Evrópskur samanburður á launum 2010 Structure of Earnings Survey 2010

Similar documents
Laun á almennum vinnumarkaði 2005 Earnings in the private sector 2005

October 2013 compared with September 2013 Industrial production down by 1.1% in euro area Down by 0.7% in EU28

External Quality of Service Monitoring

March 2015 compared with February 2015 Volume of retail trade down by 0.8% in euro area Down by 0.6% in EU28

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Survey on the attitudes of Europeans towards tourism. Analytical report

EUROPEANS EXPERIENCE WITH USING SHIPS AND PERCEPTIONS OF MARITIME SAFETY

MAIS3+ assessment: Current practices around Europe

TRIPS OF BULGARIAN RESIDENTS ABROAD AND ARRIVALS OF VISITORS FROM ABROAD TO BULGARIA IN NOVEMBER 2018

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir

TRIPS OF BULGARIAN RESIDENTS ABROAD AND ARRIVALS OF VISITORS FROM ABROAD TO BULGARIA IN FEBRUARY 2018

TRIPS OF BULGARIAN RESIDENTS ABROAD AND ARRIVALS OF VISITORS FROM ABROAD TO BULGARIA IN OCTOBER 2017

Pocketbooks. Fishery statistics. Data edition. EuropEan Commission. hery.indd :03:37

TRIPS OF BULGARIAN RESIDENTS ABROAD AND ARRIVALS OF VISITORS FROM ABROAD TO BULGARIA IN NOVEMBER 2017

TRIPS OF BULGARIAN RESIDENTS ABROAD AND ARRIVALS OF VISITORS FROM ABROAD TO BULGARIA IN JANUARY 2018

ATTITUDES OF EUROPEANS TOWARDS TOURISM

CCBE LAWYERS STATISTICS 2016

Tekjur og menntun 2014 Income and education 2014

in focus Statistics How Eur opeans go on Contents Main features INDUSTRY, TRADE AND SERVICES POPULATION AND SOCIAL CONDITIONS

An overview of Tallinn tourism trends

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

TRIPS OF BULGARIAN RESIDENTS IN ABROAD AND ARRIVALS OF VISITORS FROM ABROAD TO BULGARIA IN FEBRUARY 2011

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Air transport in the EU27 Air passenger transport up by 0.6% in 2008 Declining trend through the year

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

Horizon 2020 á Íslandi:

ENGLISH. Lombardia in Europe REGIONAL STATISTICAL YEARBOOK

Ísland í evrópsku upplýsingasamfélagi 2006 The Icelandic Information Society in a European context 2006

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Cumulative Investments by Sector. Cumulative Investment by Country. Industry, Commerce & Agribusiness 18% Transport 30% Natural Resources 2%

Fishery statistics P O C K E T B O O K S. Data E D I T I O N KS-DW EN-C. Price (excluding VAT) in Luxembourg: EUR 10

Félagsvísar: Skortur á efnislegum gæðum 2014 Social indicators: Material deprivation 2014

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Survey on the attitudes of Europeans towards tourism. Analytical report

SLOVAKIA. Table 1. FDI flows in the host economy, by geographical origin. (Millions of US dollars)

Rannsóknamiðstöð Íslands - Rannís. Nýsköpunarvogin Nýsköpunarvirkni íslenskra fyrirtækja

Europeans and Tourism - Autumn Analytical Report

Tölvu- og netnotkun á Íslandi og í öðrum Evrópulöndum 2014 Computer and Internet usage in Iceland and other European countries 2014

Félagsvísar: Ungt fólk í foreldrahúsum Social indicators: Young people living with their parents

FINLAND. Table 1. FDI flows in the host economy, by geographical origin. (Millions of US dollars)

New wiiw forecast for Central, East and Southeast Europe,

IMD World Talent Report Factor 1 : Investment and Development

Industrial Statistics of Lifts and Escalators. Ebru Gemici-Loukas, VDMA ASANSÖR, Istanbul 27. March 2015

KLAIPEDA GATEWAY TO THE EUROPEAN MARKET

GODINA XI SARAJEVO, BROJ 2 TOURISM STATISTICS. Tourism in BIH, February 2017

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

EU Report. Europe JANUARY 2017

irport atchment rea atabase

Going Beyond GDP and Measuring Poverty: new challenges ahead

Félagsvísar: Leigjendur á almennum leigumarkaði Social indicators: Tenants renting at market rates

Chit Chats clients save up to 70% on U.S. and international postage.

EU-Russia summit Strong recovery of trade in goods between EU27 and Russia in 2011 An EU27 deficit of 91 bn euro with Russia in 2011

HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS. Hagstærðir Verzlunarmannafélags Reykjavíkur

Tourism in Israelan. & Employment in Tourism Industries. outline

CAP CONTEXT INDICATORS

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

EU Report. Europe JANUARY 2019

Landsframleiðslan 2017 Gross Domestic Product 2017

JAR-145: APPROVED MAINTENANCE ORGANISATIONS. Please find attached a copy of Amendment 6 to JAR-145, effective 1 November 2004.

The Nordic Countries in an International Comparison. Helga Kristjánsdóttir 20. apríl 2012

The impact of economic crisis on air transport Dragotă Violeta Gianina PhD Buzilă Nicoleta PhD Gordean Raoul Sabin PhD student Dogan Mihaela

Efni yfirlitsins að þessu sinni er: HAGTÖLUR VR

Please find attached a copy of JAR-25 Amendment 20 dated December 2007.

ROMANIA. Table 1. FDI flows in the host economy, by geographical origin. (Millions of US dollars)

CEFS SUGAR STATISTICS 2010

ROAD SAFETY MANAGEMENT AND DATA SYSTEMS

O 2 Call Options Explained

List of nationally authorised medicinal products

PRESS RELEASE. ARRIVALS OF NON-RESIDENTS IN GREECE: January - June 2016 HELLENIC REPUBLIC HELLENIC STATISTICAL AUTHORITY. Piraeus, 13 October 2016

Samanburðarrannsókn á. kennslutíma. í fullu skyldunámi. í Evrópu 2013/14. Eurydice skýrslur. Education and Training

COMMUNICATION FROM THE COMMISSION TO THE COUNCIL

The economic impact of ATC strikes in Europe Key findings from our updated report for A4E

Please find attached a copy of JAR-66 Amendment 2 dated February 2007.

LifeWatch, costing and funding. The LifeWatch e-infrastructure financial issues

Félagsvísar: Lífskjör og lífsgæði barna Social indicators: The quality of children s lives

Filoxenia Conference Centre Level 0

Survey on arrivals and overnight stays of tourists, total 2017

Rekstur og efnahagur fyrirtækja 2015 Financial statements of Icelandic companies 2015

Kennslutími fyrir skyldunám er mjög breytilegur milli Evrópulandanna

JAR-147: APPROVED MAINTENANCE TRAINING/EXAMINATIONS. Please find attached a copy of JAR-147 Amendment 3 dated February 2007.

Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006

JAR-23: NORMAL, UTILITY, AEROBATIC, AND COMMUTER CATEGORY AEROPLANES. Please find attached a copy of JAR-23 Amendment 3 dated February 2007.

