Í 75 ár! Kópavogsbær 60 ára. Sjálfsstjórnarréttur sveitarfélaga 3. TBL. 75. ÁRGANGUR 2015

Size: px
Start display at page:

Download "Í 75 ár! Kópavogsbær 60 ára. Sjálfsstjórnarréttur sveitarfélaga 3. TBL. 75. ÁRGANGUR 2015"

Transcription

1 Í 75 ár! 3. TBL. 75. ÁRGANGUR 2015 Kópavogsbær 60 ára Sjálfsstjórnarréttur sveitarfélaga 1

2 27 WQHD tölvuskjár með USB hub LS27D850 Upplausn: 2560 x 1440 Birta: 350 cd/m2 / Skerpa: mega (1.000:1) Tengingar: 1x Dual link DVI, 1x HDMI, 1x Display port, USB hub 1-4 Verð: UHD tölvuskjár með USB hub LU32D97 Upplausn: 3840 x K Birta: 350 cd/m2 / Skerpa: mega (1.000:1) Tengingar: 2x Display port, 1x HDMI, heyrnatól, USB hub 1-4 Verð: UHD tölvuskjár LU28D590 Upplausn: 3840 x K Birta: 370 cd/m2 / Skerpa: mega (1.000:1) Tengingar: 1x Display port, 2x HDMI, heyrnatól Verð: Tölvuskjáir & prentarar 27 VA tölvuskjár Curved LS27D590C Upplausn: 1920 x 1080 Birta: 350 cd/m2 / Skerpa: mega (3.000:1) Tengingar: 1x VGA, 1x HDMI, 1x Display port Verð: PLS tölvuskjár LS27D590 Upplausn: 1920 x 1080 Birta: 300 cd/m2 / Skerpa: mega (1.000:1) Tengingar: 1x VGA, 1x HDMI, 1x Display port Verð: Laser prentari svarthvítur M2022 Prenthraði: allt að 20 bls/mín Fyrsta síða út: 8,5 sek Upplausn: 1200 x 1200 dpi Pappírsbakki: 150 blöð / Þráðlaus nettenging Verð Fjölnotaprentari litur C460FW Prentun skönnun - ljósritun Prenthraði: allt að 19 bls/mín Fyrsta síða út: 14 sek / Upplausn: 2400 x 600 dpi Pappírsbakki: 150 blöð / Þráðlaus nettenging Verð Laser prentari litur C1810W Prenthraði: allt að 19 bls/mín Fyrsta síða út: 6 sek eða minna Upplausn: 9600 x 600 dpi Pappírsbakki: 250 blöð/ Þráðlaus nettenging Verð FYRIR HEIMILIN Í LANDINU lágmúla 8 SÍmi ormsson.is SÍÐUmúla 9 SÍmi samsungsetrid.is

3 PIPAR\TBWA SÍA Njóttu lífsins í sundlaugum Kópavogs Opið virka daga: um helgar: Sundlaug Kópavogs Borgarholtsbraut Sími Sund er dásamleg líkamsrækt, hvort sem þú vilt ná þér í holla hreyfingu, slökun og vellíðan í þægilegu umhverfi eða bara busla og skemmta þér! Sundlaug Kópavogs og Sundlaugin Versölum bjóða frábæra aðstöðu, vatnsrennibrautir og heita potta. Komdu í sund! Sundlaugin Versölum Versölum 3 Sími kopavogur.is

4 Efnisyfirlit Út gef andi: Sam band ís lenskra sveit ar fé laga Borgartúni 30, 5. hæ 105 Reykja vík Sími: sam band.is ISSN Rit stjór ar: Magn ús Kar el Hann es son (ábm.) magn band.is Bragi V. Berg mann Rit stjórn: Fremri Almannatengsl Þórsstíg Ak ur eyri Símar: og bragi@fremri.is Bla amaður: Þór ur Ingimarsson - thordingimars@gmail.com Aug l s ing ar: P. J. Marka s- og augl singaþjónusta Sím ar: & pj@pj.is Um brot: Fremri Almannatengsl Þórsstíg Ak ur eyri Prent un: Prentmet Dreif ing: Pósthúsið Forsí an: Blaðið að þessu sinni er að verulegu leyti tileinkað 60 ára afmæli Kópavogsbæjar. Myndin sýnir unga Kópavogsbúa á þeirri veglegu afmælishátíð sem haldin var í Kórnum í Kópavogi í lok síðasta mánaðar. Ef maður lítur yfir farinn veg í sextíu ár þá hefur Kópavogsbær elst vel og ég fæ ekki annað séð en önnur björt 60 sextíu ár séu fram undan, segir Ármann Kr. Ólafsson. Þessi kynslóð á ef til vill eftir að taka þátt í næsta tímaskeiði í sögu Kópavogs. 5 Forystugrein Sjálfsstjórnarréttur sveitarfélaga Halldór Halldórsson 6 Hörð gagnrýni á flugvallarfrumvarpið 8 Akureyri stefnir að kolefnishlutleysi 8 Um 450 störf skapast 10 Kópavogsbær 60 ára 10 Kópavogur á spjöldum sögunnar 11 Byggð rís á 20. öld 12 Kaupstaðarréttindi Framfaraskeið eftir Kópavogur er miklu meira en gamli bæjarhlutinn 18 Bær verður til 18 Barnamenningarhátíð í Kópavogi 20 Kópavogur hefur elst vel 25 Ný menningarstefna í Kópavogsbæ 25 Samstarf gegn heimilisofbeldi 25 Reksturinn á réttri leið Tímaritið Sveitarstjórnarmál kemur út 8 sinnum á ári. Áskriftarsíminn er Eru hraðlest og léttlestir það sem koma skal? 26 Nýja ráðgjafarnefndin kemur saman 4

5 Forystugrein Sjálfsstjórnarréttur sveitarfélaga Í stefnumörkun Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir árin , sem er yfirstandandi kjörtímabil í sveitarstjórnum, er ákvæði um sjálfsstjórnarrétt sveitarfélaganna á Íslandi undir kafla um meginmarkmið og leiðarljós: Sveitarstjórnarstigið og sjálfsstjórn sveitarfélaga 1.1 Sterk staða sveitarstjórnarstigsins er ein meginstoð velferðar íbúanna. 1.2 Sveitarstjórnarstigið á að vera hornsteinn lýðræðis og mannréttinda. 1.3 Sjálfstjórn sveitarfélaga skal viðurkennd og tryggð í reynd á grundvelli ákvæða í landslögum, stjórnarskrá og sáttmála Evrópuráðsins um sjálfstjórn sveitarfélaga. 1.4 Skipulagsvaldið er einn af hornsteinum sjálfstjórnarréttar sveitarfélaganna sem skal virða. Svipað orðalag hefur verið í eldri stefnum sem hafa, rétt eins og núgildandi stefna, verið samþykktar á landsþingum þar sem fulltrúar allra sveitarfélaga á Íslandi eiga sæti. Sveitarstjórnarfólk hringinn í kringum landið hefur alla tíð lagt mikla áherslu á að staðinn sé vörður um sjálfsstjórnarrétt sveitarfélaganna. Stefnumörkun sambandsins er þess vegna grunnskjal stjórnar og starfsmanna. Það er stefnan sem okkur er ætlað að vinna eftir. Og það er nauðsynlegt að hafa svo skýra stefnu sem þarna er um að ræða því oft í viku þurfum við að taka afstöðu til mála sem varða sveitarstjórnarstigið í samskiptum við Alþingi og ríkisstjórn. Ekki er mögulegt að taka upp símann og hringja í 74 sveitarfélög hverju sinni heldur er farið í stefnumörkunina og þaðan kemur svarið. Ef eitthvað er óljóst sker stjórn að sjálfsögðu hverju sinni úr málum. Það er ekkert óljóst í okkar huga varðandi skipulagsvaldið og því hefur Samband íslenskra sveitarfélaga lagst gegn öllum hugmyndum um skerðingu þess, hvort sem það hefur verið í gegnum landsskipulagsstefnu, raflínulagnir, vegamál eða Reykjavíkurflugvöll. Hins vegar höfum við ávallt verið eins lausnamiðuð í þessum málum og okkur er fært því vissulega hafa komið upp mál þar sem þarf að horfa til heildarinnar en ekki þröngt afmarkaðra hagsmuna. Við erum jú hluti af heild, íslenskri þjóð sem þarf á því að halda að sameiginlegir hagsmunir séu virtir. Þegar slík mál koma upp reynum við að fara samningaleiðir og fá einstök sveitarfélög jafnvel að því borði. Landsskipulagsstefnan er t.d. frekar ný fyrir okkur öllum og þess vegna skynsamlegt að fara varlega af stað og leita samningaleiða varðandi það sem skilgreint er sem sameiginlegir hagsmunir. Mikil umræða er um Reykjavíkurflugvöll og hefur lengi verið. Frumvarp um að taka skipulagsvaldið af Reykjavík, Akureyri og Fljótsdalshéraði er nýkomið út úr nefnd og mun fara til umræðu og afgreiðslu í þingsal Alþingis. Það er mjög langt gengið þegar svipta á þrjú sveitarfélög rétti til skipulags yfir stórum landssvæðum þar sem flugvellir eru. Aðalástæðan er vitanlega sú að höfuðborgin hefur ákveðið í aðalskipulagi sínu að miðstöð innanlandsflugsins skuli fara úr Vatnsmýri eigi síðar en árið 2024 og hefur það vakið miklar deilur og eðlilega umræðu um hvort hlutverk höfuðborgar sé nógu skýrt, a.m.k. hjá núverandi borgarstjórn. Það er full ástæða til að minna sveitarstjórnir á ábyrgð sína gagnvart samfélaginu öllu en ekki bara horfa á þrönga hagsmuni í skipulagsmálum sem öðrum málum. Það er hins vegar engin lausn fólgin í því að taka skipulagsvaldið til Alþingis. Þar geta líka verið mismunandi skoðanir og afstaða til hlutanna eftir því hvaða flokkar veljast í meirihluta hverju sinni. Halldór Halldórsson formaður Vantar þig dælu? Við höfum úrvalið Stórar dælur - Litlar dælur Góðar dælur - Öruggar dælur Gæði - Öryggi - Þjónusta Danfoss hf Skútuvogi Reykjavík Sími

