SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

Size: px
Start display at page:

Download "SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS"

Transcription

1 SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Diamox 250 mg töflur 2. VIRK INNIHALDSEFNI OG STYRKLEIKAR Hver tafla inniheldur 250 mg acetazólamíð. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla LYFJAFORM Tafla Hvít tafla með deiliskoru. Töflunni má skipta í jafna skammta. 4. KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR 4.1 Ábendingar Skammtímameðferð eftir aðgerð vegna skýs á auga eða aðgerð á glerhlaupi og sjónhimnu (vitreoretinal surgery), þegar talin er hætta á skyndilegri þrýstingsaukningu. Viðbótarmeðferð við gleiðhornsgláku og afleiddri (secondary) gláku, þegar annað hvort er um að ræða of lítið næmi eða óþol fyrir þrýstingslækkandi lyfjum til staðbundinnar notkunar í auga, eða ef ekki má nota slík lyf. Formeðferð til lækkunar augnþrýstings þegar þess er þörf fyrir síunaraðgerð við bráðri þrönghornsgláku. Flogaveiki (petit mal). 4.2 Skammtar og lyfjagjöf Skammtar: Skammtímameðferð eftir aðgerð vegna skýs á auga eða aðgerð á glerhlaupi og sjónhimnu: 250 mg mg daglega. Gláka og formeðferð við bráðri þrönghornsgláku: Venjulegir skammtar eru 250 mg mg á dag, skipt í 2 til 4 skammta. Nota má Diamox samhliða hefðbundnum ljósopsþrengjandi lyfjum. Sem viðbótarmeðferð við flogaveiki: 375 mg mg á dag, skipt í 2 til 4 skammta. Þegar Diamox er gefið ásamt öðrum flogaveikilyfjum er mælt með 250 mg upphafsskammti á dag sem viðbót við þá meðferð sem er í gangi. Sá skammtur er síðan aukinn upp í ofannefndan skammt. Meðferðareftirlit Gera skal ítarlega rannsókn á blóð- og elektrólýtabúskap áður en meðferð með acetazólamíði hefst og síðan með jöfnu millibili meðan á meðferð stendur svo hægt sé að merkja breytingar á blóðmynd tímanlega. 1

2 Lyfjagjöf: Aðeins til inntöku. 4.3 Frábendingar - Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla sjálfvakin klóríðblóðsýring (idiopathic renal hyperchloremic acidose) og Addison s sjúkdómur - alvarlega skert lifrarstarfsemi - alvarlega skert nýrnastarfsemi - einkenni vegna lækkaðra natríum- og/eða kalíumgilda í blóði - ofnæmi fyrir súlfónamíðum eða öðrum súlfonamíðafleiðum, þar með töldu acetazólamíði eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins - langtímameðferð við þrönghornsgláku (non-congestive angle-closure glaucoma) (acetazolamíð getur dulið þrengingu hornsins vegna minnkunar þrýstings í auga). 4.4 Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun Greint hefur verið frá sjálfvígshugsunum og sjálfsvígshegðun hjá sjúklingum sem fengu flogaveikilyf við mismunandi ábendingum. Í safngreiningu á slembiraðaðri samanburðarrannsókn með lyfleysu sem gerð var á flogaveikilyfjum kom fram lítið eitt aukin hættu á sjálfsvíshugsunum og sjálfsvígshegðun. Ekki er vitað hvað veldur þessari hættu og fyrirliggjandi gögn útiloka ekki möguleikann á aukinni hættu við notkun acetazólamíðs. Því skal fylgjast með sjúklingum með tillitit til merkja um sjálfsvígshugsanir og sjálfsvígshegðun og íhuga viðeigandi meðferð. Sjúklingum (og þeim sem annast þá) skal ráðlagt að leita læknis komi fram merki um sjálfsvígshugsanir eða slíka hegðun. Þegar Diamox er ávísað til langtímameðferðar skal gæta sérstrakrar varúðar. Sjúklingi skal bent á að greina frá öllum óeðlilegum útbrotum eða merkjum um eitrun í húð svo sem Stevens- Johnson heilkenni eða drep í húðþekju sem krefst þess að meðferð með Diamox skuli samstundis hætt. Mælt er með að mæla blóðkornafjölda og elektrólýtagildi áður en meðferð hefst og fylgjast síðan reglulega með þeim gildum meðan á meðferð stendur. Hætta skal Diamox meðferð strax ef fram kemur mjög hröð fækkun blóðfrumna. Í mjög sjaldgæfum tilvikum hefur orðið dauðsföll vegna alvarlegra viðbragða við súlfónamíðum, þar með töldu acetazólamíði, svo sem vegna Stevens-Johnson heilkennis og dreps í húðþekju, svæsiðs lifrardreps, kyrningahraps, vanmyndunarblóðleysis og annarra blóðsjúkdóma og bráðaofnæmis. Acetazólamíð meðferð getur valdið ójafnvægi elektrólýta, þar með talið skorti á natríum og tímabundnum skorti á kalíum, svo og blóðsýringu. Því er mælt með að fylgjast reglulega með elektrólýtum í sermi. Mælt er með að sýna sérstaka aðgát hjá sjúklingum með sjúkdóma tengdum ójafnvægi elektrólýta og sýru/basa ójafnvægi eða þeim sem eru í aukinni hættu á slíku ójafnvægi, svo sem sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi (þar með taldir aldraðir sjúklingar), sjúklingum með lungnateppusjúkdóma, lungnaþembu, sjúklingum með sykursýki og sjúklingum með skerta inn- eða útöndun (impaired alveolar ventilation). Greint hefur verið frá alvarlegri blóðsýringu hjá sjúklingum með eðlilega nýrnastarfsemi meðan á meðferð með acetazólamíði og salicýlötum stendur og samhliða gjöf þessara lyfja skal því forðast (sjá kafla 4.5). Lýst hefur verið bæði hækkun og lækkun á blóðsykri hjá sjúklingum í meðferð með acetazólamíði. Hafa skal það í huga hjá sjúklingum sem eru með skert glúkósaþol eða sykursýki. Hjá sjúklingum með sögu um nýrnasteina skal meta ávinningi á móti hættu á frekari myndun nýrnasteina. Acetazólamíð skal ekki gefa sjúklingum með lifrarsjúkdóm eða skerta lifrarstarfsemi, þar með talin skorpulifur, þar sem það getur aukið hættu á heilakvilla. 2

