The Icelandic Dental Journal. 1. tölublað 28. árgangur Ritstjórapistill. 24 Klíniskt tilfelli II

Size: px
Start display at page:

Download "The Icelandic Dental Journal. 1. tölublað 28. árgangur Ritstjórapistill. 24 Klíniskt tilfelli II"

Transcription

1

2

3 TANNLÆKNA- BLAÐIÐ The Icelandic Dental Journal 1. tölublað 28. árgangur 2010 Útgefandi: Tannlæknafélag Íslands The Icelandic Dental Association Ritstjóri: Jónas Geirsson Ritnefnd: Helgi Hansson Berglind Jóhannsdóttir Álfheiður Ástvaldsdóttir Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: TFÍ, Síðumúla 35 - Sími: Pósthólf: 8596 IS-128 Reykjavík Tölvupóstur: ritstjorn@tannsi.is ISSN Upplag: 500 eintök Umbrot og prentvinnsla: Litlaprent * (stjarna) fyrir framan greinartitil merkir að viðkomandi grein hefur farið í gegnum og staðist faglega ritrýningu. Eftirprentun bönnuð án leyfis ritstjórnar Forsíðumynd: Álfheiður Ástvaldsdóttir 5 Ritstjórapistill Jónas Geirsson 6 *Tannslit Íslendinga til forna Tooth wear in ancient Icelanders Svend Richter, Sigfús Þór Elíasson 14 *Ofurnæmi tannbeins. Könnun meðal íslenskra tannlækna og tannfræðinga Dentin hypersensitivity. A survey among Icelandic dentists and dental hygienists Jónas Geirsson 20 Klíniskt tilfelli I Steinunn Dóra Harðardóttir, Bjarni E. Pétursson 24 Klíniskt tilfelli II Helga Hrönn Lúðvíksdóttir, Bjarni E. Pétursson 30 Meðferð á dentigerous belgæxli í neðri kjálka Gunnar Ingi Jóhannsson, Berglind Jóhannsdóttir, Sævar Pétursson 35 Doktorsvörn Álfheiður Ástvaldsdóttir 36 Að draga framtönn Kistín Heimisdóttir 39 Stefnumótun Tannlæknafélags Íslands Sigurður Benediktsson 43 Skaðsemi ljósa á tannlæknastofum Ellen M. Bruzel 46 La det svinge, af brottfluttum Íslendingi í Björgvin Ingibjörg S. Benediktsdóttir 49 Setning tannlæknadeildar Teitur Jónsson 53 Vetrarfundur Karl Örn Karlsson, Teitur Jónsson 58 Nokkur heilræ i vi uppbyggingu greina í fagtímarit Jónas Geirsson 3

4 Brynja Þorkelsdóttir viðskiptastjóri Ármúla F í t o n / S Í A Svarar bankinn þinn tölvupósti samdægurs? Tími viðskiptavina okkar er dýrmætur. Samkvæmt mælingum í ágúst svaraði þjónustuver MP banka 98% tölvupósta sem bárust fyrir kl. 16 samdægurs. Sendu okkur línu á thjonusta@mp.is og skiptu yfir í betri bankaþjónustu. Ármúla 13a Borgartúni

5 Ritstjórapistill Hverjum á að trúa? Það tíðkast í æ ríkari mæli að sölumenn fyrirtækja sem framleiða tannlæknavörur flytji erindi eða haldi námskeið í háskólum og öðrum endurmenntunarstofnunum vítt og breitt um heiminn. Það verður að segjast eins og er að taka verður því sem frá þeim kemur með fyrirvara og setja spurningamerki við margar fullyrðingar þessara aðila. Hafa verður í huga að það er verið að reyna að selja okkur vörur þeirra og oft einskins svifist í þeim efnum og hvíta lygin skammt undan. Öll viljum við stunda gagnreyndar (evidence-based) tannlækningar. Staðreyndin er hins vegar sú að mjög lítið finnst af slembnum samanburðarrannsóknum (randomized, controlled clinical trials) í tannlækningum. Það sem kannski verra er, að gagnreyndar kerfisbundnar rannsóknir (systemic reviews) leiða oftast í ljós að ekki eru til staðar nægar vísindalegar sannanir sem svara spurningum okkar, eyða efasemdum og/eða sannfæra okkur um áreiðanleika efna og aðferða. Þessar upplýsingar ætti þó að hafa til hliðsjónar þegar kemur að því að velja meðferð fyrir sjúklinga okkar, því öðrum marktækum rannsóknum er vart til að dreifa. Kannski er það einkum tvennt sem við ættum að hafa í huga þegar kemur að meðferðaráætlunum. Í fyrsta lagi að sjúklingurinn njóti góðs og beri engan skaða af vinnu okkar, og í öðru lagi að oft eru bestu tannlækningarnar engar tannlækningar! Hvaða meðferð væri valin ef þetta væri ykkar munnur og ykkar tennur? Það er ljóst og hefur lengi verið ljóst að alltof margir tannlæknar reiða sig á upplýsingar frá misvitrum sölumönnum og fólki sem á einn eða annan máta tengist tannlæknavöruiðnaðinum. Því ættu akademískar stofnanir að ganga á undan með góðu fordæmi og hindra þessa sölumennsku innan sinna vébanda. Þetta þýðir alls ekki að við útilokum fólk sem hefur aðrar skoðanir en við, heldur að við verjumst þeim sem láta nánast allt flakka til að selja vörur sínar. Tannlæknar verða einnig að leggja metnað sinn í að afla upplýsinga á réttum stöðum s.s. á þingum, kúrsum og í framhaldsmenntun þar sem viðurkenndir fyrirlesarar með traustan bakgrunn, en ekki dulbúnir sölumenn, fjalla um tannlækningar. Þannig getum við best vegið og metið réttmæti og áreiðanleika upplýsinga sem fyrir okkur eru lagðar og komið í veg fyrir vafasöm vinnubrögð á kostnað sjúklinga okkar. Jónas Geirsson ritstjóri. 5

6 *Tannslit Íslendinga til forna *Tooth wear in ancient Icelanders SVEND RICHTER, SIGFÚS ÞÓR ELÍASSON. TANNLÆKNADEILD HÁSKÓLA ÍSLANDS. RICHTER S, ELIASSON ST. UNIVERSITY OF ICELAND. FACULTY OF ODONTOLOGY (28, 6-12) Abstract From the archaeological site at Skeljastadir in Thjorsardalur, 915 teeth in 49 skulls were availible for evaluation, 24 female, 24 male and one with undetermined sex. Two methods were used to evaluate tooth wear. The first according to the classification: 0. no wear, 1. wear in enamel, 2. dentin exposed, 3. exposure of pulp cavity. The second method was based on Brothwell s thirteen wear stages. For age estimation five methods were used based on devlopmental stages of teeth, one on tooth wear and one of ectocranial suture closure. The adult skeletons were sexed using morphological characteristics from skull, mandible and in few instances pelvis. There was significantly more (p < 0.001) wear in the older age groups than in the younger groups and no significant difference between sexes. The highest score of wear was on first molars, which also had the highest prevalence of root abcesses, and the lowest score was on third molars. Tooth wear seen in the Skeljastaðir population has all the similarities seen in wear from coarse and rough diet. But in some instances it has similar characteristics as seen in erosion in modern Icelanders consuming excessive amounts softdrinks and other acidic beverages. A mixture of acidic whey and water was a daily drink in Iceland until the 20th century and whey was used for preservation of food. The consumption of acidic drinks and food in addition to coarse diet has likely played a sizable role in the dental wear of the Skeljastaðir population. Key words: Tooth wear, dental health, medieval Icelanders. Corresponding Address: Dr. Kristin Heimisdottir, Department of Orthodontics, University of Iceland, Vatnsmyrarvegi 16, IS 101 Reykjavik, Iceland, kristin@tennur.is, Phone , Fax Ágrip Úr fornleifauppgreftri á Skeljastöðum í Þjórsárdal voru 915 tennur í 49 höfuðkúpum nothæfar til skoðunar, 24 konur, 24 karlar og ein kúpa sem ekki tókst að kyngreina. Tvær aðferðir voru notaðar til að flokka slit. Sú fyrri: 0. ekkert slit, 1. slit í glerungi, 2. slit í tannbeini, 3. slit inn í tannkviku. Sú seinni var byggð á 13 flokkunarstigum Brothwell á tannsliti. Til aldursgreiningar voru notaðar 5 aðferðir byggðar á tannþroska tanna, ein á tannsliti og ein á beinsaumum kúpu. Til kyngreiningar voru notuð kyneinkenni á kúpu, neðri kjálka og í nokkrum tilfellum mjaðmagrind. Tannslit var marktækt algengara (p < 0.001) í eldri aldurshópnum en þeim yngri, en enginn marktækur munur var milli kynja. Mesta slit reyndist vera á fyrsta jaxli, sem einnig var oftast með rótarígerð, en minnst á endajöxlum. Tannslit í Skeljastaðaþýðinu sýndi öll merki slits af völdum harðrar og grófrar fæðu. Að sumu leiti komu fram líkindi við glerungseyðingu, sem sjá má nútíma Íslendingaum sem neyta gosdrykkja og annarra súrra drykkja í óhófi. Mysa var notuð til drykkjar og varðveislu matar allt fram á okkar daga. Telja verður að gróf fæða og súrir drykkir hafi skipt verulegu máli í orsökum tannslitsins. 6

7 Tannlæknablaðið 1. tbl. 28. árg Tannslit Íslendinga til forna Inngangur Ekki hafa fyrr farið fram neinar skipulagðar rannsóknir tannlækna á tannheilsu fornmanna á Íslandi. Fornleifafræðingar og mannfræðingar hafa þó lauslega skráð tannslit í höfuðkúpum fornmanna án þess að flokka það sérstaklega eða að setja það í samhengi við aðra sjúkdóma í tönnum og kjálkum 1-3. Árin 1931 og 1939 fóru fram fornleifarannsóknir á Skeljastöðum í Þjórsárdal. Sextíu og sex beinagrindur voru grafnar upp úr fornum kirkjugarði, 5 kornabörn, 2 börn og 59 fullvaxnir menn 4,5. Gosaska úr Heklu, sem aldursgreind hefur verið frá 1104, lá yfir beinagrindunum 6. Markmið rannsóknarinnar var að gera ítarlega og heildstæða tannfræðilega úttekt á mannleifunum sem gæti varpað ljósi á tannheilsu Íslendinga til forna. Kannað var sérstaklega algengi tannslits. Efniviður og aðferðir Beinasafnið er nokkuð vel varðveitt og er vistað á Munadeild Þjóðminjasafns Íslands. Jón Steffensen, sem rannsakaði beinin upprunalega, taldi að um væri að ræða 27 karla, 28 konur, tvö börn og fimm ungbörn1,5. Af hinum 66 beinagrindum var 51 kúpa nothæf við tannheilsurannsóknina, en til rannsóknar á tannsliti voru 49 kúpur nothæfar með 915 tönnum. Kyngreining fullorðinna byggðist á kyneinkennum frá höfuðkúpu, kjálka og í nokkrum tilfellum mjaðmagrind (pelvis) Við aldursákvörðun voru notaðar sjö aðferðir, fimm byggðar á þroska tanna 12-16, ein á sliti tanna 17 og ein á lokun beinsauma kúpu 18. Tvær aðferðir voru notaðar til að skrá slit á tönnum. Sú fyrri er sú einfalda aðferð að flokka slit í fjóra flokka, 0. ekkert slit, 1. slit í glerungi 2. slit inn í tannbein, 3. slit inn í tannkvikuhol. Sú seinni var aðferð Brothwell þar sem slit jaxla er flokkað í 13 flokka, samanber mynd 119. Greiningaraðferð Brothwell var einungis notuð við 18 ára og eldri, 22 konur, 21 karl og eina kúpu sem ekki var unnt að kyngreina. Til að hægt væri að vinna tölfræðilæga úr flokkun Brothwell voru slitstigin endurskýrð (tafla 1). Við greiningu tannslits var notaður, auk sjónrænnar skoðunar, kanni (sonda) og ljósmyndir í mikilli upplausn (Lester A. Dine Inc. Olympus Digital Camera Model No C-5060). Við greiningu tannígerða var notuð hefðbundin tannskoðun auk röntgengreiningar 20. Við röntgengreiningu var notað færanlegt röntgentæki (Sirona, Heliodent, Bensheim, Germany) og stafræn röntgenmyndatækni (Trophy RVG Digital X-ray Systems). Sami tannlæknir sá um skoðun og greiningu tannslits, töku röntgenmynda og röntgengreiningu og sami aðstoðarmaður um skráningu niðurstaðna svo og ljósmyndun. Tölfræðileg úrvinnsla gagna var gerð í reikniforritinu StatView og marktækni fengin með t-prófi. Mynd 1. Flokkun Brothwell á tannsliti í jöxlum. Hvítt táknar glerung, svart opið tannbein. Figure xx. Brothwell classification of molar wear. White denotes enamel, black exposed dentine. Frá Mays S. The archaeology of human bones. Routledge 2003: 59. Aðlöguð frá Brothwell (1981: mynd 3.9). Slitstig Brothwell (1981) Slitstig Brothwell endurskýrð Tafla 1. Slitstig Brothwell endurskýrð. Table 1. Modification of Brothwell tooth wear. 7

8 Tannslit Íslendinga til forna Tannlæknablaðið 1. tbl. 28. árg Niðurstöður Tennur til staðar í höfuðkúpunum 51 voru Sjá má í töflu 2 hvernig skipting var á tönnum í efri og neðri gómi og hversu margar tennur höfðu tapast ante mortem og post mortem. 28 einstaklingar af 51 höfðu tapað tönnum í lifanda lífi samtals 281 tönn og var tanntapið allt frá einni upp í þrettán tennur. Efri kjálki Neðri kjálki Efri og neðri kjálki Tennur til staðar Tennur tapaðar ante mortem Teeth missed post mortem Engar tennur án skýringar Tafla 2. Tennur til staðar eða tapaðar í beinasafninu. Table 2. Teeth present and missed in the population. Af hinum 49 kúpum, sem hæfar voru til rannsóknar á tannsliti, voru 24 karlar, 24 konur og ein kúpa ókyngreind með samtals 915 tönnum. Slit einstakra tanna er sýnt í töflu 3 og mynd 2, þar sem 0 merkir ekkert slit, 1 slit í glerungi, 2 í tannbeini og 3 inn í kvikuhol (pulpa). Tannslit flokkað eftir aðferð Brothwell má sjá í töflum 4-6. Um er að ræða tannslit beggja kynja og mismunandi aldurshópa. Eingöngu voru notaðar kúpur sem greindar voru 18 ára og eldri, 21 karl og 22 konur. Eina kúpu reyndist ekki unnt að kyngreina. 18 ára og eldri 337 tennur in 44 kúpum N. tennur Miðgildi slits 2,3 4,5 7,6 6,9 4,4 1,8 Tafla 4. Tannslit skv. Brothwell. Table 4. Tooth wear according Brothwell Miðgildi slits 2,2 5,6 7,5 7,7 5,2 1,9 N. of teeth Tafla 3. Tannslit einstakra tanna. Table 3. Tooth wear of single teeth. Miðgildi slits 915 teeth in 49 skeletons N. tennur Miðgildi slits 1,2 1,8 2,2 2,1 1,8 1,9 1,8 2 2,1 1,7 1,9 1,9 1,9 2,2 1,7 1, Miðgildi slits 1,2 1,8 2,3 1,8 1, ,2 2,1 2,1 2,1 1,9 1,8 2,2 1,8 1,2 N. tennur Mynd 2. Línurit yfir tannslit einstakra tanna. Mest er slitið á 1. jaxli, en minnst á endajöxlum. Figure 2. Line chart of tooth wear of single teeth. Most wear is seen on 1. molar but least on 3. molar. Mynd 3. Þversniðsteikning af óslitnum og mikið slitnum jaxli. Figure 3. Diagrammic section through an unworn and heavily worn molar. Frá: Mays S. The archaeology of human bones. Routledge 2003: 58. Aðlöguð frá Brothwell (1981: mynd 2.32). 8

9 Tannlæknablaðið 1. tbl. 28. árg Tannslit Íslendinga til forna Karlar 18 ára og eldri 163 tennur í 21 kúpu Tafla 5. Tannslit karla og kvenna skv. Brothwell. Table 5.Tooth wear in male and female according to Brothwell. Konur 18 ára og eldri 143 tennur í 22 kúpu N. tennur Miðgildi slits 2,7 5,2 8,4 7,1 4,7 1,9 2,0 4,2 7,4 7,0 4,5 2, Miðgildi slits 2,2 5,5 7,7 8,1 5,6 2,6 2,6 5,8 7,8 7,5 4,9 1,0 N. tennur Tannslit ára 121 tennur í 13 kúpum Tafla 6. Tannslit ára og 36 ára og eldri skv. Brothwell. Table 6.Tooth wear 36 years and older according to Brothwell. Tannslit 36 ára og eldri 207 tennur í 31 kúpum N. tennur Miðgildi slits 0,4 1,6 5,0 5,5 2,6 0,3 3,6 6,4 8,7 7,9 6,1 3, Miðgildi slits 0,8 2,4 5,4 5,9 2,9 0,5 4,1 7,0 8,7 8,8 6,4 3,2 N. tennur Umræða Þegar fjallað er um tannheilsu fornmanna er hægt að líta til margra þátta. Þeirra á meðal eru ante mortem tanntap, rótarígerðir, tannáta, tannslit o.fl. Auk þess að vera hluti af almennu heilsufari einstaklings geta tennur veitt ýmsar aðrar upplýsingar. Þannig getur vankölkun glerungs, enamel hypoplasia, sem lýsir sér sem línur, rákir eða pyttir í glerungi tanna, sérstaklega framtanna, bent til þess að viðkomandi hafi liðið næringaskort eða sýkingar meðan tennur voru að myndast 21,22. Slit á tönnum fornmanna má sjá úr fornleifafundum alls staðar að úr veröldinni og er oftast mun meira en sjá má á tönnum nútímamanna á Vesturlöndum. Fyrr á tímum neyttu allar þjóðir grófrar, harðrar fæðu sem olli verulegu sliti á tönnum þegar leið á ævina 1,23. Almennt er slit reglulegast á jöxlum. Fyrst myndast slit á glerungi, sem síðan nær inn í tannbein. Jafnvel þótt allur glerungur tannkrónunnar sé horfinn ásamt hluta tannbeins koma oddontoblastar, sem þekja kvikuhólf, yfirleitt í veg fyrir að opnist þar inn með myndun á sekunderu tannbeini 24 (mynd 3). Flokkun tannslits er hægt að gera á ýmsan hátt. Sú einfalda leið að skipta því í slit í glerungi, tannbeini og inn í kvikuhólf tannar er auðveld og hentug. Þegar nota þarf frekari flokkun, sérstaklega á stigmögnun slits í tannbeini, eru nokkur flokkunarkerfi til og var aðferð Brothwell notuð í þessari rannsókn 19,24 (mynd 1). Í töflu 3 og mynd 2 má sjá slit einstakra tanna. Fram kemur að minnst er slitið á endajöxlum og mest á 1. jaxli, en slit á 2. jaxli er næstum mitt á milli. Þessi vitneskja hefur verið notuð til aldursgreiningar á fornleifum manna. Aðferðarfræðin var þróuð af A.E.W. Miles 25. Hún byggist á því að 1. jaxl kemur fram um 6 ára aldur, annar jaxl um 12 ára aldur og endajaxl um 18 ára aldur. Magn tannslits 1. jaxls, þegar 2. jaxl kemur fram, gefur til kynna slit sem á sér stað þegar jaxl hefur verið í notkun í um 6 ár. Þegar endajaxl kemur fram er fyrsti jaxl með um 12 ára slit og annar jaxl með um 6 ára slit 25,26. Þetta má glögglega sjá á myndum 4 og 5, sem eru af kúpu Þsk 48 undir tveimur sjónarhornum. Mismunandi komutími jaxla myndar grunninn fyrir aldursgreiningunni. Ef t.d. 2. jaxl sýnir á sliti að hann hafi verið í notkun í 12 ár og endajaxl í 6 ár er líklegt að viðkomandi sé nálægt 24 ára. Með því að líta á slit 1. jaxls er hægt að kortleggja magn slits sem tilheyrir um 18 ára notkun. Ef 2. jaxl sýnir slit sem reikna má með eftir 18 ára notkun er viðkomandi u.þ.b. þrítugur. Þannig er hægt að áætla aldur öll fullorðinsárin. Með rannsókn Miles á engilsaxnesku þýði komst hann að smá frávikum. Þannig slitnaði 1. jaxl hraðast og endajxl hægast. Hann sýndi fram á að það tæki 2. jaxl 6.5 ár og endajaxl 7 ár að slitna 9

10 Tannslit Íslendinga til forna Tannlæknablaðið 1. tbl. 28. árg Mynd 4. Stigvaxandi slit á jöxlum eftir komutíma þeirra. Slit inn í tannkviku í tönn 16. Figure 5. Increasing tooth wear according to time of eruption. Pulp exposure in tooth 16. jafn mikið og 6 ára slit á 1. jaxli 27. Frávikin eru tekin með í skýringamynd 6 á aldursgreiningu Miles. Aðferð Miles var ein þeirra sem notuð var við aldursgreiningu í Skeljastaðaþýðinu. Aðrir vísindamenn hafa staðfest gildi tannslits til aldursgreiningar fornmanna Í töflu 6 má sjá að tannslit var marktækt algengara (p < 0.001) í aldurshópnum 36 ára og eldri en í aldurshópnum 35 ára og yngri, en enginn marktækur munur var milli kynja samanber töflu 5. Í rannsókn þessari fundust rótarígerðir við tennur í 22 kúpum af 49 eða 45 % tilfella. Þær voru marktækt algengari (p < 0.001) í aldurshópnum 36 ára og eldri en í aldurshópnum 35 ára og yngri. Mynd 5. Rótarígerð vegna tannslits í tönn 16. Figure 5. Root abscess in tooth 16 due to tooth wear. Ígerðirnar voru marktækt algengari (p < 0.001) í körlum en konum (tafla 7). Þar sem tíðni tannátu var mjög lág í þýðinu (< 1%) tengist hún ekki hárri tíðni rótarígerða 31. Skýring á rótarígerðum er mikið slit á tönnum með opnun inn í kvikuhol. Sú skýring er studd upplýsingum sem sjá má í mynd 2, sem sýnir tannslit einstakra tanna í þýðinu. Mest er tannslitið á 1. jaxli en það eru einmitt sú tönn þar sem algengast var að sjá rótarígerðir (tafla 8). Kyn Konur Karlar Bæði kyn Aldur n kúpur n rótarígerðir % rótarígerðir 35 ára og yngri ára og eldri ára og yngri ára og eldri ára og yngri ára og eldri % rótarígerðir Tafla 7. Algengi rótarígerða í tveimur aldurshópum eftir kyni. Table 7. Prevalence of root abscesses according to two age groups and sex. Mynd 6. Skýringarmynd af aðferð Miles til að áætla aldur fullorðinna við dauða af tannsliti í fornum beinasöfnum. Figure 6. Illustation of Miles method for estimating adult age at death by dental wear in archaeological material. Frá: Mays S. The archaeology of human bones. Routledge 2003: 61. Aðlöguð frá Miles (1963: mynd 10). Algengi rótarígerða við einstaka tennur Tafla 8. Algengi rótarígerða við einstaka tennur. Table 8. Prevalence of root abscesses presented for each tooth. 10

