JÖKLARANNSÓKNAFÉLAG ÍSLANDS

Size: px
Start display at page:

Download "JÖKLARANNSÓKNAFÉLAG ÍSLANDS"

Transcription

1 Society report JÖKLARANNSÓKNAFÉLAG ÍSLANDS Skýrsla formanns á aðalfundi 25. febrúar 2014 Árið 2013 voru töluverð umsvif hjá félaginu. Unnið var að breytingum og endurbótum bæði í Jökulheimum og á Grímsfjalli, rannsóknastarf var með nokkrum blóma með vorferð, mælingum á Mýrdalsjökli og sporðamælingum, Jökull kom út að venju og félagslíf að öðru leyti með þokkalegasta móti. Árið var laust við umtalsverð umbrot í jöklum. Breytingar urðu í samstarfi við Landsvirkjun vegna vorferða og hafið var samstarf við Neyðarlínuna um rekstur nýrrar og öflugrar rafstöðvar og bætt fjarskipti á Grímsfjalli. Rekstur félagsins er sem fyrr í járnum en á það er að horfa að fjárhagurinn er traustur, nokkur varasjóður er til, skuldir engar auk þess sem verulegar framkvæmdir voru kostaðar af tekjum og styrkjum ársins. Aðalfundur fór fram í Öskju 24. febrúar. Tómas Jóhannesson var fundarstjóri og Finnur Pálsson fundarritari. Verkaskipting stjórnar var ákveðin á fyrsta fundi eftir aðalfund, í byrjun mars, auk þess dregið var um röð varamanna. Að venju voru mánaðarlegir stjórnarfundir en fundahlé yfir sumarið. Stjórn JÖRFÍ 2013 Magnús Tumi Guðmundsson, formaður Magnús Hallgrímsson, varaformaður Valgerður Jóhannsdóttir, gjaldkeri Þorsteinn Þorsteinsson, ritari Árni Páll Árnason, meðstjórnandi. Varastjórn: Hallgrímur Þorvaldsson, Hálfdán Ágústsson, Þóra Karlsdóttir og Vilhjálmur S. Kjartansson. Nefndir JÖRFÍ: Rannsóknanefnd: Magnús Tumi Guðmundsson (formaður), Alexander Jarosch, Björn Oddsson, Bryndís Brandsdóttir, Eyjólfur Magnússon, Finnur Pálsson, Guðfinna Aðalgeirsdóttir, Hálfdán Ágústsson, Hrafnhildur Hannesdóttir, Magnús Hallgrímsson, Oddur Sigurðsson, Steinunn S. Jakobsdóttir, Tómas Jóhannesson og Þorsteinn Þorsteinsson. Bílanefnd: Árni Páll Árnason (formaður), Eiríkur Lárusson, Garðar Briem, Sigurður Vignisson og Hallgrímur Þorvaldsson. Skálanefnd: Ragnar Þór Jörgensen (formaður), Gunnar Antonsson (varaformaður) Aðalsteinn Svavarsson, Alexander Ingimarsson, Ástvaldur Guðmundsson, Grétar Þorvaldsson, Guðbjörn Þórðarson, Leifur Þorvaldsson, Snæbjörn Sveinsson, Stefán Bjarnason, Sverrir Hilmarsson, Vilhjálmur S. Kjartansson og Þorsteinn Kristvinsson. Ferðanefnd: Sjöfn Sigsteinsdóttir (formaður), Árni Páll Árnason, Hlynur Skagfjörð og Magnús Tumi Guðmundsson. Ritstjórar Jökuls: Bryndís Brandsdóttir, Þorsteinn Þorsteinsson, Gréta Björk Kristjánsdóttir og Snævarr Guðmundsson. Ritnefnd Jökuls: Christopher J. Caseldine, Fiona S. Tweed, Gifford H. Miller, Haraldur Sigurðsson, Helgi Björnsson, Karen L.Knudsen, Karl Grönvold, Kristján Sæmundsson, Robert S. Detrick, Tómas Jóhannesson og William H. Menke. Skemmtinefnd: Anna Líndal, Ágúst Þór Gunnlaugsson, Baldur Bergsson og Guðfinna Aðalgeirsdóttir. Valnefnd: Jón E. Ísdal, Stefán Bjarnason og Oddur Sigurðsson. Fulltrúi í SAMÚT: Björn Oddsson, Árni Páll Árnason til vara. GJÖRFÍ-nefnd: Þóra Karlsdóttir (formaður), Ástvaldur Guðmundsson og Jósef Hólmjárn. JÖKULL No. 64,

