Viðhorf íþróttakennara í grunnskólum til gildandi námskrár í íþróttum - líkams og heilsurækt frá 1999

Size: px
Start display at page:

Download "Viðhorf íþróttakennara í grunnskólum til gildandi námskrár í íþróttum - líkams og heilsurækt frá 1999"

Transcription

1 Viðhorf íþróttakennara í grunnskólum til gildandi námskrár í íþróttum - líkams og heilsurækt frá 1999 Viðhorfskönnun unnin vegna undirbúnings að endurskoðun á námskrám í íþróttum líkams og heilsurækt Höfundar: Kári Jónsson Elísabet Ólafsdóttir Janus Guðlaugsson Þórarinn Ingólfsson Ingveldur Bragadóttir

2 Formáli Um þessar mundir er verið að endurskoða námskrár í skólaíþróttum á grunn- og framhaldsskólastigi. Nefnd á vegum menntamálaráðuneytis var skipuð í júní 2006 til að sinna því starfi. Nefndina skipa Kári Jónsson, lektor við KHÍ, formaður, Elísabet Ólafsdóttir, íþróttafræðingur og íþróttakennari við Hvaleyrarskóla, Janus Guðlaugsson, íþróttafræðingur og íþróttakennari við Iðnskóla Hafnarfjarðar og stundakennari við Kennaraháskóla Íslands, Ingveldur Bragadóttir, íþróttakennari við Verslunarskóla Íslands og Þórarinn Ingólfsson, íþróttakennari og aðstoðarskólameistari við Fsu. Meginþungi nefndarstarfsins var á endurskoðun námskrár fyrir framhaldsskóla vegna fyrirhugaðrar styttingar námsins. Nefndin taldi þó mikilvægt að gera viðhorfskönnun meðal starfandi íþróttakennara á grunnskólastigi á gildandi námskrá fyrir íþróttir - líkams- og heilsurækt frá íþróttakennarar fengu könnunina senda í tölvupósti á tímabilinu 30. júní til 25. júlí Tekið var við svörum rafrænt á internetinu. 82 svöruðu könnuninni sem er um 56% svarhlutfall. Könnunin skiptist í 8 kafla og birtast svör við spurningum þeirra yfirleitt sem svarhlutfall en í einstaka liðum sem fjöldi svarenda. Íþróttakennurum og skólastjórnendum eru þökkuð þátttakan á miðjum sumarleyfistíma skólanna. Inngangur Hreyfing barna: Hreyfing barna: Undanfarin ár hafa augu manna beinst í síauknum mæli að hreyfingarleysi barna og offitu (Johannsson Erlingur, Arngrimsson Sigurbjörn A, Thorsdottir Inga, Sveinsson Torarinn. Int J Obes (2006) ). Mikilvægi hreyfingar í þeirri baráttu er öllum ljós og því mikilvægt að námsgreinin íþróttir - líkams- og heilsurækt eflist í komandi framtíð. Aukin hreyfing barna ásamt þekkingu á mikilvægi hollustu í mataræði og heilbrigðum lífsháttum getur því verið afgerandi þáttur á komandi árum til að sporna gegn óheillavænlegri þróun (Inga Thorsdottir, Ingibjorg Gunnarsdottir, Gestur I Palsson, Erlingur Johannsson. Nutr Metab Cardiovasc Dis. 2006). Fagvitund kennara og aðstæður í skólum eru því afar mikilvægur þáttur þar sem þessir aðilar eru daglega í beinum tengslum við börnin. 2

3 Námskráin: Gildandi námskrá í íþróttum - líkams- og heilsurækt er frá Gerð var grunndvallarbreyting á hugmyndafræði að baki íþróttakennslu í grunnskólum landsins. Hugmyndafræðin byggir á eflingu þroskaþátta barna og unglinga fremur en að kenna tiltekna færni í íþróttum. Þroskaþættir sem unnið er út frá er skipt í fjögur megin svið; skyn- og hreyfiþroska, líkams- og fagurþroska, félags- tilfinninga og siðgæðisþroska og vitsmunaþroska. Þroskaþáttum eru síðan gefin nemendamiðuð markmið fyrir kennara að vinna með (námskrá í íþróttum - líkams- og heilsurækt, mrn.1999). Aðstaða og tæki: Íþrótta- og sundkennsla í skólum landsins gerir kröfu um lágmarksaðstöðu og sérstök áhöld og tæki eins og margar aðrar greinar sem eru kenndar innan grunnskólans. Þegar talað er um aðstöðu er átt við íþróttasal, sundlaug, útisvæði til íþrótta og leikja og skólalóð við skólana. Áhöld og tæki til íþrótta- og sundkennslu spanna vítt svið. Hér er átt við smærri og stærri áhöld til verklegrar kennslu, en að sama skapi er einnig átt við tæki til miðlunar námsefnis, s.s. míkrófón, hljómflutningstæki, nettengda tölvu, skjávarpa o.m.fl. Í námskránni er beinlínis hvatt til notkunar margmiðlunar við kennsluna. Skólalóðin ein og sér getur verið hvetjandi til hreyfingar ef hún er vel hönnuð og búin góðum og öruggum tækjum. Aðgangur nemenda að áhöldum s.s. boltum, sippuböndum og húllahringjum í frímínútum er einnig hvetjandi til hreyfingar. Fagmenntun íþróttakennara: Íþróttakennsla hefur að langmestu leiti verið í höndum fagkennara í íþróttum frá því að hún kom inn í námskrá hér á landi. Nám fyrir íþróttakennara var í höndum Íþróttakennaraskóla Íslands fram til 1998, þá sameinaðist hann þremur öðrum skólum í Kennaraháskóla Íslands. Námið hefur farið fram á Laugarvatni og er nú 90e nám sem endar með B.S.- eða B.Ed gráðu. Fram til 1998 var námið 60e á stigi milli framhaldsskóla eða sérskóla og háskóla. Fyrstu B.S. Íþróttafræðingar útskrifuðust frá KHÍ vorið 2001 ( Íþróttakennsla á Íslandi er lítt rannsökuð og lítið hefur heyrst frá kennurunum sjálfum um þeirra fag og hagi þeirra í kennslu. Það er þó víst að við endurskoðun námskrár eru þeir fyrsti hópurinn sem vert er að spyrja um hvernig til hefur tekist og hvort breytinga sé þörf. Spurningalisti: Við gerð spurningalista til íþróttakennara sem nú starfa í grunnskólum landsins lék forvitni á að vita hver afstaða íþróttakennaranna væri til þeirrar hugmyndafræði sem boðuð var í námskránni 1999 og hvernig þeim gengi að framkvæma kennslu í tengslum við hana. Einnig hversu sáttir íþróttakennarar væru við markmið og námsmat eins og það er sett fram í gildandi námskrá. Þá var spurt um hvort þeir teldu sig hafa tilhlíðilegar aðstæður til að kenna í. Spurt var um afstöðu þeirra til nemendafjölda í kennslunni eftir aldri nemenda og hvort kennt er sund eða íþróttir. Stuðnings- og námsefnisgerð: Á seinni árum hefur færst í vöxt að nota stuðningsefni við kennsluna s.s. myndbönd, textabækur, verkefnabækur ofl. Nokkuð af efni hefur verið gefið út af Námsgagnastofnun varðandi kennslu í íþróttum. Hefur það einkum verið ætlað íþróttakennurum sjálfum fremur en nemendum. Í viðhörfskönnuninni eru íþróttakennararnir einnig spurðir út í þennan þátt. Efniviður og framkvæmd könnunar: Starfandi íþróttakennarar í grunnskólum á Íslandi vorið 2006 voru um 140 talsins skv. svörum frá skólastjórum í júní Fengu þeir sendan tölvupóst með slóð á spurningalista. 82 eða 56% svöruðu, 54% svarenda voru karlar en 46% konur. Spurningalistinn var sendur út í sumarleyfi kennara sem líklega dregur nokkuð úr svörun. Könnunin var send út úr gagnvirku tölvukerfi KHÍ með tölvupósti til íþróttakennara grunnskóla á tímabilinu 30. júní til 25. júlí Sent var á öll netföng sem skólastjórar vísuðu á Aðeins var hægt að svara listanum einu sinni frá hverju póstfangi. 3

4 Niðurstöður I. Hluti: Um bakrunn íþróttakennaranna Svarhlutfall var 56% Karlar 54%, konur 46% Svörun eftir fræðslusvæðum Reykjanes Höfuðborgarsvæðið Vesturland Vestfirðir Norðurland vestra Norðurland eystra Austurland Suðurland Fræðslusvæði Mynd 1: Svörun eftir fræðslusvæðum. 50% svarenda starfar á höfuðborgarsvæðinu. Reykjanes, póstnúmer Höfuðb.svæðið, póstnúmer Vesturland, póstnúmer Vestfirðir, póstnúmer Norðurland vestra, póstnúmer Norðurland eystra, póstnúmer Austurland, póstnúmer Suðurland, póstnúmer Hvað kennir þú? Íþróttir Sund Sund og íþróttir Alm.ke+íþróttir Alm.ke+sund Alm.ke,sund+íþr 0 Mynd 2: Hvaða kennslu hafa þeir með höndum? Flestir eða 51%, kenna bæði sund og íþróttir og 26,6% kenna auk þess bóklegt. 4

