Samfélagsleg ábyrgð skyndibitastaða. á Íslandi.

Size: px
Start display at page:

Download "Samfélagsleg ábyrgð skyndibitastaða. á Íslandi."

Transcription

1 BS ritgerð í viðskiptafræði Samfélagsleg ábyrgð skyndibitastaða á Íslandi. Höfundur: Arndís Kristinsdóttir Leiðbeinandi: Regína Ásvaldsdóttir Vormisseri 2013

2

3 BS ritgerð í viðskiptafræði Samfélagsleg ábyrgð skyndibitastaða á Íslandi Höfundur: Arndís Kristinsdóttir Leiðbeinandi: Regína Ásvaldsdóttir Vormisseri 2013 Einkunn Stimpill skólans

4 Útdráttur Áhugi almennings á samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja hefur farið sívaxandi á síðustu áratugum. Heimurinn er í stöðugri þróun og er almenningur farinn að fylgjast betur með siðferðislegum þáttum fyrirtækja ásamt því að eiga viðskipti frekar við þau fyrirtæki sem sýna samfélagslega ábyrgð. Hugtakið samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja hefur verið í þróun í áratugi en virðist skilgreining Archie. B. Carroll vera mjög mikið notuð þar sem hann skiptir ábyrgð fyrirtækja í fjögur stig, efnahagslega ábyrgð, lagalega ábyrgð, siðferðilega ábyrgð og valkvæða ábyrgð. Fyrsta skilgreining hugtaksins sem er í líkingu við þær skilgreiningar sem sjást í dag kom fyrst upp á sjónarsviðið þegar Howard R. Bowen kom með skilgreiningu á samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja á sjötta og sjöunda áratuginum. Með auknu hlutfalli ofþyngdar og offitu fólks, sérstaklega í hinum vestræna heimi, langaði höfundi að skoða hvort almenningi fyndist skyndibitastaðir samfélagslega ábyrgir og hvort aukinn þrýstingur sé á þau fyrirtæki. Endurvinnsla, orkusparnaður, mannauður og svo margir hlutir koma að samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja sem eru helst til jákvæðir fyrir samfélagið. Megindleg rannsókn var gerð með rafrænni skoðanakönnun sem send var á nemendur og starfsfólk Háskólans á Bifröst. Einnig var útbúinn viðburður á samskiptasíðunni Facebook þar sem yfir 2000 manns var boðið að taka þátt. Margir deildu könnuninni á sína síðu til að fá fleiri til að svara. Helstu niðurstöður eru þær að aukinn þrýstingur virðist vera á skyndibitastaði miðað við svör þátttakenda. Stór hópur telur skyndibitastaðina ekki vera samfélagslega ábyrga en stórt hlutfall sækist skyndibitastaðina, helst yngsti hópurinn. Að sama skapi virðist nokkuð stór hópur reyna að forðast staðina. Lykilorð: Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja, CSR, fjórflokkun, þrýstingur, skyndibiti, skyndibitastaðir, vörumerkjaleiga, megindleg rannsókn i

5 Formáli Ritgerð þessi er lokaverkefni mitt í viðskiptafræði við Háskólann á Bifröst. Vægi lokaverkefnis er 14 ECTS einingar af 180 ECTS eininga námi og var unnið að verkefninu á tímabilinu janúar til apríl Ástæða mín vegna vals á þessu efni er að ég hef brennandi áhuga á samfélagslegri ábyrgð og öllu sem fylgir henni, hvernig bæta megi þessa svokölluðu skyndibitastaði til hins betra svo að almenningur viti betur hvað hann setur ofan í sig og hef ég áhyggjur af þróun af aukinni ofþyngd og offitu Íslendinga. Ritgerðin er unnin í samræmi við reglugerð og almennar kröfur Háskólans á Bifröst varðandi lokaritgerðir til BS prófs. Sérstakar þakkir fær stórfjölskylda mín og vinir, hvatning og trú á mér er það sem rak mig áfram í skrifunum, og fyrrum íslenskukennara og föðurbróður mínum, Úlfari Sigmarssyni fyrir yfirferð á málfari mínu. Einnig vil ég þakka leiðbeinanda mínum, Regínu Ásvaldsdóttur, fyrir góð ráð og hjálp hennar á þrengingu efnisins. Reykjanesbær, 9. apríl 2013 Arndís Kristinsdóttir ii

6 Efnisyfirlit Útdráttur i Myndaskrá vi Töfluskrá vii 1 Inngangur 1 2 Fræðilegur hluti Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja Þróun hugtaksins Árin Árin Árin Árið Árið Fjórflokkun samfélagslegrar ábyrgðar Efnahagsleg ábyrgð (e. Economic Responsibilities) Lagaleg ábyrgð (e. Legal Responsibilities) Siðferðileg ábyrgð (e. Ethical Responsibilities) Valkvæð ábyrgð (e. Philanthropic Responsibilities) Pýramídi CSR efstu starfshættir eða einkenni samfélagslegra ábyrgra fyrirtækja Hvers vegna CSR? Upplýst eiginhagsmunahyggja Forða stjórnvöldum frá Auðlindir í boði Frumkvæði borið saman við að bregðast við Opinber stuðningur Rök gegn CSR Klassísk hagfræði Viðskipti ekki í stakk búin Tilgangur viðskipta útþynntur Of mikil ítök nú þegar Alþjóðleg samkeppni Skyndibitastaðir Saga skyndibitans 10 iii

7 Fyrsta skyndibitakeðjan Markaðssetning og börn Bílar og bílalúgur Vörumerkjaleiga Heimsending Samkeppni Saga skyndibitastaða á Íslandi Kentucky Fried Chicken Pylsur 13 3 Rannsóknarhluti Aðferðafræði og framkvæmd rannsóknar Val á rannsóknarefni Markmið og rannsóknarspurningar Rannsóknartegund Forathugun Þátttakendur Mælitæki Gagnasöfnun og úrvinnsla Niðurstöður Grunnupplýsingar svarenda Kynjahlutfall Aldur Menntun Hjúskaparstaða Fjöldi barna á heimili Aldur barna Búseta Tekjur heimilis fyrir skatta Niðurstöður úr almennum hluta könnunar Hefur almenningur heyrt um samfélagslega ábyrgð? Telur fólk skyndibitastaði vera samfélagslega ábyrga? Hversu oft fer almenningur á skyndibitastaði að meðaltali? Mikilvægi ákveðinna þátta þegar kemur að vali skyndibitastaðar Forðast almenningur skyndibitastaði? Forðast almenningur skyndibitastaði sín vegna eða barnsins (barnanna) vegna? Eiga skyndibitastaðir á Íslandi að taka þátt í uppbyggingu samfélagsins á einn eða annan hátt? 61 iv

8 4 Niðurlag/Umræður 64 5 Heimildaskrá 66 6 Fylgiskjöl Viðauki I Spurningalisti 68 v

9 Myndaskrá Mynd 1 - Pýramídi Archie B. Carroll um CSR 6 Mynd 2 - Kynjahlutfall 20 Mynd 3 - Hlutfall kynja eftir aldri 21 Mynd 4 - Hlutfall eftir efsta menntunarstigi 21 Mynd 5 - Hlutfall kynja eftir hjúskaparstöðu 22 Mynd 6 - Hlutfall svarenda eftir fjölda barna á heimili 22 Mynd 7 - Aldur barna á heimili 23 Mynd 8 - Hlutfall svarenda eftir búsetu 23 Mynd 9 - Hefurðu heyrt um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja? Já. Hlutfall kynja eftir menntun. 25 Mynd 10 - Hefurðu heyrt um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja? Nei. Hlutfall eftir menntun 26 Mynd 11 - Hlutföll kynja eftir aldri. Hlutfall tekið af heildarfjölda kynja skipt upp í aldurshópa 28 Mynd 12 - Hlutfall kynjanna eftir menntun Já 29 Mynd 13 - Hlutfall kynjanna eftir menntun - Nei 29 Mynd 14 - Hlutfall kynjanna eftir menntun - Veit ekki 30 Mynd 15 - Hlutfall kynjanna eftir hjúskaparstöðu 31 Mynd 16 - Hlutfall eftir búsetu 32 Mynd 17 - Hlutfall eftir tekjum heimila fyrir skatta 33 Mynd 18 - Hlutfall kynjanna eftir hversu oft svarendur fara á skyndibitastaði 34 Mynd 19 - Hlutfall þeirra sem fara 1 sinni eða oftar í viku á skyndibitastaði 35 Mynd 20 - Hlutfall þeirra sem fara 1-6 sinnum á skyndibitastaði í viku á skyndibitastaði 36 Mynd 21 - Hlutfall kynja eftir hjúskaparstöðu 37 Mynd 22 - Hlutfall kynja eftir hjúskaparstöðu 38 Mynd 23 - Hlutfall þeirra svarenda sem fara 1 sinni í viku eða oftar á skyndibitastaði flokkað eftir búsetu 39 Mynd 24 Hlutfall eftir tekjum heimila 40 Mynd 25 - Hlutföll kynjanna um mikilvægi fjölbreytts úrvals þegar kemur að vali skyndibitastaðar 42 Mynd 26 - Hlutfall kynja eftir mikilvægi þáttarins verð á vali á skyndibitastað 44 Mynd 27 - Hlutfall eftir kyni og viðhorfi 46 Mynd 28 - Hlutfall eftir kyni og viðhorfi 47 Mynd 29 - Hlutfall eftir kyni og viðhorfi 49 Mynd 30 - Hlutfall kynja eftir viðhorfi 50 Mynd 31 - Hlutfall kynja og viðhorfs 50 Mynd 32 - Hlutfall kynja eftir viðhorfi 51 Mynd 33 - Hlutfall kynjanna eftir aldri og viðhorfi 52 Mynd 34 - Hlutfall kynja eftir viðhorfi á bílalúgum 53 Mynd 35 - Hlutfall kynjanna um viðhorf á mikilvægi gæða skyndibitastaða 54 Mynd 36 - Hlutfall kynja eftir mikilvægi á trausti 54 vi

10 Mynd 37 - Hlutfall eftir kynjum og viðhorfi 55 Mynd 38 - Hlutföll kynja eftir viðhorfi 56 Mynd 39 - Hlutfall kynja eftir viðhorfa vegna styrkja 56 Mynd 40 - Hlutfall kynjanna um hvort þau forðist skyndibitastaði 57 Mynd 41 - Hlutfall kynjanna eftir menntun 58 Mynd 42 - Hlutfall kynja eftir menntun 58 Mynd 43 - Kynjum skipt eftir hjúskaparstöðu 59 Mynd 44 - Hlutfall svara eftir búsetu 59 Mynd 45 - Hlutfall þeirra sem forðast skyndibitastaði eftir hjúskaparstöðu 61 Mynd 46 - Hlutfall þeirra sem forðast skyndibitastaði eftir hjúskparstöðu 61 Mynd 47 - Hlutfall kynjanna eftir aldri 62 Töfluskrá Tafla 1 - Yfirlit yfir líkamsþyngd 15 Tafla 2 - Hlutfall eftir menntun og kyni þeirra sem svöruðu nei 33 Tafla 3 - Hlutfall tekna á bilinu þúsund miðað við hjúskap 40 vii

11 1 Inngangur Áhugi almennings á samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja hefur farið sívaxandi á síðustu áratugum. Heimurinn er í stöðugri þróun og virðist þróun vara og nýrrar miðlunar í samskiptum vera hraðari. Einstaklingurinn starfar í fyrirtæki eða stofnun og er fyrirtækið hluti af samfélaginu og samfélagið hluti af alþjóðavæðingunni. Almenningur fylgist betur með siðferðislegum þáttum fyrirtækja og á viðskipti frekar við þau fyrirtæki sem sýna meiri samfélagslega ábyrgð. Þetta hefur sértaklega verið áberandi erlendis en hefur færst í aukana hér á landi. Hugtakið samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja hefur verið í þróun í áratugi en virðist skilgreining Archie B. Carroll vera mjög mikið notuð þar sem hann skiptir ábyrgð fyrirtækja í fjögur stig, efnahagslega ábyrgð, lagalega ábyrgð, siðferðilega ábyrgð og valkvæða ábyrgð. Skilgreiningar á hugtakinu er hægt að finna á mörgum stöðum í dag, meðal annars hjá samtökum, stöðlum og jafnvel bönkum. Vegna aukinnar alþjóðavæðingar, sterkari tengsla opinberra aðila við einkamarkaðinn, hraða nýsköpunar, þróunar tækninnar og aldursbreytingar á vinnuaflinu skiptir miklu máli varðandi samfélagslega ábyrgð að nýsköpun (e. innovation) og þróun vara sem eru sjálfbærar (e. sustainable), eða hafi græna skírskotun, fái aukið samkeppnisforskot. Í þessari þróun þarf að horfa á umhverfið og samfélagsábyrgðina sem þátt sem skapar vaxandi fyrirtækjum ákveðið samkeppnisforskot. Fjölmargar áskoranir eru í umhverfinu, svo sem orkan, vatnið, menntunin, mikil fólksfjölgun, tegundir (svo sem dýra, gróðurs), stækkandi hópur eldri borgara og heilbrigðismála. Það mætti segja að skilgreining á hugtakinu samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja sé í sinni einföldustu mynd sú að fyrirtæki sýni samfélagslega ábyrgð þegar það ákveður, að eigin frumkvæði, að leggja sitt af mörkum til að uppbyggingar samfélagsins. Fyrirtækið er þá að gera meira en því er skylt samkvæmt lögum. Tilgangur ritgerðarinnar er að sjá hvort aukinn þrýstingur sé á skyndibitastaði hér á landi um samfélagslega ábyrgð og sjá hvort fólki finnist skyndibitastaðir samfélagslega ábyrgir. Einnig bindur höfundur vonir um að niðurstöður úr rannsókninni muni skapa umræðu um mikilvægi samfélagslegrar ábyrgðar hjá skyndibitastöðum því neytendur fara í flestum tilfellum reglulega á þessa staði, og jafnvel með börn sín. 1

