Verklagsreglur og leiðbeiningar um meistararitgerðir við lagadeild Háskólans í Reykjavík

Size: px
Start display at page:

Download "Verklagsreglur og leiðbeiningar um meistararitgerðir við lagadeild Háskólans í Reykjavík"

Transcription

1 Verklagsreglur og leiðbeiningar um meistararitgerðir við lagadeild Háskólans í Reykjavík Lagadeild Háskólans í Reykjavík September 2011

2 1. Almennar verklagsreglur 1.1 Allir nemendur í meistaranámi skulu skrifa meistaraprófsritgerð, 30 eða 60 ECTS. Nemandi sem lýkur prófi af alþjóðasviði skal skrifa meistaraprófsritgerð á alþjóðasviði ECTS ritgerð skal uppfylla eftirfarandi skilyrði: Fjalla um lögfræðilegt viðfangsefni eða viðfangsefni sem tekur til lögfræðilegra álitaefna auk álitaefna á öðrum fræðasviðum. Fela í sér fræðilega notkun frumheimilda og afleiddra heimilda í fræðilegum tilgangi eftir því sem viðfangsefni ritgerðarinnar gefur tilefni til. Uppfylla þau markmið sem nemandinn hefur sett sér áður en vinnan hófst og leiðbeinandi hefur fallist á. Markmiðin skulu koma skýrt fram í inngangi ritgerðarinnar. Efnistökin skulu vera með þeim hætti að ljóst sé að ekki liggi færri en 600 vinnustundir að baki ritgerðinni. 1.3 Nemandi í meistaranámi, sem fengið hefur til þess samþykki umsjónarkennara, getur sótt um til Námsþróunarráðs að skrifa 60 ECTS meistararitgerð í stað 30 ECTS ritgerðar. Ritgerðin skal þá uppfylla eftirfarandi skilyrði: Fjalla um lögfræðilegt viðfangsefni eða viðfangsefni sem tekur til lögfræðilegra álitaefna auk álitaefna á öðrum fræðasviðum. Fela í sér markvert og sjálfstætt framlag til þess eða þeirra sviða sem hún fjallar um. Fela í sér prófun á tilgátu, sem nemandinn hefur sett fram um svar við rannsóknarspurningu, sem er útgangspunktur ritgerðarinnar. Frumheimildir og afleiddar heimildir skulu notaðar til að styrkja eða hrekja tilgátu nemandans um svar við rannsóknarspurningu hans. Efnistök skulu vera með þeim hætti að ljóst sé að ekki færri en vinnustundir liggi að baki ritgerðinni. 1

3 1.4 Vinna við 30 ECTS ritgerð svarar til náms á einni önn og 60 ECTS ritgerð svarar til náms á tveimur önnum. Nemandi skal leitast við að haga vali sínu á kjörgreinum, málstofum og öðrum námsþáttum þannig að vinna við 30 ECTS meistaraprófsritgerð dreifist á allt síðara námsárið. Sé um 60 ECTS ritgerð að ræða skal miða við að vinna við ritgerð dreifist á síðustu þrjár annir námsins. Nemandi skal tilgreina einingafjölda sem unninn er í ritgerð á hverri önn. 1.5 Nemandi skal greina Námsþróunarráði frá ákvörðun sinni um efni meistararitgerðar og samþykki umsjónakennara fyrir 10. júní á því ári sem síðara námsár hefst. Nemandi skal fylla út þar til gert eyðublað þar sem fram koma upplýsingar um efni ritgerðar og undirritað samþykki leiðbeinanda. Eyðublaðinu skal skilað til verkefnastjóra lagadeildar fyrir 10. júní. Ofangreindur frestur fyrir nema sem hefja meistaranám um áramót skal vera 15. nóvember. 1.6 Val á ritgerðarefni er á ábyrgð nemanda en háð samþykki leiðbeinanda, sem getur hafnað tillögu að ritgerðarefni eða sett skilyrði fyrir samþykki þess. Afstaða leiðbeinanda í þessum efnum skal liggja fyrir innan tveggja vikna frá því að tillaga berst honum. 1.7 Leiðbeinandi meistararitgerðar skal vera einn af föstum kennurum lagadeildar, stundakennari eða annar sérfræðingur sem deildin hefur samþykkt sem leiðbeinanda. Leitast skal við að valinn sé leiðbeinandi sem er sérfróður á því fræðasviði sem nemandinn ritar á. 1.8 Vinna við ritgerð skal byggð á sjálfstæðri vinnu nemanda undir handleiðslu og eftirliti leiðbeinanda. Samning ritgerðarinnar er alfarið á ábyrgð nemanda. Leiðbeinandi og nemandi koma sér saman um form samskipta og viðtalstíma. Leiðbeinanda ber að setja nemanda fyrirmæli um milliskil eftir því sem ritun ritgerðar vindur fram og nemanda ber að standa skil á efni til leiðbeinanda á tilsettum tíma. Dagsetning lokaskila er tilkynnt á heimasíðu 2

4 ML-ritgerða á innraneti HR. Ekki er tekið við ritgerð eftir útgefna dagsetningu. 1.9 Deildarforseti skipar prófdómara og skulu leiðbeinandi og prófdómari sameiginlega leggja mat á ritgerð nemanda. Séu leiðbeinendur fleiri en einn, leggja þeir sameiginlega mat á ritgerðina og er þá ekki þörf á prófdómara Hafi Námsþróunarráð fallist á umsókn nemanda um að skrifa 60 ECTS meistararitgerð, tilnefnir forseti lagadeildar sérstaka nefnd er samanstendur af leiðbeinanda nemandans og tveimur sérfróðum mönnum á því fræðasviði sem ritgerðinni er ætlað að fjalla um. Skal meirihluti nefndarmanna hafa lokið meistaraprófi, sambærilegu námi eða æðri háskólagráðu. Skal nefndin leggja mat á ritgerð nemandans og auk þess prófa hann munnlega úr efni ritgerðarinnar í opinni málstofu. Einkunn skal gefin fyrir ritgerðina með sama hætti og fyrir námskeið við lagadeild Eftirfarandi yfirlit má hafa til hliðsjónar um framvindu ritgerðarskrifa: 7.5 ECTS. Rannsóknaspurning nokkuð afmörkuð, heimildasöfnun vel á veg komin, þ.e.a.s. kortlagning heimilda langt komin. Drög komin að 1. kafla. Efnisyfirlit farið að taka á sig nokkuð góða mynd. 15 ECTS. Efnistök mótuð, nærri helmingur kafla til í drögum ECTS. Heildstæð lokadrög að ritgerð Við mat á ritgerð hefur leiðbeinandi eftirfarandi þætti einkum í huga: 1. Uppsetning og skipulag: Flæði ritgerðarefnis og uppsetning; Titlar í samræmi við efni kafla; Málfræði og stafsetning; Viðeigandi orðanotkun og málfar; Samræmi. 2. Efnistök: Afmörkun álitaefnis; Efnistök álitaefnis; 3