3 Ef útbreitt roðaþot með hita og graftarbólum kemur fram við upphaf meðferðar getur það verið einkenni bráðs útbreidds graftarútþots (acute generalised exanthematous pustulosis (AGEP)) (sjá kafla 4.8). Ef greining á bráðu útbreiddu graftarútþoti liggur fyrir á að hætta meðferð með acetazólamíði og ekki má hefja meðferð með acetazólamíði á ný. Áhrif á rannsóknarstofu- og greiningarpróf Acetazólamíð getur aukið magn kristalla í þvagi. Acetazólamíð truflar HPLC aðferð fyrir magngreiningu teófýllíns. Truflun á mæliaðferðinni við magngreiningu teófýllíns og acetazólamíðs er háð þeim leysi sem notaður er við útdráttinn. Acetazólamíð truflar ekki aðrar greiningaraðferðir teófýllíns. 4.5 Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir Acetazólamíð er súlfónamíðafleiða. Súlfónamíð geta aukið áhrif fólinsýruhemla, sykursýkislyfja og segavarnarlyfja til inntöku. Salicýlöt geta ýtt acetazólamíði frá plasmapróteinum og minnkað nýrnaúthreinsum þess. Samhliða gjöf acetazólamíðs og acetýlsalicýlsýru getur leitt til alvarlegrar eitrunar og þ.m.t. eituráhrif á miðtaugakerfið. Greint hefur verið frá alvarlegri blóðsýringu hjá sjúklingum með eðlilega nýrnastarfsemi við meðferð með acetazólamíði og salicýlötum. Forðast skal samhliða gjöf þessara efna. Nauðsynlegt getur verið að breyta skammti acetazólamíðs ef það er gefið samhliða hjartaglýkósíðum eða blóðþrýstingslækkandi lyfjum. Þegar acetazólamíð er gefið samhliða fenýtóíni breytir það efnaskiptum þess sem leiðir til hærri gilda af fenýtóíni í sermi. Einstaka sinnum hefur verið greint frá lækkun á primidongildum og aukningu á karbamazepíngildum í sermi við samhliða gjöf acetazólamíðs. Alvarleg beinmeyra hefur komið fram hjá örfáum sjúklingum sem fengu acetazólamíð ásamt öðrum flogaveikilyfjum. Samhliða notkun annarra karbóanhýdrasahemla er ekki ráðlögð vegna hugsanlegra samlegðaráhrifa. Með því að hækka ph gildi í nýrnapíplum, getur acetazólamíð dregið úr útskilnaði memantíns, amfetamíns og kínidíns og getur þannig aukið áhrif og hættuna á aukaverkunum vegna þessara lyfja. Metenamín er notað gegn þvagfærasýkingum. Í súru umhverfi er metenamín vatnsrofið í ammóníak og formaldehýð, sem hafa bakteríudrepandi áhrif. Með því að hækka ph í þvagi getur acetazólamíð því minnkað áhrif metenamín lyfja. Acetazólamíð eykur útskilnað litíums vegna skertrar endurupptöku á litíum í nærlægum nýrnapíplum. Áhrif litíumkarbónats getur minnkað. Samhliða meðferð með natríumbikarbónati eykur hættuna á myndun nýrnasteina hjá sjúklingum sem nota acetazólamíð. Þegar acetazólamíð er gefið samhliða ciklósporíni getur það hækkað blóðgildi ciklósporíns. Gæta skal varúðar þegar acetazólamíð er gefið sjúklingum sem fá ciklósporín. 4.6 Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf Meðganga Greint hefur verið frá að acetazólamíð valdi vansköpunum (galli í útlimum) og hafi fósturskemmandi áhrifum hjá rottum, músum, hömstrum og kanínum við inntöku eða við gjöf utan meltingarvegar (parenteral) í meira en tíföldum þeim skömmtum sem ráðlagðir eru fyrir menn. Þó að ekki séu 3

4 vísbendingar um þessi áhrif hjá mönnun þá vantar viðunandi og vel stýrðar rannsóknir hjá barnshafandi konum. Því á ekki að nota Diamox á meðgöngu, sérstaklega ekki á fyrsta þriðjungi. Brjóstagjöf Acetazólamíð hefur greinst í litlu magni í mjólk hjá konum með barn á brjósti sem tekið hafa Diamox. Þó ólíklegt sé að það hafi alvarleg áhrif á ungbarnið, skal gæta sérstakrar varúðar þegar Diamox er gefið konum með barn á brjósti. Frjósemi Engar rannsóknir hafa verið gerðar á frjósemi hjá mönnum en greint hefur verið frá einstökum tilvikum um minnkaða kynhvöt og getuleysi hjá körlum. Í dýrarannsóknum hefur komið fram minnkuð frjósemi hjá karldýrum. 4.7 Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla Sumar aukaverkanir acetazólamíðs, eins og svefnhöfgi, þreyta og nærsýni, geta skert hæfni til aksturs og stjórnunar véla. 4.8 Aukaverkanir Mjög algengar ( 1/10); algengar ( 1/100 til <1/10); sjaldgæfar ( 1/1.000 til <1/100); mjög sjaldgæfar ( 1/ til <1.000); koma örsjaldan fyrir (<1/10.000); tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum) Aukaverkanir Líffæraflokkur Algengar Sjaldgæfar Mjög sjaldgæfar Tíðni ekki þekkt Blóð og eitlar Vanmyndunarblóðleysi Kyrningarhrap Hvítkornafæð Blóðflagnafæð Blóðflagnafæðarpurpuri (thrombocytic purpura), Beinmergsbæling Blóðfrumnafæð Ónæmiskerfi Ofnæmislost Bráðaofnæmi Innkirtlar Efnaskipti og næring Blóðsýring Hækkun þvagsýru Blóðkalíumlækkun Of hár blóðsykur Blóðsykurfall Beinmeyra Blóðnatríumlækkun Geðræn vandamál Þunglyndi Taugakerfi Sundl Náladofi Krampar Linkulömun Augu Nærsýni Ringlun Pirringur Spenningur Höfuðverkur Óregluhreyfing Syfja Svefndrungi Eyru og völundarhús Meltingarfæri Lifur og gall Bragðtruflanir Ógleði Uppköst Eyrnasuð Niðurgangur Lifrarbólga Gula Svæsið lifrardrep Skert heyrn Sortusaur Óeðlileg lifrarstarfsemi 4

