003). Desember VGK 2005

27 Öll fyrrgreind misgengi á Hellisheiðarsvæðinu, nema það vestasta og austasta, hafa hreyfst á nútíma, þ.e. eftir að hraun runnu. Þeim öllum fylgir jarðhiti og hitaskellur, tveim þeim vestustu þó ekki fyrr en í krikanum milli Hengils og Sleggju nyrst í Innstadal. Merki um stóru misgengin hafa greinst í borholum á vesturhluta svæðisins en ekki í borholum á austanverðu svæðinu. Hugsanlega eru þau utan við HE-3 sem er austasta borholan á svæðinu. Innskot eru talin hafa mikil áhrif á lekt jarðlaga á háhitasvæðum og almennt fjölgar þeim með auknu dýpi. Samkvæmt upplýsingum úr borholum er lítið um innskot niður að 800 m u.s. á Hellisheiði, en þeim fjölgar þar fyrir neðan. Fyrstu niðurstöður benda til þess að þéttleiki innskota á Hellisheiði sé minni en á Nesjavöllum. Jarðefnafræði Efnainnihald í hverum, laugum og gufuaugum á Hengilssvæðinu hefur verið kannað og gert yfirlit yfir dreifingu efna og metinn hiti út frá efnainnihaldi (Helgi Torfason o. fl., 1983, Gretar Ívarsson 1996). Frekari vöktun hefur átt sér stað á vegum Orkuveitu Reykjavíkur. Mynd 5 sýnir útreiknaðan hita miðað við styrk koldíoxíðs í gufu (Gretar Ívarsson, 1998). Hiti reiknaður út frá styrk koldíoxíðs í gufu er um 300 C innst inni í Fremstadal og inn í Innstadal. Austan við Skarðsmýrarfjall er hiti lítið eitt lægri. Svæðinu við Ölkelduháls má skipta í tvennt annars vegar vestan til á svæðinu nærri Kýrgili austan í eldstöðvarkerfi Hengilsins. Hins vegar er svæðið austan til á Ölkelduhálsi sem tilheyrir eldstöðvarkerfi kennt við Hrómundartind. Austur undir Ölkelduhnúk gefur gashiti til kynna hitamiðju allt að 300 C heita. Milli þessara svæða er sprungubelti sem var mjög virkt í skjálftahrinunni Mynd 5. Útreiknaður hiti á Hengilssvæði miðað við styrk koldíoxíðs í gufu. Desember VGK 2005

28 Sunnan til á Hellisheiði í Hverahlíð neðan Skálafells er jarðhiti sem sést vel frá veginum yfir heiðina. Hiti miðað við styrk koldíoxíðs í gufu er um C. Á þessu svæði er framhald Suðurlandsbrotabeltisins og þar eru tíðir skjálftar. Dreifing skjálfta sýna vesturaustur stefnu. Á þessu svæði hafa jafnframt komið fram vísbendingar um hátt viðnám undir lágu þó ekki sé það mjög skýrt. Hátt viðnám undir lágu er oft túlkað sem breyting á ummyndun bergs og er hiti þá kominn um og yfir 240 C. Jarðeðlisfræði Á jarðeðlisfræðisviði hafa ýmsar mælingar verið gerðar á Hengilssvæðinu svo sem viðnámsmælingar, þyngdarmælingar, flugsegulmælingar og skjálftamælingar. Niðurstöður hafa verið birtar í skýrslum (Helgi Torfason o.fl. 1983, Knútur Árnason o.fl., 1986 og 1987, Gylfi Páll Hersir o.fl., 1990, Grímur Björnsson og Sigurður Th. Rögnvaldsson, 1995, Sigurður Th. Rögnvaldsson o.fl., 1998a, 1998b og1999, Þóra Árnadóttir o.fl., 2000). Gerðar hafa verið TEM viðnámsmælingar á þeim svæðum Hengilsins sem ekki höfðu verið mæld áður og eru niðurstöður þeirra birtar í skýrslu Knúts Árnasonar og Ingvars Þórs Magnússonar (2001). Viðnámsmælingar sýna viðnámsfrávik með lágviðnámskápu og hærra viðnámi undir, tengd miklu jarðhitakerfi á Hengilssvæði. Samfellt viðnámsfrávik kemur fram frá suðaustanverðum Hengli, yfir Bitru, Ölkelduháls, Molddalahnjúka og yfir í dalina upp af Hveragerði. Út frá samanburði við gögn úr borholum, jarðskjálftamælingum, styrk gastegunda í gufuaugum, þyngdarkort og breytileika hljóðhraða í efri hluta jarðskorpunnar var reynt að draga niðurstöður þessara þátta saman í eina heildstæða mynd af jarðhitavirkni við Hengil og á Hellisheiði, sjá mynd 6. Mynd 6. Viðnám 100 m undir sjávarmáli, brot (bláar línur eru samkvæmt jarðfræðikorti, grænar línur samkvæmt skjálftavirkni) og yfirborðsjarðhiti (rauðir deplar) og borholur sunnan og austan Hengils (svartar stjörnur). Desember VGK 2005

29 Niðurstöður eru í megindráttum þær að djúpt í jörðu er mikið jarðhitakerfi sem líklega er meira og minna samfellt frá dölunum norðan Hveragerðis, yfir um Tjarnarhnjúk og Bitru, Henglafjöll og áfram langt norðvestur undir Mosfellsheiði. Varmagjafar jarðhitakerfisins eru sennilega innskot tengd AV-lægum brotum sem trúlega eiga rót sína í hliðrun rekbeltisins til austurs. Innskotavirknin er mest þar sem AV-læg brot mæta NS-lægum brotum sem tengja þau öðrum AV-lægum brotum sunnar. Jarðhitinn við Hverahlíð er nokkuð afgerandi aðskilinn frá öðrum jarðhita í norðri. Hann er trúlega tengdur innskotum, þar sem AV-læg og NS-læg brot mætast og nokkuð líklegt verður að telja að háhitavirkni teygi sig dýpra í jörðu til vesturs inn í sprungureinina norðaustan við Stóra-Meitil. Borholur Vegna undirbúnings virkjunar á Hellisheiði voru boraðar 7 rannsóknaholur á svæðinu á tímabilinu Allar eru þær hannaðar sem vinnsluholur. Ein rannsóknahola hafði áður verið boruð við Kolviðarhól árið Nú hafa verið boraðar 9 vinnsluholur til viðbótar. Af þeim 16 borholum sem boraðar hafa verið síðan 2001 eru 12 holur stefnuboraðar og er dýpi þeirra á bilinu m. Af rannsóknaborholunum 7 voru 4 stefnuboraðar og skera þær misgengi á m dýpi, þar sem helstu vatnsæðarnar fundust (Einar Gunnlaugsson og Gestur Gíslason 2005). Þar hefur orðið algert skoltap og hafa verið boraðir allt að m við slíkar aðstæður. Hiti í vatnsæðum hefur mælst á bilinu C, en oft mælist hitinn lægri á meira dýpi. Á Hellisheiði hafa rannsóknaholur boraðar fram til 2004 verið rennslisprófaðar. Vermi við prófanir var kj/kg og heildarrennsli á bilinu kg/s. Mælingar á efnainnihaldi sýna að styrkur uppleystra efna er lágur eða minna en 1500 ppm. Styrkur óþéttanlegra jarðhitalofttegunda í gufu er einnig frekar lágur, < 0,5% (Hjalti Franzson o.fl., 2005). 2.3 Orkuforði Hermireikningar á Hengilssvæði Íslenskar orkurannsóknir hafa unnið að gerð reiknilíkans af Hengilssvæðinu fyrir Orkuveitu Reykjavíkur (Grímur Björnsson og Arnar Hjartarson, 2003). Þessi kafli fjallar um orkuforðann á Hengilssvæðinu og byggist á skýrslu Íslenskra orkurannsókna um reiknilíkan af jarðhitakerfum í Hengli. Skýrslan lýsir gerð reiknilíkans af Hengilssvæðinu og hvernig beita má líkaninu til að meta viðbrögð jarðhitakerfanna á Nesjavöllum og á Hellisheiði við aukinni vinnslu í framtíðinni. Bent er á að í kaflanum er hugtakið jarðhitakerfi notað í þrengri merkingu en í umfjöllun um jarðeðlisfræði. Hér er átt við jarðhitakerfi á Nesjavöllum annars vegar og Hellisheiði hins vegar, en í kaflanum um jarðeðlisfræði er átt við jarðhitakerfi Hengilssvæðisins í heild. Tekist hefur að þróa víðtækt reiknilíkan af sprungustykki Hengilsins. Það hermir nær öll þau gögn sem aflað hefur verið um flæði orku og massa á svæðinu frá því að hola 5 er boruð á Nesjavöllum árið Fyrsta útgáfa reiknilíkans Nesjavalla var unnin milli 1984 og 1986 (Guðmundur Böðvarsson o.fl., 1987, 1990 og 1991). Spár gáfu til kynna að Nesjavallasvæðið mundi standa undir ígildi 300 MW heitavatnsvinnslu í 30 ár. Síðan kemur í ljós kringum 1992 að lækkun þrýstings á Nesjavöllum varð ekki jafnhröð og spáð hafði verið (Guðmundur Böðvarsson, 1993). Því var ráðist í að endurkvarða líkanið, sem leiddi til þess að áætluð vinnslugeta svæðisins hækkaði úr ígildi 300 MW heitavatnsvinnslu í 400 MW. Nesjavallalíkanið var síðan endurkvarðað aftur árið 1998 (Guðmundur Böðvarsson, 1998). Í framhaldinu var því spáð að svæðið stæði ágætlega undir 60 MW raforkuvinnslu og 200 MW í varma næstu 30 árin, að því gefnu að boraðar yrðu 4 viðbótarholur. Desember VGK 2005

30 Enn var farið í líkanreikninga milli 1999 og 2000, að þessu sinni með það að markmiði að kanna fýsileika þess að stækka orkuverið á Nesjavöllum í 90 MW rafmagns og 300 MW varma. Niðurstaðan varð að stækkun rafstöðvar í 90 MW væri vel möguleg, en að búast mætti við að holur kólnuðu á svæðisjöðrum eftir því sem fram liði. Því væri eðlilegt að gera ráð fyrir einhverri dölun í rafmagnsframleiðslu seint á spátímanum, en að mikil orka byggi enn sem áður í Nesjavöllum til heitavatnsframleiðslu langt umfram þau 30 ár sem spár náðu yfir. Reiknilíkan fyrir allt Hengilssvæðið hefur verið í þróun allt frá haustinu 2001 og var markmiðið að gera líkan til að meta afkastagetu jarðhitasvæðanna á Nesjavöllum og á Hellisheiði. Eftirfarandi atriði voru höfð að leiðarljósi við gerð reiknilíkansins: Einungis eitt og sama líkanið myndi herma bæði svæðin, Nesjavelli og Hellisheiði. Einungis eitt hita- og massauppstreymi undir Hengli hiti bæði svæðin að núverandi hita- og þrýstiástandi. Hugsanlega megi einnig skýra jarðhitann á Ölkelduhálsi og í Hveragerði með þessu sama uppstreymi, þó önnur uppstreymissvæði kunni fremur að vera þar að verki. Ungar gossprungur, sem ganga bæði gegnum Hellisheiði og Nesjavelli, virka sem meginleiðarar fyrir streymi heita vökvans í jörðinni, út frá uppstreyminu undir Hengli. Eiginleikar jarðlaga á Nesjavöllum verði í upphafi þeir sömu og í eldri reiknilíkönum, og dreifing bergeiginleika á Hellisheiði verði einnig höfð í upphafi reikninga svipuð og á Nesjavöllum. Nýjustu útgáfur af hermiforritum og tölvum eru að baki reiknilíkaninu. Með framangreindri aðferðafræði vannst tvennt: 1) afrakstur fyrri líkanreikninga gengur beint inn í nýja líkanið og 2) nýja líkanið verður fært um að meta áhrif vinnslu úr öðru svæðanna, Nesjavalla eða Hellisheiðar, á hitt. Hugmyndalíkan jarðhitans í Hengli Sem fyrr greinir hníga nú allar rannsóknir til þess að jarðhitanum í Hengli sé stjórnað af samnefndri megineldstöð. Djúpt undir henni hagi þannig hita- og þrýstiástandi að lóðrétt lekt sé greið og að heitur vökvi stígi þar upp. Þessi vökvi leitar síðan út eftir virku sprungustykki Hengilsins, bæði til norðurs í átt að Nesjavöllum en einnig til suðurs í átt að Hellisheiði. Nýlegar boranir á Hellisheiði hafa svo leitt í ljós að hugmyndalíkan um ráðandi lekt í sprungustykki Hengilsins stenst með ágætum, en að ákveðin jaðareinkenni eru komin í jarðhitann á þessu svæði. Megindrættirnir hér eru, líkt og á Nesjavöllum, sprungurein Hengilseldstöðvarinnar, mörkuð af misgengjum. Þá eru áberandi frá nútíma tvær gossprungur á Hellisheiði, sem einnig náðu að gjósa á Nesjavöllum en slitna í sundur um há-hengilinn. Er sú vestri um 6000 ára gömul en sú eystri um 2000 ára. Mynd 7 sýnir á einfaldan hátt það hugmyndalíkan sem nú þykir best lýsa jarðhitanum í Hengilseldstöðinni. Valið er að tvískipta því með dýpi. Ofan 2-3 km dýpis finnast hin hefðbundnu jarðhitakerfi sem seilst er til með nútímaborunum. Þau hafa í tímans rás verið hituð upp með uppstreymi djúpvatns undir Hengli. Þessi vökvi hefur síðan leitað til norðurs og suðurs frá uppstreyminu, mest lárétt en einnig út til yfirborðs um hverasvæði. Þá má vera að staðbundin uppstreymi heits djúpvökva sé að finna víðar, til að mynda við holu 11 á Nesjavöllum þar sem tvö sprungustykki skerast. Desember VGK 2005

31 Hengill Hellisheiði Nesjavellir Fáir gangar Uppstreymi Venjulegur jarðhiti 2-3 km Súperkrítísk hræring Mynd 7. Hugmyndalíkan af jarðhitanum í Hengli. Á Nesjavöllum, norðan Hengils er hiti vaxandi með dýpi og einnig þéttleiki innskota. Meiri upplýsinga hefur verið aflað með borunum nú en þegar hugmyndalíkanið um jarðhitann á Hellisheiði varð til árið Samkvæmt því er talið að á Hellisheiði sé þessu öfugt farið en á Nesjavöllum og að hiti sé viðsnúinn og innskot fátíðari. Líkast til eigi sér stað krossflæði vökva á Hellisheiði. Ofan til sækir heiti og létti varmastraumurinn frá Hengli undan Skarðsmýrarfjalli og áfram til suðurs. Á meira dýpi er vatnið hins vegar orðið kaldara og eðlisþyngra. Það sækir því til norðurs, í átt að Hengilsuppstreyminu. Þar mætir það djúpa og heita uppstreyminu, blandast því, hitnar, léttist og stígur upp til að hefja nýja hringrás í sprungustykkinu. Í reiknilíkaninu er neðri hluti þess látinn enda við strikalínuna á 2-3 km dýpi. Þessi mót í jarðskorpunni verða því algerlega þétt í líkaninu. Nú er að verða sú breyting á hugmyndlíkaninu að viðsnúningur í hita neðan lekra bergfyllinga sigdalsins er ekki talinn jafnmikill og áður var haldið (Grímur Björnsson, 2005a). Spár um þrýstisamgang milli svæða Þrýstilægð virðist á miðri Hellisheiði, milli Hveragerðis og borsvæðis sunnan Skarðsmýrarfjalls. Sett hefur verið fram tilgáta um að sprunga, sem hefur verið mjög virk í skjálftahrinunni í Hengli milli 1994 og 2000, safni vökva og veiti honum til láglendisins í Ölfusi. Sprungan hefur fengið nafnið Bitrusprungan. Erfiðara er að segja fyrir um áhrif vinnslu á Hellisheiði austan sprungunnar sökum þess að ekki er gert ráð fyrir hita- og massauppstreymi norðan Hveragerðis í líkaninu. Þó virðist ljóst að þrýstitruflun frá virkjuninni á Hellisheiði verður mjög lítil og hægfara í Hveragerði og á Ölkelduhálsi. Litlar þrýstingsbreytingar í borholu á Kolviðarhóli, allt frá árinu 1986 leiða til þess að spáð er óverulegum þrýstisamgangi milli virkjanasvæðanna á Hellisheiði og á Nesjavöllum. Hlýtur það að teljast mikilvæg niðurstaða fyrir framtíðarrekstur þessara svæða. Vinnslugögn eru fyrst og fremst til af tveimur svæðum á Hengilssvæðinu, þ.e. á Nesjavöllum og Hellisheiði. Þetta þýðir að líkanið er nákvæmara og nær að herma jarðhitakerfi Hengilsins betur á vinnslusvæðunum en á jöðrunum, þar sem meiri holuþéttleiki gefur möguleika á þéttari reitum í reiknilíkaninu. Til þess að komast betur að því hvort tengsl séu milli vinnslusvæða á Nesjavöllum og Hellisheiði þarf að bora rannsóknaholur á öðrum svæðum. Orkuveita Reykjavíkur fyrirhugar rannsóknaboranir við Hverahlíð og á Ölkelduhálssvæði síðar á þessu ári. Desember VGK 2005

32 2.4 Landslag Hengilssvæði Á Hengilssvæðinu er landslag mótað af gosmyndunum sem hafa hlaðist upp á síðasta jökulskeiði og á nútíma, þ.e. eftir ísöld. Austan til hafa roföflin hins vegar mótað það. Laus jarðlög þekja sléttlendi þar sem ár og lækir hafa dreift framburði, eða setlög safnast í gömul vatnsstæði sem síðar hafa ræst fram. Fjallshlíðar eru hvergi mjög skriðurunnar nema þar sem þykk hraunlög eru í brúnum eða fjöllin eingöngu úr bólstrabergi, því það molnar allt sundur við veðrun. Berghlaup eru algeng í dölunum norður frá Hveragerði og sunnan í Hengli þar sem brattlent er og hitasoðið leirkennt berg er í undirlaginu (Sigurður Kristinsson og Kristján Sæmundsson, 1996). Líffræðistofnun Háskólans vann skýrslu um gildi landslags á Hengilssvæðinu (Þóra Ellen Þórhallsdóttir, 2002). Markmið verkefnis Líffræðistofnunar var í fyrsta lagi að flokka Hengilssvæðið niður eftir megindráttum í landslagi og í öðru lagi að greina hvaða hlutar þess hafa mest gildi vegna landslags, einkum á svæðum sem helst koma til greina fyrir orkuvinnslu. Mörk svæðisins sem skoðuð voru eru dregin sem hér segir: Suðurmörk við Hverahlíð og Lakahnúk, vesturmörk dregin frá Lakahnúk til norðurs, vestan Húsmúla og Engidals. Norðurmörk við Vatnsstæði og þaðan til austurs í átt að Nesjavöllum. Austurmörk voru dregin að Hrómundartindi, Dalshnúk og Ölkelduhálsi, en þaðan til suðvesturs og að Hverahlíð. Mat á landslagi er á flestan hátt erfiðara viðfangs en mat á öðrum þáttum náttúrufars. Verðmæti landslags eru í eðli sínu huglægari. Upplifun af landslagi er persónubundin og samofin ýmsum breytilegum þáttum s.s. veðri og birtu. Á helstu svæðum var landslagi lýst eftir viðmiðum sem notuð voru við flokkun lands í megingerðir og ljósmyndir teknar. Við úrvinnslu og túlkun var annars vegar byggt á erlendri aðferðafræði og nálgun, einkum bandarískri, en einnig enskri. Þá var gerð skoðanakönnun meðal 12 manna hóps útivistarfólks sem notar svæðið mikið og það m.a. beðið að meta notkun svæðisins og verðmæti þess í heild og einstakra hluta þess, sem og áhrif mannvirkja á landslags- og útivistargildi. Beitt var aðferðafræði sem þróuð hefur verið á vegum faghóps 1 um náttúruvernd og minjar innan Rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma og miðar að flokkun íslensks landslags í megingerðir. Þessi aðferð er enn í þróun og var fyrst og fremst hugsuð til að greina á milli helstu landslagsgerða á miðhálendi Íslands. Hér er í raun verið að beita aðferðinni á fínni skala eða á fínni blæbrigði landslags en aðferðin var upphaflega hönnuð fyrir og verður að hafa það í huga þegar niðurstöður eru túlkaðar. Aðferðin byggir á sjónrænum og hlutlægum viðmiðum. Ekki felst í flokkuninni neitt fagurfræðilegt mat á gildi landsins eða upplifun af því. Flokkunarkerfið leyfir sundurliðun á þeim sjónrænu þáttum sem ráða yfirbragði lands og sérkennum. Hengilssvæðinu var skipt upp í 6 hluta: 1) Suðvesturhluti Sleggjubeinsdalur, Hveradalir, Stóra-Reykjafell að Skarðsmýrarfjalli. 2) Vesturhluti Húsmúli, Engidalur, vesturhlíðar Hengils. 3) Miðhluti Hengill, Skeggi, Hengladalir. 4) Norðurhluti Dyradalur, Vatnsstæði, til austurs að Nesjavöllum. 5) Austurhluti Nær yfir Ölkelduháls og nágrenni. 6) Suðurhluti Orrustuhólshraun, Bitra og ræman sunnan þjóðvegs að Hverahlíð. Fyrir ferðalanga um göngustíga Hengilssvæðisins er sjóndeildarhringurinn alla jafna nálægur. Þó er víðsýnt til vesturs frá vesturhlíðum svæðisins og sjóndeildarhringurinn á Desember VGK 2005

33 sléttunni við Orrustuhólshraun og Bitru afmarkast af fjöllum í nokkurra kílómetra fjarlægð, en á milli sést mun lengra. Útlínur lands á fjalllendi Hengils eru oft fremur beinar eða hvassar en mjúkar annars staðar, einkum á suðurhluta svæðisins. Í heild býr svæðið yfir verulegri litauðgi og fjölbreytni á áferð. Bergið er grátt að lit en á milli eru rauðir litir og brúnir og það litróf sem tengist jarðhita. Fjölbreytni í gróðurfari endurspeglast einnig í fjölbreytni í lit: hraungambri sem er ríkjandi á hraununum og sums staðar á hryggjum og höfðum er ljós-grágrænn að lit, votlendisgróður í sumum dalanna er skærgrænn og raunar er safaríkur og sterkur grænn litur eitt helsta aðal dalanna. Á milli er svo þurrara gulgrænt graslendi í dalbotnum og sums staðar lynggróður. Rauðbrúnn jarðvegur er afhjúpaður í rofskellum og hærra í hlíðum. Áferð lands er einnig býsna fjölbreytt. Þar skiptist á hrjúft yfirborð kletta og höfða, á suðurhluta svæðisins eru úfin hraun, sums staðar eru sérkennileg vindsorfin form og þá hefur t.d. snjódældagróður með smárunnum aðra áferð en graslendi, eins og sést t.d. á leiðinni milli hrauns og hlíðar. Fjölbreytni birtist einnig í því að landið, að suðurhlutanum undanskildum, einkennist af smágerðu eða fíngerðu mynstri. Straumvötn eru ekki mikið áberandi á Hengilssvæðinu ef frá er talin Hengladalsá. Þó setur rennandi vatn og sums staðar laugar, mjög svip á Hengladali. Form landsins eru yfirleitt óregluleg en þó með þeirri undantekningu sem eru hinir rennisléttu afrennslislausu og aflokuðu dalir sem eru eitt meginlandslags sérkenni Hengilssvæðisins. Suðurhluti svæðisins (Orrustuhóll, Bitra, Stóra-Reykjafell og umhverfi þess) hefur minnst gildi vegna landslags. Kemur þar einkum tvennt til. Landið er fremur fábreytt og fær mun lægri einkunn en aðrir hlutar fyrir landslagsfegurð. Þarna eru nú þegar mjög áberandi mannvirki: þrjár stórar háspennulínur með háum möstrum, ótal vegslóðar og opnar og illa frágengnar námur. Telja verður að landslagsgildi þessa hluta hafi verið raskað svo mikið að þar ætti að vera hægt að koma fyrir orkumannvirkjum án þess að rýra svæðið frekar. Þessi hluti hefur líklega verið mest notaður af þeim sem ferðast um á vélknúnum tækjum á vetrum en ætla má að sá hópur útivistarmanna sé ekki jafn viðkvæmur fyrir mannvirkjum og þeir sem ferðast gangandi eða á gönguskíðum. Svæðið sunnan þjóðvegs er talsvert notað á vetrum (Lakahnúkar, Hverahlíð). Landslagslega er það heldur ekki sambærilegt við miðeða norðurhluta svæðisins. Miðhluti Hengilssvæðisins er enn að mestu ósnortinn ef frá eru taldir fáeinir slóðar og nokkrir kofar. Þetta svæði hefur hátt gildi fyrir útivist og vegna landslags. Það býður upp á langar en miserfiðar gönguleiðir að sumri og skíðagöngur að vetri. Landslagið fær háa einkunn eftir öllum viðmiðum og svæðið hefur nokkra sérstöðu meðal útivistarsvæða á suðvesturhorni landsins vegna þess hve sjónarhorn þess er fjölbreytt og það lofar óvæntri upplifun. Mikilvægt er að halda þessum hluta óröskuðum. Fremstidalur og Miðdalur búa yfir hvað mestri sjónrænni fjölbreytni í landi og gróðri. Háspennulína þrengir sér að vísu óþarflega inn í landið austan Fremstadals en engu að síður verður landslagsgildi dalsins og umhverfi hans að teljast mjög hátt. Ölkelduháls og nágrenni býr yfir sérstakri litauðgi og fjölbreytni í landi og svæðið er eftirsótt til náttúrubaða. Háspennulína með stórum möstrum hefur verið lögð þvert yfir svæðið og valdið verulegum spjöllum á verðmætu svæði. Í töflu 2 er reynt að draga saman helstu niðurstöður Líffræðistofnunar við mat á gildi landslags á Hengilssvæðinu. Af henni má sjá að nokkuð skiptir í tvö horn varðandi verðmæti einstakra hluta. Miðhluti svæðisins hefur mest gildi en einnig fá norðurhlutinn og umhverfi Ölkelduháls háa einkunn að því undanskildu að þeim hefur báðum verið raskað nokkuð. Suður-og suðvesturhlutinn hafa minna gildi. Desember VGK 2005

34 Tafla 2. Samantekt: Landslagsgildi helstu hluta Hengilssvæðisins. Miðhluti Suðurhluti SV hluti Norðurhluti Ölkelduháls Útivist/skoðanakönnun lágt miðlungs hátt hæst hátt Fjölbreytni lítil miðlungs mikil mjög mikil mjög mikil Landslagsfegurð, sjónrænt gildi minnst miðlungs mikil mjög mikil mikil Röskun mikil nokkur dálítil óveruleg talsverð Niðurstöðurnar voru bornar saman við mat Gísla Gíslasonar og Yngva Þórs Loftssonar (1997) á landslagsgildi landslagsheilda á jörðum Reykjavíkur í Grafningi og Ölfusi. Svæðisskipting þeirra er dálítið frábrugðin þeirri sem hér er notuð en niðurstöðurnar virðast svipaðar. Háhengill og Hengladalir ( miðhluti) og Dyrafjöll, móbergshryggir og Engidalur ( norðurhluti) fengu hæsta einkunn (A+). Hveragerðisdalir (Ölkelduháls er hluti af því svæði) fengu aðeins lægri einkunn (A). Húsmúli ( SV - hluti) fékk B en Bitra (Orrustuhólshraun var ekki tekið með) fékk D Skarðsmýrarfjall Framkvæmdasvæði Hellisheiðarvirkjunar og fyrirhugaðrar stækkunar telst að mestu til suðvesturhluta Hengilssvæðisins. 2.5 Vatnafar Hengilssvæði Yfirborðsvatn Á vestanverðu Hengilssvæðinu eru stöðugar lindir og lækir einungis þar sem jarðlögin eru svo ummynduð að þau halda vatni. Annars sígur þar allt vatn í jörð eða rennur stuttan tíma í leysingum. Á austanverðu svæðinu renna ár og lækir árið um kring. Í sumum er lindaþátturinn stór, en allar mega þó fremur teljast dragár (Sigurður Kristinsson og Kristján Sæmundsson, 1996). Hengillinn er víða gróinn og berggrunnur hans yfirleitt mjög þéttur. Úrkoma sem fellur á vatnasviðið og leysingavatn á þess vegna ekki greiðan aðgang niður í berggrunninn. Hluti úrkomunnar berst því í yfirborðsfarvegum inn yfir hraun og hripar þar niður. Allnokkuð er um lindir í Henglinum. Koma þær efstu fram í um 570 m y.s., þannig að útilokað er annað en að þær eigi uppruna sinn að rekja til úrkomu sem fellur á Hengilinn sjálfan. Afrennsli af austurhluta Hengilsins er að mestu í þremur farvegum: Hengladalsá sem fellur í átt að Hveragerði, Ölfusvatnsá sem kemur fram í Ölfusvatnsvík í Þingvallavatni og loks í lækjum sem falla til norðausturs í átt til Nesja- og Hagavíkurhrauna (Hvanngilslækur og lækir á Nesjavöllum). Lækirnir hafa fremur lítinn lindarstofn en rennsli eykst mjög við leysingu og úrkomu. Hvanngilslækur rennur austan Stangarháls. Á þurrkatímum er rennsli hans lítið sem ekkert. Við leysingu og mikla úrkomu berst hann langt út á Nesjahraun þar sem hann hverfur í hraunið. Sést flóðfarvegur hans vel á loftmyndum. Grunnvatn Veigamikill þáttur í undirbúningi virkjunar á Hellisheiði og Hengilssvæði eru rannsóknir á grunnvatni. Þá er meðal annars leitað eftir hentugum stað til öflunar á köldu vatni vegna framleiðslu á hitaveituvatni og einnig hentugu niðurrennslissvæði til losunar affallsvatns. Einnig er kannað hvaða áhrif vatnsöflun og losun hafi á grunnvatn. Umfjöllun um vatnafar á virkjunarsvæðinu á Hellisheiði, nágrenni þess og á Nesjavöllum byggist á vinnu verkfræðistofunnar Vatnaskila (2000, 2003), Íslenskra orkurannsókna og Orkuveitu Desember VGK 2005

35 Reykjavíkur. Grunnvatnskerfi á svæðinu umhverfis virkjunarsvæðið á Hellisheiði hefur reynst afar flókið og hefur því þurft að leggja stórt svæði undir grunnvatnsrannsóknirnar. Til vesturs markast svæðið af ströndinni við Faxaflóa og vatnasviði Kleifarvatns, en suðurströndin og Ölfusá takmarka það að sunnan og austan. Þingvallavatn og Esjan takmarka svæðið til norðurs. Á útjöðrum svæðisins voru notuð eldri gögn, en nær virkjunarsvæðinu þurfti að afla upplýsinga með því að bora nýjar holur. Frá því í maí 2001 hafa verið boraðar 26 vatnskönnunarholur, sem eru m djúpar. Öll hermilíkön sem til eru hafa nú verið sameinuð og aukin og liggur nú fyrir vitneskja um grunnvatnsstrauma á öllu rannsóknarsvæðinu. Megineinkennin eru að fjallakeðjan Hengill- Stóra Reykjafell-Stórimeitill-Litlimeitill skipta svæðinu frá suðvestri til norðausturs, enda eru bergmyndanir í þessum fjöllum þéttar vegna jarðhitaummyndunar. Mynd 8 sýnir grunnvatnsstrauma samkvæmt endurbættu hermilíkani Vatnaskila (Verkfræðistofan Vatnaskil, óbirt gögn). Mynd 8. Grunnvatnsstraumar samkvæmt endurbættu hermilíkani Vatnaskila Hellisheiði og Skarðsmýrarfjall Yfirborðsvatn Á virkjunarsvæðinu á Hellisheiði er mjög lítið um vatn á yfirborði. Lækur er í Sleggjubeinsdal sem hverfur síðar niður í hraun. Ekkert yfirborðsvatn er á fyrirhuguðu orkuvinnslusvæði á Skarðsmýrarfjalli. Grunnvatn Á austurhluta framkvæmdasvæðis Hellisheiðarvirkjunar, þ.e. á Hellisheiðinni falla vötn til suðausturs niður í Ölfus. Vatnafar er flóknara á vestursvæðinu, en einkennist af grunnvatnshásléttu vestan við Hengilinn sem nær norður á Mosfellsheiði, vestur að Sandskeiði og suður í Þrengsli. Vatnsborð er þarna í um 172 m hæð yfir sjávarmáli og skeikar varla metra til eða frá á um 15 km 2 svæði. Þaðan falla grunnvatnsstraumar til Desember VGK 2005

36 vesturs á vatnasvið Elliðaáa, til norðausturs til Þingvallavatns og síðan fellur mikill straumur grunnvatns til suðvesturs undir fjöllin austan við Bláfjöll og nær til sjávar í Selvoginum. Samkvæmt endurbættu hermilíkani Vatnaskila er reiknað grunnvatnsrennsli til Selvogs og Þorlákshafnar (Selvogsstraumur) um 22 m 3 /s, rennsli til Þingvallavatns (Þingvallavatnsstraumur) er 9 m 3 /s, rennsli til Ölfuss (Ölfusstraumur) er 2 m 3 /s og rennsli til Straumsvíkur (Elliðaárstraumur) er 8 m 3 /s. Til samanburðar er rennsli í Elliðaánum um 5 m 3 /s að meðaltali (Verkfræðistofan Vatnaskil, óbirt gögn). 2.6 Gróður Hengilssvæði Árið 1990 gaf Rannsóknastofnun landbúnaðarins (1990) út gróðurkort af Hengilssvæðinu í mælikvarðanum 1: og var sú vinna að hluta kostuð af Hitaveitu Reykjavíkur. Náttúrufræðistofnun Íslands endurskoðaði gróður- og jarðakort Rannsóknastofnunar landbúnaðarins frá 1990 af rannsóknarsvæði Orkuveitu Reykjavíkur á Hengilssvæði og Hellisheiði og setti þau á stafrænt form árið Auk þess aflaði stofnunin frekari upplýsinga um gróðurfar, þ.e. tegundafjölbreytni háplantna og mosa, ásamt því að taka saman upplýsingar um fuglalíf, á tveimur afmörkuðum svæðum vegna áforma um rannsóknaboranir. Eftirfarandi umfjöllun um gróðurfar og gróðurlendi á rannsóknarsvæðinu, gróðurlendakort og tafla yfir stærð ríkjandi gróðurlendi byggja á skýrslu Náttúrufræðistofnunar Íslands (Guðmundur Guðjónsson o.fl., 2005). Gróðurfar Kortlagða svæðið er nokkuð vel gróið og gróðurfar frekar einsleitt. Flatlendið er mjög vel gróið. Algengastur er mosagróður, talsvert er af graslendi en votlendi er tiltölulega lítið. Samt sem áður er gróðurfar votlendisins á nokkrum stöðum samfellt og fjölbreytt. Neðst í hlíðum fjalla er samfellt graslendi áberandi en í fjalllendinu er ósamfelldur, nokkuð gras- og lynggefinn, mosagróður sem vex á mjög þunnum jarðvegi. Í fjalllendinu má víða sjá merki þess að gróður hefur verið á undanhaldi. Þar eru víðlendir melar með mjög strjálum bersvæðagróðri áberandi. Sums staðar í fjalllendinu er samfelldur mosagróður og á stöku stað Í lægðum þar sem er skýlla og jarðvegur þykkari, má finna graslendi með lyngi og smárunnum ásamt litlum votlendisblettum. Þó að beitarálag á svæðinu hafi farið minnkandi á undanförnum áratugum, eins og annars staðar á landinu, þá eru ekki augljós merki þess að gróður á svæðinu sé í framför. Á þeim stöðum á landinu þar sem gróður er í mikilli framför vegna minni ágangs búfjár þá er algengt að grávíðir og gulvíðir ásamt blómplöntum verði áberandi. Svo er ekki á þessu svæði en þar kemur blómlendi ekki fyrir sem sérstakt gróðurfélag og grávíðir og gulvíðir sjást varla. Þess skal þó getið að víða má sjá að opnur í gróðri eru að gróa upp. Gróðurfarið á svæðinu er fremur fábreytt. Gróðursamfélög eru frekar fá og ríkjandi og einkennandi plöntutegundir eru mikið til þær sömu. Mosi, grös og fléttur eru víða áberandi í þurrlendi. Af áberandi plöntutegundum má nefna grasvíðir, stinnastör, mýrastör, krækilyng og bláberjalyng. Auk mýrastarar eru klófífa og tjarnastör áberandi í votlendi. Gróðurlendi Í heild er kortlagða svæðið nokkuð vel gróið. Meira en fjórir fimmtu hlutar þess telst gróinn, þ.e. 89,4 km² eða ha (83%). Tæplega fimmtungur, þ.e ha (17%) flokkast sem bersvæðagróður, þ.e. lítt eða ógróinn. Af gróna landinu vaxa ha (24%) á hrauni. Um 7% af lítt eða ógrónu landi, þ.e. landi sem flokkað er eftir landgerðum, eru melar (me) stórgrýtt land (gt) er einnig 7% og skriður (sk) eru 1% af flatarmáli svæðisins. Flatarmál einstakra annarra flokka er minna en 1% af kortlagða svæðinu en þeir eru: þurrar áreyrar Desember VGK 2005

37 (ey), flög (fl), hraun (hr), hveraleir (hv) blautar áreyrar eða leirur (le), moldir (mo), námur (n), raskað land (r), sandar (sa), vikrar (vi), vatn (av) og byggð og önnur mannvirki (by) (mynd 9 og töflu 3). Mynd 9. Gróðurlendi á framkvæmdasvæði stækkunar Hellisheiðarvirkjunar. Einsleitt gróðurfar er einkennandi fyrir svæðið og votlendi er mjög lítið. Um 98% af grónu landi er þurrlendi, mosagróður hefur mesta útbreiðslu en graslendi er einnig víðlent. Flatarmál mosagróðurs (A) er ha sem er 58% af flatarmáli alls svæðisins og 69% af grónu landi. Næst að flatarmáli er graslendi (H) sem þekur ha sem er 20% af Desember VGK 2005

38 heildarsvæðinu og 24% af grónu landi. Önnur gróðurlendi á svæðinu hafa litla útbreiðslu. Lyngmói (B) þekur 2%, mýri (U) 1% og starmói (G) 1%. Minna en 1% þekju hafa víðimói (D), sefmói (F), fléttumói (J), ræktað land (R), deiglendi (J) og flói (V). Tafla 3. Stærð ríkjandi gróðurlenda á Hengilssvæði og Hellisheiði. Gróðurtákn Gróður- og landflokkar ha km² % Gróðurlendi A Mosagróður ,78 58 B Lyngmói 171 1,71 2 D Víðimói 15 0,15 <1 F Sefmói 23 0,23 <1 G Starmói 104 1,04 1 H Graslendi ,74 20 J Fléttumói 47 0,47 <1 R Ræktað land 62 0,62 1 T Deiglendi 1 <0,01 <1 U Mýri 148 1,48 1 V Flói 18 0,18 <1 Samtals gróið ,40 83 Landgerðir Lítt- eða ógróið land ey Þurrar áreyrar 32 0,32 <1 fl Flög 1 0,01 <1 gt Stórgrýtt land 702 7,02 7 hr Hraun 38 0,38 1 hv Hveraleir 7 0,07 <1 le Blautar áreyrar 5 0,05 <1 me Melar 776 7,76 7 mo Moldir 25 0,25 <1 n Námur 16 0,16 <1 r Raskað land 15 0,15 <1 sa Sandar og vikrar <1 <0,01 <1 sk Skriður 135 1,35 1 vi Vikrar 5 0,05 <1 av Vatn 9 0,09 <1 by Byggð og önnur mannvirki 6 0,06 <1 Samtals ógróið ,72 17 Samtals gróið og ógróið , Háplöntur Samtals voru skráðar 182 tegundir háplantna, auk ættkvísla túnfífla og undafífla á rannsóknarsvæðinu (4. viðauki). Talið er að á Íslandi vaxi 458 villtar tegundir háplantna að meðtöldum 20 tegundum undafífla. Allar tegundirnar sem fundust eru algengar á Suðurlandi nema jarðhitaplönturnar laugadepla, Veronica anagallis-aquatica og naðurtunga, Ophioglosssum azoricum sem eru á válista (Náttúrufræðistofnun Íslands 1996). Bent er á að ekki var gert ráð fyrir að fara kerfisbundið um allt rannsóknarsvæðið vegna þess hversu víðfeðmt það er. Því má gera ráð fyrir að nokkru fleiri tegundir finnist á svæðinu. Af sömu ástæðu voru ekki tök á að skoða nákvæmlega öll svæði þar sem hiti er í jörðu þannig að útbreiðsla jarðhitategunda er ekki fullkönnuð. Jarðhitaplönturnar á svæðinu eru sjaldgæfar og eru kynntar sérstaklega í skýrslu Náttúrufræðistofnunar Íslands. Fundarstaðir þessara tegunda gefa svæðunum sem þær vaxa á mikla sérstöðu, bæði á lands- og héraðsvísu. Aðrar tegundir háplantna sem skráðar voru í þessari könnun eru algengar og hafa lítið verndargildi á landsvísu. Hins vegar er gildi þeirra Desember VGK 2005

39 verulegt á svæðisvísu þar sem þær eru undirstaða fjölbreytileika gróðurfars á svæðinu og auka á vægi þess til náttúruskoðunar og fræðslu Hellisheiði og Skarðsmýrarfjall Á gróðurlendakorti Náttúrufræðistofnunar Íslands má sjá að stór hluti framkvæmdasvæðis stækkunar Hellisheiðarvirkjunar á Skarðsmýrarfjalli er lítt eða ógróið land (mynd 9). Þar sem það er að einhverju leyti gróið er að mestu um að ræða mosagóður. Mólendi finnst á smáblettum. Á framkvæmdasvæði núverandi virkjunar er mosagróður ríkjandi einkum ofan Hellisskarðs. Neðan Hellisskarðs er töluvert graslendi. Samkvæmt endurskoðuðu gróðurkorti Náttúrufræðistofnunar einkennist gróðurfar á fyrirhuguðu framkvæmdasvæði stækkunar Hellisheiðarvirkjunar á Skarðsmýrarfjalli af melum og mosagróðri (Guðmundur Guðjónsson o.fl., 2005). Jarðhitaplöntur hafa hvorki fundist á framkvæmdasvæði Hellisheiðarvirkjunar né á fyrirhuguðu orkuvinnslusvæði stækkunarinnar á Skarðsmýrarfjalli. 2.7 Dýralíf Hengilssvæði Fuglar Samkvæmt könnun Líffræðistofnunar Háskólans á fuglalífi á Hengli og Hellisheiði eru varptegundir á svæðinu allar útbreiddar og algengar í svipuðum gróðurlendum um land allt (Arnþór Garðarsson, 2002). Athugunarsvæðið afmarkaðist að sunnan af Norðurhálsum, að vestan af Svínahrauni, Bolavöllum og Mosfellsheiði, að norðan af Dyradal og að austan af Ölkelduhálsi og Bitru. Hæð yfir sjó er víða um 350 m, lægstu punktar eru í um 200 m (Bolavellir vestan Húsmúla) en hæstu tindar Hengils eru rúmlega 800 m y.s. Eðlilegt er að skipta svæðinu í búsvæði eftir landslagi, vatnafari og gróðri, enda líklegt að þessi atriði ráði mestu um útbreiðslu og þéttleika fuglategunda. Mjög lítið er um stöðug vötn á svæðinu. Suðvestan undir Húsmúla er Draugatjörn (um 2 ha) og Hengladalsá er eina vatnsfallið. Náttúrufræðistofnun Íslands tók saman upplýsingar um fuglalíf á rannsóknarsvæði Orkuveitunnar á Hengilssvæði og Hellisheiði Eftirfarandi umfjöllun um fugla á rannsóknarsvæði Orkuveitunnar byggir á skýrslu Náttúrufræðistofnunar (Guðmundur Guðjónsson, o.fl., 2005). Fyrst og fremst var stuðst við fyrri rannsóknir. Allt að 29 tegundir hafa orpið á svæðinu sem kennt er við Hengil. Líklegt má telja að þessi listi sé tæmandi en talsvert vantar upp á þekkingu á útbreiðslu einstakra tegunda á þessu svæði. Fjórar tegundir eru á válista (Náttúrufræðistofnun Íslands 2000): Grágæs Straumönd Fálki Hrafn; verpur á nokkrum stöðum Hellisheiði og Skarðsmýrarfjall Fuglar Fram kemur í skýrslu Náttúrufræðistofnunar (Guðmundur Guðjónsson, o.fl., 2005) að töluverðar athuganir hafa verið gerðar á fuglalífi í Hellisskarði og við Kolviðarhól. Alls hafa verið skráðar tegundir varpfugla, þar af nokkrar sem virðast bundnar við Kolviðarhól og næsta nágrenni, einkum Draugatjörn. Hrafn sem er á válista hefur orpið við Hellisskarð. Desember VGK 2005

