Skýrsla um starfsemi Rannsóknastofnunar landbúnaðarins

Size: px
Start display at page:

Download "Skýrsla um starfsemi Rannsóknastofnunar landbúnaðarins"

Transcription

1 Skýrsla um starfsemi Rannsóknastofnunar landbúnaðarins Efnisyfirlit Formáli 3 Starfsemi tilraunastöðvarinnar á Hesti 5 Binding kolefnis og kolefnisbúskapur landsins 11 Belgjurtir bjarga sér sjálfar 17 Plöntulíftækni á Íslandi 23 Helstu viðfangsefni 28 Útgáfa og upplýsingaþjónusta 34 Fjármál 35 Ritaskrá 36 Stjórn og starfsmenn 46 Aðsetur og rannsóknastaðir 48 Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Keldnaholti, 112 Reykjavík

2 Þann 21. júní 2001 var þess minnst að 100 ár voru liðin frá því að samfelldar tilraunir í jarðrækt hófust á Íslandi. Þorsteinn Tómasson, forstjóri Rannsóknastofnunar landbúnaðarins, flutti ávarp við afhjúpun minnisvarða af þessu tilefni. Minnisvarðinn er í Einarsgarði, gömlu Gróðrarstöðinni, við Hringbraut.

3 Formáli Miklar kröfur eru gerðar til íslensks landbúnaðar. Gæði, hollusta og öryggi afurðanna þarf að vera eins og best gerist. Meðferð búpenings og nýting náttúrulegra auðlinda verður að vera siðferðilega ásættanleg og sjálfbær. Bæta þarf framleiðni til þess að atvinnuvegurinn geti mætt aukinni samkeppni við innflutt matvæli. Samtímis eru bændur vörslumenn landsins og auðlinda þess og landbúnaðurinn er hluti af hefð okkar og menningu sem er mikilvæg undirstaða vaxandi ferðaiðnaðar. Starf Rannsóknastofnunar landbúnaðarins beinist að því að aðstoða landbúnaðinn við að mæta þessari áskorun. Atvinnuvegurinn er í örri þróun og tekur starfsemi stofnunarinnar mið af því. Lagður er traustur þekkingargrunnur fyrir þessar breytingar á mörgum fræðasviðum. Viðhald þekkingar er mikilvægur liður í starfseminni en ávallt er hugað að sóknarfærum í þróun vísindanna. Sú skýrsla fyrir árin 2000 og 2001 sem hér er kynnt er nokkuð breytt miðað við fyrri ársskýrslur. Auk þess að kynna hin fjölbreyttu verkefni stofnunarinnar er lögð sérleg áhersla á fjóra þætti starfseminnar. Sauðfjárræktarrannsóknir RALA á Hesti hafa skilað búgreininni miklum framförum og sannað gildi sitt. Urðu þar nokkur tímamót þegar Stefán Scheving Thorsteinsson lét af störfum sem tilraunastjóri í árslok 2001 að loknu farsælu og gifturíku starfi. RALA og Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri hafa sameinast um rekstur tilraunabúsins á Hesti og sauðfjárhald hefur verið lagt niður á Hvanneyri. Þróun þessi hefur mælst vel fyrir og aukið áhuga nemenda á verkefnum í þágu sauðfjárræktarinnar. Landnýtingar- og umhverfismál landbúnaðarins hafa verið umfangsmikil í starfi RALA frá upphafi. Rannsóknir á kolefnisbúskap íslenskra vistkerfa hafa fengið mikið vægi vegna þeirra miklu veðurfarsbreytinga sem hnattrænar loftslagsbreytingar kunna að valda. Vísindamenn RALA hafa verið virkir á þessum vettvangi frá upphafi enda skiptir þróun þessara mála landbúnaðinn miklu. Rannsóknir og kynbætur fóðurjurta hafa jafnan verið mikilvægar á RALA og hafa stóraukið ræktunaröryggi og uppskeru. Á síðustu árum hefur góður árangur í kornrækt vakið athygli en jafnframt hefur verið lögð mikil áhersla á að auka hlut belgjurta í íslenskri fóðuröflun. Þetta kallar á breytt vinnubrögð í jarðræktinni sem munu skila betra og ódýrara fóðri. Líftækni mun án nokkurs vafa valda straumhvörfum í ræktun nytjaplantna og búfjár. Mikil áhersla hefur verið lögð á uppbyggingu plöntulíftækni en þröngur fjárhagsrammi hefur sett þeirri þróun skorður. Með breytingu á lögum RALA hefur stofnuninni nú verið gert fært að starfa með öðrum í hlutafélögum. ORF-Líftækni ehf. er fyrsta fyrirtækið á þessum gundvelli. Fyrirtækið starfar í húsakynnum RALA á Keldnaholti, í nánu sambýli við aðra starfsemi stofnunarinnar, einkum á sviði jarðræktar. Til að geta staðið undir væntingum neytenda í vaxandi samkeppni verður landbúnaður á Íslandi að byggjast á vísindalegri þekkingu og öflugu þróunarstarfi. Þorsteinn Tómasson 3

4 Til þess að halda fengnum markaði, auka hann eða finna annan nýjan, er aðeins ein leið. Hún er sú, að uppfylla þær kröfur, sem kaupendur gera til kjötsins. Halldór Pálsson, 1937.

5 Starfsemi tilraunastöðvarinnar á Hesti Emma Eyþórsdóttir og Stefán Scheving Thorsteinsson Fjárræktarbúið á Hesti var stofnað árið Hlutverk búsins hefur frá upphafi verið að sinna alhliða tilraunastarfsemi í sauðfjárrækt, bæði varðandi kynbætur, fóðrun og meðferð sauðfjár. 5

6 Frumkvæði að stofnun fjárræktarbús kom frá dr. Halldóri Pálssyni, þáverandi forstjóra Búnaðardeildar Atvinnudeildar Háskóla Íslands. Dr. Halldór var brautryðjandi á sviði sauðfjárrannsókna á Íslandi og á fyrsta áratug starfseminnar á Hesti stóð hann og samstarfsmenn hans fyrir rannsóknum sem eru klassískar í íslenskri sauðfjárrækt. Þar má nefna tilraunir um viðnám gegn mæðiveiki sem voru fyrstu tilraunir sinnar tegundar, tilraunir með fang gimbra á fyrsta vetri, fengieldi og rannsóknir á notkun frjósemishormóna. Einnig voru gerðar viðamiklar tilraunir með notkun grænfóðurs til bötunar lamba og eru niðurstöður þeirra enn í fullu gildi. Heimsþekktar rannsóknir dr. Stefáns Aðalsteinssonar á litaerfðum sauðfjár voru sömuleiðis unnar á Hesti á árunum og hluti af viðamiklum beitartilraunum, sem gerðar voru víða um land á 8. áratugnum undir stjórn dr. Ólafs Guðmundssonar, var framkvæmdur á Hesti. Skipt var um fjárstofn á Hesti vegna mæðiveikinnar árið 1951 og var nýi fjárstofninn frá völdum búum á Vestfjörðum, meirihlutinn hyrndur. Fljótlega uppúr fjárskiptunum var mörkuð ræktunarstefna búsins, sem hefur verið haldið á lofti æ síðan, að rækta upp fjárstofn sem bæri af með tilliti til vöðvasöfnunar og kjötgæða. Kynbótastarfið hefur byggst á viðamiklum afkvæmarannsóknum sem hófust árið 1957 og hefur verið haldið áfram óslitið síðan. Afkvæmarannsóknirnar voru frá upphafi byggðar á nákvæmum mælingum á lifandi lömbum og skrokkum í sláturhúsi. Síðar hafa ómsjármælingar tekið við sem mæliaðferð að hluta til. Mælingarnar eru annars vegar útvortis mál sem lýsa lögun beinagrindarinnar og hins vegar þverskurðarmál sem sýna vöðva- og fituþroska lambsins. Frá upphafi og fram yfir 1980 var ræktunarmarkmiðið að bæta vaxtarlag með því að stytta legglengd og fá þannig fram þéttbyggt og holdamikið fé án þess að draga úr þunga. Um 1980 fór að bera á ákveðnum óskum neytenda um fituminni matvæli. Í framhaldi af því var aukin áhersla lögð á að draga úr fitusöfnun, samhliða úrvali fyrir þéttu vaxtarlagi og vöðvasöfnun. Þessi stefna dró fram í dagsljósið kynbótagripi sem 6

7 sameinuðu þessa eiginleika, þ.e. þykka vöðva og litla fitu. Þekktasti gripurinn með þessa eiginleika er hrúturinn Strammi, sem kom fram í afkvæmarannsókn 1984 og sýndi mikla yfirburði í vöðvavexti samfara lítilli fitusöfnun. Afkomendur Stramma hafa haft geysileg áhrif í ræktuninni á Hesti og áhrifa þeirra gætir í sauðfjárrækt bænda um allt land. Rannsóknir á eiginleikum Strammaættarinnar hafa leitt í ljós að gripir af þessari ætt skiptast í tvo flokka með tilliti til vöðva- og fitusöfnunar. Hluti gripanna býr yfir afburða eiginleikum til vöðvasöfnunar samfara lítilli fitu en aðrir hafa ekki sömu yfirburði. Hugmyndir hafa komið fram um að þarna sé um að ræða áhrif eins eða fárra erfðavísa sem hafi tiltölulega mikil áhrif á þessa eiginleika en ekki hefur tekist að staðfesta þá kenningu enn. Þegar litið er yfir starfsemina á Hesti yfir lengri tímabil er ljóst að mikill árangur hefur náðst í ræktunarstarfinu. Samantekt á niðurstöðum fyrir tímabilið sýnir verulegar erfðaframfarir í þeim eiginleikum sem mest áhersla var lögð á. Erfðaframfarir hafa orðið bæði í flatarmáli bakvöðva, sem er mælikvarði á vöðvasöfnun í skrokknum, og í minnkun fitu á síðu, sem er sömuleiðis nátengd fitumagni í skrokknum. Breytingar á fallþunga eru tiltölulega litlar en þó heldur upp á við, þannig að vefjahlutföll hafa breyst í átt að meiri vöðva og minni fitu við svipaðan fallþunga. Hörvi frá Hesti. Mestar framfarir voru á seinni hluta tímabilsins, sem sýnir áhrif Strammaættarinnar, sem fór að gæta upp úr 1985 en flestir þeir hrútar sem staðið hafa efst í afkvæmarannsóknum undanfarin ár eru ræktaðir út frá Stramma. Þessi ræktun hefur skilað sér beint til bænda í gegnum sæðingastöðvarnar en þangað hafa reglulega verið seldir kynbótahrútar sem hafa staðið efstir í afkvæmarannsóknunum. Síðast liðinn vetur voru 6 hrútar frá Hesti í notkun á sæðingastöðvunum og auk þess er töluverður hluti hrútastofnsins á stöðvunum kominn út af Hestshrútum í 2. og 3. ættlið. Erfðaframfarir í fituþykkt á síðu, í flatarmáli bakvöðva og fallþunga

8 Á undanförnum árum hafa ómsjármælingar gegnt vaxandi hlutverki í afkvæmarannsóknunum á Hesti og komið í stað þverskurðarmála á vöðvum og fitu. Fyrsta ómsjáin sem kom til landsins var keypt að Hesti árið 1990 og rannsóknir á notagildi aðferðarinnar stóðu yfir næstu árin. Mæliaðferðin byggist á því að nota hljóðbylgjur til að mæla vefjaþykkt á lifandi skepnum. Fljótlega kom í ljós að sterkt samhengi er milli ómmælinga á vöðva og fitu á lifandi lömbum og þverskurðarmála á hryggvöðva og fitu á hrygg á skrokkum. Ómsjáin hefur ótvíræða kosti fram yfir skrokkmælingarnar, bæði vegna þess að hægt er að mæla lifandi skepnur og nýta aðferðina beint við val til ásetnings og vegna þess að ómmælingar eru auðveldari og fyrirhafnarminni en mælingar á skrokkum í sláturhúsi. Ómmælingar hafa sannað gildi sitt og eru nú almennt notaðar við val ásetningshrúta hjá bændum og hafa sennilega náð meiri útbreiðslu hér en í nokkru öðru landi. Samhliða ræktunarstarfinu og afkvæmarannsóknum hafa verið gerðar margvíslegar tilraunir með fóðrun og meðferð sauðfjár á Hesti. Sem dæmi má nefna fóðurtilraunir, bæði með ær og gemlinga, svo sem notkun fiskimjöls á mismunandi tímum og tilraunir með rúningstíma sem áttu þátt í að haustrúningur var almennt tekinn upp hjá þorra sauðfjárbænda. Einnig hafa verið gerðar tilraunir með að flytja til burðartíma ánna, ýmsar athuganir á slátrun á mismunandi tímum, bæði að sumri og vetri og þannig mætti lengi telja. Sérfræðingar á RALA og fleiri stofnunum tóku þátt í stóru alþjóðlegu rannsóknaverkefni um gæði lambakjöts í sex Evrópulöndum (OVAX) á árunum og grundvöllur aðildar Íslands að því verkefni var m.a. rannsóknastarfsemin á Hesti. 8

9 Haustið 2000 var undirritaður samningur milli RALA og Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri um samstarf á svið rannsókna og kennslu í sauðfjárrækt. Í framhaldi af því voru sauðfjárbúin á Hvanneyri og Hesti sameinuð og öll starfsemi í sauðfjárrækt færð að Hesti. Öll verkleg kennsla í sauðfjárrækt fer nú fram á tilraunastöðinni á Hesti, bæði fyrir nemendur í reglulegu námi og á endurmenntunarnámskeiðum. Starfsmenn sem sinna rannsóknum og kennslu í sauðfjárrækt eru ráðnir sameiginlega af báðum stofnunum. Starfsemin á Hesti er því í nánum tengslum við Landbúnaðarháskólann og reynt er að tengja lokaverkefni nemenda í háskólanámi beint við þær rannsóknir sem í gangi eru hverju sinni. Í framhaldi af þessu hefur verið mörkuð stefna um átak í rannsóknum og þróun í sauðfjárrækt næstu árin í samvinnu við samtök sauðfjárbænda. Þar verður áhersla annars vegar lögð á áframhaldandi ræktun með tilliti til kjötgæða og hins vegar á dreifingu sláturtíma og mismunandi framleiðslukerfi miðað við aðstæður á hverju búi. Áformaðar eru m.a. tilraunir með beit á ræktað land og úthaga í heimalöndum þar sem stefnan er tekin á sumarslátrun og tilraunir með haustbötun á grænfóðri í samspili við innifóðrun fram eftir vetri og slátrun að vetri. Aðbúnaður og húsagerð er einnig ofarlega á baugi og verið er að prófa mismunandi gólfgerðir í fjárhúsum með tilliti til kostnaðar, vinnu við hirðingu og velferðar fjárins. Nú eru á Hesti um 600 fjár á vetrarfóðrum, að mestu í nýlegum fjárhúsum sem tekin voru í notkun árið Á Búnaðarþingi 2002 hlaut tilraunastöðin á Hesti landbúnaðarverðlaun landbúnaðarráðherra fyrir árangursríkt ræktunarstarf og rannsóknir í sauðfjárrækt um áratugi og tók Stefán Sch. Thorsteinsson, sem starfaði við Hestbúið í hartnær fjóra áratugi og var faglegur forstöðumaður þess öll hin síðari ár við verðlaununum fyrir hönd RALA. 9

10 Stærsti vandi okkar á nýrri öld er að taka að því er virðist fjarlæga hugmynd sjálfbæra þróun og gera hana að daglegum hlut í lífi manna um allan heim. Kofi Annan, 2001.

11 Binding kolefnis og kolefnisbúskapur landsins Ólafur Arnalds, Hlynur Óskarsson, Jón Guðmundsson og Grétar Guðbergsson Öll nýting íslenskrar náttúru skal byggja á haldgóðri þekkingu á auðlindunum og vera með þeim hætti að félagslegt, náttúrulegt og efnahagslegt umhverfi viðhaldist til frambúðar. 11

12 Eftir því sem styrkur gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu eykst hlýnar loftslag jarðar. Afleiðingarnar eru að hluta ófyrirséðar en geta haft örlagarík afdrif fyrir mörg landsvæði á jörðinni. Algengustu gróðurhúsalofttegundirnar eru kolefnissambönd á borð við CO 2 (koltvísýring) og CH 4 (metan), en önnur efnasambönd koma einnig við sögu, t.d. ýmis nitursambönd. Gerður hefur verið alþjóðlegur samningur um verndun loftslags, en starfsreglur samningsins eru jafnan kenndar við Kyoto í Japan. Loftslagssamningurinn kveður á um að þjóðir heims dragi úr losun gróðurhúsalofttegunda. Einnig er gert ráð fyrir aðgerðum með bindingu kolefnis í gróðri og jarðvegi til mótvægis við losun. Þar kemur til álita binding með skógrækt, landgræðslu eða breytingu í landnotkun. Skógrækt hefur verið viðurkennd mótvægisaðgerð allt frá byrjun samningsferilsins, en landgræðsla var viðurkennd mun síðar, m.a. fyrir tilstuðlan Íslands. Miklar kröfur eru gerðar af hálfu samningsins um á hvern hátt kolefnisuppsöfnun með landgræðslu og skógrækt er staðfest. Um heim allan fara nú fram viðamiklar rannsóknir í tengslum við loftslagsbreytingar. Reynt er að rýna í loftslagssögu jarðarinnar og rannsökuð er hringrás þeirra efna sem mynda gróðurhúsalofttegundir. Þar hafa sjónir beinst að kolefni í lífríkinu, en einnig jarðefnafræðilegri hringrás þess, m.a. við efnaveðrun. Þannig hafa skóglendi heimsins verið ítarlega rannsökuð, því þau geyma mikið kolefni, en einnig jarðvegur, og þá ekki síst hinn lífræni jarðvegur norðurslóða. Mikið magn lífrænna efna hefur safnast fyrir í jarðvegi á norðurslóðum vegna þess hve niðurbrot plöntuleifa er hægfara, m.a. sökum lágs hita. Jarðvegur heimskautasvæðanna er þess vegna mjög viðkvæmur fyrir hlýnun loftslags, sem gæti leitt til umtalsverðrar losunar á koltvísýringi út í andrúmsloftið. Á undanförnum árum höfum við tekið þátt í margvíslegum rannsóknum er tengjast hringrás kolefnis og bindingu þess í íslenskum vistkerfum eins og sést í eftirfarandi töflu. Sum þessara verkefna hafa verið hluti af stórum alþjóðlegum rannsóknum. Helstu innlendir samstarfsaðilar eru Landgræðsla ríkisins, Skógrækt ríkisins og landbúnaðarráðuneytið. Mælingar á kolefni í jarðvegi hafa verið gerðar í samvinnu við Efnagreiningar Keldnaholti. Verkefni Ár Viðfangsefni Euroflux Flæði koltvísýrings og vatns milli skógarvistkerfa og andrúmsloftsins og tengsl þess flæðis við helstu umhverfisþætti. Congas Kolefnisbúskapur mýrlendis; helstu áhrifaþættir og kvörðun flæðis. Mýrkol Könnun á gildi endurheimtar mýra til viðhalds kolefnisforða þeirra. Fjarkol Þróun reiknilíkans til að meta flæði koltvísýrings á stórum landsvæðum út frá einföldum umhverfisþáttum og fjarkönnunargögnum. Káragas 2001 Að meta áhrif fyrirhugaðs uppistöðulóns við Kárahnjúka á kolefnisbúskap. Átaksverkefnið Ákvarða bindingu kolefnis með landgræðslu og skógrækt. Kolefnisforði 1998 Ákvarða kolefnisforða í íslenskum vistkerfum. 12