6 Fréttir Samband íslenskra sveitarfélaga hefur veitt umsögn um frumvarp sem lagt er fram af 15 stjórnarþingmönnum, þar sem lagt er til að ábyrgð á skipulags- og byggingarmálum á Reykjavíkurflugvelli færist frá Reykjavíkurborg til Alþingis. Nú hefur flugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum verið bætt í frumvarpið þar sem lagt er til að ríkið taki yfir skipulagsvald þeirra. Hörð gagnrýni kemur fram í umsögninni á efni frumvarpsins og er það m.a. talið fara í bága við meginreglu stjórnskipunarréttar um þrískiptingu ríkisvalds. Sambandið telur jafnframt ótímabært að löggjafinn fjalli um svo alvarlegt inngrip í skipulagsvald á Reykjavíkurflugvelli í ljósi þess að nefnd, sem á að skila tillögum til innanríkisráðherra um framtíðarstaðsetningu flugvallarins, er enn að störfum. Takmörkun á sjálfsstjórnarrétti Í umsögn sambandsins um frumvarpið kemur fram að frumvarpið gefi tilefni til þess að árétta hugmyndir sem sambandið hefur sett fram um að við næstu endurskoðun á stjórnarskránni verði bætt inn sérstökum kafla um stjórnskipulega stöðu sveitarfélaga. Mætti þar hafa hliðsjón af nýlegum ákvæðum í sænsku stjórnarskránni, m.a. nýju ákvæði sem Tvær flugvélar Flugfélags Íslands á hlaðinu við flugstöðina á Reykjavíkurflugvelli. Hörð gagnrýni á flugvallarfrumvarpið kveður á um að við takmörkun á sjálfstjórnarrétti sveitarfélaga megi ekki ganga lengra en nauðsynlegt er til að ná því markmiði sem að er stefnt. Miklir hagsmunir fyrir Reykjavíkurborg Í umsögninni er bent á að í gildi eru samningar milli ríkisins og borgarinnar um Reykjavíkurflugvöll. Eins og fram kemur í umsögn Reykjavíkurborgar um sama mál virðist frumvarpið fara gróflega í bága við þá samninga. Sérfræðinga sambandsins rekur ekki minni til þess að löggjafinn hafi áður talið koma til álita að ógilda með lögum slíka samninga. Eins og bent er á í umsögn borgarinnar eru miklir hagsmunir í húfi og átelur sambandið þá léttúð gagnvart ábyrgum samskiptum ríkis og sveitarfélaga sem framlagning frumvarpsins sýnir. Jafnframt eru líkur á því að frumvarpið skapi ríkinu bótaskyldu gagnvart Reykjavíkurborg og einkaaðilum sem eiga hagsmuna að gæta á flugvallarsvæðinu. Alvarlegir annmarkar Úr flugstöðinni á Reykjavíkurflugvelli. Flugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum hefur nú verið bætt inn í hið umdeilda frumvarp. Myndin er tekin á Akureyri. Myndir: BB. Í umsögninni er bent á að við gerð frumvarpsins hafi ekki verið gætt nægilega vel að samræmi við lög um mannvirki og skipulagslög. Í umsögninni er jafnframt bent á fleiri augljósa annmarka. Samband íslenskra sveitarfélaga telur að ekki geti komið til álita að frumvarpið verði samþykkt, enda séu á því augljósir og alvarlegir annmarkar eins og rakið er í umsögninni. 6

7 7

8 Stefnt er að því að Akureyrarkaupstaður geti orðið kolefnishlutlaust sveitarfélag í náinni framtíð. Þegar hefur verið stofnað fyrirtæki þar sem vinna á að þessu markmiði. Nefnist fyrirtækið Vistorka ehf. og er í eigu bæjarfélagsins. Ætlunin er að hefja undirbúning og ráðast í aðgerðir sem geta stuðlað að því að minnka kolefni, einkum með því að endurvinna úrgang sem fellur til í bæjarfélaginu, auka þátt umhverfisvænna samgangna, efla skógrækt sem og matjurtaræktun heimila. Að draga úr kolefni í andrúmslofti snýst fyrst og fremst um að jafna út það magn koldíoxíðs sem leyst er út í andrúmsloftið með því að beisla það á aðra vegu, svo sem með skógrækt og endurnýtingu á orku. Ekki er gert ráð fyrir að þær aðgerðir sem gripið verður til þess að draga úr losun kolefnis þurfi að vera íþyngjandi fyrir íbúa viðkomandi staða. Á Akureyri hefur þegar verið gripið til minni aðgerða í þessu sambandi. Skógrækt á svæðinu mun nýtast og ný vatnsaflsvirkjun á Glerárdal mun duga til þess að knýja um rafmagnsbíla í bænum. Um 30% eftir til að ná markmiðinu Talið er að á meginlandi Evrópu losi bæjarfélög af sambærilegri stærð og Akureyri, með um 20 þúsund íbúa, um 100 milljónir kílóa af koldíoxíði á ári en þar eru kol, olía og gas aðallega notuð sem orkugjafar. Fréttir Akureyri stefnir að kolefnishlutleysi Akureyringar flokka lífrænan úrgang og búa til úr honum áburð. Að draga úr kolefni í andrúmslofti snýst fyrst og fremst um að jafna út það magn koldíoxíðs sem leyst er út í andrúmsloftið. Myndin er tekin í göngugötunni á Akureyri. Nú þegar er öll upphitun húsnæðis á Akureyri með jarðvarma og raforkunotkunin er einnig kolefnisfrí. Vegna þessa áætla sérfræðingar að lækka megi þessa tölu hvað varðar Akureyri um 57 milljónir kílóa ári. Akureyringar flokka einnig lífrænan úrgang og búa til úr honum áburð og því lækkar talan enn frekar. Talið er að aðeins um 30 milljónir kílóa séu eftir til að ná markmiðinu að gera bæjarfélagið kolefnishlutlaust. Þessar 30 milljónir kílóa eru fyrst og fremst afleiðingar samgangna. Um 450 störf skapast á Grundartanga Fulltrúar Faxaflóahafna og bandaríska iðn-fyrirtækisins Silicor Materials hafa undirritað samninga um lóð, lóðarleigu og afnot af höfn vegna fyrirhugaðrar sólarkísilverksmiðju á Grundartanga. Theresa Jester, forstjóri Silicor Materials og Gísli Gíslason, framkvæmdastjóri Faxaflóa-hafna, undirrituðu samninginn fyrir hönd Silicor og Faxaflóahafna. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík og Skúli Þórðarson, sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar, vottuðu undirritunina. Stefnt er á að hefja framkvæmdir haustið 2015 og framleiðslu síðari hluta árs Áætlað er að um 450 manns starfi á Grundartanga á vegum Silicor. 8 Skúli Þórðarson, Theresa Jester, Gísli Gíslason og Dagur B. Eggertsson undirrita samningana.

9 Fjölbreytt úrval af Zero Turn sláttuvélum með uppsafnara Sterkar og öflugar sláttuvélar og vélorf í erfiða vinnu Framúrskarandi fyrirtæki Eigum einnig Lynex hallasláttuvél sem getur slegið í allt að 75 gráðu halla Vetrarsól ehf Askalind Kópavogur Sími:

10 Kópavogsbær 60 ára Kópavogur á spjöldum sögunnar Einn af stórum atburðum Íslandssögunnar fór fram í Kópavogi. Er það erfðahyllingin árið 1662 sem oft hefur verið kennd við staðinn og kölluð Kópavogsfundurinn. Þar voru Íslendingar látnir sverja Danakonungi eið og samþykkja erfðaveldi hans. Erfðahyllingin átti sér rætur í atburðum sem orðið höfðu í Danmörku árin á undan. Á árunum 1657 til 1659 geisaði stríð á milli Dana og Svía og Danir misstu öll lönd sín austan Eyrarsunds. Umsátri Svía um Kaupmannahöfn var hrundið að miklu leyti af borgurum bæjarins. Eftir stríðið var fjárhagur ríkisins í molum og þótti mörgum tímabært að aðallinn sem var skattfrír tæki á sig skattbyrði enda hefði hann brugðist sem landvarnarmenn en það hlutverk hafði aðallinn á hendi gegn skattfríðindum. Konungseinveldi samþykkt á Kópavogsfundinum Þegar aðalsmenn neituðu að gerast skattgreiðendur á stéttaþingi árið 1660 tóku Þetta er ekki Kópavogsfundurinn árið 1662, enda engin mynd til frá honum, en þarna eru ungir Kópavogsbúar samankomnir. Myndin gæti verið frá 17. júní hátíðarhöldum ef mið er tekið af klæðaburði barnanna eða ef til vill á sumardaginn fyrsta um það leyti sem Kópavogur fékk kaupstaðarréttindi. Séð yfir Kópavogshálsinn og Fossvogsdalinn yfir til Reykjavíkur. Hamraborgin er að mestu byggð. konungur og borgarar Kaupmannahafnar höndum saman gegn aðlinum og knúðu fram að tekið var upp konungseinveldi í landinu til þess að ná völdum af aðlinum. Með þessari breytingu fékk konungur bókstaflega allt ríkisvaldið í sínar hendur, löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald. Sama ár, 1661, var einveldi konungs samþykkt í Noregi sem var þá undir krúnu Danakonungs og ári síðar á Íslandi. Samkvæmd heimildum sem Árni Magnússon handritasafnari varðveitti kemur fram að Bjelke hershöfðingi hafi haft hermenn með byssur með sér á Kópavogsfundinn. Þegar Brynjólfur biskup Sveinsson hafi sagt honum að Íslendingar vildu ekki afsala sér réttindum sínum hafi Bjelke bent honum á hermennina og spurt hvort hann sæi þá. Þar segir einnig að Árni Oddsson lögmaður hafi streist á móti því heilan dag að sverja konungi einveldi en síðan skrifað undir gjörninginn tárfellandi. 10

11 LVELJUM ÍSLENST - VELJUM ÍS Byggð rís á 20. öld Þótt fundist hafi mannvistarleifar við ósa Kópavogslækjar sem taldar eru frá níundu öld og búseta verið á Vatnsenda á 13. öld verður Kópavogsnafnsins fyrst vart á 16. öld. Það kemur fram vegna Kópavogsþinga sem voru staðsett á Þinghóli við botn Kópavogsins. Þingstaðinn má rekja til þess að mikilvægt mun hafa þótt að hafa þingstað í nánd við Bessastaði þótt ekki væri hann í landi þeirra. Á 16. öld mun hafa verið rætt um að flytja Alþingi frá Þingvöllum í Kópavog en ekki orðið af og Alþingi var síðan lagt niður árið 1800 og ekki endurreist fyrr en Nýbýli á bújörðum Á 19. öld skiptist landið þar sem Kópavogsbær stendur í bújarðir sem voru leigðar út. Bújarðirnar Kópavogur og Digranes voru í ríkiseigu og Fífuhvammur og Vatnsendi í einkaeigu. Snemma á fjórða áratug síðustu aldar voru ríkisjarðirnar tvær teknar úr leigu og skipt í smærri einingar. Um 1950 hafði 10 nýbýlalöndum og 146 smábýlalöndum verið úthlutað í Kópavogi. Hafnarfjarðarvegurinn gekk í gegnum Kópavog eins og hann gerir enn í dag en fyrsta raunverulega gatan sem var lögð í Kópavogi var Nýbýlavegurinn sem var lagður Nafnið er dregið af smábýlum sem höfðu verið reist í Fossvogsdalnum og ofan hans og þar myndaðist einnig fyrsta þéttbýlið í Kópavogi. Lengi hluti af Seltjarnarneshreppi Ekki var um eiginlega byggð að ræða í Kópavogi fyrr en kemur fram á 20. öldina en talið Göturnar í Kópavogi voru lengi umtalaðar enda líktust þær meira sveitavegum en gatnakerfi í þéttbýli. Þetta var því algeng sjón á frumbernskuárum Kópavogskaupstaðar. er að 46 manns hafi búið í Kópavogi árið Þá tók byggðin að vaxa, einkum úr frá Reykjavík, en einnig kom fólk utan af landi og settist að í Kópavogi. Kópavogslandið var ekki sjálfstætt sveitarfélag fyrr en 1946, heldur hluti af Seltjarnarneshreppi. Þá komust Kópavogsbúar í meirihluta í hreppsnefnd og kröfðust meiri fjármuna til vegagerðar en íbúar á Seltjarnarnesi gátu sætt sig við. Eftir að Skerjafjörður var skilinn frá Seltjarnarnesi var Seltjarnarneshreppur í tveimur aðskildum byggðum með Reykjavík á milli. Auk þess var fólki tekið að fjölga verulega í Kópavogi og sáu Seltirningar þá vænstu leið að aðskilja byggðirnar og mynda tvö sveitarfélög. Hagkvæmar lausnir með áherslu á rekjanleika, auðveldan aðgang og gagnsæi. ENSKT -VELJUM ÍSLENSKT - Self-Service Þróunarstefna OneSystems styður MoReq2, kröfur evrópulanda um gagnsæi, rekjaleika og öryggi. Gagnvirkar þjónustugáttir OneSystems hefur hannað og rekur yfir 40 gagnvirkar þjónustugáttir af ýmsum toga, víðsvegar um landið hjá sveitarfélögum og fyrirtækjum. Þar á meðal eru: Íbúagáttir, starfsmannagáttir, nefndarmanna- og gagnagáttir. Auktu aðgengi gagna og gagnsæi ákvarðanatöku með öruggu og rekjanlegum hætti. Stórauktu þjónustu án þess að auka yfirbyggingu og sparaðu með skilvirkari stjórnun mála. Citizen Vefgátt fyrir íbúa Employee Starfsmannagátt Committee Nefndarmannagátt Portal Project Verkefnavefur Portal Information Upplýsingagátt OneSystems bjóða heildarlausn í skjalamálum sveitarfélaga og þjónustu við íbúa 11 OneSystems sími: fax: one@onesystems.is

