Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Toradol 30 mg/ml stungulyf, lausn ketórolaktrómetamól

Size: px
Start display at page:

Download "Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Toradol 30 mg/ml stungulyf, lausn ketórolaktrómetamól"

Transcription

1 Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Toradol 30 mg/ml stungulyf, lausn ketórolaktrómetamól Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar. - Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. - Leitið til læknisins eða hjúkrunarfræðingsins ef þörf er á frekari upplýsingum. - Látið lækninn eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4. Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar: 1. Upplýsingar um Toradol og við hverju það er notað 2. Áður en byrjað er að nota Toradol 3. Hvernig nota á Toradol 4. Hugsanlegar aukaverkanir 5. Hvernig geyma á Toradol 6. Pakkningar og aðrar upplýsingar 1. Upplýsingar um Toradol og við hverju það er notað Toradol inniheldur ketórolaktrómetamól sem tilheyrir flokki bólgueyðandi gigtarlyfja. Toradol er notað í skamman tíma til meðferðar á miðlungs eða miklum verkjum eftir skurðaðgerðir. Toradol getur dregið úr verkjum, bólgu, roða og hita. Toradol er stungulyf (gefið með sprautu). Yfirleitt mun læknir eða hjúkrunarfræðingur gefa þér lyfið. Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð. 2. Áður en byrjað er að nota Toradol Ekki má nota Toradol - ef um er að ræða ofnæmi fyrir ketórolaktrómetamóli eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla 6) - ef um er að ræða ofnæmi fyrir öðrum bólgueyðandi gigtarlyfjum - ef þú ert með eða hefur fengið blæðingu í meltingarvegi eða gat á meltingarvegi við notkun annarra bólgueyðandi gigtarlyfja - ef þú ert með virkt magasár eða hefur sögu um blæðingu, sár eða gat á meltingarvegi - ef þú ert yngri en 16 ára - ef þú ert með miðlungi eða mikið skerta nýrnastarfsemi - ef þú ert blóðlítil(l) vegna blæðinga eða vökvaskorts (getur haft áhrif á nýru) - ef þú ert með alvarlega hjartabilun - ef þú ert með mikið skerta lifrarstarfsemi - ef þú hefur fengið heilablæðingu - ef þú ert með blæðingarkvilla (of fáar blóðflögur) - ef þú ert með blæðingarhneigð - ef þú notar blóðþynningarlyf, svo sem warfarín eða heparín - ef þú þarft að gangast undir skurðaðgerð 1

2 - ef þér hefur verið sagt að þér hætti mjög til að blæða eftir skurðaðgerð eða ef þér blæðir enn eftir skurðaðgerð - ef þú hefur fengið astma eða ofnæmisviðbrögð eða þrota í andliti, vörum, augum eða tungu við meðferð með asetýlsalisýlsýru eða öðrum bólgueyðandi gigtarlyfjum - ef þú færð astmalík köst (berkjukrampa) - ef þú hefur fengið bólgu í nefslímhúð (sepa í nefi) - ef þú notar þegar asetýlsalisýlsýru eða önnur bólgueyðandi gigtarlyf - ef þú notar pentoxifyllín (við blóðrásarkvillum í fótleggjum), próbenecíð (við gigt) eða litíum (við geðkvillum) - ef þú áætlar að verða þunguð, ert þunguð, ert í fæðingu eða hefur barn á brjósti Ekki má gefa þér Toradol ef eitthvað af ofangreindu á við um þig. Ef þú ert ekki viss skaltu ræða við lækni eða hjúkrunarfræðing áður en þér er gefið Toradol. Ekki má gefa Toradol utanbasts eða í mænugöng. Varnaðarorð og varúðarreglur Mikil hætta á alvarlegum aukaverkunum í meltingarvegi, svo sem blæðingum, sárum og götum, getur fylgt lyfjum úr sama flokki og Toradol. Hættan eykst með stærri skömmtum og lengri meðferð. Ef þú hefur fengið blæðingar eða sár í meltingarvegi skaltu ræða við lækni eða hjúkrunarfræðing. Lítillega aukin hætta á blóðtappa í hjarta eða heila getur fylgt lyfjum úr sama flokki og Toradol. Hættan eykst með stærri skömmtum og lengri meðferð. Ef þú ert með hjartakvilla, hefur fengið blóðtappa í heila eða heldur að þú eigir á hættu að fá slíka kvilla (t.d. ef þú ert með háan blóðþrýsting, sykursýki, hátt kólesteról í blóði eða reykir) skaltu ræða við lækni eða hjúkrunarfræðing. Læknar og hjúkrunarfræðingar munu gæta sérstakrar varúðar ef þeir gefa þér Toradol: - ef þú hefur sögu um blæðingar í meltingarvegi - ef þú ert aldraður/öldruð (hætta á aukaverkunum er aukin) - ef þú ert með skerta lifrarstarfsemi eða lifrarkvilla sem nefnist lifrarporfyría - ef þú ert með skerta nýrnastarfsemi - ef þú ert blóðlítil(l) vegna blæðinga eða vökvaskorts (getur haft áhrif á nýru) - ef þú ert með blæðingarkvilla - ef þú ert með háan blóðþrýsting, hátt kólesteról í blóði eða sykursýki - ef þú ert með astma, árstíðabundna heymæði, bólgu í nefslímhúð (sepa í nefi), langvinnan lungnakvilla eða langvinnar sýkingar í öndunarfærum - ef þú ert með hjartakvilla (hjartabilun), æðakölkun í hjarta (blóðþurrðarhjartakvilla), lélega blóðrás í handleggjum og fótleggjum (útlægan slagæðakvilla) eða blæðingu eða blóðtappa í heila (heilaæðakvilla) - ef þú notar lyf svo sem barkstera til inntöku (við þrota og bólgu), blóðþynningarlyf, serótónínendurupptökuhemla (við geðkvillum), lyf gegn blóðtappa, þvagræsilyf og metótrexat (við húðkvillum, gigt eða krabbameini) - ef þú ert með sjálfsofnæmiskvilla, svo sem sáraristilbólgu eða Crohns sjúkdóm (sjúkdómar sem valda bólgu í þörmum, verkjum frá þörmum, niðurgangi, uppköstum og þyngdartapi) - ef þú ert kona og ert að reyna að verða þunguð, þar sem Toradol getur haft áhrif á frjósemi Ef eitthvað af ofangreindu á við um þig eða þú ert ekki viss skaltu leita ráða hjá lækninum eða hjúkrunarfræðingnum áður en Toradol er notað. Hafðu tafarlaust samband við lækni eða hjúkrunarfræðing ef þú finnur fyrir: - óvenjulegum einkennum frá meltingarfærum, sem geta verið merki um alvarlegar aukaverkanir. 2

