Nýgengi sarkmeina á Íslandi

Size: px
Start display at page:

Download "Nýgengi sarkmeina á Íslandi"

Transcription

1 Háskóli Íslands, Læknadeild Nýgengi sarkmeina á Íslandi Kristín Jónsdóttir Halldór Jónsson jr. Bjarni A. Agnarsson Kristrún R. Benediktsdóttir Jóhannes Björnsson 1

2 2

3 Nýgengi sarkmeina á Íslandi Kristín Jónsdóttir 1, Bjarni A. Agnarsson 1,2, Kristrún R. Benediktsdóttir 1,2, Jóhannes Björnsson 1,2, Halldór Jónsson jr 1,3. Læknadeild Háskóla Íslands 1, Rannsóknarstofa Háskólans í meinafræði 2, Bæklunarskurðdeild Landspítala háskólasjúkrahúss 3. Inngangur: Samkvæmt tveimur íslenskum rannsóknum á nýgengi sarkmeina, mjúkvefjasarkmeina og beinsarkmeina , var tíðni þeirra svipuð því sem gerist í nágrannalöndum okkar. Sarkmein eru mun algengari í mjúkvefjum en í beini eða 1,8/ íbúa fyrir karla og 1,6/ fyrir konur, en nýgengi beinsarkmeina er 0,85/ Tilgangur rannsóknarinnar er að skoða hvort breytingar á nýgengi hafi orðið á tímabilinu Efniviður og aðferðir: Upplýsingar um fjölda sarkmeinatilfella á rannsóknartímabilinu fengust frá Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Íslands. Þar koma fram greiningarár, greiningaraldur, staðsetning og meingerð æxlis. Sarkmein með upptök annars staðar en í mjúkvefjum, t.d. í húð og innri líffærum voru ekki tekin með, né þau sem eru á mörkum þess að vera illkynja t.d. dermatofibrosarcoma protuberans. Þá voru Kaposi sarkmein undanskilin þar sem þau voru ekki í fyrri rannsókn. Stuðst var við vefjaflokkun Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (World Health Organization, WHO) fyrir sarkmein með þeirri undantekningu að sarkmein með uppruna í taugavef eru tekin með en þau flokkast undir taugaæxli samkvæmt flokkun WHO. Niðurstöður: Undir rannsóknina féllu 136 sarkmein, þar af 104 í mjúkvef og 32 í beini. Ka/ko hlutfallið fyrir bæði mjúk- og beinæxli er 1,8. Meðalaldur við greiningu var 50 ár, 54 ár (0-95 ár) í mjúkvefjahópnum og 38 ár (9-76) í beinahópnum. Aldursstaðlað nýgengi (miðað við íbúa) mjúkvefjasarkmeina er 1,4 fyrir konur og 3,0 fyrir karla og nýgengi beinæxla er 0,6 fyrir konur og 0,9 fyrir karla. Algengustu mjúkvefjaæxlin eru liposarcoma (25%), malignant fibrous histiocytoma (MFH) (23%) og leiomyosarcoma (12%). Af beinasarkmeinunum eru chondrosarcoma algengust (50%) en osteosarcoma næst algengust (34%). Ályktun: Samkvæmt þessum niðurstöðum hefur ekki orðið veruleg breyting á nýgengi beinæxla eða mjúkvefjaæxla meðal kvenna. Hins vegar hefur orðið veruleg aukning á mjúkvefjaæxlum hjá körlum (úr 1, í 3, ) en tíðni beinæxla er óbreytt. Lykilorð: Sarkmein, beinsarkmein, mjúkvefjasarkmein, nýgengi 3

4 Efnisyfirlit Skammstafanir Inngangur Flokkun sarkmeina Áhættuþættir Tíðni Efniviður og aðferðir Niðurstöður Fjöldi tilfella Æxlisgerðir Kynjahlutfall Aldursdreifing Staðsetning Nýgengi Gráða sarkmeina Umræður Þakkarorð Heimildaskrá 4

5 Málfar Í eftirfarandi texta er mikið af alþjóðlegum fræðiheitum sem erfitt er að þýða þannig að textinn haldist skiljanlegur. Komi þessi heiti óþýdd fyrir í textanum eru þau skáletruð. Þar sem heiti og hugtök eru íslenskuð, er alþjóðlega heitið/enska heitið í sviga á eftir. 5

6 Skammstafanir ALL HHV-8 EBV MFH WHO ICD-10 GIST NOS Ka/ko hlutfall Acute lymphoblastic leukemia (bráðahvítblæði) Human herpes virus Epstein Barr veira Malignant fibrous histiocytoma World Health Organisation (Alþjóðaheilbrigðisstofnunin) International Statistical Classification of Diseases and Related Problems (Alþjóðleg tölfræðiflokkun sjúkdóma og skyldra heilbrigðisvandamála) (10. útgáfa) Gastro-intestinal stromal tumor (æxli í meltingarvegi) Not otherwise specified (ótilgreint) Karl/konu hlutfall 6

7 Inngangur Flokkun sarkmeina Sarkmein eru illkynja æxlisvöxtur í vef af mesodermal (miðkímlag) eða ectodermal (ysta kímlag) uppruna. Þetta er misleitur hópur æxla sem erfitt er að greina og flokka. Þeim má þó skipta gróflega eftir uppruna í mjúkvefja- eða beinæxli. Mjúkvefjaæxlunum má enn frekar skipta niður eftir staðsetningu, þ.e. æxli upprunnin í útlimum eða bol, húðæxli eða æxli frá innri líffærum(1). Áhættuþættir Sarkmein eru sjaldgæfur og breiður flokkur krabbameina. Því er ekki einfalt að greina áhættuþætti þeirra þar sem mismunandi vefjagerðir geta haft mismunandi áhættuþætti. Helstu þekktu áhættuþættirnir eru erfðir, fyrri saga um krabbamein/krabbameinsmeðferð (lyf og/eða geislameðferð), umhverfisþættir (lyf, tilbúin efni), ónæmisbæling og fyrri saga um áverka eða góðkynja beinsjúkdóma(1). Til eru heilkenni sem lýsa sér m.a. með aukinni tilhneigingu til að fá krabbamein og er mismunandi milli heilkenna hvaða krabbamein eru algengust(2, 3). Li-Fraumeni heilkenni og Werner s heilkenni auka áhættuna á því að fá hvort sem er, beinkrabbamein eða mjúkvefjasarkmein(4-6). Ákveðinn hluti barna með Rothmund-Thomson heilkenni er í aukinni áhættu á að fá beinsarkmein. Börn með fyrri sögu um bráðahvítblæði (acute lymphoblastic leukemia, ALL) eru sjö sinnum líklegri til að greinast með nýtt krabbamein en jafnaldrar þeirra sem ekki hafa greinst með krabbamein. Mestar líkur eru á því að þau fái aftur hvítblæði en þau eru einnig í aukinni hættu að fá mjúkvefjasarkmein(7). Þessi aukna áhætta á sarkmeinum hefur einnig sést eftir önnur krabbamein bæði hjá börnum og fullorðnum, t.d.eftir Ewing sarkmein(8), brjóstakrabbamein(9, 10) og seminoma(11). Þessi aukna tíðni sarkmeina er helst rakin til geislameðferðar þar sem æxlin koma oftast fyrir í því svæði sem fengu mesta geislun eða svæði 7

8 aðlæg þeim(7-12). Lyfjameðferð er á hinn bóginn frekar talin auka áhættuna á hvítblæði eða lymphoma (eitlaæxli)(8, 12). Rannsóknum ber þó ekki öllum saman. Í stórri rannsókn á tíðni nýrra krabbameina hjá börnum með fyrri sögu um krabbamein virtist vera samband á milli lyfjameðferðar og myndunar sarkmeina(13) en aftur á móti fannst ekki fylgni á milli lyfjameðferðar og krabbameinsmyndunar í nýlegri norrænni rannsókn(14). Þeir þættir sem helst virðast auka áhættuna á öðru krabbameini eru ungur aldur við greiningu fyrra krabbameins, háir geislaskammtar, tegund krabbameinslyfs, kvenkyn og erfð tilhneiging til að mynda krabbamein(15). Hlutverk ónæmiskerfisins í að verja okkur gegn krabbameini kemur fram í aukinni tíðni krabbameina meðal ónæmisbældra einstaklinga. Þessi aukning kemur fram án tillits til ástæðu ónæmisbælingar, þ.e. hvort sem um er að ræða alnæmi, meðfædda sjúkdóma eða ónæmisbælandi lyfjameðferð(16). Þetta samband sést vel ef litið er á aukningu Kaposi sarkmeina í kjölfar alnæmisfaraldursins. Alnæmissmitaðir eru í aukinni hættu að fá Kaposi sarkmein og non-hodgkins lymphoma. Með betri lyfjameðferð og þar með betri ónæmisstarfsemi þessara einstaklinga hefur tíðni þessara krabbameina lækkað, sérstaklega tíðni Kaposi sarkmeina(17). Líffæraflutningar og sú ónæmisbælandi meðferð sem veitt er á eftir eykur líkurnar á krabbameinsmyndun. Líffæraþegar eru í sinnum meiri áhættu að fá Kaposi sarkmein en aðrir(18) og greint hefur verið frá 13 tilfellum angiosarcoma (æðasarkmein) í nýrnaþegum en það er mjög sjaldgæft æxli(19). Ásamt ónæmisbælingu virðast veirur gegna hlutverki í myndun krabbameina í ónæmisbældum. Human herpes virus 8 (HHV-8) hefur verið tengdur við myndun Kaposi sarkmeina(20, 21) og e.t.v. annarra krabbameina(22). Nýlega hefur athygli manna beinst að hugsanlegum tengslum milli Epstein Barr veiru (EBV) og leiomyosarcoma (sléttvöðvasarkmeins) hjá ónæmisbældum(23, 24). Þekkt er að efni og lyf auki áhættuna á myndun krabbameina(15, 25). Í rannsóknum hefur komið fram aukin tíðni mjúkvefjasarkmeina meðal þeirra sem vinna með chlorophenoxy illgresiseyði. Ekki hefur þó verið sýnt fram á aukna hættu á öðrum krabbameinum(26, 27). Vinýlklórið, notað við plastvinnslu, er þekkt fyrir að vera einn af áhættuþáttum angiosarcoma í lifur en ekki hafa fundist tengsl við önnur krabbamein(28). Beinkrabbamein er vel þekktur fylgikvilli Paget s beinsjúkdóms (29, 30) en fleiri góðkynja beinsjúkdómar og vefjaáverkar hafa verið nefndir til sögunnar sem mögulegir áhættuþættir(1). Stöðug vefjaviðgerð (chronic tissue repair) hefur verið nefnd sem áhættuþáttur mjúkvefjasarkmeins, þessi tengsl eru þó ekki vel þekkt(25). Þó eru til dæmi um að mjúkvefjasarkmein myndist í örum eftir bruna(31). 8