Tourist arrivals and overnight stays in collective accommodation 1 July 2017 (p)

Tourist flow in Italy Year 2017

sjálfsöryggi. Sj PIAAC Á NORÐURLÖNDUM INNGANGUR GRUNNLEIKNI FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ ATVINNULÍFSINS ANDERS ROSDAHL

JAR-21: CERTIFICATION PROCEDURES FOR AIRCRAFT AND RELATED PRODUCTS AND PARTS. Please find attached a copy of JAR-21 Amendment 7 dated February 2007.

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2013 Municipal social services 2013

Table I. General questions

Dr. Violeta Vinceviciene, DG ENV D.2

Efni yfirlitsins að þessu sinni er:

EUROCONTROL. Visit of the Transport Attachés. 10 April Frank Brenner. Director General EUROCONTROL

Vímuefnaneysla íslenskra unglinga í alþjóðlegum samanburði

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Travel Policy Fly America Act Compliance Presentation. Presented by: Travel Services

Call Type PAYU1 PAYU2 PAYU3 Out Of Bundle

Transcription:

2012:11 18. desember 2012 Evrópskur samanburður á launum 2010 Structure of Earnings Survey 2010 Samantekt Árið 2010 voru meðallaun á Íslandi rétt undir meðaltali Evrópusambandsríkjanna. Þegar horft er til starfsstétta voru stjórnendur, sérfræðingar, tæknar og skrifstofufólk með laun undir meðaltali samsvarandi hópa í Evrópusambandinu en laun þjónustu- og sölufólks, iðnaðarmanna og iðnverkafólks, véla- og vélgæslufólks og ósérhæfðs starfsfólks voru yfir meðaltali. Vinnutími er almennt langur á Íslandi miðað við ríki Evrópusambandsins og er hlutfall yfirvinnustunda hærra á Íslandi en í nokkru öðru landi sem rannsóknin nær til, eða 8%, þrátt fyrir að hafa lækkað úr 11% frá síðustu rannsókn árið 2006. Þá er hlutfall óreglulegra greiðslna af árslaunum að jafnaði lægra á Íslandi en í öðrum löndum. Þetta eru niðurstöður launarannsóknar sem Hagstofa Evrópusambandsins, Eurostat, stendur fyrir á meðal aðildarþjóða sinna auk EFTA-ríkjanna, Íslands, Noregs og Sviss. Þá skila einnig Króatía, Makedónía og Tyrkland gögnum í rannsóknina. Rannsóknin er framkvæmd á fjögurra ára fresti. Hér verður gerð grein fyrir helstu niðurstöðum sem varða Ísland fyrir viðmiðunarárið 2010 en þær voru birtar á vef Hagstofu Evrópusambandsins nýlega. Markmið rannsóknar Structure of Earnings Survey Structure of Earnings Survey (SES) er rannsókn sem Hagstofa Evrópusambandsins Eurostat stendur fyrir. Rannsóknin er framkvæmd á fjögurra ára fresti, fyrst fyrir viðmiðunarárið 2002 og síðan 2006. Hér verður gerð grein fyrir helstu niðurstöðum fyrir árið 2010. Rannsóknin byggir á reglugerð ráðs Evrópusambandsins nr. 530/1999, og reglugerða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins nr. 1916/2000 og 1738/2005. Markmið þessara reglugerða er að afla gagna um laun í löndum Evrópu til stefnumótunar og rannsókna. Rannsóknin gefur sundurliðaðar og samræmdar upplýsingar um laun og launasamsetningu í aðildarríkjum Evrópusambandsins og annarra þátttökuþjóða. Niðurstöður í heild sinni eru birtar á vef Eurostat 1 en valdar niðurstöður eru birtar á vef Hagstofu Íslands. 2 Umfang rannsóknar Rannsóknin byggir á upplýsingum frá 34 löndum, það er öllum 27 löndum Evrópusambandsins auk EFTA-ríkjanna, Íslands, Noregs og Sviss. Þá skila Króatía, Makedónía og Tyrkland einnig gögnum í rannsóknina. Gögn frá Grikklandi og Króatíu liggja ekki fyrir á þessum tímapunkti og því er þeim sleppt í þessari saman- 1 http://epp.eurostat.ec.europa.eu/ 2 http://www.hagstofa.is/

2 tekt. Rannsókninni er ætlað að ná til vinnumarkaðarins í heild sinni og er stuðst við alþjóðlegu atvinnugreinaflokkunina NACE (2 endurskoðun). Þó eru undanskildar atvinnugreinarnar landbúnaður, skógrækt og fiskveiðar (A), atvinnurekstur innan heimilis, þjónustustarfsemi og vöruframleiðsla til eigin nota (T) og starfsemi stofnana og samtaka með úrlendisrétt (U). Þá var löndum í sjálfsvald sett hvort þau skiluðu upplýsingum um opinbera stjórnsýslu og varnarmál; almannatryggingar (O) og skiluðu 26 lönd tölum fyrir þá atvinnugrein. Einnig var valkvætt að skila inn upplýsingum fyrir rekstrareiningar með færri en 10 starfsmenn. Skil frá Íslandi Vinnslutími Jafnvirðisgildi endurspegla verðlag Viðmiðunartímabil Ísland skilaði gögnum, frá rekstareiningum með 10 eða fleiri starfsmenn, í tólf af átján atvinnugreinum. Það er í framleiðslu (C), rafmagns-, gas- og hitaveitum (D), vatnsveitu, fráveitu, meðhöndlun úrgangs og afmengun (E), byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð (F), heild- og smásöluverslun, viðgerðum á vélknúnum ökutækjum (G), flutningum og geymslu (H), upplýsingum og fjarskiptum (J), fjármála- og vátryggingastarfsemi (K), opinberri stjórnsýslu og varnarmálum; almannatryggingum (O), fræðslustarfsemi (P), heilbrigðis- og félagsþjónustu (Q) og menningar-, íþrótta- og tómstundastarfsemi (R). Gögn Íslands byggja á launarannsókn Hagstofu Íslands. Þess ber að geta að atvinnugreinin námugröftur og vinnsla hráefna úr jörðu (B) er ekki marktækur hluti af íslenskum vinnumarkaði á viðmiðunarárinu 2010. Gögnum er safnað einu og hálfu ári eftir að viðmiðunartímabili lýkur. Því var gögnum fyrir árið 2010 safnað af hálfu Eurostat um mitt ár 2012 og voru niðurstöðurnar birtar á heimasíðu Eurostat í lok árs 2012. Við samanburð á launum á milli landa er beitt tvenns konar samanburði. Annars vegar eru laun umreiknuð í evrur á miðgengi ársins 2010 (1 evra = 161,89 ISK). Þá er einnig tekið tillit til mismunandi verðlags milli landa og laun umreiknuð í svokallað jafnvirðisgildi (PPS). Útreikningar á jafnvirðisgildi byggja á verðsamanburði á sömu eða sambærilegri vöru og þjónustu milli ríkjanna. Þannig lækka laun ríkis í samanburði við önnur lönd ef verðlag í ríkinu er hærra og notuð eru jafnvirðisgildi í stað gengis við samanburðinn. Viðmiðunartímabil rannsóknarinnar er árið 2010. Árslaun og óreglulegar greiðslur byggja á öllu árinu 2010 en mánaðarlaun, yfirvinna, greiddar stundir og tímakaup byggja á október 2010. Laun fyrir hlutastörf eru umreiknuð í fullt starf, bæði í mánaðarlaunum og árslaunum. Í útreikningum er stuðst við greiddar stundir en ekki unnar stundir. Í mörgum tilvikum eru greiddar stundir ágætur mælikvarði á vinnustundir launamanns. Það er þó ekki algilt þar sem fastlaunasamningar eru víða í gildi og í þeim tilvikum er erfitt að meta og mæla vinnustundir. Því geta greiddar stundir ýmist van- eða ofmetið unnar stundir.