40 Náttúrufræðistofnun kannaði fuglalíf á Skarðsmýrarfjalli sérstaklega hinn 15. júní Gengin voru nokkur samsíða snið og fuglar taldir á um 40 stöðvum á 200 m fresti. Staldrað var við í 5 mín á hverri stöð skráðir þeir fuglar sem til sást eða heyrðist; atferli metið (hvort þeir væru í varpi eður ei) og fjarlægð áætluð í þá eða mæld með fjarlægðamæli. Alls fundust 5-6 tegundir varpfugla; heiðalóa varp strjált um allt fjallið og var langalgengasta tegundin. Snjótittlingur fannst á nokkrum stöðum á háfjallinu; rjúpa á tveimur stöðum og hrossagaukur og þúfutittlingur á sitt hvorri stöðinni í suðausturhlíðum fjallsins. Auk fyrrgreindra tegunda er líklegt að steindepill varpi strjált í hlíðum fjallsins og hugsanlega einnig sendlingur. Smádýr Samkvæmt niðurstöðum könnunar Líffræðistofnunar Háskólans á smádýralífi á framkvæmdasvæði Hellisheiðavirkjunar er það allfjölbreytt og verndargildi rannsakaðra svæða mest í Sleggjubeinsskarði (Iris Hansen og Jón S. Ólafsson, 2002). Líffræðistofnun kannaði einnig smádýralíf í vötnum á Hellisheiði (Jón S. Ólafsson og Gísli Már Gíslason, 2002). Vötn eru sjaldgæf á Hellisheiði og hafa af þeirri ástæðu ákveðið verndargildi. Tegundasamsetning botndýra er svipuð því sem finnst víða annars staðar á landinu. Verndargildi er því ekki talið hátt á landsvísu. Ef borið er saman lífríki í vötnum á vestanverðum og austanverðum Henglinum þá eru síðarnefndu talin hafa meira verndargildi. Fyrirhugað orkuvinnslusvæði á Skarðsmýrarfjalli er þurrt og gróðursnautt og því búist við að lítið sé um smádýr. 2.8 Lífríki hverasvæða Rannsóknir fóru fram á hitakærum örverum á Hengilssvæðinu árið 1998 (Sólveig K. Pétursdóttir o.fl., 1998) og á lífríki hvera á framkvæmdasvæði Hellisheiðarvirkjunar sumarið 2002 (Tryggvi Þórðarson og Sólveig K. Pétursdóttir, 2002). Samkvæmt þeim rannsóknum er lífríki flestra hvera á virkjunarsvæðinu á Hellisheiði fábreytt. Á fyrirhuguðu orkuvinnslusvæði á Skarðsmýrarfjalli eru engir hverir. 2.9 Veðurfar Úrkoma á Hengilssvæðinu er mikil. Á Nesjavöllum hefur úrkoma verið mæld á vegum Orkuveitu Reykjavíkur og Veðurstofu Íslands síðan 1985 og hefur ársúrkoman mælst um mm að meðaltali. Veðurstofa Íslands hefur mælt úrkomu á þremur stöðum á Bláfjallasvæðinu í safnmæla í alllangan tíma. Þessir staðir eru Vífilfellskrókur (250 m y.s.), Rauðhnúkar (400 m y.s.) og Bláfjallaskáli (400 m y.s.). Meðalúrkoma þar var á bilinu til mm á ári á árunum Til samanburðar er meðalúrkoma í Reykjavík um 800 mm á ári. Talið er að í Henglafjöllum megi reikna með yfir mm ársúrkomu. Sjálfvirk veðurstöð hefur verið starfrækt af Vegagerðinni á Hellisheiði frá Stöðin er 360 m yfir sjó. Veðurstofa Íslands setti upp sjálfvirka veðurstöð í janúar 2001 í Hellisskarði, sem er á virkjunarsvæði Orkuveitu Reykjavíkur. Þar er mældur hiti, rakastig, vindhraði, vindátt og úrkoma með safnmæli. Stöðin við Hellisskarð er 370 m yfir sjó. Einnig voru settir upp vindmælar á tveim stöðum við Kolviðarhól veturinn (Hreinn Hjartarson, 2004). Í greinargerð Veðurstofu Íslands (Þórður Arason og Torfi Karl Antonsson, 2003) fyrir Orkuveitu Reykjavíkur um veðurfar á Hellisheiði er fjallað um tímabilið 1. apríl 2001 til 31. mars Sólarhringsmeðaltal hita í Reykjavík er að meðaltali 2,6 C hærri en á Hellisheiði. Í Hellisskarði voru NV-áttir algengastar í maí til ágúst, en A- og ANA-áttir aðra Desember VGK 2005

41 mánuði fyrir utan nóvember og desember. Á Hellisheiði eru NA og V áttir algengastar og er ekki marktækur munur á sumri og vetri í þessum athugunum. Fyrri athuganir hafa sýnt að úrkoma eykst nokkuð jafnt og þétt eftir því sem austar dregur frá Reykjavík að Hellisheiði. Þannig er úrkoma í Bláfjöllum orðin um fjórföld meðalúrkoma í Reykjavík. Á tímabilinu 1. apríl 2001 til 31. mars 2002, var úrkoman í Hellisskarði 2,5 sinnum meiri en Reykjavík Byggð og íbúaþróun Íbúum í Ölfusi fjölgaði þegar þéttbýli fór að myndast í Þorlákshöfn eftir Hefur verið nær samfelld aukning síðan. Í lok árs 2004 voru íbúar Sveitarfélagsins Ölfuss talsins (Hagstofa Íslands, 2005). Í Þorlákshöfn voru og í sveitinni 353. Samkvæmt skipulagsáætlun er gert ráð fyrir að fjölgun íbúa á tímabilinu verði á bilinu 2-2,5% á ári. Gert er ráð fyrir að aukningin verði að mestum hluta í Þorlákshöfn og þéttbýliskjörnum í dreifbýli (Landmótun, 2003). Megin atvinnan í Ölfusi tengist fiskveiðum og vinnslu auk verslunar og þjónustu. Árið 1997 eru ársverk í fiskveiðum og vinnslu 43% og verslun- og þjónustu 32% af 770 ársverkum (mynd 10). Milli áranna 1988 og 1997 varð um 30% aukning í verslun og þjónustu, tæp 20% fjölgun ársverka í fiskvinnslu, en fækkun að sama skapi í fiskveiðum. Í landbúnaði er samdráttur á þessu tímabili um 32%. Gera má ráð fyrir því að ársverkum í landbúnaði muni áfram fækka. Ferðaþjónusta í Ölfusi hefur verið ört vaxandi atvinnugrein síðustu árin. Uppbygging síðustu ára hefur mest verið í gistiþjónustu en einnig hefur verið töluverð uppbygging í afþreyingar- og veitingaþjónustu (Landmótun, 2003). Verslun og þjónusta 32% Byggingar 7% Fiskveiðar 12% Samgöngur 5% Landbúnaður 7% Iðnaður 6% Fiskvinnsla 31% Mynd 10. Ársverk eftir atvinnugreinum í Ölfusi 1997 (Byggðastofnun) Menningarminjar Hellisheiði Fornleifar á afrétti Ölfushrepps voru skráðar af Fornleifastofnun Íslands 1998 (Orri Vésteinsson, 1998). Fornleifastofnun Íslands kannaði fornleifar á virkjunarsvæðinu á Hellisheiði í tengslum við rannsóknaboranir (Orri Vésteinsson, 2001), virkjunarframkvæmdir á Hellisheiði (Adolf Friðriksson og Uggi Ævarsson, 2003) og stækkun Desember VGK 2005

42 Hellisheiðarvirkjunar (Oddgeir Hansson, 2005). Helstu menningarminjar á framkvæmdasvæði Hellisheiðarvirkjunar og fyrirhuguðu orkuvinnslusvæði eru merktar inn á mynd 11. Svæði það sem skráð var á Hengilssvæðinu er hluti af hálendi Íslands og er allt hærra en svo að þar hafi verið hægt að stunda hefðbundinn búskap við venjuleg skilyrði. Helstu nytjar af svæðinu hafa verið sumarbeit búfjár, einkum sauðfjár og nautgripa, en slík not skilja yfirleitt ekki eftir sig miklar minjar. Mynd 11. Menningarminjar á Hellisheiði. Hengilssvæðið er hinsvegar óvenjulegt meðal hálendissvæða á Íslandi því að þar eru allmiklar minjar eftir umsvif í sumarbithögum en miklu meiri minjar eru þó tengdar samgöngum því margar fjölfarnar þjóðleiðir liggja um svæðið. Af þessu leiðir að allmargar sögur eru til af atburðum sem gerst hafa á svæðinu og eru þannig óvenjumargir þjóðsögustaðir skráðir þar. Sem dæmi um forna leið má nefna leiðina Milli hrauns og hlíðar (ÁR-721:019) en hún liggur upp Hellisskarð undir Skarðsmýrarfjalli yfir Hengladalsá og austur í Fremstadal. Þaðan liggur leiðin síðan upp Svínahlíð sem er austurhlíð dalsins og þar yfir á Brúnkollubletti sem var áningarstaður (ÁR-721:032) á Ölkelduhálsi. Þar skiljast leiðir og liggur önnur að Ölfusvatni en hin að Nesjum. Svæðið hefur sérstöðu enn þann dag í dag því um það liggur helsta umferðaræðin milli Suðurlands Desember VGK 2005

43 og höfuðborgarsvæðisins og er það fjölsótt útivistarsvæði bæði um sumar og vetur. Á Hengilssvæðinu fara því saman óvenjumiklar fornminjar og óvenjumikil umferð manna miðað við önnur hálendissvæði. Samkvæmt lögum eru öll mannvirki eldri en 100 ára skilgreind sem fornleifar en við skráninguna var notuð aðeins víðari skilgreining. Allar byggingar úr torfi og grjóti eru skráðar sem og önnur mannvirki sem eru vitni um horfið verklag eða tækni. Þar með geta t.d. talist vörður á fjallvegum, en þær hafa sumstaðar verið hlaðnar í öryggisskyni allt fram á þennan dag. Skráðir voru 64 staðir á svæðinu öllu. Þau mannvirki sem reist hafa verið á skráningarsvæðinu hafa að mestu leyti sloppið við skemmdir af völdum framkvæmda á 20. öld. Það eru einkum mannvirki á Kolviðarhóli sjálfum, þ.e. leifar eldri sæluhúsa, sem hafa skemmst af völdum yngri bygginga þar og elstu vegamannvirki frá lokum 19. aldar sem hafa skemmst af seinni vegagerð. Þá hafa línulagnir einnig skemmt hellur með rásum í á Hellisheiðarvegi. Hellukofinn, rásirnar á Hellisheiðinni og vörðurnar á hinni fornu leið eru friðlýstar minjar, sem eru ómerktar Skarðsmýrarfjall Samkvæmt vettvangskönnun Fornleifastofnunar Íslands er engar fornminjar að finna á Skarðsmýrarfjalli Landnotkun Í Skíðaskálanum í Hveradölum hefur verið veitingasala. Á Hengilsvæðinu hafa tvö íþróttafélög haft aðstöðu um árabil, Skíðadeild Víkings í Sleggjubeinsskarði og Skíðadeild ÍR í Hamragili. Íþrótta og tómstundaráð Reykjavíkur hefur ákveðið að hætta stuðningi við rekstur skíðasvæðanna og að starfsemin flytjist annað fyrir veturinn Ferðafélög og skátahreyfingin hafa í gegnum tíðina nýtt sér Hengilssvæðið sem göngu- og útivistarland. Austan í Skarðsmýrarfjalli, ofan Skarðsmýrar hafa skátafélög reist sér nokkra skála. Þá eru skálar í Innstadal og við Þrengsli austan dalsins. Með Nesjavallavegi, merkingu gönguleiða og útgáfu göngukorta hefur Hengilssvæðið opnast og orðið aðgengilegra fyrir almenning. Þá hefur Orkuveita Reykjavíkur reist gönguskálana Dalasel við Dalskarðshnúk á Ölkelduhálsi og Múlasel í mynni Engidals. Fornar þjóðleiðir um Hellisheiði og Hengilssvæðið hafa einnig gegnt hlutverki sem reiðleiðir m.a. fyrir skipulagðar hestaferðir. Háspennulínur frá virkjunum á Suðurlandi liggja um virkjunarsvæði Hellisheiðarvirkjunar. Sogslína 2 liggur frá Sogsvirkjunum til höfuðborgarsvæðisins, Búrfellslína 2 frá Búrfellsvirkjun að Geithálsi og Búrfellslína 3A frá Búrfellsvirkjun einnig til höfuðborgarsvæðisins. Ljósleiðari Símans liggur þvert í gegnum framkvæmdasvæði Hellisheiðarvirkjunar. Endurvarpsstöð og jarðskjálftamælir eru á Skarðsmýrarfjalli. Á framkvæmdavæði Hellisheiðarvirkjunar, sem liggur að fyrirhuguðu orkuvinnslusvæði á Skarðsmýrarfjalli, var land allnokkuð raskað áður en virkjunarframkvæmdir hófust. Í Suðurhlíðum Skarðsmýrarfjalls er einnig nokkuð rask. Auk ofangreindra mannvirkja hafa verið gerðir slóðar allvíða á svæðinu vegna umferðar af ýmsum toga. Töluvert efnisnám hefur verið stundað á ýmsum stöðum á svæðinu og er t.d. Gígahnúkur, norðaustan Stóra- Reykjafells, mikið raskaður af þess völdum. Virkjunarsvæði Hellisheiðarvirkjunar er skilgreint sem iðnaðarsvæði til jarðhitavinnslu. Framkvæmdir við virkjunina eru í fullum gangi setja mark sitt á svæðið og verða helstu mannvirki talin upp hér á eftir: Lagður var nýr vegur inn á svæðið frá Suðurlandsvegi á Hellisheiði og milli efri og neðri hluta virkjunarsvæðisins um Hellisskarð. Stöðvarhúss, kæliturnar og önnur mannvirki eru í byggingu við Kolviðarhól. Boraðar hafa verið 15 vinnsluholur á 9 borteigum og er byrjað að leggja safnæðar frá þeim að 2 skiljustöðvum sem eru í byggingu vestan Þverfells og ofan Desember VGK 2005

44 Hellisskarðs. Jafnframt er hafin vinna við lagningu aðveituæða frá skiljustöðvunum að stöðvarhúsinu Samgöngur Framkvæmdasvæði virkjunar á Hellisheiði er tvískipt, annars vegar svokallað neðra svæði neðan Hellisskarðs og hins vegar efra svæði ofan Hellisskarðs, sjá teikningu 1. Aðkoma inn á virkjunarsvæði Hellisheiðarvirkjunar er bæði eftir vegi af þjóðveginum neðan við Hveradalabrekku að Kolviðarhóli, þar sem stöðvarhúsið verður byggt á neðri hluta virkjunarsvæðisins og eftir vegi sem liggur frá þjóðveginum yfir Hellisheiði inn á efri hluta svæðisins. Vegur er um Hellisskarð milli neðri og efri hluta svæðisins. Núverandi umferð um Hellisheiði er mikil. Árið 2003 fóru að meðaltali bílar á dag um Hellisheiði, en sumardagsumferð er að meðaltali bílar á dag (Vegagerðin, 2004). Suðurlandsvegur um Hellisheiði telst til stofnbrauta og fellur í þjónustuflokk 2 hjá Vegagerðinni. Snjómokstur fer fram daglega á vetrum, ef þörf krefur. Leitast er við að halda vegi í því ástandi að snjór og/eða ís hafi sem minnst áhrif á flæði eða öryggi umferðarinnar. Haust og vor, á meðan að snjólétt er, er veginum haldið sem mest auðum og yfir veturinn vel greiðfærum og þá í samræmi við skilgreindan þjónustutíma. Vegagerðin hefur lokið framkvæmdum við breytingar á Suðurlandsvegi í Svínahrauni að Hveradalabrekku. Nýi vegurinn er 2+1 akreinar og hannaður fyrir 90 km/klst hámarkshraða. Mislæg gatnamót eru þar sem Þrengslavegur mætir Suðurlandsvegi (Skipulagsstofnun, 2003). Vegna Hellisheiðarvirkjunar Orkuveitu Reykjavíkur er gert ráð fyrir aukinni umferð um Hamragilsveg og nýjum stefnugreindum vegamótum við Suðurlandsveg. Legu Hamragilsvegar hefur verið breytt til að gera það mögulegt. Um framkvæmdasvæðið liggja reið- og gönguleiðir. Mikið notuð reiðleið austur frá höfuðborgarsvæðinu er um gamla Suðurlandsveginn frá Litlu kaffistofunni, norðan Svínahraunsbruna, framhjá Draugatjörn, um Hellisskarð og svo annað hvort milli hrauns og hlíðar yfir í Grafning eða yfir Hellisheiði niður í Ölfus. Frá Draugatjörn er einnig hægt að fara til norðurs vestan Húsmúla og Hengils í átt að Þingvöllum. Orkuveita Reykjavíkur hefur stikað gönguleiðir og gefið út gönguleiðakort af Hengilssvæðinu. Einnig hafa verið sett upp upplýsingaskilti fyrir hestamenn, um framkvæmdir við Hellisheiðarvirkjun, við Litlu kaffistofuna, hestagerði við Kolviðarhól og í Kömbum Hættur Helstu áhættuþættir við virkjun háhitasvæða á Íslandi hafa verið flokkaðir í 13 flokka samanber töflu 4 (Kristján Sæmundsson, 1992). Hugsanlega geta allir þættir nema helst flóð valdið tjóni á jarðvarmavirkjun á Hellisheiði á líftíma hennar. Góð þekking á jarðfræði og jarðsögu framkvæmdasvæðisins leggur grunn að því hvar mannvirkjum virkjunarinnar hefur verið valinn staður með tilliti til áhættuþátta. Á rekstrartíma jarðvarmavirkjunar stafar mest hætta af því að jarðhitageymirinn spillist af völdum kvikuhlaupa í jarðhitageyminum og sprunguhreyfingum. Það ber þó að hafa í huga að varmagjafinn er oftast kvikuinnskot undir háhitasvæðunum og að vatnsgengd jarðlaga byggist á sprungnum jarðlögum sem myndast vegna jarðhræringa í tengslum við jarðskjálfta og eldvirkni. Íslenskar orkurannsóknir tóku að beiðni Orkuveitu Reykjavíkur saman yfirlit yfir jarðfræðilegar aðstæður á virkjunarsvæðinu á Hellisheiði (Kristján Sæmundsson, 2003). Samkvæmt því eru áhættuþættir ekki alveg þeir sömu fyrir virkjun á neðra og efra virkjunarsvæðinu. Viss hætta er talin geta steðjað að mannvirkjum vegna ofanflóða í Sleggjubeinsdal en ekki annars staðar. Harðir jarðskjálftar, sprunguhreyfingar og eldgos eru fátíðari en ofanflóð og stafar mannvirkjum því minni hætta af slíkum atburðum. Borholur Desember VGK 2005

45 gætu skemmst við sprunguhreyfingar og eldgos, en tæpast við jarðskjálfta. Lítil hætta er talin vera á að þær yrðu fyrir skakkaföllum við innflæði kvikugasa í jarðhitakerfið við kvikuhlaup. Nánar er greint frá helstu áhættuþáttum hér á eftir. Ofanflóð Dæmi um ofanflóð eru snjóflóð, aurrennsli, framhlaup og grjóthrun. Við val á borstæðum og lagnaleiðum þarf að hafa í huga hvar hætta stafar af ofanflóðum. Minni háttar snjóflóð hafa fallið úr brekkunum austan við Sleggjubeinsdali og skemmt hús og skíðalyftu í Hamragili. Hugsanlega mætti búast við einhverju álíka ofan úr Sleggju og Skarðsmýrarfjalli, innan við rannsóknaholur HE-5 og HE-8. Í Sleggjubeinsdölum blasir við að töluvert aurrennsli er úr hlíðum og sérstaklega fram úr giljum, einkum Hamragili. Algengt er að lækurinn í Hamragili hlaupi upp í vatnsveðrum eða leysingu og beri þá með sér efni úr auðrofnu bólstrabergi gilveggjanna. Framhlaup hefur fallið úr Skarðsmýrarfjalli ofan í Sleggjubeinsskarð. Það nær a.m.k. suður á móts við holur 5 og 8, en það er gamalt og hverfur í aur sem síðar hefur borist fram. Hæg hreyfing gæti verið í því. Hætta af grjóthruni er helst talin vera í Dauðadal, en það svæði hefur verið afmarkað sem verndarsvæði. Tafla 4. Flokkun áhættuþátta við virkjun háhitasvæða. Vegna eldgosa Vegna jarðskorpuhreyfinga 1. Eldgos við/nálægt virkjun 8. Sprunguhreyfingar 2. Hraunflóð yfir virkjunarsvæði 9. Landris, landsig 3. Ösku- eða gjóskufall 10. Jarðskjálftar 4. Jarðhitageymirinn spillist af 11. Skriðuföll völdum kvikugastegunda 12. Leðju- eða gufusprengingar 5. Kvikuhlaup í jarðhitageyminum 13. Kalt vatn streymir inn í jarðhita- 6. Öflugar gufusprengingar geta valdið geyminn af völdum sprunguhreyfinga þrýstingslækkun í jarðhitakerfinu 7. Flóð í ám Jarðskjálftar Jarðskjálftar með upptök á Suðurlandi, Reykjanesskaga eða á Hengilssvæði geta haft áhrif á Hellisheiði. Mögulegar afleiðingar er sprungumyndun í jarðvegi á virkjunarsvæðinu, slys, tjón á umhverfi vegna mengunar, tjón á búnaði eða mannvirkjum og minnkun eða stöðvun framleiðslu. Fylgst er með fyrirboðum jarðskjálfta á Veðurstofu Íslands og gerir skjálftavakt stjórnstöð Orkuveitu Reykjavíkur viðvart ef vart verður aukinnar skjálftavirkni (Dóra Hjálmarsdóttir, 2000). Virkjunarsvæðið er í sigdældinni sem liggur til suðvesturs frá Hengli. Virkar sigsprungur ná yfir 4-5 km breitt belti milli Húsmúla að vestan og Litla-Skarðsmýrarfjalls að austan. Lítið er um jarðskjálfta með upptök í þessari virku sprungurein sunnan Hengils, en aðallega eru það smáskjálftar. Smáskjálftahrinur eru þekktar norðaustar, utan við virku sigsprungurnar og eins vestan við Hengil og Húsmúla. Síðasta hrina gekk yfir svæðið austur af Hengli á árunum með um skjálftum, öllum smáum. Sú lét Hengilsreinina nánast ósnerta. Undir lok hrinunnar árið 1998 urðu þó tveir skjálftar af stærð rúmlega 5 á Richterskala með upptök sunnan við aðalskjálftasvæðið. Þeir voru í ætt við Suðurlandsskjálfta. Í öðrum þeirra rifnaði upp gömul sprunga vestarlega á Bitru. Líklega hefur smáskjálftahrina gengið yfir á sömu slóðum á árunum með stærstu skjálftum einnig rúmlega 5. Sé leitað lengra aftur verða fyrir alltíðir skjálftar sem fundust í Hveradölum á árunum Desember VGK 2005

46 1935 en komu yfirleitt ekki fram á mælum. Þeir enduðu með skjálfta árið 1935 sem talinn er hafa verið af stærð 6 með upptök 3 km frá Skíðaskálanum í Hveradölum, nærri Stórameitli. Staðsetning á þeim tíma var ekki eins nákvæm og nú. Suðurlandsskjálftar vestan til í Ölfusi og austast á Reykjanesskaga verða líklega ekki mikið yfir 6 að stærð. Upptök slíkra skjálfta yrðu sunnan við virkjunarsvæðið, en sprungur gætu teygst norður á móts við það. Búast má við að áhrifa í tengslum við yfirstandandi Suðurlandsskjálfta muni gæta harkalega á Hengilssvæðinu ef/þegar þeir færast vestur í Ölfus á næstu árum. Tekið verður tillit til jarðskjálftaálags við hönnun mannvirkja. Rannsóknamiðstöð Háskóla Íslands í jarðskjálftaverkfræði, hefur unnið að skilgreiningu jarðskjálftahönnunarforsendna fyrir Hellisheiðarvirkjun (Bjarni Bessason o.fl., 2003). Sprunguhreyfingar Sprunguhreyfingar í virku sprungureininni verða í tengslum við gliðnunarrykki, en þeir ganga yfir á nokkur hundruð ára fresti. Þess á milli er landið nánast kyrrt utan hvað hæg lárétt og lóðrétt hreyfing á millimetraskala á ári. Í gliðnunarrykkjum verður snögglega lárétt og lóðrétt hreyfing sem nemur tugum sentímetra og jafnvel metrum. Tíðni slíkra viðburða í Hengilskerfinu er ekki þekkt. Síðast urðu brotahreyfingar af því tagi árið Ekki er vitað hvort sprunguhreyfingarnar náðu þá til Hengilskerfisins alls. Jarðhræringar þessar urðu í kjölfar Suðurlandsskjálftanna Í umbrotunum 1789 gliðnaði og seig landspilda í sprungureininni norðaustan Hengils um nokkra metra milli Nesja og Vatnskots og jarðhræringar urðu einnig í Selvogi. Vitað er að á Hellisheiði lifnaði yfir hverum. Það eina sem finnst í gömlum heimildum og bent gæti til álíka atburða á Hellisheiði er annálsgrein frá Líklegasta svæðið til að svara í umbrotum sem þessum er spildan milli Sleggju og austanverðs Skarðsmýrarfjalls, en ás mesta sigs fylgir gígaröðunum suðvestur frá því. Við staðsetningu mannvirkja þarf að taka tillit til misgengissprungna. Eldgos Sprunguhreyfingar eins og voru 1789 verða varla nema til komi jafnframt kvikuinnskot í formi gangs eða ganga sem ekki ná til yfirborðs. Kvikuhreyfingar af þessu tagi eru líkast til algengari en eldgosin sjálf. Í suðvestur-sprungurein Hengilskerfisins hefur gosið þrisvar sinnum á nútíma, þ.e. á síðustu árum. Um 2000 ár eru liðin frá síðasta gosi á Hellisheiði, um 6000 ár eru frá gosi þar á undan og síðan ár aftur í fyrsta gosið á nútíma (mynd 3). Síðast gaus í nágrenninu árið Þá rann Svínahraunsbruni. Upptök hans eru í næstu sprungurein vestan Hengils, í Bláfjallareininni sem svo er kölluð. Auðveldara er að staðsetja mannvirki neðan Hellisskarðs en ofan þess, þannig að þau yrðu örugg fyrir hraunrennsli. Aðalborsvæðin ofan Hellisskarðs og fyrirhuguð borsvæði á Skarðsmýrarfjalli eru í kringum gossprungurnar. Gangainnskot hvort sem væri í tengslum við kvikuhlaup í gliðnunarhrinu eða eldgos gætu komist í borholur og stíflað þær. Ef eldgos verður í Hengli verður það væntanlega sprungugos og er ekki reiknað með miklu öskufalli, en hraunrennsli getur orðið nokkurt. Fylgst er með fyrirboðum eldgosa á Veðurstofu Íslands og gerir skjálftavakt stjórnstöð Orkuveitu Reykjavíkur viðvart ef vart verður aukinnar skjálftavirkni sem túlka má sem gosóróa. Eldgos í Henglinum getur haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir jarðvarmavirkjanir Orkuveitunnar á Hengilssvæðinu. Afleiðingarnar geta orðið allt frá því hverfandi til þess að loka þurfi orkuverunum. Mengun af völdum kvikugasa Í Kröflueldum mengaðist jarðhitakerfið í Kröflu að hluta til af völdum kvikugasa. Mengunin var staðbundin, náði ekki til Suðurhlíða og Hvíthóla og ekki niður í Bjarnarflag. Samt náðu kvikuhlaup þangað og stífluðu borholur og kvika kom upp úr einni þeirra. Rót kvikuhlaupa á Hengilssvæðinu er væntanlega undir Hengli sjálfum og mest hætta á mengun jarðhitakerfisins af kvikugösum þar, ef kvikuþró væri undir. Miðað við reynsluna frá Kröflu virðast litlar líkur á að jarðhitakerfið undir Hellisheiði, í Sleggjubeinsdölum og á Desember VGK 2005

47 Skarðsmýrarfjalli myndi mengast við kvikuhlaup, því þar er komið langt frá því svæði þar sem mestar líkur eru á að kvikuþró myndi búa um sig. Veðurfar Eins og greint er frá í kafla 2.9 er lofthiti að meðaltali 2,6 C lægri og meðalúrkoma allt að þreföld á Hellisheiði miðað við Reykjavík. Loftraki er einnig hærri á heiðinni og fjórum sinnum algengara er að loft sé mjög rakt. Þá er vindhraði er að jafnaði 70% hærri á heiðinni en í bænum. Tekið verður tillit til veðurfars við hönnun mannvirkja. Desember VGK 2005

48 3 FRAMKVÆMD 3.1 Inngangur Fyrirhuguð stækkun Hellisheiðarvirkjunar tengist mjög framkvæmdum við þá virkjun sem nú er í byggingu. Framkvæmdasvæðið er að stórum hluta það sama. Það skiptist í fyrirhugað vinnslusvæði á Skarðsmýrarfjalli og núverandi virkjunarsvæði. Mörg mannvirki verða samnýtt. Vinnslusvæðið nær frá virkjunarsvæðinu í suðri, norður að fjallsbrún við Innstadal, vestur í Sleggjubeinsdal og austur eftir Skarðsmýrarfjalli. Helstu breytingar verða þær að borað verður á nýjum svæðum á Skarðsmýrarfjalli og vinnslusvæði virkjunarinnar stækkar. Einnig verður bætt við nýjum byggingum á byggingareitnum við Kolviðarhól. Búast má við að umfang vega, borteiga, safnæða, skiljustöðva, aðveituæða, kæliturna og annarra mannvirkja aukist eitthvað á virkjunarsvæðinu. Framkvæmdin felur í sér vinnslu jarðhita, vegi, borholur, vatnsöflun, gufuveitu, stöðvarhús, kæliturna, niðurrennslisveitu og efnistöku. Áætluð staðsetning mannvirkja er sýnd á teikningum 1 og 2. Teikningarnar eru aftast í matsskýrslunni. Hér á eftir er gerð grein fyrir því, hvernig stækkunin, tengist þeirri virkjun sem nú er í byggingu, þar sem það á við. Einnig er fjallað um það hvaða mannvirki munu bætast við og hvernig samnýtingu mannvirkja verður háttað. Þá er gerð grein fyrir áætlaðri uppbyggingu og lýst helstu þáttum byggingar og reksturs virkjunarinnar. Breyting hefur verið gerð á vinnslurás Hellisheiðarvirkjunar og felst hún í því að bætt er við 30 MW e lágþrýstivél, sjá nánar umfjöllun í kafla 1.1. Rafmagnsframleiðsla í núverandi virkjun eykst því úr 120 MW e í 150 MW e. Breytingin er hluti af þeirri virkjun sem nú er í byggingu og er ekki matsskyld framkvæmd. Hún er ekki til umfjöllunar í þessari skýrslu. Gert er ráð fyrir að rafstöðvarbygging og tilheyrandi mannvirki fyrirhugaðrar stækkunar verði reist við Kolviðarhól og að uppbyggingin verði í 40 MW e einingum tengt núverandi mannvirkjum. Í upphafi er stefnt að því að tvær 40 MW e einingar verði tilbúnar Ráðgert er að leggja veg upp á Skarðsmýrarfjall og að borsvæðum á fjallinu. Boraðar verða bæði beinar og stefnuboraðar holur og verða allt að fimm holur á hverjum borteig. Með því móti verður m.a. hægt að bora inn undir Innstadal, í átt að Henglinum, án þess að raska nokkru í dalnum. Frá borholum verða lagðar safnæðar og safnæðastofnar niður af Skarðsmýrarfjalli að skiljustöð á neðri hluta virkjunarsvæðisins á Hellisheiði. Frá skiljustöð er gert ráð fyrir að gufu og jarðhitavatni verði veitt að stöðvarhúsi á byggingarreit Hellisheiðarvirkjunar við Kolviðarhól. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir við stækkunina hefjist árið Áætlað er að á Skarðsmýrarfjalli verði boraðar 9 vinnsluholur það ár og 7 árið Ákvarðanir um frekari boranir verða teknar í ljósi árangurs fyrri borana. Tafla 5. Áætlanir um uppbyggingu Hellisheiðarvirkjunar. Tekið í notkun Fullbyggð virkjun Rafstöð 2x40 MW* 120 MW* Lágþrýstivél 30 MW* 30 MW* Rafstöð stækkun 2x40 MW 120 MW Varmastöð 267 MW* 400 MW* *Áður fjallað um við mat á umhverfisáhrifum Gert er ráð fyrir að 80 MW rafstöð núverandi virkjunar sem byggir á vinnslu úr borholum á Hellisheiði verði tekin í notkun 2006 sjá töflu 5. Lágþrýstivél núverandi virkjunar verði tilbúin 2007 og að 267 MW varmastöð hennar verði tekin í notkun Fyrirhuguð Desember VGK 2005

49 stækkun Hellisheiðarvirkjunar byggir á vinnslu úr borholum á Skarðsmýrarfjalli og er gert ráð fyrir að 80 MW rafstöð verði tekin í notkun árið Rétt þykir að bíða með ákvarðanir um það hvenær síðustu vélasamstæðurnar verði teknar í notkun í Hellisheiðarvirkjun. Þess vegna er ekki hægt að greina nánar frá áætlun um uppbyggingu virkjunarinnar en gert er í töflu 5. Ef reynsla af rekstri svæðanna á Hellisheiði og Skarðsmýrarfjalli gefur tilefni til er stefnt að meiri vinnslu eftir Vinnsla jarðhita Vinnslurás virkjunar Við virkjun jarðhita á háhitasvæðum þarf að bora í allt að m dýpi til að sækja jarðhitavökva úr jarðhitageyminum. Jarðhitavökvinn sem upp kemur er blanda vatns og gufu. Vatnið inniheldur uppleyst steinefni vegna hitans í jarðhitageyminum. Gufunni fylgja jarðhitalofttegundir sem ættaðar eru úr kviku, aðallega koldíoxíð en einnig brennisteinsvetni, vetni, köfnunarefni og metan. Í gufuveitu er vökva frá borholum safnað saman og í skiljustöð er gufan skilin frá vatninu. Vatnshlutinn er kallaður skiljuvatn. Frá skiljustöð er gufu og skiljuvatni veitt aðskildu um aðveituæðar að stöðvarhúsi, þar sem framleitt er heitt vatn og rafmagn. Til að nýta varmann sem mest er gufan þétt og við það myndast þéttivatn, en jarðhitalofttegundirnar þéttast ekki. Vinnslurás Hellisheiðarvirkjunar með fyrirhugaðri stækkun er sýnd á mynd 12. Gufan streymir frá rakaskiljum inná gufuhverfla um stopploka og stjórnloka á hverri vél. Vélasamstæðurnar verða 6 í fullbyggðri Hellisheiðarvirkjun og eru með 40 MW afkastagetu hver. Þar af er gert ráð fyrir að þrjár vélasamstæðanna verði í fyrirhugaðri stækkun Hellisheiðarvirkjunar. Gufunotkun hvers hverfils er áætluð um 80 kg/s. Eftir að hafa farið í gegnum hverflana fer gufan inn á eimsvala þar sem hún er þétt. Eimsvalar eru tvískiptir. Gufa er þétt í eimsvala með tvennum hætti, annars vegar með köldu vatni úr borholum við Húsmúla, sem er fyrra stig upphitunar á vatni til hitaveitu, og hins vegar með hringrásarvatni frá kæliturnum. Skiptingin ræðst af þörf hitaveitu fyrir vatn, en gufan er notuð sem fyrsta stig upphitunar fyrir hitaveitu. Hringrásarvatnið er kælt í kæliturni með andrúmslofti og gufar hluti af hringrásarvatni upp. Hluti þéttivatns úr eimsvala er nýtt til að bæta við hringrásarvatn, en umfram þéttivatni er veitt í niðurrennslisveitu. Skiljuvatn sem fellur til nýtist bæði til raforkuframleiðslu og til lokahitunar á forhituðu vatni til hitaveitu. Með því að fella þrýsting þess niður í 2 bar a sýður skiljuvatnið og hluti þess verður að gufu. Gufan er skilin frá skiljuvatninu í skiljum sem eru á stöðvarhúslóðinni. Þaðan er gufan leidd að lágþrýstigufuhverfilsamstæðu sem er með 30 MW afkastagetu. Gufan í þessari hverfilsamstæðu er þétt með hringrásarkælivatni eingöngu. Kæling hringrásarvatnsins er með sambærilegum hætti og að ofan greinir. Eins og að ofan er hluti þéttivatnsins nýttur til að bæta á kælivatnsrásina í stað þess sem gufar upp í kæliturni og hluti fer í niðurrennslisveitu. Lokahitun hitaveituvatns, sem kemur forhitað frá eimsvölunum, fer fram í röravarmaskiptum í varmastöð virkjunarinnar og verður hiti þess allt að 100 C. Skiljuvatn er notað sem varmagjafi og er að því búnu veitt í niðurrennslisveitu. Frá varmaskiptunum er hitaveituvatnið leitt til afloftara, þar sem uppleyst súrefni er hreinsað úr með suðu. Að því búnu er smávegis af gufu, sem inniheldur brennisteinsvetni, blandað í vatnið sem tæringarvörn. Frá varmastöð er vatninu dælt um hitaveituæð í miðlunargeyma á Reynisvatnsheiði. Þéttivatni og skiljuvatni, nefnt affallsvatn einu nafni, er veitt eftir lögn frá stöðvarhúsi að niðurrennslissvæði. Desember VGK 2005

50 Mynd 12. Vinnslurás Hellisheiðarvirkjunar með fyrirhugaðri stækkun. Desember VGK 2005

51 3.2.2 Áætluð jarðhitavinnsla Lagt hefur verið mat á það hve mikill orkuforði búi í fyrirhuguðu orkuvinnslusvæði á Skarðsmýrarfjalli og hversu mikinn jarðhita megi vinna á svæðinu fyrir stækkun Hellisheiðarvirkjunar. Matið er gert í samráði við sérfræðinga Íslenskra orkurannsókna og byggist á þeirri þekkingu sem þegar er til staðar á eiginleikum jarðhitasvæðisins á Hellisheiði og reynslu af rekstri borholna á virkjunarsvæðinu. Eins og greint er frá í 1. kafla er áætlað að rafmagnsframleiðsla stækkunarinnar geti numið allt að 120 MW e. Spáreikningar Íslenskra orkurannsókna miðuðust við að á Skarðsmýrarfjalli yrði unnin gufa sem svaraði til kg/s af háþrýstigufu við 10 bör-a. Í kafla 6.2 er nánar fjallað um vinnslu jarðhita á Skarðsmýrarfjalli og spár um viðbrögð jarðhitakerfisins á Hellisheiði. 3.3 Mannvirki má skipta í eftirfarandi mannvirki: Vegi Kæliturna Borholur Niðurrennslisveitu Borvatnsveitu Tengingu við rafveitukerfi Gufuveitu Námur Stöðvarhús Vegir Tenging við vegakerfið Aðkoma inn á virkjunarsvæði Hellisheiðarvirkjunar er bæði eftir Hamragilsvegi af þjóðveginum neðan við Hveradalabrekku að Kolviðarhóli, þar sem stöðvarhúsið er í byggingu á neðri hluta virkjunarsvæðisins og eftir Gígahnúksvegi sem liggur frá þjóðveginum yfir Hellisheiði inn á efri hluta svæðisins. Vegur er um Hellisskarð milli neðri og efri hluta svæðisins, Hellisskarðsvegur. Engar breytingar verða á vegtengingum eða helstu vegum um núverandi virkjunarsvæði vegna fyrirhugaðrar stækkunar. Gert er ráð fyrir aðkomu inn á niðurrennslissvæði virkjunarinnar frá Þrengslavegi. Hluti gamla vegarins um Svínahraun verður skilinn eftir til að halda þeirri leið opinni eftir að hann verður aflagður. Vegir á framkvæmdasvæði Vegna stækkunarinnar er gert ráð fyrir að frá Gígahnúksvegi, sem liggur um virkjunarsvæðið, verði lagður aðalvegur upp á Skarðsmýrarfjall og eftir því upp á miðbik fjallsins. Lengd þessa vegar er áætlaður um 3 km. Vegurinn verður um 6,5 m að breidd og með bundnu slitlagi. Upp Skarðsmýrarfjallið, þar sem krappar beygjur verða á veginum verða staðbundnar breiddaraukningar á honum, sjá mynd 13. Frá aðalveginum verða lagðir 4 m breiðir malarvegir að fyrirhuguðum borsvæðum. Þessir vegir nýtast við gerð borplana og borun holna og verða aðal aðkomuvegir að þeim. Áætluð lengd þessara vega er um 4 km. Meðfram safnæðum og aðveituæðum verða lagðir vinnuslóðar. Gert er ráð fyrir að breidd þessara slóða verði 4-6 m eftir aðstæðum, með lágmarks uppbyggingu. Þessir slóðar koma fyrst og fremst til með að nýtast við pípulagnir svo og við viðhald þeirra. Gera má ráð fyrir að lengd þessara vegslóða verði um eða yfir 10 km. Gert er ráð fyrir að þar sem aðalvegurinn upp á Skarðsmýrarfjall endar verði útbúið bílastæði með snúningsplani og að vegurinn þangað verði opinn fyrir almenna umferð. Vegir, vegslóðar og lagnaleiðir eru sýnd á teikningum 1 og 2. Til að draga úr raski er stefnt að því að sem mest af fylliefni verði flutt á staðinn en ekki rutt upp. Leitast er við að fella nýja vegi sem best að landslagi til að jarðrask verði sem minnst og sár grædd upp þar sem það á við. Desember VGK 2005

