Klínískar leiðbeiningar um mat og meðferð við vanlíðan hjá sjúklingum með krabbamein

Size: px
Start display at page:

Download "Klínískar leiðbeiningar um mat og meðferð við vanlíðan hjá sjúklingum með krabbamein"

Transcription

1 Klínískar leiðbeiningar um mat og meðferð við vanlíðan hjá sjúklingum með krabbamein Klínískar leiðbeiningar um mat og meðferð við vanlíðan 1

2 Efnisyfirlit Vinnuhópur... 3 Inngangur... 4 Vanlíðan....VAN 1 Skilgreining á vanlíðan hjá sjúklingum með krabbamein...van 2 Staðlar fyrir meðferð við vanlíðan...van 3 Yfirlit mats- og meðferðarferli...van 4 Vanlíðan sem búast má við...van 5 Skimunartæki - mat á vanlíðan...van A Sérstakir áhættuþættir varðandi vanlíðan c...van B Sjúklingar í aukinni áhættu á vanlíðan d... VAN B Sálfræðilegar/geðlæknisfræðilegar meðferðarleiðbeiningar....van 6 Heilabilun....VAN 7 MAT... VAN 7 Heilabilun (framhald)...van 8 Óráð...VAN 9 Lyndisröskun...VAN 10 Kvíðaröskun....VAN 14 Vímuefnatengd röskun/misnotkun...van 15 Vímuefnatengd röskun/misnotkun (framhald)...van 16 Persónuleikaröskun....VAN 17 Félagsráðgjöf...VAN 18 Þjónusta prests/djákna...van 19 Þjónusta prests...van 20 Þjónusta prests/djákna: Einangrun frá trúarsamfélagi...van 21 Þjónusta prests/djákna: Sektarkennd...VAN 22 Þjónusta prests/djákna: Vonleysi...VAN 23 Þjónusta prests/djákna: Ágreiningur á milli trúarskoðana og meðferðar...van 24 Þjónusta prests/djákna: Þörf fyrir trúarathafnir...van 25 Ráðleggingar um innleiðingu á stöðlum og leiðbeiningum...van 26 Mat á meðferðarstöðlum innan stofnunar g...van 27 Heimildir... 5 Lyndisröskun (framhald)...van 11 Aðlögunarröskun...VAN 12 Aðlögunarröskun (framhald)...van 13 2 Klínískar leiðbeiningar um mat og meðferð við vanlíðan

3 Klínískar leiðbeiningar um mat og meðferð við vanlíðan hjá sjúklingum með krabbamein Klínískar leiðbeiningar um mat og meðferð við vanlíðan hjá sjúklingum með krabbamein voru þýddar úr klínískum leiðbeiningum NCCN (National Comprehensive Cancer Network) um Distress Management v og staðfærðar að íslenskum veruleika, með leyfi frá NCCN. Upprunalegu leiðbeiningarnar má sjá á Vinnuhópur Hópur starfsmanna á Landspítala þýddi og staðfærði klínísku leiðbeiningarnar. Í hópnum voru eftirtaldir: Bärbel Schmid, félagsráðgjafi Bragi Skúlason, sjúkrahúsprestur Friðbjörn Sigurðsson, læknir Halla Þorvaldsdóttir, sálfræðingur Hrönn Friðriksdóttir, hjúkrunarfræðingur Nanna Friðriksdóttir, hjúkrunarfræðingur Sigríður Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur, formaður og ábyrgðarmaður Klínískar leiðbeiningar um mat og meðferð við vanlíðan 3

4 Inngangur Allir sem greinast með krabbamein finna fyrir einhverri vanlíðan (e. distress) í tengslum við greiningu sjúkdómsins, vegna afleiðinga hans og þeirrar meðferðar sem beitt er. Vanlíðan getur komið fram á öllum stigum sjúkdóms og eftir að meðferð lýkur. Það er fullkomnlega eðlilegt að finna fyrir vanlíðan sem er mismikil, allt frá því að vera væg og yfir í að vera mjög mikil og alvarleg og hafa veruleg áhrif á líf þess sem fyrir henni finnur. Um 30-40% sjúklinga finna fyrir mjög mikilli vanlíðan sem er mikilvægt að greina og meðhöndla (1). Mikil vanlíðan, skortur á greiningu og meðferð getur haft margs konar afleiðingar, t.d. dregið úr meðferðarheldni, fjölgað komum til lækna, dregið úr lífsgæðum og jafnvel haft áhrif á horfur (2, 3, 4, 5, 6, 7, 8). Sálfélagsleg þjónusta hefur lengi verið viðurkennd sem mikilvægur þáttur af hefðbundinni meðferð og víða er litið á vanlíðan sem sjötta lífsmarkið sem beri að meta reglulega samhliða mati á púls, öndun, blóðþrýstingi, hita og verkjum (9). Regluleg skimun á vanlíðan með viðeigandi úrræðum og tilvísunum getur m.a. dregið úr vanlíðan, bætt meðferðarheldni, bætt samskipti og fækkað komum og símtölum til lækna (10, 11, 12). Starfshópur á Landspítala þýddi og staðfærði klínískar leiðbeiningar National Comprehensive Cancer Network (NCCN) (13) sem fjalla um greiningu og meðferð við vanlíðan með áherslu á sálfélagslega þætti (Distress Management). Þær leiðbeina annars vegar meðferðarteymum krabbameinssjúklinga að meta og greina sjúklinga sem þarfnast sálfélagslegra úrræða og um úrræði sem gagnast sjúklingum með væga vanlíðan. Hins vegar leiðbeina þær félagsráðgjöfum, prestum/ djáknum, sálfræðingum og geðlæknum um úrræði/meðferð við margs konar sálfélagslegum vandamálum eins og þau snúa að sjúklingum með krabbamein. Leiðbeiningarnar eru almennar í eðli sínu og þarf að sníða að aðstæðum stofnana og þörfum sjúklingahópa. Megin markmið þeirra er að tryggja að allir sjúklingar sem finna fyrir vanlíðan séu greindir og fái viðeigandi úrræði. Þessar leiðbeiningar hafa víða verið teknar í notkun (14, 15, 16, 17, 18, 19, 20, 21, 22) með áherslu á að vanlíðan allra krabbameinssjúklinga sé reglulega metin, gerð sé áætlun um að mæta þörfum þeirra og vísa í þá sálfélagslega þjónustu sem þörf er á hverju sinni. Reglulegt mat tryggir að sjúklingur fái þá þjónustu á réttum tíma sem hann er í þörf fyrir. Til þess að greina og meta vanlíðan og mögulegar ástæður er mælt með að nota skimunartækið Mat á vanlíðan (Distress thermometer DT). Skimunartækið er á einu blaði þar sem merkt er við vanlíðan á skalanum 0-10 og síðan er merkt við möguleg vandamál eða ástæður. Vandamálin eru flokkuð í 5 mismunandi flokka; almenn (7 atriði), fjölskylda (4 atriði), tilfinningaleg (6 atriði), andleg/trúarleg, og líkamleg (22 atriði). Eftir að sjúklingur hefur merkt við er mælt með að hjúkrunarfræðingur eða læknir fari yfir matið með sjúklingi. Margar rannsóknir hafa staðfest næmni og sértækni mælitækisins. Íslenska þýðing tækisins var forprófuð árið 2005 (23). Niðurstöður studdu áreiðanleika og réttmæti þess og að viðmiðunargildi (cut-off) fyrir alvarlega vanlíðan er 3 á skalanum Merki sjúklingur við 3 eða meira bendi það til þess að ástæða sé til að meta frekar líðan og þörf fyrir sérhæfða sálfélagslega meðferð. Væg vanlíðan (<3) er það sem almennt má búast við og er meðferð vandamála þá yfirleitt á færi meðferðarteymi sjúklings. Mikilvægt er að skrá niðurstöður matsins. Skráning á fer fram í SÖGU en styrkur fékkst árið 2012 frá GlaxoSmithKline fyrir forritun skimunartækisins á form sem væri auðvelt í notkun og aðgengilegt, og gerði mögulegt að gera úttekt á niðurstöðum. Til viðbótar við þessar klínísku leiðbeiningar hefur verið útbúið fræðsluefni um vanlíðan ætlað sjúklingum og aðstandendum þeirra sem nú er á einblöðungaformi. Íslensku leiðbeiningarnar, matstækið og sjúklingafræðsluefnið er aðgengilegt í gæðahandbók og á vef Landspítala. Fyrir frekari upplýsingar og ítarefni um efni leiðbeininganna er vísað í upprunalega útgáfuna á vef NCCN: physician_gls/pdf/distress.pdf 4 Klínískar leiðbeiningar um mat og meðferð við vanlíðan

5 Vanlíðan Hugtakið vanlíðan var valið vegna þess að: y Það er ásættanlegra og í því felst ekki eins mikil stimplun og t.d. í hugtökunum geðrænt, sálfélagslegt, eða tilfinningalegt y Það hljómar eðlilega og ekki eins óþægilega y Hægt er að skilgreina það og mæla með sjálfsmati Klínískar leiðbeiningar um mat og meðferð á vanlíðan VAN 1

6 Skilgreining á vanlíðan hjá sjúklingum með krabbamein Vanlíðan er margþætt óþægileg tilfinning af sálrænum (hugrænir þættir, hegðun og tilfinningar), félagslegum, og/eða tilvistarlegum eða trúarlegum toga sem getur haft áhrif á getu til að takast á við krabbamein, líkamleg einkenni þess og meðferð á árangursríkan hátt. Vanlíðan getur verið mismikil allt frá því að einkennast af algengum eðlilegum tilfinningum s.s. varnarleysi, leiða og ótta yfir í vandamál sem geta orðið hamlandi s.s. þunglyndi, kvíði, ofsakvíði, félagsleg einangrun eða tilvistarkreppa. VAN 2 Klínískar leiðbeiningar um mat og meðferð á vanlíðan

