Hnísildýr (Eimeria tegundir) í geitum á Íslandi

Size: px
Start display at page:

Download "Hnísildýr (Eimeria tegundir) í geitum á Íslandi"

Transcription

1 Hnísildýr (Eimeria tegundir) í geitum á Íslandi Þórdís Fjölnisdóttir Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóli Íslands 2017

2

3 Hnísildýr (Eimeria tegundir) í geitum á Íslandi Þórdís Fjölnisdóttir 12 eininga ritgerð sem er hluti af Baccalaureus Scientiarum gráðu í líffræði Leiðbeinandi Matthías Eydal Umsjónarmaður Jörundur Svavarsson Líf- og umhverfisvísindadeild Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóli Íslands Reykjavík, janúar 2017

4

5 Hnísildýr (Eimeria tegundir) í geitum á Íslandi 12 eininga ritgerð sem er hluti af Baccalaureus Scientiarum gráðu í líffræði Höfundarréttur 2017 Þórdís Fjölnisdóttir Öll réttindi áskilin Líf- og umhverfisvísindadeild Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóli Íslands Askja Náttúrufræðihús Sturlugötu Reykjavík Sími: Skráningarupplýsingar: Þórdís Fjölnisdóttir, 2017, Hnísildýr (Eimeria tegundir) í geitum á Íslandi, BS ritgerð, lífog umhverfisvísindadeild, Háskóli Íslands, 21 bls. Reykjavík, janúar 2017

6

7 Útdráttur Markmið rannsóknarinnar var að rannsaka hnísildýr (e. coccidia) (Protozoa: Apicomplexa) af ættkvíslinni Eimeria í íslenska geitastofninum. Áður höfðu engar skipulagðar athuganir verið gerðar á þessum sníkjudýrum í geitum hér á landi. Athugað var magn hnísla (Eimeria tegundir) í grammi saurs í kiðum á tveim bæjum, en alls voru skoðuð saursýni úr 21 kiði. Hníslar úr átta sýnum frá öðrum bænum voru greindir til tegunda, alls 400 hníslar. Eftirtaldar tegundir fundust: Eimeria alijevi, E. arloingi, E. cf. apsheronica, E. caprina, E. caprovina, E. christenseni, E. hirci, E. jolchejevi, E. ninakohlyakimovae, E. cf. punctata, E. tunisensis, ásamt ógreindri tegund (Eimeria sp. A). Flestar tegundirnar hafa heimsútbreiðslu en nokkrar hafa aðeins áður fundist í 2-3 löndum, það eru tegundirnar E. caprina, E. caprovina, E. jolchijevi og E. punctata. Niðurstöður rannsóknarinnar koma að því leyti nokkuð á óvart, en lítið hefur verið unnið af rannsóknum á Norðurlöndunum hvað varðar hnísla í geitum svo mögulega eiga síðastöldu tegundirnar eftir að finnast víðar á Norðurlöndum.

8

9 Formáli Íslenski geitastofninn er talinn vera af norskum ættum og hafa komið hingað til lands með landnámsmönnum, ekki er talið að flutt hafi verið til landsins dýr eftir það. Geitastofn landsins er því búinn að vera einangraður lengi og mikið um skyldleikaræktun. Stofninn hefur í það minnsta tvisvar sinnum orðið fyrir mikilli fækkun þar sem fjöldi dýra var aðeins á milli dýr á landsvísu. Oftast hefur stofninn verið í kringum dýr en mest hefur hann farið í dýr, árið 1930 (Stefán Aðalsteinsson. o.fl., 1994). Áhyggjur af því að íslenski stofninn kynni að deyja út hafa leitt til þess að frá árinu 1965 hefur verið greiddur sérstakur stofnverndarstyrkur fyrir vetrarfóðraðar, skýrslufærðar geitur. Í dag er stofninn farinn að stækka aftur, en hann var 818 dýr árið 2012 (Verndaráætlun fyrir íslenska geitastofninn, 2012). Sökum þess hve lítill erfðabreytileiki er í íslenska geitastofninum vegna skyldleikaræktunar (Stefán Aðalsteinsson, o.fl., 1994) er mjög forvitnilegt að skoða stofninn með tilliti til innri sníkjudýra og aðgæta hvort sníkjudýrin sem finnast í honum séu þau sömu og fundist hafa í stofnum annarra landa þar sem erfðabreytileikinn er mun meiri. Geitur á Íslandi hafa aðeins verið skoðaðar einu sinni áður með tilliti til sníkjudýra. Þá var það Árni Kristmundsson sem skoðaði ormasýkingar í íslenska geitastofninum árið 1999 en um var að ræða fimm eininga rannsóknarverkefni til BSc prófs í líffræði (nú 10 eininga verkefni) (Árni Kristmundsson, 1999).

10

11 Efnisyfirlit Myndir... xi Töflur... xii Þakkir... xiii 1 Inngangur Efni og aðferðir Söfnun sýna Talning hnísla Tegundagreiningar á hníslum Niðurstöður Fjöldi Eimeria hnísla í saur Tegundir Eimeria hnísla Myndir af tegundum hnísla sem fundust Umræður Heimildir ix

12

13 Myndir Mynd 1. Skýringarmynd af lífsferli hnísildýra. (Anonymous, 2015)... 1 Mynd 2 Skýringarmynd af Eimeria hnísli (oocyst) á smithæfu þolhjúpuðu gróstigi (úr: Levine, 1981)... 5 Mynd 3. Fjöldi Eimeria hnísla í saur kiða frá tveimur bæjum, Háafelli (blátt) og Hrísakoti (rautt)... 8 Mynd 4. Hlutfallslegt magn einstakra Eimeria hníslategunda í saur átta kiða (nr. 1-8) frá Háafelli. (Greindir voru til tegundar 50 hníslar í hverju sýni) Mynd 5: Eimeria arloingi Mynd 6: Eimeria christenseni Mynd 7: Eimeria alijevi Mynd 8: Eimeria ninakohlyakimovae Mynd 9: Eimeria jolchijevi Mynd 10: Eimeria caprina Mynd 11: Eimeria tunisiensis Mynd 12: Eimeria hirci Mynd 13: Eimeria caprovina Mynd 14: Eimeria apsheronica Mynd 15: Eimeria Sp. A Mynd 16: Eimeria punctata Mynd 17: Einfölduð skýringarmynd af E. apsheronica (Eckert, ofl. 1995) Mynd 18: Einfölduð skýringarmynd af E. caprovina (Eckert, ofl., 1995) xi

14 Töflur Tafla 1. Fjöldi hnísla (Eimeria spp.) í saursýnum úr kiðum frá Háafelli... 7 Tafla 2. Hníslafjöldi í saur kiða frá Hrísakoti... 8 Tafla 3. Eimeria hnísiltegundir í saur úr átta kiðum frá Háafelli ásamt mælingum og lýsingu á hníslum Tafla 4. Hlutfallslegt magn einstakra Eimeria hnísiltegunda og sýkingartíðni xii

15 Þakkir Öllum þeim sem að verkefninu komu eru færðar bestu þakkir. Vert er að þakka bændum Háafells og Hrísakots fyrir að leyfa sýnatöku og góðar móttökur verkefnisins. Einnig eru sérstakar þakkir færðar sníkjudýrafræðideild Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum fyrir aðstöðu, velvild og aðgang að búnaði til verkefnisins. Helst af öllu vil ég þó þakka Matthíasi Eydal leiðbeinanda mínum fyrir að taka mig undir sinn verndarvæng, kenna mér og hjálpa, svo og Karli Skírnissyni fyrir sérstaka tæknilega aðstoð við myndatökur á hníslum. xiii

16

17 1 Inngangur Eimeria hnísildýr eru frumdýr (Protozoa) sem tilheyra fylkingunni gródýr, Apicomplexa (áður nefnd Sporozoa), og eru þar í undirflokki Coccidia. Hnísildýr af ættkvíslinni Eimeria eru einfruma sníkjudýr sem fjölga sér innan í frumum hýsils síns. Á gróstigi mynda hnísildýrin um sig þolhjúp og kallast þá hníslar. Að nokkrum tegundum undanskildum eru hnísildýr af undirflokknum Coccidia ætíð innanfrumu sníkjudýr sem hafa lífsferil sem skiptist í þrjú stig: merogony (stig einfaldrar fjölgunar), gamogony (kynfrumumyndunarstig) og sporogony (grómyndunarstig). (Mehlhorn, H., (Ed.), 1988). Mynd 1. Skýringarmynd af lífsferli hnísildýra. (Anonymous, 2015) Hýsill (e. host) sýkist (Mynd 1.a) ef ofan í hann berst hnísill (oocyst) (þolhjúpað gróstig) (Mynd 1.x) úr umhverfinu. Í meltingarveginum yfirgefa smithæf hnísildýr (Mynd 1.b) þolhjúp sinn og gera innrás í þekjufrumu (Mynd 1.c). Merogony (einföld fjölgun) hefst (Mynd 1.c-e), (f) merozoites (1. stigs hnísildýr) eyðileggja hýsilfrumu sína og færa sig yfir í nýja þekjufrumu og hefja merogony á ný (Mynd 1.g-i). Síðasta kynslóð 1. stigs hnísildýra fer þá inn í nýja þekjufrumu (Mynd 1.j) og myndast ekki annað 1. stigs hnísildýr heldur gamozoites (2. stigs hnísildýr) og gamogony (kynfrumumyndun) hefst, sæðisfrumur annars vegar (Mynd 1.o-r) og eggfrumur hins vegar (Mynd 1.k-n). Þegar fullþroska sæðisfrumur yfirgefa þekjufrumuna (Mynd 1.s) og samruni verður við þroskaða eggfrumu (Mynd 1.n) myndast fullþroska 2N okfruma sem myndar um sig þolhjúp (hnísill, oocyst) og kemst út í umhverfið með saur (Mynd 1.t) og þroskast utan hýsils (Mynd 1.u-x), en það skeið nefnist sporogony (grómyndunarstig). 1