5 Meginmál endurspegli álitaefni; Inngangur endurspegli álitaefni og meginmál; Niðurstaða endurspegli álitaefni og meginmál; Skilningur á viðfangsefni. 3. Rökstuðningur: Röksemdafærsla og stuðningur heimilda; Meðferð/tilvísun til andstæðra sjónarmiða/heimilda. 4. Heimildanotkun: Viðeigandi heimildir við viðfangsefni; Ásættanlegur fjöldi heimilda; Rétt meðferð heimildaskráningarstaðals; Meðferð beinna tilvitnana; Sleppa heimildum sem koma málinu ekki við; Trúnaðarupplýsingar; Ritstuldur (fall). Athugið að miðað við BA-ritgerðir er gerð meiri krafa í ML-ritgerðum til þess að nemendur dragi sjálfstæðar ályktanir. Sömuleiðis eru gerðar auknar kröfur til heimildarvinnu og að tekin sé afstaða til þeirra heimilda sem notaðar eru Heimildatilvísun þarf að vera fyrir nánast öllu sem ekki er frá nemanda beinlínis komið, þó ekki þegar vísað er til sjálfsagðra og alþekktra staðreynda. Ritstuldur er alvarlegt mál. Í því felst í raun að ekki má gera hugmyndir annarra að sínum. Ávallt þarf því að vísa til heimilda, beinar tilvitnanir eiga að vera innan gæsalappa og það er ekki nóg að hnika bara til einu og einu orði í endursögn. Allt sem stendur fyrir ofan heimildatilvísun (t.d. neðanmálsgrein nr. 6) er komið úr viðkomandi heimild upp að næstu tilvísun fyrir ofan (þá neðanmálsgrein nr. 5). Þannig á alltaf að vera hægt að rekja heimildir. Það sem er án heimildatilvísunar er frá ykkur komið (t.d. fyrir neðan tilvísun nr. 6 að lokum málsgreinar). Það gæti verið ályktun og afstaða ykkar til þess sem segir í heimildunum (fræðigreinunum) sem unnið er með og vísað hefur verið til, eða samandregin greining á t.d. lagaákvæðum eða dómum sem fjallað hefur verið um. Reglur um heilindi í vinnubrögðum og viðurlög við brotum á þeim er að finna í Almennum náms og prófareglum HR 4

6 ( og í Siðareglum HR ( Heimildarýni er hugtak sem nær yfir það að meta hvort heimild er góð eða vond heimild. Til dæmis eru dagblaðsgreinar að öllu jöfnu ótraustar heimildir einar og sér, en ritrýndar fræðigreinar eru góðar heimildir. Einnig ber alltaf að nota frumheimild þegar það á við, þ.e. vísa beint í lagatexta eftir grein og númeri laga en ekki í gegnum stuðningsheimild s.s. kennslubók Munið að halda öllum heimildum til haga við ritgerðarskrifin, t.d. í ljósriti, því vera má að leiðbeinandi vilji sjá þær. 5

7 2. Leiðbeiningar um form og frágang 2.1 Forsíða meistararitgerðar Á forsíðu skal koma fram heiti ritgerðar, nafn nemanda, nafn leiðbeinanda og skiladagur ritgerðar. Sniðmát (template) af forsíðu geta nemendur sótt á heimasíðu námskeiðsins. Ekki er leyfilegt að setja myndir á forsíðu og skal allur texti vera svartur. Staðlaða kápu, sem nemendum er skylt að nota fyrir innbindingu, er hægt að fá í afgreiðslu í Sólinni, Menntavegi Útdráttur Hverri ritgerð skal fylgja útdráttur á íslensku og ensku (abstract), orð hvor um sig. Útdráttur á ensku skal vera á annarri blaðsíðu en sá íslenski. Mikilvægt er að í útdrætti komi fram rannsóknarspurning nemanda, meginefni ritgerðar og helstu niðurstöður. Útdrættirnir skulu vera fremst í ritgerð, strax á eftir forsíðu og fyrir framan efnisyfirlit (án blaðsíðutals og ekki tilteknir í efnisyfirliti). Útdrættir teljast ekki með í heildarorðafjölda. Nota skal línubil 1. Fyrir framan útdrátt skal koma fram heiti ritgerðar á íslensku og ensku. Sé nemandi í vafa um þýðingu á ensku heiti ber honum að ráðfæra sig við leiðbeinanda. 2.3 Lengd Lengd 30 ECTS ritgerðar skal vera á bilinu orð, eins og þau teljast í ritvinnslukerfi. Ritgerð til 60 ECTS skal vera orð, eins og þau teljast í ritvinnslukerfi. Er þá átt við allt efni ritgerðar fyrir utan útdrætti, heimildaskrá og aðrar skrár eftir atvikum. Aðeins er tekið við ritgerðum sem eru innan þeirra marka sem eru gefin upp. 2.4 Leturgerð Heimilt er að nota eftirfarandi leturgerðir: Arial, Times New Roman eða Calibri. Leturstærð skal vera 12 punkta. Neðanmálsgreinar skulu vera tíu punkta. Spássía ritgerðar skal vera 2,54 cm til hliðar við texta og 2,54 cm að ofan og neðan (sem er venjuleg uppsetning í Word). Almennt línubil skal vera 1,5 og 6

8 línubil inndregins texta 1, sem og í neðanmálsgreinum. Blaðsíðutal skal vera neðst á síðu í miðju. Leturstærð blaðsíðutals skal vera tíu punkta. 2.5 Tölur, punktar, kommur, skammstafanir, styttingar og gæsalappir Tölur frá einum og upp í tíu skulu skrifaðar með bókstöfum en hærri tölur að jafnaði með tölustöfum. Dæmi: Um þetta efni hafa átta dómar fallið. Alls voru 18 greinargerðir skrifaðar um efnið. Átök um landgrunnið hörðnuðu á áttunda áratugi síðustu aldar. Hins vegar skal rita: Deilt var um 4-5 þúsund kr. upphæð. Í dómnum sátu 4-6 dómarar, eftir atvikum hverju sinni. Sjá þó þennan mun á notkun talna: Einn nemandi notar línubil 1 en tveir vilja nota línubil 2. Tafla 2 sýnir þennan mun Punktar eru notaðir til að greina að þúsundir og milljónir en komma til að tákna tugabrot. Dæmi: Mannfjöldi á Íslandi árið 1901 var og bjuggu þá 18,3% landsmanna í þéttbýli Skammstafanir skal nota sparlega í meginmáli og rita orð frekar; skrifa til dæmis frekar en t.d. Í skammstöfunum eru punktarnir jafnmargir skammstöfuðu orðunum og í styttingum orða er settur punktur á eftir styttingunni. Dæmi: o.s.frv., þ.á m., þ.e.a.s. kr., gr., Stjtíð. Á eftir styttingum orða í metrakerfinu er þó ekki settur punktur, sjá dæmi: kg, m, dl Ávallt skal nota tvöfaldar neðri gæsalappir við upphaf beinnar tilvitnunar og tvöfaldar efri gæsalappir við lok hennar. Punktar, kommur og önnur greinarmerki koma eftir að gæsalappir lokast, nema þau séu mikilvægur 7

9 hluti tilvitnunarinnar (til dæmis spurningarmerki eða upphrópunarmerki) eða ef tilvitnunin er heil setning. Sjá dæmi: Aðalsteinn Jónasson telur að þrátt fyrir bankahrun hafi mikilvægi verðbréfamarkaðarins ekki minnkað til lengri tíma litið. Þrátt fyrir þessar hremmingar hefur mikilvægi verðbréfamarkaðarins ekki minnkað til lengri tíma litið. Rán Tryggvadóttir spyr hvort útvíkkun ákvæðis 12. gr. höfundalaga nr. 73/1972 nái til allrar eintakagerðar sem fellur undir starfsemi menntastofnana? 2.6 Fyrirsagnir Nemendur hafa val um form fyrirsagna, svo lengi sem samræmis er gætt. Kaflar geta t.d. verið tölusettir í númeraröð 1, 2, 3, o.s.frv. Ef aðalköflum fylgja undirkaflar eru þeir merktir 1.1, 1.2 o.s.frv., og síðan 1.1.1, 1.1.2, o.s.frv. Ekki skal vera aukalínubil milli fyrirsagnar og texta Skrár Gera skal skrár yfir lög, dóma, úrskurði, ákvarðanir og álit sem vísað er til í ritgerð. Sérstaka skrá skal gera fyrir hvert lögsagnarumdæmi eða hvern dómstól eða úrlausnaraðila. Ef aðeins er vísað til fárra slíkra heimilda er þó heimilt að hafa þær saman í einni skrá, hugsanlega kaflaskiptri. Röð heimilda innan skráa skal fylgja stafrófsröð. Nemendur eiga val um tvennskonar tilvísanahátt þegar vísað er til íslenskra dóma, úrskurða, ákvarðana og álita, sjá kafla hér að neðan. Velji þeir tilvísanahátt sem lætur aðila máls eða heitis máls ógetið, skal röð heimilda innan skráar skal styðjast við tímaröð. Ef myndir eða töflur eru notaðar skulu þær tölusettar og sérstök myndaskrá og töfluskrá gerð. Allar skrár koma fremst í ritgerð, á eftir útdrætti og efnisyfirliti Prentun og skil Lokaútgáfu ritgerðar skal skilað í fjórum útprentuðum eintökum og á rafrænu formi. Aðeins skal prenta öðrum megin á hvert blað. Háskólinn varðveitir ritgerðir nemenda á bókasafni HR í prentuðu og rafrænu formi. Nemendur skila rafrænu eintaki háskólans í varðveislusafn íslenskra háskólabókasafna, Skemmuna Staðfesting á rafrænum skilum sem nemendur fá senda í tölvupósti frá Skemmunni þarf að fylgja prentuðu eintaki 8

