Skýrsla mennta- og menningarmálaráðherra til Alþingis um framkvæmd skólastarfs í framhaldsskólum skólaárin 2008/2009 til 2012/2013

Size: px
Start display at page:

Download "Skýrsla mennta- og menningarmálaráðherra til Alþingis um framkvæmd skólastarfs í framhaldsskólum skólaárin 2008/2009 til 2012/2013"

Transcription

1 Skýrsla mennta- og menningarmálaráðherra til Alþingis um framkvæmd skólastarfs í framhaldsskólum skólaárin 2008/2009 til 2012/2013 (Lögð fyrir Alþingi á 145. löggjafarþingi )

2 2 Innihald Helstu niðurstöður og staða mála... 3 Inngangur... 4 I Stjórnskipan framhaldsskólastigsins Skólanefnd Skólaráð Skólafundur Kennarafundur Nemendafélag Foreldraráð Starfsgreinaráð Útgáfa nýrrar aðalnámskrár fyrir leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla II Skólar Skólar á framhaldsskólastigi Sértækt nám á framhaldsskólastigi III Nemendur Nýnemar og innritun Skráðir nemendur Fjarnám Aldur nemenda, skólasókn og námsgengi Búseta Nemendur með erlent ríkisfang og af erlendum uppruna Brautskráningar Brotthvarf úr námi og námsgengi IV Starfsfólk V Mat og eftirlit Ytra mat Stofnanaúttektir Úttektir á innra mati í framhaldsskólum samkvæmt eldri lögum um framhaldsskóla VI Fjárveitingar til framhaldsskólastigsins VII Ýmis verkefni á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis VIII Listi yfir framhaldsskóla sem störfuðu á því tímabili sem skýrslan nær til:... 52

3 3 Helstu niðurstöður og staða mála Tíminn frá 2008 til 2013 var tími breytinga í innra starfi skólanna og umbrota í ytra umhverfi þeirra. Árið 2008 voru sett ný lög um framhaldsskóla, nr. 92/2008, og sama ár varð efnahagslegt áfall sem átti eftir að hafa áhrif á starfsemi skólanna. Meðal upplýsinga sem koma fram í skýrslunni má nefna: Á framhaldsskólastigi er rekinn 31 framhaldsskóli og 10 sérskólar árið Tveir háskólar og Keilir bjóða upp á aðfararnám að háskólanámi á framhaldsskólastigi. Á árunum voru 15 skólar með nám á viðbótarstigi og stunduðu 870 til 990 nemendur slíkt nám á hverju ári á tímabilinu. Átta framhaldsskólar höfðu nemendur skráða á viðbótarstig, flestir í Tækniskólanum, á bilinu nemendur. Meira en 95% 16 ára unglinga sækja framhaldsskóla eftir að hafa lokið grunnskóla. Haustið 2014 innrituðust nýnemar sem höfðu lokið grunnskóla um vorið í framhaldsskóla landsins. Til viðbótar hófu nemendur nám í framhaldsskólum sem gera alls nemendur. Nýnemar sem voru eldri en 18 ára voru Árið 2013 stunduðu nemendur nám á framhaldsskólastigi. Fjölmennasti framhaldsskóli landsins árið 2013 var Tækniskólinn með skráða nemendur. Fámennastir voru Framhaldsskólinn á Húsavík og Framhaldsskólinn á Laugum með rúmlega 100 nemendur. Framhaldsskólanemendum fækkaði um rúmlega á árunum frá 2009 til % nemenda stundaði nám á höfuðborgarsvæðinu. Meðalaldur nemenda í framhaldsskólum var 21,7 ár árið Yfir helmingur nemenda Tækniskólans var 25 ára eða eldri. Skólaárið 2012/2013 voru brautskráningar á framhaldsskólastigi. Brautskráningar frá framhaldsskólunum voru rúmlega fimm þúsund talsins eða um 83% af öllum brautskráningum. 62% brautskráninga voru af stúdentsnámsbrautum. Meðalaldur þeirra sem brautskráðust af stúdentsnámsbrautum var 21 ár og miðgildið 20 ár. Af starfsnámsbrautum var meðalaldur brautskráðra 29 ár og miðgildi aldurs 25 ár. Árið 2010 höfðu 58,2% nemenda sem innrituðust sem nýnemar sex árum áður útskrifast úr námi, 29,6% höfðu horfið frá námi án þess að ljúka því og 12,2% voru enn skráð í skóla án þess að hafa lokið prófi. Skólaárið 2011/2012 störfuðu alls við framhaldsskóla og sérskóla landsins og þar af um í framhaldsskólunum. Kennarar og leiðbeinendur og hlutfall kvenna af framhaldsskólakennurum var 52%. Tæplega helmingur starfsfólks við kennslu var 50 ára eða eldra árið 2012 og einn af hverjum fimm var 60 ára eða eldri. Það þýðir að u.þ.b. 350 stöðugildi munu losna við framhaldsskóla landsins á næstu 5-10 árum þegar starfsmenn munu láta af störfum. Heildarkostnaður vegna framhaldsskólastigsins árið 2014 var 26 milljarðar króna. Árið 2014 voru útgjöld ríkissjóðs af framhaldsskólastiginu öllu 22,3 milljarðar sem var 86% af heildarkostnaði og útgjöld ríkissjóðs vegna framhaldsskólanna 31 voru um 17,5 milljarður sem var 67% af heildarkostnaði framhaldsskólastigsins.

4 Inngangur 4 Í lögum um framhaldsskóla nr. 92/2008 er ákvæði þess efnis að mennta- og menningarmálaráðherra skuli á þriggja ára fresti gera Alþingi grein fyrir framkvæmd skólahalds í framhaldsskólum. Í fyrri lögum frá 1996 var að finna samhljóðandi ákvæði. Fyrirliggjandi skýrsla tekur til skólaáranna , , , og Í völdum tilfellum eru settar fram eldri upplýsingar til að gefa gleggri mynd af þróun mála. Skýrslan er sú fimmta sem ráðherra leggur fram á Alþingi um skólahald í framhaldsskólum. Í skýrslunni er að finna margvíslegar upplýsingar um skólastarf á framhaldsskólastigi, s.s. um fjölda skóla, nemenda og kennara, skiptingu nemenda á námsbrautir, brautskráningar, mat á skólastarfi og fjárveitingar til framhaldsskóla. Skýrslan byggist aðallega á upplýsingum frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu og Hagstofu Íslands. Í tengslum við bæði lögbundið eftirlit ráðuneytisins með framhaldsskólastarfi og innleiðingu laga um framhaldsskóla frá 2008 fól ráðuneytið Félagsvísindastofnun að afla upplýsinga um starfsemi framhaldsskóla með því að senda spurningalista til allra skólameistara skólaárið Markmiðið var að meta stöðu innleiðingar nýrra laga. Í framhaldi af því var gefin út skýrsla með samantekt með svörum skólameistara. Í fyrirliggjandi skýrslu er m.a. stuðst við upplýsingar sem fram komu í þessum athugunum. Skólaárið var lögð önnur könnun fyrir skólameistara um innleiðingu laganna til að fylgja fyrri könnuninni eftir. Við gerð hennar var tekið mið af niðurstöðum könnunar frá 2009, sérstaklega hvað varðar þau atriði sem ekki þóttu uppfylla einstök lagaákvæði. Þá var bætt við spurningum sem tengjast reglugerðum sem gerðar hafa verið við lögin, um innleiðingu aðalnámskrárinnar. Lögð var áhersla á að kanna lögbundna þætti í starfi framhaldsskóla. Almennt markmið laga um framhaldsskóla frá 2008 er að styrkja framhaldsskólastigið í íslensku menntakerfi og tryggja að gott samræmi sé í uppbyggingu þess og tengslum við önnur skólastig. Sérstaða og hlutverk framhaldsskólastigsins eru undirstrikuð en þau felast m.a. í því að markmið náms á framhaldsskólastigi eru í senn almenn og sértæk. Framhaldsskólanám er sá lokaundirbúningur sem menntakerfið býr mörgum áður en þeir hefja atvinnuþátttöku. Það styður við og gefur tækifæri til frekari menntunar fyrir marga sem hafa verið á vinnumarkaði til lengri eða skemmri tíma og framhaldsskólanám er undirbúningur og í mörgum tilvikum forsenda frekara náms. Samtímis er lögð áhersla á samfélagslegt hlutverk framhaldsskóla og rétt og skyldur þeirra sem skólunum er ætlað að þjóna. Lög nr. 92/2008 um framhaldsskóla miða að því að: - réttur nemenda til skólavistar og náms verði styrktur, m.a. með fræðsluskyldu stjórnvalda til 18 ára aldurs, - gildi stúdentsprófs sem undirbúnings fyrir háskólanám verði óskorað en framhaldsskólum gefinn kostur á að byggja upp sveigjanlegt námsframboð hvað inntak og skipulag náms varðar, - skipulag skólastarfs miðist við kröfur og væntingar nemenda þar sem sveigjanleiki námsskipulags verði stóraukinn, námsleiðum fjölgað og skilyrði sköpuð fyrir fleiri til að ljúka skilgreindu námi og þar með draga úr brothvarfi, - efla ráðgjöf og stuðning við nemendur og taka upp framhaldsskólapróf sem byggt verði á sérstökum námsbrautum, - veita framhaldsskólum frelsi til að þróa sérstakar námsbrautir sem byggjast á sérstöðu þeirra og styrkleika og spurn eftir sérhæfðum námsleiðum og úrræðum, - draga stórlega úr miðstýringu á námsframboði og í námskrárgerð, - auka svigrúm og sveigjanleika við gerð námsbrautarlýsinga með því m.a. að taka upp nýtt einingamatskerfi, - mat á vinnu nemenda í öllu námi á framhaldsskólastigi, þ.m.t. í iðn- og verknámi, verði gagnsætt og sambærilegt og stúdentspróf á bóknáms- og verknámsbrautum jafngilt, - fela menntastofnunum aukna ábyrgð á að þróa námsframboð á mörkum skólastiga til að auka sveigjanleika og möguleika nemenda við flutning þeirra milli skólastiga, - tryggja hag og stöðu nemenda í iðn- og verknámi, og starfsnámi almennt, m.a. með því að framhaldsskólar beri ábyrgð á vinnustaðanámi, - gæði náms verði tryggð með því að efla innra og ytra mat á skólastarfi og með stuðningi við umbætur í skólastarfi.

5 Á grundvelli laganna hafa verið gefnar út eftirfarandi reglugerðir: 5 reglugerð nr. 614/2009 um gjaldtökuheimildir opinberra framhaldsskóla reglugerð nr. 1150/2008 um innritun nemenda, reglugerð nr. 70/2010 um mat og eftirlit í framhaldsskólum, reglugerð nr. 241/2009 um matsnefnd leikskóla-, grunnskóla- og framhaldsskólakennara, reglugerð nr. 160/2010 um matsnefnd náms- og starfsráðgjafa, reglugerð nr. 762/2010 um námsorlof kennara og stjórnenda framhaldsskóla, reglugerð nr. 230/2012 um nemendur með sérþarfir í framhaldsskóla, reglugerð nr. 654/2009 um rétt nemenda í framhaldsskólum til kennslu í íslensku, reglugerð nr. 711/2009 og nr. 1007/2009 um skipan og störf starfsgreinaráða, reglugerð nr. 242/2009 um sprotasjóð leik-, grunn- og framhaldsskóla, reglugerð nr. 669/2010 um störf og starfshætti undanþágunefndar framhaldsskóla, reglugerð nr. 698/2009 um sveinspróf, reglugerð nr. 235/2012 um upplýsingaskyldu framhaldsskóla um skólahald, aðra kerfisbundna skráningu og meðferð persónuupplýsinga um nemendur, reglugerð nr. 426/2010 um viðurkenningu einkaskóla á framhaldsskólastigi og reglugerð nr. 840/2011 um vinnustaðanám og starfsþjálfun á vinnustað. Æ fleiri þeirra nemenda sem ljúka námi á grunnskólastigi innritast til náms í framhaldsskóla en umtalsverður fjöldi hverfur frá námi án þess að ljúka skilgreindum áföngum eða lokaprófi. Almennari sókn í framhaldsskóla kallar á að námsframboð og fyrirkomulag náms sé í takt við mismunandi markmið og námsforsendur nemenda. Minni stýring á námsskipan og inntaki náms af hálfu menntamálayfirvalda þýðir að skólum er falið aukið ábyrgðarhlutverk við að leggja mat á þörf fyrir námsframboð. Þetta kallar jafnframt á æskilega nýsköpun enda liggur þekkingin á ástandi mála hjá skólunum og þeir því í stakk búnir að bregðast við aðstæðum sem geta verið býsna ólíkar milli landshluta.

6 I Stjórnskipan framhaldsskólastigsins 6 Nám á framhaldsskólastigi er skipulagt sem framhald af námi á grunnskólastigi. Það miðar að lokaprófi, svo sem framhaldsskólaprófi, starfsréttindaprófi, stúdentsprófi eða öðrum skilgreindum námslokum sem geta miðast við tiltekin störf og veitt sérstök réttindi þeim tengd. Í lögum nr. 92/2008 um framhaldsskóla segir að hlutverk framhaldsskóla sé að stuðla að alhliða þroska allra nemenda og virkri þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi með því að bjóða hverjum nemanda nám við hæfi. Framhaldsskólar búa nemendur undir þátttöku í atvinnulífinu og frekara nám. Þeir skulu leitast við að efla færni nemenda í íslensku máli, bæði töluðu og rituðu, efla siðferðisvitund, ábyrgðarkennd, víðsýni, frumkvæði, sjálfstraust og umburðarlyndi nemenda, þjálfa þá í öguðum og sjálfstæðum vinnubrögðum, jafnrétti og gagnrýninni hugsun, kenna þeim að njóta menningarlegra verðmæta og hvetja til þekkingarleitar. Framhaldsskólar sinna miðlun þekkingar og þjálfun nemenda þannig að þeir öðlist færni til að gegna sérhæfðum störfum og hafi forsendur til að sækja sér frekari menntun. Mennta- og menningarmálaráðherra fer með yfirstjórn þeirra málefna sem lög um framhaldsskóla taka til og ber ábyrgð á eftirfarandi: a. almennri stefnumótun í málefnum framhaldsskóla, b. aðalnámskrá og staðfestingu á námskrám og námsbrautarlýsingum skóla, c. eftirliti með stjórnsýslu og skólastarfi, d. stuðningi við þróunarstarf í framhaldsskólum og þróun námsefnis, e. söfnun, úrvinnslu og miðlun upplýsinga um skólastarf. Ríkissjóður greiðir rekstrarframlög til þeirra framhaldsskóla sem njóta framlaga í fjárlögum. Skólar sem njóta framlaga í fjárlögum eru opinberir framhaldsskólar og aðrir framhaldsskólar sem ráðherra gerir þjónustusamninga við um kennslu á framhaldsskólastigi enda hafi þeir hlotið viðurkenningu mennta- og menningarmálaráðherra. 1.1 Skólanefnd Ráðherra skipar skólanefnd við framhaldsskóla til fjögurra ára í senn samkvæmt ákvæði 5. gr. laga um framhaldsskóla. Í skólanefnd skulu sitja fimm einstaklingar. Tveir eru skipaðir samkvæmt tilnefningum sveitarstjórna og þrír án tilnefningar. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti. Nefndin kýs sér formann til eins árs í senn. Áheyrnarfulltrúar eru þrír með málfrelsi og tillögurétt, einn tilnefndur af kennarafundi, einn af nemendafélagi skólans og einn af foreldraráði, til eins árs í senn. Skólameistari situr fundi skólanefndar með málfrelsi og tillögurétt. Hann er framkvæmdastjóri nefndarinnar. Hlutverk skólanefndar er að: a. marka áherslur í starfi skólans og stuðla að sem bestri þjónustu við íbúa á starfssvæði skólans og tengslum hans við atvinnu-, félags- og menningarlíf, b. vera skólameistara til samráðs um námsframboð skóla, c. staðfesta skólanámskrá að fenginni umsögn almenns skólafundar og fylgjast með framkvæmd hennar, d. veita skólameistara umsögn um árlega starfs- og fjárhagsáætlun í samræmi við niðurstöður fjárlaga og fylgjast með framkvæmd hennar, e. vera skólameistara til samráðs um fjárhæð þeirra gjalda sem skólameistari ákveður skv. 45. gr., f. vera skólameistara til samráðs um samninga sem viðkomandi skóli gerir, g. vera skólameistara til samráðs um starfsmannamál, h. veita ráðherra umsögn um umsækjendur um stöðu skólameistara. Í könnun um innleiðingu laga um framhaldsskóla sem send var 31 skólameistara árið 2009 var spurt hvort fulltrúar kennara, nemenda og foreldra ættu sæti í skólanefnd. Allir skólameistarar sögðu kennara eiga sæti í skólanefnd, 29 sögðu nemendur eiga fulltrúa í skólanefnd og 26 sögðu foreldra eiga sæti í skólanefnd. Það vantar því nokkuð upp á að ákvæði 5.gr. laganna sé uppfyllt í öllum skólum.