5 Húð og undirhúð Kláði Regnbogaroðasótt Stevens Johnson heilkenni Drep í húðþekju Ljósnæmi Aukinn óeðlilegur hárvöxtur Ofsakláði Bráð útbreidd graftarútþot Nýru og þvagfæri Nýrnasteinar Nýrnabilun Kristallamiga Steinamyndun Blóð í þvagi Sykur í þvagi Ofsamiga, Nýrna- og þvagfærakveisa Nýrnaskemmdir Æxlunarfæri og brjóst Almennar aukaverkanir og aukaverkanir á íkomustað Rannsóknaniðurstöður Þreyta Sótthiti, Þróttleysi Aukin þvagsýra Minnkuð kynhvöt Andlitsroði Þorsti Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu til Lyfjastofnunar, Ofskömmtun Eituráhrif Ekkert sérstakt móteitur er til. 250 mg í 9 mánaða gömlu barni olli vægri eitrun eftir magatæmingu. Um 5 g hjá fullorðnum ollu miðlungs eitrun. Einkenni Syfja, trufluð húðskynjun, hreyfitruflun, tvísýni, þokusýn, ógleði, uppköst, ofsamiga, þorsti, hiti, útbrot og meint ofnæmisvandamál. Búast má við ójafnvægi á blóðsöltum sem getur þróast í blóðsýringu og haft áhrif á miðtaugakerfi. Ef ofskömmtun er mikil eykst hætta á hvítblæði, rauðalosblóðleysi, nýrnasteina, blóðmigu og hugsanlega nýrnabilun. Meðferð Meðferð skal vera einkenna- og stuðningsmiðuð. Fylgjast skal vel með elektrólýtagildum í sermi (einkum kalíum) og sýrustigi blóðs. Stuðningsaðgerðir eru nauðsynlegar til að stilla elektrólýta og sýrustig. Blóðsýringu má venjulega laga með því að gefa bikarbonat. Acetazólamíð má fjarlægja með blóðskilun. Það getur verið mikilvægt í ofskömmtunartilfellum við nýrnabilun. 5. LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR 5

6 5.1 Lyfhrif Flokkun eftir verkun: Karbóanhýdrasa-hemlar-Acetazolamidum, ATC flokkur: S01EC01 Verkunarháttur: Acetazolamíð er öflugt hemill ensímsins kolsýruanhýdrasa, ensíms sem hvetur afturkræfa ferlið sem felur í sér vötnun koldíoxíðs og afvötnun kolsýru. Hamlandi verkun acetazólamíðs í auga minnkar seytingu augnhólfavökva sem leiðir til lækkaðs augnþrýstings og er þannig notað sem meðferð við gláku. Lyfhrif: Þvagræsandi áhrif acetazólamíðs koma vegna hömlunar á kolsýruanhýdrasa í nýrum, þar sem nýrun eru ábyrg fyrir vötnun koldíoxíðs og afvötnun koldíoxíðs er hamið. Þvagræsandi áhrifin eru lítil eða í meðallagi og hverfa eftir nokkra daga (við langvarandi gjöf) fyrir tilstilli stýriferla líkamans (compensation mechanisms). 5.2 Lyfjahvörf Frásog: Acetazólamíð frásogast hratt frá meltingarfærum eftir inntöku og binst plasmapróteinum fast svo og ensíminu kolsýruanhýdrasa. Lyfið byrjar að safnast fyrir í vefjum þar sem ensímið er til staðar, m.a. í rauðum blóðkornum og nýrnaberki. Dreifing: Plasmagildi lyfsins ná hámarki eftir 1-3 klukkustundir eftir inntöku, þar sem hámarksgildi næst í blóði u.þ.b. einni klukkustund síðar. Plasmagildi lækka mun hraðar en í rauðum blóðkornum eða í blóði og útskilnaður verður oftast tvískiptur. Fyrri hlutinn er með helmingunartímann 2 klukustundir og seinni hlutinn hefur helmingunartímann 13 klukkustundir. Lokahelmingunartíminn samsvara leka úr rauðum blóðkornum. Brotthvarf: Acetazólamíð skilst algerlega út um nýrun. 5.3 Forklínískar upplýsingar Tilkynnt hefur verið um vansköpun (galla í útlimum) hjá músum, rottum, hömstrum og kanínum við skammta meira en tíu sinnum stærri en klínískt ráðlagðra skammta fyrir acetazólamíð gefnu til inntöku og inndælingar. 6. LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR 6.1 Hjálparefni Kalsíumhydrogenfosfat. Maíssterkja. Natríumsterkjuglýkolat. Povidon K Magnesíumstearat. 6.2 Ósamrýmanleiki Á ekki við. 6.3 Geymsluþol 6

7 4 ár 6.4 Sérstakar varúðarreglur við geymslu Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins. 6.5 Gerð íláts og innihald Plastglas með 100 töflum. 6.6 Leiðbeiningar um notkun og meðhöndlun og förgun Engin sérstök fyrirmæli. 7. MARKAÐSLEYFISHAFI Mercury Pharmaceuticals Ltd., Capital House, 85 King William Street, London EC4N 7BL, Bretland 8. MARKAÐSLEYFISNÚMER MTnr DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS Dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 1. janúar 1986 Nýjasta dagsetning endurnýjun markaðsleyfis: 29. desember DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS 19. febrúar

Meðferð með GnRH-hliðstæðum er aðeins við einkennum; þessi meðferð eyðir ekki undirliggjandi orsökum frjósemisvandamáls.