3 Árslaun Árslaun ná til allra launagreiðslna árið 2010. Þannig eru inni í þeim allar eingreiðslur, hlunnindi og aðrar greiðslur sem ekki eru gerðar upp á hverju útborgunartímabili. Laun eru umreiknuð í fullt starf fyrir heilt ár miðað við vinnuskyldu hvers launamanns. Árslaun á Íslandi umreiknuð í evrur eru rétt undir meðaltali Evrópusambandsins Árslaun á íslenskum vinnumarkaði eru tæplega 29 þúsund evrur 1 sem eru um 93% af meðaltali Evrópusambandsins en þar eru meðal árslaun tæplega 31 þúsund evrur. Hæst eru árslaunin í Sviss en þau eru um það bil tvöfalt hærri en meðalárslaun í Evrópusambandinu öllu. Laun starfsfólks í hlutastarfi eru umreiknuð í fullt starf. Mynd 1. Árslaun í evrum árið 2010 Figure 1. Annual Earnings in Euro 2010 Evrur Euro CH DK NO LU BE IE FI NL AT DE SE UK EA17 FR IT EU27 IS ES CY SI MT PT CZ EE PL SK HU TR LV LT RO MK BG 15% 100% 93% 111% 197% 0 10.000 20.000 30.000 40.000 50.000 60.000 70.000 Skýringar Notes: Heiti á löndum má sjá í töflu 11 aftast í heftinu. Country names are listed in table 11 at the end of the issue. Árslaun á Íslandi m.t.t. jafnvirðisgilda voru 95% af meðaltali Evrópusambandsins Þegar árslaun eru umreiknuð í jafnvirðisgildi má sjá að Ísland er á svipuðu róli hvað varðar hlutfall af meðaltali Evrópusambandins en nokkur lönd skjótast þó upp fyrir Ísland í röðinni þar sem kaupmáttur launa er meiri þar en á Íslandi. 1 Árið 2010 1 evra = 161,89 ISK

4 Mynd 2. Árslaun með tilliti til jafnvirðisgilda árið 2010 Figure 2. Annual Earnings in Purchasing Power Standard (PPS) 2010 CH LU DK BE IE NO DE NL UK AT FI EA17 SE EU27 IT CY FR ES IS MT SI PT CZ PL TR HU EE SK MK LV LT RO BG 34% 100% 0 10.000 20.000 30.000 40.000 50.000 Jafnvirðisgildi PPS Skýringar Notes: Heiti á löndum má sjá í töflu 11 aftast í heftinu. Country names are listed in table 11 at the end of the issue. 95% 107% 149% Laun og kaupmáttur dregst saman frá síðustu rannsókn miðað við önnur lönd Þegar árslaun á Íslandi eru skoðuð öll viðmiðunarár rannsóknarinnar má sjá að laun umreiknuð í evrur hafa ekki haldið í við meðaltal Evrópusambandsríkjanna 27. Eins og sést í töflu 1 á næstu blaðsíðu voru árslaun á Íslandi 23% hærri en meðaltalið árið 2002 og 57% hærri en meðaltalið árið 2006. Þá voru árslaun á Íslandi þau áttundu hæstu í rannsókninni árið 2002 og þriðju hæstu árið 2006. Árið 2010 eru árslaun á Íslandi hins vegar 93% af meðaltali Evrópusambandsins og þau fimmtándu hæstu. Það sama má sjá þegar tekið er tillit til jafnvirðisgilda, en þar er munurinn ekki jafn mikill. Árið 2002 voru árslaun með tilliti til jafnvirðisgilda 95% af meðaltali Evrópusambandsins sem er sama hlutfall og árið 2010. Árið 2006 voru árslaun á Íslandi með tilliti til jafnvirðisgilda 12% hærri en meðaltal Evrópusambandsríkjanna. Í töflu 1 má einnig sjá að árið 2010 eru árslaun á Íslandi umreiknuð í evrur þau 15. hæstu í rannsókninni en m.t.t. jafnvirðisgilda voru þau 17. hæst. Munar tveimur sætum á stöðu Íslands miðað við aðrar þjóðir eftir því hvort laun eru umreiknuð í evrur eða jafnvirðisgildi. Árið 2006 munaði sex sætum á stöðu Íslands og árið 2002 munaði fjórum sætum.

5 Tafla 1. Table1. Árslaun á Íslandi sem hlutfall af meðaltali Evrópusambandins Annual Earnings in Iceland as a percentage of the European Union average Evrur Euro 1 Jafnvirðisgildi PPS Upphæð Röð Hlutfall Upphæð Röð Hlutfall Amount Rank Percent Amount Rank Percent 2002 34.254 8 123 26.160 12 95 2006 46.621 3 157 32.341 9 112 2010 28.605 15 93 28.929 17 95 Skýringar Notes: Vegið meðaltal Evrópusambandsríkjanna 27 er 100%. Hlutfall yfir 100% þýðir að laun á Íslandi eru yfir meðaltali og hlutfall undir 100% þýðir að laun eru undir meðaltali. Röð vísar til sætis Íslands í samanburði við aðrar þjóðir. Weighted average of the 27 European Union member states equals 100%. Rank is the ranking of Iceland compared to other countries. Hlutfall óreglulegra greiðslna af árslaunum lágt á Íslandi Hlutfall ýmiss konar óreglulegra greiðslna, svo sem eingreiðslna og bónusa, er frekar lágt á Íslandi miðað við önnur lönd. Þannig er hlutfall óreglulegra greiðslna um 2% á Íslandi (lækkar úr 4% frá síðustu rannsókn). Hlutfall óreglulegra greiðslna er hæst í Austurríki og Portúgal þar sem það er um 16%. Vegið meðaltal Evrópusambandsríkjanna 27 er 8% og vegið meðaltal Evruríkjanna 17 er 10%. Vægi óreglulegra greiðslna er lægra en 10% í 25 löndum og lægra en 5% í 9 löndum og eru öll Norðurlöndin þar á meðal nema Finnland þar sem vægið er 5%. 1 Árið 2010 1 evra = 161,89 kr. Árið 2006 1 evra = 87,76 kr. Árið 2002 1 evra = 86,16 kr.