9 Hafi viðkomandi fleiri en einn áhættuþátt getur það magnað áhrif þeirra. Þetta á t.d. við um þá einstaklinga sem greinst hafa með arfgengt retinoblastoma. Þeir eru í mun meiri áhættu á að fá annað krabbamein en þeir einstaklingar sem fengu tilviljunarkennd (sporadic) retinoblastoma. Í stórri hóprannsókn á yfir 1600 sjúklingum, greindust 190 af 199 nýjum krabbameinstilfellum hjá þeim sem höfðu erfðatengda afbrigðið. Þar af voru 70 beinkrabbamein og 44 mjúkvefjasarkmein. Þessir sjúklingar reyndust vera í 30 sinnum meiri áhættu að fá annað krabbamein en búast mátti við í heildarþýðinu. Áhættan var mest hjá þeim sem fengu geislameðferð en þó var einnig marktæk hækkun hjá þeim sem ekki höfðu fengið geislameðferð. Ekki var marktækur munur á tíðni krabbameina hjá þeim sem ekki voru með arfgengt retinoblastoma(32). Greining Þar sem sarkmein eru oft einkennalaus getur greining þeirra tafist. Mjúkvefjasarkmein gera oftast fyrst vart við sig sem fyrirferðir án annarra einkenna. Komi fram önnur einkenni, t.d. verkur eða bjúgur, er það yfirleitt vegna þrýstings æxlisins á umliggjandi vef(33). Beinsarkmein gerir oftar vart við sig með verk en fyrstu einkennin geta líka verið fyrirferð eða þreytubrot. Sum æxli greinast fyrir tilviljun á röntgenmyndum sem teknar eru í öðrum tilgangi(34). Vakni grunur um æxli í mjúkvef eða beini er nauðsynlegt að leggja mat á hversu illkynja æxlið er. Einnig þarf að hafa í huga að fyrirferð gæti verið meinvarp. Hægt er að fá mikilvægar upplýsingar með góðri sögutöku og skoðun. Upplýsingar um hvenær einkenni hófust, vaxtarhraða fyrirferðar, hvort verkir eru til staðar og hvernig þeir lýsa sér gefa mikilvægar upplýsingar um eðli æxlisins. Spyrja verðu eftir almennum einkennum krabbameins, t.d. þyngdartapi, breytingum á matarlyst eða almennum slappleika. Við skoðun er mikilvægt að leita eftir fyrirferðum. Þreifist fyrirferð er stærð hennar áætluð, hreyfanleiki, eymsli og viðbrögð umlykjandi vefs metin. Æxli sem stækka hratt, eru hörð viðkomu og illa hreyfanleg eru líklegri til að vera illkynja en lítil, hægt vaxandi, mjúk og hreyfanleg æxli(34). Helstu myndrannsóknaraðferðirnar sem notaðar eru við greiningu sarkmeina eru hefðbundnar röntgenmyndir, tölvusneiðmyndir og segulómmyndir. Þar sem hver rannsókn gefur mismunandi upplýsingar henta þær misvel. Hefðbundin röntgenmynd er gagnleg við greiningu beinæxla en gefur ekki miklar upplýsingar ef grunur er um æxli í mjúkvef. Þó ætti alltaf að taka yfirlitsmynd af lungum, hafi sarkmein greinst, þar sem þau eru algengasti staður 9

10 fjarmeinvarpa. Ef æxli er af hárri gráðu eða er stærra en 5 sm er tekin tölvusneiðmynd af brjóstgrind í leit að meinvörpum þar sem hún er næmari. Tölvusneiðmyndir henta einnig vel til að meta æxli í retroperitoneum (aftanskinubili). Segulómmyndir eru gagnlegar til að skoða mjúkvefjaæxli í útlimum(33). Endanleg greining kemur þó eingöngu með vefjasýni. Skipuleggja þarf töku vefjasýnis vel til að koma í veg fyrir dreifingu æxlisins við sýnatökuna. Rannsóknir hafa sýnt fram á betri árangur í meðferð ef tilfellum er vísað á sérhæfðar krabbameinsmiðstöðvar(35). Þegar kemur að stigun sarkmeina er oft notast við stigunarkerfi Enneking. Gráða æxlis skiptir meira máli en æxlisgerðin og skiptir Enneking æxlum í tvo hópa, æxli af lágri gráðu og æxli af hárri gráðu. Þá eru æxlin flokkuð eftir því hvort þau séu innan síns vefjahólfs. En það hefur meiri áhrif á horfur en stærð æxlisins. Þá er litið til þess hvort meinvörp séu til staðar eða ekki og þá skiptir ekki máli hvort um nær- eða fjærmeinvörp sé að ræða. Stig I eru þá æxli af lágri gráðu og skiptist í IA (innan hólfs) og IB (utan hólfs). Stig II eru æxli af hárri gráðu og skiptast þau líka niður í tvo flokka eftir því hvort æxlin eru innan hólfs eða hvort þau ná út fyrir það. Stig III er þegar meinvörp eru til staðar.(36) Tíðni Þrjár rannsóknir á tíðni sarkmeina hér á landi hafa verið birtar. Rannsókn á tíðni og horfum beinkrabbameina var birt 1979 og náði hún yfir tímabilið (37). Tvær rannsóknir á mjúkvefjaæxlum birtust svo 1991 þar sem annars vegar var verið að skoða nýgengi og æxlisgerðir(38) en hins vegar horfur(39). Báðar þessar rannsóknir náðu yfir tímabilið Á árunum greindust 36 beinæxli, flest þeirra (47%) voru chondrosarcoma (brjóskæxli) en osteosarcoma (beinsarkmein) komu næst á eftir (27%). Þetta var ólíkt niðurstöðum annars staðar frá þar sem osteosarcoma eru yfirleitt algengari (33-42%) en chondrosarcoma (20-30%). Einnig kom á óvart að á Íslandi greindust fimm sinnum fleiri karlmenn með chondrosarcoma en konur. Annars staðar eru kynjahlutföllin jafnari (1-2 karl fyrir hverja konu). Árlegt nýgengi, miðað við íbúa, beinkrabbameina á þessu tímabili reyndist vera 0,85 og var það sambærilegt við það sem gerist annars staðar(37). Mjúkvefjarannsóknin náði yfir 129 tilfelli greind á árunum Fyrir rannsóknina var tíðni þeirra hér á landi talin vera með því hæsta sem gerðist á Vesturlöndum samkvæmt Krabbameinsskrá. Svo reyndist þó ekki vera því að þegar búið var að endurskoða 10

11 vefjasýnin reyndist tíðnin hér, miðað við íbúa, vera svipuð og á hinum Norðurlöndunum eða 1,8 hjá körlum og 1,6 hjá konum. Algengustu mjúkvefjasarkmeinin, í stiglækkandi röð voru malignant fibrous histiocytoma (MFH) (22,5%), liposarcoma (fitusarkmein) (22,5%), leiomyosarcoma (sléttvöðvasarkmein) (16,3%), malignant schwannoma (11,6%) og rhabdomyosarcoma (rákavöðvasarkmein) (9,3%). Samanlagt eru þessi æxli 78,3% allra mjúkvefjasarkmeina(38). Nýgengi sarkmeina hefur ekki verið rannsakað sérstaklega núna síðustu 15 árin og því er ekki vitað hvort einhverjar breytingar hafa orðið á tímabilinu. 11

12 Efniviður og aðferðir Leyfi fyrir rannsókninni fékkst frá Vísindasiðanefnd auk þess sem tilkynning var send til Persónuverndar. Listi yfir þá einstaklinga sem greindust með sarkmein á rannsóknartímabilinu, frá byrjun 1989 til loka 2003, fékkst frá Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Íslands. Auk þess fundust nokkur viðbótartilfelli í gögnum Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði. Farið var yfir meinafræðisvör til að staðfesta eða fá nánari skýringar á upplýsingum úr Krabbameinsskrá en þau fengust hjá Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði, Vefjarannsóknarstofunni Álfheimum 74 og meinafræðideild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Upplýsingum var einungis safnað frá Krabbameinsskrá og úr meinafræðisvörum; ekki var haft beint samband við einstaklinga né voru sjúkraskrár skoðaðar. Upplýsingum um kyn, greiningarár, aldur við greiningu, vefjagerð æxlis, gráðu þess og staðsetningu var safnað. Greiningarár er ártal fyrsta meinafræðisvars sem staðfestir illkynja æxlisvöxt. Við flokkun æxlanna er stuðst við þann hluta vefjaflokkunarkerfis Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar (WHO) sem snýr að sarkmeinum(40) með einni undantekningu. Sarkmein upprunnin í taugavef flokkast með taugaæxlum samkvæmt flokkun WHO en til að auðvelda samanburð við eldri rannsóknir eru þau tekin með hér. Staðsetning var áætluð út frá þeim upplýsingum sem komu fram í gögnum Krabbameinsskrár (ICD-10) og í meinafræðisvörum. Æxlunum var skipt niður í fimm flokka eftir því hvar í líkamanum þau komu upp, höfuð og háls, brjóstgrind, kviður (þar með talið retroperotoneum (aftanskinubil)), efri útlimur og neðri útlimur. Ekki var tekið tillit til hvar í hrygg beinæxli voru staðsett og voru þau öll flokkuð með æxlum í brjóstgrind. Leitast var við að skrá gráðu æxlanna samkvæmt þriggja gráðu kerfi (I-III). Ekki var í öllum tilfellum hægt að meta gráðu samkvæmt meinafræðisvari en í sumum tilvikum var unnt að áætla gráðu samkvæmt vefjagreiningu þar sem í sumum æxlisgerðum fá æxlin sjálfkrafa ákveðna gráðu. Í nokkrum tilvikum voru upprunalegu sýnin endurmetin til að áætla gráðu æxlis. Tölfræðiútreikningar voru framkvæmdir í Excel auk þess sem aðstoð við nýgengisútreikninga fékkst frá Krabbameinsskrá. 12