Meðferð með GnRH-hliðstæðum er aðeins við einkennum; þessi meðferð eyðir ekki undirliggjandi orsökum frjósemisvandamáls. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI DÝRALYFS Busol 0,004 mg/ml stungulyf, lausn, handa nautgripum, hestum, kanínum 2. INNIHALDSLÝSING Hver ml inniheldur : Virkt innihaldsefni: Buserelin (sem buserelinasetat)

More information

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Virk innihaldsefni: lósartankalíum 50 mg/hýdróklórtíazíð 12,5 mg eða lósartankalíum 100 mg/hýdróklórtíazíð 25 mg.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Virk innihaldsefni: lósartankalíum 50 mg/hýdróklórtíazíð 12,5 mg eða lósartankalíum 100 mg/hýdróklórtíazíð 25 mg. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Presmin Combo 50 mg/12,5 mg og 100 mg/25 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Virk innihaldsefni: lósartankalíum 50 mg/hýdróklórtíazíð 12,5 mg eða lósartankalíum

More information

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. 1 ml inniheldur 100 míkróg desmópressínasetat sem samsvarar 89 míkróg af desmópressíni.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. 1 ml inniheldur 100 míkróg desmópressínasetat sem samsvarar 89 míkróg af desmópressíni. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Minirin 0,1 mg/ml nefúði, lausn 2. INNIHALDSLÝSING Desmópressínasetat 10 míkróg/úðaskammt. 1 ml inniheldur 100 míkróg desmópressínasetat sem samsvarar 89 míkróg

More information

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS INSPRA 25 mg filmuhúðaðar töflur. INSPRA 50 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 25 mg eða 50 mg af eplerenóni. Hjálparefni

More information

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 100 mg af lósartankalíum og 25 mg af hýdróklórtíazíði.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 100 mg af lósartankalíum og 25 mg af hýdróklórtíazíði. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Cozaar Comp 50 mg/12,5 mg filmuhúðaðar töflur Cozaar Comp 100 mg/12,5 mg filmuhúðaðar töflur Cozaar Comp Forte 100 mg/25 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING

More information

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Þórólfur Guðnason yfirlæknir Sóttvarnalæknir, Embætti landlæknis Nóvember 2014 Gastegundir frá eldgosum >95% H 2 O, CO 2 SO 2

More information

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. 10 mg benzýlalkóhól, 40 mg cetýlalkóhól, 40 mg sterýlalkóhól og 50 mg própýlenglýkól (E1520) í hverju 1 g af kremi.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. 10 mg benzýlalkóhól, 40 mg cetýlalkóhól, 40 mg sterýlalkóhól og 50 mg própýlenglýkól (E1520) í hverju 1 g af kremi. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Elidel 10 mg/g krem 2. INNIHALDSLÝSING 1 g af kremi inniheldur pimecrolimus 10 mg. Hjálparefni með þekkta verkun 10 mg benzýlalkóhól, 40 mg cetýlalkóhól, 40 mg

More information

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hjálparefni með þekkta verkun: Lyfið inniheldur mjólkursykur. Í hverri töflu eru 42 mg af mjólkursykurmonohýdrati.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hjálparefni með þekkta verkun: Lyfið inniheldur mjólkursykur. Í hverri töflu eru 42 mg af mjólkursykurmonohýdrati. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Kóvar 2 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur warfarínnatríum 2 mg. Hjálparefni með þekkta verkun: Lyfið inniheldur mjólkursykur. Í hverri töflu

More information

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Enalapril Krka 5 mg töflur. Enalapril Krka 10 mg töflur. Enalapril Krka 20 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING 5 mg tafla: Hver tafla inniheldur 5 mg af enalapril maleati.

More information

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Presmin 50 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Presmin inniheldur 50 mg af virka efninu lósartankalíum. Hjálparefni með þekkta verkun: Hver tafla inniheldur

More information

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Pamidronatdinatrium Pfizer 3 mg/ml, innrennslisþykkni, lausn. Pamidronatdinatrium Pfizer 6 mg/ml, innrennslisþykkni, lausn. Pamidronatdinatrium Pfizer 9 mg/ml,

More information

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að

More information

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 20 mg af enalaprilmaleati og 12,5 mg af hydrochloriohiazidi.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 20 mg af enalaprilmaleati og 12,5 mg af hydrochloriohiazidi. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Enalapril comp ratiopharm 20 mg/12,5 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 20 mg af enalaprilmaleati og 12,5 mg af hydrochloriohiazidi. Hjálparefni

More information

Hugsanlega er ekki hægt að gefa nákvæmlega þá skammta í mg/kg sem gefa á börnum ef hylki eru notuð.

Hugsanlega er ekki hægt að gefa nákvæmlega þá skammta í mg/kg sem gefa á börnum ef hylki eru notuð. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Dalacin 150 mg og 300 mg hörð hylki. 2. INNIHALDSLÝSING Klindamýsín 150 mg og 300 mg sem klindamýsínklóríð. Hjálparefni með þekkta verkun: Dalacin 150 mg inniheldur

More information

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. 1 ml af dreifu inniheldur cíprófloxacín hýdróklóríð sem samsvarar 2 mg af cíprófloxacíni og 10 mg af hýdrókortisóni.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. 1 ml af dreifu inniheldur cíprófloxacín hýdróklóríð sem samsvarar 2 mg af cíprófloxacíni og 10 mg af hýdrókortisóni. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Ciproxin-Hydrocortison 2 mg/ml + 10 mg/ml, eyrnadropar, dreifa. 2. INNIHALDSLÝSING 1 ml af dreifu inniheldur cíprófloxacín hýdróklóríð sem samsvarar 2 mg af cíprófloxacíni

More information

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Hepsera 10 mg töflur 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 10 mg adefóvír tvípívoxíl. Hjálparefni með þekkta verkun: Hver tafla inniheldur 113

More information

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYF

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYF SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYF 1. HEITI LYFS Losartan Medical Valley 12,5 mg filmuhúðaðar töflur Losartan Medical Valley 50 mg filmuhúðaðar töflur Losartan Medical Valley 100 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING

More information

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Lopress 12,5 mg eða 50 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 12,5 mg eða 50 mg af lósartankalíum. Sjá lista yfir öll hjálparefni

More information

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Úr hverjum plástri losna 25 míkróg af fentanýli á klukkustund. Hver 7,5 cm 2 plástur inniheldur 4,125 mg af fentanýli.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Úr hverjum plástri losna 25 míkróg af fentanýli á klukkustund. Hver 7,5 cm 2 plástur inniheldur 4,125 mg af fentanýli. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Fentanyl Actavis 25 míkróg/klst. forðaplástur Fentanyl Actavis 50 míkróg/klst. forðaplástur Fentanyl Actavis 75 míkróg/klst. forðaplástur Fentanyl Actavis 100

More information

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Feraccru 30 mg hörð hylki 2. INNIHALDSLÝSING Hvert hylki inniheldur 30 mg af járni (sem ferrímaltól). Hjálparefni með þekkta verkun: Hvert hylki inniheldur

More information

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Oftaquix 5 mg/ml augndropar, lausn stakskammtaílát 2. INNIHALDSLÝSING Einn ml af augndropum, lausn, inniheldur 5,12 mg af levofloxacín hemihýdrati samsvarandi

More information

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að

More information

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Bonviva 150 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 150 mg af íbandrónsýru (sem natríum einhýdrat). Hjálparefni

More information

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Omeprazol Medical Valley 10 mg magasýruþolin hörð hylki Omeprazol Medical Valley 20 mg magasýruþolin hörð hylki Omeprazol Medical Valley 40 mg magasýruþolin hörð

More information

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir sjúkling. Sandimmun 50 mg/ml innrennslisþykkni, lausn. ciclosporin

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir sjúkling. Sandimmun 50 mg/ml innrennslisþykkni, lausn. ciclosporin Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir sjúkling Sandimmun 50 mg/ml innrennslisþykkni, lausn ciclosporin Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar. -

More information

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Panodil Brus 500 mg freyðitöflur Parasetamól

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Panodil Brus 500 mg freyðitöflur Parasetamól Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Panodil Brus 500 mg freyðitöflur Parasetamól Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar. Alltaf

More information

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Omnipaque stungulyf, lausn 2. INNIHALDSLÝSING Virk innihaldsefni Styrkur Innihald/ml Iohexól (INN) 140 mg J/ml 302 mg jafngildir 140 mg joðs Iohexól (INN) 180

More information

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Azyter 15 mg/g augndropar, lausn í stakskammtaíláti. 2. INNIHALDSLÝSING Hvert g lausnar inniheldur 15 mg af azitrómýsíntvíhýdrati sem jafngildir 14,3 mg af azitrómýsíni.

More information

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Xylocain Dental adrenalin 20 mg/ml + 12,5 míkróg/ml stungulyf, lausn í rörlykjum.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Xylocain Dental adrenalin 20 mg/ml + 12,5 míkróg/ml stungulyf, lausn í rörlykjum. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Xylocain Dental adrenalin 20 mg/ml + 12, míkróg/ml stungulyf, lausn í rörlykjum. 2. INNIHALDSLÝSING Lídókaínhýdróklóríð 20 mg/ml og adrenalín 12, míkróg/ml (sem

More information

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Quetiapin Actavis 25 mg filmuhúðaðar töflur Quetiapin Actavis 100 mg filmuhúðaðar töflur Quetiapin Actavis 200 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Hver

More information

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að

More information

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Risperidón Alvogen 0,5 mg og 1 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur risperidón 0,5 mg eða 1 mg. Hjálparefni með þekkta

More information

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

30 mg hylki: Hvert hylki inniheldur 30 mg lísdexamfetamíntvímesýlat, sem jafngildir 8,9 mg af dexamfetamíni.

30 mg hylki: Hvert hylki inniheldur 30 mg lísdexamfetamíntvímesýlat, sem jafngildir 8,9 mg af dexamfetamíni. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar

More information

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI DÝRALYFS ZULVAC 8 Bovis stungulyf, dreifa, fyrir nautgripi. 2. INNIHALDSLÝSING Hver 2 ml skammtur af bóluefni inniheldur: Virk innihaldsefni: Óvirkjuð

More information

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Bortezomib Accord 1 mg stungulyfsstofn, lausn. Bortezomib Accord 3,5 mg stungulyfsstofn, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Bortezomib Accord 1 mg stungulyfsstofn,

More information

Tímarit um lyfjafræði

Tímarit um lyfjafræði Tímarit um lyfjafræði 1 tbl. 2008 Efnisyfirlit: Formannsþankar Námskeiðið CellCourse 2008 Útskriftarárgangur 2008 Ferðasaga - Ferð lyfjafræðinema til Rúmeníu Lyfjafræðingarnir í brúnni hjá Actavis bls.

More information

Klínískar leiðbeiningar um velgjuvörn og meðferð ógleði og uppkasta vegna krabbameinslyfja- og/eða geislameðferðar

Klínískar leiðbeiningar um velgjuvörn og meðferð ógleði og uppkasta vegna krabbameinslyfja- og/eða geislameðferðar Klínískar leiðbeiningar um velgjuvörn og meðferð ógleði og uppkasta vegna krabbameinslyfja- og/eða geislameðferðar Landspítali - Klínískar leiðbeiningar um velgjuvörn og meðferð ógleði og uppkasta vegna

More information

VIÐAUKI I LISTI YFIR HEITI LYFS, LYFJAFORM, STYRKLEIKA LYFJA, ÍKOMULEIÐIR OG MARKAÐSLEYFISHAFA AÐILDARRÍKJA OG Á ÍSLANDI

VIÐAUKI I LISTI YFIR HEITI LYFS, LYFJAFORM, STYRKLEIKA LYFJA, ÍKOMULEIÐIR OG MARKAÐSLEYFISHAFA AÐILDARRÍKJA OG Á ÍSLANDI VIÐAUKI I LISTI YFIR HEITI LYFS, LYFJAFORM, STYRKLEIKA LYFJA, ÍKOMULEIÐIR OG MARKAÐSLEYFISHAFA AÐILDARRÍKJA OG Á ÍSLANDI 1 Aðildarríki Markaðsleyfishafi Umsækjandi Heiti lyfs Styrkleiki Lyfjaform Íkomuleið

More information

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Grepid 75 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 75 mg af klópidógreli (sem besílat). Hjálparefni með þekkta verkun:

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

Nýr texti fyrir lyfjaupplýsingar Útdráttur úr ráðleggingum PRAC vegna ræsimerkja

Nýr texti fyrir lyfjaupplýsingar Útdráttur úr ráðleggingum PRAC vegna ræsimerkja 25 February 2016 EMA/PRAC/166050/2016 Corr 1 Pharmacovigilance Risk Assessment Committee (PRAC) Nýr texti fyrir lyfjaupplýsingar Útdráttur úr ráðleggingum PRAC vegna ræsimerkja Samþykkt á fundi PRAC 8.-11.