7 Staðlar fyrir meðferð við vanlíðan y Á öllum stigum sjúkdóms ber að greina vanlíðan, fylgjast með, skrá og meðhöndla á öllum þjónustueiningum y Skimun eftir vanlíðan þarf að gefa vísbendingu um hve mikil vanlíðan er og af hvaða toga y Skimað skal eftir vanlíðan hjá öllum sjúklingum í fyrstu komu, á fyrirfram ákveðnum tímapunktum og reglulega, sérstaklega þegar breytingar hafa orðið á sjúkdómsástandi (s.s. við lok meðferðar, endurkomu sjúkdóms og versnun) y Meta á vanlíðan og meðhöndla samkvæmt klínískum leiðbeiningum y Innan stofnunarinnar á að mynda fjölfagleg teymi til að innleiða staðla fyrir meðferð við vanlíðan y Þróa þarf kennslu og þjálfun til að tryggja að heilbrigðisstarfsmenn og sjúkrahúsprestar hafi þekkingu og færni til að meta og meðhöndla vanlíðan y Gott aðgengi þarf að vera að geðlæknum, sálfræðingum, félagsráðgjöfum og prestum með þekkingu á sálfélagslegum þáttum krabbameina y Sálfélagslegir þættir eiga að vera hluti af klínískum árangursmælingum (t.d. lífsgæði og ánægja sjúklinga og aðstandenda y Sjúklingar, fjölskyldur þeirra og meðferðarteymi eiga að vera upplýst um að meðferð við vanlíðan sé hluti af heildrænni meðferð. Veita þarf upplýsingar um sálfélagslega þjónustu sem stendur til boða innan stofnunarinnar og úti í samfélaginu y Í reglulegum gæðaúttektum á stofnuninni á að meta gæði meðferðar við vanlíðan. Klínískar leiðbeiningar um mat og meðferð við vanlíðan VAN 3

8 Yfirlit mats- og meðferðarferli MATS- OG MEÐFERÐARFERLI Skimun eftir vanlíðan (VAN-A): Skimunartæki Vandamálalisti Klínískar vísbendingar um mikla eða mjög mikla vanlíðan eða sjúklingur merkir við 3 eða meira á skimunartæki Líkamleg einkenni ber að meðhöndla samkvæmt viðeigandi leiðbeiningum um meðferð sjúkdóma og/eða leiðbeiningum um einkennameðferð MAT Meðferðarteymi sjúklings, metur a : Sjúklinga í sérstökum áhættuhópi b - Áhættutímabil - Áhættuþætti Almenn vandamál Vandamál í fjölskyldu Andleg/trúarleg áhyggjuefni Líkamleg vandamál Félagsleg vandamál Tilvísun MEÐFERÐARAÐILAR Ef þörf krefur Þjónusta sálfræðinga/ geðlækna Félagsráðgjöf Þjónusta prests/djákna Sjá leiðbeiningar um sálfræðilega/ geðlæknisfræðilega meðferð (VAN-6) Sjá yfirlit yfir félagsráðgjöf (VAN- 18) Sjá yfirlit yfir þjónustu prests (VAN-19) Fylgja eftir og koma uppl. til meðferðarteymis Klínískar vísbendingar um væga vanlíðan eða sjúklingur merkir við minna en 3 á skimunartæki Meðferðarteymi sjúklings Sjá meðferð við vanlíðan sem búast má við (VAN-5) a Læknir og hjúkrunarfræðingur sjúklings b Sjá sérstaka áhættuþætti varðandi vanlíðan (VAN-B) VAN 4 Klínískar leiðbeiningar um mat og meðferð við vanlíðan Aftur í efnisyfirlit

9 Vanlíðan sem búast má við VANLÍÐAN SEM BÚAST MÁ VIÐ ÚRRÆÐI ENDURMAT Sjúklingar í áhættuhópi fyrir mikilli vanlíðan b Merki og einkenni um eðlilegan ótta, óvissu og áhyggjur af framtíðinni - Áhyggjur af sjúkdómnum - Leiði vegna heilsumissis - Reiði, tilfinning um að hafa ekki stjórn á sér - Svefnerfiðleikar - Minnkuð matarlyst - Slæm einbeiting - Áleitnar hugsanir um veikindi og dauða - Aukaverkanir sjúkdóms og meðferðar b sjá sérstaka áhættuþætti fyrir vanlíðan (VAN-B) Farið yfir og skýrið sjúkdómsgreiningu, meðferðarmöguleika og aukaverkanir - Fullvissið ykkur um að sjúklingurinn skilji hver sjúkdómurinn er og hvaða meðferðarmöguleikar eru í boði - Vísið á viðeigandi fræðsluefni Upplýsið sjúkling um að líkur á vanlíðan aukist þegar/ef breytingar verða Gefið til kynna að þið skynjið að vanlíðanin sé til staðar Byggið upp traust Tryggið samfellda þjónustu Virkið úrræði Íhugið að nota lyf til að meðhöndla einkenni: - Verkjalyf (sjá klínískar leiðbeiningar um meðferð krabbameinsverkja) - Kvíðastillandi lyf - Svefnlyf - Þunglyndislyf Stuðningshópar og/eða einstaklings ráðgjöf Stuðningur og fjölskylduráðgjöf Slökun, hugleiðsla, skapandi meðferðir (s.s. list, dans, tónlist) Andlegur og trúarlegur stuðningur (t.d. presta og djákna) Hreyfing Fylgist með virkni og endurmetið í hverri komu Óbreytt eða minnkandi vanlíðan Aukin eða þrálát vanlíðan Aftur í efnisyfirlit Aftur í efnisyfirlit Áframhaldandi eftirlit og stuðningur Sjá vanlíðan 3 eða mikil til mjög mikil vanlíðan (VAN-4) Klínískar leiðbeiningar um mat og meðferð á vanlíðan VAN 5

10 Skimunartæki - mat á vanlíðan Vinsamlegast merktu við þá tölu (0-10) sem lýsir því best hversu mikilli vanlíðan þú hefur fundið fyrir síðastliðna viku, að meðtöldum deginum í dag. Vinsamlegast merktu við hvort eitthvað af eftirtöldu hefur valdið þér erfiðleikum síðastliðna viku að meðtöldum deginum í dag. Gættu þess að merkja annað hvort JÁ eða NEI við hvert atriði. VAN A Gríðarleg vanlíðan Engin vanlíðan JÁ NEI Klínískar leiðbeiningar um mat og meðferð á vanlíðan Almenn vandamál Barnagæsla Húsnæði Tryggingar Fjármál Ferðir Vinna/skóli Ákvörðun um meðferð Fjölskylduvandi Vegna barna Vegna maka Heilsufar nákominna Möguleikar á barneigunum Tilfinningalegur vandi Þunglyndi Ótti Kvíði/taugaspenna Depurð Áhyggjur Áhugaleysi á daglegum athöfnum Áhyggur af andlegum/ trúarlegum toga Líkamleg vandamál Útlit Að baðast/klæðast Öndun Breytingar á þvaglátum Hægðatregða Niðurgangur Að borða Þreyta Bjúgur Hitakóf Að komast á milli staða Meltingartruflanir Minni/einbeiting Sár í munni Ógleði Þurrkur eða stífla í nefi Verkir Kynlíf/samlíf Húðþurrkur/kláði Svefn Áfengi, fíkniefni eða lyf Stingir í höndum/fótum Önnur vandamál: Myndir þú vilja tala við einhvern um vandamál þín? Já Nei Kannski Ef já, við hvern? Hjúkrunarfræðing Næringarfræðing Lækni Sálfræðing Félagsráðgja Sjúkraþjálfara Prest eða djákna Sjúklingafélag Iðjuþjálfa

11 Sérstakir áhættuþættir varðandi vanlíðan c Sjúklingar í aukinni áhættu á vanlíðan d y Saga um geðröskun/vímuefnamisnotkun y Saga um þunglyndi/sjálfsvígstilraun y Hugræn skerðing y Samskiptavandamál e y Aðrir alvarlegir sjúkdómar y Félagsleg vandamál y Vandamál í samskiptum fjölskyldu/umönnunaraðila y Ónógur félagslegur stuðningur y Að búa einn y Fjárhagsvandamál y Takmarkað aðgengi að læknisþjónustu y Börn á framfæri y Ungir einstaklingar; sérstaklega konur Sérstök áhættutímabil y Þegar grunsamleg einkenni finnast y Á meðan á rannsóknum stendur y Við greiningu y Meðan beðið er eftir meðferð y Þegar breyting verður á meðferð y Þegar meðferð lýkur y Við útskrift af spítala í kjölfar meðferðar y Í kjölfar væntanlegrar lækningar y Við eftirlit y Þegar meðferð bregst y Við endurgreiningu/versnun y Þegar sjúkdómur er langt genginn y Við lífslok y Aðrir álagsþættir y Andleg/trúarleg áhyggjuefni y Þrálát einkenni c Um staðbundin einkenni sem hafa meiriháttar sálfélagslegar afleiðingar má sjá í Holland, JC, Greenberg, DB Hughes, MC et al. Quick Reference for Oncology Clinicians: The Psychiatric and Psychological Dimensions of Cancer Symptom Management. (Based on NCCN Distress Management Guidelines.) IPOS Press, d Tekið úr leiðbeiningum NCCN um líknandi meðferð e Samskiptavandamál vegna tungumáls, læsis eða líkamlegra vandkvæða Klínískar leiðbeiningar um mat og meðferð á vanlíðan VAN B

12 Sálfræðilegar/geðlæknisfræðilegar meðferðarleiðbeiningar Tilvísun frá meðferðarteymi til sálfræðinga / geðlækna Mat á: Vanlíðan Hegðun Geðsögu/lyfjum Verkjum og einkennum (sjá leiðbeiningar NCCN um verkjameðferð) Líkamsímynd/kynlífi Skerðingu á færni Öryggi Sálfræðilegu/ geðlæknisfræðilegu mati Öðrum læknisfræðilegum orsökum (vísa til meðferðarteymis) Heilabilun (VAN-7) Óráð (VAN-9) Lyndisröskun (VAN-10) Aðlögunarröskun (VAN-12) Kvíðaröskun (VAN-14) Misnotkun áfengis/vímuefna (VAN-15) Persónuleikaröskun (VAN-17) Fylgja eftir og koma upplýsingum til meðferðarteymis Þættir tengdir lífslokum, sjá leiðbeiningar LSH um líknarmeðferð VAN 6 Klínískar leiðbeiningar um mat og meðferð á vanlíðan