11 Tannlæknablaðið 1. tbl. 28. árg Tannslit Íslendinga til forna Brothwell rannsakaði tennur barna úr ýmsum breskum forneifafundum og komst að því að tannslit hafði lítið breyst frá nýsteinöld (neolithic) 4000 f.kr. fram til seinni hluta miðalda eða fram að 16. öld e.kr. Þetta varð til að hann kom fram með kort sem sýndi áætlaða samsvörun milli raunaldurs og tannslits jaxla frá þessu tímaskeiði í bresku þýði. 11,32 (mynd 7). Mynd 7. Áætlað samspil aldurs fullorðinna við dauða og tannslit jaxla í bresku þýði frá nýsteinöld til miðalda. Figure 7. Estimated correspondence between adult age at death and molar wear phases for British material from Neolithic to medieval periods. Frá: Mays S. The archaeology of human bones. Routledge 2003: 63. Aðlöguð frá Brothwell (1981: mynd 3.9). Að tannslit leiði til opnunar í kvikuhol er umhugsunarvert vegna þess að almennt er talið að í lifandi (vital) tönn myndi odontoblastar, sem þekja innraborð kvikuholsins, nýtt tannbein eftir því sem líður á ævina til að mæta tannsliti 24,33. Þannig hafa fjölmargar rannsóknir leitt til aðferða við aldursgreiningu einstaklinga sem byggja á nýmyndun tannbeins (secondary, tertiary), sem leiðir til minnkunar kvikuhols og hægt er að mæla á röntgenmyndum 16,33,34. Hvers vegna hefur ekki nýtt tannbein myndast eða ekki myndast nægilega mikið eða hratt til að hafa undan tannslitinu? Í umfjöllun Jóns Steffensen um beinasafnið frá Skeljastöðum telur hann að aðeins í einu tilfella megi greina örugg merki um beinbreytingar vegna beinkramar eða D vítamínskorts. Gæti það því ekki skýrt skort á nægilegri nýmyndun tannbeins. Hann telur C vítamínskort vera mun líklegri orsök, en skyrbjúgur var landlægur hér á landi allt fram á 19. öld 2,35,36. Pinborg telur að skyrbjúgur skaði odontoblasta sem fara að mynda óreglulegt tannbein innan á veggi kvikuhols og eru fleiri vísindamenn sem styðja það álit 37,38. Mögulegt er að þetta óreglulega tannbein slitni meira en annað nýmyndað tannbein. Auk þess telur Brothwell að slit geti í sumum tilfellum verið það mikið og hratt að odontoblastar hafi ekki undan við nýmyndun tannbeins þannig að opnist inn í tannkviku 24. Mynd 8. Nýmyndun tannbeins sést í tönn 46. Í tönn 36 hefur slitið náð inn í kvikuhol og rótarígerð myndast. Figure 8. Secondary dentin formation is seen in tooth 46. Tooth 36 has excessive wear with pulp exposure and root abscess formation. Mynd 8 sýnir mikið slitnar tennur þar sem opnast hefur inn á tönn i kvikuhol tannar 36 meðan nýmyndun tannbeins hefur haft undan slitinu í tönn 46. má sjá nýmyndun tannbeins í kvikuholi tannar 46 sem hefur haft undan tannsliti, en í tönn 46 hefur slitið náð inn í tannkviku. C vítamínskortur hefur varla gætt í annarri tönninni en ekki í hinni. Aðalástæðan fyrir hinu mikla sliti verður því að telja mjög gróft og slítandi fæði 35,39. Hin mjúka unna matvara sem einkennir mataræði Vesturlandabúa veldur minni háttar sliti tanna. Á seinni árum hefur glerungseyðing tanna, vegna óhóflegrar neyslu súrra drykkja, aðallega gos-, ávaxta- og ýmissa íþróttadrykkja, orðið að faraldri meðal ungs fólks hér á landi Hluti af tönnum í Skeljastaðasafninu sýndi einkenni glerungseyðingar eins og sjá má hjá íslenskum ungmennum. Tennur þessar voru fyrst og fremst af ungum einstaklingum með lítinn sem engan tannstein, sem oftar en ekki þakti tennur fornmanna. Líklegt er að auk þurrkunar og reykingar hafi matur verið varveittur í mjólkursýru eða mysu eins og tíðkast hefur allt fram á okkar daga, auk þess sem mysan var drukkin. Auk grófmetis og sjúkdóma sem valda sýrueyðingu tanna, er líklegt að súrir drykkir og súrmeti hafi átt þátt í tannsliti Íslendinga til forna. Skil Verkefnið er hluti af rannsóknarverkefninu Tannfræðileg rannsókn mannleifa úr fornleifauppgreftri á Skeljastöðum í Þjórsárdal. Það var styrkt af rannsóknarsjóði Háskóla Íslands og Vísindasjóði Tannlæknafélags Íslands. 11

12 Tannslit Íslendinga til forna Tannlæknablaðið 1. tbl. 28. árg Heimildir 1. Steffensen J. Knoglene fra Skeljastaðir i Þjórsárdalur. Forntida gårder i Island: meddelanden från den nordiska arkeologiska undersökningen i Island sommaren 1939 København: Munksgaard 1943: Gestsdóttir H. The palaeopathological diagnosis of nutritional disease: A study of the skeletal material from Skeljastaðir, Iceland. MSc dissertation Department of Archaeological Science, Univ of Bradford Steffensen J. Tölfræðilegt mat á liffræðilegu gildi frásagna Landnámu af ætt og þjóðerni landnemanna. Menning og meinsemdir. Sögufélagið 1975: Þórðarson M. Skeljastaðir, Þjórsárdalur. Forntida gårder i Island: meddelanden från den nordiska arkeologiska undersökningen i Island sommaren 1939 København: Munksgaard 1943: Steffensen J. Þjórsdælir hinir fornu. (Flutt 14 desember 1941). Samtíð og saga: nokkrir háskólafyrirlestrar 1943: Þórarinsson S. Beinagrindur og bókarspennsli. Árbók hins íslenzka fornleifafélags : Bass W. Human Osteology: A loboratory and Field Manual of the Human Skeleton. Specials Publication No. 2. Missouri Arcgaeological Society Colombia, Missouri 4th ed Ubelaker DH. Human Skeletal Remains: Excavation, Analysis, Interpretation 2nd ed Taraxacum, Washington, DC Duric M, Rakocevic Z, Donic D. The reliability of sex determination of skeletons from forensic context in the Balkans. Forensic Sci Int 2005;147(2-3): Richter S. Odontological investigation on archaeological human remains from Skeljastadir in Thorsardalur. Thesis submitted for Master of Science degree University of Iceland, Faculty of Odontology 2005: Mays S. The determination of age and sex. The archaeology of human bones Routledge 2003: Demirjian A, Goldstein H. New systems for dental maturity based on seven and four teeth. Ann Hum Biol 1976;3(5): Haavikko K. Tooth formation age estimated on a few selected teeth. A simple method for clinical use. Proc Finn Dent Soc 1974;70(1): Kullman L, Johanson G, Akesson L. Root development of the lower third molar and its relation to chronological age. Swed Dent J 1992;16(4): Mincer HH, Harris EF, Berryman HE. The A.B.F.O. study of third molar development and its use as an estimator of chronological age. J Forensic Sci 1993;38(2): Kvaal SI, Kolltveit KM, Thomsen IO, Solheim T. Age estimation of adults from dental radiographs. Forensic Sci Int 1995;74(3): Miles AEW. Dentition in the Estimation of Age. J dent Res Supplement to No ;42: Meindl R, Lovejoy C. Ectocranial suture closure: A revised method for determination of skeletal age at death based on the lateral-anterior sutures. Am J Phys Anthropol 1985;68: Brothwell D. Dental attrition. Digging up bones The excavation, treatment and study of human skeletal remains Cornell University Press 1981: World Health Organization. Oral health surveys-basic methods, 3rd. ed. Geneva: WHO; Steckel R, Rose J. Skeletal Health in the Western Hemisphere From 4000 B.C. to the Present. Evolutionary Anthropology 2002;11: Mays S. Dental Disease. The archaeology of human bones, Routledge 2003: Steffensen J. Þættir úr líffræði Íslendinga. Læknaneminn 1969;3: Mays S. Dental Wear. The archaeology of human bones Routhledge 2003: Miles AEW. The dentition in assessment of individual age in skeletal material. Dental Anthropology 1963: Mays S. The archaeology of human bones. Routledge. Redrawn from Miles (1963: figure 10). 2003: Miles AEW. The Miles Method of Assessing Age from Tooth Wear Revisited. Journal of Archaeological Science 2001;28: Kieser J, Preston C, Evans W. Skeletal age at death: an evaluation of the Miles method of ageing Journal of Archaeological Science 1983;10(1): Tomenchuk J, Mayhall J. A correlation of tooth wear and age among modern Igloolik Eskimos. Am J Phys Anthropol 1979;51(1): Richards LC, Miller SL. Relationships between age and dental attrition in Australian aboriginals. Am J Phys Anthropol 1991;84(2): Richter S, Eliasson S. Dental root abscesses in ancient Iceland. Icelandic Dent J 2007;25: Brothwell DR. Morphological analysis of human bones. Digging up bones. London: British Museum 1981: Solheim T. Dental cementum apposition as an indicator of age. Scand J Dent Res 1990;98(6): Paewinsky E, Pfeiffer H, Brinkmann B. Quantification of secondary dentine formation from orthopantomograms--a contribution to forensic age estimation methods in adults. Int J Legal Med 2005;119(1): Johnsen B. Food in Iceland Medicinhistorik Årsbok : Kristjánsdóttir S. Út yfir gröf og dauða. Um hjúkrun og lækningar í miðaldarklaustrinu á Skriðu í Fljótsdal. Tímarit hjúkrunarfræðinga 2009;85(6): Pindborg J. De hårde tandvævs sygdomme. Munksgaard, København 1965: Lorentsen M, Solheim T. Viking-age skeleton exhibiting pathologic changes in the dentition and maxillary and mandibular bones--scurvy or leprosy? Nor Tannlaegeforen Tid 1988;98(4): Gísladóttir H. Eldhús og matur á Íslandi. Cand Mag ritgerð við Háskóla Ísland Arnadottir IB, Saemundsson SR, Holbrook WP. Dental erosion in Icelandic teenagers in relation to dietary and lifestyle factors. Acta Odontol Scand 2003;61(1): Arnadottir I, Holbrook W, Eggertsson H, et al. Prevalence of dental erosion in children: a national survey. Community Dent Oral Epidemiol In Press. 42. Jensdottir T, Holbrook P, Nauntofte B, Buchwald C, Bardow A. Immediate erosive potential of cola drinks and orange juices. J Dent Res 2006;85(3):

13 Hefur þú skolað í dag? Nýjung! FLUX 0,2% NaF flúormunnskol Fyrir fullorðna og börn eldri en 12 ára FLUX Junior 0,05% NaF flúormunnskol Fyrir börn 6 12 ára FLUX Klorhexidin 0,12% klórhexidín og 0,2% NaF Fyrir fullorðna og börn eldri en 12 ára HVÍTA HÚSIÐ / SÍA / AC TAVIS Sterkar tennur, fallegt bros það er Flux! Nánari upplýsingar um Flux flúormunnskol er að finna á vefsíðu Actavis, Einnig er að finna góðar upplýsingar um notkun flúors og almenna tannhirðu á vefsíðu Lýðheilsustöðvar,

14 *Ofurnæmi tannbeins. Könnun meðal íslenskra tannlækna og tannfræðinga *Dentin hypersensitivity. A survey among Icelandic dentists and dental hygienists Jonas Geirsson 1. 1University of Iceland, Faculty of Odontology, Reykjavik, Iceland (28, 14-18) Abstract Introduction: Dentin hypersensitivity (DH) is a well described pathogenesis. Treatment options are many and different, but problematic with uncertain prognosis. The purpose of the study was to examine a number of conditions regarding dental hypersensitivity amongst dentists and dental hygienists in Iceland. Material and Methods: A structured questionnaire on dentin hypersensitivity were used in the survey. Twenty questions (YouGov Zapera A/S) were developed and sent on the Internet (CAWI) and the respondents were dentists and dental hygienists in total of 40. Conclusion: The overall conclusion is that DH might be a major problem, especially among women aged years. Most common teeth described with DH were upper premolars and molars followed by lower front teeth and molars. Teeth with gingival recession were most likely to develop DH. The confidence of the dentists and dental hygenists in the effect of the treatments is moderate to strong. Key words: Dentin hypersensitivity, survey. Corresponding Address: Dr. Jonas Geirsson, Department of Operative Dentistry, University of Iceland, Vatnsmyrarvegi16, IS 101 Reykjavik, Iceland, Phone , Fax Ágrip Inngangur: Viðkvæmni eða ofurnæmi í tannbeini (OT) er vandamál sem tannlæknar þekkja vel og erfitt er að meðhöndla. Þegar tannbein verður berskjaldað í munnholi (einkum við tannhálsa) getur erting af ýmsum toga (varmi, flæðispenna, snerting) valdið sársauka eða stundarverk þegar vökvi flæðir gegnum tannbeinspíplurnar (hydrodynamic theory). Margar meðferðir hafa verið reyndar til að minnka eða stöðva þessa viðkvæmni (tannkrem, CO2 laser irradiation, bindiefni, antibacterial lyf, flúorskol og lökk, calcium phosphate, potassium nitrate, oxalates). Tilgangur þessarar könnunar var að fá upplýsingar um ofurnæmi í tannbeini hjá sjúklingum tannlækna og tannfræðinga á Íslandi. Efni og aðferðir: Rafræn könnun með 21 spurningum (YouGov Zapera A/S) var send til tannlækna og fræðinga á Íslandi í ágúst og september Alls svöruðu 40 (38 tannlæknar og 2 tannfræðingar). Könnunin miðaði að því að athuga atriði er tengjast ofurnæmi í tannbeini hjá sjúklingum sem koma á tannlæknastofur. Niðurstöður: Ofurnæmi í tannbeini var oftar skráð hjá konum (60%) en körlum (3%). Algengustu aldurskeið skráð með ofurnæmi voru ára (33%), ára (25%) og ára (18%). Algengustu tennur með ofurnæmi voru efrigóms forjaxlar og jaxlar, því næst neðrigóms framtennur og jaxlar og að endingu efri góms framtennur. Tennur með tannholdshörfun voru oftast skráðar með viðkvæmni (68%), þar á eftir fylltar tennur (13%) og tennur með erosionum (13%). Tennur eftir periomeðferð voru skráðar í fyrsta sæti 8% tilfella. 14

15 Tannlæknablaðið 1. tbl. 28. árg Ofurnæmi tannbeins Inngangur Ofurnæmi í tannbeini (OT) einkennist af sársauka sem varir stutt og er komið af stað af ytra áreiti sem ekki tengist á neinn annan hátt öðrum sjúkdómum. 1-3 Algengast er að hitasveiflur (kul), hreyfing (tannburstun eða tannlæknaverkfæri), osmótískar sveiflur (sætt, súrt) og þurrkur valdi þessum sársauka. 4 Einkennandi fyrir þetta ástand er að verkur hverfur hratt þegar áreitið hættir. Þróunarferli sársauka vegna OT var lýst á sjöunda áratug síðustu aldar sem breytingar á vökvaflæði gegnum tannbeinspíplurnar (hydrodynamic theory) sem hefur áhrif á taugaenda sem þar liggja. 5-6 Takmarkaðar upplýsingar hafa verið til staðar fyrir tannlækna um hversu algengt þetta fyrirbæri er, hvaða tennur eiga oftast í hlut, hvaða meðferðir eru til og hversu vel þær virka. Þessi könnun er sú fyrsta hér á landi sem tengist OT og hefur það meginmarkmið að búa til safn upplýsinga sem kunna að nýtast til hönnunar og framkvæmdar á ítarlegri rannsóknum tengdum OT síðar meir. Margskonar meðferðir hafa verið reyndar til að minnka eða stöðva þessa viðkvæmni svo sem tannkrem, CO2 laser irradiation, bindiefni, antibacterial lyf, flúorskol og lökk, calcium phosphate, potassium nitrate og oxalates. Tilgangur þessarar könnunar var að fá upplýsingar um ofurnæmi í tannbeini hjá sjúklingum tannlækna og tannfræðinga á Íslandi, meðferðarúrræði og gagnsemi þeirra. Efniviður og aðferðir: Það var fyrirtækið Colgate-Palmolive A/S (Parallelvej 16, Kgs. Lyngby, DK-2800, Denmark, sem setti rannsóknina af stað sem var framkvæmd á öllum Norðurlöndunum á sama tíma eða í ágúst Ákveðið var að útfærsla og hönnun rafrænna spurninga yrði í höndum fyrirtækisins YouGov Zapera A/S (Ryesgade 3 DK-2200 København N, info@yougov.dk) sem myndi einnig sjá um úrvinnslu gagna (Tafla 1). Hönnun spurninga og fjöldi var gerð með því markmiði að fá ítarlegar upplýsingar um OT á einfaldan og skýran máta án þess að vera leiðandi eða misvillandi. Allir skráðir tannlæknar með rafrænt póstfang fengu sendan spurningalistann eða alls 259. Rannsóknin var útfærð af markaðsgreiningarfyrirtækinu YouGov Zapera í ágúst Könnunin innihélt 5 spurningar um bakgrunn svarenda (grunnbreytur) og 16 spurningar um OT (Tafla 1). Í Töflu 2 sést fjöldi svarenda og bakgrunnur þeirra en alls sendu 38 tannlæknar og 2 tannfræðingar inn svör og svarhlutfall því 15.5%. 1. How many patients with dentin hypersensitivity do you register per week in your clinic? 2. Do you register dentin hypersensitivity more frequently in women or men? 3. Rank the age groups in the order in which you most frequently register dentin hypersensitivity. 4. How do you most frequently detect that your patients suffer from dentin hypersensitivity? 5. Rank the teeth in the order in which you most frequently register dentin hypersensitivity. 6. Rank the teeth in the order in which situations you most frequently register dentin hypersensitivity. 7. How often do you tell the patient about the cause(s) of dentin hypersensitivity? 8. Which symptoms do you register most frequently in dentin hypersensitivity? 9. In your experience, which stimuli most frequently triggers dentin hypersensitivity? 10. How long does the provoked pain most frequently last? 11. Rank the treatments in the order in which they most frequently trigger dentin hypersensitivity. 12. Which toothpastes do you recommend for daily use to patients with dentin hypersensitivity? 13. Which toothbrushes do you recommend to patients with dentin hypersensitivity? 14. Which treatments/measures do you use most frequently for your patients with dentin hypersensitivity? 15. To what extent do you believe that the following treatments/measures help against dentin hypersensitivity? 16. Rank in order of importance, those properties which are important to you in treatment of dentin hypersensitivity. Tafla1: Valdar spurningar úr könnuninni sem sendar voru til tannlækna og tannfræðinga. Table1: Selected questions from the questionaire on the Icelandic dentists and dental hygienists experience on DH. 15

16 Ofurnæmi tannbeins Tannlæknablaðið 1. tbl. 28. árg Grunnbreytur (education) Gender Region Base Male Female Reykjavík Other Iceland Base Dentist 95% 100% 86% 94% 100% Dental hygienist 5% - 14% 6% - Total 100% 100% 100% 100% 100% Tafla 2: Fjöldi svarenda eftir kyni, menntun og landssvæði. Niðurstöður: Svörin úr könnuninni leiddu í ljós að flestir tannlæknar/fræðingar sögðust hitta færri en 5 sjúklinga með OT á viku (75%) og um 20% sjá 5-10 sjúklinga með OT á viku. Algengara var að OT væri skráð hjá konum en körlum (60%), hinsvegar töldu einungis 3% að OT væri algengara hjá körlum en konum. Hvað varðaði aldurshópa kom í ljós að OT var oftast skráð hjá fólki á aldrinum ára (algengast 33% í aldurshópi ára). Í 58% tilfella sögðu sjúklingar frá viðkvæmni í tönnum án þess að tannlæknir/fræðingur spurðu um slíkt að fyrra bragði og í 40% tilfella kom fram viðkvæmni í tönnum við klíniska skoðun. Þær tennur sem algengast var að skrá OT voru efrigóms forjaxlar og jaxlar, þar á eftir framtennur efri- og neðrigóms (Mynd 1). Ofurnæmi í tannbeini var algengast tengt tannholdshörfun (gingival recession), fylltum tönnum og erosionum ásamt meðferðum við tannvegsmeinum (Mynd 2). Í um 90% tilfella voru sjúklingar alltaf eða oft upplýstir um ástæður OT. Oftast var OT lýst sem nístandi (88%) eða nagandi (20%) sársauka sem varði yfirleitt í stuttan tíma og < var horfinn innan 30 sekúnda í 90% tilfella. Ennfremur kom í ljós að kuldi orsakaði langoftast OT (98%) þar á eftir sætindi (45%) og tannburstun (33%). Þau tannlæknisverk sem oftast orsökuðu OT voru blástur/kæling, ultrasound hreinsun og lýsing tanna (Mynd 3). Tannkrem sem oftast var mælt með við sjúklinga með OT voru Sensodyne (90%), Colgate (40%) og Zendium (40%). Ekki kom fram burstategund umfram aðra sem mælt var með. Mynd 1. Tannhópum raðað eftir algengi OT (Rank 1 algengast). Mynd 2. Aðstæður tengdar OT (Rank 1 algengast). 16

17 Tannlæknablaðið 1. tbl. 28. árg Ofurnæmi tannbeins Mynd 3. Tannlæknisverk sem framkalla OT (Rank 1 algengast). Mynd 4. Meðferðarúrræði vegna OT. Meðferðarúræði sem oftast var beitt voru flúorpenslun, kennsla í tannburstun og notkun bindiefna á tann beinsyfirborð ( Mynd 4). Mesta tiltrú höfðu tannlæknar/fræðingar á flúor meðferð, tannholsmeðferð, plastblendis/bindiefna ísetningu og kennslu/fræðslu til meðhöndlunar á OT. Einnig kom fram að það sem þótti mikilvægast við meðferð á ofurnæmi í tannbeini var að meðferðin væri langvirkandi þar sem sársaukinn lagaðist strax. Ennfremur að meðferðin væri studd klíniskum rannsóknum og að hún væri auðveld í framkvæmd. Umræður: Það er almennt viðurkennt að margir af sjúklingum okkar hafa ofurnæmi í tannbeini í einni eða fleiri tönnum. Brýn þörf er á upplýsingum til greiningar og kynningar fyrir sjúklinga og hvernig meðhöndla og fyrirbyggja eigi ofurnæmi tannbeins. Alls tóku 40 fagaðilar þátt í þessari rannsókn (38 tannlæknar og 2 tannfræðingar). Langflestir starfa á einkastofum og hafa mikla reynslu (95% lengur en 10 ár í starfi). Það rýrir nokkuð gildi þessarar rannsóknar og veikir niðurstöður hennar hve lágt svarhlutfallið var. Erfitt er því að meta algengi og úrræði fyrir OT almennt hjá tannlæknum/fræðingum, en þó hægt að líta á niðurstöðurnar sem vísbendingu sem byggja má frekari rannsóknir á. Rétt er að benda á að erfitt er að meta og mæla hugtök eins og sársauka, tilfinningu eða trú á meðferðarúrræðum og verður að meta vægi rannsóknarinnar með það í huga. Ein aðferð til að nálgast þetta viðfangsefni er að hanna spurningalista sem gæti gefið okkur yfirsýn og kortlagt það að einhverju marki. Upplýsingar úr þessarri könnun mætti síðan nota til að hanna áreiðanlegri rannsókn með betri aðferðafræði, þar sem stuðst er við breytur sem hægt er að mæla aftur og aftur. Rannsóknir hafa sýnt að algengi ofurnæmis í tannbeini er 4-57% hjá sjúklingum á einkastofum þegar starfsfólk framkvæmir skoðunina. 7,9 Ef sjúklingar tilkynna sjálfir um ofurnæmið er hlutfallið 37-52%. 10 Eldri rannsóknir skýra frá algengi um 15%. 11 Ef við göngum út frá því að hver tannlæknir/fræðingur hafi 60 sjúklinga á viku og 5 þeirra hafi OT, samanber svör úr spuningalista, má reikna algengi um 8.4% sem er vel fyrir neðan þann fjölda sem sést í öðrum rannsóknum. Varasamt er þó að taka þennan samanburð alvarlega þar sem þessar rannsóknir eru ólíkar og niðurstaðna aflað með ólíkri aðferðarfræði. Á hinn bóginn gefur rannsóknin til kynna svipaðar niðurstöður hvað varðar fjölda kvenna umfram karla með OT og að algengast er að OT birtist í aldurshópum ára. 7,9 Skýringin á hvers vegna 17

18 Ofurnæmi tannbeins Tannlæknablaðið 1. tbl. 28. árg OT kemur síður fram hjá eldri einstaklingum má ef til vill rekja til myndun sekunders og tertiers tannbeins. 12 Ennfremur er álíka niðurstaða í þessari rannsókn og fyrri rannsóknum hvað varðar hugsanlegar ástæður OT, þ.e. tannholdshörfun (gingival recession) og erosionir. 9,13 Rannsóknir hafa ennfremur sýnt að forjaxlar og framtennur hafa oftast OT. 8 Í þessari rannsókn kom í ljós að forjaxlar og jaxlar í efri góm eru oftast með OT. Ekki er gott að segja hvað getur skýrt þennan mun. Í þessari rannsókn koma fram nýjar upplýsingar hvað varða viðhorf tannlækna/fræðinga til OT. Sérlega hvað kemur OT af stað, innan og utan tannlæknastofunnar, hvaða brögðum fagaðilar beita til að meðhöndla OT og hversu mikla tiltrú þeir hafa á þeim. Kuldi er það sem oftast vekur upp ofurnæmi í tannbeini og af tannlæknisverkum eru það ultrasound hreinsanir á tönnum. Helst er flúorpenslun og fræðsla notuð sem vopn í baráttunni við OT þrátt fyrir að tannlæknir/fræðingar hafi ekki mikla tiltrú á þeim og beðið er eftir meðferð sem virkar hratt, er langvarandi og auðvelt er að framkvæma. Frekari rannsóknir á þessu algenga vandamáli leiða vonandi til úrbóta því þörfin er svo sannarlega brýn og tannheilsugæslan virðist hálf ráðþrota hvað varðar meðhöndlun á því. Heimildir: 1. Dowell P, Addy M: Dentine hypersensitivity A review. Aetiology, symptoms and theories of pain production. J Clin Periodontol 1983; 10: Holland GR, Närhi MN, Addy M, Gangerose L, Orchardson R: Guidelines for the design and conduct of clinical trials on dentine hypersensitivity. J Clin Periodontol 1997; 24: Canadian Advisory Board on Dentin Hypersensitivity: Consensus-based recommendations for the diagnosis and management of dentin hypersensitivity. J Can Dent Assoc 2003; 69: Markowitz K,Pashley DH. Discovering new treatments for sensitive teeth: The long path from biology to therapy. J Oral Rehabil 2008; 35: Brännström M: A hydrodynamic mechanism in the transmission of painproduced stimuli through the dentine. In Sensory Mechanisms in Dentine. Anderson DJ, ed Pergamon Press, London, 1963, pp Brännström M, Johnson G. Movements of the dentine and pulp liquids on application of thermal stimuli. Acta Odontol Scand 1970; 28: Armitage P, Berry G: Statistical Methods in Medical Research. Oxford, Blackwell Scientific Publications Addy M. Dentine hypersensitivity: New perspectives on an old problem. Int Dent J 2002; 52 (supl): Cummins D. Dentin hypersensitivity: From Diagnosis to a breakthrough therapy for everyday sensitivity relief. J Clin Dent 2009; 20:(Spec Iss) Report of a global survey of adults about sensitive teeth. Research Quorum, Basingstoke,Hampshire, UK, Murray le, Roberts aj. The prevalence of self-reported hypersensitive teeth. Arch Oral Biol 1994; 39 (Suppl): West NX: Dentine hypersensitivity. In Dental Erosion. Lussi A, ed Kager, Basel 2006;pp Drisko CH: Dentine hypersensitivity. Dental hygiene and periodontal considerations. Int Dent J 2002; 52: Stórt verk lítið mál prent.is Litlaprent ehf. Skemmuvegi Kópavogi Sími Fax litla@prent.is 18

