Hjúkrunarfræðideild Fréttir frá forstöðumönnum fræðasviða 2. árg HÁSKÓLI ÍSLANDS

Size: px
Start display at page:

Download "Hjúkrunarfræðideild Fréttir frá forstöðumönnum fræðasviða 2. árg HÁSKÓLI ÍSLANDS"

Transcription

1 Hjúkrunarfræðideild Fréttir frá forstöðumönnum fræðasviða 2. árg HÁSKÓLI ÍSLANDS

2 Ritstjórn Sóley S. Bender Hönnun Bergþóra Kristinsdóttir Hjúkrunarfræðideild Fréttir frá forstöðumönnum fræðasviða 2. árg Ritið er gefið út af Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, Eirbergi, Eiríksgötu 34, 101 Reykjavík Heimasíða HÁSKÓLI ÍSLANDS HJÚKRUNARFRÆÐIDEILD

3 Efnisyfirlit Efnisyfirlit 2 Ritstjórapistill 3 Barnahjúkrun Guðrún Kristjánsdóttir, prófessor 6 Fjölskylduhjúkrun Erla Kolbrún Svavarsdóttir, dósent 8 Geðhjúkrun Jóhanna Bernharðsdóttir, lektor 9 Geðvernd Marga Thome, dósent 11 Heimahjúkrun - Kristín Björnsdóttir, dósent 13 Hjúkrun langveikra fullorðinna Helga Jónsdóttir, prófessor 15 Hjúkrun skurðsjúklinga Herdís Sveinsdóttir, dósent 17 Krabbameinshjúkrun - Nanna Friðriksdóttir, lektor 18 Kynheilbrigði Sóley S. Bender, dósent 21 Ljósmóðurfræði og heilbrigði kvenna Ólöf Ásta Ólafsdóttir, lektor 23 Meðgönguvernd Helga Gottfreðsdóttir, lektor 25 Stjórnun Birna G. Flygenring, lektor 27 Umönnun í sængurlegu Hildur Sigurðardóttir, lektor 28 Upplýsingatækni í hjúkrun Ásta St. Thoroddsen, dósent HÁSKÓLI ÍSLANDS 1

4 Ritstjórapistill Hjúkrunarfræðideild Fréttir frá forstöðumönnum fræðasviða Ritstjórapistill Fyrir ári síðan kom í fyrsta sinn út fréttablað hjúkrunarfræðideildar sem fjallaði um fréttir af þeim fræðasviðum deildarinnar sem lúta stjórn forstöðumanna. Skilgreind hafa verið 13 fræðasvið í hjúkrunar- og ljósmóðurfræði sem tengjast einkum spítalastarfsemi og eru starfandi forstöðumenn fyrir 10 þeirra, þ.e. Barnahjúkrun, Fæðingarhjálp, Geðhjúkrun, Hjúkrun langveikra fullorðinna, Hjúkrun skurðsjúklinga, Hjúkrunarstjórnun, Krabbameinshjúkrun, Ljósmóðurfræði og heilbrigði kvenna, Upplýsingatækni í hjúkrun og Öldrunarhjúkrun. Fræðasvið sem tengjast heilsugæslunni og öðrum heilbrigðisstofnunum eru 10 og eru forstöðumenn fyrir 6 þeirra, þ.e. Fjölskylduhjúkrun, Geðvernd, Heimahjúkrun, Kynheilbrigði, Meðgönguvernd og Umönnun í sængurlegu. Fræðasvið innan hjúkrunarfræðideildar eru í mótun og verið að stíga fyrstu skrefin í þessari mótunarvinnu. Skilgreining og starfsemi fræðasviðanna eiga við um forvarnarog meðferðarstarf innan veggja sjúkrastofnana, heilsugæslunnar og heilbrigðisstofnana. Í fyrsta fréttablaðinu var leitast við að skilgreina fræðasviðin og fjalla um fréttir af þeim að því er varðar kennslu, rannsóknir og annað þeim tengt. Jafnframt gerði hver forstöðumaður grein fyrir eigin fræðistörfum. Í því fréttablaði sem nú lítur dagsins ljós hefur verið lögð áhersla á svipaða þætti og hafa forstöðumenn 14 fræðasviða gert grein fyrir meginstarfsemi síns fræðasviðs fyrir árið 2004 og framtíðarverkefnum innan sviðsins. Leitast hefur verið við að skilgreina frekar fræðasviðin og/eða að útskýra hvað þau fela í sér. Í sumum tilvikum er búið að skilgreina fræðigreinar fræðasviðsins en sú vinna er í mótun innan annarra fræðasviða. Með tilkomu samstarfssamninga milli stofnana hefur samstarf milli hjúkrunarfræðideildar og heilbrigðisstofnana eins og Landspítala-háskólasjúkrahúss og heilsugæslunnar aukist og endurspeglast það í umfjöllun þessa fréttabréfs. Mismunandi er þó eftir fræðasviðum hvort búið er að gera formlegan samstarfssamning og er því hvert fræðasvið á ólíku þróunarstigi hvað það varðar. Þetta fréttablað endurspeglar þá miklu grósku sem er í uppbyggingarstarfi innan fræðasviðanna, hvort sem horft er til kennslu, rannsókna eða margvíslegra þróunarverkefna. Ljóst er að rannsóknarsamstarf er að eflast bæði hérlendis og við erlenda aðila. Með tilkomu framhaldsnáms í hjúkrunarfræði, bæði meistaranáms og nú nýverið doktorsnáms, styrkist jafnframt hlutur rannsókna. Fréttablaðið, eins og fræðasviðin, er í stöðugri mótun og mun því eflaust hafa sína vaxtarverki á hverju ári. Í áframhaldandi samstarfi við stofnanir þarf að skoða betur hvernig best er að gera grein fyrir starfsemi fræðasviðsins frá ári til árs. Sóley S. Bender, ritsjóri 2

5 Barnahjúkrun Barnahjúkrun er það fræðasvið hjúkrunar sem þróar og miðlar þekkingu um og leiðbeinir við hjúkrun barna og fjölskyldna þeirra. Markmið fræðistarfa innan barnahjúkrunar er að þróa þekkingu sem leiðir til bættra aðferða og leiða til að veita börnum og fjölskyldum þeirra markvissa og nútímalega hjúkrunarþjónustu til að viðhalda heilsu, stuðla að bata og takast á við ógnir við heilsu og vanlíðan hvers konar. Með barnahjúkrun má bæta ytri og innri skilyrði barns og aðstoða það við athafnir sem stuðla að heilbrigðum þroska þess innan fjölskyldu þess, í samfélaginu og eflingu heilbrigðis og vellíðunar eða stuðla að friðsælum dauðdaga. Hjúkrun barna á við í öllum aðstæðum sem áhrif hafa á heilsu barna og sérlega þar sem einhvers konar háski kann að steðja að, s.s. veikindi, þroskafrávik, fátækt, eða ófullnægjandi uppeldisaðstæður. Guðrún Kristjánsdóttir prófessor, forstöðumaður fræðasviðs barnahjúkrunar Kennsla Kennsla hefur farið fram á öllum deildum Barnaspítala Hringsins með virkri þátttöku hjúkrunarsérfræðinga og hjúkrunarfræðinga á spítalanum. Lögð hefur verið vaxandi áhersla á að stúdentar taki virkan þátt í því fræða- og þróunarstarfi sem fram fer á deildum barnasviðsins. Tíu nemendur unnu BS-verkefni sín á fræðasviðinu, þrír þeirra frá Háskólanum á Akureyri. Tvö meistaraverkefni voru varin á árinu á fræðasviði barnahjúkrunar. Eitt þeirra var Rannsókn á tengslum milli ákveðinna félagslegra þátta og brjóstagjafar, næringar, vaxtar og eyrnabólgu ungbarna sem María Guðnadóttir hjúkrunarfræðingur vann undir leiðsögn Ingu Þórsdóttur prófessors. Annað var The relationship between loss of a relative or friend and health and well-being in the first year of bereavement sem Arndís Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur vann undir handleiðslu Guðrún Kristjánsdóttir prófessors. Nokkur verkefni eru í vinnslu og er áhersla lögð á að hvetja hjúkrunarfræðinga til meistaranáms á fræðasviðinu. Stefnt er að því að fjölga sérhæfðum námskeiðum í barnahjúkrun og á árinu var auglýst diploma- og meistaranám sem sérstaklega beinist að barnahjúkrun innan heilsugæslunnar s.s. skólahjúkrun og ungbarnavernd. Einnig er áfram lögð áhersla á að bjóða uppá nám á sérsviði barnahjúkrunar innan ramma almenns meistaranáms líkt og verið hefur. Rannsóknir Fræðasvið barnahjúkrunar er samstarfsvettvangur HÍ og LSH um rannsóknir, fræði- og þróunarstörf á sviði hjúkrunar barna og fjölskyldna þeirra. Lögð hefur verið áhersla á að byggja upp samfélag um þessi fræði og rannnsóknir þeirra og ber þar hæst stofnun Barnahjúkrunarakademíunnar, en hún er samræðuvettvangur fræðasviðsins undir stjórn forstöðumanns fræðasviðsins. Ýmis brýn verkefni hafa fengið forgang í þróunar-og rannsóknarverkefnum. Áfram er haldið að þróa leiðir til að meta og greina hjúkrunarþarfir og viðfangsefni er varða skjólstæðinga barnahjúkrunar og þróa nýjar úrræða- meðferðaleiðir utan sem innan sjúkrastofnana. Þar ber að nefna leiðir til að meta og meðhöndla verki hjá börnum á öllum aldri í tengslum við innlögn, inngrip og veikindi, rannsóknir á áhrifum sykurlausnar til að lina sársauka hjá veikum nýburum og í undirbúningi er rannsókn á áhrifum sykurlausnar og kæliúða til að draga úr sársauka við sársaukafull inngrip við bráðakomu á barnaspítala. Rannsóknir á heilsu og líðan íslenskra skólabarna hefur 3

6 Barnahjúkrun verið haldið áfram og áherslur beinst sérstaklega að algengi þunglyndiseinkenna og þyngdarbreytingum. Rannsóknum á greiningu og meðferð svefntruflana hjá ungum börnum hefur verið haldið áfram. Einnig hafa rannsóknir á þörfum og aðlögun foreldra nýfæddra og veikra barna skapað nýja þekkingu sem skilar sér í þekkingu og rannsóknum á leiðum til að styðja foreldra í hlutverkum sínum og bæta líðan þeirra ýmist almennt eða gagnvart ákveðnum hópum foreldra, s.s. foreldrum barna með Downs heilkenni, krabbameinsveikra barna, barna með sykursýki, veikra nýbura ofl. Rannsökuð hafa verið áhrif fræðslu- og stuðningsmeðferða á foreldra barna, bæði í tengslum við sjúkrahúsvist, göngudeildaþjónustu, útskrift og heimkomu. Þá var farið af stað með verkefni um ánægja foreldra á barnadeildum með þá þjónustu sem þeim er veitt. Samhliða rannsóknum og fræðistörfum á fræðasviði barnahjúkrunar hefur markvisst verið unnið að þróun metnaðarfullrar hjúkrunarþjónustu. Rannsóknum hefur verið beitt til að sannprófa aðferðir s.s. stuðningsviðtöl við innskrift nýfæddra á vökudeild, súkrósa sem liður í verkjameðferð nýbura, gagnvirkar heimasíður sem liður í stuðningsmeðferð fyrir foreldra og fjölskyldur krabbameinsveikra barna. Einnig hefur barátta fyrir bættri þjónustu fyrir langveik og fjölfötluð börn skilað árangri í stofnun hjúkrunar-og hvíldarheimilis fyrir börn sem nefnist Rjóðrið. Rannsóknir á sviðinu um þarfir foreldra langveikra og fatlaðra barna í heimahúsum höfðu þar einhver áhrif. Mikil uppbyggingarvinna er framundan í hjúkrun á þessu sviði og munu hjúkrunarfræðingar á fræðasviðinu taka virkan þátt í þeirri þróun. Þá hefur uppbygging á göngudeildarþjónustu fyrir börn og fjölskyldur þeirra haldið áfram og áhersla verið lögð á að efla möguleika skjólstæðinga á að fá gott aðgengi að faglegri hjúkrunarþjónustu. Í þeim tilgangi hafa tveir barnahjúkrunarsérfræðingar verið ráðnir að fræðasviðinu. Kennsla og fræðsla Vikulega stendur Barnahjúkrunarakademían á fræðasviði barnahjúkrunar við LSH og HÍ fyrir opnum fundi um fræðistörf í barnahjúkrun og skyldum greinum. Þar hefur skapast vettvangur umræðna um rannsóknir- og þróunarstörf á fræðasviðinu og möguleikar á að ræða áherslur í þjónustu og rannsóknum. Stúdentar og starfsmenn hafa tekið virkan þátt í þessum umræðum. Ritstörf Ritrýndar greinar Gudlaugsdottir, G. R., Vilhjalmsson, R., Kristjansdottir, G, Jacobsen, R. og Meyrowitsch, D. (2004). Violent behaviour among adolescents in Iceland: a national survey. International Journal of Epidemiology, 33, 1-6. Arndís Jónsdóttir, Guðrún Kristjánsdóttir og Rúnar Vilhjálmsson (2004). Vellíðan og heilsa fyrsta árið eftir missi ástvinar. Rannsókn á fullorðnum Íslendingum. Læknablaðið, 90(Fylgirit 50), Gerður Rún Guðlaugsdóttir, Rúnar Vilhjálmsson og Guðrún Kristjánsdóttir (2004). Hið félagslega samhengi ölvunardrykkju meðal unglinga. Læknablaðið, 90(Fylgirit 50), Gíslína Erna Valentínusdóttir, Jóhanna Ólafsdóttir, Guðrún Kristjánsdóttir, og Margrét Eyþórsdóttir (2004). Downsheilkenni eðli þess, uppruni og áhrif á líf og heilsu þeirra sem með það fæðast. Tímarit Félags Íslenskra hjúkrunarfræðinga, 80(4), Guðrún Kristjánsdóttir og Margrét Eyþórsdóttir (2004). Samanburður á áhrifum andlegrar og líkamlegrar líðanar á foreldra heilbrigðra og veikra nýbura. Læknablaðið, 90(50 Fylgirit), 91. Guðrún Kristjánsdóttir, Áslaug Kristjánsdóttir og Elínborg Einarsdóttir (2004). Rannsókn á breytingum á líkamsstærð barna sem fædd eru 1986, 1991 og 1995 fram til Læknablaðið, 90(Fylgirit 50), 91. Guðrún Kristjánsdóttir, Björk Haraldsdóttir, Hulda Halldórsdóttir og Sigríður Þórdís Bergsdóttir (2004). Tengsl líkamsstærðar skólabarna í 9. og 10. við sjálfsmynd, depurð og líkamlega heilsu þeirra. Niðurstöður landskönnunar. Læknablaðið, 90(Fylgirit 50), 28. Guðrún Kristjánsdóttir, Guðný Arnardóttir og Járnbrá Hrund Gylfadóttir (2004). Algengi þunglyndiseinkenna hjá íslenskum börnum í 9. og 10. bekk og tengsl þeirra við helstu lýðfræðilega þætti. Læknablaðið, 90(Fylgirit 50), Herdís Gunnarsdóttir og Guðrún Kristjánsdóttir (2004). Áhrif móttökuviðtala á upplifun foreldra af veittum stuðningi þegar börn þeirra leggjast inn á nýburagjörgæslu: Klínísk samanburðarrannsókn. Læknablaðið, 90(Fylgirit 50), 64. Jórlaug Heimisdóttir, Rúnar Vilhjálmsson og Guðrún Kristjánsdóttir (2004). Hið félagslega samhengi ölvunardrykkju meðal unglinga. Læknablaðið, 90(Fylgirit 50), 28. Margrét Eyþórsdóttir og Guðrún Kristjánsdóttir (2004). Samanburður á áhrifum þátttöku feðra í umönnun heilbrigðra og veikra nýfæddra barna á aðlögun þeirra fyrstu sex vikur eftir heimferð. Læknablaðið, 90(Fylgirit 50), 64. Rúnar Vilhjálmsson og Guðrún Kristjánsdóttir (2004). Félags- og lýðfræðilegir þættir tengdir álagi í foreldrahlutverki: Niðurstöður landskönnunar meðal íslenskra foreldra. Læknablaðið, 90(Fylgirit 50), 46. 4