13 Niðurstöður Fjöldi tilfella Samkvæmt gögnum frá Krabbameinsskrá Íslands greindust 338 einstaklingar með sarkmein á rannsóknartímabilinu sem náði frá byrjun 1989 til loka Þar af var eingöngu hluti sem uppfyllti skilyrði rannsóknarinnar um uppruna í stoðvef. Í byrjun voru tilfellin 144, 108 í mjúkvef og 36 í beini. Eftir athugun á uppruna og vefjagreiningu fækkaði tilfellum um níu, þrjú reyndust vera sarkmein í meltingarvegi (gastrointestinal tumor, GIST), eitt úr legi, eitt í húð, eitt mesothelioma, eitt var epidural (utanbast) og eitt var góðkynja brjóskæxli (enchondroma) auk þess sem eitt brjóskæxli var á mörkum þess að vera illkynja. Í fimm tilfellum reyndist ekki unnt að staðfesta uppruna og vefjagerð með meinafræðsvörum og voru þau því ekki tekin með. Í tveimur tilfellum fundust viðkomandi meinafræðisvör ekki, í þremur tilfellum var upprunaleg greining gerð erlendis, þar af í Svíþjóð í tveimur tilfellum. Við leit í gögnum Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði fundust svo sex tilfelli til viðbótar. Í heildina er því um að ræða 136 tilfelli sem eru með í rannsókninni, 104 sarkmein í mjúkvef og 32 í beini. Æxlisgerðir Í töflu 1 má sjá tegundir þeirra mjúkvefjaæxla sem greindust á tímabilinu. Liposarcoma (fitusarkmein) var algengasta æxlið á tímabilinu, alls 26 tilfelli. Þar af voru átta af vel þroskaðri gerð, 11 af myxoid gerð, tvö voru pleomorphic, þrjú dedifferentiated. Tvö tilfelli voru ekki undirflokkuð. Í þeim tilfellum sem æxlin voru blönduð var þeim skipt niður eftir veigamestu undirflokkuninni. Þriðjungur þessara æxla kom upp í læri og þriðjungur í retroperitoneum (aftanskinubili). Næstalgengasta æxlisgerðin var malignant fibrous histiocytoma (MFH) eða alls 23 tilfelli. Þeim var ekki skipt frekar niður í undirflokka. Tæpur helmingur þeirra átti upptök í neðri útlim en þriðjungur í neðri hluta bols. 13

14 Þriðja algengasta æxlisgerðin var leiomyosarcoma (sléttvöðvasarkmein), 12 tilfelli. Þau voru ekki undirflokkuð. Flest komu upp í kvið, (fimm æxli) eða neðri útlim, (fjögur æxli). Fjórða algengasta æxlisgerðin voru sarkmein upprunnið í taugavef, neurofibrosarcoma (taugatrefjasarkmein). Flest komu æxlin upp í brjóstgrind, tvö í mediastinum (miðmæti) og fjögur í retroperitoneum (aftanskinubil). Tafla 1 Vefjagerðir mjúkvefjasarkmeina ICD-10 1 Karlar Konur ka/ko 2 Fjöldi % Fibrosarcoma 8810/ % MFH 8830/ , % Liposarcoma 8850/ , % Leiomyosarcoma 8890/ , % Rhabdomyosarcoma 8900/ ,5 9 9% Hemangiosarcoma 9120/ ,0 2 2% Synovial sarcoma 9040/ ,0 6 6% Neurofibrosarcoma 9540/ , % Chondrosarcoma, extraskel. 9229/ % Epitheliod sarcoma 8804/ ,0 3 3% Clear cell sarcoma 9044/ % Ewing s extraskel. 9360/ ,0 4 4% Sarcoma NOS / ,0 4 4% Öll æxli , % 1 International Statistical Classification of Diseases and Related Problems (10. útgáfa) 2 Karlar/konur kynjahlutfall 3 Ótilgreint (not otherwise specified) Á rannsóknartímabilinu greindust níu rhabdomyosarcoma (rákavöðvasarkmein), eitt pleomorpic, þrjú embryonal og fimm af alveolar gerð. Flest þeirra áttu upptök á höfuðsvæði (þrjú æxli) eða neðri útlim (þrjú æxli). Eftir standa sex synovial sarcoma (liðsarkmein) og voru þau flest af neðri útlim (fjögur æxli). Fjögur æxli voru Ewing sarkmein, þrjú clear cell sarcoma (tærfrumusarkmein), þrjú epitheliod sarkmein, tvö hemangiosarcoma (æðasarkmein) og eitt chondrosarcoma (brjósksarkmein). Í fjórum tilfellum var ekki hægt að greina undirflokk æxlis. Tafla 2 Vefjagerðir og kynjahlutfall beinkrabbameina ICD-10 1 Karlar Konur ka/ko 2 Fjöldi % Osteosarcoma 9180/ , % Chondrosarcoma 9220/ , % Ewing s 9260/ ,5 3 9% 14

15 Fibrosarcoma 8810/ % Sarcoma NOS / % Öll æxli , % 1 International Statistical Classification of Diseases and Related Problems (10. útgáfa) 2 Karlar/konur kynjahlutfall 3 Ótilgreint (not otherwise specified) Tafla 2 sýnir hvernig þau æxli sem komu upp í beini skiptast niður í vefjaflokka. Helmingur æxlanna var chondrosarcoma eða 16 tilfelli. Þau komu flest fyrir í útlimunum, sjö í neðri útlim og fjögur í efri útlim, en fjögur æxli mynduðust í rifi. Næst algengasta beinæxlið var osteosarcoma (beinsarkmein) eða 11 æxli. Þar af voru átta í neðri útlim en aðeins tvö í efri útlim. Eitt æxli myndaðist á höfuðsvæði. Einnig greindust þrjú Ewing æxli og eitt fibrosarcoma (trefjasarkmein) í beini. Eitt æxli reyndist ekki hægt að greina í vefjaflokk. Kynjahlutfall Í töflu 1 og 2 má einnig sjá kynjadreifingu mismunandi æxlisgerða. Af þeim 136 tilfellum sem eru með í rannsókninni eru 87 karlar og 49 konur, kynjahlutfallið (ka/ko hlutfall) er því 1,8. Alls greindust 104 einstaklingar með illkynja mjúkvefjaæxli, 69 karlar og 35 konur (ka/ko hlutfall 2,0) en 32 einstaklingar greindust með beinkrabbamein á rannsóknartímabilinu, 19 karlar og 13 konur (ka/ko hlutfall 1,5). Aldursdreifing Tafla 3 sýnir aldursdreifingu og meðalaldur mismunandi mjúkvefjaæxla ásamt fjölda hverrar gerðar. Meðalaldur við greiningu sarkmeina er 54 ár en yngsti einstaklingurinn greindist tveggja vikna með rhabdomyosarcoma en sá elsti greindist með liposarcoma 95 ára. Tafla 3 Aldursdreifing mjúkvefjaæxla Fjöldi Dreifing Meðaltal Fibrosarcoma 1-6 MFH Liposarcoma

16 Leiomyosarcoma Rhabdomyosarcoma Hemangiosarcoma Synovial sarcoma Neurofibrosarcoma Chondrosarcoma, extraskel Epitheliod sarcoma Clear cell sarcoma Ewing s, extraskel Sarcoma NOS Öll æxli Ótilgreint (not otherwise specified) Mikill breytileiki er milli mismunandi vefjagerða. Rhabdomyosarcoma greinist hjá yngri einstaklingum, meðalaldur 18 ár. Í fimm af níu tilfellum eru einstaklingarnir undir 15 ára aldri við greiningu. Meðalaldur þeirra sem greinast með liposarcoma er 62 ár og er meirihluti þeirra sem greinast (14 af 23) yfir sextugt. Myndir sem sýna dreifingu algengustu mjúkvefjasarkmeinanna má finna aftast í viðauka A. Tafla 4 sýnir aldursdreifingu og meðalaldur þeirra sem greindust með illkynja beinæxli á rannsóknartímabilinu. Yngsti einstaklingurinn var níu ára og greindist með osteosarcoma en elsti einstaklingurinn var 76 ára og greindist með chondrosarcoma. Meðalaldur við greiningu beinkrabbameina er 38 ár. Aldursdreifing mismunandi vefjagerða kemur fram í mynd 1 sem sýnir aldursdreifingu osteosarcoma annars vegar og chondrosarcoma hins vegar. Tafla 4 Aldursdreifing beinkrabbameina Fjöldi Dreifing Meðaltal Osteosarcoma Chondrosarcoma Ewing s Fibrosarcoma 1-30 Sarcoma NOS Öll æxli Ótilgreint (not otherwise specified) 16

