Veðurathuganir í 170 ár í Stykkishólmi

Size: px
Start display at page:

Download "Veðurathuganir í 170 ár í Stykkishólmi"

Transcription

1 Veffang: Netfang: SÉRRIT tbl. 22. árg. 29. október 2015 Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í og Helgafellssveit og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 650 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi og prentun: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340. Sími: Ýmislegt í pípunum Það er ánægjulegt þegar fyrirtæki ganga kaupum og sölum og fá þannig framhaldslíf. Unnur María Rafnsdóttir og Eiríkur Helgason hafa fest kaup á Nesbrauði og taka við rekstrinum í ársbyrjun Stykkishólms-Pósturinn hefur heimildir fyrir því að amk 3 önnur fyritæki hér í séu í samningaviðræðum við væntanlega kaupendur. Nokkur hreyfing virðist einnig vera á íbúðahúsnæði og skv. síðustu fundargerð bæjarstjórna eru áform upp um byggingu íbúðahúsnæðis við Neskinn 3-5. Heimaleikur hjá stelpunum Snæfell-Keflavík kl. 15 í Íþróttamiðstöðinni í. Hvetjum fólk til að fjölmenna á leikinn og hvetja stelpurnar. Áfram Sæfell! Í dag eru 56 til jóla Jólagjafahugmyndir.. Ljósmyndaprentun Ljósmyndastækkun Ljósmyndaskönnun Ljósmyndabækur Persónuleg veggspjöld Persónuleg jólakort Persónuleg dagatöl Við prentum fyrir þig! Ekki er ráð nema í tíma sé tekið! Nesvegur 13 s info@anok.is Veðurathuganir í 170 ár í 1. nóvember 1845 hóf Árni Thorlacius reglulegar veðurmælingar á Íslandi fyrstur manna. Veðurmælingar hafa því verið gerðar hér í samfleytt í 170 ár þann 1. nóvember n.k. Til að þessarar tímamóta verður sýning elstu bekkja grunnskólans opnuð í Norska húsinu í lok nóvember undir formerkjunum Veðrun og viðsnúningur. Sýningin er framhald á samstarfsverkefni Norska hússins og grunnskólans sem hófst vorið 2013 með sýningu undir sömu yfirskrift. Vesturland einn áhugaverðasti staður heims til að heimasækja árið 2016 Útgáfan Lonely Planet er ein af stærstu ferðabókaútgefendum og hefur útgáfan valið Vesturland sem einn af áhugaverðustu áfangastöðum heims árið Að sögn Kristjáns Guðmundssonar forstöðumanns Markaðsstofu Vesturlands er þetta stór viðurkenning fyrir ferðaþjónustuaðila á Vesturlandi því þjónustustig hafi farið vaxandi á svæðinu. N.k. mánudag tekur Markaðsstofa Vesturlands við verðlaunum útgáfunnar af þessu tilefni í London. Í fréttatilkynningu frá Lonely Planet kemur m.a. fram Vesturland sé á listanum sökum rólyndislegs yfirbragðs svæðisins auk þess sem gott er að gera út frá Vesturlandi þ e g a r kemur að því að kanna náttúru. stykkisholmsposturinn@anok.is

2 Bæjarráð Grundarfjarðar fjallaði um á fundi sínum fyrir í síðustu viku um væntanlega skerðingu á vetrarþjónustu Vegagerðarinnar. Þetta kom fram í pósti til fyrirtækja í flutningaþjónustu segir í fundargerðinni og jafnframt spurt hvort fyrirtæki í flutningaþjónustu séu tilbúin að greiða hluta Áætlun Baldurs Frá Sun.-Fös. 15:00 Brjánslæk 18:00 Vinsamlegast athugið, sækja þarf farmiða á skrifstofu Sæferða 30 mínútum fyrir brottför. Stykkishólms-Pósturinn, 40. tbl. 22. árgangur 29. október 2015 kostnaðar við vetrarþjónustu. Stykkishólms-Pósturinn leitaði eftir svörum hjá Vegagerðinni um vetrarþjónustuna. Póstur/bréf Grundarfjarðarbæjar er í kjölfar fundar með flutningsaðilum sbr meðfylgjandi póst þegar boðað var til hans. Þar er ekki minnst á snæfellskur MATUR HEIMAMARKAÐUR á Snæfellsnesi -stefnumót framleiðenda og neytenda- - kaupum mat úr heimabyggð - Vetrarfærðin þjónustuskerðingu eins og bréfið ber með sér - á fundinum var samt sagt að yrði veturinn erfiður myndi áætluð fjárveiting til vetrarþjónustu ekki duga til. Bréfið er árétting um hvað þjónustan er mikilvæg og viðkvæm. Á fundinum voru flutningsaðilar m.a. inntir eftir því hvort vilji væri HEIMAMARKAÐUR Sjávarsafninu Ólafsvík laugardaginn 31. okt. kl 12:00 16:00 Hægt verður að ræða við framleiðendur, borða og kaupa mat af Snæfellsnesi Matarmerki svæðisgarðsins Snæfellsnes verður kynnt. Einnig verða kynntar hugmyndir um enduropnun Sjávarsafns í Ólafsvík. Spennandi viðburðir og Blboð í tengslum við markaðinn um allt Snæfellsnes Allir eru velkomnir. Svæðisgarðurinn Snæfellsnes Fasteigna- og skipasala Snæfellsness Pétur Kristinsson, hdl. löggiltur fasteigna- og skipasali. Sími , netfang pk@simnet.is Heimasíða: fasteignsnae.is fyrir því að taka þátt í að greiða fyrir þjónustu utan þjónustutíma yrði slíkt í boði. Í meginatriðum þá var lítill áhugi fyrir því, fordæmið sé ekki gott - þeir eru frekar á því að bíða veður af sér. Einnig var spurt út í lokanir. Þar var mikill einhugur um að Vegagerðin lokaði vegum þ.a. þeir þyrftu ekki að taka sjálfir ákvarðanir um að leggja af stað - það væri einfaldlega lokað. Þeir kalla í raun eftir meiri lokunum, sérstaklega vegna vindhviða (Hafnarfjall, Kjalarnes). Við þetta er svo að bæta að upplýsingar um vetrarþjónustuna er að finna á vef Vegagerðarinnar og þar má sjá að Vatnaleið er t.d. þjónustuð yfir vetrartímann til kl virka daga og skv. heimildum Stykkishólms- Póstsins þá gerðist það í fyrra að flutningabílarnir t.d. úr Baldri og þeir sem væru í fiskflutningum lentu í vandræðum á Vatnaleiðinni. Allar eignir á Sverrir Kristjánsson lögg. fasteignasali Ægisgötu Sími: sverrir@posthus.is Skilafrestur í AÐVENTUDAGATAL STYKKISHÓLMS rennur út 16. nóvember n.k. Undanfarið rúmt ár hefur verið rætt að skera þang og þara til vinnslu úr grunnsævi Breiðafjarðar. Síðan virðast enn fleiri aðilar vilja sækja í botn Breiðafjarðar til slíkrar vinnslu og stórar tölur nefndar, í tonnum af lönduðum þara og þangi. Nefnd hefur verið fimmföld núverandi þarataka Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum sem mögulegt markmið í þeim efnum. Þessi skógar sjávar eru hins vegar undirstaða alls lífs í Breiðafirði. T.d hrygnir grásleppan í þaraskógunum og æðarkollan elur unga sína í klóþangsbreiðunum. Fari menn of geist í þara- og þangtöku, mun það raska tilveru lífríkisins sem er samfélagi okkar svo nákomið. Það er nú einu sinni náttúran sem gerir þennan stað að því sem hann er. Stórar áætlanir kalla á spurningar um hversu langt verður hægt að ganga. Þær spurningar eiga fullt erindi til samfélagsins, því það virðist ekki vera nein löggjöf um hve mikinn þara eða þang má taka eða hve oft. Hversu mikið ætli lífríkið þoli en haldi samt starfsgetu sinni óbreyttri? Það eru engar rannsóknir til um það, hversu lengi X ferkílómetrar af brottnumdum þaraskógi eru að koma til baka, eða hvenær krabbarnir, kuðungarnir og marflærnar sem hurfu þaðan koma svo aftur. Það eru í mesta lagi til menntaðar ágiskanir um það hversu marga ferkílómetra er að finna af þara eða þangi í Breiðafirði. Skógar sjávar Rjúpnaveiði Til er tæplega ársgömul ályktun ( ) frá Umhverfisnefnd Stykkishólms um málið: Í ljósi hugmynda og umræðu um mögulega þörungaverksmiðju í hvetur umhverfisnefnd bæjarstjórn til að standa vörð um einstaka náttúru svæðisins og hafa hag umhverfisins að leiðarljósi í allri atvinnuuppbyggingu. Þarna þykir mér vel að orði komist en hvað er átt við nákvæmlega? Hvernig tryggjum við að ekki verði of langt gengið í nýtingu á þara og þangi, þegar afleiðingar svona vinnslu, ásamt höfuðstólnum sem á verður gengið, eru jafn illa þekktar og nú er? Hvaða ráðstafanir verða þaravinnslumenn látnir gera til að fyrirhuguð nýting verði sjálfbær, þ.e. fuglarnir verpi áfram og grásleppan hrygni? Er ekki kominn tími til að ræða þetta eitthvað, og þá einhvern tíma áður en drengirnir mæta niður á bryggju? Jón Einar Jónsson Öll rjúpnaveiði í landi Berserkjahrauns er stranglega bönnuð. Það skal tekið fram að Hafrafell tilheyrir landi Berserkjahrauns. Stykkishólmur 2015 Bifreiðaskoðun á Dekk og smur 5. og 6. nóvember. Tímapantanir í síma: Lokað er í hádeginu milli kl Frumherji - Örugg bifreiðaskoðun - TIL SÖLU EÐA LEIGU ANOK margmiðlun Upplýsingar um viðburði sendist á Landeigandi 113 fm hús að Vallarflöt í til sölu eða leigu. Frekari upplýsingar á eða í síma stykkisholmsposturinn@anok.is 3 stykkisholmsposturinn@anok.is

