SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

Size: px
Start display at page:

Download "SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS"

Transcription

1 SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS INSPRA 25 mg filmuhúðaðar töflur. INSPRA 50 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 25 mg eða 50 mg af eplerenóni. Hjálparefni með þekkta verkun Hver 25 mg filmuhúðuð tafla inniheldur 35,7 mg af mjólkursykurseinhýdrati (sjá kafla 4.4). Hver 50 mg filmuhúðuð tafla inniheldur 71,4 mg af mjólkursykurseinhýdrati (sjá kafla 4.4). Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla LYFJAFORM Filmuhúðaðar töflur. 25 mg tafla: Gul tafla merkt Pfizer á annarri hliðinni og NSR fyrir ofan 25 á hinni hliðinni. 50 mg tafla: Gul tafla merkt Pfizer á annarri hliðinni og NSR fyrir ofan 50 á hinni hliðinni. 4. KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR 4.1 Ábendingar Eplerenón er ætlað til: notkunar til viðbótar hefðbundinni meðferð, þ.m.t. beta-blokkum, til að draga úr hjarta- og æðasjúkdómum og dauðsföllum vegna þeirra hjá sjúklingum í stöðugu ástandi með vanstarfsemi vinstra slegils (LVEF< 40%) og klínísk einkenni um hjartabilun eftir nýlegt hjartadrep. að draga úr líkum á hjarta- og æðasjúkdómum og dauðsföllum vegna þeirra hjá fullorðnum sjúklingum með hjartabilun í New York Heart Association (NYHA) flokki II (langvinna) og slagbilsvanstarfsemi vinstra slegils (LVEF< 30%), til viðbótar hefðbundinni bestu meðferð (sjá kafla 5.1). 4.2 Skammtar og lyfjagjöf Skammtar Til að ná fram einstaklingsbundinni skömmtun eru á markaði 25 mg og 50 mg töflur. Hámarksskammtur er 50 mg á sólarhring. Sjúklingar með hjartabilun eftir hjartadrep Ráðlagður viðhaldsskammtur af eplerenóni er 50 mg einu sinni á sólarhring. Hefja á meðferð á 25 mg einu sinni á sólarhring og auka smám saman upp í 50 mg einu sinni á sólarhring helst innan 4 vikna, í samræmi við kalíumgildi í sermi (sjá töflu 1). Venjulega á að hefja eplerenón meðferð innan 3-14 sólarhringa frá bráðri kransæðastíflu. 1

2 Sjúklingar með hjartabilun í NYHA flokki II (langvinna) Hjá sjúklingum með hjartabilun í NYHA flokki II skal hefja meðferð með 25 mg skammti einu sinni á dag og auka hann smám saman í endanlegan skammt, 50 mg einu sinni á dag, helst á 4 vikum að teknu tilliti til kalíumgilda í sermi (sjá töflu 1 og kafla 4.4). Sjúklingar með hærra kalíumgildi í sermi en 5,0 mmól/l eiga ekki að fá eplerenónmeðferð (sjá kafla 4.3). Mæla á kalíumgildi í sermi áður en meðferð með eplerenóni hefst, innan fyrstu vikunnar og mánuði eftir að meðferð hefst eða eftir að skammtaaðlögun hefst. Eftir það á að mæla reglulega kalíumgildi í sermi. Eftir að meðferð er hafin skal aðlaga skammta á grundvelli kalíumgildis í sermi, eins og sýnt er í töflu 1. Tafla 1: Skammtaaðlögunartafla. Kalíum í sermi (mmól/l) Aðgerð Skammtaaðlögun < 5,0 Auka 25 mg annan hvern dag, í 25 mg einu sinni á sólarhring 25 mg einu sinni á sólarhring, í 50 mg einu sinni á sólarhring 5,0-5,4 Viðhalda Engin skammtaaðlögun 5,5-5,9 Minnka 50 mg einu sinni á sólarhring, í 25 mg einu sinni á sólarhring 25 mg einu sinni á sólarhring, í 25 mg annan hvern dag. 25 mg annan hvern dag í það að hætta meðferð 6,0 Hætta meðferð Á ekki við Eftir að meðferð með eplerenóni hefur verið hætt vegna þess að kalíumgildi í sermi er 6,0 mmól/l, má hefja meðferð með eplerenóni aftur með 25 mg skammti annan hvern dag, þegar kalíumgildi hefur lækkað niður fyrir 5,0 mmól/l. Börn Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun eplerenóns hjá börnum og unglingum. Fyrirliggjandi upplýsingar eru tilgreindar í kafla 5.1 og 5.2. Aldraðir Ekki er nauðsynlegt að aðlaga upphafsskammta hjá öldruðum. Vegna aldurstengdrar skerðingar á nýrnastarfsemi er meiri hætta á blóðkalíumhækkun hjá öldruðum. Þessi hætta eykst frekar þegar sjúkdómsástand tengt aukinni altækri útsetningu, einkum væg til meðalskert lifrarstarfsemi, er til staðar. Mælt er með því að mæla reglulega kalíum í sermi (sjá kafla 4.4.). Skert nýrnastarfsemi Ekki er nauðsynlegt að aðlaga upphafsskammta hjá sjúklingum með vægt skerta nýrnastarfsemi. Mælt er með því að mæla reglulega kalíum í sermi og aðlaga skammta samkvæmt töflu 1. Sjúklingar með miðlungi skerta nýrnastarfsemi (kreatínínúthreinsun (CrCl) ml/mín.) eiga að byrja á að taka 25 mg skammt annan hvern dag, sem síðan á að stilla að teknu tilliti til kalíumgilda í blóði (sjá töflu 1). Mælt er með því að mæla reglulega kalíum í sermi (sjá kafla 4.4). Engin reynsla liggur fyrir af notkun lyfsins hjá sjúklingum sem fengið hafa hjartaáfall með hjartadrepi og hafa CrCl <50 ml/mín. Gæta skal varúðar við notkun eplerenóns hjá þesum sjúklingum. Skammtar yfir 25 mg á dag hafa ekki verið rannsakaðir hjá sjúklingum með CrCl <50 ml/mín. 2

3 Ekki má nota eplerenón hjá sjúklingum með alvarlega skerta nýrnastarfsemi (CrCl <30 ml/mín.) (sjá kafla 4.3). Ekki er hægt að fjarlægja eplerenón með skilun. Skert lifrarstarfssemi Ekki er nauðsynlegt að aðlaga upphafsskammta hjá sjúklingum með vægt til meðalskerta lifrarstarfssemi. Vegna aukinnar almennrar útsetningar fyrir eplerenóni hjá sjúklingum með vægt til meðalskerta lifrarstarfsemi, er mælt með því að mæla reglulega og oft kalíum í sermi hjá þessum sjúklingum, einkum hjá öldruðum (sjá kafla 4.4). Samhliðameðferð Ef sjúklingur fær samhliðameðferð með vægum til meðal öflugum CYP3A4 hemlum, t.d. amíódaróni, diltíazemi og verapamíli er mælt með 25 mg skammti einu sinni á sólarhring. Sólarhringsskammtur skal ekki að fara yfir 25 mg (sjá kafla 4.5). Eplerenón má taka með eða án fæðu (sjá kafla 5.2). 4.3 Frábendingar Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1. Sjúklingar með kalíumgildi í sermi >5,0 mmól/l við upphaf meðferðar. Sjúklingar með alvarlega skerta nýrnastarfsemi (áætlaður gauklasíunarhraði (estimated glomerular filtration rate; egfr) <30 ml á mínútu á hverja 1,73 m 2 ). Sjúklingar með alvarlega skerta lifrarstarfssemi (Child-Pugh flokkur C). Sjúklingar sem fá kalíumsparandi þvagræsilyf eða öfluga CYP3A4 hemla (t.d. ítrakónazól, ketakónazól, rítónavír, nelfínavír, klaritrómýsín, telitrómýsín og nefazódón) (sjá kafla 4.5). Samhliðanotkun eplerenóns ásamt samsetningum ACE-hemils og angiotensín-ii viðtakablokka. 4.4 Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun Blóðkalíumhækkun Í samræmi við verkunarmáta, getur eplerenón valdið blóðkalíumhækkun. Fylgjast skal með kalíumgildi í sermi hjá öllum sjúklingum við upphaf meðferðar og við skammtabreytingar. Eftir það er ráðlagt að mæla kalíum reglulega hjá sjúklingum sem eiga á hættu að fá blóðkalíumhækkun, eins og t.d. hjá öldruðum sjúklingum, sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi (sjá kafla 4.2) og hjá sjúklingum með sykursýki. Ekki er mælt með kalíumuppbót eftir að meðferð með eplerenóni hefst, vegna aukinnar hættu á blóðkalíumhækkun. Það hefur sýnt sig að minnkun eplerenónskammta lækkar sermisgildi kalíums. Ein rannsókn leiddi í ljós að ef hýdróklórtíazíði var bætt við eplerenónmeðferð vó það á móti aukningu á kalíummagni í sermi. Hætta á of háum kalíumgildum í blóði getur aukist þegar eplerenón er notað samhliða ACE-hemli og angíotensín-ii viðtakablokka. Ekki má nota ACE-hemil og angíotensín-ii viðtakablokka saman ásamt eplerenóni (sjá kafla 4.3 og 4.5). Skert nýrnastarfsemi Mæla á reglulega kalíumgildi hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi, að meðtöldum sjúklingum með öralbúmínmigu vegna sykursýki (diabetic microalbuminuria). Hætta á blóðkalíumhækkun eykst eftir því sem skerðing nýrnastarfseminnar er meiri. Enda þótt gögn úr rannsókninni Eplerenone Post-acute Myocardial Infarction Heart failure Efficacy and Survival Study (EPHESUS) hjá sjúklingum með sykursýki af tegund 2 og öralbúmínmigu séu takmarkaðar, varð vart aukinnar tíðni blóðkalíumhækkunar hjá fáum sjúklingum. Þess vegna skal meðhöndla þessa sjúklinga með varúð. Ekki er hægt að fjarlægja eplerenón með blóðskilun. 3