52 Mynd 13. Leið vegar upp á Skarðmýrarfjall séð frá vegi að holum HE-6 og HE Vinnsluholur Borteigar Nýjar vinnsluholur verða á borteigum innan afmarkaðra borsvæða á framkvæmdasvæði stækkunarinnar á Skarðsmýrarfjalli. Á teikningu 1 er sýnd áætluð lega 10 borsvæða á fjallinu og verða borteigar innan þeirra. Einnig er sýnd staðsetning borholna sem þegar hafa verið boraðar fyrir Hellisheiðarvirkjun. Frá borsvæðum á norðan- og austanverðu Skarðsmýrarfjalli er með stefnuborunum hægt að bora inn undir Innstadal og jarðhitasvæðin í Fremstadal og við Skarðsmýri. Á borteigum er hægt að bora allt að 5 vinnsluholur með stefnuborunum. Miðað er við að einn borteigur verði innan hvers borsvæðis og að meðaltali verði 4 holur á hverjum teig. Hver teigur verður um m 2. Gert er ráð fyrir að bora allt að 40 holur fyrir stækkunina á næstu 30 árum. Áætlað heildarflatarmál svæða sem fara undir 10 borteiga á Skarðsmýrarfjalli er því um m 2. Fyrir núverandi virkjun er áætlað að um m 2 fari undir borteiga á virkjunarsvæðinu við borun allt að 32 vinnsluholna á næstu 30 árum. Samtals eru það því um m 2 lands sem fer undir borteiga við þessar tvær framkvæmdir. Samanlagt flatarmál þeirra 10 borsvæða sem afmörkuð hafa verið á Skarðsmýrarfjalli (2 eru samtengd) er um 41 ha ( m 2 ). Því má búast við að um þriðjungur þeirra, það er m 2, fari undir borteiga á næstu 30 árum. Staðsetning borteiga verður ákveðin með tilliti til niðurstöðu jarðfræðilegra og jarðeðlisfræðilegra rannsókna á svæðinu ásamt upplýsingum sem aflað hefur verið með borun á rannsóknar- og vinnsluholum innan virkjunarsvæðis Hellisheiðarvirkjunar. Einnig verður tekið tillit til sýnileika og legu þeirra í landslaginu m.a. vegna áhrifa á landslag og sjónrænna áhrifa. Gert er ráð fyrir að borteigar verði hafðir nokkru innan við fjallsbrúnina og að borstæðin verði ekki byggð upp heldur frekar tekin niður til að eins konar sjónmön myndist (sjá nánari umfjöllun í kafla 6.4). Tilgangurinn með því að vera nærri fjallsbrún er að geta náð eins langt og kostur er inn undir jarðhitasvæðin í Innstadal, Fremstadal og Skarðsmýri með stefnuborun vinnsluholna. Vegna þess að enn hafa ekki verið boraðar neinar holur á Skarðsmýrarfjalli þá er á þessu stigi ekki hægt að segja nánar hvar innan borsvæðanna borteigarnir verða. Upplýsingar úr borun geta breytt staðsetningu borteiga. Áætlað er að hvert borstæði verði um m 2. Mynd 14 sýnir teikningu af borstæðum og Desember VGK 2005

53 dæmi um fyrirkomulag við þau eins og verið hefur við boranir á Hellisheiði undanfarin ár. Með því að bora fleiri en eina holu á sama borteig skarast borstæðin og flatarmál raskaðs svæðis verður fyrir bragðið minna fyrir hverja holu. Á vinnslusvæði Hellisheiðarvirkjunar eru nú 4 borteigar með 3 holum. Miðað við reynslu sem þar hefur fengist er áætlað að skörun borstæða geti orðið 30% þar sem 4 holur verða saman á borteig. Leitast verður við að hafa borstæði eða hluta borstæða innan sama borteigs á pöllum í mismunandi hæð þar sem halli er mikill. Það verður gert til að draga úr skeringum og laga þau að landinu. Lágmarksfjarlægð á milli borholna á sama borteig er talin vera um 20 m, en það ræðst m.a. af því hvaða bor verður notaður, fyrirkomulagi borplana og hvort gert er ráð fyrir uppsetningu blástursbúnaðar við hverja holu (Orkuveita Reykjavíkur 2003). Gert er ráð fyrir að hljóðdeyfir verði alltaf settur upp við blástursprófanir holna á Skarðsmýrarfjalli. Við gerð borstæða og allar framkvæmdir sem þeim tengjast verður þess gætt að valda ekki jarðraski utan borteiga og vega að þeim. Að borun lokinni er borstæðið lagfært þannig að það falli sem best að umhverfinu og sáð í sárin ef það á við. Mynd 14. Dæmi um fyrirkomulag á borstæði. Borun Miðað við reynslu af borholum á Hellisheiði, þar sem meðalafl holu er um 5 MW þá má búast við að bora þurfi um 8 vinnsluholur fyrir hverja 40 MW e stækkun rafstöðvar Hellisheiðarvirkjunar. Þannig að það þurfi um 16 vinnsluholur fyrir 80 MW e og um 24 vinnsluholur fyrir 120 MW e stækkun. Gera verður ráð fyrir að einhverjar holur henti ekki til tengingar við gufuveitu þannig að borholur geta orðið fleiri og að fyrir stækkunina þurfi að bora á allt að 16 holur til viðbótar vegna viðhalds á næstu 30 árum. Leitast verður við að bora viðbótarholur á sömu borteigum til að minnka rask. Fyrstu áætlanir gera ráð fyrir að bora 9 holur á Skarðsmýrarfjalli árið 2006 og 7 holur árið 2007 til að afla gufu fyrir 80 MW e stækkun Hellisheiðarvirkjunar sem fyrirhugað er að gangsetja árið Borað verður í allt að m dýpi. Holur geta verið lóðréttar eða stefnuboraðar. Allar holur verða boraðar eins og vinnsluholur. Það fer eftir aðstæðum hverju sinni hversu langt til hliðar er hægt að stefnubora. Lengst hefur verið farið tæpa m frá lóðlínu. Af þeim 17 holum sem boraðar hafa verið á Hellisheiði eru 12 holur stefnuboraðar. Meðalfjarlægð frá lóðlínu sem stefnuborað hefur verið er um 800 m. Raundýpi holna sem boraðar hafa Desember VGK 2005

54 verið á virkjunarsvæðinu er um til m. Borun hverrar holu tekur einn til tvo mánuði. Á mynd 15 má sjá fyrirkomulag á borstæði við borun holu HE-17 á Hellisheiði. Mynd 15. Fyrirkomulag á borstæði við borun HE-17 á Hellisheiði. Frárennsli frá borholu er sigtað til að skilja frá grófasta borsvarfið sem fellur á borstæðið við hlið dælukars og er jafnað úr því á borstæðinu eftir borun. Fínni sandur er skilinn frá í sandskiljum. Borvatn er síðan leitt í svarfþróna þar sem megnið af fíngerðara borsvarfi botnfellur. Borvatni sem rennur frá svarfþrónni verður beint í svelgholu eða borholu. Magn borsvarfs er áætlað, þar sem nokkuð af borsvarfi tapast út í sprungur í jarðlögum sem borað er í gegnum. Rúmmál losaðs bergs við borun m djúprar holu er nálægt 190 m 3. Lausrúmmál þess er um 20% meira, en ætla má að aðeins um 2/3 hlutar þess eða um 150 m 3 skili sér upp úr holunni. Miðað við að vinnsluholur verði boraðar næstu 30 árin á Skarðsmýrarfjalli er áætlað að losað berg úr þeim verði á bilinu til m 3. sem er svipað magn og þarf af fylliefni fyrir eitt borplan. Þegar borað er fyrir öryggisfóðringu er borvatnið oft blandað borleðju. Borleðjan flytur borsvarfið mun betur upp holuna en hreint vatn. Henni er hringrásað aftur niður í holuna. Borleirinn er hreinsaður náttúrulegur bentónítleir. Leirinn telst skaðlaus. Meðalnotkun hefur verið um 75 tonn fyrir holur á Hellisheiði. Hugsanlegt er að gos verði í holunni, ef borað er í mjög heitar æðar á litlu dýpi. Til að hemja holuna getur þá þurft að laga borleðju úr eðlisþungri náttúrulegri steintegund, baríti. Allri borleðju er safnað í svarfþróna að lokinni notkun. Gerð er krafa um að við borun séu tiltæk allt að 20 tonn af baríti, sem nægir til að fylla 500 m djúpa 12¼ holu einu og hálfu sinni. Reynslan á Nesjavöllum er sú að þrisvar hefur þurft að grípa til baríts við borun 22 holna. Aldrei hefur þurft að grípa til baríts við borun á Hellisheiði. Við steypingu fóðurröra er notuð steypa, sem blönduð er á staðnum. Þurrefnið í steypuna er sement ásamt kísilsalla, perlusteini og bentónítleir. Gert er ráð fyrir að nota þurfi um 130 tonn af þurrefni við steypingu í meðal háhitaholu. Blöndun þurrefna og vatns fer fram í lokaðri hringrás. Desember VGK 2005

55 Vatnsöflun Vatn er notað við borun til kælingar og skolunar á borsvarfi upp úr holunni. Við borun þarf að staðaldri 30 til 40 l/s af vatni á borinn og í einstaka tilfellum allt að 60 l/s ef algert skoltap verður. Þá kemur lítið eða ekkert vatn með borsvarf upp úr holunni. Hugsanlegt er að boraðar verði 2 holur á sama tíma á Skarðsmýrarfjalli. Þess vegna er gert ráð fyrir að leggja tvær lagnir, samhliða upp fjallið. Það er meðal annars gert til auka rekstraröryggi borsvatnsveitunnar. Hvor lögnin mun anna vatnsþörf fyrir einn jarðbor. Ráðgert er að kælivatn fyrir borun á Skarðsmýrarfjalli verði leitt úr borvatnsveitu Hellisheiðarvirkjunar frá holu HE-6 um 1,7 km leið upp fjallið. Lagnirnar verða niðurgrafnar og munu liggja upp með fyrirhuguðum vegi upp á fjallið. Land þar er allt þegar nokkuð raskað. Um það liggur m.a. vegslóði og skíðalyfta sem er í niðurníðslu. Uppi á fjallinu er gert ráð fyrir að borvatnslagnir verði lagðar á yfirborði að borsvæðunum og verði fjarlægðar að loknum borunum. Fyrirhugað er að kanna hvort afla megi vatns fyrir borun með því að bora vatnsöflunarholur við vegi eða borteiga á Skarðsmýrarfjalli. Ef það er mögulegt þá þarf ekki að dæla öllu borvatni upp á fjallið auk þess sem það mun bæta rekstraröryggi borvatnsveitunnar. Vatnsþörf Hellisheiðarvirkjunar mun ekki aukast svo neinu nemi við fyrirhugaða stækkun og er gert ráð fyrir að vatnsból og vatnsveita þeirrar virkjunar sem nú er í byggingu dugi báðum framkvæmdum. Prófanir Að loknum borunum er blástursbúnaði komið fyrir á borholur. Er þar um að ræða hljóðdeyfi til að taka við gufu og vatni meðan holan blæs (mynd 16). Fyrst eftir borun er holan látin hitna. Upphitun fer þannig fram að holan er látin standa um tíma á meðan bergið hitar upp skolvatnið sem er í holunni og úti í berginu næst henni eftir að borun líkur. Á meðan á þessu stendur er holan lokuð. Upphleyping rannsóknaholu getur verið með ýmsu móti, allt eftir hegðun hennar. Öflugar borholur byggja upp þrýsting þannig að ekki þarf annað að gera en opna fyrir loka til að koma þeim í blástur. Aðrar holur standa þrýstingslausar með vatnsborð niður á nokkur hundruð metra dýpi. Þannig holum þarf að hjálpa í blástur. Oft nægir að dæla í þær lofti og hleypa því síðan af aftur. Í því tilfelli ýtir loftið vatninu niður þar sem það hitnar. Í öðrum tilfellum þarf að ausa köldu vatnssúlunni ofan af holunni. Eftir borun eru borholur venjulega látnar blása í 3-6 mánuði til að kanna jarðhitakerfið. Á meðan eru nauðsynlegar mælingar gerðar á holunni. Desember VGK 2005

56 Mynd 16. Borteigur þar sem verið er að bora 3. holuna HE-17. Einnig sjást skýli og hljóðdeyfar við þær holur sem búið er að bora, HE-6 og HE-11. Við blástur getur rennsli jarðhitavökva frá holu orðið allt að 30 l/s. Með tilliti til reynslu af blæstri borholna á Hellisheiði verður sérstaklega hugað að því hvað verður um frárennsli frá borholum við borun og prófanir (mynd 17). Gætt verður að því að frárennsli leiði ekki til vatnsrofs eða spilli viðkvæmum gróðri. Við blástursprófanir er áformað að leiða jarðhitavökva frá borholum ofan í bólstraberg eða misgengissprungur sem eru austan og vestan megin á fjallinu. Stefnt er að því að útbúa til þess svelgholur í nágrenni við borteiga. Ef ekki reynist unnt að losa vatn frá hljóðdeyfi við borteiga getur þurft að leiða það nokkurn veg að hentugu losunarsvæði. Jarðhitavatnið verður þá leitt um skolvatnsþró þar sem það kólnar og þaðan í plastlögn á yfirborði meðfram vegum að losunarstaðnum. Þar verður vatnið losað í sprungur eða svelgholur. Gert er ráð fyrir að svelgholur verði 26 eða 12 tommu sverar holur sem nái niður á 30 til 60 m dýpi. Það fer eftir aðstæðum hversu djúpar svelgholur þurfa að vera. Sums staðar eru svelgir við borholur gerðir með vökvafleyg í yfirborðslög annars staðar þarf að bora holur til að losa affallsvatnið á meira dýpri. Frágangur við borholur Við gerð borstæða og við allar framkvæmdir sem þeim tengjast verður þess vandlega gætt að valda sem minnstu jarðraski. Að borun lokinni er borstæðið lagfært þannig að það falli sem best að umhverfinu og sáð í sár þar sem það á við. Allt efni og búnaður sem ekki tengist nýtingu holunnar verður fjarlægt að borun lokinni. Hljóðdeyfar verða settir við holur eftir borun. Lokuð hús verða sett yfir holutoppa til að verja búnað og koma í veg fyrir slys (mynd 16). Reglulegt eftirlit verður haft með vinnsluholum og holubúnaði. Að loknum borunum, upphleypingu og blæstri er borholan tilbúin til tengingar við gufuveitu Gufuveita Helstu hlutar gufuveitu eru: Safnæðar frá allt að fimm borholum að hverjum safnæðastofni, safnæðastofnar, skiljustöðvar og aðveituæðar. Áætluð staðsetning þessara mannvirkja er sýnd á teikningum 1 og 2. Desember VGK 2005

57 Mynd 17. Frárennsli frá hljóðdeyfi. Safnæðar Ein safnæð verður lögð ofanjarðar frá hverri vinnsluholu að safnæðastofni, sem leiðir jarðhitavökvann til skiljustöðvar. Ef fleiri holur eru á sama borteigi tengjast þær safnæðastofni á teignum. Allt að fimm holur tengjast hverjum safnæðastofni. Gert er ráð fyrir að fleiri lagnir liggi samhliða sömu leið. Eins og greint er frá í umfjöllun um vegi fyrr í þessum kafla þarf almennt að vera um 4-6 m breiður slóði meðfram safnæðum vegna framkvæmda. Áætluð lengd nýrra lagnaleiða vegna stækkunarinnar er samtals um 10 km. Þær verða að mestu lagðar á Skarðsmýrarfjalli og í hlíðum þess, utan núverandi framkvæmdasvæðis á Hellisheiðarvirkjunar. Jarðraski verður haldið í lágmarki og sáð í vegslóða meðfram safnæðum þar sem það á við. Gert er ráð fyrir að um þrjár lagnaleiðir verði að ræða niður af Skarðsmýrarfjalli, sjá teikningu 2. Sú fyrsta liggur til vesturs um núverandi skíðasvæði Víkings niður í Sleggjubeinsdal. Önnur leið liggur fyrst til suðvesturs niður af Skarðsmýrarfjalli, en sveigir síðan til vesturs og fer um núverandi skíðasvæði ÍR niður Hamragil. Þriðja leiðin liggur á milli hinna tveggja og um núverandi námu í Hamragili, eftir að henni verður lokað og gengið frá eftir efnistöku. Allar leiðirnar eru um 2 km að lengd. Áætlað er að 2-4 lagnir, 0,7-1 m í þvermál, geti orðið á hverri leið. Búist er við að fyrstu vinnsluholur á Skarðsmýrarfjalli verði tengdar inn á gufuveitu núverandi virkjunar. Til þess verður lögð safnæð framhjá borteignum, þar sem holur HE-6, HE-11 og HE-17 eru, og þaðan fylgt núverandi lagnaleið að skiljustöð ofan Hellisskarðs. Við undirbúning Hellisheiðarvirkjunar var athugaður sá möguleiki að grafa safnæðar í jörð. Dæmi um möguleika sem kannaðir hafa verið eru: Að leggja hefðbundnar safnæðar í stokk, að nota foreinangruð rör og stál í stál pípu. Stofnkostnaður við safnæðar grafnar í jörðu er hins vegar mun hærri en safnæða sem lagðar eru á yfirborði. Kostnaður getur orðið allt að tvöfaldur. Munar þar mestu að ekki er hægt að nota venjuleg foreinangruð rör vegna hás Desember VGK 2005

58 hita vökvans í safnæðunum. Annars vegar eru hitaþenslur of miklar og hins vegar þolir pólýúreþan einangrunin ekki hitann. Fyrir hærri hita þarf að nota steinull sem gerir pípurnar erfiðari í framleiðslu og því verður kostnaðurinn hærri. Rekstrarkostnaður og kostnaður vegna breytinga getur einnig orðið hærri. Almennt verður jarðrask meira vegna niðurgrafinna lagna en lagna á yfirborði. Jarðskrið hefur lítil áhrif á lagnir á yfirborði en getur skemmt niðurgrafnar lagnir. Hætta er á að tæring niðurgrafinna lagna vegna jarðvatns uppgötvist seint og geti leitt til slysa. Skiljustöðvar Jarðhitavökva frá borholum er safnað saman í gufuveitu. Á hverjum holutoppi er loki sem stýrir streymi frá þeirri holu. Frá holutoppi streymir vökvinn um safnæðar, sem sameinast í safnæðastofna, að skiljustöð. Ein til tvær gufuskiljur auk forskilju verða fyrir hverja 40 MW einingu rafmagns, en stærð þeirra er háð þrýstingi í gufuveitu. Skiljurnar eru einangraðar og álklæddar. Hlutverk þeirra er að skilja gufuna frá skiljuvatninu. Helstu mannvirki skiljustöðvar eru safnæðakistur, skiljur og skiljuhús. Skiljurnar verða að mestu utanhúss en hluti þeirra ásamt tilheyrandi stjórnbúnaði innanhúss. Áformað er að vinnsluholur á Skarðsmýrarfjalli verði tengdar við núverandi skiljustöðvar Hellisheiðarvirkjunar. Þær eru framan við Hamragil á neðri hluta virkjunarsvæðisins og ofan Hellisskarðs á efri hluta þess. Fyrrnefnda skiljustöðin sem var áætluð 250 m 2 að grunnfleti verður stækkuð um 500 m 2 og hin síðarnefnda var sem áætluð um 500 m 2 verður stækkuð um 250 m 2. Skiljustöðvarnar tvær sem nú eru í byggingu verða hvor um sig um 750 m 2 að grunnfleti eftir fyrirhugaða stækkun. Hæð skiljustöðvanna verður 8-10 m. Aðveituæðar Frá skiljustöð verða skiljuvatn og gufa leidd til stöðvarhússins um aðveituæðar sem verða ofanjarðar. Aðveituæðar frá skiljustöð vestan Þverfells verða um m langar stálpípur með einangrun og klæðningu. Lagnaleiðin verður sú sama og fyrir 2 aðveituæðar Hellisheiðarvirkjunar (teikningu 1), sem gert er ráð fyrir að nýtist einnig gufuveitu stækkunarinnar. Áætlað að vegna fyrirhugaðrar stækkunar geti þurft að leggja 2 gufuaðveituæðar um 1,2 m að þvermáli og 2 skiljuvatnsaðveituæðar um 1 m að þvermáli frá skiljustöð á neðra virkjunarsvæði að stöðvarhúsi. Aðveituæðar geta því orðið 6 á þessari leið. Þá er búist við að bætt verði við 2 aðveituæðum á leiðinni frá skiljustöð ofan Hellisskarðs að stöðvarhúsinu, þ.e. einni gufuaðveituæð og einni skiljuvatnsaðveituæð. Heildarfjöldi aðveituæða frá skiljustöðvunum tveimur að stöðvarhúsi getur því orðið 6 á hvorri leið fyrir allt að 150 MW e og 400 MW th Hellisheiðarvirkjun og fyrirhugaða stækkun hennar um 120 MW e. Eins og fram kemur í tillögu að matsáætlun getur verið erfitt að greina að hvaða mannvirki tilheyra eingöngu stækkuninni vegna þess að í mörgum tilfellum verður um að ræða samnýtingu mannvirkja. Á það einnig við aðveituæðar. Að lokum verður um að ræða eina samtengda heild. Gufunni frá skiljustöð verður veitt um rakaskiljur til rafstöðvar. Hlutverk rakaskilja er að hreinsa allt vatn úr gufunni áður en hún fer inn á gufuhverfla. Skiljuvatni verður veitt til skiljuvatnsvirkjunar og varmastöðvar Hellisheiðarvirkjunar. Útblástursbúnaður við aðveitulagnir stjórnar þrýstingi í gufuveitunni. Útblástursbúnaðurinn samanstendur af stjórnlokum fyrir gufu og gufuháfum sem eru nægilega háir til að beina gufunni frá nálægum mannvirkjum. Lokahús hýsir stjórnloka og tilheyrandi búnað. Gert er ráð fyrir að lokahús Hellisheiðarvirkjunar, sem verður 7-8 m hátt og 160 m 2 að grunnfleti muni stækka um 80 m 2. Þannig að það verði um 240 m 2 að grunnfleti. Áætlað er að þremur um 20 m háum gufuháfum verði bætt við þá þrjá sem fyrir eru á byggingarreitnum vegna stækkunarinnar, þannig að þeir verði alls sex. Desember VGK 2005

59 3.3.4 Stöðvarhús Gert er ráð fyrir að stöðvarhúsbygging sem hýsa mun 120 MW e rafstöð stækkunarinnar verði reist á byggingarreit Hellisheiðarvirkjunar við Kolviðarhól. Áætlað er að byggingin verði um m 2 að grunnfleti og hæðin verði um m. Stöðvarhús sem nú er í byggingu verður alls um m 2. Það skiptist í um m 2 stöðvarhús sem hýsir 400 MW th varmastöð og 30 MW e skiljuvatnsvirkjun, um m 2 rafstöðvarbyggingu og um m 2 miðbyggingu. Við fyrirhugaða stækkun rafstöðvarhluta virkjunarinnar um 120 MW e bætast um m 2 við og verður samanlagður grunnflötur stöðvarhúsbygginga þá um m Kæliturnar Áætlað er að þremur kæliturnum verði bætt við virkjunina vegna fyrirhugaðrar stækkunar og að þeir verði á byggingarreitnum við Kolviðarhól. Hver þeirra verður um 900 m 2 að grunnfleti og um 15 m hár. Efst í turninum verða viftur sem draga loft í gegnum hann. Gert er ráð fyrir að reistir verði allt að fjórir kæliturnar við þá virkjun sem nú er í byggingu. Einn þeirra er hluti af skiljuvatnsvirkjuninni, sem Orkuveitan mun reisa á Hellisheiði. Um er að ræða tæknilega breytingu á Hellisheiðarvirkjun, sjá kafla 1.1. Kæliturnar á virkjunarsvæðinu geta því orðið allt að sjö talsins eftir stækkunina Niðurrennslisveita Skiljuvatn og þéttivatn sem veitt verður frá virkjuninni er nefnt affallsvatn. Skiljuvatn er jarðhitavatn og þéttivatn er þétt gufa, sem er nánast eimað vatn. Skiljuvatn frá skiljustöðvum verður notað sem varmagjafi í varmastöð og til að knýja lágþrýstigufuhverfil skiljuvatnsvirkjunar Hellisheiðarvirkjunar. Að því búnu er því veitt frá varmastöðinni. Gufan verður kæld í eimsvölum og þéttist í þéttivatn, sem að hluta er nýtt sem kælivatn í kæliturni en afganginum verður veitt í niðurrennslisholur með skiljuvatni. Við mat á umhverfisáhrifum Hellisheiðarvirkjunar 2003 til 2004 var áætlað niðurrennsli skiljuvatns og þéttivatns samtals um 900 l/s. Miðað var við að meðalvermi borholuvökva væri 1200 kj/kg. Við mælingar á þeim holum sem boraðar hafa verið á Hellisheiði fram til þessa, þá hefur komið í ljós að meðalvermi er nær 1400 kj/kg. Fyrir núverandi virkjun er nú áætlað að heildar niðurrennsli affallsvatns verði 570 l/s sem er um 60% af því sem áður var áætlað. Eftir fyrirhugaða stækkun Hellisheiðarvirkjunar um 120 MW e mun niðurrennsli affallsvatns verða um 1100 l/s miðað við að meðalvermi jarðhita úr borholuvökva á Skarðsmýrarfjalli verði 1400 kj/kg. Hlutfall gufu og vatns í vinnsluholum getur orðið hærra á Skarðsmýrarfjalli en það hefur reynst vera hingað til á Hellisheiði. Það þýðir að magn niðurrennslis verði enn minna. Fjallað er um efnainnihald affallsvatns og áhrif niðurrennslis þess á vatnafar í kafla 6.3. Í spám um jarðhitasvæðið er jafnframt gert ráð fyrir að vermi jarðhitavökva aukist með tíma, sem þýðir að hlutur gufu mun aukast og skiljuvatn minnka, sjá mynd 26 í kafla 6.2. Árið 2004 var boruð m djúp rannsóknahola HN-1 austan Lambafells, þar sem niðurrennsli affallsvatns frá Hellisheiðarvirkjun var fyrirhugað. Á þessu ári var einnig boruð m djúp rannsóknahola HN-2 um 1 km austar í Svínahrauni og nær Kolviðarhóli. Afmarkað hefur verið um 42 ha iðnaðarsvæði vestast á deiliskipulagssvæði núverandi virkjunar. Fyrirhugað er að flytja niðurrennslissvæði Hellisheiðarvirkjunar suður fyrir niðurrennslisholu HN-2 í Svínahrauni. Lendir það þá utan núverandi iðnaðarsvæðis og þarf því að breyta þeirri afmörkun. Á teikningu 1 er sýnt um 46 ha svæði sem er til athugunar vegna mögulegrar færslu á niðurrennslissvæðinu. Út frá fyrirliggjandi upplýsingum um jarðlög og vatnafar er talið að berg á þessu svæði sé líklegra til að taka við affallsvatninu frá virkjuninni þar sem það er nær miklum misgengjum og afstaða til vinnslusvæðisins er einnig talin heppileg. Samráð hefur verið haft við Sveitarfélagið Ölfus og ráðgjafa þess um breytinguna. Þegar staðsetning niðurrennslissvæðis hefur verið nánar afmörkuð þá er Desember VGK 2005

60 möguleiki að skilgreina iðnaðarsvæðið þannig í skipulagi að það stækki ekki miðað við það sem nú er. Sjálft niðurrennslissvæði núverandi virkjunar er áætlað um m 2 að flatarmáli, miðað við 8-10 niðurrennslisholur. Áður en tekin verður ákvörðun um endanlega staðsetningu niðurrennslissvæðis virkjunarinnar er gert ráð fyrir að bora rannsóknaholu sunnan við holu HN-2, undir hlíðum Þrengslahnúks. Sú rannsókn er hluti af framkvæmdum við núverandi virkjun. Gert er ráð fyrir að 8-10 niðurrennslisholur þurfi fyrir stækkun virkjunarinnar þannig að holurnar geti orðið talsins. Niðurrennslisholur verða a.m.k m djúpar og þær verða fóðraðar niður fyrir 500 m dýpi. Áætlað er að flatarmál niðurrennslissvæðisins þurfi að stækka um m 2 og að eftir stækkun verði það um m 2. Tvær eftirlitsholur hafa verið boraðar niður í mismunandi dýpi sunnan Lambafells. Í öllum borholum á þessu svæði hefur komið í ljós að þétt móbergslag á m dýpi skilur á milli kalda grunnvatnsins ofan þess og um og yfir 20 C heits afrennsli jarðhitasvæðisins neðan móbergsins. Afrennslið hefur aðra efnasamsetningu en kalda vatnið. Á um 800 m dýpi var komið í jarðhitakerfið. Eftirlitsholurnar sunnan Lambafells verða nýttar til þess að fylgjast með hugsanlegum áhrifum niðurrennslis affallsvatns frá virkjuninni á grunnvatn. Önnur holan til að fylgjast með breytingum í efri lögunum og hin í afrennsli jarðhitasvæðisins. Allar borholur nýtast við rannsóknir á jarðlögum og grunnvatni á svæðinu. Niðurrennsli í afrennsli jarðhitasvæðisins Niðurrennslisveita verður lögð sömu leið og niðurrennslisveita núverandi virkjunar og niðurrennslisholur verða á sama svæði. Að hluta til verður um samnýtingu að ræða. Eins og áður segir þá hefur ekki verið tekin endanleg ákvörðun um staðsetningu niðurrennslissvæðisins. Ef það verður undir hlíðum Þrengslahnúks er gert ráð fyrir að niðurrennslislögnin sveigi til suðurs og suðvesturs eftir að hún þverar Suðurlandsveg og liggi meðfram hlíðinni að niðurrennslissvæðinu. Allt affallsvatn frá Hellisheiðarvirkjun verður losað með niðurrennsli í borholur neðan 500 m dýpis, undir útbreiddu móbergslagi, sem greinist í borholum á metra dýpi á þessu svæði. Greiningar á vatnssýnum sem hafa verið tekin neðan móbergslagsins, úr borholunum HN-1 við Þrengslavegamót og HN-2 í Svínahrauni, sýna að vatn á þessu dýpi hefur aðrar efnasamsetningu en vatn ofan móbergslagsins, það er í efri grunnvatnslögum. Vatnið neðan móbergslagsins er heitara og hefur einkenni jarðhitaáhrifa sem vatn ofan þess hefur ekki. Allt affallsvatn frá virkjuninni verður leitt um 2,5 km leið frá stöðvarhúsinu við Kolviðarhól til suðvesturs að niðurrennslissvæði sem verður í námunda við holu HN-2 í Svínahrauni. Niðurrennslissvæðið hefur verið flutt um 1 km austar og nær Kolviðarhóli en gert var ráð fyrir við mat á umhverfisáhrifum núverandi virkjunar í janúar Niðurrennsli verður leitt í tveimur stálpípum á yfirborði, sem hvor um sig eru 1 m í þvermál, meðfram núverandi slóðum og vegum að borholum á niðurrennslissvæðinu. Niðurrennslisveitan mun þvera Suðurlandsveg við Hamragilsvegamót og verður lögð í ræsi undir veginn. Samráð hefur verið og verður áfram við Vegagerðina um þessa framkvæmd. Gert er ráð fyrir allt að einni niðurrennslisholu fyrir hverjar 3 gufuvinnsluholur stækkunarinnar sem tengdar verða við virkjunina. Þá þarf um 8 niðurrennslisholur fyrir stækkunina ef 24 gufuvinnsluholur verða tengdar við 120 MW e virkjun. Ef niðurrennslisholur dala getur þurft að bora fleiri holur á niðurrennslissvæðinu. Þó bora þurfi fleiri gufuvinnsluholur á líftíma stækkunar Hellisheiðarvirkjunar þarf það ekki að leiða til þess að jafnframt þurfi að bora nýjar niðurrennslisholur. Magn affallsvatns frá virkjuninni ræður hversu margar þær þurfa að vera. Eins og áður segir er áætlað að eftir stækkunina verði niðurrennslisholur fyrir Hellisheiðarvirkjun 16 til 20 talsins. Niðurrennsli í jarðhitageyminn Stöðugar rannsóknir eru í gangi varðandi nánari útfærslu á losun affallsvatns frá virkjuninni í borholur á meira dýpi en gert er ráð fyrir í upphafi. Markmiðið með því er að affallsvatnið Desember VGK 2005

61 fari ofan í jarðhitageyminn. Talið er að það muni geta leitt til betri nýtingar auðlindarinnar. Verði niðurstaðan sú að niðurrennsli í dýpri borholur reynist mögulegt og að það muni hafa jákvæð áhrif á jarðhitakerfið, þá er stefnt að því að losun affallsvatns frá virkjuninni verði með þeim hætti. Kannað verður hvort niðurrennsli er mögulegt á öðru svæði en kynnt er hér. Sá möguleiki hefur m.a. verið skoðaður í reiknilíkani Íslenskra orkurannsókna af jarðhitakerfum í Henglinum (Grímur Björnsson, 2005a) og verður fjallað nánar um það í köflum 6.2 og 6.3. Um er að ræða svæði vestarlega á virkjunarsvæði. Áhugavert þykir að prófa nánar fyrirliggjandi holur með tilliti niðurrennslis. Holur HE-8 eða HE-1 koma báðar til greina við niðurrennslistilraunir og er gert ráð fyrir að önnur þeirra verði notuð. Þær skera vestasta hluta sigdals Hellisheiðar. Á þessu stigi eru engar frekari boranir fyrirhugaðar vegna þessara tilrauna. Gert er ráð fyrir að vatnslagnir sem leggja þarf að borholunni verði lagðar á yfirborði og fjarlægðar að tilraunum loknum. Neyðarlosun Veita fyrir neyðarlosun núverandi virkjunar nýtist einnig fyrirhugaðri stækkun og er ekki gert ráð fyrir neinni framkvæmd við hana. Staðsetning er sýnd á teikningu Útstreymi jarðhitalofttegunda Losun jarðhitalofttegunda vegna vinnslu jarðhita á sér stað annars vegar tímabundið frá blásandi borholum og hins vegar á rekstrartíma frá virkjun við skiljustöðvar og gufuháfa. Gufa frá hverflum er leidd til eimsvala, sem eru röravarmaskiptar. Óþéttanlegar gastegundir í gufunni eru fjarlægðar úr eimsvölunum með lofttæmidælum og veitt til lofts. Eftir því sem fleiri holur eru boraðar og gufan frá þeim efnagreind, þeim mun nákvæmari upplýsingar fást um endanlega efnasamsetningu gufunnar í virkjuninni. Þegar fyrsta matið var gert lágu einungis fyrir efnagreiningar úr þremur holum, og á þeim grunni var áætlað að heildarlosun yrði um tonn/ári. Nú eru upplýsingar frá átta holum lagðar til grundvallar reikninga og er metið að heildarlosun jarðhitalofttegunda verði um tonn/ári, þar af um tonn/ári vegna stækkunarinnar. Um efnainnihald og áætlað útstreymi jarðhitalofttegunda er nánar fjallað í kafla 6.5 um mat á áhrifum virkjunarinnar á loftgæði Tenging við rafveitukerfi Flutningur raforku frá Hellisheiðarvirkjun verður í höndum flutningsfyrirtækis í samræmi við raforkulög nr. 65/2003. Virkjunin verður tengd við núverandi 220 kv háspennulínu Landsnets sem liggur um svæðið. Í matsskýrslu um núverandi virkjun var kynnt að virkjunin yrði tengd við 132 kv háspennulínu. Við athugun Skipulagsstofnunar var greint frá þeirri breytingu að tengt yrði við 220 kv línu. Tengivirki Landsnets sem er í byggingu vegna Hellisheiðarvirkjunar mun einnig anna stækkuninni Vinnubúðir Þegar framkvæmdir við stækkun Hellisheiðarvirkjunar standa sem hæst verða um 200 menn við vinnu á svæðinu. Reistar hafa verið vinnubúðir á byggingareitnum við Kolviðarhól vegna núverandi framkvæmda. Áætlað er að vinnubúðir vegna stækkunarinnar verði einnig innan byggingarreits við Kolviðarhól, sjá teikningu Efnistaka Mannvirki hafa enn ekki verið hönnuð, þannig að á þessu stigi er mikil óvissa í mati á efnisþörf. Fyllingarefni þarf til vegagerðar upp á Skarðsmýrarfjall og að borsvæðum. Einnig þarf fyllingarefni í borteiga. Þá þarf efni í vegslóða með lögnum og burðarfyllingar undir mannvirki. Stuðst hefur verið við reynslutölur frá virkjunarframkvæmdum á Hellisheiði. Desember VGK 2005

62 Út frá fyrirliggjandi gögnum varðandi stækkun Hellisheiðarvirkjunarinnar og reynslu sem komin er fram að þessu við uppbyggingu núverandi virkjunar hefur verið lagt mat á magn burðarfyllingar sem þarf fyrir stækkunina. Annars vegar er burðarfylling sem notuð verður á svæði sem liggur neðan Hellisskarðs og hins vegar burðarfylling sem notuð verður á svæði ofan þess, þar með talið á Skarðsmýrarfjalli. Áætlað magn fyllingarefna sem þarf er um m 3, samanber töflu 6. Miðast það við þjappaða frágengna fyllingu. Tafla 6. Áætluð þörf fyllingarefna. Skipting á svæði Fyllingarefnaþörf Burðarfylling neðan Hellisskarðs m 3 Burðarfylling ofan Hellisskarðs m 3 Heildarþörf fyllingarefna m 3 Uppgröftur sem ekki hefur nýst við framkvæmdir við Hellisheiðarvirkjun hefur verið losaður á svæði framan við Hamragil og í gamlar námur ofan Hellisskarðs. Uppgröftur sem ekki nýtist við framkvæmd við stækkunina verður einnig losaður í gamlar námur á svæðinu eða nýttur til landmótunar á ýmsan hátt á virkjunarsvæðinu. Í samráði við Vegagerðina er gert ráð fyrir að uppgröftur á virkjunarsvæðinu verði einnig nýttur til þess að auka fláann á Suðurlandsvegi í Hveradalabrekku. Mynd 18. Náma í Hamragili í júní 2005, horft í suðvestur af Skarðsmýrarfjalli. Gerð var könnun á mögulegum efnistökustöðum á og í nágrenni við efri og neðri hluta virkjunarsvæðisins við mat á umhverfisáhrifum núverandi Hellisheiðarvirkjunar. Leitað var að stað með hentugu jarðefni sem næst byggingarstað. Einnig var miðað við að umhverfisáhrif efnistöku yrðu sem minnst. Í vestanverðu Hamragili, gegnt skíðasvæði ÍR, var opnuð náma til að vinna fyllingarefni fyrir Hellisheiðarvirkjun. Um er að ræða bólstrabergsmyndun þar sem hægt er að vinna efni í gæðafyllingar. Við mat á umhverfisáhrifum var talið að vinna mætti allt að m 3 á þessum stað. Samkvæmt Desember VGK 2005

63 deiliskipulagi er námusvæðið um m 2. Náman er eingöngu nýtt af Orkuveitu Reykjavíkur fyrir virkjunina (mynd 18 og mynd 19). Við mat á umhverfisáhrifum núverandi virkjunar var gert ráð fyrir að heildarþörf burðarfyllingar væru um m 3. Við framkvæmdir á svæðinu hefur sýnt sig, að útgröftur fyrir mannvirkjum er meiri en gert var ráð fyrir í upphafi, en það kallar aftur á meira fyllingarmagn. Því má búast við, að fyllingarmagn fyrir þá virkjun sem nú er í byggingu verði meira en upphaflega var gert ráð fyrir eða um m 3. Talið er að það magn fáist að mestu úr námunni í Hamragili. Sækja verður fyllingarefni annað en í Hamragil fyrir stækkun Hellisheiðarvirkjunar þar sem ekki er talið mögulegt að stækka núverandi námu. Áætluð þörf fyrir fyllingarefni er eins og áður segir um m 3. Ljóst er að miklir efnisflutningar af neðri hluta virkjunarsvæðisins um Hellisskarð og upp á Skarðsmýrarfjall er slæmur kostur m.t.t. umferðar-, umhverfis- og öryggissjónarmiða. Það á einnig við ef sækja þarf fyllingarefni í opnar námur utan svæðisins, svo sem í Lambafelli eða Bolöldum. Fyllingarefnisþörf núverandi virkjunar og fyrirhugaðrar stækkunar er samanlagt áætluð m 3. Flatarmál efnistökusvæða er samtals áætlað um m 2. Mynd 19. Fyrirhuguð efnistökusvæði vegir, lagnaleiðir og borsvæði á Skarðsmýrarfjalli. Efnistaka neðan Helliskarðs Fyrir stækkunina er áætluð þörf fyrir fyllingarefni neðan Hellisskarðs m 3. Heppilegast er að ný efnistökusvæði verði sem næst fyrirhuguðum framkvæmdum. Áformað er að fyllingarefni fyrir stækkunina vinnist með tvennum hætti neðan Hellisskarðs. Annars vegar er um að ræða bólstrabergsnef sunnan við Víkingsskálann (mynd 20), þar sem Desember VGK 2005

64 áætlað er að megi vinna m 3 (Almenna verkfræðistofan, Stuðull og Fjarhitun, 2005). Bólstrabergsnefið sem er um m 2 að grunnfleti mun allt verða tekið og verður sárið að því loknu lagað að móbergshlíðinni sem nefið liggur utan í. Hlíðin mun síðan verða grædd upp til samræmis við umhverfið. Hins vegar mun allt efni sem reynist hæft í burðarfyllingar á lagnaleiðum safnæðastofna ofan af Skarðsmýrarfjalli, um Hamragil og skíðasvæði Víkings, einnig verða nýtt samhliða undirbúningi og landmótun vegna framkvæmda við lagnirnar. Efnistaka ofan Helliskarðs og á Skarðsmýrarfjalli Áætluð þörf fyrir fyllingarefni í vegi, borstæði og við lagnaframkvæmdir á Skarðsmýrarfjalli er um m 3. Til þess að draga úr efnisflutningum upp á fyrirhugað vinnslusvæði var kannaður sá möguleiki að vinna fyllingarefni uppi á Skarðsmýrarfjalli (Almenna verkfræðistofan, Stuðull og Fjarhitun, 2005). Gert er ráð fyrir að vinna megi meiri hluta þess á fyrirhuguðum borsvæðum og hluta lagnaleiðar á norðvestanverðu fjallinu áður en framkvæmdir við borteiga og safnæðar hefjast, sjá myndir 19 og 21. Þar er um að ræða nokkuð útbreidda bólstrabergsmyndun sem er hentugt efni í burðarlagsfyllingar. Til þess að draga úr sýnileika framkvæmda verður þess gætt að efnistakan á þessum stað nái ekki fram á fjallsbrún. Gert er ráð að efnistökusvæðið verði unnið niður á við á stöllum, nokkru innan við brúnina, sem myndar þá eins konar sjónmön, sjá teikningar 6 og 7. Áætlað er að vinna megi um m 3 á um m 2 svæði á þessum stað. Jafnframt er gert ráð fyrir efnislosunar- og geymslusvæði rétt austan við efnistökusvæðið. Að loknum framkvæmdum verða þarna borteigar með borholumannvirkjum, safnæðar og vegir. Þá er gert ráð fyrir að allt nýtilegt fyllingarefni sem fellur til við framkvæmdir á öðrum svæðum á Skarðsmýrarfjalli verði almennt unnið í burðarlagsfyllingar samhliða landmótun og undirbúningi framkvæmda. Á þetta við um lagningu safnæða, gerð borteiga og vegagerð. Mynd 20. Fyrirhugað efnistökusvæði við Víkingsskála. Desember VGK 2005

