Hugvísindasvið. Kvikmyndafræði. Þetta er ekkert mál. Íþróttaheimildamyndir á Íslandi. Ritgerð til B.A.-prófs. Haraldur Árni Hróðmarsson

Size: px
Start display at page:

Download "Hugvísindasvið. Kvikmyndafræði. Þetta er ekkert mál. Íþróttaheimildamyndir á Íslandi. Ritgerð til B.A.-prófs. Haraldur Árni Hróðmarsson"

Transcription

1 Hugvísindasvið Kvikmyndafræði Þetta er ekkert mál Íþróttaheimildamyndir á Íslandi Ritgerð til B.A.-prófs Haraldur Árni Hróðmarsson Janúar 2014

2 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Kvikmyndafræði Þetta er ekkert mál Íþróttaheimildamyndir á Íslandi Ritgerð til B.A.-prófs Haraldur Árni Hróðmarsson Kt.: Leiðbeinandi: Björn Þór Vilhjálmsson Janúar 2014

3

4 Ágrip Íþróttir eru stór hluti af íslenskri menningu. Rúmlega 35% þjóðarinnar stunda íþróttir innan Íþróttasambands Íslands og umtalsvert af fjölmiðlaefni er varðar íþróttir er framleitt á íslensku. Umfjöllun um íþróttaafrek hefur mest megnis verið í höndum sjónvarpsstöðva og dagblaða á Íslandi en nýlega hefur kvikmyndamiðillinn haslað sér völl á því sviði. Íslenska karlalandsliðið í handbolta er gríðarlega vinsælt eins og sýndi sig þegar mikill mannfjöldi tók á móti liðinu eftir Ólympíuleikana í Beijing árið 2008 þar sem liðið hreppti silfurverðlaun. Heimildamynd um afrek liðsins, Gott silfur gulli betra (2009) eftir Þór Elís Pálsson leit síðan dagsins ljós árið eftir. Heimildamyndagerð á Íslandi hefur verið í mikilli sókn á síðustu árum og nýlega hefur undirgrein (e. sub-genre) heimildamynda sem einblínir á íþróttir sprottið fram hér á landi. Vinsældir heimildamynda um íþróttir hafa aukist í Bandaríkjunum og víðar upp á síðkastið og hefur það haft áhrif hér á landi. Fræðileg umræða um íþróttaheimildamyndir er tiltölulega ný af nálinni en þó hafa nýlega verið gefin út greinasöfn af skrifum fræðimanna um þessa tegund heimildamynda. Í þessari ritgerð er fjallað um íslenskar íþróttaheimildamyndir, þær settar í fræðilegt samhengi og greindar. Tvær myndir eru í brennidepli; Africa United (2005) eftir Ólaf Jóhannesson og Þetta er ekkert mál Saga Jóns Páls Sigmarssonar eftir Steingrím Jón Þórðarson. Myndirnar eru æði ólíkar en eiga þó ýmislegt sameiginlegt hvað varðar form, framsetningu og viðfangsefni.

5 Efnisyfirlit 1. Inngangur Íþróttaheimildamyndir á Íslandi Flokkun heimildamynda Þetta er ekkert mál Saga Jóns Páls Sigmarssonar: Greining á formi Ísland í sviðsljósinu Víkingamýtan Ásakanir um lyfjanotkun Africa United Greining á formi Africa United Árekstrar menningarheima Birtingarmyndir innflytjenda í Africa United Niðurlag Heimildaskrá

6 1. Inngangur Íþróttir njóta mikilla vinsælda á Íslandi, margir Íslendingar stunda íþróttir og mikið er af íþróttaefni í fjölmiðlum. Samkvæmt starfsskýrslu Íþróttasambands Íslands frá árinu 2013 voru íþróttaiðkendur innan sambandsins árið Íslendingar voru árið 2012 sem þýðir að 37.49% landsmanna stunduðu íþróttir innan ÍSÍ. 1 Fjölgun var frá árinu 2011 þegar þúsund iðkendur voru skráðir af ÍSÍ. 2 Fjölmiðlaumfjöllun um íþróttir er mikil og aðgengileg á Íslandi. Sem dæmi má nefna býður Stöð 2 upp á tvær íþróttarásir, Stöð 2 Sport sem sýnir margvíslegar íþróttir á borð við kappakstur, golf, handbolta og fótbolta, og Stöð 2 Sport 2 sem sýnir ensku Premier League deildina í knattspyrnu. Vefurinn fotbolti.net er í níunda sæti yfir mest lesnu vefi landsins með daglega notendur vikuna 25. nóvember til 1. desember Af þessu má ráða að íþróttir skipi stóran sess í íslenskri menningu. Íslenska karlalandsliðið í handbolta ber t.d. virðingarheitið Strákarnir okkar vegna vinsælda þeirra og árangurs á alþjóðavettvangi undanfarin aldarfjórðung eða svo. Ekki hafa margar kvikmyndir um íþróttir eða íþróttamenn verið gerðar á Íslandi. Strákarnir okkar (2005) eftir Róbert Douglas fjallar um knattspyrnumanninn (Óttar) sem kemur út úr skápnum og viðbrögð íþróttafélagsins og fjölskyldunnar við þeirri uppljóstrun. (Óttar) gengur til liðs við fótboltalið sem eingöngu er skipað samkynhneigðum leikmönnum og fylgst er með liðinu fóta sig í heimi þar sem samkynhneigð er ekki talin vera styrkleiki, svo ekki sé meira sagt. Róbert Douglas gerði einnig myndina Íslenski draumurinn (2000) um fótboltaáhugamanninn (Tóta) en langsótt er að flokka hana sem íþróttamynd þó að íþróttir spili stóra rullu í lífi aðalpersónunnar. Íþróttum bregður fyrir í fleiri myndum í mýflugumynd og má þar nefna sundmanninn (Gulla) í mynd Hilmars Oddssonar Sporlaust (1998) og kúluvarparann drykkfellda (Hreggvið) í Djöflaeyjunni (1996) eftir Friðrik Þór Friðriksson. 1 Vefur Hagstofunnar. Sótt 20. desember 2013 af ykilt%f6lur+mannfj%f6ldans+1703%2d %26path=../database/mannfjoldi/yfirlit/%26lang=3%26uni ts=fj%f6ldi 2 Starfsskýrsla Íþróttasambands Íslands á vef ÍSÍ. Sótt 26. desember 2013 af %C3%B0a% pdf 3 Vefur Modernus. Sótt 12. desember

7 Íþróttamyndir hafa átt fastan sess í bandarískum kvikmyndaiðnaði um áratugaskeið og nýlega hefur undirgrein heimildamynda sem einblínir á íþróttir vaxið umtalsvert. Fjórar íþróttaheimildamyndir hafa hreppt Óskarsverðlaun fyrir bestu heimildamyndina; The Man Who Skied Down Everest (1975, Bruce Nyznik og Lawrence Schiller), When We Were Kings (1996, Leon Gast), One Day in September (1999, Kevin McDonald) og Undefeated (2012, Daniel Lindsay og TJ Martin). Á 30 ára afmæli íþróttastöðvarinnar ESPN, árið 2009, framleiddi sjónvarpsstöðin heimildamyndabálk sem nefnist 30 for 30. Náði hann svo miklum vinsældum að ráðist var í framleiðslu á annarri röð 30 for 30 myndanna sem hóf göngu sína árið Íþróttamyndir eru einnig framleiddar í Evrópu og þar eru knattspyrnumyndir algengar. Myndir um frönsku fótboltamennina Zinedine Zidane og Vikash Dhorasoo litu dagsins ljós árið 2006: Zidane, un portrait du 21e siécle (2006, Gordon, Douglas og Parreno, Philippe) og Substitute (2006, Dhorasoo, Vikash og Poulet, Fred) og saga ungverska knattspyrnugoðsins Ferenc Puskas var sögð í myndinni Puskas Hungary (2009, Almasi, Tamas). Myndir frá Norðurlöndunum hafa einnig stungið upp kollinum, til dæmis En forårsdag i Helvede eftir danska leikstjórann Jörgen Leth frá 1976 og sænska myndin Assyriska: Landslag utan land (2006, Kino, Nuri) um knattspyrnuliðið Assyriska í Svíþjóð sem eingöngu er skipað Assiríumönnum og nýtur mikilla vinsælda Assiríumanna um allan heim. Fjölmargar íþróttaheimildamyndir eru framleiddar í Bretlandi og má þar nefna The Four Year Plan (2011, Hodgson, Mat) The Beautiful Game (2012, Buhler, Victor), An Impossible Job (1994, McGill, Ken). Íþróttaheimildamyndir eru því í miklum blóma um þessar mundir. Umfjöllun um íþróttir hefur lengst af verið bundin við útvarp, sjónvarp og prentmiðla á Íslandi en æ fleiri heimildamyndir um íþróttamenn, félög og afrek hafa litið dagsins ljós á undanförnum árum. Hér verður fjallað um íslenskar íþróttaheimildamyndir aðrar en þær sem hafa verið gerðar af RÚV sem hefur framleitt hvað mest íþróttaefni á Íslandi. Sem dæmi má nefna viðtalsmynd um Ólaf Stefánsson frá árinu 2013 eftir Einar Örn Jónsson, Ef ég hef trú á því þá get ég það (2013); mynd Kolbeins Tuma Daðasonar um undirbúning sundmannsins Jóns Margeirs Sverrissonar fyrir Ólympíuleika fatlaðra í London 2012 og heimildamynd Arnars Björnssonar, Silfurmaðurinn (1996), um silfurverðlaun Vilhjálms Einarssonar á ÓL Zachary Ingle. Inngangur bókarinnar Identity and Myth in Sports Documentaries. Ritstýrt af Ingle, Zachary og Sutera, David. M. 3

8 Björn Ægir Norðfjörð, kvikmyndafræðingur, skrifaði greinina Einsleit endurreisn: Íslenskar heimildarmyndir á nýrri öld undir svipuðum formerkjum, það er, hélt sig við kvikmyndir sem gerðar voru fyrir hvíta tjaldið. Erfitt er að aðskilja sjónvarpsheimildamyndir frá bíóheimildamyndum á afdráttarlausan hátt þar sem margar íslenskar heimildamyndir eru sýndar í sjónvarpi og gerðar með sjónvarpssýningu að leiðarljósi, þrátt fyrir að vera frumsýndar í kvikmyndahúsum. 5 Þorsteinn Helgason ræðir í grein sinni Sagan á skjánum Sögulegar heimildamyndir fyrir sjónvarp muninn á heimildamyndum (e. documentaries), fræðslumyndum (e. educational) og fréttamyndum (e. newsreels). Þorsteinn segir heimildamyndir þurfi að vera skapandi og persónulegar en einnig þurfi þær höfundareinkenni. 6 Það efni sem RÚV hefur framleitt til sýningar í sjónvarpi á meira skylt við fræðslu- eða fréttamyndir en heimildamyndir samkvæmt þeirri skilgreiningu. Í þessari ritgerð eru íþróttaheimildamyndir afmarkaðar sem undirgrein íslenskra heimildamynda, sameiginlegir þættir þeirra teknir saman en jafnframt sýnt fram á fjölbreytni þeirra og möguleika sem formið býður upp á. Myndunum Africa United og Þetta er ekkert mál Saga Jóns Páls Sigmarssonar verða gerð sérstök skil; kvikmyndafræðilegu formi þeirra, nálgun kvikmyndagerðarmannanna gagnvart viðfangsefninu og birtingarmynd íslensks samfélags. Africa United fjallar um samnefnt knattspyrnulið sem leikur í Íslandsmóti Knattspyrnusambands Íslands en er að mestu skipað erlendum leikmönnum en Þetta er ekkert mál Saga Jóns Páls Sigmarssonar fjallar um, eins og segir í titlinum, sögu kraftlyftingamannsins vinsæla Jóns Páls Sigmarssonar. Myndirnar eru ólíkar þar sem í annarri er fjallað um þjóðþekktan íþróttamann sem lést fyrir 20 árum en í hinni er sameinast fólk af ólíkum uppruna í gegnum íþróttir. 2. Íþróttaheimildamyndir á Íslandi Íþróttaheimildamyndir eiga sér ekki langa sögu á Íslandi en segja má að sú fyrsta í fullri lengd sem gerð var fyrir sýningu í kvikmyndahúsum, Africa United (2005) eftir Ólaf Jóhannesson, hafi rutt brautina fyrir aðrar myndir af þessari gerð. Myndin fékk styrki frá Kvikmyndamiðstöð Íslands, Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum og Knattspyrnusambandi Evrópu og fjallar hún um fótboltalið í 3. deild á Íslandi sem nánast er eingöngu skipað erlendum leikmönnum. 5 Björn Ægir Norðfjörð. Bls. 115 (neðanmálsgrein) 6 Þorsteinn Helgason. Bls. 43 4

