Ferðamáladeild Háskólans á Hólum

Size: px
Start display at page:

Download "Ferðamáladeild Háskólans á Hólum"

Transcription

1 HÁSKÓLINN Á HÓLUM Ferðamáladeild Háskólans á Hólum Ársskýrsla 2016 Ábyrgðarmaður: Laufey Haraldsdóttir

2 Efni Nám og kennsla... 2 Ný námsleið við deildina... 2 Mannauður... 3 Stjórnun... 4 Rannsóknir... 5 Birtingar... 6 Kynningar... 7 Styrkumsóknir... 9 Fyrirlestraröð Afmælisár deildarinnar Þjónusta og samstarf Á kápu er mynd af nemendur á þriðja ári í ferðamálafræði að loknum kynningum á BA verkefnum sínum. Forsíðumynd, mynd 3, 6 og 9: Laufey Haraldsdóttir, mynd 1, 5, 7, 8 og 11: Ingibjörg Sigurðardóttir, mynd 4: Aldís Axelsdóttir og mynd 2: Kjartan Bollason. Mynd 10: óþekkt finnst félagsvísindakona í Háskóla Laplands. 1

3 Nám og kennsla Á árinu var boðið upp á fjórar námsleiðir við deildina: Diplóma í ferðamálafræði, diplóma í viðburðastjórnun, BA í ferðamálafræði og MA í ferðamálafræði. Útskrifaðir voru alls 54 nemendur við tvær athafnir, í júní og október. Í júní útskrifuðust samtals 48 nemendur frá deildinni: 22 með diplómu í viðburðastjórnun, 24 með BA gráðu í ferðamálafræði og tveir með MA gráðu í ferðamálafræði. Í október útskrifuðust sex nemendur frá deildinni: Tveir með diplómu í ferðamálafræði, og fjórir með diplómu í viðburðastjórnun.. Haustið 2016 var 61 nýnemi innritaður við deildina. Þar af voru 32 nýnemar í ferðamálafræði á grunnnámsstigi (FDP og FBA), 28 í diplómunámi í viðburðastjórnun og einn í MA námi í ferðamálafræði. Auk þess einn erlendur skiptinemi á haustönn Af þessum 61 nýnema við deildina hafa 19 hætt námi. Alls þreyttar einingar við deildina á árinu voru 5094 ECTS, þar af 80 ECTS einingar í gestanámi frá öðrum opinberum háskólum. 15. október 2016 voru innritaðir nemendur í deildinni sem hér segir: Í diplómunámi í viðburðastjórnun: 38 Í diplómunámi í ferðamálafræði: 5 Í BA námi í ferðamálafræði: 77 Í MA námi í ferðamálafræði: 2 Mynd 1: Nýbakaður meistari í ferðamálafræði, Guðrún Sigríður Sigurðardóttir, ásamt Kjartani Bollasyni kennara við deildina. Ný námsleið við deildina Í tilefni af 20 ára afmælisári deildarinnar var tekin ákvörðun um að bjóða upp á nám til BA gráðu í stjórnun ferðaþjónustu og móttöku gesta (e. hospitality and tourism management). Undirbúningur og þróun námsleiðarinnar fór fram á árinu Allir fastráðnir kennarar, auk utanaðkomandi sérfræðinga komu að 2

4 þróun námsleiðarinnar og voru haldnir vinnufundir haustið 2016 sem tileinkaðir voru þeirri vinnu. Að auki var leitað samráðs hjá Samtökum ferðaþjónustunnar, Starfsgreinaráði o.fl. Tilgangurinn með þessari viðbót við námsframboð deildarinnar er að auka fjölbreytni í námsvali deildarinnar og mæta þörfum atvinnugreinarinnar fyrir menntað starfsfólk og stjórnendur á þessu sviði. Með þessari viðbót verður boðið upp á 5 námsleiðir við deildina. Til að byrja með verður fyrsta árið á nýrri námsleið sameiginlegt með fyrsta ári í BA námi í ferðamálafræði. Tilkynnt var opinberlega um þessa nýjung á afmælisráðstefnu deildarinnar sem fram fór á Grand hótel í Reykjavík 3. október (sjá samantekt á ráðstefnunni síðar í skýrslunni). Mynd 2: Göngustíganámskeið vorið Mannauður Fastráðið starfsfólk við deildina er (sjá töflu 1) einn prófessor í 50% starfi fyrri hluta árs (jan.-júlí) og 20% starfi seinni hluta árs (ág.-des.), en viðkomandi starfar jafnframt við Háskólann í Suðaustur Noregi, tveir lektorar í 100% starfi, einn lektor í 84% starfi og einn lektor í 15% starfi. Þá voru fastráðnir tveir akademískir starfsmenn við deildina á árinu, annar í febrúar í 50% stöðu og og hinn í ágúst í 100% stöðu. Báðir starfsmenn fóru í gegnum hæfnimat og hlutu starfsheitið lektor skv. reglum HH um nýráðningar og framgang akademískra starfsmanna. Þá voru ráðnir tveir starfsmenn með tímabundinn samning til eins og tveggja ára. Að auki voru sjö sérfræðingar ráðnir til stundakennslu við deildina, allir sem verktakar í einstökum námskeiðum. Fimm starfsmenn annarra deilda háskólans komu að kennslu við Ferðamáladeild á árinu Tafla 1: Fastir starfsmenn við ferðamáladeild árið Staða Starfshlutfall Hæfni Kyn Prófessor 50% -> 20% Doktor (PhD) Kona Lektor 100% Í doktorsnámi Kona Lektor og 100% MA þjóðfræði og DVM í Kona deildarstjóri dýralækningum 3

5 Lektor 100% (lét af störfum 1. maí) Í doktorsnámi Kona Lektor 84% MS umhverfisfræði Karl Lektor 50% (frá 1. febrúar 2016) Doktor (PhD) Kona (50% við Selasetur Íslands) Lektor 100% (frá 1. ágúst 2016) Doktor (PhD) Kona Lektor 15% MS ferðamálafræði Kona Akademísk 100% (tímabundið 2 ár) MS ferðamálafræði Kona staða Akademísk staða 100% (tímabundið 1 ár) MA ferðamálafræði Karl Mynd 3: Nýir starfsmenn Ferðamáladeildar, Jessica Faustini Aquino og Amy Savener. Stjórnun Laufey Haraldsdóttir lektor sinnti deildarstjórastöðu Fulltrúi deildar í framhaldsnámsnefnd voru Guðrún Helgadóttir prófessor fyrri hluta árs og Anna Vilborg Einarsdóttir aðjúnkt/kennari seinni hluta árs. Fulltrúi deildar í kennslunefnd var Ingibjörg Sigurðardóttir lektor. Fulltrúi deildar í rannsóknarnefnd var Guðrún Þóra Gunnarsdóttir lektor fyrri hluta árs og Amy Sävener lektor seinni hluta árs. Fulltrúar deildar í námsnefnd voru Kjartan Bollason lektor og Laufey Haraldsdóttir. Fulltrúar nemenda á fundum deildarinnar voru, Helga Sigríður Þórarinsdóttir (fulltrúi á deildarfundum) og Hjördís Garðarsdóttir (fulltrúi í námsnefnd). Ekki gekk að fá fleiri nemendur sem fulltrúa þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Laufey Haraldsdóttir sinnti formennsku í Jafnréttisnefnd háskólans. Laufey Haraldsdóttir og Guðrún Þóra Gunnarsdóttir sátu í stjórn Ferðaþjónustunnar á Hólum, Laufey sem formaður stjórnar. Gríðarleg vinna fór í endurskipulagningu innan Ferðaþjónustunnar árið 2016 og má reikna með að a.m.k. 150 vinnustundir hafi farið í það starf hjá fulltrúum deildar í stjórn. Nánar verður vikið að stjórnunarstöfum starfsmanna deildarinnar undir kaflanum Þjónusta og samstarf. Deildarfundir voru tíu á árinu eða mánaðarlega fyrir utan júlí og ágúst. Í starfsreglum Háskólans á Hólum er tilgangur deildafunda tíundaður. Auk þess sem þar er talið er tilgangur deildarfunda á Ferðamáladeild að vera vettvangur til upplýsingamiðlunar og formlegrar afgreiðslu mála af kennurum og fulltrúum nemenda. Kennarafundir, þ.e. vinnufundir kennara, voru tveir, í apríl og 4