19 Fallegt bros og fyrirhyggja, að framtíðinni þarf að hyggja. Okkar hlutverk er að tryggja. Tryggingar fyrir tannlækna Hóptrygging tannlækna er samstarfsverkefni VÍS og Tannlæknafélags Íslands. Tryggingin felur í sér líf-, slysa- og sjúkratryggingu. VÍS býður tannlæknum lögbundna sjúklingatryggingu auk annarra trygginga sem henta starfsemi þeirra. Auk starfsábyrgðartrygginga og fyrirtækjatrygginga býður VÍS einnig fjölbreytt úrval trygginga fyrir einstaklinga. Þú færð nánari upplýsingar á næstu þjónustuskrifstofu eða hjá fyrirtækjaþjónustu VÍS í síma Vátryggingafélag Íslands hf. Ármúla Reykjavík Sími vis.is

20 Klínisk tilfelli frá Tannlæknadeild Háskóla Íslands Formáli Sá siður hefur verið tekin upp við Tannlæknadeild Háskóla Íslands að nemendur kynna sjúklingatilfelli í munn- og tanngervalækningum í fyrirlestri fyrir samnemendur, kennara og gesti. Alls er um að ræða þrjár kynningar. Í lok 5. árs kynna nemendur heilgómatilfelli, við lok haustmisseris 6. árs partatilfelli og við lok námsins krónu- og brúartilfelli. Í kjölfarið á þessum kynningum var ákveðið í samvinnu við ritstjóra Tannlæknablaðsins að birta tvö af þessum tilfellum til gamans og fróðleiks fyrir félagsmenn TFÍ. Sjúklingatilfelli I Höfundar: Steinunn Dóra Harðardóttir og Bjarni E. Pjetursson Inngangur Sjúklingurinn er 37 ára karlmaður sem kom í sína fyrstu heimsókn á Tannlæknadeild Háskóla Íslands í október Hann starfar sem rútubílstjóri hjá Iceland Excursions, en sér einnig um skipulag og sölu á ferðum á vegum fyrirtækisins. Hann ræður að mestu vinnutíma sínum sjálfur og átti því mjög auðvelt með að mæta. Sjúkrasaga Helsta ósk sjúklingsins var að geta brosað á ný. Til að byrja með vildi hann láta fjarlægja allar tennurnar og fá sér nýtt stell, en eftir skoðun og viðtal ákvað hann að láta bjarga tönnunum og byggja þær upp með föstum tanngervum. Sjúklingurinn var við góða almenna heilsu, þrátt fyrir að reykja 1 1 ½ pakka á dag. Allar tapaðar tennur, höfðu tapast vegna tannátu (Mynd 1). Skoðun Ekkert óeðlilegt fannst við extra-oral skoðun. Búið var að fjarlægja allar vonlausar tennur og rótfylla tönn 23 þegar meðferðin hófst (Mynd 2 & 3). Periapical lesionir voru við tennur 14, 23, 43, 44, 46 og stórt belgmein við tönn 46 (Mynd 4). Caries var greindur í samtals 15 tönnum. Gamlar PFM krónur voru á tönnum 21 og 42. Tannhold var almennt í góðu ástandi utan staðbundinnar tannholdsbólgu. Opnunargeta sjúklings var innan eðlilegra marka. Prófíll sjúklingsins var frekar kúptur og tilhneiging til undirbits. Greining Prótetík: Efri: Kennedy Class II Mod. III Neðri: Kennedy Class III Perio: Gingivitis Karies: 17, 14, 12, 11, 21, 22, 23, 25, 37, 32, 31, 41, 43, 44, 46 Endo: Periapical lesionir 17, 23, 43, 44, 46 Mynd 1. Frontalmynd við byrjun meðferðar. Sjúklingur var ósáttur við útlit tanna og vildi geta brosað á ný. 20

21 Tannlæknablaðið 1. tbl. 28. árg Klíniskt tilfelli Meðferðarplan 1. Heilbrigðisfasi: Þar sem sjúklingurinn var stórreykingarmaður, var nauðsynlegt að telja honum trú um mikilvægi þess að hætta. Þar sem til stóð að setja tannplanta, var lagt hart að honum að hætta eða allavega að minnka reykingarnar niður í minna en 5 sígarettur á dag í eina viku fyrir aðgerðina og átta vikur á eftir, samkvæmt Bain protocol (Bain et al. 1995). Mynd 2. Okklusalmynd af efri góm í byrjun meðferðar. Búið var að fjarlægja vonlausar tennur og rótfylla tönn Hreinsifasi: Frumskilyrði var að kenna sjúklingnum rétta tannhirðu. Planið var að kenna honum Bass tækni, notkun millitannbursta og tannþráðs, ásamt scaling & rótarplaneringu allra tanna. Einnig var planið að excavera allan caries og setja bráðabirgðafyllingar í hreinsifasanum. Hugmyndin var að extirpera og setja CaOH dressing í tennur 17, 43, 44 og 46 ásamt því að byrja endurrótfyllingu tannar 23 í hreinsifasanum. Að loknum hreinsi fasa verður ástandið endurmetið. Mynd 3. Okklusalmynd af neðri góm í byrjun meðferðar. Tannáta var aðalástæðan fyrir því að jaxlar höfðu tapast. Orsakavaldur Slæm munnhirða og bakteríur voru helstu ástæður fyrir mikilli tannátu, sem var aðalástæðan fyrir tanntapinu. 3. Uppbyggingarfasi: Áætlað var að setja tannplanta á svæði 13, 35 og 45. Klára að endurrótfylla tönn 23 og rótfylla tennur 17, 43, 44, 46. Gera þarf composite fiberstiftisuppbyggingar í tennur 23 og 43. Einnig þarf að gera composite uppbyggingar í tennur 17, 14, 12, 11, 21, 22, 25, 43 og 46 og composite fyllingar í tennur 34, 32, 31, 42 og 44. Planið var að gera PFM brú á tennur 17 X 15 og 23 X 25, PFM krónur á tennur 14, 13i, 35i, 45i og 46 og zirconium krónur á tennur 12,11, 21, 22 og Viðhaldsfasi: Eftir að meðferð lýkur var planið að fá sjúklinginn í reglulegt eftirlit á 6 mánaða fresti til að meta heilbrigði tannholds, endurmeta munnhirðuna og athuga tanngervin og setja flúor á þær tennur sem við á. Prógnósa einstakra tanna Vonlausar Varasamar + Öruggar Öruggar Varasamar + Vonlausar

22 Klíniskt tilfelli Tannlæknablaðið 1. tbl. 28. árg Mynd 4. Orthopantogram tekið áður en meðferð hófst. Stórt belgmein við tönn 46 er greinilegt á myndinni. Mynd 8. Frontalmynd að lokinni meðferð. Mynd 5. Okklusalmynd af efri góm sem sýnir vel uppbyggingu tanna og tannskurðinn. Einnig má sjá tannplantið í stöðu 13. Mynd 9. Okklusalmynd af efri góm að lokinni meðferð. Mynd 6. Framtannakrónurnar voru smíðaðar á zirconium kópinga, en jaxla brýrnar og plantakrónan á málmkópinga. Vegna spennu í málgrind varð að skera hana í sundur á milliliðnum á 2. fjórðungi. Mynd 7. Í neðri góm var smíðuð zirconiumkróna á tönn 43 og plantakróna á 35i. Mynd 10. Okklusalmynd af neðri góm að lokinni meðferð. Meðferð Áður en hafist var handa við meðferðina, voru tapaðar tennur og niðurbrotnar framtennur vaxaðar upp og form tanngerva planað. Uppvöxunin var síðan dupliseruð og stýriskinna fyrir ísetningu tannplanta gerð. Bone mapping var notað til að ákvarða beinþykkt og beinhæðin var mæld á breiðmyndinni. Þegar búið var að undirbúa aðgerðina, voru tveir Straumann tannplantar (Ø 4.1mm RN Standard plus) settir á svæði 35 og 13. Vikurnar sem liðu, á meðan tannplantarnir voru að gróa fastir, voru notaður til að klára 22

23 Tannlæknablaðið 1. tbl. 28. árg Klíniskt tilfelli Mynd 11. Ortopantomogram að lokinni meðferð. fyllingarvinnu, rótfyllingar og til undirbúnings krónu- og brúargerðarinnar (Mynd 5). Ákveða þurfti útlit framtanna, en þær voru allar niðurbrotnar, utan tönn 21 sem var með gamalli PFMkrónu. Því næst var smíðað á allan efri góminn (Mynd 6). PFM brýr voru settar á 17 X 15 og 23 X 25, PFM króna á 15,14 og13i og málmlausar krónur á zirconium kópinga á 12,11, 21 og 22 (Mynd 9). Samfara smíðinni í efri góm var einnig gerð zirconium króna á tönn 43 og PFM króna á 35i (Mynd 7). Þar sem beinfyllingin á svæði 45 var takmörkuð eftir að belgmeinið Mynd 12. Brosmynd að lokinni meðferð. Sjúklingurinn hafði fengið ósk sýna uppfyllta og gat brosað á ný. hafði verið fjarlægt var fallið frá tannplantaísetningu og þess í stað gerð PFM brú á tennur 46 X 44 (Mynd 11). Heildarmeðferðin (Mynd 8, 9,10 & 12) tók alls 12 mánuði við Tannlæknadeild Háskóla Íslands og heildarkostnaðurinn um fimmtánhundruð þúsund krónur. Tannsmíðavinnan var unnin af Gunnari Vagn Gunnarssyni hjá Ceradent slf. Eftir að meðferð lauk var planað að sjúklingurinn kæmi á 6 mánaða fresti í eftirlit til að meta ástand tanna, tannholds og tanngerva. Útskriftarnemar 2010 Útskriftanemar frá THÍ 2010 Kolbeinn Viðar Jónsson, Guðbörg Thelma Traustadóttir, Helga Hrönn Lúðvíksdóttir, Steinunn Dóra Harðardóttir, Eydís Hildur Hjálmarsdóttir og Arnar Geir Rúnarsson 23

24 Sjúklingatilfelli II Höfundar: Helga Hrönn Lúðvíksdóttir og Bjarni E. Pjetursson Inngangur Sjúklingurinn er 45 ára gömul íslensk kona. Hún er einstæð með fjögur börn og vinnur láglaunastarf. Hún er hress, skemmtileg og mjög dugleg, áhugasöm og jákvæð í garð meðferðarinnar. Fyrsta heimsókn hennar á Tannlæknadeild Háskóla Íslands var í september Sjúkrasaga Sjúklingurinn kom á Tannlæknadeild HÍ í von um að fá meðferð, þar sem svo margt var að, að hennar eigin sögn. Hennar helstu vandamál voru verkir á jaxlasvæði fyrsta fjórðungs, blæðing úr tannholdi við burstun, gamlar og illa útlítandi krónur á framtönnum í efri góm, sem og 5-liða brú í fyrsta fjórðungi (Mynd 1). Einnig fannst henni vanta tennur í tannlausu bilin í neðri góm til að geta tuggið almennilega (Myndir 2 & 3). Ástæður tanntaps í gegnum tíðna má rekja til tannskemmda og tannholdssjúkdóma. Sjúklingurinn er almennt heilsuhraustur, hún hefur nikkel ofnæmi og reykir u.þ.b ½ pakka á dag. Hún fór síðast í eftirlit og tannhreinsun hjá tannlækni árið Skoðun Ekkert óeðlilegt fannst við extra-oral skoðun. Við klíníska intra-oral skoðun kom í ljós festutap í 1.,2. og 3. fjórðungi. Allt að 8 mm pokar mældust á jaxlasvæði hægra megin í efri góm en í öðrum fjórðungum voru almennt grynnri pokar. Jaxlar í öllum þessum fjórðungum voru með beintap í rótarklofi. Tönn 26 hafði sigið (extrúderað) töluvert niður í tannlausa bilið á móti og 37 fallið framávið (mesial inclination) (Mynd 3). Við tann- og röntgenskoðun komu í ljós tannskemmdir, gamlar og/eða lekar fyllingar í flestum tönnum efri góms og í neðri góms jöxlum. Neðri góms framtennurnar voru heilar og óviðgerðar. Rótarbrot voru á jaxlasvæðum neðri góms (Mynd 4) og periapical lesionir sáust við jaxla í öllum fjórðungum (Mynd 5). Á breiðmynd mátti sjá að nokkrar tennur höfðu verið rótfylltar í gegnum tíðina. Einnig virtist vera ágætis beinhæð fyrir ofan canalis mandibularis á jaxlasvæði neðri góms m.t.t tannplantaísetningar. Hins vegar var takmörkuð beinhæð fyrir tannplantaísetningu við sinus maxillaris hægra megin (Mynd 5). Bitgreining leiddi í ljós Angle Cl.I bitafstöðu bilateralt, augntannastýringu hægra og vinstra megin sem og djúpt bit sem eflaust má að hluta rekja til jaxlataps. Lárétt yfirbit mældist 7 mm. Aftasta og þéttasta bit lágu saman og ekkert rennsli var í þéttasta biti. Slitfacettur sáust á öllum sex framtönnum neðri góms sem og á hliðaframtönn og augntönn í 2. fjórðung. Marr greindist í kjálkaliðum við kjálkaliðsskoðun en það hafði aldrei truflað sjúklinginn. Mynd 1. Frontalmynd við byrjun meðferðar. Sjúklingur var meðal annars ósáttur við útlit krónanna á framtannasvæðinu. 24

25 Tannlæknablaðið 1. tbl. 28. árg Klíniskt tilfelli Myndir 2 & 3. Hliðarmyndir hægra og vinstra megin við byrjun meðferðar. Áberandi er hversu mikið tönn 26 hefur sigið (extrúderast). Greining Prótetík: Efri gómur: Kennedy class III Neðri gómur: Kennedy class III, mod 1 Perio: Krónískur periodontitis með fúrkavandamálum Tann skemmdir: Tennur 22, 24, 25, 26, 27, 37, 35, 46, 47 Endo: Periapical lesionir; 17, 27, 37, 35, 46. Ófullnægjandi rótfylling; 47 TMJD: Marr í kjálkaliðum Orsakavaldar Supra- og subgingival tannsýkla var talin aðalorsaka valdur fyrir tanntapi, ásamt lélegum fyllingarbrúnum (overhangs) og reykingum. Mynd 4. - Okklusalmynd af neðri góm í byrjun meðferðar. Karíeraðar niðurbrotnar tennur eru sjáanlegar í báðum hliðum Vonlausar X X Varasamar X X Öruggar X X X X X X X X Öruggar X X X X X X X X X Varasamar X Vonlausar X X X Meðferðarplan Heilbrigðisfasi: Ekki þótti þörf á frekari skoðun en sjúklingurinn var varaður við áhættunni varðandi reykingar og beinaukandi aðgerða og tannplantaísetningar. Hreinsifasi: Fræðsla, hvatning og kennsla í munnhirðu. Scaling og rótarheflun allra tanna. Úrdráttur tanna 17, 27, 37, 35 og 46. Endurrótfylling á tönn 47. Tannskemmdir fjarlægðar og nýjar fyllingar settar í 22, 24, 25, 26 og 47. Endurmat árangurs tannhreinsunar eftir 4-8 vikur. Uppbyggingarfasi: Efri gómur: Stytta tönn 26 þannig að hún falli inní bitplan. Láta ráðast hvort þarf að rótfylla hana í kjölfarið og smíða svo PFM krónu á hana. Sinuslift aðgerð í fyrsta fjórðungi og ísetning tannplanta í stæði 15 og 17. Smíða þriggja liða cementeraða PFM brú, 15i X 17i. Smíða zirconium krónur á tennur 14, 13, 12, 11, 21 og 22. Neðri gómur: Endurrótfylla 47 og byggja hana upp með köstuðu stifti og PFM krónu. Setja niður tannplanta í stæði 46, 35 og 36 og smíða 3 stakar PFM krónur á þá. Viðhaldsfasi: Endurkoma á 6 mánaða fresti til að meta ástand tanna, tannholds og tanngerva. Skerpa á munnhirðu. Tannsteinshreinsun og flúorlökkun tanna eftir þörfum. 25

26 Klíniskt tilfelli Tannlæknablaðið 1. tbl. 28. árg Mynd 5. Orthopantogram tekið áður en meðferð hófst. Periapical lesionir eru greinanlegar við jaxla í öllum fjórðungum. Mynd 8. Plantakrónurnar tvær voru splintaðar til að draga úr hættu á að abutmentin losni. Þess var vel gætt að hafa góðan aðgang fyrir millitannabursta. Mynd 6. Á framtannasvæði efri góms voru gömlu krónurnar fjarlægðar og tennurnar prepareraðar fyrir zirconium krónur. Mynd 9. Frontalmynd að lokinni meðferð. Mynd 7. Á myndinni má sjá að tennur 23 og 24 hafa extrúderað sem nemur bithækkuninni á bráðabirgðakrónunum á framtönnunum. Meðferð Heilbrigðis- og undirbúningsfasa var fylgt eftir, eins og að ofan greinir. Auk þess fékk sjúklingur lýsingarskinnur til að lýsa framtennur neðri góms sem og tennur í öðrum fjórðungi áður en smíði hófst. Fyrsta skrefið í uppbyggingarfasanum var að búa til gifsafsteypu af tönnum sjúklings og vaxa upp í tannlaus bil. Einnig var form framtanna lagað. Uppvöxunin var síðan notuð til að ákvarða bithæð, staðsetningu og form tanngerva. Uppvöxunin var síðan dupliseruð og stýriskinna fyrir ísetningu tannplantanna útbúin. Einnig voru búnar til plastskinnur á dupliseruðu módelin sem notaðar voru við gerð bráðabirgðatanngerva, ýmist fyrir (indirekt á módeli) eða eftir (direkt í munni) tannskurð. Ákveðið var að hækka bitið um ca. 2 mm og var sú bithækkun gerð í bráðabirgðatanngervin. Það gaf sjúklingnum færi á að venjast hækkuninni áður en endanleg tanngervi voru smíðuð. Byrjað var á að preparera 14, 13, 12, 11, 21 og 22 (Mynd 6) og setja upp bráðabirgða krónur sem höfðu verið búnar til indirekt á módeli samkvæmt bithækkuninni. Eftir 1 ½ mánuð höfðu hennar tennur extrúderast sem svarar bithækkuninni og því aftur komnar í bit (Mynd 7). Smíðaðar voru zirconium krónur á þessar tennur. Næsta skref var að endurrótfylla 47. Rótfyllingin sem var í tönninni reyndist þéttari en reiknað var með þannig að hætt var við endurrótfyllingu. Einnig virtist nægt tannbein vera til staðar og var því ákveðið að hætta við smíði stiftis. Tönnin var byggð upp með compositefyllingu. Því næst var komið að því að setja niður tannplantana. Byrjað var á að setja tannplanta í stæði 15 (Straumann Ø 4.1mm RN Standard plus) og 16 (Straumann Ø 4.8 mm WN Standard plus). Þar sem beinhæðin var ekki næg, þurfti að gera sinus lift með open-window tækni þar sem notað var blanda af eigin beini og BioOss gervibeini. Aðgangsglugginn var hulin með BioGide collagenhimnu. Stakar cementeraðar PFM krónur voru smíðaðar á tannplantana eftir 6 mánaða græðslutíma. 26

27 Tannlæknablaðið 1. tbl. 28. árg Klíniskt tilfelli Mynd 11. Okklusalmynd af neðri góm að lokinni meðferð. Mynd 10. Okklusalmynd af efri góm að lokinni meðferð. Næsta skref var tannplantaísetningin í neðri góm. Í stæði 46 var sett Straumann Ø 4.8 mm WN Standard plus og cementeruð PFM króna smíðuð á það. Í þriðja fjórðungi voru settar mismunandi tegundir tannplanta; í stæði 35 (Straumann Ø 4.1mm Bone level) og í stæði 36 (Astra Ø 4.0mm) tannplanti. Þetta var gert sem hluti af samanburðarrannsókn. Eftir 6 vikna græðslu tíma voru smíðaðar splintaðar cementeraðar PFM krónur á plantana (Mynd 8). Krónurnar voru hafðar splintaðar til að draga úr hættu á að abutmentin losnuðu. Þess var vel gætt að hafa góðan aðgang fyrir millitannabursta milli þeirra. Samhliða öllu þessu ferli var 16 stytt occlusalt í nokkrum skrefum til að koma henni í rétt bitplan. Tauginni var þannig gefinn tími til að einangra sig smám saman og að lokum varð niðurstaðan sú að ekki þurfti að rótfylla hana þrátt fyrir mikla styttingu. Að lokum var smíðuð var PFM króna á hana. Heildarmeðferðin stóð yfir í tæplega tvö ár (Myndir 9, 10, 11,12). Tannsmíðavinnan var unnin af tannsmíða verkstæðinu Bakkabrosi í Kópavogi. Meðferðin gekk mjög vel í alla staði enda var sjúklingurinn mjög jákvæður og samstarfsfús. Hún mætti alltaf á tilsettum tíma og kvartaði aldrei þrátt fyrir mikla og erfiða setu á köflum. Að henni lokinni var ákveðið, að sjúklingurinn kæmi á 6 mánaða fresti í almennt eftirlit. Mynd 12. Ortopantomogram að lokinni meðferð. Uppbyggingin á kinnholunni hægra megin er greinileg á myndinni.

