Príonsjúkdómar í mönnum og skepnum

Size: px
Start display at page:

Download "Príonsjúkdómar í mönnum og skepnum"

Transcription

1 RÁÐUNAUTAFUNDUR 1999 INNGANGUR Príonsjúkdómar í mönnum og skepnum Guðmundur Georgsson Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum Riða í sauðfé var, auk mæði og visnu, einn af þeim sjúkdómum sem hugmyndin um hæggenga smitsjúkdóma var byggð á (Björn Sigurðsson 1954). Meginskilmerkin sem Björn setti fram voru: (a) Langur meðgöngutími, þ.e. margir mánuðir eða ár geta liðið frá sýkingu þar til sjúkdómseinkenni koma fram; (b) Eftir að einkenni koma fram fer sjúkdómurinn stöðugt versnandi og leiði til alvarlegs sjúkdóms eða dauða; (3) Sýking tegundasértæk og bundin við eitt líffæri eða líffærakerfi. Hann hafði þann fyrirvara á að síðasta atriðið kynni að þurfa að endurskoða með vaxandi þekkingu. Fljótlega tókst að einangra veiru sem veldur visnu (Björn Sigurðsson o.fl. 1960), en hins vegar vafðist fyrir mönnum að sýna fram á orsök riðu. Það var hins vegar fljótt ljóst að smitefni riðu væri mjög óvenjulegt og var hæggengu smitsjúkdómunum skipt í tvo meginflokka, annars vegar af völdum veiru, og falla m.a. visna og mæði og ættingi þeirra, eyðni, í þann flokk, hins vegar af völdum óhefðbundins (unconventional) smitefnis og telst riða í sauðfé og skyldir sjúkdómar í dýrum og mönnum til hans. Það hefur verið sýnt fram á að orsök visnu og mæði og skyldra sjúkdóma eru svonefndar lentiveirur og mörgum stoðum hefur verið rennt undir þá skoðun að hið óhefðbundna smitefni sem orsakar riðu og skylda sjúkdóma sem hér verða til umfjöllunar sé einvörðungu gert úr próteini sem Stanley B. Prusiner nefndi príonprótein (Prusiner 1982). Nú er þessi flokkur sjúkdóma oft kenndur við príon en jöfnum höndum er þó notað hugtakið transmissible spongiform encephalopathy, (TSE) sem dregur nafn af einkennandi vefjabreytingum í heila. HELSTU SJÚKDÓMAR OG MEGINEINKENNI ÞEIRRA Í 1. töflu eru taldir upp príonsjúkdómar í náttúrulegum hýslum. Þeir eru sárasjaldgæfir hjá mönnum, en mun algengari hjá dýrum, þ.e. einkum riða í sauðfé. Árleg dánartíðni úr Creutzfeldt-Jakob sjúkdómi (CJD), sem er algengasti Príonsjúkdómurinn hjá mönnum, er á bilinu 0,5 til 1,0 á milljón íbúa. Riða hefur verið þekkt alllengi. Hún er talin hafa borist hingað til lands fyrir 120 árum (Páll A. Pálsson 1978) og í Bretlandi hafa menn þekkt sjúkdóminn eitthvað á þriðju öld. Hins vegar er skemmra síðan skyldum sjúkdómum var lýst hjá mönnum. Þar fóru fyrstir Creutzfeldt og Jakob (Jakob 1921) sem lýstu í byrjun þriðja áratugarins heilabilun sem einkennir þann sjúkdóm sem við þá er kenndur. 1. tafla. Príonsjúkdómar hjá náttúrlegum hýslum. Riða (Scrapie) Kuru Creutzfeldt-Jakob (CJD) Gerstmann-Sträussler-Scheinker Syndrome (GSSS) Fatal Familial Insomnia Chronic Wasting Disease Transmissible Mink Encephalopathy Sauðfé, geitur Múldýr, elgir Minkar

2 Sameiginleg einkenni þessara sjúkdóma eru: (a) Þetta eru sjúkdómar í miðtaugakerfi; (b) Meðgöngutíminn er langur; (c) Sjúkdómsgangurinn einkennist af því að einkenni fara stöðugt versnandi og leiða ætíð til dauða; (d) Vefjaskemmdir eru mjög áþekkar, þ.e. megineinkenni þeirra eru spongiform breytingar; (e) Smitefnið, þ.e. príonprótein sýnir mikla samsvörun (homology) í mismunandi tegundum. Sem dæmi um lengd meðgöngutíma þá hefur verið áætlað að hann geti verið ár í CJD og ár í Kuru, sem er sjúkdómur sem einungis hefur fundist hjá Fore-ættbálki á Nýju Gíneu og rakinn var til þess helgisiðar að ættingjar, einkum konur og börn, neyttu heila látins ættföður (Gadjusek 1977). Eitt af skilmerkjum hæggengu smitsjúkdómanna var tegundasértækni. Það hefur lengst af gilt um príonsjúkdómana, en fyrir ríflega áratug kom upp sjúkdómur í nautgripum í Bretlandi, bovine spongiform encephalopathy (BSE, kúariða), þar sem smit var rakið til fóðrunar með mjöli unnið úr sláturúrgangi úr sauðfé (Anderson o.fl. 1996). Príonsjúkdómar (riða) sem greinst hafa í ýmsum öðrum dýrum, einkum af kattaætt, fyrst og fremst í dýragörðum, hafa verið raktir til sams konar fóðurs. Nýverið hafa verið leiddar líkur að því að kúariðan geti borist í fólk, þ.e. að nýtt afbrigði af Creutzfeldt-Jakob sjúkdómi (nvcjd), sem fyrst var greint fyrir 4 árum (Will o.fl. 1996), megi hugsanlega rekja til neyslu riðusýkts nautakjöts. Ekkert bendir hins vegar til þess að riða úr sauðfé berist í fólk. Við gerðum afturvirka athugun á tíðni CJD í lok áttunda áratugarins sem náði yfir 20 ára skeið, þ.e. frá , og bárum saman við faraldsfræði riðu. Við fundum aðeins 2 tilfelli á þessum tuttugu árum (Gunnar Guðmundsson og Guðmundur Georgsson 1980). Við höfum síðan fylgst náið með CJD og fram til þessa greint 2 tilfelli til viðbótar (Guðmundur Georgsson o.fl. 1996), þ.e.a.s. alls 4 tilfelli á 38 árum en það jafngildir árlegri dánartíðni 0,5 á milljón íbúa. Þetta er í lægra meðallagi og áþekkt tíðni í löndum þar sem riða í sauðfé finnst ekki. Aðeins einn af þeim sem létust úr CJD var bóndi, en hann var fæddur og uppalinn og bjó á einu af þeim svæðum sem riða hefur aldrei fundist. Sé tekið mið af neysluvenjum hérlendis og því að við höfum lifað við riðu nokkuð á aðra öld hefðum við búist við hærri tíðni CJD og hugsanlega afbrigðilegu formi sjúkdómsins ef rekja mætti CJD til neyslu sauðfjárafurða. Þess skal getið að þótt faraldsfræði BSE bendi til þess að riða úr sauðfé hafi komist yfir tegundaþröskuldinn, sem er talinn ráðast af því hversu mikil samsvörun er milli príonpróteinsins í mismunandi tegundum, eru engan veginn öll kurl komin til grafar. Sá stofn smitefnis sem fundist hefur í BSE er einstæður og ekki hefur fundist sams konar stofn í sauðfé. Hvað varðar þá kenningu að BSE hafi borist í fólk við neyslu nautakjöts og valdið hinu nýja afbrigði af CJD ber þess að geta að smitefnið hefur ekki fundist í kjöti. ORSÖK Það sem gerir þessa sjúkdóma sérstaklega áhugaverða, en um leið erfiða viðfangs, er hið óvenjulega smitefni sem þolir mjög harkalega meðferð, m.a. meðferð sem eyðir eða gerir kjarnsýrur óvirkar, án þess að glata hæfni til að smita. Sem dæmi má nefna að það þolir útfjólubláa- og röntgengeislun, núkleasa (kjarnsýrukljúfa), próteinasa (próteinkljúfa), formaldehýð og sæfingu við 130 C í 30 mín. Þessi þolni smitefnisins gegn margvíslegri meðhöndlun sem eyðileggur kjarnsýrur benti til að smitefnið væri í grundvallaratriðum frábrugðið öðrum örverum á þann veg að það innihéldi ekkert erfðaefni. Það leiddi til kenningar sem Stanley B. Prusiner setti fram, að smitefnið sem hann nefndi príon væri fjölliða af próteasa-þolnu próteini án nokkurrar kjarnsýru. Í þessu fólst sú byltingarkennda hugmynd að prótein gætu stýrt eigin endurmyndun eða fjölgun. Hér verður ekki fjallað frekar um eðli smitefnisins, en vísað til greinar Ástríðar Pálsdóttur í þessu hefti. Hins vegar skal vikið að arfgengi í þessum sjúkdómum. Það er ljóst að suma