More information

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Cayston 75 mg stofn og leysir fyrir eimgjafa, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Hvert hettuglas inniheldur aztreonam lýsín sem samsvarar 75 mg aztreonam.

More information

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að

More information

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS balance 1,5% glúkósi,, kviðskilunarlausn, kviðskilunarlausn, kviðskilunarlausn 2. INNIHALDSLÝSING balance 1,5%/2,3%/4,25% glúkósi, fæst í tvíhólfa poka. Annað

More information

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Amyvid 800 MBq/ml stungulyf, lausn Amyvid 1900 MBq/ml stungulyf, lausn 2. INNIHALDSLÝSING Amyvid 800 MBq/ml stungulyf, lausn Hver ml af stungulyfi,

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

Hjálparefni og upplýsingar í fylgiseðli

Hjálparefni og upplýsingar í fylgiseðli Hjálparefni og upplýsingar í Heiti Uppfært Íkomuleið lyfs Mörk Upplýsingar sem eiga að koma fram í Aprótínín Útvortis Getur valdið ofnæmi eða alvarlegum ofnæmisviðbrögðum. Jarðhnetuolía Allar inniheldur

More information

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Toradol 30 mg/ml stungulyf, lausn ketórolaktrómetamól

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Toradol 30 mg/ml stungulyf, lausn ketórolaktrómetamól Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Toradol 30 mg/ml stungulyf, lausn ketórolaktrómetamól Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar.

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012 Nr. 28/32 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012 2013/EES/28/07 frá 8. júní 2012 um framkvæmdarreglur vegna beitingar 16. gr.

More information

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að

More information

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ / 1004720-1004720-3-ABC 2.1.2018 09::16 Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær»»» Reykjavík/HÍ 06:42 06:44 06:45 06:47 06:51 06:52 06: 07:17 07:18 07:22 07:28 07:29 07:31 07:32 07:34 07:36 07:38

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

Tíðni einkenna og meðferð þeirra á síðasta sólarhring lífs hjá deyjandi sjúklingum á Landspítala og á hjúkrunarheimilum

Tíðni einkenna og meðferð þeirra á síðasta sólarhring lífs hjá deyjandi sjúklingum á Landspítala og á hjúkrunarheimilum Tíðni einkenna og meðferð þeirra á síðasta sólarhring lífs hjá deyjandi sjúklingum á Landspítala og á hjúkrunarheimilum Svandís Íris Hálfdánardóttir 1 hjúkrunarfræðingur, Kristín Lára Ólafsdóttir 2 hjúkrunarfræðingur,

More information

Hæðarveiki - yfirlitsgrein

Hæðarveiki - yfirlitsgrein Hæðarveiki - yfirlitsgrein Gunnar Guðmundsson 1,3 lungnalæknir Tómas Guðbjartsson 2,3 hjarta- og lungnaskurðlæknir *Hér er hæðarveiki notuð fyrir enska orðið high altitude sickness, en háfjallaveiki fyrir

More information

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2 1 Examples 2 Sýnidæmi 2 2 Example 25-1 Gefið er 3 fasa, 3 teina raforkukerfi samkvæmt meðfylgjandi einlínumynd. Allar stærðir á myndinni eru í einingakerfinu ( per unit ). Seríuviðnám háspennulínanna er

More information

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar 1 Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar Introduction to rotating machines 2 Grunnhugtök og meginþættir Klassískar gerðir véla Riðstraumsvélar Samfasavél (synchronous machine) Spanvél (induction machine

More information

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI DÝRALYFS Pirsue 5 mg/ml spenalyf,lausn fyrir nautgripi 2. INNIHALDSLÝSING Virk innihaldsefni: Pirlimycin hydrochloride sem samsvarar 50 mg af pirlimycini

More information

Tíðni og orsakir rákvöðvarofsgreininga á Landspítala árin

Tíðni og orsakir rákvöðvarofsgreininga á Landspítala árin Tíðni og orsakir rákvöðvarofsgreininga á Landspítala árin 2008-2012 Arnljótur Björn Halldórsson 1,2 Elísabet Benedikz 1,3, Ísleifur Ólafsson 1,4, Brynjólfur Mogensen 1,2 1 Læknadeild Háskóla Íslands, 2

More information

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Áhrif lofthita á raforkunotkun Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Júlí 2017 Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Orkustofnun Júlí 2017 Útgefandi: Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Sími: 569 6000, Fax, 568

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

Greiningargeta blóðprufa og afdrif sjúklinga með Disseminated Intravascular Coagulation

Greiningargeta blóðprufa og afdrif sjúklinga með Disseminated Intravascular Coagulation Greiningargeta blóðprufa og afdrif sjúklinga með Disseminated Intravascular Coagulation Einar Hjörleifsson 1 Martin Ingi Sigurðsson 2, Páll Torfi Önundarson 1,3, Brynja Guðmundsdóttir 3, Gísli Heimir Sigurðsson

More information

Mat á járnbúskap með mælingu á transferrínviðtökum

Mat á járnbúskap með mælingu á transferrínviðtökum Mat á járnbúskap með mælingu á transferrínviðtökum Ágrip Vigfús Þorsteinsson 1 sérfræðingur í blóðmeinafræði og meinefnafræði Friðrik E. Yngvason 2 sérfræðingur í lyf- og lungnalækningum Lykilorð: járnskortur,