65 Ef ekki finnst hentugt efni á fyrirhuguðum efnistökusvæðum eða það talið henta betur verður fyllingarefni flutt að úr opnum námum í nágrenninu t.d. úr Lambafelli við Þrengslaveg eða úr Bolöldum. Mynd 21. Horft yfir til suðurs yfir fyrirhugað efnistökusvæði á Skarðsmýrarfjalli. 3.4 Losun úrgangs Geymsla, flutningur og losun úrgangs verður í samræmi við reglugerð nr. 737/2003 um úrgang. Á byggingartíma virkjunarinnar munu verktakar losa úrgang í sérstaka gáma sem fjarlægðir verða af gámaþjónustu. Búast má við að sorphirða á rekstrartíma verði í höndum Sveitarfélagsins Ölfuss, nema samið verði um annað. Allur úrgangur verður losaður á viðurkenndum förgunarstað. Hefð er fyrir því að ganga frá borsvarfi að borun lokinni á borstæðinu. Á framkvæmdasvæði Hellisheiðarvirkjunar er smur- og olíuáfyllingarplan fyrir vinnuvélar og flutningabíla, þar sem frárennsli er leitt um olíugildru til hreinsunar olíu. Í samræmi við lög nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og reglugerð nr. 806/1999 um spilliefni verða olíugryfjur undir spennum, vélum og olíugeymslum í orkuverinu. Allt frárennsli annað en skólp verður leitt í gegnum olíuskilju. 3.5 Einkennistölur framkvæmdar Tafla 7 sýnir yfirlit yfir helstu einkennistölur framkvæmdarinnar. Til samanburðar er einnig yfirlit yfir helstu einkennistölur Hellisheiðarvirkjunar. Fyrir núverandi virkjun getur hafa orðið breyting á vissum einkennistölum frá því sem áður var áætlað og var kynnt við mat á umhverfisáhrifum 2003 til Desember VGK 2005

66 Tafla 7. Helstu einkennistölur framkvæmdar við stækkun Hellisheiðarvirkjunar. Afl og orka Iðnaðarsvæði Vegir og slóðar Borun Gufuveita Rafstöð Lagþrýstivél Varmastöð Virkjunarsvæði Fyrir niðurrennsli Aðalvegur um virkjunarsvæði Lengd Breidd Vegir að borsvæðum Vegir með lögnum Lengd Breidd Lengd Breidd Borteigar Fjöldi Stærð Borholur Fjöldi (fyrstu 30 ár vinnslu) Dýpt Safnæðar Skiljustöðvar Núverandi virkjun 120 MW e 30 MW e 400 MW th 550 ha 41 ha 4 km 6,5 m 1 km 4 m 25,7 km (5 km vatnsv. og 14 km hitaveituæð) 4-6 m Stækkun 120 MW e 270 ha 46 ha (breyting) 2,2 km 6,5 m 3,2 km 4 m 8,5 km 4-6 m m m 2 32 allt að m Lagnaleið 6,7 km 8,5 km Fjöldi Stærð Hæð 2 1x500 m 2 + 1x250 m m allt að m (Stækkun) 1x250 m 2 + 1x500 m m Aðveituæðar Fjöldi Lagnaleið 6 1,4-2,6 km 4-6 1,4-2,6 km (samhliða) Lokahús (Stækkun) Grunnflötur 160 m 2 80 m 2 Gufuháfar Fjöldi Hæð 3 20 m 3 20 Stöðvarhús (Stækkun) Grunnflötur Hæð m m m m Kæliturnar Fjöldi Grunnflötur Hæð 4 4x900 m 2 15 m 3 3x900 m 2 15 m Borvatnsveita (Stækkun) Lagnaleið Ferskvatnsþörf 3,9 km 2x(30-60 l/s) 1,7 km Óbreytt Vatnsveita virkjunar Lagnaleið Ferskvatnsþörf 5 km l/s Óbreytt Fjöldi ferskvatnshola 24 Losun affallsvatns Magn affallsvatns Lengd lagna Dýpt niðurrennslisholna Fjöldi holna Stærð niðurrennslissvæðis 550 l/s 2,5-3,5 km a.m.k m m l/s 2,5-3,5 km (samhliða) a.m.k m m 2 Jarðhitalofttegundir Losað magn tonn/ári tonn/ári Námur Fyllingarefni Efnistökusvæði Hitaveituæð Lagnaleið 18 km m m m m 2 Desember VGK 2005

67 Desember VGK 2005

68 4 SKIPULAG OG VERND 4.1 Almennt Fyrirhugaðar framkvæmdir vegna stækkunar Hellisheiðarvirkjunar eru í Sveitarfélaginu Ölfusi. Rannsóknarsvæði Orkuveitu Reykjavíkur á Hengilssvæði er í Ölfusi og í Grímsnesog Grafningshreppi. Í þessum kafla er greint frá stöðu skipulags á fyrirhuguðu framkvæmdasvæði og hvernig stækkunin samræmist skipulagsáætlunum. Einnig er fjallað um það hvort svæðið njóti verndar af einhverju tagi og hvort framkvæmdin geti haft áhrif á verndarsvæði. 4.2 Staða skipulags Aðalskipulag Sveitarfélagsins Ölfuss var staðfest af umhverfisráðherra þann 4. janúar Virkjunarsvæði Hellisheiðarvirkjunar er skilgreint sem iðnaðarsvæði til jarðhitavinnslu í aðalskipulaginu (mynd 22). Á því svæði sem fyrirhugað er að bora vinnsluholur fyrir stækkunina á Skarðsmýrarfjalli eru skilgreind opin óbyggð svæði, opin svæði til sérstakra nota og iðnaðarsvæði (Landmótun, 2003). Breyta þarf Aðalskipulagi Ölfuss og afmarka fyrirhugað orkuvinnslusvæði á Skarðsmýrarfjalli sem iðnaðarsvæði til jarðhitavinnslu. Gert er ráð fyrir að unnið verði að breytingunni samhliða mati á umhverfisáhrifum. Deiliskipulag virkjunar Orkuveitu Reykjavíkur á Hellisheiði var unnið í samvinnu við Sveitarfélagið Ölfus (Landslag, 2004) og er í samræmi við staðfest aðalskipulag, sjá teikningar 3 og 4. Deiliskipulagið öðlaðist gildi 20. júlí Framkvæmdir vegna fyrirhugaðrar stækkunar Hellisheiðarvirkjunar munu hafa áhrif á deiliskipulagið og þarf að breyta því. Nokkrar breytingar á aðalskipulagi Ölfuss og deiliskipulagi virkjunarsvæðisins á Hellisheiði vegna framkvæmda við þá virkjun sem nú er í byggingu voru auglýstar 8. júní Aðalskipulagsbreytingin var staðfest af umhverfisráðherra í september s.l. Gert er ráð fyrir að unnið verði að frekari breytingum á aðalskipulagi og deiliskipulagi sem gera þarf vegna fyrirhugaðrar stækkunar á framkvæmdasvæði Hellisheiðarvirkjunar í samvinnu sveitarfélags og framkvæmdaraðila samhliða og að loknu mati á umhverfisáhrifum. 4.3 Náttúruminjar Náttúruminjaskrá Hluti Hengilssvæðisins er á náttúruminjaskrá, þ.e. vatnasvið Grændals, Reykjadals og Hengladala ásamt Marardal og Engidal norðan Húsmúla; að sunnan liggja mörk náttúruminjasvæðisins um Skarðsmýrarfjall, Orrustuhól og Hengladalsá að Varmá (Náttúruverndarráð, 1996). Fyrirhuguð stækkun orkuvinnslusvæðis Hellisheiðarvirkjunar á Skarðsmýrarfjalli, nær inn á þennan hluta Hengilssvæðisins, sjá teikningu 1. Eldborg undir Meitlum, þ.e. gígurinn og næsta nágrenni hans, og Eldborgir við Lambafell, eldvörpin og hrauntraðirnar frá þeim ásamt hrauninu umhverfis er einnig á náttúruminjaskrá. Í Náttúruverndaráætlun Aðferðafræði, tillögum Umhverfisstofnunar (2003b) um friðlýsingar, hefur afmörkun fyrirhugaðs náttúruverndarsvæðis við Hengil verið breytt og er áherslan nú á verndun Grændals og Reykjadals annars vegar og Eldborgar undir Lambafelli ásamt Svínahraunsbruna hins vegar. Samkvæmt tillögunni er lagt til að Grændalur-Reykjadalur verði friðland en Eldborg og Svínahraunsbruni náttúruvætti. Lögð var fram þingsályktunartillaga vorið 2004 um náttúruverndaráætlun og eru þessi Desember VGK 2005

69 svæði ekki meðal þeirra fjórtán svæða á landinu sem þar er ályktað að unnið skuli að friðlýsingu (Alþingi, 2004). Mynd 22. Útdráttur úr aðalskipulagi Ölfuss (Landmótun, 2003). Jarðmyndanir Á fyrirhuguðu framkvæmdasvæði og í nágrenni þess eru víða jarðmyndanir og vistkerfi, sem njóta verndar samkvæmt 37. gr. laga nr. 44/1999 um náttúruvernd. Þetta eru einkum gosmyndanir frá nútíma, en einnig eru hverir og heitar uppsprettur í nágrenninu. Íslenskar orkurannsóknir (Kristján Sæmundsson, 2003) benda á að á framkvæmdasvæði Hellisheiðarvirkjunar er að finna nokkur dæmi um náttúruminjar sem fólk tekur eftir og aðrar sem verðskulda eftirtekt en fáir veita athygli eða vita um. Sumt af þessu eru hversdagsleg fyrirbæri svo sem hraungígar og misgengi, en myndu njóta sín til áhersluauka í næstu nálægð við mannvirki. Gígaraðir: Suðurgígarnir í B/C-hrauninu (um 6000 ára), sjá mynd 3, og norðurgígarnir í D-hrauninu (um 2000 ára) eru óskemmdir af gjallnámi. Hér er um að ræða lága gjall- og þó aðallega klepragíga sem ekki hefur þótt neinn slægur í og því verið skildir eftir. Misgengi: Misgengi eru einkum sýnileg vestan til á virkjanasvæðinu og austan til í Skarðsmýrarfjalli. Óvíða kæmi til þess að við þeim yrði hreyft. Eitt misgengi skal þó nefnt sem vert væri að láta óhreyft, en gæti orðið fyrir raski af vangá. Það er í B/C- Desember VGK 2005

70 hrauninu neðan við Hellisskarð, nokkurra metra sigstallur sem framburður hefur að vísu fyllt nokkuð að, en er samt glöggur. Þarna má sjá báðum megin við, hvar misgengið sneiðir brekkuna neðan við Búastein og á sama hátt Reykjafellsmegin. Engar líkur eru á að hreyft verði við misgengi þessu þar, umfram það sem orðið er við gamlan skíðastökkpall þar sem menn hafa nýtt sér náttúrlegt þrep í hlíðinni. Aðeins niðri á jafnsléttu gæti það gerst og því er á þetta bent. Brennisteinshverir: Hvilft er vestan í Skarðsmýrarfjalli austan við Sleggjubeinsskarð. Hvilftin er gamalt skriðufar, og skriðubingur neðan undir nær niður að Víkingsskálanum. Í hvilftinni eru töluverðir brennisteinshverir, önnur af tveim slíkum þyrpingum á vestanverðu Hengilssvæðinu. Hverirnir eru raunar bæði í öxlinni sunnan við skriðufarið og í því sjálfu, að hluta til í grjóturð. Gígur í móbergsfjalli: Í Stóra-Reykjafelli eru tveir stórir sprengigígar. Að norðan er Dauðadalur, hinn gígurinn er Hveradalir sunnan í fjallinu, en suðaustan við hann er jarðhitinn sem allir þekkja sem þarna fara um. Gígar þessir eru gufusprengigígar, myndaðir í grunnu vatni (jökullóni af bræðslu íss) þar sem vatn hefur átt greiða leið að gosrás. Gígveggirnir eru að stórum hluta úr lagskiptu túffi sem að hluta til hefur ekist til og sigið fram í fellingum. Báðir gígarnir eru nánast óspilltir. Dauðadalur má reyndar heita ósnertur, hálfluktur af móbergshafti sem skilur hann frá þriðja gígnum, sem er nyrstur þeirra og minnstur. Fáförult er um Dauðadal, enda má segja að gígurinn í Hveradölum bæti hann upp sem aðgengilegur tvífari. Gígaröðin í B/C hrauninu sem er um 6000 ára gamalt liggur þvert yfir Skarðsmýrarfjall og niður í Innstadal. Allmargir gígar eru greinilegir þar sem land er enn óraskað á fjallinu. Tillaga að afmörkun verndarsvæða við þessar jarðmyndanir er sýnd á teikningum 1 og 2. Hraun hefur runnið frá gígaröðinni á Skarðsmýrarfjalli. Það er víða raskað, auk þess sem það er mjög veðrað og sandorpið. Í deiliskipulagi virkjunarsvæðisins á Hellisheiði hafa verið afmörkuð verndarsvæði um jarðmyndanir sem taldar eru hafa verndargildi. Gildir um þau hverfisvernd. Gert er ráð fyrir að í tillögu að breytingu á deiliskipulaginu vegna stækkunarinnar verði einnig afmörkuð verndarsvæði á Skarðsmýrarfjalli um jarðmyndanir sem hafa hátt verndargildi. 4.4 Vatnsvernd Samkvæmt 13. gr reglugerðar nr. 796/1999 um varnir gegn mengun vatns skiptast vatnsverndarsvæðin í eftirfarandi þrjá flokka. I. Brunnsvæði sem er næsta nágrenni vatnsbólsins. Það er algjörlega friðað fyrir óviðkomandi umferð og framkvæmdum öðrum en þeim, sem nauðsynlegar eru vegna vatnsveitunnar. Heilbrigðisnefnd getur, þar sem þörf krefur, krafist þess að svæðið skuli girt mannheldri girðingu, sem sé minnst 5 metra frá vatnsbóli. II. Grannsvæði utan við brunnsvæðið og við ákvörðun stærðar þess og lögunar er tekið tillit til jarðvegsþekju svæðisins og grunnvatnsstrauma sem stefna að vatnsbólinu. Á þessu svæði er notkun á hættulegum efnum og birgðageymsla slíkra efna bönnuð. Nýjar byggingar, sumarbústaðir eða þess háttar eru ekki leyfðar á svæðinu. Vegalagnir, áburðarnotkun og önnur starfsemi innan svæðisins skal vera undir ströngu eftirliti. III. Fjarsvæði er á vatnasvæði vatnsbólsins en liggur utan þess lands sem telst til I. og II. flokks verndarsvæðanna. Þar sem vitað er um sprungur eða misgengi á þessu svæði, skal fyllstu varúðar gætt í meðferð hættulegra efna. Stærri geymslur fyrir slík efni eru bannaðar á svæðinu. Heilbrigðisnefnd getur gefið út frekari fyrirmæli varðandi umferð á þessu svæði, svo og um byggingu sumarhúsa og annarra mannvirkja. Desember VGK 2005

71 Í Aðalskipulagi Ölfuss nær vatnsvernd til stórs hluta sveitarfélagsins. Um er að ræða verndarsvæði vatnsbóla í Ölfusi, Hveragerði og á Selfossi. Einnig er þar skilgreint vatnsverndarsvæði vatnsbóls Hellisheiðarvirkjunar við Engidalskvísl. Vesturhluti virkjunarsvæðis Hellisheiðarvirkjunar er á fjarsvæði. Suðausturhluti Skarðsmýrarfjalls er einnig á fjarsvæði vatnsverndar, en nyrst á fjallinu er skilgreint grannsvæði (mynd 22). 4.5 Þjóðminjavernd Í Aðalskipulagi Ölfuss eru skilgreind hverfisverndarsvæði við friðlýstar minjar á Hengilssvæðinu. Meðal þeirra eru Kolviðarhóll og Hellukofinn á hinum forna Hellisheiðarvegi, þar sem áður var Biskupsvarða. Engar framkvæmdir eru fyrirhugaðar nálægt þessum stöðum við stækkunina. Menningarminjar hafa verið nánar afmarkaðar í deiliskipulagi virkjunarsvæðisins (teikningar 3 og 4), sjá einnig mynd 11. Desember VGK 2005

72 5 AÐFERÐAFRÆÐI 5.1 Inngangur Í þessum kafla er fjallað um aðferðir sem beitt hefur verið við mat á umhverfisáhrifum stækkunar Hellisheiðarvirkjunar. Greint er frá því hvaða hlutar framkvæmdarinnar eru helst taldir hafa áhrif á umhverfið og á hvaða umhverfisþætti er lögð áhersla á til að meta áhrif af framkvæmdinni. 5.2 Mat á umhverfisáhrifum Vinna við mat á umhverfisáhrifum hefst með gerð tillögu að matsáætlun. Mikilvægt er að greina eins fljótt og hægt er hvaða áhrif fyrirhuguð framkvæmd getur haft á helstu umhverfisþætti. Einnig fer fram mat á því hvaða hlutar framkvæmdarinnar eru taldir líklegastir til að valda mestum umhverfisáhrifum og hvers eðlis þau áhrif eru. Við greiningu áhrifa er einkum stuðst við reynslu frá fyrri framkvæmdum Orkuveitu Reykjavíkur á Nesjavöllum, Hellisheiði og Ölkelduhálssvæðinu, sem hafa verið af svipuðum toga og fyrirhuguð framkvæmd við stækkun Hellisheiðarvirkjunar. Einnig er tekið mið af þeim umfangsmiklu gögnum sem til eru um staðhætti og umhverfi svæðisins, ýmsum sérfræðiskýrslum, lögum og reglugerðum, alþjóðasamningum og skipulagsáætlunum. Má þar nefna reglur um vatnsgæði, loftgæði, hljóðstig, meðhöndlun úrgangs, lög um náttúruvernd, samninga um verndun villtra dýra og plantna, losun gróðurhúsalofttegunda, vernd menningarminja og nýtingu náttúruauðlinda. Einnig eru hafðar til hliðsjónar athugasemdir og ábendingar umsagnaraðila, leyfisveitenda, sérfræðinga og annarra er málið varðar. Jafnframt nýtist niðurstaða mats á umhverfisáhrifum virkjunar á Hellisheiði frá 2004 að nokkru við greiningu á áhrifum framkvæmda. Í töflu 8 er sýnd tímaáætlun mats á umhverfisáhrifum virkjunar á Hellisheiði. Tafla 8. Tímaáætlun mats á umhverfisáhrifum. Nr. Verkþættir 1 Undirbúningur hefst 2 Gagnasöfnun og rannsóknir 3 Tillaga að matsáætlun 4 Kynning á drögum að tillögu að matsáætlun 5 Tillaga að matsáætlun send Skipulagsstofnun 6 Umfjöllun Skipulagsstofnunar 7 Ákvörðun Skipulagsstofnunar 8 Vinna við matsskýrslu 9 Drög að matsskýrslu kynnt Skipulagsstofnun 10 Endanleg matsskýrsla send Skipulagsstofnun 11 Yfirlestur Skipulagsstofnunar 12 Skipulagsstofnun auglýsir matsskýrslu 13 Umsagnar- og athugasemdatími 14 Kynningarfundir um niðurstöður matsskýrslu 15 Umfjöllun Skipulagsstofnunar 16 Úrskurður Skipulagsstofnunar 17 Kæruferl i 18 Úrskurður ráðherra 19 Skipulagsmeðferð 20 Leyfisumsóknir Tillaga að áætlun Orkuveitunnar um mat á umhverfisáhrifum stækkunar Hellisheiðarvirkjunar var kynnt fyrir almenningi og umsagnaraðilum. Eftir það var hún lögð fyrir Skipulagsstofnun sem féllst á hana 1. júní Þá var vinnu við mat á umhverfisáhrifum virkjunarinnar haldið áfram og lauk því með gerð þessarar matsskýrslu. Fallist Desember VGK 2005

73 Skipulagsstofnun á að matsskýrslan uppfylli þær kröfur sem eru gerðar auglýsir stofnunin framkvæmdina og matsskýrsluna. Þar með hefst opinbert kynningarferli og athugun Skipulagsstofnunar sem lýkur með úrskurði þar sem fallist er á, með eða án skilyrða, eða lagst gegn framkvæmdinni. Til að greina áhrif fyrirhugaðrar virkjunar var aflað upplýsinga um framkvæmdina og grunnástand umhverfisins á og í nágrenni virkjunarsvæðisins á Hellisheiði og á Skarðsmýrarfjalli. Við lýsingu umhverfisins voru annars vegar nýtt þau gögn sem voru til um svæðið og hins vegar byggir umfjöllunin á niðurstöðu rannsókna sem voru gerðar í tengslum við mat á umhverfisáhrifum Hellisheiðarvirkjunar og undirbúning fyrirhugaðrar stækkunar. Rannsóknir fyrr og nú náðu til mun stærra svæðis en nemur sjálfu framkvæmdasvæðinu á Hellisheiði og Skarðsmýrarfjalli. Sérstaklega á það við um grunnvatnsrannsóknir og rannsóknir á gróðri. Við rannsóknir á umhverfi og náttúrufari svæðisins var lögð áhersla á að skrá það sem er sérstætt á einhvern hátt og leggja mat á verndargildi þess. Út frá upplýsingum um umfang og tilhögun framkvæmdar, vinnslurás virkjunarinnar og áætlaða stærð og rekstrarform virkjunarinnar er lagt mat á það hvaða þættir hennar hafa mest áhrif á umhverfið. 5.3 Áhrifaþættir Eftirfarandi framkvæmdaþættir stækkunar Hellisheiðarvirkjunar eru helst taldir geta valdið umhverfisáhrifum á framkvæmdatíma annars vegar og á rekstrartíma hins vegar: Framkvæmdatími Rekstrartími Vegir Vinnsla jarðhita Borteigar Borholur Vatnsöflun Losun affallsvatns Borholur Losun jarðhitalofttegunda Gufuveita Varanleg mannvirki Mannvirki á byggingareit Niðurrennslisveita Umferð Tenging við flutningskerfi Efnistaka 5.4 Umhverfisþættir Í kafla 6 er greint frá því hvaða umhverfisáhrif er talið að framkvæmdin hafi. Áhersla er lögð á að meta áhrif framkvæmdarinnar á jarðhita og orkuforða, vatnafar, loftgæði, landslag, gróðurfar, dýralíf, skipulag og vernd, landnotkun og ferðaþjónustu og útivist. Einnig er lagt mat á áhrif á menningarminjar, samfélag og hljóðvist. Lagt er mat á samvirk áhrif fyrirhugaðrar framkvæmdar og þeirra virkjunar sem nú er í byggingu á Hellisheiði. Einkum er þar um að ræða áhrif á jarðhita og orkuforða, vatnafar, loftgæði, landslag og sjónræn áhrif, auk áhrifa á gróðurfar, hljóðvist og landnotkun. Vegna náinnar tengingar og samspils þessara tveggja framkvæmda er erfitt að greina að í tíma hvor þeirra veldur viðkomandi umhverfisáhrifum. Desember VGK 2005

74 5.5 Athugunarsvæði Fyrirhuguð framkvæmd mun hafa bein umhverfisáhrif vegna varanlegs eða tímabundins rasks á borsvæðum og þar sem lagðir verða vegir og lagnir eða reist önnur mannvirki. Framkvæmdasvæði stækkunarinnar er skipt í fyrirhugað vinnslusvæði á Skarðsmýrarfjalli og virkjunarsvæði Hellisheiðarvirkjunar, sjá teikningu 1. Fyrirhuguð stækkun framkvæmdasvæðisins, sem tengist beint virkjunarsvæði Hellisheiðarvirkjunar, nær frá því í suðri, norður að fjallsbrún við Innstadal, vestur í Sleggjubeinsdal og austur eftir Skarðsmýrarfjalli. Framkvæmdin mun hafa í för með sér óbein áhrif sem meðal annars felast í áhrifum á jarðhita og orkuforða, grunnvatn og sjónrænum áhrifum vegna ásýndarbreytinga á Skarðsmýrarfjalli og á virkjunarsvæðinu, auk hugsanlegrar truflunar á framkvæmdatíma fyrir þá sem stunda ferðamennsku og útivist í nágrenninu, sjá teikningu 5. Þessi áhrif og mat á þeim ná út fyrir framkvæmdasvæðið. Desember VGK 2005

75 Desember VGK 2005

76 6 UMHVERFISÁHRIF FRAMKVÆMDA 6.1 Inngangur Í þessum kafla er gerð grein fyrir mati á umhverfisáhrifum stækkunar Hellisheiðarvirkjunar á helstu umhverfisþætti. Rakin eru þau áhrif sem vænta má af framkvæmdunum og þær mótvægisaðgerðir sem til greina koma til að draga úr áhrifum þegar það á við. Niðurstöður matsins eru svo teknar saman í lok umfjöllunar um hvern umhverfisþátt. Gerð er grein fyrir mati á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar á eftirfarandi umhverfisþætti: Jarðhita og orkuforða Hljóðvist Vatnafar Ferðaþjónustu og útivist Loftgæði Menningarminjar Landslag Landnotkun Gróður Byggð og íbúaþróun Dýralíf Skipulag og vernd 6.2 Jarðhiti og orkuforði Inngangur Íslenskar orkurannsóknir hafa unnið spár um áhrif stækkunar Hellisheiðarvirkjunar á jarðhitakerfi Hengilssvæðisins (Grímur Björnsson, 2005a og 2005d). Spárnar eru gerðar í sama reiknilíkani og notað var til að meta afkastagetu vinnslusvæðis núverandi Hellisheiðarvirkjunar og Nesjavalla (Grímur Björnsson og Arnar Hjartarson, 2003). Niðurstöður þeirra líkanreikninga voru kynntar í skýrslu um mat á umhverfisáhrifum virkjunarinnar árið Umfjöllun um sjálfbæra vinnslu og endurnýjanleika jarðhitakerfa byggir einnig á umfjöllun í skýrslu Íslenskra orkurannsókna um núverandi Hellisheiðarvirkjun frá Hugmynda- og reiknilíkan af jarðhitakerfi Fjallað er sérstaklega um orðanotkun, aðferðafræði og skilgreiningar við gerð hugmyndaog reiknilíkana af jarðhitakerfum í Hengli í greinargerð Íslenskra orkurannsókna (Grímur Björnsson, 2005c) og fylgir hún ásamt öðrum sérfræðiskýrslum sem viðauki með þessari matsskýrslu. Til skýringar á svæðisbundnum hugtökum er sýnt hvernig Hengilssvæðinu er skipt upp í nokkur undirsvæði (mynd 23). Aðalsvæðin eru tvö, Nesjavallasvæði og Hellisheiðarsvæði. Innan Hellisheiðarsvæðisins eru skilgreind tvö niðurrennslissvæði, annað í Þrengslum og hitt í stórum misgengjum í Húsmúla. Rætt er um nýtt borsvæði á Skarðsmýrarfjalli til aðgreiningar frá núverandi borsvæði á Hellisheiði. Niðurrennslissvæðið í Þrengslum er síðan talið tengjast afrennslissvæði háhitasvæðisins á Hellisheiði. Desember VGK 2005

77 Hellisheiðarsvæði Nesjavallasvæði Afrennslissvæði Borsvæði á Skarðsmýrarfjalli Niðurrennslis -svæði Borsvæði á Hellisheiði Mynd 23. Skilgreining undirsvæða á Hengilssvæði. Í skýrslu Íslenskra orkurannsókna er einnig kynnt hugmyndlíkan af jarðhitakerfi sem þrífst í eldstöð þar sem kvika storknar djúpt í jörðu (mynd 24). Jarðhitageymirinn er skilgreindur milli yfirkrítísku hræringarinnar og útfellingakápunnar. Lögð er áhersla á að sýna vökvastrauma jarðhitakerfisins sem á því þrífst. Jarðhitakerfi sem er í raun aðeins örlítil agnarögn þess mikla orkukerfis sem virk megineldstöð í rekbelti er Hverasvæði, ölkeldur, gufuaugu Afrennsli jarðhitakerfis, C Uppstreymisrás jarðhitakerfis C Gufuaugu Endurnýjun með köldu grunnvatni Djúpt innstreymi til jarðhitakerfis C Yfirkrítísk hræring C Útfellingakápa Ystu jaðrar: 100 C/km og fastur þrýstingur Storknandi kvika Varmaleiðing Ystu jaðrar: 100 C/km og fastur þrýstingur Mynd 24. Hugmyndalíkan af jarðhitakerfi. Desember VGK 2005

78 Mörg vatnskerfi koma fyrir á mynd 24. Er það neðsta yfirkrítíska hræringin. Þar yfir er hefðbundna jarðhitakerfið. Innan þess eru uppstreymisrásin, afrennslið, djúpa aðstreymið, útfellingakápan og hverasvæðin. Jarðhitageymirinn er síðan sá hluti jarðhitakerfisins þar sem hiti og vatnslekt eru nægjanlega há til að holur tengdar því blási af krafti og skili háþrýstigufu inn á orkuver. Jarðhitageymirinn afmarkast þá af útfellingakápum bæði að ofan og neðan. Loks eru köld og volg vatnskerfi til staðar utan við efri útfellingakápuna. Mynd 25 sýnir hitaþversnið af Hengilssvæðinu, en lega þess er sýnd á mynd 23. Koma í ljós sömu megindrættir og í hugmyndalíkaninu á mynd 3. Uppstreymisrás er undir Hengli og beinir heitum vökva til suðurs um Skarðsmýrarfjall og Hellisheiði, en einnig norður til Nesjavalla. Örvar tákna helstu rennslisleiðir vatns, litur þeirra endurspeglar hitann. Holur eru raunverulegar nema tvær á ystu endum. Svört, slitin lína merkir botn á reiknilíkani sem hermir Hengilssvæðið. Selvogur Geitafell Stóri- Meitill Hengill Skarðsmýrarfjall Nesjavellir Þingvallavatn Uppstreymisrás Mynd 25. Hitadreifing í jörðu um Hengil, milli Selvogs og Þingvallavatns. Mynd 25 sýnir einnig rennslisstefnur kalda vatnsins. Í yfirborði streymir kalt vatn svonefndur Selvogsstraumur, í efstu m jarðlaga. Kringum m undir sjávarmáli er síðan aðskilið heitt afrennsli, sem einnig fellur til sjávar. Þetta vatnskerfi hefur verið nefnt afrennslissvæði. Hluti þess nær jafnframt að sökkva og skilar sér á nýjan leik inn í hringrás jarðhitakerfisins. Hér á eftir verður gerð grein fyrir mati á áhrifum stækkunar Hellisheiðarvirkjunar á jarðhita og orkuforða. Það byggir á áliti sérfræðinga Íslenskra orkurannsókna á möguleika á aukinni vinnslu á Hellisheiðarsvæðinu og áhrifum hennar. Byggt er á fyrirliggjandi gögnum og rannsóknum, sem gerðar hafa verið á svæðinu, meðal annars spá um áhrif 120 MW e vinnslu í núverandi virkjun með niðurrennsli alls affallsvatns í Þrengslum Áhrif framkvæmdar Jarðhiti á yfirborði á Hellisheiðarsvæði og í næsta nágrenni finnst aðallega í Sleggjubeinsdal, við Hveradali, í Innstadal, Bakarabrekku sunnan í Skarðsmýrarfjalli, í Miðdal og í Fremstadal. Framkvæmdin mun ekki valda raski á svæðum þar sem yfirborðsvirkni er þekkt og hefur því ekki bein á áhrif á jarðhita á yfirborði. Ekki er búist við óbeinum áhrifum á Desember VGK 2005

79 yfirboðsvirkni jarðhita. Grunngögnum um hveri, útlit, gasútstreymi o.fl. hefur verið safnað um þessi jarðhitasvæði til seinni tíma viðmiðunar. Losun affallsvatns niður í jarðhitageyminn og áhrif niðurrennslis á jarðhitakerfið hafa verið skoðuð í reiknilíkani Íslenskra orkurannsókna af Hengilssvæðinu. Mat á áhrifum af niðurrennsli affallsvatns í jarðhitageyminn með aðstoð forðalíkans verður þó ekki áreiðanlegt fyrr en reynsla hefur fengist af viðbrögðum jarðhitakerfisins við vinnslu á svæðinu. Vinnsluspár Eftirfarandi eru helstu niðurstöður af gerð vinnsluspáa Íslenskra orkurannsókna (Grímur Björnsson, 2005a) fyrir nýtt orkuvinnslusvæði undir Skarðsmýrarfjalli: Spárnar eru unnar með reiknilíkani sem þróað var árið Síðan þá hafa bæst við 9 borholur á Hellisheiði. Rannsóknir í þeim gefa ekki ástæðu til stórvægilegra breytinga á því hugmyndalíkani jarðhitakerfisins sem nú er stuðst við. Djúpt undir megineldstöð Hengils rís heitur jarðhitavökvi sem síðan flæðir til norðurs og suðurs um sprungustykki eldstöðvarinnar. Hefur hann hitað upp jarðhitakerfin á Nesjavöllum og á Hellisheiði í tímans rás. Jarðhitakerfið á Hellisheiði er hýst í ungum gosefnum sigdalsins, niður undir 1500 m dýpi að eldra berg tekur við. Góð lekt fylgir gossprungum um Gígahnúk sem stefna í NNA. Líkanið er talið fært um að skoða massa- og hitabreytingar á stórum svæðum og eins að meta hvort hægt sé að endurheimta jarðhitakerfið í núverandi mynd einfaldlega með því að stöðva vinnslu að 30 árum liðnum. Gert er ráð fyrir að vatn og gufa fyrir 120 MW stækkun Hellisheiðarvirkjunar verði unnin úr líkankubbum sem eru innan 1200 m láréttrar fjarlægðar frá mögulegum borteigum á Skarðsmýrarfjalli. Vinnslu er nokkuð jafndreift undir fjallinu og eingöngu er tekið úr líkanlögum G, L og R, sjá nánar umfjöllun í skýrslu Íslenskra orkurannsókna. Vinnslan er þvinguð út úr líkani, að heildarrennsli sem skilar kg/s af háþrýstigufu sjá mynd 26. Í reiknilíkaninu er öllu skiljuvatni af Skarðsmýrarfjalli rennt ofan í líkanið á ný um stór misgengi sem eru í vesturkanti sigdalsins á Hellisheiði. Blár ferill á mynd 26 sýnir að í upphafi spátímans verði rennsli skiljuvatn um 220 kg/s en um 110 kg/s í lok tímans Spáð er sívaxandi hækkun vermis úr holuæðum undir Skarðsmýrarfjalli fram til ársins Ekki er víst að svo verði í raun þar sem vinnslan er þvinguð út úr líkaninu í stað þess að vera í hlutfalli við þrýstimun líkans og holu. Líkanið er óhæft til mats á fjölda borholna sem þarf til reksturs allt að 120 MW virkjunar á Skarðsmýrarfjalli. Reynslan af borunum á Hellisheiði gefur ástæðu til að ætla að þær verði ekki færri en 25 og vart fleiri en 50 á líftíma mannvirkisins. Borteigar verða mun færri. Desember VGK 2005

80 Mynd 26. Spár um þróun á vermi og rennsli við vinnslu á Skarðsmýrarfjalli. Spáð er minnkun í heildarrennsli og gufurennsli holna á Hellisheiði ef líka er unnið úr Skarðsmýrarfjalli. Mynd 27 sýnir spá um heildarrennsli úr holum á Hellisheiði með og án vinnslu úr Skarðsmýrarfjalli. Sést þar að stærri virkjun hefur áhrif á þá fyrri og skerða nýju holurnar á Skarðsmýrarfjalli vinnslu úr eldri holum um samtals 100 kg/s í lok spátímans. Áhrifin birtast hins vegar rólega og ættu fremur að koma fram í rekstrarkostnaði virkjananna en stofnkostnaði. Mynd 27. Spá um heildarvinnslu úr holum á Hellisheiði, án (svart) og með (rautt) nýju borsvæði á Skarðsmýrarfjalli. Mynd 28 sýnir spár um rennsli háþrýstigufu á Hellisheiði, með og án borana á Skarðsmýrarfjalli. Sem von er til minnka afköst borsvæðisins á Hellisheiði um 40 kg/s í lok spátíma sem er ígildi 20 MW í rafafli eða tæp 20%. Skerðingin er talsvert minni ef litið er til tonna af háþrýstigufu úr holum á spátíma. Fæst þá að gufumagnið fer úr 208 í 196 milljón tonna sem er ígildi 6% skerðingar. Þetta er að Desember VGK 2005

81 sjálfsögðu bráðabirgðamat reiknilíkansins sem verður að endurskoða þegar borað hefur verið uppi Skarðsmýrarfjalli. Mynd 28. Spá um rennsli háþrýstigufu úr holum á Hellisheiði, án (svart) og með (rautt) nýju borsvæði á Skarðsmýrarfjalli. Skilið er við 10 bör-a. Mynd 29 sýnir spá um meðalvermi á Hellisheiði með og án framkvæmda á Skarðsmýrarfjalli. Greina má örlitla lækkun og kemur hún rólega fram. Nærtækast er að skýra hana með því að heitt aðstreymi jarðhitavökva úr norðri fer nú upp um holur á Skarðsmýrarfjalli í stað þess að fara út um holur á Hellisheiði. Mynd 29. Spá um meðalvermi holna á Hellisheiði, án (svart) og með (rautt) nýju borsvæði á Skarðsmýrarfjalli. Spáð er allt að 5 bara þrýstilækkun á Nesjavöllum við vinnslu úr Skarðsmýrarfjalli (mynd 30). Þrýstilækkunin hefur ekki áhrif á reiknað gufustreymi Nesjavalla, e.t.v. sökum þess að suða eykst í jarðhitakerfinu og þar með meðalvermið. Desember VGK 2005

82 Mynd 30. Spá um rennsli háþrýstigufu úr holum á Nesjavöllum, án (svart) og með (rautt) nýju borsvæði á Skarðsmýrarfjalli. Skilið er við 10 bör-a. Þörf á viðhaldsholum Íslenskar orkurannsóknir gerðu athugun á hve mikil raforka fæst úr háhitaholum sem þegar hafa verið boraðar, metið út frá uppsettu afli jarðgufuvirkjana á annars vegar og út frá fjölda borholna hins vegar (Grímur Björnsson, 2005b). Jafnframt var skoðað hvort borholur hafa hnignað í afli með tímanum og metið, með hjálp reiknilíkans, hver þörfin verður á viðbótarborunum á Hellisheiði. Nýttar voru upplýsingar í gagnagrunnum Orkugarðs um hvenær vinnsluholur voru boraðar og um stærð og gangsetningu nýrra aflvéla í jarðgufuvirkjunum á þremur háhitasvæðum. Helstu niðurstöður eru eftirfarandi: Mun fleiri vinnsluholur eru að baki eldri en yngri áföngum íslenskra jarðgufuvirkjana. Veldur að tíma tekur að læra á jarðhitakerfi með borunum. Eru máttlitlar holur oft boraðar á þeim lærdómstíma, sem dregur niður meðaltalið. Ef fjölda boraðra vinnsluholna er deilt í uppsett MW rafmagns í jarðgufuvirkjunum, kemur í ljós að meðalafl vinnsluholna á íslenskum háhitasvæðum eykst eftir því sem uppsett afl virkjana eykst (mynd 31). Ef meta á umhverfisáhrif jarðgufuvirkjana eingöngu út frá fjölda boraðra vinnsluholna, fæst að stærri virkjanir eru umhverfisvænni en þær minni. Meðalafköst holna í Svartsengi og Kröflu, metin með hlutfalli uppsetts afls og holufjölda, eru kringum 2 MW meðan Nesjavallavirkjun stendur í 5 MW. Ný borsvæði Hellisheiðar- og Reykjanesvirkjana virðast ná svipuðum árangri og á Nesjavöllum. Talið er að sáralítið hafi verið borað af viðhaldsholum á íslenskum háhitasvæðum fram til þessa. Hugsanleg skýring er að vinnslan hefur til þessa ekki gengið eins nærri hámarksgetu svæðanna og tíðkast víða erlendis., úr 120 í 240 MW rafmagns, gæti þurft 25 nýjar holur á Skarðsmýrarfjalli við gangsetningu. Ef marka má spár gerðar með reiknilíkani, er giskað á að meðalholan á fjallinu rýrni úr 5 í 3-4 MW rafmagns eftir 30 ára rekstrartíma við full afköst virkjunar. Hefur heildarfjölda vinnsluholna þá vaxið í 30 til 40 að þeim tíma liðnum. Desember VGK 2005

83 Mynd 31. Meðalafl vinnsluholna á íslenskum háhitasvæðum. Heildarfjölda boraðra holna, án tillits til árangurs, er deilt í uppsett afl rafmagnsvéla. Í athuguninni er framleiðsla heits vatns til húshitunar í jarðgufuvirkjununum í Svartsengi og á Nesjavöllum ekki tekið með í reikninginn. Mikill varmi er fólginn í þeirri framleiðslu. Ef honum er bætt inn í meðalafköst á svæðunum tveimur má vísast tvö- til þrefalda afl vinnsluholna frá því sem sýnt er á mynd 31. Sjálfbær vinnsla og endurnýjanleiki jarðhitakerfa Eftirfarandi umfjöllun um sjálfbæra vinnslu og endurnýjanleika jarðhitakerfa byggir á skýrslu Íslenskra orkurannsókna Reiknilíkan af jarðhitakerfum í Hengli og spár um framtíðarástand við allt að 120 MW rafmagnsframleiðslu á Hellisheiði og 120 MW á Nesjavöllum (Grímur Björnsson og Arnar Hjartarson, 2003). Varðandi orðanotkun, og skilgreiningar um sjálfbærni og afturkræfni vinnslu og endurnýjanleika jarðhitakerfi er vísað í sömu greinargerð Íslenskra orkurannsókna og í upphafi þessa kafla (Grímur Björnsson, 2005c) Litið er svo á að til langs tíma litið eigi að haga rekstri jarðhitavirkjana þannig að vinnsla úr innri hluta jarðhitakerfa sé endurnýjuð sem mest með orku- og massastraumum frá ytri jöðrum kerfanna. Sjálfbær orkuvinnsla virðist hins vegar talsvert huglæg skilgreining. Vinnuhópur Orkustofnunar um sjálfbæra vinnslu og endurnýjanlegar orkulindir telur t.d. að fyrir sérhvert jarðhitasvæði og sérhverja vinnsluaðferð sé til sjálfbært hámarksvinnslustig sem megi viðhalda yfir 200 til 300 ára langt tímabil. Hámarksvinnslustigið er háð tæknistigi og getur vaxið með aukinni þekkingu. Annað sjónarhorn á sjálfbæra vinnslu felst í að menn velja sér stefnu við upphaf framkvæmda, hér flokkað í hógværa og ágenga vinnslustefnu. Í hógværu vinnslustefnunni skilar jarðhitavirkjun jöfnum afköstum út áætlaðan rekstrartíma. Í tilfelli ágengrar vinnslu verði hins vegar byggð stór virkjun sem gangi vísvitandi það hart að jarðhitasvæði að hámarksafköst haldast ekki allan rekstrartímann, heldur verði að slá af framleiðslunni seint á rekstrartíma virkjunarinnar. Þannig megi laga vinnsluna að því endurnýjanlega aðstreymi sem kemur frá jöðrum jarðhitakerfisins. Stóra stöðin geti samt sem áður flokkast sem sjálfbær sökum þess að hún nýtur hagkvæmni stærðarinnar og skilar betri nýtingu á því takmarkaða fjármagni sem hver kynslóð hefur til bygginga og reksturs orkumannvirkja. Skilgreiningar á sjálfbærni og endurnýjanleika teljast enn á reiki og eru háðar sjónarhorni þess sem skoðar. Þá er vinnslusaga jarðhitavirkjana enn stutt og skortir þekkingu og reynslu Desember VGK 2005