9 Myndin naut nokkurrar hylli og á vef Kvikmyndamiðstöðvar kemur fram að hún hafi tekið þátt í þónokkrum kvikmyndahátíðum utan landsteinanna. 7 Í kjölfarið fylgdi myndin Þetta er ekkert mál Saga Jóns Páls Sigmarssonar (2006) eftir Steingrím Jón Þórðarson en hún fjallar um lífshlaup aflraunamannsins Jóns Páls Sigmarssonar. Þessar tvær myndir eru æði ólíkar og sýna fram á tvær mismunandi gerðir heimildamynda. Africa United fjallar um jaðarhóp í samfélaginu og þátttöku hans í deildarkeppni vinsælustu íþróttar landsins á meðan Þetta er ekkert mál segir sögu eins dáðasta íþróttamanns þjóðarinnar frá upphafi mörgum árum eftir andlát hans og með augum fólks sem stóð honum nærri. Þessum tveimur myndum verða gerð frekari skil síðar. 2.1 Flokkun heimildamynda Flokkun Bill Nichols á heimildamyndum markaði straumhvörf í fræðilegri túlkun á heimildamyndaforminu. Fjórir flokkar Nichols eru: skýringamyndir, könnunarmyndir, gagnvirkar myndir og sjálfhverfar myndir. 8 Björn Ægir Norðfjörð útskýrir þessa flokka í grein sinni Einsleit endurreisn og er stuðst við hana hér. Markmið skýringamynda er að varpa ljósi á afmarkað viðfangsefni, oftar en ekki er notast við sögumann sem útskýrir myndefnið. Ef notuð eru viðtöl eru þau helst til að styðja við hina almennu útskýringu myndarinnar á viðfangsefninu. 9 Í könnunarmyndum er kvikmyndagerðarmaðurinn áhorfandi sem tekur upp það sem fyrir augu hans ber. Könnunarmyndir taka almennt fyrir samtímaleg umfjöllunarefni frekar en söguleg og reyna að gefa áhorfandanum sem hlutlausasta sýn á atburðina. 10 Gagnvirkar heimildamyndir snúast um samskipti og tengsl kvikmyndagerðarmannsins og viðfangsefnisins. Kvikmyndagerðarmaðurinn getur haft áhrif á framvinduna og viðfangsefnið sem getur orkað tvímælis gagnvart hlutleysi og takmarki myndarinnar. Viðtöl eru algeng í gagnvirkum heimildamyndum Fengið af vef Kvikmyndamiðstöðvar 30. desember Björn Ægir Norðfjörð. Bls Björn Ægir Norðfjörð. Bls Björn Ægir Norðfjörð Bls Björn Ægir Norðfjörð. Bls

10 Í sjálfhverfu myndinni eru eiginleikar textans í brennidepli. Framsetning viðfangsefnisins verður sjálft að viðfangsefni. Sjálfhverfar heimildamyndir einkennast af þekkingarfræðilegum vafa þar sem gagnrýnin fjarlægð, hlutleysi kvikmyndagerðarmannsins og raunveruleiki eða sannleikur myndefnisins er ekki til staðar. 12 Samkvæmt Nichols er hugtakið rödd heimildamynda það sem miðlar til áhorfandans félagslegri sýn á viðfangið, stíl myndarinnar og framsetningu myndefnis. Rödd heimildamynda er samkvæmt Nichols áhrif höfundarins á viðfangsefnið. Höfundurinn hefur alltaf áhrif á efnið og því er sannleikurinn sem reynt er að miðla aldrei heilagur, pólítískar, sögulegar eða persónulegar aðstæður eða skoðanir kvikmyndagerðarmannsins hafa alltaf áhrif á sjónarhorn áhorfandans. 13 Íslenskum íþróttaheimildamyndum sem komu í kjölfar Africa United og Þetta er ekkert mál verður skipt í tvo flokka ásamt því að vera staðsettar innan flokkunar Nichols. Annars vegar er fjallað um og reynt að varpa ljósi á samtímaleg afrek eða frammistöðu í íþróttum og hins vegar sögulegar myndir um íþróttamenn eða mannvirki. Flokkarnir eru þó ekki svo niðurnjörvaðir að myndirnar geti ekki tengst þeim báðum eða myndir innan flokkanna verið ólíkar innbyrðis. Afreksmyndirnar eru Gott silfur gulli betra (2009) eftir Þór Elís Pálsson, Stelpurnar okkar (2009) eftir Þóru Tómasdóttur og Leiðin að titlinum (2013) eftir Ingvar Björn Guðlaugsson og Rafnar Orra Gunnarsson. Gott silfur gulli betra fjallar um íslenska karlalandsliðið í handbolta og framgöngu þeirra á Ólympíuleikunum í Beijing árið Viðtöl eru tekin við landsliðsmenn, þjálfara og aðstandendur liðsins ásamt myndum frá leikjum og æfingum allt frá æfingabúðum fyrir mótið þar til liðið kemur til Reykjavíkur og er hyllt af þjóðinni. Stelpurnar okkar fylgist með íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta sem tryggði sér sæti á Evrópumótinu í Finnlandi árið Notuð eru viðtöl við leikmenn og aðstandendur liðsins ásamt svipmyndum úr leikjum og æfingum. Leiðin að titlinum fylgir eftir liði Völsungs frá Húsavík á keppnistímabilinu árið 2012 þar sem liðið sigraði 2. deild Íslandsmótsins í fótbolta og tryggði sér sæti í 1. deild. Myndin er gerð af stuðningsmönnum liðsins sem tóku upp alla leiki þess og tóku viðtöl við leikmenn og aðstandendur Völsungs. 12 Björn Ægir Norðfjörð. Bls Nichols, Bill. Bls

11 Þessar þrjár myndir eru keimlíkar enda svipaðar aðferðir notaðar en þær eru engu að síður ólíkar samkvæmt flokkun Nichols. Íslenskar íþróttamyndir verður fjallað um í samhengi við flokkun Nichols en önnur flokkaskipting er þó einnig möguleg. Það er að flokka þær eftir viðfangsefni. Gott silfur gulli betra er gerð eftir að landsliðið vinnur til verðlauna og er því söguleg. Þrátt fyrir það er hún gerð svo skömmu eftir heimkomu liðsins að atburðirnir eru enn í fersku minni og fjallar hún því ekki beint um afrekið sem sögulegan atburð. Myndin reynir frekar að fanga andrúmsloftið sem ríkti innan liðsins og á Ólympíuleikunum. Stelpurnar okkar og Leiðin að sigrinum fjalla um afrek liðanna en fylgst er með liðunum frá upphafi sem gera þær líkari hefðbundnum frásagnarkvikmyndum sem látnar eru enda vel. Þessar myndir myndu falla undir skilgreiningar Nichols sem könnunarmyndir þar sem kvikmyndagerðarmennirnir fylgjast með án inngripa en spyrja spurninga til að fanga betur hugarheim leikmanna og aðstandenda. GS #9 (2012) og Ölli (2013), sem báðar eru eftir Garðar Örn Arnarson, og Blikkið Saga Melavallarins (2012) eftir Kára G. Schram eru sögulegar heimildamyndir. GS #9 segir sögu leikja- og markahæsta knattspyrnumanns í sögu Keflavíkur, Guðmundar Steinarssonar. Ferill Guðmundar með Keflavík hófst árið 1997 og lauk haustið 2012 þegar hann hætti hjá Keflavík og gerðist aðstoðarþjálfari hjá Njarðvík. Myndin er byggð á viðtölum við liðsfélaga, mótherja, þjálfara og ættingja og Guðmund sjálfan ásamt myndböndum úr leikjum hans fyrir Keflavík. Myndin fellur í flokk skýringamynda þar sem þýðingu Guðmundar fyrir knattspyrnulið Keflavíkur er miðlað og viðmælendur eru allir á sama máli, engin gagnrýnin rödd eða öndverð skoðun birtist. Í myndinni er ekki snert sérstaklega á baráttu Guðmundar við aukakílóin sem er vandkvæðum háð þegar sagan sem sögð er er svo nálæg í tíma. Margir viðmælendur tala um Guðmund sem frábæran leikmann þegar hann var í formi án þess að spurt sé hvort hann hafi ekki alltaf verið í formi eða fólk beðið á annan hátt að útskýra við hvað sé átt. Blikkið Saga Melavallarins er sagnfræðileg heimildamynd um helsta knattspyrnuvöll Reykjavíkur, myndin byggir á gömlum myndskeiðum af vellinum og frásögnum þeirra sem upplifðu íþróttaviðburði þar. Blikkið fellur einnig í flokk skýringamynda. Nýjasta myndin sem tekin verður fyrir er Ölli um körfuboltamanninn Örlyg Sturluson úr Njarðvík sem sló í gegn undir lok tíunda áratugarins í sterku liði Njarðvíkur en lést af slysförum einungis 18 ára gamall 7