5 Hve mörg ár hefur þú kennt íþróttir- líkams- og heilsurækt ár 10% 21 ár eða lengur 9% 1-3 ár 20% ár 28% 4-6 ár 23% 7-9 ár Mynd 3: Starfsreynsla. 43% starfandi íþróttakennara hafa 1-6 ára starfsaldur, aðeins 19% er með yfir 15 ára starfsaldur. 10% Starfshlutfall Minna en 50% 50% % 100% Yfir 100% Stundakennsla Mynd 4. Starfshlutfall. Langflestir eru í fullu starfi (24=29,2%) eða meira (43=52,44%) 5

6 II. hluti: Námskráin Í námskrá um - Íþróttir - líkams - og heilsurækt frá 1999 fyrir grunnskóla, er gengið út frá eflingu þroskaþátta til þess að ná markmiðunum. Þroskaþáttunum er skipt upp í fjögur svið; skyn- og hreyfiþroska, líkams - og fagurþroska, félags-, tilfinninga- og siðgæðisþroska vitsmunaþroska. Þroskaþáttunum er síðan sett nemendamiðuð markmið fyrir kennara að vinna með. Hvað finnst þér um námskrána frá 99 í heild? Mjög slæm (Er mjög ósátt/-ur) 1% Slæm (Er ósátt/-ur) 6% Í mjög góðu lagi (Er mjög sátt/-ur) 3% Í lagi (Er sátt/-ur við námskrána) 41% Viðunandi (Er hvorki sátt/-ur né ósátt/-ur) 49% Mynd 5: Námskráin í heild. 44% eru sáttir eða mjög sáttir, 49% segir námskrána viðunandi. Var nægjanleg fræðsla og kynning á hugmyndafræðinni? Hæfileg 38% Nei, of lítil 42% Other 47% Mynd 6: Fræðsla á hugmyndafræðinni. 47% segja of lítið hafi verið gert til að kynna námskrána í byrjun og fræða um hugmyndafræðina. Já, góð 14% Já, mjög góð 1% Nei, allt of lítil 5% 6

7 Hve sátt/ur ertu við hugmyndafræðina? Hef ekki skoðun á því 22% Frekar ósátt/-ur 25% Other 26% Sátt/-ur 48% Mjög ósátt/-ur 1% Mjög sátt/-ur 4% Mynd 7: Sátt/ur við hugmyndafræðina? 52% virðast sáttir við hugmyndafræði námskrárinnar frá 1999, en 25% er ósáttur. 22% hefur ekki skoðun á hugmyndafræðinni! Er þörf á sömu hugmyndafr. grunn- og framhaldsskóla? Nei, ég tel það algeran óþarfa mjög nauðsynlegt 3% 13% Nei, ég tel það óþarfa 23% nauðsynlegt 34% Já, en þó ekki lykilatriði 27% Mynd 8: Er þörf á sömu hugmyndafræði í grunn- og framhaldsskóla? Ekki er lykilatriði að hafa sömu hugmyndafræði í grunn og framhaldsskóla eða óþarfi, að mati 53% íþr.ke. 47% telja það nauðsynlegt eða mjög nauðsynlegt. 7

8 III. hluti: Markmið í íþróttum - líkams- og heilsurækt Í námskránni er stefnt að mismunandi markmiðum. Í fyrsta lagi ber að nefna lokamarkmið sem nemanda ber að hafa tileinkað sér við lok grunnskóla. Í öðru lagi áfangamarkmið við lok og 10. bekkjar. Í þriðja lagi þrepamarkmið sem eru nákvæmust og sett fyrir hvern bekk. Til að fá sem besta endurgjöf varðandi þennan hluta spurningalistans var þátttakendum bent á að fara yfir loka-, áfanga- og þrepamarkmiðin í námskránni ásamt þeirri kennslureynslu sem þeir búa að. Viðhorf til markmiðssetninga í íþróttakennslu (annað en sund): 94% telja lokamarkmiðin viðunandi(44%) eða eru ánægðir eða mjög ánægðir (50%) 95% líkar áf.markmið 4. bekkjar 91% líkar áf.markmið 7. bekkjar 86% líkar áf.markm. 10. bekkjar Viðhorf til markmiða í sundkennslu: Lokamarkmiðin: 14% mjög góð, 60% í lagi, 19% viðunandi = 93% 7% slæm, 0% mjög slæm Áf.markm. 4. b: 11% mjög góð, 63% í lagi, 18% viðunandi = 92% 8% slæm, 0% mjög slæm Áf.markm. 7. b: 11% mjög góð, 66% í lagi, 17% viðunandi = 94% 6% slæm, 0% mjög slæm Áf.markm. 10. b: 16% mjög góð, 56% í lagi, 22% viðunandi = 94% 6% slæm, 0% mjög slæm IV. hluti: Námsmat í íþróttum - líkams- og heilsurækt Á bls. 11 og 12 í gildandi námskrá (1999) er fjallað almennt um námsmat, auk þess sem dæmi eru tekin um útfærslu námsmats í skólaíþróttum og skólasundi við áfangamarkmið 4., 7. og 10. bekkjar. Skólasund hefur sérstöðu vegna sérákvæða um það í íþróttalögum nr. 64/1998, 11 gr. og reglugerðum Rg. 395/1986. Námsmat í námskránni 1999 (annað en sund): Skoðun á almennri umfjöllun: 4% mjög góð, 38% í lagi = 42% viðunandi = 47% 10% slæm, 1% mjög slæm = 11% Skoðun á dæmum sem sett eru fram: 1% mjög góð, 36% í lagi = 37% viðunandi = 46% 16% slæm, 1% mjög slæm = 17% Hve nákvæm útfærsla ætti að vera í námskrá?: 31% mjög, 19% frekar nákvæm = 50 frekar almenn = 37% 12% lítið, 1% ekkert =13% Hvaða skoðun hefur þú á útfærslu námsmats í sundi?: 12% mjög góð 50% í lagi 36 % viðunandi 1% slæm, 1% mjög slæm 8

9 V. hluti: Aðstaða og tæki Íþrótta- og sundkennsla í skólum landsins gerir kröfu um lágmarksaðstöðu og sérstök áhöld og tæki eins og margar aðrar greinar sem eru kenndar innan grunnskólans. Þegar talað er um aðstöðu er átt við íþróttasal, sundlaug, útisvæði til íþróttaiðkunnar og leikja og skólalóðina við skólann. Áhöld og tæki til íþrótta- og sundkennslu spanna vítt svið. Er hér átt við smærri og stærri áhöld til verklegrar kennslu, en að sama skapi er hér líka átt við tæki til miðlunar námsefnis, s.s. míkrófón, hljómflutningstæki, nettengda tölvu, skjávarpa o.m.fl. Aðstæður og tæki (í annað en sundkennslu): Hvernig eru aðstæður þínar til kennslu í íþróttum? 25% Mjög góðar 31% Góðar 31% Viðunandi 9% Slæmar 4% Mjög slæmar Hvernig er aðgangur þinn að tækjum og áhöldum til kennslu? 18% Mjög góður 35% Góður 30% Viðunandi 13% Slæmur 4% Mjög slæmur Aðstæður og tæki til sundkennslu: Hvernig eru aðstæður þínar til sundkennslu? 23% Mjög góðar 32% Góðar 30% Viðunandi 12% Slæmar 3% Mjög slæmar Hvernig er aðgangur þinn að tækjum og áhöldum til sundkennslu? 14% Mjög góður 35% Góður 35% Viðunandi 15% Slæmur 1% Mjög slæmur 9

10 VI. hluti: Nemendafjöldi á íþróttakennara Í námskránni - Íþróttir - líkams - og heilsurækt er ekki fjallað um nemendafjölda á kennara í skólaíþróttum. Dæmi eru um að einn íþróttakennari kenni yfir 30 nemendum í einu. Í skólasundi hins vegar er komið inn á að nemendur séu að jafnaði 15 í hverri kennslustund á hvern kennara og færri en 15 ef nemendur eru ósyndir. Þó þessar tölur séu nefndar verður alltaf að taka tillit til aðstæðna á hverjum stað og skipuleggja kennsluna út frá þeim. Hvern telja íþróttakennarar vera raunhæfan hámarksfjölda nemenda pr. kennara í íþróttum og skólasundi? Íþróttakennsla: bekk: nem/ke = 42% nem/ke = 57% nem/ke = 1% bekk: nem/ke = 14% nem/ke = 67% nem/ke = 19% Skólasund: bekk: 7-10 nem/ke = 71% nem/ke = 27% nem/ke = 2% bekk: 7-10 nem/ke = 73% nem/ke = 26% nem/ke = 1% VII. hluti: Námsefni og stuðningsefni Hjá Námsgagnastofnun er til námsefni fyrir fagið Íþróttir - líkams - og heilsurækt: Skólaíþróttir bekkur (1991), skólaíþróttir bekkur (1994), skólaíþróttir bekkur - kennslugagnamappa (1994), skólasund - kennarahandbók (1994), skólasund bekkur kennslugagnamappa (1994), frjálsíþróttir - æfingar og leikir (2000), gólf og áhaldaæfingar (2000), æfingar og leikir með litlum áhöldum (2000), boltaleikir (2000), leikir (2000), leikjabókin (1995). Annað íslenskt efni getur einnig verið að finna hjá öðrum útgáfuaðilum eða einstaklingum. Nýta íþróttakennarar sér útgefið efni? Hefur þú nýtt þér þessar bækur? Já, mjög mikið = 24% Já en ekki mikið =54% Lítið 14%, ekkert 8% = 22% Hefur þú nýtt þér annað efni? Já, mjög mikið = 12% Já, mikið = 41% Aðeins = 43% Lítið = 4% Er þörf á frekari útgáfu? Stuðningsefnis fyrir íþróttakennara? Já, mjög nauðsynlegt = 42% Já, nauðsynlegt = 54% Þau gögn sem til eru fullnægjandi = 4% Er þörf á útgáfu fyrir nemendur? Já, lesefni vantar = 6% Já, vinnuheftir vantar = 18% Já, bæði lesefni og vinnuhefti = 63% Nei, engin þörf á því = 13% 10

