MIÐBÆJARSKÓLINN Í REYKJAVÍK ENDURBÆTUR RAFLAGNA

Size: px
Start display at page:

Download "MIÐBÆJARSKÓLINN Í REYKJAVÍK ENDURBÆTUR RAFLAGNA"

Transcription

1 MIÐBÆJARSKÓLINN Í REYKJAVÍK ENDURBÆTUR RAFLAGNA VERKLÝSING ÚTBOÐ NR MARS 2011

2 FRAMKVÆMDASÝSLA RÍKISINS VERKLÝSING nr MIÐBÆJARSKÓLINN, FRÍKIRKJUVEGI 1 EFNISYFIRLIT BLS Almenn atriði Verksvið Teikningar og uppdrættir Aðstaða á byggingarstað Samþykktir Skýringar við magnskrá Frágangur og vinnubrögð Efni Eftirlit Prófanir Raforkugjöld PÍPUR, STRENGSTIGAR, RENNUR OG NIÐURRRIF Almennt Skurðgröftur, frágangur og hlífðarpípur í skurð Pípur og samskeyti Netstigar Tenglastokkar / veggrennur Göt og brunaþéttingar Niðurrif TENGISTAÐIR Spennujöfnun og tengingar Dósir TENGI- OG ROFABÚNAÐUR Almennt Rofar Tenglar TAUGAR OG STRENGIR Almennt Strengir RAFDREIFITÖFLUR Almennt Aðaltafla Greinitöflur VARNARBÚNAÐUR Almennt Aflrofar Lekaliðar Sjálfvör Álagsvar- og skilrofar Spólurofar, stýriliðar og klukka LAMPAR OG HANDÞURRKUR Lampar almennt Lampar Handþurrkur BRUNAVIÐVÖRUN síða 4 - I

3 FRAMKVÆMDASÝSLA RÍKISINS VERKLÝSING nr MIÐBÆJARSKÓLINN, FRÍKIRKJUVEGI 1 EFNISYFIRLIT BLS Almennt Reynsla verktaka Stjórnstöð Aflgjafar Skynjarar Handboðar Hljóðgjafar Skammhlaupseinangrar Hurðaseglar og hurðapumpur Reyklokur Stýringar Deilihönnun, teikningar og forritun Yfirlitsmyndir Strengir og tengibox Prófanir, afhending og viðtaka INNBROTAVÖRN Almennt TÖLVU OG SÍMAKERFI Almennt Merkingar Staðlar og gæðakröfur Tengiskápar Ljósleiðarainntak Tenglar Cat5e krosstengibretti Cat5e strengir Cat5e krosstengisnúrur (Patches) Prófun, mæling, úttekt og mælingarskýrsla AUKAVERK...21 síða 4 - II

4 4 Raflagnir 4.0 Almenn atriði Verksvið Miðbæjarskólinn sem þessi verkþáttur snýst um er gömul friðuð skólabygging, sem notuð hefur verið sem skrifstofubygging. Nú á að breyta því í skólahús að nýju. Verktaka er bent á friðunarákvæði byggingarinnar þ.e. óskað er eftir að verktaki sýni húsinu virðingu við alla breytingar. Framkvæmd felur í sér niðurrif á lág og smáspennulögnum í böðum og búningsherbergjum í kjallara, snyrtiherbergjum í kjallara, niðurrif á lömpum í íþróttasal ásamt lögnum. Verktaki skal taka niður töflu í búningsherbergi og flytja hana út á gang framan við búningsklefa. Leggja skal utanáliggjandi álpípulagnir í gegnum böð og búningsklefa og endurnýja lagnir að útiljósi, myndavél, spennujöfnum á vatnspípum og lagnir að mótorum. Verktaki skal tryggja að öll spennujöfnun á málmhlutum í sturtu og búningsklefum sé fullnægjandi. Í íþróttasal skal verktaki leggja að, leggja til og setja upp nýja boltahelda íþróttahúslampa. Verktaki skal leggja að myndvörpum í kennslustofum og endurleggja tengla fyrir rafmagn, síma og tölvur í þeim veggjum sem verða rifnir að hluta. Þrífa skal alla lampa í húsinu og skila þeim með nýjum perum. Skipta skal út allri neyðarlýsingu í húsinu og bæta við á ganga lömpum sem kveikja ljós þegar rafmagn fer af. Bæta skal við kvíslrofa í aðaltöflu hússins og endurnýja allan varnarbúnað og rofa í greinitöflum. Einnig skal setja upp nýja þétta töflu í ris fyrir loftræstikerfi. Setja skal álrennur 40x40mm fyrir strengi frá myndvarpa og hátölurum að tölvu, ath. staðsetning á álrennum verður ákveðin á framkvæmdatíma. Tölvukerfi hússins verður óbreytt að undanskildu því að teknar verða niður lagnir í búningsklefum. Einnig verða lagðar lagnir að tölvutenglum fyrir þráðlaust net. Miðað er við að sendar fái fæðingu í gegnum tölvustrenginn. Settir verða nýir tölvutenglar í stað eldri í veggjum sem verða rifnir og endurbyggðir að hluta. Stjórnstöð brunaviðvörunarkerfis er af gerðinni Notifier ID2000, sem verður notuð áfram. Skynjarar eru mjög gamlir fyrir rásaskipt kerfi. Verktaki skal skipta út skynjurum í húsinu og setja analog skynjara með staðgreini sem hæfa núverandi stjórnstöð. Einnig skal setja upp og leggja að nýjum skynjurum í nokkrum rýmum, sem ekki hafa skynjara nú. Lokar og flæðinemar í vatnsúðakerfi tengist stjórnstöð brunaviðvörunarkerfis. Forrita skal stjórnstöð að nýju í samræmi við breytingar á kerfinu. Innbrotaviðvörun verður forrituð að nýju með þörf skólans í huga. Fara yfir og eldþétta öll göt í gegnum veggi milli hólfa í lok verks. Utandyra skal verktaki leggja ljósleiðara í jörð milli kvennaskólans Fríkirkjuvegi 9 að Miðbæjarskólanum Fríkirkjuvegi 1. Einnig skal verktaki færa núverandi ljósleiðarainntak, sem kemur inn í búningsklefa og færa í geymsluherbergi. Bora þarf lögnum leið inn í hús, taka þarf upp hellur, saga malbik annast skurðgröft, ganga frá skurði, hellum og malbiki. Verktaki skal skila inn reyndarteikningum í lok verksins. Skila skal einu setti þar sem búið er að setja allar lagnir með rauðu eins og þær eru í reynd inn á teikningarnar og skal verktaki gera ráð fyrir því í tilboði sínu. Settið skal vera snyrtilegt og skal verktaki skila eingöngu einu eintaki af breytingum á viðkomandi teikningu Teikningar og uppdrættir Allir uppdrættir eru táknrænir og sýna í aðalatriðum hvers óskað er. Verktaki skal kynna sér alla uppdrætti og verklýsingar. Samþykki verkkaupa eða umsjónarmanns hans skal fá fyrir öllum frávikum frá uppdráttum. Teikningar af lágspennu, tölvulögnum- og símalögnum, brunaviðvörunarkerfum, innbrotaviðvörunarkerfi og eftirlitsmyndavélakerfi fylgja með í útboðsgögnum Aðstaða á byggingarstað Verktaki leggur til alla aðstöðu á byggingarstað samkvæmt útboðs- og samningsskilmálum. síða 4-1

5 4.0.4 Samþykktir Allur prófunarskyldur rafbúnaður skal vera samþykktur af prófunarstofnunum sem samþykktar eru samkvæmt íslenskum lögum, einnig skal frágangur vera samkvæmt eftirfarandi reglum og reglugerðum: Reglugerð um raforkuvirki. Stj.tíð. B nr. 264/1971 með áorðnum breytingum. Byggingarreglugerð. Stj.tíð. B, nr. 441/1998 með áorðnum breytingum. Reglum Brunamálastofnunar. Reglum Landssíma Íslands. Reglum Vinnueftirlitsins. Tæknilegum tengiskilmálum rafveita. ÍST 30. Raflagnaefni, tæki og búnaður skal uppfylla ákvæði um rafsegulsviðssamhæfi (EMC) og þar með reglur um CE merkingu Skýringar við magnskrá Númer verkliða eru þau sömu í tilboðsskrá og í verklýsingu enda er sundurliðun og kaflaskipting einnig sú sama. Fyrir hverja magneiningu skal bjóðandi gefa upp einingaverð og skal allur kostnaður, sem kemur til með að falla á viðkomandi verklið og ekki kemur fram annarsstaðar, vera innifalinn í einingaverðinu, þannig að margfeldi af magntölum og einingaverði gefi heildarverð á verkliðum skv. verklýsingu. Allt efni er talið / mælt (stk/m) af teikningum án tillits til rýrnunar. Því skal gera ráð fyrir rýrnun og ýmsum smáhlutum svo sem kapalskóm og skrúfum í einingaverði viðkomandi þátta. Skilgreining á reikningi magntalna þeirra verkhluta sem talið er nauðsynlegt að gera grein fyrir er að finna í verklýsingu eða tilboðsskrá. Öll vinna og efni skal innifalin í einingaverðum. Verktaki skal sannreyna uppgefið magn í magnskrá áður en hann gerir efnispantanir Frágangur og vinnubrögð Öll vinna skal unnin samkvæmt ákvæðum Reglugerðar um raforkuvirki og skal verkið uppfylla fyllstu öryggiskröfur. Uppfylla skal kröfur Rafmagnseftirlitsins, Löggildingarstofu, reglur Póst og fjarskiptastofnunar og Vinnueftirlitsins. Um faglegan frágang vísast til kafla í Ákvæðisvinnugrundvelli rafvirkja: "Fyrirsögn um vinnubrögð". Þess skal gætt að allur rafbúnaður sé af viðurkenndri gerð. Þegar framkvæmd rafmagnsvinnu krefst þess að borað sé í yfirborðsfleti mannvirkis skal gæta fyllstu varfærni og minnt er á að húsið er friðað. Göt mega ekki raska burðarþoli mannvirkis. Þegar bætt er í þar sem hefur verið borað skal það vera þannig að bótin falli inn í upprunalegan flöt að útliti. Verktaki skal leita samþykkis á þeim aðferðum sem notaðar verða við boranir áður en verk hefst Efni Allt efni skal vera nýtt, vandað og sérhæft til þeirra nota sem áætluð eru. Allt efni skal vera samkvæmt verklýsingu og teikningum og skal verktaki leggja fyrir fulltrúa verkkaupa til samþykktar sýnishorn af öllu efni sem hann hyggst nota áður en notkun þess hefst. Ekki er þó nauðsynlegt að leita samþykkis á efni sem bein fyrirmæli eru um að nota í verklýsingu. Verktaki skal leggja til allt efni sem til verksins þarf, eins og lýst er í gögnunum. Verktaki skal einnig leggja til allt efni og tæki sem á þarf að halda til að koma lögnum og búnaði fyrir Eftirlit Verkkaupi hefur sérstakan eftirlitsmann með verki verktaka og skal verktaki í einu og öllu framkvæma verkið í samráði við verkkaupa eða eftirlitsmann hans. Verktaki skal tilkynna verkið til úttektar með góðum fyrirvara þannig að hugsanlegar lagfæringar geti farið fram fyrir verklok. Ef verkkaupi óskar eftir að verktaki sé viðstaddur þegar hann framkvæmir eftirlit skal verktaki verða við þeirri ósk, verkkaupa að kostnaðarlausu. Áður en verkið er afhent verkkaupa skal verktaki hafa tilkynnt það til Löggildingarstofu og fengið úttekt hjá þeim eða löggiltri skoðunarstofu. Verktaki skal síðan afhenda verkkaupa afrit af úttektarskýrslu þar sem fram kemur að engar aðfinnslur hafi verið á verkinu. síða 4-2