3 Stykkishólms-Pósturinn, 40. tbl. 22. árgangur 29. október 2015 Vinnuhópur frá ráðuneytinu kominn í málið Nýting auðlinda í Breiðafirði hefur verið nokkuð til umræðu í hinum ýmsu miðlum að undanförnu. Er því sérstaklega velt upp hvernig nýtingu skuli háttað á sjávargróðri sem áform eru um að nytja enn frekar en gert hefur verið. Þörungaverksmiðjan á Reykhólum hefur nýtt þessa auðlind undanfarna áratugi og býr þess vegna yfir töluverðri reynslu. Tveir aðilar til viðbótar hafa lýst áformum sínum um að nytja sjávargróður í Breiðafirði og hefur félagsbúið að Miðhrauni 2 þegar hafið vinnslu og áður hefur verið sagt frá áformum Deltagen um uppbyggingu á vinnslu þangs og þara hér í. Það hefur einnig komið fram að ekki virðist liggja ljóst fyrir hvar málaflokkurinn á heima. Ljóst er nú að Orkustofnun hefur gefið þetta frá sér, Hafró hefur skilað umsögn um málið og settur hefur verið saman starfshópur á vegum Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins til að komast að niðurstöðu um tilhögun nytjanna. Málið er talsvert flókið þar sem yfir 100 landeigendur þurfa að gefa leyfi fyrir nýtingu á sínum landareignum, þar sem netlög ná yfir stóran hluta þess svæðis sem þörungar eru skornir á. Til þessa hafa ekki verið til reglur um nýtingu, þó svo að í 2. gr. laga um stjórn fiskveiða segi: Til nytjastofna samkvæmt lögum þessum teljast sjávardýr, svo og sjávargróður, sem nytjuð eru og kunna að verða nytjuð í íslenskri Aðventan í Hólminum Nóvember er handan við hornið og fer þá að styttast í aðventuna. Að venju mun Stykkishólms-Pósturinn dreifa aðventudagatali með síðasta tölublaði nóvembermánaðar og er skilafrestur efnis á það 16. nóvember n.k. Sú hefð hefur skapast og fest sig í sessi að halda markað í Norska húsinu. Svo verður einnig í ár og geta matgæðingar og handverksfólk farið að undirbúa það en gott er að láta vita um áform hvers og eins til Hjördísar Pálsdóttur safnstjóra Norska hússins í síma / eða á netfangið hjordis@norskahusid. is sem fyrst. Norska húsið og Stykkishólms- Pósturinn hafa ákveðið að efna til piparkökuhússbaksturskeppni í annað sinn, góðar viðtökur voru við keppninni í fyrra og verður hún kynnt enn frekar þegar líða tekur á nóvember. Sýning verður í Norska húsinu um jólin, krambúðin opin og ratleikur fyrir börnin auk annarra fastra liða á aðventunni. fiskveiðilandhelgi og sérlög gilda ekki um. Taka þarf tillit til umhverfisáhrifa, þar á meðal áhrifa sláttar á þörungana sjálfa og aðrar tegundir sem þrífast í skjóli þeirra. Skriður virðist kominn á málin því vinnuhópur ráðuneytisins er væntanlegur vestur til skrafs og ráðagerða, m.a. við Þörungaverksmiðjuna á Reykhólum, Breiðafjarðarnefnd og Náttúrustofu Vesturlands. Jólagjafahandbók í Nú þurfa bæjarbúar að fara að huga að jólagjafamálum og eins og svo oft áður þá er hvatt til þess að versla í heimabyggð - enda er úrvalið með eindæmum gott. Til að gera þau mál auðveldari kviknaði sú hugmynd fyrir nokkru að gera jólagjafahandbók í. Undirbúningur er kominn á fullt og viðtökur góðar. Vonandi verður þessari hugmynd vel tekið. Stefnt er að dreifingu um miðjan nóvember og það er Anok margmiðlum sem hannar og prentar. Bæklingur og vefsíða Út er kominn bæklingur um ferðaþjónustu í og vefsíða á slóðinni visitstykkisholmur.is Það eru nokkrir aðilar í ferðaþjónustunni sem standa að framtakinu. Skv. heimildum Stykkishólms- Póstsins er stefnt að aukinni markaðssetningu á vetrarferðaþjónustu og markið sett á 50% aukningu á því tímabili. Bæklingnum verður dreift víða um land. 4 stykkisholmsposturinn@anok.is Komið þið sæl, fyrst stjúpa mín hún Anna Reynisdóttir skoraði á mig að koma með uppskrift fór ég á fullt að skoða allar uppskriftabækurnar bækurnar mínar sem eru 3 talsins. En þar sem ég hef aldrei eldað neitt uppúr þeim áhvað ég að setja hér inn uppáhalds réttinn minn sem er að sjálfsögðu lífrænt ræktað eyjalamb, réttur fyrir einn. Ég tek hálfan lambahrygg Smáauglýsingar Rúmbotn + fætur til sölu. Uppl. í síma Anna. Ungt barnlaust par óskar eftir íbúð í stykkishólmi frá og með 1. desember. Reglusemi og skilvísum greiðslum heitið. Endilega ef þú veist um eina slíka hafðu þá samband í síma Klippur töpuðust í nágrenni Skólastígs. Gætu verið hvar sem er í bænum! Þetta eru klippur með tveimur löngum sköftum til að klippa runna. Finnandi setji sig í samband við Guðmund í síma úrbeina hann þannig að það verði að 2 stykkjum af file. Ég er búin að láta ofnin hitna í ca 180 C. Ég set svo kjötið í eldfast mót og krydda það með salt og pipar og einhverju fleiru sem ég finn í hilluni. Set þetta svo í ofnin í 20 til 30 mín. Hef svo með þessu soðnar kartöflur, salat og rauðkál og sveppasósu. Ég set smá vatn í pott og einn grænmetis súputening og læt VETURINN ER KOMINN Nú er veturinn kominn og þá er kominn tími til að athuga dekkjamálin. Erum með vetrardekkin, nagladekk, harðskeljadekk, og heilsársdekk. Hágæða vetrardekk, á verði sem kemur á óvart VERSLUM Í HEIMABYGGÐ Enn eykst þjónustan í Á Reitarvegi 3 hefur um langt skeið verið rekin bifreiðaþjónusta. Enn er verið að byggja upp þjónustuþættina en bílaverkstæðið Alveg réttir rekur nú alhliða bifreiðaþjónustu auk réttingaverkstæðis á Reitarveginum. Þeir félagar hafa Lífrænt ræktað eyjalamb - réttur fyrir einn teninginn leysast upp í vatninu, sett svo tvo poka af Blå Band sósudufti, 1/2 l. af rjóma og einn piparost. Öllu sullað saman og látið sjóða og saltað og piprað eftir smekk. Ég ætla svo að enda þetta með því að skora á hana systur mína Önnu Margréti Pálsdóttur að senda uppskrift í næsta blað. ÚRVAL DEKKJA Á FRÁBÆRU VERÐI SAMA VERÐ OG Í REKJAVÍK 10% staðgreiðsluafsláttur af dekkjum DEKK OG SMUR EHF NESVEGUR STYKKISHÓLMUR S: GSM: fengið umboð fyrir Yokohama og Sonar dekk og bjóða upp á bæði dekkja-, smur og bónþjónustu. Fimm starfsmenn eru í fyrirtækinu og hyggjast þeir einnig sinna neyðarþjónustu utan opnunartíma. Kristinn Már Pálsson Yfirförum bílinn fyrir veturinn 5 stykkisholmsposturinn@anok.is