84 til að geta skilgreint heppilegasta nýtingarferlið. Þess ber að geta í þessu sambandi að vafaatriði í ástandi orkuforðans í Hengli næstu árin eru túlkuð jarðhitavinnslunni í óhag. Til að mynda er ekki gert ráð fyrir varmainnspýtingu vegna eldvirkni, lektarbreytinga vegna jarðhniks eða að djúpt og heitt aðstreymi til jarðhitakerfanna vaxi með auknum þrýstiniðurdrætti. Fylgi úttektin þannig þeirri reglu umhverfisvísinda að vafaatriði beri að túlka náttúrunni og/eða komandi kynslóðum í hag. Þó svo að jarðhitakerfunum í Hengli sé spáð talsverðum breytingum á innra ástandi árið 2036 frá því sem var 1975, er talið að áformaðar virkjanir geti verið afskrifaðar og í fullum rekstri á þeim tímapunkti. Sú kynslóð sem þá tekur við rekstrinum komi því fjárhagslega og rekstrarlega að góðu búi. Þar með megi líta svo á að til skamms tíma litið sé orkuvinnslan sjálfbær og takmarki ekki möguleika næstu kynslóðar. Vinnslan sem er áformuð í Hellisheiðarvirkjun verði hins vegar að teljast ágeng, sökum þess að massastreymi frá jöðrum til miðju jarðhitakerfanna verður um helmingur þess sem tapast nettó upp um borholur. Jaðrar jarðhitakerfanna nái því ekki að endurnýja það sem upp er tekið. Jafnframt megi búast við að draga þurfi úr afköstum virkjananna í framtíðinni og vinnslan verði þannig færð að endurnýjanlegum eiginleikum jarðhitakerfanna. Allar líkur eru á að aflvélar virkjananna muni fyrstar finna fyrir þeim samdrætti meðan varmaframleiðslan eigi sér enn mjög langa framtíð. Reynslan af 25 ára rekstri orkuvera í Svartsengi og Kröflu auk 15 ára á Nesjavöllum, hefur verið farsæl og skilað bættum lífskjörum og þekkingu í landinu. Núlifandi kynslóð býr þannig að betri tækni og forsendum til byggingar nýrra jarðhitavirkjana en kynslóðin sem tók ákvarðanir um smíði ofangreindra virkjana upp úr árinu Þennan ára rekstur má því skilgreina sem sjálfbæran. Allar líkur séu á að áformuð stækkun Nesjavallvirkjunar og virkjun á Hellisheiði með stækkun verði það einnig, verði þess gætt að reynslan og þekkingin af rekstri þeirra skili sér út til samfélagsins og næstu kynslóða. Eykst þannig færni komandi kynslóða til að haga jarðhitavinnslu þannig að hún teljist hvoru tveggja, sjálfbær og afturkræf. Afturkræfni og endurnýjanleiki Við mat á umhverfisáhrifum Hellisheiðarvirkjunar 2003 var skoðað hvort þær breytingar sem verða á jarðhitakerfum í Hengli séu afturkræfar, með því að slökkva á allri vinnslu árið Gert er ráð fyrir að 120 MW rafmagns hafi verið framleidd á Nesjavöllum í 30 ár og önnur 120 MW á Hellisheiði, samhliða niðurdælingu skiljuvatns. Kom þá í ljós að þrýstingur og vökvamassi svæðanna jafnar sig hratt að upphafsástandinu árið Virðist þurfa að líða u.þ.b. mannsaldur til að þessir eiginleikar svæðanna hafi verið endurheimtir. Að sama skapi flokkast massavinnslan fram til ársins 2036 og stöðvun hennar þá, sem afturkræf á þessum tímaskala. Nú í ár var skoðað hvað gerist ef vinnsla stöðvast eftir að 120 MW stækkun Hellisheiðarvirkjunar hefur bæst við (Grímur Björnsson, 2005a). Niðurstaða er borin saman við fyrri spár sem gerðar voru við mat á umhverfisáhrifum núverandi virkjunar Skoðað var sérstaklega hvort miklu máli skiptir fyrir endurheimt massa- og varmaforða í reiknilíkani Hengilssvæðisins hvort skiljuvatni sé rennt ofan í jarðhitageyminn á ný eður ei (Grímur Björnsson, 2005d). Þannig er skoðað hvort afturkræfni framkvæmdar, sé næm fyrir magni skiljuvatns sem er rennt á ný ofan í jarðhitageyminn. Vinnslutilvik sem miðað er við eru annars vegar 120 MW virkjun sem vinnur úr borsvæði Hellisheiðar eingöngu. Hins vegar er miðað að önnur 120 MW virkjun séu rekin til viðbótar hinni og fóðruð með gufu úr borholum uppi á Skarðsmýrarfjalli. Þessi tvö tilvik gera bæði ráð fyrir að öllu skiljuvatni sé rennt á ný ofan í jarðhitageyminn. Nú hafa verið reiknuð til viðbótar sömu tvö vinnslutilvik, en að þessu sinni er engu skiljuvatni rennt niður. Desember VGK 2005

85 Mynd 32 sýnir spár um gufumassa í reiknilíkaninu fyrir tilvikin fjögur sem lýst var her að framan. Lægstur gufutoppur myndast í 120 MW framleiðslu og við fullt niðurrennsli, en hæstur ef 240 MW eru tekin upp og engu skiljuvatni rennt niður í jarðhitageyminn. Hins vegar er sáralítill munur milli 120 MW með engu niðurrennsli og 240 MW með fullu niðurrennsli. Spárnar renna síðan hratt saman þegar vinnslu er hætt. Er munur í gufumassa milli tilvika sáralítill strax kringum árið Gufumassi í reiknilíkani vex eftir því sem meir er tekið upp úr því nettó. Jöfnunarhraði gufumassans, við að vinnsla stöðvast árið 2036, er mjög ámóta og lítt háður vinnslu og niðurdælingu. Sama gildir um heildarmassa gufu og vatns í reiknilíkaninu. Á skala alls líkansins skiptir því ekki öllu hvort niðurrennsli er í gangi eður ei nema á sjálfum rekstrartíma orkuveranna. Mynd 32. Þróun gufumassa í Hengilslíkönum við mismikla vinnslu og niðurrennsli. Þá sýnir sig að lækkun í orkuforða líkansins er nánast sú sama á vinnslutíma, hvort sem skiljuvatni er rennt ofan í jarðhitageyminn eður ei. Jöfnun að upphafsástandi næst á 1000 árum. Myndir 33 sýnir spá um niðurdrátt og jöfnun þrýstings inni á miðju borsvæði Hellisheiðar. Um sömu fjögur spátilvik er að ræða og á mynd 32. Svipað er uppi á teningnum og áður, 240 MW án niðurrennslis reyna mest á þrýstinginn og 120 MW með fullu niðurrennsli minnst. Jöfnun þrýstings er síðan hröð þegar vinnslu er hætt. Athyglisvert er hve lítill munur er á reiknuðum niðurdrætti á Hellisheiði milli 120 MW með engu niðurrennsli og 240 MW við fullt niðurrennsli. Niðurdráttur þrýstings reiknast mestur í miðju borsvæða Nesjavalla og Hellisheiðar. Minnkar síðan til jaðranna en reiknast áfram marktækur allt austur að Hveragerði. Stöðvun vinnslu árið 2036 sýnir svo að þrýstingurinn gengur til baka að upphafsgildi á ámóta löngum tíma og vinnslan stóð. Líkanið spáir að áhrif niðurrennslis á jöfnunarhraða þrýstings verði hlutfallslega lítil. Þegar bornar eru saman spár um viðbrögð svæðisins nú og 2003 kemur í ljós að þeim ber nokkuð vel saman þ.e. þrýstingur svæða jafnar sig ámóta hratt með og án stækkunar Hellisheiðarvirkjunar (Grímur Björnsson, 2005a). Desember VGK 2005

86 Mynd 33. Spá um þrýstiniðurdrátt í miðju borsvæði Hellisheiðar, við mismikla vinnslu og niðurrennsli. Mynd 34 sýnir spár um hita. Má ljóst vera að 240 MW virkjun gengur hraðar á varmanámuna en sú 120 MW. Ekki er sterkt samband við niðurrennslið, heldur er því spáð að niðurdráttur og þar með suða í bergi, kæli jarðhitageyminn á afmörkuðum svæðum. Á Nesjavöllum horfir hins vegar öðru vísi við. Þar reiknast varmanáman afturkræf við 1000 ára hvíld óháð vinnslutilhögun á Hellisheiði og Skarðsmýrarfjalli. Hiti á völdum stöðum í reiknilíkani sýnir sig einnig að vera lítt næmur fyrir áhrifum niðurrennslis. Suða í bergi, sem fylgir þrýstilækkun vegna vinnslu, er mun áhrifaríkari sem kælivaldur. Sú kæling sem reiknast er staðbundin og berst ekki yfir í önnur svæði. Mynd 34. Spá um jöfnun hita í miðju borsvæði Hellisheiðar, við mismikla vinnslu. Nágrannar orkuvera á Hellisheiði mega því frekar eiga von á þrýstilækkun sem fylgifisk vinnslu þar. Þrýsting er tiltölulega auðvelt að endurheimta. Áður hefur komið fram að á miðju borsvæðis Hellisheiðar nær hiti ekki að ganga að fullu til baka við 1000 ára vinnsluhvíld (Grímur Björnsson, 2005a). Út frá spá um jöfnun hita í ímynduðum eftirlitsholum sýnist að lengri tími eða 500 til 1000 ár þurfi Desember VGK 2005

87 að líða frá stöðvun vinnslu og þar til varmaforði reiknilíkansins nái upphafsástandinu árið Eins og áður er miðað við að öll vinnsla stöðvist árið 2036, bæði með og án vinnslu á Skarðsmýrarfjalli. Saga hita er ámóta í báðum tilvikum með þeirri undantekningu að kólnun eykst á miðri Hellisheiði. Víðast er reiknuð hitalækkun á vinnslusvæðum innan við 10 C og verður mest tæpar 20 C meðan vinnslusvæðið á Hellisheiði er C heitt. Að samanlögðu má því gera ráð fyrir því að varmanámuna í Hengli megi endurnýja með hvíld vinnslusvæða. Eins ættu virkjanahugmyndirnar að falla að markmiðum um sjálfbæra þróun sökum þess að áfram virðist mega vinna talsvert úr holum að 30 árum liðnum. Tækifæri næstu kynslóða til nýtingar á jarðhitaauðlindinni eru því síst skert, sér í lagi ef þekkingin varðveitist, og tækniframfarir og nýjungar á borð við borun mjög djúpra súperkrítískra holna skila árangri. Talið er að magn niðurrennslis í rekstri jarðgufuvirkjana, sem nýta borsvæði á Skarðsmýrarfjalli og á Hellisheiði, hafi aðeins lítils háttar áhrif á sögu massa- og orkuforða í reiknilíkani Hengils (Grímur Björnsson, 2005d). Sjálf vinnslan úr borholum og stærð virkjana eru miklu afdrifaríkari. Íslenskar orkurannsóknir benda í skýrslu sinni á að spárnar taka til óþekkts svæðis á Skarðsmýrarfjalli hvað varðar vinnslueiginleika (Grímur Björnsson, 2005a). Fram kemur að reiknilíkanið telst meðal einungis örfárra verkfæra sem hæf eru til að rannsaka og meta endurnýjun jarðhitaauðlindarinnar í Hengli við breytilega vinnslu, sjálfbærni framkvæmdar og afturkræfni varma- og massaforða í jörð. Einnig kemur fram sú von höfundar að líkanið styðji þannig við farsælar ákvarðanir um nýtingu jarðhitans í Hengli, hvort sem litið er til hagsmuna einnar kynslóðar eða margra Mótvægisaðgerðir Stöðugar rannsóknir eru í gangi varðandi nánari útfærslu á losun affallsvatns frá virkjuninni í borholur á meira dýpi en gert er ráð fyrir í upphafi. Markmiðið með því er að affallsvatnið fari ofan í jarðhitageyminn. Talið er að það muni geta leitt til betri nýtingar auðlindarinnar. Verði niðurstaðan sú að niðurrennsli í dýpri borholur reynist mögulegt og að það muni hafa jákvæð áhrif á jarðhitageyminn, þá er stefnt að því að losun affallsvatns frá virkjuninni verði með þeim hætti. Kannað verður hvort niðurrennsli í jarðhitageyminn er mögulegt. Tvö svæði eru til athugunar. Það er í fyrsta lagi fyrirhugað niðurrennslissvæði í Svínahrauni neðan við Hveradalabrekku og í öðru lagi misgengi vestast í sigdældinni sunnan Hengilsins. Báðir möguleikarnir hafa verið skoðaðir í reiknilíkani Íslenskra orkurannsókna af jarðhitakerfum í Henglinum Niðurstöður Spáð er sívaxandi hækkun vermis úr holuæðum undir Skarðsmýrarfjalli fram til ársins Ekki er víst að svo verði í raun þar sem vinnslan er þvinguð út úr líkaninu í stað þess að vera í hlutfalli við þrýstimun líkans og holu. Spáð er minnkun í heildarrennsli og gufurennsli holna á Hellisheiði ef líka er unnið úr Skarðsmýrarfjalli. Áhrifin birtast hins vegar rólega. Minnkun í rafmagnsframleiðslu er metin mest um 20% í lok spátímans meðan skerðing í uppsöfnuðu gufurennsli er 6%. Mat reiknilíkansins verður að endurskoða þegar borað hefur verið uppi á Skarðsmýrarfjalli. Ef öll vinnsla á Nesjavöllum, Hellisheiði og á Skarðsmýrarfjalli er stöðvuð árið 2036, mun lækkun þrýstings ganga til baka á ámóta löngum tíma og vinnslan stóð yfir, þ.e. á 50 til 60 árum. Massaforði jarðhitakerfanna telst því að miklu leyti endurnýjanlegur og afturkræfur. Desember VGK 2005

88 Spánum nú og 2003 ber nokkuð vel saman þ.e. um þrýstingur svæða jafnar sig ámóta hratt með og án stækkunar Hellisheiðarvirkjunar. Út frá spá um jöfnun hita sýnist að 500 til 1000 ár þurfi að líða frá stöðvun vinnslu og þar til varmaforði reiknilíkansins nái upphafsástandinu. Jöfnun hita með og án vinnslu á Skarðsmýrarfjalli er ámóta. Víðast er reiknuð hitalækkun á vinnslusvæðum innan við 10 C meðan vinnslusvæðið á Hellisheiði er C heitt. Talið er að magn niðurrennslis í rekstri jarðgufuvirkjana, sem nýta borsvæði á Skarðsmýrarfjalli og á Hellisheiði, hafi aðeins lítils háttar áhrif á sögu massa- og orkuforða í reiknilíkani Hengils (Grímur Björnsson, 2005d). Sjálf vinnslan úr borholum og stærð virkjana eru miklu afdrifaríkari. Hiti á völdum stöðum í reiknilíkani sýnir sig einnig að vera lítt næmur fyrir áhrifum niðurrennslis. Suða í bergi, sem fylgir þrýstilækkun vegna vinnslu, er mun áhrifaríkari sem kælivaldur. Sú kæling sem reiknast er staðbundin og berst ekki yfir í önnur svæði. Talið er að vinnsla jarðhita á Hellisheiði og Skarðsmýrarfjalli muni geta haft nokkur neikvæð áhrif á jarðhita og orkuforða. Áhrifin eru talin afturkræf og ef vinnsla verður stöðvuð þá jafnar jarðhitakerfið sig álíka hratt með og án fyrirhugaðrar stækkunar Hellisheiðarvirkjunar. 6.3 Vatnafar Inngangur Afrennsli frá borholum Við prófanir á borholum á Skarðsmýrarfjalli verður jarðhitavökva, sem getur numið allt að 30 l/s, veitt í sprungur eða svelgholur nærri borstæðunum (kafli 3.3.2). Ef leiða þarf vatnið einhverja vegalengd að losunarstað verður það í lögnum á yfirborði, sem verða fjarlægðar eftir prófanir. Niðurrennsli í afrennsli jarðhitasvæðisins Gert er ráð fyrir losun alls affallsvatns frá Hellisheiðarvirkjun með niðurrennsli í borholur neðan 500 m dýpis, niður fyrir móbergslag sem er útbreitt á m dýpi á þessu svæði. Áætlað er að um 550 l/s af affallsvatni, sem er samsett úr skiljuvatni og þéttivatni, verði losað frá stækkun Hellisheiðarvirkjunar og að jafnmikið verði losað frá núverandi virkjun. Alls verði því losaðir um 1100 l/s frá fullbyggðri Hellisheiðarvirkjun. Eins og greint er frá í kafla þá var áætlað niðurrennsli skiljuvatns og þéttivatns samtals um 900 l/s við mat á umhverfisáhrifum núverandi virkjunar. Þá var miðað var við að meðalvermi borholuvökva væri 1200 kj/kg en komið hefur í ljós að meðalvermi er nær 1400 kj/kg. Hærra vermi í vinnsluholum á Skarðsmýrarfjalli þýðir að magn niðurrennslis verður enn minna. Eins og greint er frá í kafla 6.2 er í spám um jarðhitasvæðið jafnframt gert ráð fyrir að vermi jarðhitavökva aukist með tíma, sem þýðir að hlutur gufu mun aukast og skiljuvatn minnka, sjá mynd 26. Í úrskurði Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisháhrifum Hellisheiðarvirkjunar frá 2004 er eitt af skilyrðunum að Orkuveitan þurfi að tryggja að affallsvatn frá virkjuninni fari í jarðhitageyminn en berist ekki í grunnvatnsstrauminn og að dýpi niðurrennslisborholna þurfi að taka mið af því sem og fóðrun borholna. Við mat á umhverfisáhrifum Hellisheiðarvirkjunar var gert ráð fyrir að affallsvatn yrði losað í m djúpar borholur og að með því móti væri ekki hætta á að affallsvatn bærist í kalt grunnvatn. Samkvæmt nýjum upplýsingum um jarðlög og vatnafar á rannsóknarsvæðinu eru aðstæður aðrar en áður var talið. Í efstu m jarðlaga streymir kalt vatn svonefndur Selvogsstraumur. Neðan m undir yfirborði er svo annað aðskilið heitara vatnskerfi sem hefur verið nefnt afrennslissvæði jarðhitakerfisins. Nú er Desember VGK 2005

89 fyrirhugað að í byrjun verði niðurrennsli í afrennsli jarðhitakerfisins. Gert er ráð fyrir að borholur verði a.m.k m djúpar og að þær verði fóðraðar niður fyrir 500 m dýpi. Með þessu fyrirkomulagi er ekki talin hætta á að affallsvatn berist í kalda grunnvatnsstrauminn. Þetta er í samræmi við fyrrgreint skilyrði í úrskurði Skipulagsstofnunar og stefnu Orkuveitu Reykjavíkur um að þróa aðferðir til að niðurrennsli affallsvatns dragi úr þrýstilækkun í jarðhitageyminum. Rannsóknir og eftirlit Þær 26 vatnskönnunarholur sem Orkuveita Reykjavíkur hefur látið bora og eldri holur á og við virkjunarsvæðið á Hellisheiði hafa nýst til að kanna stöðu grunnvatns og rennsli þess á svæðinu. Grunnvatnsrannsóknir voru gerðar til þess að kanna leiðir til vatnsöflunar og losunar affallsvatns frá virkjuninni. Á þessu ári voru tekin vatnssýni úr 15 borholum og 6 lindum á vatnasvæðinu til að afla grunngagna um ástand vatnsins til síðari viðmiðunar. Boraðar hafa verið tvær holur til að kanna niðurrennslissvæðið, holur HN-1 og HN-2, sem eru og m djúpar. Einnig hafa verið boraðar tvær holur sunnan Lambafells til að fylgjast með áhrifum niðurrennslis affallsvatns frá virkjuninni á grunnvatn, holur HK-25 og HK-26, sem eru 300 og 850 m djúpar. Staðsetning þessara holna er sýnd á mynd 35. Komið hefur í ljós að undir kalda grunnvatnskerfinu á öllu þessu svæði er víðáttumikið, þétt móbergslag á m dýpi og kemur það fram í öllum borholunum. Jarðfræðikortlagning og jarðeðlisfræðilegar rannsóknir gefa vísbendingar um það sama. Samkvæmt túlkun þyngdarmælinga á þessum slóðum er grafin móbergsmyndun milli Lambafells og Stóra-Meitils (Magnús Tumi Guðmundsson og Þórdís Högnadóttir, 2004). Neðan þétta móbergslagsins eru jarðhitaáhrif frá jarðhitasvæðinu augljós, efnasamsetning vatnsins er önnur en efnasamsetning kalda vatnsins ofan móbergsins og á niðurrennslissvæðinu er hitinn rétt undir móbergslaginu 20 C samanborið við 4 C í kalda grunnvatnslaginu og hitinn hækkar ört með dýpi. Í holu HN-1 mælist hæstur hiti 110 C og 180 C í holu HN-2 (mynd 37). Móbergslagið skilur þannig að tvö vatnskerfi. Ofan þess er kalt grunnvatn sem hefur engin jarðhitaáhrif en neðan þess er ríkjandi náttúrulegt afrennsli af jarðhitasvæðinu, og aukast áhrif háhitakerfisins með vaxandi dýpi. Ef þrýstisamband væri milli þessara kerfa mætti búast við einhverri blöndun en engin merki jarðhitaáhrifa hafa fundist í kalda grunnvatnskerfinu. Íslenskar orkurannsóknir hafa kannað grunnvatn, hita og jarðlög í borholum í Þrengslum (Grímur Björnsson og Hjalti Franzson, 2005). Mynd 36 sýnir hitaferla í borholum nærri Þrengslavegamótum (HN-1 og 2) og sunnan Lambafells (HK-25 og 26). Litir holunafna og ferla fara saman. Jarðlagasyrpunni er skipt í lög og þau skýrð með texta. Blár slitinn ferill táknar hitastigul í kalda grunnvatninu efst í staflanum, sá græni í volgu vatnskerfi á 400 til 800 m og sá hvíti í ummynduðu þakbergi háhitasvæðisins í Hengli. Blár punktur á hægri kanti myndar á m dýpi vísar til þess að 180 C efnahiti fékkst á vatnssýni sem var safnað úr bakrennsli þegar hola HN-2 var afpökkuð. Hitamælingar í holunum eru túlkaðar á eftirfarandi hátt: Hiti og hitastigull er lágur í efstu 300 m jarðlagastaflans en lekt góð. Á þessu bili rennur kaldur grunnvatnsstraumur til sjávar kenndur við Selvog. Önnur lek hraunlagasyrpa finnst svo á u.þ.b. 400 til 800 m dýpi. Stigull í henni er a.m.k. tvöfalt hærri en í efsta hluta staflans, til vitnis um að lóðrétt lekt fer lækkandi en ekki endilega sú lárétta. Desember VGK 2005

90 Mynd 35. Niðurrennslisvæði í Svínahrauni og eftirlitsholur við Lambafell. Köldu og volgu vatnskerfin eru skilin að af móbergssyrpu, sem finnst í öllum holum á u.þ.b. 200 til 400 m dýpi. Þessi móbergssyrpa er talin hafa lága lekt og hamlar þannig samgangi milli vatnskerfanna tveggja. Órækt vitni um lága lekt móbergssyrpunnar finnst í holum HK-25 og HK-26, sunnan Lambafells. Stendur vatnsborð dýpri holunnar, en hún er fóðruð í 400 m, 13 m hærra en þeirrar grunnu. Skýring þessa er talin helst sú að þrýstingur grunna vatnskerfisins fellur hraðar til suðurs en þess volga og millidjúpa. Til að svo megi verða þarf illa lek jarðlög á milli. Neðan u.þ.b. 800 m dýpis hækkar hitastigull mjög og lekt minnkar. Er það sett í samhengi við að hér sé komið í þakberg og vesturkant háhitasvæðisins í Hengli. Desember VGK 2005

91 Hola HK-25 Hola HK-26 Fersk hraun og kalt grunnvatn Móbergsstemmir Hraunlög og volgt vatnskerfi Hola HN-1 Þakberg og vesturkantur háhitasvæðis Hola HN-2 Mynd 36. Hitaferlar í borholum nærri Þrengslavegamótum (HN-1 og 2) og sunnan Lambafells (HK-25 og 26) (Íslenskar orkurannsóknir). Mynd 37 sýnir einfaldað jarðlagaþversnið Íslenskra orkurannsókna í Þrengslum, frá norðri til suðurs, frá holu HK-07 suður til HK-26 (Grímur Björnsson og Hjalti Franzson, 2005). Hraunlagasyrpur eru sýndar með bláum en móbergsmyndanir með grænum lit. Efri mörk hitaháðra útfellinga eru sýndar með heildregnum og slitnum línum. Jarðlögum er skipt niður í móbergsmyndanir sem hlaðist hafa upp á jökulskeiðum og hraunlagasyrpur sem runnið hafa á hlýskeiðum. Í þeim jarðlagatengingum sem sýndar eru á milli holna, er meginforsenda sú að neðri mörk móbergsmyndana og undirliggjandi hraunlaga eru talin nær lárétt. Ekki hefur verið enn lagt mat á hvort samtengdar móbergsmyndanir á milli holna séu þær sömu, heldur er viðkomandi tenging merki um myndun innan sama jökulskeiðs. Talið hefur verið að lekt innan móbergsmyndunar og hraunlaga sé frábrugðin, og að hún sé umtalsvert minni í þeirri fyrrnefndu. Þetta hefur verið lagt til grundvallar í skýringu á skilum á milli kalda grunnvatnskerfisins og volga kerfisins þar fyrir neðan, en eins og sést á mynd 35 þá er áberandi móbergsmyndun frá tæpum 200 niður á rúmlega 400 m dýpi allt frá HN-2 og suður að holu HK-26 og myndar skilin á milli þessara vatnskerfa. Á mynd 37 eru einnig sýnd efri mörk nokkurra hitaháðra útfellinga, og gefur lega þeirra jafnhitalína ákveðnar vísbendingar um hitastigul í berggrunninum. Efri mörk útfellinga eru í efri hluta áðurnefnds móbergslags og fellur það ágætlega saman við önnur gögn að á þeim slóðum séu skil milli kalda grunnvatnslagsins og volgara vatnskerfis þar fyrir neðan. Svo virðist sem grynnki á ummyndunarhitann til norðurs og er það túlkað sem nálgun að háhitakerfinu á Hellisheiði. Á þversniðið hafa verið settir berggangar sem holur HN-1 og HN-2 skera. Vart varð við leka við gangana í HN-1 en minna í HN-2. Gangar eru nær lóðréttir strúktúrar og er eðlilegt að álykta að leki tengdur þeim geti tengst niður í dýpri jarðlög og allt niður í háhitakerfið fyrir neðan. Fæstar af þeim hitamælingum sem sýndar eru á mynd 36 sýna nákvæman berghitaferil, þar sem þær eru flestar gerðar við truflað hitaástand í holunum í tengslum við borun þeirra. Heildar yfirbragð stigulsins er þó talinn vera í líkingu við það sem sýnt er á myndinni. Á Desember VGK 2005

92 mynd 37 hafa nokkrir hitapunktar úr mælingunum verið settir inn sem taldir eru sýna líklegastan berghita til samanburðar við ummyndunarhitann. Samanburðurinn er talinn vísbending um að berghiti sé heldur lægri en ummyndun segir til um en sýnir í heildina þokkalegt samræmi við ummyndun. Mynd 37. Skýringarmynd jarðlög og grunnvatnsstraumar snið (Íslenskar orkurannsóknir). Eins og áður segir þá er gert ráð fyrir að losa affallsvatnið neðan 500 m dýpis, vel undir móbergslaginu og þar sem jarðhitaáhrifin á grunnvatnssamsetningu eru óyggjandi. Tilraunir á niðurrennsli sýna að vatnið rennur út í bergið á m dýpi í holum HN-1 og HN-2. Á mynd 25 í kafla er sýnt hitaþversnið af Hengilssvæðinu. Einnig eru þar sýndar helstu rennslisleiðir vatns með örvum og endurspeglar litur þeirra hitann. Þar má sjá að í efstu m jarðlaga streymir kalt vatn svonefndur Selvogsstraumur. Kringum m undir sjávarmáli er svo annað aðskilið heitara afrennsli, sem einnig fellur til sjávar. Þetta vatnskerfi hefur verið nefnt afrennslissvæði jarðhitakerfisins. Nú er fyrirhugað að niðurrennsli verði í afrennsli jarðhitakerfisins á Hellisheiði sem tilheyrir öðru vatnskerfi en Selvogsstraumurinn. Grunnvatnslíkan Verkfræðistofunnar Vatnaskila nýtist ekki til að meta umhverfisáhrif af losun affallsvatns frá Hellisheiðarvirkjun með niðurrennsli í þetta dýpi. Hefur því verið vikið frá matsáætlun að þessu leyti og öðrum aðferðum beitt, sem greint er frá því í þessum kafla Áhrif framkvæmdar Afrennsli frá borholum Með því fyrirkomulagi sem áformað er við tímabundið frárennsli frá borholum við prófanir þá er talið að það muni hafa óveruleg áhrif á efri grunnvatnslög. Lítil hætta er talin á mengun af völdum skolvatns við borun. Við blástursprófanir verður jarðhitavökva veitt í svelgholur við borstæðin eða um lögn á yfirborði í svelgholur eða borholur sunnan líklegra grunnvatnsskila á Skarðsmýrarfjalli, en þar hallar grunnvatnsborði til suðurs (Kristján Sæmundsson, 2005). Annað hvort verður vatninu veitt í grunnar holur niður fyrir efsta grunnvatnsborð eða ofan í dýpri borholur sem ná niður í gegnum bólstrabergið í fjallinu. Með því móti verður komið í veg fyrir að jarðhitavökvinn myndi útfellingar á yfirborði eða berist í vatn á vatnasviði Hengladalsár. Um tímabundna losun jarðhitavökva er að ræða við Desember VGK 2005

93 blástur sem getur haft staðbundin áhrif til hækkunar á hita og efnainnihald grunnvatns næst losunarstað. Árið 2003 var lagt mat á áhrif tímabundinnar neyðarlosunar á skiljuvatni frá Hellisheiðarvirkjun (Verkfræðistofan Vatnaskil, 2003). Miðað var við að losa skiljuvatn í svelgholur norðvestan við stöðvarhúsið. Til þess að leggja mat á áhrif á grunnvatnskerfið, þá var í líkaninu reiknuð losun 400 l/s á skiljuvatni um þriggja mánaða skeið. Reiknað var með að skiljuvatnið blandaðist í efsta grunnvatnslag. Niðurstöður reikninganna benda til óverulegra varanlegra áhrifa á grunnvatnskerfið og að skiljuvatnið blandist í mikið rúmmál af köldu grunnvatni, þannig að styrkur arsen verði aldrei yfir viðmiðunarmörkum fyrir neysluvatn nema næst svelgholunum þ.e. í innan við 200 m fjarlægð. Talið er að losun 30 l/s affallsvatns við borun og blástursprófanir, sem er um tífalt minna magn en reiknað var með við neyðarlosun frá virkjuninni sjálfri, muni hafa óveruleg varanleg áhrif á grunnvatn sunnan Skarðsmýrarfjalls. Magnið er lítið og útbreiðslan verður takmörkuð. Niðurrennsli í afrennsli jarðhitasvæðisins Þar sem engar rannsóknaborholur hafa enn verið boraðar á Skarðsmýrarfjalli fyrir stækkunina þá er stuðst við niðurstöður prófana og greiningu á efnasamsetningu skiljuvatns og þéttivatns úr borholum Hellisheiðarvirkjunar við mat á áhrifum niðurrennslis affallsvatns á gunnvatn. Eins og áður segir er búist við að rennsli affallsvatns eftir stækkunin verði alls um 1100 l/s. Áætlað er að um helminginn af því megi tengja þeirri virkjun sem nú er í byggingu, eða um 550 l/s. Losun affallsvatns á yfirborði er ekki viðunandi og því var leitað leiða til að losa það með niðurrennsli í afrennsli frá jarðhitasvæðinu, vel neðan við það dýpi þar sem neysluvatns er aflað með borunum að öllu jöfnu. Tafla 9 sýnir reiknaðan styrk aðalefna í affallsvatni og tafla 10 styrk snefilefna. Styrkur aðalefna er reiknaður út frá þekktri efnasamsetningu vatns frá 8 holum á Hellisheiði en greiningar á 6 sýnum liggja til grundvallar á reiknuðum styrk snefilefna. Í reikningum er hermt eftir suðu, þéttingu og uppgufun í vinnslurás virkjunarinnar. Í fyrri umfjöllum um Hellisheiðarvirkjun var efnasamsetning reiknuð út frá gögnum úr færri holum og eins liggur núna nánar fyrir um vinnsluferla í virkjuninni sem hafa áhrif á styrk efna. Af þeim sökum er einhver munur á reiknuðum styrk efna í niðurrennsli í þessari umfjöllun og þeirri fyrri. Samanburður við leyfilegan hámarksstyrk í neysluvatni, samkvæmt reglugerð nr. 536/2001 um neysluvatns, sýnir að af aðalefnum er ál (Al) yfir mörkum, en styrkur þess í affallsvatninu er um 1,5 mg/l, en hámarksgildi samkvæmt neysluvatnsstöðlum er 0,2 mg/l (tafla 9). Af snefilefnum er arsen (As) í affallsvatni yfir leyfilegum hámarksstyrk fyrir neysluvatn (tafla 10). Styrkur arsens er um 74 µg/l, en mörk fyrir neysluvatn eru 10 µg/l. Niðurrennsli í jarðhitageyminn Eins og greint er frá í kafla hafa losun affallsvatns niður í jarðhitageyminn og áhrif niðurrennslis á jarðhitakerfið verið skoðuð í reiknilíkani Íslenskra orkurannsókna af Hengilssvæðinu. Jafnframt er þar bent á að mat á áhrifum af niðurrennsli affallsvatns í jarðhitageyminn með aðstoð forðalíkans verður þó ekki áreiðanlegt fyrr en reynsla hefur fengist af viðbrögðum jarðhitakerfisins við vinnslu á svæðinu. Eins og fram kemur í kafla þá eru borholur HN-1 og HN-2 boraðar niður í afrennsli jarðhitasvæðisins, og hiti á 2000 m dýpi sýnir að jarðhitasvæðið sjálft er ekki langt undan. Borun niðurrennslisholna í framtíðinni mun beinast að því að ná beinu þrýstisambandi við jarðhitasvæðið. Desember VGK 2005

94 Tafla 9. Styrkur aðalefna í affallsvatni. Efni Meðalstyrkur mg/l Neysluvatnsmörk mg/l Kísill, SiO Engin Natríum, Na Kalíum, K 26,8 Engin Kalsíum, Ca 0,57 Engin Magnesíum, Mg 0,007 Engin Súlfat, SO 4 19,7 250 Klóríð, Cl Flúoríð, F - 0,98 1,5 Ál, Al 1,5 0,2 Járn, Fe 0,03 0,2 Karbónat, CO 2 56 Engin Sýrustig, ph 9,0 6,5-9,5 Tafla 10. Styrkur snefilefna í affallsvatni. Efni Meðalstyrkur µg/l Neysluvatnsmörk µg/l Arsen, As Bór, B Baríum, Ba 0,66 Engin Kadmín, Cd 0,10 5,0 Króm, Cr 0,06 50 Kopar, Cu 1, Kvikasilfur, Hg 0,01 1 Nikkel, Ni 0,22 20 Fosfór, P 3,18 Engin Blý, Pb 3,69 10 Sínk, Zn 7,09 Engin Mótvægisaðgerðir Afrennsli frá borholum Við borun og blástursprófanir verður affallsvatni veitt í svelgholur við borstæðin eða um lögn á yfirborði í svelgholur eða borholur sunnan líklegra grunnvatnsskila á Skarðsmýrarfjalli, en þar hallar grunnvatnsborði til suðurs (Kristján Sæmundsson, 2005). Annað hvort verður vatninu veitt í grunnar holur niður fyrir efsta grunnvatnsborð eða ofan í dýpri borholur sem næðu niður í gegnum bólstrabergið í fjallinu. Með því móti verður komið í veg fyrir að jarðhitavökvi myndi útfellingar á yfirborði eða berist í vatn á vatnasviði Hengladalsár. Niðurrennsli í afrennsli jarðhitasvæðisins Reiknilíkan Verkfræðistofunnar Vatnaskila var notað til að herma eftir losun affallsvatns í Svínahrauni. Allmiklar endurbætur hafa síðan verið gerðar á líkaninu frá því sem kynnt var við mat á umhverfisáhrifum Hellisheiðarvirkjunar 2003 til Ber þar fyrst að telja að Desember VGK 2005

95 líkanið nær nú dýpra í jarðlögin, nær 700 m niður fyrir sjávarmál í stað 400 m áður. Einnig hefur eðliseiginleikum bergs sums staðar verið breytt til að endurspegla nýjar upplýsingar sem fengist hafa úr borunum og úr nýjum rannsóknum (Magnús Tumi Guðmundsson og Þórdís Högnadóttir 2004, Hjálmar Eysteinsson 2005 (pers. upplýsingar)). Þá hafa grunnvatnssérfræðingarnir Snorri Páll Snorrason á Almennu verkfræðistofunni, fyrir Sveitarfélagið Ölfus, og Freysteinn Sigurðsson frá Orkustofnun rýnt líkanið og komið með uppbyggjandi athugasemdir. Endurbætur á líkaninu gefa nú glögga mynd af grunnvatnsstreymi í hraununum umhverfis jarðhitasvæðið, sjá mynd 8 í kafla 2.5. Reikningar staðfesta þá niðurstöðu sem kynnt var í fyrra mati að losun affallsvatns djúpt í kalda grunnvatnsstrauminn bærist til sjávar milli Þorlákshafnar og Selvogs mjög þynnt í öflugum grunnvatnsstraumnum (Verkfræðistofan Vatnaskil, óbirt gögn). Með djúpum borholum á niðurrennslissvæðinu hefur verið sýnt fram á að þétt móbergslag á m dýpi skilur að kalda grunnvatnið og náttúrulegt afrennsli frá jarðhitasvæðinu. Allar niðurrennslisholur verða fóðraðar niður í þétta móbergslagið og þannig tryggt að ekkert affallsvatn verði losað í kalda grunnvatnið ofan við 400 m dýpi. Tvær eftirlitsholur hafa verið boraðar sunnan við Lambafell, og grunnvatnsstraumar verða vaktaðir þar og í öðrum völdum grunnvatnsholum á vatnasviðinu eins og lýst er í kafla 8. Niðurrennsli í jarðhitageyminn Orkuveitan er að leita leiða til að losa affallsvatnið aftur inn í jarðhitakerfið til að viðhalda þrýstingi þar. Verður það gert með því að bora djúpar holur í Svínahrauninu til þess að ná þrýstisambandi við háhitakerfið á þeim slóðum. Þá er verið að kanna niðurrennsli á öðrum svæðum jarðhitasvæðisins þar sem afstaða til vinnslusvæðisins er tæknilega séð heppileg og berg nægilega opið til að taka við affallsvatni. Einnig þarf að sannreyna að neikvæð áhrif af niðurrennsli á jarðhitageyminn (t.d. kæling) rýri ekki jarðhitakerfið. Til þess þarf einhvern tíma eftir að framleiðsla hefst í virkjuninni. Strax og tilraunir með niðurrennsli í jarðhitageyminn hefjast á fyrstu árum vinnslu fer að aukast sá hluti affallsvatns sem losaður er aftur inn í jarðhitakerfið, og einhverjum árum seinna má búast við að öllu affallsvatninu verði skilað aftur til síns heima. Raunhæf áætlun um losun affallsvatns í náttúrulegt afrennsli jarðhitasvæðisins á Svínahraunssvæðinu er því að nokkuð af affallsvatni verði losað þar í upphafi rekstrar virkjunarinnar (fyrstu árin er gert ráð fyrir 80 MW framleiðslu í Hellisheiðarvirkjun og að losun skiljuvatns verði þá um 400 l/s, en gert er ráð fyrir að affallsvatnið verði 1100 l/s frá fullbyggðri Hellisheiðarvirkjun), en síðan smá dragi úr því magni sem þar er losað uns allt affallsvatn verður losað um niðurrennslisholur aftur í jarðhitakerfið að nokkrum árum liðnum. Stefnt er að niðurrennsli skiljuvatns í jarðhitageyminn reynist það mögulegt. Eftirfarandi eru atriði sem gæta þarf að við niðurrennsli í jarðhitageyminn: Hugsanleg kæling jarðhitageymisins af kaldara niðurrennslisvatni Hugsanlegar útfellingar og stíflur í niðurrennslisholum Óvissa um útbreiðslu og hegðun jarðhitakerfisins á svæðinu Ekki er hægt að gera ferilprófanir fyrr en rekstur gufuveitu er hafinn Reynsla af niðurrennsli erlendis sýnir að færa hefur þurft niðurrennslissvæði fleiri kílómetra frá virkjunarsvæðum eftir nokkurra ára rekstur vegna neikvæðra hitaáhrifa á jarðhitakerfið. Gert er ráð fyrir að áhrif niðurrennslis á jarðhitakerfið á Hellisheiði verði könnuð. Miðað við fyrirliggjandi líkan af jarðhitasvæðinu er líklegt að niðurrennsli í jarðhitageyminn geti orðið á fyrirhuguðu niðurrennslissvæði. Desember VGK 2005

96 Eftirlit Mat á umhverfisáhrifum og líkanreikningarnir byggja á bestu fáanlegu upplýsingum sem fyrir liggja, og stöðugt er verið að safna nýjum upplýsingum og fínstilla þannig grunnvatnslíkanið. Sérstaklega er unnið að því að þétta og auka mælingar inni á áhrifasvæði fyrirhugaðra virkjanaframkvæmda. Vatnsborð er mælt á u.þ.b. mánaðar fresti í öllum borholum og búið er að koma á fót símælingum í völdum borholum. Þá eru þrjár sjálfvirkar veðurathugunarstöðvar reknar á svæðinu. Á þessu ári voru tekin vatnsýni til greiningar á grunnástandi úr 15 borholum og 6 lindum á vatnasvæðinu. Greiningar á sýnunum verða nýttar til samanburðar við eftirlit og mat á hugsanlegum breytingum sem koma í ljós við endurteknar sýnatökur. Boraðar hafa verið tvær eftirlitsholur, HK-25 og HK-26, sunnan fyrirhugaðs niðurrennslissvæðis, inn í miðjum straumnum frá losunarstaðnum. Þær verða notaðar til þess að taka sýni af grunnvatni af mismunandi dýpi. Með efnagreiningum á vatninu er hægt að fylgjast með hvort einhverjar breytingar verði á efnasamsetningu vatnsins. Samkvæmt reiknilíkani Vatnaskila er ekki búist við neinum breytingum á efnasamsetningu vatnsins í grynnri eftirlitsholunni, þ.e. í kalda grunnvatnsstreyminu. Dýpri holan nær niður í afrennslisstrauminn og verður unnt að fylgjast með afdrifum affallsvatnsins þar. Þá verða einnig tekin vatnsýni reglulega til efnagreininga úr kalda grunnvatnskerfinu, úr einhverjum af þeim 26 grunnvatnsholum sem boraðar hafa verið á vatnasviðinu, m.a. úr Elliðaárstraumnum Niðurstöður Afrennsli frá borholum Með því fyrirkomulagi sem áformað er við tímabundið frárennsli frá borholum við prófanir þá er talið að það muni hafa óveruleg áhrif á efri grunnvatnslög. Ekki er talin hætta á mengun af völdum skolvatns við borun. Við borun og blástursprófanir verður affallsvatni veitt í svelgholur eða borholur sunnan líklegra grunnvatnsskila á Skarðsmýrarfjalli. Með því móti verður komið í veg fyrir að jarðhitavökvi myndi útfellingar á yfirborði og að affallsvatnið berist í vatn á vatnasviði Hengladalsár. Losun jarðhitavökva við blástur getur tímabundið haft staðbundin nokkur áhrif á hita og efnainnhald grunnvatns, sem getur hækkað næst losunarstað, en talið er að losunin muni hafa óveruleg varanleg áhrif á grunnvatn. Niðurrennsli í afrennsli jarðhitasvæðisins Búist er við að rennsli affallsvatns frá Hellisheiðarvirkjun eftir stækkunina verði alls um 1100 l/s. Áætlað er að um helminginn af því megi tengja þeirri virkjun sem nú er í byggingu, eða um 550 l/s. Samanburður við leyfilegan hámarksstyrk í neysluvatni, sýnir að af aðalefnum er ál (Al) yfir mörkum í affallsvatninu. Af snefilefnum er arsen (As) í affallsvatni yfir leyfilegum hámarksstyrk fyrir neysluvatn. Með djúpum borholum á niðurrennslissvæðinu hefur verið sýnt fram á að þétt móbergslag skilur að kalda grunnvatnið og náttúrulegt afrennsli frá jarðhitasvæðinu. Jarðfræðikortlagning, jarðefnafræði- og jarðeðlisfræðilegar mælingar styðja þetta mat. Allar niðurrennslisholur verða fóðraðar niður í þétta móbergslagið og þannig tryggt að ekkert affallsvatn verði losað í kalda grunnvatnið ofan við 400 m dýpi. Orkuveitan er að leita leiða til að losa affallsvatnið aftur inn í jarðhitakerfið til að viðhalda þrýstingi þar. Verður það gert með því að bora djúpar holur í Svínahrauninu til þess að ná þrýstisambandi við háhitakerfið á þeim slóðum. Þá er verið að kanna niðurrennsli á öðrum svæðum jarðhitasvæðisins þar sem afstaða til vinnslusvæðisins er heppileg og berg nægilega opið til að taka við affallsvatni. Raunhæf áætlun um losun affallsvatns í náttúrulegt afrennsli jarðhitasvæðisins á Svínahraunssvæðinu er því að nokkuð af affallsvatni verði losað þar í upphafi rekstrar virkjunarinnar, en síðan smá dragi úr því Desember VGK 2005