6 nóvember. Á apríl fundinum var m.a. farið yfir allar námsleiðir deildarinnar og þær skoðaðar m.t.t. stefnu og lærdómsviðmiða deildar, sem og stefnu háskólans. Á nóvember fundinum var unnið að nýrri námsleið við deildina á sviði stjórnunar ferðaþjónustu og móttöku gesta. Rannsóknir Rannsóknaverkefni voru einkum á eftirfarandi sviðum: Félagsleg áhrif ferðaþjónustu, hestatengd ferðaþjónusta, starf leiðsögumanna, áhrif virkjanaáætlana á ferðaþjónustu, siðferði og ábyrgð í ferðaþjónustu og náttúrutengd ferðaþjónusta. Árið 2016 birtu starfsmenn deildarinnar fjórar ritrýndar greinar í tímaritum og stóðu fyrir útgáfu fjögurra rannsóknarskýrslna. Auk þess stóð starfsmaður deildarinnar fyrir útgáfu bókar í samvinnu við Samtök ferðaþjónustunnar, birt var grein í riti fyrir almenning, tvö veggspjöld kynnt á ráðstefnum og nýr starfsmaður deildarinnar varði doktorsverkefni sitt. Starfsfólk kynnti nítján fyrirlestra á alþjóðlegum ráðstefnum og tíu fyrirlestra á innlendum ráðstefnum og fundum (tafla 2). Tafla 2: Kynning rannsókna við Ferðamáladeild árin Ritrýnd tímarit Bók Bókakaflar Ráðstefnurit Skýrslur Ritgerðir PhD eða MA/MS 1 (MA) 1 (D) Kynningar á alþjóðlegum /4 ráðstefnum/fundum Kynningar á innlendum ráðstefnum og fundum Veggspjöld 2 Greinar f. almenning 1 Alls Deildin átti gott samstarf við Landssamband hestamannafélaga og Landsmót ehf um heildstæða rannsókn á Landsmóti hestamanna sem viðburði. Landsmót hestamanna er einhver viðamesti viðburður sem haldinn er reglulega á Íslandi en mótið fór að þessu sinni fram á Hólum. Um 10 manna alþjóðlegt teymi rannsakenda vann að rannsókninni. Verkefnisstjóri var Ingibjörg Sigurðardóttir lektor. Unnið var að gagnaöflun fyrir mót, meðan á mótinu stóð og eftir að mótinu lauk. Samstarfsaðilar deildarinnar í þessu verkefni voru frá Háskóla Íslands auk fræðimanna frá Noregi, Svíþjóð og Bretlandi. Einn meistaranemi deildarinnar tók þátt í rannsókninni auk tveggja, sem nýlokið höfðu BA gráðu í ferðamálafræði við deildina. 5

7 Mynd 4: Rannsóknarteymi Landsmóts hestamanna 2016, ásamt deildarstjóra Ferðamáladeildar. Birtingar: Anna Vilborg Einarsdóttir. (2016). Starf og starfskjör leiðsögumanna og starfsemi Félags leiðsögumanna. 61 bls. Reykjavík: Félag leiðsögumanna. Aðgengilegt á Burns, G.L. and Haraldsdóttir, L. (2016). Potential Effects of Proposed Power Plants on tourism in Skagafjörður, Iceland. Report for the Ministry for the Environment and Natural Resources. 44p. Hólum: Holar University College, Department of Rural Tourism. ISBN: Georgette Leah Burns, James Macbeth, and Susan Moore. (2016). Should dingoes die? Principles for engaging ecocentric ethics in wildlife tourism management. D. Fennell (ed.), Tourism Ethics. Critical Concepts in Tourism. Volume 1. Routledge. Guðrún Helgadóttir & Katherine Daspher. (2016). Dear International Guests and Friends of the Icelandic Horse : Experience, Meaning and Belonging at a Niche Sporting Event. Scandinavian Journal of Hospitality and Tourism 16(2). Aðgengilegt á Guðrún Helgadóttir, Anna Vilborg Einarsdóttir, Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, Jóhanna M. E. Matthíasdóttir & Georgette Leah Burns. (2016). Félagsleg áhrif ferðamennsku og ferðaþjónustu. 130 bls. Reykjavík: Ferðamálastofa. ISBN Aðgengilegt á 6

8 Guðrún Þóra Gunnarsdóttir. (2016). Flippaðar hugmyndir sem virka: Frásagnir af Bræðslunnni og samfélagslegum áhrifum hennar. 37 bls. ISBN: Akureyri: Rannsóknamiðstöð ferðamála. Paula-Marie Lewis, Georgette Leah Burns and Darryl Jones. (2016). Response and responsibility: Humans as apex predators and ethical actors in a changing societal environment. Food Webs. Aðgengilegt á j.fooweb Savener, A. M. (2016). Being in time: Heideggerean existential authenticity and imperialist nostalgia in tourists to Guna Yala, Panamá (Doctoral dissertation, Indiana University). Sigurðardóttir, I. (2016a). Lífstíll verður ferðavara; þróun fyrirtækja í hestamennsku á Íslandi [e. Lifestyle as a tourism product - Development of equestrian businesses in Iceland]. Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, 13(2), Sigurðardóttir, I. (2016b). Stjórnun og rekstur í ferðaþjónustu afþreying á sjó og vatni [Managing tourism businesses Water based tourism]. Hólum: Háskólinn á Hólum, Ferðamáladeild. 146p. Sigurðardóttir, I. (2016c). Alþjóðleg rannsókn á Landsmóti hestamanna sem viðburði. Íþróttaviðburður og mannfagnaður. Eiðfaxi, 11. tbl., Kynningar á alþjóðlegum og innlendum ráðstefnum: Amy Miller Savener Veggspjald: Existential Transformation or Tourist Fantasy? Þjóðarspegillinn, Reykjavík. 27. október. Ingibjörg Sigurðardóttir. With Steinþórsson, R.S. Hýruspor klasaframtak ( Hýruspor a cluster initiative). Þjóðarspegillinn, Reykjavík. 27. október. Landsmót hestamanna sem viðburður - heildstæð viðburðarannsókn (Landsmót hestamanna as an event). Þjóðarspegillinn, Reykjavík. 27. október. Wellness and equestrian tourism - innovation and product development. EAAP 2016 Annual meeting of the European Federation of animal science, Belfast, Írlandi. 28. ágúst 2. september. With Steinþórsson, R.S. Cluster development and innovation in equestrian tourism in Northwest of Iceland. EAAP 2016 Annual meeting of the European Federation of animal science, Belfast, Írlandi. 28. ágúst 2. september. With Steinþórsson, R.S. Entrepreneurship in Northwest of Iceland; development of a regional equestrian cluster. 4th Nordic Conference for Rural Research, Akureyri maí. Equestrian tourism in Iceland - rural entrepreneurship and innovation. Fræðslufundur fyrir erlenda gesti að Borgum á Akureyri. Rannsóknamiðstöð ferðamála. 13. september. 7

9 Guðrún Helgadóttir: Social sustainability of tourism: A qualitative study in Iceland. World VIU points lecture series. Vancouver Island University, Centre of excellence World Leisure Organization. Nanaimo, BC, Kanada. 20 október. Kvinner og turisme, presentasjon i seminarserien Kvinner og bærekraftig utvikling, Partnership for change. Literaturhuset, Oslo. 13. september. 20 years of teaching cultural tourism. Teaching and learning cultural entrepreneurship. University College of Southeast Norway, campus Bø ágúst. Communities of practice: Tourism and tourist experiences in the experience economy. Nordic research network and seminar within experience economy research, Kaupmannahöfn júní. You must be tired of all the tourists? Nordic Ruralities, The University in Akureyri, Akureyri maí. Félagsleg áhrif ferðamennsku og ferðaþjónustu. [Social impacts of tourists and tourism services, Iceland Tourist Board conference on tourism impacts] Ráðstefna Ferðamálastofu um þolmarkarannsóknir, Grand hótel, Reykjavík. 25. maí. Georgette Leah Burns: Tourism in Iceland: A tale of three research projects and thoughts on a sustainable future. Public lecture. University Centre of the West Fjords, Ísafirði. 25. nóvember. Searching for a Wildlife Tourism Ethic. Invited keynote. Wildlife Tourism Australia Conference. Adelaide, Australia nóvember. Seeing Seal Signs: Using interpretation to modify visitor behaviour at a seal watching site in Iceland. Wildlife Tourism Australia Conference. Adelaide, Australia nóvember. Co-authors: Sarah Marschall and Sandra Granquist Diving into a Continental Rift. Tourism Naturally Conference, Alghero, Italy október. Co-authors: Jóhann Garðar Þorbjörnsson, Catherine P. Chambers, Jónína Herdís Ólafsdóttir, Bjarni K. Kristjánsson. When the wildlife you watch becomes the food you eat: Exploring ethical boundaries and decision making at the interface of consumptive and nonconsumptive tourism. Tourism Naturally Conference, Alghero, Italy október. Co-authors: Elin Lilja Öqvist, Sandra Granquist. Diving Between Continents: Visitor motivations, disturbance e and management implications for Silfra, Iceland. MMV8 conference, Novi Sad, Serbia september. Co-authors: Jóhann Garðar Þorbjörnsson, Catherine P. Chambers, Jónína Herdís Ólafsdóttir, Bjarni K. Kristjánsson. I Saw The Sign: Modifying visitor behaviour at a Seal Watching Site. Wildlife Tourism Australia workshop. Binna Burra, Australia. 16. september. Co-authors: Sarah Marschall and Sandra Granquist. Dam(n) the rivers or blow the highlands? Finding sustainable pathways for balancing resource use and protection and other adventures in Iceland. Griffith 8