10 bókasafns. Ritgerðir skulu vera aðgengilegar þeim sem áhuga hafa á að kynna sér efni þeirra. Afhending ritgerðar til einkunnagjafar og varðveisla hennar á bókasafni HR skoðast sem opinber birting í skilningi höfundalaga. 9

11 3. Heimildaskráningarstaðall 3.1 OSCOLA Fylgja skal Oxford Standard for the Citation of Legal Authorities (OSCOLA), nema annað sé tekið sérstaklega fram í köflum 3.2 og 3.3 hér á eftir. Athugið að sérstakar leiðbeiningar fyrir þjóðarétt er einnig að finna í OSCOLA 2006: Citing International Law. Staðalinn má finna á Þóra Gylfadóttir upplýsingafræðingur á bókasafni HR getur veitt nánari leiðbeiningar og upplýsingar um staðalinn og rafræn heimildaskráningarforrit sem aðlöguð eru að honum. 3.2 Almenn aðlögun OSCOLA að íslenskum rithætti Aðlaga skal OSCOLA að íslenskum rithætti. Lista yfir íslenskan rithátt algengra orða og skammstafana er að finna hér að neðan. Athugið að samkvæmt OSCOLA er notkun punkta, komma og annarra greinarmerkja í lágmarki í heimildatilvísunum og heimildaskrá. Því er þar ekki notaður punktur í lok styttra orða. Þessu skal breytt og aðlagað að íslenskum rithætti, þannig að punktur komi ávallt í lok styttinga orða (sbr. til dæmis styttingarnar gr., mgr., rg. og ritstj.). Í heimildaskrá skal fylgja reglum OSCOLA, kafla 1.7, þó þannig að íslenskra höfunda skal getið með fullu nafni og þeim raðað í stafrófsröð eftir fornafni. enska merking íslenska accessed skoðað (um vefheimildir) skoðað art grein grein eða gr. arts greinar greinar eða gr. cf samanber samanber eða sbr. ch kafli kafli eða k. chs kaflar kaflar eða k. col dálkur dálkur cols dálkar dálkar ed ritstjóri ritstj. edn útgáfa (þegar seinni útgáfur er að ræða) útg. eds ritstjórar ritstj. forthcoming væntanleg (um væntanlegar greinar og rit) væntanleg ibid sama heimild og í næstu neðanmálsgrein að ofan sama heimild n neðanmálsgrein (í millitilvísunum) n. eða nmgr. note umfjöllun um dóm í fræðiriti (á eftir tilvísun í dóm) umfjöllun 10

12 para málsgrein málsgrein eða mgr. paras málsgreinar málsgreinar eða mgr. reg reglugerð reglugerð eða rg. regs reglugerðir reglugerðir eða rg. rev edn endurskoðuð útgáfa endursk. útg. see sjá sjá supp viðauki viðauki thesis ritgerð (um óútgefnar meistara-/doktorsritgerðir) meistararitgerð eða doktorsritgerð tr Þýðandi þýð. trs þýðendur þýð. v gegn (í tilvísunum til dóma) gegn eða g. vol árgangur árg. 15(1)(b) b-liður 1. málsgreinar 15. greinar grein eða gr. 15(1)(b) eða b-liður 1. mgr. 15. gr. quotation bein tilvitnun bein tilvitnun (tvöfaldar efri/neðri gæsalappir) 3.3. Nokkrar sérreglur Kaflar í OSCOLA eiga einungis við um breskar frumheimildir, en einnig getur OSCOLA vísað sérstaklega til rita eða ritraða sem ekki eru aðgengileg á Íslandi. Því þarf að gæta að nokkrum sérreglum við beitingu staðalsins. Er gerð grein fyrir þeim í köflum hér á eftir Íslensk lög og stjórnvaldsfyrirmæli Vísa skal til laga, reglugerða og annarra stjórnvaldsfyrirmæla eftir heiti þeirra og stjórnartíðindanúmeri. Ekki þarf að tilgreina sérstaklega hvort um A- eða B- deild Stjórnartíðinda er að ræða. Meginreglan er að full tilvísun kemur fram í meginmáli ritgerðar og er þá óþarfi að vísa einnig til laga, reglugerða og stjórnvaldsfyrirmæla í neðanmálsgrein: Heiti laga, númer Heiti reglugerðar, númer Heiti reglna, númer Dæmi: Almenn hegningarlög, nr. 19/1940. Reglugerð um rafrænar undirskriftir, nr. 780/2011. Strax í kjölfar fyrstu tilvísunar má bæta við sviga með styttu heiti viðkomandi laga eða reglugerðar, til dæmis (hegingarlög), (hgl.) eða (HGL). Í síðari tilvísunum til sömu laga eða reglugerðar má þá láta duga að vísa í hið stytta heiti. 11

13 3.3.2 Íslensk lögskýringargögn Nemendur eiga val um það hvort þeir vísa til lögskýringargagna í prentaðri útgáfu eða í vefútgáfu Alþingistíðinda. Velja skal aðra aðferðina og gæta samræmis innan ritgerðar. Hafa þarf í huga að í prentaðri útgáfu umræðuhluta Alþingistíðinda (B-deild nú; B, C og D-deild áður fyrr) er texti settur í dálka og þarf því að vísa til dálks en ekki blaðsíðutals. Orðið Alþingistíðindi er stytt í Alþt. og orðið þingskjal er stytt í þskj. Grunnþættir tilvísunar til prentaðrar útgáfu A- og B-deildar eru þessir: Alþt. ártal, deild, baðsíðutal EÐA dálkur. Dæmi: Alþt , A-deild, Grunnþættir tilvísunar til vefútgáfu A-deildar (þingskjöl) eru þessir: Alþt. ártal, deild, þskj. númer númer máls. Þegar vísa þarf til ákveðins staðar innan þingskjals í vefútgáfu þarf tilvísunin að vera að öðru leyti nógu nákvæm til þess að unnt sé að finna textann sem vísað er til. Þannig gæti til dæmis bæst við fyrir aftan kommu á eftir málsnúmerinu: almennar athugasemdir, kafli 4 eða þess háttar. Sé kaflinn sem vísað er til lengri en ein útprentuð blaðsíða þarf að telja fjölda málsgreina og vísa til númers málsgreinar innan hans. Dæmi: Alþt , A-deild, þskj mál. Alþt , A-deild, þskj mál, almennar athugasemdir, kafli 4(a). Alþt , A-deild, þskj mál, athugasemdir við 5. gr., mgr. 7. Grunnþættir tilvísunar til vefútgáfu B-deildar (umræður) eru þessir: Alþt. ártal, deild, númer máls, númer fundar (ræðumaður). Sé ræðan lengri en ein útprentuð blaðsíða, skal fyrir aftan kommu á eftir nafni ræðumanns einnig vísa til númers málsgreinar innan ræðunnar. Dæmi: 12