17 8 7 6 Fjöldi Osteosarcoma Chondrosarcoma Greiningaraldur Mynd 1 Aldursdreifing osteosarcoma og chondrosarcoma Staðsetning Mynd 2 sýnir hlutfallslega dreifingu illkynja mjúkvefjasarkmeina og mynd 3 dreifingu beinsarkmeina. Áberandi er að sarkmein koma helst fyrir í útlimum og þá einkum neðri útlimum, 81% allra beinæxla og 52% mjúkvefjaæxla eiga uppruna í efri eða neðri útlim. Mjúkvefjaæxli Hlutfall 45% 40% 35% 30% 25% 20% 15% 10% 5% 0% Konur Karlar Höfuð og háls Brjóstgrind Kviður Efri útlimur Neðri útlimur Staðsetning Mynd 2 Staðsetning mjúkvefsarkmeina 17

18 Hlutfall 70% 60% 50% 40% 30% 20% 10% Konur Karlar 0% Höfuð og háls Bolur Efri útlimur Neðri útlimur Staðsetning Mynd 3 Staðsetning beinsarkmeina Nýgengi Reiknað var aldursstaðlað nýgengi miðað við alþjóðlegan staðal (mynd 4). Rannsóknartímabilinu, sem nær yfir 15 ár, var skipt í þrjú fimm ára tímabil og nýgengi reiknað fyrir hvert tímabil. Nýgengið er gefið upp sem fjöldi einstaklinga sem greinist með sarkmein fyrir hverja íbúa. Þegar tekið er tillit til skekkjumarka reyndist ekki vera breyting á nýgengi á rannsóknartímabilinu. Nýgengi (p ) Greiningarár Karlar Konur Mynd 4 Þróun nýgengis sarkmeina kvenna og karla 18

19 Nýgengi sarkmeina karla á tímabilinu er 3,9 (+/-0,8) og kvenna 2,0 (+/-0,6). Nýgengi mjúkvefjasarkmeina karla er 3,0 (+/-0,7) og kvenna 1,4 (+/-0,5). Nýgengi beinkrabbameina er 0,9 (+/-0,4) meðal karla og 0,6 (+/-0,4) meðal kvenna. Gráða sarkmeina Tafla 5 sýnir skiptingu illkynja mjúkvefjaæxla eftir gráðum. Flest æxlin eru af hárri gráðu við greiningu, 42% eru af gráðu III, 28% af gráðu II og 26% af gráðu I. Í fjórum tilfellum (4%) vantar gráðu, þar af var eitt tilfelli þar sem greining fór fram erlendis og því ekki aðgangur að sýninu. Tafla 5 Gráður mjúkvefjaæxla I II III ekki þekkt Fibrosarcoma 1 MFH Liposarcoma Leiomyosarcoma Rhabdomyosarcoma 9 Hemangiosarcoma 1 1 Synovial sarcoma Neurofibrosarcoma Chondrosarcoma, extraskel. 1 Epitheliod sarcoma 2 1 Clear cell sarcoma 2 1 Ewing s, extraskel. 4 Sarcoma NOS Öll æxli % 28% 42% 4% 1 Ótilgreint (not otherwise specified) Tafla 6 sýnir að flest beinæxli eru af lágri gráðu við greiningu, 41% þeirra eru af gráðu I, 16% af gráðu II og 25% af gráðu III. Í sex tilfellum var ekki gefin gráða, þar sem hennar var ekki getið í meinafræðisvari. Tafla 6 Gráður beinæxla 19

20 I II III Ekki þekkt Osteosarcoma Chondrosarcoma Ewing s 3 Fibrosarcoma 1 Sarcoma NOS 1 1 Öll æxli % 16% 25% 18% 1 Ótilgreint (not otherwise specified) 20

21 Umræður Megin tilgangur þessarar rannsóknar var að athuga hvort að breytingar hafi orðið á nýgengi mjúkvefja- og beinsarkmeina á Íslandi. Leitast var við að athuga öll sarkmein sem greinst hafa á Íslandi á rannsóknartímabilinu sem nær frá byrjun 1989 til loka Einkum var stuðst við miðlæga skráningu Krabbameinsskrár til að finna tilfellin. Kostur við gagnaöflun er að vefjasýni eru aðeins rannsökuð á þremur stöðum á Íslandi. Helstu ókostirnir voru þeir að ekki var hægt að endurmeta öll sýnin og var því einungis stuðst við meinafræðisvör. Greining sarkmeina og flokkun þeirra hefur þó breyst í gegnum árin og það hefur sýnt sig að þegar litið er til baka og sýni endurmetin þá geta greiningarnar breyst(37, 38, 41). Á tímabilinu greindust alls 136 sarkmein, 104 í stoðvef og 32 í beini. Til samanburðar við þessar niðurstöður eru til tvær eldri rannsóknir, annars vegar á nýgengi og horfum beinkrabbameins (37) og hins vegar nýgengi mjúkvefjasarkmeina (38). Ekki urðu miklar breytingar á hlutfalli mismunandi vefjagerða illkynja mjúkvefjaæxla. Þrjú algengustu mjúkvefjaæxlin voru liposarcoma, MFH og leiomyosarcoma en það eru sömu þrjú æxlin og voru algengust (38). Þetta eru sömu æxlin og eru algengust annars staðar þó hlutföllin séu mismunandi(33, 35). Í fyrri rannsókn á beinkrabbameinum reyndist chondrosarcoma vera algengara en osteosarcoma en það þótti athyglisvert því yfirleitt er þessu öfugt farið(37). Þetta frávik sést ennþá, tæplega helmingi færri osteosarcoma greindust en chondrosarcoma. Þessi munur gæti skýrst af gæðum íslensks heilbrigðiskerfis, fleiri æxli af lágri gráðu greinast fyrir tilviljun. Ef til vill greinast þessi æxli í minna mæli erlendis þar sem þau gefa ekki einkenni. Ekki er nein markverð breyting á nýgengi, hvorki mjúkvefja- né beinæxla, á þeim 15 árum sem rannsóknin nær yfir. En samanburður við eldri rannsóknir sýnir aukningu á nýgengi mjúkvefjasarkmeina karla. Nýgengið var áður 1,8 (af íbúum) en er nú 3,0. Þessi þróun hefst eftir 1960 en að svo stöddu hafa ekki fundist skýringar(38). Þessi mikli kynjamunur sést ekki í rannsókn á nýgengi sarkmeina í norðvestur Englandi, , þar sem ekki kom fram munur á kynjunum(41). Þrátt fyrir leit hafa ekki fundist nýrri tíðnitölur annars staðar frá þar sem tíðnin er reiknuð 21

22 fyrir bæði kynin. Þar sem markmið þessarar rannsóknar var einungis að athuga hvort einhver breyting hefði orðið gefur hún engar vísbendingar um hvað gæti verið að orsaka þessa aukningu. Líklegast eru kynin misútsett fyrir áhættuþáttum. Það er þekkt að mjúkvefjaæxli koma helst fyrir í útlimunum en síst á höfuðsvæðinu með þeirri undantekningu að rhabdomyosarcoma koma oftast upp á höfði(33). Þetta endurspeglast í okkar niðurstöðum. Ef staðsetning er skoðuð út frá kyni kemur í ljós kynjamunur í dreifingu þeirra. 32% beinæxla karla koma í efri útlim á meðan einungis 8% beinæxla kvenna, munurinn er fjórfaldur. Á móti kemur að 77% beinæxla kvenna koma í neðri útlim en einungis 37% beinæxla karla. Einnig er munur á dreifingu mjúkvefjaæxla milli kynjanna. Mun fleiri karlmenn fá mjúkvefjaæxli á höfuð og hálssvæðið en konur eða 16% á móti 3%. Konur fá frekar æxli í neðri útlim (49%) en karlar (35%) Taka verður þó tillit til þess að eingöngu er um fá tilvik að ræða og gæti þessi munur komið til vegna tilviljunar. Flest mjúkvefjaæxli eru af hárri gráðu þegar þau greinast, þessum niðurstöðum ber saman bæði við eldri íslenskar niðurstöður og sænskar niðurstöður(35, 38). Í rannsókn á Mayo Clinic þar sem öll chondrosarcoma er greinst höfðu á 80 ára tímabili, í löngum beinum og mjaðmagrind, voru skoðuð reyndust flest (60,9%) vera af gráðu I við greiningu(42). Þetta var einnig raunin í þessari rannsókn þar sem 75% chondrosarcoma var af gráðu I við greiningu. Ekki fannst samanburður úr öðrum rannsóknum fyrir osteosarcoma. Þessi rannsókn á greindum sarkmeinum í stoðvef og beinum hefur sýnt fram á að nýgengi hefur ekki aukist síðustu 15 árin en þó hefur orðið aukning á nýgengi mjúkvefjasarkmeina hjá körlum. 22

23 Þakkir Sérstakar þakkir fyrir veitta aðstoð fá: Halldór Jónsson jr. Bjarni A. Agnarsson Kristrún R. Benediktsdóttir Jóhannes Björnsson Jón Gunnlaugsson og starfsfólk Krabbameinsskrár Krabbameinsfélags Íslands Ritarar bæklunarskurðdeildar, E-4 Hildur Hauksdóttir, ritari meinafræðideildar FSA 23