6 4.0.9 Prófanir Prófun á búnaði framkvæmir verktaki að viðstöddum verkkaupa eða umboðsmanni hans áður en afhending fer fram, verkkaupa að kostnaðarlausu. Skal m.a. sannreyna virkni einstakra tækja, smáspennukerfis, öryggiskerfis og framkvæma einangrunarmælingu. Verktaki veiti alla hagnýta aðstöðu við prófanir verkkaupa að kostnaðarlausu Raforkugjöld Verkkaupi greiðir allan kostnað af raforkunotkun meðan á byggingaframkvæmdum stendur. síða 4-3

7 4.1 PÍPUR, STRENGSTIGAR, RENNUR OG NIÐURRRIF Almennt Vakin er athygli á því að lagnaleiðir eru erfiðar og þarf verktaki að taka tillit til þess. Strengstigar liggja eftir gangi í kjallara og eru þeir huldir með gataplötum. Síðan er lóðrétt lagnaleið upp í ris fyrir miðju húsi við aðalinngang. Einnig eru strengstigalagnir eftir risi og liggja lagnir frá þeim stiga lóðrétt niður í gegnum veggi í pípum sbr. teikningar Skurðgröftur, frágangur og hlífðarpípur í skurð. Verktaki skal grafa skurð milli Kvennaskólans Fríkirkjuvegi 9 og Miðbæjarskólans, Fríkirkjuvegi 1. Verktaki skal afla allra leyfa til að fá að framkvæma verkið og hann ber ábyrgð á að setja allar varnir og merkingar til að forða slysum á meðan á framkvæmd stendur. Verkið felst í að taka upp hellur, saga malbik, grafa skurð, koma fyrir hlífðarpípu, moka yfir skurð, ganga frá grasi, hellum og malbiki. Til að þvera Skálholtsstíg, og koma fyrir hlífðarpípu þarf að saga malbik og ganga frá malbiki á eftir. Verktaki skal flytja núverandi ljósleiðarinntak í Miðbæjarskólanum, sem kemur inn á norðurhlið hússins. Verktaki tekur upp hellur, grefur skurð, setur hlífðarpípur grefur ofan í skurðinn og gengur frá hellum. Hlífðar pípur lagðar í sand skulu vera plastpípur PEH af viðurkenndri gerð. Fyrir 40mm pípur og grennri skal beygjuradíus ekki vera minni en 35 cm, en fyrir stærri en 40 mm skal vera 50 cm radíus og skal gæta þess að pípa þrengist ekki í beygju. Magnskýringar: Hlífðarpípur, pípur í sand eru mældar í metrum af teikningum. Innifalið í einingarverðum skulu vera efnisliðir, og vinna við pípur, taka upp hellur, sögun á malbiki, skurðgröftur, sandur og söndun, aðvörunarborði, pípum lokað eftir að strengir hafa verið dregnir í, mokað yfir skurð, hellulögn að nýju, malbikun og annar fullnaðar frágangur. Magntaka á skurðgreftri er sundurliðuð í eftirfarandi þætti: Hellur með hita, hellur án hita, sögun á malbiki og skurðgröftur á grasi Pípur og samskeyti Pípur skulu vera plast pípur af viðurkenndri gerð. Pípur skulu vera þannig gerðar að einangrun tauga geti ekki skaddast af skörpum brúnum í pípuendum, t.d. má fóðra pípuenda með plastfóðringum. Þar sem tengja þarf plastpípur við tengidósir skal nota til þess þar til gerða stúta. Til samtengingar á plastpípum skal nota viðkennda hólka. Pípur sem lagðar eru í léttum veggjum skulu vera vel festar. Þá skal þess vandlega gætt, að hljóðeinangrun í milliveggjum skaddist ekki við lagningu pípa. Fyrirhugað er að rífa nokkra veggi á annarri hæð. Verktaki skal taka niður lagnir í þessum veggjum. Í stað veggja verða settir lóðréttir límtrébitar og burðarbiti undir loft milli lóðréttra bita. Sett verður lagnagrind utaná þessa bita og klætt utaná. Verktaki skal leggja í þessa nýju veggi og endurnýja lagnir að tenglum á neðri hæð. Þar skal verktaki rífa niður eldri pípur og setja nýjar í staðinn. Allar sýnilegar utanáliggjandi pípur skulu vera álpípur. Pípur festar með a.m.k. 1 m millibili. Pípur skulu festar með samsvarandi spennum sem lyfta pípunni um 1 cm frá vegg. Pípurnar skulu vera rofnar í beygjum, þannig að í beygjum liggur strengurinn laus. Í búningsklefum og á snyrtingum í kjallara og í íþróttasal á fyrstu hæð skal verktaki leggja allar lagnir nýjar. Einnig skal verktaki leggja að tenglum í stofum fyrir myndvarpa og að rofum fyrir kveikingu. Magnlýsing: Metrar mældir af teikningum. Innifalið í einingarverðum skal vera allt efni og vinna við að koma pípunum fyrir ss. hólkar, beygjur, stólar og annað það sem til þarf, einnig hljóð og brunaþétting Netstigar Verktaki skal leggja til og setja upp netstiga fyrir lagnir að flæðinemum í vatnsúðakerfi og fyrir ljósleiðara í geymslu. Netstigarnir skulu vera gerðir fyrir skilrúm og þannig að auðvelt sé að setja tækjaplötur á hlið þeirra fyrir tengla, tengidósir og annan rafbúnað sem skilgreindur er á tækjaplötum. Netstiga skal festa upp með múrhulsum, viðeigandi festibúnaði og fylgihlutum. Fjöldi upphengja skal vera samkvæmt fyrirmælum framleiðanda þannig að fyllsta öryggis sé gætt. Spennujafna skal netstiga síða 4-4

8 samkvæmt reglugerð og skal það vera innifalið í einingarverði netstiga. Miðað er við rafgalvanhúðaða netstiga. Verktaki skal leggja til tækjaplötur fyrir netstiga. Á tækjaplötur verða síðan festar tengidósir, tenglar fyrir lampa o.fl. Tækjaplötur eru magnteknar með þeim búnaði sem festist á þær. Í alla netstiga skal setja skilplötu, til að skilja á milli lágspennu og smáspennu, þ.e. netstigar fyrir blönduð not. Strengir skulu bendlaðir við netstiga. Verktaki skal skoða aðrar lagnateikningar og hafa samráð við aðra lagnaverktaka áður en netstigar eru settir upp til að forðast árekstra. Ekki er heimilt að setja upp netstiga þar sem von er á öðrum lögnum fyrr en tryggt er að þær lagnir komist fyrir. Og óheimilt er að kjarnabora í bita nema með leyfi. Umsjónarmaður verkkaupa skal gefa samþykki sitt áður en þessi vinna hefst. Verktaki skal taka niður netstiga í búningsklefum í kjallara. Í kjallara er strengstigi, lágrétt lagnaleið í gegnum allt húsið. Þessi lagaleið er falin á bak við formaðar gataplötur. Verktaki skal taka þessar gataplötur niður, til að komast að lagnaleiðinni og setja þær upp að nýju þegar gengið hefur verið frá öllum lögnum. Verktaki skal gæta að og merkja hlífarnar, til að þær fari rétt upp í lok verks. Verktaki skal tryggja að hlífar skemmist ekki á verktíma. Einnig er lóðrétt lagnaleið á bak við þil frá aðalanddyri upp í ris. Verktaki skal opna þessa lagnaleið og ganga frá eftir að allar lagnir hafa verið lagðar. Magnlýsing: Metrar af teikningum. Innifalið í einingarverðum á netstigum skal vera eftirfarandi: Efni og vinna við uppsetningu, allar festingar, borvinna, samtengingar, beygjur, té, (þar sem þess er þörf) spennujöfnun og annað sem til þarf til að fullklára verkið. Ekki er reiknað með efnisrýrnun í magntölum. Skilrúm eru mæld í metrum. Innifalið í einingarverðum á skilrúmum skal vera eftirfarandi: Efni og vinna við uppsetningu, allar festingar, borvinna, og annað sem til þarf til að fullklára verkið. Ekki er reiknað með efnisrýrnun í magntölum. Strengstigar sem verktaki tekur niður eru metrar af teikningum. Innifalið í einingaverðum skal vera eftirfarandi. Taka niður netstiga, fjarlægja af verkstað og farga. Opna og loka lagnaleið er mæld í metrum af teikningum. Innifalið skal vera í einingaverðum að merkja allar plötur sem teknar eru niður, taka plötur niður, geyma og setja upp að nýju eftir að lagnir hafa verið lagðar Tenglastokkar / veggrennur Þær árennur sem eru í húsinu verða notaðar áfram. Verktaki skal leggja 40x40 álrennur á loft fyrir lagnir að myndvörpum og hátölurum fyrir myndvarpa. Verktaki skal þétta með öllum öðrum strengjum, sem liggja í gegnum innveggi á viðeigandi hátt til hljóðeinangrunar og skal setja þar til gerða hljóðdempun í göt og rennur (48dB). Í tölvustofu í kjallara skal verktaki setja hólfaða álrennu 160/70mm á innvegg. Rennan tengist eldri rennu sem er á útveggjum. Rennan hefur tvö hólf, annað er fyrir tengla og lágspennustrengi, en neðra hófið er fyrir tölvu og símastrengi. Verktaki skal opna eldri rennur til að koma fyrir strengjum að nýju rennunni. Ganga skal frá lokum á rennur eftir að lagnir hafa verið lagðar. Magnlýsing: Tenglastokkar/veggrennur eru mældar í metrum og skal eftirfarandi innifalið: Efni og vinna við uppsetningu, öll horn, lok, allar festingar(stólar), samtengingar, göt, hljóðgildrur, borun, spennujöfnun og annað sem til þarf til að fullklára verkið Göt og brunaþéttingar Ef bora þarf fyrir lögnum í gegnum steypta veggi, loft, bita eða gólf skal verktaki sannprófa legu steypustyrktarjárna og eða burðarbita, til þess að hindra að burðarkerfi verði tekin í sundur. Verktaki skal ekki hefja borun fyrr en úttekt hefur verið gerð í samráði við umsjónarmann verkkaupa og með leyfi burðarþolshönnuðar. Verktaki skal loka götum á milli eldvarnarhólfa í lok verks með viðurkenndri eldvarnarsteypu og skal verktaki fá viðurkenndan aðila til að framkvæma það verk. Lokun gata skal vera A60 lokun. Frágangur skal vera til samræmis við útlit samliggjandi gólf-, loft og veggjaryfirborðs. síða 4-5