18 Þekktur fjöldi Eimeria hnísiltegunda í geitum sem fundist hafa í heiminum í dag er örlítið á reiki. Levine (1988) nefnir 13 tegundir, sem sönn sníkjudýr í geitum þ.e. E. alijevi (Musaev, 1970), E. apsheronica (Musaev, 1970), E. arloingi Marotel, 1905, E. caprina Lima, 1979, E. caprovina Lima, 1980, E. christenseni Levine, Ivens & Fritz, 1962, E. hirci Chevalier, 1966, E. jolchijevi (Musaev, 1970), E. kocharli (Musaev, 1970), E. tunisiensis Musaev og Mamedova, 1981, E. ninakohlyakimovae (Yakimoff & Rastegaieff, 1930), E. pallida (Shah & Joshi, 1963), E. punctata (Chevalier, 1966). Soe og Pomroy (1992) lýstu þremur tegundum til viðbótar, sem sýktu geitur á Nýja-Sjálandi, E. capralis Soe og Pomroy, 1992, E. charlestoni Soe og Pomroy, 1992, E. masseyensi Soe og Pomroy, Silva og Lima (1998) lýstu jafnframt nýrri tegund í Brasilíu, E. minasensis Silva og Lima, Þá lýsti Bandyopadhyay (2004) nýrri tegund í vestur Bengal á Indlandi, E. sundarbanensis Bandyopadhyay, Fjöldi tegunda sem lýst hefur verið er þannig kominn upp í átján. Taka ber fram að tegundirnar sem sýkja lömb og geitur eru ekki þær sömu, að undanskildum E. caprovina og E. pallida, mögulega einnig E. punctata, en það hefur ekki verið nógu vel skoðað (Smith & Sherman, 2009). Eimeria sýkingar geta valdið veikindum í hýslunum, svokallaðri hníslasótt (e. coccidiosis). Í búfé ráðast hnísildýrin á þekjufrumur í meltingarvegi en þegar hnísildýrin fjölga sér og brjótast út úr frumum sínum getur það valdið einkennum. Helstu einkenni eru: hýsill verður daufur, lystarlaus, vanþrífst, fær skitu og tapar vökva (tap á elektólýtum). Saurinn verður oft svartur af völdum blóðs og getur orðið slímugur. Oft getur þetta leitt til hægari vaxtar, í mismiklum mæli (Menzies P., 2012). Hversu alvarlegur sjúkdómurinn verður er í beinum tengslum við fjölda hnísla í meltingarveginum. Því fleiri hníslar, þeim mun sterkari áhrif sjást. Líkami dýranna nær einungis að ráða við litlar sýkingar ef hann hefur orðið fyrir skaða á fáum frumum. Þegar sýkingar eru orðnar slæmar nær líkaminn hins vegar ekki að ráða við skemmdir í þekjuvef og getur það valdið því að dýrin veslast upp (Maas, J. Sótt: ). Ekki eru þó allar tegundir sjúkdómsvaldar, en tegundirnar í geitum sem taldar eru valda talsverðum eða miklum sjúkdómseinkennum eru E. arloingi, E. caprina, E. caprovina, E. christenseni, svo og E. ninakohlyakimovae, sem er talinn mesti sjúkdómsvaldurinn. Ekki hafa þó allar tegundirnar verið nægilega vel skoðaðar til þess að unnt sé að vita hvort og þá hversu sjúkdómsvaldandi þær eru (Smith & Sherman, 2009). Tegundagreining hnísildýra byggist á því að skoða byggingareinkenni þolhjúpaða stigsins (hníslanna), sem er hreyfingarlaust stig þroskunarferlisins. Markmið verkefnisins var að skoða, telja og tegundagreina Eimeria hnísildýr í íslenska geitastofninum, en hnísildýr í geitum hafa aldrei fyrr verið rannsökuð á Íslandi með skipulögðum hætti þó þau hafi verið rannsökuð í öðrum dýrum m.a. í sauðfé (Kolbeinn Reginsson, 1993) og hreindýrum (Berglind Guðmundsdóttir, 2006). 2

19 2 Efni og aðferðir 2.1 Söfnun sýna Til rannsókna á hníslum í geitum voru tekin saursýni úr kiðum á tveimur bæjum vorið 2015, Háfelli í Borgarfirði og Hrísakoti, Helgafellssveit. Háafell í Borgarfirði er stærsta geitabúið á Íslandi með um 200 geitur á vetrarfóðrum. Farið var í leiðangur 8. júní 2015 að bænum Háafelli til sýnasöfnunar þar sem tekin voru saursýni úr 13 kiðum. Sýnin voru tekin úr endaþarmi kiðana. Kiðin höfðu verið við þrenns konar mismunandi aðstæður. Í fyrsta lagi voru tekin sýni úr kiðum sem voru inni við í fjárhúsi með aðgang að litlu útirými. Í öðru lagi voru tekin sýni úr kiðum sem höfðu verið nokkra daga úti við, laus í stórri girðingu með öðrum geitum og kiðum. Eitt sýni var tekið úr kiði sem einungis hafði dvalið með fullorðnum geitum um nokkurt skeið. Magn einstakra sýna frá Háafelli var frá 1,3-5,4 g, sem var nokkurn veginn nægjanlegt til hníslarannsókna. Aldursdreifing kiðanna var lítil, elstu kiðin voru fæddir 17. apríl 2015 og þeir yngstu 23. apríl 2015 (aldur við sýnatöku var því dagar). Hrísakot er lítið bú með um 30 geitur á vetrarfóðrum. Saursýni voru tekin 4. júní 2015 úr átta kiðum. Eigendur kiðana tóku sjálfir saursýni úr endaþarmi dýranna (skv. munnlegum leiðbeiningum um hvernig ætti að standa að söfnun sýna) og komu sýnunum til rannsakandans. Þyngd einstakra sýna sem fengust var mest 1,8 g og minnst 0,18 g og því í fæstum tilfellum nægjanlegt magn til þess að niðurstöður talningarinnar séu með öllu marktækar en þær var þó unnt að nota til hliðsjónar. Aldursdreifing kiðana var mun meiri en frá Háafelli, sá elsti var fæddur 26. janúar 2015 og þeir yngstu 9. apríl 2015 (aldur við sýnatöku var því dagar). 2.2 Talning hnísla Hníslar voru taldir í sýnum úr kiðum frá Háfelli dagana 9. og 10. júní 2015 og í sýnum úr kiðum frá Hrísakoti 5. júní Sýnin voru skoðuð með hefðbundinni saltfleytiaðferð (McMaster aðferð) og notuð sú útfærsla sem notuð er á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, þar sem verkefnið var unnið og nefnist modified McMaster technique (Roepstorff og Nansen, 1998), nánar lýst hér: 1. Vigta 4 grömm saur ml vatns sett í mæliglas. 3. Saur og hluti vatnsins settur í blandara (Sorvall Omni-mixer) og hrært í u.þ.b. 1 mín. á hraða 1, Blöndunni hellt í bikarglas gegn um sigti (0,8 mm gatastærð), afganginum af vatninu hellt yfir, vökvinn pressaður vel í gegn með því að ýta létt á með matskeið. Afganginum í sigtinu hent. 3

20 5. Hluti af sigtuðu blöndunni í bikarglasinu sogaður upp með pípettu og settur í 15 ml tilraunaglas (hrært í blöndunni til að fá jafna dreifingu og sogað upp í áföngum, að lágmarki tvisvar sinnum, tilraunaglasið er næstum fyllt, haft er um 1 cm að toppi). 6. Tilraunaglasið sett í skilvindu, skiljun við u.þ.b. 500 G (JOUAN skilvinda stillt á 5,8/hraði 2000 snún./mín.) í u.þ.b. 5 mín. 7. Floti hellt af, botnfall verður eftir, fyllt upp að sama marki með mettaðri magnesium sulphate lausn (FASOL reagent, Kruuse, Langeskov, Denmark, specific density g/ml). 8. Botnfallið hrært upp með trépinna, fingri síðan haldi yfir glasinu og því hvolft varlega fjórum sinnum, sýni strax tekið í pasteurpípettu úr plasti og sett á McMaster talningargler. 9. Látið standa í 3-5 mín. Ormaegg og hníslar taldir í báðum talningarreitum á glerinu. 10. Talinn fjöldi eggja eða hnísla á einu gleri (tveir talningarrammar) x 50 = fjöldi í grammi saurs (eða fjöldi talinn á tveimur glerjum x 25 = fjöldi í grammi saurs). Í þeim tilfellum sem saursýni voru lítil að magni var hlutfall þess sem skoðað var með saltfleytiaðferðinni lágmarkað svo hægt væri að nota afganginn í hinn hluta rannsóknarinnar, tegundagreiningu á hníslunum. Einungis reyndist nægilegt saurmagn úr kiðum frá Háafelli til tegundagreininga á hníslum. 2.3 Tegundagreiningar á hníslum Notuð voru 8 af 13 saursýnum úr kiðum frá Háafelli til tegundagreininga á Eimeria hníslum. Sá hluti sýnanna sem ekki var notaður til talningar var settur í 100 ml dollur með loki. Ofan í dollurnar var svo sett 3% kalíumdíkrómatlausn sem látin var fljóta vel yfir saurinn og lokið sett ofan á, en haft laust á til að súrefni kæmist að. Kalíumdíkrómat kemur í veg fyrir að sveppamyndun verði í sýnunum. Sýnin voru látin standa við stofuhita í að minnsta kosti 21 dag til að láta hníslana þroskast á smithæft stig (sporulera), en tegundagreining á hníslum byggist á því að slíku smithæfu stigi sé náð, en þá eru inni í hníslinum fullmynduð smithæf hnísildýr, sjá skýringarmynd (Mynd 2). Sýnin voru geymd í ísskáp þegar þau voru tilbúin til tegundagreiningar og hægt að vinna úr þeim þegar tími gafst. Tegundagreiningin fór fram annaðhvort við 400x eða 1000x stækkun undir smásjá. Í annarri sjónlinsunni er kvarði sem notaður var til að mæla stærð (lengd og breidd) hníslanna (oocyst) og hnísildýra (sporocyst) inni í hverjum hnísli. Aðrar mikilvægar upplýsingar sem notaðar eru til tegundagreiningar voru skráðar niður, s.s. hvort tappi (cap) væri til staðar eða ekki, hvort mikið eða lítið væri af sporoscyst residuum (Mynd 2.) og þá hvort það væri dreift um sporocystuna eður ei. Einnig var skráð niður hvernig veggur hníslanna væri: þykkur, þunnur, ljós, dökkur og fleira sem kynni að gagnast við tegundagreininguna. Stundum sást innihald hníslanna illa. 4