14 Alþt , B-deild, 78. mál, 43. fundur (Mörður Árnason). Alþt , B-deild, 78. mál, 43. fundur (Mörður Árnason), mgr Íslenskir dómar Nemendur eiga val um það hvort þeir vísa til dóma í prentaðri útgáfu eða í vefútgáfu. Velja skal aðra aðferðina og gæta samræmis innan ritgerðar. Ef vísað er til prentaðrar útgáfu eru grunnþættir tilvísunar þessir: Dómur nafn dómstóls ártal, blaðsíðutal. EÐA Nöfn aðila, dómur nafn dómstóls ártal, blaðsíðutal. Notuð er styttingin Hrd. fyrir dóma Hæstaréttar Íslands. Vísað er til fyrstu blaðsíðu dómsins, en þegar vísað skal nánar tiltekið til ákveðinnar blaðsíðu innan dómsins er það gert með sama hætti og í öðrum tilvísunum til prentaðra heimilda, þ.e. rituð er komma á eftir upphafsblaðsíðutali og síðan hið nánar tilgreinda blaðsíðutal. Sjá dæmi: Hrd. 1999, Jón Jónsson g. Jónu Jónsdóttur, Hrd. 1999, Hrd. 1999, 2015, Jón Jónsson gegn Jónu Jónsdóttur, Hrd. 1999, 2015, Ef vísað er til vefútgáfu eru grunnþættir tilvísunar þessir: Dómur nafn dómstóls dagsetning í máli nr. EÐA Nöfn aðila, dómur nafn dómstóls dagsetning í máli nr. Þegar vísa þarf til ákveðins staðar innan vefútgáfu dóms þarf tilvísunin að vera að öðru leyti nógu nákvæm til þess að unnt sé að finna textann sem vísað er til. Þannig gæti til dæmis bæst við fyrir aftan kommu á eftir málsnúmerinu: kafli IV eða þess háttar. Sé kaflinn sem vísað er til lengri en ein útprentuð blaðsíða þarf að telja fjölda málsgreina og vísa til númers málsgreinar innan hans. Sjá dæmi: Hrd. 19. desember 2000 í máli nr. 125/2000. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 1. júní 2005 í máli nr. E-2566/2004. Tryggingastofnun ríkisins g. Öryrkjabandalagi Íslands, Hrd. 19. desember 2000 í máli nr. 125/

15 Tryggingastofnun ríkisins gegn Öryrkjabandalagi Íslands, Hrd. 19. desember 2000 í máli nr. 125/2000, kafli IV, mgr Úrskurðir, ákvarðanir og álit stjórnvalda Grunnþættir tilvísana til úrskurða, ákvarðana og álita stjórnvalda eru eftirfarandi: Úrskurður/ákvörðun/álit nafn stjórnvalds númer úrskurðar/ákvörðunar/álits dagsetning í máli nr. EÐA Nöfn aðila/heiti máls, úrskurður/ákvörðun/álit nafn stjórnvalds númer úrskurðar/ákvörðunar/álits, dagsetning í máli nr. Velja skal aðra aðferðina og gæta samræmis innan ritgerðar. Sé númer úrskurðar/ákvörðunar/álits eða málsnúmer ekki gefið upp í heimildinni skal því sleppt. Vanti bæði skal ávallt getið um nöfn aðila máls eða heiti máls, þannig: Nöfn aðila/heiti máls, úrskurður/ákvörðun/álit nafn stjórnvalds dagsetning. Að öðru leyti gilda sömu reglur og um vefútgáfur dóma, sjá kafla Dæmi: Úrskurður úrskurðarnefndar almannatrygginga 9. desember 2009 í máli nr. 103/2009, niðurstaða, mgr. 7. Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 28/2011, 18. ágúst 2011, kafli III(2), mgr. 5. Álit kærunefndar húsamála 24. mars 2011 í máli nr. 19/2010, niðurstaða, mgr A g. Tryggingastofnun ríkisins, úrskurður úrskurðarnefndar almannatrygginga 9. desember 2009 í máli nr. 103/2009, niðurstaða, mgr. 7. Yfirtaka Landsbankans hf. á Sólningu Kópavogi ehf., ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 28/2011, 18. ágúst A gegn landlækni, úrskurður velferðarráðuneytisins 30. maí Álit umboðsmanns Alþingis Nemendur eiga val um það hvort þeir vísa til álita umboðsmanns Alþingis í prentaðri skýrslu umboðsmanns Alþingis eða í vefútgáfu. Velja skal aðra aðferðina og gæta samræmis innan ritgerðar. Stytta má heiti embættis umboðsmanns Alþingis í UA. Grunnþættir tilvísana til prentaðrar útgáfu eru eftirfarandi: Álit umboðsmanns Alþingis dagsetning í máli nr. (SUA ártal, blaðsíðutal) 14

16 Vísað er til fyrstu blaðsíðu álitsins, en þegar vísað skal til ákveðinnar blaðsíðu innan álitsins er það gert með sama hætti og í öðrum tilvísunum til prentaðra heimilda, þ.e. rituð er komma á eftir upphafsblaðsíðutali og síðan hið nánar tilgreinda blaðsíðutal. Sjá dæmi: Álit umboðsmanns Alþingis 27. apríl 2009 í máli nr. 4919/2007 (SUA 2009, 103). Álit UA 27. apríl 2009 í máli nr. 4919/2007 (SUA 2009, 103, 121). Grunnþættir tilvísana til vefútgáfu álita umboðsmanns Alþingis eru eftirfarandi: Álit umboðsmanns Alþingis dagsetning í máli nr. Að öðru leyti gilda sömu reglur og um vefútgáfur dóma, sjá kafla Dæmi: Álit umboðsmanns Alþingis 1 júlí 2008 í máli nr. 444/2007. Álit umboðsmanns Alþingis 1 júlí 2008 í máli nr. 444/2007, kafli IV(2), mgr Þjóðréttarsamningar sem Ísland er aðili að Kafli 1 í OSCOLA 2006: Citing International Law fjallar um alþjóðlega þjóðréttarsamninga (t.d. á vegum Sameinuðu þjóðanna) en kafli 2 fjallar um svæðisbundna þjóðréttarsamninga (t.d. á vegum Evrópusambandsins og Evrópuráðsins). Fylgið reglum þeirra. Þegar um alþjóðlega þjóðréttarsamninga er að ræða er mælir OSCOLA með því að vísað sé til opinberrar frumútgáfuraðar, svo sem United Nations Treaty Series (UNTS). Einnig má vísa til slíkra samninga í opinberri útgáfuröð aðildarríkja. Þjóðréttarsamningar sem Ísland er aðili að eru birtir í C-deild Stjórnartíðinda. Velja skal aðra aðferðina og gæta samræmis innan ritgerðar. Orðið Stjórnartíðindi er stytt í Stjtíð. Grunnþættir tilvísunar eru eftirfarandi: Fullt nafn sáttmála (samþykktur dagsetning, tók gildi dagsetning) Stjtíð. C, númer. Athugið að strax í kjölfar fyrstu tilvísunar, en áður en vísað er til ákveðinnar greinar samningsins, má bæta við sviga með styttu heiti viðkomandi alþjóðlegs eða svæðisbundins þjóðréttarsamnings, til dæmis (Mannréttindasáttmálinn) eða (MSE). Í síðari tilvísunum til sama þjóðréttarsamnings má þá láta duga að vísa í hið stytta heiti. Sjá dæmi: 15