24 Heimildaskrá 1. Mazanet R, Antman KH. Sarcomas of soft tissue and bone. Cancer 1991;68(3): Fuchs B, Pritchard DJ. Etiology of osteosarcoma. Clin Orthop 2002(397): Zahm SH, Fraumeni JF, Jr. The epidemiology of soft tissue sarcoma. Semin Oncol 1997;24(5): Usui M, Ishii S, Yamawaki S, Hirayama T. The occurrence of soft tissue sarcomas in three siblings with Werner's syndrome. Cancer 1984;54(11): Murata K, Hatamochi A, Shinkai H, Ishikawa Y, Kawaguchi N, Goto M. A case of Werner's syndrome associated with osteosarcoma. J Dermatol 1999;26(10): Birch JM, Hartley AL, Tricker KJ, Prosser J, Condie A, Kelsey AM, et al. Prevalence and diversity of constitutional mutations in the p53 gene among 21 Li- Fraumeni families. Cancer Res 1994;54(5): Bhatia S, Sather HN, Pabustan OB, Trigg ME, Gaynon PS, Robison LL. Low incidence of second neoplasms among children diagnosed with acute lymphoblastic leukemia after Blood 2002;99(12): Fuchs B, Valenzuela RG, Petersen IA, Arndt CA, Sim FH. Ewing's sarcoma and the development of secondary malignancies. Clin Orthop 2003(415): Schulz U, Gokel JM, Poleska W. Soft tissue sarcomas after radiation treatment for breast cancer. Three case studies and review of literature. Strahlenther Onkol 2000;176(3): Karlsson P, Holmberg E, Johansson KA, Kindblom LG, Carstensen J, Wallgren A. Soft tissue sarcoma after treatment for breast cancer. Radiother Oncol 1996;38(1): Jacobsen GK, Mellemgaard A, Engelholm SA, Moller H. Increased incidence of sarcoma in patients treated for testicular seminoma. Eur J Cancer 1993;29A(5): Rich DC, Corpron CA, Smith MB, Black CT, Lally KP, Andrassy RJ. Second malignant neoplasms in children after treatment of soft tissue sarcoma. J Pediatr Surg 1997;32(2): Neglia JP, Friedman DL, Yasui Y, Mertens AC, Hammond S, Stovall M, et al. Second malignant neoplasms in five-year survivors of childhood cancer: childhood cancer survivor study. J Natl Cancer Inst 2001;93(8): Garwicz S, Anderson H, Olsen JH, Dollner H, Hertz H, Jonmundsson G, et al. Second malignant neoplasms after cancer in childhood and adolescence: a populationbased case-control study in the 5 Nordic countries. The Nordic Society for Pediatric Hematology and Oncology. The Association of the Nordic Cancer Registries. Int J Cancer 2000;88(4): Bhatia S, Sklar C. Second cancers in survivors of childhood cancer. Nat Rev Cancer 2002;2(2): Katariya K, Thurer RJ. Malignancies associated with the immunocompromised state. Chest Surg Clin N Am 1999;9(1):63-77, viii. 17. Gates AE, Kaplan LD. AIDS malignancies in the era of highly active antiretroviral therapy. Oncology (Huntingt) 2002;16(4):441-51, 456, Mendez JC, Paya CV. Kaposi's Sarcoma and Transplantation. Herpes 2000;7(1):

25 19. Ahmed I, Hamacher KL. Angiosarcoma in a chronically immunosuppressed renal transplant recipient: report of a case and review of the literature. Am J Dermatopathol 2002;24(4): Buonaguro FM, Tomesello ML, Buonaguro L, Satriano RA, Ruocco E, Castello G, et al. Kaposi's sarcoma: aetiopathogenesis, histology and clinical features. J Eur Acad Dermatol Venereol 2003;17(2): Kusenbach G, Rubben A, Schneider EM, Barker M, Bussing A, Lassay L, et al. Herpes virus (KSHV) associated Kaposi sarcoma in a 3-year-old child with non-hivinduced immunodeficiency. Eur J Pediatr 1997;156(6): Hong A, Lee CS. The emerging role of the human herpesvirus 8 (HHV8) in human neoplasia. Pathology 2001;33(4): Reyes C, Abuzaitoun O, De Jong A, Hanson C, Langston C. Epstein-Barr virusassociated smooth muscle tumors in ataxia-telangiectasia: a case report and review. Hum Pathol 2002;33(1): Weiss SW. Smooth muscle tumors of soft tissue. Adv Anat Pathol 2002;9(6): Froehner M, Wirth MP. Etiologic factors in soft tissue sarcomas. Onkologie 2001;24(2): Lynge E. Cancer incidence in Danish phenoxy herbicide workers, Environ Health Perspect 1998;106 Suppl 2: Saracci R, Kogevinas M, Bertazzi PA, Bueno de Mesquita BH, Coggon D, Green LM, et al. Cancer mortality in workers exposed to chlorophenoxy herbicides and chlorophenols. Lancet 1991;338(8774): Simonato L, L'Abbe KA, Andersen A, Belli S, Comba P, Engholm G, et al. A collaborative study of cancer incidence and mortality among vinyl chloride workers. Scand J Work Environ Health 1991;17(3): Lopez C, Thomas DV, Davies AM. Neoplastic transformation and tumour-like lesions in Paget's disease of bone: a pictorial review. Eur Radiol Hadjipavlou A, Lander P, Srolovitz H, Enker IP. Malignant transformation in Paget disease of bone. Cancer 1992;70(12): Nakanishi H, Tomita Y, Yoshikawa H, Sato N, Ochi T, Aozasa K. Frequent p53 gene mutations in soft tissue sarcomas arising in burn scar. Jpn J Cancer Res 1999;90(3): Wong FL, Boice JD, Jr., Abramson DH, Tarone RE, Kleinerman RA, Stovall M, et al. Cancer incidence after retinoblastoma. Radiation dose and sarcoma risk. Jama 1997;278(15): Cormier JN, Pollock RE. Soft Tissue Sarcomas. Ca Cancer J Clin 2004;54: Enneking WF. Muskuloskeletal Tumor Surgery. New Tork: Churchill Livingstone; Gustafson P. Soft tissue sarcoma. Epidemiology and prognosis in 508 patients. Acta Orthop Scand Suppl 1994;259: Enneking WF. Muskuloskeletal Tumor Surgery. New York: Churchill Livingstone; Sigurjónsson S, Hallgrímsson J, Brekkan Á, Haraldsson S. Tumours in Iceland. 2. Tumours and Tumour-Like Lesions of Bone. Histological Types and Clinical Course. Acta path. microbiol. scand. 1979;87: Agnarsson BA, Baldursson G, Benediktsdóttir KR, Hrafnkelsson J. Tumours in Iceland. 14. Malignant tumours of soft tissues. Histological classification and epidemiological considerations. Apmis 1991;99(5):

26 39. Baldursson G, Agnarsson BA, Benediktsdóttir KR, Hrafnkelsson J. Soft tissue sarcomas in Iceland Analysis of survival and prognostic factors. Acta Oncol 1991;30(5): Fletcher CDM, Unni KK, Mertens F, editors. Tumours of Soft Tissue and Bone. Lyon: IARC Press; Hartley AL, Blair V, Harris M, Birch JM, Banerjee SS, Freemont AJ, et al. Sarcomas in north west England: II. Incidence. Br J Cancer 1991;64(6): Björnsson J, McLeod RA, Unni KK, Ilstrup DM, Pritchard DJ. Primary Chondrosarcoma of Long Bones and Limb Girdles. Cancer 1998;83:

27 Viðauki A Fjöldi Liposacoma Greiningaraldur Mynd A Aldursdreifing liposarcoma (fitusarkmein) Fjöldi MFH Greiningaraldur Mynd B Aldursdreifing malignant fibrous histiocytoma (MFH) 27

28 6 5 4 Fjöldi Leiomyosarcoma Greiningaraldur Mynd C Aldursdreifing leiomyosarcoma (sléttvöðvasarkmein) Fjöldi Neurofibrosarcoma Greiningarár Mynd D Aldursdreifing neurofibrosarcoma (taugasarcoma) Fjöldi Rhabdomyosarcoma Greiningaraldur Mynd E Aldursdreifing rhabdomyosarcoma (rákavöðvasarkmein) 28

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

Segamyndun í djúpum bláæðum ganglima

Segamyndun í djúpum bláæðum ganglima FRÆÐIGREINAR / HJARTA- OG ÆÐASJÚKDÓMAR Geir Karlsson 1 Pedro Riba 2 Ingvar Þóroddsson 3 Björn Guðbjörnsson 1 Frá 1 lyflækninga- og 2 röntgendeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, 3 Heilsugæslustöð Akureyrar.

More information

Kirtilkrabbamein í botnlanga á Íslandi lýðgrunduð rannsókn

Kirtilkrabbamein í botnlanga á Íslandi lýðgrunduð rannsókn Kirtilkrabbamein í botnlanga á Íslandi 1990-2009 lýðgrunduð rannsókn Halla Viðarsdóttir, læknir 1 Jón Gunnlaugur Jónasson, meinafræðingur 2,3,4 Páll Helgi Möller, læknir 1,3 Á g r i p Tilgangur: Kirtilkrabbamein

More information

Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin

Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin 1996-1 Brynja Ármannsdóttir 1 læknanemi Laufey Tryggvadóttir 2 faraldsfræðingur Jón Gunnlaugur Jónasson 1,2,4 sérfræðingur í meinafræði Elínborg J. Ólafsdóttir

More information

Fæðuvenjur á unglingsárum og miðjum aldri og tengsl við áhættu á brjóstakrabbameini

Fæðuvenjur á unglingsárum og miðjum aldri og tengsl við áhættu á brjóstakrabbameini Fæðuvenjur á unglingsárum og miðjum aldri og tengsl við áhættu á brjóstakrabbameini Verkefni til doktorsprófs í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands Nemandi: Álfheiður Haraldsdóttir Leiðbeinendur: Laufey

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Þórólfur Guðnason yfirlæknir Sóttvarnalæknir, Embætti landlæknis Nóvember 2014 Gastegundir frá eldgosum >95% H 2 O, CO 2 SO 2

More information

Barnaslys í Reykjavík alvarleiki og orsakir

Barnaslys í Reykjavík alvarleiki og orsakir Háskóli Íslands Læknadeild Barnaslys í Reykjavík 2010-2014 alvarleiki og orsakir Heiðar Örn Ingimarsson, 3. árs læknanemi. Leiðbeinandi: Brynjólfur Mogensen Maí 2015 Þakkarorð Ég vil þakka Brynjólfi Mogensen

More information

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (MFT/MFS) og tannátu í lykiltönnum SVANHVÍT. SÆMUNSÓTTIR*, THR ASPEUN**, SIGURÐUR RÚNAR SÆMUNSSN***, INGA. ÁRNAÓTTIR* HEIRIGÐISVÍSINASVIÐ HÁSKÓA

More information

Tíðni persónuleikaraskana á Stór-Reykjavíkursvæðinu

Tíðni persónuleikaraskana á Stór-Reykjavíkursvæðinu Tíðni persónuleikaraskana á Stór-Reykjavíkursvæðinu Eiríkur Líndal 1 klínískur sálfræðingur Jón G. Stefánsson 2 geðlæknir 1 áður, Geðsviði Landspítala, nú, HVERTstarfsendurhæfingu, 2 geðsviði Landspítala.

