Áhrif aðbúnaðar, mjaltatækni og júgurheilbrigðis á fjölda og tegundir gerla í innleggsmjólk

Similar documents
Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

MICROBIAL ANALYSIS OF RAW AND BOILED MILK SOLD AT BARATON CENTER IN NANDI COUNTY, KENYA

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

Geymsluþol reyktra síldarflaka í lofttæmdum umbúðum

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum

SCC Trouble Shooting for Farm Advisors Impact on Ontario Dairy Farms

ISPUB.COM. Microbiological Quality Of Sweetmeat With Special Reference To Staphylococci. S Chakraborty, A Pramanik, A Goswami, R Ghosh, S Biswas

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

SVEPPASÝKINGAR MEÐAL SUNDGESTA

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

VALIDATION OF DRY-AGING AS AN EFFECTIVE INTERVENTION STEP AGAINST ESCHERICHIA COLI O157:H7

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008.

INTERPRETATION GUIDE AN INTRODUCTION TO USE AND INTERPRETING RESULTS FOR PEEL PLATE CC TESTS. FOR MORE INFORMATION, CONTACT CHARM SCIENCES

STOÐKERFISVERKIR HJÁ HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRUM OG TENGSL VERKJA VIÐ STREITU

Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin

Ég vil læra íslensku

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna

Efni yfirlitsins að þessu sinni er: HAGTÖLUR VR

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu?

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Brennisteinsvetni í Hveragerði

Einelti íslenskra skólabarna og heilsa

Öryggi barna skiptir miklu máli, börnin eru

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi -

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Einelti og líðan. Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014. Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ

KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR

Landbúnaður og losun gróðurhúsalofttegunda

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014

Veruleg umhverfisáhrif, eru þau eins?

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, apríl 2012

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki. Gyða Ósk Bergsdóttir

Áhrif niðurbrots plöntuleifa á laust nítur í jarðvegi The influence of turnover of plant residues on mineral N in soil

Segamyndun í djúpum bláæðum ganglima

Food Microbiological Examination: Enumeration of Coliforms

Upphitun íþróttavalla árið 2015

Desember 2017 NMÍ 17-06

Eiga gerlar þátt í ummyndun basaltgjóskunnar í Surtsey?

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur

Gashæfni kúamykju og möguleikar metanvinnslu í Eyjafirði


Food Stamp Hygiene control on food and food Environment

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016

Nýgengi sarkmeina á Íslandi

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014

Hugvísindasvið. Lesið í landið. Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag. Ritgerð til B.A.-prófs. Ásta Hermannsdóttir

LV Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar

Endurtekin hrygning hjá íslenskum laxastofnum

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016

Summary in English: IQF, cod, quality, tempering, rigor mortis. Copyright Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins / Icelandic Fisheries Laboratories

Algengi reykinga og langvinnrar lungnateppu hjá skjólstæðingum heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri

Project Summary. Principal Investigators: Lawrence D. Goodridge 1 ; Phil Crandall 2, and Steven Ricke 2. Study Completed 2010

Skýrsla Rf /IFL report Útgáfudagur / Date: 26. maí 2000 Verknr. / project no Styrktaraðilar / funding: Ágrip á íslensku:

CERTIFICATE OF ACCREDITATION

Food Stamp Hygiene control on food and food environment

Proficiency Testing FINAL REPORT Check sample program 16CSP02 February 2016

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/ /10

Grafísk hönnun og hip-hop Þróun umslagahönnunar í hip-hop tónlist

Saga fyrstu geimferða

BSc. ritgerð. Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga

Barnaslys í Reykjavík alvarleiki og orsakir

Fæðuvenjur á unglingsárum og miðjum aldri og tengsl við áhættu á brjóstakrabbameini

Horizon 2020 á Íslandi:

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

Tíðni persónuleikaraskana á Stór-Reykjavíkursvæðinu

[fjou:lɪð] mitt er svo [fuŋkt]!

Maðurinn í málverki. eftir Ragnar Þórisson. Listaháskóli Íslands Myndlistardeild B.A.-ritgerð (janúar 2010) Leiðbeinandi: Ragna Sigurðardóttir

Félags- og mannvísindadeild

3M TM Petrifilm TM. Petrifilm TM 3M TM. 3M TM Petrifilm TM Serie 2000 Rapid Coliform Count Plates - Ref.: / 50 Unit - Ref.