4 Skert lifrarstarfsemi Ekki varð vart við meiri kalíumhækkun í sermi en að 5,5 mmól/l hjá sjúklingum með vægt til meðalskerta lifrarstarfsemi (Child Pugh flokkur A og B). Fylgjast skal með gildum blóðsalta (elektrólýta) hjá sjúklingum með vægt til meðalskerta nýrnastarsemi. Notkun eplerenóns hefur ekki verið metin hjá sjúklingum með alvarlega skerta lifrarstarfsemi og eiga þeir því ekki að nota lyfið (sjá kafla 4.2 og 4.3). CYP3A4 virkjar Samhliðanotkun eplerenóns og öflugra CYP3A4 virkja er ekki ráðlögð (sjá kafla 4.5). Lítíum, ciklosporín og tacrolimus á ekki að nota samhliða eplerenóni (sjá kafla 4.5). Laktósi (mjólkursykur) Töflurnar innihalda laktósa og skal ekki gefa sjúklingum með galaktósaóþol, tiltekna gerð laktasaþurrð (Lapp-laktasaskort) eða glúkósa-galaktósavanfrásog sem eru mjög sjaldgæfir arfgengir kvillar. 4.5 Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir Lyfhrifa milliverkanir Kalíumsparandi þvagræsilyf og kalíumuppbót Ekki má gefa sjúklingum sem fá samhliða önnur kalíumsparandi þvagræsilyf og kalíumuppbót eplerenón, vegna aukinnar hættu á blóðkalíumhækkun (sjá kafla 4.3). Kalíumsparandi þvagræsilyf geta einnig aukið verkun blóðþrýstingslækkandi lyfja og annarra þvagræsilyfja. ACE-hemlar, angiotensín-ii viðtakablokkar Hætta á of háum kalíumgildum í blóði getur aukist þegar eplerenón er notað samhliða ACE-hemli og/eða angíotensín-ii viðtakablokka. Mælt er með að fylgjast vel með kalíumþéttni í sermi og nýrnastarfsemi, einkum hjá sjúklingum í aukinni hættu á skertri nýrnastarfsemi, t.d. öldruðum. Ekki má nota öll þrjú lyfin; ACE-hemil, angíotensín-ii viðtakablokka og eplerenón saman (sjá kafla 4.3 og 4.4). Litíum Ekki hafa verið gerðar rannsóknir á milliverkunum eplerenóns og litíums. Hinsvegar hefur verið skýrt frá litíumeitrun hjá sjúklingum sem hafa fengið lítíum samhliða þvagræsilyfjum og ACE-hemlum (sjá kafla 4.4). Forðast skal samhliðanotkun eplerenóns og litíums. Ef nauðsynlegt reynist að gefa litíum og eplerenón samhliða skal fylgjast með litíumþéttni í sermi (sjá kafla 4.4). Ciklosporín, tacrolimus Ciklosporín og tacrolimus geta leitt til skertrar nýrnastarfsemi og aukið hættuna á blóðkalíumhækkun. Forðast á að nota eplerenón samhliða ciklosporíni eða tacrolimus. Ef nauðsynlegt reynist að nota ciklosporín og tacrolimus meðan á eplerenónmeðferð stendur skal fylgjast náið með kalíumþéttni í sermi (sjá kafla 4.4). Bólgueyðandi gigtarlyf sem ekki eru sterar (NSAID) Notkun NSAID getur leitt til bráðrar nýrnabilunar vegna þess að þau verka beint á gauklasíun, einkum hjá sjúklingum í áhættuhópi (aldraðir og/eða sjúklingar með vessaþurrð). Áður en meðferð með eplerenóni hefst skal tryggja að sjúklingar á NSAID fá nægilegan vökva og athuga nýrnaskaða. Trimetoprím Samhliðanotkun trimetópríms og eplerenóns eykur hættuna á blóðkalíumhækkun. Fylgjast skal með kalíumþéttni í sermi og með nýrnastarfsemi, einkum hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi og öldruðum. 4

5 Alfa 1-blokkar (t.d. prazósín, alfuzósín) Þegar alfa-1-blokkar og eplerenón eru notuð samhliða geta blóðþrýstingslækkandi áhrif og/eða hætta á réttstöðuþrýstingsfalli aukist. Mælt er með að fylgjast vel með klínískum einkennum réttstöðuþrýstingsfalls þegar alfa-1-blokkar eru notaðir samhliða eplerenóni. Þríhringlaga þunglyndislyf, sefandi lyf, amifostín, baclofen Samhliðanotkun þessara lyfja og eplerenóns getur hugsanlega aukið blóðþrýstingslækkandi verkun og hættuna á réttstöðuþrýstingsfalli. Sykursterar, tetracosactíð Samhliðanotkun þessara lyfja og eplerenóns getur dregið úr blóðþrýstingslækkandi verkun (uppsöfnun natríums og vökva). Lyfjahvarfamilliverkanir Rannsóknir in vitro benda til þess að eplerenón hamli ekki ísoenzímunum CYP1A2, CYP2C19, CYP2C9, CYP2D6 eða CYP3A4. Eplerenón er ekki hvarfefni eða hemill P-glýkópróteins. Digoxín Við samhliðanotkun eplerenóns og digoxíns jókst altæk útsetning (AUC) fyrir digoxíni um 16% (90% CI: 4%-30%). Gæta skal varúðar þegar digoxínskammtar eru nærri efri mörkum ráðlags skammtabils. Warfarín Engar klínískt mikilvægar lyfjahvarfa milliverkanir hafa komið í ljós þegar warfarín er notað með eplerenóni. Gæta skal varúðar þegar warfarínskammtar eru nærri efri mörkum ráðlagðs skammtabils. CYP3A4 hvarfefni Niðurstöður lyfjahvarfarannsókna með CYP3A4 hvarfefnum, þ.e.a.s. mídazólami og cisapríði sýndu ekki fram á neinar marktækar milliverkanir þegar þessi lyf voru notuð samhliða eplerenóni. CYP3A4 hemlar -Öflugir CYP3A4 hemlar: Marktækar lyfjahvarfamilliverkanir geta átt sér stað þegar eplerenón er notað samhliða lyfjum sem hamla ensíminu CYP3A4. Öflugur CYP3A4 hemill (ketókónazól 200 mg tvisvar á sólarhring) olli 441% aukningu á AUC eplerenóns (sjá kafla 4.3). Ekki má nota eplerenón samhliða öflugum CYP3A4 hemlum, svo sem ketókónazóli, ítrakónazóli, rítónavíri, nelfínavíri, klaritrómýsíni, telitrómýsíni og nefazódóni (sjá kafla 4.3). -Vægir til meðal öflugir CYP3A4 hemlar: Samhliðanotkun eplerenóns og erýtrómýcíns, saquinavírs, amíódaróns, diltíazems, verapamíls eða flúcónazóls hefur leitt til marktækra lyfjahvarfamilliverkana með vaxandi AUC frá 98% til 187%. Skammtur eplerenóns á því ekki að vera stærri en 25 mg á dag þegar það er notað samhliða vægum til meðal öflugum CYP3A4 hemlum (sjá kafla 4.2). CYP3A4 virkjar Samhliðanotkun jóhannesarjurtar/jónsmessurunna (öflugur CYP3A4 virkir) og eplerenóns olli 30% minnkun á AUC eplerenóns. Öflugri CYP3A4 virkjar, svo sem rifampisín, geta valdið meiri minnkun á AUC eplerenóns. Vegna hættu á minnkaðri verkun eplerenóns er ekki mælt með samhliðanotkun eplerenóns og öflugra CYP3A4 virkja (rifampisín, karbamazepín, fenytóín, fenóbarbital, jóhannesarjurt/jónsmessurunni) (sjá kafla 4.4). Sýrubindandi lyf Byggt á niðurstöðum klínískrar rannsóknar er ekki talið líklegt að milliverkanir eigi sér stað þegar sýrubindandi lyf eru notuð samhliða eplerenóni. 5