6 Mánaðarlaun Mánaðarlaun byggja á föstum reglulegum greiðslum auk yfirvinnu í október 2010. Mánaðarlaun eru umreiknuð í fullt starf miðað við vinnuskyldu hvers launamanns. Þannig getur ólíkur fjöldi vinnustunda legið á bak við mánaðarlaun í hverju landi. Mánaðarlaun í evrum hæst í Sviss Mánaðarlaun í evrum, eru hæst í Sviss rúmlega 4.500 evrur. Noregur fylgir fast á hæla þeirra. Mánaðarlaun á Íslandi eru um 87% af meðaltali Evrópusambandslandanna 27. Lægst eru laun í Búlgaríu en þar eru þau um 15% af meðaltalinu. Laun starfsfólks í hlutastarfi eru umreiknuð í fullt starf. Óreglulegar greiðslur sem gætu hafa fallið til í október eru ekki inni í mánaðarlaunum. Mynd 3. Mánaðarlaun í evrum árið 2010 Figure 3. Monthly Earnings in Euro 2010 Evrur Euro CH NO DK LU IE FI BE DE SE NL UK FR AT EA17 EU27 IT CY IS ES SI MT PT CZ TR EE PL HU SK LV LT MK RO BG 87% 108% 100% 197% 15% 0 1.000 2.000 3.000 4.000 5.000 Skýringar Notes: Heiti á löndum má sjá í töflu 11 aftast í heftinu. Country names are listed in table 11 at the end of the issue. Minni dreifing launa þegar þau eru umreiknuð í jafnvirðisgildi en evrur Þegar tekið er tillit til verðlags verður nokkuð minni munur á launum en þegar laun eru umreiknuð í evrur. Sviss situr í efsta sæti með helmingi hærri laun en meðaltal Evrópusambandsríkjanna 27. Mánaðarlaun á Íslandi eru 89% af meðaltalinu og laun í Búlgaríu 34%.

7 Mynd 4. Mánaðarlaun með tilliti til jafnvirðisgilda árið 2010 Figure 4. Monthly Earnings in Purchasing Power Standard (PPS) 2010 CH 149% NO DK IE LU UK DE BE NL FI SE EA17 103% AT EU27 100% CY FR IT ES IS 89% MT SI PT TR PL CZ HU MK EE SK LV LT RO BG 34% 0 500 1.000 1.500 2.000 2.500 3.000 3.500 Jafnvirðisgildi PPS Skýringar Notes: Heiti á löndum má sjá í töflu 11 aftast í heftinu. Country names are listed in table 11 at the end of the issue. Ísland í 17.sæti við samanburð á kaupmætti mánaðarlauna Í töflu 2 má sjá að mánaðarlaun umreiknuð í evrur og kaupmáttur þeirra dregst saman frá fyrri rannsókn. Þó eru laun með tilliti til jafnvirðisgilda heldur hærri árið 2010 en árið 2002. Tafla 2. Table 2. Mánaðarlaun á Íslandi sem hlutfall af meðaltali Evrópusamb. Monthly Earnings in Iceland as a percentage of the European Union average Evrur Euro Jafnvirðisgildi PPS Upphæð Röð Hlutfall Upphæð Röð Hlutfall Amount Rank Percent Amount Rank Percent 2002 2.466 8 115 1.884 14 90 2006 3.337 2 150 2.315 10 107 2010 2.022 16 87 2.045 17 89 Skýringar Notes: Vegið meðaltal Evrópusambandsríkjanna 27 er 100%. Hlutfall yfir 100% þýðir að laun á Íslandi eru yfir meðaltali og hlutfall undir 100% þýðir að laun eru undir meðaltali. Röð vísar til sætis Íslands í samanburði við aðrar þjóðir. Weighted average of the 27 European Union member states equals 100%. Rank is the ranking of Iceland compared to other countries. Hlutfall yfirvinngreiðslna hæst á Íslandi Hlutfall yfirvinnugreiðslna af mánaðarlaunum er hæst á Íslandi eða um 10% af mánaðarlaunum þrátt fyrir að lækka úr 15% í síðustu rannsókn. Næst á eftir koma Malta með 6% og Austurríki með 5%. Í öllum öðrum ríkjum er hlutfall yfirvinnugreiðslna 3% eða lægra. Vegið meðaltal Evrópusambandsríkjanna 27 er 2% og hjá Evruríkjunum 17 er meðaltalið 1%.

8 Tímakaup Tímakaup byggir á mánaðarlaunum og greiddum stundum í október 2010. Þar sem vinnuskylda og fjöldi yfirvinnustunda er misjafn á milli landa þá er ekki alltaf samsvörun á milli launahugtakanna mánaðarlauna og tímakaups. Tímakaup er hæst í Noregi Þegar tímakaup er skoðað fellur Svissúr efsta sæti í það þriðja og Noregur og Danmörk hækka um sæti. Skýrist þetta af því að greiddar stundir eru færri í Danmörku og Noregi en í Sviss. Mynd 5. Tímakaup í evrum árið 2010 Figure 5. Hourly Earnings in Euro 2010 NO 195% DK CH IE LU BE FI NL DE UK SE FR EA17 109% AT IT EU27 100% CY ES IS 80% SI MT PT CZ PL EE SK HU TR LV LT MK RO BG 15% 0 5 10 15 20 25 30 Evrur Euro Skýringar Notes: Heiti á löndum má sjá í töflu 11 aftast í heftinu. Country names are listed in table 11 at the end of the issue. Tímakaup m.t.t jafnvirðisgilda hæst á Írlandi Þegar tekið er tillti til verðlags má sjá að tímakaup er hæst á Írlandi og í Danmörku. Lægst er tímakaupið í Búlgaríu. Tímakaup á Íslandi m.t.t. jafnvirðisgilda er um 82% af meðaltali Evrópusambandsríkjanna 27.

9 Mynd 6. Tímakaup með tilliti til jafnvirðisgilda 2010 Figure 6. Hourly Earnings in Purchasing Power Standard (PPS) 2010 IE DK CH NO LU UK BE DE NL FI SE EA17 FR IT EU27 CY AT ES MT IS SI PT PL CZ MK HU EE TR SK LV LT RO BG 33% 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 20 Jafnvirðisgildi PPS Skýringar Notes: Heiti á löndum má sjá í töflu 11 aftast í heftinu. Country names are listed in table 11 at the end of the issue. 82% 100% 104% 144% Tímakaup í evrum 80% af meðaltali Evrópusambandsríkjanna Í töflu 3 má sjá að tímakaup á Íslandi, umreiknað í evrur, fellur í fyrsta skipti undir meðaltal Evrópusambandsríkjanna árið 2010 frá því að rannsóknin hófst. Það sama gildir um árslaun og mánaðarlaun eins og sjá má í töflum 1 og 2 á fyrri blaðsíðum. Tafla 3. Table 3. Tímakaup á Íslandi sem hlutfall af meðaltali Evrópusambandsins Hourly Earnings in Iceland as a percentage of the European Union average Evrur Euro Jafnvirðisgildi PPS Upphæð Röð Hlutfall Upphæð Röð Hlutfall Amount Rank Percent Amount Rank Percent 2002 13,3 12 104 10,2 14 82 2006 17,9 6 134 12,4 14 96 2010 11,2 17 80 11,3 18 82 Skýringar Notes: Vegið meðaltal Evrópusambandsríkjanna 27 er 100%. Hlutfall yfir 100% þýðir að laun á Íslandi eru yfir meðaltali og hlutfall undir 100% þýðir að laun eru undir meðaltali. Röð vísar til sætis Íslands í samanburði við aðrar þjóðir. Weighted average of the 27 European Union member states equals 100%. Rank is the ranking of Iceland compared to other countries.