7 Barnahjúkrun Erindi hérlendis Guðrún Kristjánsdóttir og Margrét Eyþórsdóttir. Fjölskyldur barna með Downs-heilkenni. Málþing um rannsóknir kennara í hjúkrunarfræði, 10. des Guðrún Kristjánsdóttir, Helga Bragadóttir og Herdís Gunnarsdóttir. Þarfir foreldra barna á sjúkrahúsum. Vísindaráðstefnan Ungir Íslendingar, Háskóla Íslands, 4. nóv Guðrún Kristjánsdóttir, Helga Bragadóttir, og Herdís Gunnarsdóttir. Þarfir foreldra sem eiga börn á sjúkrahúsum og upplifun þeirra á alvarleika veikinda barnanna. Rannsókn á íslenskum foreldrum. Hjúkrun 2004, Reykjavík, apríl Guðrún Kristjánsdóttir. Að eignast barn með Downs-heilkenni: Fyrstu niðurstöður rannsóknar á reynslu foreldra. Opinn fundur um fræðistörf í barnahjúkrun og skyldum greinum við Barnahjúkrunarakademíu Landspítala-háskólasjúkrahúss, 23. nóv Guðrún Kristjánsdóttir. Rannsóknir: Nærvera í klínískri barnahjúkrun. Opinn fundur um fræðistörf í barnahjúkrun og skyldum greinum við Barnahjúkrunarakademíu Landspítala-háskólasjúkrahúss, 28. ágúst Guðrún Kristjánsdóttir. Fjölskyldur barna með Downs-heilkenni. Vísindaráðstefnan Ungir Íslendingar, Háskóla Íslands 4. nóv Guðrún Kristjánsdóttir. Fræðasvið barnahjúkrunar: Rannsóknir, fræðistarf, kennsla og fræðsla. Sameiginlegur fundur sviðstjóra og forstöðumanna hjúkrunar við LSH og HÍ, 2. nóv Margrét Eyþórsdóttir og Guðrún Kristjánsdóttir. Aðferðir til að greina aðlögun foreldra að þeim umskiptum sem verða við fæðingu barns og umönnun þess eftir útskrift af sjúkrahúsi. Opinn fundur um fræðistörf í barnahjúkrun og skyldum greinum við Barnahjúkrunarakademíu Landspítala-háskólasjúkrahúss, 5. okt Margrét Eyþórsdóttir og Guðrún Kristjánsdóttir. Áhrif andlegrar og líkamlegrar líðanar foreldra á aðlögun að foreldrahlutverkinu: Samanburður á foreldrum. Hjúkrun 2004, Reykjavík, apríl Erindi erlendis Gudrún Kristjánsdóttir. Vårdfilosofi och smärtlindring i administration av hälso- och sjukvård till barn [Theories of nursing care and pain in the administration of the care of children in health care.] Barn och Smärta (Vísindaráðstefna Norræns þverfaglegs samstarfs um verki barna), Linköping, maí Guðrún Kristjánsdótttir. To master duties, demands and decisions children and parents in need for support. [Att behärska sina skyldigheter, sin vilja och sitt beslut bar och föräldrar i behov av stöd]. Nordisk fagmøte om barn og beskyttelse, Osló feb Margrét Eyþórsdóttir og Guðrún Kristjánsdóttir. Factors contributing to the transition to parenthood in parents of healthy as well as pre-term infants: The impact of demographic informational and supportive factors. 5 th International Neonatal Nurses Conference, Ottawa, Canada, maí Ólöf Kristjánsdóttir og Gudrún Kristjánsdóttir. The effect of musical distraction on pain perceptionof 14 year old students during routine intramuscular immunisation. 27. alþjóðlega vísindaráðstefna norrænna verkjafræðifélagsins (SASP), Reykjavík maí Ólöf Kristjánsdóttir og Gudrún Kristjánsdóttir. Using muscal distraction to reduce procedural pain in 9th graders during immunisation. Barn och Smärta (Vísindaráðstefna Norræns þverfaglegs samstarfs um verki barna), Linköping, maí Rakel B. Jónsdóttir og Gudrún Kristjánsdóttir. The efficacy of 1,0 ml of 24% sucrose and non-nutritive for procedural pain in preterm and term neonates: controlling for contextual factors. Barn och Smärta (Vísindaráðstefna Norræns þverfaglegs samstarfs um verki barna), Linköping, maí Veggspjöld Arndís Jónsdóttir, Guðrún Kristjánsdóttir og Rúnar Vilhjálmsson. Rannsókn á tenglsum ástvinamissis við heilsu og vellíðan fullorðinna Íslendinga fyrsta árið eftir missi. Hjúkrun 2004, Reykjavík, apríl Margrét Eyþórsdóttir og Guðrún Kristjánsdóttir. Þátttaka feðra í umönnun nýfæddra barna þeirra og áhrif þess á aðlögun þeirra að foreldrahlutverkinu: samanburður á feðrum heibrigðra nýbura og veikra og/eða lítilla. Hjúkrun 2004, Reykjavík, apríl Ólöf Kristjánsdóttir og Guðrún Kristjánsdóttir. Notkun hugardreifingar með tónlist til að draga úr verkjaskynjun við venjubundna bólusetningu skólabarna. Hjúkrun 2004, Reykjavík, apríl Rakel B. Jónsdóttir og Guðrún Kristjánsdóttir. The effect of sucrose and pacifier in managing procedural pain in hospitalized neonates. Alþjóðlega vísindaráðstefna norrænna verkjafræðifélagsins (SASP), Reykjavík maí Ólöf Kristjánsdóttir og Guðrún Kristjánsdóttir. The effect of musical distraction, with and without headphones, on school children s pain perception during regular immunization. Alþjóðlega vísindaráðstefna norrænna verkjafræðifélagsins (SASP), Reykjavík maí

8 Fjölskylduhjúkrun Erla Kolbrún Svavarsdóttir dósent, forstöðumaður fræðasviðs fjölskylduhjúkrunar Fræðasviðið fjölskylduhjúkrun hefur verið að þróast og eflast undanfarið. Fjölskyldumiðuð hjúkrunarþjónusta hefur alltaf verið stunduð meðal hjúkrunarfræðinga þó svo þessi heilbrigðisþjónusta hafi fengið mismikla athygli í gegnum tíðina. Fjölskylduhjúkrun sem rannsóknar- og fræðasvið er þó tiltölulega ung að árum og eru ekki nema rúmlega þrjátíu ár síðan farið var að rannsaka að einhverju marki líðan og stuðning við aðstandendur skjólstæðinga hjúkrunar. Undanfarið hafa viðfangsefni fjölskylduhjúkrunarfræðinga m.a. beinst að því að skilja skjólstæðinga hjúkrunar í samhengi við fjölskyldur þeirra þar sem lífsgildi, lífsstíll, trúarskoðanir, umönnun, heilsuefling, heilbrigði, samskipti, líðan og aðlögun að veikinum eru könnuð. Eins hafa ýmsir rannsakendur á sviði fjölskylduhjúkrunar helgað sig rannsóknum á sviði ofbeldis innan fjölskyldna, hlutverki í veikindum meðal fjölskyldna sem hafa gengið í gegnum skilnað og eins kannað fjölskyldur þar sem einstaklingar eru af ólíku þjóðerni. Hjúkrunarfræðingar sem veita fjölskyldumiðaða hjúkrunarþjónustu starfa á hinum ýmsu stöðum í heilbrigðiskerfinu, en eiga það sammerkt að hafa velferð fjölskyldunnar í huga í starfi sínu og líta á fjölskylduna í heild sem skjólstæðing sinn. Kennsla Í nýrri námskrá fyrir BS-nám í hjúkrunarfræði er lögð aukin áhersla á þátt hjúkrunar og þá sér í lagi þátt fjölskyldu- og samfélagshjúkrunar. Með tilkomu nýju námskrárinnar mun námskeiðið Heilsugæsla samfélagsins breytast. Verið er að vinna hugmyndavinnu varðandi það tiltekna námskeið en fjölskyldumiðuð hjúkrunarþjónusta er eitt af meginviðfangsefnum námskeiðsins. Haustið 2005 hefst diplomanám í heilsugæsluhjúkrun. Þar verður boðið upp á sértækt námskeið í fjölskylduhjúkrun þar sem áhersla verður lögð á að þróa klíníska hæfni hjúkrunarfræðinga til að vinna við sértæk heilbrigðisvandamál sem fjölskyldur eru að glíma við. Rannsóknir Þó nokkrar rannsóknir voru unnar á fræðasviðinu á árinu. Rannsóknarteymi á barnasviði LSH vann að rannsókn á þróun fjölskylduhjúkrunarmeðferðar fyrir fjölskyldur barna og unglinga með krabbamein. Annað rannsóknarteymi vann áframhaldandi vinnu við rannsókn á fjölskyldum unglinga með sykursýki. Í burðarliðnum eru svo tvær rannsóknir. Önnur er samanburðarrannsókn á íslenskum og bandarískum fjölskyldum sem eiga unglinga með astma, en rannsóknarteymið sem vinna mun að þessari rannsókn samanstendur af rannsakendum frá LSH og HÍ, ásamt kollegum þeirra í Bandaríkjunum. Hin er þverfagleg rannsókn er varðar ára íslensk skólabörn og fjölskyldur þeirra. Sú rannsókn hefur verið unnin af rannsakendum frá HÍ í samvinnu við starfsfólk heilsugæslunnar í Reykjavík. Fjögur meistaranámsverkefni eru í vinnslu sem tilheyra fræðasviði fjölskylduhjúkrunar, þ.e., (a) stuðningsmeðferð fyrir fjölskyldur unglinga með sykursýki, (b) fjölskyldur unglingsstúlkna með átraskanir, (c) fjölskyldur sem lenda í bráða- og eða alvarlegum slysum og (d) fjölskyldumeðlimir einstaklinga með kæfisvefn. 6

9 Fjölskylduhjúkrun Erlent samstarf Á síðasta ári, komu Lorriane Wright og Janice Bell, báðar prófessorar við háskólann í Calgary í Kanada, og kenndu námskeiðið Klínísk færni í fjölskylduhjúkrun fyrir framhaldsnemendur í hjúkrunarfræðideild. Níu meistaranemendur sem starfa á LSH og heilsugæslunni í Reykjavík sóttu námskeiðið. Marcia Von Riper, dósent við háskólann í Chapel Hill, Bandaríkjunum, kom einnig til landsins og var með málstofu um Genaráðgjöf og fjölskyldur og var ákveðið að Marcia kæmi til landsins aftur á næsta ári og byði upp á námskeið fyrir framhaldsnemendur í hjúkrunarfræði við HÍ. Ákveðið var að bjóða upp á þverfaglegt námskeið fyrir heilbrigðisvísindagreinar í mars 2005, þar sem áhersla yrði lögð á siðferðileg, lagaleg og þjóðfélagsleg áhrif erfðafræðinnar. Ráðstefnur Þátttaka hjúkrunarfræðinga í ráðstefnum, málþingum og greinarskrifum á sviðinu var talsverð á árinu. Ritstjórn félags íslenskra hjúkrunarfræðinga ákvað að helga tímarit félagsins málefnum fjölskyldna og var af því tilefni hrint af stað greinarflokki í tímaritinu til tveggja ára. Á ráðstefnunum Hjúkrun 2004, In Sickness and in Health og á málþingi um velferð barna, Ungir Íslendingar, voru flutt erindi frá rannsóknarteymum á fræðasviðinu. Einnig tók forstöðumaður fræðasviðsins þátt í ráðstefnum í Bandaríkjunum og í Evrópu þar sem niðurstöður rannsókna er varða íslenskrar fjölskyldur barna og unglinga með langvinna sjúkdóma voru kynntar. Framtíðarsýn Í íslensku samfélagi hafa fjölskyldur skjólstæðinga hjúkrunar ávallt skipað veglegan sess. Rannsóknir á sviði fjölskylduhjúkrunar eru stutt á veg komnar hér á landi og er því mikilvægt að efla rannsóknir á sviðinu til þess að geta veitt markvissa gagnreynda heilbrigðisþjónustu til þessa hóps. Vonandi mun áframhaldandi samvinna kennara hjúkrunarfræðideildar og heilbrigðisstarfsmanna innan LSH, Heilsugæslunnar og FSA leiða til frekari eflingar á rannsóknum á fræðasviðinu. Fræðastörf Greinar Anna Ólafía Sigurðardóttir og Erla Kolbrún Svavarsdóttir. (2004). Nýjar áherslur í fræðslu til foreldra barna og unglinga með krabbamein. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 80 (4), Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir og Erla Kolbrún Svavarsdóttir. (2004). The Healthy Sibling s Behaviour: Icelandic Families Caring for a Young Child with Chronic Asthma. Vård i Norden, 71 (24), Erindi Erla Kolbrún Svavarsdóttir og Mary Kay Rayens. An actor and a partner effect on family hardiness: Icelandic and American families of young children with asthma. Midwest Nursing Research Society, 28th Annual Research Conference, St. Louis, Missouri, 27. feb.-1. mars Mary Kay Rayens og Erla Kolbrún Svavarsdóttir, E. K.. A new methodological approach in nursing research: An actor, partner and interaction effect model for family outcomes. Southern Nursing Research Society, Louisville, Kentucky, feb Erla Kolbrún Svavarsdóttir, Sigrún Þóroddsdóttir og Anna Ólafía Sigurðardóttir. (2004). Fjölskyldur barna og unglinga með krabbamein. Hjúkrun 2004, Reykjavík, apríl Erla Kolbrún Svavarsdóttir og Mary Kay Rayens. Where are we heading in family nursing research? A critical review of methodological approaches in research on families. In Sickness and in Health: Shaping health care: Power and agency, Reykjavík, júní Elísabet Konráðsdóttir, Erla Kolbrún Svavarsdóttir og Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir. Lífsgæði unglinga með sykursýki. Hjúkrun 2004, Reykjavík, apríl Anna Ólafía Sigurðardóttir, Erla Kolbrún Svavarsdóttir og Sigrún Þóroddsdóttir. (2004). Hjúkrunarmeðferð Fræðsla á veraldarvefnum. Hjúkrun 2004, Reykjavík, apríl Anna Ólafía Sigurðardóttir, Erla Kolbrún Svavarsdóttir og Sigrún Þóroddsdóttir. Nýjar áherslur í fræðslu til foreldra barna og unglinga með krabbamein. Ungir Íslendingar í ljósi vísindanna, Reykjavík, 5. nóv Veggspjald Erla Kolbrún Svavarsdóttir, Sigrún Þóroddsdóttir og Anna Ólafía Sigurðardóttir. Developing intervention for Icelandic families of children and adolescent with cancer. The 12 th Biennial Conference of the workgroup of European Nurse Researchers, Lissabon, okt

10 Geðhjúkrun Innan fræðasviðs geðhjúkrunar eru u.þ.b. ellefu fræðigreinar: áfalla-, kreppu- og bráðameðferð, áfengis- og vímuefnameðferð, barna- og unglingageðhjúkrun, endurhæfing, fjölskyldugeðhjúkrun, geðheilsuefling, geðheilbrigðisfræðsla, geðhjúkrunarráðgjöf og handleiðsla, geðheilbrigði kvenna, heimatengd geðhjúkrunarþjónusta, umönnunn afbrotamanna og fanga og öldrunargeðhjúkrun. Jóhanna Bernharðsdóttir lektor, forstöðumaður fræðasviðs gehjúkrunar Kennsla Formlegt diplomanám í geðhjúkrun hófst við deildina hófst haustið Um er að ræða 20 eininga nám á meistarastigi þar sem áhersla er lögð á að auka klíníska færni og fræðilega þekkingu nemenda. Námið er skipulagt með það fyrir augum að hjúkrunarfræðingar geti stundað það samhliða vinnu og er kennt á þremur misserum. Náminu lýkur því um áramótin 2005 til Undanfari þessa náms var námskeið um geðheilsumat og geðhjúkrunargreiningar sem kennt var á vormisseri Það var kennt af Dr. Carla Groh, dósent við University of Detroit Mercy í Bandaríkjunum, sem var gestakennari við hjúkrunarfræðideild í samstarfi við forstöðumann fræðasviðsins. Rannsóknir Björg Guðmundsdóttir lektor hélt áfram vinnu sinni við þróun nýs hlutverks í geðhjúkrun, þ.e. geðhjúkrunarráðgjöf. Páll Biering lektor hóf tvö ný rannsóknarverkefni á árinu. Annað verkefnið nefnist Þjónustuþarfir geðsjúkra og reynsla þeirra af geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi sem er könnun á landsvísu og gerð fyrir Rauða kross Íslands og Geðhjálp. Samstarfsaðili Páls í þessari rannsókn er Guðbjörg Daníelsdóttir, sálfræðingur hjá Geðhjálp. Hitt verkefnið nefnist Meðferð, batahorfur og félagsleg aðlögun sjúklinga með tvíþátta geðsjúkdóm og er unnið í samvinnu við hjúkrunarfræðinga á áfengisdeildum LSH. Þátttakendur í rannsókninni eru sjúklingar sem þiggja þjónustu á LSH og eru haldnir fíknisjúkdómi og öðrum geðsjúkdómi. Framtíðarsýn Áætlað er að skilgreina hverja fræðigrein innan sviðsins nánar og setja fram rannsóknarstefnu í samvinnu við viðkomandi sérfræðinga. Verið er að leggja lokahönd á skýrslu um þörf fyrir geðhjúkrunarráðgjöf og einnig er rannsókn á konum með geðhvörf, í samvinnu með Helgu Jónsdóttur prófessor, langt komin. Kynningar á þessum verkefnum munu væntanlega fara fram á árunum 2005 og 2006 og áhersla lögð á að hagnýta niðurstöður. Jafnframt verður lögð áhersla á að kortleggja menntunarþörf í geðhjúkrun og þróa nýjar kennsluaðferðir bæði í BS- og framhaldsnámi. Fræðastörf Erindi Jóhanna Bernharðsdóttir. lektor kynnti, á málþingi með deildarkennurum, niðurstöður úr könnun á reynslu fjórða árs nemenda af námi í geðhjúkrun. Tilgangur verkefnisins er m.a. að þróa og auka gæði námskeiðs í geðhjúkrun í BS-náminu. Páll Biering. Evidenced-based mental health nursing: Can we escape the narrow alley of measurements and quality indicators? Opnunarfyrirlestur á Norrænu geðhjúkrunarráðstefnunni í Þrándheimi, sept Veggspjald Rósa Guðmundsdóttir, Rósa Friðriksdóttir og Jóhanna Bernharðsdóttir. Frumniðurstöður úr rannsókn á Vonleysiskvarða Beck s, Dagur endurhæfingarhjúkrunar og síðar á Vísindadögum á Reykjalundi. 8