6 4.6 Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf Meðganga Ekki liggja fyrir neinar fullnægjandi rannsóknarniðurstöður um notkun eplerenóns á meðgöngu. Dýrarannsóknir benda hvorki til beinna né óbeinna skaðlegra áhrifa á, meðgöngu, fósturvísis- /fósturþroska, fæðingu eða þroska eftir fæðingu (sjá kafla 5.3). Gæta skal varúðar þegar eplerenón er ávísað á meðgöngu. Brjóstagjöf Ekki er vitað hvort eplerenón skilst út í brjóstamjólk eftir inntöku. Gögn úr forklínískum rannsóknum sýna samt sem áður að eplerenón og/eða umbrotsefni þess finnast í rottumjólk og að rottuungar sem drukku hana þroskuðust eðlilega. Vegna þess að hætta á aukaverkunum hjá brjóstmylkingum er ekki þekkt á að ákveða hvort brjóstagjöf skal hætt eða hvort meðferð skal hætt að teknu tilliti til mikilvægis lyfsins fyrir móðurina. Frjósemi Engin gögn liggja fyrir um áhrif á frjósemi hjá mönnum. 4.7 Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla Engar rannsóknir hafa verið gerðar til að kanna áhrif eplerenóns á hæfni til aksturs og notkunar véla. Eplerenón veldur ekki syfju eða dregur úr skilvitlegri hæfni, en við akstur bifreiða og stjórnun véla skal hafa í huga að lyfið getur valdið sundli. 4.8 Aukaverkanir Í tveimur rannsóknum, (EPHESUS og Eplerenone in Mild Patients Hospitalization and Survival Study in Heart Failure [EMPHASIS-HF]), var heildartíðni tilkynntra aukaverkana hjá þeim sem fengu eplerenón svipuð og hjá þeim sem fengu lyfleysu. Eftirtaldar aukaverkanir eru þær sem grunur leikur á að hafi orsakatengsl við meðferð og eru tíðari en hjá lyfleysu, eru alvarlegar og marktækt tíðari en hjá þeim sem fengu lyfleysu eða greint hefur verið frá eftir markaðssetningu. Aukaverkanir eru flokkaðar eftir líffærum og tíðni. Tíðniflokkar eru skilgreindir sem eftirfarandi: Mjög algengar ( 1/10) ( 1/100 til <1/10) ( 1/1.000 til <1/100) Mjög sjaldgæfar ( 1/ til <1/1.000) Koma örsjaldan fyrir (<1/10.000) Tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum). Tafla 2: Tíðni aukaverkana í klínískum samanburðarrannsóknum á eplerenóni. Líffæraflokkar skv. MedDRA flokkun Sýkingar af völdum sýkla og sníkjudýra Blóð og eitlar Innkirtlar Aukaverkun Nýra- og skjóðubólga, sýking, kokbólga. Eosínfíklafjöld. Vanstarfsemi skjaldkirtils. 6

7 Efnaskipti og næring Geðræn vandamál Taugakerfi Hjarta Æðar Blóðkalíumhækkun (sjá kafla 4.3 og 4.4), kólesterólhækkun í blóði. Natríumlækkun í blóði, vessaþurrð, þríglýseríðahækkun í blóði. Svefnleysi. Yfirlið, sundl, höfuðverkur. Skert snertiskyn. Vinstri hjartabilun, gáttatif. Hraðsláttur. Lágþrýstingur. Segamyndun í slagæðum útlima, réttstöðuþrýstingsfall. Öndunarfæri, brjósthol og miðmæti Hósti. Meltingarfæri Niðurgangur, ógleði, hægðatregða, uppköst. Vindgangur. Húð og undirhúð Útbrot, kláði. Ofnæmisbjúgur, ofsvitnun. Stoðkerfi og stoðvefur Vöðvakrampi, bakverkir. Verkir í vöðvum og beinum. Nýru og þvagfæri Skert nýrnastarfsemi (sjá kafla 4.4 og 4.5). Lifur og gall Æxlunarfæri og brjóst Almennar aukaverkanir og aukaverkanir á íkomustað Rannsóknaniðurstöður Gallblöðrubólga. Brjóstastækkun hjá karlmönnum. Þróttleysi Lasleiki. Aukning á karbamíði (BUN), aukning á kreatíníni. Lækkað gildi þekjufrumuvaxtarþáttar, hækkaður blóðsykur. 7

8 Í EPHESUS rannsókninni var greint frá fleiri tilvikum heilablóðfalls hjá hópi mjög aldraðra ( 75 ára). Hinsvegar kom ekki fram tölfræðilega marktækur munur á tíðni heilablóðfalla í hópnum sem fékk eplerenón (30) samanborið við hópinn sem fékk lyfleysu (22). Í EMPHASIS-HF rannsókninni voru tilvik heilablóðfalls hjá hópi mjög aldraðra ( 75 ára) 9 í hópnum sem fékk eplerenón og 8 í hópnum sem fékk lyfleysu. Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. 4.9 Ofskömmtun Engar aukaverkanir sem taldar eru tengjast ofskömmtun eplerenóns hjá mönnum hafa verið tilkynntar. Líklegustu einkenni sem búast má við vegna ofskömmtunar hjá mönnum eru lágþrýstingur og blóðkalíumhækkun. Ekki er hægt að fjarlægja eplerenón með blóðskilun. Eplerenón binst lyfjakolum vel. Ef blóðþrýstingslækkun með einkennum á sér stað, skal hefja stuðningsmeðferð. Við blóðkalíumhækkun, skal hefja hefðbundna meðferð. 5. LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR 5.1 Lyfhrif Flokkun eftir verkun: Aldósteronblokkar, ATC flokkur: C03DA04. Verkunarháttur Eplerenón binst hlutfallslega sértækt við mannasaltsteraviðtaka sem framleiddir eru með samrunaerfðatækni, samanborið við bindingu þess við manna-sykurstera-, prógesterón- og andrógenviðtaka, sem framleiddir eru með samrunaerfðatækni. Eplerenón kemur í veg fyrir bindingu aldósteróns, sem er lykilhormón í renín-angíótensín-aldósterónkerfinu (RAAS) og tekur þátt í stjórnun blóðþrýstings og lífeðlismeinafræði hjarta-og æðasjúkdóma. Lyfhrif Sýnt hefur verið fram á að eplerenón veldur viðvarandi hækkun reníns í plasma og aldósteróns í sermi, sem er í samræmi við bælingu neikvæðrar afturverkunar aldósteróns á renínseyti. Þessi aukna renínvirkni í plasma og hækkað gildi aldósteróns í blóðrásinni eyðir ekki verkun eplerenóns. Í skammtabilsrannsóknum á langvinnri hjartabilun (NYHA flokkun II-IV), olli viðbót eplerenóns við hefðbundna meðferð, skammtaháðri aukningu á aldósteróni eins og búist var við. Á svipaðan hátt leiddi meðferð með eplerenóni í hjarta/nýrna undirrannsókn EPHESUS, til marktækrar aukningar aldósteróns. Þessar niðurstöður staðfesta blokkun saltsteraviðtaka hjá þessum sjúklingahópi. Áhrif eplerenóns á hjartabilun og lifun eftir brátt hjartadrep voru rannsökuð í EPHESUS rannsókninni (Eplerenone Post-acute Myocardial Infarction Heart Failure Efficacy and Survival Study). EPHESUS rannsóknin stóð í 3 ár og var tvíblind, samanburðarrannsókn með lyfleysu á 6632 sjúklingum með brátt hjartadrep, vanstarfsemi vinstri slegils (metið út frá útfalli vinstri slegils 40% (left ventricular ejection fraction)) ásamt einkennum um hjartabilun. Innan 3-14 sólarhringa (miðgildi 7 sólarhringar) eftir brátt hjartadrep, fengu sjúklingar 25 mg upphafsskammt af eplerenóni eða lyfleysu, til viðbótar við hefðbundna meðferð, og eftir 4 vikur var skammturinn aukin smám saman að viðhaldsskammti, 50 mg einu sinni á sólarhring, ef kalíum í sermi var <5,0 mmól/l. Meðan á rannsókninni stóð fengu sjúklingar hefðbundna meðferð m.a. asetýlsalisýlsýru (92%), ACE-hemla (90%), beta-blokka (83%), nítröt (72%), hávirkni þvagræsilyf (loop diuretics) (66%) eða HMG CoA reduktasahemla (60%). 8