21 Mynd 2 Skýringarmynd af Eimeria hnísli (oocyst) á smithæfu þolhjúpuðu gróstigi (úr: Levine, 1981) Við tegundagreiningar var stuðst að mestu við lýsingar úr (Levine, 1961) og (Eckert o.fl., 1995), ásamt því sem notast var mikið við 2. útgáfu af Goat medicine (2009), bls , en þar er að finna yfirlit yfir alla hnísla sem fundist hafa í geitum, svo og mjög góða meistararitgerð eftir Aye Kyawt Soe (1989), þar sem farið er ítarlega í hverja tegund fyrir sig og hversu áreiðanleg sú tegundagreining er, ásamt því að skoða hvað það er sem greinir helst á milli tegundanna. Samtals voru tegundagreindir 50 Eimeria hníslar í hverju saursýni af þeim 8 sýnum sem notuð voru til tegundagreiningar frá Háafelli. 5

22

23 3 Niðurstöður 3.1 Fjöldi Eimeria hnísla í saur Taldir voru hníslar í saursýnum úr 13 kiðum frá Háafelli og sýnir Tafla 1 niðurstöður talningarinnar. Fjöldi hnísla reyndist allt frá hníslar í hverju grammi saurs, eða að meðaltali Tafla 1. Fjöldi hnísla (Eimeria spp.) í saursýnum úr kiðum frá Háafelli KIÐ NÚMER: HNÍSLAFJÖLDI Í GRAMMI SAURS MEÐALTAL Tafla 2 sýnir fjölda hnísla í saur átta kiða frá Hrísakoti, en hníslafjöldi reyndist þar að meðaltali hníslar í hverju grammi saurs. 7

24 Fjöldi hnísla í grammi saurs Tafla 2. Hníslafjöldi í saur kiða frá Hrísakoti KIÐ NÚMER: HNÍSLAFJÖLDI Í GRAMMI SAURS MEÐALTAL Á Mynd 3 má sjá niðurstöður talningar á hníslafjölda í saur kiða frá bæjunum tveimur. Samanburður sýnir að meira var af hníslum í sýnum úr kiðum frá Háafelli en frá Hrísakoti. Samanburður á hníslafjölda í saur kiða frá Háafelli og Hrísakoti Kiðar Mynd 3. Fjöldi Eimeria hnísla í saur kiða frá tveimur bæjum, Háafelli (blátt) og Hrísakoti (rautt) 8

25 3.2 Tegundir Eimeria hnísla Við tegundagreingu fundust E. alijevi, E. arloingi, E. christenseni, E. caprina, E. caprovina, E. hirci, E. jolchijevi, E. ninakohlyakimovae, E. tuniensis, E. cf. punctata, E. cf. apsheronica og auk þess hnísill sem ekki samræmdist byggingareinkennum neinnar þekktrar hníslategundar í geitum og er hér kallaður Eimeria sp.a.. Í töflu 3 eru sýndar niðurstöður úr tegundagreiningum á Eimeria hníslum í saursýnum úr átta kiðum frá Háafelli og mælingum sem gerðar voru. Sýnt er meðaltal og svið, bæði lengdar og breiddar, hnísils (oocyst) og sporocystu, ásamt hlutfalli á milli lengdar og breiddar (lengd/breidd). Hlutfallið er m.a. notað til þess að útiloka vissar tegundir ef svo á við, einkum var stuðst við samantekt á mælingum frá Nýja Sjálandi (Soe, 1989). Taflan sýnir einnig fjölda hnísla sem voru mældir af hverri tegund. Á Mynd 4 má sjá hlutfallslegt magn hníslategunda í hverju sýni. Ríkjandi tegundir, E. arloingi og E. christenseni eru þær sömu í flestum sýnum en í sýni 2 má sjá að aðrar tegundir, E. alijevi og E. ninakohlyakimovae, eru í meirihluta. Oftast fundust 4-5 tegundir í hverju sýni. Flestar tegundir var að finna í sýni 5 þar sem greindust alls átta tegundir Tegundir hnísla í kiðum E. alijevi E. arloingi E. cf. apsheronica E. caprina E. caprovina E. christenseni E. hirci E. jolchijevi E. ninakohlyakimovae E. cf. punctata E. tunisensis E. sp. A Mynd 4. Hlutfallslegt magn einstakra Eimeria hníslategunda í saur átta kiða (nr. 1-8) frá Háafelli. (Greindir voru til tegundar 50 hníslar í hverju sýni). 9

26 Tafla 3. Eimeria hnísiltegundir í saur úr átta kiðum frá Háafelli ásamt mælingum og lýsingu á hníslum Tegund Tappi (Cap) (+) Hnísill (Oocyst) Hlutfall Sporocyst Hlutfall Fjöldi mældra hnísla Lengd(µm) Breidd (µm) Lengd (µm) Breidd (µm) E. alijevi 19 (14-23 * ) 16 (14-19) 1.2 ( ) 10 (8-14) 6 (4-8) 1.9 ( ) E. cf.apsheronica E. arloingi + 30 (25-38) E. caprina 32 (24-36) E. caprovina 28 (27-30) E. christenseni + 38 (33-44) E. hirci + 25 (23-26) E. jolchijevi + 29 E. ninakohlyakimovae (25-35) (20-29) 24 E. sp.a 22 (21-22) 20 (17-25) 23 (19-26) 23 (21-26) 26 (20-29) 19 (19-20) 20 (18-25) 19 (14-24) 22 (21-22) 1.5 ( ) 1.4 ( ) 1.2 ( ) 1.5 ( ) 1.3 ( ) 1.4 ( ) 1.3 ( ) 15 (11-18) 15 (13-16) 14 (11-15) 15 (11-18) 12 (11-13) 14 (11-18) 12 (9-16) (11-12) 7 (5-9) 8 (6-9) 8 (7-10) 9 (7-10) 6 (6-7) 7 (6-9) 6 (5-9) 7 (6-8) 2.1 (1,2-2,8) 1.9 ( ) 1.7 ( ) 1.7 ( ) 1.9 ( ) 2.1 ( ) 1.8 ( ) 1.7 ( ) E. cf. punctata E. tuniensis (30-38) (21-25) ( ) (15-18) (8-9) ( ) * Innan sviga svið (range): minnsta og hæsta gildi sem mældist. 10

27 Tafla 4. Hlutfallslegt magn einstakra Eimeria hnísiltegunda og sýkingartíðni Tegund Hlutfallslegt magn Sýkingartíðni 1 E alijevi 10% 50% E. cf. apsheronica 0.25% 12.5% E. arloingi 40.75% 100% E. caprina 3% 50% E. caprovina 1.25% 37.5% E. christenseni 28% 100% E. hirci 1.25% 25% E. jolchijevi 5.25% 75% E. ninakohlyakimovae 8% 50% E. sp.a 0.5% 12.5% E. cf. punctata 0.25% 12.5% E. tunisensis 1.75% 25% 1 Sýkingartíðni (e. prevalence): Fjöldi sýktra hýsla/fjöldi skoðaðra hýsla 11

28 3.3 Myndir af tegundum hnísla sem fundust Mynd 5: Eimeria arloingi (lengd x breidd: 31 µm x 20 µm) Mynd 6: Eimeria christenseni (41.5 µm x 26 µm) Mynd 7: Eimeria alijevi (18 µm x 16.5 µm) Mynd 8: Eimeria ninakohlyakimovae (19.5 µm x 15 µm) 12

29 Mynd 9: Eimeria jolchijevi (29 µm x 20 µm) Mynd 10: Eimeria caprina (31.5 µm x 22 µm) Mynd 11: Eimeria tunisiensis (33 µm x 21.5 µm) Mynd 12: Eimeria hirci (24 µm x 17 µm) 13

30 Mynd 13: Eimeria caprovina (32.5 µm x 24 µm) Mynd 14: Eimeria cf. apsheronica ( 23 µm x 20 µm) Mynd 15: Eimeria sp. A (21 µm x 21 µm) Mynd 16: Eimeria cf. punctata (20.5 µm x 16.5 µm) 14