4 Fundir bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar eru öllum opnir en afar fáir nýta sér það. Á vegum Stykkishólms-Póstsins var einn fulltrúi á fundi sem haldinn var s.l. þriðjudag. Það er ekki hægt að segja að þetta sé góð skemmtun en vissulega áhugaverð. Þó vantar mikið upp á að venjulegur fundargestur geti áttað sig á hvað er til umfjöllunar hverju sinni. Framlögð gögn sem rætt er um eru t.a.m. eingöngu á tölvuskjám bæjarfulltrúa. Þannig að þegar verið er t.d. að ræða talnaefni þá er það ekki sýnilegt öðrum og er heldur ekki birt í fundargerð að loknum fundi. Það kemur sér vel að vera lipur á lyklaborðinu til að ná sem flestu sem fram fer á fundinum þó Verslunarskólavélritunin hafi ekki alltaf dugað til á þessum tiltekna fundi, svo hratt flugu orðin á stundum. Á þessum fundi var rætt um MANNOL smurolía 1 ltr. og 5 ltr. brúsar. 5 ltr. frá kr Úrval af jólaseríum bæði inni og úti Stykkishólms-Pósturinn, 40. tbl. 22. árgangur 29. október 2015 fjárhagsáætlun áranna gert er ráð fyrir 4,5% verðbólgu á tímabilinu þó þess sé vænst að prósentan verði lægri og liggja tölur um launahækkanir ekki fyrir í þessari vinnu. Rætt var um bráðabirgðauppgjör fyrir Stykkishólm frá janúar - september á þessu ári og eru tekjur og gjöld nokkurnveginn á pari. Umræður sköpuðust um nýjan ferðaþjónustuvef nokkurra fyrirtækja í sem fór í loftið í upphafi vikunnar og opið þráðlaust net Stykkishólmsbæjar sem verið væri að setja upp og var reyndar þegar opið, þegar að var gáð. Umræður um breytingar á húsnæði spítalans tengdum öldrunar- og hjúkrunarþjónustu í húsnæðinu urðu einnig og er ekki mikið að frétta af þeim málum. Fundað hefur verið hjá fjárlaganefnd og ekkert ljóst ennþá um framhald málsins. Fundarseta Skipulags- og byggingarfulltrúi er þó að skoða húsnæðið og meta til þess að draga upp mynd af því hvernig hægt væri að breyta húsnæðinu í þessum tilgangi. Umræður um nýtt bókasafn sem byggja á við grunnskólann urðu þar sem bæjarfulltrúar L-lista lýstu áhyggjum af rýrnun útisvæðisins við skólann. Að sögn bæjarstjóra verður útisvæðið stokkað upp þegar framkvæmdir fara af stað og framkvæmdin í hugmyndavinnu hjá arkitektum. Snörp orðaskipti urðu um deiliskipulag miðbæjar eins og sjá má í bókunum sem gerðar voru að hálfu meirihluta og minnihluta í bæjarstjórn. Umræða um ósk um viðræður við Grundarfjörð, Helgafellssveit og Eyja- og Miklaholtshrepp um sameiningu þessara sveitarfélaga varð lífleg og voru fundarmenn allir sammála um að hefja undirbúning málsins taka Frostlögur 5 ltr. frá kr Rúðuvökvi 1 ltr. á kr Jólin eru komin í Skipavík Aðventuljós og frostrósir Hálkusalt, mannbroddar og fleira og fleira upp viðræður um þetta við hin sveitarfélögin. Hér verður ekki tæpt á fleiri atriðum, fundurinn stóð yfir í 2,5 tíma. 10 blaðsíðna fundargerð er að finna á vef Stykkshólmsbæjar um þennan fund og eru lesendur hvattir til að kynna sér hana. Fundargerðin er þó aldrei tæmandi um það sem fram fer á bæjarstjórnarfundum, því þar eru engar umræður færðar til bókar og ekki er hægt að lesa sér til um framlögð gögn sem vísað er í. Bæjaryfirvöld eru hinsvegar hvött til þess að birta fleiri gögn sem tengjast málefnum bæjarins og upplýst geta íbúa enn frekar um gang mála í bænum. Vel má, í þessu efni, benda aftur á hvernig Akraneskaupstaður hefur búið um hnútana í sinni upplýsingagjöf um málefni sveitarfélagsins. Erum einnig með smurolíur fyrir fjórhjól 1 ltr. á kr Ýmsar jólavörur með 50% afslætti Skipavík verslun // Aðalgata 24 // s // Opið: 8-18 virka daga // laugardaga 6 stykkisholmsposturinn@anok.is Við þökkum Berserkjum fyrir áskorunina og tökum henni fagnandi. Ég ætla ekki að fara að garfa í gömlum bókum um stofnun og söguna hjá Stykkishólmsdeild Rauða krossins og er það mál fyrir aðra fróðari um þau mál að fjalla. Hins vegar eru verkefni og markmið Rauða krossins dagsins í dag aðalmálið. Rauði krossin er alheimshreyfing og þær grundvallarhugsjónir sem starfað er eftir eru mannúð, óhlutdrægni, hlutleysi, sjálfstæði, sjálfboðin þjónusta, eining. Hugsjónagrundvöllur Rauða krossins er fólginn í markmiðunum sjö um mannúð, óhlutdrægni, hlutleysi, sjálfstæði, sjálfboðna þjónustu, einingu og alheimshreyfingu. Sérhverjum starfsmanni og sjálfboðaliða Rauða krossins um heim allan ber að starfa samkvæmt grundvallarmarkmiðunum. Rauði krossinn tryggir öflugar neyðarvarnir og neyðaraðstoð á Íslandi og er mikilvægur hlekkur í almannavörnum landsins. Jafnframt tekur félagið virkan þátt í