97 magni sem þar er losað uns allt affallsvatn verður losað um niðurrennslisholur aftur í jarðhitakerfið að nokkrum árum liðnum. Boraðar hafa verið tvær eftirlitsholur sunnan fyrirhugaðs niðurrennslissvæðis, inn í miðjum straumnum frá losunarstaðnum. Grunnvatnsstraumar verða vaktaðir þar eins og lýst er í kafla 8. Þær verða notaðar til þess að taka sýni af grunnvatni af mismunandi dýpi og úr aðskildum vatnskerfum. Með efnagreiningum á vatninu er hægt að fylgjast með hvort einhverjar breytingar verði á efnasamsetningu vatnsins. Samkvæmt reiknilíkani Vatnaskila er ekki búist við neinum breytingum á efnasamsetningu vatnsins í grynnri eftirlitsholunni, þ.e. í kalda grunnvatnsstreyminu. Dýpri holan nær niður í afrennslisstrauminn og verður unnt að fylgjast með afdrifum affallsvatnsins þar. Einnig verða tekin vatnsýni reglulega til efnagreininga úr kalda grunnvatnskerfinu, úr einhverjum af þeim 26 grunnvatnsholum sem boraðar hafa verið á vatnasviðinu. Ef vart verður breytinga í efnasamsetningu vatnsins er gert ráð fyrir að áætlun um eftirlit og vöktun grunnvatns á áhrifasvæði virkjunarinnar verði endurskoðuð. Allar mælingar nýtast einnig við endurskoðun á reiknilíkönum sem nýtt hafa verið við mat á umhverfisáhrifum. Með þeirri mótvægisaðgerð sem felst í að losa affallsvatn frá núverandi virkjun og fyrirhugaðri stækkun á meira en 500 m dýpi í afrennsli jarðhitakerfisins á Hellisheiði, með niðurrennsli um borholur, þá er talið að framkvæmdirnar muni hafa óveruleg áhrif á vatnafar. 6.4 Landslag Áhrif framkvæmda Í kafla 2.4 er greint frá landslagi á framkvæmdasvæðinu. Líffræðistofnun Háskólans vann skýrslu um gildi landslags á Hengilssvæðinu (Þóra Ellen Þórhallsdóttir 2002). Þar kemur fram að svæðinu er skipt upp í 6 hluta. Samkvæmt því fellur framkvæmdasvæði núverandi Hellisheiðarvirkjunarinnar undir suður- og suðvesturhluta. Suðurhlutinn hefur minnst landlagsgildi, því næst kemur suðvesturhlutinn, en mest gildi hefur miðhlutinn, en undir hann fellur Hengillinn sjálfur, Skeggi og Hengladalir. Fyrirhugað orkuvinnslusvæði fyrir stækkun Hellisheiðarvirkjunar á Skarðsmýrarfjalli nær inn á miðhluta Hengilssvæðisins. Virkjunarsvæði núverandi Hellisheiðarvirkjunar Eins og fram kemur í matsskýrslu um Hellisheiðarvirkjun frá 2003 hafði landi á suður- og suðvesturhluta Hengilssvæðisins þegar verið raskað töluvert áður en virkjunarframkvæmdir hófust. Telja verður að landslagsgildi þessa hluta Hengilssvæðisins hafi þegar rýrnað svo mikið að ný mannvirki muni hafa lítill áhrif á gildi svæðisins. Byggingar, svo sem stækkun stöðvarhúss, skiljustöðva og lokahúss auk fjölgunar gufuháfa og kæliturna munu raska landi, sem nemur grunnfleti þeirra og nánasta umhverfi á núverandi virkjunarsvæði. Gert var ráð fyrir jarðraski á mestöllum byggingarreitum við mat á umhverfisáhrifum núverandi virkjunar og er áformað að mannvirki stækkunarinnar verði innan sömu reita. Byggingarreitir á virkjunarsvæðinu eru samtals um m 2 að flatarmáli. Ásýnd stöðvarhúsreitsins mun þó breytast nokkuð við það að ný mannvirki bætast við. Orkuvinnslusvæði á Skarðsmýrarfjalli Áhrif á landslag verða helst ef ný mannvirki eru gerð á óröskuðu landi. Borteigar, lagnir, vegir og efnistaka vegna stækkunar Hellisheiðarvirkjunar hafa jarðrask í för með sér og breyta ásýnd svæðisins einkum á fyrirhuguðu orkuvinnslusvæði á Skarðsmýrarfjalli. Tafla 11 sýnir áætlað jarðrask vegna framkvæmda á fyrirhuguðu orkuvinnslusvæði á Skarðsmýrarfjalli og utan byggingarreita á virkjunarsvæði núverandi virkjunar. Greint er á Desember VGK 2005

98 milli áætlaðra svæða sem fara undir ný mannvirki og áætlaðs rask þar fyrir utan á framkvæmdatíma. Tafla 11. Áætlað jarðrask og svæði sem fer undir mannvirki vegna stækkunarinnar. Mannvirki Svæði undir mannvirki Rask við framkvæmd Samtals Aðalvegur og aðkomuvegir m m m 2 Slóðar og safnæðar m m m 2 Borteigar/plön m m m 2 Námur m m 2 Áætlað jarðrask m m m 2 Við mat á umhverfisáhrifum núverandi virkjunar var áætlað að svæði undir mannvirki og rask vegna framkvæmda utan byggingarreita yrði um m 2. Af því var áætlað m 2 rask vegna hitaveituæðar og þjónustuvegar við hana, en um m 2 rask á sjálfu virkjunarsvæðinu, utan byggingarreita. Því má segja að m 2 rask á vinnslusvæði á Skarðsmýrafjalli vegna framkvæmda við stækkunina verði álíka mikið og rask utan byggingarreita á vinnslusvæðinu á Hellisheiði vegna núverandi virkjunar. Heildarrask núverandi virkjunar er hins vegar áætlað m 2 meira eða alls um m 2. Heildarask vegna beggja framkvæmda er því um m 2. Byggingar Helstu byggingar stækkunarinnar eru: Vélarsalur og tengibygging fyrir vél- og stjórnbúnað, skiljustöðvar, lokahús og gufuháfar sem verða stækkuð og kæliturnar. Fyrir utan skiljustöðvar verða byggingarnar reistar á byggingarreit Hellisheiðarvirkjunar við Kolviðarhól. Áætlað er að skiljustöðvar Hellisheiðarvirkjunar ofan Hellisskarðs og vestan Þverfells verði stækkaðar. Mannvirki á neðra svæði munu sjást vel af Suðurlandsvegi í Svínahrauni, Hamragilsvegi og göngu- og reiðleiðum í nágrenni virkjunarsvæðisins eins og greint er frá í matsskýrslu um Hellisheiðarvirkjun. Á tölvugerðu myndunum númer 38 og 39 kemur fram hvernig stöðvarhúsið við Kolviðarhól mun líta út eftir fyrirhugaða stækkun Hellisheiðarvirkjunar árið Mynd 38. Tölvugerð mynd af stöðvarhúsi Hellisheiðarvirkjunar við Kolviðarhól séð sunnan frá, Þverfell í baksýn (Teiknistofan). Desember VGK 2005

99 Mynd 39. Tölvugerð mynd af stöðvarhúsi Hellisheiðarvirkjunar við Kolviðarhól séð norðan frá, Stóra-Reykjafell og Dauðadalur í baksýn (Teiknistofan). Í stöðvarhúsinu eins og það er sýnt er gert ráð fyrir að 80 MW rafstöð núverandi virkjunar sem verður tekin í notkun Einnig verður þar lágþrýstivél núverandi virkjunar sem verður tilbúin Jafnframt mun það hýsa 80 MW rafstöð fyrirhugaðrar stækkunar Hellisheiðarvirkjunar sem gert ráð fyrir að verði tekin í notkun árið 2008, sjá einnig töflu 5 í kafla 3.1. Lagnir Þrjár gerðir af lögnum verða lagðar á framkvæmdasvæðinu vegna stækkunarinnar þær eru: Safnæðar frá borholum á Skarðsmýrarfjalli, aðveituæðar frá skiljustöðvum að stöðvarhúsi og niðurrennslislögn frá stöðvarhúsi að niðurrennslissvæði við borholu HN-2, sjá teikningar 1 og 2. Gert er ráð fyrir að safnæðar fyrir stækkunina verði lagðar um svæði þar sem engar lagnir eru fyrir. Leggja þarf safnæð frá hverri vinnsluholu stækkunarinnar að safnæðastofni sem liggur að skiljustöð. Þessar lagnir verða allar á yfirborði. Þjónustuvegir meðfram lögnum verða sýnilegir þar sem þeir verða ekki afmáðir eða græddir upp, sjá umfjöllun um vegi síðar í þessum kafla. Gert er ráð fyrir að safnæðastofnar verði lagðir þrjár leiðir niður af Skarðsmýrarfjalli. Ein liggur niður í Sleggjubeinsdal, önnur um Hamragil og sú þriðja milli þeirra um námu í Hamragili. Lagnirnar niður af fjallinu munu verða vel sýnilegar frá vissum sjónarhornum, sjá myndir 40 til 44. Desember VGK 2005

100 Mynd 40. Syðsta lagnaleið niður af Skarðsmýrarfjalli um Hamragil. Horft í austur af Hamragilsvegi, fremst er skiljustöð í byggingu og efnislosunarsvæði. Mynd 41. Lagnaleið ofan af Skarðsmýrarfjalli um námu í Hamragili eins og náman er í dag, áður en landmótun fer fram. Frá þessu sjónarhorni sést lagnaleið niður í Sleggjubeinsdal. Desember VGK 2005

101 Mynd 42. Lagnaleið niður af Skarðsmýrarfjalli, horft af vegi yfir núverandi skíðasvæði Víkings í Sleggjubeinsdal. Til hægri sést efri hluti lagnaleiðarinnar um námu í Hamragili. Mynd 43. Virkjunarsvæðið neðan Hellisskarðs og lagnaleiðir á Skarðsmýrarfjalli, horft norðvestur frá breyttum Suðurlandsvegi í Svínahrauni. Desember VGK 2005

102 Mynd 44. Fyrirhugaður vegur uppá Skarðsmýrarfjall og lagnaleið séð af Hellisheiði. Fjórar aðveituæðar fyrir stækkunina, verða lagðar á yfirborði samhliða tveimur aðveituæðum núverandi virkjunar frá skiljustöð vestan Þverfells að stöðvarhúsi, sem þegar hafa verið lagðar (mynd 45). Hugsanlegt er að tveimur aðveituæðum verði bætt við þær fjórar sem verið er að leggja niður Hellisskarð fyrir núverandi virkjun. Gert er ráð fyrir að niðurrennslislögn stækkunarinnar verði lögð á yfirborði meðfram niðurrennslislögn núverandi virkjunar. Lögnin verður lögð frá Kolviðarhóli meðfram gamla Hamragilsveginum, undir Suðurlandsveg og að niðurrennslissvæði virkjunarinnar. Eins og greint er frá í kafla er fyrirhugað að bora rannsóknarholu sunnan við HN-2 til að kanna nánar jarðlög og grunnvatn á niðurrennslissvæðinu. Tilgangur rannsóknanna er einnig að kanna möguleikann á færa niðurrennslissvæði núverandi virkjunar. Ef það verður fært verða lagður vegur og niðurrennslisæðar að svæðinu. Gert er ráð fyrir að lagnirnar sveigi til suðurs og suðvesturs vestan við Hveradalabrekku og liggi þar nálægt hlíðarfætinum. Talið er að vegur, lagnir og niðurrennslissvæði verði minna áberandi með þessari tilhögun framkvæmda, en eins og kynnt var við mat á umhverfisáhrifum núverandi virkjunar og í tillögu að breyttu deiliskipulagi virkjunarinnar. Desember VGK 2005

103 Mynd 45. Framkvæmdasvæði Hellisheiðarvirkjunar neðan Hellisskarðs, horft til suðvesturs af Skarðsmýrarfjalli ofan við Hamragil. Mynd 46. Niðurrennslissvæði í Svínahrauni og leið niðurrennslisæðar, horft til norðvesturs úr Hveradalabrekku. Borholur Á borsvæðum verður jarðrask nokkru meira en sem nemur grunnfleti borteiga. Á flatlendi verða sjónræn áhrif borteiga lítil. Þar sem halli er mikill getur borteigur verið áberandi í landinu vegna meiri skeringa og fyllinga. Á næstu tveimur árum er gert ráð fyrir að boraðar verði um 16 holur á Skarðsmýrarfjalli fyrir 80 MW rafstöð stækkunarinnar. Á næstu 30 árum getur þurft að bora Desember VGK 2005

104 vinnsluholur til viðbótar ef reist verður allt að 120 MW rafstöð. Alls verði því boraðar um borholur fyrir 120 MW rafmagnsframleiðslu á 30 árum. Mikil óvissa er enn um fjölda borholna þar sem engar rannsóknaholur hafa enn verið boraðar á fyrirhuguðu orkuvinnslusvæði. Borun hverrar holu tekur 1 til 2 mánuði. Holan er blástursprófuð í 3 til 6 mánuði eftir að henni er hleypt upp. Næstu tvö ár má því búast við að borun eða blástursprófun verði í gangi einhvers staðar á Skarðsmýrarfjalli. Ekki er hægt að bora nýja holu á borteig þar sem borhola er í blæstri. Því má gera ráð fyrir að blásturstími verði hafður stuttur til að greiða fyrir því að bora megi fleiri holur á sama teignum. Það er ekki gert ráð fyrir að allar holur verði blástursprófaðar samtímis. Sjónræn áhrif borana á framkvæmdatíma verða nokkur. Gufa frá blásandi borholum getur verið nokkuð áberandi einkum á framkvæmdatíma. Eftir gangsetningu Hellisheiðarvirkjunar hverfur gufuútblástur frá þeim borholum sem verða tengdar við gufuveitu. Þó má gera ráð fyrir að það komi fyrir að vinnsluholur verði látnar blása á rekstrartíma. Vegna nálægðar við vinsælar gönguleiðir er valið að sýna á eftirfarandi myndum hversu fyrirhuguð borsvæði verða sýnileg í mismikilli hæð á nokkrum stöðum á merktum leiðum norðan Skarðsmýrarfjalls. Sjá má á teikningu 5 hvar myndirnar eru teknar. Nokkrar myndanna eru teknar utan merktra leiða. Á gönguleiðinni í Innstadal mun lítið sjást til borsvæðanna á Skarðsmýrarfjalli, sjá myndir 47 til 49. Þó er ekki útilokað að gufa frá blásandi borholum geti sést í góðu skyggni. Mynd 47. Skarðsmýrarfjall séð frá gönguleið í miðjum Innstadal. Desember VGK 2005

105 Mynd 48. Skarðsmýrarfjall séð frá gönguleið austast í Innstadal við Þrengsli. Mynd 49. Við skála í miðjum Innstadal sést lítið til borsvæða á Skarðsmýrarfjalli. Desember VGK 2005

106 Þegar komið er upp í sömu eða meiri hæð á leiðinni upp á Hengil og í hlíðum Hengilsins og fyrirhuguð borsvæði á Skarðsmýrarfjalli verða þau sýnileg frá gönguleiðum (mynd 50). Mynd 50. Horft í suðaustur til Skarðsmýrarfjalls af gönguleið upp á Hengil nokkru ofan við Sleggjubeinsskarð. Eftir því sem horft er úr meiri hæð af stikuðu gönguleiðum á þessum slóðum sést betur til fyrirhugaðra borsvæða (myndir 51 og 52). Sjónræn áhrif mannvirkja á fjallinu minnka þó jafnframt eftir því sem fjarlægðin verður meiri. Mynd 51. Borsvæði á Skarðsmýrarfjalli séð norðan frá úr hlíðum Hengils. Desember VGK 2005

107 Mynd 52. Borsvæði á Skarðsmýrarfjalli, horft til suðvesturs af gönguleið niður í Innstadal af Hengli. Á mynd 53 er horft til suðvesturs yfir austanvert Skarðsmýrarfjall úr um 600 m h.y.s. í hlíðum Hengilsins, norðan Þrengsla sem eru við mynni Innstadals. Gufa frá borholum í blæstri mun sjást víða að í góðu skyggni. Mynd 53. Horft yfir austanvert Skarðsmýrarfjall úr hlíðum Hengils. Vegir og slóðar Nokkur sjónræn áhrif verða af vegagerð á virkjunarsvæðinu. Fyrirhugaður aðalvegur af Gígahnúksvegi upp á Skarðsmýrarfjall að sunnanverðu verður nokkuð áberandi frá vissum sjónarhornum. Einkum þó af virkjunarsvæðinu ofan Hellisskarðs (mynd 54). Desember VGK 2005

108 Mynd 54. Lega vegar upp á Skarðsmýrarfjall og lagnaleiðir séð frá Gígahnúki. Leggja þarf aðkomuvegi frá aðalveginum að borsvæðum og vegslóða meðfram safnæðum og munu þau mannvirki setja mark sitt á framkvæmdasvæðið á Skarðsmýrarfjalli. Efnistaka og frágangur Náma í bólstrabergsnefi sunnan við Víkingsskála og efnistökusvæði á Skarðsmýrarfjalli þar sem jafnframt eru fyrirhuguð borsvæði, vegir og lagnaleiðir verða opnar á framkvæmdatíma og verða sjónræn áhrif námuvinnslunnar meiri meðan á efnistöku stendur en eftir að henni lýkur (mynd 20). Að loknum framkvæmdum verður fyrirhuguðum efnistökusvæðum neðan Hellisskarðs lokað og yfirborð lagað að landi og grætt upp ef við á. Varanleg áhrif efnistöku þar verða óveruleg. Á Skarðsmýrarfjalli mun fyrirhugað efnistökusvæði verða borsvæði og lagnaleið að lokinni efnistökunni. Mannvirki sem þar verða koma til með að liggja lægra í landi innan við fjallsbrúnina, en ef engin efnistaka hefði átt sér stað áður en framkvæmdir við borteiga og lagnir hófust Mótvægisaðgerðir Skilgreind verða verndarsvæði bæði á núverandi virkjunarsvæði og á Skarðsmýrarfjalli um myndanir sem ekki verður hróflað við. Þetta eru suðurgígarnir í B/C-hrauninu, gígar í sama hrauni á Skarðsmýrarfjalli, norðurgígarnir í D-hrauninu, misgengi neðan við Hellisskarð, brennisteinshverir í hvilft vestan í Skarðsmýrarfjalli og Dauðadalur. Sjá má afstöðu mannvirkja með tilliti til verndarsvæða á teikningum 1 og 2. Byggingar á virkjunarsvæði Á núverandi virkjunarsvæði á Hellisheiði felst framkvæmd við fyrirhugaða stækkun Hellisheiðarvirkjunar í því að ný mannvirki á byggingarreitum verða reist við hlið sambærilegra mannvirkja, sem þegar eru til staðar, eða að þau sem fyrir eru verða stækkuð. Tekið verður tillit til umhverfisins við útlitshönnun mannvirkja á svæðinu og á það jafnt við um byggingar, lagnir sem og önnur mannvirki. Við staðsetningu mannvirkja tengdum stækkun verður sneitt hjá sérstæðum jarðmyndunum eins og kostur er og haft í huga að jarðrask verði sem minnst á framkvæmdasvæðinu. Þetta hefur verið stefna Orkuveitu Reykjavíkur frá því rannsóknaboranir hófust á svæðinu sumarið Desember VGK 2005

109 Lagnir Með því að hafa fleiri en eina borholu á borteig á nýju orkuvinnslusvæði á Skarðsmýrarfjalli og fella safnæðar að vegslóðum þá fækkar lögnum og jarðrask minnkar. Einnig verða pípur lagðar samhliða, þar sem því verður við komið. Aðveituæðar stækkunarinnar verða lagðar sömu leið frá skiljustöðvum að stöðvarhúsi og núverandi aðveituæðar virkjunar. Einnig verður lagnaleið niðurrennslisveitunnar sú sama og fyrir núverandi virkjun. Eins og fyrir safnæðar núverandi virkjunar þá er gert ráð fyrir að litur safnæða á Skarðsmýrarfjalli og safnæðastofna niður af fjallinu verði hafður sem líkastur ríkjandi lit í nánasta umhverfi til þess að draga úr sjónrænum áhrifum lagna á yfirborði. Með því móti munu þær ekki sjást jafn víða að og verða minna áberandi í landslagi. Borholur Við staðsetningu borholna á Skarðsmýrarfjalli verður tekið tillit til landslags og jarðmyndana þannig að borstæði verði síður áberandi. Það verður m.a. gert með því að hafa borholur ekki of nærri brúnum Skarðsmýrarfjalls. Einnig verða fleiri en ein borhola á borteigum og fjölda borteiga haldið í lágmarki. Þannig minnkar jarðrask og dregur úr sjónrænum áhrifum borstæða. Vegir Við stækkunina verða þeir vegir sem fyrir eru notaðir við framkvæmdir á núverandi virkjunarsvæði. Á fyrirhuguðu orkuvinnslusvæði á Skarðsmýrarfjalli verður það einnig gert að svo miklu leyti sem það er mögulegt. Vegir meðfram lögnum og slóðar sem ekki verða nýttir að framkvæmdum loknum verða afmáðir og græddir upp til samræmis við grenndargróður. Efnistaka Efnistaka á Skarðsmýrarfjalli verður með þeim hætti að nýtt verður allt burðarhæft efni við undirbúning og landmótun á vestanverðu fjallinu áður en framkvæmdir við vegi, borteiga og lagnir hefjast. Gert er ráð fyrir að vinnsla fyllingarefnis verði ekki nærri fjallsbrúninni, sjá mynd 55. Með þessu móti munu borteigar og lagnir ekki standa eins hátt og verða því minna áberandi séð frá þjóðvegi í Svínahrauni og norðan frá á gönguleiðum í hlíðum Hengils. Afmörkun og útfærsla fyrirhugaðra efnistöku- og borsvæða á Skarðsmýrarfjalli er sýnd á teikningu 6 og þar kemur einnig fram hvar snið á mynd 55 eru tekin. Fleiri snið eru sýnd á teikningu 7. Uppgröftur sem ekki nýtist við framkvæmdirnar verður losaður í gamlar námur og á skilgreindum efnislosunarstöðum á núverandi virkjunarsvæði. Námurnar og efnislosunarstaðir verða fyllt, mótuð og snyrt eftir því sem við á samhliða og að loknum framkvæmdum þannig að þau falli sem best að umhverfinu. Desember VGK 2005

110 Mynd 55. Efnistöku og borsvæði á Skarðsmýrarfjalli, sneiðingar á vesturbrún. Staðsetning sniða er sýnd á teikningu 6 (Landslag) Niðurstöður Framkvæmdir við Hellisheiðarvirkjun eru nú í fullum gangi á virkjunarsvæðinu. Umhverfið við Kolviðarhól og á Hellisheiði hefur þegar tekið miklum breytingum. Um mitt árið 2006 munu stöðvarhúsbyggingar, kæliturnar, lokahús, gufuháfar, skiljustöðvar, vegir, borteigar, borholur og lagnir á yfirborði setja svip á svæðið. Allt eru þetta vel sýnileg mannvirki. Fyrirhuguð stækkun Hellisheiðarvirkjunar felst annars vegar í því að mannvirki bætast við og byggingar stækka á núverandi virkjunarsvæði og hins vegar í stækkun vinnslusvæðis virkjunarinnar, þar sem boraðar verða nýjar vinnsluholur á Skarðsmýrarfjalli. Áætlað jarðrask utan byggingarreita vegna framkvæmda við stækkunina er um m 2. Fyrir núverandi virkjun er áætlað rask um m 2 utan byggingarreita. Rask við hitaveituæð núverandi virkjunar er áætlað m 2 og byggingarreitir fyrir báðar framkvæmdir er um m 2. Samanlagt rask beggja framkvæmda er áætlað um m 2. Núverandi virkjunarsvæði Virkjunarsvæðið á Hellisheiði er sá hluti Hengilssvæðisins sem er mest raskaður og talinn er hafa minnst gildi er varðar landslag. Umfang mannvirkja á virkjunarsvæðinu mun aukast miðað við núverandi virkjun. Það að mannvirki tengd fyrirhugaðri stækkun verða reist við hlið sambærilegra mannvirkja og að sum þeirra þarf einungis að stækka, mun draga úr áhrifum á landslag. Framkvæmdin mun hafa nokkur bein neikvæð áhrif á landslag á virkjunarsvæðinu. Vegna samnýtingar mannvirkja og náinnar tengingar stækkunarinnar við núverandi virkjun, þá verða áhrifin á þessum hluta framkvæmdasvæðisins mun minni en um væri að ræða nýja virkjun á óröskuðu svæði. Orkuvinnslusvæði á Skarðsmýrarfjalli Fyrirhugað vinnslusvæði á Skarðsmýrarfjalli nær inn á þann hluta Hengilssvæðisins, sem er á náttúruminjaskrá. Fyrirhugaðar mótvægisaðgerðir munu bæði draga úr beinum og óbeinum áhrifum á landslag. Áhrifanna gætir minna eftir því sem fjarlægðin frá framkvæmdasvæðinu er meiri. Lagnir á yfirborði, borteigar og nýir vegir á fyrirhuguðu vinnslusvæði á Skarðsmýrarfjalli munu sjást frá vissum sjónarhornum. Má þar nefna gönguleiðir í Henglinum norðan Skarðsmýrarfjalls. Verður þar um nokkur óbein, varanleg, neikvæð áhrif að ræða. Þá mun gufa sem stígur upp af nýjum vinnsluholum í blæstri, sjást Desember VGK 2005

111 víða að við vissar aðstæður. Gufa frá blásandi borholum getur verið nokkuð áberandi á virkjunarsvæðinu einkum á framkvæmdatímanum næstu 2 til 3 árin fram að gangsetningu 80 MW e stækkunar, meðan vinnsluholur hafa ekki verið tengdar við gufuveitu virkjunarinnar, og aftur eftir árið 2010 ef tekin verður ákvörðun um frekari stækkun um 40 MW e. Þannig hefur framkvæmdin einnig nokkur óbein, neikvæð áhrif vegna prófana en þau eru þó á vissan hátt tímabundin. Einnig verða tímabundin, bein áhrif vegna rasks við lagnaframkvæmdir og í námum á framkvæmdatíma. 6.5 Loftgæði Áhrif framkvæmdar Árið 2003 var heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi ígildi um 3,1 milljóna tonna koldíoxíðs en var um 3,3 milljónir tonna árið 1990 og hafði því dregist saman um 6% frá þeim tíma. Um 27% losunarinnar kemur frá iðnaði og byggingarstarfsemi, 25% frá samgöngum, 26% frá sjávarútvegi og 24% frá annarri starfsemi. Útstreymi sem fellur undir ákvörðun 14/CP.7 (sérstök ákvörðun við Kýótó-bókunina) er talið fram sérstaklega og ekki inni í tölum um heildarútstreymi á Íslandi. Sé það hins vegar talið með var heildarútstreymið árið 2003 orðið 3,5 milljónir tonna og hafði því aukist um tæp 8% frá árinu 1990 (Umhverfisstofnun, 2005). Losun gróðurhúsalofttegunda frá jarðgufuvirkjunum er ekki með í útstreymisbókhaldi á Íslandi. Í jarðhitagufunni á Hellisheiði eru óþéttanlegar lofttegundir um 0,4% af massa gufunnar. Þær verða fjarlægðar úr eimsvölunum með lofttæmidælum og veitt til lofts. Heildarlosun jarðhitalofttegunda er nú áætluð um tonn/ári og er um helmingur þess tilkominn vegna stækkunar Hellisheiðarvirkjunar. Helstu lofttegundirnar í jarðhitagufunni eru: koldíoxíð (CO 2 ), brennisteinsvetni (H 2 S), vetni (H 2 ) og metan (CH 4 ). Styrkur koldíoxíðs er langmestur eða um og yfir 83%, en styrkur brennisteinsvetnis um 16%. Styrkur vetnis og metans er lítill. Brennisteinsvetni er sterk lyktandi lofttegund sem getur oxast í brennisteinsdíoxíð (SO 2 ). Hún er hættuleg í háum styrk. Niðurstöður rannsókna á hugsanlegri oxun H 2 S frá jarðhitasvæðum á Íslandi yfir í SO 2 sýna að H 2 S er þvegið umsvifalaust úr andrúmslofti í rigningu og jafnvel á þurrum, lygnum dögum oxast aðeins lítið brot H 2 S í SO 2 (Gretar Ívarsson o.fl. 1993; Hrefna Kristmannsdóttir 1997; Kristmannsdóttir o.fl. 2000). Losun gróðurhúsalofttegunda á sér stað við orkuframleiðslu með flestum orkugjöfum, en í mismiklu magni. Mynd 56 sýnir spönn losunar koldíoxíðs með mismunandi orkugjöfum reiknað á hverja kwst. Rannsóknir sýna að losun gróðurhúsalofttegunda vegna vatnsaflsvirkjana á Íslandi er nánast hverfandi (Hlynur Óskarsson og Jón Guðmundsson 2001). Losun gróðurhúsalofttegunda á hverja framleidda kwst frá á Hellisheiðarvirkjun mun verða sambærileg við losun frá Nesjavöllum í upphafi framleiðslu þar. Reiknað er með að losun gróðurhúsalofttegunda frá fullbyggðri Hellisheiðarvirkjun verði 11 g CO 2 /kwst sem er með því lægsta sem þekkist. Á Nesjavöllum hefur þessi stuðull farið lækkandi með árunum og mældist 5 g CO 2 /kwst árið Í báðum virkjunum er um mjög litla losun að ræða á hverja framleidda kwst vegna samvinnslu raforku og varma í virkjununum samanborið við aðra kosti við raforkuframleiðslu. Desember VGK 2005

112 Kol Olía Jarðgas Vatnsafl Sólarorka Vindorka Jarðhiti Krafla Nesjavellir Hellisheiði g/kwst Mynd 56. Losun gróðurhúsalofttegunda miðað við mismunandi orkugjafa (Hunt, 2000). Upplýsingar um Kröflu VGK (2001), Nesjavellir og Hellisheiði reiknuð gildi. Niels Giroud og Stefán Arnórsson (2005) hafa lagt mat á losun CO 2 og H 2 S frá rekstri jarðgufuvirkjana til lengri tíma. Þeir hafa komist að því að vinnsla á jarðhitasvæðinu geti leitt til þess að styrkur CO 2 og H 2 S lækki með tímanum í þeirri gufu sem er losuð frá virkjuninni. Lækkunin geti orðið við það að kaldara vatn streymi inn í jarðhitakerfið og/eða vegna vaxandi suðu í kerfinu. Frekari suða vegna þrýstingslækkunar í kerfinu og aukinnar gufumyndunar geti valdið því að gasinnihald borholuvökva lækki. Gufupúði geti myndast og leitt til aukinnar yfirborðsvirkni. Þó að losun jarðhitalofttegunda frá jarðhitasvæðum aukist talsvert á fyrstu árum vinnslunnar miðað við náttúrulega losun þá telja þeir ekki víst að samanlagt útstreymi til lengri tíma breytist. Búast má við að jafnvægi náist í streymi kvikuættaðra lofttegunda inn í jarðhitakerfið og frá jarðhitakerfinu til vinnsluholna og hverasvæða. Reynsla frá Nesjavallavirkjun styður þessa hugmynd, en þar hefur styrkur jarðhitalofttegunda minnkað stöðugt með hverju ári sem líður. Mynd 57 sýnir hvernig styrkur koldíoxíðs hefur lækkað um helming síðan byrjað var að fylgjast reglulega með efnasamsetningu gufunnar. Reiknaður styrkur koldíoxíðs í gufu í Hellisheiðarvirkjun er um mg/kg, sem er svipað og var í upphafi orkuframleiðslu á Nesjavöllum. Í dag er styrkurinn þar fallinn í um mg/kg, og er ekki ólíklegt að sama þróun verði upp á teningnum í Hellisheiðarvirkjun. Það sama gildir um brennisteinsvetni. Halldór Ármannsson (2003) skýrir frá athugunum nokkurra erlendra vísindamanna sem komist hafa að þeirri niðurstöðu að nýting jarðhitasvæða breyti engu um heildarstreymi koldíoxíðs til andrúmslofts. Losun koldíoxíðs frá jarðhitavirkjunum er ekki talið með í grænu bókhaldi Ítala um gróðurhúsalofttegundir. Árið 2002 var ákveðið að losun gróðurhúsalofttegunda frá jarðvarmavirkjunum hérlendis skyldi tímabundið ekki teljast með í bókhaldi yfir losun af mannavöldum. Desember VGK 2005

113 Styrkur koldíoxíðs í gufu (mg/kg) Mynd 57. Styrkur koldíoxíðs í gufu frá Nesjavallavirkjun. Á framkvæmdatíma Gufan, sem frá blásandi holum kemur, fer um hljóðdeyfi út í andrúmsloftið eins og útstreymi frá gufuaugum. Helstu lofttegundirnar í gufunni eru koldíoxíð (70-90%) og brennisteinsvetni (10-20%), en lítils háttar vetni og metan. Magn þessara lofttegunda mun fara eftir því hversu mikið holurnar þurfa að blása á framkvæmdatímanum. Á rekstrartíma Orkuveita Reykjavíkur fylgist með blásturstíma, efnasamsetningu og rennsli jarðhitavökva, bæði á framkvæmdatíma og rekstrartíma. Magn gróðurhúsalofttegunda sem fer til lofts er reiknað, fært í grænt bókhald Orkuveitunnar og gefið út í árlegri umhverfisskýrslu. Losun gróðurhúsalofttegunda frá jarðhitavirkjunum á Íslandi var tonn árið Vegna fyrirhugaðrar stækkunar mun losun koldíoxíðs aukast um tonn á ári. Má því búast við að losun koldíoxíðs frá fullbyggðri Hellisheiðarvirkjun verði allt að tonn árlega eftir stækkunina. Losun metans eykst einnig lítils háttar eða um 24 tonn árlega. Reiknað er með að losun gróðurhúsalofttegunda verði ekki meiri en 11 g CO 2 /kwst þegar mest verður. Telja verður að virkjun á Hellisheiði sé með betri virkjunarkostum sem völ er á með tilliti til losunar gróðurhúsalofttegunda. Við mat á umhverfisáhrifum Hellisheiðarvirkjunar árið 2003 var áætluð losun brennissteinsvetnis 120 MW e virkjun minni en nú er gert ráð fyrir. Sú áætlun byggði á færri mælingum á samsetningu í jarðhitagufu úr borholum á Hellisheiði. Þá lágu einungis fyrir efnagreiningar úr þremur holum. Nú eru upplýsingar frá átta holum lagðar til grundvallar reikninga. Vegna stækkunarinnar og núverandi virkjunar mun losun brennisteinsvetnis aukast um tonn á ári frá hvorri. Þetta er svipað magn og losað er frá Nesjavallavirkjun um þessar mundir. Desember VGK 2005

114 Árleg losun brennisteinsvetnis frá jarðhitavirkjunum á Íslandi árið 2001 var um tonn. Eftir stækkunina verður losun brennisteinsvetnis frá Hellisheiðarvirkjun samtals um tonn á ári. Brennisteinsvetni (H 2 S) er eitruð og sterk lyktandi lofttegund sem getur oxast í brennisteinsdíoxíð (SO 2 ). Niðurstöður rannsókna á hugsanlegri oxun H 2 S frá jarðhitasvæðum á Íslandi yfir í SO 2 sýna að H 2 S er þvegið umsvifalaust úr andrúmslofti í rigningu og jafnvel á þurrum, lygnum dögum oxast aðeins lítið brot H 2 S í SO 2 (Gretar Ívarsson o.fl., 1993; Hrefna Kristmannsdóttir, 1997 og Kristmannsdóttir o.fl., 2000). Þar sem mjög úrkomu- og vindasamt er á Hellisheiði og við Kolviðarhól má búast við að mestur hluti brennisteinsvetnis frá virkjuninni þvoist úr loftinu. Lyktarskyn mannsins er ákaflega næmt fyrir brennisteinsvetni, og flestir finna lykt þó styrkur í andrúmslofti sé innan við 10 ppb. Þar sem brennisteinsvetni er náttúruleg lofttegund á háhitasvæðum, sem sleppur út í andrúmsloftið um gufuaugu og aðra yfirborðsvirkni þá er lykt af brennisteinsvetni viðvarandi á flestum háhitasvæðum landsins. Virkjun háhitans hraðar losun brennisteinsvetnis út í andrúmsloftið og veldur þannig auknum styrk. Erfitt er að spá fyrir um hvaða áhrif aukin losun við Kolviðarhól muni hafa og ræðst það af staðbundnu vindafari, landslagi og fleiru. Orkuveita Reykjavíkur hefur fylgst með styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti á Hellisheiði og nágrenni frá miðju ári 2001 til þess að leggja mat á hvaða áhrif aukin losun brennisteinsvetnis kemur til með að hafa. Frá Nesjavöllum eru til tölur um styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti eftir að virkjunin tók til starfa. Erfitt er að bera þessi gögn saman vegna staðbundinna áhrifa sem hafa mikil áhrif á dreifingu og útskolun jarðhitalofttegunda í andrúmslofti. Jarðhitavirkni á yfirborði á Hellisheiði er mun minni heldur en á Nesjavöllum og því er náttúruleg losun jarðhitalofttegunda þar einnig mun minni. Ef styrkur í andrúmslofti mælist innan við 10 ppb er óvíst hvort lykt finnist. Hæstu augnabliksgildi sem mælst hafa á Nesjavöllum eru ppb, en í 45% tilvika finnst engin lykt. Á Hellisheiði er hæsta gildið 147 ppb. Til samanburðar má geta þess að ekki er ráðlagt að dvelja lengur en 8 klst á stöðum þar sem styrkur brennisteinsvetnis í andrúmslofti er ppb og ekki lengur en 15 mínútur ef styrkurinn er ppb. Lítil hætta er talin stafa af losun brennisteinsvetnis frá virkjun á Hellisheiði. Við ákveðnar aðstæður má búast við að brennisteinslykt finnist á virkjunarsvæðinu Niðurstöður Við stækkun Hellisheiðarvirkjunar mun losun koldíoxíðs á Íslandi aukast um allt að tonn árlega. Losun metans á Íslandi mun aukast um 24 tonn árlega. Ekki er talið að þessi losun hafi nein áhrif á næsta umhverfi virkjunarinnar. Losun gróðurhúsalofttegunda á hverja kwst orku frá Hellisheiðarvirkjun er talin verða með því lægsta sem völ er á við orkuframleiðslu. Þetta stafar meðal annars af mikilli nýtni vegna samvinnslu rafmagns og varma. Við stækkunina breytist ekki losun gróðurhúsalofttegunda á hverja kwst. Koldíoxíð streymir frá öllum jarðhitasvæðum og telja sumir erlendir vísindamenn að nýting jarðhitasvæðanna breyti engu um heildarstreymi koldíoxíðs frá þeim. Losun gróðurhúsalofttegunda frá jarðgufuvirkjunum hérlendis er ekki talin með í útstreymisbókhaldi, sem fært er af Umhverfisstofnun. Við fyrirhugaða stækkun mun losun brennisteinsvetnis frá jarðhitavirkjunum á Íslandi aukast um u.þ.b tonn á ári. Rafmagnsframleiðsla í jarðgufuvirkjunum fer úr því að vera um 200 MW í 320 MW (ekki reiknað með Hellisheiðarvirkjun) og aukningin er því um 60%. Ef miðað er við að byggingu núverandi Hellisheiðarvirkjunar verði lokið á undan þá verður aukning í losun brennisteinsvetnis samtals um tonn á ári eftir stækkunina. Rafmagnsframleiðslan verður þá 470 MW sem er ríflega tvöfalt meira en þau 200 MW sem Desember VGK 2005