11 Geðvernd Marga Thome dósent, forstöðumaður fræðasviðs geðverndar Fræðasviðinu Geðvernd er ætlað að tengja fræðilega þekkingu og kennslu í geðvernd við hjúkrunar- og ljósmæðraþjónustu innan heilsugæslunnar. Geðvernd felur í sér fyrsta stigs fyrirbyggingu á geðheilsu (primary prevention) og eflingu geðheilsu (mental health promotion) einstaklinga, fjölskyldna og samfélags. Í íslensku samfélagi hefur á undanförnum árum skapast aukin þörf fyrir fyrirbyggjandi geðheilbrigðisþjónustu og fyrir heilsueflingu. Hjúkrunarfræðingar og ljósmæður, ásamt öðrum fagstéttum, taka þátt í mótun þessarar þjónustu og fræðasviðsins. Hjúkrunarfræðingar og ljósmæður í heilsugæslu og þeir sem vinna með börn, foreldra og á öðrum sviðum samfélagsins þjóna í mörgum tilvikum skjólstæðingum, sem þurfa á geðvernd að halda. Heilsugæsluhjúkrunarfræðingar hafa auk þess lengi haft fyrirbyggjandi hlutverki að gegna. Þeir eru oft í lykilaðstöðu til að efla geðheilbrigði einstaklinga, fjölskyldna eða hópa. Kennsla Lögð hefur verið áhersla á geðvernd ungbarna og mæðra í grunnnámi hjúkrunarfræðinga, ljósmæðranámi og meistaranámi. Í nýju framhaldsnámi í heilsugæsluhjúkrun, diplomanámi á meistarastigi, sem hefst skólaárið , verður boðið upp á námskeið á sérsviðum hjúkrunar, m.a. í ungbarnavernd, og mun sú kennsla stuðla enn frekar að aukinni þekkingu hjúkrunarfræðinga á geðvernd ungra barna og foreldra þeirra. Árið 2004 var netnámskeiðið Geðvernd eftir barnsburð kennt í þriðja skipti á heilsugæslustöðvum á höfuðborgasvæðinu í samvinnu við heilsugæslustöðvar og við Endurmenntun Háskóla Íslands. Kennsla netnámskeiðsins við nokkrar heilsugæslustöðvar á landsbyggðinni hefst í janúar 2005 og stendur fram á vor. Markmið þess er að dýpka þekkingu heilsugæsluhjúkrunarfræðinga á geðheilsu eftir fæðingu og á gagnreyndum meðferðarúrræðum fyrir konur sem upplifa vanlíðan eftir fæðingu. Rannsóknir Sú þekkingaröflun sem mest hefur verið unnið að á fræðasviðinu varðar geðvernd mæðra og ungra barna og verður þeirri vinnu haldið áfram. Má þar nefna eftirfarandi: Í samstarfi við heilsugæsluna er unnið að rannsókn sem ber heitið Efling geðheilsu kvenna eftir barnsburð: Hefur netnámskeið fyrir heilsugæsluhjúkrunarfræðinga áhrif á heilsugæsluhjúkrun og á líðan kvenna? Rannsóknin hófst 2001 og henni lýkur Niðurstöður fyrstu tveggja áfanga hennar hafa verið kynntar á árinu. Einnig er unnið að rannsóknum á svefnvandamálum ungra barna og líðan foreldra þeirra. Í samstarfi við Örnu Skúladóttur, sérfræðing á göngudeild fyrir svefntrufluð börn, verður áfram unnið að því að þróa þekkingu sem lýtur að hjúkrun óværra barna. Kynntar voru niðurstöður úr rannsókn frá , þ.e. samburðarrannsókn á 9

12 Geðvernd forskólabörnum með og án svefnvandamála á ungbarnaskeiði, tengslum svefns við lundarfar barna og líðan foreldra þeirra. Unnið var, í samstarfi við fræðimenn á göngudeild Geðdeildar LSH, að undirbúningi rannsóknar sem ber heitið Meðgöngu- og fæðingarþunglyndi íslenskra kvenna og notkun þeirra á geðvirkum lyfjum. Alþjóðlegt samstarf Mikil samskipti voru á árinu við erlenda háskóla, rannsóknastofnanir og samtök varðandi rannsóknir, kennslu og þróun hjúkrunarnáms í Evrópu, eins og eftirfarandi árip gefur til kynna: Forstöðumaður fræðasviðsins flutti fyrirlestra við Háskólann í Vínarborg (Erasmus Scholar); Abteilung Pflegeforschung í Vínarborg (Erasmus Scholar); Dekanenkonferenz Pflegewissenschaft, Brandenburgische Akademie der Wissenschaften í Berlín (í boði Dekanenkonferenz); Marcé Society, Biennal Scientific Meeting í Oxford og inngangserindi á Pflegekongress 04 í Vínarborg. Auk þess var forstöðumaður fræðasviðsins fulltrúi FÍH á vinnufundi og 12th Biennial Conference of the Workgroup of European Nurse Researchers í Lissabon. Fræðastörf Ritrýnd greinrein Thome M., Alder E.M. og Ramel A. (2004). A population based study of exclusive breastfeeding in Icelandic women: is there a relationship with depressive symptoms and parenting stress? International Journal of Nursing Studies. Samþykkt til birtingar 26. okt. 2004, birt á netinu 10. desember Faggreinaggrein Thome M. (2004).Gesundheitswesen und Pflege in Island. Österreichische Pflegezeitschrift, 57(3), Erindi og málstofur Eygló Ingadóttir, Marga Thome og Brynja Örlygsdóttir. Símenntun á netinu: Hentar vefrænt fjarnámskeið hjúkrunarfræðingum? Hjúkrun 2004, Reykjavík, apríl Arna Skúladóttir, Helga L. Helgadóttir og Marga Thome. Samanburður á svefnmynstri og lundarfari 3-5 ára barna, eftir því hvort þau höfðu átt við svefnvandamál að stríða sem ungbörn eða ekki. Hjúkrun 2004, Reykjavík, apríl Marga Thome. Konur með alvarlega geðræna kvilla: Staða þeirra í rannsókninni: Efling geðheilsu eftir fæðingu. Miðstöð heilsuverndar barna, Reykjavík, 26. maí Marga Thome og Brynja Örlygsdóttir. From a multicenter to a health care intervention study: Educating community nurses by internet to improve postnatal outcomes of distressed mothers. Marcé Society, Biennal Conference, Oxford, sept Marga Thome, Brynja Örlygsdótir og Anna J. Magnusdottir. Postpartum emotional distress after a web-based training course for community nurses. 12th Biennial Conference of the Workgroup of European Nurse Researchers, Lissabon, 5-8.okt Marga Thome og Arna Skúladóttir. Differences in parents distress depending on sleep problems of children from infancy to preschool. 12th Biennial Conference of the Workgroup of European Nurse Researchers, Lissabon, 5-8.okt Arna Skúladottir, Helga L. Helgadóttir og Marga Thome. Svefn og lundarfar 3-5 ára barna. Ungir Íslendingar í ljósi vísindanna, Reykjavík, 5. nóv Marga Thome. Fræðasvið og rannsóknir í hjúkrunarfræði. Rannsóknadagur HÍ, Reykjavík, 12. nóv Marga Thome og Arna Skúladóttir. Svefn forskólabarna og líðan foreldra. Barnahjúkrunarakademían, LSH, Reykjavík, 16.nóv Marga Thome og Arna Skúladóttir. Svefn forskólabarna með og án svefnvandamála á ungbarnaskeiði og líðan foreldra þeirra. Málþing um rannsóknir kennara við hjúkrunarfræðideild HÍ, 10. des Marga Thome, Brynja Örlygsdóttir og Anna Jóna Magnúsdóttir. Efling geðheilsu eftir fæðingu. Kynning fyrstu tveggja áfanga rannsóknarninnar. Málstofa við Rannsóknastofnun í hjúkrunarfræði við HÍ og LSH, 13.des Í boði erlendra aðila Marga Thome. Forschung und Lehre in der Pflegewissenschaft. Fakultät für Human- und Sozialwissenschaften der Universität Wien, Vínarborg 8. mars Marga Thome. Bedeutung der Pflegewissenschaft/-forschung für die Bevölkerung am Beispiel Islands und die Wissensumsetzung in die Praxis. Abteilung Pflegeforschung, Vínarborg, 10. mars Marga Thome. Nursing Science in Iceland. The Future of Nursing Care in a European Higher Education Area. Dekanenkonferenz Pflegewissenschaft. Brandenburgische Akademie der Wissenschaften, Berlín, maí Marga Thome. Die Pflege im Spannungsfeld zwischen medizinischer Versorgung und sozialer Betreuung. Pflegekongress 04, Austria Center, Vínarborg nóv Veggspjald Arna Skúladóttir, Helga L. Helgadóttir og Marga Thome (2004). Samanburður á svefnmynstri og lundarfari 3-5 ára barna, eftir því hvort þau höfðu átt við svefnvandamál að stríða sem ungbörn eða ekki. Vísindi á vordögum, LSH, Reykjavik, maí

13 Heimahjúkrun Kristín Björnsdóttir dósent, forstöðumaður fræðasviðs heimahjúkrunar Með heimahjúkrun er átt við alla þá hjúkrunarþjónustu sem fram fer á heimilum fólks. Þessi þjónusta er hluti af heilsugæslu, þáttur í starfi heilbrigðisstofnana, s.s. bráðasjúkrahúsa, og getur verið skipulögð og veitt af sjálfstætt starfandi hjúkrunarfræðingum. Með heimahjúkrun er leitast við að aðstoða fólk við að búa á sínum eigin heimilum þrátt fyrir veikindi eða skerðingu á starfsgetu, t.d. í kjölfar langvinnra veikinda eða slysa. Hún byggir á sérhæfðri þekkingu um áhrif og afleiðingar veikinda fyrir sjúklinga og fjölskyldur þeirra. Í henni felst að veita sérhæfða aðstoð, stuðning, ráðgjöf og fræðslu. Heimahjúkrun byggir á öflugu samstarfi við þá sem njóta þjónustunnar og aðstandendur þeirra og þá fjölmörgu aðila sem koma að heilbrigðisog félagsþjónustu á heimilum. Kennsla Við undirbúning að nýrri námsskrá í hjúkrunarfræði sem tók gildi árið 2003 var sú ákvörðun tekin að kenna heimahjúkrun sem sjálfstætt tveggja eininga námskeið. Námskeiðið verður kennt á fjórða námsári og verður því kennt í fyrsta skipti árið Undirbúningur undir þetta námskeið stendur nú yfir, en lýsing á námskeiðinu og fyrirkomulag mun liggja fyrir í lok árs Nemendum mun bjóðast að kynna sér heimahjúkrun ólíkra hópa og því er brýnt að efla samvinnu margra einstaklinga um viðfangsefnið. Á árinu var unnið að hönnun námsskrár fyrir framhaldsnám í heilsugæslu, bæði diplomanám og meistaranám. Í því námi er boðið upp á sérhæfingu á sviði heimahjúkrunar. Rannsóknir Sem stendur er unnið að tveim verkefnum á fræðasviðinu. Annað tengist siðfræðilegri greiningu á forsendum heimahjúkrunar, m.a. með hliðsjón af hugmyndinni um velferðarkerfið. Í því verkefni er meðal annars tekið mið af femínískum kenningum og byggt á fræðilegri greiningu á velferðarkerfinu. Aðstæður kvenna og karla til að sinna óformlegum umönnunarstörfum í háþróuðum þekkingarsamfélögum eru skoðaðar. Ein grein um efnið hefur þegar birst í bókinni Fléttur II - kynjafræði og kortlagning sem gefin var út af Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands. Hitt verkefnið, sem er að komast á lokastig, er umfangsmikil rannsókn á aðstæðum og líðan þeirra sem njóta heimahjúkrunar og aðstandenda þeirra í Reykjavík og nágrenni. Sú rannsókn var styrkt af Rannís og fer lokagreining á niðurstöðum fram á árinu Starfsmenn í því verkefni voru, auk forstöðumanns fræðasviðsins, þær Klara Þorsteinsdóttir og Anna Guðrún Gunnarsdóttir sem báðar eru hjúkrunarfræðingar. Úrvinnsla gagna mun hefjast í febrúar á árið 2005 og verða niðurstöðurnar kynntar á ráðstefnum og í tímaritsgreinum haustið 2005 og vorið Ráðstefna Dagana júní var haldin alþjóðleg, þverfagleg ráðstefna In Sickness and in health á vegum Rannsóknastofnunar í hjúkrunarfræði sem forstöðumaður fræðasviðs 11

14 Heimahjúkrun í heimahjúkrun skipulagði í samvinnu við formann stjórnar stofnunarinnar, Herdísi Sveinsdóttur. Efni ráðstefnunnar beindist að siðfræði, stjórnun og stefnumörkun innan heilbrigðisþjónustunnar og var fjallað var um þessi viðfangsefni frá gagnrýnu sjónarhorni. Efni hennar var fjölbreytt og tók til starfsmanna heilbrigðisþjónustunnar og stefnumörkunar varðandi þjónustu á ýmsum sviðum, s.s. umönnunar krabbameinssjúklinga, óformlegar umönnunar, hugmyndasögu, heilbrigðis kvenna og samfélagsþjónustu. Framtíðarsýn Á komandi árum er áformað að efla rannsóknir í heimahjúkrun innan hjúkrunarfræðideildar. Gaman væri að fá meistaranema til samstarfs á sviðinu og má sjá fyrir sér fjölmörg mikilvæg rannsóknarverkefni. Einnig er brýnt að finna samstarfsgrundvöll við Miðstöð heimahjúkrunar, heilsugæslustöðvar um allt land og hjúkrunarfélög sem vinna að heimahjúkrun sem gagnast báðum aðilum. Leitast verður við að efla samstarf við þá sem vinna að skyldum rannsóknum og við heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið. Fræðastörf Bókarkafli Kristín Björnsdóttir og Sigríður Þorgeirsdóttir (2004). Velferðarþjónusta á tímamótum: Siðfræðilegar vangaveltur um mörk fjölskylduábyrgðar og ábyrgðar hins opinbera í heimahjúkrun. Í Irma Erlingsdóttir (Ritstj.). Fléttur II -Kynjafræði kortlagning (bls ). Reykjavík: Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands. Ritrýndar greinar Björnsdóttir, K. og Malchau, S. (2004). The impact of foreign nurses, religion and modernity upon nursing in Iceland. Nursing Inquiry, 11(3), Hlíf Guðmundsdóttir, Kristín Björnsdóttir og Ragnar Friðrik Ólafsson (2004). Líkamleg færni og stuðningur frá formlegum og óformlegum stuðningsaðilum hjá 90 ára og eldri á Íslandi. Öldrun, 22(2), Erindi Kristín Björnsdóttir. Is home best? Shift in the location of health care services from health care institutions to home. Center for Innovation in Nursing Education, Árósum, 1. mars Kristín Björnsdóttir. Welfare, discourse and informal care giving. In Sickness and in Health, Reykjavík, júní Kristín Björnsdóttir. Is home best? A study of home care nursing. Institut for sygeplejevidenskab, Árósarháskóla, Árósum, 16. feb Kristín Björnsdóttir og Ingólfur Ásgeir Jóhannesson. Orðræðugreining sem rannsóknaraðferð. Samræðuþing um eigindlegar rannsóknir, Háskólinn á Akureyri, 17. sept

15 Hjúkrun langveikra fullorðinna Hjúkrun langveikra heldur áfram að vera viðfangsefni fjölmargra hjúkrunarfræðinga og verður áherslan á daglegt líf með sjúkdómi stöðugt þýðingarmeiri í ljósi ofuráherslu á hátækni-bráðaþjónustu í heilbrigðiskerfi nútímans. Í því samhengi er samvinna og samþætting fræðimennsku, kennslu og klínískra starfa mjög mikilvæg. Helga Jónsdóttir prófessor, forstöðumaður fræðasviðs hjúkrunar langveikra fullorðinna Kennsla Uppbyggingu framhaldsnáms á fræðasviðinu fleygir fram og fjöldi meistaranema eykst jafnt og þétt. Nokkrir hjúkrunarfræðingar hafa þegar útskrifast með meistaragráðu, þar af einn á árinu, og fimm nemendur eru í meistaranámi. Diplomanám í hjúkrun fullorðinna með áherslu á hjúkrun hjarta- og lungnasjúklinga hófst í september í samvinnu við fræðasvið hjúkrunar skurðsjúklinga og gjörgæsluhjúkrun, viðkomandi fagdeildir og LSH. Fimmtán nemendur leggja stund á námið. Forstöðumaður fræðasviðsins tók þátt í að leiðbeina tveimur hjúkrunarfræðingum í doktorsnámi sem vinna rannsóknir á fræðasviði hjúkrunar langveikra, annar við erlendan háskóla og hinn við læknadeild HÍ. Annað verkefnið er meðferðarrannsókn á fræðslu og stuðningi við sykursjúka og hitt verkefnið fjallar um óhefðbundna meðferð. Rannsóknir Áfram er unnið að því að þróa fyrirbærið partnership in practice, sem hlotið hefur íslenska heitið skilningsmeðferð, og birtist um það ein grein á árinu. Rannsókn, sem byggir á þeim forsendum og fjallar um reynslu hjóna þar sem konan hefur langt gengna langvinna lungnateppu, er vel á veg komin. Önnur rannsókn er í farvatninu og verður unnin í tengslum við þróun göngudeildar fyrir fólk með langvinna lungnateppu. Rannsókn sem unnin var til meistaragráðu á reynslu sjúklinga og fjölskyldna þeirra á því að vera háður tæknilegri aðstoð við öndun í svefni lauk á árinu. Myndað hefur verið rannsóknateymi á fræðasviðinu. Í þeirri vinnu taka þátt hjúkrunarfræðingar á LSH sem hafa meistaragráðu eða meiri menntun og þeir sem eru langt komnir í meistaranámi, ásamt forstöðumanni fræðasviðs og sviðsstjóra hjúkrunar. Þróun þekkingar sem hefur hagnýtt gildi fyrir hjúkrunarstarfið á LSH er meginmarkmið starfseminnar og hefur vinna teymisins í upphafi beinst að því að skilgreina viðfangsefni sitt út frá þeim forsendum. Öflugt rannsóknastarf er unnið á fræðasviðinu og má t.d. nefna þróun klínískra leiðbeininga um hjúkrun fólks sem fengið hefur heilaslag. Þróun hjúkrunarstarfsins Hjúkrun langveikra er í mikilli gerjun og er víða unnið að þróunarverkefnum á sviðinu. Þau verkefni eru í mismiklum tengslum við fræðasviðið. Þróun reykleysismeðferðar á LSH er unnin með skipulögðum hætti með reglulegum teymisfundum og samræðum. Þar er rannsóknarverkefni í undirbúningi. Ráðgjöf hefur verið veitt við þróun 13