Orsakir kálfadauða hjá fyrsta kálfs kvígum

Áhrif ferðamanna á atferli villtra dýra

Breytt viðhorf til sýklalyfjaávísana hjá íslenskum heimilis- og heilsugæslulæknum

Rekstur einkavæddra fyrirtækja á Íslandi

Próffræðilegir eiginleikar íslenskrar gerðar Bulimia Test-Revised (BULIT-R) prófsins

TILRAUNAVEIÐAR Á VANNÝTTUM SKELJATEGUNDUM

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

Transcription:

377 Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007 Áhrif aðbúnaðar, mjaltatækni og júgurheilbrigðis á fjölda og tegundir gerla í innleggsmjólk Jóhanna Skúladóttir Ólafs 1 og Grétar Hrafn Harðarson 2 1 Dýralæknastofu í Mosfellsbæ, 2 Landbúnaðarháskóla Íslands Útdráttur Sýni af innleggsmjólk 24 kúabúa voru rannsökuð þrisvar á 4 mánaða tímabili veturinn 2005-2006, m.t.t. heildargerlafjölda, hitaþolinna- og kuldakærra gerla, kólígerla, streptokokka og stafýlokokka. Valin voru kúabú með mismunandi mjaltatækni í þeim tilgangi að rannsaka hvort mjaltaþjónar, sem hefur fjölgað mjög ört undanfarið, hefðu áhrif á gerlatölu innleggsmjólkur. Einnig voru spenasýni rannsökuð til að endurspegla júgurheilbrigði. Kýrnar og fjósin voru metin m.t.t. hreinlætis samkvæmt gátlista. Niðurstöður sýndu að bú þar sem kýr voru skítugar á lærum og síðum, höfðu hærri heildargerlatölu og einnig fleiri kólígerla og streptokokka (p<0.05) í innleggsmjólk. Meira fannst af stafýlokokkum í innleggsmjólk á þeim búum þar sem hreinlæti var metið lélegt (p<0.05). Einnig fannst að bú með mjaltagryfjur höfðu færri stafýlokokka og streptokokka í innleggsmjólk en bú með mjaltaþjóna (p<0.05). Að lokum fannst samhengi milli hitaþolinna gerla í innleggsmjólk og vægra júgurbólgugerla sem ræktuðust í spenasýnunum. Inngangur Þegar talað er um heildargerlafjölda í innleggsmjólk, er átt við alla þá gerla sem eru loftháðir og eru í mjólkinni þegar hún er sótt úr mjólkurtankinum á sjálfu kúabúinu (Jayarao et al., 2004). Rannsóknir hafa sýnt fram á, að þegar heildargerlafjöldi á kúabúi er hár, fylgja því oftast breytingar innan einstakra gerlahópa. Í langflestum tilvikum er samhengi milli hækkandi heildargerlafjölda og lélegs hreinlætis á kúabúum (Chambers, 2002). Umhverfisgerlar sem greinast í innleggsmjólk við ræktun, hafa þrenns konar uppruna: Frá júgurbólgu, frá yfirborði óhreinna spena og júgurs og einnig frá mjaltavélum og mjólkurtönkum (Blowey et al., 1997; Bramley & Mckinnon, 1990; Murphy, 1997; Roberson & Bailey, 1999). Það eru þó fleiri þættir sem geta spilað inn í, þ.e hreinlæti legubása og mjólkurbása, hreinsun á mjaltabúnaði, hreinlæti við mjaltir, hitastig á mjólkinni í tankinum sem og tíminn sem mjólkin er geymd í tankinum (Murphy & Boor, 2000). Þeir gerlahópar sem voru skoðaðir í þessu verkefni eru júgurbólgugerlar, kuldakærir gerlar, hitaþolnir gerlar og kólígerlar. Algengustu kuldakæru gerlarnir í innleggsmjólk eru Psedumonas tegundir og þessi tegund fjölgar sér hraðast við 0 til 7 C innan þessa gerlahóps (Cousin, 1982; Rowe et al., 2001). Kuldakærir gerlar mynda einnig ákveðin utanfrumu ensím sem sprengja fituna og geta einnig brotið niður prótein, sem jafnframt er skilyrði fyrir hraðri fjölgun þeirra við lágt hitastig (Rowe et al., 2001). Sum ensímanna eru hitaþolin og geta lifað af gerilsneyðinguna. Rannsóknir hafa sýnt að eftir því sem að mjólkin er geymd lengur í mjólkurtankinum við 4 C, fara þessi ensím að aukast verulega í magni sérstaklega eftir tveggja daga geymslu (Rowe et al., 2001). Séu þessi ensím enn þá til staðar í mjólkinni eftir gerilsneyðingu getur það leitt til eyðileggingar á mjólkinni ef hún er geymd við > 5 C í ísskáp. Hitaþolnir gerlar nefnast þeir gerlar sem þola hita að 62,8 C +/- 0,5 C í 30 mínútur (Chambers, 2002;