12 Kópavogsbær 60 ára Kaupstaðarréttindin 1955 Kópavogur fékk kaupstaðarréttindi 11. maí 1955 og var kosið í bæjarstjórn að því loknu. Voru það þriðju kosningarnar sem fram fóru frá því Kópavogur var skilinn frá Seltjarnarnesi. Framfarafélag Kópavogs hafði haft meirihluta í hreppsnefndinni og hélt honum í bæjarstjórnarkosningunum undir forystu Finnboga Rúts Valdimarssonar, sem varð fyrsti bæjarstjóri Kópavogsbæjar. Ljósi strætisvagninn silast eftir holóttum götunum. Raflínurnar eru strengdar á milli ljósstaura Skipulagning hafin Tveimur árum síðar, 1957, festi Kópavogsbær kaup á landi jarðanna Digraness og Kópavogs og með því var hægt að hefja skipulag bæjarfélagsins til lengri tíma og var lokið við fyrsta skipulagsuppdráttinn. Talsverðar deilur urðu um skipulag í Kópavogi en bæjarstæðið breyttist á þeim tíma hratt úr samfélagi dreifðrar byggðar til þéttbýlis. Þá urðu einnig deilur um landamæri við Reykjavíkurborg. Á þessum árum urðu ýmsar stofnanir til í bæjarfélaginu. Kópavogskirkja var byggð á árunum 1957 til Bókasafn var stofnað á grunni Lestrarfélags Kópavogs sem skáldið Jón úr Vör hafði verið helsti hvatamaður að. Tónlistarskóli Kópavogs tók til starfa 1963 og Skólahljómsveit Kópavogs þremur árum síðar. Í íþróttaheiminum var Kópavogsvöllur tilbúinn til notkunar 1975 og íþróttahúsið í Digranesi var byggt Hér er verið að reisa fjölbýlishús á óbyggðu svæði norðan Kópavogskirkju en Kópavogsbær festi kaup á landi jarðanna Digraness og Kópavogs árið Á þessum árum urðu ýmsar stofnanir í bæjarfélaginu til. Myndin er trúlega tekin um 1960 en kirkjubyggingin stóð yfir á árunum 1957 til

13 Framfaraskeið eftir 1999 Ákveðið athafna- og framfaraskeið hófst í Kópavogi að afloknum sveitarstjórnarkosningunum Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur mynduðu þá meirihluta og forystumenn flokkanna voru Gunnar I. Birgisson fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Sigurður Geirdal fyrir Framsóknarflokkinn. Sigurður tók við starfi bæjarstjóra en Gunnar við formennsku í bæjarráði. Saman störfuðu þeir til ársins 2004 að Sigurður lést en Gunnar tók við bæjarstjórastarfinu vorið eftir og gegndi því til ársins Verslunin blómstrar Frá þeim tíma hefur ný byggð risið austan við Kópavogsdalinn, einkum í gamla Smárahvammslandinu og í landi Vatnsenda. Stórt verslunarhverfi hefur risið í Smáranum og þar er önnur af tveimur stærstu verslanamiðstöðvum á landinu. Verslanahverfið liggur beggja vegna Reykjanesbrautar og er tengt saman með undirgöngum undir hana. Smáratorg var tilbúið árið 1997 og Smáralindin Um 20 metra há skrifstofubygging er við Smáratorgið og önnur slík er þar nú í byggingu. Í austurbænum eru byggðir kenndar við Hvörf, Kóra, Lindir, Sali og Þing. Enn er um nokkurt óbyggt land að ræða, einkum á svokölluðu Glaðheimasvæði þar sem hesthús Kópavogsbúa voru staðsett um tíma. Íbúafjöldi Kópavogsbæjar hefur tvöfaldast á þessum aldarfjórðungi. Á þessum árum var ráðist í að byggja brýr yfir Kópavogsgjána og tengja bæjarhlutana saman. Síðan voru bygg hús ofan á brúnni og þarna eru Landsbankinn og Heilsugæsla Kópavogs m.a. til húsa. Í nútímaþjóðfélagi þurfa allir að hafa aðgang að rafmagni Við flytjum rafmagn Þjónustan efldist stöðugt og á þessum árum tók leikskólinn Urðarhóll til starfa; leikskóli sem var byggður á hugmyndafræði um heilsuskóla. Þarna eru Urðarhólsbörn að syngja. landsnet.is 13

14 Kópavogsbær 60 ára Kópavogur er miklu meira en gamli bæjarhlutinn Kópavogur er á tímamótum. Fyrir liðlega öld fór að myndast byggð á svæði sem tilheyrði Seltjarnarneshreppi á milli Fossvogs og Kópavogs. Fyrsti í stað voru byggð býli, oftast með landnytjum, enda byggðist afkoma fólksins á þessu svæði einkum á búfé og öðrum landbúnaði. Um miðja öldina fór byggðin að taka á sig nokkra mynd þéttbýlis og árið 1955, fyrir réttum 60 árum, fékk sveitarfélagið sem áður hafði verið myndað með Staðan hjá okkur er góð. Eins og flestum er kunnugt hefur mikið útþensla átt sér stað í Kópavogi á undanförnum árum. Bærinn hefur nánast tvöfaldast að stærð og mörg atvinnufyrirtæki verið flutt þangað eða sett á stofn. Byggingarlandið er að verða fullnýtt og við höfum nú ákveðið að draga úr þeirri útþenslustefnu sem hefur verið ríkjandi þótt nokkuð muni verða byggt til viðbótar. Samkvæmt aðalskipulagi sem nær til ársins 2024 er ekki gert ráð fyrir viðlíka fjölgun íbúa og verið hefur undanfarna tvo áratugina. bekk í grunnskólunum. Nú í júní munum við afhenda spjaldtölvur og markmiðið er að allir kennarar grunnskólans verði komnir með þetta ágæta vinnutæki á næsta ári. Við höfum sagt að við viljum hafa skólann okkar aðskilnaði frá Seltjarnarneshreppi kaupstaðarréttindi. Frá þeim tíma hefur orðið mikil uppbygging í Kópavogi og nánast ótrúleg þegar litið er til hinnar stuttu sögu bæjarfélagsins. Nú er Kópavogsbær næst fjölmennasta sveitarfélag á landinu, á eftir Reykjavíkurborg, með tæplega 34 þúsund íbúa. En hvað er framundan á þessum tímamótum? Sveitarstjórnarmál litu til Ármanns Kr. Ólafssonar bæjarstjóra á dögunum. í fremstu röð og ef marka má rannsóknir og árangur á samræmdum prófum teljum við okkur vera á réttri leið. Við teljum spjaldtölvuverkefnið mikilvægt á þeirri vegferð. Spjaldtölvuvæðing í grunnskólanum Ármann segir Kópavogsbæ vera hagstæða rekstrareiningu. Við erum með góða innviði í bæjarfélaginu og því fylgja mikil og margvísleg tækifæri til þess að hlú að bæjarfélaginu og bæta þá þjónustu sem það þarf að veita. Hann segir að á yfirstandandi kjörtímabili hafi bæjaryfirvöld sett skólamálin í forgang. Eitt af því sem við ætlum okkur að gera er að innleiða spjaldtölvur í fimmta til tíunda Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri. Hluti af nýja Kópavogi í baksýn. 14

15 Fötlunarmálin hafa reynst erfið Talið berst að öðru stóru verkefni sveitarfélaganna en það eru málefni fatlaðra sem flutt voru frá ríki til sveitarfélaga fyrir nokkru. Ármann segir það erfiðan málaflokk og að hann hafi reynst mun kostnaðarsamari fyrir sveitarfélögin og þar með talinn Kópavogsbæ en áður gerðir útreikningar sýndu. Þetta kemur mér ekki á óvart vegna þess að ég óttaðist þetta alltaf. Á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga bar ég fram tillögu um að yfirtökunni yrði frestað um eitt ár sem yrði notað til þess að gera sér betri grein fyrir kostnaðinum. Við því var ekki orðið. Of óljóst var við hverju var verið að taka vegna þess að ekki var búið að fara nægilega vel yfir matskerfin og sveitarfélögin standa nú frammi fyrir mun meiri kostnaði en gert hafði verið ráð fyrir. Ármann segir málaflokkinn mjög fjölbreyttan. Engin fötlun er eins og þarfirnar því mismunandi. En við munum sinna þessu af metnaði eins og öðrum málum sem bæjarfélaginu hafa verið falin. Umræða hefur verið um að sveitarfélög- Kópavogsbúar fylltu Kórinn á afmælishátíðinni. in taki yfir þjónustu á sviði öldrunarmála. Ármann segist ekki sjá fyrir sér að sveitarfélögin taki við þeim málaflokki í bráð vegna þess hvernig tekist hafi til með þjónustu við fatlaða. Við sinnum þó öldrunarmálunum að hluta nú þegar. Ég get sagt frá því að við eigum í viðræðum við ríkið um fjölgun hjúkrunarrýma við Boðaþing og ég er vongóður um að okkur takist að ýta því verkefni af stað á næstunni. Getum úthlutað svæðum fyrr um þúsund íbúðir - En að öðrum framkvæmdum. Eru nýi miðbærinn og nýi hlutinn í austurbæ Kópavogs enn að vaxa? Ármann segir svo vera. Við eigum eftir að skipuleggja íbúðabyggð með um 500 íbúum sem ég geri ráð fyrir að muni rísa á þessu kjörtímabili og ég finn þegar fyrir áhuga á að auka við verslana- og þjónustuhúsnæði á svæðinu í tengslum við hana. Til viðbótar þessu höfum við úthlutað svæði fyrir 260 íbúðir á svokölluðu Glaðheimasvæði og eigum eftir að úthluta svæði fyrir um 240 íbúðir til viðbótar þannig að með því er unnt að byggja um eitt þúsund íbúðir. Hann segir að með þessum íbúðum sé það byggingarland sem sveitarfélagið hafi yfir að ráða nánast fullnýtt. Við getum byggt eitt hverfi til viðbótar á því sem kallast heimaland bæjarfélagsins. Að öðru leyti munum við huga að einhverri þéttingu byggðar. Við erum að þétta íbúðabyggðina á Kársnesinu vestast í bænum, meðal annars með því að taka svæði þar sem atvinnustarfsemi hefur verið undir íbúðir og einnig við Auðbrekkuna í gamla Austurbænum þar sem við erum að breyta athafnalóðum í íbúðalóðir. Þétting byggðarinnar er hagkvæm fyrir bæinn vegna þess að þar eru innviðir til staðar og því nýtast þær tekjur sem þéttingin gefur af sér bænum mjög vel til annarra verkefna. Sameining ekki í spilunum Ég sé sameiningu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu ekki fyrir mér, segir Ármann aðspurður. Ég gert reyndar viðurkennt að ég hefði viljað fá Seljahverfið vestan Breið- 15