13 Euroflux Verkefnið fór fram á árunum Það var samvinnuverkefni með þátttöku 17 aðila í 13 Evrópulöndum. Meginmarkmið þess var að kanna langtímabreytingar á flæði kolefnis og vatns í skógum. Mælingar á Íslandi fóru fram í asparskógi í Gunnarsholti á Rangárvöllum. Þar var notuð svonefnd iðuflæðisaðferð við mælingar á flæði koltvísýrings og vatns milli skógarins og andrúmsloftsins. Aðferðin krefst flókins tækjabúnaðar sem keyptur var til landsins til að sinna verkefninu, en búnaðurinn hefur gert kleift að koma á fót öðrum verkefnum á sviði kolefnisflæðis milli vistkerfa og andrúmsloftsins, s.s. Congas og Fjarkol. Fjölmargir umhverfisþættir sem hafa áhrif á flæði koltvísýrings og vatns voru mældir, samhliða flæðismælingunum. Niðurstöður koltvísýrings milli andrúmslofts annars vegar og jarðvegs og gróðurs mýra hins vegar. Niðurstöður gáfu skýra mynd af kolefnisbindingu íslensks mýrlendis og áhrifum hitastigs og raka þar á. Samanburður við evrópsk votlendissvæði leiddi í ljós að íslenskar mýrar binda meira kolefni yfir vaxtartímann en aftur á móti losa þær meira Mælingar á kolefnisflæði. Hluti reita er skyggður til að draga úr ljóstillífun. kolefni að vetri til. Metanlosun úr íslensku mýrlendi er yfirleitt minni en gerist erlendis við svipaðar aðstæður. rannsóknanna hafa birst í vísindagreinum í erlendum tímaritum og bók um þær er væntanleg. Það sem hvað mesta athygli hefur vakið er að niðurbrot kolefnis ræðst fyrst og fremst af framleiðslu lífmassa á hverju svæði, fremur en meðalhita svæðisins eins og almennt hefur verið talið. Congas Á árunum fóru fram umfangsmiklar rannsóknir á kolefnisbúskap mýrlendis á Vesturlandi. Um var að ræða evrópskt samstarfsverkefni, svonefnt Congas verkefni, sem styrkt var af fjórðu rammaáætlun Evrópusambandsins. Tilgangurinn var að kanna flæði metans og Mýrkol Þessar rannsóknir fóru fram á árunum Markmiðið var samanburður á kolefnishringrás í þrenns konar mýrlendi; óröskuðu, framræstu og endurheimtu. Vegna þess mikla magns kolefnis sem bundið er í mýrum skiptir svörun þeirra við væntanlegum loftslagsbreytingum verulegu máli. Skilningur á grunnferlum kolefnisbúskaps mýra er forsenda þess að geta spáð fyrir um svörun þeirra. Íslenskt mýrlendi er að stórum hluta framræst og rannsóknir sýna að við framræslu eykst heildarlosun gróðurhúsalofttegunda. Niðurstöður sýna glögglega afleiðingar framræslu fyrir kolefnisbúskap mýrlendis en jafnframt undirstrika þær gildi endurheimtar mýra til viðhalds kolefnisforða þeirra. Átak til bindingar kolefnis Árið 1995 ákvað ríkisstjórnin að auka bindingu gróðurhúsalofttegunda með landgræðslu og skógrækt. Stofnaður var rannsóknahópur á vegum RALA, Rannsóknastöðvar Skógræktar að Mógilsá, og Landgræðslu ríkisins. Hópurinn vann að viðamiklum rannsóknum á bindingu kolefnis í skóglendi, í jarðvegi og gróðri á landgræðslu- 13

14 Fjarkönnun/Fjarkol. svæðum. Sýnum var safnað á misgömlum landgræðslusvæðum og kolefni ákvarðað í gróðri og jarðvegi til að meta uppsöfnun þess. Metinn var breytileiki kolefnis til að ákvarða aðferðir við sýnatöku. Þróaðar voru sérstakar aðferðir fyrir mat á bindingu þess í jarðvegi landgræðslusvæða, m.a. aðferðir við mat á rúmþyngd jarðvegs. Niðurstöður sýna glögglega að binda má verulegt magn kolefnis í jarðvegi landgræðslusvæða á hagkvæman hátt. Það sem skilur landgræðslu- og skógræktaraðgerðir frá öðrum aðgerðum til að draga úr gróðurhúsaáhrifum er að um leið eru horfin landgæði og vistkerfi endurheimt. Binding kolefnis með skógrækt og landgræðslu kann að verða mikilvægur þáttur starfa á landsbyggðinni á komandi árum. Niðurstaða verkefnisins var m.a. sú að ríkisstjórnin náði markmiði sínu: að binda t meira af CO 2 árið 2000 en gert var með landgræðslu árið Þessar rannsóknir eru jafnframt forsenda gerðar áætlana um mótvægisaðgerðir af hálfu Íslands til að mæta skilmálum alþjóða loftslagssáttmálans. Fjarkol Æ meiri tækni er beitt við að ákvarða flæði gróðurhúsalofttegunda milli vistkerfa og andrúmslofts. Víða er stefnt að því að reyna að ákvarða slíkt ferli fyrir heilu þjóðlöndin. Við hófum nýverið rannsóknir á þessu sviði. Markmiðið er að þróa aðferðir til að segja fyrir um flæði koltvísýrings milli algengustu gróðurlenda og andrúmsloftsins. Til þess eru notaðar gervihnattamyndir og einfaldar mælingar á umhverfisþáttum sem stjórna þessu flæði. Gervihnattamyndir eru notaðar til að flokka gróðurlendi með tilliti til gróðurþekju. Flæði koltvísýrings er jafnframt mælt á jörðu niðri í þessum gróðurlendum í nokkur ár og ákvarðað hvernig hiti, raki, sólarljós og fleiri þættir hafa áhrif á flæðið. Mælingar á koltvísýringi eru annars vegar gerðar með iðuflæðismælingum og hins vegar er flæðið mælt með svonefndum klefamælingum. Þessi gögn verða notuð við að þróa reiknilíkan til að ákvarða kolefnisflæði gróðurlenda fyrir heil landsvæði út frá gervihnattamyndum. Kolefnisforði landsins Rannsóknir á kolefni í íslenskum vistkerfum gefa upplýsingar um hve mikið þessi kerfi geta bundið í framtíðinni og hve mikið gæti hugsanlega losnað við loftslagsbreytingar og jarðvegsrof. Alþjóðlegi loftslagssáttmálinn gerir beinlínis ráð fyrir að slíkar rannsóknir séu gerðar í hverju landi fyrir sig. Mælitæki í Fjarkolverkefninu. 14

15 Kolefnisforði í jarðvegi á Íslandi. Því voru hafnar rannsóknir til að: þróa bókhaldsaðferðir fyrir mat á bindingu kolefnis á Íslandi; meta magn kolefnis í íslenskum vistkerfum; meta náttúrulega uppsöfnun kolefnis í jarðvegi í nútíð og í sögulegu samhengi; kanna hvaða þættir ráða uppsöfnun kolefnis í íslenskum vistkerfum. Íslenskur jarðvegur er eldfjallajörð (Andosol) sem hefur að mörgu leyti sérstæða eiginleika. Þessir eiginleikar gera það að verkum að hann getur bundið mikið magn kolefnis. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því hve mikið er unnt að binda af kolefni með landgræðslu á Íslandi. Á undanförnum árum hefur verið unnið að gerð jarðvegskorts af Íslandi ( Jafnframt hafa eiginleikar helstu jarðvegsflokka verið rannsakaðir og kolefnismagn þeirra ákvarðað. Því hefur verið unnt að áætla gróflega hve mikið kolefni er bundið í íslenskum jarðvegi. Niðurstaðan er að um 2100 milljónir tonna kolefnis séu bundnar í jarðvegi á Íslandi. Til samanburðar má geta þess að áætlað er að losun kolefnis á Íslandi (sem koltvísýringur og aðrar gróðurhúsalofttegundir) sé um t á ári. Áætlaður forði kolefnis í íslenskum jarðvegi. Jarðvegsgerð C Svæði C / jarðvegsgerð (kg m 2 ) (km 2 ) (tonn 10 6 ) Brúnjörð 22, Blautjörð 46, Svartjörð 89, Mójörð 197, Melajörð 4, Sandjörð 2, Bergjörð 0, Tvíþátta: Frerajörð-blautjörð 46, Tvíþátta: Brúnjörð-blautjörð 34, Tvíþátta: Melajörð-sandjörð 3, Tvíþátta: Sandjörð-bergjörð 1, Heildarmagn kolefnis (tonn 10 6 )

16 Einfaldasta lausnin er venjulega besta lausnin á hverju máli og það verður vafalaust brotaminnst, ódýrast og öruggast að láta jurtirnar sjálfar vinna köfnunarefnisáburð úr loftinu, en það gera BELGJURTIRNAR. Ólafur Jónsson, 1939.

17 Belgjurtir bjarga sér sjálfar Áslaug Helgadóttir Belgjurtir geta gegnt mikilvægu hlutverki bæði í náttúrulegum samfélögum og í landbúnaði. Er það fyrst og fremst vegna þess að þær vinna nitur úr andrúmsloftinu með aðstoð rótarhnýðisbaktería. Þær þurfa ekki sjálfar á öllu nitrinu að halda og eru því áburðargjafar fyrir nágranna sína. Belgjurtir eru eftirsóttar til landgræðslu ekki síður en í hefðbundnum landbúnaði. 17

18 Má hafa gagn af íslenskum belgjurtum til landbóta? Hér á landi eru aðeins átta tegundir belgjurta sem telja má fullgilda þegna íslensku flórunnar. Hafa þær allar slitrótta útbreiðslu ef undan er skilinn hvítsmári sem finna má um allt land. Sennilega hafa þær flestar ef ekki allar borist hingað með landnámsmönnum. Belgjurtir hafa greinilega átt erfitt um vik að flytjast langan veg yfir Atlantshafið. Ekki er nóg að fræ berist á nýjan stað heldur þurfa niturnámsbakteríur að fylgja með eigi plantan að verða sjálfbjarga í nýjum heimkynnum. Verið er að hverfa frá því að græða upp land með tilbúnum áburði en í staðinn er lögð meiri áhersla á sjálfgræðslu lands. Þar gegna belgjurtirnar lykilhlutverki. Á síðustu árum hafa starfsmenn jarðræktarsviðs athugað hvort hægt sé að nýta íslenskar belgjurtir í landgræðslu. Í ljós hefur komið að þó nokkrar tegundir gætu nýst og má þar nefna gullkoll, baunagras, fuglaertur, umfeðming og hvítsmára. Að vísu eru þær allar viðkvæmar fyrir beit nema hvítsmárinn. Þær þarf því að rækta á friðuðu landi. Vegna þess hve fáar belgjurtategundir vaxa hér villtar höfum við einnig kannað hvort gagn megi hafa af tegundum af erlendum uppruna. Hér er þó rétt að fara fram með gát þar sem ekki er æskilegt að útlendar plöntutegundir verði of ágengar í íslenskum vistkerfum eins og raunin hefur orðið með alaskalúpínu við vissar aðstæður. Leitin Maríuskór. hefur þó borið þann árangur að við teljum rétt að skoða frekar blámjöltu (Astragalus norwegicus), fjallalykkju (Hedysarum alpinum) og maríuskó (Lotus corniculatus). Til þess að hægt sé að nýta belgjurtirnar í landbótum þarf að rækta þær til fræs. Þær eru flestar háðar skordýrum um frævun. Fáar skordýrategundir hér á landi ráða við að fræva þær ef frá eru taldar hunangsflugutegundir. Rannsóknir okkar hafa sýnt að hvítsmári, baunagras, gullkollur, giljaflækja og umfeðmingur eru hæf í frærækt. Baunagras. Hvítsmári. 18

19 Belgjurtir leika lykilhlutverk í sjálfbærum landbúnaði Kjarngott og ódýrt fóður er forsenda þess að framleiðsla búfjárafurða geti orðið hagkvæm hér á landi. Helsta sóknarfæri íslensks landbúnaðar um þessar mundir er fólgið í endurnýjun jarðræktar. Sú endurnýjun mun skila kjarnbetra fóðri í heild en nú er á boðstólum. Einn liður í þessu átaki er að nýta kosti fóðurbelgjurta. Með ræktun þeirra má lækka framleiðslukostnað, minnka umhverfisálag og fullnægja kröfum um heimaaflað próteinríkt fóður. Á liðnum árum höfum við kannað kosti þess að rækta bæði einærar og fjölærar fóðurbelgjurtir. Einærar belgjurtir Einærar belgjurtir eru yfirleitt ræktaðar til fræs í útlöndum en hér ná þær ekki þroska og því mætti nýta þær sem grænfóður. Við höfum komist að því að einærar lúpínur og ertur geta gefið góða uppskeru þegar vel tekst til. Þær þurfa hins vegar alúð í ræktun fremur en annað grænfóður. Þær verkast ágætlega í vothey sem slegið er á réttum tíma og gefa fóður á lítið hærra verði en annað grænfóður náist viðunandi uppskera. Einærar belgjurtir eiga þó sennilega helst framtíð fyrir sér í lífrænni ræktun. Fjölærar belgjurtir Belgjurtir eiga sennilega fyrst og fremst erindi í túnrækt. Ekki koma þar margar tegundir til greina. Alls staðar í kringum okkur eru rauðsmári og hvítsmári mikilvægustu tegundirnar. Því höfum við lagt mesta áherslu á að rannsaka þær. Hvorugar þessara tegunda hafa verið nýttar í landbúnaði hérlendis að marki fram að þessu. Má þar fyrst og fremst um kenna að ekki hefur verið til fræ af nægilega vetrarþolnum plöntum. Þó svo að tegundirnar séu um margt ólíkar gera þær sama gagn í búskapnum. Í fyrsta lagi verður fóðrið betra með því að rækta smára í blöndu með grasi. Í smára er töluvert meira af próteini og steinefnum en í grasi auk þess sem hann er auðnýttari. Þetta hefur í för með sér að skepnur éta meira af smára og af honum má fá meiri afurðir. Einær fóðurlúpína. 19

20 Belgjurtafræ smituð fyrir sáningu. Í öðru lagi dregur úr þörf fyrir tilbúinn N áburð. Nitur berst annað hvort í jarðveginn frá rotnandi plöntuleifum smárans eða það skilar sér aftur í jarðveginn með þvagi og saur frá skepnum sem beitt hefur verið á smárann. Einnig losnar umtalsvert magn af nitri þegar smáratún er plægt. Í smáratúni er niturnám nokkuð í réttu hlutfalli við hlutdeild smárans í sverðinum. Tilraunir okkar hafa leitt í ljós að áburðaráhrif smárans er á bilinu kg í flestum árum. Oft getur verið nauðsynlegt að láta niturnámsbakteríurnar fylgja með fræinu þegar sáð er. Þá er brýnt að velja rétt. Við höfum sýnt fram á að bakteríustofnar, sem seldir eru til smitunar á bæði rauðsmára og hvítsmára, geta verið misafkastamiklir á tegundunum. Einnig eru stofnar misjafnlega afkastamiklir í niturnámi við ólík jarðvegsskilyrði og jarðvegshita. fyrir sterkju og prótein sem hafa áhrif á vetrarþol og vöxt á vorin. Vaxtarlag hvítsmára gerir það að verkum að hann hentar fyrst og fremst til beitar. Landfræðilegur uppruni hefur mikil áhrif á útlitseinkenni hvítsmára. Eftir því sem norðar dregur eða hærra kemur og ræktunarskilyrði versna verða plönturnar lágvaxnari, blaðsmærri og smærurnar verða þynnri, þéttari og jafnframt langlífari. Hvítsmári frá norðlægum slóðum er því vetrarþolinn en uppskerurýr. Suðrænn hvítsmári er á hinn bóginn með stór blöð og gefur mikla uppskeru en skortir vetrarþol. Við erum nú að kynbæta norðlæga hvítsmárann með því að víxla honum við hvítsmára ættaðan frá suðlægum Hvítsmári gleður kýr á beit Vöxtur og viðgangur hvítsmára í túnum byggist á marggreinóttum jarðlægum stönglum sem kallast smærur. Smærurnar lifa einungis í ákveðinn tíma og fjölær vöxtur byggist því á stöðugri endurnýjun þeirra. Blöð, blóm, rætur og nýjar smærur myndast á liðamótum smæranna. Smærurnar lifa af veturinn og gegna lykilhlutverki bæði í endingu og uppskeru smárans. Þær eru einnig forðabúr Sáð í tilraunareiti. 20

21 Tilraun slegin og vegin. slóðum. Við gerum okkur vonir um að bæta þannig uppskeru hans án þess að fórna vetrarþoli. Tilraunir hafa sýnt að með ræktun hvítsmára frá Noregi megi ná viðunandi uppskeru í góðum sumrum. Hlutdeild smárans er þó breytileg bæði frá vori til hausts og frá ári til árs. Hann er því ekki nógu áreiðanlegur í ræktun og rýrir það nokkuð notagildi hans. Úr því er verið að bæta með frekari rannsóknum. enn laus við þá skaðvalda og sjúkdóma sem valda búsifjum í ræktun þar. Okkur hefur reynst best að rækta rauðsmára í blöndu með vallarfoxgrasi. Til þess að auka fóðurgæði enn frekar höfum við reynt að rækta rauðsmárann í blöndu með rýgresi og hávingli. Það hefur því miður gefist illa þar sem þessar grastegundir hafa ekki reynst nægilega vetrarþolnar. Rauðsmára er best að verka í vothey Rauðsmári er yfirleitt skammær og endist einungis fá ár í sverðinum. Hann myndar stakar plöntur og hefur öfluga stólparót. Út frá henni vaxa fínni hliðarrætur sem hýsa niturnámsbakteríur. Í upphafi myndast blaðhvirfing niður við jörð, síðan myndast allháir, uppréttir stönglar með blöðum og blómum. Stönglarnir eru einærir en plantan lifir veturinn af sem blaðhvirfing. Vaxtarlag rauðsmárans gerir það að verkum að hann hentar fyrst og fremst til sláttar. Tilraunir okkar hafa sýnt að meiri uppskeru má fá af rauðsmára en hvítsmára. Í einni tilraun náðist sambærileg uppskera við 20 kg N á hektara í sex ár og af vallarfoxgrastúni við fullan áburðarskammt, og var rauðsmárinn helmingur uppskerunnar. Athyglisvert er að vetrarþolinn rauðsmári hefur enst hér lengur en venja er í nágrannalöndunum. Skýringin er ugglaust sú að við erum 21

22 Plöntuerfðatækni kemur ekki í staðinn fyrir hefðbundnar kynbætur, heldur er öflug viðbót sem nýtist til að leita uppi fýsileg gen úr ólíkum lífverum sem hægt er að koma inn í genamengi úrvalsyrkja af nytjaplöntum miklu fyrr en ella. Norman E. Borlaug, 2000.

23 Plöntulíftækni á Íslandi Einar Mäntylä og Björn L. Örvar Hvað er plöntulíftækni? Mikilvægi plöntulíftækni. Hefðbundnar kynbætur og plöntulíftækni. Sameindaræktun. Áherslur í plöntulíftæknirannsóknum á vegum RALA. 23

24 Rannsóknastofnun landbúnaðarins hefur á undanförnum árum unnið að margvíslegu þróunarstarfi á sviði líftækni í samvinnu við Iðntæknistofnun. Lögð hefur verið áhersla á rannsóknir og þróunarstarf í plöntulíftækni þar sem uppbygging á þekkingu, aðstöðu og færni á þessu sviði er lögð til grundvallar. Þetta uppbyggingarstarf hefur skilað sér í Líftæknistofu Keldnaholti sem staðsett er í húsnæði RALA á Keldnaholti. Sér í lagi hefur verið reynt að hagnýta sér íslenskar aðstæður til að skapa varanlega sérstöðu innan þessarar ungu greinar en óblíð veðrátta, tegundafæð og erfið vaxtarskilyrði utan ræktunarreita veitir afgerandi sérstöðu í afmörkun og öryggi við ræktun erfðabættra plantna. Hvað er plöntulíftækni? Plöntulíftækni byggir á þeim framförum sem orðið hafa í sameindalíffræði síðustu tvo áratugina. Þessar framfarir hafa valdið byltingu í þekkingu á þroskunarfræði og lífeðlisfræði plantna, hvernig þær verjast sjúkdómum og ágangi skordýra, og aðlögun þeirra að umhverfinu. Plöntulíftæknina má nota Skemmdir á tóbaksplöntu í kjölfar loftmengunnar. hvort sem er í rannsóknaskyni sem skilað hefur fyrrgreindum framförum í plöntulíffræði, eða í hagnýtum tilgangi í kynbótaskyni. Tæknin byggist á því að fyrst er gen (erfðavísir), sem geymir upplýsingar um ákjósanlegan eiginleika einangrað úr lífveru sem skartar eftirsóttum eiginleika. Geninu er komið fyrir í svokallaðri genaferju sem notuð er til að ferja genið yfir í plöntufrumu. Ný planta fæst úr þessari frumu með vefjaræktun. Plantan notar síðan upplýsingarnar í geninu, sem nú er orðið hluti af litningum hennar, til að framleiða próteinið sem liggur að baki hinum eftirsóknarverða eiginleika. Með hefðbundnum kynbótum má koma nýja eiginleikanum fyrir í úrvalsyrki af plöntunni eða staðbundnum yrkjum sem aðlagaðar eru umhverfinu á hverjum stað. Mikilvægi plöntulíftækninnar Á undanförnum árum hefur vegur plöntulíftækninnar vaxið geysilega og hefur þessi tækni nú þegar haft mikil áhrif á hefðbundinn landbúnað, sérstaklega í N-Ameríku, með því að draga úr notkun eiturefna í landbúnaði og útskolun næringarefna úr jarðvegi. Miklar vonir eru bundnar við að með þessari tækni megi búa til ný plöntuafbrigði til ræktunar er þoli t.d. betur þurrk, háa seltu í jarðvegi eða kulda. Svæði sem í dag eru ónýtanleg í landbúnaði gætu þá nýst til ræktunar. Þetta myndi leiða til aukinnar uppskeru í heiminum, sérstaklega í þriðja heiminum, þar sem fólksfjölgunin er mest en akurlendi nú þegar þrautpínt. Ennfremur binda menn vonir við að auka megi næringargildi og hollustu mikilvægustu nytjaplantnanna, s.s. maís og hrísgrjóna. Bætt næringargildi fyrir tilstilli plöntulíftækni getur m.a. dregið úr ásókn í óspillta náttúru til ræktunar. Þetta eru meðal annars ástæður þess að fjölmargar alþjóðlegar stofnanir hafa í ályktunum og skýrslum sínum undanfarið hvatt til rannsókna í plöntulíftækni sem nýst gætu þróunarlöndunum. Meðal þessarra aðila má nefna International Food Policy Institute, FAO, Þróunaraðstoð SÞ og Umhverfisstofnun SÞ. Talið er að um 5,5 milljónir bænda í 13 löndum hafi ræktað yfir 50 milljón hektara af nytjaplöntum kynbættum með plöntulíftækni árið Af þeim eru um 4 milljónir efnalitlir bændur sem kjósa að spara sér kostnað við innkaup á eiturefnum og vinnu við úðun þeirra. Með plöntulíftækninni má einnig nýta plöntur til að framleiða ýmis verðmæt efni á ódýran hátt, sem í dag er varla hægt með öðrum hætti vegna kostnaðar. Flutningur framandi erfðaefnis sem ákvarðar eftirsóknarverða eiginleika úr öðrum lífverum í plöntur opnar því alveg nýja möguleika. 24