2 Eins og á síðasta ári sjá Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir, Valgerður Jóhannsdóttir og Alexander Ingimarsson um félagatalið, auk þess sem Alexander lítur eftir geymslunni í kjallara húss FÍ í Mörkinni 6. Björn Oddsson sá um erlendar áskriftir. FÉLAGATAL Skáðir félagsmenn um síðustu áramót voru alls 622. Þar af eru heiðursfélagar 16, almennir félagar 475, fjölskyldufélagar 18, námsfólk 70, og fyrirtæki, stofnanir og fréttastofur 43. Erlendir áskrifendur Jökuls eru nú rúmlega 50. Sigfús J. Johnsen, heiðursfélagi JÖRFÍ, lést á árinu. Sigfús var einn þekktasti jöklafræðingur heims, hlaut margar alþjóðlegar viðurkenningar og verðlaun, meðal annars hinn virta Seligman kristal Alþjóðlega Jöklarannsóknafélagsins. Sigfús var kjörinn heiðursfélagi á aðalfundi JÖRFÍ 2010 og var veitt jöklastjarnan og heiðursskjal á sérstakri alþjóðlegri ráðstefnu sem haldin var honum til heiðurs í ágúst það sama ár. Sigfúsi þótti mjög vænt um viðurkenningu JÖRFÍ og hún kom honum á óvart enda var hann maður lítillátur, en bæði kátur og skemmtilegur félagi, hvort heldur sem sem var á uppi á jöklum eða á fundum í erlendum stórborgum. Sigfús J. Johnsen ( ), jöklafræðingur og heiðursfélagi JÖRFÍ. Sigfús J. Johnsen ( ), glaciologist and honorary member of JÖRFÍ. RANNSÓKNIR Rannsóknir sem Jöklarannsóknafélagið kom að með beinum hætti á árinu voru á Vatnajökli og Mýrdalsjökli auk sporðamælinga sem unnar eru víða um land af sjálfboðaliðum. 1. Afkomumælingar á Mýrdalsjökli. Farin var ferð til mælinga 9. maí en þá varð frá að hverfa vegna þungs færis. Viku seinna, þann 15. maí gekk betur. Vitjað var um stikur þann 5. september. Þá birtist í 63. hefti Jökuls grein með niðurstöðum mælinganna en þær hófust vorið Vorferð 31. maí 7. júní. Verkefnin gengu vel. Ágætt veður var framan af og undir lokin, en slagveðursrigning á mánudag og þriðjudag. Unnið var að hefðbundnum verkefnum, s.s. afkomumælingu í Grímsvötnum og víðar, mælingu á vatnshæð Grímsvatna, botnhæð í Skaftárkötlum og lónum í Kverkfjöllum, auk áframhaldandi rannsókna á gosstöðvum og jarðhita í Grímsvötnum. Að auki voru sett út ný GPS tæki og skjálftamælar á sker í jöklinum, á Káraskeri í Breiðamerkurjökli og Húsbóndanum. Eru þessar auknu mælingar liður í hinu stóra FUTUREVOLC verkefni sem snýst um bætta vöktun íslenskra eldstöðva, og þar eru eldstöðvar í Vatnajökli mikilvægar. 3. Sporðamælingar. Vitjað var um jökla á 46 stöðum haustið 2013 en ekki var hægt að mæla á 10 þeirra vegna lóns, snjóþekju eða annarra óviðráðanlegra aðstæðna. Þar sem tókst að mæla hopuðu jöklar á 33 stöðum, einn stóð í stað og einn gekk fram. Mest var hopið í Heinabergsjökli, tæpur kílómetri, en sá sporður liggur í lóni. Afkoma jökla er því áfram erfið, þó leysing hafi verið minni en oft hefur verið undanfarin sumur. Ekki er fjallað hér um miklar jöklarannsóknir sem stofnanir hér á landi og erlendir háskólar og rannsóknaraðilar stunda. Sumt af þeim mælingum er þó unnið með stuðningi af húsum félagsins. FUNDIR Fundir voru þrír allir haldnir í sal 132 í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands. Aðalfundur 2013 var haldinn 26. febrúar. Ólafur Ingólfsson flutti erindi um jöklunarsögu Svalbarða og Barentshafs, en þar hefur hann stundað rannsóknir um áratuga skeið. Á fundinn mættu 50 manns. 148 JÖKULL No. 64, 2014

3 Jöklarannsóknafélag Íslands Nýjungar á Vatnajökli, Í vorferðinni vann Bergur H. Bergsson á Veðurstofu Íslands að því að setja upp fastan jarðskjálftamæli á Húsbóndanum austan Pálsfjalls. Installment of a new permanent seismic station at Húsbóndinn, east of Pálsfjall. Ljósmynd/Photo. Magnús T. Guðmundsson. Vorfundur 30. apríl. Guðfinna Aðalgeirsdóttir sagði frá mælingum á Fletcher Promontory á Suðurskautslandinu og Oddur Sigurðsson sýndi myndir af íslenskum smájöklum á hverfanda hveli. Fundinn sóttu um 45 manns. Haustfundur 22. október. Á fundinum var kynnt bók sem út kom á árinu, mikið rit með tugum höfunda: Náttúruvá á Íslandi. Freysteinn Sigurðsson sagði frá vá af völdum eldgosa á Íslandi og Bjarni Bessason frá vá vegna jarðskjálfta. Eftir hlé sýndi Magnús Tumi myndir af eldstöðvum og eldgosum í jöklum á Íslandi. Á fundinn mættu 80 manns. Heftið er verulegt að vöxtum, 152 bls., þar af 40 bls. af innlendu efni auk sjö ritrýndra vísindagreina. Jökull fer heldur stækkandi og áhugi á að birta í honum fer vaxandi. Fjárhagur útgáfunnar er ekki eins traustur, því styrkir frá ráðuneytum fara mjög minnkandi og fékkst aðeins styrkur upp á 150 þús. frá menntamálaráðuneyti en enginn frá umhverfisráðuneytinu. Róðurinn við útgáfuna þyngist því, þar sem þessi styrkur dugar aðeins fyrir um tíunda hluta útgáfukostnaðarins. Aðalritstjóri Jökuls er sem fyrr Bryndís Brandsdóttir og á hún ásamt samritstjórum sínum, sem taldir voru upp hér framar í skýrslunni, miklar þakkir skyldar fyrir óeigingjarnt starf. ÚTGÁFA JÖKULS FRÉTTABRÉF OG VEFSÍÐA Jökull 62 kom út í ársbyrjun, mikið hefti helgað minningu Sigurðar Þórarinssonar í tilefni af því að 2012 voru 100 ár liðin frá fæðingu hans. Þessa heftis er getið í ársskýrslu síðasta árs. Jökull 63 kom út í árslok. Eins og undanfarin ár komu þrjú fréttabréf á árinu á hefðbundnum tímum undir öruggri ritstjórn Hálfdáns Ágústssonar. Hann sá einnig um vefsíðuna ásamt Jóhönnu Katrínu Þórhallsdóttur. JÖKULL No. 64,

4 SKEMMTIFERÐIR Sumarferð féll niður vegna slæms veðurs helgina sem fara átti í ferðina. Ætlunin var að fara í Húsafell og ganga á Okið en ljóst er að enn á félagið eftir að komast yfir jökulinn á Okinu, en fregnir af heilsu hans og sennilegu andláti eru ískyggilegar. GJÖRFÍ Gönguhópurinn GJÖRFÍ hefur starfað allt árið þar sem nokkur hópur félagsmanna hittist og fer í lengri og styttri gönguferðir samkvæmt dagskrá sem auglýst er í fréttabréfinu og á vefsíðunni. SKÁLAMÁL Skálanefnd félagsins er öflug, heldur reglulega fundi og hefur staðið í verulegri vinnu undanfarin ár í Jökulheimum. Því starfi var haldið áfram á þessu ári. Sett var upp ný eldhúsinnrétting í nýja skálanum, alfarið smíðuð af nefndarmönnum, gólf voru tekin í gegn, slípuð og lökkuð. Samhliða þurfti að lagfæra gas- og rafmagnslagnir í húsinu. Jafnframt var skipt um vindrafstöð. Nokkrar ferðir voru farnar á Grímsfjall til að gera við rafstöðina, en hún hefur verið töluverður höfuðverkur undanfarið. Í maí var gengið frá samningi við Neyðarlínuna um samstarf um rafstöð á Grímsfjalli. Keypt var ný og öflugri stöð og er hún sameign JÖRFÍ og Neyðarlínu. Landsvirkjun og Vatnajökulsþjóðgarður styrktu kaupin á nýju stöðinni. Vinnuferð var farin á Grímsfjall í byrjun október með Neyðarlínunni þar sem nýja rafstöðin var sett upp, komið fyrir Tetra sendi í vélageymslunni og smíðaður nýr pallur fyrir olíu- og bensíntunnur austan hennar. Með þeim aukna rafeindabúnaði sem Miklar endurbætur hafa verið unnar í stærri skálanum í Jökulheimum síðustu misseri. The renovations of the new hut in Jökulheimar. Ljósmynd/Photo. Snæbjörn Sveinsson. 150 JÖKULL No. 64, 2014