More information

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Jón Viðar Jónmundsson 1 og Emma Eyþórsdóttir 2 1 Bændasamtökum Íslands 2 Rannsóknarstofnun landbúnaðarins/lbh á Hvanneyri Inngangur Fyrsta

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur CHEMISTRY The Central 9th Edition Hlutfallareikningur: AðA reikna út frá formúlum og efnajöfnum fnum Lavoisier: Massi varðveitist í efnahvörfum. : lýsa efnahvörfum. Efnajafna : Hvarfefni og myndefni: 2H

More information

Samantekt á atriðum sem framleiðendur snyrtivara þurfa að uppfylla

Samantekt á atriðum sem framleiðendur snyrtivara þurfa að uppfylla Öruggar snyrtivörur Samantekt á atriðum sem framleiðendur snyrtivara þurfa að uppfylla Snyrtivara sem er boðin fram á markaði á evrópska efnahagssvæðinu skal vera örugg fyrir heilbrigði manna og uppfylla

More information

Klínískar leiðbeiningar um sýklalyfjameðferð hjá sjúklingum með hita og kyrningafæð

Klínískar leiðbeiningar um sýklalyfjameðferð hjá sjúklingum með hita og kyrningafæð Desember 2008 Klínískar leiðbeiningar um sýklalyfjameðferð hjá sjúklingum með hita og kyrningafæð Inngangur Þessar klínísku leiðbeiningar eru unnar úr leiðbeiningum Infectious Disease Society of America

More information

Öryggi barna skiptir miklu máli, börnin eru

Öryggi barna skiptir miklu máli, börnin eru Sálfræðiritið Tímarit Sálfræðingafélags Íslands 16. árg. 2011, bls. 73 79 Öryggi barna í innkaupakerrum: Áhrifarík leið til að forðast slys Háskóli Íslands Öryggi barna ætti að skipta foreldra miklu máli.

More information

Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös

Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös Næringarvörur Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös 8.30-17.00 Síðumúli 16 108 Reykjavík Sími 580 3900 www.fastus.is Grunndrykkir RESOURCE Senior Active RESOURCE Senior Active Fyrir

More information

Bráð briskirtilsbólga. Framskyggn rannsókn á nýgengi, orsökum, alvarleika og dánartíðni á Íslandi

Bráð briskirtilsbólga. Framskyggn rannsókn á nýgengi, orsökum, alvarleika og dánartíðni á Íslandi Bráð briskirtilsbólga. Framskyggn rannsókn á nýgengi, orsökum, alvarleika og dánartíðni á Íslandi Helgi Birgisson 1 Páll Helgi Möller 1 Sigurbjörn Birgisson 2 UM LYFLÆKNINGUM Ásgeir Thoroddsen 1 LÆKNIR

More information

Botnlangabólga og botnlangataka hjá börnum á sjúkrahúsum í Reykjavík 1996 og 2006

Botnlangabólga og botnlangataka hjá börnum á sjúkrahúsum í Reykjavík 1996 og 2006 Hjörtur Haraldsson 1 læknanemi Þráinn Rósmundsson 1,2 barnaskurðlæknir Kristján Óskarsson 1,2 barnaskurðlæknir Jón Gunnlaugur Jónasson 1,3 meinafræðingur Ásgeir Haraldsson 1,2 barnalæknir Botnlangabólga

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

Bráð vökvameðferð Tegundir og magn vökva Bára Dís Lúðvíksdóttir Kristín Sigurðardóttir Ritgerð til BS prófs (12 einingar)

Bráð vökvameðferð Tegundir og magn vökva Bára Dís Lúðvíksdóttir Kristín Sigurðardóttir Ritgerð til BS prófs (12 einingar) Bráð vökvameðferð Tegundir og magn vökva Bára Dís Lúðvíksdóttir Kristín Sigurðardóttir Ritgerð til BS prófs (12 einingar) 2 Bráð vökvameðferð Tegundir og magn vökva Bára Dís Lúðvíksdóttir og Kristín Sigurðardóttir

More information

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík Notkun merkis Veðurstofu Íslands Veðurstofa Íslands Bústaðavegur 9 150 Reykjavík +354 522 60 00 +354 522 60 01 vedur@vedur.is Maí 2009 2 Efnisyfirlit Merki 3 Litanotkun 5 Merki í fleti 6 Stærð merkisins

More information

Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi -

Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi - Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi - Rannveig Björnsdóttir Strandbúnaður 2017, Grand Hótel Reykjavík, 13.-14.mars YFIRLIT erindis Dæmi: doktorsverkefni RBj 2005-2010 BAKGRUNNUR VANDAMÁLIÐ

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014 EFLA Verkfræðistofa STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin 2004-2013 Reykjavík, júní 2014 2014, hf - Vinnslu efnis og frágang texta annaðist Kolbrún Reinholdsdóttir fyrir Verkfræðistofuna EFLU hf. ISSN ISBN

More information

ÖRYGGISBLAÐ HIGH CLASS

ÖRYGGISBLAÐ HIGH CLASS ÖRYGGISBLAÐ KAFLI 1: Auðkenning efnisins eða efnablöndunnar og félagsins eða fyrirtækisins 1.1 Vörukenni Heiti vöru Vörunúmer Innri auðkenni A139 EV Janitorial 1.2 Viðeigandi og tilgreind notkun efnis

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

Klínískar leiðbeiningar um blóðþynningu og blóðflöguhemjandi meðferð einstaklinga með gáttatif án lokusjúkdóma

Klínískar leiðbeiningar um blóðþynningu og blóðflöguhemjandi meðferð einstaklinga með gáttatif án lokusjúkdóma FRÆÐIGREINR / FÓLSÍNNOTKUN Á MEÐGÖNGU / KLÍNÍSKR LEIÐBEININGR skyddar mot neuralrörsdefekter. Lakartidningen 1999; 96: 1961-3. 9. Cornel MC, Erickson JD. Comparison of National Policies on Periconceptional

More information

Öryggisleiðbeiningar

Öryggisleiðbeiningar Blaðsíða 1 á/ frá / af/ eftir / úr / í sambandi við / fyrir 13 Öryggisleiðbeiningar Kafli 1 AUÐKENNI EFNIS / EFNABLÖNDU OG FYRIRTÆKISINS Þessar öryggisleiðbeiningar uppfylla lög og reglugerðir á Íslandi

More information

Samrýmist reglugerð (EB) nr. 1907/2006 (REACH), viðauka II eins og henni var breytt með reglugerð (EB) nr.2015/830 ÖRYGGISBLAÐ.