31 4 Umræður Fjöldi hnísla í grammi saurs Frá Háafelli voru 5 af 13 kiðum (38%) með fjölda hnísla í saur sem telja má fremur lítinn (< í grammi saurs), í 6 af 13 (46%) var fjöldi hnísla í meðallagi (10 000> í grammi saurs < ) og í 2 af 13 sýnum (15%) má segja að fjöldi hnísla hafi verið allmikill (í grammi saurs > ). Frá Hrísakoti voru 3 af 8 kiðum (37,5%) með fjölda hnísla í saur sem telja má fremur lítinn (< í grammi saurs), í 5 af 8 (62,5 % ) var fjöldi hnísla í meðallagi (10 000> fjöldi í grammi saurs < ) en hæsta gildið var hníslar í grammi saurs. Að meðaltali var fjöldi hnísla í grammi saurs kiða frá Háafelli um tvöfalt meiri en fjöldi hnísla í saur kiða frá Hrísakoti (Töflur 1 og 2). Þar sem ekki voru skoðuð mörg saursýni frá hvorum bæ og sýni voru einungis tekin í eitt skipti er erfitt að draga ályktanir af þessari niðurstöðu. Hugsanlegt er að meira hníslasmit hafi verið í umhverfi geitanna (kiðanna) að Háafelli, en þar er um stórt bú að ræða, fleiri dýr, og talsvert þétt á geitunum, bæði í húsi og á beitilandinu við húsin. Hníslar voru ekki greindir til tegunda úr saur kiða frá Hrísakoti og því hvorki vitað um fjölda Eimeria tegunda né samsetningu þeirra í þeim hópi. Nefna má að hníslamagn nær gjarnan ákveðnum toppi í saur búfjár u.þ.b. 3-4 vikum eftir burð en eftir það nær ungviðið oftast að mynda ónæmi gegn hnísildýrunum, þannig að eftir það fer magn þeirra í meltingarveginum stiglækkandi. (Sigurður H. Richter, Matthías Eydal, 1985.) Tegundir Eimeria hnísla Í þessari rannsókn voru greindar með vissu að minnsta kosti níu tegundir þ.e. E. alijevi, E. arloingi, E. caprina, E. caprovina, E. christenseni, E. hirci, E. jolchejevi, E. ninakolyhakimovae, E. tunisensis (sjá Töflu 3). Til viðbótar við þessar níu tegundir fundust hníslar sem að öllum líkindum eru tegundirnar E. punctata og E. apsheronica (þ.e. E. cf. punctata og E. cf. apsheronica) en einungis fannst eitt eintak af hvorri tegund og því varasamt að staðhæfa greiningu með algerri vissu. Einnig fundust nokkrir hníslar, allir með sams konar byggingareinkenni, sem ekki tókst að greina til tegundar því útlit þeirra samræmdist ekki neinni af þeim tegundum sem lýst hefur verið í geitum. Nokkur eintök sáust í tveim saursýnum. Þessi ógreinda Eimeria tegund er hér nefnd Eimeria sp.a. Eintökin voru hnöttótt, en sú lögun er ekki þekkt meðal lýstra tegunda úr geitum, með hlutfallslega þykkan vegg, dökkgulan að lit og einungis µm að lengd og breidd, hlutfall 1,00 (oocyst). Sporocystur mældust að lengd µm og breidd 6-8 µm. Aðeins tvö eintök voru skráð og mæld þar sem rannsakanda þótti ólíklegt að finna aðrar tegundir en þær sem hann hafði heimildir um. Stundum liggja hníslar skakkir eða uppá endann á smásjárgleri við smásjárskoðunina og er þá erfitt að tegundagreina, en í tilfelli E. sp.a virtust hníslarnir liggja rétt á glerinu og því er ekki hægt að útiloka að um sé að ræða tegund sem ekki hefur verið lýst áður. 15

32 Tegundirnar E. apsheronica og E. caprovina eru mjög svipaðar í útliti. Aðeins var greindur einn hnísill af tegundinni E. apsheronica. Mögulegt er að skoðanda hafi yfirsést fleiri slíkir en aðeins fannst einn sem hafði einkenni tegundarinnar. En þess má geta að helstu einkenni E. apsheronica, sem E. caprovina hefur ekki, eru perulaga ytri veggur og það að innri veggur hnísilsins (oocyst) nær yfir micropyle þannig að það myndast eins konar innri bóla á micropyle, samanber teikningu á Mynd 17. Mynd 17: Einfölduð skýringarmynd af E. apsheronica (Eckert, ofl. 1995) Mynd 18: Einfölduð skýringarmynd af E. caprovina (Eckert, ofl., 1995) Til samanburðar má skoða Mynd 18 þar sem sést einfölduð teikning af E. caprovina, sem ekki hefur þennan innri vegg sem nær yfir micropyle og er meira hringlaga en E. apsheronica Eitt eintak hnísils fannst sem greindur var sem tegundin E. cf. punctata. Þetta eina eintak hafði ákveðin greiningareinkenni sem benda eindregið til að um þessa tilteknu tegund sé að ræða. E. punctata tegundin er mjög ólík öðrum hnísiltegundum í geitum að því leyti að hníslarnir hafa hrjúfan ytri vegg með keilulaga holum ofan í vegginn, sem eru u.þ.b. 0.5 µm í þvermál, og litur veggjarins er grængulur. Hnísillinn sem fannst var með tappa, stieda body og polar body (sjá Mynd 2.). E. punctata hefur fundist í bæði kindum og geitum og var fyrst lýst í kindum af Landers (1952). Í rannsókn frá Chevalier (1966) voru mældir 100 hníslar af gerðinni E. punctata úr geitum þar sem tegundin reyndist hafa oocystur með lengd á bilinu µm og breidd µm. Ekki voru þó gerðar mælingar á sporocystum í þessari rannsókn sökum þess hve illgreinanlegar þær eru vegna veggjar hnísilsins. Mest var um E. arloingi (163 hníslar af 800) og E. christenseni (112 hníslar af 800) í sýnunum (Töflur 3 og 4). E. arloingi er algengasti hnísillinn sem sækir á geitur um allan heim (Smith & Sherman, 2009), (Silva, o.fl., 2014) og eru þessar niðurstöður því mjög svipaðar því sem þekkist annars staðar í heiminum. E. arloingi og E. christenseni eru báðar mjög algengar og með heimsútbreiðslu, ásamt E. apsheronica, E. alijevi og E. ninakohlyakimovae. E. caprovina er ein þeirra hníslategunda sem ekki er mjög algeng og hefur aðeins fundist í Bandaríkjunum og Bretlandi til þessa (Smith & Sherman, 2009). Það sama á við um E. 16

33 jolchijevi, fyrir utan að hafa einnig fundist í Ástralíu (Smith & Sherman, 2009). Báðar þessar tegundir fundust í kiðlingunum að Háafelli. E. tunisiensis var fyrst lýst af Chevalier (1966) þar sem talin voru 140 eintök en aðalgreiningar einkenni hans frá E. arloingi, sem er áþekkur að lögun, er að hann er stærri og með mikið sporocyst residuum. Einnig er notast við að smáar agnir (líkjast helst sandkornum) er að finna í vökvafylltu rými hnísils. Mæld voru sjö eintök í þessari rannsókn sem áttu við lýsingar á honum. Þar sem íslenski geitastofninn á rætur að rekja til Noregs er forvitnilegt að skoða hvaða tegundir það eru sem finnast í geitum þar. Við rannsókn sem gerð var af norsku dýralæknastofnuninni (Veterinærinstituttet) frá kom í ljós að af þeim 182 saursýnum sem greind voru með tilliti til þolhjúpaðs stigs hnísildýra (McMaster aðferð) var 91% með Eimeria í saur. Í meirihluta sýnanna (77%) var fjöldi hnísla ekki mikill (< hníslar í hverju grammi saurs), hjá 8% var fjöldi hnísla í meðallagi (10 000> í grammi saurs < ) og í 6% má segja að fjöldi hnísla hafi verið allmikill (í grammi saurs > ). Eitt af þessum sýnum var svo greint til tegundar og fundust þar tegundirnar E. arloingi og E. christenseni (Davidson, o.fl., 2013.). Það kemur ekki mjög á óvart að þessar tvær tegundir hafi fundist í kiðlingnum enda þær tegundir sem mest er af í heiminum. Þessi rannsókn var ekki gerð til þess að skoða sérstaklega tegundir enda aðeins skoðað eitt kið með tilliti til tegundar. Rannsóknin er þó áhugaverð hvað varðar fjölda hnísla en þar er skoðað stórt úrtak. Norsku geiturnar hafa samkvæmt henni í fæstum tilfellum alvarlegar sýkingar af völdum hnísla. Önnur rannsókn frá Noregi var gerð til skoðunar á tveim kiðum sem dóu af völdum hnísildýrasýkingar árið Saursýnaskoðun með McMaster aðferð sýndi hnísla í grammi saurs hjá kiðlingi A og í grammi saurs hjá kiðlingi B. Tegundagreining á hníslunum sýndi að aðaltegundirnar sem fundust í kiðlingi A voru E. christenseni (u.þ.b. 55%), E. arloingi og E. ninakohlyakimovae og í kiðlingi B, E. christenseni (u.þ.b. 75%) og E. apsheronica (Josefsen, o.fl., 2001). Hvorug þessara rannsókna var gerð til þess að tegundagreina allar tegundir sem fundust, heldur aðeins þær sem fannst mikið af. Þó gefur þetta ákveðna vísbendingu um að sömu lykiltegundir sé að finna í báðum löndum. Allar tegundirnar sem fundust í Noregi hafa heimsútbreiðslu og eru mjög algengar. Til þess að fá greinargóðar upplýsingar um hvaða tegundir er að finna á Íslandi og útbreiðslumynstur þeirra yfir landið þyrfti að gera mun viðtækari rannsókn. Þessi rannsókn gefur þó nokkuð góða mynd af því hvaða tegundir það eru sem þrífast hérlendis, ásamt tíðni þeirra, þótt úrtakið sé heldur einsleitt. En með því er átt við að skoða yrði fleiri bæi til að öðlast skýrari niðurstöðu. 17