11 VIII. hluti. Um vinnubrög við endurskoðun námskrár Vinnuhópur, skipaður af menntamálaráðuneytinu til að endurskoða námskrár í Íþróttum - líkams - og heilsurækt fyrir grunn- og framhaldsskóla, komst að þeirri niðurstöðu að gera viðhorfskönnun meðal starfandi íþróttakennnara í grunnskólum til að komast að því hvort það þurfi að fara í námskrárvinnu fyrir grunnskólann eða ekki. En hvað finnst íþróttakennurum sjálfum? Nei 5% Er þörf á að gera viðhorfskönnun sem þessa við endurskoðun námskrár? Já, segja 95% Já 95% Ert þú tilbúin(n) að taka þátt í málþingi um endurskoðun námskrár? Eru íþróttakennarar almennt tilbúnir að taka þátt í málþingi um endurskoðun námkrár í íþróttum líkams - og heilsurækt fyrir grunnskólann? 73% eru tilbúnir til þátttöku en 27% eru það ekki. Nei 27% Já 73% 11

12 Ályktanir Helmingur svarenda viðhorfskönnunarinnar eru á höfuðborgarsvæðinu þar sem stærstu skólarnir eru. Athyglisvert er að sjá að 54% svarenda eru karlar sem bendir til að kynjaskipting sé nokkuð jöfn meðal íþróttakennara í starfi. Við sjáum einnig að starfsaldur er frekar lár, flestir eru með menntun eftir Þannig hafa 40% starfandi íþróttakennara í grunnskólum tekið sína menntun eftir að hún komst alfarið á háskólastig. Langflestir eru í fullu starfi (29,2%) eða meira (52,44%) sem gæti skýrst af fjölda karla í stéttinni. Þegar spurt er um námskrána í heild eru 44% sáttir eða mjög sáttir og 49% telja hana viðunandi, alls 93%. Það er því nokkuð umhugsunarefni að óánægja með hugmyndafræðina sem að námskránni liggur skuli mælast 25% og að 22% skuli ekki hafa skoðun. En 47% telja þó að mun betur hefði þurft að standa að kynningu hennar í byrjun. Velta má þeirri spurningu fyrir sér hvort íþróttakennarar hafi ekki verið faglega í standi til að taka við nýjum áherslum á þessum tíma? Alla vega kalla þeir eftir betri kynningu á hugmyndafræðinni þegar slíkar breytingar eru gerðar. Viðhorf til markmiða námskrár eru mjög jákvæð, bæði í skólasundkennslu og skólaíþróttum. Þó má greina minni ánægju eftir því sem aldur nemenda fer hækkandi. Minnst ánægja er með markmið bekkjar. Í umfjöllun um námsmat námskrárinnar kemur fram að kennarar eru ánægðir með útfærsluna í sundi, þar sem hún er stöðluð, en þeim líkar einnig vel við að hafa umfjöllunina almenna og leyfa skólunum að þróa sínar eigin aðferðir í íþróttakennslunni. Aðstæður og aðgangur að tækjum til íþróttakennslu virðist vera í góðu lagi. U.þ.b. 85% íþróttakennara er sáttur við sína aðstöðu hvort sem er í skólaíþróttum eða skólasundi. Greinilegt er að íþróttakennarar telja mikilvægt að halda nemendafjölda í skefjum þannig að hann fari ekki yfir 20 í skólaíþróttum. Flestir, 71-73%, telja hæfilegt að hafa 7-10 nemendur á hvern kennara í skólasundi, einkum í byrjendakennslu. 78% íþróttakennara nýtir sér útgefið stuðningsefni frá Námsgagnastofnun við kennslu og um 50% nýtir sér einnig annað efni sem hægt er að ná í, 96% þeirra vill sjá meiri útgáfu stuðningsefnis vegna íþróttakennslu. Þegar spurt er um nemendahefti eða námsefni í íþróttum eru flestir, 63% á því að bæði vanti lesefni og vinnuhefti fyrir nemendur. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að langan tíma hefur tekið að ná sátt um bóklegt nám í íþróttum framhaldsskóla. En greinilegt er að íþróttakennarar í grunnskólum vilja auka fjölbreytni í kennsluaðferðum. Ennfremur má leiða líkur að því að íþróttakennarar í grunnskólum telji sig þurfa aukið námsefni til að geta mætt auknum kröfum um fræðslu vegna aukins hreyfingarleysis og offitu barna á grunnskólaaldri. Langflestir telja rétt að gera slíka viðhorfskönnun í upphafi vinnu við endurskoðun námskrár en færri eru þó tilbúnir til að koma að því með beinum hætti s.s. með þátttöku í málþingi. Líklega eru þeir svo störfum hlaðnir að þeir vilja ekki eyða tíma í slíkt, eða að þeir treysta öðrum fagaðilum í stéttinni betur til að vinna slíka vinnu. Samantekt á ályktunum: Mikil ánægja með gildandi námskrá í íþróttum líkams - og heilsurækt 25% eru óánægðir og 22% hafa ekki skoðun á hugmyndafræðinni. Bæta þarf kynningarstarf við útgáfu nýrrar námskrár. Mikil ánægja með markmiðssetningar allra aldurshópa, en minnst hjá bekk. Nemendafjöldi pr. kennara verði 7-10 í sundi og í íþróttum. Þörf er á aukinni útgáfu kennsluefnis í íþróttum - líkams og heilsurækt fyrir nemendur grunnskólans. 12

13 Lokaorð Af þessari könnun er ljóst að starfandi íþróttakennarar, flestir í rúmlega fullu starfi við sitt fag, eru sáttir við núgildandi námskrá. Vinna sem lögð var í námskrárgerðina hefur því skilað sér vel þó kynning og fræðsla hefði mátt vera betri þegar hún var tekin í gildi. Frá því að gildandi námskrá kom út hefur íþróttakennaranám færst á háskólastig og lengst um eitt ár til samræmis við annað kennaranám. Það ætti að koma fram í meiri faglegri dýpt og þekkingu á því sem að baki hugmyndafræði íþróttakennslunnar liggur. Íþróttakennarar segja ennfremur að þeir séu ánægðir með aðstöðu og tækjakost til kennslunnar. Hugmyndir þeirra um nemendafjölda á hvern kennara í kennslu eru skýrar, en þar mega t.d. nemendur ekki vera fleiri en 10 í byrjendakennslu í skólasundi. Fimmtán til tuttugu er hámarksfjöldi þegar ofar dregur í aldri. Mikilvægt er að íþróttakennarar og skólar hafi frumkvæði að því að útfæra leiðir að markmiðum sem sett eru fram í námskránni og stuðli að því með öllum ráðum að börn og unglingar á grunnskólaaldri hreyfi sig sem mest og íþróttatímar miði að eflingu heildarþroska nemenda þeim til andlegrar, líkamlegrar og félagslegrar uppbyggingar. Túlka má niðurstöður þessarar könnunar á þann veg að ekki sé þörf á nýrri námskrá í íþróttum líkams- og heilsurækt fyrir grunnskólastigið að þessu sinni. Hafa ber þó í huga að námskráin snertir fleiri aðila en íþróttakennara skólanna s.s. skólastjóra, aðra kennara, nemendur og foreldra sem einnig er vert að fá álit hjá áður en endanleg afstaða er tekin til endurskoðunar námskrárinnar. 13