3 príonsjúkdóma í mönnum má rekja til stökkbreytinga í príongeninu og það sérstæða við þá arfgengu sjúkdóma er að unnt er að smita tilraunadýr með þeim (Prusiner 1993). CJD er nú skipt í ættlæg og stök (sporadísk) tilfelli, auk nýja afbrigðisins (nvcjd). Um það bil 10% CJD tilfella eru ættlæg og hafa hartnær 60 ættir með CJD fundist í heiminum. Hvað stöku tilfellin áhrærir eru smitleiðir ekki þekktar nema í litlum hluta þeirra og tengjast þau athöfnum lækna, þ.e. eru iatrogen (af gr. iatros=læknir): Ígræðslu hornhimnu eða heilabasts (dura mater), að koma fyrir rafskautum í heila og meðferð með vaxtarhormóni, sem var áður fyrr unnið úr heiladingli. Gerstmann-Sträussler-Scheinker sjúkdómur (GSSS) er ávallt ættlægur (familial) og hafa aðeins fundist á annan tug ætta á þessari plánetu með þann sjúkdóm. Sama gildir um Fatal Familial Insomnia, sem er ávallt ættgengur og enn fátíðari en GSSS. Allmargar stökkbreytingar hafa fundist í príongeninu, bæði hjá mönnum og skepnum. Þær geta verið af ýmsu tagi, m.a. innskot eða eyðing á endurteknum röðum eða púnkt-stökkbreytingar í ýmsum táknum (codon). Í GSS eru helstu stökkbreytingarnar í táknum 102 og 117. Í ættlægum CJD eru helstu stökkbreytingarnar í táknum 200 og 178. Athyglisvert er að breyting í tákna 200 hefur mun minni áhrif á sýnd (penetration) sjúkdóms en breytingin í tákna 178. Þannig getur sjúkdómurinn hlaupið yfir kynslóðir. Athyglisverð er einnig breyting í tákna 129, en rannsóknir á iatrogen CJD benda til þess að breytingar á honum auki hneigð fyrir CJD í a.m.k. hluta þeirra tilfella. Þess skal getið að í nærfellt 90% CJD tilfella er engar stökkbreytingar að finna. Það er rétt að taka fram að enn vantar skýringu á því hvernig þessar stökkbreytingar valda príonsjúkdómum eða aukinni hneigð. Það bíður væntanlega þess að meiri vitneskja fáist um efnaskipti príonpróteins. Það er athyglisvert að könnun á þessum stökkbreytingum hefur leitt í ljós að fylgni er á milli ákveðinna stökkbreytinga og svipfars (phenotýpu) sjúkdómanna, þ.e. bæði klíniskum einkennum og mynstri vefjaskemmda, t.d. eru mýlildisflákar (amyloid plaques) algengir í GSS, en sjaldgæfir í CJD. Því hefur löngum verið haldið fram að erfðaþættir komi einnig við sögu í riðu í sauðfé (Parry 1979). Niðurstöður rannsókna síðustu ára á arfgerð príongens, m.a. annars í íslensku sauðfé, hafa leitt í ljós að breytileiki í táknum 136, 154 og 171 príongens hefur áhrif á næmi fyrir riðusmiti (sjá grein Stefaníu Þorgeirsdóttur í þessu hefti). VEFJASKEMMDIR Eins og fyrr getur eru þetta sjúkdómar sem valda einvörðungu einkennum og vefjaskemmdum í miðtaugakerfi og þá fyrst og fremst í heila. Við stórsæja skoðun á heila sést að jafnaði ekkert athugavert. Við smásjárskoðun sjást hins vegar áberandi breytingar sem eru sambærilegar í öllum príonsjúkdómum, bæði í mönnum og skepnum. Það sem lengst af hefur verið talið einkennandi fyrir þær skemmdir eru bólur (vacúólur ) í taugafrumum (1. mynd). Þegar þær eru mjög áberandi þá verður vefurinn eins og svampur að sjá og af því er heitið spongiform encephalopathy dregið. Þessi bólumyndun er að því leyti frábrugðin í riðu og CJD að í riðu er hana einkum að finna í umfrymi í grennd við kjarna og getur þrýst honum út í jaðar frumunnar, en í CJD eru bólur einkum að finna í taugasímum og myndast þá eins og eyður á milli frumna (þ.e. í neuropil), en þær sjást að jafnaði ekki í frumubol. Að auki er nokkur munur á staðsetningu þessara breytinga í heilanum. Þannig er spongiform breytingar í riðu einkum að finna í mænukylfu en í CJD öðru fremur í heilaberki stóra heila (cerebrum). Þessar skemmdir í taugfrumum sem hafa verið raktar til uppsöfnunar á smitefninu, príonpróteini, geta síðan leitt til dauða og eyðingar taugafrumna. Annar sameiginlegur dráttur í myndinni er fjölgun og/eða stækkun stjörnufruma (astrocytosis) (1. mynd). Þessi viðbrögð stjörnufrumna kunna að einhverju leyti að vera viðbrögð við skemmdum og dauða taugafrumna, en þó er ekki algjör fylgni milli spongiform breyt-

