R E Y K J A V I C E N. Eðlisfræði 1. Kafli 1 - Mælistærðir. 24. ágúst Kristján Þór Þorvaldsson -

Size: px
Start display at page:

Download "R E Y K J A V I C E N. Eðlisfræði 1. Kafli 1 - Mælistærðir. 24. ágúst Kristján Þór Þorvaldsson -"

Transcription

1 SIGILLUM R E Y K J A V SCHOLÆ S I C E N S Menntaskólinn I í Reykjavík Eðlisfræði 1 Kafli 1 - Mælistærðir 24. ágúst 2006 Kristján Þór Þorvaldsson kthth@mr.is - 1

2 1.1 Stigstærðir og vigrar Þegar tölulegar upplýsingar eru settar fram á eðlisfræðilegan máta eru notuð mælitala og eining. Stigstærðir eru táknaðar með mælitölu og einingu. Mælitala getur haft formerki og ef hún er jákvæð er plúsmerki sleppt. Einstaka eðlisfræðilega markverðar stærðir eru án einingar. Stigstærðir eru meðal annars notaðar við að tákna eðlismassa og þrýsting. Dæmi: 5 kg m 3 og 9kPa. 2

3 1.1 Stigstærðir og vigrar Eiginleikar vigra eru lengd og stefna. Í eðlisfræði eru mæliniðurstöður gjarnan táknaðar á vigraformi. Lengd vigurs er stigstærð sem hefur mælitölu og einingu. Dæmi um vigurstærðir eru hraði, hröðun og kraftur. Til aðgreiningar eru vigrar gjarnan ritaðir með ör fyrir ofan, það er vigurinn V er þá V. 3

4 1.2 Tugveldi og stærðargráður Þegar tölur verða mjög háar eða mjög lágar er hentugt að rita þær á staðalformi. Staðalform samanstendur af stofni og tugveldi. Rita má töluna 0, á staðalformi sem 1, eða töluna sem 1, Stærðargráða tölu er næsta heila tugveldi við hana. Stærðargráða tölunnar 550 er því

5 1.2 Tugveldi og stærðargráður Notkun stærðargráða getur verið hentug þegar ekki er beðið um nákvæma tölu heldur eingöngu að hvaða stærð ákveðin tala skal vera. Þegar eitthvað eykst 100 falt er gjarnan talað um hækkun upp á tvær stærðargráður. Þvermál róteindar er af stærðargráðunni Sum tugveldi hafa stöðluð heiti eins og kemur fram síðar. 5

6 1.3 Markverðir stafir Nákvæmni mælinga í náttúruvísindum eru ævinlega takmörk sett. Þegar niðurstöður mælinga eru settar fram skiptir jafnmiklu máli að geta nákvæmni mælinganna. Í skýrslum er niðurstaða mælinga skrifuð með öllum þeim tölustöfum sem í raun eru þekktir með nokkurri vissu en alls ekki fleirum. Niðurstaða mælingar skal sett fram og skrifuð til og með fyrsta óvissa staf. 6

7 1.3 Markverðir stafir Markverðir stafir eru þeir stafir sem teljast þekktir ásamt fyrsta óvissa staf. Þegar tiltekin stærð er sögð þekkt með ákveðið mörgum markverðum stöfum gefur það góða hugmynd um nákvæmnina. Í vísindatextum eru tölulegar upplýsingar yfirleitt ekki gefnar með öllum þekktum tölustöfum og er þá síðasti stafurinn jafnframt fyrsti óvissi stafurinn. 7

8 1.3 Markverðir stafir Í útreikningum þarf að gæta þess að fjöldi markverðra stafa í niðurstöðu sé ekki meiri en fjöldi stafa í grunngögnum. Við mat á fjölda stafa er gjarnan notaður óvissureikningur. Fjöldi markverðra stafa í tölu er talinn frá fyrsta staf vinstra megin við töluna sem ekki er núll. Í heilli tölu er síðasti stafurinn í tölunni sem ekki er núll talinn sem síðasti markverði stafurinn. Ef tala inniheldur kommu er síðasti stafurinn í tölunni síðasti markverði stafurinn þrátt fyrir að hann sé núll. 8

9 1.3 Markverðir stafir Allir stafir milli fyrsta og síðasta markverða stafs teljast markverðir stafir markverðir stafir 123,4 4 markverðir stafir markverðir stafir 12,34 4 markverðir stafir 123,400 6 markverðir stafir 0, markverðir stafir Í tölu eins og gæti núllið verið nákvæmlega ákvarðaður stafur þó að hún sé talin hafa fjóra markverða stafi. 9

10 1.4 Grunneiningar Þegar mæliniðurstöður eru settar fram eru þær skráðar með einingum. Þróast hafa mörg einingakerfi en í alheimsvæðingu hafa flest orðið undir í baráttunni við hin stærri. Í náttúruvísindum er iðuglega notað SI kerfi. Kerfið samanstendur af sjö grunneiningum sem samsettar leiða af sér enn fleiri. Einingin candela sem notuð er fyrir ljósstyrk kemur lítð sem ekkert við sögu. 10