14 Fylgiskjal 1 Viðhorfskönnun íþróttakennara til námskrár í Íþróttum - líkams- og heilsurækt fyrir grunnskóla frá 1999 Spurningalisti Um þessar mundir er verið að endurskoða námskrár í skólaíþróttum í grunn- og framhaldsskóla. Ný nefnd á vegum menntamálaráðuneytisins hefur verið skipuð til að sinna því starfi. Nefndina skipa Kári Jónsson sem er formaður hennar, Elísabet Ólafsdóttir, Janus Guðlaugsson, Ingveldur Bragadóttir og Þórarinn Ingólfsson. Meginþungi nefndarstarfsins er á endurskoðun námskrár fyrir framhaldsskólann vegna fyrirhugaðrar styttingar hans. Nefndin taldi þó mikilvægt að kanna stöðuna í grunnskólanum og ákvað því að gera viðhorfskönnun meðal starfandi íþróttakennara á því skólastigi til gildandi námskrár - Íþróttir - líkams - og heilsurækt frá Íþróttakennarar fá könnunina senda í tölvupósti 30. júní Eru þeir hvattir til að svara könnuninni sem fyrst og senda til baka fyrir 7. júlí Þessi könnun er send starfandi íþróttakennurum eftir ábendingum frá skólastjórnendum. Aðeins er hægt að svara einu sinn frá hverju tölvupóstfangi. Ef íþróttakennarar vilja gera frekari athugasemdir við námskrána eða þessa könnun þá eru þeir beðnir um að senda þær á netfangið kari@khi.is fyrir 31. júlí Kennarinn/svarandinn Hér er leitast við að skoða reynslu og bakgrunn þess sem svarar. * 1.1 Kyn Karl Kona * 1.2 Hvað kennir þú? Skólaíþróttir Skólasund Skólasund og skólaíþróttir Almenn kennsla og skólaíþróttir Almenn kennsla og skólasund Almenn kennsla, skólasund og skólaíþróttir * 1.3 Hve mörg ár hefur þú kennt íþróttir - líkams - og heilsurækt við grunnskóla? 1-3 ár 4-6 ár 7-9 ár ár ár 21 ár eða lengur * 1.4 Hvert er starfshlutfall þitt? Minna en 50% 50% % 100% Yfir 100% Stundakennsla * 1.5 Merktu við fræðslusvæðið sem þú starfar við núna Reykjanes, póstnúmer Höfuð.svæðið, póstnúmer Vesturland, póstnúmer Vestfirðir, póstnúmer

15 Norðurland vestra, póstnúmer Norðurland eystra, póstnúmer Austurland, póstnúmer Suðurland, póstnúmer Aðalnámskrá - Íþróttir - líkams - og heilsurækt Í námskrá um - Íþróttir - líkams - og heilsurækt frá 1999 fyrir grunnskóla, er gengið út frá eflingu þroskaþátta til þess að ná markmiðunum. Þroskaþáttunum er skipt upp í fjögur svið; skyn- og hreyfiþroska, líkams - og fagurþroska, félags -, tilfinninga- og siðgæðisþroska og að síðustu vitsmunaþroska. Þroskaþáttunum er síðan sett nemendamiðuð markmið fyrir kennara að vinna með. Þetta er sú hugmyndafræði sem gengur í gegnum námskrána. * 2.1 Hvað finnst þér um gildandi námskrá í íþróttum frá 1999 í heild? Í mjög góðu lagi (Er mjög sátt/-ur við námskrána) Í lagi (Er sátt/-ur við námskrána) Viðunandi (Er hvorki sátt/- ur né ósátt/-ur) Slæm (Er ósátt/-ur við námskrána) Mjög slæm (Er mjög ósátt/-ur við námskrána) * 2.2 Var fræðsla og kynning nægjanleg til að koma hugmyndafræðinni til skila? Já, mjög góð Já, góð Hæfileg Nei, of lítil Nei, allt of lítil * 2.3 Hve sátt(ur) ertu við þá hugmyndafræði sem námskráin frá 1999 byggir á? Mjög sátt/-ur Sátt/-ur Hef ekki skoðun á því Frekar ósátt/-ur Mjög ósátt/-ur * 2.4 Er æskilegt að grunn- og framhaldsskólinn starfi eftir sömu hugmyndafræði í íþróttum - líkams - og heilsurækt? Já, ég tel það mjög nauðsynlegt Já, ég tel það nauðsynlegt Já, en þó ekki lykilatriði Nei, ég tel það óþarfa Nei, ég tel það algeran óþarfa 3. Markmið í íþróttum - líkams - og heilsurækt Í námskránni er stefnt að mismunandi markmiðum. Í fyrsta lagi ber að nefna lokamarkmið sem nemanda ber að hafa tileinkað sér við lok grunnskóla. Í öðru lagi áfangamarkmið við lok og 10. bekkjar. Í þriðja lagi þrepamarkmið sem eru nákvæmust og sett fyrir hvern bekk. Til að fá sem besta endurgjöf varðandi þennan hluta spurningalistans er mikilvægt að fara yfir loka-, áfanga- og þrepamarkmiðin í námskránni ásamt þeirri kennslureynslu sem að baki býr. 3.1 Lokamarkmiðin í íþróttum - líkams - og heilsurækt eru... Þeir sem aðeins kenna skólasund mega sleppa spurningunni! í mjög góðu lagi í lagi viðunandi slæm mjög slæm 3.2 Áfangamarkmiðin við lok 4. bekkjar eru... Þeir sem aðeins kenna skólasund mega sleppa spurningunni! í mjög góðu lagi í lagi viðunandi slæm mjög slæm 3.3 Áfangamarkmiðin við lok 7. bekkjar eru... Þeir sem aðeins kenna skólasund mega sleppa spurningunni! í mjög góðu lagi í lagi viðunandi slæm mjög slæm 3.4 Áfangamarkmiðin við lok 10. bekkjar eru... Þeir sem aðeins kenna skólasund mega sleppa spurningunni! í mjög góðu lagi í lagi viðunandi slæm mjög slæm 3.5 Lokamarkmiðin í SUNDI eru... Þeir sem EKKI kenna skólasund mega sleppa spurningunni! í mjög góðu lagi í lagi viðunandi slæm mjög slæm 3.6 Áfangamarkmiðin í SUNDI við lok 4. bekkjar eru... Þeir sem EKKI kenna skólasund mega sleppa spurningunni! í mjög góðu lagi í lagi viðunandi slæm mjög slæm 3.7 Áfangamarkmiðin í SUNDI við lok 7. bekkjar eru... Þeir sem EKKI kenna skólasund mega sleppa spurningunni! í mjög góðu lagi í lagi viðunandi slæm mjög slæm 3.8 Áfangamarkmiðin í SUNDI við lok 10. bekkjar eru... Þeir sem EKKI kenna skólasund mega sleppa spurningunni! í mjög góðu lagi í lagi viðunandi slæm mjög slæm 4. Námsmat í íþróttum - líkams - og heilsurækt Á bls. 11 og 12 í gildandi námskrá (1999) er fjallað almennt um námsmat, auk þess sem dæmi eru tekin um útfærslu námsmats í skólaíþróttum og skólasundi við áfangamarkmið 4., 7. og 10. bekkjar. Skólasund hefur sérstöðu vegna sérákvæða um það í íþróttalögum nr. 64/1998, 11 gr. og reglugerðum Rg. 395/1986. * 4.1 Hvaða skoðun hefur þú á almennri umfjöllun um námsmat í námskránni? Í mjög góðu lagi Í lagi Viðunandi Slæm Mjög slæm 4.2 Hvaða skoðun hefur þú á dæmum um útfærslu námsmats í námskránni (bls. 22, 34, 44)? Þeir sem aðeins kenna skólasund mega sleppa spurningunni. Í mjög góðu lagi Í lagi Viðunandi Slæm Mjög slæm * 4.3 Hve nákvæmlega telur þú að útfæra eigi námsmat í námskrá? 15

