ÖRYGGISSKÝRSLA VEGNA KRÝÓLÍT- PRÓPAN- OG DÍSELOLÍUBIRGÐA ÁSAMT VIÐBRAGÐSÁÆTLUNUM VEGNA BRÁÐAMENGUNAR ENDURSKOÐUÐ OG UPPFÆRÐ AF ALCOA FJARÐAÁL

Size: px
Start display at page:

Download "ÖRYGGISSKÝRSLA VEGNA KRÝÓLÍT- PRÓPAN- OG DÍSELOLÍUBIRGÐA ÁSAMT VIÐBRAGÐSÁÆTLUNUM VEGNA BRÁÐAMENGUNAR ENDURSKOÐUÐ OG UPPFÆRÐ AF ALCOA FJARÐAÁL"

Transcription

1 ÖRYGGISSKÝRSLA VEGNA KRÝÓLÍT- PRÓPAN- OG DÍSELOLÍUBIRGÐA ÁSAMT VIÐBRAGÐSÁÆTLUNUM VEGNA BRÁÐAMENGUNAR ENDURSKOÐUÐ OG UPPFÆRÐ AF ALCOA FJARÐAÁL Öryggisskýrsla og viðbragðsáætlun bráðamengunar Nóvember 2016

2 Samantekt Skýrsla þessi er unnin í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 160/2007 um varnir gegn hættu á stórslysum af völdum hættulegra efna þar sem í 12. grein segir: Rekstraraðili starfsstöðvar sem hefur efnismagn samkvæmt seinni töludálki í töflum sem eru í 1. og 2. hluta I. viðauka skal gera öryggisskýrslu. Í tilfelli Alcoa Fjarðaáls fer magn tveggja efna yfir þau mörk sem sett eru fram í 1. og 2. hluta I. viðauka þ.e. raflausn og díselolía. Tilgangur þessarar öryggisskýrslu er að draga á skilvirkan hátt úr stórslysahættu vegna birgða af díselolíu og raflausn innan álvers Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði. Þá er tilgangur skýrslunnar að safna saman á einn stað upplýsingum er varða eiginleika efnanna og þá hættu sem þau skapa almenningi og starfsmönnum álversins. Sviðsmyndir verstu tilfella eru metnar fyrir hvert efni. Skýrslan á að vera aðgengileg viðbragðsaðilum og þeim til aðstoðar við skipulag neyðarviðbragða og almannavarna. Í kjölfar þess að farið var af stað með vinnu skýrslunnar var ákveðið að bæta við umfjöllun um 3 mengandi efni þar sem magn þeirra er annað hvort rétt innan marka sem sett eru í lögum og reglugerðum eða þá að það væri að mat Alcoa Fjarðaáls að þau geti skapað hættu fyrir starfsfólk og rekstur álversins. Þau efni sem hér um ræðir eru própangas, álgjall og kerbrot Skýrslan er unnin í samræmi við ákvæði IV. kafla reglugerðar nr. 160/2007 og leiðbeiningar Vinnueftirlitsins fengnum af heimasíðu stofnunarinnar, (leiðbeiningar um skýrslugerð, hærra þröskuldsmagn). Í samræmi við það sem þar kemur fram er öryggisskýrslu skipt í 7 hluta: Samantekt Umhverfi Alcoa Fjarðaáls Áætlun um stórslysavarnir Lýsing starfsstöðva Hættuleg efni Greining á stórslysahættum Varnir og viðbúnaður Niðurstöður áhættugreininga voru settar upp í áhættufylki þar sem áhættu var skipt í þrjá flokka eftir alvarleika. Flokkarnir voru viðunandi, taka til athugunar og óviðunandi. Í engu tilfelli reyndist áhætta vera óviðunandi en áhætta sextán tilfella af átján þeirra sem metin voru féllu innan annars flokks þ.e. taka til athugunar. Það þýðir að meta skuli í hverju tilfelli fyrir sig hvort aðgerðir eru nauðsynlegar. Núverandi fyrirkomulag er talið fullnægjandi en að sífellt þurfi að endurmeta aðstæður og viðbúnað. Í öllum þeim þáttum sem teknir eru fyrir í öryggisskýrslu féll áhætta innan annars flokks. Alcoa Fjarðaál leggur mikla áherslu á að draga úr umhverfisáhrifum álversins. Til að mæta þeim kröfum er innan álversins rekið virkt öryggis-, heilsu-, umhverfis og gæðakerfi, þar sem hver þáttur starfseminnar er metinn m.a. með tilliti til öryggis og heilsu starfsmanna og verndunar umhverfisins. Alcoa Fjarðaál er vottað skv. umhverfisstjórnunarkerfinu ISO og öryggis- og heilsustjórnunarkerfinu OHSAS Mikil áhersla er lögð á að öll hönnun mannvirkja og búnaðar mæti kröfum um hámarksvernd starfsfólks og umhverfis og að allar breytingar sem gerðar verða standist ströngustu gæðakröfur. Virkt eftirlit er haft með öllum verkferlum innan álversins og rík áhersla lögð á endurskoðun verklagsreglna og gæðaeftirlit búnaðar. Viðbragðsáætlanir hafa verið unnar fyrir einstakar starfsstöðvar þar sem hætta er talin á bráðamengun og er þær að finna í viðauka III. Innri neyðaráætlanir er að finna í viðaukum VII. Upphafleg öryggisskýrsla var unnin af verkfræðistofunni HRV, en hún hefur verið uppfærð og endurbætt af sérfræðingum umhverfis-, heilsu- og öryggisteymi Alcoa Fjarðaáls. ii

3 Alcoa Fjarðaál hefur verið að hanna nýja starfstöð fyrir própantank innan lóðar fyrirtækisins og í kjölfarið verður farið í að endurskoða allt vinnuferli við hann. Framkvæmdir eru hafnar að uppsetningu á nýjum tanki en ekki er endanlega ákveðið hvenær hann verður tekin í notkun. iii

4 Efnisyfirlit Samantekt Efnisyfirlit 1 Umhverfi Alcoa Fjarðaáls Landfræðilegar aðstæður Grunn- og yfirborðsvatn Straumar og sjávarföll Veðurfar Náttúrufar og dýralíf Hættukennsl Frá umhverfi Fyrir umhverfi starfsstöðvar Þéttbýli í nágrenni álversins Viðbragðsaðilar í nágrenni álvers Alcoa Fjarðaáls Áætlun um stórslysavarnir Almennt Meginmarkmið og leiðir Stefna Alcoa Fjarðaáls Ágrip um umhverfis-, heilsu- og öryggisstjórnunarkerfi Alcoa Fjarðaáls Verstu sviðsmyndir bráðamengunar Öryggisstjórnunarkerfi Alcoa Fjarðaáls Hlutverkaskipulag Greining og mat á stórslysahættum Rekstraröryggiskerfi Breytingastjórnunarkerfi Viðbragðsáætlanir Kerfisuppfærsla Úttektir Lýsing starfsstöðva Baðhreinsivirki (bygging 442) Meginverkefni, ferli og einingar Hættulegar einingar Lýsing hættulegra verka Varúðarráðstafanir, öryggiskerfi Skipurit starfsstöðvar Olíutankar við olíudælu (643) Meginverkefni, ferli og einingar Hættulegar einingar Lýsing hættulegra verka Varúðarráðstafanir, öryggiskerfi Própantankar (645) Meginverkefni, ferli og einingar Hættulegar einingar Lýsing hættulegra verka Varúðarráðstafanir, öryggiskerfi Kersmiðja og geymslusvæði kerbrota Megin verkefni, ferli og einingar Hættulegar einingar Lýsing hættulegra verka Varúðarráðstafanir, öryggiskerfi Skipurit starfsstöðvar iv ii iv

5 3.5 Steypuskáli og geymslusvæði álgjalls Megin verkefni, ferli og einingar Hættulegar einingar Lýsing hættulegra verka Varúðarráðstafanir, öryggiskerfi Skipurit starfsstöðvar Hættuleg efni 22 5 Greining á slysahættum Raflausn Hættukennsl Sviðsmyndir verstu tilvika Líkindamat verstu sviðsmynda Afleiðingar Magngreining verstu sviðsmyndar Díselolía Hættukennsl Sviðsmyndir verstu tilfella Líkindamat verstu tilfella Afleiðingar Magngreining verstu sviðsmyndar Própangas Hættukennsl Sviðsmyndir verstu tilfella Líkindamat verstu tilfella Afleiðingar Magngreining verstu sviðsmyndar Kerbrot Hættukennsl Sviðsmyndir verstu tilfella Líkindamat verstu sviðsmyndar Afleiðingar Magngreining verstu sviðsmyndar Álgjall Hættukennsl Sviðsmyndir verstu tilfella Líkindamat verstu sviðsmyndar Afleiðingar Magngreining verstu sviðsmyndar Varnir og viðbúnaður Eldsvoði Eiturefnamengun Olíumengun í sjó Yfirlitsmynd Viðbragðsáætlanir Ákvæði í gr. 4.4 og 4.5 í starfsleyfi Alcoa Fjarðaáls Samskipti við viðbragðsaðila og opinberar stofnanir v

6 Viðauki I Greiningartafla hættumats og áhættugreiningar Viðauki II Líkinda- og áhrifamat Viðauki III Viðbragðsáætlanir Viðauki IV Olíutankur (643) Viðauki V Baðhreinsistöð, bygging 442 (Bath Processing and Storage) Viðauki VI Verklagsreglur í handbók ökumanna Viðauki VII Neyðaráætlun innri Viðauki VIII Búnaður í öryggismiðstöð (Aðalslökkvistöð við álverslóð) Viðauki IX Yfirlitsmynd yfir starfssvæði álvers Alcoa Fjarðaáls og söfnunarsvæði Viðauki X Öryggisblöð efna Viðauki XI Stefna Alcoa Fjarðaáls í umhverfis-, heilsu- og öryggismálum vi

7 1 Umhverfi Alcoa Fjarðaáls Alcoa Fjarðaál rekur álver af fullkomnustu gerð í landi Hrauns í Reyðarfirði, Fjarðabyggð. Í fullum rekstri er framleiðslugeta álversins allt að tonn á ári, sem er sú hámarks framleiðslugeta sem talið er mögulegt að ná yfir lengri tíma. Helstu mannvirki álversins eru súrálssíló og aðrar hráefnageymslur, kerskálar, steypuskáli, skautsmiðja, kerfóðrun og hreinsivirki. Öll tækni og tæki álversins eru ný, byggð á nýjustu tækni af bestu fáanlegu gerð (BAT). Alcoa Fjarðaál hefur innleitt, og er vottað skv. öryggis,- heilsu-, og umhverfisstjórnunarkerfunum, OHSAS 18001, og ISO Landfræðilegar aðstæður Álver Alcoa Fjarðaáls er staðsett í landi Hrauns við norðanverðan Reyðarfjörð, um 5 km austan þéttbýlisins við Reyðarfjörð. Landið þar sem álverið stendur er frekar flatt og hallar um 5% til sjávar. Umhverfis rísa fjöll sitt hvoru megin Reyðarfjarðar um 1000m yfir sjávarmál. Þar sem álverið er staðsett er fjörðurinn um 2ja km breiður en breikkar þaðan út til austurs. Enginn landbúnaður er stundaður í nágrenni álversins utan æðarræktar í landi Hólma. Þeir sem næst búa álverinu búa austast í Reyðarfjarðarkauptúninu. Álverið stendur að hluta til á klöpp og að hluta á fyllingu. Að öllu jöfnu er jarðvegsdýpt á svæðinu ekki mikil og víða standa klappir upp úr. Við byggingu álversins kom þó í ljós að inn á milli klappa getur jarðvegsdýpt verið all mikil þar sem jarðvegur hefur safnast saman í jökulsorfnar lægðir. Mynd 1. Yfirlitskort af næsta nágrenni álversins í Reyðarfirði.

8 1.2 Grunn- og yfirborðsvatn Berggrunnur í Reyðarfirði er almennt séð mjög þéttur og grunnvatnsflæði í honum því minniháttar. Grunnvatn er helst að finna í gljúpum jarðlögum á áreyrum, skriðum og söndum. Álverið stendur við ströndina en þar rennur grunnvatnsstraumurinn beint til sjávar nái hann ekki að seytla niður í jarðlögin. Drenlagnir eru innan álverslóðarinnar og er vatn úr þeim leitt í settjarnir. Tjarnirnar eru tvær, önnur við hafnarsvæðið og hin sunnan við austurenda kerskálanna. Yfirborðsvatn sem ekki fer í drenlagnir hripar niður í jarðlög og fyllingar innan lóðarinnar og rennur til sjávar á tveimur stöðum sem sýndir eru á mynd 3 hér fyrir neðan. Margar ár og lækir falla í Reyðarfjörð og Eskifjörð en enginn þeirra telst sérstaklega stór. Heildarvatnasvið þeirra er um 400 km 2, en þar af tilheyrir helmingurinn fjórum ám, Sléttuá, Norðurá, Búðará og Eskifjarðará. Nokkrar minni ár og lækir runnu áður í gegnum það svæði þar sem álverið stendur nú og var Grjótá þeirra stærst. Vatnasvið hennar nær yfir 5,25 km 2. Áin á upptök sín í Grjótárdal sem er dalverpi milli Sómastaðatinds og Hólmatinds. Auk Grjótár féllu lækirnir Hólhúsalækur, Krókseyrarlækur, Grundarhúsalækur og Stórilækur um svæðið. Þessar árfarvegir hafa verið leiddir framhjá iðnaðarsvæðinu. Flest vatnsföll nærri iðnaðarlóðinni eru dragár með árstíðabundnu rennsli af yfirborði. Síðla vetrar og á vorin getur rennsli þeirra margfaldast vegna leysinga, en síðsumars og á veturna er það mjög takmarkað og jafnvel ekkert Skýringar: 1. Settjörn 2. Settjörn 3. Útrennsli grunnvatns af álverslóð 4. Útrennsli grunnvatns af álverslóð 3 Mynd 2. Kort sem sýnir frárennsli af álverslóðinni, um tvær settjarnir og um tvo grjótfarvegi. 1.3 Straumar og sjávarföll Straumur í Reyðarfirði liggur samsíða dýptarlínum, að jafnaði inn fjörðinn að norðanverðu og út fjörðinn að sunnanverðu. Þetta sýnir að strandstraumurinn, sem gengur réttsælis í kringum landið, hefur mest áhrif á straumakerfið í firðinum. Sjávarfallastraumar eru hins vegar litlir, enda munur flóðs og fjöru á stórstreymi aðeins 1,6 m. Meðalstraumhraði út af iðnaðarsvæðinu mældist 3cm/sek og er endurnýjunartími sjávar í innri hluta Reyðarfjarðar tiltölulega hraður eða 8-9 dagar. Í mynni fjarðarins við Vattarnes mældist meðalstraumhraðinn inn fjörðinn 2,5 cm/sek og út fjörðinn 4,0 cm/sek. sem sýnir að endurnýjunartími sjávar í öllum firðinum, að Eskifirði meðtöldum, er 4-5 vikur.

9 Mælingar sýna að straumakerfi fjarðarins tengist lítið veðurhæð inni í firðinum svo sem við álverslóðina. Straumarnir tengjast hins vegar mest vindstefnu og vindstyrk á Dalatanga þar sem norðanátt veldur meira innstreymi í fjörðinn en sunnanátt dregur úr því. Straummælingar sýndu að sterk norðanátt getur valdið öflugum innstreymispúlsum sem standa yfir í nokkra daga. 1.4 Veðurfar Vegna mats á umhverfisáhrifum álversins fóru fram ítarlegar mælingar og athuganir á veðurfari í þeim tilgangi að varpa ljósi á veðurfarsaðstæður í Reyðarfirði og kortleggja með meiri nákvæmni vinda- og hitafar. Settar voru upp fjórar sjálfvirkar veðurstöðvar sem mældu lofthita, vindátt og vindhraða. Stöðvarnar voru á Hjallaleiru í botni Reyðarfjarðar, við Ljósá milli Reyðarfjarðarkauptúns og álvesins, á Hólmahálsi og við Miðstrandareyri sunnan fjarðar gengt álverinu. Einnig var rekin veðurstöð á Kollaleiru innan Búðareyrar. Á Kollaleiru var ársmeðaltal lofthita 3,6 C yfir tímabilið og meðalvindhraði 3,0 m/sek (mælt í 2 m hæð). Júlímánuður var oftast hlýjasti mánuður ársins, og meðaltalið 10 C yfir tímabilið. Meðaltal heildarársúrkomu árin var 1,375 mm. Vindafar í Reyðarfirði mótast mjög af fjöllum og landslagi og eru ríkjandi vindáttir úr austri og vestri (inn og út Reyðarfjörð). Á iðnaðarsvæðinu eru vestlægir vindar ríkjandi að vetri til og eru þeir einnig fremur algengir yfir blánóttina á sumrin. Á sumrin er austlæg hafgola ríkjandi. Lofthitamunur við botn og mynni fjarðarins hefur mikil áhrif á sveiflur í hafgolu og landgolu inn og út fjörðinn. Þannig er á Vattarnesi að jafnaði hlýrra en á Kollaleiru að vetrarlagi en kaldara að sumarlagi. Þessi lofthitamunur veldur því að á sumrin er staðbundin hringrás (hafátt-landátt) ríkjandi í vindafari. 1.5 Náttúrufar og dýralíf Við vinnu umhverfismats fóru fram ítarlegar rannsóknir á náttúru og dýralífi í nágrenni álversins. Athugun á gróðri í nágrenni álversins leiddi í ljós að land er að mestu gróið og finnst þar einkum mosa-, gras- og blómlendi ásamt lyngtegundum og öðrum smávöxnum runnum. Dýralíf á svæðinu taldist ekki vera sérstætt. Að öllu jöfnu sækja um hreindýr inn á svæðið að vetri til. Fuglalíf á svæðinu einkennist af hefðbundnum tegundum strandsvæða, aðallega sjófuglum og andfuglum. Fjörulíf þótti dæmigert fyrir austurhluta landsins og engar sjaldgæfar tegundir fundust á svæðinu. 1.6 Hættukennsl Frá umhverfi Jarðskjálftar Samkvæmt úttekt og mati á jarðskjálftaáhættu á Íslandi liggur Reyðarfjörður á svokölluðu 0-svæði. Það þýðir að álverslóð Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði liggur utan virkra jarðskjálftasvæða og því ekki í hættu vegna stórra jarðskjálfta. Snjóflóð og Skriðuföll Veðurstofa Íslands hefur lagt mat á aurskriðuhættu við fyrirhugað álver við Hraun. Áhættan er minni en 1 af á ári og því innan þeirra marka sem sett hafa verið um atvinnuhúsnæði í reglugerð nr. 505/2000 um hættumat vegna ofanflóða. Í langvarandi vætutíð er hugsanlegt að vatnsblönduð eðja nái inn á lóðina og hefur verið gert ráð fyrir því í hönnun mannvirkja. Fárviðri Athuganir á veðurfari við Hraun í Reyðarfirði leiddu í ljós að hvassasta áttin á Kollaleiru var norðaustanátt. Þess verður að þó að gæta að tíðnidreifing vindátta í Reyðarfirði er mjög háð staðháttum á hverjum stað og að áhrif Svínadals á vindátt við Kollaleiru eru umtalsverð. Samkvæmt veðurfarsupplýsingum virðast stormadagar vera tiltölulega fáir í firðinum samanborið við Akureyri og Reykjavík. Fárviðri eru talin sjaldgæf en verstu veðurskilyrði eru þegar vindur stendur úr norðvestri.