12 árið Ölli minnir um margt á heimildamyndina Benji: The True Story of a Life Cut Short (2012) eftir Chike Ozah og Cody Simmons sem fjallar um ungan körfuboltamann, Ben Wilson, í Chicago á 9. áratugnum. Wilson var myrtur 17 ára gamall og myndin fjallar ekki eingöngu um líf hans heldur hæfileikana sem hann bjó yfir og reynir að spá fyrir um hversu langt hann hefði náð hefði hann lifað. Ölli er svipuð að því leyti því Örlygur hafði einstaka hæfileika en lifði ekki til að svara spurningunni um hversu langt hann hefði getað náð. Ölli er einnig skýringamynd samkvæmt flokkun Nichols líkt og GS #9 og Blikkið þó að viðtöl séu mikið notuð. Viðtölin styðja við hina almennu útskýringu á lífshlaupi Ölla sem birtist í myndinni en þau eru einhliða og keppast við að lofa viðfangsefnið. Þorsteinn Helgason, sagnfræðingur, skrifaði um sögulegar heimildamyndir í Sögu árið 2002 og skilgreinir sögulegar heimildamyndir sem...heimildamynd sem fjallar um sögulegt efni, þ.e. efni sem talið er sögulegt þegar myndin er gerð. Þetta hefur oft í för með sér að myndin er að einhverju leyti sett saman úr eldra myndefni þó að einnig sé kvikmyndað í núinu, svo sem minjar fortíðar, viðtöl við fólk og aðrar athafnir sem tengja nútíð við fortíð. 14 Allt á þetta við um GS #9, Ölla og Blikkið. 3. Þetta er ekkert mál Saga Jóns Páls Sigmarssonar: Greining á formi Þetta er ekkert mál er skipt í þrjá þætti. Fyrsti hluti myndarinnar, þar sem farið er yfir æsku Jóns Páls og þar til hann vekur athygli út fyrir landsteinana er stuttur og hnitmiðaður. Sviðsett atriði frá fyrstu tíu æviárum hans eru mikið notaðar en fréttamyndir, blaðaúrklippur og ljósmyndir taka við þegar Jón Páll byrjar að keppa á lyftingamótum. Viðtöl eru við nánustu vini og ættingja Jóns Páls ásamt öðrum einstaklingum sem fylgdust náið með uppvexti hans í íþróttinni. Annar hluti fjallar um lyftingaferil Jóns Páls þar sem hann er í fremstu röð í heiminum, athyglin sem hann vakti og vinsældir hans um allan heim eru í brennidepli ásamt fjöldamörgum sögum og myndböndum frá þessum tíma. Síðasti kaflinn segir frá því er fer að halla undan fæti hjá Jóni vegna meiðsla og veikinda. Dauða Jóns Páls eru gerð mikil skil og sterk eftirmæli ættingja, vina og mótherja hans bera arfleið hans í kraftasamfélaginu vitni. Þegar Jón Páll er um tvítugt flytur fjölskyldan í Mosfellsbæ og um það leyti segir stjúpfaðir hans að Jón Páll sé orðinn afreksmaður í lyftingum. Vegna þess að Jón Páll gat ekki 14 Björn Ægir Norðfjörð. Bls

13 rétt almennilega úr öðrum handleggnum varð hann að hætta í ólympískum lyftingum og sneri sér þá alfarið að kraftlyftingum. Ómar Ragnarsson segir frá því þegar lyftingamót voru haldin í sjónvarpssal sem gerðu lyftingamenn fræga og vinsæla á Íslandi. Skúli Óskarsson, lyftingamaður, lýsir atburði þegar Jón Páll gekk inn í lyftingasal þar sem allir helstu lyftingamenn landsins æfðu og lýsti því yfir að hann ætlaði sér að verða mestur og bestur. Skúli segir einnig að Jón hafi æft líkt og æfingar snerust um líf og dauða og á stuttum tíma hafi Jón Páll breyst úr grannvöxnum unglingi í algjört heljarmenni. Á heimsmeistaramóti í Indlandi vakti Jón Páll fyrst athygli utan landsteinanna, segir Skúli, sem lýsir hrifningu Indverja á Jóni Páli. Blaðaúrklippa af Jóni Páli, Skúla og Jóhannesi í Bónus sem sýnir lyftingamennina með stóran matarkistil sem Jóhannes gaf þeim fyrir förina til Indlands bendir til þess að Jón Páll hafi verið orðinn talsvert þekktur á Íslandi. Tom Magee, kanadískur lyftingamaður, er fyrstur til að líkja Jóni Páli við víking og kallar hvatningaorð Íslendinganna víkingaslagorð (e. viking-slogans). Ragnheiður Sverrisdóttir, barnsmóðir Jóns, lýsir fyrstu kynnum hennar og Jóns Páls. Jón Páll var óframfærinn að hennar sögn svo hún hafi stigið fyrsta skrefið. Ragnheiður segir hann hafa verið bindindismann og segir frá matarvenjum hans þar sem Jón Páll hafi borðað ótrúlegt magn af mat og helst kosið að borða ber að ofan. Ljósmyndir, fréttamyndir og viðtöl eru klippt saman til að sem mest af upplýsingum komi fram á stuttum tíma í þessum fyrsta hluta myndarinnar. Jón Páll og Ragnheiður eignast soninn Sigmar og fjölmargar ljósmyndir og myndbönd af þeim eru klippt yfir frásagnir Sigmars og Ragnheiðar til að sýna sterkt samband feðganna. Jóni Páli er lýst með mjög sterkum orðum á borð við holdanaut og heljarmenni en Jón Páll verður í raun stjarna vegna sjónvarpsútsendinga frá lyftingakeppnum. Áberandi persónuleikar Jóns Páls og Skúla Óskarssonar, meðal annarra, nutu meiri athygli en ella þar sem mótin voru haldin í fréttahljóðveri þar sem hvert orð heyrist í stað þess að myndavélarnar mættu út á keppnisvöll. Jón Páll Sigmarsson var ekki eingöngu kraftakarl heldur jafnframt fjölmiðlastjarna bæði á Íslandi og erlendis. Þetta er ekkert mál sýnir fjölmörg atriði þar sem Jón Páll stelur senunni í aflraunakeppnum með athyglisverðum yfirlýsingum og ummælum í viðtölum. Þá hefur hann óhefðbundinn stíl við að leysa þrautirnar sem lagðar eru fyrir keppendur. Hjalti Úrsus Árnason talar um keppni í Laugardalshöll þar sem Jón Páll gerði sér lítið fyrir og steig léttan dans með hina ógnarþungu Húsafellshellu í fanginu. Hjalti segir þann 9

14 dans hafa gert Húsafellshelluna að frægasta aflraunasteini heims og fjölmargar afsteypur hafi verið gerðar af grjótinu um allan heim vegna athyglinnar sem dansinn vakti. Jón var tíður gestur í þættinum Á tali með Hemma Gunn, í eitt skiptið blæs hann upp hitapoka þar til hann springur til að sýna fram á styrkinn í lungunum. Það atriði sýnir glögglega hvers eðlis frægð Jóns Páls var, hann skemmti fólki með ótrúlegum líkamsburðum til jafns við einstaka kímnigáfu. Þegar Jón Páll vekur fyrst athygli í keppnum erlendis er það vegna þess hve ólíkur hann er öðrum lyftingamönnum. Hans helsti keppinautur, Geoff Capes, segir að Jón Páll hafi breytt ímynd aflraunamannsins úr því að vera stórir, þungir og ljótir jötnar í skemmtilega og fyndna keppnismenn. Myndin sýnir mjög vel hversu uppátækjasamur Jón Páll var í keppni og tekst það auðvitað best með myndböndum frá bresku sjónvarpsstöðvunum sem sýndu frá mótunum. Kaflinn um frægð og vinsældir Jóns Páls er mjög vel framsettur með fjöldamörgum sjónvarpsupptökum og sýnir sá kafli glögglega hversu mikið efni er til af Jóni Páli í keppnum. Eitt og sér gerir magnið af fréttaefni sem til er um Jón Pál mikið fyrir tilgang myndarinnar sem er að endurvekja minninguna um þennan mikla íþróttamann. Atriðið þar sem Moira Edmonds vitjar leiðis Jóns Páls minnir um margt á atriði í frásagnarmynd. Moira er kona Dr. Douglas Edmonds sem uppgötvaði Jón Pál og bauð honum að taka þátt í Hálandaleikunum í Skotlandi. Edmonds hjónunum og Jóni Páli varð vel til vina og kemur það skýrt fram í myndinni. Moira gengur inn í kirkjugarðinn með blóm í hendinni í löngu skoti, klippt er í nærmynd af andliti hennar þar sem hún staðnæmist við leiðið. Myndavélin skimar (e. pan) upp eftir legsteininum þar sem nafn Jóns Páls, fæðingardagur og dánardagur sjást greinilega og yfir nafni hans hefur verið sett ljósmynd af Jóni. Klippt er í meðal langt skot (e. medium-long shot) aftan á Moiru og hún sýnd leggja blóm á leiðið, þaðan er klippt í nærmynd af höndum hennar og sem sýna þær festa blómin við jörðina, myndavélin leitar upp á andlit hennar og hún stendur upp. Rödd hennar er skeytt yfir atriðið þar sem hún segir Þetta er fyrir þig, Palli. Klippt er í nærmynd af ljósmyndinni af Jóni Páli, Moira heldur áfram að tala um ávextina og blómin sem hún setti á leiði hans og klippt er yfir í nærmynd af blómunum sem Moira lagði við leiðið. Klippt er í viðtal við Moiru fyrir utan kirkjugarðinn þar sem hún, tárvot, lýsir Jóni og hversu kurteis hann var. Atriðið endar á ljósmynd þar sem Jón Páll situr við hlið Douglas og Moiru, tekin sennilega í veislu í Skotlandi á 9. áratugnum. Þetta 10

15 atriði passar ekki vel inn í myndina og er ónauðsynlegt til að ýta undir sorgina sem sló vini og ættingja Jóns Páls. Atriðið er greinilega uppstillt, þó ekki sviðsetning eins og áður hefur verið talað um. Söknuður vina og aðstandenda Jóns Páls kemur mjög vel fram í viðtölum og því er uppstillta atriðið í kirkjugarðinum óþarft. Myndflétta sem fylgir strax í kjölfarið inniheldur myndbönd af Jóni Páli í keppni, ljósmyndir af honum og myndbönd úr jarðarförinni, úr kirkjugarðinum, af leiði Jóns og sviðsett atriði úr myndinni af æsku Jóns Páls lokar myndinni. Undir hljómar sálmurinn Hærra, minn Guð, til þín, klassískur jarðarfararsálmur. Sviðsett atriði myndarinnar eru í svarthvítu. Tilgangurinn er væntanlega sá að gefa áhorfendum þá tilfinningu að atriðin gerist í fortíðinni og gengur það ágætlega upp í flestum tilfellum, sérstaklega þegar farið er yfir æsku Jóns Páls. Málið vandast þegar Jón Páll er fullorðinn því að leikarinn sem leikur hann á fullorðinsárum, Sæmundur Unnar Sæmundsson, er frekar ólíkur Jóni Páli. Sæmundur er stór og vöðvastæltur líkt og Jón en er dökkur yfirlitum og sérstaklega óhentugur sem tvífari í samanburði við þau fjöldamörgu myndbrot af Jóni Páli sem sýnd eru í myndinni. Sérstaklega stingur sviðsetningin í stúf þegar David Webster segir sögu af sérfræðingi í,,sjómann sem Jón leggur að velli. Sagan er ekki í neinu samhengi við annað í myndinni og í sviðsetningunni eru margir leikarar sem eiga að túlka námuverkamenn en í sviðsetningunni líta þeir frekar út eins og blanda af lyftingamönnum og meðlimum í mótorhjólaklíku. Þegar Sæmundur gengur inn, sem Jón Páll, eru svo margir leikarar og Sæmundur er ekki nógu afgerandi tvífari Jóns til að áhorfandinn átti sig strax á því að Jón Páll Sigmarsson sé mættur. Tónlist myndarinnar er eftir Sigurgeir Sigmundsson og rímar hún ágætlega við umfjöllunarefni myndarinnar, karlmennsku og keppni en er einnig ljúf og þægileg og sérstaklega þá í atriðum þar sem sýnd eru samskipti Jóns Páls við son sinn, sviðsett atriðin úr æsku Jóns Páls og náttúra skosku Hálandanna. Keppinautur Jóns Páls, Bandaríkjamaðurinn Bill Kazmeier, er kynntur til leiks sem hálfgert illmenni þar sem drungaleg tónlist er spiluð undir myndbrotum af hinum ógnvænlega Kazmeier og er það í eina skiptið sem tónlist myndarinnar er gildishlaðin. Þetta er ekkert mál fer í flokk með sögulegu íþróttaheimildamyndunum ásamt Ölla, Blikkinu og GS #9. Saga Jóns Páls Sigmarssonar er dæmi um skýringamynd eftir flokkun Nichols þar sem sagan er sögð einhliða því að þrátt fyrir að enginn sögumaður sé eru viðtölin 11