25 Að neðan eru talin helstu notkunarsvið plöntulíftækninnar í landbúnaði og matvælaframleiðslu. Rannsóknir á starfsemi plöntunnar Lífeðlisfræði s.s. ljóstillífun, næringarupptaka. Stjórnun genatjáningar. Mikilvægi stakra gena í starfsemi plöntunnar. Aukin nýtni næringarefna Glutamate dehydrogenase í maís (29% meiri uppskera). Bæta vatnsupptöku og vatnsbúskap. Draga úr vatnstapi með breyttri stjórnun á varaopum. Bætt næringargildi nytjaplantna Auka lýsín og tryptofan í korni eins og maís. Auka járninnihald sbr. hrísgrjón í Tælandi (ferritin, metallothionin-lík prótein). A-vitamin (ß-karotín; hin gullnu grjón ). Auka omega-3 fitusýrur í plöntuolíum. Plantan til hægri framleiðir verndandi tvísykru sem eykur þurrkþol plöntunnar. Hefðbundnar kynbætur og plöntulíftækni Talið er að hefðbundnar plöntukynbætur megi rekja nokkur þúsund ár aftur í tímann, þar sem ræktandinn velur að halda eftir útsæði af úrvals einstaklingum til þess að sá árið eftir. Á þessum langa tíma hafa komið fram á sjónarsviðið sífellt betri nytjastofnar sem leitt hafa til aukinnar og öruggari uppskeru fyrir fjölgandi mannkyn. Þrátt Gullnu grjónin Venjuleg hrísgrjón Aukið geymsluþol uppskeru Hægja á öldrun eftir uppskeru (dæmi flav tómaturinn). Bætt streituþol plantna gagnvart umhverfisþáttum Þol gegn lágu ph, dæmi maís í Mexíkó (yfirtjáir citrat synþasi sem eykur þol gegn Al- eitrun og bætir fosfat upptöku). Seltuþol. Þurrkþol. Kuldaþol. Þol gegn oxunarálagi (mjög almennt þol). Þol gegn vistvænum illgresislyfjum. Auka sjúkdómsþol plantna Þol gegn skordýrum (dæmi Bt-plöntur). Þol gegn sveppum. Þol gegn bakteríum. Þol gegn veirum (dæmi PRSV á Hawaii). Veiruþolin bólusett papayatré á Hawaii. Umhverfis þolnu trén eru venjuleg papayatré sem voru svo næm fyrir veirunni að hún var á góðri leið með að útrýma trjátegundinni af eyjunum. fyrir stórkostlegar framfarir í hefðbundnum plöntukynbótum, einkum á síðustu öld, eru nokkrir annmarkar á þessarri tækni. Helstu takmarkanir hefðbundinna kynbóta eru eftirfarandi: Hráefni (erfðaefni/gen) vantar, talið er að hámarksárangri með hefðbundnum plöntukynbótum hafi þegar verið náð í mörgum helstu nytjaplöntum mannkyns. Flest einkenni eru fjölgena. Óþekkt, jafnvel óæskilegt erfðaefni fylgir oftast með. Tekur mörg ár, jafnvel áratugi. 25

26 Í ljósi þessara takmarkana hafa menn alvarlega velt því fyrir sér hvort plöntulíftæknin geti komið hér til aðstoðar, en helstu kostir plöntulíftækninnar umfram hefðbundnar kynbætur eru: Nýr eiginleiki fæst mun hraðar. Hægt að nýta eiginleika (gen) úr ólíkum tegundum. Óþekkt erfðaefni fylgir ekki með, efnasamsetning gensins gjörþekkt, stóraukin nákvæmni í kynbótum. Hægt að stýra hvar eiginleikinn er tjáður t.d. í fræi, rótum, stöngli eða laufblöðum. Hægt að stýra hvenær eiginleikinn er tjáður eftir aldri eða við ákveðna efnameðferð. Sameindaræktun (Molecular pharming) Sameindaræktun felur í sér ræktun nýrra verðmæta í plöntum. Plöntur eru meðal fárra lífvera sem geta byggt upp lífmassa með því að breyta sólarorku í efnaorku. Með því að láta plöntur framleiða verðmætar stórsameindir eins og prótein eftir erfðafræðilegri forskrift genanna má nota sólarorkuna beint t.d. til lyfjaframleiðslu og uppsöfnunar verðmætanna í hentuga hluta plöntunnar, svo sem fræ. Með þessu móti má framleiða með ódýrum hætti umtalsvert magn af verðmætum próteinum og greiða þannig próteinyfjum leið á markað, en mikill skortur er á framleiðslugetu sérvirkra próteina í heiminum. Ýmsar útfærslur hafa verið reyndar erlendis og gefið Stærðargreining á DNA bútum með rafdrætti. Laufblöð af tóbaksplöntum skoðuð í útfjólubláu ljósi. Viðmið til vinstri, eftir loftmengun til hægri. góða raun, þrátt fyrir að þróunarstarfinu sé hvergi lokið. Hér væri því um að ræða nokkurs konar nútíma lyfjagrös, sem mætti uppskera og vinna verðmætin úr. Ýmsar próteinafurðir sem gætu verið framleiddar í plöntum Hormón (HGH). Blóðstorkuhindrar (hirudin). Ensím fyrir uppbótarmeðferð (replacement therapy). Vaxtarþættir (interoleukin/interferon). Einstofna mótefni. Bóluefni (mótefnisvakar). Áherslur í plöntulíftæknirannsóknum á vegum RALA Starfsemi Líftæknistofu Keldnaholti fór vel af stað enda er sú uppbygging aðstöðu sem hófst í ársbyrjun 2000 nú komin á lokastig. Lokið var við nýja og glæsilega ræktunaraðstöðu á Keldnaholti sem er forsenda tilrauna í plöntulíftækni. Ítarlegar athuganir sem vísindamenn Líftæknistofu hafa gert sýna að í sameindaræktun kann að felast afar spennandi tækifæri til nýsköpunar á Íslandi, þar sem efniviður, ræktunaraðstæður og umhverfið leggjast á eitt til að skapa einstakar og öruggari aðstæður til slíkrar starfsemi en víðast hvar annars staðar. Vísindamenn Líftæknistofu hafa unnið að rannsóknum og undirbúningi á útfærslu sem gæti stuðlað að slíkri nýsköpun í landbúnaði, úrvinnsluiðnaði og lyfjaframleiðslu hérlendis. 26

27 Á árinu 2001 voru innréttaðir ræktunarklefar á Keldnaholti fyrir ræktun á erfðabreyttum plöntum. Til að vinna mikilvæga grunnvinnu var lögð áhersla á að þróa aðferðir við vefjaræktun sem henti íslenskum úrvalsyrkjum af byggi sem eru afrakstur árangursríks kynbótastarfs RALA á undanförnum árum. Þetta hefur tekist framar vonum og árangur vefjaræktarstarfsins jafnast á við það besta sem þekkist í vefjaræktun þessarar korntegundar í heiminum. Samhliða vinnu við vefjaræktun var unnið að hönnun og smíði sérstakra genaferja sem í senn tryggja flutning valinna gena inn í plöntu og stýra virkni viðkomandi gens í plöntunni. Genaferjurnar miðast við að fá byggplöntuna til að safna upp afurð (próteini) hins nýja gens í ákveðinn stað í byggfræinu, en slík hnitmiðuð uppsöfnun er forsenda fyrir hagkvæmri sameindaræktun. Ræktun sérstakra plöntufrumulína í vökvarækt hófst til að kanna forsendur framleiðslu á verðmætum próteinum inni á rannsóknastofu í litlu magni en með skjótari hætti. Ekki er nóg að framleiða verðmæti í plöntum eða plöntufrumum, þau verður einnig að vinna úr hráefninu (uppskerunni). Því hefur verið hugað að hönnun einangrunarferla sem komið gætu að gagni á úrvinnslustigi slíkrar próteinframleiðslu í plöntum. Aðstaða til ítarlegra lífefnafræðirannsókna af þessu tagi er ekki fyrir hendi á RALA og hefur verið leitað til annarra rannsóknastofa og rannsóknastofnana um samstarf á þesssu sviði. Líftæknirannsóknir eru kostnaðarsamar og þrátt fyrir mikilvæga styrki frá Rannís varð fljótlega ljóst að rekstrarforminu yrði að breyta til að tryggja nauðsynlega eflingu rannsóknanna svo að fullreyna mætti þau áhugaverðu tækifæri sem felast í sameindaræktun hérlendis. Undirbúningur hófst að breyttu rekstrarformi undir merkjum nýs líftæknifyrirtækis ORF Líftækni ehf. Vefjaræktun er mikilvægur hluti plöntulíftækninnar. Hér má sjá fósturvísa úr byggfræjum eins íslensks byggyrkis verða að fullvaxta byggplöntum í hinu nýja ræktunarrými RALA. 27

28 Helstu viðfangsefni Ræktun Niturlosun úr lífrænum efnum (FP) Plöntuleifar, búfjáráburður og aðrar lífrænar leifar í jarðvegi hafa afgerandi áhrif á umsetningu kolefnis (C) og niturs (N) í jarðvegi. Þekking á umsetningu lífrænna leifa í jarðvegi er forsenda þess að unnt sé að meta áhrif hvers konar ræktunar- og landgræðsluaðgerða á nýtanleg N í jarðvegi, N-tap, virkni örvera og langtíma jafnvægi C í jarðvegi. Samhæfing framboðs á N úr lífrænum efnum jarðvegs og áburðarnotkunar er einnig háð því að kunnugt sé hvað ráði hraða og umfangi losunar N í jarðvegi, ekki síst úr plöntuleifum af mismunandi gerð. Verið er að kanna notagildi nær-innrauðrar mælitækni til þess að meta losun C og N úr plöntuleifum, hraða og magn, bæði við staðlaðar aðstæður hvað jarðveg, hita og raka varðar og við breytilegar aðstæður í jörðu. Kadmín í jarðvegi (BH) Kadmín er í hópi óæskilegra þungmálma sem geta borist inn í fæðukeðju mannsins. Það er ætíð til staðar í jarðveginum en er þar að auki óhjákvæmilegur fylgifiskur fosfóráburðar. Rannsóknir til að kanna styrk kadmíns í íslenskum jarðvegi hófust síðla árs Niðurstöður sýna að kadmín safnast fyrir í jarðvegi við stöðuga notkun fosfóráburðar en jafnframt eru vísbendingar um ákveðinn breytileika milli landshluta. Margt bendir til að kadmín í ræktuðu landi hér kunni að vera ívið hærra að meðaltali en í ræktuðu landi á hinum Norðurlöndunum. Þetta er þó ekki fullkannað. Langtímaáhrif áburðar (GÞ) Um miðja síðustu öld voru gerðar allmargar áburðartilraunir þar sem skoðuð voru áhrif vaxandi skammta af áburði á uppskerumagn. Nokkrar þessara tilrauna eru enn við líði í þeim tilgangi að meta langtímaáhrif áburðar á jarðveg og gróðurfar. Þessar tilraunir eru á Sámsstöðum í Fljótshlíð, Geitasandi á Rangárvöllum, Akureyri og Skriðuklaustri. Lokaúttekt hefur verið gerð á tilrauninni á Skriðuklaustri og hinar munu verða skoðaðar á næstu árum. Ræktunartilraunir fóðurgrasa (HB) Vallarfoxgras hefur reynst hvað öruggast í ræktun hérlendis jafnframt því að vera í fremstu röð hvað varðar gæði. Nokkur áhersla hefur þó verið lögð á tilraunir með aðrar grastegundir, hreinar eða í blöndu með vallarfoxgrasi, sem geti hentað betur við sérstakar aðstæður og jafnvel gefið ennþá betra fóður. Til prófunar eru ný íslensk yrki af vallarsveifgrasi og háliðagrasi og ný erlend yrki af fjölæru rýgresi og hávingli sem þykja vænleg til ræktunar hér á landi. Leitast er við að prófa ný yrki af fóðurgrösum, sem koma á markað erlendis. Nýlokið er tilraunum með samanburð yrkja af einæru rýgresi. Samvinna hefur verið við granna okkar í Færeyjum og á Grænlandi um vissa þætti þessara rannsókna. Kornrækt (JH) Reynd voru flest þau byggyrki sem voru á markaði í grannlöndunum. Haldið var áfram við að kynbæta bygg til að fella það að íslensku náttúrufari. Sáðkorn af íslensku byggi varð söluvara. Fundin var áburðarþörf byggs og leystur margs konar vandi við ræktun þess hérlendis, bæði tæknilegur og fræðilegur. Auk þess voru reynd vetrarafbrigði annarra korntegunda en byggs við takmarkaðan árangur. Ræktun fóðurbelgjurta (ÁH) Aflað hefur verið upplýsinga um hvernig standa skuli að ræktun og nýtingu fóðurbelgjurta. Ræktun einærra fóðurbelgjurta fylgir viss áhætta en hún getur borgað sig, einkum í lífrænni ræktun. Óhætt er að mæla með ræktun rauðsmára við reglulega endurræktun. Hvítsmári getur verið gjöful beitarplanta. Hins vegar þarf enn að auka uppskeru hans og bæta vetrarþol. Gerðar hafa verið rannsóknir á niturnámi ólíkra stofna rótarhnýðisbaktería. Þeir þurfa að vera afkastamiklir við okkar jarðvegsskilyrði. 28

29 Efna- og eðliseiginleikar rúlluheys (ÞS) Verkefninu lauk 2001 með útgáfu Fjölrits RALA nr. 209, þar sem teknar voru saman niðurstöður innlendra rannsókna á verkun votheys í rúllum. Þessar rannsóknir hafa aukið þekkingu okkar á því hvernig best er að verka og ganga frá rúlluböggum þannig að þeir haldi sem best fóðrunarvirði sínu. Að auki sýndu rannsóknirnar að vothey í rúlluböggum verkast að ýmsu leyti á annan hátt en sambærilegt vothey í stærri geymslum. Skaðvaldar í landbúnaði (HS) Unnið hefur verið að rannsóknum á nýjum ryðsveppum á ösp og víði. Einnig var gerð könnun á rótarsjúkdómum á korni og gerðar voru tilraunir með úðun til varnar gegn nýjum blaðflekkssjúkdómi á byggi. Jarðvegslíf í túnum og smitleiðir riðu (BEG) Í samvinnu við Tilraunastöð Háskólans á Keldum og erlenda aðila var unnið að rannsóknum á dreifileiðum riðu. Hlutverk okkar var að rannsaka hvort mítlar í túnum gætu átt þátt í að dreifa riðusmiti. Tilraun var gerð með flutning ánamaðka í mýrartún á Möðruvöllum. Sá flutningur bar ekki árangur, en ekki er vitað hvers vegna ánamaðkarnir dafna ekki þrátt fyrir mikla frjósemi. Unnið var að uppgjöri á umfangsmiklum eldri gögnum um yfirborðsdýr. Mygluspá (TG) Árlega er fylgst með skilyrðum fyrir kartöflumyglu og byggt á veðurgögnum frá sjálfvirkri veðurstöð í Þykkvabæ. Tilkynnt er með dreifibréfi og um síma þegar tímabært er að hefja fyrirbyggjandi úðunaraðgerðir. Skaðvaldar í gróðurhúsum (SÓ) Haustið 2001 tókst að útrýma gangaflugunni (Liriomyza huidobrensis) úr íslenskum gróðurhúsum en hún fannst fyrst haustið Næst verður reynt að útrýma blómakögurvængjunni (Frankliniella occidentalis) en hún finnst í um tug garðyrkjustöðva er rækta skrautjurtir. Innlendar úthagategundir (JG) Undanfarin ár hefur verið unnið með úthagaplöntur með tilliti til nýtingar í tengslum við uppgræðslu og til að auka fjölbreytileika gróðurs þar sem talin er þörf á. Frærækt innlendra belgjurtategunda hefur verið reynd með tilraunavinnu, svo og sáning þeirra og útplöntun. Fræsöfnun og fræverkun víðifræs hefur og verið rannsökuð. Hafa skapast möguleikar á að reyna nýtingu innlends úthagafræs við uppgræðslu raskaðra svæða og verður það gert á næstu árum. Hringrot (SÓ) Árlega eru tekin kartöflusýni hjá þeim ræktendum sem hafa leyfi til sölu útsæðis og leitað að hringrotssmiti. Hringrot er bakteríusjúkdómur sem dreifist með útsæðinu. Haustið 2001 fannst smit hjá einum ræktanda af 35 og missir hann leyfi til sölu útsæðis. Frostþolsprófun á erfðabreyttri Arabidopsis (BÖ) Arabidopsis thaliana plantan hefur mikið verið notuð í plöntuerfðatækni enda býr hún yfir einstökum eiginleikum er nýtast vel í sameindalíffræðilegum rannsóknum í plöntum. Dehýdrín-kuldagenið cas30, klónað úr alfalfa 29

30 plöntunni, var ferjað yfir í Arabidopsis í þeim tilgangi að kanna áhrif þessa sérvirka kuldagens á frostþol plantna. Fjöldi erfðabreyttra plantna var skimaður fyrir hárri tjáningu á þessu geni. Skimunin leiddi í ljós nokkrar erfðabreyttar línur er tjá bæði genið og próteinið í miklum mæli við 25 C. Genið er því mjög athyglisvert í rannsóknum á því hvort auka megi frostþol með einu eða nokkrum ferjuðum genum en mikill áhugi er fyrir því að auka frostþol í mörgum nytjaplöntum. Frostþol þessara plantna verður síðan prófað með ýmsum aðferðum. Gullauga-smiðja (EM) Með tilkomu plöntuerfðatækninnar hafa opnast nýjar leiðir til að auka umhverfisþol og uppskeru nytjaplantna í hefðbundnum landbúnaði. Með bættri tækni hafa ennfremur opnast möguleikar á því að nota plöntur sem tæki til framleiðslu á lífefnum eins og próteinum, sem erfitt er að framleiða með öðrum hætti og eru þ.a.l. mjög dýr í framleiðslu eða ófáanleg. Genið fyrir viðkomandi prótein er þá flutt yfir í plöntuna sem síðan sér um að framleiða próteinið í stórum stíl, t.d. í fræi (korn) eða hnýði (kartöflur). Ræktun af þessu tagi kallast sameindaræktun og er að ryðja sér til rúms víða erlendis. Eitt erfiðasta vandamálið sem fylgir þessari tækni er vefjaræktunin, þ.e. að geta framleitt heilbrigða plöntu úr örsmáum frumuklasa sem búið er að ferja hið nýja gen í. Þróuð hefur verið aðferð til að vefjarækta Gullauga-kartöflur þannig að það henti vel í plöntuerfðatækni af þessu tagi. Ef vel tekst til opnast hér dyr að nýjum tækifærum í landbúnaði og iðnaði. Búfé Meltanleiki fiskafóðurs (ÞEP) Bornar eru saman mismunandi aðferðir við mælingar á áti og meltanleika fóðurs hjá bleikju í þeim tilgangi að bæta aðferðafræði við slíkar rannsóknir. Mjöltegundir í bleikjufóðri (ÞEP) Markmið verkefnisins er að bera saman át hjá laxfiskum (bleikju og laxi) á fóðri sem gert er úr mjöli unnu úr mismunandi hráefni með ólíkum vinnsluaðferðum. Niðurstöður mælast í vexti fiskanna og meltanleika fóðursins. Möguleg áhrif stakra erfðavísa á vöxt og kynþroska eldisbleikju (ÞEP) Gögn úr kynbótastarfi með eldisbleikju í Svíþjóð og á Íslandi voru greind með tilliti til breytileika innan fjölskyldna og milli þeirra í þeim tilgangi að meta líkur á áhrifum mikilvirkra erfðavísa (major genes). Hluti af Evrópuverkefni sem stýrt er frá Hólaskóla. Erfðamörk í sauðfé á norðurslóðum (EE) Samanburður á sauðfjárstofnum á Norðurlöndum og í Eystrasaltslöndunum með tilliti til fjölbreytni í DNA örtunglagenum, DNA í hvatberum og framleiðslu- og útlitseiginleika. Niðurstöður munu gefa til kynna fjölbreytni stofnanna og nýtast við ákvarðanatöku um verndun þeirra. Samnorrænt verkefni. Fallþungi og fita (SST) Samanburður á vöðva- og fitusöfnun og vexti hrútlamba í afkvæmahópum eftir sumarbeit á afrétti annars vegar og á ræktuðu landi hins vegar. Kannað var samspil feðra, fallþunga, fitustigs og vaxtarlagsflokkunar, þ.e. metið hvort aukinn fallþungi hafi ólík áhrif á flokkun lamba undan mismunandi feðrum. Fóðurmatskerfi byggt á hermilíkönum (JS) Árið 2001 hófst vinna við þriggja ára samnorrænt verkefni um fóðurmatskerfi með notkun hermilíkana. Um er að ræða framhald eldra verkefnis um þróun hermilíkans (Karoline) af áti, meltingu og uppsogun næringarefna hjá mjólkurkú. Það líkan hermir þá ferla sem því var ætlað í upphafi og er nákvæmni allgóð. Nú er verið að þróa líkanið áfram, þannig að það taki einnig til efnaskipta skepnunnar og geti þar með spáð fyrir um afurðamyndun (mjólk, mjólkurefni, þungabreytingar) út frá upplýsingum um eiginleika fóðursins og skepnunnar. Þar með væri kominn grunnur að algerlega nýjum aðferðum við fóðurmat fyrir mjólkurkýr, mun nákvæmari en þeim sem hingað til hafa verið notaðar. Við gerð fóðurmatskerfisins er einnig stuðst við niðurstöður úr prófunum á reiknilíkönum með íslenskum gögnum, sem gerðar voru , til að nota við leiðbeiningar með núverandi fóðurmatskerfum. 30