378 Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007 Oliver et al., 2004). Þeir geta því lifað af fyrsta skrefið í gerilsneyðingu sem er 63 C í hálftíma. Í innleggsmjólk eru Bacillus tegundir algengustu hitaþolnu gerlarnir og koma þeir þá aðallega frá spenahúð sem hefur óhreinkast í bás eða frá undirburði. (Bramley & McKinnon, 1990). Til kólígerla tilheyra: Escherichia coli, Klebsiella tegundir og Enterobacter tegundir (Davidson et al., 2004; Jayarao & Wang, 1999). Þegar og ef kóligerlar greinast í innleggsmjólk, má rekja uppruna þeirra til skítugra kúa, óviðunandi júgurþvotta eða spenahylkja sem hafa komist í snertingu við kúamykju. Þessi hópur gerla drepst við gerilsneyðingu, þar sem þeir geta ekki lifað við hitastig yfir 46 C (Hayes el al., 2001). Það eru þó skiptar skoðanir hjá greinarhöfundum hvað valdi því að há gildi af kóligerlum ræktist í innleggsmjólk. Farnsworth (1993) fullyrðir, að kólígerlar sem ræktast frá innleggsmjólk séu tilkomnir vegna þess að spenar og júgur séu illa þrifin fyrir mjaltir. En Chambers (2002) segir aftur á móti að þó það sé mikið af kólígerlum í legubásum hjá kúnum, verði sá fjöldi sem ræktist eingöngu frá spenahúð ekki hærri en 100 cfu (coloni forming units)/ml mjólk. Það er mikilvægt að huga að því hve mikið af kólígerlum ræktast í innleggsmjólk, þar sem tilvera þeirra gefur glöggt til kynna að hreinlæti í básum og við mjaltir sé ábótavant, og samhliða sú áhætta að sjúkdómsvaldandi gerlar geta borist með kólígerlum í innleggsmjólkina. Kólígerlar geta líka fjölgað sér mjög hratt í mjólkurtankinum miðað við aðra gerla (Murphy & Boor, 2000). Ef smitandi júgurbólgugerlar, Staphylococcus aureus og/eða Streptococcus agalactiae, finnast í innleggsmjólk, gefa þeir til kynna að júgurbólgu sé að finna á kúabúinu (Biggs, 2003; Gonzales et al., 1986; Hayes et al., 2001). Það er þó oft tilfellið að smitandi júgurbólgugerlar greinist ekki í innleggsmjólkursýnum en ástæður fyrir því geta verið nokkrar, t.d dulin júgurbólga í dvala, útþynningaráhrif á mjólkinni í tankinum og ekki nægilega góðar greiningaraðferðir (Godkin og Leslie, 1993). Umhverfisjúgurbólgugerilinn Streptococcus uberis finnst víða í fjósum og minnir enn og aftur á mikilvægi hreinlætis við mjaltir (Hayes et al., 2001). Þegar umhverfisjúgurból gugerlar greinast í innleggsmjólk, geta þeir gefið góða mynd af því hvernig ástatt er með hreinlæti á kúabúinu. Það er sýnt fram á að tilvist þeirra í innleggsmjólk er óháð tíðni á júgurbólgutilfellum (Godkin & Leslie, 1993). Efniviður og aðferðir Valin voru 24 kúabú með mismunandi mjaltatækni. Öll kúabúin eru í Árnes- og Rangárvallasýslu. Það voru níu bú með mjaltagryfjum, átta með mjaltaþjóna og sjö með hefðbundin rörmjaltakerfi. Í verkefninu var innleggsmjólkin rannsökuð með tilliti til heildargerlafjölda, ákveðinna gerlahópa, hreinleiki kúnna var skoðaður sem og hreinlæti á búunum sjálfum. Einnig voru tekin mjólkursýni úr kúm með háa frumutölu, til að fá vísbendingu um júgurheilbrigði á búunum. Sýni af innleggsmjólk voru tekin þrisvar sinnum frá öllum þessum bæjum, þ.e í 49. viku 2005, og 1. og 12. viku 2006. 150 ml sýni voru tekin úr hverjum mjólkurtanki og þau fryst við -50 C eftir komuna á Mjólkurbú Flóamanna á Selfossi. Sýnin voru síðan send fryst til Konunglega landbúnaðar- og dýralæknaháskólans (KVL) í Kaupmannahöfn og rannsökuð þar. Öll kúabúin voru heimsótt í mars eða apríl 2006 og voru þá tekin spenasýni úr þeim mjólkurkúm sem greinst höfðu með frumutölu > 200.000 frumur/ml mjólk í sama mánuði en þó var aðeins tekið spenasýni ef mjólkin fór í tankinn. Einnig voru tekin spenasýni frá 5 % af