34

35 Heimildir Anonymous. (2015). Biology of the Eimeriidae. Department of biology at the University of New Mexico. Sótt: Í júní 2016 af Árni Kristmundsson. (1999). Ormasýkingar í geitum (Carpa hircus) á Íslandi. Háskóli Íslands, Líffræðiskor. Bs-ritgerð. Bandyopadhyay, P. K. (2004). A new coccidium Eimeria sundarbanensis n. sp. (Protozoa: Apicomplexa: Sporozoea) from Capra hircus (Mammalia: Artiodactyla). Protistology, 3(4): Berglind Guðmundsdóttir. (2006). Sníkjudýr í hreindýrum á Íslandi. Háskóli Íslands, læknadeild. Ms-ritgerð. Birna Kristín Baldursdóttir, Jón Hallsteinn Hallsson. Verndaráætlun fyrir íslenska geitastofninn, (2012). Skýrsla unnin fyrir Erfðanefnd landbúnaðarins. Davidson, R.K, Josefsen, T., Schönheit, J., Valheim, M., Eikenæs, O., Schulze, J., Akerstedt, J., og Hamnes, I.S. (2013). Parasites of goats in Norway an overview of diagnostics at the Norwegian Veterinary Institute Poster. NA07- Toulouse, France, March Duszynski, D. W. & Upton, S. J. (2001). Enteric Protozoans: Cyclospora, Eimeria, Isospora, and Cryptosporidium spp. Parasitic Diseases of Wild Mammals, Second Edition, Duszynski, D.W. & Wilber, P.G. (1997) A guideline for the preparation of species descriptions in the Eimeriidae. J. Parasitol, 83(2): Eckert J., Braun R., og Shirley M., Ed. (1995). Biotechnology : Guidelines on Techniques in Coccidiosis Research. Office for Official Publications of the European Communities Josefsen TD, Sørensen KK, Gjerde B. (2001). Peracute coccidiosis in goat kids - a case report. Poster. Nordic Society of Veterinary Patology s 25th Symposium and Meeting, Uppsala, Sweden, 8-9 June Kolbeinn Reginsson. (1993). Greining hnísla (Eimeria spp.) í sauðfé á Íslandi. Háskóli Íslands, Líffræðiskor. Bs-ritgerð. Landers, E.J. (1952). A new species of coccidia from domestic sheep. J. Parasit, 38: Levine, N.D. (1961). Protozoan Parasites of Domestic Animals and of Man. Burgess publishing company. Minneapolis. 412p. Levine, N. D. (1988). The protozoan phylum Apicomplexa. Volume I. Volume II. CRC Press, Inc. 19

36 Lima, J.D. (1979). Eimeria caprina sp. n. from the domestic goat, Capra hircus, from the USA. J. Parasitol, 65(6): Maas, J. (2007). Coccidiosis in Cattle. California Cattlemen's Magazine. Sótt 30. desember Marotel, G. (1905). La coccidiose de la Chevre et son Parasite. Bull. Soc. Sciences Vet. Lyon. 8: Mehlhorn, H. (Ed.). (1988). Parasitology in Focus: facts and trends. Springer-Verlag Menzies P (2012). Handbook for the Control of Internal Parasites of Sheep and Goats. aðgengilegt á: 10.pdf Musaev, M.A. (1970). The host specificity of coccidia and some problems of their taxanomy. lzvestiya Akademii Nauk Azerbaidzhanskoi SSR, Series in Biology Nauk (2): Musaev, M.A. og Mamedova, M.A. (1981). Material for the taxonomy of the coccidia of the domestic goat (Capra hircus) and their structure in Azerbaijan. lzvestiya Akademii Nauk Azerbaidzhanskoi SSR. Series in Biology Nauk (4): Roepstorff, A., and Nansen, P. (1998) FAO Animal Health Manual no. 3. Epidemiology, diagnosis and control of helminth parasites of swine. Food and Agriculture Organization of the United Nations, Rome. Shah, H.L. and S.C. Joshi (1963) : Coccidia (Protozoa: Eimeriidae) of goats in Madhya Pradesh, with descriptions of the sporolated oocysts of eight species. J. Vet. An. Husb. Res. 7: Sigurður H. Richter, Matthías Eydal. (1985). Sauðfjárbeit og hníslasótt. Freyr 81(8): Silva, L.M.R o.fl. (2014). Suitable in vitro Eimeria arloingi macromeront formation in host endothelial cells and modulation of adhesion molecule, cytokine and chemokine gene transcription. Parasitol Res, 114(1): Silva, A. C., & Lima, J. D. (1998). Eimeria minasensis n. sp. (Apicomplexa: Eimeriidae) domestic goat Capra hircus, from Brazil. Memorias Do Instituto Oswaldo Cruz, 93(6), Smith, M.C. & Sherman, D.M. (2009). Goat Medicine, Second edition. Wiley. Soe, A. K., & Pomroy, W. E. (1992). New species of Eimeria (Apicomplexa: Eimeriidae) from the domesticated goat Capra hircus in New Zealand. Systematic Parasitology, 23(3), Soe, A. K. (1989). Coccidia (Protozoa: Apicomplexa) of the domesticated goat Capra hircus in New Zealand. Massey University (Doctoral dissertation). 20

37 Stefán Aðalsteinsson, Dyrmundsson, O. R., Bjarnadottir, S. & Eythorsdottir, E. (1994), Skyldleikarækt í íslenskum geitum. Icelandic Agricultural Sciences, 8: Vercruysse, J. (1982). The coccidia of sheep and goats in Senegal. Veterinary Parasitology, 10: Yakimoff, W.L. and E. F. Rastegaieff (1930). Zur Frage uber Coccidien der Ziegen. Arch. Protistenk. 70:

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR

KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR KV 2018-3 KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR Greining á mögulegum eldisuppruna 12 laxa sem veiddust í tveimur ám á Vestfjörðum árið 2017 Analysis of 12 salmon caught in two rivers in the Icelandic Westfjords 2017

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur CHEMISTRY The Central 9th Edition Hlutfallareikningur: AðA reikna út frá formúlum og efnajöfnum fnum Lavoisier: Massi varðveitist í efnahvörfum. : lýsa efnahvörfum. Efnajafna : Hvarfefni og myndefni: 2H

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Jón Viðar Jónmundsson 1 og Emma Eyþórsdóttir 2 1 Bændasamtökum Íslands 2 Rannsóknarstofnun landbúnaðarins/lbh á Hvanneyri Inngangur Fyrsta

More information

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (MFT/MFS) og tannátu í lykiltönnum SVANHVÍT. SÆMUNSÓTTIR*, THR ASPEUN**, SIGURÐUR RÚNAR SÆMUNSSN***, INGA. ÁRNAÓTTIR* HEIRIGÐISVÍSINASVIÐ HÁSKÓA

More information

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar 1 Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar Introduction to rotating machines 2 Grunnhugtök og meginþættir Klassískar gerðir véla Riðstraumsvélar Samfasavél (synchronous machine) Spanvél (induction machine

More information

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Þórólfur Guðnason yfirlæknir Sóttvarnalæknir, Embætti landlæknis Nóvember 2014 Gastegundir frá eldgosum >95% H 2 O, CO 2 SO 2

More information

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

Lokaskýrsla til Verkefnasjóðs sjávarútvegsins

Lokaskýrsla til Verkefnasjóðs sjávarútvegsins SJÁVARLÍFTÆKNISETUR / MARINE BIOTECHNOLOGY Bandormssýkingar í kviðarholi og þunnildum ufsa (Pollachius virens) veiddum á mismunandi svæðum við Ísland. Halldór Gunnar Ólafsson 1 og Árni Kristmundsson 2

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Útg. Dags. Höf. Rýnir Samþykkur Lýsing 3 11/01 2006 GG EH Lokaskýrsla II 2 21/12 2005 GG SvSv Lokaskýrsla I 1 15/12 2005 GG Uppkast 1

More information

Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við leikskólann Steinahlíð og tilraunir með rykbindingar, - tímabilið 16. febrúar - 20.

Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við leikskólann Steinahlíð og tilraunir með rykbindingar, - tímabilið 16. febrúar - 20. USR - 29 Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við leikskólann Steinahlíð og tilraunir með rykbindingar, - tímabilið 16. febrúar - 2. apríl 29 - Anna Rósa Böðvarsdóttir Heilbrigðisfulltrúi Heilbrigðiseftirlit

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

OKTÓBER 2006 SKÝRSLA 24-06 ITI 0612/EUT08 8HK3481 V IÐLOÐUN ÖRVERA VIÐ YFIRBORÐ Í VATNI - VARMAFRÆÐILEG NÁLGUN - Guðmundur Gunnarsson, Iðntæknistofnun Birna Guðbjörnsdóttir, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins

More information

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2 1 Examples 2 Sýnidæmi 2 2 Example 25-1 Gefið er 3 fasa, 3 teina raforkukerfi samkvæmt meðfylgjandi einlínumynd. Allar stærðir á myndinni eru í einingakerfinu ( per unit ). Seríuviðnám háspennulínanna er

More information

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Áhrif lofthita á raforkunotkun Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Júlí 2017 Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Orkustofnun Júlí 2017 Útgefandi: Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Sími: 569 6000, Fax, 568

More information

Geislavarnir ríkisins

Geislavarnir ríkisins GR 96:05 Geislavarnir ríkisins Icelandic Radiation Protection Institute Geislaálag vegna notkunar sérhæfðra tannröntgentækja Guðlaugur Einarsson, yfirröntgentæknir Tord Walderhaug, eðlisfræðingur ReykjavRk,

More information

Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki. Gyða Ósk Bergsdóttir

Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki. Gyða Ósk Bergsdóttir Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki Gyða Ósk Bergsdóttir Raunvísindadeild Háskóli Íslands 2011 Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki Gyða Ósk

More information

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016 FLUGTÖLUR 216 INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 216 Flugvöllur 215 216 Br. 16/15 Hlutdeild Reykjavík 348.24 377.672 8,5% 5,4% Akureyri 17.897 183.31 7,3% 24,5% Egilsstaðir 89.79 93.474 4,9%

More information

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014 FLUGTÖLUR 2014 INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014 Flugvöllur 2013 2014 Br. 14/13 Hlutdeild Reykjavík 338.278 328.205-3,0% 48,6% Akureyri 178.231 172.106-3,4% 25,5% Egilsstaðir 91.561

More information

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ / 1004720-1004720-3-ABC 2.1.2018 09::16 Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær»»» Reykjavík/HÍ 06:42 06:44 06:45 06:47 06:51 06:52 06: 07:17 07:18 07:22 07:28 07:29 07:31 07:32 07:34 07:36 07:38

More information

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum Raddir fjölbreyttra kennarahópa Sólveig Karvelsdóttir, lektor, HÍ Hafdís Guðjónsdóttir, dósent, HÍ Rannsóknin er hluti af tveimur rannsóknum Fjölbreyttir kennarahópar

More information

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Power Point leiðbeiningar Sjónarhorn View Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Outline view - Yfirlitshamur Hér er hægt að rita minnispunkta við hverja glæru fyrir þann sem

More information

Þungmálmar í mosa í nágrenni fyrirhugaðs álvers í Reyðarfirði árið 2000

Þungmálmar í mosa í nágrenni fyrirhugaðs álvers í Reyðarfirði árið 2000 Þungmálmar í mosa í nágrenni fyrirhugaðs álvers í Reyðarfirði árið 2000 Sigurður H. Magnússon Unnið fyrir Reyðarál hf. NÍ-02011 Reykjavík, júní 2002 NÁTTÚRUFRÆÐISTOFNUN ÍSLANDS ISSN 1670-0120 ENGLISH SUMMARY

More information

Einelti og líðan. Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014. Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ

Einelti og líðan. Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014. Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Einelti og líðan Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014 Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til B.A. gráðu í sálfræði Hug- og félagsvísindadeild

More information

Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008.

Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008. GR 10:03 Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008. Guðlaugur Einarsson, geislafræðingur Ágúst 2010 Geislavarnir ríkisins Icelandic Radiation Safety Authority Rauðarárstíg 10 150 Reykjavík s. 5528200

More information

UNGT FÓLK BEKKUR

UNGT FÓLK BEKKUR UNGT FÓLK 16 8.. BEKKUR Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun, heilsuhegðun, heilsuvísar, líðan og framtíðarsýn ungmenna í framhaldsskólum á Íslandi. ÆSKULÝÐSRANNSÓKNIR FRÁ 1992 Ungt fólk 16 Grunnskólar

More information

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna Samanburðarrannsókn nóvember 2012 Ari Klængur Jónsson www.mcc.is Árnagötu 2-4 400 Ísafjörður Sími: 450-3090 Fax: 456-0215 mcc@mcc.is 1 Velferðarráðuneytið

More information

SVEPPASÝKINGAR MEÐAL SUNDGESTA

SVEPPASÝKINGAR MEÐAL SUNDGESTA Læknadeild Háskóla Íslands 4. árs rannsóknarverkefni Vorið 1997 SVEPPASÝKINGAR MEÐAL SUNDGESTA Gunnhildur Guðnadóttir, Bárður Sigurgeirsson, Ingibjörg Hilmarsdóttir Ágrip Inngangur: Sveppasýkingar í tánöglum

More information

ÓHAPPATÍÐNI Í BEYGJUM OG LANGHALLA. Staða rannsóknarverkefnis

ÓHAPPATÍÐNI Í BEYGJUM OG LANGHALLA. Staða rannsóknarverkefnis ÓHAPPATÍÐNI Í BEYGJUM OG LANGHALLA Staða rannsóknarverkefnis Beygjur á vegakerfinu = hætta? Umferðar- og skipulagssvið Línuhönnunar Haraldur Sigþórsson Þjónustudeild tækniþróun Vegagerðin Einar Pálsson

More information

Áhrif niðurbrots plöntuleifa á laust nítur í jarðvegi The influence of turnover of plant residues on mineral N in soil

Áhrif niðurbrots plöntuleifa á laust nítur í jarðvegi The influence of turnover of plant residues on mineral N in soil Rit LbhÍ nr. 54 Áhrif niðurbrots plöntuleifa á laust nítur í jarðvegi The influence of turnover of plant residues on mineral N in soil Friðrik Pálmason og Jón Guðmundsson 2014 Rit LbhÍ nr. 54 ISSN 1670-5785

More information

Geymsluþol reyktra síldarflaka í lofttæmdum umbúðum

Geymsluþol reyktra síldarflaka í lofttæmdum umbúðum Geymsluþol reyktra síldarflaka í lofttæmdum umbúðum Franklín Georgsson Margeir Gissurarson Mælingar og miðlun Skýrsla Matís 23-10 Júní 2010 ISSN 1670-7192 Titill / Title Höfundar / Authors Geymsluþol reyktra

More information

Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi -

Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi - Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi - Rannveig Björnsdóttir Strandbúnaður 2017, Grand Hótel Reykjavík, 13.-14.mars YFIRLIT erindis Dæmi: doktorsverkefni RBj 2005-2010 BAKGRUNNUR VANDAMÁLIÐ

More information

Áhrif ferðamanna á atferli villtra dýra

Áhrif ferðamanna á atferli villtra dýra Áhrif ferðamanna á atferli villtra dýra Ecotourism: effects on wildlife behaviour Verkefni í þremur þáttum, styrkt af nýsköpunarsjóði námsmanna, sumarið 2008. Þáttur I Hafa hvalaskoðunarbátar áhrif á hegðun

More information

Þungmálmar og brennisteinn í tildurmosa við iðnaðarsvæðið í Hellnahrauni í Hafnarfirði haustið 2013

Þungmálmar og brennisteinn í tildurmosa við iðnaðarsvæðið í Hellnahrauni í Hafnarfirði haustið 2013 NÍ-14001 Þungmálmar og brennisteinn í tildurmosa við iðnaðarsvæðið í Hellnahrauni í Hafnarfirði haustið 2013 Sigurður H. Magnússon Unnið fyrir Hafnarfjarðarbæ Þungmálmar og brennisteinn í tildurmosa við

More information

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012 Nr. 28/32 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012 2013/EES/28/07 frá 8. júní 2012 um framkvæmdarreglur vegna beitingar 16. gr.

More information

Áhrif aðbúnaðar, mjaltatækni og júgurheilbrigðis á fjölda og tegundir gerla í innleggsmjólk

Áhrif aðbúnaðar, mjaltatækni og júgurheilbrigðis á fjölda og tegundir gerla í innleggsmjólk 377 Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007 Áhrif aðbúnaðar, mjaltatækni og júgurheilbrigðis á fjölda og tegundir gerla í innleggsmjólk Jóhanna Skúladóttir Ólafs 1 og Grétar Hrafn Harðarson 2 1 Dýralæknastofu

More information

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis ANNUAL SAFETY REVIEW 2012 Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis Flugmálastjórn Íslands: Annual Safety Review 2012 Útgefandi: Flugmálastjórn Íslands Skógarhlíð 12 105 Reykjavík

More information

Nýting járns á Íslandi Framtíðarhorfur fyrir takmarkaðan auðlindaforða

Nýting járns á Íslandi Framtíðarhorfur fyrir takmarkaðan auðlindaforða Nýting járns á Íslandi Framtíðarhorfur fyrir takmarkaðan auðlindaforða Guðrún Björg Gunnarsdóttir Jarðvísindadeild Háskóli Íslands 2014 Nýting járns á Íslandi Framtíðarhorfur fyrir takmarkaðan auðlindaforða

More information

Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu

Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu Er hlutfall barna yfir kjörþyngd hætt að aukast? Stefán Hrafn Jónsson Lýðheilsustöð Margrét Héðinsdóttir Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins Mars 2010 Líkamsþyngd barna

More information

Mælingar á blóði í saur Samanburður á dífenýlamínprófi, Hemo-Fec, Hemoccult SENSA og Hemosure

Mælingar á blóði í saur Samanburður á dífenýlamínprófi, Hemo-Fec, Hemoccult SENSA og Hemosure Mælingar á blóði í saur Samanburður á dífenýlamínprófi, Hemo-Fec, Hemoccult SENSA og Hemosure Steinunn Oddsdóttir Úr BS verkefni sem lagt var fram til varnar við Tækniháskóla Íslands í maí 25. Leiðbeinendur:

More information

Öryggi barna skiptir miklu máli, börnin eru

Öryggi barna skiptir miklu máli, börnin eru Sálfræðiritið Tímarit Sálfræðingafélags Íslands 16. árg. 2011, bls. 73 79 Öryggi barna í innkaupakerrum: Áhrifarík leið til að forðast slys Háskóli Íslands Öryggi barna ætti að skipta foreldra miklu máli.