9 Í EPHESUS rannsókninni voru fyrstu endapunktar (co-primary endpoints) dauðsföll af hvaða orsök sem var, og sameinaður endapunktur (combined endpoint) dauðsföll eða innlagnar á sjúkrahús vegna hjarta- og æðasjúkdóma; 14,4% af sjúklingum sem fengu eplerenón dóu samanborið við 16,7% þeirra sem fengu lyfleysu en dauðsföll eða innlögn á sjúkrahús var 26,7% hjá sjúklingum sem fengu eplerenón og 30,0% hjá þeim sem fengu lyfleysu. Í EPHESUS rannsókninni, reyndist eplerenón því lækka dánartíðni af hvaða orsökum sem var um 15% (RR 0,85; 95%, CI 0,75-0,96: P=0,008) samanborið við lyfleysu, fyrst og fremst með því að lækka dánartíðni vegna hjarta- og æðasjúkdóma. Hættan á dauðsföllum eða innlögnum á sjúkrahús vegna hjarta- og æðasjúkdóma, lækkaði um 13% við notkun eplerenóns (RR 0,87; 95% CI, 0,79-0,95; p=0,002). Bein lækkun áhættu við endapunkt vegna dauðsfalla af hvaða orsökum sem var og dauðsfalla/innlagna á sjúkrahús vegna hjarta- og æðasjúkdóma var 2,3% og 3,3% talið í sömu röð. Fyrst og fremst var sýnt fram á klíníska verkun, þegar eplerenón meðferð var hafin hjá sjúklingum yngri en 75 ára. Óljóst er hvaða gagn sjúklingar eldri en 75 ára hefðu af meðferð. Starfræn flokkun skv. New York Health Association (NYHA) batnaði eða hélst óbreytt hjá tölfræðilega marktækt fleiri sjúklingum sem fengu eplerenón samanborið við lyfleysu. Tíðni blóðkalíumhækkunar var 3,4% í hópnum sem fékk eplerenón samanborið við 2% í lyfleysu hópnum (p<0,001). Tíðni blóðkalíumlækkunar var 0,5% í eplerenón hópnum samanborið við 1,5% í lyfleysuhópnum (p<0,001). Ekki varð vart sömu verkana eplerenóns á hjartsláttarhraða, lengd QRS, PR eða QT bils hjá 147 heilbrigðum þátttakendum, metið út frá breytingum á hjartarafriti í lyfhrifarannsóknum. Í EMPHASIS-HF rannsókninni voru áhrif eplerenóns á klínísk afdrif sjúklinga með slagbilstruflun (systolic heart failure) og væg einkenni (NYHA flokkur II) rannsökuð þegar lyfinu var bætt við hefðbundna meðferð. Sjúklingar voru gjaldgengir til þátttöku ef þeir voru a.m.k. 55 ára gamlir, höfðu útfallsbrot vinstra slegils (left ventricular ejection fraction; LVEF) 30% eða LVEF 35% og QRS útslag á hjartalínuriti >130 msek, og höfðu annað hvort verið lagðir inn á sjúkrahús vegna hjarta- eða æðakvilla 6 mánuðum fyrir inntöku í rannsóknina eða höfðu gildi BNP (B-type natriuretic peptide) í plasma sem nam a.m.k. 250 pg/ml eða gildi N-terminal pro-bnp í plasma sem nam a.m.k. 500 pg/ml hjá körlum (750 pg/ml hjá konum). Eplerenón var upphaflega gefið sem 25 mg skammtur einu sinni á dag og var aukið í 50 mg einu sinni á dag eftir 4 vikur ef kalíumgildi í sermi var <5,0 mmól/l. Ef áætlaður gauklasíunarhraði (GFR) var ml/mín./1,73 m 2 var upphafsskammtur af eplerenóni 25 mg annan hvern dag en skammturinn síðan aukinn í 25 mg einu sinni á dag. Alls var sjúklingum slembiraðað (tvíblint) í hópa sem fengu annars vegar eplerenón og hins vegar lyfleysu, auk þeirrar meðferðar sem þeir fengu við upphaf rannsóknar með þvagræsilyfjum (85%), ACE-hemlum (78%), angíotensín-ii viðtakablokkum (19%), beta-blokkum (87%), segavarnarlyfjum (88%), blóðfitulækkandi lyfjum (63%) og digitalis glýkósíðum (27%). Meðalgildi útfallsbrots vinstra slegils var ~26% og meðalgildi QRS hraða var ~122 msek. Flestir sjúklinganna (83,4%) voru lagðir inn á sjúkrahús vegna hjarta- og æðakvilla á 6 mánaða tímabili með slembiraðaðri meðferð, þar af u.þ.b. 50% vegna hjartabilunar. U.þ.b. 20% sjúklinganna fengu ígræddan gangráð eða fengu aðra meðferð til endurstillingar hjartsláttar. Aðalendapunkturinn, dauðsfall vegna hjarta- eða æðakvilla eða sjúkrahúsinnlögn vegna hjartabilunar, kom fram hjá 249 sjúklingum (18,3%) í hópnum sem fékk eplerenón og 356 sjúklingum (25,9%) í hópnum sem fékk lyfleysu (hlutfallsleg áhætta 0,63, 95% öryggismörk 0,54-0,74; p<0,001). Áhrif eplerenóns á aðalmælipunktinn voru sambærileg í öllum fyrirfram skilgreindum undirhópum. Aukaendapunkturinn, dauðsfall af hvaða ástæðu sem er, kom fram hjá 171 sjúklingi (12,5%) í hópnum sem fékk eplerenón og 213 sjúklingum (15,5%) í hópnum sem fékk lyfleysu (hlutfallsleg áhætta 0,76; 95% öryggismörk 0,62-0,93; p = 0,008). Dauðsföll vegna hjarta- eða æðakvilla voru 147 (10,8%) meðal sjúklinga í hópnum sem fékk eplerenón og 185 (13,5%) meðal sjúklinga í hópnum sem fékk lyfleysu (hlutfallsleg áhætta 0,76; 95% öryggismörk 0,61-0,94; p = 0,01). 9

10 Meðan á rannsókninni stóð var tilkynnt um of há sermisgildi kalíums (> 5.5 mmól/l) hjá 158 sjúklingum (11,8%) í hópnum sem fékk eplerenón og 96 sjúklingum (7,2%) í hópnum sem fékk lyfleysu (p < 0,001). Of lág gildi kalíums í blóði, skilgreind sem kalíum í sermi <4,0 mmól/l, voru tölfræðilega fátíðari í hópnum sem fékk eplerenón en í hópnum sem fékk lyfleysu (38,9% í hópnum sem fékk eplerenón borið saman við 48,4% í hópnum sem fékk lyfleysu, p<0,0001). Börn: Notkun eplerenóns hjá börnum með hjartabilun hefur ekki verið rannsökuð. Í 10 vikna rannsókn hjá börnum með háþrýsting (á aldrinum 4-16 ára, n=304), sem fengu skammta (frá 25 mg og allt að 100 mg á dag) sem samsvöruðu útsetningu hjá fullorðnum, hafði eplerenón ekki mikil blóðþrýstingslækkandi áhrif. Í þessari rannsókn og í 1 árs rannsókn á öryggi lyfsins hjá 149 börnum (á aldrinum 5-17 ára) var öryggi lyfsins svipað og hjá fullorðnum. Notkun eplerenóns hjá börnum yngri en 4 ára með háþrýsting hefur ekki verið rannsökuð, þar sem rannsóknir hjá eldri börnum hafa ekki sýnt fram á virkni (sjá kafla 4.2). Hugsanleg (langtíma)áhrif á hormónastöðu hjá börnum hafa ekki verið rannsökuð. 5.2 Lyfjahvörf Frásog Heildaraðgengi eplerenóns eftir inntöku einnar 100 mg töflu er 69%. Hámarksþéttni í plasma næst eftir u.þ.b. 1,5-2 klst. Bæði hámarksgildi í plasma (C max) og flatarmál undir blóðþéttniferli (AUC) eru í réttu hlutfalli við skammta á bilinu 10 mg til 100 mg og minna en í réttu hlutfalli þegar skammtar eru stærri en 100 mg. Jafnvægi næst innan tveggja sólarhringa. Fæða hefur ekki áhrif á frásog. Dreifing Eplerenón er um það bil 50% próteinbundið í plasma og binst fyrst og fremst alfa 1-sýruglýkópróteinum. Dreifingarrúmmál (apparent volume of distribution) við jafnvægi er talið vera l. Eplerenón hefur ekki mikla sækni í bindingu við rauð blóðkorn. Umbrot Eplerenón umbrotnar fyrst of fremst fyrir tilstilli CYP3A4. Engin virk umbrotsefni eplerenóns hafa verið einangruð í plasma úr mönnum. Brotthvarf Minna en 5% af eplerenónskammti finnst óbreytt í þvagi og hægðum. Eftir einn skammt af geislavirku lyfi, skilst um það bil 32% út með hægðum og um það bil 67% með þvagi. Brotthvarfshelmingunartími eplerenóns er um það bil 3-6 klst. Plasmaúthreinsun (apparent plasma clearance) er um það bil 10 l/klst. Sérstakir sjúklingahópar Aldur, kyn og kynþáttur Lyfjahvörf eplerenóns eftir 100 mg einu sinni á sólarhring, hafa verið rannsökuð hjá öldruðum ( 65 ára), hjá körlum og konum og hjá blökkumönnum. Ekki var marktækur munur á lyfjahvörfum eplerenóns hjá körlum og konum. Við jafnvægi jókst C max (22%) og AUC (45%) hjá öldruðum, samanborið við yngri þátttakendur (18 til 45 ára). Við jafnvægi var C max 19% lægra og AUC 26% lægra hjá blökkumönnum (sjá kafla. 4.2). 10