13 Heilabilun (ICD-10 Kóði: F00-F03) HEILABILUN MAT (ICD-10 Kóði: F00-F03) MAT Neikvætt Fylgjast með Engin skerðing Mat á þunglyndi Merki og einkenni heilabilunar Taugaskoðun og prófun á hugrænni getu ± taugasálfræðileg prófun Mat á öryggi Mat á getu til ákvarðanatöku Jákvætt Óráð Sjá Lyndisröskun (VAN-10) Sjá Óráð (VAN-9) Skerðing til staðar Meta Óráð/heilabilun Öryggi Heilabilun Skert geta til ákvarðanatöku Sjá Heilabilun (VAN-8) Skrá og upplýsa aðstandendur, sjúkling og meðferðarteymi og taka ákvörðun Trufluð hugsun/geðrof Koma á reglulegri geðlæknisfræðilegri meðferð Aftur í sálfræðilegar/geðlæknisfræðilegar leiðbeiningar (VAN-6) Aftur í í efnisyfirlit Klínískar leiðbeiningar um mat og meðferð á vanlíðan VAN 7

14 Heilabilun (framhald) (ICD-10 Kóði: F00-F03) HEILABILUN (framhald) (ICD-10 kóðar: F00-F03) MEÐFERÐ/EFTIRFYLGD Mat, rannsóknir og breyting á þáttum sem tengjast: Krabbameini Meðferð Lyfjum Læknisfræðilegum orsökum Fráhvarfi Verkjum, þreytu, svefntruflunum, vefrænum truflunum og öðrum einkennum Meta öryggi Vitræn endurhæfing ± lyf Engin svörun Svörun Meta getu til ákvarðanatöku Endurmat Vísa til félagslegra úrræða Íhuga þörf fyrir breytta umönnun Fylgja eftir og koma upplýsingum til meðferðar teymis Aftur í sálfræðilegar/geðlæknisfræðilegar leiðbeiningar (VAN-6) Aftur Aftur í efnisyfirlit í VAN 8 Klínískar leiðbeiningar um mat og meðferð á vanlíðan

15 Óráð (Encephalophathy) (ICD-10 kóði: F05 - óskráð á ísl. skv. landlækni) ÓRÁÐ (Encephalophathy) (ICD-10 kóði: F05 - óskráð á ísl. skv. landlækni) MAT MEÐFERÐ EFTIRFYLGD Merki og einkenni óráðs Mat, greiningarrannsóknir og breytingar á þáttum sem tengjast: Krabbameini Meðferð Lyfjum Læknisfræðilegum orsökum Fráhvarfi Verkjum og öðrum einkennum Meta öryggi Meta getu til ákvarðanatöku Sefandi lyf + stuðningur/ fræðsla til fjölskyldu Tryggja öruggt umhverfi Svörun Engin svörun Breyta lyfjum Áframhaldandi: Stuðningur Fræðsla Öryggi Meta getu til ákvarðanatöku Svörun Engin svörun Endurmat Heilabilun Fylgja eftir og koma uppl. til meðferðar teymis Heilabilun Sjá Heilabilun (VAN-7) Íhuga aðrar greiningar Aftur í sálfræðilegar/geðlæknisfræðilegar leiðbeiningar (VAN-6) Aftur í efnisyfirlit Klínískar leiðbeiningar um mat og meðferð á vanlíðan VAN 9

16 Lyndisröskun LYNDISRÖSKUN (ICD-10 Kóðar: F34, F38, F39) (ICD-10 Kóðar: F34, F38, F39) Meðferð á vanlíðan MAT MEÐFERÐ EFTIRFYLGD Merki og einkenni lyndisraskana: Lyndisröskun af vefrænum toga Meiriháttar geðlægð Óyndi Tvíhvarfasjúkdómur Ekki hættulegur sjálfum sér eða öðrum Mat, greiningarrannsóknir og breytingar á þáttum sem tengjast: Krabbameini Meðferð Lyfjum Læknisfræðilegum orsökum Fráhvarfi Verkjum Þreytu Svefnleysi Lystarleysi Gleðisnauð Minni áhuga á athöfnum daglegs lífs Ósk um að deyja Sjálfsvígshugsunum Skapsveiflum Íhuga sálfélagslega og trúarlega/tilvistarlega þætti Meta getu til ákvarðanatöku Meta öryggi Sálfræðimeðferð Þunglyndislyf (flokkur 1) ±kvíðastillandi lyf Geðlæknisfræðileg eftirfylgd fyrir legudeildar- og göngudeildarsjúklinga Íhuga tilvísun til félagsráðgjafa eða presta Sjá Félagsráðgjafaþjónustu (VAN- 18) eða Prests/ djákna þjónustu (VAN-19) Engin/ takmörkuð svörun Svörun Sjá lyndisröskun (VAN-11) Fylgja eftir og koma uppl. til meðferðarteymis Hættulegur sjálfum sér eða öðrum Tryggja öryggi sjúklings Íhuga innlögn, auka eftirlit, fjarlægja hættulega hluti, íhuga geðlæknisfræðilegt mat Geðlæknisfræðileg meðferð og eftirfylgd bæði fyrir innliggjandi og göngudeildarsjúklinga VAN 10 Aftur í sálfræðilegar/geðlæknisfræðilegar leiðbeiningar (VAN-6) Klínískar leiðbeiningar um mat og meðferð á vanlíðan Aftur Aftur í efnisyfirlit í

17 Lyndisröskun (framhald) (ICD-10 Kóðar: F34, F38, F39) Engin eða takmörkuð svörun við meðferð við merkjum og einkennum lyndisröskunar Endurmeta greiningu og svörun/lyfjabreytingar eftir þörfum ± sálfræðimeðferð Engin/takmörkuð svörun Íhuga lyfjabreytingar Íhuga raflostsmeðferð Íhuga að fá álit annars Fylgja eftir og koma uppl. til meðferðarteymis Svörun Aftur í sálfræðilegar/geðlæknisfræðilegar leiðbeiningar (VAN-6) Aftur í efnisyfirlit Klínískar leiðbeiningar um mat og meðferð á vanlíðan VAN 11

18 Aðlögunarröskun Ekki hættulegur sjálfum sér eða öðrum Miðlungs/alvarleg aðlögunarröskun Lyfjameðferð + sálfr. meðferð Engin svörun Svörun Lyfjabreytingar Svörun Sjá Endurmeta miðlungs/alvarlega aðlögunarröskun (VAN-13) Fylgja eftir og koma uppl. til meðferðarteymis Merki og einkenni aðlögunarröskunar (blanda af kvíða og þunglyndiseinkennum) Væg aðlögunarröskun Engin lyfjameðferð Hefja sálfræðimeðferð/ráðgjöf Engin svörun Sjá Endurmeta væga aðlögunarröskun (VAN-13) Hættulegur sjálfum sér eða öðrum Tryggja öryggi sjúklings Íhuga ráðgjöf geðlæknis, - auka eftirlit, -fjarlægja hættulega hluti. Íhuga innlögn Eftirfylgd fyrir inniliggjandi og göngudeildar sjúklinga Aftur í sálfræðilegar/geðlæknisfræðilegar leiðbeiningar (VAN-6) Aftur Aftur í í efnisyfirlit efnisyfirlit VAN 12 Klínískar leiðbeiningar um mat og meðferð á vanlíðan

19 Aðlögunarröskun (framhald) (ICD-10 Kóði: F43.2) Endurmat á sjúklingum með miðlungs/alvarlega aðlögunarröskun eftir breytingu á lyfjum Svörun Engin svörun Fylgja eftir og koma upplýsingum til meðferðarteymis Önnur röskun án persónuleikaröskunar Persónuleikaröskun Sjá viðeigandi sálfræðilegar/ geðlæknisfræðilegar leiðbeiningar (VAN-6) Sjá persónuleikaröskun (VAN-17) Framhald meðferðar Endurmat Endurmat á sjúklingum með væga aðlögunarröskun eftir sálfræðilega meðferð/ráðgjöf Aðlögunarröskun Önnur röskun án persónuleikaröskunar Persónuleikaröskun Sjá meðferð fyrir miðlungs/alvarlega aðlögunarröskun ávísun lyfja + sálfræðimeðferð (VAN-12) Sjá viðeigandi sálfræðilega/geðlæknisfræðilega meðferð (VAN-6) Sjá persónuleikaröskun (VAN-17) Aftur í sálfræðilegar/geðlæknisfræðilegar leiðbeiningar (VAN-6) Aftur í efnisyfirlit Klínískar leiðbeiningar um mat og meðferð á vanlíðan VAN 13

20 Kvíðaröskun (ICD-10 kóði: F40, F41) MAT MEÐFERÐ EFTIRFYLGD Merki og einkenni kvíðaröskunar: Kvíði vegna sjúkdóms Almenn kvíðaröskun Felmturröskun Áfallastreituröskun Fælniröskun Skilyrt ógleði/uppköst (sjá leiðb. NCCN um meðferð við ógleði) Áráttu-þráhyggjuröskun Mat, rannsóknir og breytingum á þáttum tengdum: Krabbameini Meðferð Ógleði/uppköstum Lyfjum Læknisfræðilegum orsökum Fráhvarfi Verkjum Slæmri einbeitingu Svefnleysi Kvíða eða kvíðaköstum (felmtur) Tortryggni Ótta Pirringi Meta öryggi Meta getu til ákvarðanatöku Sálfræðimeðferð ± kvíðastillandi lyf ± þunglyndislyf (flokkur 1) Engin svörun Svörun Endurmeta lyf (íhuga sefandi lyf), sálfræðimeðferð, stuðning, fræðslu Engin svörun Svörun Meta þunglyndi og aðra geðræna kvilla Fylgja eftir og koma uppl. til meðferðarteymis d Sjá NCCN leiðbeiningar um meðferð á ógleði. Aftur í sálfræðilegar/geðlæknisfræðilegar VAN 14 Klínískar leiðbeiningar um mat og meðferð á vanlíðan Aftur Aftur í efnisyfirlit efnisyfirlit

