Leikskólinn Heklukot Ársskýrsla

Size: px
Start display at page:

Download "Leikskólinn Heklukot Ársskýrsla"

Transcription

1 Leikskólinn Heklukot Ársskýrsla

2 Efnisyfirlit 1 Almennar upplýsingar Gerð leikskóla, húsnæði, lóð Viðhald/Breytingar Starfsgrundvöllur Skipulag Uppeldislegar áherslur og markmið Aðalnámskrá leikskóla Læsi og samskipti... 7 Heilbrigði og vellíðan Sjálfbærni og vísindi Sköpun og menning Starfið skólaárið Starfsáætlun Ferðir og viðburðir Umbótastarf (þróunar- og nýbreytnistarf) Heilsubók barnsins Grænfáninn Samstarfið við Hjúkrunar- og dvalarheimilið Lund Tras Starfsmenn Fjöldi starfsfólks og stöðugilda, menntun, stöðuheiti Fundir (s.s. fundir allra starfsmanna, leikskólakennarafundir) Náms- og skipulagsdagar Börn Fjöldi barna samsetning hópsins aldur dvalartímar barngildi Sérkennsla Foreldrasamstarf

3 6.1 Markmið og áherslur í foreldrasamstarfi Foreldrafundir, foreldrafræðsla Foreldraviðtöl Heimasíðan og upplýsingar frá leikskólanum Foreldrafélag Foreldraráð Annað samstarf heimili og skóla Samstarf fræðsla og ráðgjöf Samstarf við grunnskóla Samstarf við aðra leikskóla Samstarf við Tónlistarskóla Rangæinga Samstarf við sóknarprest Samstarf við Brunavarnir Rangárvallasýslu Ráðgjöf og samstarf við rekstraraðila Fyrirlestrar, námskeið, ráðstefnur o.fl. (sem starfsfólk hefur sótt á árinu) Nemar við Háskóla Íslands Innra gæðamat, framkvæmd, niðurstöður og umbótaáætlun Starfsmannaviðtöl Mat á leikskólastarfi starfsmenn Mat foreldra á leikskólastarfi Umbótaáætlun Mat barna á skólastarfinu Raddir barna Umbótaáætlun eftir mat barna á skólastarfinu Lokaorð Heimildaskrá

4 1 Almennar upplýsingar Leikskólinn Heklukot Útskálum 2 Rangárþingi ytra 850 Hella Leikskólastjóri: Sigríður Birna Birgisdóttir 1.1 Gerð leikskóla, húsnæði, lóð Grunnflötur leikskólans er 481,3 fermetrar. Útileiksvæðið er 2.440,3 fermetrar. Heklukot er þriggja deilda leikskóli. Deildirnar heita Bangsadeild en þar eru yngstu börnin, Fíladeild, þar eru tveir árgangar og Trölladeild en þar eru elstu börnin, tveir árgangar saman. Boðið er upp á vistun fyrir börn frá 1-6 ára frá kl. 7:45 til kl. 17: Viðhald/Breytingar Sumarið 2012 var miðrými skólans lagfært. Veggir voru teknir niður, færðir til og skipt var um dúka á gólfum í miðrými (sal, skrifstofu leikskólastjóra og sérkennsluaðstöðu). Við þessar breytingar breyttist lögun á sal skólans og þar er nú opnanlegur gluggi með góðu útsýni út á Rangá og brúnna. Við þessar breytingar varð aðstaða fyrir sérkennslu stærri og betri og skrifstofa skólastjóra færðist á milli herbergja. Gert var við gardínur á Fíladeild með það í huga að gæta að öryggi barna þar sem skipt var um keðjur í rúllugardínum, settar stuttar keðjur í staðinn fyrir langar. Á Trölladeild var inngangur málaður, skipt um snaga og útidyrahurð lagfærð. Allir dúkar á efrihæð hússins voru bónaðir. Á útisvæði var gerður nýr sandkassi við Tröllalóð, holur lagaðar og tyrft í skemmda grasbletti í lóð. Sumarið 2013 er á áætlun að skipta um dúka á Fíladeild sem er eina rými leikskólans sem eftir er að skipa um gólfefni á samkvæmt þriggja ára áætlun sem sett var upp til að endurnýja dúka í eldri byggingu skólans. 2. Starfsgrundvöllur 2.1 Skipulag Dagskipulag leikskólans er í föstum skorðum. Markmiðið með því er að skapa festu og öryggi fyrir börn, kennara og foreldra. Dagskipulag :45 Leikskólinn opnar 8:30-9:00 Morgunmatur 9:00 9:20 Samverustund umræður, lestur og söngur 9:20 11:00 Leikur hópastarf - ávaxtatími útivist 11:00-11:30 Samverustund 11:30-12:00 Hádegismatur 12:00-13:00 Hvíld og rólegur tími 13:00 14:30 Útivist hópastarf - leikur 14:30-15:00 Nónhressing 15:00-15:20 Samverustund - umræður, lestur og söngur 15:20-16:00 Leikur 3

5 16:15-17:15 Deildir sameinast leikur 17:15 Leikskólinn lokar Deildastjórar gera stundatöflu fyrir hverja deild þar sem hægt er að sjá hvenær börnin fara í skipulagt starf með kennurum sínum. Stundatöflur taka mið af aldri barnanna og þar fléttast inn í grunnþættir menntunar og námsvið leikskólans. Í hópastarfi er börnunum skipt niður í hópa þar sem kennari fylgir hverjum hóp eftir. Börnin eiga sinn stað við mataborðið og sinn stað í hvíld. Þau verkefni (þemu) sem unnin eru í leikskólanum tengjast börnunum, samfélaginu, umhverfi og náttúru og þeim tækifærum sem tengjast árstíðum og sérstökum dögum. 2.2 Uppeldislegar áherslur og markmið Hugmyndafræði leikskólans eru m.a. sótt til kenninga: John Dewey Reynsla skapar þekkingu Caroline Pratt - Einingakubbar Howard Gardner - Fjölgreindir Birgitta Knutsdotter Olofsson Leikur barna Arnold P. Goldstein - ART Einkunnarorð Heklukots eru: Leikur Gleði - Lífsleikni Starfsfólk leikskólans er sammála því að best væri ef allir fengju tækifæri í gegnum leik til að:...læra að þekkja sjálfan sig og kynnast öðrum...læra að bera virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum og umhverfinu...læra góð samskipti og að virkja eigin áhugahvöt Í lögum um leikskóla 90/2008 kemur fram hver markmið í starfi leikskólans eiga að vera, þar segir: Meginmarkmið uppeldis og kennslu í leikskóla skulu vera: a. að fylgjast með og efla alhliða þroska barna í náinni samvinnu við foreldra, b. að veita skipulega málörvun og stuðla að eðlilegri færni í íslensku, c. að hlúa að börnum andlega, vitsmunalega og líkamlega í samræmi við þarfir hvers og eins svo að börnin fái notið bernsku sinnar, d. að stuðla að víðsýni barna og efla siðferðisvitund þeirra, e. að leggja grundvöll að því að börn verði sjálfstæðir, virkir og ábyrgir þátttakendur í lýðræðisþjóðfélagi sem er í örri og sífelldri þróun, 4

6 f. að rækta hæfileika barna til tjáningar og sköpunar í þeim tilgangi m.a. að styrkja sjálfsmynd þeirra, heilbrigðisvitund, öryggi og hæfni til mannlegra samskipta. 2.3 Aðalnámskrá leikskóla 2011 Á skólaárinu hefur verið unnið að innleiðingu á aðalnámskrá leikskóla (2011). Menntastefna sem birt er í þessari aðalnámskrá er reist á sex grunnþáttum menntunar sem eru leiðarljós við námskrárgerðina. Aðalnámskrá leikskóla 2011 er aðeins gerð skil hér í ársskýrslu. Er það gert til að kynna fyrir þeim sem skýrsluna lesa hvað felst í henni og fyrir okkur í Heklukoti til að læra og tileinka okkur efni hennar í leik, námi og starfi. Grunnþættir menntunar eru: læsi sjálfbærni heilbrigði og velferð lýðræði og mannréttindi jafnrétti sköpun Grunnþættirnir eiga sér stoð, hver með sínum hætti, í löggjöf fyrir leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Einnig er sótt til annarrar löggjafar þar sem finna má ákvæði um menntun og fræðslu í skólakerfinu, svo sem í lögum um jafnan rétt og jafna stöðu kvenna og karla. Ennfremur er stuðst við stefnu stjórnvalda í ýmsum málaflokkum, t.d. ritinu Velferð til framtíðar um áherslur í stefnu um sjálfbæra þróun. Grunnþættir menntunar eru settir fram sem sex þættir. Þeir tengjast þó innbyrðis í menntun og skólastarfi og eru háðir hver öðrum. Með því að hugsa út frá þeim má skapa meiri heildarsýn um skólastarfið. Þeir byggjast á þeirri hugmynd að ekki geti orðið virkt lýðræði án læsis á hvers konar táknkerfi og samskiptakerfi samfélagsins. Þeir eru einnig byggðir á því að virkt lýðræði þrífist aðeins ef jafnframt er stuðlað að hvers konar jafnrétti milli einstaklinga og hópa í samfélaginu. Mannréttindi allra verða ekki tryggð nema stuðlað sé að heilbrigði og velferð hvers og eins og baráttu gegn mismunun og hvers konar ofbeldi, þar með töldu einelti. Sjálfbærni snýst um samspil umhverfis, efnahags, samfélags og velferðar. Sjálfbærni felur í sér virðingu fyrir umhverfinu, ábyrgð, heilbrigði, lýðræðisleg vinnubrögð og réttlæti ekki bara í nútíma heldur gagnvart komandi kynslóðum. Þannig er óhugsandi að unnt sé að stuðla að mannréttindum án þess að jafnframt sé leitað eftir sjálfbærni og jafnvægi í þróun samfélagsins. Sjálfbærni er einnig háð því að hugað sé að jafnrétti þjóðfélagshópa. Lýðræði, mannréttindi, heilbrigði og velferð felast þannig í sjálfbærni en eru jafnframt sjálfstæðir grunnþættir menntunar. Menntun til sjálfbærni, jafnréttis, lýðræðis- og mannréttinda miðar að því að börn og ungmenni skilji samfélagið eins og það er og hefur þróast. Jafnframt miðar þessi menntun að því að börn og ungmenni verði fær um að taka þátt í að móta samfélagið og öðlist þannig sýn til framtíðarinnar og hugsjónir til að beita sér fyrir. Með því að nota orðin og orðasamböndin sjálfbærnimenntun, lýðræðis- og mannréttindamenntun og jafnréttismenntun er ekki endilega verið að mótað nýjar námsgreinar eða ný námssvið heldur eru orðin notuð til vísbendingar um námsefni og viðhorf sem leggja skal áherslu á. 5

7 Sköpun er nauðsynlegur þáttur í allri menntun og nær þannig til allra annarra grunnþátta. Sköpun er mikilvægur þáttur í öllu námi og starfi, ekki einungis í listmenntun. Allir grunnþættirnir eiga sér rætur í gagnrýnni hugsun, ígrundun, vísindalegum viðhorfum og lýðræðislegu gildismati. Þótt grunnþættirnir séu samtvinnaðir hefur hver þeirra sín sérkenni. Þá má þannig nota til að halda utan um markmið skólakerfisins í heild og sérstakar áherslur hvers skóla eða skólastigs. Grunnþættirnir eru þó ekki nýtt flokkunarkerfi námsþátta heldur skilgreindir til þess að skerpa markmið skólanna og tengja þau saman. Flest atriði skólastarfs má fella undir fleiri en einn grunnþátt og mörg þeirra undir hvern þeirra sem er. Börn læra í leik og daglegu starfi í leikskólanum, innan dyra sem utan. Þau læra í samvinnu við önnur börn og þegar þau fá stuðning og hvatningu frá hinum fullorðnu. Námssvið leikskólans eiga að vera samþætt og samofin öllu starfi leikskóla og taka mið af sex grunnþáttum menntunar. Þau byggjast á skapandi og gagnrýninni hugsun og tengjast leik og daglegum athöfnum í leikskólum. Hugtakið hæfni er skilgreint í sameiginlegum hluta aðalnámskrár fyrir leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Þar kemur m.a. fram að hugtakið hæfni felur í sér þekkingu, leikni og siðferðisleg viðhorf en hæfni tekur mið af aldri og þroska barna og markmiðum menntunar hverju sinni. Leikskólastarf byggist á lögum um leikskóla þar sem lögð er áhersla á gildi leiksins. Við skipulagningu leikskólastarfs skal jafnframt taka mið af leiðarljósum leikskóla, grunnþáttum menntunar og námssviðum leikskóla. Í skólanámskrá þarf að lýsa þekkingu, leikni og siðferðilegu viðhorfi sem stefnt er að í skólastarfi. Leikskólar útfæra sjálfir í skólanámskrá hvernig þeir vinna með hæfniþætti í samræmi við aldur og þroska barna. Námssvið leikskólans eru: Læsi og samskipti, heilbrigði og vellíðan, sjálfbærni og vísindi, sköpun og menning. Námssviðin eiga að: -vera hluti af leik barna, -vera samþætt daglegu starfi leikskóla, -vera heildstæð og byggjast á reynslu barna, -byggjast á áhuga barna og hugmyndum, -taka mið af félags- og tilfinningalegum þáttum náms, -vera skipulögð í samvinnu starfsfólks, foreldra og barna, -hvetja til samvinnu og samstarfs, -stuðla að sjálfstæði og frumkvæði, -hvetja til ímyndunar og sköpunar, -vekja forvitni og hvetja til rannsókna og kannana, -vera ánægjuleg og stuðla að vellíðan barna, -efla áhuga barna á námi og hvetja þau til að læra og auka þekkingu sína, -leikni og hæfni, -stuðla að sterkri sjálfsmynd og sjálfsþekkingu, -stuðla að uppbyggilegum samskiptum, vináttu og gleði (Aðalnámskrá leikskóla, 2011). 6

8 Læsi og samskipti Læsi í leikskóla felur í sér þekkingu, leikni og hæfni barna til að lesa í umhverfi sitt og tjá upplifun sína, tilfinningar og skoðanir á fjölbreyttan hátt. Í leikskóla ber að skapa aðstæður svo börn fái ríkuleg tækifæri til að: eiga jákvæð og uppbyggileg samskipti í barnahópnum, endurskapa upplifun sína og reynslu í leik og skapandi starfi, tjá sig með fjölbreyttum hætti og með ólíkum efniviði, kynnast tungumálinu og möguleikum þess, njóta þess að hlusta á og semja sögur, ljóð, þulur og ævintýri, þróa læsi í víðum skilningi, öðlast skilning á að ritað mál og tákn hafi merkingu, deila skoðunum sínum og hugmyndum, nýta ólíkar leiðir og margvíslega tækni til að nálgast upplýsingar og setja fram hugmyndir sínar, velta vöngum yfir eigin samfélagi og menningu og menningu annarra þjóða (Aðalnámskrá leikskóla, 2011). 7

9 Menning, samfélag og náttúra Samskipti í leik Lífsleikni Tákn með tali Myndrænt skipulag Hlutatöflur Læsi og samskipti Heklukoti Lestur Bækur ART Ritmálið Skriffæri Blöð Söngur Þulur Ljóð 8

10 Þegar börn eru á leikskólaaldri er lagður grunnur að málþroska þeirra. Málörvun er rauður þráður í öllu starfi leikskólans. Þegar nemendur koma og fara, við matarborðið, í samverustundum og í daglegum samskiptum. Í öllu starfi leikskólans er lögð áhersla á að efla börnin til að geta átt góð samskipti. Unnið er með tungumálið þar sem áhersla er á að koma hlutum, athöfnum og tilfinningum í orð. Unnið er með orðaforða, málskilning og tjáningu. Til að ná til ungra barna eru myndir, tákn og hlutir nýttir til málörvunar og til að efla skilning á hugtökum. Lesið er fyrir börnin í litlum hópum og sungið með þeim. Kennarar leggja sig fram um að efla færni nemenda í tali og skilningi m.a. með því að sýna gott fordæmi, lesa daglega, segja sögur og efla þau í að segja sögur, syngja og læra þulur. Í leiknum æfa börnin samskipti með því að taka þátt í að skapa leikinn, móta leikreglur með félögum og vinna úr því sem þau eru að upplifa og læra hverju sinni. Í gönguferðum og útivist er margt sem fyrir augun ber sem hvetur börnin til náms og þroska. Þar eru mörg táknkerfi sem börnin sjá og læra, smátt og smátt hvað þau standa fyrir t.d. umferðaskilti, götuheiti, kort og örnefni. Vinnan við Grænfánaverkefnið krefst þátttöku barna þar sem viðhorf þeirra, áhugi, spurningar og svör skipta miklu máli og hafa áhrif á þróun verkefnisins. Samstarfið við Lund og heimsóknir barna þangað hafa æft samskiptafærni, orðaforða og skilning barna á líðan, tilfinningum, hegðun og táknum samfélagsins. 9

11 Heilbrigði og vellíðan Í leikskóla eiga börn að læra um og tileinka sér heilbrigða lífshætti, hollt mataræði, hvíld, hreinlæti og hreyfingu. Hreyfing er börnum eðlislæg og stuðlar að vellíðan. Hreyfing getur haft í för með sér gleði og ánægju og í gegnum hana læra börn. Börn eiga að fá tækifæri til að hreyfa sig frjálst jafnframt því að taka þátt í skipulagðri hreyfingu. Hreyfing og vellíðan hafa jákvæð áhrif á samskipti barna, umgengni þeirra við umhverfi sitt og hæfni þeirra til að takast á við daglegt líf og nýjar aðstæður. Í forvarnarstarfi leikskóla felst m.a. fræðsla, mat og verkefni fyrir börn, starfsfólk skóla og foreldra þar sem markmiðið er að skólaganga barnanna gangi sem best og að skólabragurinn verði sem jákvæðastur. Líðan barns hefur áhrif á sjálfsmynd þess, t.a.m. hvort það hefur trú á eigin hæfni, er áhugasamt og sýnir vilja og getu til að takast á við mismunandi viðfangsefni. Daglegar athafnir í leikskóla eiga að stuðla að líkamlegri og andlegri vellíðan barna og góðri heilsu. Umhyggja á að skipa stóran sess í starfi leikskóla og mikilvægt er að starfsfólk leikskóla myndi góð og náin tengsl við börnin. Í leikskóla ber að stuðla að heilbrigði og vellíðan barna með því að leggja áherslu á: umhyggju, persónulega umhirðu, holla næringu, fjölbreytta hreyfingu, ögrandi og krefjandi útivist, slökun og hvíld, tilfinningalegt jafnvægi, jákvæð samskipti, félagsleg tengsl. (Aðalnámskrá leikskóla, 2011). 10

12 Skipulögð hreyfing í íþróttahúsi Næringafræði Gönguferðir Umhverfismennt Hollur matur Samstarfið við Lund Grænfánaverkefnið Heilbrigði og vellíðan Heklukoti Dagleg útivist Umhyggja, virðing og gleði Góð umhirða Hreinlæti Lífsleikni Leikur Samskipti ART Hvíld og róleg stund 11