16 Mjög nákvæmlega Ekki nákvæmlega Frekar almennt Lítið og láta skólana um útfærsluna Ekkert, en láta skólana alfarið um útfærsluna 4.4 Hvaða skoðun hefur þú á dæmum um útfærslu námsmats í sundi bls.62, 74 og 84? Þeir sem EKKI kenna sund mega sleppa spurningunni! Í mjög góðu lagi Í lagi Viðunandi Slæm útfærsla Mjög slæm 5. Aðstaða Íþrótta- og sundkennsla í skólum landsins gerir kröfu um lágmarksaðstöðu og sérstök áhöld og tæki eins og margar aðrar greinar sem eru kenndar innan grunnskólans. Þegar talað er um aðstöðu er átt við íþróttasal, sundlaug, útisvæði til íþróttaiðkunnar og leikja og skólalóðina við skólann. Áhöld og tæki til íþrótta- og sundkennslu spanna vítt svið. Er hér átt við smærri og stærri áhöld til verklegrar kennslu, en að sama skapi er hér líka átt við tæki til miðlunar námsefnis, s.s. míkrófón, hljómflutningstæki, nettengda tölvu, skjávarpa o.m.fl. * 5.1 Hvaða kröfur gerir námskráin til aðstöðu almennt (ekki tækja)? Mjög raunhæfar kröfur Raunhæfar kröfur Viðunandi kröfur Litlar kröfur Mjög litlar kröfur * 5.2 Hvaða kröfur gerir námskráin til tækja almennt (ekki mannvirkja)? Mjög raunhæfar kröfur Raunhæfar kröfur Viðunandi kröfur Litlar kröfur Mjög litlar kröfur * 5.3 Hvernig eru aðstæður þínar til kennslu í íþróttum - líkams - og heilsurækt (annað en sund)? Mjög góðar Góðar Viðunandi Slæmar Mjög slæmar * 5.4 Hvernig er aðgangur þinn að tækjum og áhöldum til íþróttakennslu? Mjög góður Góður Viðunandi Slæmur Mjög slæmur 5.5 Hvernig eru kennsluaðstæður þínar í sundi? Mjög góðar Góðar Viðunandi Slæmar Mjög slæmar 5.6 Hvernig er aðgangur þinn að tækjum og áhöldum til sundkennslu? Mjög góður Góður Viðunandi Slæmur Mjög slæmur 6. Nemendafjöldi á íþróttakennara Í námskránni - Íþróttir - líkams - og heilsurækt er ekki fjallað um nemendafjölda á kennara í skólaíþróttum. Dæmi eru um að einn íþróttakennari kenni yfir 30 nemendum í einu. Í skólasundi hins vegar er komið inn á að nemendur séu að jafnaði 15 í hverri kennslustund á hvern kennara og færri en 15 ef nemendur eru ósyndir. Þó þessar tölur séu nefndar verður alltaf að taka tillit til aðstæðna á hverjum stað og skipuleggja kennsluna út frá þeim. * 6.1 Hvern telur þú raunhæfan hámarksfjölda nemenda á íþróttakennara í bekk? nemendur nemendur nemendur nemendur Yfir 30 nemendur * 6.2 Hvern telur þú raunhæfan hámarksfjölda nemenda á íþróttakennara í bekk? nemendur nemendur nemendur nemendur Yfir 30 nemendur * 6.3 Hver er raunhæfur nemendafjöldi á íþróttakennara í skólasundi í bekk að þínu mati? 7-10 nemendur nemendur nemendur nemendur Yfir 25 nemendur * 6.4 Hver er raunhæfur nemendafjöldi á íþróttakennara í skólasundi í bekk að þínu mati? nemendur nemendur nemendur nemendur Yfir 30 nemendur 7. Námsefni og stuðningsefni Hjá Námsgagnastofnun er til námsefni fyrir fagið Íþróttir - líkams - og heilsurækt: Skólaíþróttir bekkur (1991), skólaíþróttir bekkur (1994), skólaíþróttir bekkur - kennslugagnamappa (1994), skólasund - kennarahandbók (1994), skólasund bekkur kennslugagnamappa (1994), frjálsíþróttir - æfingar og leikir (2000), gólf og áhaldaæfingar (2000), æfingar og leikir með litlum áhöldum (2000), boltaleikir (2000), leikir (2000), leikjabókin (1995). Annað íslenskt efni getur einnig verið að finna hjá öðrum útgáfuaðilum eða einstaklingum. * 7.1 Hefur þú nýtt þér þessar bækur til kennslu og undirbúnings í starfi? Já, mjög mikið Já, en ekki mikið Lítið nýtt mér þær Nei, hef ekki nýtt þær Vissi ekki af þeim * 7.2 Hefur þú nýtt þér annað efni til kennslu og undirbúnings í starfi? Já, mjög mikið Já, mikið Aðeins Lítið Nei * 7.3 Er þörf á frekari útgáfu stuðningsefnis fyrir íþróttakennara í grunnskólum? Já, ég tel það mjög nauðsynlegt Já, ég tel það nauðsynlegt Ég tel þau gögn sem til eru fullnægjandi Nei, engin þörf Nei, nota ekki íslenskt stuðningsefni * 7.4 Er þörf á útgáfu námsefnis fyrir nemendur? Já, lesefni vantar Já, vinnuhefti vantar Já, bæði lesefni og vinnuhefti vantar Nei engin þörf á því 8. Um vinnubrög við endurskoðun námskrár Vinnuhópur skipaður af menntamálaráðuneytinu til að endurskoða námskrár í Íþróttum - líkams - og heilsurækt fyrir grunn- og framhaldsskóla komst að þeirri niðurstöðu að gera viðhorfskönnun meðal starfandi íþróttakennnara í grunnskóla til að komast að því hvort það þurfi að fara í námskrárvinnu fyrir grunnskólann eða ekki. * 8.1 Er þörf á að gera viðhorfskönnun sem þessa við endurskoðun námskrár? Já Nei * 8.2 Ert þú tilbúin(n) að taka þátt í málþingi um endurskoðun námskrár? Verði farið í að endurskoða námskrána í íþróttum - líkams - og heilsurækt í grunnskóla er mikilvægt að vita hug íþróttakennara til þeirrar vinnu. 16

17 Heimildaskrá 1. Anthropometric predictors of serum fasting insulin in 9- and 15-year-old children and adolescents. Inga Thorsdottir, Ingibjorg Gunnarsdottir, Gestur I Palsson, Erlingur Johannsson. Nutr Metab Cardiovasc Dis May;16(4): Íþróttalög nr. 64/1998, 11 gr. og reglugerð Rg. 395/ KHÍ Námskrá í íþróttum líkams og heilsurækt, menntamálaráðuneytið Tracking of overweight from early childhood to adolescence in cohorts born 1988 and 1994: Overweight in a high birth weight population. Johannsson Erlingur, Arngrimsson Sigurbjörn A, Thorsdottir Inga, Sveinsson Torarinn. Int J Obes (2006) 30, Ljósmyndir Ljósmyndir: Jón Reykdal Ljósmyndafyrirsætur: Þóra Erlingsdóttir, Ingunn Alda og Kristjana Ýr Sævarsdætur ásamt Sigríði S. Kjartansdóttur, móður þeirra síðarnefndu, að leik í íþrótthúsinu að Laugarvatni vorið Fylgiskjöl 1. Spurningalisti viðhorfskönnunar íþróttakennara til námskrár í íþróttum líkams og heilsurækt frá

18 18

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum Raddir fjölbreyttra kennarahópa Sólveig Karvelsdóttir, lektor, HÍ Hafdís Guðjónsdóttir, dósent, HÍ Rannsóknin er hluti af tveimur rannsóknum Fjölbreyttir kennarahópar

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM Skýrsla fyrir skólaárið 2016-2017 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 2 1. Inngangur... 3 2. Markmið og tilgangur matsins... 3 3. Aðferðir og framkvæmd matsins... 3 4.

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

Íþróttakennara- og íþróttafræðinám á Laugarvatni fyrr og nú

Íþróttakennara- og íþróttafræðinám á Laugarvatni fyrr og nú Uppeldi og menntun 21. árgangur 2. hefti 2012 SIGURBJÖRN ÁRNI ARNGRÍMSSON MENNTAVÍSINDASVIÐI HÁSKÓLA ÍSLANDS Íþróttakennara- og íþróttafræðinám á Laugarvatni fyrr og nú Íþróttakennaranám á Íslandi stendur

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 8. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

Framhaldsskólapúlsinn

Framhaldsskólapúlsinn Framhaldsskólapúlsinn Mat á líðan og skólabrag í framhaldsskólum Málþing um geðrækt í framhaldsskólum 20. september 2013 Almar M. Halldórsson Skólapúlsinn Skólapúlsinn er veflægt sjálfsmatskerfi fyrir

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

Greinabundin kennsla greinabundið nám í Hvassaleitisskóla

Greinabundin kennsla greinabundið nám í Hvassaleitisskóla SKÓLAÞRÓUNARSVIÐ KENNARADEILDAR HÁSKÓLANS Á AKUREYRI ÞINGVALLASTRÆTI 23 600 AKUREYRI Greinabundin kennsla greinabundið nám í Hvassaleitisskóla Mat á skólastarfi Birna María Svanbjörnsdóttir Jenný Gunnbjörnsdóttir

More information

Skóli án aðgreiningar

Skóli án aðgreiningar Skóli án aðgreiningar Viðhorf sérkennara í grunnskólum til stefnunnar skóli án aðgreiningar Rannveig Klara Matthíasdóttir Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Skóli án aðgreiningar

More information

Lotukerfi í list- og verkgreinum

Lotukerfi í list- og verkgreinum Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2013 Yfirlit greina Arngunnur Hafstað Sigurþórsdóttir Lotukerfi í list- og verkgreinum Námsgreinin

More information

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Power Point leiðbeiningar Sjónarhorn View Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Outline view - Yfirlitshamur Hér er hægt að rita minnispunkta við hverja glæru fyrir þann sem

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi

Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi Lokaverkefni til B.Ed. prófs Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi Eru ánægðir foreldrar bestu bandamenn kennara? Halldóra Gísladóttir 300955-5419 Kennaraháskóli Íslands

More information

Þróun kennslu læknanema á síðustu áratugum

Þróun kennslu læknanema á síðustu áratugum Kristján Erlendsson læknir dósent kennslustjóri læknadeildar HÍ, yfirlæknir á vísinda- og þróunarsviði Landspítala krerlend@landspitali.is Þróun kennslu læknanema á síðustu áratugum Á síðustu þremur áratugum

More information

BSc. ritgerð. Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga

BSc. ritgerð. Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga BSc. ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga Eva Úlla Hilmarsdóttir Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Þórhallur Örn Guðlaugsson Febrúar

More information

Aðalnámskrá grunnskóla, hæfni og hæfnimiðað námsmat

Aðalnámskrá grunnskóla, hæfni og hæfnimiðað námsmat Aðalnámskrá grunnskóla, hæfni og hæfnimiðað námsmat Hæfnimiðað nám og námsmat Málþing í Brekkuskóla 12. ágúst 2016 Rúnar Sigþórsson prófessor kennaradeild HA OECD: Þrjú meginsvið hæfni 2 Sjálfstæði í persónulegum

More information

LISTGREINAKENNSLA Í GRUNNSKÓLUM REYKJAVÍKUR

LISTGREINAKENNSLA Í GRUNNSKÓLUM REYKJAVÍKUR LISTGREINAKENNSLA Í GRUNNSKÓLUM REYKJAVÍKUR Starfshópur um listgreinakennslu September 2009 Skýrsla starfshóps um listgreinakennslu í grunnskólum Reykjavíkur September 2009 Formaður hóps: Anna Margrét

More information

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs?