16 Kópavogsbær 60 ára Ríófélagarnir Helgi Pétursson og Ágúst Atlason sem og Gunnar Þórðarson sem oft hefur spilað með þeim á sviðinu í Kórnum, ásamt félögum. holtsbrautar yfir til Kópavogs því það á miklu meiri landfræðilega samleið með honum en hinum hlutum Breiðholtsins, segir Ármann um leið og hann stendur upp og bendir á landakort sem er á vegg á bæjarstjóraskrifstofunni. Ég held að þessi umræða, sem stundum gerir vart við sig, um sameiningu á höfuðborgarsvæðinu eigi sér ekki djúpar rætur. Sveitarfélög á stærð við Kópavogskaupstað með á bilinu 20 til 40 þúsund íbúa eru að mínu viti hagkvæm stærð með tilliti til rekstrar. Með frekari stækkun þyrfti að dreifa þjónustunni meira og yfirbyggingin myndi vaxa. Meira en gamli bæjarhlutinn við Reykjanesbrautina Ef maður lítur yfir farinn veg í sextíu ár þá hefur Kópavogsbær elst vel og ég fæ ekki annað séð en önnur björt 60 ár séu framundan. Þau verða trúlega ekki eins umbrotasöm vegna þess að bærinn mun vaxa mun hægar en samkennd íbúanna í nýrri hverfunum aukast að sama skapi þegar þau verða grónari. Ármann segir að á næsta tímabili í bæjarsögunni muni einnig skapast meira svigrúm til þess að hlú betur að því sem til staðar er í bænum og að bæjarbúum sjálfum. Eftir umhugsun völdum við að halda afmælishátíðina í Kórnum. Við gerðum það fyrst og fremst til þess að undirstrika að Kópavogur er miklu meira en gamli bæjarhlutinn vestan við Reykjanesbrautina, segir bæjarstjórinn að lokum. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri og Theodóra Þorsteinsdóttir, formaður bæjarráðs, við upphaf tónleika í Kórnum. 16

17 Óskum Kópavogsbæ til hamingju með 60 ára afmælið Kópavogsbær Garðabær Hafnafjarðarbær Sveitarfélagið Vogar Reykjanesbær Grindavíkurbær grindavikurbaer.is Sandgerðisbær Sveitarfélagið Garður Mosfellsbær Kjósarhreppur Akraneskaupstaður Borgarbyggð Hvalfjarðarsveit Skorradalshreppur Stykkishólmsbær Grundarfjarðarbær Snæfellsbær

18 Ormadagar, barnamenningarhátíð Kópavogsbæjar, var haldin í menningarhúsum bæjarins og í Kópavogskirkju 30. og 31. maí sl. Þema hátíðarinnar var: Gamalt og nýtt og áhersla lögð á gamla útileiki og gömul leikföng. Börnin tóku þátt í listasmiðju í Gerðarsafni, söngtónleikum í Salnum, fengu fræðslu um orma í Náttúrufræðistofu Kópavogs og hlustuðu á ormaævintýri í Bókasafni Kópavogs. Ormadagarnir enduðu með uppskeruhátíð þar sem hægt var að fara í blöðrubolta, risakeilu og aðra leiki á leik- og útivistarsvæðinu við menningarhúsin. Einnig var haldið flugdrekanámskeið á vegum Bókasafns Kópavogs. Þá var leikfangasýning með gömlum leikföngum frá Árbæjarsafni sett upp á annarri og þriðju hæð bókasafnsins. Listrænn stjórnandi hátíðarinnar var Pamela De Sensi tónlistarkona. Hátíðin var haldin í samstarfi hennar og menningarhúsa bæjarins með styrk úr lista- og menningarsjóði. Afmæliskakan var skorin í Smáralind. Hátt í manns gæddu sér á henni. Bær verður til Þótt mörg bæjarfélög og þéttbýlisstaðir hafi myndast og byggst með nokkuð líkum hætti hér á landi á það varla við um Kópavogsbæ. Kópavogsbær byggðist ekki í kringum atvinnustarfsemi. Þar var enga höfn að finna og hvorki útveg né fiskvinnslu. Því síður þjónustu við dreifðar byggðir eða landshluta. Kópavogur byggist upp við hlið Nær óbyggt land Landið sem Kópavogsbær stendur nú á var Reykjavíkur nánast út frá borginni. nær óbyggt og hafði að mestu verið notað til Ýmsar ástæður liggja að baki því að landbúnaðar. Hluti þess var í opinberri eigu byggð tók að þróast og vaxa á þessu svæði. og annað í einkaeign í formi bújarða. Þetta Á árunum 1940 til 1950 urðu miklir fólksflutningar af landsbyggðinni til Reykjavíkur. landsvæði tilheyrði einnig Seltjarnarneshreppi þar til Seltirningar vildu losna við það. Þá var Fólk leitaði eftir vinnu í þéttbýlinu. Hersetan stofnað sérstakt sveitarfélag í stað þess að á árum síðari heimsstyrjaldarinnar 1939 til leggja það undir Reykjavík flýtti þessari þróun þar sem mörg störf Fyrstu árin var byggðin nokkuð skipulagslaus og fyrsta raunverulega bæjarskipulagið féllu innfæddum í skaut vegna umsvifa hersins. Reykjavíkurborg átti í erfiðleikum fór ekki á blað fyrr en Á myndasýningu með að taka við fólki sem flutti á mölina eins sem sett var upp fyrir afmælistónleika bæjarins í Kórnum má glöggt sjá hvernig bærinn og það var kallað og húsnæðisvandræði voru alkunn. tók á sig mynd. Margar myndanna eru teknar á sjötta áratugnum en einnig þeim sjöunda. Hálfbyggð hús, óbyggð flæmi, troðningar í stað gatna og jafnvel búfé á beit innan um nýbyggingarnar eru áberandi á þessum tíma. Myndirnar voru valdar af Gunnari Marel Hinrikssyni, skjalaverði á Héraðsskjalasafni Kópavogs og Helga Péturssyni, tónlistarmanni með meiru en sérlegir ráðgjafar voru Valdimar F. Valdimarsson, starfsmaður Kópavogsbæjar og Þórður Guðmundsson, formaður Sögufélags Kópavogs. Myndirnar má sjá á slóðinni kopavogur.is/media/myndbond/kopavogur_ slideshow.mp4 Barnamenningarhátíð í Kópavogi Hér eru leikskólabörn mætt á Hálsatorg í Kópavogi, þar sem opnuð var sýning á afrakstri leikskóla í bænum sem tóku þátt í verkefni um sjálfbærni og vísindi í vetur. Krakkar á leikskólanum Álfaheiði færðu Ármanni Kr. Ólafssyni bæjarstjóra málverk í tilefni dagsins. 18

19 Óskum Kópavogsbæ til hamingju með 60 ára afmælið Dalabyggð Reykhólahreppur Bolungarvíkurkaupstaður Súðavíkurhreppur Vesturbyggð Tálknafjarðarhreppur Strandabyggð Kaldrananeshreppur Akrahreppur Húnavatnshreppur Húnaþing vestra Blönduósbær Skagabyggð Sveitarfélagið Skagaströnd Sveitarfélagi Skagafjör ur Fjallabyggð Akureyrarbær Dalvíkurbyggð Eyjafjarðarsveit

20 Kópavogsbær 60 ára Kópavogur hefur elst vel Æskuminning úr Kópavogi Dr. Stefanía Júlíusdóttir, bókasafns- og upplýsingafræðingur, er hreinræktaður Kópavogsbúi. Hún er fædd á Teigunum í Reykjavík og man eftir sér í Kópavogi í sumarbústað fjölskyldunnar á þriðja ári, en fjölskyldan flutti í Kópavog þegar hún var sex ára að aldri. Hún ólst upp með hinni ungu byggð og bæjarfélagi og hefur fylgst vel með því alla tíð þar sem hún býr enn ásamt eiginmanni sínum, Vilhjálmi Þorsteinssyni fiskifræðingi. Stefanía féllst á að spjalla við Sveitarstjórnarmál í tilefni af 60 ára kaupstaðarafmæli Kópavogsbæjar og líta til baka til æskuáranna þegar byggðin var að rísa og atvinnustarfsemi að hefjast í bænum. Ég er fædd á Hrísateig 25 í Reykjavík, í húsi foreldra minna Þóru Karólínu Þórormsdóttur og Júlíusar S. Júlíussonar. Hann teiknaði húsið sjálfur og það stendur enn. Við fluttumst svo á Njálsgötu 53 í parhús þar sem afi minn, Júlíus Emanúel Bjarnason, átti austurendann. Svo bjuggum við í um eitt ár á Fossvogsbletti 22 sem er á svipuðum slóðum og Bústaðakirkja stendur núna í austurhluta Bústaðahverfisins og þaðan lá leiðin í Kópavoginn. Ég var sex ára þegar við fluttum í Kópavoginn en hafði dvalið þar á sumrin í sumarbústað foreldra minna við Kópavogsbraut 25. Ég man því varla eftir mér án þess að muna eftir Kópavogi. Þegar við fluttumst í hús sem faðir minn og afi byggðu á sömu lóð að Kópavogsbraut 25, sem nú er 49, var sumarbústaðurinn gerður að bílskúr. Ég er því eiginlegur Vesturbæingur í Kópavogi þótt ég hafi búið í Hjöllunum um langt skeið. Talsvert fjölskyldulíf var í kringum mig á uppvaxtarárunum í Kópavogi. Afi minn hafði átt Hlíðarveg 11 þar sem fyrsti skólinn var til húsa en var fluttur á Fossvogsblettinn þegar þetta var. Föðursystir mín bjó í Lindarhvammi 5 og móðursystir mín bjó í starfsmannahúsinu niðri við Fossvoginn og móðurbróðir minn og fjölskylda við Háveg, svo nokkurra sé getið. Stefanía Júlíusdóttir, bókasafns- og upplýsingafræðingur. Hlaupið í veg fyrir Hafnarfjarðarstrætó Kópavogur var allt öðruvísi á þessum tíma, í þann mund þegar sveitarfélagið fékk kaupstaðarréttindin sem nú er verið að minnast. Byggðin var hrá eins og títt er um hverfi sem eru í uppbyggingu og keimur af sveitinni var enn úti um allt, enda byggðist Kópavogur inn í land þar sem landbúnaður var stundaður. 20

21 Óskum Kópavogsbæ til hamingju með 60 ára afmælið Grýtubakkahreppur Hörgársveit Svalbarðsstrandarhreppur Norðurþing Skútustaðahreppur Tjörneshreppur Þingeyjarsveit Svalbarðshreppur Langanesbyggð - www. bakkafjordur.is Vopnafjarðarhreppur Fljótsdalshérað Fljótsdalshreppur Seyðisfjarðarkaupstaður Borgarfjarðarhreppur borg@eldhorn.is Fjarðabyggð Breiðdalshreppur Djúpavogshreppur Sveitarfélagið Hornafjörður Grímsnes- og Grafningshreppur