5 Jöklarannsóknafélag Íslands fylgir Tetra sendinum er ekki lengur forsvaranlegt að geyma eldsneyti inni og tekur pallurinn alfarið við því hlutverki hér eftir. Byrjunarörðugleikar í uppsetningu sendisins og fjarskiptanna urðu til þess að vélin fór ekki að virka fyrr en núna í febrúar. Í sömu ferð og þegar vélinni var komið fyrir var gert við gluggahlera, gluggar lakkaðir að innanverðu og andyrið slípað upp og lakkað. Í stuttri ferð í lok ágúst í Kverkfjöll var borin viðarvörn á húsið. Unnið var að því að koma á bókunarkerfi fyrir skálana á vef félagsins og er það kerfi nánast tilbúið. BÍLAMÁL Bílamálin eru í hefðbundnum farvegi. Ford bíll félagsins nýtist vel í rannsóknar- og vinnuferðir og gegnir þar mikilvægu hlutverki. Bílanefndin sér um bílinn og sinnir viðhaldi eins og þarf. Nefndin á hrós skilið fyrir ráðdeild og útsjónarsemi í allri umsýslu um bílinn samhliða því að hafa hann jafnan kláran í þau erfiðu verkefni sem leysa þarf í jöklaferðum. SAMSTARF VIÐ LANDSVIRKJUN Félagið hefur um áratuga skeið átt mjög gott samstarf við Landsvirkjun um vorferðir. Gengið var frá samningi um þetta samstarf á árinu, en meginefni hans er að Landsvirkjun styrkir félagið um verulega upphæð til að það geti haldið uppi öflugu rannsóknastarfi og haldið skálum við. Upphæðin nú var 2,3 millj. króna. Verulegur hluti hennar fór í að borga leigu fyrir snjóbíl og hluta flutningskostnaðar í vorferð, en Landsvirkjun hefur allt frá 1976 lagt til snjóbíl í ferðirnar. Á móti hefur Landsvirkjun aðgang að rannsóknagögnum félagsins og getur nýtt skála þess í mæliferðum sínum. KÚNSTIR NÁTTÚRUNNAR Í tilefni af aldarafmæli Sigurðar Þórarinssonar kom út skömmu eftir áramót vegleg askja með hljóðdiski og mynddiski auk bæklings. Félagið stóð að útgáfunni ásamt Ferðafélagi Íslands og Náttúrufræðifélaginu en hita og þunga af útgáfunni átti hópur tónlistaráhugamanna með tengsl við Sigurð og félögin, en í hópnum var m.a. Halldór Ólafsson. Askjan/diskarnir hafa síðan verið til sölu innan félagana og víðar og er nú að mestu búið að ná upp í kostnaðinn. Á diskunum eru sungin mörg lög Sigurðar og sýndir sjónvarpsþættir sem til eru um Sigurð og sönglög hans. ÁRSHÁTÍÐ Árshátíð JÖRFÍ fór fram Húnabúð í Skeifunni 16. nóvember eftir fordrykk á Jarðvísindastofnun Háskólans í Öskju. Hátíðin tókst vel að venju en hana sóttu um 60 manns. Magnús Tumi Guðmundsson Vélageymslan eftir að búið var að hreinsa af henni snjó og ís í lok vorferðar. The engine/steam bath/toilet house on Grímsfjall after the snow had been cleared from it. Ljósmynd/Photo. Magnús T. Guðmundsson. JÖKULL No. 64,

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

The impact of climate change on glaciers and glacial runoff in Iceland

The impact of climate change on glaciers and glacial runoff in Iceland The impact of climate change on glaciers and glacial runoff in Iceland Bergur Einarsson 1, Tómas Jóhannesson 1, Guðfinna Aðalgeirsdóttir 2, Helgi Björnsson 2, Philippe Crochet 1, Sverrir Guðmundsson 2,

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

Vorferð Jöklarannsóknafélags Íslands, 2003

Vorferð Jöklarannsóknafélags Íslands, 2003 Society report Vorferð Jöklarannsóknafélags Íslands, 2003 Magnús Tumi Guðmundsson Raunvísindastofnun Háskólans, Náttúrufræðahúsi, Sturlugötu 7, 107 Reykjavík; mtg@raunvis.hi.is INNGANGUR Í lok júnímánuðar

More information

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ / 1004720-1004720-3-ABC 2.1.2018 09::16 Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær»»» Reykjavík/HÍ 06:42 06:44 06:45 06:47 06:51 06:52 06: 07:17 07:18 07:22 07:28 07:29 07:31 07:32 07:34 07:36 07:38

More information

JARÐHITI Í GRÍMSVÖTNUM ÁRIÐ 2004 TENGSL ELDGOSS OG JARÐHITA. Magnús Tumi Guðmundsson Þórdís Högnadóttir

JARÐHITI Í GRÍMSVÖTNUM ÁRIÐ 2004 TENGSL ELDGOSS OG JARÐHITA. Magnús Tumi Guðmundsson Þórdís Högnadóttir JARÐHITI Í GRÍMSVÖTNUM ÁRIÐ 2004 TENGSL ELDGOSS OG JARÐHITA Magnús Tumi Guðmundsson Þórdís Högnadóttir Jarðvísindastofnun Háskólans Febrúar 2005 RH-02-2005 1 ÁGRIP Með kortlagningu Grímsvatnasvæðisins