10 University, Australia. 13. maí. Sustainable Wildlife Tourism? Exploring ethical approaches to managing interactions between tourists and wildlife. Public Symposium. Wakayama University, Centre for Tourism Studies, Japan. 8. mars. Laufey Haraldsdóttir: Expressing local identity through stories of food and rurality. 4th Nordic Conference for Rural Research. University of Akureyri, maí. Með Guðrún Þóru Gunnarsdóttur. Matarferðaþjónusta - tækifæri og skapandi vöruþróun til sveita. Landsýn Hvanneyri. 4. mars. Tourism, food and place. Fræðilegt erindi f. framhaldsnema og kennara í University of Lapland, Roveniemi. 4. nóvember. Innleiðing lærdómsviðmiða í námi og kennslu - Háskólinn á Hólum Ferðamáladeild. Vinnustofa á vegum Kennslumiðstöðvar HÍ um kennsluþróun í háskólum. Fulltrúar innlendra háskólar apríl. Að setja sálina í pottana. Ferðaþjónusta, staður, matur og marbreytileiki. Opin fyrirlestur hjá Akureyrarakademíunni boðið. 5. mars. Matur og ferðaþjónusta í Eyjafjarðarsveit. Fyrirlestur fyrir félag ferðaþjónustuaðila í Eyjafjarðarsveit. 15. maí. Anna Vilborg Einarsdóttir: Félagsleg áhrif ferðamennsku og ferðaþjónustu. Kynning við háskólann í Lapplandi í Roveniemi, Finnlandi. 4. nóvember. Starf og starfskjör leiðsögumanna og starfsemi Félags leiðsögumanna. Kynning á niðurstöðum rannsóknar á opnum fundi Félags leiðsögumanna. 22. nóvember. Veggspjald: Félagsleg áhrif ferðaþjónustu og ferðamennsku. Þjóðarspegillinn. Reykjavík. 27. október. Styrkumsóknir: Tafla 3: Styrkumsóknir Nafn umsækjanda í deildinni Jessica Faustini Aquino Heiti verkefnis og sjóður Sustainable Tourism and Responsible Practices of Arctic Coastal Communities and Seascapes Sjóður: Arctic Research and Studies Fund. Rannsóknarverkefni Samvinna við/milli Hólar University College department of Rural Tourism; the Icelandic Seal Center, Icelandic Tourism Research Center (RMF); Marine and Freshwater Research Institute; Griffith University; Sótt um evrur sept Styrk ur já 9

11 Guðrún Helgadóttir Laufey Haraldsdóttir Dynamic relationship between human activity and ecosystem changes in the arctic: The case of tourism Sjóður: Arctic Research and Studies Fund. Rannsóknarverkefni the Arctic Universtiy of Norway. Háskólinn á Hólum og University of SouthWest Norway evrur sept Já Guðrún Helgadóttir Anna Vilborg Einarsdóttir Industrial Heritage as a catalyst for rural regeneration Sjóður: EU H2020 SC Rannsóknarverkefni Ýmsir aðilar í 11 löndum Evrópu evrur sept Nei Guðrún Helgadóttir Ingibjörg Sigurðardóttir The Horse and European Equestrian heritage as Resource for a Sustainable Europe- Participatory approaches and social innovation culture. Sjóður: EU H2020 Work Programme Europe in a changing world inclusive, innovative and reflective Societies CULT-COOP : Participatory approaches and social innovation in culture. Rannsóknarverkefni 13 aðilar frá 9 löndum evrur Sep 2016 Nei Ingibjörg Sigurðardóttir og Jessica Aquino Biophilic Tourism: Sustainable Tourism progress Through Bioeconomy Strategies Sjóður: NordForsk Rannsóknarverkefni Rannsóknarteymi í fjórum mismunandi löndum: Íslandi, Finnlandi, Noregi og Danmörku NOK Nei Ingibjörg Sigurðardóttir Heritageled rural regeneration Sjóður: EU H2020 Call: SC Ýmsir aðilar í 8 löndum evrur Nei 10

12 Rannsóknarverkefni Ingibjörg Sigurðardóttir Landsmót hestamanna, heildstæð viðburðarannsókn Sjóður: Atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytið Rannsóknarverkefni 5 háskólar á Íslandi, í Noregi, Svíþjóð og UK, og Landsmót hestamanna ehf ISK Já Ingibjörg Sigurðardóttir Landsmót hestamanna, heildstæð viðburðarannsókn Sjóður: Framleiðnisjóður landbúnaðarins Rannsóknarverkefni HH, USN, Dalarna, UiT og Leeds Beckett ISK Nei Anna Vilborg Einarsdóttir Starf og starfskjör leiðsögumanna og starfsemi Félags leiðsögumanna. Sjóður: Félag leiðsögumanna Spurningakönnun ISK já Fyrirlestraröð Ferðamáladeildar Fyrirlestraröð Ferðamáladeildar, Vísindi og grautur, hófst árið Hún samanstendur af u.þ.b. mánaðarlegum opnum fyrirlestrum um rannsóknir á ferðaþjónustu/ferðamennsku eða tengdu efni. Árið 2016 voru haldnir sex opnir fyrirlestra r, þar af komu fjórir fyrirlesarar erlendis frá: 10. febrúar. Dr. Guðrún Helgadóttir prófessor við Háskólann í Suðvestur Noregi í Bö og Háskólann á Hólum: Samfélagsleg áhrif ferðaþjónustu, þrjú tilvik úr dreifbýli. 16. mars. Dr. Jessica Aquino lektor við Ferðamáladeild HH: Upplifun sjálfboðaliða af áhrifum þeirra á berskjölduð samfélög í Brasilíu. 11. maí. Dr. Agata Stefanowska og Dr. Agnieszka Bołdak frá Józef Piłsudski University of Physical Education in Warsaw, Faculty of Tourism and Recreation: Outdoor recreation at AWF Josef Pilsudski - University of Physical Education in Warsaw. 26. september. Dr. Mats Urde dósent við háskólann í Lundi í Svíþjóð, og ráðgjafi í vörumerkjastjórnun. Place Branding with a Heritage. 12. október. Dr. Keith Dewar professor í ferðamáladeild við Háskólann í New Brunswick, Saint John. Holar Tourism or Not? What are the strange Canadian s doing here? 9. nóvember Dr. Amy Savener, Mass Tourism Invasion to an Indigenously- Governed (Rural) Archipelago in the Caribbean, byggði hún á doktorsrannsóknum sínum á eyjunni Guna Yala í Panama. 11

13 Mynd 5: Frá fyrirlestraröð Ferðamáladeildar, Vísindi og grautur Afmælisár deildarinnar Ferðamáladeildin átti 20 ára afmæli á árinu og var þess minnst með afmælisráðstefnu á Grand hótel í Reykjavík þann 3. október og afmælisveislu á Hólum í tengslum við brautskráningu þann 14. Október. Veitingar voru að hætti Hólaeldhússins. Mynd 6: Kaffihlaðborðið var veglegt í afmælisveislu Ferðamáladeildar 14. október Yfirskrift ráðstefnunnar 3. október var Menntun framtíðarleiðtoga í ferðaþjónustu. Ráðstefna á vegum Ferðamáladeildar Háskólans á Hólum í tilefni af 20 ára afmæli deildarinnar. Auk þess að vekja athygli á starfsemi deildarinnar og þessum tímamótum, var ráðstefnunni ætlað að vera innlegg í þá umræðu sem átt hafði sér stað í samfélaginu um menntun í ferðaþjónustu á Íslandi. 12