More information

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar 1 Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar Introduction to rotating machines 2 Grunnhugtök og meginþættir Klassískar gerðir véla Riðstraumsvélar Samfasavél (synchronous machine) Spanvél (induction machine

More information

Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008.

Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008. GR 10:03 Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008. Guðlaugur Einarsson, geislafræðingur Ágúst 2010 Geislavarnir ríkisins Icelandic Radiation Safety Authority Rauðarárstíg 10 150 Reykjavík s. 5528200

More information

Gallblöðrukrabbamein á Íslandi

Gallblöðrukrabbamein á Íslandi Gallblöðrukrabbamein á Íslandi 2004-2013 Bryndís Baldvinsdóttir 1 læknir, Haraldur Hauksson 2 læknir, Kristín Huld Haraldsdóttir 1 læknir ÁGRIP Inngangur: Gallblöðrukrabbamein er um 0,5% allra krabbameina

More information

SVEPPASÝKINGAR MEÐAL SUNDGESTA

SVEPPASÝKINGAR MEÐAL SUNDGESTA Læknadeild Háskóla Íslands 4. árs rannsóknarverkefni Vorið 1997 SVEPPASÝKINGAR MEÐAL SUNDGESTA Gunnhildur Guðnadóttir, Bárður Sigurgeirsson, Ingibjörg Hilmarsdóttir Ágrip Inngangur: Sveppasýkingar í tánöglum

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2011:1 27. maí 2011 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga frá sveitarfélögum árlega um fjárhagsaðstoð, félagslega heimaþjónustu

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Áhrif lofthita á raforkunotkun Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Júlí 2017 Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Orkustofnun Júlí 2017 Útgefandi: Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Sími: 569 6000, Fax, 568

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

Laun á almennum vinnumarkaði 2005 Earnings in the private sector 2005

Laun á almennum vinnumarkaði 2005 Earnings in the private sector 2005 26:1 14. júlí 26 Laun á almennum vinnumarkaði 25 Earnings in the private sector 25 Samantekt Árið 25 voru regluleg mánaðarlaun á almennum vinnumarkaði að meðaltali 244 þúsund krónur, heildarmánaðarlaun

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012 Nr. 28/32 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012 2013/EES/28/07 frá 8. júní 2012 um framkvæmdarreglur vegna beitingar 16. gr.

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum Raddir fjölbreyttra kennarahópa Sólveig Karvelsdóttir, lektor, HÍ Hafdís Guðjónsdóttir, dósent, HÍ Rannsóknin er hluti af tveimur rannsóknum Fjölbreyttir kennarahópar

More information

Tilgangur: Markmið rannsóknarinnar var að kanna nýgengi, sýkingarvalda, einkenni og greiningaraðferðir

Tilgangur: Markmið rannsóknarinnar var að kanna nýgengi, sýkingarvalda, einkenni og greiningaraðferðir Beina- og liðasýkingar barna á Íslandi af völdum baktería á tímabilinu 1996-2005 Ásgeir Þór Másson læknir 1 Þórólfur Guðnason barnalæknir og sérfræðingur í smitsjúkdómum barna 1,2,3 Guðmundur K. Jónmundsson

More information

Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006

Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006 Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006 Rannsóknarmiðstöð HR í nýsköpunar- og frumkvöðlafræðum Rögnvaldur J. Sæmundsson Silja Björk Baldursdóttir Mars 2007 GEM - frumkvöðlastarfsemi 2006

More information

HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS. Hagstærðir Verzlunarmannafélags Reykjavíkur

HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS. Hagstærðir Verzlunarmannafélags Reykjavíkur HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS Hagfræðistofnun Háskóla Íslands Odda v/sturlugötu Sími: 525-4500/525-4553 Fax: 525-4096 Heimasíða: www.ioes.hi.is Tölvufang: ioes@hag.hi.is Hagstærðir Verzlunarmannafélags

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

STOÐKERFISVERKIR HJÁ HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRUM OG TENGSL VERKJA VIÐ STREITU

STOÐKERFISVERKIR HJÁ HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRUM OG TENGSL VERKJA VIÐ STREITU Þórey Agnarsdóttir, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra á Akureyri Hafdís Skúladóttir, Háskólanum á Akureyri Hjördís Sigursteinsdóttir, Háskólanum á Akureyri Sigríður Halldórsdóttir, Háskólanum á Akureyri

More information

Reykingar, holdafar og menntun kvenna í borg og bæ

Reykingar, holdafar og menntun kvenna í borg og bæ Reykingar, holdafar og menntun kvenna í borg og bæ Ágrip Laufey Steingrímsdóttir 1,2 næringarfræðingur Elínborg J. Ólafsdóttir 3 verkfræðingur Lilja Sigrún Jónsdóttir 4 læknir Rafn Sigurðsson 3, tölfræðingur

More information

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2 1 Examples 2 Sýnidæmi 2 2 Example 25-1 Gefið er 3 fasa, 3 teina raforkukerfi samkvæmt meðfylgjandi einlínumynd. Allar stærðir á myndinni eru í einingakerfinu ( per unit ). Seríuviðnám háspennulínanna er

More information

Bráð briskirtilsbólga. Framskyggn rannsókn á nýgengi, orsökum, alvarleika og dánartíðni á Íslandi

Bráð briskirtilsbólga. Framskyggn rannsókn á nýgengi, orsökum, alvarleika og dánartíðni á Íslandi Bráð briskirtilsbólga. Framskyggn rannsókn á nýgengi, orsökum, alvarleika og dánartíðni á Íslandi Helgi Birgisson 1 Páll Helgi Möller 1 Sigurbjörn Birgisson 2 UM LYFLÆKNINGUM Ásgeir Thoroddsen 1 LÆKNIR

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/ /10

Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/ /10 Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/04-2009/10 Stefán Hrafn Jónsson Háskóli Íslands, Landlæknisembættið Margrét Héðinsdóttir Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins

More information

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna Samanburðarrannsókn nóvember 2012 Ari Klængur Jónsson www.mcc.is Árnagötu 2-4 400 Ísafjörður Sími: 450-3090 Fax: 456-0215 mcc@mcc.is 1 Velferðarráðuneytið

More information

Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi -

Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi - Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi - Rannveig Björnsdóttir Strandbúnaður 2017, Grand Hótel Reykjavík, 13.-14.mars YFIRLIT erindis Dæmi: doktorsverkefni RBj 2005-2010 BAKGRUNNUR VANDAMÁLIÐ

More information

Skurðmeðferð lifrarfrumukrabbameins á Landspítala

Skurðmeðferð lifrarfrumukrabbameins á Landspítala Skurðmeðferð lifrarfrumukrabbameins á Landspítala 1993-2012 Anna Kristín Höskuldsdóttir 1 læknir, Sigurður Blöndal 1 læknir, Jón Gunnlaugur Jónasson 2,3 læknir, Kristín Huld Haraldsdóttir 1,2 læknir ÁGRIP

More information

KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR

KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR KV 2018-3 KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR Greining á mögulegum eldisuppruna 12 laxa sem veiddust í tveimur ám á Vestfjörðum árið 2017 Analysis of 12 salmon caught in two rivers in the Icelandic Westfjords 2017

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2013 Municipal social services 2013

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2013 Municipal social services 2013 2014:3 9. október 2014 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Árið fengu 8.042 heimili fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og hafði heimilum sem þáðu slíkar greiðslur fjölgað um 306

More information

Veruleg umhverfisáhrif, eru þau eins?

Veruleg umhverfisáhrif, eru þau eins? Verkefni styrkt af Rannsóknasjóði Vegagerðarinnar Apríl 2016 www.vso.is Borgartún 20 585 9000 105 Reykjavík vso@vso.is 15168 S:\2015\15168\v\03_Greinargerð\15168_160329_skýrsla_drög.docx Apríl 2016 Nr.

More information

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur CHEMISTRY The Central 9th Edition Hlutfallareikningur: AðA reikna út frá formúlum og efnajöfnum fnum Lavoisier: Massi varðveitist í efnahvörfum. : lýsa efnahvörfum. Efnajafna : Hvarfefni og myndefni: 2H

More information

Eru tengsl á milli tíðni keisaraskurða og burðarmálsdauða á Íslandi undanfarin 15 ár?