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

JARÐHITI, GOSSTÖÐVAR OG SKILYRÐI TIL VATNSSÖFNUNAR Í GRÍMSVÖTNUM Magnús Tumi Guðmundsson Þórdís Högnadóttir Kirsty Langley

JARÐHITI, GOSSTÖÐVAR OG SKILYRÐI TIL VATNSSÖFNUNAR Í GRÍMSVÖTNUM Magnús Tumi Guðmundsson Þórdís Högnadóttir Kirsty Langley JARÐHITI, GOSSTÖÐVAR OG SKILYRÐI TIL VATNSSÖFNUNAR Í GRÍMSVÖTNUM 2001-2002 Magnús Tumi Guðmundsson Þórdís Högnadóttir Kirsty Langley Raunvísindastofnun Háskólans Febrúar 2003 RH-01-2003 1 ÁGRIP Í kjölfar

More information

Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki

Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki NÍ-11001 Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki Áfangaskýrsla 2010 Borgþór Magnússon Unnið fyrir Landsvirkjun Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki Áfangaskýrsla 2010 Borgþór Magnússon Unnið fyrir Landsvirkjun

More information

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu?

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu? Upphaf mælinga í uppsjávarskipum Sigurjón Arason Yfirverkfræðingur Matís ohf. og Prófessor, Háskóli Íslands Dr. Magnea G. Karlsdóttir; Fagstjóri, Matís ohf. Ásbjörn Jónsson; Verkefnastjóri, Matís ohf Magnús

More information

Skýrsla stjórnar starfsárið 2016

Skýrsla stjórnar starfsárið 2016 Skýrsla stjórnar starfsárið 2016 Mars 2017 Efnisyfirlit INNGANGUR... 3 SKIPAN STJÓRNAR... 3 REKSTUR OG AFKOMA... 3 Afkoma félagsins... 3 Félagatal... 3 VOTTUN... 4 Vottanir starfsársins... 4 Matsmenn...

More information

Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software.

Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software. Heimildaskrá Ritaðar heimildir Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software. Bændasamtök Íslands (2005). Hagtölur

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum Raddir fjölbreyttra kennarahópa Sólveig Karvelsdóttir, lektor, HÍ Hafdís Guðjónsdóttir, dósent, HÍ Rannsóknin er hluti af tveimur rannsóknum Fjölbreyttir kennarahópar

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

Listi yfir ferðir kjörinna fulltrúa og embættismanna árið 2017 á skrifstofum miðlægrar stjórnsýslu

Listi yfir ferðir kjörinna fulltrúa og embættismanna árið 2017 á skrifstofum miðlægrar stjórnsýslu Reykjavík, 20. mars 2018 R17050148 1312 Borgarráð Listi yfir ferðir kjörinna fulltrúa og embættismanna árið 2017 á skrifstofum miðlægrar stjórnsýslu Á fundi borgarráðs þann 18. júní 2015 var samþykkt að

More information

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild Háskólabrú fjarnám Bókalisti vorönn 2019 2. önn Félagsvísinda- og lagadeild Upplýsingatækni og tölfræði: Kennslubók í Excel 2016. Höfundar: Hallur Örn Jónsson og Óli Njáll Ingólfsson Stærðfræði 3: Stærðfræði

More information

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Power Point leiðbeiningar Sjónarhorn View Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Outline view - Yfirlitshamur Hér er hægt að rita minnispunkta við hverja glæru fyrir þann sem

More information

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2.

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2. Reykjavík, 15. maí 2017 R17050061 110 Borgarráð Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2. júní 2017 Fyrirhuguð er opinber

More information

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Jón Viðar Jónmundsson 1 og Emma Eyþórsdóttir 2 1 Bændasamtökum Íslands 2 Rannsóknarstofnun landbúnaðarins/lbh á Hvanneyri Inngangur Fyrsta

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

Sólheimajökull: Hættumat vegna lítilla og meðalstórra jökulhlaupa

Sólheimajökull: Hættumat vegna lítilla og meðalstórra jökulhlaupa Sólheimajökull: Hættumat vegna lítilla og meðalstórra jökulhlaupa Magnús Tumi Guðmundsson, Þórdís Högnadóttir Jarðvísindastofnun Háskólans Björn Oddsson Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra Unnið fyrir

More information

Horizon 2020 á Íslandi:

Horizon 2020 á Íslandi: Horizon 2020 á Íslandi: - Árangur Íslands í Horizon2020 - Hvernig getur Rannís veitt ykkur aðstoð? Kristmundur Þór Ólafsson Alþjóðasvið Rannís Landstengiliður (NCP) fyrir H2020 Hvað er H2020? Rammaáætlun

More information

Gögn um Kötlugosið 1918: Ljósmyndir Kjartans Guðmundssonar úr ferðum á Mýrdalsjökul í júní og september 1919

Gögn um Kötlugosið 1918: Ljósmyndir Kjartans Guðmundssonar úr ferðum á Mýrdalsjökul í júní og september 1919 Gögn um Kötlugosið 1918: Ljósmyndir Kjartans Guðmundssonar úr ferðum á Mýrdalsjökul í júní og september 1919 Magnús T. Guðmundsson Þórdís Högnadóttir Raunvísindastofnun Háskólans maí 2001 RH-08-2001 1

More information

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Áhrif lofthita á raforkunotkun Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Júlí 2017 Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Orkustofnun Júlí 2017 Útgefandi: Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Sími: 569 6000, Fax, 568

More information

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Svíþjóð - stjórnsýslan Þrjú formleg stjórnsýslustig Sveitarfélög, 290 talsins (Local level) Lén, 20 talsins (Regional level) Landsstjórn, 349 þingmenn (National

More information

Ársskýrsla 2013 HRAFNSEYRI

Ársskýrsla 2013 HRAFNSEYRI Ársskýrsla 2013 HRAFNSEYRI Janúar: Árið 2013 byrjaði með miklu óveðri sem gekk yfir landið með tilheyrandi snjókomu, brotnum rafmagnsstaurum og rafmagnsleysi á Vestfjörðum. Haft var samband við Mjókárvirkjun

More information

Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki Áfangaskýrsla 2012

Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki Áfangaskýrsla 2012 NÍ-13004 Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki Áfangaskýrsla Borgþór Magnússon og Sigmar Metúsalemsson Unnið fyrir Landsvirkjun, LV-2013/037 Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki Áfangaskýrsla Borgþór

More information

FRÉTTABRÉF. Harpa fékk LAGNAFÉLAGS ÍSLANDS. viðurkenningu fyrir Lofsvert lagnaverk FRÉTTABRÉF nr. 118

FRÉTTABRÉF. Harpa fékk LAGNAFÉLAGS ÍSLANDS. viðurkenningu fyrir Lofsvert lagnaverk FRÉTTABRÉF nr. 118 FRÉTTABRÉF LAGNAFÉLAGS ÍSLANDS Harpa fékk viðurkenningu fyrir Lofsvert lagnaverk 2011 FRÉTTABRÉF nr. 118 Hr. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, veitti viðurkenningar í Hörpu fyrir Lofsvert lagnaverk

More information

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Klettafjöllin og Grand Canyon 1 Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Kristbjörg María Guðmundsdóttir Eitt af fallegustu handverkum náttúruaflanna er án efa að finna í vesturhluta Norður-Ameríku.