12 Megindleg rannsókn var gerð með rafrænni skoðanakönnun sem send var á nemendur og starfsfólk Háskólans á Bifröst. Einnig var útbúinn viðburður á samskiptasíðunni Facebook þar sem yfir 2000 manns var boðið að taka þátt. Margir deildu könnuninni á sína síðu til að fá fleiri til að svara. Megindlegar rannsóknir eru gerðar til að fá tölfræðilegar upplýsingar svarenda um ýmis mál, viðhorf, daglegt líf og aðra hluti. Þurfa svör að vera nokkuð mörg til að rannsóknin sé marktæk. 2

13 2 Fræðilegur hluti Í þessum kafla verður farið yfir þróun hugtaksins samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja, í hvaða flokka hún skiptist og rök með og á móti henni. Einnig verður stiklað á stóru um sögu skyndibitamarkaðar og hvernig hann hefur breyst með tímanum. 2.1 Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja Þróun hugtaksins Hugtakið samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja (e. Corporate Social Responsibility), hér eftir CSR, hefur langa og fjölbreytta sögu þar sem hægt er að finna sannanir fyrir áhyggjum atvinnulífsins af samfélaginu aftur í aldir. Mest hefur verið formlega skrifað um hugtakið á síðustu 50 árum og þar af langmest í Bandaríkjunum en það er hægt að sjá að CSR hugsun sé farin að dreifast um allan heim, þó aðallega í þróuðu löndunum (Carroll, 1999) Árin Fyrst um sinn, eða í kringum 1950, var samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja (e. Corporate Social Responsibility, CSR) þekkt einfaldlega sem samfélagsleg ábyrgð (e. Social Responsibility, SR). Hugsanleg ástæða þess er að tími nútímafyrirtækja um yfirráð höfðu enn ekki átt sér stað eða jafnvel ekki verið tekið eftir þeim. Útgáfa bókarinnar Social Responsibilities of the Businessman eftir Howard R. Bowen (1953) er talin hafa markað tímabil nútíma bókmennta um þetta tiltekna efni (Carroll, 1999). Bowen trúði því að nokkur hundruð stærstu fyrirtækja væru ómissandi miðstöðvar valda og ákvarðanatöku og að aðgerðir þeirra snertu líf borgara á margan hátt. Hann spurði sig, meðal annarra spurninga: Hvaða samfélagsábyrgð mætti ætla að viðskiptamenn taki að sér? (Carroll, 1999, bls. 270). Skilgreining hans á samfélagsábyrgð viðskiptamanna vísar til þeirrar skuldbindingar að fylgja þeirri stefnu að taka þær ákvarðanir eða fylgja þeim röðum aðgerða sem eru æskilegar með tilliti markmiða og gilda samfélagsins. Bowen vitnaði þannig í könnun sem gerð var í tímaritinu Fortune árið 1946 þar sem ritstjórar Fortune héldu að CSR stjórnenda þýddi að viðskiptamenn væru ábyrgir fyrir því að gjörðir þeirra hefðu áhrif á meira en hagnað og tap. 93,5% viðskiptamanna svöruðu játandi. Archie B. Carroll, kennari og annar höfundur bókarinnar Business and Society, hefur gert rannsóknir á CSR í áratugi og 3

14 hann lagði til að Howard Bowen yrði nefndur faðir samfélagslegrar ábyrgðar (Carroll, 1999) Árin Á sjöunda áratugnum var umtalsverður vöxtur í tilraunum fræðimanna til að skilgreina CSR. Keith Davis er einn af fyrstu og mest áberandi rithöfundum þessa tíma sem skilgreindi CSR. Davis setti fram skilgreiningu um samfélagslega ábyrgð með þeim rökum að það vísi til ákvarðana og gjörða viðskiptamanna sem teknar eru að hluta til, að minnsta kosti, umfram beins efnahagslegs eða tæknilegs áhuga fyrirtækisins (Carroll, 1999, bls. 270). Davis hélt því fram að samfélagsleg ábyrgð væri hugmynd sem ætti að skoða í stjórnunarlegu samhengi. Hann staðhæfði að sumar samfélagslegar ábyrgar ákvarðanir fyrirtækja mætti réttlæta með löngu, flóknu ferli rökhugsunar um að hafa góða möguleika á hagnaði til lengri tíma litið fyrir fyrirtækið, og þannig yrði borgað til baka fyrir samfélagslega ábyrgð þeirra. Þetta er áhugavert að því leyti að þessi skoðun var almennt viðurkennd á áttunda og níunda áratugnum (Carroll, 1999) Árin Það má segja að áttundi áratugurinn sé áratugur skilgreininganna því skilgreiningum CSR fór að fjölga. Einn merkilegur höfundur þessa áratugar er George Steinar. Í fyrstu útgáfu bókar hans skrifaði hann mikið um CSR og hafði hann tilhneigingu til að vitna í skilgreiningar Davis og Fredrick (Carroll, 1999). Árið 1979 lagði Carroll fram fjórflokkun CSR, sem farið er nánar út í seinna í ritgerðinni. Mun fleiri skilgreiningar og hugleiðingar voru á þessum áratug en ekki verður farið nánar út í þær hér Árið Níundi áratugurinn einkennist af færri skilgreiningum, fleiri rannsóknum og þemum. Áherslan á þróun nýrra og fágaðra skilgreininga á CSR leiddi til rannsókna á CSR og fjölda hugmynda af öðrum hugtökum og þemum, svo sem um CSR, almenna stefnu, siðferði fyrirtækja og kenningu um hagsmunaðila og stjórnendur (Carroll, 1999). 4

15 Árið Sem almenn staðhæfing voru fá einstök framlög til skilgreiningar á CSR á tíunda áratugnum. CSR starfaði frekar sem grunnurinn fyrir öðrum tengdum hugtökum sem hafði hugsun CSR að leiðarljósi (Carroll, 1999). Mikið var fjallað um pýramída Carroll. Hann breytti honum til hins betra snemma á þessum áratug og talaði hann um að til að CSR yrði samþykkt af viðskiptafólki ætti CSR að vera mótað á þann veg að öll svið ábyrgða fyrirtækis yrðu innleidd (Carroll, 1999) Fjórflokkun samfélagslegrar ábyrgðar Archie B. Carroll skipti skilgreiningu CSR í fjóra hluta þar sem lögð er áhersla á þær tegundir sem samfélagsábyrgð hefur. Áður en fjórflokkunin verður sett fram verður byrjað á skilgreiningu Carroll á CSR: Samfélagsábyrgð fyrirtækis nær til efnahagslegrar, lagalegrar, siðferðislegrar og valkvæðrar væntingar sem samfélag hefur um stofnanir á ákveðnum tímapunkti (Carroll & Buchholtz, 2008). Skilgreining Carroll á fjórflokkuninni setur efnahagslegar og lagalegar væntingar viðskipta í samhengi með því að tengja þær meira við samfélagslegar áhyggjur. Þessar samfélagslegu áhyggjur fela í sér siðferðislega ábyrgð og valkvæða ábyrgð (Carroll & Buchholtz, 2008) Efnahagsleg ábyrgð (e. Economic Responsibilities) Í fyrsta lagi hafa viðskipti efnahagslega ábyrgð. Það kann að virðast undarlegt að telja efnahagslega ábyrgð vera samfélagslega ábyrgð en þó er það raunin. Ef litið er á samfélagið sem stofnun er markmiðið að framleiða vöru og þjónustu sem samfélagið vill og selja þær á sanngjörnu verði sem samfélagið telur endurspegla raunverulegt verðmæti vöru og þjónustu. Þannig er fyrirtæki sem skilar fullnægjandi hagnaði tryggðar auknar lífslíkur og vöxtur og það umbunar fjárfestum þess (Carroll & Buchholtz, 2008) Lagaleg ábyrgð (e. Legal Responsibilities) Í öðru lagi hafa fyrirtæki lagalega ábyrgð. Samfélagið hefur komið á grunnreglum eða lögum, sem fyrirtæki er gert að starfa eftir. Lagaleg ábyrgð endurspeglar skoðun samfélagsins á kerfisbundinni siðfræði í þeim skilningi að hún feli í sér undirstöðuhugmyndir um sanngjarna starfshætti (Carroll & Buchholtz, 2008). 5

16 Siðferðileg ábyrgð (e. Ethical Responsibilities) Eins mikilvæg og lagaleg ábyrgð er eru lög í sjálfu sér ófullnægjandi. Lög ná ekki yfir öll þau atriði eða málefni sem fyrirtæki gætu þurft að takast á við og er þörf á siðferðilegri ábyrgð sem heldur utan um þá starfsemi og venjur sem má vænta að séu ekki heimilaðar af samfélaginu þótt þær séu ekki bundnar í lög. Siðferðileg ábyrgð felur í sér fullt umfang viðmiða, staðla, gilda og væntinga sem endurspegla það sem neytendur, starfsmenn, hluthafar og samfélagið telur sanngjarnt, rétt og í samræmi við virðingu eða vernd siðferðilegra réttinda hagsmunaaðila (Carroll og Buchholtz, 2008) Valkvæð ábyrgð (e. Philanthropic Responsibilities) Í fjórða lagi hafa fyrirtæki valkvæða ábyrgð. Þetta er ekki ábyrgð í bókstaflegri merkingu en litið er á hana sem ábyrgð því hún endurspeglar núverandi væntingar viðskipta almennings. Magn og eðli þessarar starfsemi er valfrjáls, aðeins með löngun fyrirtækisins að leiðarljósi til að taka þátt í félagsstarfi sem ekki er krafist samkvæmt lögum, og er almennt ekki vænt af fyrirtæki í siðferðilegum skilningi Pýramídi CSR Gagnlegt er að sýna fjórflokkun CSR myndrænt og þannig er hægt að ímynda sér pýramída sem samanstendur af fjórum lögum. Pýramídi CSR er sýndur á mynd 1 hér að neðan: Mynd 1 - Pýramídi Archie B. Carroll um CSR Pýramídinn sýnir fjóra þætti CSR þar sem undirstaðan er efnahagsleg frammistaða. Á sama tíma er gert ráð fyrir að fyrirtæki lúti lögum því lög eru reglur samfélagsins um ásættanlega og óásættanlega starfshætti. Þar að auki er það á ábyrgð fyrirtækis að vera 6

17 siðferðilegt, það er skuldbindingin til að breyta til hins rétta og sanngjarna og forðast eða draga úr skaða hagsmunaaðila. Að lokum er gert ráð fyrir að fyrirtæki hagi sér eins og góðir ríkisborgarar, það er að uppfylla valkvæða ábyrgð fyrirtækisins og leggja sitt af mörkum gagnvart fjármagni og mannafla til samfélagsins og að stuðla að betri lífsgæðum. Pýramídinn er ekki fullkomin myndlíking en honum er ætlað að sýna að heildarsamfélagsábyrgð fyrirtækja er samsett úr mismunandi þáttum sem saman mynda heildina (Carroll & Buchholtz, 2008) efstu starfshættir eða einkenni samfélagslegra ábyrgra fyrirtækja Framleiðir öruggar vörur Bregst fljótt við vandamálum Mengar hvorki loft né vatn viðskiptavina Lýtur lögum á öllum sviðum Heldur áætlun um að draga úr viðskipta úrgangi Stuðlar að heiðarlegri/siðferðislegri Borgar hluta af sjúkratryggingum hegðun starfsmanna Stuðlar að áætlun um vernd Skuldbindur sig í öruggum orkusparnaðar siðareglum á vinnustað Hjálpar atvinnulausum með atvinnu Notar ekki misvísandi og blekkjandi Styrkir góðgerða- og/eða menntamál auglýsingar Notar aðeins niðurbrjótanlegt Styður stefnu um bann á mismunun og/eða endurvinnanlegt efni Notar umhverfisvænar umbúðir Ræður Verndar starfsmenn gegn vingjarnlegt/kurteist/móttækilegt kynferðislegri áreitni starfsfólk Endurvinnsla innan fyrirtækis Reynir stöðugt að bæta gæði Sýnir ekki sögu um vafasama starfsemi Hvers vegna CSR? Upplýst eiginhagsmunahyggja Tvö mikilvæg atriði verðskulda umfjöllun: 1. Iðnaðarsamfélag stendur frammi fyrir alvarlegum mannlegum og félagslegum vandamálum sem skapast að miklu leyti af auknum umsvifum stórra fyrirtækja. 7