21 Vímuefnatengd röskun/misnotkun (ICD-10 Kóðar: F09-F19) MAT MEÐFERÐ Merki, einkenni og saga um að vera háður vímuefnum, virka misnotkun og fíkn f (Sjá leiðbeiningar NCCN um meðferð krabbameinsverkja) Saga um vímuefnamisnotkun Eiturefnaskimun prufur eftir þörfum Meta áhrif á sjúkling með tilliti til krabbameinsmeðferðar Núverandi misnotkun vímuefna Saga um misnotkun Meðhöndla einkenni, vímuefnameðferð Vísa í fyrirbyggjandi meðferð eða vímuefnameðferð Sjá viðeigandi afeitrunarmeðferð Eftirfylgdarmeðferð (VAN-16) Sjá fyrirbyggjandi afeitrunarskema** Eftirfylgdarmeðferð (VAN-16) **stöðluð lyfjagjöf í minnkandi skömmtum til að meðhöndla fráhvarfseinkenni og fyrirbyggja hugsanlega alvarlega fylgikvilla þeirra f Ópíöt, alkóhól, tóbak o.fl. Sjá leiðbeiningar LSH um meðferð krabbameinsverkja Aftur í sálfræðilegar/geðlæknisfræðilegar leiðbeiningar (DIS-6) Aftur í í efnisyfirlit Klínískar leiðbeiningar um mat og meðferð á vanlíðan VAN 15

22 Vímuefnatengd röskun/misnotkun (framhald) (ICD-10 Kóðar: F09-F19) EFTIRFYLGD Engin svörun Meta hvort áfram er lyfjamisnotkun Meðferðarteymisfundur Endurmat varðandi aðra geðræna kvilla Sjá viðeigandi sálfræðilega/ geðlæknisfræðilega meðferð (VAN-6) Í kjölfar viðeigandi afeitrunarmeðferðar Svörun Fræðsla ± hugræn atferlismeðferð ± lyfjagjöf Sértæk meðferð Fylgja eftir og koma upplýsingum til meðferðarteymis Engin svörun Meðferðarteymisfundur Endurmat varðandi aðra geðræna kvilla Sjá viðeigandi sálfræðilega/ geðlæknisfræðilega meðferð (VAN-6) Í kjölfar fyrirbyggjandi afeitrunarskema* Svörun *stöðluð lyfjagjöf í minnkandi skömmtum til að meðhöndla fráhvarfseinkenni og fyrirbyggja hugsanlega alvarlega fylgikvilla þeirra Fræðsla ± hugræn/atferlis sálfræðimeðferð ± lyfjagjöf Tilvísun í sértæka meðferð Fylgja eftir og koma upplýsingum til meðferðarteymis VAN 16 Aftur í sálfræðilegar/geðlæknisfræðilegar leiðbeiningar (VAN-6) Klínískar leiðbeiningar um mat og meðferð á vanlíðan Aftur Aftur í efnisyfirlit í

23 Persónuleikaröskun (ICD-10 Kóði: F60) MAT MEÐFERÐ EFTIRFYLGD Merki og einkenni um persónuleikaröskun: Persónuleikabreyting tengd sjúkdómi eða meðferð Jaðarpersónuleikaröskun Dramatic/Histrionic Geðklofa (Schizoid) Þráhyggja Vænisýki Andfélagsleg Mat, greiningarrannsóknir og breytingar á þáttum tengdum Krabbameini Meðferð Lyfjum Læknisfræðilegum orsökum Fráhvarfi Verkjum Stjórnandi hegðun Reiði Hótandi hegðun Histrionic hegðun Kröfuhörku Ótta Ógnandi hegðun Meta öryggi Meta getu til ákvarðanatöku Þróa samhæfða atferlis, sálfræðilega og læknisfræðilega meðferðaráætlun með meðferðarteymi (atferlisstjórn ± lyf) Fræðsla fyrir starfsmenn Svörun Engin svörun Fylgja eftir og koma upplýsingum til meðferðarteymis Endurmat á öðrum geðrænum fylgikvillum eða vímuefnamisnotkun Aftur í sálfræðilegar/geðlæknisfræðilegar leiðbeiningar (VAN-6) Aftur í efnisyfirlit Klínískar leiðbeiningar um mat og meðferð á vanlíðan VAN 17

24 Félagsráðgjöf Tilvísun frá meðferðarteymi til félagsráðgjafar VAN 18 Mat á sjúklingi/ fjölskyldu Almenn áhyggjuefni Sálfélagsleg áhyggjuefni Sjá NCCN leiðbeiningar um líknandi meðferð FLOKKUR EÐLI VANDAMÁLS ÚRRÆÐI FÉLAGSRÁÐGJAFA Vandi tengdur veikindum Áþreifanleg vandamál, m.a. annars tengd húsnæði, fæði, ferðum, fjárhagsaðstoð og aðstoð við athafnir daglegs lífs Mál tengd atvinnu/skóla/ starfsframa Mál tengd menningu/ tungumáli Aðgengi að fjölskyldu/ stuðningsaðila Aðlögun að veikindum Árekstrar eða ósætti innan fjölskyldu/einangrun Ákvarðanir um meðferð, lífsgæði og breytingar á umönnun Lífsskrá Misnotkun og vanræksla Bjargráð/samskipti Breytingar á virkni m.a. tengdar líkamsímynd og kynheilbrigði Við lífslok (sorg) Menningarbundin Atriði tengd umönnunaraðilum (virkja umönnunaraðila) Aftur í efnisyfirlit Alvarleg/ miðlungs Væg Alvarleg/ miðlungs Væg Klínískar leiðbeiningar um mat og meðferð á vanlíðan Ráðgjöf til sjúklings og fjölskyldu/samtalsmeðferð Virkja félagsleg úrræði Lausnamiðuð kennsla Að vera málsvari sjúklings og fræða sjúklinga og fjölskyldur Fræðsla fyrir sjúklinga og fjölskyldur Fræðslu-/ stuðningshópar Úrræðalisti Ráðgjöf til sjúklinga og fjölskyldu, fjölskylduráðgjöf/ samtalsmeðferð, kynlífsráðgjöf og sorgarráðgjöf Virkja samfélagsleg úrræði Lausnamiðuð kennsla Að vera málsvari sjúklings og fræða sjúklinga og fjölskyldur Fræðslu/stuðningshópar Vernd Íhuga tilvísun í sálfræðilega/ geðlæknisfræðilega meðferð Íhuga tilvísun til prests Sjúklinga-/ fjölskyldufræðsla Fræðslu/stuðningshópar Úrræðalisti Kynlífsráðgjöf Sorgarráðgjöf Fylgja eftir og koma uppl. til meðf.- teymis

25 Þjónusta prests/djákna Sorg (VAN-20) Áhyggjur af dauða og lífi eftir dauðann (VAN-20) Erfiðleikar/árekstrar varðandi trúarkerfi (VAN-20) Einstaklingur hefur glatað trúnni (VAN-20) Tilvísun meðferðarteymis til prests/djákna Mat prests/ djákna Áhyggjur af merkingu/tilgangi eigin lífs (VAN-20) Áhyggjur af sambandinu við Guð (VAN-20) Fylgja eftir og koma uppl. til meðferðarteymis Einangrun/aðskilnaður frá trúarsamfélagi/kirkju (VAN-21) Sektarkennd (VAN-22) Vonleysi (VAN-23) Árekstrar á milli trúar og meðferðar (VAN-24) Þörf fyrir ritúöl/trúarathafnir (VAN-25) Aftur í efnisyfirlit Klínískar leiðbeiningar um mat og meðferð á vanlíðan VAN 19

26 Þjónusta prests Já Áframhaldandi stuðningur Merki um: Sorg Áhyggjur af dauða og lífi eftir dauðann Mótsagnarkennd trúarkerfi Missir trúar Áhyggjur er varða merkingu/tilgang lífsins Áhyggjur er tengjast sambandi við Guð Trúarlegt/ tilvistarlegt mat Bjóða upp á Trúarleg ráðgjöf Boðið upp á lesefni um trú/tilvistarleg málefni og heimspeki Bæn Trúarathafnir Tilvísun til félagsráðgjafa eða sálfræðings/geðlæknis (VAN-4) Áhyggjuefni leyst Nei Tilvísun til sálfræðings/ geðlæknis Já Nei Sjá viðeigandi sálfræðilega/ geðlæknisfræðilega meðferð (VAN-6) og áframhaldandi sálgæsla Áframhaldandi sálgæsla Sjá klínískar leiðbeiningar NCCN um líknandi meðferð Aftur í þjónustu prests/djákna (VAN-19) Aftur í í efnisyfirlit VAN 20 Klínískar leiðbeiningar um mat og meðferð á vanlíðan

27 Þjónusta prests/djákna: Einangrun frá trúarsamfélagi Þátttaka í trúarsamfélagi hefst á ný Meðlimur í trúarsöfnuði Trúarlegttilvistarlegt mat/ ráðgjöf f Vísað til heimasafnaðar Merki um einangrun Áframhaldandi stuðningur Vísað til heimasafnaðar, ráðgjafa sóknarprests eða sjúkrahúsprests Ekki meðlimur í trúarsöfnuði Trúarlegttilvistarlegt mat f Tilvísun til forstöðumanns í trúfélagi viðkomandi Vísað til félagsráðgjafa eða sálfræðings/geðlæknis Aftur í þjónustu prests/djákna (VAN-19) Aftur í efnisyfirlit Klínískar leiðbeiningar um mat og meðferð á vanlíðan VAN 21

28 Þjónusta prests/djákna: Sektarkennd Alvarleg þunglyndiseinkenni og/ eða sjálfsvígshugsanir Tilvísun til sálfræðings eða geðlæknis til frekara mats og meðferðar Trúarleg eða tilvistarlegráðgjöf h Óskað eftir skriftum/ sáttargjörð Skriftir/ aflausn Lausn undan sektarkennd Tjáð sektarkennd Trúarleg/ tilvistarleg h ráðgjöf Áframhaldandi stuðningur/ sálgæsla Engin þunglyndiseinkenni og/ eða sjálfsvígshugsanir Trúarleg/ tilvistarleg h ráðgjöf Ekki óskað eftir skriftum/sáttargjörð Viðvarandi sektarkennd h Tilvísun til forstöðumanns í trúfélagi viðkomandi Tilvísun til sálfræðings/ geðlæknis Aftur í þjónustu prests (VAN-19) VAN 22 Klínískar leiðbeiningar um mat og meðferð á vanlíðan