4 inga og astrocytosis, sem bendir til þess að príonpróteinið kunni að hafa bein áhrif á astrocyta (Guðmundur Georgsson o.fl. 1993). Þeirri skoðun hefur einnig verið haldið fram að frumáhrif príonpróteinsins sé á stjörnufrumur (astrocyta) sem leiði til virkjunar þeirra áður en dæmigerðar vefjaskemmdir koma fram (Diedrich o.fl. 1991). Í Fatal Familial Insomnia einkennast vefjabreytingar af astrocytosis, sem styður það að stjörnufrumur geti gegnt verulegu hlutverki í tilurð vefjaskemmda. Þriðji sameiginlegi þátturinn í vefjaskemmdum í heila er útfelling á mýlildi í formi fláka (amyloid plaques). Í riðu í íslensku sauðfé er það mjög sjaldgæft (Guðmundur Georgsson og Kascsak 1994) og sama gildir um CJD. Hins vegar er það nokkuð algengt í Kuru og er einkennandi fyrir nýja afbrigðið af CJD. Þessir mýlildisflákar verða til við útfellingu á smitefninu, þ.e. príonpróteini, og litast með mótefni gegn því (1. mynd). Við mótefnalitun á vefjasneiðum fyrir príonpróteini sést það auk þess að mynd fláka (plaques) sem kornótt útfelling umhverfis bólur (perivacúolar) og í taugamótum (synapsis) á yfirborði taugafrumna eða þráðforma í taugasímum (1. mynd). 1. mynd. Spongiform form breytingar: (A) í riðu með bólum í taugafrumubolum; (B) í Creutzfeldt-Jakob (CJD) á milli taugafrumna. Astrocytosis : (C) í riðu og (D) í CJD. Ónæmislitun fyrir príonpróteini: (E) í riðu, þráðlaga í taugasímum og kornótt í taugamótum umhverfis taugafrumur; (F) í nýju afbrigði af CJD, mýlildisflákar.

5 SJÚKDÓMSGREINING Það er nær ógerlegt að greina smit áður en klínísk einkenni koma fram. Þar skiptir mestu að smitefnið og eðlilega próteinið eru eins að grunngerð, þ.e.a.s. byggð af sömu amínósýruröð. Sýktur einstaklingur greinir því smitefnið ekki sem framandi og bregst ekki við því, þ.e.a.s. smitið leiðir ekki til mælanlegrar ónæmisviðbragða, hvorki mótefnasvörunar eða frumubundinna viðbragða. Það er því ekki tiltæk nein einföld blóðpróf til að greina smit á hinum langa meðgöngutíma. Greiningin er þess vegna fyrst og fremst klínísk. Í riðu geta þau verið mjög dæmigerð þegar sjúkdómurinn er langt genginn, en vissara þykir þó að gera jafnframt smásjárskoðun á vefjasneiðum úr heila til staðfestingar. Hins vegar eru klínisk einkenni oftlega ekki ótvíræð, einkum á fyrri stigum sjúkdómsins, og smásjárbreytingar eru oft ekki afgerandi. Í þeim tilvikum standa nokkrar aðferðir til boða til að styrkja greininguna: (a) Próteinþrykk (Western blot) til að sýna framá príonprótein (2. mynd); (b) Rafeindasjárskoðun til að sýna framá smitefnið, ýmist nefnt príon rods eða scrapie associated fibrils (SAF) (3. mynd); (c) Sýkingartilraunir (bioassay) í næmum tilraunadýrum. Við höfum borið saman klíniska greiningu, smásjárskoðun, próteinþrykk og rafeindasjárskoðun í 24 kindum á mismunandi aldri úr sýktri hjörð og reyndist próteinþrykk og rafeindasjárskoðun ívið næmari en klínísk greining og smásjárskoðun. Þannig greindist sýking í þremur kindum sem hvorki voru með klínísk einkenni eða einkennandi smásjárbreytingar (Sigurður Skarphéðinsson o.fl. 1994). Ótvíræð greining á CJD er ekki möguleg á grundvelli klíniskrar skoðunar heldur aðeins með rannsókn á heilasýnum sem að jafnaði eru tekin við krufningu, en stökum sinnum með lífsýnatöku (biopsy) sem menn eru reyndar mjög tregir til að gera vegna smithættu. 2. mynd. Próteinþrykk af príonpróteini úr heila riðukinda (1 3), úr riðusýktri mús (5) og heilbrigðum kindum (2 4). Príonpróteinið er ívið stærra í kindum (ca. 30K) en músum (26 28K). 3. mynd. Rafeindasjármynd af príon rods (SAF) úr heila riðukindar.

6 Þar eð meðgöngutíminn er eins og að ofan getur, að jafnaði langur í príonsjúkdómum, getur skipt áratugum, getur hýsillinn verið einkennalaus smitberi langa hríð, jafnvel ævilangt. Það væri því mjög mikilvægt að geta greint sjúkdóminn áður en klínísk einkenni koma fram. Nokkuð átak hefur verið gert til að greina riðu í sauðfé áður en einkenni koma fram og byggist það á að teknir eru hálskirtlar og vefjasneiðar úr þeim litaðar með mótefni gegn príonpróteini. Niðurstöðurnar lofa góðu. Á þennan máta tókst að greina smit í lifandi kindum sem voru af arfgerð sem tengist auknu næmi fyrir smiti allt að átján mánuðum áður en klínisk einkenni koma að jafnaði fram (Schreuder o.fl. 1998). Því hefur einnig verið lýst að sýna megi fram á príonpróteinið í sauðfé með litun á vefjasýnum úr þriðja augnlokinu (membrana nictans), sem kann að vera auðveldari kostur en að taka sýni úr hálskirtlum. Við höfum safnað allmörgum hálskirtlum og bitum úr þriðja augnloki úr fé sem hefur verið lógað vegna riðu eða riðugruns á Tilraunastöðinni, en úrvinnsla er rétt aðeins að byrja. Það þarf ekki að fjölyrða um að mikilvægt er að geta greint smitið sem fyrst eftir sýkingu, vegna aðgerða sem nú eru í gangi til að uppræta riðu hérlendis. Slíkt gæti einnig komið að gagni til að rekja smitleiðir, en hinn langi meðgöngutími í príonsjúkdómunum og skortur á aðferðum til að greina smit snemma gerir það mjög örðugt að rekja smitleiðir. MEÐFERÐ Umfjöllun um meðferð gefur ekki tilefni til málalenginga, því hún er í raun engin. Tilraunir með lyf eru á algjöru frumstigi. Amphotericin B og polyanionar, m.a. dextran súlfat hafa verið reynd í riðusýktum músum og hömstrum. Meðgöngutíminn lengdist væri lyfjameðferð hafin á fyrstu dögum sýkingar, en engin áhrif sáust væru lyfin gefin eftir að sjúkdómseinkenni voru komin í ljós. Fyrirbyggjandi aðgerðir væru m.a. að reyna að stemma stigu við iatrogen smitun í sjúkdómi eins og CJD. Kuru er nær alveg horfin eftir að helgisiðir þeir sem leiddu til sjúkdómsins voru lagðir af. Transmissible mink encephalopathy hvarf alveg og tíðni BSE hefur farið lækkandi eftir að hætt var að fóðra nautgripi með sláturúrgangi úr sauðfé. Hérlendis hefur í rúma tvo áratugi verið gert skipulagt átak við að uppræta riðu og hefur mikið áunnist, en sjúkdómurinn hefur verið að skjóta upp kollinum í einstaka hjörðum að nýju, en vonir standa til að takast megi að uppræta hann algjörlega með því að beita nýfenginni þekkingu á arfgerðum príongensins og áhrif þeirra á næmi fyrir riðusmiti við val á fé til ásetnings, einkum á svæðum þar sem riða hefur hvað lengst verið landlæg. SAMANTEKT Príonsjúkdómar eru sárasjaldgæfir í mönnum en mun algengari í dýrum, einkum sauðfé. Þetta eru heilasjúkdómar sem eiga það m.a. sameiginlegt að meðgöngutími er mjög langur, þeir fara stöðugt versnandi og leiða til dauða. Vefjaskemmdir eru í megindráttum áþekkar. Smitleiðir geta verið munnleiðis eða iatrogen, þ.e. við læknisaðgerðir. En það sem einkum tengir þá er smitefnið, þ.e. príonprótein, sem myndast við breytingu á þrívíddargerð eðlilegs próteins og er mjög vel varðveitt milli tegunda. HEIMILDIR Anderson, R.M., Donnelly, C.A. & Ferguson, N.M., o.fl., Transmissions dynamics and epidemiology of BSE in british cattle. Nature 382: Björn Sigurðsson, Observations on three slow infections of sheep. Br.Vet. J. 110:

7 Björn Sigurðsson, Thormar, H. & Páll A. Pálsson, Cultivation of visna virus in tissue culture. Arch. Ges. Virusforsch. 10: Diedrich, J.F., Minnigan, H. & Carp, R.I., o.fl., Neuropathological changes in scrapie and Alzheimer s disease are associated with increased expression of apolipoprotein E and cathepsin D in astrocytes. J. Virol. 65: Gadjusek, D.C., Unconventional viruses and the origin and disappearance of Kuru. Science 197: Guðmundur Georgsson, E. Gísladóttir & S. Árnadóttir, Quantitative assessment of the astrocytic response in natural scrapie of sheep. J. Comp. Path. 108: Guðmundur Georgsson & Kascsak, R.J., Cerebral amyloidosis in natural scrapie of Icelandic sheep is of rare occurrence. Ann. N. Y. Acad. Sci. 724: Guðmundur Georgsson, Sigurður Sigurðarson & Gunnar Guðmundsson, Epidemiology of Creutzfeldt- Jakob disease and scrapie in Iceland. Neuroopath. Appl. Neurobiol. 22: P88A (útdráttur). Gunnar Guðmundsson & Guðmundur Georgsson, Creutzfeldt-Jakob disease in Iceland during the period Acta Neurol. Scand. 62(Suppl. 78): (útdráttur). Jakob, A., Über eigenartige Erkrankungen des Zentralnervensystems mit bemerkenswertem antomischen Befunde (spastische Pseudosklerose-encephalomyelopathie mit disseminierten Degenerationsherden). Preliminary communication. Dtsch. Z. Nervenheilkunde. 70: Parry, H.B., Scrapie: a transmissible and hereditary disease of sheep. Heredity 17: Páll A. Pálsson, Rida (scrapie) in Iceland and its epidemiology. Í: Slow transmissible diseases of the nervous system (ritstj. S.B. Prusiner & W. J. Hadlow), Vol.1. Academic Press, New York, Prusiner, S.B., Novel proteinaceous infectious particles cause scrapie. Science 216: Prusiner, S.B., Genetic and infectious prion diseases. Arch. Neurol. 50: Sigurður Skarphéðinsson, R. Jóhannsdóttir, P. Guðmundsson. & G. Georgsson, PrPsc in Icelandic sheep naturally infected with scrapie. Ann. N.Y. Acad. Sci. 724: Will, R.G., Ironside, J.W. & Zeidler, M., o.fl., A new variant of Creutzfeldt-Jakob disease in the UK. Lancet 347:

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Jón Viðar Jónmundsson 1 og Emma Eyþórsdóttir 2 1 Bændasamtökum Íslands 2 Rannsóknarstofnun landbúnaðarins/lbh á Hvanneyri Inngangur Fyrsta

More information

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Þórólfur Guðnason yfirlæknir Sóttvarnalæknir, Embætti landlæknis Nóvember 2014 Gastegundir frá eldgosum >95% H 2 O, CO 2 SO 2

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ / 1004720-1004720-3-ABC 2.1.2018 09::16 Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær»»» Reykjavík/HÍ 06:42 06:44 06:45 06:47 06:51 06:52 06: 07:17 07:18 07:22 07:28 07:29 07:31 07:32 07:34 07:36 07:38

More information

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar 1 Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar Introduction to rotating machines 2 Grunnhugtök og meginþættir Klassískar gerðir véla Riðstraumsvélar Samfasavél (synchronous machine) Spanvél (induction machine

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

SVEPPASÝKINGAR MEÐAL SUNDGESTA

SVEPPASÝKINGAR MEÐAL SUNDGESTA Læknadeild Háskóla Íslands 4. árs rannsóknarverkefni Vorið 1997 SVEPPASÝKINGAR MEÐAL SUNDGESTA Gunnhildur Guðnadóttir, Bárður Sigurgeirsson, Ingibjörg Hilmarsdóttir Ágrip Inngangur: Sveppasýkingar í tánöglum

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Áhrif lofthita á raforkunotkun Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Júlí 2017 Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Orkustofnun Júlí 2017 Útgefandi: Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Sími: 569 6000, Fax, 568

More information

KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR

KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR KV 2018-3 KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR Greining á mögulegum eldisuppruna 12 laxa sem veiddust í tveimur ám á Vestfjörðum árið 2017 Analysis of 12 salmon caught in two rivers in the Icelandic Westfjords 2017

More information

Formáli. Sigurður H. Richter var ritstjóri ársskýrslunnar og sá um söfnun efnis og vinnslu.

Formáli. Sigurður H. Richter var ritstjóri ársskýrslunnar og sá um söfnun efnis og vinnslu. 1 Efnisyfirlit Formáli... 2 I. STARFSEMI... 3 1. Skipurit...3 2. Hlutverk Tilraunastöðvarinnar...4 3. Yfirlit yfir starfsemina...5 II. STJÓRN OG STARFSLIÐ... 11 III. RANNSÓKNARVERKEFNI... 14 1. Mæði -

More information

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012 Nr. 28/32 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012 2013/EES/28/07 frá 8. júní 2012 um framkvæmdarreglur vegna beitingar 16. gr.

More information

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2 1 Examples 2 Sýnidæmi 2 2 Example 25-1 Gefið er 3 fasa, 3 teina raforkukerfi samkvæmt meðfylgjandi einlínumynd. Allar stærðir á myndinni eru í einingakerfinu ( per unit ). Seríuviðnám háspennulínanna er

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr. 54 8. árgangur

More information

Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin

Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin 1996-1 Brynja Ármannsdóttir 1 læknanemi Laufey Tryggvadóttir 2 faraldsfræðingur Jón Gunnlaugur Jónasson 1,2,4 sérfræðingur í meinafræði Elínborg J. Ólafsdóttir

More information

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Klettafjöllin og Grand Canyon 1 Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Kristbjörg María Guðmundsdóttir Eitt af fallegustu handverkum náttúruaflanna er án efa að finna í vesturhluta Norður-Ameríku.