9 Göt sem á að þétta eru bæði í veggjum og á milli hæða. Í magntöluskrá eru stærðir gata tilgreind í stærðum bæði hringlaga göt og ferhyrnd. Strenglögnum skal vera lokið þegar eldvarnarfylling er sett í götin. Magnlýsing: Fjöldi borgata er áætlaður. Innifalið í einingaverði gata skal vera allur kostnaður sem er samfara borun á gati. Fjöldi gata með eldvarnarfyllingum er talinn í stk. af teikningum. Innifalið í einingarverðum skal vera allt það efni og tæki sem þarf til að fullgera verkið, þar með talið viðurkennd eldvarnarsteypa, Niðurrif Verktaki tekur að sér að fjarlæga strengstigalagnir og strenglagnir í búningsklefum og böðum í kjallara, í snyrtingum í kjallara og í íþróttasal. Í sumum tilfellum liggja strengir yfir í önnur rými. Verktaki skal rekja þessar lagnir og fjarlægja. Verktaki skal meta á staðnum umfang verksins. Magnlýsing: Magntaka er heild og skal vera innifalið í henni allt sem gera þarf til að fjarlægja eldri búnað og frágangur tilheyrandi niðurrifi eins og t.d. efni, vinna og aftengingar og koma efni á endurvinnslustöð. 4.2 TENGISTAÐIR Spennujöfnun og tengingar Dósir Spennujafna skal alla bera leiðandi hluta rafbúnaðar og alla aðal byggingahluta úr málmi svo sem stiga, pípur, undirstöður, burðarvirki, og klæðningu. Nota skal fáþættar Cu - taugar til spennusambindinga af þeim gildleika sem upp er gefinn á teikningum. Þar sem búast má við hreyfingu og/eða titringi á búnaði skal nota margþættar taugar. Tengingar Cu - tauga inn á málmhluti sem eru aðgengilegar má gera með strengskó. Cu - taugar skal setja saman með pressuðum C - klemmum eða "CADWELD" tengingum. Allar spennujöfnunartaugar skulu vera berar Cu - taugar, nema annars sé getið. Spennujöfnunartaugar skulu vera snyrtilega lagðar og lagðar eins og um fasta lögn sé að ræða. Þar sem spenna þarf spennujöfnunartaugar á veggi, tæki og/eða loft skal það gert með því að draga taugina í galvanhúðaða járn - pípu sem spennt er á undirlagið. Til viðbótar þeim tengingum sem sýndar eru á teikningum skal verktaki tengja yfir öll einangrandi samskeyti á loftstokkum, pípum, undirstöðum, strengstigum o.frv. Spennujöfnun lagnarenna, strengstiga og netstiga skal framkvæma með hæfilegu millibili, t.d. með 1-2 eininga millibili (ein eining er ein strengstigalengd). Þar sem strengstigasamsetning er þeirrar gerðar að tryggt leiðið samband er ekki fyrir hendi, ber skilyrðislaust að spennujafna yfir samsetninguna. Ganga má þannig frá samsetningu með skrúfum eða draghnoðum að samsetningin sé vel leiðandi. Sama gildir um aðra hluti, séu samskeytin ekki trygg þá skal tengt yfir þau. Jarðbinding er innifalin í lagningu stiga og lagnarenna. Á öllum megin lagnaleiðum þ.e. á öllum strengstigum og netstigum á meginlagnaleiðum skal leggja 25mm 2 óeinangraðan jarðvír. Jarðvírinn skal notaður til spennujöfnunar búnaðar. Lágmarksgildleiki spennujöfnunartauga er 10mm² Cu. Verktaki skal tengja víra saman í dósum með viðurkenndum tengjum. Miðað er við stungutengi 5-8 víra. Verktaki skal aftengja í dósum, breyta kveikingum á lömpum í lofti og endurtengja. Magnlýsing: Í magntölum fyrir tengingar er stykkjafjöldi áætlaður. Innifalið í einingarverði skal vera eftirfarandi: Allt tengiefni, efni og vinna, ásamt fullnaðarfrágangi á allri spennujöfnun sem ekki er tilgreind sérstaklega sem hluti annarra greiðsluliða. Jarðvír er mældur í metrum af teikningum innifalið í einingaverði skal vera efni og vinna við ídrátt og lagningu strengja, bendlabönd og annað festiefni. Tengi eru áætluð á eftirfarandi hátt. Dósir sem tengt er í margfaldaðar með 4,5. Innifalið í einingarverðum skal vera efnisverð og vinna við tengingu, afeinangrun strengja og vírenda, merking leiðara og strengja. síða 4-6

10 Dósir skulu vera plastdósir af viðurkenndri gerð, gerðar fyrir þann búnað sem koma á í þær. Dósir fyrir rofa og tengla skulu vera fyrir Schuko efni og skulu dósir fyrir smáspennubúnað vera sömu gerðar. Veggdósir skulu vera hringlaga. Allar dósir skulu vera sléttar við endanlegan flöt. Þeim dósum, sem verktaki setur ekki neinn búnað í, skal loka með blindlokum. Blindlokin skulu vera skrúfuð á dósirnar og skulu dósir og lok vera samstætt efni frá sama framleiðanda, eftir því sem við á. Í þær rofa- og tengladósir sem ekki eru með búnaði skal setja blindlok sem eru sömu gerðar og rofar og tenglar. Dósir fyrir smáspennukerfi skulu vera rofadósir. Í rennur skal verktaki setja dósir með togfestu-nipplum, sem gerðar eru til að festa í rennur og fyrir þann búnað sem í þær koma. Verktaki leggur til utanáliggjandi dósir fyrir utanáliggjandi lagnir. Tengidósir fyrir öll minni kerfi skulu vera fyrir 4mm 2 tengi, IP54 og gerðar fyrir togfestunippla, 87x87x45mm. Tengidósir við strengstiga og strengbakka skulu festar á þar til gerðar festiplötur frá sama framleiðanda og stigar/bakkar. Á nokkrum stöðum vantar blindlok á loft og veggdósir. Verktaki skal leggja til og setja lok á þessar dósir. Verktaki skal leggja utanáliggjandi lagnir frá loftdósum í stofum. Verktaki skal opna dósir og tengja, breyta tengingum fyrir kveikingar á loftljósum í stofum og loka dósum að nýju eftir að tengt hefur verið í þeim. Veggir milli stofa verða opnaðir. Í þessum veggjum eru nú lágspennu- og smáspennulagnir Verktaki skal losa núverandi tengladósir og farga. Setja skal nýjar dósir í stað þeirra sem fargað er. Magnlýsing: Magntölur eru stykki talin af teikningum. Innifalið í einingaverði skulu vera allt efni og vinna s.s. dósir, stútar og togfesti, lok, festingar, tækjaplötur og framlengingarhólkar ef þeirra er þörf. Auk þess skal verktaki leggja til allt smáefni sem þarf til að koma dósunum fyrir. 4.3 TENGI- OG ROFABÚNAÐUR Almennt Gerð er krafa um að búnaður sé í almennri sölu hér á landi. Í veggrennur skal verktaki setja rofa í lit að vali verkkaupa sem falla að rennubúnaði. Allur utanáliggjandi búnaður sé höggþolinn, með þéttaleika a.m.k IP54 og framleiddur eftir staðli EN : Möguleiki sé á að fá tengla með barnaöryggi, ljósarofar sýni stöðu af eða á, með undantekningu á þrýstirofum 3-fasa tenglar skulu vera 5 pinna af CEE gerð. Tengikvíslar skulu fylgja tenglum. Eftirfarandi staðlar eru til viðmiðunar við val á efni. Barnöryggi DIN Höggþol búnaðar DIN OG DIN Utanáliggjandi efni EN Rofar Á nokkrum stöðum eru rofar brotnir eða virka ekki. Verktaki skal skipta þessum rofum út fyrir nýja. M.a. skal skipta út rofum sem eru á gangi í aðalanddyri og eru til að kveikja ljós á göngum. Allir rofar skulu vera samsvarandi tenglum að lit og frá sama framleiðanda. Rofar skulu vera gerðir fyrir a.m.k. 16 A straum miðað við 230 volta spennu og 50 rið, sé annars ekki getið á uppdráttum. Rofar skulu vera innfelldir, nema annars sé getið. Litur á römmum og vippum skal vera sambærilegur þeim sem fyrir eru. Verktaki skal setja utanáliggjandi tvöfalda rofa í kennslustofur og tengja þá við ljós í viðkomandi stofu. Í töflum eru rofar festir á DIN skinnu fyrir kveikingu í stofum. Verktaki skal aftengja rofa fyrir stofur og farga. Rofar fyrir ris eru í töflum á annarri hæð. Verktaki skal endurnýja þessa rofa, merkja þá sérstaklega og prófa kveikingu. Magnlýsing: Magntala eru stk. Innifalið í einingarverðum skal vera efni og vinna við uppsetningu og tengingar, rammar, blindlok, fjaðrir, merkingar og annar búnaður til að ganga frá rofum Tenglar síða 4-7

11 Allir tenglar skulu vera gerðir fyrir a.m.k. 16 A málstraum miðað við 230 volta spennu og 50 rið, sé annars ekki getið í uppdráttum. Tenglar skulu vera alinnfelldir og af sömu gerð og rofar, nema annars sé getið. Litur á lokum og römmum skal vera sambærilegur þeim sem fyrir eru. Í veggjum sem verða rifnir að hluta, skal verktaki taka niður tengla og farga. Verktaki skal setja nýja tengla sambærilega þeim í staðinn. Tenglar á strengstiga og netstiga skulu festir á tækjaplötu. Tækjaplötur skulu vera innifaldar í einingarverði tengils. Á nokkrum stöðum eru tenglar brotnir. Verktaki skal skipta þessum rofum út fyrir nýja. Í veggrennur skal verktaki setja tengla og búnað í lit (hvítt), sem falla að rennubúnaði. Miðað er við þrefalda tengla. Magnlýsing: Í magntölum eru tenglar taldir í stykkjum af teikningum. Innifalið í einingarverðum skal vera efni og vinna við uppsetningu og tengingu, festingar, rammar, blindlok og annar búnaður til að ganga frá tenglum og farga þeim eldri. Efnisverð og uppsetning á tenglum og öðrum búnaði, tenging, lok og festibúnaður auk merkinga. Tækjaplötur á strengstiga og netstiga skulu vera innifaldar í einingarverði fyrir tengil á strengstiga. 4.4 TAUGAR OG STRENGIR Almennt Leiðarar raftauga skulu gerðir úr eir nema annars sé getið. Einangrunarhula þeirra skal vera úr plasti. Nota skal mismunandi liti fyrir fasataugar, þó þannig að sami litur sé alls staðar í lögninni notaður fyrir sama fasa. Strengirnir skulu vera 3-5 leiðara og skal lágmarksgildleiki leiðara vera 1,5 mm². Kápa strengja skal vera tregbrennanleg Allir strengir skulu almennt uppfylla eftirfarandi kröfur og staðla: IEC Tests on electric cables under fire conditions, Part 1: Test on wires or cables. IEC Measurement of smoke density of cables burning under defined conditions. IEC Test on gases evolved during combustion of materials from cables. Almennir strengir eiga að vera lámark 300/500V og aflstengir 0,6/1kV. Stýristrengir í smáspenntum stýringum skulu almennt uppfylla eftirfarandi kröfur: Gerð kápu PVC halógenfrír. Einangrun leiðara PVC og fylling. Efni leiðara Eir Málspenna 300/300 V. Þolspenna 1 kv Strengir Plaststrengir, sem lagðir verða frá töflum eða tengikössum skulu merktir viðkomandi kassa og greinarnúmeri eða á annan hátt, þannig að séð verði við báða enda hvers strengs fyrir hvað viðkomandi strengur er notaður. Við tengingu tauga skal nota klemmda strengskó, holskeyti eða þ.u.l. Um gildleika tauga vísast til einlínumynda af töflum og lögnum. Þar sem strengir ganga inn í dósir, töflu, lampa eða annan búnað skal nota nippla með togfestu. Verktaki skal leggja strengi frá töflum eftir strengstigum og bökkum í loftum. Draga skal víra í pípur milli dósa, þar sem það á við. Í rennur skal draga strengi milli tengla. Strengir skulu vera þar til gerðir fortengdir strengir með taugakló og taugatengli. Tenglar skulu búnir tengistykki til samræmis við það kerfi sem verktaki býður. Verktaki leggur strengi að nýju í búningsklefa, í íþróttasal, í snyrtingar í kjallara, að tenglum fyrir myndvarpa í stofum, að rofum í stofum, að tenglum í rennu í tölvustofu, að loftræstisamstæðum í risi og útsogsblásurum í risi, ásamt nokkrum smálögnum hér og hvar um skólann. Einnig skal verktaki leggja kvíslstreng frá aðaltöflu að greinitöflu fyrir loftræstikerfi í risi og frá töflu í risi að loftræstisamstæðum og útsogsblásurum. Bendla skal strengina við strengstiga með ca. 300mm millibili. síða 4-8