18 2. Stjórnendur verða að sinna málefnum fyrirtækisins á þann hátt að leysa eða að minnsta kosti bæta þetta vandamál (Carroll & Buchholtz, 2008) Forða stjórnvöldum frá Ein af helstu ástæðum þess að fyrirtæki ættu að vera samfélagslega ábyrg er að forða stjórnvöldum frá afskiptum og reglugerðum í framtíðinni (Carroll & Buchholtz, 2008) Auðlindir í boði Tvö rök til viðbótar sem styðja CSR verðskulda það að vera nefnd saman, viðskipti hafa auðlindirnar og látum viðskiptin reyna. Þessi tvö sjónarmið viðhalda því að viðskipti hafi forða af stjórnunarhæfileikum, sérkunnáttu og fjármagni, og vegna þess að svo margir hafa reynt en mistekist að leysa samfélagsvanda, og því ætti að gefa viðskiptum tækifæri (Carroll & Buchholtz, 2008) Frumkvæði borið saman við að bregðast við Þessi staða felur í sér að frumkvæði og forsjárhyggja er hagnýtari og ódýrari en einfaldlega að bregðast við vandamálum þegar þau hafa átt sér stað (Carroll & Buchholtz, 2008) Opinber stuðningur Að síðustu eru rök fyrir CSR að almenningur styðji hana eindregið. Á síðasta áratug leiddi könnunin BusinessWeek/Harris í ljós að 95% af almenningi taldi að fyrirtæki ættu ekki einungis að leggja áherslu á hagnað hluthafa heldur einnig að þau ættu að bera ábyrgð á starfsmönnum sínum og samfélagi, jafnvel þótt fyrirtæki þurfi að fórna hluta af hagnaði sínum til að bæta kjör starfsmanna og samfélags (Carroll & Buchholtz, 2008) Rök gegn CSR Klassísk hagfræði Þetta hefðbundna sjónarmið miðast við að stjórnendur hafi aðeins eina ábyrgð, það er að hámarka hagnað fyrir eigendur eða hluthafa. Þetta sjónarmið, með Milton Friedman í fararbroddi, gekk út frá því að samfélagsvandamál væru ekki áhyggjuefni viðskiptafólks (Carroll & Buchholtz, 2008) Viðskipti ekki í stakk búin Önnur rök gegn CSR eru að viðskipti séu ekki í stakk búin til að takast á við samfélagsaðgerðir. Þetta viðhorf staðhæfir að stjórnendur séu hannaðir fyrir fjármál 8

19 og stjórnun og hafi ekki nauðsynlega sérþekkingu til að taka samfélagslegar ákvarðanir. Þetta átti eitt sinn við en ekki svo mikið nú á tímum (Carroll & Buchholtz, 2008) Tilgangur viðskipta útþynntur Þriðju rökin gegn CSR eru þau að ef stjórnandi myndi leggja kapp á CSR en fyrirtækið væri ekki í stakk búið til að takast á við samfélagsvanda væri unnið sitt í hvoru lagi að mismunandi stefnu og væri því unnið gegn grunntilgangi fyrirtækisins (Carroll & Buchholtz, 2008) Of mikil ítök nú þegar Fjórðu rökin gegn CSR er að fyrirtæki hafi of mikil ítök. Má þar nefna efnahag, umhverfi, tækni, og því spyrja sumir af hverju þau ættu að fá aukin völd (Carroll & Buchholtz, 2008) Alþjóðleg samkeppni Síðustu rökin sem verða nefnd hér eru þau að með því að hvetja fyrirtæki til að taka á sig samfélagslega ábyrgð þá væri hættan sú að verið sé að leggja þau í erfiða aðstöðu í tengslum við alþjóðlega samkeppni. Ein af afleiðingum þess að vera samfélagslega ábyrgur er sú að fyrirtæki verði að taka á sig kostnað sem hefði verið komið yfir á samfélag í formi óhreins lofts, óöruggra vara, afleiðinga af mismunun og svo framvegis. Aukning á framleiðslukostnaði vegna CSR gæti leitt af sér hærra vöruverð sem gerði fyrirtækinu erfitt í samkeppni. Þessi rök veikjast með vísun til þess að samfélagsábyrgð er að verða í síauknum mæli hnattræn (Carroll & Buchholtz, 2008). 9

20 2.2 Skyndibitastaðir Saga skyndibitans Í hinum forna heimi var skyndibiti þekkt fyrirbæri, en á gjörólíkan hátt sem við þekkjum hann í dag. Í fátækrahverfum Rómar bjó fólk án eldunaraðstöðu og þess vegna var jafngildi skyndibita selt af smásölum á götunum en skyndibitinn var umtalsverður hluti mataræðis fátækra. Skyndibitinn fól auðvitað ekki í sér hamborgara og franskar kartöflur, en dýraprótín úr fiski var keypt öðru hverju til hátíðabrigða í stað nauðsynjavara eins og kornvara, kartaflna, hrísgrjóna og rótargrænmeti (Wilkins og Hill, 2006) Fyrsta skyndibitakeðjan Fyrsta hamborgara-skyndibitakeðjan og í raun fyrsta skyndibitakeðjan, White Castle, var opnuð árið 1921 í Bandaríkjunum (White Castle, e.d.). Helstu vörur staðarins voru hamborgarar sem höfðu verið seldir sem samloka hjá götusmásölum síðan 1890 en hamborgarar höfðu ekki verið vinsæll matur þegar White Castle opnaði og í raun höfðu Bandaríkjamenn efasemdir um þennan tiltekna mat. Hamborgarar voru samsettir úr nautahakki og var því auðvelt að bæta öðru í hakkið og höfðu Bandaríkjamenn áhyggjur af hreinlæti hamborgarastaðanna. White Castle sannfærði Bandaríkjamenn um að vörur þeirra væru hreinar, einnig sögðu þeir að hamborgarar gætu verið ódýrir, bragðgóðir og fljótlegir. Árangur þeirra plægði jarðveginn fyrir aðrar hamborgarakeðjur (Smith, 2006) Markaðssetning og börn Markaðssetningu ruslfæðis hefur verið beint að börnum síðan á fyrri hluta 20. aldar, til dæmis með því að gefa dót með vörum framleiðanda eða annan spennandi hlut sem laðar börn að vörum þeirra. Með tilkomu sjónvarpsins jukust möguleikar auglýsenda til muna að ná til barna. Börn eru viðkvæmari og móttækilegri fyrir auglýsingum vegna þess að gagnrýni þeirra er minni en hjá fullorðnu fólki. Á sjöunda áratugnum höfðu auglýsendur gert börn að sérstökum markhópi og fóru skyndibitastaðir í samstarf við ruslfæðis- og gosfyrirtæki til að beina auglýsingum sýnum sérstaklega til barna. Í kringum árið 2005 sáu börn um það bil matvælaauglýsingar á einu ári, þar sem stærstur hluti þeirra tengdist skyndibitastöðum, ruslfæði eða gosi (Smith, 2006). 10

21 Bílar og bílalúgur Velgengni skyndibita er hægt að tengja beint við bíla, sem urðu algengir á þriðja áratugnum. Ferðalangarnir þurftu á mat að halda og var boðið upp á skyndibita í gegnum keðjur. Ferðalangar könnuðust við keðjur sem buðu upp á ódýran mat, snögga þjónustu og voru útibú skyndibitakeðja mjög aðgengileg á þjóðvegum. Á meðan seinni heimsstyrjöldinni stóð yfir var erfitt hjá rekstaraðilum skyndibitastaða vegna skorts á kjöti, sem var skammtað og margir starfsmenn fóru í herinn. Skyndibitakeðjurnar lifðu naumlega af vegna þróunar á nýjum vörum, svo sem frönskum kartöflum og eggjasamlokum (Smith, 2006) Vörumerkjaleiga Vörumerkjaleiga (e. Franchising), sem þekkist einnig sem sérleyfi, er aðferð til að eiga viðskipti þar sem sérleyfishafa (e. Franchisee) er veittur réttur til að taka þátt í útboði, sölu, dreifingu vöru eða þjónustu undir markaðsformi sem hannað er af sérleyfisveitanda (e. franchiser). Sérleyfisveitandi gefur sérleyfishafa leyfi til að nota vörumerki hans, nafn og auglýsingar (Kotler, Bowen og Makens, 2010). Vörumerkjaleiga er mjög skynsamlegt form í alþjóðavæðingu þegar talað er um starfsemi á milli svæða eða á milli landa því þá er hægt að vera með sama vörumerkið um allan heim og auglýsa sameiginlega, ákveðinn staðal og ýmislegt fleira. Hvert útibú hefur þó ákveðið sjálfstæði og má þar nefna McDonald s sem dæmi, sem býður upp á mismunandi mat, til dæmis eftir menningu hvers lands fyrir sig. Tveir sérleyfishafar, James McLamore og David R. Edgerton yngri, hleyptu af stokknum nokkrum Insta-Burger King verslunum í ársbyrjun 1954 í Miami. Þeir losuðu sig við Insta-Broiler því ekki náðist hagnaður, og hófust handa við tilraunir og úr varð tæki sem kallast Flame-Broiler, sem Burger King varð frægt fyrir. Á fyrri hluta sjötta áratugarins ráku sérleyfin skyndibitakeðjur í fremstu röð veitingariðnaðar (Smith, 2006). Þegar kreppan mikla hófst skall á fjórða áratugnum, lifði skyndibitinn ekki aðeins af, heldur blómstraði. Þúsundir skyndibitastaða spruttu upp í þéttbýli og við þjóðvegi sem seldu hundruð þúsunda ódýrra hamborgara á ári. Flestir þessara skyndibitastaða voru byggðir á vörumerkjaleigu og staðbundnir frumkvöðlar greiddu venjulega gjald til sérleyfisveitandans og keyptu vörur eða búnað frá honum. Í staðinn fengu sérleyfisveitendurnir aukinn sýnileika í gegnum sérleyfishafann og þeir nutu góðs af því að vörur þeirra og aðferðir voru samræmdar á milli staða sem fólk þekkti (Smith, 2006). 11

22 Heimsending Árið 1961 keyptu bræðurnir Thomas S. og James Monaghan pizzastaðinn Dominick s í Michigan. Átta mánuðum eftir kaupin skipti James sínum hluta fyrirtækisins fyrir notaðan Volkswagen bíl. Fjórum árum seinna breytti Thomas nafninu í Domino s Pizza og seldi fyrsta sérleyfið sitt nokkrum árum seinna og var tvö hundraðasti Domino s staðurinn opnaður árið 1978 (Smith, 2006). Domino s varð fyrsti pizzastaðurinn til að bjóða upp á heimsendingu. Þessi kostur hafði ekki verið möguleiki fyrir hamborgarastaði því hamborgararnir urðu sveittir. Hitapokinn var einnig fyrst notaður hjá Domino s Pizza. Hann hélt pizzunni heitri heim að dyrum. Mörgum er minnisstætt þegar Domino s tryggði að pizzan yrði frí ef hún væri ekki komin heim að dyrum innan 30 mínútna. Ástæðan fyrir þessu var að Pizza Hut byrjaði heimsendingu til að vera samkeppnishæfir. Árið 2006 voru verslanir Domino s orðnar 8.000, eða í Bandaríkjunum og í 50 öðrum löndum (Smith, 2006) Samkeppni Með aukinni samkeppni jókst þörfin á að auglýsa og kynna. Skyndibitastaðir eyddu milljónum dollara í sjónvarpsauglýsingar og stórum hluta var beint að börnum. Einnig var meiri þörf fyrir nýsköpun í skyndibitaiðnaðinum í takt við eftirspurn fólksins. Það dró úr því að fólk borðaði í bílnum og fóru skyndibitastaðirnir að hafa aðstöðu innanhúss fyrir viðskiptavini sína til að borða (Smith, 2006) Saga skyndibitastaða á Íslandi Það er spurning hvað segja má um hver fyrsti skyndibitastaðurinn hafi verið á Íslandi. Í blaðinu Norðanfari frá árinu 1868 sést í efniságripi blaðsins að nýstofnað bakarí væri staðsett á Akureyri (Efniságrip, 1868). Bakarí er eflaust ekki skyndibitastaður í huga nútímafólks en í bakaríi kaupir fólk tilbúnar vörur og mætti það því flokkast undir skyndibita. Í júnímánuði árið 1907 var reistur söluturn á Lækjartorgi sem fékk nafnið Söluturninn. Hann seldi ýmislegt og átti þessi söluturn að selja álíka hluti og þekktist erlendis, til dæmis ávexti, gosdrykki, tóbak, ritföng og fleira (Söluturn, 1907). Ýmsar auglýsingar frá Söluturninum er að finna í gömlum blöðum en þar má sjá að þar hafi allt mögulegt verið selt, þar á meðal sápa, ritföng og blek. En einnig var að finna það sem kalla má skyndifæði, svo sem sætabrauð, mat úr dósum og annað ætilegt (Smáauglýsingar, 1908). Söluturninum var þó ekki leyft að standa á Lækjartorgi lengur 12

23 og var hann færður. Söluturninn fékk leyfi til að halda áfram annars staðar gegn því að selja ákveðnar vörur og virðist Söluturninn ekki hafa fengið leyfi til að selja mat en þó sælgæti sem gæti verið grunnurinn að því að sjoppur í dag séu með svo mikið sælgæti til sölu (Söluturninn, 1918). Það kemur á óvart að höfundur hafi ekki séð orðið skyndibiti í blaði fyrr en árið 1942 og aftur Þetta hefur verið óalgengt orð en þó voru komnir pylsuvagnar, bakarí og söluturn á Íslandi á þessum tíma (Á skarðsheiðum, 1942; M. Jensson, 1950) Kentucky Fried Chicken Fyrsti Kentucky Fried Chicken staðurinn opnaði á Íslandi í október árið Hann er líklega fyrsti erlendi skyndibitastaðurinn sem kom hingað til lands og er rekinn með sérleyfi (e. franchise) og þarf því að lúta ákveðnum reglum frá sérleyfisveitanda. Rekstrarstjóri KFC á Íslandi, Helgi Vilhjálmsson, segir þá vera með mjög góða samninga við KFC úti og fái að kaupa allt hráefni á Íslandi fyrir utan umbúðir, krydd og hveiti sem gerir þá að sterkum bakhjarli íslensks matvælaiðnaðar (Vilmundur Hansen, 2009). Staðurinn flutti í nýtt húsnæði fjórum árum seinna sem var á tveimur hæðum og var sérstök barnastofa á neðri hæðinni með sjónvarpi og var bílalúga á húsinu eins og þekkist í dag. Á auglýsingu staðarins í Morgunblaðinu um flutning staðarins má gera sér grein fyrir því að bílalúgur hafi ekki verið algengar á þessum tíma (Kjúklingastaður flyst um set., 1984). Kentucky Fried Chicken við Reykjavíkurveg ljómar af hreinlæti, - þetta er flýtibitastaður og viðskiptavinirnir fleygja hnífapörum og afgöngum sjálfir i þar til gerða dalla. Með því sparast uppvaskið og peningarnir okkar um leið, enda er verð mjög bærilegt, 1 skammtur kjúklingur með frönskum kostar kr. (Ms, 1980) Pylsur Í Morgunblaðinu frá árinu 1934 er smáauglýsing sem segir frá ódýrum pylsuvagni til sölu (Kaupskapur, 1935), sem bendir til þess að skyndibitasala hafi verið byrjuð á götum úti í líkingu við þá vagnasölu sem við þekkjum í dag. Bæjarins beztu pylsur var stofnað árið 1937 og hefur skyndibiti á borð við pylsur verið lengi við lýði og hefur jafnvel verið kallaðar þjóðarréttur Íslendinga af mörgum Íslendingum. Í maí 1943 var þó samþykkt með sjö atkvæðum gegn sex hjá bæjarstjórninni að banna pylsuvagna innan borgarmarka Reykjavíkur. Kom áskorun frá 13