7 7 1.2 Skólaráð Samkvæmt 7. gr. laga um framhaldsskóla skal skólaráð vera skólameistara til samráðs og aðstoðar. Skólameistari er oddviti skólaráðs sem auk hans skal skipað staðgengli hans og fulltrúum kennara og nemenda. Samkvæmt könnun meðal skólameistara frá 2009 var skólaráð starfandi í 30 skólum af 31. Að meðaltali voru sex fulltrúar í skólaráði og hlutfall kynja var jafnt. 1.3 Skólafundur Í framhaldsskólum skal halda skólafund a.m.k. einu sinni á skólaári, sbr. 9. gr. laga um framhaldsskóla. Allir starfsmenn skóla eiga rétt til setu á skólafundi ásamt fulltrúum nemenda samkvæmt nánari ákvörðun skólameistara. Á skólafundi er rætt um málefni viðkomandi skóla. Fundargerð skólafundar skal kynnt skólanefnd. Í könnun meðal skólameistara frá 2009 kom fram að í flestum framhaldsskólum hafði skólafundur verið haldinn síðan ný lög um framhaldsskóla tóku gildi eða í 26 skólum af 31. Skólameistarar og rektorar þeirra 26 skóla sem sögðu skólafund hafa verið haldinn síðan nýju lögin voru sett voru spurðir hversu oft hann hefði verið haldinn. Í 77% skólanna hafði skólafundur verið haldinn einu sinni til þrisvar síðan ný lög voru sett Af svörum frá nokkrum skólum má þó ráða að ekki hafi verið um eiginlega skólafundi að ræða heldur starfsmannafundi. Þeir fimm skólameistarar sem ekki höfðu haldið skólafund eftir að ný lög voru sett 2008 voru beðnir um skýringu á því hvers vegna það hefði ekki verið gert. Dæmi um skýringar sem gefnar voru: Ekki varð af fundi síðastliðið skólaár en hann er í undirbúningi. Ekki gafst tilefni til fundar. Starfsmannafundir voru haldnir en nemendur voru ekki með. Tveir fundir voru haldnir með starfsfólki sér (kennurum og öðrum starfsmönnum) og aðrir með nemendum sér, þar af annar með ráðherra, starfsfólki og nemendum. Skólafundur hefur ekki verið boðaður vegna annarra fundahalda. 1.4 Kennarafundur Í framhaldsskólum skal, samkvæmt 10. gr. laga um framhaldsskóla, halda kennarafund a.m.k. tvisvar sinnum á skólaári. Skólameistari boðar til fundar, leggur fram dagskrá og stýrir fundi eða felur öðrum stjórn hans. Fundargerð kennarafundar skal kynnt skólanefnd. Almennir kennarafundir í framhaldsskólum skulu fjalla um stefnumörkun í starfi skóla, m.a. námsskipan, kennsluhætti, gerð skólanámskrár, tilhögun prófa og námsmat. Kennarafundur kýs við upphaf haustannar fulltrúa í skólaráð. Kennarafundur kýs einnig áheyrnarfulltrúa í skólanefnd. Að meðaltali voru haldnir níu kennarafundir í framhaldsskólunum á skólaárinu Fæstir voru þeir fjórir en flestir 21 í einum skólanna. 1.5 Nemendafélag Samkvæmt 39. gr. laga um framhaldsskóla skal starfa nemendafélag í hverjum framhaldsskóla. Nemendafélag vinnur m.a. að félags-, hagsmuna- og velferðarmálum nemenda. Það setur sér reglur um skipan, starfssvið og starfshætti. Nemendafélög starfa á ábyrgð skóla. Nemendafélögum skal búin aðstaða til starfsemi sinnar. Í könnun meðal skólameistara um innleiðingu laga um framhaldsskóla frá 2009 kom fram að nemendafélag væri starfandi í öllum framhaldsskólunum á landinu. 1.6 Foreldraráð Við hvern framhaldsskóla skal starfa foreldraráð, sbr. 50. gr. laga um framhaldskóla. Hlutverk foreldraráðs er að styðja við skólastarfið, huga að hagsmunamálum nemenda og í samstarfi við skólann efla samstarf foreldra og forráðamanna ólögráða nemenda við skólann. Félagsmenn geta verið foreldrar nemenda við skólann. Foreldraráð tilnefnir einn áheyrnarfulltrúa í skólanefnd. Í könnun meðal skólameistara frá 2009 kom fram að foreldraráð voru starfandi í 26 skólum af 31. Forsvarsmenn þeirra skóla voru beðnir um að gefa skýringu á því hvers vegna foreldraráð starfaði ekki við skólann og kom m.a. fram að ekki hefði verið áhugi fyrir því hjá foreldrum, erfitt hefði verið að ná til foreldra þar sem þeir væru dreifðir um allt land og að foreldraráð yrði stofnað fljótlega. Foreldraráð var skipað tveimur til átta fulltrúum í þeim skólum þar sem það var til staðar. Að meðaltali voru fimm fulltrúar í foreldraráði og voru konur þar í miklum meirihluta.

8 8 1.7 Starfsgreinaráð Samkvæmt 24. gr. laga um framhaldsskóla skal ráðherra skipa til fjögurra ára í senn starfsgreinaráð fyrir starfsgreinaflokka eða starfsgreinar. Í starfsgreinaráði skulu eiga sæti fimm til níu fulltrúar, þar af tveir til fjórir tilnefndir af samtökum atvinnurekenda, tveir til fjórir af samtökum launþega í viðkomandi starfsgreinum og einn fulltrúi tilnefndur sameiginlega af Félagi íslenskra framhaldsskóla og Kennarasambandi Íslands. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti. Starfsgreinaráð eru, hvert á sínu sviði, ráðherra til ráðgjafar um starfsnám á framhaldsskólastigi. Hlutverk þeirra er eftirfarandi: a. að gera tillögur um almenn markmið náms og skilgreina þarfir fyrir kunnáttu og hæfni sem námsbrautarlýsingar fyrir viðkomandi starfsgreinar byggjast á og eru hluti af almennum hluta aðalnámskrár framhaldsskóla og gera tillögur um lokamarkmið náms, b. að setja viðmið fyrir skiptingu náms í skóla- og vinnustaðanám, c. að gera tillögur um uppbyggingu og inntak prófa í einstökum starfsgreinum, d. að halda skrá yfir fyrirtæki og vinnustaði sem uppfylla skilyrði til vinnustaðanáms, sbr. 28. gr., e. að gera tillögur að námsbrautarlýsingum fyrir einstakar námsbrautir sem framhaldsskólar geta haft til viðmiðunar, sbr. 23. gr., og f. að veita ráðherra umsögn um námsbrautarlýsingar starfsnáms sem einstakir skólar leita eftir staðfestingu á af hálfu ráðherra. Starfsgreinaráð eru skipuð í eftirtöldum starfsgreinaflokkum: a. bygginga- og mannvirkjagreinum, b. heilbrigðis-, félags- og uppeldisgreinum, c. hönnunar- og handverksgreinum, d. matvæla-, veitinga- og ferðaþjónustugreinum, e. málmtækni-, vélstjórnar- og framleiðslugreinum, f. rafiðngreinum, g. samgöngu-, farartækja- og flutningsgreinum, h. skrifstofu- og verslunargreinum, i. snyrtigreinum, j. umhverfis- og landbúnaðargreinum og k. upplýsinga- og fjölmiðlagreinum. Árið 2010 fékk mennta- og menningarmálaráðuneytið sérfræðinga til að leita svara við því hvernig framkvæmd og verklagi starfsgreinaráða og starfsgreinanefndar væri best háttað til ársins Í skýrslu með niðurstöðum, Starfsgreinaráð og starfsgreinanefnd: Stefna og verklag frá 2010, eru eftirfarandi þrír valkostir taldir vera fyrir hendi til að tryggja starfsgreinaráðum nauðsynlega aðstöðu og stuðning og auka skilvirkni þeirra: 1. Óbreytt staða varðandi umsýslu en endurskoðað verklag og fjármögnun. 2. Öll starfsgreinaráð gera þjónustusamning við Iðuna eða aðra þjónustustofnun. 3. Sett verði á laggirnar þjónustustofnun sem heyrir undir mennta- og menningarmálaráðuneyti og öll starfsgreinaráð tilheyra. Skýrsluhöfundar lögðu ekki mat á hvaða valkost þeir teldu fýsilegastan en hver þeirra felur í sér mismunandi áhrif á rekstur starfsgreinaráða, virkni og möguleg tækifæri til aukinnar skilvirkni. Í kjölfarið var myndað í ráðuneytinu teymi þriggja starfsmanna sem skiptu á milli sín að vera tengiliðir við ráðin og hitta þau eftir þörfum. Teymið hélt reglulega samráðsfundi um starfsemi ráðanna. Unnið var einfalt reiknilíkan þar sem ráðunum var skipt í flokka og greiðslur til þeirra ákveðnar á grundvelli líkansins. Jafnframt var ráðunum sent skapalón fyrir frágang og uppsetningu ársskýrslna og reikninga og því fylgt eftir að unnið væri samkvæmt þessu. 1.8 Útgáfa nýrrar aðalnámskrár fyrir leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla 2011 Í framhaldi af setningu nýrra laga árið 2008 um leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla hófst vinna við innleiðingu þeirrar menntastefnu sem þar er mörkuð. Undirstöðuatriði í þeirri vinnu er gerð aðalnámskrár fyrir

9 skólastigin þrjú og er í fyrsta skipti sameiginlegur fyrsti kafli í námskrá skólastiganna en þar er fjallað um hlutverk aðalnámskrár, grunnþættina, fagmennsku kennara og mat á skólastarfi. 9 Aðalnámskrá er rammi um skólastarfið á þessum skólastigum og leiðsögn um tilgang þess og markmið. Hún birtir heildarsýn um menntun og útfærir nánar þá menntastefnu sem felst í lögunum. Aðalnámskrá er ætluð stjórnendum, skóla, kennurum og öðru starfsfólki í skólakerfinu. Einnig veitir hún nemendum, foreldrum þeirra, opinberum stofnunum, félagasamtökum, aðilum atvinnulífsins og almenningi upplýsingar um tilgang og starfsemi skóla. Við mótun nýrra námskráa tók mennta- og menningarmálaráðherra ákvörðun um að hugað yrði sérstaklega að hlutverki skólakerfisins í þeirri uppbyggingu og endurmótun samfélagsins sem nú ætti sér stað. Lögð var sérstök áhersla á vinnu við aðalnámskrár þar sem einstaklings- og samfélagsmiðuð gildi almennrar menntunar á skólastigunum þremur eru skilgreind sem grunnþættir menntunar. Grunnþættirnir eru skilgreindir í sameiginlegum inngangskafla í aðalnámskrá leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Þeir tengjast öllum námsgreinum og eru leiðarljós í almennri menntun og starfsháttum ásamt lögbundnum áhersluþáttum, m.a. sjálfsvitund, siðgæðisvitund, félagsvitund, borgaravitund og félagsfærni. Þeir eru læsi, sjálfbærni, lýðræði, jafnrétti, heilbrigði og velferð og sköpun. Samkvæmt framhaldsskólalögum er fræðsluskylda til 18 ára aldurs. Það þýðir að allir ára nemendur sem vilja sækja nám í framhaldsskóla eiga rétt á að komast inn í framhaldsskóla. Þessi breyting kallar á aukna fjölbreytni þannig að allir geti fundið sér nám við hæfi. Ekki er lengur gert ráð fyrir samræmdum námsbrautarlýsingum í námskrá heldur er þróun námsbrauta í höndum kennara og skólastjórnenda. Á stúdentsprófsbrautum er gert ráð fyrir ákveðnum kjarna í íslensku, stærðfræði og erlendum tungumálum og taka verður mið af áherslum sem birtast í grunnþáttum. Í heildina er þó mun meira svigrúm en áður til að útfæra námsbrautir. Með lögum um framhaldsskóla nr. 92/2008 urðu grundvallarbreytingar á skipulagi framhaldsskólans. Lögin gera ráð fyrir að hægt sé að ljúka stúdentsprófi á þremur árum og að ekki sé gerður skýr greinarmunur á kennslu- og prófdögum. Vinnudagar nemenda á hverju skólaári skulu ekki vera færri en 175. Með lögum og námskrá er ekki lengur tilgreindur fjöldi kennslustunda sem hver nemandi á að sækja yfir skólaárið en hver eining á að samsvara þriggja daga vinnu nemanda þar sem hver dagur er u.þ.b. 6-8 vinnustundir (18 24 klukkustunda vinnu). Sú breyting var gerð að stúdentsprófið var skilgreint sem 200 einingar, oft nefndar feiningar til aðgreiningar frá gamla einingarkerfinu sem samsvarar 66 feiningum á skólaári. Feining er mælikvarði á vinnuframlag nemenda í framhaldsskólum óháð því hvort námið sé verklegt eða bóklegt og hvort það fari fram innan kennslustofu eða utan. Samkvæmt lögum um framhaldsskóla færist ábyrgð á námskrárgerð í auknum mæli til framhaldsskólanna. Þeim er nú falið að gera tillögur um námsbrautarlýsingar. Með þessu fá framhaldsskólar aukið umboð til að byggja upp nám sem tekur mið af sérstöðu skóla, þörfum nemenda, nærsamfélags og atvinnulífs. Þetta veitir skólum tækifæri til að bregðast markvisst við þörfum nemenda, samfélags og atvinnulífs, niðurstöðum rannsókna og gæðaeftirlits. Tillögur um námsbrautir þurfa staðfestingu ráðuneytis til að verða hluti af aðalnámskrá framhaldsskóla. Listi yfir samþykktar námsbrautir framhaldsskóla er aðgengilegur á ytri vef mennta- og menningarmálaráðuneytis. Menntamálastofnum hefur umsjón með viðurkenningaferlinu og safnar upplýsingum um viðurkenndar námskrár þar sem hægt verður að nálgast allar upplýsingar um námsbrautir við framhaldsskóla landsins, hvers konar nám fer þar fram og hvernig brautirnar eru uppbyggðar.