16 sem tekin eru mjög keimlík og miðast öll að því að tala af jákvæðni um Jón Pál. Notkun blaðaúrklippa, ljósmynda, fréttamynda og annarra myndbanda passar fullkomlega við skilgreiningu Þorsteins Helgasonar á sögulegu heimildamyndinni. Hjalti Úrsus Árnason er titlaður handritshöfundur myndarinnar og bregður fyrir víða í myndinni. Hann sést sem viðmælandi, er spyrill og einnig sem keppandi ásamt Jóni Páli. Hjalti er augljóslega tengdur Jóni Páli og þeir hafa þekkst lengi, Þorgrímur Þráinsson segist í myndinni hafa kynnst Jóni Páli og Hjalta á sama tíma, á karate-æfingu. Það er möguleg ástæða fyrir því að myndin er jafn mikil upphafning á ævi Jóns Páls og raun ber vitni en farið verður betur yfir það í köflunum sem fylgja en þetta minnir óneitanlega á vandamál GS #9 þar sem vinir og velunnarar Guðmundar Steinarssonar sneiða framhjá erfiðleikum Guðmundar við að halda sér í toppformi. 3.1 Ísland í sviðsljósinu Reykjavík var líklega í fyrsta skipti í sviðsljósi heimspressunnar þegar Boris Spassky og Bobby Fischer tefldu um heimsmeistaratitilinn í skák í Laugardalshöll árið Ísland hafði þó verið í fréttum erlendis á árunum frá 1958 til 1976 þar sem landið háði fjögur þorskastríð við Breta. Á níunda áratugnum fundu Íslendingar þó fyrst fyrir verulegri velgengni á alþjóðavettvangi. Íþróttamenn á borð við Jón Pál, Ásgeir Sigurvinsson og íslenska handboltalandsliðið náðu glæsilegum árangri í alþjóðlegu samhengi. Hólmfríður Karlsdóttir, Hófí, var krýnd Ungfrú heimur árið 1985 og þremur árum síðar hreppti Linda Pétursdóttir sama titil. Ísland í fyrsta skipti þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 1986, reyndar við litlar undirtektir annarra Evrópuþjóða er Icy flokkurinn flutti Gleðibankann. Þessir atburðir hjálpuðu til við að koma Íslandi á kortið, eins og sagt er, nafn landsins heyrðist í fréttatímum í öðrum löndum og Íslendingar vöktu athygli erlendis. Friðarviðræður forseta Bandaríkjanna, Ronald Reagan, og leiðtoga Sovétríkjanna, Mikhail Gorbachev, í Höfða árið 1986 gerðu Reykjavík aftur að miðpunkti heimsathyglinnar. Landafræðileg lega Íslands í norðanverðu Atlantshafi, mitt á milli stórveldanna austan- og vestanmegin hafsins, gerði Reykjavík að táknrænum vettvangi viðræðna heimsveldanna. 16 Þrátt fyrir að Ísland væri í NATO og herlið Bandaríkjanna á Miðnesheiði á Suðurnesjum var friðsemi Íslendinga hampað af ráðamönnum. Reagan lýsti þakklæti sínu í garð Íslendinga fyrir 15 Staging the Nation, Heiða Jóhannsdóttir. Bls Heiða Jóhannsdóttir. Bls

17 að samþykkja að halda fundinn og lýsa þar með yfir,,innilegum friðarvilja. 17 Forsætisráðherra Íslands, Steingrímur Hermannsson, lýsti landinu í viðtali við BBC sem friðsælu landi lausu við vandamál tengd hryðjuverkum. 18 Leiðtogafundurinn fól í sér stórt tækifæri til að kynna Ísland og voru Hólmfríður Karlsdóttir, Ungfrú heimur, og Sterkasti maður heims, Jón Páll Sigmarsson, kölluð til leiks sem frægustu Íslendingarnir ásamt forseta lýðveldisins, Vigdísi Finnbogadóttur. 19 Jón Páll var vinsæll í fjölmiðlum fyrir glettin tilsvör og yfirlýsingar í kraftakeppnum, þar á meðal fyrir setninguna I m not an Eskimo I am a Viking þar sem hann leitast við að leiðrétta algengan misskilning; að Íslendingar séu Inúítar sem búi í snjóhúsum við heimskautsbauginn. 20 Víkingaímyndin þótti eftirsóknarverðari af Íslendingum og Jón Páll kappkostaði við að halda henni á lofti. 21 Skotinn Dr. Douglas Edmonds sá Jón Pál í aflraunakeppni í Svíþjóð og bauð honum að taka þátt í aflraunakeppninni Hálandaleikjum (e. Highlandgames) í Skotlandi. Myndflétta af Jóni Páli í keppni og viðtölum á Hálandaleikjunum sýnir greinilega hversu mikla athygli hann vakti því breski sjónvarpsþulurinn hafði augljóslega mjög gaman að keppnisstíl og orðheppni. Í Þetta er ekkert mál er sýnt hvernig Jón Páll var notaður til markaðssetningar á Íslandi. Fyrir utan auglýsingar sem hann lék í á Íslandi tók hann þátt í metnaðarfullum landvinningum Íslendinga í Japan. Þráinn Bertelsson segir söguna af því þegar til stóð að selja Japönum íslenska jólasveininn eins og hann orðar það og hann ásamt Vigdísi Finnbogadóttur forseta og Jóni Páli voru send til Japan til að kynna íslenska menningu. Douglas Edmonds hóf framleiðslu á íslensku skyri fyrir Skotlandsmarkað og var mynd af Jóni Páli á umbúðunum og þegar Sverrir Stormsker og Stefán Hilmarsson kepptu fyrir Íslands hönd í Eurovision fór Jón Páll ekki einungis með tónlistarmönnunum til að vekja enn meiri athygli á þeim, heldur var nafn Jóns Pál hluti af texta íslenska lagsins Heiða Jóhannsdóttir. Bls Heiða Jóhannsdóttir. Bls Heiða Jóhannsdóttir. Bls Heiða Jóhannsdóttir. Bls Heiða Jóhannsdóttir. Bls Lagið var Þú og þeir (Sókrates) flutt af Beathoven 13

18 Þetta er ekkert mál sýnir því nokkuð vel hversu góður Jón Páll þótti til að vekja athygli á íslenskri menningu enda leið honum mjög vel fyrir framan myndavélar. 3.2 Víkingamýtan Ímynd Jóns Páls sem víkings eða víkingastríðsmanns er áberandi í Þetta er ekkert mál. Velflestir af erlendum viðmælendum lýsa honum sem víkingi og/eða tala um víkingapersónuleika hans. Kanadamaðurinn Jean Claude Arsenault, skipuleggjandi Le Defi Mark Ten International kraftlyftingamótsins, lýsir tilburðum Jóns Páls í keppni þar sem Jón fékk heiftarlegar blóðnasir við að lyfta 800 kg í réttstöðulyftu en hætti ekki fyrr en hann hafði lyft farginu. Þegar Jóni mistókst að lyfta 1100 kg sneri hann sér við og sparkaði í gegnum vegg. Þessu lýsti Arsenault sem víkingslegu athæfi. Jón Páll tapaði keppninni um Sterkasta mann heims fyrir sínum helsta keppinauti, Geoff Capes frá Bretlandi, en lýsti því yfir í viðtali eftir keppnina að hann muni snúa aftur að ári og sigra vegna þess að hann væri víkingastríðsmaður (e. viking warrior). Mörg atriði sýna Jón Pál öskra að hann sé frá Íslandi líkt og sú staðreynd sé ástæðan fyrir því að honum takist að sigrast á þrautunum sem lagðar eru fyrir hann í aflraunamótunum. Jón Páll virðist meira að segja hafa samið stuttan dans því að í nokkrum atriðum sveiflar hann höndunum og lítur út fyrir að skylmast við ósýnilegan óvin áður en hann hrópar Icelandic, viking power! Setningin I am not an eskimo I am a viking! er sögð af Jóni Páli á gamansaman hátt þegar einhver úr áhorfendaskaranum gerist svo hugrakkur að kalla hann eskimóa eins og sjónvarpslýsandi orðar það. Það fylgir ákveðin minnimáttarkennd þessum orðum því þrátt fyrir að Íslendingar séu vissulega ekki eskimóar, eða inúítar, eru þeir heldur ekki víkingar. Hugsanlega þykir eftirsóknarverðara að vera líkt við ribbaldana sem sigldu um höfin og tóku þræla, myrtu, rændu og rupluðu frekar en harðgera frumbyggja Norðurslóða sem veiddu seli og börðust við ísbirni. Sú víkingaímynd sem Jón Páll vill skapa er því söguskekkja eða fölsun. Harald Gustafsson, prófessor í sagnfræði við Háskólann í Lundi, gagnrýndi Landnámssetrið í Borgarnesi og Sögusafnið í Perlunni fyrir falska markaðsetningu í greininni 14

19 Ísland heldur fast í sagnakennda sögu sína sem út kom árið Í greininni kemur fram að sögu landsins sé ekki miðlað á téðum sýningum heldur túlkun einstaklinga á bókmenntaarfinum. 25 Íslendingar séu ekki komnir af víkingum, landnámsmennirnir voru flestir ekki víkingar, ef nokkrir, og sú rómantíska hugmynd (ef hún er þá rómantísk yfir höfuð) að þjóðin sé komin af miklum stríðskempum því röng. 26 Saga Íslands er ekki þekkt erlendis og því stjórna Íslendingar sýn útlendinga á hana. Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir, safna- og sagnfræðingur, bendir á í grein sinni Menningararfur með strípur að hroðvirknisleg menningarmiðlun geti... spillt heimildum um sögu lands og þjóðar og grafið undan starfsemi minjavörslunnar og ímynd ferðaþjónustunnar. 27 og...verður tilefni neikvæðrar umfjöllunar um land og þjóð í erlendum fjölmiðlum. 28 Jón Páll Sigmarsson er það sem við Íslendingar viljum að útlendingar haldi um okkur og það sama gegnir um Hólmfríði Karlsdóttur. Hermann Gunnarsson segir í myndinni að Íslendingar eigi sterkasta og fallegasta fólk í heimi. Hermann segir einnig að Íslendingar þurfi að berja sér á brjóst, þjóðin sé svo lítil að ef hún kæmi sér ekki á framfæri sjálf myndi enginn vita af Íslandi. Hermann líkir stærð íslensku þjóðarinnar við götu í New York, svo fámenn er hún. Vandamálið virðist vera að saga Íslands ber engan hetjuglampa. Í grein sinni Freud í hvunndeginum; bæling, maður og samfélag segir Högni Óskarsson: Tilfinningin um niðurlægingu og samanburðurinn við glæstan þjóðveldistímann, sem lifði í hetjusögunum góðu, hafi vakið upp skammartilfinningu í þjóðarsálinni, skömm fyrir það að hafa ekki risið upp, hrist af sér okið og doðann, hafa ekki gripið til hetjulegra aðgerða í stað undirdánugra bænaskráa. 29 Það sem Högni á við er að víkingaarfurinn úr Íslendingasögunum þykir glæstur en tímabil dugleysis Íslendinga, einokunarverslun Dana, náttúruhamfara og marga aldir fátæktar og hetjuskorts sé ekki vænlegt til útflutnings. 30 Guðni Elísson skrifar í Lesbók Morgunblaðsins að Þjóðminjasafn Íslands sýni sögu landsins en ekki þá sögu sem þjóðin vill minnast. 31 Þegar 23 Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir. Bls Harald Gustafsson Island slapper inte sitt sagolika förflutna, Svenska Dagbladet 15. Október Sótt þann 1. janúar Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir. Bls Guðni Elísson. Bls Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir. Bls Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir. Bls Högni Óskarsson. Bls Högni Óskarsson. Bls Guðni Elísson. Bls