3 - útbrotum, sárum á slímhúð eða öðrum ofnæmisviðbrögðum, sem geta verið merki um alvarlegar aukaverkanir á húð (flögnunarhúðbólgu, Stevens-Johnsons heilkenni, drep í húðþekju). Toradol stungulyf er skaðlegt áfengissjúklingum. Þar sem Toradol stungulyf inniheldur alkóhól mega sjúklingar með flogaveiki, áfengissýki eða lifrarkvilla aðeins fá Toradol samkvæmt samráði við lækninn. Börn og unglingar Toradol er ekki ætlað börnum undir 16 ára aldri. Notkun annarra lyfja samhliða Toradol Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð. Mikilvægt er að þú látir lækninn eða hjúkrunarfræðing vita hvort þú notar eftirtalin lyf áður en þú færð Toradol: - önnur bólgueyðandi gigtarlyf - blóðþynningarlyf, svo sem warfarín eða heparín - pentoxifyllín (við blóðrásarkvillum í fótleggjum) - próbenecíð (við gigt) - litíum (við geðkvillum) Ef þú notar þessi lyf má ekki gefa þér Toradol. Láttu lækninn eða hjúkrunarfræðing vita hvort þú notar: - lyf sem nefnast ACE-hemlar eða önnur lyf við háum blóðþrýstingi - þvagræsilyf (við háum blóðþrýstingi), svo sem furosemíð - hjartaglýkósíða (við hjartakvillum), svo sem digoxín - barkstera (við þrota og bólgu), svo sem hýdrókortisón, prednisólon og dexametasón - lyf sem nefnast serótónínendurupptökuhemlar (oft skammstafað SSRI) við geðkvillum, svo sem flúoxetín eða cítalópram - blóðflöguhemjandi lyf (við blóðtöppum í slagæðum) svo sem asetýlsalisýlsýru - metótrexat (við húðkvillum, gigt eða krabbameini) Ef eitthvað af ofangreindu á við um þig eða þú ert ekki viss skaltu leita ráða hjá lækninum eða hjúkrunarfræðingnum áður en Toradol er notað. Notkun Toradol með mat eða drykk Á ekki við. Meðganga, brjóstagjöf og frjósemi Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað. Ekki má gefa þér Toradol ef þú ert þunguð eða með barn á brjósti. Ekki má heldur gefa þér Toradol í fæðingu. Einnig getur orðið erfiðara fyrir þig að verða þunguð ef þú færð Toradol. Akstur og notkun véla Toradol getur valdið þreytu, sljóleika, sundli og depurð. Toradol getur einnig haft áhrif á sjón. Ef þú finnur fyrir þessum aukaverkunum mátt þú ekki aka eða stjórna vélum. Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða þetta við lækni eða lyfjafræðing. Toradol inniheldur etanól 3

4 Toradol inniheldur lítið magn af 96% etanóli (alkóholi), 100 mg í hverjum skammti. Ef þú færð meðferð með Antabus eða metrónídazóli (við bólgu) má ekki gefa þér Toradol. Ræddu við lækninn. Toradol inniheldur minna en 1 mmól (23 mg) af natríum í hverjum skammti, þ.e. er nánast natríumsnautt. 3. Hvernig nota á Toradol Læknirinn segir þér hversu stóra skammta þú færð og hve oft þú færð þá. Ef þú ert í vafa skaltu spyrja lækninn eða hjúkrunarfræðing. Aðeins læknirinn getur breytt skömmtum. Læknir eða hjúkrunarfræðingur mun gefa þér Toradol. Toradol er gefið sem inndæling (sprauta) í vöðva (t.d. á handlegg) eða í æð. Ekki má gefa Toradol lengur en í 2 daga. Fullorðnir: - Ráðlagður upphafsskammtur er 10 mg. - Eftir það er hægt að gefa mg skammta á 4-6 klukkustunda fresti eftir þörfum. - Hámarksskammtur er 90 mg á dag. - Læknirinn getur gefið þér önnur verkjalyf ef þú ert með mikla verki. Sjúklingar yfir 65 ára aldri og sjúklingar með vægt skerta nýrnastarfsemi: - Læknirinn mun yfirleitt gefa þér minni skammta en ætlaðir eru fullorðnum. - Hámarksskammtur er 60 mg á dag. - Læknirinn getur gefið þér önnur verkjalyf ef þú ert með mikla verki. Notkun handa börnum og unglingum Ekki má gefa börnum yngri en 16 ára Toradol. Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum fylgiseðli eða eins og læknirinn eða hjúkrunarfræðingur hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða hjúkrunarfræðingi. Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um Ræddu við lækninn eða hjúkrunarfræðing ef þú telur að þér hafi verið gefið of mikið Toradol. Ef gleymist að nota Toradol Spyrðu lækninn eða hjúkrunarfræðing ef þú telur að gleymst hafi að gefa þér skammt. Ef hætt er að nota Toradol Læknirinn ákveður hvenær hætta á meðferðinni og þú getur alltaf leitað til hans ef þú vilt fá frekari upplýsingar. 4. Hugsanlegar aukaverkanir Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum. Mikil hætta á alvarlegum aukaverkunum í meltingarvegi, svo sem blæðingum, sárum og götum, getur fylgt lyfjum úr sama flokki og Toradol. Hættan eykst með stærri skömmtum og lengri meðferð. Lítillega aukin hætta á blóðtappa í hjarta eða heila getur fylgt lyfjum úr sama flokki og Toradol. Alvarlegar aukaverkanir: 4