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Hvernig getur málefni sem ekki er skilgreint sem námsgrein í grunnskóla eða námssvið

More information

UNGT FÓLK BEKKUR

UNGT FÓLK BEKKUR UNGT FÓLK 16 8.. BEKKUR Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun, heilsuhegðun, heilsuvísar, líðan og framtíðarsýn ungmenna í framhaldsskólum á Íslandi. ÆSKULÝÐSRANNSÓKNIR FRÁ 1992 Ungt fólk 16 Grunnskólar

More information

Tillaga til þingsályktunar

Tillaga til þingsályktunar 132. löggjafarþing 2005 2006. Þskj. 14 14. mál. Tillaga til þingsályktunar um eflingu náms- og starfsráðgjafar í grunn- og framhaldsskólum. Flm.: Jónína Bjartmarz, Björgvin G. Sigurðsson, Dagný Jónsdóttir,

More information

Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/ /10

Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/ /10 Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/04-2009/10 Stefán Hrafn Jónsson Háskóli Íslands, Landlæknisembættið Margrét Héðinsdóttir Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild Háskólabrú fjarnám Bókalisti vorönn 2019 2. önn Félagsvísinda- og lagadeild Upplýsingatækni og tölfræði: Kennslubók í Excel 2016. Höfundar: Hallur Örn Jónsson og Óli Njáll Ingólfsson Stærðfræði 3: Stærðfræði

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

1. tbl. 32. árgangur Málgagn móðurmálskennara

1. tbl. 32. árgangur Málgagn móðurmálskennara Skíma 1. tbl. 32. árgangur 2009 Málgagn móðurmálskennara MIÐALDA- BÓKMENNTIR FYRIR NÚTÍMAFÓLK DYNAMO REYKJAVÍK Hér er í máli og myndum fjallað um íslenskar bókmenntir frá landnámi til siðaskipta á nýstárlegan

More information

Aðalnámskrár grunnskóla og samræmd könnunarpróf í íslensku

Aðalnámskrár grunnskóla og samræmd könnunarpróf í íslensku Aðalnámskrár grunnskóla og samræmd könnunarpróf í íslensku 2011 2015 Ýr Þórðardóttir Júní 2017 Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Aðalnámskrár grunnskóla og samræmd könnunarpróf í íslensku 2011

More information

Ingvar Sigurgeirsson. Skólabragur sem geðrækt Heilsueflandi skólar Grand hótel, 2. september 2011

Ingvar Sigurgeirsson. Skólabragur sem geðrækt Heilsueflandi skólar Grand hótel, 2. september 2011 Ingvar Sigurgeirsson Skólabragur sem geðrækt Heilsueflandi skólar Grand hótel, 2. september 2011 details how school climate is associated with and / or promotes safety, healthy relationships, engaged learning

More information

SMIÐJUR Í NORÐLINGASKÓLA Samþætt nám í list- og verkgreinum, náttúrufræði og samfélagsgreinum í bekk

SMIÐJUR Í NORÐLINGASKÓLA Samþætt nám í list- og verkgreinum, náttúrufræði og samfélagsgreinum í bekk Ingvar Sigurgeirsson Ágúst Ólason Sif Vígþórsdóttir Áfangaskýrsla um þróunarverkefnið SMIÐJUR Í NORÐLINGASKÓLA Samþætt nám í list- og verkgreinum, náttúrufræði og samfélagsgreinum í 5. 10. bekk Efnisyfirlit

More information

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar 1 Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar Introduction to rotating machines 2 Grunnhugtök og meginþættir Klassískar gerðir véla Riðstraumsvélar Samfasavél (synchronous machine) Spanvél (induction machine

More information

Rannsókn á Hjallastefnunni. Unnin á vegum Háskólans í Reykjavík fyrir Hjallastefnuna á Íslandi,

Rannsókn á Hjallastefnunni. Unnin á vegum Háskólans í Reykjavík fyrir Hjallastefnuna á Íslandi, Rannsókn á Hjallastefnunni. Unnin á vegum Háskólans í Reykjavík fyrir Hjallastefnuna á Íslandi, 2014-2016 2 Höfundar: Berglind Gísladóttir og Hrefna Pálsdóttir Háskólinn í Reykjavík 2017 ISBN 978-9935-9147-6-7

More information

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst 15. 18. ágúst 21. 25. ágúst 28. ág 1. sept. 15. skipulagsdagur 16. skipulagsdagur 17. Skipulagsdagur 18. skipulagsdagur

More information

Virk námskrá í íslensku í 6. og 7. bekk grunnskóla í ljósi samræmda íslenskuprófsins

Virk námskrá í íslensku í 6. og 7. bekk grunnskóla í ljósi samræmda íslenskuprófsins Ritrýnd grein Tímarit um menntarannsóknir / Journal of Educational Research (Iceland) 8, 2011, 124.-143. Virk námskrá í íslensku í 6. og 7. bekk grunnskóla í ljósi samræmda íslenskuprófsins í 7. bekk Rúnar

More information

Kennslutími fyrir skyldunám er mjög breytilegur milli Evrópulandanna

Kennslutími fyrir skyldunám er mjög breytilegur milli Evrópulandanna SAMANBURÐARRANNSÓKN Inngangur 3 Kennslutími fyrir skyldunám er mjög breytilegur milli Evrópulandanna 3 Á barnaskólastigi er lögð aðaláhersla á lestur, skrift og bókmenntir 5 Mörg lönd leggja tiltölulega

More information

Nemendur og foreldrar af erlendum uppruna í íslenskum grunnskólum: Áskoranir og tækifæri.

Nemendur og foreldrar af erlendum uppruna í íslenskum grunnskólum: Áskoranir og tækifæri. Nemendur og foreldrar af erlendum uppruna í íslenskum grunnskólum: Áskoranir og tækifæri. Fræðslufundur fyrir grunnskólakennara á höfuðborgarsvæðinu Mánudaginn 18. september 2017 í Skriðu, Menntavísindasviði

More information

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018 Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu September 2018 Samantekt Íslandsstofa framkvæmdi viðhorfskönnun í júlí og ágúst 2018 meðal erlendra söluaðila sem selja ferðir til Íslands.

More information

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ / 1004720-1004720-3-ABC 2.1.2018 09::16 Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær»»» Reykjavík/HÍ 06:42 06:44 06:45 06:47 06:51 06:52 06: 07:17 07:18 07:22 07:28 07:29 07:31 07:32 07:34 07:36 07:38

More information

Samanburðarrannsókn á. kennslutíma. í fullu skyldunámi. í Evrópu 2013/14. Eurydice skýrslur. Education and Training

Samanburðarrannsókn á. kennslutíma. í fullu skyldunámi. í Evrópu 2013/14. Eurydice skýrslur. Education and Training Samanburðarrannsókn á kennslutíma í fullu skyldunámi í Evrópu 2013/14 Eurydice skýrslur Education and Training SAMANBURÐARRANNSÓKN Inngangur 3 Kennslutími fyrir skyldunám er mjög breytilegur milli Evrópulandanna

More information

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2 1 Examples 2 Sýnidæmi 2 2 Example 25-1 Gefið er 3 fasa, 3 teina raforkukerfi samkvæmt meðfylgjandi einlínumynd. Allar stærðir á myndinni eru í einingakerfinu ( per unit ). Seríuviðnám háspennulínanna er

More information

Stjórnun og fagleg forysta í grunnskólum

Stjórnun og fagleg forysta í grunnskólum n Fræðigreinar STJÓRNMÁL Stjórnun og fagleg forysta í grunnskólum Trausti Þorsteinsson, dósent við Hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri Amalía Björnsdóttir, prófessor við Menntavísindasvið Háskóla

More information

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Áhrif lofthita á raforkunotkun Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Júlí 2017 Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Orkustofnun Júlí 2017 Útgefandi: Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Sími: 569 6000, Fax, 568

More information

Tölvu- og upplýsingatækni í fjórum grunnskólum Garðabæjar

Tölvu- og upplýsingatækni í fjórum grunnskólum Garðabæjar Tölvu- og upplýsingatækni í fjórum grunnskólum Garðabæjar Sólrún Ársælsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild Tölvu- og upplýsingatækni í fjórum grunnskólum Garðabæjar Sólrún Ársælsdóttir Lokaverkefni