379 Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007 þeim kúm sem voru ekki með of háa frumutölu og var tilviljun látin ráða vali þeirra. Spenasýnin voru síðan greind og rannsökuð á Rannsóknarstofu mjólkuriðnaðarins (RMI). Í heimsókninni á kúabúin var hreinlæti kúnna, læri-síða, leggir og júgur einnig metið á einkunnaskala 1-4, þar sem einkunn 3 og 4 gaf til kynna að þessi svæði á kúnum væru skítug eða mjög skítug, þetta kerfi er uppbyggt af Cook (2002) og var stuðst við hans kerfi. Ýmsir þættir í umhverfi (básar, flórar, fóðurgangar, veggir, gluggar) voru líka skoðaðir og gefnar einkunnir eftir hreinleika. Einnig var gefin einkunn fyrir heildarhreinlæti á búunum. Við greiningu á innleggsmjólkinni var stuðst við rannsóknaraðferðir sem lýst er af Oliver et al., (2004) og Frank & Yousef, (2004). Heildargerlafjöldi var fundinn með því að setja 0,1 ml af mjólk á Luria Bertani (LA) agar, ræktað við 37 C i 48 tíma. Við greiningu á hitaþolnum gerlum var 10 ml af innleggsmjólk hitað upp í 62,8 C i 30 mínútur og 0,1 ml mjólk settur á LA-agar. Ræktað við 37 C í 48 tíma. Við greiningu á kuldakærum gerlum var 0,1 ml af mjólk settur á LA-agar og ræktað við 5 C í 10 daga. Við greiningu á kólígerlum var 0,1 ml af mjólk settur á MacConkey agar. Ræktað við 37 C í 48 tíma. Við greiningu á Staphylococcus tegundum var 0,1 ml af mjólk settur á Vogel-Johnson agar. Við greiningu á Streptococcus tegundum var 0,1 ml af mjólk settur á Edwards agar. Öll ræktun var tvítekin og niðurstöður lesnar af plötum sem höfðu 25-250 kólóníur. Niðurstöður eru uppgefnar sem cfu/ml mjólk, þ.e meðaltal frá hverri sáningu. Við tegundagreiningu á gerlunum úr innleggsmjólkinni var notuð almenn gerlagreining sem og API 20 STREP (biomérieuex, Inc.) og polymerasi chain reaction (PCR). Tölfræði Öll gögnin voru greind í tölfræðikerfi sem nefnist R-kerfi (http://www.r-project.org/). Skoðað var hvort mjaltatæknin sem og lausaganga samanborið við bása hefði marktæk áhrif á heildargerlafjölda, hitaþolna gerla, kuldakæra gerla, kólí- og júgurbólgugerla (2 hópar). Við þessa greiningu var notað Tukey s Honest Significant Difference method. Til að athuga hvort júgurheilbrigði hefði marktæk áhrif á heildargerlafjölda og fyrrnefnda gerlahópa, var þeim gerlum sem greindust frá spenasýnunum í mars og apríl, deilt upp í skæða gerla og væga gerla. Þessar niðurstöður voru síðan bornar saman við niðurstöður frá innleggsmjólkinni í sama mánuði. Einnig var almennt hreinlæti fjósanna notað í greininguna og athugað var hvort það væri samhengi milli lélegs hreinlætis og heildargerlafjölda sem og hinna fimm fyrrnefndu gerlahópa. Að lokum var rannsakað hvort það væri samhengi milli heildargerlafjölda og frumutölu. Frumutalan fékkst uppgefin fyrir hvert kúabú hjá Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi fyrir sömu vikuna og innleggsmjólkin var tekin. Þetta samhengi var skoðað þrisvar sinnum þ.e í desember, janúar og í mars. Við ofannefndar greiningar var notað Kendall s test of indipendence í R-kerfinu. Niðurstöður Á myndum nr. 1-3 er að finna meðaltöl heildargerlafjölda og hinna fimm gerlahópa sem rannsakaðir voru í verkefninu. Niðurstöður eru sýndar sem meðaltöl frá innleggsmjólkursýnunum þremur sem tekin voru í desember, janúar og mars á hverju búi fyrir sig. Niðurstöður eru gefnar upp sem cfu/ml mjólk og fyrir ofan einstaka súlu stendur nákvæm tala þar sem erfitt getur verið að lesa hana af y-ásnum.