5 Látið lækninn eða hjúkrunarfræðing vita tafarlaust ef vart verður við einhverjar eftirtalinna aukaverkana, þar sem þær geta verið svo alvarlegar að þörf sé fyrir tafarlausa læknishjálp. Sjaldgæfar aukaverkanir: koma fyrir hjá 1 til 10 af hverjum sjúklingum - Blæðing frá endaþarmi, svartar og tjörukenndar hægðir. Mjög sjaldgæfar aukaverkanir: koma fyrir hjá 1 til 10 af hverjum sjúklingum - Skyndileg húðútbrot, öndunarerfiðleikar og yfirlið (innan nokkurra mínútna eða klukkustunda) vegna ofnæmis (bráðaofnæmisviðbrögð). Getur verið lífshættulegt. - Andnauð við áreynslu, e.t.v. einnig í hvíld, hósti, þyngsl fyrir brjósti, hraður hjartsláttur, þrútnir fótleggir vegna hjartakvilla (hjartabilunar). - Ógleði, uppköst, almennur slappleiki og minnkandi þvagmyndun vegna bráðrar nýrnabilunar, verkur í síðu með eða án blóðs í þvagi. - Andnauð, hraður og surgandi andardráttur, verkur eða óþægindi í brjóstholi ásamt hósta með freyðandi og hugsanlega blóðugum uppgangi vegna vökva í lungum (lungnabjúgs). - Blæðing í maga eða þörmum, miklir kviðverkir og mjög slæmt almennt ástand vegna götunar á maga eða þörmum, blóðug uppköst, versnun ristilsárabólgu eða Crohns sjúkdóms (sjúkdómar sem valda bólgu í þörmum, þarmaverkjum, niðurgangi, uppköstum og þyngdartapi). - Mikil flögnun og los húðar (drep í húðþekju), blöðrukennd útbrot og bólga í húð, einkum á höndum og fótum, í munni og í kringum hann, ásamt hita (Stevens-Johnsons heilkenni), alvarleg húðútbrot með bólgu og flögnun efsta lags húðarinnar (flögnunarhúðbólga). - Blæðing frá húð og slímhúðum ásamt marblettum vegna breytinga í blóði (of fáar blóðflögur). - Krampi. - Ósjálfráðar hreyfingar, sem ekki hætta eftir að meðferð er hætt. Aukaverkanir sem koma örsjaldan fyrir: hjá færri en 1 af hverjum sjúklingum - Öndunarerfiðleikar og yfirlið sem ekki stafa af ofnæmi (bráðaofnæmisviðbrögð). Getur verið lífshættulegt. - Heilahimnubólga með almennum slappleika, hita og stífum hnakka. - Andnauð, kvíði, brjóstverkur sem leiðir út í háls eða handleggi vegna blóðtappa í hjarta (blóðþurrðarhjartaáfalls). - Andnauð, brjóstverkur sem leiðir út í háls eða handleggi, miklir kviðverkir, lömun, skyntruflanir, taltruflanir, aumir og e.t.v. þrútnir handleggir og fótleggir vegna blóðtappa (blóðtappa í slagæð). - Lifrarbilun, lifrarbólga, gula (lifrarbólga), gula með kláða (lifrargallteppa með gulu). - Nýrnabilun ásamt alvarlegu blóðleysi með gulu og blæðingum í húð (blóðlýsuþvageitrunarheilkenni). - Verkir í efri hluta kviðarhols, súr uppgangur og e.t.v. uppköst vegna magasárs. - Bráðir geðkvillar (geðrofsviðbrögð). - Miklir kviðverkir og hiti vegna bólgu í brisi. - Sáramyndun í meltingarvegi, mettunartilfinning. Aukaverkanir með óþekktri tíðni Skert nýrnastarfsemi með breytingum á þéttni blóðsalta (kalíum og natríum). Látið lækninn eða hjúkrunarfræðing vita tafarlaust ef vart verður við einhverjar ofangreindra aukaverkana. Aðrar hugsanlegar aukaverkanir Algengar aukaverkanir: koma fyrir hjá 1 til 10 af hverjum 100 sjúklingum 5

6 - Svefnhöfgi. - Höfuðverkur, sundl. - Ógleði, súr uppgangur/nábítur (meltingartruflanir), kviðverkur, niðurgangur. - Svitamyndun. - Vökvasöfnun í líkamanum (bjúgur). Sjaldgæfar aukaverkanir: koma fyrir hjá 1 til 10 af hverjum sjúklingum - Astmi, andnauð/öndunarerfiðleikar, blóðnasir. - Vandamál við þvaglát (e.t.v. þvagteppa). - Óeðlilegar hugsanir, þunglyndi, oflæti, einbeitingarskortur, svefnleysi, taugaveiklun. - Stingandi eða kitlandi tilfinning eða dofi í húð (náladofi), bragðtruflanir. - Sjóntruflanir. - Uppköst, munnbólga, sár á húð/slímhúð, hægðatregða, vindgangur í þörmum, magaverkir, ógleði og uppköst (magabólga), munnbólga með sárum, munnþurrkur. - Kláði, ofsakláði, roði, minni háttar blæðing í húð og slímhúð (purpura). - Vöðvaverkir. - Tíð þvaglát, minnkuð þvaglát (minni þvagmyndun). - Máttleysi og þróttleysi, mikill þorsti. Mjög sjaldgæfar aukaverkanir: koma fyrir hjá 1 til 10 af hverjum sjúklingum - Of hár blóðþrýstingur. Of háan blóðþrýsting þarf að meðhöndla. Mjög hár blóðþrýstingur er alvarlegur. - Draumfarir, martraðir, ofskynjanir. - Skert heyrn. - Sundl, e.t.v. yfirlið vegna of lágs blóðþrýstings, blæðing frá sárum eftir skurðaðgerð. - Dröfnuörðuútbrot (algengasta gerð útbrota af völdum lyfja). - Erfiðleikar fyrir konur að verða þungaðar. Aukaverkanir sem koma örsjaldan fyrir: hjá færri en 1 af hverjum sjúklingum - Hjartsláttarónot, hægur hjartsláttur. - Útbrot (ofsakláði) og þroti (ofsabjúgur) getur verið alvarlegt. Ef þroti kemur fram í andliti, á vörum eða á tungu getur það verið lífshættulegt. Ræðið tafarlaust við lækni eða hjúkrunarfræðing. - Uppgangur, brjóstsviði, súr uppgangur, kyngingarörðugleikar vegna bólgu í vélinda ræðið við lækninn. - Blóðsöfnun (margúll) (hafið samband við lækninn ef blóðsöfnun eykst hratt). - Lystarleysi, of mikið kalíum í blóði, of lítið natríum í blóði. - Kvíði. - Eyrnasuð, svimi. - Blöðrumyndun á húð. - Viðbrögð á stungustað, hiti, brjóstverkur. - Breyttar niðurstöður blóðrannsókna (breytingar á nýrna- og lifrarprófum og rannsóknum á blæðingartíma). Aukaverkanir með óþekktri tíðni - Sundl, e.t.v. yfirlið vegna of lágs blóðþrýstings. - Roði, fölvi. - Þyngdaraukning. Tilkynning aukaverkana Látið lækninn eða lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins. 6