11 1.4 Grunneiningar Metri (táknaður m) er grunneining lengdar í SI kerfinu. Í upphafi, 1790, var hann skilgreindur sem fjarlægð frá miðbaug jarðar til norðurpóls sem 10 milljón metrar. Til ákvörðunar var rispað í tvær stangir úr sérstökum málmi. Árið 1960 var metrinn skilgreindur sem öldulengd ákveðins ljóss. Árið 1983 var metrinn skilgreindur sem sú vegalengd sem ljós fer í tómi á brotinu úr sekúndu. 11

12 1.4 Grunneiningar Sekúnda (táknuð s) er grunneining tíma. Í upphafi var sekúnda skilgreind sem ákveðið brot af árinu Frá árinu 1967 var sekúnda skilgreind sem ákveðinn fjöldi sveiflutíma í vissri geislun frá Cs-137 frumeind. Kílógramm (táknað kg) er grunneining massa. Massi er mælikvarði á efnismagn hlutar. Massi er ekki það sama og þyngd þó að margir rugli þessu tvennu saman. 12

13 1.4 Grunneiningar Kílógramm er massi tiltekins staðallóðs sem geymt er í Parísarborg. Hafa ber í huga að grunneining massa er eina forskeytta einingin. Grunneining hitastigs er Kelvín (táknað K). Skilgreiningin er komin til vegna þrípunktshitastigs vatns sem er fastsett við 273, 16K. Þrípunktshitastigs vatns fæst þegar ís, vatn og mettuð vatnsgufa eru öll í snertingu við hvert annað og í varmajafnvægi. 13

14 1.4 Grunneiningar Amper (táknað A) er grunneining rafstraums. Skilgreiningin er komin til vegna 1A straums sem þarf til að valda N krafti á hvern lengdarmetra milli tveggja mjög langra, mjórra og beinna leiðara sem liggja samsíða hvor öðrum með 1m millibili. Mól er grunneining fyrir fjölda. Mól er fjöldi atóma í 12g af C-12 sameind. Fjöldinn í móli er Avogadros-tala N A = 6, mól. 14

15 1.5 Samsettar einingar Allar aðrar einingar en grunneiningarnar 7 teljast afleiddar eða samsettar. SI eining fyrir hraða er dæmi um slíkt. Einingar fylgja reglum venjulegs bókstafareiknings. Þær styttast út hvor á móti annarri og margfeldi þeirra er unnt að tákna á veldaformi. 15

16 1.5 Samsettar einingar 15 m s 4s = 60m 10m 20m = 200m 2 20 m s 2s = 10 m s s = 10 m s 2 6m 3 m s = 2 s m m = 2s 16

17 1.5 Samsettar einingar Þegar reiknað er með einingum þurfa þær að vera samstæðar. Ekki er hægt að margfalda hraða í km klst að breyta öðru hvoru. með tíma í s nema Ef að bíll fer með hraða 60 km klst reikna fjarlægðina sem 60 km klst = 16, 7 m 10s = 167, 0m. s í 10s væri eðlilegasta að 10s = m 3600s 10s Mikilvægt er að rita einingar fullum fetum hvort sem er í milliskrefum eða lokaskrefi. 17

18 1.5 Samsettar einingar Ef að unnt er að sytta einingar út skal gera það. Ef að einingum er sleppt hlýst lítið annað en bágt fyrir. Að reikna með einingum getur einnig hjálpað til og komið í veg fyrir handvömm í milliskrefum reikninga. Hafa skal í huga að einingar lúta reglum bókstafareiknings. 18

19 1.5 Samsettar einingar Stærð Eining Heiti Tákn tíðni 1 s hertz Hz kraftur kg m s 2 newton N orka N m joule J afl þrýstingur J watt W s N pascal Pa m 2 rafhleðsla A s coulomb C 19

20 1.5 Samsettar einingar Stærð Eining Heiti Tákn spenna J volt V C viðnám V A ohm Ω leiðni rýmd A siemens (mho) S (Ω 1 = ) V C farad F V 1L = 1dm 3 1 tonn = 1000kg 20

21 1.6 Forskeyttar einingar Í stað þess að rita mjög stóra eða mjög litla tölu með aragrúa núllla má rita töluna með stöðluðu forskeyti. Til að mynda 5km í stað 5000m. Tugveldi Heiti Tákn tera T 10 9 gíga G 10 6 mega M 10 3 kíló k 21

22 1.6 Forskeyttar einingar Tugveldi Heiti Tákn 10 1 deka da 10 1 desí d 10 2 sentí c 10 3 millí m 10 6 míkró µ 10 9 nanó n 22

23 Heimildir Eðlisfræði 1 eftir Davíð Þorsteinsson. Aflfræði 1 og rafrásir eftir Davíð Þorsteinsson. University Physics eftir Harris Benson. University Physics with Modern Physics eftir Hugh D. Young og Roger A. Freedman. 23

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur CHEMISTRY The Central 9th Edition Hlutfallareikningur: AðA reikna út frá formúlum og efnajöfnum fnum Lavoisier: Massi varðveitist í efnahvörfum. : lýsa efnahvörfum. Efnajafna : Hvarfefni og myndefni: 2H

More information

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2 1 Examples 2 Sýnidæmi 2 2 Example 25-1 Gefið er 3 fasa, 3 teina raforkukerfi samkvæmt meðfylgjandi einlínumynd. Allar stærðir á myndinni eru í einingakerfinu ( per unit ). Seríuviðnám háspennulínanna er

More information

Staðlaráð Íslands Öll réttindi áskilin. 1. prentun.