24 lögreglunni um bann þetta vegna óþrifnaðar í kringum vagnana, drukkins fólks sem dróst að þeim og vegna fleiri ástæðna (Hannes á horninu, 1943; Harðar deilur um pylsuvagnana í bæjarstjórn., 1942; Pylsuvagnarnir bannaðir, 1943). Bannið var þó afnumið í ágúst sama ár gegn því að pylsuvagnarnir færðu sig yfir á horn Pósthússtrætis og Tryggvagötu (Pylsuvagnar leyfðir, 1943), en þar stendur enn pylsuvagn Bæjarins bestu sem svo margir þekkja í dag. 14

25 3 Rannsóknarhluti Í þessum kafla verður sagt frá aðferðafræði og framkvæmd rannsóknar, þar sem gerð er grein fyrir aðferðum við hönnun og framkvæmd rannsóknar sem gerð var til að svara rannsóknarspurningum.. Einnig verður fjallað um rannsóknaraðferð, þátttakendur og takmarkanir rannsóknarinnar. 3.1 Aðferðafræði og framkvæmd rannsóknar Val á rannsóknarefni Skyndibitafæði, eins og það þekkist í dag, hefur alla tíð verið til staðar í lífi höfundar ritgerðarinnar. Ferðir á skyndibitastaði voru þó sjaldgæfar á yngri árum enda ekki þessi gríðarlegi fjöldi skyndibitastaða sem þekkist í dag. Það er ekki langt síðan fólk í kringum höfundinn hugsaði sig ekki tvisvar um hvort það ætti að stoppa á skyndibitastað og fá sér pylsutilboð, pizzu, hamborgara eða hvað það var sem fólk leitaði eftir. Maturinn var góður og því oft lítið til fyrirstöðu að fá sér skyndifæði. Þar sem áhugi höfundar um fljótlegan og hollan mat hefur átt huga hans síðustu misseri hafa hugsanir höfundar um breytingar á skyndibitamarkaði verið margar og fannst honum viðeigandi að kanna viðhorf Íslendinga til þeirra og hvort almenningur vilji í raun sjá breytingar. Yfirþyngd og offita hefur aukist með tímanum og til dæmis var árið 1990 samanlögð yfirþyngd og offita 36,5% af heildarfjölda Íslendinga samkvæmt The Organisation for Economic Co-operation and Development (OECD). Árið 2002 var mikið stökk, hlutfallið var komið í 48,3%, og enn meira stökk árið 2007 því hlutfallið var komið í 60,2%. Árið 2010 lækkaði hlutfallið þó í 58,5% sem gæti þýtt að aukinn áhugi Íslendinga á hollara mataræði, meiri hreyfingu og fræðsla um mat sé að hafa áhrif á þyngd Íslendinga (OECD.StatExtracts, e.d.). Breyta Líkamsþyngd Eining Land Yfirvigt eða offita íbúa, sjálfsmat Yfirvigt eða offita íbúa, mælt % af heildarfjölda íbúa Ár Ísland 36,5.. 48,3 60,2 58,5 Bandaríkin ,3 61,9 63,1 Bretland ,7 62,8 Bandaríkin ,7.. 69,2 Tafla 1 - Yfirlit yfir líkamsþyngd Heimild fengin af Þessi tafla sýnir hlutfall heildarfjölda íbúa Íslands, Bandaríkjanna og Bretlands í yfirvigt eða offituflokki. Eins og áður var nefnt, er hlutfall Íslendinga í yfirvigt eða offituflokki er 15

26 58,5%, en það sem skekkir tölur Íslendinga er að aðferðin sem notuð er við öflun þessara upplýsinga er símleiðis og mælir fólk sig líklega heima við og það gæti sýnt skakkar mælingar. Sést hér á töflunni fyrir ofan að gerðar eru tvær rannsóknir fyrir Bandaríkjamenn. Í fyrsta lagi á svipaðan hátt og á Íslandi, það er með sjálfsmati, og í öðru lagi þar sem úrtök eru mæld og tekin eru viðtöl. Þessi könnun sýnir líklega mun nákvæmari niðurstöðu. Það merkilega er að hlutfallið í mældu könnuninni sýnir 6,1% hærra hlutfall sem gæti þýtt að Íslendingar séu að nálgast það stig að tveir af hverjum þremur séu of þungir hér á landi. Annað sem ber að líta á út frá þessum tölum er að notast er við svokallaðan BMI stuðul sem ekki allir vilja viðurkenna því hann er ekki fullkomið mælitæki, en ekki verður farið nánar út í það í þessari ritgerð. Einnig má sjá í skýrslu OECD frá árinu að börn á aldursbilinu 5 17 ára eru 25,5% stelpur og 22% strákar á Íslandi í yfirvigt eða offituflokki. Þessar tölur valda áhyggjum og er þörf á aukinni fræðslu fyrir þennan hóp Markmið og rannsóknarspurningar Til að möguleikinn um breytingar geti átt sér stað er þörf á umræðu um þau atriði sem við á. Í þessu tilfelli vill höfundur sjá breytingar hjá skyndibitastöðum á Íslandi og sýna fram á að vilji fólks um breytingar á þessum stöðum sé til staðar. Með aukinni umræðu á landinu um þyngd Íslendinga hefur fólk notað ýmsar leiðir til að fræða sjálft sig um hollustu jafnt sem óhollustu, ráðleggingar Lýðheilsustöðvar um mataræði, endurvinnslu, umhverfisvænar vörur, siðferði og svo framvegis. Markmið rannsóknarinnar er að athuga viðhorf fólks til skyndibitastaða og hvort það vilji sjá þá sýna samfélagslega ábyrgð. Vegna smæðar ritgerðar var ekki hægt að gera bæði megindlega og eigindlega rannsókn til að fá dýpri niðurstöðu um þetta málefni og er því von um að þessi mál verði skoðuð frekar. Setti höfundur fram rannsóknarspurningu sem sjá má hér að neðan: Er aukinn þrýstingur á skyndibitastaði um samfélagslega ábyrgð? Til þess að svara þessari spurningu voru settar upp undirspurningar, svo sem: Telur almenningur að skyndibitastaðir á Íslandi séu samfélagslega ábyrg fyrirtæki?

27 Hvaða hópar sækja skyndibitastaði? Aldur, fjölskylduhagir, ef börn, þá hvaða aldur barna, og svo framvegis Rannsóknartegund Rannsóknir skiptast í tvo flokka, eigindlegar rannsóknir (e. qualitative research), þar sem qualitative er dregið af orðinu gæði (e. quality) og megindlegar rannsóknir (e. quantitative research), þar sem quantitative er dregið af orðinu magn (e. quantity). Eigindleg rannsókn leggur áherslu á ítarlegan skilning á félagslegri og mannlegri hegðun, og ástæðuna á bak við slíka hegðun. Eigindlegir rannsakendur hafa áhuga á skilningi, kanna nýjar hugmyndir og uppgötva hegðunarmynstur. Þessar rannsóknir einkennast af viðtölum við einstaklinga og/eða hópa um ákveðið málefni þar sem verið er að grafast fyrir um merkingu og skilning fólks á ákveðnum hlutum, kanna nýjar hugmyndir og uppgötva hegðunarmynstur. Aldrei er hægt að alhæfa út frá niðurstöðum eigindlegrar rannsóknar en veitir hún dýpri innsýn í viðfangsefni (Háskóli Íslands Félagsvísindastofnun, e.d.; Hoy, 2010). Megindleg rannsókn er vísindaleg rannsókn sem felur í sér bæði tilraunir og aðrar kerfisbundnar aðferðir sem leggja áherslu á eftirlit og magn aðgerðar um árangur. Mælingar og tölfræði er miðpunktur megindlegrar rannsóknar því þær tengja saman raunvísindalegar athuganir og stærðfræðilega tjáningu samskipta. Meðal annars eru notaðir spurningalistar sem lagðir eru fyrir úrtök hópa. Megindlegir rannsakendur skoða þróun, prófa tilgátur, nota líkön og kenningar sem útskýra hegðun (Háskóli Íslands Félagsvísindastofnun, e.d.; Hoy, 2010). Í þessari rannsókn var notast við megindlega rannsókn þar sem spurningalisti var lagður fyrir á internetinu. Var slóð á rafrænan spurningalista send með vefpósti og fólk hvatt til að svara honum og senda inn. Einnig var slóð send á samskiptavefinn Facebook og fólk þar hvatt til að taka þátt ásamt því að deila slóðinni áfram á vini og vandamenn. Úrtakið er sjálfvalið, sem þýðir að fólk ráði sjálft hvort það taki þátt í að svara spurningum eða ekki. Ákveðinn vandi getur verið í sjálfvöldu úrtaki, því ákveðinn minnihlutahópur gæti ákveðið að taka ekki þátt en það getur skekkt niðurstöður og því ekki hægt að alhæfa um þýðið. Sérstaklega var leitað á vef Persónuverndar hvort þyrfti að senda tilkynningu til þeirra vegna rannsóknar eða hvort þörf væri á leyfi, en ekki þótti ástæða til því um nafnlausa spurningakönnun var að ræða (Persónuvernd, e.d.). 17

28 3.1.4 Forathugun Gerð var lítil forathugun til að prófa spurningalistann sem hannaður var af höfundi. Forathugun er góð leið til að komast að því hvort orðalag sé heppilegt og skiljanlegt svo að ekki sé um misskilning að ræða í spurningum eða svörum, hvort uppsetning svara sé þeim eðlileg og reynt er að komast að ýmsum göllum (Bryman & Bell, 2007). Voru þrír spurðir um þátttöku í forkönnun og var útskýrður tilgangur hennar fyrir þeim, en þeir samþykktu svo þátttöku. Um var að ræða einn karlmann á fertugsaldri og tvær konur, eina á fertugsaldri og aðra á þrítugsaldri. Þegar þau höfðu svarað spurningum voru þau spurð hvort þau væru með einhverjar breytingartillögur. Þau komu með þrjár góðar athugasemdir sem höfundur notaði í breytingar á lokauppsetningu spurningalistans sem var svo send út Þátttakendur Þýðið er allir íbúar Íslands. Úrtakið kallast ólíkindaúrtak þar sem líkur á að stak úr þýði lendi í úrtaki eru ekki þekktar. Um er að ræða sjálfvalið úrtak og þar sem könnunin er aðeins tiltæk á internetinu samþykkja ekki allir að taka þátt. Því má segja að úrtakið sé í raun allir þeir sem samþykkja að taka þátt. Erfitt er því að segja til um hversu stórt úrtakið var því um snjóboltaáhrif var að ræða (e. snowball sampling) þar sem þátttakendur voru hvattir til að fá sína vini og vandamenn til að taka þátt með því að áframsenda slóðina á vefkönnunina (Goodman, 1961). Þátttakendur voru spurðir um bakgrunnsupplýsingar þeirra. Það skipti mjög miklu máli til að geta svarað rannsóknarspurningunum betur. Spurt var um kyn, aldur, hjúskaparstöðu, stærð fjölskyldu og tekjur Mælitæki Í rannsókninni var notaður spurningalisti sem útbúinn var sérstaklega af höfundi (sjá viðauka). Listinn samanstóð af fimmtán spurningum, átta spurningum um persónueinkenni og sjö spurningum um viðhorf þeirra til skyndibitastaða og samfélagslegrar ábyrgðar fyrirtækja. Spurningalistinn var settur upp á vefsíðunni Við gerð spurningalistans var haft í huga að auðvelda þátttakendum svörun með einföldu orðalagi, svarmöguleikar voru auðveldir og var könnunin höfð í styttra lagi til að auka líkur á svörun. Netumhverfið var einnig haft einfalt og þægilegt að horfa á. Hafður var örstuttur texti á undan könnuninni sem sagði 18

29 frá höfundi, tilgangi könnunarinnar og að svör væru órekjanleg til sérstakra þátttakenda. Einnig voru sérstakar þakkir við enda könnunarinnar Gagnasöfnun og úrvinnsla Spurningakönnun var send út 23. mars 2013 og var lokað fyrir könnun á miðnætti 31. mars Þá höfðu 964 svarað könnuninni. Af þeim svöruðu 81 aðeins spurningum um persónueinkenni og 33 sem ekki búa á Íslandi og merktu því við ekkert svar í könnuninni, en þau gögn voru ekki notuð í úrvinnslu. Endanlegur fjöldi gildra svarenda var því 850. Úrvinnsla gagna byrjaði 1. apríl 2013 og við tölfræðilega úrvinnslu var forritið Microsoft Excel notað. 19