16 Hjúkrun langveikra fullorðinna göngudeildar fyrir kransæðasjúklinga og göngudeildar fyrir fólk með langvinna hjartabilun og eru rannsóknir á þeim fyrirhugaðar. Unnið hefur verið að stuðningsviðtölum fyrir sjúklinga á lungnadeild og er rannsókn á þeim í undirbúningi. Tveir nemendur í BS-námi unnu að síðari hluta rannsóknar á gæðum hjúkrunar á lungnadeild LSH sem lokaverkefni í hjúkrunarfræði. Þróun göngudeildarstarfsemi hefur verið í sviðsljósinu á árinu. Tvö rit litu dagsins ljós um það efni. Annað er skýrsla nefndar sem hjúkrunarforstjóri skipaði um stefnumótun hjúkrunar og hitt er fræðileg samantekt og útfærsla á göngudeild fyrir fólk með langvinna lungnateppu. Í báðum þessum ritum er brugðist við áorðnum breytingum í heilbrigðisþjónustunni, einkum styttingu legutíma sjúklinga á sjúkrahúsum og þekkingu um þarfir langveikra fyrir heildræna, sérhæfða og samfellda hjúkrun. Á næstu árum má búast við frekari áherslum á rannsóknir sem stuðla að þróun einstaklingsmiðaðrar hjúkrunar langveikra. Þekkingu á þörfum þeirra fleygir fram og eru hjúkrunarfræðingar sem óðast að bregðast við því með því m.a. að þróa margvíslegar meðferðarleiðir og samskiptaform. Stuttur legutími á sjúkrahúsum hefur beint sjónum hjúkrunarfræðinga inn á nýjar brautir með þróun hjúkrunarstýrðra göngudeilda, símaþjónustu, tölvusamskipta og eflingar heimahjúkrunar svo fátt eitt sé nefnt. Fræðastörf Ritrýndar greinar Jonsdottir, H. Jonsdottir, R., Geirsdottir, Th. Sveinsdottir, K.S. og Sigurdardottir, Th. (2004). Multi-component, individualized smoking cessation intervention for lung patients. Journal of Advanced Nursing, 48(6), Jonsdottir, H., Litchfield, M. og Pharris, M.D. (2004). The relational core of nursing: Practice as it unfolds. Journal of Advanced Nursing, 47(3), Helga Jónsdóttir (2004). Skiptar skoðanir. Nurse practitioners og hjúkrunarstarfið. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 80(2), Fagrit Helga Jónsdóttir, Guðrún Halldórsdóttir og Alda Gunnarsdóttir (2004). Hjúkrunarstýrð göngudeild fyrir fólk með langvinna lungnateppu á Landspítala-háskólasjúkrahúsi. Reykjavík: Rannsóknastofnun í hjúkrunarfræði. Skýrsla Þórdís Ingólfsdóttir, Anna Gyða Gunnlaugsdóttir, Guðrún Bragadóttir, Guðrún Halldórsdóttir, Helga Jónsdóttir, Linda Kristmundsdóttir og Margrét Tómasdóttir (2004). Skýrsla nefndar um stefnumótun hjúkrunar á göngudeildum. Reykjavík: Landspítali-háskólasjúkrahús. Erindi Helga Jónsdóttir. Hjúkrun fólks með langt gengna langvinna lungnateppu utan legudeilda sjúkrahúsa. Málþing um rannsóknir kennara í hjúkrunarfræðideild, Reykjavík, 10. des Helga Jónsdóttir. Endurhæfing í krafti hjúkrunarfræðilegrar þekkingar. Málþing Félags endurhæfingarhjúkrunarfræðinga um endurhæfingarhjúkrun í nútíð og framtíð, Reykjalundi, 29. okt Helga Jónsdóttir. Vísindarannsóknir á háskólasjúkrahúsi og hagnýting þeirra: Mikilvægi samhliða og tengdra staðna á Landspítala-háskólasjúkrahúsi. Fundur forstjóra LSH með forstöðumönnum fræðasviða í heilbrigðisvísindum, Reykjavík, 25. okt Helga Jónsdóttir. Að þróa þekkingu um hjúkrun sjúklinga með langvinna sjúkdóma - Hjúkrun í krafti þekkingar. Dagur Hjúkrunarfræðideildar HÍ, 30. sept Helga Jónsdóttir. Vangaveltur um rannsóknir með viðkvæmum hópum. Samræðuþing um eigindlegar rannsóknir, Háskólanum á Akureyri, 17. sept Helga Jónsdóttir. Partnership with couples in which the wife has severe breathing difficulties. The 9 th Rogerian Conference, Emerging Possibilities for Unitary Health Care, New York University, Division of Nursing, New York, júní Helga Jónsdóttir. Reykleysismeðferð fyrir lungnasjúklinga. Málþing um reykingar: Konur og karlar. Þarf kynbundna nálgun í forvörnum og reykleysismeðferð? Málþing á vegum verkefnisstjórnar heilbrigðismálaráðuneytisins um heilsufar kvenna, Reykjavík, 4. júní Helga Jónsdóttir. Partnership with couples in which the wife has severe breathing difficulties: A participatory approach. The 3rd Nordic Interdisciplinary Conference on Qualitative Methods in the Service of Health Quality in Qualitative Research, Árósum, maí Þorbjörg Sóley Ingadóttir og Helga Jónsdóttir. To be dependent on non-invasive ventilation: Patients and families experience. The 3rd Nordic Interdisciplinary Conference on Qualitative Methods in the Service of Health Quality in Qualitative Research, Árósum, maí Þorbjörg Sóley Ingadóttir og Helga Jónsdóttir. Að vera háður tæknilegri aðstoð við öndun í svefni: Reynsla sjúklinga og fjölskyldna þeirra. Hjúkrun 2004, Reykjavík, apríl Veggspjald Þorbjörg Sóley Ingadóttir og Helga Jónsdóttir. Reconciling caring and technology: The experience of families of people dependent on non-invasive ventilation. 17 th Congress of the European Sleep Research Society, Prag, maí

17 Hjúkrun skurðsjúklinga Fræðasvið hjúkrunar skurðsjúklinga tekur yfir hjúkrun sjúklinga, sem fara í aðgerð, allt frá því grunur vaknar um að eitthvað sé að þar til aðgerð er yfirstaðin og bata er náð eða að sjúklingur tekst á við langvarandi afleiðingar þess sjúkdóms er leiddi til aðgerðarinnar. Lögð er áhersla á að skilja líkamlegar, andlegar, félagslegar og menningarlegar þarfir og samspil þeirra við heilsufarsvanda hins sjúka einstaklings og fjölskyldu hans, jafnframt því að þróa hjúkrunarmeðferðir er snúa að heilsufarsvandanum. Sértæk viðfangsefni eru m.a. óvissa, kvíði, ótti, fræðsla, særanleiki, verkir, sár- og sárameðferð, ógleði, uppköst, sértækt líkamsmat og sértækar hjúkrunarmeðferðir. Herdís Sveinsdóttir dósent, forstöðumaður fræðasviðs hjúkrunar skurðsjúklinga Kennsla Myndaður hefur verið kjarni klínískra og fræðilegra kennara sem sinnt hafa kennslu á sviðinu undanfarin ár. Þar er um að ræða fasta kennara við hjúkrunarfræðideild og hjúkrunarfræðinga starfandi á LSH. Nokkur námskeið hjúkrunarfræðideildar falla undir sviðið og er mikilvægt að náin og góð samvinna sé með kennurum um þróun námskeiðanna. Samfara breytingum sem unnar hafa verið á námsskrá er verið að þróa nýtt námskeið í hjúkrun aðgerðasjúklinga og er það gert í samvinnu við fyrrnefndan kjarna kennara. Haustið 2004 hófst diplomanám í hjúkrun fullorðinna einstaklinga þar sem áhersla er lögð á gjörgæslu-, bráða- og aðgerðahjúkrun. Tilgangur þess náms er að veita hjúkrunarfræðingum tækifæri til að dýpka þekkingu, skilning og færni á hjúkrun fólks með einkenni frá hjarta og lungum og á hjúkrun aðgerðasjúklinga. Rannsóknir Á vormisseri 2005 er áætlað að móta stefnu varðandi rannsóknir á sviðinu í samvinnu við deildarstjóra og hjúkrunarfræðinga LSH. Meginmarkmið þessarar vinnu er að efla rannsóknir íslenskra hjúkrunarfræðinga á líðan og hjúkrun aðgerðasjúklinga. Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir, meistaranemi, hefur unnið að rannsókninni Tilfinningaleg líðan og lífsgæði sjúklinga með ristilkrabbmein eftir skurðaðgerð á árinu. Áætluð lok eru vorið Í þessari rannsókn eru skoðuð lífsgæði sjúklinga sem fara í aðgerð vegna krabbameins í ristli. Unnið hefur verið að þróun þessa verkefnis í samvinnu við sérfræðinga á sviðinu sem starfa á LSH. 15

18 Hjúkrun skurðsjúklinga Fræðastörf Bókarkafli Herdís Sveinsdóttir (2004). Breytingaskeið kvenna og hormónameðferð. Í Irma Erlingsdóttir (Ritstj.). Fléttur II -Kynjafræði kortlagning. Reykjavík: Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands. Erindi og fyrirlestrar Herdís Sveinsdóttir. Tíðahvörf íslenskra kvenna: Viðhorf og þekking. Málþing um rannsóknir kennara í hjúkrunarfræðideild, Reykjavík, 10. des Herdís Sveinsdóttir. Women s decision making regarding hormone replacement therapy. 12th Biennial Conference of the Workgroup of European Nurse Researchers, Lissabon, okt Herdís Sveinsdóttir, Hólmfríður Gunnarsdóttir, Hildur Friðriksdóttir. Working conditions and symptom experience of nurses, teachers and flight attendants. 12th Biennial Conference of the Workgroup of European Nurse Researchers, Lissabon, okt Herdís Sveinsdóttir, Hólmfríður K. Gunnarsdóttir, Hildur Friðriksdóttir. Self-assessed occupational health and working environment of female cabin crew, nurses, and teachers. 50. norræna vinnuverndarráðstefnan, Reykjavík, 30. ág.-1. sept Hólmfríður K. Gunnarsdóttir, Herdís Sveinsdóttir, Jón G. Bernburg, Hildur Friðriksdóttir, Kristinn Tómasson. Lifestyle and health of female cabin crew, nurses, and teachers in Iceland. 50. norræna vinnuverndarráðstefnan, Reykjavík 30. ág.-1. sept Kristinn Tómasson, Hólmfríður K. Gunnarsdóttir, Guðbjörg L. Rafnsdóttir, Herdís Sveinsdóttir. Mobbing or bullying among female cabin crew, nurses, and teachers in Iceland. 50. norræna vinnuverndarráðstefnan, Reykjavík, 30. ág.-1. sept Herdís Sveinsdóttir. The pride of being a woman and the prejudice against women s experiences. In Sickness and in Health: Shaping Health Care: Power and Agency, Reykjavík, júní Herdís Sveinsdóttir, Hólmfríður K. Gunnarsdóttir, Hildur Friðriksdóttir. Heilbrigt vinnuumhverfi. Einkenni og vinnuumhverfi hjá konum í þremur starfshópum. LSH, Reykjavík, 3. maí Herdís Sveinsdóttir, Hólmfríður K. Gunnarsdóttir, Hildur Friðriksdóttir. Heilbrigt vinnuumhverfi. Einkenni og vinnuumhverfi hjá konum í þremur starfshópum. Hjúkrun 2004, Reykjavík, maí Herdís Sveinsdóttir. Heilsufar hjúkrunarfræðinga og tengsl við vinnuumhverfi. Fræðsludagur fyrir starfsfólk nýburadeildar LSH, Reykjavík, 21. apríl Herdís Sveinsdóttir. Líðan og heilsa hjúkrunarfræðinga. Fræðsludagur fyrir starfsfólk B-6 LSH, Reykjavík, 2. apríl

19 Krabbameinshjúkrun Á fræðasviði krabbameinshjúkrunar er unnið að samþáttun klínískrar hjúkrunar, kennslu og rannsókna. Markmiðið er bæta hjúkrun einstaklinga með krabbamein og aðstandenda þeirra, bæta þekkingu hjúkrunarfræðinga sem hjúkra einstaklingum með krabbamein og þróa þekkingu í krabbameinshjúkrun. Stefnt er að því að sjúklingar og aðstandendur þeirra fái framúrskarandi hjúkrun sem er árangursrík og örugg. Litið er á sjúklinginn og aðstandendur hans sem eina heild með breytilegar og ólíkar þarfir og væntingar. Markmiðið er að hjúkrunin sé í stöðugri þróun þar sem samþætt þjónusta, kennsla og rannsóknir leiða krabbameinshjúkrun sem fræði- og starfsgrein. Nanna Friðriksdóttir lektor, forstöðumaður fræðasviðs krabbameinshjúkrunar Kennsla Unnið hefur verið að undirbúningi sérhæfðs 2 eininga námskeiðs í krabbameinshjúkrun fyrir BS-nema á 3ja ári, sem kennt verður í fyrsta sinn haustið Haustið 2004 hófst diplomanám á meistarastigi í krabbameinshjúkrun við Háskóla Íslands. Í námið eru skráðir 15 hjúkrunarfræðingar. Fyrsta sérhæfða krabbameinshjúkrunarnámskeiðið, Faraldsfræði og forvarnir krabbameina, verður kennt á vormisseri Haustið 2005 og vorið 2006 verða kennd sérhæfð námskeið í hjúkrun sjúklinga með krabbamein og í líknandi meðferð. Skólaárið unnu fjórir nemendur lokaverkefni til BS-prófs á fræðasviði krabbameinshjúkrunar. Fimm stúdentar sem stunda nám til MS-gráðu í hjúkrunarfræði vinna að lokaverkefni á fræðasviði krabbameinshjúkrunar. Rannsóknir Innan fræðasviðsins er nú unnið að rannsóknum á: Þörfum aðstandenda krabbameinssjúklinga í líknandi meðferð. Mælitæki sem notað er til að meta einkenni hjá einstaklingum með krabbamein. Rannsókn á lífsgæðum og endurhæfingarþörfum einstaklinga í krabbameinslyfjameðferð. Rannsókn á einstaklingum sem fá ópíum verkjalyf vegna krabbameinsverkja. Þetta er stórt samevrópskt verkefni. Rannsókn á notkun sjúklinga með krabbamein á viðbótarmeðferðum Annað Þverfaglegt teymi vinnur að staðfæringu og innleiðingu klínískra leiðbeininga um meðferð krabbameinsverkja. Einnig er að hefjast vinna í þverfaglegum hóp sem vinnur að staðfæringu og innleiðingu klínískra leiðbeininga um ógleði hjá 17

20 Krabbameinshjúkrunarfræði krabbameinssjúklingum. Lögð hafa verið drög að fleiri vinnuhópum, m.a. til að vinna að klínískum leiðbeiningum um meðferð við lok lífs. Undirbúningsvinna hefur farið fram fyrir þróunarverkefni til að bæta þjónustu við aðstandendur krabbameinssjúklinga. Verkefninu verður hrint af stað vorið Tvisvar á ári eru haldin námskeið um krabbameinslyfjameðferð fyrir hjúkrunarfræðinga á LSH. Unnið er að skilgreiningu á gæðavísum á sviðinu. Framtíðarsýn Unnið hefur verið að því að skilgreina forgangsverkefni í klínískri hjúkrun, kennslu og rannsóknum. Stefnt er að því að mynda í kringum einstaka sjúklingahópa þverfagleg teymi sem vinna að því að skilgreina þarfir, þjónustuferli og þörf fyrir breytingar. Markmiðið er að innleiða nýja eða breytta þjónustu fyrir hvern sjúklingahóp sem verður árangursmæld. Einnig er markmiðið að innan hvers fagteymis verði unnið að rannsóknum. Mikilvægt er að efla hjúkrunarrannsóknir á sviðinu og gera þær sýnilegri á sama tíma og unnið er að því að efla þverfaglega samvinnu. Stefnt er að því að árlega verði gerðar þjónustukannanir auk þess sem stefnt er að því að skilgreina og mæla gæðavísa. Fræðastörf Erindi Nanna Friðriksdóttir. Þarfir aðstandenda í líknarmeðferð. Líknarmálaþing Samtaka um líknarmeðferð, 28. apríl Nanna Friðriksdóttir. Einkenni sjúklinga í líknandi meðferð. Líknarmálaþing Samtaka um líknarmeðferð, 28. apríl Nanna Friðriksdóttir. Notkun viðbótarmeðferða hjá sjúklingum í krabbameinsmeðferð. Fræðsludagur Leitarstöðvar KÍ, Reykjavík, 14. maí Nanna Friðriksdóttir. Notkun viðbótarmeðferða hjá sjúklingum í krabbameinsmeðferð. Fræðslufundur krabbameinsfélaga á Norðurlandi, Skagafirði, 23. maí Nanna Friðriksdóttir. Endurhæfing krabbameinssjúklinga. Fræðslufundur krabbameinsfélaga á Norðurlandi, Skagafirði, 23. maí Sigríður Gunnarsdóttir. Hugmyndir sem hafa áhrif á meðferð krabbameinsverkja. Rannsóknarstofnun í hjúkrunarfræði við HÍ og LSH, Reykjavík, 2. des Sigríður Gunnarsdóttir. Hugmyndir sem hafa áhrif á meðferð krabbameinsverkja. Fræðslufyrirlestur á vegum Verkjafræðafélags Íslands, 8. nóv Svandís Íris Hálfdánardóttir. Kynning á niðurstöðum rannsóknar: Mat syrgjenda á fylgd. Fræðsludagur Lyflækningasviðs II LSH, Reykjavík, 5. mars Veggspjald Svandís Íris Hálfdánardóttir og Valgerður Sigurðardóttir. Evaluation of bereavement follow-up programs within palliative care in Iceland. Ráðstefna samnorrænu líknarsamtakanna, Nordic Congress for Palliative Care, Palliation in Progress, Árósum, maí