12 Verktaki skal aftengja og draga strengi úr pípum úti, fyrir myndavél og útilýsingu framan við búningsklefa. Verktaki leggur pípulögn fyrir þessar lagnir í búningsklefa og skal draga þessar lagnir í að nýju, ganga frá þeim úti og tengja að nýju. Þar sem verktaki leggur nýjar pípulagnir skal verktaki draga úr eldri lögnum og draga í að nýju, t.d. í veggjum sem verða endurbyggðir með límtrébitum, sjá pípukafla. Magnlýsing: Í magntölum er vír áætlaður á eftirfarandi hátt: Lengdarmetrar af pípum margfaldaðir með 5, þar sem 1,5mm² vír er notaður. Strengir eru mældir í metrum af teikningum. Innifalið í einingarverðum skal vera efni og vinna við ídrátt og lagningu strengja, merkingar, bendlabönd,, streng- og víramerki endahólkar, og annar frágangur strengja og vírenda. Ekki er reiknað með efnisrýrnun í magntölum. Verktaki skal gera ráð fyrir að strengir liggi á strengstiga, í rennu eða dregnir í pípur, eða festir með strengspennum. Aftengja strengi í útilýsinu og myndavél er heild í magnskrá. Innifalið skal vera aftenging, nýir strengir, strengir dregnir í að nýju, gengið frá strengjum að nýju, borgat í gegnum steyptan vegg, tenging strengja og prófun. 4.5 RAFDREIFITÖFLUR Almennt Allir töfluskápar eru til staðar í húsinu. Innan á hurð töfluskápa skal skal verktaki endurmerkja alla greinar í samræmi við breytta starfssemi hússins. Sýna skal merkingu greina, mótora og kvísla í skápum. Skrá þessi skal vera vélrituð, plasthúðuð og smekklega fest. Innaná hurðir töfluskápa skal verktaki koma fyrir þar til gerðum vasa fyrir teikningasett viðkomandi töflu. Allir rofar og annar búnaður í töflum skal vera vandlega merktur í samræmi við teikningar bæði innan og utaná hurðum töfluskápa. Við aflrofa, skilrofa, sjálfvör, lekaliða og önnur tæki skal setja prentaða stafi með glærri plastfilmu yfir til varnar því að merkingar máist út. Ekki skal nota plastbönd til merkinga. Allar hurðir skulu spennujafnaðar með 6mm² fjölþættum jarðvír. Allir málmhlutir sem ekki eru spennuhafandi skulu tryggilega tengdir PE-skinnu. Setja skal hlífar yfir spennuhafa búnað í skápum þar sem snertihætta skapast þegar unnið er við töfluna og til að koma í veg fyrir skammhlaup. Taugar fram í hurð skulu teknar í vafningi. Verktaki skal sjá um að spennusetja töflur og gera allar nauðsynlegar prófanir á virkni töflu Aðaltafla Í húsinu eru Aðaltafla með aflrofum. Verktaki bætir við tveimur aflrofum í töfluna. Miðað er við rofa 44/25A. Verktaki skal tengja rofa inn á skinnur í töflunni. Magntala fyrir vinnu í aðaltöflu er heild. Innifalið í heild fyrir aðaltöflu eru vinna við að opna og loka töflu. Efni og vinna við að tengja aflrofa við skinnur, ný hlíf eða gata núverandi hlíf, dinskinna fyrir rofa og endurmerking á töflu. Samskipti við rafveitu, tilkynningar til Löggildingarstofu og spennusetning skal vera innifalið í einingaverði Greinitöflur Greinitöflur í húsinu eru einingatöflur. Verktaki skal skipta út öllum varnarbúnaði í greinitöflum. Einnig skal verktaki endurnýja allar hlífar og setja lykillæsingu í stað núverandi læsingar. Verktaki skal endurmerkja allar greinitöflur. Verktaki skal kynna sér aðstæður á byggingarstað m.t.t. gerða taflna og núverandi fyrirkomulags. Verktaki skal setja upp nýja greinitöflu, T3.1 fyrir loftræstisamstæður og útsogsblásara í risi. Taflan skal byggð upp sem einingatafla úr málmi og vera a.m.k. IP55. Stærð töflu 800x800x300. Magntala fyrir hverja greinitöflu er heild. Innifalið í heild fyrir töflu eru efni og vinna, hlífar, skinnur, nýr lykillás með tveimur aukalyklum og endurmerking á hverri töflu. Samskipti við rafveitu, tilkynningar til Löggildingarstofu og spennusetning skal vera innifalið í einingaverði. síða 4-9

13 4.6 VARNARBÚNAÐUR Almennt Búnaður skal uppfylla staðal IEC Allur búnaður skal vera gerður fyrir 45 C umhverfishita. Öll sjálfvirk vör skulu vera með yfirálags- og skammhleypivörn og skulu vera ástimpluð og fylgja C- útleysingarkennilínum, nema annað komi fram Aflrofar Verktaki skal leggja til rofa í samræmi við tilboðsskrá og einlínumyndir. Verktaki skal setja upp og tengja rofa. Aflrofar skulu valdir þannig, að þeir leysi út valvísi og skammhlaupsstraumur yfirstígi ekki skammhlaupsgetu búnaðar í töflunni. Hönnunargildi skammhlaupsstraums fyrir aðaltöflu er 50kA 1s. Verktaki skal stilla útleysisgildi á aflrofum. Skila skal útreikningum á valvísi og stilliskýrslu fyrir rofa. Allir rofar skulu vera tilbúnir til innátengingar á þeim strengjum sem sýndir eru á einlínumyndum. Allar tengingar skulu vera snertispennufríar. Magnlýsing: Í magntölum eru aflrofar taldir í stk. af teikningum. Innifalið í einingarverði skal vera eftirfarandi: Aflrofi samkvæmt verklýsingu, efni og vinna við uppsetningu, allar tengingar, merkingar, allt festiefni, strengskór og annað sem til tenginga þarf Lekaliðar Verktaki skal skipta út núverandi lekaliðum í greinitöflum. Lekaliðar eiga allir að vera 63/0.03A, nema annars sé sérstaklega getið. Lekaliðar skulu þola spennu- og straumtoppa ásamt því að vera ónæmir fyrir jafnspennupúlsum á netinu. Magnslýsing: Magntölur eru stk. Innifalið í einingarverðum skal vera eftirfarandi: Lekaliðar, efni og vinna við uppsetningu ásamt tengingum á vírendum og förgun á eldri lekaliðum Sjálfvör Verktaki skal skipta út núverandi sjálfvörum í greinitöflum. Sjálfvör til og með 50 A eiga að vera fyrir skammhlaupsstraum 10kA Icu. Fleirpóla greinar eiga að setja sjálfvarið út ef einn póll verður yfirlestaður. Sjálfvirk vör skulu vera með yfirálags- og skammhleypivörn og með C-kennilínu nema annað komi fram. Öll sjálfvör skulu gerð fyrir 45 C umhverfishita. Magnlýsing: Í magntölum eru sjálfvör talin í stykkjum af teikningum. Innifalið í einingarverðum skal vera eftirfarandi: Efni og uppsetning, festingar, tengingar, strengjaskór og annað sem til tenginga þarf, og förgun á eldri sjálfvörum Álagsvar- og skilrofar Verktaki skal leggja til rofa í samræmi við magntöluskrá og einlínumyndir. Allir rofar skulu vera þannig gerðir að þá megi rjúfa undir merkiálagi og þeir skulu vera fyrir minnst 15kA skammhlaupsstraum eða samkvæmt teikningum. Allir rofar skulu vera gerðir fyrir 45C umhverfishita. Miðað skal við Neozed álagsvarrofa. Stærð vara skal vera samkvæmt teikningum. Máthulsa til samræmis varstærð skal sett í rofa. Allir rofar skulu vera tilbúnir til innátengingar á þeim strengjum sem sýndir eru á einlínumyndum. Allar tengingar skulu vera snertispennufríar. Magnlýsing: Í magntölum eru álagsvar- og skilrofar taldir af teikningum. Innifalið í einingarverði skal vera eftirfarandi: Rofar, efni og vinna við uppsetningu ásamt öllum tengingum þ.m.t. tengingu útgangandi strengja, stöðusnertum, merkingar, festiefni, strengskór og annað sem til tenginga þarf Spólurofar, stýriliðar og klukka Veltirofar fyrir kveikingu skulu vera fyrir 16A. Spólurofar skulu vera fyrir 230 V a.c. eða 24 V d.c. stýrispennu og notkunarflokk AC3. Töflurofar á DIN skinnu skulu vera fyrir 230 V a.c. Stýriliðar skulu vera á DIN skinnu með prufuhnapp og ljósdíóðu Allir rofar skulu gerðir fyrir 50C umhverfishita, kælibil skal hafa á milli búnaðar, eins og framleiðandinn segir til um. síða 4-10

14 Verktaki skal leggja til klukku til að stýra útsogsblásurum í risi. Miðað er við 7 daga klukku með tveimur stýranlegum útgöngum. Klukkan skal vera með varaafli. Magnlýsingar: Í magntölum eru spólurofar, stýriliðar og klukka talin í stk. af teikningum. Innifalið í einingarverði skal vera eftirfarandi: Spólurofar, stýriliðar og klukka, efni og vinna við uppsetningu ásamt tengingum og merkingum á vírendum og/eða strengendum og prófun. 4.7 LAMPAR OG HANDÞURRKUR Lampar almennt Verktaki skal skipta um perur og þrífa alla lampa í húsinu. í öllum lömpum í húsinu. Einnig skal verktaki skipta út og sejtja nýja neyðar- og flóttaleiðalýsingu í húsið. Í íþróttasal skal vertaki setja nýja íþróttahúsalýsingu og fjarlægja núverandi lýsingu. Í verklýsingunni er miðað við ákveðnar lampagerðir og skal tilboð taka mið af því. Verkkaupi áskilur sér þó rétt til að fella út og bæta við einstökum lampagerðum, auk þess sem magn getur breyst í einstökum liðum. Boðnir skulu lampar miðað við lýsingu. Miðað skal við að lampar séu með öllum nauðsynlegum búnaði svo unnt sé að ganga frá þeim á byggingastað. Þeir lampar sem eru með neyðarlýsingabúnaði (merktir NL) skulu loga í 1 klst. eftir straumrof og vera með sjálfprófunarbúnaði (autotest). Neyðarlýsingarbúnaður skal búinn gaumljósi sem sýnir stöðu lampa og skal það vera sýnilegt. Þetta á einnig við um öll ÚT-ljós. Perur í stærðum eins og sýnt er í lampaskrá skal setja í alla lampa. Rafverktaki skal setja nýjar perur í alla lampa eigi meira en viku áður en verkinu er skilað og skal hann gera eftirlitsmanni aðvart þar um, áður en þetta er gert. Perur skulu vera innifaldar í verði lampa. Lampar skulu gerðir fyrir 230V nema annað sé tekið fram. Lamparnir skulu vera af viðurkenndri gerð og uppfylla kröfur þeirra úttektaraðila sem munu framkvæma úttekt á verkinu. Lampar skulu einnig hafa staðist prófun a.m.k. eins viðurkennds erlends aðila. Á teikningum er lömpum lýst til viðmiðunar varðandi gæði og útlit. Leggja skal fram teikningar eða myndalista af lömpum sem sýna stærð, uppfesti, fylgihluti og allt það sem er nauðsynlegt til að taka ákvörðun um lampaval. Lampaval er háð samþykki verkkaupa. Allir sýnilegir fletir á lömpum skulu vera hvítir að lit, og er RAL litur að vali arkitekts, nema annað sé tekið fram. Tengingar á lömpum ásamt snúrum að þeim skulu vera innifaldar í einingarverðum. Aflstuðull lampa skal ekki vera lægri en 0,9. Ljóshlífar skulu ekki settar í lampa fyrr en þrifum er lokið, rétt áður en húsnæðið er tekið í notkun. Verktaki skal sannreyna magntölur áður en hann pantar lampa. Hvergi má festa lampa upp með plasttöppum. Litarhitastig á flúrperum skal vera sem næst 3000 K, og skal samræma litahitastig með verkkaupa áður en pöntun fer fram. Litaendurgjöf ljósagjafa skal ekki vera minni en Ra =80. Flúrperur 14W skulu gefa 1200 Lm. Flúrperur 28W skulu gefa 2600 Lm. Flúrperur 35W skulu gefa 3300 Lm. Flúrperur 18W TC-D skulu gefa 1200 Lm. Flúrperur 26W TC-D skulu gefa 1800 Lm. Flúrperur 42W TC-D skulu gefa 3200 Lm. Líftími á halógenperum skal vera klst. Miðað er við 60 geisla. Spennubreytar fyrir 12V ljós skulu vera innifaldir í verði 12V ljósa. Til upplýsingar fyrir rekstraraðila skal verktaki skila inn möppu með upplýsingum um þá lampa sem settir hafa verið upp, ásamt perustærðum og gerðum og hvar hver lampagerð er staðsett í húsinu. Þessi liður skal vera innifalinn í lampaverðum. Allir flúrlampar skulu vera með HF straumfestum og hluti lampa skulu vera dimmanlegir með stafrænum inngangi. Í upptalningu á lampagerðum eru sérstaklega skilgreindir þeir lampar sem skulu vera dimmanlegir. Verktaki skal leggja inn áður en vinna við verkþátt hefst upplýsingar um þá lampa sem hann hyggst bjóða fyrir verkið. Allir lampar skulu samþykkjast af verkkaupa áður en til pöntunar á þeim kemur. síða 4-11