10 Greiddar stundir Í útreikningum er stuðst við greiddar stundir í október árið 2010. Stundir starfsfólks í hlutastarfi eru umreiknaðar í fullt starf. Í mörgum tilvikum eru greiddar stundir ágætur mælikvarði á vinnustundir launamanns. Það er þó ekki algilt þar sem fastlaunasamningar eru víða í gildi og í þeim tilvikum er erfitt er að meta og mæla vinnustundir. Því geta greiddar stundir ýmist van- eða ofmetið unnar stundir. Greiddar stundir eru næst flestar á Íslandi Á Íslandi eru greiddar stundir að meðaltali ríflega 182 stundir á mánuði. Flestar eru greiddar stundir í Tyrklandi eða um 200. Fæstar eru greiddar stundir í Danmörku eða tæplega 157 stundir. Vegið meðaltal Evrópusambandsríkjanna 27 eru 167 stundir. Mynd 7. Greiddar stundir árið 2010 Figure 7. Hours Paid 2010 TR IS MT CH AT CZ SE UK RO CY DE HU PT LU MK ES EE BG EU27 LV LT SI EA17 FI SK NO NL IT PL IE BE FR DK Greiddar stundir Hours paid 100% 120% 109% 94% 0 50 100 150 200 Skýringar Notes: Heiti á löndum má sjá í töflu 11 aftast í heftinu. Country names are listed in table 11 at the end of the issue. 99% Yfirvinnustundir flestar á Íslandi en hefur fækkað frá síðustu rannsókn Yfirvinnustundir sem hlutfall af greiddum stundum er hæst á Íslandi eða 8% en hlutfallið hefur lækkað úr 11% frá árinu 2006. Næst á eftir kemur Malta með 6%. Í öllum öðrum löndum er hlutfall yfirvinnustunda innan við 3% og 1% eða minna í 18 löndum. Yfirvinnustundum hefur fækkað úr rúmlega 25 stundum á Íslandi árið 2002 í 14 árið 2010. Yfirvinnustundir á Íslandi eru tæplega fimm sinnum fleiri árið 2010 en að meðaltali í Evrópusambandslöndunum 27 en voru rúmlega sex sinnum fleiri árið 2006 og tæplega sjö sinnum fleiri árið 2002.

11 Tafla 4. Table 4. Greiddar stundir og yfirvinnustundir Paid Hours and Overtime Hours Greiddar stundir Hours paid Yfirvinnustundir Overtime hours Fjöldi Röð Hlutfall Fjöldi Röð Hlutfall Amount Rank Percent Amount Rank Percent 2002 187,2 3 109 25,2 1 663 2006 186,2 2 110 20,6 1 644 2010 182,0 2 109 14,0 1 467 Skýringar Notes: Vegið meðaltal Evrópusambandsríkjanna 27 er 100%. Hlutfall yfir 100% þýðir að laun á Íslandi eru yfir meðaltali og hlutfall undir 100% þýðir að laun eru undir meðaltali. Röð vísar til sætis Íslands í samanburði við aðrar þjóðir. Weighted average of the 27 European Union member states equals 100%. Rank is the ranking of Iceland compared to other countries. Laun eftir starfsstéttum Laun á Íslandi eftir starfsstéttum, atvinnugreinum og menntunarstigi Í töflum 5 og 6 á blaðsíðu 14 má sjá laun eftir starfsstéttum. Þar má sjá að árslaun á Íslandi, hvort heldur í evrum eða m.t.t. til jafnvirðisgilda eru undir meðaltali Evrópusamanbandsríkjanna 27 hjá stjórnendum, sérfræðingum, tæknum og skrifstofufólki. Laun sölufólks, iðnaðarmanna og iðnverkafólks, véla-og vélgæslufólks og ósérhæfðs starfsfólks eru yfir meðaltali Evrópusambandsríkjanna. Starfsstéttin sérfræðingar er lægst í þessum samanburði en laun þeirra m.t.t. jafnvirðisgilda eru 77% af meðaltali Evrópusambandsríkjanna og raðast þeir í 19. sæti í samanburði á milli landa. Það sama á við um stjórnendur og eru laun þeirra m.t.t. jafnvirðisgilda um 82% af meðaltalinu. Laun iðnaðarmanna og sérhæfðs iðnverkafólks eru fjórðungi hærri en meðaltalið og raðast þeir hæst íslenskra starfsstétta í samanburði við önnur lönd, eða í 9. sæti. Laun eftir atvinnugreinum Yfirlit yfir laun á Íslandi eftir atvinnugreinum má finna í töflum 7 og 8 á blaðsíðu 16. Þegar horft er til jafnvirðisgilda stendur atvinnugreinin byggingarstarfsemi best að vígi og raðar hún sér í 8. sæti í samanburði við önnur lönd og eru árslaun þar 29% hærri en meðaltal Evrópusambandsins. Þó ber að geta þess að samsetning vinnuafls í atvinnugreininni breyttist töluvert á árunum 2008-2010 þar sem verkafólki fækkaði hlutfallslega í atvinnugreininni og því jókst vægi sérfræðinga og stjórnenda. Árslaun í atvinnugreininni fjármálastarfsemi eru 69% af meðaltali Evrópusambandsríkjanna 27 og raðar hún sér í 20. sæti í samanburði við önnur lönd. Þetta er lægsta hlufall meðallauna á Íslandi af meðallaunum í Evrópusambandinu óháð því hvort horft er til starfsstétta eða atvinnugreina. Laun eftir menntunarstöðu Í töflum 9 og 10 á blaðsíðu 18 má sjá laun á Íslandi eftir menntunarstöðu. Þar má sjá að árslaun m.t.t. jafnvirðisgilda þeirra sem hafa lokið fræðilegu háskólanámi eru um 82% af meðaltali Evrópusambandsríkjanna og eru laun þessa hóps í 19. sæti í samanburði á milli landa. Þeir sem hafa lokið unglingastigi (grunnskóla) raða sér í 11. sæti með 3% hærri laun en meðaltalið og þeir sem hafa lokið framhaldsskóla (eða iðnnámi) raða sér í 12. sæti með 8% hærri árslaun en meðaltal Evrópusambandsríkjanna. Þegar laun þeirra sem hafa lokið leik- og barnaskólastigi eruð skoðuð má sjá verulegan mun á hlutfalli árslauna annars vegar og mánaðarlauna hins vegar af