Staðlaráð Íslands Öll réttindi áskilin. 1. prentun. Staðlar Staðlarlétta léttaþérþérlífið! lífið! Staðlaráð Íslands 2007. Öll réttindi áskilin. 1. prentun. Án skriflegs leyfis útgefanda má ekki endurprenta eða afrita þetta rit með neinum hætti, vélrænum eða

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar 1 Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar Introduction to rotating machines 2 Grunnhugtök og meginþættir Klassískar gerðir véla Riðstraumsvélar Samfasavél (synchronous machine) Spanvél (induction machine

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ / 1004720-1004720-3-ABC 2.1.2018 09::16 Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær»»» Reykjavík/HÍ 06:42 06:44 06:45 06:47 06:51 06:52 06: 07:17 07:18 07:22 07:28 07:29 07:31 07:32 07:34 07:36 07:38

More information

ÓHAPPATÍÐNI Í BEYGJUM OG LANGHALLA. Staða rannsóknarverkefnis

ÓHAPPATÍÐNI Í BEYGJUM OG LANGHALLA. Staða rannsóknarverkefnis ÓHAPPATÍÐNI Í BEYGJUM OG LANGHALLA Staða rannsóknarverkefnis Beygjur á vegakerfinu = hætta? Umferðar- og skipulagssvið Línuhönnunar Haraldur Sigþórsson Þjónustudeild tækniþróun Vegagerðin Einar Pálsson

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík Notkun merkis Veðurstofu Íslands Veðurstofa Íslands Bústaðavegur 9 150 Reykjavík +354 522 60 00 +354 522 60 01 vedur@vedur.is Maí 2009 2 Efnisyfirlit Merki 3 Litanotkun 5 Merki í fleti 6 Stærð merkisins

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

Rafhleðsla og rafsvið

Rafhleðsla og rafsvið Eðlisfræði II: Rafhleðsla og rafsvið Kafli 1 Jón Tómas Guðmundsson tumi@hi.is 2. vika vor 2016 1 Rafsegulkraftar Rafsegulvíxlverkun verður á milli agna sem hafa rafhleðslu Eins og hlutir sem hafa massa

More information

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Áhrif lofthita á raforkunotkun Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Júlí 2017 Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Orkustofnun Júlí 2017 Útgefandi: Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Sími: 569 6000, Fax, 568

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Power Point leiðbeiningar Sjónarhorn View Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Outline view - Yfirlitshamur Hér er hægt að rita minnispunkta við hverja glæru fyrir þann sem

More information

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012 Nr. 28/32 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012 2013/EES/28/07 frá 8. júní 2012 um framkvæmdarreglur vegna beitingar 16. gr.

More information

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014 EFLA Verkfræðistofa STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin 2004-2013 Reykjavík, júní 2014 2014, hf - Vinnslu efnis og frágang texta annaðist Kolbrún Reinholdsdóttir fyrir Verkfræðistofuna EFLU hf. ISSN ISBN

More information

TRS II tekur við af TRS. Kynningarfundur, 30. maí 2017

TRS II tekur við af TRS. Kynningarfundur, 30. maí 2017 TRS II tekur við af TRS Kynningarfundur, 30. maí 2017 Dagskrá Almennt um TRS og breytingar í tengslum við innleiðingu MiFID II og MiFIR Yfirlit yfir TRS kerfið Helstu breytingar á kerfinu Mikilvægi þess

More information

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, apríl 2012

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, apríl 2012 EFLA Verkfræðistofa STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin 2002-2011 Reykjavík, apríl 2012 2012, EFLA verkfræðistofa hf - Vinnslu efnis og frágang texta annaðist Kolbrún Reinholdsdóttir fyrir Verkfræðistofuna

More information

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Klettafjöllin og Grand Canyon 1 Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Kristbjörg María Guðmundsdóttir Eitt af fallegustu handverkum náttúruaflanna er án efa að finna í vesturhluta Norður-Ameríku.

More information

Geislavarnir ríkisins

Geislavarnir ríkisins GR 96:05 Geislavarnir ríkisins Icelandic Radiation Protection Institute Geislaálag vegna notkunar sérhæfðra tannröntgentækja Guðlaugur Einarsson, yfirröntgentæknir Tord Walderhaug, eðlisfræðingur ReykjavRk,

More information

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna Samanburðarrannsókn nóvember 2012 Ari Klængur Jónsson www.mcc.is Árnagötu 2-4 400 Ísafjörður Sími: 450-3090 Fax: 456-0215 mcc@mcc.is 1 Velferðarráðuneytið

More information

Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008.

Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008. GR 10:03 Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008. Guðlaugur Einarsson, geislafræðingur Ágúst 2010 Geislavarnir ríkisins Icelandic Radiation Safety Authority Rauðarárstíg 10 150 Reykjavík s. 5528200

More information

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu?