10 II Skólar Skólar á framhaldsskólastigi Skólar sem bjóða upp á framhaldsskólanám að loknum grunnskóla voru 31 árið 2013, þar af voru sjö menntaskólar með bekkjakerfi, 20 fjölbrautaskólar með áfangakerfi og fjórir iðn- og verkmenntaskólar með áfangakerfi. Þess utan geta nemendur stundað hluta af námi sínu við aðrar skólastofnanir sem ekki teljast til framhaldsskóla landsins eins og í sérskólum, símenntunarmiðstöðvum og háskólum. Mynd 1. Staðsetning framhaldsskóla Flestir framhaldsskólar voru á höfuðborgarsvæðinu, níu í Reykjavík og fimm í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur. Mynd 2. Staðsetning framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu Tveir nýir framhaldsskólar hófu starfsemi á tímabilinu, Menntaskólinn í Mosfellsbæ hóf starfsemi árið 2009 og Menntaskólinn á Tröllaskaga árið Menntaskólinn Hraðbraut hætti starfsemi árið Rekstrarform framhaldsskóla Samkvæmt lögum rekur ríkið framhaldsskóla en ráðherra getur veitt öðrum leyfi til að starfrækja framhaldsskóla sem sjálfseignarstofnun, hlutafélag eða með öðru rekstrarformi að uppfylltum skilyrðum fyrir viðurkenningu sem sett eru með lögum. Tækniskólinn er einkaskóli og var stofnaður árið 2008 þegar Iðnskólinn í Reykjavík og Fjöltækniskólinn sameinuðust. Að rekstrarfélagi Tækniskólans standa helstu hagsmunasamtök á þjónustusviðum skólans, þ.á m. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), Samtök iðnaðarins, Samorka og Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík. Tækniskólinn er samsettur úr níu skólum sem hver um sig er með skilgreint nám á tilteknu sviði. Verzlunarskóli Íslands er sjálfseignarstofnun sem starfar samkvæmt skipulagsskrá frá árinu Menntaskólinn

11 Hraðbraut var starfræktur á vegum einkahlutafélagsins Hraðbraut ehf. Sérskólar eru starfræktir á vegum einkaaðila. 11 Tafla 1. Nemendur á framhaldsskólastigi eftir tegund menntastofnana Fjölbrauta- og menntaskólar Sérskólar Iðnnemar á samningi Aðfararnám og símenntun Tónlistarskólanám Listnám Alls Hagstofa Íslands 2.2 Sértækt nám á framhaldsskólastigi Sérskólar og starfsmenntanám háskóla Hægt er að stunda nám á framhaldsskólastigi á fleiri stöðum en í framhaldsskólum. Árið 2013 buðu tíu sérskólar upp á nám á framhaldsskólastigi. Stærsti sérskólinn er Keilir - Miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs á Ásbrú sem er menntafyrirtæki í einkaeigu sem býður upp á fjögur sérhæfð meginsvið á framhaldsskólastigi: háskólabrú, flugakademíu, íþróttaakademíu og tæknifræðinám. Meðal annarra sérskóla má nefna hússtjórnarskólana í Reykjavík og á Hallormsstað, Snyrtiskólann og Lögregluskólann. Fisktækniskóli Suðurnesja í Grindavík var stofnaður árið 2010 og býður upp á grunnnám á sviði veiða (hásetanám), fiskvinnslu og fiskeldi á framhaldsskólastigi ásamt endurmenntun fyrir starfandi fólk. Innan Landbúnaðarháskóla Íslands að Hvanneyri fer fram starfsmenntanám í Garðyrkjuskólanum í Hveragerði, annars vegar þriggja ára nám á framhaldsskólastigi og hins vegar í Bændaskólanum sem býður upp á tveggja ára nám í búfræði á framhaldsskólastigi. Háskólinn á Hólum bauð upp á starfsmenntanám til ársins Tafla 2. Nemendur í sérskólum Keilir Miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri Kvikmyndaskóli Íslands Snyrtiskólinn Beauty Academy Heilsumeistaraskólinn Hússtjórnarskólinn í Reykjavík Handverks- og hússtjórnarskólinn á Hallormsstað Lögregluskólinn Hólaskóli/Háskólinn á Hólum Fisktækniskóli Íslands Flugskóli Íslands Nuddskóli Íslands Tannsmiðaskóli Íslands Alls Hagstofa Íslands

12 12 Tónlistarnám og listnám Nokkur fjöldi listnámsskóla býður upp á nám sem telst á framhaldsskólastigi. Meðal þeirra eru Kvikmyndaskóli Íslands, Myndlistaskólinn í Reykjavík, danslistaskólar og ýmsir tónlistarskólar. Fjölmargir tónlistarskólar bjóða upp á tónlistarnám sem er metið til eininga á framhaldsskólastigi. Árið 2012 voru 153 nemendur við nám í 30 tónlistarskólum, flestir í Tónlistarskóla FÍH eða 53 talsins. Tafla 3. Nemendur í tónlistar- og listaskólum Tónlistarskólar Myndlistarskólar Dansskólar Alls Hagstofa Íslands Aðfararnám að háskólanámi, frumgreinadeildir og símenntunarmiðstöðvar Ýmsar leiðir bjóðast nemendum sem luku ekki námi í framhaldsskóla en hyggja á nám í háskóla. Tveir háskólar hafa boðið upp á aðfararnám að frekara námi á háskólastigi. Háskólinn í Reykjavík hefur boðið upp á aðfararnám fyrir þá sem hafa ekki lokið framhaldsskólaprófi sem gefur réttindi til náms á háskólastigi eða sækist eftir að bæta við sig námi í stærðfræði og raungreinum. Árið 2012 voru 285 nemendur í aðfararnámi við skólann. Háskólinn á Bifröst hefur starfrækt Háskólagátt sem er námsleið til undirbúnings fyrir nám á háskólastigi. Árið 2012 voru 69 nemendur skráðir í Háskólagátt skólans. Háskólabrú Keilis er aðfararnám að frekara háskólanámi og er skipulagt í samstarfi við Háskóla Íslands. 1 Á töflunni má sjá nemendur sem voru í aðfararnámi í Háskólanum í Reykjavík og Háskólanum á Bifröst en árið 2013 voru 462 nemendur skráðir í þessa tvo skóla í aðfararnámi. Sama ár voru 234 skráðir í aðfararnám við Keili. Tafla 4. Nemendur í aðfararnámi Háskólinn í Reykjavík Háskólinn á Bifröst Alls Hagstofa Íslands Símenntunarmiðstöðvar eru 11 á landinu, þar af eru tvær á höfuðborgarsvæðinu. Þær starfa í samkvæmt lögum um framhaldsfræðslu nr. 27/2010 og reglugerð um framhaldsfræðslu nr. 1163/2011. Að starfrækslu símenntunarmiðstöðva, sem eru sjálfseignarstofnanir, koma m.a. faggreinafélög, stéttarfélög, atvinnurekendur og sveitarfélög. Framhaldsskólar eiga almennt ekki aðild að rekstri símenntunarstöðvar en eiga þó oftast fulltrúa í stjórn þeirra. Hlutverk símenntunarmiðstöðva er að miðla menntun til íbúa á viðkomandi svæðum og bjóða upp á bæði almennt og starfstengt nám á framhaldsskólastigi og símenntun fyrir atvinnulífið. Kvasir eru samtök fræðslu- og símenntunarmiðstöðva. Rétt til aðildar að samtökunum eiga svæðisbundnar fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar á Íslandi sem sinna símenntun og öðrum verkefnum skv. samningum við menntamálaráðuneytið. Tafla 5. Nemendur í símenntun á framhaldsskólastigi Mímir - símenntun Símey; Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi Alls Hagstofa Íslands 1 Háskólabrú Keilis er stofnuð með heimild í lögum um háskóla nr. 63/2006, 19. gr. Námið er á framhaldsskólastigi en á ábyrgð Háskóla Íslands.

13 Mímir símenntun, Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar Símey, Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og Fræðslumiðstöð Vestfjarða bjóða upp á námsleiðir sem eru ætlaðar þeim sem hafa ekki lokið framhaldsskólaprófi og er undirbúningur undir frekara aðfararnám að háskólanámi, eins og hjá Keili og aðfararnámi háskóla. 13 Fjarnám, kvöldskólar og öldungadeildir Árið 2012 var fjarnám í boði í níu framhaldsskólum og tveir til viðbótar buðu upp á kvöldskóla. Alls stunduðu nám í fjarnámi eða kvöldskóla árið 2012 eða 21% af nemendum sem stunduðu nám alls við þessa skóla. Flestir stunduðu nám við Fjölbrautaskólann við Ármúla árið 2012, eða 981 af nemendum, sem var 49% hlutfall nemenda. Í Tækniskólanum voru 20% nemenda í fjarnámi og í Verkmenntaskólanum á Akureyri voru þeir 18%. Tveir skólar, Menntaskólinn við Hamrahlíð og Fjölbrautaskólinn í Breiðholti, buðu upp á kvöldskóla, og í síðarnefnda skólanum voru 515 nemendur í kvöldskóla sem var 27% hlutfall nemenda árið MH hefur starfrækt öldungadeild í kvöldskóla og voru 140 nemendur skráðir árið Framhaldsdeildir Haustið 2013 voru starfræktar sex framhaldsdeildir á landinu, í Búðardal, á Patreksfirði og Hólmavík, á Hvammstanga og Blönduósi og á Þórshöfn. Markmiðið er að bjóða upp á nám á framhaldsskólastigi í heimabyggð fyrir nemendur á fræðsluskyldualdri en eldri nemendum stendur einnig til boða að skrá sig til náms. Framhaldsskóladeildir eru reknar á ábyrgð framhaldsskóla og í samstarfi við viðkomandi sveitarfélög þar sem framhaldsdeildin er staðsett. Nám í framhaldsdeildum er hugsað sem dreifnám fyrir fyrstu tvö ár bóknáms og fer kennsla að mestu fram í gegnum fjarfundabúnað í húsnæði sem sveitarfélagið útvegar undir starfsemina en starfsmaður á hverjum stað heldur utan um hana. Nemendur mæta einnig í skólann nokkrum sinnum yfir árið og hitta kennara og aðra nemendur. Framhaldsdeildin var stofnuð á Patreksfirði árið 2007 sem þróunarverkefni á vegum Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Framhaldsdeild á Þórshöfn hóf starfsemi árið 2009 í samstarfi Framhaldsskólans á Laugum og Menntasetursins á Þórshöfn. Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra hóf starfrækslu framhaldsdeildar á Hvammstanga árið 2012 og á Blönduósi og Hólmavík haustið Menntaskóli Borgarfjarðar hóf rekstur framhaldsdeildar í Búðardal haustið Haustið 2013 voru 80 nemendur skráðir í framhaldsdeildir landsins. Iðnnemar á námssamningi og vinnustaðanám Iðnnámi er skipt í vinnustaðanám og nám í skóla. Um vinnustaðanám og starfsþjálfunarnám gildir reglugerð um vinnustaðanám og starfsþjálfun á vinnustað nr. 840/2011. Vinnustaðanám er mikilvægur hluti af námi og fer fram undir handleiðslu meistara utan skóla. Nemendur innan svonefnds meistarakerfis stunda nám á námsbrautum sem lýkur með sveinsprófi og leiðir til lögverndaðra starfsréttinda. Nemendur verða að vera orðnir 16 ára til að mega fara á námssamning. Umsjón með vinnustaðanámi hefur Iðan fræðslusetur ehf. sem varð til við samruna fjögurra fræðslumiðstöðva í iðnaði og ferðaþjónustu vorið Um áramótin 2006/2007 bættist síðan Fræðslumiðstöð bílgreina í hópinn. Eigendur Iðunnar eru: Samtök iðnaðarins, Samiðn, MATVÍS, Félag bókagerðarmanna, FIT, VM, Bílgreinasambandið, Samtök ferðaþjónustunnar og Meistarafélag húsasmiða. Fræðsluskrifstofa rafiðnaðarins sér um vinnustaðanámssamninga í rafvirkjun og rafeindavirkjun. Vinnustaðanám tíðkast einnig í öðrum greinum en iðngreinum, eins og í sjúkraliðanámi á framhaldsskólastigi. Mynd 3. Fjöldi staðfestra vinnustaðanámssamninga í iðngreinum

14 14 Allt árið 2013 voru 760 vinnustaðanámssamningar gefnir út af Iðunni og Fræðsluskrifstofu rafiðnaðarins í 30 iðngreinum. Í tölum Hagstofunnar fyrir árið 2013 kemur fram að 381 nemandi var á námssamningi en skýringin á misræminu er sú að aðeins eru taldir iðnnemar sem voru á samningi í október Mynd 4. Fjöldi vinnustaðanámssamninga í þremur stærstu iðngreinunum Rafvirkjun Matreiðsla Húsasmíði Þegar þróun vinnustaðanámssamninga er skoðuð má sjá að það eru talsverðrar sveiflur í fjölda nemenda eftir greinum. Eftir 2007 fækkar samningum í rafvirkjun og húsasmíði til ársins 2013 en á árinu 2014 var þeim aftur að fjölga. Aftur á móti hefur samningum í matreiðslu fjölgað umtalsvert, voru um 40 árið 2007 en urðu flestir 160 árið Að einhverju leyti má skýra þessa þróun með hliðsjón af atvinnuástandi í viðkomandi greinum á tímabilinu. Viðbótarstig að loknum framhaldsskóla Nemendur sem stunda skilgreint nám á framhaldsskólastigi geta í sumum tilvikum bætt við sig námi eftir að hafa brautskráðst með lokapróf. Slíkt nám telst vera viðbótarstig að loknu framhaldsskólastigi. Viðbótarstig eru styttri námsbrautir sem bjóða upp á nánari sérhæfingu á starfsnámsbrautum. Á árunum voru 15 skólar með nám á viðbótarstigi og stunduðu 870 til 990 nemendur slíkt nám á hverju ári á tímabilinu. Átta framhaldsskólar höfðu nemendur skráða á viðbótarstig, flestir í Tækniskólanum, á bilinu nemendur. Nám til iðnmeistara að loknu sveinsprófi er á viðbótarstigi. Annað dæmi um nám á viðbótarstigi er leiðsögunám hjá Menntaskólanum í Kópavogi. Viðbótarstig tengist framhaldsskólastigi og er í flestum tilvikum stundað innan veggja framhaldsskóla en telst vera næsta skólastig á eftir. Í nágrannalöndunum hefur þetta skólastig formlega stofnanalega umgjörð í fagháskólum og er talsvert umfangsmikið.