29 Þjónusta prests/djákna: Vonleysi Alvarleg þunglyndiseinkenni og/ eða sjálfsvígshugsanir Tilvísun til sálfræðings eða geðlæknis til frekara mats og meðferðar Trúarleg eða tilvistarlegráðgjöf h Lausn frá vonleysi Áframhaldandi stuðningur Tjáð vonleysi Engin þunglyndiseinkenni og/ eða sjálfsvígshugsanir Trúarleg/ tilvistarleg h ráðgjöf Vonleysi áfram til staðar Trúarleg/ tilvistarleg h ráðgjöf og/eða tilvísun til sálfræðings/ geðlæknis Áframhaldandi stuðningur h Tilvísun til forstöðumanns í trúfélagi viðkomandi Aftur í Þjónustu Prests/djákna (VAN-19) Klínískar leiðbeiningar um mat og meðferð á vanlíðan VAN 23

30 Þjónusta prests/djákna: Ágreiningur á milli trúarskoðana og meðferðar Ágreiningur leystur Áframhaldandi stuðningur Hæfni til ákvarðanatöku til staðar Trúarleg/ tilvistarleg h ráðgjöf Ágreiningur leystur Áframhaldandi stuðningur Vísbendingar um ágreining á milli trúarskoðana og fyrirhugaðrar meðferðar Læknir útskýrir meðferðarmöguleika Meta hæfni til ákvarðanatöku. Fá álit frá sálfræðingi/ geðlækni ef með þarf Ágreiningur ekki leystur Álit siðanefndar Ágreiningur ekki leystur Trúarleg/ tilvistarleg ráðgjöf Hæfni til ákvarðanatöku ekki til staðar Tilvísun til sálfræðings/ geðlæknis Trúarleg/ tilvistarleg h ráðgjöf h Tilvísun til forstöðumanns í trúfélagi viðkomandi Aftur í þjónustu prests/djákna (VAN-19) VAN 24 Klínískar leiðbeiningar um mat og meðferð á vanlíðan

31 Þjónusta prests/djákna: Þörf fyrir trúarathafnir Þörf fyrir trúarlega athöfn Vísað til prests í trúfélagi viðkomandi Þörf uppfyllt Áframhaldandi stuðningur Klínískar leiðbeiningar um mat og meðferð á vanlíðan VAN 25

32 Ráðleggingar um innleiðingu á stöðlum og leiðbeiningum Hvetjið til stofnunar þverfaglegrar nefndar til að innleiða staðla og leiðbeiningar Framkvæmið sameiginlegar prófanir á skimunartækjum og forprófið meðferðarleiðbeiningar á nokkrum meðferðarstofnunum Hvetjið til þess að unnin verði umbótaverkefni á stofnuninni til að bæta meðferð á vanlíðan Þróið fræðslu um meðferð við vanlíðan fyrir starfsfólk, sjúklinga og aðstandendur VAN 26 Klínískar leiðbeiningar um mat og meðferð á vanlíðan

33 Mat á meðferðarstöðlum innan stofnunar g ÚRRÆÐI Þverfagleg nefnd aðlagar staðla að aðstæðum á viðkomandi stofnun Notkun Skimunartækis (0-10) og vandamálalista (VAN-A) á dag-, gönguog legudeildum Fræðsla fyrir krabbameinsmeðferðarteymi Tryggt aðgengi að úrræðum (þjónustu sálfræðinga, geðlækna, félagsráðgjafa og presta) Gæðarannsóknir Kannanir Fagfólk NIÐURSTÖÐUR Viðhorf Þekking Mat Sjúklingar Ánægja Gæðarannsóknir á áhrifum g Byggt á leiðbeiningum um innleiðingu/mat á verkjameðferð Klínískar leiðbeiningar um mat og meðferð á vanlíðan VAN 27

34 Heimildir 1. Mitchell, AJ, Chan, M., Bhatti H., etal. (2011). Prevalence of depression, anxiety, and adjustment disorder in oncological, haematoligical, and palliative-care settings: a meta-analysis of 94 interview bases studies. Lancet Oncol, 12, Massie, MJ (2004). Prevalence of depression in patients with cancer. J Natl Cancer Inst Monogr, Partridge, AH., Wang, PS., Winer, EP., Avorn J. (2003). Nonadherence to adjuvant tamoxifen therapy in women with primary breast cancer. J Clin Oncol, 21, DiMatteo, MR., Lepper, HS., Croghan, TW. (2000). Depression is a risk factor for noncompliance with medical treatment: meta-analysis of the effects of anxiety and deprssion on patient adherence. Arch Intern Med, 160, Bultz, BD., Holland, JC., (2006). Emotional distress in patients with cancer: the sixth vital sign. Commun Oncol, 3, Carlson, LE., Bultz, BD. (2004). Efficacy and medical cost offset of psychosocial interventions in cancer care: making the case for economic analyses. Psychooncology, 13, , Brown, KW., Levy, AR., Rosberger, Z., Edgar, L. (2003). Psychological distress and cancer survival: a follow-up 10 years after diagnosis. Psychosom Med, 65, Kissane, D. (2009). Beyond the psychotherapy and survival debate: the challenge of social disparity, depression and treatment adherence in psychosocial cancer care. Psychooncology,18, Bultz, BD., Carlson, LE. (2005). Emotional distress: the sixth vital sign in cancer care. J Clin Oncol, 23, Carlson, LE., Bultz, BD. (2003). Cancer distress screening. Needs, models, and methods. J Psychosom Res, 55, Carlson, LE., Groff, Sl., Maciejewski, O., Bultz, BD. (2010). Screeening for distress in lung and breast cancer outpatients: a randomized controlled trial. J Clin Oncol, 28, Spiegel, D. (2012). Mind matters in cancer survival. Psychooncology, 21, NCCN Clinical Practice Guidelines in Oncology (NCCN Guidelines) Distress Management, version distress.pdf 14. Jacobsen, PB., Ransom, S. (2007). Implementation of NCCN distress management guidelines by member institutions. J Natl Compr Canc Netw, 5, Frost, GW., Zevon, MA., Gruber, M., Scrivani, RA. (2011). Use of distress thermometers in an outpatient oncology setting. Health Soc Work, 36, Fulcher, CD., Gosselin-Acomb, TK. (2007). Distress assessment: practice change through guideline implementation. Clin J Oncol Nurs, 11, Hendrick, SS., Cobos, E. (2010). Practical model for psychosocial care. J Oncol Pract, 6, Loscalzo, M., Clark, KL., Holland, J. (2011). Successful strategies for implementing biopsychosocial screening. Psychooncology, 20, Mehta, A., Hamel, M. (2011). The development and impact of a new Psychosocial Oncology Program. Support Care Cancer, 19, Bultz, BD., Groff, SL., Fitch, M. Etal (2011). Implementing screening for distress, the 6th vital sign: a Canadian strategy for changing practice. Psychooncology, 20, Dolbeault, S., Biostard, B., Meuric, J., etal (2011). Screening for distress and supportive care needs during the initial phase of the care process: a qualitative description of a clnical poilot experiment in a French cancer center. Psychooncology, 20, Grassi, L., Rossi, E., Caruso, R etal (2011). Educational intervention in cancer outpatient clincs on routine screening for emotional distress: an observational study. Psychooncology, 20, Gunnarsdottir, S., Thorvaldsdottir, GH., Fridriksdottir, N., Bjarnason, B., Sigurdsson, F., Skulason, B., Smari, J. (2012). The psychometric properties of the Icelandic version of the Distress thermometer and Problem list. Psychooncology, 21, Klínískar leiðbeiningar um mat og meðferð á vanlíðan

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Þórólfur Guðnason yfirlæknir Sóttvarnalæknir, Embætti landlæknis Nóvember 2014 Gastegundir frá eldgosum >95% H 2 O, CO 2 SO 2

More information

Tíðni einkenna og meðferð þeirra á síðasta sólarhring lífs hjá deyjandi sjúklingum á Landspítala og á hjúkrunarheimilum

Tíðni einkenna og meðferð þeirra á síðasta sólarhring lífs hjá deyjandi sjúklingum á Landspítala og á hjúkrunarheimilum Tíðni einkenna og meðferð þeirra á síðasta sólarhring lífs hjá deyjandi sjúklingum á Landspítala og á hjúkrunarheimilum Svandís Íris Hálfdánardóttir 1 hjúkrunarfræðingur, Kristín Lára Ólafsdóttir 2 hjúkrunarfræðingur,

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

Ungt fólk á einhverfurófi og geðrænn vandi Hver er þjónustuþörfin?

Ungt fólk á einhverfurófi og geðrænn vandi Hver er þjónustuþörfin? Ungt fólk á einhverfurófi og geðrænn vandi Hver er þjónustuþörfin? Vorráðstefna Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins 27. apríl 2018 Halldóra Ólafsdóttir yfirlæknir Geðsviði Landspítala Efni 1. Að finna

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum Raddir fjölbreyttra kennarahópa Sólveig Karvelsdóttir, lektor, HÍ Hafdís Guðjónsdóttir, dósent, HÍ Rannsóknin er hluti af tveimur rannsóknum Fjölbreyttir kennarahópar

More information

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012 Nr. 28/32 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012 2013/EES/28/07 frá 8. júní 2012 um framkvæmdarreglur vegna beitingar 16. gr.