skipulagningu og framkvæmd sálræns stuðnings hérlendis. Rauði krossinn sinnir einnig sjúkrabíla og sjúkraflutningum hér á landi. Í mannúðarmálum er unnið að félagslegu öryggi og málsvarnarstarfi. Félagið stendur sterkt vörð um mannréttindi og virðingu einstaklinga. Rauða krossinum er annt um þá sem eru félagslega berskjaldaðir, starfar með þeim og fyrir þá. Sú sérstaða Rauðikrossinn kynnir starfsemi sína félagsins þarf að vera öllum ljós. Rauði krossinn vinnur að því að efla samstarf við aðrar hjálparstofnanir og stjórnvöld með það að markmiði að þeir sem höllum fæti standa fái sem bestan stuðning. Það er af mörgu að taka í starfi Rauða krossins á landsvísu og get ég afritað meiri texta en kemst í blað vikunnar ykkur til upplýsinga en bendi á heimasíðuna, raudikrossinn.is. Stykkishólmsdeild var stofnuð 2. nóvember 1963 og endurvakin 10. september Rauði krossinn í er ein þriggja deilda sem starfa á Snæfellsnesi og hafa með sér samkomulag um námskeiðahald og fleira. Deildin er með aðstöðu í björgunarsveitarhúsinu í. Meðal verkefna deildarinnar eru neyðarvarnir, skyndihjálp og að rjúfa félagslega einangrun. Fjöldahjálparstöð er í Grunnskóla Stykkishólms og fá sjálfboðaliðar í neyðarvörnum þjálfun reglulega og eru á útkallslista almannavarna ásamt öðrum viðbragðsaðilum. Skyndihjálparnámskeið eru haldin á svæðinu í samstarfi við aðrar deildir og námskeiðið Börn og umhverfi er haldið reglulega fyrir börnin í grunnskólanum. Við útskrifuðum 15 krakka nú í vor. Námskeið er fyrir börn 12 ára og eldri sem gæta yngri barna og farið í ýmsa þætti er varða umgengni og framkomu við börn, aga, umönnun og hollar lífsvenjur, Messa verður sunnudaginn 1. nóvember kl Allra heilagramessa. Látinna verður minnst í messunni. --- Krakkar foreldrar! Munið kirkjuskólann kl á sunnudag. --- Árleg söfnun fermingarbarna fyrir Hjálparstarf kirkjunnar fer fram mánudaginn 2. nóvember. Takið vel á móti börnunum. leiki og leikföng. Einnig er lögð áhersla á slysavarnir og algengar slysahættur í umhverfinu. Fatasöfnun er á svæðinu og getur fólk komið með föt til Flutningafyrirtækis Ragnars og Ásgeirs sem flytur þau endurgjaldslaust til fataflokkunar Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu. Heimóknavinaverkefnið hefur verið til staðar en hlutverk heimsóknavinar er fyrst og fremst að veita félagsskap, nærveru og hlýju. Einsemd er alvarlegt vandamál í íslensku samfélagi. Aðstæður fólks geta orðið til þess að það missir samband við aðra og einangrast. Heimsóknavinir Rauða krossins leitast við að rjúfa slíka einangrun. Þetta verkefni þarfnast nokkurrar endurkoðunnar og andlitslyftingar hér í bæ og vantar okkur að skrá sjálfboðaliða og verkefnastjóra og halda svo heimsóknavinanámskeið í framhaldinu til að halda utan um verkefnið og gera vel. Skráðir sjálfboðaliðar eru gildir heimsóknavinir undir merkjum RKÍ og hafa farið á slíkt námskeið og eru engir slíkir í verkefnum frá okkur því miður. Það er frábært ef fólk er að aðstoða við að rjúfa félagslega einagrun á eigin vegum eins við vitum dæmi um hér í bæ. Hægt að vera heimsóknarvinur með hund en þó nokkur undirbúningur liggur að baki hverrar heimsóknar. Eigendur hundanna þurfa að byrja á því að fara á þriggja tíma námskeið fyrir almenna heimsóknavini og klukkutíma námskeið sem er sér sniðið að hundaheimsóknum t.d. Ég hef nú stiklað á því helsta hjá okkur en við getum alltaf gert betur í hverju verkefni fyrir sig en það byggir allt á mannskap og sjálfboðaliðum. Ég ætla því að nota tækifærið til að kalla eftir og hvetja þá sem vilja gerast sjálfboðaliðar að hafa samband við okkur. Við erum einnig fámenn stjórn sem hefur verið svolítið rót á síðustu tvö ár og væri gaman fá fleiri meðstjórnendur. Fleiri hendur vinna létt verk og getum sinnt verkefnum betur, fengið ný sjónarhorn og bætt aðeins í starfið sem er til staðar því það er þörf á. Að endingu vil ég hvetja alla til að kíkja á vertunaes.is og taka þátt. Rauði krossinn leitar til einstaklinga, fyrirtækja, stofnana og samtaka til að vera með í Vertu næs áskoruninni sem hvetur fólk til að koma fram við hvert annað af virðingu. Uppruni, litaraft og trúarbrögð eiga ekki að skipta máli. Þú getur tekið þátt í að bæta samfélagið okkar. Margt smátt gerir eitt stórt og saman getum við haft gífurleg áhrif! Ætla að skora á eitt mjög næs félag að segja frá sinni starfsemi og kynna en það er Leikfélagið Grímnir. Verum næs við hvort annað Ást og friður Símon Hjaltalín 7 stykkisholmsposturinn@anok.is