30 3.2 Niðurstöður Í þessum kafla verður farið yfir niðurstöðu rannsóknarinnar og reynt verður að svara rannsóknarspurningunni ásamt undirspurningunum sem nefndar hafa verið áður, en þær má sjá hér að neðan: Er aukinn þrýstingur á skyndibitastaði um samfélagslega ábyrgð? Undirspurningar Telur almenningur að skyndibitastaðir á Íslandi séu samfélagslega ábyrg fyrirtæki? Hvaða hópar sækja skyndibitastaði? Aldur, fjölskylduhagir, ef börn, þá hvaða aldur barna, og svo framvegis. Verður fyrst farið yfir grunnupplýsingar svarenda til að gera grein fyrir hlutföllum og öðrum mikilvægum upplýsingum og þar næst verður farið yfir niðurstöður úr almennum hluta spurningakönnunarinnar sem snýr að samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja og skyndibitastöðum Grunnupplýsingar svarenda Kynjahlutfall Eins og áður er tekið fram eru 850 svör tekin gild og voru kvenmenn í töluverðum meirihluta og voru þeir nokkuð duglegri að svara könnuninni en þeir voru 634 eða 74,59% en karlmenn 216 eða 25,41% Aldur Mynd 2 - Kynjahlutfall Flestir voru á aldrinum ára eða 33,4% af heildarfjölda. Hópurinn á aldrinum ára var ekki langt frá aldurshópnum fyrir ofan en hann var 31,5%. Hópurinn á 20

31 aldrinum ára var 22,6% af heildarfjölda. Stærsti hluti svarenda er því á aldursbilinu ára, eða 87,5% ,9% 19 ára og yngri Hvaða aldursflokki tilheyrir þú? 3,2% 32,6% 28,2% 32,0% 37,5% 22,9% 21,8% 6,5% 2,1% 6,9% 2,3% ára ára ára ára 60 ára og eldri kk kvk Mynd 3 - Hlutfall kynja eftir aldri Á myndinni má sjá hlutfall kynja eftir aldri miðað við að hvort kyn um sig sé 100%. Sést því að hlutfall kvenna var mest á aldrinum ára og karlkynsins ára Menntun Efsta menntunarstig flestra var stúdentspróf eða sambærilegt próf, eða 33,2%. Þar næst var háskólapróf, 30,9%, og þar á eftir grunnskólapróf eða minna, 16,2%. Hlutfall þeirra sem höfðu framhaldspróf úr háskóla voru 10,6% og 7,3% höfðu iðnmenntun sem efsta menntunarstig. Þeir sem merktu við annað voru 1,8%. 11% 2% 16% Menntun Grunnskólapróf eða minna Iðnmenntun 31% 33% 7% Stúdentspróf eða sambærilegt Háskólapróf Framhaldspróf úr Háskóla Mynd 4 - Hlutfall eftir efsta menntunarstigi 21

32 Hjúskaparstaða Hjúskaparstaða svarenda skiptist eins og sjá má hér að neðan á mynd Hjúskaparstaða ,0% ,1% 28,7% Einhleyp(ur) án barns 18,8% Einstætt foreldri 10,1% 6,5% 14,8% Í sambúð/gift(ur) án barns 5 Í sambúð/gift(ur) með barn/börn kk kvk Mynd 5 - Hlutfall kynja eftir hjúskaparstöðu Eins og sjá má á myndinni eru flestir svarenda í sambúð eða giftir með barn/börn. Hlutfall þeirra af heild er 56%, þar af er hlutfall kvenna 58% og karla 50% af heildarfjölda hvors kyns fyrir sig. Næst stærsti hópur karlmannanna eru einhleypir án barns sem nema 28,7%. Næst stærsti hópur kvenmanna er 18,8% í hópi einstæðra mæðra Fjöldi barna á heimili 3 25,0% 2 15,0% 1 5,0% Fjöldi barna á heimili? 25,1% 24,9% 15,4% 4,0% 1,4% 1 barn 2 börn 3 börn 4 börn 5 börn eða fleiri Mynd 6 - Hlutfall svarenda eftir fjölda barna á heimili 22

33 Sést hér á myndinni fyrir ofan að flest heimili svarenda hafa eitt, tvö eða þrjú börn á heimili. Heild þeirra er 65,4% af heildarúrtaki Aldur barna Aldur barna ára 4-7 ára 8-12 ára ára ára 19 ára og eldri Mynd 7 - Aldur barna á heimili Myndin hér að ofan sýnir á hvaða aldri börn þeirra svarenda sem eiga börn eru. Flest heimilin hafa börn á bilinu 0 12 ára. Vert er þó að vita að hvert heimili getur átt börn á fleiri en einum, tveimur eða þremur aldurshópi Búseta 0,9% 1,8% Búseta 18,6% 13,1% 3,5% Austurland Vesturland 4,6% Norðurland Suðurland Höfuðborgarsvæðið 57,5% Suðurnes Vestfirðir Mynd 8 - Hlutfall svarenda eftir búsetu 23

34 Á myndinni hér að ofan má sjá að stærsti hluti svarenda er af höfuðborgarsvæðinu, rúmur helmingur. Aðrir tveir flokkar eru Suðurnesin og Vesturland, en svarendur af Suðurnesjum telja 18,6% og Vesturland 13,1% Tekjur heimilis fyrir skatta Tekjur heimilis fyrir skatta 34,0% 14,1% 11,8% 14,7% 25,4% Undir 200 þúsund þúsund þúsund þúsund 600 þúsund eða meira Þeir svarendur sem hafa 600 þúsund eða meira í tekjur fyrir skatta er stærsti hópurinn, eða 34% af heild svarenda. 25,4% hafa tekjur á bilinu þúsund á mánuði og aðrir tekjuhópar eru á bilinu 11,8% - 14,7% Niðurstöður úr almennum hluta könnunar Hefur almenningur heyrt um samfélagslega ábyrgð? Til að byrja með höfðu 64,2% heyrt um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja. 26,7% höfðu ekki heyrt um hugtakið, 5,5% vissu ekki hvort þeir hefðu heyrt um það og 3,5% svöruðu ekki spurningunni. Af þeim sem höfðu heyrt um hugtakið voru 30,4% karlmenn en kvenmenn 69,6%. Af þeim sem ekki höfðu heyrt um hugtakið voru karlmenn 15,9% en kvenmenn 84,1%. Þeir sem ekki vissu hvort þeir hefðu heyrt um hugtakið voru 17% karlmenn og 83% kvenmenn. Þeir sem svöruðu spurningunni ekki voru 20% karlmenn og 80% kvenmenn. 24

35 Grunnskólanám eða minna Iðnmenntun Stúdentspróf eða sambærilegt Háskólapróf Framhaldsnám úr háskóla Annað 11,4% 12,7% 15,1% 1,2% 7,4% 5,0% 15,0% 1,8% 26,5% 33,4% 33,1% 37,4% Kyn og menntun - Já 4 35,0% 3 25,0% 2 15,0% 1 5,0% kk kvk Mynd 9 - Hefurðu heyrt um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja? Já. Hlutfall kynja eftir menntun. Sjá má á myndinni hér að ofan flokkun eftir kyni og menntun þeirra svarenda sem höfðu heyrt um CSR, en hvort kyn um sig er 100% og sýna gröfin því 200% í heildina. Þriðjungur karlmannanna sem heyrt hafa um samfélagslega ábyrgð hefur háskólapróf. Næst stærsti hópur karlmannanna sem svöruðu já voru með stúdentspróf eða sambærilegt próf, eða 26,5%. 15,1% höfðu próf úr háskóla. Þeir sem höfðu heyrt um hugtakið og höfðu farið í annars konar nám voru undir 2%. Efsta menntunarstig, 37,4% þeirra kvenmanna sem höfðu heyrt um CSR, var háskólapróf. Næsta stóra hlutfall þar á eftir var 33,4% en þær höfðu stúdentspróf eða sambærilegt og þar á eftir framhaldsnám úr háskóla eða 15%. Það kemur höfundi svo sem ekki á óvart að þrjú stærstu hlutföll beggja kynja sem hafa heyrt um CSR séu með stúdentspróf, háskólapróf eða framhaldspróf úr háskóla því umfjöllun um þessi mál er að aukast í heiminum sem er mjög jákvætt fyrir bæði samfélög, fyrirtæki og stofnanir. Ef svör þeirra sem svöruðu fyrstu spurningunni játandi eru flokkuð niður í menntunarstig og aldur eru þeir sem hafa háskólapróf sem efsta menntunarstig nokkuð vel dreifðir á öllum aldri fyrir utan yngsta aldursflokkinn, en enginn úr þeim flokki svaraði játandi enda fæstir komnir með háskólagráðu á þeim aldri. Ef farið er nánar út í hlutföll hinna flokkanna eru þeir sem höfðu heyrt hugtakið áður 17,9% af heild aldursflokksins ára, 27,8% ára,, 26,6% ára, 28,6% ára og 25

36 Grunnskólanám eða minna Iðnmenntun Stúdentspróf eða sambærilegt Háskólapróf Framhaldsnám úr háskóla Annað 11,1% 19,4% 13,9% 27,2% 6,3% 23,6% 3,1% 1,6% 38,2% 55,6% 16,7% 60 ára og eldri. Þeir svarendur sem hafa stúdentspróf eða sambærilegt próf sem efsta menntunarstig dreifast nokkuð jafnt yfir aldurshópinn þó er hópurinn ára með lægsta hlutfallið 8,9% af heildarfjölda síns aldurshóps, yngsti hópurinn, 19 ára og yngri, eru 12,5% af heildarfjölda síns aldurshóps en hinir eru í kringum 20%. Þeir sem hafa próf úr framhaldsnámi úr háskóla dreifast yfir aldurinn ára. Frá 6,3% úr ára hópi í 15,6% úr aldurshópnum ára. Hjá þeim sem hafa grunnskólanám eða minna sem efstu menntun dreifðist aldurinn ára með hlutfallinu 3,6% - 6,3%. Yngsti hópurinn var 9,4% en elsti 16,7% af heildarfjölda hvors aldurshóps fyrir sig. 6 5 Hefurðu heyrt um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja? - Nei kk kvk Mynd 10 - Hefurðu heyrt um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja? Nei. Hlutfall eftir menntun Líkt og grafið á undan þessu, þá er þessi flokkuð eftir kyni og efsta menntunarstigi og hvort kyn um sig hefur 100% vægi og sýna gröfin því 200% í heildina en einungis eru svör skoðuð sem ekki höfðu heyrt um CSR. Eins og sést, þá er stærsta hlutfall þeirra sem ekki hafa heyrt um CSR með efsta menntunarstigið grunnskólanám eða minna. Karlmenn með efsta menntunarstigið grunnskólanám eða minna eru 55,6% en kvenmenn hafa mikið lægra hlutfall, 27,2%. Næst stærsta hlutfallið sýnir að 19,4% karlmanna með efsta menntunarstigið stúdentspróf eða sambærilegt en hlutfall kvenmanna er mikið meira, eða 38,2%. Háskólamenntaðir karlmenn sem ekki höfðu heyrt um hugtakið voru 13,9% heild karlmanna og kvenmenn aðeins fleiri með sömu 26

37 menntun, eða 23,6%. Þeir sem höfðu iðnmenntun eða framhaldsnám úr háskóla sem efsta stig menntunar voru á milli 0% - 6,3%. Búast mátti við því að hlutfallið af allri heild svarenda aldursflokksins 19 ára og yngri sem hafa grunnskólanám eða minna sem efsta menntunarstig er 40,6% sem sýnir að líkur eru á að ekki sé farið að fjalla um hugtakið af neinu viti í grunnskóla. Aðrir aldursflokkar voru á bilinu 3,8% - 11,2% af heildarfjölda hvers aldurshóps með sama menntunarstig. Ef flokka á eftir aldursflokki og menntun áfram, þá var yngsti hópurinn, 19 ára og yngri, sem höfðu stúdentspróf eða sambærilega menntun, stærsti hópurinn með hlutfallið 18,8% af heildarfjölda þess aldurshóps. Með aldrinum lækkaði hlutfallið en aldurshópurinn var með hlutfallið 14,2%, ára 6,3%, ára 7,8%, ára 5,4% og enginn 60 ára og eldri svaraði spurningunni neitandi. Þeir sem höfðu háskólagráðu sem efsta menntunarstig voru 11,1% í flokknum 60 ára og eldri af heildarfjölda aldurshópsins. Aðrir aldurshópar voru á bilinu 3,57% - 7,09% Telur fólk skyndibitastaði vera samfélagslega ábyrga? Önnur spurning almenna hluta könnunarinnar var um viðhorf fólks um hvort það telji skyndibitastaði á Íslandi vera samfélagslega ábyrga. Kom í ljós að tæplega helmingur svarenda telja þá ekki samfélagslega ábyrga, eða 49,8%. Aðeins 8% svarenda finnst þeir samfélagslega ábyrgir. Þó eru 37,1% sem höfðu ekki skoðun á þessu. 5,2% svarenda skildu spurningu þessa eftir auða. Kynjahlutföll svaranna eru svipuð, þó er aðeins stærra hlutfall karlmanna af heildarfjölda karlmanna meðal svarenda könnunarinnar sem svara neitandi við spurningunni, eða 56,5% á móti 47,5% kvenna. Ef svör eru flokkuð eftir kynjum ásamt aldurskiptingu einnig og hlutföll tekin af hvoru kyni fyrir sig í hverjum aldursflokki af heildarfjölda hvers aldurshóp kemur í ljós að yngsti karlkynshópurinn sem sagði já við spurningu tvö er 42,9% en kvenmenn á sama aldri eru aðeins 4% af heildarfjölda síns kyns og aldurshóps. Karlmenn á aldrinum ára með sama útreikningi á hlutföllum eru 14,8% en kvenmenn 6,3%. Hlutföll aldursins ára eru ansi lág, 3,7% hjá karlkyninu og 5,9% hjá kvenkyninu. Hlutföll kynjanna á aldrinum ára eru karlmenn 8,5% og kvenmenn 9,7%. Hjá aldurshópnum ára eru karlmenn 6,7% og kvenmenn í 14,6% og 60 ára og eldri eru karlmenn 20% af heildarfjölda karlmanna í þeim aldursflokki og kvenmenn 7,7%. Á grafinu hér að neðan má sjá betur hlutföllin falla. Það er áhugavert að sjá að 42,9% karlmanna á aldrinum 19 ára og yngri þyki skyndibitastaðir samfélagslega ábyrgir ásamt því að 20% karlmanna á aldrinum 60 ára 27