17 Samningur um afnám allrar mismununar gagnvart konum (samþykktur 18. desember 1979, tók gildi 3. september 1981) Stjtíð. C, 5/1985. Samningur um afnám allrar mismununar gagnvart konum (samþykktur 18. desember 1979, tók gildi 3. september 1981) Stjtíð. C, 5/1985 (kvennasáttmáli SÞ), 5. gr Dómar Mannréttindadómstóls Evrópu Samkvæmt kafla í OSCOLA skal vísa til útgefinna dóma Mannréttindadómstóls Evrópu annað hvort í opinberri útgáfu þeirra (Series A til 1996, en Reports of Judgments and Decisions, stytt sem ECHR, frá 1996) eða í ritröðinni European Human Rights Reports (stytt sem EHRR). Þar sem ritröðin EHRR er almennt ekki aðgengileg á Íslandi skal ekki styðjast við hana við tilvísanir til útgefinna dóma Mannréttindadómstólsins. Fylgið annars reglum kafla í OSCOLA. Þegar dómur hefur verið fundinn á leitarvél Mannréttindadómstólsins er hægt að finna hvort og hvar hann hefur verið gefinn út í opinberri útgáfu undir liðnum notice. Sérreglur gilda um tilvísanir til óútgefinna dóma, sjá OSCOLA, kafla

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

Reglur um form námsritgerða við Lagadeild Háskóla Íslands Samþykktar 30. september 2008.

Reglur um form námsritgerða við Lagadeild Háskóla Íslands Samþykktar 30. september 2008. Reglur um form námsritgerða við Lagadeild Háskóla Íslands Samþykktar 30. september 2008. 1. Almenn atriði 1.1 Letur, leturstærð, fyrirsagnir o.fl. Spássía ritgerðarinnar skal vera 2,5 cm, jafnt til hliðar

More information

Uppsetning og frágangur ritgerða Chicago-staðall

Uppsetning og frágangur ritgerða Chicago-staðall Chicago-staðall Tekið saman af Jóhönnu Geirsdóttur og Sólveigu Friðriksdóttur Janúar 2018 Efnisyfirlit Uppsetning og frágangur ritgerða... 3 Undirbúningur... 3 Forsíða... 3 Efnisyfirlit Kaflaheiti... 3

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

Leiðbeiningar um meðferð heimilda og frágang heimildaskrár byggðar á APA-heimildakerfinu

Leiðbeiningar um meðferð heimilda og frágang heimildaskrár byggðar á APA-heimildakerfinu Háskóli Íslands jarð- og landfræðiskor Leiðbeiningar um meðferð heimilda og frágang heimildaskrár byggðar á APA-heimildakerfinu 2. útgáfa 2005 Edda R.H. Waage tók saman Þær leiðbeiningar sem hér birtast

More information

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

Handbók um gerð og frágang meistaraprófsritgerða

Handbók um gerð og frágang meistaraprófsritgerða Handbók um gerð og frágang meistaraprófsritgerða Háskólinn á Hólum 2010 Inngangur Þessi handbók er nauðsynlegur leiðarvísir um vinnu við lokaverkefni til meistaragráðu við Háskólann á Hólum. Nemendur,

More information

10/25/16 APA-KERFIÐ MEÐFERÐ OG NOTKUN HEIMILDA APA-STAÐALL ÚTGÁFUREGLUR APA MAT Á HEIMILDUM

10/25/16 APA-KERFIÐ MEÐFERÐ OG NOTKUN HEIMILDA APA-STAÐALL ÚTGÁFUREGLUR APA MAT Á HEIMILDUM APA-STAÐALL APA-KERFIÐ MEÐFERÐ OG NOTKUN HEIMILDA Tinna Jóhanna Magnusson 24. október 2016 American Psychological Association, 6. útgáfa Kerfi yfir skráningu heimilda og vísun í þær Íslensk útgáfa: skrif.hi.is/ritver

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

Tilvísanakerfi og heimildaskráning við Heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri.

Tilvísanakerfi og heimildaskráning við Heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri. Tilvísanakerfi og heimildaskráning við Heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri. Byggt að mestu á Publication manual of the American Psychological Association (APA) 6. útgáfu og Gagnfræðakveri handa

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Power Point leiðbeiningar Sjónarhorn View Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Outline view - Yfirlitshamur Hér er hægt að rita minnispunkta við hverja glæru fyrir þann sem

More information

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík Notkun merkis Veðurstofu Íslands Veðurstofa Íslands Bústaðavegur 9 150 Reykjavík +354 522 60 00 +354 522 60 01 vedur@vedur.is Maí 2009 2 Efnisyfirlit Merki 3 Litanotkun 5 Merki í fleti 6 Stærð merkisins

More information

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild Háskólabrú fjarnám Bókalisti vorönn 2019 2. önn Félagsvísinda- og lagadeild Upplýsingatækni og tölfræði: Kennslubók í Excel 2016. Höfundar: Hallur Örn Jónsson og Óli Njáll Ingólfsson Stærðfræði 3: Stærðfræði

More information

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012 Nr. 28/32 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012 2013/EES/28/07 frá 8. júní 2012 um framkvæmdarreglur vegna beitingar 16. gr.

More information

Til að forritið vinni með Word þarf að hlaða niður á tölvuna forritsstubbnum Cite While You Write

Til að forritið vinni með Word þarf að hlaða niður á tölvuna forritsstubbnum Cite While You Write Veflæga heimildaskráningarforritið EndNote Web er notað til að halda utan um tilvísanir og búa til heimildaskrár. Hægt er að flytja tilvísanir úr bókasafnsskrám og gagnasöfnum inn í forritið. EndNote Web

More information

Samantekt á atriðum sem framleiðendur snyrtivara þurfa að uppfylla

Samantekt á atriðum sem framleiðendur snyrtivara þurfa að uppfylla Öruggar snyrtivörur Samantekt á atriðum sem framleiðendur snyrtivara þurfa að uppfylla Snyrtivara sem er boðin fram á markaði á evrópska efnahagssvæðinu skal vera örugg fyrir heilbrigði manna og uppfylla

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr. 54 8. árgangur

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 8. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Háskólabrú- staðnám. Bókalisti - Vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Háskólabrú- staðnám. Bókalisti - Vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild Háskólabrú- staðnám Bókalisti - Vorönn 2018-2. önn Félagsvísinda- og lagadeild Upplýsingatækni og tölfræði: Kennslubók í Excel 2016. Höfundar: Hallur Örn Jónsson og Óli Njáll Ingólfsson Stærðfræði 3: Stærðfræði

More information

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst 15. 18. ágúst 21. 25. ágúst 28. ág 1. sept. 15. skipulagsdagur 16. skipulagsdagur 17. Skipulagsdagur 18. skipulagsdagur

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum Raddir fjölbreyttra kennarahópa Sólveig Karvelsdóttir, lektor, HÍ Hafdís Guðjónsdóttir, dósent, HÍ Rannsóknin er hluti af tveimur rannsóknum Fjölbreyttir kennarahópar

More information

Nr. 63/1846 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR. (ESB) nr. 1035/2011.

Nr. 63/1846 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR. (ESB) nr. 1035/2011. Nr. 63/1846 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 1029/2014 2015/EES/63/72 frá 26. september 2014 um breytingu á reglugerð (ESB) nr.

More information

Nr mars 2006 AUGLÝSING

Nr mars 2006 AUGLÝSING AUGLÝSING um gerð sem felur í sér breytingu á samningi sem ráð Evrópusambandsins og Ísland og Noregur gerðu með sér um þátttöku hinna síðarnefndu í framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna. Hinn

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Sérfræðingur í persónurétti Yfirlit Stóra myndin Skyldur GDPR Aðlögunarferli Áskoranir og praktísk ráð 2 3 Yfirlit: Hvað er GDPR?» GDPR

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

Nr desember 2014 REGLUGERÐ. um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila.