20 kastljós heimspressunnar er á Íslendingum í fyrsta skipti þurfti að vanda orðavalið og ímyndasköpunina ef landið átti að verða vinsæll ferðamannastaður eða hreinlega ekki að athlægi. Orð Hermanns um að Ísland sé eins og gata í New York eru merkileg því að það gæti ekki verið fjarri raunveruleikanum. Ísland er lítil eldfjallaeyja í norðanverðu Atlantshafi sem á fátt sameiginlegt með fjölþjóðlegum íbúum stærstu borgar heimsveldis. Samlíking Hermanns lýsir þó þrá þjóðar til að líkjast þeim allra stærstu. Hermann hefði getað sagt að Íslendingar væru jafn margir og íbúar Árósa en valdi New York sem segir ákveðna sögu því að Íslendingar virðast spenna bogann eins hátt þegar kemur að alþjóðlegri ímynd landsins. Fjárfestingar íslenskra athafnamanna á erlendri grundu á fyrsta áratug 21. aldar vöktu töluverða athygli í útlöndum. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, líkti athafnamönnunum við víkinga og fjárfestingum þeirra við strandhögg í ávarpi þann 10. janúar árið 2006, sama ár og Þetta er ekkert mál kom út. Forsetinn sagði útrásarvíkingana, eins og hann kallaði þá, hafa með hugrekki sínu sýnt fram á tengsl við arfleið Íslendinga sem afkomendur víkinga. 32 Strandhöggum útrásarvíkinganna lauk með bankahruni á Íslandi árið 2008 sem rekja má til glæfralegra fjárfestinga Íslendinga og ofmati á þekkingu víkinganna svokölluðu. Ummæli forsetans og aðgerðir útrásarvíkinganna eru því gott dæmi um hvernig markaðssetning Íslendinga sem víkingaþjóðar og háleitar yfirlýsingar án innistæðu komu þjóðinni í koll. Eins og áður segir kom Þetta er ekkert mál út árið 2006 þegar Íslendingar voru fullir sjálfstrausts og trú á eigið ágæti sem hefur mögulega haft áhrif á meðhöndlun efnis myndarinnar. Einblínt er á jákvæðar hliðar Jóns Páls en neikvæðum spurningum um ímynd hans og persónu sópað undir teppi líkt og spurningum um,,útrásarvíkingana. 3.3 Ásakanir um lyfjanotkun Myndin hefst á sviðsettum atriðum þar sem barnungur Jón Páll sést í Skáleyjum og í Stykkishólmi. Móðir Jóns, systir og bróðir lýsa fyrstu árum ævi hans stuttlega og fósturfaðir hans segir frá selveiðum sem stundaðar voru í Skáleyjum og Jón Páll tók þátt í. Jóhannes Gíslason, bóndi í Skáleyjum, gengur um eyjuna og lýsir nágrenni bóndabæjarins sem Jón Páll dvaldi á og klippt er inn sviðsetning af um það bil níu ára gömlum Jón Páli að sækja vatn í brunninn. Jóni Páli er lýst sem bókaormi og hálfgerðum nörd af Valbirni Jónssyni, æskuvini Jóns. Viðtal við Jón Pál sjálfan þar sem hann talar um uppáhalds sögupersónur sínar, þá Gretti 32 Katla Kjartansdóttir. Bls

21 sterka, Gunnar á Hlíðarenda, Tarzan og Hróa Hött sýnir að fyrirmyndirnar voru ansi sterkar líkamlega. Jón er sagður hafa sagt stjúpföður sínum að hann ætlaði að verða sterkasti maður heims. Jón Páll vann hjá stjúpföður sínum í byggingariðnaði og þótti verkmaður góður. Samband Jóns Páls við föður sinn, Sigmar Jónsson, var gott og kærleikur ríkti þeirra á milli sem jókst með árunum. Snemma kemur styrkur Jóns Páls fram, hann kastar handbolta fastar en jafnaldrar sínir, sparkaði gat í vegg á karate-æfingu en fann sig best þegar hann byrjaði að lyfta. Sem unglingur fór hann ekki út um helgar með vinum sínum heldur var heima eða á lyftingaæfingum. Í þessum upphafskafla myndarinnar er keppst við að útskýra líkamlega burði Jóns Páls. Át á selkjöti og dugnaður Jóns til vinnu ásamt aðdáun á heljarmennum Íslendingasagnanna eru taldar mögulegar skýringar á styrk hans. Sterkt æfingasiðferði Jóns Páls, sem Skúli Óskarsson talar um í myndinni, er möguleg skýring á því hversu langt hann náði ásamt því mikla magni af mat sem hann borðaði, eins og Ragnheiður talar um. Ferill Jóns Páls sem kraftajötuns hefur ávallt verið litaður af sögusögnum og kenningum um ótímabæran dauða hans 16. janúar 1993, þegar Jón var 32 ára gamall. Notkun Jóns Páls á ólöglegum lyfjum er ekkert rædd í Þetta er ekkert mál sem er merkilegt því myndin fjallar ekki eingöngu um feril hans sem keppanda í aflraunum og vaxtarrækt heldur um allt líf hans. Í myndinni er miklum tíma eytt í að lýsa æsku Jóns Páls, sambandi hans við barnsmóður sína, foreldra, son og vini og loks dauða hans en enginn af fjölmörgum viðmælendum, sem margir hverjir voru nákomnir fjölskyldumeðlimir eða vinir, tjáir sig um meinta steranotkun Jóns Páls. Móðir Jóns lýsir sorg sinni og reiði yfir blaðagreinum og fyrirspurnum fjölmiðlamanna um ólögleg efni stuttu eftir jarðarför sonarins en er ekki spurð hvort eitthvað sé hæft í sögusögnunum. Hjartaáfallið sem Jón Páll hlaut á sinni síðustu lyftingaæfingu er heldur ekki rætt frekar. Að þrjátíu og tveggja ára gamall maður deyi úr hjartaáfalli er ekki daglegt brauð og þegar um frægan íþróttamann er að ræða er skýringa þörf til að fyrirbyggja að aðrir íþróttamenn hljóti sömu örlög. Ýmsar spurningar vakna þegar þetta veigamikla atriði er hunsað í heimildarmyndinni Afhverju er þessum kjaftasögum, sem valda móður Jóns Páls augljóslega miklum sársauka, ekki svarað í eitt skipti fyrir öll? Eru þær svo ómerkilegar að aðstandendur myndarinnar telji þær ekki svaraverðar eða myndi viðurkenning á lyfjanotkun Jóns Páls sverta minningu hans? 17

22 Í greininni Manhood in a Bottle: Truth and Image in Sports Documentaries ræðir Sanjukta Ghosh heimildamyndina Bigger, Stronger, Faster (2008) eftir Christopher Bell. Í myndinni er steranotkun rannsökuð, spurt er hvað hugtakið svindl feli í sér og áráttukennd þörf Bandaríkjanna fyrir sigra er rædd. Bandarískt samfélag sendir frá sér misvísandi skilaboð um sigra: sigurvegarar, í hvaða skilningi sem hægt er að leggja í hugtakið, njóta ómældrar hylli en skilaboðum um mikilvægi réttlætis og jafnréttis er samt sem áður gert hátt undir höfði. 33 Bell kemst að þeirri niðurstöðu að Bandaríkjamenn hampi ofurmannlegum afrekum íþróttafólks úr fremstu röð og vilji trúa því að hæfileikar og vinnusemi, en ekki lyf, séu ástæðan fyrir þeim. 34 Þetta er ekkert mál reynir að viðhalda rómantískum hugmyndum um náttúrulegt hreysti Jóns Páls. Umtalsverðum tíma er varið í lýsingar á selkjöti sem Jón Páll borðaði sem barn og unglingur í Skáleyjum og barnsmóðir Jóns Pál og fleiri lýsa matarlyst hans í myndinni en þær lýsingar eru allar á þann veg að Jón Páll hafi borðað töluvert meira en meðaljóninn. Ekki er einu orði er minnst á ólögleg lyf sem Jón Páll kann að hafa innbyrt. Vitnisburðir kollega Jóns Páls um eljusemi hans og æfingasiðferði gera áhorfandanum ljóst að Jón Páll var aðeins öðruvísi en hinir lyftingamennirnir. Hann drakk ekki áfengi nema í góðu hófi og notaði föstudagskvöld til æfinga í stað þess að fara út á lífið eins og við hinar fyllibytturnar eins og Skúli Óskarsson, lyftingamaður, orðaði það. Allar þessar sögur útskýra ekki þrjátíu kílógramma sveiflur í þyngd, endurteknar í fjögur ár, þegar Jón sigraði keppnina um Sterkasta mann heims og Íslandsmótið í vaxtarrækt sömu árin. Þar létti Jón sig gríðarlega fyrir vaxtarræktina en bætti aftur á sig fyrir Sterkasta mann heims. Í myndinni segir Finnur Karlsson 35 Jón hafa verið 130 til 140 kg þegar hann keppti í Sterkasti maður heims en létt sig niður í kg. Finnur segist aldrei hafa séð neinn gera slíkt. Það vantar skýringar á því hvernig Jón fór nákvæmlega að því að tapa svo mikilli þyngd og bæta henni svo aftur á auk áhrifa slíkra öfga á heilsu Jóns Páls. 33 Ghosh, Sanjukta. Bls Ghosh, Sanjukta. Bls Finnur er kynntur sem fyrrum eigandi líkamsræktarstöðvarinnar í Borgartúni. Hægt er að gefa sér að þar hafi Jón Páll byrjað að stunda lyftingar þar sem Finnur talar um Jón Pál líkt og þeir hafi þekkst frá því Jón Páll var mjög ungur. 18