5 Stykkishólms-Pósturinn, 40. tbl. 22. árgangur 29. október stykkisholmsposturinn@anok.is

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Power Point leiðbeiningar Sjónarhorn View Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Outline view - Yfirlitshamur Hér er hægt að rita minnispunkta við hverja glæru fyrir þann sem

More information

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur?

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur? Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur? Málþing um byggðamál og svæðasamvinnu 14. mars 2014 Stefanía Traustadóttir Heimsókn til Norðurbotns (Oulu) apríl 2012 Þátttakendur: Ragnheiður

More information

Könnunarverkefnið PÓSTUR

Könnunarverkefnið PÓSTUR Könnunarverkefnið PÓSTUR Þáttakenndur í verkefninu UM PÓST Rauði hópur Vor 2010 Börn fædd 2005 Hópstjóri: Tatjana Lind Jónsson Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina

More information

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ / 1004720-1004720-3-ABC 2.1.2018 09::16 Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær»»» Reykjavík/HÍ 06:42 06:44 06:45 06:47 06:51 06:52 06: 07:17 07:18 07:22 07:28 07:29 07:31 07:32 07:34 07:36 07:38

More information

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Kynning í Dalskóla 6. desember 2018 Gautur Þorsteinsson, verkfræðingur Um útvarpsþjónustu Fyrsta útsending útvarpsdagskrár 1920 Útsendingar útvarps

More information

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2 1 Examples 2 Sýnidæmi 2 2 Example 25-1 Gefið er 3 fasa, 3 teina raforkukerfi samkvæmt meðfylgjandi einlínumynd. Allar stærðir á myndinni eru í einingakerfinu ( per unit ). Seríuviðnám háspennulínanna er

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Svíþjóð - stjórnsýslan Þrjú formleg stjórnsýslustig Sveitarfélög, 290 talsins (Local level) Lén, 20 talsins (Regional level) Landsstjórn, 349 þingmenn (National

More information

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum Raddir fjölbreyttra kennarahópa Sólveig Karvelsdóttir, lektor, HÍ Hafdís Guðjónsdóttir, dósent, HÍ Rannsóknin er hluti af tveimur rannsóknum Fjölbreyttir kennarahópar

More information

Horizon 2020 á Íslandi:

Horizon 2020 á Íslandi: Horizon 2020 á Íslandi: - Árangur Íslands í Horizon2020 - Hvernig getur Rannís veitt ykkur aðstoð? Kristmundur Þór Ólafsson Alþjóðasvið Rannís Landstengiliður (NCP) fyrir H2020 Hvað er H2020? Rammaáætlun

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012 Nr. 28/32 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012 2013/EES/28/07 frá 8. júní 2012 um framkvæmdarreglur vegna beitingar 16. gr.

More information

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM Skýrsla fyrir skólaárið 2016-2017 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 2 1. Inngangur... 3 2. Markmið og tilgangur matsins... 3 3. Aðferðir og framkvæmd matsins... 3 4.

More information

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson Samstarf HR og IGI Ólafur Andri Ragnarsson Leikjaiðnaðurinn 2021 Leikjaiðnaðurinn 2021 5.000 störf 70 milljarðar í heildarútflutningstekjur ef... Photo Ian Parker http://parkerlab.bio.uci.edu/nonscientific_adventures/iceland_man.ht

More information

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa Efnisyfirlit Þróun félagsauðs í grannríkjunum Bandaríkin Skandinavía Meginland Evrópu Þróunin á Íslandi Félagsþátttaka Frumtengsl Félagsrof Félagsauður,

More information

SEPTEMBER 2010 RÁÐSMIÐJA UM FRÆÐANDI FERÐAÞJÓNUSTU - KIÐAGIL

SEPTEMBER 2010 RÁÐSMIÐJA UM FRÆÐANDI FERÐAÞJÓNUSTU - KIÐAGIL SEPTEMBER 2010 RÁÐSMIÐJA UM FRÆÐANDI FERÐAÞJÓNUSTU - KIÐAGIL, forst.m. Þekkingarnets Þingeyinga AKADEMÍSK FERÐAÞJÓNUSTA LEIÐIN FRÁ HUGMYND TIL VERULEIKA Akademísk ferðaþjónusta Yfirferð dagsins... I. Inntak

More information

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Klettafjöllin og Grand Canyon 1 Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Kristbjörg María Guðmundsdóttir Eitt af fallegustu handverkum náttúruaflanna er án efa að finna í vesturhluta Norður-Ameríku.

More information

Stefnir í ófremdarástand

Stefnir í ófremdarástand 31. janúar 2014 2. tölublað 2. árgangur UMHVERFISVOTTUÐ PRENTUN Útsalan í fullum gangi 1 10-50% afsláttur HAMRABORG 20A KÓPAVOGI 544-4088 YNJA.IS Alvarlegur skortur á leikskólakennurum í Kópavogi: Stefnir

More information

PÓSTURINN. Góðar gjafir. Skelvinnslan hafin. Stór tímamót

PÓSTURINN. Góðar gjafir. Skelvinnslan hafin. Stór tímamót STYKKISHÓLMS1994-2014 PÓSTURINN Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is Netfang: sp@anok.is Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 8. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík Notkun merkis Veðurstofu Íslands Veðurstofa Íslands Bústaðavegur 9 150 Reykjavík +354 522 60 00 +354 522 60 01 vedur@vedur.is Maí 2009 2 Efnisyfirlit Merki 3 Litanotkun 5 Merki í fleti 6 Stærð merkisins

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr. 54 8. árgangur

More information

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs?

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Hvernig getur málefni sem ekki er skilgreint sem námsgrein í grunnskóla eða námssvið

More information

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 50. TBL 2. ÁRG. FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2011 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ fyrst&fremst Þegar ritstjóri

More information

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Jón Viðar Jónmundsson 1 og Emma Eyþórsdóttir 2 1 Bændasamtökum Íslands 2 Rannsóknarstofnun landbúnaðarins/lbh á Hvanneyri Inngangur Fyrsta

More information

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Sérfræðingur í persónurétti Yfirlit Stóra myndin Skyldur GDPR Aðlögunarferli Áskoranir og praktísk ráð 2 3 Yfirlit: Hvað er GDPR?» GDPR

More information

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg.

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg. STO FNA Ð 1945 VESTANPÓSTUR Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg. Meðal efnis: Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi VESTANPÓSTUR 2006 Ábyrgðarmaður: Guðfinnur Kjartansson

More information

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018 Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu September 2018 Samantekt Íslandsstofa framkvæmdi viðhorfskönnun í júlí og ágúst 2018 meðal erlendra söluaðila sem selja ferðir til Íslands.

More information

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur CHEMISTRY The Central 9th Edition Hlutfallareikningur: AðA reikna út frá formúlum og efnajöfnum fnum Lavoisier: Massi varðveitist í efnahvörfum. : lýsa efnahvörfum. Efnajafna : Hvarfefni og myndefni: 2H

More information

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Áhrif lofthita á raforkunotkun Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Júlí 2017 Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Orkustofnun Júlí 2017 Útgefandi: Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Sími: 569 6000, Fax, 568

More information

Nokian eru meðal bestu vetrarog nagladekkja ár eftir ár

Nokian eru meðal bestu vetrarog nagladekkja ár eftir ár Vetrardekk 11. október 2016 Kynningarblað MAX1 N1 Arctic Trucks Vaka Nokian eru meðal bestu vetrarog nagladekkja ár eftir ár Finnsku Nokian gæðadekkin fást í miklu úrvali hjá MAX1 Bílavaktinni. MAX1 rekur

More information

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Þórólfur Guðnason yfirlæknir Sóttvarnalæknir, Embætti landlæknis Nóvember 2014 Gastegundir frá eldgosum >95% H 2 O, CO 2 SO 2

More information

Veffang: Netfang: sp@anok.is Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frmi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 650 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi:

More information

Innihaldsyvirlit. til vegleiðing umsiting av kundum í FSL-debitor. seinast dagført 15. aug. 2017

Innihaldsyvirlit. til vegleiðing umsiting av kundum í FSL-debitor. seinast dagført 15. aug. 2017 Innihaldsyvirlit til vegleiðing umsiting av kundum í FSL-debitor seinast dagført 15. aug. 2017 Innihaldsyvirlit...1 Upprættan av kundum við INDIVID...2 Allar fyritøkur og persónar, ið hava føroyskt A-,

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2011:1 27. maí 2011 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga frá sveitarfélögum árlega um fjárhagsaðstoð, félagslega heimaþjónustu

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Umhyggja. Afstaða nemenda með sérþarfir til skólans síns. Brýtur þjónustukerfið mannréttindi?