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu? Upphaf mælinga í uppsjávarskipum Sigurjón Arason Yfirverkfræðingur Matís ohf. og Prófessor, Háskóli Íslands Dr. Magnea G. Karlsdóttir; Fagstjóri, Matís ohf. Ásbjörn Jónsson; Verkefnastjóri, Matís ohf Magnús

More information

1.3 Jean Luc Nancy um skynjun og tilveru Almennt um innsetningar Judith Rugg um innra og ytra rými... 11

1.3 Jean Luc Nancy um skynjun og tilveru Almennt um innsetningar Judith Rugg um innra og ytra rými... 11 Samantekt Í þessari ritgerð er fjallað um rými og innsetningar og sérstaklega verk Elínar Hansdóttur Path og Parallax. Elín er ungur, íslenskur listamaður sem hefur vakið mikla athygli á síðustu árum með

More information

Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu

Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu Er hlutfall barna yfir kjörþyngd hætt að aukast? Stefán Hrafn Jónsson Lýðheilsustöð Margrét Héðinsdóttir Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins Mars 2010 Líkamsþyngd barna

More information

Reykjavík-Rotterdam, rannsókn á vöruútflutningi til Niðurlands (Hollands) Reykjavík-Rotterdam, a study of exports of goods to the Netherlands

Reykjavík-Rotterdam, rannsókn á vöruútflutningi til Niðurlands (Hollands) Reykjavík-Rotterdam, a study of exports of goods to the Netherlands 2. nóvember 2015 Reykjavík-Rotterdam, rannsókn á vöruútflutningi til Niðurlands (Hollands) Reykjavík-Rotterdam, a study of exports of goods to the Netherlands Samantekt Markmið þessarar rannsóknar er að

More information

Frumframleiðnimælingar á Hafrannsóknastofnuninni árin Umfang, aðferðir og úrvinnsla

Frumframleiðnimælingar á Hafrannsóknastofnuninni árin Umfang, aðferðir og úrvinnsla HAFRANNSÓKNASTOFNUNIN. FJÖLRIT NR. 107 Frumframleiðnimælingar á Hafrannsóknastofnuninni árin 1958 1999 Umfang, aðferðir og úrvinnsla Kristinn Guðmundsson og Kristín J. Valsdóttir Hafrannsóknastofnunin

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki. Gyða Ósk Bergsdóttir

Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki. Gyða Ósk Bergsdóttir Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki Gyða Ósk Bergsdóttir Raunvísindadeild Háskóli Íslands 2011 Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki Gyða Ósk

More information

Öryggi barna skiptir miklu máli, börnin eru

Öryggi barna skiptir miklu máli, börnin eru Sálfræðiritið Tímarit Sálfræðingafélags Íslands 16. árg. 2011, bls. 73 79 Öryggi barna í innkaupakerrum: Áhrifarík leið til að forðast slys Háskóli Íslands Öryggi barna ætti að skipta foreldra miklu máli.

More information

Viðauki 2e Tæknikröfur um búnað við fullan aðgang

Viðauki 2e Tæknikröfur um búnað við fullan aðgang Viðauki 2e Tæknikröfur um búnað við fullan aðgang September 2010 Efnisyfirlit 1. Tílvísanir... 3 2. Skýringar á kröfum til búnaðar... 3 3. Yfirlit yfir tækjabúnað sem tengja má koparlínu við fullan aðgang...

More information

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Útg. Dags. Höf. Rýnir Samþykkur Lýsing 3 11/01 2006 GG EH Lokaskýrsla II 2 21/12 2005 GG SvSv Lokaskýrsla I 1 15/12 2005 GG Uppkast 1

More information

Hraðamerkingar á hættulegum beygjum í vegakerfinu - 2. útgáfa -

Hraðamerkingar á hættulegum beygjum í vegakerfinu - 2. útgáfa - Skýrsla nr. 02-04 Hraðamerkingar á hættulegum beygjum í vegakerfinu - 2. útgáfa - Þórir Ingason Keldnaholti, nóvember 2002 Heiti skýrslu: Skýrsla nr: 02-04 Dreifing Opin Lokuð Hraðamerkingar á hættulegum

More information

Rafbók. Loftnetskerfi. Kennsluhefti

Rafbók. Loftnetskerfi. Kennsluhefti Kennsluhefti Þetta hefti er án endurgjalds á rafbókinni. Allir rafiðnaðarmenn og rafiðnaðarnemar geta fengið aðgang án endurgjalds að rafbókinni. Þetta hefti er þýtt með góðfúslegu leyfi EVU í Danmörku.