12 meðaltali Evrópusambandsríkjanna. Þetta skýrist af því að rannsóknin nær til launamanna 14 ára og eldri og því eru í þessum hópi margir unglingar sem vinna hlutastörf og einungis hluta úr ári. Til þess að árslaun séu reiknuð þarf viðkomandi launamaður að hafa unnið minnst 30 vikur í sama starfi hjá sama fyrirtæki. Í þessum hópi eru margir sem ná ekki 30 vikna lágmarkinu. Skilgreiningar Árslaun eru skilgreind sem samtala allra launa. Það eru grunndagvinnulaun, álagsgreiðslur, kostnaðargreiðslur, bónusgreiðslur, vaktaálagsgreiðslur, ákvæðisgreiðslur, yfirvinnulaun, veikindalaun, eingreiðslur, nefndargreiðslur, akstursgreiðslur, hlunnindi, önnur laun og orlofsgreiðslur. Mánaðarlaun eru skilgreind á svipaðan hátt og regluleg heildarlaun í útgáfum Hagstofu Íslands að frátöldu því að kostnaðargreiðslur eru ekki hluti mánaðarlauna. Í mánaðarlaunum eru reglulega uppgerðar greiðslur þ.e. grunndagvinnulaun, álagsgreiðslur, bónusgreiðslur, vaktaálagsgreiðslur, yfirvinnulaun, veikindalaun og greiðslur vegna fyrirframgreiddrar uppmælingar. Heildartímakaup er reiknað út frá mánaðarlaunum í október og fjölda greiddra stunda í sama mánuði. Greiddar stundir eru allar greiddar stundir hvort sem er í dagvinnu, vaktavinnu eða yfirvinnu. Í mörgum tilvikum eru greiddar stundir ágætur mælikvarði á vinnustundir launamanns. Það er þó ekki algilt þar sem fastlaunasamningar eru víða í gildi og í þeim tilvikum er erfitt að meta og mæla vinnustundir. Því geta greiddar stundir ýmist van- eða ofmetið unnar stundir. Starfshlutfall: Rannsóknin nær hvort tveggja til þeirra sem eru í fullu starfi og þeirra sem eru í hlutastarfi. Gögn fyrir hlutastarfsfólk eru vegin upp í fullt starf. EU27 er vegið meðaltal þeirra 27 ríkja sem tilheyra Evrópusambandinu. Löndin sem tilheyrðu Evrópusambandinu árið 2010 eru; Austurríki, Belgía, Bretland, Búlgaría, Danmörk, Eistland, Finnland, Frakkland, Grikkland, Holland, Írland, Ítalía, Kýpur, Lettland, Litháen, Lúxemborg, Malta, Pólland, Portúgal, Rúmenía, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svíþjóð, Tékkland, Ungverjaland og Þýskaland. EA17 er vegið meðaltal þeirra 17 ríkja sem tilheyra myntbandalagi Evrópu. Löndin sem tilheyrðu myntbandalaginu árið 2010 eru; Austurríki, Belgía, Eistland, Finnland, Frakkland, Grikkland, Holland, Írland, Ítalía, Kýpur, Lúxemborg, Malta, Portúgal, Slóvakía, Slóvenía, Spánn og Þýskaland. PPS jafnvirðisgildi byggja á verðsamanburði á sömu eða sambærilegri vöru og þjónustu milli landa og endurspegla hlutfallslegt verðlag. Þannig lækka laun á Íslandi miðað við önnur lönd þegar tekið er tillit til jafnvirðisgilda ef verðlag á Íslandi er hærra en í öðrum löndum. Þegar jafnvirðisgildi eru notuð við samanburð á launum er tekið mið af hlutfallslegu verðlagi sem endurspeglar hversu margar evrur þarf að meðaltali til að kaupa sama magn af vörum og þjónustu í mismunandi ríkjum. Evrur: Notað er meðalgengi ársins 2010 sem var 1 evra = 161,89 ISK. Árið 2006 var gengið 1 evra = 87,76 og árið 2002 var 1 evra = 86,16.

13 English summary This report presents results from the Structure of Earnings Survey for the year 2010. The results show that mean earnings in Iceland are little under the mean earnings in the European Union (EU). The mean earnings of the occupational groups Managers, Professionals, Technicians and Clerks are under the mean of EU but the mean earnings of Service workers, Craft workers, Plant and machine operators and Elementary occupations are over the EU mean. Number of hours paid is high in Iceland in comparison to other countries. In addition, proportion of overtime hours to total hours is the highest in Iceland or 8% and has decreased from 11% in 2006. The purpose of the survey is to establish comparable wage statistics for the European Union member states, the EFTA states, Iceland, Norway and Switzerland. In addition Croatia, TFYR of Macedonia and Turkey are part of the survey. The Icelandic data covers the economic activities (NACE, rev. 2) of Manufacturing (C), Electricity, gas, steam and air-conditioning supply (D), Water supply; waste management (E) Construction (F), Wholesale and retail trade; repair (G), Transport and storage (H), Information and communication (J), Financial activities (K), Public administration; compulsory social security (O), Education (Q) Human health and social work (N) and Arts, entertainment and recreation (R).

14 Tafla 5. Laun á Íslandi í evrum eftir starfsstéttum 2010 1 Table 5. Earnings in Euro by occupational groups in Iceland 2010 Árslaun Annual earnings Upphæð Röð Hlutfall Value Rank Percent Allar starfsstéttir All occupational groups 28.605 15 93 Stjórnendur Managers 48.310 18 81 Sérfræðingar Professionals 31.372 17 76 Tæknar og sérmenntað starfsfólk Technicians and associate professionals 30.310 17 86 Skrifstofufólk Clerical support workers 23.437 16 88 Þjónustu- og sölufólk Service and sales workers 22.375 14 103 Iðnaðarmenn og iðnverkafólk Craft and related trade workers 29.875 13 124 Véla- og vélagæslufólk Plant and machine operators 26.949 13 117 Ósérhæft starfsfólk Elementary occupations 21.233 13 114 Skýringar Notes: Vegið meðaltal Evrópusambandsríkjanna 27 er 100%. Hlutfall yfir 100% þýðir að laun á Íslandi eru yfir meðaltali og hlutfall undir 100% þýðir að laun eru undir meðaltali. Röð vísar til sætis Íslands í samanburði við aðrar þjóðir. Weighted average of the 27 European Union member states equals 100%. Rank is the ranking of Iceland compared to other countries. Tafla 6. Laun á Íslandi m.t.t. jafnvirðisgilda eftir starfsstéttum 2010 Table 6. Earnings in PPS by occupational groups in Iceland 2010 Árslaun Annual earnings Upphæð Röð Hlutfall Value Rank Percent Allar starfsstéttir All occupational groups 28.929 17 95 Stjórnendur Managers 48.858 19 82 Sérfræðingar Professionals 31.728 19 77 Tæknar og sérmenntað starfsfólk Technicians and associate professionals 30.654 16 89 Skrifstofufólk Clerical support workers 23.703 16 91 Þjónustu- og sölufólk Service and sales workers 22.629 13 107 Iðnaðarmenn og iðnverkafólk Craft and related trade workers 30.214 9 125 Véla- og vélagæslufólk Plant and machine operators 27.254 11 117 Ósérhæft starfsfólk Elementary occupations 21.474 11 117 Skýringar Notes: Vegið meðaltal Evrópusambandsríkjanna 27 er 100%. Hlutfall yfir 100% þýðir að laun á Íslandi eru yfir meðaltali og hlutfall undir 100% þýðir að laun eru undir meðaltali. Röð vísar til sætis Íslands í samanburði við aðrar þjóðir. Weighted average of the 27 European Union member states equals 100%. Rank is the ranking of Iceland compared to other countries. 1 Starfaflokkun byggist á alþjóðlega flokkunarkerfinu ISCO08. Íslenska starfaflokkunin ÍSTARF95 byggir á eldra flokkunarkerfi ISCO88 og er störfum varpað á milli þessara kerfa. Launamenn í atvinnugreininni opinber stjórnsýsla eru undanskildir í þessum tölum þar sem valkvætt er að skila gögnum um þá atvinnugrein.