More information

Milli steins og sleggju

Milli steins og sleggju Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Menntavísindasvið Háskóli Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2017 Yfirlit greina Guðbjörg Ólafsdóttir og Berglind Rós Magnúsdóttir Milli steins og sleggju Hugmyndir

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2011:1 27. maí 2011 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga frá sveitarfélögum árlega um fjárhagsaðstoð, félagslega heimaþjónustu

More information

Rannsókn á Byrjendalæsi: Markmið, snið, gögn og úrvinnsla

Rannsókn á Byrjendalæsi: Markmið, snið, gögn og úrvinnsla Læsi til samskipta og náms Ráðstefna MSHA um læsi 13. september 2014 Rannsókn á Byrjendalæsi: Markmið, snið, gögn og úrvinnsla Rúnar Sigþórsson Háskólanum á Akureyri runar@unak.is Örstutt um Byrjendalæsi

More information

SSF. Laun og kjör félagsmanna. Febrúar 2013

SSF. Laun og kjör félagsmanna. Febrúar 2013 SSF Laun og kjör félagsmanna Febrúar 2013 Skýrsla þessi og innihald hennar er eingöngu til innanhússnota hjá því fyrirtæki, stofnun eða einstaklingi sem hana keypti. Öll opinber birting eða dreifing er

More information

ISBN

ISBN Ragnar F. Ólafsson TALIS 2013: Starfsaðstæður, viðhorf og kennsluhættir kennara og skólastjóra á Íslandi í alþjóðlegum samanburði Teaching and Learning International Survey Alþjóðleg samanburðarrannsókn

More information

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson Samstarf HR og IGI Ólafur Andri Ragnarsson Leikjaiðnaðurinn 2021 Leikjaiðnaðurinn 2021 5.000 störf 70 milljarðar í heildarútflutningstekjur ef... Photo Ian Parker http://parkerlab.bio.uci.edu/nonscientific_adventures/iceland_man.ht

More information

- Samvinna um tónlistarnám - Kennaralaun í alþjóðlegu samhengi - Something old, something new... Félagsfærni lærist ekki af sjálfu sér

- Samvinna um tónlistarnám - Kennaralaun í alþjóðlegu samhengi - Something old, something new... Félagsfærni lærist ekki af sjálfu sér Félagsfærni lærist ekki af sjálfu sér BLS 18 Spjaldtölvur í skólastarfi? BLS 32 3.TBL. 11.ÁRG. 2011 - Samvinna um tónlistarnám - Kennaralaun í alþjóðlegu samhengi - Something old, something new... VIÐ

More information

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur CHEMISTRY The Central 9th Edition Hlutfallareikningur: AðA reikna út frá formúlum og efnajöfnum fnum Lavoisier: Massi varðveitist í efnahvörfum. : lýsa efnahvörfum. Efnajafna : Hvarfefni og myndefni: 2H

More information

Samstarf leik- og grunnskóla Um mat og upplýsingamiðlun milli skólastiganna

Samstarf leik- og grunnskóla Um mat og upplýsingamiðlun milli skólastiganna Samstarf leik- og grunnskóla Um mat og upplýsingamiðlun milli skólastiganna Starfshópurinn: Hildur Skarphéðinsdóttir, formaður Hrönn Pálmadóttir, ritstjóri skýrslunnar Anna Bára Pétursdóttir Guðrún Edda

More information

GRUNNSKÓLAR UNGT FÓLK 2014

GRUNNSKÓLAR UNGT FÓLK 2014 UNGT FÓLK 14 GRUNNSKÓLAR Menntun, menning, félags, - íþrótta- og tómstundastarf, heilsa, líðan og vímuefnaneysla unglinga í 8., 9. og. bekk á Íslandi. ÆSKULÝÐSRANNSÓKNIR FRÁ 1992 Ungt fólk 14 Grunnskólar

More information

Guðný Sigríður Ólafsdóttir

Guðný Sigríður Ólafsdóttir Upplýsingatækni og samvirkar aðferðir í læsiskennslu Gagnvirka rafbókin Gula sendibréfið Guðný Sigríður Ólafsdóttir Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Náms- og kennslufræði Upplýsingatækni og miðlun Upplýsingatækni

More information

Einelti íslenskra skólabarna og heilsa

Einelti íslenskra skólabarna og heilsa Einelti íslenskra skólabarna og heilsa Niðurstöður landskönnunnar á heilsutengdum afleiðingum eineltis Helena Rún Pálsdóttir Ritgerð til BS prófs 12 einingar Einelti skólabarna og heilsa Niðurstöður landskönnunnar

More information

SSF. Laun og kjör félagsmanna. Febrúar 2016

SSF. Laun og kjör félagsmanna. Febrúar 2016 SSF Laun og kjör félagsmanna Febrúar 2016 Skýrsla þessi og innihald hennar er eingöngu til innanhússnota hjá því fyrirtæki, stofnun eða einstaklingi sem hana keypti. Öll opinber birting eða dreifing er

More information

2. Stefnur og hugmyndafræði sem hafa haft áhrif á listkennslu

2. Stefnur og hugmyndafræði sem hafa haft áhrif á listkennslu Ágrip Í þessari ritgerð, sem er lokaverkefnið mitt til B.Ed gráðu, mun ég fjalla um samvinnu á milli myndlistarskóla og grunnskóla. Í því samhengi mun ég skoða Billedskolen i Tvillingehallen og Myndlistarskólann

More information

Umhyggja. Afstaða nemenda með sérþarfir til skólans síns. Brýtur þjónustukerfið mannréttindi?

Umhyggja. Afstaða nemenda með sérþarfir til skólans síns. Brýtur þjónustukerfið mannréttindi? Umhyggja Afstaða nemenda með sérþarfir til skólans síns Brýtur þjónustukerfið mannréttindi? Sömu námskröfur gerðar til langveikra sem og annarra í MH en aðstoð og aðlögun stundum nauðsynleg 2. tbl. 13.

More information

Sameining tveggja háskóla í Svíþjóð

Sameining tveggja háskóla í Svíþjóð Sameining tveggja háskóla í Svíþjóð Aðdragandi, framkvæmd og árangur af sameiningu Högskolan på Gotland og Uppsalaháskóla Ágrip Í þessari úttektar er að dreginn lærdómur af nýlegri sameiningu tveggja háskóla

More information

Sæmundarskóli heildarmat á skólastarfi

Sæmundarskóli heildarmat á skólastarfi Sæmundarskóli heildarmat á skólastarfi Janúar 2014 Skóla og frístundasvið Reykjavíkur Ritstjóri: Birna Sigurjónsdóttir Ritun skýrslu og fylgiskjala: Birna Sigurjónsdóttir Guðrún Edda Bentsdóttir Hildur

More information

Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll. Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands

Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll. Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands Yfirlit erindis Meginmarkmið og bakgrunnur Nokkrar skilgreiningar Rannsóknaraðferðir

More information

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna Samanburðarrannsókn nóvember 2012 Ari Klængur Jónsson www.mcc.is Árnagötu 2-4 400 Ísafjörður Sími: 450-3090 Fax: 456-0215 mcc@mcc.is 1 Velferðarráðuneytið

More information

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (MFT/MFS) og tannátu í lykiltönnum SVANHVÍT. SÆMUNSÓTTIR*, THR ASPEUN**, SIGURÐUR RÚNAR SÆMUNSSN***, INGA. ÁRNAÓTTIR* HEIRIGÐISVÍSINASVIÐ HÁSKÓA

More information

Stefnir í ófremdarástand

Stefnir í ófremdarástand 31. janúar 2014 2. tölublað 2. árgangur UMHVERFISVOTTUÐ PRENTUN Útsalan í fullum gangi 1 10-50% afsláttur HAMRABORG 20A KÓPAVOGI 544-4088 YNJA.IS Alvarlegur skortur á leikskólakennurum í Kópavogi: Stefnir

More information

Flóabandalagið. Launakönnun September október 2016

Flóabandalagið. Launakönnun September október 2016 Flóabandalagið Launakönnun 2016 September október 2016 Skýrsla þessi og innihald hennar er eingöngu til innanhússnota hjá því fyrirtæki, stofnun eða einstaklingi sem hana keypti. Öll opinber birting eða

More information

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Kynning í Dalskóla 6. desember 2018 Gautur Þorsteinsson, verkfræðingur Um útvarpsþjónustu Fyrsta útsending útvarpsdagskrár 1920 Útsendingar útvarps

More information

Tengsl íþróttaiðkunar og námsárangurs

Tengsl íþróttaiðkunar og námsárangurs B.Sc. lokaverkefni í íþróttafræði Tengsl íþróttaiðkunar og námsárangurs Maí 2018 Nafn nemanda: Svanfríður Birna Pétursdóttir Kennitala: 210493 2559 Leiðbeinendur: Margrét Lilja Guðmundsdóttir og Sveinn

More information

Tengsl niðurstaðna á HLJÓM-2 við gengi á samræmdum prófum

Tengsl niðurstaðna á HLJÓM-2 við gengi á samræmdum prófum Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Sérrit Um læsi Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 07. september 016 Yfirlit greina Amalía Björnsdóttir, Jóhanna T. Einarsdóttir og Ingibjörg Símonardóttir.