21 Kynheilbrigði Kynheilbrigði nær til bæði kynlífs- og frjósemisheilbrigðis (sexual- and reproductive health). Á alþjóðlegum vettvangi hefur á síðustu árum verið lögð vaxandi áhersla á þennan málaflokk. Megináhersla er á forvarnarstarf, bæði hvað varðar kynfræðslu (sexuality education) og kynheilbrigðisþjónustu (sexual- and reproductive health services). Nær fræðasviðið bæði til starfsemi innan veggja spítalastofnana og heilsugæslunnar eins og lög nr 25/1975 um ráðgjöf og fræðslu um kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir, kveða á um. Mikilvægt er að vinna að rannsóknum og byggja upp gagnreynda þekkingu á sviðinu sem nýst getur við menntun og þjálfun heilbrigðisstarfsfólks og annarra er koma að þessum málaflokki. Sóley S. Bender dósent, forstöðumaður fræðasviðs kynheilbrigðis Kennsla Kennsla um kynheilbrigði fer fram í ýmsum námskeiðum, svo sem innan námskeiðanna Barneignir og heilbrigði fjölskyldunnar, Fæðinga- og kvensjúkdómafræði, Heilbrigði kvenna (ljósmóðurfræði) og innan klínískrar ljósmóðurfræði sem er kennd á öðru ári. Einnig má nefna að nemendur á öðru námsári í ljósmóðurfræði voru í klínískri þjálfun á síðdegismóttökunni Ráðgjöf um getnaðarvarnir (RUG), fylgdust með og greindu viðtöl. Rannsóknir Unnið hefur verið að þróun ráðgjafar um getnaðarvarnir á undanförnum árum. Birtar voru á árinu niðurstöður úr rannsókn á árangri ráðgjafar um getnaðarvarnir fyrir fóstureyðingu á notkun getnaðarvarna eftir fóstureyðingu. Tveir hópar nemenda luku BS-verkefnum á sviði kynheilbrigðis sem bæðu lutu að kynfræðslu foreldra. Einn nemandi í ljósmóðurfræði vann lokaverkefni um fræðsluefni á sviði kynheilbrigðis fyrir heimasíðu RUG. Á árinu var hafið samstarf við David Schmitt, dósent í sálfræði við Bradley háskólann í Bandaríkjunum, varðandi fjölþjóðlega könnun um Persónuleika og viðhorf til kynlífs. Könnunin er lögð fyrir ungt fólk í um 60 löndum heims og hefur hún hlotið styrk frá rannsóknasjóði HÍ. Koma tveir meistaranemendur að þeirri rannsóknavinnu. Gagnasöfnun mun fara fram í byrjun árs Forstöðumaður er einnig að byrja að leiðbeina doktorsnemanda við háskóla í New York varðandi kynfræðslu foreldra. Ráðgjöf um getnaðarvarnir Síðdegismóttaka RUG var starfrækt á kvennadeild Landspítala-háskólasjúkrahúss með svipuðu sniði og árið áður. Opið er tvisvar í viku, mánudaga og miðvikudaga kl Starfsemi móttökunnar byggist á lögum nr. 25/1975. Alls komu 182 konur á árinu í samtals 322 skipti (ný- og endurkomur). Þar af voru 125 konur að koma í fyrsta skipti og 57 sem héldu áfram frá fyrra ári. Alls voru 197 endurkomur. Helstu getnaðarvarnir sem konurnar óskuðu eftir voru hormónasprautan og pillan. Móttakan er einkum ætluð konum sem hafa farið í fóstureyðingu á kvennadeild LSH og stúlkum 20 ára og yngri. Byrjað var á því að þróa rafræna skráningu og var unnið að gerð bæklings fyrir móttökuna. 19

22 Kynheilbrigði Innlent og erlent samstarf Forstöðumaður fræðasviðsins á sæti í verkefnisstjórn um heilsufar kvenna á vegum heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins og hefur lagt þar áherslu á kynheilbrigðismál. Auk þess var unnið að endurskoðun á bæklingi um allar getnaðarvarnir sem gefinn er út af Landlæknisembættinu og er dreift um allt land. Einnig var áframhaldandi samstarf við Robert T. Francoeur, ritstjóra The International Encyclopedia of Sexuality, varðandi íslenska kaflann þeirri bók. Stjórnvöld, ýmsir fræðimenn hérlendis sem erlendis, fréttamenn og skólafólk hafa leitað til forstöðumanns varðandi ýmiss erindi sem tengjast kynheilbrigðismálum. Ráðstefnur Flutt voru erindi og/eða kynnt veggspjöld á ýmsum innlendum sem erlendum ráðstefnum, s.s. Hjúkrun 2004, norrænni ráðstefnu í ljósmóðurfræði, Congress of Nordic Federation of Societies of Obstetrics and Gynecology og International Academy of Sex Research. Framtíðarsýn Lagðar hafa verið fram grunnhugmyndir um námskeið varðandi kynheilbrigði innan diploma- og meistaranáms á sviði heilsugæslu. Unnið verður áfram að þróun fræðslu og ráðgjafar um kynheilbrigði á kvennasviði þar sem lögð er áhersla á gagnreynda þekkingu. Mikilvægt er jafnframt í framtíðinni að huga kynheilbrigðisþjónustu innan heilsugæslunnar. Fræðastörf Ritrýnd grein Bender, S.S. og Geirsson, R.T. (2004). Effectiveness of pre-abortion counseling on post-abortion contraceptive use. Contraception, 69, Bókarkafli Bender, S.S., Juliusdottir, S., Kristinsson, Th og Jonsdottir, G. (2004). Iceland. In R.T. Francoeur & R.J. Noonan (Ritstj.). The Continuum Complete International Encyclopedia of Sexuality. New York: Continuum (pp ). Erindi Sóley S. Bender. Kynlífsheilbrigði: Ferskir straumar. Hjúkrun 2004, Reykjavík, apríl Lykilerindi. Sóley S. Bender. Adolescent pregnancy: Uncertainties of motherhood. Norræn ljósmæðraráðstefna, Mothers of Light, Reykjavík, maí Sóley S. Bender. Sexual and reproductive health among adolescents: Icelandic perspective. Presymposium: Adolescent Sexual Health - Recent Trends in the Nordic and Baltic Countries, 12. júní. NFOG, Congress of Nordic Federation of Societies of Obstetrics and Gynecology, Helsinki, júní Sóley S. Bender. Ákvarðanataka og tvíbentar tilfinningar. Málþing um rannsóknir kennara í hjúkrunarfræðideild, Reykjavík, 10. des Sóley S. Bender. Þunganir unglingsstúlkna: Hugmyndafræðilegt skýringarlíkan. Málþing um málefni barna og unglinga, Ungir Íslendingar, Reykjavík, 5. nóv Sóley S. Bender. Kynferðislegt ofbeldi: Hvernig er menntun og þjálfun hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra? Námsstefna á vegum Stígamóta, Kvennaathvarfsins, Neyðarmóttöku vegna nauðgana, Kvenfélagasambands Íslands, Kvennaráðgjafarinnar, Kvenréttindafélagsins og Öryggisráðs Feministafélags Ísland: Menntun fagfólks og meðferð kynferðisbrotamála, Reykjavík, 17. sept Veggspjöld Sóley S. Bender. Perceived parental hindrances in providing sexuality education. IASR, International Academy of Sex Research, Helsinki, júní Sóley S. Bender. Ráðgjöf um getnaðarvarnir. Vika hjúkrunar á LSH, maí

23 Ljósmóðurfræði og heilbrigði kvenna Ólöf Ásta Ólafsdóttir lektor, forstöðumaður fræðasviðs ljósmóðurfræði og heilbrigði kvenna Fræðasviðið Ljósmóðurfræði og heilbrigði kvenna er í mótun og innan þess hafa verið skilgreind fjögur svið: meðgönguvernd, fæðingarhjálp, umönnun í sængurlegu og kynog kvenheilbrigði. Samstarf er þeirra á milli og kennsla og rannsóknir fara fram á öllum sviðum í tengslum við Landspítala-háskólasjúkrahús og Heilsugæsluna. Markmiðið hefur verið að efla þekkingarþróun á fræðasviðinu, kortleggja rannsóknar- og þróunarverkefni og forgangsraða verkefnum. Þó ljósmóðurfræðin standi á gömlum merg og ljósmóðurstörf hafi verið unnin frá alda öðli er hún mjög ung fræðigrein og þekking í ljósmóðurfræði hefur fram að þessu verið byggð á reynslu í starfi en ekki akademískum vinnubrögðum. Í hinum vestræna heimi fluttist nám í ljósmóðurfræði almennt ekki á háskólastig fyrr en á síðustu áratugum og á Íslandi hófst ljósmóðurfræðinám við Háskóla Íslands árið 1996 og mun því verða 10 ára á næsta ári. Kennsla Vorið 2004 útskrifuðust 10 ljósmæður úr námi í ljósmóðurfræði. Lokaverkefni þeirra fjölluðu um fjölbreytt efni s.s. um brjóstagjöf og verkefnið barnvænt sjúkrahús, nálastungumeðferð á meðgöngu og í fæðingu, sykurþolspróf, næringu og notkun fíkniefna á meðgöngu og kynheilbrigðisfræðslu. Einnig voru unnin nokkur lokaverkefni í hjúkrunarfræði sem fjölluðu um efni sem tengjast fræðasviðinu. Hildur Kristjánsdóttir, ljósmóðir og aðjunkt í ljósmóðurfræði, lauk meistaraprófi í uppeldis- og menntunarfræði við Kennaraháskóla Íslands í maí Rannsókn Hildar fjallar um upplifun og reynslu þungaðra kvenna af fyrstu skoðun í mæðravernd. Leiðbeinendur hennar voru Guðrún Kristinsdóttir, prófessor og Ólöf Ásta Ólafsdóttir, lektor. Vísindaráð KHÍ veitti Hildi verðlaun fyrir bestu meistararitgerðina við skólann árið Í umsögn um ritgerðina kom fram að Hildur ræddi niðurstöðurnar í ljósi rannsókna og hugtaka úr menntunarfræðum, heilbrigðisvísindum og síðast en ekki síst hugmyndasagnfræði þar sem foucaultískum hugtökum. Þótti sú umræða, sem var einkum um valdatengsl mæðra og heilbrigðisstarfsmanna, vera til fyrirmyndar af meistaraprófsritgerð að vera. Þróunarverkefni í kennslu Í ljósmóðurfræði er unnið að ýmsum þróunarverkefnum í kennslu sem hlotið hafa styrki úr Kennslumálasjóði Háskóla Íslands. Þessi verkefni lúta að uppbyggingu fjarnáms í ljósmóðurfræði til Akureyrar og Ísafjarðar, breytingu á kennsluháttum í lausnaleitarnám og þróun handbókar um skráningu og mat á klínískri færni. Þrjár ljósmæður sem stundað höfðu fjarnám á Ísafirði útskrifuðust vorið Þrír nemendur stunda fjarnám á Akureyri í samstarfi við Háskólann á Akureyri og útskrifast þeir vorið Umjónarmaður námsins þar er Sigfríður Inga Karlsdóttir, lektor. Rannsóknir Forstöðumaður fræðasviðsins er að skrifa doktorsritgerð sem ber heitið Fæðingasögur og þekkingarþróun í ljósmóðurfræði. Ljósmóðurstarf á Íslandi Tilgangur rannsóknarinnar er skoða fæðingarsögur og skilgreina þekkingu ljósmæðra og hugmyndafræði um barneignir sem birtist í þeim. Ennfremur að skoða hvernig barneignarþjónusta á Íslandi hefur þróast út frá menningarlegu sjónarhorni á árunum 21

24 Ljósmóðurfræði og heilbrigði kvenna , sérstaklega með tilliti til fæðingarstaðar. Rannsóknaraðferðin er eigindleg og söguaðferð eða frásagnargreining (narrative analysis) er notuð við greiningu gagna. Fæðingarsögum er safnað frá ljósmæðrum sem hafa unnið á Íslandi síðastliðin 50 ár. Efninu er safnað í einstaklings- og hópviðtölum, en einnig í fjölmiðlum og úr rituðu máli um reynslu kvenna og barneignir. Ljósmæður með ólíkan bakgrunn, sem hafa bæði starfað á landsbyggðinni og/eða í Reykjavík á fæðingardeild LSH, eru beðnar að segja frá atvikum eða aðstæðum sem hafa verið minnisverðar og hafa haft áhrif á þróun þekkingar í ljósmóðurstarfinu. Áætluð verklok eru haustið Rannsóknarniðurstöðum er skipt í kafla sem verða uppstaða greina til birtingar. Fjallað er um þekkingarþróun í ljósmóðurfræði og fæðingasögur, menningu barneigna og fæðingastaði, yfirsetuna og samband ljósmæðra og kvenna, áhrif á faglegt öryggi og þróun mismunandi þekkingar í ljósmóðurstarfi með áherslu á huglæga þekkingu. Ólöf Ásta vinnur einnig að því að skrifa ritrýndan kafla í bók sem fjallar um barneignir með mannfræðilegri nálgun, sem fyrirhugað er að komi út í lok árs 2005 í Bretlandi. Kaflinn fjallar um söguaðferðina og þróun þekkingar um barneignir frá þverfaglegum sjónarhóli og er skrifaður í samstarfi við Mavis Kirkham, prófessor við University of Sheffield. Ráðstefna Norræn ráðstefna ljósmæðra, Mothers of Light, var haldin í Reykjavík í maí 2004 á vegum Ljósmæðrafélags Íslands og náms í ljósmóðurfræði við Háskóla Íslands og mun þetta vera fyrsta alþjóðlega vísindaráðstefna ljósmæðra sem haldin er hér á landi, en þátttakendur voru um 400. Yfir 20 fyrirlestrar og veggspjöld voru kynnt á vegum sviðsins eða í tengslum við það um rannsóknir, kennslu og þróunar- og gæðaverkefni á klínískum vettvangi. Þótti ráðstefnan takast vel í alla staði. Gestafyrirlesarar voru Jane Sandall, Mavis Kirkham, Ólöf Ásta Ólafsdóttir og Sigríður Halldórsdóttir. Framtíðarsýn Eins og kom fram í upphafi þá eru fræðasvið ljósmóðurfræðinnar í mótun. Lögð er áhersla á að lokaverkefni nemenda í ljósmóðurfræði, sem byggjast á gagnreyndum rannsóknum í starfi, nýtist þjónustu við skjólstæðinga sviðins sem best og að þau geti verið grunnur að klínískum leiðbeiningum og upplýsingaöflun fyrir framtíðar rannsóknar- og þróunarverkefni. Sama gildir um meistararannsóknir á sviðinu. Nú stunda 4 ljósmæður meistaranám við hjúkrunarfræðideild með áherslu á rannsóknaþjálfun. Undirbúningur fyrir meistarnám í ljósmóðurfræði stendur yfir og er stefnt að því að bjóða upp á slíka námsleið haustið 2006 sem væntanlega mun styrkja uppbyggingu rannsókna- og þekkingargrunns í ljósmóðurfræði í íslensku samfélagi og menningu. Fræðastörf Grein Margrét I. Hallgrimsson og Ólöf Ásta Ólafsdóttir (2004). Útkoma spangar í eðlilegri fæðingu, áhrif meðferðar og stellingar Ljósmæðrablaðið, 82 (1) Erindi Ólöf Ásta Ólafsdóttir. A Midwifery Narrative: Models of Care and the Culture of Childbirth in a Nordic Context. Norræn ljósmæðraráðstefna, Mothers of Light: Gentle Warriors from Past to Present, Reykjavik maí Ólöf Ásta Ólafsdóttir. Place of birth: midwives narrative ways of knowing. Rannsóknamálþing, WICH Research Group, School of Nursing and Midwifery, University of Sheffield, júní Ólöf Ásta Ólafsdóttir. Our midwife heart is not ticking. A midwifery narrative: With institution model of care. Thames Valley University Annual Internal Conference: Research in the Real World, London, 16. sept Ólöf Ásta Ólafsdóttir. Types of narrative enquiry in qualitative research, analytical tools and theories. Rannsóknarþing við Thames Valley University, Faculty of Health and Human Sciences, 24. sept Veggspjald Ingibjörg Eiríksdóttir og Ólöf Ásta Ólafsdóttir. Outcome of twin pregnancies and birth at the University Hospital in Iceland in the years Norræn ljósmæðraráðstefna, Mothers of Light: Gentle Warriors from Past to Present, Reykjavik maí Vinnusmiðja Susanne Houd og Ólöf Ásta Ólafsdóttir. Exploring ways of keeping birth normal. Norræn ljósmæðraráðstefna, Mothers of Light: Gentle Warriors from Past to Present, Reykjavik maí

25 Meðgönguvernd Meðgönguvernd er eitt af meginsviðum ljósmóðurfræðinnar. Meðgönguvernd felur í sér að búa verðandi foreldra undir breytingar á hlutverki sínu og aðstæðum, að fyrirbyggja sjúkdóma og vandamál sem geta fylgt meðgöngunni og að veita umönnun og meðferð eftir því sem við á. Lögð er áhersla á að horft sé heildrænt á samspil andlegra, félagslegra, líkamlegra, kynbundinna og trúarlegra þátta. Helga Gottfreðsdóttir lektor, forstöðumaður fræðasviðs meðgönguverndar Erlendis hefur þekking á sviði meðgönguverndar aukist mjög síðastliðinn áratug, sem hefur haft áhrif á starfssvið ljósmóðurinnar. Vísir að þekkingarþróun í ljósmóðurfræði á sviði meðgönguverndar hér á landi skapast með samvinnu ljósmóðurfræðanna og þeirra stofnana sem veita meðgönguvernd. Kennsla Kennsla í meðgönguvernd hefur ætíð verið stór þáttur náms í ljósmóðurfræði. Síðustu ár hefur áhersla verið lögð á að gefa nemendum kost á að stunda klínískt nám innan mismunandi stofnana. Hér er átt við heilsugæslustöðvar á landsbyggðinni jafnt sem deildir sem veita sérhæfðari þjónustu. Jafnframt fylgja nemendur verðandi foreldrum eftir í kerfi þar sem veitt er heildræn ljósmæðraþjónusta á meðgöngu, í fæðingu og sængurlegu. Námsskrá í ljósmóðurfræði er í stöðugri endurskoðun og huga þarf að nýjungum og breyttum áherslum innan meðgönguverndar. Brýnt er t.d. að veita markvissari kennslu í ráðgjöf til verðandi foreldra. annsóknir Rannsóknir Forstöðumaður fræðasviðsins vinnur að tveimur rannsóknum á fræðasviði meðgönguverndar. Sú fyrri tengist fræðsluþörfum verðandi feðra og hefur hluti niðurstaðna úr þeirri rannsókn verið kynntur á ráðstefnum og í fræðsluerindum fyrir fagfólk í meðgönguvernd. Styrkur fékkst frá Rannsóknastofnun í hjúkrunarfræði til úrvinnslu gagna. Áhersla er lögð á hagnýtingu rannsóknarinnar í störfum ljósmæðra. Í síðara verkefninu er verið að leggja grunn að rannsókn á upplifun verðandi foreldra af ákvarðanatöku um fósturrannsóknir. Sú rannsókn er unnin sem doktorsverkefni. Nauðsynlegt er að efla samvinnu milli ljósmóðurfræðinnar og þeirra stofnana sem sinna meðgönguvernd og stefnt er að því að fræðasviðið geti átt þátt í þróunarverkefnum sem brýnt er að vinna í klínísku starfi. Í því sambandi þarf að huga að þverfaglegum rannsóknum með samstarfsstéttum. Í undirbúningi eru tvö verkefni sem tengjast klínískum vettvangi. Það fyrra er samvinnuverkefni milli ljósmóðurfræðinnar og Heilsugæslunnar í Reykjavík, Miðstöðvar mæðraverndar og fjallar það um gagnsemi foreldrafræðslunámskeiða frá sjónarhorni foreldra. Verkefnið er að hluta unnið sem lokaverkefni í ljósmóðurfræði. Seinna verkefnið er 23