More information

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild Háskólabrú fjarnám Bókalisti vorönn 2019 2. önn Félagsvísinda- og lagadeild Upplýsingatækni og tölfræði: Kennslubók í Excel 2016. Höfundar: Hallur Örn Jónsson og Óli Njáll Ingólfsson Stærðfræði 3: Stærðfræði

More information

Staðsetningartækni með gervitunglum GNSS

Staðsetningartækni með gervitunglum GNSS Staðsetningartækni með gervitunglum GNSS Sæmundur E. Þorsteinsson Háskóla Íslands Greipur Gísli Sigurðsson Vegagerðinni 1 GNSS Global Navigation Satellite System GPS = Global Positioning System bandarískt,

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2011 Municipal social services 2011

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2011 Municipal social services 2011 2012:1 4. október 2012 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Árið fengu 7.715 heimili fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og hafði heimilum sem þáðu slíkar greiðslur fjölgað um 805

More information

Hugvísindasvið. Lesið í landið. Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag. Ritgerð til B.A.-prófs. Ásta Hermannsdóttir

Hugvísindasvið. Lesið í landið. Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag. Ritgerð til B.A.-prófs. Ásta Hermannsdóttir Hugvísindasvið Lesið í landið Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag Ritgerð til B.A.-prófs Ásta Hermannsdóttir Janúar 2011 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Fornleifafræði Lesið í landið

More information

Geymsluþol reyktra síldarflaka í lofttæmdum umbúðum

Geymsluþol reyktra síldarflaka í lofttæmdum umbúðum Geymsluþol reyktra síldarflaka í lofttæmdum umbúðum Franklín Georgsson Margeir Gissurarson Mælingar og miðlun Skýrsla Matís 23-10 Júní 2010 ISSN 1670-7192 Titill / Title Höfundar / Authors Geymsluþol reyktra

More information

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Kynning í Dalskóla 6. desember 2018 Gautur Þorsteinsson, verkfræðingur Um útvarpsþjónustu Fyrsta útsending útvarpsdagskrár 1920 Útsendingar útvarps

More information

Einstaklingsmunur og þróun læsis hjá fjögra til sjö ára börnum

Einstaklingsmunur og þróun læsis hjá fjögra til sjö ára börnum Menntavísindasvið Háskóla Íslands Grein birt 31. desember 2010 Freyja Birgisdóttir Einstaklingsmunur og þróun læsis hjá fjögra til sjö ára börnum Kynntar verða niðurstöður langtímarannsóknar á þroska,

More information

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gylfi Magnússon Viðskiptafræðideild Ritstjóri Ingjaldur Hannibalsson Rannsóknir í félagsvísindum XIII. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2012 Reykjavík:

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2013 Municipal social services 2013

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2013 Municipal social services 2013 2014:3 9. október 2014 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Árið fengu 8.042 heimili fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og hafði heimilum sem þáðu slíkar greiðslur fjölgað um 306

More information

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2.

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2. Reykjavík, 15. maí 2017 R17050061 110 Borgarráð Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2. júní 2017 Fyrirhuguð er opinber

More information

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum Raddir fjölbreyttra kennarahópa Sólveig Karvelsdóttir, lektor, HÍ Hafdís Guðjónsdóttir, dósent, HÍ Rannsóknin er hluti af tveimur rannsóknum Fjölbreyttir kennarahópar

More information

Forritunarmálið Fjölnir Notendahandbók. Snorri Agnarsson, Páll Björnsson og Jón Harðarson

Forritunarmálið Fjölnir Notendahandbók. Snorri Agnarsson, Páll Björnsson og Jón Harðarson Forritunarmálið Fjölnir Notendahandbók Snorri Agnarsson, Páll Björnsson og Jón Harðarson Efnisyfirlit I Forritunarmálið Fjölnir iv 1 Inngangur 1 2 Einingar 2 3 Segðir, stef og aðgerðir 4 3.1 Tölurogstafir.....................................

More information

Mat á eiginleikum malbiks fyrir íslenskar aðstæður Áfangaskýrsla I. Unnið fyrir rannsóknasjóð Vegagerðarinnar. Arnþór Óli Arason Pétur Pétursson

Mat á eiginleikum malbiks fyrir íslenskar aðstæður Áfangaskýrsla I. Unnið fyrir rannsóknasjóð Vegagerðarinnar. Arnþór Óli Arason Pétur Pétursson NMÍ 9-5 Mat á eiginleikum malbiks fyrir íslenskar aðstæður Áfangaskýrsla I Unnið fyrir rannsóknasjóð Vegagerðarinnar Arnþór Óli Arason Pétur Pétursson 1 Skilgreining verkefnis, útdráttur Þær malbiksblöndur

More information

Horizon 2020 á Íslandi:

Horizon 2020 á Íslandi: Horizon 2020 á Íslandi: - Árangur Íslands í Horizon2020 - Hvernig getur Rannís veitt ykkur aðstoð? Kristmundur Þór Ólafsson Alþjóðasvið Rannís Landstengiliður (NCP) fyrir H2020 Hvað er H2020? Rammaáætlun

More information

Tíðni persónuleikaraskana á Stór-Reykjavíkursvæðinu

Tíðni persónuleikaraskana á Stór-Reykjavíkursvæðinu Tíðni persónuleikaraskana á Stór-Reykjavíkursvæðinu Eiríkur Líndal 1 klínískur sálfræðingur Jón G. Stefánsson 2 geðlæknir 1 áður, Geðsviði Landspítala, nú, HVERTstarfsendurhæfingu, 2 geðsviði Landspítala.