380 Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007 Kúabú nr. 1-9: Með mjaltagryfjur og lausagöngu 1. mynd. Dreifing gerlahópanna, lesið frá vinstri heildargerlafjöldi, streptokokkar, stafýlokokkar, kuldakærir gerlar, kólígerlar og hitaþolnir gerlar, gefið upp sem cfu/ml mjólk hjá kúabúum með mjaltagryfjur. Kúabú nr. 10-16: Með rörmjaltakerfi og bása 2. mynd. Dreifing gerlahópanna, lesið frá vinstri heildargerlafjöldi, streptokokkar, stafýlokokkar, kuldakærir gerlar, kólígerlar og hitaþolnir gerlar, gefið upp sem cfu/ml mjólk hjá kúabúum með rörmjaltakerfi. Kúabú nr. 17-24: Með mjaltaþjóna og lausagöngu 3. mynd. Dreifing gerlahópanna, lesið frá vinstri heildargerlafjöldi, streptokokkar, stafýlokokkar,

381 Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007 kuldakærir gerlar, kólígerlar og hitaþolnir gerlar, gefið upp sem cfu/ml mjólk hjá kúabúum með mjaltaþjóna. x-ás: Prósent af kúm sem fengu > 2 í einkunn fyrir hreinlæti á lærum og síðum 4. mynd. Samhengi milli heildargerlafjölda í innleggsmjólkinni og kúa sem voru metnar skítugar og mjög skítugar á lærum og síðum, með einkunnagjöf > 2. Á mynd 4, hér fyrir ofan sést samhengi milli skítugra kúa og heildargerla-fjölda (p<0.05). Aðrar marktækar niðurstöður voru, að það fannst samhengi á milli vægra júgurbólgugerla úr spenasýnunum og hitaþolinna gerla í innleggsmjólkinni, einnig á milli kúa sem voru skítugar á lærum og síðum, og heildargerlafjölda, kólígerla og streptokokka. Það fannst samhengi milli stafýlokokka og heildarhreinlætis á búunum. Kúabúin með mjaltagryfjur höfðu færri stafýlókokka en bú með mjaltaþjóna og rörmjaltakerfi. Bú með mjaltagryfjur höfðu einnig færri streptokokka í innleggsmjólkinni en bú með mjaltaþjóna. Það fannst þó ekki munur fyrir síðastnefnda gerlahópinn á milli búa með mjaltagryfjur og rörmjaltakerfi. Umræður Nokkur kúabú voru með mjög mikið af kuldaþolnum gerlum í innleggsmjólkinni og hátt yfir viðmiðunargildum, hér getur skipt sköpum hve lengi mjólkin hefur verið geymd í mjólkurtankinum, þar sem kuldaþolnir gerlar geta náð að fjölga sér upp í 10 3-10 4 cfu/ml mjólk, eftir tvo daga í tankinum (Cousin, 1982). Hitaþolnir gerlar voru minna vandamál hjá búunum, sem leiðir líkur að því að stór hluti þeirra gerla sem finnast í innleggsmjólkinni, drepst eftir 30 mínútur við 63 C. Almennt voru kúabúin með mikið magn af Staphylococcus tegundum í innleggsmjólkinni miðað við viðmiðunargildi. Skýringin gæti verið kýr með dulda júgurbólgu en líka skítug júgur við mjaltir (Jayarao et al., 2001). Fjöldi kólígerla var einnig mjög hár hjá u.þ.b. 1/3 af kúabúunum. Ástæðan er líklega skítugar kýr eða illa þrifin mjaltatæki sem leiðir til ófullnægjandi hreinlætis við mjaltir (Blowey et al., 1997; Murphy & Boor, 2000). Ekki virtist vera vandamál