11 Börn Þýðislíkan af lyfjahvörfum fyrir mismunandi þéttni eplerenóns, byggt á 2 rannsóknum á 51 barni með háþrýsting á aldrinum 4-16 ára, sýndi fram á að líkamsþyngd sjúklinga hafði tölfræðilega marktæk áhrif á dreifingarrúmmál eplerenóns en ekki á úthreinsun lyfsins. Gera má ráð fyrir að dreifingarrúmmál og hámarks útsetning fyrir eplerenón hjá þungu barni sé eins og hjá fullorðnum með sömu líkamsþyngd. Hjá léttari sjúklingi sem vegur 45 kg er dreifingarrúmmálið u.þ.b. 40% minna og gera má ráð fyrir að hámarks útsetning sé meiri en hjá fullorðnum að meðaltali. Meðferð með eplerenóni hjá börnum var hafin með 25 mg 1 sinni á dag og skammtur aukinn í 25 mg 2 sinnum á dag eftir 2 vikur og hugsanlega í 50 mg 2 sinnum á dag ef klínísk þörf var fyrir það. Við þessa skammta var hæsta þéttni eplerenóns sem sást hjá börnum sem tóku þátt í rannsóknunum ekki verulega meiri en hjá fullorðnum sem fengu 50 mg 1 sinni á dag sem upphafsskammt. Skert nýrnastarfsemi Lyfjahvörf eplerenóns voru metin hjá sjúklingum með mismikið skerta nýrnastarfsemi og hjá sjúklingum í blóðskilun. Við jafnvægi jókst AUC um 38% og C max um 24% hjá sjúklingum með alvarlega skerta nýrnastarfsemi samanborið við viðmiðunarhóp, talið í sömu röð, og um 26% og 3% hjá sjúklingum í blóðskilun, talið í sömu röð. Ekki varð vart við fylgni á milli plasma úthreinsunar eplerenóns og kreatínín úthreinsunar. Ekki er hægt að fjarlægja eplerenón með blóðskilun (sjá kafla 4.4). Skert lifrarstarfsemi Lyfjahvörf 400 mg eplerenóns hafa verið rannsökuð hjá sjúklingum með meðalskerta lifrarstarfsemi (Child-Pugh flokkur B) og borin saman við lyfjahvörf hjá heilbrigðum einstaklingum. Við jafnvægi jókst C max um 3,6% AUC um 42% (sjá kafla. 4.2). Vegna þess að notkun eplerenóns hefur ekki verið rannsökuð hjá sjúklingum með alvarlega skerta lifrarstarfsemi má þessi sjúklingahópur ekki að nota eplerenón (sjá kafla. 4.3). Hjartabilun: Lyfjahvörf 50 mg eplerenóns voru metin hjá sjúklingum með hjartabilun (NYHA flokkun II-IV). Samanborið við heilbrigða einstaklinga á sama aldri, af sömu þyngd og af sama kyni, var AUC um 38% stærra og C max um 30% hærra, við jafnvægi, hjá sjúklingum með hjartabilun. Í samræmi við þessar niðurstöður, reyndist úthreinsun eplerenóns hjá sjúklingum með hjartabilun vera svipuð og hjá heilbrigðum öldruðum þátttakendum skv. þýðisgreiningu á lyfjahvörfum eplerenóns úr hlutmengi sjúklinga úr EPHESUS rannsókninni. 5.3 Forklínískar upplýsingar Forklínískar upplýsingar benda ekki til neinnar sérstakrar hættu fyrir menn, á grundvelli hefðbundinna rannsókna á lyfjafræðilegu öryggi, eiturverkunum á erfðaefni, krabbameinsvaldandi áhrifum og eiturverkunum á æxlun. Í rannsóknum á eiturverkunum eftir endurtekna skammta, átti sér stað rýrnun blöðruhálskirtils í rottum og hundum við skammta sem voru aðeins stærri en meðferðarskammtar. Breytingarnar á blöðruhálskirtli voru ekki tengdar óæskilegum starfrænum afleiðingum. Klínískt mikilvægi þessarar uppgötvunar er óljóst. 11

12 6. LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR 6.1 Hjálparefni Töflukjarni: Laktósaeinhýdrat Örkristölluð sellulósa (E460) Kroskarmellósunatríum (E468) Hýprómellósa (E464) Natríumlárylsúlfat Talkúm (E553b) Magnesíumsterat (E470b) Töfluhúð: Opadry yellow: Hýprómellósa (E464) Títantvíoxíð (E171) Makrógól 400 Pólýsorbat 80 (E433) Járnoxíð, gult (E172) Járnoxíð, rautt (E172) 6.2 Ósamrýmanleiki Á ekki við. 6.3 Geymsluþol 3 ár. 6.4 Sérstakar varúðarreglur við geymslu Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins. 6.5 Gerð íláts og innihald Ógegnsæjar PVC/álþynnur með 10, 20, 28, 30, 50, 90, 100 eða 200 töflum. Ógegnsæjar PVC/rifgataðar stakskammtaálþynnur með 10 x 1, 20 x 1, 30 x 1, 50 x 1, 90 x 1, 100 x 1 eða 200 x 1, (10 pakkar með 20 x 1) töflum. Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar. 6.6 Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun Engin sérstök fyrirmæli. 7. MARKAÐSLEYFISHAFI Pfizer ApS Lautrupvang Ballerup Danmörk 12

13 8. MARKAÐSLEYFISNÚMER INSPRA 25 mg filmuhúðaðar töflur: IS/1/04/036/01 INSPRA 50 mg filmuhúðaðar töflur: IS/1/04/036/02 9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 27. október Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 24. júlí DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS 16. ágúst Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á 13

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYF

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYF SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYF 1. HEITI LYFS Losartan Medical Valley 12,5 mg filmuhúðaðar töflur Losartan Medical Valley 50 mg filmuhúðaðar töflur Losartan Medical Valley 100 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING

More information

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Presmin 50 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Presmin inniheldur 50 mg af virka efninu lósartankalíum. Hjálparefni með þekkta verkun: Hver tafla inniheldur

More information

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Lopress 12,5 mg eða 50 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 12,5 mg eða 50 mg af lósartankalíum. Sjá lista yfir öll hjálparefni

More information

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Virk innihaldsefni: lósartankalíum 50 mg/hýdróklórtíazíð 12,5 mg eða lósartankalíum 100 mg/hýdróklórtíazíð 25 mg.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Virk innihaldsefni: lósartankalíum 50 mg/hýdróklórtíazíð 12,5 mg eða lósartankalíum 100 mg/hýdróklórtíazíð 25 mg. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Presmin Combo 50 mg/12,5 mg og 100 mg/25 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Virk innihaldsefni: lósartankalíum 50 mg/hýdróklórtíazíð 12,5 mg eða lósartankalíum

More information

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. 10 mg benzýlalkóhól, 40 mg cetýlalkóhól, 40 mg sterýlalkóhól og 50 mg própýlenglýkól (E1520) í hverju 1 g af kremi.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. 10 mg benzýlalkóhól, 40 mg cetýlalkóhól, 40 mg sterýlalkóhól og 50 mg própýlenglýkól (E1520) í hverju 1 g af kremi. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Elidel 10 mg/g krem 2. INNIHALDSLÝSING 1 g af kremi inniheldur pimecrolimus 10 mg. Hjálparefni með þekkta verkun 10 mg benzýlalkóhól, 40 mg cetýlalkóhól, 40 mg

More information

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Enalapril Krka 5 mg töflur. Enalapril Krka 10 mg töflur. Enalapril Krka 20 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING 5 mg tafla: Hver tafla inniheldur 5 mg af enalapril maleati.