13 Líðan nemenda hefur áhrif á þroska, samskipti og nám. Lögð er áhersla á reglulegar máltíðir þar sem gætt er að heilbrigði og hollustu fæðunnar. Boðið upp á reglulega hreyfingu, hvíld og slökun. Þessir þættir ásamt öryggi, gleði, umhyggju og samskiptum sem einkennast af virðingu hafa jákvæð áhrif á líðan nemenda, starfsfólks og foreldra og eru mikilvægur grunnþáttur fyrir vellíðan og heilbrigði. Heilbrigði og vellíðan fléttast inn í daglegt starf og þau þróunarstörf sem við höfum unnið að síðastaliðið ár; skráning í Heilsubók barnsins, Grænfáninn og samstarfið við Lund eru verkefni sem öll taka mið af þessum grunnþætti. Allir nemendur á Fíla- og Trölladeild fara í skipulagða hreyfistund einu sinni í viku í Íþróttahúsinu á Hellu. Íþróttatímar eru byggðir upp með upphitun, aðalæfingum og slökun. Börnin á Bangsadeild hafa farið í hreyfingu inn á deild. Mörg tækifæri gefast til hreyfileikja og annarrar hollrar hreyfingar að ógleymdri útiverunni þar sem mikil og góð hreyfing fer fram. Reglulega er farið í gönguferðir utan skólalóðar og hafa þróunarverkefnin sett sinn svip á þær ferðir. Gætt er að því að fæðan henti vel ungum börnum og gætt vel að börnum með fæðu- óþol eða ofnæmi. Með skráningu í Heilsubók barnsins er líðan hvers nemenda, samskipti og almenn lífsleikni og heilbrigði skráð og metin af kennurum og foreldrum. Brugðist er við ef grunur um vanlíðan eða veikindi vaknar. 12

14 Sjálfbærni og vísindi Frá fyrstu stundu beita börn ýmsum aðferðum við að kanna og reyna að skilja umhverfi sitt. Þau horfa, hlusta, snerta, bragða, handleika, flokka, bera saman, rannsaka og draga ályktanir. Ung börn læra í gagnvirkum samskiptum við umhverfi sitt. Byggja þarf á reynslu barna af umhverfinu og skapa aðstæður fyrir nýja merkingarbæra reynslu. Leggja skal áherslu á samhengi þeirra viðfangsefna sem unnið er með svo sem náttúru og samfélag, mismunandi náttúrufyrirbæri, vísindi og tækni. Hlutverk leikskóla er að styðja við fróðleiksþorsta barna með því að fylgjast með og hlusta eftir því hvað börnin eru að fást við og reyna að átta sig á hvernig þau hugsa og skilja hlutina. Út frá því er þeim kynntur nýr efniviður og hugmyndir. Þau eru spurð spurninga sem m.a. er ætlað að vekja þau til umhugsunar um sjálfbærni og sjálfbæra þróun. Börn kanna og ræða samhengi fyrirbæra í umhverfi sínu. Ýta þarf undir forvitni, ígrundun og vangaveltur barna og hvetja þau til að spyrja spurninga og leita mismunandi lausna. Jafnframt ber að ýta undir vísindalega hugsun og aðstoða börn við að sjá tengsl, orsök og afleiðingu og styrkja skilning þeirra á hugmyndum og hugtökum. Mikilvægt er að kenna börnum að bera virðingu fyrir umhverfi sínu og náttúru og skapa þeim tækifæri til að upplifa og njóta. Í leikskóla á að skapa aðstæður svo börn fái tækifæri til að vinna með og velta vöngum yfir: umgengni sinni og virðingu fyrir náttúrulegu og manngerðu umhverfi, hvernig vistspor þeirra og nærsamfélags geta stuðlað að sjálfbærri þróun, hringrásum og fyrirbærum í náttúrunni, margvíslegum auðlindum náttúrunnar, nýtingu náttúrunnar, upplýsingamiðlum, framsetningu og gildi upplýsinga, stærðfræðilegum viðfangsefnum, s.s. tölum, táknum og mynstrum, lífverum í umhverfinu og lífsháttum þeirra, eðli ýmissa krafta og birtingarmyndum þeirra í umhverfinu, eiginleikum ýmissa efna og hluta, möguleikum og takmörkunum tækninnar, rými, fjarlægðum og áttum (Aðalnámskrá leikskóla, 2011). 13

15 Tilraunir Hringrásir Samstarfið við Lund Grænfáninn Góð umgengni Fara vel með efnivið Umræður Fundir Umhverfisráð Sjálfbærni og vísindi Heklukoti Gönguferðir og útivist Átthagar Samfélag Flokkun sorps Skólagarðar 14

16 Grænfánaverkefnið kemur inn á flesta þætti sem taldir eru upp hér að ofan. Það var stór áfangi þegar Heklukot flaggaði Grænfánanum 12. maí sl. Með því fékk leikskólinn alþjóðlega viðurkenningu sem staðfestir að markvisst eru unnið að umhverfismennt þar sem virðing, sjálfbærni, lýðræði og jafnrétti eru mikilvægir námsþættir þar sem nám fer fram í gegnum samfélag, menningu og náttúru. Þema verkefnisins voru átthagarnir. Samstarfið við hjúkrunar- og dvalarheimilið Lund hafði jákvæð áhrif og gerði verkefnið mjög gefandi, fróðlegt, hollt og skemmtilegt. Við kennum nemendum á samfélagið m.a. með því að þeir upplifi það í hinum ýmsu vettvangsferðum þar sem sameinast fræðsla og skemmtun. Við gerum okkur far um að nemendur læri um íslenska menningu ásamt því að læra um ólíka menningu og siði í öðrum löndum og ekki síst hvað okkar eigin menning hefur breyst í gegnum ár og aldir. Stór hluti af kennslu ungra nemenda er að kenna þeim að njóta náttúrunnar og þess umhverfis sem við búum í. Að bera virðingu fyrir lífi plantna og dýra rétt eins og manna. Að hlusta á þau hljóð sem koma úr umhverfinu, finna lyktina og taka eftir því sem er í okkar nánasta umhverfi og kynnast betur þeim heimi sem við lifum í. Þekkja hætturnar sem leynast hér og þar og hvernig við getum forðast þær en líka að njóta þeirrar fegurðar og fjölbreytileika sem náttúran býður okkur. 15

17 Sköpun og menning Sköpun er mikilvægur þáttur í námi og þroska barna. Skapandi starf á fyrst og fremst að beinast að ferlinu sjálfu, gleðinni, tjáningunni og náminu sem á sér stað þegar hugmyndir, tilfinningar og ímyndun fá að njóta sín. Umhverfi leikskóla á að örva skynjun og styðja við sköpunarkraft barna. Menning er samofin öllu starfi leikskóla og tengist leik barna, lýðræði, skapandi starfi og þjóðmenningu. Gera skal barninu kleift að nálgast viðfangsefni frá mörgum hliðum og á eigin forsendum. Hlutverk leikskólakennara felst m.a. í því að velja leiðir sem hvetja til skapandi hugsunar og sjálfstæðra vinnubragða hjá börnunum. Í leikskóla á að vera rými fyrir sköpunarferli og fagurfræðilega tjáningu þar sem börn: njóta þess að taka þátt í skapandi ferli, finna til ánægju og gleði yfir eigin sköpunarkrafti, kanna og vinna með margvíslegan efnivið, nýta fjölbreytta tækni, kynnast bókmenntum, þulum, sögum og ævintýrum, læra texta og taka þátt í söng, skapa og tjá upplifun sína, s.s. í myndlist, tónlist, dansi og leikrænni tjáningu, njóta fjölbreyttrar menningar og lista, taka virkan þátt í að móta menningu leikskólans með hátíðum og viðburðum sem tengjast barnamenningu, kynnast og vinna með listafólki á hinum ýmsu sviðum menningar og lista (Aðalnámskrá leikskóla, 2011). 16

18 Grænfánaverkefnið Tónlist Söngur Gönguferðir Útivist Samfélagið Myndlist Leiklist Danstónlist ART Sköpun og menning Heklukoti Samstarfið við Lund Efniviður sem hvetur til sköpunar Söngur Lestur Þulur Ljóð Leikur 17

19 Í vali, hópastarfi og í frjálsum tíma er í boði að skapa. Efniviðurinn er margvíslegur og efnistökin einnig. Við notum t.d. ýmsan efnivið úr náttúrunni til listsköpunar og leikja, s.s. skeljar, laufblöð og sand. Í gönguferðum hafa börnin fundið efnivið sem þau hafa nýtt í myndsköpun þar sem listaverk eru gerð inni eða úti. Í sandkassanum nýtur byggingarlistin sín og tilraunir eru gerðar. Í heimsóknum að Lundi hafa börnin unnið að ýmiskonar myndlist, séð og tekið þátt í handavinnu með heimilisfólki. Listaverk og myndir sem tengjast Hellu og átthögunum hafa verið skoðað og rætt um við börnin í gegnum Grænfánavinnuna. Kennarar lesa fyrir börnin, segja sögur og efla þau í að segja sögur, syngja og læra þulur. Söngur er mikilvægur hluti af starfi Heklukots. Við söng upplifa nemendur gleði, auka við orðaforða sinn, kanna möguleika raddarinnar og átta sig á því að raddir eru ólíkar. Elstu nemendur fá vikulega tónlistarkennslu frá Tónlistarskóla Rangæinga sem kennir undirstöðuatriði í tónfræði og hljóðfæraleik. Tónlist af geisladiskum er líka notuð, jafnt sígild tónlist sem sérstök barnatónlist, ásamt tónlist sem nemendur og starfsfólk kemur með að heiman, þannig kynnast nemendur fjölbreyttri tónlist. 3. Starfið skólaárið Starfsáætlun Skóladagatal fyrir skólaárið er það sem við höfum haft til hliðsjónar og sem ramma um það sem við erum að gera hverju sinni í leikskólanum. Hefð er fyrir því í starfi leikskóla að nýta viðburði sem tengjast dögum, menningu og siðum okkar til að flétta inn í nám og leik með börnunum. 18

20 Heklukot Leikskóladagatal ÁGÚST SEPTEMBER OKTÓBER NÓVEMBER DESEMBER JANÚAR FEBRÚAR MARS APRÍL MAÍ JÚNÍ 1 M Frídagur verslunarmanna 1 F 1 L 1 Þ 1 F Fullveldisdagurinn 1 S Nýársdagur 1 M 1 F 1 S Pálmasunnudagur 1 Þ Verkalýðsdagurinn 1 F 2 Þ 2 F Leikfangadagur 2 S 2 M 2 F 2 M Skipulagsdagur 2 F 2 F 2 M Dagur barnabókarinnar 2 M Vorverkin í garðinum 2 L 3 M 3 L 3 M 3 F 3 L 3 Þ 3 F Doppóttur dagur 3 L 3 Þ 3 F 3 S Sjómannadagurinn 4 F 4 S Brunaæfingar þessa viku 4 Þ 4 F 4 S 4 M 4 L 4 S 4 M Gulur dagur 4 F Grænn dagur 4 M 5 F 5 M 5 M 5 L 5 M Þjóðhátíð Tælands 5 F 5 S 5 M 5 F Skírdagur 5 L 5 Þ Þjóðhátíð. Danmörk 6 L 6 Þ 6 F 6 S 6 Þ 6 F Þrettándinn/Vasaljósadagur 6 M Dagur leikskólans 6 Þ 6 F Föstudagurinn langi 6 S 6 M Þjóðhátíð. Svíðþjóð 7 S 7 M 7 F Haustþing 7 M 7 M 7 L 7 Þ 7 M 7 L 7 M Slysavarnir barna vika 7 F 8 M Opnum eftir sumarfrí 8 F Dagur læsis 8 L 8 Þ 8 F 8 S 8 M 8 F 8 S Páskadagur 8 Þ 8 F 9 Þ 9 F Blár dagur 9 S 9 M 9 F Rauður dagur 9 M 9 F 9 F Glans og Glimmer dagur 9 M Annar í páskum 9 M 9 L 10 M 10 L 10 M 10 F 10 L 10 Þ 10 F 10 L 10 Þ Opnum kl. 12:00 10 F 10 S Þjóðhátíð. Portúgal 11 F 11 S 11 Þ 11 F Þjóðhátíð Póllands 11 S 11 M 11 L 112-dagurinn 11 S 11 M 11 F 11 M 12 F 12 M Haustverkin í garðinum 12 M Skipulagsd kl. 12:00 12 L 12 M 12 F 12 S 12 M Undirbúum vorkomu. Fræ 12 F 12 L 12 Þ 13 L 13 Þ 13 F Skipulagsdagur 13 S 13 Þ 13 F Höfuðfatadagur 13 M 13 Þ 13 F 13 S 13 M 14 S Þjóðhátíð. - Pakistan 14 M 14 F Skipulagsdagur 14 M 14 M 14 L 14 Þ 14 M Skipulagsdagur 14 L 14 M 14 F 15 M 15 F Kartöfludagur 15 L 15 Þ 15 F 15 S 15 M 15 F 15 S 15 Þ 15 F 16 Þ 16 F Dagur íslenskrar náttúru 16 S 16 M Dagur íslenskrar tungu 16 F Jólaball 16 M 16 F Þjóðhátíð. Litháen 16 F 16 M 16 M Þjóðhátíð - Noregur 17.maí 16 L 17 M 17 L 17 M 17 F 17 L 17 Þ 17 F 17 L 17 Þ 17 F Uppstigningadagur 17 S Lýðveldisdagurinn 18 F 18 S Þjóðhátíð. Chile 18 Þ 18 F Þjóðhátíð. Lettland 18 S 18 M 18 L 18 S 18 M 18 F 18 M 19 F 19 M Jarðskjálftavika 19 M 19 L 19 M 19 F 19 S Konudagur 19 M 19 F Sumardagurinn fyrsti 19 L 19 Þ Kvennréttindad. Bleikur d. 20 L 20 Þ 20 F 20 S Alþjóðadagur barna 20 Þ 20 F Bóndadagur/Þorrablót 20 M Bolludagur 20 Þ 20 F 20 S 20 M 21 S 21 M Foreldrafundur 21 F Ruglusokkadagur 21 M 21 M 21 L 21 Þ Sprengidagur 21 M 21 L 21 M 21 F 22 M 22 F 22 L Fyrsti vetrardagur 22 Þ 22 F 22 S 22 M Öskudagur 22 F 22 S Dagur Jarðar 22 Þ 22 F 23 Þ 23 F 23 S Foreldraviðtöl byrja 23 M Svarthvítur dagur 23 F Þorláksmessa 23 M 23 F 23 F 23 M 23 M Útskrift 23 L 24 M 24 L 24 M 24 F 24 L Aðfangadagur jóla 24 Þ 24 F Leikfangadagur 24 L 24 Þ 24 F Vor- og útskriftaferð 24 S 25 F 25 S 25 Þ 25 F Foreldrakaffi / Bókadagur 25 S Jóladagur 25 M 25 L 25 S Foreldraviðtöl byrja 25 M Dagur umhverfisins 25 F Bókadagur 25 M 26 F 26 M Evrópskur tungumáladagur 26 M 26 L 26 M Annar í jólum 26 F 26 S 26 M 26 F 26 L 26 Þ 27 L 27 Þ 27 F Bangsadagur 27 S 27 Þ 27 F Bókadagur 27 M 27 Þ 27 F Leikfangadagur 27 S Hvítasunnudagur 27 M 28 S 28 M 28 F 28 M 28 M 28 L 28 Þ 28 M 28 L 28 M Annar í hvítasunnu 28 F 29 M 29 F 29 L 29 Þ 29 F 29 S Tannverndarvika 29 M Hlaupársdagur 29 F 29 S 29 Þ 29 F Útileikfangadagur 30 Þ 30 F Bókadagur 30 S 30 M 30 F Leikfangadagur 30 M 30 F Bókadagur 30 M 30 M 30 L 31 M 31 M 31 L Gamlársdagur 31 Þ 31 L 31 F Skipulagsdagar voru samþykktir í júní 2011 af fræðslunefnd og skóladagatalið yfirfarið af deildarstjórum í ágúst 2011 Skipulagsdagar eru litaðir rauðir á dagatalinu, þá daga er leikskólinn lokaður heilan eða hálfan dag.

21 3.2 Ferðir og viðburðir Ferðir Reglulega hefur verið farið með börnin í göngu- og vettvangsferðir um nágrenni leikskólans hér á Hellu. Með samstarfinu við Lund urðu ferðirnar fleiri og lengri þar sem við fengum aðstöðu til að borða hádegismat að Lundi með hóp af börnum. Þannig var hægt að njóta ferða um samfélag og átthaga og eiga rólega stund í hádeginu á Lundi. Hitta þar heimilisfólk og njóta samvista við það, slaka á og njóta svo göngunnar til baka í leikskólann. Þessar ferðir voru skipulagðar og markvisst unnið með þær í góðri samvinnu við starfsfólk á Lundi. Þá vorum við einnig markvisst að vinna að því að efla umhverfismennt og sjálfbærni í leikskólanum þar sem stefnt var að því að fá Grænfánann. Í öllum ferðum fléttast inn umræður um náttúru og umhverfi og hvernig við getum gengið sem best um. Skipulagðar gönguferðir að Lundi Lamba og fjósaferðir að Helluvaði Heimsóknir á Degi leikskólans út í samfélagið með gjafir. Bangsadeild heimsótti sundlaugina, Fíladeild heimsótti bakaríið Kökuval og Trölladeild fór í fiskibúðina Fiskás Skólaheimsóknir elstu barna í Grunnskólann á Hellu Jólamáltíð elstu barna með nemendum grunnskólans Sveita- og útskriftaferð í maí. Gróðursetning í skólagarða og upptekt 3.3 Umbótastarf (þróunar- og nýbreytnistarf) Leikskóli verður að vera í stöðugri þróun, fylgja straumum og stefnum á hverjum tíma og auka þekkingu og framfarir í leikskólanum til hagsbóta fyrir skólasamfélagið í heild (Aðalnámskrá leikskóla, 2011 bls 34). Það þróunar- og nýbreytnistarf sem byrjað hefur verið á skólaárinu er: Heilsubók barnsins Skráning í Heilsubók barnsins. Heilsubókin er fengin hjá Heilsustefnunni, hún hefur að geyma útfærð skráningablöð varðandi þroska og ýmsar upplýsingar um barnið. Skráningin gerir okkur kleift að fylgjast með þroskaframvindu barnsins og er einnig tæki til að upplýsa foreldra um stöðu þess í leikskólanum. Skráð er m.a. heilsufar, hreyfifærni, úthald, hæð, þyngd, næring, svefn, lífsleikni og færni í listsköpun. Skráningin skal fara fram tvisvar á ári, haust og vor og foreldrum boðið í viðtal í kjölfarið. Skráning í Heilsubókina var gerð fyrir öll börn fædd 2007 og 2008 í mars 2011 og var kynnt og notuð með foreldrum í foreldraviðtölum. Börn fædd 2009 bættust í hópinn haustið Stefnt er að því að í okt/nóv 2012 verði öll börn leikskólans komin með skráningu í Heilsubók barnsins. 20