382 Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007 með Streptococcus tegundir og líka gerla á búunum. Þar sem aðstæður leyfðu ekki annað en að frysta varð innleggsmjólkina fyrir greininguna í Danmörku, má ætla að við frystinguna hafi átt sér stað einhver fækkun gram-neikvæðra gerla. Má því gera ráð fyrir að heildarfjöldi gerla í innleggsmjólkinni hafi væntanlega verið nokkuð hærri í raun og veru, en þetta hefur einnig fundist hjá Read et al., (1969) og Schuken et al., (1989). Heildargerlatala hjá búum með mjaltaþjóna var ekki marktæk hærri en hjá hinum búunum. Þetta er í ósamræmi við niðurstöður sem hafa fundist hjá Klungel et al., (2000), Vorst & Hogeveen (2000), og Koning et al., (2004). Hugsanleg skýring á því að ekki var komist að sömu niðurstöðu og í erlendum rannsóknum, er að öll búin í þessu verkefni höfðu haft mjaltaþjónana í notkun í meira en eitt ár og því getur verið að bændurnir séu komnir yfir byrjunarvandamálin og/eða að þeir eigi auðveldara með að aðlaga kýrnar að þessari nýju mjaltatækni, sökum þess að kýrnar eru ekki svo margar á hverju búi. Það fannst samhengi milli kúa sem voru metnar skítugar og ákveðna gerlahópa. Þetta staðfestir því að hreinlæti kúnna hefur áhrif á fjölda ákveðna gerlategunda. Kýr með skítug læri og síður, gefa til kynna að halar og básar séu skítugir, sem svo leiðir til þess að júgur og spenar skítna og fá á sig gerla úr umhverfinu (Hughes, 2001). Hér ber þó að nefna að mjög margir þættir geta haft áhrif á hreinlæti kúnna, þar á meðal hve oft flórarnir eru hreinsaðir, flæði kúnna um fjósið og hvort undirburður sé notaður (Hughes, 2001; Schreiner & Ruegg, 2003). Gæðakröfur sem gerðar eru fyrir úrvalsmjólk á Íslandi eru 0 40.000 kím/ml mjólk, til samanburðar eru kröfurnar í Danmörku 0-30.000 kím/ml mjólk. Kröfurnar á Íslandi geta því orkað tvímælis. Greining á ákveðnum gerlahópum frá innleggsmjólk gefur mikið ítarlegri upplýsingar um mjólkurgæði en sú greining sem gerð er í dag. Þeir gerlahópar sem voru skoðaðir og rannsakaðir tilheyra ekki náttúrulegri gerlaflóru hjá kúnni. Því er hægt að nota þessar upplýsingar til að segja til um hvar hugsanleg vandamál á kúabúinu sé að finna. Greining eins og gerð var í þessari rannsókn á innleggsmjólk er tímafrek en getur í mörgum tilfellum verið gagnlegur þáttur í vandamálagreiningu á kúabúi. Þakkarorð Greinarhöfundar þakka veitta aðstoð og góða samvinnu við LBHÍ, MS Selfossi, RMI, KVL og bændum fyrir mjög góðar móttökur og samstarfsvilja við gerð verkefnisins. Heimildaskrá Biggs, A. (2003): Milk bacteriology: interpreting the results. Journal of the British Veterinary Cattle Practice, 11, 1-7. Blowey, R., Davis, J. & Edmondson, P. (1997): Bacterial counts in bulk milk - an underused investigation technique. In Practice, 19, 122-127. Bramley, A.J. & McKinnon, C.H. (1990): The microbiology of raw milk. In: Dairy Microbiology, Vol. 1. Robinson, R.K. ed., London, Elsevier Science Publishers, pp. 163-208. Chambers, J.V. (2002): The microbiology of raw milk. In: Dairy Microbiology Handbook, The Microbiology of Milk and Milk Products, third edition. Robinson, R.K. ed., John Wiley & Sons, Inc., Publication, pp. 39-90. Cook, N.B. (2002): The influence of barn design on dairy cow hygiene, lameness and udder health. Proceeding of the 35th Annual Convention, American Association of Bovine Practioners. Wisconsin, pp. 97-113.