23 4. Africa United. Africa United fjallar um samnefnt knattspyrnulið sem í upphafi myndarinnar undirbýr sig fyrir sitt fyrsta tímabil í 3. deild í Íslandsmóti Knattspyrnusambands Íslands. Liðið er að mestu skipað leikmönnum frá öðrum löndum en Íslandi en einskorðast ekki við Afríku. Nafn liðsins er ekki skýrt frekar í myndinni. Þjálfari liðsins og einn af stofnendum er Zakaria Anbari, sem gengur undir nafninu Zico, Marokkómaður sem búið hefur á Íslandi frá árinu Að Zico sé Afríkubúi er mögulega ástæðan fyrir nafni liðsins. Africa United hafði leikið í utandeildinni í 11 ár en Zico finnst tími til kominn að skrá liðið til leiks í 3. deild vegna þess að honum finnst liðið tilbúið í deildakeppnina. Í myndinni er fylgst með liðinu í gegnum undirbúningstímabilið og keppnistímabilið ásamt því að nokkrum af helstu leikmönnum liðsins er fylgt eftir í daglegu lífi og reynt er að varpa ljósi á ólíka persónuleika og hvatir þeirra sem skipa Africa United. Myndin hefst á myndbandsupptöku af viðtali við Sir Stanley Rous, fyrrum forseta Alþjóða knattspyrnusambandsins (FIFA) þar sem Rous er spurður um afstöðu sína gagnvart knattspyrnu í Afríku. Rous segir Afríkubúa ekki í stakk búna til að spila knattspyrnu á sama stalli og gert er í Evrópu af tveimur ástæðum; annarsvegar að peningar skipti of miklu máli í tengslum við íþróttir í Afríku og hinsvegar vegna þess að Afríkumenn spili fótbolta af ástríðu sem erfitt er að beisla. Viðtalið opnar strax fyrir hugleiðingar um fordóma gagnvart Afríkubúum þar sem hlutverk Rous sem forseti FIFA ætti væntanlega að vera það að auka hróður íþróttarinnar um allan heim en ekki tala niður til heimsálfu sem á fjölmörg aðildarríki að sambandinu. Rous var forseti og var sæmdur titli sem heiðursforseti FIFA árið Til að ýta undir spurningar um fordóma er viðtal við Geir Þorsteinsson, þáverandi framkvæmdastjóra KSÍ og núverandi formann, þar sem hann lýsir samskiptum sínum við Zico. Geir segir Zico hafa óskað eftir því að skrá lið sitt í deildarkeppnina strax við stofnun liðsins en Geir sagði honum að byrja á því að spila í utandeildinni í tíu ár og koma svo aftur. KSÍ setti á laggirnar leyfiskerfi árið 2003, sniðið að reglum Evrópska knattspyrnusambandsins, sem félögum í efstu deild var gert að lúta. Árið 2007 var leyfiskerfið útvíkkað og náði þá einnig til 36 Heimasíða FIFA. Sótt 5. janúar

24 liða í næst efstu deild. 37 Engar leyfisreglur gilda um lið í 3. deild og því liggja aðrar ástæður að baki ráðlegginga Geirs. Um það hvers vegna honum hafi ekki þótt heppilegt að nýstofnað lið Africa United skráði sig til leiks í deildarkeppninni er hann ekki spurður. Tíu árum síðar, segir Geir, kemur Zico aftur að máli við hann og vill skrá liðið í deildakeppnina og Geir samþykkir það með semingi. Geir segist hafa heyrt sögur um vandræði tengd liðinu í utandeildinni og þá sérstaklega gagnvart dómurum. Snemma í myndinni sjást því tvö viðtöl við áhrifamenn innan knattspyrnuheimsins sem sýna efasemdir sínar, annar gagnvart Africu United og hinn gagnvart afrískri knattspyrnu almennt. Þessi viðtöl við Geir Þorsteinsson og Stanley Rous gefa viðfangsefni myndarinnar þó ákveðna rannsóknarspurningu; hvernig munu afrískum þjálfara og nokkrum afrískum leikmönnum reynast evrópsk deildarkeppni? Viðtalið við Rous býður upp á tengingu myndarinnar við afríska knattspyrnu en Africa United er raun ekki afrískt lið heldur fjölþjóðlegt. 4.1 Greining á formi Africa United Africa United er önnur heimildamynd Ólafs Jóhannessonar, sú fyrsta var Blindsker sem fjallaði um tónlistarmanninn Bubba Morthens. Sú mynd er hefðbundin söguleg heimildamynd um ævi Bubba en Africa United er töluvert frábrugðin henni. Ólafur, ásamt tökumönnum, fylgdi liðinu í öllum leikjum, á æfingum, ferðalögum og fundum ásamt því að kynnast sérstaklega nokkrum leikmönnum liðsins. Í upphafi myndarinnar er Zico kynntur fyrir áhorfendum en hann flutti til landsins árið 1988 og stofnaði fyrirtæki. Fyrirtækið fór á hausinn og eftir stóð Zico stórskuldugur. Hann lýsir því hvernig líf hans breyttist við að tapa fjárhagslegu sjálfstæði og segir að það eina sem hann gat gert var að hugsa um fótbolta allan daginn. Aðrir leikmenn liðsins eru kynntir til leiks, Zlatko Krkic sem starfar sem bifvélavirki, Alex sem er smiður og fyrrum unglingalandsliðsmaður Kólumbíu, laganeminn Paul frá Nígeríu og Einar Xavier sem er portúgalskur og aðstoðarþjálfari liðsins. Mest kynnast áhorfendur þjálfara liðsins, Zico, en hann leikur einnig sem varnarmaður. Ólafur var kunnugur liðinu og hafði leikið með þeim áður en hann hófst handa við gerð myndarinnar og þekkti því til liðsins. Ólafur er sýndur leggja mikla áherslu á, við Zico, og ákveður í raun að fá leikmann aftur til liðsins sem var hættur þegar 37 Heimasíða KSÍ. Sótt 5. janúar

25 tímabilið hófst. Sá leikmaður er Zlatko Krkic og kemur hann mikið við sögu í myndinni, mögulegt er að Ólafur hafi sérstaklega viljað fá hann vegna litríks persónuleika og þeirra aðstæðna sem skapsveiflur hans skapa. Klipping myndarinnar er hröð og gerir framvinduna sömuleiðis hraða. Texti birtist á skjánum tvisvar sinnum í myndinni sem gefur til kynna hversu margir dagar eru þar til Íslandsmótið hefst og fyrir leiki er gefið upp númer hvað í röðinni hver leikur er. Sú textanotkun skýrir framvindu myndarinnar. Africa United er gagnvirk heimildamynd þar sem Ólafur tekur viðtöl við leikmennina og Zico. Zlatko, Alex og Paul eru allt menn sem Ólafur leggur áherslu á við Zico að þurfi að spila með liðinu og þegar þeir samþykkja allir að spila fyrir liðið fer Ólafur á stúfana í leit að stuðningsaðilum. Myndavélin eltir Ólaf þar sem hann gengur á milli fyrirtækja í leit að peningum fyrir liðið og eftir miklar hrakfarir fær hann fjármagn frá Vodafone. Leikstjórinn er því sá sem stjórnar atburðarásinni í byrjun myndarinnar. Hann fær leikmennina sem hann vill í liðið og semur við stuðningsaðila um að leggja út fyrir kostnaði. Það vekur upp spurningar um hvort þátttaka Africu United í deildinni hefði gengið upp án Ólafs og gerir hann að aðalhlutverki (e. protagonist) myndarinnar. Heimildamyndir þar sem leikstjórinn er í aðalhlutverki eru vel þekktar og má þar nefna myndir á borð við Super Size Me (2004) eftir Morgan Spurlock og Bowling for Columbine (2002) og Fahrenheit 9/11 (2004) eftir Michael Moore. Ólafur er ekki hlutlaus áhorfandi eða eiginlegur rannsakandi. Hann hefur skoðanir á liðinu og áhrif á framvindu mála. Takmark myndarinnar er þar með óljóst því það sem við fyrstu sýn virðist eiga að vera heimildamynd um fordóma gagnvart Afríkubúum í fótboltaheiminum verður að einhverju allt öðru þegar Ólafur hefur komið kröfum sínum á framfæri við Zico. Ólafur hefur greinilega skemmtanagildi myndarinnar í huga þegar hann segir Zico að Zlatko, Alex og Paul verði að vera hluti af liðinu enda verða þeir þrír mest áberandi persónur myndarinnar ásamt Zico og Ólafi. Þegar í leikina er komið eru sýndar svipmyndir frá vellinum sjálfum og viðbrögð leikmanna og þjálfara á bekknum við því sem gerist. Samskipti Zicos og Einars Xaviers við liðið fyrir leiki, í hálfleik og eftir leiki eru sýnd án afskipta Ólafs að mestu leyti en þegar Einar tekur Zlatko útaf í einum leiknum spyr Ólafur hvað hann sé að hugsa. Zlatko rýkur í burtu í fússi með þeim orðum að hann sé hættur og komi ekki aftur og Ólafi finnst að Einar þurfi að 21

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Power Point leiðbeiningar Sjónarhorn View Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Outline view - Yfirlitshamur Hér er hægt að rita minnispunkta við hverja glæru fyrir þann sem

More information

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2 1 Examples 2 Sýnidæmi 2 2 Example 25-1 Gefið er 3 fasa, 3 teina raforkukerfi samkvæmt meðfylgjandi einlínumynd. Allar stærðir á myndinni eru í einingakerfinu ( per unit ). Seríuviðnám háspennulínanna er

More information

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur CHEMISTRY The Central 9th Edition Hlutfallareikningur: AðA reikna út frá formúlum og efnajöfnum fnum Lavoisier: Massi varðveitist í efnahvörfum. : lýsa efnahvörfum. Efnajafna : Hvarfefni og myndefni: 2H

More information

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson Samstarf HR og IGI Ólafur Andri Ragnarsson Leikjaiðnaðurinn 2021 Leikjaiðnaðurinn 2021 5.000 störf 70 milljarðar í heildarútflutningstekjur ef... Photo Ian Parker http://parkerlab.bio.uci.edu/nonscientific_adventures/iceland_man.ht

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 8. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar 1 Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar Introduction to rotating machines 2 Grunnhugtök og meginþættir Klassískar gerðir véla Riðstraumsvélar Samfasavél (synchronous machine) Spanvél (induction machine

More information

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012 Nr. 28/32 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012 2013/EES/28/07 frá 8. júní 2012 um framkvæmdarreglur vegna beitingar 16. gr.

More information

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands ÞÓRA BJÖRK HJARTARDÓTTIR Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands 1. Fjöldi erlendra stúdenta Á liðnum áratug hefur erlendum stúdentum fjölgað gríðarlega við Háskóla Íslands. Haustið 2000 voru skráðir

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr. 54 8. árgangur

More information

1.3 Jean Luc Nancy um skynjun og tilveru Almennt um innsetningar Judith Rugg um innra og ytra rými... 11

1.3 Jean Luc Nancy um skynjun og tilveru Almennt um innsetningar Judith Rugg um innra og ytra rými... 11 Samantekt Í þessari ritgerð er fjallað um rými og innsetningar og sérstaklega verk Elínar Hansdóttur Path og Parallax. Elín er ungur, íslenskur listamaður sem hefur vakið mikla athygli á síðustu árum með

More information

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum Raddir fjölbreyttra kennarahópa Sólveig Karvelsdóttir, lektor, HÍ Hafdís Guðjónsdóttir, dósent, HÍ Rannsóknin er hluti af tveimur rannsóknum Fjölbreyttir kennarahópar

More information

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst 15. 18. ágúst 21. 25. ágúst 28. ág 1. sept. 15. skipulagsdagur 16. skipulagsdagur 17. Skipulagsdagur 18. skipulagsdagur

More information

Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri

Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri Hugvísindasvið Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri Pólitíkin og pönkið Ritgerð til B.A.-prófs Valur Gunnarsson Janúar 2010 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Almenn bókmenntafræði Skítsama um allt, frá

More information

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og 2006. Kolbeinn Árnason Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE: Coordination of information on the environment eða: Samræming umhverfisupplýsinga

More information

Könnunarverkefnið PÓSTUR

Könnunarverkefnið PÓSTUR Könnunarverkefnið PÓSTUR Þáttakenndur í verkefninu UM PÓST Rauði hópur Vor 2010 Börn fædd 2005 Hópstjóri: Tatjana Lind Jónsson Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Áhrif lofthita á raforkunotkun Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Júlí 2017 Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Orkustofnun Júlí 2017 Útgefandi: Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Sími: 569 6000, Fax, 568

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu?