Umhyggja. Afstaða nemenda með sérþarfir til skólans síns. Brýtur þjónustukerfið mannréttindi? Umhyggja Afstaða nemenda með sérþarfir til skólans síns Brýtur þjónustukerfið mannréttindi? Sömu námskröfur gerðar til langveikra sem og annarra í MH en aðstoð og aðlögun stundum nauðsynleg 2. tbl. 13.

More information

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI ER ÍSLAND SPRUNGIÐ MEÐ 2,2 M FERÐAMANNA? TOP 10 ÞJÓÐGARÐAR Í BANDARÍKJUNUM 1. Great Smoky Mountains National Park

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

ALLTAF Í VEÐMÁLUM. Björn Sveinbjörnsson og Svava Johansen

ALLTAF Í VEÐMÁLUM. Björn Sveinbjörnsson og Svava Johansen Björn Sveinbjörnsson og Svava Johansen ALLTAF Í VEÐMÁLUM 30. NÓVEMBER 2007 Jón Ásgeir á lúxusráðstefnu í Moskvu Bjarni töframaður og kokkanámið Ellý Ármanns og fötin hennar BLS. 2 sirkus 30. NÓVEMBER 2007

More information

Þegar tilveran hrynur

Þegar tilveran hrynur ÓHÁÐ FRÉTTABLAÐ Á VESTFJÖRÐUM Fimmtudagur 11. júní 2003 23. tbl. 20. árg. Stofnað 14. nóvember 1984 Sími 456 4560 Veffang: www.bb.is Netfang: bb@bb bb.is Verð kr. 250 m/vsk Þegar tilveran hrynur rætt við

More information

Einelti og líðan. Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014. Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ

Einelti og líðan. Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014. Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Einelti og líðan Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014 Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til B.A. gráðu í sálfræði Hug- og félagsvísindadeild

More information

Bæjarins besta. Körfubolti, viðskipti og Bæjarins bestu... segir af sér. Fyrsti fundur nýs meirihluta

Bæjarins besta. Körfubolti, viðskipti og Bæjarins bestu... segir af sér. Fyrsti fundur nýs meirihluta Bæjarins besta Miðvikudagur 3. desember 1997 48. tbl. 14. árg. ÓHÁÐ FRÉTTABLAÐ Á VESTFJÖRÐUM Stofnað 14. nóvember 1984 Sími 456 4560 Fax 456 4564 Netfang: hprent@snerpa.is Verð kr. 200 m/vsk Félag Jafnaðarmanna

More information

Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar Frambjóðendur. Multicultural Council of Reykjavik Candidates

Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar Frambjóðendur. Multicultural Council of Reykjavik Candidates Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar Frambjóðendur Multicultural Council of Reykjavik Candidates Aleksandra Chlipala Hversu lengi búið á Íslandi: Have been a resident of Iceland: Pólsk Polish aleksandrachlipala@gmail.com

More information

10. tbl nr Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar. Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd

10. tbl nr Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar. Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd 10. tbl. 2009 nr. 439 Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar um starfið og verkefnin Það fer að styttast í að Eymundur Runólfsson

More information

MALAYSIA AIRLINES - MH 1 Monday, 17 th of MAY: LONDON - KUALA LUMPUR (lent í Kuala Lumpur kl 17:30 þriðjudaginn 18. maí að staðartíma)

MALAYSIA AIRLINES - MH 1 Monday, 17 th of MAY: LONDON - KUALA LUMPUR (lent í Kuala Lumpur kl 17:30 þriðjudaginn 18. maí að staðartíma) 12. maí, 2004 bls. 1 Dagskrá námsferðar Rafmagns- og tölvuverkfræðinema vorið 2004 til Kuala Lumpur og Singapore (Program for a technical study tour of students in Electrical and Computer Engineering,

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 20. TBL 3. ÁRG. FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2012 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ LANGAR ÞIG AÐ KOMAST FRÍTT Á STÆRSTA

More information

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis ANNUAL SAFETY REVIEW 2012 Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis Flugmálastjórn Íslands: Annual Safety Review 2012 Útgefandi: Flugmálastjórn Íslands Skógarhlíð 12 105 Reykjavík

More information

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst 15. 18. ágúst 21. 25. ágúst 28. ág 1. sept. 15. skipulagsdagur 16. skipulagsdagur 17. Skipulagsdagur 18. skipulagsdagur

More information

STARA. Rit Sambands íslenskra myndlistarmanna

STARA. Rit Sambands íslenskra myndlistarmanna STARA Rit Sambands íslenskra myndlistarmanna nr 8, 1.tbl, 2017 English ~Click here~ 4&5 Hversdagsævintýri um hugarfarsbyltingu Eirún Sigurðardóttir NR 8, 1.TBL, 2017 6&7 (S.O.S.= MAYDAY) Sara og Svanhildur

More information

Forseti Íslands á. 9. tölublað 2009 Fimmtudagur 14. maí Blað nr. 304 Upplag

Forseti Íslands á. 9. tölublað 2009 Fimmtudagur 14. maí Blað nr. 304 Upplag 8 Félagsleg skylda að vinna að hagsmunum bænda 12 Forseti Íslands á afmæli í dag: Landbúnaður er náðargjöf 16-18 Fósturdauði í gemlingum og ám 9. tölublað 2009 Fimmtudagur 14. maí Blað nr. 304 Upplag 20.200

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 19. TBL 2. ÁRG. FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2011 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ Saman látum við hjólin snúast GRUNNNÁM

More information

Kennileiti hverfur í Belgsholti í Melasveit

Kennileiti hverfur í Belgsholti í Melasveit 10-11 Landgræðsla á Íslandi í heila öld 13 Kennileiti hverfur í Belgsholti í Melasveit 15 Alþjóðlegur fræbanki á Svalbarða Breytingar á áburðarmarkaði Á Markaðssíðu Bændablaðsins er í dag fjallað um horfur

More information

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar 1 Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar Introduction to rotating machines 2 Grunnhugtök og meginþættir Klassískar gerðir véla Riðstraumsvélar Samfasavél (synchronous machine) Spanvél (induction machine

More information

Félags- og mannvísindadeild

Félags- og mannvísindadeild Félags- og mannvísindadeild BA-ritgerð Félagsfræði Dagblaðalestur íslenskra ungmenna Sylvía Rut Sigfúsdóttir Janúar 2010 Félags- og mannvísindadeild BA-ritgerð Félagsfræði Dagblaðalestur íslenskra ungmenna