383 Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007 Cousin, M.A. (1982): Presence and activity of psychrotrophic microorganisms in milk dairy procucts: a review. Journal of Food Protection, 45, 172-207. Davidson, P.M., Roth, L.A. & Gambrel-Lenarz, S.A. (2004): Coliform and other indicator bacteria. In: Standard Methods for the Examination of Dairy Products, 17th edition. Frank, J.F. & Wehr, H.M. ed., American Public Health Association, pp. 187-226. Farnsworth, R.J. (1993): Microbiologic examination of bulk tank milk. Veterinary Clinics of North-America, Food Animal Practice, 9, 469-474. Frank, J.F. & Yousef, A.E. (2004): Tests for groups of microorganisms. In: Standard Methods for the Examination of Dairy Products, 17th edition. Frank, J.F. & Wehr, H.M. ed., American Public Health Association, pp. 227-247. Godkin, M.A. & Leslie, K.E. (1993): Culture of bulk tank milk as a mastitis screening test: a brief review. Canadian Veterinary Journal, 34, 601-605. Gonzales, R.N., Jasper, D.E., Bushnell, R.B. & Farver, T.B. (1986): Relationship between mastitis pathogen numbers in bulk tank milk and bovine udder infections in California dairy herds. Journal of the American Veterinary Medical Association, 189, 442-445. Hayes, M.C., Ralyea, R.D., Murphy, S.C., Carey, N.R., Scarlett, J.M. & Boor, K.J. (2001): Identification and characterization of elevated microbial counts in bulk tank raw milk. Journal of Dairy Science, 84, 292-298. Jayarao, B.M. & Wang, L. (1999): A study on the prevalence of gram-negative bacteria in bulk tank milk. Journal of Dairy Science, 82, 2620-2624. Jayarao, B.M., Pillai, S.R., Swant, A.A., Wolfgang, D.R. & Hedge, N.V. (2004): Guidelines for monitoring bulk tank milk somatic cell and bacterial counts. Journal of Dairy Science, 87, 3561-3573. Koning, K.-de., Slaghuis, B. & Vorst, Y.van-der. (2004): Milk quality on farms with an automatic milking system. Automatic milking: A better understanding. Conference Proceedings, The Netherlands, pp. 311-320. Klungel, G.H., Slaghuis, B.A. & Hogeveen, H. (2000): The effect of the introduction of automatic milking systems on milk quality. Journal of Dairy Science, 83, 1998-2003. Murphy, S.C. (1997): Raw milk bacteria tests: standard plate count, preliminary incubation count, lab pasteurization count and coliform count - what does they mean for your farm? Proceedings Regional National Mastitis Council, pp. 34-41. Murphy, S.C. & Boor, K.J. (2000): Trouble-shooting sources and causes of high bacteria counts in raw milk. Dairy, Food and Environmental Sanitation, 20, 606-611. Oliver, S.P., González, R.N., Hogan, J.S., Jayarao, B.M. & Owens W.E. (2004): In: Microbiological Procedures for the Diagnosis of Bovine Udder Infection and Determination of Milk Quality, fourth edition. National Mastitis Council (NMC), pp. 1-46. Read, R.B., Bradshaw, J.G. & Francis, D.W. (1969): Effect of freezing raw milk on standard plate count. Journal of Dairy Science, 52, 1720-1723. Roberson, J. & Bailey, T.L. (1999): Using records to evaluate udder health: bulk tank analysis. Veterinary Medicine, 94, 190-196. Rowe, M.T., Dunstall, G., Kilpatrick, D. & Wisdom, G.B. (2001): A study of changes in the psychrotrophic microflora of raw milk during refrigerated storage. Milchwissenschaft, 56, 247-250. Schukken, Y.H., Smit, J.A.H., Grommers, F.J., Vandegeer, D. & Brand, A. (1989): Effect of freezing on bacteriologic culturing of mastitis milk samples. Journal of Dairy Science, 72, 1900-1906. Vorst, Y.van-der. & Hogeveen, H. (2000): Automatic milking systems and milk quality in the Netherlands. In: Robotic Milking. Proceedings of International Symposium. Lelystad, The Netherlands. Hogeveen, H & Meijering, A. ed., Wageningen Pers., pp. 73-82.