More information

YFIRLIT ÁRSINS 2016 FLUGSVIÐ

YFIRLIT ÁRSINS 2016 FLUGSVIÐ YFIRLIT ÁRSINS 216 FLUGSVIÐ Efnisyfirlit TILKYNNINGAR UM ATVIK ALVARLEG FLUGATVIK FLUGSLYS... 3 TEKIÐ TIL RANNSÓKNAR Á ÁRINU... 4 RANNSÓKNIR SEM LOKIÐ VAR ÁRINU... 5 NEFNDARFUNDIR... 6 TILLÖGUR Í ÖRYGGISÁTT...

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 8. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Afkoma og hreyfing Breiðamerkurjökuls og afrennsli leysingavatns til Jökulsárlóns á Breiðamerkursandi 2017

Afkoma og hreyfing Breiðamerkurjökuls og afrennsli leysingavatns til Jökulsárlóns á Breiðamerkursandi 2017 Greinargerð til Vegagerðarinnar vegna styrks til verkefnisins: Afkoma og hreyfing Breiðamerkurjökuls og afrennsli leysingavatns til Jökulsárlóns á Breiðamerkursandi 2017 Jöklahópur Jarðvísindastofnunar

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

Ársskýrsla Hrafnseyri

Ársskýrsla Hrafnseyri Ársskýrsla 2015 Hrafnseyri Vetrarstarf Í byrjun febrúar var haldinn fundur með nokkrum fulltrúum Háskóla Íslands, þeim Daða Má Kristóferssyni, forseta Félagsvísindasviðs, Ástráði Eysteinssyni þáverandi

More information

Til að forritið vinni með Word þarf að hlaða niður á tölvuna forritsstubbnum Cite While You Write

Til að forritið vinni með Word þarf að hlaða niður á tölvuna forritsstubbnum Cite While You Write Veflæga heimildaskráningarforritið EndNote Web er notað til að halda utan um tilvísanir og búa til heimildaskrár. Hægt er að flytja tilvísanir úr bókasafnsskrám og gagnasöfnum inn í forritið. EndNote Web

More information

Greinargerð: Áhættuskuldbindingar Björgólfs Thors Björgólfssonar og tengdra aðila

Greinargerð: Áhættuskuldbindingar Björgólfs Thors Björgólfssonar og tengdra aðila Yfirlýsing frá Björgólfi Thor Björgólfssyni Lánin verða gerð upp að fullu Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er á nokkrum stöðum fjallað um lán mín og tengdra aðila. Eins og fram kom í grein sem ég skrifaði

More information

Fréttabréf. stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum. 3. tbl. 22. árgangur Júlí 2011

Fréttabréf. stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum. 3. tbl. 22. árgangur Júlí 2011 Fréttabréf stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum 3. tbl. 22. árgangur Júlí 2011 2 FRÉTTABRÉF STÉTTARFÉLAGANNA Í ÞINGEYJARSÝSLUM Forsíðumyndin Drullusyfjaður í brúnni Fjölmargir hefja sín fyrstu skref á vinnumarkaði

More information

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg.

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg. STO FNA Ð 1945 VESTANPÓSTUR Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg. Meðal efnis: Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi VESTANPÓSTUR 2006 Ábyrgðarmaður: Guðfinnur Kjartansson

More information

Saga fyrstu geimferða

Saga fyrstu geimferða Lokaverkefni 2015 Réttarholtsskóli Saga fyrstu geimferða Arnar Freyr Jónsson og Oddur Kjartansson 10.FG Hópur 26 Geimöldin Árið 1957 hófst hin svokallaða geimöld sem síðar átti eftir að verða frumkvöðullinn

More information

Fréttabréf. stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum. 4. tbl. 29. árgangur Desember 2018

Fréttabréf. stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum. 4. tbl. 29. árgangur Desember 2018 Fréttabréf stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum 4. tbl. 29. árgangur Desember 2018 Forsíðumynd Fulltrúar Framsýnar heilsuðu upp á pólska starfsmenn þegar þeir voru á ferðinni í Gedansk. Skipting eftirlaunaréttinda

More information

Aðalheiður L. Guðmundsdóttir Myndlistardeild, lektor Vegna þátttöku í listfræðiráðstefnunni [no title] í Kaupmannahöfn í október.

Aðalheiður L. Guðmundsdóttir Myndlistardeild, lektor Vegna þátttöku í listfræðiráðstefnunni [no title] í Kaupmannahöfn í október. STARFSÞRÓUNARSJÓÐUR AKADEMÍSKRA STARFSMANNA - úthlutun haustönn 2018 Auglýst var eftir umsóknum um styrkveitingar með umsóknarfrest til 3. september 2018. Alls bárust sjóðnum 12 umsóknir: 7 frá hönnunar-

More information

Fjallkrækill Fyrsta fórnarlamb hlýnandi loftslags á Íslandi?