31 Vatnsheldni svínakjöts (BB) Markmið rannsóknarinnar var að auka gæði svínakjöts. Ferill dýrs frá svínabúi í sláturhús og síðan skrokks frá sláturhúsi í kjötvinnslu var kortlagður. Ýmsar mælingar voru gerðar til að meta kjötgæðin, m.a. mælingar á vökvatapi, sýrustigi og lit kjötsins. Kannaðir voru umhverfisog erfðaþættir sem gætu haft áhrif á vatnsheldni kjötsins, en sá eiginleiki hefur mikil áhrif á gæði bæði fersks kjöts og unninna kjötvara. Þekkt er að kynbætur, sem taka mið af aukinni vöðvafyllingu, valda breytingum á vöðvasamsetningu sem geta leitt til aukins vökvataps úr svínakjöti. Samkvæmt mælingum reyndist umhverfið vera stærsti áhrifaþáttur á kjötgæðin. Niðurstöðurnar verða nýttar til að bæta vinnsluferlið. Áætlað er að gefa út bækling fyrir bændur, starfsfólk sláturhúsa og kjötvinnslna um meðferð sláturdýra og skrokka. Í öðrum lið eru gerðar erfðafræðilegar rannsóknir á mjólkurefnum þar sem greindar eru arfgerðir einstakra osta- og mysupróteina í mjólk hjá dætrum nauta sem ýmist gefa hátt, lágt eða meðalhátt próteinhlutfall í mjólk. Að lokum eru fóður- og lífeðlisfræðilegar rannsóknir, bæði í vambarhermi og með mjólkurkýr, þar sem skilgreindir eru ýmsir þættir sem hafa áhrif á magn og gerð próteina í mjólk. Bútækni og bústjórn Búvélaprófanir (GE, HÞ) Tilgangur búvélaprófana er að fá úr því skorið hversu hinar ýmsu gerðir búvéla hæfa við hérlendar aðstæður. Efnisþættir: formlegar búvélaprófanir, mælingar hjá bændum, söfnun einkennisstærða frá framleiðendum/umboðsmönnum inn á upplýsingavefinn og í handbækur. Húsagerðir við mjólkurframleiðslu (EB) Leitað hagkvæmra byggingagerða og skipulags húsakosts við mjólkurframleiðslu. Efnisþættir: stofn- og rekstrarkostnaður álitlegra byggingagerða, náttúruleg loftræsting, meðhöndlun og geymslutækni við búfjáráburð, mjaltatækni. Tækni við gróffóðrun (US) Rannsóknir á gjafatækni í fjósum. Viðfangsefni: gjafagrindur (stuttir fóðurgangar) í samanburði við hefðbundna fóðurganga. Efnisþættir: kostnaður, atferlisrannsóknir, vinna, fóðurnýting, stjórnun á fóðri. Prótein í mjólk (BLÓ) Samstarfsverkefni þar sem markmiðið er að kanna helstu erfða-, fóðrunar- og umhverfisþætti sem hafa áhrif á efnasamsetningu og vinnslueiginleika kúamjólkur. Sömuleiðis að mynda grundvöll að þekkingu á eiginleikum íslenskrar kúamjólkur svo hægt sé að bera hana saman við erlenda mjólk ef til samkeppni kemur á innlendum eða erlendum mörkuðum. Verkefnið skiptist upp í þrjá megin þætti. Í fyrsta þætti skal kanna hjá kúabændum hverjar hafa verið helstu breytingar á fóðuröflun, fóðrun og notkun nauta til undaneldis á undanförnum árum, sem kynnu að hafa haft í för með sér lækkun á próteini í mjólk og óhagstætt hlutfall milli próteins og fitu. Tækni við beitarstjórnun og landnýtingu (GE) Að rannsaka notagildi og endingu rafgirðinga. Efnisþættir: prófanir á girðingarefni og spennugjöfum. Þróun staðla við frágang og úttektarleiðbeiningar. Aðlaga útfærslu að ólíkum þörfum búrekstrar, skógræktar, landgræðslu og veggirðinga. Skýrsluhald búrekstrar (ÞS) Langtímaverkefni sem byggir á skýrsluhaldi og skráningu upplýsinga á kúabúinu á Möðruvöllum. Veðurfar í lofti og láði er skráð. Gerð er ítarleg túnabók fyrir hverja spildu þar sem skráðar eru dagsetningar, áburðarmagn, uppskera, efnainnihald uppskerunnar, efnainnihald jarðvegs, jarðvegsgerð, gróðurfar og gróðurfarsbreytingar. 31

32 Einnig er beitarferill á ræktuðu landi skráður og beitaruppskera áætluð. Í nautgriparæktinni er skráning samkvæmt hefðbundnu skýrsluhaldi, en auk þess er skráð dagleg fóðurnotkun, mjólkurnotkun o.fl. Skýrsluhaldið gefur mikilvægar upplýsingar um næringarefnabúskap kúabúa, nýtingu einstakra næringarefna og fóðurnýtni. Matvæli Kjöt (ÓÞH) Rannsakaðir voru eiginleikar kindakjöts og möguleikar á úrvinnslu. Rannsóknirnar beindust einkum að vöðvaþráðum í kindakjöti. Meðal annars er unnið að verkefni um gerð vöðvaþráða og meyrni íslensks lambakjöts. Aflað var þekkingar á gerð, magni og hlutfalli mismunandi gerða vöðvaþráða í íslenskum lömbum og kannað hvort þessi atriði hafa áhrif á sýrustig, lit og meyrni kjöts. Þegar hafa komið fram athyglisverðar niðurstöður sem hugsanlega skýra hvers vegna íslenskt lambakjöt er það meyrasta í Evrópu. Grænmeti (VNG) Lokið var við verkefni sem miðaði að því að bæta gæði grænmetis á íslenskum markaði. Að þessu var unnið með mælingum á geymsluskilyrðum, mælingum á nítrati og uppbyggingu þekkingar á geymslu og pökkun grænmetis. Útbúnar voru flokkunarreglur um gæðaflokkun grænmetis sem notaðar voru í handbókinni Íslenskar flokkunarreglur fyrir grænmeti. Þessar reglur eru orðnar viðmiðun í viðskiptum með grænmeti. Unnin var úttekt á gerlum í íslensku og innfluttu grænmeti. Mjólk (ÓR) Unnið var við úttekt á aðskotaefnum í íslenskri mjólk. Athugunin beindist að lífrænum klórsamböndum, blýi, kvikasilfri, kadmíni, arseni, sesíni-137 (geislavirkt efni), sveppaeitri og nítrati. Mat var lagt á hreinleika íslenskra mjólkurvara og nauðsynlegra gagna aflað fyrir framleiðendur og neytendur. Hreinleiki matvæla (ÓR) Markmið verkefnisins var að gera gögn um hreinleika afurðanna aðgengileg þannig að hægt væri að byggja á þeim markvisst sölu- og kynningarstarf. Byrjað var á því að fara yfir gögn um ólífræn snefilefni og var ítarleg umfjöllun gefin út í Fjölriti RALA nr Skrifuð var grein á ensku um ólífræn snefilefni í lifur og nýrum íslenskra lamba. Að lokum var gefin út skýrslan Yfirlit um aðskotaefni í íslenskum landbúnaðarafurðum, þar sem getið er allra greina og skýrslna sem vitað var um og fjalla um aðskotaefni í íslenskum landbúnaðarafurðum og íslenskar rannsóknaniðurstöður eru bornar saman við erlendar. Gagnagrunnur um efnainnihald matvæla (ÓR) Unnið var að endurskoðun Íslenska gagnagrunnsins um efnainnihald matvæla (ÍSGEM) vegna landskönnunar Manneldisráðs á mataræði Íslendinga. Matarvefurinn ( var tekinn í notkun og geta nú allir sem hafa aðgang að Netinu reiknað næringarefnin í matnum sem þeir borða og metið hollustu eigin fæðis. Umhverfi Kolefni (ÓA, HÓ, JG, GG) Helstu verkefnum á sviði kolefnisbindingar og kolefnisbúskapar er lýst í grein á bls. 11. Nytjaland (ÓA) Heildarmarkmiðið er að mynda ítarlega upplýsingaveitu fyrir auðlindir landsins í dreifbýli. Safnað er upplýsingum um bújarðir landsins og þær skráðar í samræmdan gagnagrunn. Þessar upplýsingar taka til landkosta, svo sem gróðurs, ástands landsins, landamerkja, landslags og stærðar helstu landeininga. Gagnagrunnurinn, ásamt öðrum upplýsingum um jarðir og búskap, myndi Jarðabók Íslands. Verklag byggir á 32

33 nútímalegum aðferðum þar sem gervihnattamyndir og tölvutækni eru notuð til að flokka landið, jafnframt því sem jarðamörkum fyrir allar jarðir landsins er safnað í gagnagrunn. Verkefninu fylgir uppbygging á tækjabúnaði fyrir landupplýsingar, fjarkönnun og landgreiningu, gerð gagnagrunna, auk faglegrar vinnu er lýtur að flokkun og mati á landinu. Góð samvinna er við aðrar stofnanir sem safna landupplýsingum. Samstarfssamningur er milli Landmælinga Íslands og Nytjalands um gagnkvæm skipti á gögnum til hagsbóta fyrir báða aðila. Mat á rofhættu við fyrirhugað Hálslón (ÓA) Hluti heildarumhverfismats vegna fyrirhugaðs Hálslóns. Gerð var úttekt á jarðvegsgerðum svæðisins, magni hugsanlegs rofefnis, eiginleikum sandfoks á svæðinu og niðurstöðurnar notaðar við gerð líkans sem spáir fyrir um rofhættu á svæðinu. Vegalagning og votlendi (HÓ) Þjónustuverkefni fyrir Vegagerð ríkisins þar sem könnuð eru langtímaáhrif vegalagninga á votlendisvistkerfi. Settir hafa verið upp rannsóknareitir í tengslum við nýlega vegalagningu á Vesturlandi, en einnig hefur verkefnið byggst á því að gera úttekt á gróðurfari við eldri vegstæði. Vistfræði alaskalúpínu (BM) Unnið var að úrvinnslu á gögnum um gróðurbreytingar í gömlum lúpínubreiðum frá 15 svæðum á landinu. Niðurstöður voru birtar í Fjölriti RALA nr Landsvirkjun vistfræði (BM) Gróðurúttektir á virkjunarsvæðum voru unnar fyrir Landsvirkjun, eins og undanfarin ár. Að þessu sinni var unnið að úttektum vegna Búðarhálsvirkjunar, Skaftárveitu og haldið var áfram vinnu við Blöndulón. Plöntur túndrunnar (BM) Haldið var áfram rannsóknum á tilraunasvæðunum á Auðkúluheiði og á Þingvöllum vegna þessa alþjóðlega verkefnis sem fjallar um áhrif loftslagsbreytinga á gróður túndru og fjallasvæða. Gróður var endurmældur á báðum svæðum árið 2000 og gögnin lögð inn í sameiginlega úrvinnslu frá mörgum sambærilegum svæðum á norðurhjara. Umhverfismat í Grændal og við Kröflu (JG, HS) Gerðar voru gróðurathuganir vegna umhverfismats í tengslum við orkuframkvæmdir. Þjónusta Gæðaprófanir á sáðvöru (ÞS) Í fræstofu á Möðruvöllum er unnið að gæðaprófunum á sáðvöru fyrir ýmsa aðila. Aðallega er spírun fræs ákvörðuð en einnig er hreinleiki sýna metinn m.t.t. rusls og annars fræs. Árlega eru um fræsýni prófuð. Frostþolsprófanir (BEG) Í kalstofu á Möðruvöllum eru gerðar svell- og frostþolsprófanir á grösum og trjám. Fóðurefnagreiningar (TE) Þjónusturannsóknir þar sem meltanleiki er mældur í sýnum af gróffóðri. Einnig er mælt prótein og meginsteinefnin kalsíum, fosfór, magnesíum, kalíum og natríum, auk sýrustigs í gerjuðu fóðri. Í niðurstöðum er bæði gefið upp efnamagn miðað við þurrefni og svo reiknað í kg fóðurs miðað við mælt þurrefni í hverju sýni. Mæling á meltanleika próteins hjá mink (BLÓ) Þjónustuverkefni þar sem gæði á fiskimjöli og fiskafóðri eru mæld. Minkar eru notaðir til að áætla meltanleika próteins hjá laxfiskum. Kaupendur á hágæða fiskimjöli til fiskeldis gera kröfur um að mæling á meltanleika próteins hjá minkum sé hluti af mati á gæðum fiskimjöls. Þessar rannsóknir gefa mjölframleiðendum möguleika á að bæta og þróa sína vöru. Notaðir eru fullvaxnir högnar og tekur ferillinn með efnagreiningum um 3 vikur. Jarðvegsefnagreiningar (BH, BJV) Mælt er sýrustig, fosfór og kalí í jarðvegi vegna áburðarleiðbeininga fyrir einstaka bændur og aðra ræktendur. Fyrir ylræktarbændur er auk þess mælt köfnunarefni og salt. Plöntueftirlit (SÓ) Markmið þess er að hindra að nýir sjúkdómar eða meindýr berist til landsins sem valdið gætu tjóni á innlendri plönturæktun og að hefta frekari útbreiðslu nýrra og hættulegra skaðvalda sem þegar eru komnir og vinna að útrýmingu þeirra teljist það mögulegt. 33

34 Útgáfa og upplýsingaþjónusta Búvísindi Búvísindi birta fræðilegar greinar um landbúnað og skyld efni. Að þeim standa auk Rannsóknastofnunar landbúnaðarins (RALA), Bændasamtök Íslands (BÍ), Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri (LBH), Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins, Tilraunastöð Háskólans í meinafræði og Veiðimálastofnun. Efnisval miðast við viðfangsefni þessara stofnana. Búvísindi 13/00 Búvísindi 14/01 8 greinar innlendra höfunda. 10 greinar erlendra og innlendra höfunda. Fjölrit RALA Nr Gæði grænmetis á íslenskum markaði Valur Norðri Gunnlaugsson og Ólafur Reykdal. Nr Skýrsla um starfsemi Rannsóknastofnunar landbúnaðarins Ritstj. Guðrún Pálsdóttir og Þórdís Anna Kristjánsdóttir. Nr Ólífræn snefilefni í landbúnaðarafurðum. Ólafur Reykdal, Arngrímur Thorlacius, Guðjón Atli Auðunsson og Laufey Steingrímsdóttir. Nr Jarðræktarrannsóknir Ritstj. Hólmgeir Björnsson og Þórdís Anna Kristjánsdóttir. Nr Growth, development and nutritional value of grass species and varieties cultivated in Greenland, Iceland and the Faroe Islands Guðni Þorvaldsson, Peder T. Haahr og Kenneth Høegh. Nr Gróðurframvinda í lúpínubreiðum. (Vegetation succession in areas colonized by the introduced Nootka lupin (Lupinus nootkatensis) in Iceland). Borgþór Magnússon, Sigurður H. Magnússon og Bjarni Diðrik Sigurðsson. Nr Jarðræktarrannsóknir Ritstj. Hólmgeir Björnsson og Þórdís Anna Kristjánsdóttir. Nr Efna- og eðliseiginleikar votheys í rúlluböggum. Þóroddur Sveinsson, Bjarni E. Guðleifsson og Jóhann Örlygsson. Rit Ráðunautafundar Ráðunautafundur um rannsóknir í landbúnaði og skyld efni er haldinn árlega. Að honum standa RALA, LBH, og BÍ. Samhliða kemur út hefti með erindum fundarins. Ráðunautafundur síður. Meginefni; Gæðastýring, fóður og Evrópuverkefni um lambakjöt. Ráðunautafundur síður. Meginefni; Hlutverk landbúnaðar í byrjun nýrrar aldar. Öll erindin eru aðgengileg í greinasafninu á Nytjaplöntur á Íslandi Kemur út árlega í byrjun árs. Í ritinu eru skráðar tegundir og yrki, sem mælt er með til ræktunar á Íslandi í landbúnaði, uppgræðslu og garðyrkju, þ.m.t. grasflatir. Að útgáfunni standa auk RALA, BÍ, LBH og Garðyrkjuskóli ríkisins. Bókasafn Bókasafnið þjónar fyrst og fremst starfsmönnum RALA og því rannsóknastarfi sem þar fer fram hverju sinni. Safnkosturinn miðast við það. Gögn safnins eru skráð í gagnagrunninn METRAbók sem er aðgengilegur á heimasíðu stofnunarinnar. Öllum er heimilt að leita upplýsinga og heimilda á safninu en gögn þess eru ekki til útláns. Árlega er afgreiddur fjöldi millisafnalána, ljósrita úr gögnum safnsins og eintaka af ritum stofnunarinnar. Heimasíður og Á heimasíðunni er hægt að nálgast upplýsingar um starfsemi stofnunarinnar og starfsmenn, ásamt netföngum þeirra. Almennar fyrirspurnir er hægt að senda á netfangið rala@rala.is. Rannsóknastofnun landbúnaðarins og sex aðrar stofnanir og skólar standa að upplýsingavef um íslenskan landbúnað Þar er meðal annars að finna greinasafn með fullum texta úr Fjölritum RALA, Búvísindum, Ráðunautafundum og fleiri ritum, ásamt fréttum og dagbók yfir viðburði sem á döfinni eru í landbúnaði. 34

35 Fjármál Þann 1. janúar 1998 komu til framkvæmda ný lög um uppbyggingu ríkisreiknings og fjárlaga. Hluti sértekna stofnunarinnar taldist á árunum til ríkistekna í þessari nýju framsetningu en birtist síðan sem aukið ríkisframlag. Á árinu 2001 var uppgjörsformi ríkisbókhalds breytt og koma nú þessir liðir sérstaklega fram sem Markaðar tekjur (eftirlitsgjald af innflutningi plantna) og Aðrar rekstrartekjur (að mestu landleiga og fjármagnstekjur). Rekstrarreikningur millj. kr. millj. kr. Gjöld Launagjöld 194,0 212,7 Vörukaup 25,3 29,9 Þjónusta 67,1 75,0 Ýmislegt 5,0 4,3 Eignakaup 22,4 17,5 Tilfærslur 12,2-2,4 Samtals gjöld 326,0 337,0 Helstu innlendir styrktar- og samstarfsaðilar - Áform, átaksverkefni - Bændasamtök Íslands - Framleiðnisjóður landbúnaðarins - Hólaskóli - Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri - Landbúnaðarráðuneytið - Landgræðsla ríkisins - Landsvirkjun - Rannsóknarráð Íslands - Skógrækt ríkisins - Vegagerð ríkisins Helstu erlendir styrktar- og samstarfsaðilar - Evrópusambandið - NORA (Nordisk Atlantsamarbejde) - Norræni genbankinn Tekjur Rekstur 168,4 173,4 Viðhald 4,0 4,0 Tækjakaup 3,7 3,7 Stofnkostnaður 1,3 1,3 Fjárlög alls 177,4 182,4 Sértekjur 143,2 140,7 Markaðar tekjur - 10,7 Aðrar rekstrartekjur - 4,9 Samtals tekjur 320,6 338,7 Afkoma ársins 5,4 1,7 Samtals 326,0 337,0 Sundurliðun sértekna Seld þjónusta 42,4 48,7 Leigutekjur o.fl. 5,2 6,2 Sala eigna o.fl. 1,9 5,6 Fjármunatekjur 3,8 4,0 Innlendir styrkir 58,2 48,6 Erlend framlög 9,1 2,8 Vörusala 19,3 20,5 Ýmsar tekjur 3,3 4,3 Samtals 143,2 140,7 35