22 Markmið heilsuleikskóla Markmið heilsuleikskóla skal vera að stuðla að heilsueflingu leikskólasamfélagsins með áherslu á næringu, hreyfingu og listsköpun í leik. Öll börn ættu að alast upp við það að læra að virða heilsu sína og annarra sem ómetanleg verðmæti og grundvöll fyrir fullnægjandi lífi. Í heilsuleikskóla er heilsuefling höfð að leiðarljósi í einu og öllu. Markmið heilsustefnunnar er að venja börn strax í barnæsku við heilbrigða lífshætti með það í huga að þeir verði hluti af lífsstíl þeirra til framtíðar. Áhersluþættir heilsuleikskóla geta verið mismunandi eftir leikskólum en góð næring, góð hreyfing og listsköpun skal ávallt vera aðalsmerki þeirra Heilsubók barnsins Heilsubók barnsins er gæðamatskvarði Heilsuleikskóla og segir til um hvort settum markmiðum heilsustefnunnar er náð. Hún hefur að geyma útfærð skráningablöð varðandi þroska og ýmsar upplýsingar um barnið. Skráningin gerir okkur kleift að fylgjast með þroskaframvindu barnsins og er einnig tæki til að upplýsa foreldra um stöðu þess í leikskólanum. Skráð er m.a. heilsufar, hreyfifærni, úthald, hæð og þyngd, næring og svefn, lífsleikni og færni í listsköpun. Skráningin skal fara fram tvisvar á ári, haust og vor og foreldrum boðið í viðtal í kjölfarið Við höfum unnið að því að gæta að hollustu fæðunnar þar sem hollt fæði er eitt af markmiðum heilsustefnunnar. Stefnt er að því að uppfæra skólanámskrá leikskólans þar sem áhersla og markmið heilsustefnunnar koma fram um leið og skólanámskrá verður aðlöguð að Aðalnámskrá leikskóla Við stefnum á að verða einn af þeim mörgu leikskólum sem tilheyra og vinna eftir hugmyndafræði heilsustefnunnar. Grænfáninn Skráning leikskólans hjá Landvernd sem skóli á grænni grein. Markmið okkar með því var að leikskólinn fái Grænfánann. Til að ná því markmiði voru stigin skrefin sjö og sýnt fram á hvernig við gerum það. Þetta var mikilvægt skref til að efla umhverfismennt og sjálfbærni í skólastarfinu. Um leið fór fram mikið lífsleikninám þar sem virðing og umhyggja fyrir sjálfum sér, öðrum og umhverfi voru lykilþættir sem unnið var með. Áhersla var á átthagana, lýðræði og þátttöku allra aðila og heilbrigði. Það var hátíðleg stund þegar leikskólanum var afhentur Grænfáninn 12. maí Samstarfið við Hjúkrunar- og dvalarheimilið Lund Undirbúningur að samstarfi við Lund sem er Hjúkrunar- og dvalaheimili hér á Hellu hófst sumarið Fyrsta október 2011 hófst formlegt samstarf leikskólans og dvalarheimilis. Þá fengum við matinn keyptan frá dvalarheimilinu og skipulagðar heimsóknir kennara og barna gátu farið af stað. Við undirbúning verkefnisins var ákveðið að stofna fagráð um fæðu og hollustu í leikskólanum. Í fagráði eru, auk leikskólastjóra, matráður dvalarheimilis, starfsmaður í eldhúsi leikskólans og hjúkrunarfræðingur. Fagráð fjallar um fæðu og hollustu og heldur utan um skipulag fyrir heimsóknir barna á dvalarheimilið. Í greinargerð sem send var til fræðslunefndar 22. ágúst 2011 segir: 21

23 Í drögum af þjónustusamningi vegna matarkaupa fyrir leikskólann er fjallað um hollustu og heilbrigði. Þar kemur fram að leikskólinn vinni að verkefni þar sem hollusta og heilbrigði eru höfð að leiðarljósi. Þjónustusali samþykkir að vinna að verkefninu með leikskólanum og að matur sem borinn er fram skuli uppfylla skilyrði um fjölbreyttan málsverð sem og að innihald matvæla sé í samræmi við ábendingar frá Lýðheilsustöð sem fram koma í handbók fyrir leikskólaeldhús. Einnig skal matseðill fyrir komandi mánuð liggja fyrir eigi síðar en 20. dag undangengis mánaðar og skal fulltrúi frá þjónustukaupa fá matseðilinn til umsagnar. Allt frá því að hugmynd kom um samstarf á milli leikskóla og dvalarheimilis hefur verið lögð áhersla á gott samstarf og var þjónustusamningur gerður sem er rammi um samstarfið og gæði þjónustunnar. Í skýrslu fyrir skólaárið komu fram markmið og leiðir verkefnisins með Lundi. Eftir sex mánaða samstarf var lagt mat á samstarfið við Lund. Þar var leitað til kennara, foreldra og barna. Í niðurstöðum kemur fram að það sé ánægja með samstarfið við Lund, þar sem unnið er að þeim markmiðum og leiðum sem sett voru með samstarfinu. Maturinn er góður og hollur og allt samstarf hefur gengið vel. Ferðirnar að Lundi hafa verið góðar, gagnlegar og er mikilvægur grunnur af árangri og þróun í skólastarfi. Eins og komið hefur fram náði leikskólinn því markmiði að flagga Grænfánanum 12. maí sl. Þróunarverkefnið með Lundi og Grænfánaverkefnið fléttast vel saman. Greinargerðir kennara fóru í skýrslu sem send var til Landverndar og er nú orðið opinbert skjal. Þróunarverkefnið er því mikilvægur grunnur að þeim árangri sem börn, kennarar, foreldrar og samfélag leikskólans uppskáru og glöddust yfir. Þegar fulltrúar frá Landvernd gerðu úttekt á leikskólanum vegna Grænfánans var leitað til barnanna eftir upplýsingum, viðhorfi og þekkingu um verkefnið. Þeir kennarar sem fylgdust með því sáu börn sem bjuggu yfir sjálfstrausti, þekkingu, gleði og umhyggju. Þetta er upplifun sem veitti sanna starfsánægju og mun lifa með kennurum og hvetja til dáða. Tras TRAS skráningarlistinn er skimun á málhegðun og málþróun 2-5 ára barna. TRAS er ekki málþroskapróf heldur skimun. Spurningarnar byggja á niðurstöðum þekktra atferlis- og málþroskakvarða og kenningum Chomsky s um algildi tungumála. TRAS listanum fylgir skráningarblað og leiðbeiningarbæklingur um fyrirlögn á íslensku og handbók, sem er á norsku enn sem komið er. Skráningin hefst þegar barn er rúmlega tveggja ára og lýkur við fimm ára aldur. Tvisvar á ári, með sex mánaða millibili, skráir leikskólakennari á skráningarblöðin svör við ákveðnum spurningum um málþroska barnanna. Ekki er um eiginlega fyrirlögn að ræða heldur leitar sá leikskólakennari sem best þekkir barnið svara við spurningunum, með því að fylgjast með 22

24 barninu í leik og starfi. Hvert barn á sitt skráningarblað sem fylgir því út leikskólaárin í Heklukoti og látum við skráningarblaðið fylgja Heilsubók barnsins. Spurningarnar á TRAS skráningarlistanum flokkast undir þrjú færnisvið: Samleikur, tjáskipti/samskipti og athygli/einbeiting Málskilningur og málmeðvitund Framburður, orðaforði og setningamyndun Markmiðið með TRAS er að: unnt sé að veita skjóta og markvissa aðstoð ef grunur vaknar um frávik veita forráðamönnum og öðrum fullorðnum sem umgangast barnið, ráðgjöf og leiðbeiningar fyrirbyggja erfiðleika á skyldum þroskasviðum TRAS skráningarlistinn hefur nú verið þýddur og staðfærður fyrir íslenskar aðstæður og hefur þegar sannað gildi sitt. Kennarar eru öruggari að finna börn sem sýna frávik í málþroska, beita snemmtækri íhlutun og koma þannig í veg fyrir möguleg málþroskafrávik síðar á skólagöngu. Aðeins þeir sem hafa sótt námskeið í TRAS hafa leyfi til að nota tækið. Allir kennaramenntaðir starfsmenn í Heklukoti sóttu námskeið á starfsdegi og hafa leyfi til að gera skráningu í TRAS. 4. Starfsmenn 4.1 Fjöldi starfsfólks og stöðugilda, menntun, stöðuheiti Stöðugildi og (fjöldi) í september Faglærðir: 6 (6) Ófaglærðir: 9,75 (12) Ræsting: 1,55 (5) Faglærðir: Leikskólakennarar(4) og grunnskólakennarar (2). Stöðuheiti (fjöldi starfsmanna): leikskólastjóri, sérkennslustjóri, deildarstjórar (3), matráður, ræsting (5), afleysing og leiðbeinendur (12). Fjöldi starfólks Fundir (s.s. fundir allra starfsmanna, leikskólakennarafundir) Skilaboðafundir eru haldnir á hverjum morgni kl.8:30. Þar fer leikskólastjóri yfir það sem er framundan yfir daginn og farið er yfir stöðuna á hverri deild. Á þessa fundi senda allar deildir einn fulltrúa sem skráir niður í dagbók deildarinnar skilaboð og fréttir sem allir verða að vita um. Starfsmannafundir hafa verið haldnir á starfsdögum. Á starfsmannafundum er m.a. farið yfir starfið, það sem er framundan, farið yfir þroskaframfarir barnanna, starfið metið og annað sem er á döfinni hverju sinni. Mikilvægt er að geta haldið fundi með öllu starfsfólki reglulega. Tekin eru fyrir málefni 23

25 líðandi stundar og farið er yfir niðurstöður kannanna og viðtala. Einnig eru þessir fundir nýttir til að miðla fróðleik á milli kennara t.d. þeir sem hafa sótt námskeið kynna fyrir hópnum það sem stóð upp úr og við getum nýtt í okkar starfi. Starfsmannafundir þar sem allir starfsmenn eru saman eru því mjög mikilvægir til að þróa starfið og gera það sem árangursríkast. Þarna eru allir að fá sömu upplýsingarnar og geta tjáð sína skoðun og hugmyndir. Þetta verður til þess að hópurinn veit hvert hann er að stefna og af hverju. Deildarstjórafundir eru haldnir einu sinni í viku á mánudögum kl. 12:15-13:00 með leikskólastjóra. Þessir fundir féllu of oft niður vegna anna inni á deildum. Deildarfundir hafa verið haldnir á starfsdögum og fundinn hefur verið tími fyrir deildarfundi á öðrum tímum með góðri aðstoð og samvinnu á milli deilda. Á deildarfundum eru allir starfsmenn deildarinnar þar sem málefni hennar eru rædd og starfsaðferðir samræmdar. Þar er farið yfir barnahópinn, starfið skipulagt og metið. Þessi fundir eru mikilvægir til að samræma vinnubrögð og mikilvægt fyrir starfsmenn að geta rætt um starfið, hvað gengur vel og hvað má betur fara. Öryggisnefndin fundaði nokkrum sinnum, en í henni eru öryggistrúnaðarmaður leikskólans og leikskólastjóri. Umhverfisráð leikskólans fundaði reglulega yfir skólaárið. Í nefndinni eru verkefnastjóri verkefnisins og einn fulltrúi frá öllum deildum leikskólans, elstu börn og foreldrar. Leikskólastjórafundir eru haldnir mánaðarlega hjá Skólaskrifstofu Suðurlands. Þangað koma allir leikskólastjórar á Suðurlandi, bera saman bækur sínar og fá fræðslu og stuðning. Skemmtinefnd hefur haldið nokkra fundi yfir skólaárið. 4.3 Náms- og skipulagsdagar Náms- og skipulagsdagar voru samtals sex. Þeir skiptust þannig: fimm heilir dagar og tveir hálfir dagar: 7. október Haustþing 12. október hálfur dagur lokað kl.12:00. Náms- og kynnisferð til London 13. október heill dagur í London 14. október heill dagur í London 2. janúar skipulagsdagur 14. mars skipulagsdagur 10. apríl hálfur dagur opnað kl. 12:00 Þessir dagar voru notaðir fyrir starfsmannafundi, deildarfundi, náms- og kynnisferð til London, haustþing, mat á skólastarfinu, undirbúning fyrir starfið, frágang, flutninga á milli deilda, tiltekt og fræðslu fyrir starfsfólk leikskólans. 24

26 5. Börn 5.1 Fjöldi barna samsetning hópsins aldur dvalartímar barngildi. Yfir skólaárið verða breytingar á dvalartíma og fjölda barna í leikskólanum. Í haust voru nokkur pláss laus en þegar leið á skólaárið var leikskólinn vel nýttur. Hér er miðað við tölur frá september Fjöldi nemenda og gildareikningur (september 2011) Heildarfjöldi nemenda Fjöldi barngilda... 74,40 Samsetning nemendahóps (september 2011) Fjöldi Fjöldi barna í heilsdagsrými 8-10 stundir 46 Fjöldi barna í skörunarrými f.h. (6 stundir) 8 Fjöldi barna í skörunarrými e.h. (6 stundir) 2 Fjöldi barna í morgunrými (4-5 stundir) 2 Fjöldi barna í síðdegisrými (4-5 stundir) 0 Fjöldi barna fædd árið Fjöldi barna fædd árið Fjöldi barna fædd árið Fjöldi barna fædd árið Fjöldi barna fædd árið Fjöldi barna í morgunverði 51 Fjöldi barna í hádegisverði 56 Fjöldi barna í nónhressingu 42 Fjöldi stúlkna í námi 25 Fjöldi pilta í námi 32 Fjöldi nemenda á deildum (september 2011) Bangsadeild 16 Fíladeild 14 Trölladeild 27 25

27 5.2 Sérkennsla Sautján börn fengu sérkennslu eða inngrip á síðastliðnu skólaári. Tíminn sem börnin fengu var breytilegur. Nokkur voru í kennslu daglega, önnur einu sinni í viku eða eftir þörfum, allt eftir hvað börnin þurftu hverju sinni. Kennslan fór ýmist fram inni á deild eða í sérkennslustofu. Flest börnin þurftu á aðstoð að halda vegna erfiðleika sem tengjast tungumálinu á einhvern hátt t.d. tjáning, orðaforði, hljóðkerfisvitund eða málskilning. Einnig þarf að leiðbeina með samskipti, hegðun og gæta að líðan barna. Fjölmenning er í leikskólanum og mörg börn sem eiga annað móðurmál en íslensku. Þetta verður leikskólinn að vinna sérstaklega vel með. Það má því segja að hvert og eitt barn á að njóta sérkennslu og stuðnings sem hæfir því. Við fengum ráðgjöf frá Greiningar- og ráðgjafarstöð Ríkisins, Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra á Suðurlandi og Skólaskrifstofu Suðurlands. Teymisfundir voru haldnir reglulega með fulltrúum frá þessum aðilum, foreldrum og kennurum. Starfsfólk hefur sótt sér námskeið hjá Greiningastöðinni og Skólaskrifstofu til að efla þekkingu sína. Sérkennslustjóri sér um skipulag og heldur utan um þá þjónustu sem hvert og eitt barn þarf á að halda í samráði við foreldra og deildarstjóra. 6. Foreldrasamstarf 6.1 Markmið og áherslur í foreldrasamstarfi Í Heklukoti viljum við að foreldrum líði vel með að hafa börnin sín í leikskólanum. Við viljum eiga góða samvinnu við alla foreldra og eru foreldrar hvattir til að vera í sem mestum samskiptum við skólann. 6.2 Foreldrafundir, foreldrafræðsla Á haustin er foreldrafundur þar sem starfið framundan er kynnt fyrir foreldrum. 6.3 Foreldraviðtöl Boðað er í foreldraviðtöl tvisvar á ári október/nóvember og mars/apríl þar sem foreldrar fá upplýsingar varðandi líðan og virkni barna sinna í leikskólanum eftir að kennarar hafa gert skráningu í Heilsubók barnsins. Við upphaf leikskólagöngu sinnar fær hvert barn Heilsubók barnsins og er hún grunnur heilsustefnunnar því hún hjálpar okkur að ná settum markmiðum. Hún er fjórtán blaðsíður sem hafa að geyma útfærð skráningablöð varðandi ýmsar upplýsingar um barnið. Skráð er heilsufar, hæð og 26

28 þyngd, félagsleg færni, úthald, þekking á litum og formum, hreyfifærni, næring og svefn og færni í listsköpun (þróun teikninga osfr.). Skráningin fer fram tvisvar sinnum á ári, haust og vor og er foreldrum boðið í viðtal í kjölfarið. Skráningin gerir okkur kleift að fylgjast með þroskaframvindu barnsins og er einnig tæki til að upplýsa foreldra um stöðu þess í leikskólanum Þar miðla foreldrar einnig upplýsingum um barnið til leikskólans og tjá það sem þeim býr í brjósti. Hægt er að óska eftir viðtölum hvenær sem ástæða þykir. 6.4 Heimasíðan og upplýsingar frá leikskólanum Foreldrar fá aðgang að heimasíðu leikskólans þegar barn þeirra byrjar í leikskólanum. Á heimasíðunni er hægt að nálgast upplýsingar um leikskólann og þar eru myndir og fréttir úr skólastarfinu. Slóðin á heimasíðuna er Foreldrafélag Við leikskólann er starfandi foreldrafélag. Allir foreldrar verða sjálfkrafa meðlimir í foreldrafélaginu við innritun barns í leikskólann. Valið er í stjórn foreldrafélagsins á árlegum aðalfundi félagsins sem haldinn var í ágúst Hlutverk foreldrafélagsins er, meðal annars, að vera tenging milli foreldra og leikskóla og stuðningur við starfsfólk um að veita nemendum sem best skilyrði og aðbúnað til að þroskast og dafna í góðum leikskóla. Þá hefur foreldrafélagið verið óþreytandi í að gleðja nemendur og starfsfólk. Foreldrafélagið bauð upp á leikritið um Grýlu, sá um jólaskemmtunina, jólagjafir til barnanna, sá um vorhátíð og hefur stutt vel við skólastarfið. Síðastliðið vor stóð foreldrafélagið fyrir fjáröflun til að kaupa úti leiktæki fyrir leikskólann. Það var ánægjulegt að fylgjast með því hve fjáröflun gekk vel og þar komu margir að ungir sem aldnir, einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir. Búið er að ákveða að fyrir hluta peninganna verið keypt rennibraut. Ákvarðanir um hvað keypt er fyrir þá peninga sem söfnuðust er tekin í samráði við foreldrafélag leikskólans. 6.6 Foreldraráð Í lögum um leikskóla 90/2008 er kveðið á um að í hverjum leikskóla skuli vera foreldraráð. Í foreldraráði skulu sitja að lágmarki þrír foreldrar og skal kosning fara fram í september ár hvert. Hlutverk foreldraráðs er að gefa umsagnir til leikskóla og nefndar, sbr. 2. mgr. 4. gr. um skólanámskrá og aðrar áætlanir sem varða starfsemi leikskólans. Þá skal ráðið fylgjast með framkvæmd skólanámskrár og annarra áætlana innan leikskólans og kynningu þeirra fyrir foreldrum. Foreldraráð hefur umsagnarrétt um allar meiri háttar breytingar á skólastarfi. Foreldraráð er kosið til eins árs í senn. Leikskólastjóri hefur setið nokkra fundi á skólaárinu með foreldraráði, þar sem farið hefur verið yfir m.a. kynningu á niðurstöðum úr mati á skólastarfinu, vorhátíð, skóladagatal og unnið að undirbúning fyrir næsta skólaár. 27