7 5. Hvernig geyma á Toradol Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Geymið í upprunalegum umbúðum. Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum á eftir Fyrnist. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram. Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda umhverfið. 6. Pakkningar og aðrar upplýsingar Toradol inniheldur - Virka innihaldsefnið er ketórolaktrómetamól. Hver ml af Toradol inniheldur 30 mg af ketórolaktrómetamóli. - Önnur innihaldsefni eru etanól, natríum klóríð, natríum hýdroxíð eða saltsýra og vatn fyrir stungulyf. Lýsing á útliti Toradol og pakkningastærðir Toradol er tær, fölgul lausn. Toradol er í glerlykjum sem innihalda 1 ml af lausn. Markaðsleyfishafi og framleiðandi Markaðsleyfishafi Atnahs Pharma UK Limited, Sovereign House, Miles Gray Road, Basildon, Essex, SS14 3FR, Bretland. Framleiðandi Cenexi 52 rue Marcel et Jacques Gaucher FONTENAY SOUS BOIS Frakkland Umboð á Íslandi Pharmanovia A/S, Jægersborg Alle 164, DK-2820 Gentofte, Danmörk. Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í febrúar

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Panodil Brus 500 mg freyðitöflur Parasetamól

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Panodil Brus 500 mg freyðitöflur Parasetamól Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Panodil Brus 500 mg freyðitöflur Parasetamól Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar. Alltaf

More information

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir sjúkling. Sandimmun 50 mg/ml innrennslisþykkni, lausn. ciclosporin

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir sjúkling. Sandimmun 50 mg/ml innrennslisþykkni, lausn. ciclosporin Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir sjúkling Sandimmun 50 mg/ml innrennslisþykkni, lausn ciclosporin Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar. -

More information

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að

More information

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Þórólfur Guðnason yfirlæknir Sóttvarnalæknir, Embætti landlæknis Nóvember 2014 Gastegundir frá eldgosum >95% H 2 O, CO 2 SO 2

More information

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. 1 ml inniheldur 100 míkróg desmópressínasetat sem samsvarar 89 míkróg af desmópressíni.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. 1 ml inniheldur 100 míkróg desmópressínasetat sem samsvarar 89 míkróg af desmópressíni. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Minirin 0,1 mg/ml nefúði, lausn 2. INNIHALDSLÝSING Desmópressínasetat 10 míkróg/úðaskammt. 1 ml inniheldur 100 míkróg desmópressínasetat sem samsvarar 89 míkróg

More information

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Feraccru 30 mg hörð hylki 2. INNIHALDSLÝSING Hvert hylki inniheldur 30 mg af járni (sem ferrímaltól). Hjálparefni með þekkta verkun: Hvert hylki inniheldur

More information

Nýr texti fyrir lyfjaupplýsingar Útdráttur úr ráðleggingum PRAC vegna ræsimerkja

Nýr texti fyrir lyfjaupplýsingar Útdráttur úr ráðleggingum PRAC vegna ræsimerkja 25 February 2016 EMA/PRAC/166050/2016 Corr 1 Pharmacovigilance Risk Assessment Committee (PRAC) Nýr texti fyrir lyfjaupplýsingar Útdráttur úr ráðleggingum PRAC vegna ræsimerkja Samþykkt á fundi PRAC 8.-11.

More information

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að

More information

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

Hjálparefni og upplýsingar í fylgiseðli

Hjálparefni og upplýsingar í fylgiseðli Hjálparefni og upplýsingar í Heiti Uppfært Íkomuleið lyfs Mörk Upplýsingar sem eiga að koma fram í Aprótínín Útvortis Getur valdið ofnæmi eða alvarlegum ofnæmisviðbrögðum. Jarðhnetuolía Allar inniheldur

More information

VIÐAUKI I LISTI YFIR HEITI LYFS, LYFJAFORM, STYRKLEIKA LYFJA, ÍKOMULEIÐIR OG MARKAÐSLEYFISHAFA AÐILDARRÍKJA OG Á ÍSLANDI

VIÐAUKI I LISTI YFIR HEITI LYFS, LYFJAFORM, STYRKLEIKA LYFJA, ÍKOMULEIÐIR OG MARKAÐSLEYFISHAFA AÐILDARRÍKJA OG Á ÍSLANDI VIÐAUKI I LISTI YFIR HEITI LYFS, LYFJAFORM, STYRKLEIKA LYFJA, ÍKOMULEIÐIR OG MARKAÐSLEYFISHAFA AÐILDARRÍKJA OG Á ÍSLANDI 1 Aðildarríki Markaðsleyfishafi Umsækjandi Heiti lyfs Styrkleiki Lyfjaform Íkomuleið

More information

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Diamox 250 mg töflur 2. VIRK INNIHALDSEFNI OG STYRKLEIKAR Hver tafla inniheldur 250 mg acetazólamíð. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3. LYFJAFORM

More information

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hjálparefni með þekkta verkun: Lyfið inniheldur mjólkursykur. Í hverri töflu eru 42 mg af mjólkursykurmonohýdrati.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hjálparefni með þekkta verkun: Lyfið inniheldur mjólkursykur. Í hverri töflu eru 42 mg af mjólkursykurmonohýdrati. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Kóvar 2 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur warfarínnatríum 2 mg. Hjálparefni með þekkta verkun: Lyfið inniheldur mjólkursykur. Í hverri töflu