More information

Nýjar leiðbeiningar um notkun AED tækja. Gísli E. Haraldsson, læknir Slysa- og bráðasvið Landpítala Háskólasjúkrahúss

Nýjar leiðbeiningar um notkun AED tækja. Gísli E. Haraldsson, læknir Slysa- og bráðasvið Landpítala Háskólasjúkrahúss Nýjar leiðbeiningar um notkun AED tækja Gísli E. Haraldsson, læknir Slysa- og bráðasvið Landpítala Háskólasjúkrahúss Markmið Kynna ástæður fyrir breytingum Útskýra mikilvægi grunnendurlífgunar Kynna nýjar

More information

Tillaga til þingsályktunar

Tillaga til þingsályktunar 144. löggjafarþing 2014 2015. Þingskjal 52 52. mál. Tillaga til þingsályktunar um aðgerðaáætlun um geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn, unglinga og fjölskyldur þeirra. Flm.: Karl Garðarsson, Vigdís Hauksdóttir,

More information

Klínískar leiðbeiningar um höfuð- og hálshryggjaráverka

Klínískar leiðbeiningar um höfuð- og hálshryggjaráverka Klínískar leiðbeiningar um höfuð- og hálshryggjaráverka Forgangsröðun, mat, rannsókn og fyrsta meðferð höfuðáverka hjá börnum og fullorðnum Maí 2011 1 Efnisyfirlit Inngangur...3 Almennar áherslur...4 Lykilatriði...6

More information

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ / 1004720-1004720-3-ABC 2.1.2018 09::16 Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær»»» Reykjavík/HÍ 06:42 06:44 06:45 06:47 06:51 06:52 06: 07:17 07:18 07:22 07:28 07:29 07:31 07:32 07:34 07:36 07:38

More information

Gallblöðrukrabbamein á Íslandi

Gallblöðrukrabbamein á Íslandi Gallblöðrukrabbamein á Íslandi 2004-2013 Bryndís Baldvinsdóttir 1 læknir, Haraldur Hauksson 2 læknir, Kristín Huld Haraldsdóttir 1 læknir ÁGRIP Inngangur: Gallblöðrukrabbamein er um 0,5% allra krabbameina

More information

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs?

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Hvernig getur málefni sem ekki er skilgreint sem námsgrein í grunnskóla eða námssvið

More information

Gæðavísar Öldrunarheimila Akureyrar og niðurstöður RAI mats 2016

Gæðavísar Öldrunarheimila Akureyrar og niðurstöður RAI mats 2016 Gæðavísar Öldrunarheimila Akureyrar 2010-2016 og niðurstöður RAI mats 2016 Unnið í desember 2016. Helga G. Erlingsdóttir, hjúkrunarforstjóri. Efnisyfirlit Inngangur... 3 Rai mat á Öldrunarheimulum Akureyrar...

More information

Til að forritið vinni með Word þarf að hlaða niður á tölvuna forritsstubbnum Cite While You Write

Til að forritið vinni með Word þarf að hlaða niður á tölvuna forritsstubbnum Cite While You Write Veflæga heimildaskráningarforritið EndNote Web er notað til að halda utan um tilvísanir og búa til heimildaskrár. Hægt er að flytja tilvísanir úr bókasafnsskrám og gagnasöfnum inn í forritið. EndNote Web

More information

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

Börn sem ekki borða Hvað er til bragðs að taka? Brynja Jónsdóttir, talmeinafræðingur Steinunn Hafsteinsdóttir, atferlisfræðingur

Börn sem ekki borða Hvað er til bragðs að taka? Brynja Jónsdóttir, talmeinafræðingur Steinunn Hafsteinsdóttir, atferlisfræðingur Börn sem ekki borða Hvað er til bragðs að taka? Brynja Jónsdóttir, talmeinafræðingur Steinunn Hafsteinsdóttir, atferlisfræðingur Hvað er fæðuinntökuvandi? 70-89% barna með þroskaraskanir eiga í einhverjum

More information

Framhaldsskólapúlsinn

Framhaldsskólapúlsinn Framhaldsskólapúlsinn Mat á líðan og skólabrag í framhaldsskólum Málþing um geðrækt í framhaldsskólum 20. september 2013 Almar M. Halldórsson Skólapúlsinn Skólapúlsinn er veflægt sjálfsmatskerfi fyrir

More information

Áhrif höfuðbeina og spjaldhryggjarmeðferðar með svæðameðferð (CSR) á líðan einstaklinga með krabbamein

Áhrif höfuðbeina og spjaldhryggjarmeðferðar með svæðameðferð (CSR) á líðan einstaklinga með krabbamein Áhrif höfuðbeina og spjaldhryggjarmeðferðar með svæðameðferð (CSR) á líðan einstaklinga með krabbamein Höfundar: Jakobína Eygló Benediktsdóttir, Sjúkraliði, svæða - og viðbragðsfræðingur, CSR, skráður

More information

Klínískar leiðbeiningar um velgjuvörn og meðferð ógleði og uppkasta vegna krabbameinslyfja- og/eða geislameðferðar

Klínískar leiðbeiningar um velgjuvörn og meðferð ógleði og uppkasta vegna krabbameinslyfja- og/eða geislameðferðar Klínískar leiðbeiningar um velgjuvörn og meðferð ógleði og uppkasta vegna krabbameinslyfja- og/eða geislameðferðar Landspítali - Klínískar leiðbeiningar um velgjuvörn og meðferð ógleði og uppkasta vegna

More information

lungnakrabbamein upplýsingar fyrir sjúklinga og aðstandendur 2. útgáfa

lungnakrabbamein upplýsingar fyrir sjúklinga og aðstandendur 2. útgáfa lungnakrabbamein upplýsingar fyrir sjúklinga og aðstandendur 1 2. útgáfa Höfundur texta og ábyrgðarmaður Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnaskurðlæknir, prófessor í skurðlækningum og yfirlæknir á skurðdeild

More information

Hjúkrunarfræðideild Óráð eftir opna hjartaaðgerð:

Hjúkrunarfræðideild Óráð eftir opna hjartaaðgerð: Hjúkrunarfræðideild Óráð eftir opna hjartaaðgerð: Forprófun skimunarlista (Delirium observation screening scale- DOS) og kerfisbundin fræðileg samantekt Steinunn Arna Þorsteinsdóttir Leiðbeinandi Herdís

More information

Horizon 2020 á Íslandi:

Horizon 2020 á Íslandi: Horizon 2020 á Íslandi: - Árangur Íslands í Horizon2020 - Hvernig getur Rannís veitt ykkur aðstoð? Kristmundur Þór Ólafsson Alþjóðasvið Rannís Landstengiliður (NCP) fyrir H2020 Hvað er H2020? Rammaáætlun

More information

Erfðir einhverfu og skyldra raskana

Erfðir einhverfu og skyldra raskana Erfðir einhverfu og skyldra raskana G. Bragi Walters Íslensk Erfðagreining/deCODE genetics Vorráðstefna Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins 26. apríl, 2018 Erfðamengið A C G T 3 milljarðar basa Erfum

More information

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile HUGPRÓ Betware QA & Agile 26.02.2010 Head Quarters Betware Reykjavík Betware DK Copenhagen Denmark Betware Solutions CA Kamloops, BC Betware Madrid Spain Certus Odense Denmark Betware Sp. z o.o. Warsaw

More information

Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll. Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands

Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll. Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands Yfirlit erindis Meginmarkmið og bakgrunnur Nokkrar skilgreiningar Rannsóknaraðferðir

More information

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst 15. 18. ágúst 21. 25. ágúst 28. ág 1. sept. 15. skipulagsdagur 16. skipulagsdagur 17. Skipulagsdagur 18. skipulagsdagur

More information

Próffræðilegir eiginleikar íslenskrar gerðar Bulimia Test-Revised (BULIT-R) prófsins

Próffræðilegir eiginleikar íslenskrar gerðar Bulimia Test-Revised (BULIT-R) prófsins Próffræðilegir eiginleikar íslenskrar gerðar Bulimia Test-Revised (BULIT-R) prófsins Sigurlaug María Jónsdóttir 1 sálfræðingur Guðlaug Þorsteinsdóttir 2 geðlæknir Jakob Smári 1 prófessor í sálfræði 1 Sálfræðiskor

More information

Klínískar leiðbeiningar. Sortuæxli í húð: leiðbeiningar um greiningu, meðferð og eftirfylgni

Klínískar leiðbeiningar. Sortuæxli í húð: leiðbeiningar um greiningu, meðferð og eftirfylgni Klínískar leiðbeiningar Sortuæxli í húð: leiðbeiningar um greiningu, meðferð og eftirfylgni Vinnuhópur Elísabet Reykdal Jóhannesdóttir Gunnar Bjarni Ragnarsson Þórir Steindór Njálsson Efnisyfirlit Inngangur...

More information

Mat á stuðningsþörf barna: Supports Intensity Scale for Children: SIS-C Innleiðing á Íslandi

Mat á stuðningsþörf barna: Supports Intensity Scale for Children: SIS-C Innleiðing á Íslandi Mat á stuðningsþörf barna: Supports Intensity Scale for Children: SIS-C Innleiðing á Íslandi Dr. Tryggvi Sigurðsson, faglegur ábyrgðarmaður SIS-C Mat á stuðningsþörf barna 1. Inngangur: forsaga SIS-C hér

More information

Innæða krabbameinslyfjameðferð með slagæðastíflun: Árangur staðbundinnar krabbameinsmeðferðar á Íslandi

Innæða krabbameinslyfjameðferð með slagæðastíflun: Árangur staðbundinnar krabbameinsmeðferðar á Íslandi Innæða krabbameinslyfjameðferð með slagæðastíflun: Árangur staðbundinnar krabbameinsmeðferðar á Íslandi Þórarinn Árni Bjarnason 1 læknanemi, Haraldur Bjarnason 1,2 læknir, Óttar Már Bergmann 3 læknir,

More information

Marklýsing fyrir sérnám í heimilislækningum

Marklýsing fyrir sérnám í heimilislækningum Marklýsing fyrir sérnám í heimilislækningum Marklýsingarnefnd: Margrét Ólafía Tómasdóttir, formaður Arnar Þór Guðmundsson Alma Eir Svavarsdóttir Birna Guðmundsdóttir Elínborg Bárðardóttir Emil L. Sigurðsson