More information

LV Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns

LV Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns LV-2014-094 Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns Lykilsíða Skýrsla LV nr: LV-2014-094 Dags: október 2014 Fjöldi síðna: 26 Upplag: Rafræn Dreifing: Birt á vef LV Opin Takmörkuð til Titill: Úttekt

More information

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík Notkun merkis Veðurstofu Íslands Veðurstofa Íslands Bústaðavegur 9 150 Reykjavík +354 522 60 00 +354 522 60 01 vedur@vedur.is Maí 2009 2 Efnisyfirlit Merki 3 Litanotkun 5 Merki í fleti 6 Stærð merkisins

More information

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild Háskólabrú fjarnám Bókalisti vorönn 2019 2. önn Félagsvísinda- og lagadeild Upplýsingatækni og tölfræði: Kennslubók í Excel 2016. Höfundar: Hallur Örn Jónsson og Óli Njáll Ingólfsson Stærðfræði 3: Stærðfræði

More information

Frumframleiðnimælingar á Hafrannsóknastofnuninni árin Umfang, aðferðir og úrvinnsla

Frumframleiðnimælingar á Hafrannsóknastofnuninni árin Umfang, aðferðir og úrvinnsla HAFRANNSÓKNASTOFNUNIN. FJÖLRIT NR. 107 Frumframleiðnimælingar á Hafrannsóknastofnuninni árin 1958 1999 Umfang, aðferðir og úrvinnsla Kristinn Guðmundsson og Kristín J. Valsdóttir Hafrannsóknastofnunin

More information

Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/ /10

Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/ /10 Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/04-2009/10 Stefán Hrafn Jónsson Háskóli Íslands, Landlæknisembættið Margrét Héðinsdóttir Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins

More information

Fæðuvenjur á unglingsárum og miðjum aldri og tengsl við áhættu á brjóstakrabbameini

Fæðuvenjur á unglingsárum og miðjum aldri og tengsl við áhættu á brjóstakrabbameini Fæðuvenjur á unglingsárum og miðjum aldri og tengsl við áhættu á brjóstakrabbameini Verkefni til doktorsprófs í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands Nemandi: Álfheiður Haraldsdóttir Leiðbeinendur: Laufey

More information

Ræktun og nýting svifþörunga úr hafinu við Ísland

Ræktun og nýting svifþörunga úr hafinu við Ísland Ræktun og nýting svifþörunga úr hafinu við Ísland Jónína Þ. Jóhannsdóttir Friðbjörn Möller María Pétursdóttir Hlynur Ármannsson Kristinn Guðmundsson Rannveig Björnsdóttir Vinnsla, virðisaukning og eldi

More information

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur V. Hitabylgjur og hlýir dagar

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur V. Hitabylgjur og hlýir dagar Greinargerð 03030 Trausti Jónsson Langtímasveiflur V Hitabylgjur og hlýir dagar VÍ-ÚR21 Reykjavík September 2003 Hitabylgjur og hlýir dagar Inngangur Íslenskar hitabylgjur verða að teljast fremur vesælar

More information

Reykjavík-Rotterdam, rannsókn á vöruútflutningi til Niðurlands (Hollands) Reykjavík-Rotterdam, a study of exports of goods to the Netherlands

Reykjavík-Rotterdam, rannsókn á vöruútflutningi til Niðurlands (Hollands) Reykjavík-Rotterdam, a study of exports of goods to the Netherlands 2. nóvember 2015 Reykjavík-Rotterdam, rannsókn á vöruútflutningi til Niðurlands (Hollands) Reykjavík-Rotterdam, a study of exports of goods to the Netherlands Samantekt Markmið þessarar rannsóknar er að

More information

Endurtekin hrygning hjá íslenskum laxastofnum

Endurtekin hrygning hjá íslenskum laxastofnum Ágrip Endurtekin hrygning hjá íslenskum laxastofnum Halla Kjartansdóttir og Sigurður Már Einarsson Veiðimálastofnun Vesturlandsdeild Endurtekin hrygning er mikilvægur þáttur í lífssögu stofna Atlantshafslaxins,

More information

STOÐKERFISVERKIR HJÁ HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRUM OG TENGSL VERKJA VIÐ STREITU

STOÐKERFISVERKIR HJÁ HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRUM OG TENGSL VERKJA VIÐ STREITU Þórey Agnarsdóttir, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra á Akureyri Hafdís Skúladóttir, Háskólanum á Akureyri Hjördís Sigursteinsdóttir, Háskólanum á Akureyri Sigríður Halldórsdóttir, Háskólanum á Akureyri

More information

Móberg úr Vatnsfelli notað í hnoðsteypu

Móberg úr Vatnsfelli notað í hnoðsteypu Móberg úr Vatnsfelli notað í hnoðsteypu (Hyaloclastite from Vatnsfell used in roller compacted concrete) Agnes Ösp Magnúsdóttir Jarðvísindadeild Háskóli Íslands Móberg úr Vatnsfelli notað í hnoðsteypu

More information

LV Bjarnarflagsvirkjun. Prófun vatns fyrir kæliturna

LV Bjarnarflagsvirkjun. Prófun vatns fyrir kæliturna LV-2012-106 Bjarnarflagsvirkjun Prófun vatns fyrir kæliturna EFNISYFIRLIT 1 Inngangur... 3 2 Kalkútfellingar úr kælivatni... 4 3 Framkvæmd tilrauna... 6 3.1 Tilraunabúnaður... 6 3.2 Framkvæmd tilrauna...

More information

Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software.

Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software. Heimildaskrá Ritaðar heimildir Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software. Bændasamtök Íslands (2005). Hagtölur

More information

Elítur á Íslandi einsleitni og innbyrðis tengsl

Elítur á Íslandi einsleitni og innbyrðis tengsl n Fræðigreinar STJÓRNMÁL Elítur á Íslandi einsleitni og innbyrðis tengsl Magnús Þór Torfason, lektor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Þorgerður Einarsdóttir, próf. við Stjórnmálafræðideild Háskóla

More information

LV Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar

LV Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar LV-2014-021 Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar Mælingar með samanburði á gervitunglamyndum frá 2002, 2010 og 2012 Lykilsíða Skýrsla LV nr: LV 2014 021 Dags: 19.02.2014

More information

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gylfi Magnússon Viðskiptafræðideild Ritstjóri Ingjaldur Hannibalsson Rannsóknir í félagsvísindum XIII. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2012 Reykjavík:

More information

Hugvísindasvið. Lesið í landið. Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag. Ritgerð til B.A.-prófs. Ásta Hermannsdóttir

Hugvísindasvið. Lesið í landið. Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag. Ritgerð til B.A.-prófs. Ásta Hermannsdóttir Hugvísindasvið Lesið í landið Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag Ritgerð til B.A.-prófs Ásta Hermannsdóttir Janúar 2011 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Fornleifafræði Lesið í landið

More information

SVIFÞÖRUNGAR Í HVALFIRÐI OG SKELFISKEITRUN

SVIFÞÖRUNGAR Í HVALFIRÐI OG SKELFISKEITRUN Agnes Eydal og Karl Gunnarsson SVIFÞÖRUNGAR Í HVALFIRÐI OG SKELFISKEITRUN Það er vinsælt að tína krækling sér til matar í fjöru, en það er ekki alltaf hættulaust. Nýlega fóru fram athuganir á framvindu

More information

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu?

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu? Upphaf mælinga í uppsjávarskipum Sigurjón Arason Yfirverkfræðingur Matís ohf. og Prófessor, Háskóli Íslands Dr. Magnea G. Karlsdóttir; Fagstjóri, Matís ohf. Ásbjörn Jónsson; Verkefnastjóri, Matís ohf Magnús

More information

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og 2006. Kolbeinn Árnason Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE: Coordination of information on the environment eða: Samræming umhverfisupplýsinga

More information

Tíðni persónuleikaraskana á Stór-Reykjavíkursvæðinu

Tíðni persónuleikaraskana á Stór-Reykjavíkursvæðinu Tíðni persónuleikaraskana á Stór-Reykjavíkursvæðinu Eiríkur Líndal 1 klínískur sálfræðingur Jón G. Stefánsson 2 geðlæknir 1 áður, Geðsviði Landspítala, nú, HVERTstarfsendurhæfingu, 2 geðsviði Landspítala.

More information

Lykilorð Blýblandað tin, blýmengun, eirlagnir, Keflavíkurflugvöllur, NASKEF, neysluvatn, Varnarliðið.