10 Umferð Umferð um þjóðveginn milli Eskifjarðar og Reyðarfjarðar er í nokkurri fjarlægð frá kerskálum álversins sem skilja að þjóðveginn og efnabirgðir álversins svo sem olíu-, raflausnar- og própangasbirgðir. Ekki er talið mögulegt að hætta stafi af umferð sem fer um þjóðveginn. Einungis er talið að hætta geti skapast af umferð innan svæðisins og þá vegna flutninga á eldsneyti. Voru slíkir flutningar því metnir sérstaklega en áhætta, að teknu tilliti til verklagsregna, talinn viðunandi (innan 2. flokks). Sprengingar og eldsvoði á hafnarsvæði Á þeim hluta hafnarsvæðisins sem næst liggur starfsstöð 645 eru gámastæði Mjóeyrarhafnar. Engin föst starfsemi eða viðvera starfsmanna Mjóeyrarhafnar er í allra næsta nágrenni própangastanks. Ekki er vitað til þess að fram hafi farið sérstakt mat á eldhættu innan athafnasvæðis Mjóeyrarhafnar en ekki verður séð að eðli þeirrar starfsemi sem þar fer fram leiði af sér aukna eldhættu. Própangastankar sem mögulega verða geymdir í Mjóeyrarhöfn eru geymdir í öryggri fjarlægð frá starfsstöð 645. Samkvæmt reglum Alcoa Fjarðaáls skal engin föst starfsemi eða regluleg umferð fara nær própangastanki en sem nemur 15 metrum. Einungis er heimilt að vinna nærri própantönkum þegar tankskipti fara fram. Sprengihætta myndast helst komi mikill leki að tanki þannig að þrýstingur félli hratt. Þá fer af stað röð atvika sem leitt getur til ketilsprengingar. Þrýstingsfall orsakar suðu í tanki sem veldur því að ytra byrði tanksins rofnar og myndar neista sem kveikir í innihaldinu. Til að þrýstingur geti fallið hratt þarf annað hvort að koma leki að lögnum eða tanki. Til að draga úr hættu á því að þessar aðstæður geti komið upp er umferð við tank takmörkuð og tankurinn þannig búinn að öryggislokar koma í veg fyrir að þrýstingur geti fallið snögglega (sjá nánar um öryggiskerfi í kafla 3.3.4) Fyrir umhverfi starfsstöðvar Eins og fram kemur í kafla 1.1 er álver Alcoa Fjarðaáls í um 5 km fjarlægð frá Reyðarfirði en hvergi nær álverinu er föst búseta. Innan mögulegs áhrifasvæðis verstu tilfella bráðamengunar eru álverslóðin, athafnasvæðið við Mjóeyrarhöfn og opin svæði í allra næsta nágrenni álversins. Vegna fjarlægðar byggðar frá álverslóðinni eru taldar hverfandi líkur á að áhrifa vegna stórra mengunaróhappa innan álverslóðarinnar geti gætt í þéttbýli og verði mengunar vart verði það í litlu magni. Hætta fyrir fólk og umhverfi takmarkast því við næsta nágrenni álversins. Versta tilfelli bráðamengunar er innan starfsstöðvar 645 væri ef ketilsprenging yrði í própantanki. Í slíkum tilfellum myndast höggbylgja sem valdið getur hættu fyrir nærstödd vinnusvæði, s.s. við löndunarbúnað og svæði næst honum. Slík höggbylgja getur hugsanlega orsakað skemmdir á gámum innan Mjóeyrarhafnar, löndunarbúnaði. Afar mikilvægt er að ef eldur verður laus innan starfsstöðvar 645 að áhrifasvæði séu rýmd, jafnt innan lóðar sem utan. 1.7 Þéttbýli í nágrenni álversins Ekki er föst búseta í dreifbýli næst álverinu. Næst liggur þéttbýlið Reyðarfjörður, í um 5 km fjarlægð. Eskifjörður er í um 10 km akstursfjarlægð frá álverinu en milli þeirra liggur Hólmatindur (um 1000 m.y.s.) og Hólmaháls. 1.8 Viðbragðsaðilar í nágrenni álvers Alcoa Fjarðaáls Þrjár akstursleiðir eru frá Reyðarfirði, til Egilsstaða, Fáskrúðsfjarðar og Eskifjarðar. Af álverslóðinni er annað hvort ekið til Eskifjarðar eða Reyðarfjarðar. Fjórðungssjúkrahús Austurlands er staðsett í Neskaupsstað og er þar varaflugvöllur sjúkraflugs. Aðalflugvöllur er hins vegar á Egilsstöðum. Einungis er hægt að komast frá Neskaupstað til Egilsstaða um Eskifjörð og Reyðarfjörð. Heilsugæslustöðvar eru á Eskifirði, Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði og sjúkrahús á Egilsstöðum. Í sveitarfélaginu Fjarðabyggð er starfrækt atvinnuslökkvilið og starfa þar 14 slökkviliðsmenn að staðaldri. Til viðbótar þessu eru 14 slökkviliðsmenn í varaliði sökkvliðsins á Reyðarfirði. Samtals eru 86 manns í atvinnu- og varaslökkviliði Fjarðabyggðar. Að auki eru 37 starfsmenn Alcoa Fjarðaáls

11 sérstaklega þjálfaðir til bráðaviðbragða innan starfssvæðisins. Aðalaðsetur slökkviliðsins er í slökkvistöðinni á Reyðarfirði sem staðsett er á athafnasvæði Mjóeyrarhafnar. Búnaður er einnig til staðar á Fáskrúðsfirði, Eskifirði og í Neskaupstað. Auk þess er starfrækt slökkvilið án fastra starfsmanna í öðrum nágrannasveitarfélögum. Álver Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði er innan umdæmis sýslumannsins á Austurlandi sem m.a. hefur aðsetur á Eskifirði. Sýslumaðurinn á Austurlandi sér um yfirstjórn löggæslu á svæðinu og ber ábyrgð á störfum lögreglu og samræmingu aðgerða í neyðarástandi sem yfirmaður almannavarna. Heilbrigðiseftirlit Austurlands hefur starfsstöðvar á Reyðarfirði og Egilsstöðum. Heilbrigðisfulltrúi ber, í umboði Umhverfisstofnunar, ábyrgð á skipulagningu viðbragða við bráðamengun á landi og í sjó utan hafnarsvæða. Hafnarstjóri Reyðarfjarðarhafna ber ábyrgð á viðbrögðum við mengun innan hafnarsvæða. Aðsetur hafnarstjóra eru á Reyðarfirði. Mjóeyrarhöfn við álver Alcoa Fjarðaáls er flokkuð í flokk I skv. reglugerð nr. 1010/2012 um viðbrögð við bráðamengun hafs og stranda. Reglur um mengunarvarnarbúnað í höfnum í flokk I er að finna í reglugerð nr. 1010/2012, II. kafli.

12 2 Áætlun um stórslysavarnir 2.1 Almennt Inn í þennan kafla er felld sú umfjöllun sem kveðið er á um í III. kafla reglugerðar nr. 160/2007 um varnir gegn hættu á stórslysum vegna hættulegra efna þar sem segir:,,rekstraraðili sem hefur sama eða meira efnismagn en gefið er upp í fyrri töludálki í töflum sem eru í 1. og 2. hluta I. viðauka skal vinna áætlun um stórslysavarnir og sjá til þess að hún sé framkvæmd með réttum hætti. Er það gert með vísan til heimildar í 14. gr. sömu reglugerðar þar sem segir að sameina megi öryggisskýrslu öðrum jafngildum skýrslum.,,...til að komast hjá óþarfa tvítekningu upplýsinga og tvíverknaði hjá rekstraraðila eða lögbæru yfirvaldi, enda sé öllum kröfum þessarar greinar fullnægt. Í grein 4.4 í starfsleyfi Alcoa Fjarðaáls segir að rekstraraðili skuli hafa tiltækar viðbragðsáætlanir til að taka á hugsanlegri hættu vegna bráðamengunar sjávar og andrúmslofts. Gildistími starfsleyfis er til Í upphafi vinnu við gerð öryggisskýrslu var sú ákvörðun tekin að sameina skýrsluvinnu vegna gr. 4.4 í starfsleyfi og vinnu vegna ákvæða í reglugerð nr. 160/2007. Var það gert á þann veg að samþætta vinnu við almennt hættumat og áhættugreiningu vegna mögulegra umhverfistjóna og vinnu við gerð öryggisstjórnunarkerfis skv. III. kafla reglugerðar nr. 160/2007. Um gr. 4.4 í starfsleyfi Alcoa Fjarðaáls er fjallað nánar í kafla 6.6. Þá er skýrslunni ætlað að uppfylla skilyrði 18. gr. laga nr. 33/2004 um mengun hafs og stranda um viðbragðsáætlanir. Sú ákvörðun var einnig tekin að flétta inn í öryggisskýrslu umfjöllun um própangas, kerbrot og álgjall, meðhöndlun þessara efna og geymslu innan álverslóðarinnar. Er tilgangurinn sá að tryggja að nauðsynlegar upplýsingar um hættuleg efni innan svæðisins sem og viðbragðsáætlanir í neyðartilfellum séu til staðar og ávallt aðgengilegar starfsmönnum og viðbragðsaðilum A B 7 E 9 D C Skýringar: A:Olíudæla 1. Kerskáli 6. Steypuskáli B: Baðhreinsivirki 2. Þurrhreinsivirki 7. Kranaverkstæði C: Própantankur 3. Súrálssíló 8. Aðveitustöð D: Greymslusvæði álgjall og kerbrota 4. Afriðlar 9. Farartækjaverkstæði E: Kersmiðja 5. Skautsmiðja 10. Stjórsýsluhús/starfsmannaaðstað Mynd 3. Útlit álversins og helstu mannvirki þess. Þær starfsstöðvar sem fjallað er um í öryggisskýrslu eru merktar inn með rauðum bókstöfum frá A til C, aðrar starfsstöðvar eru merktar inn með tölustöfum.

13 2.2 Meginmarkmið og leiðir Stefna Alcoa Fjarðaáls Stefna Alcoa Fjarðaáls í umhverfis-, heilsu- og öryggismálum (UHÖ) Það er stefna Alcoa að starfa á heimsvísu á öruggan og ábyrgan hátt með virðingu fyrir umhverfinu og velferð starfsmanna, viðskiptavina og samfélaga þar sem við störfum. Við fórnum ekki umhverfis-, heilsu- og öryggisgildum fyrir hagnað eða framleiðslu. Þess er vænst að allir starfsmenn Alcoa Fjarðaáls kynni sér þessa stefnu og tilheyrandi meginreglur, og að þeir skilji, efli og taki þátt í innleiðingu og framkvæmd þeirra. UHÖ stefnu og gildi er að finna í viðauka XI. Undirrituð stefna Alcoa Fjarðaáls í umhverfis-, heilsu og öryggismálum er aðgengileg á innri skjalastjórnunarsíðu fyrirtækisins, heimasíðu Alcoa Fjarðaáls, og er hún höfð sýnileg á öllum starfsstöðvum álversins Ágrip um umhverfis-, heilsu- og öryggisstjórnunarkerfi Alcoa Fjarðaáls Alcoa Fjarðaál, er vottað samkvæmt ISO og umhverfis-, og öryggis og heilsustjórnunarkerfum. Öryggisstjórnunarkerfi Alcoa Fjarðaáls byggir á því að farið sé reglubundið yfir verkferla innan fyrirtækisins og mat lagt á allar þekktar hættur sem starfsemin kann að skapa fólki og umhverfi, bæði innan starfsstöðva og utan. Afrakstur þeirrar vinnu er settur fram í áhættugreiningu sem eru grunnstoðir verklagsreglna og annarra forvarna og mótvægisaðgerða innan álvers Alcoa Fjarðaáls. Tilgangurinn er að draga svo mikið sem unnt er úr þeirri hættu sem rekstur álversins kann að valda fólki og umhverfi í samræmi við UHÖ stefnu fyrirtækisins. Til að mæta að fullu kröfum Alcoa Fjarðaáls um öryggi og vernd heilsu starfsmanna og umhverfis hefur fyrirtækið látið vinna viðbragðsáætlanir vegna allra þekktra atvika og óhappa sem valdið geta mengun innan lóðar og utan, burt séð frá umfangi mengunarhættu. Tilgangur viðbragðsáætlana er sá að fyrir liggi áætlanir um skipulögð og skilvirk viðbrögð, jafnt í neyðartilfellum sem og í minni óhöppum þannig að yfirvofandi mengunarhættu sé mætt af fullum þunga og böndum komið á útbreiðslu hennar og áhrif. Öryggisstjórnunarkerfi Alcoa Fjarðaáls skiptist í 6 meginstoðir sem saman stefna að því að greina hættu í tíma, að strax sé gripið til mótvægisaðgerða og fyrirbyggjandi aðgerða og að fyrir liggi aðgerðaáætlanir í neyðartilfellum. Meginstoðirnar 6 eru: Hættumat Áhættugreining Gerð viðbragðsáætlana Notkun verklagsreglna Reglubundin vöktun mannvirkja og búnaðar Regluleg endurskoðun verklagsreglna, hættumats og áhættugreiningar Verstu sviðsmyndir bráðamengunar Raflausn Í álveri Alcoa Fjarðaáls er raflausn notuð sem íblöndunarefni við rafgreiningu áls í kerjum. Megin uppistaðan í raflausn er krýólít (Na 3AlF 6, 70-80%) og er efnið geymt í sílóum í baðhreinsistöð þar sem meðhöndlun þess utan kerskála fer fram. Megin innihaldsefni raflausnarinnar, er stöðug steind sem mulin er í hvítt duft. Efnið er ekki brennanlegt en getur valdið ertingu í húð og augum og eitrunareinkennum við inntöku og/eða innöndun. Efnið er einnig hættuleg umhverfinu og getur valdið

14 langvarandi eituráhrif. Komist efnið í snertingu við sterkar sýrur eða hitnar upp fyrir 500 C getur það klofnað og myndað varasöm myndefni. Verstu sviðsmyndir umhverfisóhappa vegna raflausnar væru ef efnið bærist óhindrað og í miklu magni út af geymslusvæðinu og út í nánasta umhverfi eða ef stórfelldur eldsvoði yrði í birgðageymslu. Í verstu tilfellum gæti mengun borist í lofti frá slysstað og haft áhrif á fólk og gróður í allra næsta nágrenni starfsstöðvar. Díselolía Innan álverslóðarinnar er díselolía geymd í einum 30 m 3 tanki við olíudælu. Verstu sviðsmyndir umhverfisslysa vegna olíubirgða innan álverslóðarinnar eru tvenns konar. Annars vegar að mikill og óhindraður leki komi að birgðum þannig að olía flæði stjórnlaust um nálæg svæði. Hin er sú að eldur komist í olíubirgðir og valdi stórfelldum eldsvoða. Í verstu tilfellum gæti mengun borist í lofti frá slysstað og haft áhrif á fólk í allra næsta nágrenni starfsstöðvar. Þá getur olíumengun borist í grunnvatn og frárennsli og valdið mengun við ströndina. Própangas Própangas er geymt á svæði 645 við eystri enda Mjóeyrarhafnar. Mest geta verið um lítra af própangasi á svæðinu, í einum tanki. Verstu sviðsmyndir umhverfislyss væru ef sprenging yrði í própangasbirgðum, annað hvort vegna eldsvoða eða þrýstingsfalls í tönkum. Kerbrot Kerbrot eru geymd í lokuðum gámum, sem að hámarki geta geymt um 22 tonn af kerbrotum. Þeim er safnað saman á geymslusvæði við Mjóeyrarhöfn. Í kersmiðju eru að jafnaði fimm kerbrotagámar í notkun í einu þegar verið er að brjóta úr keri. Fullum gámaum er lokað tryggilega og þeir innsiglaðir og fluttir á geymslusvæðið á Mjóeyrarhöfn. Á hverjum tíma geta verið allt að gámar af kerbrotum verið á hafnarsvæðinu og ræðst fjöldi þeirra af tíðni skipaferða og heildar umfangi útflutnings frá álverinu. Verstu tilfelli bráðamengunar væru ef eldur yrði laus í kerbrotabirgðum innan geymslusvæðisins. Í kersmiðju eru aldrei fleiri 5 gámar í einu, á meðan verið er að fylla í þá. Öll hönnun kersmiðju og verklagsreglna miða að því að lágmarka mengunar- og íkveikjuhættu kerbrota. Álgjall Álgjall er sett í gáma sem að hámarki geta geymt um 22 tonn af álgjalli. Á hverjum tíma er einn gámur staðsettur innan steypuskála og losa starfsmenn í hann álgjall að kælingu lokinni. Fullum gámi er síðan lokað tryggilega, hann innsiglaður og fluttur á geymslusvæði við Mjóeyrarhöfn þar sem hann bíður útflutnings. Á hverjum tíma geta því verið um 5-10 gámar af álgjalli á hafnarsvæðinu og ræðst fjöldi þeirra af tíðni skipaferða og heildar umfangi útflutnings frá álverinu. Verstu tilfelli bráðamengunar væru ef eldur yrði laus í álgjallsbirgðum innan geymslusvæðisins.

15 2.3 Öryggisstjórnunarkerfi Alcoa Fjarðaáls Hlutverkaskipulag Skipurit í stórslysavörnum Flæðirit 1. Flæðiritið vinstra megin sýnir viðbragðsáætlun Alcoa Fjarðaáls í neyðartilfellum og það hægra megin er skipurit og útkallslisti Alcoa Fjarðaáls í neyðartilfellum. Framkvæmdastjórn Alcoa Fjarðaáls ber ábyrgð á öryggis-, heilsu- og umhverfismálum fyrirtækisins og er eftirfylgni og stuðningur UHÖ mála á hendi UHÖ-teymis. Fyrstu viðbrögð þess sem verða varir við neyðartilvik er að tilkynna þau til öryggisgæslu (112) sem sér um að koma boðum rétta leið. Sé bráðamengun yfirvofandi eru sérfræðingar öryggis-, heilsu- og umhverfismála ábyrgir fyrir því að ytri viðbragðsaðilar séu virkjaðir og að starfað sé í samræmi við gildandi innri og ytri neyðaráætlanir. Þjálfun starfsmanna og gesta Alcoa Fjarðaál hefur sett sér ítarlegar reglur um þjálfun starfsmanna. Markmið þeirra er að tryggja að hver einasti starfsmaður sem vinnur fyrir Alcoa Fjarðaál hafi full tök á þeim störfum sem hann innir af hendi og sé fullkomlega meðvitaður um þær hættur sem einstök störf kunna að skapa, bæði fyrir starfsmanninn sjálfan sem og umhverfi hans og starfsfélaga. Enginn starfsmaður fer inn á starfssvæði álversins eða einstakar starfsstöðvar nema hafa gengið í gegnum þjálfunarkerfi Alcoa Fjarðaáls. Þjálfunar- og kynningarferli eru tvenns konar, annars vegar fyrir starfsmenn og verktaka og hins vegar fyrir gesti. Gestir geta gengið í gegnum þrjú stig kynningar og miðast umfang þeirra við hvort gestur kemur einungis inn í skrifstofubygginguna eða hvort hann mun fara um iðnaðarsvæðið, annað hvort í fylgd starfsmanns eða á eigin vegum. Hvað starfsmenn snertir er greint á milli þess hvort um fasta starfsmenn álversins er að ræða eða verktaka sem starfa tímabundið innan svæðisins. Í tilfelli fastra starfsmanna Alcoa Fjarðaáls fara allir starfsmenn í gegnum viku þjálfun áður en þeir fá að fara inn á einstakar starfsstöðvar. Að henni lokinni tekur við sérhæft þjálfunarferli

16 sem miðar að því að þjálfa starfsmenn til einstakra starfa. Stór hluti þess ferlis sem þá fer í gang felur í sér að kynna starfsmönnum og undirverktakar verklagsreglur. Verklagsreglur eru í sífelldri endurskoðun og hvílir sú skylda á yfirmönnum einstakra starfsstöðva að sjá til þess að allir starfsmenn séu ávallt meðvitaðir um breytt eða endurskoðað verklag Greining og mat á stórslysahættum Í samræmi við meginreglur Alcoa Fjarðaáls í umhverfis-, heilsu- og öryggismálum hefur fyrirtækið unnið ítarlegt hættumat og áhættugreiningu vegna mögulegrar umhverfismengunar sem upptök getur átt innan álverslóðarinnar. Við vinnu hættumatsins var farið yfir allar mögulegar uppsprettur og m.a. lagt mat á þá hættu sem skapast getur, umfang og líkur. Hættumat er endurskoðað reglulega. Auk reglulegs hættumats, er rekið innan einstakra starfsstöðva sívirkt endurskoðunarkerfi verklags og verklagsreglna í samræmi við rekstraröryggis- og breytingastjórnunarkerfi sem er hluti öryggisstjórnunarkerfis Alcoa Fjarðaáls. Til að draga úr flækjustigi eru ekki unnar sérstakar verklagsreglur fyrir hverja starfsstöð innan álversins þar sem metin eru hættuleg verk heldur er farið eftir samræmdu verklagi öryggisstjórnunarkerfisins. Hættumat Hér er hugtakið hættumat notað yfir það verkferli þar sem kerfisbundið er farið yfir mögulegar uppsprettur mengunar innan starfsvæðis Alcoa Fjarðaáls, mat lagt á verstu sviðsmyndir umhverfisslysa, orsakir þeirra, hverjir eru í hættu, áhrif, áhrifasvæði, forvarnir og líkur á að einstakir atburðir geti átt sér stað. Niðurstöður hættumatsins voru settar upp í töflu sem er að finna í viðauka I. Vinna við gerð hættumats vegna bráðamengunarvár var þannig framkvæmd að með skipulögðum hætti var farið yfir allar mögulegar uppsprettur bráðamengunar. Það var gert í samræmi við þá upptalningu sem hér fylgir og miðast við að taka fyrir einn verkþátt eða starfsstöð þar sem aukin hætta er talin á bráðamengun. Í hvert skipti sem hættumat er endurskoðað skal meta hvort uppfæra þurfi meðfylgjandi lista. Löndun súráls Súrálssíló Flúortankur Raflausn Própantankur Olíudæla Þvottastöð Hreinsivirki (GTC) Álbraut (Hot Metal Road) Efnageymsla Safnsvæði aukaafurða Aurskriður Kerskálar Þungaflutningar innan svæðis Spennistöð Kælivatnskerfi við steypuskála Geymslusvæði kerbrota Geymslusvæði álgjalls Hætta innan hverrar starfstöðvar eða við hvern verkferil var síðan metin eftir ákveðinni forskrift sem sjá má í greiningartöflu hættumats og áhættugreiningar í viðauka I. Matsferlið og öflun gagna Forsenda þess að hægt sé að meta hættu sem skapast getur vegna ákveðinnar atvinnustarfsemi er að fyrir liggi gögn um alla helstu áhrifaþætti bráðamengunar. Í tilfelli álvers Alcoa Fjarðaáls eru þessir helstir: Tegund starfsemi (hættusækni) Eiginleikar efna sem unnið er með Magn efna innan einstakra starfsstöðva Nálæg starfsemi Forvarnir (verklagsreglur, hönnun og vöktun)

17 Tegund starfsemi Með tegund starfsemi er átt við greiningu á starfsemi sem fram fer á hverri starfsstöð eða vinnusvæði fyrir sig. Tilgangurinn er að afla upplýsinga um verkferla og vinnu innan hverrar starfsstöðvar og greina skipulega þá áhættuþætti sem kunna að vera til staðar og aukið geta hættu á umhverfistjóni eða bráðamengun. Slík greining er forsenda þess að hægt sé að meta líkur á því að tiltekinn ógnandi atburður geti átt sér stað. Eiginleikar efna sem unnið er með Til að hægt sé að leggja mat á hættu vegna meðhöndlunar einstakra efna þurfa að liggja fyrir upplýsingar um efnin sjálf, eiginleika þeirra og hvað ber að varast við meðhöndlun þeirra. Þeim upplýsingum er safnað saman og þær settar fram á öryggisblöðum. Allir þeir starfsmenn sem meðhöndla hættuleg efni fá þjálfun í meðhöndlun þeirra og notkun öryggisblaða. Öryggisblöð eru aðgengileg starfsmönnum í gagnagrunni á skjalastjórnurkerfi fyrirtækisins þannig að þeir geti ávallt kynnt sér efni þeirra. Magn efna Ein megin forsenda þess að hægt sé að leggja mat á bráðamengunarvá er að fyrir liggi upplýsingar um magn efna, bæði heildarmagn og magn á hverri starfsstöð eða vinnusvæði fyrir sig. Nálæg starfsemi Við mat á bráðamengunarvá er nauðsynlegt að líta til þeirrar starfsemi sem fer fram í næsta nágrenni við mögulegan slysstað og hvort hún geti magnað upp áhrif í neyðartilfellum. Þetta á helst við þar sem hætta er á að miklir eldsvoðar komi upp svo sem í olíu- og própanbirgðum. Í slíkum tilfellum er nauðsynlegt að viðbragðsaðilar séu meðvitaðir um þá hættu sem til staðar er þannig að bregðast megi við með réttum hætti. Forvarnir Ein meginstoð öryggiskerfis Alcoa Fjarðaáls eru virkar fyrirbyggjandi aðgerðir sem draga úr hættu á umhverfisslysum. Niðurstöður hættumats eru nýttar til að endurskoða forvarnir og verkferla í því augnamiði að draga svo mikið sem unnt er úr hættu á mengunarslysum. Forvarnir eru í sífelldri endurskoðun og markvisst unnið að því að bæta kerfið og auka þekkingu starfsmanna. Megin stoðir forvarna vegna bráðamengunar eru: Virk þjálfun starfsmanna. Verklagsreglur fyrir einstaka verkþætti. Lekavarðar efna- og olíugeymslur. Frárennsliskerfi í gegnum olíuskilju (af þeim svæðum þar sem olíumengunar má vænta). Reglulegt öryggiseftirlit með starfsemi og búnaði. Reglulegt viðhald með ökutækjum og búnaði Skipuleg skráning slysa og næstum því slysa. Sífelld endurskoðun verklagsreglna. Áhættugreining Að lokinni gerð hættumats var unnin áhættugreining sem byggir á því að margfalda saman mögulegar afleiðingar umhverfisslysa og líkur á að tiltekinn atburður geti átt sér stað. Niðurstöður þeirra útreikninga eru teknar saman í áhættufylki sem skipt var í þrennt eftir alvarleika áhættu, viðunandi, taka til athugunar og óviðunandi. Niðurstöður áhættugreiningar er að finna í viðauka I. Skýringar fyrir áhrifa- og hættumat og greiningu í áhættufylki er að finna í viðauka II.