More information

Samantekt á atriðum sem framleiðendur snyrtivara þurfa að uppfylla

Samantekt á atriðum sem framleiðendur snyrtivara þurfa að uppfylla Öruggar snyrtivörur Samantekt á atriðum sem framleiðendur snyrtivara þurfa að uppfylla Snyrtivara sem er boðin fram á markaði á evrópska efnahagssvæðinu skal vera örugg fyrir heilbrigði manna og uppfylla

More information

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (MFT/MFS) og tannátu í lykiltönnum SVANHVÍT. SÆMUNSÓTTIR*, THR ASPEUN**, SIGURÐUR RÚNAR SÆMUNSSN***, INGA. ÁRNAÓTTIR* HEIRIGÐISVÍSINASVIÐ HÁSKÓA

More information

Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/ /10

Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/ /10 Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/04-2009/10 Stefán Hrafn Jónsson Háskóli Íslands, Landlæknisembættið Margrét Héðinsdóttir Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

Innihaldsyvirlit. til vegleiðing umsiting av kundum í FSL-debitor. seinast dagført 15. aug. 2017

Innihaldsyvirlit. til vegleiðing umsiting av kundum í FSL-debitor. seinast dagført 15. aug. 2017 Innihaldsyvirlit til vegleiðing umsiting av kundum í FSL-debitor seinast dagført 15. aug. 2017 Innihaldsyvirlit...1 Upprættan av kundum við INDIVID...2 Allar fyritøkur og persónar, ið hava føroyskt A-,

More information

HAF- OG VATNARANNSÓKNIR

HAF- OG VATNARANNSÓKNIR HV 2017-029 ISSN 2298-9137 HAF- OG VATNARANNSÓKNIR MARINE AND FRESHWATER RESEARCH IN ICELAND Lax-og silungsveiðin 2016 Guðmunda Þórðardóttir og Guðni Guðbergsson REYKJAVÍK ÁGÚST 2017 Lax-og silungsveiðin

More information

4. Newton s Laws of Motion

4. Newton s Laws of Motion 4. Newton s Laws of Motion dynamics hreyfifræði 107 Newton s law of motion hreyfilögmál Newtons 107 classical (Newtonian) mechanics klassísk (Newtonsk) aflfræði 107 force kraftur 108 contact force snertikraftur

More information

OKTÓBER 2006 SKÝRSLA 24-06 ITI 0612/EUT08 8HK3481 V IÐLOÐUN ÖRVERA VIÐ YFIRBORÐ Í VATNI - VARMAFRÆÐILEG NÁLGUN - Guðmundur Gunnarsson, Iðntæknistofnun Birna Guðbjörnsdóttir, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins

More information

Sumargötur Vettvangsrannsókn á Laugavegi og Skólavörðustíg sumarið 2013

Sumargötur Vettvangsrannsókn á Laugavegi og Skólavörðustíg sumarið 2013 Sumargötur Vettvangsrannsókn á Laugavegi og Skólavörðustíg sumarið 213 Páll Jakob Líndal janúar 214 Sumargötur 213. Samantekt vettvangsrannsóknar Inngangur Í vettvangskönnun þeirri sem hér er kynnt voru

More information

Brennisteinsvetni í Hveragerði

Brennisteinsvetni í Hveragerði Þróun 2014-022 Reykjavík, september 2014 Brennisteinsvetni í Hveragerði September 2012 mars 2014 Snjólaug Ólafsdóttir EBS-411-01 Útgefandi: Orkuveita Reykjavíkur Útgáfudagur: September 2014 Umsjón og ábyrgð:

More information

Móberg úr Vatnsfelli notað í hnoðsteypu

Móberg úr Vatnsfelli notað í hnoðsteypu Móberg úr Vatnsfelli notað í hnoðsteypu (Hyaloclastite from Vatnsfell used in roller compacted concrete) Agnes Ösp Magnúsdóttir Jarðvísindadeild Háskóli Íslands Móberg úr Vatnsfelli notað í hnoðsteypu

More information

Saga fyrstu geimferða

Saga fyrstu geimferða Lokaverkefni 2015 Réttarholtsskóli Saga fyrstu geimferða Arnar Freyr Jónsson og Oddur Kjartansson 10.FG Hópur 26 Geimöldin Árið 1957 hófst hin svokallaða geimöld sem síðar átti eftir að verða frumkvöðullinn

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2011:1 27. maí 2011 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga frá sveitarfélögum árlega um fjárhagsaðstoð, félagslega heimaþjónustu

More information

Áhrif ferðamanna á atferli villtra dýra

Áhrif ferðamanna á atferli villtra dýra Áhrif ferðamanna á atferli villtra dýra Ecotourism: effects on wildlife behaviour Verkefni í þremur þáttum, styrkt af nýsköpunarsjóði námsmanna, sumarið 2008. Þáttur I Hafa hvalaskoðunarbátar áhrif á hegðun

More information

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi í norðaustanverðu Atlantshafi Jóhann Sigurjónsson Hafrannsóknastofnun Grand Hótel, Reykjavík, 21.-22. nóvember 2013 Efni erindis Deilistofnar Ástand og horfur Uppsjávar þríeykið Norsk-íslensk síld-kolmunni-makríll

More information

Efni yfirlitsins að þessu sinni er: HAGTÖLUR VR

Efni yfirlitsins að þessu sinni er: HAGTÖLUR VR September 216 Efnahagsyfirlit VR er gefið út í tengslum við mánaðarlega stjórnarfundi félagsins. Yfirlitið er samantekt á hagtölum og öðru efni sem tengist vinnumarkaðs- og kjaramálum og er tilgangurinn