29 6.7 Annað samstarf heimili og skóla Einn þáttur í samstarfi foreldra og leikskóla í Heklukoti eru flökkudýr, fíllinn Jónas sem býr á Fíladeild og tuskutröllið Tóti sem býr á Trölladeild. Þeir fara heim með einum nemanda á föstudegi og koma aftur í Heklukot á mánudegi. Þá hafa foreldrar skráð í bók sem fylgir þeim atburði helgarinnar og er síðan lesið upp fyrir allan nemendahópinn hvað flökkudýrið gerði með viðkomandi nemanda. Gengur þetta svona fyrir sig allt árið nema yfir hásumarið því þá fara þeir félagar í sumarleyfi. 7. Samstarf fræðsla og ráðgjöf 7.1 Samstarf við grunnskóla Í aðalnámskrá leik- og grunnskóla er undirstrikuð nauðsyn þess að samfella sé í uppeldi og menntun nemenda, þannig að þeir upplifi ekki breitt bil á milli skólastiga. Samstarf og gagnvirk tengsl milli leikskóla og grunnskóla eru mikilvæg til þess að vinna að því meginmarkmiði að efla alhliða þroska nemenda í samræmi við eðli og þarfir hvers og eins. Gott samstarf er á milli leikskólans og grunnskólans á Hellu og eru gagnkvæmar heimsóknir reglulega á milli skólastiganna. Á þann hátt tekst okkur að skapa tengingu á milli skólastiganna og stuðla að vellíðan nemenda við þá breytingu að kveðja leikskólann og hefja nám í grunnskóla. Elstu börn leikskólans heimsækja einnig skóladagheimili Grunnskólans á vorönn og kynnist þar húsakynnum og starfsfólki ásamt nemendum. 7.2 Samstarf við aðra leikskóla Samstarf við Leikskólann á Laugalandi hefur verið mjög gott þó tími fyrir samstarf og samráð hafi oft verið lítið. Leikskólastjórar hafa unnið saman og starfsfólk leikskólanna farið á sameiginlegan fyrirlestur og námskeið. 7.3 Samstarf við Tónlistarskóla Rangæinga Elstu nemendur leikskólans fá tónlistarkennslu frá Tónlistarskóla Rangæinga. Vikulega kemur tónlistarkennari og kennir á Trölladeild. Börnum leikskólans hefur verið boðið í tónlistaskólann og nemendur tónlistaskólans hafa komið og spilað tónlist í leikskólanum. 7.4 Samstarf við sóknarprest Kirkjuskóli hefur verið einu sinni í viku frá áramótum á Fíla- og Trölladeild. Sóknarprestur Oddakirkju sr. Guðbjörg hefur komið til okkar á föstudögum og frætt nemendur í gegnum leik, lestur og söng um kristilegt siðgæði, kærleik og vináttu. 28

30 7.5 Samstarf við Brunavarnir Rangárvallasýslu Gott samstarf hefur verið við slökkviliðið hér á staðnum. Elstu börnunum er veitt fræðsla, farið er yfir brunavarnir og þau fá verkefni tengd Loga og Glóð sem þau sinna yfir veturinn. Við útskrift fengu börnin viðurkenningu fyrir þátttökuna. Í vor kom slökkviliðsbíll í leikskólann og fengu börnin að skoða bílinn og þau tæki sem slökkviliðsmenn nota. Brunaæfingar voru að hausti og vori. 7.6 Ráðgjöf og samstarf við rekstraraðila Leikskólastjóri hefur setið fundi með fræðslunefnd þegar málefni leikskólans hefur verið til umræðu en hann var aðalmaður í fræðslunefnd þetta skólaárið. Næsta vetur verður leikskólastjóri Laugarlands aðalmaður og leikskólastjóri í Heklukoti verða varamaður. Gott samstarf, greiður aðgangur og stuðningur hefur verið frá sveitastjóra Rangárþings ytra, formanni fræðslunefndar og öðrum sem koma að málefnum leikskólans eins og starfsfólks skrifstofu og áhaldahúss. 7.7 Fyrirlestrar, námskeið, ráðstefnur o.fl. (sem starfsfólk hefur sótt á árinu) Fræðsla hefur verið fyrir alla starfsmenn leikskólans sem hefur verið sett inn á skipulagsdaga. Einnig hafa starfsmenn sótt námskeið á öðrum tíma þegar tækifæri gefast. September 12. september - Fræðslufundur fyrir leik- og grunnskólakennara, sérkennara og aðra áhugasama Kristín Arnardóttir sérkennari var með fyrirlestur á Skólaskrifstofu Suðurlands. Þar kynnti hún nýútkomna handbók Tölur og stærðir í leik og starfi, sem ætluð er kennurum elstu barna í leikskóla og yngri barna í grunnskóla. Einnig sýndi hún ýmsar hugmyndir að verkefnum og ræddi um mögulegar vinnuleiðir. Á bókarkápu stendur: Í þessari bók er fjallað ítarlega um skipulag kennslunnar, samverustundina, hópverkefni, einstaklingsverkefni sem þroska skilning barna á stærðar-, og fjöldahugtökum, tímahugtökum, uppbyggingu talnakerfisins og einföldum reikningsaðgerðum. Nám og leikur er spunnið saman á lipran og aðgengilegan hátt. Einnig er í bókinni kafli um myndræna stundatöflu og þætti sem lúta að umgjörð kennslunnar Þessi nýja bók Kristínar er byggð upp á sama hátt og fyrri handbók hennar Ég get lesið. Þátttakendur frá Heklukoti: Rósa Hlín og Hildur. 23. september - Námstefna um notkun Lærum og leikum með hljóðin í skólastarfi og með foreldrum. Haldin á Grand Hótel námstefnustjóri var: Dr. Jóhanna Einarsdóttir, talmeinafræðingur, lektor við HÍ. Fyrirlestar og kynningar: 29

31 Forsendur hlustunar og hljóðmyndunar hjá börnum Bryndís Guðmundsdóttir talmeinafræðingur hjá Talþjálfun Reykjavíkur og Raddlist ehf. Heyrandi ungbörn læra tungumál í umhverfi sínu í gegnum hlustun. Þau byrja lífið undirbúin fyrir tal. Hér kynnti Bryndís hvað þarf til að eðlileg hljóðmyndun geti átt sér stað í gegnum heyrn og hlustun frá því að barnið er í móðurkviði og þar til það fer að hjala. Hún kynnti taugalíffræðilegar forsendur fyrir hlustun og tali. Lærum og leikum með hljóðin. Aðferðin hver er hún og hvernig varð hún til? Hvernig hvetjum við til réttrar hljóðmyndunar? Hér kynnti Bryndís Guðmundsdóttir leitina að leið til að auðvelda leiðbeinendum barna að vinna skref fyrir skref, frá hinu einfalda til hins flókna sem endaði með framsetningu efnisins Lærum og leikum með hljóðin. Lærum og leikum með hljóðin í starfi Notkun efnisins og þróun þess. Kynnt voru lifandi dæmi um hvernig við löðum fram hljóðmyndun og styrkjum undirbúningsfærni fyrir lestur á einfaldan, skemmtilegan og hvetjandi hátt. Kynnt var nýtt íslenskt efni sem styður við aðferðafræði Lærum og leikum með hljóðin ; nýr DVD diskur þar sem Máni og Maja, í flutningi Felix Bergssonar og Védísar Hervarar, leiða áhorfandann um heim hljóðanna, flokkunarkassar fyrir öll myndaspjöldin, nýir íslenskir límmiðar sem tilheyra efninu ásamt nýjum sérgerðum borð-listamottum fyrir heimilið og skólann. Allt gert til að hvetja til réttrar hljóðmyndunar hjá barninu. Að tjá sig af öryggi samskiptafærni og ráð til að efla sjálfstraust. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft! Sigríður Arnardóttir, félags- og fjölmiðlafræðingur, betur þekkt sem fjölmiðlakonan Sirrý, var með létt og líflegt erindi. Erindið fjallaði um það hvernig foreldrar, kennarar og aðrar uppeldisstéttir tjá sig sem hefur mikil áhrif á tjáningarmáta og sjálfstraust barna. Enda læra börn það sem fyrir þeim er haft. Erindið einkenndist af hagnýtum ráðum og aðferðum við að koma fram af öryggi. Sirrý hefur 25 ára fjölmiðlareynslu og hefur á undanförnum árum haldið vinsæl námskeið og fyrirlestra í samskiptafærni og öruggri tjáningu. M.a. þjálfar hún nemendur Háskólans á Bifröst í framsækni og öruggri tjáningu. Lærum og leikum í starfinu Stutt innlegg fagfólks um eigin reynslu af mismunandi notkun námsefnisins sem voru: Að efla orðaforða barna í tengslum við námsefnið Lærum og leikum með hljóðin - Árdís Hrönn Jónsdóttir M.Ed. leikskólakennari og sérkennslustjóri í Tjarnarseli í Reykjanesbæ. Síðastliðin tvö ár hefur þróunarverkefnið Bók í hönd og þér halda engin bönd verið í gangi í leikskólanum Tjarnarseli. Markmið verkefnisins eru að efla orðaforða og hlustunarskilning barnanna með bóklestri. Unnið er eftir aðferð sem kallast Orðaspjall sem felst í að leikskólakennarinn velur orð úr barnabók til að kenna og leika með. Leitast er við að flétta Orðaspjallsaðferðina inn í allt málörvunarstarf leikskólans, þar með talið námsefnið Lærum og leikum með hljóðin. 30

32 Lærum og leikum í starfinu. Árangur í sérkennslustarfi - Jórunn Ella Þórðardóttir, grunnskólakennari og umsjónarmaður sérkennslu í leikskólanum Hlíðaborg fjallaði um námsefnið Lærum og leikum með hljóðin í sérkennslustarfi. Lærum og leikum með hljóðin með hugmyndafræði Hjallastefnunnar að leiðarljósi - Brynja Vermundsdóttir, sérkennslustjóri á leikskólanum Gimli fjallaði um árangur af nálgun sinni með námsefnið í sérkennslu- og skipulögðu hópastarfi. Markviss stafa og lestrarkennsla tengd við Lærum og leikum með hljóðin - Ólöf Guðmundsdóttir, aðstoðar- leikskólastjóri og sérkennari á Heiðarseli kynnti nálgun skólans í vinnu með börnum og sérstaklega til undirbúnings lesturs. Skólinn hlaut hvatningarverðlaun Fræðsluráðs Reykjanesbæjar vorið 2011 fyrir markvissa stafa- og lestrarkennslu. Að laða íslensku málhljóðin fram hjá nemendum með íslensku sem annað tungumál með aðferðafræði Lærum og leikum með hljóðin - Unnur G.Kristjánsdóttir grunnskólakennari með áherslu á kennslu barna sem hafa íslensku sem annað tungumál deildi reynslu úr starfi nýbúadeildar í Holtaskóla í Reykjanesbæ. Hvatning. Að gefast aldrei upp! Sigríður Rut Stanleysdóttir foreldri sagði frá sinni reynslu. Samantekt i námstefnulok: Bryndís Guðmundsdóttir talmeinafræðingur. Námsgögn voru kynnt í sal og anddyri og voru til sölu á kynningarafslætti fyrir þátttakendur. Þátttakendur frá Heklukoti: Sigríður Birna og Halldóra Guðlaug Október 5. október - ADHD einkenni, hegðun og líðan Kristjana Ólafsdóttir iðjuþjálfi og ADHD ráðgjafi í leik- og grunnskólum Kópavogs, var með erindi á fræðslufundi Skólaskrifstofu Suðurlands. Rætt var um hvað ofvirkni og athyglisbrest og hvernig einkenni koma fram hjá börnum. Kynntur var matslistinn Sensory Profile sem ætlaður er til að meta skynúrvinnslu. Farið var yfir hvernig skynúrvinnsla getur haft áhrif á hegðun og líðan barna og viðbrögð við þeim. Þátttakendur: Rósa Hlín, Þórunn, Eyrún, Auður Erla Haustþing 8. deildar Félags leikskólakennara og Félags stjórnenda leikskóla 7. október 2011 Efni fyrirlestra og umræðna: Leikskóli framtíðarinnar Aðalnámskrá leikskóla 2011: Umræður samkvæmt hugmyndafræði þjóðfundar. Umsjónarmenn: Kristín Dýrfjörð leikskólakennari og lektor við Háskólann á Akureyri og Sigríður Pálsdóttir aðstoðarleikskólastjóri í Árbæ Selfossi. Leiðsögumenn: Leikskólakennarar víðs vegar af Suðurlandi. Innihaldslýsing: Öll höfum við skoðanir á starfi leikskólans. Hér var tækifæri til að koma þessum skoðunum á framfæri og heyra jafnframt skoðanir annarra. Aðalnámskrá leikskóla 2011 er leiðarvísir starfsmanna í leikskólum og þess vegna þurfum við öll að vita út á hvað hún gengur. En það er líka mikilvægt að skiptast á skoðunum um það hvernig við túlkum námskrána og hvað okkur finnst um 31

33 hana. Við hvert borð sátu ca 8-12 þátttakendur, þar af einn leiðsögumaður sem stýrði umræðum þannig að allir fengu tækifæri til að koma sínum skoðunum á framfæri. Þátttakendur: Sigdís og Sigríður Birna. Lubbi finnur málbein Kynning í námskeiðsformi: Hljóðanám framburður málörvun orðaforði byrjendalæsi. Umsjónamenn: Eyrún Ísfold Gísladóttir og Þóra Másdóttir talmeinafræðingar Innihaldslýsing: Lubbi finnur málbein byggir á íslenskri rannsókn á tileinkun barna á málhljóðum íslenskunnar og notkun tákna og táknrænna hreyfinga til að auðvelda tileinkun málhljóðanna. Efnið hentar hvort tveggja börnum sem tileinka sér málið án vandkvæða og börnum með fjölbreyttar sérþarfir á sviði máls og tals. Auk kynningar á hugmyndafræði og hagnýtum hugmyndum var kynnt nýtt Lubbaefni: DVD diskur þar sem börn úr Skólakór Kársness syngja Lubbavísurnar og sýna um leið tákn og táknrænar hreyfingar fyrir hvert málhljóð og tvö veggspjöld sem sýna málhljóðin í Lubbabókinni. Annað veggspjaldið sýnir Hljóðastafrófið og hitt Íslensku málhljóðin í tileinkunarröð. Þátttakendur æfðu sig í að tákna vísurnar og spreyta sig á Hljóðastafrófinu. Þeir kynntust einnig Fjársjóðskistu Lubba. Unnt var að kaupa DVD diskinn og veggspjöldin á kynningarverði á staðnum. Þátttakendur: Auður Erla, Halldóra Guðlaug og Eyrún Ósk. Hvað get ég gert? Hugræn atferlismeðferð fyrir börn til að sigrast á reiði og neikvæðni. Umsjónamenn: Thelma Gunnarsdóttir og Árný Ingvarsdóttir sálfræðingar. Innihaldslýsing: Fjallað var annars vegar um REIÐI og hins vegar NEIKVÆÐNI hjá forskólabörnum og kynntar leiðir til að aðstoða börn við að breyta slíkri hegðun og hugsunarstíl. Efni fyrirlestrar byggir m.a. á bókunum Hvað get ég gert þegar reiði tekur völdin? og Hvað get ég gert við of mikla neikvæðni? sem fyrirlesarar hafa þýtt og gefið út. Leiðir sem kenndar voru byggja á aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar sem er eitt algengasta meðferðarúrræði við depurð, kvíða og hegðunarvanda í dag. Þátttakendur: Inese, Hildur,Unnur Dögg, Marilen, Bryndís, Gísli, Linda, Rósa Hlín, Agneszka, Ásta Brynja, Þórunn, Kristín Pála og Siri. Breitt og fjölbreytt tónlistarstarf Umsjónamaður: Birte Harksen, fagstjóri í tónlist á heilsuleikskólanum Urðarhóli í Kópavogi. Innihaldslýsing: Birte Harksen er fagstjóri í tónlist á Heilsuleikskólanum Urðarhóli í Kópavogi. Hún er stofnandi vefsíðunnar bornogtonlist.net sem er stöðugt stækkandi hugmyndabanki um tónlistarstarf í leikskólum. Í erindi sínu lagði hún áherslu á hversu auðvelt það er að lífga upp á starfið í leikskólanum, gera það fjölbreyttara og gera tónlistina að eðlilegum hluta af daglegu starfi. Hér hefur hún fjögur meginmarkmið að leiðarljósi: (1) að auka áhrif barnanna í starfinu; (2) að dýpka skilning þeirra; (3) að auka fjölbreytni; og (4) að styðja sköpunarmátt barnanna. Hún sýndi myndskeið frá Urðarhóli og kom m.a. með dæmi um það hvernig hægt er að tengja tónlist við hreyfingu, sögur og leiki. Þátttakendur: Sigdís, Eyrún, Bryndís og Rósa Hlín Sjálfsvarnarlist hugans að læra bjartsýni. 32

34 Umsjónamaður: Ragnar S. Ragnarsson sálfræðingur á Skólaskrifstofu Suðurlands. Innihaldslýsing: Fyrirlesturinn var hagnýts eðlis. Ragnar kynnti og kenndi aðferðir sem við getum notað til að hugsa öðruvísi þegar ólán, óhöpp eða óhamingja verða í lífi okkar þannig að við verðum fljótari að jafna okkur á þeim þrautum sem lífið leggur fyrir okkur auk þess sem þrautirnar verða léttari viðureignar. Þessar aðferðir hafa sprottið af vísindalegum rannsóknum. Þátttakendur: Sigríður Dröfn, Agneszka, Hrafnhildur, Marilen, Kristín Pála, Siri og Sigríður Birna Upplýsingatækni með ungum börnum. Umsjónamaður: Fjóla Þorvaldsdóttir sérkennslustjóri í Furugrund í Kópavogi, með framhaldsmenntun á sviði sérkennslu og upplýsingatækni. Innihaldslýsing: Upplýsingatækni tilheyrir daglegu lífi ungra barna í dag. Leikskólinn á eins og segir í Aðalnámskrá leikskóla að taka mið af umhverfi leikskólans og því samfélagi sem hann er í. Þess vegna er það óumflýjanlegt að kennarar kenni nemendum sínum að nýta sér þá tækni sem nútíminn býður uppá. Á þessu námskeiði var erindi um mögulega notkun upplýsingatækni í leikskólum og síðan fengu þátttakendur að prófa sjálfir að nota ýmsan búnað. Markmið námskeiðsins var að kynna fyrir þátttakendum skemmtilegar leiðir til þess að nýta upplýsingatækni í kennslu og kveikja áhuga leikskólakennara og annars starfsfólks leikskóla á að prófa nýjar aðferðir þegar heim í leikskólann er komið. Þátttakandi: Halldóra Guðlaug. Þetta er allt spurning um viðhorf myndlist og sköpun í tíma og rúmi leikskólans í dag. Umsjónamaður: Vilborg María Ástráðsdóttir leikskólastjóri í Leikholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Innihaldslýsing: Fyrirlesturinn fjallaði um forsendur og aðstæður til sköpunar í leikskóla í dag, um viðhorf okkar sjálfra og þann efnivið sem við höfum úr að moða. Börn þurfa hvatningu og forsendur til sköpunar hvernig getum við hjálpað þeim af stað? Þátttakendur: Rósa Hlín, Þórunn og Hrafnhildur. Skiptir málið máli? - um nýtt skimunarefni TRAS og fleira Umsjónamaður: Hólmfríður Árnadóttir talmeinafræðingur á Skólaskrifstofu Suðurlands. Innihaldslýsing: Sagt verður frá rannsóknum sem sýna hve miklu máli það skiptir að skipta sér af máli barna alveg frá fósturskeiði og áfram. Hvaða þroskaþætti hefur mál áhrif á? Hvernig hefur mál áhrif á þroska? Getum við þróað mælitæki sem finnur börn í áhættuhópi snemma? Kynning á TRAS og tilurð þess Hvað mælir TRAS? Hvernig mælirtras? Gerir TRAS leikskóla faglega sterkari? Þátttakendur: Auður Erla, Halldóra Guðlaug, Hildur og Gísli. 33