Eru tengsl á milli tíðni keisaraskurða og burðarmálsdauða á Íslandi undanfarin 15 ár? R Æ Ð I G R E I N A R / K E I S A R A S K U R Ð I R Eru tengsl á milli tíðni keisaraskurða og burðarmálsdauða á Íslandi undanfarin 15 ár? Ágrip Guðný Jónsdóttir 1 þriðja árs læknanemi Ragnheiður I. jarnadóttir

More information

Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki. Gyða Ósk Bergsdóttir

Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki. Gyða Ósk Bergsdóttir Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki Gyða Ósk Bergsdóttir Raunvísindadeild Háskóli Íslands 2011 Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki Gyða Ósk

More information

Einelti og líðan. Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014. Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ

Einelti og líðan. Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014. Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Einelti og líðan Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014 Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til B.A. gráðu í sálfræði Hug- og félagsvísindadeild

More information

Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll. Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands

Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll. Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands Yfirlit erindis Meginmarkmið og bakgrunnur Nokkrar skilgreiningar Rannsóknaraðferðir

More information

Algengi reykinga og langvinnrar lungnateppu hjá skjólstæðingum heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri

Algengi reykinga og langvinnrar lungnateppu hjá skjólstæðingum heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri Á g r i p Algengi reykinga og langvinnrar lungnateppu hjá skjólstæðingum heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri Guðrún Dóra Clarke 1 læknir, Jón Steinar Jónsson 2,3 læknir, Magnús Ólafsson 1 læknir, Sigrún

More information

Einelti íslenskra skólabarna og heilsa

Einelti íslenskra skólabarna og heilsa Einelti íslenskra skólabarna og heilsa Niðurstöður landskönnunnar á heilsutengdum afleiðingum eineltis Helena Rún Pálsdóttir Ritgerð til BS prófs 12 einingar Einelti skólabarna og heilsa Niðurstöður landskönnunnar

More information

Krabbamein í legbol. á Landspítalanum Freyja Sif Þórsdóttir. Ritgerð til B.Sc. gráðu Háskóli Íslands Læknadeild Heilbrigðisvísindasvið

Krabbamein í legbol. á Landspítalanum Freyja Sif Þórsdóttir. Ritgerð til B.Sc. gráðu Háskóli Íslands Læknadeild Heilbrigðisvísindasvið Krabbamein í legbol á Landspítalanum 2010-2014 Freyja Sif Þórsdóttir Ritgerð til B.Sc. gráðu Háskóli Íslands Læknadeild Heilbrigðisvísindasvið Ritgerð til B.Sc. gráðu í læknisfræði Krabbamein í legbol

More information

Geislavarnir ríkisins

Geislavarnir ríkisins GR 96:05 Geislavarnir ríkisins Icelandic Radiation Protection Institute Geislaálag vegna notkunar sérhæfðra tannröntgentækja Guðlaugur Einarsson, yfirröntgentæknir Tord Walderhaug, eðlisfræðingur ReykjavRk,

More information

Pneumokokkasýkingar á Íslandi

Pneumokokkasýkingar á Íslandi Pneumokokkasýkingar á Íslandi Óskar Valdórsson. Samstarfsmenn: Helga Erlendsdóttir lífeindarfræðingur Leiðbeinendur: Magnus Gottfreðsson og Karl Kristinsson Bakgrunnur. Sýkingar af völdum S. pneumoniae

More information

Heilahimnubólga af völdum baktería hjá eins mánaðar til 16 ára gömlum börnum á þremur barnadeildum á Íslandi Samantekt áranna

Heilahimnubólga af völdum baktería hjá eins mánaðar til 16 ára gömlum börnum á þremur barnadeildum á Íslandi Samantekt áranna Heilahimnubólga af völdum baktería hjá eins mánaðar til 16 ára gömlum börnum á þremur barnadeildum á Íslandi Samantekt áranna 1973-2000 Inga María Jóhannsdóttir 1,5 Þórólfur Guðnason 1 Pétur Lúðvígsson

More information

Tíðni einkenna og meðferð þeirra á síðasta sólarhring lífs hjá deyjandi sjúklingum á Landspítala og á hjúkrunarheimilum

Tíðni einkenna og meðferð þeirra á síðasta sólarhring lífs hjá deyjandi sjúklingum á Landspítala og á hjúkrunarheimilum Tíðni einkenna og meðferð þeirra á síðasta sólarhring lífs hjá deyjandi sjúklingum á Landspítala og á hjúkrunarheimilum Svandís Íris Hálfdánardóttir 1 hjúkrunarfræðingur, Kristín Lára Ólafsdóttir 2 hjúkrunarfræðingur,

More information

Greiningargeta blóðprufa og afdrif sjúklinga með Disseminated Intravascular Coagulation

Greiningargeta blóðprufa og afdrif sjúklinga með Disseminated Intravascular Coagulation Greiningargeta blóðprufa og afdrif sjúklinga með Disseminated Intravascular Coagulation Einar Hjörleifsson 1 Martin Ingi Sigurðsson 2, Páll Torfi Önundarson 1,3, Brynja Guðmundsdóttir 3, Gísli Heimir Sigurðsson

More information

Mannfjöldaspá Population projections

Mannfjöldaspá Population projections 3. október 217 Mannfjöldaspá 217 266 Population projections 217 266 Samantekt Samkvæmt miðspá mannfjöldaspár Hagstofu Íslands verða íbúar landsins 452 þúsund árið 266, bæði vegna fólksflutninga og af náttúrlegum

More information

Brennslumeðferð við ofansleglahraðtakti á Íslandi

Brennslumeðferð við ofansleglahraðtakti á Íslandi FRÆÐIGREINAR / BRENNSLUMEÐFERÐ VIÐ OFANSLEGLAHRAÐTAKTI Brennslumeðferð við ofansleglahraðtakti á Íslandi Gizur Gottskálksson Ágrip Tilgangur: Upp úr 199 ruddi sér til rúms ný og árangursrík aðferð til

More information

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa Efnisyfirlit Þróun félagsauðs í grannríkjunum Bandaríkin Skandinavía Meginland Evrópu Þróunin á Íslandi Félagsþátttaka Frumtengsl Félagsrof Félagsauður,

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2011 Municipal social services 2011

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2011 Municipal social services 2011 2012:1 4. október 2012 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Árið fengu 7.715 heimili fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og hafði heimilum sem þáðu slíkar greiðslur fjölgað um 805

More information

BSc. ritgerð. Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga

BSc. ritgerð. Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga BSc. ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga Eva Úlla Hilmarsdóttir Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Þórhallur Örn Guðlaugsson Febrúar

More information

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu

Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu Er hlutfall barna yfir kjörþyngd hætt að aukast? Stefán Hrafn Jónsson Lýðheilsustöð Margrét Héðinsdóttir Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins Mars 2010 Líkamsþyngd barna

More information

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Power Point leiðbeiningar Sjónarhorn View Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Outline view - Yfirlitshamur Hér er hægt að rita minnispunkta við hverja glæru fyrir þann sem

More information

Öryggi barna skiptir miklu máli, börnin eru

Öryggi barna skiptir miklu máli, börnin eru Sálfræðiritið Tímarit Sálfræðingafélags Íslands 16. árg. 2011, bls. 73 79 Öryggi barna í innkaupakerrum: Áhrifarík leið til að forðast slys Háskóli Íslands Öryggi barna ætti að skipta foreldra miklu máli.

More information

Tengsl fæðingardags á brottfall úr knattspyrnu Hjá 4. flokki karla og kvenna

Tengsl fæðingardags á brottfall úr knattspyrnu Hjá 4. flokki karla og kvenna Hjá 4. flokki karla og kvenna Jakob Leó Bjarnason og Vilberg Sverrisson Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.S. -gráðu í íþróttafræði við Háskóla Íslands, menntavísindasvið maí 2009 Ágrip Aðalmarkmið

More information

Einstaklingsmunur og þróun læsis hjá fjögra til sjö ára börnum

Einstaklingsmunur og þróun læsis hjá fjögra til sjö ára börnum Menntavísindasvið Háskóla Íslands Grein birt 31. desember 2010 Freyja Birgisdóttir Einstaklingsmunur og þróun læsis hjá fjögra til sjö ára börnum Kynntar verða niðurstöður langtímarannsóknar á þroska,

More information

Mannfjöldaspá Population projections

Mannfjöldaspá Population projections 29. júní 216 Mannfjöldaspá 216 265 Population projections 216 265 Samantekt Í miðspá mannfjöldaspár Hagstofu Íslands er gert ráð fyrir að íbúar gætu orðið 442 þúsund árið 265. Þeim hefði þá fjölgað úr

More information

Lyfjanotkun eldri Íslendinga sem búa heima

Lyfjanotkun eldri Íslendinga sem búa heima Lyfjanotkun eldri Íslendinga sem búa heima Lýðgrunduð rannsókn í dreifbýli og þéttbýli Árún K. Sigurðardóttir 1 hjúkrunarfræðingur, Sólveig Ása Árnadóttir 1 sjúkraþjálfari, Elín Díanna Gunnarsdóttir 2

More information

Áhrif aðbúnaðar, mjaltatækni og júgurheilbrigðis á fjölda og tegundir gerla í innleggsmjólk

Áhrif aðbúnaðar, mjaltatækni og júgurheilbrigðis á fjölda og tegundir gerla í innleggsmjólk 377 Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007 Áhrif aðbúnaðar, mjaltatækni og júgurheilbrigðis á fjölda og tegundir gerla í innleggsmjólk Jóhanna Skúladóttir Ólafs 1 og Grétar Hrafn Harðarson 2 1 Dýralæknastofu

More information

LV Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar

LV Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar LV-2014-021 Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar Mælingar með samanburði á gervitunglamyndum frá 2002, 2010 og 2012 Lykilsíða Skýrsla LV nr: LV 2014 021 Dags: 19.02.2014

More information

Kortlagning á fjölda og högum utangarðsfólks í Reykjavík

Kortlagning á fjölda og högum utangarðsfólks í Reykjavík Kortlagning á fjölda og högum utangarðsfólks í Reykjavík Velferðarsvið Reykjavíkurborgar Skrifstofa sviðsstjóra deild gæða og rannsókna Elín Sigríður Gunnsteinsdóttir Gopro: VEL2017010031 September 2017

More information

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Jón Viðar Jónmundsson 1 og Emma Eyþórsdóttir 2 1 Bændasamtökum Íslands 2 Rannsóknarstofnun landbúnaðarins/lbh á Hvanneyri Inngangur Fyrsta

More information

Íslensk börn með ofvirkniröskun - lýsing á nokkrum þáttum í meðgöngu og fæðingu

Íslensk börn með ofvirkniröskun - lýsing á nokkrum þáttum í meðgöngu og fæðingu Íslensk börn með ofvirkniröskun - lýsing á nokkrum þáttum í meðgöngu og fæðingu Ágrip Margrét Valdimarsdóttir barna- og unglingageðlæknir Agnes Huld Hrafnsdóttir sérfræðingur í klínískri sálfræði Páll

More information

Félagsvísar: Ungt fólk í foreldrahúsum Social indicators: Young people living with their parents

Félagsvísar: Ungt fólk í foreldrahúsum Social indicators: Young people living with their parents 21. nóvember 16 Félagsvísar: Ungt fólk í foreldrahúsum Social indicators: Young people living with their parents Samantekt Hlutfall ungs fólks sem býr með foreldrum sínum hefur hækkað á undanförnum árum.