14 Mynd 7: Ráðherra ferðamála Ragnheiður Elín Árnadóttir ávarpar ráðstefnugesti 3. október. Helga Árnadóttir framkvæmdarstjóri Samtaka ferðaþjónustunnar sá um fundarstjórn. Auk rektors, Erlu Bjarkar Örnólfsdóttur, ávörpuðu Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra ferðamála, Ólöf Ýr Atladóttir ferðamálastjóri og Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra samkomuna. Framsögur áttu Laufey Haraldsdóttir deildarstjóri, Þórir Erlingsson kennari við Michel A. Leven School of Culinary Sustainability and Hospitality við Kennesaw State University í Bandaríkjunum, Reidar J. Mykletun prófessor við ferðamáladeild háskólans í Stavanger í Noregi, Jónas Guðmundsson ferðamálafræðingur hjá SafeTravel og brautskráður nemandi deildarinnar, Erna Dís Ingólfsdóttir starfsþróunar- og gæðastjóri hjá Íslandshótelum, Ágúst Elvar Bjarnason sölustjóri hjá Arctic Adventures og Ingibjörg Ólafsdóttir hótelstjóri hjá Radisson Blue Hotel Saga. Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála stjórnaði pallborðsumræðum í lokin með yfirskriftinni Háskólamenntun í ferðaþjónustu á Íslandi hvert viljum við stefna? Í þeirri umræðu tóku þátt Gunnar Þór Jóhannesson frá Land- og ferðamáladeild HÍ, Ingibjörg Sigurðardóttir frá HH, Óskar Jósefsson frá Stjórnstöð ferðamála, María Guðmundsdóttir frá Samtökum ferðaþjónustunnar og Baldur Sæmundsson frá Grunndeild matvæla- og ferðagreina í Menntaskólanum í Kópavogi. Um 90 manns tóku þátt í ráðstefnuna sem þótti takast afar vel. Í máli fundarmanna kom skýrt fram þörf ferðaþjónustunnar sem atvinnugreinar fyrir menntað og vel þjálfað starfsfólk og stjórnendur. Áhersla var lögð á að samhliða hinum gríðarlega vexti greinarinnar yrði að efla færni og þekkingu starfsmanna til að mögulegt væri að tryggja gæði og fagmennsku í þjónustu við gesti. Var í því sambandi litið til eflingar náms í ferðatengdum greinum á öllum skólastigum og aukins samstarfs milli þeirra sem koma að menntun í ferðaþjónustu. 13

15 Mynd 8. Reidar J. Mykletun frá Hótelskóla Háskólans í Stavanger í Noregi var frummælandi á ráðstefnunni. Þjónusta og samstarf Starfsfólk Ferðamáladeildar veitir ýmiskonar þjónustu til atvinnugreinarinnar, vísindasamfélagsins og stjórnsýslunnar. Rannsóknamiðstöð ferðamála (RMF) er samstarfsverkefni þriggja háskóla: Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri og Háskólans á Hólum. Ferðamáladeildin tekur eftir sem áður virkan þátt í því samstarfi, þar sem deildarstjóri á sæti í stjórn. Haldnir voru fimm stjórnarfundir á árinu 2016, auk þess sem RMF stóð fyrir fimm málstofum og ráðstefnum á árinu sem stjórnarmenn komu beint og óbeint að. Ferðamáladeild á líkt og áður í formlegu samstarfi við Selasetur Íslands með sameiginlegum starfsmanni stofnananna, sem stundar kennslu og rannsóknir. Nýr starfsmaður, Jessica Faustini Aquino, hóf störf í febrúar Starfsfólk Ferðamáladeildar tekur þátt í ýmsum samvinnuverkefnum: Ferðamáladeild á fulltrúa í stjórn Fornverkaskólans sem er samstarfsverkefni Byggðasafns Skagfirðinga, Tréiðnaðardeildar Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og Ferðamáladeildar. Ferðamáladeild á fulltrúa í stjórn Matarkistu Skagafjarðar sem hýst er hjá Sveitarfélaginu Skagafirði og þá situr starfsmaður deildarinnar í stjórn Menningarráðs Norðurlands vestra sem og í dómnefnd RMF um lokaverkefnisverðlaun fyrir framúrskarandi lokaverkefni á sviði ferðamála. Félag ferðaþjónustunnar í Skagafirði kom í heimsókn heim að Hólum í mars til að kynna sér starfsemi Ferðamáladeildarinnar. Ferðamáladeild nýtir sér sam- 14

16 Mynd 9. Úr sameiginlegri vettvangsferð í námskeiðunum Menningararfur er auðlind, Matur og menning og Minjagripir og alþýðulist. starfsvettvang opinberu háskólanna til að auka fjölbreytni og gæði í kennslu með gestafyrirlesurum og miðla þannig sérfræðiþekkingu markvisst til nemenda. Frá upphafi hefur Ferðamáladeildin lagt áherslu á tengsl og samvinnu við stofnanir ferðaþjónustunnar, atvinnugreinina og samfélagið í heild. Þessi tengsl verða meðal annars til í gegnum kennslu í formi vettvangsferða með nemendur og nemendaverkefni þar sem nemendur vinna raunveruleg verkefni um og fyrir fyrirtæki og stofnanir í greininni. Þá er samvinna við Nýsköpunarmiðstöð um kennslu, vinnusmiðjur og nýsköpunarverkefni ýmiskonar. Í fagráði deildarinnar sitja fulltrúar frá Ferðamálastofu, Samtökum ferðaþjónustunnar, Ferðamálasamtökum Íslands og Ferðaþjónusta bænda, ásamt deildarstjóra. Fagráðinu er ætlað að veita ráðgjöf um framboð námsleiða, kennslu og rannsóknir, frá sjónarhóli atvinnugreinarinnar og stofnana hennar. Ferðamáladeild og Landsmót hestamanna ehf. undirrituðu sameiginlega viljayfirlýsingu um rannsóknir á Landsmóti hestamanna 2016 sem heildstæðum viðburði. En í þeirri rannsókn tóku þátt fræðimenn frá fjórum löndum og sex háskólum. Mynd 10: Starfsmenn Ferðamáladeildar ásamt samstarfsfólki frá Háskólanum í Laplandi, Háskóla Íslands og Rannsóknarmiðstöð ferðamála, á vinnufundum í Rovaniemi í Finnlandi

17 Í umfjöllun um rannsóknir hér að framan kemur fram að starfsfólk deildarinnar hefur viðamikið net samstarfsaðila erlendis í rannsóknum; greinaskrifum og umsóknavinnu. Þá hefur deildin tvíhliða samstarfssamninga við fjölda erlendra háskóla bæði gegnum Nordplus og Erasmus+ áætlanirnar. Auk þess deilir deildin starfsmanni með Háskólanum í Suðaustur Noregi, sem tók til starfa með sameiningu Háskólans í Telemark og Háskólans í Buskerud og Vestfold. Allnokkrir erlendir gestafyrirlesarar og rannsakendur sóttu Ferðamáladeildina á Hólum heim á árinu. Má þar nefna Dr. Keith Dewar og Wanmei Li sem komu frá Viðskiptafræðideild New Brunswick háskólans í Saint John í Kanada. Dvöldu þau hjón hér í rannsóknarleyfi Keiths. Agnieszka Bołdak og Agata Stefanowska frá ferðaþjónustu- og útivistardeild AWF háskólans í Varsjá, heimsóttu deildina í maí og í september heimsótti deildina Dr. Mats Urde dósent við háskólann í Lundi í Svíþjóð. Þá dvöldu lektorarnir Kari Jæger og Ragnhildur Ásvaldsdóttir frá Norges Arktiske Universitet, prófessorarnir Susanna Heldt Cassel og Tobias Heldt frá Dalarna Universitet, Svíþjóð og Dr. Katherine Dashper frá Leeds Beckett University, Bretlandi hér við rannsóknir á Landsmóti hestamanna. Nokkuð var um að kennarar Ferðamáladeildar færu erlendis með það að markmiði að stofna til eða styrkja alþjóðlegt samstarf deildarinnar. Má þar nefna ferð til Multidimentional Tourism Institute í Roveniemi í Finnlandi, þar sem tveir fulltrúar deildarinnar funduðu ásamt fleiri íslenskum aðilum með fulltrúum frá háskólanum í Laplandi og fagháskólanum í Laplandi. Mynd 11: Þórir Erlingsson og Áskell Heiðar Ásgeirsson á afmælisráðstefnu deildarinnar á Grand Hotel. 16

Ferðamáladeild Háskólans á Hólum

Ferðamáladeild Háskólans á Hólum HÁSKÓLINN Á HÓLUM Ferðamáladeild Háskólans á Hólum Ársskýrsla 2015 Ábyrgðarmenn: Georgette Leah Burns/Laufey Haraldsdóttir 1 Nám og kennsla Á árinu var boðið upp á fjórar námsleiðir við deildina: Diplóma

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

Ársskýrsla Hólaskóla Háskólans á Hólum 2015

Ársskýrsla Hólaskóla Háskólans á Hólum 2015 Háskólinn á Hólum Ársskýrsla 2015 Aðfaraorð... 2 Stjórn og stoðþjónusta... 3 Framkvæmda- og háskólaráð... 3 Fjöldi starfsmanna... 3 Stoðþjónusta... 4 Fjármála- og þjónustusvið... 4 Tölvu- og tæknimál...