Fjallkrækill Fyrsta fórnarlamb hlýnandi loftslags á Íslandi? Ritrýnd grein Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Hörður Kristinsson Fjallkrækill Fyrsta fórnarlamb hlýnandi loftslags á Íslandi? S íðustu áratugina hafa menn mikið velt fyrir sér áhrifum hlýnandi

More information

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík Notkun merkis Veðurstofu Íslands Veðurstofa Íslands Bústaðavegur 9 150 Reykjavík +354 522 60 00 +354 522 60 01 vedur@vedur.is Maí 2009 2 Efnisyfirlit Merki 3 Litanotkun 5 Merki í fleti 6 Stærð merkisins

More information

Grafísk hönnun og hip-hop Þróun umslagahönnunar í hip-hop tónlist

Grafísk hönnun og hip-hop Þróun umslagahönnunar í hip-hop tónlist Grafísk hönnun og hip-hop Þróun umslagahönnunar í hip-hop tónlist Daði Oddberg Einarsson Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Desember 2016 Grafísk hönnun og hip-hop

More information

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 I GENERAL INFORMATION ABOUT THE SCHOOL 1. Describe the school and its surroundings very

More information

Haust Aðventuljóð. Félag kvenna í fræðslustörfum á Íslandi. Upplýst aðventan gengin í garð og borgin víðóma breiðmynd

Haust Aðventuljóð. Félag kvenna í fræðslustörfum á Íslandi. Upplýst aðventan gengin í garð og borgin víðóma breiðmynd Haust 2015 Félag kvenna í fræðslustörfum á Íslandi Aðventuljóð Upplýst aðventan gengin í garð og borgin víðóma breiðmynd á desembermorgni ösla krapið þykist eiga erindi hnykla brýnnar kreppi hnefa hvar

More information

10. tbl nr Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar. Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd

10. tbl nr Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar. Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd 10. tbl. 2009 nr. 439 Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar um starfið og verkefnin Það fer að styttast í að Eymundur Runólfsson

More information

Jöklabreytingar , og Oddur Sigurðsson Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík;

Jöklabreytingar , og Oddur Sigurðsson Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík; Data report Jöklabreytingar 1930 1960, 1960 1990 og 2003 2004 Oddur Sigurðsson Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík; osig@os.is YFIRLIT Veturinn 2003 2004 var mjög hlýr að því er kemur fram á vefsíðu

More information

Að störfum í Alþjóðabankanum

Að störfum í Alþjóðabankanum Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, útgáfa 2007-2008 Að störfum í Alþjóðabankanum Jónas H. Haralz JEL flokkun: G21, G28, N16, N26, N46 Lykil hugtök: Alþjóðabankinn, Suður-Ameríka, efnahagsmál, hagsaga,

More information

SEPTEMBER 2010 RÁÐSMIÐJA UM FRÆÐANDI FERÐAÞJÓNUSTU - KIÐAGIL

SEPTEMBER 2010 RÁÐSMIÐJA UM FRÆÐANDI FERÐAÞJÓNUSTU - KIÐAGIL SEPTEMBER 2010 RÁÐSMIÐJA UM FRÆÐANDI FERÐAÞJÓNUSTU - KIÐAGIL, forst.m. Þekkingarnets Þingeyinga AKADEMÍSK FERÐAÞJÓNUSTA LEIÐIN FRÁ HUGMYND TIL VERULEIKA Akademísk ferðaþjónusta Yfirferð dagsins... I. Inntak

More information

Upphitun íþróttavalla árið 2015

Upphitun íþróttavalla árið 2015 Rit LbhÍ nr. 99 Upphitun íþróttavalla árið 2015 Guðni Þorvaldsson og Svavar Tryggvi Óskarsson 2018 Rit LbhÍ nr. 99 ISSN 1670-5785 ISBN 978-9979-881-70-4 Upphitun íþróttavalla árið 2015 Guðni Þorvaldsson

More information

Háskólabrú- staðnám. Bókalisti - Vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Háskólabrú- staðnám. Bókalisti - Vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild Háskólabrú- staðnám Bókalisti - Vorönn 2018-2. önn Félagsvísinda- og lagadeild Upplýsingatækni og tölfræði: Kennslubók í Excel 2016. Höfundar: Hallur Örn Jónsson og Óli Njáll Ingólfsson Stærðfræði 3: Stærðfræði

More information

TÍMARIT UM FUGLA Nr. 5 - nóvember 1986

TÍMARIT UM FUGLA Nr. 5 - nóvember 1986 Bliki TÍMARIT UM FUGLA Nr. 5 - nóvember 1986 BLIKI er gefinn út af dýrafræðideild Náttúrufræðistofnunar Íslands í samvinnu við of Natural History, Department of Zoology, BLIKI is published by the Icelandic

More information

Skýrsla stjórnar starfsárið 2017

Skýrsla stjórnar starfsárið 2017 Skýrsla stjórnar starfsárið 2017 Mars 2018 Efnisyfirlit INNGANGUR...3 SKIPAN STJÓRNAR...3 REKSTUR OG AFKOMA...4 Helstu verkefni og afkoma félagsins...4 Félagatal...4 VOTTUN...5 Vottanir starfsársins...5

More information

Könnunarverkefnið PÓSTUR

Könnunarverkefnið PÓSTUR Könnunarverkefnið PÓSTUR Þáttakenndur í verkefninu UM PÓST Rauði hópur Vor 2010 Börn fædd 2005 Hópstjóri: Tatjana Lind Jónsson Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina

More information

Laun á almennum vinnumarkaði 2005 Earnings in the private sector 2005

Laun á almennum vinnumarkaði 2005 Earnings in the private sector 2005 26:1 14. júlí 26 Laun á almennum vinnumarkaði 25 Earnings in the private sector 25 Samantekt Árið 25 voru regluleg mánaðarlaun á almennum vinnumarkaði að meðaltali 244 þúsund krónur, heildarmánaðarlaun

More information

MÁLGAGN OG FRÉTTABRÉF HJARTAHEILLA 26. árg. 2. tbl. nóvember 2014

MÁLGAGN OG FRÉTTABRÉF HJARTAHEILLA 26. árg. 2. tbl. nóvember 2014 MÁLGAGN OG FRÉTTABRÉF HJARTAHEILLA 26. árg. 2. tbl. nóvember 2014 Dagurinn er bara allt annar Ota haframjölið er framleitt úr 100% sérvöldum höfrum sem eru flokkaðir, valsaðir og síðan ristaðir til að

More information

Ársskýrsla. Embættis landlæknis

Ársskýrsla. Embættis landlæknis Ársskýrsla Embættis landlæknis 2014 Ársskýrsla Embættis landlæknis 2014 Ársskýrsla Embættis landlæknis 2014 ISSN 1670-746X Útgefandi: Embætti landlæknis Barónsstíg 47 101 Reykjavík 2015 Ábyrgðarmaður:

More information

Sumarbeit sauðfjár á ræktuðu landi og fóðurrepju

Sumarbeit sauðfjár á ræktuðu landi og fóðurrepju 245 Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007 Sumarbeit sauðfjár á ræktuðu landi og fóðurrepju Þórey Bjarnadóttir 1, Jóhannes Sveinbjörnsson 2 og Emma Eyþórsdóttir 2 Búnaðarsambandi Suðurlands 1 og Landbúnaðarháskóla

More information

Hafrannsóknastofnunin. Fjölrit nr. 142

Hafrannsóknastofnunin. Fjölrit nr. 142 Brottkast og GPS merkingar 1 Hafrannsóknastofnunin. Fjölrit nr. 142 Mælingar á brottkasti botnfiska 2007 Ólafur K. Pálsson 1, Höskuldur Björnsson 1, Ari Arason 2, Eyþór Björnsson 2, Guðmundur Jóhannesson

More information

Inngangur. Í 79% tilvika var lagt hald á ávana- og fíkniefni á heimilum kærðra, á líkama þeirra eða í bifreiðum.