35 Október október - ART réttindanámskeið fyrir leikskóla Fyrstu þrjá dagana október var farið yfir undirstöðuþætti ART þjálfunar: Félagsfærni, reiðistjórnun og siðferðisþjálfun. Æft var kennsluformið sem er ríkjandi í ART tímum, þ.e. hlutverkaleikir og umræðuform. Að námskeiði loknu fóru þátttakendur af stað með hópa í sínum heimaskólum í 12 vikur. Þjálfunin var samtals 3 tímar á viku. Á meðan á þjálfun stendur fór fram handleiðsla frá ART teymi. Þátttakendur fengu heimsókn í ART tíma. Á eftir var farið yfir hvað var að takast vel og hvað mátti gera betur. Fjórði dagurinn: Var ákveðinn í samráði við þátttakendur. Þá kom hópurinn aftur saman til að sýna myndbandsupptökur af eigin ART kennslustund og tala um hvað og hvernig þau hafa upplifað og framkvæmt sína tíma. Lestur og undirbúningur: ART kennslubókin (Aggression Replacement Training eftir Arnold P Goldstein, Barry Glick og John C Gibbs) en hún er handbók ART þjálfara. Kennarar: Bjarni Bjarnason og Sigríður Þorsteinsdóttir ART þjálfarar. Haldið í Tryggvaskála, Selfossi. Þátttakendur frá Heklukoti: Þórunn sótti námskeiðið og vann með hóp af börnum í ART þjálfun í 12 vikur. Eyrún Ósk hafði áður farið á námskeiðið en lauk nú 12 vikna ART þjálfun með börnum október Skipulagsdagar Special Needs London Náms- og ráðstefnuferð starfsfólks Heklukots á Special Needs London dagana 12. til 16. Október. Við vorum 20 starfsmenn leikskólans sem fóru í ferðina en einnig fóru með okkur 5 aðrir sem tengdust hópnum á einn eða annan hátt (maki, vinir sem eru leikskólakennarar, sérkennari sem er systir og dóttir). Undirbúningur fyrir ferðina var spennandi og skemmtilegur og blés ferskum vindum í starfsmannahópinn. Hér var eins og eldgos færi af stað, þvílíkur var krafturinn í að skipuleggja, fá samþykki, bóka flug og gistingu, sækja um styrki vegna ferðarinnar hjá FL og Mannauðssjóð og safna í smá varasjóð. það var ánægjulegt hvað við upplifðum góðan stuðning og skilning meðal foreldra, fræðslunefndar og ráðamanna fyrir því að gera þessa ferða að möguleika þar sem leikskólinn var lokaður í tvo og hálfan dag. Viljum við þakka öllu þessum aðilum kærlega fyrir skilning, stuðning og hvatningu. Brottfaradagur var spennuþrunginn en þá var opið í leikskólanum til kl. 12:00. Eldhúskonurnar á Lundi skipulögðu hádegismatinn með þetta í huga og sendu til okkar eina af sínum starfsmönnum sem aðstoðaði okkur við að ganga frá en rútan lagði af stað kl. 12:10. Ferðin var í alla staði ákaflega vel heppnuð og allt gekk ótrúlega vel fyrir sig Fyrir brottför voru allir búnir að borga og bóka sig á þá fyrirlestra sem þeir ætluðu á. Hver og einn valdi það sem honum fannst vera áhugavert. Þetta voru fjölbreyttir fyrirlestrar fluttir af fólki sem starfað hefur við sérkennslu í áratugi. Þarna var hægt að fræðast um erfiðleika tengda tungumálinu, lestri, hegðun, líðan, samskiptum barna og stærðfræði. Fjallað var um samskipti við foreldra og um 34

36 einhverfu, asperger og aðrar raskanir sem mörg börn, foreldrar og kennarar takast á við. Námsgagna- sýningin var í gangi allan daginn og erfitt er að lýsa öllu því sem þar var að sjá og heyra. Þar var margt sem okkur langaði í en við fengum líka hugmyndir sem við getum nýtt okkur í starfi. Hér eru útdrætti úr nokkrum fyrirlestrum sem þátttakendur gerðu eftir ferðina: Language difficulty or behaviour problem - chicken or egg. Fjallaði um hve nauðsynlegt það er að greina tungumálerfiðleika sem fyrst. Rannsóknir hafa sýnt að þeir sem eiga erfitt með tungumálið sitt lenda frekar í slæmum félagsskap eða í versta falli í glæpum. Mjög fróðlegur fyrirlestur sem ítrekar það sem maður vissi svo sem fyrir að snemmtæk íhlutun er málið, málörvun er lífsnauðsynleg og það þarf ávallt að vera á tánum, eins og sagt er í boltanum. Inspire science and maths! Attentiongrabbing activities til engage and inspire. Þetta var fyrirlestur með skemmtilegum hugmyndum og tilraunum. Fengum við að sjá fjölbreyttar leiðir t.d. til að gera tilraunir með loft. Góðar leiðir til að kenna börnum í gegnum leik. Mjög skemmtilegt að sjá og hlusta á fyrirlesarann sem dró okkur með sér í gleðina. Getting your colleagues til differentiate. Þessi fyrirlestur fjallaði um hvernig það eigi að nálgast hvern einasta nemenda á sinn hátt, að það gangi ekki það sama fyrir alla. Þar sem kennarar verði að taka tillit til þess að hver einstaklingur er sérstakur og það sé ekki hægt að setja okkur undir sama hattinn og þess vegna á ein kennsluaðferð ekki við fyrir alla. Boys and girls. Farið var yfir hve ólík kynin eru, og hve algengt það er að strákarnir fá meiri sérkennslu í skólunum vegna þess að það fer meira fyrir þeim þar stelpurnar virðast lenda á hliðarlínunni. Þrælskemmtilegur fyrirlestur og ansi áhugavert málefni. Námsgagnasýningin Sýningin var mjög flott, sumt átti nú ekki við okkur íslendingana þar sem málhóparnir voru bresku skólarnir. Virkilega gaman að sjá hvað sé verið að gera í öðrum löndum en það kom skemmtilega á óvart hvað við Íslendingar erum framarlega í sérkennslumálum. Duglegu við.. Ég mæli sko hiklaust með að allir leikskólar fari á svona sýningu til að opna enn meira 35

37 sjóndeildarhringinn. Það er alltaf pláss fyrir meiri vitneskju og ég tala nú ekki um hvað þessi ferð blés miklu lífi í starfsmannahópinn og efldi hann til muna og þeir sem græða mest á því eru jú nemendurnir okkar. Nóvember 1. nóvember - Tákn með tali Hrafnhildur Karlsdóttir leikskólaráðgjafi var með fyrirlestur um tákn með tali fyrir leik- og grunnsólakennara. Þátttakendur: Kristín Pála, Halldóra og Linda Ósk 4. nóvember - Skólaþing Sveitafélaga Áhrif nýrrar aðalnámskrár fyrir leik og grunnskóla tækifæri til að auka gæði skólastarfs. Fyrirlestrar á skólaþingi voru: Hvernig ætlar mennta- og menningarmálaráðuneytið að fylgja aðalnámskrám leik- og grunnskólans eftir? Guðni Olgeirsson og Sesselja Snævarr, sérfræðingar í mennta- og menningarmálaráðuneytinu Sigríður Lára Ásbergsdóttir og Védís Grönvold, sérfræðingar í mennta- og menningarmálaráðuneytinu Sýn sveitarfélaga á aðalnámskrá leik- og grunnskóla Björn Þráinn Þórðarson, framkvæmdastjóri fræðslusviðs Mosfellsbæjar, Jón Baldvin Hannesson, skólastjóri Giljaskóla á Akureyri, Ingunn Ríkharðsdóttir, leikskólastjóri Garðaseli á Akranesi, Rannveig Ásgeirsdóttir, formaður skólanefndar Kópavogsbæjar Umræðuhópar um innleiðingu aðalnámskráar Staða skólamála Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra Úthlutun framlaga jöfnunarsjóðs til tónlistarfræðslu Elín Pálsdóttir, forstöðumaður Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga Námsárangur drengja Jón Páll Haraldsson, aðstoðarskólastjóri Laugalækjarskóla í Reykjavík, og Nanna Kristín Christiansen, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg Sameining og samrekstur skóla Í upphafi skal endinn skoða. Magnús J. Magnússon, skólastjóri Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri Sameiningar skóla í Rangárþingi eystra Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri í Rangárþingi eystra Sameiningar og samrekstur skóla í Reykjavík framtíðarsýnin Óttarr Ólafur Proppé, varaformaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur 36

38 Aðrar leiðir til eflingar skólastarfs í dreifðari byggðum Helga Guðmundsdóttir, fræðslufulltrúi Fljótsdalshéraðs Fyrirspurnir og almenn umræða í sal Samantekt og lokaorð Ásta Magnúsdóttir, ráðuneytisstjóri mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Þátttakandi: Sigríður Birna Birgisdóttir Desember 6-8.desember - Skipulögð kennsla haldið í Gerðubergi Námskeiðið var ætlað þeim sem hafa lokið grunnnámskeiði um einhverfu, aðstandendum eða starfa með börnum og ungmennum með einhverfu, í skólum og á sambýlum, eða hvar sem einstaklingar með einhverfu búa og starfa. Markmið: Að þátttakendur fái innsýn í hugmyndafræði TEACCH kerfisins og læri grunnatriði skipulagðrar kennslu og vinnubragða. Geti tekið þátt í uppbyggingu og notkun skipulagsins í skóla eða vinnustað og/eða á heimilinu. Efni og vinnulag: Kynning á TEACCH kerfinu og skipulagðri kennslu og vinnubrögðum, boðskipti og samskiptaörðugleikar, félagsleg aðlögun og meðferð hegðunarerfiðleika. Námskeiðið byggir á fyrirlestrum, myndböndum, umræðum og þjálfun þátttakenda. Skipt er upp í hópa og útbúin vinnusvæði þar sem þátttakendur fá að æfa sig með nemendum á ólíkum aldri, sem eru öll með einhverfu. Leiðbeinendur: Áslaug Melax, leikskólasérkennari og einhverfuráðgjafi Sigrún Hjartardóttir, leikskólasérkennari og einhverfuráðgjafi Ásgerður Ólafsdóttir, sérkennari og einhverfuráðgjafi Þátttakendur: Halldóra og Sigríður Birna 15. desember - Hvað get ég gert þegar börn fá kast? Ragnar S. Ragnarsson sálfræðingur á Skólaskrifstofu Suðurlands með fyrirlestur fyrir leik- og grunnskólakennara. Þar sem fjallað var um aðdraganda og viðbrögð ef börn fá kast Þátttakendur: Auður Erla, Inese, Eyrún Ósk og Linda Ósk. Janúar ART réttindanámskeið fyrir leikskóla 2. janúar skipulagsdagur. Gildavinnustofur með þátttöku allra starfsmanna. Þau gildi sem oftast voru nefnd og verða leiðarljós okkar í samskiptum eru: virðing, umhyggja, vinátta og gleði. Unnið að umhverfissáttmála og umhverfisstefnu leikskólans og skoðað hvernig við getum unnið sem best að umhverfismennt og sjálfbærni í leikskólanum. 37

39 Febrúar 12. Febrúar var loka dagur hjá þeim sem fóru á Art- námskeiðið. Nú hittust þátttakendur og horfðu saman á myndbandsupptökur og fóru yfir það hvernig þeim gengur að vinna með börnum með Art- námsefni og hugsjón að leiðarljósi. Þátttakendur: Eyrún og Þórunn Ósk. Mars 14. mars Skipulagsdagur Dagskrá: 8:00-11:15 Gildavinnustofa - Leiðarljós í samskiptum Gildi eru kröftug leið til að móta samskipti og menningu á vinnustöðum. Með því að festa niður þau atriði sem eiga að vera öllum sem leiðarljós í samskiptum er hægt að koma í veg fyrir árekstra. Gildi eru ekki alltaf upplifuð á sama hátt og því skiptir miklu máli að sameiginlegur skilningur sé á því hvað þau eigi að standa fyrir. Gagnlegt er því að taka góða umræðu og festa niður á blað hvað þau nákvæmlega eiga að standa fyrir. Það stuðlar að dýpri skilningi á eðli þeirra og auðveldar innleiðingu. Á námskeiðinu var rýnt í gildin og þau rædd og útfærð. Unnið var í litlum hópum í þjóðfundarstíl og reglulega skipt upp í verkefni. Hver og einn starfsmaður velti m.a. eftirfarandi spurningum fyrir sér og ræddi við samstarfsmann og tók síðan þátt í sameiginlegum umræðum um: -Hvað þýða gildin fyrir mig og mitt svið? - Hvernig birtast þau í okkar starfi? - Gagnvart viðskiptavinum/skjólstæðingum? - Gagnvart samstarfsmönnum? -Gagnvart okkur sjálfum? -Hvernig eiga gildin ekki að birtast? -Hvernig erum við að standa okkur nú þegar? -Hvar gætum við bætt okkur með hliðsjón af þessum gildum? Allir vinnustaðir geta bætt samskiptin með því að taka þau til umfjöllunar og ákveða hvernig menn vilja að þeim sé háttað. Á öllum vinnustöðum eru einhverjar reglur, oftast óskráðar, um hvernig samskiptin eigi að vera. Stundum getur verið um samskiptamynstur að ræða sem er jarðvegur fyrir stríðni, ábyrgðaleysi og einelti. Á öðrum stöðum geta verið óskráðar reglur um að bjóða fram aðstoð sína, baktala ekki o.s.frv. Það að setja saman samskiptareglur eða leiðarljós er krefjandi en jafnframt gefandi vinna þar sem menn skiptast á skoðunum og ákveða hvernig samskiptunum skuli háttað. Algengt er að vinnustaðir setji sér ca. 10 reglur um samskipti og komi síðan með dæmi um hvernig reglan muni líta út, t.d. við sýnum hvert öðru virðingu með því að bjóða hvert öðru góðan dag á morgnana og kveðja þegar við förum heim. Í ferlinu er lögð áhersla á uppbyggilegar og opnar umræður samskipti og árangur á vinnustöðum. Leiðbeinandi var Eyþór Eðvarðsson, M.A. í vinnusálfræði, stjórnendaþjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun. Undirbúningur: Þau gildi sem við nefndum oftast á síðasta starfsmannafundi voru: Virðing, Gleði, Umhyggja og Vinátta. Þetta eru þau gildi sem við munum vinna með. Það er gott að undirbúa sig fyrir 38

40 daginn með því að hugsa um það hvernig þessi gildi eiga að koma fram í samskiptum okkar. 13:00 16:00 - TRAS námskeið ætlað kennurum mars - Jákvæðar leiðir til bættrar hegðunar. Námskeiðið var haldið í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi og ætlað þeim sem vinna með börnum og ungmennum með þroskafrávik og fatlanir, aðstandendum fatlaðra barna og öllum sem áhuga hafa. Námskeiðið byggir á gömlum grunni, þar sem það er unnið út frá námskeiðinu Meðferð hegðunarerfiðleika sem haldið hefur verið á vegum GRR mörg undanfarin ár. Í þessu námskeiði hefur verið tekið það sem reyndist vel og bætt við öðru sem nýtist betur á vettvangi í vinnu með og umönnun barna með þroskafrávik og fatlanir. Á námskeiðinu var lögð áhersla á það að auka skilning þátttakenda á hegðunarvanda og skýringum á hegðunarvanda. Fjallað var um hvernig standa skuli að mati á erfiðri hegðun með aðferðum hagnýtrar atferlisgreiningar og hvernig mat leiðir til einstaklingsmiðaðra inngripa. Talað var um hvernig beita má jákvæðri styrkingu á kerfisbundinn og árangursríkan hátt og hvernig styrking er notuð til þess að auka æskilega hegðun í stað óæskilegrar hegðunar. Lögð var áhersla á að framsetning og efnistök leiddu til færni þátttakenda sem nýtist í vinnu þeirra og/eða umönnun barna með þroskafrávik og fötlun. Með auknum skilningi skapast leiðir til að vinna að jákvæðum leiðum til að fyrirbyggja hegðunarvanda. Fyrirlestrar voru í bland við verkefnavinnu í hópum og umræður, undir stjórn fyrirlesara. Markmið: Að auka skilning þátttakenda á hvað kemur hegðunarvanda af stað og hvað viðheldur hegðunarvanda. Að auka færni þátttakenda til að vinna að fyrirbyggjandi aðgerðum til að draga úr líkum á hegðunarvanda. Að kynna fyrir þátttakendum hvernig skilningur á hegðunarvanda leiðir til þess að beita megi jákvæðum aðferðum til að bæta hegðun. Umsjón: Sigríður Lóa Jónsdóttir, sálfræðingur Þátttakandi: Rósa Hlín Óskarsdóttir Apríl apríl - Námskeið fyrir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði Vinnueftirlitið var með námskeið fyrir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði á Selfossi. Námskeiðið stóð yfir í tvo daga, frá kl. 9:00 til 16:00. Þar var farið yfir alla helstu málaflokka í vinnuumhverfi starfsmanna s.s. hávaða, lýsingu, inniloft og loftræstingu innanhúss, líkamlega áhættuþætti, félagslega og andlega áhættuþætti heilsuvernd á vinnustað, vinnuslys og slysavarnir og notkun persónuhlífa. Vinnuverndarlögin (46/1980) voru kynnt sem og reglur sem settar eru í samræmi við þau. Auk þess var fjallað um hvernig haga skuli gerð áhættumats en þegar vinnuverndarlögunum var síðast breytt (2003) komu inn ákvæði um að atvinnurekandi beri ábyrgð á að gert sé sérstakt skriflegt 39

41 áhættumat þar sem áhætta í starfi, með tilliti til öryggis og heilsu starfsmanna, er metin. Þátttakandi: Sigríður Birna Birgisdóttir. Hjartanærandi uppeldi Hjartanærandi aðferðin er sérstaklega samin fyrir erfið og krefjandi börn og unglinga, börn með ADHD, ODD, OCD, Asperger ofl. Virkar fyrir öll börn og unglinga, gerir samskipti barna og foreldra mun auðveldari. HNA er mjög góð aðferð fyrir alla sem koma að starfi með börnum og unglingum, foreldra, kennara og aðra. HNA gerir starf foreldra og kennara innihaldsríkara og auðveldara. Markviss staðföst viðurkenning sem er aðaluppistaðan í Hjartanærandi uppeldi virðist gera það að verkum að boðefnaframleiðsla í heila eykst, sérstaklega á þeim efnum sem ADHD börnum vantar. Námskeið sem stóð yfir í þrjár helgar. Kennari var Gréta Jónsdóttir. Þátttakandi: Eyrún Ósk Sigurðardóttir. Maí 10. maí - Skipulagsdagur -Úrvinnsla gildavinnustofu -Samantekt úr starfsmannaviðtölum -Fórum yfir það sem er framundan hjá okkur -Önnur mál -Deildarfundir 30. maí - Námskeið í ipad hjá TMF - ipad sem tæki í boðskiptum, námi, leik og þjálfun. Þátttakendur prófuðu og skoðuðu ýmis smáforrit. Ipad vélin var undirbúin og stillt fyrir notandann. Kynning var á ýmsum smáforritum (apps), þau skoðuð og prófuð, sérstök áhersla á smáforrit sem hægt er að lesa inná t.d. færnisögur sem henta vel í sérkennslu. Gagnlegar síður á netinu skoðaðar sem henta vel í skólastarfi og sérkennslu. Þátttakendur voru: Halldóra Guðlaug og Sigríður Birna. 7.8 Nemar við Háskóla Íslands Tveir starfsmenn leikskólans stunda fjarnám við Háskóla Íslands (Inese og Sigdís) og stefna á að útskrifast sem leikskólakennarar. Á skólaárinu luku þær námskeiðunum: Inngangur að uppeldisvísindum (10 ECTS) Listir í leikskóla (10 ECTS) Umhverfið sem uppspretta náms (10 ECTS) Hreyfing og tjáning úti og inni (10 ECTS) Leikskólafræði III (10 ECTS) Sigríður Birna var í fjarnámi við framhaldsdeild Háskóla íslands og lauk ME.d- prófi í Náms- og kennslufræði í júní