38 og eldri séu sömu skoðunar á meðan aldursflokkar kvenmanna hafa prósentutölu á bilinu 4% - 14,6%. Meðalhlutfall þeirra karlmanna sem eru þessarar skoðunar ef flokkað er eftir kyni er 16,1% á meðan meðalhlutfall kvenmanna er aðeins 8%. 7 Telur þú skyndibitastaði á Íslandi sýna samfélagslega ábyrgð? ára og yngri ára ára ára ára 60 ára 19 ára og eldri og yngri ára ára ára ára 60 ára og eldri Já Nei kk kvk Mynd 11 - Hlutföll kynja eftir aldri. Hlutfall tekið af heildarfjölda kynja skipt upp í aldurshópa Á myndinni hér að ofan má sjá skiptingu svarenda eftir hlutfalli í hópa sem svara játandi (vinstri hluti) og neitandi (hægri hluti) við spurningunni sem er feitletruð fyrir ofan grafið. Hóparnir eru flokkaðir eftir kyni og aldri. Sést að mun fleiri karlmenn og kvenmenn svara spurningunni neitandi, en 19 ára og yngri karlmenn ásamt 60 ára karlmönnum eru þó færri. Meðalhlutfall þeirra karlmanna sem hafa þá skoðun að skyndibitastaðir séu ekki samfélagslega ábyrgir ef flokkað er eftir kyni er 44,8% og meðalhlutfall kvenna 43,9%. Yngsti hópurinn lækkar meðaltalið þó nokkuð eins og sést á grafinu, ásamt elsta aldursflokki karlmanna og næst elsta aldursflokki kvenmanna. Þeir sem töldu sig ekki vita hvort skyndibitastaðir væru samfélagslega ábyrgir skiptust nokkuð jafnt á milli aldurshópa karlmanna, frá 23,4% hjá aldurshópnum ára og upp í 42,9% hjá yngsta hópnum. Hjá kvenmönnunum voru kvenmenn 68% hjá yngsta hópnum, 48,8% hjá ára, 42% hjá ára, og minnst 23,1% hjá elsta aldurshópnum. Hlutfall þeirra sem skildu spurninguna eftir auða fór hækkandi eftir aldri 28

39 Grunnskólapróf eða minna Iðnmenntun Stúdentspróf eða sambærilegt Háskólapróf Framhaldspróf úr Háskóla Annað Grunnskólapróf eða minna Iðnmenntun Stúdentspróf eða sambærilegt Háskólapróf Framhaldspróf úr Háskóla Annað hjá báðum kynjum, frá 0% upp í 7,7% að fráskildu 0% hjá karlmönnum í hópnum ára og 20% hjá karlmönnum í elsta aldursflokki. Telur þú skyndibitastaði á Íslandi sýna samfélagslega ábyrgð? Já 25,0% 2 15,0% 1 5,0% 8,2% 7,3% 8,6% 11,1% 5,8% 15,8% 8,4% 6,3% 6,3% 7,7% kvk kk Mynd 12 - Hlutfall kynjanna eftir menntun Já Ef svarendur eru flokkaðir eftir kyni og efsta menntunarstigi og hlutfall tekið af heildarfjölda þeirra sem hafa það ákveðna menntunarstig sem aftur er kynjaskipt, kemur í ljós að flestir karlmenn sem svara játandi við spurningunni hafa stúdentspróf en flestir kvenmennirnir sem svara játandi hafa iðnmenntun en þó munar 7,2% á mesta hlutfalli kynjanna. 20 Telur þú skyndibitastaði á Íslandi sýna samfélagslega ábyrgð? Nei ,0% 37,1% 46,2% 46,2% 59,4% 53,7% 59,3% 52,6% 54,0% 69,2% 84,6% 10 kvk kk Mynd 13 - Hlutfall kynjanna eftir menntun - Nei Ef svör þeirra sem svöruðu spurningunni neitandi og sama aðferð var notuð til að reikna út hlutfallið, kemur í ljós að eftir því sem menntunin verður meiri, eykst hlutfall 29

40 Grunnskólapróf eða minna Iðnmenntun Stúdentspróf eða sambærilegt Háskólapróf Framhaldspróf úr Háskóla Annað 31,7% 29,6% 26,3% 34,9% 19,2% 53,6% 54,3% 42,2% 29,3% 31,3% kvenkynsins. Úr 32% þeirra sem hafa grunnskólapróf eða minna sem efsta stig menntunar upp í 59,4% þeirra sem hafa framhaldspróf úr háskóla. Sama gerist hjá karlkyninu að undantekinni dýfu þeirra sem hafa stúdentspróf eða sambærilegt. Hlutfallið fer úr 53,7% þeirra sem hafa grunnskólapróf eða minna upp í 69,2% þeirra sem hafa framhaldspróf úr háskóla. Aðeins tveir karlmenn eru í flokknum annað og báðir svöruðu spurningunni neitandi og er því hlutfallið fremur ómarktækt. Sama má segja um þá kvenmenn sem eru í flokknum annað, aðeins 13 eru í flokknum og 11 svöruðu spurningunni neitandi og því marktækara en hugsanlega þó nokkur skekkjumörk. Telur þú skyndibitastaði á Íslandi sýna samfélagslega ábyrgð? Veit ekki kk kvk Mynd 14 - Hlutfall kynjanna eftir menntun - Veit ekki Mun fleiri kvenmenn vita ekki hvort þær telji skyndibitastaði á Íslandi sýna samfélagslega ábyrgð eða ekki. Sjá má á grafinu að með aukinni menntun virðist skoðun þeirra vera sterkari. Óvissa 53,6% kvenna er með grunnskólapróf eða minna sem fer niður í 31,3% með framhaldspróf úr háskóla og 29,3% þeirra með háskólapróf. Sama má segja um karlmennina, óvissa um skoðun þeirra á þessu málefni virðist minnka með aukinni menntun, frá 31,7% þeirra með grunnskólapróf í 19,2% þeirra með framhaldspróf úr háskóla, að undanskildum 34,9% þeirra sem hafa grunnmenntun úr háskóla. 30

41 Telur þú skyndibitastaði á Íslandi sýna samfélagslega ábyrgð? kk kvk kk kvk Já Einhleyp(ur) án barns Í sambúð/gift(ur) án barns Einstætt foreldri Nei Í sambúð/gift(ur) með barn/börn Mynd 15 - Hlutfall kynjanna eftir hjúskaparstöðu Þegar hlutföll kynjanna eru skoðuð frá sjónarhorni hjúskaparstöðu kemur nokkuð skemmtilegt í ljós, því bæði kyn þeirra sem eru í sambúð eða eru gift og án barns hefur hátt hlutfall af heild þeirra sem svara spurningunni játandi, sem sést feitletruð fyrir ofan grafið, miðað við þá sem eru foreldrar, hvort sem um er að ræða einstæða eða þá sem eru í sambúð eða giftir. Einhleypir karlmenn svöruðu spurningunni játandi en einhleypar konur sem vekur upp margar spurningar. Hjá þeim sem svöruðu spurningunni neitandi má sjá að þeir karlmenn sem eru í sambúð eða giftir án barns eru í lægra hlutfalli við aðra karlmenn. Flestir karlmenn sem telja skyndibitastaði á Íslandi ekki sýna samfélagslega ábyrgð eru í sambúð eða giftir með að minnsta kosti eitt barn á heimili, eða yfir 60% þeirra karlmanna sem hafa þessa hjúskaparstöðu. Einnig má sjá að rúmlega 50% kvenna hafa sömu hjúskaparstöðu. Næst stærsta hlutfall kvenna sem svara þessari spurningu neitandi eru einstæðar mæður, eða 45,4%. Aðeins 37,3% einhleypra kvenna finnst skyndibitastaðirnir ekki sýna CSR, sem segir okkur að ansi stórt hlutfall fólks veit ekki hvað því finnst um þetta mál, miðað við að aðeins 3,6% kvenna svöruðu spurningunni játandi. 31

42 Austurland Höfuðborgarsvæðið Norðurland Suðurland Suðurnes Vestfirðir Vesturland 35,9% 37,5% 48,9% 46,2% ,4% Telur þú skyndibitastaði á Íslandi sýna samfélagslega ábyrgð? ,7% 8,4% 1 7,7% 6,3% 9,0% Já Nei Mynd 16 - Hlutfall eftir búsetu Hlutfall þeirra sem svöruðu spurningunni játandi, sem sést feitletruð fyrir ofan grafið, er frá 0% upp í 10%. Stærsta hlutfallið er á Norðurlandi en enginn á Vestfjörðum svaraði spurningunni játandi, en þó eru aðeins 8 manns þaðan sem svöruðu könnuninni og því ansi há skekkjumörk. Hlutfall frá þremur landsvæðum sem finnst skyndibitastaðir ekki sýna samfélagslega ábyrgð nær 60%, á Austurlandi, Norðurlandi og Vesturlandi. Hlutföllin á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum eru svipuð, tæplega 50%, svöruðu neitandi, sem kemur höfundi ekki á óvart því gríðarlegur fjöldi skyndibitastaða er á þessum svæðum og ekki allir að spá í þessa hluti. Það er þægilegt að koma við á leiðinni úr vinnunni og ná í mat og margt í boði. Þó kemur höfundi á óvart hversu lágt hlutfall þeirra sem svöruðu spurningunni neitandi er á Suðurlandi og Vestfjörðum. Hlutföllin eru þó nokkuð há hjá þeim sem ekki eru vissir með skoðun sína á því hvort þeir telji skyndibitastaði sýna samfélagslega ábyrgð eða ekki. Til dæmis eru Vestfirðir með hæsta hlutfallið, eða 62,5%. Næst þar á eftir er Suðurland með 46,2% og Suðurnes með hlutfallið 40,5%. Höfuðborgarsvæðið er með næsta hlutfall, 37,8% og Norðurland 30%. Vesturland er í 27% og Austurland með lægsta hlutfallið 26,7%. 32

43 5 46,3% 47,2% 5 53,3% Telur þú skyndibitastaði á Íslandi sýna samfélagslega ábyrgð? 6,0% 6,5% Undir 200 þúsund þúsund 8,8% 7,5% þúsund þúsund 9,7% 600 þúsund eða meira Já Nei Mynd 17 - Hlutfall eftir tekjum heimila fyrir skatta Eins og sést á myndinni hér að ofan þá hækkar hlutfall þeirra sem svara spurningunni, sem sést feitletruð fyrir ofan grafið, játandi. Úr 6% þeirra sem tekjur undir 200 þúsund á mánuði upp í 9,7% þeirra sem hafa tekjurnar 600 þúsund eða meira. Hlutfall þeirra sem svara neitandi fer hækkandi eftir tekjum að undanskildum þeim sem hafa tekjur undir 200 þúsund, en ástæðan fyrir því gæti verið sú að þeir sem þéna minna spái betur í hvernig skyndibitastað þeir velja og hvað þeir láta ofan í sig. Þeir sem hafa 600 þúsund í tekjur eða meira eru í hæsta hlutfalli í báðum tilfellum, það er þeir sem svara spurningunni játandi og neitandi. Kenning höfundar um af hverju þeir sem hafa hæstu tekjurnar séu í báðum tilfellum með hæsta hlutfall er sú að sá hópur sem svaraði játandi er ekki mikið að spá í samfélagslega ábyrgð skyndibitastaðanna og er hugsanlega sama og þeir sem svöruðu neitandi við spurningunni eru hugsanlega betur menntaðir. Höfundur kannaði það, og jú, það virtist rétt. Hlutfallið fer hækkandi með aukinni menntun, eins og sjá má í töflunni hér að neðan. Menntun Grunnskólapróf eða minna 8,7% Iðnmenntun 12,9% Stúdentspróf eða sambærilegt 12,8% Háskólapróf 22,8% Framhaldspróf úr Háskóla 34,4% Annað 46,7% Tafla 2 - Hlutfall eftir menntun og kyni þeirra sem svöruðu nei 33

44 1 sinni eða oftar í viku 2-3 sinnum í mánuði 1 sinni í mánuði 1-6 sinnum á ári Ég fer ekki á skyndibitastaði (Blanks) 14,7% 15,3% 12,5% 0,9% 1,1% 1,4% 0,8% 24,8% 24,4% 30,6% 34,2% 39,4% Hversu oft fer almenningur á skyndibitastaði að meðaltali? Þriðja spurningin í almenna hluta könnunarinnar var Hversu oft ferð þú (og/eða fjölskyldan þín) á skyndibitastaði að meðaltali?. Sjá má á grafinu hvernig heildin skiptist og hverjir möguleikar svara voru hér fyrir neðan. Hverst oft ferðu á skyndibitastaði að meðaltali? 45,0% 4 35,0% 3 25,0% 2 15,0% 1 kk 5,0% kvk Mynd 18 - Hlutfall kynjanna eftir hversu oft svarendur fara á skyndibitastaði Sést á grafinu hér að ofan að bæði kyn fara oftast 2 3 sinnum í mánuði á skyndibitastaði. Karlmenn eru svo í miklum meirihluta þeirra sem fara 1 sinni í viku eða oftar en þeir eru 30,6% af heildarfjölda karlmanna sem tóku þátt í könnuninni en kvenmenn 14,7%. Stærra hlutfall kvenmanna fara svo sjaldnar á skyndibitastaði, 24,8% þeirra fara 1 sinni í mánuði á móti 15,3% karlmanna og 24,4% kvenmanna fara 1 6 sinnum á ári á móti 12,5% karlmönnum. Þeir sem ekki segjast fara á skyndibitastaði eru aðeins 0,9% karlmanna og 1,1% kvenmenn. Mjög lítið hlutfall skyldi þessa spurningu eftir auða. Þegar hópnum, sem fer 1 sinni í viku eða oftar á skyndibitastaði að meðaltali, er skipt niður eftir kyni og aldri sést að karlmennirnir fara oftar á staðina svona oft, en þeir eru með hærra hlutfall í öllum aldursflokkum. Hlutfallið er tekið af heildarfjölda hvors kyns fyrir sig í hverjum aldurshópi. 34

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll. Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands

Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll. Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands Yfirlit erindis Meginmarkmið og bakgrunnur Nokkrar skilgreiningar Rannsóknaraðferðir

More information

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Svíþjóð - stjórnsýslan Þrjú formleg stjórnsýslustig Sveitarfélög, 290 talsins (Local level) Lén, 20 talsins (Regional level) Landsstjórn, 349 þingmenn (National

More information

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018 Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu September 2018 Samantekt Íslandsstofa framkvæmdi viðhorfskönnun í júlí og ágúst 2018 meðal erlendra söluaðila sem selja ferðir til Íslands.