36 Ritaskrá Alþjóðlegt ritrýnt efni Wachendorf, M., R.P. Collins, J. Connolly, A. Elgersma, M. Fothergill, B.E. Frankow-Lindberg, A. Ghesquiere, A. Guckert, M.P. Guinchard, Áslaug Helgadóttir, A. Lüscher, T. Nolan, P. Nykänen-Kurki, J. Nösberger, G. Parente, S. Puzio, I. Rhodes, C. Robin, A. Ryan, B. Stäheli, S. Stoffel og F. Taube, Overwintering of Trifolium repens L. and succeeding spring growth: Results from a COST 814 Common Protocol carried out at twelve European sites. Annals of Botany 88 (Special Issue): Wachendorf, M., R.P. Collins, A. Elgersma, M. Fothergill, B.E. Frankow-Lindberg, A. Ghesquiere, A. Guckert, M.P. Guinchard, Áslaug Helgadóttir, A. Lüscher, T. Nolan, P. Nykänen-Kurki, J. Nösberger, G. Parente, S. Puzio, I. Rhodes, C. Robin, A. Ryan, B. Stäheli, S. Stoffel, F. Taube og J. Connolly, Overwintering and growing season dynamics of Trifolium repens L. in mixture with Lolium perenne L.: A model approach to plant-environment interactions. Annals of Botany 88 (Special Issue): Collins, R.P., Áslaug Helgadóttir, M. Fothergill og I. Rhodes, Variation amongst survivor populations of white clover collected from sites across Europe: Morphological and reproductive traits. Annals of Botany 88 (Special Issue): Áslaug Helgadóttir, Arild Larsen, Petter Marum, Hugo Fritsen, Eva Lindvall og Eero Miettinen, Prebreeding of red clover (Trifolium pratense L.) for northern areas. Acta Agriculturae Scandinavica, Sect. B - Soil and Plant Science 50: Áslaug Helgadóttir, Sigríður Dalmannsdóttir og R.P. Collins, Adaptational changes in white clover populations selected under marginal conditions. Annals of Botany 88 (Special Issue): Kantanen, Juha, Ingrid Olsaker, Klaus Brusgaard, Emma Eyþórsdóttir, Lars-Erik Holm, Sigbjørn Lien, Birgitta Danell og Stefán Aðalsteinsson, Frequencies of genes for coat colour and horns in Nordic cattle breeds. Genetics Selection Evolution 32: Kantanen, J., I. Olsaker, L.-E. Holm, S. Lien, J. Vilkki, K. Brusgaard, Emma Eyþórsdóttir, B. Danell og Stefán Aðalsteinsson, Genetic diversity and population structure of 20 north European cattle breeds. Journal of Heredity 91(6): Grétar H. Harðarson, Is the modern high potential dairy cow suitable for organic farming conditions? Acta Veterinaria Scandinavica. Supplementum 95: Kirchmann, H. og Guðni Þorvaldsson, Challenging targets for future agriculture. European Journal of Agronomy 12: Guðmundur Halldórsson, Halldór Sverrisson, Guðríður G. Eyjólfsdóttir og Edda S. Oddsdóttir, Ectomycorrhizae reduce damage to Russian larch by Otiorhyncus larvae. Scandinavian Journal of Forest Research 15: Rhoades, C., Hlynur Óskarsson og D. Binkley, Alder (Alnus crispa) effects on soils in ecosystems of the Agashashok River valley, northwest Alaska. Ecoscience 8(1): Svenning M.M., Jón Guðmundsson, I.-L. Fagelri og P. Leinonen, Competition for nodule occupancy between strains of Rhizobium leguminosarum biovar trifolii and its influence on plant production. Annals of Botany 88: Janssens, I.A., H. Lankreijer, G. Matteucci, A.S. Kowalski, N. Buchmann, D. Epron, K. Pilegaard, W. Kutsch, B. Longdoz, T. Grunwald, L. Montagnani, S. Dore, C. Rebmann, E.J. Moors, A. Grelle, U. Rannik, K. Morgenstern, S. Oltchev, R. Clement, Jón Guðmundsson, S. Minerbi, P. Berbigier, A. Ibrom, J. Moncrieff, M. Aubinet, C. Bernhofer, N.O. Jensen, T. Vesala, A. Granier, E.D. Schulze, A. Lindroth, A.J. Dolman, P.G. Jarvis, R. Ceulemans og R. Valentini, Productivity overshadows temperature in determining soil and ecosystem respiration across European forests. Global change biology 7 (3): Valentini, R., G. Matteucci, A.J. Dolman, E.D. Schulze, C. Rebmann, E.J. Moors, A. Granier, P. Gross, N.O. Jensen, K. Pilegaard, A. Lindroth, A. Grelle, C. Bernhofer, T. Grunwald, M. Aubinet, R. Ceulemans, A.S. Kowalski, T. Vesala, U. Rannik, P. Berbigier, D. Loustau, Jón Guðmundsson, Halldór Þorgeirsson, A. Ibrom, K. Morgenstern, R. Clement, J. Moncrieff, L. Montagnani, S. Minerbi og P.G. Jarvis, Respiration as the main determinant of carbon balance in European forests. Nature 404 (6780): Jarvis, P.G., A.J. Dolman, E.D. Schulze, G. Matteucci, A.S. Kowalski, R. Ceulemans, C. Rebmann, E.J. Moors, A. Granier, P. Gross, N.O. Jensen, K. Pilegaard, A. Lindroth, A. Grelle, C. Bernhofer, T. Grunwald, M. Aubinet, T. Vesala, U. Rannik, P. Berbigier, D. Loustau, 36

37 Jón Guðmundsson, A. Ibrom, K. Morgenstern, R. Clement, J. Moncrieff, L. Montagnani, S. Minerbi og R. Valentini, Carbon balance gradient in European forests: should we doubt 'surprising' results? A reply to Piovesan and Adams. Journal of vegetation science 12(1): Ólafur Arnalds og Steve Archer (ritstj.), Rangeland Desertification. Dordrecht, Kluwer Academic Publishers, 209 bls. Ólafur Arnalds og Steve Archer, Introduction Í: Rangeland Desertification (ritstj. Ólafur Arnalds og Steve Archer). Dordrecht, Kluwer Academic Publishers, bls Ólafur Arnalds, Desertification, an appeal for a broader perspective. Í: Rangeland Desertification (ritstj. Ólafur Arnalds og Steve Archer). Dordrecht, Kluwer Academic Publishers, bls Ólafur Arnalds, Ása L. Aradóttir og Grétar Guðbergsson, Organic carbon sequestration by restoration of degraded areas in Iceland. Í: Agricultural Practices and Policies for Carbon Sequestration in Soil (ritstj. R. Lal [et al.]). New York, Lewis Publishers, CRC Press, bls Ólafur Arnalds, The Icelandic rofabard soil erosion features. Earth Surface Processes and Landforms 25: Ólafur Arnalds og J. Kimble, Andisols of Deserts in Iceland. Soil Science Society of America Journal 65: Ólafur Arnalds, Fanney Ósk Gísladóttir og Hjalti Sigurjónsson, Sandy deserts of Iceland: an overview. Journal of Arid Environments 47: Ása Aradóttir og Ólafur Arnalds, Ecosystem degradation and restoration of birch woodlands in Iceland. Í: Nordic Mountain Birch Systems (ritstj. F.E. Wielgolaski) Man and the Biosphere Series Vol. 27, London, Paris and Parthenon Publishing Group, bls Ólafur Arnalds, Elín Fjóla Þórarinsdóttir, Sigmar Metúsalemsson, Ásgeir Jónsson, Einar Grétarsson og Arnór Árnason, Soil Erosion in Iceland. Reykjavík, Landgræðsla ríkisins og Rannsóknastofnun landbúnaðarins, 121 bls. Ólafur Reykdal og Arngrímur Thorlacíus, Cadmium, mercury, iron, copper, manganese and zinc in livers and kidneys of Icelandic lambs. Food Additives and Contaminants 18 (11): Sigríður Dalmannsdóttir, Áslaug Helgadóttir og Bjarni E. Guðleifsson, Fatty acid and sugar content in white clover in relation to frost tolerance and iceencasement tolerance. Annals of Botany 88 (Special Issue): Sigurgeir Ólafsson og Arne Hermansen, Outbreak of potato late blight and first report of mating type A2 and metalaxyl resistance of Phytophthora infestans in Iceland. Plant Disease 85: 559. Þuríður E. Pétursdóttir, Influence of feeding frequency on growth and size dispersion in Arctic charr Salvelinus alpinus (L.). Aquaculture Research 33(7): Útdrættir og fagrit Áslaug Helgadóttir, Opening address at the 20 th Anniversary of the Nordic Gene Bank. Sveriges Utsädesförenings Tidskrift 109: Wachendorf, M., R.P. Collins, J. Connolly, A. Elgersma, M. Fothergill, B.E. Frankow-Lindberg, A. Ghesquiere, A. Guckert, M.P. Guinchard, Áslaug Helgadóttir, A. Lüscher, T. Nolan, P. Nykänen-Kurki, J. Nösberger, G. Parente, S. Puzio, I. Rhodes, C. Robin, A. Ryan, B. Stäheli, S. Stoffel og F. Taube, A model approach to white clover summer dynamics at twelve European sites. Í: Grassland Farming. Balancing environmental and economic demands. (ritstj. K. Søegaard [et al.]), Holstebro, Rounborgs grafiske hus, bls Áslaug Helgadóttir, Petter Marum og Rosemary P. Collins, Breeding white clover cultivars for northern marginal conditions. Í: COST Action 814, Crop Development for Cool and Wet Regions of Europe. Achievements and future prospects. Proceedings of the final conference held at Pordenone, Italy,10-13 May 2000 (ritstj. G. Parente og J. Frame), European Communities, bls Áslaug Helgadóttir, Þórdís A. Kristjánsdóttir, Sigríður Dalmannsdóttir og Jónatan Hermannsson, The effect of companion grasses on the establishment of white clover in a northern environment. Í: COST Action 814, Crop Development for Cool and Wet Regions of Europe. Achievements and future prospects. Proceedings of the final conference held at Pordenone, Italy,10 13 May 2000 (ritstj. G. Parente og J. Frame), European Communities, bls Collins, Rosemary P., Áslaug Helgadóttir og Ian Rhodes, The effect of stolon morphology on the winter survival of white clover in a cool climate. Í: COST Action 814, Crop Development for Cool and Wet Regions of Europe. Achievements and future prospects. Proceedings of the final conference held at Pordenone, Italy,10 13 May 2000 (ritstj. G. Parente og J. Frame), European Communities, bls

38 Collins, Rosemary P., Michael Fothergill, Áslaug Helgadóttir og Ian Rhodes, The spring growth of survivor populations of white clover cv. AberHerald collected in northern Europe. Í: COST Action 814, Crop Development for Cool and Wet Regions of Europe. Achievements and future prospects. Proceedings of the final conference held at Pordenone, Italy, May 2000 (ritstj. G. Parente og J. Frame), European Communities, bls Eggert Freyr Guðjónsson og Áslaug Helgadóttir, Domestication of perennial lupines for northern regions. Í: Lupin, an ancient crop for the new millenium. Proceedings of the 9 th International Lupin Conference, Klink/Müritz, June, 1999 (ritstj. E. van Santen [et al.]), International Lupin Association, Canterbury, New Zealand, bls Áslaug Helgadóttir, Styrelseberättelse. Nordiska Genbanken. Verksamhetsberättelse 1999, bls Berglind Orradóttir, Áslaug Helgadóttir og Jón Guðmundsson, Val á innlendum og erlendum belgjurtategundum til landgræðslu (Evaluation of indigenous and exotic perennial legumes for use in land reclamation in Iceland). Búvísindi 13: Áslaug Helgadóttir, Anpasning af rødkløver til Nordens nordlige områder. Nordiska Genbanken. Verksamhetsberättelse 1999, bls Áslaug Helgadóttir, The agricultural potential of white and red clover in Iceland. Clover in Northern Areas A workshop and a postgraduate course, November 2001, Umeå, Sweden (útdráttur). Áslaug Helgadóttir, Quality legume-based forage systems for contrasting environments COST Action 852. Clover in Northern Areas A workshop and a postgraduate course, November 2001, Umeå, Sweden (útdráttur). Áslaug Helgadóttir, The role of introduced plant material for sustainable development agriculture in northern areas. 4 th Circumpolar Agricultural Association Conference, Akureyri, August 2001 (útdráttur). Áslaug Helgadóttir og Jónatan Hermannsson, Ræktun fóðurs í framtíðinni. Ráðunautafundur 2001: Áslaug Helgadóttir, Kynbætur hvítsmára fyrir norðlægar slóðir. Ráðunautafundur 2001: Áslaug Helgadóttir, Sigríður Dalmannsdóttir, R.P. Collins og M. Abberton, Unsaturated fatty acid analysis a tool in white clover breeding for improved cold hardiness. XVIth Eucarpia Congress: Plant Breeding Sustaining the Future, September 2001 (útdráttur). Collins, R.P., Áslaug Helgadóttir og Sigríður Dalmannsdóttir, Adaptational responses to contrasting environments in survivor populations of white clover from sites across Europe. Clover in Northern Areas A workshop and a postgraduate course, November 2001, Umeå, Sweden (útdráttur). Áslaug Helgadóttir, Styrelseberättelse. Nordiska Genbanken. Verksamhetsberättelse 2000, bls Guðjón Þorkelsson, Baldur Vigfússon, Rósa Jónsdóttir og Ólafur Reykdal, Efnasamsetning folaldakjöts. Ráðunautafundur 2001: Birna Baldursdóttir, Gæðastýring í svínarækt. Ráðunautafundur 2000: Birna Baldursdóttir, Emma Eyþórsdóttir og Guðjón Þorkelsson, Áhrif erfða og meðferðar á gæði svínakjöts. Ráðunautafundur 2001: Birna Baldursdóttir, Emma Eyþórsdóttir, Guðjón Þorkelsson, Helga Lilja Pálsdóttir, Óli Þór Hilmarsson og Rósa Jónsdóttir, Vatnsheldni svínakjöts. Ráðunautafundur 2001: Bjarni E. Guðleifsson, Aldarafmæli Flóru Íslands. Stefán Stefánsson grasafræðingur, kennari og skólameistari Náttúrufræðingurinn 70(2 3): Bjarni E. Guðleifsson (ritstj.), Ásýnd Eyjafjarðar. Skógar að fornu og nýju. Akureyri, Skógræktarfélag Eyfirðinga. 220 bls. Bjarni E. Guðleifsson Saga Eyfirskra skóga. Í: Ásýnd Eyjafjarðar. Skógar að fornu og nýju. Akureyri, Skógræktarfélag Eyfirðinga, bls Bjarni E. Guðleifsson og Helgi Þórsson, Eyfirskir frumkvöðlar í trjárækt. Í: Ásýnd Eyjafjarðar. Skógar að fornu og nýju. Akureyri, Skógræktarfélag Eyfirðinga, bls Bjarni E. Guðleifsson Um uppruna reyniviðarins í Skriðu og Fornhaga. Í: Ásýnd Eyjafjarðar. Skógar að fornu og nýju. Akureyri, Skógræktarfélag Eyfirðinga, bls. 43. Bjarni E. Guðleifsson og Helgi Þórsson, Jón Rögnvaldsson. Í: Ásýnd Eyjafjarðar. Skógar að fornu og nýju. Akureyri, Skógræktarfélag Eyfirðinga, bls. 47. Bjarni E. Guðleifsson, Tvö Skógræktarfélög Íslands. Í: Ásýnd Eyjafjarðar. Skógar að fornu og nýju. Akureyri, Skógræktarfélag Eyfirðinga bls Bjarni E. Guðleifsson, Skógræktarfélag Akureyrar. Í: Ásýnd Eyjafjarðar. Skógar að fornu og nýju. Akureyri, Skógræktarfélag Eyfirðinga, bls. 86. Bjarni E. Guðleifsson og Björn Örvar, Kalskemmdir í túnum á síðustu öld og framtíðarhorfur. Ráðunautafundur 2000:

39 Öyvind Meland Edvardsen, Bjarni E. Guðleifsson og Brynjar Skúlason, Kalstofan á Möðruvöllum. Kynning á aðstöðu og rannsóknum. Rit Mógilsár Rannsóknastöðvar Skógræktar 2000(2). Brynjar Skúlason, Bjarni E. Guðleifsson og Aðalsteinn Sigurgeirsson, Þróun aðferða við frostþolsprófanir á birki og sitkagreni Forkönnun. Rit Mógilsár Rannsóknastöðvar Skógræktar 2001(3). Griffith, Marilyn, Bjarni E. Guðleifsson og Naoku Fukata, Abiotic stresses in overwintering crops. Í: Low Temperature Plant Microbe Interactions under Snow (ritstj. N. Iriki [et al.]). Hokkaido National Agricultural Experiment Station, bls Bjarni Helgason, Kadmín í jarðvegi á Íslandi. Ráðunautafundur 2001: Borgþór Magnússon og Ásrún Elmarsdóttir, Gróðurmælingar við Sultartangastíflu Skýrsla til Landsvirkjunar. Rannsóknastofnun landbúnaðarins, 13 bls. (Rl-013/UM-007). Borgþór Magnússon, Kvíslaveita, 6. áfangi. Athugun á gróðri. Skýrsla til Landsvirkjunar. Rannsóknastofnun landbúnaðarins, 42 bls. (Rl-016/UM-010). Borgþór Magnússon, Uppgræðsla við Kráká, Skútustaðahreppi. Úttekt Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins, 31. júlí, Unnin að beiðni Landsvirkjunar. Rannsóknastofnun landbúnaðarins, 25 bls. (Rl-018/UM- 012). Borgþór Magnússon, Gróður á línustæði fyrirhugaðarar Búðarhálsvirkjunar. Skýrsla unnin fyrir Landsvirkjun. Rannsóknastofnun landbúnaðarins, 15 bls. (Rl-019/UM- 013). Borgþór Magnússon og Sigurður H. Magnússon, Vegetation succession on Surtsey, Iceland, during under the influence of breeding gulls. Surtsey Research 11: Borgþór Magnússon, Sigurður H. Magnússon og Bjarni Diðrik Sigurðsson, Gróðurframvinda í lúpínubreiðum. Fjölrit RALA 207, 100 bls. Borgþór Magnússon og Ásrún Elmarsdóttir, Skaftárveita í Tungnaá. Athugun á gróðri. Skýrsla unnin fyrir Landsvirkjun. Rannsóknastofnun landbúnaðarins, 42 bls. (Rl-023/UM-014, LV-2001/058). Borgþór Magnússon, The introduced Nootka lupine in Iceland: benefit or threat? Í: CAFF (Conservation of Arctic Flora and Fauna). Arctic Flora and Fauna: Status and Conservation. Helsinki, Edita, bls Sigurður H. Magnússon og Borgþór Magnússon, Effect of enhancement of willow (Salix spp.) on the establishment of birch (Betula pubescens) on eroded soils in Iceland. Í: Nordic Mountain Birch Ecosystems, (ritstj. F.E. Wielgolaski ). New York, UNESCO-MAB, bls Bragi Líndal Ólafsson, Tryggvi Eiríksson, Jóhannes Sveinbjörnsson, Eiríkur Þórkelsson og Lárus Pétursson, Próteingildi rúlluheys. Ráðunautafundur 2000: Bragi Líndal Ólafsson, Jóhannes Sveinbjörnsson og Emma Eyþórsdóttir, Efnainnihald í mjólk. Ráðunautafundur 2000: Einar Mäntylä, Líftækni í landbúnaði. Ráðunautafundur 2000: Björn Lárus Örvar og Einar Mäntylä, Grænar smiðjur plöntur nýttar til framleiðslu á verðmætum próteinum. Ráðunautafundur 2001: Björn Lárus Örvar og Einar Mäntylä, Plöntulíftækni. Ráðunautafundur 2001: Eiríkur Blöndal, Mælingar á vinnuframlagi í mjólkurframleiðslu. Aðferðir við mælingar og athugun á nokkrum verkþáttum í fjósum með mjaltabás. Ráðunautafundur 2000: Eiríkur Blöndal og Magnús Sigsteinsson, Framtíðarfjósið. Ráðunautafundur 2001: Emma Eyþórsdóttir, Þorsteinn Tómasson og Áslaug Helgadóttir, Erfðalindir í landbúnaði. Ráðunautafundur 2001: Emma Eyþórsdóttir, I. Olsaker, M. Tapio, I. Miceikiene, L.-E. Holm, S. Jeppson og E. Fimland, Origin and genetic diversity of North European sheep breeds. Í: 52 nd Annual Meeting of EAAP Budapest, Aug 2001, (útdráttur). Grigaliunaité, I., J. Maleviciuteé, I. Miciekieneé, H. Hiinalass, Z. Grislis, E. Slota, J. Kantanen, Emma Eyþórsdóttir, I. Olsaker, L.-E. Holm, B. Danell og E. Fimland, Biodiversity studies of Nordic Baltic domestic animal genetic resources (AnGR). Proceedings of the 7 th Baltic Animal Breeding Conference, Tartu April, bls Jensen, L.S., B. Stenberg, T.A. Breland, T.M. Henriksen, Friðrik Pálmason, A Pedersen og T. Salo, Near infrared spectroscopy (NIR) for characterization of plant residue quality. A new approach for predicting decomposition and nitrogen release in agricultural soils. 11 th Nitrogen Workshop. Book of Abstracts, September 2001 Reims, bls Friðrik Pálmason, Heyefnagreiningar og áburðarleiðbeiningar. Ráðunautafundur 2000:

40 Friðrik Pálmason og Unnsteinn S. Snorrason, Níturlosun í jarðvegi og áburðarleiðbeiningar í kornrækt. Ráðunautafundur 2001: 296. Grétar Einarsson og Lárus Pétursson, Niðurfelling búfjáráburðar með DGI-tækni. Ráðunautafundur 2000: Grétar Einarsson og Ólafur Guðmundsson, Ásýnd og skipulag bújarða. Ráðunautafundur 2001: Grétar Einarsson, Tækni við jarðvinnslu. Ráðunautafundur 2001: Arnór Snorrason, Þorbergur Hjalti Jónsson, Kristín Svavarsdóttir, Grétar Guðbergsson og Tumi Traustason, Rannsóknir á kolefnisbindingu ræktaðra skóga á Íslandi. Skógræktarritið 2001(1): Guðni Þorvaldsson, Samstarf milli Íslands, Færeyja og Grænlands í landbúnaðarrannsóknum. Ráðunautafundur 2000: Guðni Þorvaldsson, P. Haahr og K. Høegh, Growth, development and nutritional value of grass species and varieties cultivated in Greenland, Iceland and the Faroe Islands Fjölrit RALA 206, 40 bls. Guðni Þorvaldsson, Góðra bænda hættir í framtíðinni. Ráðunautafundur 2001: Guðrún Pálsdóttir, Innan seilingar: upplýsingaleiðir vísindamanna og öflun heimilda. Bókasafnið 24: Guðrún Pálsdóttir og Þórdís Anna Kristjánsdóttir (ritstj.), Skýrsla um starfsemi Rannsóknastofnunar landbúnaðarins Fjölrit RALA 203, 41 bls. Gunnar Ríkharðsson, Aukin hagkvæmni við fóðrun mjólkurkúa kynning á verkefni. Ráðunautafundur 2000: Gunnar Ríkharðsson, Eiríkur Þórkelsson og Sigríður Bjarnadóttir, Áhrif tvísláttar á fóðrunarvirði gróffóðurs fyrir mjólkurkýr. Ráðunautafundur 2001: Halldór Sverrisson, Guðmundur Halldórsson, Edda S. Oddsdóttir og Guðríður G. Eyjólfsdóttir, Asparryð. Ráðunautafundur 2001: Guðmundur Halldórsson, Halldór Sverrisson, Edda Sigurdís Oddsdóttir og Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, Trjásjúkdómar. Rit Mógilsár Rannsóknastöðvar Skógræktar 2001(4). Guðmundur Halldórsson, Halldór Sverrisson, Edda S. Oddsdóttir, Aðalsteinn Sigurgeirsson og Guðríður G. Eyjólfsdóttir, Viðnámsþróttur Alaskaaspar gegn asparryði. Skógræktarritið. Ársrit Skógræktarfélags Íslands 2001(1): Halldór Sverrisson, Testing Rhizobium strains for red clover. Nordic nitrogen fixing conference in Stockholm, January 27 th 29 th. (Veggspjald). Ægir Þór Þórsson, Halldór Sverrisson og Kesera Anamthawat Jónsson, Genotyping Icelandic isolates of rhizobia based on rdna-rflp. Greining íslenskra ísólata af Rhizobium bakteríum með rdna- RFLP aðferð. Búvísindi 13: Halldór Sverrisson og Jón Guðmundsson Gróðurfar við Kröflu, skýrsla unnin fyrir Landsvirkjun og VGK verkfræðistofu, 27 bls. Hlynur Óskarsson og Ása L. Aradóttir, Gildi úthaga -þjónusta vistkerfa. Ráðunautafundur 2001: Hlynur Óskarsson og Jón Guðmundsson, Mat á gróðurhúsaáhrifum fyrirhugaðs Hálslóns. Skýrsla til Landsvirkjunar. 31 bls. Christensen, T.R., B. Svenson, P. Martikainen, D. Lloyd, R. Harding, Hlynur Óskarsson, H. Sögaard og N. Panikov, CONGAS: Biogenic controls on trace gas fluxes in northern wetlands. Í: Terrestrial Ecosystem Research in Europe: successes, challenges and policy (ritstj. M.A. Sutton...[et al.]). Research Directorate General, European Commission. Hólmgeir Björnsson, Fjölært rýgresi. Ráðunautafundur 2000: Hólmgeir Björnsson, Nitrogen use of grass in Iceland in relation to soil and climate. Í: Crop development for the cool and wet regions of Europe. Achievements and future prospects (ritstj. G. Parente og J. Frame). COST Action 814, Proceedings of the final conference held at Pordenone, Italy, May 2000, bls Hólmgeir Björnsson og Áslaug Helgadóttir, Nitrogen use of timothy breeding lines. Í: Crop developments for the cool and wet regions of Europe COST 814. Workshop on N-use efficiency, June 2 5, 1999, Melle, Belgium (ritstj. L Carlier [et al.]), bls Hólmgeir Björnsson og Þórdís Kristjánsdóttir (ritstj.), Jarðræktarrannsóknir Fjölrit RALA 205, 75 bls. Hólmgeir Björnsson, Viðhald næringarefna í túnrækt. Ráðunautafundur 2001: Hólmgeir Björnsson, Guðni Þorvaldsson og Þorsteinn Guðmundsson, Efnajafnvægi í langtímatilraun með tegundir nituráburðar á Skriðuklaustri. Ráðunautafundur 2001:

41 Hólmgeir Björnsson og Þórdís Kristjánsdóttir (ritstj.), Jarðræktarrannsóknir Fjölrit RALA 208, 75 bls. Hólmgeir Björnsson, Þorsteinn Guðmundsson og Guðni Þorvaldsson, Rhizospheric N-fixation in Icelandic grassland. 11 th Nitrogen Workshop, Book of Abstracts, september 2001, Reims, France, bls Þorsteinn Guðmundsson, Hólmgeir Björnsson og Guðni Þorvaldsson, Organic carbon accumulation in a gleysol under a long term fertiliser experiment in Iceland. Volcanic soils: Properties, processes and land use. International Workshop, bls Jóhannes Sveinbjörnsson, Hvað er fóðurgildi? Um aðlögun að breyttum fóðurmatsaðferðum. Ráðunautafundur 2000: Jóhannes Sveinbjörnsson, Vinnuhagræðing í sauðfjárrækt. Ráðunautafundur 2001: Jón Guðmundsson og Halldór Sverrisson, Athugun á gróðri í Grændal. Skýrsla unnin fyrir Orkustofnun, rannsóknarsvið og Sunnlenska orku, 21 bls. Jón Guðmundsson og Halldór Sverrisson, Athugun á gróðri í væntanlegu vegstæði í Grændal. Skýrsla unnin fyrir Orkustofnun og Sunnlenska orku, 13 bls. Jón Guðmundsson, Náttúruverndargildi Grændals. Skýrsla til Orkustofnunar og Sunnlenskrar orku, 5 bls. Svenning, M. M., Jón Guðmundsson, I.-L. Fagelri og P. Leinonen Interaction between white clover (Trifolium repens L.) and different Rhizobium leguminosarum biovar trifolii strains in Icelandic soil. Í: COST Action 814, Crop Development for Cool and Wet Regions of Europe. Achievements and future prospects. Proceedings of the final conference held at Pordenone, Italy, May 2000 (ritstj. G. Parente og J. Frame), European Communities, bls Jón Guðmundsson, Frærækt innlendra níturbindandi plantna. Ráðunautafundur 2001: Jón Guðmundsson, The value of compost used in land reclamation. Veggspjald á NJF-ráðstefnu í landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn í ágúst Ingvar Björnsson, Jónatan Hermannsson og Áslaug Helgadóttir, Ræktun korns í Húnavatnssýslum. Búvísindi 13: Jónatan Hermannsson og Áslaug Helgadóttir, Ræktun fóðurs í framtíðinni. Ráðunautafundur 2001: Jónatan Hermannsson og Jón Guðmundsson, Íslensk gulrófa. Ráðunautafundur 2001: Lárus Pétursson, Sjálfvirk mjaltatækni. Ráðunautafundur 2000: Lárus Pétursson, Tækni við fóðrun mjólkurkúa þörf fyrir átpláss. Ráðunautafundur 2000: Ólafur Arnalds, Grétar Guðbergsson og Jón Guðmundsson Carbon sequestration of servely degraded soils in Iceland. Búvísindi 13: Ólafur Arnalds, Rannsóknir á kolefnisbindingu í landgræðslu og skógrækt. Ráðunautafundur 2000: Guðmundur Halldórsson, Ása L. Aradóttir, Ólafur Arnalds, Edda S. Oddsdóttir og Þóra Ellen Þórhallsdóttir, Landbót uppbygging vistkerfa á röskuðum svæðum. Ráðunautafundur 2001: Ólafur Arnalds og Fanney Gísladóttir, Hálslón. Jarðvegur og jarðvegsrof. Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Reykjavík, 66 bls. Ólafur Arnalds og Einar Grétarsson, Jarðvegskort af Íslandi. Önnur útgáfa. Kort á stafrænu formi. Sjá: Ólafur Reykdal (ritstj.), Ólífræn snefilefni í landbúnaðarafurðum. Fjölrit Rala 204, 56 bls. Ólafur Reykdal, Arngrímur Thorlacius, Guðjón Atli Auðunsson og Laufey Steingrímsdóttir, Selen, joð, flúor, járn, kopar, sink, mangan, kadmín, kvikasilfur og blý í landbúnaðarafurðum. Fjölrit Rala 204: Ólafur Reykdal og Arngrímur Thorlacius, Aðskotaefnin kadmín, kvikasilfur og blý og næringarefnin járn, kopar, sink og mangan. Fjölrit Rala 204: Ólafur Reykdal, Yfirlit um aðskotaefni í íslenskum landbúnaðarafurðum. Matra 01:09. Ólafur Reykdal, Valur Norðri Gunnlaugsson og Hannes Magnússon Athugun á gerlum í íslensku og innfluttu grænmeti. Matra 01:22. Ólafur Reykdal, Virk efni í grænmeti og ávöxtum. Matra 01:24. Ólafur Reykdal, Öryggi landbúnaðarafurða með tilliti til aðskotaefna. Ráðunautafundur 2001: 250. Guðjón Þorkelsson, Þyrí Valdimarsdóttir, og Óli Þór Hilmarsson, Hrútabragðstilraunir. Ráðunautafundur 2000: Óli Þór Hilmarsson, Þóroddur Sveinsson, Ásbjörn Jónsson, Elsa Dögg Gunnarsdóttir, Svava Liv Edgarsdóttir og Hannes Hafsteinsson, Samanburður á alíslenskum, Angus íslenskum og Limósín íslenskum nautgripum. II. Slátur- og kjötgæði. Ráðunautafundur 2000:

42 Óli Þór Hilmarsson, Guðmundur Guðmundsson og Sigmundur Hreiðarsson, Nautanasl. Framleiðsla á þurrkuðu nautakjöti. Lokuð skýrsla. Matra 01:01. Óli Þór Hilmarsson, Guðmundur Guðmundsson, Leifur Þórsson og Níels Hjaltason, Rifið kindakjöt. Lokuð skýrsla. Matra 01:04. Sigríður Dalmannsdóttir, Áslaug Helgadóttir og M. Svenning, Coadaptation of white clover and its symbiont Rhizobium leguminosarum biovar trifolii. Í: COST Action 814, Crop Development for Cool and Wet Regions of Europe. Achievements and future prospects. Proceedings of the final conference held at Pordenone, Italy,10 13 May 2000 (ritstj. G. Parente og J. Frame), European Communities, bls Sigríður Dalmannsdóttir, Áslaug Helgadóttir og M. Svenning, Coadaptation of White Clover and it s Symbiont Rhizobium leguminosarum biovar trifolii related to geographic origin. XI Nordic Nitrogen Fixation Conference, Stockholm University, Sweden, January , bls.17, (útdráttur). Sigríður Dalmannsdóttir, Áslaug Helgadóttir og Bjarni E. Guðleifsson, Winter hardiness of white clover (Trifolium repens). Plant and Microbe Adaptations to Winter Environments in Northern Areas, NJF seminar no. 311, Akureyri, Iceland maí 2000, bls. 17. (útdráttur). Sigríður Dalmannsdóttir, Áslaug Helgadóttir og Mette Svenning, Coadaptation of white clover and its symbiont Rhizobium leguminosarum biovar trifolii. Í: COST Action 814, Crop Development for Cool and Wet Regions of Europe. Achievements and future prospects. Proceedings of the final conference held at Pordenone, Italy,10 13 May 2000 (ritstj. G. Parente og J. Frame), European Communities, bls Sigríður Dalmannsdóttir, Áslaug Helgadóttir og Bjarni E. Guðleifsson, Hvaða hlutverki gegna fitusýrur og sykrur í frost- og svellþoli hvítsmára? Ráðunautafundur 2001: 276. Sigríður Dalmannsdóttir, Áslaug Helgadóttir og Bjarni E. Guðleifsson Samanburður á vetrarþoli hvítsmárastofna. Ráðstefnan Líf eða dauði undir frostmarki. Rannsóknir á þoli lífvera við stýrðar aðstæður, Akureyri 12. janúar Sigurgeir Ólafsson, Plöntueftirlit. Ráðunautafundur 2000: Sigurgeir Ólafsson, Kartoflens historie i Island. Í: Kartofler i Norden. En beskrivelse af gamle kartoffelsorter i den Nordiske Genbank. Nordiska Genbanken, bls Þyrí Valdimarsdóttir, Sofía Jóhannsdóttir, Óli Þór Hilmarsson og Guðjón Þorkelsson, Evrópuverkefni um lambakjöt. III. Skynmat og viðhorf neytenda. Ráðunautafundur 2000: Sofía Jóhannsdóttir, Athugun á frönskum kartöflum fyrir Dreifingu ehf. Lokuð skýrsla. Matra 01:10. Sofía Jóhannsdóttir, Athugun á frönskum kartöflum fyrir Garra ehf. Lokuð skýrsla. Matra 01:13. Guðjón Þorkelsson, Stefán Scheving Thorsteinsson og Þyrí Valdimarsdóttir, Evrópuverkefni um lambakjöt. I. Framleiðslukerfi, neytendur, sýnataka, mælingar. Ráðunautafundur 2000: Stefán Scheving Thorsteinsson, Guðjón Þorkelsson og Óli Þór Hilmarsson, Evrópuverkefni um lambakjöt. II. Skrokkmál og krufningar. Ráðunautafundur 2000: Þyrí Valdimarsdóttir, Guðjón Þorkelsson og Stefán Scheving Thorsteinsson, Áhrif fóðurs og arfgerðar á áferð og bragð lambakjöts. Ráðunautafundur 2001: Valur Norðri Gunnlaugsson og Ólafur Reykdal, Gæði grænmetis á íslenskum markaði Fjölrit Rala 202, 77 bls. Valur Norðri Gunnlaugsson, Athugun á nítrati í grænmeti Matra 01:03. Valur Norðri Gunnlaugsson og Ásbjörn Jónsson, Geymsla og pökkun grænmetis. Staða þekkingar. Matra 01:25. Valur Norðri Gunnlaugsson, Óli Þór Hilmarsson og Ásbjörn Jónsson, Kjúklingavinnsla. Nýting kjúklinga og úttekt á afurðum. Matra 01:26. Valur Norðri Gunnlaugsson og Ólafur Reykdal, Bætt gæði grænmetis frá framleiðanda til neytanda. Ráðunautafundur 2001: Þóroddur Sveinsson og Laufey Bjarnadóttir, Samanburður á alíslenskum, Angus íslenskum og Limósín íslenskum nautgripum. I. Át, vöxtur og fóðurnýting. Ráðunautafundur 2000: Þóroddur Sveinsson, Bjarni E. Guðleifsson og Jóhann Örlygsson Efna- og eðliseiginleikar votheys í rúlluböggum. Fjölrit RALA 209, 72 bls. Þuríður E. Pétursdóttir, Mismunandi mjöltegundir í fóðri fyrir bleikju. Lokaskýrsla til Rannís. (Rl-020/Bu-001). Þuríður E. Pétursdóttir, Áhrif fóðrunartíðni á breytileika í stærð bleikju í eldi. Ritgerð 30 eininga rannsóknarverkefnis til MSc prófs. (Rl-021/Bu-002). Þuríður E. Pétursdóttir og Ólafur Guðmundsson, Þróun aðferða til að rannsaka át og meltanleika fiskafóðurs. Lokaskýrsla til Rannís. (Rl-022/Bu-003). 42

43 Jobling M., D. Covés, B. Damsgård, H.R. Kristiansen, J. Koskela, Þuríður E. Pétursdóttir, S. Kadri og Ólafur Guðmundsson, Techniques for Measuring Feed Intake. Í: Food Intake in Fish (ritstj. D. Houlihan [et al.]), Blackwell Science Ltd, bls Þuríður E. Pétursdóttir og Ólafur Guðmundsson, Measuring feed intake with chemical markers and X-ray methods. Í: Fourth and Final Workshop of the COST 827 action on Voluntary Food Intake in Fish, August, Reykjavík, Iceland. Þuríður E. Pétursdóttir, Influence of feeding frequency on feed intake and dominance in groups of Arctic charr (Salvelinus alpinus). Í: Fourth and Final Workshop of the COST 827 action on Voluntary Food Intake in Fish, August, Reykjavík, Iceland. Þuríður E. Pétursdóttir og Ólafur Guðmundsson, Measuring digestibility with chemical markers mixed in the feed and sprayed on the pellets. Í: Fourth and Final Workshop of the COST 827 action on Voluntary Food Intake in Fish, August, Reykjavík, Iceland. Rit almenns eðlis Aðalsteinn Símonarson, Afl tapast í vökvagírum. Bændablaðið 6(17): 9. Aðalsteinn Símonarson, Samanburður á varahlutum fyrir dráttarvélar. Bændablaðið 6(16): 9. Aðalsteinn Símonarson, Kaup á notaðri dráttarvél. Handbók bænda 51: Áslaug Helgadóttir og Jónatan Hermannsson, Ræktun fóðurs í framtíðinni. Freyr 97: Bjarni E. Guðleifsson, Má halda túnfífli í skefjum með réttri áburðargjöf? Freyr 97(1): Bjarni E. Guðleifsson, Túnamítill gerir víða usla á Norðurlandi. Bændablaðið 7(13): 2. Bjarni E. Guðleifsson, Úr ríki náttúrunnar, 1. þáttur. Hver eru áhrif loftslagsbreytinga á líf farfugla? Bændablaðið 7(14): 20. Bjarni E. Guðleifsson, Úr ríki náttúrunnar, 2. þáttur. Geta plöntur talað saman? Bændablaðið 7(15): 13. Bjarni E. Guðleifsson, Úr ríki náttúrunnar, 3. þáttur. Má nota fálmara skordýra sem reykskynjara? Bændablaðið 7(17): 10. Bjarni E. Guðleifsson, Úr ríki náttúrunnar, 4. þáttur. Læra söngfuglarnir að syngja eða er það meðfætt? Bændablaðið 7(20): 16. Bjarni Helgason, Kadmíum í áburði og ímynd landbúnaðarins. Bændablaðið 6(3): 6. Bragi Líndal Ólafsson, Tryggvi Eiríksson, Jóhannes Sveinbjörnsson, Eiríkur Þórkelsson og Lárus Pétursson, Prótein í rúlluheyi. Ársrit Búnaðarsambands Suðurlands : Bragi Líndal Ólafsson, Emma Eyþórsdóttir og Jóhannes Sveinbjörnsson, Áhrif erfða og fóðrunar á efnainnihald og vinnslueiginleika mjólkur. Freyr 96(11/12): Eiríkur Blöndal, Hálmur sem legusvæði fyrir nautgripi. Handbók bænda 50: Eiríkur Blöndal, Mælingar á vinnuframlagi í mjólkurframleiðslu. Athugun á verkþáttum við hirðingu gripa og beitarstjórnun. Freyr 97(12): Emma Eyþórsdóttir, Erfðabreytileiki norrænna kúakynja rannsóknaverkefni á vegum Norræna genbankans fyrir húsdýr. Freyr 96(3): Emma Eyþórsdóttir, Um sauðfjárrækt og rannsóknir á Nýja-Sjálandi. Freyr 96(4 5): Emma Eyþórsdóttir og Jóhannes Sveinbjörnsson, Haustbötun sláturlamba á ræktuðu landi. Gamalt vín á nýjum belgjum? Freyr 97(10): Ásta F. Flosadóttir, Kristján Jónsson og Emma Eyþórsdóttir, Upphaf gangmála og frjósemi hjá íslenskum ám. Áhrif hormónasvampa og litaerfðavísa. Freyr 97(10): Friðrik Pálmason, Þróun áburðarleiðbeininga í kornrækt og túnrækt. Freyr 97(11): Gísli Sverrisson og Grétar Einarsson, Þéttleiki rúllubagga. Handbók bænda 50: Grétar Einarsson og Gísli Sverrisson, Afköst búvéla. Handbók bænda 50: Grétar Einarsson, Breytt skipan búvélaprófana og útgáfu skýrslna um þær. Handbók bænda 50: Grétar Einarsson, Yfirlit þriggja búvélaprófana frá Bútæknideild Rala á Hvanneyri. Freyr 96(6): Grétar Einarsson og Lárus Pétursson, Niðurfelling búfjáráburðar með DGI-tækni. Freyr 96(7): Grétar Einarsson, Tækni við jarðvinnslu. Freyr 97(2): Grétar Einarsson, Sjálfvirk mjaltatækni. Niðurstaða nokkurra rannsókna. Freyr 97(9):