More information

Lýðheilsa Heilsa í allar stefnur

Lýðheilsa Heilsa í allar stefnur Lýðheilsa Heilsa í allar stefnur Hvar standa Íslendingar í samanburði þjóða? Dagskrá: 14:30 Ávarp forsætisráðherra: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 14:45 Heilsa í allar stefnur: Health in All Policies reynsla

More information

Á VESTFJÖRÐUM. Nýir vegleiðarar á Hnífsdalsvegi og Óshlíð. Skapa mikið öryggi í umferð

Á VESTFJÖRÐUM. Nýir vegleiðarar á Hnífsdalsvegi og Óshlíð. Skapa mikið öryggi í umferð ÓHÁÐ FRÉTTABLAÐ Á VESTFJÖRÐUM ISSN 1670-021X Miðvikudagur 2. október 2002 40. tbl. 19. árg. Stofnað 14. nóvember 1984 Sími 456 4560 Veffang: www.bb.is Netfang: bb@bb bb.is Verð kr. 200 m/vsk Ég fór í þessa

More information

OKKUR KOM EKKI SAMAN UM FRAMTÍÐINA FYRIRSÆTAN ÁSDÍS RÁN GUNNARSDÓTTIR UM SKILNAÐ- INN, FYRIRSÆTUFERILINN, LÍFIÐ Í BÚLGARÍU OG ÁSTINA

OKKUR KOM EKKI SAMAN UM FRAMTÍÐINA FYRIRSÆTAN ÁSDÍS RÁN GUNNARSDÓTTIR UM SKILNAÐ- INN, FYRIRSÆTUFERILINN, LÍFIÐ Í BÚLGARÍU OG ÁSTINA 13. APRÍL 2012 BÝR SIG UNDIR ÓLYMPÍULEIKANA UPPLIFIR DRAUMAVERKEFNIÐ STJÖRNUR Á SKÍÐUM OKKUR KOM EKKI SAMAN UM FRAMTÍÐINA FYRIRSÆTAN ÁSDÍS RÁN GUNNARSDÓTTIR UM SKILNAÐ- INN, FYRIRSÆTUFERILINN, LÍFIÐ Í

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2010:1 12. maí 2010 Félagsþjónusta sveitarfélaga 2007 2009 Municipal social services 2007 2009 Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga árlega um félagslega heimaþjónustu og fjárhagsaðstoð

More information

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 I GENERAL INFORMATION ABOUT THE SCHOOL 1. Describe the school and its surroundings very

More information

Til að forritið vinni með Word þarf að hlaða niður á tölvuna forritsstubbnum Cite While You Write

Til að forritið vinni með Word þarf að hlaða niður á tölvuna forritsstubbnum Cite While You Write Veflæga heimildaskráningarforritið EndNote Web er notað til að halda utan um tilvísanir og búa til heimildaskrár. Hægt er að flytja tilvísanir úr bókasafnsskrám og gagnasöfnum inn í forritið. EndNote Web

More information

Ársskýrsla Hrafnseyri

Ársskýrsla Hrafnseyri Ársskýrsla 2015 Hrafnseyri Vetrarstarf Í byrjun febrúar var haldinn fundur með nokkrum fulltrúum Háskóla Íslands, þeim Daða Má Kristóferssyni, forseta Félagsvísindasviðs, Ástráði Eysteinssyni þáverandi

More information

2. Stefnur og hugmyndafræði sem hafa haft áhrif á listkennslu

2. Stefnur og hugmyndafræði sem hafa haft áhrif á listkennslu Ágrip Í þessari ritgerð, sem er lokaverkefnið mitt til B.Ed gráðu, mun ég fjalla um samvinnu á milli myndlistarskóla og grunnskóla. Í því samhengi mun ég skoða Billedskolen i Tvillingehallen og Myndlistarskólann

More information

SamVest og FH semja um samstarf. Áfram Snæfell. Líflegt á hafnarbakkanum. Leikjaniðurröðun í úrslitum. SamVest æfir í Kaplakrika

SamVest og FH semja um samstarf. Áfram Snæfell. Líflegt á hafnarbakkanum. Leikjaniðurröðun í úrslitum. SamVest æfir í Kaplakrika Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is Netfang: SÉRRIT - 15. tbl. 22. árg. 22. apríl 2015 Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og Helgafellssveit og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík,

More information

Gleðilega hátíð. JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA. Landsbankinn landsbankinn.is

Gleðilega hátíð. JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA. Landsbankinn landsbankinn.is REYKJAVIK PRIDE 2. 7. ÁGÚST FREE COPY HINSEGINDAGAR.IS Gleðilega hátíð JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA Landsbankinn landsbankinn.is 410 4000 VELKOMIN Á HINSEGIN DAGA 2016 WELCOME TO REYKJAVIK PRIDE 2016 Sagan

More information

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og 2006. Kolbeinn Árnason Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE: Coordination of information on the environment eða: Samræming umhverfisupplýsinga

More information

Viftur. Það borgar sig að nota það besta! Bíla- og vélavörur...sem þola álagið! Höfundar efnis í þessu blaði: Bogi Baldursson.

Viftur. Það borgar sig að nota það besta! Bíla- og vélavörur...sem þola álagið! Höfundar efnis í þessu blaði: Bogi Baldursson. Höfundar efnis í þessu blaði: Bogi Baldursson Þá er þetta annað tölublað Mótor & Sport orðið að veruleika og viljum við þakka fyrir allar þær hringingar og tölvupósta sem okkur hafa borist. Miðað við viðtökurnar

More information

Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi

Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi Lokaverkefni til B.Ed. prófs Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi Eru ánægðir foreldrar bestu bandamenn kennara? Halldóra Gísladóttir 300955-5419 Kennaraháskóli Íslands

More information

Vaasa Ostrobothnia nóv. 2012

Vaasa Ostrobothnia nóv. 2012 Vaasa Ostrobothnia 19-21.nóv. 2012 Hópurinn og ferðin Halla Steinólfsdóttir Dalabyggð Ingibjörg Valdimarsdóttir Akranesi Ólafur Sveinsson SSV The Ministry of Foreign Affairs of Finland (19.nóv.) The Regional

More information

gigtin Það er ástæða til bjartsýni Ráð fyrir aðstandendur Gigt og kynlíf GIGTARFÉLAG ÍSLANDS 2. tölublað 2017

gigtin Það er ástæða til bjartsýni Ráð fyrir aðstandendur Gigt og kynlíf GIGTARFÉLAG ÍSLANDS 2. tölublað 2017 gigtin 2. tölublað 2017 GIGTARFÉLAG ÍSLANDS Það er ástæða til bjartsýni Ráð fyrir aðstandendur Gigt og kynlíf Viðurkenndar stuðningshlífar Virkur stuðningur Vandaður vefnaður Góð öndun Einstök hönnun Fjölbreytt

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 18. TBL 2. ÁRG. FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 2011 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ ÍSLENSKA SIA.IS ICE 54848 05/11 GÓÐIR

More information

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn -

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM Schengen ráðstefna 6. október 2011 - Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - Áherslur - Lögreglan á Suðurnesjum - Framkvæmd landamæraeftirlits - Umhverfið - Álag á Ísland

More information

Þróun kennslu læknanema á síðustu áratugum

Þróun kennslu læknanema á síðustu áratugum Kristján Erlendsson læknir dósent kennslustjóri læknadeildar HÍ, yfirlæknir á vísinda- og þróunarsviði Landspítala krerlend@landspitali.is Þróun kennslu læknanema á síðustu áratugum Á síðustu þremur áratugum