42 8. Innra gæðamat, framkvæmd, niðurstöður og umbótaáætlun Síðastliðið skólaár hefur ýmislegt verið gert til þess að meta starfið í leikskólanum en skólastarfið skal meta með kerfisbundnum hætti, með þátttöku starfsmanna, foreldra og barna eftir því sem við á. Þeir þættir sem eru skoðaðir eru: börn, starfsfólk, samskipti, líðan, leikur, námssvið leikskólans, skólanámskrá, stjórnunarhættir, samskipti og tengsl utan skólans, húsnæði, útileiksvæði, búnaður skólans og samstarf heimilis og skóla. Starfið er metið á starfsmannafundum og deildarfundum og er fjallað um þá í kafla 4.2. Starfið er einnig metið í gegnum viðtöl, umræður og með matsspurningalistum sem lagðir eru fyrir starfsmenn og foreldra. Opin viðtöl voru tekin við elstu börn leikskólans í vor. Með skráningu í Heilsubók barnsins og TRAS skráningu fyrir hvert og eitt barn tvisvar á ári er verið að meta líðan, þroska og velferð á einstaklingsmiðaðan hátt. 8.1 Starfsmannaviðtöl Starfsmannaviðtöl fóru fram í febrúar. Þar ræddi skólastjóri við starfsmenn þar sem farið er yfir líðan, samskipti og starfið metið. Viðtölin gengu vel og kom fram hjá flestum að þeim líði vel í vinnunni og hafi gaman af starfi sínu. En það að líða vel og njóta sín í starfi er mjög mikilvægt þar sem vinnan í leikskólanum reynir mikið á samskipti bæði við börnin, foreldra, og samstarfsmenn. Umhyggja og virðing voru hugtök sem komu oft upp í viðtölunum og hve mikilvægt það er að rækta þessi gildi fyrir sjálfum sér, öðrum, umhverfi, náttúru, samfélagi og starfinu sínu. Í viðtölunum var líka farið yfir þær væntingar sem starfsmenn hafa til starfsins og hvað það er sem þeir telja sig þurfa að fá í fræðslu um fyrir starfsþróun þeirra. Sveitastjóri var með starfsmannaviðtal við leikskólastjóra þar sem farið var m.a. yfir líðan í starfi væntingar og starfsþróun. 8.2 Mat á leikskólastarfi starfsmenn. Mati á leikskólastarfi er skipt í innra og ytra mat. Menntamálaráðuneytið framkvæmir ytra mat í leikskólum landsins þar sem gengið er úr skugga um að starfað sé í samræmi við ákvæði laga og reglugerðar og í samræmi við aðalnámsskrá leikskóla. Við innra mat í Heklukoti nú í vor var notað mat sem hefur verið í þróun en það hefur verið unnið af leikskólastjórum á Suðurlandi. Þar er búið að setja upp ákveðnar staðhæfingar og kynna fyrir leikskólastjórum rafrænt form sem notað var í annað sinn hér í Heklukoti. Starfsmenn Heklukots gerðu rafrænt mat á skólastarfinu í heild. Hver deild gerði mat á skólastarfinu, með því gátu starfsmenn skoðað niðurstöður hverrar deildar fyrir sig en hér er búið að taka saman niðurstöður allra starfsmanna leikskólans sem voru 15 sem tóku þátt í matinu. Hér er matið flokkað þannig: samskipti, leikur, nám og efniviður, námssviðin, foreldrasamstarf, annað samstarf, starfsmannamál og húsnæði og öryggi. Samskipti Hér var verið að spyrja um samskipti kennara við börn og foreldra og samskipti á milli barnanna, samtals 8 spurningar: Niðurstöður voru þannig að samskipti á milli þessara aðila virðast vera góð. Samskipti eru eitt af því vandmeðfarnasta í daglegu starfi og er það sá þáttur sem alltaf má gera betur og stöðugt þarf að rækta. Hér má sjá dæmi um niðurstöður: 41

43 Samskipti við börnin einkennast af kurteisi og virðingu Ósammála Veit ekki Annað 0% 0% Mjög sammálasammála 100% Leikur, nám og efniviður Hér voru lagðar fyrir 25 spurningar sem koma inn á leik barna, nám þeirra (lífsleikni) og þann efnivið sem boðið er upp á í leikskólanum. Niðurstöður voru að þessir þættir virðast vera á góðri leið en alltaf má bera betur. Hér er dæmi um svör: Litið er á leik barnanna sem náms- og þroskaleið Ósammála Veit ekki Annað 0% 0% Mjög sammálasammála 100% 42

44 Efniviður samræmist aldri og þroska barnanna Ósammála 0% Annað 5% Veit ekki 21% Mjög sammálasammála 74% Börnunum er kennd undirstöðuatriði heilbrigðs lífs (næring, hreyfing, hreinlæti) Veit Ósammála ekki Annað 0% 0% Mjög sammálasammála 100% Námssviðin Lagðar voru fyrir 16 spurningar sem tengjast málrækt, hreyfingu, myndlist, tónlist, náttúru og umhverfi og menningu og samfélagi. Niðurstöður eru oftast jákvæðar þannig að við erum að gera vel á mörgum sviðum. Við sjáum það líka vel í niðurstöðum, mikilvægi þess að við tölum um það hvað börnin eru að læra t.d. í útivist og í gönguferðum um samfélagið. Við sjáum að við megum gera betur í því að hafa aðgengi barnanna að hljóðfærum betri og vinna með þau á skipulagðan hátt. Tónlistakennari kemur einu sinni í viku og er með elstu börnum leikskólans í tónlist. Þessar niðurstöður benda til þess að við megum vinna betur með tónlist og hljóðfæri með börnunum. Hér eru dæmi um svör: 43

45 Málörvun fléttast inn í skipulagt starf Annað 5% Mjög ósammála Veit 8% ekki 0% Mjög sammálasammála 87% Alltaf hægt að gera betur, vantar að tengja við Tákn með tali Veit ekki 8% Börnin fá tækifæri til sjálfstæðrar myndsköpunar Mjög Annað ósammála Ósammála 0% 0% Mjög sammálasammála 92% 44

46 Annað 8% Börnin kynnast menningu og samfélagi með heimsóknum og gönguferðum Ósammála Veit ekki 0% Mjög sammálasammála 92% Foreldrasamstarf Hér voru 6 spurningar sem snúa m.a. að samstarfi við foreldra, foreldrastarfi leikskólans, foreldraviðviðtölum og trúnaði. Niðurstöður benda til að samstarf við foreldra sé gott og að starfsmenn geri sér grein fyrir því að gott samstarf við foreldra er grunnur að farsælu skólastarfi og þá um leið á velferð barnsins. Dæmi um svör: Velferð barnsins er ávallt höfð að leiðarljósi í samstarfi við foreldra Ósammála Veit ekki Annað 0% 0% Mjög sammálasammála 100% 45

47 Viðhorf starfsfólks til foreldrasamstarfs einkennist af jákvæðni, virðingu og nærgætni Ósammála Veit ekki Annað 5% 0% 0% Mjög sammálasammála 95% Trúnaður ríkir milli foreldra og starfsmanna Ósammála 0% Annað Veit ekki 0% 0% Mjög sammálasammála 100%. Annað samstarf Hér voru 7 spurningar og var verið að spyrja um hvernig starfsfólk upplifir samstarf t.d. við rekstraraðila, grunnskóla, skólaskrifstofu og aðra leikskóla. Niðurstöður benda til þess að enn sé ákveðið hlutfall starfsmanna sem veit ekki hvernig samstarf við þessa aðila er og má efla umræðu um það í starfi skólans. Þar sem samstarf og samvinna við alla þessa aðila hafa áhrif á skólastarfið því ber okkur að hlúa að því. Dæmi um svör: 46

48 Tengsl við fyrirtæki og stofnanir í nágrenni leikskólans eru góð Ósammála 0% Annað 0% Veit ekki 13% Mjög sammálasammála 87% Gagnkvæmt traust og virðing ríkir milli leikskóla og rekstraraðila Ósammála 0% Annað 0% Veit ekki 29% Mjög sammálasammála 71% Starfsmannamál Hér voru 13 spurningar sem tengdust starfsanda, stuðning og hvatningu, starfsaðferðum, starfsmannafundum og upplýsingamiðlun innan leikskólans. Niðurstöður sýndu að við erum á réttri leið en getum gert betur á flestum eða öllum sviðum. Eitt af því sem við erum búin að gera eftir þessa könnun er Gæðabók leikskólans en þar á að vera efni aðgengilegt öllum sem tengist daglegu lífi í leikskólanum og hvernig brugðist er við ef upp koma t.d. áföll, náttúruhamfarir, öryggi í leikskólanum, starfslýsingar, reglur, vinnuvernd og hefðir í leikskólanum. Þar má líka finna viðbragðsáætlun ef upp kemur grunur um einelti gagnavart kennurum eða börnum og hefur hún verið kynnt fyrir öllu starfsfólki. Þetta er bók sem á að vera í stöðugri þróun og á að vaxa með starfi leikskólans. 47

49 Niðurstöður benda til þess að við verðum reglulega að minn á Gæðabókina og innihald hennar og vinna að jákvæðum samskiptum í leikskólanum. Stuðningur, hrós, hvatning, vinátta og gleði er mikilvægt að rækta alla daga. Góður starfsandi ríkir í leikskólanum Ósammála 5% Veit ekki 0% Annað 17% Mjög sammálasammála 78% Húsnæði og öryggi Hér voru 7 spurningar sem tengdust húsnæði, aðgengi, hreinlæti og öryggi inni og úti á lóð leikskólans. Það er eins og áður, við erum að gera vel á flestum þessara sviða en við getum alltaf gert betur. Eftir að matið var gert voru gerðar góða endurbætur í miðrími leikskólans (salur, sérkennsla og skrifstofa) Einnig er búið að lagfæra lóð og þætti sem snerta öryggi í leikskólanum. Húsnæði og lóð eru það umhverfi sem við sköpum skólastarfinu og er talað um umhverfið sem mikilvægan kennara í námi og þroska barna. Það er á ábyrgð okkar að skapa það umhverfi sem er öruggt, hvetjandi en um leið aðlaðandi og notalegt fyrir þá sem þar starfa, leika og læra. Aðstaða starfsmanna er í lagi Veit ekki 0% Annað Ósammála 5% 5% Mjög sammálasammála 90% 48

50 Vantar betri tölvur á undirbúningsvæði Annað 6% Þrif eru í lagi Ósammála 5% Veit ekki 17% Mjög sammálasammála 72% 8.3 Mat foreldra á leikskólastarfi Rafræn könnun á viðhorfi foreldra/forráðamanna til skólans var lögð fyrir í mars Þegar könnunin var lögð fyrir þá voru samtals 63 börn í Heklukoti sem skiptust þannig á milli deilda: 12 börn voru á Bangsadeild, 18 börn á Fíladeild og 29 börn á Trölladeild. Sendar voru út kannanir fyrir hverja deild. Svör bárust frá 45 foreldrum sem skiptust þannig: 8 svör bárust frá foreldrum barna á Bangsadeild, 9 svör bárust frá foreldrum barna á Fíladeild og 13 svör frá foreldrum barna á Trölladeild. Spurt var um hversu sammála svarendur væru með staðhæfingum sem settar voru fram um skólastarfið. Fimm svarmöguleikar voru í boði: mjög sammála sammála - veit ekki ósammála - mjög ósammála og annað (en þar var hægt að koma með eigin ábendingar). Niðurstöður verða kynntar fyrir starfsfólki, foreldum, foreldraráði og fræðslunefnd. Starfsfólk allra deilda fór yfir innra mat með leikskólastjóra á starfsmannafundum með það að leiðarljósi að gera enn betur. Til að einfalda birtingu niðurstaðna hér birtum við í prósentum samtölu þeirra sem eru mjög sammála eða sammála þeim staðhæfingunum sem spurt var um. Hægt er að sjá hve margir merktu við aðra svarmöguleika (veit ekki ósammála mjög ósammála eða annað) með því að hafa samband við leikskólastjóra með ósk um nánari sundurliðun. Í könnuninni komu fram gagnlegar ábendingar og mikill meirihluti þeirra voru mjög jákvæðar og sneru að því sem fólk er ánægt með í starfi leikskólans. Við fengum líka uppbyggilegar ábendingar sem við munum nýta okkur. Við sjáum hvað við erum að gera vel að mati foreldra og hvað má gera betur. Það er mikilvægt að vita hvað vel er gert og efla það enn frekar og um leið að bæta það sem betur má fara. Það er okkar mat að niðurstöðurnar séu hvetjandi og góður stuðningur við skólastarfið hér í Heklukoti. 49

51 - Niðurstöður viðhorfskönnunar - Niðurstöður eru teknar saman á eftirfarandi hátt en þar er hægt að sjá fyrir hverja deild í prósentum samtölu þeirra sem eru mjög sammála eða sammála þeim staðhæfingum sem spurt var um. Ég tel að barnið mitt sé ánægt í leikskólanum Bangsadeild 100% Fíladeild 100% Trölladeild 95,6% Mér finnst vel tekið á móti barninu þegar það kemur í leikskólann Bangsadeild 100% Fíladeild 100% Trölladeild 92,3% Mér finnst barnið mitt hvatt hlýlega í dagslok Bangsadeild 100% Fíladeild 66,6% Trölladeild 100% Mér finnst ég vera velkomin í leikskólann Bangsadeild 100% Fíladeild 90,9% Trölladeild 95,6% Mér finnst starfsfólkið hirðusamt varðandi fatnað og aðrar eigur barnsins Bangsadeild 88,9% Fíladeild 83,3% Trölladeild 58,9% Ég er ánægð/ur með umönnun barnsins í leikskólanum Bangsadeild 100% Fíladeild 88,3% Trölladeild 92,4% Ég er ánægð/ur með þær aga- og hegðunarreglur sem notaðar eru í leikskólanum Bangsadeild 88,9% Fíladeild 75% Trölladeild 100% Ég er ánægð/ur með samskipti starfsfólks leikskólans við barnið Bangsadeild 100% Fíladeild 91,7% Trölladeild 92,4% Ég tel að kennslan sem barnið fær í leikskólanum samræmist þeim væntingum sem ég hef til leikskólans 50

52 Bangsadeild 88,9% Fíladeild 96,6% Trölladeild 92,3% Aðlögun Ég fékk góðar upplýsingar um leikskólann þegar barnið hóf leikskólagöngu Bangsadeild 100% Fíladeild 66,7% Trölladeild 100% Mér fannst vel tekið á móti mér og barninu við upphaf leikskólagöngu Bangsadeild 100% Mér fannst vel staðið að aðlögun barnsins Bangsadeild 100% Samskipti og upplýsingar Ég fæ tækifæri til að ræða við starfsfólk leikskólans um hvernig við vinnum saman að uppeldi barnsins Bangsadeild 100% Fíladeild 75% Trölladeild 84,7% Mér finnst starfsfólk bregðast við ábendingum mínum eða beiðnum varðandi barnið og/eða leikskólastarfið Bangsadeild 100% Fíladeild 83,3% Trölladeild 83,3% Ég fæ góðar upplýsingar varðandi líðan barnsins í leikskólanum Bangsadeild 100% Fíladeild 83,3% Trölladeild 92,3% Ég tel upplýsingastreymi frá leikskólanum vera gott Bangsadeild 77,9% Fíladeild 66,6% Trölladeild 84,6% Ég er ánægður með heimasíðu leikskólans Bangsadeild 100% Fíladeild 58,4% Trölladeild 76,9% Ég er látin vita ef eitthvað kemur upp á varðandi barnið Bangsadeild 100% 51

53 Fíladeild 75% Trölladeild 92,3% Ég á góð samskipti við leikskólastjóra Bangsadeild 100 % Fíladeild 91,6 % Trölladeild 100 % Ég á góð samskipti við deildarstjóra Bangsadeild 100 % Fíladeild 90,9 % Trölladeild 100% Ég á góð samskipti við starfsfólk leikskólans Bangsadeild 88,9 % Fíladeild 100 % Trölladeild 92,3 % Mér finnst foreldraviðtöl mikilvæg Bangsadeild 100% Fíladeild 100% Trölladeild 100% Mér finnst foreldrafundir mikilvægir Bangsadeild 100% Fíladeild 83,3% Trölladeild 84,7% Ég var ánægð/ur með síðasta foreldraviðtal Bangsadeild 87,5% Fíladeild 100% Trölladeild 100% Ég tel samvinnu leik- og grunnskóla góða Bangsadeild 44,4% Fíladeild 91,6% Trölladeild 84,7% Stjórnun og skipulag Ég er ánægð/ur með stjórn leikskólans Bangsadeild 77,8% Fíladeild 91,7% Trölladeild 84,7% Ég er ánægð/ur með stjórnun deildarinnar Bangsadeild 100% 52

54 Fíladeild 81,9% Trölladeild 77% Það er auðvelt að ná sambandi við deildarstjóra Bangsadeild 100% Fíladeild 83,3% Trölladeild 84,7% Ég er ánægð/ur með dagskipulag deildarinnar Bangsadeild 100% Fíladeild 91,7% Trölladeild 100% Ég hef kynnt mér starfsáætlun/ársáætlun leikskólans Já eða nei Bangsadeild 77,8% - já Fíladeild 66,7% - já Trölladeild 61,5% - já Ég hef kynnt mér skólanámskrá leikskólans Bangsadeild 77,8% - já Fíladeild 66,7% - já Trölladeild 61,5% - já Skólanámskrá leikskólans er skýr og greinagóð Bangsadeild 77,7% Fíladeild 66,6% Trölladeild 67,4% Ég er ánægð/ur með opnunartíma leikskólans Bangsadeild 88,9% Fíladeild 91,7% Trölladeild 84,6% Hæfilega mikið er af viðburðum þar sem foreldrum er sérstaklega boðið að koma í leikskólann Bangsadeild 75,8% Fíladeild 75% Trölladeild 100% Umgjörð og búnaður leikskólans Ég tel að námsefni leikskólans sé við hæfi Bangsadeild 75,8% Fíladeild 75% Trölladeild 100% Ég er ánægð/ur með matseðil leikskólans Bangsadeild 77,8% 53

55 Fíladeild 91,7% Trölladeild 61,6% Ég er ánægð/ur með húsnæði leikskólans Bangsadeild 100% Fíladeild 75% Trölladeild 30,8% Ég er ánægð/ur með leik- og náms aðstöðu barna innandyra Bangsadeild 100% Fíladeild 50% Trölladeild 69,2% Ég er ánægð/ur með leik- og náms aðstöðu barna utandyra Bangsadeild 77,7% Fíladeild 50% Trölladeild 69,2% Umferðaröryggi við leikskólann er gott Bangsadeild 55,5% Fíladeild 33,3% Trölladeild 69,2% Umferðaröryggi við leikskólann er gott Bangsad. Fílad. Tröllad. Svör við annað: - Of þung umferð við götuna, þyrfti að gera að einstefnu til að draga úr umferð - Eru ekki allir orðnir þreyttir á að fá ekki pláss í bílastæðinu og svo að komast þaðan í burtu vonlaus aðkoma - Umferðaröryggið er ekkert sérstakt í raun. Mjög mikil umferð og hætturnar miklar. Almennt mat Er eitthvað sem þú ert sérstaklega ánægð/ur með í leikskólanum? Bangsadeild: 54