18 2.3.3 Rekstraröryggiskerfi Stjórnunaraðferðir og þróun verklagsreglna Stjórnunarkerfi einstakra starfsstöðva Alcoa Fjarðaáls miðar að því að virkt samband sé á milli starfsmanna er vinna í framleiðslu og þeirra sem bera ábyrgð á verkstjórn og rekstri einstakra starfsstöðva. Áhersla er lögð á að allir starfsmenn starfsstöðvarinnar geti komið á framfæri athugasemdum um verklag og búnað. Ábendingar og athugasemdir frá starfsmönnum skulu fara í ákveðið ferli og nýttar við endurskoðun á starfsemi einstakra starfsstöðva í þeim tilgangi að bæta hana og auka öryggi starfsmanna. Skipurit einstakra starfsstöðva Alcoa Fjarðaáls er eftirfarandi: Forstjóri Framkvæmdastjóri starfsstoðvar Leiðtogi (1 fyrir hvern vakthóp) Almennir starfsmenn Flæðirit 2. Skipurit einstakra starfsstöðva. Varúðarreglur Til að tryggja öryggi starfsmanna og gæði einstakra verkferla er starfað eftir verklagsreglum sem unnar eru fyrir hvern verkþátt innan starfsstöðva. Verklagsreglur þessar eru skriflegar og alltaf aðgengilegar starfsmönnum. Starfsmaður skal ávallt inna af hendi störf í samræmi við gildandi verklagsreglur. Starfsmaður skal aldrei takast á hendur störf sem hann hefur ekki fengið þjálfun til og hefur ekki fulla þekkingu á sbr. hæfnistöflur um þjálfun starfsmanna. Leiðtogar starfsstöðva bera ábyrgð á að allir starfsmenn kynni sér gildandi verklagsreglur og vinni eftir þeim. Vöktun, eftirlit og þróun verklagsreglna Virkt gæða- og öryggiseftirlit er með starfsemi þar sem kerfisbundið er farið yfir verklag og verklagsreglur í samræmi við skipulega atvikaskráningu og ábendingar starfsmanna. Nákvæm atvikaskráning er gerð þar sem óhöpp og næstum því óhöpp eru skráð og greind. Þær upplýsingar skal nýta til að endurskoða og bæta verklag og öryggi starfsmanna. Kynning fyrir starfsmenn og verktaka Allir starfsmenn og verktakar ganga í gegnum starfsmannaþjálfun þar sem m.a. er farið ítarlega er yfir öryggisstjórnun fyrirtækisins. Ábyrgðarmenn og leiðtogar starfsstöðva bera ábyrgð á að starfsmönnum séu kynntar breytingar á verklagsreglum og öryggisstjórnunarkerfi Breytingastjórnunarkerfi Innan Alcoa Fjarðaáls eru starfrækt tækniteymi sem sjá um að greina vandamál og atvik sem upp koma í rekstri álversins og meta þörf fyrir breytingar og endurbætur. Þegar um minni atriði er að ræða svo sem

19 smávægilegar lagfæringar á búnaði er slíkt unnið innan tækniteyma frá greiningu til lokaútfærslu. Stærri málum svo sem meiriháttar breytingum á búnaði eða byggingum er að lokinni greiningu tækniteyma vísað til verkfræðistofa sem Alcoa Fjarðaál hefur samið við um hönnun og eftirfylgni stærri verkefna. Allar breytingar skulu mæta ströngum kröfum Alcoa Fjarðaáls varðandi öryggi og heilsu starfsmanna og vernd umhverfis eins og fram kemur í stefnu fyrirtækisins í umhverfis-, heilsu- og öryggismálum. Allar breytingar sem kunna að hafa áhrif á umhverfið skal leggja fyrir UHÖ-teymi Alcoa Fjarðaáls til yfirferðar og athugasemda Viðbragðsáætlanir Gerð viðbragðsáætlana er hluti af hættumati og áhættugreiningu og skulu þær endurskoðaðar samhliða innri úttekt. Viðbragðsáætlanir einstakra starfsstöðva er að finna viðauka III. Umfang neyðarráðstafana skal miða við verstu mögulegu tilvik og byggja á áhættugreiningu hættumats. Ítarlegri grein er gerð fyrir viðbrögðum vegna bráðamengunar frá olíu-, raflausnar- og própangasbirgðum síðar í þessari skýrslu, viðbragðsáætlunum einstakra starfsstöðva í viðauka III og í innri neyðaráætlunum í viðauka VII. Samkvæmt niðurstöðu hættumats og áhættugreiningar eru verstu sviðsmyndir stórslysa innan álvers Alcoa Fjarðaáls þessar: Olíubirgðir Eldsvoði og óhindraður leki úr olíubirgðum. Umfjöllun um bráðamengunarhættu vegna olíubirgða er að finna í köflum 3.2, 4 og 5.2 í öryggisskýrslu. Raflausn Eldsvoði og/eða óheftur leki í byggingu 442. Umfjöllun um bráðamengunarhættu vegna raflausnar er að finna í köflum 3.1, 4 og 5.1 öryggisskýrslu. Própangas Leki sem valdið getur eld- og sprengihættu. Umfjöllun um bráðamengunarhættu vegna própangass er að finna í köflum 3.3, 4 og 5.3 í öryggisskýrslu. Kerbrot Að kerbrot komist í beina snertingu við raka eða vatn sem leitt getur til myndunar eld- og sprengifimra gufa og eldsvoða. Umfjöllun um bráðamengunarhættu vegna kerbrota er að finna í köflum 3.4, 4 og 5.4. Álgjall Að álgjall komist í beina snertingu við raka eða vatn sem leitt getur til myndunar eld- og sprengifimra gufa og eldsvoða. Umfjöllun um bráðamengunarhættu vegna álgjalls er að finna í köflum 3.5, 4 og 5.5 í öryggisskýrslu. Endurskoðun og prófun neyðarviðbragða er framkvæmd í samræmi við skipurit innri úttektar sem lýst er í kafla Kerfisuppfærsla Uppfærsla öryggisstjórnunarkerfisins er hluti af árlegri innri úttekt Alcoa Fjarðaáls. Við endurskoðun og endurbætur á kerfinu skulu m.a. nýttar upplýsingar úr atvikaskráningu og skal kerfið uppfært í samræmi við innra úttektarkerfi Alcoa Fjarðaáls.

20 2.3.7 Úttektir Alcoa Fjarðaál framkvæmir innri úttekt öryggiskerfa, viðbragðs- og neyðaráætlana einu sinni á ári. Í innri úttekt er virkni allra kerfa metin og áætlun um æfingar og prófanir settar fram. Úttekt á öryggisstjórnunarkerfi Alcoa Fjarðaáls er hluti af þessari innri úttekt. Úttektir eru skjalfestar og framkvæmd í umsjón ferlateymi Fjarðaáls. Úttektarstigin eru 9 og í stórum dráttum eftirfarandi: 1. Farið er yfir efni kerfisins og gengið úr skugga um að það uppfylli grunnkröfur Alcoa Fjarðaáls eins og það kemur fram í forskrift móðurfélagsins Alcoa Inc. 2. Tryggja að starfsemin uppfylli íslensk lagaákvæði ásamt innri reglum Alcoa Fjarðaáls. 3. Fara er yfir neyðarviðbúnað, forvarnir, viðbrögð, upplýsingar um þjálfun, verklagsreglur og UHÖ skýrslur. Tryggt er að innan starfsstöðvar sé virkt skráningakerfi starfsreglna, forvarna og atvika. 4. Fara er yfir hlutverk einstakra starfsmanna og ábyrgðir og að skýrt sé hverjir gegni hvaða hlutverki. 5. Gengið er úr skugga um að skipurit í neyðartilfellum sé vel skilgreint. Fara skal yfir hvort starfsmenn sem stjórna aðgerðum í neyðartilfellum hafi hlotið til þess fullnægjandi þjálfun. Þá eru gerðar úttektir á búnaði til neyðarviðbragða og hvaða viðbragðsaðilar eru tiltækir í neyðartilfellum og hvort sá viðbúnaður getur mætt þeim aðstæðum sem upp geta komið. 6. Farið er yfir prófanir á kerfinu. 7. Komi upp eftirtalin atvik er öryggisstjórnunarkerfið endurskoðað innan 6 mánaða. a. Villa kemur fram í viðbragðsferlum eða breytingar gerðar á rýmingaráætlunum. b. Breytingar gerðar á hönnun, byggingum, búnaði, starfsemi og viðhaldi starfsstöðvar sem aukið geta hættu á eldsvoðum, sprengingum, olíulekum eða mengun vegna efna eða aukaafurða. c. Breytingar gerðar á stjórn neyðarviðbragða. d. Breytingar verða á leyfum, lögum eða reglugerðum sem snúa að starfsemi starfsstöðvar, m.a. þeirra er lúta að umhverfismálum. e. Aðrar breytingar sem áhrif hafa á neyðaráætlanir. 8. Yfirfara skal uppdrætti sem koma fram í neyðaráætlunum og hvort þeir eru í samræmi við skipulag í starfsstöð. Er viðbragðsbúnaður innan starfsstöðvar fullnægjandi og hæfandi þeim efnum sem geymd eru innan starfsstöðvar. Yfirfara skal hvort nöfn og símanúmer viðbragðsaðila séu rétt.

21 3 Lýsing starfsstöðva Meginhlutar álversins samanstanda af kerskála, steypuskála og skautsmiðju auk hliðarstarfsemi s.s. kersmiðju og vélaverkstæða. Helstu framleiðsluvörur eru álhleifar, melmisstangir og vír til útflutnings. Framleiðsluferli Alcoa Fjarðaáls er lýst á mynd 4 hér fyrir neðan. Mynd 4. Framleiðsluferli Alcoa Fjarðaál.

22 Baðhreinsivirki (bygging 442) Meginverkefni, ferli og einingar Innan baðhreinsivirkisins er raflausn geymd og hún endurunnin þegar hún kemur frá kerskálum. Byggingin er samtals níu hæðir og í henni eru staðsett síló þar sem raflausn er geymd ásamt stjórntækjum vinnslunnar Hættulegar einingar Aðal mengunarhætta er bundin við þann hluta byggingarinnar sem hýsir síló, birgðageymsla baðefna. Þau er sex talsins, fimm 170 tonna og eitt 100 tonna Lýsing hættulegra verka Öll verkferli innan baðhreinsistöðvar fara fram í lokuðu kerfi þar sem baðefni úr kerskálum eru endurunnin. Endurvinnslan fer þannig fram að raflausn úr kerum auk baðefna af skautum og annar salli sem til fellur við rekstur keranna er fluttur frá kerskálum til baðhreinsistöðvarinnar. Þegar efnið kemur inn í baðhreinsistöð er það leitt í stóra kvörn þar sem það er mulið niður. Úr kvörninni fer efnið í gegnum tvö misgróf sigti sem eru 40 mm og 15 mm. Grófi hluti baðefnisins er leiddur í gegnum segul til að fjarlægja segulmagnanlegan málm úr efninu sem er stærri en 30 mm. Mulin og hreinsuð raflausn er síðan geymd í fimm 170 tonna sílóum og einu 100 tonna sílói. Þrjú 170 tonna sílóanna eru fyrir gróft efni (<10 mm) og tvö fyrir ryk. Kornarstærðarflokkum er síðan blandað saman áður en efnið er flutt til kerskála. Frá baðhreinsistöð er raflausn dælt eftir þéttflæðilögnum í nokkur 100 tonna geymslusíló sem staðsett eru inn á milli kerskálanna. Helst verður séð að bráðamengunarhætta geti skapast vegna raflausnarbirgða innan baðhreinsistöðvar Varúðarráðstafanir, öryggiskerfi Öll hönnun mannvirkja og tækja tekur mið af því að draga úr hættu á slysum og tjóni frá starfseminni. Þannig er birgðum af baðefnum aðskilin í síló sem öll eru staðsett innanhúss. Þá er strangt eftirlit með flutningi efna til og frá kerskálum sem fer fram í lokuðu kerfi. Allir starfsmenn starfsstöðvarinnar hljóta ítarlega þjálfun til sinna starfa og vinna eingöngu eftir verklagsreglum Alcoa Fjarðaáls sem eru í sífelldri endurskoðun í samræmi við öryggisreglur fyrirtækisins. Reglulegt eftirlit er með öllum búnaði starfsstöðvarinnar og skipulega farið yfir þörf á breytingum og endurbótum m.a. með hliðsjón af því hvernig draga megi úr hættu á umhverfistjóni. Brunaviðvörunarkerfi er í baðhreinsistöðinni auk þess sem rýmingaráætlun hefur verið unnin fyrir starfsstöðina Skipurit starfsstöðvar 442 Sjá skipurit einstakra starfsstöðva í kafla Olíutankar við olíudælu (643) Meginverkefni, ferli og einingar Á dælustöð (643) fer fram áfylling ökutækja sem notuð eru innan álversins. Utanaðkomandi þjónustuaðilar sjá um alla þjónustu og eftirlit með olíudælu og tanki. Alcoa Fjarðaál hefur sett saman verklagsreglur fyrir sína starfsmenn varðandi umgengni við olíudælu. Stafsmenn þjónustuaðila hafa ADR réttindi til flutninga á hættulegum farmi auk þess sem þeir hafa undirgengist starfsþjálfun fyrir verktaka hjá Alcoa Fjarðaáli.

23 3.2.2 Hættulegar einingar Við olíudælu á starfsstöð 643 er staðsettur 30 m 3 olíutankur. Tankurinn er ofanjarðar Lýsing hættulegra verka Einungis starfsmenn þjónustuaðila sjá um eftirlit og áfyllingu tankans. Starfsmenn Alcoa Fjarðaáls sjá um dælingu á ökutæki. Mest bráðamengunarhætta skapast helst við áfyllingu tanks og vegna akandi umferðar við olíutankinn Varúðarráðstafanir, öryggiskerfi Allur búnaður er tengist áfyllingu olíutanks við dælu (643) er þannig úr garði gerður að lágmörkuð sé hætta á mengunaróhöppum. Öll tengi eru lokuð og er tankurinn búinn tvöfaldri yfirfyllingarvörn. Við áfyllingu tanksins fer þjónustuaðili eftir eigin verklagsreglum í handbók ökumanna. Þjónustuaðili yfirfer tankinn og tengdan búnað vikulega. Umhverfis tankinn eru árekstrarvarnir til að verja hann fyrir ytri áföllum. Ábyrgð á verklagsreglum og eftirliti með olíubirgðum er á hendi ábyrgðarmanns starfsstöðvar og umhverfis-, heilsu-, og öryggisteymis Alcoa Fjarðaáls. 3.3 Própantankar (645) Geymslusvæði própangass er á svæði 645 við eystri enda Mjóeyrarhafnar. Samkvæmt byggingarleyfi Alcoa Fjarðaáls hefur fyrirtækið leyfi til að geyma tvo tanka á svæðinu. Einnig geta verið allt að þrír auka tankar á afmörkuðu svæði innan Mjóeyrarhafnar. Tankar á hafnarsvæði eru ekki á ábyrgð Alcoa Fjarðaáls heldur þess sem sér um gasþjónustu við álverið og Eimskipa sem sér um rekstur hafnarsvæðisins. Samkvæmt reglugerð nr. 160/2007 um varnir gegn hættu á stórslysum af völdum hættulegra efna er magn própangass sem geymt er innan álverslóðarinnar rétt undir lægri mörkum í viðauka reglugerðarinnar. Í ljósi þess hversu litlu munar þykir Alcoa Fjarðaáli rétt að gera sérstaklega grein fyrir geymslusvæði og meðhöndlun própangass á sama hátt og gert er fyrir raflausn og gasolíu. Til stendur að setja upp fastann geymslutank fyrir própangas með öllum þeim öryggisbúnaði sem geymslumtönkum ber að nota. Þessi tankur kemur í staðinn fyrir núverandi flutiningstanka sem eru í notkun. Þá verður própangasinu fært af flutningstanki yfir á fasta tankinn sem staðsettur verður á núverandi tankastæði Meginverkefni, ferli og einingar Própangas er notað í steypuskála og þangað leitt í lögnum sem grafnar eru í jörðu Hættulegar einingar Própangas er geymt á svæði sem staðsett er á Mjóeyrarhöfn. Gas er þar geymt í lítra tanki. Slíkur tankur getur mest innihaldið um lítra af própangasi. Tankarnir eru aldrei fylltir meira en sem nemur 70% af própangasi Lýsing hættulegra verka Verkferli eða atburðir sem skapað geta mengunarhættu við própantank eru: Þegar skipt er um tank

24 Þegar breytingar eru gerðar á tengingum tanka, þ.e.a.s. tómur tankur aftengdur og fullur tankur tengdur. Bilanir í búnaði tengdum tanki Bilanir í lögnum frá tanki að steypuskála Handvömm í umgengni við tank Ætíð er einn própantankur á svæðinu í á hverjum tíma. Einn tankur er í notkun á svæði 645. Alls eru 4 tankar í umferð. Einn tankur í notkun, og þrír útskiptitankar, þ.e. í flutningi, útskiptum eða eru fullir á geymslusvæði Mjóeyrarhafar. Niðurstaða áhættugreiningar er sú að helst skapist mengunarhætta vegna própangasbirgða þegar skipt er um tanka og vegna leka við búnað. Tankskipti eru með þeim hætti að tómur tankur er fluttur í burtu og nýjum fullum tanki komið fyrir í hans stað. Þetta er gert af þjónustuaðila Alcoa Fjarðaáls og flytur hann tóman tankinn inn á geymslusvæði Mjóeyrarhafar. Fylling tanka fer ekki fram innan álverslóðarinnar heldur eru tómir tankar fluttir sjóleiðina til þjónustuaðila. Helsta áhætta er talin vera ef lítill/meðal leki verður á gastanki eða lögnum vegna bilunar eða mannlegra mistaka við viðhald eða tengingar við tanka. Þá gæti íkveikjuhætta skapast þegar/ef gasleki kemst í neista. Þegar kviknar í þessum litla/meðal leka þá geta tengislöngur rofnað og opnað að fullu fyrir þann tank sem er í notkun. Tanksprenging um sig myndi valda 100% dauðsföllum innan m radius og gígurinn undir yrði um 4 metra djúpur. Ef leki kemur að própangasi er mikilvægt að fyrirbyggja alla íkveikjuhættu með því að fjarlægja eða drepa á öllum farartækjum, nota neistafrí verkfæri og aftengja nálægan rafbúnað sé hann til staðar. Sértækar reglur gilda um umgengni í kringum tankinn Varúðarráðstafanir, öryggiskerfi Við hönnun og ákvörðun um fyrirkomulag á geymslusvæði própangass var tekið mið af því að lágmarka hættu á eldsvoða. Til að draga úr brunahættu á svæði 645 var eftirfarandi haft í huga: Að koma í veg fyrir að eldsvoðar geti átt sér stað með fyrirbyggjandi aðgerðum, s.s. neistafrí verkfæri, vikulegar mælingar á hugsanlegum gasleka. Tryggja að fólk innan svæðisins geti komið sér burtu áður en alvarleg hætta skapast, allsherjar rýming. Hönnun tók mið af þessum atriðum og var þeim mætt með eftirfarandi hætti: Engin starfsemi, önnur en tankskipti/tengingar og/eða viðhaldsvinna búnaðar eða umferð má vera nær tönkum en sem nemur 15 metrum. Tankar skulu staðsettir í fjarlægð frá þeim svæðum þar sem vænta má umferðar starfsmanna og áhrifa frá annarri starfsemi til að drega úr íkveikjuhættu. Lagnir skulu uppfylla kröfur um gæði þrýstilagna skv. reglugerð DSB í Noregi. Innan starfsstöðvar 645 er ekki sjálfvirkt eftirlitskerfi með gasleka (annað en það er lýst er hér að ofan) og ekki brunaviðvörunar- eða slökkvikerfi. Þrír brunahanar eru í næsta nágrenni við tank sbr. viðauka IX. Tveir öryggislokar eru á própangaskerfi álversins, annar á tanki en hinn við inntak í steypuskála. Daglega eru gerðar lekaprófanir á lögnum própangass. Einnig eru lekaprófanir gerðar á svæðinu við própantanka, eftir tankaskipti. Aðgengi að svæðinu er takmarkað með girðingareiningum og girðing skilur það frá Mjóeyrarhöfn. Vinna við hönnun öryggiskerfis starfstöðvarinnar og framtíðarfyrirkomulagi stendur yfir og er unnið að úrbótum.