15 4.7.1 Lampar Lampar á staðnum. L1. Flúrlampar 2x58W. Lampar af Fagerhults gerð, sjá mynd, lampar með uppljósi eru niðurhangandi í stofum. Verktaki skal þrífa þessa lampa, lampahús og ljóshlíf, taka eldri perur og ræsa úr lömpum og setja nýjar perur og ræsa í. L2. Flúrlampi 2x36W. Uppgerðir gamlir flúrlampar með steyptum gafli án ljóshlífar. Verktaki skal taka perur og ræsa úr lömpum þrífa lampa og skila þeim með nýjum perum og ræsum. Verktaki fargar eldri perum og ræsum. L3 flúrlampar 2x36W með ljóshlíf. Lampar af Fagerhults gerð. Verktaki skal þrífa þessa lama, lampahús og ljóshlíf, taka eldri perur og ræsa úr lömpum og setja nýjar perur og ræsa í. Verktaki fargar eldri perum og ræsum. L4. Flúrlampi 2x28W Utanáliggjandi flúrlampar með ljóshlíf af nýlegri gerð. Verktaki skal þrífa þessa lama, lampahús og ljóshlíf, taka eldri perur úr lömpum og setja nýjar perur í. Verktaki fargar eldri perum og ræsum. L5 flúrlampar 2x18W með opalljóshlíf. Hringlaga lampar af Iguzzini eða RZB gerð. Verktaki skal þrífa þessa lama, taka eldri perur og ræsa úr lömpum og setja nýjar perur og ræsa í. Verktaki fargar eldri perum og ræsum. L6 flúrlampar 2x36W með opalljóshlíf. Hringlaga lampar af Iguzzini gerð. Verktaki skal þrífa þessa lama, taka eldri perur og ræsa úr lömpum og setja nýjar perur og ræsa í. Verktaki fargar eldri perum og ræsum. L7 flúrlampar 1x58W með ljóshlíf. Lampar með heilli ljóshlíf IP 65. Verktaki skal þrífa þessa lama, lampahús og ljóshlíf, taka eldri perur og ræsa úr lömpum og setja nýjar perur og ræsa í. Verktaki fargar eldri perum og ræsum. L8 flúrlampar 2x36W. Uppgerðir gamlir flúrlampar með steyptum gafli án ljóshlífar. Verktaki skal taka niður lampa í rými og setja upp að nýju. Verktaki skal taka perur og ræsa úr lömpum þrífa lampa og skila þeim með nýjum perum og ræsum. Verktaki fargar eldri perum og ræsum. L9 flúrlampar 5x13W. Gamlir lampar í kaffistofu með skrúfuðum flúrperum. Verktaki skal taka lampa niður, þrífa þá skipta um perur og setja upp að nýju. Verktaki fargar eldri perum og ræsum. L10 Flúrlampar 1x26W. Gamlir lampar, hangandi opalkúlur í með flúrperum TC-T. Verktaki skal taka lampa niður, þrífa þá skipta um perur og setja upp að nýju. Verktaki fargar eldri perum og ræsum. L11 flúrlampar 2x36W. Uppgerðir gamlir flúrlampar með steyptum gafli án ljóshlífar. Verktaki skal taka niður lampa á nokkrum stöðum, færa og setja upp að nýju v/vatnsúðakerfis. Verktaki skal taka perur og ræsa úr lömpum þrífa lampa og skila þeim með nýjum perum og ræsum. Verktaki fargar eldri perum og ræsum. Nýir lampar L100. Flúrlampi 3x35W síða 4-12

16 Flúrlampar 3x35W. Íþróttahúsalampi, lampahús úr stáli, hvítir RAL Lampi með 5 víra gegnumtengingu 2,5mm2. Ljóshlíf skal vera hvít styrkt fyrir bolta og fest á tryggan hátt við lampahús, þannig að ljóshlíf eða lampi geti ekki dottið niður. Lampinn skal vera með symmitriskum speglum með nýtni a.m.k 75%. Lami skal festur upp í kverk í íþróttasal og skulu þær festingu og undirbygging sem þarf vera innifalin. L101. Neyðarlýsingarlampi LED. Neyðarljós með rafhlöðu og hleðslubúnaði 6xLED úr hvítu plasti og prismaljóshlíf. Lampinn skal vera með sjálfvirkri prófun autotest. Lampi skal gerður til að festa á loft eða vegg. Á lampann skal líma viðurkennt flóttaleiðamerki sem hæfir staðsetningu lampans. Möguleiki skal vera á að hengja plötu neðan í lampnn með flóttaleiðamerki. Stærð á lampa ca: L=300mm, B=100mm og H=55mm. Lampi sílogandi. L102. Neyðarlýsingarlampi LED. Neyðarljós með rafhlöðu og hleðslubúnaði 6xLED úr hvítu plasti og prismaljóshlíf. Lampinn skal vera með sjálfvirkri prófun autotest. Lampi skal gerður til að festa á loft eða vegg. Stærð á lampa ca: L=300mm, B=100mm og H=55mm. Lampi lýsir eingöngu ef rafmagn fer af. L103. Neyðarlýsing byggð inn í flúrlampa. Setja skal neyðarljósbúnað og rafhlöður fyrir 36W flúrperu. Byggja skal búnaðinn inn í flúrlampa. Búnaðurinn skal vera með sjálfvirkri prófun autotest. Setja skal ljósdíóður, sem sýna stöðu á búnaði utan á lampann. Þessar ljósdíóður skulu vera mjög sýnilegar. Pera lýsir áfram ef rafmagn fer af. L104. Flúrlampar 2x28W. Flúrlampi 2x28W með mattri ál parabolic ljóshlíf í báðar áttir. Lampinn skal vera til að festa beint á loft. Litur lampa skal vera ál grár RAL L105 Flúrlampi með opalljóshlíf. Flúrlampi hringlaga 1x18W TC-T sparperulampi. Botn flúrlampa skal vera hvítlakkað, stál, galvanhúðað. Ljóshlíf opallitað gler. Þéttleiki lampa IP 44. Hringlaga lampi 300mm í þvermál, hæð 106mm L106 Flúrlampi með opalljóshlíf. Flúrlampi hringlaga 2x26W TC-T sparperulampi. Botn flúrlampa skal vera hvítlakkað, stál, galvanhúðað. Ljóshlíf opallitað gler. Þéttleiki lampa IP 44. Hringlaga lampi 420mm í þvermál, hæð 124mm L107 Flúrlampi 1x14W með opalljóshlíf. Flúrlampi 1x14W, lampi með heilli opallitaðri ljóshlíf. Botn flúrlampa skal vera hvítlakkað, stál, galvanhúðað. Ljóshlíf opallituð. Þéttleiki lampa IP 44. Lampi til að festa yfir spegla. Boltaheld hlíf til að festa yfir og hlífa neyðarljósum í íþróttasal. síða 4-13

17 Verktaki skal taka niður flúrlampa IP 65 á böðum. Verktaki skal taka niður flúrlampa 2x36W, aftengja neyðarljósbúnað í lömpum og farga. Setja lampa upp að nýju, tengja og prófa. Nýjar perur og þrif magntekin í öðum lið. Magnlýsing: Í magntölum eru gamlir lampar taldir í stykkjum af teikningu. Innifalið í einingarverðum skal vera eftirfarandi: Skipta um og setja nýjar perur og ræsa, þrífa lampahús og ljóshlífar, prófun og farga eldri perum og ræsum Í magntölum eru nýir lampar taldir í stykkjum af teikningu. Innifalið í einingaverðum skal vera eftirfarandi: Allt efni og vinna við uppsetningu og tengingu, nýjar perur, prófun, festingar og upphengibúnaður, snúra 1,5m og annað sem til tenginga þarf ásamt undirbyggingu eða styrkingu fyrir lampa. Flúrlampar sem verktaki setur neyðarljósbúnað í eru taldir í stykkjum. Innifalið skal vera að taka lampa niður, setja neyðarljósbúnað í lampa, setja lampa upp að nýju, prófun Handþurrkur Verktaki skal leggja til rafmagnshandþurrkur, þar sem höndum er stungið ofan í handþurrkuna og hún þurrkar hendur með kraftmiklum köldum blæstri þegar hendur eru dregnar upp úr þurrkunni. Verktaki skal setja handþurrkur upp á snyrtingum í kjallara. Litur á handþurrkum skal vera hvítur. Magnlýsing: Handþurrka er talin í stk. Innifalið skal vera handþurrka, uppsetning, raftenging og prófun. 4.8 BRUNAVIÐVÖRUN Almennt Verktaki skal leggja til og setja upp brunaviðvörunarkerfi fyrir bygginguna eins og fram kemur á teikningum, sjá teikningar R-030, R-031, R-130, R-131, R-230, R-231, R-330, R-331 Fyrir í byggingunni er Notifier ID2000 tveggja slaufu stjórnstöð frá Securitas, staðsett í tæknirými í kjallara og tengd henni er útstöð í anddyri. Þessi stjórnstöð kemur í stað 16 rása stjórnstöðvar sem var áður í byggingunni. Notifier stjórnstöðin er núna tengd 16 stk. vöktunareiningum til vöktunar á skynjurum og handboðum frá 16 rása, rásaskipta kerfinu. Allur búnaður sem boðinn er skal vera samhæfður Notifier ID2000 stjórnstöðinni sem fyrri er. (Sjá nánar frávik í kafla 4.8.1) Almenn lýsing á uppsetningu Núverandi kerfi er rásaskipt kerfi, þar sem lagður er fjögurra (4) víra brunastrengur frá stöð og á milli allra skynjara og síðan endaviðnám í hverri rás. Gert er ráð fyrir að verktaki geti nýtt þessa strengi fyrir nýtt tveggja slaufu analog kerfi, með því að tengja saman víra við hvern skynjara. Verktaki skal leggja til og sjá um uppsetningu alls búnaðar, tengingar, forritun, gangsetningu kerfisins, merkingar, gerð tengimynda, prófanir, kennslu starfsfólks og annað það sem nauðsynlegt er til að kerfið vinni eðlilega og að öllu leyti samkvæmt útboðslýsingu og kröfu framleiðanda. Allur kostnaður við ofangreint skal innifalinn í tilboði. Allar lagnir í veggi eru innfelldar eða utanáliggjandi álpípur á stólaspennum. Í niðurtekin loft með fastri klæðningu skal leggja pípur og setja rofadósir. Í opnanleg niðurtekin loft skal leggja pípur að skynjurum og skulu þær beygðar niður í endann til að minnka líkur á skemmdum á strengjum. Setja skal tréspjald fyrir ofan loftaplötur til festingar á skynjurum og fyrir togfestu á strengjum. Verktaki skal afhenda eftirlitsmanni verkkaupa afrit af uppdráttum þar sem merkt eru inn á í handriti breytingar frá uppdráttum áður en boðað er til viðtökuprófs. Verktaki skal að lokinni gangsetningu mæla heildarstraumnotkun kerfisins bæði í hvílu og viðvörunarstöðu og skal skila niðurstöðum skriflega til eftirlitsmanns verkkaupa áður en boðað er til viðtökuprófs. síða 4-14