56 Fíladeild: -Matinn, starfsfólkið, starfsandann -Sérstaklega ánægð með viðmót starfsfólks á deildinni, barnið virðist treysta öllum mjög vel og við eru örugg um að það sé í góðum höndum -Mér langar að segja að Eyrún stendur sig mjög vel, alltaf gaman að koma þegar hún tekur á móti manni, svo glaðleg og hress. -Gott viðmót starfsfólksins. Dugleg að fara með börnin út. -Já, Hrafnhildi :) Yndisleg alveg og tekur alltaf svo vel á móti börnunum. -Erum mjög ánægð með matinn frá Lundi. Jákvætt að skólinn sé að fá grænfána Foreldraheimsóknir. -Við erum sérstaklega ánægð með að barninu okkar líður alltaf vel í leikskólanum og hlakkar alltaf til að fara þangað. Við erum sérstaklega ánægð með starfsfólkið, því það er svo greinilegt að þar ríkir góður andi, léttleiki og gleði. Sigga Birna, að öðrum ólöstuðum og allt það, er algjör perla. Hún hefur gert stórkostlega hluti fyrir skólann. -Stjórnun hans og viðmót starfsfólks Trölladeild: -Matur, starfsfólk -Glaðlegt starfsfólk og einstaklega góða leikskólastýru. -Samstarf við Lund. -Ferðir á Lund. -Samvinna við Lund, gott starfsfólk sem gerir sitt besta, heilsusamlegur matur, vorhátíðin og Grænfánaverkefnið. -Starfsfólk glaðlegt og jákvætt. Heimsóknirnar á Lund eru mjög góðar og talar barnið mitt vel um þær. Einnig mjög gott að fá tónlistarkennslu. Hvað mætti gera betur? Bangsadeild Fíladeild Trölladeild -Fá rólur f. bangsa, fara í stutta labbitúra með fá börn í einu. -Huga mætti betur að mokstri og hálkuvörnum á bílastæði við leikskólann á veturna. -Mér finnst ekki sniðugt að það leggja allt starfsfólk beint fyrir fram leikskólann þannig að það er jafnvel bara 2 stæði þegar maður kemur að sækja barnið ekki gott. -Eflaust e-ð eins og allsstaðar en man ekkert í augnablikinu. -Reyna að gera betur í því að mannekla bitni ekki niður á börnunum. -Ég held að sérkennsluaðstaða sé slæm, þó ég hafi ekki persónulega reynslu af henni. -Meiri útivist og ferðir um nágrenni leikskólans. -Útilóðin. -Leyfa börnunum að gera tilraunir/skoðanir, úti í náttúrunni, á lóðinni eða inni. -Betra upplýsingastreymi. 55

57 -Fylgjast betur með að börnin séu nógu vel klædd utandyra. Þau geta yfirleitt vel klætt sig sjálf en fatta stundum ekki að renna vel uppí háls og fara í aukapeysur o.þ.h. Er eitthvað annað sem þú vilt að komi fram? Bangsadeild -Gaman að halda svona föndurdag eða fjöruferðina alveg æðislegt. Fíladeild Trölladeild -Haldið áfram á sömu braut - okkur finnst hún farsæl. -Virðist vera mikil veikindi og fjarvistir starfsmanna sem koma niður á börnunum. -Leikskólastjóri er mjög sýnilegur og auðvelt að ná tali af. Er inni í öllu á leikskólanum sem er mjög jákvætt! Mat á þróunarstarfi sem unnið var á skólaárinu Hefur þú fylgst með þróunarverkefninu sem leikskólinn vinnur að með Lundi Bangsad. Fílad. Tröllad. já nei Hefur þú fylgst með þróunarverkefninu sem leikskólinn vinnur að með Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Lundi? Bangsadeild -Kynnast umhverfi sínu, kynnast öldruðum. -Gott fyrir börnin að fá að kynnast gamla fólkinu og að breyta um umhverfi. -Öll samskipti barna við aldraða eru af hinu góða, þau læra að hlusta, bera virðingu og ýmislegt sem elsta kynslóðin getur gefið af sér sem við "millibilskynslóðin" erum kannski ekki nógu dugleg að miðla. -Það er bara gott fyrir báða aðila. 56

58 Fíladeild Trölladeild -Ánægjuleg stund með eldra fólki. -Samskipti við eldri kynslóðir. Kynnast umhverfi sínu. -Tel að börn hafi gott af því að hitta eldra fólk og fyrir utan hvað gamla fólkið hefur gaman af að hitta börnin. -Hann talar oft um ferðirnar á Lund og hefur sagt okkur frá fólkinu sem hann hefur hitt. Mér finnst þetta mjög skemmtilegt samstarf og óska þess að það haldi áfram. Það eru alls ekki öll börn sem umgangast gamalt og veikburða fólk, þannig að þetta er mikil lífsreynsla, þó þau fatti það kannski ekki. -Mjög gott. -Gott fyrir börnin og eldri borgarana að umgangast hvort annað. -Læra að koma fram við eldra fólk, læra á umhverfi sitt. -Brýtur upp starfið og kynnir börnunum fyrir eldra fólki. Sumir hitta aldrei gamalt fólk. -Gott að kynnast því sem eldra fólkið veit og hvernig lífið var þegar þau voru börn, samvistin við fólkið. Kynnast nærumhverfi sínu betur. -Kynnast eldra fólki, víkkar sjóndeildarhring þeirra og brýtur upp daginn fyrir þau. Hefur þú fylgst með Grænfánaverkefni skólans Já Nei 20 0 Bangsad. Fíla. Tróllad. Hvern telur þú ávinning Grænfánaverkefnisins vera fyrir börnin? Bangsadeild: -Læra að ganga vel um umhverfi sitt, læra um sjálfbærni og fl. -Kenna börnunum að öðlast virðingu fyrir jörðinni og okkar umhverfi og umgengni, þau læra að bera virðingu fyrir náttúrunni og huga að afleiðingum þess að sóa. Einnig ávinningur fyrir foreldra, því það sem börnin læra í þessum efnum koma þau með inn á heimilin. 57

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum Raddir fjölbreyttra kennarahópa Sólveig Karvelsdóttir, lektor, HÍ Hafdís Guðjónsdóttir, dósent, HÍ Rannsóknin er hluti af tveimur rannsóknum Fjölbreyttir kennarahópar

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 8. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs?

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Hvernig getur málefni sem ekki er skilgreint sem námsgrein í grunnskóla eða námssvið

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst 15. 18. ágúst 21. 25. ágúst 28. ág 1. sept. 15. skipulagsdagur 16. skipulagsdagur 17. Skipulagsdagur 18. skipulagsdagur

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

Leikskólar Dalvíkur, Krílakot og Kátakot. Leikskólar Dalvíkur. Krílakot og Kátakot Námskrá

Leikskólar Dalvíkur, Krílakot og Kátakot. Leikskólar Dalvíkur. Krílakot og Kátakot Námskrá Leikskólar Dalvíkur Krílakot og Kátakot Námskrá 2015-1 - Efnisyfirlit Inngangur...- 4 - Leikskólinn Krílakot...- 5 - Leikskólinn Kátakot...- 5 - Yfirstjórn skólans...- 6 - Fræðslusvið...- 6 - Grundvöllur

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

VIÐMIÐ OG VÍSBENDINGAR. fyrir innra og ytra mat á gæðum leikskólastarfs

VIÐMIÐ OG VÍSBENDINGAR. fyrir innra og ytra mat á gæðum leikskólastarfs VIÐMIÐ OG VÍSBENDINGAR fyrir innra og ytra mat á gæðum leikskólastarfs 2 VIÐMIÐ OG VÍSBENDINGAR fyrir innra og ytra mat á gæðum leikskólastarfs September 2014 3 Útgáfa: Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

Hafnarfjörður Grunnskólar Hafnarfjarðar Skólanámskrá. 3. bekkjarnámskrá. Skólanámskrá Hraunvallaskóla

Hafnarfjörður Grunnskólar Hafnarfjarðar Skólanámskrá. 3. bekkjarnámskrá. Skólanámskrá Hraunvallaskóla Hafnarfjörður Grunnskólar Hafnarfjarðar Skólanámskrá 3. bekkjarnámskrá Skólanámskrá Hraunvallaskóla Skólaárið 2018-2019 Skólanámskrá Hraunvallaskóla. Útgefin 2016. Skólanámskrá er útgefin á rafrænu formi

More information

Könnunarverkefnið PÓSTUR

Könnunarverkefnið PÓSTUR Könnunarverkefnið PÓSTUR Þáttakenndur í verkefninu UM PÓST Rauði hópur Vor 2010 Börn fædd 2005 Hópstjóri: Tatjana Lind Jónsson Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina

More information

Heilsuleikskólinn Fífusalir

Heilsuleikskólinn Fífusalir Heilsuleikskólinn Starfsáætlun 18-19 Ágúst 18 Efnisyfirlit 1 Inngangur... 3 2 Um leikskólann... 3 2.1 Gerð leikskóla, húsnæði lóð og rými... 3 2.2 Námskrá, stefna, uppeldislegar áherslur, skipulag... 3

More information

Hafnarfjörður Grunnskólar Hafnarfjarðar Skólanámskrá. 8. bekkjarnámskrá skólanámskrá Hraunvallaskóla

Hafnarfjörður Grunnskólar Hafnarfjarðar Skólanámskrá. 8. bekkjarnámskrá skólanámskrá Hraunvallaskóla Hafnarfjörður Grunnskólar Hafnarfjarðar Skólanámskrá 8. bekkjarnámskrá skólanámskrá Hraunvallaskóla Skólaárið 2017-2018 Skólanámskrá Hraunvallaskóla. Útgefin 2017. Skólanámskrá er útgefin á rafrænu formi

More information

Inngangur... 3 Markmið Holts... 4 Þættir máls og læsis... 4 Orðaforði og málskilningur Leiðir að markmiðum... 9

Inngangur... 3 Markmið Holts... 4 Þættir máls og læsis... 4 Orðaforði og málskilningur Leiðir að markmiðum... 9 Efnisyfirlit Inngangur... 3 Markmið Holts... 4 Þættir máls og læsis... 4 Orðaforði og málskilningur... 4... 5 Máltjáning og frásagnarhæfni... 6... 6 Hlustun og hljóðkerfisvitund... 7... 7 Ritmál... 8...

More information

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Framhaldsskólapúlsinn

Framhaldsskólapúlsinn Framhaldsskólapúlsinn Mat á líðan og skólabrag í framhaldsskólum Málþing um geðrækt í framhaldsskólum 20. september 2013 Almar M. Halldórsson Skólapúlsinn Skólapúlsinn er veflægt sjálfsmatskerfi fyrir

More information

Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi

Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi Lokaverkefni til B.Ed. prófs Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi Eru ánægðir foreldrar bestu bandamenn kennara? Halldóra Gísladóttir 300955-5419 Kennaraháskóli Íslands

More information

Samstarf leik- og grunnskóla Um mat og upplýsingamiðlun milli skólastiganna

Samstarf leik- og grunnskóla Um mat og upplýsingamiðlun milli skólastiganna Samstarf leik- og grunnskóla Um mat og upplýsingamiðlun milli skólastiganna Starfshópurinn: Hildur Skarphéðinsdóttir, formaður Hrönn Pálmadóttir, ritstjóri skýrslunnar Anna Bára Pétursdóttir Guðrún Edda

More information

Lesið í leik. læsisstefna leikskóla

Lesið í leik. læsisstefna leikskóla Lesið í leik læsisstefna leikskóla 1. útgáfa 2013 Útgefandi: Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Útlitshönnun: Penta ehf. Teikningar: Frá börnum í leikskólunum Sæborg og Ægisborg Ljósmyndir: Sigrún

More information

Námskrá fyrir elstu börnin í leikskólum Kópavogs

Námskrá fyrir elstu börnin í leikskólum Kópavogs Námskrá fyrir elstu börnin í leikskólum Kópavogs Starfshópur um Námskrá fyrir elstu börnin í leikskólum Kópavogs Sesselja Hauksdóttir Efnisyfirlit 1. Inngangur Námskrá fyrir elstu börnin í leikskólum Kópavogs...

More information

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson Samstarf HR og IGI Ólafur Andri Ragnarsson Leikjaiðnaðurinn 2021 Leikjaiðnaðurinn 2021 5.000 störf 70 milljarðar í heildarútflutningstekjur ef... Photo Ian Parker http://parkerlab.bio.uci.edu/nonscientific_adventures/iceland_man.ht

More information

Nemendur og foreldrar af erlendum uppruna í íslenskum grunnskólum: Áskoranir og tækifæri.

Nemendur og foreldrar af erlendum uppruna í íslenskum grunnskólum: Áskoranir og tækifæri. Nemendur og foreldrar af erlendum uppruna í íslenskum grunnskólum: Áskoranir og tækifæri. Fræðslufundur fyrir grunnskólakennara á höfuðborgarsvæðinu Mánudaginn 18. september 2017 í Skriðu, Menntavísindasviði

More information

Skólanámskrá og Starfsáætlun Dalvíkurskóla

Skólanámskrá og Starfsáætlun Dalvíkurskóla Dalvíkurbyggð 2017 Skólanámskrá og Starfsáætlun Dalvíkurskóla Þekking og færni Virðing og vellíðan 2017-2018 Efnisyfirlit Saga og þróun skólahalds... 5 Stefna skólans... 5 Grunnþættir menntunar... 6 Læsi...

More information

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

Skína smástjörnur. Skýrsla um þróunarverkefni í fjórum leikskólum. Hrönn Pálmadóttir Kristín Gunnarsdóttir

Skína smástjörnur. Skýrsla um þróunarverkefni í fjórum leikskólum. Hrönn Pálmadóttir Kristín Gunnarsdóttir Skína smástjörnur Skýrsla um þróunarverkefni í fjórum leikskólum Hrönn Pálmadóttir Kristín Gunnarsdóttir Efnisyfirlit Inngangur...3 Markmið...3 Þátttakendur...4 Fræðilegur grunnur verkefnis...5 Námsumhverfi...5

More information

Íslenskir skólar og erlend börn? Skólaþróun í fjölmenningarlegu samfélagi

Íslenskir skólar og erlend börn? Skólaþróun í fjölmenningarlegu samfélagi 147 Íslenskir skólar og erlend börn? Skólaþróun í fjölmenningarlegu samfélagi Hanna Ragnarsdóttir lektor Kennaraháskóla Íslands: Málefni barna af erlendum uppruna á Íslandi hafa verið ofarlega á baugi

More information

Menntun til sjálfbærni og samstarf skóla og samfélags

Menntun til sjálfbærni og samstarf skóla og samfélags Menntavísindasvið Háskóla Íslands Grein birt 31. desember 2010 Eygló Björnsdóttir og Stefán Bergmann Menntun til sjálfbærni og samstarf skóla og samfélags Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst áratuginn 2005 2014

More information

Rannsókn á Byrjendalæsi: Markmið, snið, gögn og úrvinnsla

Rannsókn á Byrjendalæsi: Markmið, snið, gögn og úrvinnsla Læsi til samskipta og náms Ráðstefna MSHA um læsi 13. september 2014 Rannsókn á Byrjendalæsi: Markmið, snið, gögn og úrvinnsla Rúnar Sigþórsson Háskólanum á Akureyri runar@unak.is Örstutt um Byrjendalæsi

More information

LESTRARSTEfnA LEik- og grunnskóla BoRgARByggðAR

LESTRARSTEfnA LEik- og grunnskóla BoRgARByggðAR LESTRARstefna Leik- og Grunnskóla Borgarbyggðar 2017-2021 Starfshópur um lestrarstefnu Borgarbyggðar Aðalheiður Kristjánsdóttir leikskólanum Andabæ Ásta Björk Björnsdóttir skólaþjónustu Borgarbyggðar Elín

More information

Námsflokkar Hæfniviðmið Kennsluhættir Námsmat Getur fundið lykilupplýsingar í. Lesskilningur æfður uppúr textum úr stuttum texta með nokkuð ríkulegum

Námsflokkar Hæfniviðmið Kennsluhættir Námsmat Getur fundið lykilupplýsingar í. Lesskilningur æfður uppúr textum úr stuttum texta með nokkuð ríkulegum Bekkur: 8.bekkur Námsgrein: Enska Kennarar: Helga Lára Bæringsdóttir og Guðmundur Ásgeir Sveinsson Tímafjöldi: 4 Námsgögn: Lykilhæfni: Námsgreinin kemur inn á alla þætti lykilhæfni sem unnið er út frá

More information

Leikur og læsi í leikskólum

Leikur og læsi í leikskólum Menntavísindasvið Háskóla Íslands Grein birt 31. desember 2011 Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir Leikur og læsi í leikskólum Færst hefur í vöxt í leikskólum á Íslandi að börnum sé kennt að lesa. Í leikskólum

More information

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar 1 Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar Introduction to rotating machines 2 Grunnhugtök og meginþættir Klassískar gerðir véla Riðstraumsvélar Samfasavél (synchronous machine) Spanvél (induction machine

More information

Leikskólinn Álfaheiði

Leikskólinn Álfaheiði Leikskólinn Álfaheiði Náms - og kynnisferð til Toronto apríl 2012 Skýrsluna unnu: Rakel Ýr Ísaksen og Elísabet Eyjólfsdóttir 1 Inngangur Í apríl 2012 lögðu 23 starfsmenn leikskólans Álfaheiði land undir

More information

Aðalnámskrár grunnskóla og samræmd könnunarpróf í íslensku

Aðalnámskrár grunnskóla og samræmd könnunarpróf í íslensku Aðalnámskrár grunnskóla og samræmd könnunarpróf í íslensku 2011 2015 Ýr Þórðardóttir Júní 2017 Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Aðalnámskrár grunnskóla og samræmd könnunarpróf í íslensku 2011

More information

Starfsáætlun Þrúður Hjelm Skólastjóri Krikaskóla

Starfsáætlun Þrúður Hjelm Skólastjóri Krikaskóla Starfsáætlun 2014-17 Þrúður Hjelm Skólastjóri Krikaskóla Formáli Samkvæmt lögum um leik- og grunnskóla skal setja fram starfsáætlun á hverju ári. Hér í Mosfellsbæ hefur verið unnið með form starfsáætlunar

More information

Handbók Laugargerðisskóla starfsáætlun

Handbók Laugargerðisskóla starfsáætlun Handbók Laugargerðisskóla starfsáætlun 2015-2016 Efnisyfirlit Inngangur... 3 1. Grunnupplýsingar... 3 2. Hlutverk skólans... 3 3. Stefna og markmið Laugargerðisskóla... 4 4. Útfærsla skólans á grunnþáttum

More information

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM Skýrsla fyrir skólaárið 2016-2017 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 2 1. Inngangur... 3 2. Markmið og tilgangur matsins... 3 3. Aðferðir og framkvæmd matsins... 3 4.