15 15 III Nemendur Í sjötta kafla laga um framhaldsskóla segir að þeir sem lokið hafa grunnskólanámi, hafa hlotið jafngilda undirstöðumenntun eða hafa náð 16 ára aldri eigi rétt á að hefja nám í framhaldsskóla. Með lögunum frá 2008 var ungu fólki tryggður réttur til að stunda nám í framhaldsskóla til 18 ára aldurs. Nemendur eru kjarninn í skólastarfi og í þessum kafla eru teknar saman upplýsingar um innritun nemenda, þá sem stunda nám á hverjum tíma, og brautskráningar þeirra með lokaprófi. Sjónum verður fyrst og fremst beint að þeim nemendum sem stunda nám í fjölbrauta- og menntaskólum. 3.1 Nýnemar og innritun Um og yfir 95% ungmenna á 16 ára aldri voru við nám í framhaldsskóla á árunum 2009 til 2012 sem þýðir að yfir 95% hefja nám í framhaldsskóla að loknum grunnskóla. Um eitt og hálft til tvö prósent 15 ára ungmenna voru skráð í framhaldsskóla á sama tíma, þ.e.a.s. hefja nám einu ári fyrr. Til samanburðar má nefna að árið 1990 var skólasókn 16 ára 84% af fjölda 15 ára grunnskólanema árið áður. Tafla 6. Skólasókn 16 ára á framhaldsskólastigi Fjöldi Hlutfall , , , , ,2 Hagstofa Íslands Vorið 2009 var fyrsta heildarinnritun byggð á lögum um framhaldsskóla frá Í fyrsta sinn reyndi á ákvæði um fræðsluskyldu ólögráða nemenda. Í lögunum er kveðið á um að hver framhaldsskóli beri ábyrgð á innritun nemenda en ráðherra hefur heimild til að setja í reglugerð nánari fyrirmæli og ákvæði um innritunina. Slík reglugerð var gefin út í desember 2008 og í henni var kveðið á um að landið væri eitt innritunarsvæði en ekki hvernig uppfylla skyldi rétt til skólavistar. Umsækjendum var frjálst að sækja um þann skóla sem þeir óskuðu. Þetta fyrirkomulag varð aftur á móti til þess að enginn skóli var skuldbundinn til að veita nemendum skólavist. Við innritun 2009 fengu 200 nemendur í Reykjavík ekki skólavist í neinum af þeim skólum sem þeir sóttu um þótt þeir væru með góðan námsárangur og á þriðja hundrað nemenda hafði ekki hlotið skólavist fyrr en ráðuneytið hafði hlutast til um mál þeirra og fundið þeim stað í skóla. Eftir innritunina 2009 var ljóst að hvorki lög né reglugerð svöruðu því hvernig tryggja skyldi ólögráða umsækjendum skólavist eins og réttur þeirra stóð til. Starfshópur á vegum ráðuneytisins lagði til breytingar á innrituninni sem miðuðu að því að skólum yrði gert skylt að innrita hluta af nemendahópi sínum úr eigin nærsvæði og lá sú forsenda að baki að til þess að uppfylla fræðsluskyldu við ólögráða ungmenni væri eðlilegast að þeir hefðu forgang að skólavist í nágrenni sínu að því marki sem námsframboð og rými í einstökum skólum leyfði. Við innritun 2010 reyndi í fyrsta sinn á þetta nýja fyrirkomulag. Þannig urðu allir framhaldsskólar að líta sérstaklega til með nemendum í grunnskólum í þeirra nágrenni og veita umsækjendum þaðan forgang að skólavist í að lágmarki 45% lausra nýnemaplássa. Skilyrði fyrir forgangi á vissar námsbrautir var að umsækjendur uppfylltu inntökuskilyrði. Betur gekk að útvega öllum nýnemum skólavist en árin á undan. Umsóknir frá nemendum bárust sem er um 96,5% þeirra sem skráðir voru í 10. bekk haustið Um 95% umsækjenda fengu skólavist í þeim skólum sem þeir sóttu um í fyrsta eða öðru vali. Þetta nýja fyrirkomulag við innritun þar sem skólum var gert skylt að halda eftir hluta af nýnemaplássum fyrir ungmenni úr nærsvæði skólans varð umdeilt. Ein helsta gagnrýnin sem kom fram var sú að í þeim skólum þar sem umsóknir voru umtalsvert fleiri en nýnemapláss yrði umsækjendum mismunað. Við þá skóla kepptu umsækjendur um pláss á grundvelli skólaeinkunna úr grunnskóla en ef þeim væri skylt að taka inn nemendur úr nærsvæði sínu gætu þeir þurft að hafna nemendum utan nærsvæðis skólans þótt þeir væru með hærri einkunnir en nemendur innan nærsvæðis sem fengu skólavist. Þessi gagnrýni snerti einungis fjóra skóla: Verzlunarskóla Íslands, þar sem umsækjendur voru u.þ.b. helmingi fleiri en nýnemapláss, Menntaskólann við Hamrahlíð, Menntaskólann í Reykjavík og Kvennaskólann í Reykjavík. Fyrirkomulagið var kært til umboðsmanns Alþingis. Niðurstaða umboðsmanns (mál nr. 5994/2010 og 6009/2010) var sú að 3. gr. framhaldsskólalaga nr. 92/2008, sem fjallar um yfirstjórn ráðherra, gæti ekki ein og sér eða í tengslum við útfærslu á fræðsluskyldu samkvæmt 32. gr. laganna verið nægjanlegur lagagrundvöllur undir forgangsregluna. Í ljósi álits umboðsmanns var

16 16 forgangsreglan afnumin strax við næstu innritun árið Síðan þá hafa framhaldsskólar sett sínar eigin reglur og skilyrði um innritun án íhlutunar ráðuneytisins. Frá og með haustinu 2013 var innritun í framhaldsskóla í umsjá Námsmatsstofnunar. Þar sem þetta var í fyrsta sinn sem Námsmatsstofnun sá um innritun var verkefnið unnið undir handleiðslu ráðuneytisins. Alls sóttu nemendur úr 10. bekk um framhaldsskólavist. Nemendur völdu, í umsóknum sínum, tvo skóla. 86% nemenda fengu skólavist í þeim skóla sem þeir völdu númer eitt og 12% í þeim skóla sem þeir völdu númer tvö. Það kom í hlut mennta- og menningarmálaráðuneytisins að útvega þeim 2% nemenda sem ekki fengu inni í þeim skólum sem þeir sóttu um í skólavist. Menntamálastofnun, sem varð til með sameiningu Námsmatsstofnunar og Námsgagnastofnunar, hefur alfarið verið falin umsjón með innritun. Skólar Tafla 7. Nýnemar í framhaldsskólum haustið 2014 Fjöldi innritaðra í dagskóla á haustönn Beint úr Aðrir yngri Hlutfall og eldri grunnskóla en 18 ára og eldri Samtals nýir Verzlunarskóli Íslands % 365 Menntaskólinn við Hamrahlíð % 308 Menntaskólinn í Reykjavík % 269 Verkmenntaskólinn á Akureyri % 502 Menntaskólinn við Sund % 250 Menntaskólinn á Akureyri % 234 Fjölbrautaskóli Suðurnesja % 311 Fjölbrautaskólinn í Garðabæ % 248 Menntaskólinn í Kópavogi % 501 Fjölbrautaskóli Suðurlands % 321 Kvennaskólinn í Reykjavík % 202 Fjölbrautaskólinn í Breiðholti % 597 Borgarholtsskóli % 301 Flensborgarskóli % 251 Tækniskólinn - skóli atvinnulífsins % 820 Fjölbrautaskóli Vesturlands % 194 Fjölbrautaskólinn við Ármúla % 504 Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ % 215 Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra % 121 Menntaskólinn á Egilsstöðum % 95 Menntaskólinn á Ísafirði % 112 Iðnskólinn í Hafnarfirði % 199 Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum % 75 Fjölbrautaskóli Snæfellinga % 85 Verkmenntaskóli Austurlands % 105 Framhaldsskólinn í Austur-Skaftaf % 82 Framhaldsskólinn á Laugum % 39 Menntaskóli Borgarfjarðar % 52 Menntaskólinn á Tröllaskaga % 52 Menntaskólinn að Laugarvatni % 28 Framhaldsskólinn á Húsavík % 38 Samtals % Mennta- og menningarmálaráðuneytið Frá sjónarmiði skóla er nýnemi sá sem er að hefja nýtt nám við skólann. Þannig geta nýnemar verið nemendur sem voru að ljúka grunnskóla og hefja nám í framhaldsskóla, nemendur sem eru að skipta um skóla eða eru að

17 17 hefja nám að nýju eftir námshlé. Í töflunni er yfirlit yfir nýnema haustið 2014 eftir framhaldsskólum. Þessar tölur eru frá ráðuneytinu og eru nýrri tölur en liggja fyrir hjá Hagstofu og ákveðið að hafa þær með í skýrslunni þótt þær liggi fyrir utan tímabilið sem skýrslan fjallar um. Haustið 2014 innrituðust nýnemar sem höfðu lokið grunnskóla um vorið í framhaldsskóla landsins. Til viðbótar hófu nemendur nám í framhaldsskólum sem gera alls nemendur. Fastlega má gera ráð fyrir því að þorri þeirra hafi stundað nám í framhaldsskóla áður. Af þeim voru 628 yngri en 18 ára, sem er fræðsluskyldualdur, og að öllum líkindum voru flestir þeirra að skipta um skóla. Nýnemar sem voru eldri en 18 ára voru Eldri nýnemar skiptast mjög misjafnlega niður á skóla. Í sumum eru fáir eða engir nemendur eldri en 18 ára og gildir það einkum um menntaskóla með bekkjarkerfi. Í öðrum eru nýnemar eldri en 18 ára stór hluti þeirra sem eru að hefja nám. Í Tækniskólanum og Fjölbrautaskólanum við Ármúla eru 70% nýnema eldri en 18 og í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti eru tveir af hverjum þremur nýnemum á þeim aldri. Í heildina voru 35% nýnema í framhaldsskólum landsins eldri en 18 ára sem gefur til kynna mikla hreyfingu nemenda, bæði sem eru að skipta um skóla og hefja nám aftur eftir hlé. 3.2 Skráðir nemendur Á mynd 5 sést að Tækniskólinn var fjölmennasti skóli landsins með yfir nemendur árið 2013 og er þá aðeins miðað við þá nemendur sem voru við nám í skólanum í október Tækniskólinn er með fleiri nemendur en tíu fámennustu framhaldskólar landsins til samans. Í raun er frekar erfitt að negla niður nákvæmlega hversu margir stunda nám við Tækniskólann og nokkra aðra skóla vegna þess að það er hægt að telja þá á fleiri en einn veg. Í Tækniskólanum eru 13% nemenda fjarnemendur en þeir gætu verið nemendur annarra skóla sem taka einn eða fleiri áfanga í fjarnámi. Þá er vert að hafa í huga að tölur Hagstofunnar miða við stöðuna í október en hreyfing er á nemendafjöldanum yfir allt skólaárið og koma þar af leiðandi ekki fram í tölunum. Í töflunni er yfirlit yfir fjölda nemenda eftir skólum á árunum 2008 til 2013, raðað eftir fjölda nemenda. Tíu skólar eru með fleiri en nemendur, átta eru með á bilinu nemendur og 13 eru með færri en 500 nemendur. Fámennustu skólarnir voru á Norðurlandi eystra, Framhaldsskólinn á Laugum og Framhaldsskólinn á Húsavík, með liðlega eitt hundrað nemendur. Tafla 8. Nemendur í framhaldsskólum Skólar Tækniskólinn - skóli atvinnulífsins Fjölbrautaskólinn við Ármúla Fjölbrautaskólinn í Breiðholti Verzlunarskóli Íslands Verkmenntaskólinn á Akureyri Borgarholtsskóli Menntaskólinn í Kópavogi Menntaskólinn við Hamrahlíð Fjölbrautaskóli Suðurnesja Fjölbrautaskóli Suðurlands Fjölbrautaskólinn í Garðabæ Menntaskólinn í Reykjavík Flensborgarskóli Menntaskólinn á Akureyri Menntaskólinn við Sund Kvennaskólinn í Reykjavík Fjölbrautaskóli Vesturlands Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra Iðnskólinn í Hafnarfirði Menntaskólinn á Egilsstöðum

18 Menntaskólinn á Ísafirði Verkmenntaskóli Austurlands Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum Fjölbrautaskóli Snæfellinga Menntaskólinn á Tröllaskaga Framhaldsskólinn í Austur-Skaft Menntaskólinn að Laugarvatni Menntaskóli Borgarfjarðar Framhaldsskólinn á Laugum Framhaldsskólinn á Húsavík Menntaskólinn Hraðbraut Alls Hagstofa Íslands 18 Þegar nemendur eru taldir eftir stofnunum verður ekki komist hjá tvítalningu. Hagstofan áætlar að skekkjan sé um 8% vegna tvítalningar sem er um nemendur. Árið 2013 er því fjöldi nemenda nær því að vera í kringum í framhaldsskólum landsins. Það er erfitt að áætla hversu miklar tvítalningar eru í einstaka skólum vegna þess að þá þarf að ákveða við hvaða skóla tvítalinn nemandi á að vera talinn. Skekkjan er aðallega tilkomin vegna fjarnema en þeir gætu verið u.þ.b. 8-10% af heildarfjölda nemenda. Mynd 5 sýnir vel hversu mikill munur er á stærð skólanna eftir nemendafjölda. Allir stærstu skólarnir eru á höfuðborgarsvæðinu fyrir utan Verkmenntaskólann á Akureyri sem var fimmti stærsti skóli landsins árið 2013.