25 3.4 Kersmiðja og geymslusvæði kerbrota Megin verkefni, ferli og einingar Kerbrot falla til þegar fóðringar eru brotnar innan úr kerjum vegna reglulegs viðhalds og endurfóðrunar. Fóðringar eru brotnar úr kerjum innan byggingar 347. Þangað koma ker sem flutt hafa verið úr kerskálum og kæld í byggingu 346. Þegar fóðringar hafa verið brotnar úr kerum er kerskelin flutt til viðgerða. Að því loknu er skelin flutt til baka í kersmiðju, byggingu 346, til endurfóðringar. Heildarmagn kerbrota sem flutt er til endurvinnslu erlendis er að meðaltali t/ári, en það er breytilegt eftir starfseminni Hættulegar einingar Bráðamengun er einkum bundin við þá hluta ferlisins þar sem kerbrotum er safnað saman og þau geymd fram að flutningi til förgunar eða endurvinnslu. Kerbrotum er safnað saman í gáma, sem er svo lokað og þeir síðan fluttir á geymslusvæði við Mjóeyrarhöfn þar sem þeir bíða útflutnings. Gámar þessir eru sérsmíðaðir fyrir þessa flutninga og uppfylla skilyrði alþjóða flutningsreglna um flutninga á sjó og landi (IMO og ADR). Bráðamengunarhætta er mest þar sem fyrir eru kerbrot í miklu magni þ.e. innan geymslusvæðis við Mjóeyrarhöfn. Hættan er lágmörkuð með því að ekki er meira en 20 tonn af kerbrotum í hverjum gámi Lýsing hættulegra verka Ferlinu sem fer fram innan kersmiðju, byggingar 347, fylgir nokkur mengunarhætta sem einkum er til orðin vegna rykmengunar sem er fylgifiskur niðurbrots. Fóðringar eru brotnar niður með gröfu sem búin er brothamri. Brotum er safnað saman í sérsmíðaða flutningsgáma fyrir kerbrot. Gámarnir eru fluttir og geymdir á athafnsvæðinu við Mjóeyrarhöfn. Geymslutími gáma á Mjóeyrarhöfn meðan þeir bíða flutnings til endurvinnslu er á bilinu dagar að hámarki sem ræðst af tíðni skipaferða og umfangs annarra flutninga með sömu skipum. Vegna rykmyndunar innan kersmiðju er þar uppsogs og loftræsikerfi sem safnar saman því ryki sem til verður. Rykið er sent til endurvinnslu með kerbrotum. Nánar er vinnsluferlið þannig að ker sem skal endurfóðra eru fjarlægð úr kerskálum og flutt í byggingu 346 þar sem þau eru látin kólna í 7 daga. Að lokinni kælingu eru þau flutt yfir í byggingu 347 þar sem laust baðefni og málmur sem liggur ofan á fóðringu eru fjarlægð og komið í viðeigandi endurvinnsluferli, sbr. umfjöllun öryggisskýrslu um raflausn (kryolít). Fóðring og bakskaut eru svo brotin úr með fleyg sem festur er á gröfu. Mulningnum sem eftir stendur er síðan safnað saman í flutningsgáma sem geymdir eru á geymslusvæði við Mjóeyrarhöfn..

26 Mynd 4 Ferli við niðurbrot kerfóðringa Geymslusvæði kerbrota er á Mjóeyrarhöfn og í umsjá viðkomandi þjónustuaðila. Öryggismál geymslusvæðis er á ábyrgð þeirra. Geymslusvæðið uppfyllirskal uppfylla allar kröfur almennra laga og reglugerða sem og innri reglna Alcoa Fjarðaáls í umhverfis-, heilsu- og öryggismálum. Öll verkferli vegna kerbrota eru áhætturgreind og verklagsreglur settar til að tryggja fyllsta öryggi starfsmanna og umhverfis og eru gámar sérstaklega yfirfarnir í þeim tilgangi Varúðarráðstafanir, öryggiskerfi Öll hönnun mannvirkja og tækja miðar að því að draga úr líkum á slysum og tjóni frá starfseminni. Hvað mengunarvarnir varðar skapast mengunarhætta af starfseminni vegna rykmengunar í verkferlinu og vegna geymslu efnisins fram að því að það er flutt úr landi. Til að bregðast við rykmengun er í starfsstöðinni öflugt loftræsikerfi, ryksafnari, sem sér um að soga upp ryk sem til verður og safna því saman í sekki. Kerbrotum og ryki er safnað saman og geymd í flutningsgámum. Geymsla og meðhöndlun efnisins tryggir að raki eða vatn geti ekki komist að því og að ekki myndist eitraðar og eldfimar gufur. Til að gæta fyllsta öryggis eru allir gámar einnig yfirfarnir reglulega og með skipulegum hætti. Fyrir öll einstök verk frá því að kerbrot falla til innan byggingar 347 og þar til þeim hefur verið komið fyrir á geymsluvæði við Mjóeyrarhöfn gilda sérstakar verklagsreglur auk þess sem starfsmenn vinna áhættugreiningu fyrir hvert þeirra. Reglulegt eftirlit er með öllum búnaði starfsstöðvarinnar og skipulega farið yfir þörf á breytingum og endurbótum, m.a. með hliðsjón af því hvernig draga megi frekar á mengunarhættu vegna starfseminnar Skipurit starfsstöðvar Sjá skipurit starfsstöðva í kafla Steypuskáli og geymslusvæði álgjalls Megin verkefni, ferli og einingar Álgjall fellur til innan steypuskála þegar því er fleytt ofan af fljótandi áli sem flutt er úr kerskálum til steypuskála í deiglum. Álgjall er geymt í sérsmíðuðum flutningsgámi, mest um 22 tonn í einu. Þegar gámurinn er orðinn fullur er hann innsiglaður, fjarlægður og nýjum komið fyrir í staðinn. Á hverjum

27 tíma er því einungis einn flutningsgámur í einu innan steypuskála. Fullur gámur er fluttur á geymslusvæði við Mjóeyrarhöfn þar sem hann bíður flutnings til endurvinnslu eða förgunar erlendis Hættulegar einingar Geymslusvæði álgjalls í steypuskála, innan byggingar 500. Geymslusvæði álgjalls við Mjóeyrarhöfn Lýsing hættulegra verka Heitu álgjalli er safnað saman í kör sem síðan eru kæld niður í um 60 C í þar til gerðum kæli. Kælirinn er tölvustýrður og búinn skynjurum sem mæla m.a. hitastig og gasstreymi. Kældu álgjalli er safnað í opinn gám innan steypuskála áður en þjónustuaðíli kemur og tæmir hann í sérstaka gáma sem verja efnið fyrir vatni og raka og halda því þurru. Þegar gámur eru orðinn fullur er hann innsiglaður og fluttur frá steypuskála á geymslusvæði við Mjóeyrarhöfn. Geymslutími gáma á Mjóeyrarhöfn meðan þeir bíða flutnings til endurvinnslu er á bilinu dagar að hámarki sem ræðst af tíðni skipaferða og umfangs annarra flutninga með sömu skipum. Heildarmagn þess álgjalls sem flutt er til endurvinnslu erlendis er um 2000 t/ári Geymslusvæðið er á svæði þjónustuaðila Mjóeyrarhafnar og eru öryggismál geymslusvæðis á ábyrgð þeirra. Fyrir öll einstök verk í ferlinu frá því að álgjall fellur til í steypuskála og þar til því hefur verið komið fyrir á geymsluvæði Mjóeyrarhafnar gilda sérstakar verklagsreglur auk þess sem starfsmenn vinna áhættugreiningu fyrir hvert þeirra. Geymslusvæðið uppfyllir allar kröfur almennra laga og reglugerða sem og innri reglna Alcoa Fjarðaáls í umhverfis-, heilsu- og öryggismálum Varúðarráðstafanir, öryggiskerfi Öll hönnun mannvirkja og tækja miðar að því að draga úr líkum á slysum og tjóni frá starfseminni. Hætta á mengunarslysum vegna geymslu og vinnu við álgjall felst einkum í því að hindara að vatn eða raki komist að gjallinu þannig að eitraðar og eld- og sprengifimar gufur geti myndast. Til að bráðamengunarhætta geti skapast vegna álgjalls þarf það að vera á svæðum þar sem fyrir er umtalsvert magn af efninu, þ.e. á geymslusvæði við Mjóeyrarhöfn. Til að draga úr líkum á að slík hætta geti skapast er álgjall geymt í þéttum sérsmíðuðum flutningsgámum sem verja það fyrir vatni, og koma í veg fyrir að gas geti safnast upp í hættulegu magni. Magn efnisins er takmarkað með því að skipta því niður í gáma og til að draga úr líkum á uppsöfnun eld- og sprengifimra gasa eru gámar geymdir vel loftræstu rými. Reglulegt eftirlit er með öllum búnaði starfsstöðvarinnar og skipulega farið yfir þörf á breytingum og endurbótum, m.a. með hliðsjón af því hvernig draga megi frekar úr mengunarhættu vegna starfseminnar Skipurit starfsstöðvar Sjá skipurit starfsstöðva í kafla 2.3.3

28 4 Hættuleg efni Þau hættulegu efni sem fara yfir tilgreind mörk í viðauka reglugerðar nr. 160/2007 og er að finna innan álvers Alcoa Fjarðaáls eru eftirfarandi: Efnaheiti Magn Staðsetning Ástand Raflausn 950 t Bygging 442 Fast efni, bitar og ryk, duft Díselolía l Olíudæla Fljótandi eldsneyti Própangas l Starfsstöð 645 Fljótandi gas Kerbrot Álgjall Að meðaltali t/ár t/ár Bygging 342 Geymslusvæði við Mjóeyrarhöfn Steypuskáli Geymslusvæði við Mjóeyrarhöfn Fast efni (bitar, ryk) Fast efni (bitar, ryk) Öryggisblöð yfir þessi efni er að finna í viðauka X.

29 5 Greining á slysahættum Greining á slysahættum vegna einstakra starfsstöðva Alcoa Fjarðaáls er í samræmi við öryggisstjórnunarkerfi Alcoa Fjarðaáls og reglulega endurskoðun þess sbr. kafla Raflausn Hættukennsl Innri aðstæður Þegar farið var yfir verkferla með stjórnanda baðhreinsivirkis, byggingar 442, gátu menn ekki séð fyrir þá atburðarás sem leitt gæti til þess að raflausn losni í stórfelldu magni út í umhverfið. Til að slíkt ástand geti skapast þarf stórt gat að koma á sílóin eða þau að hrynja að hluta eða öllu leyti. Komi þær aðstæður upp að raflausn losni út í miklu magni eru síló staðsett innandyra og því varin af ytra byrði byggingarinnar. Gerist það að veggir byggingarinnar gefi sig, hugsanlega vegna þunga efnisins sem hleðst upp inni í byggingunni, skal bregðast við þeim aðstæðum í samræmi við fyrirfram gerða neyðaráætlun vegna stórfellds leka úr birgðageymslu. Komi fram leki í þéttflæðilögnum sem flytja raflausn úr sílóum til kerskála er hægt að loka fyrir útrás úr hverju sílói fyrir sig. Leki í lögnum á því ekki að geta leitt til stórfelldrar losunar á raflausn. Ytri aðstæður Í athugun umhverfisaðstæðna við álver Alcoa Fjarðaráls í Reyðarfirði komu ekki fram neinar vísbendingar um að ytri aðstæður svo sem veðurfar eða náttúruhamfarir geti valdið aukinni hættu á bráðamengun. Byggingar eru hannaðar til að standast það veðurálag sem ríkir í Reyðarfirði. Ekki er talin hætta á að snjóflóð eða aurskriður ógni öryggi verksmiðjunnar. Þá er Reyðarfjörður utan virkra jarðskjálftasvæða og álag vegna slíkra því hverfandi Sviðsmyndir verstu tilvika Verstu mögulegu tilfelli bráðamengunar væru ef mikið magn baðefna losnar úr baðhreinsistöð, byggingu 442 (a.m.k. 170 tonn) og berst óhindrað út í umhverfið eða ef eldur kemur upp í birgðageymslu. Komi upp slík neyðartilfelli þar sem mengun dreifist í lofti þarf tafarlaust að rýma mögulegt áhrifasvæði og bregðast við uppkomnum aðstæðum í samræmi við fyrirliggjandi ytri og innri neyðaráætlanir. Mest er hættan fyrir umhverfið og þá einkum ef efnið berst í yfirborðs- eða grunnvatn. Því er mikilvægt að bregðast skjótt við umfangsmiklum lekum og takmarka útbreiðslu í samræmi við leiðbeiningar í öryggisskýrslu og viðbragðsáætlun henni fylgjandi Líkindamat verstu sviðsmynda Að lokinni úttekt á starfsemi starfsstöðvar, búnaði, verkferlum og verklagsreglum voru líkur á bráðamengun vegna raflausnarbirgða innan álverslóðarinnar metnar hverfandi. Ekki er fyrirséð hvaða einstaki atburður eða ferli í starfseminni getur aukið hættu á eða valdið bráðamengun. Í neyðartilfellum er nærumhverfi baðhreinsistöðvar í mestri hættu. Hversu alvarlegt ástand getur skapast ræðst að miklu leyti af veðurfari. Þar sem um duft er að ræða eru verstu mögulegu umhverfisaðstæður þær að þurrt sé í veðri og mikill vindur Afleiðingar Raflasun getur valdið hættu fyrir nærstadda á meðan neyðarástand ríkir og efni dreifist í lofti. Komist efnið í vatn er það eitrað vatnalífverum og varir það ástand á meðan efnið er til staðar. Þau svæði sem eru í mestri hættu eru innan lóðar álversins og athafnasvæðið við Mjóeyrarhöfn. Svæði sem sérstaklega þarf að huga að eru:

30 Næsta nágrenni starfsstöðvar og þau svæði sem dreifing efnis nær til (á meðan neyðarástand ríkir og efni dreifist í lofti). Yfirborðsvatn innan og í næsta nágrenni álverslóðarinnar. Grunnvatn innan og í næsta nágrenni álverslóðarinnar. Frárennslislagnir. Settjarnir. Strandlínan í næsta nágrenni álverslóðarinnar. Hafnarsvæði Mjóeyrarhafnar. Þegar viðbragðsaðilar hafa náð tökum á útbreiðslu efnisins og neyðarástandi er aflétt skal tafarlaust fara á þá staði sem að framan eru taldir og meta umfang mengunar og tryggja að frekari dreifing eigi sér ekki stað og áhrif mengunar á umhverfið séu lágmörkuð Magngreining verstu sviðsmyndar Fólk Hætta af völdum raflausnar er einkum tvenns konar, annars vegar fyrir lífríki í ferskvatni og hins vegar fyrir fólk sem verður fyrir mikilli rykmengunar í langan tíma. Ekki verður talið að starfsmenn innan baðhreinsisvirkis, sem eru fáir á hverjum tíma, geti talist í bráðri hættu þó mikill leki komi að sílóum er geyma raflausn. Skemmdir á byggingum og tækjum Komi stórfelldur leki að baðefnabirgðum skapar það ekki hættu á skemmdum á öðrum mannvirkjum. Ekki er talin hætta á skemmdum á búnaði öðrum en þeim sem tengist beint geymslusílóum baðefna innan baðhreinsivirkis. Afleiður Ekki verður séð að önnur mannvirki eða starfsemi geti valdið mögnunaráhifum komi upp stórfelldur leki baðefna innan baðhreinsistöðvar. 5.2 Díselolía Hættukennsl Innri aðstæður Úttekt á aðstæðum og verkferlum við olíutank á dælustöð leiddi í ljós að helstu áhættuþættir bráðamengunar eru áfylling tanksins og umferð stórra farartækja umhverfis hann. Bilun eða handvömm við áfyllingu tanks getur mögulega leitt til þess að olía leki í miklu magni frá tanki. Þá getur uppgufun díselolíunnar, þegar mjög heitt er í veðri, myndað íkveikihættu. Umferð stórra ökutækja við olíutank eykur hættu á því að hann verði fyrir ytri áföllum sem orsakað geta leka. Dæling úr tanki getur vart valdið meira en minniháttar leka en óvarleg meðferð elds við dælu getur valdið íkveikjuhættu. Varúðarog hættumerkingar eru á svæðinu í samræmið við lagarákvæði. Nokkur hætta fylgir olíuflutningum innan svæðisins. Til að draga úr hættu á mengunaróhöppum er rík áhersla lögð á snjómokstur og hálkuvarnir ásamt því að draga verulega úr ökuhraða með hraðatakmörkunum. Ytri aðstæður Sjá umfjöllun í kafla 6.1.

31 5.2.2 Sviðsmyndir verstu tilfella Verstu sviðsmyndir bráðamengunar eru ef mikill og stjórnlaus leki kæmi að olíubirgðum eða ef eldur yrði laus í þeim. Verði eldur laus getur myndast sprengihætta, loftmengun komið fram og hætta skapast í allra næsta nágrenni. Í slíkum tilfellum er mikilvægt að rýma áhrifasvæðið og tryggja öryggi nærstaddra sem eru á opnum svæðum í næsta nágrenni olíudælu. Ekki er talið að olíubirgðir innan álvers Alcoa Fjarðaáls geti valdið hættu fyrir íbúa Reyðarfjarðar. Mest er geymt af olíu á í olíutaki á svæði 643, 30 m 3. Í verstu tilfellum getur umfangsmikill olíuleki valdið mengunarhættu við ströndina í nágrenni álversins. Í slíkum tilfellum verður að hindra að olía berist í niðurföll, yfirborðs- eða grunnvatn. Berist olíumengað frárennsli eða grunn og/eða yfirborðsvatn til sjávar þarf að takmarka útbreiðslu þess með tiltækum viðbragðsbúnaði sem geymdur er í Reyðarfjarðarhöfn og lýtur umsjá hafnarvarðar sbr. viðbragðsáætlun við meiriháttar olíuleka í viðauka III Líkindamat verstu tilfella Strangar hönnunarforsendur og öryggisbúnaður við olíutank ásamt ítarlegum verklagsreglum starfsmanna þjónustuaðila draga mjög úr líkum þess að neyðarástand geti skapast. Möguleiki á bráðamengun er hins vegar til staðar á meðan svo miklar eldsneytisbirgðir eru geymdar innan álverslóðarinnar en eld- eða mengunarhætta verður vart talin meiri en við aðra olíutanka hérlendis og hugsanlega minni vegna strangra öryggiskrafna og virks eftirlits Afleiðingar Eldsvoði Verði eldur laus í olíubirgðum getur skapast veruleg hætta fyrir nærstadda vegna loftmengunar og sprengihættu. Rýma þarf næsta nágrenni í samræmi við fyrirliggjandi rýmingaráætlun og skipuleggja frekari aðgerðir að teknu tilliti til veðurskilyrða og umfangs eldsvoða. Svæði þar sem mikilvægt er að meta þörf fyrir rýmingu eða aðrar sértækar aðgerðir eru: Aðrar starfsstöðvar og opin svæði í næsta nágrenni dælustöðvar. Starfssvæði Mjóeyrarhafnar. Umferð á þjóðvegi og fólk á ferð í nágrenni álverslóðarinnar. Byggð í Reyðarfirði (mjög ólíklegt). Þegar viðbragðsaðilar hafa náð tökum á neyðarástandi skal fara skipulega yfir áhrifasvæðið með áherslu á þau svæði sem talin eru upp í kafla og grípa til fullnægjandi mótvægisaðgerða til að lágmarka áhrif á umhverfið. Vakta þarf brunastað að loknu slökkvistarfi og tryggja að mengun frá brunarústum komist ekki í grunn-, yfirborðsvatn eða frárennsli Magngreining verstu sviðsmyndar Fólk Engin föst starfsemi eða viðvera starfsmanna er við olíudælu. Hætta á líkamstjóni takmarkast því við tímbundna viðveru starfsmanna sem eru að þjónusta olíutank, dæla á ökutæki eða eiga leið hjá. Í stórslysatilfellum við olíubirgðir eru því ekki líkur á fjöldaslysum á fólki heldur að fáir starfsmenn geti talist í hættu á hverjum tíma. Skemmdir á byggingum og tækjum Þær byggingar sem næst standa eru skautsmiðja og þjónustubyggingar henni tengdar ásamt vestari enda syðri kerskála. Þessar byggingar eru stálgrindarhús klædd bárujárni. Engir gluggar á þessum húsum snúa að díselstöð. Norðan skautsmiðju, í um 40-60m fjarlægð frá díseltanki, er spennistöð fyrir skautsmiðju. Hún er staðsett innandyra og frágangur hennar með þeim hætti að henni stafar ekki hætta af kvikni eldur við olíudælu. Engin tæki önnur en olíudæla við olíutank er staðsett nærri dælustöð.

32 Afleiður Þar sem olíutankur er staðsettur í fjarlægð frá öðrum mannvirkjum álversins eru ekki taldar líkur á að önnur mannvirki eða starfsemi geti valdið mögnunaráhrifum komi upp eldur eða olía lekur úr tanki. 5.3 Própangas Hættukennsl Innri aðstæður Helst skapast hætta á bráðamengun við própangasbirgðir þegar upp kemur eldur í gasi vegna efnaleka, umgengni starfsmanna við tankinn svo sem þegar skipt er um tanka eða viðhaldsvinnu við búnaðinn. Fyrirkomulag birgðageymslu og hönnun geymslusvæðis tekur mið af því að draga úr hættu vegna birgða. Tönkum er skipt reglulega út og öðrum áfylltum sem þjónustuaðili hefur yfirfarið komið fyrir. Búnaður ásamt lögnum sem liggur ofanjarðar á geymslusvæði própans er yfirfarinn reglulega. Til að upp geti komið verstu tilfelli bráðamengunar þarf leki að koma að lögnum eða tanki og opinn eldur eða neisti að kveikja í gasinu. Vegna staðsetningar starfsstöðvar 645 í fjarlægð frá annari starfsemi er íkveikjuhætta takmörkuð og bundin við þau verk sem unnin eru innan starfstöðvarinnar, þ.e. að skipta um og þjónusta tanka. Ekki er annar eldsmatur innan starfsstöðvar 645 en própangas í tönkum. Ytri aðstæður Sjá umfjöllun í kafla 6.1. Helst verður séð að própangasbirgðum geti stafað hætta af eldsvoða í nágrenni starfsstöðvarinnar. Starfsstöðin er hins vegar í það mikilli fjarlægð frá nærliggjandi byggingum og athafnasvæðum að bein hitun tanksins vegna opins utankomandi elds er nánast óhugsandi Sviðsmyndir verstu tilfella Versta sviðsmynd stórslyss innan starfsstöðvar 645 væri ef sprenging yrði í própantanki. Í þeim tilfellum þar sem eldur yrði laus við própantank gæti eldur valdið hitun og þenslu própangassins. Við slíka þenslu yrði aukið álag á ytra byrði tanksins sem gæti brostið og komið af stað ketilsprengingu. Ketilsprenging gæti einnig orsakast af miklum leka sem kæmi að tanki eða lögnum og ylli skyndilegu þrýstingsfalli. Slíkt þrýstingsfall getur valdið því að innihald tanksins sýður, þenst út og rýfur ytra byrði hans. Þegar própantankur rofnar með þessum hætti getur myndast neisti sem kveikir í gasinu og orsakar ketilsprengingu. Ketilsprenging getur verið mjög öflug og myndað höggbylgju sem valdið getur tjóni í nokkurri fjarlægð frá upptökum. Í hönnunarforsendum starfsstöðvar 645 og brunavarnaskýrslu er öryggissvæði í kringum própantanka 15 metrar (örugg fjarlægð fyrir mikilvægar byggingar og önnur mannvirki). Það er í samræmi við öryggisleiðbeiningar í brunaskýrslu HRV þar sem öryggisfjarlægðir eru tilgeindar ásamt í stöðlum Alcoa og Evrópureglum, þar sem segir að öryggissvæði skuli vera a.m.k. 15 metrar fyrir tank af stærðinni 7,6 til 114 m 3. Engin mannvirki standa því nær en sem nemur 15 metrum og mun lengra er í aðrar starfstöðvar þar sem föst viðvera starfsmanna er. Enginn búnaður eða starfsemi er í nágrenni við starfsstöð 645 sem valdið getur mögnunaráhrifum svo sem afleiddum eldsvoða í stórslysatilfellum. Í stórslysatilfellum eru þeir í mestri hættu sem næst eru staddir, þ.e. austast á hafnarsvæði (nærri girðingu við lóðamörk álversins) og í allra næsta nágrenni starfsstöðvar 645 (sjá nánar um fyrirkomulag við própantanka í kafla 3.3). Því er mjög mikilvægt að hættusvæði séu rýmd komi upp eldur í gasbirgðum eða vart verður við leka.