More information

Sundráð ÍRB Fréttabréf Ágúst 2011

Sundráð ÍRB Fréttabréf Ágúst 2011 Eldri hópur er hópur sem Ant kom á og frábær nýung fyrir þá sem vilja æfa sund en hafa ekki tíma né áhuga til að vera í afrekssundi. Þetta er frábær vettvangur fyrir þá sem vilja æfa undir topp leiðsögn

More information

BLAÐ IÐ. sem byrjuðu aldrei að. Valgerður læknir: Meðferð án landamæra. Handboltahetjan í Fjölsmiðjunni. Íslenskar konur hafa aldrei drukkið meira

BLAÐ IÐ. sem byrjuðu aldrei að. Valgerður læknir: Meðferð án landamæra. Handboltahetjan í Fjölsmiðjunni. Íslenskar konur hafa aldrei drukkið meira Íslenskar konur hafa aldrei drukkið meira Valgerður læknir: Meðferð án landamæra Handboltahetjan í Fjölsmiðjunni Blað samtaka áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann 2. tölublað október 2009 BLAÐ IÐ

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2011 Municipal social services 2011

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2011 Municipal social services 2011 2012:1 4. október 2012 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Árið fengu 7.715 heimili fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og hafði heimilum sem þáðu slíkar greiðslur fjölgað um 805

More information

föstudagur SUMARTILBOÐ VIL GERA HLUTINA Á EIGIN FORSENDUM Fylgir frítt með! HÚN HEFUR ALLTAF VERIÐ SYNGJANDI

föstudagur SUMARTILBOÐ VIL GERA HLUTINA Á EIGIN FORSENDUM Fylgir frítt með! HÚN HEFUR ALLTAF VERIÐ SYNGJANDI föstudagur FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS 8. maí 2009 VIL GERA HLUTINA Á EIGIN FORSENDUM Ólöf Jara Skagfjörð Valgeirsdóttir fer með hlutverk Sandyar í Grease, er á leið í sambúð og klárar stúdentspróf. HÚN HEFUR

More information

Lagfæring vegamóta á hringveginum. Skoðun á hagvæmni úrbóta

Lagfæring vegamóta á hringveginum. Skoðun á hagvæmni úrbóta Lagfæring vegamóta á hringveginum Skoðun á hagvæmni úrbóta Janúar 2005 Samantekt Flest vegamót á þjóðvegum á Íslandi eru óstefnugreind. Umferðaróhöpp eru þar nokkuð tíð og öryggi þarf að auka. Í þessari

More information

Hagvísir Vesturlands. Börn í sveitum á Vesturlandi

Hagvísir Vesturlands. Börn í sveitum á Vesturlandi ISSN 1670-5556 Vífill Karlsson Hagvísir Vesturlands Skýrsla nr. 1 2015 Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi E F N I S Y F I R L I T Myndir... 1 Töflur... 2 1 Samandregnar niðurstöður... 3 2 Inngangur...

More information

Kostnaður og viðhorf vegna búsetu hælisleitenda í Reykjanesbæ

Kostnaður og viðhorf vegna búsetu hælisleitenda í Reykjanesbæ VIÐSKIPTASVIÐ Kostnaður og viðhorf vegna búsetu hælisleitenda í Reykjanesbæ Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Jóhanna María Jónsdóttir Leiðbeinandi: Kári Joensen (Haustönn 2014) 2 Jóhanna María Jónsdóttir

More information

Rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra Skagaströnd

Rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra Skagaströnd Rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra Skagaströnd Skýrsla um starfið frá Nóv-Nóv 2009-2010 Dr.phil. Lára Magnúsardóttir Þessi skýrsla er ekki gefin út, en aðeins prentuð fyrir þá

More information

Staðbundin áhrif ferðaþjónustunnar á Hornafjörð

Staðbundin áhrif ferðaþjónustunnar á Hornafjörð BSc í viðskiptafræði Staðbundin áhrif ferðaþjónustunnar á Hornafjörð Júní, 2017 Nafn nemanda: Kristín Hallsdóttir Kennitala: 280292-2819 Nafn nemanda: Sindri Snær Ólafsson Kennitala: 220894-2079 Leiðbeinandi:

More information

MARKAÐSSETNING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS Á ERLENDUM MÖRKUÐUM UNDIR VÖRUMERKINU REYKJAVÍK. Vörumerkið Reykjavík

MARKAÐSSETNING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS Á ERLENDUM MÖRKUÐUM UNDIR VÖRUMERKINU REYKJAVÍK. Vörumerkið Reykjavík MARKAÐSSETNING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS Á ERLENDUM MÖRKUÐUM UNDIR VÖRUMERKINU REYKJAVÍK Hjörtur Smárason, janúar 2014 Borgir og mikilvægi þeirra í framtíðinni Borgir eru í auknum mæli að taka yfir hlutverk

More information

FÖSTUDAGUR. Það lærir enginn að vera hugmyndaríkur. Hanna Stína er eftirsóttur innanhússarkitekt:

FÖSTUDAGUR. Það lærir enginn að vera hugmyndaríkur. Hanna Stína er eftirsóttur innanhússarkitekt: FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2008 FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS ELLÝ ÁRMANNS aftur á skjáinn NANNA KRISTÍN MAGNÚSDÓTTIR opnar barnavöruverslun ÞORBJÖRG HELGA VIGFÚSDÓTTIR topp 10 Hanna Stína er eftirsóttur innanhússarkitekt:

More information

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile HUGPRÓ Betware QA & Agile 26.02.2010 Head Quarters Betware Reykjavík Betware DK Copenhagen Denmark Betware Solutions CA Kamloops, BC Betware Madrid Spain Certus Odense Denmark Betware Sp. z o.o. Warsaw

More information

Konur til forystu. blaðið. Vinnustreita Orlofshús um páska Tölvupóstur Ávísun á gott frí EITT MARGRA NÁMSKEIÐA Á VEGUM VR:

Konur til forystu. blaðið. Vinnustreita Orlofshús um páska Tölvupóstur Ávísun á gott frí EITT MARGRA NÁMSKEIÐA Á VEGUM VR: VR blaðið Vinnustreita Orlofshús um páska Tölvupóstur Ávísun á gott frí 1. tbl. 25. árg. Febrúar 2003 Upplag: 21.500 EITT MARGRA NÁMSKEIÐA Á VEGUM VR: Konur til forystu VR blaðið Útgefandi: Verzlunarmannafélag

More information

Lífið FURÐUVERUR OG BÓNORÐ Í SMS-I. Signý Kolbeinsdóttir. Nanna Árnadóttir íþróttafræðingur STUNDUM LÍK- AMSRÆKT ÚTI VIÐ Í SÓLINNI 4

Lífið FURÐUVERUR OG BÓNORÐ Í SMS-I. Signý Kolbeinsdóttir. Nanna Árnadóttir íþróttafræðingur STUNDUM LÍK- AMSRÆKT ÚTI VIÐ Í SÓLINNI 4 Lífið Nanna Árnadóttir íþróttafræðingur STUNDUM LÍK- AMSRÆKT ÚTI VIÐ Í SÓLINNI 4 Eva Laufey Kjaran þáttagerðarkona LJÚFFENGUR LAXABORGARI OG LAXASTEIK 8 Tíska og trend í förðun SÉRFRÆÐINGUR KENNIR GLAMÚR-

More information