More information

WordPress viðbót fyrir Greiðslusíðu Borgunar

WordPress viðbót fyrir Greiðslusíðu Borgunar WordPress viðbót fyrir Greiðslusíðu Borgunar Útgáfa 1.1 Efnisyfirlit WordPress viðbót fyrir greiðslusíðu borgunar... 1 Efnisyfirlit... 2 Inngangur... 3 WordPress... 3 WooCommerce... 4 Greiðsluviðbót borgunar

More information

Raflagnahönnun og framkvæmd á einbýlishúsi

Raflagnahönnun og framkvæmd á einbýlishúsi Raflagnahönnun og framkvæmd á einbýlishúsi Gylfi Þór Pétursson Lokaverkefni í rafiðnfræði 2017 Höfundur: Gylfi Þór Pétursson Kennitala:130794-2709 Leiðbeinandi: Svanbjörn Einarsson Tækni- og verkfræðideild

More information

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og 2006. Kolbeinn Árnason Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE: Coordination of information on the environment eða: Samræming umhverfisupplýsinga

More information

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Þórólfur Guðnason yfirlæknir Sóttvarnalæknir, Embætti landlæknis Nóvember 2014 Gastegundir frá eldgosum >95% H 2 O, CO 2 SO 2

More information

LV Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar

LV Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar LV-2014-021 Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar Mælingar með samanburði á gervitunglamyndum frá 2002, 2010 og 2012 Lykilsíða Skýrsla LV nr: LV 2014 021 Dags: 19.02.2014

More information

RAFRÆNN REIKNINGUR. Eiginleikar, ávinningur og kröfur

RAFRÆNN REIKNINGUR. Eiginleikar, ávinningur og kröfur RAFRÆNN REIKNINGUR Eiginleikar, ávinningur og kröfur EIGINLEIKAR REIKNINGUR (HEFÐBUNDINN) Inniheldur/flytur gögn. Viðskiptaaðilar, Hvað er selt, Greiðsluupplýsingar Skattaupplýsingar ofl. Birtir gögn Prentað

More information

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur IV. Illviðrabálkar

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur IV. Illviðrabálkar Greinargerð 32 Trausti Jónsson Langtímasveiflur IV Illviðrabálkar VÍ-ÚR14 Reykjavík Maí 23 Illviðrabálkur Inngangur Hér er fjallað um ýmislegt varðandi illviðri á Íslandi. Tilraunir eru gerðar til þess

More information

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Sérfræðingur í persónurétti Yfirlit Stóra myndin Skyldur GDPR Aðlögunarferli Áskoranir og praktísk ráð 2 3 Yfirlit: Hvað er GDPR?» GDPR

More information

JARÐHITI, GOSSTÖÐVAR OG SKILYRÐI TIL VATNSSÖFNUNAR Í GRÍMSVÖTNUM Magnús Tumi Guðmundsson Þórdís Högnadóttir Kirsty Langley

JARÐHITI, GOSSTÖÐVAR OG SKILYRÐI TIL VATNSSÖFNUNAR Í GRÍMSVÖTNUM Magnús Tumi Guðmundsson Þórdís Högnadóttir Kirsty Langley JARÐHITI, GOSSTÖÐVAR OG SKILYRÐI TIL VATNSSÖFNUNAR Í GRÍMSVÖTNUM 2001-2002 Magnús Tumi Guðmundsson Þórdís Högnadóttir Kirsty Langley Raunvísindastofnun Háskólans Febrúar 2003 RH-01-2003 1 ÁGRIP Í kjölfar

More information

STOÐKERFISVERKIR HJÁ HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRUM OG TENGSL VERKJA VIÐ STREITU

STOÐKERFISVERKIR HJÁ HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRUM OG TENGSL VERKJA VIÐ STREITU Þórey Agnarsdóttir, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra á Akureyri Hafdís Skúladóttir, Háskólanum á Akureyri Hjördís Sigursteinsdóttir, Háskólanum á Akureyri Sigríður Halldórsdóttir, Háskólanum á Akureyri

More information

Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin

Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin 1996-1 Brynja Ármannsdóttir 1 læknanemi Laufey Tryggvadóttir 2 faraldsfræðingur Jón Gunnlaugur Jónasson 1,2,4 sérfræðingur í meinafræði Elínborg J. Ólafsdóttir

More information

Fjallkrækill Fyrsta fórnarlamb hlýnandi loftslags á Íslandi?