22 Kópavogsbær 60 ára Á þessum tíma var enginn strætó í Kópavogi og ef fólk þurfti að komast inn í Reykjavík fór það í veg fyrir Hafnarfjarðarvagninn sem ók í gegnum bæinn. En eftir því sem byggðin óx og teygði sig víðar kom þörfin fyrir almenningssamgöngur því á þeim tíma áttu ekki allir bíla. Fyrst kom einn vagn, ljósleitur Volvo, sem gekk í báðar áttir. Hann fór til skiptis fyrst um austurhlutann og svo þann vestari og svo öfugt í næstu ferð og þaðan inn í Reykjavík. Ef við sem bjuggum sunnan á nesinu við Kópavogsbrautina misstum af vagninum gátum við hlaupið yfir á Kársnesbrautina og náð honum þar. Þetta var ekki langt og vagninn fór heldur ekki hratt yfir á holóttum malargötunum. Annað sem ég man sérstaklega eftir eru sólbyrgin sem voru víða. Gott var að kúra sig þar niður og sleikja sólina í algeru logni. Á karlmannshjóli á hraunmöl Ég held að þessi nálægð hafi orðið til þess að mikil samheldni skapaðist á meðal fólksins. Flest heimilin voru líka mannmörg. Oft voru sex og jafnvel sjö krakkar á hverju heimili og barneignirnar áttu sinn þátt í hversu Kópavogsbúum fjölgaði hratt. Við krakkarnir nutum mikils frelsis og gerðum líka ýmislegt. Við fórum í gönguferðir út á Arnarnesið sem þá var að mestu óbyggt og hjóluðum inn að Elliðaám. Þetta gátu oft verið ævintýraferðir. Á þessum árum voru veturnir oft kaldir og Kópavoginn lagði. Við gátum þá verið á skautum á ísilögðum voginum og vorum oft alveg fram í myrkur, þótt lítið væri um lýsingu. Út frá Arnarnesinu var læna sem aldrei fraus og við urðum að gæta okkur á henni. Eitt sinn fór krakki niður um ísinn en félagi hans náði að draga hann upp. Ég man sérstaklega eftir að afi gaf mér skauta og reiðhjól. Ég hef líklega verið 10 ára þegar reiðhjólið kom. Það var stórt karlmannsreiðhjól og þá var nýbúið að malbera Kópavogsbrautina með hraunmöl. Þegar ég byrjaði að hjóla fylgdist hann með mér úr eldhúsglugganum. Ég var óvön að hjóla og hjólið var stórt og ég datt aftur og aftur. Fjölskyldan á Kópavogsbrautinni. Stefanía er í efri röð fyrir miðju. Yngsta bróðurinn vantar á myndina þar sem hann var ekki fæddur. Hraunmölin var oddhvöss og ég flumbraðist á fótleggjunum og það blæddi úr. Þegar ég kom inn sár eftir að hafa dottið aftur og aftur á hraunmölina sagði afi að ég hjólaði eins og herforingi. Við þau orð hvarf sársaukinn. Matarvenjur sveitafólksins Þegar ég var að alast upp í Kópavogi fyrri tíðar var algengt að fólk byggði tveggja hæða hús eða hæð og kjallara eins og jarðhæðin var gjarnan kölluð. Fólk byrjaði oft á því að koma sér fyrir í kjallaranum og bjó þar á meðan verið var að ljúka við efri hæðina. Svo komu húsin upp og fólkið flutti upp á efri hæðirnar. Flestar konur voru heimavinnandi enda oft með börn á öllum aldri og engir leikskólar í þá daga. Þær fóru daglega í búðina og keyptu inn, fóru oft í kaffi hvor til annarrar á eftir og svo var farið að elda hádegismatinn. Fólk hafði aðrar matarvenjur en tíðkast í dag. Það var borðað miklu oftar. Morgunmatur sem oft var hafragrautur og slátur, drakk morgunkaffi og smurt brauð, hádegismatur, drukkið miðdegiskaffi og með því, kvöldmatur og alltaf drukkið kvöldkaffi og sætabrauð með því á mínu heimili. Hugsanlega var þetta meira einkennandi fyrir Kópavog en til dæmis Reykjavík vegna þess hversu margt fólk var komið úr sveitum eða átti beinar rætur þangað. Þetta voru matarvenjur sveitafólksins. Eina breytingin var að hráefnið í matargerðina var sótt í búðina dag frá degi. Allir þekktu alla Annað sem einkenndi þetta samfélag á Kársnesinu og trúlega víðar í Kópavogi á þessum árum var að allir þekktu alla alla vega í sjón og vissi hvar hverjir bjuggu. Þetta var landsbyggðarhliðin sem lengi var svo sýnileg í Kópavogi. Við vorum með 17. júní skemmtanir þar sem var dansað á kvöldin. Ég fór einhverju sinni með vinkonu minni og við dönsuðum hvor við aðra og fullorðið fólk og krakkar dönsuðu saman. Svo voru líka brennur á gamlárskvöld og þangað fórum við öll fjölskyldan saman. Í nágrenni við Kópavogshælið Kópavogshælið var í næsta nágrenni við okkur. Við fórum oft fram hjá því en var stranglega bannað að fara of nálægt, því þarna voru holdsveikisjúklingar í turninum. Baráttan við þann illvíga sjúkdóm var ekki á enda þótt hún hafi unnist síðar. Þarna var líka heimili fyrir fólk með þroskahamlanir, oftast kallað fávitahælið í Kópavogi, sem þætti ekki viðeigandi á dag en þetta var ekki gert í neikvæðri merkingu. Þetta var málvenja þess tíma og engum þótt til um. Stundum fóru heimilismenn á flakk og gerðu vart við sig í nágrenninu. Fólk tók þessu yfirleitt vel eins og gengur því flest voru þetta bestu manneskjur með sína sérstöðu. Ef til vill þekkti fólk ekki nægilega vel til þroskahömlunar og vissi því ekki alltaf hvernig best væri að umgangast þessa einstaklinga. Engin kirkja fermdist í Neskirkju Aðeins tveir bekkir voru í skólanum og Böðvar frá Hnífsdal, sem einnig var þekktur fyrir skriftir og einkum barnabækur sínar, kenndi okkur. Ekkert leikfimihús var komið. Leikfimin fór fram úti og við vorum látin hlaupa í hringi á skólalóðinni. Á þessum árum voru margir krakkar í tékkneskum kuldaskóm sem náðu upp að ökklum. Þeir voru með rennilás á ristinni og þegar var snjór vildi hann fara ofan í skóna og okkur varð kalt á fótunum. Sundkennslan fór að 22

23 Óskum Kópavogsbæ til hamingju með 60 ára afmælið Bláskógabyggð Flóahreppur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Sveitarfélagið Ölfus Hveragerðisbær Hrunamannahreppur Rangárþing ytra Ásahreppur Rangárþing eystra Mýrdalshreppur Skaftárhreppur Vestmannaeyjabær Samdægurs þjónusta!

24 Kópavogsbær 60 ára Húsið við Kópavogsbraut 25, nú 49. mestu fram í Sundhöll Reykjavíkur en að nokkru í Sundlaug Hafnarfjarðar. Engin kirkja var í Kópavogi á þessum árum en séra Gunnar Árnason var sóknarprestur. Ég veit ekki hverjar skoðanir fólks á kristindómnum hafa verið og eflaust mismunandi en séra Gunnar var afskaplega vel liðinn á meðal fólksins. Vegna þess að engin kirkja var í bæjarfélaginu eða sókninni þurfti að fara með stærri kirkjuathafnir inn í Reykjavík og mig minnir að séra Gunnar hafi fermt minn árgang vestur í Neskirkju. Fyrirtæki stór og smá Ég yfirgaf Kópavoginn í nokkur sumur því þá var algengt að krakkar færu í sveit. Ég var tvö sumur á Oddhóli á Rangárvöllum, eitt sumar norður á Þórshöfn á Langanesi, annað í Langadal í Vestur-Húnavatnssýslu og það þriðja á Þórisstöðum í Svínadal í Hvalfirði. Þá var ég á Fáskrúðsfirði sumarlangt hjá ömmu minni og afa þar og annað sumar hjá móðursystur minni. Ég var í sveit þar til ég var 16 ára en fór þá að vinna á Matstofu Austurbæjar sem var við Laugaveginn rétt neðan við Hlemm og eitt sumar í Vinnufatagerðinni auk þess sem ég var eitt sumar í Bretlandi að vinna á heimavistarskóla í þeirri von að læra einhverja ensku en annars vann ég mest í Siggasjoppunni sem kölluð var í höuðið á eiganda sínum og var út á Kársnesinu. Ég minntist á frænku mína sem bjó í starfsmannahúsinu sem Þórður á Sæbóli reisti. Hann var með talsverða atvinnustarfsemi og byggði meðal annars starfsmannahús sem stóð niðri við Fossvoginn. Talandi um Þórð, sem fólk á miðjum aldri man eftir, þá var hann ekki eini atvinnurekandinn í Kópavogi á þessum tíma. Þó nokkur stór fyrirtæki voru starfrækt þar. Af þeim stærri má nefna matvælaiðjuna Ora sem er latneskt orð og þýðir strandlína og vísar til framleiðslu úr sjávarfangi en einnig að fyrirtækið er á strönd Fossvogsins. Það var stofnað 1952 af Tryggva Jónssyni og Málning hf. var stofnuð 16. janúar Að stofnunni stóðu fjölmargir aðilar, en þar voru fremstir í flokki afkomendur Péturs Guðmundssonar í Málaranum. Þessi öflugu fyrirtæki voru á norðanverðu Kársnesinu en svo voru Lakkrísgerðin og frystihúsið í Austurbænum. Töluvert var um að fólk stofnaði til rekstrar í heimahúsum; konur voru með prjónavélar heima og prjónuðu t.d. barnaföt til að selja, verslanir voru reknar víða í bænum í heimahúsum, ólíkt því sem var annars staðar þar sem verslunarrekstur var í miðbæ. Siggasjoppa stór búð í smáu húsnæði Fyrirtækið Ömmubakstur var t.d. stofnað í bílskúr og rekið þar í byrjun. Siggasjoppan þar sem ég vann var mun umfangsmeiri en venjuleg sjoppa eða sælgætisverslun eins og þekktust í Reykjavík. Hún var eins konar vöruhús Vesturbæinganna. Þar voru seldar Júlíus Emanúel Bjarnason, afi Stefaníu, við smíðar. alls kyns matvörur ásamt sælgæti og gjafavöru og var opið fram á kvöld. Það voru minni hömlur á verslunarstarfsemi í Kópavogi en tíðkaðist í Reykjavík á þessum árum þar sem verslunin bjó við miklar þjónustuhömlur af hálfu borgaryfirvalda. Sjoppan var jafnframt biðskýli fyrir þá sem biðu eftir strætó og á rekstri hennar hvíldi sú kvöð að hún væri opin á þeim tíma sem strætó gekk. Einnig var bensíntankur framan við sjoppuna sem varð til þess að farið var að sækja ýmsar vörur fyrir bifreiðaeigendur. Þegar atvinnufyrirtækjum fjölgaði vestast á Kársnesinu þá fór Siggi að selja skyndibita. Ég man að karlarnir, sem unnu í smiðjunum sem voru komnar þangað, komu oft í hádeginu og í kaffitímum að fá sér næringu. Allt var þetta í litlu húsi sem ekki þætti boðlegt fyrir verslunarstarfsemi í dag. Við unnum á vöktum. Morgunvaktin byrjaði klukkan hálfátta þegar hann opnaði og við unnum til klukkan hálftvö eftir hádegi og þá kom hin vaktin sem vann til hálftólf á kvöldin. Við stelpurnar skúruðum á morgnana þegar við mættum og fengum fyrir það aukagreiðslu. Kópavogur hefur elst vel Ég flutti aldrei í eiginlegri merkingu úr Kópavogi. Ég bjó um tíma erlendis og einnig á Húsavík þar sem við hjónin fengum atvinnu um tíma. Maðurinn minn stýrði útibúi Hafró á Húsavík og ég starfaði einkum við kennslu í gagnfræðaskólanum en líka fyrir Hafró. En ég var alltaf sami Kópavogsbúinn. Mér fannst stórt mál að þurfa að skipta um lögheimili og flytja það til Húsavíkur um tíma. Þess vegna kom aldrei neitt til greina hjá okkur en að fara aftur í Kópavoginn. Þegar til átti að taka fundum við ekkert hentugt húsnæði í vesturhlutanum svo við byrjuðum á að festa kaup á íbúð í Engihjallanum en keyptum síðan gamalt hús við Heiðarhjalla, sem við höfum verið að gera upp í ótalmörg ár. Ef spurningin snýst um hvort ég ætli mér burt úr Kópavogi er svarið við henni nei. Kópavogur hefur elst vel og hér vil ég vera, segir Stefanía Júlíusdóttir að lokum. 24