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu? Upphaf mælinga í uppsjávarskipum Sigurjón Arason Yfirverkfræðingur Matís ohf. og Prófessor, Háskóli Íslands Dr. Magnea G. Karlsdóttir; Fagstjóri, Matís ohf. Ásbjörn Jónsson; Verkefnastjóri, Matís ohf Magnús

More information

Gróttublaðið 2013 Jólarit knattspyrnudeildar

Gróttublaðið 2013 Jólarit knattspyrnudeildar Gróttublaðið 2013 Jólarit knattspyrnudeildar 1 Allt til jólanna í jólaskapi 2 Kæra Gróttufólk! Jólablað knattspyrnudeildar er að koma út þriðja árið í röð. Stjórn knattspyrnudeildar er afskaplega stolt

More information

Dystópíur uppgangskynslóðarinnar

Dystópíur uppgangskynslóðarinnar Hugvísindasvið Dystópíur uppgangskynslóðarinnar Dystópíur François Truffaut og Jean-Luc Godard og áhrif maí 1968 Ritgerð til BA-prófs í kvikmyndafræði Sigurður Helgi Magnússon Maí 2013 Háskóli Íslands

More information

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Kynning í Dalskóla 6. desember 2018 Gautur Þorsteinsson, verkfræðingur Um útvarpsþjónustu Fyrsta útsending útvarpsdagskrár 1920 Útsendingar útvarps

More information

Maðurinn í málverki. eftir Ragnar Þórisson. Listaháskóli Íslands Myndlistardeild B.A.-ritgerð (janúar 2010) Leiðbeinandi: Ragna Sigurðardóttir

Maðurinn í málverki. eftir Ragnar Þórisson. Listaháskóli Íslands Myndlistardeild B.A.-ritgerð (janúar 2010) Leiðbeinandi: Ragna Sigurðardóttir 1 Maðurinn í málverki eftir Ragnar Þórisson Listaháskóli Íslands Myndlistardeild B.A.-ritgerð (janúar 2010) Leiðbeinandi: Ragna Sigurðardóttir 2 Efnisyfirlit INNGANGUR 3 ABSTRAKTMYNDIR 3 Þrír málarar abstrakt

More information

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 50. TBL 2. ÁRG. FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2011 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ fyrst&fremst Þegar ritstjóri

More information

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Útg. Dags. Höf. Rýnir Samþykkur Lýsing 3 11/01 2006 GG EH Lokaskýrsla II 2 21/12 2005 GG SvSv Lokaskýrsla I 1 15/12 2005 GG Uppkast 1

More information

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa Efnisyfirlit Þróun félagsauðs í grannríkjunum Bandaríkin Skandinavía Meginland Evrópu Þróunin á Íslandi Félagsþátttaka Frumtengsl Félagsrof Félagsauður,

More information

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Jón Viðar Jónmundsson 1 og Emma Eyþórsdóttir 2 1 Bændasamtökum Íslands 2 Rannsóknarstofnun landbúnaðarins/lbh á Hvanneyri Inngangur Fyrsta

More information

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild Háskólabrú fjarnám Bókalisti vorönn 2019 2. önn Félagsvísinda- og lagadeild Upplýsingatækni og tölfræði: Kennslubók í Excel 2016. Höfundar: Hallur Örn Jónsson og Óli Njáll Ingólfsson Stærðfræði 3: Stærðfræði

More information

Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software.

Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software. Heimildaskrá Ritaðar heimildir Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software. Bændasamtök Íslands (2005). Hagtölur

More information

Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar Frambjóðendur. Multicultural Council of Reykjavik Candidates

Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar Frambjóðendur. Multicultural Council of Reykjavik Candidates Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar Frambjóðendur Multicultural Council of Reykjavik Candidates Aleksandra Chlipala Hversu lengi búið á Íslandi: Have been a resident of Iceland: Pólsk Polish aleksandrachlipala@gmail.com

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Grafísk hönnun og hip-hop Þróun umslagahönnunar í hip-hop tónlist

Grafísk hönnun og hip-hop Þróun umslagahönnunar í hip-hop tónlist Grafísk hönnun og hip-hop Þróun umslagahönnunar í hip-hop tónlist Daði Oddberg Einarsson Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Desember 2016 Grafísk hönnun og hip-hop

More information

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík Notkun merkis Veðurstofu Íslands Veðurstofa Íslands Bústaðavegur 9 150 Reykjavík +354 522 60 00 +354 522 60 01 vedur@vedur.is Maí 2009 2 Efnisyfirlit Merki 3 Litanotkun 5 Merki í fleti 6 Stærð merkisins

More information

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2.

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2. Reykjavík, 15. maí 2017 R17050061 110 Borgarráð Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2. júní 2017 Fyrirhuguð er opinber

More information

HVERNIG Á AÐ META ÁHÆTTU?

HVERNIG Á AÐ META ÁHÆTTU? 85 HVERNIG Á AÐ META ÁHÆTTU? Það er hægt að mæla áhættu og minnka hana. Árið 1988 var ávöxtun á hlutabréfum Flugleiða 47,2% en þremur árum síðar, árið 1991, var hún neikvæð um 11,9%. Ávöxtun spariskírteina

More information

Hugvísindasvið. Lesið í landið. Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag. Ritgerð til B.A.-prófs. Ásta Hermannsdóttir

Hugvísindasvið. Lesið í landið. Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag. Ritgerð til B.A.-prófs. Ásta Hermannsdóttir Hugvísindasvið Lesið í landið Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag Ritgerð til B.A.-prófs Ásta Hermannsdóttir Janúar 2011 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Fornleifafræði Lesið í landið

More information

Félags- og mannvísindadeild

Félags- og mannvísindadeild Félags- og mannvísindadeild BA-ritgerð Félagsfræði Dagblaðalestur íslenskra ungmenna Sylvía Rut Sigfúsdóttir Janúar 2010 Félags- og mannvísindadeild BA-ritgerð Félagsfræði Dagblaðalestur íslenskra ungmenna

More information

Notkun á dýrum í listsköpun: Dýr sem list og list sem dýr

Notkun á dýrum í listsköpun: Dýr sem list og list sem dýr Notkun á dýrum í listsköpun: Dýr sem list og list sem dýr Listamaðurinn Heimir Björgúlfsson Svana Björg Ólafsdóttir Ritgerð til BA-prófs í listfræði Maí 2016 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Háskóli Íslands

More information

Að störfum í Alþjóðabankanum

Að störfum í Alþjóðabankanum Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, útgáfa 2007-2008 Að störfum í Alþjóðabankanum Jónas H. Haralz JEL flokkun: G21, G28, N16, N26, N46 Lykil hugtök: Alþjóðabankinn, Suður-Ameríka, efnahagsmál, hagsaga,

More information

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Þórólfur Guðnason yfirlæknir Sóttvarnalæknir, Embætti landlæknis Nóvember 2014 Gastegundir frá eldgosum >95% H 2 O, CO 2 SO 2

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 18. TBL 2. ÁRG. FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 2011 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ ÍSLENSKA SIA.IS ICE 54848 05/11 GÓÐIR

More information

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Sérfræðingur í persónurétti Yfirlit Stóra myndin Skyldur GDPR Aðlögunarferli Áskoranir og praktísk ráð 2 3 Yfirlit: Hvað er GDPR?» GDPR

More information

Birtingarmynd ofbeldis í kvikmyndum Brian De Palma

Birtingarmynd ofbeldis í kvikmyndum Brian De Palma Hugvísindasvið Birtingarmynd ofbeldis í kvikmyndum Brian De Palma Blóði drifin atriði, framsetning kvenna og myndræn sýn kvikmyndahöfundarins Ritgerð til B.A.-prófs Theodór Guðmundsson Janúar 2010 Háskóli

More information

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn -

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM Schengen ráðstefna 6. október 2011 - Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - Áherslur - Lögreglan á Suðurnesjum - Framkvæmd landamæraeftirlits - Umhverfið - Álag á Ísland

More information

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Klettafjöllin og Grand Canyon 1 Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Kristbjörg María Guðmundsdóttir Eitt af fallegustu handverkum náttúruaflanna er án efa að finna í vesturhluta Norður-Ameríku.

More information

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gylfi Magnússon Viðskiptafræðideild Ritstjóri Ingjaldur Hannibalsson Rannsóknir í félagsvísindum XIII. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2012 Reykjavík:

More information

Tónlistin í þögninni

Tónlistin í þögninni Hugvísindasvið Tónlistin í þögninni Austræn og vestræn áhrif í tónlist Joe Hisaishi við teiknimyndir Hayao Miyazaki Ritgerð til BA-prófs í Japönsku máli og menningu Helga Ragnarsdóttir Maí 2012 Háskóli

More information

Vaxtarsaga Marel. Snjólfur Ólafsson og Auður Hermannsdóttir

Vaxtarsaga Marel. Snjólfur Ólafsson og Auður Hermannsdóttir Vaxtarsaga Marel Snjólfur Ólafsson og Auður Hermannsdóttir Alþjóðlegur vöxtur íslenskra fyrirtækja og erlendar fjárfestingar síðustu ára hafa vakið mikla athygli hér á landi og víðar. Grein þessi varpar

More information

Beethoven og tæknikröfur. píanósónötu nr. 26 Les Adieux. Elín Arnardóttir

Beethoven og tæknikröfur. píanósónötu nr. 26 Les Adieux. Elín Arnardóttir Beethoven og tæknikröfur píanósónötu nr. 26 Les Adieux Elín Arnardóttir Listaháskóli Íslands Tónlistardeild Píanó Beethoven og tæknikröfur píanósónötu nr. 26 Les Adieux Elín Arnardóttir 2013 Útdráttur

More information

Hugvísindasvið. Gömlu bíóin. Greinargerð um gerð sýningar

Hugvísindasvið. Gömlu bíóin. Greinargerð um gerð sýningar Hugvísindasvið Gömlu bíóin Greinargerð um gerð sýningar Ritgerð til MA-prófs í hagnýtri menningarmiðlun Birgir Pétur Þorsteinsson Janúar 2016 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Hagnýt menningarmiðlun Gömlu

More information

Sundráð ÍRB Fréttabréf Ágúst 2011

Sundráð ÍRB Fréttabréf Ágúst 2011 Eldri hópur er hópur sem Ant kom á og frábær nýung fyrir þá sem vilja æfa sund en hafa ekki tíma né áhuga til að vera í afrekssundi. Þetta er frábær vettvangur fyrir þá sem vilja æfa undir topp leiðsögn

More information

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Svíþjóð - stjórnsýslan Þrjú formleg stjórnsýslustig Sveitarfélög, 290 talsins (Local level) Lén, 20 talsins (Regional level) Landsstjórn, 349 þingmenn (National

More information

Ferðalag áhorfandans

Ferðalag áhorfandans Sviðslistadeild Sviðshöfundabraut Ferðalag áhorfandans Rannsókn á tengslum og birtingarmyndum ritúals og innlimunarleikhúss í Djöfulgangi eftir Kviss Búmm Bang Ritgerð til BA prófs á Sviðshöfundabraut

More information

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg.