19 19 Mynd 5. Nemendur eftir framhaldsskólum Tækniskólinn - skóli atvinnulífsins Fjölbrautaskólinn við Ármúla Fjölbrautaskólinn í Breiðholti Verzlunarskóli Íslands Verkmenntaskólinn á Akureyri Borgarholtsskóli Menntaskólinn í Kópavogi Menntaskólinn við Hamrahlíð Fjölbrautaskóli Suðurnesja Fjölbrautaskóli Suðurlands Fjölbrautaskólinn í Garðabæ Menntaskólinn í Reykjavík Flensborgarskóli Menntaskólinn á Akureyri Menntaskólinn við Sund Kvennaskólinn í Reykjavík Fjölbrautaskóli Vesturlands Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra Iðnskólinn í Hafnarfirði Menntaskólinn á Egilsstöðum Menntaskólinn á Ísafirði Verkmenntaskóli Austurlands Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum Fjölbrautaskóli Snæfellinga Menntaskólinn á Tröllaskaga Framhaldsskólinn í Austur-Skaft. Menntaskólinn að Laugarvatni Menntaskóli Borgarfjarðar Framhaldsskólinn á Laugum Framhaldsskólinn á Húsavík Nokkrar sveiflur hafa verið á heildarfjölda nemenda á öllu framhaldsskólastiginu en á milli áranna 2009 og 2013 fækkaði þeim um Í því sambandi má rifja upp að árið 2009 fjölgaði nemendum vegna áhrifa hrunsins og vegna átaks stjórnvalda til að sporna við atvinnuleysi. Aftur á móti fækkaði nemendum í framhaldsskólunum meira eða um á milli áranna 2009 og Einhver fjölgun var í öðrum skólum á framhaldsskólastigi sem vó upp á móti fækkuninni.

20 20 Mynd 6. Heildarfjöldi nemenda í framhaldsskólum Í flestum framhaldsskólum á landinu fækkaði nemendum eins og sjá má á eftirfarandi mynd. Fækkun hefur orðið mest í Fjölbrautaskólanum við Ármúla en sá skóli tekur við stórum hópi nemenda í fjarnámi. Það sama má segja um Tækniskólann, Fjölbrautaskólann í Breiðholti og Verzlunarskóla Íslands, í mismiklum mæli þó. Í nokkrum skólum hefur orðið fjölgun af ýmsum ástæðum. Menntskólinn á Tröllaskaga hafði ekki tekið til starfa 2009 og Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ var rétt að hefja störf og var með fáa nemendur Mismunur á fjölda nemenda milli 2009 og 2013 Menntaskólinn á Tröllaskaga Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra Kvennaskólinn í Reykjavík Menntaskólinn á Egilsstöðum Fjölbrautaskólinn í Garðabæ Menntaskólinn að Laugarvatni Verkmenntaskóli Austurlands Framhaldsskólinn á Laugum Menntaskóli Borgarfjarðar Fjölbrautaskóli Suðurlands Menntaskólinn á Akureyri Menntaskólinn í Reykjavík Menntaskólinn við Sund Fjölbrautaskóli Vesturlands Borgarholtsskóli Framhaldsskólinn á Húsavík Menntaskólinn á Ísafirði Fjölbrautaskóli Snæfellinga Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum Flensborgarskóli Iðnskólinn í Hafnarfirði Menntaskólinn í Kópavogi Menntaskólinn við Hamrahlíð Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu Fjölbrautaskóli Suðurnesja Verkmenntaskólinn á Akureyri Verzlunarskóli Íslands Fjölbrautaskólinn í Breiðholti Tækniskólinn - skóli atvinnulífsins Fjölbrautaskólinn við Ármúla

21 21 Árið 2013 stunduðu 53% nemenda nám á bóknámsbrautum til stúdentsprófs eins og sjá má í töflu 9, hlutfall kvenna var 59% en karla 48%. Í starfsnámi var 31% nemenda en ef teknir eru með þeir sem voru í grunnnámi (3BP og 3CP) og bóknámi á starfsnámsbrautum (3AV) var hlutfallið 34%. Hlutfall karla í starfsnámi var tæplega 40% en 28% kvenna voru í sama námi ef allar starfsnámsbrautir voru teknar saman. Á almennum brautum (3CG) sem eru styttri námsleiðir til undirbúnings fyrir frekara nám á framhaldsskólastigi voru 13% nemenda. Hagstofan flokkar nám í samræmi við Ísnám 2008, íslenska náms- og menntunarflokkunarkerfið, sem byggt er á alþjóðlegum staðli, ISCED Nemendur á viðbótarstigi eru ekki taldir hér með enda á næsta skólastigi á eftir framhaldsskólastigi, á 4. skólastigi. Tafla 9. Nemendur eftir tegund náms og kyni 2013 Tegund náms Karlar Konur Alls Fjöldi Hlutfall Fjöldi Hlutfall Fjöldi Hlutfall Almennt nám 3AG - stúdentsprófsbrautir % % % Almennt nám 3CG - almennar brautir % % % Forstarfsnám 3BP - grunnnám 103 1% 115 1% 218 1% Forstarfsnám 3CP - starfsbraut 271 2% 130 1% 401 2% Starfsnám 3AV - almennt starfsnám 13 0% 28 0% 41 0% Starfsnám 3CV - starfsnámsbrautir % % % Alls Hagstofa Íslands Mynd 8. Nemendur eftir tegund náms 2013 Starfsnám 3CV 37% Starfsnám 3AV 0% Stutt starfsnám 3CP 2% Stutt starfsnám 3BP 1% Almennt nám 3CG 12% Almennt nám 3AG 48% 3.3 Fjarnám Fjarnám er þó nokkuð útbreitt meðal framhaldsskóla en erfitt er að átta sig á því hversu stór hluti nemenda er í fjarnámi eða hversu mikill hluti af námi nemenda er stundaður í fjarnámi. Sumir nemendur stunda nám í einum skóla en taka áfanga í fjarnámi í öðrum skóla og jafnvel geta nemendur verið í fjarnámi í þeim skóla sem þeir eru skráðir í í dagskóla. Sumir nemendur eru eingöngu fjarnámsnemendur. Skilgreiningar á fjarnámi eru á reiki og 2 Ný útgáfa af ISCED-staðlinum hefur verið gefin út, ISCED 2011, sem verið er að innleiða hjá Hagstofu Íslands.

22 skráning á fjarnámi er ekki nægilega vel samræmd. Þó er ljóst að umtalsverður fjöldi nemenda sumra skóla stundar fjarnám. Í töflunni hér á eftir má sjá stöðuna eins og hún var árið Tafla 10. Nemendur eftir kennsluformi 2013 Nemendur Framhaldsskólastig Dagskóli Kvöldskóli Fjarnám Alls Hlutfall alls Fjölbrautaskólinn við Ármúla ,2% Fjölbrautaskólinn í Breiðholti ,1% Tækniskólinn - skóli atvinnulífsins ,2% Verzlunarskóli Íslands ,7% Verkmenntaskólinn á Akureyri ,9% Borgarholtsskóli ,0% Keilir - Menntastofnun á Keflavíkurflugvelli ,7% Fjölbrautaskólinn í Garðabæ ,0% Menntaskólinn á Egilsstöðum ,0% Menntaskólinn við Hamrahlíð ,1% Fjölbrautaskóli Vesturlands ,5% Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra ,4% Fjölbrautaskóli Snæfellinga ,2% Fjölbrautaskóli Suðurlands ,1% Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ ,3% Fjölbrautaskóli Suðurnesja ,0% Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu ,8% Alls ,6% Hagstofa Íslands Í framhaldsskólunum voru flestir fjarnemar við Fjölbrautaskólann í Ármúla árið 2013 og þar er einnig hlutfall þeirra hæst þar sem 46% nemenda eru í fjarnámi. Hjá Keili er meira en helmingur nemenda í fjarnámi. Af öðrum skólum með stóran hóp fjarnema eru Tækniskólinn, Verzlunarskóli Íslands, Verkmenntaskólinn á Akureyri og Borgarholtsskóli. Menntaskólinn á Egilsstöðum var með 106 fjarnámsnemendur árið 2013 í gegnum aðild sína að Fjarmenntaskólanum. Fjarmenntaskólinn Fjarmenntaskólinn er samstarfsvettvangur tólf framhaldsskóla á landsbyggðinni sem er ætlað að auka framboð á námi á starfssvæði skólanna og landinu öllu. Samstarfinu er einnig ætlað að gera skólunum auðveldara með að bjóða nemendum upp á fjölbreyttar námsleiðir með því að nýta námsframboð í öðrum skólum. Fjarmenntaskólinn er ekki formlegur skóli og heldur því ekki utan um skráningar nemenda en hann heldur utan um það fjarnám sem er í boði á vegum skólanna. Nemendur þurfa að greiða skráningargjald og skólagjald fyrir fyrstu tvo áfangana sem þeir skrá sig í. Vegna þess að Fjarmenntaskólinn heldur ekki skrá yfir nemendur er ekki auðvelt að átta sig á hversu margir nemendur nýta sér þetta samstarf. Könnun mennta- og menningarmálaráðuneytisins leiddi í ljós að haustið 2014 sóttu 202 nemendur námskeið í fjarnámi á vegum Fjarmenntaskólans. Flestir sóttu námskeið hjá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og Menntaskólanum á Egilsstöðum. Á mynd 9 má sjá hvar á landinu framhaldsskólarnir eru sem eiga aðild að Fjarmenntaskólanum og stærð punktanna er í réttu hlutfalli við nemendafjölda. 3 Línurnar á millli punktanna er til að gefa hugmynd um hversu mikil hreyfing var á nemendum árið Þykkari og dekkri línur sýna fleiri nemendur. 3 Þegar þessi könnun var gerð hafði Menntaskólinn að Laugarvatni bæst í hópinn en nemendur voru ekki byrjaðir að skrá sig í fjarnám. Byggt á gögnum mennta- og menningarmálaráðuneytisins.

23 23 Mynd 9. Hreyfingar nemenda milli framhaldsskóla innan Fjarmenntaskólans Aldur nemenda, skólasókn og námsgengi Við innritun eftir grunnskóla fara um eða yfir 95% allra nemenda í framhaldsskóla. Skólasókn ætti því að vera nokkuð góð næstu fjögur árin eftir innritun. Tölur um skólasókn sýna að nemendum fer fækkandi næstu fjögur ár eftir innritun, á aldrinum ára, að báðum árum meðtöldum. Á nítjánda aldursári er hlutfall framhaldsskólanema af mannfjölda á sama aldri 70%. Eftir það fækkar skarpt í hópnum enda útskrifast margir eftir fjórða árið. Samt sem áður eru enn talsvert margir skráðir í framhaldsskóla 20 ára og eldri. Þriðjungur tvítugra er í skóla og tæplega 8% af mannfjölda á aldrinum ára. Tafla 11. Skólasókn á framhaldsskólastigi eftir kyni og aldri 2013 Alls Karlar Konur Fjöldi Hlutfall Fjöldi Hlutfall Fjöldi Hlutfall 15 ára 66 2% 24 1% 42 2% 16 ára % % % 17 ára % % % 18 ára % % % 19 ára % % % 20 ára % % % 21 árs % % % 22 ára % % % 23 ára % % % 24 ára % % % ára % 862 7% 789 7% ára % 794 4% 848 4% 40 ára og eldri % 477 1% 933 1% Hagstofa Íslands

24 Mynd 10. Skólasókn eftir kyni og aldri sem hlutfall af mannfjölda á sama aldri ára 17 ára 18 ára 19 ára 20 ára 21 árs 22 ára 23 ára 24 ára ára ára 40 ára og eldri Karlar Konur Eitt helsta einkennið á íslensku framhaldsskólakerfi, sem gerir það frábrugðið framhaldsskólum víða í Evrópu, er að stór hluti nemenda er í eldri aldurshópi. Meðalaldur nemenda hefur verið á bilinu 21 til 22 ár. Meðalaldur er ekki góður mælikvarði á aldursdreifingu vegna þess að þeir sem eru eldri en 21 árs dreifast yfir mjög stórt aldursbil. Á mynd 11 sést hvernig nemendur 25 ára og eldri skiptast niður á skóla. Tafla 12. Meðalaldur nemenda Ár Meðalaldur , , , , , ,69 Hagstofa Íslands

25 25 Eldri nemendur skiptast misjafnlega niður á skóla. Ef aðeins eru teknir þeir nemendur sem eru 25 ára og eldri þá eru þeir áberandi flestir í Tækniskólanum þar sem meðalaldur nemenda er hærri en 25 ár. Í nokkrum öðrum fjölbrautaskólum sem bjóða upp á starfsnám og fjarnám er fjöldi eldri nemenda líka hár, í fjölmennum skólum eins og Fjölbrautaskólanum við Ármúla og Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Í nokkrum skólum eru engir nemendur 25 ára og eldri, einkum bóknámsskólum eins og Kvennaskólanum í Reykjavík, Menntaskólanum í Reykjavík og Verzlunarskóla Íslands. Mynd 11. Hlutfall nemenda 25 ára eða eldri eftir skólum 2012 TS FÁ FAS IH FNV FB MK VA FSH BHS VMA MTR ME FVA MB FSN FSu MÍ FÍV MH FS FG FMOS FL FLB MS MR ML MA KVSK VÍ 0% 10% 20% 30% 40% 50%

26 Búseta Um 61% framhaldsskólanema hefur verið búsett á höfuðborgarsvæðinu undanfarin ár en til samanburðar bjuggu þar tæplega 63% landsmanna. Ekki voru miklar breytingar á skiptingu búsetu framhaldsskólanema á tímabilinu sem ekki geta talist eðlilegt frávik eða sveiflur á milli ára. Árið 2013 bjuggu 34% í Reykjavík og 27% í sveitarfélögum í kringum borgina. Á Suðurnesjum bjuggu 6,6%, á Vesturlandi 5,3% og á Suðurlandi 8%. Utan suðvesturhornsins voru flestir búsettir á Norðurlandi eystra eða 9,6%. Samanlagður fjöldi framhaldsskólanemenda á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra var sem var 4,7% af heildarfjölda nemenda það ár. Til samanburðar má nefna að sex framhaldsskólar á höfuðborgarsvæðinu voru hver um sig með fleiri nemendur en á þessu svæði öllu. Tafla 13. Framhaldsskólanemendur eftir búsetu Fjöldi Hlutfall Fjöldi Hlutfall Fjöldi Hlutfall Reykjavík ,6% ,4% ,1% Höfuðbsv. utan Reykjavíkur ,1% ,1% ,8% Suðurnes ,9% ,7% ,6% Vesturland ,4% ,3% ,3% Vestfirðir 598 2,3% 601 2,4% 549 2,2% Norðurland vestra 609 2,3% 653 2,6% 621 2,5% Norðurland eystra ,9% ,7% ,6% Austurland ,3% ,2% ,2% Suðurland ,5% ,9% ,0% Erlendis 169 0,6% 167 0,7% 179 0,7% Alls Heimild: Hagstofa Íslands