More information

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile HUGPRÓ Betware QA & Agile 26.02.2010 Head Quarters Betware Reykjavík Betware DK Copenhagen Denmark Betware Solutions CA Kamloops, BC Betware Madrid Spain Certus Odense Denmark Betware Sp. z o.o. Warsaw

More information

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be Stefnumótun tun Rf Hlutverk (Mission) Why we exist Gildi (Core values) What we believe in Framtíðarsýn (Vision) What we want to be Stefna (Strategy) Our Game plan Stefnumiðað árangursmat Balanced Scorecard

More information

Árangursríkt læsi í leikskólum Árborgar

Árangursríkt læsi í leikskólum Árborgar Sveitarfélagið Árborg Árangursríkt læsi í leikskólum Árborgar Að glæða gamla vinnu nýju og markvissara lífi Dr. Anna Magnea Hreinsdóttir 28. apríl 2015 Efnisyfirlit MARKMIÐ VERKEFNIS...2 VERKEFNISSTJÓRN...3

More information

GÆÐASTARF Í GRUNNSKÓLUM. Viðmið og framkvæmd ytra mats grunnskóla

GÆÐASTARF Í GRUNNSKÓLUM. Viðmið og framkvæmd ytra mats grunnskóla GÆÐASTARF Í GRUNNSKÓLUM og framkvæmd ytra mats grunnskóla GÆÐASTARF Í GRUNNSKÓLUM og framkvæmd ytra mats grunnskóla ISBN 978-9979-0-??????? Ritstjóri: Þóra Björk Jónsdóttir Málfarsyfirlestur: Ingólfur

More information

2. Stefnur og hugmyndafræði sem hafa haft áhrif á listkennslu

2. Stefnur og hugmyndafræði sem hafa haft áhrif á listkennslu Ágrip Í þessari ritgerð, sem er lokaverkefnið mitt til B.Ed gráðu, mun ég fjalla um samvinnu á milli myndlistarskóla og grunnskóla. Í því samhengi mun ég skoða Billedskolen i Tvillingehallen og Myndlistarskólann

More information

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Svíþjóð - stjórnsýslan Þrjú formleg stjórnsýslustig Sveitarfélög, 290 talsins (Local level) Lén, 20 talsins (Regional level) Landsstjórn, 349 þingmenn (National

More information

Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll. Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands

Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll. Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands Yfirlit erindis Meginmarkmið og bakgrunnur Nokkrar skilgreiningar Rannsóknaraðferðir

More information

Aðalnámskrá leikskóla. (1999). Reykjavík: Menntamálaráðuneytið. Aðalnámskrá leikskóla. (2011). Reykjavík: Mennta- og menningarmálaráðuneytið.

Aðalnámskrá leikskóla. (1999). Reykjavík: Menntamálaráðuneytið. Aðalnámskrá leikskóla. (2011). Reykjavík: Mennta- og menningarmálaráðuneytið. Heimildaskrá Aðalnámskrá leikskóla. (1999). Reykjavík: Menntamálaráðuneytið. Aðalnámskrá leikskóla. (2011). Reykjavík: Mennta- og menningarmálaráðuneytið. Ásgarður. (á.á.). Saga skólans. Sótt þann 25.

More information

GÆÐASTARF Í GRUNNSKÓLUM. Viðmið og framkvæmd ytra mats grunnskóla

GÆÐASTARF Í GRUNNSKÓLUM. Viðmið og framkvæmd ytra mats grunnskóla GÆÐASTARF Í GRUNNSKÓLUM og framkvæmd ytra mats grunnskóla GÆÐASTARF Í GRUNNSKÓLUM og framkvæmd ytra mats grunnskóla ISBN 978-9979-0-2314-2 Ritstjóri: Þóra Björk Jónsdóttir Málfarsyfirlestur: Ingólfur Steinsson

More information

Horizon 2020 á Íslandi:

Horizon 2020 á Íslandi: Horizon 2020 á Íslandi: - Árangur Íslands í Horizon2020 - Hvernig getur Rannís veitt ykkur aðstoð? Kristmundur Þór Ólafsson Alþjóðasvið Rannís Landstengiliður (NCP) fyrir H2020 Hvað er H2020? Rammaáætlun

More information

GARÐASKÓLI VOR 2017 NÁM OG KENNSLA Í ENSKU Í 10.BEKK

GARÐASKÓLI VOR 2017 NÁM OG KENNSLA Í ENSKU Í 10.BEKK Janúar Febrúar ars Apríl aí Júní S Nýársdagur / Vika 1 1 1 1 Öskudagur L 1 1 Verkalýðsdagurinn F 1 Vorferðir 2 Skipulagsdagur F 2 F 2 S Vika 14 / Dagur barnab. 2 Þ 2 F 2 Vorferðir Þ 3 F 3 F Dagur stærðfræðinnar

More information

Tungumálatorgið - fræðin og veruleiki á vettvangi. Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir: kennsluráðgjafi og verkefnastjóri Tungumálatorgsins,

Tungumálatorgið - fræðin og veruleiki á vettvangi. Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir: kennsluráðgjafi og verkefnastjóri Tungumálatorgsins, Tungumálatorgið - fræðin og veruleiki á vettvangi Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir: kennsluráðgjafi og verkefnastjóri Tungumálatorgsins, tobba@hi.is Menntakvika 2013 Erindið Segja sögur Sýna myndir Setja í

More information

Könnunarverkefnið. Ljón. Þáttakenndur í Ljónaverkefninu. Rauði hópur. Haust 2009 Börn fædd 2005

Könnunarverkefnið. Ljón. Þáttakenndur í Ljónaverkefninu. Rauði hópur. Haust 2009 Börn fædd 2005 Könnunarverkefnið Ljón Þáttakenndur í Ljónaverkefninu Rauði hópur Haust 2009 Börn fædd 2005 Hópstjóri: Tatjana Lind Jónsson Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina

More information

LEIÐARVÍSIR UM ÞÁTTTÖKUNÁM (Service Learning)

LEIÐARVÍSIR UM ÞÁTTTÖKUNÁM (Service Learning) LEIÐARVÍSIR UM ÞÁTTTÖKUNÁM (Service Learning) Frásagnir úr námsferð fræðslustjóra með skólastjórum í Reykjavík, starfsmönnum Fræðslumiðstöðvar og fulltrúum úr fræðsluráði á ráðstefnu og í skólaheimsóknir

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

GARÐASKÓLI NÁMSÁÆTLUN Í ENSKU, 10.BEKKUR ENSKA 1023

GARÐASKÓLI NÁMSÁÆTLUN Í ENSKU, 10.BEKKUR ENSKA 1023 Lýsing á námi og kennslu í Garðaskóla er sett fram af kennurum til að koma á framfæri til nemenda markmiðum með þeim verkefnum sem unnin eru í skólanum. miðast við kröfur Aðalnámskrár grunnskóla. Hér er

More information

Ingvar Sigurgeirsson. Skólabragur sem geðrækt Heilsueflandi skólar Grand hótel, 2. september 2011

Ingvar Sigurgeirsson. Skólabragur sem geðrækt Heilsueflandi skólar Grand hótel, 2. september 2011 Ingvar Sigurgeirsson Skólabragur sem geðrækt Heilsueflandi skólar Grand hótel, 2. september 2011 details how school climate is associated with and / or promotes safety, healthy relationships, engaged learning

More information

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012 Nr. 28/32 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012 2013/EES/28/07 frá 8. júní 2012 um framkvæmdarreglur vegna beitingar 16. gr.

More information

Aðalnámskrá grunnskóla, hæfni og hæfnimiðað námsmat

Aðalnámskrá grunnskóla, hæfni og hæfnimiðað námsmat Aðalnámskrá grunnskóla, hæfni og hæfnimiðað námsmat Hæfnimiðað nám og námsmat Málþing í Brekkuskóla 12. ágúst 2016 Rúnar Sigþórsson prófessor kennaradeild HA OECD: Þrjú meginsvið hæfni 2 Sjálfstæði í persónulegum

More information

Starfsþróun eflir nemendamiðaða faglega forystu. (Professional Development for Student Centered Leadership) Lokaskýrsla Erasmus+ verkefnis

Starfsþróun eflir nemendamiðaða faglega forystu. (Professional Development for Student Centered Leadership) Lokaskýrsla Erasmus+ verkefnis Starfsþróun eflir nemendamiðaða faglega forystu (Professional Development for Student Centered Leadership) Lokaskýrsla Erasmus+ verkefnis 2017-2018 Menntaskólinn við Sund Project Summary The main elements

More information

Leiðbeinandi á vinnustað

Leiðbeinandi á vinnustað Work Mentor Leiðbeinandi á vinnustað Leonardo da Vinci, Transfer of Innovation verkefni sem VMA sótti um að stýra. Kynning maí 2011. Jóhannes Árnason 1 Work Mentor Leonardo da Vinci Transfer of Innovation

More information

Einstaklingsmunur og þróun læsis hjá fjögra til sjö ára börnum

Einstaklingsmunur og þróun læsis hjá fjögra til sjö ára börnum Menntavísindasvið Háskóla Íslands Grein birt 31. desember 2010 Freyja Birgisdóttir Einstaklingsmunur og þróun læsis hjá fjögra til sjö ára börnum Kynntar verða niðurstöður langtímarannsóknar á þroska,

More information

Skóli án aðgreiningar

Skóli án aðgreiningar Skóli án aðgreiningar Viðhorf sérkennara í grunnskólum til stefnunnar skóli án aðgreiningar Rannveig Klara Matthíasdóttir Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Skóli án aðgreiningar

More information

Hlutverk skólastjóra í menntun til sjálfbærni

Hlutverk skólastjóra í menntun til sjálfbærni Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2010 Auður Pálsdóttir og Allyson Macdonald Hlutverk skólastjóra í menntun til sjálfbærni Reynsla af þróunarstarfi í fjórum grunnskólum

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

ÆGIR til 2017

ÆGIR til 2017 ÆGIR3 2016 til 2017 Þríþraut Mikil þróun, sífellt betri árangur, fleiri og betri keppnir Íslandsmetið í Ironman féll tvisvar í sumar Norðurlandameistari kvenna í flokki 23 ára og yngri Þríþrautarsamband

More information

Greinabundin kennsla greinabundið nám í Hvassaleitisskóla

Greinabundin kennsla greinabundið nám í Hvassaleitisskóla SKÓLAÞRÓUNARSVIÐ KENNARADEILDAR HÁSKÓLANS Á AKUREYRI ÞINGVALLASTRÆTI 23 600 AKUREYRI Greinabundin kennsla greinabundið nám í Hvassaleitisskóla Mat á skólastarfi Birna María Svanbjörnsdóttir Jenný Gunnbjörnsdóttir

More information

SMIÐJUR Í NORÐLINGASKÓLA Samþætt nám í list- og verkgreinum, náttúrufræði og samfélagsgreinum í bekk

SMIÐJUR Í NORÐLINGASKÓLA Samþætt nám í list- og verkgreinum, náttúrufræði og samfélagsgreinum í bekk Ingvar Sigurgeirsson Ágúst Ólason Sif Vígþórsdóttir Áfangaskýrsla um þróunarverkefnið SMIÐJUR Í NORÐLINGASKÓLA Samþætt nám í list- og verkgreinum, náttúrufræði og samfélagsgreinum í 5. 10. bekk Efnisyfirlit

More information

Erindi. Skriða 9:.00 til 9:15 Setning ráðstefnu Hr. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands

Erindi. Skriða 9:.00 til 9:15 Setning ráðstefnu Hr. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands Erindi Skriða 9:.00 til 9:15 Setning ráðstefnu Hr. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands 9:15 til 10:15 Application of the Componential Model of Reading for Assessment and Intervention R. Malatesha Joshi,

More information

Listir og menning í Dalskóla Veturinn

Listir og menning í Dalskóla Veturinn Listir og menning í Dalskóla Veturinn 2011 2012 Lokaskýrsla til Sprotasjóðs Dalskóli veturinn 2011-2012 Listir og menning í Dalskóla Markmið: Að auka veg menningar og lista innan Dalskóla. Í vetur höfum

More information

Guðný Sigríður Ólafsdóttir

Guðný Sigríður Ólafsdóttir Upplýsingatækni og samvirkar aðferðir í læsiskennslu Gagnvirka rafbókin Gula sendibréfið Guðný Sigríður Ólafsdóttir Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Náms- og kennslufræði Upplýsingatækni og miðlun Upplýsingatækni

More information

UNGT FÓLK BEKKUR

UNGT FÓLK BEKKUR UNGT FÓLK 16 8.. BEKKUR Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun, heilsuhegðun, heilsuvísar, líðan og framtíðarsýn ungmenna í framhaldsskólum á Íslandi. ÆSKULÝÐSRANNSÓKNIR FRÁ 1992 Ungt fólk 16 Grunnskólar

More information

Lýðheilsa Heilsa í allar stefnur

Lýðheilsa Heilsa í allar stefnur Lýðheilsa Heilsa í allar stefnur Hvar standa Íslendingar í samanburði þjóða? Dagskrá: 14:30 Ávarp forsætisráðherra: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 14:45 Heilsa í allar stefnur: Health in All Policies reynsla

More information

Skóli án aðgreiningar og einstaklingsmiðað nám

Skóli án aðgreiningar og einstaklingsmiðað nám Skóli án aðgreiningar og einstaklingsmiðað nám Námsferð kennsluráðgjafa Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, Korpuskóla, Víkurskóla og Borgaskóla til New Brunswick 28. 31. október 2003 Ritstjórn: Ágústa Bárðardóttir

More information

Tengsl niðurstaðna á HLJÓM-2 við gengi á samræmdum prófum

Tengsl niðurstaðna á HLJÓM-2 við gengi á samræmdum prófum Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Sérrit Um læsi Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 07. september 016 Yfirlit greina Amalía Björnsdóttir, Jóhanna T. Einarsdóttir og Ingibjörg Símonardóttir.

More information

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Power Point leiðbeiningar Sjónarhorn View Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Outline view - Yfirlitshamur Hér er hægt að rita minnispunkta við hverja glæru fyrir þann sem

More information

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Sérfræðingur í persónurétti Yfirlit Stóra myndin Skyldur GDPR Aðlögunarferli Áskoranir og praktísk ráð 2 3 Yfirlit: Hvað er GDPR?» GDPR

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2011:1 27. maí 2011 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga frá sveitarfélögum árlega um fjárhagsaðstoð, félagslega heimaþjónustu

More information

Bekkjarnámskrá Grunnskóla Hornafjarðar bekkur

Bekkjarnámskrá Grunnskóla Hornafjarðar bekkur Bekkjarnámskrá Grunnskóla Hornafjarðar 2016 7. bekkur Efnisyfirlit Lykilhæfni... 3 Íslenska... 4 Stærðfræði... 11 Samfélagsgreinar... 15 Landafræði... 19 Saga... 19 Lífsleikni... 20 Náttúrufræði... 21

More information

Dagskrá Menntakviku 2018 Menntavísindasvið Háskóla Íslands v/stakkahlíð, 105 Reykjavík

Dagskrá Menntakviku 2018 Menntavísindasvið Háskóla Íslands v/stakkahlíð, 105 Reykjavík Dagskrá Menntakviku 2018 Menntavísindasvið Háskóla Íslands v/stakkahlíð, 105 Reykjavík Haltu í höndina á mér og ekki sleppa. Gefandi samskipti ungt fólk, foreldrar og vinir Stofa H-001 9:00 10:30 Rannsóknastofan

More information

Reykjavík, 30. apríl 2015

Reykjavík, 30. apríl 2015 Fagráð um símenntun og starfsþróun kennara Sigurjón Mýrdal formaður Sólrún Harðardóttir starfsmaður Námsmatsstofnun Borgartúni 7a 105 Reykjavík Reykjavík, 30. apríl 2015 Efni: Svör Kennarasambands Íslands

More information

Fjölbreyttir kennarahópar og fjölbreyttir nemendahópar

Fjölbreyttir kennarahópar og fjölbreyttir nemendahópar Fjölbreyttir kennarahópar og fjölbreyttir nemendahópar Hanna Ragnarsdóttir dósent Menntavísindasviði HÍ Menntakvika 22. okt. 2010 1 Skipulag erindis Alþjóðlega rannsóknaverkefnið Diverse Teachers for Diverse

More information

- Samvinna um tónlistarnám - Kennaralaun í alþjóðlegu samhengi - Something old, something new... Félagsfærni lærist ekki af sjálfu sér

- Samvinna um tónlistarnám - Kennaralaun í alþjóðlegu samhengi - Something old, something new... Félagsfærni lærist ekki af sjálfu sér Félagsfærni lærist ekki af sjálfu sér BLS 18 Spjaldtölvur í skólastarfi? BLS 32 3.TBL. 11.ÁRG. 2011 - Samvinna um tónlistarnám - Kennaralaun í alþjóðlegu samhengi - Something old, something new... VIÐ

More information

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 I GENERAL INFORMATION ABOUT THE SCHOOL 1. Describe the school and its surroundings very

More information

Málþroski, nám og sjálfsmynd

Málþroski, nám og sjálfsmynd Málþroski, nám og sjálfsmynd Stefanía Ólafsdóttir Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Málþroski, nám og sjálfsmynd Stefanía Ólafsdóttir Lokaverkefni til M.Ed.-prófs í sérkennslufræðum

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr. 54 8. árgangur

More information

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI ER ÍSLAND SPRUNGIÐ MEÐ 2,2 M FERÐAMANNA? TOP 10 ÞJÓÐGARÐAR Í BANDARÍKJUNUM 1. Great Smoky Mountains National Park

More information

Hvað er núll - slysastefna. Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins

Hvað er núll - slysastefna. Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins Hvað er núll - slysastefna Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins Markmið stjórenda núll slysasýn New trends in accident prevention due to the changing world of work European Agency for Safety

More information

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Þórólfur Guðnason yfirlæknir Sóttvarnalæknir, Embætti landlæknis Nóvember 2014 Gastegundir frá eldgosum >95% H 2 O, CO 2 SO 2

More information

Verkferlar í tengslum við fæðuofnæmi og fæðuóþol í leikskólum Reykjavíkurborgar

Verkferlar í tengslum við fæðuofnæmi og fæðuóþol í leikskólum Reykjavíkurborgar Verkferlar í tengslum við fæðuofnæmi og fæðuóþol í leikskólum Reykjavíkurborgar Aðalheiður Rán Þrastardóttir lýðheilsufræðingur, Fríða Rún Þórðardóttir 2 næringarráðgjafi og næringarfræðingur, Jóhanna

More information

Sæmundarskóli heildarmat á skólastarfi

Sæmundarskóli heildarmat á skólastarfi Sæmundarskóli heildarmat á skólastarfi Janúar 2014 Skóla og frístundasvið Reykjavíkur Ritstjóri: Birna Sigurjónsdóttir Ritun skýrslu og fylgiskjala: Birna Sigurjónsdóttir Guðrún Edda Bentsdóttir Hildur

More information

Skólanámskrá Waldorfskólans Sólstafa

Skólanámskrá Waldorfskólans Sólstafa Skólanámskrá Waldorfskólans Sólstafa Inngangur. Segja má að allt starf Waldorfskólans Sólstafa undirstriki mikilvægi þess að ná jafnvægi á milli þeirra þriggja mismunandi leiða sem manneskjan tengist heiminum;

More information

Valgreinar fyrir 8. bekk skólaárið

Valgreinar fyrir 8. bekk skólaárið Valgreinar fyrir 8. bekk skólaárið 2016-2017 1 Efnisyfirlit Kennslulýsingar... 3 Valgreinar utan skóla (félagsstörf eða sérskólanám)... 3 Valgreinar í Síðuskóla... 4 Bíó, bókmenntir og menning... 4 E-twinning...

More information