More information

Segamyndun í djúpum bláæðum ganglima

Segamyndun í djúpum bláæðum ganglima FRÆÐIGREINAR / HJARTA- OG ÆÐASJÚKDÓMAR Geir Karlsson 1 Pedro Riba 2 Ingvar Þóroddsson 3 Björn Guðbjörnsson 1 Frá 1 lyflækninga- og 2 röntgendeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, 3 Heilsugæslustöð Akureyrar.

More information

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (MFT/MFS) og tannátu í lykiltönnum SVANHVÍT. SÆMUNSÓTTIR*, THR ASPEUN**, SIGURÐUR RÚNAR SÆMUNSSN***, INGA. ÁRNAÓTTIR* HEIRIGÐISVÍSINASVIÐ HÁSKÓA

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gylfi Magnússon Viðskiptafræðideild Ritstjóri Ingjaldur Hannibalsson Rannsóknir í félagsvísindum XIII. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2012 Reykjavík:

More information

Hugvísindasvið. Lesið í landið. Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag. Ritgerð til B.A.-prófs. Ásta Hermannsdóttir

Hugvísindasvið. Lesið í landið. Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag. Ritgerð til B.A.-prófs. Ásta Hermannsdóttir Hugvísindasvið Lesið í landið Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag Ritgerð til B.A.-prófs Ásta Hermannsdóttir Janúar 2011 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Fornleifafræði Lesið í landið

More information

Nýr texti fyrir lyfjaupplýsingar Útdráttur úr ráðleggingum PRAC vegna ræsimerkja

Nýr texti fyrir lyfjaupplýsingar Útdráttur úr ráðleggingum PRAC vegna ræsimerkja 25 February 2016 EMA/PRAC/166050/2016 Corr 1 Pharmacovigilance Risk Assessment Committee (PRAC) Nýr texti fyrir lyfjaupplýsingar Útdráttur úr ráðleggingum PRAC vegna ræsimerkja Samþykkt á fundi PRAC 8.-11.

More information

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Útg. Dags. Höf. Rýnir Samþykkur Lýsing 3 11/01 2006 GG EH Lokaskýrsla II 2 21/12 2005 GG SvSv Lokaskýrsla I 1 15/12 2005 GG Uppkast 1

More information

1.3 Jean Luc Nancy um skynjun og tilveru Almennt um innsetningar Judith Rugg um innra og ytra rými... 11

1.3 Jean Luc Nancy um skynjun og tilveru Almennt um innsetningar Judith Rugg um innra og ytra rými... 11 Samantekt Í þessari ritgerð er fjallað um rými og innsetningar og sérstaklega verk Elínar Hansdóttur Path og Parallax. Elín er ungur, íslenskur listamaður sem hefur vakið mikla athygli á síðustu árum með

More information

Fjallkrækill Fyrsta fórnarlamb hlýnandi loftslags á Íslandi?

Fjallkrækill Fyrsta fórnarlamb hlýnandi loftslags á Íslandi? Ritrýnd grein Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Hörður Kristinsson Fjallkrækill Fyrsta fórnarlamb hlýnandi loftslags á Íslandi? S íðustu áratugina hafa menn mikið velt fyrir sér áhrifum hlýnandi

More information

Einelti og líðan. Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014. Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ

Einelti og líðan. Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014. Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Einelti og líðan Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014 Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til B.A. gráðu í sálfræði Hug- og félagsvísindadeild

More information

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna Samanburðarrannsókn nóvember 2012 Ari Klængur Jónsson www.mcc.is Árnagötu 2-4 400 Ísafjörður Sími: 450-3090 Fax: 456-0215 mcc@mcc.is 1 Velferðarráðuneytið

More information

Mislingar á Íslandi Faraldrar 19.aldar

Mislingar á Íslandi Faraldrar 19.aldar Mislingar á Íslandi Faraldrar 19.aldar Sandra Gunnarsdóttir Lokaverkefni til B.Sc. gráðu Háskóli Íslands Heilbrigðisvísindasvið Mislingar á Íslandi Faraldrar 19.aldar Sandra Gunnarsdóttir 1 Leiðbeinandi:

More information

LV Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar

LV Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar LV-2014-021 Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar Mælingar með samanburði á gervitunglamyndum frá 2002, 2010 og 2012 Lykilsíða Skýrsla LV nr: LV 2014 021 Dags: 19.02.2014

More information

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum Raddir fjölbreyttra kennarahópa Sólveig Karvelsdóttir, lektor, HÍ Hafdís Guðjónsdóttir, dósent, HÍ Rannsóknin er hluti af tveimur rannsóknum Fjölbreyttir kennarahópar

More information

ÓHAPPATÍÐNI Í BEYGJUM OG LANGHALLA. Staða rannsóknarverkefnis

ÓHAPPATÍÐNI Í BEYGJUM OG LANGHALLA. Staða rannsóknarverkefnis ÓHAPPATÍÐNI Í BEYGJUM OG LANGHALLA Staða rannsóknarverkefnis Beygjur á vegakerfinu = hætta? Umferðar- og skipulagssvið Línuhönnunar Haraldur Sigþórsson Þjónustudeild tækniþróun Vegagerðin Einar Pálsson

More information

Einelti íslenskra skólabarna og heilsa

Einelti íslenskra skólabarna og heilsa Einelti íslenskra skólabarna og heilsa Niðurstöður landskönnunnar á heilsutengdum afleiðingum eineltis Helena Rún Pálsdóttir Ritgerð til BS prófs 12 einingar Einelti skólabarna og heilsa Niðurstöður landskönnunnar

More information

Áhrif aðbúnaðar, mjaltatækni og júgurheilbrigðis á fjölda og tegundir gerla í innleggsmjólk

Áhrif aðbúnaðar, mjaltatækni og júgurheilbrigðis á fjölda og tegundir gerla í innleggsmjólk 377 Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007 Áhrif aðbúnaðar, mjaltatækni og júgurheilbrigðis á fjölda og tegundir gerla í innleggsmjólk Jóhanna Skúladóttir Ólafs 1 og Grétar Hrafn Harðarson 2 1 Dýralæknastofu

More information

[fjou:lɪð] mitt er svo [fuŋkt]!