33 5.3.3 Líkindamat verstu tilfella Forsendur fyrir hönnun geymslusvæðis sem fram koma í brunavarnarskýrslu HRV 1 sem unnin var fyrir Alcoa Fjarðaál miða að því að draga sem frekast er unnt úr hættu á stórslysi (sjá kafla 3.3). Ef gasleki verður á svæði 645 er líklegt að starfsmaður verði var við lekann og gasstreymi sé stöðvað í tíma með því að loka öryggislokum. Að teknu tilliti til þeirra mótvægisaðgerða sem hafðar eru uppi við hönnun og fyrirkomulag á geymslusvæði própans er hætta á stórslysi talin hverfandi þar sem að mögulegt er að stöðva leka um leið og hans verður vart. Í áhættugreiningu var áhætta metin í annan flokk, þ.e. að fylgjast skuli með verklagi og fara yfir í hverju tilfelli fyrir sig hvort aðgerða sé þörf Afleiðingar Verði eldur laus í própangasbirgðum getur skapast veruleg hætta á ketilsprengingu. Í slíkum tilfellum er nauðsynlegt að rýma áhrifasvæðið og tryggja öryggi starfsmanna álversins og Mjóeyrarhafnar. Engin föst starfsemi er utandyra í nágrenni við starfsstöð 645. Í mestri hættu væru þeir sem næst stæðu, þ.e. við lóðamörk austast á athafnasvæði Mjóeyrarhafnar og á opnum svæðum allra næst geymslusvæði própangass. Ekki er talið að starfsmönnum stafi bráð hætta af própangasbirgðum innan starfsstöðvar 645 sökum fjarlægðar svæðisins frá öðrum starfsstöðvum og þess að nærliggjandi svæði eru rýmd í neyðartilfellum. Sprenging gæti mögulega valdið einhverjum skemmdum á gámum austast á geymslusvæði Mjóeyrarhafnar og hugsanlega á ytra byrði þeirra mannvirkja álversins sem næst standa, einkum á færibandi löndunarbúnaðar (sjá nánar kafla 5.3.5). Við bruna geta myndast hættuleg efni svo sem kolmónoxíð, nituroxíð, brennisteinsoxíð og óbrunnin kolvetni. Í neyðartilfellum þarf að leggja mat á útbreiðslu mengunar og mögulegt áhrifasvæði hennar m.t.t. veðurfars og ákveða ytri viðbrögð í samræmi við ytri viðbragðsáætlun. Svæði þar sem mikilvægt er að meta þörf fyrir rýmingu eða aðrar sértækar aðgerðir í neyðartilfellum eru: Athafnasvæði Mjóeyrarhafnar. Steypuskáli og aðrar nærliggjandi starfsstöðvar álversins. Svæði innan álverslóðar þar sem loftmengun getur komið fram. Umferð á þjóðvegi og fólk á ferð í nágrenni starfsstöðvarinnar (loftmengun). Strönd, settjörn og jarðvegur í nágrenni starfsstöðvarinnar Magngreining verstu sviðsmyndar Fólk Engin föst starfsemi eða viðvera starfsmanna er í næsta nágrenni starfsstöðvar 645. Hætta á alvarlegu líkamstjóni í stórslysatilfellum eða dauða takmarkast því við tímbundna viðveru starfsmanna sem eru að þjónusta própangastank eða eiga tímabundið leið um starfsstöðina. Í stórslysatilfellum við própangastank eru því ekki taldar líkur á slysum á fólki heldur að fáir starfsmenn geti talist í hættu á hverjum tíma. Komi upp hætta á ketilsprengingu er nauðsynlegt að huga að starfsfólki steypuskála sem staðsett er við þá glugga er vísa að hafnarsvæði og geymslusvæði própans. Í þeim tilfellum þar sem hætta getur skapast á ketilsprengingu er mikilvægt að rýma þessa hluta steypuskálans til að tryggja ýtrasta öryggi starfsmanna. Ekki verður hins vegar talið að fólk þar innandyra sé í hættu sökum fjarlægðar byggingarinnar frá starfsstöð 645. Skemmdir á byggingum og búnaði Næst starfsstöð 645 eru löndunarfæriband í um 25m fjarlægð og vatnshreinsivirki steypuskála í um 65m fjarlægð. Þá er suðausturhorn steypuskála í um 115m fjarlægð frá própangastanki. Í verstu tilfellum þar sem kviknar í innihaldi tanksins og mikil sprenging verður er mögulegt að tjón geti orðið á ytra byrði þessara mannvirkja. Þar eru þau í mestri hættu sem næst standa en mikilvægt er að horfa sérstaklega til 1 Fire Protection Report for 645 LPG Storage ( L-G04U Rev. 003)

34 steypuskála þar sem að gluggar á efri hæðum snúa að hafnarsvæði og geymslusvæði própans. Þessir gluggar eru hins vegar í um 115 metra fjarlægð frá starfsstöð 645 og um 11m ofar. Afleiður Þar sem própangastankur er staðsettur í fjarlægð frá öðrum starfsstöðvum og mannvirkjum eru ekki taldar líkur á að stórslys þar geti magnast upp vegna áhrifa frá nálægri starfsemi. 5.4 Kerbrot Hættukennsl Innri aðstæður Ekki verður séð að eitthvað í starfsemi álversins eða Mjóeyrarhafnar auki hættu á því að bráðamengunarástand geti skapast. Til að slíkt ástand geti komið upp þarf að vera til staðar mikið magn af eld- og sprengifimu gasi. Með því að takmarka magn af kerbrotum í hverjum gámi og geyma efnið í lokuðum og einangruðum geymslum er mjög dregið úr mengunarhættu og mögulegt umfang hennar takmarkað. Gengið er úr skugga um að gámar skemmist ekki í flutningi og þeir séu tryggilega lokaðir fyrir vatni og raka þegar þeim er komið fyrir á geymslusvæði Mjóeyrarhafnar. Gámar eru þannig útbúnair að gas getur ekki safnast upp í hættulega magni í þeim. Ytri aðstæður Í athugun umhverfisaðstæðna við álver Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði komu ekki fram neinar vísbendingar um að ytri aðstæður svo sem veðurfar eða náttúruhamfarir geti valdið aukinni hættu á bráðamengun. Byggingar eru hannaðar til að standast það veðurálag sem ríkir í Reyðarfirði. Ekki er talin hætta á að snjóflóð eða aurskriður ógni öryggi verksmiðjunnar. Þá er Reyðarfjörður utan virkra jarðskjálftasvæða og álag vegna slíkra því hverfandi Sviðsmyndir verstu tilfella Versta mögulega tilfelli bráðamengunar vegna kerbrota væri ef eldur yrði laus á geymslusvæði þar sem það er fyrir í miklu magni. Í slíkum bruna yrðu til eitraðar lofttegundir og mögulega sprengivirkni. Kæmi upp slíkt neyðartilfelli þar sem mengun dreifðist í loft þyrfti tafarlaust að rýma mögulegt áhrifasvæði og bregðast við aðstæðum í samræmi við fyrirliggjandi ytri og innri neyðaráætlanir sem og viðbragðsáætlanir Alcoa Fjarðaáls. Mesta hætta fyrir umhverfi væri ef eiturefni bærust í yfirborðs- eða grunnvatn sem og loftmengun allra næst brunastaðnum, á meðan að eldur er lifandi. Því er mikilvægt að koma í veg fyrir að vatn geti skolað burt eiturefnum þ.m.t. þeim efnum sem kunna að vera notuð við slökkvistarf. Mikilvægt er að bregðast skjótt við slíkum eldsvoða og takmarka útbreiðslu í samræmi við leiðbeiningar í öryggisskýrslu og viðbragðsáætlunum henni fylgjandi Líkindamat verstu sviðsmyndar Að teknu tilliti til mótvægisaðgerða sem hafðar eru uppi innan álvers Alcoa Fjarðaáls þar sem kerbrot eru geymd í lokuðum gámum á afgirtu geymslusvæði sem staðsett er undir berum himni eru líkur á bráðamengun metnar litlar. Stöðluð vinnubrögð í meðhöndlun kerbrota lágmarka líkur á hættu fyrir umhverfið og starfsmenn. Jafnframt er mjög dregið úr möguleikum þess að mengunaróhöpp geti þróast í stærri bráðamengunartilfelli með því að setja efni beint í flutningsáma sem eru þannig búnir að gas getur ekki safnast upp í hættulegu magni við geymslu eða flutniga.

35 5.4.4 Afleiðingar Verði eldur laus í kerbrotabirgðum álversins skapast hætta fyrir nærstadda vegna sprengihættu og myndunar eitraðra gastegunda. Komist efnið í vatn er það eitrað vatnalífverum og varir það ástand svo lengi sem efnið er til staðar. Í snertingu við vatn myndar efnið einnig eitraðar og eldfimar gastegundir. Þau svæði sem eru í mestri hættu er innan lóðar álversins og á geymslusvæði við Mjóeyrarhöfn. Svæði sem sérstaklega þarf að huga að eru: Næsta nágrenni starfsstöðvar og þau svæði sem dreifing efnis nær til, á meðan neyðarástand varir og efni dreifist í lofti. Yfirborðsvatn innan og í næsta nágrenni álverslóðarinnar. Grunnvatn innan og í næsta nágrenni álverslóðarinnar. Frárennslislagnir. Settjarnir. Strandlínan í næsta nágrenni álverslóðarinnar. Hafnarsvæði Mjóeyrarhafnar Magngreining verstu sviðsmyndar Fólk Engin föst starfsemi er í allra næsta nágrenni geymslusvæðis fyrir kerbrot við Mjóeyrarhöfn. Hætta á líkamstjóni takmarkast því við tímabundna viðveru starfsmanna sem eru að þjónusta svæðið, annað hvort að koma með gáma til geymslu eða flytja þá í skip til útflutnings. Í stórslysatilfellum vegna kerbrota eru því ekki taldar líkur á fjöldaslysum á fólki heldur að fáir starfmenn geti talist í hættu á hverjum tíma. Skemmdir á byggingum og tækjum Geymslusvæði kerbrota er innan almenns gámasvæðis á athafnasvæði Mjóeyrarhafnar. Í næsta nágrenni er því töluvert magn gáma sem geta orðið fyrir einhverjum skemmdum eða áhrifum vegna eldsvoða og/eða sprenginga í kerbrotagámum. Byggingar innan álverlóðarinnar eða við hafnarsvæði teljast ekki vera í hættu vegna fjarlægðar frá geymslusvæði. Afleiður Þar sem geymslusvæði kerbrota er staðsett í fjarlægð frá öðrum mannvirkjum álversins eru ekki taldar líkur á að önnur mannvirki eða starfsemi geti valdið mögnunaráhrifum komi upp eldur í kerbrotabirgðum. 5.5 Álgjall Hættukennsl Innri aðstæður Ekki verður séð að eitthvað í starfsemi álversins eða Mjóeyrarhafnar auki hættu á því að bráðamengunarástand geti skapast. Til að slíkt ástand geti komið upp þarf að vera til staðar mikið magn af eld- og sprengifimu gasi. Með því að takmarka magn af álgjalli í hverjum gámi og geyma efnið í lokuðum geymslum er mjög dregið úr mengunarhættu og mögulegt umfang hennar takmarkað. Gengið er úr skugga um að gámar skemmist ekki í flutningi og þeir séu tryggilega lokaðir fyrir vatni og raka þegar þeim er komið fyrir á geymslusvæði Mjóeyrarhafnar. Gámar eru þannig búnir að sprengifimar gastegundir ná ekki að safnast upp í hættulegu magni.

36 Ytri aðstæður Í athugun umhverfisaðstæðna við álver Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði komu ekki fram neinar vísbendingar um að ytri aðstæður svo sem veðurfar eða náttúruhamfarir geti valdið aukinni hættu á bráðamengun. Byggingar eru hannaðar til að standast það veðurálag sem ríkir í Reyðarfirði. Ekki er talin hætta á að snjóflóð eða aurskriður ógni öryggi verksmiðjunnar. Þá er Reyðarfjörður utan virkra jarðskjálftasvæða og álag vegna slíkra því hverfandi Sviðsmyndir verstu tilfella Versta mögulega tilfelli bráðamengunar vegna álgjalls væri ef eldur yrði laus á geymslusvæði þar sem það er fyrir í miklu magni. Í slíkum bruna yrðu til eldfimar og hættulegar lofttegundir og skapað mögulega sprengivirkni. Kæmi upp slíkt neyðartilfelli þar sem mengun dreifðist í loft þyrfti tafarlaust að rýma mögulegt áhrifasvæði og bregðast við aðstæðum í samræmi við fyrirliggjandi ytri og innri neyðaráætlanir sem og viðbragðsáætlanir Alcoa Fjarðaáls fyrir slíkt neyðartilfelli. Mest er hættan fyrir umhverfið og þá einkum ef eiturefni bærust í yfirborðs- eða grunnvatn. Því er mikilvægt að koma í veg fyrir að vatn geti skolað burt eiturefnum þ.m.t. þau efni sem notuð kunna að vera við slökkvistarf. Mikilvægt er að bregðast skjótt við slíkum eldsvoða og takmarka útbreiðslu í samræmi við leiðbeiningar í öryggisskýrslu og við bragðsáætlun henni fylgjandi Líkindamat verstu sviðsmyndar Að teknu tilliti til mótvægisaðgerða sem hafðar eru uppi innan álvers Alcoa Fjarðaáls þar sem álgjall er geymt í lokuðum gámum á afmörkuðu geymslusvæði sem staðsett er undir berum himni eru líkur á bráðamengun metnar litlar. Stöðluð vinnubrögð í meðhöndlun álgjalls lágmarka líkur á hættu fyrir umhverfið og starfsmenn. Jafnframt er mjög dregið úr möguleikum þess að mengunaróhöpp geti þróast í stærri bráðamengunartilfelli með því að setja efni beint í flutningsáma sem eru þannig búnir að gas getur ekki safnast upp í hættulegu magni við geymslu eða flutniga Afleiðingar Verði eldur laus í álgjallsbirgðum álversins skapast hætta fyrir nærstadda vegna sprengihættu og myndunar hættulegra gastegunda. Komist efnið í vatn er það eitrað vatnalífverum og varir það ástand svo lengi sem efnið er til staðar. Í snertingu við vatn myndar efnið einnig skaðlegar og eldfimar gastegundir. Þau svæði sem eru í mestri hættu er innan lóðar álversins og á geymslusvæði við Mjóeyrarhöfn. Svæði sem sérstaklega þarf að huga að eru: Næsta nágrenni starfsstöðvar og þau svæði sem dreifing efnis nær til, á meðan neyðarástand varir og efni dreifist í lofti. Yfirborðsvatn innan og í næsta nágrenni álverslóðarinnar. Grunnvatn innan og í næsta nágrenni álverslóðarinnar. Frárennslislagnir. Settjarnir. Strandlínan í næsta nágrenni álverslóðarinnar. Hafnarsvæði Mjóeyrarhafnar.

37 5.5.5 Magngreining verstu sviðsmyndar Fólk Engin föst starfsemi er í allra næsta nágrenni geymslusvæðis fyrir álgjall við Mjóeyrarhöfn. Hætta á líkamstjóni takmarkast því við tímabundna viðveru starfsmanna sem eru að þjónusta svæðið, annað hvort að koma með gáma til geymslu eða flytja þá í skip til útflutnings í stórslysatilfellum við olíubirgðir eru því ekki líkur á fjöldaslysum á fólki heldur að fáir starfmenn geti talist í hættu á hverjum tíma. Skemmdir á byggingum og tækjum Geymslusvæði álgjalls er innan almenns gámasvæðis á athafnasvæði Mjóeyrarhafnar. Í næsta nágrenni er því töluvert magn gáma sem geta orðið fyrir einhverjum skemmdum eða áhrifum vegna eldsvoða og/eða sprenginga í álgjallsgámum. Byggingar innan álverslóðarinnar eða við hafnarsvæði teljast ekki vera í hættu vegna fjarlægðar frá geymslusvæði. Afleiður Þar sem geymslusvæði álgjalls er staðsett í fjarlægð frá öðrum mannvirkjum álversins eru ekki taldar líkur á að önnur mannvirki eða starfsemi geti valdið mögnunaráhrifum komi upp eldur í álgjallsbirgðum.

38 6 Varnir og viðbúnaður Slökkvilið Fjarðarbyggðar ásamt hafnarstjóra Mjóeyrarhafnar sjá um að bregðast við mengun í sjó og á landi. Komi upp aðstæður þar sem mengun í lofti fer yfir leyfileg mörk skal það tilkynnt til Umhverfisstofnunar sem, ásamt almannavörnum, ber á byrgð á viðbrögðum í slíkum tilfellum. Innan álvers Alcoa Fjarðaáls er ekki annar búnaður en til að takast á við minni mengunaróhöpp. Það er skýrt í öryggisreglum og viðbragðsáætlunum Alcoa Fjarðaáls að fyrstu viðbrögð starfsmanna álversins séu að tryggja eigið öryggi og skulu þeir ekki takast á hendur viðbrögð við stærri mengunaróhöppum. Starfsmenn slökkviliðs Fjarðarbyggðar sem hafa sérþekkingu á viðbrögðum í neyðarástandi sjá um að takast á við slík tilfelli í samræmi við innri og ytri neyðaráætlanir. Símanúmer helstu viðbragðsaðila innan og utan álversins er að finna í lista hér fyrir neðan. Almannavarnir 112 Lögregla 112 Slökkvilið 112 Sjúkraflutningamenn 112 Heilbrigðisstarfsfólk 112 Landhelgisgæsla 112 Björgunarsveitir 112 Rauðakrossdeildir 112 Hafnarstjóri Umhverfisstofnun utan skrifstofutíma Heilbrigðisfulltrúi Securitas, á álverslóð Gámaþjónustan Öryggissérfræðngur Alcoa Fjarðaáls Umhverfissérfræðingu Alcoa Fjarðaáls / Umhverfistækniteymi Alcoa Fjarðaáls Heilbrigðiseftirlit Austurlands (HAUST) Eldsvoði Innan byggingar 442 er brunaviðvörunarkerfi. Innan starfsstöðva er búnaður til viðbragða við minni mengunaróhöppum og fyrstu viðbragða (sniðinn að þeim efnum sem unnið er með innan hverar starfsstöðvar). Starfsmenn álversins fá þjálfun í notkun búnaðarins og viðbrögðum í neyðartilfellum. Ekki er brunaviðvörunarkerfi við própangasbirgðir. Um fyrstu viðbrögð við bruna vísast til viðeigandi viðbragðsáætlana í viðauka III og öryggisblaða efna í viðauka X. Slökkvilið Fjarðabyggðar sér um slökkvistörf og bráðaviðbrögð við eldsvoða og ber slökkviliðsstjóri ábyrgð á viðbrögðum. Starfsmenn Slökkviliðs Fjarðarbyggðar hafa hlotið sérstaka þjálfun í viðbrögðum við eldsvoða innan álversins og er útbúnaður slökkviliðsins miðaður við þá starfsemi sem þar fer fram (sjá yfirlit yfir búnaði i öryggismiðstöð í viðauka VIII). Auk þess hljóta 50 starfsmenn Alcoa Fjarðaáls þjálfun í slökkviliðsstörfum og verða tiltækir sem slökkviliðsmenn gerist þess þörf, að lágmarki 8 á hverri vakt. Innan álversins eru brunahanar sem tengdir eru vatnsveitu Reyðarfjarðar (sbr viðauki IX). Auk þess eru innan svæðisins tveir vatnstankar og ein brunadæla til að mæta aukinni vatnsþörf í bráðatilfellum. 6.2 Eiturefnamengun Innan þeirra starfsstöðva þar sem meðhöndluð eru hættuleg efni er búnaður til að bregðast við minni mengunaróhöppum, svo sem við olíuleka (uppsogsefni). Slökkvilið Fjarðabyggðar sér um viðbrögð við eiturefnamengun og hefur slökkvilið til þess sérhæfðan útbúnað (sjá yfirlit yfir búnaði i öryggismiðstöð í viðauka VIII). Starfsmenn einstakra starfsstöðva fá þjálfun í fyrstu viðbrögðum við óhöppum sem leitt

39 geta til bráðamengunar. Fyrstu aðgerðir miða að því að koma stjórn á ástand, stöðva leka og takmarka útbreiðslu. Um fyrstu viðbrögð við eiturefnamengun vísast til viðeigandi viðbragðsáætlana í viðauka III og öryggisblað viðkomandi efna í viðauka X. Ekkert viðvörunarkerfi vegna própangasleka eða bruna er innan starfsstöðvar 645. Verkefni er í gangi til þess að koma upp gasskynjurum og slökkvikerfi á svæði. 6.3 Olíumengun í sjó Hafnarstóri ber ábyrgð á viðbrögðum við mengun innan hafnarsvæða og tilheyrir strandlínan utan álverslóðarinnar hafnarsvæði Mjóeyrarhafnar. Búnaður til að hefta mengun í sjó er í eigu Fjarðabyggðarhafna og er á ábyrgð hafnarstjóra. Reyðarfjarðarhöfn er skilgreind sem aðalhöfn fyrir svæðið frá Borgarfirði eystri til Hafnar í Hornafirði skv. reglugerð um viðbrögð við bráðamengun sjávar nr. 456/1998. Í aðalhöfn er staðsettur mengunarvarnabúnaður fyrir allt svæðið og er búnaðurinn eftirfarandi 2 stk. rafstöðvar 4,5 kw, Háþrýstitæki með 20 m auka þrýstislöngu framlengingu, 3 stk 500 W ljóskastarar á fótum, Olíuupptökutæki (skimmer) og fylgihlutir, Flotgirðingar 300 m, Færanlegur geymir (tankur) 10 m3, Dreifiefni, 3 stk handúðarar fyrir þrýstiloft, Handverkfæri, 10 sett tvískiptur hlífðarfatnaður, 2 stk 20' gámar Útbúnaður til að verja girðingar fyrir skemmdum þegar verið er að setja þær í sjó og taka þær á land. Búnaður er staðsettur í Mjóeyrarhöfn. Umhverfisstofnun ber ábyrgð á viðbrögðum við mengun sjávar á strandsvæðum og stjórnar aðgerðum. 6.4 Yfirlitsmynd Á meðfylgjandi yfirlitsmynd má sjá staðsetningu brunahana, söfnunarsvæða, heilsugæslu og þeirra starfsstöðva sem hér eru til umfjöllunar.