Fjallkrækill Fyrsta fórnarlamb hlýnandi loftslags á Íslandi? Ritrýnd grein Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Hörður Kristinsson Fjallkrækill Fyrsta fórnarlamb hlýnandi loftslags á Íslandi? S íðustu áratugina hafa menn mikið velt fyrir sér áhrifum hlýnandi

More information

Tengsl íþróttaiðkunar og námsárangurs

Tengsl íþróttaiðkunar og námsárangurs B.Sc. lokaverkefni í íþróttafræði Tengsl íþróttaiðkunar og námsárangurs Maí 2018 Nafn nemanda: Svanfríður Birna Pétursdóttir Kennitala: 210493 2559 Leiðbeinendur: Margrét Lilja Guðmundsdóttir og Sveinn

More information

HAF- OG VATNARANNSÓKNIR

HAF- OG VATNARANNSÓKNIR HV 8- ISSN 98-97 HAF- OG VATNARANNSÓKNIR MARINE AND FRESHWATER RESEARCH IN ICELAND Útbreiðsla og ástand seiða og veiði á vatnasvæði Jökulsár á Dal og Fögruhlíðarár 7 Guðni Guðbergsson og Eydís Njarðardóttir

More information

Óhappatíðni í beygjum og langhalla Haraldur Sigþórsson Einar Pálsson

Óhappatíðni í beygjum og langhalla Haraldur Sigþórsson Einar Pálsson Óhappatíðni í beygjum og langhalla Haraldur Sigþórsson Einar Pálsson Desember 2007 Efnisyfirlit Inngangur...1 Beygjur...2 Niðurstaða...5 Langhalli...11 Breidd vega...12 Heimildir...13 Inngangur Samband

More information

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI ER ÍSLAND SPRUNGIÐ MEÐ 2,2 M FERÐAMANNA? TOP 10 ÞJÓÐGARÐAR Í BANDARÍKJUNUM 1. Great Smoky Mountains National Park

More information

MARKAÐSSETNING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS Á ERLENDUM MÖRKUÐUM UNDIR VÖRUMERKINU REYKJAVÍK. Vörumerkið Reykjavík

MARKAÐSSETNING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS Á ERLENDUM MÖRKUÐUM UNDIR VÖRUMERKINU REYKJAVÍK. Vörumerkið Reykjavík MARKAÐSSETNING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS Á ERLENDUM MÖRKUÐUM UNDIR VÖRUMERKINU REYKJAVÍK Hjörtur Smárason, janúar 2014 Borgir og mikilvægi þeirra í framtíðinni Borgir eru í auknum mæli að taka yfir hlutverk

More information

Áhrif aðbúnaðar, mjaltatækni og júgurheilbrigðis á fjölda og tegundir gerla í innleggsmjólk

Áhrif aðbúnaðar, mjaltatækni og júgurheilbrigðis á fjölda og tegundir gerla í innleggsmjólk 377 Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007 Áhrif aðbúnaðar, mjaltatækni og júgurheilbrigðis á fjölda og tegundir gerla í innleggsmjólk Jóhanna Skúladóttir Ólafs 1 og Grétar Hrafn Harðarson 2 1 Dýralæknastofu

More information

Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri

Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri Hugvísindasvið Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri Pólitíkin og pönkið Ritgerð til B.A.-prófs Valur Gunnarsson Janúar 2010 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Almenn bókmenntafræði Skítsama um allt, frá

More information

Nr desember 2014 REGLUGERÐ. um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila.

Nr desember 2014 REGLUGERÐ. um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila. REGLUGERÐ um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila. 1. gr. Gildissvið. Reglugerð þessi gildir um tengda lögaðila sem eiga í viðskiptum skv. 3.-5. mgr. 57. gr. laga nr. 90/2003, um

More information

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Jón Viðar Jónmundsson 1 og Emma Eyþórsdóttir 2 1 Bændasamtökum Íslands 2 Rannsóknarstofnun landbúnaðarins/lbh á Hvanneyri Inngangur Fyrsta

More information

Rannsókn á útgjöldum heimilanna Household expenditure survey

Rannsókn á útgjöldum heimilanna Household expenditure survey 2006:1 24. janúar 2006 Rannsókn á útgjöldum heimilanna 2002 2004 Household expenditure survey 2002 2004 Samantekt Niðurstöður úr óslitinni rannsókn á útgjöldum heimilanna eru nú birtar fyrir árin 2002

More information

Laun á almennum vinnumarkaði 2005 Earnings in the private sector 2005

Laun á almennum vinnumarkaði 2005 Earnings in the private sector 2005 26:1 14. júlí 26 Laun á almennum vinnumarkaði 25 Earnings in the private sector 25 Samantekt Árið 25 voru regluleg mánaðarlaun á almennum vinnumarkaði að meðaltali 244 þúsund krónur, heildarmánaðarlaun

More information

Stálgrindur eða snjóflóðanet? Val á tegund stoðvirkja fyrir íslenskar aðstæður

Stálgrindur eða snjóflóðanet? Val á tegund stoðvirkja fyrir íslenskar aðstæður Veðursvið VS TóJ 2004 04 Stálgrindur eða snjóflóðanet? Val á tegund stoðvirkja fyrir íslenskar aðstæður Tómas Jóhannesson 5.10.2004 Inngangur Upptakastoðvirki eru byggð á upptakasvæðum snjóflóða til þess

More information

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016 FLUGTÖLUR 216 INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 216 Flugvöllur 215 216 Br. 16/15 Hlutdeild Reykjavík 348.24 377.672 8,5% 5,4% Akureyri 17.897 183.31 7,3% 24,5% Egilsstaðir 89.79 93.474 4,9%

More information

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands ÞÓRA BJÖRK HJARTARDÓTTIR Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands 1. Fjöldi erlendra stúdenta Á liðnum áratug hefur erlendum stúdentum fjölgað gríðarlega við Háskóla Íslands. Haustið 2000 voru skráðir

More information