[fjou:lɪð] mitt er svo [fuŋkt]! Hugvísindasvið [fjou:lɪð] mitt er svo [fuŋkt]! Um skiptihljóðið /f/ í máli stúlku á fimmta ári Ritgerð til B.A.-prófs Rannveig Garðarsdóttir Maí 2012 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Íslenska [fjou:lɪð]

More information

STOÐKERFISVERKIR HJÁ HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRUM OG TENGSL VERKJA VIÐ STREITU

STOÐKERFISVERKIR HJÁ HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRUM OG TENGSL VERKJA VIÐ STREITU Þórey Agnarsdóttir, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra á Akureyri Hafdís Skúladóttir, Háskólanum á Akureyri Hjördís Sigursteinsdóttir, Háskólanum á Akureyri Sigríður Halldórsdóttir, Háskólanum á Akureyri

More information

Reykingar, holdafar og menntun kvenna í borg og bæ

Reykingar, holdafar og menntun kvenna í borg og bæ Reykingar, holdafar og menntun kvenna í borg og bæ Ágrip Laufey Steingrímsdóttir 1,2 næringarfræðingur Elínborg J. Ólafsdóttir 3 verkfræðingur Lilja Sigrún Jónsdóttir 4 læknir Rafn Sigurðsson 3, tölfræðingur

More information

Þungmálmar og brennisteinn í tildurmosa við iðnaðarsvæðið í Hellnahrauni í Hafnarfirði haustið 2013

Þungmálmar og brennisteinn í tildurmosa við iðnaðarsvæðið í Hellnahrauni í Hafnarfirði haustið 2013 NÍ-14001 Þungmálmar og brennisteinn í tildurmosa við iðnaðarsvæðið í Hellnahrauni í Hafnarfirði haustið 2013 Sigurður H. Magnússon Unnið fyrir Hafnarfjarðarbæ Þungmálmar og brennisteinn í tildurmosa við

More information

Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við leikskólann Steinahlíð og tilraunir með rykbindingar, - tímabilið 16. febrúar - 20.

Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við leikskólann Steinahlíð og tilraunir með rykbindingar, - tímabilið 16. febrúar - 20. USR - 29 Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við leikskólann Steinahlíð og tilraunir með rykbindingar, - tímabilið 16. febrúar - 2. apríl 29 - Anna Rósa Böðvarsdóttir Heilbrigðisfulltrúi Heilbrigðiseftirlit

More information

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands ÞÓRA BJÖRK HJARTARDÓTTIR Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands 1. Fjöldi erlendra stúdenta Á liðnum áratug hefur erlendum stúdentum fjölgað gríðarlega við Háskóla Íslands. Haustið 2000 voru skráðir

More information

Maðurinn í málverki. eftir Ragnar Þórisson. Listaháskóli Íslands Myndlistardeild B.A.-ritgerð (janúar 2010) Leiðbeinandi: Ragna Sigurðardóttir

Maðurinn í málverki. eftir Ragnar Þórisson. Listaháskóli Íslands Myndlistardeild B.A.-ritgerð (janúar 2010) Leiðbeinandi: Ragna Sigurðardóttir 1 Maðurinn í málverki eftir Ragnar Þórisson Listaháskóli Íslands Myndlistardeild B.A.-ritgerð (janúar 2010) Leiðbeinandi: Ragna Sigurðardóttir 2 Efnisyfirlit INNGANGUR 3 ABSTRAKTMYNDIR 3 Þrír málarar abstrakt

More information

Sumargötur Vettvangsrannsókn á Laugavegi og Skólavörðustíg sumarið 2013

Sumargötur Vettvangsrannsókn á Laugavegi og Skólavörðustíg sumarið 2013 Sumargötur Vettvangsrannsókn á Laugavegi og Skólavörðustíg sumarið 213 Páll Jakob Líndal janúar 214 Sumargötur 213. Samantekt vettvangsrannsóknar Inngangur Í vettvangskönnun þeirri sem hér er kynnt voru

More information

LV Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns

LV Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns LV-2014-094 Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns Lykilsíða Skýrsla LV nr: LV-2014-094 Dags: október 2014 Fjöldi síðna: 26 Upplag: Rafræn Dreifing: Birt á vef LV Opin Takmörkuð til Titill: Úttekt

More information

Ása Atladóttir, hjúkrunarfræðingur hjá landlæknisembættinu,

Ása Atladóttir, hjúkrunarfræðingur hjá landlæknisembættinu, Ása Atladóttir, hjúkrunarfræðingur hjá landlæknisembættinu, asa@landlaeknir.is Heimsfaraldur inflúensu; ekki spurning hvort heldur hvenær Einstaklingur sýktur af inflúensuveirum getur dreift miklu magni

More information

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu?

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu? Upphaf mælinga í uppsjávarskipum Sigurjón Arason Yfirverkfræðingur Matís ohf. og Prófessor, Háskóli Íslands Dr. Magnea G. Karlsdóttir; Fagstjóri, Matís ohf. Ásbjörn Jónsson; Verkefnastjóri, Matís ohf Magnús

More information

Tilraunir með áburð á kartöflur 2004 og yfirlit yfir niðurstöður tilrauna

Tilraunir með áburð á kartöflur 2004 og yfirlit yfir niðurstöður tilrauna Tilraunir með áburð á kartöflur 2004 og yfirlit yfir niðurstöður tilrauna 1950-2004 Fertilizer experiments with potatoes 2004 and compilation of results 1950-2004 Rit LbhÍ nr. 17 2008 Rit LbhÍ nr. 17

More information

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Power Point leiðbeiningar Sjónarhorn View Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Outline view - Yfirlitshamur Hér er hægt að rita minnispunkta við hverja glæru fyrir þann sem

More information

Nýgengi sarkmeina á Íslandi

Nýgengi sarkmeina á Íslandi Háskóli Íslands, Læknadeild Nýgengi sarkmeina á Íslandi Kristín Jónsdóttir Halldór Jónsson jr. Bjarni A. Agnarsson Kristrún R. Benediktsdóttir Jóhannes Björnsson 1 2 Nýgengi sarkmeina á Íslandi Kristín

More information

Þróun Primata og homo sapiens

Þróun Primata og homo sapiens Þróun Primata og homo sapiens Gunnar Sverrir Ragnars Saga Prímata er talin hafi byrjað í byrjun Nýlífsaldar rétt tilgetið á Paleósen tímabilinu fyrir um það bil 65 milljónum ára. Ættartré prímata er afar

More information

OKTÓBER 2006 SKÝRSLA 24-06 ITI 0612/EUT08 8HK3481 V IÐLOÐUN ÖRVERA VIÐ YFIRBORÐ Í VATNI - VARMAFRÆÐILEG NÁLGUN - Guðmundur Gunnarsson, Iðntæknistofnun Birna Guðbjörnsdóttir, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins

More information

Algengi reykinga og langvinnrar lungnateppu hjá skjólstæðingum heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri

Algengi reykinga og langvinnrar lungnateppu hjá skjólstæðingum heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri Á g r i p Algengi reykinga og langvinnrar lungnateppu hjá skjólstæðingum heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri Guðrún Dóra Clarke 1 læknir, Jón Steinar Jónsson 2,3 læknir, Magnús Ólafsson 1 læknir, Sigrún

More information

Dystópíur uppgangskynslóðarinnar

Dystópíur uppgangskynslóðarinnar Hugvísindasvið Dystópíur uppgangskynslóðarinnar Dystópíur François Truffaut og Jean-Luc Godard og áhrif maí 1968 Ritgerð til BA-prófs í kvikmyndafræði Sigurður Helgi Magnússon Maí 2013 Háskóli Íslands

More information

Brennisteinsvetni í Hveragerði

Brennisteinsvetni í Hveragerði Þróun 2014-022 Reykjavík, september 2014 Brennisteinsvetni í Hveragerði September 2012 mars 2014 Snjólaug Ólafsdóttir EBS-411-01 Útgefandi: Orkuveita Reykjavíkur Útgáfudagur: September 2014 Umsjón og ábyrgð:

More information

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis ANNUAL SAFETY REVIEW 2012 Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis Flugmálastjórn Íslands: Annual Safety Review 2012 Útgefandi: Flugmálastjórn Íslands Skógarhlíð 12 105 Reykjavík

More information

Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri

Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri Hugvísindasvið Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri Pólitíkin og pönkið Ritgerð til B.A.-prófs Valur Gunnarsson Janúar 2010 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Almenn bókmenntafræði Skítsama um allt, frá

More information

Eiga gerlar þátt í ummyndun basaltgjóskunnar í Surtsey?