More information

Aðalheiður L. Guðmundsdóttir Myndlistardeild, lektor Vegna þátttöku í listfræðiráðstefnunni [no title] í Kaupmannahöfn í október.

Aðalheiður L. Guðmundsdóttir Myndlistardeild, lektor Vegna þátttöku í listfræðiráðstefnunni [no title] í Kaupmannahöfn í október. STARFSÞRÓUNARSJÓÐUR AKADEMÍSKRA STARFSMANNA - úthlutun haustönn 2018 Auglýst var eftir umsóknum um styrkveitingar með umsóknarfrest til 3. september 2018. Alls bárust sjóðnum 12 umsóknir: 7 frá hönnunar-

More information

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Svíþjóð - stjórnsýslan Þrjú formleg stjórnsýslustig Sveitarfélög, 290 talsins (Local level) Lén, 20 talsins (Regional level) Landsstjórn, 349 þingmenn (National

More information

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum Raddir fjölbreyttra kennarahópa Sólveig Karvelsdóttir, lektor, HÍ Hafdís Guðjónsdóttir, dósent, HÍ Rannsóknin er hluti af tveimur rannsóknum Fjölbreyttir kennarahópar

More information

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be Stefnumótun tun Rf Hlutverk (Mission) Why we exist Gildi (Core values) What we believe in Framtíðarsýn (Vision) What we want to be Stefna (Strategy) Our Game plan Stefnumiðað árangursmat Balanced Scorecard

More information

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software.

Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software. Heimildaskrá Ritaðar heimildir Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software. Bændasamtök Íslands (2005). Hagtölur

More information

FORMÁLI REKTORS. Stjórn

FORMÁLI REKTORS. Stjórn EFNISYFIRLIT Skipurit og stjórn bls. 4 Formáli rektors bls. 5 Nemendafjöldi bls. 6 Starfsmenn bls. 6 Asíuver Íslands bls. 7 Góðvinir Háskólans á Akureyri bls. 7 Auðlindadeild bls. 8 Heilbrigðisdeild bls.

More information

Útgefandi: Háskólinn á Akureyri. Ritstjórn: Guðrún M. Kristinsdóttir. Prófarkalestur: Finnur Friðriksson. Ljósmyndarar: Auðunn Níelsson, Daníel

Útgefandi: Háskólinn á Akureyri. Ritstjórn: Guðrún M. Kristinsdóttir. Prófarkalestur: Finnur Friðriksson. Ljósmyndarar: Auðunn Níelsson, Daníel ÁRSSKÝRSLA 20 15 ÁRSSKÝRSLA 20 15 Útgefandi: Háskólinn á Akureyri. Ritstjórn: Guðrún M. Kristinsdóttir. Prófarkalestur: Finnur Friðriksson. Ljósmyndarar: Auðunn Níelsson, Daníel Starrason, Friðþjófur

More information

Rannsóknamiðstöð ferðamála

Rannsóknamiðstöð ferðamála Ársskýrsla Rannsóknamiðstöðvar ferðamála 2016 Rannsóknamiðstöð ferðamála Útgefandi: Rannsóknamiðstöð ferðamála, Borgum v/norðurslóð, IS-600 Akureyri Sími: (+354) 460 8930 Rafpóstur: rmf@unak.is Veffang:

More information

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild Háskólabrú fjarnám Bókalisti vorönn 2019 2. önn Félagsvísinda- og lagadeild Upplýsingatækni og tölfræði: Kennslubók í Excel 2016. Höfundar: Hallur Örn Jónsson og Óli Njáll Ingólfsson Stærðfræði 3: Stærðfræði

More information

Efnisyfirlit. Stjórn bls. 4 Skipurit bls. 4 Reglur og stefnumál bls. 5 Formáli rektors bls. 7 Nemendafjöldi bls. 8 Starfsmenn bls.

Efnisyfirlit. Stjórn bls. 4 Skipurit bls. 4 Reglur og stefnumál bls. 5 Formáli rektors bls. 7 Nemendafjöldi bls. 8 Starfsmenn bls. Á R S S K Ý R S L A 20 08 Efnisyfirlit Stjórn bls. 4 Skipurit bls. 4 Reglur og stefnumál bls. 5 Formáli rektors bls. 7 Nemendafjöldi bls. 8 Starfsmenn bls. 9 Gæðamál bls.10 Góðvinir Háskólans á Akureyri

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2.

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2. Reykjavík, 15. maí 2017 R17050061 110 Borgarráð Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2. júní 2017 Fyrirhuguð er opinber

More information

Ársskýrsla Stafsmenn á árinu 2010 voru:

Ársskýrsla Stafsmenn á árinu 2010 voru: Ársskýrsla 2010 Á árinu var nóg við að vera að vinna að þeim verkefnum sem styrkir höfðu unnist til á árinu 2008 og munaði þar mest um tvö verkefni frá Norrænu nýsköpunarmiðstöðinni (NICe) og verkefni

More information

Listi yfir ferðir kjörinna fulltrúa og embættismanna árið 2017 á skrifstofum miðlægrar stjórnsýslu

Listi yfir ferðir kjörinna fulltrúa og embættismanna árið 2017 á skrifstofum miðlægrar stjórnsýslu Reykjavík, 20. mars 2018 R17050148 1312 Borgarráð Listi yfir ferðir kjörinna fulltrúa og embættismanna árið 2017 á skrifstofum miðlægrar stjórnsýslu Á fundi borgarráðs þann 18. júní 2015 var samþykkt að

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr. 54 8. árgangur

More information

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur?

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur? Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur? Málþing um byggðamál og svæðasamvinnu 14. mars 2014 Stefanía Traustadóttir Heimsókn til Norðurbotns (Oulu) apríl 2012 Þátttakendur: Ragnheiður

More information

Ársskýrsla RMF Ársskýrsla, yfirlit yfir útgefið efni, ráðstefnur og fyrirlestra

Ársskýrsla RMF Ársskýrsla, yfirlit yfir útgefið efni, ráðstefnur og fyrirlestra Ársskýrsla RMF 2013 Ársskýrsla, yfirlit yfir útgefið efni, ráðstefnur og fyrirlestra Árið 2013 einkenndist af frágangi mannaráðninga og því að verkefni sem styrkt voru með framlögum á fjárlögum ársins

More information

Viðauki með þjónustusamningi mennta- og menningarmálaráðuneytis og Háskólans í Reykjavík (HR)

Viðauki með þjónustusamningi mennta- og menningarmálaráðuneytis og Háskólans í Reykjavík (HR) Viðauki með þjónustusamningi mennta- og menningarmálaráðuneytis og Háskólans í Reykjavík (HR) 29.12.2011 Efnisyfirlit 1 Inngangur... 3 1.1 Lagaheimildir og forsendur... 3 1.2 Samskiptahættir... 3 1.3 Stefna

More information

MYND?? Logo skólans DRÖG. Ársskýrsla. Háskólans á Bifröst. Ársskýrsla 2016

MYND?? Logo skólans DRÖG. Ársskýrsla. Háskólans á Bifröst. Ársskýrsla 2016 MYND?? Logo skólans DRÖG Ársskýrsla Háskólans á Bifröst 2016 Ársskýrsla 2016 Ársskýrsla 2016 Útg. 9. maí 2017 Umsjón: Sigrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri kennslu og þjónustu Uppsetning og frágangur: Guðrún

More information

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs?

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Hvernig getur málefni sem ekki er skilgreint sem námsgrein í grunnskóla eða námssvið

More information

Horizon 2020 á Íslandi:

Horizon 2020 á Íslandi: Horizon 2020 á Íslandi: - Árangur Íslands í Horizon2020 - Hvernig getur Rannís veitt ykkur aðstoð? Kristmundur Þór Ólafsson Alþjóðasvið Rannís Landstengiliður (NCP) fyrir H2020 Hvað er H2020? Rammaáætlun

More information

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn -

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM Schengen ráðstefna 6. október 2011 - Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - Áherslur - Lögreglan á Suðurnesjum - Framkvæmd landamæraeftirlits - Umhverfið - Álag á Ísland

More information

Efnisyfirlit. Stjórn bls. 6 Skipurit bls. 6 Reglur og stefnumál bls. 7 Formáli rektors bls. 9 Nemendafjöldi bls. 10 Starfsmenn bls.