Lykilorð Blýblandað tin, blýmengun, eirlagnir, Keflavíkurflugvöllur, NASKEF, neysluvatn, Varnarliðið. BLÝ Í NEYSLUVATNI Í HÚSUM 41 Könnun á þremur vatnsveitusvæðum á SV-Íslandi Lárus Rúnar Ástvaldsson lauk B.Sc. í jarðfræði frá Háskóla Íslands árið 1984 og M.Sc. í umhverfis- og auðlindafræði frá Umhverfis-

More information

Veiðimálastofnun. Straumfjarðará 2012 Seiðabúskapur og laxveiði. Friðþjófur Árnason Ragnhildur Þ. Magnúsdóttir Sigurður Már Einarsson VMST/13017

Veiðimálastofnun. Straumfjarðará 2012 Seiðabúskapur og laxveiði. Friðþjófur Árnason Ragnhildur Þ. Magnúsdóttir Sigurður Már Einarsson VMST/13017 VMST/13017 Straumfjarðará 2012 Seiðabúskapur og laxveiði Friðþjófur Árnason Ragnhildur Þ. Magnúsdóttir Sigurður Már Einarsson Veiðimálastofnun Veiðinýting Lífríki í ám og vötnum Rannsóknir Ráðgjöf Forsíðumynd:

More information

LV ORK Heildarframburður Hólmsár við Þaula árin

LV ORK Heildarframburður Hólmsár við Þaula árin LV-2016-067 ORK-16010 Heildarframburður Hólmsár við Þaula árin 2009-2013 LV-2016-067 ORK-16010 Heildarframburður Hólmsár við Þaula árin 2009 2013 Höfundar: Esther Hlíðar Jensen Jórunn Harðardóttir Svava

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2011:1 27. maí 2011 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga frá sveitarfélögum árlega um fjárhagsaðstoð, félagslega heimaþjónustu

More information

Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki

Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki NÍ-11001 Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki Áfangaskýrsla 2010 Borgþór Magnússon Unnið fyrir Landsvirkjun Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki Áfangaskýrsla 2010 Borgþór Magnússon Unnið fyrir Landsvirkjun

More information

Íslenski grágæsastofninn 2012: Fjöldi og dreifing á láglendi að vorlagi

Íslenski grágæsastofninn 2012: Fjöldi og dreifing á láglendi að vorlagi Íslenski grágæsastofninn 2012: Fjöldi og dreifing á láglendi að vorlagi Halldór Walter Stefánsson Unnið fyrir Umhverfisráðuneytið NA-160156 Egilsstaðir Maí 2016 Skýrsla nr: Dags (mánuður, ár): NA-160156

More information

Veiðimálastofnun. Gljúfurá 2014 Samantekt um fiskirannsóknir. Ásta Kristín Guðmundsdóttir. Sigurður Már Einarsson VMST/14055.

Veiðimálastofnun. Gljúfurá 2014 Samantekt um fiskirannsóknir. Ásta Kristín Guðmundsdóttir. Sigurður Már Einarsson VMST/14055. VMST/1455 Gljúf Gljúfurá 214 Samantekt um fiskirannsóknir Ásta Kristín Guðmundsdóttir Sigurður Már Einarsson Veiðimálastofnun Veiðinýting Lífríki í ám og vötnum Rannsóknir Ráðgjöf VMST/1455 Gljúfurá 214

More information

LV ORK Mælingar á aurburði og rennsli í Jökulkvísl árin 2015 og 2016

LV ORK Mælingar á aurburði og rennsli í Jökulkvísl árin 2015 og 2016 LV-2017-126 ORK-1702 Mælingar á aurburði og rennsli í Jökulkvísl árin 2015 og 2016 4 Efnisyfirlit Myndaskrá... 6 Töfluskrá... 7 1 Inngangur... 9 2 Mat á rennsli í Jökulkvísl... 12 2.1 Mælingar í Jökulkvísl

More information

Fjallkrækill Fyrsta fórnarlamb hlýnandi loftslags á Íslandi?

Fjallkrækill Fyrsta fórnarlamb hlýnandi loftslags á Íslandi? Ritrýnd grein Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Hörður Kristinsson Fjallkrækill Fyrsta fórnarlamb hlýnandi loftslags á Íslandi? S íðustu áratugina hafa menn mikið velt fyrir sér áhrifum hlýnandi

More information

HVERNIG Á AÐ META ÁHÆTTU?

HVERNIG Á AÐ META ÁHÆTTU? 85 HVERNIG Á AÐ META ÁHÆTTU? Það er hægt að mæla áhættu og minnka hana. Árið 1988 var ávöxtun á hlutabréfum Flugleiða 47,2% en þremur árum síðar, árið 1991, var hún neikvæð um 11,9%. Ávöxtun spariskírteina

More information

GRUNNSKÓLAR UNGT FÓLK 2014

GRUNNSKÓLAR UNGT FÓLK 2014 UNGT FÓLK 14 GRUNNSKÓLAR Menntun, menning, félags, - íþrótta- og tómstundastarf, heilsa, líðan og vímuefnaneysla unglinga í 8., 9. og. bekk á Íslandi. ÆSKULÝÐSRANNSÓKNIR FRÁ 1992 Ungt fólk 14 Grunnskólar

More information

Vímuefnafíkn, samskipti og fjölskylduánægja

Vímuefnafíkn, samskipti og fjölskylduánægja Vímuefnafíkn, samskipti og fjölskylduánægja Steinunn Hrafnsdóttir, félagsráðgjafi MA, PhD, dósent við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands. Jóna Margrét Ólafsdóttir, félagsráðgjafi MA, doktorsnemi og aðjúnkt

More information

Barnaslys í Reykjavík alvarleiki og orsakir

Barnaslys í Reykjavík alvarleiki og orsakir Háskóli Íslands Læknadeild Barnaslys í Reykjavík 2010-2014 alvarleiki og orsakir Heiðar Örn Ingimarsson, 3. árs læknanemi. Leiðbeinandi: Brynjólfur Mogensen Maí 2015 Þakkarorð Ég vil þakka Brynjólfi Mogensen

More information

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Kynning í Dalskóla 6. desember 2018 Gautur Þorsteinsson, verkfræðingur Um útvarpsþjónustu Fyrsta útsending útvarpsdagskrár 1920 Útsendingar útvarps

More information

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Klettafjöllin og Grand Canyon 1 Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Kristbjörg María Guðmundsdóttir Eitt af fallegustu handverkum náttúruaflanna er án efa að finna í vesturhluta Norður-Ameríku.

More information

Samanburður á neyslu D-vítamíns í fæðubótarformi milli íþróttafólks og þeirra sem stunda ekki íþróttir

Samanburður á neyslu D-vítamíns í fæðubótarformi milli íþróttafólks og þeirra sem stunda ekki íþróttir BSc í íþróttafræði Samanburður á neyslu D-vítamíns í fæðubótarformi milli íþróttafólks og þeirra sem stunda ekki íþróttir Nafn nemanda: Guðmundur Örn Árnason Kennitala: 300891-3229 Leiðbeinandi: Ólafur

More information

Frostþol ungrar steypu. Kristján Andrésson

Frostþol ungrar steypu. Kristján Andrésson Frostþol ungrar steypu Kristján Andrésson Umhverfis- og byggingarverkfræði Háskóli Íslands 2015 Frostþol ungrar steypu Kristján Andrésson 60 eininga ritgerð sem er hluti af Magister Scientiarum gráðu

More information

Brennisteinsvetni í Hveragerði

Brennisteinsvetni í Hveragerði Þróun 2014-022 Reykjavík, september 2014 Brennisteinsvetni í Hveragerði September 2012 mars 2014 Snjólaug Ólafsdóttir EBS-411-01 Útgefandi: Orkuveita Reykjavíkur Útgáfudagur: September 2014 Umsjón og ábyrgð:

More information

Desember 2017 NMÍ 17-06

Desember 2017 NMÍ 17-06 Blöndun slitsterkrar brúarsteypu í steypubíl Desember 2017 NMÍ 17-06 Nýsköpunarmiðstöð Íslands Rannsóknastofa byggingariðnaðarins Desember 2017 Prof. Ólafur H. Wallevik Björn Hjartarson Dr. Jón E. Wallevik

More information

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Stillt upp fyrir tískumyndatöku í Hörpu. Samantekt unnin fyrir Höfuðborgarstofu mars 2017 Höfundur: Rögnvaldur Guðmundsson Rannsóknir

More information

Eiga gerlar þátt í ummyndun basaltgjóskunnar í Surtsey?

Eiga gerlar þátt í ummyndun basaltgjóskunnar í Surtsey? BÚVÍSINDI ICEL. AGR. SCI. 1, 1996: 273 289 Eiga gerlar þátt í ummyndun basaltgjóskunnar í Surtsey? SVEINN P. JAKOBSSON Náttúrufræðistofnun Íslands, Hlemmi 3, 15 Reykjavík YFIRLIT Upphaf Surtseyjarelda

More information

LV Gróðurvöktun á Fljótsdalsheiði

LV Gróðurvöktun á Fljótsdalsheiði LV-2017-054 Gróðurvöktun á Fljótsdalsheiði Samanburður á samsetningu og þekju gróðurs árin 2008 og 2016 Lykilsíða Skýrsla LV nr: LV-2017-054 Dags: Júní 2017 Fjöldi síðna: 43 Upplag: 20 Dreifing: Birt

More information

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg.

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg. STO FNA Ð 1945 VESTANPÓSTUR Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg. Meðal efnis: Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi VESTANPÓSTUR 2006 Ábyrgðarmaður: Guðfinnur Kjartansson

More information

Gashæfni kúamykju og möguleikar metanvinnslu í Eyjafirði

Gashæfni kúamykju og möguleikar metanvinnslu í Eyjafirði Gashæfni kúamykju og möguleikar metanvinnslu í Eyjafirði Svanhildur Ósk Ketilsdóttir og Þóroddur Sveinsson Landbúnaðarháskóli Íslands Útdráttur Metanframleiðsla íslenskrar kúamykju var mæld og mat lagt

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr. 54 8. árgangur

More information