26 Meðgönguvernd samvinnuverkefni milli ljósmóðurfræðinnar og LSH og tengist fæðingarkvíða. Mótttaka fyrir verðandi foreldra sem hafa orðið fyrir erfiðri reynslu í fæðingum hefur verið starfrækt á kvennadeild LSH í tæp sex ár. Ráðgert er að taka saman umfang starfseminnar og meta gagnsemi hennar samfara því að þróa áfram þá starfsemi sem nú þegar hefur verið byggð upp. Framtíðarsýn Rannsóknarviðfangsefni í meðgönguvernd eru nánast ótæmandi og unnið verður að því að byggja þann þátt upp á næstu árum. Mikilvægt er að rannsóknir sem unnar eru á þessu sviði endurspegli þau viðfangsefni sem brýnust eru á hverjum tíma. Auk þeirra verkefna sem að ofan hafa verið talin eru það t.d. viðfangsefni varðandi fósturrannsóknir, mismunandi þjónustuform á meðgöngu og árangur og innihald meðgönguverndar. Fræðastörf Erindi Helga Gottfreðsdóttir. Fræðsluþörf verðandi feðra. Ráðstefna um karlarannsóknir á vegum Rannsóknastofu í kvenna-og kynjafræði við HÍ, mars 2004 Helga Gottfreðsdóttir. The emergence of the new father. Norræn ljósmæðraráðstefna, Mothers of Light, Reykjavík maí Helga Gottfreðsdóttir. Fræðsluþarfir verðandi feðra og aðlögun þeirra að föðurhlutverkinu. Heilsugæslan í Reykjavík, sept Helga Gottfreðsdóttir. Verðandi foreldrar og ákvarðanataka um samþætt líkindamat á fyrsta þriðjungi meðgöngu. Upplýst val, sjálfræði og siðfræði í tenglum við fósturrannsóknir. Málþing um rannsóknir kennara í hjúkrunarfræðideild HÍ, Reykjavík, 10. des Veggspjald Helga Gottfreðsdóttir (2004). An exploration of autonomy and decision making in prenatal screening. Norræn ljósmæðraráðstefna, Mothers of Light, Reykjavík, maí

27 Stjórnun Innan fræðasviðs stjórnunar eru m.a. eftirtaldar fræðigreinar: hjúkrunarstjórnun, mannauðsstjórnun, gæðastjórnun, þekkingar- og þjónustustjórnun, verkefnastjórnun, stefnumiðuð stjórnun, árangursstjórnun, fjármála- og rekstrarstjórnun og áhættu- og óvissustjórnun. Megináhersla er lögð á þá þætti sem varða hjúkrunarstjórnun. Birna G. Flygenring lektor, forstöðumaður fræðasviðs stjórnunar Kennsla Haustið 2004 hófst kennsla í sérstakri námsleið í stjórnun í meistaranámi við hjúkrunarfræðideild. Til þess að geta komið til móts við breiðari hóp hjúkrunarfræðinga var ákveðið að halda áfram þeirri undirbúningsvinnu sem unnin hafði verið fyrir stjórnunarnám á meistarastigi fyrir hjúkrunarfræðinga og verður, haustið 2005, boðið upp á nýja námsleið í stjórnun innan diplomanámsins. Um er að ræða 20 eininga diplomanám á meistarastigi sem tekur mið af þörfum hjúkrunarfræðinga sem starfa við stjórnun. Samhliða undirbúningi á námskrá fyrir diplomanám, var gerð könnun á hug hjúkrunarstjórnenda til framhaldsnáms í hjúkrun, þ.e. annarsvegar meistaranáms og hinsvegar diplomanáms á meistarastigi í stjórnun. Niðurstöður könnunarinnar sýndu að fleiri hjúkrunarstjórnendur höfðu áhuga á diplomanámi en meistaranámi. Í meistara- og diplomanámi verða kennd tvö sérhæfð stjórnunarnámskeið innan hjúkrunarfræðideildar. Unnið verður að undirbúningi þeirra á árinu 2005 í samvinnu við Pace University í New York. Í grunnnáminu hafa orðið þær breytingar á kennslu í hjúkrunarstjórnun með tilkomu nýrrar námskrár, að í stað tveggja námskeiða, þ.e. Hjúkrunarstjórnun I og II (2 einingar hvort um sig), verður nú kennt eitt 4 eininga námskeið í hjúkrunarstjórnun á vormisseri þriðja árs. Þessi breyting gengur í garð á vormisseri Rannsóknir Á árinu var unnið að rannsókn á ástæðum þess að hjúkrunarfræðingar hættu störfum á Landspítala - háskólasjúkrahúsi. Var hún gerð í samvinnu við Hrafn Óla Sigurðsson, ráðgjafa á hjúkrunarsviði LSH. Unnið verður að undirbúningi rannsóknar á starfsánægju hjúkrunarfræðinga á árinu Ráðstefnur Flutt voru erindi og veggspjöld kynnt á innlendum og erlendum ráðstefnum s.s. Hjúkrun 2004 og 12th Biennial Conference of the Workgroup of European Nurse Researchers. Framtíðarsýn Á næstu árum er mikilvægt að efla rannsóknir í hjúkrunarstjórnun innan hjúkrunarfræðideildar. Leitað verður eftir samstarfi við hjúkrunarstjórnendur í þeim tilgangi. Mikil von er einnig bundin við rannsóknir meistaranema í framtíðinni. 25

28 Stjórnun Fræðastörf Erindi Birna G. Flygenring. Streita í starfi og heilbrigðistengd hegðun fólks sem annast krabbameinssjúklinga. Hjúkrun 2004, Reykjavík, apríl Birna G. Flygenring. Streita í starfi og heilbrigðistengd hegðun. Hvað geta stjórnendur gert? Vinnudagur deildarstjóra LHS, Reykjavík, 7. maí Birna G. Flygenring. Starfsánægja. Málþing um rannsóknir kennara í hjúkrunarfræðideild, Reykjavík, 10. desember Veggspjöld Birna G. Flygenring. Stress and preferred coping strategies. 12th Biennial Conference of the Workgroup of European Nurse Researchers, Lissabon, 5-8.okt Birna G. Flygenring. Streita og álagsþættir í starfi fólks sem annast krabbameinssjúklinga. Rannsóknadagur HÍ, Öskju, 12. nóv

29 Umönnun í sængurlegu Í tengslum við samstarfssamning Háskóla Íslands og heilsugæslunnar samþykkti deildarfundur hjúkrunarfræðideildar í janúar 2003 meðal annars tillögu að stofnun fræðasviðs í ljósmóðurfræði á sviði sængurleguþjónustu. Með samningi Ljósmæðrafélags Íslands og Tryggingastofnunar Ríkisins árið 1993 hófst formlega svokölluð heimaþjónusta ljósmæðra til fjölskyldna í kjölfar snemmútskrifta eftir fæðingu. Sængurleguþjónusta ljósmæðra í heilsugæslu nær fyrst og fremst til þessarar þjónustu. Hildur Sigurðardóttir lektor, forstöðumaður fræðasviðs umönnunar í sængurlegu Fræðasvið á sviði sængurleguþjónustu er í mótun en lætur sig varða kennslu og þróun þekkingar á sviðinu almennt, óháð því hvar þjónustan er veitt, þ.e. hvort um er að ræða heimaþjónustu í heilsugæslu eða sjúkrahúsþjónustu. Þróun þekkingar á sviðinu nær til þeirrar þjónustu sem veitt er til foreldra, nýbura og fjölskyldna í kjölfar barneigna. Rannsóknir á sviðinu geta meðal annars beinst að mati á gæðum og þróun þjónustunnar, líðan og reynslu foreldra, svo og þáttum er varða hjúkrun og eftirlit með nýburanum og fjölskyldunni. Kennsla Kennsla um sængurleguþjónustu fer fram bæði í grunnnámi hjúkrunarfræðinnar og einnig í ljósmóðurfræðinni. Með tilkomu nýrrar námskrár í hjúkrunarfræði hefur námskeiðunum Fæðinga- og kvensjúkdómafræði (2ein) og Barneignir og heilbrigði fjölskyldunnar (4ein), sem kennd voru á 3ja námsári í eldri námskrá verið breytt og við tekur námskeiðið Barneignir og heilbrigði kvenna (4ein) á 4. námsári. Rannsóknir Á síðastliðnu ári hefur verið unnið að rannsóknum þar sem skoðað hefur verið viðhorf mæðra til sængurleguþjónustunnar, bæði í heimaþjónustunni og sjúkrahúsþjónustunni. Einnig er unnið að rannsókn á brjóstagjafareynslu íslenskra kvenna og þeirri þjónustu sem veitt er á því sviði. Fræðastörf Ritrýnd grein Hildur Sigurðardóttir (2004), Ljósmæðraþjónusta fyrstu vikuna eftir fæðingu. Viðhorf mæðra til þjónustunnar, Ljósmæðrablaðið, 82(2), bls Veggspjöld Hildur Sigurðardóttir. Factors influencing the success and duration of breastfeeding in Iceland. Norræn ljósmæðraráðstefna, Mothers of Light, Reykjavík, maí Hildur Sigurðardóttir. The first week postpartum at home or in hospital: Mothers perception of care. Norræn ljósmæðraráðstefna, Mothers of Light, Reykjavík, maí

30 Upplýsingatækni í hjúkrun Ásta St. Thoroddsen dósent, forstöðumaður fræðasviðs upplýsingatækni í hjúkrun Upplýsingatækni á heilbrigðissviði fjallar um skráningu, meðhöndlun og vinnslu gagna og upplýsinga, sem notuð eru í heilbrigðisþjónustu, á sviði stjórnunar, kennslu og rannsókna og við eflingu þekkingar á sviði heilbrigðisvísinda. Greinin samþættir ýmsar fræðigreinar, s.s. heilbrigðisvísindi, tölvunarfræði og upplýsingafræði og beitir viðeigandi tækni. Upplýsingatækni miðar að því að samþætta gögn, upplýsingar og þekkingu sem stutt getur heilbrigðisstarfsmenn, stjórnendur og sjúklinga við ákvarðanatöku. Slíkur stuðningur næst með skipulegri uppbyggingu gagna, vinnslu upplýsinga og tækniþekkingu. Dæmi um verkefni á sviði upplýsingatækni eru: upplýsingakerfi, rafræn sjúkraskrá, fjarlækningar, heilbrigðisnet, stjórnun og rekstur heilbrigðisstofnana (m.t.t. tölvuvæðingar, rafrænnar skráningar, úrvinnslu gagna og notkunar stuðningskerfa við stefnumótun og ákvarðanatöku), varðveisla og öryggi gagna, friðhelgi einkalífsins og aðgengi almennings að upplýsingum í heilbrigðiskerfinu. Kennsla Deildarforsetar aðildadeilda um framhaldsnám í upplýsingatækni á heilbrigðissviði og forstjóri Landspítala-háskólasjúkrahúss (LSH) skrifuðu formlega undir samning um námið 14. desember Að náminu standa fimm deildir Háskóla Íslands, félagsvísindadeild, hjúkrunarfræðideild, lyfjafræðideild, læknadeild og verkfræðideild. LSH er einnig formlegur aðili að náminu. Allir aðilar eiga fulltrúa í námsstjórn og einn fulltrúi er skipaður af rektor án tilnefningar. Formaður námsstjórnar er Ásta Thoroddsen, dósent í hjúkrunarfræði. Þetta mun vera í fyrsta skipti innan Háskóla Íslands sem þverfaglegt nám er skipulagt með þessum hætti. Tilgangur námsins er að veita þverfaglega, hagnýta sem og fræðilega menntun til starfa á ýmsum sviðum er snerta upplýsingatækni innan heilbrigðisþjónustunnar eða hjá fyrirtækjum og stofnunum sem tengjast heilbrigðisþjónustu eða veita henni þjónustu. Markmið námsins er að koma til móts við þarfir samfélagsins um rannsóknir, þróun, þjónustu og stefnumótun sem tengist skráningu, meðhöndlun og vinnslu gagna á sviði heilbrigðismála. Ellefu nemendur hófu námið haustið Bakgrunnur nemenda er fjölbreyttur, en nemendur eru m.a. hjúkrunarfræðingar, ljósmæður, sjúkraþjálfarar, læknar og sagnfræðingur. Námið er 60 eininga, þverfaglegt, rannsóknatengt nám. Stofnuð voru þrjú sérstök námskeið í upphafi námsins: Flokkunar- og kóðunarkerfi í heilbrigðisvísindum, sem er hýst innan hjúkrunarfræðideildar, Tölfræði og faraldsfræði sem grunnur klínískrar ákvarðanatöku, sem er hýst innan læknadeildar, og Hagnýt gagnasöfn, sem er hýst innan tölvunarfræðiskorar. Á næsta námsári bætist síðan við námskeið í heilsuhagfræði, sem lyfjafræðideild mun standa fyrir. Að auki sækja allir 28

31 Upplýsingatækni í hjúkrun nemendur námskeið í félagsvísindadeild. Styrkleiki námsins birtist m.a. í þessu samstarfi ólíkra greina innan Háskóla Íslands. Jafnframt var undirritaður samningur á milli University of Iowa og Háskóla Íslands um aðgang nemenda hér að námskeiðum ytra í Upplýsingatækni I og II. Sú kennsla fer fram vikulega í gegnum fjarfundabúnað á rauntíma. Skrifstofa námsins er í hjúkrunarfræðideild og annast hún umsýslu þess. Læknadeild og hjúkrunarfræðideild gerðu með sér samning um að báðar deildir standi jafnt að kostnaði við hlutastarf prófessors í upplýsingatækni á heilbrigðissviði. Connie Delaney, prófessor við University of Iowa gegnir þessu starfi. Við val á rannsóknaverkefnum nemenda er áhersla lögð á að skapa samstarf við fyrirtæki og stofnanir og nú þegar hefur verið gerður samningur um eitt verkefni. Það er samstarfssamningur Gyðu Halldórsdóttur og Tryggingastofnunar ríkisins um verkefnið Einstaklingurinn og upplýsingasamfélagið. Um er að ræða rannsókn á viðhorfum almennings til aðgengis að eigin persónu- og heilsufarsupplýsingum og þjónustu Tryggingastofnunar ríkisins á Netinu. Þróun upplýsingatækni í hjúkrun Á sviði upplýsingatækni í hjúkrun hefur umtalsvert áunnist á síðustu misserum. Formlegu átaki í hjúkrunarskráningu á LSH lauk um áramótin Rannsóknir sýna að átakið skilaði miklum árangri í bættri skráningu á öllum sviðum hjúkrunar. Þrátt fyrir að átakinu sé lokið er mikil áhersla lögð á skráningu. Þar til rafræn sjúkraskrá verður komin í gagnið fyrir klíníska skráningu allra starfsstétta á LSH hefur tíminn verið nýttur til að aðstoða hjúkrunarfræðinga við að skrá með kerfisbundnum hætti og læra á kóðunarkerfi, sem henta til daglegrar skráningar. Einn þáttur í því var að innleiða svokalla Ferlissmiðju, sem notuð er til að gera sjúklingsmiðaðar hjúkrunaráætlanir. Ávinningurinn af því er m.a. sá að hjúkrunarfræðingar venjast því að nota tölvuna við daglega skráningu, samfella í hjúkrunarmeðferð verður meiri, sem ætti að stuðla að betri meðferð og auknu öryggi sjúklinga, og flokkunarkerfi verða hjúkrunarfræðingum tamari. Samstarfsverkefni Öryggi sjúklinga og gæði þjónustu hafa verið sett á oddinn af Evrópusambandinu og Institute of Medicine í Bandaríkjunum sem mikilvægustu verkefnin í nánustu framtíð. Hópur starfsmanna LSH og nokkurra deilda HÍ, með stuðningi fjölda annarra stofnana, setti saman markáætlun og sendi til RANNÍS. Megináhersla var lögð á verkefni sem miða að umbótum í heilbrigðisþjónustu sem leiða til aukins öryggis sjúklinga -og þar með meiri gæða- með aukinni notkun upplýsinga-, fjarskipta- og tölvutækni til heilsumiðlunar (e-health) á Íslandi. Umsóknin fékk mjög góða umsögn hjá RANNÍS, en verkefnin fengu ekki styrk. Upplýsingatæknin gegndi stóru hlutverki í þessum verkefnum og vonandi verður unnt að ýta þeim úr vör með stuðningi annars staðar frá. Framtíðarsýn Rannsóknir sýna að öryggi sjúklinga eykst við rafræna skráningu sem og gæði þjónustu. Þegar rafræn skráning heilbrigðisupplýsinga verður orðin að veruleika aukast jafnframt möguleikar á að nota þau gögn og upplýsingar sem til verða til rannsókna og þróunar hjúkrunar. Markmiðið er að ná að tengja saman hjúkrunargreiningar, -meðferð og útkomu sem og önnur gögn sem til verða á klínískum vettvangi, sem leitt geta til nýrrar þekkingar fyrir sjúklinga. Slík gögn eru einnig undirstaða þess að unnt verði að nýta þau til stuðnings við ákvarðanatöku með rafrænum hætti. Öryggi sjúklinga, gæði þjónustu og ný þekking í hjúkrunarfræði eru aðalviðfangsefni í sviði upplýsingatækni í hjúkrun á næstu árum. 29

32 Upplýsingatækni í hjúkrun Fræðastörf Greinar Elísabet Guðmundsdóttir, Connie Delaney, Ásta Thoroddsen og Þorlákur Karlsson (2004). Translation and validation of the Nursing Outcomes Classification labels and definitions for acute care nursing in Iceland. Journal of Advanced Nursing, 46(3), Erindi Ásta Thoroddsen, Guðrún Bragadóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Jónína Erlendsdóttir, Laura Sch. Thorsteinsson og Lilja Þorsteinsdóttir. Niðurstöður úr könnun um skráningu hjúkrunar á legudeildum í janúar Vordagur deildarstjóra LSH, 7. maí Ásta Thoroddsen, Guðrún Bragadóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Jónína Erlendsdóttir, Laura Sch. Thorsteinsson og Lilja Þorsteinsdóttir. Hjúkrunarskráning á Landspítala háskólasjúkrahúsi. Hjúkrun 2004, Reykjavík 29. og 30. apríl Ford, Y., Rukanudding, R.J., Thoroddsen, A., Jones, J., og Delaney, C. An examination of the proposed International Nursing Minimum Data Set. Nursing Research: Disparities á vegum Midwest Nursing Research Society, 28 th Annual Conference, St. Louis, Missouri, 27. feb mars Ásta Thoroddsen. Flokkunarkerfi sem grunnur klínískrar ákvarðanatöku. Málþing um rannsóknir kennara í hjúkrunarfræðideild, 10. des Birtur útdráttur. Veggspjöld Elísabet Guðmundsdóttir, Connie Delaney og Ásta Thoroddsen (2004). Árangursmælingar í hjúkrun: Hvaða þætti á að meta hjá skjólstæðingum hjúkrunar á Landspítala - háskólasjúkrahúsi? Hjúkrun 2004, Reykjavík apríl Elísabet Guðmundsdóttir, Connie Delaney og Ásta Thoroddsen (2004). Árangursmælingar í hjúkrun: hvaða matsþættir eiga við hjá krabbameinssjúklingum á bráðasjúkrahúsi? Hjúkrun 2004, Reykjavík apríl

33 31

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum Raddir fjölbreyttra kennarahópa Sólveig Karvelsdóttir, lektor, HÍ Hafdís Guðjónsdóttir, dósent, HÍ Rannsóknin er hluti af tveimur rannsóknum Fjölbreyttir kennarahópar

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs?