15 Mánaðarlaun Tímakaup Greiddar stundir Monthly earnings Hourly earnings Hours paid Upphæð Röð Hlutfall Upphæð Röð Hlutfall Fjöldi Röð Hlutfall Value Rank Percent Value Rank Percent Value Rank Percent 2.022 16 87 11,2 17 80 182 2 109 3.506 17 80 20,1 19 77 177 3 105 2.284 18 72 12,6 20 63 181 2 113 2.190 17 82 12,5 17 78 176 4 106 1.748 15 87 10,1 16 83 174 4 105 1.531 15 90 8,6 15 85 178 5 105 2.091 13 113 10,7 15 98 196 3 115 1.880 15 106 9,7 16 95 195 3 113 1.470 15 102 7,9 15 92 186 2 110 Mánaðarlaun Tímakaup Greiddar stundir Monthly earnings Hourly earnings Hours paid Upphæð Röð Hlutfall Upphæð Röð Hlutfall Fjöldi Röð Hlutfall Value Rank Percent Value Rank Percent Value Rank Percent 2.045 17 89 11,3 18 82 182 2 109 3.546 19 82 20,3 19 78 177 3 105 2.309 20 73 12,8 21 64 181 2 113 2.215 18 86 12,6 17 81 176 4 106 1.768 16 91 10,2 17 86 174 4 105 1.548 15 94 8,7 16 89 178 5 105 2.114 13 114 10,8 16 99 196 3 115 1.902 14 107 9,8 17 95 195 3 113 1.487 14 105 7,9 16 95 186 2 110

16 Tafla 7 Laun á Íslandi í evrum eftir atvinnugreinum 2010 1 Table 7. Earnings in Euro by economic activities in Iceland 2010 Árslaun Annual earnings Upphæð Röð Hlutfall Value Rank Percent Allar atvinnugreinar All economic activites 28.605 15 93 Framleiðsla Manufacturing 29.747 15 99 Rafmagns-, gas- og hitaveitur Electricity, gas, steam and air-conditioning supply 37.479 16 95 Vatns- og fráveita, meðhöndlun úrgangs Water supply; waste management 30.056 14 117 Byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð Construction 34.370 12 126 Verslun og viðgerðarþjónusta Wholesale and retail trade 27.289 14 102 Flutningur og geymsla Transportation and storage 28.610 16 100 Upplýsingar og fjarskipti Information and communication 33.279 16 78 Fjármálastarfsemi Financial activities 35.259 18 68 Opinber stjórnsýsla Public administration; compulsory social security 31.089 10 103 Fræðslustarfsemi Education 25.357 18 84 Heilbrigðis- og félagsþjónusta Human health and social work 27.091 17 88 Menningar- og tómstundastarfsemi Arts, entertainment and recreation 24.077 18 87 Skýringar Notes: Vegið meðaltal Evrópusambandsríkjanna 27 er 100%. Hlutfall yfir 100% þýðir að laun á Íslandi eru yfir meðaltali og hlutfall undir 100% þýðir að laun eru undir meðaltali. Röð vísar til sætis Íslands í samanburði við aðrar þjóðir. Weighted average of the 27 European Union member states equals 100%. Rank is the ranking of Iceland compared to other countries. Tafla 8 Laun á Íslandi m.t.t. jafnvirðisgilda eftir atvinnugreinum 2010 Table 8. Earnings in PPS by economic activities in Iceland 2010 Árslaun Annual earnings Upphæð Röð Hlutfall Value Rank Percent Allar atvinnugreinar All economic activites 28.929 17 95 Framleiðsla Manufacturing 30.085 15 101 Rafmagns-, gas- og hitaveitur Electricity, gas, steam and air-conditioning supply 37.904 17 93 Vatns- og fráveita, meðhöndlun úrgangs Water supply; waste management 30.397 13 115 Byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð Construction 34.760 8 129 Verslun og viðgerðarþjónusta Wholesale and retail trade 27.598 13 104 Flutningur og geymsla Transportation and storage 28.935 17 102 Upplýsingar og fjarskipti Information and communication 33.657 20 80 Fjármálastarfsemi Financial activities 35.659 20 69 Opinber stjórnsýsla Public administration; comuplsory social security 31.442 11 105 Fræðslustarfsemi Education 25.645 19 84 Heilbrigðis- og félagsþjónusta Human health and social work 27.399 17 92 Menningar- og tómstundastarfsemi Arts, entertainment and recreation 24.350 19 89 Skýringar Notes: Vegið meðaltal Evrópusambandsríkjanna 27 er 100%. Hlutfall yfir 100% þýðir að laun á Íslandi eru yfir meðaltali og hlutfall undir 100% þýðir að laun eru undir meðaltali. Röð vísar til sætis Íslands í samanburði við aðrar þjóðir. Weighted average of the 27 European Union member states equals 100%. Rank is the ranking of Iceland compared to other countries. 1 Atvinnugreinaflokkun byggist á alþjóðlega flokkunarkerfinu NACE, endurskoðun.2, sem er samsvarandi íslensku atvinnugreinaflokkuninni ÍSAT2008. Valkvætt er að skila atvinnugreininni opinber stjórnsýsla og skila 26 af 34 löndum gögnum úr þeirri atvinnugrein. Launamenn í þeirri atvinnugrein eru ekki inni í samtölu.