Efnisyfirlit. Stjórn bls. 6 Skipurit bls. 6 Reglur og stefnumál bls. 7 Formáli rektors bls. 9 Nemendafjöldi bls. 10 Starfsmenn bls. Á R S S K Ý R S L A 20 09 Efnisyfirlit Stjórn bls. 6 Skipurit bls. 6 Reglur og stefnumál bls. 7 Formáli rektors bls. 9 Nemendafjöldi bls. 10 Starfsmenn bls. 11 Gæðamál bls.12 Góðvinir Háskólans á Akureyri

More information

HÁSKÓLINN Á AKUREYRI ÁRSKÝRSLA 2016 EFNISYFIRLIT

HÁSKÓLINN Á AKUREYRI ÁRSKÝRSLA 2016 EFNISYFIRLIT ÁRSSKÝRSLA 20 15 20 15 EFNISYFIRLIT Stjórn bls. 6 Skipurit bls. 6 Formáli rektors bls. 8 Nemendafjöldi bls. 10 Starfsmenn bls. 11 Gæðamál bls. 14 Góðvinir Háskólans á Akureyri bls. 15 Heilbrigðisvísindasvið

More information

Háskólabrú- staðnám. Bókalisti - Vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Háskólabrú- staðnám. Bókalisti - Vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild Háskólabrú- staðnám Bókalisti - Vorönn 2018-2. önn Félagsvísinda- og lagadeild Upplýsingatækni og tölfræði: Kennslubók í Excel 2016. Höfundar: Hallur Örn Jónsson og Óli Njáll Ingólfsson Stærðfræði 3: Stærðfræði

More information

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson Samstarf HR og IGI Ólafur Andri Ragnarsson Leikjaiðnaðurinn 2021 Leikjaiðnaðurinn 2021 5.000 störf 70 milljarðar í heildarútflutningstekjur ef... Photo Ian Parker http://parkerlab.bio.uci.edu/nonscientific_adventures/iceland_man.ht

More information

Rannsókn á Byrjendalæsi: Markmið, snið, gögn og úrvinnsla

Rannsókn á Byrjendalæsi: Markmið, snið, gögn og úrvinnsla Læsi til samskipta og náms Ráðstefna MSHA um læsi 13. september 2014 Rannsókn á Byrjendalæsi: Markmið, snið, gögn og úrvinnsla Rúnar Sigþórsson Háskólanum á Akureyri runar@unak.is Örstutt um Byrjendalæsi

More information

HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK

HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK ÁRSSKÝRSLA 2005 Efnisyfirlit bls. Hlutverk, framtíðarsýn, leiðarljós 3 Ávarp rektors 4 Háskólaráð 6 Skipulag HR 6 Tækni- og verkfræðideild 7 Viðskiptadeild 8 Kennslufræði- og lýðheilsudeild

More information

Háskólinn á Akureyri. ársskýrsla

Háskólinn á Akureyri. ársskýrsla » Háskólinn á Akureyri ársskýrsla 2003 ársskýrsla 2003» Útgefandi: Háskólinn á Akureyri 2005 Ritstjórn: Laufey Sigurðardóttir Lestur handrits: Finnur Friðriksson Ljósmyndir: Myndrún og Páll A. Pálsson

More information

INNFORM rannsóknin: Árangur, stefna og alþjóðavæðing!

INNFORM rannsóknin: Árangur, stefna og alþjóðavæðing! INNFORM rannsóknin: Árangur, stefna og alþjóðavæðing! Erindi á morgunverðarfundi ParX og Viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands 29. maí 2008. INNFORM á Íslandi: 1. Aðdragandinn... 2. Fyrirmyndin:

More information

Starfsþróun eflir nemendamiðaða faglega forystu. (Professional Development for Student Centered Leadership) Lokaskýrsla Erasmus+ verkefnis

Starfsþróun eflir nemendamiðaða faglega forystu. (Professional Development for Student Centered Leadership) Lokaskýrsla Erasmus+ verkefnis Starfsþróun eflir nemendamiðaða faglega forystu (Professional Development for Student Centered Leadership) Lokaskýrsla Erasmus+ verkefnis 2017-2018 Menntaskólinn við Sund Project Summary The main elements

More information

Efnisyfirlit Árið ár skipulagsbreytinga og stefnumótunar...2

Efnisyfirlit Árið ár skipulagsbreytinga og stefnumótunar...2 Ársskýrsla 2012 Háskólinn á Bifröst Ársskýrsla 2012 Útgefin 15. maí 2013 1 Efnisyfirlit Árið 2012 - ár skipulagsbreytinga og stefnumótunar...2 Nýr þjónustusamningur... 2 Ný skipulagsskrá í stað eldri

More information

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ / 1004720-1004720-3-ABC 2.1.2018 09::16 Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær»»» Reykjavík/HÍ 06:42 06:44 06:45 06:47 06:51 06:52 06: 07:17 07:18 07:22 07:28 07:29 07:31 07:32 07:34 07:36 07:38

More information

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016 FLUGTÖLUR 216 INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 216 Flugvöllur 215 216 Br. 16/15 Hlutdeild Reykjavík 348.24 377.672 8,5% 5,4% Akureyri 17.897 183.31 7,3% 24,5% Egilsstaðir 89.79 93.474 4,9%

More information

GÆÐAKERFI HÁSKÓLA ÍSLANDS

GÆÐAKERFI HÁSKÓLA ÍSLANDS GÆÐAKERFI HÁSKÓLA ÍSLANDS 1 Inngangur Gæðakerfi Háskóla Íslands miðar að því að mæta væntingum og þörfum nemenda, starfsmanna, atvinnulífs og hins alþjóðlega vísindasamfélags. HÁSKÓLARÁÐ SVIÐ/DEILDIR MIÐLÆG

More information

Fjölbreyttir kennarahópar og fjölbreyttir nemendahópar

Fjölbreyttir kennarahópar og fjölbreyttir nemendahópar Fjölbreyttir kennarahópar og fjölbreyttir nemendahópar Hanna Ragnarsdóttir dósent Menntavísindasviði HÍ Menntakvika 22. okt. 2010 1 Skipulag erindis Alþjóðlega rannsóknaverkefnið Diverse Teachers for Diverse

More information

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Stillt upp fyrir tískumyndatöku í Hörpu. Samantekt unnin fyrir Höfuðborgarstofu mars 2017 Höfundur: Rögnvaldur Guðmundsson Rannsóknir

More information

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014 FLUGTÖLUR 2014 INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014 Flugvöllur 2013 2014 Br. 14/13 Hlutdeild Reykjavík 338.278 328.205-3,0% 48,6% Akureyri 178.231 172.106-3,4% 25,5% Egilsstaðir 91.561

More information

Rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra Skagaströnd

Rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra Skagaströnd Rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra Skagaströnd Skýrsla um starfið frá Nóv-Nóv 2009-2010 Dr.phil. Lára Magnúsardóttir Þessi skýrsla er ekki gefin út, en aðeins prentuð fyrir þá

More information

Hönnunarstefna Hönnun sem drifkraftur til framtíðar

Hönnunarstefna Hönnun sem drifkraftur til framtíðar Hönnunarstefna 2014 2018 Hönnun sem drifkraftur til framtíðar 2 Hér birtist hönnunarstefna stjórnvalda sem byggir á tillögum frá stýrihópi sem iðnaðarráðherra skipaði í samstarfi við mennta- og menningar-

More information

Rannsóknamiðstöð ferðamála, svarandi: Edward H. Huijbens

Rannsóknamiðstöð ferðamála, svarandi: Edward H. Huijbens Nafn þátttakanda: Rannsóknamiðstöð ferðamála, svarandi: Edward H. Huijbens 1. Að hvaða rannsóknum og gagnasöfnun hefur stofnunin unnið á sviði ferðamála á síðastliðnum fimm árum (2006-2010)? (Vinsamlega

More information

Verkefnatengt nám. Hentar lögfræði þér? Starfsvettvangur lögfræðinga

Verkefnatengt nám. Hentar lögfræði þér? Starfsvettvangur lögfræðinga Lögfræði Verkefnatengt nám Innan Háskólans í Reykjavík hefur verið lögð áhersla á verkefnatengt laganám sem miðar að því að auka virkni nemenda í námi og gera þá betur í stakk búna til að takast á við

More information

Skýrsla. samgönguráðherra um framkvæmd ferðamálaáætlunar. (Lögð fyrir Alþingi á 135. löggjafarþingi )

Skýrsla. samgönguráðherra um framkvæmd ferðamálaáætlunar. (Lögð fyrir Alþingi á 135. löggjafarþingi ) Skýrsla samgönguráðherra um framkvæmd ferðamálaáætlunar. (Lögð fyrir Alþingi á 135. löggjafarþingi 2007 2008.) Alþingi samþykkti vorið 2005 þingsályktun um áætlun í ferðamálum fyrir árin 2006 2015. Sú