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Hvernig getur málefni sem ekki er skilgreint sem námsgrein í grunnskóla eða námssvið

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

STOÐKERFISVERKIR HJÁ HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRUM OG TENGSL VERKJA VIÐ STREITU

STOÐKERFISVERKIR HJÁ HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRUM OG TENGSL VERKJA VIÐ STREITU Þórey Agnarsdóttir, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra á Akureyri Hafdís Skúladóttir, Háskólanum á Akureyri Hjördís Sigursteinsdóttir, Háskólanum á Akureyri Sigríður Halldórsdóttir, Háskólanum á Akureyri

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 8. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Fjölbreyttir kennarahópar og fjölbreyttir nemendahópar

Fjölbreyttir kennarahópar og fjölbreyttir nemendahópar Fjölbreyttir kennarahópar og fjölbreyttir nemendahópar Hanna Ragnarsdóttir dósent Menntavísindasviði HÍ Menntakvika 22. okt. 2010 1 Skipulag erindis Alþjóðlega rannsóknaverkefnið Diverse Teachers for Diverse

More information

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst 15. 18. ágúst 21. 25. ágúst 28. ág 1. sept. 15. skipulagsdagur 16. skipulagsdagur 17. Skipulagsdagur 18. skipulagsdagur

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

Aðalheiður L. Guðmundsdóttir Myndlistardeild, lektor Vegna þátttöku í listfræðiráðstefnunni [no title] í Kaupmannahöfn í október.

Aðalheiður L. Guðmundsdóttir Myndlistardeild, lektor Vegna þátttöku í listfræðiráðstefnunni [no title] í Kaupmannahöfn í október. STARFSÞRÓUNARSJÓÐUR AKADEMÍSKRA STARFSMANNA - úthlutun haustönn 2018 Auglýst var eftir umsóknum um styrkveitingar með umsóknarfrest til 3. september 2018. Alls bárust sjóðnum 12 umsóknir: 7 frá hönnunar-

More information

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be Stefnumótun tun Rf Hlutverk (Mission) Why we exist Gildi (Core values) What we believe in Framtíðarsýn (Vision) What we want to be Stefna (Strategy) Our Game plan Stefnumiðað árangursmat Balanced Scorecard

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

3 Bjarki Már Viðarsson 12 Íþróttabandalag Reykjanesbæjar NT 1:53,54. 1 Óskar Rafael Karlsson 11 Íþróttabandalag Reykjanesbæjar 1:51,58 1:47,33

3 Bjarki Már Viðarsson 12 Íþróttabandalag Reykjanesbæjar NT 1:53,54. 1 Óskar Rafael Karlsson 11 Íþróttabandalag Reykjanesbæjar 1:51,58 1:47,33 Iceland Swim Fed. Champ. Meet Hy-Tek's MEET MANAGER 7:48 PM 5.12.2003 Page 1 Grein 1 Strákar 11-12 66 sc Metrar m Fjórsund 1 Bjarki Már Viðarsson 12 Íþróttabandalag Reykjanesbæjar NT 1:12,59 2 Óskar Rafael

More information

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Þórólfur Guðnason yfirlæknir Sóttvarnalæknir, Embætti landlæknis Nóvember 2014 Gastegundir frá eldgosum >95% H 2 O, CO 2 SO 2

More information

Horizon 2020 á Íslandi:

Horizon 2020 á Íslandi: Horizon 2020 á Íslandi: - Árangur Íslands í Horizon2020 - Hvernig getur Rannís veitt ykkur aðstoð? Kristmundur Þór Ólafsson Alþjóðasvið Rannís Landstengiliður (NCP) fyrir H2020 Hvað er H2020? Rammaáætlun

More information

Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll. Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands

Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll. Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands Yfirlit erindis Meginmarkmið og bakgrunnur Nokkrar skilgreiningar Rannsóknaraðferðir

More information

Lýðheilsa Heilsa í allar stefnur

Lýðheilsa Heilsa í allar stefnur Lýðheilsa Heilsa í allar stefnur Hvar standa Íslendingar í samanburði þjóða? Dagskrá: 14:30 Ávarp forsætisráðherra: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 14:45 Heilsa í allar stefnur: Health in All Policies reynsla

More information

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson Samstarf HR og IGI Ólafur Andri Ragnarsson Leikjaiðnaðurinn 2021 Leikjaiðnaðurinn 2021 5.000 störf 70 milljarðar í heildarútflutningstekjur ef... Photo Ian Parker http://parkerlab.bio.uci.edu/nonscientific_adventures/iceland_man.ht

More information

Hjúkrun í fararbroddi

Hjúkrun í fararbroddi Hjúkrun í fararbroddi Ráðstefna - ráðstefnurit - Ráðstefnan er haldin á vegum Hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands Eirberg, 1. hæð, Eiríksgata 34 101 Reykjavík hjukrun@hi.is Undirbúningsnefnd Formaður:

More information

Fóðurrannsóknir og hagnýting

Fóðurrannsóknir og hagnýting Fóðurrannsóknir og hagnýting Uppskeruhátíð rannsókna Gunnar Örn Kristjánsson Strandbúnaður 2018, Grand Hótel Reykjavík, 19.-20. mars. Grundvöllur fóðurgerðar Þarfir hjá eldisfisk Efnaþarfir til vaxtar

More information

Tungumálatorgið - fræðin og veruleiki á vettvangi. Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir: kennsluráðgjafi og verkefnastjóri Tungumálatorgsins,

Tungumálatorgið - fræðin og veruleiki á vettvangi. Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir: kennsluráðgjafi og verkefnastjóri Tungumálatorgsins, Tungumálatorgið - fræðin og veruleiki á vettvangi Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir: kennsluráðgjafi og verkefnastjóri Tungumálatorgsins, tobba@hi.is Menntakvika 2013 Erindið Segja sögur Sýna myndir Setja í

More information

Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi

Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi Lokaverkefni til B.Ed. prófs Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi Eru ánægðir foreldrar bestu bandamenn kennara? Halldóra Gísladóttir 300955-5419 Kennaraháskóli Íslands

More information

INNFORM rannsóknin: Árangur, stefna og alþjóðavæðing!

INNFORM rannsóknin: Árangur, stefna og alþjóðavæðing! INNFORM rannsóknin: Árangur, stefna og alþjóðavæðing! Erindi á morgunverðarfundi ParX og Viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands 29. maí 2008. INNFORM á Íslandi: 1. Aðdragandinn... 2. Fyrirmyndin:

More information

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur?

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur? Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur? Málþing um byggðamál og svæðasamvinnu 14. mars 2014 Stefanía Traustadóttir Heimsókn til Norðurbotns (Oulu) apríl 2012 Þátttakendur: Ragnheiður

More information

Þróun kennslu læknanema á síðustu áratugum

Þróun kennslu læknanema á síðustu áratugum Kristján Erlendsson læknir dósent kennslustjóri læknadeildar HÍ, yfirlæknir á vísinda- og þróunarsviði Landspítala krerlend@landspitali.is Þróun kennslu læknanema á síðustu áratugum Á síðustu þremur áratugum

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Útgefandi: Háskólinn á Akureyri. Ritstjórn: Guðrún M. Kristinsdóttir. Prófarkalestur: Finnur Friðriksson. Ljósmyndarar: Auðunn Níelsson, Daníel

Útgefandi: Háskólinn á Akureyri. Ritstjórn: Guðrún M. Kristinsdóttir. Prófarkalestur: Finnur Friðriksson. Ljósmyndarar: Auðunn Níelsson, Daníel ÁRSSKÝRSLA 20 15 ÁRSSKÝRSLA 20 15 Útgefandi: Háskólinn á Akureyri. Ritstjórn: Guðrún M. Kristinsdóttir. Prófarkalestur: Finnur Friðriksson. Ljósmyndarar: Auðunn Níelsson, Daníel Starrason, Friðþjófur

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Efnisyfirlit. Stjórn bls. 4 Skipurit bls. 4 Reglur og stefnumál bls. 5 Formáli rektors bls. 7 Nemendafjöldi bls. 8 Starfsmenn bls.

Efnisyfirlit. Stjórn bls. 4 Skipurit bls. 4 Reglur og stefnumál bls. 5 Formáli rektors bls. 7 Nemendafjöldi bls. 8 Starfsmenn bls. Á R S S K Ý R S L A 20 08 Efnisyfirlit Stjórn bls. 4 Skipurit bls. 4 Reglur og stefnumál bls. 5 Formáli rektors bls. 7 Nemendafjöldi bls. 8 Starfsmenn bls. 9 Gæðamál bls.10 Góðvinir Háskólans á Akureyri

More information

í lýðheilsu - þáttur Lýðheilsustöðvar

í lýðheilsu - þáttur Lýðheilsustöðvar Rannsóknir í lýðheilsu - þáttur Lýðheilsustöðvar ðvar Laufey Steingrímsdóttir Sviðsstjóri rannsókna Lýðheilsustöð Rannsóknir í lýðheilsu Hvers vegna þurfum við rannsóknir? Er Lýðheilsustöð rannsóknarstofnun?

More information

Rannsókn á Byrjendalæsi: Markmið, snið, gögn og úrvinnsla

Rannsókn á Byrjendalæsi: Markmið, snið, gögn og úrvinnsla Læsi til samskipta og náms Ráðstefna MSHA um læsi 13. september 2014 Rannsókn á Byrjendalæsi: Markmið, snið, gögn og úrvinnsla Rúnar Sigþórsson Háskólanum á Akureyri runar@unak.is Örstutt um Byrjendalæsi

More information

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM Skýrsla fyrir skólaárið 2016-2017 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 2 1. Inngangur... 3 2. Markmið og tilgangur matsins... 3 3. Aðferðir og framkvæmd matsins... 3 4.

More information

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2.

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2. Reykjavík, 15. maí 2017 R17050061 110 Borgarráð Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2. júní 2017 Fyrirhuguð er opinber

More information

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands ÞÓRA BJÖRK HJARTARDÓTTIR Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands 1. Fjöldi erlendra stúdenta Á liðnum áratug hefur erlendum stúdentum fjölgað gríðarlega við Háskóla Íslands. Haustið 2000 voru skráðir

More information

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Svíþjóð - stjórnsýslan Þrjú formleg stjórnsýslustig Sveitarfélög, 290 talsins (Local level) Lén, 20 talsins (Regional level) Landsstjórn, 349 þingmenn (National

More information

KYNFERÐISLEGT OFBELDI GEGN BÖRNUM

KYNFERÐISLEGT OFBELDI GEGN BÖRNUM KYNFERÐISLEGT OFBELDI GEGN BÖRNUM Úttekt á kennsluháttum í íslenskum háskólum Úttekt gerð af Valgarði Reynisyni fyrir sumarið 2007 INNGANGUR ----------------------------------------------------------------------------------2

More information

2. Stefnur og hugmyndafræði sem hafa haft áhrif á listkennslu

2. Stefnur og hugmyndafræði sem hafa haft áhrif á listkennslu Ágrip Í þessari ritgerð, sem er lokaverkefnið mitt til B.Ed gráðu, mun ég fjalla um samvinnu á milli myndlistarskóla og grunnskóla. Í því samhengi mun ég skoða Billedskolen i Tvillingehallen og Myndlistarskólann

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

Nemendur og foreldrar af erlendum uppruna í íslenskum grunnskólum: Áskoranir og tækifæri.

Nemendur og foreldrar af erlendum uppruna í íslenskum grunnskólum: Áskoranir og tækifæri. Nemendur og foreldrar af erlendum uppruna í íslenskum grunnskólum: Áskoranir og tækifæri. Fræðslufundur fyrir grunnskólakennara á höfuðborgarsvæðinu Mánudaginn 18. september 2017 í Skriðu, Menntavísindasviði

More information

Viðauki með þjónustusamningi mennta- og menningarmálaráðuneytis og Háskólans í Reykjavík (HR)

Viðauki með þjónustusamningi mennta- og menningarmálaráðuneytis og Háskólans í Reykjavík (HR) Viðauki með þjónustusamningi mennta- og menningarmálaráðuneytis og Háskólans í Reykjavík (HR) 29.12.2011 Efnisyfirlit 1 Inngangur... 3 1.1 Lagaheimildir og forsendur... 3 1.2 Samskiptahættir... 3 1.3 Stefna

More information

FORMÁLI REKTORS. Stjórn

FORMÁLI REKTORS. Stjórn EFNISYFIRLIT Skipurit og stjórn bls. 4 Formáli rektors bls. 5 Nemendafjöldi bls. 6 Starfsmenn bls. 6 Asíuver Íslands bls. 7 Góðvinir Háskólans á Akureyri bls. 7 Auðlindadeild bls. 8 Heilbrigðisdeild bls.

More information

Menntun til sjálfbærni og samstarf skóla og samfélags

Menntun til sjálfbærni og samstarf skóla og samfélags Menntavísindasvið Háskóla Íslands Grein birt 31. desember 2010 Eygló Björnsdóttir og Stefán Bergmann Menntun til sjálfbærni og samstarf skóla og samfélags Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst áratuginn 2005 2014

More information

Efnisyfirlit. Stjórn bls. 6 Skipurit bls. 6 Reglur og stefnumál bls. 7 Formáli rektors bls. 9 Nemendafjöldi bls. 10 Starfsmenn bls.

Efnisyfirlit. Stjórn bls. 6 Skipurit bls. 6 Reglur og stefnumál bls. 7 Formáli rektors bls. 9 Nemendafjöldi bls. 10 Starfsmenn bls. Á R S S K Ý R S L A 20 09 Efnisyfirlit Stjórn bls. 6 Skipurit bls. 6 Reglur og stefnumál bls. 7 Formáli rektors bls. 9 Nemendafjöldi bls. 10 Starfsmenn bls. 11 Gæðamál bls.12 Góðvinir Háskólans á Akureyri

More information

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa Efnisyfirlit Þróun félagsauðs í grannríkjunum Bandaríkin Skandinavía Meginland Evrópu Þróunin á Íslandi Félagsþátttaka Frumtengsl Félagsrof Félagsauður,

More information

Einelti og líðan starfsfólks sveitarfélaga á tímum efnahagsþrenginga

Einelti og líðan starfsfólks sveitarfélaga á tímum efnahagsþrenginga n Fræðigreinar STJÓRNMÁL Einelti og líðan starfsfólks sveitarfélaga á tímum efnahagsþrenginga Hjördís Sigursteinsdóttir, aðjúnkt, Hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri og doktorsnemi í félagsfræði

More information

Réttur til verndar, virkni og velferðar.

Réttur til verndar, virkni og velferðar. Réttur til verndar, virkni og velferðar. Barnaverndarþing 2014. Hilton Reykjavík Nordica 25. og 26. september. Málstofur. Málstofa fimmtudaginn 25. September kl. 12:45 14:15 Salur A og B á fyrstu hæð Eru

More information

Ferðamáladeild Háskólans á Hólum

Ferðamáladeild Háskólans á Hólum HÁSKÓLINN Á HÓLUM Ferðamáladeild Háskólans á Hólum Ársskýrsla 2016 Ábyrgðarmaður: Laufey Haraldsdóttir Efni Nám og kennsla... 2 Ný námsleið við deildina... 2 Mannauður... 3 Stjórnun... 4 Rannsóknir...

More information

Leiðbeinandi á vinnustað

Leiðbeinandi á vinnustað Work Mentor Leiðbeinandi á vinnustað Leonardo da Vinci, Transfer of Innovation verkefni sem VMA sótti um að stýra. Kynning maí 2011. Jóhannes Árnason 1 Work Mentor Leonardo da Vinci Transfer of Innovation

More information

Lífsfylling HRÓBJARTUR ÁRNASON. Kristín Aðalsteinsdóttir. (2013). Lífsfylling: Nám á fullorðinsárum. Akureyri: Háskólinn á Akureyri. 196 bls.