17 Mánaðarlaun Tímakaup Greiddar stundir Monthly earnings Hourly earnings Hours paid Upphæð Röð Hlutfall Upphæð Röð Hlutfall Fjöldi Röð Hlutfall Value Rank Percent Value Rank Percent Value Rank Percent 2.022 16 87 11,2 17 80 182 2 109 2.049 15 91 11,0 16 82 188 3 111 2.693 17 94 13,8 18 79 197 3 119 2.007 15 104 10,3 17 89 196 1 116 2.252 13 109 12,3 15 100 185 4 109 1.887 15 94 10,7 15 90 178 5 105 2.041 16 94 11,1 17 86 186 4 109 2.444 15 76 14,1 16 73 174 4 104 2.692 17 77 15,9 18 74 169 9 104 2.323 10 99 12,3 12 86 189 1 115 1.901 19 78 10,3 21 64 183 2 119 1.854 17 76 10,3 17 69 178 4 109 1.715 19 81 9 19 72 185 2 111 Mánaðarlaun Tímakaup Greiddar stundir Monthly earnings Hourly earnings Hours paid Upphæð Röð Hlutfall Upphæð Röð Hlutfall Fjöldi Röð Hlutfall Value Rank Percent Value Rank Percent Value Rank Percent 2.045 17 89 11,3 18 82 182 2 109 2.072 17 93 11,1 16 84 188 3 111 2.724 18 92 14,0 19 78 197 3 119 2.030 17 103 10,4 17 89 196 1 116 2.278 13 111 12,4 15 102 185 4 109 1.908 15 96 10,8 15 92 178 5 105 2.064 18 96 11,2 18 88 186 4 109 2.471 21 78 14,3 21 75 174 4 104 2.722 18 78 16,1 19 75 169 9 104 2.350 10 100 12,4 13 88 189 1 115 1.923 20 79 10,4 22 64 183 2 119 1.875 19 79 10,5 19 72 178 4 109 1.734 19 83 9,4 19 74 185 2 111

18 Tafla 9. Laun á Íslandi í evrum eftir menntunarstöðu 2010 1 Table 9. Earnings in Euro by educational attainment in Iceland 2010 Árslaun Annual earnings Upphæð Röð Hlutfall Value Rank Percent Öll menntunarstig All educational levels 28.605 15 93 Leik- og barnaskólastig Pre-primary and primary education 19.453 13 95 Unglingastig Lower secondary education 23.493 13 99 Framhaldsskóla- og viðbótarstig Upper secondary and non-tertiary education 28.967 15 106 Fræðilegt háskólanám First stage of tertiary eduucation - research based 33.974 17 81 Starfsmiðað háskólanám First stage of tertiary education - occupationally based 30.262 14 87 Doktorsstig Second stage of tertiary education 44.169 13 96 Skýringar Notes: Vegið meðaltal Evrópusambandsríkjanna 27 er 100%. Hlutfall yfir 100% þýðir að laun á Íslandi eru yfir meðaltali og hlutfall undir 100% þýðir að laun eru undir meðaltali. Röð vísar til sætis Íslands í samanburði við aðrar þjóðir. Weighted average of the 27 European Union member states equals 100%. Rank is the ranking of Iceland compared to other countries. Tafla 10. Laun á Íslandi m.t.t. jafnvirðisgilda eftir menntunarstöðu 2010 Table 10. Earnings in PPS by economic activities in Iceland 2010 Árslaun Annual earnings Upphæð Röð Hlutfall Value Rank Percent Öll menntunarstig All educational levels 28.929 17 95 Leik- og barnaskólastig Pre-primary and primary education 19.673 14 96 Unglingastig Lower secondary education 23.759 11 103 Framhaldsskóla- og viðbótarstig Upper secondary and non-tertiary education 29.296 12 108 Fræðilegt háskólanám First stage of tertiary education- research based 34.359 19 82 Starfsmiðað háskólanám First stage of tertiary education- occupationally based 30.605 19 90 Doktorsstig Second stage of tertiary education 44.671 14 99 Skýringar Notes: Vegið meðaltal Evrópusambandsríkjanna 27 er 100%. Hlutfall yfir 100% þýðir að laun á Íslandi eru yfir meðaltali og hlutfall undir 100% þýðir að laun eru undir meðaltali. Röð vísar til sætis Íslands í samanburði við aðrar þjóðir. Weighted average of the 27 European Union member states equals 100%. Rank is the ranking of Iceland compared to other countries. 1 Menntunarflokkun byggist á alþjóðlega flokkunarkerfinu ISCED-97, sem er samsvarandi íslensku náms- og menntunarflokkuninni ISCED-97. Launamenn í atvinnugreininni opinber stjórnsýsla eru undanskildir í þessum tölum þar sem valkvætt er að skila gögnum um þá atvinnugrein.

19 Mánaðarlaun Tímakaup Greiddar stundir Monthly earnings Hourly earnings Hours paid Upphæð Röð Hlutfall Upphæð Röð Hlutfall Fjöldi Röð Hlutfall Value Rank Percent Value Rank Percent Value Rank Percent 2.022 16 87 11,2 17 80 182 2 109 784 17 51 4,6 17 49 173 9 104 1.655 13 93 9,1 14 86 183 3 108 2.020 15 97 11,1 15 89 182 2 108 2.444 17 77 13,7 19 70 180 2 110 2.322 14 88 12,7 15 79 183 1 111 2.940 15 82 16,0 15 73 183 1 111 Mánaðarlaun Tímakaup Greiddar stundir Monthly earnings Hourly earnings Hours paid Upphæð Röð Hlutfall Upphæð Röð Hlutfall Fjöldi Röð Hlutfall Value Rank Percent Value Rank Percent Value Rank Percent 2.045 17 89 11,3 18 82 182 2 109 793 21 52 4,6 20 50 173 9 104 1.674 14 97 9,2 16 90 183 3 108 2.043 15 99 11,2 17 91 182 2 108 2.472 21 78 13,8 22 70 180 2 110 2.348 18 91 12,9 19 82 183 1 111 2.973 14 85 16,2 15 76 183 1 111

20 Tafla 11. Lönd Table 11. Countries Landatákn Heiti lands, íslenska Heiti lands, enska Country codes Name of country, Icelandic Name of country, English EU27 Evrópusambandið European Union EA17 Evrusvæðið Euro Area AT Austurríki Austria BE Belgía Belgium BG Búlgaría Bulgaria CH Sviss Switzerland CY Kýpur Cyprus CZ Tékkland Czech Republic DE Þýskaland Germany DK Danmörk Denmark EE Eistland Estonia ES Spánn Spain FI Finnland Finland FR Frakkland France GR Grikkland Greece HR Króatía Croatia HU Ungverjaland Hungary IE Írland Ireland IS Ísland Iceland IT Ítalía Italy LT Litháen Lithuania LU Lúxemborg Luxembourg LV Lettland Latvia MK Makedónía FYR Macedonia MT Malta Malta NL Holland Netherlands NO Noregur Norway PL Pólland Poland PT Portúgal Portugal RO Rúmenía Romania SE Svíþjóð Sweden SI Slóvenía Slovenia SK Slóvakía Slovakia TR Tyrkland Turkey UK Bretland United Kingdom Hagtíðindi Laun, tekjur og vinnumarkaður Statistical Series Wages, income and labour market 97. árg. 41. tbl. 2012:11 ISSN 0019-1078 ISSN 1670-4495 (prentútgáfa print edition) ISSN 1670-4509 (rafræn útgáfa PDF) Verð kr. Price ISK 1.300 11 Umsjón Supervision Margrét Vala Gylfadóttir margret.gylfadottir@hagstofa.is Sími Telephone +(354) 528 1000 Hagstofa Íslands Statistics Iceland Borgartúni 21a 150 Reykjavík Iceland Bréfasími Fax +(354) 528 1099 Öllum eru heimil afnot af ritinu. Vinsamlegast getið heimildar. Please quote the source. www.hagstofa.is/hagtidindi www.statice.is/series