More information

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Xylocain Dental adrenalin 20 mg/ml + 12,5 míkróg/ml stungulyf, lausn í rörlykjum.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Xylocain Dental adrenalin 20 mg/ml + 12,5 míkróg/ml stungulyf, lausn í rörlykjum. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Xylocain Dental adrenalin 20 mg/ml + 12, míkróg/ml stungulyf, lausn í rörlykjum. 2. INNIHALDSLÝSING Lídókaínhýdróklóríð 20 mg/ml og adrenalín 12, míkróg/ml (sem

More information

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Presmin 50 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Presmin inniheldur 50 mg af virka efninu lósartankalíum. Hjálparefni með þekkta verkun: Hver tafla inniheldur

More information

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Enalapril Krka 5 mg töflur. Enalapril Krka 10 mg töflur. Enalapril Krka 20 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING 5 mg tafla: Hver tafla inniheldur 5 mg af enalapril maleati.

More information

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Pamidronatdinatrium Pfizer 3 mg/ml, innrennslisþykkni, lausn. Pamidronatdinatrium Pfizer 6 mg/ml, innrennslisþykkni, lausn. Pamidronatdinatrium Pfizer 9 mg/ml,

More information

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Virk innihaldsefni: lósartankalíum 50 mg/hýdróklórtíazíð 12,5 mg eða lósartankalíum 100 mg/hýdróklórtíazíð 25 mg.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Virk innihaldsefni: lósartankalíum 50 mg/hýdróklórtíazíð 12,5 mg eða lósartankalíum 100 mg/hýdróklórtíazíð 25 mg. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Presmin Combo 50 mg/12,5 mg og 100 mg/25 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Virk innihaldsefni: lósartankalíum 50 mg/hýdróklórtíazíð 12,5 mg eða lósartankalíum

More information

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYF

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYF SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYF 1. HEITI LYFS Losartan Medical Valley 12,5 mg filmuhúðaðar töflur Losartan Medical Valley 50 mg filmuhúðaðar töflur Losartan Medical Valley 100 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að

More information

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS INSPRA 25 mg filmuhúðaðar töflur. INSPRA 50 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 25 mg eða 50 mg af eplerenóni. Hjálparefni

More information

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 100 mg af lósartankalíum og 25 mg af hýdróklórtíazíði.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 100 mg af lósartankalíum og 25 mg af hýdróklórtíazíði. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Cozaar Comp 50 mg/12,5 mg filmuhúðaðar töflur Cozaar Comp 100 mg/12,5 mg filmuhúðaðar töflur Cozaar Comp Forte 100 mg/25 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING

More information

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Amyvid 800 MBq/ml stungulyf, lausn Amyvid 1900 MBq/ml stungulyf, lausn 2. INNIHALDSLÝSING Amyvid 800 MBq/ml stungulyf, lausn Hver ml af stungulyfi,

More information

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 20 mg af enalaprilmaleati og 12,5 mg af hydrochloriohiazidi.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 20 mg af enalaprilmaleati og 12,5 mg af hydrochloriohiazidi. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Enalapril comp ratiopharm 20 mg/12,5 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 20 mg af enalaprilmaleati og 12,5 mg af hydrochloriohiazidi. Hjálparefni

More information

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. 1 ml af dreifu inniheldur cíprófloxacín hýdróklóríð sem samsvarar 2 mg af cíprófloxacíni og 10 mg af hýdrókortisóni.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. 1 ml af dreifu inniheldur cíprófloxacín hýdróklóríð sem samsvarar 2 mg af cíprófloxacíni og 10 mg af hýdrókortisóni. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Ciproxin-Hydrocortison 2 mg/ml + 10 mg/ml, eyrnadropar, dreifa. 2. INNIHALDSLÝSING 1 ml af dreifu inniheldur cíprófloxacín hýdróklóríð sem samsvarar 2 mg af cíprófloxacíni

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Úr hverjum plástri losna 25 míkróg af fentanýli á klukkustund. Hver 7,5 cm 2 plástur inniheldur 4,125 mg af fentanýli.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Úr hverjum plástri losna 25 míkróg af fentanýli á klukkustund. Hver 7,5 cm 2 plástur inniheldur 4,125 mg af fentanýli. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Fentanyl Actavis 25 míkróg/klst. forðaplástur Fentanyl Actavis 50 míkróg/klst. forðaplástur Fentanyl Actavis 75 míkróg/klst. forðaplástur Fentanyl Actavis 100

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

Meðferð með GnRH-hliðstæðum er aðeins við einkennum; þessi meðferð eyðir ekki undirliggjandi orsökum frjósemisvandamáls.

Meðferð með GnRH-hliðstæðum er aðeins við einkennum; þessi meðferð eyðir ekki undirliggjandi orsökum frjósemisvandamáls. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI DÝRALYFS Busol 0,004 mg/ml stungulyf, lausn, handa nautgripum, hestum, kanínum 2. INNIHALDSLÝSING Hver ml inniheldur : Virkt innihaldsefni: Buserelin (sem buserelinasetat)

More information

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. 10 mg benzýlalkóhól, 40 mg cetýlalkóhól, 40 mg sterýlalkóhól og 50 mg própýlenglýkól (E1520) í hverju 1 g af kremi.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. 10 mg benzýlalkóhól, 40 mg cetýlalkóhól, 40 mg sterýlalkóhól og 50 mg própýlenglýkól (E1520) í hverju 1 g af kremi. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Elidel 10 mg/g krem 2. INNIHALDSLÝSING 1 g af kremi inniheldur pimecrolimus 10 mg. Hjálparefni með þekkta verkun 10 mg benzýlalkóhól, 40 mg cetýlalkóhól, 40 mg

More information

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Omnipaque stungulyf, lausn 2. INNIHALDSLÝSING Virk innihaldsefni Styrkur Innihald/ml Iohexól (INN) 140 mg J/ml 302 mg jafngildir 140 mg joðs Iohexól (INN) 180

More information

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Lopress 12,5 mg eða 50 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 12,5 mg eða 50 mg af lósartankalíum. Sjá lista yfir öll hjálparefni

More information

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Omeprazol Medical Valley 10 mg magasýruþolin hörð hylki Omeprazol Medical Valley 20 mg magasýruþolin hörð hylki Omeprazol Medical Valley 40 mg magasýruþolin hörð

More information

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að

More information

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Cayston 75 mg stofn og leysir fyrir eimgjafa, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Hvert hettuglas inniheldur aztreonam lýsín sem samsvarar 75 mg aztreonam.