40 Mynd 5. Yfirlitsmynd fyrir viðbragðsaðila (stærri mynd er að finna í viðauka X). 6.5 Viðbragðsáætlanir Líkt og fram kemur í kafla 2.3 hefur Alcoa Fjarðaál látið vinna hættumat og áhættugreiningu á öllum þeim tilvikum sem talin eru geta valdið bráðamengun innan og í nágrenni álverslóðarinnar. Alls voru metin 18 atriði og settar saman 14 viðbragðsáætlanir vegna mögulegra mengunaróhappa. Tilgangur viðbragðsáætlana er að skipuleggja fyrstu viðbrögð og skilgreina samskiptaleiðir og ábyrgðir einstakra starfsmanna og viðbragðasaðila. Viðbragðsáætlanir eru eftirfarandi: Viðbrögð við súrálsleka í löndun Viðbrögð við súrálsleka við síló Viðbrögð við flúormengun við flúortank Viðbrögð við gasleka í gasstöð (645) Viðbrögð við eldsvoða í gasstöð (645) Viðbrögð við eldsvoða í olíubirgðum Viðbrögð við minniháttar olíuleka Viðbrögð við meiriháttar olíuleka Viðbrögð við bilun í þurrhreinsikerfi Viðbrögð við mengun andrúmslofts Viðbrögð við leka í kælikerfi steypuskála (utanhúss) Viðbrögð við akstursóhappi á álbraut Viðbrögð við eiturefnaleka úr efnageymslu Viðbrögð við meiriháttar leka raflausnar (442) Viðbrögð vegna mengunar frá kerbrotum Viðbrögð vegna mengunar frá álgjalli Viðbragðsáætlanir er að finna í viðauka III við þessa skýrslu.

41 6.6 Ákvæði í gr. 4.4 og 4.5 í starfsleyfi Alcoa Fjarðaáls Í grein 4.4 í starfsleyfi Alcoa Fjarðaáls segir: Rekstraraðili skal gera áhættumat og vinna viðbragðsáætlun á grundvelli þess. Þar skal taka á hugsanlegri hættu á bráðamengun sjávar og andrúmslofts og hvenær tilkynna skuli um mengunaróhöpp. Tryggja skal að starfsfólk hafi fullnægjandi þekkingu á eitrunarhættu og eiginleikum þeirra efna sem það vinnur með og skulu upplýsingar þar að lútandi ávallt vera tiltækar. Viðbragðsáætlun skal fullnægja skilyrðum í lögum nr. 33/2004 og vera aðgengileg eftirlitsaðila. Til að uppfylla kröfur þessa ákvæðis hefur Alcoa Fjarðaál látið vinna viðbragðsáætlanir vegna mengunar í lofti og sjó. Viðbragðsáætlanir þessar er að finna í viðauka III við þessa skýrslu og bera heitin: Viðbrögð við meiriháttar olíuleka Viðbrögð við mengun andrúmslofts (losun umfram heimildir) Viðbragðsáætlanir þessar eru endurskoðaðar árlega í samræmi við öryggisstjórnunarkerfi Alcoa Fjarðaáls (kafli og 2.3.7). Viðbragðsáætlanir eru kynntar starfsmönnum og eru þeim ávallt aðgengilegar ásamt öryggisskýrslu. Þeir starfsmenn sem meðhöndla mengandi efni hljóta til þess sérstaka þjálfun í samræmi við starfsþjálfun Alcoa Fjarðaáls (kafli 2.3.1). Starfsþjálfun innifelur m.a. að starfsmenn kynna sér og starfa eftir verklagsreglum viðkomandi starfsstöðvar ásamt því að yfirfara öryggisblöð fyrir viðkomandi efni. Öryggisblöð eru ávallt aðgengileg starfsfólki innan einstakra starfsstöðva sem og viðbragðsáætlanir. Öryggisskýrsla ásamt fylgiskjölum liggur frami innan starfsstöðvar og er aðgengileg eftirlitsaðila. Í grein 4.5 í starfsleyfi segir enn fremur: Verði óhapp eða slys sem hefur í för með sér losun mengandi efna í umhverfið skal þegar í stað gripið til aðgerða skv. viðbragðsáætlun sbr. gr. 4.4, til þess að fyrirbyggja að mengun valdi skaða á umhverfi. Verði bilun í mengunarvarnabúnaði skulu hafnar nauðsynlegar lagfæringar. Tilkynna skal um slík tilvik, önnur óhöpp eða slys í samræmi við viðbragðsáætlunina. Einnig skal rekstraraðili fara yfir atvikið og gera ráðstafanir sem miði að því að hindra að sambærilegt atvik endurtaki sig. Eftirlitsaðili skal upplýstur um slíkar ráðstafanir. Komi til stöðvunar þurrhreinsibúnaðar í meira en 1 klukkustund tilkynnir umhverfissérfræðingur Alcoa Fjarðaáls það til Umhverfisstofnunar í samræmi við viðbragðsáætlun. Það sama á við ef mengun frá álverinu fer yfir leyfileg mörk (sbr. gr. 4.5 í starfsleyfi og reglugerð nr. 251/2002). Við endurræsingu kerskála og þurrhreinsibúnaðar skal fylgja áætlun Alcoa Fjarðaáls Potline Primary Emission Control System, Start up, Shut Down, and Malfunction plan. 6.7 Samskipti við viðbragðsaðila og opinberar stofnanir Eins og fram kemur í innri og ytri viðbragðsáætlunum er öryggisfulltrúi Alcoa Fjarðaáls aðgerðastjóri á vettvangi bráðamengunar innan álverslóðarinnar. Hann, ásamt umhverfisfulltrúa Alcoa Fjarðaáls, sér um fyrstu greiningu mengunaróhappa og metur í samvinnu við ytri viðbragðsaðila, slökkviliðsstjóra, hafnarvörð, aðgerðarstjóra almannavarna og Umhverfisstofnun umfang ytri viðbragða. Þegar um stærri atburði er að ræða hefur umhverfissérfræðingur Alcoa Fjarðaáls samband við Umhverfisstofnun og tilkynnir um óhapp svo sem í tilfellum þar sem loftmengun fer yfir fyrirskrifuð mörk í starfsleyfi eða mengun berst í sjó. Í slíkum tilfellum þar sem hætta er á að mengun berist út fyrir álverslóðina skiptist ábyrgð á framkvæmd og stjórn aðgerða á vettvangi þannig (skv. 14. gr. laga nr. 33/2004):

42 Mengun innan hafnarsvæða Hafnarstjóri ber ábyrgð á og annast aðgerðir vegna mengunar innan hafnarsvæðisins og ber honum að grípa til hreinsunar og annarra viðeigandi ráðstafana til að koma í veg fyrir frekara tjón vegna bráðamengunar. Hafnarstjóra ber að tilkynna Umhverfisstofnun og heilbrigðisnefnd um bráðamengun strax og vart verður við hana. Heilbrigðisfulltrúi, í umboði heilbrigðisnefndar, hefur eftirlit með hreinsunaraðgerðum og ákveður í samráði við Umhverfisstofnun hvenær árangur af hreinsun er nægur. Hafnarstjóri getur kallað eftir aðstoð Umhverfisstofnunar telji hann ástæðu til. Telji Umhverfisstofnun nauðsyn á frekari aðgerðum er stofnuninni heimilt að hlutast til um þær. Mengun utan hafnarsvæða Þegar tilkynning berst um bráðamengun við strendur skal hlutaðeigandi heilbrigðisfulltrúi í umboði Umhverfisstofnunar fara á vettvang og meta umfang bráðamengunar og nauðsynlegar aðgerðir og tilkynna Umhverfisstofnun. Umhverfisstofnun ber ábyrgð á að aðgerðir gegn bráðamengun hefjist og annast stjórn á vettvangi. Umhverfisstofnun ber kostnað af störfum heilbrigðisfulltrúa í þessu tilviki. Umhverfisstofnun er heimilt að fela heilbrigðisnefnd umsjón með aðgerðum á kostnað stofnunarinnar. Umhverfisstofnun, Siglingastofnun Íslands og Landhelgisgæsla Íslands skulu gera skriflega aðgerðaáætlun um aðkomu stofnananna og um framkvæmd einstakra verkþátta. Þegar upp kemur neyðarástand þar sem hætta er á að mengun berist út fyrir álverslóðina þannig að fólki eða umhverfi stafi hætta af skal brugðist við í samræmi við ytri neyðaráætlun og skipurit samskipta milli innri og ytri viðbragðsaðila sem þar er sett fram.

43 ÖRYGGISSKÝRSLA VEGNA KRÝÓLÍT- PRÓPAN- OG DÍSELOLÍUBIRGÐA ÁSAMT VIÐBRAGÐSÁÆTLUNUM VEGNA BRÁÐAMENGUNAR VIÐAUKAR ENDURSKOÐUÐ OG UPPFÆRÐ AF ALCOA FJARÐAÁL 1

44 VIÐAUKI I Greiningartafla hættumats og áhættugreiningar Nr. Staðsetning / Atburður 1 Löndun súráls 2 Súrálssíló 3 Flúortankur (ALF3) Hætta Verstu sviðsmyndir umhverfisslysa Orsakir Hverjir / Hvar Áhrif Súrál fýkur úr skipi, súrál fýkur af færibandi, súrál fellur af færibandi. Hrun við inntak eða útrás úr tanki. Flúormengun lofts, lands og sjávar. Óheftur leki súráls þar til löndun er stöðvuð. Tíminn ræðst af vöktun og viðbragðstíma starfsmanna við löndun. Óheftur leki súráls þar til löndun er stöðvuð. Tíminn ræðst af vöktun og viðbragðstíma starfsmanna við löndun. Óheftur leki flúors við löndun sem ræðst að viðbragðstíma starfsmanna við að stöðva löndun. Stórfelldur leki úr tanki vegna leka 4 Raflausn/Baðefni Leki úr raflausnarstanki Stórfelldur leki úr raflausnartanki 5 Própantankar Leki úr tönkum eða lögnum 6 Olíudæla 7 Þvottastöð Mengunarhætta. Eld- og sprengihætta. Mengandi efni komast út í umhverfið. Stórfelldur leki úr própantanki, ytri hitun tanka, ketilsprenging Stórfelldur leki kemst að olíubirgðum Eldur verður laus í olíubirgðum 8 Spennistöð Olíuleki. Bensíngufur. Olía lekur úr þró undir spennum 9 10 Kælikerfi við steypuskála Gashreinsivirki (GTC) Vindur á löndunartíma. Súrál hrynur af færibandi þar sem súrál flyst af einu bandi yfir á annað. Bilun eða gallar í búnaði eða fyrirkomulagi. Bilun eða galli í tanki eða tengdum búnaði. Mistök stafsmanna. Bilun eða galli í tanki eða tengdum búnaði. Mistök stafsmanna. Bilun eða galli í tanki eða tengdum búnaði, skipti á tönkum, dæling í og úr tanki. Gallar í eldsneytistanki, bilun í dælubúnaði. Dæling í og úr tanki. Ákeyrslu hætta, meðferð elds eða annars sem gefið getur neista í nágrenni við tank. 1 Fólk á hafnarsvæði, umhverfi í næsta nágrenni hafnarsvæði, fólk í nágrenni færibands. Fólk og umhverfi í nágrenni súrálstanks Fólk í nágrenni flúortanks. Umhverfi í nágrenni flúortanks. Fólk og umhverfi í nágrenni raflausnartanks Fólk og umhverfi í nágrenni við tank. Mengandi efni sleppa í frárennsli Meðferð leysiefna og annarra mengandi efna. Umhverfi í nágrenni Bilun eða gallar í búnaði. Hættan er mest ef þrær undir spennunum eru fullar. Eldur eða neisti í nágrenni við mengunarstað. Fólk og umhverfi í næsta nágrenni við dælu. Komist eldur í olíutank myndast sprengihætta sem veldur hættu á all stóru svæði innan álverslóðarinnar. Umhverfi og dýralíf í nágrenni spennistöðvar Getur borist í augu eða öndunarfæri. Getur mælst í fráveituvatni. Getur borist í augu eða öndunarfæri, getur mælst í fráveituvatni. Getur borist í andrúslofti. Getur komist í frárennsli. Eld- og sprengihætta. Getur valdið heilsutjóni við innöndun og jafnvel dauða. Snerting við fljótandi gas Olía getur komist í frárennsli. Verði olíuleki getur uppgufun valdið eld- og sprengihættu. Eldur í olíu veldur loftmengun á meðan að bruni varir sem náð getur töluvert út fyrir álverslóðina. Leysi- og spilliefni geta komist í andrúmsloft, vatn eða jarðveg. Getur valdið tjóni á gróðri og haft áhrif á fuglalíf. Leki í kælikerfi. Kælivökvi lekur á plan og niður á hafnarsvæði Bilun eða galli í kælikerfi. Umhverfi og fólk á hafnarsvæði Getur valdið skaða komist það í snertingu við lífríki. Óhindrað útstreymi útblásturs frá kerskála. 11 Kerskálar Aukin loftmengun frá kerskála. 12 Skólphreinsistöð Ómeðhöndlað skólp til sjávar, óæskileg efni í fráveituvatni. 13 Varaaflsstöð Olíuleki. Bensíngufur. 14 Hot Metal Road Heitur málmur losnar úr ílátum. 15 Efnageymsla Safnsvæði fyrir aukaafurðir frá framleiðslu Þungaflutningar innan svæðis 18 Aurskriður 19 Álgjall og kerbrot Mengun umhverfis vegna hættulegra efna. Aukaafurðir frá framleiðalsu af svæðinu. Vöru- og olíuflutningar innan svæðis. Flutningar á mengandi og hættulegum efnum. Hætta á aurskriðum úr Sómastaðatindi. Hætta á eldsvoða í kerbrota og álgjallsbirgðum Óhreinsaður útblástur streymir óhindrað frá þurrhreinsivirki Kerryk streymir óhreinsað og óhindrað upp um mæni kerskála Óhreinsað skólp streymir óhindrað til sjávar Stórfelldur leki kemst að olíubirgðum Eldur verður laus í olíubirgðum Ökutæki með heitan og bráðin málm veltur á HMR Efni leka óhindrað úr ílátum út í náttúruna Mengun safnast upp með tímanum í jarðvegi og jarðlögum undir safnsvæði Fulllestaður olíubíll veltur innan svæðisins Bilun í hreinsibúnaði. Varafl ekki tiltækt. Bilun í kerskála (t.d. vegna rafmagnsleysis). Bilun í skólphreinsistöð. Mengunarslys verður innan álverslóðar og mengandi efni berast í skólp. Bilun eða galli í rafstöð eða tengdum búnaði. Mannleg mistök við áfyllingu. Eldur eða neisti í nágrenni við opin eða lekan tank. T.d. bilun í ökutæki eða akstursóhapp. Leki í efnageymslu, ófullkomnar geymslur, óhapp við meðferð efna innan og utan efnageymslu. Eldur eða neisi í nágrenni við mengunarstað Ófullnægjandi söfnunarsvæði. Bílveltur, olíuleki frá ökutækjum, árekstur ökutækja. Umhverfi og fólk á álverslóð og í nágrenni þess. Hversu stórt svæði er um að ræða ræðst af umfangi útblásturs og hversu lengi hreinsivirki er óvirkt. Fólk í kerskálum og fólk og umhverfi næsta nágrenni þeirra Fólk, dýralíf og umhverfi í nágrenni skólphreinsistöðvar. Mengun getur komið fram í yfirborðs- eða grunnvatni, jarðvegi, sjó og lofti. Umhverfi í nágrenni varaaflsstöðvar. Mengun getur komið fram í lofti, vatni eða jarðvegi. Frárennsli og umhverfi í nágrenni við Hot Metal Road. Starfsmenn í næsta nágrenni við slysstað. Umhverfi og starfsfólk innan og í næsta nágrenni starfsstöðvar Fólk og umhverfi í nágrenni við söfnunarsvæði. Langvarandi mengun getur valdið uppsöfnuðum áhrifum Fólk og umhverfi í nágrenni við mengunaruppsprettu, meist hætta skapast þar sem olía kemst í beina snertingu við náttúru eða sleppur grunnvatn og frárennsli. Getur haft áhrif á fólk til lengri eða skemmri tíma fari styrkur þess yfir heilsuverndarmörk. Getur borist í augu og öndunarfæri. Getur mögulega haft mengandi áhrif á gróður standi mengandi ástand yfir í lengri tíma. Mengun sjávar og stranda í nágrenni við skólphreinsistöð. Lyktarmengun í nágrenni sorphreinsistöðvar. Olía getur komist í frárennsli. Verði olíuleki getur uppgufun valdið eld- og sprengihættu. Eldur í olíu veldur loftmengun á meðan að bruni varir sem náð getur töluvert út fyrir álverslóðina. Fljótandi málmur veldur hættu fyrir starfsmenn. Getur valdið afmarkaðri grunnvatnsmengun til skemmri tíma. Getur valdið eitrunaráhrifum í fólki og er eitrað gróðri og lífverum Mengun jarðvegar og grunnvatns við söfnunarsvæði. Mengun umhverfis (land, sjór og vatn) í nágrenni við slysstað. Aurskriður renna að kerskála og opna leið fyrir Skemmdir á kerskála. Möguleg sprengihætta við ker Skemmdir á kerskálum, vatnsflóð við ker. Fólk í og við nyrðri kerskála. yfirborðsvatn inn í kerskálann komist vatn inn í skálann. Vatn kemst að aukaafurðum og veldur eldsvoða Vatn, úrkoma, kemst að aukaafurðum. Fólk í næsta nágrenni geymslusvæðis á Mjóeyrarhöfn Loftmengun, sprengihætta. þar sem fyrir er mikið magn kerbrota og álgjalls.

45 Greiningartafla hættumats og áhættugreiningar Nr. Staðsetning / Atburður 1 Löndun súráls 2 Súrálssíló Forvarnir Áhrifasvæði Afleiðingar Líkur Áhætta Mögulegar úrbætur Annað Öryggisgleraugu, skipstjóri metur aðstæður hverju sinni. Ryksöfnunarbúnaður við tengipunkt á löndunarbúnaði. Vöktun súrálstanks og nágrennis. Búið að þétta húsnæði til að koma í veg fyrir fjúk. Hafnarasvæði og næsta nágrenni Súrálstankur og næsta nágrenni Vöktun tanks. 3 Flúortankur (ALF3) Eftirlit með tanki. Álverslóð og næsta nágrenni hennar Vöktun tanks. 4 Raflasun 5 Própantankar 6 Olíudæla 7 Þvottastöð 8 Spennistöð Vöktunaráætlun. Ekki sett meira í tanka en sem nemur 70%. Til að byrja með verða birgðir af própangasi endurnýjaðar með því að skipta um tank. Malbikuð plön, Frárennsli tengt olíuskilju. Verklagsleiðbeiningar við dælur, aukin lýsing. Vöktun svæðis. Lokað kerfi, allt frárennsli hreinsaði í sérstöku kerfi. Vatn úr hreinsistöð er endurnýtt. Ekkert frárennsli Þró undir öllum spennum sem taka á við leka. Frárennsli frá svæðinu beintengt olíuskilju. Vöktun vatnssöfnunar í þrær. Lokað kerfi. Vöktun í steypuskála. Ekkert frárennsli Eftirlit með styrk efna í útblæstri. Varaafl fyrir hreinsivirki. Eftirlit með styrk mengandi efna á fjórum stöðum í Reyðarfirði Næsta nágrenni við tank. Gufur frá tanki eru þyngri en loft og getur dreifst með jörðu og valdið eldhættu fjarri upptakastað. Komi fram olíuleki kemur mendun fram á plani, í frárennsli og í olíuskilju. Komist eldur í olíu er áhrifasvæðið mun stærra og töluvert út fyrir álverslóðina Næsta nágrenni þvottastöðvar Nánasta umhverfi spennistöðvar. Frárennslislagnir, Olíuskilja Fara yfir hvort bæta þurfi búnað starfsmanna eða girða af svæði. Koma fyrir lyktarefnum í gasi, koma fyrir gasskynjurum í nágrenni við tank. Vöktun Sjá nánar öryggisskýrslu vegna raflausnarbirgða. Alcoa Fjarðaál kaupir þjónustu við própantank af Gasfélaginu ehf. Gasfélagið mun sjá um þrýstiprófanir og gæðaeftirlit með tönkum Sjá nánar öryggisskýrslu vegna olíubirgða Kælikerfi við Hafnarsvæði og næsta nágrenni við kæliturn og steypuskála fjarvarmaveitu Álverslóð og næsta nágrenni. Ef hreinsivirki er úti í 10 Hreinsivirki (GTC) lengri tíma en álver í rekstri getur áhrifasvæði mengunar verið á stóru svæði í Reyðarfirði. 11 Kerskálar Vöktun. Kerskáli og nánasta umhverfi Skólphreinsistöð Vöktun. Næsta umhverfi skólphreinsistöðvar. Næsta nágrenni útrásar í sjó Varaaflsstöð 14 Hot Metal Road Varaaflsstöð í lokuðum gámi. Tvöfaldur botn í gámi. Vöktun. Þjónusta við olíudælingu og viðhald keypt af N1. Akstursreglur. Snjóbræðslukerfi í götu fyrir ofan steypuskála. Snjómokstur og hálkuvarnir. Næsta nágrenni varaaflsstöðvar Athuga leiðir til að koma í veg fyrir olíusmit við áfyllingu Hot Metal Road og næsta nágrenni. Útrásir grunnvatns undan álverslóðinni. 15 Efnageymsla Tvöföld efnageymsla. Bundið við næsta nágrenni efnageymslunnar Safnsvæði fyrir aukaafurðir frá framleiðslu Þungaflutningar innan svæðis 18 Aurskriður 19 Álgjall og kerbrot Tryggilega frágengið söfnunarsvæði sem er einangrað frá jarðvegi og vatni sem undir liggur. Gámar og aðrar geymslur á svæðinu verða að vera tryggar fyrir vatni og vindum Akstursreglur. Eftirlit með ástandi ökutækja og eftirlit með aksturslagi innan svæðis. Snjómokstur og hálkuvörn að vetrarlagi. Í tengslum við mat á umhverfisáhrifum hefur skriðuhætta úr Sómastaðatindi verið metin af Veðurstofunni. Áhætta var metin minni en 1 af á ári. Aukaafurðir geymdar í innsigluðum gámum. Eftirlit með gámum á geymslusvæði. Umhverfi og dýralíf í næsta nágrenni við safnsvæði Næsta nágrenni við uppsprettu mengunar. Berist mengun í frárennsli eða annað yfirborðs- eða grunnvatn sem rennur ómeðhöndlað til sjávar er einnig um að ræða hættu á mengun strandar Svæði norðan við nyrðri kerskála og skálinn sjálfur. 2 1 Hafnarsvæði er helsta áhrifasvæðið þar sem aukaafurðir (álgjall og kerbrot) verða þar í mestu magni. Mun minna magn verður geymt innan kersmiðju og steypuskála Sorpsöfnunarsvæði utan álverslóðar lítur sér starfsleyfi og verður rekstur þess í höndum þriðja aðila. Gögn um fráganga svæðisins liggja ekki fyrir. Fylgjast með hættu á aurskriðum í miklum rigningum. Samvinna við Veðurstofu Íslands sé talin hætta á aurskriðum. Ákveða hver inna fyrirtækisins ber ábyrgð á þeim samskiptum.