27 27 Framhaldsskólanemendur stunda nám í skólum af ólíku tagi á landinu öllu en það er misjafnt hvernig skiptingin er milli landsvæða eftir tegund skóla. Í hefðbundnum bekkjarskólum eru 71% nemenda búsett á höfuðborgarsvæðinu en 58% nemenda í áfangaskólum. Í sérskólum eru 60% nemenda búsett á höfuðborgarsvæðinu og sama hlutfall iðnnema á samningi. Í listaskólum, þ.e. tónlistar-, dans- og myndlistarskólum, eru á bilinu 67% til 78% nemenda á höfuðborgarsvæðinu, meðal þeirra sem stunda nám í frumgreinadeildum er hlutfallið 54% og í símenntunarmiðstöðvum 69%. Tafla 14. Skipting nemenda eftir tegund stofnana og landssvæða 2012 Landsvæði Áfangaskólar Bekkjarskólar Sérskólar Tónlistarskólar Dans- og myndlistarskólar Frumgreinanám Símenntunarmiðstöðvar Iðnnemar á samningi utan skóla Reykjavík 31% 45% 39% 47% 56% 33% 50% 35% Höfuðbsv. utan Reykjavíkur 27% 26% 21% 20% 24% 21% 19% 25% Suðurnes 8% 2% 10% 5% 1% 16% 0% 4% Vesturland 6% 1% 6% 6% 1% 8% 0% 4% Vestfirðir 1% 6% 2% 1% 1% 1% 0% 3% Norðurland vestra 3% 1% 3% 1% 0% 3% 0% 3% Norðurland eystra 9% 13% 8% 9% 13% 6% 31% 13% Austurland 5% 1% 4% 2% 0% 4% 0% 3% Suðurland 9% 4% 6% 8% 4% 6% 1% 9% Erlendis 1% 1% 0% 2% 0% 1% 0% 3% Hagstofa Íslands 3.6 Nemendur með erlent ríkisfang og af erlendum uppruna Nemendum með erlent ríkisfang hefur farið fjölgandi í íslenskum framhaldsskólum. Árið 2008 voru tæplega 500 nemendur með erlent ríkisfang en árið 2013 voru þeir orðnir 660 sem er fjölgun um 34%. Mynd 12. Fjöldi framhaldsskólanema með erlent ríkisfang eftir árum

28 28 Nemendur með evrópskt ríkisfang voru fjölmennastir árið 2013 eða 497 af 646 sem er 77%. Nemendur með pólskt ríkisfang eru langfjölmennastir og voru 206 árið 2013 sem er næstum þriðjungur af heildarfjölda erlendra nemenda. Norðurlandabúar voru samtals 86 árið 2013 og voru Danir fjölmennastir. Asíubúar voru 101 og þar voru fjölmennastir nemendur með ríkisfang í Filippseyjum. Norður-Ameríkubúar voru 22 og Mið- og Suður- Ameríkubúar voru 12. Afríkubúar voru 14. Tafla 15. Nemendur með erlent ríkisfang Lönd eftir álfum 2011/ / /2014 Evrópa - alls Pólland Litháen Danmörk Þýskaland Lettland Portúgal Svíþjóð Noregur Ítalía Spánn Rússland Bretland Finnland Önnur Evrópulönd Asía - alls Filippseyjar Taíland Víetnam Kína Önnur Asíulönd Norður-Ameríka - alls Bandaríkin Kanada Mið- og Suður-Ameríka Afríka Eyjaálfa Ríkisfangslausir Samtals Hagstofa Íslands

29 29 Tafla 16 sýnir skólasókn nemenda eftir uppruna. Innflytjendur eru tiltölulega fáir í íslenskum framhaldsskólum og erfitt að alhæfa um skólasókn þeirra. Hagstofan hefur tekið saman tölur um uppruna og fjölskyldubakrunn nemenda. Nýjustu tölur ná yfir fæðingarárganginn Af þeim var 151 innflytjandi sem er 3,6%. Árið 2008 þegar hópurinn hefur náð 16 ára aldri og flestir innritast í framhaldsskóla voru 107 eða 71% innflytjenda skráð í skóla. Tveimur árum síðar var rétt rúmur helmingur í skóla en 82% hópsins sem hafði engan erlendan bakgrunn. Niðurstöður Pisa-rannsóknar meðal 15 ára ungmenna sýna að innflytjendur standa höllum fæti í menntakerfinu og þessar tölur um skólasókn á framhaldsskólastigi styðja þá ályktun. Tafla 16. Uppruni nemenda fæddra 1992 og skólasókn þeirra Heildarfjöldi í árgangi 92 Í skóla 16 ára Í skóla 17 ára Í skóla 18 ára Uppruni Fjöldi Fjöldi Hlutfall Fjöldi Hlutfall Fjöldi Hlutfall Enginn erlendur bakgrunnur Fædd/ur á Íslandi: annað foreldri erlent Önnur kynslóð innflytjenda Fædd/ur erlendis, íslenskur bakgrunnur Fædd/ur erlendis: annað foreldri erlent Innflytjandi Alls Heimild: Hagstofa Íslands 3.7 Brautskráningar Skólaárið 2012/2013 voru nemendur brautskráðir á framhaldsskólastigi og 549 á viðbótarstigi. Konur brautskráðar á framhaldsskólastigi voru eða 53% af þeim sem brautskráðust. Fjöldi brautskráðra hefur sveiflast milli ára en þeim hefur heldur fjölgað þrátt fyrir fækkun nemenda. Tafla 17. Brautskráðir nemendur eftir skólastigi og kyni Alls Karlar Konur Alls Karlar Konur Alls Karlar Konur Framhaldsskólastig Viðbótarstig ISCED Alls Hagstofa Íslands Algengasta lokaprófið var stúdentspróf af bóknámsbrautum og voru 50% af brautskráningum árið 2012/2013. Ef stúdentspróf starfsgreina er tekið með, sem er viðbótarnám til stúdentsprófs af starfsnámsbrautum, þá var hlutfall stúdenta 62%, sbr. töflu 18. Stúdentspróf starfsgreina er viðbótarnám sem hægt er að taka að loknu starfsnámi til að ljúka stúdentsprófi. Tölum um brautskráningar ber ekki saman við tölur um fjölda brautskráðra vegna þess að nokkuð er um að nemendur séu skráðir með brautskráningu oftar en einu sinni á hverju skólaári. Næsta tafla sýnir aðeins lokapróf á framhaldsskólastigi, ekki brautskráningar á viðbótarstigi.

30 30 Tafla 18. Brautskráningar á framhaldsskólastigi eftir próftegund, aldursflokki og kyni Alls Karlar Konur Alls Karlar Konur Alls Karlar Konur Hæfnispróf Réttindapróf starfsgreina Burtfararpróf úr iðn Sveinspróf Stúdentspróf starfsgreina Stúdentspróf almennt Alls Hagstofa Íslands Hæfnispróf teljast lokapróf í starfsnámi sem ekki veita starfsréttindi, þ.m.t. listnám, viðskipta- og skrifstofubrautir, ferðamálabrautir, búnaðarnám, leikskólaliðar, skólaliðar og félagsliðar. Burtfarapróf úr iðn er undafari sveinsprófs þannig að brautskráðir nemendur eru gjarnan tvítaldir, fyrst með burtfararprófi og svo með sveinsprófi. Það sama má segja um stúdentspróf starfsgreina, ekki er óalgengt að nemendur ljúki bæði lokaprófi í starfsnámi og stúdentsprófi starfsgreina á sama ári. Dæmi eru um að nemendur bæti við sig réttindum oftar en einu sinni í sömu grein, t.d. brautskrást þeir sem öðlast skipstjórnarréttindi allt að sex sinnum með réttindapróf. Gera þarf nokkra fyrirvara við tölur Hagstofunnar. Inni í þeim eru nemendur frá Verzlunarskóla Íslands tvítaldir þar sem hefð er fyrir því að nemendur á stúdentsnámsbrautum sem ljúka öðru ári séu brautskráðir með verslunarskólapróf en það er prófgráða sem á sér ekki lengur stoð í námskrá. Auk þess telur Hagstofan nemendur sem eru með vinnustaðanámssamning sem brautskráða nemendur sem telst vera hluti af námi sem lýkur með burtfararprófi en það voru 548 nemendur skólaárið 2012/2013. Inn í tölur Hagstofunnar vantar brautskráningar frá Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ og Menntaskólanum á Tröllaskaga, samtals 40 brautskráningar skólaárið 2012/2013. Brautskráningar frá framhaldsskólunum voru rúmlega fimm þúsund talsins á skólaárinu 2012/2013 eða um 83% af öllum brautskráningum. Landbúnaðarháskólinn brautskráir nemendur úr starfsnámi á framhaldsskólastigi. Ýmsir sérskólar sem bjóða upp á nám á framhaldsskólastigi brautskrá nemendur eins og Kvikmyndaskóli Íslands, hússtjórnarskólarnir í Reykjavík og á Hallormstað, Flugstoðir, Lögregluskólinn og Snyrtiskólinn. Nemendur í aðfararnámi við Keili, Háskólanum í Reykjavík og Háskólanum á Bifröst brautskrást ekki formlega en eru taldir með tölum Hagstofu yfir brautskráningar af stúdentsprófsbrautum. 4 Tafla 19. Hlutfallsleg skipting lokaprófa 2012/2013 Próftegund Karlar Konur Alls Hæfnispróf 15% 10% 19% Réttindapróf starfsgreina 10% 10% 11% Burtfararpróf úr iðn 11% 16% 5% Sveinspróf 9% 15% 3% Stúdentspróf starfsgreina 11% 10% 12% Stúdentspróf almennt 44% 38% 50% Hagstofa Íslands 4 Aðfararnám er á ábyrgð háskóla og þeir sem ljúka því fá takmarkað aðgengi að námsleiðum viðkomandi háskóla. Aðfararnáminu lýkur ekki með formlegu lokaprófi sem veitir aðgang að öðrum háskólum á sambærilegan hátt við stúdentsprófið.

31 31 Tæplega þriðjungur brautskráninga úr starfsnámi var á námssviðinu mannvirkjagerð og verkfræði. Því næst koma námssviðið hugvísindi og listir sem er að mestu leyti listnám ýmiss konar af listnámsbrautum til starfsnáms. Þar að auki er nokkur hópur sem lýkur námi á listnámsbrautum til stúdentsprófs. Sveinsprófi luku 518 sem er 18% af brautskráningum í starfsnámi og tæp 10% af brautskráningum alls. Tafla 20. Brautskráningar úr starfsnámi á framhaldsskólastigi eftir námssviði og prófgráðu 2011/2012 Námssvið Hæfnispróf Réttindapróf starfsgreina Burtfararpróf úr iðn Sveinspróf Alls Almennt nám Menntun Hugvísindi og listir Félagsvísindi, viðskipti og lögfræði Raunvísindi, stærðfræði og tölvunarfræði Verkfræði, framleiðsla og mannvirkjagerð Landbúnaður og dýralækningar Heilbrigði og velferð Þjónusta Alls Hagstofa Íslands Dreifing brautskráðra nemenda eftir búsetu er að mestu sambærileg við dreifingu skráðra nemenda eftir búsetu og hlutfall mannfjölda eftir landsvæði. Árið 2011/2012 var 61% brautskráðra á höfuðborgarsvæðinu, þar næst kemur Norðurland eystra þar sem 11% nemenda bjuggu. Fæstir brautskráðir nemendur búa á Vestfjörðum og Norðurlandi eystra. Tafla 21. Brautskráðir nemendur eftir landsvæði og kyni 2011/2012 Karlar Konur Alls Hlutfall Reykjavík % Önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu % Suðurnes % Vesturland % Vestfirðir % Norðurland vestra % Norðurland eystra % Austurland % Suðurland % Erlendis % Alls % Hagstofa Íslands

32 32 Aldur nemenda og námslengd við brautskráningu Meðalaldur brautskráðra nemenda á skólaárunum 2011/2012 til 2013/2014 var 24,7 ár en miðgildi aldurs var 20,7 ár (s.s. helmingur nemenda var yngri eða eldri en 20,7 ár). Aldursdreifing brautskráðra nemenda er ólík eftir því hvort þeir hafa lokið námi af stúdentsnámsbrautum eða starfsnámsbrautum. Meðalaldur þeirra sem brautskráðust af stúdentsnámsbrautum var 21 ár og miðgildið 20 ár. Af starfsnámsbrautum var meðalaldur brautskráðra 29 ár og miðgildi aldurs 25 ár. Mynd 13. Aldursdreifing brautskráðra Heimild: Mennta- og menningarmálaráðuneytið Myndin sýnir dreifingu brautskráðra eftir aldri. Hinn hái meðalaldur í starfsnámi stafar af því hversu margir brautskrást með lokapróf í starfsnámi í eldri aldurshópum sem hækkar meðalaldurinn. Aftur á móti eru fáir sem ljúka námi á stúdentsprófsbrautum eftir 25 ára aldur. 3.8 Brotthvarf úr námi og námsgengi Á síðustu árum hefur athyglin beinst í auknum mæli að þeim nemendum sem ekki ljúka námi eða gera það seint. Ekki voru til nægilega góðar upplýsingar til að gera sér almennilega grein fyrir því hversu stór hópur það er sem hættir í skóla án þess að brautskrást. Lengi vel var brotthvarf skilgreint þannig að ef nemandi innritaðist ekki í skóla næsta haust án þess að útskrifast þá hafði hann dottið úr námi. Þetta var ekki nægilega góður mælikvarði vegna þess að framhaldsskólakerfið á Íslandi er mjög sveigjanlegt og nemendur geta nýtt sér það með því að taka sér hlé frá námi. Til að skilja betur brotthvarf í framhaldsskólum hefur Hagstofan gert nokkrar kannanir á námsgengi nemenda með því að fylgjast með hópi nýnema sem innritast tiltekið ár og fylgja honum eftir til að kanna hversu stór hluti hans hefur lokið námi eftir tiltekið mörg ár. Síðasta könnun af þessu tagi sem Hagstofan gerði notaði þann hóp nemenda sem innritaðist sem nýnemar í framhaldsskóla haustið Fjórum árum eftir innritun, árið 2008, höfðu tæplega 45% hópsins lokið námi með prófgráðu sem telst lokapróf á framhaldsskólastigi, af stúdentsnámsbraut eða starfsnámsbraut. Um 27% nemenda voru ekki lengur skráð í skóla en 28% voru enn í skóla. Sex árum síðar, árið 2010, höfðu 58% hópsins útskrifast, 52% karla og 64% kvenna. Tæplega 30% höfðu horfið úr skóla og 12% voru enn í skóla. Þetta lága hlutfall brautskráningar tveimur árum eftir að eðlilegum námstíma er lokið er einsdæmi hjá Evrópulöndum meðal OECD-ríkja þar sem brautskráningarhlutfallið er í flestum tilvikum mun hærra og hjá mörgum löndum yfir 90%. Sömuleiðis er hlutfall brotthvarfs það hæsta í Evrópu. Sambærileg könnun sem mennta- og menningarmálaráðuneytið gerði á innritunarárgangi haustið 2007 skilaði sambærilegum niðurstöðum. Brautskráningarhlutfallið er lægra og brotthvarfið meira í starfsnámi en í bóknámi. En á móti kemur að nemendur sem hætta í starfsnámi eru líklegri til að skila sér að nýju inn í framhaldsskóla seinna á starfsævinni.

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

Verk- og tæknimenntaskólar - skipulag verk og tæknináms. 09. mars 2012

Verk- og tæknimenntaskólar - skipulag verk og tæknináms. 09. mars 2012 Verk- og tæknimenntaskólar - skipulag verk og tæknináms 09. mars 2012 Um hvað ætla ég að tala Til umræðu Skilgreiningar lög og reglur Núverandi skipulag Tillaga vinnuhóps starfsnámsskólanna að verkferli

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum Raddir fjölbreyttra kennarahópa Sólveig Karvelsdóttir, lektor, HÍ Hafdís Guðjónsdóttir, dósent, HÍ Rannsóknin er hluti af tveimur rannsóknum Fjölbreyttir kennarahópar

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

Hverjir eru valkostir nýnema í framhaldsskólum?