Eiga gerlar þátt í ummyndun basaltgjóskunnar í Surtsey? BÚVÍSINDI ICEL. AGR. SCI. 1, 1996: 273 289 Eiga gerlar þátt í ummyndun basaltgjóskunnar í Surtsey? SVEINN P. JAKOBSSON Náttúrufræðistofnun Íslands, Hlemmi 3, 15 Reykjavík YFIRLIT Upphaf Surtseyjarelda

More information

Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Ársskýrsla 2004

Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Ársskýrsla 2004 Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum Ársskýrsla 2004 Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum v/vesturlandsveg, 112 Reykjavík, Ísland. Sími: 585 5100 Bréfasími: 567 3979 http:/www.keldur.hi.is

More information

Einstaklingsmunur og þróun læsis hjá fjögra til sjö ára börnum

Einstaklingsmunur og þróun læsis hjá fjögra til sjö ára börnum Menntavísindasvið Háskóla Íslands Grein birt 31. desember 2010 Freyja Birgisdóttir Einstaklingsmunur og þróun læsis hjá fjögra til sjö ára börnum Kynntar verða niðurstöður langtímarannsóknar á þroska,

More information

Greiningargeta blóðprufa og afdrif sjúklinga með Disseminated Intravascular Coagulation

Greiningargeta blóðprufa og afdrif sjúklinga með Disseminated Intravascular Coagulation Greiningargeta blóðprufa og afdrif sjúklinga með Disseminated Intravascular Coagulation Einar Hjörleifsson 1 Martin Ingi Sigurðsson 2, Páll Torfi Önundarson 1,3, Brynja Guðmundsdóttir 3, Gísli Heimir Sigurðsson

More information

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa Efnisyfirlit Þróun félagsauðs í grannríkjunum Bandaríkin Skandinavía Meginland Evrópu Þróunin á Íslandi Félagsþátttaka Frumtengsl Félagsrof Félagsauður,

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

Mannfjöldaspá Population projections

Mannfjöldaspá Population projections 3. október 217 Mannfjöldaspá 217 266 Population projections 217 266 Samantekt Samkvæmt miðspá mannfjöldaspár Hagstofu Íslands verða íbúar landsins 452 þúsund árið 266, bæði vegna fólksflutninga og af náttúrlegum

More information

Geislavarnir ríkisins

Geislavarnir ríkisins GR 96:05 Geislavarnir ríkisins Icelandic Radiation Protection Institute Geislaálag vegna notkunar sérhæfðra tannröntgentækja Guðlaugur Einarsson, yfirröntgentæknir Tord Walderhaug, eðlisfræðingur ReykjavRk,

More information

Þróun kennslu læknanema á síðustu áratugum

Þróun kennslu læknanema á síðustu áratugum Kristján Erlendsson læknir dósent kennslustjóri læknadeildar HÍ, yfirlæknir á vísinda- og þróunarsviði Landspítala krerlend@landspitali.is Þróun kennslu læknanema á síðustu áratugum Á síðustu þremur áratugum

More information

Ofbeit í sjó orsök landeyðingar Hugleiðingar um áhrif skollakopps á landrof í ljósi þróunar í Kollsvík

Ofbeit í sjó orsök landeyðingar Hugleiðingar um áhrif skollakopps á landrof í ljósi þróunar í Kollsvík Valdimar Össurarson Ofbeit í sjó orsök landeyðingar Hugleiðingar um áhrif skollakopps á landrof í ljósi þróunar í Kollsvík VÖ/jan/2017 Efni Inngangur... 3 Viðfangsefni og tilgáta... 4 Offjölgun skollakopps...

More information

Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi -

Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi - Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi - Rannveig Björnsdóttir Strandbúnaður 2017, Grand Hótel Reykjavík, 13.-14.mars YFIRLIT erindis Dæmi: doktorsverkefni RBj 2005-2010 BAKGRUNNUR VANDAMÁLIÐ

More information

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM Skýrsla fyrir skólaárið 2016-2017 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 2 1. Inngangur... 3 2. Markmið og tilgangur matsins... 3 3. Aðferðir og framkvæmd matsins... 3 4.

More information

Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi

Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi Lokaverkefni til B.Ed. prófs Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi Eru ánægðir foreldrar bestu bandamenn kennara? Halldóra Gísladóttir 300955-5419 Kennaraháskóli Íslands

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Hægra heilahvels málstol Sjúkratilfelli

Hægra heilahvels málstol Sjúkratilfelli Hægra heilahvels málstol Sjúkratilfelli Sigríður Magnúsdóttir talmeinafræðingur Ester Sighvatsdóttir íslenskufræðingur Lykilorð: heilablóðfall, hægra heilahvels málstol, aðblástur. Talmeinaþjónustu Landspítala

More information

Samanburður á neyslu D-vítamíns í fæðubótarformi milli íþróttafólks og þeirra sem stunda ekki íþróttir

Samanburður á neyslu D-vítamíns í fæðubótarformi milli íþróttafólks og þeirra sem stunda ekki íþróttir BSc í íþróttafræði Samanburður á neyslu D-vítamíns í fæðubótarformi milli íþróttafólks og þeirra sem stunda ekki íþróttir Nafn nemanda: Guðmundur Örn Árnason Kennitala: 300891-3229 Leiðbeinandi: Ólafur

More information

Saga fyrstu geimferða

Saga fyrstu geimferða Lokaverkefni 2015 Réttarholtsskóli Saga fyrstu geimferða Arnar Freyr Jónsson og Oddur Kjartansson 10.FG Hópur 26 Geimöldin Árið 1957 hófst hin svokallaða geimöld sem síðar átti eftir að verða frumkvöðullinn

More information

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg.