More information

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að

More information

Hugsanlega er ekki hægt að gefa nákvæmlega þá skammta í mg/kg sem gefa á börnum ef hylki eru notuð.

Hugsanlega er ekki hægt að gefa nákvæmlega þá skammta í mg/kg sem gefa á börnum ef hylki eru notuð. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Dalacin 150 mg og 300 mg hörð hylki. 2. INNIHALDSLÝSING Klindamýsín 150 mg og 300 mg sem klindamýsínklóríð. Hjálparefni með þekkta verkun: Dalacin 150 mg inniheldur

More information

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS balance 1,5% glúkósi,, kviðskilunarlausn, kviðskilunarlausn, kviðskilunarlausn 2. INNIHALDSLÝSING balance 1,5%/2,3%/4,25% glúkósi, fæst í tvíhólfa poka. Annað

More information

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012 Nr. 28/32 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012 2013/EES/28/07 frá 8. júní 2012 um framkvæmdarreglur vegna beitingar 16. gr.

More information

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Grepid 75 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 75 mg af klópidógreli (sem besílat). Hjálparefni með þekkta verkun:

More information

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Quetiapin Actavis 25 mg filmuhúðaðar töflur Quetiapin Actavis 100 mg filmuhúðaðar töflur Quetiapin Actavis 200 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Hver

More information

Klínískar leiðbeiningar um velgjuvörn og meðferð ógleði og uppkasta vegna krabbameinslyfja- og/eða geislameðferðar

Klínískar leiðbeiningar um velgjuvörn og meðferð ógleði og uppkasta vegna krabbameinslyfja- og/eða geislameðferðar Klínískar leiðbeiningar um velgjuvörn og meðferð ógleði og uppkasta vegna krabbameinslyfja- og/eða geislameðferðar Landspítali - Klínískar leiðbeiningar um velgjuvörn og meðferð ógleði og uppkasta vegna

More information

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Oftaquix 5 mg/ml augndropar, lausn stakskammtaílát 2. INNIHALDSLÝSING Einn ml af augndropum, lausn, inniheldur 5,12 mg af levofloxacín hemihýdrati samsvarandi

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

Tímarit um lyfjafræði

Tímarit um lyfjafræði Tímarit um lyfjafræði 1 tbl. 2008 Efnisyfirlit: Formannsþankar Námskeiðið CellCourse 2008 Útskriftarárgangur 2008 Ferðasaga - Ferð lyfjafræðinema til Rúmeníu Lyfjafræðingarnir í brúnni hjá Actavis bls.

More information

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI DÝRALYFS ZULVAC 8 Bovis stungulyf, dreifa, fyrir nautgripi. 2. INNIHALDSLÝSING Hver 2 ml skammtur af bóluefni inniheldur: Virk innihaldsefni: Óvirkjuð

More information

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Azyter 15 mg/g augndropar, lausn í stakskammtaíláti. 2. INNIHALDSLÝSING Hvert g lausnar inniheldur 15 mg af azitrómýsíntvíhýdrati sem jafngildir 14,3 mg af azitrómýsíni.

More information

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Risperidón Alvogen 0,5 mg og 1 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur risperidón 0,5 mg eða 1 mg. Hjálparefni með þekkta

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

Hæðarveiki - yfirlitsgrein

Hæðarveiki - yfirlitsgrein Hæðarveiki - yfirlitsgrein Gunnar Guðmundsson 1,3 lungnalæknir Tómas Guðbjartsson 2,3 hjarta- og lungnaskurðlæknir *Hér er hæðarveiki notuð fyrir enska orðið high altitude sickness, en háfjallaveiki fyrir

More information

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Bonviva 150 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 150 mg af íbandrónsýru (sem natríum einhýdrat). Hjálparefni

More information

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Hepsera 10 mg töflur 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 10 mg adefóvír tvípívoxíl. Hjálparefni með þekkta verkun: Hver tafla inniheldur 113

More information

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Bortezomib Accord 1 mg stungulyfsstofn, lausn. Bortezomib Accord 3,5 mg stungulyfsstofn, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Bortezomib Accord 1 mg stungulyfsstofn,

More information

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ / 1004720-1004720-3-ABC 2.1.2018 09::16 Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær»»» Reykjavík/HÍ 06:42 06:44 06:45 06:47 06:51 06:52 06: 07:17 07:18 07:22 07:28 07:29 07:31 07:32 07:34 07:36 07:38

More information

Tíðni einkenna og meðferð þeirra á síðasta sólarhring lífs hjá deyjandi sjúklingum á Landspítala og á hjúkrunarheimilum

Tíðni einkenna og meðferð þeirra á síðasta sólarhring lífs hjá deyjandi sjúklingum á Landspítala og á hjúkrunarheimilum Tíðni einkenna og meðferð þeirra á síðasta sólarhring lífs hjá deyjandi sjúklingum á Landspítala og á hjúkrunarheimilum Svandís Íris Hálfdánardóttir 1 hjúkrunarfræðingur, Kristín Lára Ólafsdóttir 2 hjúkrunarfræðingur,

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

30 mg hylki: Hvert hylki inniheldur 30 mg lísdexamfetamíntvímesýlat, sem jafngildir 8,9 mg af dexamfetamíni.