18 Verktaki skal númera skynjara eftir því númerakerfi sem búnaðurinn býður upp á og færa númer skynjara inn á teikningar, sem hann skal afhenda verkkaupa ef breytingar eru út frá teikningum. Sýnileg númer á skynjurum og einingum kerfisins skulu vera svartir stafir á glæru eða hvítu undirlagi. Í texta í skjáglugga stjórnstöðvar skal koma fram númer búnaðar, þ.e. rás og kerfisnúmer ásamt svæði sem búnaður er á. Einnig skal koma fram hæð og nánari staðsetning Reynsla verktaka Verktaki sem sér um uppsetningu og tengingu á kerfinu skal hafa uppsetningu og viðhald brunaviðvörunarkerfa að aðalatvinnu og skal hafa hlotið viðurkenningu Brunamálastofnunar ríkisins Stjórnstöð Stjórnstöð er til staðar og skal aðeins tengt inn á þá stöð. Stjórnstöðin er tveggja rása og skal bæta við tveimur rásakortum í hana og gera hana að fjögurra (4) rása stöð. Frávik: Verktaka er gefið færi á að bjóða annan búnað en þann sem getur tengst Notifier stjórnstöðinni sem fyrir er, en skal hann þá skipta út stjórnstöðinni og útstöðinni á sinn kostnað og skal það innifalið í þessum magnlið. Stjórnstöðin skal vera 4 rása. Magnlýsing: Stjórnstöðin er talin sem heild í magnskrá. Innifalið í verði stjórnstöðvar skal vera, allar tengingar og merkingar Aflgjafar Verktaki skal setja upp og tengja 230V/24V DC 3A aflgjafa fyrir búnað t.d. hurðasegla, hurðapumpur og stýringu. Aflgjafar skulu vera með rafhlöðum. Miðað er við 60 mínútna uppitíma. Aflgjafinn skal vera í málmkassa og skal setja yfirstraumsvör á útgang. Þar sem tengja skal nýja hurðasegla inn á núverandi segla þarf ekki þennan búnað, en verktaki skal gefa verð í hann engu að síður til seinni nota. Magnlýsing: Aflgjafi er talin sem stk. í magnskrá. Innifalið í verði aflgjafa skal vera spennugjafi, rafhlöður, uppsetning festibúnaður, allar tengingar við stöð, merkingar og allur annar búnaður aflgjafa Skynjarar Skynjarar skulu allir vera með sömu gerð af sökkli þannig að mögulegt sé að skipta á einfaldan hátt um gerð skynjara síðar. Sökklar skulu innifaldir í verði á skynjurum. Skynjarar skulu allir merktir greinilega með númeri viðkomandi einingar þannig að hægt sé að lesa númerið úr a.m.k. 2 metra fjarlægð. Stokkskynjarar skulu uppbyggðir af ljósnæmum skynjurum í húsi. Sýni skulu tekin úr lofti loftstokka loftræsikerfis með pípum sem liggja inn í hús stokkskynjara. Bjóða skal upp á breytilega lengd á pípum til sýnatöku.. Bjóða skal eina gerðir skynjara: Optíska skynjara Magnlýsing: Skynjarar eru taldir í stykkjum af teikningum. Innifalið í verði skynjara skal vera sökkull, merking, uppsetning ásamt öllu festiefni og allar tengingar Handboðar Handboðar skulu vera í samræmi við reglur BR. Þeir skulu vera utanáliggjandi eða innfelldir og allir merktir greinilega með númeri viðkomandi einingar þannig að hægt sé að lesa númerið í a.m.k. 2 m. fjarlægð. Handboðar skulu valda boðum ef þeir eru opnaðir eða skrúfaðir sundur. Magnlýsing: Handboðar eru taldir í stykkjum af teikningum. Innifalið í verði handboða skal vera merking, uppsetning ásamt öllu festiefni og allar tengingar Hljóðgjafar Hljóðgjafar (bjöllur) eru í allri byggingunni. Hljóðgjafar skulu aftengdir og endurtengdir inn á stjórnstöð. síða 4-15

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2 1 Examples 2 Sýnidæmi 2 2 Example 25-1 Gefið er 3 fasa, 3 teina raforkukerfi samkvæmt meðfylgjandi einlínumynd. Allar stærðir á myndinni eru í einingakerfinu ( per unit ). Seríuviðnám háspennulínanna er

More information

SJÁLAN ÚTBOÐ. Hönnuðir: Strendingur. Efla. Landmótun

SJÁLAN ÚTBOÐ. Hönnuðir: Strendingur. Efla. Landmótun HJÚKRUNARHEIMILI OG ÞJÓNUSTUSEL SJÁLAN NDI GARÐABÆ ÚTBOÐ FRÁGANGUR INNANHÚSS JANÚAR 2012 VERKLÝSING - LAGNIR Verkkaupi: Hönnuðir: r Garðatorgi 7, 210 r THG Arkitektar Faxafeni 9, 108 Reykjavík, sími: 545-1600

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

Raflagnahönnun og framkvæmd á einbýlishúsi

Raflagnahönnun og framkvæmd á einbýlishúsi Raflagnahönnun og framkvæmd á einbýlishúsi Gylfi Þór Pétursson Lokaverkefni í rafiðnfræði 2017 Höfundur: Gylfi Þór Pétursson Kennitala:130794-2709 Leiðbeinandi: Svanbjörn Einarsson Tækni- og verkfræðideild

More information

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012 Nr. 28/32 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012 2013/EES/28/07 frá 8. júní 2012 um framkvæmdarreglur vegna beitingar 16. gr.

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar 1 Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar Introduction to rotating machines 2 Grunnhugtök og meginþættir Klassískar gerðir véla Riðstraumsvélar Samfasavél (synchronous machine) Spanvél (induction machine

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Power Point leiðbeiningar Sjónarhorn View Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Outline view - Yfirlitshamur Hér er hægt að rita minnispunkta við hverja glæru fyrir þann sem

More information

EFNISYFIRLIT 1. AÐSTAÐA OG JARÐVINNA ALMENNT Verk jarðvinnu og verksvæði Aðkomuleiðir inn á vinnusvæðið...

EFNISYFIRLIT 1. AÐSTAÐA OG JARÐVINNA ALMENNT Verk jarðvinnu og verksvæði Aðkomuleiðir inn á vinnusvæðið... EFNISYFIRLIT 1. AÐSTAÐA OG JARÐVINNA... 1-3 1.0 ALMENNT... 1-3 1.0.0 Verk jarðvinnu og verksvæði... 1-3 1.0.1 Aðkomuleiðir inn á vinnusvæðið... 1-4 1.0.2 Mælingar... 1-4 1.0.3 Jarðvegsaðstæður... 1-4 1.0.4

More information

Frágangur og afgreiðsla á teikningum af úðakerfum.

Frágangur og afgreiðsla á teikningum af úðakerfum. Frágangur og afgreiðsla á teikningum af úðakerfum. Samkvæmt 37.gr.skipulags og byggingarlaga nr. 73/1997 og 24.gr. byggingarreglugerðar nr. 441/1998 er farið með teikningar af úðakerfum og hönnun þeirra

More information

Viðauki 2e Tæknikröfur um búnað við fullan aðgang

Viðauki 2e Tæknikröfur um búnað við fullan aðgang Viðauki 2e Tæknikröfur um búnað við fullan aðgang September 2010 Efnisyfirlit 1. Tílvísanir... 3 2. Skýringar á kröfum til búnaðar... 3 3. Yfirlit yfir tækjabúnað sem tengja má koparlínu við fullan aðgang...

More information

Uppfærð raflögn í eldra húsi

Uppfærð raflögn í eldra húsi Diplóma í rafiðnfræði Uppfærð raflögn í eldra húsi Endurhönnun á heimili Maí, 017 Nafn nemanda: Kristinn Jónsson Kennitala: 160977 4699 Leiðbeinandi: Svanbjörn Einarsson 1 ECTS ritgerð til Diplóma í rafiðnfræði

More information

Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ Verklýsing Kafli 5. Frágangur innanhúss

Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ Verklýsing Kafli 5. Frágangur innanhúss Efnisyfirlit 5 FRÁGANGUR INNANHÚSS...5 5.0 INNGANGUR...5 5.0.0 Umhverfisvottun samkvæmt BREEAM...5 5.0.1 Reglugerðir....5 5.0.2 Efni og vinna....5 5.0.3 Nákvæmniskröfur...6 5.0.4 Verkáætlun....6 5.0.5

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur CHEMISTRY The Central 9th Edition Hlutfallareikningur: AðA reikna út frá formúlum og efnajöfnum fnum Lavoisier: Massi varðveitist í efnahvörfum. : lýsa efnahvörfum. Efnajafna : Hvarfefni og myndefni: 2H

More information

URRIÐAHOLTSSKÓLI ÚTBOÐ 05 FULLNAÐARFRÁGANGUR HÚSS AÐ INNAN

URRIÐAHOLTSSKÓLI ÚTBOÐ 05 FULLNAÐARFRÁGANGUR HÚSS AÐ INNAN URRIÐAHOLTSSKÓLI ÚTBOÐ 05 FULLNAÐARFRÁGANGUR HÚSS AÐ INNAN ÚTBOÐS- OG VERKLÝSING OKTÓBER 2018 Hönnunarteymi og fagstjórnun Arkitektar og hönnunarstjórn: Úti og Inni sf. arkitektar Fagstjóri arkitekta:

More information

Raforkudreifikerfi. Faggreinar rafvirkja. Rafmagnsfræði RAM 602. Ófeigur Sig. Sigurðsson Kennari við Raftækniskólann

Raforkudreifikerfi. Faggreinar rafvirkja. Rafmagnsfræði RAM 602. Ófeigur Sig. Sigurðsson Kennari við Raftækniskólann Raforkudreifikerfi Faggreinar rafvirkja Rafmagnsfræði RAM 602 Ófeigur Sig. Sigurðsson Kennari við Raftækniskólann 0 af 70 Efnisyfirlit bls. 1. Vinnsla og flutningur raforku 1 2. Raforkuveitur 1 3. Ein-

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík Notkun merkis Veðurstofu Íslands Veðurstofa Íslands Bústaðavegur 9 150 Reykjavík +354 522 60 00 +354 522 60 01 vedur@vedur.is Maí 2009 2 Efnisyfirlit Merki 3 Litanotkun 5 Merki í fleti 6 Stærð merkisins

More information

Nr desember 2014 REGLUGERÐ. um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila.

Nr desember 2014 REGLUGERÐ. um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila. REGLUGERÐ um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila. 1. gr. Gildissvið. Reglugerð þessi gildir um tengda lögaðila sem eiga í viðskiptum skv. 3.-5. mgr. 57. gr. laga nr. 90/2003, um

More information

Til að forritið vinni með Word þarf að hlaða niður á tölvuna forritsstubbnum Cite While You Write

Til að forritið vinni með Word þarf að hlaða niður á tölvuna forritsstubbnum Cite While You Write Veflæga heimildaskráningarforritið EndNote Web er notað til að halda utan um tilvísanir og búa til heimildaskrár. Hægt er að flytja tilvísanir úr bókasafnsskrám og gagnasöfnum inn í forritið. EndNote Web

More information

Starfsleyfistillaga fyrir Carbon Recycling International ehf., Svartsengi, Grindavíkurbæ.