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg. STO FNA Ð 1945 VESTANPÓSTUR Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg. Meðal efnis: Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi VESTANPÓSTUR 2006 Ábyrgðarmaður: Guðfinnur Kjartansson

More information

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna Samanburðarrannsókn nóvember 2012 Ari Klængur Jónsson www.mcc.is Árnagötu 2-4 400 Ísafjörður Sími: 450-3090 Fax: 456-0215 mcc@mcc.is 1 Velferðarráðuneytið

More information

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi í norðaustanverðu Atlantshafi Jóhann Sigurjónsson Hafrannsóknastofnun Grand Hótel, Reykjavík, 21.-22. nóvember 2013 Efni erindis Deilistofnar Ástand og horfur Uppsjávar þríeykið Norsk-íslensk síld-kolmunni-makríll

More information

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ / 1004720-1004720-3-ABC 2.1.2018 09::16 Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær»»» Reykjavík/HÍ 06:42 06:44 06:45 06:47 06:51 06:52 06: 07:17 07:18 07:22 07:28 07:29 07:31 07:32 07:34 07:36 07:38

More information

Horizon 2020 á Íslandi:

Horizon 2020 á Íslandi: Horizon 2020 á Íslandi: - Árangur Íslands í Horizon2020 - Hvernig getur Rannís veitt ykkur aðstoð? Kristmundur Þór Ólafsson Alþjóðasvið Rannís Landstengiliður (NCP) fyrir H2020 Hvað er H2020? Rammaáætlun

More information

Hugvísindasvið. Ljósmyndadagar. Ritgerð til M.A.- prófs. Svava Lóa Stefánsdóttir

Hugvísindasvið. Ljósmyndadagar. Ritgerð til M.A.- prófs. Svava Lóa Stefánsdóttir Hugvísindasvið Ljósmyndadagar Ritgerð til M.A.- prófs vava Lóa tefánsdóttir Maí 2012 Háskóli Íslands agnfræði- og heimspekideild Hagnýt menningarmiðlun Ljósmyndadagar Ritgerð til M.A.- prófs vava Lóa tefánsdóttir

More information

Sala á sjávarafurðum.l Bandaríkjanna 2016

Sala á sjávarafurðum.l Bandaríkjanna 2016 UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ Sala á sjávarafurðum.l Bandaríkjanna 2016 Hlynur Guðjónsson Aðalræðismaður og viðskiptafulltrúi Markaðurinn ECONOMICS The U.S. economy underperformed vs forecasts the 1 st quarter of

More information

BSc. ritgerð. Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga

BSc. ritgerð. Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga BSc. ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga Eva Úlla Hilmarsdóttir Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Þórhallur Örn Guðlaugsson Febrúar

More information

Viftur. Það borgar sig að nota það besta! Bíla- og vélavörur...sem þola álagið! Höfundar efnis í þessu blaði: Bogi Baldursson.

Viftur. Það borgar sig að nota það besta! Bíla- og vélavörur...sem þola álagið! Höfundar efnis í þessu blaði: Bogi Baldursson. Höfundar efnis í þessu blaði: Bogi Baldursson Þá er þetta annað tölublað Mótor & Sport orðið að veruleika og viljum við þakka fyrir allar þær hringingar og tölvupósta sem okkur hafa borist. Miðað við viðtökurnar

More information

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014 FLUGTÖLUR 2014 INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014 Flugvöllur 2013 2014 Br. 14/13 Hlutdeild Reykjavík 338.278 328.205-3,0% 48,6% Akureyri 178.231 172.106-3,4% 25,5% Egilsstaðir 91.561

More information

UNGT FÓLK BEKKUR

UNGT FÓLK BEKKUR UNGT FÓLK 16 8.. BEKKUR Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun, heilsuhegðun, heilsuvísar, líðan og framtíðarsýn ungmenna í framhaldsskólum á Íslandi. ÆSKULÝÐSRANNSÓKNIR FRÁ 1992 Ungt fólk 16 Grunnskólar

More information

Tengsl fæðingardags á brottfall úr knattspyrnu Hjá 4. flokki karla og kvenna

Tengsl fæðingardags á brottfall úr knattspyrnu Hjá 4. flokki karla og kvenna Hjá 4. flokki karla og kvenna Jakob Leó Bjarnason og Vilberg Sverrisson Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.S. -gráðu í íþróttafræði við Háskóla Íslands, menntavísindasvið maí 2009 Ágrip Aðalmarkmið

More information

Háskólabrú- staðnám. Bókalisti - Vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Háskólabrú- staðnám. Bókalisti - Vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild Háskólabrú- staðnám Bókalisti - Vorönn 2018-2. önn Félagsvísinda- og lagadeild Upplýsingatækni og tölfræði: Kennslubók í Excel 2016. Höfundar: Hallur Örn Jónsson og Óli Njáll Ingólfsson Stærðfræði 3: Stærðfræði

More information

Lokaorð Heimildaskrá Viðauki I Myndaskrá Viðauki II... 40

Lokaorð Heimildaskrá Viðauki I Myndaskrá Viðauki II... 40 Ágrip Íslenskar barnateikningar á upplýsingaöld hafa ekki fengið verðskuldaða athygli. Þær eru dýrmætir upplýsingagjafar um þroskastig, hugarheim, áhugamál, upplifanir og reynslu einstaklinga, innsýn í

More information

JÓHANNES BJÖRN. Falið vald. Kúnst

JÓHANNES BJÖRN. Falið vald. Kúnst JÓHANNES BJÖRN Falið vald Kúnst 1979, 2009 Jóhannes Björn Lúðvíksson ISBN 978-9979-70-580-2 IV. Þangað sem auðurinn streymir Þegar talað er um eigendur alþjóðlegra banka og margar undirtyllur þeirra, verður

More information

Saga fyrstu geimferða

Saga fyrstu geimferða Lokaverkefni 2015 Réttarholtsskóli Saga fyrstu geimferða Arnar Freyr Jónsson og Oddur Kjartansson 10.FG Hópur 26 Geimöldin Árið 1957 hófst hin svokallaða geimöld sem síðar átti eftir að verða frumkvöðullinn

More information

Sundráð ÍRB Fréttabréf Desember 2011

Sundráð ÍRB Fréttabréf Desember 2011 í 15 Íslandsmet sem 5 aðilar náðu og þetta er aðeins í einstaklingsgreinum, boðsund ekki talin með. Í ár erum við nýja stefnu varðandi flutning á milli hópa og núna þegar kemur að fyrstu tilfærslu hafa

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 16. TBL 2. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 2011 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ fyrst&fremst Betri er lítill fiskur

More information

Lífsfylling HRÓBJARTUR ÁRNASON. Kristín Aðalsteinsdóttir. (2013). Lífsfylling: Nám á fullorðinsárum. Akureyri: Háskólinn á Akureyri. 196 bls.

Lífsfylling HRÓBJARTUR ÁRNASON. Kristín Aðalsteinsdóttir. (2013). Lífsfylling: Nám á fullorðinsárum. Akureyri: Háskólinn á Akureyri. 196 bls. Uppeldi og menntun 22. árgangur 1. hefti 2013 HRÓBJARTUR ÁRNASON MENNTAVÍSINDASVIÐI HÁSKÓLA ÍSLANDS Lífsfylling Kristín Aðalsteinsdóttir. (2013). Lífsfylling: Nám á fullorðinsárum. Akureyri: Háskólinn

More information

Gleðilega hátíð. JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA. Landsbankinn landsbankinn.is

Gleðilega hátíð. JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA. Landsbankinn landsbankinn.is REYKJAVIK PRIDE 2. 7. ÁGÚST FREE COPY HINSEGINDAGAR.IS Gleðilega hátíð JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA Landsbankinn landsbankinn.is 410 4000 VELKOMIN Á HINSEGIN DAGA 2016 WELCOME TO REYKJAVIK PRIDE 2016 Sagan

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 20. TBL 3. ÁRG. FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2012 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ LANGAR ÞIG AÐ KOMAST FRÍTT Á STÆRSTA

More information

Brennisteinsvetni í Hveragerði

Brennisteinsvetni í Hveragerði Þróun 2014-022 Reykjavík, september 2014 Brennisteinsvetni í Hveragerði September 2012 mars 2014 Snjólaug Ólafsdóttir EBS-411-01 Útgefandi: Orkuveita Reykjavíkur Útgáfudagur: September 2014 Umsjón og ábyrgð:

More information

Nú ber hörmung til handa

Nú ber hörmung til handa Nú ber hörmung til handa Viðhorf til múslima og áform um mosku í Reykjavík Kolbrá Höskuldsdóttir Lokaverkefni til MA gráðu í Hagnýtri þjóðfræði Félagsvísindasvið Nú ber hörmung til handa Viðhorf til múslima

More information

Hin grátandi kona. Kynjafræðileg aðferðafræði og verk Doru Maar og Picasso. Ritgerð til BA- prófs í listfræði

Hin grátandi kona. Kynjafræðileg aðferðafræði og verk Doru Maar og Picasso. Ritgerð til BA- prófs í listfræði Hin grátandi kona Kynjafræðileg aðferðafræði og verk Doru Maar og Picasso Ritgerð til BA- prófs í listfræði Maríanna Jónsdóttir Janúar 2016 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Listfræði Hin grátandi kona Kynjafræðileg

More information

Einmana, elskulegt skrímsli

Einmana, elskulegt skrímsli Hugvísindasvið Einmana, elskulegt skrímsli Birtingarmyndir forynja í Bjólfskviðu Ritgerð til BA-prófs í Almennri Bókmenntafræði Helga Guðmundsdóttir Maí 2014 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Almenn Bókmenntafræði

More information

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016 FLUGTÖLUR 216 INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 216 Flugvöllur 215 216 Br. 16/15 Hlutdeild Reykjavík 348.24 377.672 8,5% 5,4% Akureyri 17.897 183.31 7,3% 24,5% Egilsstaðir 89.79 93.474 4,9%

More information

LV Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar

LV Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar LV-2014-021 Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar Mælingar með samanburði á gervitunglamyndum frá 2002, 2010 og 2012 Lykilsíða Skýrsla LV nr: LV 2014 021 Dags: 19.02.2014

More information

Háskólaprentun Reykjavík 2015

Háskólaprentun Reykjavík 2015 Háskólaprentun Reykjavík 2015 Inngangur Hugmyndin að verkefninu kviknaði þegar við fórum að velta fyrir okkur hvernig tískan hefur verið í gegnum tíðina og hvernig hún hefur breyst hjá unglingum undanfarna

More information

Fjölmenning á Íslandi Maí Greinagerð Esja Jeanne Jónsdóttir

Fjölmenning á Íslandi Maí Greinagerð Esja Jeanne Jónsdóttir Fjölmenning á Íslandi Maí 2018 Greinagerð Esja Jeanne Jónsdóttir Multicultural Iceland May 2018 In Icelandic the word menning (culture) does not exist in the plural form yet at the same time Icelandic

More information

Hægra heilahvels málstol Sjúkratilfelli

Hægra heilahvels málstol Sjúkratilfelli Hægra heilahvels málstol Sjúkratilfelli Sigríður Magnúsdóttir talmeinafræðingur Ester Sighvatsdóttir íslenskufræðingur Lykilorð: heilablóðfall, hægra heilahvels málstol, aðblástur. Talmeinaþjónustu Landspítala

More information

Ofurhugi - Nóvember Ellefu titlar á ÍM 25

Ofurhugi - Nóvember Ellefu titlar á ÍM 25 Ofurhugi - Nóvember 2018 Ellefu titlar á ÍM 25 Sundfólk ÍRB stóð sig afar á Íslandsmeistarmótinu í 25m laug. Mótið var bæði íslandsmót fatlaðara og ófatlaðra en úrslitin hjá fötluðum voru synt í undanrásunum

More information

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 I GENERAL INFORMATION ABOUT THE SCHOOL 1. Describe the school and its surroundings very

More information

KENNSLULEIÐBEININGAR

KENNSLULEIÐBEININGAR Þorsteinn Helgason Miðaldafólk á ferð KENNSLULEIÐBEININGAR Efnisyfirlit Til kennara.... 3 Fólk á ferð á miðöldum... 4 Guðríður Þorbjarnardóttir... 6 Pílagrímar og krossfarar.... 8 Silkileiðin og Markó

More information