25 Ný menningarstefna í Kópavogsbæ Ný menningarstefna var samþykkt einróma á fundi bæjarstjórnar Kópavogsbæjar 12. maí sl. Stefnan nær til alls lista- og menningarstarfs á vegum bæjarins og þar með til menningarhúsanna: Salarins, Gerðarsafns, Bókasafns Kópavogs, Náttúrufræðistofu Kópavogs, Héraðsskjalasafns Kópavogs og Tónlistarsafns Íslands. Stefnan var unnin í víðtæku samráði við flesta sem hafa með einum eða öðrum hætti komið að lista- og menningarstarfi í bænum undanfarin ár. Í stefnunni segir meðal annars að tilgangur menningarstarfs sé að auka lífsgæði bæjarbúa, styrkja bæjarbrag og laða að nýja íbúa, en einnig innlenda sem erlenda gesti. Í henni er lögð áhersla á að nýta enn betur tækifærin sem felast í nálægð ólíkra menningarhúsa í Kópavogi, aukinn sýnileika, listir í almenningsrýmum, og markvissari menningarfræðslu. Markmiðin eru ekki bara vel skilgreind heldur einnig leiðirnar að þeim. Vel við hæfi á 60 ára afmælinu Í menningarstefnunni segir meðal annars að tilgangur menningarstarfs sé að auka lífsgæði bæjarbúa, styrkja bæjarbrag og laða að nýja íbúa. Karen E. Halldórsdóttir, formaður lista- og menningarráðs, segir vel við hæfi að samþykkja nýja menningarstefnu í 60 ára afmælisviku Kópavogsbæjar. Með því sé verið að hnykkja á þeim vilja á þessum tímamótum að í Kópavogi sé áfram frjór jarðvegur sem stuðli að listsköpun sem hægt verði að miðla áfram með sýningum, viðburðum, tækninýjungum og fræðslu, allan ársins hring. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri segir það hafa verið mikla framsýni að reisa tónlistarhús, listasafn, bókasafn og náttúrufræðistofu á einu og sama svæðinu í Kópavogi. Nálægð þessara húsa skapi óteljandi tækifæri sem eigi að nýta enn betur eins og fram komi í menningarstefnunni. Samstarf gegn heimilisofbeldi Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar og Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hafa undirritað samstarfsyfirlýsingu um átak gegn heimilisofbeldi. Í yfirlýsingunni felst að frá og með mánudeginum 18. maí taka velferðarsvið sveitarfélaganna og lögreglan upp nýjar verklagsreglur sem tryggja eiga markvissari viðbrögð og úrræði gegn ofbeldi á heimilum. Í frétt frá Kópavogsbæ segir að markmið átaksins sé að gefa skýr skilaboð um að heimilisofbeldi verði ekki liðið. Lögreglan og félagsþjónusta sveitarfélaganna vinni saman að því að aðstoða fjölskyldur á markvissan hátt, tryggja öryggi barna og veita þeim stuðning og leiðbeina. Þjónusta við þolendur heimilisofbeldis er bætt til muna, málin eru rannsökuð betur og upplýsingar um úrræði og eftirfylgd með þolendum er aukin. Þá fá gerendur aðstoð í formi ráðgjafar og boð um meðferð. Kópavogsbær, Hafnarfjarðarkaupstaður og Garðabær hafa verið með sameiginlega bakvakt barnaverndar frá því í janúar Bakvaktin mun sinna öllum útköllum er varða heimilisofbeldi, bæði hjá barnafjölskyldum og barnlausum fjölskyldum. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, Haraldur Líndal Haraldsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði og Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, að lokinni undirritun samkomulagsins. Reksturinn á réttri leið Rekstrarafgangur samstæðu Kópavogsbæjar var 660 milljónir króna á árinu 2014 en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir 677 milljónum króna. Tekjur sveitarfélagsins námu 22,7 milljörðum en gert var ráð fyrir rekstrartekjum að fjárhæð 22 milljörðum króna. Eigið fé í árslok 2014 nam ríflega 16,1 milljarði króna. Laun og launatengd gjöld voru í heild um 11 milljarðar króna, sem er um 5% yfir áætlun en á móti kemur að tekjur voru 3% yfir áætlun og verðbætur lægri en áætlað var vegna lítillar verðbólgu. Niðurgreiðsla skulda gengur samkvæmt áætlun, skuldahlutfall bæjarins lækkaði úr 185% í 175% á árinu 2014 en það var 242% þegar hæst var árið Skuldahlutfall A-hluta er nú 148% og er þar með komið undir lögbundið 150% viðmið. Samkvæmt aðlögunaráætlun verður skuldahlutfall samstæðu komið undir 150% viðmiðið árið

26 Eru hraðlest og léttlestir það sem koma skal? Verði hraðlest til Keflavíkur komið á sporið er talið mikilvægt að hún tengist léttlestarkerfi sem nú er til skoðunar á höfuðborgarsvæðinu til að kerfin tvö styrki hvort annað. Vegagerðin og samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu skrifuðu nýlega undir samning um þróun samgöngukerfa á höfuðborgarsvæðinu. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði af því tilefni að með samningnum séu hraðvagnar og léttlestir komnar á dagskrá. Gert er ráð fyrir að stofnað verði hlutafélag um hraðlestina innan tíðar en kostnaður við byggingu hennar er talinn vera um 100 milljarðar króna. Runólfur Ágústsson, verkefnisstjóri hjá fyrirtækinu Ráðgjöf og verkefnastjórnun, fer fyrir starfshópi sem er að skoða hraðlest sem tengi saman flugvöllinn í Keflavík og miðborg Reykjavíkur. Hann segir arðsemi hraðlestar hafa aukist og að hún muni verða hagkvæm. Engin lög til um lestir Engin lög eru til í landinu um lestir eða rekstur þeirra þannig að eftir er að skilgreina lestarsamgöngur í lagalegum skilningu og einnig að meta umhverfisáhrif vegna þeirra. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur bent á að kominn sé tími til þess að huga að afkastameiri almenningssamgöngum því ákveðnar leiðir í flutningskerfi Strætó séu algerlega fullnýttar. Fréttir Eru hraðlest og léttlestir það sem koma skal? Geta íbúar höfuðborgarsvæðisins vænst þess að líta farartæki sem þessi augum og taka sér far með þeim í framtíðinni? Með samkomulaginu mun Vegagerðin koma nánar að stefnumörkun og öðru sem snertir málið. Grunnur samkomulagsins er fyrst og fremst nýtt svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins sem felur í sér þéttingu byggðar kringum kjarna sem þjóna þarf af afkastameiri almenningssamgöngum. Reksturinn þarf að vera sjálfbær Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og borgarfulltrúi í Reykjavík, segir að hraðlest á milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur þurfi að vera sjálfbær hvað rekstur varðar og að ekki eigi að nýta fé skattborgara til þess að koma henni upp eða reka hana. Borgarstjóri telur að kominn sé tími til þess að huga að afkastameiri almenningssamgöngum því ákveðnar leiðir í flutningskerfi Strætó séu algerlega fullnýttar. Myndin er tekin í Lækjargötunni. Mynd: BB. Hin nýskipaða ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga: Valdimar O. Hermannsson, Bjarni Jónsson, Karen E. Halldórsdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson, Ásgerður Gylfadóttir, Sigríður Huld Jónsdóttir og Guðný Sverrisdóttir. Nýja ráðgjafarnefndin kemur saman Nýskipuð ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga kom saman til fundar í innanríkisráðuneytinu fyrir skömmu. Eftir breytingar á lögum um jöfnunarsjóðinn er nefndin nú skipuð sjö fulltrúum í stað fimm áður. Samband íslenskra sveitarfélaga tilnefnir sex fulltrúa í nefndina en formaður er skipaður án tilnefningar. Nýr formaður er Guðný Sverrisdóttir, fyrrverandi sveitarstjóri í Grýtubakkahreppi. Aðrir sem sæti eiga í nefndinni eru: Ásgerður Gylfadóttir, bæjarfulltrúi í Sveitarfélaginu Hornafirði; Birgir Björn Sigurjónsson, fjármálastjóri Reykjavíkurborgar; Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarfulltrúi í Sveitarfélaginu Skagafirði; Karen E. Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi í Kópavogsbæ; Sigríður Huld Jónsdóttir, bæjarfulltrúi í Akureyrarkaupstað og Valdimar O. Hermannsson, bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð. 26

27 TM - snjallar lausnir Aðgangur að Office 365 fylgir með Microsoft Dynamics NAV í áskrift.* Við erum sérfræðingar í lausnum fyrir sveitarfélög Ein samþætt lausn fyrir Microsoft Dynamics NAV. NAV í áskrift er hagkvæm og þægileg lausn sem hentar öllum sveitarfélögum og gefur kost á viðskiptalausnum í mánaðarlegri áskrift. * gildir til Wise lausnir ehf. Borgartún 26, 105 Reykjavík» Hafnarstræti 93-95, 600 Akureyri sími: » wise@wise.is» Gold Enterprise Resource Planning Silver Independent Software Vendor (ISV) 27

28 -fyrir sumarið Sterkir Pronar Malarvagnar Allar tegundir og stærðir af burstum Skúffur og gámar Tilboð! Götusópur ZMC Pronar krókheysisvagnar Pronar vélavagnar Nýtt! Hér sést hvernig tankurinn lyftist upp til að tæma. Pronar ZMC rúmmetra dreginn sópur knúinn af dráttarvél, hægt að losa uppsóp í vélavagn eða gám. Til á lager. Burstar fyrir illgresi á sláttuorf 28 Schmidt sambyggðir sópar Sópar á dráttarvélar. Handsópar Gólfþvottavélar Aflvélar ehf Vesturhrauni Garðabæ Sími sala@aflvelar.is

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur?

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur? Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur? Málþing um byggðamál og svæðasamvinnu 14. mars 2014 Stefanía Traustadóttir Heimsókn til Norðurbotns (Oulu) apríl 2012 Þátttakendur: Ragnheiður

More information

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Svíþjóð - stjórnsýslan Þrjú formleg stjórnsýslustig Sveitarfélög, 290 talsins (Local level) Lén, 20 talsins (Regional level) Landsstjórn, 349 þingmenn (National

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

Vaasa Ostrobothnia nóv. 2012

Vaasa Ostrobothnia nóv. 2012 Vaasa Ostrobothnia 19-21.nóv. 2012 Hópurinn og ferðin Halla Steinólfsdóttir Dalabyggð Ingibjörg Valdimarsdóttir Akranesi Ólafur Sveinsson SSV The Ministry of Foreign Affairs of Finland (19.nóv.) The Regional

More information

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ / 1004720-1004720-3-ABC 2.1.2018 09::16 Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær»»» Reykjavík/HÍ 06:42 06:44 06:45 06:47 06:51 06:52 06: 07:17 07:18 07:22 07:28 07:29 07:31 07:32 07:34 07:36 07:38

More information

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur CHEMISTRY The Central 9th Edition Hlutfallareikningur: AðA reikna út frá formúlum og efnajöfnum fnum Lavoisier: Massi varðveitist í efnahvörfum. : lýsa efnahvörfum. Efnajafna : Hvarfefni og myndefni: 2H

More information

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Kynning í Dalskóla 6. desember 2018 Gautur Þorsteinsson, verkfræðingur Um útvarpsþjónustu Fyrsta útsending útvarpsdagskrár 1920 Útsendingar útvarps

More information

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Klettafjöllin og Grand Canyon 1 Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Kristbjörg María Guðmundsdóttir Eitt af fallegustu handverkum náttúruaflanna er án efa að finna í vesturhluta Norður-Ameríku.