46 VIÐAUKI II Líkinda- og áhrifamat 1

47 VIÐAUKI III Viðbragðsáætlanir 1

48 2

49 3

50 4

51 5

52 6

53 7

54 8

55 9

56 10

57 11

58 12

59 13

60 14

61 15

62 16

63 VIÐAUKI IV Olíutankur (643) 1

64 VIÐAUKI V Baðhreinsistöð, bygging 442 (Bath Processing and Storage) 1

65 VIÐAUKI VI Verklagsreglur í handbók ökumanna olíubíl Bílstjóri skal hafa vakandi auga með að ekkert fari úrskeiðis meðan á afgreiðslu stendur og má aldrei víkja frá afgreiðslu. Ávallt skal nota þann öryggisbúnað sem er til staðar. Ef yfiráfyllivörn er í geymi sem dælt er á, skal hún tengd. Ef mögulegt er skal ákveða það magn sem afgreiða á fyrirfram og stilla niðurteljara þannig að dælingin stöðvist sjálfkrafa þegar innstilltu magni er náð. Ekki má fasttengja afgreiðslustút nema mælt hafi verið í geymi fyrir afgreiðslu. Gengið skal þrifalega um og allt olíusmit og rusl þrifið samstundis. FYRIR AFGREIÐSLU: Afgreiðslur af ökutækjum geta verið margs konar en hafa ber í huga öll þau atriði sem hér á eftir koma. 1. Að rétt tegund sé afgreidd. 2. Að eldsneytið fari á réttan geymi og stút. 3. Að skanna strikamerki með handtölvu. 4. Að athuga hve mikið rými sé laust á geyminum mv. umbeðið magn. Afgreiðsla á geymi: 1. Undirbúa nótu 2. Setja nótu í mælinn. 3. Tengja yfiráfyllivörn. 4. Tengja afgreiðsluslöngu. 5. Opna afgreiðslubyssu. 6. Stilla á umbeðið magn. 7. Opna botnloka. 8. Ræsa dælu (ef ekki er frítt fall). 9. Vaka yfir afgreiðslu. Að afgreiðslu lokinni: 1. Aftengja afgreiðsluslöngu. 2. Aftengja yfirfyllingarvörn. 3. Þrífa hugsanlegt olíusmit. 4. Ganga frá áfyllingastút og brunnloki. 5. Loka botnlokum. 6. Taka nótu úr mæli. 7. Stöðva dælu. 8. Fá móttökukvittun nema um annað sé samið. 2

66 ALCOA FJARÐAÁL BRÁÐAMENGUN NEYÐARÁÆTLUN INNRI VERKNÚMER: DAGS.: Höfundur: Björn Halldórsson Aðgerðarstjóri Matthías Haraldsson, öryggisfulltrúi Alcoa Fjarðaáls Sími: Aðgerðalýsing Komi upp neyðartilfelli eða slys við meðhöndlun hættulegra efna sem leitt geta til stórslysa skulu starfsmenn viðkomandi starfsstöðva bregðast við í samræmi við gildandi verklagsreglur og viðbragðsáætlanir starfsstöðva. Viðbragðsáætlanir vegna neyðartilfella í starfsstöðvum 442, 643 og 645 eru eftirfarandi: Viðbrögð við eldsvoða í gasstöð (645) Viðbrögð við gasleka í gasstöð (645) Viðbrögð við minniháttar olíuleka Viðbrögð við meiriháttar olíuleka Viðbrögð við eldsvoða í olíubirgðum Viðbrögð við meiriháttar leka baðefna (442) Viðbragðsáætlanir þessar fylgja sem viðhengi við öryggisskýrslu. Tilkynningar Komi upp atvik sem leitt geta til stórslyss og/eða bráðamengunar innan álvers Alcoa Fjarðaáls er fyrsta skref útkalls að tilkynna atvik til Neyðarlínunnar (112) sem kallar út slökkvilið Fjarðarbyggðar og tilkynnir atvik til innri öryggisþjónustu Alcoa Fjarðaáls (Securitas). Innri öryggisþjónusta Alcoa Fjarðáls skal þá tilkynna atvik til eftirfarandi viðbragðsaðila innan álversins: Öryggisfulltrúa Umhverfisfulltrúa Bráðaþjónustu Innri viðbragðsteymis Leiðtoga Framkvæmdastjóra Öryggisfulltrúi skal í samstarfi við leiðtoga og umhverfisfulltrúa greina hvaða mengandi efni er um að ræða og safna saman fyrirliggjandi upplýsingum um viðkomandi efni. Upplýsingar er að finna á eftirfarandi stöðum. Öryggisblöð Öryggisskýrsla Öryggisfulltrúi stjórnar aðgerðum á vettvangi og skal hann vera í beinu sambandi við slökkviliðsstjóra og vettvangsstjóra almannavarna (yfirlögregluþjón) og skulu þeir í sameiningu greina umfang slyss og 3

67 leggja mat á þörf fyrir aðkomu ytri viðbragðsaðila. Vettvangsstjóri (yfirlögregluþjónn) ber ábyrgð á aðkomu ytri viðbragðsaðila og skal í samvinnu við öryggisfulltrúa Alcoa Fjarðaáls samræma aðgerðir innri og ytri viðbragðsaðila. Stjórnflæðirit Stjórnflæðirit innri viðbragða Alcoa Fjarðaáls í stórslysatilfellum: Starfsmannavernd Komi upp neyðarástand þar sem rýma þarf byggingu 442, svæði 643 eða 645 skal fylgja gildandi rýmingaráætlunum og safna fólki saman á tilgreindum söfnunarsvæðum sbr. yfirlitsmynd söfnunarsvæða sem fynna má á áberandi stöðum innan hverrar starfsstöðvar. Brunavarnarkerfi er innan byggingar

68 Viðbrögð starfsmanna innan starfsstöðva skal fara eftir gildandi viðbragðsáætlunum og verklagsreglum fyrir hverja starfsstöð. Viðbragðsáætlanir og verklagsreglur eiga að vera starfsmönnum aðgengilegar og hvílir sú skylda á yfirmönnum starfsstöðva að kynna starfsmönnum efni þeirra. Yfirmaður starfsstöðvar ber ábyrgð á fyrstu viðbrögðum starfsmanna við slysi. Ber honum að hafa öryggi starfsmanna sinna í fyrirrúmi þegar hann tekur ákvörðun um hvernig bregðast skuli við atviki, takmarka áhrif og draga úr líkum á stórslysi. Öryggisfulltrúi er vettvangsstjóri og sér um stjórn aðgerða á vettvangi og tekur ákvörðun um framkvæmd rýmingar og fyrstu aðgerðir viðbragðsaðila. Öryggisfulltrúi gefur öryggisgæslu fyrirmæli og leiðbeiningar og sér hún um að stjórna umferð á vettvangi. Upplýsingar til almannavarna Upplýsingar um einstakar starfsstöðvar sem neyðaráætlun þessi tekur til er að finna í öryggisskýrslu Alcoa Fjarðaáls. Upplýsingar um starfsemi einstakra starfsstöðva og staðsetningu þeirra er að finna í eftirfarandi köflum öryggisskýrslu: Raflasun: kafli 3.1 Olía: kafli 3.2 Própangas: kafli 3.3 Upplýsingar um eiginleika efnanna, geymslu þeirra innan starfstöðva, magn og meðhöndlun er að finna í eftirfarandi köflum öryggisskýrslu: Raflasun: kafli 4.1 Olía: kafli 4.2 Própangas: kafli 4.3 Upplýsingar um hættumat og áhættugreiningu (greining á slysahættum) er að finna í eftirfarandi köflum öryggisskýrslu: Raflasun: kafli 5.1 Olía: kafli 5.2 Própangas: kafli 5.3 Upplýsingar um varnir og viðbúnað starfsstöðva, innri viðbrögða og viðbragðsáætlanir, staðsetningu birgðageymsla, aðkomu viðbragðsaðila, söfnunarsvæði o.fl. er lýtur að skipulagi innri viðbragða er að finna í kafla 6 í öryggisskýrslu. Upplýsingar um neyðaráætlanir og fyrstu viðbrögð innan álvers Alcoa Fjarðaáls er að finna í viðauka III við sömu skýrslu. Yfirlitskort af svæðinu er í viðauka X. Þjálfun starfsfólks Öryggisfulltrúi Alcoa Fjarðaáls og Jónas Wilhelmsson Jensen yfirlögregluþjónn á Eskifirði og tengiliður almannavarna hafa í sameiningu farið yfir viðbrögð við neyðarástandi og samskiptaferla í neyðarástandi. yfirlögregluþjónn hefur einnig fundað með öryggisgæslu Alcoa Fjarðaáls og haldið námskeið fyrir starfsmenn hennar. Í gildi er samningur milli Alcoa Fjarðaáls og slökkviliðs Fjarðabyggðar um þjónustu slökkviliðsins við álverið. Í þeim samningi fellst m.a. að 42 starfsmenn Alcoa Fjarðaáls verða þjálfaðir og tiltækir sem slökkviliðsmenn ef þörf krefur, 9 á hverri vakt. Fulltrúi almannavarna og Alcoa Fjarðaáls skulu í sameiningu fara yfir ytri neyðaráætlun og meta þörf á endurskoðun hennar. Þá skal einnig meta þörf á æfingum og skulu æfingar á viðbrögðum ytri neyðaráætlunar vera hluti af öðrum sameiginlegum æfingum almannavarna og Alcoa Fjarðaáls. 5

69 Vernd umhverfis Viðbragðsáætlanir vegna mengunarslysa innan einstakra starfsstöðva álversins miða að því að draga úr tjóni og umfangi mengunarslysa. Fyrstu viðbrögð starfsmanna miða að því að draga úr og koma í veg fyrir útbreiðslu mengunar sbr. fyrirmæli í verklagsreglum og viðbragðsáætlunum. Innan starfsstöðva þar sem geymd eru mengandi efni er til staðar búnaður (uppsogsefni) til að hindra útbreiðslu mengunar auk þess sem kerra fyllt uppsogsefnum er tiltæk innan álversins (í minni tilfellum). Það er skýr stefna Alcoa Fjarðaáls að komi upp alvarleg tilvik bráðamengunar er það skylda sérhvers starfsmanns að tryggja eigið öryggi. Starfsmenn álversins eiga ekki að takast á hendur viðbrögð við neyðarástandi, slíkt er í höndum Slökkviliðs Fjarðarbyggðar. Slökkvilið Fjarðabyggðar hefur útbúnað til að bregðast við stærri óhöppum, uppsogsefni og dælur (sbr. viðauka IX í öryggisskýrslu). Berist mengun í sjó er til staðar mengunarvarnabúnaður í Mjóeyrarhöfn sem notaður verður til að bregðast við útbreiðslu mengunar (sbr. kafli 6.3 í öryggisskýrslu). 6

70 VIÐAUKI VIII Búnaður í öryggismiðstöð (Aðalslökkvistöð við álverslóð) Búnaður Ástand Búnaður Ástand Reykblásarar Yfir/undirþryst. Gott Álþakstigi Gott Talstöðvarbúnaður f. reykkafara 4 st. Ágætt millifroða 300 lítrar + 500l Gott kalk 50 kg Gott Froðukaststútur Gott Reykköfunartæki 14 Fenzy og 1 Rachal Gott Froðustútur Gott Reykköfunartæki Mandet 3 stk. sæmil 11 stk. sogbarkar úr gúmmmi 4" Gott 10 stk auka lofthylki fyrir reykköfunart. Gott 1 stk. sogbarkar plasst Gott Bauer loftdæla 200 og 300 bar. Gott 12 stk slöngulykill Gott 2 stk. Climax dælur 1200 lírtra Sæmil. Elkart stútur Gott 1 stk. skipadæla 1000 lítra Gott 7 stk opnir stútar breskir Gott 1000 metrar slöngur húðaðar Gott Breskur stútur (Kubbur) Sæmil. 2 stk. Hoening stútar Sæmil. 6 stk Handljós Gott 1 stk. Unifire v18 stútur Gott uppsogsbúnaður fyrir spilliefni Gott 4 stk Unifire v14 stútar Gott 2 stk. Handljóskastarar Amerískir Gott Strigaslöngur 200 mertar Sæmil. 3 stk. háþrýstistútar Gott 4 stk minnkanir Storz BC Gott 12 stk slökkvitæki 6-12 kg. Gott 4 stk greinistykki BCC Gott 4 stk soghöfuð Gott 5 stk millistykki Storz AB Gott Vatnssuga (spilliefni) 1stk Gott 6 stk barkalyklar Gott Holmatro klippubúnaður Gott Álstigi sundurdreginn Gott 2 stykki verkfæratöskur Ágætt Breskur stigi Gott Smáverkfæri Gott 5 stk vhf talstöðvar Ágætt 2 stykkieiturefnagallar ágætt 1 stk. járnkarl úr áli Gott 6 stk handljós Gott 2 stk brunaaxir Gott 12 stk pennaljós Gott 860 metrar húðaðar slöngur Gott Stigi breskur Gott Angus dæla 1200 lítra árgerð 1990 Gott Stigi (ál) 10 m. Gott 4 stk. úðastútar 800 lítra Gott 2 styki startkplar Gott Úðastútur 1200 lítra Gott Kerra með upsogsefnum ofl. 1 stk Gott Úðastútur 1800 lítra Gott 8 stk. slökkvitæki Gott Froðukaststútur Gott 3 stk slöngubarkar plast Gott 2 styki millifroðutæki Gott Liftipúðasett Gott 2 stk. greinistykki Gott 2 stk reykvélar Gott 30 stk. hlífðarfatnaður Gott símbúnaður /fax gott 22 stk. hjálmar Gott 7 stk varaloftkútar Ágætt 1 stk. Otter dæla 1000 lítra Ágætt Keðjubúnaður 4 sett Gott Tetrasamskipti Gott Ljóskastari Gott 50 kg duftvagn kerrur frá Alcoa 2 stk Gott Kerra loftbanki Gott Scanía tankbíll árgerð l Sæmil Talstöðvar í bílum 6 stk vhf Gott Ford C-600 dælubifr. árg 1973 sæmil Reunult dælæubifr.árg Gott Ford Econoline tækjabifr. árg 1988 Gott Mersedes Bens stigabíll árg Ágætt Magirus Deuts dælibifr.. árg 1978 Gott Froðukaststútur Renault Gott

71 VIÐAUKI IX Yfirlit yfir söfnunarsvæði

72 VIÐAUKI X Öryggisblöð efna

73

74

75

76

77

78

79

80

81

82

83

84

85

86

87

88

89

90

91

92

93

94

95

96

97

98

99

100

101

102

103

104

105

106

107

108

109

110

111

112

113

114

115

116

117

118

119

120

121

122

123 Viðauki XI Umhverfis-, heilsu- og öryggisstefna Alcoa Fjarðaál.

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2 1 Examples 2 Sýnidæmi 2 2 Example 25-1 Gefið er 3 fasa, 3 teina raforkukerfi samkvæmt meðfylgjandi einlínumynd. Allar stærðir á myndinni eru í einingakerfinu ( per unit ). Seríuviðnám háspennulínanna er

More information

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Sérfræðingur í persónurétti Yfirlit Stóra myndin Skyldur GDPR Aðlögunarferli Áskoranir og praktísk ráð 2 3 Yfirlit: Hvað er GDPR?» GDPR

More information

Starfsleyfistillaga fyrir Carbon Recycling International ehf., Svartsengi, Grindavíkurbæ.

Starfsleyfistillaga fyrir Carbon Recycling International ehf., Svartsengi, Grindavíkurbæ. 1.1 Rekstraraðili Starfsleyfistillaga fyrir Carbon Recycling International ehf., Svartsengi, Grindavíkurbæ. Kt. 530306-0540 Gefið út af Umhverfisstofnun í samræmi við ákvæði laga nr. 7/1998, um hollustuhætti

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012 Nr. 28/32 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012 2013/EES/28/07 frá 8. júní 2012 um framkvæmdarreglur vegna beitingar 16. gr.

More information

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Þórólfur Guðnason yfirlæknir Sóttvarnalæknir, Embætti landlæknis Nóvember 2014 Gastegundir frá eldgosum >95% H 2 O, CO 2 SO 2

More information

Nr desember 2014 REGLUGERÐ. um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila.

Nr desember 2014 REGLUGERÐ. um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila. REGLUGERÐ um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila. 1. gr. Gildissvið. Reglugerð þessi gildir um tengda lögaðila sem eiga í viðskiptum skv. 3.-5. mgr. 57. gr. laga nr. 90/2003, um

More information

Öryggisskýrsla ISAL Endurskoðað og yfirfarið í mars

Öryggisskýrsla ISAL Endurskoðað og yfirfarið í mars Öryggisskýrsla ISAL Endurskoðað og yfirfarið í mars 2010 0 Samantekt Tilgangur þessa skjals er að upplýsa um varnir Rio Tinto Alcan á Íslandi hf. (ISAL) gegn hættu af völdum stórslysa vegna hættulegra

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar 1 Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar Introduction to rotating machines 2 Grunnhugtök og meginþættir Klassískar gerðir véla Riðstraumsvélar Samfasavél (synchronous machine) Spanvél (induction machine

More information

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og 2006. Kolbeinn Árnason Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE: Coordination of information on the environment eða: Samræming umhverfisupplýsinga

More information

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be Stefnumótun tun Rf Hlutverk (Mission) Why we exist Gildi (Core values) What we believe in Framtíðarsýn (Vision) What we want to be Stefna (Strategy) Our Game plan Stefnumiðað árangursmat Balanced Scorecard

More information

Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við leikskólann Steinahlíð og tilraunir með rykbindingar, - tímabilið 16. febrúar - 20.

Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við leikskólann Steinahlíð og tilraunir með rykbindingar, - tímabilið 16. febrúar - 20. USR - 29 Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við leikskólann Steinahlíð og tilraunir með rykbindingar, - tímabilið 16. febrúar - 2. apríl 29 - Anna Rósa Böðvarsdóttir Heilbrigðisfulltrúi Heilbrigðiseftirlit

More information

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík Notkun merkis Veðurstofu Íslands Veðurstofa Íslands Bústaðavegur 9 150 Reykjavík +354 522 60 00 +354 522 60 01 vedur@vedur.is Maí 2009 2 Efnisyfirlit Merki 3 Litanotkun 5 Merki í fleti 6 Stærð merkisins

More information

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Áhrif lofthita á raforkunotkun Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Júlí 2017 Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Orkustofnun Júlí 2017 Útgefandi: Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Sími: 569 6000, Fax, 568

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Power Point leiðbeiningar Sjónarhorn View Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Outline view - Yfirlitshamur Hér er hægt að rita minnispunkta við hverja glæru fyrir þann sem

More information

Þungmálmar í mosa í nágrenni fyrirhugaðs álvers í Reyðarfirði árið 2000

Þungmálmar í mosa í nágrenni fyrirhugaðs álvers í Reyðarfirði árið 2000 Þungmálmar í mosa í nágrenni fyrirhugaðs álvers í Reyðarfirði árið 2000 Sigurður H. Magnússon Unnið fyrir Reyðarál hf. NÍ-02011 Reykjavík, júní 2002 NÁTTÚRUFRÆÐISTOFNUN ÍSLANDS ISSN 1670-0120 ENGLISH SUMMARY

More information

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur?

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur? Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur? Málþing um byggðamál og svæðasamvinnu 14. mars 2014 Stefanía Traustadóttir Heimsókn til Norðurbotns (Oulu) apríl 2012 Þátttakendur: Ragnheiður

More information

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Kynning í Dalskóla 6. desember 2018 Gautur Þorsteinsson, verkfræðingur Um útvarpsþjónustu Fyrsta útsending útvarpsdagskrár 1920 Útsendingar útvarps

More information

Hvað er núll - slysastefna. Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins

Hvað er núll - slysastefna. Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins Hvað er núll - slysastefna Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins Markmið stjórenda núll slysasýn New trends in accident prevention due to the changing world of work European Agency for Safety

More information

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur CHEMISTRY The Central 9th Edition Hlutfallareikningur: AðA reikna út frá formúlum og efnajöfnum fnum Lavoisier: Massi varðveitist í efnahvörfum. : lýsa efnahvörfum. Efnajafna : Hvarfefni og myndefni: 2H

More information

ÓHAPPATÍÐNI Í BEYGJUM OG LANGHALLA. Staða rannsóknarverkefnis

ÓHAPPATÍÐNI Í BEYGJUM OG LANGHALLA. Staða rannsóknarverkefnis ÓHAPPATÍÐNI Í BEYGJUM OG LANGHALLA Staða rannsóknarverkefnis Beygjur á vegakerfinu = hætta? Umferðar- og skipulagssvið Línuhönnunar Haraldur Sigþórsson Þjónustudeild tækniþróun Vegagerðin Einar Pálsson

More information

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn -

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM Schengen ráðstefna 6. október 2011 - Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - Áherslur - Lögreglan á Suðurnesjum - Framkvæmd landamæraeftirlits - Umhverfið - Álag á Ísland

More information

Nr mars 2006 AUGLÝSING

Nr mars 2006 AUGLÝSING AUGLÝSING um gerð sem felur í sér breytingu á samningi sem ráð Evrópusambandsins og Ísland og Noregur gerðu með sér um þátttöku hinna síðarnefndu í framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna. Hinn

More information

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs?