44 Grétar Einarsson og Gísli Sverrisson, Afköst búvéla. Handbók bænda 51: Grétar Einarsson og Lárus Pétursson, Uppsetning rafgirðinga. Handbók bænda 51: Grétar Hrafn Harðarson, Rannsókn á þoli salmonella við rúlluverkun. Bændablaðið 6(15): 4. Grétar Hrafn Harðarson, Júgurbólga á hjarðvísu 1. hluti. Fréttabréf Búnaðarsambands Suðurlands 22(16): 3 4. Grétar Hrafn Harðarson, Júgurbólga á hjarðvísu 2. hluti : Mjaltir. Fréttabréf Búnaðarsambands Suðurlands 23(2): 2. Grétar Hrafn Harðarson, Meðhöndlun júgurbólgu. Fréttabréf Búnaðarsambands Suðurlands 23(5): 4. Grétar Hrafn Harðarson, Starfsemin á Stóra Ármóti. Fréttabréf Búnaðarsambands Suðurlands 23(13): 2 3. Guðni Þorvaldsson, Íslenski kúastofninn á Grænlandi. Bændablaðið 6(1): 22. Guðni Þorvaldsson, og Hólmfríður Sigurðardóttir, Flutningur ánamaðka í tún á Skógasandi. Freyr 96(10): Guðni Þorvaldsson, Um vilja og geðslag. Eiðfaxi 24(10): 22. Guðni Þorvaldsson, Samstarf Íslands, Færeyja og Grænlands í landbúnaði. Freyr 97(1): 4 6. Guðni Þorvaldsson, Góðra bænda hættir í framtíðinni. Freyr 97(2): Guðni Þorvaldsson, Af landbúnaði og landnemum í Nova Scotia. Freyr 98(2): Guðni Þorvaldsson, Bygging hrossa. Eiðfaxi. 26(3): Hólmgeir Björnsson, Fjölært rýgresi. Freyr 96(6): Hólmgeir Björnsson, og Kristján Bj. Jónsson, Hvernig reynist einært rýgresi? Bændablaðið 7(11) : 15. Hólmgeir Björnsson, Sáning fjölærs rýgresis. Bændablaðið 7(12): 18. Jónatan Hermannsson, Gulrófur fyrr og nú. Freyr 96(1): Jónatan Hermannsson, Leiðrétting við grein um gulrófur. Freyr 96(6): Jónatan Hermannsson, Kornuppskera ársins 1999 í meðallagi. Bændablaðið 6(1): 7. Jónatan Hermannsson, Korntilraunir og kynbætur á byggi. Bændablaðið 6(1): 7. Jónatan Hermannsson, Kynbætur á byggi halda áfram. Bændablaðið 6(3): 3. Jónatan Hermannsson, Sáðkorn af íslensku byggi ræktað í Svíþjóð verður á markaði hér í vor. Bændablaðið 6(3): 1. Jónatan Hermannsson, Sveppasjúkdómur í korni. Bændablaðið 6(5): 21. Jónatan Hermannsson, Kornrækt á landinu Handbók bænda 50: Jónatan Hermannsson, Rannsóknir í kornrækt. Freyr 97(9): Jónatan Hermannsson, Kornrækt á landinu árið Handbók bænda 51: Jónatan Hermannsson, Ræktunarbelti á Íslandi. Handbók bænda 51: Jónatan Hermannsson, Korntilraunir Rannsóknastofnunar landbúnaðarins sumarið Bændablaðið 7(1): 4. Jónatan Hermannsson, Úr korntilraunum Rannsóknastofnunar landbúnaðarins sumarið II. Bændablaðið 7(2): 11. Jónatan Hermannsson, Úr korntilraunum Rannsóknastofnunar landbúnaðarins sumarið 2000 III. Heimaræktað sáðkorn. Bændablaðið 7(4): 4. Jónatan Hermannsson, Úr korntilraunum Rannsóknastofnunar landbúnaðarins sumarið 2000 IV. Stytting korns og aðferð við sáningu. Bændablaðið 7(5): 22. Jónatan Hermannsson, Úr korntilraunum Rannsóknastofnunar landbúnaðarins sumarið 2000 V. Sveppasjúkdómur í korni. Bændablaðið 7(6): 17. Jónatan Hermannsson, Úr korntilraunum Rannsóknastofnunar landbúnaðarins sumarið VI. Vetrarkorn. Bændablaðið 7(7): 7. Jónatan Hermannsson, Úr korntilraunum Rannsóknastofnunar landbúnaðarins sumarið VII. Steinefnaáburður á korn. Bændablaðið 7(10): 6. Jónatan Hermannsson, Úr korntilraunum Rannsóknastofnunar landbúnaðarins sumarið VIII. Voraði snemma 2001? Bændablaðið 7(12):

45 Jónatan Hermannsson, Líklega er heimaræktað korn ódýrasta fóður sem völ er á. Bændablaðið 7(21): 1. Ólafur Reykdal, Hreinleiki íslensks lambakjöts. Bændablaðið 6 (2): 2. Ólafur Reykdal, Þungmálmar í landbúnaðarafurðum. Bændablaðið 6 (2): 4. Ólafur Reykdal, Eru íslensk matvæli hrein og ómenguð? Matur er mannsins megin 12 (1): Ólafur Reykdal, Nýjar flokkunarreglur fyrir grænmeti. Fréttabréf Matra 2(3). Guðmundur Guðmundsson og Óli Þór Hilmarsson, Gæðakjötvörur byggðar á hollustu og lágmörkun aukefna. Gæðastaðlar. Lokuð skýrsla. Matra 00:08. Guðmundur Guðmundsson og Óli Þór Hilmarsson, Marinering á lambakjöti. Matra 01:11. Guðmundur Guðmundsson, Óli Þór Hilmarsson, Sofía Jóhannsdóttir og Bergrós Ingadóttir, Marinerað lambakjöt. Matra 01:12. Sigurgeir Ólafsson, Kartöflumyglan og sumarið Bændablaðið 6(5): 10. Sigurgeir Ólafsson, Kartöflumyglan enn og aftur. Handbók bænda 50: Sigurgeir Ólafsson, Kartöflumyglan. Handbók bænda 51: Sigurgeir Ólafsson, Stofnrækt hefur skilað verulegum árangri. Bændablaðið 7(12): 10. Stefán Scheving Thorsteinsson og Sigvaldi Jónsson, Má auka vöxt lamba í skammdeginu með lýsingu? Bændablaðið 6(8): 9. Stefán Scheving Thorsteinsson, Sigvaldi Jónsson og Ingi Garðar Sigurðsson, Frá fjárræktarbúinu á Hesti Freyr 96(8): Stefán Scheving Thorsteinsson og Sigvaldi Jónsson, Afkvæmarannsóknir á Hesti Freyr 97(6 7): Stefán Scheving Thorsteinsson, Sigvaldi Jónsson og Ingi Garðar Sigurðsson, Frá fjárræktarbúinu á Hesti Freyr 97(6 7): Tryggvi Eiríksson, Áframhaldandi samstarf RALA og LBH um efnagreiningar á heyi fyrir bændur. Bændablaðið 6(12): 5. Tryggvi Eiríksson, Eyjólfur K. Örnólfsson og Linda Gjörlihagen, Breytingar á próteinútreikningum í heysýnum og fyrstu niðurstöður efnagreininga: niðurstöður efnagreininga frá LBH og RALA. Bændablaðið 6(14): 21. Unnsteinn Snorri Snorrason, Aðbúnaður smákálfa. Freyr 97(12): Valur Norðri Gunnlaugsson, Geymsla grænmetis. Fréttabréf Matra 2(4). Þóroddur Sveinsson, Beit nautgripa. Handbók bænda 50: Þóroddur Sveinsson, Laufey Bjarnadóttir og Óli Þór Hilmarsson, Samanburður á Angus- og Limósínblendingum og íslenskum nautgripum. Freyr 96(3): Þóroddur Sveinsson, Kjörsláturstærð nautgripa frá sjónarhóli bóndans. Bændablaðið 6(17): 17. Þóroddur Sveinsson, Veljið naut með tilliti til framleiðslu búsins! Íslenskt til mjólkurframleiðslu Holdakyn til kjötframleiðslu! Nautaskrá Nautastöðvar BÍ 2000: 26. Þóroddur Sveinsson, Samanburður á Angus og Limósínblendingum og íslenskum nautgripum. Ársrit Búnaðarsambands Suðurlands (1): Þóroddur Sveinsson, Vallarfoxgras er grasið mitt, 1. hluti, tegundalýsing. Freyr 97(1): Þóroddur Sveinsson, Frá tilraunastöðinni á Möðruvöllum. Ársskýrsla Búnaðarsambands Eyjafjarðar 2000: Þóroddur Sveinsson, Verkun heys í rúlluböggum. Fréttir og fróðleikur 29(167). 45

46 Stjórn og starfsmenn Stjórn Sigurður Þráinsson, stjórnarformaður. Deildarstjóri í landbúnaðarráðuneyti. Jón Eiríksson, bóndi. Búrfelli í Miðfirði. Jón Viðar Jónmundsson, búfjárræktarráðunautur. Bændasamtökum Íslands. Yfirstjórn Þorsteinn Tómasson, forstjóri. Áslaug Helgadóttir, aðstoðarforstjóri. Haukur Harðarson, fjármálastjóri. Júlíus B. Kristinsson, lífeðlisfræðingur. Skrifstofa Anna Sigurðardóttir, fulltrúi. Kristbjörg Áslaugsdóttir, fulltrúi. Sara Elíasdóttir, fulltrúi. Bókasafn Guðrún Pálsdóttir til Rósa S. Jónsdóttir, bókasafns- og upplýsingafræðingur. Húsvörður Björn Kristjánsson, umsjónarmaður húseigna. Tölvusvið Guðjón H. Þorvaldsson, kerfisstjóri. Þorlákur Björnsson til Búfjársvið Emma Eyþórsdóttir, búfjárfræðingur og sviðsstjóri. Eyjólfur Kr. Örnólfsson, líffræðingur. Stefán Sch. Thorsteinsson, búfjárfræðingur. Lét af störfum Þuríður Pétursdóttir, líffræðingur. Búrekstur Hesti Ágústa Sigurjónsdóttir, búfræðingur. Kristinn Á. Sigurlaugsson til Sigvaldi Jónsson, bústjóri. Búrekstrarsvið Bjarni E. Guðleifsson, plöntulífeðlisfræðingur. Þóroddur Sveinsson, sviðsstjóri. Bútæknisvið Aðalsteinn Símonarson til Eiríkur Blöndal, verkfræðingur. Grétar Einarsson, bútæknifræðingur og sviðsstjóri. Hafdís Pétursdóttir, ritari. Haukur Þórðarson, rannsóknamaður. Lárus Pétursson til Sigurður A. Benediktsson til Unnsteinn Snorri Snorrason, búfræðikandídat. Fóðursvið Birna Baldursdóttir, búfjárlíffræðingur. Bragi L. Ólafsson, fóðurfræðingur og sviðsstjóri. Gunnlaugur Egilsson, búfræðingur. Helga Björg Hafberg, matvælafræðingur. Helga Lilja Pálsdóttir til Jóhannes Sveinbjörnsson, fóðurfræðingur. Jón Trausti Steingrímsson, búfjárfræðingur. Tryggvi Eiríksson, fóðurfræðingur. Védís Guðjónsdóttir, fiskeldisfræðingur. 46

47 Stóra Ármót Eiríkur Þórkelsson, líffræðingur. Grétar Hrafn Harðarson, dýralæknir og tilraunastjóri. Gunnar Ríkharðsson til Sigríður Bjarnadóttir til Jarðræktarsvið Áslaug Helgadóttir, plöntuerfðafræðingur og sviðsstjóri. Bjarni Helgason, jarðvegsfræðingur. Friðrik Pálmason, plöntunæringarfræðingur. Guðni Þorvaldsson, jarðræktarfræðingur. Halldór Sverrisson, plöntusjúkdómafræðingur. Hólmgeir Björnsson, tölfræðingur. Jón Guðmundsson, plöntulífeðlisfræðingur. Jónatan Hermannsson, jarðræktarfræðingur. Sigríður Dalmannsdóttir, líffræðingur. Þórdís Anna Kristjánsdóttir, tölfræðingur. Líftæknisvið Bjargey Anna Guðbrandsdóttir. Einar Mäntylä, sameindaerfðafræðingur. Freygerður J. Steinsdóttir. Helga Eyja Hrafnkelsdóttir. Þuríður Yngvadóttir, líffræðingur. Plöntueftirlit Kristrún Marinósdóttir, rannsóknamaður. Umhverfissvið Björn Traustason, landfræðingur. Borgþór Magnússon til Einar Grétarsson, tæknifræðingur. Elín Ásgeirsdóttir, líffræðingur. Fanney Ósk Gísladóttir, landfræðingur. Grétar M. Guðbergsson, jarðfræðingur. Hlynur Óskarsson, vistfræðingur. Íris Anna Karlsdóttir til Jón Guðmundsson, líffræðingur. Margrét Á. Jónsdóttir, fulltrúi. Ólafur G. Arnalds, jarðvegsfræðingur og sviðsstjóri. Sigmar Metúsalemsson, landfræðingur. Samstarf RALA og Iðntæknistofnunar Efnagreiningar Keldnaholti EGK Baldur Jón Vigfússon, matvælafræðingur. Þorsteinn Jóhannsson, jarðfræðingur. Matvælarannsóknir Keldnaholti Matra Ólafur Reykdal, matvæla- og efnafræðingur. Óli Þór Hilmarsson, kjötiðnaðarmeistari. Sofía Jóhannsdóttir til Valur Norðri Gunnlaugsson, matvælafræðingur. Sigurgeir Ólafsson, plöntusjúkdómafræðingur. Forstöðumaður. Tryggvi Gunnarsson, líffræðingur. 47

48

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

Fóðurrannsóknir og hagnýting

Fóðurrannsóknir og hagnýting Fóðurrannsóknir og hagnýting Uppskeruhátíð rannsókna Gunnar Örn Kristjánsson Strandbúnaður 2018, Grand Hótel Reykjavík, 19.-20. mars. Grundvöllur fóðurgerðar Þarfir hjá eldisfisk Efnaþarfir til vaxtar

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

Landbúnaður og losun gróðurhúsalofttegunda

Landbúnaður og losun gróðurhúsalofttegunda Fræðaþing landbúnaðarins 2005 Landbúnaður og losun gróðurhúsalofttegunda Jón Guðmundsson, jong@rala.is; jong@lbhi.is Hlynur Óskarsson, hlynur@rala.is; hlynur@lbhi.is Landbúnaðarháskóla Íslands Keldnaholti.

More information

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be Stefnumótun tun Rf Hlutverk (Mission) Why we exist Gildi (Core values) What we believe in Framtíðarsýn (Vision) What we want to be Stefna (Strategy) Our Game plan Stefnumiðað árangursmat Balanced Scorecard

More information

Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi -

Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi - Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi - Rannveig Björnsdóttir Strandbúnaður 2017, Grand Hótel Reykjavík, 13.-14.mars YFIRLIT erindis Dæmi: doktorsverkefni RBj 2005-2010 BAKGRUNNUR VANDAMÁLIÐ

More information

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Jón Viðar Jónmundsson 1 og Emma Eyþórsdóttir 2 1 Bændasamtökum Íslands 2 Rannsóknarstofnun landbúnaðarins/lbh á Hvanneyri Inngangur Fyrsta

More information

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012 Nr. 28/32 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012 2013/EES/28/07 frá 8. júní 2012 um framkvæmdarreglur vegna beitingar 16. gr.

More information

Landbúnaður á Íslandi 2010 Hótel Selfoss 28. janúar Jarðvegur á Íslandi. Ólafur Arnalds

Landbúnaður á Íslandi 2010 Hótel Selfoss 28. janúar Jarðvegur á Íslandi. Ólafur Arnalds Landbúnaður á Íslandi 2010 Hótel Selfoss 28. janúar 2010 Jarðvegur á Íslandi Ólafur Arnalds Sérstakur jarðvegur á Íslandi: eldfjallajörð Geymir mikið vatn Skortir samloðun Mikil frjósemi (nema P) Bindur

More information

Verkun byggheilsæðis í blöndu með repju eða ertu

Verkun byggheilsæðis í blöndu með repju eða ertu Verkun byggheilsæðis í blöndu með repju eða ertu Þóroddur Sveinsson og Svanhildur Ketilsdóttir Landbúnaðarháskóli Íslands, Tilraunastöðin Möðruvöllum Inngangur Besta gróffóðrið sem að kúabændur rækta hér

More information

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Loftslagsbreytingar: Staða og hlutverk Íslands

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Loftslagsbreytingar: Staða og hlutverk Íslands Loftslagsbreytingar: Staða og hlutverk Íslands Hugi Ólafsson, maí 2013 Loftslagsbreytingar - vísindin Alþjóðlegar skuldbindingar Losun gróðurhúsalofttegunda frá Íslandi Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum Hvað

More information

Horizon 2020 á Íslandi:

Horizon 2020 á Íslandi: Horizon 2020 á Íslandi: - Árangur Íslands í Horizon2020 - Hvernig getur Rannís veitt ykkur aðstoð? Kristmundur Þór Ólafsson Alþjóðasvið Rannís Landstengiliður (NCP) fyrir H2020 Hvað er H2020? Rammaáætlun

More information

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi í norðaustanverðu Atlantshafi Jóhann Sigurjónsson Hafrannsóknastofnun Grand Hótel, Reykjavík, 21.-22. nóvember 2013 Efni erindis Deilistofnar Ástand og horfur Uppsjávar þríeykið Norsk-íslensk síld-kolmunni-makríll

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson Samstarf HR og IGI Ólafur Andri Ragnarsson Leikjaiðnaðurinn 2021 Leikjaiðnaðurinn 2021 5.000 störf 70 milljarðar í heildarútflutningstekjur ef... Photo Ian Parker http://parkerlab.bio.uci.edu/nonscientific_adventures/iceland_man.ht

More information

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Svíþjóð - stjórnsýslan Þrjú formleg stjórnsýslustig Sveitarfélög, 290 talsins (Local level) Lén, 20 talsins (Regional level) Landsstjórn, 349 þingmenn (National

More information

Kolefnisbinding í jarðvegi

Kolefnisbinding í jarðvegi Kolefnisbinding í jarðvegi Þorsteinn Guðmundsson Landbúnaðarháskóla Íslands Inngangur Magn lífrænna efna í jarðvegi og þar með kolefnis er mælikvarði á gæði jarðvegsins og segir til um marga af mikilvægustu

More information

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar 1 Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar Introduction to rotating machines 2 Grunnhugtök og meginþættir Klassískar gerðir véla Riðstraumsvélar Samfasavél (synchronous machine) Spanvél (induction machine

More information

Sumarbeit sauðfjár á ræktuðu landi og fóðurrepju

Sumarbeit sauðfjár á ræktuðu landi og fóðurrepju 245 Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007 Sumarbeit sauðfjár á ræktuðu landi og fóðurrepju Þórey Bjarnadóttir 1, Jóhannes Sveinbjörnsson 2 og Emma Eyþórsdóttir 2 Búnaðarsambandi Suðurlands 1 og Landbúnaðarháskóla

More information

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum Raddir fjölbreyttra kennarahópa Sólveig Karvelsdóttir, lektor, HÍ Hafdís Guðjónsdóttir, dósent, HÍ Rannsóknin er hluti af tveimur rannsóknum Fjölbreyttir kennarahópar

More information

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile HUGPRÓ Betware QA & Agile 26.02.2010 Head Quarters Betware Reykjavík Betware DK Copenhagen Denmark Betware Solutions CA Kamloops, BC Betware Madrid Spain Certus Odense Denmark Betware Sp. z o.o. Warsaw

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Þórólfur Guðnason yfirlæknir Sóttvarnalæknir, Embætti landlæknis Nóvember 2014 Gastegundir frá eldgosum >95% H 2 O, CO 2 SO 2

More information

Hringrás kolefnis. Freyr Pálsson

Hringrás kolefnis. Freyr Pálsson Hringrás kolefnis Freyr Pálsson Freyr Pálsson. 2005 (nóvember): Hringrás kolefnis á jörðunni. Ritgerð í jarðsögu 1 við Háskóla Íslands. Kolefni er fjórða algengasta frumefnið í heiminum. Á jörðinni flyst

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr. 54 8. árgangur

More information

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og 2006. Kolbeinn Árnason Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE: Coordination of information on the environment eða: Samræming umhverfisupplýsinga

More information

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2 1 Examples 2 Sýnidæmi 2 2 Example 25-1 Gefið er 3 fasa, 3 teina raforkukerfi samkvæmt meðfylgjandi einlínumynd. Allar stærðir á myndinni eru í einingakerfinu ( per unit ). Seríuviðnám háspennulínanna er

More information

Áhrif niðurbrots plöntuleifa á laust nítur í jarðvegi The influence of turnover of plant residues on mineral N in soil

Áhrif niðurbrots plöntuleifa á laust nítur í jarðvegi The influence of turnover of plant residues on mineral N in soil Rit LbhÍ nr. 54 Áhrif niðurbrots plöntuleifa á laust nítur í jarðvegi The influence of turnover of plant residues on mineral N in soil Friðrik Pálmason og Jón Guðmundsson 2014 Rit LbhÍ nr. 54 ISSN 1670-5785

More information

Langtímaspá um kolefnisbindingu nýskógræktar

Langtímaspá um kolefnisbindingu nýskógræktar 522 Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007 Langtímaspá um kolefnisbindingu nýskógræktar Arnór Snorrason Rannsóknastöð Skógræktar, Mógilsá Inngangur Samkvæmt Kyótóbókuninni við Rammasamning Sameinuðu þjóðanna

More information

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Áhrif lofthita á raforkunotkun Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Júlí 2017 Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Orkustofnun Júlí 2017 Útgefandi: Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Sími: 569 6000, Fax, 568

More information

Greining á losun gróðurhúsalofttegunda frá íslenskum landbúnaði. Höfundur myndar: Áskell Þórisson

Greining á losun gróðurhúsalofttegunda frá íslenskum landbúnaði. Höfundur myndar: Áskell Þórisson Greining á losun gróðurhúsalofttegunda frá íslenskum landbúnaði Höfundur myndar: Áskell Þórisson Jón Guðmundsson Landbúnaðarháskóla Íslands Október 2016 Efnisyfirlit Listi yfir myndir... 3 Listi yfir töflur...