More information

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 100 mg af lósartankalíum og 25 mg af hýdróklórtíazíði.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 100 mg af lósartankalíum og 25 mg af hýdróklórtíazíði. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Cozaar Comp 50 mg/12,5 mg filmuhúðaðar töflur Cozaar Comp 100 mg/12,5 mg filmuhúðaðar töflur Cozaar Comp Forte 100 mg/25 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING

More information

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. 1 ml inniheldur 100 míkróg desmópressínasetat sem samsvarar 89 míkróg af desmópressíni.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. 1 ml inniheldur 100 míkróg desmópressínasetat sem samsvarar 89 míkróg af desmópressíni. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Minirin 0,1 mg/ml nefúði, lausn 2. INNIHALDSLÝSING Desmópressínasetat 10 míkróg/úðaskammt. 1 ml inniheldur 100 míkróg desmópressínasetat sem samsvarar 89 míkróg

More information

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Hepsera 10 mg töflur 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 10 mg adefóvír tvípívoxíl. Hjálparefni með þekkta verkun: Hver tafla inniheldur 113

More information

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Grepid 75 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 75 mg af klópidógreli (sem besílat). Hjálparefni með þekkta verkun:

More information

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Úr hverjum plástri losna 25 míkróg af fentanýli á klukkustund. Hver 7,5 cm 2 plástur inniheldur 4,125 mg af fentanýli.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Úr hverjum plástri losna 25 míkróg af fentanýli á klukkustund. Hver 7,5 cm 2 plástur inniheldur 4,125 mg af fentanýli. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Fentanyl Actavis 25 míkróg/klst. forðaplástur Fentanyl Actavis 50 míkróg/klst. forðaplástur Fentanyl Actavis 75 míkróg/klst. forðaplástur Fentanyl Actavis 100

More information

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 20 mg af enalaprilmaleati og 12,5 mg af hydrochloriohiazidi.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 20 mg af enalaprilmaleati og 12,5 mg af hydrochloriohiazidi. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Enalapril comp ratiopharm 20 mg/12,5 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 20 mg af enalaprilmaleati og 12,5 mg af hydrochloriohiazidi. Hjálparefni

More information

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Omeprazol Medical Valley 10 mg magasýruþolin hörð hylki Omeprazol Medical Valley 20 mg magasýruþolin hörð hylki Omeprazol Medical Valley 40 mg magasýruþolin hörð

More information

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Pamidronatdinatrium Pfizer 3 mg/ml, innrennslisþykkni, lausn. Pamidronatdinatrium Pfizer 6 mg/ml, innrennslisþykkni, lausn. Pamidronatdinatrium Pfizer 9 mg/ml,

More information

Meðferð með GnRH-hliðstæðum er aðeins við einkennum; þessi meðferð eyðir ekki undirliggjandi orsökum frjósemisvandamáls.

Meðferð með GnRH-hliðstæðum er aðeins við einkennum; þessi meðferð eyðir ekki undirliggjandi orsökum frjósemisvandamáls. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI DÝRALYFS Busol 0,004 mg/ml stungulyf, lausn, handa nautgripum, hestum, kanínum 2. INNIHALDSLÝSING Hver ml inniheldur : Virkt innihaldsefni: Buserelin (sem buserelinasetat)

More information

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Feraccru 30 mg hörð hylki 2. INNIHALDSLÝSING Hvert hylki inniheldur 30 mg af járni (sem ferrímaltól). Hjálparefni með þekkta verkun: Hvert hylki inniheldur

More information

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að

More information

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Risperidón Alvogen 0,5 mg og 1 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur risperidón 0,5 mg eða 1 mg. Hjálparefni með þekkta

More information

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Þórólfur Guðnason yfirlæknir Sóttvarnalæknir, Embætti landlæknis Nóvember 2014 Gastegundir frá eldgosum >95% H 2 O, CO 2 SO 2

More information

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Quetiapin Actavis 25 mg filmuhúðaðar töflur Quetiapin Actavis 100 mg filmuhúðaðar töflur Quetiapin Actavis 200 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Hver

More information

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Oftaquix 5 mg/ml augndropar, lausn stakskammtaílát 2. INNIHALDSLÝSING Einn ml af augndropum, lausn, inniheldur 5,12 mg af levofloxacín hemihýdrati samsvarandi

More information

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hjálparefni með þekkta verkun: Lyfið inniheldur mjólkursykur. Í hverri töflu eru 42 mg af mjólkursykurmonohýdrati.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hjálparefni með þekkta verkun: Lyfið inniheldur mjólkursykur. Í hverri töflu eru 42 mg af mjólkursykurmonohýdrati. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Kóvar 2 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur warfarínnatríum 2 mg. Hjálparefni með þekkta verkun: Lyfið inniheldur mjólkursykur. Í hverri töflu

More information

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Bonviva 150 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 150 mg af íbandrónsýru (sem natríum einhýdrat). Hjálparefni

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að

More information

Hugsanlega er ekki hægt að gefa nákvæmlega þá skammta í mg/kg sem gefa á börnum ef hylki eru notuð.

Hugsanlega er ekki hægt að gefa nákvæmlega þá skammta í mg/kg sem gefa á börnum ef hylki eru notuð. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Dalacin 150 mg og 300 mg hörð hylki. 2. INNIHALDSLÝSING Klindamýsín 150 mg og 300 mg sem klindamýsínklóríð. Hjálparefni með þekkta verkun: Dalacin 150 mg inniheldur

More information

30 mg hylki: Hvert hylki inniheldur 30 mg lísdexamfetamíntvímesýlat, sem jafngildir 8,9 mg af dexamfetamíni.

30 mg hylki: Hvert hylki inniheldur 30 mg lísdexamfetamíntvímesýlat, sem jafngildir 8,9 mg af dexamfetamíni. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar

More information

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að

More information

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Diamox 250 mg töflur 2. VIRK INNIHALDSEFNI OG STYRKLEIKAR Hver tafla inniheldur 250 mg acetazólamíð. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3. LYFJAFORM

More information

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. 1 ml af dreifu inniheldur cíprófloxacín hýdróklóríð sem samsvarar 2 mg af cíprófloxacíni og 10 mg af hýdrókortisóni.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. 1 ml af dreifu inniheldur cíprófloxacín hýdróklóríð sem samsvarar 2 mg af cíprófloxacíni og 10 mg af hýdrókortisóni. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Ciproxin-Hydrocortison 2 mg/ml + 10 mg/ml, eyrnadropar, dreifa. 2. INNIHALDSLÝSING 1 ml af dreifu inniheldur cíprófloxacín hýdróklóríð sem samsvarar 2 mg af cíprófloxacíni

More information

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að

More information

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Azyter 15 mg/g augndropar, lausn í stakskammtaíláti. 2. INNIHALDSLÝSING Hvert g lausnar inniheldur 15 mg af azitrómýsíntvíhýdrati sem jafngildir 14,3 mg af azitrómýsíni.

More information

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

Nýr texti fyrir lyfjaupplýsingar Útdráttur úr ráðleggingum PRAC vegna ræsimerkja

Nýr texti fyrir lyfjaupplýsingar Útdráttur úr ráðleggingum PRAC vegna ræsimerkja 25 February 2016 EMA/PRAC/166050/2016 Corr 1 Pharmacovigilance Risk Assessment Committee (PRAC) Nýr texti fyrir lyfjaupplýsingar Útdráttur úr ráðleggingum PRAC vegna ræsimerkja Samþykkt á fundi PRAC 8.-11.

More information

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Panodil Brus 500 mg freyðitöflur Parasetamól

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Panodil Brus 500 mg freyðitöflur Parasetamól Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Panodil Brus 500 mg freyðitöflur Parasetamól Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar. Alltaf

More information

Tímarit um lyfjafræði

Tímarit um lyfjafræði Tímarit um lyfjafræði 1 tbl. 2008 Efnisyfirlit: Formannsþankar Námskeiðið CellCourse 2008 Útskriftarárgangur 2008 Ferðasaga - Ferð lyfjafræðinema til Rúmeníu Lyfjafræðingarnir í brúnni hjá Actavis bls.

More information

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Omnipaque stungulyf, lausn 2. INNIHALDSLÝSING Virk innihaldsefni Styrkur Innihald/ml Iohexól (INN) 140 mg J/ml 302 mg jafngildir 140 mg joðs Iohexól (INN) 180

More information

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Xylocain Dental adrenalin 20 mg/ml + 12,5 míkróg/ml stungulyf, lausn í rörlykjum.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Xylocain Dental adrenalin 20 mg/ml + 12,5 míkróg/ml stungulyf, lausn í rörlykjum. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Xylocain Dental adrenalin 20 mg/ml + 12, míkróg/ml stungulyf, lausn í rörlykjum. 2. INNIHALDSLÝSING Lídókaínhýdróklóríð 20 mg/ml og adrenalín 12, míkróg/ml (sem

More information

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012 Nr. 28/32 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012 2013/EES/28/07 frá 8. júní 2012 um framkvæmdarreglur vegna beitingar 16. gr.

More information

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir sjúkling. Sandimmun 50 mg/ml innrennslisþykkni, lausn. ciclosporin

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir sjúkling. Sandimmun 50 mg/ml innrennslisþykkni, lausn. ciclosporin Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir sjúkling Sandimmun 50 mg/ml innrennslisþykkni, lausn ciclosporin Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar. -

More information

Klínískar leiðbeiningar um velgjuvörn og meðferð ógleði og uppkasta vegna krabbameinslyfja- og/eða geislameðferðar

Klínískar leiðbeiningar um velgjuvörn og meðferð ógleði og uppkasta vegna krabbameinslyfja- og/eða geislameðferðar Klínískar leiðbeiningar um velgjuvörn og meðferð ógleði og uppkasta vegna krabbameinslyfja- og/eða geislameðferðar Landspítali - Klínískar leiðbeiningar um velgjuvörn og meðferð ógleði og uppkasta vegna

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Bortezomib Accord 1 mg stungulyfsstofn, lausn. Bortezomib Accord 3,5 mg stungulyfsstofn, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Bortezomib Accord 1 mg stungulyfsstofn,

More information

VIÐAUKI I LISTI YFIR HEITI LYFS, LYFJAFORM, STYRKLEIKA LYFJA, ÍKOMULEIÐIR OG MARKAÐSLEYFISHAFA AÐILDARRÍKJA OG Á ÍSLANDI

VIÐAUKI I LISTI YFIR HEITI LYFS, LYFJAFORM, STYRKLEIKA LYFJA, ÍKOMULEIÐIR OG MARKAÐSLEYFISHAFA AÐILDARRÍKJA OG Á ÍSLANDI VIÐAUKI I LISTI YFIR HEITI LYFS, LYFJAFORM, STYRKLEIKA LYFJA, ÍKOMULEIÐIR OG MARKAÐSLEYFISHAFA AÐILDARRÍKJA OG Á ÍSLANDI 1 Aðildarríki Markaðsleyfishafi Umsækjandi Heiti lyfs Styrkleiki Lyfjaform Íkomuleið

More information

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Cayston 75 mg stofn og leysir fyrir eimgjafa, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Hvert hettuglas inniheldur aztreonam lýsín sem samsvarar 75 mg aztreonam.