30 mg hylki: Hvert hylki inniheldur 30 mg lísdexamfetamíntvímesýlat, sem jafngildir 8,9 mg af dexamfetamíni. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar

More information

Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös

Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös Næringarvörur Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös 8.30-17.00 Síðumúli 16 108 Reykjavík Sími 580 3900 www.fastus.is Grunndrykkir RESOURCE Senior Active RESOURCE Senior Active Fyrir

More information

Blæðingar frá meltingarvegi á Landspítala 2010

Blæðingar frá meltingarvegi á Landspítala 2010 Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands Læknadeild Blæðingar frá meltingarvegi á Landspítala 2010 Orsakir og horfur Lokaverkefni til B.S. gráðu í læknisfræði Jóhann Páll Hreinsson Leiðbeinandi: Einar Stefán

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2 1 Examples 2 Sýnidæmi 2 2 Example 25-1 Gefið er 3 fasa, 3 teina raforkukerfi samkvæmt meðfylgjandi einlínumynd. Allar stærðir á myndinni eru í einingakerfinu ( per unit ). Seríuviðnám háspennulínanna er

More information

gigtin Barnagigt Sárt að sjá börnin sín þjást Langvinnir sjúkdómar og fjölskyldan GIGTARFÉLAG ÍSLANDS 2. tölublað 2016

gigtin Barnagigt Sárt að sjá börnin sín þjást Langvinnir sjúkdómar og fjölskyldan GIGTARFÉLAG ÍSLANDS 2. tölublað 2016 gigtin 2. tölublað 2016 GIGTARFÉLAG ÍSLANDS Barnagigt Sárt að sjá börnin sín þjást Langvinnir sjúkdómar og fjölskyldan Hollir, ristaðir tröllahafrar HAFRATREFJAR V E L D U H E I L K O R N L Æ K K A KÓL

More information

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og 2006. Kolbeinn Árnason Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE: Coordination of information on the environment eða: Samræming umhverfisupplýsinga

More information

Klínískar leiðbeiningar um blóðþynningu og blóðflöguhemjandi meðferð einstaklinga með gáttatif án lokusjúkdóma

Klínískar leiðbeiningar um blóðþynningu og blóðflöguhemjandi meðferð einstaklinga með gáttatif án lokusjúkdóma FRÆÐIGREINR / FÓLSÍNNOTKUN Á MEÐGÖNGU / KLÍNÍSKR LEIÐBEININGR skyddar mot neuralrörsdefekter. Lakartidningen 1999; 96: 1961-3. 9. Cornel MC, Erickson JD. Comparison of National Policies on Periconceptional

More information

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík Notkun merkis Veðurstofu Íslands Veðurstofa Íslands Bústaðavegur 9 150 Reykjavík +354 522 60 00 +354 522 60 01 vedur@vedur.is Maí 2009 2 Efnisyfirlit Merki 3 Litanotkun 5 Merki í fleti 6 Stærð merkisins

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

Samantekt á atriðum sem framleiðendur snyrtivara þurfa að uppfylla

Samantekt á atriðum sem framleiðendur snyrtivara þurfa að uppfylla Öruggar snyrtivörur Samantekt á atriðum sem framleiðendur snyrtivara þurfa að uppfylla Snyrtivara sem er boðin fram á markaði á evrópska efnahagssvæðinu skal vera örugg fyrir heilbrigði manna og uppfylla

More information

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Power Point leiðbeiningar Sjónarhorn View Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Outline view - Yfirlitshamur Hér er hægt að rita minnispunkta við hverja glæru fyrir þann sem

More information

Innihaldsyvirlit. til vegleiðing umsiting av kundum í FSL-debitor. seinast dagført 15. aug. 2017

Innihaldsyvirlit. til vegleiðing umsiting av kundum í FSL-debitor. seinast dagført 15. aug. 2017 Innihaldsyvirlit til vegleiðing umsiting av kundum í FSL-debitor seinast dagført 15. aug. 2017 Innihaldsyvirlit...1 Upprættan av kundum við INDIVID...2 Allar fyritøkur og persónar, ið hava føroyskt A-,

More information

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014 EFLA Verkfræðistofa STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin 2004-2013 Reykjavík, júní 2014 2014, hf - Vinnslu efnis og frágang texta annaðist Kolbrún Reinholdsdóttir fyrir Verkfræðistofuna EFLU hf. ISSN ISBN

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr. 54 8. árgangur

More information

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar 1 Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar Introduction to rotating machines 2 Grunnhugtök og meginþættir Klassískar gerðir véla Riðstraumsvélar Samfasavél (synchronous machine) Spanvél (induction machine

More information

Heilaáföll. Heilaáföll

Heilaáföll. Heilaáföll 32. ÁRGANGUR 1. TÖLUBLAÐ JÚNÍ 1995 Heilaáföll Lækning, forvarnir og endurhæfing Sjá bls. 2 Meðal efnis: Forvarnarstarf skilar árangri Guðmundur Þorgeirsson, læknir Endurhæfing eftir heilablóðfall Hjördís

More information

Mat á járnbúskap með mælingu á transferrínviðtökum

Mat á járnbúskap með mælingu á transferrínviðtökum Mat á járnbúskap með mælingu á transferrínviðtökum Ágrip Vigfús Þorsteinsson 1 sérfræðingur í blóðmeinafræði og meinefnafræði Friðrik E. Yngvason 2 sérfræðingur í lyf- og lungnalækningum Lykilorð: járnskortur,

More information

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis ANNUAL SAFETY REVIEW 2012 Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis Flugmálastjórn Íslands: Annual Safety Review 2012 Útgefandi: Flugmálastjórn Íslands Skógarhlíð 12 105 Reykjavík

More information

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi í norðaustanverðu Atlantshafi Jóhann Sigurjónsson Hafrannsóknastofnun Grand Hótel, Reykjavík, 21.-22. nóvember 2013 Efni erindis Deilistofnar Ástand og horfur Uppsjávar þríeykið Norsk-íslensk síld-kolmunni-makríll

More information

Tíðni og orsakir rákvöðvarofsgreininga á Landspítala árin

Tíðni og orsakir rákvöðvarofsgreininga á Landspítala árin Tíðni og orsakir rákvöðvarofsgreininga á Landspítala árin 2008-2012 Arnljótur Björn Halldórsson 1,2 Elísabet Benedikz 1,3, Ísleifur Ólafsson 1,4, Brynjólfur Mogensen 1,2 1 Læknadeild Háskóla Íslands, 2