More information

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be Stefnumótun tun Rf Hlutverk (Mission) Why we exist Gildi (Core values) What we believe in Framtíðarsýn (Vision) What we want to be Stefna (Strategy) Our Game plan Stefnumiðað árangursmat Balanced Scorecard

More information

Vímuefnafíkn, samskipti og fjölskylduánægja

Vímuefnafíkn, samskipti og fjölskylduánægja Vímuefnafíkn, samskipti og fjölskylduánægja Steinunn Hrafnsdóttir, félagsráðgjafi MA, PhD, dósent við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands. Jóna Margrét Ólafsdóttir, félagsráðgjafi MA, doktorsnemi og aðjúnkt

More information

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að

More information

Brennslumeðferð við ofansleglahraðtakti á Íslandi

Brennslumeðferð við ofansleglahraðtakti á Íslandi FRÆÐIGREINAR / BRENNSLUMEÐFERÐ VIÐ OFANSLEGLAHRAÐTAKTI Brennslumeðferð við ofansleglahraðtakti á Íslandi Gizur Gottskálksson Ágrip Tilgangur: Upp úr 199 ruddi sér til rúms ný og árangursrík aðferð til

More information

Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar Frambjóðendur. Multicultural Council of Reykjavik Candidates

Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar Frambjóðendur. Multicultural Council of Reykjavik Candidates Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar Frambjóðendur Multicultural Council of Reykjavik Candidates Aleksandra Chlipala Hversu lengi búið á Íslandi: Have been a resident of Iceland: Pólsk Polish aleksandrachlipala@gmail.com

More information

Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi -

Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi - Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi - Rannveig Björnsdóttir Strandbúnaður 2017, Grand Hótel Reykjavík, 13.-14.mars YFIRLIT erindis Dæmi: doktorsverkefni RBj 2005-2010 BAKGRUNNUR VANDAMÁLIÐ

More information

Einelti íslenskra skólabarna og heilsa

Einelti íslenskra skólabarna og heilsa Einelti íslenskra skólabarna og heilsa Niðurstöður landskönnunnar á heilsutengdum afleiðingum eineltis Helena Rún Pálsdóttir Ritgerð til BS prófs 12 einingar Einelti skólabarna og heilsa Niðurstöður landskönnunnar

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 8. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

TM Software. TM Software heilbrigðislausnir. Sykursýkisskráning. Leiðbeiningar um notkun SÖGU

TM Software. TM Software heilbrigðislausnir. Sykursýkisskráning. Leiðbeiningar um notkun SÖGU heilbrigðislausnir Leiðbeiningar um notkun SÖGU 3.1.31 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 2 í Sögu... 4 Samskiptaseðill v/ sykursýki... 4 Forsíða... 4 Skýrslur... 4 Samskiptaseðill v/ sykursýki... 5 Persónuupplýsingar...

More information

Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008.

Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008. GR 10:03 Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008. Guðlaugur Einarsson, geislafræðingur Ágúst 2010 Geislavarnir ríkisins Icelandic Radiation Safety Authority Rauðarárstíg 10 150 Reykjavík s. 5528200

More information

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Power Point leiðbeiningar Sjónarhorn View Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Outline view - Yfirlitshamur Hér er hægt að rita minnispunkta við hverja glæru fyrir þann sem

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2011:1 27. maí 2011 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga frá sveitarfélögum árlega um fjárhagsaðstoð, félagslega heimaþjónustu

More information

PEDS. Mat Foreldra á roska barna. Aðferð sem byggir á rannsóknum og þekkingu og auðveldar skimun barna með frávik í þroska og hegðun

PEDS. Mat Foreldra á roska barna. Aðferð sem byggir á rannsóknum og þekkingu og auðveldar skimun barna með frávik í þroska og hegðun PEDS Mat Foreldra á roska barna Aðferð sem byggir á rannsóknum og þekkingu og auðveldar skimun barna með frávik í þroska og hegðun Leidbeiningar um framkvæmd og stigagjöf Til að nota PEDS þarf að fylgja

More information

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir sjúkling. Sandimmun 50 mg/ml innrennslisþykkni, lausn. ciclosporin

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir sjúkling. Sandimmun 50 mg/ml innrennslisþykkni, lausn. ciclosporin Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir sjúkling Sandimmun 50 mg/ml innrennslisþykkni, lausn ciclosporin Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar. -

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Quetiapin Actavis 25 mg filmuhúðaðar töflur Quetiapin Actavis 100 mg filmuhúðaðar töflur Quetiapin Actavis 200 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Hver

More information

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík Notkun merkis Veðurstofu Íslands Veðurstofa Íslands Bústaðavegur 9 150 Reykjavík +354 522 60 00 +354 522 60 01 vedur@vedur.is Maí 2009 2 Efnisyfirlit Merki 3 Litanotkun 5 Merki í fleti 6 Stærð merkisins

More information

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Pamidronatdinatrium Pfizer 3 mg/ml, innrennslisþykkni, lausn. Pamidronatdinatrium Pfizer 6 mg/ml, innrennslisþykkni, lausn. Pamidronatdinatrium Pfizer 9 mg/ml,

More information

STOÐKERFISVERKIR HJÁ HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRUM OG TENGSL VERKJA VIÐ STREITU

STOÐKERFISVERKIR HJÁ HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRUM OG TENGSL VERKJA VIÐ STREITU Þórey Agnarsdóttir, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra á Akureyri Hafdís Skúladóttir, Háskólanum á Akureyri Hjördís Sigursteinsdóttir, Háskólanum á Akureyri Sigríður Halldórsdóttir, Háskólanum á Akureyri

More information

Einkenni kvíða, þunglyndis og áfallastreituröskunar meðal barna sem hlutu meðferð í Barnahúsi

Einkenni kvíða, þunglyndis og áfallastreituröskunar meðal barna sem hlutu meðferð í Barnahúsi Einkenni kvíða, þunglyndis og áfallastreituröskunar meðal barna sem hlutu meðferð í Barnahúsi Bergný Ármannsdóttir Lokaverkefni til Cand. psych. gráðu Sálfræðideild Heilbrigðisvísindasvið Einkenni kvíða,

More information

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2 1 Examples 2 Sýnidæmi 2 2 Example 25-1 Gefið er 3 fasa, 3 teina raforkukerfi samkvæmt meðfylgjandi einlínumynd. Allar stærðir á myndinni eru í einingakerfinu ( per unit ). Seríuviðnám háspennulínanna er

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar 1 Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar Introduction to rotating machines 2 Grunnhugtök og meginþættir Klassískar gerðir véla Riðstraumsvélar Samfasavél (synchronous machine) Spanvél (induction machine

More information

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. 10 mg benzýlalkóhól, 40 mg cetýlalkóhól, 40 mg sterýlalkóhól og 50 mg própýlenglýkól (E1520) í hverju 1 g af kremi.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. 10 mg benzýlalkóhól, 40 mg cetýlalkóhól, 40 mg sterýlalkóhól og 50 mg própýlenglýkól (E1520) í hverju 1 g af kremi. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Elidel 10 mg/g krem 2. INNIHALDSLÝSING 1 g af kremi inniheldur pimecrolimus 10 mg. Hjálparefni með þekkta verkun 10 mg benzýlalkóhól, 40 mg cetýlalkóhól, 40 mg

More information

Undirbúningur fyrir 5G. Allir (menn og tæki) tengdir, alltaf og alls staðar Hraðar, meira, aukið,...

Undirbúningur fyrir 5G. Allir (menn og tæki) tengdir, alltaf og alls staðar Hraðar, meira, aukið,... Undirbúningur fyrir 5G Allir (menn og tæki) tengdir, alltaf og alls staðar Hraðar, meira, aukið,... Þorleifur Jónasson 5. apríl 2017 Dagskrá Drifkraftar 5G og helstu þjónustur Stefnumótun og markmið EU

More information

Segamyndun í djúpum bláæðum ganglima

Segamyndun í djúpum bláæðum ganglima FRÆÐIGREINAR / HJARTA- OG ÆÐASJÚKDÓMAR Geir Karlsson 1 Pedro Riba 2 Ingvar Þóroddsson 3 Björn Guðbjörnsson 1 Frá 1 lyflækninga- og 2 röntgendeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, 3 Heilsugæslustöð Akureyrar.

More information

ÁRSSKÝRSLA. Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, maí 2013

ÁRSSKÝRSLA. Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, maí 2013 ÁRSSKÝRSLA 2011 Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, maí 2013 AÐFARAORÐ FORSTÖÐUMANNS Greiningarstöð sendir nú frá sér ársskýrslu fyrir árið 2011 en á því ári fagnaði stofnunin 25 ára afmæli sínu. Stöðin

More information

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa Efnisyfirlit Þróun félagsauðs í grannríkjunum Bandaríkin Skandinavía Meginland Evrópu Þróunin á Íslandi Félagsþátttaka Frumtengsl Félagsrof Félagsauður,

More information

Botnlangabólga og botnlangataka hjá börnum á sjúkrahúsum í Reykjavík 1996 og 2006

Botnlangabólga og botnlangataka hjá börnum á sjúkrahúsum í Reykjavík 1996 og 2006 Hjörtur Haraldsson 1 læknanemi Þráinn Rósmundsson 1,2 barnaskurðlæknir Kristján Óskarsson 1,2 barnaskurðlæknir Jón Gunnlaugur Jónasson 1,3 meinafræðingur Ásgeir Haraldsson 1,2 barnalæknir Botnlangabólga

More information

Fæðuvenjur á unglingsárum og miðjum aldri og tengsl við áhættu á brjóstakrabbameini

Fæðuvenjur á unglingsárum og miðjum aldri og tengsl við áhættu á brjóstakrabbameini Fæðuvenjur á unglingsárum og miðjum aldri og tengsl við áhættu á brjóstakrabbameini Verkefni til doktorsprófs í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands Nemandi: Álfheiður Haraldsdóttir Leiðbeinendur: Laufey

More information

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018 Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu September 2018 Samantekt Íslandsstofa framkvæmdi viðhorfskönnun í júlí og ágúst 2018 meðal erlendra söluaðila sem selja ferðir til Íslands.