Samrýmist reglugerð (EB) nr. 1907/2006 (REACH), viðauka II eins og henni var breytt með reglugerð (EB) nr.2015/830 ÖRYGGISBLAÐ. 1. LIÐUR Auðkenning efnisins eða blöndunnar og félagsins eða fyrirtækisins 1.1 Vörukenni Samrýmist reglugerð (EB) nr. 1907/2006 (REACH), viðauka II eins og henni var breytt með reglugerð (EB) nr.2015/830

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr. 54 8. árgangur

More information

Leiðbeiningar. Aukefni. Reglur og eftirlit - Desember 2016

Leiðbeiningar. Aukefni. Reglur og eftirlit - Desember 2016 Leiðbeiningar Aukefni Reglur og eftirlit - Desember 2016 0 Efnisyfirlit Inngangur... 2 1. Reglugerð um aukefni... 2 2. Aðrar reglugerðir sem varða aukefni... 2 3. Hvað eru aukefni og hvað ekki?... 3 3.1.

More information

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Power Point leiðbeiningar Sjónarhorn View Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Outline view - Yfirlitshamur Hér er hægt að rita minnispunkta við hverja glæru fyrir þann sem

More information

Breytt viðhorf til sýklalyfjaávísana hjá íslenskum heimilis- og heilsugæslulæknum

Breytt viðhorf til sýklalyfjaávísana hjá íslenskum heimilis- og heilsugæslulæknum http://dx.doi.org/10.17992/lbl.2016.01.61 RANNSÓKN Breytt viðhorf til sýklalyfjaávísana hjá íslenskum heimilis- og heilsugæslulæknum Anna Mjöll Matthíasdóttir 1 læknanemi, Þórólfur Guðnason 2 læknir, Matthías

More information

ÖRYGGISBLAÐ. 1. LIÐUR: Auðkenning efnisins eða blöndunnar og félagsins eða fyrirtækisins PROFESSIONAL A5

ÖRYGGISBLAÐ. 1. LIÐUR: Auðkenning efnisins eða blöndunnar og félagsins eða fyrirtækisins PROFESSIONAL A5 Sæmræmist reglugerð (EB) nr. 1907/2006 (REACH), viðauki II ÖRYGGISBLAÐ 1. LIÐUR Auðkenning efnisins eða blöndunnar og félagsins eða fyrirtækisins 1.1. Vörukenni Vöruheiti 1.2. Viðeigandi og tilgreind notkun

More information

OKTÓBER 2006 SKÝRSLA 24-06 ITI 0612/EUT08 8HK3481 V IÐLOÐUN ÖRVERA VIÐ YFIRBORÐ Í VATNI - VARMAFRÆÐILEG NÁLGUN - Guðmundur Gunnarsson, Iðntæknistofnun Birna Guðbjörnsdóttir, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins

More information

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis ANNUAL SAFETY REVIEW 2012 Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis Flugmálastjórn Íslands: Annual Safety Review 2012 Útgefandi: Flugmálastjórn Íslands Skógarhlíð 12 105 Reykjavík

More information

Brennslumeðferð við ofansleglahraðtakti á Íslandi

Brennslumeðferð við ofansleglahraðtakti á Íslandi FRÆÐIGREINAR / BRENNSLUMEÐFERÐ VIÐ OFANSLEGLAHRAÐTAKTI Brennslumeðferð við ofansleglahraðtakti á Íslandi Gizur Gottskálksson Ágrip Tilgangur: Upp úr 199 ruddi sér til rúms ný og árangursrík aðferð til

More information

Öryggisleiðbeiningar

Öryggisleiðbeiningar Blaðsíða 1 af 12 Öryggisleiðbeiningar Kafli 1 AUÐKENNI EFNIS / EFNABLÖNDU OG FYRIRTÆKISINS Þessar öryggisleiðbeiningar uppfylla lög og reglugerðir á Íslandi frá og með dagsetningu skjalsins. 1.1. AUÐKENNI

More information

Skýrsla Rf /IFL report Útgáfudagur / Date: 26. maí 2000 Verknr. / project no Styrktaraðilar / funding: Ágrip á íslensku:

Skýrsla Rf /IFL report Útgáfudagur / Date: 26. maí 2000 Verknr. / project no Styrktaraðilar / funding: Ágrip á íslensku: Titill / Title Athugun á kælihraða koldíoxíðsnjós (þurríss) á kjúklinga eftir slátrun A study on the chilling rate of carbon dioxide snow on chickens after slaughter Þyrí Valdimarsdóttir Höfundar / Authors

More information

Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki. Gyða Ósk Bergsdóttir

Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki. Gyða Ósk Bergsdóttir Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki Gyða Ósk Bergsdóttir Raunvísindadeild Háskóli Íslands 2011 Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki Gyða Ósk

More information

Geislavarnir ríkisins

Geislavarnir ríkisins GR 96:05 Geislavarnir ríkisins Icelandic Radiation Protection Institute Geislaálag vegna notkunar sérhæfðra tannröntgentækja Guðlaugur Einarsson, yfirröntgentæknir Tord Walderhaug, eðlisfræðingur ReykjavRk,

More information

SVEPPASÝKINGAR MEÐAL SUNDGESTA

SVEPPASÝKINGAR MEÐAL SUNDGESTA Læknadeild Háskóla Íslands 4. árs rannsóknarverkefni Vorið 1997 SVEPPASÝKINGAR MEÐAL SUNDGESTA Gunnhildur Guðnadóttir, Bárður Sigurgeirsson, Ingibjörg Hilmarsdóttir Ágrip Inngangur: Sveppasýkingar í tánöglum

More information