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2011:1 27. maí 2011 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga frá sveitarfélögum árlega um fjárhagsaðstoð, félagslega heimaþjónustu

More information

Stefnir í ófremdarástand

Stefnir í ófremdarástand 31. janúar 2014 2. tölublað 2. árgangur UMHVERFISVOTTUÐ PRENTUN Útsalan í fullum gangi 1 10-50% afsláttur HAMRABORG 20A KÓPAVOGI 544-4088 YNJA.IS Alvarlegur skortur á leikskólakennurum í Kópavogi: Stefnir

More information

Vaasa Ostrobothnia nóv. 2012

Vaasa Ostrobothnia nóv. 2012 Vaasa Ostrobothnia 19-21.nóv. 2012 Hópurinn og ferðin Halla Steinólfsdóttir Dalabyggð Ingibjörg Valdimarsdóttir Akranesi Ólafur Sveinsson SSV The Ministry of Foreign Affairs of Finland (19.nóv.) The Regional

More information

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be Stefnumótun tun Rf Hlutverk (Mission) Why we exist Gildi (Core values) What we believe in Framtíðarsýn (Vision) What we want to be Stefna (Strategy) Our Game plan Stefnumiðað árangursmat Balanced Scorecard

More information

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 I GENERAL INFORMATION ABOUT THE SCHOOL 1. Describe the school and its surroundings very

More information

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa Efnisyfirlit Þróun félagsauðs í grannríkjunum Bandaríkin Skandinavía Meginland Evrópu Þróunin á Íslandi Félagsþátttaka Frumtengsl Félagsrof Félagsauður,

More information

Horizon 2020 á Íslandi:

Horizon 2020 á Íslandi: Horizon 2020 á Íslandi: - Árangur Íslands í Horizon2020 - Hvernig getur Rannís veitt ykkur aðstoð? Kristmundur Þór Ólafsson Alþjóðasvið Rannís Landstengiliður (NCP) fyrir H2020 Hvað er H2020? Rammaáætlun

More information

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar 1 Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar Introduction to rotating machines 2 Grunnhugtök og meginþættir Klassískar gerðir véla Riðstraumsvélar Samfasavél (synchronous machine) Spanvél (induction machine

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2011 Municipal social services 2011

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2011 Municipal social services 2011 2012:1 4. október 2012 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Árið fengu 7.715 heimili fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og hafði heimilum sem þáðu slíkar greiðslur fjölgað um 805

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2010:1 12. maí 2010 Félagsþjónusta sveitarfélaga 2007 2009 Municipal social services 2007 2009 Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga árlega um félagslega heimaþjónustu og fjárhagsaðstoð

More information

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson Samstarf HR og IGI Ólafur Andri Ragnarsson Leikjaiðnaðurinn 2021 Leikjaiðnaðurinn 2021 5.000 störf 70 milljarðar í heildarútflutningstekjur ef... Photo Ian Parker http://parkerlab.bio.uci.edu/nonscientific_adventures/iceland_man.ht

More information

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Sérfræðingur í persónurétti Yfirlit Stóra myndin Skyldur GDPR Aðlögunarferli Áskoranir og praktísk ráð 2 3 Yfirlit: Hvað er GDPR?» GDPR

More information

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs?

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Hvernig getur málefni sem ekki er skilgreint sem námsgrein í grunnskóla eða námssvið

More information

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012 Nr. 28/32 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012 2013/EES/28/07 frá 8. júní 2012 um framkvæmdarreglur vegna beitingar 16. gr.

More information

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg.

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg. STO FNA Ð 1945 VESTANPÓSTUR Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg. Meðal efnis: Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi VESTANPÓSTUR 2006 Ábyrgðarmaður: Guðfinnur Kjartansson

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr. 54 8. árgangur

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2013 Municipal social services 2013

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2013 Municipal social services 2013 2014:3 9. október 2014 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Árið fengu 8.042 heimili fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og hafði heimilum sem þáðu slíkar greiðslur fjölgað um 306

More information

Listi yfir ferðir kjörinna fulltrúa og embættismanna árið 2017 á skrifstofum miðlægrar stjórnsýslu

Listi yfir ferðir kjörinna fulltrúa og embættismanna árið 2017 á skrifstofum miðlægrar stjórnsýslu Reykjavík, 20. mars 2018 R17050148 1312 Borgarráð Listi yfir ferðir kjörinna fulltrúa og embættismanna árið 2017 á skrifstofum miðlægrar stjórnsýslu Á fundi borgarráðs þann 18. júní 2015 var samþykkt að

More information

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018 Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu September 2018 Samantekt Íslandsstofa framkvæmdi viðhorfskönnun í júlí og ágúst 2018 meðal erlendra söluaðila sem selja ferðir til Íslands.

More information

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum Raddir fjölbreyttra kennarahópa Sólveig Karvelsdóttir, lektor, HÍ Hafdís Guðjónsdóttir, dósent, HÍ Rannsóknin er hluti af tveimur rannsóknum Fjölbreyttir kennarahópar

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

10. tbl nr Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar. Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd

10. tbl nr Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar. Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd 10. tbl. 2009 nr. 439 Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar um starfið og verkefnin Það fer að styttast í að Eymundur Runólfsson

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 8. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2.

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2. Reykjavík, 15. maí 2017 R17050061 110 Borgarráð Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2. júní 2017 Fyrirhuguð er opinber

More information

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2 1 Examples 2 Sýnidæmi 2 2 Example 25-1 Gefið er 3 fasa, 3 teina raforkukerfi samkvæmt meðfylgjandi einlínumynd. Allar stærðir á myndinni eru í einingakerfinu ( per unit ). Seríuviðnám háspennulínanna er

More information

Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software.

Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software. Heimildaskrá Ritaðar heimildir Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software. Bændasamtök Íslands (2005). Hagtölur

More information

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM Skýrsla fyrir skólaárið 2016-2017 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 2 1. Inngangur... 3 2. Markmið og tilgangur matsins... 3 3. Aðferðir og framkvæmd matsins... 3 4.

More information

Hagvísir Vesturlands. Börn í sveitum á Vesturlandi

Hagvísir Vesturlands. Börn í sveitum á Vesturlandi ISSN 1670-5556 Vífill Karlsson Hagvísir Vesturlands Skýrsla nr. 1 2015 Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi E F N I S Y F I R L I T Myndir... 1 Töflur... 2 1 Samandregnar niðurstöður... 3 2 Inngangur...

More information

Gleðilega hátíð. JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA. Landsbankinn landsbankinn.is

Gleðilega hátíð. JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA. Landsbankinn landsbankinn.is REYKJAVIK PRIDE 2. 7. ÁGÚST FREE COPY HINSEGINDAGAR.IS Gleðilega hátíð JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA Landsbankinn landsbankinn.is 410 4000 VELKOMIN Á HINSEGIN DAGA 2016 WELCOME TO REYKJAVIK PRIDE 2016 Sagan

More information

Laun á almennum vinnumarkaði 2005 Earnings in the private sector 2005

Laun á almennum vinnumarkaði 2005 Earnings in the private sector 2005 26:1 14. júlí 26 Laun á almennum vinnumarkaði 25 Earnings in the private sector 25 Samantekt Árið 25 voru regluleg mánaðarlaun á almennum vinnumarkaði að meðaltali 244 þúsund krónur, heildarmánaðarlaun

More information

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og 2006. Kolbeinn Árnason Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE: Coordination of information on the environment eða: Samræming umhverfisupplýsinga

More information

BSc. ritgerð. Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga

BSc. ritgerð. Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga BSc. ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga Eva Úlla Hilmarsdóttir Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Þórhallur Örn Guðlaugsson Febrúar

More information

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Stillt upp fyrir tískumyndatöku í Hörpu. Samantekt unnin fyrir Höfuðborgarstofu mars 2017 Höfundur: Rögnvaldur Guðmundsson Rannsóknir

More information

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI ER ÍSLAND SPRUNGIÐ MEÐ 2,2 M FERÐAMANNA? TOP 10 ÞJÓÐGARÐAR Í BANDARÍKJUNUM 1. Great Smoky Mountains National Park

More information

Lýðheilsa Heilsa í allar stefnur

Lýðheilsa Heilsa í allar stefnur Lýðheilsa Heilsa í allar stefnur Hvar standa Íslendingar í samanburði þjóða? Dagskrá: 14:30 Ávarp forsætisráðherra: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 14:45 Heilsa í allar stefnur: Health in All Policies reynsla

More information

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn -

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM Schengen ráðstefna 6. október 2011 - Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - Áherslur - Lögreglan á Suðurnesjum - Framkvæmd landamæraeftirlits - Umhverfið - Álag á Ísland

More information

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Jón Viðar Jónmundsson 1 og Emma Eyþórsdóttir 2 1 Bændasamtökum Íslands 2 Rannsóknarstofnun landbúnaðarins/lbh á Hvanneyri Inngangur Fyrsta

More information

Nr mars 2006 AUGLÝSING

Nr mars 2006 AUGLÝSING AUGLÝSING um gerð sem felur í sér breytingu á samningi sem ráð Evrópusambandsins og Ísland og Noregur gerðu með sér um þátttöku hinna síðarnefndu í framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna. Hinn

More information

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis ANNUAL SAFETY REVIEW 2012 Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis Flugmálastjórn Íslands: Annual Safety Review 2012 Útgefandi: Flugmálastjórn Íslands Skógarhlíð 12 105 Reykjavík

More information

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi í norðaustanverðu Atlantshafi Jóhann Sigurjónsson Hafrannsóknastofnun Grand Hótel, Reykjavík, 21.-22. nóvember 2013 Efni erindis Deilistofnar Ástand og horfur Uppsjávar þríeykið Norsk-íslensk síld-kolmunni-makríll

More information

Efni yfirlitsins að þessu sinni er: HAGTÖLUR VR

Efni yfirlitsins að þessu sinni er: HAGTÖLUR VR September 216 Efnahagsyfirlit VR er gefið út í tengslum við mánaðarlega stjórnarfundi félagsins. Yfirlitið er samantekt á hagtölum og öðru efni sem tengist vinnumarkaðs- og kjaramálum og er tilgangurinn

More information

MARKAÐSSETNING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS Á ERLENDUM MÖRKUÐUM UNDIR VÖRUMERKINU REYKJAVÍK. Vörumerkið Reykjavík

MARKAÐSSETNING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS Á ERLENDUM MÖRKUÐUM UNDIR VÖRUMERKINU REYKJAVÍK. Vörumerkið Reykjavík MARKAÐSSETNING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS Á ERLENDUM MÖRKUÐUM UNDIR VÖRUMERKINU REYKJAVÍK Hjörtur Smárason, janúar 2014 Borgir og mikilvægi þeirra í framtíðinni Borgir eru í auknum mæli að taka yfir hlutverk

More information

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gylfi Magnússon Viðskiptafræðideild Ritstjóri Ingjaldur Hannibalsson Rannsóknir í félagsvísindum XIII. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2012 Reykjavík:

More information

Umhyggja. Afstaða nemenda með sérþarfir til skólans síns. Brýtur þjónustukerfið mannréttindi?

Umhyggja. Afstaða nemenda með sérþarfir til skólans síns. Brýtur þjónustukerfið mannréttindi? Umhyggja Afstaða nemenda með sérþarfir til skólans síns Brýtur þjónustukerfið mannréttindi? Sömu námskröfur gerðar til langveikra sem og annarra í MH en aðstoð og aðlögun stundum nauðsynleg 2. tbl. 13.