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2011:1 27. maí 2011 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga frá sveitarfélögum árlega um fjárhagsaðstoð, félagslega heimaþjónustu

More information

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar 1 Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar Introduction to rotating machines 2 Grunnhugtök og meginþættir Klassískar gerðir véla Riðstraumsvélar Samfasavél (synchronous machine) Spanvél (induction machine

More information

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur CHEMISTRY The Central 9th Edition Hlutfallareikningur: AðA reikna út frá formúlum og efnajöfnum fnum Lavoisier: Massi varðveitist í efnahvörfum. : lýsa efnahvörfum. Efnajafna : Hvarfefni og myndefni: 2H

More information

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum Raddir fjölbreyttra kennarahópa Sólveig Karvelsdóttir, lektor, HÍ Hafdís Guðjónsdóttir, dósent, HÍ Rannsóknin er hluti af tveimur rannsóknum Fjölbreyttir kennarahópar

More information

Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja í mismunandi menningarheimum

Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja í mismunandi menningarheimum Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja í mismunandi menningarheimum Lokaritgerð til BS gráðu Höfundur: Anna Jóna Baldursdóttir Leiðbeinandi: Ingibjörg Guðmundsdóttir Viðskiptadeild Ágúst 2011 Lokaritgerð til

More information

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be Stefnumótun tun Rf Hlutverk (Mission) Why we exist Gildi (Core values) What we believe in Framtíðarsýn (Vision) What we want to be Stefna (Strategy) Our Game plan Stefnumiðað árangursmat Balanced Scorecard

More information

BSc. ritgerð. Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga

BSc. ritgerð. Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga BSc. ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga Eva Úlla Hilmarsdóttir Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Þórhallur Örn Guðlaugsson Febrúar

More information

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

Tölvu- og netnotkun einstaklinga 2011 Computer and Internet usage by individuals 2011

Tölvu- og netnotkun einstaklinga 2011 Computer and Internet usage by individuals 2011 2011:2 6. september 2011 Tölvu- og netnotkun einstaklinga 2011 Computer and Internet usage by individuals 2011 Samantekt Nettenging er til staðar á 93% íslenskra heimila. Árleg fjölgun nettengdra heimila

More information

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson Samstarf HR og IGI Ólafur Andri Ragnarsson Leikjaiðnaðurinn 2021 Leikjaiðnaðurinn 2021 5.000 störf 70 milljarðar í heildarútflutningstekjur ef... Photo Ian Parker http://parkerlab.bio.uci.edu/nonscientific_adventures/iceland_man.ht

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 8. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Sérfræðingur í persónurétti Yfirlit Stóra myndin Skyldur GDPR Aðlögunarferli Áskoranir og praktísk ráð 2 3 Yfirlit: Hvað er GDPR?» GDPR

More information

Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006

Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006 Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006 Rannsóknarmiðstöð HR í nýsköpunar- og frumkvöðlafræðum Rögnvaldur J. Sæmundsson Silja Björk Baldursdóttir Mars 2007 GEM - frumkvöðlastarfsemi 2006

More information

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012 Nr. 28/32 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012 2013/EES/28/07 frá 8. júní 2012 um framkvæmdarreglur vegna beitingar 16. gr.

More information

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa Efnisyfirlit Þróun félagsauðs í grannríkjunum Bandaríkin Skandinavía Meginland Evrópu Þróunin á Íslandi Félagsþátttaka Frumtengsl Félagsrof Félagsauður,

More information

Reykingar, holdafar og menntun kvenna í borg og bæ

Reykingar, holdafar og menntun kvenna í borg og bæ Reykingar, holdafar og menntun kvenna í borg og bæ Ágrip Laufey Steingrímsdóttir 1,2 næringarfræðingur Elínborg J. Ólafsdóttir 3 verkfræðingur Lilja Sigrún Jónsdóttir 4 læknir Rafn Sigurðsson 3, tölfræðingur

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr. 54 8. árgangur

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2011 Municipal social services 2011

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2011 Municipal social services 2011 2012:1 4. október 2012 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Árið fengu 7.715 heimili fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og hafði heimilum sem þáðu slíkar greiðslur fjölgað um 805

More information

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (MFT/MFS) og tannátu í lykiltönnum SVANHVÍT. SÆMUNSÓTTIR*, THR ASPEUN**, SIGURÐUR RÚNAR SÆMUNSSN***, INGA. ÁRNAÓTTIR* HEIRIGÐISVÍSINASVIÐ HÁSKÓA

More information

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs?

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Hvernig getur málefni sem ekki er skilgreint sem námsgrein í grunnskóla eða námssvið

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2010:1 12. maí 2010 Félagsþjónusta sveitarfélaga 2007 2009 Municipal social services 2007 2009 Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga árlega um félagslega heimaþjónustu og fjárhagsaðstoð

More information

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM Skýrsla fyrir skólaárið 2016-2017 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 2 1. Inngangur... 3 2. Markmið og tilgangur matsins... 3 3. Aðferðir og framkvæmd matsins... 3 4.

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2013 Municipal social services 2013

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2013 Municipal social services 2013 2014:3 9. október 2014 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Árið fengu 8.042 heimili fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og hafði heimilum sem þáðu slíkar greiðslur fjölgað um 306

More information

Framhaldsskólapúlsinn

Framhaldsskólapúlsinn Framhaldsskólapúlsinn Mat á líðan og skólabrag í framhaldsskólum Málþing um geðrækt í framhaldsskólum 20. september 2013 Almar M. Halldórsson Skólapúlsinn Skólapúlsinn er veflægt sjálfsmatskerfi fyrir

More information

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Stillt upp fyrir tískumyndatöku í Hörpu. Samantekt unnin fyrir Höfuðborgarstofu mars 2017 Höfundur: Rögnvaldur Guðmundsson Rannsóknir

More information

Laun á almennum vinnumarkaði 2005 Earnings in the private sector 2005

Laun á almennum vinnumarkaði 2005 Earnings in the private sector 2005 26:1 14. júlí 26 Laun á almennum vinnumarkaði 25 Earnings in the private sector 25 Samantekt Árið 25 voru regluleg mánaðarlaun á almennum vinnumarkaði að meðaltali 244 þúsund krónur, heildarmánaðarlaun

More information

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur?

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur? Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur? Málþing um byggðamál og svæðasamvinnu 14. mars 2014 Stefanía Traustadóttir Heimsókn til Norðurbotns (Oulu) apríl 2012 Þátttakendur: Ragnheiður

More information

RAFRÆNN REIKNINGUR. Eiginleikar, ávinningur og kröfur

RAFRÆNN REIKNINGUR. Eiginleikar, ávinningur og kröfur RAFRÆNN REIKNINGUR Eiginleikar, ávinningur og kröfur EIGINLEIKAR REIKNINGUR (HEFÐBUNDINN) Inniheldur/flytur gögn. Viðskiptaaðilar, Hvað er selt, Greiðsluupplýsingar Skattaupplýsingar ofl. Birtir gögn Prentað

More information

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Áhrif lofthita á raforkunotkun Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Júlí 2017 Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Orkustofnun Júlí 2017 Útgefandi: Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Sími: 569 6000, Fax, 568

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

Einelti íslenskra skólabarna og heilsa

Einelti íslenskra skólabarna og heilsa Einelti íslenskra skólabarna og heilsa Niðurstöður landskönnunnar á heilsutengdum afleiðingum eineltis Helena Rún Pálsdóttir Ritgerð til BS prófs 12 einingar Einelti skólabarna og heilsa Niðurstöður landskönnunnar

More information

Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi -

Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi - Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi - Rannveig Björnsdóttir Strandbúnaður 2017, Grand Hótel Reykjavík, 13.-14.mars YFIRLIT erindis Dæmi: doktorsverkefni RBj 2005-2010 BAKGRUNNUR VANDAMÁLIÐ

More information

Samanburður á meintri dulrænni reynslu Íslendinga árin 1974 og 2006

Samanburður á meintri dulrænni reynslu Íslendinga árin 1974 og 2006 Samanburður á meintri dulrænni reynslu Íslendinga árin 1974 og 2006 Erlendur Haraldsson Árin 1974-1975 framkvæmdi höfundur, þá nýráðinn lektor í sálfræði við Háskóla Íslands, umfangsmikla könnun um dulræna

More information

Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin

Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin 1996-1 Brynja Ármannsdóttir 1 læknanemi Laufey Tryggvadóttir 2 faraldsfræðingur Jón Gunnlaugur Jónasson 1,2,4 sérfræðingur í meinafræði Elínborg J. Ólafsdóttir

More information

Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu

Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu Er hlutfall barna yfir kjörþyngd hætt að aukast? Stefán Hrafn Jónsson Lýðheilsustöð Margrét Héðinsdóttir Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins Mars 2010 Líkamsþyngd barna

More information

Kortlagning á fjölda og högum utangarðsfólks í Reykjavík

Kortlagning á fjölda og högum utangarðsfólks í Reykjavík Kortlagning á fjölda og högum utangarðsfólks í Reykjavík Velferðarsvið Reykjavíkurborgar Skrifstofa sviðsstjóra deild gæða og rannsókna Elín Sigríður Gunnsteinsdóttir Gopro: VEL2017010031 September 2017

More information

HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS. Hagstærðir Verzlunarmannafélags Reykjavíkur

HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS. Hagstærðir Verzlunarmannafélags Reykjavíkur HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS Hagfræðistofnun Háskóla Íslands Odda v/sturlugötu Sími: 525-4500/525-4553 Fax: 525-4096 Heimasíða: www.ioes.hi.is Tölvufang: ioes@hag.hi.is Hagstærðir Verzlunarmannafélags

More information

Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi

Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi Lokaverkefni til B.Ed. prófs Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi Eru ánægðir foreldrar bestu bandamenn kennara? Halldóra Gísladóttir 300955-5419 Kennaraháskóli Íslands

More information

Einelti og líðan. Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014. Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ

Einelti og líðan. Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014. Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Einelti og líðan Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014 Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til B.A. gráðu í sálfræði Hug- og félagsvísindadeild

More information

Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/ /10

Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/ /10 Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/04-2009/10 Stefán Hrafn Jónsson Háskóli Íslands, Landlæknisembættið Margrét Héðinsdóttir Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins

More information

Verkferlar í tengslum við fæðuofnæmi og fæðuóþol í leikskólum Reykjavíkurborgar

Verkferlar í tengslum við fæðuofnæmi og fæðuóþol í leikskólum Reykjavíkurborgar Verkferlar í tengslum við fæðuofnæmi og fæðuóþol í leikskólum Reykjavíkurborgar Aðalheiður Rán Þrastardóttir lýðheilsufræðingur, Fríða Rún Þórðardóttir 2 næringarráðgjafi og næringarfræðingur, Jóhanna

More information

Fæðuvenjur á unglingsárum og miðjum aldri og tengsl við áhættu á brjóstakrabbameini

Fæðuvenjur á unglingsárum og miðjum aldri og tengsl við áhættu á brjóstakrabbameini Fæðuvenjur á unglingsárum og miðjum aldri og tengsl við áhættu á brjóstakrabbameini Verkefni til doktorsprófs í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands Nemandi: Álfheiður Haraldsdóttir Leiðbeinendur: Laufey

More information

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn -

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM Schengen ráðstefna 6. október 2011 - Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - Áherslur - Lögreglan á Suðurnesjum - Framkvæmd landamæraeftirlits - Umhverfið - Álag á Ísland

More information

Skipulagsform íslenskra fyrirtækja í sveiflukenndu viðskiptaumhverfi

Skipulagsform íslenskra fyrirtækja í sveiflukenndu viðskiptaumhverfi Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, 13. árgangur, 2. tölublað, 2016 Skipulagsform íslenskra fyrirtækja í sveiflukenndu viðskiptaumhverfi 2007-2016 Ásta Dís Óladóttir, Ingi Rúnar Eðvarðsson og Guðmundur

More information

- hönnun og prófun spurningalista

- hönnun og prófun spurningalista Notkun náttúruefna, fæðubótarefna og lausasölulyfja - hönnun og prófun spurningalista Ágrip Anna Birna Almarsdóttir 1 DÓSENT VIÐ LYFJAFRÆÐIDEILD HÍ Magnús Sigurðsson 2 LYFJAFRÆÐINGUR Vilmundur Guðnason