More information

Hagvísir Vesturlands. Börn í sveitum á Vesturlandi

Hagvísir Vesturlands. Börn í sveitum á Vesturlandi ISSN 1670-5556 Vífill Karlsson Hagvísir Vesturlands Skýrsla nr. 1 2015 Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi E F N I S Y F I R L I T Myndir... 1 Töflur... 2 1 Samandregnar niðurstöður... 3 2 Inngangur...

More information

- hönnun og prófun spurningalista

- hönnun og prófun spurningalista Notkun náttúruefna, fæðubótarefna og lausasölulyfja - hönnun og prófun spurningalista Ágrip Anna Birna Almarsdóttir 1 DÓSENT VIÐ LYFJAFRÆÐIDEILD HÍ Magnús Sigurðsson 2 LYFJAFRÆÐINGUR Vilmundur Guðnason

More information

Botnlangabólga og botnlangataka hjá börnum á sjúkrahúsum í Reykjavík 1996 og 2006

Botnlangabólga og botnlangataka hjá börnum á sjúkrahúsum í Reykjavík 1996 og 2006 Hjörtur Haraldsson 1 læknanemi Þráinn Rósmundsson 1,2 barnaskurðlæknir Kristján Óskarsson 1,2 barnaskurðlæknir Jón Gunnlaugur Jónasson 1,3 meinafræðingur Ásgeir Haraldsson 1,2 barnalæknir Botnlangabólga

More information

Próffræðilegir eiginleikar íslenskrar gerðar Bulimia Test-Revised (BULIT-R) prófsins

Próffræðilegir eiginleikar íslenskrar gerðar Bulimia Test-Revised (BULIT-R) prófsins Próffræðilegir eiginleikar íslenskrar gerðar Bulimia Test-Revised (BULIT-R) prófsins Sigurlaug María Jónsdóttir 1 sálfræðingur Guðlaug Þorsteinsdóttir 2 geðlæknir Jakob Smári 1 prófessor í sálfræði 1 Sálfræðiskor

More information

Gallblöðrunám með kviðsjártækni. Fyrstu 400 tilfellin á FSA

Gallblöðrunám með kviðsjártækni. Fyrstu 400 tilfellin á FSA FRÆÐIGREINAR / GALLBLÖÐRUNÁM Gallblöðrunám með kviðsjártækni. Fyrstu 4 tilfellin á FSA Aðalsteinn Arnarson Haraldur Hauksson Valur Þór Marteinsson Sigurður M. Albertsson Shree Datye Fjórðungssjúkrahúsið

More information

Innæða krabbameinslyfjameðferð með slagæðastíflun: Árangur staðbundinnar krabbameinsmeðferðar á Íslandi

Innæða krabbameinslyfjameðferð með slagæðastíflun: Árangur staðbundinnar krabbameinsmeðferðar á Íslandi Innæða krabbameinslyfjameðferð með slagæðastíflun: Árangur staðbundinnar krabbameinsmeðferðar á Íslandi Þórarinn Árni Bjarnason 1 læknanemi, Haraldur Bjarnason 1,2 læknir, Óttar Már Bergmann 3 læknir,

More information

Fósturköfnun og heilakvilli áhættuþættir og afleiðingar fyrir nýbura

Fósturköfnun og heilakvilli áhættuþættir og afleiðingar fyrir nýbura Fósturköfnun og heilakvilli áhættuþættir og afleiðingar fyrir nýbura Kolbrún Pálsdóttir 1,3 Deildarlæknir Þórður Þórkelsson 1,2 nýburalækningum Hildur Harðardóttir 1,3 kvensjúkdóma- og fæðingarlæknisfræði

More information

lungnakrabbamein upplýsingar fyrir sjúklinga og aðstandendur 2. útgáfa

lungnakrabbamein upplýsingar fyrir sjúklinga og aðstandendur 2. útgáfa lungnakrabbamein upplýsingar fyrir sjúklinga og aðstandendur 1 2. útgáfa Höfundur texta og ábyrgðarmaður Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnaskurðlæknir, prófessor í skurðlækningum og yfirlæknir á skurðdeild

More information

LV Úttekt á kolefnisbindingu skógræktar á svæðum í eigu Landsvirkjunar

LV Úttekt á kolefnisbindingu skógræktar á svæðum í eigu Landsvirkjunar LV-2012-062 Úttekt á kolefnisbindingu skógræktar á svæðum í eigu Landsvirkjunar LV-2012-062 Úttekt á kolefnisbindingu skógræktar á svæðum í eigu Landsvirkjunar Maí 2012 Efnisyfirlit Samantekt... 3 Inngangur...

More information

Verkferlar í tengslum við fæðuofnæmi og fæðuóþol í leikskólum Reykjavíkurborgar

Verkferlar í tengslum við fæðuofnæmi og fæðuóþol í leikskólum Reykjavíkurborgar Verkferlar í tengslum við fæðuofnæmi og fæðuóþol í leikskólum Reykjavíkurborgar Aðalheiður Rán Þrastardóttir lýðheilsufræðingur, Fríða Rún Þórðardóttir 2 næringarráðgjafi og næringarfræðingur, Jóhanna

More information

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gylfi Magnússon Viðskiptafræðideild Ritstjóri Ingjaldur Hannibalsson Rannsóknir í félagsvísindum XIII. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2012 Reykjavík:

More information

Samanburður á meintri dulrænni reynslu Íslendinga árin 1974 og 2006

Samanburður á meintri dulrænni reynslu Íslendinga árin 1974 og 2006 Samanburður á meintri dulrænni reynslu Íslendinga árin 1974 og 2006 Erlendur Haraldsson Árin 1974-1975 framkvæmdi höfundur, þá nýráðinn lektor í sálfræði við Háskóla Íslands, umfangsmikla könnun um dulræna

More information

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Útg. Dags. Höf. Rýnir Samþykkur Lýsing 3 11/01 2006 GG EH Lokaskýrsla II 2 21/12 2005 GG SvSv Lokaskýrsla I 1 15/12 2005 GG Uppkast 1

More information

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016 FLUGTÖLUR 216 INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 216 Flugvöllur 215 216 Br. 16/15 Hlutdeild Reykjavík 348.24 377.672 8,5% 5,4% Akureyri 17.897 183.31 7,3% 24,5% Egilsstaðir 89.79 93.474 4,9%

More information

Heima- og frítímaslys barna á aldrinum 0-4 ára árið2003

Heima- og frítímaslys barna á aldrinum 0-4 ára árið2003 Læknadeild Háskóla Íslands Rannsóknarverkefni Vorönn 2004 02.01.39 Heima- og frítímaslys barna á aldrinum 0-4 ára árið2003 Erik Brynjar Schweitz Eriksson Leiðbeinendur: Brynjólfur Mogensen Herdís Storgård

More information

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014 FLUGTÖLUR 2014 INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014 Flugvöllur 2013 2014 Br. 14/13 Hlutdeild Reykjavík 338.278 328.205-3,0% 48,6% Akureyri 178.231 172.106-3,4% 25,5% Egilsstaðir 91.561

More information

Elítur á Íslandi einsleitni og innbyrðis tengsl

Elítur á Íslandi einsleitni og innbyrðis tengsl n Fræðigreinar STJÓRNMÁL Elítur á Íslandi einsleitni og innbyrðis tengsl Magnús Þór Torfason, lektor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Þorgerður Einarsdóttir, próf. við Stjórnmálafræðideild Háskóla

More information

[fjou:lɪð] mitt er svo [fuŋkt]!

[fjou:lɪð] mitt er svo [fuŋkt]! Hugvísindasvið [fjou:lɪð] mitt er svo [fuŋkt]! Um skiptihljóðið /f/ í máli stúlku á fimmta ári Ritgerð til B.A.-prófs Rannveig Garðarsdóttir Maí 2012 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Íslenska [fjou:lɪð]

More information

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014 EFLA Verkfræðistofa STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin 2004-2013 Reykjavík, júní 2014 2014, hf - Vinnslu efnis og frágang texta annaðist Kolbrún Reinholdsdóttir fyrir Verkfræðistofuna EFLU hf. ISSN ISBN

More information

Rekstur einkavæddra fyrirtækja á Íslandi

Rekstur einkavæddra fyrirtækja á Íslandi Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, 8. árgangur, 1. tölublað, 2011 Rekstur einkavæddra fyrirtækja á Íslandi Þröstur Olaf Sigurjónsson og Auður Arna Arnardóttir 1 Ágrip Reglulega kemur upp umræða um það

More information

Inngangur... 4 Tillögur starfshópsins... 5 Samantekt... 9

Inngangur... 4 Tillögur starfshópsins... 5 Samantekt... 9 Skýrsla starfshóps námsárangur um drengja September 2011 Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Óttar Proppé Nanna K. Christiansen Sigurlaug Hrund Svavarsdóttir Jón Páll Haraldsson Bryndís Jónsdóttir Ingveldur Hrönn

More information

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Klettafjöllin og Grand Canyon 1 Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Kristbjörg María Guðmundsdóttir Eitt af fallegustu handverkum náttúruaflanna er án efa að finna í vesturhluta Norður-Ameríku.

More information

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og 2006. Kolbeinn Árnason Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE: Coordination of information on the environment eða: Samræming umhverfisupplýsinga

More information