Lífsfylling HRÓBJARTUR ÁRNASON. Kristín Aðalsteinsdóttir. (2013). Lífsfylling: Nám á fullorðinsárum. Akureyri: Háskólinn á Akureyri. 196 bls. Uppeldi og menntun 22. árgangur 1. hefti 2013 HRÓBJARTUR ÁRNASON MENNTAVÍSINDASVIÐI HÁSKÓLA ÍSLANDS Lífsfylling Kristín Aðalsteinsdóttir. (2013). Lífsfylling: Nám á fullorðinsárum. Akureyri: Háskólinn

More information

HÁSKÓLINN Á AKUREYRI ÁRSKÝRSLA 2016 EFNISYFIRLIT

HÁSKÓLINN Á AKUREYRI ÁRSKÝRSLA 2016 EFNISYFIRLIT ÁRSSKÝRSLA 20 15 20 15 EFNISYFIRLIT Stjórn bls. 6 Skipurit bls. 6 Formáli rektors bls. 8 Nemendafjöldi bls. 10 Starfsmenn bls. 11 Gæðamál bls. 14 Góðvinir Háskólans á Akureyri bls. 15 Heilbrigðisvísindasvið

More information

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn -

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM Schengen ráðstefna 6. október 2011 - Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - Áherslur - Lögreglan á Suðurnesjum - Framkvæmd landamæraeftirlits - Umhverfið - Álag á Ísland

More information

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna Samanburðarrannsókn nóvember 2012 Ari Klængur Jónsson www.mcc.is Árnagötu 2-4 400 Ísafjörður Sími: 450-3090 Fax: 456-0215 mcc@mcc.is 1 Velferðarráðuneytið

More information

Dagskrá Menntakviku 2018 Menntavísindasvið Háskóla Íslands v/stakkahlíð, 105 Reykjavík

Dagskrá Menntakviku 2018 Menntavísindasvið Háskóla Íslands v/stakkahlíð, 105 Reykjavík Dagskrá Menntakviku 2018 Menntavísindasvið Háskóla Íslands v/stakkahlíð, 105 Reykjavík Haltu í höndina á mér og ekki sleppa. Gefandi samskipti ungt fólk, foreldrar og vinir Stofa H-001 9:00 10:30 Rannsóknastofan

More information

Fæðuvenjur á unglingsárum og miðjum aldri og tengsl við áhættu á brjóstakrabbameini

Fæðuvenjur á unglingsárum og miðjum aldri og tengsl við áhættu á brjóstakrabbameini Fæðuvenjur á unglingsárum og miðjum aldri og tengsl við áhættu á brjóstakrabbameini Verkefni til doktorsprófs í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands Nemandi: Álfheiður Haraldsdóttir Leiðbeinendur: Laufey

More information

Jafnréttissjóður Íslands Styrkþegar 2018

Jafnréttissjóður Íslands Styrkþegar 2018 Jafnréttissjóður Íslands Styrkþegar 2018 Annadís Gréta Rudólfsdóttir 10.000.000 kr. Börn á tímum kynlífsvæðingar og stafrænnar tækni: Rannsókn og aðgerðir Markmið þessa verkefnis er tvíþætt. Annars vegar

More information

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar 1

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar 1 ÁRSSKÝRSLA 2012 Velferðarsvið Reykjavíkurborgar 1 2012 Ársskýrsla Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar 2 Efnisyfirlit Ávarp sviðsstjóra 4 Director s Address 5 Hlutverk Velferðarsviðs 6 Skipurit Velferðarsviðs

More information

Velferðarríkið og hin íslenska leið: Framlag íslenskrar félagsfræði til velferðarrannsókna

Velferðarríkið og hin íslenska leið: Framlag íslenskrar félagsfræði til velferðarrannsókna Velferðarríkið og hin íslenska leið: Framlag íslenskrar félagsfræði til velferðarrannsókna Guðný Björk Eydal Steinunn Hrafnsdóttir Háskóla Íslands Útdráttur: Í þessari yfirlitsgrein er fjallað um rannsóknir

More information

Hlökkum til að sjá þig í háskólabænum Akureyri. unak.is

Hlökkum til að sjá þig í háskólabænum Akureyri. unak.is Hlökkum til að sjá þig í háskólabænum Akureyri unak.is 1 2 Efnisyfirlit Svona er Háskólinn á Akureyri... 3 Háskólabærinn Akureyri... 4 Háskólinn á Akureyri í hnotskurn... 7 Hjúkrunarfræði BS... 9 Iðjuþjálfunarfræði

More information

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012 Nr. 28/32 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012 2013/EES/28/07 frá 8. júní 2012 um framkvæmdarreglur vegna beitingar 16. gr.

More information

Mat á stuðningsþörf barna: Supports Intensity Scale for Children: SIS-C Innleiðing á Íslandi

Mat á stuðningsþörf barna: Supports Intensity Scale for Children: SIS-C Innleiðing á Íslandi Mat á stuðningsþörf barna: Supports Intensity Scale for Children: SIS-C Innleiðing á Íslandi Dr. Tryggvi Sigurðsson, faglegur ábyrgðarmaður SIS-C Mat á stuðningsþörf barna 1. Inngangur: forsaga SIS-C hér

More information

ANNUAL REPORT 2010 ÁRSSKÝRSLA 2010

ANNUAL REPORT 2010 ÁRSSKÝRSLA 2010 ANNUAL REPORT 2010 ÁRSSKÝRSLA 2010 Annual Report 2010/Ársskýrsla 2010 Icelandic bilateral development cooperation from 1 January to 31 December 2010 Tvíhliða þróunarsamvinna Íslands 1. janúar til 31. desember

More information

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

LEIÐARVÍSIR UM ÞÁTTTÖKUNÁM (Service Learning)

LEIÐARVÍSIR UM ÞÁTTTÖKUNÁM (Service Learning) LEIÐARVÍSIR UM ÞÁTTTÖKUNÁM (Service Learning) Frásagnir úr námsferð fræðslustjóra með skólastjórum í Reykjavík, starfsmönnum Fræðslumiðstöðvar og fulltrúum úr fræðsluráði á ráðstefnu og í skólaheimsóknir

More information

Listi yfir ferðir kjörinna fulltrúa og embættismanna árið 2017 á skrifstofum miðlægrar stjórnsýslu

Listi yfir ferðir kjörinna fulltrúa og embættismanna árið 2017 á skrifstofum miðlægrar stjórnsýslu Reykjavík, 20. mars 2018 R17050148 1312 Borgarráð Listi yfir ferðir kjörinna fulltrúa og embættismanna árið 2017 á skrifstofum miðlægrar stjórnsýslu Á fundi borgarráðs þann 18. júní 2015 var samþykkt að

More information

SEPTEMBER 2010 RÁÐSMIÐJA UM FRÆÐANDI FERÐAÞJÓNUSTU - KIÐAGIL

SEPTEMBER 2010 RÁÐSMIÐJA UM FRÆÐANDI FERÐAÞJÓNUSTU - KIÐAGIL SEPTEMBER 2010 RÁÐSMIÐJA UM FRÆÐANDI FERÐAÞJÓNUSTU - KIÐAGIL, forst.m. Þekkingarnets Þingeyinga AKADEMÍSK FERÐAÞJÓNUSTA LEIÐIN FRÁ HUGMYND TIL VERULEIKA Akademísk ferðaþjónusta Yfirferð dagsins... I. Inntak

More information

UNGT FÓLK BEKKUR

UNGT FÓLK BEKKUR UNGT FÓLK 16 8.. BEKKUR Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun, heilsuhegðun, heilsuvísar, líðan og framtíðarsýn ungmenna í framhaldsskólum á Íslandi. ÆSKULÝÐSRANNSÓKNIR FRÁ 1992 Ungt fólk 16 Grunnskólar

More information

Einelti íslenskra skólabarna og heilsa

Einelti íslenskra skólabarna og heilsa Einelti íslenskra skólabarna og heilsa Niðurstöður landskönnunnar á heilsutengdum afleiðingum eineltis Helena Rún Pálsdóttir Ritgerð til BS prófs 12 einingar Einelti skólabarna og heilsa Niðurstöður landskönnunnar

More information

Háskólinn á Akureyri unak.is

Háskólinn á Akureyri unak.is Háskólinn á Akureyri 2015-2016 unak.is Efnisyfirlit Svona er Háskólinn á Akureyri... 3 Háskólabærinn Akureyri... 4 Háskólinn á Akureyri í hnotskurn... 7 Hjúkrunarfræði BS... 9 Iðjuþjálfunarfræði BS...

More information

Skóli án aðgreiningar

Skóli án aðgreiningar Skóli án aðgreiningar Viðhorf sérkennara í grunnskólum til stefnunnar skóli án aðgreiningar Rannveig Klara Matthíasdóttir Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Skóli án aðgreiningar

More information

Háskólinn á Akureyri

Háskólinn á Akureyri Háskólinn á Akureyri 2014-2015 www.unak.is Efnisyfirlit Svona er Háskólinn á Akureyri... 3 Háskólabærinn Akureyri... 4 Háskólinn á Akureyri í hnotskurn... 7 Hjúkrunarfræði BS.... 9 Iðjuþjálfunarfræði BS...

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2011:1 27. maí 2011 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga frá sveitarfélögum árlega um fjárhagsaðstoð, félagslega heimaþjónustu

More information

Ráðstefna Iðjuþjálfafélags Íslands 5. mars Ágrip

Ráðstefna Iðjuþjálfafélags Íslands 5. mars Ágrip Ráðstefna Iðjuþjálfafélags Íslands 5. mars 2016 Ágrip 2 I - A1 Þau taka alltaf á móti mér, já eins og manneskju, ekki eins og geðsjúklingi Reynsla fólks af þjónustu geðdeildar Sólrún Óladóttir og Guðrún

More information

FRAMHALDSNÁM Í STJÓRNMÁLAFRÆÐIDEILD

FRAMHALDSNÁM Í STJÓRNMÁLAFRÆÐIDEILD FRAMHALDSNÁM Í STJÓRNMÁLAFRÆÐIDEILD Hagnýtt nám í gefandi og spennandi umhverfi MA-, MPAog diplómanám: Alþjóðasamskipti Smáríkjafræði - Evrópa Opinber stjórnsýsla Kynjafræði og margbreytileiki Hagnýt jafnréttisfræði

More information

Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin

Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin 1996-1 Brynja Ármannsdóttir 1 læknanemi Laufey Tryggvadóttir 2 faraldsfræðingur Jón Gunnlaugur Jónasson 1,2,4 sérfræðingur í meinafræði Elínborg J. Ólafsdóttir

More information

Reykingar, holdafar og menntun kvenna í borg og bæ

Reykingar, holdafar og menntun kvenna í borg og bæ Reykingar, holdafar og menntun kvenna í borg og bæ Ágrip Laufey Steingrímsdóttir 1,2 næringarfræðingur Elínborg J. Ólafsdóttir 3 verkfræðingur Lilja Sigrún Jónsdóttir 4 læknir Rafn Sigurðsson 3, tölfræðingur

More information

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016 FLUGTÖLUR 216 INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 216 Flugvöllur 215 216 Br. 16/15 Hlutdeild Reykjavík 348.24 377.672 8,5% 5,4% Akureyri 17.897 183.31 7,3% 24,5% Egilsstaðir 89.79 93.474 4,9%

More information

VIÐMIÐ OG VÍSBENDINGAR. fyrir innra og ytra mat á gæðum leikskólastarfs

VIÐMIÐ OG VÍSBENDINGAR. fyrir innra og ytra mat á gæðum leikskólastarfs VIÐMIÐ OG VÍSBENDINGAR fyrir innra og ytra mat á gæðum leikskólastarfs 2 VIÐMIÐ OG VÍSBENDINGAR fyrir innra og ytra mat á gæðum leikskólastarfs September 2014 3 Útgáfa: Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur

More information

Börn sem ekki borða Hvað er til bragðs að taka? Brynja Jónsdóttir, talmeinafræðingur Steinunn Hafsteinsdóttir, atferlisfræðingur

Börn sem ekki borða Hvað er til bragðs að taka? Brynja Jónsdóttir, talmeinafræðingur Steinunn Hafsteinsdóttir, atferlisfræðingur Börn sem ekki borða Hvað er til bragðs að taka? Brynja Jónsdóttir, talmeinafræðingur Steinunn Hafsteinsdóttir, atferlisfræðingur Hvað er fæðuinntökuvandi? 70-89% barna með þroskaraskanir eiga í einhverjum

More information

Vímuefnafíkn, samskipti og fjölskylduánægja

Vímuefnafíkn, samskipti og fjölskylduánægja Vímuefnafíkn, samskipti og fjölskylduánægja Steinunn Hrafnsdóttir, félagsráðgjafi MA, PhD, dósent við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands. Jóna Margrét Ólafsdóttir, félagsráðgjafi MA, doktorsnemi og aðjúnkt

More information

Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar Frambjóðendur. Multicultural Council of Reykjavik Candidates

Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar Frambjóðendur. Multicultural Council of Reykjavik Candidates Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar Frambjóðendur Multicultural Council of Reykjavik Candidates Aleksandra Chlipala Hversu lengi búið á Íslandi: Have been a resident of Iceland: Pólsk Polish aleksandrachlipala@gmail.com

More information

Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi -

Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi - Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi - Rannveig Björnsdóttir Strandbúnaður 2017, Grand Hótel Reykjavík, 13.-14.mars YFIRLIT erindis Dæmi: doktorsverkefni RBj 2005-2010 BAKGRUNNUR VANDAMÁLIÐ

More information

ÁRSSKÝRSLA. Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, maí 2013

ÁRSSKÝRSLA. Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, maí 2013 ÁRSSKÝRSLA 2011 Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, maí 2013 AÐFARAORÐ FORSTÖÐUMANNS Greiningarstöð sendir nú frá sér ársskýrslu fyrir árið 2011 en á því ári fagnaði stofnunin 25 ára afmæli sínu. Stöðin

More information

Aðalnámskrá leikskóla. (1999). Reykjavík: Menntamálaráðuneytið. Aðalnámskrá leikskóla. (2011). Reykjavík: Mennta- og menningarmálaráðuneytið.

Aðalnámskrá leikskóla. (1999). Reykjavík: Menntamálaráðuneytið. Aðalnámskrá leikskóla. (2011). Reykjavík: Mennta- og menningarmálaráðuneytið. Heimildaskrá Aðalnámskrá leikskóla. (1999). Reykjavík: Menntamálaráðuneytið. Aðalnámskrá leikskóla. (2011). Reykjavík: Mennta- og menningarmálaráðuneytið. Ásgarður. (á.á.). Saga skólans. Sótt þann 25.

More information

Ársskýrsla. Embættis landlæknis

Ársskýrsla. Embættis landlæknis Ársskýrsla Embættis landlæknis 2014 Ársskýrsla Embættis landlæknis 2014 Ársskýrsla Embættis landlæknis 2014 ISSN 1670-746X Útgefandi: Embætti landlæknis Barónsstíg 47 101 Reykjavík 2015 Ábyrgðarmaður:

More information

Hlutverk skólastjóra í menntun til sjálfbærni

Hlutverk skólastjóra í menntun til sjálfbærni Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2010 Auður Pálsdóttir og Allyson Macdonald Hlutverk skólastjóra í menntun til sjálfbærni Reynsla af þróunarstarfi í fjórum grunnskólum

More information

VIÐSKIPTAFRÆÐI Grunnnám og framhaldsnám BSc MSc PhD

VIÐSKIPTAFRÆÐI Grunnnám og framhaldsnám BSc MSc PhD VIÐSKIPTAFRÆÐI Grunnnám og framhaldsnám BSc MSc PhD Velkomin í viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík Í starfi viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík er lögð áhersla á framúrskarandi gæði náms og kennslu,

More information

Verkefnatengt nám. Hentar lögfræði þér? Starfsvettvangur lögfræðinga

Verkefnatengt nám. Hentar lögfræði þér? Starfsvettvangur lögfræðinga Lögfræði Verkefnatengt nám Innan Háskólans í Reykjavík hefur verið lögð áhersla á verkefnatengt laganám sem miðar að því að auka virkni nemenda í námi og gera þá betur í stakk búna til að takast á við

More information

Ferðamáladeild Háskólans á Hólum

Ferðamáladeild Háskólans á Hólum HÁSKÓLINN Á HÓLUM Ferðamáladeild Háskólans á Hólum Ársskýrsla 2015 Ábyrgðarmenn: Georgette Leah Burns/Laufey Haraldsdóttir 1 Nám og kennsla Á árinu var boðið upp á fjórar námsleiðir við deildina: Diplóma

More information

Heimildir. Anna Kristín Sigurðardóttir. (2008). Faglegt samstarf kennara. Glæður 18,

Heimildir. Anna Kristín Sigurðardóttir. (2008). Faglegt samstarf kennara. Glæður 18, Heimildir Amalía Björnsdóttir og Kristín Jónsdóttir. (2014). Viðhorf nemenda, foreldra og starfsmanna skóla. Í Gerður G. Óskarsdóttir (ritstjóri), Starfshættir í grunnskólum við upphaf 21. aldar (bls.

More information

Erasmus+ Stefnumiðuð samstarfsverkefni (strategic partnerships) VEFSTOFA fyrir umsækjendur í starfsmenntun, fullorðinsfræðslu og á háskólastigi

Erasmus+ Stefnumiðuð samstarfsverkefni (strategic partnerships) VEFSTOFA fyrir umsækjendur í starfsmenntun, fullorðinsfræðslu og á háskólastigi Erasmus+ Stefnumiðuð samstarfsverkefni (strategic partnerships) VEFSTOFA fyrir umsækjendur í starfsmenntun, fullorðinsfræðslu og á háskólastigi Erasmus+ Flokkur 2 samstarfsverkefni 0pnar dyr út í heim

More information

Framhaldsskólapúlsinn

Framhaldsskólapúlsinn Framhaldsskólapúlsinn Mat á líðan og skólabrag í framhaldsskólum Málþing um geðrækt í framhaldsskólum 20. september 2013 Almar M. Halldórsson Skólapúlsinn Skólapúlsinn er veflægt sjálfsmatskerfi fyrir

More information