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Hvernig getur málefni sem ekki er skilgreint sem námsgrein í grunnskóla eða námssvið

More information

Þungmálmar og brennisteinn í tildurmosa við iðnaðarsvæðið í Hellnahrauni í Hafnarfirði haustið 2013

Þungmálmar og brennisteinn í tildurmosa við iðnaðarsvæðið í Hellnahrauni í Hafnarfirði haustið 2013 NÍ-14001 Þungmálmar og brennisteinn í tildurmosa við iðnaðarsvæðið í Hellnahrauni í Hafnarfirði haustið 2013 Sigurður H. Magnússon Unnið fyrir Hafnarfjarðarbæ Þungmálmar og brennisteinn í tildurmosa við

More information

Fóðurrannsóknir og hagnýting

Fóðurrannsóknir og hagnýting Fóðurrannsóknir og hagnýting Uppskeruhátíð rannsókna Gunnar Örn Kristjánsson Strandbúnaður 2018, Grand Hótel Reykjavík, 19.-20. mars. Grundvöllur fóðurgerðar Þarfir hjá eldisfisk Efnaþarfir til vaxtar

More information

IS Stjórnartíðindi EB

IS Stjórnartíðindi EB 22.12.2000 IS Stjórnartíðindi EB L 327/1 TILSKIPUN EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS 2000/60/EB frá 23. október 2000 um aðgerðaramma Bandalagsins um stefnu í vatnsmálum EVRÓPUÞINGIÐ OG RÁÐ EVRÓPUSAMBANDSINS HAFA,

More information

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis ANNUAL SAFETY REVIEW 2012 Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis Flugmálastjórn Íslands: Annual Safety Review 2012 Útgefandi: Flugmálastjórn Íslands Skógarhlíð 12 105 Reykjavík

More information

Nr. 63/1846 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR. (ESB) nr. 1035/2011.

Nr. 63/1846 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR. (ESB) nr. 1035/2011. Nr. 63/1846 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 1029/2014 2015/EES/63/72 frá 26. september 2014 um breytingu á reglugerð (ESB) nr.

More information

Viðauki 2e Tæknikröfur um búnað við fullan aðgang

Viðauki 2e Tæknikröfur um búnað við fullan aðgang Viðauki 2e Tæknikröfur um búnað við fullan aðgang September 2010 Efnisyfirlit 1. Tílvísanir... 3 2. Skýringar á kröfum til búnaðar... 3 3. Yfirlit yfir tækjabúnað sem tengja má koparlínu við fullan aðgang...

More information

Undirbúningur fyrir 5G. Allir (menn og tæki) tengdir, alltaf og alls staðar Hraðar, meira, aukið,...

Undirbúningur fyrir 5G. Allir (menn og tæki) tengdir, alltaf og alls staðar Hraðar, meira, aukið,... Undirbúningur fyrir 5G Allir (menn og tæki) tengdir, alltaf og alls staðar Hraðar, meira, aukið,... Þorleifur Jónasson 5. apríl 2017 Dagskrá Drifkraftar 5G og helstu þjónustur Stefnumótun og markmið EU

More information

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ / 1004720-1004720-3-ABC 2.1.2018 09::16 Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær»»» Reykjavík/HÍ 06:42 06:44 06:45 06:47 06:51 06:52 06: 07:17 07:18 07:22 07:28 07:29 07:31 07:32 07:34 07:36 07:38

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr. 54 8. árgangur

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 8. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur IV. Illviðrabálkar

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur IV. Illviðrabálkar Greinargerð 32 Trausti Jónsson Langtímasveiflur IV Illviðrabálkar VÍ-ÚR14 Reykjavík Maí 23 Illviðrabálkur Inngangur Hér er fjallað um ýmislegt varðandi illviðri á Íslandi. Tilraunir eru gerðar til þess

More information

Vegagerðin HRINGVEGUR UM HORNAFJÖRÐ. Vatnafar. Helgi Jóhannesson

Vegagerðin HRINGVEGUR UM HORNAFJÖRÐ. Vatnafar. Helgi Jóhannesson Vegagerðin HRINGVEGUR UM HORNAFJÖRÐ Vatnafar Helgi Jóhannesson Reykjavík, júní 2007 EFNISYFIRLIT 1. INNGANGUR.............................................. 1 2. GRUNNÁSTAND...........................................

More information

Hraðamerkingar á hættulegum beygjum í vegakerfinu - 2. útgáfa -

Hraðamerkingar á hættulegum beygjum í vegakerfinu - 2. útgáfa - Skýrsla nr. 02-04 Hraðamerkingar á hættulegum beygjum í vegakerfinu - 2. útgáfa - Þórir Ingason Keldnaholti, nóvember 2002 Heiti skýrslu: Skýrsla nr: 02-04 Dreifing Opin Lokuð Hraðamerkingar á hættulegum

More information

Geislavarnir ríkisins

Geislavarnir ríkisins GR 96:05 Geislavarnir ríkisins Icelandic Radiation Protection Institute Geislaálag vegna notkunar sérhæfðra tannröntgentækja Guðlaugur Einarsson, yfirröntgentæknir Tord Walderhaug, eðlisfræðingur ReykjavRk,

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 63/203

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 63/203 15.10.2015 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 63/203 REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 142/2011 frá 25. febrúar 2011 um framkvæmd reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB)

More information

Eftirlit með neysluvatni

Eftirlit með neysluvatni Leiðbeiningar Eftirlit með neysluvatni Nóvember 2017 0 EFNISYFIRLIT I. Inngangur...2 II. Starfsleyfi...2 1. Starfsleyfis- og eftirlitsskylda... 2 2. Kröfur... 2 2.1. Skilyrði fyrir veitingu starfsleyfis...

More information

LV Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns

LV Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns LV-2014-094 Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns Lykilsíða Skýrsla LV nr: LV-2014-094 Dags: október 2014 Fjöldi síðna: 26 Upplag: Rafræn Dreifing: Birt á vef LV Opin Takmörkuð til Titill: Úttekt

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Öryggisleiðbeiningar

Öryggisleiðbeiningar Blaðsíða 1 af 12 Öryggisleiðbeiningar Kafli 1 AUÐKENNI EFNIS / EFNABLÖNDU OG FYRIRTÆKISINS Þessar öryggisleiðbeiningar uppfylla lög og reglugerðir á Íslandi frá og með dagsetningu skjalsins. 1.1. AUÐKENNI

More information

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Klettafjöllin og Grand Canyon 1 Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Kristbjörg María Guðmundsdóttir Eitt af fallegustu handverkum náttúruaflanna er án efa að finna í vesturhluta Norður-Ameríku.

More information

Stálgrindur eða snjóflóðanet? Val á tegund stoðvirkja fyrir íslenskar aðstæður

Stálgrindur eða snjóflóðanet? Val á tegund stoðvirkja fyrir íslenskar aðstæður Veðursvið VS TóJ 2004 04 Stálgrindur eða snjóflóðanet? Val á tegund stoðvirkja fyrir íslenskar aðstæður Tómas Jóhannesson 5.10.2004 Inngangur Upptakastoðvirki eru byggð á upptakasvæðum snjóflóða til þess

More information

TRS II tekur við af TRS. Kynningarfundur, 30. maí 2017

TRS II tekur við af TRS. Kynningarfundur, 30. maí 2017 TRS II tekur við af TRS Kynningarfundur, 30. maí 2017 Dagskrá Almennt um TRS og breytingar í tengslum við innleiðingu MiFID II og MiFIR Yfirlit yfir TRS kerfið Helstu breytingar á kerfinu Mikilvægi þess

More information

Hreindýr og raflínur

Hreindýr og raflínur Náttúrustofa Austurlands Hreindýr og raflínur Áhrif tveggja 4 kv háspennulína frá stöðvarhúsi Fljótsdalsvirkjunar að fyrirhuguðu álveri í Reyðarfirði á hreindýr Skarphéðinn G. Þórisson Desember 1999 Efnisyfirlit

More information

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Jón Viðar Jónmundsson 1 og Emma Eyþórsdóttir 2 1 Bændasamtökum Íslands 2 Rannsóknarstofnun landbúnaðarins/lbh á Hvanneyri Inngangur Fyrsta

More information

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson Samstarf HR og IGI Ólafur Andri Ragnarsson Leikjaiðnaðurinn 2021 Leikjaiðnaðurinn 2021 5.000 störf 70 milljarðar í heildarútflutningstekjur ef... Photo Ian Parker http://parkerlab.bio.uci.edu/nonscientific_adventures/iceland_man.ht

More information

UM samábyrgð/keðjuábyrgð verktaka í ljósi fyrirhugaðrar innleiðingar á tilskipun 2014/67/EU í íslenskan rétt

UM samábyrgð/keðjuábyrgð verktaka í ljósi fyrirhugaðrar innleiðingar á tilskipun 2014/67/EU í íslenskan rétt Minnisblað UM samábyrgð/keðjuábyrgð verktaka í ljósi fyrirhugaðrar innleiðingar á tilskipun 2014/67/EU í íslenskan rétt Málsnúmer: 201510-0006 Frá: Halldór Oddsson / Halldór Grönvold Dags: 11. apríl 2016

More information

Skýrsla um framfylgd eigendastefnu OR á árinu 2017

Skýrsla um framfylgd eigendastefnu OR á árinu 2017 Skýrsla nr. 2017-024 24. nóvember 2017 Skýrsla um framfylgd eigendastefnu OR á árinu 2017 Guðrún Erla Jónsdóttir Skrifstofa forstjóra Útgefandi: Orkuveita Reykjavíkur Umsjón og ábyrgð: Guðrún Erla Jónsdóttir

More information

LV Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar

LV Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar LV-2014-021 Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar Mælingar með samanburði á gervitunglamyndum frá 2002, 2010 og 2012 Lykilsíða Skýrsla LV nr: LV 2014 021 Dags: 19.02.2014

More information

Samningur Landskrifstofu og verkefnisstjóra. Margrét Jóhannsdóttir 27.ágúst 2018

Samningur Landskrifstofu og verkefnisstjóra. Margrét Jóhannsdóttir 27.ágúst 2018 Samningur Landskrifstofu og verkefnisstjóra Margrét Jóhannsdóttir 27.ágúst 2018 Úthlutunarferlið Samræmd aðferðafræði með þjálfun matsmanna (norrænt og evrópskt samstarf) Allar umsóknir eru metnar af tveimur

More information

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (MFT/MFS) og tannátu í lykiltönnum SVANHVÍT. SÆMUNSÓTTIR*, THR ASPEUN**, SIGURÐUR RÚNAR SÆMUNSSN***, INGA. ÁRNAÓTTIR* HEIRIGÐISVÍSINASVIÐ HÁSKÓA

More information

Samantekt á atriðum sem framleiðendur snyrtivara þurfa að uppfylla

Samantekt á atriðum sem framleiðendur snyrtivara þurfa að uppfylla Öruggar snyrtivörur Samantekt á atriðum sem framleiðendur snyrtivara þurfa að uppfylla Snyrtivara sem er boðin fram á markaði á evrópska efnahagssvæðinu skal vera örugg fyrir heilbrigði manna og uppfylla

More information

Veruleg umhverfisáhrif, eru þau eins?

Veruleg umhverfisáhrif, eru þau eins? Verkefni styrkt af Rannsóknasjóði Vegagerðarinnar Apríl 2016 www.vso.is Borgartún 20 585 9000 105 Reykjavík vso@vso.is 15168 S:\2015\15168\v\03_Greinargerð\15168_160329_skýrsla_drög.docx Apríl 2016 Nr.

More information

Sumargötur Vettvangsrannsókn á Laugavegi og Skólavörðustíg sumarið 2013

Sumargötur Vettvangsrannsókn á Laugavegi og Skólavörðustíg sumarið 2013 Sumargötur Vettvangsrannsókn á Laugavegi og Skólavörðustíg sumarið 213 Páll Jakob Líndal janúar 214 Sumargötur 213. Samantekt vettvangsrannsóknar Inngangur Í vettvangskönnun þeirri sem hér er kynnt voru

More information

Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi -

Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi - Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi - Rannveig Björnsdóttir Strandbúnaður 2017, Grand Hótel Reykjavík, 13.-14.mars YFIRLIT erindis Dæmi: doktorsverkefni RBj 2005-2010 BAKGRUNNUR VANDAMÁLIÐ

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 39 ISSN árgangur ESB-STOFNANIR

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 39 ISSN árgangur ESB-STOFNANIR ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. Sameiginlega EES-nefndin II EFTA-STOFNANIR 1. Fastanefnd EFTA-ríkjanna 2. Eftirlitsstofnun EFTA ISSN 1022-9337 Nr. 39

More information

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI ER ÍSLAND SPRUNGIÐ MEÐ 2,2 M FERÐAMANNA? TOP 10 ÞJÓÐGARÐAR Í BANDARÍKJUNUM 1. Great Smoky Mountains National Park

More information

Tækniþróun í fiskmjölsiðnaði Sigurjón Arason Yfirverkfr., Matís ohf. Prófessor, H. Í. Stundakennari, H.A.

Tækniþróun í fiskmjölsiðnaði Sigurjón Arason Yfirverkfr., Matís ohf. Prófessor, H. Í. Stundakennari, H.A. Nýting loðnu við Ísland í hálfa öld Föstudagur 5. september 2014 Háskólinn á Akureyri Tækniþróun í fiskmjölsiðnaði Sigurjón Arason Yfirverkfr., Matís ohf. Prófessor, H. Í. Stundakennari, H.A. Innihald

More information

Lagfæring vegamóta á hringveginum. Skoðun á hagvæmni úrbóta

Lagfæring vegamóta á hringveginum. Skoðun á hagvæmni úrbóta Lagfæring vegamóta á hringveginum Skoðun á hagvæmni úrbóta Janúar 2005 Samantekt Flest vegamót á þjóðvegum á Íslandi eru óstefnugreind. Umferðaróhöpp eru þar nokkuð tíð og öryggi þarf að auka. Í þessari

More information

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016 FLUGTÖLUR 216 INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 216 Flugvöllur 215 216 Br. 16/15 Hlutdeild Reykjavík 348.24 377.672 8,5% 5,4% Akureyri 17.897 183.31 7,3% 24,5% Egilsstaðir 89.79 93.474 4,9%

More information

Öryggi barna skiptir miklu máli, börnin eru

Öryggi barna skiptir miklu máli, börnin eru Sálfræðiritið Tímarit Sálfræðingafélags Íslands 16. árg. 2011, bls. 73 79 Öryggi barna í innkaupakerrum: Áhrifarík leið til að forðast slys Háskóli Íslands Öryggi barna ætti að skipta foreldra miklu máli.

More information

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014 EFLA Verkfræðistofa STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin 2004-2013 Reykjavík, júní 2014 2014, hf - Vinnslu efnis og frágang texta annaðist Kolbrún Reinholdsdóttir fyrir Verkfræðistofuna EFLU hf. ISSN ISBN

More information

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Útg. Dags. Höf. Rýnir Samþykkur Lýsing 3 11/01 2006 GG EH Lokaskýrsla II 2 21/12 2005 GG SvSv Lokaskýrsla I 1 15/12 2005 GG Uppkast 1

More information

Örnámskeið Ský Hagnýting Opins Hugbúnaðar. Ólafur Garðarsson ÍKON ehf 19. febrúar. 2009

Örnámskeið Ský Hagnýting Opins Hugbúnaðar. Ólafur Garðarsson ÍKON ehf  19. febrúar. 2009 Örnámskeið Ský Hagnýting Opins Hugbúnaðar Ólafur Garðarsson ÍKON ehf www.ikon.is 19. febrúar. 2009 Vefhýsing með opnum og frjálsum hugbúnaði LAMP (Linux Apache MySql PHP) vefþjónar hafa yfir 50% markaðshlutdeild.

More information

ÁLVER ALCOA Á BAKKA VIÐ HÚSAVÍK

ÁLVER ALCOA Á BAKKA VIÐ HÚSAVÍK ÁLVER ALCOA Á BAKKA VIÐ HÚSAVÍK í Norðurþingi Ársframleiðslugeta allt að 346.000 tonn MATSSKÝRSLA September 2010 Forsíðumynd: Tölvugerð mynd af álveri Alcoa á Bakka, séð frá Gónhóli. SAMANTEKT Alcoa kannar

More information

Frágangur og afgreiðsla á teikningum af úðakerfum.

Frágangur og afgreiðsla á teikningum af úðakerfum. Frágangur og afgreiðsla á teikningum af úðakerfum. Samkvæmt 37.gr.skipulags og byggingarlaga nr. 73/1997 og 24.gr. byggingarreglugerðar nr. 441/1998 er farið með teikningar af úðakerfum og hönnun þeirra

More information

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Svíþjóð - stjórnsýslan Þrjú formleg stjórnsýslustig Sveitarfélög, 290 talsins (Local level) Lén, 20 talsins (Regional level) Landsstjórn, 349 þingmenn (National

More information

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014 FLUGTÖLUR 2014 INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014 Flugvöllur 2013 2014 Br. 14/13 Hlutdeild Reykjavík 338.278 328.205-3,0% 48,6% Akureyri 178.231 172.106-3,4% 25,5% Egilsstaðir 91.561

More information

STAÐA MÁLA HVAÐ VARÐAR HREINSUN SKÓLPS Á ÍSLANDI. Skýrsla Umhverfisstofnunar sbr. 28. gr. reglugerðar nr. 798/1999, um fráveitur og skólp

STAÐA MÁLA HVAÐ VARÐAR HREINSUN SKÓLPS Á ÍSLANDI. Skýrsla Umhverfisstofnunar sbr. 28. gr. reglugerðar nr. 798/1999, um fráveitur og skólp STAÐA MÁLA HVAÐ VARÐAR HREINSUN SKÓLPS Á ÍSLANDI Skýrsla Umhverfisstofnunar sbr. 28. gr. reglugerðar nr. 798/1999, um fráveitur og skólp EFNISYFIRLIT 1. INNGANGUR... 3 2. AÐSTÆÐUR Á ÍSLANDI... 3 3. LÖGLEIÐING

More information

UMHVERFISÁHRIF VEGSÖLTUNAR. Forathugun. Rannsóknarverkefni styrkt af Vegagerðinni

UMHVERFISÁHRIF VEGSÖLTUNAR. Forathugun. Rannsóknarverkefni styrkt af Vegagerðinni UMHVERFISÁHRIF VEGSÖLTUNAR Forathugun Rannsóknarverkefni styrkt af Vegagerðinni 18.01.2018 SKÝRSLA UPPLÝSINGABLAÐ SKJALALYKILL 2970-202-SKY-001-V01 TITILL SKÝRSLU Umhverfisáhrif vegsöltunar SKÝRSLUNÚMER

More information

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile HUGPRÓ Betware QA & Agile 26.02.2010 Head Quarters Betware Reykjavík Betware DK Copenhagen Denmark Betware Solutions CA Kamloops, BC Betware Madrid Spain Certus Odense Denmark Betware Sp. z o.o. Warsaw

More information

Greinargerð Ásdís Auðunsdóttir Guðmundur Hafsteinsson Trausti Jónsson. Greinargerð um veðurfar og hafís á Drekasvæði (Jan Mayen-hrygg)

Greinargerð Ásdís Auðunsdóttir Guðmundur Hafsteinsson Trausti Jónsson. Greinargerð um veðurfar og hafís á Drekasvæði (Jan Mayen-hrygg) Greinargerð 07002 Ásdís Auðunsdóttir Guðmundur Hafsteinsson Trausti Jónsson Greinargerð um veðurfar og hafís á Drekasvæði (Jan Mayen-hrygg) VÍ-VS-02 Reykjavík Febrúar 2007 Greinargerð um veðurfar og hafís

More information

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum Raddir fjölbreyttra kennarahópa Sólveig Karvelsdóttir, lektor, HÍ Hafdís Guðjónsdóttir, dósent, HÍ Rannsóknin er hluti af tveimur rannsóknum Fjölbreyttir kennarahópar

More information

Öryggisleiðbeiningar

Öryggisleiðbeiningar Blaðsíða 1 á/ frá / af/ eftir / úr / í sambandi við / fyrir 13 Öryggisleiðbeiningar Kafli 1 AUÐKENNI EFNIS / EFNABLÖNDU OG FYRIRTÆKISINS Þessar öryggisleiðbeiningar uppfylla lög og reglugerðir á Íslandi

More information

Nr. 54/34 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 209/2013. frá 11.

Nr. 54/34 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 209/2013. frá 11. Nr. 54/34 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 209/2013 2014/EES/54/09 frá 11. mars 2013 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 2073/2005 að því er

More information

7. júní Landslag og ásýnd. Aðferðir grunngögn og gildismat. Ólafur Árnason. Fagstjóri skipulagsmála, EFLA

7. júní Landslag og ásýnd. Aðferðir grunngögn og gildismat. Ólafur Árnason. Fagstjóri skipulagsmála, EFLA Landslag og ásýnd Aðferðir grunngögn og gildismat 7. júní 2018 Ólafur Árnason Fagstjóri skipulagsmála, EFLA Landslag Efnistök Gögn um grunnástand Aðferðir við mat á áhrifum á landslag og ásýnd Gildismat,

More information

Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki. Gyða Ósk Bergsdóttir

Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki. Gyða Ósk Bergsdóttir Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki Gyða Ósk Bergsdóttir Raunvísindadeild Háskóli Íslands 2011 Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki Gyða Ósk

More information

12 Náttúruvá og heilbrigðismál

12 Náttúruvá og heilbrigðismál 12 Náttúruvá og heilbrigðismál Samantekt 1. Fjöldi hvassviðra er mjög breytilegur og sýnir verulegar sveiflur milli áratuga. Óljóst er hvort markverðar breytingar verði á tíðni þeirra á öldinni. 2. Úrkomuákefð

More information

Mælingar á loftmengandi efnum í Reykjavík 2009

Mælingar á loftmengandi efnum í Reykjavík 2009 UHR - 2009 Mælingar á loftmengandi efnum í Reykjavík 2009 Anna Rósa Böðvarsdóttir Heilbrigðisfulltrúi Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur / Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkur Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur

More information

KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR

KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR KV 2018-3 KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR Greining á mögulegum eldisuppruna 12 laxa sem veiddust í tveimur ám á Vestfjörðum árið 2017 Analysis of 12 salmon caught in two rivers in the Icelandic Westfjords 2017

More information

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, apríl 2012

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, apríl 2012 EFLA Verkfræðistofa STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin 2002-2011 Reykjavík, apríl 2012 2012, EFLA verkfræðistofa hf - Vinnslu efnis og frágang texta annaðist Kolbrún Reinholdsdóttir fyrir Verkfræðistofuna

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 669/2014. frá 18.

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 669/2014. frá 18. 5.2.2015 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 8/161 FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 669/2014 2015/EES/8/10 frá 18. júní 2014 um leyfi fyrir kalsíum-d-pantótenati

More information