115 nú eru framleidd í jarðgufuvirkjunum á landinu. Talið er hverfandi hluti brennisteinsvetnis muni oxast í brennisteinsoxíð, en megin hlutinn falli til jarðar með úrkomu og oxist í súlfat eða brennistein. Vegna mikillar úrkomu og vinds á virkjunarsvæðinu má búast við að brennisteinsvetnið þvoist tiltölulega fljótt úr lofti. Lítil hætta er talin stafa af losun brennisteinsvetnis frá virkjun á Hellisheiði en við ákveðnar aðstæður má búast við að brennisteinslykt finnist á virkjunarsvæðinu. er talin hafa óveruleg áhrif á loftgæði. Magn losaðra gróðurhúsalofttegunda og brennisteinsvetnis verður bókfært í grænu bókhaldi Orkuveitu Reykjavíkur og gefið út í árlegri umhverfisskýrslu. 6.6 Hljóðvist Áhrif framkvæmdar Virkjunarsvæði Hljóðvist á Hellisheiði og Hengilssvæðinu einkennist mjög af umferðarnið frá Suðurlandsvegi. Fjær þjóðveginum dregur úr þessum áhrifum. Á framkvæmdatíma fyrirhugaðrar stækkunar eykst hljóðstig á virkjunarsvæðinu á Hellisheiði einkum vegna umferðar vinnuvéla á svæðinu. Viðvarandi aukning á hljóðstigi tengt rekstri virkjunarinnar mun verða við lokahús Hellisheiðarvirkjunar sem verður stækkað. Þar er umframgufu veitt til lofts um stjórnloka og gufuháfa. Á Nesjavöllum hafa mælst 67 db(a) um 60 m frá lokahúsi og gufuháfi (VGK, 2000). Einnig getur hljóðstig hækkað í nágrenni stöðvarhúss og kæliturna virkjunarinnar. Vegna tengingar stækkunarinnar við núverandi virkjun verða ný og stækkuð mannvirki á virkjunarsvæðinu við hlið þeirra sem fyrir eru. Af þessum sökum verður áhrifasvæðið það sama. Við stækkunina er ekki gert ráð fyrir breytingu á hljóðstigi á virkjunarsvæðinu og er talið að áhrif á hljóðvist þar verði óveruleg. Niðurrennslissvæði Gert er ráð fyrir að boraðar verði um 8 niðurrennslisholur fyrir stækkun Hellisheiðarvirkjunar til viðbótar 8 holum sem verða boraðar fyrir núverandi virkjun. Alls er búist við að holurnar geti orðið á næstu 30 árum. Hávaði er nokkur við borunina, en fer þó sjaldnast yfir 90 db(a) og takmarkast við borstæðið sjálft líkt og við borun vinnsluholna. Fyrirhugað niðurrennslissvæði í Svínahrauni er í um 800 m fjarlægð frá Suðurlandsvegi. Mikil umferð er um þjóðveginn og einkennist hljóðvist á þessu svæði af hávaða frá umferð. Talið er að vegna nálægðar við Suðurlandsveg muni borun á niðurrennslissvæði breyta litlu um hljóðvist á svæðinu og áhrifin verði óveruleg. Orkuvinnslusvæði á Skarðsmýrarfjalli Hljóðstig mun aukast á orkuvinnslusvæðinu Skarðsmýrarfjalli þegar borun og prófun stendur yfir. Þegar rekstur virkjunarinnar fer í gang verða holur sem tengdar eru gufuveitu prófaðar og aflmældar árlega. Frá borholu í blæstri getur mælt hljóðstig verið nokkuð breytilegt og er það háð hlutfalli vatns og gufu í viðkomandi holu. Þegar hafa verið boraðar 17 holur á núverandi virkjunarsvæði. Gert er ráð fyrir að bora 9 vinnsluholur á Skarðsmýrarfjalli árið 2006 og 7 holur Miðað er við að 80 MW rafstöð stækkunarinnar verði gangsett haustið Áætlað er að boraðar verði um 8 borholur til viðbótar ef bætt verður við þriðju 40 MW einingunni. Búast má við að við að til viðbótar þessum 24 vinnsluholum sem þarf til 120 MW rafmagnsframleiðslu geti þurft að bora allt að 16 holur til viðhalds á næstu 30 árum. Á þessu stigi er ekki hægt að gera nánari tímaáætlun fyrir borun. Borun hverrar holu tekur 1 til 2 mánuði og blástursprófun 3 til 6 mánuði. Næstu tvö ár er líklegt að borun eða blástursprófun verði í gangi einhvers staðar á Skarðsmýrarfjalli og að hljóðstig hækki í nágrenni við borteiga. Blásturstími verður hafður stuttur til að greiða fyrir því á bora megi fleiri holur á sama borteig. Má búast við að 3-4 holur blási samtímis eins og verið hefur undanfarin ár. Desember VGK 2005

116 Viðmiðunargildi fyrir hljóðstig í íbúðabyggð er 50 db(a) að degi, 45 db(a) að kvöldi og 40 db(a) að næturlagi samkvæmt reglugerð nr. 993/1999 um hávaða. Einnig hefur verið sett viðmiðunargildi fyrir hljóðstig frá umferð á útivistarsvæðum í þéttbýli og er það 55 db(a) en leiðbeiningargildi er 45 db(a), en það er það hljóðstig sem ekki er talið æskilegt að farið sé yfir. Viðmiðunargildi utandyra fyrir iðnaðarsvæði er hins vegar 70 db(a). Virkjunarsvæðið á Hellisheiði og niðurrennslissvæðið í Svínahrauni eru skilgreind sem iðnaðarsvæði í Aðalskipulagi Ölfuss. Gert er ráð fyrir að orkuvinnslusvæðið á Skarðsmýrarfjalli verði einnig skilgreint sem iðnaðarsvæði í aðalskipulagi. Borholur verða innan þessara svæða. Útreikningar á hljóðdreifingu hafa verið gerðir. Er þá miðað við að hljóðið berist óhindrað frá hljóðgjafa að viðtakanda og ekki tekið tillit til þeirra umhverfisþátta sem geta haft verulega áhrif á hljóðdreifingu í þá veru að dregur úr áhrifum eins og tegund jarðvegs, gróðurþekja, veðurfar og mishæðótt landslag. Mælingar hafa verið gerðar á hljóðstigi við borun og blástursprófanir borholna á Hellisheiði (VGK, 2003) og þær bornar saman við samsvarandi mælingar á Nesjavöllum (VGK, 2000 og Raúl Edgardo López, 2001) og fleiri jarðhitasvæðum. Einnig hefur hljóðstig verið mælt frá lokahúsi og gufuháfi á Nesjavöllum. Búast má við að hljóðstig hækki næst borteigum á framkvæmdatímanum vegna borana og prófana vinnsluholna. Áhrifin eru talin verða óveruleg á fyrirhuguðu niðurrennslissvæði í Svínahrauni en geta orðið nokkuð neikvæð á útivistarsvæðum og gönguleiðum sem eru næst borteigum á Skarðsmýrarfjalli á framkvæmdatímanum. Eins og fram kemur í umfjöllun um niðurrennslisholur þá er nokkur hávaði við borun vinnsluholna, sem fer þó sjaldnast yfir 90 db(a) og takmarkast við borteiginn sjálfan. Hljóðdeyfar verða settir upp við allar holur við blásturprófanir. Frá borholu í blæstri má reikna með hávaða á bilinu db(a). Nokkur munur getur verið á hávaða milli einstakra holna eftir hlutfalli gufu og vatns. Niðurstöður mælinga sem gerðar voru við holu 19 á vinnslusvæði Orkuveitu Reykjavíkur á Nesjavöllum voru þær að 85 db(a) mældist í 10 m fjarlægð og 78 db(a) í 20 m fjarlægð. Hljóðstig mældist db(a) í 10 m fjarlægð frá holum NV-21 og 22 sumarið Þessar holur eru allar með tiltölulega hátt hlutfall gufu og því í efri kanti hvað hávaða snertir. Á rekstrartíma má búast við einhverri tímabundinni hækkun á hljóðstigi á borteigum þegar vinnsluholur til viðhalds verða boraðar og prófaðar. Niður frá blásandi holum getur borist nokkra vegalengd við viss veðurskilyrði. Hljóðstig reiknast 70 db(a) í 100 m fjarlægð frá blásandi borholu miðað við að það mælist 90 db(a) í 10 m fjarlægð frá hljóðdeyfi. Er því búist við að hljóðstig verði undir viðmiðunarmörkum fyrir iðnaðarsvæði utan við borteiga þegar holur eru blástursprófaðar. Á rekstrartíma virkjunar eru holur nýttar og hljóðstig langt innan við viðmiðunarmörk. Á þeim tíma er lítið um að holur séu látnar blása í hljóðdeyfi. Fyrirhugað orkuvinnslusvæði á Skarðsmýrarfjalli er í nágrenni við vinsælt útivistarsvæði og getur hávaði frá borun og blæstri borholna hugsanlega valdið fólki ónæði. Áætlað er að boraðar verði 9 vinnsluholur á Skarðsmýrarfjalli árið 2006 og 7 holur Á teikningu 5 eru sýnd dæmi um reiknað hljóðstig á gönguleiðum í nágrenni Skarðsmýrarfjalls. Reiknað hefur verið að í um 550 m fjarlægð frá blásandi borholu verði hljóðstig 55 db(a) ef hljóðstig mælist 90 db(a) 10 m frá holunni. Einkum er litið til stikaðrar gönguleiðar upp Sleggjubeinsskarðið og þaðan upp á Hengilinn. Einnig er sýnt reiknað hljóðstig á gönguleið af Hengli niður í Innstadal, á gönguleið í dalnum auk tveggja annarra staða. Af teikningunni má sjá að hljóðstig verður fljótt komið undir 55 db(a) utan fyrirhugaðs orkuvinnslusvæðis á Skarðsmýrarfjalli, þar sem gönguleiðir eru næst fyrirhuguðum borsvæðum. Hljóðstig reiknast undir 45 db(a) þar sem sést til borsvæðanna á merktum leiðum í suðurhlíðum Hengilsins. Þó má búast við að göngufólk heyri í bornum og holum í blæstri á þessu svæði á framkvæmdatímanum. Þessi truflun er hins vegar tiltölulega staðbundin og mun hennar Desember VGK 2005

117 einkum gæta árin 2006 og 2007 þegar áætlað er að bora samtals 16 holur á Skarðsmýrarfjalli. Ónæði frá bílaumferð um Suðurlandsveg, virðist ekki hafa fælt fólk frá því að nýta svæðið til útivistar. Mikill meirihluti svarenda í könnun sem var gerð meðal gesta á Nesjavöllum voru jákvæðir gagnvart borholum og gufustrókum, einkum þó Íslendingar. Einnig kemur fram að meirihluti beggja hópa sem spurðir voru töldu gufuleiðslur og hávaða vera neikvæða fylgifiska jarðgufuvirkjana. Þá kemur fram að á hávaðanum frá borholum eru þó tvær hliðar og að blásandi borholur eru aðdráttarafl fyrir ýmsa ferðamenn, þrátt fyrir þann hávaða sem þeim fylgir. Bent er á að það sýndi einnig könnun sem sami aðili gerði árið 2000 á viðhorfi ferðamanna til Kröfluvirkjunar og Bjarnarflagsvirkjunar (Rögnvaldur Guðmundsson, 2001). Þar voru þeir sem komu að borholu 34 við Víti, sem þá var í blæstri, spurðir hvort borholan hefði haft jákvæð, engin eða neikvæð áhrif á upplifun þeirra. Niðurstaðan var sú að 56% Íslendinga og 41% erlendra ferðamanna töldu áhrifin jákvæð en 11% Íslendinga og 19% útlendinga álitu þau neikvæð. Helstu jákvæðu áhrifin voru talin þau að með nálægð við holuna skynjuðu menn betur ógnarkraft náttúrunnar. Hinir neikvæðu nefndu helst að þarna væri ekki um náttúrulegan útblástur jarðgufu að ræða. Þeir ferðamenn sem spurðir eru að því hvort mikill hávaði sé neikvæður svara nær allir að svo sé. Þegar þeir eru hins vegar spurðir um áhrif af borholu í blæstri, sem veldur hávaðanum, eru langflestir jákvæðir. Það er greinilega mjög vinsæl og jákvæð upplifun fyrir flesta ferðamenn að koma að blásandi borholu þrátt fyrir að hávaðinn sem því fylgir sé óþægilegur. Þeir sem stunda ferðaþjónustu hafa farið fram á að borholur verði látnar blása á virkjunarsvæðinu á Hellisheiði og hefur verið reynt að verða við þeirri beiðni. Búast má við að á borteigum geti hljóðstig tímabundið farið yfir viðmiðunarmörk fyrir iðnaðarsvæði á undirbúningsstigi stækkunarinnar. Fyrirtæki í ferðþjónustu hefur boðið upp á reiðtúra sem liggja yfir framkvæmdasvæðið á Hellisheiði. Í samtölum við þessa aðila kom fram að þeir litu ekki á blásandi borholur nærri reiðleiðum sem vandamál Mótvægisaðgerðir Við blástursprófanir á Skarðsmýrarfjalli verða settir upp hljóðdeyfar við holur líkt og gert hefur verið fram til þessa á Hellisheiði og holur látnar blása gegnum þá til minnka hljóðstig eins og kostur er. Án hljóðdeyfa má búast við að hljóðstig frá borholu í blæstri sé um 130 db(a) en mældist um 90 db(a) í 10 m fjarlægð frá blásandi borholu tengdri við hljóðdeyfi á Hellisheiði. Utan við borteig fer hljóðstig niður fyrir 70 db(a) sem eru viðmiðunarmörk utandyra fyrir iðnaðarsvæði Niðurstöður Við borun og prófanir á Skarðsmýrarfjalli getur hljóðstig á borteig farið yfir viðmiðunarmörk á iðnaðarsvæði. Hljóðstig mun einkum hækka á vinnslusvæðinu og í nágrennis þess á næstu tveimur árum meðan verið er að bora og prófa 16 vinnsluholur fyrir 80 MW stækkun, sem áætlað er að taka í notkun 2008, Má þá búast við að 3-4 holur blási samtímis á Skarðsmýrarfjalli nokkrum mánuðum eftir að fyrsta holan verður boruð eins og verið hefur undanfarin ár á núverandi virkjunarsvæði. Ef tekin verður ákvörðun um frekari stækkun mun hljóðstig hækka aftur á tímabili borunar 8 nýrra vinnsluholna á fjallinu. Á rekstrartíma má búast við að bora þurfi einhverjar vinnsluholur til viðhalds og hækkar hljóðstig þá eins og áður við borteigana. Umfang borana verður þó minna auk þess sem 1-3 ár geta liðið án þess að þurfi að bora. Hávaði verður undir viðmiðunarmörkum sem í gildi eru. Hljóðstig getur hækkað eitthvað á rekstrartíma á virkjunarsvæði núverandi virkjunar í nágrenni við stöðvarhúsið, einkum við lokahús og gufuháfa virkjunarinnar, en verður innan viðmiðunarmarka fyrir iðnaðarsvæði. Desember VGK 2005

118 Ekki er talin þörf á til að grípa til annarra aðgerða til að minnka hljóðstig á göngu- og reiðleiðum nærri framkvæmdasvæðinu en uppsetningar hljóðdeyfa. Fyrirhuguð stækkun mun hafa nokkur staðbundin neikvæð áhrif á hljóðvist á útivistarsvæðum og gönguleiðum sem eru næst vinnslusvæðinu á Skarðsmýrarfjalli, vegna framkvæmda sem tengjast borun og prófun vinnsluholna, en áhrifin verða ekki varanleg. Stækkunin er talin hafa óveruleg áhrif á hljóðstig á virkjunarsvæðinu og niðurrennslissvæðinu. Framkvæmdir við stækkun Hellisheiðarvirkjunar eru sambærilegar við þær framkvæmdir sem átt hafa sér stað á Hellisheiði og Nesjavöllum undanfarin ár. Á Nesjavöllum hefur virkjunin í á annan áratug starfað í sátt við umhverfið á svæði þar sem umtalsverð útivist er stunduð. 6.7 Ferðaþjónusta og útivist Áhrif framkvæmdar Orkuveita Reykjavíkur og áður Hitaveita Reykjavíkur hefur á ýmsan hátt stuðlað að bættri aðstöðu fyrir ferðafólk á Hengilssvæðinu. Styrkt var útgáfa bókar um gönguleiðir, staðhætti og jarðfræði Hengilssvæðisins 1996 og gefið út kort með gönguleiðum á svæðinu Frá árinu 1989 hefur verið gert verulegt átak í uppgræðslu og skógrækt á jörðum Reykjavíkur í Grafningi. Meira en 140 km af gönguleiðum hafa verið merktar með stikum og vegprestum. Á sjö stöðum á Hengilssvæðinu hafa verið gerð bílastæði þar sem hentugt er að hefja gönguleiðir. Á þessum stöðum eru upplýsingatöflur með uppdráttum sem sýna gönguleiðir og fjarlægðir milli staða. Á fræðsluleiðum er komið fyrir upplýsingum um náttúrufar, sögu og jarðfræði. Reiðleið meðfram Grafningsvegi hefur verið stikuð og sett upp aðhöld fyrir hross á tveimur stöðum meðfram leiðinni. Þá hefur Orkuveitan sett upp gönguskála í Engidal vestan Hengilsins og í Reykjadal suðaustan Hengilsins. Nú síðast hefur verið komið fyrir upplýsingaskiltum um framkvæmdir á Hellisheiði í nágrenni við framkvæmdasvæðið og við Skíðaskálann í Hveradölum þar sem Orkuveitan rekur kynningarmiðstöð yfir sumartímann. Einnig eru upplýsingaskilti við upphaf reiðleiða við Litlu kaffistofuna í Svínahrauni, hestagerði við Kolviðarhól og neðarlega í Kömbum. Þá hefur verið merktur göngustígur upp á Gígahnúk, þar sem upplýsingaskiltum hefur verið komið fyrir (mynd 58). Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar Niðurstöður úr rannsókn sem Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar (RRF) gerði á áhrifum byggingar Hellisheiðarvirkjunar á útivist og ferðaþjónustu benda til þess að 120 MW jarðvarmavirkjun muni hafa lítil neikvæð áhrif á útivist og ferðaþjónustu á Hellisheiði og Hengilssvæðinu (Rögnvaldur Guðmundsson, 2003). Þvert á móti bendir rannsóknin til þess að virkjunin muni leiða til fjölgunar ferðafólks og útivistarfólks á svæðinu. Afstaða aðspurðra til nýtingar jarðvarma á Hengilssvæðinu til raforkuframleiðslu var einnig fremur jákvæð. Könnunin var gerð árin 2001 og Könnuð voru viðhorf ferðamanna og ferðaþjónustuaðila á Hengilssvæðinu, svæðinu frá Mosfellsheiði og Suðurlandsvegi að Þingvallavatni, austur að Úlfljótsvatni og að Hveragerði (mynd 59). Greint er nánar frá helstu niðurstöðum úr skýrslu RRF í matsskýrslu um Hellisheiðarvirkjun (VGK, 2003). Blásandi borholur eru aðdráttarafl fyrir ýmsa ferðamenn, þrátt fyrir þann hávaða sem þeim fylgir. Það sýndi m.a. könnun sem Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar gerði vegna mögulegrar stækkunar Kröfluvirkjunar sumarið 2000 (Rögnvaldur Guðmundsson, 2001). Desember VGK 2005

119 Mynd 58. Upplýsingaskilti á Gígahnúk. Mynd 59. Athugunarsvæði ferðamálakönnunar RRF (Landmótun) Desember VGK 2005

120 Mat Líffræðistofnunar Háskólans á gildi landslags Við mat Líffræðistofnunar Háskólans á gildi landslags á Hengilssvæðinu (Þóra Ellen Þórhallsdóttir, 2002) var gerð skoðanakönnun meðal 12 manna hóps útivistarfólks sem notar svæðið mikið og það beðið að meta notkun svæðisins og verðmæti þess í heild og einstakra hluta þess, sem og áhrif mannvirkja á landslags- og útivistargildi. Í skýrslu Líffræðistofnunar er greint frá því að svarendur töldu Hengilssvæðið hafa mikið gildi vegna landslags. Af 5 útivistarsvæðum á Suðvesturlandi, var gildi Hengilssvæðisins metið næst hæst á eftir þjóðgarðinum á Þingvöllum. Einnig er greint frá að niðurstöður skoðanakönnunarinnar benda til að flestir sæki Hengilssvæðið til langra gönguferða eða skíðaiðkana. Margir kynnast einnig hluta svæðisins frá nýja Nesjavallaveginum og náttúruböð í heitum laugum og lækjum eru vinsæl. Fram kemur í skýrslu Líffræðistofnunar að þegar spurt var hvaða hlutar svæðisins væru mikils virði, voru helstu niðurstöður eftirfarandi: Flestir töldu fjalllendi og umhverfi Hengilsins sjálfs og dali norðan Hengils hafa mest gildi, þá nefndu sjö Hengladali en 4 aðeins Innstadal. Þá nefndu 5 Reykjadali/Ölkelduháls. Aðrir hlutar voru nefndir af þremur þátttakendum eða færri. Má af þessu sjá að svarendur telja miðhluta Hengilssvæðisins hafa mest gildi. Viðhorfskönnun 2004 Starfsmenn í kynningarmiðstöð Orkuveitu Reykjavíkur í Skíðaskálanum gerðu viðhorfskönnun meðal gesta júlí til ágúst Spurt var um viðhorf gagnvart virkjuninni, fólki gefin kostur á 5 möguleikum: Mjög jákvætt, frekar jákvætt, hvorki jákvætt né neikvætt, frekar neikvætt, mjög neikvætt. Niðurstaðan var 88,1% aðspurðra voru annaðhvort mjög eða frekar jákvæðir. Einnig var spurt um áhuga fólks á 5 þáttum (og möguleika á að nefna aðra þætti) varðandi virkjunina. Fólk gat merkt við eins marga þætti og þeim fannst eiga við, niðurstöður í sviga: Virkjunarframkvæmdir (57,6%) Tæknileg útfærsla virkjunar (27,1%) Jarðfræði svæðisins (27,1%) Nýting jarðhita (57,6%) Útivist á Hengilssvæðinu (46,6%) Sést af þessu að áhugi þeirra sem heimsækir gestastofuna er mestur á framkvæmdinni og nýtingu jarðhita. Einnig hefur tæpur helmingur gestanna áhuga á útivist á Hengilssvæðinu. Viðhorfskönnun 2005 Sendur var út spurningalisti til ferðaþjónustuaðila sem gefa sig út fyrir að stunda skipulagða ferðaþjónustu eða útivist á framkvæmdasvæði stækkunar Hellisheiðarvirkjunar. Markmiðið var að skoða möguleg áhrif framkvæmdanna á útivist og ferðaþjónustu. Spurningalistinn var sendur viðkomandi í vefpósti eftir samþykki í gegnum síma. Úr þessari athugun fengust 8 svör, en spurningalistinn var sendur 13 aðilum (61% svörun). Þeir sem svöruðu voru: Ferðafélagið Útivist, Ferðafélag Íslands, Íslenskir fjallaleiðsögumenn, Ævintýrasmiðjan Eskimos, KGB tours, Mountaineers of Iceland, Touris og Iceland Rovers. Í fyrsta lagi var spurt um hvers konar ferðaþjónustu viðkomandi aðili byði uppá á svæðinu. Fram kom að undir flokkinn annað falla hellaskoðun, kortagerð, fræðslurit og ýmis konar fræðsla um svæðið. Einnig er boðið upp á klæðskerasaumaðar göngu-, skíða- og klifurferðir fyrir einstaklinga og hópa. Desember VGK 2005

121 Gönguferðir 5 Jeppaferðir sumar/vetur 6 Skíðaferðir 3 Snjósleðaferðir/hundasleðaferðir 1 Rútuferðir/hluti af lengri ferðum 3 Hestaferðir Annað* 3 Í öðru lagi var spurt um afstöðu aðila til eftirfarandi þátta: 1. Teljið þið að stækkun Hellisheiðarvirkjunar muni hafa neikvæð/jákvæð áhrif á ferðaþjónustu og útivist á svæðinu? 2. Teljið þið að stækkun Hellisheiðarvirkjunar muni breyta ásýnd svæðisins sem ferðamannastaðar til hins betra/verra? 3. Teljið þið að stækkun Hellisheiðarvirkjunar muni á einhvern hátt breyta ferðaþjónusturekstri ykkar á svæðinu? 4. Teljið þið að stækkun Hellisheiðarvirkjunar muni hafa áhrif á upplifun og heimsóknartíðni ferðamanna? 5. Hver er afstaða ykkar til fyrirhugaðra framkvæmda á svæðinu með tilliti til ferðaþjónustu og útivistar? Þeir ferðaþjónustuaðilar sem tóku afstöðu um hvort stækkunin hefði neikvæð eða jákvæð áhrif á ferðaþjónustu og útivist á svæðinu skiptust nokkurn vegin í tvo hópa. Þrír aðilar telja að stækkunin muni hafa jákvæð áhrif, fjórir aðilar telja hana verða neikvæða og einn aðili telur að það muni verða hvoru tveggja. Þegar ferðaþjónustuaðilar voru spurðir að því hvort þeir telji að stækkunin muni breyta ásýnd svæðisins sem ferðamannastaðar til hins betra eða verra, þá telja tveir aðilar að ásýnd svæðisins verði betri, fjórir aðilar telja að það verði verra, einn aðili telur að það muni bæði verða betra og verra og einn aðili svaraði því til að það muni ekkert breytast. Sex aðilar telja að stækkunin muni breyta ferðaþjónusturekstri þeirra á svæðinu að einhverju leyti en tveir aðilar telja svo verði ekki. Allir þeir sem tóku þátt í könnuninni telja að stækkunin muni hafa áhrif á upplifun og heimsóknartíðni ferðamanna á svæðið. Flestir tóku það fram að fleiri heldur en færri muni heimsækja svæðið en ella og telja það jákvæða þróun. Þegar spurt var um afstöðu ferðaþjónustuaðila til fyrirhugaðra framkvæmda á svæðinu með tilliti til ferðaþjónustu og útivistar þá sögðu fjórir aðilar afstöðu sína vera jákvæða og fjórir telja afstöðu sína neikvæða. Einn aðili tekur það fram að hófs skuli gæta við slíkar framkvæmdir, öðrum finnst flott að geta sýnt fólki hvíta reykinn og státað sig af þessum náttúruauðlindum og hugvitsamlegri nýtingu þeirra og einn aðili telur slæmt og hættulegt að það sé verið að malbika og breyta vegum alls staðar þar sem sleðaumferð er með túrista. Tveir aðilar tóku það sérstaklega fram að gott samband á milli Orkuveitunnar og þeirra aðila sem stunda ferðaþjónustu og útivist á svæðinu sé mikilvægt, og einhverskonar samkomulagi náð, þannig sé sýndur vilji. Samkvæmt niðurstöðu þessarar könnunar á meðal ferðaþjónustuaðila sem stunda skipulagða ferðaþjónustu eða útivist á svæðinu, virðist sem svo að þessir aðilar skiptist í tvo nokkuð jafn stóra hópa. Annars vegar eru þeir sem eru jákvæðir gagnvart framkvæmdum við Hellisheiðarvirkjun og telja að þær séu útivist og ferðaþjónustu til framdráttar og síðan hinir sem telja að þessar framkvæmdir séu neikvæðar og rýri gildi svæðisins sem útivistar og ferðamannastaðar. Desember VGK 2005

122 6.7.2 Mótvægisaðgerðir Leitast verður við að halda sjónrænum áhrifum framkvæmdarinnar í lágmarki. Komi til þess að þvera þurfi göngu- eða reiðleiðir vegna framkvæmda verður hjáleið gerð fær á meðan og umferð vísað um hana. Aukin fræðsla, merkingar, stikun gönguleiða og bætt þjónusta við ferðamenn á svæðinu koma til með að vega upp á móti neikvæðum áhrifum framkvæmdanna á ferðamenn. Hljóðdeyfar verða settir á blásandi borholur og ferðamönnum verða einnig veittar upplýsingar um framkvæmdina á upplýsingaskiltum. Gerðar verða viðeigandi varúðarráðstafanir í kringum þær borholur sem næstar eru útivistarsvæðum og göngu- og reiðleiðum Niðurstöður Ferðaþjónustuaðilar, gestir og aðrir sem stunda útivist á áhrifasvæði Hellisheiðarvirkjunar og leitað hefur verið til eru almennt jákvæðir gagnvart framkvæmdinni. Talið er að stækkun virkjunarinnar muni geta haft nokkur áhrif á notkun einhverra ferðaþjónustuaðila á svæðinu. Könnun meðal þeirra bendir til þess að áhrifin geti orðið jafnt jákvæð sem neikvæð. Bætt aðgengi á svæðinu og vegur upp á Skarðsmýrarfjall geta leitt til þess að fleiri geti notið þess að ferðast um það og njóta þar útivistar. Afstaða fólks til nýtingar jarðvarma á Hengilssvæðinu er almennt jákvæð. Niðurstöður kannana benda til þess að virkjun muni ekki draga úr aðsókn ferðamanna á Hellisheiði og Hengilsvæðinu. Þvert á móti benda þær til að útivistarfólki muni fjölga þar frekar en fækka. Af könnun á afstöðu fólks til framkvæmda við Hellisheiðarvirkjun og áhrifa þeirra á ferðaþjónustu og útvist er ekki hægt að draga þá ályktun að áhrifa gæti frekar meðal einhverra ákveðinna hópa útivistar- og ferðaþjónustuaðila. Vegna þess að vinnslusvæðið á Skarðsmýrarfjalli er nær vinsælum gönguleiðum en núverandi virkjunarsvæði á Hellisheiði þá getur stækkunin haft nokkur neikvæð áhrif á þeim slóðum vegna nálægðarinnar. Um er að ræða sjónræn áhrif og áhrif á hljóðvist, sem greint er nánar frá í köflum 6.4 og Gróður Áhrif framkvæmdar Í skýrslu Náttúrufræðistofnunar um gróður og fugla á Hengilssvæði og Hellisheiði (Guðmundur Guðjónsson o.fl. 2005) kemur fram að samkvæmt fyrirliggjandi gögnum og vettvangsrannsókn eru ekki sjaldgæf gróðurfélög á landsvísu sem þörf er að vernda sérstaklega á rannsóknarsvæði Orkuveitunnar. Bent er á að votlendi er hlutfallslega fágætt og leggur Náttúrufræðistofnun Íslands áherslu á að taka tillit til þess. Mikilvægustu votlendissvæðin eru í Fremstadal, Miðdal, Innstadal, efst í Þverárdal, í Skarðsmýri austan Skarðsmýrarfjalls og á svæði við Brúnkollubletti vestan Ölkelduhnúks. Einnig bendir Náttúrufræðistofnun á að á svæðinu er sérstæður stinnastararmói í Innstadal sem ber að sýna virðingu. Náttúrufræðistofnun skráði samtals 182 tegundir háplantna, auk ættkvíslar túnfífla og undafífla á rannsóknarsvæðinu á Hengli og Hellisheiði. Allar tegundirnar sem fundust eru algengar á Suðvesturlandi og á landsvísu nema jarðhitategundirnar laugadepla, Veronica anagallis-aquatica, naðurtunga, Ophioglossum azoricum og grámygla, Filaginella uliginosa. Samtals fundust 150 mosategundir á rannsóknarsvæðinu. Flestar tegundirnar eru algengar á SV-landi og á landsvísu. Tvær tegundir eru flokkaðar sem sjaldgæfar á landsvísu þ.e. laugarandi, Atrichum angustatum og hveraburst, Campylopus flexuosus og eru þær á válista (Náttúrufræðistofnun Íslands 1996). Náttúrufræðistofnun Íslands leggur áherslu á að vaxtarstaðir þessara mosategunda verði ekki skertir á Hengilssvæðinu. Desember VGK 2005

123 Framkvæmd vegna fyrirhugaðrar stækkunar Hellisheiðarvirkjunar mun hafa lítil varanleg áhrif á gróður. Leiðin upp á Skarðsmýrarfjall liggur um raskað svæði og lítt gróna mela. Það sama gildir um borsvæðin uppi á vestanverðu fjallinu. Nokkur mosagróður er á austanverðu Skarðsmýrarfjalli. Fyrirhugaðar leiðir safnæðastofna niður af fjallinu liggja um lítt gróna mela og grýtt land. Framkvæmdin verður fjarri viðkvæmum svæðum, þar sem yfirborðsvirkni jarðhita hefur áhrif á gróður. Ekki er heldur búist við á framkvæmdin hafi óbein áhrif á yfirborðsvirkni jarðhita í nágrenni Skarðsmýrarfjalls, þar sem helst er að finna sérstæð gróðurlendi á rannsóknarsvæðinu og fundarstaði sjaldgæfra háplantna og mosa. Jarðhitavökvi frá blásandi borholu getur haft áhrif á mosagróður í næsta nágrenni við borteiga ef hann berst yfir gróið land austanvert á fyrirhuguðu orkuvinnslusvæði á Skarðsmýrarfjalli. Á vegum Orkuveitunnar hafa áhrif borana og prófana á gróður í nágrenni borstæða verið skoðuð á vinnslusvæðunum á Nesjavöllum og Hellisheiði (Hafsteinn H. Gunnarsson 2003). Gróðuráhrif vegna blásturs eru í flestum tilfellum lítil og aðallega sjáanleg á mosa- og fléttugróðri við afl- og vatnsmiklar holur. Áhrif af blæstri hafa orðið á minni svæðum við holur á Hellisheiði en á Nesjavöllum. Er það talið skýrast að hluta til vegna nýs búnaðar á hljóðdeyfa, þ.e. dropasía sem hefur minnkað vatnsaustur úr afl og vatnsmiklum holum og þar með áhrif á nálægan gróður. Munurinn skýrist að nokkru leyti einnig af blásturstíma holna á hvorum stað, en á Nesjavöllum hafa sumar holur blásið í nokkur ár samfleytt áður en virkjunin var gangsett. Eftir það hafa þær verið settar í blástur reglulega. Blásturstími hefur því verið mun lengri á Nesjavöllum en á Hellisheiði og uppsöfnuð áhrif því meiri. Við holur HE-7 varð vart nokkurra áhrifa á mosa á hrauni nágrenni við borstæðið. Annars vegar þegar gufu lagði yfir mosann frá blásandi holu. Hins vegar rann heitt jarðhitavatn frá holunni grunnt undir yfirborði og spillti mosa í hrauninu, en merki þess sér ekki lengur þar sem svæðið lenti undir borteignum, þegar bætt var við fleiri holum á þessum stað. Við holu HE-3, sem hefur verið látin blása í 1 ár sjást merki um áhrif á mosagróður ekki meira en 10 m utan við borteiginn. Jarðhitavatni frá holum HE-4 og HE-6 var veitt í næsta vatnsfarveg við blástursprófanir og varð þar vart nokkurra neikvæðra áhrifa á gróður. Veðurathuganir sýna að ríkjandi vindáttir á Ölkelduhálsi eru NA-áttir, á Hellisheiði eru það NA- og V-áttir og í Hellisskarði eru NV-áttir og A- og ANA-áttir algengastar. Á Skarðsmýrarfjalli er talið að áhrif af úða frá borholu í blæstri muni ná stutt út fyrir borteiga, líkt og reynslan af borununum á Hellisheiði hingað til hefur sýnt. Vegna fjarlægðar frá borteigum þá eru taldar litlar líkur á að jarðhitavökvi frá blásandi borholum næst fjallsbrún hafi áhrif á gróður í Innstadal. Gert er ráð fyrir að halda áfram að skoða áhrif borana og prófana á gróður sem hluta af eftirliti með áhrifum framkvæmdanna. Aðferðir eru enn í þróun en gert er ráð fyrir að sami háttur verði hafður á við eftirlit með rannsóknaborunum á nýjum svæðum Mótvægisaðgerðir Eftir þá reynslu sem komin er af áhrifum borana og prófana vinnsluholna á Hellisheiði hafa verið settar dropasíur á blástursbúnað borholna og boraðar svelgholur við borteigana. Þetta er gert til þess að jarðhitavökvi frá hljóðdeyfum berist ekki yfir gróið land og að affallsvatn hverfi undir yfirborð og spilli síður gróðri eða leiði til vatnsrofs. Við holu HE-7 virkaði svelghola vel í fyrstu og þegar hún fylltist var krakað í hana til að greiða fyrir áframhaldandi rennsli. Við prófanir á holu HE-13 stóð til að skrúfa fyrir holu meðan ástandið yrði lagað, þar sem svelghola hætti að taka nægilega við affallsvatni. Það náðist þó að kraka upp úr holunni án þess að til þess kæmi. Reynsla af áhrifum prófana við holu HE-4 sýndi að gera þarf ráðstafanir til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig og er gerð svelghola við borteiga ein leið til þess. Við borun á Skarðsmýrarfjalli verður séð til þess að frárennsli leiði ekki til vatnsrofs eða spilli viðkvæmum gróðri. Það verður gert með því að Desember VGK 2005

124 tryggja að jarðhitavatnið nái að hverfa niður í jarðlög. Miðað er við að það hverfi nógu djúpt til að koma í veg fyrir skemmdir á gróðri vegna hitaáhrifa grunnt undir yfirborði. Affallsvatn verður leitt í röri frá borstæðinu að losunarstað ef hann verður í einhverri fjarlægð frá borstæðinu. Það er gert til þess að koma í veg fyrir vatnsrof og að útfellingar myndist í farvegum. Eins og fram kemur í kafla er gert ráð fyrir að svelgholur á Skarðsmýrarfjalli verði 26 eða 12 tommu sverar holur sem nái niður á 30 til 60 m dýpi. Hvað varðar hugsanleg áhrif vegna útfellinga úr gufu frá blásandi borholum þá verða settar dropasíur á blástursbúnaðinn til að vökvinn dreifist síður og spilli gróðri í næsta nágrenni. Í lok framkvæmdar er gert ráð fyrir að land verði grætt upp þar sem það á við og að samráð verði haft við gróðurvistfræðing um uppgræðsluna. Á Nesjavöllum hafa eldri borplön verið minnkuð og efnið nýtt í önnur plön. Við frágang hefur umhverfi þeirra verið lagað og grætt upp. Það sama verður gert við borplön á Hellisheiði og á Skarðsmýrarfjalli. Þess má geta að Landgræðslan vinnur að uppgræðslu á Mosfellsheiði vestan Hengils og Húsmúla, í nágrenni við fyrirhugað vatnstökusvæði Hellisheiðarvirkjunar. Verkefnið er unnið í samstarfi við Orkuveitu Reykjavíkur, Reykjavíkurborg, Kópavogsbæ, Mosfellsbæ og fjáreigendur í Reykjavík og í Kópavogi Niðurstöður Vinnslusvæðið á Skarðsmýrarfjalli og fyrirhugaðar lagnaleiðir niður af fjallinu er að mestu lítt eða ógróið land. Ekki er því talið líklegt að mikil röskun verði á grónum svæðum eða á sjaldgæfum gróðurlendum né að sjaldgæfar tegundir hverfi úr flóru svæðisins vegna fyrirhugaðrar stækkunar. Framkvæmdir á Skarðsmýrarfjalli og á lagnaleiðum niður af fjallinu munu hafa óveruleg áhrif á gróður. Með þeim mótvægisaðgerðum sem fyrirhugaðar eru við borun og prófun vinnsluholna á Skarðsmýrarfjalli er talið að áhrif þessa þáttar framkvæmdarinnar á gróður verði einnig óveruleg. Aðveituæðar og niðurrennslisæðar verða lagðar á þegar röskuðu svæði samhliða þeim lögnum sem fyrir eru við núverandi virkjun. Á byggingareit við Kolviðarhól nemur rask því flatarmáli gróins lands sem fer undir mannvirki. Við frágang að loknum framkvæmdum er gert ráð fyrir að stöðvarhússvæðið verði grætt upp. Talið er að stækkun Hellisheiðarvirkjunar muni hafa óveruleg varanleg áhrif á gróður á virkjunarsvæðinu. 6.9 Dýralíf Áhrif framkvæmdar Fuglar Samkvæmt þeim rannsóknum sem gerðar hafa verið á fuglalífi af Líffræðistofnun Háskólans (Arnþór Garðarsson, 2002) er ekki líklegt að framkvæmdir við stækkun Hellisheiðarvirkjunar muni hafa varanleg áhrif á fuglalíf. Niðurstaða Náttúrufræðistofnunar er að nær allar þær 25 fuglategundir sem orpið hafa í Hengli og á Hellisheiði eru tiltölulega algengar annars staðar á landinu (Guðmundur Guðjónsson o.fl., 2005). Þær tegundir sem líklegt er að verði fyrir einhverjum beinum eða óbeinum áhrifum vegna framkvæmda við orkuvinnslu eru yfirleitt útbreiddar og tiltölulega algengar á fyrirhuguðum orkuvinnslustöðum. Votlendistegundir eru hins vegar sjaldgæfar enda lítið um votlendi á þessum slóðum og er sérstaklega bent á Fremstadal. Eitt fálkasetur er þekkt á þessu svæði og hefur Orkuveitunni verið bent á nákvæma staðsetningu þess með það í huga að raska því ekki með lagningu slóða eða byggingu mannvirkja í grennd við setrið. Fuglalíf í grennd við þær holur sem ætlunin er að bora á Skarðsmýrarfjalli er afar fábrotið og strjált; þar í grennd verpa einungis fáeinar lóur. Desember VGK 2005

125 Smádýr Áhrif á smádýralíf á landi takmarkast við bein áhrif jarðrasks af völdum framkvæmda við borstæði og aðkomuleiðir (Iris Hansen og Jón S. Ólafsson, 2002). Ekkert hefur komið fram um að smádýralíf á landi á Hengilssvæðinu sé sérstætt og því er talið líklegt að áhrifin á smádýralíf verði lítil Niðurstöður Framkvæmdin er talin hafa óveruleg áhrif á dýralíf Lífríki hverasvæða Áhrif framkvæmdar Athugun Rannsóknar- og fræðaseturs Háskóla Íslands í Hveragerði á lífríki hvera, gefur ekki tilefni til að ætla að um sérstök eða sjaldgæf samfélög örvera sé að ræða á framkvæmdasvæði Hellisheiðarvirkjunar (Tryggvi Þórðarson og Sólveig K. Pétursdóttir, 2002). Þar sem framkvæmdin raskar ekki hverasvæðum og að ekki er gert ráð fyrir að virkni yfirborðsjarðhita breytist. þá er talið að framkvæmdin hafi óveruleg áhrif á hveraörverur Niðurstöður Framkvæmdin er talin hafa óveruleg áhrif á lífríki hverasvæða Menningarminjar Áhrif framkvæmdar Engar þekktar menningarminjar eru í nágrenni framkvæmda á fyrirhuguðu vinnslusvæði Skarðsmýrarfjalli. Á virkjunarsvæði Hellisheiðarvirkjunar hefur verið tekið tillit til þekktra minja við staðsetningu mannvirkja. Það á einnig við um mannvirki sem tilheyra stækkuninni Niðurstöður Framkvæmdin er talin hafa óveruleg áhrif á menningarminjar Landnotkun Áhrif framkvæmdar Framkvæmdasvæði fyrirhugaðrar stækkunar er að hluta til það sama og Hellisheiðarvirkjunar, sem er skilgreint sem iðnaðarsvæði til jarðhitavinnslu. Framkvæmdir sem nú standa yfir við virkjunina setja mark sitt á svæðið og er ekki gert ráð fyrir að stækkunin hafi áhrif á landnotkun á því svæði. Á Hengilsvæðinu hafa tvö íþróttafélög haft aðstöðu um árabil, skíðadeild Víkings í Sleggjubeinsskarði og skíðadeild ÍR í Hamragili. Íþrótta og tómstundaráð Reykjavíkur hefur ákveðið að hætta stuðningi við rekstur skíðasvæðanna og að starfsemin flytjist annað. Fyrirhugað orkuvinnslusvæði á Skarðsmýrarfjalli nær inn á þetta svæði þar sem áformað er að leggja safnæðar um svæðið, sem nú er skilgreint sem útivistarsvæði. Framkvæmdin mun hafa áhrif á nýtingu svæðisins til skíðaiðkunar. Á Skarðsmýrarfjalli verða lagðir vegir, boraðar gufuvinnsluholur og lagðar gufulagnir á óbyggðu opnu svæði innan Hengilssvæðisins, sem skilgreina þarf sem iðnaðarsvæði til jarðhitavinnslu. Aðgengi að svæðinu breytist við að leggja veg upp á fjallið. Það getur meðal annars leitt til þess að fleiri geti notið þess að ferðast um svæðið. Desember VGK 2005