Hverjir eru valkostir nýnema í framhaldsskólum? Menntavísindasvið Háskóla Íslands Grein birt 31. desember 2011 Magnús Þorkelsson Hverjir eru valkostir nýnema í framhaldsskólum? Allt frá árinu 1968 hefur umræðan um framhaldsskóla á Íslandi aðallega snúist

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2011:1 27. maí 2011 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga frá sveitarfélögum árlega um fjárhagsaðstoð, félagslega heimaþjónustu

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

Rannsókn á Byrjendalæsi: Markmið, snið, gögn og úrvinnsla

Rannsókn á Byrjendalæsi: Markmið, snið, gögn og úrvinnsla Læsi til samskipta og náms Ráðstefna MSHA um læsi 13. september 2014 Rannsókn á Byrjendalæsi: Markmið, snið, gögn og úrvinnsla Rúnar Sigþórsson Háskólanum á Akureyri runar@unak.is Örstutt um Byrjendalæsi

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Svíþjóð - stjórnsýslan Þrjú formleg stjórnsýslustig Sveitarfélög, 290 talsins (Local level) Lén, 20 talsins (Regional level) Landsstjórn, 349 þingmenn (National

More information

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be Stefnumótun tun Rf Hlutverk (Mission) Why we exist Gildi (Core values) What we believe in Framtíðarsýn (Vision) What we want to be Stefna (Strategy) Our Game plan Stefnumiðað árangursmat Balanced Scorecard

More information

Reykjavík, 30. apríl 2015

Reykjavík, 30. apríl 2015 Fagráð um símenntun og starfsþróun kennara Sigurjón Mýrdal formaður Sólrún Harðardóttir starfsmaður Námsmatsstofnun Borgartúni 7a 105 Reykjavík Reykjavík, 30. apríl 2015 Efni: Svör Kennarasambands Íslands

More information

Hafnarfjörður Grunnskólar Hafnarfjarðar Skólanámskrá. 3. bekkjarnámskrá. Skólanámskrá Hraunvallaskóla

Hafnarfjörður Grunnskólar Hafnarfjarðar Skólanámskrá. 3. bekkjarnámskrá. Skólanámskrá Hraunvallaskóla Hafnarfjörður Grunnskólar Hafnarfjarðar Skólanámskrá 3. bekkjarnámskrá Skólanámskrá Hraunvallaskóla Skólaárið 2018-2019 Skólanámskrá Hraunvallaskóla. Útgefin 2016. Skólanámskrá er útgefin á rafrænu formi

More information

Hafnarfjörður Grunnskólar Hafnarfjarðar Skólanámskrá. 8. bekkjarnámskrá skólanámskrá Hraunvallaskóla

Hafnarfjörður Grunnskólar Hafnarfjarðar Skólanámskrá. 8. bekkjarnámskrá skólanámskrá Hraunvallaskóla Hafnarfjörður Grunnskólar Hafnarfjarðar Skólanámskrá 8. bekkjarnámskrá skólanámskrá Hraunvallaskóla Skólaárið 2017-2018 Skólanámskrá Hraunvallaskóla. Útgefin 2017. Skólanámskrá er útgefin á rafrænu formi

More information

Ársskýrsla Fjölbrautaskólans við Ármúla 2016

Ársskýrsla Fjölbrautaskólans við Ármúla 2016 Ársskýrsla Fjölbrautaskólans við Ármúla 2016 Efnisyfirlit Inngangur... 3 Nemendur... 3 Nemendur flokkaðir eftir brautum... 5 Nemendafjöldi eftir kynjum... 6 Meðalaldur nemenda eftir brautum og kyni...

More information

Nám í skapandi greinum á framhaldsskólastigi Fýsileikagreining á listmenntaskóla. Rannsóknarmiðstöð Skapandi greina Félagsvísindasvið Háskóla Íslands

Nám í skapandi greinum á framhaldsskólastigi Fýsileikagreining á listmenntaskóla. Rannsóknarmiðstöð Skapandi greina Félagsvísindasvið Háskóla Íslands Skólar og menntun í fremstu röð Nám í skapandi greinum á framhaldsskólastigi Fýsileikagreining á listmenntaskóla Rannsóknarmiðstöð Skapandi greina Félagsvísindasvið Háskóla Íslands Þessi skýrsla er hluti

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

GÆÐASTARF Í GRUNNSKÓLUM. Viðmið og framkvæmd ytra mats grunnskóla

GÆÐASTARF Í GRUNNSKÓLUM. Viðmið og framkvæmd ytra mats grunnskóla GÆÐASTARF Í GRUNNSKÓLUM og framkvæmd ytra mats grunnskóla GÆÐASTARF Í GRUNNSKÓLUM og framkvæmd ytra mats grunnskóla ISBN 978-9979-0-2314-2 Ritstjóri: Þóra Björk Jónsdóttir Málfarsyfirlestur: Ingólfur Steinsson

More information

Horizon 2020 á Íslandi:

Horizon 2020 á Íslandi: Horizon 2020 á Íslandi: - Árangur Íslands í Horizon2020 - Hvernig getur Rannís veitt ykkur aðstoð? Kristmundur Þór Ólafsson Alþjóðasvið Rannís Landstengiliður (NCP) fyrir H2020 Hvað er H2020? Rammaáætlun

More information

Aðalnámskrár grunnskóla og samræmd könnunarpróf í íslensku

Aðalnámskrár grunnskóla og samræmd könnunarpróf í íslensku Aðalnámskrár grunnskóla og samræmd könnunarpróf í íslensku 2011 2015 Ýr Þórðardóttir Júní 2017 Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Aðalnámskrár grunnskóla og samræmd könnunarpróf í íslensku 2011

More information

GÆÐASTARF Í GRUNNSKÓLUM. Viðmið og framkvæmd ytra mats grunnskóla

GÆÐASTARF Í GRUNNSKÓLUM. Viðmið og framkvæmd ytra mats grunnskóla GÆÐASTARF Í GRUNNSKÓLUM og framkvæmd ytra mats grunnskóla GÆÐASTARF Í GRUNNSKÓLUM og framkvæmd ytra mats grunnskóla ISBN 978-9979-0-??????? Ritstjóri: Þóra Björk Jónsdóttir Málfarsyfirlestur: Ingólfur

More information

Tillaga til þingsályktunar

Tillaga til þingsályktunar 132. löggjafarþing 2005 2006. Þskj. 14 14. mál. Tillaga til þingsályktunar um eflingu náms- og starfsráðgjafar í grunn- og framhaldsskólum. Flm.: Jónína Bjartmarz, Björgvin G. Sigurðsson, Dagný Jónsdóttir,

More information

Laun á almennum vinnumarkaði 2005 Earnings in the private sector 2005

Laun á almennum vinnumarkaði 2005 Earnings in the private sector 2005 26:1 14. júlí 26 Laun á almennum vinnumarkaði 25 Earnings in the private sector 25 Samantekt Árið 25 voru regluleg mánaðarlaun á almennum vinnumarkaði að meðaltali 244 þúsund krónur, heildarmánaðarlaun

More information

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur?

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur? Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur? Málþing um byggðamál og svæðasamvinnu 14. mars 2014 Stefanía Traustadóttir Heimsókn til Norðurbotns (Oulu) apríl 2012 Þátttakendur: Ragnheiður

More information

Svæðisbundin áhrif íslenskra háskóla

Svæðisbundin áhrif íslenskra háskóla Tímarit um uppeldi og menntun / Icelandic Journal of Education 25(2), 2016, 265 287 ÞÓRODDUR BJARNASON HÁSKÓLANUM Á AKUREYRI INGI RÚNAR EÐVARÐSSON HÁSKÓLA ÍSLANDS INGÓLFUR ARNARSON HÁSKÓLANUM Á BIFRÖST

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2013 Municipal social services 2013

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2013 Municipal social services 2013 2014:3 9. október 2014 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Árið fengu 8.042 heimili fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og hafði heimilum sem þáðu slíkar greiðslur fjölgað um 306

More information

Tengsl íþróttaiðkunar og námsárangurs

Tengsl íþróttaiðkunar og námsárangurs B.Sc. lokaverkefni í íþróttafræði Tengsl íþróttaiðkunar og námsárangurs Maí 2018 Nafn nemanda: Svanfríður Birna Pétursdóttir Kennitala: 210493 2559 Leiðbeinendur: Margrét Lilja Guðmundsdóttir og Sveinn

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2010:1 12. maí 2010 Félagsþjónusta sveitarfélaga 2007 2009 Municipal social services 2007 2009 Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga árlega um félagslega heimaþjónustu og fjárhagsaðstoð

More information

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Sérfræðingur í persónurétti Yfirlit Stóra myndin Skyldur GDPR Aðlögunarferli Áskoranir og praktísk ráð 2 3 Yfirlit: Hvað er GDPR?» GDPR

More information

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012 Nr. 28/32 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012 2013/EES/28/07 frá 8. júní 2012 um framkvæmdarreglur vegna beitingar 16. gr.

More information

Aðalnámskrá grunnskóla, hæfni og hæfnimiðað námsmat

Aðalnámskrá grunnskóla, hæfni og hæfnimiðað námsmat Aðalnámskrá grunnskóla, hæfni og hæfnimiðað námsmat Hæfnimiðað nám og námsmat Málþing í Brekkuskóla 12. ágúst 2016 Rúnar Sigþórsson prófessor kennaradeild HA OECD: Þrjú meginsvið hæfni 2 Sjálfstæði í persónulegum

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2011 Municipal social services 2011

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2011 Municipal social services 2011 2012:1 4. október 2012 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Árið fengu 7.715 heimili fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og hafði heimilum sem þáðu slíkar greiðslur fjölgað um 805

More information

Efnisyfirlit. Ársskýrsla Tækniskólans

Efnisyfirlit. Ársskýrsla Tækniskólans Ársskýrsla 2013 Efnisyfirlit 1 Ávarp formanns... 4 2 Staða og hlutverk skólans... 5 Hlutverk... 5 Framtíðarsýn... 5 3 Gildi og stefna Tækniskólans, skóla atvinnulífsins 2011-2013... 6 3.1 Gildi Tækniskólans:...

More information

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar 1 Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar Introduction to rotating machines 2 Grunnhugtök og meginþættir Klassískar gerðir véla Riðstraumsvélar Samfasavél (synchronous machine) Spanvél (induction machine

More information

Skóli án aðgreiningar

Skóli án aðgreiningar Skóli án aðgreiningar Viðhorf sérkennara í grunnskólum til stefnunnar skóli án aðgreiningar Rannveig Klara Matthíasdóttir Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Skóli án aðgreiningar

More information

Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi

Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi Lokaverkefni til B.Ed. prófs Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi Eru ánægðir foreldrar bestu bandamenn kennara? Halldóra Gísladóttir 300955-5419 Kennaraháskóli Íslands

More information

Fiskiskipastóllinn í árslok 2006 The fishing fleet at the end of 2006

Fiskiskipastóllinn í árslok 2006 The fishing fleet at the end of 2006 2007:2 28. febrúar 2007 Fiskiskipastóllinn í árslok 2006 The fishing fleet at the end of 2006 Samantekt Í lok árs 2006 voru á skrá hjá Siglingastofnun 1.692 fiskiskip og hafði þeim fækkað um 60 frá árinu

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 8. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson Samstarf HR og IGI Ólafur Andri Ragnarsson Leikjaiðnaðurinn 2021 Leikjaiðnaðurinn 2021 5.000 störf 70 milljarðar í heildarútflutningstekjur ef... Photo Ian Parker http://parkerlab.bio.uci.edu/nonscientific_adventures/iceland_man.ht

More information

Greinabundin kennsla greinabundið nám í Hvassaleitisskóla

Greinabundin kennsla greinabundið nám í Hvassaleitisskóla SKÓLAÞRÓUNARSVIÐ KENNARADEILDAR HÁSKÓLANS Á AKUREYRI ÞINGVALLASTRÆTI 23 600 AKUREYRI Greinabundin kennsla greinabundið nám í Hvassaleitisskóla Mat á skólastarfi Birna María Svanbjörnsdóttir Jenný Gunnbjörnsdóttir

More information

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs?

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Hvernig getur málefni sem ekki er skilgreint sem námsgrein í grunnskóla eða námssvið

More information

Mennta- og menningarmálaráðuneytið Október 2015

Mennta- og menningarmálaráðuneytið Október 2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Október 2015 Útgefandi: Mennta- og menningarmálaráðuneytið Sölvhólsgötu 4 101 Reykjavík Sími: 545 9500 Netfang: postur@mrn.is Veffang: www. menntamalaraduneyti.is ISBN

More information

Samstarf leik- og grunnskóla Um mat og upplýsingamiðlun milli skólastiganna

Samstarf leik- og grunnskóla Um mat og upplýsingamiðlun milli skólastiganna Samstarf leik- og grunnskóla Um mat og upplýsingamiðlun milli skólastiganna Starfshópurinn: Hildur Skarphéðinsdóttir, formaður Hrönn Pálmadóttir, ritstjóri skýrslunnar Anna Bára Pétursdóttir Guðrún Edda

More information

Framhaldsskólapúlsinn

Framhaldsskólapúlsinn Framhaldsskólapúlsinn Mat á líðan og skólabrag í framhaldsskólum Málþing um geðrækt í framhaldsskólum 20. september 2013 Almar M. Halldórsson Skólapúlsinn Skólapúlsinn er veflægt sjálfsmatskerfi fyrir

More information

Hönnunarstefna Hönnun sem drifkraftur til framtíðar

Hönnunarstefna Hönnun sem drifkraftur til framtíðar Hönnunarstefna 2014 2018 Hönnun sem drifkraftur til framtíðar 2 Hér birtist hönnunarstefna stjórnvalda sem byggir á tillögum frá stýrihópi sem iðnaðarráðherra skipaði í samstarfi við mennta- og menningar-

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Kynning í Dalskóla 6. desember 2018 Gautur Þorsteinsson, verkfræðingur Um útvarpsþjónustu Fyrsta útsending útvarpsdagskrár 1920 Útsendingar útvarps

More information

Leiðbeinandi á vinnustað

Leiðbeinandi á vinnustað Work Mentor Leiðbeinandi á vinnustað Leonardo da Vinci, Transfer of Innovation verkefni sem VMA sótti um að stýra. Kynning maí 2011. Jóhannes Árnason 1 Work Mentor Leonardo da Vinci Transfer of Innovation

More information

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM Skýrsla fyrir skólaárið 2016-2017 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 2 1. Inngangur... 3 2. Markmið og tilgangur matsins... 3 3. Aðferðir og framkvæmd matsins... 3 4.

More information

Nemendur og foreldrar af erlendum uppruna í íslenskum grunnskólum: Áskoranir og tækifæri.