Inngangur. Í 79% tilvika var lagt hald á ávana- og fíkniefni á heimilum kærðra, á líkama þeirra eða í bifreiðum. Inngangur Skýrslan sem hér er birt er framhald skýrslu sem kom út í fyrra um sama efni. Með upplýsingum sem koma fram í skýrslunni gefst tækifæri til þess að meta þróun fíkniefnamála og mæla árangur af

More information

KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR

KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR KV 2018-3 KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR Greining á mögulegum eldisuppruna 12 laxa sem veiddust í tveimur ám á Vestfjörðum árið 2017 Analysis of 12 salmon caught in two rivers in the Icelandic Westfjords 2017

More information

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst 15. 18. ágúst 21. 25. ágúst 28. ág 1. sept. 15. skipulagsdagur 16. skipulagsdagur 17. Skipulagsdagur 18. skipulagsdagur

More information

Tíu nýsveinar útskrifast úr bókiðngreinum 2011 Tíu nýsveinar fengu afhent sveinsbréf

Tíu nýsveinar útskrifast úr bókiðngreinum 2011 Tíu nýsveinar fengu afhent sveinsbréf 1.31.2011 1.31.2011 Útskrift Ritnefnd Prentarans: Hrafnhildur Ólafsdóttir, ritstjóri og ábyrgðarmaður. Anna Helgadóttir Hrönn Jónsdóttir Þorkell S. Hilmarsson Ábendingar og óskir lesenda um efni í blaðið

More information

Verkfræðingafélag Íslands

Verkfræðingafélag Íslands Verkfræðingafélag Íslands Ársskýrsla starfsárið 2017-2018 2 Ársskýrsla þessi greinir frá starfsemi Verkfræðingafélags Íslands 2017-2018. Aðalfundur fer með æðsta vald í málefnum félagsins en stjórn félagsins

More information

Íshellar í Vatnajökulsþjóðgarði

Íshellar í Vatnajökulsþjóðgarði Íshellar í Vatnajökulsþjóðgarði Aðferðir við mat á áhættu Magnús Tumi Guðmundsson, Finnur Pálsson Jarðvísindastofnun Háskólans Jón Gauti Jónsson Mountain Tours Lokauppkast Raunvísindastofnun Háskólans

More information

Ed Frumvarp tillaga [143. mál]

Ed Frumvarp tillaga [143. mál] Ed. 148. Frumvarp tillaga [143. mál] um lagagildi viðaukasamnings milli ríkisstjórnar Íslands og Swiss Aluminium Ltd. um álbræðslu við Straumsvík. (Lagt fyrir Alþingi á 107. löggjafarþingi, 1984.) 1. gr.

More information

Gleðilega hátíð. JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA. Landsbankinn landsbankinn.is

Gleðilega hátíð. JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA. Landsbankinn landsbankinn.is REYKJAVIK PRIDE 2. 7. ÁGÚST FREE COPY HINSEGINDAGAR.IS Gleðilega hátíð JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA Landsbankinn landsbankinn.is 410 4000 VELKOMIN Á HINSEGIN DAGA 2016 WELCOME TO REYKJAVIK PRIDE 2016 Sagan

More information

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson Samstarf HR og IGI Ólafur Andri Ragnarsson Leikjaiðnaðurinn 2021 Leikjaiðnaðurinn 2021 5.000 störf 70 milljarðar í heildarútflutningstekjur ef... Photo Ian Parker http://parkerlab.bio.uci.edu/nonscientific_adventures/iceland_man.ht

More information

Leiðbeinandi á vinnustað

Leiðbeinandi á vinnustað Work Mentor Leiðbeinandi á vinnustað Leonardo da Vinci, Transfer of Innovation verkefni sem VMA sótti um að stýra. Kynning maí 2011. Jóhannes Árnason 1 Work Mentor Leonardo da Vinci Transfer of Innovation

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr. 54 8. árgangur

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2011:1 27. maí 2011 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga frá sveitarfélögum árlega um fjárhagsaðstoð, félagslega heimaþjónustu

More information

1. tbl nr Viktor Arnar Ingólfsson skrifar

1. tbl nr Viktor Arnar Ingólfsson skrifar 1. tbl. 2016 nr. 499 Árni Þórarinsson fv. flokksstjóri í Fellabæ var heiðraður með merkissteini Vegagerðarinnar á haustfundi Austursvæðis í Valaskjálf á Egilsstöðum 27. nóvember 2015. Það var Sveinn Sveinsson

More information

Ársskýrsla Skógræktarfélags Reykjavíkur 2013

Ársskýrsla Skógræktarfélags Reykjavíkur 2013 Skógræktarfélag Reykjavíkur Ársskýrsla Skógræktarfélags Reykjavíkur 2013 Skógræktarfélag Reykjavíkur Elliðavatni 110 Reykjavík Sími: 564-1770 2 Efnisyfirlit Inngangur... 5 Lykiltölur... 6 Félagsmál...

More information

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014 EFLA Verkfræðistofa STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin 2004-2013 Reykjavík, júní 2014 2014, hf - Vinnslu efnis og frágang texta annaðist Kolbrún Reinholdsdóttir fyrir Verkfræðistofuna EFLU hf. ISSN ISBN

More information

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands ÞÓRA BJÖRK HJARTARDÓTTIR Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands 1. Fjöldi erlendra stúdenta Á liðnum áratug hefur erlendum stúdentum fjölgað gríðarlega við Háskóla Íslands. Haustið 2000 voru skráðir

More information

Ársskýrsla Skógræktarfélags Reykjavíkur

Ársskýrsla Skógræktarfélags Reykjavíkur Ársskýrsla Skógræktarfélags Reykjavíkur 2004 Ársskýrsla Skógræktarfélags Reykjavíkur 2004 Höfundar: Helgi Gíslason, Herdís Friðriksdóttir og Ólafur Erling Ólafsson Yfirlestur: Inga Rósa Þórðardóttir og

More information

Jökulhlaup í Sveðju í júlí 2011:

Jökulhlaup í Sveðju í júlí 2011: Jökulhlaup í Sveðju í júlí 2011: Íssjármælingar við Hamarsketil vorin 2013, 2014 og 2015 og yfirborðshæðarbreytingar í katlinum og nágrenni hans 1998-2015 Eyjólfur Magnússon, Finnur Pálsson, Magnús T.