More information

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur CHEMISTRY The Central 9th Edition Hlutfallareikningur: AðA reikna út frá formúlum og efnajöfnum fnum Lavoisier: Massi varðveitist í efnahvörfum. : lýsa efnahvörfum. Efnajafna : Hvarfefni og myndefni: 2H

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

Áhrif skógræktar með birki (Betula pubescens) og lerki (Larix siberica) á þróun og fjölbreytileika svepprótar

Áhrif skógræktar með birki (Betula pubescens) og lerki (Larix siberica) á þróun og fjölbreytileika svepprótar 414 Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007 Áhrif skógræktar með birki (Betula pubescens) og lerki (Larix siberica) á þróun og fjölbreytileika svepprótar Brynja Hrafnkelsdóttir 1,2, Edda Sigurdís Oddsdóttir 1,

More information

LV Önnur úttekt á kolefnisbindingu skógræktar á vegum Landsvirkjunar

LV Önnur úttekt á kolefnisbindingu skógræktar á vegum Landsvirkjunar LV-2017-040 Önnur úttekt á kolefnisbindingu skógræktar á vegum Landsvirkjunar Lykilsíða Skýrsla LV nr: LV-2017-040 Dags: 24. apríl 2017 Fjöldi síðna: 20 Upplag: 15 Dreifing: Birt á vef LV Opin Takmörkuð

More information

KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR

KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR KV 2018-3 KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR Greining á mögulegum eldisuppruna 12 laxa sem veiddust í tveimur ám á Vestfjörðum árið 2017 Analysis of 12 salmon caught in two rivers in the Icelandic Westfjords 2017

More information

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Sérfræðingur í persónurétti Yfirlit Stóra myndin Skyldur GDPR Aðlögunarferli Áskoranir og praktísk ráð 2 3 Yfirlit: Hvað er GDPR?» GDPR

More information

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur?

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur? Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur? Málþing um byggðamál og svæðasamvinnu 14. mars 2014 Stefanía Traustadóttir Heimsókn til Norðurbotns (Oulu) apríl 2012 Þátttakendur: Ragnheiður

More information

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Kynning í Dalskóla 6. desember 2018 Gautur Þorsteinsson, verkfræðingur Um útvarpsþjónustu Fyrsta útsending útvarpsdagskrár 1920 Útsendingar útvarps

More information

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018 Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu September 2018 Samantekt Íslandsstofa framkvæmdi viðhorfskönnun í júlí og ágúst 2018 meðal erlendra söluaðila sem selja ferðir til Íslands.

More information

Gildi fitusýra í matvælum fyrir landbúnaðinn

Gildi fitusýra í matvælum fyrir landbúnaðinn Gildi fitusýra í matvælum fyrir landbúnaðinn Ólafur Reykdal, Matvælarannsóknum Keldnaholti, og Guðjón Þorkelsson, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins Á seinni árum hefur athyglin beinst að því að omega-3 fitusýrur

More information

Rit LBHÍ nr. 6. Jarðræktarrannsóknir 2004

Rit LBHÍ nr. 6. Jarðræktarrannsóknir 2004 Rit LBHÍ nr. 6 Jarðræktarrannsóknir 2004 2005 Rit LBHÍ nr. 6 ISSN 1670-5785 Jarðræktarrannsóknir 2004 Ritstjórar : Hólmgeir Björnsson og Þórdís Anna Kristjánsdóttir Umsjón með útgáfu: Tryggvi Gunnarsson

More information

Íslenskar rannsóknir á vatnshringrás skóga

Íslenskar rannsóknir á vatnshringrás skóga Fræðaþing landbúnaðarins 2006 Íslenskar rannsóknir á vatnshringrás skóga Bjarni Diðrik Sigurðsson 1,2 1 Landbúnaðarháskóla Íslands, Hvanneyri, 311 Borgarnesi; 2 Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá, 116 Reykjavík

More information

7. júní Landslag og ásýnd. Aðferðir grunngögn og gildismat. Ólafur Árnason. Fagstjóri skipulagsmála, EFLA

7. júní Landslag og ásýnd. Aðferðir grunngögn og gildismat. Ólafur Árnason. Fagstjóri skipulagsmála, EFLA Landslag og ásýnd Aðferðir grunngögn og gildismat 7. júní 2018 Ólafur Árnason Fagstjóri skipulagsmála, EFLA Landslag Efnistök Gögn um grunnástand Aðferðir við mat á áhrifum á landslag og ásýnd Gildismat,

More information

Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll. Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands

Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll. Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands Yfirlit erindis Meginmarkmið og bakgrunnur Nokkrar skilgreiningar Rannsóknaraðferðir

More information

Kynbætur fóðurjurta fyrir norðurslóðir

Kynbætur fóðurjurta fyrir norðurslóðir BÚVÍSINDI ICEL. AGR. SCI. 10, 1996: 91 100 Kynbætur fóðurjurta fyrir norðurslóðir ÁSLAUG HELGADÓTTIR Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Keldnaholti, 11 Reykjavík YFIRLIT Gerð er grein fyrir samnorrænu kynbótaverkefni,

More information

Úttekt á kolefnisbindingu skógræktar á svæðum í eigu Landsvirkjunar

Úttekt á kolefnisbindingu skógræktar á svæðum í eigu Landsvirkjunar Nr. 29 /2013 ISSN 1608-3687 Úttekt á kolefnisbindingu skógræktar á svæðum í eigu Landsvirkjunar Arnór Snorrason og Björn Traustason Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá Tölvupóstfang: arnor@skogur.is Unnið

More information

Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006

Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006 Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006 Rannsóknarmiðstöð HR í nýsköpunar- og frumkvöðlafræðum Rögnvaldur J. Sæmundsson Silja Björk Baldursdóttir Mars 2007 GEM - frumkvöðlastarfsemi 2006

More information

LV Úttekt á kolefnisbindingu skógræktar á svæðum í eigu Landsvirkjunar

LV Úttekt á kolefnisbindingu skógræktar á svæðum í eigu Landsvirkjunar LV-2012-062 Úttekt á kolefnisbindingu skógræktar á svæðum í eigu Landsvirkjunar LV-2012-062 Úttekt á kolefnisbindingu skógræktar á svæðum í eigu Landsvirkjunar Maí 2012 Efnisyfirlit Samantekt... 3 Inngangur...

More information

Viðauki 2e Tæknikröfur um búnað við fullan aðgang

Viðauki 2e Tæknikröfur um búnað við fullan aðgang Viðauki 2e Tæknikröfur um búnað við fullan aðgang September 2010 Efnisyfirlit 1. Tílvísanir... 3 2. Skýringar á kröfum til búnaðar... 3 3. Yfirlit yfir tækjabúnað sem tengja má koparlínu við fullan aðgang...

More information

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn -

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM Schengen ráðstefna 6. október 2011 - Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - Áherslur - Lögreglan á Suðurnesjum - Framkvæmd landamæraeftirlits - Umhverfið - Álag á Ísland

More information

Fæðuvenjur á unglingsárum og miðjum aldri og tengsl við áhættu á brjóstakrabbameini

Fæðuvenjur á unglingsárum og miðjum aldri og tengsl við áhættu á brjóstakrabbameini Fæðuvenjur á unglingsárum og miðjum aldri og tengsl við áhættu á brjóstakrabbameini Verkefni til doktorsprófs í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands Nemandi: Álfheiður Haraldsdóttir Leiðbeinendur: Laufey

More information

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa Efnisyfirlit Þróun félagsauðs í grannríkjunum Bandaríkin Skandinavía Meginland Evrópu Þróunin á Íslandi Félagsþátttaka Frumtengsl Félagsrof Félagsauður,

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 8. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gylfi Magnússon Viðskiptafræðideild Ritstjóri Ingjaldur Hannibalsson Rannsóknir í félagsvísindum XIII. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2012 Reykjavík:

More information

Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software.

Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software. Heimildaskrá Ritaðar heimildir Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software. Bændasamtök Íslands (2005). Hagtölur

More information

Örnámskeið Ský Hagnýting Opins Hugbúnaðar. Ólafur Garðarsson ÍKON ehf 19. febrúar. 2009

Örnámskeið Ský Hagnýting Opins Hugbúnaðar. Ólafur Garðarsson ÍKON ehf  19. febrúar. 2009 Örnámskeið Ský Hagnýting Opins Hugbúnaðar Ólafur Garðarsson ÍKON ehf www.ikon.is 19. febrúar. 2009 Vefhýsing með opnum og frjálsum hugbúnaði LAMP (Linux Apache MySql PHP) vefþjónar hafa yfir 50% markaðshlutdeild.

More information

Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki

Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki NÍ-11001 Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki Áfangaskýrsla 2010 Borgþór Magnússon Unnið fyrir Landsvirkjun Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki Áfangaskýrsla 2010 Borgþór Magnússon Unnið fyrir Landsvirkjun

More information

Leiðbeinandi á vinnustað

Leiðbeinandi á vinnustað Work Mentor Leiðbeinandi á vinnustað Leonardo da Vinci, Transfer of Innovation verkefni sem VMA sótti um að stýra. Kynning maí 2011. Jóhannes Árnason 1 Work Mentor Leonardo da Vinci Transfer of Innovation

More information

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Klettafjöllin og Grand Canyon 1 Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Kristbjörg María Guðmundsdóttir Eitt af fallegustu handverkum náttúruaflanna er án efa að finna í vesturhluta Norður-Ameríku.

More information

Vaxtarsaga Marel. Snjólfur Ólafsson og Auður Hermannsdóttir

Vaxtarsaga Marel. Snjólfur Ólafsson og Auður Hermannsdóttir Vaxtarsaga Marel Snjólfur Ólafsson og Auður Hermannsdóttir Alþjóðlegur vöxtur íslenskra fyrirtækja og erlendar fjárfestingar síðustu ára hafa vakið mikla athygli hér á landi og víðar. Grein þessi varpar

More information

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Power Point leiðbeiningar Sjónarhorn View Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Outline view - Yfirlitshamur Hér er hægt að rita minnispunkta við hverja glæru fyrir þann sem

More information

HVERNIG Á AÐ META ÁHÆTTU?

HVERNIG Á AÐ META ÁHÆTTU? 85 HVERNIG Á AÐ META ÁHÆTTU? Það er hægt að mæla áhættu og minnka hana. Árið 1988 var ávöxtun á hlutabréfum Flugleiða 47,2% en þremur árum síðar, árið 1991, var hún neikvæð um 11,9%. Ávöxtun spariskírteina

More information

6 Súrnun sjávar. Samantekt. 6.1 Inngangur

6 Súrnun sjávar. Samantekt. 6.1 Inngangur 6 Súrnun sjávar Samantekt 1. Súrnun hafsins er staðreynd, staðfest með beinum mælingum og fræðilegum reikningum. 2. Til að komast hjá stórfelldum breytingum á lífríki og vistkerfum í höfunum þarf að minnka

More information

Nýjar leiðbeiningar um notkun AED tækja. Gísli E. Haraldsson, læknir Slysa- og bráðasvið Landpítala Háskólasjúkrahúss

Nýjar leiðbeiningar um notkun AED tækja. Gísli E. Haraldsson, læknir Slysa- og bráðasvið Landpítala Háskólasjúkrahúss Nýjar leiðbeiningar um notkun AED tækja Gísli E. Haraldsson, læknir Slysa- og bráðasvið Landpítala Háskólasjúkrahúss Markmið Kynna ástæður fyrir breytingum Útskýra mikilvægi grunnendurlífgunar Kynna nýjar

More information

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Útg. Dags. Höf. Rýnir Samþykkur Lýsing 3 11/01 2006 GG EH Lokaskýrsla II 2 21/12 2005 GG SvSv Lokaskýrsla I 1 15/12 2005 GG Uppkast 1

More information

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna Samanburðarrannsókn nóvember 2012 Ari Klængur Jónsson www.mcc.is Árnagötu 2-4 400 Ísafjörður Sími: 450-3090 Fax: 456-0215 mcc@mcc.is 1 Velferðarráðuneytið

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

SEPTEMBER 2010 RÁÐSMIÐJA UM FRÆÐANDI FERÐAÞJÓNUSTU - KIÐAGIL

SEPTEMBER 2010 RÁÐSMIÐJA UM FRÆÐANDI FERÐAÞJÓNUSTU - KIÐAGIL SEPTEMBER 2010 RÁÐSMIÐJA UM FRÆÐANDI FERÐAÞJÓNUSTU - KIÐAGIL, forst.m. Þekkingarnets Þingeyinga AKADEMÍSK FERÐAÞJÓNUSTA LEIÐIN FRÁ HUGMYND TIL VERULEIKA Akademísk ferðaþjónusta Yfirferð dagsins... I. Inntak

More information

Loftmengun vegna jarðvarmavirkjanna

Loftmengun vegna jarðvarmavirkjanna Loftmengun vegna jarðvarmavirkjanna Kynning fyrir verkefnisstjórn 3. áfanga rammaáætlunar. 9.desember 2014 Þorsteinn Jóhannsson thorsteinnj@ust.is Nýting lághitasvæða og háhitasvæða Mun minni umhverfisáhrif

More information

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs?

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Hvernig getur málefni sem ekki er skilgreint sem námsgrein í grunnskóla eða námssvið

More information

Tilraunir með áburð á kartöflur 2004 og yfirlit yfir niðurstöður tilrauna

Tilraunir með áburð á kartöflur 2004 og yfirlit yfir niðurstöður tilrauna Tilraunir með áburð á kartöflur 2004 og yfirlit yfir niðurstöður tilrauna 1950-2004 Fertilizer experiments with potatoes 2004 and compilation of results 1950-2004 Rit LbhÍ nr. 17 2008 Rit LbhÍ nr. 17

More information

Sveppaeitur og MYCONET- verkefnið

Sveppaeitur og MYCONET- verkefnið Sveppaeitur og MYCONET- verkefnið Ólafur Reykdal Matvælaöryggi Skýrsla Matís 41-08 Desember 2008 ISSN 1670-7192 Titill / Title Höfundar / Authors Sveppaeitur og MYCONET- verkefnið Mycotoxins and the MYCONET-project

More information

TILLAGA AÐ STEFNUMÓTUN UM RÆKTUN GÖTUTRJÁA Í ÞÉTTBÝLI OG VAL Á TEGUNDUM

TILLAGA AÐ STEFNUMÓTUN UM RÆKTUN GÖTUTRJÁA Í ÞÉTTBÝLI OG VAL Á TEGUNDUM TILLAGA AÐ STEFNUMÓTUN UM RÆKTUN GÖTUTRJÁA Í ÞÉTTBÝLI OG VAL Á TEGUNDUM Samson Bjarnar Harðarson landslagsarkitekt F.Í.L.A. Lektor í landslagsarkitektúr, Landbúnaðarháskóla Íslands 8. nóvember 2012 1 2

More information

Sala á sjávarafurðum.l Bandaríkjanna 2016

Sala á sjávarafurðum.l Bandaríkjanna 2016 UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ Sala á sjávarafurðum.l Bandaríkjanna 2016 Hlynur Guðjónsson Aðalræðismaður og viðskiptafulltrúi Markaðurinn ECONOMICS The U.S. economy underperformed vs forecasts the 1 st quarter of

More information

Ræktun götutrjáa í þéttbýli og val á tegundum

Ræktun götutrjáa í þéttbýli og val á tegundum Rit LbhÍ nr. 64 Ræktun götutrjáa í þéttbýli og val á tegundum Samson Bjarnar Harðarson og Steinunn Garðarsdóttir 2016 1 Rit LbhÍ nr. 64 ISSN 1670-5785 Ræktun götutrjáa í þéttbýli og val á tegundum Samson

More information

Sjávarstöðubreytingar. Halldór Björnsson, VÍ

Sjávarstöðubreytingar. Halldór Björnsson, VÍ Sjávarstöðubreytingar Halldór Björnsson, VÍ Almennt yfirlit um sjávarstöðubreytingar Líta má á yfirborð sjávar sem jafnmættisflöt í þyngdarsviði jarðar Á þessu eru þó nokkur frávik Aflrænt frávik: ríkjandi

More information

Rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra Skagaströnd

Rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra Skagaströnd Rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra Skagaströnd Skýrsla um starfið frá Nóv-Nóv 2009-2010 Dr.phil. Lára Magnúsardóttir Þessi skýrsla er ekki gefin út, en aðeins prentuð fyrir þá

More information

Gashæfni kúamykju og möguleikar metanvinnslu í Eyjafirði

Gashæfni kúamykju og möguleikar metanvinnslu í Eyjafirði Gashæfni kúamykju og möguleikar metanvinnslu í Eyjafirði Svanhildur Ósk Ketilsdóttir og Þóroddur Sveinsson Landbúnaðarháskóli Íslands Útdráttur Metanframleiðsla íslenskrar kúamykju var mæld og mat lagt

More information

TRS II tekur við af TRS. Kynningarfundur, 30. maí 2017

TRS II tekur við af TRS. Kynningarfundur, 30. maí 2017 TRS II tekur við af TRS Kynningarfundur, 30. maí 2017 Dagskrá Almennt um TRS og breytingar í tengslum við innleiðingu MiFID II og MiFIR Yfirlit yfir TRS kerfið Helstu breytingar á kerfinu Mikilvægi þess

More information

Kortlagning á útflutningsfyrirtækjum

Kortlagning á útflutningsfyrirtækjum 2013 Kortlagning á útflutningsfyrirtækjum sem nota útdrætti úr jurtum, dýrum, örverum og steinefnum í framleiðslu sína Höfundur: Guðjón Svansson Unnið fyrir Íslandsstofu Efnisyfirlit Formáli... 3 Inngangur...

More information

Hugvísindasvið. Lesið í landið. Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag. Ritgerð til B.A.-prófs. Ásta Hermannsdóttir

Hugvísindasvið. Lesið í landið. Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag. Ritgerð til B.A.-prófs. Ásta Hermannsdóttir Hugvísindasvið Lesið í landið Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag Ritgerð til B.A.-prófs Ásta Hermannsdóttir Janúar 2011 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Fornleifafræði Lesið í landið

More information

Fosfór og hringrás hans á Íslandi. Snjólaug Tinna Hansdóttir

Fosfór og hringrás hans á Íslandi. Snjólaug Tinna Hansdóttir Fosfór og hringrás hans á Íslandi Snjólaug Tinna Hansdóttir Jarðvísindadeild Háskóli Íslands 2014 Fosfór og hringrás hans á Íslandi Snjólaug Tinna Hansdóttir 10 eininga ritgerð sem er hluti af Baccalaureus

More information

Hólmsárvirkjun - Atleyjarlón

Hólmsárvirkjun - Atleyjarlón LV-2011-108 ORK-1110 Hólmsárvirkjun - Atleyjarlón Úttekt á náttúrulegu birkilendi sem fer undir vatn við myndun Atleyjarlóns LV-2011-103 ORK-1110 Hólmsárvirkjun Atleyjarlón Úttekt á náttúrulegu birkilendi

More information

Forseti Íslands á. 9. tölublað 2009 Fimmtudagur 14. maí Blað nr. 304 Upplag

Forseti Íslands á. 9. tölublað 2009 Fimmtudagur 14. maí Blað nr. 304 Upplag 8 Félagsleg skylda að vinna að hagsmunum bænda 12 Forseti Íslands á afmæli í dag: Landbúnaður er náðargjöf 16-18 Fósturdauði í gemlingum og ám 9. tölublað 2009 Fimmtudagur 14. maí Blað nr. 304 Upplag 20.200

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Vaasa Ostrobothnia nóv. 2012

Vaasa Ostrobothnia nóv. 2012 Vaasa Ostrobothnia 19-21.nóv. 2012 Hópurinn og ferðin Halla Steinólfsdóttir Dalabyggð Ingibjörg Valdimarsdóttir Akranesi Ólafur Sveinsson SSV The Ministry of Foreign Affairs of Finland (19.nóv.) The Regional

More information

Hagreikningar landbúnaðarins Economic accounts of agriculture

Hagreikningar landbúnaðarins Economic accounts of agriculture 2013:1 28. febrúar 2013 Hagreikningar landbúnaðarins 2007 2011 Economic accounts of agriculture 2007 2011 Samkvæmt niðurstöðum úr hagreikningum landbúnaðarins jókst framleiðsluverðmæti greinarinnar um

More information

Fjallkrækill Fyrsta fórnarlamb hlýnandi loftslags á Íslandi?

Fjallkrækill Fyrsta fórnarlamb hlýnandi loftslags á Íslandi? Ritrýnd grein Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Hörður Kristinsson Fjallkrækill Fyrsta fórnarlamb hlýnandi loftslags á Íslandi? S íðustu áratugina hafa menn mikið velt fyrir sér áhrifum hlýnandi

More information

Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008.

Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008. GR 10:03 Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008. Guðlaugur Einarsson, geislafræðingur Ágúst 2010 Geislavarnir ríkisins Icelandic Radiation Safety Authority Rauðarárstíg 10 150 Reykjavík s. 5528200

More information