More information

Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin

Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin 1996-1 Brynja Ármannsdóttir 1 læknanemi Laufey Tryggvadóttir 2 faraldsfræðingur Jón Gunnlaugur Jónasson 1,2,4 sérfræðingur í meinafræði Elínborg J. Ólafsdóttir

More information

gigtin Það er ástæða til bjartsýni Ráð fyrir aðstandendur Gigt og kynlíf GIGTARFÉLAG ÍSLANDS 2. tölublað 2017

gigtin Það er ástæða til bjartsýni Ráð fyrir aðstandendur Gigt og kynlíf GIGTARFÉLAG ÍSLANDS 2. tölublað 2017 gigtin 2. tölublað 2017 GIGTARFÉLAG ÍSLANDS Það er ástæða til bjartsýni Ráð fyrir aðstandendur Gigt og kynlíf Viðurkenndar stuðningshlífar Virkur stuðningur Vandaður vefnaður Góð öndun Einstök hönnun Fjölbreytt

More information

Greiningargeta blóðprufa og afdrif sjúklinga með Disseminated Intravascular Coagulation

Greiningargeta blóðprufa og afdrif sjúklinga með Disseminated Intravascular Coagulation Greiningargeta blóðprufa og afdrif sjúklinga með Disseminated Intravascular Coagulation Einar Hjörleifsson 1 Martin Ingi Sigurðsson 2, Páll Torfi Önundarson 1,3, Brynja Guðmundsdóttir 3, Gísli Heimir Sigurðsson

More information

Horizon 2020 á Íslandi:

Horizon 2020 á Íslandi: Horizon 2020 á Íslandi: - Árangur Íslands í Horizon2020 - Hvernig getur Rannís veitt ykkur aðstoð? Kristmundur Þór Ólafsson Alþjóðasvið Rannís Landstengiliður (NCP) fyrir H2020 Hvað er H2020? Rammaáætlun

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 8. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, apríl 2012

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, apríl 2012 EFLA Verkfræðistofa STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin 2002-2011 Reykjavík, apríl 2012 2012, EFLA verkfræðistofa hf - Vinnslu efnis og frágang texta annaðist Kolbrún Reinholdsdóttir fyrir Verkfræðistofuna

More information

BSc. ritgerð. Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga

BSc. ritgerð. Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga BSc. ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga Eva Úlla Hilmarsdóttir Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Þórhallur Örn Guðlaugsson Febrúar

More information

Brennslumeðferð við ofansleglahraðtakti á Íslandi

Brennslumeðferð við ofansleglahraðtakti á Íslandi FRÆÐIGREINAR / BRENNSLUMEÐFERÐ VIÐ OFANSLEGLAHRAÐTAKTI Brennslumeðferð við ofansleglahraðtakti á Íslandi Gizur Gottskálksson Ágrip Tilgangur: Upp úr 199 ruddi sér til rúms ný og árangursrík aðferð til

More information

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Áhrif lofthita á raforkunotkun Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Júlí 2017 Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Orkustofnun Júlí 2017 Útgefandi: Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Sími: 569 6000, Fax, 568

More information

Áhrif höfuðbeina og spjaldhryggjarmeðferðar með svæðameðferð (CSR) á líðan einstaklinga með krabbamein

Áhrif höfuðbeina og spjaldhryggjarmeðferðar með svæðameðferð (CSR) á líðan einstaklinga með krabbamein Áhrif höfuðbeina og spjaldhryggjarmeðferðar með svæðameðferð (CSR) á líðan einstaklinga með krabbamein Höfundar: Jakobína Eygló Benediktsdóttir, Sjúkraliði, svæða - og viðbragðsfræðingur, CSR, skráður

More information

Klínískar leiðbeiningar um sýklalyfjameðferð hjá sjúklingum með hita og kyrningafæð

Klínískar leiðbeiningar um sýklalyfjameðferð hjá sjúklingum með hita og kyrningafæð Desember 2008 Klínískar leiðbeiningar um sýklalyfjameðferð hjá sjúklingum með hita og kyrningafæð Inngangur Þessar klínísku leiðbeiningar eru unnar úr leiðbeiningum Infectious Disease Society of America

More information

Klínískar leiðbeiningar. Sortuæxli í húð: leiðbeiningar um greiningu, meðferð og eftirfylgni

Klínískar leiðbeiningar. Sortuæxli í húð: leiðbeiningar um greiningu, meðferð og eftirfylgni Klínískar leiðbeiningar Sortuæxli í húð: leiðbeiningar um greiningu, meðferð og eftirfylgni Vinnuhópur Elísabet Reykdal Jóhannesdóttir Gunnar Bjarni Ragnarsson Þórir Steindór Njálsson Efnisyfirlit Inngangur...

More information

Sala tiltekinna bólgueyðandi lyfja á Íslandi og tengsl við blæðingar í meltingarvegi Kostir og gallar aukins aðgengis lausasölulyfja

Sala tiltekinna bólgueyðandi lyfja á Íslandi og tengsl við blæðingar í meltingarvegi Kostir og gallar aukins aðgengis lausasölulyfja Sala tiltekinna bólgueyðandi lyfja á Íslandi og tengsl við blæðingar í meltingarvegi 2003-2013 Kostir og gallar aukins aðgengis lausasölulyfja Auður Elín Finnbogadóttir Ritgerð til meistaragráðu Háskóli

More information

Rannsókn á áhættuþáttum og horfum sjúklinga með Clostridium difficile sýkingar

Rannsókn á áhættuþáttum og horfum sjúklinga með Clostridium difficile sýkingar Rannsókn á áhættuþáttum og horfum sjúklinga með Clostridium difficile sýkingar Alda Hrönn Jónasdóttir Lokaverkefni til MS-gráðu Lyfjafræðideild Heilbrigðisvísindasvið Rannsókn á áhættuþáttum og horfum

More information

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM Skýrsla fyrir skólaárið 2016-2017 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 2 1. Inngangur... 3 2. Markmið og tilgangur matsins... 3 3. Aðferðir og framkvæmd matsins... 3 4.

More information

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa Efnisyfirlit Þróun félagsauðs í grannríkjunum Bandaríkin Skandinavía Meginland Evrópu Þróunin á Íslandi Félagsþátttaka Frumtengsl Félagsrof Félagsauður,

More information