28

29

30 Meðferð á dentigerous belgæxli í neðri kjálka Gunnar Ingi Jóhannsson, tannlæknir Berglind Jóhannsdóttir, tannlæknir, dr.odont Sævar Pétursson, tannlæknir, MSc Útdráttur Dentigerous belgæxli eru góðkynja að uppruna en þau teljast til odontogeniskra belgæxla og koma í tengslum við tannbelg óuppkominnar tannar. Þau koma helst fram hjá fólki á þrítugs- og fertugsaldri en þau koma einnig fyrir hjá börnum og unglingum í blandaða tannsettinu. Meðferð felst ýmist í skurðaðgerð þar sem belgæxlið er fjarlægt í heild sinni eða í marsupialization. Til að ákvarða meðferð þarf að taka tillit til ýmissa þátta svo sem aldurs sjúklings, umfangi beineyðingar, rótarþroska og legu óuppkominnar tannar. Í þessari grein er meðferð á stóru belgæxli með marsupialization lýst hjá 11 ára gömlum dreng. Formáli Dentigerous eða follicular belgæxli (cystur) teljast til þroskandi odontogeniskra belgæxla og er uppruni þeirra í tannbelg (tooth follicle) beinluktra tannkróna sem tengjast belgæxlinu í gegnum cementoenamel mörkin. Vökvasöfnun á sér stað milli leifa glerungsflöguþekju (reduced enamel epithelium) tannmyndandi líffæris og óuppkominnar tannkrónu sem hefur fullþroskast, en ástæðan er óþekkt 1. Þessi tegund er næst algengust odontogeniskra belgæxla eða 14-24% allra belgæxla í kjálkum 2. Þau eru algengust hjá fólki á þrítugs- og fertugsaldri en þau koma líka fyrir hjá börnum og unglingum í blandaða tannsettinu, þá eilítið oftar hjá körlum en konum 3. Þau eru algengust í kringum efri- og neðrigóms endajaxla og hjá efrigóms augntönnum 4. Belgæxli eru almennt einkennalaus og greinast oftast fyrir tilviljun á röntgenmynd við hefðbundið eftirlit t.d. þegar verið er að grennslast fyrir um óuppkomna fullorðinstönn eða þegar bráð bólga eða sýking gefur tilefni til frekari rannsóknar 2. Hefðbundið útlit á röntgenmynd einkennist af symmetr ískri, vel afmarkaðri, venjulega einhólfa (unilocular) meinsemd, með lítilli röntgenþéttni, umhverfis krónu óuppkominnar tannar með vel afmörkuðum sclerótískum brúnum. Hins vegar getur meinsemd virst fjölhólfa (multilocular) á röntgenmynd vegna útlits trabecular beins. Ef sýking er komin í belgæxlið þá verða útlínur þess óljósar 1. Stækkun á dentigerous belgæxlum getur valdið niðurbroti á beini, tilfærslu aðliggjandi tanna og jafnvel eyðingu á rótum þeirra. Meðhöndlun á dentigerous belgæxli fer eftir stærð. Ef það er lítið er oftast hægt að fjarlægja það án þess að rjúfa belginn 5. Hins vegar, þegar um stærri tilfelli er að ræða með mikilli beineyðingu, getur þessi aðferð aukið hættu á kjálkabroti, devitaliseringu á tönnum eða jafnvel að fjarlægja þurfi beinluktu tönnina sem er í tengslum við belgæxlið. Stór belgæxli eru oftast meðhöndluð með marsupialization t.d. hjá börnum og unglingum þar sem óuppkomin tönn tengist belgæxlinu, einnig hjá veikburða sjúklingum og eldra fólki 1. Meðferðin felst í því að gerður er gluggi inn á belgæxlið, innihaldið tæmt og æxlið skolað. Ventli er oft komið fyrir í opinu t.d. grisju og getur hún verið vætt í sýklalyfjakremi 1. Dæmi um sýklalyfjakrem eru t.d. Polymixin B (Fougera & Co, Johnson & Johnson) 30

31 Tannlæknablaðið 1. tbl. 28. árg Meðferð á dentigerous belgæxli í neðri kjálka og Fucidin 2% (LEO Pharma). Með þessu móti minnkar belgæxlið jafnt og þétt en skipt er um grisju eftir þörfum. Svæðið fyllist síðan af nýju beini eftir því sem belgæxlið minnkar en misjafnt er hversu hratt það gengur fyrir sig en endurnýjunarhæfileiki beins er meiri hjá börnum 4. Þekkt er að fullorðinstennur geti sjálfar komið upp í kjölfar meðferðar með marzupialization og úrdráttar á barnatönninni, ef hún er til staðar 1. Þær tennur sem ekki koma upp sjálfar þarf að meðhöndla orthodontiskt en ýmsir þættir s.s. aldur sjúklings, staðsetning tannarinnar (halli og dýpt) og rými í tannboganum virðast ráða mestu um það hvort tennurnar skili sér sjálfar upp eða ekki 6. Sjúkrasaga Heilsuhraustum 11 ára dreng var vísað frá sínum tannlækni til munn- og kjálkaskurðlæknis en við hefðbundið eftirlit tók tannlæknirinn eftir harðri fyrirferðaraukningu hægra megin á neðri kjálka og að nokkrar tennur virtust hafa rekið af leið. Við fyrstu skoðun mátti greina harða einkennalausa fyrirferð á höku, hægra megin og var skynjun á svæði N. menatalis eðlileg. Í munni var hörð fyrirferð á neðri kjálka í buccal sulcus hægra megin sem náði frá svæði tanna 44 til 33. Tönn 83 var ennþá til staðar en að öðru leyti var tannskiptum lokið. Tennur á svæði hölluðu óeðlilega og nokkuð los var á tönnum 83, 42 og 41. Kjálkasneiðmynd (OPG) sýndi vel afmarkaða beineyðingu í neðri kjálka ásamt rótareyðingu á tönnum 83, 42, 41 og 31 en tönn 43 lá lárétt við neðri brún kjálkans (Mynd 1). Rót tannar 43 var hálfmynduð og rótopin. Tölvu sneiðmynd af neðri kjálka sýndi eyðingu í beini sem var rúmlega 5 sm í þvermál og mjög mikla útvíkkun á beini með þunnum útveggjum. Klínísk greining var dentigerous belgæxli frá óuppkominni tönn 43 og mismunagreining keratocysta eða ameloblastoma. Meðferð og gangur Tíu dögum eftir fyrstu skoðun var gerð aðgerð í staðdeyfingu þar sem sýni var tekið úr buccal vegg fyrirferðar. Niðurstaða vefjarannsóknar Rannsóknarstofu Landspítala- Háskólasjúkrahúss (LSH) í meinafræði var að sýnið væri úr odontogenisku belgæxli sem samrýmdist dentigerous belgæxli. Tilgangur og markmið meðferðar skyldi vera að fjarlæga belgæxlið, stuðla að beinmyndun og koma tönn 43 á sinn stað í tannbogann. Á grunni þessa og greiningarinnar, stærð belgæxlisins, legu og rótarþroska tannar 43, var ákveðið að meðferð yrði með eins litlu inngripi og kostur væri. Ekki þótti vænlegt að ná tilætluðum árangri með því að fjarlægja belgæxlið í heilu lagi með skurðaðgerð og var því ákveðið að beita marsupialization. Þremur dögum síðar var gerð aðgerð í svæfingu á LSH. Opnað var inn á belgæxlið á sama stað og áður, það skolað út með saltvatni (NaCl) og u.þ.b. 3 sm neftróð (grisja) vætt í Terramycin (Pfizer) augnsalva komið fyrir í gatinu og saumað við sárabarminn. Sjúklingur mætti reglulega í endurkomu á u.þ.b. 14 daga fresti. Svæðið var þá skoðað og skolað með 0,2% Klórhexidíni (Corsodyl, GSK). Skipt var reglulega um grisju vætt í Polymixin B (Fougera & Co, Johnson & Johnson) salva. OPG var tekin á 2 mánaða fresti og tölvusneiðmyndir þrisvar sinnum fyrsta árið. Myndir sýndu hæga og jafna græðslu og að rót tannar 43 var að lengjast eðlilega og færast á sinn stað. Rúmlega 18 mánuðum eftir að opnað var inn í belgæxlið var gerð aðgerð í svæfingu á LSH en þá sýndi OPG röntgenmynd að belgæxlið hafði minnkað um 2/3 hluta (Mynd 2). Restin af belgæxlinu var fjarlægð og leifar af barnatönn 83 líka. Vefjagreining staðfesti aftur dentigerous belgæxli. Mynd 1: OPG við fyrstu skoðun. Mynd 2: Rúmlega 18 mánuðum eftir fyrstu skoðun. 31

32 Meðferð á dentigerous belgæxli í neðri kjálka Tannlæknablaðið 1. tbl. 28. árg Mynd 3: OPG og upphafsljósmyndir fyrir tannréttingu. Ljóst var að rými fyrir tönn 43 var of lítið enda hölluðu tennur 44, 42, 41 og 31 að svæði tannar 43 eftir sem áður, sjúklingi var því vísað í tannréttingameðferð. Um það bil 2 árum eftir að meðferð á belgæxlinu hófst voru límd föst tannréttingatæki í báða tannboga (Mynd 3). Eftir u.þ.b. 1 ár í tannréttingu var ákveðið að fara inná augntönnina til að festa gullkeðju á svo hægt væri að toga hana upp í tannbogann (Mynd 4). Mynd 5 sýnir þegar 43 er komin í gegnum slímhúðina þannig að unnt var að líma hefðbundið tannréttingaspor á. Mikill örvefur í buccal sulcus gerði færslu 43 erfiða. Tönnin var töluvert snúin með krónuna lingualt hallandi þannig að rótin lá mjög buccalt. Töluverður tími fór því í að lagfæra buccólingual halla rótarinnar. Tannrétting tók 3 ár en við lok hennar voru tennur komnar á réttan stað og bit orðið eðlilegt. Á OPG mynd má sjá að rótarendi 43 er beygður distalt (Mynd 6). Mynd 4: Nægjanlegt rými hefur verið gert fyrir augntönnina og búið að festa gullkeðju á. Mynd 5: Tönn 43 komin upp 4 mánuðum eftir að gullkeðjan var fest á. Umræða Dentigerous belgæxli eru algengust þroskandi odontogen belgæxla. Þau eru oftast einkennalaus en geta orðið gríðarlega stór og valdið fyrirferð á kjálkum og útlitsbreytingum í andliti. Belgæxli sjást á röntgenmyndum sem stór afmörkuð meinsemd með litla röntgenþéttni en í útjaðri hennar liggur tönn eða tennur sem belgæxlið vex út frá 1. Markmið meðferðar á dentigerous belgæxli er alltaf að fjarlægja belgæxlið og viðhalda eðlilegu tannsetti með eins litlu inngripi og hægt er. Dentigerous belgæxli eru oft skræld út ásamt þeirri tönn sem æxlið kemur frá. Þessi meðferð á m.a. við þegar æxlið er frá endajaxli. Í yngri einstaklingum með blandað tannsett getur þetta haft alvarlegar afleiðingar s.s. á útliti, starfsemi tauga og vöðva sem og geðrænar afleiðingar. Í þessu tilfelli var ákveðið að velja meðferð með eins litlu inngripi og kostur var. Í kjölfar sýnatöku var opnað inn á belgæxlið, þrýstingi létt, skolað og grisju komið fyrir. Mikilvægt er að viðhalda opinu milli æxlisins og munnholsins til að stuðla að frekari þroskun tannrótarinnar og beinvexti í veggjum meinsemdar og hindra þannig örvefsmyndun sem gæti truflað uppkomu tannar. Tennur virðast koma hraðar upp ef rótarmyndun er u.þ.b. hálfnuð 32

33 Tannlæknablaðið 1. tbl. 28. árg Meðferð á dentigerous belgæxli í neðri kjálka Mynd 6: OPG og ljósmyndir við lok tannréttingar. eða rúmlega það þegar þrýstingi er létt af æxlinu 7. Í þessu tilviki var rótin u.þ.b. hálfmynduð þegar þrýstingi var létt af æxlinu og færðist tönnin hægt og rólega í áttina að sínu eðlilega stæði, eða þar til rótarmynduninni lauk. Þó svo að tönnin væri komin í ágætis stöðu og rými orðið nægjanlegt fyrir tönnina náði hún ekki að brjótast í gegn um slímhúðina. Mögulegar ástæður gætu verið að rótarendinn hafi lokast en einnig gat örvefur í slímhúð átt þátt í að hindra uppkomu hennar. Þegar búið var að opna inná tönnina og koma gullkeðju fyrir á krónunni var hægt að færa hana orthodontiskt í sitt stæði. Meðferðin tók samtals 5 ár. Fyrri hlutinn, eða þar til sjúklingur hóf tannréttingameðferð tók rúmlega 2 ár en tannréttingin um 3 ár. Meðferðarmarkmiðum var uppfyllt; æxlið horfið klínískt og á röntgenmynd, tennur komnar í rétta stöðu og bit eðlilegt. Heimildaskrá 1. Berti SdA, Pompermayer AB, Souza PHC, Tanaka OM, Westphalen VPD, Westphalen FH. Spontaneous eruption of a canine after marsupialization of an infected dentigerous cyst. Am J Orthodont Dentofac Orthoped 2010; 137(5): Motamedi MHK, Seifi M. Point of care: Question 1. JCDA 2005; 71(9): Mohapatra PK, Joshi N. Conservative management of a dentigerous cyst associated with an impacted mandibular second premolar in mixed dentition: A case report. J Dent Research Dent Clin Dent Prosp (JODDD) 2009; 3(3): Shivaprakash P, Rizwonulla T, Baweja DK, Norani HH. Save-a-tooth: Conservative surgical management of dentigerous cyst. J Indian Soc Pedod Prev Dent 2009; 27(1): Ertas U, Yavuz MS. Interesting eruption of 4 teeth associated with a large dentigerous cyst in mandible by only marsupialization. J Oral Maxillofac Surg 2003; 61: Fujii R, Kawakami M, Hyomoto M, Ishida J, Kirita T. Panoramic findings for predicting eruption of mandibular premolars associated with dentigerous cyst after marsupialization. J Oral Maxillofac Surg 2008; 66(2): Miyawaki S, Hyomoto M, Tsubouchi J, Kirita T, Sugimura M. Eruption speed and rate of angulation change of a cyst-associated mandibular second premolar after marsupialization of a dentigerous cyst. AM J Orthod Dentofacial Orthop 1999; 116:

34 34

35 Tannlæknablaðið 1. tbl. 28. árg Doktorsvörn Doktorsvörn úrdráttur Álfheiður Ástvaldsdóttir Þann 17. september sl. varði Álfheiður Ástvaldsdóttir doktorsritgerð sína við Karolinska Institutet í Stokkhólmi. Titill ritgerðarinnar var Exploring the boundaries of caries detection: two advanced methods evaluated. Leiðbeinendur Álfheiðar voru dr. Sofia Tranæus, við Karolinska Institutet og dr. W. Peter Holbrook prófessor, við Tannlæknadeild HÍ. Andmælandi var Peter Lingström prófessor við Sahlgrenska Akademien í Gautaborg og í dómnefnd sátu Arne Petersson prófessor við Tannlæknaháskólanum í Malmö, Lars Gahnberg prófessor við Mynd 1. DIAGNOdent Mynd 2. DIFOTI Sahlgrenska Akademien í Gautaborg og Inger Wårdh dócent við Karolinska Institutet í Stokkhólmi. Markmið verkefnisins var að meta tvö nýleg tæki sem hönnuð hafa verið fyrir tannátugreiningu. Tækin heita DIAGNO dent (Mynd 1) og DIFOTI (Mynd 2) og byggja bæði á samspili ljóss og harðra vefja tannanna. DIAGNOdent tækið notar ljós af bylgjulengdinni 655 nm til að örva flúrskin í tannvefnum. Flúrskin þetta eykst eftir því sem skemmdin stækkar og mælir DIAGNOdent magn flúrskinsins og gefur tölulegar upplýsingar frá 0 upp í 99. Tala yfir er sögð tákna tannbeinsskemmd. DIAGNOdent hefur því verið talið geta gefið upplýsingar um stærð skemmdarinnar. Uppruni þessa flúrskins hefur þó ekki verið skýrður fullkomlega. DIFOTI tækið notar hins vegar hvítt sýnilegt ljós til að ýkja breytingar í ljósbroti við myndun skemmda og fá þannig fram skugga þar sem úrkölkun hefur átt sér stað. Með sérstöku handstykki er ljósgjafa og myndavél komið fyrir á gagnstæðum hliðum tannarinnar og mynd þannig tekin af gegnumlýstu tönninni sem hægt er að geyma á svipaðan hátt og röntgenmynd (Mynd 3). Megin markmið verkefnisins var í fyrsta lagi að kanna nákvæmni (diagnostic accuracy), næmi og sértæki (senstivity and specificity) og áreiðanleika (reliability) DIAGNOdent og DIFOTI og bera saman við þær greiningaraðferðir sem mest eru notaðar í dag þ.e. klíníska skoðun og röntgengreiningu. Í öðru lagi að kanna uppruna aukins flúrskins þegar notað er ljós af bylgjulengdinni 655nm. 35

36 Doktorsvörn Tannlæknablaðið 1. tbl. 28. árg Mynd 3. Glerungsskemmd á grannfleti mynduð með tveimur mismunandi greiningartækjum a. DIFOTI mynd b. Digital röntgenmynd Niðurstöður rannsóknanna sýndu að nákvæmni DIAGNOdent tækisins var ekki nægjanleg og ekki meiri en nákvæmni klínískrar skoðunar og röntgengreiningar. Fjögur tæki voru notuð í rannsókninni og mældi hvert tæki tannbeinsskemmd við mismunandi tölugildi og sýndu þau því lága samkvæmni (reproducibility). Skoðuð voru áhrif úrkölkunar annars vegar og bakteríuræktunar hins vegar á flúrskinið sem mælt er með DIAGNOdent. Tækið reyndist ekki geta mælt flúrskin frá úrkölkuðum glerungi auk þess sem bakteríuræktanir mismunandi tegunda sýndu mjög misvísandi niðurstöður. Tækið mældi ekkert flúrskin frá lactobacilli, sem er í mestu magni í djúpum tannbeinsskemmdum, en mældi sterkt flúrskin frá mutans streptococci, sem er í meira magni í bakteríuþekjunni yfir frumskemmdinni. Niðurstöðurnar benda því hvorki til að tækið sé nógu áreiðanlegt fyrir tannátugreiningu, né að það gefi upplýsingar um úrkölkun eða bakteríusýkingu í tannskemmdum. Niðurstöður rannsóknanna á DIFOTI sýndu betri nákvæmni tækisins samanborið við röntgenskoðun, sérstaklega fyrir grannfleti. Tækið sýndi gott næmi fyrir glerungsskemmdum á grannflötum og svipað næmi og sértæki og samanburðaraðferðirnar fyrir tannbeinsskemmdir. Á bitflötum sýndi tækið svipaða nákvæmni og klíníska skoðunin, en betri en röntgengreiningin bæði fyrir glerungs- og tannbeinsskemmdir. Niðurstöðurnar benda því til að DIFOTI geti gefið betri upplýsingar en röntgenmyndir, sér í lagi fyrir gler ungsskemmdir á grannflötum og þannig nýst í að greina áhættufleti og fylgjast með áhrifum forvarnar meðferðar. Í kjölfar þessara rannsókna ætlar Álfheiður, í samvinnu við Karolinska Institutet og HÍ, að skoða nákvæmni DIFOTI tækisins við klínískar aðstæður. Álfheiður starfar sem tannlæknir í Reykjavík en hefur auk þess kennt tannfyllingu og tannsjúkdómafræði við Tannlæknadeild HÍ sl. ár. Niðurstöður rannsóknanna sem doktorsritgerðin byggir á hafa verið birtar í eftitöldum ritrýndum alþjóðlegum tímaritum: 1. Ástvaldsdóttir Á, Holbrook WP, Tranæus S. Consistency of DIAGNOdent instruments for clinical assessment of fissure caries. Acta Odontol Scand 2004;62: Ástvaldsdóttir Á, Tranæus S, Karlsson L, Holbrook WP. DIAGNOdent measurements of cultures of selected oral bacteria and demineralized enamel. Acta Odontol Scand 2010;68: Ástvaldsdóttir Á, Åhlund K, Holbrook WP, de Verdier B, Tranæus S. Approximal caries detection by DIFOTI; in vitro comparison of diagnostic accuracy/efficacy with film and digital radiography. Caries Research, under revision. 4. Ástvaldsdóttir Á, Silfverberg M, Holbrook WP, de Verdier B, Tranæus S. Occlusal caries detection by DIFOTI; in vitro comparison of diagnostic accuracy/efficacy with visual inspection, film and digital radiography. Caries Research, under revision. 36

37 Your Bien Air dealer in Iceland: Phone: Fax:

38 Að draga framtönn Kristín Heimisdóttir, tannréttingasérfræðingur. Samhverfa (symmetry) og réttar miðlínur hafa löngum verið þráhyggja tannréttingasérfræðinga. Það er því ekki óeðlilegt að athugulir tannlæknar grennslist betur fyrir, þegar bréf berst með beiðni um að draga tönn #41. Var þetta innsláttarvilla og tönn #14 sem átti að fjúka, eða hvað? Hér verður ekki fjallað um úrdrátt framtanna í efri góm, enda greinarhöfundi ekki kunnugt um neina ábendingu þess. En það er einkum í tvenns konar tilfellum sem beðið er um úrdrátt framtannar í neðri góm. Annars vegar þegar um mildan Klassa III (skúffubit/kantbit) er að ræða þannig að framtennur lendi í kantbiti. Slíkt ætti þó ekki að framkvæma fyrr en vexti neðri kjálka er algjörlega lokið. Hitt er svokallað Bolton-misræmi. Bolton-misræmi er misræmi í breidd tanna í efri og neðri góm. Þetta lýsir sér oftast þannig að efri góms hliðarframtennur eru grennri en gengur og gerist, jafnvel tapptennur. Algeng breidd á hliðarframtönn í efri gómi er 7mm, en breytileiki getur verið töluverður. Þumalputtaregla sem gott og fljótlegt er að styðjast við, er að bera saman breidd hliðarframtanna í efri og neðri góm. Séu breiddir svipaðar eða efri góms tennur mjórri en neðri tennur (hliðarframtennur), má telja öruggt að um Bolton-misræmi sé að ræða. Þetta lýsir sér klínískt annaðhvort í: Reglulegum og nokkuð réttum efri góm með talsverðum þrengslum í neðri. (Mynd 1) eða Þokkalega reglulegum neðri góm, en verulegum bilum oft frekjuskarði í efri góm. (Mynd 2) Í fyrrnefnda tilfellinu er framtannastuðningur góður og séu þrengslin leyst með hefðbundinni tækjameðferð án úrdráttar, fer bitið í kantbit eða jafnvel skúffubit. Því verður að leysa málin á annan hátt. Í þessu tilfelli var tönn 32 dregin og tönnum jafnað með föstum tækjum, einungis í neðri góm. Í seinna tilfellinu var unga konan afskaplega óánægð með frekjuskarðið. Framtannastuðningur var góður og hlutlaus bitafstaða jaxla og forjaxla. Með hefðbundinni tannréttingu hefði verið hægt að loka bilinu með því að færa mið- og hliðarframtennur saman, en þá hefði mynd ast stórt bil distalt við hliðarframtennur. Slíkt getur verið þolanlegt upp að vissu marki, en ef misræmið er mikið, er slíkt óásættanlegt auk þess sem stöðugleika til langtíma getur verið ógnað. Í þessu tilfelli var tönn #31 dregin og föst tæki sett á hluta efri og neðri góms í rúmt ár (Mynd 3). Mynd 1 38

39 Tannlæknablaðið 1. tbl. 28. árg Að draga framtönn Mynd 2 Áður en ákvörðun er tekin um að draga framtönn, er nauðsynlegt að skoða málin gaumgæfilega. Nauðsynlegt er að taka hefðbundin tannréttingagögn í upphafi og þar skipta mælingar á tannabreiddum miklu máli. Tannabreiddir framtanna og augntanna eru mældar í efri og neðri góm og summa þeirra borin saman við töflur þar sem misræmið, ef eitthvert er, kemur í ljós. Í báðum ofangreindum tilfellum vantaði 3-4 mm upp á að tannabreiddir efri og neðri góms stæðust; þannig að tannbogarnir færu í rétt bit. Í báðum tilfellum var stök framtönn dregin, enda misræmið töluvert. Ef misræmið er einungis 1-2 mm eru aðrar leiðir færar. Algengast er annaðhvort að sverfa af hliðarflötum neðri góms framtanna (stripsa) eða skilja eftir bil í efri góm. Best fer á því að stilla bilunum upp distalt við #12 og #22. Ef bilin trufla má byggja upp distalvæng með plast blendi. Mynd 3 Bonito ehf. Faxafen 10, 108 Reykjavík sími opið mánudaga - fimmtudaga föstudaga 39

40 Stefnumótun Tannlæknafélags Íslands Áhættuflokkun og forgangsröðun íslenskra barna að tannlæknaþjónustu. Sigurður Benediktsson Stefnumótunarvinna Tannlæknafélagsins sem fór fram síðasta vetur skilaði m.a. hugmyndum um áhættuflokkun og forgangsröðun íslenskra barna að tannlæknaþjónustu. Hópur tannlækna sem tók þátt í þessu verkefni velti m.a. fyrir sér hvernig best væri að nýta það fjármagn sem veitt er til tannlækninga barna og hvernig það gæti skilað sér í bættri tannheilsu. Mjög misjafnt er hve miklar forvarnir hvert og eitt barn þarf og hlýtur það að vera markmið þeirra sem veita heilbrigðisþjónustuna og greiða fyrir hana að hvert barn fái meðferð við sitt hæfi. Með þessu móti væri hægt að stýra því fjármagni sem veitt er til tannlækninga barna og í sumum tilfellum komið í veg fyrir ofmeðhöndlun. Mikilvægt er að lágmarka ofmeðhöndlun enda er það sóun á fjármunum sem gætu nýst annars staðar. Til þess að þetta sé mögulegt þarf að treysta tannlæknum fyrir áhættugreiningu og ákvörðunum um meðferð. Hér væri hægt að nýta sér tölvuforrit sem tannlæknar nota t.d. þegar tannheilsa er skráð og væri þá hægt að sjá strax í hvaða áhættuflokki viðkomandi barn lendir. Íslenskir tannlæknar áhættu greina í raun á hverjum degi sjúklinga sína sem þeir þekkja yfirleitt vel og væri hér í raun verið að útbúa samræmda aðferð til að nota við þessa vinnu. Rétt er að benda á að íslenskar aðstæður eru ekkert venjulegar miðað við nágrannaþjóðir og því þarf að klæðskerasníða greiningu og meðferð að íslenskum raunveruleika. Hér á eftir er farið yfir það sem hópurinn tók saman og hvernig hægt væri að áhættugreina í hópa og forgangsraða eftir því. Áhættuflokkun Almennt er talað um að tennur séu í meiri hættu á tannátu stuttu eftir uppkomu. Því má segja að aldurinn 3-4 ára, 6-7 ára og ára séu aldurshópar sem ætti að veita sérstaka athygli og auknar forvarnir. Þörf barna og unglinga fyrir annars og þriðja stigs forvarnir eru þó almennt mismiklar og þurfa að byggjast á áhættumati hvers barns fyrir sig. Í gagnreyndum leiðbeiningum um varnir gegn tannátu á Íslandi [Landlæknisembættið 2005] er samantekt um áhættuþætti og áhættuflokkun sem mælt er með. Áhættuflokkun er flókin en klínísk reynsla og þekking á högum einstaklinga samhliða réttri greiningu áhættuþátta hefur reynst vel við áhættumat [Landlæknisembættið 2005]. Ekki eru þó til skýrar leiðbeiningar varðandi áhættuflokkun og því miður hefur ekki tekist að hanna næmt próf fyrir áhættumat sem ekki tekur mið af fyrri tannskemmdareynslu. Áhættuflokkunin er því oftar en ekki aðallega byggð á þeim skaða sem greinanlegur er á hörðum vef tannanna af völdum tannátu. Reynt var að byggja skiptingu í áhættuflokka á eins gagnreyndum upplýsingum og möguleiki var á [Landlæknisembættið 2005; The Swedish Council on Technology Assessment in Health Care 2002; Folktandvården 2004]. Áhættuflokkarnir fyrir tannátu eru að okkar tillögu þrír, og byggja á eftirfarandi greiningum. Rauður Hópur: mest áhætta 40