More information

Hönnun fangelsis á Hólmsheiði er hafin á grundvelli vinningstillögu Arkís arkitektastofu. Úrslit í hönnunarsamkeppninni voru

Hönnun fangelsis á Hólmsheiði er hafin á grundvelli vinningstillögu Arkís arkitektastofu. Úrslit í hönnunarsamkeppninni voru 3 5. t b l. 1 8. á r g. 2 012 Ráðstefna 16. nóvember 4 Kjaramál 6 Ársfundur FEANI Fangelsi á Hólmsheiði 8 Radonmengun í húsum 12 Af stjórnarborðum 13 Sofandaháttur í samgöngumálum Hönnun fangelsis á Hólmsheiði

More information

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012 Nr. 28/32 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012 2013/EES/28/07 frá 8. júní 2012 um framkvæmdarreglur vegna beitingar 16. gr.

More information

E F N I S Y F I R L I T. Veðurstofa Íslands 2016 Bústaðavegi 7 9, 108 Reykjavík

E F N I S Y F I R L I T. Veðurstofa Íslands 2016 Bústaðavegi 7 9, 108 Reykjavík ÁRSSKÝRSLA 2015 E F N I S Y F I R L I T 3 Frá forstjóra 4 Náttúrufar 10 Skaftárhlaup 14 Ofurtölva á Veðurstofunni 16 Þróun og rannsóknir 20 Verkefni 22 Stofnunin 24 Fjármál og rekstur 26 Ritaskrá starfsmanna

More information

Staðlaráð Íslands. Ársskýrsla 2016

Staðlaráð Íslands. Ársskýrsla 2016 Staðlaráð Íslands Ársskýrsla 2016 Aðilar að Staðlaráði Íslands 2016 Admon ehf. Advania Alcoa Fjarðaál Arion banki hf. Arkitektafélag Íslands Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti Auðkenni ehf. Ábyrgar fiskveiðar

More information

Kennileiti hverfur í Belgsholti í Melasveit

Kennileiti hverfur í Belgsholti í Melasveit 10-11 Landgræðsla á Íslandi í heila öld 13 Kennileiti hverfur í Belgsholti í Melasveit 15 Alþjóðlegur fræbanki á Svalbarða Breytingar á áburðarmarkaði Á Markaðssíðu Bændablaðsins er í dag fjallað um horfur

More information

[fjou:lɪð] mitt er svo [fuŋkt]!

[fjou:lɪð] mitt er svo [fuŋkt]! Hugvísindasvið [fjou:lɪð] mitt er svo [fuŋkt]! Um skiptihljóðið /f/ í máli stúlku á fimmta ári Ritgerð til B.A.-prófs Rannveig Garðarsdóttir Maí 2012 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Íslenska [fjou:lɪð]

More information

LV Afkomu- og hraðamælingar á Langjökli

LV Afkomu- og hraðamælingar á Langjökli LV-2017-125 Afkomu- og hraðamælingar á Langjökli Jökulárið 2016-2017 Lykilsíða Skýrsla LV nr: LV-2017-125 Dags: Desember 2017 Fjöldi síðna: 25 Upplag: 1 Dreifing: Birt á vef LV Opin Takmörkuð til Titill:

More information

Hugvísindasvið. Lesið í landið. Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag. Ritgerð til B.A.-prófs. Ásta Hermannsdóttir

Hugvísindasvið. Lesið í landið. Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag. Ritgerð til B.A.-prófs. Ásta Hermannsdóttir Hugvísindasvið Lesið í landið Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag Ritgerð til B.A.-prófs Ásta Hermannsdóttir Janúar 2011 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Fornleifafræði Lesið í landið

More information

FRÉTTABRÉF LAGNAFÉLAGS ÍSLANDS. Afmæliskveðja til Meistarafélags pípulagningameistara frá Lagnafélagi Íslands 1. TBL. 32. ÁRGANGUR MARS 2018 LÖGGILTUR

FRÉTTABRÉF LAGNAFÉLAGS ÍSLANDS. Afmæliskveðja til Meistarafélags pípulagningameistara frá Lagnafélagi Íslands 1. TBL. 32. ÁRGANGUR MARS 2018 LÖGGILTUR FRÉTTABRÉF LAGNAFÉLAGS ÍSLANDS Afmæliskveðja til Meistarafélags pípulagningameistara frá Lagnafélagi Íslands FRÉTTABRÉF NR. 132 1. TBL. 32. ÁRGANGUR MARS 2018 Stjórn Félags pípulagningameistara eins og

More information

LV Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar

LV Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar LV-2014-021 Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar Mælingar með samanburði á gervitunglamyndum frá 2002, 2010 og 2012 Lykilsíða Skýrsla LV nr: LV 2014 021 Dags: 19.02.2014

More information

Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri

Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri Hugvísindasvið Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri Pólitíkin og pönkið Ritgerð til B.A.-prófs Valur Gunnarsson Janúar 2010 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Almenn bókmenntafræði Skítsama um allt, frá

More information

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, apríl 2012

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, apríl 2012 EFLA Verkfræðistofa STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin 2002-2011 Reykjavík, apríl 2012 2012, EFLA verkfræðistofa hf - Vinnslu efnis og frágang texta annaðist Kolbrún Reinholdsdóttir fyrir Verkfræðistofuna

More information

Veðurstofa Íslands

Veðurstofa Íslands Veðurstofa Íslands Ársskýrsla 2007-2008 1 EFNISYFIRLIT 3 Ávarp veðurstofustjóra 4 Veðurathugunarstöðvar - Jarðvöktunarkerfi 5 Tíðarfarsyfirlit 6 Ársreikningur 2007 og 2008 8 Veðurstofan í 89 ár 11 Starfsemi

More information