Nemendur og foreldrar af erlendum uppruna í íslenskum grunnskólum: Áskoranir og tækifæri. Nemendur og foreldrar af erlendum uppruna í íslenskum grunnskólum: Áskoranir og tækifæri. Fræðslufundur fyrir grunnskólakennara á höfuðborgarsvæðinu Mánudaginn 18. september 2017 í Skriðu, Menntavísindasviði

More information

Viðauki með þjónustusamningi mennta- og menningarmálaráðuneytis og Háskólans í Reykjavík (HR)

Viðauki með þjónustusamningi mennta- og menningarmálaráðuneytis og Háskólans í Reykjavík (HR) Viðauki með þjónustusamningi mennta- og menningarmálaráðuneytis og Háskólans í Reykjavík (HR) 29.12.2011 Efnisyfirlit 1 Inngangur... 3 1.1 Lagaheimildir og forsendur... 3 1.2 Samskiptahættir... 3 1.3 Stefna

More information

Sameining tveggja háskóla í Svíþjóð

Sameining tveggja háskóla í Svíþjóð Sameining tveggja háskóla í Svíþjóð Aðdragandi, framkvæmd og árangur af sameiningu Högskolan på Gotland og Uppsalaháskóla Ágrip Í þessari úttektar er að dreginn lærdómur af nýlegri sameiningu tveggja háskóla

More information

LEIÐARVÍSIR UM ÞÁTTTÖKUNÁM (Service Learning)

LEIÐARVÍSIR UM ÞÁTTTÖKUNÁM (Service Learning) LEIÐARVÍSIR UM ÞÁTTTÖKUNÁM (Service Learning) Frásagnir úr námsferð fræðslustjóra með skólastjórum í Reykjavík, starfsmönnum Fræðslumiðstöðvar og fulltrúum úr fræðsluráði á ráðstefnu og í skólaheimsóknir

More information

VIÐMIÐ OG VÍSBENDINGAR. fyrir innra og ytra mat á gæðum leikskólastarfs

VIÐMIÐ OG VÍSBENDINGAR. fyrir innra og ytra mat á gæðum leikskólastarfs VIÐMIÐ OG VÍSBENDINGAR fyrir innra og ytra mat á gæðum leikskólastarfs 2 VIÐMIÐ OG VÍSBENDINGAR fyrir innra og ytra mat á gæðum leikskólastarfs September 2014 3 Útgáfa: Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur

More information

Stjórnun og fagleg forysta í grunnskólum

Stjórnun og fagleg forysta í grunnskólum n Fræðigreinar STJÓRNMÁL Stjórnun og fagleg forysta í grunnskólum Trausti Þorsteinsson, dósent við Hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri Amalía Björnsdóttir, prófessor við Menntavísindasvið Háskóla

More information

Efnahagshrunið og skólastarf í tveimur íslenskum sveitarfélögum

Efnahagshrunið og skólastarf í tveimur íslenskum sveitarfélögum Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2012 Sigurlína Davíðsdóttir, Guðný Guðbjörnsdóttir, Anna Kristín Sigurðardóttir, Arna H. Jónsdóttir, Börkur Hansen, Ólafur H. Jóhannsson

More information

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2 1 Examples 2 Sýnidæmi 2 2 Example 25-1 Gefið er 3 fasa, 3 teina raforkukerfi samkvæmt meðfylgjandi einlínumynd. Allar stærðir á myndinni eru í einingakerfinu ( per unit ). Seríuviðnám háspennulínanna er

More information

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn -

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM Schengen ráðstefna 6. október 2011 - Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - Áherslur - Lögreglan á Suðurnesjum - Framkvæmd landamæraeftirlits - Umhverfið - Álag á Ísland

More information

Skólanámskrá og Starfsáætlun Dalvíkurskóla

Skólanámskrá og Starfsáætlun Dalvíkurskóla Dalvíkurbyggð 2017 Skólanámskrá og Starfsáætlun Dalvíkurskóla Þekking og færni Virðing og vellíðan 2017-2018 Efnisyfirlit Saga og þróun skólahalds... 5 Stefna skólans... 5 Grunnþættir menntunar... 6 Læsi...

More information

JANÚAR 2016 Karl Sigurðsson

JANÚAR 2016 Karl Sigurðsson JANÚAR 2016 Karl Sigurðsson Staða og horfur á vinnumarkaði Staðan á vinnumarkaði er að mörgu leyti góð ef litið er til þróunar atvinnuleysis, en skráð atvinnuleysi hefur lækkað úr um 8% árin 2009 og 2010

More information

Sæmundarskóli heildarmat á skólastarfi

Sæmundarskóli heildarmat á skólastarfi Sæmundarskóli heildarmat á skólastarfi Janúar 2014 Skóla og frístundasvið Reykjavíkur Ritstjóri: Birna Sigurjónsdóttir Ritun skýrslu og fylgiskjala: Birna Sigurjónsdóttir Guðrún Edda Bentsdóttir Hildur

More information

Ungir innflytjendur og aðrir einstaklingar með erlendan bakgrunn í íslensku samfélagi og íslenskum skólum

Ungir innflytjendur og aðrir einstaklingar með erlendan bakgrunn í íslensku samfélagi og íslenskum skólum Ráðstefnurit Netlu Menntakvika 211 Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 211 Ólöf Garðarsdóttir og Guðjón Hauksson 1 Ungir innflytjendur og aðrir einstaklingar með erlendan

More information

Þróun kennaramenntunar við Menntavísindavið Háskóla Íslands

Þróun kennaramenntunar við Menntavísindavið Háskóla Íslands Þróun kennaramenntunar við Menntavísindavið Háskóla Íslands Greinargerð um vinnuferli og áherslur við mótun kennaranáms frá 2008 Maí 2014 Menntavísindasvið Háskóla Íslands Anna Kristín Sigurðardóttir Maí

More information

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile HUGPRÓ Betware QA & Agile 26.02.2010 Head Quarters Betware Reykjavík Betware DK Copenhagen Denmark Betware Solutions CA Kamloops, BC Betware Madrid Spain Certus Odense Denmark Betware Sp. z o.o. Warsaw

More information

Fóðurrannsóknir og hagnýting

Fóðurrannsóknir og hagnýting Fóðurrannsóknir og hagnýting Uppskeruhátíð rannsókna Gunnar Örn Kristjánsson Strandbúnaður 2018, Grand Hótel Reykjavík, 19.-20. mars. Grundvöllur fóðurgerðar Þarfir hjá eldisfisk Efnaþarfir til vaxtar

More information

- Samvinna um tónlistarnám - Kennaralaun í alþjóðlegu samhengi - Something old, something new... Félagsfærni lærist ekki af sjálfu sér

- Samvinna um tónlistarnám - Kennaralaun í alþjóðlegu samhengi - Something old, something new... Félagsfærni lærist ekki af sjálfu sér Félagsfærni lærist ekki af sjálfu sér BLS 18 Spjaldtölvur í skólastarfi? BLS 32 3.TBL. 11.ÁRG. 2011 - Samvinna um tónlistarnám - Kennaralaun í alþjóðlegu samhengi - Something old, something new... VIÐ

More information

Staðsetning háskóla og menntabil í háskólamenntun

Staðsetning háskóla og menntabil í háskólamenntun Ritrýnd grein birt 21. júní 2018 Staðsetning háskóla og menntabil í háskólamenntun Þóroddur Bjarnason Abstract Um höfund About the author Umtalsverður munur er á hlutfalli háskólamenntaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu

More information

Starfsþróun eflir nemendamiðaða faglega forystu. (Professional Development for Student Centered Leadership) Lokaskýrsla Erasmus+ verkefnis

Starfsþróun eflir nemendamiðaða faglega forystu. (Professional Development for Student Centered Leadership) Lokaskýrsla Erasmus+ verkefnis Starfsþróun eflir nemendamiðaða faglega forystu (Professional Development for Student Centered Leadership) Lokaskýrsla Erasmus+ verkefnis 2017-2018 Menntaskólinn við Sund Project Summary The main elements

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Íþróttakennara- og íþróttafræðinám á Laugarvatni fyrr og nú

Íþróttakennara- og íþróttafræðinám á Laugarvatni fyrr og nú Uppeldi og menntun 21. árgangur 2. hefti 2012 SIGURBJÖRN ÁRNI ARNGRÍMSSON MENNTAVÍSINDASVIÐI HÁSKÓLA ÍSLANDS Íþróttakennara- og íþróttafræðinám á Laugarvatni fyrr og nú Íþróttakennaranám á Íslandi stendur

More information

Skýrsla um framfylgd eigendastefnu OR á árinu 2017

Skýrsla um framfylgd eigendastefnu OR á árinu 2017 Skýrsla nr. 2017-024 24. nóvember 2017 Skýrsla um framfylgd eigendastefnu OR á árinu 2017 Guðrún Erla Jónsdóttir Skrifstofa forstjóra Útgefandi: Orkuveita Reykjavíkur Umsjón og ábyrgð: Guðrún Erla Jónsdóttir

More information

Skóli án aðgreiningar og einstaklingsmiðað nám

Skóli án aðgreiningar og einstaklingsmiðað nám Skóli án aðgreiningar og einstaklingsmiðað nám Námsferð kennsluráðgjafa Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, Korpuskóla, Víkurskóla og Borgaskóla til New Brunswick 28. 31. október 2003 Ritstjórn: Ágústa Bárðardóttir

More information

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst 15. 18. ágúst 21. 25. ágúst 28. ág 1. sept. 15. skipulagsdagur 16. skipulagsdagur 17. Skipulagsdagur 18. skipulagsdagur

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Skólastarf á Fljótsdalshéraði. Úttekt á grunn- og tónlistarskólum

Skólastarf á Fljótsdalshéraði. Úttekt á grunn- og tónlistarskólum Skólastarf á Fljótsdalshéraði Úttekt á grunn- og tónlistarskólum Birna María Brattberg Svanbjörnsdóttir Helga Rún Traustadóttir Sólveig Zophoníasdóttir Apríl 2015 Efnisyfirlit Megin niðurstöður... 2 Styrkleikar...

More information

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands ÞÓRA BJÖRK HJARTARDÓTTIR Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands 1. Fjöldi erlendra stúdenta Á liðnum áratug hefur erlendum stúdentum fjölgað gríðarlega við Háskóla Íslands. Haustið 2000 voru skráðir

More information

Lotukerfi í list- og verkgreinum

Lotukerfi í list- og verkgreinum Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2013 Yfirlit greina Arngunnur Hafstað Sigurþórsdóttir Lotukerfi í list- og verkgreinum Námsgreinin

More information

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna Samanburðarrannsókn nóvember 2012 Ari Klængur Jónsson www.mcc.is Árnagötu 2-4 400 Ísafjörður Sími: 450-3090 Fax: 456-0215 mcc@mcc.is 1 Velferðarráðuneytið

More information

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Stillt upp fyrir tískumyndatöku í Hörpu. Samantekt unnin fyrir Höfuðborgarstofu mars 2017 Höfundur: Rögnvaldur Guðmundsson Rannsóknir

More information

Lýðheilsa Heilsa í allar stefnur

Lýðheilsa Heilsa í allar stefnur Lýðheilsa Heilsa í allar stefnur Hvar standa Íslendingar í samanburði þjóða? Dagskrá: 14:30 Ávarp forsætisráðherra: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 14:45 Heilsa í allar stefnur: Health in All Policies reynsla

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr. 54 8. árgangur

More information

Nr mars 2006 AUGLÝSING

Nr mars 2006 AUGLÝSING AUGLÝSING um gerð sem felur í sér breytingu á samningi sem ráð Evrópusambandsins og Ísland og Noregur gerðu með sér um þátttöku hinna síðarnefndu í framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna. Hinn

More information

RANNSÓKNASTOFNUN HÁSKÓLANS Á AKUREYRI

RANNSÓKNASTOFNUN HÁSKÓLANS Á AKUREYRI RANNSÓKNASTOFNUN HÁSKÓLANS Á AKUREYRI Þingvallastræti 23, Pósthólf 224, 602 Akureyri, Sími 463-0570, Fax 463-0997 Netfang: rha@unak.is Veffang: http://www.unak.is/ BLÁSKÓGABYGGÐ OG GRÍMSNES- OG GRAFNINGSHREPPUR

More information

Námsval stúlkna með tilliti til stærðfræði í Menntaskólanum við Hamrahlíð RH

Námsval stúlkna með tilliti til stærðfræði í Menntaskólanum við Hamrahlíð RH Námsval stúlkna með tilliti til stærðfræði í Menntaskólanum við Hamrahlíð RH-12-2009 Elínborg Ingunn Ólafsdóttir, Freyja Hreinsdóttir Gunnar Stefánsson og María Óskarsdóttir Útdráttur Tölfræðileg úrvinnsla

More information

Verkefnatengt nám. Hentar lögfræði þér? Starfsvettvangur lögfræðinga

Verkefnatengt nám. Hentar lögfræði þér? Starfsvettvangur lögfræðinga Lögfræði Verkefnatengt nám Innan Háskólans í Reykjavík hefur verið lögð áhersla á verkefnatengt laganám sem miðar að því að auka virkni nemenda í námi og gera þá betur í stakk búna til að takast á við

More information

Hlutverk skólastjóra í menntun til sjálfbærni

Hlutverk skólastjóra í menntun til sjálfbærni Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2010 Auður Pálsdóttir og Allyson Macdonald Hlutverk skólastjóra í menntun til sjálfbærni Reynsla af þróunarstarfi í fjórum grunnskólum

More information

Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll. Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands

Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll. Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands Yfirlit erindis Meginmarkmið og bakgrunnur Nokkrar skilgreiningar Rannsóknaraðferðir

More information

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

Tungumálatorgið - fræðin og veruleiki á vettvangi. Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir: kennsluráðgjafi og verkefnastjóri Tungumálatorgsins,

Tungumálatorgið - fræðin og veruleiki á vettvangi. Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir: kennsluráðgjafi og verkefnastjóri Tungumálatorgsins, Tungumálatorgið - fræðin og veruleiki á vettvangi Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir: kennsluráðgjafi og verkefnastjóri Tungumálatorgsins, tobba@hi.is Menntakvika 2013 Erindið Segja sögur Sýna myndir Setja í

More information

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014 EFLA Verkfræðistofa STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin 2004-2013 Reykjavík, júní 2014 2014, hf - Vinnslu efnis og frágang texta annaðist Kolbrún Reinholdsdóttir fyrir Verkfræðistofuna EFLU hf. ISSN ISBN

More information

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur CHEMISTRY The Central 9th Edition Hlutfallareikningur: AðA reikna út frá formúlum og efnajöfnum fnum Lavoisier: Massi varðveitist í efnahvörfum. : lýsa efnahvörfum. Efnajafna : Hvarfefni og myndefni: 2H

More information

ársskýrsla 2012 ársskýrsla

ársskýrsla 2012 ársskýrsla ársskýrsla 2012 ársskýrsla 2012 1 2 SÍMENNTUNARMIÐSTÖÐIN ársskýrsla 2012 Efnisyfirlit Ávarp formanns................................ 4 Inngangur.................................... 5 Stjórn Símenntunarmiðstöðvarinnar..................

More information