Nr desember 2014 REGLUGERÐ. um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila. REGLUGERÐ um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila. 1. gr. Gildissvið. Reglugerð þessi gildir um tengda lögaðila sem eiga í viðskiptum skv. 3.-5. mgr. 57. gr. laga nr. 90/2003, um

More information

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2 1 Examples 2 Sýnidæmi 2 2 Example 25-1 Gefið er 3 fasa, 3 teina raforkukerfi samkvæmt meðfylgjandi einlínumynd. Allar stærðir á myndinni eru í einingakerfinu ( per unit ). Seríuviðnám háspennulínanna er

More information

LEIÐBEININGAR TIL HÖFUNDA RITRÝNDRA FRÆÐIGREINA

LEIÐBEININGAR TIL HÖFUNDA RITRÝNDRA FRÆÐIGREINA LEIÐBEININGAR TIL HÖFUNDA RITRÝNDRA FRÆÐIGREINA Inngangur Það er Tímariti hjúkrunarfræðinga kappsmál að birta vel unnar og áreiðanlegar greinar sem innihalda nýjungar og eru mikilvægar fyrir hjúkrunarfræðinga

More information

Vinnustofur um BA-/BS-ritgerðir. Vormisseri 2018 Rannveig Sverrisdóttir, Tinna Frímann Jökulsdóttir,

Vinnustofur um BA-/BS-ritgerðir. Vormisseri 2018 Rannveig Sverrisdóttir, Tinna Frímann Jökulsdóttir, Vinnustofur um BA-/BS-ritgerðir Vormisseri 2018 Rannveig Sverrisdóttir, rannsve@hi.is Tinna Frímann Jökulsdóttir, tfj1@hi.is Ritver Hugvísindasviðs veitir öllum nemendum HÍ aðstoð við stórar og smáar ritsmíðar

More information

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr.

More information

RAFRÆNN REIKNINGUR. Eiginleikar, ávinningur og kröfur

RAFRÆNN REIKNINGUR. Eiginleikar, ávinningur og kröfur RAFRÆNN REIKNINGUR Eiginleikar, ávinningur og kröfur EIGINLEIKAR REIKNINGUR (HEFÐBUNDINN) Inniheldur/flytur gögn. Viðskiptaaðilar, Hvað er selt, Greiðsluupplýsingar Skattaupplýsingar ofl. Birtir gögn Prentað

More information

GENERAL BOND SECURITY AGREEMENT (IS. TRYGGINGARBRÉF - VEÐSAMNINGUR) (is. bundið vísitölu neysluverðs til verðtryggingar) Grunnfjárhæð ISK 100.000.000.000 Dags. 21 nóvember 2014 á milli REITIR FASTEIGNAFÉLAG

More information

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

Horizon 2020 á Íslandi:

Horizon 2020 á Íslandi: Horizon 2020 á Íslandi: - Árangur Íslands í Horizon2020 - Hvernig getur Rannís veitt ykkur aðstoð? Kristmundur Þór Ólafsson Alþjóðasvið Rannís Landstengiliður (NCP) fyrir H2020 Hvað er H2020? Rammaáætlun

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur CHEMISTRY The Central 9th Edition Hlutfallareikningur: AðA reikna út frá formúlum og efnajöfnum fnum Lavoisier: Massi varðveitist í efnahvörfum. : lýsa efnahvörfum. Efnajafna : Hvarfefni og myndefni: 2H

More information

Tilkynning um fyrirhugaða samfylkingu fyrirtækja (mál M M Company/ Scott Safety)... 1

Tilkynning um fyrirhugaða samfylkingu fyrirtækja (mál M M Company/ Scott Safety)... 1 ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins ISSN 1022-9337 Nr. 56 24. árgangur 7.9.2017 I EES-STOFNANIR 1. Sameiginlega EES-nefndin II EFTA-STOFNANIR 1. Fastanefnd EFTA-ríkjanna 2.

More information

Afturköllun tilkynningar um fyrirhugaðan samruna fyrirtækja (mál M.8858 Boeing/ Safran/JV (Auxiliary Power Units))... 1

Afturköllun tilkynningar um fyrirhugaðan samruna fyrirtækja (mál M.8858 Boeing/ Safran/JV (Auxiliary Power Units))... 1 ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. Sameiginlega EES-nefndin II EFTA-STOFNANIR 1. Fastanefnd EFTA-ríkjanna ISSN 1022-9337 Nr. 43 25. árgangur 5.7.2018 2.

More information

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar 1 Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar Introduction to rotating machines 2 Grunnhugtök og meginþættir Klassískar gerðir véla Riðstraumsvélar Samfasavél (synchronous machine) Spanvél (induction machine

More information

ÓHAPPATÍÐNI Í BEYGJUM OG LANGHALLA. Staða rannsóknarverkefnis

ÓHAPPATÍÐNI Í BEYGJUM OG LANGHALLA. Staða rannsóknarverkefnis ÓHAPPATÍÐNI Í BEYGJUM OG LANGHALLA Staða rannsóknarverkefnis Beygjur á vegakerfinu = hætta? Umferðar- og skipulagssvið Línuhönnunar Haraldur Sigþórsson Þjónustudeild tækniþróun Vegagerðin Einar Pálsson

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 63/203

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 63/203 15.10.2015 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 63/203 REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 142/2011 frá 25. febrúar 2011 um framkvæmd reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB)

More information

TRS II tekur við af TRS. Kynningarfundur, 30. maí 2017

TRS II tekur við af TRS. Kynningarfundur, 30. maí 2017 TRS II tekur við af TRS Kynningarfundur, 30. maí 2017 Dagskrá Almennt um TRS og breytingar í tengslum við innleiðingu MiFID II og MiFIR Yfirlit yfir TRS kerfið Helstu breytingar á kerfinu Mikilvægi þess

More information

Viðauki 2e Tæknikröfur um búnað við fullan aðgang

Viðauki 2e Tæknikröfur um búnað við fullan aðgang Viðauki 2e Tæknikröfur um búnað við fullan aðgang September 2010 Efnisyfirlit 1. Tílvísanir... 3 2. Skýringar á kröfum til búnaðar... 3 3. Yfirlit yfir tækjabúnað sem tengja má koparlínu við fullan aðgang...

More information

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 39 ISSN árgangur ESB-STOFNANIR

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 39 ISSN árgangur ESB-STOFNANIR ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. Sameiginlega EES-nefndin II EFTA-STOFNANIR 1. Fastanefnd EFTA-ríkjanna 2. Eftirlitsstofnun EFTA ISSN 1022-9337 Nr. 39

More information

Fél403 Vor 2012 Verkefni jan. Vægi 10% Einstaklingsverkefni.

Fél403 Vor 2012 Verkefni jan. Vægi 10% Einstaklingsverkefni. Fél403 Vor 2012 Verkefni 1. 9 23. jan. Vægi Einstaklingsverkefni. 1. Gerið litla könnun með 20 viðföngum (einstaklingum) þar sem þið vinnið með eina fylgibreytu, Y og tvær frumbreytur X 1 og X 2, helst

More information

Leiðbeiningar um frágang verkefna á Menntavísindasviði Háskóla Íslands

Leiðbeiningar um frágang verkefna á Menntavísindasviði Háskóla Íslands Leiðbeiningar um frágang verkefna á Menntavísindasviði Háskóla Íslands Gerð II: Almennur staðall við skráningu heimilda (Chicago) Baldur Sigurðsson, 7. febrúar 2007 síðast uppfært 15. júní 2009 Yfirlit

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

Tilkynning um fyrirhugaðan samruna fyrirtækja (mál M.8744 Daimler/BMW/Car Sharing JV)... 1

Tilkynning um fyrirhugaðan samruna fyrirtækja (mál M.8744 Daimler/BMW/Car Sharing JV)... 1 ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. Sameiginlega EES-nefndin II EFTA-STOFNANIR 1. Fastanefnd EFTA-ríkjanna ISSN 1022-9337 Nr. 63 25. árgangur 27.9.2018

More information

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Þórólfur Guðnason yfirlæknir Sóttvarnalæknir, Embætti landlæknis Nóvember 2014 Gastegundir frá eldgosum >95% H 2 O, CO 2 SO 2

More information

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016 FLUGTÖLUR 216 INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 216 Flugvöllur 215 216 Br. 16/15 Hlutdeild Reykjavík 348.24 377.672 8,5% 5,4% Akureyri 17.897 183.31 7,3% 24,5% Egilsstaðir 89.79 93.474 4,9%

More information

Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software.

Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software. Heimildaskrá Ritaðar heimildir Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software. Bændasamtök Íslands (2005). Hagtölur

More information

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014 EFLA Verkfræðistofa STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin 2004-2013 Reykjavík, júní 2014 2014, hf - Vinnslu efnis og frágang texta annaðist Kolbrún Reinholdsdóttir fyrir Verkfræðistofuna EFLU hf. ISSN ISBN

More information

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014 FLUGTÖLUR 2014 INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014 Flugvöllur 2013 2014 Br. 14/13 Hlutdeild Reykjavík 338.278 328.205-3,0% 48,6% Akureyri 178.231 172.106-3,4% 25,5% Egilsstaðir 91.561

More information

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, apríl 2012

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, apríl 2012 EFLA Verkfræðistofa STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin 2002-2011 Reykjavík, apríl 2012 2012, EFLA verkfræðistofa hf - Vinnslu efnis og frágang texta annaðist Kolbrún Reinholdsdóttir fyrir Verkfræðistofuna

More information

[fjou:lɪð] mitt er svo [fuŋkt]!

[fjou:lɪð] mitt er svo [fuŋkt]! Hugvísindasvið [fjou:lɪð] mitt er svo [fuŋkt]! Um skiptihljóðið /f/ í máli stúlku á fimmta ári Ritgerð til B.A.-prófs Rannveig Garðarsdóttir Maí 2012 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Íslenska [fjou:lɪð]

More information

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna Samanburðarrannsókn nóvember 2012 Ari Klængur Jónsson www.mcc.is Árnagötu 2-4 400 Ísafjörður Sími: 450-3090 Fax: 456-0215 mcc@mcc.is 1 Velferðarráðuneytið

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 67/493 REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2017/839. frá 17.

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 67/493 REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2017/839. frá 17. 19.10.2017 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 67/493 REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2017/839 2017/EES/67/62 frá 17. maí 2017 um breytingu á II. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins

More information

WordPress viðbót fyrir Greiðslusíðu Borgunar

WordPress viðbót fyrir Greiðslusíðu Borgunar WordPress viðbót fyrir Greiðslusíðu Borgunar Útgáfa 1.1 Efnisyfirlit WordPress viðbót fyrir greiðslusíðu borgunar... 1 Efnisyfirlit... 2 Inngangur... 3 WordPress... 3 WooCommerce... 4 Greiðsluviðbót borgunar

More information

HVERNIG Á AÐ META ÁHÆTTU?

HVERNIG Á AÐ META ÁHÆTTU? 85 HVERNIG Á AÐ META ÁHÆTTU? Það er hægt að mæla áhættu og minnka hana. Árið 1988 var ávöxtun á hlutabréfum Flugleiða 47,2% en þremur árum síðar, árið 1991, var hún neikvæð um 11,9%. Ávöxtun spariskírteina

More information

YFIRLIT ÁRSINS 2016 FLUGSVIÐ

YFIRLIT ÁRSINS 2016 FLUGSVIÐ YFIRLIT ÁRSINS 216 FLUGSVIÐ Efnisyfirlit TILKYNNINGAR UM ATVIK ALVARLEG FLUGATVIK FLUGSLYS... 3 TEKIÐ TIL RANNSÓKNAR Á ÁRINU... 4 RANNSÓKNIR SEM LOKIÐ VAR ÁRINU... 5 NEFNDARFUNDIR... 6 TILLÖGUR Í ÖRYGGISÁTT...

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 19.3.2015 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 16/891 TILSKIPUN EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS 2012/28/ESB frá 25. október 2012 um tiltekna leyfilega notkun á munaðarlausum verkum (*) 2015/EES/16/51

More information

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gylfi Magnússon Viðskiptafræðideild Ritstjóri Ingjaldur Hannibalsson Rannsóknir í félagsvísindum XIII. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2012 Reykjavík:

More information

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ / 1004720-1004720-3-ABC 2.1.2018 09::16 Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær»»» Reykjavík/HÍ 06:42 06:44 06:45 06:47 06:51 06:52 06: 07:17 07:18 07:22 07:28 07:29 07:31 07:32 07:34 07:36 07:38

More information

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin. Tilkynning um fyrirhugaða samfylkingu fyrirtækja (Mál nr. IV/M Bertelsmann/Mondadori)...

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin. Tilkynning um fyrirhugaða samfylkingu fyrirtækja (Mál nr. IV/M Bertelsmann/Mondadori)... 24.10.1996 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB Nr.48/00 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd

More information

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (MFT/MFS) og tannátu í lykiltönnum SVANHVÍT. SÆMUNSÓTTIR*, THR ASPEUN**, SIGURÐUR RÚNAR SÆMUNSSN***, INGA. ÁRNAÓTTIR* HEIRIGÐISVÍSINASVIÐ HÁSKÓA

More information

Ed Frumvarp tillaga [143. mál]

Ed Frumvarp tillaga [143. mál] Ed. 148. Frumvarp tillaga [143. mál] um lagagildi viðaukasamnings milli ríkisstjórnar Íslands og Swiss Aluminium Ltd. um álbræðslu við Straumsvík. (Lagt fyrir Alþingi á 107. löggjafarþingi, 1984.) 1. gr.

More information

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 50 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 50 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. Sameiginlega EES-nefndin II EFTA-STOFNANIR 1. Fastanefnd EFTA-ríkjanna 2. Eftirlitsstofnun EFTA ISSN 1022-9337 Nr. 50

More information

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Áhrif lofthita á raforkunotkun Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Júlí 2017 Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Orkustofnun Júlí 2017 Útgefandi: Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Sími: 569 6000, Fax, 568

More information

MEÐAL ANNARRA ORÐA. Um aðferðafræði og vinnubrögð við ritun ævisögu Halldórs Laxness

MEÐAL ANNARRA ORÐA. Um aðferðafræði og vinnubrögð við ritun ævisögu Halldórs Laxness MEÐAL ANNARRA ORÐA Um aðferðafræði og vinnubrögð við ritun ævisögu Halldórs Laxness Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Halldór 1902-1932. Ævisaga Halldórs Kiljans Laxness. Almenna bókafélagið. Reykjavík 2003.

More information

Hugvísindasvið. Lesið í landið. Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag. Ritgerð til B.A.-prófs. Ásta Hermannsdóttir

Hugvísindasvið. Lesið í landið. Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag. Ritgerð til B.A.-prófs. Ásta Hermannsdóttir Hugvísindasvið Lesið í landið Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag Ritgerð til B.A.-prófs Ásta Hermannsdóttir Janúar 2011 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Fornleifafræði Lesið í landið

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 669/2014. frá 18.