41 Tannlæknablaðið 1. tbl. 28. árg Stefnumótun RAUÐUR HÓPUR: MEST ÁHÆTTA 3-4 ára börn ds (1-6) 1 = Einn eða fleiri fletir með glerungs-/tannbeinsskemmdir í framtönn/um efri góms 6-7 ára börn ds (3-6) 4 = Fjórir eða fleiri fletir með tannbeins skemmd í barnatönn/um DS (3-6) 2 = Tveir eða fleiri fletir með tannbeins skemmd í fullorðinstönn/um ára börn DS (3-6) 4 = Fjórir eða fleiri fletir með tannbeins skemmd í 6 ára jaxli/jöxlum DS (3-6) 1 = Einn eða fleiri fletir með tannbeins skemmd í framtönn/um Rótfylt tönn vegna tannátu ára börn DS (3-6) 8 = Átta eða fleiri fletir með tannbeins skemmd í forjöxlum/ jöxlum DS ( 3-6) 2 = Tveir eða fleiri fletir með tannbeins skemmd í framtönn/um Rótfyllt tönn vegna tannátu gulur Hópur: miðlungs áhætta 3-4 ára börn 6-7 ára börn ds (1-6) 4 = Fjórir eða fleiri fletir með glerungs-/ tannbeinsskemmdir í barnatönn/um DS (1-6) 2 = Tveir eða fleiri fletir með glerungs-/ tannbeinsskemmdir í fullorðinstönn/um ára börn DS (1-6) 4 = Fjórir eða fleiri fletir með glerungs-/ tannbeinsskemmdir á 6 ára jaxli/jöxlum DS (1-2) 1 = Einn eða fleiri fletir með glerungsskemmd í framtönn/um ára börn DS (1-6) 8 = Átta eða fleiri fletir með glerungs-/tannbeinsskemmdir í forjöxlum/jöxlum DS (1-6) 2 = Tveir eða fleiri fletir með glerungs-/tannbeinsskemmdir í framtönn/um Fleiri en einn af þekktum áhættuþáttum sem eykur líkur á tannskemmdum: Eldri systkini með sögu um tannskemmdir 4 bitflataskemmdir í barnajöxlum eða sexára jöxlum Fötlun sem hindrar tannhirðu Ofvirkni og athyglisbrestur (ADHD) Jákvætt tannátupróf tannlæknis (Risk Assessment) grænn Hópur: minnst áhætta Allir hinir Gert er ráð fyrir því að barn skráist sjálfkrafa í þann flokk sem sjúkdómsmynstrið sýnir og að flokkunin sé endurskoðuð ekki sjaldnar en á 3 ára fresti þannig að barnið getur flust bæði upp og niður skalann. Forgangsröðun Samkvæmt Munnís rannsókninni er tannátutíðni íslenskra barna mun hærri en í nágrannalöndunum. [Ágústsdóttir et al., 2010]. Því er viðbúið að ekki sé hægt að yfirfæra reglur þaðan um innköllunartíðni og annars og þriðja stigs forvarnir á íslenskan veruleika. Þetta gerir það ennþá mikilvægara að nýta betur þá takmörkuðu fjármuni sem renna til tannlækninga barna. Takmarkið er að börnin fái skoðanir og forvarnir eftir þörfum hvers og eins. Einnig finnst vinnuhópnum mikilvægt að greiða fyrir því að hægt sé að stunda bjóðandi tannlækningar á Íslandi, þannig að tannheilbrigðisþjónustan hafi frumkvæðið að því að bjóða barni í skoðun. Markmiðið hlýtur að vera að hafa meira en 90% íslenskra barna í reglulegri innköllun. Ein af forsendum bjóðandi tannlækninga er að innköllunarheimsóknirnar séu fríar. Því gerir hópurinn það að tillögu sinni að öll börn fái eina heimsókn, svokallaða Grunnskoðun fría. Grunnskoðunin innifelur: Skoðun tanna og tyggifæra. 2 bitmyndir. skráningu á DMFT. hreinsun og flúorlökkun. fræðslu um tannhirðu. Tíðni grunnskoðana er mánuðir á hvert barn. Að öðru leyti eiga börnin rétt á forvörnum háð áhættumati sem hér segir: forgangsröðun íslenskra barna að tannlæknaþjónustu Rauður hópur: Mest áhætta. Fyrsti forgangur 1 grunnskoðun á ári aukalega möguleiki á 2x BW og allt að 3 flúorlökkunum á ári 20 mín eftirlit/fræðsla varðandi tannhirðu og mataræði, á ári gulur hópur: miðlungs áhætta og forgangur 1 grunnskoðun á ári aukalega möguleiki á 1 flúorlökkun á ári 10 mín eftirlit/fræðsla varðandi tannhirðu og mataræði, á ári grænn hópur: minnst áhætta og forgangur 1 grunnskoðun á 18 mán. fresti 41

42 Við kynnum Pro-Argin tæknibyltingu í meðferð viðkvæmra tannhálsa. Colgate býður nú upp á örugga og áhrifaríka meðferð við viðkvæmum tannhálsum á klínik með Pro-Argin tækni. Linar sársauka vegna tannkuls fljótt og viðvarandi eftir aðeins eina heimsókn. Meðferð við sársauka vegna tannkuls og tannhreinsun í einu skrefi. PIPAR SÍA Ný Pro-Argin tæknibylting Nýtt! Colgate Sensitive Pro-Relief Tannhreinsun og óþægindin burt með Pro-Argin tækni.

43 Skaðsemi ljósa á tannlæknastofum Úrdráttur úr greininni Strålende forhold i tannklinikken? eftir Ellen M. Bruzell, dr. scient, Nordic Institute of Dental Materials (NIOM). Greinin birtist í heild sinni í tímaritinu Yrkeshygienikeren. Ellen M. Bruzel Þýðing: Helgi Hansson Æ sterkari ljós eru nú notuð á tannlæknastofum þannig að hættan á varanlegum augnsköðum hefur aukist. Hætta á beinum húðsköðum er til staðar en hverfandi. Helstu tegundir sterkra ljósgeisla á stofum eru útfjólublá (UV) ljós og sýnilegt ljós (Tafla 1). Herðingaljós tannlækna er lang mest notaða ljósmeðferðin innan læknisfræðinnar. Á hverju ári eru lagðar u.þ.b. 3 milljónir fyllinga í Noregi og eru þær því sem næst allar ljóshertar. Það hlutfall hefur nánast tvöfaldast síðast liðin 10 ár 1. Þar að auki hefur styrkur ljósanna aukist 5-40 sinnum síðustu 6 árin 2. Svokölluð díóðu ljós (LED) hafa tekið yfir markaðinn síðustu árin þannig að um 70% af herðingaljósum í Noregi árið 2009 voru díóðuljós. Stærsti hluti þessara ljósa senda út blátt ljós á tiltölulega þröngri bylgjulengd. Við ljósherðingu í munni getur ljósgeislun endurkastast til augna þess sem meðhöndlar og valdið skaða á nethimnunni. Endurkastið telst vera milli 10 til 30 % af ljósmagninu í munninum 3 og eykst ef slétt verkfæri og speglar eru á vinnusvæðinu. NIOM (Nordisk institutt for odontologisk materialforskning) og norsku geislavarnirnar 43

44 Skaðsemi ljósa Tannlæknablaðið 1. tbl. 28. árg Tegund ljósgeislunnar Bylgjulengd (nm) geislunarinnar Notkun geislans Uppruni ljóssins (útgeislunarsvið, nm) UVA Hvíttunarljós, Herðiljós Plasma, halógen, LED ( ) Sýnilegt ljós Herðiljós LED ( ) Tafla 1. Tegundir og geislavið fyrir venjulegustu ljósin sem notuð eru við tannmeðferð. Tegund ljóss Aðstæður við lýsingu Mínútur þar til lágmarksgildum er náð Herðingaljós Hvíttunarlampi Beint frá ljósgjafa 1-2 Endurkast úr munni/verkfærum 10 Lýsing í augu við óhapp < 0,2 Beint frá ljósgjafa 5-30 Endurkast úr munni < 60 Tafla 2. Hámarkstími lýsingar fyrir auga við not af ljósum við tannlæknameðferð. Gildin gilda fyrir herðiljós með styrk frá ca 1000 til 2000 mw/cm 2 og fyrir hvíttunarljós með styrk frá ca 40 til 700 mw/cm 2. Venjulegur meðferðartími er ca. 1 til 5 mínútur fyrir herðingu og 45 til 60 mínútur fyrir hvíttun. hafa ákveðið hámarksgildi fyrir útfjólubláa geislun og blátt ljós fyrir augu og húð frá ljósgjöfum (Tafla 2). Við notkun nýjustu LED ljósanna geta þessi hámarksgildi fyrir blátt ljós náðst strax eftir 2 fyllingar. Í apríl síðastliðnum var samþykkt reglugerð sem gildir innan allra landa Evrópusambands sem og EÖS landa, um vernd gegn sjónrænni geislun á vinnustöðum. Það er líklegt að uppsafnaðir augnskaðar geti komið fram við ljósherslu án augnvara 4, 5. Beinir húðskaðar við notkun á bláu ljósi eru ekki líklegir en hinsvegar er mögulegt að ljósið virki saman með áhrifum frá efnum og framkalli ljósnæm viðbrögð (eitrunar eða ofnæmisviðbrögð). Þau geta komið fram á höndum og fingrum vegna þessara samhliða áhrifa frá lýsingu og efna eins og til dæmis óhertra fyllingarefna 6. Þessi viðbrögð er erfitt að greina frá ekta ofnæmisviðbrögðum sem koma til við snertingu við efnin eingöngu. Augnskaðar við tannlæknavinnu geta ennfemur komið fram við not á Laser sem og hvíttunarlömpum. Augnskaðar við þessar aðferðir hafa fengið minni athygli þar sem þeim meðferðum er auðveldlega hægt að skipta út með öðrum meðferðaraðferðum en ljósherðing af tannfyllingarefnum er óhjákvæmileg. Fyrirbyggjandi aðferðir: Notkun augnvara er áhrifarík og ódýr aðferð gegn hugsanlegum augnsköðum við herslu fyllingarefna [5]. Sum ljós hafa áfastan skerm en þeir eru of litlir til þess að stöðva allt ljós. Önnur aðferð er að nota handskerm sem er stærri en áfasti skermurinn en samt óhentugur og nær ekki að stöðva allt ljós vegna þess að það þarf að halda skerminum í réttum vinkli til þess að hindra að ljósið endurkastist í augu meðferðaraðilans. Eina nógu góða vörnin eru því gleraugu. NIOM hefur prófað verndandi eiginleika ýmissa gleraugna sem notuð hafa verið við ljósherðingu og lýsingu á tannlæknastofum 5, 7. Helmingur gleraugnanna sem prófuð voru höfðu nægilega vörn þannig að hámarksgildum geislunnar var ekki náð við átta stunda vinnudag. Heimildalisti: 1. Hauge, I., A. Vidmark, and E.M. Bruzell, Bruk av røntgendiagnostikk blant norske tannlegar. Prosjektretta tilsyn etter ny forskrift om strålevern og bruk av stråling. StrålevernRapport Statens Strålevern, Bruzell, E.M. and H. Wellendorf, lampor til blekning och blekning/ härdning (kombinationslampor). Kunnskapsdokument från KDM. kunskapscenter för Dentala Material. 2007(Socialstyrelsen): p Moseley, H., R. Strang, and I. MacDonald, Evaluation of the risk associated with the use of blue light polymerizing sources. J Dent, (1): p Diffey, H. and G. Hart, Ultraviolet and blue-light phototherapy-principles, sources, dosimetry and safety. IPEM-Report, (37). 5. Bruzell, E.M., et al., Evaluation of eye protection filters for use with dental curing and bleaching lamps. J Occup Environ Hyg, (6): p Bruzell, E.M., et al., Se opp for lys fra herdelamper. Nor Tannlegeforen Tid, ;112: p Bruzell, E.M., et al., Utvärdering av ögonskydd vid använding av dentala härd- og bleklampor. Kunskapsdokument från KDM. Kundskapscenter för dentala Material. Socialstyrelsen, 2006: p

45 Fullkominn samhljómur fegurðar, frammistöðu og fyrstu gerðar Samspil náttúrunnar með Astra Tech IS-0910 Velgengni tannplantakerfis getur ekki ráðist af einum einstökum þætti. Eins og með öll líffræðileg kerfi, er hinu hárfína jafnvægi haldið við af mörgum ólíkum en jafn mikilvægum þáttum. Tannplantakerfi okkar viðheldur þessu jafnvægi vefjanna með einstöku samspili samverkandi þátta. Líffræðileg hönnun Astra Tech tryggir langtíma árangur með örvun beinvaxtar, viðhaldi á traustu beini og heilbrigðu og fallegu plantaholdi (tannholdi). Með Astra Tech tannplöntum vinnur náttúran með þér fullkominn samhljómur fegurðar, frammistöðu og fyrstu gerðar. OsseoSpeed örvar beinmyndun MicroThread viðheldur heilbrigðu - sterku beini Conical Seal Design öruggt og stöðugt fitt Connective Contour eykur viðloðunarflöt og umfang tannholds Lúkas D. Karlsson Lúkas D. Karlsson, Sídumúla 27a, 108 Reykjavík, Tel: , Fax: , lukas@lukas.is, Produced by Astra Tech AB a company in the AstraZeneca Group.

46 La det svinge, af brottfluttum Íslendingi í Björgvin Ingibjörg S. Benediktsdóttir Það var á vordögum í fyrra sem mér bauðst draumastarfið við röntgendeild Tannlæknaskólans í Bergen (Odontologen), ég ákvað að slá til og sé ekki eftir því, ekki eina mínútu. Kom hingað til Bergen sl. haust í alveg dásamlega fallegu veðri og verð að viðurkenna að þrátt fyrir allar hörmungarsögurnar sem ég hafði heyrt um rigninguna í Bergen þá er hún lítið að angra mig, hér getur maður nefnilega gengið um með regnhlíf! Reyndar fannst mér fyrst í stað ákaflega skrítið að sjá hjólreiðamenn með sjóhatta en það venst. Það hefur tekið mig eitt ár að trappa mig niður eftir Ísland, þ.e.a.s. læra að það er í lagi að vera veikur, í lagi að hætta að vinna klukkan fjögur, í lagi að njóta lífsins. Mér fannst fyrstu mánuðina ég alltaf vera að svíkjast um, að þessi svokallaða vinna mín væri bara sumarfrí, ég er seksjonsovertannlege eins og það heitir, er á klínikkinni (með nemendur og að greina röntgenmyndir) þrjá daga í viku og svo er ég með tvo daga sem undirbúnings og stjórnunardaga og samhliða þessu tek ég sérfræðingsnám í kjeve- og ansiktsradiologi. Fyrir þetta dútl fæ ég svo einhver rífleg forsætisráðherralaun en er samt frekar lágt launuð miðað við aðra tannlækna sem vinna hjá hinu opinbera eða privat. En hér er líka óheyrilega dýrt að lifa en einn af stóru kostunum við það er að það er erfitt t.d. að verða alkohólisti nema maður geti bruggað sjálfur! Hér er öflug neyslustýring, hálfur lítri af gosi á ca 4 til 500 krónur íslenskar og bjórinn enn dýrari. Skólinn er einn af þremur tannlæknaskólum í Noregi og við tökum inn ca 48 nemendur á ári í tannlæknanámið, ca 20 tannfræðinganemendur og svo erum við líka eini skólinn í Noregi sem tekur við s.k. lisens nemum, en það eru tannlæknar sem menntaðir eru fyrir utan hið evrópska efnahagssvæði og standast ekki próf sem þeim er gert að 46

47 Tannlæknablaðið 1. tbl. 28. árg Af brottfuttum Íslendi í Björgvin gangast undir til að fá tannlæknaleyfi, en eru það góðir að menn efast ekki um að þeir séu tannlæknar. Þeir eru hjá okkur í eitt ár og fara betur í þær greinar sem uppá vantar. Núna eru 5 slíkir nemendur hjá okkur, alveg úrvals fólk. Svo er hér líka boðið uppá framhaldsnám í hinum ýmsu greinum tannlækninga. Einn landi er í framhaldsnámi hér ásamt mér, öðlingurinn Vihjálmur Helgi Vilhjálmsson sem er hér í framhaldsnámi í tannholslækningum. Verð að viðurkenna að ég varð fyrir miklu minna menningasjokki við að flytja hingað en þegar ég flutti til Danmerkur fyrir rúmum 10 árum. Norðmenn eru miklu líkari okkur en Danir en mun hógværari og svo mikil heilsufrík að manni líður eins og kartöflupoka við hliðina á þeim. Ef þeir eru ekki hjólandi þá eru þeir á skíðum eða göngum eða hlaupum. En þegar maður horfir í kringum sig hérna þá er kannski ekki nema von að svo sér. Ég hef aldrei búið á stað sem býr yfir svo mikilli náttúrufegurð og hér í Bergen (og er ég þó bæði Þingeyingur og Húsvíkingur!). Skerjagarðurinn er ólýsanlega fagur og enginn verður svikinn af siglingu þar á milli eyjanna. Ekki nema vona að snillingar á við Grieg og Ibsen séu frá Bergen og hér skilur maður loksins af hverju Morgenstemning er svona fögur. Það eru sjö fjöll hér sem iða af mannlífi allan ársins hring. Hef smitast af þessu og reyni að ganga á eitthvert fjallið um hverja helgi. Það var einmitt eftir eina slíka göngu með samstarfsfólki mínu (over Vidden ca 6 klst ganga milli Ulriken og Flöyen) sem við löbbuðum á endanum (ég hafði borið 2 lítra af rauðvíni alla þessa leið og við leiðarlok við hyttu sem kallast Brushytten (goshytten) og við skírðum á endanum Sprithytten) niður í bæ og fengum okkur pizzu. Ég fékk mér calzone eins og ég geri alltaf, daginn eftir var ég þreytt og slöpp og svo fárveik og endaði á spítala með svæsna salmonellusýkingu í blóði. Enginn annar veiktist og ég hef samstarfsfólk mitt grunað um að hafa stráð þessum ellum yfir pizzuna mína, því ég hef kvartað mikið yfir því hversu veikir þeir eru alltaf. Það er alltaf einhver veikur...samt lifa þeir lengi og hugsa vel um líkama og sál. Kannski er þetta bara svona í hinum opinbera geira, hef aldrei unnið þar áður að neinu viti. Þegar þetta er ritað stendur yfir setning alþingis Íslendinga og ég verð að viðurkenna að þó ég elski landið mitt bláa þá tel ég hag mínum og sálarheill betur borgið í rólegheitunum og nægjuseminni hér í Noregi. Það er tekið vel á móti Íslendingum hér, við erum litlu bræður þeirra sem þeim þykir ákaflega vænt um og á góðri stundu er talað um Sagaeyjuna í neyðarlega óraunhæfri rómantík. Þeir vorkenna okkur mikið með þetta skelfingarástand sem nú ríkir og vildu flestir frekar bara redda okkur en hjálpa einhverjum öðrum þróunar löndum, en samt finnst þeim þetta pínu gott á okkur, þeir sem borga hæsta hlutfall allra landa af sínum tekjum til þróunarhjálpar og hafa kannski ekki orðið eins mikið af aurum apar eins og við Íslendingar, þeir myndu amk eiga fyrir því fyrirfram (og án þess að ræna banka innanfrá) ef þeir vildu flytja Aha út til Danmerkur til að fara á konsert með eða fljúga með kerlingarnar sínar til Dubai til að borða gull. Þrátt fyrir að nágrannar mínir séu Íslendingar og að stundum fari maður í strætó með íslenskum bílstjóra þá kemur það nú stundum fyrir að raulað sé hver á sér fegra og nú andar suðrið og er þá ekki örgrannt um að það glitri tár á hvarmi. En þá horfi ég bara á einn fréttatíma í íslenska sjónvarpinu og heimþráin hverfur eins og dögg fyrir sólu. Bergen Ingibjörg S. Benediktsdóttir. 47

48 Góð tannhirða fyrir alla fjölskylduna með Zendium

49 Setning tannlæknadeildar 30. ágúst 2010 Teitur Jónsson, deildarforseti tannlæknadeildar Kæru nemar, kennarar og aðrir starfsmenn. Ég býð ykkur öll innilega velkomin á setningu tannlæknadeildar, við upphaf 65. starfsárs deildarinnar. Inga B. Árnadóttir, fráfarandi deildarforseti, lauk sínum skipunartíma síðastliðið sumar og hafði þá stýrt deildinni með sóma í fjögur ár gegnum ólgusjói og breytingar. Á slíkum tímum er mikilvægt að halda hæfilega fast í fortíðina en sjá jafnframt hvaða tækifæri felast í nýjum aðstæðum. Þetta hefur Ingu tekist vel og henni hefur líka gengið vel að fá aðra til að leggjast á árarnar með sér. Ég vil því færa henni þakkir fyrir farsælt starf fyrir deildina og einnig Peter Holbrook, sem gegndi stöðu varadeildarforseta undanfarin þrjú ár. Ég tók við stöðu deildarforseta 1. júlí síðastliðinn, tilnefndur af deildarfundi og skipaður til tveggja ára af forseta heilbrigðisvísindasviðs, og á sama tíma tók Bjarni Elvar Pjetursson við stöðu varadeildarforseta. Við höfum aðeins hóflega reynslu af stjórn tannlæknadeildar og munum því treysta á þekkingu þeirra sem þekkja vel til mála eftir margra ára starf við deildina, t.d. prófessoranna Ingu, Peters og Sigfúsar Þórs Elíassonar. Nemendur Á síðastliðnu vori útskrifuðust sex tannlæknar og einn nemandi lauk meistaraprófi. Nýskráðir nemendur í tannlæknanám hafa sjaldan verið fleiri en nú, eða 52 talsins, og er því heildarfjöldi tannlæknanema haustið 2010 alls 85. Samkeppnispróf fyrsta árs nema verða að venju haldin í lok haustmisseris og að þeim loknum halda sjö nemendur áfram. Nemendur í meistaranámi eru fimm og í doktorsnám eru skráðir tveir nemendur. Námsbraut í tannsmíði tók til starfa haustið Námið er 3ja ára nám og lýkur með BS-gráðu. Nýnemar í tannsmíði í ár eru 20, en fjöldatakmarkanir eru í náminu og komast fimm efstu nemarnir áfram eftir fyrsta misserið. Kennsla fer fram með tannlæknanemum í nokkrum greinum, aðallega á fyrsta misseri. Verkefnisstjóri námsbrautarinnar er Vigdís Valsdóttir og stundakennarar eru sex talsins. Viðbótarnám í tannsmíði til BS-gráðu fyrir útskrifaða tannsmiði með sveinspróf er í boði í fyrsta sinn nú á þessu misseri og eru 17 tannsmiðir skráðir. Námið er 60 einingar og er eingöngu bóklegt. Námsbraut í tannsmíði er sérstök rekstrareining og stendur sem slík undir kostnaði, en hagræðing og samnýting með starfsemi tannlæknadeildar er ávinningur. Kennsla fyrir tanntækna verður með sama sniði og áður þar sem 10 nemendur stunda nám við deildina. Inga B. Árnadóttir prófessor er umsjónarmaður tanntæknanámsins. Starfsfólk Ársæll Jónsson, dósent í lyflæknisfræði, lætur nú af störfum eftir langan og farsælan feril í tannlæknadeild og eru honum færðar þakkir á þeim tímamótum. Auglýst 49