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg. STO FNA Ð 1945 VESTANPÓSTUR Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg. Meðal efnis: Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi VESTANPÓSTUR 2006 Ábyrgðarmaður: Guðfinnur Kjartansson

More information

Reykholt í Borgarfirði

Reykholt í Borgarfirði RANNSÓKNASKÝRSLUR FORNLEIFADEILDAR 1998 Reykholt í Borgarfirði Framvinduskýrsla 1998 Guðrún Sveinbjarnardóttir og Guðmundur H. Jónsson 12 ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS ÚTIMINJASVIÐ NATIONAL MUSEUM OF ICELAND DIVISION

More information

VEIÐIMÁLASTOFNUN Veiðinýting Lífríki í ám og vötnum Rannsóknir Ráðgjöf

VEIÐIMÁLASTOFNUN Veiðinýting Lífríki í ám og vötnum Rannsóknir Ráðgjöf Mat á hindrunum á gönguleið laxfiska í farvegi Jökulsár á Dal Guðni Guðbergsson VMST/0942 Október 2009 Skýrsla unnin fyrir Veiðifélag Jökulsár á Dal VEIÐIMÁLASTOFNUN Veiðinýting Lífríki í ám og vötnum

More information

12 Náttúruvá og heilbrigðismál

12 Náttúruvá og heilbrigðismál 12 Náttúruvá og heilbrigðismál Samantekt 1. Fjöldi hvassviðra er mjög breytilegur og sýnir verulegar sveiflur milli áratuga. Óljóst er hvort markverðar breytingar verði á tíðni þeirra á öldinni. 2. Úrkomuákefð

More information

Fæðuvenjur á unglingsárum og miðjum aldri og tengsl við áhættu á brjóstakrabbameini

Fæðuvenjur á unglingsárum og miðjum aldri og tengsl við áhættu á brjóstakrabbameini Fæðuvenjur á unglingsárum og miðjum aldri og tengsl við áhættu á brjóstakrabbameini Verkefni til doktorsprófs í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands Nemandi: Álfheiður Haraldsdóttir Leiðbeinendur: Laufey

More information

Samanburður á meintri dulrænni reynslu Íslendinga árin 1974 og 2006

Samanburður á meintri dulrænni reynslu Íslendinga árin 1974 og 2006 Samanburður á meintri dulrænni reynslu Íslendinga árin 1974 og 2006 Erlendur Haraldsson Árin 1974-1975 framkvæmdi höfundur, þá nýráðinn lektor í sálfræði við Háskóla Íslands, umfangsmikla könnun um dulræna

More information

Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki. Gyða Ósk Bergsdóttir

Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki. Gyða Ósk Bergsdóttir Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki Gyða Ósk Bergsdóttir Raunvísindadeild Háskóli Íslands 2011 Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki Gyða Ósk

More information

Þungmálmar í mosa í nágrenni fyrirhugaðs álvers í Reyðarfirði árið 2000

Þungmálmar í mosa í nágrenni fyrirhugaðs álvers í Reyðarfirði árið 2000 Þungmálmar í mosa í nágrenni fyrirhugaðs álvers í Reyðarfirði árið 2000 Sigurður H. Magnússon Unnið fyrir Reyðarál hf. NÍ-02011 Reykjavík, júní 2002 NÁTTÚRUFRÆÐISTOFNUN ÍSLANDS ISSN 1670-0120 ENGLISH SUMMARY

More information

Reykholt í Borgarfirði

Reykholt í Borgarfirði RANNSÓKNASKÝRSLUR 1999 Reykholt í Borgarfirði Framvinduskýrsla 1999 Guðrún Sveinbjarnardóttir og Guðmundur H. Jónsson 6 ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS ÚTIMINJASVIÐ NATIONAL MUSEUM OF ICELAND DIVISION OF MONUMENTS

More information

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur IV. Illviðrabálkar

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur IV. Illviðrabálkar Greinargerð 32 Trausti Jónsson Langtímasveiflur IV Illviðrabálkar VÍ-ÚR14 Reykjavík Maí 23 Illviðrabálkur Inngangur Hér er fjallað um ýmislegt varðandi illviðri á Íslandi. Tilraunir eru gerðar til þess

More information

Fjölónæmir berklar á Íslandi tilfellaröð og yfirlit

Fjölónæmir berklar á Íslandi tilfellaröð og yfirlit Fjölónæmir berklar á Íslandi tilfellaröð og yfirlit Hilmir Ásgeirsson læknir 1 Kai Blöndal lungnalæknir 2 Þorsteinn Blöndal lungnalæknir 2-4 Magnús Gottfreðsson smitsjúkdómalæknir 1,4 Lykilorð: fjölónæmir

More information

Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/ /10

Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/ /10 Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/04-2009/10 Stefán Hrafn Jónsson Háskóli Íslands, Landlæknisembættið Margrét Héðinsdóttir Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins

More information

Áhrif niðurbrots plöntuleifa á laust nítur í jarðvegi The influence of turnover of plant residues on mineral N in soil

Áhrif niðurbrots plöntuleifa á laust nítur í jarðvegi The influence of turnover of plant residues on mineral N in soil Rit LbhÍ nr. 54 Áhrif niðurbrots plöntuleifa á laust nítur í jarðvegi The influence of turnover of plant residues on mineral N in soil Friðrik Pálmason og Jón Guðmundsson 2014 Rit LbhÍ nr. 54 ISSN 1670-5785

More information

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016 FLUGTÖLUR 216 INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 216 Flugvöllur 215 216 Br. 16/15 Hlutdeild Reykjavík 348.24 377.672 8,5% 5,4% Akureyri 17.897 183.31 7,3% 24,5% Egilsstaðir 89.79 93.474 4,9%

More information

Botnlangabólga og botnlangataka hjá börnum á sjúkrahúsum í Reykjavík 1996 og 2006

Botnlangabólga og botnlangataka hjá börnum á sjúkrahúsum í Reykjavík 1996 og 2006 Hjörtur Haraldsson 1 læknanemi Þráinn Rósmundsson 1,2 barnaskurðlæknir Kristján Óskarsson 1,2 barnaskurðlæknir Jón Gunnlaugur Jónasson 1,3 meinafræðingur Ásgeir Haraldsson 1,2 barnalæknir Botnlangabólga

More information

Sameining tveggja háskóla í Svíþjóð

Sameining tveggja háskóla í Svíþjóð Sameining tveggja háskóla í Svíþjóð Aðdragandi, framkvæmd og árangur af sameiningu Högskolan på Gotland og Uppsalaháskóla Ágrip Í þessari úttektar er að dreginn lærdómur af nýlegri sameiningu tveggja háskóla

More information

Próffræðilegir eiginleikar íslenskrar gerðar Bulimia Test-Revised (BULIT-R) prófsins

Próffræðilegir eiginleikar íslenskrar gerðar Bulimia Test-Revised (BULIT-R) prófsins Próffræðilegir eiginleikar íslenskrar gerðar Bulimia Test-Revised (BULIT-R) prófsins Sigurlaug María Jónsdóttir 1 sálfræðingur Guðlaug Þorsteinsdóttir 2 geðlæknir Jakob Smári 1 prófessor í sálfræði 1 Sálfræðiskor

More information

Öryggi barna skiptir miklu máli, börnin eru

Öryggi barna skiptir miklu máli, börnin eru Sálfræðiritið Tímarit Sálfræðingafélags Íslands 16. árg. 2011, bls. 73 79 Öryggi barna í innkaupakerrum: Áhrifarík leið til að forðast slys Háskóli Íslands Öryggi barna ætti að skipta foreldra miklu máli.

More information

Lokaskýrsla til Verkefnasjóðs sjávarútvegsins

Lokaskýrsla til Verkefnasjóðs sjávarútvegsins SJÁVARLÍFTÆKNISETUR / MARINE BIOTECHNOLOGY Bandormssýkingar í kviðarholi og þunnildum ufsa (Pollachius virens) veiddum á mismunandi svæðum við Ísland. Halldór Gunnar Ólafsson 1 og Árni Kristmundsson 2

More information