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 669/2014. frá 18. 5.2.2015 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 8/161 FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 669/2014 2015/EES/8/10 frá 18. júní 2014 um leyfi fyrir kalsíum-d-pantótenati

More information

Íslendingar hafa löngum litið á sig sem bókaþjóð. Oft er sagt að

Íslendingar hafa löngum litið á sig sem bókaþjóð. Oft er sagt að ÞÓrHILDur ODDSDÓTTIr HÁSKÓLa ÍSLanDS Þýðingar úr norðurlandamálum Þýdd skáldverk á íslensku frá 1960 til 2010 1. Inngangur Íslendingar hafa löngum litið á sig sem bókaþjóð. Oft er sagt að hvergi í heiminum

More information

Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/ /10

Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/ /10 Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/04-2009/10 Stefán Hrafn Jónsson Háskóli Íslands, Landlæknisembættið Margrét Héðinsdóttir Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins

More information

Leiðbeiningar. Aukefni. Reglur og eftirlit - Desember 2016

Leiðbeiningar. Aukefni. Reglur og eftirlit - Desember 2016 Leiðbeiningar Aukefni Reglur og eftirlit - Desember 2016 0 Efnisyfirlit Inngangur... 2 1. Reglugerð um aukefni... 2 2. Aðrar reglugerðir sem varða aukefni... 2 3. Hvað eru aukefni og hvað ekki?... 3 3.1.

More information

Efni yfirlitsins að þessu sinni er: HAGTÖLUR VR

Efni yfirlitsins að þessu sinni er: HAGTÖLUR VR September 216 Efnahagsyfirlit VR er gefið út í tengslum við mánaðarlega stjórnarfundi félagsins. Yfirlitið er samantekt á hagtölum og öðru efni sem tengist vinnumarkaðs- og kjaramálum og er tilgangurinn

More information

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi EB. Nr. 27 I EES-STOFNANIR EFTA-STOFNANIR EB-STOFNANIR. 4. árgangur

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi EB. Nr. 27 I EES-STOFNANIR EFTA-STOFNANIR EB-STOFNANIR. 4. árgangur 24.10.1996 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB Nr.48/00 ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin

More information

Reykjavík-Rotterdam, rannsókn á vöruútflutningi til Niðurlands (Hollands) Reykjavík-Rotterdam, a study of exports of goods to the Netherlands

Reykjavík-Rotterdam, rannsókn á vöruútflutningi til Niðurlands (Hollands) Reykjavík-Rotterdam, a study of exports of goods to the Netherlands 2. nóvember 2015 Reykjavík-Rotterdam, rannsókn á vöruútflutningi til Niðurlands (Hollands) Reykjavík-Rotterdam, a study of exports of goods to the Netherlands Samantekt Markmið þessarar rannsóknar er að

More information

Evrópskur samanburður á launum 2010 Structure of Earnings Survey 2010

Evrópskur samanburður á launum 2010 Structure of Earnings Survey 2010 2012:11 18. desember 2012 Evrópskur samanburður á launum 2010 Structure of Earnings Survey 2010 Samantekt Árið 2010 voru meðallaun á Íslandi rétt undir meðaltali Evrópusambandsríkjanna. Þegar horft er

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 24/392. FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr.

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 24/392. FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 20.4.2017 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 24/392 FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 1358/2014 2017/EES/24/35 frá 18. desember 2014 um breytingu á reglugerð (EB)

More information

Leiðbeinandi á vinnustað

Leiðbeinandi á vinnustað Work Mentor Leiðbeinandi á vinnustað Leonardo da Vinci, Transfer of Innovation verkefni sem VMA sótti um að stýra. Kynning maí 2011. Jóhannes Árnason 1 Work Mentor Leonardo da Vinci Transfer of Innovation

More information

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn -

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM Schengen ráðstefna 6. október 2011 - Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - Áherslur - Lögreglan á Suðurnesjum - Framkvæmd landamæraeftirlits - Umhverfið - Álag á Ísland

More information

Fóðurrannsóknir og hagnýting

Fóðurrannsóknir og hagnýting Fóðurrannsóknir og hagnýting Uppskeruhátíð rannsókna Gunnar Örn Kristjánsson Strandbúnaður 2018, Grand Hótel Reykjavík, 19.-20. mars. Grundvöllur fóðurgerðar Þarfir hjá eldisfisk Efnaþarfir til vaxtar

More information

Samningur Landskrifstofu og verkefnisstjóra. Margrét Jóhannsdóttir 27.ágúst 2018

Samningur Landskrifstofu og verkefnisstjóra. Margrét Jóhannsdóttir 27.ágúst 2018 Samningur Landskrifstofu og verkefnisstjóra Margrét Jóhannsdóttir 27.ágúst 2018 Úthlutunarferlið Samræmd aðferðafræði með þjálfun matsmanna (norrænt og evrópskt samstarf) Allar umsóknir eru metnar af tveimur

More information

Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu

Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu Er hlutfall barna yfir kjörþyngd hætt að aukast? Stefán Hrafn Jónsson Lýðheilsustöð Margrét Héðinsdóttir Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins Mars 2010 Líkamsþyngd barna

More information

Greinargerð: Áhættuskuldbindingar Björgólfs Thors Björgólfssonar og tengdra aðila

Greinargerð: Áhættuskuldbindingar Björgólfs Thors Björgólfssonar og tengdra aðila Yfirlýsing frá Björgólfi Thor Björgólfssyni Lánin verða gerð upp að fullu Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er á nokkrum stöðum fjallað um lán mín og tengdra aðila. Eins og fram kom í grein sem ég skrifaði

More information

Brennisteinsvetni í Hveragerði

Brennisteinsvetni í Hveragerði Þróun 2014-022 Reykjavík, september 2014 Brennisteinsvetni í Hveragerði September 2012 mars 2014 Snjólaug Ólafsdóttir EBS-411-01 Útgefandi: Orkuveita Reykjavíkur Útgáfudagur: September 2014 Umsjón og ábyrgð:

More information

Verk- og tæknimenntaskólar - skipulag verk og tæknináms. 09. mars 2012

Verk- og tæknimenntaskólar - skipulag verk og tæknináms. 09. mars 2012 Verk- og tæknimenntaskólar - skipulag verk og tæknináms 09. mars 2012 Um hvað ætla ég að tala Til umræðu Skilgreiningar lög og reglur Núverandi skipulag Tillaga vinnuhóps starfsnámsskólanna að verkferli

More information

UM samábyrgð/keðjuábyrgð verktaka í ljósi fyrirhugaðrar innleiðingar á tilskipun 2014/67/EU í íslenskan rétt

UM samábyrgð/keðjuábyrgð verktaka í ljósi fyrirhugaðrar innleiðingar á tilskipun 2014/67/EU í íslenskan rétt Minnisblað UM samábyrgð/keðjuábyrgð verktaka í ljósi fyrirhugaðrar innleiðingar á tilskipun 2014/67/EU í íslenskan rétt Málsnúmer: 201510-0006 Frá: Halldór Oddsson / Halldór Grönvold Dags: 11. apríl 2016

More information

Veruleg umhverfisáhrif, eru þau eins?

Veruleg umhverfisáhrif, eru þau eins? Verkefni styrkt af Rannsóknasjóði Vegagerðarinnar Apríl 2016 www.vso.is Borgartún 20 585 9000 105 Reykjavík vso@vso.is 15168 S:\2015\15168\v\03_Greinargerð\15168_160329_skýrsla_drög.docx Apríl 2016 Nr.

More information

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Klettafjöllin og Grand Canyon 1 Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Kristbjörg María Guðmundsdóttir Eitt af fallegustu handverkum náttúruaflanna er án efa að finna í vesturhluta Norður-Ameríku.

More information

Þróun kennslu læknanema á síðustu áratugum

Þróun kennslu læknanema á síðustu áratugum Kristján Erlendsson læknir dósent kennslustjóri læknadeildar HÍ, yfirlæknir á vísinda- og þróunarsviði Landspítala krerlend@landspitali.is Þróun kennslu læknanema á síðustu áratugum Á síðustu þremur áratugum

More information