Starfsleyfistillaga fyrir Carbon Recycling International ehf., Svartsengi, Grindavíkurbæ. 1.1 Rekstraraðili Starfsleyfistillaga fyrir Carbon Recycling International ehf., Svartsengi, Grindavíkurbæ. Kt. 530306-0540 Gefið út af Umhverfisstofnun í samræmi við ákvæði laga nr. 7/1998, um hollustuhætti

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 8. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ / 1004720-1004720-3-ABC 2.1.2018 09::16 Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær»»» Reykjavík/HÍ 06:42 06:44 06:45 06:47 06:51 06:52 06: 07:17 07:18 07:22 07:28 07:29 07:31 07:32 07:34 07:36 07:38

More information

Nr mars 2006 AUGLÝSING

Nr mars 2006 AUGLÝSING AUGLÝSING um gerð sem felur í sér breytingu á samningi sem ráð Evrópusambandsins og Ísland og Noregur gerðu með sér um þátttöku hinna síðarnefndu í framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna. Hinn

More information

ÓHAPPATÍÐNI Í BEYGJUM OG LANGHALLA. Staða rannsóknarverkefnis

ÓHAPPATÍÐNI Í BEYGJUM OG LANGHALLA. Staða rannsóknarverkefnis ÓHAPPATÍÐNI Í BEYGJUM OG LANGHALLA Staða rannsóknarverkefnis Beygjur á vegakerfinu = hætta? Umferðar- og skipulagssvið Línuhönnunar Haraldur Sigþórsson Þjónustudeild tækniþróun Vegagerðin Einar Pálsson

More information

Samantekt á atriðum sem framleiðendur snyrtivara þurfa að uppfylla

Samantekt á atriðum sem framleiðendur snyrtivara þurfa að uppfylla Öruggar snyrtivörur Samantekt á atriðum sem framleiðendur snyrtivara þurfa að uppfylla Snyrtivara sem er boðin fram á markaði á evrópska efnahagssvæðinu skal vera örugg fyrir heilbrigði manna og uppfylla

More information

Notkun jarðstrengja í flutningskerfum raforku. Jón Bergmundsson rafmagnsverkfræðingur Kjartan Gíslason rafmagnstæknifræðingur

Notkun jarðstrengja í flutningskerfum raforku. Jón Bergmundsson rafmagnsverkfræðingur Kjartan Gíslason rafmagnstæknifræðingur Notkun jarðstrengja í flutningskerfum raforku Jón Bergmundsson rafmagnsverkfræðingur Kjartan Gíslason rafmagnstæknifræðingur Bls. 2 EFNISYFIRLIT EFNISYFIRLIT... 3 1 INNGANGUR... 5 2 LOFTLÍNUR OG JARÐSTRENGIR

More information

Staðsetningartækni með gervitunglum GNSS

Staðsetningartækni með gervitunglum GNSS Staðsetningartækni með gervitunglum GNSS Sæmundur E. Þorsteinsson Háskóla Íslands Greipur Gísli Sigurðsson Vegagerðinni 1 GNSS Global Navigation Satellite System GPS = Global Positioning System bandarískt,

More information

Geislavarnir ríkisins

Geislavarnir ríkisins GR 96:05 Geislavarnir ríkisins Icelandic Radiation Protection Institute Geislaálag vegna notkunar sérhæfðra tannröntgentækja Guðlaugur Einarsson, yfirröntgentæknir Tord Walderhaug, eðlisfræðingur ReykjavRk,

More information

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Þórólfur Guðnason yfirlæknir Sóttvarnalæknir, Embætti landlæknis Nóvember 2014 Gastegundir frá eldgosum >95% H 2 O, CO 2 SO 2

More information

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Áhrif lofthita á raforkunotkun Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Júlí 2017 Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Orkustofnun Júlí 2017 Útgefandi: Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Sími: 569 6000, Fax, 568

More information

Reglur um sjálfvirk brunaviðvörunarkerfi

Reglur um sjálfvirk brunaviðvörunarkerfi Reglur um sjálfvirk brunaviðvörunarkerfi 1 Efnisyfirlit 1. Kafli. Almennar reglur. 11 Gildissvið. 12 Markmið. 13 Skilgreiningar og tákn. 14 Stutt lýsing á sjálfvirku brunaviðvörunarkerfi. 15 Ráðstafanir

More information

WordPress viðbót fyrir Greiðslusíðu Borgunar

WordPress viðbót fyrir Greiðslusíðu Borgunar WordPress viðbót fyrir Greiðslusíðu Borgunar Útgáfa 1.1 Efnisyfirlit WordPress viðbót fyrir greiðslusíðu borgunar... 1 Efnisyfirlit... 2 Inngangur... 3 WordPress... 3 WooCommerce... 4 Greiðsluviðbót borgunar

More information

Nr. 63/1846 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR. (ESB) nr. 1035/2011.

Nr. 63/1846 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR. (ESB) nr. 1035/2011. Nr. 63/1846 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 1029/2014 2015/EES/63/72 frá 26. september 2014 um breytingu á reglugerð (ESB) nr.

More information

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og 2006. Kolbeinn Árnason Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE: Coordination of information on the environment eða: Samræming umhverfisupplýsinga

More information

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum Raddir fjölbreyttra kennarahópa Sólveig Karvelsdóttir, lektor, HÍ Hafdís Guðjónsdóttir, dósent, HÍ Rannsóknin er hluti af tveimur rannsóknum Fjölbreyttir kennarahópar

More information

Viðauki 2f. Tæknikröfur til búnaðar fyrir fullan aðgang að koparheimtaug

Viðauki 2f. Tæknikröfur til búnaðar fyrir fullan aðgang að koparheimtaug Viðauki 2f Tæknikröfur til búnaðar fyrir fullan aðgang að koparheimtaug 9. ágúst 2016 Efnisyfirlit 1 Skilgreiningar... 2 2 Tilvísanir... 2 1 Skýringar á kröfum til búnaðar... 3 2 Yfirlit yfir tækjabúnað

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

Horizon 2020 á Íslandi:

Horizon 2020 á Íslandi: Horizon 2020 á Íslandi: - Árangur Íslands í Horizon2020 - Hvernig getur Rannís veitt ykkur aðstoð? Kristmundur Þór Ólafsson Alþjóðasvið Rannís Landstengiliður (NCP) fyrir H2020 Hvað er H2020? Rammaáætlun

More information

Almennt. Samþykkt á bátum V-1

Almennt. Samþykkt á bátum V-1 Samþykkt á bátum V-1 Efnisyfirlit 1. Almennt 2. Gildissvið 3. Afhending báta 4. Umsókn um samþykkt 5. Smíðalýsing 6. Innra framleiðslueftirlit 7. Eftirlit og prófanir 8. Forsendur samþykktar á bátsgerðum

More information

Wind to Hot water MILL Detailed Specifications

Wind to Hot water MILL Detailed Specifications MILL 2700 Detailed Specifications Generator Type 3 phase generator with high-quality permanent magnets. Cast aluminium body. Generator Weight 25 kg Blade/Rotor Construction 3 Blades, Advanced injection

More information

Lokaverkefni í rafmagnstæknifræði BSc

Lokaverkefni í rafmagnstæknifræði BSc TENGINGAR NÚLLPUNKTA MEÐ TILLITI TIL JARÐHLAUPSVARNA Róbert Marel Kristjánsson Lokaverkefni í rafmagnstæknifræði BSc 2010 Höfundur: Róbert Marel Kristjánsson Kennitala: 050375-3669 Leiðbeinandi: Þórhallur

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr. 54 8. árgangur

More information

Nýjar leiðbeiningar um notkun AED tækja. Gísli E. Haraldsson, læknir Slysa- og bráðasvið Landpítala Háskólasjúkrahúss

Nýjar leiðbeiningar um notkun AED tækja. Gísli E. Haraldsson, læknir Slysa- og bráðasvið Landpítala Háskólasjúkrahúss Nýjar leiðbeiningar um notkun AED tækja Gísli E. Haraldsson, læknir Slysa- og bráðasvið Landpítala Háskólasjúkrahúss Markmið Kynna ástæður fyrir breytingum Útskýra mikilvægi grunnendurlífgunar Kynna nýjar

More information

Eftirlit með neysluvatni

Eftirlit með neysluvatni Leiðbeiningar Eftirlit með neysluvatni Nóvember 2017 0 EFNISYFIRLIT I. Inngangur...2 II. Starfsleyfi...2 1. Starfsleyfis- og eftirlitsskylda... 2 2. Kröfur... 2 2.1. Skilyrði fyrir veitingu starfsleyfis...

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Rafbók. Loftnetskerfi. Kennsluhefti

Rafbók. Loftnetskerfi. Kennsluhefti Kennsluhefti Þetta hefti er án endurgjalds á rafbókinni. Allir rafiðnaðarmenn og rafiðnaðarnemar geta fengið aðgang án endurgjalds að rafbókinni. Þetta hefti er þýtt með góðfúslegu leyfi EVU í Danmörku.

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

Undirbúningur fyrir 5G. Allir (menn og tæki) tengdir, alltaf og alls staðar Hraðar, meira, aukið,...

Undirbúningur fyrir 5G. Allir (menn og tæki) tengdir, alltaf og alls staðar Hraðar, meira, aukið,... Undirbúningur fyrir 5G Allir (menn og tæki) tengdir, alltaf og alls staðar Hraðar, meira, aukið,... Þorleifur Jónasson 5. apríl 2017 Dagskrá Drifkraftar 5G og helstu þjónustur Stefnumótun og markmið EU

More information

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI ER ÍSLAND SPRUNGIÐ MEÐ 2,2 M FERÐAMANNA? TOP 10 ÞJÓÐGARÐAR Í BANDARÍKJUNUM 1. Great Smoky Mountains National Park

More information

Nr. 54/34 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 209/2013. frá 11.

Nr. 54/34 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 209/2013. frá 11. Nr. 54/34 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 209/2013 2014/EES/54/09 frá 11. mars 2013 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 2073/2005 að því er

More information

Mat á eiginleikum malbiks fyrir íslenskar aðstæður Áfangaskýrsla I. Unnið fyrir rannsóknasjóð Vegagerðarinnar. Arnþór Óli Arason Pétur Pétursson

Mat á eiginleikum malbiks fyrir íslenskar aðstæður Áfangaskýrsla I. Unnið fyrir rannsóknasjóð Vegagerðarinnar. Arnþór Óli Arason Pétur Pétursson NMÍ 9-5 Mat á eiginleikum malbiks fyrir íslenskar aðstæður Áfangaskýrsla I Unnið fyrir rannsóknasjóð Vegagerðarinnar Arnþór Óli Arason Pétur Pétursson 1 Skilgreining verkefnis, útdráttur Þær malbiksblöndur

More information

HERMUN INNIHITA FYRIRLESTRASALS OG SAMANBURÐARMÆLINGAR Á LOFTRÆSIKERFI

HERMUN INNIHITA FYRIRLESTRASALS OG SAMANBURÐARMÆLINGAR Á LOFTRÆSIKERFI HERMUN INNIHITA FYRIRLESTRASALS OG SAMANBURÐARMÆLINGAR Á LOFTRÆSIKERFI Hermann Valdimar Jónsson Lokaverkefni í vél- og orkutæknifræði BSc 2014 Höfundur: Hermann Valdimar Jónsson Kennitala: 0509852379 Leiðbeinandi:

More information

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Sérfræðingur í persónurétti Yfirlit Stóra myndin Skyldur GDPR Aðlögunarferli Áskoranir og praktísk ráð 2 3 Yfirlit: Hvað er GDPR?» GDPR

More information

Kristján Finnur Kristjánsson

Kristján Finnur Kristjánsson MINNISBLAÐ SKJALALYKILL 2106-008-MIN-001-V01 VERKHEITI Grunnskólinn í Borgarnesi DAGS. VERKKAUPI 24.05.2017 Borgarbyggð SENDANDI Benjamín Ingi Böðvarsson og Kristmann Magnússon, Eflu DREIFING Kristján

More information

GENERAL BOND SECURITY AGREEMENT (IS. TRYGGINGARBRÉF - VEÐSAMNINGUR) (is. bundið vísitölu neysluverðs til verðtryggingar) Grunnfjárhæð ISK 100.000.000.000 Dags. 21 nóvember 2014 á milli REITIR FASTEIGNAFÉLAG

More information

Örnámskeið Ský Hagnýting Opins Hugbúnaðar. Ólafur Garðarsson ÍKON ehf 19. febrúar. 2009

Örnámskeið Ský Hagnýting Opins Hugbúnaðar. Ólafur Garðarsson ÍKON ehf  19. febrúar. 2009 Örnámskeið Ský Hagnýting Opins Hugbúnaðar Ólafur Garðarsson ÍKON ehf www.ikon.is 19. febrúar. 2009 Vefhýsing með opnum og frjálsum hugbúnaði LAMP (Linux Apache MySql PHP) vefþjónar hafa yfir 50% markaðshlutdeild.