More information

TRS II tekur við af TRS. Kynningarfundur, 30. maí 2017

TRS II tekur við af TRS. Kynningarfundur, 30. maí 2017 TRS II tekur við af TRS Kynningarfundur, 30. maí 2017 Dagskrá Almennt um TRS og breytingar í tengslum við innleiðingu MiFID II og MiFIR Yfirlit yfir TRS kerfið Helstu breytingar á kerfinu Mikilvægi þess

More information

Nýr texti fyrir lyfjaupplýsingar Útdráttur úr ráðleggingum PRAC vegna ræsimerkja

Nýr texti fyrir lyfjaupplýsingar Útdráttur úr ráðleggingum PRAC vegna ræsimerkja 25 February 2016 EMA/PRAC/166050/2016 Corr 1 Pharmacovigilance Risk Assessment Committee (PRAC) Nýr texti fyrir lyfjaupplýsingar Útdráttur úr ráðleggingum PRAC vegna ræsimerkja Samþykkt á fundi PRAC 8.-11.

More information

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Úr hverjum plástri losna 25 míkróg af fentanýli á klukkustund. Hver 7,5 cm 2 plástur inniheldur 4,125 mg af fentanýli.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Úr hverjum plástri losna 25 míkróg af fentanýli á klukkustund. Hver 7,5 cm 2 plástur inniheldur 4,125 mg af fentanýli. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Fentanyl Actavis 25 míkróg/klst. forðaplástur Fentanyl Actavis 50 míkróg/klst. forðaplástur Fentanyl Actavis 75 míkróg/klst. forðaplástur Fentanyl Actavis 100

More information

Í hverju felst CPEF, CP EFtirfylgni?

Í hverju felst CPEF, CP EFtirfylgni? Í hverju felst CPEF, CP EFtirfylgni? Guðbjörg Eggertsdóttir, barnasjúkraþjálfari Æfingastöðinni Mat á færni þarf að byggja á stöðluðum gagnreyndum vinnubrögðum, til að hægt sé að nýta upplýsingar við ákvarðanatöku

More information

Öryggi barna skiptir miklu máli, börnin eru

Öryggi barna skiptir miklu máli, börnin eru Sálfræðiritið Tímarit Sálfræðingafélags Íslands 16. árg. 2011, bls. 73 79 Öryggi barna í innkaupakerrum: Áhrifarík leið til að forðast slys Háskóli Íslands Öryggi barna ætti að skipta foreldra miklu máli.

More information

Breytt viðhorf til sýklalyfjaávísana hjá íslenskum heimilis- og heilsugæslulæknum

Breytt viðhorf til sýklalyfjaávísana hjá íslenskum heimilis- og heilsugæslulæknum http://dx.doi.org/10.17992/lbl.2016.01.61 RANNSÓKN Breytt viðhorf til sýklalyfjaávísana hjá íslenskum heimilis- og heilsugæslulæknum Anna Mjöll Matthíasdóttir 1 læknanemi, Þórólfur Guðnason 2 læknir, Matthías

More information

Fjölskyldumiðuð þjónusta í endurhæfingu barna Mat foreldra

Fjölskyldumiðuð þjónusta í endurhæfingu barna Mat foreldra Fjölskyldumiðuð þjónusta í endurhæfingu barna Mat foreldra Sara Stefánsdóttir Snæfríður Þóra Egilson Félags- og mannvísindadeild Ritstjórar: Gunnar Þór Jóhannesson og Helga Björnsdóttir Rannsóknir í félagsvísindum

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Umsjón og ábyrgð: Mynd á forsíðu: Ljósmyndun: Hönnun, umbrot og prentvinnsla: Helgi Kristjónsson Jónína Sigurgeirsdóttir Elísabet Arnardóttir

Umsjón og ábyrgð: Mynd á forsíðu: Ljósmyndun: Hönnun, umbrot og prentvinnsla: Helgi Kristjónsson Jónína Sigurgeirsdóttir Elísabet Arnardóttir Ársskýrsla 2007 Ársskýrsla 2007 Umsjón og ábyrgð: Helgi Kristjónsson Jónína Sigurgeirsdóttir Elísabet Arnardóttir Mynd á forsíðu: Fjalladrottningin eftir Tolla (1988) Ljósmyndun: Flestar myndirnar í skýrslunni

More information

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Risperidón Alvogen 0,5 mg og 1 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur risperidón 0,5 mg eða 1 mg. Hjálparefni með þekkta

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2011 Municipal social services 2011

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2011 Municipal social services 2011 2012:1 4. október 2012 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Árið fengu 7.715 heimili fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og hafði heimilum sem þáðu slíkar greiðslur fjölgað um 805

More information

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM Skýrsla fyrir skólaárið 2016-2017 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 2 1. Inngangur... 3 2. Markmið og tilgangur matsins... 3 3. Aðferðir og framkvæmd matsins... 3 4.

More information

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og 2006. Kolbeinn Árnason Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE: Coordination of information on the environment eða: Samræming umhverfisupplýsinga

More information

Samantekt á atriðum sem framleiðendur snyrtivara þurfa að uppfylla

Samantekt á atriðum sem framleiðendur snyrtivara þurfa að uppfylla Öruggar snyrtivörur Samantekt á atriðum sem framleiðendur snyrtivara þurfa að uppfylla Snyrtivara sem er boðin fram á markaði á evrópska efnahagssvæðinu skal vera örugg fyrir heilbrigði manna og uppfylla

More information

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna Samanburðarrannsókn nóvember 2012 Ari Klængur Jónsson www.mcc.is Árnagötu 2-4 400 Ísafjörður Sími: 450-3090 Fax: 456-0215 mcc@mcc.is 1 Velferðarráðuneytið

More information

Fóðurrannsóknir og hagnýting

Fóðurrannsóknir og hagnýting Fóðurrannsóknir og hagnýting Uppskeruhátíð rannsókna Gunnar Örn Kristjánsson Strandbúnaður 2018, Grand Hótel Reykjavík, 19.-20. mars. Grundvöllur fóðurgerðar Þarfir hjá eldisfisk Efnaþarfir til vaxtar

More information

Tímarit um lyfjafræði

Tímarit um lyfjafræði Tímarit um lyfjafræði 1 tbl. 2008 Efnisyfirlit: Formannsþankar Námskeiðið CellCourse 2008 Útskriftarárgangur 2008 Ferðasaga - Ferð lyfjafræðinema til Rúmeníu Lyfjafræðingarnir í brúnni hjá Actavis bls.

More information

ICF ICF. Alþjóðlegt flokkunarkerfi um. færni, fötlun og heilsu. Stutt útgáfa

ICF ICF. Alþjóðlegt flokkunarkerfi um. færni, fötlun og heilsu. Stutt útgáfa ICF Alþjóðlegt flokkunarkerfi um færni, fötlun og heilsu ICF Alþjóðlegt flokkunarkerfi um færni, fötlun og heilsu Stutt útgáfa ICF Alþjóðlegt flokkunarkerfi um færni, fötlun og heilsu Stutt útgáfa Útgefið

More information

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson Samstarf HR og IGI Ólafur Andri Ragnarsson Leikjaiðnaðurinn 2021 Leikjaiðnaðurinn 2021 5.000 störf 70 milljarðar í heildarútflutningstekjur ef... Photo Ian Parker http://parkerlab.bio.uci.edu/nonscientific_adventures/iceland_man.ht

More information

Greiningargeta blóðprufa og afdrif sjúklinga með Disseminated Intravascular Coagulation

Greiningargeta blóðprufa og afdrif sjúklinga með Disseminated Intravascular Coagulation Greiningargeta blóðprufa og afdrif sjúklinga með Disseminated Intravascular Coagulation Einar Hjörleifsson 1 Martin Ingi Sigurðsson 2, Páll Torfi Önundarson 1,3, Brynja Guðmundsdóttir 3, Gísli Heimir Sigurðsson

More information

Notkun vímuefna í æð: Afdrif sjúklinga eftir innlögn á gjörgæslu og niðurstöður réttarefnafræðilegra

Notkun vímuefna í æð: Afdrif sjúklinga eftir innlögn á gjörgæslu og niðurstöður réttarefnafræðilegra Notkun vímuefna í æð: Afdrif sjúklinga eftir innlögn á gjörgæslu og niðurstöður réttarefnafræðilegra rannsókna við andlát Kristinn Sigvaldason 1 læknir, Þóroddur Ingvarsson 1 læknir, Svava Þórðardóttir

More information

SEPTEMBER 2010 RÁÐSMIÐJA UM FRÆÐANDI FERÐAÞJÓNUSTU - KIÐAGIL

SEPTEMBER 2010 RÁÐSMIÐJA UM FRÆÐANDI FERÐAÞJÓNUSTU - KIÐAGIL SEPTEMBER 2010 RÁÐSMIÐJA UM FRÆÐANDI FERÐAÞJÓNUSTU - KIÐAGIL, forst.m. Þekkingarnets Þingeyinga AKADEMÍSK FERÐAÞJÓNUSTA LEIÐIN FRÁ HUGMYND TIL VERULEIKA Akademísk ferðaþjónusta Yfirferð dagsins... I. Inntak

More information

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (MFT/MFS) og tannátu í lykiltönnum SVANHVÍT. SÆMUNSÓTTIR*, THR ASPEUN**, SIGURÐUR RÚNAR SÆMUNSSN***, INGA. ÁRNAÓTTIR* HEIRIGÐISVÍSINASVIÐ HÁSKÓA

More information

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur CHEMISTRY The Central 9th Edition Hlutfallareikningur: AðA reikna út frá formúlum og efnajöfnum fnum Lavoisier: Massi varðveitist í efnahvörfum. : lýsa efnahvörfum. Efnajafna : Hvarfefni og myndefni: 2H

More information

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Jón Viðar Jónmundsson 1 og Emma Eyþórsdóttir 2 1 Bændasamtökum Íslands 2 Rannsóknarstofnun landbúnaðarins/lbh á Hvanneyri Inngangur Fyrsta

More information

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI ER ÍSLAND SPRUNGIÐ MEÐ 2,2 M FERÐAMANNA? TOP 10 ÞJÓÐGARÐAR Í BANDARÍKJUNUM 1. Great Smoky Mountains National Park

More information