More information

Flóabandalagið. Launakönnun September - október 2014

Flóabandalagið. Launakönnun September - október 2014 Flóabandalagið Launakönnun 2014 September - október 2014 Skýrsla þessi og innihald hennar er eingöngu til innanhússnota hjá því fyrirtæki, stofnun eða einstaklingi sem hana keypti. Öll opinber birting

More information

LEIÐARVÍSIR UM ÞÁTTTÖKUNÁM (Service Learning)

LEIÐARVÍSIR UM ÞÁTTTÖKUNÁM (Service Learning) LEIÐARVÍSIR UM ÞÁTTTÖKUNÁM (Service Learning) Frásagnir úr námsferð fræðslustjóra með skólastjórum í Reykjavík, starfsmönnum Fræðslumiðstöðvar og fulltrúum úr fræðsluráði á ráðstefnu og í skólaheimsóknir

More information

Tölvu- og netnotkun einstaklinga 2011 Computer and Internet usage by individuals 2011

Tölvu- og netnotkun einstaklinga 2011 Computer and Internet usage by individuals 2011 2011:2 6. september 2011 Tölvu- og netnotkun einstaklinga 2011 Computer and Internet usage by individuals 2011 Samantekt Nettenging er til staðar á 93% íslenskra heimila. Árleg fjölgun nettengdra heimila

More information

Hagvísir Vesturlands. Börn í sveitum á Vesturlandi

Hagvísir Vesturlands. Börn í sveitum á Vesturlandi ISSN 1670-5556 Vífill Karlsson Hagvísir Vesturlands Skýrsla nr. 1 2015 Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi E F N I S Y F I R L I T Myndir... 1 Töflur... 2 1 Samandregnar niðurstöður... 3 2 Inngangur...

More information

Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu

Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu Er hlutfall barna yfir kjörþyngd hætt að aukast? Stefán Hrafn Jónsson Lýðheilsustöð Margrét Héðinsdóttir Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins Mars 2010 Líkamsþyngd barna

More information

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Jón Viðar Jónmundsson 1 og Emma Eyþórsdóttir 2 1 Bændasamtökum Íslands 2 Rannsóknarstofnun landbúnaðarins/lbh á Hvanneyri Inngangur Fyrsta

More information

Hlutverk skólastjóra í menntun til sjálfbærni

Hlutverk skólastjóra í menntun til sjálfbærni Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2010 Auður Pálsdóttir og Allyson Macdonald Hlutverk skólastjóra í menntun til sjálfbærni Reynsla af þróunarstarfi í fjórum grunnskólum

More information

Einelti og líðan. Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014. Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ

Einelti og líðan. Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014. Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Einelti og líðan Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014 Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til B.A. gráðu í sálfræði Hug- og félagsvísindadeild

More information

Rannsókn á viðhorfi starfsmanna Garðabæjar til samræmds Verklags vegna gruns um ofbeldi, vanrækslu eða áhættuhegðun barna

Rannsókn á viðhorfi starfsmanna Garðabæjar til samræmds Verklags vegna gruns um ofbeldi, vanrækslu eða áhættuhegðun barna BA ritgerð Félagsráðgjöf Rannsókn á viðhorfi starfsmanna Garðabæjar til samræmds Verklags vegna gruns um ofbeldi, vanrækslu eða áhættuhegðun barna Karítas Bjarkadóttir Leiðbeinandi Elísabet Karlsdóttir

More information

Hverjir eru valkostir nýnema í framhaldsskólum?

Hverjir eru valkostir nýnema í framhaldsskólum? Menntavísindasvið Háskóla Íslands Grein birt 31. desember 2011 Magnús Þorkelsson Hverjir eru valkostir nýnema í framhaldsskólum? Allt frá árinu 1968 hefur umræðan um framhaldsskóla á Íslandi aðallega snúist

More information

Heimur barnanna, heimur dýranna

Heimur barnanna, heimur dýranna Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2010 Hrefna Sigurjónsdóttir, Hrafnhildur Ævarsdóttir og Gunnhildur Óskarsdóttir Heimur barnanna, heimur dýranna Í þessari grein er greint

More information

Örorka og virk velferðarstefna Könnun meðal örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega

Örorka og virk velferðarstefna Könnun meðal örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega Örorka og virk velferðarstefna Könnun meðal örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega Skýrsla fyrir Landssamtök lífeyrissjóða og Örorkumatsnefnd forsætisráðuneytis Höfundar: Guðrún Hannesdóttir, Sigurður Thorlacius

More information

Förum hringinn. Námsspil í samfélagsgreinum með áherslu á landafræði. Elísabet Jean Skúladóttir Sigfús Heimisson

Förum hringinn. Námsspil í samfélagsgreinum með áherslu á landafræði. Elísabet Jean Skúladóttir Sigfús Heimisson Förum hringinn Námsspil í samfélagsgreinum með áherslu á landafræði Elísabet Jean Skúladóttir Sigfús Heimisson Lokaverkefni til B.Ed prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Förum hringinn Námsspil í

More information

STOÐKERFISVERKIR HJÁ HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRUM OG TENGSL VERKJA VIÐ STREITU

STOÐKERFISVERKIR HJÁ HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRUM OG TENGSL VERKJA VIÐ STREITU Þórey Agnarsdóttir, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra á Akureyri Hafdís Skúladóttir, Háskólanum á Akureyri Hjördís Sigursteinsdóttir, Háskólanum á Akureyri Sigríður Halldórsdóttir, Háskólanum á Akureyri

More information

Félags- og mannvísindadeild

Félags- og mannvísindadeild Félags- og mannvísindadeild BA-ritgerð Félagsfræði Dagblaðalestur íslenskra ungmenna Sylvía Rut Sigfúsdóttir Janúar 2010 Félags- og mannvísindadeild BA-ritgerð Félagsfræði Dagblaðalestur íslenskra ungmenna

More information

Inngangur... 4 Tillögur starfshópsins... 5 Samantekt... 9

Inngangur... 4 Tillögur starfshópsins... 5 Samantekt... 9 Skýrsla starfshóps námsárangur um drengja September 2011 Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Óttar Proppé Nanna K. Christiansen Sigurlaug Hrund Svavarsdóttir Jón Páll Haraldsson Bryndís Jónsdóttir Ingveldur Hrönn

More information

Hugarhættir vinnustofunnar

Hugarhættir vinnustofunnar Uppeldi og menntun 21. árgangur 1. hefti 2012 RÓSA KRISTÍN JÚLÍUSDÓT TIR KENNARADEILD HÁSKÓLANS Á AKUREYRI Hugarhættir vinnustofunnar Lois Hetland, Ellen Winner, Shirley Veenema og Kimberly M. Sheridan.

More information

Háskólabrú- staðnám. Bókalisti - Vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Háskólabrú- staðnám. Bókalisti - Vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild Háskólabrú- staðnám Bókalisti - Vorönn 2018-2. önn Félagsvísinda- og lagadeild Upplýsingatækni og tölfræði: Kennslubók í Excel 2016. Höfundar: Hallur Örn Jónsson og Óli Njáll Ingólfsson Stærðfræði 3: Stærðfræði

More information

Til að forritið vinni með Word þarf að hlaða niður á tölvuna forritsstubbnum Cite While You Write

Til að forritið vinni með Word þarf að hlaða niður á tölvuna forritsstubbnum Cite While You Write Veflæga heimildaskráningarforritið EndNote Web er notað til að halda utan um tilvísanir og búa til heimildaskrár. Hægt er að flytja tilvísanir úr bókasafnsskrám og gagnasöfnum inn í forritið. EndNote Web

More information

Samanburður á meintri dulrænni reynslu Íslendinga árin 1974 og 2006

Samanburður á meintri dulrænni reynslu Íslendinga árin 1974 og 2006 Samanburður á meintri dulrænni reynslu Íslendinga árin 1974 og 2006 Erlendur Haraldsson Árin 1974-1975 framkvæmdi höfundur, þá nýráðinn lektor í sálfræði við Háskóla Íslands, umfangsmikla könnun um dulræna

More information

20 ÁRA AFMÆLISRIT FLATAR 2013 / 1 FLATARMÁL

20 ÁRA AFMÆLISRIT FLATAR 2013 / 1 FLATARMÁL 20 ÁRA AFMÆLISRIT FLATAR 2013 / 1 FLATARMÁL FLATARMÁL 1 / 2013 20 ÁRA AFMÆLISRIT FLATAR Flatarmál 1. tbl., 20. árg. 2013 rit Flatar, samtaka stærðfræðikennara 2013 Flatarmál Útgefandi Flötur, samtök stærðfræðikennara

More information

Vímuefnaneysla íslenskra unglinga í alþjóðlegum samanburði Ársæll Arnarsson Þóroddur Bjarnason

Vímuefnaneysla íslenskra unglinga í alþjóðlegum samanburði Ársæll Arnarsson Þóroddur Bjarnason Vímuefnaneysla íslenskra unglinga í alþjóðlegum samanburði 1995 2015 Ársæll Arnarsson Þóroddur Bjarnason Rannsóknasetur forvarna við Háskólann á Akureyri Rannsóknastofa í tómstunda- og félagsmálafræðum

More information