More information

Reykjavík-Rotterdam, rannsókn á vöruútflutningi til Niðurlands (Hollands) Reykjavík-Rotterdam, a study of exports of goods to the Netherlands

Reykjavík-Rotterdam, rannsókn á vöruútflutningi til Niðurlands (Hollands) Reykjavík-Rotterdam, a study of exports of goods to the Netherlands 2. nóvember 2015 Reykjavík-Rotterdam, rannsókn á vöruútflutningi til Niðurlands (Hollands) Reykjavík-Rotterdam, a study of exports of goods to the Netherlands Samantekt Markmið þessarar rannsóknar er að

More information

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2 1 Examples 2 Sýnidæmi 2 2 Example 25-1 Gefið er 3 fasa, 3 teina raforkukerfi samkvæmt meðfylgjandi einlínumynd. Allar stærðir á myndinni eru í einingakerfinu ( per unit ). Seríuviðnám háspennulínanna er

More information

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna Samanburðarrannsókn nóvember 2012 Ari Klængur Jónsson www.mcc.is Árnagötu 2-4 400 Ísafjörður Sími: 450-3090 Fax: 456-0215 mcc@mcc.is 1 Velferðarráðuneytið

More information

Skóli án aðgreiningar

Skóli án aðgreiningar Skóli án aðgreiningar Viðhorf sérkennara í grunnskólum til stefnunnar skóli án aðgreiningar Rannveig Klara Matthíasdóttir Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Skóli án aðgreiningar

More information

Rannsókn á viðhorfi starfsmanna Garðabæjar til samræmds Verklags vegna gruns um ofbeldi, vanrækslu eða áhættuhegðun barna

Rannsókn á viðhorfi starfsmanna Garðabæjar til samræmds Verklags vegna gruns um ofbeldi, vanrækslu eða áhættuhegðun barna BA ritgerð Félagsráðgjöf Rannsókn á viðhorfi starfsmanna Garðabæjar til samræmds Verklags vegna gruns um ofbeldi, vanrækslu eða áhættuhegðun barna Karítas Bjarkadóttir Leiðbeinandi Elísabet Karlsdóttir

More information

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gylfi Magnússon Viðskiptafræðideild Ritstjóri Ingjaldur Hannibalsson Rannsóknir í félagsvísindum XIII. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2012 Reykjavík:

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Íslenskir stjórnendur: Einkenni, stjórnunaraðferðir og árangur

Íslenskir stjórnendur: Einkenni, stjórnunaraðferðir og árangur Bifröst Journal of Social Science 3 (2009) 45 Íslenskir stjórnendur: Einkenni, stjórnunaraðferðir og árangur Ingi Rúnar Eðvarðsson, Guðmundur Kristján Óskarsson Ágrip: Í þessari grein er varpað ljósi á

More information

Horizon 2020 á Íslandi:

Horizon 2020 á Íslandi: Horizon 2020 á Íslandi: - Árangur Íslands í Horizon2020 - Hvernig getur Rannís veitt ykkur aðstoð? Kristmundur Þór Ólafsson Alþjóðasvið Rannís Landstengiliður (NCP) fyrir H2020 Hvað er H2020? Rammaáætlun

More information

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og 2006. Kolbeinn Árnason Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE: Coordination of information on the environment eða: Samræming umhverfisupplýsinga

More information

Heilsa og líðan Íslendinga Framkvæmdaskýrsla

Heilsa og líðan Íslendinga Framkvæmdaskýrsla Heilsa og líðan Íslendinga 2012 Framkvæmdaskýrsla Heilsa og líðan Íslendinga 2012 Heilsa og líðan Íslendinga 2012. Framkvæmdaskýrsla Framkvæmdaskýrsla Höfundar: Jón Óskar Guðlaugsson, verkefnisstjóri hjá

More information

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Power Point leiðbeiningar Sjónarhorn View Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Outline view - Yfirlitshamur Hér er hægt að rita minnispunkta við hverja glæru fyrir þann sem

More information

Öryggi barna skiptir miklu máli, börnin eru

Öryggi barna skiptir miklu máli, börnin eru Sálfræðiritið Tímarit Sálfræðingafélags Íslands 16. árg. 2011, bls. 73 79 Öryggi barna í innkaupakerrum: Áhrifarík leið til að forðast slys Háskóli Íslands Öryggi barna ætti að skipta foreldra miklu máli.

More information

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ / 1004720-1004720-3-ABC 2.1.2018 09::16 Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær»»» Reykjavík/HÍ 06:42 06:44 06:45 06:47 06:51 06:52 06: 07:17 07:18 07:22 07:28 07:29 07:31 07:32 07:34 07:36 07:38

More information

Félags- og mannvísindadeild

Félags- og mannvísindadeild Félags- og mannvísindadeild BA-ritgerð Félagsfræði Dagblaðalestur íslenskra ungmenna Sylvía Rut Sigfúsdóttir Janúar 2010 Félags- og mannvísindadeild BA-ritgerð Félagsfræði Dagblaðalestur íslenskra ungmenna

More information

UNGT FÓLK BEKKUR

UNGT FÓLK BEKKUR UNGT FÓLK 16 8.. BEKKUR Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun, heilsuhegðun, heilsuvísar, líðan og framtíðarsýn ungmenna í framhaldsskólum á Íslandi. ÆSKULÝÐSRANNSÓKNIR FRÁ 1992 Ungt fólk 16 Grunnskólar

More information

Vaxtarsaga Marel. Snjólfur Ólafsson og Auður Hermannsdóttir

Vaxtarsaga Marel. Snjólfur Ólafsson og Auður Hermannsdóttir Vaxtarsaga Marel Snjólfur Ólafsson og Auður Hermannsdóttir Alþjóðlegur vöxtur íslenskra fyrirtækja og erlendar fjárfestingar síðustu ára hafa vakið mikla athygli hér á landi og víðar. Grein þessi varpar

More information

Hvernig hljóma blöðin?

Hvernig hljóma blöðin? Hvernig hljóma blöðin? Um áherslur í tónlistarumfjöllun íslenskra dagblaða Sunna Þrastardóttir Lokaverkefni til MA gráðu í blaða- og fréttamennsku Félagsvísindasvið Hvernig hljóma blöðin? Um áherslur í

More information

Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008.

Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008. GR 10:03 Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008. Guðlaugur Einarsson, geislafræðingur Ágúst 2010 Geislavarnir ríkisins Icelandic Radiation Safety Authority Rauðarárstíg 10 150 Reykjavík s. 5528200

More information

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Þórólfur Guðnason yfirlæknir Sóttvarnalæknir, Embætti landlæknis Nóvember 2014 Gastegundir frá eldgosum >95% H 2 O, CO 2 SO 2

More information

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile HUGPRÓ Betware QA & Agile 26.02.2010 Head Quarters Betware Reykjavík Betware DK Copenhagen Denmark Betware Solutions CA Kamloops, BC Betware Madrid Spain Certus Odense Denmark Betware Sp. z o.o. Warsaw

More information

Notkun heimila og einstaklinga á tæknibúnaði og interneti 2002 og 2003 Use of ICT and Internet by households and individuals 2002 and 2003

Notkun heimila og einstaklinga á tæknibúnaði og interneti 2002 og 2003 Use of ICT and Internet by households and individuals 2002 and 2003 2004:3 15. mars 2004 Notkun heimila og einstaklinga á tæknibúnaði og interneti 2002 og 2003 Use of ICT and Internet by households and individuals 2002 and 2003 Samantekt Næstum öll heimili á Íslandi hafa

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

STOÐKERFISVERKIR HJÁ HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRUM OG TENGSL VERKJA VIÐ STREITU

STOÐKERFISVERKIR HJÁ HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRUM OG TENGSL VERKJA VIÐ STREITU Þórey Agnarsdóttir, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra á Akureyri Hafdís Skúladóttir, Háskólanum á Akureyri Hjördís Sigursteinsdóttir, Háskólanum á Akureyri Sigríður Halldórsdóttir, Háskólanum á Akureyri

More information

Nr desember 2014 REGLUGERÐ. um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila.

Nr desember 2014 REGLUGERÐ. um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila. REGLUGERÐ um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila. 1. gr. Gildissvið. Reglugerð þessi gildir um tengda lögaðila sem eiga í viðskiptum skv. 3.-5. mgr. 57. gr. laga nr. 90/2003, um

More information

Rannsókn á útgjöldum heimilanna Household expenditure survey

Rannsókn á útgjöldum heimilanna Household expenditure survey 2011:2 9. desember 2011 Rannsókn á útgjöldum heimilanna 2008 2010 Household expenditure survey 2008 2010 Samantekt Niðurstöður úr samfelldri rannsókn á útgjöldum heimilanna eru nú birtar fyrir árin 2008

More information

Félagsvísar: Skortur á efnislegum gæðum 2014 Social indicators: Material deprivation 2014

Félagsvísar: Skortur á efnislegum gæðum 2014 Social indicators: Material deprivation 2014 2015:6 3. júlí 2015 Félagsvísar: Skortur á efnislegum gæðum 2014 Social indicators: Material deprivation 2014 Samantekt Hlutfall fólks sem skorti efnisleg gæði á Íslandi lækkaði úr 6,6 í 5,5 milli áranna

More information

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Útg. Dags. Höf. Rýnir Samþykkur Lýsing 3 11/01 2006 GG EH Lokaskýrsla II 2 21/12 2005 GG SvSv Lokaskýrsla I 1 15/12 2005 GG Uppkast 1

More information

Elítur á Íslandi einsleitni og innbyrðis tengsl

Elítur á Íslandi einsleitni og innbyrðis tengsl n Fræðigreinar STJÓRNMÁL Elítur á Íslandi einsleitni og innbyrðis tengsl Magnús Þór Torfason, lektor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Þorgerður Einarsdóttir, próf. við Stjórnmálafræðideild Háskóla

More information

Flóabandalagið. Launakönnun September október 2016

Flóabandalagið. Launakönnun September október 2016 Flóabandalagið Launakönnun 2016 September október 2016 Skýrsla þessi og innihald hennar er eingöngu til innanhússnota hjá því fyrirtæki, stofnun eða einstaklingi sem hana keypti. Öll opinber birting eða

More information

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Jón Viðar Jónmundsson 1 og Emma Eyþórsdóttir 2 1 Bændasamtökum Íslands 2 Rannsóknarstofnun landbúnaðarins/lbh á Hvanneyri Inngangur Fyrsta

More information

Félagsvísar: Ungt fólk í foreldrahúsum Social indicators: Young people living with their parents

Félagsvísar: Ungt fólk í foreldrahúsum Social indicators: Young people living with their parents 21. nóvember 16 Félagsvísar: Ungt fólk í foreldrahúsum Social indicators: Young people living with their parents Samantekt Hlutfall ungs fólks sem býr með foreldrum sínum hefur hækkað á undanförnum árum.

More information

Health at a Glance: OECD Indicators 2005 Edition. Heilbrigðismál í hnotskurn: Rit OECD Samantekt. Summary in Icelandic. Útdráttur á íslensku

Health at a Glance: OECD Indicators 2005 Edition. Heilbrigðismál í hnotskurn: Rit OECD Samantekt. Summary in Icelandic. Útdráttur á íslensku Health at a Glance: OECD Indicators 2005 Edition Summary in Icelandic Heilbrigðismál í hnotskurn: Rit OECD 2005 Útdráttur á íslensku Samantekt Heilbrigðiskerfi í OECD ríkjum verða sífellt umfangsmeiri

More information

Tölvu- og netnotkun á Íslandi og í öðrum Evrópulöndum 2014 Computer and Internet usage in Iceland and other European countries 2014

Tölvu- og netnotkun á Íslandi og í öðrum Evrópulöndum 2014 Computer and Internet usage in Iceland and other European countries 2014 2015:1 23. janúar 2015 Tölvu- og netnotkun á Íslandi og í öðrum Evrópulöndum 2014 Computer and Internet usage in Iceland and other European countries 2014 Samantekt Netnotkun Íslendinga eykst um tæp tvö

More information

HVERNIG Á AÐ META ÁHÆTTU?

HVERNIG Á AÐ META ÁHÆTTU? 85 HVERNIG Á AÐ META ÁHÆTTU? Það er hægt að mæla áhættu og minnka hana. Árið 1988 var ávöxtun á hlutabréfum Flugleiða 47,2% en þremur árum síðar, árið 1991, var hún neikvæð um 11,9%. Ávöxtun spariskírteina

More information

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Kynning í Dalskóla 6. desember 2018 Gautur Þorsteinsson, verkfræðingur Um útvarpsþjónustu Fyrsta útsending útvarpsdagskrár 1920 Útsendingar útvarps

More information

Vaxandi ójöfnuður? Tekjudreifing og fátækt í OECD ríkjum

Vaxandi ójöfnuður? Tekjudreifing og fátækt í OECD ríkjum Growing Unequal? : Income Distribution and Poverty in OECD Countries Summary in Icelandic Vaxandi ójöfnuður? Tekjudreifing og fátækt í OECD ríkjum Útdráttur á íslensku Hefur tekjuójöfnuður aukist í tímans

More information

Mannfjöldaspá Population projections

Mannfjöldaspá Population projections 29. júní 216 Mannfjöldaspá 216 265 Population projections 216 265 Samantekt Í miðspá mannfjöldaspár Hagstofu Íslands er gert ráð fyrir að íbúar gætu orðið 442 þúsund árið 265. Þeim hefði þá fjölgað úr

More information

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík Notkun merkis Veðurstofu Íslands Veðurstofa Íslands Bústaðavegur 9 150 Reykjavík +354 522 60 00 +354 522 60 01 vedur@vedur.is Maí 2009 2 Efnisyfirlit Merki 3 Litanotkun 5 Merki í fleti 6 Stærð merkisins

More information