50 Setning Tannlæknadeildar Tannlæknablaðið 1. tbl. 28. árg hefur verið eftir lektor í 20% stöðu til að taka við kennslu Ársæls, en ekki hefur verið ráðið í stöðuna. Guðmundur Á. Björnsson er í leyfi til ársloka 2010, en Júlíus Schopka, sérfræðingur í munn- og kjálkaskurðlækningum, leysir hann af. Ása Sæmundsdóttir tannsmiður hefur fengið veikindaleyfi og í hennar stað kemur Ásdís Friðriksdóttir tannsmiður í tímabundna stöðu. Kristrún Sigurðardóttir tannfræðingur, kennari tanntækninema, hefur fengið ársleyfi en Petra Björk Arnardóttir leysir hana af. Við deildina starfa nú þrír prófessorar, fimm dósentar og átta lektorar, alls 16 kennarar í tæplega 13 stöðugildum, auk stundakennara. Aðrir starfsmenn deildarinnar eru verkefnisstjóri tannsmíðanáms, Vigdís Valsdóttir, deildarstjórarnir Guðrún Ívars og Hanna G. Daníelsdóttir og fjórir starfsmenn í móttöku og á klíník. Breytingar á kennaraliði eru litlar í ár, en það er umhugsunarefni að margir af kennurum deildarinnar hafa verið burðarásar klínísku kennslunnar í hátt í þrjá áratugi og því er óhjákvæmilega skammt í kynslóðaskipti. Það er því ef til vill mikilvægara en nokkru sinni áður að við höldum merki tannlæknadeildar hátt á lofti til þess að hæfustu og best menntuðu tannlæknar landsins sækist eftir þeim kennarastöðum sem munu bjóðast á næstu árum. Rannsóknir Samkvæmt ráðningarsamningum fastráðinna kennara er vinna við rannsóknir 40% af vinnuskyldu þeirra. Afrakstur þessarar vinnu birtist á ýmsum stöðum sem sjá má í árlegri ritaskrá Háskóla Íslands. Kennarar birta niðurstöður sínar meðal annars á Rannsóknafundi Tannlækningastofnunar sem hefur verið haldinn síðastliðin 20 ár og er á dagskrá í desmbermánuði ár hvert, á Ráðstefnu um rannsóknir í líf- og heilbrigðisvísindum við Háskóla Íslands sem haldin er annað hvert ár, á Ársþingum og námskeiðum Tannlæknafélagsins og í Tannlæknablaðinu. Erlendis birtast niðurstöður íslenskra rannsókna í tannlæknisfræði í vaxandi mæli í virtum fræðiritum austan hafs og vestan og á alþjóðlegum ráðstefnum víða um heim. Tannlæknanemar taka árlega þétt í Dentsply-keppninni í Kaupmannahöfn og eru okkur til sóma. Rannsóknastarfsemi er því vaxandi þáttur í starfsemi deildarinnar, enda er það skýrt markmið Háskóla Íslands að komast í hóp þeirra 100 bestu í heimi og ein leiðin til þess er að efla rannsóknir á öllum sviðum. Hvatning Háskólans í þessa átt felst m.a. í því að láta framgang kennara og vísindamanna og fjárframlög til deilda og einstakra starfsmanna ráðast í vaxandi mæli af rannsóknavirkni. Stjórnun Á síðastliðnum fjórum árum hefur orðið gjörbreyting á öllum aðstæðum deildarinnar. Áður vorum við ein af deildum háskólans, en síðan 2008 höfum við verið hluti af heilbrigðisvísindasviði, ásamt læknadeild, hjúkrunarfræðideild, sálfræðideild, lyfjafræðideild og matvæla- og næringarfræðideild. Deildarforsetarnir mynda stjórn heilbrigðisvísindasviðsins, ásamt sviðs forsetanum, og halda fundi vikulega til að fjalla um allt sem viðkemur þessum sex deildum og sviðinu. Stjórnsýsla deildarinnar, sem áður var ýmist innan okkar eigin dyra eða hjá miðlægri stjórnsýslu Háskólans, er nú að mestu á vegum heilbrigðisvísindasviðs. Starfsmenn sviðsins fluttu í upphafi inn í húsnæði tannlæknadeildarinnar og áttu því mikil samskipti við starfsmenn okkar og kennara, en eru nú næstu nágrannar okkar í húsinu. Heilbrigðis vísindasviðið sem stjórnsýslueining er að mínu mati mikil framför fyrir deildina hvað varðar alla umsjón með rekstrar-, starfsmanna- og kynningarmálum, og starfs menn sviðsins búa nú þegar yfir mikilli reynslu og þekkingu sem nýtist til að vinna mál tannlæknadeildar með markvissari hætti en áður var. Sjálfstæði deildarinnar á árum áður hafði vissulega einnig ýmsa kosti og gaf svigrúm til sjálfstæðra ákvarðana, en nú eru þeir tímar liðnir og í dag er verkefni deildarforseta ekki síst fólgið í því að tala máli deildarinnar innan heilbrigðisvísindasviðsins, sem síðan gætir hagsmuna okkar innan háskólans. Innan deildarinnar er stjórnskipulagið að mestu óbreytt, en samkvæmt nýjum reglum háskólans er æðsta vald deildarinnar sem fyrr í höndum deildarfundar þar sem sæti eiga allir fastráðnir kennarar og þrír nemendur. Deildarráð starfar í umboði deildarfundar og þar eiga nú atkvæðisrétt deildarforseti, varadeildarforseti, formaður kennslunefndar Ellen Flosadóttir, klínikstjóri Björn Ragnarsson, fulltrúi Tannlækningastofnunar og tveir nemendur. Rekstur tannlæknadeildar Ýmsar blikur eru á lofti varðandi rekstur deildarinnar. Í árslok 2009 var rekstrarkostnaður kominn tæplega eina milljón fram úr fjárveitingum. Samkvæmt fjárhagsáætlun 2010 vantar 11 milljónir upp á að endar nái saman á yfirstandandi ári, enda voru fjárveitingar til háskólans skertar um 4% árið 2010, og á næsta ári er gert ráð fyrir 50

51 Tannlæknablaðið 1. tbl. 28. árg Setning tannlæknadeildar enn frekari niðurskurði, eða rúmlega 7%. Eitt af því sem íþyngir deildinni sérstaklega er húsnæðismál þar sem deildin þarf nú að standa skil á leigu fyrir hvern fermetra, en reiknilíkanið sem þó tekur tillit til lítilla nemendahópa vegur ekki nógu þungt á móti því. Hagræðing verður því áfram á dagskrá. Sóknarfærin sem við höfum eru að nýta sem best vinnuskyldu kennara til að fækka stundakennurum og að halda áfram öflugu starfi á klínik til að afla sértekna. Einnig má nefna árleg rannsóknastig kennara sem ráða sérstakri fjárveitingu til deildarinnar. Á síðastliðnu ári fengust um 9 milljónir samkvæmt þessum lið og þá upphæð gætum við stækkað með auknum rannsóknaafköstum. Við munum ekki komast hjá því að bæta nýtingu á húsnæði deildarinnar, en einnig munum við áfram berjast gegn leigugjaldi af fermetrum á klínik og fara fram á jafnrétti við aðrar deildir, einkum læknadeild þar sem sambærileg kennsla fer fram á sjúkrahúsum. Aðhald varðandi innkaup á efnum og áhöldum til kennslu er nú þegar komið að sársaukamörkum og ekki mögulegt að spara á þeim vettvangi. Í leiðinni er rétt að geta þess að tannlæknatæki og röntgenbúnaður deildarinnar úreldist hratt og óhjákvæmilegt er að hann verði endurnýjaður á allra næstu árum. Góðu fréttirnar varðandi fjárhaginn er staða okkar sem göngudeild á LSH og nýr samningur LSH við Sjúkratryggingar Íslands um greiðslu fyrir alla vinnu við tryggða sjúklinga. Þessi samningur er búinn að vera baráttumál okkar í áraraðir og markar þáttaskil varðandi formlega stöðu okkar og tekjumöguleika og fyrir réttindi tryggðra sjúklinga sem sækja þjónustu á tannlæknadeild. Ný útgáfa þessa samnings liggur nú á borðinu og ef ekkert óvænt kemur upp munu aðilar undirrita hann á næstu dögum. Framtíðaruppbygging tannlæknanáms Tannlæknadeild útskrifar nú kandídata að loknu 360 eininga sex ára námi, líkt og verið hefur undanfarna áratugi. Ísland er hins vegar aðili að Evrópska háskólasvæðinu (European Higher Education Area), sem stefnir að samræmingu námsáfanga á háskólastigi á þann hátt að háskólanám feli í sér BS-gráðu eftir þrjú ár og meistaragráðu eftir tvö ár til viðbótar. Margar deildir Háskóla Íslands hafa á undanförnum árum lagað sig að þessu kerfi sem kennt er við Bologna, þannig að nú fer kandídatsprófum fækkandi, en útskriftargráðurnar eftir fimm ára nám heita t.d. MA í lögfræði, MS í lyfjafræði o.s.frv. Skipulagsbreytingar varðandi menntun tannlækna eru stöðugt til umræðu og nú í síðustu viku tók Peter Holbrook fyrir hönd deildarinnar þátt í ráðstefnu ADEE (Association for Dental Education in Europe) í Amsterdam. Viðfangsefni ráðstefnunnar var einmitt breytingastjórnun og undirstrikað var að stjórnendur yrðu, auk þess að stjórna og skipuleggja, að vinna stöðugt að þróun og breytingum. Verkefni dagsins Ég sagði áðan að ýmsar blikur væru á lofti varðandi rekstur og framtíð deildarinnar, en á móti kemur að við höfum margt sem getur tryggt öfluga starfsemi hennar á næstu árum. Við höfum innan okkar raða hámenntaða og öfluga kennara í öllum greinum, þjálfaða, samviskusama starfsmenn og ekki síst úrvalsnemendur. Ef litið er til tannheilsu þjóðarinnar virðist ljóst að áfram verður mikil þörf fyrir heilbrigðisstéttir sem geta bætt tannheilsu landsmanna og tannlæknadeild sem menntar þær stéttir. Farsæld deildarinnar veltur þó mest á því að nemendur og starfsmenn leggi sig alla fram og það hvet ég þá til að gera, ekki bara stofnunarinnar vegna, heldur einnig vegna þess að hver og einn mun uppskera fyrir sjálfan sig eins og hann sáir á þeim akri. Eða með orðum skáldsins Megasar: Það eru aðeins þeir sem róa til fiskjar sem fá og ef maður ber sig eftir björginni þá bætir alvaldið því við sem vantar upp á. Að svo mæltu set ég tannlæknadeild skólaárið Teitur Jónsson, deildarforseti tannlæknadeildar 51

52 Planmeca Compact i Vinnuvistfræðilegir yfirburðir Framúrskarandi hönnun Planmeca Compact i, er eitt helsta framlag að skilvirknilegu og vel skipulögðu vinnu-umhverfi. Stólalyftubúnaðurinn og ultra-þunna stólbakið leysir á snjallan hátt þá áskorun að sameina sjúklingaþægindin með góðri vinnuaðstöðu. Vinnuarmurinn tryggir léttar, nákvæmar og mjúkar jafnvægishreyfingar, auk þess sem hönnun tannlæknastólsins auðveldar tannlæknateyminu að fylgja sótthreinsunarferlinu vel eftir. Punkturinn yfir iið er síðan fjölbreytt úrval lita og áklæða sem gleður augað. Planmeca Compact i er góður kostur fyrir tannlækna sem hafa hug á að bjóða hágæða tannlæknameðferð. Marglitar gersemar úr safni Planmeca Topaz Sapphire Jade Crystal Lúkas D. Karlsson Síðumúla 27a 108 Reykjavík Sími

53 XX. Vetrarfundur Tannlækningastofnunar um rannsóknir í tannlæknisfræði, haldinn í Læknagarði 5. Desember 2009 Umsjón: KARL ÖRN KARLSSON OG TEITUR JÓNSSON Ágrip erinda og veggspjalda: E 1 IgA skortur og munnheilsa: samanburðarrannsókn SIGURJÓN ARNLAUGSSON 1, GUÐMUNDUR H. JÖRGENSEN 2, ÁSGEIR THEODÓRS 2 OG BJÖRN RÚNAR LÚÐVÍKSSON 2 1Tannlæknadeild H.Í. 2 Læknadeild H.Í. TANNLÆKNADEILD HÁSKÓLA ÍSLAND, sarn@hi.is Inngangur. Ónæmisglóbúlín A (IgA) er nauðsynlegt til viðhalds heilbrigði slímhúðar. Sértækur skortur á ónæmisglóbúlíni A (IgAD) er algengasti skorturinn af svokölluðum primary immune deficiency en áhrif hans á munnheilsu eru óljós. Takmark þessarar rannsóknar var að meta tannheilsu, ástand tannvegs og slímhúðar í munni og hálsi einstaklinga með IgA skort. Efni og aðferðir. Alls voru 32 einstaklingar með IgAD skoðaðir og bornir saman við viðmiðunarhóp 63 einstaklinga sem valdir voru með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Þátttakendur svöruðu spurningalista um almennt heilsufar og munnheilsu og síðan var munnhol þeirra almennt skoðað, tannvegsástand metið samkvæmt periodontal screening and recording skráningarkerfinu (PSR) og tennur eftir decayed, missing and filled surfaces kerfinu (DMFS). Niðurstöður. Einstaklingar með IgA skort höfðu marktækt oftar en viðmiðunarhópur gengist undir kverkeitlunám (44% á móti 24%) og kokeitlunám (31% á móti 8%). Einnig sögðust einstaklingar með IgA skort marktækt oftar hafa fengið hálsbólgur, bólgur í munnhol og áblástur á varir. Enginn tölfræðilega marktækur munur var á tannvegsheilsu ( meðal PSR vísitala 1,87 á móti 1,77) né tannheilsu (meðal DMFS vísitala 51,3 á móti 53,7) hópanna tveggja. Marktæk fylgni fannst á milli Helicobacter pylori sýkingar í maga og verra tannvegsástands (p=0,036). Skil. IgA skortur veldur tilhneigingu til sýkinga í munnholi en hefur ekki áhrif á tann- eða tannvegsheilsu. Rannsókn þessi er fyrsta samanburðarrannsókn sinnar tegundar þar sem tekin er nákvæm sjúkrasaga, klínisk rannsókn framkvæmd, ásamt munnog tannskoðun á einstaklingum með IgA skort. E 2 E 2 Samanburður á plastblendi fyllingum með tveimur mismunandi bindiaðferðum eftir þrjú ár SIGFÚS ÞÓR ELÍASSON, SVEND RICHTER TANNLÆKNADEILD HÁSKÓLA ÍSLAND, sigfuse@hi.is Inngangur. Samdráttur við hvörfun plastfyllingarefna er þekkt klínískt vandamál. Á undanförnum árum hefur verið leitast við að finna ný plastefni sem dragast minna saman. Tilgangur rannsóknarinnar er að bera saman gæði og endingu tveggja tannfyllingarefna sem eru ætluð til viðgerða í jöxlum. Efniviður og aðferðir. Borin voru saman annars vegar Hermes, sem er nýtt silorane plastblendi sem dregst minna saman við hvörfun en hefðbundin efni með Hermes bindiefni (3M ESPE) og hins vegar Tetric Ceram, sem er hefðbundið bis-gma plastblendi með AdheSE bindiefni (Vivadent). Bæði bindiefnin eru sjálfætandi. Efnin voru sett í tennur fullorðinna einstaklinga sem þurftu a.m.k. tvær boxlaga II. klassa fyllingar af svipaðri stærð. Öll efni voru meðhöndluð samkvæmt fyrirmælum framleiðenda. Samtals voru settar í tennur 53 fyllingapör. Fyllingarnar voru metnar eftir einfölduðu USPHS skráningakerfi. Niðurstöður. Eftir tvö ár hafði ein Tetric fylling verið fjarlægð vegna viðkvæmni, þannig að 52 fyllingapör voru skoðuð eftir þrjú ár. Ekki var tölfræðilegur munur milli efnanna fyrir neitt þeirra atriða sem metið var (p<0.05). Þriðjungur fyllinganna var metinn með mislitanir í samskeytum fyllingar/tannar og fimmtungur með byrjandi niðurbrot við brúnir. Allir snertipunktar voru innan eðlilegra marka og litur fyllinga og tannholdsástand óbreytt. Engin tannáta fannst meðfram brúnum fyllinga. Kvarnast hafði úr nokkrum Tetric fyllingum og þrjár Tetric og fjórar Hermes fyllingar voru metnar með byrjandi slit. Ályktanir. Bæði efnin virðast hæf til að nota í jaxla, en há tíðni mislitana á brúnum fyllinga bendir til að bæta þurfi eða breyta um tannbindiefni. 53

54 Vetrarfundur Tannlæknablaðið 1. tbl. 28. árg E 3 Sléttflatarfyllur sem tannátuhemill miðlægt á sex ára jöxlum SIGFÚS ÞÓR ELÍASSON, SVEND RICHTER TANNLÆKNADEILD HÁSKÓLA ÍSLAND, sigfuse@hi.is Inngangur. Skorufyllur hafa dregið verulega úr tíðni tannátu hjá börnum og unglingum í áhættuhópum. Þær vernda samt ekki aðlæga snertifleti tanna. Tilgangurinn með þessari rannsókn var að athuga hvort sýruæting og ljóshert tannbindiefni hindruðu tannátuferli á sléttum tannflötum. Efniviður og aðferðir. Á tannlækningastofu SÞE hefur til langs tíma verið brýnt fyrir foreldrum barna með tannátu í barnatönnum og grun um byrjandi tannátu í 6 ára jöxlum, að koma með börnin til skoðunar strax og aftari barnajaxlar féllu. Þar sem framlægur flötur 6 ára jaxla sýndi merki úrkölkunar en ekki tap á tannvef, voru fletirnir sýruættir og húðaðir með plastbindiefni eða sléttflatafyllu (smooth surface sealant). Einungis voru valin tilfelli þar sem röntgenskoðun sýndi byrjandi tannátusár ná minna en hálfa leið inn í glerung. Leitað var í sjúkraskrám eftir tilfellum þar sem svo vildi til að einungis annar sex ára jaxlinn í sama gómi hafði verið húðaður og fundust 32 tilfelli. Hinn sex ára jaxlinn þjónaði þá sem viðmið (control). Þessir einstaklingar höfðu allir verið í a.m.k. árlegu eftirliti á tannlækningastofunni næstu 12 árin á eftir. Allir jaxlarnir höfðu verið skorufylltir strax og tennur voru nægilega komnar upp. Metið var eftir sjúkraskrám og af röntgenmyndum hvort II. klassa fylling hefði verið sett miðlægt í sex ára jaxla á tímabilinu. Niðurstöður. Af 32 jaxlapörum hafði einungis verið sett ein fylling þar sem sett hafði verið sléttflatafylla meðan settar höfðu verið fyllingar í sex (19%) samanburðar jaxla. Eftir sex ár reyndust fimm (16%) sléttflatafylltir og 13 (41%) viðmiðunar tannfletir vera fylltir. Eftir 12 ár voru þessar tölur sex (19%) fyrir sléttflatafylltar og 17 (53%) fyrir viðmiðunar jaxlana. Munurinn var marktækur (p<0.05) fyrir öll árin. Ályktanir. Sléttflatafyllur sem settar eru á aðgengilega aðlæga tannfleti hindra framgang tannátu, a.m.k. til skemmri tíma. E 4 Glerungseyðingarmáttur nokkurra vatnsdrykkja á íslenskum markaði ALÍS G HEIÐAR 1 ), INGA B. ÁRNADÓTTIR 2 og W. PETER HOLBROOK 2 TANNLÆKNADEILD HÁSKÓLA ÍSLAND, iarnad@hi.is 1Nemandi við Tannlæknadeild Háskóla Íslands 2 Kennarar við Tannlæknadeild Háskóla Íslands Inngangur. Glerungseyðing (e. dental erosion) er óaftur kræft tap tannvefs af völdum efnafræðilegra þátta sem ekki stafar af völdum baktería. Ein af aðalástæðunum fyrir glerungseyðingu er talin vera neysla súrra drykkja. Markmið var að kanna áhrif nokkurra bragðbættra vatnsdrykkja á íslenskum markaði í ljósi þess að á framboði og markaðssetningu þeirra, er lögð áhersla á hollustu og heilbrigði. Efniviður og aðferðir. In-vitro voru 5 nýúrdregnar fullorðinstennur sagaðar í tvennt og eitt glerungs tannbrot lagt í 20 ml af 10 mismunandi bragðbættum vatnsdrykkjum, í níu daga þar sem upphafs sýrustig var mælt og stöðugt var hrært í. Drykkjarsýnin voru endurnýjuð daglega og upphafs sýrustig mælt. Tannbrotin voru vigtuð á fyrsta þriðja og níunda degi og glerungseyðingarmáttur þeirra var metinn sem prósenta af þyngdartapi tannbrotanna. Niðurstöður. Sýrustig vatnadrykkjanna ph mældist frá 5.64 til 2.83 og helmingur þeirra höfðu verulegan glerungseyðingarmátt með ph frá 3.91 til 2.83 sem er talsvert undir viðurkenndum hættumörkum (ph 5.5). Ályktanir. Í ljósi þessara niðurstaðna væri ástæða að þróa mælikvarða sem upplýsir almenning um glerungseyðandi áhrif drykkja á einfaldan en vísindalegan hátt. Þetta væri mögulegt í formi stigatöflu sem flokka myndi glerungseyðandi áhrif drykkja í þrjú stig þar sem fyrsta stigs drykkir hefðu minnstu áhrif og það þriðja mestu áhrifin. Þessar upplýsingar eru mikilvægar heilsu neytanda líkt og innihaldslýsingar og næringargildi og ættu því að vera aðgengilegar á umbúðum drykkjarvara. E 5 Lækkandi tíðni Streptococcus sobrinus í íslenskum munnvatnssýnum W PETER HOLBROOK, MARGRÉT O MAGNÚSDÓTTIR TANNLÆKNADEILD HÁSKÓLA ÍSLAND, phol@hi.is Streptococcus sobrinus er bakteríur í fjölskyldu mutans streptokokka og eru af serotypu d, g eða h, en Strept. mutans eru af flokkum c, e eða f. Strept. sobrinus þola enn lægra ph en aðrir mutans streptokokkar og hafa verið tengdir við miklar tannskemmdir. Að auki hefur rannsókn sýnt að Streptococcus sobrinus framleiða meiri mjólkusýru úr sykri en hefðbundnir Strept. mutans og valda þess vegna meiri tannskemmdum. Faraldsfræðileg rannsókn á Íslandi fyrir u.þ.b. 20 árum sýndi háa tíðni Strept. sobrinus í munnvatnssýnum úr íslenskum börnum (34-37%) og einnig háa tíðni Strept. sobrinus ef talning Strept. mutans var há. Það var aðeins í rannsókn frá1995 að vísbending fékkst um fækkun einstaklinga með Strept. sobrinus í munnflóru, niður í 15,7%. Ýmsar rannsóknir á Íslandi sýndu svipaðar niðurstöður um háa tíðni Strept. sobrinus og var það notað sem stuðningur við svonefnda sérhæfða kenningu um tannátu (specific plaque hypothesis). Þetta dró úr áhuga á að prófa bólusetningu gegn tannátu á Íslandi vegna þess að bóluefni virkaði aðallega gegn Strept. mutans en ekki Strept sobrinus. Lítið var um rannsóknir á Strept. sobrinus þau ár þegar tannátu tíðnin fór lækkandi, a.m.k. þar til MUNNIS rannsóknin sýndi annað. Í þessari rannsókn var notað valætið: Tryptic-Soy-Yeast- Extract-Serum-Bacitracin agar sem gefur þokkalega góðan greinamun á Strept. sobrinus og Strept. mutans. Valætið var 54