126 Niðurstöður mun hafa nokkur jákvæð áhrif á landnotkun á þeim hluta framkvæmdasvæðisins sem er utan núverandi iðnaðarsvæðis. Auðveldara verður á komast á Skarðsmýrarfjall Byggð og íbúaþróun Áhrif framkvæmdar Líkt og með framkvæmdir við Hellisheiðarvirkjun munu framkvæmdir vegna fyrirhugaðrar stækkunar standa yfir næstu árin. Framkvæmdir verða boðnar út. Áhrif þeirra í sveitarfélaginu munu fara talsvert eftir niðurstöðum útboða og framboði vinnuafls á framkvæmdatíma. Gert er ráð fyrir að fjöldi starfsmanna verktaka við framkvæmdirnar verði nokkuð mismunandi, en mest um 200 auk eftirlitsmanna verkkaupa. Ekki er gert ráð fyrir að gistiaðstaða verði fyrir starfsmenn á verkstað, en væntanlega verður mötuneytisaðstaða á staðnum. Gert er ráð fyrir að framleiðslu virkjunar á Hellisheiði og þar með stækkunarinnar verði stýrt frá stjórnstöð Orkuveitu Reykjavíkur í Reykjavík. Gistiaðstaða verður í starfsmannahúsi Hellisheiðarvirkjunar en engin föst búseta verður á virkjunarsvæðinu Niðurstöður Talið er að stækkun Hellisheiðarvirkjunar muni hafa óveruleg áhrif á byggð og íbúaþróun í Ölfusi Samgöngur Áhrif framkvæmdar Niðurstaða mats á umhverfisáhrifum Hellisheiðarvirkjunar árið 2003 var að framkvæmdin muni ekki leiða til umtalsverðrar aukningar umferðar um Hellisheiði. Helstu áhrif virkjunarinnar á samgöngur eru talin verða aukin umferð um vegamót Suðurlandsvegar og Hamragilsvegar og ný vegamót á Hellisheiði. Gígahnúksvegur sem er vegtenging milli efra og neðra virkjunarsvæðis og hjáleið upp Hveradalabrekku draga úr þessum áhrifum á framkvæmdatíma. Ný stefnugreind vegamót, sem gerð hafa verið í samráði við Vegagerðina á tveimur stöðum, þar sem ekið verður inn á virkjunarsvæðið af Suðurlandsvegi, draga úr áhrifum á umferð um Hellisheiði. Á framkvæmdatíma stækkunarinnar getur umferð um svæðið og nágrenni þess aukist. Ferðamenn og þeir sem stunda útivist á svæðinu munu verða varir við framkvæmdina. Með betri vegum að fyrirhuguðum borsvæðum á Skarðsmýrarfjalli getur framkvæmdin haft áhrif á hvernig umferð dreifist um Hellisheiði og Hengilssvæðið og þar með á ferðamennsku og útivist á svæðinu, vegna þess að aðgengi batnar. Ekki er talið að stækkunin muni hafa áhrif á gestafjölda að Hellisheiðarvirkjun Niðurstöður Niðurstaða mats á áhrifum núverandi virkjunar á samgöngur á svæðinu eru aukin umferð um vegamót Suðurlandsvegar og aðalvega inn á virkjunarsvæðið. Talið er að stækkunin geti á framkvæmdatíma haft nokkur tímabundin óbein áhrif á umferð um vegamótin en að þau verði lítil á rekstrartíma. Talið er að varanleg áhrif stækkunar Hellisheiðarvirkjunar á samgöngur verði óveruleg. Desember VGK 2005

127 6.15 Skipulag og vernd Áhrif framkvæmdar Skipulag Framkvæmdin er ekki í samræmi við Aðalskipulag Ölfuss (Landmótun, 2003). Á því svæði sem fyrirhugað er að bora vinnsluholur fyrir stækkunina á Skarðsmýrarfjalli eru skilgreind opin óbyggð svæði, opin svæði til sérstakra nota og iðnaðarsvæði (mynd 22). Breyta þarf Aðalskipulagi Ölfuss og afmarka fyrirhugað orkuvinnslusvæði á Skarðsmýrarfjalli sem iðnaðarsvæði til jarðhitavinnslu. Gert er ráð fyrir að unnið verði að breytingunni samhliða mati á umhverfisáhrifum. Deiliskipulag virkjunar Orkuveitu Reykjavíkur á Hellisheiði öðlaðist gildi 20. júlí 2004 (Teikning 3). Framkvæmdir vegna fyrirhugaðrar stækkunar Hellisheiðarvirkjunar munu hafa áhrif á deiliskipulagið og þarf að breyta því. Nokkrar breytingar á aðalskipulagi Ölfuss og deiliskipulagi virkjunarsvæðisins á Hellisheiði vegna framkvæmda við þá virkjun sem nú er í byggingu voru auglýstar 8. júní Gert er ráð fyrir að unnið verði að breytingum á deiliskipulagi fyrir framkvæmdasvæði stækkunar Hellisheiðarvirkjunar í samvinnu sveitarfélags og framkvæmdaraðila í framhaldi af samþykkt breytingar aðalskipulags og að loknu mati á umhverfisáhrifum. Vatnsverndarsvæði Vesturhluti virkjunarsvæðis Hellisheiðarvirkjunar er á fjarsvæði. Suðausturhluti Skarðsmýrarfjalls er einnig á fjarsvæði vatnsverndar, en nyrst á fjallinu er skilgreint grannsvæði (mynd 22). Við framkvæmdir á vatnsverndarsvæðum verður haft samráð við viðkomandi eftirlitsaðila, sem í þessu tilfelli er Heilbrigðiseftirlit Suðurlands. Náttúruverndarsvæði Fyrirhuguð stækkun orkuvinnslusvæðis Hellisheiðarvirkjunar á Skarðsmýrarfjalli, er innan þessa hluta Hengilssvæðisins sem er á náttúruminjaskrá, sjá Teikning 1. Á fjallinu eru jafnframt jarðmyndanir sem njóta verndar samkvæmt lögum um náttúruvernd. Má þar nefna gíga sem eru framhald af um 6000 ára gígaröð á virkjunarsvæðinu Hellisheiði og eldhraun sem runnið hefur frá gígunum (mynd 3 og 60). Hraunið er allvíða raskað bæði á fjallinu og í hlíðum þess. Lagnaleið mun fara gegnum gígaröðina á einum stað. Ef niðurrennslissvæði Hellisheiðarvirkjunar verður fært þá munu vegur og lagnir að því verða lögð í jaðri hrauns sem er jarðmyndun sem nýtur verndar samkvæmt lögum um náttúruvernd. Fyrirhuguð stækkun mun ekki hafa áhrif á jarðmyndanir á virkjunarsvæðinu, sem bent var á að hefðu hátt verndargildi við mat á umhverfisáhrifum Hellisheiðarvirkjunar Þjóðminjavernd Í aðalskipulagstillögu Sveitarfélagsins Ölfuss hafa verið skilgreind hverfisverndarsvæði við friðlýstar minjar á Hengilssvæðinu. Meðal þeirra eru Kolviðarhóll og Hellukofinn á hinum forna Hellisheiðarvegi, þar sem áður var Biskupsvarða. Engar framkvæmdir eru fyrirhugaðar nálægt þessum stöðum Mótvægisaðgerðir Aðalskipulagi og deiliskipulagi þarf að breyta þannig að framkvæmdin verði í samræmi við gildandi skipulagsáætlanir. Við vegagerð, gerð borstæða og borun vinnsluhola á Skarðsmýrarfjalli verður þess gætt að efni sem geta valdið mengun berist ekki í vatn. Fyrirkomulag við losun jarðhitavökva frá blásandi borholum miðast við að hann berist ekki inn á vatnasvið Hengladalsár. Desember VGK 2005

128 Mynd 60. Á Skarðsmýrarfjalli horft til norðurs, 6000 ára gígaröð fremst til hægri. Afmörkuð hafa verið svæði umhverfis heilllegustu gíga á Skarðsmýrarfjalli og verður leitast við hlífa þeim við raski. Gert er ráð fyrir að í tillögu að breytingu á deiliskipulaginu vegna stækkunarinnar verði afmörkuð verndarsvæði um jarðmyndanir sem hafa hátt verndargildi líkt og gert var á framkvæmdasvæði Hellisheiðarvirkjunar Þar sem lagnir verða lagðar þvert yfir gígaröð er gert ráð fyrir að þær verði í skurði. Við frágang þar verður tekið tillit til umhverfisins þannig að það falli sem best að landi Niðurstöður mun hafa nokkur áhrif á Aðalskipulag Ölfuss og deiliskipulag núverandi virkjunar, sem þarf því að breyta áður en framkvæmdir hefjast. Tilhögun framkvæmda á Skarðsmýrarfjalli verður með þeim hætti að stækkunin mun hafa óveruleg áhrif á vatnsverndarsvæði. Hvað varðar náttúrverndarsvæði þá hefur framkvæmdin nokkur áhrif á hluta af Hengilssvæðinu sem er á Náttúruminjaskrá auk þess sem gígaröð á Skarðsmýrarfjalli mun skerðast á einum stað þar sem áætlað er að lagnir þveri hana. Verði niðurrennslissvæði Hellisheiðarvirkjunar fært munu vegur og lagnir verða lögð í jaðri hrauns sem er vernduð jarðmyndun. Framkvæmdin hefur ekki áhrif á friðlýstar minjar. Desember VGK 2005

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

Hólmsárvirkjun með miðlunarlóni við Atley og Hólmsárvirkjun án miðlunar í Hólmsárlóni

Hólmsárvirkjun með miðlunarlóni við Atley og Hólmsárvirkjun án miðlunar í Hólmsárlóni Hólmsárvirkjun með miðlunarlóni við Atley og Hólmsárvirkjun án miðlunar í Hólmsárlóni Hágönguvirkjun Tilhögun virkjunarkosts R3291A Ásgrímur Guðmundsson 16. mars 2015 Tungnafellsjökull Kvíslarhnjúkar Bárðarbunga

More information

Jarðfræðikortlagning á Gráuhnúkasvæði. Sigdældin milli Reykjafells og Litla Meitils. Tengist hún Jarðhitakerfinu?

Jarðfræðikortlagning á Gráuhnúkasvæði. Sigdældin milli Reykjafells og Litla Meitils. Tengist hún Jarðhitakerfinu? Jarðfræðikortlagning á Gráuhnúkasvæði. Sigdældin milli Reykjafells og Litla Meitils. Tengist hún Jarðhitakerfinu? Björn S. Harðarson, Sigurður G. Kristinsson, Ragna Karlsdóttir, Gunnlaugur M. Einarsson

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

EFNISTAKA Í LANDI HJALLATORFU Í LAMBAFELLI

EFNISTAKA Í LANDI HJALLATORFU Í LAMBAFELLI EFNISTAKA Í LANDI HJALLATORFU Í LAMBAFELLI MAT Á UMHVERFISÁHRIFUM MATSSKÝRSLA 12. September 2008 SAMANTEKT Almennt Til að mæta þörf fyrir malarefni á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni þess hyggjast Árvélar

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

Veruleg umhverfisáhrif, eru þau eins?

Veruleg umhverfisáhrif, eru þau eins? Verkefni styrkt af Rannsóknasjóði Vegagerðarinnar Apríl 2016 www.vso.is Borgartún 20 585 9000 105 Reykjavík vso@vso.is 15168 S:\2015\15168\v\03_Greinargerð\15168_160329_skýrsla_drög.docx Apríl 2016 Nr.

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

Brennisteinsvetni í Hveragerði

Brennisteinsvetni í Hveragerði Þróun 2014-022 Reykjavík, september 2014 Brennisteinsvetni í Hveragerði September 2012 mars 2014 Snjólaug Ólafsdóttir EBS-411-01 Útgefandi: Orkuveita Reykjavíkur Útgáfudagur: September 2014 Umsjón og ábyrgð:

More information

Kerfisáætlun Umhverfisskýrsla

Kerfisáætlun Umhverfisskýrsla Nóvember 2015 www.vso.is Borgartún 20 585 9000 105 Reykjavík vso@vso.is 14311 S:\2014\14311\v\03_\14311_sk 151111-Viðaukar_leiðrétt.docx Nóvember 2015 Nr. útg. Dagsetning Unnið Yfirfarið Samþykkt 1 27.4.2015

More information

Landslag á Hengilssvæðinu

Landslag á Hengilssvæðinu Desember 2009 TITILBLAÐ Skýrsla nr: Útgáfunr.: Útgáfudags.: Verknúmer: MV 2009-1379 01 18.12.2009 55-670-005 Heiti skýrslu / Aðal og undirtitill: Upplag: 8 + rafrænt Fjöldi síðna: 33 Höfundur/ar: Ragnar

More information

Loftmengun vegna jarðvarmavirkjanna

Loftmengun vegna jarðvarmavirkjanna Loftmengun vegna jarðvarmavirkjanna Kynning fyrir verkefnisstjórn 3. áfanga rammaáætlunar. 9.desember 2014 Þorsteinn Jóhannsson thorsteinnj@ust.is Nýting lághitasvæða og háhitasvæða Mun minni umhverfisáhrif

More information

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og 2006. Kolbeinn Árnason Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE: Coordination of information on the environment eða: Samræming umhverfisupplýsinga

More information

Örugg endurnýjanleg orka fyrir þig

Örugg endurnýjanleg orka fyrir þig Örugg endurnýjanleg orka fyrir þig Kerfisáætlun Landsnets 2018-2027 VIÐAUKI 1: UMHVERFISSKÝRSLA FRAMKVÆMDAÁÆTLUNAR Landsnet-18020 18117 \\vsofile01\verk\2018\18117\v\05_umhverfisskýrsla\framkvæmdaáætlun\18117_viðaukar_180525.docx

More information

Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði Tillaga að matsáætlun

Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði Tillaga að matsáætlun Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði Tillaga að matsáætlun Verkís hf. Ofanleiti 2 103 Reykjavík Sími: 422 8000 www.verkis.is Maí 2015 Hvalárvirkjun Tillaga að matsáætlun VERKNÚMER: 13029-003 SKÝRSLA NR: 01 DAGS:

More information

rn ORKUSTOFNUN Gaslosun jarovarmavirkjana a islandi /02 ivar Baldvinsson, JJora H. JJorisdottir, Jonas Ketilsson

rn ORKUSTOFNUN Gaslosun jarovarmavirkjana a islandi /02 ivar Baldvinsson, JJora H. JJorisdottir, Jonas Ketilsson rn ORKUSTOFNUN Gaslosun jarovarmavirkjana a islandi 1970-2009 ivar Baldvinsson, JJora H. JJorisdottir, Jonas Ketilsson 05-2011/02 Gaslosun jarðvarmavirkjana á Íslandi 1970 2009 Ívar Baldvinsson Þóra H.

More information

LV Hvammsvirkjun. Mat á umhverfisáhrifum: Ferðaþjónusta og útivist og landslag og ásýnd lands. Frummatsskýrsla

LV Hvammsvirkjun. Mat á umhverfisáhrifum: Ferðaþjónusta og útivist og landslag og ásýnd lands. Frummatsskýrsla LV-2017-013 Hvammsvirkjun Mat á umhverfisáhrifum: Ferðaþjónusta og útivist og landslag og ásýnd lands Frummatsskýrsla SAMANTEKT Hvammsvirkjun tilheyrir einu stærsta orkuvinnslusvæði landsins sem staðsett

More information

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Kynning í Dalskóla 6. desember 2018 Gautur Þorsteinsson, verkfræðingur Um útvarpsþjónustu Fyrsta útsending útvarpsdagskrár 1920 Útsendingar útvarps

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012 Nr. 28/32 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012 2013/EES/28/07 frá 8. júní 2012 um framkvæmdarreglur vegna beitingar 16. gr.

More information

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Þórólfur Guðnason yfirlæknir Sóttvarnalæknir, Embætti landlæknis Nóvember 2014 Gastegundir frá eldgosum >95% H 2 O, CO 2 SO 2

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Áhrif lofthita á raforkunotkun Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Júlí 2017 Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Orkustofnun Júlí 2017 Útgefandi: Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Sími: 569 6000, Fax, 568

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

VIÐAUKI 11. Aðalskipulag Hveragerðis. Hveragerði og nágrenni Jarðfræði-, jarðhita- og grunnvatnskort. Jarðhitamælingar sumarið kort

VIÐAUKI 11. Aðalskipulag Hveragerðis. Hveragerði og nágrenni Jarðfræði-, jarðhita- og grunnvatnskort. Jarðhitamælingar sumarið kort VIÐAUKI 11 Aðalskipulag Hveragerðis Hveragerði og nágrenni Jarðfræði-, jarðhita- og grunnvatnskort Jarðhitamælingar sumarið 2005 2 kort Hveragerði Hitamælingar í jarðvegi og sprungur Kristján Sæmundsson

More information

LV Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns

LV Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns LV-2014-094 Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns Lykilsíða Skýrsla LV nr: LV-2014-094 Dags: október 2014 Fjöldi síðna: 26 Upplag: Rafræn Dreifing: Birt á vef LV Opin Takmörkuð til Titill: Úttekt

More information

ÁLVER ALCOA Á BAKKA VIÐ HÚSAVÍK

ÁLVER ALCOA Á BAKKA VIÐ HÚSAVÍK ÁLVER ALCOA Á BAKKA VIÐ HÚSAVÍK í Norðurþingi Ársframleiðslugeta allt að 346.000 tonn MATSSKÝRSLA September 2010 Forsíðumynd: Tölvugerð mynd af álveri Alcoa á Bakka, séð frá Gónhóli. SAMANTEKT Alcoa kannar

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

Þungmálmar í mosa í nágrenni fyrirhugaðs álvers í Reyðarfirði árið 2000

Þungmálmar í mosa í nágrenni fyrirhugaðs álvers í Reyðarfirði árið 2000 Þungmálmar í mosa í nágrenni fyrirhugaðs álvers í Reyðarfirði árið 2000 Sigurður H. Magnússon Unnið fyrir Reyðarál hf. NÍ-02011 Reykjavík, júní 2002 NÁTTÚRUFRÆÐISTOFNUN ÍSLANDS ISSN 1670-0120 ENGLISH SUMMARY

More information

Endurheimt og virkjun Hagavatns

Endurheimt og virkjun Hagavatns Endurheimt og virkjun Hagavatns Nóvember 2009 Verkfræðideild Hagavatn landfræðileg staðsetning Yfirlitskort af Hagavatni Yfirlitskort af Hagavatni Fyrri hugmyndir að stækkun Hagavatns Forathugun að virkjun

More information

Vegagerðin HRINGVEGUR UM HORNAFJÖRÐ. Vatnafar. Helgi Jóhannesson

Vegagerðin HRINGVEGUR UM HORNAFJÖRÐ. Vatnafar. Helgi Jóhannesson Vegagerðin HRINGVEGUR UM HORNAFJÖRÐ Vatnafar Helgi Jóhannesson Reykjavík, júní 2007 EFNISYFIRLIT 1. INNGANGUR.............................................. 1 2. GRUNNÁSTAND...........................................

More information

RAMMAÁÆTLUN 3. Krýsuvík, undirsvæðin Austurengjar og Trölladyngja

RAMMAÁÆTLUN 3. Krýsuvík, undirsvæðin Austurengjar og Trölladyngja RAMMAÁÆTLUN 3 Krýsuvík, undirsvæðin Austurengjar og Trölladyngja Kynning fyrir Verkefnisstjórn rammaáætlunar 30. mars 2015. Ásbjörn Blöndal, framkvæmdastjóri þróunarsviðs og Guðmundur Ómar Friðleifsson,

More information

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2 1 Examples 2 Sýnidæmi 2 2 Example 25-1 Gefið er 3 fasa, 3 teina raforkukerfi samkvæmt meðfylgjandi einlínumynd. Allar stærðir á myndinni eru í einingakerfinu ( per unit ). Seríuviðnám háspennulínanna er

More information

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Klettafjöllin og Grand Canyon 1 Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Kristbjörg María Guðmundsdóttir Eitt af fallegustu handverkum náttúruaflanna er án efa að finna í vesturhluta Norður-Ameríku.

More information

Starfsleyfistillaga fyrir Carbon Recycling International ehf., Svartsengi, Grindavíkurbæ.

Starfsleyfistillaga fyrir Carbon Recycling International ehf., Svartsengi, Grindavíkurbæ. 1.1 Rekstraraðili Starfsleyfistillaga fyrir Carbon Recycling International ehf., Svartsengi, Grindavíkurbæ. Kt. 530306-0540 Gefið út af Umhverfisstofnun í samræmi við ákvæði laga nr. 7/1998, um hollustuhætti

More information

LV Kárahnjúkavirkjun. Framkvæmd skilyrða fyrir virkjunarleyfi

LV Kárahnjúkavirkjun. Framkvæmd skilyrða fyrir virkjunarleyfi LV-2017-024 Kárahnjúkavirkjun Framkvæmd skilyrða fyrir virkjunarleyfi Choose an item. Choose an item. Lykilsíða Skýrsla nr: Dags: Dreifing: X Opin LV-2017-024 24. apríl 2017 X Birt á vef LV Takmörkuð

More information

Reykjanesvirkjun: Meðferð og förgun útfellinga Mat á umhverfisáhrifum

Reykjanesvirkjun: Meðferð og förgun útfellinga Mat á umhverfisáhrifum Tillaga að matsáætlun Mars 2017 www.vso.is Borgartún 20 585 9000 105 Reykjavík vso@vso.is 15379 S:\2015\15379\v\02_Matsáætlun\15379_matsáætlun_170301.docx Mars 2017 Nr. útg. Dagsetning Unnið Yfirfarið

More information

KÍSILVERKSMIÐJA Í HELGUVÍK - ENDURBÆTUR

KÍSILVERKSMIÐJA Í HELGUVÍK - ENDURBÆTUR KÍSILVERKSMIÐJA Í HELGUVÍK - ENDURBÆTUR Mat á umhverfisáhrifum Nóvember 2018 Verknúmer: 11268-024 SKÝRSLA NR.: 01 DREIFING: ÚTGÁFU NR.: 1 OPIN DAGS.: 2018-11-19 LOKUÐ TIL BLAÐSÍÐUR: 40 HÁÐ LEYFI VERKKAUPA

More information

LV Bjarnarflagsvirkjun. Prófun vatns fyrir kæliturna

LV Bjarnarflagsvirkjun. Prófun vatns fyrir kæliturna LV-2012-106 Bjarnarflagsvirkjun Prófun vatns fyrir kæliturna EFNISYFIRLIT 1 Inngangur... 3 2 Kalkútfellingar úr kælivatni... 4 3 Framkvæmd tilrauna... 6 3.1 Tilraunabúnaður... 6 3.2 Framkvæmd tilrauna...

More information

Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við leikskólann Steinahlíð og tilraunir með rykbindingar, - tímabilið 16. febrúar - 20.

Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við leikskólann Steinahlíð og tilraunir með rykbindingar, - tímabilið 16. febrúar - 20. USR - 29 Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við leikskólann Steinahlíð og tilraunir með rykbindingar, - tímabilið 16. febrúar - 2. apríl 29 - Anna Rósa Böðvarsdóttir Heilbrigðisfulltrúi Heilbrigðiseftirlit

More information

Þungmálmar og brennisteinn í tildurmosa við iðnaðarsvæðið í Hellnahrauni í Hafnarfirði haustið 2013

Þungmálmar og brennisteinn í tildurmosa við iðnaðarsvæðið í Hellnahrauni í Hafnarfirði haustið 2013 NÍ-14001 Þungmálmar og brennisteinn í tildurmosa við iðnaðarsvæðið í Hellnahrauni í Hafnarfirði haustið 2013 Sigurður H. Magnússon Unnið fyrir Hafnarfjarðarbæ Þungmálmar og brennisteinn í tildurmosa við

More information

Reykjanesvirkjun: Meðferð og förgun útfellinga Drög að matsáætlun

Reykjanesvirkjun: Meðferð og förgun útfellinga Drög að matsáætlun Desember 2016 www.vso.is Borgartún 20 585 9000 105 Reykjavík vso@vso.is 15379 S:\2015\15379\v\02_Matsáætlun\15379_matsáætlun_161213.docx Nóvember 2016 Nr. útg. Dagsetning Unnið Yfirfarið Samþykkt 1 13.12.2016

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

JARÐHITI, GOSSTÖÐVAR OG SKILYRÐI TIL VATNSSÖFNUNAR Í GRÍMSVÖTNUM Magnús Tumi Guðmundsson Þórdís Högnadóttir Kirsty Langley

JARÐHITI, GOSSTÖÐVAR OG SKILYRÐI TIL VATNSSÖFNUNAR Í GRÍMSVÖTNUM Magnús Tumi Guðmundsson Þórdís Högnadóttir Kirsty Langley JARÐHITI, GOSSTÖÐVAR OG SKILYRÐI TIL VATNSSÖFNUNAR Í GRÍMSVÖTNUM 2001-2002 Magnús Tumi Guðmundsson Þórdís Högnadóttir Kirsty Langley Raunvísindastofnun Háskólans Febrúar 2003 RH-01-2003 1 ÁGRIP Í kjölfar

More information

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Útg. Dags. Höf. Rýnir Samþykkur Lýsing 3 11/01 2006 GG EH Lokaskýrsla II 2 21/12 2005 GG SvSv Lokaskýrsla I 1 15/12 2005 GG Uppkast 1

More information

UMHVERFISÁHRIF VEGSÖLTUNAR. Forathugun. Rannsóknarverkefni styrkt af Vegagerðinni

UMHVERFISÁHRIF VEGSÖLTUNAR. Forathugun. Rannsóknarverkefni styrkt af Vegagerðinni UMHVERFISÁHRIF VEGSÖLTUNAR Forathugun Rannsóknarverkefni styrkt af Vegagerðinni 18.01.2018 SKÝRSLA UPPLÝSINGABLAÐ SKJALALYKILL 2970-202-SKY-001-V01 TITILL SKÝRSLU Umhverfisáhrif vegsöltunar SKÝRSLUNÚMER

More information

LV Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar

LV Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar LV-2014-021 Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar Mælingar með samanburði á gervitunglamyndum frá 2002, 2010 og 2012 Lykilsíða Skýrsla LV nr: LV 2014 021 Dags: 19.02.2014

More information

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014 EFLA Verkfræðistofa STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin 2004-2013 Reykjavík, júní 2014 2014, hf - Vinnslu efnis og frágang texta annaðist Kolbrún Reinholdsdóttir fyrir Verkfræðistofuna EFLU hf. ISSN ISBN

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr. 54 8. árgangur

More information

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi í norðaustanverðu Atlantshafi Jóhann Sigurjónsson Hafrannsóknastofnun Grand Hótel, Reykjavík, 21.-22. nóvember 2013 Efni erindis Deilistofnar Ástand og horfur Uppsjávar þríeykið Norsk-íslensk síld-kolmunni-makríll

More information

s Áhrif Norðlingaöldumiðlunar á fuglalíf í Þjórsárverum Kristinn Haukur Skarphéðinsson Unnið fyrir Landsvirkjun NÍ Reykjavík, nóvember, 1997

s Áhrif Norðlingaöldumiðlunar á fuglalíf í Þjórsárverum Kristinn Haukur Skarphéðinsson Unnið fyrir Landsvirkjun NÍ Reykjavík, nóvember, 1997 s Áhrif Norðlingaöldumiðlunar á fuglalíf í Þjórsárverum Kristinn Haukur Skarphéðinsson Unnið fyrir Landsvirkjun NÍ 97-018 Reykjavík, nóvember, 1997 EFNISYFIRLIT BIs. ÚTDRÁTTUR 4 1 INNGANGUR 6 2 RANNS ÓKNARS

More information

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018 Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu September 2018 Samantekt Íslandsstofa framkvæmdi viðhorfskönnun í júlí og ágúst 2018 meðal erlendra söluaðila sem selja ferðir til Íslands.

More information

Fóðurrannsóknir og hagnýting

Fóðurrannsóknir og hagnýting Fóðurrannsóknir og hagnýting Uppskeruhátíð rannsókna Gunnar Örn Kristjánsson Strandbúnaður 2018, Grand Hótel Reykjavík, 19.-20. mars. Grundvöllur fóðurgerðar Þarfir hjá eldisfisk Efnaþarfir til vaxtar

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 8. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki

Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki NÍ-11001 Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki Áfangaskýrsla 2010 Borgþór Magnússon Unnið fyrir Landsvirkjun Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki Áfangaskýrsla 2010 Borgþór Magnússon Unnið fyrir Landsvirkjun

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

7. júní Landslag og ásýnd. Aðferðir grunngögn og gildismat. Ólafur Árnason. Fagstjóri skipulagsmála, EFLA

7. júní Landslag og ásýnd. Aðferðir grunngögn og gildismat. Ólafur Árnason. Fagstjóri skipulagsmála, EFLA Landslag og ásýnd Aðferðir grunngögn og gildismat 7. júní 2018 Ólafur Árnason Fagstjóri skipulagsmála, EFLA Landslag Efnistök Gögn um grunnástand Aðferðir við mat á áhrifum á landslag og ásýnd Gildismat,

More information

Fornleifaskráning á áhrifasvæði Suðurlandsvegar: Deiliskráning í landi Hveragerðis

Fornleifaskráning á áhrifasvæði Suðurlandsvegar: Deiliskráning í landi Hveragerðis Fornleifaskráning á áhrifasvæði Suðurlandsvegar: Deiliskráning í landi Hveragerðis Ragnheiður Gló Gylfadóttir og Elín Ósk Hreiðarsdóttir Fornleifastofnun Íslands ses. Reykjavík 2017 FS672-17341 Forsíðumyndin

More information

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar 1 Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar Introduction to rotating machines 2 Grunnhugtök og meginþættir Klassískar gerðir véla Riðstraumsvélar Samfasavél (synchronous machine) Spanvél (induction machine

More information

LV Greining á landslagi og mögulegum áhrifum vegna fyrirhugaðrar Kjalölduveitu

LV Greining á landslagi og mögulegum áhrifum vegna fyrirhugaðrar Kjalölduveitu LV-2017-078 Greining á landslagi og mögulegum áhrifum vegna fyrirhugaðrar Lykilsíða Skýrsla LV nr: LV-2017-078 Dags: September 2017 Fjöldi síðna: 13 Upplag: 3 Dreifing: Birt á vef LV Opin Takmörkuð til

More information

Yfirlit rannsókna á jarðhitasvæðinu í Krýsuvík

Yfirlit rannsókna á jarðhitasvæðinu í Krýsuvík Verknr. 3-720111 Almenna verkfræðistofan hf. Yfirlit rannsókna á jarðhitasvæðinu í Krýsuvík Unnið fyrir Orkustofnun OS-2001/041 Júní 2000 ISBN 9979-68-077-6 Orkustofnun Rannsóknasvið Reykjavík: Grensásvegi

More information

Rannsóknir á eiginleikum setbergs í Norðfjarðargöngum og Óshlíðargöngum

Rannsóknir á eiginleikum setbergs í Norðfjarðargöngum og Óshlíðargöngum Rannsóknir á eiginleikum setbergs í Norðfjarðargöngum og Óshlíðargöngum Rannsóknarskýrsla, unnin fyrir Vegagerðina Júlí 2010 Mannvit Verkfræðistofa Grensásvegur 1 108 Reykjavík Sími: 422 3000 Fax: 422

More information

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, apríl 2012

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, apríl 2012 EFLA Verkfræðistofa STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin 2002-2011 Reykjavík, apríl 2012 2012, EFLA verkfræðistofa hf - Vinnslu efnis og frágang texta annaðist Kolbrún Reinholdsdóttir fyrir Verkfræðistofuna

More information

JARÐHITI Í GRÍMSVÖTNUM ÁRIÐ 2004 TENGSL ELDGOSS OG JARÐHITA. Magnús Tumi Guðmundsson Þórdís Högnadóttir

JARÐHITI Í GRÍMSVÖTNUM ÁRIÐ 2004 TENGSL ELDGOSS OG JARÐHITA. Magnús Tumi Guðmundsson Þórdís Högnadóttir JARÐHITI Í GRÍMSVÖTNUM ÁRIÐ 2004 TENGSL ELDGOSS OG JARÐHITA Magnús Tumi Guðmundsson Þórdís Högnadóttir Jarðvísindastofnun Háskólans Febrúar 2005 RH-02-2005 1 ÁGRIP Með kortlagningu Grímsvatnasvæðisins

More information

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Stillt upp fyrir tískumyndatöku í Hörpu. Samantekt unnin fyrir Höfuðborgarstofu mars 2017 Höfundur: Rögnvaldur Guðmundsson Rannsóknir

More information

Hreinsistöð fráveitu á Akureyri Mat á umhverfisáhrifum

Hreinsistöð fráveitu á Akureyri Mat á umhverfisáhrifum Hreinsistöð fráveitu á Akureyri Mat á umhverfisáhrifum Tillaga að matsáætlun Apríl 2016 SKÝRSLA - UPPLÝSINGABLAÐ Titill skýrslu Hreinsistöð fráveitu á Akureyri - mat á umhverfisáhrifum - Tillaga að matsáætlun.

More information

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu?

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu? Upphaf mælinga í uppsjávarskipum Sigurjón Arason Yfirverkfræðingur Matís ohf. og Prófessor, Háskóli Íslands Dr. Magnea G. Karlsdóttir; Fagstjóri, Matís ohf. Ásbjörn Jónsson; Verkefnastjóri, Matís ohf Magnús

More information

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Sérfræðingur í persónurétti Yfirlit Stóra myndin Skyldur GDPR Aðlögunarferli Áskoranir og praktísk ráð 2 3 Yfirlit: Hvað er GDPR?» GDPR

More information

Reykholt í Borgarfirði

Reykholt í Borgarfirði RANNSÓKNASKÝRSLUR 1999 Reykholt í Borgarfirði Framvinduskýrsla 1999 Guðrún Sveinbjarnardóttir og Guðmundur H. Jónsson 6 ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS ÚTIMINJASVIÐ NATIONAL MUSEUM OF ICELAND DIVISION OF MONUMENTS

More information

Orkuveita Húsavíkur Fjölnýting jarðhita Thermie verkefni nr. GE 321 / 98 / IS / DK

Orkuveita Húsavíkur Fjölnýting jarðhita Thermie verkefni nr. GE 321 / 98 / IS / DK Orkuveita Húsavíkur Fjölnýting jarðhita Thermie verkefni nr. GE 321 / 98 / IS / DK Hreinn Hjartarson, Orkuveitu Húsavíkur Runólfur Maack, VGK Sigþór Jóhannesson, Fjarhitun Maí 2002 Efnisyfirlit 1 Inngangur...1

More information

Hörgársveit. Aðalskipulag

Hörgársveit. Aðalskipulag Hörgársveit Aðalskipulag 2012-2024 GREINARGERÐ 9.12.2015 0 0 HÖRGÁRSVEIT Aðalskipulag 2012-2024 0 Unnið fyrir Hörgársveit Landmótun sf. Hamraborg 12, 200 Kópavogur Greinagerð: Yngvi Þór Loftsson Óskar

More information

Koleefnisssporr Lan. Loftslaggsbókhald 2007 L 2008/19

Koleefnisssporr Lan. Loftslaggsbókhald 2007 L 2008/19 Loftslagsbókhald 2007 Koleefnisssporr Lan ndsvvirkju unarr Loftslaggsbókhald 2007 L 2008/19 LV 93 Efnisyfirlit Kolefnisspor... 1 Hvað er kolefnisspor?... 2 Losun gróðurhúsalofttegunda... 3 Losun gróðurhúsalofttegunda

More information

Kolefnisspor Landsvirkjunar

Kolefnisspor Landsvirkjunar Loftslagsbókhald2008 KolefnissporLandsvirkjunar Loftslagsbókhald2008 LV2009/065 Efnisyfirlit Kolefnisspor... 1 Hvað er kolefnisspor?... 2 Losun gróðurhúsalofttegunda... 3 Losun gróðurhúsalofttegunda í

More information

Hólmsárvirkjun - Atleyjarlón

Hólmsárvirkjun - Atleyjarlón LV-2011-108 ORK-1110 Hólmsárvirkjun - Atleyjarlón Úttekt á náttúrulegu birkilendi sem fer undir vatn við myndun Atleyjarlóns LV-2011-103 ORK-1110 Hólmsárvirkjun Atleyjarlón Úttekt á náttúrulegu birkilendi

More information

Hafnarfjarðarbær Beiðni um stuðning við rannsóknir á styrk þungmálma og brennisteins í mosa

Hafnarfjarðarbær Beiðni um stuðning við rannsóknir á styrk þungmálma og brennisteins í mosa Hafnarfjarðarbær Beiðni um stuðning við rannsóknir á styrk þungmálma og brennisteins í mosa Upphæð sem óskað er eftir: Árið 2015 kr. 175.000 Árið 2016 kr. 175.000 Sjá nánar í meðfylgjandi kostnaðaráætlun.

More information

Reykholt í Borgarfirði

Reykholt í Borgarfirði RANNSÓKNASKÝRSLUR FORNLEIFADEILDAR 1998 Reykholt í Borgarfirði Framvinduskýrsla 1998 Guðrún Sveinbjarnardóttir og Guðmundur H. Jónsson 12 ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS ÚTIMINJASVIÐ NATIONAL MUSEUM OF ICELAND DIVISION

More information

Reykholt í Borgarfirði

Reykholt í Borgarfirði RANNSÓKNASKÝRSLUR 2000 4 Reykholt í Borgarfirði Framvinduskýrsla 2000 Guðrún Sveinbjarnardóttir ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS ÚTIMINJASVIÐ NATIONAL MUSEUM OF ICELAND DIVISION OF MONUMENTS AND SITES Ljósmynd á

More information

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Jón Viðar Jónmundsson 1 og Emma Eyþórsdóttir 2 1 Bændasamtökum Íslands 2 Rannsóknarstofnun landbúnaðarins/lbh á Hvanneyri Inngangur Fyrsta

More information

Þorsteinn Sæmundsson *, Halldór G. Pétursson #, Höskuldur Búi Jónsson # & Helgi Páll Jónsson*

Þorsteinn Sæmundsson *, Halldór G. Pétursson #, Höskuldur Búi Jónsson # & Helgi Páll Jónsson* Kortlagning á sigi á Siglufjarðarvegi um Almenninga Lokaskýrsla 2004 Unnið fyrir Vegagerð ríkisins Þorsteinn Sæmundsson *, Halldór G. Pétursson #, Höskuldur Búi Jónsson # & Helgi Páll Jónsson* * Náttúrustofa

More information

AÐALSKIPULAG HVERAGERÐISBÆJAR

AÐALSKIPULAG HVERAGERÐISBÆJAR AÐALSKIPULAG HVERAGERÐISBÆJAR 2017-2029 GREINARGERÐ OG UMHVERFISSKÝRSLA 27. nóvember 2017 Auglýsing um gildistöku aðalskipulagsins var birt í B deild Stjórnartíðinda þann 21. desember 2017. Efnisyfirlit

More information

Stálgrindur eða snjóflóðanet? Val á tegund stoðvirkja fyrir íslenskar aðstæður

Stálgrindur eða snjóflóðanet? Val á tegund stoðvirkja fyrir íslenskar aðstæður Veðursvið VS TóJ 2004 04 Stálgrindur eða snjóflóðanet? Val á tegund stoðvirkja fyrir íslenskar aðstæður Tómas Jóhannesson 5.10.2004 Inngangur Upptakastoðvirki eru byggð á upptakasvæðum snjóflóða til þess

More information

KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR

KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR KV 2018-3 KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR Greining á mögulegum eldisuppruna 12 laxa sem veiddust í tveimur ám á Vestfjörðum árið 2017 Analysis of 12 salmon caught in two rivers in the Icelandic Westfjords 2017

More information

Fjallkrækill Fyrsta fórnarlamb hlýnandi loftslags á Íslandi?

Fjallkrækill Fyrsta fórnarlamb hlýnandi loftslags á Íslandi? Ritrýnd grein Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Hörður Kristinsson Fjallkrækill Fyrsta fórnarlamb hlýnandi loftslags á Íslandi? S íðustu áratugina hafa menn mikið velt fyrir sér áhrifum hlýnandi

More information

Mælingar á loftmengandi efnum í Reykjavík 2009

Mælingar á loftmengandi efnum í Reykjavík 2009 UHR - 2009 Mælingar á loftmengandi efnum í Reykjavík 2009 Anna Rósa Böðvarsdóttir Heilbrigðisfulltrúi Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur / Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkur Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur

More information

Blönduósbær. Aðalskipulag GREINARGERÐ

Blönduósbær. Aðalskipulag GREINARGERÐ Blönduósbær Aðalskipulag 2010-2030 GREINARGERÐ 2. nóvember 2010 BLÖNDUÓSBÆR Aðalskipulag 2010-2030 Yngvi Þór Loftsson kt: 110252-4479 Óskar Örn Gunnarsson Margrét Ólafsdóttir Staðardagskrá 21 Ragnhildur

More information

LV Heiðargæsir á vatnasviði Kárahnjúkavirkjun árið 2014

LV Heiðargæsir á vatnasviði Kárahnjúkavirkjun árið 2014 LV-2015-068 Heiðargæsir á vatnasviði Kárahnjúkavirkjun árið 2014 Lykilsíða Skýrsla LV nr: LV-2015-068 Dags: 10.06.2015 Fjöldi síðna: 20 Upplag: 20 Dreifing: Birt á vef LV Opin Takmörkuð til Titill: Heiðagæsir

More information

Erlendir vetrarferðamenn vegir og þjónusta

Erlendir vetrarferðamenn vegir og þjónusta Erlendir vetrarferðamenn vegir og þjónusta 2017-2018 Erlendir vetrarferðamenn vegir og þjónusta 2017-2018 Vetrarferðamenn utan þjónustusvæðis Vegagerðarinnar. Greinargerð unnin með stuðningi rannsóknasjóðs

More information

Lagfæring vegamóta á hringveginum. Skoðun á hagvæmni úrbóta

Lagfæring vegamóta á hringveginum. Skoðun á hagvæmni úrbóta Lagfæring vegamóta á hringveginum Skoðun á hagvæmni úrbóta Janúar 2005 Samantekt Flest vegamót á þjóðvegum á Íslandi eru óstefnugreind. Umferðaróhöpp eru þar nokkuð tíð og öryggi þarf að auka. Í þessari

More information

Íslenski orkumarkaðurinn

Íslenski orkumarkaðurinn Íslenski orkumarkaðurinn September 2012 Formáli Íslandsbanki og forverar hans hafa á undanförnum árum haslað sér völl á sviði endurnýjanlegrar orku og umhverfisvænna orkugjafa. Á þessu sviði byggir bankinn

More information

Hreindýr og raflínur

Hreindýr og raflínur Náttúrustofa Austurlands Hreindýr og raflínur Áhrif tveggja 4 kv háspennulína frá stöðvarhúsi Fljótsdalsvirkjunar að fyrirhuguðu álveri í Reyðarfirði á hreindýr Skarphéðinn G. Þórisson Desember 1999 Efnisyfirlit

More information

Hljóðvist, rafsvið og segulsvið

Hljóðvist, rafsvið og segulsvið Hljóðvist, rafsvið og segulsvið EFLA Verkfræðistofa Jón Bergmundsson rafmagnsverkfræðingur Dr Ragnar Kristjánsson rafmagnsverkfræðingur Árni Guðni Einarsson rafmagnstæknifræðingur Apríl 2009 2 Efnisyfirlit

More information

OKTÓBER 2006 SKÝRSLA 24-06 ITI 0612/EUT08 8HK3481 V IÐLOÐUN ÖRVERA VIÐ YFIRBORÐ Í VATNI - VARMAFRÆÐILEG NÁLGUN - Guðmundur Gunnarsson, Iðntæknistofnun Birna Guðbjörnsdóttir, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins

More information

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur CHEMISTRY The Central 9th Edition Hlutfallareikningur: AðA reikna út frá formúlum og efnajöfnum fnum Lavoisier: Massi varðveitist í efnahvörfum. : lýsa efnahvörfum. Efnajafna : Hvarfefni og myndefni: 2H

More information

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2.

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2. Reykjavík, 15. maí 2017 R17050061 110 Borgarráð Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2. júní 2017 Fyrirhuguð er opinber

More information

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Power Point leiðbeiningar Sjónarhorn View Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Outline view - Yfirlitshamur Hér er hægt að rita minnispunkta við hverja glæru fyrir þann sem

More information