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

Tíðni einkenna og meðferð þeirra á síðasta sólarhring lífs hjá deyjandi sjúklingum á Landspítala og á hjúkrunarheimilum

Tíðni einkenna og meðferð þeirra á síðasta sólarhring lífs hjá deyjandi sjúklingum á Landspítala og á hjúkrunarheimilum Tíðni einkenna og meðferð þeirra á síðasta sólarhring lífs hjá deyjandi sjúklingum á Landspítala og á hjúkrunarheimilum Svandís Íris Hálfdánardóttir 1 hjúkrunarfræðingur, Kristín Lára Ólafsdóttir 2 hjúkrunarfræðingur,

More information

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS balance 1,5% glúkósi,, kviðskilunarlausn, kviðskilunarlausn, kviðskilunarlausn 2. INNIHALDSLÝSING balance 1,5%/2,3%/4,25% glúkósi, fæst í tvíhólfa poka. Annað

More information

Bráð briskirtilsbólga. Framskyggn rannsókn á nýgengi, orsökum, alvarleika og dánartíðni á Íslandi

Bráð briskirtilsbólga. Framskyggn rannsókn á nýgengi, orsökum, alvarleika og dánartíðni á Íslandi Bráð briskirtilsbólga. Framskyggn rannsókn á nýgengi, orsökum, alvarleika og dánartíðni á Íslandi Helgi Birgisson 1 Páll Helgi Möller 1 Sigurbjörn Birgisson 2 UM LYFLÆKNINGUM Ásgeir Thoroddsen 1 LÆKNIR

More information

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI DÝRALYFS ZULVAC 8 Bovis stungulyf, dreifa, fyrir nautgripi. 2. INNIHALDSLÝSING Hver 2 ml skammtur af bóluefni inniheldur: Virk innihaldsefni: Óvirkjuð

More information

Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin

Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin 1996-1 Brynja Ármannsdóttir 1 læknanemi Laufey Tryggvadóttir 2 faraldsfræðingur Jón Gunnlaugur Jónasson 1,2,4 sérfræðingur í meinafræði Elínborg J. Ólafsdóttir

More information

Greiningargeta blóðprufa og afdrif sjúklinga með Disseminated Intravascular Coagulation

Greiningargeta blóðprufa og afdrif sjúklinga með Disseminated Intravascular Coagulation Greiningargeta blóðprufa og afdrif sjúklinga með Disseminated Intravascular Coagulation Einar Hjörleifsson 1 Martin Ingi Sigurðsson 2, Páll Torfi Önundarson 1,3, Brynja Guðmundsdóttir 3, Gísli Heimir Sigurðsson

More information

Hjálparefni og upplýsingar í fylgiseðli

Hjálparefni og upplýsingar í fylgiseðli Hjálparefni og upplýsingar í Heiti Uppfært Íkomuleið lyfs Mörk Upplýsingar sem eiga að koma fram í Aprótínín Útvortis Getur valdið ofnæmi eða alvarlegum ofnæmisviðbrögðum. Jarðhnetuolía Allar inniheldur

More information

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Toradol 30 mg/ml stungulyf, lausn ketórolaktrómetamól

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Toradol 30 mg/ml stungulyf, lausn ketórolaktrómetamól Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Toradol 30 mg/ml stungulyf, lausn ketórolaktrómetamól Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar.

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Amyvid 800 MBq/ml stungulyf, lausn Amyvid 1900 MBq/ml stungulyf, lausn 2. INNIHALDSLÝSING Amyvid 800 MBq/ml stungulyf, lausn Hver ml af stungulyfi,

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar 1 Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar Introduction to rotating machines 2 Grunnhugtök og meginþættir Klassískar gerðir véla Riðstraumsvélar Samfasavél (synchronous machine) Spanvél (induction machine

More information

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2011:1 27. maí 2011 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga frá sveitarfélögum árlega um fjárhagsaðstoð, félagslega heimaþjónustu

More information

Botnlangabólga og botnlangataka hjá börnum á sjúkrahúsum í Reykjavík 1996 og 2006

Botnlangabólga og botnlangataka hjá börnum á sjúkrahúsum í Reykjavík 1996 og 2006 Hjörtur Haraldsson 1 læknanemi Þráinn Rósmundsson 1,2 barnaskurðlæknir Kristján Óskarsson 1,2 barnaskurðlæknir Jón Gunnlaugur Jónasson 1,3 meinafræðingur Ásgeir Haraldsson 1,2 barnalæknir Botnlangabólga

More information

Segamyndun í djúpum bláæðum ganglima

Segamyndun í djúpum bláæðum ganglima FRÆÐIGREINAR / HJARTA- OG ÆÐASJÚKDÓMAR Geir Karlsson 1 Pedro Riba 2 Ingvar Þóroddsson 3 Björn Guðbjörnsson 1 Frá 1 lyflækninga- og 2 röntgendeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, 3 Heilsugæslustöð Akureyrar.

More information

Mat á járnbúskap með mælingu á transferrínviðtökum

Mat á járnbúskap með mælingu á transferrínviðtökum Mat á járnbúskap með mælingu á transferrínviðtökum Ágrip Vigfús Þorsteinsson 1 sérfræðingur í blóðmeinafræði og meinefnafræði Friðrik E. Yngvason 2 sérfræðingur í lyf- og lungnalækningum Lykilorð: járnskortur,

More information

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2 1 Examples 2 Sýnidæmi 2 2 Example 25-1 Gefið er 3 fasa, 3 teina raforkukerfi samkvæmt meðfylgjandi einlínumynd. Allar stærðir á myndinni eru í einingakerfinu ( per unit ). Seríuviðnám háspennulínanna er

More information

Öryggi barna skiptir miklu máli, börnin eru

Öryggi barna skiptir miklu máli, börnin eru Sálfræðiritið Tímarit Sálfræðingafélags Íslands 16. árg. 2011, bls. 73 79 Öryggi barna í innkaupakerrum: Áhrifarík leið til að forðast slys Háskóli Íslands Öryggi barna ætti að skipta foreldra miklu máli.

More information

Einelti íslenskra skólabarna og heilsa

Einelti íslenskra skólabarna og heilsa Einelti íslenskra skólabarna og heilsa Niðurstöður landskönnunnar á heilsutengdum afleiðingum eineltis Helena Rún Pálsdóttir Ritgerð til BS prófs 12 einingar Einelti skólabarna og heilsa Niðurstöður landskönnunnar

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ / 1004720-1004720-3-ABC 2.1.2018 09::16 Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær»»» Reykjavík/HÍ 06:42 06:44 06:45 06:47 06:51 06:52 06: 07:17 07:18 07:22 07:28 07:29 07:31 07:32 07:34 07:36 07:38

More information

Brennslumeðferð við ofansleglahraðtakti á Íslandi

Brennslumeðferð við ofansleglahraðtakti á Íslandi FRÆÐIGREINAR / BRENNSLUMEÐFERÐ VIÐ OFANSLEGLAHRAÐTAKTI Brennslumeðferð við ofansleglahraðtakti á Íslandi Gizur Gottskálksson Ágrip Tilgangur: Upp úr 199 ruddi sér til rúms ný og árangursrík aðferð til

More information

Tengsl holdafars og þreks við CRP-gildi í unglingum HLíF-Heilsa og lífsstíll í framhaldsskóla

Tengsl holdafars og þreks við CRP-gildi í unglingum HLíF-Heilsa og lífsstíll í framhaldsskóla Tengsl holdafars og þreks við CRP-gildi í unglingum HLíF-Heilsa og lífsstíll í framhaldsskóla Ágústa Tryggvadóttir Lokaverkefni til M.S.-prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Tengsl holdafars og þreks

More information

Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/ /10

Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/ /10 Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/04-2009/10 Stefán Hrafn Jónsson Háskóli Íslands, Landlæknisembættið Margrét Héðinsdóttir Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins

More information

Reykingar, holdafar og menntun kvenna í borg og bæ

Reykingar, holdafar og menntun kvenna í borg og bæ Reykingar, holdafar og menntun kvenna í borg og bæ Ágrip Laufey Steingrímsdóttir 1,2 næringarfræðingur Elínborg J. Ólafsdóttir 3 verkfræðingur Lilja Sigrún Jónsdóttir 4 læknir Rafn Sigurðsson 3, tölfræðingur

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

Barnaslys í Reykjavík alvarleiki og orsakir

Barnaslys í Reykjavík alvarleiki og orsakir Háskóli Íslands Læknadeild Barnaslys í Reykjavík 2010-2014 alvarleiki og orsakir Heiðar Örn Ingimarsson, 3. árs læknanemi. Leiðbeinandi: Brynjólfur Mogensen Maí 2015 Þakkarorð Ég vil þakka Brynjólfi Mogensen

More information

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Áhrif lofthita á raforkunotkun Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Júlí 2017 Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Orkustofnun Júlí 2017 Útgefandi: Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Sími: 569 6000, Fax, 568

More information

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Útg. Dags. Höf. Rýnir Samþykkur Lýsing 3 11/01 2006 GG EH Lokaskýrsla II 2 21/12 2005 GG SvSv Lokaskýrsla I 1 15/12 2005 GG Uppkast 1

More information

STOÐKERFISVERKIR HJÁ HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRUM OG TENGSL VERKJA VIÐ STREITU

STOÐKERFISVERKIR HJÁ HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRUM OG TENGSL VERKJA VIÐ STREITU Þórey Agnarsdóttir, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra á Akureyri Hafdís Skúladóttir, Háskólanum á Akureyri Hjördís Sigursteinsdóttir, Háskólanum á Akureyri Sigríður Halldórsdóttir, Háskólanum á Akureyri

More information

Einelti og líðan. Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014. Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ

Einelti og líðan. Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014. Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Einelti og líðan Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014 Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til B.A. gráðu í sálfræði Hug- og félagsvísindadeild

More information

Fósturköfnun og heilakvilli áhættuþættir og afleiðingar fyrir nýbura

Fósturköfnun og heilakvilli áhættuþættir og afleiðingar fyrir nýbura Fósturköfnun og heilakvilli áhættuþættir og afleiðingar fyrir nýbura Kolbrún Pálsdóttir 1,3 Deildarlæknir Þórður Þórkelsson 1,2 nýburalækningum Hildur Harðardóttir 1,3 kvensjúkdóma- og fæðingarlæknisfræði

More information

Klínískar leiðbeiningar um blóðþynningu og blóðflöguhemjandi meðferð einstaklinga með gáttatif án lokusjúkdóma

Klínískar leiðbeiningar um blóðþynningu og blóðflöguhemjandi meðferð einstaklinga með gáttatif án lokusjúkdóma FRÆÐIGREINR / FÓLSÍNNOTKUN Á MEÐGÖNGU / KLÍNÍSKR LEIÐBEININGR skyddar mot neuralrörsdefekter. Lakartidningen 1999; 96: 1961-3. 9. Cornel MC, Erickson JD. Comparison of National Policies on Periconceptional

More information

Bráð vökvameðferð Tegundir og magn vökva Bára Dís Lúðvíksdóttir Kristín Sigurðardóttir Ritgerð til BS prófs (12 einingar)

Bráð vökvameðferð Tegundir og magn vökva Bára Dís Lúðvíksdóttir Kristín Sigurðardóttir Ritgerð til BS prófs (12 einingar) Bráð vökvameðferð Tegundir og magn vökva Bára Dís Lúðvíksdóttir Kristín Sigurðardóttir Ritgerð til BS prófs (12 einingar) 2 Bráð vökvameðferð Tegundir og magn vökva Bára Dís Lúðvíksdóttir og Kristín Sigurðardóttir

More information

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (MFT/MFS) og tannátu í lykiltönnum SVANHVÍT. SÆMUNSÓTTIR*, THR ASPEUN**, SIGURÐUR RÚNAR SÆMUNSSN***, INGA. ÁRNAÓTTIR* HEIRIGÐISVÍSINASVIÐ HÁSKÓA

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

Eru tengsl á milli tíðni keisaraskurða og burðarmálsdauða á Íslandi undanfarin 15 ár?

Eru tengsl á milli tíðni keisaraskurða og burðarmálsdauða á Íslandi undanfarin 15 ár? R Æ Ð I G R E I N A R / K E I S A R A S K U R Ð I R Eru tengsl á milli tíðni keisaraskurða og burðarmálsdauða á Íslandi undanfarin 15 ár? Ágrip Guðný Jónsdóttir 1 þriðja árs læknanemi Ragnheiður I. jarnadóttir

More information

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014 EFLA Verkfræðistofa STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin 2004-2013 Reykjavík, júní 2014 2014, hf - Vinnslu efnis og frágang texta annaðist Kolbrún Reinholdsdóttir fyrir Verkfræðistofuna EFLU hf. ISSN ISBN

More information

SVEPPASÝKINGAR MEÐAL SUNDGESTA

SVEPPASÝKINGAR MEÐAL SUNDGESTA Læknadeild Háskóla Íslands 4. árs rannsóknarverkefni Vorið 1997 SVEPPASÝKINGAR MEÐAL SUNDGESTA Gunnhildur Guðnadóttir, Bárður Sigurgeirsson, Ingibjörg Hilmarsdóttir Ágrip Inngangur: Sveppasýkingar í tánöglum

More information

Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008.

Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008. GR 10:03 Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008. Guðlaugur Einarsson, geislafræðingur Ágúst 2010 Geislavarnir ríkisins Icelandic Radiation Safety Authority Rauðarárstíg 10 150 Reykjavík s. 5528200

More information

Klínískar leiðbeiningar um sýklalyfjameðferð hjá sjúklingum með hita og kyrningafæð

Klínískar leiðbeiningar um sýklalyfjameðferð hjá sjúklingum með hita og kyrningafæð Desember 2008 Klínískar leiðbeiningar um sýklalyfjameðferð hjá sjúklingum með hita og kyrningafæð Inngangur Þessar klínísku leiðbeiningar eru unnar úr leiðbeiningum Infectious Disease Society of America

More information

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum Raddir fjölbreyttra kennarahópa Sólveig Karvelsdóttir, lektor, HÍ Hafdís Guðjónsdóttir, dósent, HÍ Rannsóknin er hluti af tveimur rannsóknum Fjölbreyttir kennarahópar

More information

Próffræðilegir eiginleikar íslenskrar gerðar Bulimia Test-Revised (BULIT-R) prófsins

Próffræðilegir eiginleikar íslenskrar gerðar Bulimia Test-Revised (BULIT-R) prófsins Próffræðilegir eiginleikar íslenskrar gerðar Bulimia Test-Revised (BULIT-R) prófsins Sigurlaug María Jónsdóttir 1 sálfræðingur Guðlaug Þorsteinsdóttir 2 geðlæknir Jakob Smári 1 prófessor í sálfræði 1 Sálfræðiskor

More information

Gallblöðrunám með kviðsjártækni. Fyrstu 400 tilfellin á FSA

Gallblöðrunám með kviðsjártækni. Fyrstu 400 tilfellin á FSA FRÆÐIGREINAR / GALLBLÖÐRUNÁM Gallblöðrunám með kviðsjártækni. Fyrstu 4 tilfellin á FSA Aðalsteinn Arnarson Haraldur Hauksson Valur Þór Marteinsson Sigurður M. Albertsson Shree Datye Fjórðungssjúkrahúsið

More information

Hæðarveiki - yfirlitsgrein

Hæðarveiki - yfirlitsgrein Hæðarveiki - yfirlitsgrein Gunnar Guðmundsson 1,3 lungnalæknir Tómas Guðbjartsson 2,3 hjarta- og lungnaskurðlæknir *Hér er hæðarveiki notuð fyrir enska orðið high altitude sickness, en háfjallaveiki fyrir

More information

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík Notkun merkis Veðurstofu Íslands Veðurstofa Íslands Bústaðavegur 9 150 Reykjavík +354 522 60 00 +354 522 60 01 vedur@vedur.is Maí 2009 2 Efnisyfirlit Merki 3 Litanotkun 5 Merki í fleti 6 Stærð merkisins

More information

Vöruþróun á fjórum nýjum vörum fyrir geosilica

Vöruþróun á fjórum nýjum vörum fyrir geosilica Vöruþróun á fjórum nýjum vörum fyrir geosilica Hildur Rún Sigurðardóttir Kvaran Rafmagns- og tölvuverkfræðideild Háskóli Íslands 2017 Vöruþróun á fjórum nýjum vörum fyrir geosilica Hildur Rún Sigurðardóttir

More information

Geislavarnir ríkisins

Geislavarnir ríkisins GR 96:05 Geislavarnir ríkisins Icelandic Radiation Protection Institute Geislaálag vegna notkunar sérhæfðra tannröntgentækja Guðlaugur Einarsson, yfirröntgentæknir Tord Walderhaug, eðlisfræðingur ReykjavRk,

More information