More information

Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri

Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri Hugvísindasvið Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri Pólitíkin og pönkið Ritgerð til B.A.-prófs Valur Gunnarsson Janúar 2010 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Almenn bókmenntafræði Skítsama um allt, frá

More information

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Áhrif lofthita á raforkunotkun Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Júlí 2017 Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Orkustofnun Júlí 2017 Útgefandi: Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Sími: 569 6000, Fax, 568

More information

Tölvu- og netnotkun einstaklinga 2011 Computer and Internet usage by individuals 2011

Tölvu- og netnotkun einstaklinga 2011 Computer and Internet usage by individuals 2011 2011:2 6. september 2011 Tölvu- og netnotkun einstaklinga 2011 Computer and Internet usage by individuals 2011 Samantekt Nettenging er til staðar á 93% íslenskra heimila. Árleg fjölgun nettengdra heimila

More information

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Power Point leiðbeiningar Sjónarhorn View Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Outline view - Yfirlitshamur Hér er hægt að rita minnispunkta við hverja glæru fyrir þann sem

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

HOTEL. Júní Íslensk sveitarfélög VELKOMIN VERSLUN

HOTEL. Júní Íslensk sveitarfélög VELKOMIN VERSLUN HOTEL Júní 2017 VELKOMIN Íslensk sveitarfélög VERSLUN Umsjón: Greining Íslandsbanka, greining@islandsbanki.is Elvar Orri Hreinsson, sérfræðingur hjá Greiningu, 440 4747 Rósa Júlía Steinþórsdóttir, viðskiptastjóri

More information

Saman gegn ofbeldi Hlutverk sveitarfélaga

Saman gegn ofbeldi Hlutverk sveitarfélaga Saman gegn ofbeldi Hlutverk sveitarfélaga Landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaga 9. október 2015 Alda Hrönn Jóhannsdóttir aðallögfræðingur LRH Upphaf verkefnisins Upplifun lögreglunnar Fá heimilisofbeldismál

More information

Háskólaprentun Reykjavík 2015

Háskólaprentun Reykjavík 2015 Háskólaprentun Reykjavík 2015 Inngangur Hugmyndin að verkefninu kviknaði þegar við fórum að velta fyrir okkur hvernig tískan hefur verið í gegnum tíðina og hvernig hún hefur breyst hjá unglingum undanfarna

More information

Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar Frambjóðendur. Multicultural Council of Reykjavik Candidates

Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar Frambjóðendur. Multicultural Council of Reykjavik Candidates Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar Frambjóðendur Multicultural Council of Reykjavik Candidates Aleksandra Chlipala Hversu lengi búið á Íslandi: Have been a resident of Iceland: Pólsk Polish aleksandrachlipala@gmail.com

More information

[fjou:lɪð] mitt er svo [fuŋkt]!

[fjou:lɪð] mitt er svo [fuŋkt]! Hugvísindasvið [fjou:lɪð] mitt er svo [fuŋkt]! Um skiptihljóðið /f/ í máli stúlku á fimmta ári Ritgerð til B.A.-prófs Rannveig Garðarsdóttir Maí 2012 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Íslenska [fjou:lɪð]

More information

JANÚAR 2016 Karl Sigurðsson

JANÚAR 2016 Karl Sigurðsson JANÚAR 2016 Karl Sigurðsson Staða og horfur á vinnumarkaði Staðan á vinnumarkaði er að mörgu leyti góð ef litið er til þróunar atvinnuleysis, en skráð atvinnuleysi hefur lækkað úr um 8% árin 2009 og 2010

More information

gigtin Það er ástæða til bjartsýni Ráð fyrir aðstandendur Gigt og kynlíf GIGTARFÉLAG ÍSLANDS 2. tölublað 2017

gigtin Það er ástæða til bjartsýni Ráð fyrir aðstandendur Gigt og kynlíf GIGTARFÉLAG ÍSLANDS 2. tölublað 2017 gigtin 2. tölublað 2017 GIGTARFÉLAG ÍSLANDS Það er ástæða til bjartsýni Ráð fyrir aðstandendur Gigt og kynlíf Viðurkenndar stuðningshlífar Virkur stuðningur Vandaður vefnaður Góð öndun Einstök hönnun Fjölbreytt

More information

Framtíð höfuðborgarsvæðisins: Á að þétta byggðina?

Framtíð höfuðborgarsvæðisins: Á að þétta byggðina? Framtíð höfuðborgarsvæðisins: Á að þétta byggðina? apríl 2013 Hagfræðistofnun Sigurður Jóhannesson Titill Betri borgarbragur Undirtitill Framtíð höfuðborgarsvæðisins: Á að þétta byggðina? Útgáfuár 2013

More information

Leikskólanefnd laðar að starfsfólk Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt

Leikskólanefnd laðar að starfsfólk Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt Dreift frítt í öll hús í Kópavoginum OKTÓBER 2007 10. tbl. 3. árg. Börnin í Englakórnum í Kópavogi bíða þess að fá að syngja við upphaf Samgönguviku sem sett var í Perlunni í lok septembermánaðar sl. Englakórinn

More information

Að störfum í Alþjóðabankanum

Að störfum í Alþjóðabankanum Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, útgáfa 2007-2008 Að störfum í Alþjóðabankanum Jónas H. Haralz JEL flokkun: G21, G28, N16, N26, N46 Lykil hugtök: Alþjóðabankinn, Suður-Ameríka, efnahagsmál, hagsaga,

More information

Öryggi barna skiptir miklu máli, börnin eru

Öryggi barna skiptir miklu máli, börnin eru Sálfræðiritið Tímarit Sálfræðingafélags Íslands 16. árg. 2011, bls. 73 79 Öryggi barna í innkaupakerrum: Áhrifarík leið til að forðast slys Háskóli Íslands Öryggi barna ætti að skipta foreldra miklu máli.

More information

Um 220 manna vinnustaður í Mjóddina

Um 220 manna vinnustaður í Mjóddina Dreift frítt í öll hús í Breiðholtinu JÚLÍ 2006 7. tbl. 13. árg. Mjódd Opið virka daga 9-18:30 og laugardaga 10-14 Álfabakki 16 í Mjóddinni. Um 220 manna vinnustaður í Mjóddina Lyfjaval.is Sími 577 1166

More information

Reykholt í Borgarfirði

Reykholt í Borgarfirði RANNSÓKNASKÝRSLUR 1999 Reykholt í Borgarfirði Framvinduskýrsla 1999 Guðrún Sveinbjarnardóttir og Guðmundur H. Jónsson 6 ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS ÚTIMINJASVIÐ NATIONAL MUSEUM OF ICELAND DIVISION OF MONUMENTS

More information

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst 15. 18. ágúst 21. 25. ágúst 28. ág 1. sept. 15. skipulagsdagur 16. skipulagsdagur 17. Skipulagsdagur 18. skipulagsdagur

More information

AÐALSKIPULAG HVERAGERÐISBÆJAR

AÐALSKIPULAG HVERAGERÐISBÆJAR AÐALSKIPULAG HVERAGERÐISBÆJAR 2017-2029 GREINARGERÐ OG UMHVERFISSKÝRSLA 27. nóvember 2017 Auglýsing um gildistöku aðalskipulagsins var birt í B deild Stjórnartíðinda þann 21. desember 2017. Efnisyfirlit

More information

Æðarrækt í Höfnum á Skaga fær lífræna vottun. 19. tölublað 2008 Þriðjudagur 4. nóvember Blað nr. 292 Upplag

Æðarrækt í Höfnum á Skaga fær lífræna vottun. 19. tölublað 2008 Þriðjudagur 4. nóvember Blað nr. 292 Upplag 10 Leiðbeina Íslendingum um skosku hálöndin 13 Æðarrækt í Höfnum á Skaga fær lífræna vottun 21, 23 Bændahátíðir og hrútasýningar í algleymingi Nokkrar breytingar gerðar á matvælafrumvarpinu Matvælafrumvarp

More information

Þegar tilveran hrynur

Þegar tilveran hrynur ÓHÁÐ FRÉTTABLAÐ Á VESTFJÖRÐUM Fimmtudagur 11. júní 2003 23. tbl. 20. árg. Stofnað 14. nóvember 1984 Sími 456 4560 Veffang: www.bb.is Netfang: bb@bb bb.is Verð kr. 250 m/vsk Þegar tilveran hrynur rætt við

More information

Forseti Íslands á. 9. tölublað 2009 Fimmtudagur 14. maí Blað nr. 304 Upplag

Forseti Íslands á. 9. tölublað 2009 Fimmtudagur 14. maí Blað nr. 304 Upplag 8 Félagsleg skylda að vinna að hagsmunum bænda 12 Forseti Íslands á afmæli í dag: Landbúnaður er náðargjöf 16-18 Fósturdauði í gemlingum og ám 9. tölublað 2009 Fimmtudagur 14. maí Blað nr. 304 Upplag 20.200

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014 FLUGTÖLUR 2014 INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014 Flugvöllur 2013 2014 Br. 14/13 Hlutdeild Reykjavík 338.278 328.205-3,0% 48,6% Akureyri 178.231 172.106-3,4% 25,5% Egilsstaðir 91.561

More information

Inngangur. Í 79% tilvika var lagt hald á ávana- og fíkniefni á heimilum kærðra, á líkama þeirra eða í bifreiðum.

Inngangur. Í 79% tilvika var lagt hald á ávana- og fíkniefni á heimilum kærðra, á líkama þeirra eða í bifreiðum. Inngangur Skýrslan sem hér er birt er framhald skýrslu sem kom út í fyrra um sama efni. Með upplýsingum sem koma fram í skýrslunni gefst tækifæri til þess að meta þróun fíkniefnamála og mæla árangur af

More information

Fjölmenning á Íslandi Maí Greinagerð Esja Jeanne Jónsdóttir

Fjölmenning á Íslandi Maí Greinagerð Esja Jeanne Jónsdóttir Fjölmenning á Íslandi Maí 2018 Greinagerð Esja Jeanne Jónsdóttir Multicultural Iceland May 2018 In Icelandic the word menning (culture) does not exist in the plural form yet at the same time Icelandic

More information

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 50. TBL 2. ÁRG. FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2011 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ fyrst&fremst Þegar ritstjóri

More information

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Þórólfur Guðnason yfirlæknir Sóttvarnalæknir, Embætti landlæknis Nóvember 2014 Gastegundir frá eldgosum >95% H 2 O, CO 2 SO 2

More information

Reykholt í Borgarfirði

Reykholt í Borgarfirði RANNSÓKNASKÝRSLUR FORNLEIFADEILDAR 1998 Reykholt í Borgarfirði Framvinduskýrsla 1998 Guðrún Sveinbjarnardóttir og Guðmundur H. Jónsson 12 ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS ÚTIMINJASVIÐ NATIONAL MUSEUM OF ICELAND DIVISION

More information

Könnunarverkefnið PÓSTUR

Könnunarverkefnið PÓSTUR Könnunarverkefnið PÓSTUR Þáttakenndur í verkefninu UM PÓST Rauði hópur Vor 2010 Börn fædd 2005 Hópstjóri: Tatjana Lind Jónsson Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 18. TBL 2. ÁRG. FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 2011 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ ÍSLENSKA SIA.IS ICE 54848 05/11 GÓÐIR

More information

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016 FLUGTÖLUR 216 INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 216 Flugvöllur 215 216 Br. 16/15 Hlutdeild Reykjavík 348.24 377.672 8,5% 5,4% Akureyri 17.897 183.31 7,3% 24,5% Egilsstaðir 89.79 93.474 4,9%

More information

Staðsetning landbúnaðar: áhrif spurnar eftir landi á framleiðslu svæða

Staðsetning landbúnaðar: áhrif spurnar eftir landi á framleiðslu svæða Bifröst Journal of Social Science 2 (2008) 125 WORKING PAPER Staðsetning landbúnaðar: áhrif spurnar eftir landi á framleiðslu svæða Kolfinna Jóhannesdóttir Ágrip: Í kjölfar mikillar umræðu um hækkun landverðs

More information

Vaxtarsaga Marel. Snjólfur Ólafsson og Auður Hermannsdóttir

Vaxtarsaga Marel. Snjólfur Ólafsson og Auður Hermannsdóttir Vaxtarsaga Marel Snjólfur Ólafsson og Auður Hermannsdóttir Alþjóðlegur vöxtur íslenskra fyrirtækja og erlendar fjárfestingar síðustu ára hafa vakið mikla athygli hér á landi og víðar. Grein þessi varpar

More information