More information

Stálgrindur eða snjóflóðanet? Val á tegund stoðvirkja fyrir íslenskar aðstæður

Stálgrindur eða snjóflóðanet? Val á tegund stoðvirkja fyrir íslenskar aðstæður Veðursvið VS TóJ 2004 04 Stálgrindur eða snjóflóðanet? Val á tegund stoðvirkja fyrir íslenskar aðstæður Tómas Jóhannesson 5.10.2004 Inngangur Upptakastoðvirki eru byggð á upptakasvæðum snjóflóða til þess

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

Innihaldsyvirlit. til vegleiðing umsiting av kundum í FSL-debitor. seinast dagført 15. aug. 2017

Innihaldsyvirlit. til vegleiðing umsiting av kundum í FSL-debitor. seinast dagført 15. aug. 2017 Innihaldsyvirlit til vegleiðing umsiting av kundum í FSL-debitor seinast dagført 15. aug. 2017 Innihaldsyvirlit...1 Upprættan av kundum við INDIVID...2 Allar fyritøkur og persónar, ið hava føroyskt A-,

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 44/2014. frá 21.

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 44/2014. frá 21. 15.10.2015 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 63/2199 FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 44/2014 2015/EES/63/81 frá 21. nóvember 2013 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins

More information

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014 EFLA Verkfræðistofa STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin 2004-2013 Reykjavík, júní 2014 2014, hf - Vinnslu efnis og frágang texta annaðist Kolbrún Reinholdsdóttir fyrir Verkfræðistofuna EFLU hf. ISSN ISBN

More information

Fél403 Vor 2012 Verkefni jan. Vægi 10% Einstaklingsverkefni.

Fél403 Vor 2012 Verkefni jan. Vægi 10% Einstaklingsverkefni. Fél403 Vor 2012 Verkefni 1. 9 23. jan. Vægi Einstaklingsverkefni. 1. Gerið litla könnun með 20 viðföngum (einstaklingum) þar sem þið vinnið með eina fylgibreytu, Y og tvær frumbreytur X 1 og X 2, helst

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Orkusparandi ljósgjafar

Orkusparandi ljósgjafar Orkusparandi ljósgjafar Valkostir í orkunýtnum og umhverfisvænum ljósgjöfum Arnar Þór Hafþórsson Sölu- og Markaðsstjóri Jóhann Ólafsson & Co. YFIRLIT Mögulegur orkusparnaður vegna hagkvæmrar lýsingar er

More information

RAFRÆNN REIKNINGUR. Eiginleikar, ávinningur og kröfur

RAFRÆNN REIKNINGUR. Eiginleikar, ávinningur og kröfur RAFRÆNN REIKNINGUR Eiginleikar, ávinningur og kröfur EIGINLEIKAR REIKNINGUR (HEFÐBUNDINN) Inniheldur/flytur gögn. Viðskiptaaðilar, Hvað er selt, Greiðsluupplýsingar Skattaupplýsingar ofl. Birtir gögn Prentað

More information

LV Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns

LV Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns LV-2014-094 Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns Lykilsíða Skýrsla LV nr: LV-2014-094 Dags: október 2014 Fjöldi síðna: 26 Upplag: Rafræn Dreifing: Birt á vef LV Opin Takmörkuð til Titill: Úttekt

More information

TRS II tekur við af TRS. Kynningarfundur, 30. maí 2017

TRS II tekur við af TRS. Kynningarfundur, 30. maí 2017 TRS II tekur við af TRS Kynningarfundur, 30. maí 2017 Dagskrá Almennt um TRS og breytingar í tengslum við innleiðingu MiFID II og MiFIR Yfirlit yfir TRS kerfið Helstu breytingar á kerfinu Mikilvægi þess

More information

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild Háskólabrú fjarnám Bókalisti vorönn 2019 2. önn Félagsvísinda- og lagadeild Upplýsingatækni og tölfræði: Kennslubók í Excel 2016. Höfundar: Hallur Örn Jónsson og Óli Njáll Ingólfsson Stærðfræði 3: Stærðfræði

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 24/392. FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr.

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 24/392. FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 20.4.2017 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 24/392 FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 1358/2014 2017/EES/24/35 frá 18. desember 2014 um breytingu á reglugerð (EB)

More information

Landtengingar skipa. Skýrsla

Landtengingar skipa. Skýrsla Landtengingar skipa Skýrsla 27 júlí 2012 Mannvit Verkfræðistofa Grensásvegur 1 108 Reykjavík Sími: 422 3000 Fax: 422 3001 @: mannvit@mannvit.is www.mannvit.is Efnisyfirlit Samantekt og niðurstöður...

More information

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Kynning í Dalskóla 6. desember 2018 Gautur Þorsteinsson, verkfræðingur Um útvarpsþjónustu Fyrsta útsending útvarpsdagskrár 1920 Útsendingar útvarps

More information

UM samábyrgð/keðjuábyrgð verktaka í ljósi fyrirhugaðrar innleiðingar á tilskipun 2014/67/EU í íslenskan rétt

UM samábyrgð/keðjuábyrgð verktaka í ljósi fyrirhugaðrar innleiðingar á tilskipun 2014/67/EU í íslenskan rétt Minnisblað UM samábyrgð/keðjuábyrgð verktaka í ljósi fyrirhugaðrar innleiðingar á tilskipun 2014/67/EU í íslenskan rétt Málsnúmer: 201510-0006 Frá: Halldór Oddsson / Halldór Grönvold Dags: 11. apríl 2016

More information

OKTÓBER 2006 SKÝRSLA 24-06 ITI 0612/EUT08 8HK3481 V IÐLOÐUN ÖRVERA VIÐ YFIRBORÐ Í VATNI - VARMAFRÆÐILEG NÁLGUN - Guðmundur Gunnarsson, Iðntæknistofnun Birna Guðbjörnsdóttir, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins

More information

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Útg. Dags. Höf. Rýnir Samþykkur Lýsing 3 11/01 2006 GG EH Lokaskýrsla II 2 21/12 2005 GG SvSv Lokaskýrsla I 1 15/12 2005 GG Uppkast 1

More information

Ed Frumvarp tillaga [143. mál]

Ed Frumvarp tillaga [143. mál] Ed. 148. Frumvarp tillaga [143. mál] um lagagildi viðaukasamnings milli ríkisstjórnar Íslands og Swiss Aluminium Ltd. um álbræðslu við Straumsvík. (Lagt fyrir Alþingi á 107. löggjafarþingi, 1984.) 1. gr.

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, apríl 2012

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, apríl 2012 EFLA Verkfræðistofa STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin 2002-2011 Reykjavík, apríl 2012 2012, EFLA verkfræðistofa hf - Vinnslu efnis og frágang texta annaðist Kolbrún Reinholdsdóttir fyrir Verkfræðistofuna

More information

Öryggi barna skiptir miklu máli, börnin eru

Öryggi barna skiptir miklu máli, börnin eru Sálfræðiritið Tímarit Sálfræðingafélags Íslands 16. árg. 2011, bls. 73 79 Öryggi barna í innkaupakerrum: Áhrifarík leið til að forðast slys Háskóli Íslands Öryggi barna ætti að skipta foreldra miklu máli.

More information

Reykholt í Borgarfirði

Reykholt í Borgarfirði RANNSÓKNASKÝRSLUR 1999 Reykholt í Borgarfirði Framvinduskýrsla 1999 Guðrún Sveinbjarnardóttir og Guðmundur H. Jónsson 6 ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS ÚTIMINJASVIÐ NATIONAL MUSEUM OF ICELAND DIVISION OF MONUMENTS

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 63/203

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 63/203 15.10.2015 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 63/203 REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 142/2011 frá 25. febrúar 2011 um framkvæmd reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB)

More information

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Klettafjöllin og Grand Canyon 1 Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Kristbjörg María Guðmundsdóttir Eitt af fallegustu handverkum náttúruaflanna er án efa að finna í vesturhluta Norður-Ameríku.

More information

HLÍÐARENDI - REITUR A, FORBYGGING OG KNATTHÚSAREITUR - BREYTT DEILISKIPULAG 2016

HLÍÐARENDI - REITUR A, FORBYGGING OG KNATTHÚSAREITUR - BREYTT DEILISKIPULAG 2016 LÍD - U, FOY O ÚU - DLPU 206 F rú gur ljó ðs eg ur, v kerm U 5 U Í ÓL O 2 6. U Ö 3- Ú Ú D UÚ / U L +kj 2.4 35 L 2 Ú Ú UÚ / 40 sorp bl. úrg+pp +plst 46 U Á 3- +kj 2. 7 U Ú C Ú UÚ / U L L.5 99. 7 vö ð.4

More information

Hraðamerkingar á hættulegum beygjum í vegakerfinu - 2. útgáfa -

Hraðamerkingar á hættulegum beygjum í vegakerfinu - 2. útgáfa - Skýrsla nr. 02-04 Hraðamerkingar á hættulegum beygjum í vegakerfinu - 2. útgáfa - Þórir Ingason Keldnaholti, nóvember 2002 Heiti skýrslu: Skýrsla nr: 02-04 Dreifing Opin Lokuð Hraðamerkingar á hættulegum

More information

Björgunaruppgröftur á lóð Vaktarabæjar við Garðastræti í Reykjavík.

Björgunaruppgröftur á lóð Vaktarabæjar við Garðastræti í Reykjavík. Björgunaruppgröftur á lóð Vaktarabæjar við Garðastræti í Reykjavík. Eftir Oddgeir Hansson, með viðbótum eftir Guðrúnu Öldu Gísladóttur og Gavin Lucas FS433-08242 Reykjavík 2009 Forsíðumyndin sýnir kjallara

More information

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis ANNUAL SAFETY REVIEW 2012 Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis Flugmálastjórn Íslands: Annual Safety Review 2012 Útgefandi: Flugmálastjórn Íslands Skógarhlíð 12 105 Reykjavík

More information

Einbýlishús: - Mat á ólíkum gerðum hitakerfa - Skoðun á burðarkerfi

Einbýlishús: - Mat á ólíkum gerðum hitakerfa - Skoðun á burðarkerfi Einbýlishús: - Mat á ólíkum gerðum hitakerfa - Skoðun á burðarkerfi Hilmar Þór Sigurjósson Lokaverkefni í byggingartæknifræði BSc 2012 Höfundur: Hilmar Þór Sigurjónsson Kennitala: 130386-2379 Leiðbeinendur:

More information

VEGBÚNAÐUR. - vegrið, ljósastaurar og stoðir -

VEGBÚNAÐUR. - vegrið, ljósastaurar og stoðir - VEGBÚNAÐUR - vegrið, ljósastaurar og stoðir - Frá Vegagerðinni: Daníel Árnason, verkefnisstjóri Auður Þóra Árnadóttir Erna Bára Hreinsdóttir Frá Eflu: Haraldur Sigþórsson, ráðgjafi Desember 2010 Myndir

More information

Reykjavík-Rotterdam, rannsókn á vöruútflutningi til Niðurlands (Hollands) Reykjavík-Rotterdam, a study of exports of goods to the Netherlands

Reykjavík-Rotterdam, rannsókn á vöruútflutningi til Niðurlands (Hollands) Reykjavík-Rotterdam, a study of exports of goods to the Netherlands 2. nóvember 2015 Reykjavík-Rotterdam, rannsókn á vöruútflutningi til Niðurlands (Hollands) Reykjavík-Rotterdam, a study of exports of goods to the Netherlands Samantekt Markmið þessarar rannsóknar er að

More information

1.3 Jean Luc Nancy um skynjun og tilveru Almennt um innsetningar Judith Rugg um innra og ytra rými... 11

1.3 Jean Luc Nancy um skynjun og tilveru Almennt um innsetningar Judith Rugg um innra og ytra rými... 11 Samantekt Í þessari ritgerð er fjallað um rými og innsetningar og sérstaklega verk Elínar Hansdóttur Path og Parallax. Elín er ungur, íslenskur listamaður sem hefur vakið mikla athygli á síðustu árum með

More information

Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008.

Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008. GR 10:03 Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008. Guðlaugur Einarsson, geislafræðingur Ágúst 2010 Geislavarnir ríkisins Icelandic Radiation Safety Authority Rauðarárstíg 10 150 Reykjavík s. 5528200

More information

IS Stjórnartíðindi EB

IS Stjórnartíðindi EB 22.12.2000 IS Stjórnartíðindi EB L 327/1 TILSKIPUN EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS 2000/60/EB frá 23. október 2000 um aðgerðaramma Bandalagsins um stefnu í vatnsmálum EVRÓPUÞINGIÐ OG RÁÐ EVRÓPUSAMBANDSINS HAFA,

More information