More information

Svæðisbundin áhrif íslenskra háskóla

Svæðisbundin áhrif íslenskra háskóla Tímarit um uppeldi og menntun / Icelandic Journal of Education 25(2), 2016, 265 287 ÞÓRODDUR BJARNASON HÁSKÓLANUM Á AKUREYRI INGI RÚNAR EÐVARÐSSON HÁSKÓLA ÍSLANDS INGÓLFUR ARNARSON HÁSKÓLANUM Á BIFRÖST

More information

3 Bjarki Már Viðarsson 12 Íþróttabandalag Reykjanesbæjar NT 1:53,54. 1 Óskar Rafael Karlsson 11 Íþróttabandalag Reykjanesbæjar 1:51,58 1:47,33

3 Bjarki Már Viðarsson 12 Íþróttabandalag Reykjanesbæjar NT 1:53,54. 1 Óskar Rafael Karlsson 11 Íþróttabandalag Reykjanesbæjar 1:51,58 1:47,33 Iceland Swim Fed. Champ. Meet Hy-Tek's MEET MANAGER 7:48 PM 5.12.2003 Page 1 Grein 1 Strákar 11-12 66 sc Metrar m Fjórsund 1 Bjarki Már Viðarsson 12 Íþróttabandalag Reykjanesbæjar NT 1:12,59 2 Óskar Rafael

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 8. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018 Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu September 2018 Samantekt Íslandsstofa framkvæmdi viðhorfskönnun í júlí og ágúst 2018 meðal erlendra söluaðila sem selja ferðir til Íslands.

More information

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst 15. 18. ágúst 21. 25. ágúst 28. ág 1. sept. 15. skipulagsdagur 16. skipulagsdagur 17. Skipulagsdagur 18. skipulagsdagur

More information

Þróun kennaramenntunar við Menntavísindavið Háskóla Íslands

Þróun kennaramenntunar við Menntavísindavið Háskóla Íslands Þróun kennaramenntunar við Menntavísindavið Háskóla Íslands Greinargerð um vinnuferli og áherslur við mótun kennaranáms frá 2008 Maí 2014 Menntavísindasvið Háskóla Íslands Anna Kristín Sigurðardóttir Maí

More information

Sameining tveggja háskóla í Svíþjóð

Sameining tveggja háskóla í Svíþjóð Sameining tveggja háskóla í Svíþjóð Aðdragandi, framkvæmd og árangur af sameiningu Högskolan på Gotland og Uppsalaháskóla Ágrip Í þessari úttektar er að dreginn lærdómur af nýlegri sameiningu tveggja háskóla

More information

Skóli án aðgreiningar

Skóli án aðgreiningar Skóli án aðgreiningar Viðhorf sérkennara í grunnskólum til stefnunnar skóli án aðgreiningar Rannveig Klara Matthíasdóttir Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Skóli án aðgreiningar

More information

Skýrsla stjórnar starfsárið 2016

Skýrsla stjórnar starfsárið 2016 Skýrsla stjórnar starfsárið 2016 Mars 2017 Efnisyfirlit INNGANGUR... 3 SKIPAN STJÓRNAR... 3 REKSTUR OG AFKOMA... 3 Afkoma félagsins... 3 Félagatal... 3 VOTTUN... 4 Vottanir starfsársins... 4 Matsmenn...

More information

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu?

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu? Upphaf mælinga í uppsjávarskipum Sigurjón Arason Yfirverkfræðingur Matís ohf. og Prófessor, Háskóli Íslands Dr. Magnea G. Karlsdóttir; Fagstjóri, Matís ohf. Ásbjörn Jónsson; Verkefnastjóri, Matís ohf Magnús

More information

VIÐSKIPTAFRÆÐI Grunnnám og framhaldsnám BSc MSc PhD

VIÐSKIPTAFRÆÐI Grunnnám og framhaldsnám BSc MSc PhD VIÐSKIPTAFRÆÐI Grunnnám og framhaldsnám BSc MSc PhD Velkomin í viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík Í starfi viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík er lögð áhersla á framúrskarandi gæði náms og kennslu,

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

Þróun kennslu læknanema á síðustu áratugum

Þróun kennslu læknanema á síðustu áratugum Kristján Erlendsson læknir dósent kennslustjóri læknadeildar HÍ, yfirlæknir á vísinda- og þróunarsviði Landspítala krerlend@landspitali.is Þróun kennslu læknanema á síðustu áratugum Á síðustu þremur áratugum

More information

Erasmus+ Opnar dyr út í heim!

Erasmus+ Opnar dyr út í heim! Erasmus+ Opnar dyr út í heim! Evrópusamstarf í 20 ár með EES samningnum 25 þúsund Íslendingar 175 milljón evra í styrki síðan 2000 Gerbreyting á íslensku rannsóknar- og þróunarumhverfi Erasmus stúdentar

More information

1. ár Haust. í félagsvísindum. Félagsvísindatorg. Iðnbylting og hnattvæðing. Saga sálfræðinnar. Vinnulag í hug- og félagsvísindum

1. ár Haust. í félagsvísindum. Félagsvísindatorg. Iðnbylting og hnattvæðing. Saga sálfræðinnar. Vinnulag í hug- og félagsvísindum 10 11 Hug- og félagsvísindasvið Félagsvísindadeild Fjölmiðlafræði (B.A.) - Nútímafræði (B.A.) - Samfélags- og hagþróunarfræði (B. A.) - Sálfræði (B. A.) - Þjóðfélagsfræði (B. A.) Fjölmiðlafræði Fjölmiðlafræðin

More information

Sköpun Snerpa Samstarf Mannauður. Ársskýrsla Nýsköpunarmiðstöð Íslands

Sköpun Snerpa Samstarf Mannauður. Ársskýrsla Nýsköpunarmiðstöð Íslands Sköpun Snerpa Samstarf Mannauður Ársskýrsla 2011 N ý s k ö p u n a r m i ð s tö ð Í s l a n d s Nýsköpunarmiðstöð Íslands Mars 2012 Efnisyfirlit Efnisyfirlit Ávarp forstjóra..........................................

More information

Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi

Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi Lokaverkefni til B.Ed. prófs Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi Eru ánægðir foreldrar bestu bandamenn kennara? Halldóra Gísladóttir 300955-5419 Kennaraháskóli Íslands

More information

Ársskýrsla. Embættis landlæknis

Ársskýrsla. Embættis landlæknis Ársskýrsla Embættis landlæknis 2014 Ársskýrsla Embættis landlæknis 2014 Ársskýrsla Embættis landlæknis 2014 ISSN 1670-746X Útgefandi: Embætti landlæknis Barónsstíg 47 101 Reykjavík 2015 Ábyrgðarmaður:

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2011:1 27. maí 2011 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga frá sveitarfélögum árlega um fjárhagsaðstoð, félagslega heimaþjónustu

More information

1.UM LISTAHÁSKÓLANN 1

1.UM LISTAHÁSKÓLANN 1 HANDBÓK 2013-2014 EFNISYFIRLIT 1.UM LISTAHÁSKÓLANN 1 SKIPULAGSSKRÁ 1 GILDI 3 STJÓRNSÝSLA 3 SKIPURIT 4 DEILDIR 4 HÁSKÓLASKRIFSTOFA 5 FÉLÖG, NEFNDIR OG RÁÐ 7 Framkvæmdaráð 7 Fagráð 7 Nemendafélög 7 Nemendaráð

More information

FRAMHALDSNÁM Í STJÓRNMÁLAFRÆÐIDEILD

FRAMHALDSNÁM Í STJÓRNMÁLAFRÆÐIDEILD FRAMHALDSNÁM Í STJÓRNMÁLAFRÆÐIDEILD Hagnýtt nám í gefandi og spennandi umhverfi MA-, MPAog diplómanám: Alþjóðasamskipti Smáríkjafræði - Evrópa Opinber stjórnsýsla Kynjafræði og margbreytileiki Hagnýt jafnréttisfræði

More information

Skemmtiferðaskip við Ísland. Úttekt á áhrifum. Edward H. Huijbens Kristinn Berg Gunnarsson

Skemmtiferðaskip við Ísland. Úttekt á áhrifum. Edward H. Huijbens Kristinn Berg Gunnarsson Skemmtiferðaskip við Ísland Úttekt á áhrifum Edward H. Huijbens Kristinn Berg Gunnarsson Rannsóknamiðstöð ferðamála 2014 Útgefandi: Titill: Höfundar: Rannsóknamiðstöð ferðamála, Borgum v/ Norðurslóð, IS-600