55 Tannlæknablaðið 1. tbl. 28. árg Vetrarfundur notað árið 2009 sem aukaæti fyrir 95 reglubundin munnvatnssýni, sem tekin voru á stofum sérfræðitannlækna til að meta áhættu á tannátu. Valætis skálar voru settar í kertakassa eins og ræktun fyrir mutans streptokokka. Strept. sobrinus voru greindir sem bakteríu þyrping með útlit eins og mutans streptokokkar, en í agar með hvítan hring í kring um þyrpingu. Niðurstöður sýna að í aðeins 5/95 sýna (5,2%) ræktast Strept. sobrinus og er það hlutfall nálægt því sem hefur fundist í flestum rannsóknaverkefnum í Vestur Evrópu undanfarinn áratug. Þó að þessar niðurstöður séu ekki í samræmi við lækkandi tíðni tannátu á Íslandi undanfarin ár, endurspegla þær ekki hækkun á tíðni tannátu sem fram kom í MUNNIS rannsókninni. E 6 Merking tanngerva SVEND RICHTER, SIGFÚS ÞÓR ELÍASSON OG SIGRÍÐUR RÓSA VÍÐISDÓTTIR TANNLÆKNADEILD HÁSKÓLA ÍSLAND, svend@hi.is Inngangur. Þrátt fyrir bætta tannheilsu eru milljónir Vesturlandabúa tannlausir með heilgóma. Tannlausir Íslendingar í öðrum eða báðum gómum skipta tugþúsundum. Tilgangur merkingar er að bera kennsl á einstaklinga vegna meðvitundaleysis, minnisleysis eða vegna réttarfræðilegra orsaka. Einnig geta tanngervi orðið viðskila við eigendur sína á stofnunum, sjúkrahúsum, dvalar- og elliheimilum. Á Vesturlöndum hafa tanngervamerki frá Sjödings verið mest notuð, en framleiðslu þeirra hefur verið hætt. Efni og aðferð. Tíu heilgómasett voru merkt með ryðfríum Gauge, 4.8 mm stálmatrixum frá Henry Schein. Merkin voru gerð á tannlæknastofu, sett í heilgóma af Frank D. Luckas á Tannsmíðaverkstæðinu. Sjúklingar voru skoðaðir á ársfresti. Merkin passa í þvingu sem fylgdi Sjödings merkjunum og er landakóði og kennitala rispuð í stálbandið með sérstökum stíl. Sérstakur bor er til að fræsa af gómaplasti eftir herslu, sem passar fyrir stálbandið og glært plast sett yfir. Niðurstöður. Elstu merkin eru rúmlega 4ja ára gömul, þau yngstu 3 ára. Ekki er að sjá neinn útlitslegan mun á merkjum gerðar með stálböndum frá Henry Schein og Sjödings merkjunum, en þau voru notuð jafnhliða. Umræða. Merking til fyrirmyndar þarf að vísa á eigandann. Hún þarf að vera auðveld, fljótleg og ódýr. Merkin þurfa að vera brunaþolin og/eða staðsett palatalt eða lingualt til að tunga verji þau. Ending tanngervis þarf að vera óskert við merkingu og hún þarf að vera í lagi útlitslega. Þar sem Sjödings stálmerkin fást ekki lengur er skortur á merkjum sem henta. Kannaðar voru vísindagreinar sem fjalla um merkingu tanngerva og hvaða merki gætu komið í staðinn. Í ljós kom að til er mikill fjöldi mismunandi merkja, sem eru allt frá því að bréfmiði með nafni viðkomandi er felldur inn í gómaplastið, til flókins rafeindabúnaðar með upplýsingar um eigandann sem krefst flókins tækjabúnaðar til að lesa upplýsingarnar. Fyrirhugað er að merkja fleiri heilgóma með stálmatrixunm frá Henry Schein til að fylgjast með endingu þeirra. Kanna þarf hversu brunaþolin þau eru. E 7 Saga tannfræðilegarar auðkenningar Yfirlit SIGRÍÐUR RÓSA VÍÐISDÓTTIR, SVEND RICHTER TANNLÆKNADEILD HÁSKÓLA ÍSLAND, srv2@hi.is Inngangur. Allt frá örófi alda hafa tennur verið notaðar til auðkenningar á fólki. Í sögulegum heimildum finnast lýsingar af því allt aftur til ársins 49 e.k. Má nefna nokkur sögufræg mál þar að lútandi. Efni. Morðið á Lollia Paulina í Róm árið 49 er elsta mál svo vitað sé þar sem tennur eru notaðar sem auðkenning. Þá lét Agrippina yngri drepa keppinaut sinn Lollia Paulina svo hún gæti gifst Claudius keisara. Henni var fært höfuð hennar til að bera kennsl á sérstök einkenni í tönnum. Annað frægt mál er þegar Charles the Bold (Karl hinn djarfi) lést í orustinni við Nancy árið 1477 og læknirinn hans bar kennsl á hann út frá tönnum. Í nútímalegra samhengi er Webster-Parkman sakamálið í Boston Þar drap prófessor Webster lækninn Parkman. Tann læknirinn Nathan Cooley Keep þekkti tannpart sem hann hafði gert fyrir Parkmann og passaði hann á afsteypu sem hann geymdi. Með framburði sínum lagði hann grunninn að réttartannlæknisfræði. Árið 1867 var fyrsti tannlæknaháskólinn í Bandaríkjunum stofnaður í Massachusett s Medical College, þar sem morðið var framið Harvard Dental School. Dr. Keep var fyrsti rektor skólans. Árið 1881 varð eldsvoði í leikhúsinu Ringtheater í Vínarborg, þar sem 620 létust. Kennsl voru borin á 284, marga út frá tönnum. Í brunanum á Bazaar de la Charité í París 1897 varð frægt hvernig borin voru kennsl á marga með samanburði við sjúkraskrár t.d. hertogafrúnna af Allençon, systir Austurríkis keisara. Atburðinum í Bazaar de la Charité er lýst í hinni frægu bók eftir Dr. Oscar Amoedo, L'Art dentaire en Medecine Legale. Oscar Amadeo tannlæknir, fæddur á Kúbu, varði þessa 608 síðna doktorsritgerð við læknadeildina í París Á örfáum árum barst þessi bók hans um heim allan og varð grunnur að nútíma réttartannlæknisfræði og tannfræðilegri auðkenningu. Skil. Þó tennur hafi verið notaðar til að bera kennsl á fólk frá örófi alda, hefur orðið mikil þróun í réttartannlæknisfræði á síðustu áratugum, sem gert hefur starf DVI (disaster victim identification) nefnda og réttartannlækna þýðingarmeira í hinum vestræna heimi. E 8 Ofurnæmi tannbeins Könnun á Íslandi á vegum Colgate Palmolive A/S JÓNAS GEIRSSON TANNLÆKNADEILD HÁSKÓLA ÍSLAND, tennur@simnet.is Inngangur. Viðkvæmni eða ofurnæmi í tannbeini er vandamál sem tannlæknar þekkja vel og erfitt er að meðhöndla. Þegar tannbein verður berskjalda í munnholi (einkum við tannhálsa) getur erting af ýmsum toga (varmi, flæðispenna, snerting) 55

56 Vetrarfundur Tannlæknablaðið 1. tbl. 28. árg valdið sársauka eða stundarverk þegar vökvi flæðir gegnum tann beinspíplurnar (hydrodynamic theory). Margar meðferðir hafa verið reyndar til að minnka eða stöðva þessa viðkvæmni (tannkrem, CO2 laser irradiation, bindiefni, antibacterial lyf, flúorskol og lökk, calcium phophate, potassium nitrate, oxalates). Tilgangur þessarar könnunar var að rannsaka ýmsa þætti tengda ofurnæmi tannbeins hjá sjúklingum tannlækna og aðstoðarfólki þeirra. Aðferð. Rafræn könnun með 20 spurningum (YouGov Zapera A/S) var send til tannlækna og -fræðinga á Íslandi í ágúst og september Alls svöruðu 40 (38 tannlæknar og 2 tannfræðingar). Könnunin miðaði að því að athuga atriði er tengjast ofurnæmi í tannbeini hjá sjúklingum sem koma á tannlæknastofur. Helstu niðurstöður. Ofurnæmi í tannbeini oftar skráð hjá konum (60%) en körlum (3%). Algengustu aldurskeið skráð með ofurnæmi eru ára (33%),40-49 ára (25%) og ára (18%). Algengustu tennur með ofurnæmi var skráð í efri góms forjöxlum og jöxlum, því næst neðri góms framtönnum og jöxlum og að endingu efri góms framtennur. Tennur með gingival recession voru oftast skráðar með viðkvæmni (68%), þar á eftir fylltar tennur(13%) og tennur með erosion (13%). Tennur eftir perio meðferð voru skráðar í fyrsta sæti í 8% tilfella. Unnið er að gerð aðgengilegra upplýsinga vegna greiningar og meðferðar á ofurnæmu tannbeins í samvinnu við aðila í Nordic DHS Forum. E 9 Er hægt að sjá kyn út frá framtönnum efri góms? JÓN ÓLAFUR SIGURJÓNSSON OG SIGURÐUR RÚNAR SÆMUNDSSON TANNLÆKNADEILD HÁSKÓLA ÍSLAND, jonosig@gmail.com Í eldri kennslubókum um munn- og tanngervalækningar er nefndur kynbundinn munur á lögun framtanna efri góms. Til þess var til dæmis horft við val á gervitönnum í heilgóma- og partagerð. Með þessari rannsókn er ætlað að skoða hvort almenningur, tannlæknar og sérmenntaðir tannlæknar geti sagt til um kyn með því að skoða ljósmyndir af heilbrigðum sex framtönnum efri góms þrjátíu einstaklinga. E 10 Þrálátt liðhlaup í kjálka og nýstárlegt meðferðarúrræði TEITUR JÓNSSON, KARL ÖRN KARLSSON TANNLÆKNADEILD HÁSKÓLA ÍSLANDS, tj@hi.is Inngangur. Klínísk einkenni hjá þeim sem eru með þrálátt los á kjálkaliðum geta verið þessi: Liðhnúi (caput) fer fram fyrir liðhnjót (tuberculum), smellir eða óregluleg hreyfing við lok opnunar, gapgeta mm, erfitt eða ómögulegt að loka munni, eymsli (mm. pterygoidei lat) og á röntgen sést að hnúinn er framan við hnjótinn. Sjúkrasaga. Sjúklingurinn er 46 ára gömul kona. Hún var í tannréttingum sem unglingur, kvartaði þá um brak í kjálkaliðum og að hún færi stundum úr kjálkalið, en gat lagað það sjálf. Er nú vísað á tannlæknadeild 30 árum síðar vegna þess að hún er með þráláta geispa og fer þá stöðugt úr vinstri kjálkalið. Orsök geispanna er talin vera brengluð taugaboð í kjölfar skurðaðgerða á heila og/eða lyfja sem hún hefur tekið í framhaldi af því. Vandamálið er ekki síst félagslegt, þar sem hún getur ekki komið sér í liðinn sjálf og verður því td að forðast þær aðstæður að vera ein meðal ókunnugra. Skoðun og greining. Við skoðun fer vinstri liðhnúi vel fram fyrir liðhnjót við að gapa. Töluverð eymsli við þreyfingu yfir perikranial vöðvum, þ.á.m. bitvöðvum. Fær tíða höfuðverki sem samræmast skilmerkjum fyrir spennuhöfuðverk. Almennt status hypermobilitas (Beighton 7/9). Tannstaða er viðunandi, en framtannabit þó fremur tæpt og mesíalabit í vinstri hlið er hálf tannbreidd eða um 3 mm. Ósamhverft andlit þar sem neðri kjálki og miðlína neðri tanna eru skekkt til hægri. Greiningin er Lux art temp mand. Meðferð. Stuðningur við vinstri kjálkalið með intermaxiller togi dag og nótt sem takmarkar opnun og frambitshreyfingu. Tækjabúnaðurinn líkist því stormjárni á hurð eða glugga. Markmiðið er að takmarka hreyfisviðið og koma í veg fyrir liðhlaup nógu lengi til þess að liðurinn verði stöðugri. Tveim mánuðum síðar er hún hætt að fara úr kjálkaliðnum og ári síðar er hún hætt að nota teygjurnar. Við eftirlit þremur árum síðar (2009) er kjálkaliður stöðugur, en opnunarhreyfing þó aðeins hikandi og takmörkuð. Sagittalafstaða tanna hefur breyst um 3 mm, þannig að bitið er nú orðið rétt í vinstri hliðinni og miðlína tanna sýnir að kjálkinn hefur færst til vinstri. Skýringin á árangrinum er aðlögun vefja samfara auknum stöðugleika liðarins. E 11 Verkjahnútar. Tilfelli á tannlæknadeild og könnun meðal nemenda Karl Örn Karlsson Tannlæknadeild HÍ, kok@hi.is Tilfelli. Rúmlega tvítug kona, tanntæknanemi, kemur vegna nánast daglegra höfuðverkja sem byrjuðu sl haust fyrir 3 mánuðum. Þetta er þrýstingsverkur sem samkvæmt verkjateikningu liggur í hnakka vinstra megin og leiðir upp höfuðið ofan við eyrað og fram í augabrún sem slæmur þrýstingur (VAS 6-7/10). Stundum stingir þar. Verst að kvöldi. Fór að lyfta í haust en annars ekki breytingar á heilsufari eða lífsstíl utan að hefja störf á klínik. Við skoðun var það helst marktækt að höfuðverkur hennar ýfðist upp við þreifingu yfir hnakkafestum og augabrún vinstra megin en þó helst við tog í hártagl hennar. Greining. Niðurstöður sögu og skoðunar uppfylla skilmerki Alþjóða höfuðverkjasambandsins um þrálátan spennuhöfuðverk (CTTH) sem þröngt tagl virðist ýfa upp. Einnig mætti stilla upp greiningunni myalgia occipitofrontalis sin. 56

57 Tannlæknablaðið 1. tbl. 28. árg Vetrarfundur Meðferð. Fræðsla, losa um taglhnútinn. Könnun. Til að nálgast svör um það hvers vegna sumir eru hársárir en aðrir ekki, var gerð óformleg könnun meðal kvenkyns nemenda við tannlæknadeild og þær beðnar að svara spurningunni Hefur þú fengið höfuðverk eða orðið illt í höfði við að hafa tagl í hárinu? Alls svöruðu 42 konur, þar af höfðu 6 ekki tagl. Af þeim 36 sem báru tagl könnuðust 22 (61%) við að fá höfuðverk af taglinu. Helmingurinn fann fyrir staðbundnum verk en hjá hinum dreifðist verkurinn um höfuðið. Einnig var spurt almennt um höfuðverki og könnuðust 10/22 við að fá mígreni og 6/22 við spennuhöfuðverk >4 daga/mán. Af 14 sem ekki finna fyrir taglinu tóku 8 fram að þær fái aldrei höfuðverk. Umræða. Að vera hársár virðist hafa fylgni við eðlislæga höfuðverki svo sem mígreni og spennuhöfuðverk. Reyndar hafa nýlegar rannsóknir sýnt að alverkur í húð (cutaneous allodynia) og vöðvum er fylgifiskur þessara höfuðverkja sem og kjálkakvilla og má taka sem vísbendingu um miðlæga næmingu. Breyta má reglum um höfuðbúnað við tannlækningar hjá einstaklingum sem hafa hæfileika til að fá höfuðverk sem lið í að draga úr amk einum áhættuþætti. V 1 Áreiðanleiki og nákvæmni DIFOTI og röntgenmynda til greiningar tannskemmda á grannflötum ÁLFHEIÐUR ÁSTVALDSDÓTTIR a,b, BENGT DE VERDIER D, KLAUS ÅHLUND a, PETER HOLBROOK b, SOFIA TRANÆEUSa, A,c akarolinska Institutet, Stockholm, Sverige, b Háskóli Íslands, Tannlæknadeild, Reykjavík, Ísland, c SBU The Swedish Council on Technology Assessment in Health Care, Stockholm, Sweden, d Department of Radiology, Skaraborg Hospital, Skövde, Sweden TANNLÆKNADEILD HÁSKÓLA ÍSLANDS, alfast@mi.is Tilgangur. Að prófa áreiðanleika og nákvæmni DIFOTI tækisins og bera saman við filmu og stafrænar röntgenmyndir. Efniviður og aðferðir. Níutíu og sjö grannfletir á úrdregnum forjöxlum voru skoðaðir. Teknar voru röntgenmyndir og DIFOTI myndir á staðlaðan hátt af öllum flötum. Átta skoðarar skoðuðu allar myndir tvisvar og magnákvörðuðu skemmdirnar á skalanum 0-4. Næmi og sértæki voru könnuð fyrir glerungsskemmdir (cut off 1) annars vegar og tannbeinsskemmdir (cut off 2) hins vegar. Weighted kappa tölfræði var notuð til að kanna samkvæmni skoðara. Niðurstöður. DIFOTI sýndi betra næmi (0.71) fyrir glerungsskemmdum en báðar tegundir röntgenmyndanna (0.33 og 0.39) en allar aðferðir sýndu sambærilegt sértæki (DIFOTI 0.86, Rtg filmur 0.87, stafrænar rtg 0.90). DIFOTI sýndi einnig besta næmið(0.66) fyrir tannbeinsskemmdum (Rtg filmur 0.45, stafrænar rtg 0.46) en allar aðferðir sýndu mjög gott sértæki ( ). Samkvæmni skoðara var svipuð fyrir allar aðferðir, bæði innan sama skoðara (intra-observer agreement Kw= ) og milli skoðara (inter-observer agreement Kw= ). Ályktun.. Niðurstöður benda til að DIFOTI tækið gefi sambærilega eða betri nákvæmni og áreiðanleika við greining og magnákvörðun skemmda á grannflötum tanna en samanburðaraðferðirnar, filmu og stafrænar röntgenmyndir. V 2 Breytingar í ræktanlega og óræktanlega örveruflóru með breytingum úr heilbrigðum tönnum í tannátu á byrjunarstigi A.R. RÚNARSSON 1,2, ÁLFHEIÐUR H. ÁSTVALDSDOTTIR 3,1, W.P. HOLBROOK 1 1Tannlæknadeild H.Í., 2 Matís, 3 Karolinska Institutet TANNLÆKNADEILD HÁSKÓLA ÍSLANDS, phol@hi.is Inngangur. Samsetning örveruflóru í tannsýklu breytist mikið eftir því sem úrkölkun tanna ágerist. Með tilkomu nákvæmra mælitækja, sem geta metið heilbrigðar tennur og tannátu á byrjunarstigi á einfaldari hátt (DIAGNOdent ) ásamt því að nýta sameindlíffræðilegar aðferðir, gerir okkur kleift að tengja betur staðbundnar breytingar á tannskemmdum við ákveðna bakteríuflóru. Efniviður og aðferðir. Bitfletir jaxla 13 einstaklinga voru metnir með Diagnodent tæki og sýni tekin úr (i) tannsýklu ofan á glerungi heilbrigðra tanna, (ii) tannsýklu úr glerungsúrkölkun og (iii) úr byrjandi tannskemmdum. Áætlað var að bera að hluta niðurstöður klassískra aðferða með ræktunum saman við greiningu á örveruflóru með sameindalífræðilegum aðferðum, 16SrRNA gena greiningu og T-RFLP greiningu (Terminal restriction fragment length polymorphism). Báðar þessar aðferðir byggja á PCR mögnun á 16SrRNA geninu en nálgun aðferðanna er þó ólík. DNA röð þessa gens er vel þekkt hjá flestum tegundum baktería sem hafa verið ræktaðar og breytileiki í geninu gerir okkur kleift að greina á milli þeirra. Niðurstöður: Helstu niðurstöður gefa til kynna að samsetning örveruflórunnar í tannsýklunni breytist mikið eftir því sem úrkölkun tanna ágerist. Mikinn örveru-fjölbreytileika var að finna í tannsýklu ofan á heilbrigðum glerung þar sem ýmsar Streptococcus tegundir voru algengastar. Fjölbreytileikinn minnkaði mikið við hækkandi sjúkdómsstig. Þessi þrenging á tannsýklunni með aukinni tannátu virðist styrkja vöxt sýrumyndandi baktería. Samanburður á milli sameinda líffræðilegra greininga og ræktunar sýndi aðallega fjölgun á Lactobacillus tegundum og öðrum sýruþolnum bakteríum með aukinni tannátu en bakteríur eins og Actinomyces tókst ekki að rækta eða greina nema með sameindalíffræðilegum aðferðum. Skil: Niðurstöður rannsóknarinnar sýna fram á að hugsanlegt samspil baktería í tannsýklu og þær breytingar sem verða frá yfirborði tannsýklu á heilbrigðum glerung yfir í tannátu. 57

58 Heilræði Tannlæknablaðið 1. tbl. 28. árg Nokkur heilræ i vi uppbyggingu greinar í fagtímarit 1. Inngangur (introduction). Lýsa þarf vandamáli sem við er að etja. Tilgreina þarf og ræða skjallegar heimildir sem til eru um vandamálið (rannsóknina) og útskýra með rökum hvers vegna þetta tiltekna vandamál er mikilvægt. Útlista þarf hvað er vitað um vandamálið (literature review) og hugsanlega skoðun höfundar á þeirri vitneskju. Gott er að taka saman í stuttu máli fyrri rannsóknir sem tengjast þessu vandamáli og ekki verra að koma með greiningu á þeim og rökstudda gagnrýni ef tilefni er til. Komið með uppástungur hvernig nálgast mætti úrlausn þess og hvar hægt er að fá meiri vitneskju um málið. Tilgreinið sérstaklega tilgang greinarinnar. Algengustu mistök er að hefja rannsókn á einhverju sem hefur engan tilgang. Ennfremur vitlaus tenging við heimildir og rangar heimildir tilnefndar sem skírskotað er til, til að réttlæta rannsóknina. 2. Aðferðir (methods). Greina þarf skilmerkilega frá hvernig staðið var að rannsókninni og af hverju. Mælingar, gagnasöfnun, úrvinnsla gagna og hvaða tölfræðileg greining er notuð. Þessi atriði þurfa að vera það skýr að hægt sé að endurgera rannsóknina af öðrum aðila og einnig að hægt sé að meta hve vel hönnun rannsóknar fellur að rannsóknarverkefninu (internal validity). Hér þarf einnig að koma fram mat á hversu vel niðurstaða rannsóknarinnar getur átt við heildina (external validity). Einnig er hér hægt að ræða um tilgang rannsóknar sem lýst var í inngangi. Algengastu mistök er að greina ekki nógu vel frá hvernig staðið var að rannsókninni. 3. Niðurstöður (results). Í þessum kafla, sem oftast er sá styðsti í rannsóknargreinum, eru birtar allar niðurstöður sem og tölfræðileg greining. Oft birtar töflur og gröf til skýringa og einföldunar fyrir lesanda. Algeng mistök eru umræður um niðurstöður sem eiga eingöngu að vera í umræðukaflanum. Einnig eru oft hvimleiðar endurtekningar hér t.d. niðurstöður birtar bæði í texta og töflum og einnig birtar töflur sem eru óþarfar. 4. Umræður (discussion). Rætt um það sem vænta mátti í niðurstöðum og það sem kom á óvart og um að gera að spekúlera um hugsanlegar ástæður. Það er einmitt hér sem höfundur getur látið ljós sitt skína og hversu viðamikla þekkingu hann hefur á viðfangsefninu. Niðurstöður bornar saman við það sem vitað er í literatúrnum (sérlega þeim greinum sem vitnað er til í inngangi). Rætt um hvaða þýðingu niðurstöður geta haft á lausn vandamálsins sem rannsakað var. Reynt að svara spurningunni so what? Algeng mistök eru að birta niðurstöður aftur og jafnframt að koma með nýjar niðurstöður. Mjög hvimleitt þegar rætt er hér um hluti sem koma rannsókninni ekkert við og einungis verið að teygja lopann. Alhæfingar út frá niðurstöðum rannsóknar of algengar, frekar að útlista takmörkunum á rannsókninni og koma með tillögur til úrbóta og um áframhaldandi rannsóknir sem gætu leitt til lausnar á vandamálinu. Frekari upplýsingar um greinaskrif í Tannlæknablaðið eru á eftirfarandi slóð: tannlaeknabladid/ Jónas Geirsson. 58

59 Tannplantakerfi sem framleitt er samkvæmt ströngustu gæðakröfum. Þýsk framleiðsla sem uppfyllir kröfur tannlækna og tannsmiða, á sanngjörnu verði. EN ISO :2003, EN ISO 9001:2001 CE 0483 Dental-I ehf. Suðurlandsbraut 46, 108 Reykjavík sími ,

60 T

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (MFT/MFS) og tannátu í lykiltönnum SVANHVÍT. SÆMUNSÓTTIR*, THR ASPEUN**, SIGURÐUR RÚNAR SÆMUNSSN***, INGA. ÁRNAÓTTIR* HEIRIGÐISVÍSINASVIÐ HÁSKÓA

More information

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum Raddir fjölbreyttra kennarahópa Sólveig Karvelsdóttir, lektor, HÍ Hafdís Guðjónsdóttir, dósent, HÍ Rannsóknin er hluti af tveimur rannsóknum Fjölbreyttir kennarahópar

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Þórólfur Guðnason yfirlæknir Sóttvarnalæknir, Embætti landlæknis Nóvember 2014 Gastegundir frá eldgosum >95% H 2 O, CO 2 SO 2

More information

*Beingarðar neðri kjálka *Torus mandibularis

*Beingarðar neðri kjálka *Torus mandibularis *Beingarðar neðri kjálka *Torus mandibularis SVEND RICHTER, SIGFÚS ÞÓR ELÍASSON. TANNLÆKNADEILD HÁSKÓLA ÍSLANDS. RICHTER S, ELIASSON ST. UNIVERSITY OF ICELAND, Reykjavik, FACULTY OF ODONTOLOGY. Icelandic

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar 1 Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar Introduction to rotating machines 2 Grunnhugtök og meginþættir Klassískar gerðir véla Riðstraumsvélar Samfasavél (synchronous machine) Spanvél (induction machine

More information

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012 Nr. 28/32 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012 2013/EES/28/07 frá 8. júní 2012 um framkvæmdarreglur vegna beitingar 16. gr.

More information

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur CHEMISTRY The Central 9th Edition Hlutfallareikningur: AðA reikna út frá formúlum og efnajöfnum fnum Lavoisier: Massi varðveitist í efnahvörfum. : lýsa efnahvörfum. Efnajafna : Hvarfefni og myndefni: 2H

More information

SVEPPASÝKINGAR MEÐAL SUNDGESTA

SVEPPASÝKINGAR MEÐAL SUNDGESTA Læknadeild Háskóla Íslands 4. árs rannsóknarverkefni Vorið 1997 SVEPPASÝKINGAR MEÐAL SUNDGESTA Gunnhildur Guðnadóttir, Bárður Sigurgeirsson, Ingibjörg Hilmarsdóttir Ágrip Inngangur: Sveppasýkingar í tánöglum

More information

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2 1 Examples 2 Sýnidæmi 2 2 Example 25-1 Gefið er 3 fasa, 3 teina raforkukerfi samkvæmt meðfylgjandi einlínumynd. Allar stærðir á myndinni eru í einingakerfinu ( per unit ). Seríuviðnám háspennulínanna er

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin

Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin 1996-1 Brynja Ármannsdóttir 1 læknanemi Laufey Tryggvadóttir 2 faraldsfræðingur Jón Gunnlaugur Jónasson 1,2,4 sérfræðingur í meinafræði Elínborg J. Ólafsdóttir

More information

Geislavarnir ríkisins

Geislavarnir ríkisins GR 96:05 Geislavarnir ríkisins Icelandic Radiation Protection Institute Geislaálag vegna notkunar sérhæfðra tannröntgentækja Guðlaugur Einarsson, yfirröntgentæknir Tord Walderhaug, eðlisfræðingur ReykjavRk,

More information

Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008.

Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008. GR 10:03 Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008. Guðlaugur Einarsson, geislafræðingur Ágúst 2010 Geislavarnir ríkisins Icelandic Radiation Safety Authority Rauðarárstíg 10 150 Reykjavík s. 5528200

More information

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild Háskólabrú fjarnám Bókalisti vorönn 2019 2. önn Félagsvísinda- og lagadeild Upplýsingatækni og tölfræði: Kennslubók í Excel 2016. Höfundar: Hallur Örn Jónsson og Óli Njáll Ingólfsson Stærðfræði 3: Stærðfræði

More information

Laun á almennum vinnumarkaði 2005 Earnings in the private sector 2005

Laun á almennum vinnumarkaði 2005 Earnings in the private sector 2005 26:1 14. júlí 26 Laun á almennum vinnumarkaði 25 Earnings in the private sector 25 Samantekt Árið 25 voru regluleg mánaðarlaun á almennum vinnumarkaði að meðaltali 244 þúsund krónur, heildarmánaðarlaun

More information

BSc. ritgerð. Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga

BSc. ritgerð. Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga BSc. ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga Eva Úlla Hilmarsdóttir Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Þórhallur Örn Guðlaugsson Febrúar

More information

Nýjar leiðbeiningar um notkun AED tækja. Gísli E. Haraldsson, læknir Slysa- og bráðasvið Landpítala Háskólasjúkrahúss

Nýjar leiðbeiningar um notkun AED tækja. Gísli E. Haraldsson, læknir Slysa- og bráðasvið Landpítala Háskólasjúkrahúss Nýjar leiðbeiningar um notkun AED tækja Gísli E. Haraldsson, læknir Slysa- og bráðasvið Landpítala Háskólasjúkrahúss Markmið Kynna ástæður fyrir breytingum Útskýra mikilvægi grunnendurlífgunar Kynna nýjar

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2011:1 27. maí 2011 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga frá sveitarfélögum árlega um fjárhagsaðstoð, félagslega heimaþjónustu

More information

Samanburður á meintri dulrænni reynslu Íslendinga árin 1974 og 2006

Samanburður á meintri dulrænni reynslu Íslendinga árin 1974 og 2006 Samanburður á meintri dulrænni reynslu Íslendinga árin 1974 og 2006 Erlendur Haraldsson Árin 1974-1975 framkvæmdi höfundur, þá nýráðinn lektor í sálfræði við Háskóla Íslands, umfangsmikla könnun um dulræna

More information

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Power Point leiðbeiningar Sjónarhorn View Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Outline view - Yfirlitshamur Hér er hægt að rita minnispunkta við hverja glæru fyrir þann sem

More information

STOÐKERFISVERKIR HJÁ HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRUM OG TENGSL VERKJA VIÐ STREITU

STOÐKERFISVERKIR HJÁ HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRUM OG TENGSL VERKJA VIÐ STREITU Þórey Agnarsdóttir, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra á Akureyri Hafdís Skúladóttir, Háskólanum á Akureyri Hjördís Sigursteinsdóttir, Háskólanum á Akureyri Sigríður Halldórsdóttir, Háskólanum á Akureyri

More information

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst 15. 18. ágúst 21. 25. ágúst 28. ág 1. sept. 15. skipulagsdagur 16. skipulagsdagur 17. Skipulagsdagur 18. skipulagsdagur

More information

Reykingar, holdafar og menntun kvenna í borg og bæ

Reykingar, holdafar og menntun kvenna í borg og bæ Reykingar, holdafar og menntun kvenna í borg og bæ Ágrip Laufey Steingrímsdóttir 1,2 næringarfræðingur Elínborg J. Ólafsdóttir 3 verkfræðingur Lilja Sigrún Jónsdóttir 4 læknir Rafn Sigurðsson 3, tölfræðingur

More information

Tíðni persónuleikaraskana á Stór-Reykjavíkursvæðinu

Tíðni persónuleikaraskana á Stór-Reykjavíkursvæðinu Tíðni persónuleikaraskana á Stór-Reykjavíkursvæðinu Eiríkur Líndal 1 klínískur sálfræðingur Jón G. Stefánsson 2 geðlæknir 1 áður, Geðsviði Landspítala, nú, HVERTstarfsendurhæfingu, 2 geðsviði Landspítala.

More information

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM Skýrsla fyrir skólaárið 2016-2017 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 2 1. Inngangur... 3 2. Markmið og tilgangur matsins... 3 3. Aðferðir og framkvæmd matsins... 3 4.

More information

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Útg. Dags. Höf. Rýnir Samþykkur Lýsing 3 11/01 2006 GG EH Lokaskýrsla II 2 21/12 2005 GG SvSv Lokaskýrsla I 1 15/12 2005 GG Uppkast 1

More information

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Stillt upp fyrir tískumyndatöku í Hörpu. Samantekt unnin fyrir Höfuðborgarstofu mars 2017 Höfundur: Rögnvaldur Guðmundsson Rannsóknir

More information

- hönnun og prófun spurningalista

- hönnun og prófun spurningalista Notkun náttúruefna, fæðubótarefna og lausasölulyfja - hönnun og prófun spurningalista Ágrip Anna Birna Almarsdóttir 1 DÓSENT VIÐ LYFJAFRÆÐIDEILD HÍ Magnús Sigurðsson 2 LYFJAFRÆÐINGUR Vilmundur Guðnason

More information

Kortlagning á fjölda og högum utangarðsfólks í Reykjavík

Kortlagning á fjölda og högum utangarðsfólks í Reykjavík Kortlagning á fjölda og högum utangarðsfólks í Reykjavík Velferðarsvið Reykjavíkurborgar Skrifstofa sviðsstjóra deild gæða og rannsókna Elín Sigríður Gunnsteinsdóttir Gopro: VEL2017010031 September 2017

More information

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson Samstarf HR og IGI Ólafur Andri Ragnarsson Leikjaiðnaðurinn 2021 Leikjaiðnaðurinn 2021 5.000 störf 70 milljarðar í heildarútflutningstekjur ef... Photo Ian Parker http://parkerlab.bio.uci.edu/nonscientific_adventures/iceland_man.ht

More information

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Áhrif lofthita á raforkunotkun Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Júlí 2017 Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Orkustofnun Júlí 2017 Útgefandi: Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Sími: 569 6000, Fax, 568

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Samanburður á neyslu D-vítamíns í fæðubótarformi milli íþróttafólks og þeirra sem stunda ekki íþróttir

Samanburður á neyslu D-vítamíns í fæðubótarformi milli íþróttafólks og þeirra sem stunda ekki íþróttir BSc í íþróttafræði Samanburður á neyslu D-vítamíns í fæðubótarformi milli íþróttafólks og þeirra sem stunda ekki íþróttir Nafn nemanda: Guðmundur Örn Árnason Kennitala: 300891-3229 Leiðbeinandi: Ólafur

More information

KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR

KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR KV 2018-3 KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR Greining á mögulegum eldisuppruna 12 laxa sem veiddust í tveimur ám á Vestfjörðum árið 2017 Analysis of 12 salmon caught in two rivers in the Icelandic Westfjords 2017

More information

Framhaldsskólapúlsinn

Framhaldsskólapúlsinn Framhaldsskólapúlsinn Mat á líðan og skólabrag í framhaldsskólum Málþing um geðrækt í framhaldsskólum 20. september 2013 Almar M. Halldórsson Skólapúlsinn Skólapúlsinn er veflægt sjálfsmatskerfi fyrir

More information

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík Notkun merkis Veðurstofu Íslands Veðurstofa Íslands Bústaðavegur 9 150 Reykjavík +354 522 60 00 +354 522 60 01 vedur@vedur.is Maí 2009 2 Efnisyfirlit Merki 3 Litanotkun 5 Merki í fleti 6 Stærð merkisins

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr. 54 8. árgangur

More information

TANNLÆKNABLAÐIÐ. The Icelandic Dental Journal 1. tölublað árgangur

TANNLÆKNABLAÐIÐ. The Icelandic Dental Journal 1. tölublað árgangur TANNLÆKNABLAÐIÐ The Icelandic Dental Journal 1. tölublað - 30. árgangur - 2012 Rannsóknir sýna að notkun sykurlauss Extra eykur munnvatnsframleiðslu, jafnar sýrustig, heldur tönnunum hreinum og stöðvar

More information

Tölvu- og netnotkun einstaklinga 2011 Computer and Internet usage by individuals 2011

Tölvu- og netnotkun einstaklinga 2011 Computer and Internet usage by individuals 2011 2011:2 6. september 2011 Tölvu- og netnotkun einstaklinga 2011 Computer and Internet usage by individuals 2011 Samantekt Nettenging er til staðar á 93% íslenskra heimila. Árleg fjölgun nettengdra heimila

More information

Einelti og líðan. Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014. Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ

Einelti og líðan. Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014. Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Einelti og líðan Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014 Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til B.A. gráðu í sálfræði Hug- og félagsvísindadeild

More information

Öryggi barna skiptir miklu máli, börnin eru

Öryggi barna skiptir miklu máli, börnin eru Sálfræðiritið Tímarit Sálfræðingafélags Íslands 16. árg. 2011, bls. 73 79 Öryggi barna í innkaupakerrum: Áhrifarík leið til að forðast slys Háskóli Íslands Öryggi barna ætti að skipta foreldra miklu máli.

More information

Greining mannabeina af Vestdalsheiði

Greining mannabeina af Vestdalsheiði Byggðasafn Skagfirðinga - Rannsóknaskýrslur Greining mannabeina af Vestdalsheiði Guðný Zoëga Ágúst 2006 2006/52 Guðný Zoëga, Byggðasafn Skagfirðinga Sauðárkróki 2006/52 Efnisyfirlit Inngangur... 3 Aðferðafræði...

More information

UNGT FÓLK BEKKUR

UNGT FÓLK BEKKUR UNGT FÓLK 16 8.. BEKKUR Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun, heilsuhegðun, heilsuvísar, líðan og framtíðarsýn ungmenna í framhaldsskólum á Íslandi. ÆSKULÝÐSRANNSÓKNIR FRÁ 1992 Ungt fólk 16 Grunnskólar

More information

Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi -

Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi - Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi - Rannveig Björnsdóttir Strandbúnaður 2017, Grand Hótel Reykjavík, 13.-14.mars YFIRLIT erindis Dæmi: doktorsverkefni RBj 2005-2010 BAKGRUNNUR VANDAMÁLIÐ

More information

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur?

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur? Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur? Málþing um byggðamál og svæðasamvinnu 14. mars 2014 Stefanía Traustadóttir Heimsókn til Norðurbotns (Oulu) apríl 2012 Þátttakendur: Ragnheiður

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Háskólabrú- staðnám. Bókalisti - Vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Háskólabrú- staðnám. Bókalisti - Vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild Háskólabrú- staðnám Bókalisti - Vorönn 2018-2. önn Félagsvísinda- og lagadeild Upplýsingatækni og tölfræði: Kennslubók í Excel 2016. Höfundar: Hallur Örn Jónsson og Óli Njáll Ingólfsson Stærðfræði 3: Stærðfræði

More information

Algengi reykinga og langvinnrar lungnateppu hjá skjólstæðingum heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri

Algengi reykinga og langvinnrar lungnateppu hjá skjólstæðingum heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri Á g r i p Algengi reykinga og langvinnrar lungnateppu hjá skjólstæðingum heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri Guðrún Dóra Clarke 1 læknir, Jón Steinar Jónsson 2,3 læknir, Magnús Ólafsson 1 læknir, Sigrún

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 8. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Verkferlar í tengslum við fæðuofnæmi og fæðuóþol í leikskólum Reykjavíkurborgar

Verkferlar í tengslum við fæðuofnæmi og fæðuóþol í leikskólum Reykjavíkurborgar Verkferlar í tengslum við fæðuofnæmi og fæðuóþol í leikskólum Reykjavíkurborgar Aðalheiður Rán Þrastardóttir lýðheilsufræðingur, Fríða Rún Þórðardóttir 2 næringarráðgjafi og næringarfræðingur, Jóhanna

More information

Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll. Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands

Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll. Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands Yfirlit erindis Meginmarkmið og bakgrunnur Nokkrar skilgreiningar Rannsóknaraðferðir

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2011 Municipal social services 2011

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2011 Municipal social services 2011 2012:1 4. október 2012 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Árið fengu 7.715 heimili fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og hafði heimilum sem þáðu slíkar greiðslur fjölgað um 805

More information

Horizon 2020 á Íslandi:

Horizon 2020 á Íslandi: Horizon 2020 á Íslandi: - Árangur Íslands í Horizon2020 - Hvernig getur Rannís veitt ykkur aðstoð? Kristmundur Þór Ólafsson Alþjóðasvið Rannís Landstengiliður (NCP) fyrir H2020 Hvað er H2020? Rammaáætlun

More information

Breytt viðhorf til sýklalyfjaávísana hjá íslenskum heimilis- og heilsugæslulæknum

Breytt viðhorf til sýklalyfjaávísana hjá íslenskum heimilis- og heilsugæslulæknum http://dx.doi.org/10.17992/lbl.2016.01.61 RANNSÓKN Breytt viðhorf til sýklalyfjaávísana hjá íslenskum heimilis- og heilsugæslulæknum Anna Mjöll Matthíasdóttir 1 læknanemi, Þórólfur Guðnason 2 læknir, Matthías

More information

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016 FLUGTÖLUR 216 INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 216 Flugvöllur 215 216 Br. 16/15 Hlutdeild Reykjavík 348.24 377.672 8,5% 5,4% Akureyri 17.897 183.31 7,3% 24,5% Egilsstaðir 89.79 93.474 4,9%

More information

Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/ /10

Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/ /10 Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/04-2009/10 Stefán Hrafn Jónsson Háskóli Íslands, Landlæknisembættið Margrét Héðinsdóttir Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins

More information

Tíðni einkenna og meðferð þeirra á síðasta sólarhring lífs hjá deyjandi sjúklingum á Landspítala og á hjúkrunarheimilum

Tíðni einkenna og meðferð þeirra á síðasta sólarhring lífs hjá deyjandi sjúklingum á Landspítala og á hjúkrunarheimilum Tíðni einkenna og meðferð þeirra á síðasta sólarhring lífs hjá deyjandi sjúklingum á Landspítala og á hjúkrunarheimilum Svandís Íris Hálfdánardóttir 1 hjúkrunarfræðingur, Kristín Lára Ólafsdóttir 2 hjúkrunarfræðingur,

More information

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Jón Viðar Jónmundsson 1 og Emma Eyþórsdóttir 2 1 Bændasamtökum Íslands 2 Rannsóknarstofnun landbúnaðarins/lbh á Hvanneyri Inngangur Fyrsta

More information

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og 2006. Kolbeinn Árnason Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE: Coordination of information on the environment eða: Samræming umhverfisupplýsinga

More information

Bráð briskirtilsbólga. Framskyggn rannsókn á nýgengi, orsökum, alvarleika og dánartíðni á Íslandi

Bráð briskirtilsbólga. Framskyggn rannsókn á nýgengi, orsökum, alvarleika og dánartíðni á Íslandi Bráð briskirtilsbólga. Framskyggn rannsókn á nýgengi, orsökum, alvarleika og dánartíðni á Íslandi Helgi Birgisson 1 Páll Helgi Möller 1 Sigurbjörn Birgisson 2 UM LYFLÆKNINGUM Ásgeir Thoroddsen 1 LÆKNIR

More information

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Klettafjöllin og Grand Canyon 1 Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Kristbjörg María Guðmundsdóttir Eitt af fallegustu handverkum náttúruaflanna er án efa að finna í vesturhluta Norður-Ameríku.

More information

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014 FLUGTÖLUR 2014 INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014 Flugvöllur 2013 2014 Br. 14/13 Hlutdeild Reykjavík 338.278 328.205-3,0% 48,6% Akureyri 178.231 172.106-3,4% 25,5% Egilsstaðir 91.561

More information

TRS II tekur við af TRS. Kynningarfundur, 30. maí 2017

TRS II tekur við af TRS. Kynningarfundur, 30. maí 2017 TRS II tekur við af TRS Kynningarfundur, 30. maí 2017 Dagskrá Almennt um TRS og breytingar í tengslum við innleiðingu MiFID II og MiFIR Yfirlit yfir TRS kerfið Helstu breytingar á kerfinu Mikilvægi þess

More information

Einelti íslenskra skólabarna og heilsa

Einelti íslenskra skólabarna og heilsa Einelti íslenskra skólabarna og heilsa Niðurstöður landskönnunnar á heilsutengdum afleiðingum eineltis Helena Rún Pálsdóttir Ritgerð til BS prófs 12 einingar Einelti skólabarna og heilsa Niðurstöður landskönnunnar

More information

Barnaslys í Reykjavík alvarleiki og orsakir

Barnaslys í Reykjavík alvarleiki og orsakir Háskóli Íslands Læknadeild Barnaslys í Reykjavík 2010-2014 alvarleiki og orsakir Heiðar Örn Ingimarsson, 3. árs læknanemi. Leiðbeinandi: Brynjólfur Mogensen Maí 2015 Þakkarorð Ég vil þakka Brynjólfi Mogensen

More information

[fjou:lɪð] mitt er svo [fuŋkt]!

[fjou:lɪð] mitt er svo [fuŋkt]! Hugvísindasvið [fjou:lɪð] mitt er svo [fuŋkt]! Um skiptihljóðið /f/ í máli stúlku á fimmta ári Ritgerð til B.A.-prófs Rannveig Garðarsdóttir Maí 2012 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Íslenska [fjou:lɪð]

More information

Félagsvísar: Ungt fólk í foreldrahúsum Social indicators: Young people living with their parents

Félagsvísar: Ungt fólk í foreldrahúsum Social indicators: Young people living with their parents 21. nóvember 16 Félagsvísar: Ungt fólk í foreldrahúsum Social indicators: Young people living with their parents Samantekt Hlutfall ungs fólks sem býr með foreldrum sínum hefur hækkað á undanförnum árum.

More information

HVERNIG Á AÐ META ÁHÆTTU?

HVERNIG Á AÐ META ÁHÆTTU? 85 HVERNIG Á AÐ META ÁHÆTTU? Það er hægt að mæla áhættu og minnka hana. Árið 1988 var ávöxtun á hlutabréfum Flugleiða 47,2% en þremur árum síðar, árið 1991, var hún neikvæð um 11,9%. Ávöxtun spariskírteina

More information

Segamyndun í djúpum bláæðum ganglima

Segamyndun í djúpum bláæðum ganglima FRÆÐIGREINAR / HJARTA- OG ÆÐASJÚKDÓMAR Geir Karlsson 1 Pedro Riba 2 Ingvar Þóroddsson 3 Björn Guðbjörnsson 1 Frá 1 lyflækninga- og 2 röntgendeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, 3 Heilsugæslustöð Akureyrar.

More information

Vímuefnaneysla íslenskra unglinga í alþjóðlegum samanburði Ársæll Arnarsson Þóroddur Bjarnason

Vímuefnaneysla íslenskra unglinga í alþjóðlegum samanburði Ársæll Arnarsson Þóroddur Bjarnason Vímuefnaneysla íslenskra unglinga í alþjóðlegum samanburði 1995 2015 Ársæll Arnarsson Þóroddur Bjarnason Rannsóknasetur forvarna við Háskólann á Akureyri Rannsóknastofa í tómstunda- og félagsmálafræðum

More information

Vaxtarsaga Marel. Snjólfur Ólafsson og Auður Hermannsdóttir

Vaxtarsaga Marel. Snjólfur Ólafsson og Auður Hermannsdóttir Vaxtarsaga Marel Snjólfur Ólafsson og Auður Hermannsdóttir Alþjóðlegur vöxtur íslenskra fyrirtækja og erlendar fjárfestingar síðustu ára hafa vakið mikla athygli hér á landi og víðar. Grein þessi varpar

More information

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018 Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu September 2018 Samantekt Íslandsstofa framkvæmdi viðhorfskönnun í júlí og ágúst 2018 meðal erlendra söluaðila sem selja ferðir til Íslands.

More information

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gylfi Magnússon Viðskiptafræðideild Ritstjóri Ingjaldur Hannibalsson Rannsóknir í félagsvísindum XIII. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2012 Reykjavík:

More information

Áhrif höfuðbeina og spjaldhryggjarmeðferðar með svæðameðferð (CSR) á líðan einstaklinga með krabbamein

Áhrif höfuðbeina og spjaldhryggjarmeðferðar með svæðameðferð (CSR) á líðan einstaklinga með krabbamein Áhrif höfuðbeina og spjaldhryggjarmeðferðar með svæðameðferð (CSR) á líðan einstaklinga með krabbamein Höfundar: Jakobína Eygló Benediktsdóttir, Sjúkraliði, svæða - og viðbragðsfræðingur, CSR, skráður

More information

Þátttaka í sjálfboðastarfi á Íslandi

Þátttaka í sjálfboðastarfi á Íslandi n Fræðigreinar STJÓRNMÁL Steinunn Hrafnsdóttir, dósent við Háskóla Íslands Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands Ómar H. Kristmundsson, prófessor við Háskóla

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2013 Municipal social services 2013

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2013 Municipal social services 2013 2014:3 9. október 2014 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Árið fengu 8.042 heimili fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og hafði heimilum sem þáðu slíkar greiðslur fjölgað um 306

More information

Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu

Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu Er hlutfall barna yfir kjörþyngd hætt að aukast? Stefán Hrafn Jónsson Lýðheilsustöð Margrét Héðinsdóttir Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins Mars 2010 Líkamsþyngd barna

More information

Fæðuvenjur á unglingsárum og miðjum aldri og tengsl við áhættu á brjóstakrabbameini

Fæðuvenjur á unglingsárum og miðjum aldri og tengsl við áhættu á brjóstakrabbameini Fæðuvenjur á unglingsárum og miðjum aldri og tengsl við áhættu á brjóstakrabbameini Verkefni til doktorsprófs í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands Nemandi: Álfheiður Haraldsdóttir Leiðbeinendur: Laufey

More information

Brennslumeðferð við ofansleglahraðtakti á Íslandi

Brennslumeðferð við ofansleglahraðtakti á Íslandi FRÆÐIGREINAR / BRENNSLUMEÐFERÐ VIÐ OFANSLEGLAHRAÐTAKTI Brennslumeðferð við ofansleglahraðtakti á Íslandi Gizur Gottskálksson Ágrip Tilgangur: Upp úr 199 ruddi sér til rúms ný og árangursrík aðferð til

More information

Hugvísindasvið. Lesið í landið. Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag. Ritgerð til B.A.-prófs. Ásta Hermannsdóttir

Hugvísindasvið. Lesið í landið. Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag. Ritgerð til B.A.-prófs. Ásta Hermannsdóttir Hugvísindasvið Lesið í landið Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag Ritgerð til B.A.-prófs Ásta Hermannsdóttir Janúar 2011 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Fornleifafræði Lesið í landið

More information

Notkun heimila og einstaklinga á tæknibúnaði og interneti 2002 og 2003 Use of ICT and Internet by households and individuals 2002 and 2003

Notkun heimila og einstaklinga á tæknibúnaði og interneti 2002 og 2003 Use of ICT and Internet by households and individuals 2002 and 2003 2004:3 15. mars 2004 Notkun heimila og einstaklinga á tæknibúnaði og interneti 2002 og 2003 Use of ICT and Internet by households and individuals 2002 and 2003 Samantekt Næstum öll heimili á Íslandi hafa

More information

HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS. Hagstærðir Verzlunarmannafélags Reykjavíkur

HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS. Hagstærðir Verzlunarmannafélags Reykjavíkur HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS Hagfræðistofnun Háskóla Íslands Odda v/sturlugötu Sími: 525-4500/525-4553 Fax: 525-4096 Heimasíða: www.ioes.hi.is Tölvufang: ioes@hag.hi.is Hagstærðir Verzlunarmannafélags

More information

Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi

Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi Lokaverkefni til B.Ed. prófs Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi Eru ánægðir foreldrar bestu bandamenn kennara? Halldóra Gísladóttir 300955-5419 Kennaraháskóli Íslands

More information

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Sérfræðingur í persónurétti Yfirlit Stóra myndin Skyldur GDPR Aðlögunarferli Áskoranir og praktísk ráð 2 3 Yfirlit: Hvað er GDPR?» GDPR

More information

GRUNNSKÓLAR UNGT FÓLK 2014

GRUNNSKÓLAR UNGT FÓLK 2014 UNGT FÓLK 14 GRUNNSKÓLAR Menntun, menning, félags, - íþrótta- og tómstundastarf, heilsa, líðan og vímuefnaneysla unglinga í 8., 9. og. bekk á Íslandi. ÆSKULÝÐSRANNSÓKNIR FRÁ 1992 Ungt fólk 14 Grunnskólar

More information

Reykjavík-Rotterdam, rannsókn á vöruútflutningi til Niðurlands (Hollands) Reykjavík-Rotterdam, a study of exports of goods to the Netherlands

Reykjavík-Rotterdam, rannsókn á vöruútflutningi til Niðurlands (Hollands) Reykjavík-Rotterdam, a study of exports of goods to the Netherlands 2. nóvember 2015 Reykjavík-Rotterdam, rannsókn á vöruútflutningi til Niðurlands (Hollands) Reykjavík-Rotterdam, a study of exports of goods to the Netherlands Samantekt Markmið þessarar rannsóknar er að

More information