More information

ÁR SR IT UM FR AMHALDSFRÆÐS LU

ÁR SR IT UM FR AMHALDSFRÆÐS LU 2017 ÁR SR IT UM FR AMHALDSFRÆÐS LU Í stjórn Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins sitja: Formaður: Kristín Þóra Harðardóttir Varaformaður: Eyrún Björk Valsdóttir Meðstjórnendur: Falur Harðarson Fjóla Jónsdóttir

More information

FRAMHALDSNÁM Í STJÓRNMÁLAFRÆÐIDEILD

FRAMHALDSNÁM Í STJÓRNMÁLAFRÆÐIDEILD FRAMHALDSNÁM Í STJÓRNMÁLAFRÆÐIDEILD Hagnýtt nám í gefandi og spennandi umhverfi MA-, MPAog diplómanám: Alþjóðasamskipti Smáríkjafræði - Evrópa Opinber stjórnsýsla Kynjafræði og margbreytileiki Hagnýt jafnréttisfræði

More information

Erasmus+ Stefnumiðuð samstarfsverkefni (strategic partnerships) VEFSTOFA UMSÓKNIR SKÓLA / SKÓLASKRIFSTOFA

Erasmus+ Stefnumiðuð samstarfsverkefni (strategic partnerships) VEFSTOFA UMSÓKNIR SKÓLA / SKÓLASKRIFSTOFA Erasmus+ Stefnumiðuð samstarfsverkefni (strategic partnerships) VEFSTOFA UMSÓKNIR SKÓLA / SKÓLASKRIFSTOFA Erasmus+ Flokkur 2 samstarfsverkefni 0pnar dyr út í heim í menntun Leik-, grunn- og framhaldsskólar

More information

Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands ÁRSSKÝRSLA 2017

Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands ÁRSSKÝRSLA 2017 Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands ÁRSSKÝRSLA 2017 1 2 Útgefandi: Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands Umsjón: Birna Gunnarsdóttir Prófarkalestur: Pétur Ástvaldsson Útlit og umbrot: Helgi Hilmarsson

More information

Ársskýrsla Hrafnseyri

Ársskýrsla Hrafnseyri Ársskýrsla 2015 Hrafnseyri Vetrarstarf Í byrjun febrúar var haldinn fundur með nokkrum fulltrúum Háskóla Íslands, þeim Daða Má Kristóferssyni, forseta Félagsvísindasviðs, Ástráði Eysteinssyni þáverandi

More information

ANNUAL REPORT 2010 ÁRSSKÝRSLA 2010

ANNUAL REPORT 2010 ÁRSSKÝRSLA 2010 ANNUAL REPORT 2010 ÁRSSKÝRSLA 2010 Annual Report 2010/Ársskýrsla 2010 Icelandic bilateral development cooperation from 1 January to 31 December 2010 Tvíhliða þróunarsamvinna Íslands 1. janúar til 31. desember

More information

Landbúnaðarháskóli Íslands. Ársskýrsla 2012

Landbúnaðarháskóli Íslands. Ársskýrsla 2012 Landbúnaðarháskóli Íslands Ársskýrsla 2012 Efnisyfirlit Ávarp rektors... 2 Háskólaráð Landbúnaðarháskóla Íslands... 4 Umhverfisdeild... 5 Starfs- og endurmenntunardeild... 6 Kennslusvið... 8 Nemendur útskrifaðir

More information

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Jón Viðar Jónmundsson 1 og Emma Eyþórsdóttir 2 1 Bændasamtökum Íslands 2 Rannsóknarstofnun landbúnaðarins/lbh á Hvanneyri Inngangur Fyrsta

More information

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands ÞÓRA BJÖRK HJARTARDÓTTIR Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands 1. Fjöldi erlendra stúdenta Á liðnum áratug hefur erlendum stúdentum fjölgað gríðarlega við Háskóla Íslands. Haustið 2000 voru skráðir

More information

STOÐKERFISVERKIR HJÁ HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRUM OG TENGSL VERKJA VIÐ STREITU

STOÐKERFISVERKIR HJÁ HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRUM OG TENGSL VERKJA VIÐ STREITU Þórey Agnarsdóttir, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra á Akureyri Hafdís Skúladóttir, Háskólanum á Akureyri Hjördís Sigursteinsdóttir, Háskólanum á Akureyri Sigríður Halldórsdóttir, Háskólanum á Akureyri

More information

Leiðbeinandi á vinnustað

Leiðbeinandi á vinnustað Work Mentor Leiðbeinandi á vinnustað Leonardo da Vinci, Transfer of Innovation verkefni sem VMA sótti um að stýra. Kynning maí 2011. Jóhannes Árnason 1 Work Mentor Leonardo da Vinci Transfer of Innovation

More information

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI ER ÍSLAND SPRUNGIÐ MEÐ 2,2 M FERÐAMANNA? TOP 10 ÞJÓÐGARÐAR Í BANDARÍKJUNUM 1. Great Smoky Mountains National Park

More information

SEPTEMBER 2010 RÁÐSMIÐJA UM FRÆÐANDI FERÐAÞJÓNUSTU - KIÐAGIL

SEPTEMBER 2010 RÁÐSMIÐJA UM FRÆÐANDI FERÐAÞJÓNUSTU - KIÐAGIL SEPTEMBER 2010 RÁÐSMIÐJA UM FRÆÐANDI FERÐAÞJÓNUSTU - KIÐAGIL, forst.m. Þekkingarnets Þingeyinga AKADEMÍSK FERÐAÞJÓNUSTA LEIÐIN FRÁ HUGMYND TIL VERULEIKA Akademísk ferðaþjónusta Yfirferð dagsins... I. Inntak

More information

Ársskýrsla 2013 HRAFNSEYRI

Ársskýrsla 2013 HRAFNSEYRI Ársskýrsla 2013 HRAFNSEYRI Janúar: Árið 2013 byrjaði með miklu óveðri sem gekk yfir landið með tilheyrandi snjókomu, brotnum rafmagnsstaurum og rafmagnsleysi á Vestfjörðum. Haft var samband við Mjókárvirkjun

More information

Lög, stefna og úrræði í málefnum háskólanema af erlendum uppruna í þremur háskólum á Íslandi

Lög, stefna og úrræði í málefnum háskólanema af erlendum uppruna í þremur háskólum á Íslandi Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Sérrit 2016 Menntun, mannvit og margbreytileiki. Greinar frá Menntakviku Menntavísindasvið Háskóli Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2016 Yfirlit greina Anna

More information

JANÚAR 2016 Karl Sigurðsson

JANÚAR 2016 Karl Sigurðsson JANÚAR 2016 Karl Sigurðsson Staða og horfur á vinnumarkaði Staðan á vinnumarkaði er að mörgu leyti góð ef litið er til þróunar atvinnuleysis, en skráð atvinnuleysi hefur lækkað úr um 8% árin 2009 og 2010

More information

2013: Supervisor Training Course, Graduate Office, University of Central Lancashire

2013: Supervisor Training Course, Graduate Office, University of Central Lancashire Dr Anna Farmaki School of Management and Economics 115 Spyrou Araouzou Street, Limassol, 3036, Cyprus Tel: +35725002137 Fax: +35725002633 Email: anna.farmaki@cut.ac.cy 1. EDUCATIONAL BACKGROUND 1.1 Academic

More information

Könnunarverkefnið PÓSTUR

Könnunarverkefnið PÓSTUR Könnunarverkefnið PÓSTUR Þáttakenndur í verkefninu UM PÓST Rauði hópur Vor 2010 Börn fædd 2005 Hópstjóri: Tatjana Lind Jónsson Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina

More information

LEIÐARVÍSIR UM ÞÁTTTÖKUNÁM (Service Learning)

LEIÐARVÍSIR UM ÞÁTTTÖKUNÁM (Service Learning) LEIÐARVÍSIR UM ÞÁTTTÖKUNÁM (Service Learning) Frásagnir úr námsferð fræðslustjóra með skólastjórum í Reykjavík, starfsmönnum Fræðslumiðstöðvar og fulltrúum úr fræðsluráði á ráðstefnu og í skólaheimsóknir

More information

Inngangur. Í 79% tilvika var lagt hald á ávana- og fíkniefni á heimilum kærðra, á líkama þeirra eða í bifreiðum.

Inngangur. Í 79% tilvika var lagt hald á ávana- og fíkniefni á heimilum kærðra, á líkama þeirra eða í bifreiðum. Inngangur Skýrslan sem hér er birt er framhald skýrslu sem kom út í fyrra um sama efni. Með upplýsingum sem koma fram í skýrslunni gefst tækifæri til þess að meta þróun fíkniefnamála og mæla árangur af

More information